23
Tónlistardeild Hljóðfæraleikur Manuel M. Ponce Gítarverkin og samvinna hans við Andrés Segovia Ritgerð til BMusprófs í gítarleik Óskar Magnússon Haustönn 2016

Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

 

Tónlistardeild  Hljóðfæraleikur    

 

 

 

 

Manuel  M.  Ponce    

Gítarverkin  og  samvinna  hans  við  Andrés  Segovia    

 

 

 

 

 

           

 

 

 

   

          Ritgerð  til  BMus-­prófs  í  gítarleik  

               Óskar  Magnússon  

                           Haustönn  2016

Page 2: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

     

 

Tónlistardeild  

Hljóðfæraleikur    

 

 

 

 Manuel  M.  Ponce  

 Gítarverkin  og  samvinna  hans  við  Andrés  Segovia  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

            Ritgerð  til  BMus-­prófs  í  gítarleik  

                 Óskar  Magnússon  

                         Kt.:  1007892999  

                 Leiðbeinandi:  Pétur  Jónasson  

                             Haustönn  2016

Page 3: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

     

Útdráttur

Við upphaf 20. aldar naut klassíski gítarinn ekki eins mikilla vinsælda og hann gerir í dag. Það

var ekki fyrr en spænski gítarleikarinn Andrés Segovia ákvað að gera það að sínu lífsmarkmiði

að koma hljóðfærinu á verðskuldaðan stall í tónlistraheiminum. Til að takast það markmið fékk

hann til liðs við sig nokkur tónskáld sem áttu að semja fyrir hann ný gítarverk og kynna þannig

hljóðfærið fyrir almenningi á ný. Eitt af þeim tónskáldum sem Segovia starfaði með var

mexíkóska tónskáldið Manuel Maria Ponce. Verkin sem hann samdi fyrir Segovia eru talin

vera með mikilvægustu gítarverkum sem samin hafa verið fyrir hljóðfærið og er hann því talin

eitt merkasta gítartónskáld veraldar og í sameiningu tókst þeim að reisa við orðspori gítarsins.

Ponce heillaðist mikið af mexíkóskri þjóðlagatónlist og nýtti hana markvisst í sínum

tónsmíðum og nýtir þau einnig í nokkrum að hans gítarverkum. Í þessari ritgerð verður fjallað

um þann þjóðlega bakgrunn sem hann byggði verk sín á og í framhaldinu verður fjallað um

ævi hans, menntun og störf. Á sama hátt verður ævi Segovia rakin og fjallað um kynni þeirra

tveggja, samband og samstarf. Birt verður heildaryfirlit yfir gítarverk Ponce og fjallað lauslega

um nokkur þeirra og að lokum verða tvö af mikilvægustu gítarverkum hans greind: Sonatina

Meridional og Concierto del Sur.

Page 4: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

     

Efnisyfirlit Inngangur..................................................................................................................................1

1. Baklandið - mexíkósk þjóðlagatónlist................................................................................2

2. Ævi og störf Manuel Ponce................................................................................................ 3

3. Ævi og störf Andrés Segovia...............................................................................................4

4. Samstarf Ponce og Segovia..................................................................................................6

5. Gítarverk Ponce...................................................................................................................8

6. Greining á Sonatina Meridional og Concierto del Sur...................................................11

Lokaorð...................................................................................................................................17

Heimildaskrá..........................................................................................................................18

Page 5: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

        1    

Inngangur Saga gítarleiks í klassískum stíl er ekki löng. Nokkur strengjahljóðfæri á borð við lútu

og mandólín frá 16.-17. öld hafa verið nefnd forfeður gítarsins en klassíska gítarinn eins og

hann er þekktur í dag má rekja til klassíska tímabilsins (1750-1820). Þá sömdu menn á borð

við Giuliani, Regondi, Sor, Aguado og fleiri verk fyrir gítar en náðu þó ekki að koma

hljóðfærinu á viðurkenndan stall.1 Það var því talið til minniháttar hljóðfæra um hríð. Við

upphaf tuttugustu aldar batnaði staða gítarsins þó til muna, aðallega vegna metnaðar tveggja

manna: tónskáldsins Manuel M. Ponce (1882-1948) og gítarleikarans Andrés Segovia (1893-

1987). Í sameiningu reistu þeir við orðspor gítarsins: Ponce með því að semja sérstök verk fyrir

gítar, þrátt fyrir að hann léki ekki á hljóðfærið, og Segovia, sem var óumdeilanlega mesti

gítarleikari 20. aldar, með sinni spilamennsku.2 Segja má að staða klassíska gítarsins í dag sé

að mörgu leyti þeim að þakka, þeirra samvinnu og vinskap.

Ponce heillaðist ungur af mexíkóskri þjóðlagatónlist og er meirihluti tónsmíða hans

undir áhrifum þaðan. Þá nýtir hann þau áhrif í nokkrum af sínum gítarverkum. Andrés Segovia

varð einnig heillaður af sínum spænska þjóðlagaarfi en vildi hefja gítarleikinn, sem jafnan var

undirstaðan í slíkri tónlist, upp fyrir flamenkó og nær klassískri tónlist.

Í þessari ritgerð verður fyrst fjallað um þann þjóðlega bakgrunn sem Ponce byggði verk

sín á og í framhaldinu fjallað um ævi hans, menntun og störf. Á sama hátt verður ævi Segovia

rakin og fjallað um kynni þeirra tveggja, samband og samstarf. Birt verður heildaryfirlit yfir

gítarverk Ponce og fjallað lauslega um nokkur þeirra og að lokum verða tvö af mikilvægustu

gítarverkum hans greind: Sonatina Meridional og Concierto del Sur.

                                                                                                               1 Len Verrett. „Early classical guitar and early romantic guitar time period.“ Early romantic guitar, 20. september 2009. http://www.earlyromanticguitar.com/erg/timeperiod.htm 2 „The history of the guitar.“ Ye old guitar shoppe, 2000. http://www.yeoldeguitar.com/history.html

Page 6: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

        2    

1. Baklandið – mexíkósk þjóðlagatónlist Tónlist hefur þróast á mismunandi hátt eftir menningarheimum. Eitt auðgreinanlegasta

tónmál veraldar kemur frá Rómönsku-Ameríku, þar sem tónlist hefur alltaf verið mikilvægur

partur af menningunni, Sú tónlist hefur ákveðinn takt (t.d. rumba, salsa, samba, tango),

hljómagang og laglínur, ásamt því að vera leikin á einstök hljóðfæri frá þeirri heimsálfu svo

sem marimba, panflauta, bongotrommur, charango og fleiri.3 Eins og annars staðar í

Rómönsku-Ameríku skipar þjóðlagatónlist í Mexíkó mikinn sess en í henni er aðallega sungið

um ást, ástríður, landið og sögu þess.4 Þrjár tónlistarstefnur eru ríkjandi: Mariachi, Ranchera

og Norteño (sem einnig nefnist Grupero). Stefnan sem hefur náð mestri útbreiðslu er Mariachi

sem oftast er leikin á fiðlur, trompeta og gítar, gjarnan af hópi manna með stóra hatta og í

þjóðlegum búningum. Lögin eru yfirleitt í einfaldum hljómagangi, söngtextar fjalla oftar en

ekki um ástina og hver hljóðfæraleikari fær mikið svigrúm til einleiks. Í Ranchera eru notuð

hljóðfæri eins og gítar, fiðla, trompet, harpa, munnharpa og harmonikka. Takturinn er annar en

í Mariachi og minnir frekar á vals, polka eða bolero. Hins vegar fjalla textarnir um svipuð

viðfangsefni og Mariachi, þá aðallega föðurlandsást og náttúruna. Á nítjándu öld komu

Evrópubúar með harmonikkuna til Norður-Mexíkó og blönduðu innfæddir henni ásamt tólf

strengja gítar við Ranchera tónlistina svo úr varð Norteño, og takturinn var einnig í vals eða

polka.5

Klassísk tónlist frá Mexíkó er ekki ósvipuð þeirri vestrænu en náði hún aldrei miklum

vinsældum enda létu fá tónskáld að sér kveða. Helst ber þó að nefna tónskáldin Francisco

López Capillas og Manuel de Sumaya sem sömdu aðallega kirkjutónlist á sautjándu og átjándu

öld og minnir hún mikið á endurreisnar- og barrokk tónlist eins og hún þekkist frá vestræna

heiminum.6 Áhrif frá þjóðartónlist Mexíkó heyrðust ekki mikið í klassískum tónsmíðum fyrr

en á 20. öld. Þá fóru tónskáld að heillast af fallegum sönglínum og töktum gömlu laganna og

fóru þar með að nýta slík stef í sínum eigin verkum. Eins og sagt er frá í inngangi þessarar

ritgerðar hreifst tónskáldið Manuel M. Ponce af þessari tónlist frá blautu barnsbeini og nýtti

þjóðlagaarfinn oft markvisst í tónsmíðum sínum síðar á lífsleiðinni. Í næsta kafla verður fjallað

um ævi hans og störf.

                                                                                                               3 Gerard Béhague. „Folk and popular music: Regional styles and genres.“ Britannica, engin dagsetning. https://www.britannica.com/art/Latin-American-music/Folk-and-popular-music 4 James Baker. „Mexican classical music: From the known to the unknown.“ Texas public radio. 15. desember 2013. http://tpr.org/post/mexican-classical-music-known-unknown#stream/0 5 „Traditional Mexican music.“ Hacianda tres tios. 15. febrúar 2011. http://www.haciendatresrios.com/culture-and-tradition/traditional-mexican-music/ 6 James Baker. „Mexican classical music: From the known to the unknown.“

Page 7: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

        3          

2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce

Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas fylki í Mexíkó.

Móðir hans hvatti hann ungan til að læra tónlist og varð hann fyrr læs á nótur en stafrófið.

Fjögurra ára hóf hann nám í píanóleik og fékk áhuga á tónsmíðum stuttu seinna. Ári síðar

smitaðist hann af bólusótt og meðan á veikindunum stóð samdi hann sitt fyrsta lag La danza

del sarampion (ísl. Dans bólusóttarinnar). Ákafur píanóleikur drengsins barst út á götu þorpsins

og fólk fór brátt að taka eftir hæfileikum Ponce og fyrr en síðar var hann farinn að vinna fyrir

sér með spilamennsku. Á þeim tíma tók Ponce miklum framförum í píanóleik og því fór móðir

hans að að leita að efnilegum tónlistarkennara fyrir hann. Tíu ára fór hann að syngja í barnakór

kirkju bæjarins, þar sem hann vann sig síðan upp í stöðu orgelleikara.

Á átjánda ári fluttist Ponce til Mexíkóborgar þar sem hann hélt áfram tónlistarnámi sínu

ásamt því að læra tónfræði og tóngreiningu. Honum leiddist námið og fannst hann ekki vera að

læra neitt nýtt. Hann snéri því aftur heim og dvaldi þar um stund þar til hann hélt erlendis í

nám í Bologna á Ítalíu. Hann lærði hjá Luigi Torchi og Cesare Dall'Olio í nokkur ár áður en

hann hélt til Þýskalands til að kynnast betur því sem var í gangi í samtímatónlist. Þar stundaði

hann áframhaldandi píanónám og komst í snertingu við evrópska stíla eins impressíonisma, þar

sem tónlist Debussy, Ravel og fleiri hafði áhrif á hann. Í kjölfarið fór hann að blanda saman

ofangreindum mexíkóskum og evrópskum stílum í verkunum sínum.

Árið 1911 vakti Ponce athygli fyrir sitt fyrsta stóra verk fyrir píanó og hljómsveit,

Concierto Romantico, sem nýtur enn mikilla vinsælda í dag. Í verkinu nýtir hann alla þá

hæfileika sem hann hafði þá öðlast sem tónsmiður og hljóðfæraleikari, auk þess að blanda

saman hinum rómantísku stefum þjóðlagatónlistarinnar við klassíkina. Árið 1913 hélt Ponce

sinn fyrsta fyrirlestur, „Tónlist og Mexíkósku lögin“ þar sem hann talar um þróun

þjóðartónlistarinnar.7 Þar með má ætla að Ponce hafi verið vel að sér í helstu hlutum

tónlistarsögu síns heimalands.

Manuel Ponce neyddist til að fara úr landi vegna byltingar í Mexíkó á árunum 1910-

1915. Hann fluttist því til Kúbu árið 1915, var þar í tvö ár og starfaði sem tónlistargagnrýnir

fyrir tímaritið La reforma social. Hann starfaði einnig sem kennari og hélt marga fyrirlestra og

tónleika. Ponce nýtti sér margt frá þjóðlagaarfi og tónlist Kúbu í tónsmíðum sínum. Hann snéri

aftur til Mexíkó árið 1917 og kynntist stuttu seinna frönsku söngkonunni Clema Maurel og

giftust þau sama ár. Hann bjó með henni í Mexíkóborg, þar sem hann hitti Segovia fyrst árið

1923, og lést þar árið 1948 þá 66 ára að aldri.

                                                                                                               7 Corazon Otero, Manuel Ponce and the guitar. (Somerset: Musical New Services, 1980), bls 7-13.

Page 8: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

        4                

3. Ævi og störf Andrés Segovia Andrés Segovia fæddist í Linares á Spáni árið 1893. Ungur að aldri fékk hann áhuga á

gítarnum en á þessum tíma var flamenkó gítarleikur allsráðandi í Andalúsíu og því fékk

Segovia fyrst kennslu frá einum slíkum gítarleikara. Foreldrar hans voru ekki þó samþykk því

að hann lærði á gítar, hljóðfæri sem þeim þótti aðeins eiga heima á krám, og sendu hann í selló-

og píanónám í staðinn. Samt sem áður krafðist Segovia að fá að læra á gítarinn. Tíu ára að aldri

flutti hann ásamt frændfólki sínu til Granada þar sem markmiðið var að fá góða leiðsögn á

gítarinn. Það sýnir því ákveðni unga drengsins að hann var tilbúin að yfirgefa fjölskylduna til

þess að sinna sínum helstu hugðarefnum. Þó tókst honum ekki að finna gítarkennara svo hann

þurfti að lokum að kenna sér að mestu sjálfur. Tveimur árum síðar komst hann fyrsta skipti í

kynni við klassíska gítartónlist þegar hann heyrði flamenkó gítarleikarann Gabriel Ruiz de

Almadóvar leika nokkur verk eftir Francisco Tárrega (1852-1909), eitt helsta spænska tónskáld

klassíska gítarsins. Segovia hélt sína fyrstu tónleika fimmtán ára og ákvað á þeim tíma að gera

gítarleik að sínu ævistarfi. Hann lék nokkrum árum seinna fyrir Don José del Hierro, prófessor

við Tónlistarháskólann í Madrid, sem dáðist að hæfileikum unga drengsins en gagnrýndi þó

hljóðfæravalið og stakk upp á því að hann skipti um hljóðfæri og færi yfir á fiðlu. Þá svaraði

Segovia á móti: „Ég gæti aldrei snúið baki við gítarnum. Gítarinn þarf á mér að halda, ekki

fiðlan. Ég hef einnig svarið þann eið að feta í fótspor Franscisco Tárrega, sem lifði fyrir

hljóðfæri sitt.“8

Ungur að aldri setti Segovia sér nokkur lífsmarkmið: fyrsta var að frelsa gítarinn „úr

harkalegum greipum flamenkó gítarleikararna“9 og hitt var að ferðast um allan heim og sýna

heiminum að gítarinn væri hljóðfæri fyrir stóra sviðið. Einnig ætlaði hann sjá til þess gítarnám

yrði kennt í öllum helstu tónlistarskólum og síðast en ekki síst vildi hann skapa nýja og ferska

efnisskrá fyrir hljóðfærið. Á þessum tíma var hann einn af örfáum starfandi klassískum

gítarleikurum og hélt tónleika út um allan heim. Einnig sótti hann í samstarf með tónskáldum

en með þeim skilmálum að tónskáldin léku ekki sjálf á gítar því þannig myndi hann fá nýrri og

ferskari tónsmíðar í efnisskrána. Sá fyrsti til að vinna með Segovia var spænska tónskáldið

Fredrico Moreno-Torroba og seinna sama ár hitti hann Alexandre Tansmann (1887-1986) frá

                                                                                                               8 „I would never turn my back to the guitar. It needs me, the violin doesn’t. I have also sworn to walk in the steps of the sainted Francisco Tárrega, who lived and died for his beloved instrument, with little hope of glory or gain.“ Alastair Lewis. „The biography of Andrés Segovia 1893-1987.“ Maestros of the guitar, engin dagsetning. http://www.maestros-of-the-guitar.com/segovia1.html 9 Brook Stern. „Un Baile en Malaga - 1838 Account of a Flamenco or Pre-flamenco event.“ Flamenco experience, 7. mars 2012. http://www.flamencoexperience.com/blog/?cat=26

Page 9: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

5      

Póllandi. Brasilíska tónskáldið Heitor Villa-Lobos (1887-1959) heillaðist mikið af gítarleik

Segovia en ásamt Ponce er Villa-Lobos eitt afkastamesta gítartónskáld Rómönsku-Ameríku.

Flest gítarverk sem hann samdi tileinkaði hann Segovia.10 Árið 1939 fékk Segovia í hendurnar

fyrsta verk tuttugustu aldar sem samið var fyrir gítar og hljómsveit. Það var verk eftir ítalska

tónskáldið Mario Castelnuovo-Tedesco (1895-1968) en hann var þá búinn að vera í góðu

samstarfi við Segovia síðastliðin ár.11

Með hjálp tónskáldanna, mikilli vinnu og ást á sínu starfi var markmið Segovia, sem

var að koma gítarnum á verðskuldaðan stall í tónlistarheiminum, farið að taka á sig mynd. Hann

hélt tónleika í Mexíkóborg árið 1923 og í salnum sat Ponce og hlustaði af mikilli aðdáun. Sem

gagnrýnandi skrifaði hann ítarlega grein um þá tónleika og sú grein heillaði gítarleikarann.

Segovia óskaði eftir að fá að hitta Ponce og á fundi þeirrar lýsti Ponce upplifun sinni á

tónleikunum og hversu ánægður hann hafi verið. Þá bað Segovia um gítarverk frá Ponce og

ákvað hann að láta verða af því. Stuttu seinna leit fyrsta gítartónsmíð hans dagsins ljós og var

það upphaf að samstarfi þeirra tveggja sem nánar verður lýst hér að neðan.

                                                                                                               10 Alastair Lewis. „The biography of Andrés Segovia 1893-1987.“ 11 Alastair Lewis. „The biography of Mario Castelnuovo-Tedesco 1895-1968.“ Maestros of the guitar, engin dagsetning.

Page 10: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

                                                                                                                             6                

4. Samstarf Ponce og Segovia Þeir hittust ekki aftur fyrr en tveimur árum eftir að fyrsta gítarverkið, sem nefnt er hér

að ofan, var samið. Ponce hafði þá dvalið í París til að öðlast meiri visku í tónsmíðum undir

handleiðslu meistara Paul Dukas. Eftir að þeir hittust aftur jókst vinátta þeirra til muna og héldu

þeir samstarfi sínu áfram í auknum mæli. Á þessum tíma samdi Ponce nokkrar prelúdíur og

útsetti einnig sitt fræga sönglag Estrellita fyrir gítar ásamt Por ti mi corazon.12 Ponce hélt áfram

að semja fyrir Segovia næstu áratugi og eru verk hans í dag talin í hópi merkustu gítarverkanna.

Í lokin hafði hann samið yfir þrjátíu prelúdíur, svítur, sónötur, tilbrigði, kammer tónlist fyrir

ýmis hljóðfæri ásamt gítar og gítarkonsert. Vinsælustu og mest fluttu verkin eru sónöturnar og

Þema og tilbrigði af Folia de España. Folia de España er ákveðinn hljómagangur frá Spáni

sem tónskáld hafa leikið sér með í nokkrar aldir. Síðasta afrek Ponce fyrir gítarinn var

gítarkonsertinn sem nefnist Concierto del Sur og var hann fullkláraður árið 1941.

Eins og að ofan er greint starfaði Segovia með fjölda tónskálda með það markmið að

skapa nýja efnisskrá fyrir gítarinn. Honum þótti þetta ganga vel með flestum en naut sín þó

best með Ponce, þar sem þeir urðu fljótt bestu vinir og dáðust að hvor öðrum. En þar sem Ponce

bjó í Mexíkó og Segovia á Spáni, ásamt því að ferðast allt árið um kring, fóru samskipti þeirra

að stórum hluta fram í bréfskeytum. Bréfin sem send voru frá Segovia til Ponce hafa verið

gefin út í bók en þau bréf sem Ponce sendi Segovia eru talin hafa glatast í spænsku styrjöldinni

kringum 1936-39.13 Í mörgum bréfum frá Segovia ræðir hann um verkin sem Ponce var að

semja fyrir hann þá stundina. Segovia sá um að fara yfir það sem var komið og sendi til baka

athugasemdir og gaf til kynna hverju mætti breyta. Segovia var með sterkar skoðanir á öllu

sem hann fékk í hendurnar og lét laga minnstu hendingar ef hann var ekki ánægður með þær.

En með hvert einasta fullkláraða verk sem hann fékk frá Ponce fann hann fyrir ólýsanlegri

hamingju. Í bréfi til Ponce frá 1929 að Þema og tilbrigði úr Folia de Espana sé „það besta sem

gítarinn á“ og á eftir því verki komi „Scubert sónatan“ (Sonata romantica). Einnig átti hann til

með að leggja verk annarra tónskálda til hliðar er hann fékk ný verk send frá honum.14 Hann

lýsti því við Ponce hversu mikið hann æfði hvert verk og hvað hann fékk aldrei nóg af því.

Hann var alveg viss um að þarna væri á ferð eitt efnilegasta tónskáld veraldar og fór því að

óska eftir stærra verki, fyrir gítar og hljómsveit. Það tók Ponce langan tíma að hefjast handa á

því verki en sendi honum þó uppköst annað slagið. Á sama tíma hafði Tedesco lokið við sinn

                                                                                                               12 Corazon Otero, Manuel Ponce and the guitar, bls 20. 13 Alastair Lewis. „Manuel Ponce's collaboration with Andrés Segovia.“ Maestros of the guitar, engin dagsetning 14 Miguel Alcazar, The Segovia-Ponce Letters, bls 57-58.

Page 11: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

        7                      

gítarkonsert og fékk Segovia mikið lof fyrir flutninginn á því verki. En eftir að hafa fengið send

uppköstin af verki Ponce sagði Segovia við hann í bréfi: „Tedesco konsertinn var tignarlegur

og frábær en verður að engu ef hann er borinn saman við þína fallegu tónlist!!!“15

                                                                                                               15 „The Tedesco conierto was gracious and beautiful but falls to dust next to your wonderful music!!!“ Miguel Alcazar, The Segovia-Ponce Letters, bls 200-201.

Page 12: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

   

    8                      

5. Gítarverk Ponce Þau gítarverk sem Ponce samdi fyrir Segovia á þeim tíma sem þeir unnu saman voru:

Sonata Mexicana, 1923

La Valentina, úts., 1924

La Pajarera og Por ti mi Corazon, 1925

Estrellita, úts., 1925

Prelúdía, 1925

Prelúdía fyrir gítar og sembal, 1926

Þema, tilbrigði og finale, 1926

Alborada og Cancion Gallega, 1927

Sonata III, 1927

Sonata Romantica, 1928, (virðingavottur til Schuberts)

24 prelúdíur, 1929

Tilbrigði og fúga úr „Folias de España“, 1929

Svíta í a-moll, (undir nafni S. L. Weiss) 1929

Tremolo stúdía, 1930

Sonata of Paganini, 1930

Sonata Clasica, (virðingarvottur til Sor) 1930

Sonata fyrir gítar og sembal, 1931

Suite Antigua, (undir nafni Scarlatti), 1931

Fjögur verk: Mazurka, Vals, Tropico, Rumba, 1932

Sonatina Meridional, 1932

Concierto del Sur, (fyrir gítar og hljómsveit), 1941

Two Vignettes: Vespertina og Rondino, 1946

Sex stuttar prelúdíur, 1947

Tilbrigði af þema eftir Antonio de Cabezon, 1948

Kvartett fyrir gítar og strengi, 1948 (óklárað og óútgefið)

Balletto (undir nafni S. L. Weiss) 1948

Hér að neðan verður fjallað í stuttu máli um nokkur ofangreindra verka, og í framhaldinu eru

tvö af hans helstu verkum - Sonatina Meridional og Concierto del Sur - greind á ítarlegan hátt.

Page 13: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

        9          

Fyrsta verkið sem Ponce samdi fyrir Segovia nefnist Sonata Mexicana. Ponce vissi

strax hvar hann vildi sækja innblásturinn þegar hann var beðin að semja verkið, til síns

heimalands. Sónatan er í fjórum köflum, Allegro moderato, Andantino, Intermezzo og

Allegretto un poco vivace. Fyrsti kaflinn er í sónötuformi og hrynjandinn vísar í takta hinna

innfæddu. Annar kaflinn er í 5/8 takti. Þrátt fyrir erfiða takttegund rennur það vel og myndar

mjúka tilfinningu. Í þriðja kafla notast hann við þema frá Jarabe Tapatio sem er vinsælt

Mexíkóskt stef. Fjórði kaflinn minnir á þann fyrsta hvað taktinn varðar og bindur glæsilegan

enda á verkið.16 Sónatan vakti mikla lukku meðal fólks og gagnrýnenda og fékk Segovia

beiðnir um að það yrði leikið oftar.17

Ponce hélt áfram að semja fyrir Segoiva næstu árin en vann þó helst í minniháttar

verkum eins og La Valentina, La Pajarera og Por tu mi Corazon. Árið 1927, eftir að hafa

starfað nokkur ár með Segovia og samið nokkur verk fyrir gítarinn, var hann farinn að skilja

hljóðfærið ágætlega. Þá samdi hann Sónötu III og nýtir þar meira af tónmáli samtímans þar

sem hann leyfir sér aðra hluti og fylgir ekki sömu reglum og áður.18

Segovia vildi gefa út bók með æfingum fyrir gítar og samdi þá Ponce tuttugu og fjórar

prelúdíur í öllum moll og dúr tóntegundum. Bókin var þó aldrei gefin út í heild sinni. Ein

ástæðan fyrir því var til dæmis að Segovia fannst margar af prelúdíunum of erfiðar í áhlustun

fyrir hinn almenna hlustanda og vildi ekki að þær væru með. Þeir ákváðu því að gefa þær út í

fjórum bindum sem inniheldur sex prelúdíur hvert. Segovia endurgerði nokkrar prelúdíur sem

voru í of erfiðum tóntegundum fyrir gítarinn, til dæmis tónflutti hann Prelúdíu nr. 8 í f-moll

yfir í fís-moll. Þannig var hægt að leika fleiri opna strengi og auðvelda þannig fyrir

flytjandanum. En þá var hún skráð sem Prelúdía nr. 1 í fís-moll eftir Segovia.

Prelúdíurnar voru ekki gefnar út í heild sinni fyrr en árið 1980 af Miguel Alcazar. Þó

vantaði eina í safnið sem ekki fannst og hefur ekki fundist enn. Alcazar ákvað þá að útsetja

barnalag sem Ponce samdi sem nefnist Cuando la Aurora. Hann tónflutti það yfir í G-dúr til

að bæta við þeirri tóntegund sem vantaði hjá prelúdíunum.19

Af þeim gítarverkum sem Ponce samdi þá eru sónöturnar taldar vera þau bestu og

mikilvægustu. Ponce var vel að sér í öllum tónlistarstefnum og stílum. Segovia vildi nýta það

eins og hann gat og bað því Ponce að semja sónötur þar sem hann myndi vinna með ákveðin

                                                                                                               16 Alastair Lewis. „Manuel Ponce's collaboration with Andrés Segovia.“ 17 Corazon Otero. Manuel Ponce and the guitar, bls 10-11. 18 Corazon Otero. Manuel Ponce and the guitar, bls 26. 19 David Norton. „Background to Manuel Ponce's "24 Preludes." Classical guitar, 2. júlí 2013. http://www.classicalguitardelcamp.com/viewtopic.php?t=78742

Page 14: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

        10                

tónmál. Árið 1928 samdi hann Sonata classica. Þar vitnar hann í tónsmíðaaðferðir spænska

gítartónskáldsins Fernando Sor (1778 - 1839). Ári seinna samdi hann Sonata Romantica þar

sem hann sótti innblásturinn í tónsmíðar Franz Schuberts (1797 - 1828), tónskáld sem var í

miklu uppáhaldi hjá Ponce.

Eftir að hafa fengið öll ólíku verkin frá Ponce var Segovia farinn að sjá að hann gat

samið í hvaða stíl sem var. Því vildi hann gera tilraun með næsta verk og samþykkti Ponce að

taka þátt. Það var að semja svítu í barrokk stíl undir dulnefni. Það tónskáld sem samdi hvað

mest af slíkum verkum var lútuleikarinn Sylvius Leopold Weiss (1687-1750).20 Þeir ákváðu

því að semja svítu í stíl Weiss og setja einnig nafn Ponce á handritið til að sjá hvort þeim tækist

að plata áheyrendur. Sú tilraun tókst og hélt fólk að þarna væri á ferð fyrrum glatað handrit

Weiss. Svítan samanstendur af Prelúdíu, Allamande, Sarabande, Gavotte og Gigue. Á næstu

árum lék Segovia verkið á margoft og lék þar bæði á áheyrendur og gagnrýnendur. Einn

gagnrýnandinn skrifaði um tónleikana: [Fyrsti kafli efnisskrárinnar endaði með svítu í a-moll eftir Weiss, frábært þýskt lútutónskáld og eru tónsmíðar hans eru á borð við Bach og Händel. Þetta verk sem leikið var á tónleikunum hafði dýpri áhrif en Bach svítan sem leikin var á tónleikunum áður.]21 Hér sést hversu öflugt tónskáld Ponce var þegar farið var að líkja honum við Bach. Þeir héldu

leyndarmálinu í einhvern tíma til viðbótar og gáfu það loks upp að Ponce hafi samið verkið.

Þó svítan í stíl Weiss sem fjallað er um hér að framan sé meðal hans helstu verka er það mat

undirritaðs að tvö verk standi upp úr þegar litið er yfir feril hans sem gítartónsmiðs: Sonatina

Meridional og gítarkonsertinn Concierto del Sur. Það er því við hæfi í því samhengi að ljúka

þessari ritgerð með því að líta nánar á þau.

                                                                                                               20 David Charlton. „Sylvius Leopold Weiss.“ Classical net, 2000. http://www.classical.net/music/comp.lst/articles/weiss/bio.php 21 „The first part of the programme ended with a suite in A minor by Weiss, a great German lute virtuoso, and lutenist from 1717 at the Court of Dresden. His stature as a composer is like that of Bach and Handel. This work of Weiss for the lute made a deeper impression than the Bach suite played in a former concert.“ Kevin R. Manderville. „Manuel Ponce and the Suite in A minor.“ http://www.laguitarra-blog.com/wp-content/uploads/2012/04/manuel-ponce-and-the-suite-in-A-minor.pdf

Page 15: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

   11  

6. Greining á Sonatina Meridional og Concierto del Sur Eitt vinsælasta gítarverk sem Ponce samdi fyrir Segovia nefnist Sonatina Meridional.

Hann kláraði verkið árið 1932 og er það síðasta sónatan sem hann samdi fyrir gítarinn. Nafn

verksins þýðir Sónatina suðursins og gefur það til kynna að hann sæki innblástur til Spánar og

Mexíkó. Segovia hafði beðið lengi um sónötu í þessum stíl og varð Ponce loks að þeirri bón.

Hann var duglegur að senda uppköst af verkinu og Segovia hikaði ekki við að segja hvað

honum fannst og hvað mætti laga. Gítarbókin „Ponce, guitar works“ sem gefin var út af Schott

innheldur gítarverk hans eins og hann skrifaði þau en Segovia breytti ýmsum hlutum seinna

meir, tók út eða bætti við eftir því hvað hentaði honum betur. Samt sem áður hélst verkið ávallt

í sömu mynd og það var fyrir.22 Sónatan er í D dúr og í takttegundinni 3/8. Fyrsti kaflinn nefnist

Campo eða sveitin og líkir á köflum eftir spænskri eða mexíkóskri sveitinni. Þrátt fyrir

óvenjulega hljómaganga og hendingar er kaflinn sjálfur í hinu hefðbundna sónötuformi. Á

ýmsum stöðum ná hugljúfar hendingar ekki að klára að segja sitt heldur eru rofnar með æstari

að ákveðnari hendingum án fyrirvara og minnir gjarnan á hálfgerðra geðhvörf. Hraðinn er

Allegro non troppo sem Segovia breytti seinna í Allegretto. Fyrri kafli framsögunnar hefst með

kraftmiklum brotnum D-dúr hljómi yfir tvo takta. Næstu tveir taktar svara í sömu mynt en í

Napoli-hljómi tóntegundarinnar (lækkað II. sæti). Sjá dæmi 1.

Dæmi 1.

Sá hljómagangur (Grunnhljómur-Napoli) er mikið nýttur í kaflanum í mismunandi

tóntegundum. Eftir hratt og ákveðið upphaf kaflans tekur við hugljúf laglína sem er nýtur sín

ekki lengi og tekur við kröftugur hljómur sem er snöggt kæfður með dempuðum skala á

bassastrengjunum. Við því tekur uppbygging í sama hljóm sem er aftur kæfður með sama skala

sem leiðir svo útí seinna stef framsögunnar. Sjá dæmi 2.

                                                                                                               22 Francisco Villegas. „Sonatina Meridional.“ Scribd. Engin dagsetning. https://www.scribd.com/document/156730673/Sonatina-Meridional-Analisis

Page 16: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

 12  

Dæmi 2.

Þá er leiknir brotnir A-dúr og h-moll hljómar til skiptis með A-pedalpunkt undir og glaðleg

laglína fylgir. Eins og sagt var frá hér að ofan nýtir Ponce oft stef úr mexíkósku þjóðlögunum,

hann vitnar í þau t.d. í laglínunni í dæminu fyrir ofan. Seinna kemur sama stef í Napolí-hljómi

A-dúrs eins og bergmál sem leiðir út í lok framsögunnar þar sem upphafstakturinn er leikinn í

A-dúr (forhljómstóntegundinni). Úrvinnslan hefst með öflugum Fís-dúr hljómi og

sextánduparts nótur (dæmi 3) leiknar af offorsi þar til seinna stef framsögunnar tekur við í Cís-

dúr og róar þetta niður en fær ekki að lifa lengi þar til sextándupartarnir taka við aftur. Sjá

dæmi 3.

Dæmi 3.

Þannig heldur „baráttan“ áfram út úrvinnsluna þar til stefið kemur sem leiðir útí ítrekun sem

hefst með A-dúr hljómi og er pedalpunktur á A út sextán takta á meðan hljómagangur sér um

að leiða yfir í upphafsstefið. Sjá dæmi 4.

Dæmi 4.

Í ítrekun leyfir Ponce áheyrendanum að heyra aftur það sem áður kom fyrir og endar kaflinn í

tvöföldum hljómhæfum skala frá D og létt sleginn D-dúr hljóm. Sjá dæmi 5.

Page 17: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

13    

Dæmi 5.

Annar kaflinn nefnist Copla eða Lag. Þó erfitt sé líklegast fyrir mannsrödd að kljást við laglínu

kaflans þá syngur gítarinn hana svo sannarlega. Kaflinn er í d-moll og hefst með skala uppávið

sem gengur niður aftur. Sjá dæmi 6.

Dæmi 6.

Kaflinn er fullur af slíkum hendingum í mismunandi gerðum og minnir heildin helst á öldugang

úti á hafi. Pedalpunktar þjóna mikilvægum tilgangi kaflans og ýta undir mikinn trega sem

honum fylgir. A-bassanótan gengur undir laglínunni fyrri hlutann og sígur svo niður á D. Frá

þeim stað heldur draumkennd laglína áfram með krómatískum undirleik bassans frá D uppá

Cís þar sem hámarki er náð og fellur aftur niður á D meðan laglínan stígur upp og fellur hægt

og rólega niður aftur. Smám saman sígur laglínan aftur í upphafsstefið en þá hefur D bæst við

með A sem pedalpunktur og þyngir þannig enn meira á laglínunni. Sjá dæmi 7.

Dæmi 7.

Kaflinn fjarar út í ekki neitt og úr engu hefst þriðji kafli með látum þar sem slegnir eru allir

opnir strengir gítarsins eins hátt og mögulegt er og hraðinn tekur við á ný. Kaflinn nefnist

Fiesta eða veisla og er í 3/4. Ponce vinnur mikið með sama takt og í fyrsta kafla. Fyrstu taktar

kaflanna beggja eru svipaðir og þegar lengra er haldið inní þriðja kafla sjást vísanir í þann

fyrsta. Í þessum kafla er Ponce með mikið af merkingum um hvernig á að leika. Hann skrifar

inní ef leika á með húmor, kaldhæðni eða styrkleikamun á röddum. Kaflinn er fullur af

Page 18: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

13    

einstaklega frumlegum hendingnum og áhugaverðum laglínum. Í miðjum kafla myndast

„samtal“ hjá efri og neðri rödd. Sjá dæmi 8.

Dæmi 8.

Þar hefur bassinn leik með sterkri laglínu frá Fís og svarar efri með hálfgerðri eftirhermu með

Fís í bassa og skrifar Ponce fyrir ofan destucado con humor (draga fram húmor). Bassinn svarar

aftur með sinni sömu laglínu þríund ofar í A þar til sú efri segir sína línu aftur en þá með A í

bassa. Í lokin er leikinn skemmtilegur skali niður á við og endar kaflinn (eins og í þeim fyrsta)

í tvöföldum hljómhæfum skala í D. En í stað þess að enda eins og í fyrsta kafla á léttum D dúr

hljóma þá biður Ponce um að sá hljómur sé sleginn í fortississimo. Sjá dæmi 9.

Dæmi 9.

Þessi tignarlega hending bindur enda á eitt merkasta gítarverk sem Ponce samdi. Hann var

farinn að skilja hljóðfærið vel og hafði öðlast fullkomið vald á tónsmíðum þess.

Þó Ponce hafi samið mikið fyrir gítarinn þá átti hann einnig fjölda verka fyrir fleiri

hljóðfæri. Af tónsmíða safni sínu er mest eftir hann af sönglögum og eru það allt að 40 lög í

heildina. Einnig útsetti hann þjóðlög í svipuðu magni. Átta verk eru til fyrir kammerhópa eftir

hann og þá helst tríó og dúettar en einnig samdi hann fimm stór verk fyrir hljómsveit. Frægasta

er Chapultepec, tónaljóð í þremur köflum sem tók hann mörg ár að fullklára. Eins og með

gítarinn var hann farinn að hafa gott vald á tónsmíðum sínum fyrir stóra hljóðfærahópa og fór

Segovia því að ýta meira á hann að klára gítarkonsertinn. Það sem Segovia hafði í huga með

Page 19: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

13    

konsertinn var að láta hann marka nýja upphaf hljóðfærisins. Ponce átti erfitt með að byrja á

verkinu. Einhverra hluta vegna fannst honum erfitt að finna rétt jafnvægi hljómsveitar og

viðkvæma hljóm gítarsins, sem er skiljanlegt þar sem gítarinn er töluvert lágværara hljóðfæri

enn önnur og hljómar oft ekki eins vel með hinum hljóðfærum sveitarinnar. Ponce hóf þó skrif

hægt og rólega og sendi Segovia fyrstu drögin árið 1932. Það voru drög úr öðrum kafla verksins

og voru þar einungis hugmyndir um hvernig hann hyggðist byggja kaflann upp. Árið 1933

flutti Ponce aftur heim frá námi í París og það var ekki fyrr en árið 1940 þar sem Segovia fór

að fá bréf frá Ponce þar sem hann sýndi hugmyndir af fleiri köflum úr konsertinum. Ponce lauk

við verkið árið 1941 og var það frumflutt í Montevideo í Uruguay. Á þeim tónleikum var öll

efniskráin tileinkuð Ponce. Konsertinn var nefndur Concierto del Sur (Konsert suðursins).

Verkið er skrifað fyrir strengi, flautu, óbó, klarinett, fagott, páku og tamborínu. Fyrsti

kafli er í sónötuformi og hefur að geyma tvö aðal stef. Sjá dæmi 10.

Dæmi 10.

Á meðan hljómsveitin kynnir stefin slær gítarleikarinn brotna hljóma yfir þar til hann tekur við

aðalstefinu og verkið hefst. Þegar hver kafli klárast tekur hljómsveitin við með því að leika

upphafsstefið sem þróast á mismunandi vegu í hvert skipti og myndar þannig nýja kafla þar

sem gítarinn kemur inn. Segovia hafði alltaf viljað tignarlegar og glæsilegar kadensur í konserta

sem samdir voru fyrir hann. Hann fékk því eina slíka í miðjum fyrsta kafla og nýtir Ponce

nánasat allt sem hægt er að framkvæma á gítarinn og gefur flytjandanum þannig tækifæri til að

sýna hvað hann kann. Efir að kadensunni líkur kemur hljómsveitin inn og endar kaflann með

gítarnum á hraðan og tignarlegan hátt.

Annar kafli hefst með hægu og tregafullu plokki hljómsveitar í sama skala og Ponce

notaði í lok fyrsta og þriðja kafla Sonatina Meridional, tvöföldum hljómhæfum í D.

Sjá dæmi 11.

Page 20: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

 16  

Dæmi 11.

Eftir að gítarinn kemur inn er upphafsstefið undirliggjandi í nær öllum kaflanum og er

kaflanum lýst sem einni áhrifamestu tónsmíð Ponce, með framandi blæ sem minnir á tónlist

frá Arabalöndunum, sem tengist að sjálfsögðu Andalúsíu. Kaflinn endar á samtali hljómsveitar

og gítars sem leika upphafsstefið til skiptis þar til þögnin tekur við. Eins og í þriðja kafla

Sonatina Meridional hefst sá næsti með miklu fjöri hljómsveitar í 3/8 og tekur gítarinn við af

miklum krafti. Kaflinn er fjörugur, léttur og fullur af eldmóði fram að enda. Í miðju kaflans er

minnst á kadensu fyrsta kafla með léttum undirleik hljómsveitarinnar og við tekur nýtt stef

hljómsveitar. Stefið er leikið til skiptis af hljómsveitinni og á gítarinn en er alltaf brotið upp

með nýjum hendingum. Eftir mikla uppbyggingu og spennu springur allt og stefið heyrist hátt

og skýrt frá fiðlunum og nær það enda meðan gítarinn leikur hljóma undir og tambúrína slær

taktinn. Sjá dæmi 12.

Dæmi 12.

Eins og sagt var frá í kaflanum um mexíkósku þjóðlögin fékk hver hljóðfæraleikari sitt svigrúm

til leiks í lögunum og minnir laglína sem fiðlurnar leika hér að ofan á slíkan stað í þeirri tónlist.

Stefið nær enda og lýkur verkinu með glæsilegum hljómum gítarsins og lýkur verkinu með

hvelli hljómsveitar og gítars. Segovia skrifar svo um verkið:

Page 21: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

 17  

„Verkið er glaðlegt, tignarlegt og fallegt. Einnig er það melódískt og ófyrirsjánlegt. Það mun

fá góðar viðtökur hvar sem og mun almenningur njóta vel.“23 Eftir frumflutninginn í

Montevideo var Segovia klappaður upp og leikinn var þriðji kaflinn aftur. Áheyrendur

heilluðust ásamt gagnrýnendum sem létu fögur orð falla um verkið.24

Lokaorð Í þessari ritgerð hefur verið leitast við að lýsa bakgrunni og ferli Manuel Maria Ponce,

hvað hafði helstu áhrif á tónsmíðar hans og hvernig honum tókst að skrifa svo vel fyrir gítarinn.

Hann samdi sitt fyrsta gítarverk eftir að hafa hitt Andrés Segovia, sem hafði sett sér það markið

að koma gítarnum á verðskuldaðan stall í tónlistarheiminum.

Segja má að verkin sem þeir tveir unnu að hafi markað nýtt upphaf fyrir klassíska

gítarinn. Einnig, að hefði fundur Segovia og Ponce aldrei átt sér stað er ólíklegt að Ponce hefði

nokkurn tíma samið eitthvað fyrir gítarinn sjálfur. Það sem gerði samband þeirra tveggja

merkilegra en samband Segovia við önnur tónskáld var í fyrsta lagi vinskapurinn og hvernig

þeir unnu sem einn.25 Frá því Ponce heyrði sitt fyrsta gítarverk flutt varð hann svo heillaður að

hann gat ekki annað en haldið áfram að skrifa fyrir hljóðfærið. Hann lagði ávallt mikinn metnað

í tónsmíðar sínar og tók glaður við öllum bónum Segovia sem hafði minnst eitt verk Ponce á

hverjum tónleikum. Þau fengu jafnan afar góðar viðtökur eins og greint hefur verið frá hér að

ofan. Á löngum ferli sem spannaði frá 1909 - 1987 hélt Segovia ótal tónleika um allan heim og

kynnti þannig hljóðfærið fyrir almenningi á ný.26 Honum tókst að koma gítarnum á stóra sviðið

og í dag kenna allir helstu tónlistarskólar heims á klassískan gítar. Hér á samstarf hans við

Ponce stóran og merkilegan þátt. Gítarverk Ponce njóta enn mikilla vinsælda sem sést best á

því að í dag eru þau leikin reglulega af öllum helstu gítarleikurum heims.

                                                                                                               23 „Es alegre, sano, gracioso, bello, y perteneciendo todo ello a música de dignidad superior, es también melódico, espontáneo y penetrante. Tendrá una acogida clamorosa en donde quiera que haya público sensible y acostumbrado a oír.“ José Maria Álvarez. „Manuel M. Ponce (1882-1948).“ Notas en Red Mayor, 12 september 2011. https://redmayor.wordpress.com/2011/09/12/manuel-m-ponce-1882-1948-2/ 24 Jorge Barron Carzera, Manuel Ponce: A bio-biblography, bls 168. 25 Corazon Otero, Manuel Ponce and the guitar. (London: Praeger, 2004), bls 168. 26 Aron Stang og Bill Purse, Guitar Expressions, 2. bindi. (BNA: Alfred publishing, 2006). bls 53.

Page 22: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

 18  

Heimildaskrá

Bækur Carzera, Jorge Barron. Manuel Ponce: A bio-biblography. London: Praeger, 2004. Otero, Corazon. Manuel Ponce and the guitar. Somerset: Musical New Services, 1980. Stang, Aron og Purse, Bill. Guitar Expressions, 2. bindi. (BNA: Alfred publishing, 2006). Vefheimildir Álvarez, José Maria. „Manuel M. Ponce (1882-1948).“ Notas en Red Mayor, 12 september 2011. https://redmayor.wordpress.com/2011/09/12/manuel-m-ponce-1882-1948-2/ Alcazar, Miguel, The Segovia-Ponce Letters. (Columbus: Editions Orphée, 1989) Baker, James. „Mexican classical music: From the known to the unknown.“ Texas public radio. 15. desember 2013. http://tpr.org/post/mexican-classical-music-known-unknown#stream/0 Béhague, Gerard. „Folk and popular music: Regional styles and genres.“ Britannica, engin dagsetning. https://www.britannica.com/art/Latin-American-music/Folk-and-popular-music Charlton, David. „Sylvius Leopold Weiss.“ Classical net, 2000. http://www.classical.net/music/comp.lst/articles/weiss/bio.php Lewis, Alastair. „Manuel Ponce's collaboration with Andrés Segovia.“ Maestros of the guitar, engin dagsetning. http://www.maestros-of-the-guitar.com/ponceandsegovia.html Lewis, Alastair. „The biography of Andrés Segovia 1893-1987.“ Maestros of the guitar, engin dagsetning. http://www.maestros-of-the-guitar.com/segovia1.html Lewis, Alastair. „The biography of Manuel Ponce 1882-1948“ Maestros of the guitar, engin dagsetning. http://www.maestros-of-the-guitar.com/ponce1.html Lewis, Alastair. „The biography of Mario Castelnuovo-Tedesco 1895-1968.“ Maestros of the guitar, engin dagsetning. http://www.maestros-of-the-guitar.com/tedesco.html Manderville, Kevin R. „Manuel Ponce and the Suite in A minor.“ La guitarra blog, 13. desember 2006. http://www.laguitarra-blog.com/wp-content/uploads/2012/04/manuel-ponce-and-the-suite-in-A-minor.pdf Nupen, Christopher, „Segovia at Los Olivos.“ Myndband, 15:20. Sótt 10. desember, 2016. https://www.youtube.com/watch?v=1QV_56-9flA Norton, David. „Background to Manuel Ponce's 24 Preludes.“ Classical guitar, 2. júlí 2013. http://www.classicalguitardelcamp.com/viewtopic.php?t=78742

Page 23: Manuel Ponce ritgerð loka. - skemman.is Ponce ritgerð... · ! ! 3!! !! 2. Ævi og störf Manuel Maria Ponce Manuel Marîa Ponce Cuéllar fæddist árið 1882 í litlum bæ í Zacatecas

 

 

Stern, Brook. „Un Baile en Malaga - 1838 Account of a Flamenco or Pre-flamenco event.“ Flamenco experience, 7. mars 2012. http://www.flamencoexperience.com/blog/?cat=26 Vervett, Len. „Early classical guitar and early romantic guitar time period.“ Early romantic guitar, 20. september 2009. http://www.earlyromanticguitar.com/erg/timeperiod.htm „The history of the guitar.“ Ye old guitar shoppe, 2000. http://www.yeoldeguitar.com/history.html „Traditional Mexican music.“ Hacianda tres tios, 15. febrúar 2011. http://www.haciendatresrios.com/culture-and-tradition/traditional-mexican-music/