26
textar 1966-2011

Megas - textar 1966-2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Eins og Megas tekur sjálfur fram í aðfaraorðum er þetta ekki ljóðabók heldur textasafn: hér er kominn obbinn af söngtextum hans ortum frá 1966 til 2011. Margir þeirra hafa aldrei birst áður en aðrir hafa aflað honum skáldfrægðar.

Citation preview

Page 1: Megas - textar 1966-2011

textar 1966-2011

textar 1966-2011

Page 2: Megas - textar 1966-2011
Page 3: Megas - textar 1966-2011
Page 4: Megas - textar 1966-2011
Page 5: Megas - textar 1966-2011
Page 6: Megas - textar 1966-2011
Page 7: Megas - textar 1966-2011
Page 8: Megas - textar 1966-2011

7

Gamlir textar 1966 – 1971 11

Megas 1972 63

Áður birtir – og óbirtir – textar frá árunum 1972-74 83

Millilending og tengt efni 1975 125

Fram og aftur blindgötuna 1976 141

Á bleikum náttkjólum og tengt efni 1977 155

Drög að sjálfsmorði 1979 173

Óútgefnir söngtextar frá árunum 1975 – 79 Rauða kmeraveldið 195

Eftir hlé Textar af plötunum “Boys from Chicago” “Fingraför” og “Ikarus: Rás 5 – 20” 1983 - 84 243

Sjáðu það sem ég sé – Megakukl 1985 259

Í góðri trú 1986 273

Loftmynd 1987 291

Höfuðlausnir og Bláir draumar 1988 313

Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella 1990 339

Ófluttir og fluttir söngtextar 9 áratugarins 365

Þrír blóðdropar og tengt efni 1992 - 93 381

Til hamingju með fallið og einu betur 1996 409

Fláa veröld 1997 433

Útlög (1998) og fleiri blúsar 455

Svanasöngur á leiði 2000 483

(Áður óbirt) efni frá tíunda áratug liðinnar aldar 509

Far þinn veg og tengt efni 2001 553

Megasukk: Hús datt (2005) og tengt efni 579

Frágangur 2007 605

Hold er mold 2007 623

Óútgefnir textar frá fyrsta tug tuttugustuogfyrstualdar 643

Dyndilyndi 2010 691

Titlar söngva og fyrstu línur 703

Minnistæð brot og upphöf viðkvæða 723

Plötulisti 729

Höfundar mynda 731

Page 9: Megas - textar 1966-2011
Page 10: Megas - textar 1966-2011
Page 11: Megas - textar 1966-2011
Page 12: Megas - textar 1966-2011

63

MEGaS 1972

SkuTuLLInnEirab skipstjóri skutli sínum skaut út á svartan sjá stingurinn loptið með hvini klauf svo komið varð auga vart á

Móbí Dikk um sæinn svam með silalegri hægð en í því að þiggja Eirabs gjöf var engin dýrinu þægð

Skutullinn hæfði hafsins borð á hol gekk hann Rán og unni en vikið þá hafði sér hyldjúpsins burr undan hárbeittri sendingunni

uM ÓÞaRFLEGa FunDvÍSI InGÓLFS aRnaRSonaRIngólfur hét hann sem endur fyrir löngu Ísaland fann og nam og bjó sér þar ból og stjórnmálamennirnir minnast hans í ræðum og menn geta séð hvar hann stendur uppiá arnarhól

En hvað er það sem verndar viðkomu landans? vitið þér hvað það er? mér er það hulið því á landsmenn og konur herja eldar og ísar en allra verst er þó bannsett næturkulið

Því segi ég skál fyrir Fróni og Fjölni og allt það og firðum snjöllum sem þar hafa skrímt og hrokkið við minnumst Ingólfs arnarsonar í veislum en óskum þess að skipið hans það hefði sokkið

Page 13: Megas - textar 1966-2011

MEGaS 1972

64

SILFuR EGILSDag nokkurn fyrir eittþúsund árum bjóst Egill til þingreiðar hafandi dregið fram sjóðinn og Þorsteinn spurði: hvern þremilinn hyggstu á þinginu gera við allt þetta silfur góðurinn?

og Egill svarar: þú sérð það við Lögberg og svo steig hann uppá bakið á köflóttum hesti en á alþingi sátu þeir Silli og valdi þeir sögðu frá klækjum sínum og rifu í sig nesti

og þar var líka margur maður í sjakkett á markaðnum skimandi í kringum sig og uppí gjána og konurnar sátu og biðu við brúna og beindu grænum augnlokum í átt til fánans

og sem menn biðu átekta á alþingi og óseldar konur lágu á þann eða hinnveginn þá kom þar að Egill hann beið ekki boðanna og brátt deildu menn grimmt en Silla og valda óx ásmegin

En ég er Egill og þú ert Þórólfur við þykjumst góðir og hafa vel að verið og skálum í vodka og veðjum á bláan við vinnum hrærivél þegar það sekkur skerið

Page 14: Megas - textar 1966-2011

MEGaS 1972

65

DauðI SnoRRa STuRLuSonaRÞeir riðu átján einsog gengur eftir miðjum Reykholtsdal með nýja hjálma nýja skildi nýja skó og troðinn mal

Þeir sungu frekt með fólskuhljóðum: færum Snorra á heljarslóð og vöktu alla upp á bænum engum þóttu ljóðin góð

Þeir fóru um allt og undir rúmin en engan Snorra fundu þó hann bjó við Fálkagötu og gerði grín að þessu og skellihló

uM GRIMMan Dauða jÓnS aRaSonaRjón arason var kaþólskur segja sannfróðir og siðskiptin taldi hann hin verstu mál og hann orti vísur til ungra og sætra stelpna sem hann unni ásamt guði og páfa af lífi og sál

og hann hafði segja þeir einnar minnstar mætur á Marteini saurnum Lúter og hyski hans ef einhver er til sem ábyggilega er helgaður þá er það Marteinn – grillspjóti andskotans

En þeir sörguðu af honum hausinn herra minn trúr herjans þrælarnir gömlum og sonum hans tveimur ó það liggur svo berlega í augum uppi Snati minn hve átakanlega vondur hann er þessi heimur

Page 15: Megas - textar 1966-2011

MEGaS 1972

66

uM SkÁLDIð jÓnaSSauðdrukkinn útií hrauni lá Hallgrímsson jónas og hraut einsog sögunarverksmiðja í Brasilíu mamma komdu ekki nálægt með nefið þitt fína það er nálykt af honum þú gætir fengið klígju

Hann orti um fallega hluti það er hlálegt og hellti svo bjór yfir pappírinn og yfir orðið gættu þín mamma maðurinn hann er með sýfilis mundu þegar hann fer skaltu dekka borðið

já hræið af jónasi er sannarlega sjórekið sjórekið uppá fjörur gullstrandlengjunnar sjáðu mamma manninum honum er illt hann muldrar eitthvað um hrun og grípur um pyngjuna

jÓn SIGuRðSSon oG SjÁLFSTæðISBaRÁTTa ÍSLEnDInGaÓ jón Sigurðsson var sveitungi óþekktrar konu hann sigldi til Hafnar að nema þar einhver fræði og krefja Dani einarðlega íslenskum einum til handa um landsins gögn og gæði

Hann mátti ekkert aumt sjá það er staðreynd og einatt gekk hann nakinn í rauðum slopp um íbúð sína sem einhver kaupahéðinn gaf Íslandi nýskeð og brúkaði gylltan kopp

nú er jón dauður en sjálfstæðisbaráttan blífur við berjumst til þrautar fyrir tungu og frelsi og við gefum af bókum út eitthvert firnafár og förgum stundarhagsmunum fyrir nýtt helsi

Page 16: Megas - textar 1966-2011

MEGaS 1972

67

vERTu MÉR SaMFERða InnÍ BLÓMaLanDIð aMMaÁ sunnudögum þegar kristur tárum tefur tillögu frá guði um þungaskatt á gúmmívöru þá hefur María í myrkrinu mök við grímuklætt útfrymi með pípuhatt en guð býr í gasbindinu amma æ geymdu handa mér meyjarblómið amma

Á mánudögum þegar kristur kennir kærustunnar minnar og mér um allt sem miður fer og jesaja spámaður spáir einsog galinn og spýtir um tönn og bölvar henni og mér en guð býr í glötuninni amma æ geymdu handa mér meyjarblómið amma

Á þriðjudögum þegar kristur kemur á kfumfund og gefur börnunum dóp og segir: komið til mín ef þið viljið meira og þau mæla ekki orð en fylgja honum eftir í hóp og guð býr í galeiðunni amma æ geymdu handa mér meyjarblómið amma

Á miðvikudögum þegar kristur klappar sér á kúluvömbina og dæsir og segir: nú og skipar þér höstuglega að koma með krossinn kaldal sé væntanlegur klukkan þrjú en guð býr í gúmmíinu amma æ geymdu handa mér meyjarblómið amma

Á síðkvöldum þegar kristur kaupir sér kúmenbrennivín á leyndum stað og drekkur uns hann dettur út af blindur og deyr og rís upp þunnur og fer í bað og guð býr í girðingunni amma æ geymdu handa mér meyjarblómið amma

Á fimmtudögum þegar kristur keyrir í kádiljáknum uppað húsinu sem þeir kenna við Grím og klifrar upp turninn á nóinu og talar tungum tveim um ráðherrastóla og fiskilím

Page 17: Megas - textar 1966-2011

MEGaS 1972

68

en guð býr í gjaldheimtunni amma æ geymdu handa mér meyjarblómið amma

Í svartnættinu þegar kristur kynnir sér í kauphöllinni hvort gengið það verði fellt og menn segja: jújú og hann upp í Hjólbarðann að hamstra dekk til að geta geymt og selt en guð býr í gengishruni amma æ geymdu handa mér meyjarblómið amma

og á föstudögum þegar kristur kinkar til þín kolli og tautar: það er fullkomnað og þú ert það fífl að fatta ekki djókinn fyllir geyminn og ekur strax af stað og guð býr í gaddavírnum amma æ geymdu handa mér meyjarblómið amma

En á laugardögum þegar kristur klæmist vita konur á barnsfeðrum sínum pottþétt skil og Silli og valdi þeir segjast hafa legið sæla Maríu áður en guð kom til en guð býr í garðslöngunni amma æ geymdu handa mér meyjarblómið amma

ÞÓTTÚ GLEyMIR GuðIÞóttú farir um framandi höf í fjarlægum deildum jarðar og sjóirnir hyggist að svelgja þér fley og séu þér lífsvonir sparðar á hinstu stundu ertu halaður upp hinir þá týna hver sér því þótt þú gleymir guði þá gleymir guð ekki þér

Þóttú í kínahverfið inn klaufskist í sorta nætur og kínamaður með stóran sting

Page 18: Megas - textar 1966-2011

MEGaS 1972

69

úr stáli hann gefi þér gætur á elleftu stundu þá fær hann flog og fellur að fótum sér því þótt þú gleymir guði þá gleymir guð ekki þér

Þótt bráðkvaddan missirðu miðilinn þinn sem ei máttirðu við að sjá af og allt renni eftir einni slóð útí hið hyldýpsta haf í krísunni vitrast þér andar per e s p óvígur hjálpræðisher því þótt þú gleymir guði þá gleymir guð ekki þér

GaMLI SoRRÍ GRÁnI Gamli sorrí Gráni er gagnslaus og smáður gisinn og snjáður meðferð illri af

Hann er feyskinn og fúinn og farinn og lúinn og brotinn og búinn að vera hann er þreyttur og þvældur og þunglyndur spældur og beiskur og bældur í huga Gamli sorrí Gráni er gagnslaus og smáður gisinn og snjáður meðferð illri af

Hann er beygður og barinn og brotinn og marinn og feigur og farinn á taugum hann er knýttur og kalinn og karoni falinn ó hvað hann er kvalinn af öllu

Page 19: Megas - textar 1966-2011

MEGaS 1972

70

Gamli sorrí Gráni er gagnslaus og smáður gisinn og snjáður meðferð illri af

SÍðBÚInn ManSönGuRkonur fyrri alda þær taka oní sig anda frá sér væta með kaffi varirnar þær kenna í brjósti um páfann sjúkan og sorgmæddan og selja hófdrukknu rauðvíni upp útum bakdyrnar

konur fyrri alda þær efna til samsæta þær eiga sína drauma og suma í dúbletti og reikna með lógaritmum og vinsemd og virðingu vöruskiptajöfnuðinn inná klósetti

konur fyrri alda impra á sannindum og ylja um hjartarætur í gegnum símann 5678 mannvinum og svarta górillan hefur ákveðið tímann

konur fyrri alda þær taka oní sig anda frá sér væta með kaffi varirnar þær kenna í brjósti um páfann sjúkan og sorgmæddan og selja hófdrukknu rauðvíni upp útum bakdyrnar

konur fyrri alda impra á sannindum og ylja um hjartarætur í gegnum símann 3579 sveinbörnum og svarta górillan hefur afpantað tímann

Page 20: Megas - textar 1966-2011

MEGaS 1972

71

ÓFELÍaÓfelía er ung og settleg mey sem á í vændum nótt með prinsi Dana og Hamlet en það er heitið sem hann ber er á hjólum allur hann elskar og tilbiður hana

Þá finnur hann uppá furðulegum hrekk flissar hátt læst vera af vitinu skroppinn og Ófelía er óhress nokkra hríð hún eigrar um föl með borðdúk vafinn um kroppinn

Loks tekur hún strikið nötrandi í nepjunni og ein niðurá bakka og útí ána hún stekkur og berst með straumnum horfandi í himininn og hugsandi: flýtur á meðan að ekki sekkur

Ófelía úr býtum brúðarsæng barstu hyldjúpa helkalda gröf og Ófelía ég ætla að gefa þér ólisbos úr plasti í brúðargjöf

Því þú ert plastkona plastlíf þitt rís og það hnígur og plastlíkami þinn til reiðu er plastmönnum búinn og plastgleði þín og plastsorg þér raunveruleg en plastveröld þín hún er allri fullnægju rúin

og Ófelía er ung og settleg mey hún á í vændum nótt með prinsi Dana og Hamlet en það er heitið sem hann ber er á hjólum allur hann elskar og tilbiður hana

Page 21: Megas - textar 1966-2011

MEGaS 1972

72

HEILRæðavÍSuREf þú ert kvalin örgum pínslum illra meina sífelldri nauð og vondra manna vondum klækjum mildi guðs að þú ert ekki dauð þá vappa skaltu inní víðihlíð víðihlíð og víðihlíð og vera þar síðan alla tíð alla þína tíð

Ef þú kúrir ein í horni enginn þér sinnir þá græturðu lágt og fáirðu matinn kaldan og klénan og kjötið það sé bæði vont og hrátt þá vappa skaltu inní víðihlíð víðihlíð og víðihlíð og vera þar síðan alla tíð alla þína tíð

Ef börnin í þig ónotum hreyta æskirðu liðsinnis buguð af þraut og ef bóndinn hann segir bless og er farinn þá búið það tekur að vanta graut þá vappa skaltu inní víðihlíð víðihlíð og víðihlíð og vera þar síðan alla tíð alla þína tíð

Ef enginn þér sýnir samúð neina en sorgirnar hlaðast að fyrir því og ef engin hræða til þín tekur tillit né sýnir viðmót hlý þá vappa skaltu inní víðihlíð víðihlíð og víðihlíð og vera þar síðan alla tíð alla þína tíð

Page 22: Megas - textar 1966-2011

MEGaS 1972

73

Í víðihlíð eru veður blíð vondir kallar þeir sjást ekki þar og ótal strákar stökkvandi til þín stefna og færa þér gnótt matar já vappa skaltu inní víðihlíð víðihlíð og víðihlíð og vera þar síðan alla tíð alla þína tíð

Þeir votta þér samúð votum hvörmum og vítur samþykkja á pakkið illt og spillt og sýna þér góðvild í einu og öllu og eyrun sperra þá græturðu milt og stillt já valhoppaðu inní víðihlíð víðihlíð og víðihlíð og vertu þar síðan alla tíð alla þína tíð

uM ÁSTIR oG öRLöG EyjÓLFS BÓnDa I: HEIManDag einn þegar allt er með felldu í afdalnum býst Eyjólfur bóndi að huga að sækúm í hafinu með herðakistil og klumbufót sinn þjóðkunnan klöngrast hann leið sína hnjótandi í skósíðu trafinu

Ekki hefur Eyjólfur lengi dorgað þegar einhyrningur kynja og kostagripur með gullbúinn söðul glitrandi silfurmél gneggjar og frísar í fjallsrót svo fimur og lipur

Eyjólfur bóndi hlýðir kalli klársins kýr úr sjó víkja úr huga nokkra hríð staulast í átt til dýrsins grandvar og gætinn grunar margt sitt og læðist á sveig uppí hlíð

Page 23: Megas - textar 1966-2011

MEGaS 1972

74

Einhyrndur jórinn lætur sér fátt um finnast fretar hátt þekkir bóndans græðgi stóra bíður með stolti hins bragðvísa furðudýrs búra sem nálægist kominn á fætur fjóra

Fágæt skepnan skimar líktog dreymin skásettum augum í kringum sig kankvíslega bóndi hyggst grípa í fax en finnur ekki fákur er horfinn á veg allra vega

Rís upp Eyjólfur einhyrningur er braut óborin von í brjósti dauðanum deyr röltir niður brattann til beljandi hafsins bíður eilífð en sækýr eru ei meir

Gengur til náða nákaldur sefur óvært nöturlegir draumar sækja hann heim þramma óravegu yfir sjöfjöll og sjöhöf í sífelldri leitinni að furðudýrum tveim

Ókátur bóndi en árrisull að venju í öfugum sokknum spýtir mórauðu hlær mígur í hlaði til veðurs á tíkartrýni tárum boga sem glitrar í lopti skær

Dagur er risinn rauðir draumar bláir riða til falls fyrir gný hins hraðfleyga hana mál er að linni óræðum ógnum sólar sem áttvilltum vindum fláræður beiskan bana

Gnæfir tindur slútir yfir útihús alda hafsins brotnar á bæjarvegg hvort er oss vært í votri gröf og kaldri eða veðrum skekinni og grýttri við fjallsins egg?

Þagnar bóndi þögul tík og sólin þögn ríkir einráð yfir landi og sjó grípur þá staf og staulast niður veginn stefnir í allar áttir og enga þó

Page 24: Megas - textar 1966-2011

MEGaS 1972

75

Í sturlunarmóðu hverfa fjöll og firð fetar sig naumlega bóndi á marflatri sléttu hnýtur rís á fætur fúna af elli finnur sér enga leið að ganga með réttu

nóttin hnígur björt og bleikra ljósa en blátt mun og daga liljumyrkrið ríkja veglaus slétta teygir sig ókunnar áttir Eyjólfur fetar sig aldrei að eigi víkja

velkominn Eyjólfur Óðinn fagnar gramur andskeyttar kenndir stríða um völd í hug vel mætt Eyjólfur eigi er til þaulsetu boðið etjum saman nú kappi voru og dug

kvöldar haustar dagar dimmra nátta dúsir í fagnaðarhlekkjum dýflissuglaum Óðinn bóndi og bíður lúðurhljómsins Biblíufélagið gefur honum gaum

SPÁðu Í MIGkvöldin eru kaldlynd útá nesi kafaldsbylur hylur hæð og lægð kalinn og með koffortið á bakinu kem ég til þín segjandi með hægð: spáðu í mig þá mun ég spá í þig spáðu í mig þá mun ég spá í þig

nóttin hefur augu einsog flugan og eflaust sér hún mig þar sem ég fer heimulega á þinn fund að fela flöskuna og mig í hendur þér spáðu í mig þá mun ég spá í þig

Page 25: Megas - textar 1966-2011

MEGaS 1972

76

spáðu í mig þá mun ég spá í þig

Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg og akrafjallið geðbilað að sjá? en ef ég bið þig um að flýja með mér til omdúrman þá máttu ekki hvá spáðu í mig þá mun ég spá í þig spáðu í mig þá mun ég spá í þig

Page 26: Megas - textar 1966-2011

textar 1966-2011

textar 1966-2011