17
Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma Melting (digestion): Niðurbrot fæðu fyrir tilstilli tyggingar, mölunar, sýruverkunar, gallverkunar og niðurbrotsensíma. Stórsameindir eru brotnar niður í smærri einingar þannig að þær verða uppsogshæfar. Meltingarfæri: Þau líffæri sem taka þátt í meltingarstarfinu, beint eða óbeint. Meltingarferlið: 1) Að borða (ingestion). 2) Framleiðsla ýmissa meltingarsafa og vökva (secretion) 3) Hreyfing fæðunnar niður eftir GIT vegna vöðvasamdráttar. 4) Melting (digestion). Mekanisk og kemisk ferli. 5) Frásog (absorption). Upptaka inn í æðar og sogæðar. 6) Hægðalosun (defecation). Losun ómeltanlegra efna o.fl. Skipulag meltingarvegar: Meltingarvegurinn gastrointestinal tract, GIT, alimentary canal, er u.þ.b. 9 m langt rör frá munni til endaþarms. Munnhol, cavum oris Kok, pharynx oropharynx, munnkok, er sameiginlegur farvegur fyrir fæðu og loft. Það liggur niður að laringopharinx, en þar skilja leiðir => fæða vélinda að aftan og loft barki að framan. Vélinda, oesophagus - fer í gegnum þindina Magi, ventriculus þá erum við komin niður fyrir þind Smágirni/mjógirni, intestinum tenue skeifugörn, duodenum, ásgörn, jejenum dausgörn, ileum opnast inn í cecum Ristill, colon. Ristillinn skiptist í ascendes, transverses, descendes og sigmoid. Síðan kemur rectum , anal canal og loks endaþarmsopið; anus. Þetta er allt kallað einu nafni intestinum crassum, eða digurgirni. Hliðarlíffæri eða vefir (acessory structures) eru þessi: Tennur, dentes Tunga, lingua Munnvatnskirtlar, glands submandibularis, sublingualis og parotis Lifur, hepar Gallblaðra, vesica fellea Bris, pancreas Þessi þrjú síðast töldu líffæri eru stödd utan við röriðog opnast inn í meltingarveginn með einum eða öðrum hætti.

Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd.

Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma Melting (digestion): Niðurbrot fæðu fyrir tilstilli tyggingar, mölunar, sýruverkunar, gallverkunar og niðurbrotsensíma. Stórsameindir eru brotnar niður í smærri einingar þannig að þær verða uppsogshæfar. Meltingarfæri: Þau líffæri sem taka þátt í meltingarstarfinu, beint eða óbeint. Meltingarferlið:

1) Að borða (ingestion). 2) Framleiðsla ýmissa meltingarsafa og vökva (secretion) 3) Hreyfing fæðunnar niður eftir GIT vegna vöðvasamdráttar. 4) Melting (digestion). Mekanisk og kemisk ferli. 5) Frásog (absorption). Upptaka inn í æðar og sogæðar. 6) Hægðalosun (defecation). Losun ómeltanlegra efna o.fl.

Skipulag meltingarvegar: Meltingarvegurinn gastrointestinal tract, GIT, alimentary canal, er u.þ.b. 9 m langt rör frá munni til endaþarms.

Munnhol, cavum oris Kok, pharynx oropharynx, munnkok, er sameiginlegur farvegur fyrir fæðu og loft. Það

liggur niður að laringopharinx, en þar skilja leiðir => fæða – vélinda – að aftan og loft – barki – að framan.

Vélinda, oesophagus - fer í gegnum þindina Magi, ventriculus – þá erum við komin niður fyrir þind Smágirni/mjógirni, intestinum tenue

skeifugörn, duodenum, ásgörn, jejenum dausgörn, ileum – opnast inn í cecum

Ristill, colon. Ristillinn skiptist í ascendes, transverses, descendes og sigmoid. Síðan kemur rectum , anal canal og loks endaþarmsopið; anus. Þetta er allt kallað einu nafni intestinum crassum, eða digurgirni. Hliðarlíffæri eða vefir (acessory structures) eru þessi:

Tennur, dentes Tunga, lingua Munnvatnskirtlar, glands submandibularis,

sublingualis og parotis Lifur, hepar Gallblaðra, vesica fellea Bris, pancreas

Þessi þrjú síðast töldu líffæri eru stödd utan við “rörið” og opnast inn í meltingarveginn með einum eða öðrum hætti.

Page 2: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd.

Food/fæða Digestion/melting End products/lokaafurð Absorption/frásog Carbo Mekanískt og

kemískt ferli (hydrolysa) Kolvetni, fitur og prótein brotna öll með hydrolysu. Tennur velta fæðunini fram og aftur með “ofbeldi” peristalsis ensím ljúka verkinu.

Einsykrur monosaccharide

Blóð + B og C vítamín (vatnsleysanleg)

Lipids Monology glycerid FFA

Lacterals/ytri mjólkur-æðar + fituleysanleg vítamín, A,D,E,K. Þessar æðar eru sogæðar sem fara inn brjóst-ganginn og tæma sig svo inn í bláæð á hálsi, þá leið fer fitan og fituleysanlegu vítamínin.

Proteins amínósýrur Blóð + B og C vítamín (vatnsleysanleg)

H2O, sölt, vítamín H2O, jónir, vítamín C og D vítamín Mekanísk melting/mölun Smækkum fæðuagna og blöndun við meltingarvökva, án breytingar á efnasamsetningu. Tennur berja og merja niður fæðuna og blanda því ensímsafa Kemísk melting/mölun Sundrun fæðunnar fyrir tilstilli ensíma.

Page 3: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Veggir meltingarvegar: Veggir meltingarvegar frá og með vélinda að endaþarmi hafa sömu grundvallar byggingu talið að utan og inn: Serosa muscularis submucosa mucosa. 1) Slímhúð (mucosa):

Klæðir meltingarveg að innan og samanstendur af 3 lögum: a) Slímþekja, þekjuvefur, epithelium. Snýr að lumen. 2 gerðir af epithelium: marglaga

flöguþekja í munni, vélinda og endaþarmi, en annars einlaga stuðlaþekja með ýmsum aukabúnaði. Villi (þarmatota) og microvilli (örtota), microvilli er í mjógirni. Þessar totur og fellingar auka yfirborð slímhúðarinnar.

b) Basement membrane, grunnimna grunnhimna stendur alltaf undir þekjuvef. c) Eiginvefur slímhimnu (lamina propria). Lausofinn bandvefur með ríkulegu æða- og

sogæðaneti, eitilvef og eitlingum. Tengir slímu og vöðvaþynnu. d) Vöðvaþynna slímhúðar, muscularis mucosae. Lag sléttra vöðvaþráða. Dregur slímhúðina

saman í fellingar og eykur yfirborð. Í slímhúð er alltaf þekjuvefur. Í slímhúð er mikið af tight junctions/þétttengjum, sem bindur frumurnar saman og hindrar að frásog fari á milli frumanna, heldur í gegnum frumunna. Helstu frumugerðir:

Absorbatue cells frásogið fer þarna í gegn Exocrine cells seyta frá sér slími og vökva á eitthvað yfirborð (t.d goblet cells) Entero-endocrine cells – hormón seyta frá sér hormonum út í blóðið til einhverra viðtaka í

meltingarfærunum og örvar meltingarfærin til starfa.

2) Slímhúðarbeður (submucosa): Laus bandvefur (areolar connective tissue) sem tengir slímhúð við vöðvahjúpinn. Mjög æðaríkur vefur. Inniheldur Plexus of Meissner eða submucosal plexus (slímubeðsflækja), sem stjórnar secretion, þvermáli æða o. fl. Þessi plexus er hluti af ANS, sem ítaugar meltingarveginn, dultaugaflækja slímbeðs. ANS sér um að víkka eða þrengja slagæðarnar, sem og að stjórna seyta kirtla í GIT. Motor function sem ítaugar muscularis mucosa, samdráttur, slökun í vöðvaþynnu, dregur slímhúðina í fellingar og eykur yfirborð hennar. Því meira yfirborð, því betra fyrir frásog.

3) Vöðvahjúpur (muscularis): Sjálfráðir vöðvar (þverrákóttir vöðvar) eru í munni, koki og efri hluta

vélinda. Víðast hvar annars staðar samanstendur vöðvahjúpurinn af 2 lögum sléttra vöðva (3 lög í maga), innra hringlaga, ytra langsum. Plexus myentericus, vöðvahjúpsflækja, stjórnar hreyfingum (bylgjuhreyfingar) í meltingarvegi.

4) Hála (serosa): Ysta lag flestra líffæra meltingarvegar. Peritoneum viscerale, lífhimna. Einlaga

flöguþekja á þunnu bandvefslagi. Ysta lag er alltaf annað hvort peritoneum, en þá eru líffærin frí og frjáls inni í holinu, eða þá að ysta lagið er adventitia.

Page 4: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Nánar um peritoneum lífhimnu, háluklæðningu kviðarhols. Þetta er hlut af serosa sem klæðir líffærin að utan. Þetta er stærsta háluhimna líkamans og skiptist í tvennt:

Peritoneum parietale: Þekur veggi kviðarhols að innan. Allt yfirborðið liggur laust, og þá eru þau klædd skinu, eða hálu. Ef eitthvað liggur í medisinum eða hluta til á bak við lífhimnuna, þá er það kallað adventitia, sem er bandvefur og tengir það út í umhverfið.

Peritoneum viscerale: Þekur flest kviðarholslíffæri að utan og myndar ysta lag þeirra.

Peritoneum myndar stórar fellingar sem tengja m.a. líffæri og innihalda blóðæðar, vessaæðar og taugar. Sum líffæri, t.d. nýru og briskirtill eru retroperitoneal staðsett aftan við lífhimnuna, þannig að hún klæðir líffærin að eins að framan.

Cavum peritoneale: Á milli parietal peritoneum og parietal veisceralis. Inniheldur háluvökva, serous fluid. Nánast allt blóðflæði til GIT fer um efri og neðri slagæð; superior mesenteric arteries og inferior mesenteric arteries. Ascites: Vökvasöfnun í cavum peritoneale. Peritoneum leggst í stórar fellingar. Þær gegna eftirtöldum hlutverkum:

Festa líffærin hvert við annað. Festa líffærin við kviðarholsvegg að aftan. Innihalda æðar, sogæðar og taugar til kviðarholslíffæra.

Helstu fellingar peritoneum Mesenterium: Smágirnisfesting. Garnahengi. Þetta er einskonar krækja í líffærin; tengir smáþarma við posterior kviðvegg, slagæðar, bláæðar, sogæðar og taugar koma til garnanna eftir þessu hengi. Þetta á eingöngu við ef festingin er við görn, en ef hún er við ristilinn þá heitir það mesacolon. Mesocolon: Digurgirnisfesting. Tengir ristil við post.kviðveggi, og inniheldur blóð-og vessaæðar til þarma. Ligamentum falciforme hepatis sigðaband lifrar tengir lifur við ant. kviðvegg og þind Omentum minus: Smánetja, tengir lifur við maga og skeifugörn. Omentum majus: Stórnetja, stærsta lífhimnufellingin. Tvöföld hálusvunta frá neðri brún magans, lafir yfir þverristil og mjógirni, snýr aftur uppávið og festist á col. transversus. Í hana safnast oft mikið af fitu, þetta er hluti af forðavef og er verndandi lag fyrir framan innyflin. Inniheldur mikið af eitlum sem eiga að hindra að sýking í GIT dreifist um lífhimnuna. Lífhimna að framan og aftan, en fita á milli. Peritontis, lífhimnubólga veldur þarmalömun/ileus, og þá hættir allt frásog og öll starfsemi í görnunum, það safnast fyrir gas og vökvi og einstaklingurinn þenst út og deyr, ef hann er ekki opnaður.

Page 5: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Munnur (cavum oris). Munnurinn afmarkast af kinnum, harða og mjúka gómnum og tungunni. Klæddur marglaga flöguþekju. Varir, labia: Afmarka munnop, það er skiptibil á vörunum (labia superior og labia inferior) þar sem ytri hlutinn er klæddur marglaga flöguþekju og innri hlutinn er klæddur slímhúð. Síðan erum við með varahaft/frenulum í miðlínu. Varir afmarka munninn og hringvöðvinn (orbicularis) sem umlykur þetta er á bakvið, ásamt bandvef og slímhúð. Á bakvið varirnar og framan við tennurnar, þá er maður ekki kominn inn í munnholið, heldur andyri, vestibulum oris. Það er líka í nefinu. opið, þar sem fæða og loft fer í gegn heitir fouces, eða kverkar, en það er á milli munnhols og munnkoks. Harði gómur, pal. dure: Framhluti munnþaks, beinskilrúm milli nefhols og munnhols. Myndaður úr maxilla og os palatina. Mjúki gómur, pal. molle: Afturhluti munnþaks. Bogalaga vöðvaskilrúm milli oropharynx og nasopharynx. Úfur, uvula: Vöðvi sem hangir niður úr neðri brún mjúka góms. Lateralt við úfinn eru 2 vöðvafellingar:

Fremri gómbogi arcus palatoglossus Aftari gómbogi arcus palatopharyngeus

Milli gómboganna eru kverkeitlar tonsillae palatinae Tunga, lingua: Myndar gólf munnhols ásamt tunguvöðvum.

Gerð úr sjálfráðum (þverrákóttum) vöðvum þöktum slímhúð. Skipt að endilöngu í 2 eins hluta með bandvefsskilrúmi (median septum)sem festist að neðan við tungubeinið.

Ytri tunguvöðvar: Hafa upphaf sitt utan tungu og festast í hana. Hreyfa tungu út og inn og til hliðanna.

Innri tunguvöðvar: Hafa bæði upphaf og festu í tungunni sjálfri. Breyta stærð og lögun tungunnar fyrir kyngingu og tal.

Tunguhaft, frenulum linguae: Slímhúðarfelling í miðlínu á neðri hlið tungu. Takmarkar hreyfingu tungu aftan til. Tungutotur, papillae linguales: Efra borð og hliðar tungu er þakið tungutotum. Tugnutoturnar eru útskot frá lamina propria (þakinu), nokkrar gerðir Þráðtotur, papillae filiformes: Mjóar, þráðlaga, á fremri hluta tungu og eru án bragðlauka. Svepptotur, papillae fungiformes: Þær eru á tungubaki og dreifðar milli þráðtota, flestar fremst Gerðistotur, papillae vallate: Stórar, hringlaga, aftast á tungu. Í tungunni er eitt af sérkhæfðum skynjurunum (sem eru bragð, lykt, sjón, heyrnog jafnvægi). Tungubakið í þessum totum hýsa sérhæfða skynjun sem eru í tungunni; bragðlaukarnir, sem eru sætt,súrt, salt, beiskt, eru í gerðistotum og svepptotum.

Page 6: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Munnvatnskirtlar. Munnvatn, saliva er vökvi sem er stöðugt framleiddur og seytt frá kirtlum í munni eða nálægt honum. Fæða í munni eykur útskilnað. Í munnslímhúð eru fjölmargir litlir kirtlar en aðalframleiðsla munnvatns fer fram í 3 kirtlapörum sem liggja utan munnhols en opnast inn í það.

Glandulae parotis, vangakirtill: Neðan og framan við eyra. Ductus parotis opnast inn í vestibulum oris á móts við 2.jaxl.

Glandulae submandibularis, kjálkabarðskirtill: Undir tungugrunni í afturhluta munnbotns. Ductus submandibularis opnast inn í munnhol lateralt við tunguhaft.

Glandulae sublingualis, tungudalskirtill: Undir tungu framan við kjálkabarðskirtla. Margir litlir gangar opnast inn í munnhol undir tungunni. Munnvatn saliva: 1000 – 1500 ml á sólarhring. 95% vatn og uppleyst efni (sölt). Inniheldur þ.a.a. lysozyme, amylasa, lipasa og lysozyme, sem er bakteríudrepandi efni. Ítaugun það er bæði symp og parasympatísk ítaugun; parasympatísk SLUDD (slefar) og sympatísk E-sit (hræddur) Tennur (dentes). Staðsettar í tannholum í mandibula og maxilla. Tannhold, gingivae: Hylur kjálkabeinin og liggur þétt að tönnum. Ysta lag tannslíðurs nefnist tanntengi ligamentum periodontalis og er úr þéttum bandvef. Tanntengið heldur tönninni fastri og er stuðpúði og vernd fyrir hana. Tannskorpa cementum: Efni sem umlykur tönnina frá glerungsbrún að rótaroddi. Peridontioum, tannslíður, festir tennur. Vefur sem umlykur tönnina í tannholunni. samanstendur af 3 hlutum:

Króna: Sá hluti tannar sem er ofan tannholdsins. Tannrót: 1 – 3 rótarangar sem ganga niður í tannholuna. Tannháls: Sá hluti tannar sem er á milli glerungs krónu og

tannskorpu rótar. Annað: Tannbein, dentin: Aðalefni tannar og er kollagenríkt Tannhol, cavitas dentis: Hol í tannbeini fyllt með tannkviku. Tannkvika, pulpa dentis: Fyllir tannhol, bandvefur, æðar og taugar. Glerungur, enamel: Umlykur krónu, er úr ólífrænum kalsíumsöltum. Þetta er harðasta efni líkamans. Beinungur, cementum: þekur rót og festir við periodontium. Rótarbroddsgat, foramen apicis dentis: þar sem æðar og taugar fara í gegn. Kok (Pharynx), munnkok (oropharynx). Kynging ( deglutation): Skiptist í 3 stig.

Sjálfráða stigið: Bolus kyngt meðvitað til oropharynx. Koks-stigið: Ósjálfráður flutningur á bolus frá oropharynx til

oesophagus. Vélindis-stigið: Ósjálfráður flutningur á bolus gegnum vélinda

til maga. Laryngopharinx loft að framan og fæða að aftan. Skiptist þar sem barkakýlið byrjar og er afmarkað með brjóski.

Page 7: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Vélinda (oesophagus) Vöðvarör (spiserör) á bak við barkann, 23-25 cm. Nær frá afturhluta laryngopharynx og liggur gegnum mediastinum framan við hryggsúluna og aftan við barka. Fer í gegnum hiatus oesophagei (vélindisop) á þindinni og opnast inn í efri hluta maga. Veggur:

Slímhúð: Marglaga flöguþekja, slímkirtlar neðst. Vöðvahjúpur: Efst eru rákóttir vöðvar, í miðju eru rák. og

sléttir og neðst eru sléttir vöðvar. 1/3, 1/3 og 1/3! Ysta lagið er lausofinn bandvefur en ekki hála.

(Adventitia)

Hlutverk: Flytur fæðu til maga. Peristalsis: Ósjálfráðar vöðvahreyfingar í veggjum meltingarvegar sem ýta fæðunni áfram eða niður. Vöðvafrumur í hringlagi ofan við bolus dragast saman en vöðvafrumur í langslagi neðan við bolus opna göngin við samdrátt. Þetta veldur endurtekinni ölduhreyfingu. Slím verndar, smyr og flýtir fyrir flutningi. Efri lokuvöðvi: Tengist hringbrjóski, stjórnar flutningi fæðu frá koki til vélinda. Neðri lokuvöðvi: Slakar á við kyngingu, hindrar reflux frá maga. Þindaslit: Þá víkkar gatið í kringum vélindað og þá getur hluti af maganum pokast upp í brjóstholið og veldur reflux. Í kjölfarið geta menn fengið bakflæði.

Page 8: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Magi (ventriculus, gaster) Staðsetning: Neðan þindar í regio epigastrica, regio umbilicalis og regio hypochondrica sin. Efri hlutinn tekur við af vélinda en neðri hlutinn opnast inn í skeifugörn. Maginn skiptist í eftirtalda hluta:

Cardia, munnahluti: Tekur við af vélinda. Fundus, magabotn: Hvolflaga hluti neðan

við þindina vinstra megin við cardia. Corpus, magabolur: Neðan við fundus og

cardia. Stærsti hluti magans. Pylorus, portvarðarhluti: Neðsti hluti

maga. Curvatura minor, litla magabugða: Snýr

til hægri og upp. Þar festist smánetja. Curvatura major, stóra magabugða: Snýr

til vinstri og niður. Þar festist stórnetja. M. sphinchter pylori, portþrengir:

Lokuvöðvi milli maga og skeifugarnar. Magaveggur:

Slímhúð: Er í fellingum (rugae) þegar maginn er tómur en þær sléttast út við fyllingu. Þekjan er einlaga stuðlaþekja með goblet frumum. Í slímhúðinni eru magadokkir (gastric pits) og í botn þeirra opnast magakirtlar sem samanstanda af 4 frumutegundum:

Zymogen frumur: framleiða pepsinogen.

Parietal frumur: Framleiða HCl.

Slímfrumur: Framleiða slím.

Enteroendocrine frumur: Framleiða gastrin.

Slímhúðarbeður: Lausofinn bandvefur sem tengir slímu og vöðvahjúp.

Vöðvahjúpur: 3 lög af sl. vöðvum. Langs, hring og skáliggjandi.

Hála: Hluti af peritoneum viscerale. Ath. Omentum majus et minus.

Hlutverk: Magi framkvæmir peristaltiskar hreyfingar á 15 – 25 sek. fresti fljótlega eftir neyslu matar. Hnoðar fæðuna og blandar við kirtilsafa. Þá myndast chyme sem er þunnt mauk. Eftir 2 – 6 klst. er farið að þrengja maukinu gegnum pylorus niður í skeifugörn. Í maga hefst niðurbrot próteina via pepsin, niðurbrot mjólkurfitu via gastric lipase (börn) og rennin sem meltir mjólkurafurðir (börn). Frásog er aðallega á vatni og electrolytum. Lítið eitt (20%) af alkahóli frásogast í maga. Fita seinkar tæmingu maga. Taka lýsi á undan brennivíni.

Page 9: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Bris (pancreas) Brisið er mjúkt, aflangt líffæri (2,5x12,5 cm) sem liggur aftan við stóru magabugðu. Tengist skeifugörn með 2 kirtilgöngum. Brisið skiptist í höfuð, caput; bol, corpus og hala, cauda.

Ductus pancreaticus, brisrás: Aðalfráfærslurás brissins. Opnast inn í stóru skeifugarnartotu (papilla duodeni, ampulla of Vater) ásamt gallrás ca. 10 cm neðan við pylorus.

Duct. pan. Accessorius, aukabrisrás: Er oftast til staðar. Opnast inn í litlu skeifugarnartotu rétt ofan við stóru skeifugarnartotu.

Gerð: Litlar þyrpingar kirtilvefsfruma. Um 1% tilheyra Langerhans-eyjum sem er endocrine hluti brissins. 99% mynda acini og tilheyra exocrine hlutanum. Framleiða brissafa. Starfsemi: Framleiða brissafa 1200 – 1500 ml/24 klst. Glær vökvi sem inniheldur aðallega vatn en einnig sölt, bicarbonat, ensím og er létt basiskur.

Amylasi: Niðurbrot kolvetna. Trypsin, chymotrypsin: Niðurbrot próteina. Lipasi: Niðurbrot fitu. Ribonucleasi, deoxyribonucleasi: Niðurbrot kjarnsýra. Þá tekur brissafi þátt í að hlutleysa súrt magainnihald í skeifugörn.

Page 10: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Lifur (hepar) Stærsti kirtill líkamans, vegur um 1,4 kg. í fullorðnum. Er staðsett efst í abdomen neðan þindar í regio hypochondrica dx. og regio epigastrica. hægra megin ofarlega í kviðarholi, fyrir neðan er magi, svo þverristill. Er nær alveg þakin lífhimnu (peritoneum) og undir henni er lag af þéttum bandvef. Sigðband lifrar (falciform ligament) er lífhimnufelling, sem festir lifrina að ofan og framan upp að þind. Það skiptir einnig lifur í hægri og vinstri lifrarblað (lobus).Sívalaband (ligementum teres) nær frá jaðri sigðbands og festir lifur við nafla ( leifar af naflastrengsbláæð). Innri gerð lifrar: Lifrarblöð (lobe) eru gerð úr litlum starfseiningum eða lifrarbleðlum (lobule). Í lifrarbleðlum er lifrarfumum raðað á strenglaga hátt umhverfis miðjubláæð (central vein). Milli frumustrengjanna eru endothelklædd holrúm (sinusoids) sem blóð rennur um. Þessir sinusoidar eru í raun háræðar lifrarinnar. Þar er einnig að finna átfrumur (Kupffer frumur) sem eyða öldruðum og ónýtum blóðkornum, bakteríum og eiturefnum. Mikilvægt er að átta sig á því hvaða æðar veita blóði inn í lifrarháræðar (sinusoids). Það eru lifrarslagæð ( a. hepatica) og portæð (v. porta). Þetta ólíka blóð blandast í háræðum lifrar, næringarefni eru frásoguð og eiturefni afeitruð og síðan safnast blóðið í lifrarbláæð (v. hepatica) sem tæmir sig í vena cava inferior. Þá er enn að geta þess að á milli frumustrengjanna eru örsmáir gallgangar (canaliculi) og inn í þessa gallganga lifrar seyta lifrarfrumur galli. Gallgangar tæmast í sífellt stærri rásir sem að lokum mynda hægri og vinstri lifrarrás (ductus hepaticus dx. et sin) og þær sameinast í lifrarsamrásina (ductus hepaticus communis). Lifrarsamrás (duct. hep. communis) sameinast síðan gallblöðrurásinni (ductus cysticus) og þær tvær mynda gallrásina (ductus choledochus). Inn í gallrásina kemur síðan brisrásin (ductus pancreaticus) og að lokum opnast gallrásin inn í skeifugörn via stóru skeifugarnartotu (ampulla of Vater). Gall: Lifrarfrumur framleiða 800 –1000 ml af galli á sólarhring. Gall er gulgrænn – brúnleitur vökvi með pH 7,6 – 8,6. Inniheldur vatn, gallsölt, cholesterol, galllitarefni o.fl. Gallið inniheldur ýmis úrgangsefni en gegnir einnig mikilvægu hlutverki við fitumeltingu. Gall splundrar fitu í litla fitudropa (emulsification) þannig að lipasi á greiðari aðgang að triglýseríðum en ella. Galllitarefni lita hægðir brúnar (bilirubin urobilinogen). Án galls meltist aðeins lítill hluti fitu. Megnið kemur fram í hægðum sem fituskita.

Page 11: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Hlutverk lifrar: Lifur gegnir fjölmörgum hlutverkum og mörg þeirra tengjast meltingu. Helstu atriðin eru þessi:

Efnaskipti kolvatnsefna: Tekur þátt í að viðhalda eðlilegu blóðsykurmagni. Geymir glycogenforða og getur nýmyndað glucosa úr vissum aminósýrum og mjólkursýru,

Efnaskipti fitu: Lifur tekur drjúgan þátt í hvers kyns efnaskiptum triglyseríða og cholesterols. Framleiðir lipoprotein.

Efnaskipti próteina: Framleiðir plasmaprótein, tekur þátt í aminsviptingu og aminfærslu. Er nauðsynleg fyrir myndun og útskilnað þvagefnis ásamt nýrum.

Niðurbrot hormóna og lyfja. Útskilnaður galllitarefna. Myndun gallsalta. Geymsluhlutverk. Frumuát. Tekur þátt í að virkja D-vítamín ásamt nýrum.

Blóðflæði til lifrar

Page 12: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Gallblaðra (vesica fellea) Perulaga poki staðsettur í dæld á afturhlið lifrar. Gallblaðra er klædd einlaga stuðlaþekkju að innan. Slímhúðin myndar fellingar líkt og í maga. Engin submucosa en slétt vöðvalag. Samdráttur þrýstir innihaldi inn í ductus cysticus. Að utan er gallblaðra klædd peritoneum viscerale. Hlutverk gallblöðru er að geyma gall og “concentrera” það, þ.e. gera það rammara. Lokuvöðvi innan við stóru skeifugarnartotu skammtar gall inn í skeifugörn. Umframmagnið rennur aftur í gallblöðruna. Smágirni (intestinum tenue) Nær frá m. sphinchter pylori (portþrengir) að cecum (botnristill). Er um 3 m að lengd og þvermálið er að meðaltali 2,5 cm. Skiptist í 3 hluta, duodenum (skeifugörn), jejenum (ásgörn) og ileum (dausgörn). Skeifugörn er efsti hlutinn og er ca 25 cm að lengd eða 12 fingurbreiddir eins og nafnið táknar (tolvfingertarmen). Ásgörn nær frá duodenal-jejenal flexure (skeifu- og ásgarnarbugða) að dausgörn og er um 1 m að lengd. Dausgörn nær frá ásgörn að botnristli og er um 2 m að lengd. Heildarlengd mjógirnis á krufningarborði er um 6,5 m enda enginn vöðvasamdráttur við þær aðstæður. Í lifandi einstaklingi er lengdin um 3 m. Veggur mjógirnis er gerður úr 4 lögum eins og meltingarvegurinn er almennt séð. Slímhúð og slímhúðarbeður eru þó með sérstökum “aukabúnaði”.

Page 13: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Gerð slímhúðar er einlaga stuðlaþekja með goblet frumum og fleiri sérhæfðum frumugerðum. Allt er gert til að auka yfirborð slímhúðar.

Slímhúðin er í hringlaga fellingum, plicae circulares. Á fellingunum eru þarmatotur, villi. Þar fer frásog fram via háræðar og sogæðar. Efra borð frumuhimnu slímhúðarfruma myndar örtotur, microvilli. Mikið er um kirtilganga sem opnast á botni slímhúðarfellinga. Eiginvefur inniheldur mikið af eitlavef MALT. Vöðvahjúpur er tvílaga, ytra langs og innra hringliggjandi Hálan (visceral peritoneum) umlykur mjógirni nema mestan hluta skeifugarnar sem er

retroperitoneal. Hlutverk mjógirnis er að ljúka meltingu kolvatnsefna, fitu og próteina og annast frásog niðurbrotinna næringarefna. Meltingarsafi smágirnis (succus entericus) er gulglær vökvi, 2 – 3 L á sólarhring. PH er 7,6. Innihaldið er aðallega vatn og slím. Heildarseyti mjógirnis er 7-8 lítrar en þá er megnið tekið upp aftur og fer í ákveðna hringrás, svo að aðeins um 2-3 l. Fara út með hægðum. Meltingarensím smágirnis eru framleidd og notuð í slímhúðarfrumum í garnatotum. Hreyfingar mjógirnis eru af tveim gerðum. Segmentation (klippir, hlutar sundur): Aðalhreyfing smágirnis, staðbundinn samdráttur þar sem fæðumauk er (12 – 16 x á mín.). Færir maukið fram og tilbaka. Blandar maukinu saman við meltingarsafa og kemur því í snertingu við slímhúð. Peristalsis (flutningur): Flytur maukið niður eftir meltingarvegi. Maukið dvelur u.þ.b. 3 – 5 klst.í smágirni.

Page 14: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Digurgirni (intestinum crassum) Nær frá botnristli (cecum) að endaþarmsopi (anus) og er um 1,5 – 1,8 m að lengd. Þvermál um 6,5 cm að meðaltali. Festist við afturvegg kviðarhols með mesocolon sem er hluti af peritoneum viscerale. Einkennist af ristildreglum, ristilkýlum og ristilsepum. Hlutverk er lokafrásog, framleiðsla vítamína, myndun hægða og losun hægða. Botnristill (cecum): Fyrsti hluti digurgirnis, um 6 cm langur, staðsettur neðan við op dausgarnar. Dausgarnarloka (ileocecal valve): Samanstendur af 2 vörum við op dausgarnar inn í botnristil. Botnlangi (appendix): 8 – 9 cm langur dausgarnarsepi með miklum eitlavef. Ristill (colon): Sá hluti digurgirnis sem nær frá dausgarnarloku að endaþarmi. Skiptist í 4 hluta.

Risristill (colon ascendens): Liggur upp hægra megin í kviðarholi aftan lífhimnunnar (retroperitoneal). Sveigir til vinstri móts við bakhlið lifrar. Hægri ristilbugða (flexura coli dextra) skilur á milli risristils og þverristils.

Þverristill (colon transversum): Liggur þvert yfir kvið milli hægri og vinstri ristilbugðu (flexura coli sinistra).

Fallristill (colon decendens): Liggur aftan við lífhimnu vinstra megin að bugaristli á móts við crista iliaca.

Bugaristill (colon sigmoideum): Tekur við af fallristli á móts við crista iliaca, sveigir inn í kviðarholið í átt að miðlínu og tengist endaþarmi á móts við S3.

Endaþarmur (rectum): Síðustu 15 – 20 cm meltingarvegarins. Liggur framan við spjaldbein og rófubein. Bakraufargöng (canalis analis): Síðustu 2 – 3 cm endaþarms. Slímhúðin leggst í 6 – 10 langfellingar auðugar af bláæðaflækjum, bakraufarfellingar. Bakrauf, endaþarmsop (anus): Op endaþarmsins. Lokað af innri lokuvöðva (sl. vöðvi) og ytri lokuvöðva (þverrák. vöðvi), sphinchter ani externus.

Page 15: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Veggur ristils er gerður úr 4 lögum eins og flestir aðrir hlutar meltingarvegarins. Vöðvahjúpurinn er með sérstökum hætti.

Slímhúð (mucosa): Engar totur, engar hringfellingar. Einlaga stuðlaþekja með ríkulegum goblet frumum, liggja meðfram garnakirtlagöngum. Þekjufumur annast frásog vatns en hinar framleiða slím sem smyr þarmainnihaldið. Talsvert af eitlavef er í slímþekjunni.

Slímhúðarbeður (submucosa): Svipuð og annars staðar.

Vöðvahjúpur (muscularis): Innra vöðvalagið er hringlag. Ytra vöðvalagið er ekki samfellt heldur myndar 3 bönd úr þykkum langvöðvaþráðum eftir mestöllu digurgirninu. Þetta nefnist ristildreglar (teniae coli). Stöðug vöðvaspenna ristildreglanna myndar poka sem kallast ristilkýlar (haustra coli).

Hála (serosa): Peritoneum viscerale sem nær þó ekki að umlykja digurgirni allsstaðar.

Page 16: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Starfsemi digurgirnis: Dausgarnarlokan stjórnar rennsli mauksins jafnt og þétt inn í botnristil. Haustral churning: Ristilkýll þenst út og fyllist, dregst síðan saman og innihaldið þrýstist yfir í næsta ristilkýl. Peristalsis: Hægari en annars staðar í meltingarvegi. 3 – 12 samdrættir á mín. Mass peristalsis: Sterk samdráttarbylgja sem byrjar um miðjan þverristil og drífur innihaldið niður í endaþarm. Þetta gerist 3 – 4 sinnum á dag, á meðan á máltið stendur eða rétt á eftir. Síðasta stig meltingar verður með aðstoð baktería en ekki meltingarensíma. Kirtlar digurgirnis framleiða einungis slím en ekki ensím. Bakteríur, þarmagerlar, gegna mikilvægu hlutverki:

Gerja það sem eftir er af kolvetnum og mynda ýmis gös í leiðinni svo sem vetni, koldíoxíð og metan (eld- og sprengihætta). Breyta þeim próteinum sem eftir eru í amínósýrur og breyta síðan vissum amínósýrum í indol og skatol (daunillt) og vetnissúlfíð (líka daunillt). Breyta bilirubini í urobilinogen sem litar hægðir. Mynda K-vítamín og nokkur B-vítamín.

Maukið er 3 – 10 klst. í digurgirninu. Hægðir (feces): Samanstanda af vatni, ólífrænum söltum, þekjufrumum úr meltingarvegi, bakteríum, efnum sem bakteríur mynda og ómeltanlegri fæðu. Þó mest af vatnsfrásoginu fari fram í mjógirni frásogast þó nægilega mikið vatn í ristlinum til að hann teljist mikilvægt líffæri í sambandi við viðhald vökvajafnvægis í líkamanum. Af þeim 0,5 – 1 L af vatni sem koma inn í digurgirnið frásogast allt nema 100 – 200 ml sem skila sér út með hægðum. Frásogið er mest í botnristlinum og risristlinum. Í digurgirninu frásogast einnig electrólytar eins og Na+ og Cl-. Niðurgangur getur valðið umtalsverðu tapi á mikilvægum elektrólytum. Mass peristalsis => maukið fer úr meltingarvegi niður ristilinn og þegar hann kemur niður í endaþarminn, þá láta hægðirnar vita af sér, þegar veggur endaþarmsins verður var við hægðirnar. Ef maður neitar sér um losun, þá fara hægðirnar upp ristilinn aftur, en lætur þó vita af sér von bráðar. Með góðu “hrati” og vatni, þá verða hægðirnar góðar og ganga hraðar fyrir sér. Hreyfa sig + vökvi Ef hratið er lítið, verða hægðirnar of þurrar og kemur of lítið niður og fólk situr lengi á klósettinu, án þess að mikið gerist. => getur valdið gyllinæð. Æxli í kviðarholi, skorpinn lifur, meðganga geta valdið gyllinæð Hægðir eru að mestu dauðar frumur úr meltingarvegi (oft meiri en helmingur), það er mikið af bakterium og að sjálfsögðu er fæða líka í hægðunum Commensal flora þær bakteríur sem eiga að lifa þarna, sjá um lokaniðurbrot og frásog. Framleiða eitthvað af K og B vítamínum. Flatus – þarmaloft flatulence – vindgangur. =>metangas=engin lykt, , H2S=brennisteinslykt, CO2,=ekki mikil lykt. indol, skatol =leiða til þess að próteinríkar fæður verða lyktandi.

Page 17: Meltingarkerfið the digestive system - 25. kafli Almennt ... · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Meltingarkerfið – the digestive system - 25. kafli Almennt um meltinguma

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd.

Table 25.2 Summary of the Human Digestive System

Mouth Start of digestive system, where food is chewed,(oral cavity) and moistened; polysaccharide digestion begins

Pharynx Entrance to digestive and respiratory tract tubes

Esophagus Muscular tube, moistened by saliva, that moves food from pharynx to stomach

Stomach Stretchable sac where food mixes with gastric fluid and protein digestion starts; stores food taken in faster than can be processed; its fluid kills many microbes

Small Receives secretions from liver, gallbladder, pancreas; digests mostintestine nutrients; delivers unabsorbed material to colon

Colon Concentrates and stores undigested matter (by absorbing mineral ions (large and water)intestine)

Rectum Distension triggers expulsion of feces

Anus Terminal opening of digestive system

Salivary Glands that secrete saliva, a fluid with polysaccharideglands digesting enzymes, buffers, and mucus

Pancreas Secretes enzymes that digest all major food molecules;buffers against HCl secretions from stomach lining

Liver Secretes bile; roles in carbohydrate, fat, and protein metabolism

Gallbladder Stores and concentrates bile from the liver