44
SIMPLY CLEVER Nýr ŠKODA Octavia

Nýr Skoda Octavia

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Nýr Skoda Octavia

Citation preview

Page 1: Nýr Skoda Octavia

SIMPLY CLEVER

Nýr ŠKODA Octavia

Page 2: Nýr Skoda Octavia
Page 3: Nýr Skoda Octavia
Page 4: Nýr Skoda Octavia

Það er jafngaman og það er sjaldgæft að verða furðu lostinn. Það þarf ekki að breyta öllu til að koma manni á óvart. Stundum er nóg að breyta bara um sjónarhorn til að upplifa nær samstundis dásamlegar stundir sem áður voru huldar.

Nýr ŠKODA Octavia er hannaður til að koma þeim sem keyra hann stöðugt á óvart. Með bílnum er tekið stórhuga skref inn í framtíðina, eins og sést á öllum glæstu, nýju eiginleikunum og búnaðinum, auk þeirra snjöllu eiginleika, smáu og stóru, sem við köllum Simply Clever lausnir. Rýmið er nægt svo það fer vel um allt og alla. Kraftmikla nýja hönnunin er í senn fáguð og nútímaleg. Þetta er líka vistvænasta útgáfa Octavia frá upphafi, enda meira en 100 kílóum léttari en áður. Fjöldi ósýnilegra tæknilausna og aðstoðarkerfa tryggja öruggar, þægilegar og skemmtilegar bílferðir. Þetta er bíll sem er hannaður til að koma þér í opna skjöldu á hverjum degi og í hverri bílferð.

Page 5: Nýr Skoda Octavia
Page 6: Nýr Skoda Octavia

Feykinóg rými fyrir allt og alla.

Page 7: Nýr Skoda Octavia
Page 8: Nýr Skoda Octavia

Í nýjum Octavia er ótrúlega mikið pláss, jafnvel þótt bíllinn sé fullskipaður. Vel fer um allt að þrjá farþega í aftursætum. Á meðal staðalbúnaðar eru Isofix-festingar og Top Tether belti til að festa barnabílstóla á ytri aftursæti.

Í bílnum er mikið fóta- og höfuðrými fyrir ökumann

og farþega í framsæti. Stillanlegur armpúði við framsætin eykur

enn á þægindin.

Þú nýtur frelsis og jafnvel enn meira rýmis með sóllúgunni, sem er gerð úr lituðu gleri svo ljós og hiti komist síður í gegn. Þú getur annaðhvort ýtt henni upp eða rennt henni aftur og búið þannig til opið rými fyrir ofan framsætin í hlaðbaksútgáfunni.

Page 9: Nýr Skoda Octavia

Plássið í farangursýminu á einfaldlega eftir að heilla þig. Í Combi-útgáfunni eru 610 lítrar (sjá mynd) og í hlaðbaksútgáfunni eru 590 lítrar og 1.740/1.580 lítrar þegar baksætin hafa verið felld niður. Nýr Octavia er með farangursrými sem dugar auðveldlega stórri fjölskyldu, sama hvaða útgáfu þú velur.

Page 10: Nýr Skoda Octavia

SIMPLY CLEVER lausnir...

Svörtu þokuljósin með beygjuvirkninni nýtast vel sem beygjuljós og geta lýst upp hindranir sem annars væru vart sýnilegar, t.d. gangstéttarbrúnir. Beygjuvirknin fer í gang þegar bíllinn er á minna en 40 km hraða, nema kveikt sé á þokuljósunum. Það kviknar á hægra eða vinstra ljósinu þegar stýrinu er snúið eða þegar kveikt er á stefnuljósum.

Page 11: Nýr Skoda Octavia

Margmiðlunarfestingin í miðstokknum er ekki bara gagnlegur aukabúnaður, heldur líka öruggur staður til að geyma iPodinn, farsímann o.s.frv.

Aðra „Simply clever“ lausn má finna undir sæti ökumanns. Sérstakur vasi fyrir sjálflýsandi vesti er þar svo vestið sé örugglega innan seilingar ef þörf krefur.USB-Aux-tengið á miðstokknum gerir þér kleift

að tengja utanaðkomandi tæki og stjórna því með útvarpinu, leiðsögukerfinu eða hnöppunum á fjölvirka stýrinu.

Þegar þú þarft að setja bílastæðismiða

á sýnilegan stað undir framrúðunni er lausnin einföld.

Í bílnum er festing fyrir bílastæðismiða.

Það er líka 1,5 lítra flöskuhaldari í rúmgóðu geymslu-hólfi í framdyrunum. Þar getur þú líka komið fyrir færanlegri ruslakörfu til að auðvelda þér að halda bílnum snyrtilegum.

Page 12: Nýr Skoda Octavia

Það þurfa líklega allir stundum að flytja eitthvað skítugt. Tvíhliða teppið í farangursrýminu er hannað fyrir slík tilvik. Þú snýrð hliðinni með fína tauáklæðinu upp þegar þú ert ekki að flytja neitt sem gæti óhreinkað bílinn, en getur svo auðveldlega snúið henni við og notað gúmmíhliðina, sem má þrífa, þegar þörf krefur.

Enn er hægt að fjölga möguleikum bílsins með því að fella niður sætisbak farþega í framsæti, sem gerir þér kleift að laga skipulag innra rýmis að þörfum hverju sinni.

Netabúnaðurinn samanstendur af einu láréttu og tveimur lóðréttum netum sem auka nýtingu á farangursrýminu. Bæði lóðréttu netin eru tvíhliða og í þeim er hægt að geyma ýmsa smáhluti. Auk þess bjóðum við upp á net undir hlífinni fyrir farangursrýmið.

Græna skafan, sem fer á eldsneytis-lokið, er innan seilingar þegar þú þarfnast hennar og það er hægðar-leikur að setja hana á sinn stað í vætu. Önnur Simply Clever lausn er vörn gegn rangri eldsneytis­áfyllingu, hugsuð fyrir bíla með dísilvél.

Til að auðvelda flutning á stórum hlutum í hlaðbaks-út gáfunni, t.d. barnahjólum, er hægt að draga hlífina fyrir farangurs rýmið inn. Þegar bíllinn hefur verið affermdur er auðvelt að setja hana aftur í upphaflega stöðu.

Page 13: Nýr Skoda Octavia

Hægt er að forðast að farangur fari á hreyfingu í akstri með farangurseiningunum. Það eru tvö plaststykki með frönskum rennilás sem eru geymdir á bak við hjólaskálarnar að aftan þegar þú ert ekki að nota þau. Annar gagnlegur fylgihlutur er tvöfaldi niðurfellanlegi krókurinn sem hægt er að nota til að halda fullum innkaupapokum uppréttum.

... sem einfalda lífið til muna.

Page 14: Nýr Skoda Octavia

* Fáanlegur frá júní 2013

Festingin fyrir skyndihjálpar­kassann er á bak við hægri hjólaskálina að aftan.

Hægt er að fella niður baksætin með því að nota fjarstýringarhnappinn sem má finna í farangursrýminu í bæði hlaðbaks-* og Combi-útgáfunni og sem gerir það enn auðveldara að hlaða bílinn.

Með farangurshillunni í Combi-útgáfunni er hægt að færa botn farangursrýmisins upp að hleðslubrúninni og auðvelda þannig alla tilfærslu á farangri. Að auki er sérstakt pláss til að geyma rennihlífina eða toppgrindina þegar þess þarf. Þetta nýtist líka sem geymslupláss sem lítið fer fyrir.

Hagnýti vasinn undir rennihlífinni í farangursrými Combi-útgáfunnar nýtist sem öruggur geymslustaður fyrir hluti sem þú vilt ekki að blandist saman við annað í farangursrýminu.

Page 15: Nýr Skoda Octavia

Rafstýrða afturhurðin í Combi-útgáfunni opnast og lokast sjálfkrafa svo þú þarft ekki að snerta hana, sem kemur sér sérlega vel í rigningu eða vetrarhörkum. Hægt er stjórna henni frá fjórum mismunandi stöðum: með takka á fjarstýrðum bíllykli, takka á miðstokki, takka á innanverðri afturhurðinni og Softtouch-takka utan á hurðinni. Hægt er að stilla hæð aftari hurðar sérstaklega eftir þörfum.

Page 16: Nýr Skoda Octavia

Nýja Octavia hönnunin fangar athyglina með einstakri lögun sinni, sem einkennist af skýrum línum, hvössum brúnum og stílhreinum yfirborðsflötum. Nýi ŠKODA-hönnunarstíllinn er einfaldur, nákvæmur og tær. Bíllinn er hagnýtur, með sígilt útlit og samsvarar sér vel. Á yfirbyggingunni er áberandi framgrill með krómaðri umgjörð, hvers lögun undirstrikar nýja ŠKODA-merkið. Á grillinu eru svo aðalljósin sem eru með dæmigerða lögun. Hönnun og útlit framgrillsins undirstrika aðlaðandi einkenni bílsins og þann sportlega anda sem er yfir honum. Á meðal nýjunga eru LED­ljós til að nota í dagsbirtu með tvöföldum Xenon-framljósum, sem lýsa skýrt og óhindrað, auk fallegra svartra þokuljósa með beygjuvirkni.

Afturljósin mynda tvöfalt C þegar kveikt er á þeim og fara ekki framhjá

neinum. Þú getur einnig valið afar bjartar og sparneytnar ljósdíóður.

Page 17: Nýr Skoda Octavia

Samsvörunin í nýju Octavia-hönnuninni sést best frá hlið, þar sem kraftur, fágun og hagnýtni mynda sterka heild. Á meðal glæsilegra eiginleika eru krómaðir listar meðfram hliðargluggunum á Combi-útgáfunni (sjá mynd) eða á neðri hluta hlaðbaks-glugganna, auk SunSet* –rúða með þéttari skyggingu aftan í bílnum. Þakbogar fyrir Combi-útgáfuna fást silfurlitaðir eða í fallegum svörtum lit.

Séð aftan frá er hönnunin á bílnum sláandi. Myndarlegur stuðarinn vekur öryggiskennd og stór afturhurðin er hagnýt og veitir góðan aðgang að farangursrýminu. Aftan á bílnum er margt sem er einkennandi fyrir nýju ŠKODA bílana: ŠKODA- merkið, letrið og kristalinnskotin á númeraplötunni.

* Fáanlegur frá júní 2013.

Page 18: Nýr Skoda Octavia

Þú getur valið áreiðanlegu beinskiptinguna, með nákvæmri gírskiptingu og auðveldum, stuttum stjórnhreyfingum, með öllum vélunum sem í boði eru.

DSG-sjálfskiptingin (Direct Shift Gearbox) tryggir framúrskarandi hröðun og hámarksvinnslu vélarinnar. Með vistakstri getur þú dregið úr eldsneytisnotkun og þar af leiðandi koltvísýringsútblæstri. Hægt er að velja á milli 7 eða 6 gíra, eftir því af hvaða gerð vélin er.

ŠKODA GreenFuture skipar veigamikinn sess í stefnu fyrirtækisins. Þegar kemur að umhverfisvernd býður Octavia upp á besta kostinn hvað varðar eldsneytisnotkun og CO2 útblástur. Bíllinn er léttari og því skilvirkari. Þrátt fyrir að hann sé stærri og búinn aukatæknibúnaði var hægt að draga úr þyngd hans, þökk sé réttu efnisvali og nútímaframleiðslutækni. Boðið er upp á flestir gerðir í Green tec útfærslu, þar sem Start-Stop kerfið og aflendurheimt eru á meðal staðalbúnaðar.

Page 19: Nýr Skoda Octavia

Bensínvélarnar eru 4-strokka 1.2 TSI/63 kW eða 1.2 TSI/77 kW Green tec, 1.4 TSI/103 kW Green tec og hin geysiöfluga 1.8 TSI/132 kW Green tec. 1.2- og 1.4-vélarnar eru glænýjar, en 1.8-vélin er af þriðju kynslóð TSI-tækninnar. Allar vélarnar eru léttari, eyða minna eldsneyti og losa minna af koltvísýringi.

Dísilvélarnar eru 4-strokka 1.6 TDI CR DPF/66 kW* eða 1.6 TDI CR DPF/77 kW Green tec og toppurinn, 2.0 TDI CR DPF/110 kW Green tec. Allar dísilvélarnar eru glænýjar. Þær eru öflugri, ganga betur, eyða minna eldsneyti og gefa frá sér allt að 45% minna af skaðlegum lofttegundum.

Start­Stop kerfið sparar eldsneyti með því að slökkva sjálfkrafa á vélinni þegar hún þarf ekki að ganga. Þú getur slökkt á Start-Stop kerfinu þegar þess þarf með því að nota hnappinn á listanum fyrir framan gírstöngina. Álag á vél er minnkað og eldsneytisnýting bætt með aflendurheimt, sem nýtir á skilvirkan hátt hreyfiorku bifreiðarinnar til að endurhlaða rafgeyminn.

Hægt er að bæta enn frekar

loftfræðilega eiginleika hlaðbaks-

útgáfunnar með vindskeiðinu á

afturhurðinni, sem er innifalið ásamt

sportsætum í Kraftpakkanum*.

* Fáanlegur frá júní 2013.

Page 20: Nýr Skoda Octavia

Virkni stoðkerfanna sem nota fjölvirku myndavélina er sýnd á mælaborðinu í sjónsviði ökumannsins. Maxi DOT með litaskjá er önnur nýjung.

Þegar þú ekur á þjóðvegum muntu kunna að meta sjálfvirka hraðastillinn* sem stillir hraðann og heldur bílnum í öruggri fjarlægð frá bílunum fyrir framan þig. Þetta stoðkerfi notast við radartæki í framstuðaranum. Þessi virkni er sýnd á Maxi DOT skjánum.

Helsta markmið bílastæðakerfanna okkar er að auðvelda þér að leggja bílnum. Bílastæðahjálpin virkjar hljóðmerki sem byggir á ætlaðri stefnu bílsins þegar hindranir eru nærri svo ekki sé t.d. varað við hindrun fyrir framan bílinn þegar hann er í bakkgír. En ef þú vilt gera það sem allra auðveldast að leggja í stæði er sjálfvirka bílastæðahjálpin (Automatic Parking Assistant) besti kosturinn fyrir þig. Kerfið velur viðeigandi stæði, leggur í röð af bílum sem er lagt samhliða eða hornrétt og getur jafnvel ekið út úr röð af bílum sem er lagt samhliða. Sé lagt samhliða gangstétt þarf bara pláss sem er 60 sm lengra en bíllinn sjálfur (myndin sýnir sjálfvirku bílastæðahjálpina á Amundsen+ leiðsögukerfisskjánum).

Í nýju Octavia-gerðinni eru stoðkerfi með háþróaðri tækni, sem býður upp á óvenjulega möguleika. Þau geta til dæmis hjálpað þér að forðast neyðartilfelli eða lágmarka skaðann af þeim. Sum stoðkerfi notast við fjölvirku mynda­vélina á framrúðinni fyrir neðan baksýnisspegilinn. Akreinaaðstoðin til að halda bílnum á réttri akrein, ljósa- og umferðarmerkjagreinirinn.

Öryggi þitt, einkum á langferðalögum að næturlagi, er einnig tryggt með akstursupplýsingaaðstoðinni sem metur upplýsingar um stýris-servó á hraða yfir 65 km á klst. Þegar kerfið greinir hegðun sem gæti

verið merki um að ökumaðurinn sé þreyttur, t.d. harkalegar stefnuleiðréttingar, mælir það með því

að ökumaður hvíli sig.

Hnapparöðin er þægilega nálægt hægri hendi bílstjórans. Þar eru þeir hnappar sem eiga við búnaðinn og vélina sem er til staðar, fyrir samlæsinguna, Start-stop kerfið, dekkjaþrýstingsstýringuna, ASR, akstursham, skynjara að framan og sjálfvirku bílastæðaaðstoðina.

* Fáanlegur frá júní 2013.

Page 21: Nýr Skoda Octavia
Page 22: Nýr Skoda Octavia
Page 23: Nýr Skoda Octavia

Við bjóðum upp á glænýtt upplýsinga- og afþreyingarútvarp með hátæknivalmynd og virkni undir nöfnunum Blues, Swing og Bolero. Útvarpið þitt er miðstöð margmiðlunarupplýsingakerfis sem tengist bílnum sjálfum. Þannig getur þú notað útvarpið til að stilla valmyndina fyrir bílinn. Bolero-útvarpið er nú með þægilegri og nákvæmari snertiskjá. Forritið nemur ekki bara lauflétta snertingu heldur líka samtímis snertingu fyrir margar aðgerðir.

Útreikningur á flýtileiðum og nákvæm útlistun hefur alltaf verið á meðal þess sem einkennir Columbus­leiðsögukerfið. Nú er þetta hágæða leiðsögukerfi líka glæsilegasta margmiðlunarupplýsingakerfi sem völ er á. Nú getur þú m.a. opnað bílstillingarnar í Columbus. Og síðast en ekki síst er ótrúlega þægilegur 8" skjár sem bregst við þegar höndin á þér nálgast skjáinn.

Þessi einstaka blanda fallegrar hönnunar og nútímatækni sést vel á fjölnýtanlega leðurstýrinu með krómskrauti, sem eykur enn á ánægju þína af því að aka bílnum. Í toppútgáfunni er þriggja arma stýri með stjórnrofum fyrir útvarp, síma og DSG-sjálfstýringuna.

Nú getur þú hlustað á tónlist eða tal í hágæðum með nýja Canton­hljóðkerfinu með tíu hátölurum, m.a. miðjuhátalara og bassahátalara í farangursrými og hljóðkerfi sem er sérsniðið að innanrými Octavia.

Aukahlutarnir í innanrýminu, og stjórnbúnaðurinn sem þeim fylgja, samræmast fullkomlega hönnunar-viðbótunum, t.d. nýju skrautlistunum á hurðunum að framan og aftan.

Það er Start/Stop hnappur við stýrið í bílum með KESSY-búnað (Keyless Entry, Start and exit System). Með honum getur þú ræst vélina eða slökkt á henni án þess að nota lykil.

Símakassinn magnar upp merkið frá þakloftnetinu og flytur það í farsímann þinn. Þú getur líka geymt símann þar á meðan þú keyrir.

Page 24: Nýr Skoda Octavia

Opnanlega geymsluhólfið undir fremra farþegasætinu er tilvalið til að geyma smáhluti sem þú vilt hafa í bílnum, en ekki endilega svo þeir sjáist.

Í vösunum aftan á framsætunum má geyma ýmsa hluti, t.d. bækur eða leikföng, allt eftir því hver situr aftur í. Annað sem þú vilt e.t.v. taka með þér, t.d. hálfslítraflösku fyrir börn, má setja í geymsluhólfin í afturhurðunum.

Hólf fyrir sólgleraugu er að finna í seilingar-

fjarlægð fyrir ofan baksýnisspegilinn

Það eru mörg geymslurými og hólf í innanrými bílsins svo þú finnur rétta staðinn fyrir allt sem þú tekur með

þér. Í hanskahólfinu undir mælaborðinu farþegamegin er hægt að stilla á loftkælingu svo það er t.d. hægt að

geyma þar svaladrykki á ferðalögum.

Page 25: Nýr Skoda Octavia

Þegar þú notar fjölnota pokann, sem er hannaður fyrir skíði eða snjóbretti, getur þú einfaldlega sett hann í bilið á milli farangursrýmisins og farþegarýmisins.

Glasahaldarar ofan á armhvílunni nýtast vel fyrir farþega í aftursætum.

Ökumaður og farþegi í

framsæti geta notað tvöfaldan

glasahaldafra í miðstokknum,

þar sem einnig er að finna annað geymslupláss.

Einn eiginleiki sem fjölskyldur með ung börn kunna að meta er tauáklæðið með leðri sem má þvo aftan á fremri sætisbökunum.

Page 26: Nýr Skoda Octavia

Með CatVision­mjúklýsingunni er hægt að lýsa upp miðstokkinn í myrkri.

Leiðarljósin sem virkjast þegar

dyr eru opnaðar eða bíllinn

tekinn úr lás með fjarstýringu

gera þér kleift að forðast t.d. polla

eða grjót þar sem lýsing er

ekki til staðar.

Það er þægilegra að fara í og úr bílnum við lýsingu frá frá fremri og aftari fótalýsingunni, sem hægt er að stilla að vild.

Það er hægðarleikur að tryggja gott loft í bílnum með Climatronic, tveggja svæða rafstýrðri loftkælingu, sem er nú með rakaskynjara til að draga úr móðu á framrúðunni.

Með hreinum aðalljósum fæst meiri birta og betra skyggni. Ryk og leðju sem safnast upp á ferðalögum má auðveldlega fjarlægja með innbyggðu útdraganlegu þvottasprautunum.

Handvirku rúllugardínurnar fyrir afturglugga hlaðbaksútgáfunnar verja farþega í aftursætinu fyrir sólarbirtu.

230V­innstunguna aftan á Jumbo-boxinu er hægt að nota til að stinga t.d. fartölvum, DVD-spilurum og hleðslutækjum í samband. Þar geta einnig verið hnappar til að stjórna hitastýringu fyrir aftursæti.

Sæti ökumanns er rafstýrt og er með minni sem getur geymt þrjár mismunandi stillingar fyrir sætið og hliðarspegla.

Page 27: Nýr Skoda Octavia

Tvískipta rafdrifna sóllúgan í Combi-útgáfunni er einkar notalegur eiginleiki sem gerir ferðina ánægjulegri fyrir alla um borð. Hægt er að þekja alla sóllúguna með rafstillanlegri rennihlíf.

Page 28: Nýr Skoda Octavia

Mikið úrval öryggisbúnaðar tryggir að þú getir treyst á bílinn við allar mögulegar aðstæður. Það eru allt að níu loftpúðar til verndar þér og þínum.

Á meðal staðalbúnaðs í öllum bílum er ESC (Electronic Stability Control), sem er nú með nýjum eiginleikum. Fjölárekstrabremsan getur til dæmis komið í veg fyrir frekari stjórnlausar hreyfingar bílsins þegar annar fremri loftpúðanna hefur verið virkjaður.

Öryggi hefur verið aukið til muna með öryggisaðstoðarkerfum sem byggjast á nýjustu tækni og eru nú notuð í ŠKODA-bifreiðum í fyrsta sinn. Fyrir utan kerfin sem áður hafa verið nefnd bjóðum við upp á farþegavernd (Crew Protect Assistant), sem herðir öryggisbelti ökumanns og farþega í neyðartilvikum, lokar að hluta rafstillanlegu rúðunum að framan og lokar loks sóllúgunni.

Auk farþegaverndarinnar bjóðum við upp á ýmsa aðra öryggisvernd, þ. á m. læsingu sem hindrar að hægt sé að nota t.d. stjórnbúnað, útvarp eða leiðsögukerfi í öðrum bílum.

Page 29: Nýr Skoda Octavia

Aero-rúðuþurrkurnar að aftan þrýsta jafnt á allt svæðið. Í bílnum eru einnig Aero-rúðuþurrkur að framan.

Hnéloftpúðar sem eru staðsettir undir stýrisstönginni verja fótleggi ökumanns.

Hægt er að fá barnaspegil*,

fyrir ofan baksýnisspegilinn.

Hann er stillanlegur svo þú getir

haft auga með börnunum í

aftursætinu án þess að þú þurfir að snúa þér við.

Loftpúðar í fram- og aftursætum

vernda mjaðmir og bringu farþega við

hliðarárekstur.

Öryggisljósin í geymsluhólfinu á framhurðinni vekja athygli annarra ökumanna þegar dyrnar eru opnar og bíllinn kyrrstæður.

Hægt er að koma fyrir þjófavarnarkerfi í bílnum

sem hefur eftirlit með innanrýminu, bílflautu með vararafhlöðu og hallanema. Möguleikinn á að aftengja

innanrýmisgæsluna kemur sér einkar vel fyrir

hundaeigendur.

Aðfellanlegir hliðarspeglar dragast sjálfkrafa inn þegar bílnum er læst til að vernda þá fyrir skemmdum.

* Fáanlegur frá júní 2013.

Page 30: Nýr Skoda Octavia

Sérhannaði Sport Look pakkinn frá ŠKODA aukahlutum ljær bílnum sportlegt yfirbragð. Í pakkanum eru svartar skrautfilmur með með köflóttri áferð, vindskeið fyrir afturhurðina og hliðarspeglar í möttum dökkum lit. Við mælum með því að nota saman 18" Turini-álfelgur í möttum dökkum lit og glansandi svarta skrautrönd á vindskeiðið að framan.

Page 31: Nýr Skoda Octavia

Sílsahlífarnar, sem verja hurðarlistana fyrir skemmdum þegar stigið er inn í og út úr bílnum, eru til í tveimur gerðum: Hlífar með innfellingum úr ryðfríu stáli og Octavia-áletrun og hlífar með glæsilegri svartri hönnun.

Glansandi svarta skrautröndin á

vindskeiðinni að framan undirstrikar

láréttu línuna á vindskeiðinu og

kröftugt útlit bílsins.

Þegar þú fermir og affermir þunga hluti verður þú þakklátur fyrir varnarlistann á hleðslubrúninni, sem er til í tveimur gerðum. Svarti listinn er sportlegur, sem er undirstrikað enn frekar með grófum rifflum.

Varnarlisti á hleðslubrúninni með álskreytingu undirstrikar fáguðu hliðina á bílnum.

Ef þú vilt frekar að bíllinn sé fágaðri

í útliti getur þú valið krómuðu skrautröndina á vindskeiðina að framan í stíl

við krómið á afturhurðinni (sjá mynd fyrir neðan).

18" Turini-álfelgur í fallegum möttum og dökkum lit undirstrika einstaka eiginleika bílsins. Felgurnar fást líka silfraðar eða hvítar.

Þessar vörur eru fáanlegar hjá ŠKODA aukahlutum.

Page 32: Nýr Skoda Octavia

Þessar vörur eru fáanlegar hjá ŠKODA aukahlutum. Einnig er hægt að fá upplýsingar um heildarúrval aukahluta hjá næsta viðurkennda þjónustuaðila ŠKODA.

Fatahengið getur komið sér afar vel, einkum fyrir þá sem fara í jakkafötum í vinnuna.

Aurhlífar að framan og

aftan vernda bílinn fyrir leðju

og grjóti.

15 lítra rafmagns-kæliboxið heldur matnum ferskum og góðum. Kæliboxið getur geymt matvörur við allt að 20°C undir útihitastiginu. Ef þú skiptir yfir í hitabox getur hitinn farið upp í 65°C.

Gírkassalæsing fyrir bein- og sjálfskiptingu er einföld en mjög áhrifarík þjófavörn.

ISOFIX DUO plus Top Tether barnabílstóllinn tryggir hámarksöryggi og þægindi smærri farþega. Auk Isofix-belta er stóllinn festur að aftan með Top Tether kerfinu. Sætið má stilla á þrenna vegu (sitjandi, hvíldarstaða og liggjandi) og er ætlað börnum sem vega 9 til 18 kg.

Þegar þú ferð í ferðalög að vetrarlagi getur þú

lent í aðstæðum þar sem snjókeðjur eru eina

svarið. Við bjóðum líka upp á 17" Crystal-álfelgur

sem eru sérhannaðar fyrir snjókeðjur.

Page 33: Nýr Skoda Octavia

Textílefna- eða gúmmí- (sjá mynd að ofan) gólfmotturnar eru með upphækkaðri brún og hlífa innanrými bílsins við vætu og óhreinindum. Stærð þeirra og lögun fellur fullkomlega að gólfinu og það er ekki bara auðvelt að þrífa þær, heldur eru þær líka einkar endingargóðar.

Á meðal annarra aukahluta sem koma að góðum notum í farangursrýminu má nefna fjölnýtanlega kassann undir undir hlífinni fyrir farangursrýmið.

Reiðhjólafestingarnar fyrir dráttarkrókinn

gera þér kleift að flytja tvö reiðhjól.

Færanlegi farangursbakkinn er ílát sem má nota til að flytja

létta hluti og afferma í hvelli.

Annars konar festingarbúnaði frá ŠKODA aukahlutum

(t.d. reiðhjólafestingu, kassa fyrir skíði eða

snjóbretti) er hægt að koma tryggilega fyrir á

toppgrindinni*.

Plastbreiðan fyrir skottið í farangursrýminu kemur sér vel þegar þú flytur hluti sem gætu óhreinkað áklæðið.

* Verður fáanlegt á öðrum ársfjórðungi 2013.

Page 34: Nýr Skoda Octavia
Page 35: Nýr Skoda Octavia
Page 36: Nýr Skoda Octavia

Elegance búnaðarútfærslan er fáanleg í tveimur litagerðum fyrir innanrými. Fyrri samsetningin er svart sætisáklæði og mælaborð og hurðarklæðning, einnig í svart-svartri samsetningu. Seinni samsetningin er ljósbrúnt sætisáklæði og mælaborð og hurðarklæðning í svartri/ljósbrúnni litasamsetningu. Innanrýmið er skreytt með Elegance-skrautlistum á fram- og afturdyrum og ýmiss konar krómskrauti á stýrinu, í kringum loftræsisop, á gírstönginni og fleiri stöðum. Einnig er hægt að fá útlitspakka með viðarútliti fyrir Elegance-útfærsluna.

Page 37: Nýr Skoda Octavia

Ambition búnaðarútfærslan er fáanleg í þessum tveimur gerðum: Svart sætisáklæði og mælaborð og hurðalistar í svart/svartri samsetningu, eða svart/grátt sætisáklæði og mælaborð og hurðarklæðning, einnig í svartri/grárri litasamsetningu*. Innanrýmið er skreytt með Ambition-skrautlistum á fram- og afturdyrum og ýmiss konar krómskrauti á stýrinu, í kringum loftræsisop, á gírstönginni og fleiri stöðum.

* Fáanlegt árið 2013.

Page 38: Nýr Skoda Octavia

Active búnaðarútfærslan býðst með svörtu sætisáklæði og mælaborði og hurðalistum í svart/svartri samsetningu. Innanrýmið er skreytt með Active-skrautlistum á fram- og afturhurðum og annarskonar skrauti, t.d. krómuðum hurðarhúnum, gljáfægðum umgjörðum um loftræsisop og fleiru.

Page 39: Nýr Skoda Octavia

7.5J x 18" Golus álfelgurfyrir 225/40 R18 dekk

7.5J x 18" Alaris álfelgurfyrir 225/40 R18 dekk

7.0J x 17" Teron álfelgurfyrir 225/45 R17 dekk

7.0J x 17" Denom álfelgurfyrir 225/45 R17 dekk

6.5J x 16" Ilias álfelgurfyrir 205/55 R16 dekk

6.5J x 16" Minoris álfelgurfyrir 205/55 R16 dekk

6.5J x 16" Velorum álfelgurfyrir 205/55 R16 dekk

6.5J x 16" stálfelgur fyrir 205/55 R16dekk með Tecton nafarhlífum.

6.0J x 15" stálfelgur fyrir 195/65 R15dekk með Sidus nafarhlífum.

Active-innanrýmiSvart tauáklæði

Ambition-innanrýmiSvart tauáklæði

Ambition-innanrýmigrátt tauáklæði (Fæst árið 2013.)

Ambition, Elegance-innanrými*Svart tauáklæði/leður/gervileður

Ambition-innanrými*grátt tauáklæði/leður/gervileður (Fæst árið 2013.)

Elegance-innanrýmiSvart tauáklæði

Elegance-innanrýmiLjósbrúnt efni

Elegance-innanrými*Svart leður/gervileður

Elegance-innanrými*Ljósbrúnt leður/gervileður

Elegance-innanrými*Svart Alcantara/leður/gervileður

Elegance-innanrými*Ljóst Alcantara/leður/gervileður

Elegance-innanrými*Ljósbrúnt tauáklæði/leður /gervileður

* Aukabúnaður.

Page 40: Nýr Skoda Octavia

Tæknilýsingar – Octavia

Yfirbygging 5 sæta, 5 dyra, 2ja rýma Ytri mál

Loftviðnámsstuðull Cw 0,29/0,30 samkvæmt vélarútfærslu Lengd (mm) 4.659

Breidd (mm) 1.814

Undirvagn Hæð (mm) 1.461

Framöxull McPherson fjöðrun með þríhyrndum neðri tengjum og jafnvægisstöng Hjólhaf (mm) - samkvæmt vélarútfærslu 2.686; 2.680

Afturöxull Sveifaröxull með samsettum örmum/1,8 TSI: Samsettur öxull með einum tengli þversum og þremur langsum og jafnvægisstöng Sporvídd að framan/aftan (mm) - samkvæmt vélarútfærslu 1.549; 1.543/1.520; 1.514; 1.512

Bremsukerfi Tvöfalt skáskipt vökvahemlakerfi með undirþrýstingi og mismunandi hreyfingum Hæð frá jörðu (mm) 140

– frambremsur Diskabremsur með innri kælingu og lausum eins stimpla kaliper

– afturbremsur Diskabremsur Innri mál

Stýring Bein tannstangarstýring með rafvélrænu aflstýrikerfi Hliðarrými að framan/aftan (mm) 1.454/1.449

Felgur 6.0J x 15"; 6.5J x 16" Höfuðrými að framan/aftan (mm) 983/980

Dekk 195/65 R15; 205/55 R16 Farangursgeymsla (hám. l)

– án varadekks, með aftursæti upprétt/niðurfelld 590/1.580

Rúmmál tanks (l) 50 – með varadekkjum lækka gildin um 22 l

Vél 1,2 TSI/63 kW 1,2 TSI/77 kW Green tec

1,4 TSI/103 kW Green tec

1,8 TSI/132 kW Green tec

1,6 TDI CR DPF/77 kW Green tec

2,0 TDI CR DPF/110 kW Green tec

Túrbóbensínvél, háþrýstikerfi

með beinni innsprautun

Túrbóbensínvél, háþrýstikerfi

með beinni innsprautun

Túrbóbensínvél, háþrýstikerfi

með beinni innsprautun

Túrbóbensínvél, háþrýstikerfi

með beinni innsprautun

Túrbódísilvél, samrása háþrýstikerfi samrása innsprautun

Túrbódísilvél, samrása háþrýstikerfi samrása innsprautun

Strokkar/rúmtak vélar (cc) 4/1.197 4/1.197 4/1.395 4/1.798 4/1.598 4/1.968

Hámarks afköst/sn. (kW/mín-1) 63/4.300–5.300 77/4.500–5.500 103/4.500–6.000 132/5.100–6.200 77/3.000–4.000 110/3.500–4.000

Hámarkstog/sn. (Nm/mín.-1) 160/1.400–3.500 175/1.400–4.000 250/1.500–3.500 250/1.250–5.000 250/1.500–2.750 320/1.750–3.000

Reglugerð um loftmengunarvarnir EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5

Eldsneyti Blýlaust bensín, min. RON 95

Blýlaust bensín, min. RON 95

Blýlaust bensín, min. RON 95

Blýlaust bensín, RON 95/91*

Dísil Dísil

Afköst

Hámarkshraði (km/klst.) 181 196 215 231 194 218 (215)

Hröðun 0-100 km/klst. (s) 12,0 10,3 8,4 (8,5) 7,3 (7,4) 10,8 (10,9) 8,5 (8,6)

Eldsneytisnotkun 99/100 (l/100 km)

– innanbæjarakstur 6,5 5,9 6,5/6,4** (6,5) 7,8 (7,1) 4,6 5,0 (5,4)

– utanbæjarakstur 4,4 4,4 4,6/4,5** (4,9) 5,1 (4,8) 3,3 (3,5) 3,6 (4,1)

– blandaður akstur 5,2 4,9 5,3/5,2** (5,4) 6,1 (5,7) 3,8 (3,9) 4,1 (4,5)

CO2 útblástur (g/km) 119 114 121/119** (124) 141 (131) 99 (102) 106 (119)

Þvermál beygjuhrings (m) 10,4 10,4 10,4 10,4 10,4 10,4

Aflflutningur

Gerð Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif

Kúpling Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

Vökvastýrð þurrkúpling á einum diski (tvöföld, samása fjöldiska

kúpling, rafvökvastýrð)

Vökvastýrð þurrkúpling á einum diski (tvöföld, samása fjöldiska

kúpling, rafvökvastýrð)

Vökvastýrð þurrkúpling á einum diski (tvöföld, samása fjöldiska

kúpling, rafvökvastýrð)

Vökvastýrð þurrkúpling á einum diski (tvöföld, samása fjöldiska

kúpling, rafvökvastýrð)

Gírskipting 5 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting (7 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra beinskipting (7 gíra DSG-sjálfskipting)

5 gíra beinskipting (7 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra beinskipting (6 gíra DSG-sjálfskipting)

Þyngd

Eigin þyngd – venjulegrar útgáfu með 75 kg ökumanni (kg)

1.225 1.230 1.255 (1.265) 1.320 (1.335) 1.305 (1.320) 1.330 (1.350)

Farmþungi – með ökumanni og aukabúnaði (kg) 625 625 625 585 625 625

Heildarþyngd (kg) 1.775 1.780 1.805 (1.815) 1.830 (1.845) 1.855 (1.870) 1.880 (1.900)

Kerruþungi án bremsa (hám. kg) 610 610 620 (630) 650 (660) 650 660 (670)

Kerruþungi með bremsum – 12% (hám. kg) 1.100 1.300 1.500 1.600 1.500 1.600

* Notkun eldsneytis með lágri oktantölu getur haft áhrif á vélarafköst.

** Á við útgáfur með Green Pack, sem fást frá júní 2013

( ) Á við um útfærslur með sjálfskiptingu.

1.6 TDI CR DPF/66kW vélin fæst frá júní 2013.

Page 41: Nýr Skoda Octavia

Tæknilýsingar – Octavia Combi

Yfirbygging 5 sæta, 5 dyra, 2ja rýma Ytri mál

Loftviðnámsstuðull Cw 0,30/0,31 samkvæmt vélarútfærslu Lengd (mm) 4.659

Breidd (mm) 1.814

Undirvagn Hæð (mm) 1.465

Framöxull McPherson-fjöðrun með þríhyrndum neðri tengjum og jafnvægisstöng Hjólhaf (mm) - samkvæmt vélarútfærslu 2.686; 2.680

Afturöxull Sveifaröxull með samsettum örmum/1,8 TSI: Samsettur öxull með einum tengli þversum og þremur langsum og jafnvægisstöng Sporvídd að framan/aftan (mm) - samkvæmt vélarútfærslu 1.549; 1.543/1.520; 1.514; 1.512

Bremsukerfi Tvöfalt skáskipt vökvahemlakerfi með undirþrýstingi og mismunandi hreyfingum Hæð frá jörðu (mm) 140

- frambremsur Diskabremsur með innri kælingu og lausum eins stimpla kaliper

– afturbremsur Diskabremsur Innri mál

Stýring Bein tannstangarstýring með rafvélrænu aflstýrikerfi Hliðarrými að framan/aftan (mm) 1.454/1.449

Felgur 6,0J x 15"; 6,5J x 16" Höfuðrými að framan/aftan (mm) 983/995

Dekk 195/65 R15; 205/55 R16 Farangursgeymsla (hám. l)

– án varadekks, með aftursæti upprétt/niðurfelld 610/1.740

Rúmmál tanks (l) 50 – með varadekkjum lækka gildin um 22 l

Vél 1,2 TSI/63 kW 1,2 TSI/77 kW Green tec

1,4 TSI/103 kW Green tec

1,8 TSI/132 kW Green tec

1,6 TDI CR DPF/77 kW Green tec

2,0 TDI CR DPF/110 kW Green tec

Túrbóbensínvél, háþrýstikerfi

með beinni innsprautun

Túrbóbensínvél, háþrýstikerfi

með beinni innsprautun

Túrbóbensínvél, háþrýstikerfi

með beinni innsprautun

Túrbóbensínvél, háþrýstikerfi

með beinni innsprautun

Túrbódísilvél, samrása háþrýstikerfi samrása innsprautun

Túrbódísilvél, samrása háþrýstikerfi samrása innsprautun

Strokkar/rúmtak vélar (cc) 4/1.197 4/1.197 4/1.395 4/1.798 4/1.598 4/1.968

Hámarks afköst/sn. (kW/mín-1) 63/4.300–5.300 77/4.500–5.500 103/4.500–6.000 132/5.100–6.200 77/3.000–4.000 110/3.500–4.000

Hámarkstog/sn. (Nm/mín.-1) 160/1.400–3.500 175/1.400–4.000 250/1.500–3.500 250/1.250–5.000 250/1.500–2.750 320/1.750–3.000

Reglugerð um loftmengunarvarnir EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5

Eldsneyti Blýlaust bensín, min. RON 95

Blýlaust bensín, min. RON 95

Blýlaust bensín, min. RON 95

Blýlaust bensín, RON 95/91*

Dísil Dísil

Afköst

Hámarkshraði (km/klst.) 178 193 212 229 191 216 (213)

Hröðun 0-100 km/klst. (s) 12,2 10,5 8,5 (8,6) 7,4 (7,5) 11,0 (11,1) 8,6 (8,7)

Eldsneytisnotkun 99/100 (l/100 km)

– innanbæjarakstur 6,6 6,0 6,5 7,9 (7,1) 4,6 (4,8) 5,1 (5,4)

– utanbæjarakstur 4,5 4,5 4,6 (4,9) 5,1 (4,8) 3,3 (3,6) 3,7 (4,1)

– blandaður akstur 5,3 5,1 5,3 (5,4) 6,1 (5,7) 3,8 (4,0) 4,2 (4,5)

CO2 útblástur (g/km) 122 117 121 (124) 141 (132) 99 (104) 110 (119)

Þvermál beygjuhrings (m) 10,4 10,4 10,4 10,4 10,4 10,4

Aflflutningur

Gerð Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif

Kúpling Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

Vökvastýrð þurrkúpling með einum diski

Vökvastýrð þurrkúpling á einum diski

(tvöföld, samása fjöldiska kúpling, rafvökvastýrð)

Vökvastýrð þurrkúpling á einum diski

(tvöföld, samása fjöldiska kúpling, rafvökvastýrð

Vökvastýrð þurrkúpling á einum diski

(tvöföld, samása fjöldiska kúpling, rafvökvastýrð

Vökvastýrð þurrkúpling á einum diski

(tvöföld, samása fjöldiska kúpling, rafvökvastýrð)

Gírskipting 5 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting (7 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra beinskipting (7 gíra DSG-sjálfskipting)

5 gíra beinskipting (7 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra beinskipting (6 gíra DSG-sjálfskipting)

Þyngd

Eigin þyngd – venjulegrar útgáfu með 75 kg ökumanni (kg)

1,242 1,247 1,272 (1,282) 1,337 (1,352) 1,322 (1,337) 1,347 (1,367)

Farmþungi – með ökumanni og aukabúnaði (kg) 645 645 645 585 645 645

Heildarþyngd (kg) 1.812 1.817 1.842 (1,852) 1,847 (1,862) 1,892 (1,907) 1,917 (1,937)

Kerruþungi án bremsa (hám. kg) 620 620 630 (640) 660 (670) 660 670 (680)

Kerruþungi með bremsum – 12% (hám. kg) 1.100 1.300 1.500 1,600 1,500 1,600

* Notkun eldsneytis með lágri oktantölu getur haft áhrif á vélarafköst.

( ) Á við um útfærslur með sjálfskiptingu.

1.6 TDI CR DPF/66kW vélin fæst frá júní 2013.

Page 42: Nýr Skoda Octavia

Candy White uni

Brilliant Silver metallic

Cappuccino Beige metallic

Corrida Red uni

Platin Grey metallic

Denim Blue metallic

Pacific Blue uni

Race Blue metallic

Topaz Brown metallic

Lava Blue metallic

Rosso Brunello metallic

Black Magic pearl effect

Litur Litakóði Innanrými

Svart Grátt Ljósbrúnt

Candy White uni 9P9P

Corrida Red uni 8T8T

Pacific Blue uni Z5Z5

Lava Blue metallic 0F0F

Brilliant Silver metallic 8E8E

Platin Grey metallic 2G2G

Race Blue metallic 8X8X

Rosso Brunello metallic X7X7

Cappuccino Beige metallic 4K4K

Denim Blue metallic G0G0

Topaz Brown metallic 4L4L

Black Magic pearl effect 1Z1Z

Samsetning á á lakki yfirbyggingar og innanrýmis

mjög góð

.... góð

Page 43: Nýr Skoda Octavia

SKODA viðhaldsþjónusta

Settu bílinn þinn í góðar hendur. Það er bílnum þínum fyrir bestu að þú látir viðurkenndan SKODA þjónustuaðila annast bílinn þinn.

Hjá okkur færðu aðeins það besta Bíllinn þinn þarf háþróaðar tæknilausnir. Þess vegna hafa allir viðurkenndir þjónustuaðilar SKODA öll nauðsynleg verkfæri og ástandsgreiningakerfi til taks, sem ásamt tæknilegum ferlum frá framleiðanda, tryggja fulla virkni og áreiðanleika bílsins.

Við tryggjum starfsfólki okkar faglega þjálfunMeð stöðugri þróun tæknilausna í bílnum aukast samsvarandihæfniskröfur til starfsfólksins. Til að mæta þessum kröfumstöndum við fyrir reglulegri þjálfun fyrir starfsfólk viðurkenndraþjónustuaðila þar sem það fær allar þær leiðbeiningar semþað þarf til að geta sinnt starfi sínu á fullnægjandi hátt.

Einkunnarorð okkar eru: Verum sanngjörn og heiðarleg við okkar viðskiptavini Við leggjum áherslu á varkára, faglega og vinsamlega ráðgjöf til viðskiptavina við afgreiðslu fyrirspurna og ennfremur gerum við kröfur um áreiðanleika og nákvæmni hvað varðar viðgerðir og viðhaldsvinnu. Allir þessir þættir eru undir stöðugu eftirliti innrigæðastjórnunar.

Alhliða þjónusta:› Viðhaldsskoðun

Ef þú vilt að bíllinn þinn sé í góðu ástandi og endist lengi og ef þú vilt ekki tapa ábyrgðinni er nauðsynlegt að viður kenndur þjónustuaðili SKODA framkvæmi reglulega viðhaldskoðun á bílnum. Viðhaldssáætlunin segir til um hvenær framkvæma þarf viðhaldsskoðunina og umfang hennar.

› Réttingar og sprautun Hægt er að láta laga skemmdir á yfirbyggingu og lökkuðum svæðum í kjölfar óhapps hjá viðurkenndum þjónustuaðila SKODA, þar sem slíkar viðgerðir eru meðhöndlaðar af kunnáttu, í samræmi við fyrirmæli framleiðanda, með SKODA varahlutum. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir öryggi þitt og þinna heldur einnig fyrir notagildi bílsins og til að halda uppi verðgildi hans.

› Skiptibíll Viðurkenndur þjónustuaðili SKODA getur útvegað þér skipti bíl á meðan gert er við bílinn eða á meðan hann er í viðhaldsskoðun.

› Við sækjum og sendum fyrir þig Ef þú kemst ekki með bílinn til þjónustuaðila SKODA mun hann finna tíma, í samráði við þig, til að sækja hann. Bílnum þínum verður skilað aftur þegar viðhaldsskoðun er lokið.

Þjónustan sem hér er nefnd er aðeins hluti þeirrar þjónustu sem SKODA býður upp á og hún getur verið ólík milli landa. Hafðu samband við þjónustuaðila SKODA til að fá frekari upplýsingar um það sem í boði er og um sérstök skilyrði þeirra þjónustuþátta sem eru í boði.

SKODA aukahlutir

SKODA aukahlutir bjóða upp á barnabílstóla, þakboga, álfelgur, sólhlífar og fleira. Frekari upplýsingar um SKODA aukahluti er að finna í vörulista SKODA fyrir einstakar gerðir SKODA bíla.

SKODA varahlutir

ÖryggiSKODA varahlutir eru þeir sömu og notaðir eru við uppruna-lega samsetningu ökutækja SKODA. Hágæðaefni og tækni-lausnir tryggja öruggan og áhyggjulausan akstur.

FramboðSKODA AUTO býður upp á úrval varahluta og búnaðar sem notaður er við framleiðslu ökutækjanna; úrvalið einskorðast ekki aðeins við algengustu varahluti. SKODA tryggir framboð upprunalegra varahluta jafnvel eftir að hætt er að framleiða viðkomandi tegund.

Langur endingartímiHágæðaefni og framleiðslutækni sem notuð er við framleiðsluSKODA tryggja áreiðanleika og langan endingartíma.

UmhverfisverndÁ meðal SKODA varahluta eru skiptihlutir sem framleiddir eru með lágmarks umhverfisáhrifum hvað varðar úrgang, umframhita og vatnsmengun.

Upplýsingar á netinu

Á www.skoda.is færðu upplýsingar sem auðvelda þér að velja þá tegund sem uppfyllir þínar þarfir með hjálp nákvæmra tæknilýsinga og ljósmynda af öllum gerðum SKODA.

Almennar upplýsingar

Page 44: Nýr Skoda Octavia

Sumar gerðir í þessum bæklingi eru sýndar með valfrjálsum búnaði eða aukabúnaði sem tilheyrir ekki endilega staðalbúnaðinum. Allar tæknilýsingar og upplýsingar um hönnun, búnað, efni, ábyrgðir og útlit voru réttar þegar þessi bæklingur fór í prentun. Aftur á móti áskilur framleiðandi sér rétt til breytinga án fyrirvara. Upplýsingarnar í þessum bæklingi eiga aðeins að vera leiðbeinandi. Vegna þeirra takmarkana sem fylgja prentuninni geta litir á bílum í þessum bæklingi verið öðruvísi en í veruleikanum. Vinsamlega hafðu samband við löggiltan þjónustuaðila ŠKODA til að fá nýjustu upplýsingar um staðal- og valfrjálsan búnað, verð og afhendingarskilmála. Bæklingurinn var prentaður á sellulósapappír sem bleiktur var án klórs. Pappírinn er 100% endurvinnanlegur.

Eitt helsta markmið ŠKODA AUTO er að framleiða bíla sem hafa lágmarksáhrif á umhverfið, allt frá framleiðslu til urðunar, og því er lögð sérstök áhersla á endurvinnanlegt hráefni. ŠKODA bifreiðarnar eru framleiddar með háþróaðri tækni í nútímalegum verksmiðjum sem standast ströngustu kröfur. Ryðvörnin á lökkuðum hlutum bílsins er alfarið gerð með blýlausu KTL og vatnsleysanlegri málningu.

Stefna okkar er að lágmarka eldsneytiseyðslu og útblástur. Vélarnar okkar standast því alla nýjustu mengunarstaðla. Allar vörur frá ŠKODA fara í gegnum framleiðsluferli sem er í samræmi við lög og reglugerðir hvað varðar verndun vatns og jarðvegs. Afrakstur þessarar stefnu er sá að ŠKODA bílarnir standast tækni-, öryggis-, gæða- og umhverfiskröfur. ŠKODA AUTO leggur sitt af mörkum við að halda umhverfinu hreinu og veitir jafnframt viðskiptavinum sínum þægilegan ferðamáta.

Umhverfismerkið er til marks um vitund og umhverfislega ábyrgð ŠKODA AUTO og viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að sjálfbærri þróun og tillitsemi við líf og náttúru.

www.skoda.is SKODA sölu- og þjónustuaðilinn þinn: