4
68 Meint kynferðisbrot Jóns Baldvins Guðrún Harðardóttir lagði árið 2005 fram kæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni þar sem hún sakaði hann um kynferðisbrot gagn- vart sér. Þegar kæran var lögð fram var Guðrún 21 árs að aldri en hin meintu brot áttu sér stað þegar hún var 10 til 14 ára og aftur 16 og 17 ára. Jón Baldvin var sendiherra Íslands í Finnlandi og Eystrasalts- löndunum þegar Guðrún kærði hann. Guðrún er dóttir Magdalenu Schram, systur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. Magdal- ena lést árið 1993 þegar Guðrún var níu ára. Texti: Þóra Tómasdóttir. J afnframt lýsti hún atburðum sem áttu að hafa átt sér stað á árunum 1994- 2001. Á þeim tíma gegndi Jón Baldvin mikilvægum stöðum í utanríkisþjónustunni. Fyrst sem utanríkisráðherra og síðar sendiherra. Í kærunni kemur fram að Jón Baldvin hafi, þegar Guðrún var stödd á Spáni ásamt fjölskyldu hans árið 1994, snert hana óþarflega mikið, meðal annars borið á hana sólarolíu. Árið 1999 hafi hún farið með Jóni Baldvin og fjölskyldu hans til Ítalíu. Hún hafi verið með pinna í tungunni og hafi hann viðhaft þau orð að hann hefði aldrei kysst stelpu með pinna í tungunni og gert tilraun til að kyssa hana en henni hefði tekist að víkja sér undan. Þá kveðst Guðrún tvisvar sinnum hafa vaknað við að Jón Baldvin var inni í herbergi hennar eða fyrir utan það þegar hún bjó í föðurhúsum að Grenimel í Reykjavík. Í annað skiptið hafi faðir hennar verið að reka Jón Baldvin í burtu af stigapalli fyrir utan herbergið en í hitt skiptið hafi Jón Baldvin verið í herberginu og boðið henni viskí og vindil. Sagði hún þetta hafa gerst þegar hún var 13 til 14 ára. Máli sínu til stuðnings lagði Guðrún fram handskrifuð bréf sem Jón Baldvin sendi henni árin 1998 og 2001. Annars vegar sendi Jón Baldvin bréf á tímabilinu ágúst til nóvember 1998 þegar Guðrún var 14 ára. Hins vegar á tímabilinu apríl til júní 2001, þegar hún var 16 og 17 ára. Árið 2001 var Guðrún skiptinemi í Venesúela og síðustu tvö bréfin bárust henni þangað. Ríkissaksóknari sagði hin meintu eða ætluðu brot vegna fyrri bréf- anna vera fyrnd. Um seinni bréfin segir ríkissaksóknari að þótt Jón Baldvin kunni að hafa gerst brotlegur samkvæmt íslenskum lögum verði einnig að hafa hliðsjón af lögum í Venesúela þar sem Guðrún bjó og opnaði bréfin. Samkvæmt venesúelskum lögum verður brot gegn blygðunarsemi að fara fram á almannafæri til að teljast sak- næmt. Þar í landi er ekki andstætt lögum að brjóta gegn blygðunar- semi annarrar manneskju sé það gert í einrúmi. Á þessum grund- velli felldi ríkissaksóknari málið niður. LöGREGLAN NEITAðI Að RANNSAKA MáLIð Guðrún lagði fram kæru á hendur Jóni Baldvin hjá lögreglunni í Reykjavík 6. september 2005 fyrir ætluð kynferðisbrot. Sama dag var tekin af henni kæruskýrsla. Guðrún heyrði ekkert frekar af afgreiðslu kærunnar fyrr en lögmaður hennar, Sif Konráðsdóttir, spurðist fyrir um málið munnlega í símtali við rannsóknarlögreglu- manninn sem tók kæruskýrsluna. Í framhaldi af samtalinu sendi Sif skriflega fyrirspurn í tölvupósti til fulltrúa lögreglustjóra. 13. desember 2005, þremur mánuðum eftir að kæran var lögð fram, sendi fulltrúi lögreglustjóra Guðrúnu bréf þar sem henni var til- kynnt að ekki þyki ástæða til að hefja lögreglurann- sókn. Rök lögregluembætt- isins voru þau að brotin teld- ust fyrnd auk þess sem bæði Guðrún og Jón Baldvin hafi búið í öðrum löndum þegar ætluð brot hafi átt sér stað. Kærunni var því vísað frá. RÍKISSAKSóKNARI SKIPAðI LöGREGLU Að RANNSAKA 19. desember sama ár kærði lögmaður Guðrúnar frávísun máls- ins til ríkissaksóknara og vísaði því á bug að brotin væru fyrnd. Háttseminni hafi ekki lokið fyrr en í júní 2001 og einungis hafi liðið rétt rúm fjögur ár. Fyrningartíminn sé 5 ár. Lögmaður Guðrúnar hafnar jafnframt þeim hluta rökstuðnings lög- reglustjóra fyrir frávísuninni sem varðar búsetu Guðrúnar og Jóns Baldvins. Hún segist ekki fallast á að það hafi áhrif á hvort hátt- semi megi teljast refsiverð, að Guðrún hafi búið í útlöndum þegar hin ætluðu brot hafi verið framin. Né heldur ætti það að hafa áhrif að Jón Baldvin hafi verið búsettur í útlöndum. 20. janúar 2006 felldi ríkissaksóknari úr gildi niðurstöðu lögreglu- stjórans í Reykjavík um frávísun og fyrirskipaði lögreglunni að rannsaka málið. Meðal þess sem ríkissaksóknari skipar lögreglu- stjóranum í Reykjavík að gera, er að taka skýrslu af Jóni Baldvin og einnig að ganga úr skugga um hvort hin meintu brot væru refsiverð í Washington D.C. og Venesúela. UTANRÍKISRáðUNEYTIð TAFðI MáLIð Í áR Lögreglustjóri ritaði dómsmálaráðuneytinu bréf 14. febrúar 2006 og óskaði eftir því að það myndi afla upplýsinga um hvort finna megi í lögum í Washington D.C. og Venesúela ákvæði almennra hegningarlaga er varða blygðunarkennd. Í íslenskum lögum er ákvæðið svohljóðandi: „209. gr. Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fang- elsi allt að 4 árum, en fangelsi allt að 6 mánuðum eða sektum ef brot er smávægilegt.“ Dómsmálaráðuneytið sendi þessa beiðni áfram til utanríkisráðu- neytisins þann 7. mars 2007. Það skal áréttað að Jón Baldvin starf- aði fyrir utanríkisráðuneytið í 18 ár og þekkti vel til þó hann hafi á þessum tíma látið af störfum. Einmitt þar tafðist málið í heilt ár „þrátt fyrir að erindið hafi verið ítrekað“, líkt og segir í ákvörðun ríkissaksóknara. Fyrsta svarið barst ekki fyrr en 30. janúar 2007 og fjallaði um lög í Washington D.C. Seinna svarið barst 21. mars 2007 og fjallaði um lög í Venesúela. Sama dag og bréfið frá dómsmálaráðuneytinu barst lögreglu- stjóranum í Reykjavík, 29. mars 2007, komst ríkissaksóknari að þeirri niðurstöðu að málið skyldi fellt niður. Nánar verður vikið að ástæðum niðurfellingarinnar síðar. málsmeðferðin 6. september 2005 Guðrún leggur fram kæru á hendur Jóni Baldvin fyrir ætluð kynferðisbrot á árunum 1994-2001. 13. desember 2005 Lögreglustjórinn í Reykjavík tilkynnir að ekki þyki efni til að hefja lögreglurannsókn á málinu. 19. desember 2005 Guðrún kærir frávísun lögreglu á málinu til rík- issaksóknara. 20. janúar 2006 Ríkissaksóknari fellir úr gildi frávísun á málinu og fyrirskipar lögreglurannsókn. 14. febrúar 2006 Lögreglustjóri ritar dómsmálaráðuneytinu bréf og óskar eftir upplýsingum um hvort ákvæði um hátterni er særa blygðunarsemi og sé samhljóða íslenskum lögum megi finna í lögum í Venesúela og Washington D.C.. 15. febrúar 2006 Jón Baldvin yfirheyrður af lögreglustjóraembætt- inu í Reykjavík. 7. mars 2006 Dómsmálaráðuneytið sendir beiðnina áfram til utan- ríkisráðneytisins. 30. janúar 2007 Utanríkisráðuneytið svarar varðandi refsilöggjöf í Washington D.C. 21. mars 2007 Utanríkisráðuneytið svarar varðandi refsilöggjöf í Venesúela. 29. mars 2007 Ríkissaksóknara berast gögn frá lögreglustjóra sem varða refsilöggjöf í Venesúela. 29. mars 2007 Ríkissaksóknari fellur málið niður. Tímaröð bréfanna 19. ágúst 1998 Jón Baldvin skrifar og dagsetur bréf í sendiráði Íslands í Washington 20. ágúst 1998 Jón Baldvin skrifar og dagsetur bréf í sendiráði Íslands í Washington 15. október 1998 Jón Baldvin skrifar og dagsetur bréf í sendiráði Íslands í Washington „20sta eitthvað“ október 1998 Jón Baldvin skrifar og dagsetur bréf með þessum hætti í New Orleans, Bandaríkjunum 15. nóvember 1998 Jón Baldvin skrifar og dagsetur bréf í Reykjavík 16. apríl 2001 Jón Baldvin skrifar og dagsetur bréf í Tallin, Eistlandi 8. júní 2001 Jón Baldvin skrifar og dagsetur bréf í sendiráði Íslands í Washington 11. júní 2001 Jón Baldvin sendir bókina In Praise of the Stepmother eftir Mario Vargas Llosa og skrifar og dagsetur orðsendingu með í sendiráði Íslands í Washington. 69 Hér er Guðrún um það leyti sem hin meintu brot hófust.

Nýtt líf - Jón Baldvin

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Jón Baldvin kærður fyrir kynferðisbrot

Citation preview

Page 1: Nýtt líf - Jón Baldvin

68

Meint kynferðisbrot Jóns Baldvins

Guðrún Harðardóttir lagði árið 2005 fram kæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni þar sem hún sakaði hann um kynferðisbrot gagn-vart sér. Þegar kæran var lögð fram var Guðrún 21 árs að aldri en hin meintu brot áttu sér stað þegar hún var 10 til 14 ára og aftur 16 og 17 ára. Jón Baldvin var sendiherra Íslands í Finnlandi og Eystrasalts-löndunum þegar Guðrún kærði hann. Guðrún er dóttir Magdalenu Schram, systur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. Magdal-ena lést árið 1993 þegar Guðrún var níu ára. Texti: Þóra Tómasdóttir.

Jafnframt lýsti hún atburðum sem áttu að hafa átt sér stað á árunum 1994- 2001. Á þeim tíma gegndi Jón Baldvin mikilvægum stöðum í utanríkisþjónustunni. Fyrst sem utanríkisráðherra og síðar sendiherra. Í kærunni kemur fram að Jón Baldvin hafi, þegar Guðrún var stödd á Spáni ásamt fjölskyldu hans árið 1994, snert hana óþarflega

mikið, meðal annars borið á hana sólarolíu. Árið 1999 hafi hún farið með Jóni Baldvin og fjölskyldu hans til Ítalíu. Hún hafi verið með pinna í tungunni og hafi hann viðhaft þau orð að hann hefði aldrei kysst stelpu með pinna í tungunni og gert tilraun til að kyssa hana en henni hefði tekist að víkja sér undan. Þá kveðst Guðrún tvisvar sinnum hafa vaknað við að Jón Baldvin var inni í herbergi hennar eða fyrir utan það þegar hún bjó í föðurhúsum að Grenimel í Reykjavík. Í annað skiptið hafi faðir hennar verið að reka Jón Baldvin í burtu af stigapalli fyrir utan herbergið en í hitt skiptið hafi Jón Baldvin verið í herberginu og boðið henni viskí og vindil. Sagði hún þetta hafa gerst þegar hún var 13 til 14 ára.

Máli sínu til stuðnings lagði Guðrún fram handskrifuð bréf sem Jón Baldvin sendi henni árin 1998 og 2001. Annars vegar sendi Jón Baldvin bréf á tímabilinu ágúst til nóvember 1998 þegar Guðrún var 14 ára. Hins vegar á tímabilinu apríl til júní 2001, þegar hún var 16 og 17 ára. Árið 2001 var Guðrún skiptinemi í Venesúela og síðustu tvö bréfin bárust henni þangað.

Ríkissaksóknari sagði hin meintu eða ætluðu brot vegna fyrri bréf-anna vera fyrnd. Um seinni bréfin segir ríkissaksóknari að þótt Jón Baldvin kunni að hafa gerst brotlegur samkvæmt íslenskum lögum verði einnig að hafa hliðsjón af lögum í Venesúela þar sem Guðrún bjó og opnaði bréfin. Samkvæmt venesúelskum lögum verður brot gegn blygðunarsemi að fara fram á almannafæri til að teljast sak-næmt. Þar í landi er ekki andstætt lögum að brjóta gegn blygðunar-semi annarrar manneskju sé það gert í einrúmi. Á þessum grund-velli felldi ríkissaksóknari málið niður.

LöGrEGLan nEiTaði að rannSaka MáLið

Guðrún lagði fram kæru á hendur Jóni Baldvin hjá lögreglunni í Reykjavík 6. september 2005 fyrir ætluð kynferðisbrot. Sama dag var tekin af henni kæruskýrsla. Guðrún heyrði ekkert frekar af afgreiðslu kærunnar fyrr en lögmaður hennar, Sif Konráðsdóttir, spurðist fyrir um málið munnlega í símtali við rannsóknarlögreglu-manninn sem tók kæruskýrsluna. Í framhaldi af samtalinu sendi Sif skriflega fyrirspurn í tölvupósti til fulltrúa lögreglustjóra.

13. desember 2005, þremur mánuðum eftir að kæran var lögð fram, sendi fulltrúi lögreglustjóra Guðrúnu bréf þar sem henni var til-kynnt að ekki þyki ástæða til að hefja lögreglurann-sókn. Rök lögregluembætt-isins voru þau að brotin teld-ust fyrnd auk þess sem bæði Guðrún og Jón Baldvin hafi búið í öðrum löndum þegar ætluð brot hafi átt sér stað. Kærunni var því vísað frá.

rÍkiSSakSóknari Skipaði LöGrEGLu að rannSaka

19. desember sama ár kærði lögmaður Guðrúnar frávísun máls-ins til ríkissaksóknara og vísaði því á bug að brotin væru fyrnd. Háttseminni hafi ekki lokið fyrr en í júní 2001 og einungis hafi liðið rétt rúm fjögur ár. Fyrningartíminn sé 5 ár.

Lögmaður Guðrúnar hafnar jafnframt þeim hluta rökstuðnings lög-reglustjóra fyrir frávísuninni sem varðar búsetu Guðrúnar og Jóns Baldvins. Hún segist ekki fallast á að það hafi áhrif á hvort hátt-semi megi teljast refsiverð, að Guðrún hafi búið í útlöndum þegar hin ætluðu brot hafi verið framin. Né heldur ætti það að hafa áhrif að Jón Baldvin hafi verið búsettur í útlöndum.

20. janúar 2006 felldi ríkissaksóknari úr gildi niðurstöðu lögreglu-stjórans í Reykjavík um frávísun og fyrirskipaði lögreglunni að rannsaka málið. Meðal þess sem ríkissaksóknari skipar lögreglu-stjóranum í Reykjavík að gera, er að taka skýrslu af Jóni Baldvin og einnig að ganga úr skugga um hvort hin meintu brot væru refsiverð í Washington D.C. og Venesúela.

uTanrÍkiSráðunEyTið TaFði MáLið Í ár

Lögreglustjóri ritaði dómsmálaráðuneytinu bréf 14. febrúar 2006 og óskaði eftir því að það myndi afla upplýsinga um hvort finna megi í lögum í Washington D.C. og Venesúela ákvæði almennra hegningarlaga er varða blygðunarkennd. Í íslenskum lögum er ákvæðið svohljóðandi: „209. gr. Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fang-elsi allt að 4 árum, en fangelsi allt að 6 mánuðum eða sektum ef brot er smávægilegt.“

Dómsmálaráðuneytið sendi þessa beiðni áfram til utanríkisráðu-neytisins þann 7. mars 2007. Það skal áréttað að Jón Baldvin starf-aði fyrir utanríkisráðuneytið í 18 ár og þekkti vel til þó hann hafi á þessum tíma látið af störfum. Einmitt þar tafðist málið í heilt ár „þrátt fyrir að erindið hafi verið ítrekað“, líkt og segir í ákvörðun ríkissaksóknara. Fyrsta svarið barst ekki fyrr en 30. janúar 2007 og fjallaði um lög í Washington D.C. Seinna svarið barst 21. mars 2007 og fjallaði um lög í Venesúela.

Sama dag og bréfið frá dómsmálaráðuneytinu barst lögreglu-stjóranum í Reykjavík, 29. mars 2007, komst ríkissaksóknari að þeirri niðurstöðu að málið skyldi fellt niður. Nánar verður vikið að ástæðum niðurfellingarinnar síðar.

málsmeðferðin6. september 2005 Guðrún leggur fram kæru á hendur Jóni Baldvin fyrir ætluð kynferðisbrot á árunum 1994-2001.13. desember 2005 Lögreglustjórinn í Reykjavík tilkynnir að ekki þyki efni til að hefja lögreglurannsókn á málinu.19. desember 2005 Guðrún kærir frávísun lögreglu á málinu til rík-issaksóknara.20. janúar 2006 Ríkissaksóknari fellir úr gildi frávísun á málinu og fyrirskipar lögreglurannsókn.14. febrúar 2006 Lögreglustjóri ritar dómsmálaráðuneytinu bréf og óskar eftir upplýsingum um hvort ákvæði um hátterni er særa blygðunarsemi og sé samhljóða íslenskum lögum megi finna í lögum í Venesúela og Washington D.C..15. febrúar 2006 Jón Baldvin yfirheyrður af lögreglustjóraembætt-inu í Reykjavík.7. mars 2006 Dómsmálaráðuneytið sendir beiðnina áfram til utan-ríkisráðneytisins.30. janúar 2007 Utanríkisráðuneytið svarar varðandi refsilöggjöf í Washington D.C.21. mars 2007 Utanríkisráðuneytið svarar varðandi refsilöggjöf í Venesúela. 29. mars 2007 Ríkissaksóknara berast gögn frá lögreglustjóra sem varða refsilöggjöf í Venesúela.29. mars 2007 Ríkissaksóknari fellur málið niður.

Tímaröð bréfanna19. ágúst 1998 Jón Baldvin skrifar og dagsetur bréf í sendiráði Íslands í Washington 20. ágúst 1998 Jón Baldvin skrifar og dagsetur bréf í sendiráði Íslands í Washington 15. október 1998 Jón Baldvin skrifar og dagsetur bréf í sendiráði Íslands í Washington „20sta eitthvað“ október 1998 Jón Baldvin skrifar og dagsetur bréf með þessum hætti í New Orleans, Bandaríkjunum15. nóvember 1998 Jón Baldvin skrifar og dagsetur bréf í Reykjavík16. apríl 2001 Jón Baldvin skrifar og dagsetur bréf í Tallin, Eistlandi8. júní 2001 Jón Baldvin skrifar og dagsetur bréf í sendiráði Íslands í Washington 11. júní 2001 Jón Baldvin sendir bókina In Praise of the Stepmother eftir Mario Vargas Llosa og skrifar og dagsetur orðsendingu með í sendiráði Íslands í Washington.

69

Hér er Guðrún um það leyti sem hin meintu brot hófust.

Page 2: Nýtt líf - Jón Baldvin

70 71

SEndi HEnni BréFin Í SkóLann

Bréfin voru skrifuð annars vegar skrifuð á tímabilinu ágúst til nóvember 1998 og hins vegar á tímabilinu apríl til júní 2001. Ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um sam-fellda háttsemi að ræða og því væru hin meintu eða ætluðu brot vegna bréfanna frá 1998, fyrnd. Fyrningin ætti hins vegar ekki við um bréfin frá 2001.

Ríkissaksóknari tók því ekki afstöðu til þess hvort bréfin frá 1998 og háttsemi Jóns Baldvins bryti gegn hegningarlögum. Í einu bréf-anna biður Jón Baldvin Guðrúnu um að halda bréfunum leyndum „þangað til 50 árum eftir okkar dag.“ Þegar Guðrún var 14 ára sendi Jón Baldvin bréf stílað á Guðrúnu Harðardóttur, 8. bekk, Hagaskóla við Hagatorg. Segir í bréfinu að ástæðan fyrir því að hann sendi henni bréfið í gegnum Hagskóla sé sú að henni þyki ef til vill óþægilegt að fá þessi bréf heim til sín.

nýJuSTu BréFin Ekki Fyrnd

Í ákvörðun ríkissaksóknara um niðurfellingu málsins er sérstak-lega fjallað um tvö bréf sem Jón Baldvin ritaði og sendi Guðrúnu árið 2001. Annað var ritað og dag-sett í Tallin í Eistlandi í apríl 2001 en hitt í Washington D.C. í júní 2001 og sjá má á þessari opnu.

Í rökstuðningi ákvörðunar ríkissak-sóknara um niðurfellingu máls-ins segir orðrétt: „Þau bréf sem einkum koma til skoðunar eru tvö bréf frá 2001 sem [Jón Baldvin] sendi [Guðrúnu] til Venesúela þar sem hún dvaldi sem skiptinemi er hún var 16-17 ára gömul. Er annars vegar um að ræða bréf sem [Jón Baldvin] ritaði í Tallin, Eistlandi, í apríl 2001 en sendi frá Washington D.C. Þar lýsir [Jón Baldvin] því að hann hafi hitt vændiskonur á veitingastað í borg-inni. Hafi þær verið á aldur við [Guðrúnu] og minnt hann á hana. Þá hvetur hann hana að skrifa honum frá vöku og draumi, lífi og losta og nóttinni í frumskóginum. Hins vegar er um að ræða bréf sem [Jón Baldvin] sendi [Guðrúnu] frá Washington D.C. í júní 2001 ásamt bókinni „In Praise of the Stepmother“ eftir Mario Vargas. Í bréfinu kemur m.a. fram að þetta sé munúðarsaga um þroskaða konu sem ungur drengur leggur á girndarhug. Þá er í bréfinu að finna eftirfarandi kafla: „Ég lét Bryndísi les‘ana. Það vakti með henni lostafulla værð, svo ég færði mig nær og fór að ríða henni

í hægum takti og hún stundi þungt eins og skógardís undir sígröðum satyríkon (maður fyrir ofan mitti – hreðjamikill geit-hafur að neðan og serðir konur án afláts í draumaheimum grískrar goðsögu. Allavega áhrifamikil saga. Og tilvalin rökkurlesning fyrir unga stúlku sem er hætt að vera barn og er (bráðum?) orðin kona – áður en hún sofnar blíð-lega á vit drauma sinn[a].“ “ Í lok bréfsins kemur fram að Jón Baldvin verði aleinn og yfirgef-inn í höfuðborg heimsins á næst-unni. Hann hvetur Guðrúnu til að koma og stytta sér stundir og svo segir: „Nóg er plássið í höll-inni. Láttu heyra í þér.“

Jón Baldvin var yfirheyrður hjá lögreglu 15. febrúar 2006. Þar játar hann að hafa ritað bréfin tvö sem fjallað er um hér á undan.

Page 3: Nýtt líf - Jón Baldvin

72 73

Jón baldvin Hannibalsson Fæddur 21.02.19391958 Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík1959 Kvænist Bryndísi Schram móðursystur Guðrúnar Harðardóttur1963 M.A. í hagfræði, sögu og stjórnlagafræði frá Edinborgarháskóla1963 - 1964 Framhaldsnám í vinnumarkaðshagfræði frá Stokkhólmsháskóla 1965 Próf í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands 1964 - 1970 Kennari við Hagaskóla1970 -1979 Skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1979 - 1982 Ritstjóri Alþýðublaðsins1982 - 1998 Alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn1987 - 1988 Fjármálaráðherra1988 - 1995 Utanríkisráðherra1996 Sæmdur æðstu heiðursorðum Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen1998 Jón Baldvin tekur við starfi sendiherra í Bandaríkjunum og Mexíkó2002 Jón Baldvin tekur við starfi sendiherra í Finnlandi og Eystrasaltsríkjum1. janúar 2006 Jón Baldvin lætur af störfum sem sendiherra

Guðrún HarðardóTTir Fædd 03.05.19841993 Missir móður sína Magdalenu Schram2000 Grunnskólapróf úr Hagaskóla 2000 -2001 Skiptinemi í Venesúela2005 Stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti2007 -2012 Lýkur B.A. -námi í arkítektúr frá Listaháskólanum í Berlín

Í opinBEruM ErindaGJörðuM Í TaLLin

Þegar Jón Baldvin skrifaði Guðrúnu bréfið frá Tallin árið 2001 var hann þar staddur í opinberum erindagjörðum sem heiðurs-ræðumaður á hátíðarsamkomu skipulagðri af upplýsingaskrifstofu Norræna ráðherraráðsins þar í landi. Jón Baldvin var sæmdur æðstu heiðursorðu Eystrasaltsríkjanna þriggja árið 1996 vegna fram-göngu sinnar í framhaldi af sjálfstæðisyfirlýsingum ríkjanna fimm árum áður. Hefur hann alla tíð síðan notið mikillar virðingar þar um slóðir.

Í bréfinu, sem birtist að hluta til hér til hægri, lýsir Jón Baldvin samskiptum sínum við vændiskonur í borginni þá um nóttina, sem hann segist hafa átt í heimspekilegum samræðum við. Hann segir Guðrúnu frá því í bréfinu að þær hafi trúað sér fyrir viðskiptaleynd-armálum: „Það er best að leggja lag sitt við kvænta, miðaldra karl-menn, sem fá það sjaldan hjá konum sínum.“

Jón Baldvin segist alltaf hafa sama háttinn á þegar hann kemur ein-samall í borg sem hann vill kynnast nánar en hafi skamman tíma: „Ég finn mér leigubílstjóra (sem talar skiljanlegt mál) og segi við hann: Aktu mér í ca 4 klst., farðu með mig á (1) gáfumannapöbb (2) fínan veitingastað (3) næturklúbb. Bíddu eftir mér (sama hvað gerist) og skilaðu mér heim á hótel.“

MEð 18 ára „HákLaSSaHóru“ á vEiTinGa-HúSi oG næTurkLúBBi

Í bréfinu segir hann jafnframt: „Í A-Evrópu er alltaf fullt af háklassa-hórum á slíkum [veitinga]stað. Til að fá frið bauð ég einni með mér í mat. [...] Hún var cirka 18 (ert þú ekki að nálgast það?) [...] Hún slóst í för með mér á næsta stað sem var næturklúbburinn. Hann reyndist vera rússneskur (mafían) en af vægari sortinni. Górillurnar báru ekki vopn utan á sér. Stelpurnar voru frá Rússlandi, Úkraínu, Póllandi og Litháen – og ein þeldökk frá Suður-Afríku. Þær voru á aldur við þig – allar slavnesk fegurð á háum hælum og með tagl, naktar nema með fíkjulauf fyrir hið allra heilagasta og streng um rassinn og mittið þvert.“

„Bara prakTÍSkar konur“ SEM vEiTa „kynLÍFSÞJónuSTu“

Og Jón Baldvin heldur áfram: „Þær skömmuðust sín ekkert fyrir vinnu sína, sem þær kölluðu kynlífsþjónustu. Sumar höfðu verið fóstrur (skeint börn), aðrar hjúkkur (matað hrum gamalmenni og hjálpað þeim að pissa) – ein hafði verið kennari. Þjóðfélagið borg-aði þeim „skid og ingenting“ fyrir það. Sú kátasta sagðist fá meira fyrir ein munnmök en sem barnfóstra á mánuði. Ef markaðslögmál eiga að ráða (og hinir virðulegu og vammlausu segja að það sé lög-málið) – þá eru þær bara praktískar konur, að fara skynsamlega að boðum markaðarins. Voila!“

Jón Baldvin hvetur Guðrúnu til að skrifa sér til baka í sendiráðið í Washington en biður hana að merkja bréfin „PRIVAT“. „Ég tek auðvitað ekki við bréfi frá þínum ungmeyjarblóma nema þú segir mér einlæglega frá vöku og draumi, lífi og losta, og nóttinni í frum-skóginum (eða kaþólska skólanum). Skilurðu?“

Síðasta blaðsíðan úr bréfinu sem Jón Baldvin skrifar Guðrúnu í Tallin árið 2001.

Page 4: Nýtt líf - Jón Baldvin

74 75

LýSTi kynLÍFi MEð EiGinkonunni

Í yfirheyrslu hjá lögreglu játar Jón Baldvin að hann hafi ritað bréfið. Hins vegar segir hann að „það hafi verið ritað til að upp-lýsa [Guðrúnu] um örlög hennar kynslóðar og ungra kvenna í Eystrasaltslöndunum,“ eins og fram kemur orðrétt í ákvörðun rík-issaksóknara.

Næsta bréf sem Jón Baldvin sendir Guðrúnu eftir Tallin-bréfið er ritað í Washington 8. júní 2001. Þar spyr hann: „Elsku Guðrún. Fékkstu aldrei (lofnar) bréfið frá Tallin? Allavega hefur þú öngvu svarað svo að ég reikna með að þú hafir aldrei fengið‘ða (?). Engu að síður sendi ég þér sér (í hraðpósti) ljúfa lofnarsögu eftir róm-aðasta skáld Perú, Vargas Llosa. Þetta er munúðarsaga um þrosk-aða konu sem ungur drengur leggur á girndarhug (hann er bara 10 ára [...])“.

Jón Baldvin heldur áfram að lýsa sögunni og segir að drengurinn ungi „breytist í öflugan geithafur sem ber hamslausa girnd til kven-dýra skógarins (þ.m.t. til konu mannsins) og þröngvar þeim mis-kunnalaust til samræðis við sig.“ Því næst tekur við lýsingin á kyn-lífi hans við eiginkonu sína sem vitnað er til í rökstuðningi með ákvörðun ríkissaksóknara hér að ofan.

viðurkEnndi dóMGrEindarBrEST

Í yfirheyrslum hjá lögreglu viðurkenndi Jón Baldvin að hafa farið yfir strikið í bréfinu sem sent var með bók Mario Vargas, samkvæmt því sem fram kemur í ákvörðun ríkissaksóknara, og að hafa „sýnt af sér dómgreindarbrest. Hann hafi verið undir áhrifum af bókinni og áfengis,“ segir í rökstuðningi með ákvörðuninni.

Áfram segir: „[Jón Baldvin] neitar þó að hafa haft nokkuð kyn-ferðislegt í huga gagnvart [Guðrúnu], það er að hann hafi verið að hvetja hana til kynferðislegra samskipta gagnvart sér. Vísar hann til þess að stúlkan sé á 17. og 18. ári [16 og 17 ára], þetta séu bréfa-skriftir fullorðins fólks og um sé að ræða bréf sem hafi verið sent með bók sem megi líta á sem listaverk. Um leið og honum hafi borist kvartanir hafi hann beðist afsökunar ítrekað en afsökunar-beiðnir hafi ekki verið teknar til greina. Lagði [Jón Baldvin] fram bréf því til staðfestingar. [Jón Baldvin] vísar á bug öðrum atriðum sem fram komu.“

BroTLEGur SaMkvæMT ÍSLEnSkuM LöGuM

Í ákvörðun ríkissaksóknara eru færð fram rök fyrir niðurfell-ingu málsins. Þar segir að „sú háttsemi [Jóns Baldvins] að senda [Guðrúnu] bréf, frá Washington D.C. til Venesúela, þar sem hann lýsir samförum við eiginkonu sína, móðursystur [Guðrúnar], kann að mati ríkissaksóknara að falla undir verknaðarlýsingu 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“ [Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum...].“

Önnur atriði kærunnar þykja saksóknara ekki geta orðið tilefni til saksóknar á hendur Jóni Baldvin „ýmist vegna þess að tilvik fellur ekki undir refsiákvæði íslenskra laga“. Hins vegar þykja önnur til-vik ekki líkleg til þess að Jón Baldvin hljóti sakfellingu og enn önnur meint brot hafi verið fyrnd „þar sem ekki er um samfelld brot að ræða“.

BroTið FraMið ErLEndiS

Ríkissaksóknari kemst að þeirri niðurstöðu að hið ætlaða brot hafi verið framið á erlendri grundu. Einungis sé heimilt að refsa fyrir það samkvæmt íslenskum hegningarlögum sé það jafnframt refsivert eftir lögum þess ríkis sem það er framið í. Það þýðir að ekki sé hægt að refsa Jóni Baldvin fyrir að hafa sært blygðunarsemi Guðrúnar

nema að það sé einnig óheimilt með sama hætti að særa blygðunar-kennd fólks í því landi sem brotið er framið.

Jafnframt heldur ríkissaksóknari því fram að hið ætlaða brot, eins og það er orðað, hafi ekki verið „fullframið“ fyrr en Guðrún opnaði bréfið í Venesúela. Verknaðurinn sem var kærður átti sér því stað í tveimur löndum, annars vegar í sendiráði Íslands í Washington, þar sem Jón Baldvin skrifaði bréfin, og hins vegar í Venesúela, þar sem Guðrún opnaði bréfin.

Ríkissaksóknari vísar til lagagreinar í venesúelskum lögum sem samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu samsvarar helst þeim íslensku lögum sem um er að ræða. Venesúelsku lögin eru svohljóðandi og fjalla um ofbeldi, tælingu, vændi og siðspillingu ungmenna: „Hver sá sem, að frátöldum tilvikum sem tilgreind eru í undanfarandi greinum, kann að hafa brotið gegn blygðunarsemi og góðum siðum með athæfi sem framið er á almannafæri, skal sæta fangelsi í þrjá til fimmtán mánuði.“

Í rökstuðningi ríkissaksóknara fyrir frávísuninni segir að samkvæmt venesúelskum lögum sé skilyrði að brotið sé framið á almannafæri. „Sú háttsemi [Jóns Baldvins] að senda kæranda sendibréf, stílað á [Guðrúnu], getur ekki talist háttsemi viðhöfð á almannafæri. Eru því ekki efni til frekari aðgerða í málinu.“ Þóra Tómasdóttir [email protected]