7
Óðinn Hinn Æðsti . Alexander Einar Halldórsson

óðInn alex

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: óðInn alex

Óðinn Hinn Æðsti.

Alexander Einar Halldórsson

Page 2: óðInn alex

B ör n og b ar n s m æ ðu r

Ó ð i n n v a r, l í k t o g h ö f u ð g u ð m a r g r a a n n a r r a g o ð a f r æ ð a , d u g l e g u r v i ð a ð e i g n a s t b ö r n o g þ a ð m e ð m ö r g u m m i s m u n a n d i e i n s t a k l i n g u m .

•F r i g g e r e i g i n k o n a Ó ð i n s o g m e ð h e n n i e i g n a ð i s t h a n n t v o s y n i , He r m ó ð h in n h v a t a o g Ba ld u r.

•J ö t un y n j a n G r i ð á t t i m e ð h o n u m s o n i n n V i ð a r, s e m e r e i n n þ e i r r a s e m l i fi r a f R a g na r ö k o g h e f n i r f ö ð u r s í n s í þ e i m .

•G un n lö ð, s e m e i n n i g e r J ö t un y n j a , e i g n a ð i s t m e ð h o n u m B r a g a. S a m k v æ m t S n o r r a - E d d u v i r ð i s t s e m Ó ð i n n h a fi t æ l t h a n a t i l a ð s o f a h j á s é r í þ r j á r n æ t u r f y r i r þ r j á s o p a a f s k á ld s k a pa r m i ð in u m . Há v a m á l s ý n a þ e t t a þ ó ö ð r u v í s i , o g s e g j a a l l a þ á t t t a k e n d u r h a f a v e r i ð s á t t a .

•M e ð J ö r ð u e i g n a ð i s t Ó ð i n n e i n n s i n n f r æ g a s t a s o n , þ a ð e r Þ ó r.

•H i n m a n n l e g a R in d v a r, ó v i l j u g , m ó ð i r Vá l a s e m d r a p H ö ð f y r i r d r á p i ð á b r ó ð u r þ e i r r a b e g g j a

Óðinn Hinn Æðsti

Page 3: óðInn alex

Óðinn Hinn ÆðstiÓðinn (norræna: Óðinn) er æðstur guða í norrænni og germanskri goðafræði, þar sem hann er guð visku, herkænsku, stríðs, galdra, sigurs og skáldskapar. Óðinn er andinn og lífskrafturinn í öllu sem hann skapaði. Með Víli og Vé skapaði hann himin jörð og Ask og Emblu. Óðinn lærði rúnirnar þegar hann hékk og svelti sjálfan sig í níu nætur í Aski Yggdrasils, þá lærði hann líka Fimbulljóðin níu.Á jörðinni birtist Óðinn mönnum sem gamall eineygður förumaður í skikkju og með barðabreiðan hatt eða hettu og gengur þá undir mörgum nöfnum. Hann getur haft hamskipti hvenær sem er og sent anda sinn í fugls- eða dýrslíki erinda sinna og hann getur ferðast til dauðraheims ef honum hentar.Óðinn ríður hinum áttfætta Sleipni og tveir úlfar fylgja honum, sem bera nöfnin Geri og Freki, einnig á hann tvo hrafna, Hugin og Munin, sem flytja honum tíðindi. Í Valhöll koma til hans vopndauðir menn.Óðinn var sífellt að sækjast eftir meiri visku. Hann gekk til Mímis við Mímisbrunn einn daginn. Hann vildi fá að drekka úr brunni hans og fékk hann að gera það, í skiptum fyrir annað auga sitt.Óðinn átti spjót sem gerði honum fært að ráða gangi bardaga og því var gott að heita á hann í stríði.

Page 4: óðInn alex

Goð skiptast í tvær fylkingar , æsi og vani. Ættfaðir ása er Óðinn, sonur Bors og Bestlu. Bor var sleiktur úr hrími af kúnni Auðhumlu en Bestla var jötunn. Vanir voru færri en æsir, og koma minna við sögu í goðafræðinni, en þar eru helst þrír, Njörður og börn hans Freyja og Freyr. Meðal helstu ása voru Þór, Baldur, Loki og Frigg. Svo virðist sem að vanir hafi aðallega verið frjósemisgoð og er talið að þeir gætu hafa verið leifar eldri trúarbragða sem urðu undir við þjóðflutninga. Norræn goðafræði hefur, auk goða, ýmsa vætti og verur sem ekki teljast til goða en eru þó mörg mjög kröftug og mikilvæg. Þeirra fremst eru jötnar, mestu óvinir goðanna, sem þó eru yngri í heiminum en jötnar. Þar að auki eru mikið af verum sem eru hálf-jötnakyns og hálf-ásakyns, þeirra á meðal börn Loka Fenrisúlfur, Miðgarðsormur og Hel. Hlutverk goðanna voru margvísleg, þau eiga öll einhverja sérstaka eiginleika og virka sem bæði fyrirmyndir og vættir sem fólk getur beðið um hjálp til með því að blóta.

Fleiri nöfn má nefna eins og Mímir, Bifröst, Heimdallur, Bragi, Iðunn, Týr, Sigyn

Norræna Goðafræði

Page 5: óðInn alex

Heimsmynd manna á 17. öld um heimsýn norrænna manna var sú að jörðin væri flöt sbr. myndina er hér fylgir. Lítið er vitað um heimsýn norrænna manna en margt bendir til að norrænir menn hafi talið jörðina hnöttótta. Jörðin var sögð sköpuð af Óðni, Vila og Vé úr líkama jötunsins Ýmis. Himinkringlan var sköpuð úr höfuðkúpu hans, sjórinn úr blóði hans, fjöllin úr beinunum og þar fram eftir götunum. Í gegnum miðjan heiminn kom tréð Askur Yggdrasils. Ein rót þess var í Niflheim, sem voru eins konar undirheimar, þangað sem flestir fóru þegar þeir dóu. Þar var ríki Heljar. Önnur rót trésins var þar fyrir ofan, á jörðinni, með Miðgarði, ríki mannanna. Annars ber Eddukvæðum ekki saman við Snorra Sturluson um legu rótanna. Frá jörðinni lá regnbogabrú upp til himna, Bifröst. Þar var goðið Heimdallur tilbúinn að vara hin goðin við innrás. Uppi á himnum var aðsetur ása, Ásgarður og þriðja rót Yggdrasils

Heims mynd

Page 6: óðInn alex

Eitt sinn þegar Þór var vant við látinn kom risi til Ásgarðs og bauðst til þess að endurbyggja borgarmúrinn. Í laun vildi hann fá sólina, tunglið og Freyju. Loki felur honum verkið í fjarvist Þórs. Til verksins notar risinn stóðhestinn Svaðilfara og vinna þeir hratt og örugglega. Æsirnir verða æfareiðir út í Loka fyrir að vilja launa risanum með sól, mána og Freyju, svo Loki býr sig sem gráa hryssu og leiðir stóðhestinn í burtu og fylgjar hesturinn Loka í dulargervinu. Þetta þýðir að Sleipnir er sonur Loka og Svaðilfara.

Sleipnir

Page 7: óðInn alex

Norðurgermönsk mál, þar á meðal norræn, tóku miklum breytingum á 6. og 7. öld og um 700 var eldri rúnaröðin einfölduð á þann hátt að táknum var fækkað úr 24 í 16. Þessi nýja rúnaröð, sem nefnd er yngri rúnaröð eða fuþark hið yngra, kemur í notkun nánast samtímis í Svíþjóð, Danmörku og Noregi svo það er engu líkara en að Norðurlöndin hafi gert með sé samning um að taka upp nýtt letur. Eitt það merkilega við þessa leturbreytingu er að um svipað leyti fjölgar hljóðum í norrænu samkvæmt greiningum málfæðinga svo eiginlega var þörf fyrir fleiri tákn en ekki færri en áður ef hvert hljóð átti að eiga sitt tákn. Hvers vegna þetta gerist er ekki vitað en tengist þeim miklu breytingum sem verða á þessum málum á sama tímabili. Má vera að úr því að 24 tákn voru ekki lengur nægilega mörg til þess að koma til skila öllum hljóðum málsins þá var álitið að samhengi mundi sýna hljóðígildi þeirra stafa sem hefði fleiri en einn hljóðmöguleika.

Sennilegt er að auknar samgöngur og verslun á víkingaöld hafi haft í för með sér aukna þörf á ritmáli enda er mikill hluti rúnafunda frá þessum tíma frá verslunarstöðum.

Yngri rúnaröðin kemur upphaflega fram í tveimur gerðum, svonefnd dönsk rúnaröð annars vegar og norsk-sænsk hinsvegar, en síðar má finna ýmsar blöndur og útgáfur. Mikill hluti rúnarista frá víkingatímunum eru rúnasteinar og einn sá frægast og sá sem á eru ristar flestar rúnir, 750 talsins, er frá 9. öld í Rök í Austur-Gautlandi í Svíþjóð. Hefst frásögnin á aft uamuþ stonta runaR þaR, það er Eptir Vémóð/Vámóð standa rúnar þær. Fyrir utan rúnir úr bæði eldri og yngri rúnaröðinni eru á steininum dulrúnir sem ekki hefur tekist að túlka. Tveir miklir rúnasteinar voru reistir í Jelling á Jótlandi um 1050 og urðu upphaf þess sem nánast má líkja við tísku í rúnasteinagerð. Var stærri steinninn reistur fyrir Harald konung Gormsson. Um 220 rúnasteina má finna í Danmörku frá um það bil 700 til 1125. Frá dönsku héruðunum á Skáni barst tískan norður til Svíþjóðar, einkum til Upplands. Ríflega 2500 rúnasteina frá 11. og 12. öld hafa fundist í Svíþjóð, flestir þeirra greinilega gerðir í kristinni hefð.

Ýmsar heimildir eru til um nöfn rúna meðal annars þrjú rúnakvæði frá miðöldum sem auðkennd hafa verið sem íslenskt,[2], norskt[3] og engilsaxneskt.[4] Norsku og íslensku kvæðin eru mjög lík og innihalda eitt erindi um hverja rún í yngri rúnaröðinni en það engilsaxneska er nokkuð frábrugðin enda á það við engilsaxnesku rúnaröðina.

Yngri Rúnaröð