118
ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 2012 ÁRSSKÝRSLA

orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 1

f o r s í ð aorkuveitu reykjavíkur

2012

ársskýrsla

Page 2: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 20122 //

Page 3: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 3

Page 4: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

útgefandi

orkuveita reykjavíkur

ritstjórar

eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN

skrá yfir skýrslur, greinar og erindi

HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ljósmyndir

GuNNar svaNBerG

hönnun útlits og umbrot

ísleNska

prentun

uMslaG

Page 5: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

6STIKLUR ÚR SÖGU

ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

9

AF VETTVANGI STJÓRNAR

13

FRá FORSTJÓRA

17LYKILSTæRðIR ÚR REKSTRI

25áRIð Í hNOTSKURN

29STJÓRNARhæTTIR

33VIðSKIPTAVINURINN

Í ÖNDVEGI

41áhERSLUR ÚR

UMhVERFISSKÝRSLU

47MANNAUðUR

51GAGNAVEITAN

55áRSREIKNINGUR

113ÚTGEFNAR SKÝRSLUR,

GREINAR OG GREINAR-

GERðIR á áRINU

efNisyfirlit

Page 6: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

STIKLUR ÚR SÖGUORKUVEITU REYKJAVÍKUR

1900 – 2012

1909Vatnsveitan

tekur til starfa…

1921Rafstöðin

við Elliðaárvígð…

1930Hitaveitan

tekur til starfa– Laugaveitan

1943Reykjaveitan

með hitaveituvatnúr Mosfellssveittekin í notkun

1937Ljósafossvirkjun

- fyrsta virkjunin í Soginutekin í notkun

1965Sogsvirkjanirlagðar inn í

Landsvirkjun…

1978Hitaveituvæðingu

höfuðborgarsvæðisinslokið

1990Nesjavallavirkjun

tekur til starfa…

1999Hitaveita og Rafveita sam-

einaðar í OrkuveituReykjavíkur

1998Raforkuframleiðslahefst á Nesjavöllum

2000Vatnsveitan sameinuðOrkuveitu Reykjavíkur

2006Hellisheiðarvirkjun

tekur til starfa…

2010Varmastöð

Hellisheiðarvirkjunargangsett

2011Framkvæmdum viðHellisheiðarvirkju

formlega lokið…

2006Orkuveitan tekur við

rekstri í fráveitu íþremur sveitarfélögum

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 20126 // // stiklur úr söGu orkuveitu reykjavíkur

Page 7: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

STIKLUR ÚR SÖGUORKUVEITU REYKJAVÍKUR

1900 – 2012

1909Vatnsveitan

tekur til starfa…

1921Rafstöðin

við Elliðaárvígð…

1930Hitaveitan

tekur til starfa– Laugaveitan

1943Reykjaveitan

með hitaveituvatnúr Mosfellssveittekin í notkun

1937Ljósafossvirkjun

- fyrsta virkjunin í Soginutekin í notkun

1965Sogsvirkjanirlagðar inn í

Landsvirkjun…

1978Hitaveituvæðingu

höfuðborgarsvæðisinslokið

1990Nesjavallavirkjun

tekur til starfa…

1999Hitaveita og Rafveita sam-

einaðar í OrkuveituReykjavíkur

1998Raforkuframleiðslahefst á Nesjavöllum

2000Vatnsveitan sameinuðOrkuveitu Reykjavíkur

2006Hellisheiðarvirkjun

tekur til starfa…

2010Varmastöð

Hellisheiðarvirkjunargangsett

2011Framkvæmdum viðHellisheiðarvirkju

formlega lokið…

2006Orkuveitan tekur við

rekstri í fráveitu íþremur sveitarfélögum

// 7

Page 8: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir
Page 9: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

af vettvaNGi stjÓrNar

kafli

1

Page 10: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201210 //

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur er skipuð sex mönnum, fimm

kjörnum af borgarstjórn Reykjavíkur og einum af bæjarstjórn

Akraness. Þá kýs sveitarstjórn Borgarbyggðar áheyrnarfulltrúa

í stjórn. Samkvæmt starfsáætlun stjórnar fundar hún að jafnaði

einu sinni í mánuði og á árinu 2012 voru haldnir 13 formlegir

stjórnarfundir. Þrír eigendafundir voru haldnir auk aðalfundar

Orkuveitu Reykjavíkur, sem haldinn var 14. júní 2012. Stjórn

hefur einnig unnið að stefnumótun á óformlegum vinnufundum.

Samþykkt eigendastefna fyrir Orkuveituna á árinu 2012 er

leiðarljós þeirrar vinnu og á árinu náðist samstaða um nýja

umhverfisstefnu Orkuveitu Reykjavíkur.

Fjármál og fjárhagur Orkuveitunnar var helsta viðfangsefni

stjórnar á árinu. Sú vinna fólst annars vegar í því að sinna

hefðbundnum hlutverkum stjórnar í áætlanagerð og eftirliti með

framvindu þeirra við árshlutauppgjör. Hins vegar samþykkti

stjórnin snemma á árinu aðgerðir sem miða að því að styrkja starf

hennar í fjármálum fyrirtækisins til lengri tíma litið. Samþykkt var

heildstæð áhættustefna fyrir fyrirtækið og endurskoðunarnefnd

stjórnar sett á fót.

Öllum rekstri fylgir áhætta og með áhættustefnu er þess gætt

að í allri starfsemi fyrirtækisins sé hugað að áhættuháttum í

rekstrinum og brugðist við ef áhætta þykir óviðunandi. Í stefnunni

er að finna mælikvarða við mat á áhættu ásamt helstu aðferðum,

markmiðum og mörkum við daglega áhættustýringu fyrirtækisins.

Meginmarkmið stjórnar með áhættustefnunni er að tryggja að

Orkuveitan geti sinnt meginhlutverki sínu og rækt skyldur sínar

með sem minnstri truflun af völdum óhagstæðra ytri þátta sem

falla utan við kjarnastarfsemi fyrirtækisins.

Hlutverk endurskoðunarnefndar stjórnar er meðal annars að hafa

eftirlit með vinnulagi við reikningsskil og endurskoðun uppgjörs,

eftirlit með innri endurskoðun Orkuveitunnar, áhættustýringu

ásamt því að meta hæfi ytri endurskoðenda fyrirtækisins. Í endur-

skoðunarnefnd Orkuveitunnar voru kjörin: Sigríður Ármannsdóttir

löggiltur endurskoðandi sem er formaður, Gylfi Magnússon dósent

og Ingvar Garðarsson löggiltur endurskoðandi.

Þegar skýrsla Úttektarnefndar eigenda á starfsemi Orkuveitunnar

frá stofnun til ársloka 2010 kom út var endurskoðunarnefnd falið

að meta hvort úrbæturnar sem ráðist var í, hafi náð til allra þeirra

þátta sem gagnrýndir voru í skýrslunni.

stjÓrN orkuveitu reykjavíkur

Haraldur Flosi Tryggvason, formaður

Brynhildur Davíðsdóttir, varaformaður

Gylfi Magnússon

Hrönn Ríkharðsdóttir

Kjartan Magnússon

Sóley Tómasdóttir

Ragnar Frank Kristjánsson, áheyrnarfulltrúi

af vettvaNGi stjÓrNarSamkvæmt lögum 139/2001 ber stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að skila skýrslu á aðalfundi

fyrirtækisins um starfsemi þess á liðnu starfsári. Jafnframt heldur fyrirtækið ítarlegt

umhverfisbókhald sem gerð er grein fyrir í umhverfisskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur sem gefin er út

samhliða ársskýrslunni. Hér í upphafi er gerð grein fyrir störfum stjórnar á árinu 2012.

// af vettvaNGi stjÓrNar

Page 11: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 11

af störfuM eNDurskoðuNarNefNDar

Endurskoðunarnefnd Orkuveitu Reykjavíkur var skipuð af stjórn

þann 20. janúar 2012. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti

starfsreglur endurskoðunarnefndar þann 16. desember 2011. Á

árinu 2012 voru haldnir 35 fundir í nefndinni, en auk þess fundaði

nefndin 6 sinnum með endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar.

Nefndin skilaði af sér fjórum skýrslum til stjórnar Orkuveitunnar

á árinu þar sem gerð var grein fyrir störfum hennar. Á árinu var

lögð áhersla á að móta starfshætti nefndarinnar og kynna sér

eðli og rekstur fyrirtækisins. Í tengslum við birtingu reikningsskila

fyrirtækisins fundaði nefndin með stjórnendum og ytri endurskoð-

endum þar sem reikningsskil fyrirtækisins voru rýnd, farið var yfir

aðferðir við vinnslu fjárhagsupplýsinga og aðferðir við vinnu ytri

endurskoðenda.

Eitt af hlutverkum endurskoðunarnefndar er að staðfesta að

áhættustýring Orkuveitunnar sé í samræmi við stefnu félagsins,

ásamt því að tryggja að mikilvægustu áhættur séu greindar, þeim

lýst og stýrt á viðunandi hátt. Innri endurskoðandi hefur hafið

úttekt á áhættustýringu Orkuveitunnar og mun þeirri vinnu ljúka í

ársbyrjun 2013.

Endurskoðunarnefndin mat hæfi innri og ytri endurskoðenda á

árinu. Enn fremur rýndi hún starfsemi innri endurskoðunar s.s.

áætlanagerð og forgangsröðun einingarinnar til næstu ára, auk

þess að fara yfir áætlanir stjórnenda um umbætur á innra eftirliti

samkvæmt ábendingum ytri og innri endurskoðenda.

Samkvæmt ákvörðun eigendafundar vann endurskoðunarnefndin

að undirbúningi að vali á ytri endurskoðendum í samstarfi við

endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar. Stjórn Orkuveitunnar

fór fram á það við nefndina að hún stýrði vinnu við að leggja

mat á hvort þær umbætur sem unnið hefur verið að nái til allra

þeirra þátta sem gagnrýni „Skýrsla úttektarnefndar um Orkuveitu

Reykjavíkur“ beinist að. Undirbúningur að þeirri vinnu er hafinn.

Ragnar Frank Kristjánsson, áheyrnarfulltrúi Borgarbyggðar, Gylfi Magnússon, hrönn Ríkharðsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir, varaformaður, haraldur Flosi Tryggvason stjórnarformaður og Kjartan Magnússon.

Ljósmyndari: Eyþór árnason

Page 12: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir
Page 13: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

frá forstjÓra

kafli

2

Page 14: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201214 // // frá forstjÓra

Page 15: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 15

Hættunni hefur nú verið bægt frá að mestu með markvissu og

sameiginlegu átaki allra sem standa að rekstri Orkuveitunnar.

Starfsfólk hefur staðið sig einstaklega vel við að spara peninga í

rekstrinum, leita lausna og breyta vinnulagi á sama tíma og það

hefur horft á eftir samstarfsfólki sínu missa vinnuna. Stjórnendur

hafa sýnt forystu í nauðsynlegum breytingum í rekstrinum og

mótun nýrra markmiða. Stjórn Orkuveitunnar hefur verið samhent

í glímunni við vandann og eigendur fyrirtækisins, sveitarfélögin

Reykjavík, Akranes og Borgarbyggð, hafa hlaupið undir bagga

með víkjandi láni. Þá eru ónefndir viðskiptavinir Orkuveitunnar en

kreppan olli mörgum þeirra búsifjum og á síðustu misserum hafa

þeir þurft að búa við hærri gjaldskrá en ella.

Á árinu 2012 fór árangur Plansins að koma í ljós en uppstokkun í

rekstri Orkuveitunnar lauk í febrúarmánuði. Sparnaður og auknar

tekjur hafa nú skilað sér að fullu og aukin tiltrú lánveitenda hefur

ekki látið á sér standa. Samningar tókust um að létta á afborg-

unum ársins 2013 og nú sjáum við fram á að komast yfir þann

erfiða hjalla sem afborganir ársins eru. Þessa árangurs munu allir

njóta þegar fram í sækir.

Sú tímamótaákvörðun var tekin á árinu 2012 að færa byggingu

Hverahlíðarvirkjunar yfir í sjálfstætt félag með takmarkaðri ábyrgð

eigenda. Stjórn og eigendur samþykktu einnig að selja 49% hlut í

Gagnaveitu Reykjavíkur sem rekur ljósleiðarakerfi á höfuðborgar-

svæðinu en fyrirtækið er nú að fullu í eigu Orkuveitu Reykjavíkur.

Stefnt er að því að selja hlutinn á árinu 2013. Framangreindar

ákvarðanir auðvelda starfsfólki að einbeita sér að kjarnastarfsemi

Orkuveitunnar sem felst í hagkvæmri veituþjónustu við fólk og

fyrirtæki.

Á nýliðnu ári samþykktu eigendur Orkuveitu Reykjavíkur eig-

endastefnu fyrir fyrirtækið en skjalfest stefna um hlutverk og

starfsemi Orkuveitunnar er nýjung. Eigendastefnan fór ekki hátt

í umræðunni og góð samstaða varð á meðal eigenda um hana.

Meiri athygli vakti hins vegar skýrsla Úttektarnefndar eigenda

um fortíðina sem kom út í október á nýliðnu ári. Skýrslan rekur

ástæður þess að rekstur Orkuveitunnar rataði í þær ógöngur sem

raun ber vitni. Það er mikilvægt að draga lærdóm af mistökum

fortíðar. Síðustu misseri hefur rekstur Orkuveitu Reykjavíkur

gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Ný stefna hefur verið mótuð

og fyrirtækið hefur ýtt úr vör til móts við framtíðina.

Bjarni Bjarnason, forstjóri

frá forstjÓraVorið 2011 tóku starfsfólk, stjórn og eigendur Orkuveitunnar saman höndum og sömdu ítarlega

áætlun til að ráða fram úr fjárhagsvanda fyrirtækisins. Áætlunin hefur síðan gengið undir nafninu

Planið. Þá var ljóst að greiðslubyrði lána yrði þyngst árið 2013 sem næmi um 30 milljörðum króna.

Miðað við óbreyttan rekstur var fyrirtækinu ókleift að ráða við skuldbindingarnar.

Page 16: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir
Page 17: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

lykilstÆrðirúr rekstri

kafli

2

Page 18: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201218 //

lykilstÆrðir úr rekstriGóður árangur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur hefur styrkt verulega getu fyrirtækisins til að greiða

af þeim miklu skuldum sem hvíla á rekstrinum. Samkvæmt ársreikningi samstæðunnar 2012 var

framlegð rekstursins 25 milljarðar króna og rekstrarhagnaður (EBIT) 15 milljarðar króna á árinu.

Hlutfall milli framlegðar frá rekstrinum og skulda er nú svipað og það var fyrir hrun. Aðgerðir

Orkuveitunnar og eigenda sem kallast einu nafni „Planið“ og var samþykkt í mars 2011 hefur

gengið mjög vel að því undanskildu að eignasala hefur gengið hægar en ráð var fyrir gert.

Rekstur Orkuveitunnar hefur verið í gagngerri endurskoðun þar

sem hvert smáatriði hefur verið skoðað. Stöðugt aðhald og eftir-

lit hefur skilað mjög góðum árangri, en í því hefur hver einasti

starfsmaður fyrirtækisins lagt sitt af mörkum. Rekstrargjöld hafa

lækkað að raungildi og eru nú svipuð og þau voru árið 2005.

Starfsmönnum hefur fækkað um 181 frá 2008 sem var eitt

mesta framkvæmdaár í sögu Orkuveitunnar en nú eru fram-

kvæmdir í lágmarki.

Rekstrartekjur Orkuveitunnar hafa aukist töluvert síðustu misseri.

Leiðrétting á tekjum var gerð í tengslum við Planið vorið 2011, en

rauntekjur höfðu þá lækkað umtalsvert af flestum þjónustuþáttum

þar sem gjaldskrár höfðu ekki fylgt verðlagi í nokkur ár.

Á árinu 2011 náðu gjaldskrár fyrst sama raunvirði og 2005. Leið-

rétting gjaldskrár var eitt af því sem nauðsynlegt var að gera til að

styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækisins. Á myndinni hér að ofan má

sjá þróun gjaldskrár í samanburði við vísitölu neysluverðs.

mars apríl maí júní júlí ágúst september

Ársreikningur2011 samþykktur

af stjórn.

Samningurum frestun

á gjalddögumvið Depfa bankann.

Samningurum frestun ágjalddögum

við Dexiabankann.

Orkuveitan færlán frá Lánasjóði

sveitarfélaga.

Opinnársfundur.

Gjaldmiðlaskipta-samningurað andviði

15 ma.kr. gerðurvið Arion banka.

Samningurum áhættuvarnir

í áli og vöxtumvið ING bankann

framlengdur.

Fjárhagsáætlunsamþykkt.

FJÁRMÁLIN Í HNOTSKURN 2012

0

2

4

6

8

10

12

14

16

Ma.kr.

2010 20112008 20092006 20072004 20052002 2003 2012

ÞRÓUN REKSTRARGJALDA

14,0

12,412,5 13,0

9,6

11,4

8,1 8,27,8 7,7

12,9

ÞRÓUN GJALDSKRÁR RAFMAGNS OG HITAÍ SAMANBURÐI VIÐ VÍSITÖLU NEYSLUVERÐS

60

65

70

75

90

85

80

110

105

100

95

20122005 2006 2007 2008 2009 2010 2011

NVT RAFMAGN HEITT VATN

// lykilstÆrðir úr rekstri

Page 19: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 19

Þróun EBITDA segir mikið um þann viðsnúning sem hefur orðið

í rekstrinum og sýnir umtalsvert bætta getu fyrirtækisins til að

takast á við afborganir lána. Einnig má sjá jákvæð áhrif þessarar

þróunar þegar nettó skuldum er deilt í EBITDA, en sú stærð sýnir

þann árafjölda sem það tæki að greiða niður allar skuldir Orkuveit-

unnar ef EBITDA væri eingöngu ráðstafað með þeim hætti.

YFIRLIT YFIR VIRKJANIR ORKUVEITU REYKJAVÍKUROG UPPSETT AFL ÞEIRRA

JARÐVARMAVIRKJANIR Nesjavallavirkjun HellisheiðarvirkjunSamtals jarðvarmavirkjanir VATNSAFLSVIRKJANIR Elliðaárvirkjun AndakílsárvirkjunSamtals vatnsaflsvirkjanir LághitasvæðiSamtals

VARMAORKA

300 MW133 MW433 MW

---

600 MW1.033 MW

RAFORKA

120 MW303 MW423 MW

3,2 MW8,2 MW

11,4 MW

-434,4 MW

TÖLULEGAR UPPLÝSINGAR UM STARFSMENN Í ÁRSLOK 2012

KONUR KARLAR ALLIR

FJÖLDI FASTRÁÐINNA STARFSMANNA Á LAUNASKRÁ

MEÐALALDUR

MEÐALSTARFSALDUR

ÁRSVERK

RAUNSTARFSMANNAVELTA

127

45,8

10,7

135,7

229

48,6

14,3

340,5

426

47,7

13,2

476,2

2,70%

0

5

10

15

20

25

2010 2011 20122008 20092006 20072004 200520032002

8,5

11,7

ÞRÓUN EBITDAMa.kr.

4,3

6,5

9,9

13,014,0

21,2

25,0

5,13,8

0

5

15

10

20

Ár

20122011201020092008

10,8

9,0

16,0

18,017,6

NETTÓ SKULDIR / EBITDA

Afborganir lána Orkuveitunnar á árinu 2013 verða miklar en

markvisst hefur verið unnið að því að fyrirtækið geti staðið við

skuldbindingar sínar. Verði ekki umtalsverð breyting til hins verra

á ytri áhrifaþáttum eins og gengi gjaldmiðla, vaxtastigi og þróun

álverðs er gert ráð fyrir að EBITDA skili nægu handbæru fé til

afborgana lána og nauðsynlegra fjárfestinga í framtíðinni.

0

20

15

10

5

30

25

2013

AFBORGANIR

2012 20152014 20172016 20192018 20212020 20232022 20252024 20272026 20292028 20312030 20332032 20352034 20372036

Ma. kr

Page 20: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201220 //

Markmið hinna gagngeru endurbóta á rekstri Orkuveitu Reykja-

víkur var tvíþætt. Annars vegar að bregðast við hinum bráða

fjárhagsvanda sem Orkuveitan stóð frammi fyrir vegna aukinnar

skuldabyrði og hins vegar að beina athyglinni að kjarnastarfsemi

fyrirtækisins sem felst í rekstri veitnanna og gera hann hag-

kvæmari og skilvirkari. Að þessari vinnu hefur hver einasti

starfsmaður Orkuveitunnar komið með einhverjum hætti, sem

er afar þakkarvert og lýsandi fyrir þá samstöðu sem ríkir innan

fyrirtækisins.

Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Rekstrarkostnaðar hefur

lækkað mikið og breytt hugsun í ákvarðanatöku en það hefur

skilað hagræðingu án þess að dregið sé úr kröfum um afhending-

arþjónustu kerfanna. Forgangsröðun viðhaldsverkefna hefur verið

breytt og er nú aukin áhersla lögð á áhættugreiningu í kerfunum í

stað þess að beina athyglinni að aldri þeirra. Með því er viðhaldi í

auknum mæli beint að þeim þáttum þar sem vísbendingar eru um

að veikleikar séu til staðar.

Í eftirfarandi töflu má sjá stærstu fjárhagsliði í rekstri Orkuveitu

Reykjavíkur og þróun þeirra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og

skatta hefur hækkað um 13 milljarða kr. frá 2008 sem sýnir við-

snúninginn í rekstrinum og aukið hæfi fyrirtækisins til að taka á

þeim skuldavanda sem það glímir við.

lykiltölur

REKSTUR (milljónir kr.) 2008 2009 2010 2011 2012Breyting

11/12

Rekstur Rafmagn 11.529 12.540 13.622 16.732 18.414 10,1%Heitt vatn 5.717 6.003 6.491 8.434 9.650 14,4%Kalt vatn 1.971 2.510 2.577 2.748 3.040 10,6%Fráveita 2.010 2.276 2.526 3.251 4.008 23,3%Gagnaflutningur 669 797 1.000 1.170 1.386 18,4%Aðrar tekjur 2.272 1.887 1.700 1.291 1.407 9,0%

Rekstrartekjur samtals 24.168 26.013 27.916 33.626 37.905 12,7%

Rekstrarkostnaður (12.517) (13.042) (13.964) (12.391) (12.861) 3,8%

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) 11.652 12.970 13.951 21.235 25.044 17,9%

Afskriftir (6.953) (7.814) (7.962) (8.881) (10.371) 16,8%

Rekstrarhagnaður (EBIT) 4.699 5.157 5.989 12.354 14.673 18,8%

Innleystar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld (3.364) (4.258) (3.424) (3.635) (5.169) 42,2%

Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði 1.334 898 2.565 8.719 9.504 9,0%

Óinnleystir fjármagnsliðir (89.435) (4.812) 14.201 (16.027) (13.334) -16,8%

Tekjuskattur 15.064 1.398 (3.037) 6.751 1.535 -77,3%

Afkoma ársins samkvæmt ársreikningi (73.037) (2.516) 13.729 (556) (2.295) 312,6%

Efnahagur í árslok (millj. kr.)Orkuver og veitukerfi 217.728 230.825 238.274 249.478 244.472 -Aðrir fastafjármunir 34.890 42.102 39.996 39.669 34.441 -Veltufjármunir 6.755 8.598 8.270 7.238 18.289 -Eignir samtals 259.373 281.525 286.540 296.385 297.202 -Eigið fé samtals 48.359 40.657 52.847 61.643 60.648 -Langtímaskuldir 196.589 221.780 212.162 214.302 202.129 -Skammtímaskuldir 14.425 19.088 21.531 20.440 34.425 -

Skuldir og eigið fé samtalsNettó skuldir* 204.537 233.625 222.847 228.571 224.617 -

Sjóðstreymi (millj. kr.)Veltufé frá rekstri FFO 7.983 9.036 10.595 17.231 19.880 15,4%Handbært fé frá rekstri 7.699 8.429 11.588 16.930 18.935 11,8%Fjárfestingarhreyfingar (32.373) (20.470) (14.542) (9.539) (2.747) -Fjármögnunarhreyfingar 21.485 13.133 2.220 (8.068) (11.360) -

LausaféHandbært fé í lok tímabilsins 1.244 2.943 2.344 1.652 6.886 -Óádregin veltilán 14.799 13.800 8.298 5.900 6.800 -Lausafé til ráðstöfunar í árslok 16.042 16.743 10.641 7.552 13.686 -

*Nettó skuldir eru vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé

KennitölurHagnaðarstig 18,3% 19,8% 21,5% 36,7% 38,6% -Nýting fjármagns 9,3% 9,2% 9,7% 11,3% 12,8% -Hlutfall útistandandi sölu 13,6% 12,8% 13,1% 12,6% 12,5% -Eiginfjárhlutfall 18,6% 14,4% 18,4% 20,8% 20,4% -Veltufjárhlutfall 0,47 0,45 0,38 0,35 0,53 -Veltufé frá rekstri sem hlutfall af rekstrartekjum 33,0% 34,7% 38,0% 51,2% 52,4% -Fjárfesting sem hlutfall af veltu 133,9% 78,7% 52,1% 28,4% 7,2% -Skuldaþekja (EBITDA /gr afb + Nettó gr. vextir) 1,81 1,23 1,76 1,50 1,24 -Vaxtaþekja (FFO interest cover) 2,10 2,27 3,31 3,52 3,86 -

// lykilstÆrðir úr rekstri

Page 21: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 21

fjárMöGNuN

Á liðnu ári fékk Orkuveita Reykjavíkur lán hjá Lánasjóði sveitarfé-

laga að fjárhæð 6,2 milljónir evra, en lánstíminn er til 2020. Lánið

er veitt til að endurfjármagna yfirstandandi fráveituframkvæmdir

á Akranesi, í Borgarbyggð og á Kjalarnesi sem fjármagnaðar voru

með óhagkvæmari hætti.

Samningar náðust við franska bankann Dexia um að fresta hluta

af stórri afborgun á árinu 2013 til loka árs 2015. Afborganirnar

sem samningurinn nær til nema um 5,4 milljörðum kr. Á árinu

2013 eru þungar afborganir af lánum fyrirtækisins en með

þessum samningi er létt verulega á þeirri byrði.

Orkuveita Reykjavíkur gerði einnig samning við Depfa bankann um

breytingar á afborgunum 30 milljóna evra láns sem var með einn

gjalddaga á árinu 2016. Það svarar til um 4,9 milljarða íslenskra

króna. Orkuveita Reykjavíkur átti í árslok 2012 tryggt lausafé að

fjárhæð 13,7 milljarða kr., þar af 6,9 milljarða í handbæru fé.

áHÆttustýriNG oG láNsHÆfisMat

orkuveitu reykjavíkur

Áhættustefna Orkuveitu Reykjavíkur var samþykkt af stjórn

fyrirtækisins 20. janúar 2012. Það er stefna stjórnar að í allri

starfsemi fyrirtækisins sé gætt að áhættu og með því stuðlað að

ábyrgum og skilvirkum ákvörðunum og stjórnunarháttum. Mikið

starf hefur verið unnið á árinu við innleiðingu áhættustefnunnar og

mörg skref stigin til að draga úr áhættu í rekstri fyrirtækisins.

Gjaldmiðlaskiptasamningur við Arion banka var gerður til að verja

fjárhag fyrirtækisins fyrir gengissveiflum íslensku krónunnar.

Samningurinn tryggir Orkuveitunni aðgang að erlendum gjaldeyri

næstu sex árin og er verðmæti hans metið á um 15 milljarða

króna.

Áframhaldandi samstarf um áhættuvarnir við hollenska ING

bankann hefur gert Orkuveitu Reykjavíkur kleift að draga úr

áhættu vegna óhagstæðrar þróunar á verði áls, vaxta og gengi

erlendra gjaldmiðla.

Lánshæfismat Moody‘s fyrir Orkuveitu Reykjavíkur var endur-

skoðað í febrúar 2013 og var það óbreytt frá fyrra ári, B1 með

neikvæðum horfum. Lánshæfismat án ábyrgðar eigenda var

einnig óbreytt B3.

Matsfyrirtækið Reitun hækkaði grunnlánshæfiseinkunn fyrirtækis-

ins í B- úr C+ en heildareinkunn með ábyrgð eigenda er áfram B+.

0%

25%

20%

15%

10%

5%

20122011201020092008

20,8% 20,4%

18,4%

14,4%

18,6%

EIGINFJÁRHLUTFALL

0,0

0,5

1,0

1,5

2,0

2,5

3,0

4,5

4,0

3,5

5,5

5,0

20122011201020092008

4,14,4

4,2

2,7

VAXTAÞEKJA(EBITDA/NETTÓ VAXTAGJÖLD)

4,0

0

0,50

0,55

0,45

0,40

0,35

0,30

0,25

0,20

0,15

0,10

0,05

20122011201020092008

0,35

0,53

0,38

0,450,47

VELTUFJÁRHLUTFALL

Page 22: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201222 //

PlaNið2011 2012 2013 2014 2015 2016 ALLS

Aðgerðaáætlun í milljónum króna 11.877 10.170 15.005 6.813 2.940 4.458 51.263Helstu aðgerðir:

Lækkun fjárfestinga í veitukerfum 1.205 3.518 2.690 2.518 2.410 2.659 15.000Víkjandi lán frá eigendum 8.000 - 4.000 - - - 12.000Eignasala 1.000 2.000 5.100 1.900 - - 10.000Auknar tekjur vegna leiðréttingar gjaldskrár 1.122 1.552 1.215 1.295 1.330 1.499 8.013Lækkun rekstrarkostnaðar 300 900 900 900 1.000 1.000 5.000Lækkun annarra fjárfestinga 250 200 200 200 200 200 1.250Frestun fjárfestinga vegna fráveitu - 2.000 900 - -2.000 -900 0

fraMviNDa PlaNsiNsRAUN

2011RAUN

2012RAUN

2013RAUN

2014RAUN

2015RAUN

2016 ALLS

Lækkun fjárfestinga í veitukerfum 1.825 4.808 - - - - 6.633Víkjandi lán frá eigendum 7.925 75 - - - - 8.000 Eignasala 1.115 212 - - - - 1.327Auknar tekjur vegna leiðréttingar gjaldskrár 1.128 2.200 - - - - 3.328Lækkun rekstrarkostnaðar 747 887 - - - - 1.634 Lækkun annarra fjárfestinga 378 415 - - - - 793 Frestun fjárfestinga vegna fráveitu - 2.150 - - - - 2.150

áraNGur PlaNsiNs RAUN 2011

RAUN 2012

RAUN 2013

RAUN 2014

RAUN 2015

RAUN 2016 ALLS

Lækkun fjárfestinga í veitukerfum 620 1.290 - - - - 1.910 Víkjandi lán frá eigendum -75 75 - - - - 0 Eignasala 115 -1.788 - - - - -1.673 Auknar tekjur vegna leiðréttingar gjaldskrár 6 648 - - - - 654 Lækkun rekstrarkostnaðar 447 -13 - - - - 434 Lækkun annarra fjárfestinga 128 215 - - - - 343 Frestun fjárfestinga vegna fráveitu 0 150 - - - - 150

PlaNið

Aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur og eigenda „Planið“ var

samþykkt vorið 2011 og felur í sér margvíslegar aðgerðir sem

miða að því að bæta sjóðstöðu fyrirtækisins um 50 milljarða

króna til ársloka 2016. Þar á meðal er eignasala, aðhald og

frestun fjárfestinga, leiðrétting gjaldskrár og lækkun rekstrar-

kostnaðar.

Árangur Plansins 2011-2012 er um 1,8 milljörðum króna betri en

gert var ráð fyrir. Heildaráhrif ytri þátta – vaxta, álverðs og gengis

– hafa reynst hagstæðari en forsendur Plansins. Allir þættir

Plansins eru á áætlun nema hvað eignasala hefur gengið hægar

en ráð var fyrir gert.

0

10.000

5.000

20.000

15.000

30.000

25.000

m.kr.

PLANIÐ 2011-2012 RAUN 2011-2012

ÁRANGUR PLANSINS 2011-2012

100%108,2%

// lykilstÆrðir úr rekstri

Page 23: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 23

Leiðrétting gjaldskrár átti að leiða til 2.674 milljóna kr. tekjuaukn-

ingu á tímabilinu 2011-2012. Það náðist og 654,3 milljónum kr.

betur. Allar leiðréttingar gjaldskrár hafa verið samþykktar og eru

komnar til framkvæmda.

Frá upphafi Plansins hafa verið seldar eignir fyrir 1.327 milljónir

kr. Seldar voru fasteignir sem ekki tilheyra kjarnastarfsemi OR

fyrir 804,5 milljónir kr. Einnig hafa hlutdeildarfélög verið seld fyrir

398,1 milljónir kr., auk þess sem ýmsir lausafjármunir og efni voru

seld fyrir 124,4 milljón kr. Ýmsar aðrar eignir eru í söluferli, búist

er við að eignasölumarkmiðum Plansins verði fullnægt þó þau hafi

tekið lengri tíma en vonir stóðu til í upphafi.

Krafa um hagræðingu í rekstri er 5.000 milljónir króna á árunum

2011 til 2016 en rekstrarhagræðingaraðgerðir hafa skilað sér

hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á árunum 2011-2012 var gert

ráð fyrir að lækkun rekstrarkostnaðar næmi um 1.200 milljónum

króna. Rekstrarkostnaður var 1.634 milljónum kr. lægri og því 434

milljónum króna betri árangur en Planið gerði ráð fyrir á árunum

2011 - 2012.

Fjárfestingaráð Veitna forgangsraðar öllum verkefnum eftir mikil-

vægi, þar sem sérstaklega er horft til áhættumats og sendir síðan

tillögur sínar til Innkauparáðs til samþykkis. Á árunum 2011-2012

var gert ráð fyrir að minnka framlag til fjárfestingarverkefna í

veitukerfum um 4.723 milljónir kr. og til annarra verkefna um 450

milljónir kr. Annars vegar er því verið að minnka fjárfestingu með

breyttu vinnulagi en hins vegar er verið að fresta skilgreindum

verkefnum í fráveitu um tvö ár. Sú frestun leiðir til þess að 2,9

milljarðar flytjast frá árunum 2012 og 2013 til 2015 og 2016.

Heildarfjárfesting vegna fráveitu á fimm ára tímabilinu er því

óbreytt en mun leiða til minni fjármagnskostnaðar á fyrri hluta

tímabilsins. Þetta er afar mikilvægt vegna þungrar afborgunar-

byrði lána á tímaramma Plansins.

0

500

1.500

2.500

1.000

2.000

3.000

3.500

m. kr.

ÁÆTLUÐ TEKJUAUKNING RAUNTEKJUAUKNING

AUKNAR TEKJUR VEGNALEIÐRÉTTINGAR GJALDSKRÁR 2011-2012

100%

124,5%

0

1.000

2.000

500

1.500

2.500

3.000

3.500

m.kr.

ÁÆTLUÐ EIGNASALA RAUN EIGNASALA

EIGNASALA 2011-2012

100%

44,2%

0

6.000

2.000

4.000

10.000

8.000

12.000

m.kr.

ÁÆTLUÐ LÆKKUN FJÁRFESTINGA RAUNLÆKKUN FJÁRFESTINGA

FJÁRFESTING 2011-2012

100%

133,5%

0

400

200

1.200

800

600

1.000

1.600

1.400

1.800

m.kr.

HAGRÆÐINGARKRAFA RAUNÁRANGUR

LÆKKUN REKSTRARKOSTNAÐAR 2011-2012

100%

136,2%

Page 24: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir
Page 25: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

árið í HNotskurN

kafli

4

Page 26: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRIÐ Í HNOTSKURN

25.01’12Tilkynnt er um víðtækar

umbætur á stjórnarháttumOrkuveitu Reykjavíkur

10.01’12Við stórtjóni liggur

þegar útsláttur í kerfiLandsnets veldur keðjuverkun

í virkjunum og veitumOrkuveitu Reykjavíkur

28.02’12Uppstokkun í rekstri OrkuveituReykjavíkur lýkur og 20 manns

er sagt upp störfum.

17.02’12Tilboð opnuð í Perluna.

Síðar er fallið frá hæsta tilboðisem nam 1.689 m.kr.

14.03’12Norræni fjárfestingabankinntilkynnir um vaxtalækkun

á lánum Orkuveitu Reykjavíkur

15.04’12Hollvinasamtök stofnuð

um Elliðaárdalinn, vöggu starfsemiOrkuveitu Reykjavíkur

27.04’12Stjórn veitir forstjóra

umboð til viðræðna um aðHverahlíðarvirkjun verði

í sérstöku félagi 14.06’12Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkurhaldinn þar sem sagt er frá samningum

við erlenda banka um breyttarafborganir lána

27.07’12Auglýst er útboð vegna

nýrrar vatnsveitu íReykholtsdal þar semþurrkar hafa valdið

vatnsskorti

01.10’12Skýrsla óháðs

vísindahóps um jarðskjálftatengt niðurdælingu

gefin út

10.10’12Skýrsla úttektarnefndar á

fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur kynnt - úrvinnsla hafin

19.10’12Stjórn samþykkir sölu

á 49% hlut í Gagnaveitu Reykjavíkurað fengnu samþykki eigenda

Orkuveitu Reykjavíkur

10.11’12Ítrekuð óveður valda

talsverðum rafmagnstruflunumá höfuðborgarsvæðinu

22.11’12Fyrstu reikningarnir með

upprunaábyrgðum rafmagnsinsbirtast viðskiptavinum

14.12’12Stjórn samþykkirsölu Perlunnar til

Reykjavíkurborgarfyrir 950 mkr.

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201226 // // árið í HNotskurN

Page 27: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRIÐ Í HNOTSKURN

25.01’12Tilkynnt er um víðtækar

umbætur á stjórnarháttumOrkuveitu Reykjavíkur

10.01’12Við stórtjóni liggur

þegar útsláttur í kerfiLandsnets veldur keðjuverkun

í virkjunum og veitumOrkuveitu Reykjavíkur

28.02’12Uppstokkun í rekstri OrkuveituReykjavíkur lýkur og 20 manns

er sagt upp störfum.

17.02’12Tilboð opnuð í Perluna.

Síðar er fallið frá hæsta tilboðisem nam 1.689 m.kr.

14.03’12Norræni fjárfestingabankinntilkynnir um vaxtalækkun

á lánum Orkuveitu Reykjavíkur

15.04’12Hollvinasamtök stofnuð

um Elliðaárdalinn, vöggu starfsemiOrkuveitu Reykjavíkur

27.04’12Stjórn veitir forstjóra

umboð til viðræðna um aðHverahlíðarvirkjun verði

í sérstöku félagi 14.06’12Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkurhaldinn þar sem sagt er frá samningum

við erlenda banka um breyttarafborganir lána

27.07’12Auglýst er útboð vegna

nýrrar vatnsveitu íReykholtsdal þar semþurrkar hafa valdið

vatnsskorti

01.10’12Skýrsla óháðs

vísindahóps um jarðskjálftatengt niðurdælingu

gefin út

10.10’12Skýrsla úttektarnefndar á

fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur kynnt - úrvinnsla hafin

19.10’12Stjórn samþykkir sölu

á 49% hlut í Gagnaveitu Reykjavíkurað fengnu samþykki eigenda

Orkuveitu Reykjavíkur

10.11’12Ítrekuð óveður valda

talsverðum rafmagnstruflunumá höfuðborgarsvæðinu

22.11’12Fyrstu reikningarnir með

upprunaábyrgðum rafmagnsinsbirtast viðskiptavinum

14.12’12Stjórn samþykkirsölu Perlunnar til

Reykjavíkurborgarfyrir 950 mkr.

// 27

Page 28: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir
Page 29: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

stjÓrNarHÆttir

kafli

5

Page 30: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201230 //

eiGeNDastefNa

Á árinu 2012 var mikilvægt skref stigið til að bæta stjórnarhætti

hjá Orkuveitu Reykjavíkur þegar eigendastefna var samþykkt

fyrir fyrirtækið. Í framhaldi af samþykkt hennar hefur verið unnið

að endurskoðun annarra stoða sem skapa rekstrinum ramma.

Eigendur eru að endurskoða sameignarsamning sinn og lög um

fyrirtækið í samstarfi við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.

Með eigendastefnunni er leitast við að skýra hlutverk og ábyrgð

eigenda og tryggja þátttöku þeirra í ákvörðunum um mikilvæg

málefni og stefnumörkun um leið og eigendurnir leitast við að

skapa stjórn fyrirtækisins eftirsóknarvert umhverfi til að sinna

skyldum sínum í þágu hagsmuna fyrirtækisins og markaðrar

stefnu eigenda.

Í eigendastefnu Orkuveitunnar er áhersla lögð á virðingu gagnvart

umhverfinu, ábyrga nýtingu auðlinda og ábyrga nýtingu fjármuna.

Orkuveita Reykjavíkur skal koma fram af heilindum og rækja sam-

félagslega ábyrgð í starfsemi sinni. Fyrirtækið vill að litið verði til

þess sem trausts samstarfsaðila sem eftirsóknavert er að starfa

fyrir og með, og að það gegni veigamiklu hlutverki í samfélaginu.

GilDi orkuveitu reykjavíkur

Hluti þeirrar stefnubreytingar sem unnið hefur verið að hjá

eigendum, stjórn, stjórnendum og starfsfólki Orkuveitunnar er

endurskoðun gilda fyrirtækisins. Á árinu 2012 þróaðist sú vinna

með þeim hætti að þrjú gildi voru valin; framsýni, hagsýni og

heiðarleiki.

FRAMSÝNI snýr einkum að hlutverki Orkuveitunnar, þar sem

veiturekstur er í eðli sínu viðfangsefni til afar langs tíma og þarfir

íbúanna fyrir þjónustu veitufyrirtækja úreldast ekki.

HAGSÝNI er boðorð hagskvæms reksturs frá degi til dags

þannig að viðskiptavinir fái skilgreinda þjónustu á sanngjörnu

verði.

HEIÐARLEIKI snýr að því hvernig starfsfólk kemur fram við

viðskiptavini og hvert við annað, hvernig það starfar og tryggir

gegnsæi í rekstrinum.

Á árinu 2012 gaf starfsfólk Orkuveitunnar gildunum dýpra inntak,

þróaði hugmyndir sínar um þau og innleiddi í stefnu og dagleg

störf fyrirtækisins.

stjÓrNarHÆttirOrkuveita Reykjavíkur er sameignarfyrirtæki og starfar á grundvelli laga nr. 139/2001, um stofnun

sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur og reglugerðar nr. 297/2006. Um starfsemina

gilda ýmis sérlög á starfssviði fyrirtækisins. Eigendur Orkuveitu Reykjavíkur eru Reykjavíkurborg

(93,539%), Akraneskaupstaður (5,528%) og Borgarbyggð (0,933%). Núgildandi sameignarsamningur

eigenda, sem meðal annars kveður á um stjórnarhætti, er frá árinu 2004.

// stjÓrNarHÆttir

Page 31: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 31

GÆðakerfi

Orkuveita Reykjavíkur starfar undir samþættu gæðakerfi sem

nær til alls fyrirtækisins og miðar að því að tryggja viðskiptavinum

örugga afhendingu og hagkvæma þjónustu. Gæðakerfið saman-

stendur af eftirfarandi skjalfestum og vottuðum rekstrarkerfum:

ISO 9001: Gæðastjórnun.

ISO 14001: Umhverfisstjórnun.

OHSAS 18001: Stjórnun öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfis.

ISO 27001: Stjórnun upplýsingaöryggis.

GÁMES: Stjórnun matvælaöryggis.

Rafmagnsöryggisstjórnkerfi: Lögbundið öryggiskerfi

samkvæmt kröfum Mannvirkjastofnunar.

Óháðir vottunaraðilar gera árlega úttekt á því að starfsemi

Orkuveitu Reykjavíkur sé í samræmi við ofangreinda staðla. Í

úttektunum var staðfest að starfsemin sé í því horfi sem staðl-

arnir segja til um.

stjÓrNeNDur oG skiPurit

Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hann er jarð-

fræðingur og verkfræðingur og hefur hann áður stjórnað Lands-

virkjun Power, Kísiliðjunni í Mývatnssveit og Járnblendifélaginu á

Grundartanga. Bjarni hóf störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur í mars

árið 2011.

Ingvar Stefánsson er framkvæmdastjóri Fjármála. Hann er með

viðskiptafræðipróf á endurskoðunarsviði auk meistaragráðu í fjár-

málum og stjórnun. Ingvar hóf störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur árið

2011 en áður starfaði hann m.a. sem framkvæmdastjóri Íslands-

banka fjármögnunar. Ingvar er staðgengill forstjóra.

Páll Erland er framkvæmdastjóri Virkjana og sölu. Hann nam

iðnrekstrarfræði og lauk síðar viðskiptafræðiprófi og MBA. Páll

hefur starfað hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá 2001. Áður vann hann

sem sölu- og markaðsstjóri erlendis og við ráðgjöf.

Inga Dóra Hrólfsdóttir er framkvæmdastjóri Veitna.

Hún er byggingarverkfræðingur með meistarapróf á sviði

jarðtækni auk rekstrarnáms. Hún hefur starfað hjá Orkuveitu

Reykjavíkur frá stofnun hennar og þar áður hjá Hitaveitu Reykja-

víkur frá 1996 og stjórnað ýmsum einingum innan fyrirtækisins.

Skúli Skúlason er framkvæmdastjóri Þjónustu. Hann er við-

skiptafræðingur með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun.

Hann hefur starfað hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá 2009 en var

áður fjármálastjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og vann

við ráðgjöf.

Hildigunnur H. Thorsteinsson er framkvæmdastjóri

Þróunar. Hún er iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands

með meistarapróf frá MIT á sviði jarðvarma. Hún hóf störf hjá

Orkuveitu Reykjavíkur undir lok árs 2012. Áður hafði hún unnið að

jarðhitaverkefnum meðal annars fyrir íslensk fyrirtæki erlendis og

hjá bandaríska orkumálaráðuneytinu frá 2009.

INNRI ENDURSKOÐUNGuðmundur I. Bergþórsson

SKIPURIT

STJÓRN

FORSTJÓRIBjarni Bjarnason

ENDURSKOÐUNARNEFND

ÞJÓNUSTA

Skúli Skúlason

ÞJÓNUSTUVER

Sigrún Viktorsdóttir

MÆLA- OG TENGIÞJÓNUSTA

Þorvaldur Finnbogason

REIKNINGAGERÐ

Þorbjörg Bjarnadóttir

INNHEIMTA

Regína Sigurgeirsdóttir

FJÁRMÁL

Ingvar Stefánsson

FJÁR- OG ÁHÆTTUSTÝRING

Ingvar Stefánsson

REIKNINGSHALD

Rannveig T. Kristinsdóttir

HAGMÁL

Bjarni Freyr Bjarnason

INNKAUP OG REKSTRARÞJÓNUSTA

Hálfdan Gunnarsson

UPPLÝSINGATÆKNI

Sæmundur Friðjónsson

VIRKJANIR OG SALA

Páll Erland

STEFNUMÓTUN

Gísli Sveinsson

VIRKJANIR

Guðmundur HagalínGuðmundsson

SALA OG MARKAÐSMÁL

Brynjar Stefánsson

VEITUR

Inga Dóra Hrólfsdóttir

TÆKNI

Tómas Hansson

REKSTUR

Helgi Helgason

VIÐHALDSÞJÓNUSTA

Hildur Ingvarsdóttir

STJÓRNSTÖÐ

Benedikt Einarsson

ÞRÓUNHildigunnur H. Thorsteinsson

AUÐLINDARANNSÓKNIR

Einar Gunnlaugsson

KERFISRANNSÓKNIR OG HÖNNUN

Þorgeir Einarsson

VERKEFNASTOFA

Ásdís Kristinsdóttir

GÆÐAMÁL

Kristjana Kjartansdóttir

LÖGFRÆÐIMÁL

Elín Smáradóttir

SAMSKIPTAMÁL

Eiríkur Hjálmarsson

SKJALAMÁL

Anna Margrét Björnsdóttir

STARFSMANNAMÁL

Sólrún Kristjánsdóttir

UMHVERFISMÁL

Hólmfríður Sigurðardóttir

ÖRYGGISMÁL

Reynir Guðjónsson

Page 32: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201232 //

Page 33: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 33

viðskiPtaviNuriNN í öNDveGi

kafli

6

Page 34: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201234 //

Gildi Orkuveitu Reykjavíkur eru framsýni, hagsýni og heiðarleiki.

Þau eru höfð að leiðarljósi í allri þjónustu fyrirtækisins. Áhersla er

lögð á virðingu fyrir viðskiptavinum, vilja til að veita góða þjónustu

og gott viðmót.

Mikil lífsgæði felast í jafnri og stöðugri vatnsveitu, hitaveitu,

rafmagnsveitu, fráveitu og gagnaveitu. Í þessu felst þjónusta

Orkuveitu Reykjavíkur að stærstu leyti. Í árslok 2012 náði þjón-

ustusvæði fyrirtækisins til 20 sveitarfélaga frá Grundarfirði til

Rangárvalla. Á þessu svæði búa um 2/3 hlutar þjóðarinnar. Til að

sinna þörfum viðskiptavina rekur Orkuveitan fjölbreytt veitukerfi

auk þess að framleiða orku í fjórum virkjunum á suðvesturhorni

landsins.

Vatnsveita og fráveita eru skylduverkefni sveitarfélaga. Raforku-

dreifing og flestar hitaveitur eru reknar með opinberum sérleyfum

og orkuframleiðslan, sala raforkunnar frá virkjununum og rekstur

gagnaveitu eru á samkeppnimarkaði.

ÞjÓNusta veitNaNNa 2012

Aðgangur að hreinu neysluvatni er ein verðmætasta auðlind íbúa

og fyrirtækja á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Flestir líta á

hreint neysluvatn sem sjálfsagðan þátt í daglegu lífi og virðist sem

menn leiði sjaldan hugann að því hvort hreinleiki drykkjarvatnsins

sé í hættu. Þar sem vandamál hafa komið upp gerir fólk sér hins

vegar skýra grein fyrir mikilvægi neysluvatnsins og að nauðsynlegt

sé að grípa til forvarna og úrbóta.

Ýmsir þættir skapa hættu á mengun grunnvatns og vatnsbóla á

og í nágrenni við vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins sem

þjónar rúmlega helmingi þjóðarinnar. Þeir helstu eru umferð um

Bláfjallaveg og Bláfjallaleið, starfsemi í Bláfjöllum, umferð öku-

tækja og áningarstaðir í Heiðmörk ásamt útivist, áburðarnotkun

við skógrækt, fuglum og meindýrum. Ennfremur skapast hætta

af sumarhúsabyggð og heilsársbúsetu á svæðinu. Því er ljóst að

það þrengir að vatnsbólum og vatnsverndarsvæðum höfuðborgar-

svæðisins.

Á árinu 2012 hélt Orkuveitan vatnsverndarsjónarmiðum mjög á

lofti og stundum við misjafnar undirtektir. Áfram verður lögð rík

áhersla á að upplýsa eftirlitsaðila, sveitarstjórnarmenn, félaga-

samtök, fjölmiðla og almenning um að verndun vatnsbólanna sé

mjög mikilvæg sem tryggir fólki öruggt neysluvatn um ókomna

framtíð.

Rekstur vatnsveitukerfisins gekk vel á árinu og lítið var um

truflanir í rekstri. Orkuveita Reykjavíkur nýtir vatnsból í Heiðmörk

auk þess sem hún rekur vatnsveitur víða á Suðvesturlandi. Fylgst

er með gæðum neysluvatns og er það einkum gert með greiningu

gerla og efnamælingum í vatni. Tíðni slíkra mælinga er bundin í

neysluvatnsreglugerð.

Rekstur hitaveitukerfisins gekk í heild sinni vel á árinu. Ekki komu

upp nein vandamál í flutningsgetu vatns þegar kalt var í veðri og

mikið álag á kerfinu. Orkuveitan rekur 13 hitaveitur á Suður-

og Vesturlandi. Sú stærsta er í Reykjavík en hún er um leið

stærsta hitaveita í heimi sem nýtir jarðhitavatn. Fylgst er grannt

með vinnslu og hvernig vatnsborð, hiti og efnainnihald breytist á

öllum þeim jarðhitasvæðum sem eru nýtt. Mikilvægt er að jafn-

vægi ríki milli nýtingar og vatnsborðs í svæðunum. Ef hiti lækkar

eða efnainnihald breytist bendir það til innstreymis á köldu vatni.

Orkuveitan fylgist með öllum svæðunum af nákvæmni svo nýta

megi svæðin á sjálfbæran hátt til langs tíma. Ef jafnvægi raskast

þarf að draga úr dælingu. Tölvulíkön hafa verið gerð af orkuforða

margra þessara jarðhitasvæða til að spá fyrir um hvernig þau

bregðast við vinnslu. Þau eru í stöðugri endurskoðun í ljósi nýjustu

gagna svo hægara sé að stýra vinnslunni þannig að nýtingin sé

sjálfbær.

viðskiPtaviNuriNN í öNDveGiOrkuveita Reykjavíkur leggur metnað sinn í að viðskiptavinir njóti öruggrar og traustrar þjónustu

og að leysa hratt og vel úr öllum þeim vanda sem upp kemur. Starfsmenn fyrirtækisins eru vakandi

fyrir því að viðskiptavinurinn sé upplýstur um vörur þess og þjónustu.

// viðskiPtaviNuriNN í öNDveGi

Page 35: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

Fráveita Gagnaveita ReykjavíkurHeitt vatn/dreifingKalt vatn/dreifingRafmagn/dreifing

Rafmagnsframleiðsla Kaldavatnsframleiðsla Heitavatnsframleiðsla

Losun í kerfi Orkuveitu Reykjavíkur Eingöngu fyrirtækjatengingarHeildsala - kalt vatn Heildsala - heitt vatn

Skýringar á korti

SVEITARFÉLÖG ÞAR SEM ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Á VEITU Á HLUTA SVÆÐIS SVEITARFÉLÖG ÞAR SEM ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Á VEITU Á ÖLLU SVÆÐINU

VEITUSVÆÐI–

Orkuveitu Reykjavíkur

Kort af

Ásahreppur

Vestmannaeyjar

Deildartunga

Borgarnes

Úthlíð

Þorlákshöfn

Mosfellsbær

Hvanneyri

Andakílsárvirkjun

ÞóroddsstaðirBakki

Hveragerði

Hella

Hvolsvöllur

SvartagilBifröst

Munaðarnes

Efri Reykir

Gljúfurárholt

Selfoss

Grábrókarhraun

Laugaland

Kaldárholt

Gvendarbrunnar

Vatnsendakrikar

Bjarnarfell

Seleyri

Grímsnes

Öndverðarnes

Brekkuskógur

Berjadalur

Reykholt

Varmaland

Rauðsgil

Fossamelar

Stóra Drageyri

Skorradalur

Heiðmörk

Akranes og nágrenni

Reykjavík

ÁlftanesKópavogur

GarðabærHafnarfjörður

Seltjarnarnes

Hellisheiðarvirkjun

NesjavallavirkjunElliðaárstöð

Svelgsárhraun

Grund

Stykkishólmur

HofstaðirGrundarfjörður

Kleppjárnsreykir

// 35

Page 36: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201236 //

Rekstur fráveitu gekk vel á árinu og ekki var um neinar stærri

rekstrartruflanir eða bilanir að ræða hvorki í lagnakerfi né dælu-

og hreinsistöðvum. Stærsta verkefnið sem bíður í fráveitu er

að ljúka því mikla uppbyggingarverkefni sem staðið hefur yfir á

Vesturlandi á síðustu árum. Þar hafa verið teknar í notkun fjórar

lífrænar skólphreinsistöðvar í uppsveitunum en fjárhagserfiðleikar

síðustu missera hafa tafið verklok við hreinsi- og dælustöðvar á

Akranesi, í Borgarnesi og á Kjalarnesi.

Kapp var lagt á að tryggja traustan rekstur rafdreifikerfisins en

nokkrar truflanir urðu vegna ísingar og seltu í tengivirkjum.

Helstu rekstrartruflaNir á áriNu 2012

Í janúar varð bilun í tengivirki Landsnets við Brennimel í

Hvalfirði sem rakið var til seltu og ísingar á tengivirkinu. Víðtækt

rafmagnsleysi varð víða um land og m.a. um hálfrar klukkustund-

ar rafmagnsleysi á Akranesi af þessum sökum. Í spennusveiflunni

sem fylgdi trufluninni leystu margar dælur hitaveitu og fráveitu út

og varð heitavatnslaust víða á Suðurlandi.

Í byrjun nóvember gerði aftakaveður á höfuðborgarsvæðinu sem

olli því m.a. að nokkrir stólpar í Kjalarneslínu brotnuðu. Við það

varð rafmagnslaust á hluta Kjalarness. Sökum veðurs var ekki

mögulegt að ljúka viðgerð og koma rafmagni á aftur fyrr en um

sólarhring síðar hjá þeim notendum sem urðu rafmagnslausir í

lengstan tíma. Nokkrum dögum síðar varð víðtækt rafmagnsleysi

í Grafarholti, Grafarvogi, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi. Selta sem

safnast hafði á raforkuvirki í fyrra veðrinu olli bilun í tengivirki

Landsnets við Korpu. Notendur í Mosfellsbæ urðu lengst raf-

magnslausir eða í næstum fjóra og hálfa klukkustund.

Skemmd á stórri kaldavatnsæð á Háteigsvegi hafði í för með sér

vatnsleysi sem olli nokkurri röskun m.a. í Sundhöll Reykjavíkur.

Ein umfangsmesta bilunin varð á stofnlögn sem liggur frá lokahúsi

við Sæbraut við Elliðavogsbrýr.

Nokkrar bilanir urðu á aðveituæð hitaveitu Akraness og Borgar-

ness á árinu 2012 og urðu notendur á veitusvæðinu fyrir trufl-

unum af þeim sökum, en um svipaðan fjölda bilana er að ræða

og árin á undan. Tvær bilanir urðu á Grafarvogsæð í september

og október og var hluti Grafarvogs vatnslaus meðan á viðgerðum

stóð.

Helstu aðGerðir til að efla ÞjÓNustu

veitukerfaNNa

• EndurnýjunástofnæðumhitaveituíBorgarfirði,

Breiðholti, Hafnarfirði og í Þorlákshöfn.

• VatnsöflunfyrirvatnsveituíReykholtsdal

og stýringar bættar á Akranesi.

• Endurnýjunáfestingumásteinsökkumsemhalda

sjólögnum fráveitunnar niðri við botn.

• AllsherjarendurnýjunlagnaundirKlapparstíg.

raNNsÓkNir á veitukerfuM oG ÞrÓuN

Þeirra

Í rekstri veitnanna þarf að horfa til langrar framtíðar, áratuga og

jafnvel alda. Í þessu skyni var á árinu 2012 sérstaklega litið á

hönnunarforsendur og notkunarspár vegna hitaveitu. Við spárnar

er hvort tveggja horft til nokkurra ára og skoðaðar sveiflur innan

hvers sólarhrings. Þetta getur komið sér vel þegar dreifikerfið

hefur skerta flutningsgetu vegna bilana eða viðhalds og eins ef

veðurútlit er óhagstætt. Þannig er afhendingaröryggið eflt með

aukinni þekkingu á samspili dreifikerfanna, veðurfars og notkunar

viðskiptavina.

DREIFING Á HEITU VATNI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINUÞúsund m3

0JAN FEB MAR APR MAÍ JÚN JÚL ÁGÚ SEP OKT NÓV DES

2.000

1.000

10.000

9.000

8.000

7.000

6.000

5.000

4.000

3.000

9.212

7.820 7.988

6.340

5.393

3.6523.300 3.489

5.072

6.509

8.037

8.676

STRAUMLEYSISMÍNÚTUR Á NOTANDA

0

14

12

10

8

6

4

2

16

18

20

Mínútur

2009 2010 2011 2012

17,8

13,7

11,4

15,7

// viðskiPtaviNuriNN í öNDveGi

Page 37: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 37

Eftir mikla og hraða uppbyggingu íbúða- og atvinnuhverfa fram að

hruni hefur stækkun veitukerfanna einkum miðast við einstakar

og umfangsmiklar framkvæmdir. Nýr Landspítali kallar á tals-

verða álagsaukningu í öllum dreifikerfum Orkuveitunnar. Þá hafa

sérfræðingar fyrirtækisins komið að undirbúningi vegna byggingar

nýs fangelsis á Hólmsheiði á undanförnu ári.

uPPlýsiNGaGjöf oG ÞjÓNusta

Einn af lykilþáttum í árangri í þjónustu Orkuveitunnar felst í skýr-

um og góðum upplýsingum til viðskiptavina, viðmóti starfsmanna,

áreiðanleika við úrlausn vandamála og öflugum þjónustuvef.

Þekking starfsmanna hefur verið efld á ýmsum þjónustuþáttum

fyrirtækisins og þeim vörum sem viðskiptavinir njóta.

Það skiptir viðskiptavini Orkuveitunnar verulegu máli að hafa

glöggar upplýsingar um hvers megi vænta þegar bilanir eiga sér

stað og þjónusta fer úr skorðum, hversu lengi bilanir standa yfir

vegna viðgerða og hvert þeir eigi að snúa sér.

Þjónusta Orkuveitu Reykjavíkur á að vera traust og hagkvæm

svo hún skili viðskiptavinum bættum lífsskilyrðum og fyrirtækinu

árangri. Undanfarið hefur verið lögð áhersla á að bæta enn frekar

rafræna þjónustu Orkuveitunnar og auka með því möguleika fólks

til að nýta sér viðskiptavinavef Orkuveitunnar: www.orkanmin.is.

Þar er hægt að skila inn eigin álestri, sækja viðskiptayfirlit, skoða

reikninga og álagningu vatns- og fráveitugjalda og fylgjast með

orkunotkun sinni, auk þess sem finna má ýmis hollráð um vörur

og þjónustu fyrirtækisins.

Í þjónustukönnunum undanfarinna ára hafa viðskiptavinir bent

á að reikningar séu flóknir og erfitt sé að átta sig á þeim. Unnið

hefur verið að nýrri framsetningu reikninga og þeir einfaldaðir til

muna. Nýtt reikningaform mun birtast viðskiptavinum á fyrri hluta

ársins 2013.

Fleiri viðskiptavinir hafa átt erfiðara með að greiða reikninga sína

og hafa vanskil aukist á árinu. Langtímavanskil (eldri en þriggja

mánaða) hafa aukist og viðskiptavinir óska í auknum mæli eftir

greiðsludreifingu. Innheimtuferlar voru því endurskoðaðir og

umboð þjónustufulltrúa til að semja við viðskiptavini aukið. Mark-

mið Orkuveitunnar er að aðstoða viðskiptavini við að losna úr

vanskilum og komast hjá því að lokað verði fyrir afhendingu vatns

eða rafmagns. Þetta hefur haft í för með sér að lokunum hefur

fækkað verulega og samningum við viðskiptavini um greiðslu-

dreifingu hefur fjölgað.

HEILDARDREIFING RAFORKUÞRJÁ ÓLÍKA DAGA ÁRIN 2012

MW

0102030405060708090

100110120130140150160170180190200210220

00 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24klst.

• Botn • Toppur • Aðfangadagur jóla

FJÖLDI ÞJÓNUSTUBEIÐNA HJÁ ÞJÓNUSTUVERI 2011 OG 2012

0JAN. FEB. MAR. APR. MAÍ JÚN. JÚL. ÁG. SEPT. OKT. NÓV. DES.

100

200

300

400

500

600

700

800

900

1.000

1.100

1.200

822

672 72

1

491

576

480

423

664

834

771

728

684

1.16

9

920 97

3

780

930

899

845 88

6

1.16

1

1.00

3

906

673

0 0JAN FEB MAR APR MAÍ JÚN JÚL ÁGÚ SEP OKT NÓV DES

2.000

1.000

FJÖLDI SÍMTALA 2011

10.000

9.000

8.000

7.000

12.000

6.000

4.000

3.000

5.000

11.000

13.000Fj. símtala Svarhlutfall%

1009590858075706560555045403530252015105

FJÖLDI SÍMTALA Í ÞJÓNUSTUVER OG SVARHLUTFALL 2011 OG 2012

FJÖLDI SÍMTALA 2012 SVARHLUTFALL 2011 SVARHLUTFALL 2012

11.4

199.

814

12.2

857.

807

10.9

837.

816 8.

285

6.28

9

8.41

07.

082

6.71

57.

205

6.80

66.

436

8.44

17.

172

8.67

97.

061

8.28

87.

745

7.84

66.

321

6.11

4

4.44

1

FJÖLDI LOKANA VEGNA ÓGREIDDRA ORKUREIKNINGA

2010 201120122008 20092006 20072004 20052002 20032001

4.000

3.500

3.000

2.500

2.000

1.500

1.000

500

0

1.420

3.498 3.4643.687

3.543

2.703

2.169 1.862

2.639 2.510

862

406

Page 38: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201238 //

verð á orku oG ÞjÓNustu veitNaNNa

Viðhorf viðskiptavina ráðast að verulegu leyti af þeim væntingum

sem þeir hafa. Væntingar snúast um þjónustuna og gæði hennar

og það verð sem þeir þurfa að greiða fyrir hana. Súluritið hér að

ofan leiðir í ljós mikinn mun á rafmagnsverði hjá veitufyrirtækjum

í höfuðborgum Norðurlanda. Samanburðurinn byggir á gjaldskrám

stærstu orku- og veitufyrirtækjanna í hverri borg.

orkuveitaN oG saMkePPNiN

Ímynd Orkuveitu Reykjavíkur hefur beðið hnekki síðustu ár.

Reglubundnar kannanir svo sem þjónustukannanir, Ánægjuvog og

opinber umfjöllun leiða þetta í ljós. Helsta viðspyrna Orkuveitunnar

í þessu efni felst í bættum rekstri, auknum sparnaði og aðhaldi

sem eflir fjárhag fyrirtækisins. Auk þess er glímt við einstakar

neikvæðar vísbendingar í þessum könnunum með markvissum

aðgerðum. Þær virðast skila árangri þar sem einkunn Orkuveit-

unnar í Ánægjuvoginni 2012 tók mikilvægt stökk upp á við.

Þessi vandi gerir fyrirtækinu erfitt um vik að sækja fram þar sem

um harða samkeppni er að ræða. Sala á raforku er veigamesti

samkeppnisþáttur Orkuveitunnar og fyrirsjáanlegt er að hann

verði rekinn í sérstöku félagi ásamt rekstri virkjana Orkuveitunnar.

Raforkumarkaðurinn hefur þróast mikið frá upphafi samkeppni og

sést það best nú síðustu ár þar sem fyrirtækin hafa í sífellt meira

mæli kallað eftir aukinni ráðgjöf og þjónustu um raforkukaup.

Starfsfólk Orkuveitunnar hefur lagt mikla áherslu á sveigjanleika

í þjónustu, nákvæmni og faglega ráðgjöf. Samkeppnin hefur

færst mjög í aukana á undanförnum árum og er enn að harðna.

Ástæðan er sú að framboð á raforku í landinu er umfram þarfir

markaðarins.

Framleiðsla orkunnar er samkeppnisrekstur eins og sala hennar.

Orkuveitan á og rekur fjórar virkjanir. Gimsteinninn á meðal þeirra

er Elliðaárstöðin. Hún er vatnsaflsstöð og Elliðaárnar hafa knúið

þar sömu vélarnar allt frá árinu 1921. Næst elst er Andakílsár-

virkjun, frá árinu 1947. Hún komst í eigu Orkuveitunnar árið 2001

þegar Akurnesingar og Borgfirðingar lögðu orku- og veitumann-

virki sín inn í Orkuveitu Reykjavíkur og gerðust meðeigendur að

fyrirtækinu.

Jarðvarmavirkjanirnar tvær á Hengilssvæðinu, Nesjavallavirkjun

og Hellisheiðarvirkjun, hafa löngum verið taldar einhver skýrustu

merki þeirrar þekkingar og verkfærni sem byggð hefur verið upp

á sviði jarðvarma hér á landi. Báðar gegna því sama hlutverki að

framleiða heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu og

rafmagn fyrir stórnotendur og almennan markað.

Virkjun Rafafl Varmaafl Gangsetningar-tími

Nesjavallavirkjun 120 MW 300 MW 1990-2005

Hellisheiðar-virkjun

303 MW 133 MW (má auka í 400 MW)

2006-2011

RAFMAGNSVERÐ Á NORÐURLÖNDUM MIÐAÐ VIÐ 4800 kWh 31.12.2012

0

20

10

60

ISK/kWh

50VSK

40

30

REYKJAVÍK KAUPMANNAHÖFN STOKKHÓLMUR OSLÓ HELSINKI

AÐRIR SKATTAR DREIFING MEÐ FASTAGJALDI SALA MEÐ FASTAGJALDI

// viðskiPtaviNuriNN í öNDveGi

Page 39: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 39

Orkunýtingu á Hengilssvæðinu fylgja ýmis neikvæð umhverfis-

áhrif. Þau helstu eru áhrif vegna mannvirkja og rasks, förgun

affallsvatns og mengun vegna útblásturs brennisteinsvetnis.

Fyrirtækið hefur fylgst með þessum áhrifum og vinnur markvisst

að því að finna leiðir til lausnar. Á háhitasvæðunum er fylgst með

því hvernig vinnslusvæðin bregðast við nýtingu og eru áhrifin borin

saman við reiknaðar spár.

Nesjavallavirkjun tók til starfa árið 1990 og þá sem hitaveita

fyrir höfuðborgarsvæðið. Árið 1998 hófst rafmagnsframleiðsla

í stöðinni og við það jókst frárennsli umtalsvert. Affallsvatn við

virkjunina er skiljuvatn, þéttivatn og upphitað grunnvatn sem ekki

er nýtt í hitaveitu. Töluverðu affallsvatni er fargað á yfirborði við

Nesjavallavirkjun. Yfir sumartímann er stærsti hluti þess upphitað

ferskt grunnvatn þegar minni þörf er fyrir heitt vatn til húshitunar

en að vetrarlagi. Boraðar hafa verið á annan tug hola við virkjun-

ina til að kanna grunnvatn og áhrif virkjunar á það. Niðurstöður

mælinga sýna að vatn úr lindum við Þingvallavatn hefur hitnað.

Unnið er að úrbótum.

Hellisheiðarvirkjun var gangsett árið 2006. Þar er vinnslusaga

stutt og töluverður hraði hefur verið í uppbyggingu. Við virkjunina

hefur skiljuvatni verið skilað aftur niður í jarðhitakerfið til að auka

sjálfbærni nýtingarinnar og vernda grunnvatn. Fylgst er með

grunnvatni og áhrifum virkjunar á það í á fjórða tug eftirlitshola.

Ekki hefur orðið vart við marktæka aukningu efna í holunum.

Verklag við niðurdælingu hefur verið endurskoðað í kjölfar

skjálftavirkni sem varð þegar nýtt niðurdælingarsvæði var tekið

í notkun við Húsmúla síðla árs 2011. Smám saman hefur dregið

úr skjálftavirkninni. Framkvæmdum við Hellisheiðarvirkjun er að

mestu lokið og er áhersla lögð á frágang og endurheimt staðar-

gróðurs.

Á síðasta áratug hefur mikil uppbygging verið í jarðvarmavinnslu á

Hengilssvæðinu, í næsta nágrenni við þéttbýli. Útblástur jarðhita-

lofttegunda hefur aukist með aukinni vinnslu.

Orkuveita Reykjavíkur hefur undanfarin ár unnið að því að finna

lausnir á útstreymi jarðhitalofttegunda á borð við koltvísýring

(CO2) sem veldur gróðurhúsaáhrifum og brennisteinsvetni (H

2S)

sem veldur mengun. Unnið er að nýsköpunarverkefnum við Hellis-

heiðarvirkjun sem miða að því að draga úr útblæstri brennisteins-

vetnis (SulFix verkefnið) og koltvísýrings (CarbFix verkefnið) með

því að skila þessum jarðhitalofttegundum til baka djúpt í berglög. Í

þessum verkefnum er leitast við að líkja eftir náttúrulegu ferli sem

á sér þegar stað á jarðhitasvæðum og er því um mótvægisað-

gerðir að ræða sem vonast er til að sátt ríki um.

Vorið 2012 hófst samstarf Orkuveitu Reykjavíkur við Landsvirkjun

og HS-Orku um að leita leiða til að finna umhverfisvæna og

hagkvæma lausn til að draga úr styrk brennisteinsvetnis í

andrúmslofti. Fyrirtækin styðja einnig við rannsóknir á vegum

Háskóla Íslands til að varpa ljósi á möguleg heilsufarstengd áhrif

brennisteinsvetnis.

Framtíðarsýn Orkuveitu Reykjavíkur er sú að draga úr losun

brennisteinsvetnis eins og kostur er og leggja áherslu á rannsóknir

og þróun í þeim tilgangi í góðu samstarfi við hagsmunaaðila.

Á árinu 2012 var ráðinn landgræðslustjóri að virkjunum Orku-

veitunnar. Starf landgræðslustjóra felst í því að lágmarka áhrif

virkjana og framkvæmda þeim tengdum á gróður og land með

góðum frágangi og réttum landgræðsluaðferðum. Nútíma

landgræðsla, oft nefnd vistheimt, felst í að endurheimta gróður

og náttúru, svipaða því sem var áður en landinu var raskað.

Aðferðirnar krefjast því þekkingar á vistfræði svæðisins og byggja

á því að nýta gróðurinn á staðnum eins mikið og kostur er. Dæmi

um aðferðir eru söfnun og dreifing á fræslægju, gróðursetning

víðigræðlinga af staðargróðri, dreifing mosabrota og flutningur á

gróðurtorfum.

0

15

10

5

20

25

30

35

Milljón m3

201220032002 20052004 20072006 20092008 2010 2011

FRAMLEIÐSLA Á HEITU VATNI ÍJARÐGUFUVIRKJUNUM ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

0

1,0

0,5

1,5

2,0

2,5

3,5

3,0

TWh

20092008 2010 2011 20122003 20052004 20072006

FRAMLEIÐSLA Á RAFORKU ÍVIRKJUNUM ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Page 40: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir
Page 41: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

áHerslur úr uMHverfisskýrslu

kafli

7

Page 42: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201242 //

Ný uMHverfis- oG auðliNDastefNa

Umhverfis- og auðlindastefnunni er ætlað að varpa ljósi á viðhorf

stjórnar og starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur til umhverfismála

fyrirtækisins og gefa tóninn um þann metnað sem fyrirtækið

hefur í þeim efnum. Þýðingarmiklir umhverfisþættir hafa verið skil-

greindir til þess að nálgast megi umhverfismálin skipulega, með

skýrum markmiðum og með því að deila ábyrgðinni skilmerkilega

á milli starfsmanna.

vatNsverND oG GÆði NeysluvatNs

Aðgangur að hreinu neysluvatni er ein verðmætasta auðlind fyrir

íbúa og atvinnulíf. Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur axla þá

ábyrgð að fullnægja vatnsþörf fólks og fyrirtækja á veitusvæði

fyrirtækisins. Vatnið er fólkinu nauðsyn og fjölmörg fyrirtæki,

ekki síst í matvælaframleiðslu, byggja starf sitt á aðgangi að

hreinu vatni. Flestir líta á hreint neysluvatn sem sjálfsagðan þátt

í daglegu lífi. Þar sem vandamál hafa komið upp gera menn sér

hins vegar grein fyrir því að það er óviðunandi að hreinu drykkjar-

vatni skuli spillt með mengun. Ýmiskonar landnotkun, önnur

en vatnstaka, hefur undanfarin ár þrengt að vatnsbólum höfuð-

borgarsvæðisins. Það er áríðandi að efla vísindalegan undirbúning

þeirra ákvarðana sem teknar eru um landnotkun til framtíðar á

vatnsverndarsvæðum og í nágrenni þeirra. Almenn vitneskja um

mikilvægi hreins neysluvatns er einnig nauðsynleg til að unnt sé

að standa vörð um vatnsbólin. Verndun neysluvatnsauðlindarinnar

og ábyrg stýring hennar á vatnsverndarsvæðum er ein af lykil-

áherslum Orkuveitu Reykjavíkur svo fyrirtækið geti rækt skyldur

sínar og tryggt neysluvatn til langrar framtíðar.

Á hverju ári eru tekin sýni úr öllum vatnsveitum Orkuveitu

Reykjavíkur til örverugreininga og má sjá niðurstöður þeirra

síðustu 27 árin í Reykjavík á mynd að neðan. Einnig eru tekin sýni

til heildarefnagreiningar. Árið 2012 voru hundrað og sex vatns-

sýni tekin í Reykjavík en tvö sýni stóðust ekki gæðakröfur. Hvorki

var um framkvæmdir né hláku að ræða þegar sýnin voru tekin.

Sýnataka var endurtekin og stóðust sýnin þá gæðakröfur og er því

um óverulegt frávik að ræða.

áHersluatriði úr uMHverfisskýrslu Þann 23. nóvember 2012 samþykkti stjórn Orkuveitu Reykjavíkur nýja umhverfis- og

auðlindastefnu fyrirtækisins. Umhverfismál er málaflokkur sem hefur fengið aukið vægi hjá

Orkuveitu Reykjavíkur. Margir stjórnendur eru nýir, forsendur rekstursins hafa breyst og viðhorf

til umhverfismála í samfélaginu eru í stöðugri þróun. Því var eðlilegt að fara yfir umhverfismálin

og endurskoða stefnuna. Hér er greint frá helstu áhersluatriðum úr umhverfisskýrslu Orkuveitu

Reykjavíkur en skýrsluna er að finna í heild sinni á vef okkar www.or.is.

HLUTFALL (%) VATNSSÝNA Í REYKJAVÍK SEM STÓÐST GÆÐAKRÖFUR 1986-2012HACCP EFTIRLITSKERFIÐ VAR INNLEITT 1997 TIL ÞESS AÐ TRYGGJA VATNSGÆÐI

0

20%

10%

40%

30%

60%

50%

90%

80%

70%

2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 20112001200019991998199719961995199419931992199119901989198819871986 2012

100%

// áHersluatriði úr uMHverfisskýrslu

Page 43: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 43

NýtiNG auðliNDa

Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að nýta auðlindir með sjálf-

bærum hætti. Fylgjast þarf vel með hvernig vinnslusvæði bregð-

ast við nýtingu, bæði á köldu og heitu vatni. Grunnvatnsstaða

hefur ekki farið niður fyrir viðmiðunarmörk á vatnsverndarsvæði

Orkuveitu Reykjavíkur í Heiðmörk. Jafnvægi ríkir á milli nýtingar

og vatnsborðs á lághitasvæðunum á höfuðborgarsvæðinu. Á há-

hitasvæðunum á Hellisheiði og Nesjavöllum er þrýstifall samfara

vinnslunni, svokallaður niðurdráttur, borið saman við reiknaðan

niðurdrátt samkvæmt reiknilíkani sem hermir áhrif vinnslunnar á

jarðhitann á Hengilssvæðinu. Niðurdráttur á Nesjavöllum truflar

ekki vinnsluna og er viðunandi miðað við áætlanir. Á Hellisheiði

er vinnslusaga stutt og töluverður hraði hefur verið í uppbygg-

ingu. Reiknaður niðurdráttur í reiknilíkani er sambærilegur því sem

mælist og er innan viðmiðunarmarka samkvæmt virkjunarleyfi.

GaslosuN oG eftirlit Með útstreyMi

jarðHitaloftteGuNDa

Koltvísýringur (CO2) og brennisteinsvetni (H

2S) fellur til í

nokkru magni í tengslum við orkuöflun á Nesjavöllum og

Hellisheiði, sjá myndað neðan. Þessar jarðhitalofttegundir valda

umhverfisáhrifum, koltvísýringur vegna gróðurhúsaáhrifa og

brennisteinsvetni vegna hveralyktar og eituráhrifa í háum styrk.

BreNNisteiNsvetNi

Útstreymi brennisteinsvetnis frá virkjunum Orkuveitu Reykjavíkur

á Hengilssvæðinu er stærsta umhverfismál sem fyrirtækið glímir

nú við í rekstri sínum. Útstreymi brennisteinsvetnis frá Nesjavalla-

virkjun og Hellisheiðarvirkjun var samtals 28.230 tonn árið 2012.

Samkvæmt reglugerð eru sett umhverfismörk sem miðast

við hámark daglegs hlaupandi 24 stunda meðaltals 50 μg/

m3. Ársmeðaltal skal að hámarki vera 5 μg/m3. Tilkynna

skal umhverfisyfirvöldum þegar styrkur hefur mælst yfir 150

μg/m3 samfellt í þrjár klukkustundir. Frá 1. júlí 2014 lækka

tilkynningarmörkin í 50 μg/m3.

Á árinu var síritandi loftgæðamælistöð sett upp á iðnaðarsvæðinu

við Nesjavallavirkjun. Fyrir eru þrjár stöðvar, ein í Hveragerði,

önnur í Norðlingaholti og sú þriðja á iðnaðarsvæðinu við Hellis-

heiðarvirkjun. Niðurstöður mælinga má nálgast á heimasíðu

Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, www.heilbrigdiseftirlitid.is. Á árinu

var unnið að úrbótum í mælistöðvunum í samstarfi við Heilbrigðis-

eftirlit Suðurlands. Nýr aðili tók við rekstri og viðhaldi stöðvanna

um mitt ár. Lokið var við endurskoðun á notendaviðmóti fyrir

almenning á vef Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Árið 2012 er einungis unnt að meta ársmeðaltal fyrir styrk

brennisteinsvetnis í andrúmslofti þar sem mælingar eru ekki

samfelldar. Mælingar vantar frá júní og júlí í Norðlingaholti en þá

var mælitækið óvirkt og frá júní til ágúst í Hveragerði en þá var

loftdæla óvirk. Þær mælingar sem vantar eru frá því tímabili ársins

þar sem ætla má að styrkur brennisteinsvetnis mælist lægstur

vegna veðurskilyrða. Árið 2012 var áætlaður styrkur brenni-

steinsvetnis yfir ársmeðaltalinu í Hveragerði (6,1 μg/m3) en undir

ársmeðaltalinu í Norðlingaholti (4,9 μg/m3). Í Norðlingaholti og í

Hveragerði fór styrkur H2S einu sinni yfir viðmiðunarmörkum fyrir

sólarhringsgildi, sjá myndir á næstu síðu. Styrkur H2S var undir

tilkynningarmörkum.

ÚTSTREYMI KOLTVÍSÝRINGS (CO2) OG BRENNISTEINSVETNIS (H

2S)

Á ORKUEININGU (G/KWST

) FRÁ NESJAVALLAVIRKJUN 1999 – 2012 OG HELLISHEIÐARVIRKJUN 2007 – 2012

0

5

10

20

15

40

(g/kWst

)

35NESJAVELLIR CO

2

30

25

2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012200120001999

NESJAVELLIR H2S HELLISHEIÐI CO

2HELLISHEIÐI H

2S

Page 44: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201244 //

NýsköPuNarverkefNiN

CarBfix oG sulfix

Unnið er að nýsköpunarverkefnum við Hellisheiðarvirkjun sem

miða að því að draga úr útblæstri brennisteinsvetnis án myndunar

brennisteins eða brennisteinssýru (SulFix verkefnið) og útblæstri

koltvísýrings (CarbFix verkefnið) frá virkjunum á Hengilssvæðinu.

Brennisteinsvetni og koltvísýringi er dælt um borholur djúpt í

berglög þar sem þess er vænst að þær bindist varanlega í föstu

formi. Niðurstöður benda til þess að tæknilega sé það gerlegt

að dæla blöndu af koltvísýringi og brennisteinsvetni í berglög.

Ennfremur bendir skoðun á SulFix aðferðinni til þess að hún sé

ekki einungis ódýrari en hefðbundnar aðferðir í iðnaði heldur

einnig miklu heppilegri fyrir umhverfið þar sem gasinu er skilað

aftur niður í jarðhitageyminn þaðan sem það kom og ekki fellur til

brennisteinn eða brennisteinssýra, sem þarf að farga.

saMstarf orkufyrirtÆkja veGNa BreNNi-

steiNsvetNis í aNDrúMslofti

Vorið 2012 hófst samstarf Orkuveitu Reykjavíkur við Landsvirkjun

og HS-Orku um að leita leiða til að finna umhverfisvæna og

hagkvæma lausn til að draga úr styrk brennisteinsvetnis í and-

rúmslofti. Fyrirtækin styðja einnig við rannsóknir á vegum Háskóla

Íslands til að varpa ljósi á möguleg heilsufarstengd áhrif brenni-

steinsvetnis á fólk. Framtíðarsýn Orkuveitu Reykjavíkur er sú að

draga úr losun brennisteinsvetnis eins og kostur er og leggja

áherslu á rannsóknir og þróun í þeim tilgangi í góðu samstarfi við

hagsmunaaðila.

förGuN affallsvatNs oG

eftirlit Með GruNNvatNi

Nesjavallavirkjun tók til starfa árið 1990 og þá sem hitaveita

fyrir höfuðborgarsvæðið. Árið 1998 hófst rafmagnsframleiðsla

í stöðinni og við það jókst frárennsli umtalsvert. Affallsvatn við

virkjunina er skiljuvatn, þéttivatn og upphitað grunnvatn sem ekki

er nýtt í hitaveitu. Að jafnaði hafa um 400 kg/s af upphituðu (65

°C) grunnvatni úr Grámel við Þingvallavatn verið veitt í grunnar

svelgholur og Nesjavallalæk. Þessi förgun hefur að mestu leyti

átt sér stað að sumarlagi þegar lítil þörf hefur verið fyrir heitt vatn

til húshitunar. Niðurstöður mælinga sýna að vatn úr lindum við

Þingvallavatn hefur að miklu leyti hitnað vegna þessa, sjá mynd á

næstu síðu. Verið er að leita leiða til að draga úr hækkun á hitastigi

í lindum við Þingvallavatn og er horft til þess að koma heitu vatni

í meira mæli frá Nesjavöllum með því að tengja fleiri hverfi á

höfuðborgarsvæðinu inn á virkjanavatn. Einnig er horft til þess að

reisa viðbótarkæliturn við virkjunina.

Skiljuvatn er ríkt af uppleystum steinefnum sem hafa losnað úr

berginu vegna hitans í jarðhitageyminum. Tæplega helmingi skilju-

vatnsins og tveimur þriðju hluta af þéttivatni við Nesjavallavirkjun

er veitt í niðurrennslisholur sem ná niður í neðri grunnvatnslög

(400-800 m). Um helmingur skiljuvatnsins er hins vegar losaður

á yfirborði í Nesjavallalæk og þriðjungur þéttivatnsins í grunna

svelgholu við orkuverið. Unnið er að úrbótum.

Við Hellisheiðarvirkjun er affalsvatn notað sem samheiti

fyrir skiljuvatn og þéttivatn. Þar hefur skiljuvatni verið dælt í

jarðhitageyminn um borholur við Gráuhnúka, affallsvatni við

Húsmúla og skiljuvatni við yfirborð í neyðarlosun nærri Húsmúla,

eins og sést á næstu síðu. Orkuveitu Reykjavíkur er heimilt að

farga skiljuvatni á yfirborði í neyð, þ.e. ef stórfelldar bilanir verða

í virkjuninni. Fylgst er með grunnvatni og áhrifum virkjunar á það

í á fjórða tug eftirlitshola. Ekki hefur orðið vart við marktæka

aukningu efna í holunum.

STYRKUR H2S Í HVERAGERÐI - FINNMÖRK 41A ÁRIÐ 2012

0

100

80

60

40

20

160

µg/m3

VIÐMIÐ WHO

VIÐMIÐ Í ÍSLENSKRI REGLUGERÐ

HLAUPANDI 24 KLST. MEÐALTALSSTYRKUR H2S í µg/m3

140

120

JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER

// áHersluatriði úr uMHverfisskýrslu

Page 45: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 45

Frá hausti 2011 rann yfirfallsvatn (blanda af fersku grunnvatni

úr vatnsveitu í Engidal og þéttivatni úr eimsvölum virkjunarinnar)

frá kæliturnum 5 og 6 við Sleggju út í læk sem rennur úr gili efst

í Sleggjubeinsdal og í tjörn sunnan við Draugatjörn sem stækk-

aði ört. Í ár var ráðist í úrbætur og boraðar tvær 200 m djúpar

svelgholur til að taka við yfirfallsvatninu. Til að minnka umfang

tjarnarinnar sunnan við Draugatjörn var fleygað í hraunið til að

opna leið fyrir vatnið niður í hraunsprungur.

jarðskjálftar

Allmikil skjálftavirkni fylgdi í kjölfar þess að nýtt niðurdælingar-

svæði var tekið í notkun við Hellisheiðarvirkjun haustið 2011.

Dregið hefur úr skjálftavirkni og er hún nú orðin lítil. Í september

2012 skilaði vinnuhópur sérfræðinga skýrslu þar sem settar eru

fram vinnureglur um uppbyggingu og rekstur niðurdælingarsvæða,

fjallað um fræðslu, samráð og samvinnu við íbúa í nágrenni niður-

dælingarinnar.

fráGaNGur oG eNDurHeiMt

á virkjaNasvÆðuM

Framkvæmdum við Hellisheiðarvirkjun er að mestu lokið og er nú

áhersla lögð á frágang og endurheimt staðargróðurs. Aðferðirnar

eru að miklu leyti byggðar á niðurstöðum tilrauna sem gerðar voru

á virkjanasvæðinu í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands.

fráveita

Losun frárennslis frá hreinsistöðvum og losun um yfirföll eru

þýðingarmiklir umhverfisþættir í fráveitu Orkuveitu Reykjavíkur.

Fylgst er náið með stöðu mála og ráðist í úrbætur eftir því sem

við á.

H2S MÆLINGAR Í NORÐLINGAHOLTI - NORÐLINGABRAUT 1 ÁRIÐ 2012

0

100

80

60

40

20

160

140

120

VIÐMIÐ WHO

VIÐMIÐ Í ÍSLENSKRI REGLUGERÐ

HLAUPANDI 24 KLST. MEÐALTALSSTYRKUR H2S í µg/m3

JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER

µg/m3

VATNSHITI (°C) Í VARMAGJÁ 1983-2012

0°C

5°C

20°C

30°C

15°C

10°C

25°C

35°C

‘11‘10 ‘12‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘99 ‘00‘98‘97‘96‘95‘94‘93‘92‘91‘90‘89‘88‘87‘85 ‘86‘83 ‘84

MAGN AFFALLSVATNS FRÁ HELLISHEIAÐRVIRKJUN 2007-2012 EFTIR FÖRGUNARLEIÐUM

0

2.000.000

TONN/MÁNUÐI

HEILDAR AFFALLSVATN1.800.000

1.200.000

1.400.000

1.600.000

1.000.000

800.000

600.000

400.000

200.000

2008 2009 2010 2011 20122007

SKILJUVATN NEYÐARLOSUN

SKILJUVATN GRÁUHNÚKAR AFFALLSVATN HÚSMÚLI

Page 46: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201246 //

Page 47: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 47

MaNNauður

kafli

8

Page 48: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201248 //

Fastráðnir starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur voru 426 í lok

árs 2012, þar af voru 299 karlmenn og 127 konur. Meðalaldur

fastráðins starfsfólks var 48 ár og meðalstarfsaldur 13,2 ár.

Áfram var unnið eftir aðgerðaráætlun sem miðar að því að lækka

rekstrarkostnað og hagræða og á árinu 2012 fækkaði fastráðnum

starfsmönnum um 27. Heildarstarfsmannavelta ársins var 13,7%

og var að stærstum hluta tilkomin vegna starfsloka tengdum

hagræðingu s.s tilboði til eldri starfsmanna um flýtt starfslok og

uppsögnum. Raunstarfsmannavelta, þ.e. þeir sem sögðu sjálfir

upp starfi hjá fyrirtækinu var hinsvegar 2,7%. Hagræðing gaf

jafnframt möguleika á að veita starfsþróunartækifæri þar sem

hópur starfsfólks tók að sér ný verkefni og færðist til í starfi innan

Orkuveitu Reykjavíkur.

Á árinu var unnið markvisst að því efla starfsanda og starfs-

ánægju. Í desember var gerð vinnustaðagreining þar sem metin

var staða starfsmannamála og stjórnunar hjá fyrirtækinu. Niður-

stöður sýndu mjög jákvæða þróun og mikla hækkun einkunna frá

2011. Um 80% allra atriða sem mæld voru hækkuðu á milli ára

þar á meðal mikilvæg atriði eins og starfsánægja,starfsandi og

ánægja með stjórnun.

Fyrirtækið leggur áherslu á hæfi starfsmanna með því að

fjárfesta í þjálfun og fræðslu. Á árinu 2012 voru haldnir um 90

fræðsluatburðir af fjölbreyttum toga. Að meðaltali sótti hver

starfsmaður fjóra þeirra. Eitt af lykilverkefnum ársins var efling

stjórnendahópsins. Á árinu urðu talsverðar breytingar á skipuriti

fyrirtækisins, því mikilvægt að þétta hópinn, styðja við þróun hans

með þjálfun, upplýsingamiðlun og verkefnum. Allir stjórnendur

fengu stjórnendamat og einstaklingsmiðaða þjálfunaráætlun í

kjölfarið en einnig fór hópurinn í stjórnendaþjálfun með það að

markmiði að skapa sameiginlegan skilning og sýn á væntingar til

þeirra.

jafNréttisMál

Hjá Orkuveitu Reykjavíkur starfar jafnréttisnefnd sem hefur það

hlutverk að fylgja eftir jafnréttisáætlun, hafa sýn yfir jafnréttismál

og sjá til þess að fyrirtækið fari að lögum frá 2008/ nr. 10 um

jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Orkuveita Reykjavíkur leggur áherslu á að konur og karlar séu

metin á eigin forsendum, hafi jafna möguleika og sömu réttindi

MaNNauður Framþróun Orkuveitu Reykjavíkur er háð því að vera með starfsfólk með rétta menntun,

reynslu og þekkingu sem vinnur af áhuga að markmiðum fyrirtækisins.

KYNJASKIPTING STARFSFÓLKS

KARL70%

KONA30%

0

2

4

6

8

10

12

16

14

2010 2011 20122008 20092006 2007* reiknað út frá virkum vinnustundum, frí ekki meðtalin

20052003 2004

ÞRÓUN FJÖLDA FJARVERUSLYSAMIÐAÐ VIÐ 1 MILLJÓN VINNUSTUNDIR*

// MaNNauður

Page 49: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 49

í starfi og til starfsþróunar. Orkuveitan hefur markvisst unnið að

því á undanförnum árum að fjölga konum í stjórnunarstöðum hjá

móðurfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Á árinu 2011 voru konur á

meðal stjórnenda 32% og hafði þá aldrei verið hærra. Í ár hefur

þeim fjölgað um 30% og eru í árslok 42%.

Á árinu kynntu félags- og tryggingamálaráðuneytið og Staðlaráð

Íslands drög að jafnlaunastaðli. Orkuveitan hefur frá byrjun tekið

þátt í vinnu við að móta staðalinn og hefur eitt fyrirtækja átt full-

trúa í tækninefnd um gerð staðalsins. Staðallinn var samþykktur

í desember 2012 og er Orkuveitan að skoða hvort upptaka hans

myndi stuðla enn frekar að því að fyrirtækið næði markmiðum

sínum í jafnréttismálum.

öryGGisMál

Hjá Orkuveitu Reykjavíkur eru öryggismál höfð í forgangi. Lögð

er rík áhersla á að starfsmenn komi heilir heim að kvöldi og er

það markmið fyrirtækisins að enginn slasist við vinnu og enginn

bíði heilsutjón af vinnu sinni. Orkuveita Reykjavíkur er vottuð

samkvæmt öryggisstjórnunarstaðlinum OHSAS 18001 og fylgir

honum. Árið 2012 urðu 11 fjarveruslys í vinnutíma meðal starfs-

manna Orkuveitu Reykjavíkur. Með fjarveruslysi er átt við slys

sem verður til þess að viðkomandi kemst ekki til vinnu daginn

eftir. Í engu þessara tilvika var um langvarandi fjarveru að ræða

og ólíklegt er að nokkur þeirra sem fyrir þeim urðu beri af því

varanlegan skaða. Mikil áhersla var lögð á fræðslu og samvinnu

við viðbragðsaðila á árinu 2012. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

kynnti sér starfssemi veitna og Brunavarnir Árnessýslu kynntu

sér starfsemi virkjana enda er það allra hagur að viðbragðsaðilar

þekki mögulegan vettvang aðgerða vel. Í september var haldin

stór æfing neyðarstjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Þátttakendur

voru ýmsar stofnanir, fyrirtæki og samtök svo sem Neyðarlínan,

lögreglan, slökkviliðið, Vegagerðin auk Heilbrigðiseftirlits og

bakvaktar Reykjavíkurborgar auk starfsmanna Orkuveitunnar.

Þátttakendur töldu æfinguna hafa verið til gagns og margt mætti

af henni læra og færa til betri vegar.

0

5%

10%

15%

20%

25%

30%

35%

45%

40%

2010 20112008 20092006 200720052004 2012

HLUTFALL KVENNA AF STJÓRNENDUM

20,0

17,019,0 19,7 20,3

27,4 28,1

32,3

42,0

SKIPTING MILLI STARFSFLOKKA

SKRIFSTOFUFÓLK18%

IÐNAÐARMENN, VÉLFRÆÐINGAR OG TÖLVUTÆKNAR35%

STJÓRNENDUR8%

SÉRFRÆÐINGAR22%

ÓSÉRHÆFT STARFSFÓLK17%

0

10

20

30

40

50

60

80

70

4. ÁRSFJ.2. ÁRSFJ. 3. ÁRSFJ.2011 2012

4. ÁRSFJ. 1. ÁRSFJ. 2. ÁRSFJ. 3. ÁRSFJ.

UPPSAFNAÐUR HEILDARFJÖLDISEM SKIPTI UM STARF

TILFÆRSLUR INNAN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

4 3

32

13

64

9

MENNTUN STARFSFÓLKS

IÐNSKÓLAPRÓF35%

GRUNNSKÓLAPRÓF/GAGNFRÆÐI-

SKÓLAPRÓF31%

HÁSKÓLAPRÓF30%

STÚDENT/VERSLUNARSKÓLAPRÓF

EÐA SAMBÆRILEGT4%

0

10%

6%

4%

2%

8%

14%

12%

16%

HEILDARSTARFSMANNAVELTA RAUNSTARFSMANNAVELTA

STARFSMANNAVELTA 2012

13,7

2,7

Page 50: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201250 //

Page 51: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 51

GaGNaveitaN

kafli

9

Page 52: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201252 //

Á árinu 2012 hélt Gagnaveita Reykjavíkur (GR) áfram uppbygg-

ingu ljósleiðaranets sem liggur að mestu um stór-Reykjavíkur-

svæðið en einnig um Vestur – og Suðurland.

Starfsemi Gagnaveitunnar gekk vel á árinu. Ljósleiðaratengdum

heimilum fjölgaði um 7.600 og voru rúmlega 52.000 heimili tengd

netinu í árslok. Þá hafði fyrirtækið lokið að fullu ljósleiðaravæðingu

Akraness, Seltjarnarness, Hellu og Hvolsvallar og um 85% af

Reykjavík. Jafnframt hóf Gagnaveitan ljósleiðaravæðingu valinna

svæða í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ.

Helstu framkvæmdir við ljósleiðaratengingu heimila í Reykjavík

fóru fram í Skerjafirði, Ártúnsholti, Gerðum, Vesturbæ, Skóla-

vörðuholti, Norðurmýri og Hlíðum. Í nágrannasveitarfélögum voru

ljósleiðaraframkvæmdir í Hjöllum og Kórum í Kópavogi, Sjálandi í

Garðabæ og á Völlum í Hafnarfirði. Sala til allra þessara heimila

hófst á árinu.

Gagnaveita Reykjavíkur hóf almennar markaðsaðgerðir í fyrsta

sinn síðla árs og auglýsti Ljósleiðarann undir fyrirsögninni: „Ein

hraðasta gata í heimi“. Auglýsingarnar birtust í sjónvarpi, dag-

blöðum og vefmiðlum. Markmiðið var að fá fólk til þess að kanna

hvort það byggi í ljósleiðaravæddum götum en með því að smella

á vefborða Gagnaveitunnar gátu íbúar kannað hvort heimili þeirra

væri tengt.

Viðskiptavinum Ljósleiðarans fjölgaði um 4.600 á árinu. 20.000

heimili nota nú Ljósleiðarann til að sinna fjarskiptaþörfum sínum.

Árið 2012 var fyrsta árið í sögu Gagnaveitunnar sem meirihluti

tekna fyrirtækisins varð til á einstaklingsmarkaði.

Heimili sem tengjast Ljósleiðaranum geta nú valið um þjónustu

fimm fjarskiptafyrirtækja á net-, síma- og sjónvarpsþjónustu.

Þessi fjarskiptafyrirtæki eru Hringdu, Hringiðan, Tal, Vodafone og

Símafélagið.

Um nokkurt skeið hefur Gagnaveitan sett upp netbúnað á

heimilum sem getur miðlað 1 Gb/s þjónustu. Á árinu var hafinn

undirbúningur að því að bjóða 400 Mb/s fjarskiptaþjónustu til

heimila yfir Ljósleiðarann á völdum svæðum í Reykjavík. Þessi

þjónusta kemur til viðbótar 100 Mb/s þjónustu sem nú stendur

öllum ljósleiðaratengdum heimilum til boða. Ljósleiðarinn er eina

fjarskiptatengingin hér á landi sem býður heimilum slíka gagna-

flutningsgetu.

Fyrirtæki og stofnanir voru áfram stórir notendur á ljósleiðaranet-

inu. Eftirspurn eftir háhraða nettengingum hefur aukist hratt og

fjölgaði háhraða fyrirtækjatengingum mikið á árinu.Gagnaveitan

hélt áfram uppbyggingu burðarneta í samstarfi við fjarskiptafyrir-

tæki en þar má helst nefna Metrónet Vodafone og 3G farsíma-

kerfi Nova.

Fastráðnir starfsmenn Gagnaveitunnar eru 26 talsins en auk

þeirra starfaði fjöldi sérfræðinga og verktaka að uppbyggingu og

rekstri fyrirtækisins.

GaGNaveitaNGagnaveita Reykjavíkur ehf. (GR) er fjarskiptafyrirtæki í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Hlutverk GR

er rekstur og uppbygging háhraðagagnaflutningskerfis sem byggir á ljósleiðara- og IP-nettækni.

ÞRÓUN FJÖLDA VIÐSKIPTAVINA LJÓSLEIÐARANS

01.01.2009 01.01.2010 01.01.2011 01.01.20120

5.000

10.000

15.000

20.000

25.000

ÞRÓUN FJÖLDA LJÓSLEIÐARATENGDRA HEIMILA

01.01.2009 01.01.2010 01.01.2011 01.01.20120

10.000

20.000

30.000

40.000

50.000

60.000

// GaGNaveitaN

Page 53: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 53

Hér Má sjá sýNisHorN af útliti oG fraMsetNiNGu

MarkaðsefNisiNs.

EIN HRAÐASTAGATA Í HEIMI

HEFÐBUNDIN SÍMALÍNA (t.d. ADSL og Ljósnet)

- Miklu hægari tenging frá húsi en að.- Ennþá hægari tenging ef langt er í símstöð.- Byggir á gamalli tækni og kopartengingu.

LJÓSLEIÐARI

- 100 Mb/ sek. í báðar áttir - á sama tíma!- Ekkert „allt að“. Bara alltaf hámarkshraði.- Öflugasta fjarskiptatenging sem býðst.

Hvers vegna ættir þú að sætta þig við gamla og hægvirka símalínu ef hægt er að fá síma, net og sjónvarp gegnum ljósleiðara á hámarkshraða á sama verði? Býrð þú við eina hröðustu götu í heimi? Kynntu þér málið á www.ljosleidarinn.is

HOFTEIGUR, REYKJAVÍK

ÞÚ FINNUR MUNINN ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ ÞÉR LJÓSLEIÐARA

FÍT

ON

/ S

ÍA

HEFÐBUNDIN SÍMALÍNA (t.d. ADSL og Ljósnet)

- Miklu hægari tenging frá húsi en að.- Ennþá hægari tenging ef langt er í símstöð.- Byggir á gamalli tækni og kopartengingu.

LJÓSLEIÐARI

- 100 Mb/sek. í báðar áttir - á sama tíma!- Ekkert „allt að“. Bara alltaf hámarkshraði.- Öflugasta fjarskiptatenging sem býðst.

Hvers vegna ættir þú að sætta þig við gamla og hægvirka símalínu ef hægt er að fá síma, net og sjónvarp gegnum ljósleiðara á hámarkshraða á sama verði? Býrð þú við eina hröðustu götu í heimi? Kynntu þér málið á www.ljosleidarinn.is

EIN HRAÐASTAGATA Í HEIMI

HÁTEIGSVEGUR, REYKJAVÍK

ÞÚ FINNUR MUNINN ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ ÞÉR LJÓSLEIÐARA

FÍT

ON

/ S

ÍA

BlaðaauGlýsiNGar

vefBorðar

Page 54: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir
Page 55: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ársreikNiNGur

kafli

10

Page 56: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201256 // // ársreikNiNGur

Page 57: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 57

Orkuveita ReykjavíkurBæjarhálsi 1

110 Reykjavík

Kt. 551298-3029

Orkuveita ReykjavíkurSamstæða

Ársreikningur 2012

orkuveita reykjavíkursaMstÆða / ársreikNiNGur 2012

orkuveita reykjavíkurBæjarhálsi 1110 reykjavík

kt. 551298-3029

Page 58: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201258 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 2

Bls.

3

4

5

6

7

9

10

11

53

Yfirlit um afkomu ársins auk tekna og gjalda sem eru færð beint á eigið fé ...........................................................

Viðauki: Stjórnháttayfirlýsing (óendurskoðuð) ........................................................................................................

Sjóðstreymisyfirlit ..................................................................................................................................................

Skýringar ................................................................................................................................................................

Efnisyfirlit

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra ................................................................................................................

Áritun óháðs endurskoðanda .................................................................................................................................

Rekstrarreikningur ..................................................................................................................................................

Efnahagsreikningur ...............................................................................................................................................

Eiginfjáryfirlit ..........................................................................................................................................................

// ársreikNiNGur

Page 59: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 59

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 3

Í upphafi ársins sem og í árslok voru eigendur móðurfyrirtækisins þrír, en þeir eru: Eignarhluti

93,539%5,528%0,933%

Reykjavík, 22. mars 2013.

Í stjórn fyrirtækisins:Haraldur Flosi TryggvasonGylfi MagnússonHrönn RíkharðsdóttirSóley TómasdóttirKjartan Magnússon

Forstjóri:Bjarni Bjarnason

Stjórn og forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur staðfesta hér með ársreikning samstæðunnar fyrir árið 2012.

Reykjavíkurborg ...........................................................................................................................................Akraneskaupstaður ......................................................................................................................................Borgarbyggð ................................................................................................................................................

Alþingi samþykkti á vorþingi 2008 breytingar á ýmsum lögum á orkusviði. Þessar breytingar fela það meðal annars ísér að skipta þarf fyrirtækinu upp þannig að sérleyfisstarfsemi og samkeppnisstarfsemi séu reknar í aðskildumfyrirtækjum. Ákvæði um uppskiptingu tekur gildi 1. janúar 2014. Vinna vegna skiptingar Orkuveitunnar er langt komin.

Yfirlýsing stjórnarSamkvæmt bestu vitneskju stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eru reikningsskil samstæðunnar í samræmi við alþjóðlegareikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Að áliti stjórnar gefur ársreikningurinnglögga mynd af eignum, skuldum og fjárhagsstöðu í árslok 2012 og rekstrarafkomu samstæðunnar sem og breytingu áhandbæru fé á árinu.

Það er álit stjórnar og forstjóra að ársreikningurinn og skýrsla stjórnar geymi glöggt yfirlit um þróun og rekstrarárangursamstæðunnar, stöðu hennar og lýsi helstu áhættuþáttum og óvissu sem samstæðan býr við.

Starfsreglur stjórnarStjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur sett sér starfsreglur, síðast staðfestar 17. febrúar 2012. Í þeim er verksvið hennarskilgreint auk verkaskiptingar stjórnar og forstjóra. Orkuveita Reykjavíkur tekur mið af eigendastefnu sem staðfest varaf eigendum sumarið 2012. Stjórn Orkuveitunnar leitast við að viðhalda og efla góða stjórnarhætti. Stjórnin skipaðiendurskoðunarnefnd í byrjun árs 2012. Í viðauka með ársreikningi má finna frekari upplýsingar um starfshætti og aðauki verða frekari upplýsingar um starfshætti, eigendastefnu og starfsreglur stjórnar kynntar í ársskýrslu OrkuveituReykjavíkur sem verður gefin út í apríl 2013. Ársskýrslan verður aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins www.or.is.

Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), eins og þeir hafa verið staðfestir afEvrópusambandinu. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning Orkuveitunnar og dótturfyrirtækja.

Stjórn fyrirtækisins leggur til að ekki verði greiddur arður til eigenda móðurfyrirtækisins á árinu 2013 vegna rekstrar áárinu 2012.

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Orkuveita Reykjavíkur er sameignarfyrirtæki sem starfar á grundvelli laga nr. 139/2001 um stofnun sameignarfyrirtækisum Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirtækið er sjálfstætt þjónustufyrirtæki sem rekur orkuver, rafveitu, hitaveitu, vatnsveitu,fráveitu og gagnaveitu á þjónustusvæði sínu.

Tap af rekstri Orkuveitu Reykjavíkur á árinu nam 2.295 milljónum kr. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignirsamstæðunnar 297.202 milljónum kr. í árslok. Eigið fé nam 60.648 milljónum kr. í árslok og er eiginfjárhlutfallsamstæðunnar 20,4%.

Page 60: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201260 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 4

Ábyrgð stjórnenda á ársreikningnum

Ábyrgð endurskoðanda

Álit

Staðfesting vegna skýrslu stjórnar

Reykjavík, 22. mars 2013.

KPMG ehf.Auðunn GuðjónssonGuðný Helga Guðmundsdóttir

Áritun óháðs endurskoðanda

Til stjórnar og eigenda Orkuveitu Reykjavíkur.

Í samræmi við ákvæði 5. tl. 1. mgr. 106 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestuvitund að í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi þessum eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmivið lög um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum.

Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu samstæðunnar á árinu 2012, fjárhagsstöðu hennar31. desember 2012 og breytingu á handbæru fé á árinu 2012, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins ogþeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.

Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2012. Ársreikningurinn hefur aðgeyma rekstrarreikning og yfirlit um afkomu auk tekna og gjalda sem eru færðar beint á eigið fé, efnahagsreikning,eiginfjáryfirlit, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um helstu reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var ísamræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum ogskipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um hvort ársreikningurinn sé án verulegraannmarka.

Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og öðrum upplýsingum í ársreikningnum. Valendurskoðunaraðgerða byggist á faglegu mati endurskoðandans, þar með talið á þeirri hættu að verulegir annmarkarséu á ársreikningnum, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlitssem varðar gerð og glögga framsetningu ársreiknings, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, enekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits félagsins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á því hvortreikningsskilaaðferðir og matsaðferðir sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins séu viðeigandi sem og mat áframsetningu hans í heild.

Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og glöggri framsetningu ársreikningsins í samræmi við alþjóðlegareikningsskilastaðla, eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Stjórnendur eru einnig ábyrgir fyrir þvíinnra eftirliti sem þeir telja nauðsynlegt til að gera þeim kleift að setja fram ársreikning sem er án verulegra annmarka,hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.

// ársreikNiNGur

Page 61: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 61

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 5 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýr. 2012 2011

Rekstrartekjur ............................................................................................... 5 37.904.545 33.626.215

Orkukaup ..................................................................................................... 4.865.858)( 5.016.487)(Laun og launatengd gjöld ............................................................................. 7 3.701.222)( 3.836.419)(Annar rekstrarkostnaður .............................................................................. 8 4.293.531)( 3.538.078)(

Rekstrarkostnaður samtals 12.860.611)( 12.390.983)(

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) .............................................. 25.043.934 21.235.231

Afskriftir og virðisrýrnun ................................................................................ 9 10.371.085)( 8.880.736)(

Rekstrarhagnaður (EBIT) ........................................................................... 14.672.849 12.354.496

Vaxtatekjur ................................................................................................... 146.916 126.924Vaxtagjöld .................................................................................................... 7.092.787)( 5.689.628)(Aðrar tekjur (gjöld) af fjáreignum og fjárskuldum ......................................... 11.547.680)( 14.093.609)(

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld samtals 10 18.493.550)( 19.656.314)(

Áhrif hlutdeildarfélaga .................................................................................. 15 9.754)( 5.400)(

Tap fyrir tekjuskatt 3.830.455)( 7.307.218)(

Tekjuskattur ................................................................................................. 11 1.535.261 6.750.946

2.295.194)( 556.272)(

Skipting taps:Eigendur fyrirtækisins .................................................................................. 2.294.823)( 556.291)(Minnihluti í dótturfélögum ............................................................................. 371)( 20

2.295.194)( 556.272)(

Skýringar á blaðsíðu 11 til 52 eru ófrávíkjanlegur hluti ársreikningsins.

Rekstrarreikningur árið 2012

Tap ársins

Tap ársins

Page 62: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201262 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 6 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýr. 2012 2011

Tap ársins .................................................................................................... 2.295.194)( 556.272)(

Tekjur og gjöld færð beint á eigið féSérstakt endurmat, hækkun ......................................................................... 12 0 15.137.813Sérstakt endurmat, lækkun .......................................................................... 12 0 5.000.000)(Tekjuskattur af endurmati ............................................................................ 0 1.245.295)(Gangvirðisbreytingar fjáreigna til sölu .......................................................... 16 1.300.000 460.000

Afkoma ársins auk tekna og gjalda sem eru færð beint á eigið fé 995.194)( 8.796.246

Skipting afkomu ársins auk tekna og gjalda sem eru færð beint á eigið fé:Eigendur fyrirtækisins .................................................................................. 994.823)( 8.796.227Minnihluti í dótturfélögum ............................................................................. 371)( 20

995.194)( 8.796.246

Skýringar á blaðsíðu 11 til 52 eru ófrávíkjanlegur hluti ársreikningsins.

Yfirlit um afkomu ársins auk tekna og gjalda sem eru færð beint á eigið fé

Afkoma ársins auk tekna og gjalda sem eru færð beint á eigið fé

// ársreikNiNGur

Page 63: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 63

________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 7 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýr. 2012 2011EignirVaranlegir rekstrarfjármunir ......................................................................... 12 246.111.462 258.802.010Óefnislegar eignir ......................................................................................... 14 1.218.980 1.256.937Eignarhlutar í hlutdeildarfélögum ................................................................. 15 59.826 118.148Eignarhlutar í öðrum félögum ....................................................................... 16 3.265.182 1.983.269Innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum ............................................... 17 14.150.678 17.168.462Áhættuvarnarsamningar ............................................................................... 18 893.934 0Aðrar fjáreignir ............................................................................................. 18 9.745.440 7.886.188Tekjuskattseign ............................................................................................ 19 3.467.268 1.932.007

Fastafjármunir samtals 278.912.770 289.147.020

Birgðir ........................................................................................................... 20 402.872 431.560Viðskiptakröfur ............................................................................................. 21 4.721.350 4.227.536Innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum ............................................... 17 587.982 514.508Áhættuvarnarsamningar ............................................................................... 18 38.956 0Aðrar fjáreignir ............................................................................................. 18 5.986 569Eignir ætlaðar til sölu ................................................................................... 13 5.347.856 0Aðrar skammtímakröfur ............................................................................... 21 298.181 411.196Handbært fé ................................................................................................. 22 6.885.693 1.652.484

Veltufjármunir samtals 18.288.875 7.237.853

Eignir samtals 297.201.645 296.384.873

Skýringar á blaðsíðu 11 til 52 eru ófrávíkjanlegur hluti ársreikningsins.

Efnahagsreikningur 31. desember 2012

Page 64: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201264 //

________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 8 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýr. 2012 2011Eigið féEndurmatsreikningur varanlegra rekstrarfjármuna ....................................... 51.791.161 53.923.091Gangvirðisreikningur .................................................................................... 1.760.000 460.000Óráðstafað eigið fé ....................................................................................... 7.092.309 7.255.202

Eigið fé móðurfyrirtækis 60.643.470 61.638.293Hlutdeild minnihluta ...................................................................................... 4.353 4.724

Eigið fé samtals 23 60.647.822 61.643.016SkuldirVaxtaberandi skuldir ..................................................................................... 24 201.546.363 213.838.494Lífeyrisskuldbinding ..................................................................................... 25 483.377 460.874Áhættuvarnarsamningar ............................................................................... 18 98.974 2.390

Langtímaskuldir samtals 202.128.714 214.301.758

Viðskiptaskuldir ............................................................................................ 1.366.254 1.627.619Vaxtaberandi skuldir ..................................................................................... 24 29.956.923 16.384.762Áhættuvarnarsamningar ............................................................................... 18 150.300 17.389Aðrar skammtímaskuldir .............................................................................. 26 2.951.632 2.410.329

Skammtímaskuldir samtals 34.425.109 20.440.099

Skuldir samtals 236.553.823 234.741.857

Eigið fé og skuldir samtals 297.201.645 296.384.873

Skýringar á blaðsíðu 11 til 52 eru ófrávíkjanlegur hluti ársreikningsins.

Efnahagsreikningur 31. desember 2012

// ársreikNiNGur

Page 65: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 65

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 9 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Endurmats- Eigið féreikningur Gangvirðis- Óráðstafað móður- Hlutdeild Samtals

rekstrarfjármuna reikningur eigið fé fyrirtækisins minnihluta eigið fé

Eigið fé 1. janúar 2012 ....................... 53.923.090 460.000 7.255.202 61.638.292 4.725 61.643.017Innlausn endurmats vegna afskrifta ... 2.131.929)( 2.131.929 0 0Gangvirðisbreytingar fjáreigna til sölu 1.300.000 1.300.000 1.300.000Tap ársins .......................................... 2.294.823)( 2.294.823)( 371)( 2.295.194)(Afkoma ársins auk tekna og gjalda

2.131.929)( 1.300.000 162.894)( 994.823)( 371)( 995.194)(Eigið fé 31. desember 2012 ............... 51.791.161 1.760.000 7.092.308 60.643.469 4.354 60.647.823

Árið 2011

Eigið fé 1. janúar 2011 ....................... 46.882.894 0 5.959.170 52.842.064 4.705 52.846.769Sérstakt endurmat, hækkun ............... 15.137.813 15.137.813 15.137.813Sérstakt endurmat, lækkun ................ 5.000.000)( 5.000.000)( 5.000.000)(Tekjuskattur af endurmati ................... 1.245.295)( 1.245.295)( 1.245.295)(Innlausn endurmats vegna afskrifta ... 1.852.322)( 1.852.322 0 0Gangvirðisbreytingar fjáreigna til sölu 460.000 460.000 460.000Tap ársins .......................................... 556.291)( 556.291)( 20 556.271)(

sem eru færð beint á eigið fé .......... 7.040.196 460.000 1.296.031 8.796.227 20 8.796.247Eigið fé 31. desember 2011 ............... 53.923.090 460.000 7.255.201 61.638.291 4.725 61.643.016

Skýringar á blaðsíðu 11 til 52 eru ófrávíkjanlegur hluti ársreikningsins.

Eiginfjáryfirlit 2012

Árið 2012

sem eru færð beint á eigið fé ..........

Afkoma ársins auk tekna og gjalda

Page 66: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201266 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 10 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýr. 2012 2011RekstrarhreyfingarHandbært fé frá rekstri án vaxta og skatta ..................................................... 33 24.335.571 20.574.518

Innborgaðar vaxtatekjur .................................................................................. 137.916 127.147Greidd vaxtagjöld .......................................................................................... 5.411.118)( 3.777.307)(Móttekinn arður .............................................................................................. 54.475 43.840Greiðslur vegna annarra fjármunatekna og fjármagnsgjalda ......................... 182.318)( 38.063)(

Handbært fé frá rekstri 18.934.526 16.930.135

FjárfestingarhreyfingarFjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum .................................................. 3.122.147)( 10.203.833)(Fjárfesting í óefnislegum eignum ................................................................... 50.383)( 80.258)(Söluverð varanlegra rekstrarfjármuna ............................................................ 226.200 582.268Söluverð eignarhluta í öðrum félögum ........................................................... 197.693 179.000Fjárfesting í öðrum fjáreignum ....................................................................... 28.000)( 16.887)(Söluverð og afborganir annarra fjáreigna ....................................................... 29.858 1.036

Fjárfestingarhreyfingar 2.746.779)( 9.538.674)(

FjármögnunarhreyfingarTekin ný langtímalán ...................................................................................... 1.007.996 0Afborganir langtímaskulda ............................................................................. 12.317.428)( 10.449.874)(Lán frá eigendum ........................................................................................... 74.640 7.925.360Lánalínur, breyting ......................................................................................... 2.482.638)( 6.771.507)(Skammtímalán, hækkun ................................................................................ 2.357.358 1.227.863

Fjármögnunarhreyfingar 11.360.072)( 8.068.157)(

Hækkun (lækkun) á handbæru fé ............................................................... 4.827.676 676.696)(

Handbært fé í ársbyrjun ............................................................................... 1.652.484 2.343.648Áhrif gengisbreytinga á handbært fé .......................................................... 405.534 14.468)(Handbært fé í árslok ..................................................................................... 6.885.693 1.652.484

Fjárfesting og fjármögnun án greiðsluáhrifa195.704)( 302.915)(

0 135.0000 149.5410 284.541)(

195.704 302.915

Aðrar upplýsingar19.880.141 17.231.251

Skýringar á blaðsíðu 11 til 52 eru ófrávíkjanlegur hluti ársreikningsins.

Sjóðstreymisyfirlit árið 2012

Skammtímaskuldir, breyting ......................................................................

Veltufé frá rekstri ........................................................................................

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum ..............................................Söluverð varanlegra rekstrarfjármuna ........................................................Sala á eignarhlutum í félögum ...................................................................Skammtímakröfur, breyting ........................................................................

// ársreikNiNGur

Page 67: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 67

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 11 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýr. Bls. Skýr. Bls.

1. Fyrirtækið ......................................................... 12 19. Tekjuskattseign og -skuldbinding ..................... 35

2. Grundvöllur reikningsskilanna .......................... 12 20. Birgðir ............................................................... 36

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir ..................... 13 21. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur ...... 36

4. Ákvörðun gangvirðis ......................................... 21 22. Handbært fé ..................................................... 37

5. Starfsþáttayfirlit ................................................ 23 23. Eigið fé ............................................................. 37

6. Greining á rekstri jarðvarmaorkuvera ............... 28 24. Vaxtaberandi skuldir ......................................... 37

7. Laun og launatengd gjöld ................................. 28 25. Lífeyrisskuldbinding .......................................... 39

8. Annar rekstrarkostnaður ................................... 29 26. Aðrar skammtímaskuldir .................................. 39

9. Afskriftir og virðisrýrnun .................................... 29 27. Áhættustýring og fjármálagerningar ................. 39

10. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld .................... 29 28. Markaðsáhætta ................................................ 40

11. Tekjuskattur ...................................................... 30 29. Lausafjáráhætta ............................................... 45

12. Varanlegir rekstrarfjármunir .............................. 31 30. Mótaðilaáhætta ................................................. 47

13. Eignir ætlaðar til sölu ........................................ 33 31. Gangvirði .......................................................... 48

14. Óefnislegar eignir ............................................. 33 32. Yfirlit um fjármálagerninga ............................... 49

15. Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum ....................... 34 33. Sjóðstreymisyfirlit, sundurliðun ......................... 49

16. Eignarhlutir í öðrum félögum ............................ 34 34. Tengdir aðilar ................................................... 50

17. Innbyggðar afleiður í raforkusölusamn. ............ 34 35. Dótturfélög í samstæðunni ............................... 51

18. Aðrar fjáreignir og aðrar fjárskuldir ................... 35 36. Önnur mál ........................................................ 51

Efnisyfirlit skýringa

Page 68: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201268 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 12 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

1. Fyrirtækið

2. Grundvöllur reikningsskilanna

a. Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt

b. Matsaðferðir

c. Starfrækslu- og framsetningargjaldmiðill

d. Mat og ályktanir við beitingu reikningsskilaaðferða

Reikningsskil samstæðunnar byggja á upphaflegu kostnaðarverði, að því undanskildu að:

- eignarhlutar í öðrum félögum eru metnir til gangvirðis.

Upplýsingar um mikilvæg atriði, þar sem óvissa í mati og mikilvægi ákvarðana varðandi reikningsskilaaðferðirhefur mest áhrif á skráðar fjárhæðir í reikningsskilunum, er að finna í eftirfarandi skýringum:

- aðrar fjáreignir og aðrar fjárskuldir eru færðir á gangvirði.

Gerð ársreiknings í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, metiog gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna oggjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að vera frábrugðnar þessu mati.

Skýringar

Orkuveita Reykjavíkur (OR) er sameignarfyrirtæki sem starfar á grundvelli laga nr. 139/2001 um stofnunsameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík.Samstæðureikningur fyrirtækisins geymir ársreikning móðurfyrirtækisins og dótturfyrirtækja þess, (sem vísað er tilí heild sinni sem „samstæðunnar“) og hlutdeild í hlutdeildarfélögum. Samstæðuársreikningur OrkuveituReykjavíkur er hluti af samstæðuársreikningi Reykjavíkurborgar.

Orkuveita Reykjavíkur er sjálfstætt þjónustufyrirtæki sem rekur orkuver, rafveitu, hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu oggagnaveitu.

Ársreikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafaverið staðfestir af Evrópusambandinu.

Stjórn og forstjóri staðfestu og heimiluðu birtingu ársreikningsins 22. mars 2013.

Fjallað er um aðferðir við mat á gangvirði í skýringu 4.

- innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum eru færðar á gangvirði.

Ársreikningur samstæðunnar er gerður í íslenskum krónum, sem er starfrækslugjaldmiðill fyrirtækisins. Allarfjárhæðir eru birtar í þúsundum króna nema annað sé tekið fram.

- skýring 18 - aðrar fjáreignir og aðrar fjárskuldir- skýring 19 - tekjuskattseign og tekjuskattsskuldbinding

- hluti varanlegra rekstrarfjármuna hafa verið endurmetnir til gangvirðis.

- skýring 25 - lífeyrisskuldbinding

- skýring 16 - eignarhlutir í öðrum félögum

- skýring 28 - markaðsáhætta

Mat og forsendur þess eru endurskoðaðar reglulega. Áhrifin af breytingum eru færð á því tímabili sem breyting ergerð og jafnframt á síðari tímabilum ef breytingin hefur áhrif á þau.

- skýring 12 - varanlegir rekstrarfjármunir

- skýring 17 - innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum

// ársreikNiNGur

Page 69: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 69

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 13 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýringar

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir

a. Grundvöllur samstæðu

i) Dótturfyrirtæki

ii) Hlutdeildarfélög

iii) Viðskipti felld út við gerð samstæðureiknings

b. Erlendir gjaldmiðlar

Reikningsskilaaðferðum sem lýst er hér á eftir hefur verið beitt með samræmdum hætti á öllum þeim tímabilumsem birt eru í ársreikningnum og af öllum fyrirtækjum í samstæðunni.

Dótturfyrirtæki eru þau fyrirtæki þar sem samstæðan fer með yfirráð. Yfirráð eru til staðar þegar samstæðan hefurveruleg áhrif, beint eða óbeint til að stjórna fjárhags- og rekstrarstefnu fyrirtækis í þeim tilgangi að hagnast ástarfsemi þess. Við mat á yfirráðum er tekið tillit til mögulegs atkvæðisréttar sem þegar er nýtanlegur.Reikningsskil dótturfyrirtækja eru innifalin í reikningsskilum samstæðunnar frá því að yfirráð nást og þar til þeimlýkur. Reikningsskilaaðferðum dótturfyrirtækja hefur verið breytt þegar nauðsynlegt hefur verið til að laga þær aðaðferðum samstæðunnar.

Hlutdeildarfélög eru þau félög þar sem samstæðan hefur veruleg áhrif á fjárhags- og rekstrarstefnu en ekki yfirráð. Veruleg áhrif eru alla jafna til staðar þegar samstæðan ræður yfir 20-50% atkvæðisréttar. Hlutdeildarfélög erufærð í ársreikning samstæðunnar með hlutdeildaraðferð.

Ársreikningur samstæðunnar inniheldur hlutdeild í hagnaði eða tapi hlutdeildarfélaga samkvæmthlutdeildaraðferð. Verði hlutdeild samstæðu í tapi meiri en bókfært verð hlutdeildarfélags er bókfærða verðið fært ínúll og færslu frekara taps hætt nema samstæðan hafi gengist í ábyrgðir fyrir viðkomandi félag eða fjármagnaðþað. Ef hagnaður verður af rekstri hlutdeildarfélags á síðari tímabilum er ekki færð hlutdeild í hagnaði þeirra fyrren hlutdeild í tapi sem ekki var fært hefur verið jöfnuð.

Viðskipti milli fyrirtækja innan samstæðunnar, stöður milli þeirra og óinnleystar tekjur og gjöld sem myndast hafa íviðskiptum milli fyrirtækjanna eru felld út við gerð ársreiknings samstæðunnar. Óinnleystur hagnaður sem hefurmyndast í viðskiptum við hlutdeildarfélög er færður til lækkunar á bókfærðu verði þessara félaga í samræmi viðeignarhlut samstæðunnar í fyrirtækjunum. Óinnleyst tap er fellt út með sama hætti og óinnleystur hagnaður, enaðeins að því marki að ekkert bendi til virðisrýrnunar fjárfestinganna.

Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð á gengi viðskiptadags. Peningalegar eignir og skuldir í erlendumgjaldmiðlum eru færðar miðað við gengi á uppgjörsdegi og miðar fyrirtækið við miðgengi í dagslok samkvæmtSeðlabanka Íslands (2011: Upplýsingum frá Reuters). Aðrar eignir og skuldir, sem metnar eru á gangvirði íerlendri mynt, eru færðar á því gengi sem var í gildi þegar gangvirði þeirra var ákvarðað. Gengismunur semþannig myndast er færður í rekstrarreikning.

Page 70: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201270 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 14 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýringar

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.

c. Fjármálagerningar

i) Fjáreignir aðrar en afleiðusamningar

Fjárfestingar til gjalddaga

Fjáreignir til sölu

Fjáreignir á gangvirði gegnum rekstrarreikning

Lán og kröfur

Þegar samstæðan hefur bæði fyrirætlanir og getu til að eiga skuldabréf til gjalddaga, eru þau flokkuð semfjárfestingar til gjalddaga. Slíkar fjárfestingar eru færðar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti, aðfrádreginni virðisrýrnun þegar við á.

Samstæðan tilgreinir fjárfestingar í tilteknum eignarhlutum í öðrum félögum og tilteknum skuldabréfum semfjáreignir til sölu. Þær eru færðar á gangvirði og gangvirðisbreytingar færðar beint á sérstakan lið meðal eigin fjár.Þó er virðisrýrnun vegna fjáreigna til sölu (sjá skýringu 3.h i) og gengismunur gjaldmiðla ef um er að ræðapeningalega liði (sjá skýringu 3.b.), færður í rekstrarreikning. Gangvirðisbreytingar, sem færðar hafa verið á eigiðfé, eru færðar í rekstrarreikning þegar fjáreign til sölu er afskráð.

Fjáreignir eru flokkaðar á gangvirði gegnum rekstrarreikning séu þær veltufjáreign eða ef þær eru tilgreindar ágangvirði gegnum rekstrarreikning við upphaflega skráningu í bókhald. Fjáreignir eru tilgreindar á gangvirðigegnum rekstrarreikning ef ákvarðanir félagsins um kaup og sölu byggjast á gangvirði þeirra í samræmi viðskrásetta áhættustýringu félagsins eða fjárfestingastefnu. Við upphaflega skráningu er beinn viðskiptakostnaðurfærður í rekstrarreikning þegar hann fellur til. Fjáreignir á gangvirði gegnum rekstrarreikning eru færðar ágangvirði í efnahagsreikning og gangvirðisbreytingar eru færðar í rekstrarreikning.

Fjáreignum og fjárskuldum er jafnað saman og hrein fjárhæð færð í efnahagsreikning þegar og aðeins þegarlagalegur réttur félagsins er til staðar um jöfnun og fyrirhugað er að gera upp með jöfnun fjáreigna og fjárskuldaeða innleysa eignina og gera upp skuldina á sama tíma.

Til handbærs fjár telst sjóður og óbundnar bankainnstæður sem er til ráðstöfunar innan þriggja mánaða.

Lán, kröfur og innstæður eru færðar til bókar á þeim degi sem til þeirra er stofnað. Allar aðrar fjáreignir, þ.m.t.fjáreignir metnar á gangvirði gegnum rekstrarreikning eru upphaflega færðar á þeim degi sem félagið gerist aðiliað samningsbundnum ákvæðum fjármálagerningsins.

Fjáreignir eru afskráðar ef samningsbundinn réttur félagsins að sjóðstreymi vegna fjáreignanna rennur út eða effélagið framselur rétt til sjóðstreymis af eigninni til annars aðila án þess að halda eftir yfirráðum eða því sem næstallri þeirri áhættu og ávinningi sem í eignarhaldinu felst. Hluta af framseldum fjáreignum sem stofnað er til eðahaldið er eftir af félaginu er sérgreint í ársreikningi sem eign eða skuld.

Félagið flokkar fjáreignir aðrar en afleiðusamninga í eftirfarandi flokka: fjárfestingar til gjalddaga, fjáreignir til sölu,fjáreignir metnar á gangvirði gegnum rekstrarreikning, og lán og kröfur.

Lán og kröfur eru fjáreignir með föstum eða ákvarðanlegum greiðslum og sem ekki eru skráðar á virkum markaði.Slíkar eignir eru upphaflega færðar á gangvirði að viðbættum öllum tengdum viðskiptakostnaði. Eftir upphaflegaskráningu eru lán og kröfur metin á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti, að frádreginni virðisrýrnunþegar við á.

Lán og kröfur samanstanda af viðskiptakröfum og öðrum skammtímakröfum.

// ársreikNiNGur

Page 71: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 71

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 15 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýringar

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.

c. Fjármálagerningar, frh.

ii) Fjárskuldir aðrar en afleiðusamningar

iii) Afleiðusamningar

iv) Efnahagslegar varnir

v) Aðskildar innbyggðar afleiðurGangvirðisbreytingar aðskildra innbyggðra afleiða eru færðar í rekstrarreikning.

Við upphaflega skráningu eru afleiðusamningar færðir á gangvirði. Viðskiptakostnaður þeim tengdur er færður írekstrarreikning þegar hann fellur til. Eftir upphaflega skráningu eru afleiðusamningar færðir á gangvirði íefnahagsreikning og gangvirðisbreytingar eru færðar í rekstrarreikning.

Til fjárskulda félagsins annarra en afleiðusamninga teljast: lántökur, viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir.

Innbyggðar afleiður eru aðskildar frá grunnsamningum og færðar sérstaklega þegar efnahagsleg einkenni ogáhætta grunnsamnings og innbyggðrar afleiðu eru ekki nátengd, annar gerningur með sömu ákvæði oginnbyggða afleiðan væri skilgreindur sem afleiðusamningur og blandaði gerningurinn er ekki metinn í heild ágangvirði gegnum rekstrarreikning.

Gangvirðisbreytingar aðgreindra innbyggðra afleiða eru færðar í rekstrarreikning meðal fjármunatekna ogfjármagnsgjalda í rekstarreikningi.

Skuldabréf og víkjandi skuldir eru færðar á þeim degi sem til þeirra er stofnað. Allar aðrar fjárskuldir, þ.m.t. skuldirmetnar á gangvirði gegnum rekstrarreikning eru upphaflega færðar á þeim viðskiptadegi þegar félagið gerist aðiliað samningsbundnum ákvæðum fjármálagerningsins.

Félagið afskráir fjárskuld þegar samningsbundnum skyldum vegna skuldagerningsins er lokið, þær felldar niðureða falla úr gildi.

Fjáreignum og fjárskuldum er jafnað saman og hrein fjárhæð færð í efnahagsreikning þegar og aðeins þegarlagalegur réttur félagsins er til staðar um jöfnun og fyrirhugað er annaðhvort að gera upp með jöfnun fjáreigna ogfjárskulda eða innleysa eignina og gera upp skuldina á sama tíma.

Félagið flokkar fjárskuldir aðrar en afleiðusamninga sem aðrar fjárskuldir. Slíkar skuldir eru upphaflega færðar ágangvirði að viðbættum tengdum viðskiptakostnaði. Eftir upphaflega skráningu eru þessar fjárskuldir metnar áafskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti.

Page 72: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201272 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 16 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýringar

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.

d. Varanlegir rekstrarfjármunir

i) Færsla og mat

ii) Kostnaður sem fellur til síðar

Þegar varanlegir rekstrarfjármunir eru samsettir úr einingum með ólíkan nýtingartíma eru einingarnar aðgreindarog afskrifaðar miðað við nýtingartímann.

Hagnaður eða tap af sölu varanlegra rekstrarfjármuna er munurinn á söluverðinu og bókfærðu verði eignarinnarog er fært í rekstrarreikning. Þegar endurmetnir varanlegir rekstrarfjármunir eru seldir er endurmat þeirra meðaleigin fjár fært á óráðstafað eigið fé.

Dreifikerfi, framleiðslukerfi og gagnaveitukerfi samstæðunnar eru skráð á endurmetnu verði íefnahagsreikningnum sem er gangvirði þeirra á endurmatsdegi að frádregnum viðbótar afskriftum frá þeim tíma.Endurmat þessara eigna er framkvæmt með reglubundnum hætti. Allar verðmatshækkanir vegna þessaendurmats eru færðar á sérstakan endurmatsreikning meðal eigin fjár að frádreginni tekjuskattsskuldbindingu.Bakfærsla á áður færðu endurmati vegna verðmatslækkunar eigna er færð til lækkunar á áður færðu endurmati áendurmatsreikning að frádreginni tekjuskattsskuldbindingu. Afskriftir af endurmetna verðinu eru færðar írekstrarreikning. Innlausn endurmats vegna afskrifta er færð af sérstökum endurmatsreikningi á óráðstafað eigiðfé að teknu tilliti til tekjuskatts. Við sölu eða niðurlagningu eignar er sá hluti sérstaka endurmatsreikningsins semtilheyrir þeirri eign færður á óráðstafað eigið fé.

Gangvirði eigna er ákvarðað miðað við afskrifað endurstofnverð. Það felur í sér að lagt er mat á breytingar ábyggingarkostnaðarverði samskonar eigna og bæði stofnverð og uppsafnaðar afskriftir endurmetið í samræmi viðþær breytingar. Við þennan útreikning er stuðst við opinberar upplýsingar og rauntölur úr bókhaldi samstæðunnarum verðbreytingar á kostnaðarliðum og tekið tillit til áætlunar um vægi hvers kostnaðarliðar í heildarkostnaði viðbyggingu samskonar eigna. Kostnaðarliðir og hlutfallslegt vægi þeirra var ákvarðað af sérfræðingum innan ogutan Orkuveitunnar. Einnig er litið til niðurstöðu virðisrýrnunarprófs og endurmat ekki fært umfram væntframtíðarsjóðstreymi af viðkomandi eignum. Dreifikerfi fyrir heitt vatn, kalt vatn, fráveitu og rafmagn eru nýtt ístarfsemi sem er háð sérleyfum og tekjumörk miða fyrst og fremst við breytingar á byggingarvísitölu. Tekið er tillittil þess við ákvörðun gangvirðis þessara kerfa.

Kostnaðarverð samanstendur af beinum kostnaði sem fellur til við kaupin. Kostnaðarverð varanlegrarekstrarfjármuna sem samstæðan byggir sjálf innifelur efniskostnað og launakostnað, annan kostnað sem fellur tilvið að koma eigninni í notkun, auk kostnaðar sem áætlað er að muni falla til við niðurrif eigna telst vera hluti afkostnaðarverði eignanna. Keyptur hugbúnaður sem er nauðsynlegur til að unnt sé að nýta vélbúnað er eignfærðursem hluti af þeim tækjabúnaði.

Kostnaður við að endurnýja einstaka hluta varanlegra rekstrarfjármuna er færður til eignar ef líklegt er talið aðávinningur sem felst í eigninni muni renna til samstæðunnar og hægt er að meta kostnaðinn á áreiðanlegan hátt.Allur annar kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar til hans er stofnað.

Vaxtagjöld af lánsfé sem nýtt er til fjármögnunar á kostnaðarverði mannvirkja í byggingu eru eignfærð ábyggingartíma. Á undirbúningskostnað eru ekki reiknaðir vextir. Eftir að eignirnar eru teknar í notkun eruvaxtagjöld færð til gjalda í rekstrarreikningi.

Varanlegir rekstrarfjármunir, aðrir en dreifikerfi, framleiðslukerfi og gagnaveitukerfi, eru færðir til eignar ákostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun.

// ársreikNiNGur

Page 73: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 73

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 17 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýringar

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.

d. Varanlegir rekstrarfjármunir, frh.

iii) Afskriftir

5-50 ár10-60 ár10-60 ár

5-80 ár15-60 ár

7-41 ár17-50 ár

3-25 ár

Afskriftaaðferðir, nýtingartími og niðurlagsverð eru endurmetin á uppgjörsdegi.

e. Óefnislegar eignir

i) Hitaréttindi

ii) Undirbúningskostnaður

iii) Aðrar óefnislegar eignir

iv) Kostnaður sem fellur til síðar

v) Afskriftir

100 ár3-7 ár

f. Leigðar eignir

Afskriftir eru færðar línulega í rekstrarreikning miðað við áætlaðan nýtingartíma óefnislegra eigna frá þeim degisem þær eru nýtanlegar. Áætlaður nýtingartími greinist þannig:

Hitaréttindi .........................................................................................................................................

Leigusamningar, sem eru með þeim skilmálum að efnislega öll áhætta og ávinningur sem fylgja eignarhaldi áhinum leigðu eignum færist yfir til samstæðunnar, eru flokkaðir sem fjármögnunarleigusamningar. Við upphaflegaskráningu í bókhaldi eru eignirnar færðar á gangvirði eða núvirði lágmarksleigugreiðslna, hvort sem lægra reynist.Á síðari reikningsskiladögum eru eignirnar færðar samkvæmt þeirri reikningsskilaaðferð sem gildir um viðkomandieignir.

Aðrir leigusamningar teljast til rekstrarleigusamninga og eru hinar leigðu eignir ekki færðar til eignar.

Undirbúningskostnaður er færður til eignar á kostnaðarverði. Kostnaður þessi hefur fallið til við undirbúningákveðinna skilgreindra verkefna. Kostnaður vegna þeirra er aðeins eignfærður ef hægt er að meta hann ááreiðanlegan hátt og verkefnið er tæknilega og viðskiptalega arðvænlegt, ávinningur er talinn líklegur og fyrirtækiðhefur bæði ásetning og getu til að ljúka verkefninu og hefur áform um að afla tekna af því eða selja það.Kostnaður þessi er gjaldfærður þegar fallið er frá verkefninu eða forsendur breytast.

Dreifikerfi gagnaveitu .........................................................................................................................

Aðrir lausafjármunir ...........................................................................................................................

Aðrar óefnislegar eignir eru metnar á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun.

Hugbúnaður .......................................................................................................................................

Hitaréttindi eru færð til eignar í efnahagsreikningi á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum ogvirðisrýrnun. Þau eru færð meðal óefnislegra eigna með éndanlegan líftíma. Hitaréttindi eru aðskilin frá landi viðkaup.

Framleiðslukerfi .................................................................................................................................

Aðrar fasteignir ..................................................................................................................................

Dreifikerfi rafveitu ...............................................................................................................................

Kostnaður sem fellur til síðar er aðeins eignfærður ef hann eykur væntan framtíðarávinning þeirrar eignar semhann tengist. Allur annar kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar hann fellur til.

Afskriftir eru reiknaðar línulega sem fastur árlegur hundraðshluti af kostnaðarverði eða endurmetnukostnaðarverði miðað við áætlaðan nýtingartíma einstakra hluta varanlegra rekstrarfjármuna frá þeim tíma semþær eru nýtanlegar. Land er ekki afskrifað. Áætlaður nýtingartími greinist þannig:

Dreifikerfi vatnsveitu ..........................................................................................................................Dreifikerfi hitaveitu .............................................................................................................................

Dreifikerfi fráveitu ...............................................................................................................................

Page 74: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201274 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 18 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýringar

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.

g. Birgðir

h. Virðisrýrnun

i) Fjáreignir

- um er að ræða lækkun 15% niður fyrir kostnaðarverð eða

ii) Aðrar eignir

Virðisrýrnun fjáreigna er færð í rekstrarreikning. Uppsafnað tap af fjáreignum til sölu sem fært hefur verið á eigiðfé er fært í rekstrarreikning.

Birgðir eru metnar á kostnaðarverði eða hreinu söluvirði, hvoru sem lægra reynist. Kostnaðarverð birgða byggir áfyrst inn - fyrst út reglunni og innifelur kostnað sem fellur til við að afla birgðanna og koma þeim á þann stað og íþað ástand sem þær eru í á uppgjörsdegi. Hreint söluvirði er áætlað söluverð í venjulegum viðskiptum aðfrádregnum áætluðum kostnaði við að selja vöru.

Á hverjum uppgjörsdegi er kannað hvort til staðar sé hlutlæg vísbending um virðisrýrnun fjáreigna. Fjáreign telsthafa rýrnað í verði ef hlutlægar vísbendingar eru um að einn eða fleiri atburðir sem átt hafa sér stað benda til þess að vænt framtíðarsjóðstreymi viðkomandi eignar verði lægra en áður var talið.

Virðisrýrnun fjáreigna sem færðar eru á afskrifuðu kostnaðarverði er mismunurinn á bókfærðu verði þeirra annarsvegar og núvirtu væntu framtíðarsjóðstreymi miðað við upphaflega virka vexti hins vegar. Virðisrýrnun fjáreigna tilsölu er ákvarðað með hliðsjón af gangvirði þeirra á hverjum tíma. Samstæðan skilgreinir gangvirðislækkun niðurfyrir kostnaðarverð sem hlutlæga vísbendingu um virðisrýrnun fjáreigna til sölu þegar:

Einstakar mikilvægar fjáreignir eru prófaðar sérstaklega hver um sig með tilliti til virðisrýrnunar. Aðrar fjáreignir eruflokkaðar saman eftir lánsáhættueinkennum.

- gangvirðislækkun varir í a.m.k. sex mánuði.

Endurmatslækkun er gjaldfærð þegar bókfært verð eignar eða fjárskapandi einingar er hærra en endurheimtanlegfjárhæð hennar. Fjárskapandi eining er minnsti aðgreinanlegi hópur eigna sem myndar sjóðstreymi sem er aðmestu leyti óháð öðrum einingum eða hópum eininga. Virðisrýrnun er gjaldfærð í rekstrarreikningi en síðan tilhlutfallslegrar lækkunar á bókfærðu verði annarra eigna sem tilheyra einingunni.

Virðisrýrnun annarra eigna er bakfærð ef breyting hefur átt sér stað á mati sem notað var við útreikning áendurheimtanlegri fjárhæð. Virðisrýrnun er einungis bakfærð að því marki sem nemur áður færðri virðisrýrnun aðteknu tilliti til afskrifta.

Virðisrýrnun er bakfærð ef hægt er að tengja bakfærsluna með hlutlægum hætti atburðum sem hafa orðið eftir aðvirðisrýrnun var færð. Bakfærsla virðisrýrnunar fjáreigna sem færðar eru á afskrifuðu kostnaðarverði og fjáreignatil sölu sem eru skuldabréf er færð í rekstrarreikning. Bakfærsla virðisrýrnunar fjáreigna til sölu sem eru hlutabréfer færð beint á eigið fé.

Bókfært verð annarra eigna, að undanskildum birgðum og tekjuskattseign, er yfirfarið á hverjum uppgjörsdegi tilað meta hvort vísbendingar séu um virðisrýrnun þeirra. Sé einhver slík vísbending til staðar er endurheimtanlegfjárhæð eignarinnar metin.

Endurheimtanleg fjárhæð eignar eða fjárskapandi einingar er hreint gangvirði þeirra eða nýtingarvirði, hvort semhærra reynist. Nýtingarvirði er metið miðað við áætlað framtíðarsjóðstreymi, sem er núvirt með vöxtum fyrir skatta,sem endurspeglar mat markaðarins á tímavirði peninga hverju sinni og þeirri áhættu sem fylgir eignunum.

// ársreikNiNGur

Page 75: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 75

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 19 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýringar

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.

i. Hlunnindi starfsmanna

i) Iðgjaldatengd lífeyriskerfi

ii) Réttindatengd lífeyriskerfi

j. Skuldbindingar

k. Tekjur

i) Tekjur af sölu og dreifingu á raforku og heitu vatni

ii) Tekjur af sölu á köldu vatni og fráveitu

iii) Tengigjöld

iv) Aðrar tekjur

l. Leigugreiðslur

Lágmarksleigugreiðslur fjármögnunarleigusamninga skiptast í vaxtagjöld og afborganir á eftirstöðvum skulda.Vaxtagjöldunum er dreift á leigutímann miðað við virka vexti.

Skuldbinding er færð í efnahagsreikninginn þegar fyrirtækinu ber lagaleg skylda eða hefur tekið á sigskuldbindingu vegna liðinna atburða og líklegt er að kostnaður vegna hennar, sem hægt er að meta meðáreiðanlegum hætti, falli á fyrirtækið. Skuldbindingin er metin út frá væntu framtíðarfjárflæði, sem er núvirt meðvöxtum sem endurspegla markaðsvexti og þá áhættu sem fylgir skuldbindingunni.

Tekjur af sölu og dreifingu á raforku og heitu vatni eru færðar í rekstrarreikning samkvæmt mældri afhendingu tilkaupenda á árinu og föstu árlegu gjaldi.

Tekjur vegna sölu á köldu vatni og fráveitu taka mið af stærð húsnæðis sem tengt er kerfunum, auk fasts gjaldsog eru færðar línulega. Að auki eru tekjur færðar samkvæmt mældri notkun á köldu vatni hjá tiltekinniatvinnustarfsemi.

Kostnaður vegna framlaga í iðgjaldatengd lífeyriskerfi er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar hann fellur til.

Skuldbinding samstæðunnar vegna réttindatengdra lífeyriskerfa er reiknuð sérstaklega fyrir hvert kerfi með því aðáætla framtíðarvirði lífeyrisréttinda sem núverandi og fyrrverandi starfsmenn hafa áunnið sér á yfirstandandi ogfyrri tímabilum. Réttindin eru afvöxtuð til að finna núvirði þeirra og er allur ófærður fyrri kostnaður og raunvirðieigna til greiðslu lífeyris dreginn frá. Árlega reiknar tryggingastærðfræðingur skuldbindingu á grundvelli aðferðarsem miðast við áunnin réttindi. Breytingar á skuldbindingunni eru færðar í rekstrarreikning þegar þær falla til.

Tekjur og gjöld vegna rekstrarleigusamninga eru færð línulega í rekstrarreikning á leigutímanum. Hvatar semfyrirtækið fær vegna rekstrarleigusamninga eru færðir í rekstrarreikning sem óaðskiljanlegur hlutiheildarleigugjalda.

Gjaldskrá fyrir dreifingu raforku er háð tekjumörkum sem gefin er út af Orkustofnun í samræmi við ákvæðiraforkulaga nr. 65/2003. Tekjumörkin byggja á rauntölum fyrri ára úr rekstri dreifiveitu, afskrift rekstrarfjármuna,rauntöpum í dreifikerfi og arðsemi eigin fjár. Við ákvörðun tekjumarka er litið framhjá fjármagnsliðum. Gjaldskrá erákveðin miðað við tekjumörk og áætlanir um raforkusölu á dreifiveitusvæði fyrirtækisins.

Við tengingu á nýju húsnæði við veitukerfi raforku, vatns og fráveitu eða við endurnýjun á tengingu, er innheimtsérstakt gjald af notendum. Þessu gjaldi er ætlað að mæta kostnaði vegna nýrra kerfa eða endurnýjunar þeirra.Tekjur af tengigjöldum eru færðar í rekstrarreikning við tengingu.

Aðrar tekjur eru færðar þegar til þeirra er unnið eða við afhendingu vöru og þjónustu.

Page 76: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201276 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 20 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýringar

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.

m. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

n. Tekjuskattur

Tekjuskattur samanstendur af tekjuskatti til greiðslu vegna ársins og frestuðum tekjuskatti. Tekjuskattur er færðurí rekstrarreikning nema þegar hann varðar liði sem eru færðir beint á eigið fé, en í þeim tilvikum er tekjuskatturinnfærður á þá liði.

Fjármunatekjur samanstanda af vaxtatekjum af fjárfestingum, arðstekjum, breytingum á gangvirði fjáreigna þarsem gangvirðisbreyting er færð í rekstrarreikning, gengishagnaði af erlendum gjaldmiðlum og hagnaði afáhættuvarnargerningum sem er færður í rekstrarreikning. Vaxtatekjur eru færðar eftir því sem þær falla til miðaðvið virka vexti. Arðstekjur eru færðar í rekstrarreikning á þeim degi sem arðsúthlutun er samþykkt.

Fjármagnsgjöld samanstanda af vaxtakostnaði af lántökum, bakfærslu núvirðingar skuldbindinga, gengistapi aferlendum gjaldmiðlum, tapi af áhættuvarnargerningum sem fært er í rekstrarreikning og virðisrýrnun fjáreigna.Lántökukostnaður er færður í rekstrarreikning miðað við virka vexti.

Tekjuskattseign er einungis færð að því marki sem líklegt er talið að skattskyldur hagnaður verði til ráðstöfunar íframtíðinni, sem unnt verður að nýta eignina á móti. Tekjuskattseign er metin á hverjum uppgjörsdegi og lækkuðað því marki sem talið er að hún komi ekki til með að nýtast.

Gengishagnaði og gengistapi er jafnað saman í rekstrarreikningi.

Virkir vextir eru ávöxtunarkrafa sem notuð er við núvirðingu áætlaðs sjóðstreymis yfir áætlaðan líftímafjármálagernings eða styttra tímabil, eftir því sem við á, þannig að það jafngildi bókfærðri fjárhæð fjáreignarinnareða fjárskuldarinnar í efnahagsreikningi.

Frestaður tekjuskattur er færður vegna tímabundinna mismuna á bókfærðu verði eigna og skulda íársreikningnum annars vegar og skattverði þeirra hins vegar. Útreikningur á frestuðum skatti byggir á þvískatthlutfalli sem vænst er að verði í gildi þegar tímabundnir mismunir koma til með að snúast við, miðað viðgildandi lög á uppgjörsdegi. Frestaður tekjuskattur var reiknaður miðað við 36% fyrir móðurfyrirtækið sem erskattalega sameignarfélag og 20% fyrir dótturfélögin sem eru einkahlutafélög.

Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðarársins, miðað við gildandi skatthlutfall á uppgjörsdegi, auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára.Tekjuskattshlutfall móðurfyrirtækisins er 36% og dótturfélaganna 20%. Rekstur vatns- og fráveitu er undanþeginnskattskyldu.

// ársreikNiNGur

Page 77: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 77

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 21 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýringar

3. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.

o. Starfsþáttayfirlit

p. Nýir reikningsskilastaðlar og túlkanir á þeim

4. Ákvörðun gangvirðis

a. Varanlegir rekstrarfjármunir

b. Fjárfestingar í eignarhlutum í öðrum félögum og skuldabréfum

Rekstrarafkoma starfsþátta og eignir þeirra samanstanda af liðum sem tengja má beint við hvern starfsþátt og þáliði sem hægt er að skipta milli starfsþátta á rökrænan hátt.

Gangvirði framleiðslukerfa og gagnaveitukerfa sem hafa verið endurmetin er ákvarðað miðað við afskrifaðendurstofnverð. Það felur í sér að lagt er mat á breytingar á byggingarkostnaðarverði samskonar eigna og bæðistofnverð og uppsafnaðar afskriftir endurmetnar í samræmi við þær breytingar. Einnig er litið til niðurstöðuvirðisrýrnunarprófs og endurmat ekki fært umfram vænt framtíðarsjóðstreymi af viðkomandi eignum.

Nokkrar reikningsskilaaðferðir og skýringar samstæðunnar krefjast þess að gangvirði sé ákvarðað, bæði fyrirfjáreignir og fjárskuldir og aðrar eignir og skuldir. Gangvirði hefur verið ákvarðað vegna mats og/eða skýringasamkvæmt eftirfarandi aðferðum. Þar sem við á eru frekari upplýsingar um forsendur við ákvörðun á gangvirðieigna eða skulda í skýringum um viðkomandi eignir eða skuldir.

Sömu aðferð er beitt við ákvörðun á gangvirði annarra dreifikerfa sem hafa verið endurmetin. Dreifikerfi fyrir heittvatn, kalt vatn, fráveitu og rafmagn eru nýtt í starfsemi sem er háð sérleyfi og tekjumörk miða fyrst og fremst viðbreytingar á byggingarvísitölu. Tekið er tillit til þess við ákvörðun gangvirðis þessara kerfa.

Gangvirði varanlegra rekstrarfjármuna sem yfirteknir eru við samruna miðast við markaðsvirði. Markaðsvirðifasteigna er sú fjárhæð sem unnt er að fá í viðskiptum milli ótengdra, viljugra og upplýstra aðila. Gangvirðiannarra varanlegra rekstrarfjármuna er byggt á markaðsverði sambærilegra eigna.

Gangvirði eignarhluta í öðrum félögum og skuldabréfa er ákvarðað með hliðsjón af markaðsverði þeirra áuppgjörsdegi. Ef markaðsverð er ekki þekkt byggir mat á gangvirði á viðurkenndum matsaðferðum. Matsaðferðirgeta falið í sér að stuðst er við verð í nýlegum viðskiptum milli ótengdra aðila. Við beitingu matsaðferða er litið tilþeirra þátta sem markaðsaðilar myndu nota við verðmat og aðferðirnar eru í samræmi við viðurkenndar aðferðirvið að verðleggja fjáreignir.

Rekstrarstarfsþáttur er hluti samstæðunnar sem fæst við viðskipti og er fær um að afla tekna og stofna til gjalda,bæði innan og utan samstæðu. Afkoma allra starfsþátta samstæðunnar er yfirfarin af stjórnendum til að metaframmistöðu þeirra.

Verðlag sölu á vöru og þjónustu milli starfsþátta er ákveðið eins og um óskylda aðila sé að ræða.

Samstæðan hefur innleitt alla alþjóðlega reikningsskilastaðla, túlkanir á þeim og breytingar á núverandi stöðlumsem eru í gildi í árslok 2012 og tengjast starfsemi samstæðunnar. Samstæðan hefur ekki innleitt fyrirframalþjóðlega reikningsskilastaðla, túlkanir eða breytingar sem taka gildi eftir 31. desember 2012. Ekki er talið aðupptaka þeirra muni hafa veruleg áhrif á reikningsskil samstæðunnar.

Fjárfestingar starfsþátta er heildarkostnaður við kaup rekstrarfjármuna og óefnislegra eigna.

Page 78: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201278 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 22 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýringar

4. Ákvörðun gangvirðis, frh.

c. Afleiður

d. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur

e. Fjárskuldir sem ekki teljast afleiður

Gangvirði viðskiptakrafna og annarra skammtímakrafna er metið á núvirði vænts framtíðargreiðsluflæðis, semafvaxtað er á markaðsvöxtum uppgjörsdags. Gangvirði er einungis metið svo unnt sé að upplýsa um það ískýringum.

Gangvirði vaxtaskiptasamninga er byggt á verðtilboði miðlara. Þessi verðtilboð eru prófuð með tilliti til sanngirnimeð því að afvaxta framtíðargreiðsluflæði byggt á ákvæðum og lokadegi hvers samnings og með því að notamarkaðsvexti fyrir svipaða gerninga á verðmatsdegi.

Gangvirði afleiðusamninga sem ekki eru skráðir á virkum mörkuðum er ákvarðað með notkun matsaðferða semeru endurskoðaðar reglulega af sérfróðu starfsfólki. Öll matslíkön sem eru notuð þurfa að vera samþykkt ogprófuð til að tryggja að niðurstöðurnar endurspegli þau gögn sem notuð voru.

Áreiðanlegasta sönnun á gangvirði afleiðusamninganna í upphafi er kaupverðið, nema gangvirði gerningsins sésannanlegt með samanburði við önnur skráð og nýleg markaðsviðskipti á sama fjármálagerningi eða byggt ámatsaðferð þar sem breytur byggja eingöngu á markaðsgögnum. Þegar slík gögn eru fyrir hendi, færirsamstæðan hagnað eða tap á upphaflegum skráningardegi gerninga.

Gangvirði afleiða er byggt á skráðu markaðsvirði þeirra, ef það er til. Ef markaðsverð er ekki til, er gangvirðiðfundið með viðurkenndum matsaðferðum.

Matsaðferðir geta falið í sér að notast er við verð í nýlegum viðskiptum á milli ótengdra aðila. Tekið er mið afverðmæti annarra fjármálagerninga sem eru áþekkir þeim gerningi sem um ræðir, stuðst við aðferðir til að metanúvirt fjárstreymi eða aðrar verðmatsaðferðir sem beita má til að meta með áreiðanlegum hætti raunverulegtmarkaðsverðmæti. Við beitingu matsaðferða eru allir þættir notaðir sem markaðsaðilar myndu nota við verðmatog aðferðirnar eru í samræmi við viðurkenndar aðferðir við að verðleggja fjármálagerninga. Samstæðansannreynir reglulega matsaðferðir sínar og prófar þær með því að nota verð sem fengist hafa í viðskiptum ávirkum markaði með sama gerning, án aðlagana eða breytinga, eða byggja á upplýsingum frá virkum markaði.

Gangvirði, sem einungis er metið vegna skýringa, er ákvarðað út frá núvirði framtíðarsjóðsflæðis höfuðstóls ogvaxta og er afvaxtað með markaðsvöxtum á uppgjörsdegi.

// ársreikNiNGur

Page 79: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 79

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 23 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýringar

5. Starfsþáttayfirlit

Starfsþættir og miðlar

Miðill

Viðskiptavinir sem hafa veruleg áhrif á tekjur samstæðunnar

Lögbundin takmörkun á efri mörkum gjaldskrár er 0,5% af fasteignamati.Birta skal gjaldskrá í Stjórnartíðindum.Gjaldskrá skal standa undir öllum kostnaði. Birta skal gjaldskrá íStjórnartíðindum.

Samkeppnisrekstur sem er undir eftirliti Póst- og Fjarskiptastofnunar.

Starfssvæði Orkuveitu Reykjavíkur er einkum á höfuðborgarsvæðinu, en nær auk þess til Suður- og Vesturlands.Fyrirtækið skiptist í þrjá starfsþætti, Virkjanir og sala, Veitur og Aðra starfsemi.

Um sérleyfisveitur gildir að ráðherra staðfestir gjaldskrá og hún öðlast gildivið birtingu í Stjórnartíðindum.Orkustofnun er send gjaldskrá til staðfestingar. Birta skal gjaldskráopinberlega.

Hitaveita

Opinberar kvaðir

Rafveita, dreifing

Tekjur samstæðunnar frá Norðuráli Grundartanga ehf., námu 6.943 milljónum kr. eða 18,3% af heildartekjum.Viðskiptin voru við Virkjanir og sölu (2011: 5.652 milljónir kr. eða 16,8% af heildartekjum).

Rafveita, framleiðsla

Vatnsveita

Fráveita

Gagnaveita

Einn viðskiptavinur samstæðunnar hefur veruleg áhrif á fjárhæð heildartekna á árinu 2012, en það er NorðurálGrundartangi ehf.

Samkeppni er um orkusölu og því eru verðbreytingar á orkuhlutarafmagnsverðs ekki háðar samþykki stjórnvalda.

Virkjanir og sala annast framleiðslu á rafmagni og varmaorku í orkuverum, auk raforkusölu til stóriðju ogsmásölu.

Veitur sjá um dreifingu rafmagns, varmaorkuvinnslu á lághitasvæði og dreifingu varmaorku frá lághitasvæði ogjarðvarmavirkjunum, vatnsöflun og dreifingu á köldu vatni, fráveitustarfsemi og rekstur gagnaflutningskerfis.

Önnur starfsemi nær yfir rekstur og nýframkvæmdir vegna götulýsingar, leigu húsnæðis og búnaðar, tilfallandisölu sérfræðiþjónustu og fleira.

Fyrirtækinu er jafnframt skipt upp eftir miðlum sem eru: Rafmagn, Heitt vatn, Kalt vatn, Fráveita og Gagnaveita.Miðlarnir eru í ólíku lagaumhverfi, bæði varðandi tekjuskatt, virðisaukaskatt, tekjumörk samkvæmt raforkulögumog arðsemi. Miðlarnir heitt vatn, kalt vatn, fráveita og hluti rafmagns sem er vegna dreifingar eru reknir samkvæmtsérleyfi, en raforkuvinnsla, orkusala og gagnaflutningur eru á samkeppnismarkaði.

Fyrirtækið er tekjuskattsskylt, nema sá hluti starfseminnar sem lýtur að rekstri vatnsveitu og fráveitu, sem er háðurlögum nr. 32/2004 um vatnsveitur sveitarfélaga og lögum nr. 9/2009 um rekstur fráveitna. Rekstur hitaveitu erháður orkulögum nr. 58/1967, m.a. um arðsemi. Sá hluti rafmagnsins sem fellur undir sérleyfisrekstur samkvæmtraforkulögum nr. 65/2003 er háður tekjumörkum samkvæmt ákvörðun Orkustofnunar.

Page 80: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201280 //

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

Árs

reik

ning

ur O

rkuv

eitu

Rey

kjav

íkur

201

224

Fjár

hæði

r eru

í þú

sund

um k

róna

5.St

arfs

þátta

yfirl

it

Rek

stra

rsta

rfsþ

ætti

r - s

við

Virk

jani

nnur

Jöfn

unar

-Ár

ið 2

012

Veitu

rog

sal

ast

arfs

emi

færs

lur

Sam

tals

24.5

36.8

3912

.928

.173

439.

533

037

.904

.545

239.

150

11.2

49.1

8738

2.49

711

.870

.834

)(

024

.775

.989

24.1

77.3

6082

2.03

011

.870

.834

)(

37.9

04.5

45

11.3

52.1

174.

586.

527

7.00

2)(

015

.931

.642

Ósk

ipt r

ekst

rarg

jöld

.....

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

.....

1.25

8.79

3)(

Rek

stra

rhag

naðu

r ....

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

..14

.672

.849

Fjár

mun

atek

jur o

g fjá

rmag

nsgj

öld

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

.....

18.4

93.5

50)

hrif

hlut

deild

arfé

laga

.....

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

.9.

754)

(Te

kjus

kattu

r ....

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

.....

1.53

5.26

1Ta

p ár

sins

.....

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

.2.

295.

194)

(

Árið

201

1

21.4

39.4

8511

.956

.289

230.

441

033

.626

.215

317.

170

4.06

1.66

548

2.18

44.

861.

019)

(0

21.7

56.6

5516

.017

.954

712.

625

4.86

1.01

9)(

33.6

26.2

15

8.82

9.47

15.

122.

206

131.

009)

(0

13.8

20.6

68Ó

skip

t rek

stra

rgjö

ld ..

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

..1.

466.

172)

(R

ekst

rarh

agna

ður .

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

.....

12.3

54.4

96Fj

árm

unat

ekju

r og

fjárm

agns

gjöl

d ...

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

..19

.656

.314

)(

Áhr

if hl

utde

ildar

féla

ga ..

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

....

5.40

0)(

Tekj

uska

ttur .

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

..6.

750.

946

Tap

ársi

ns ..

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

....

556.

272)

(

Skýr

inga

r

Sta

rfsþá

ttaup

plýs

inga

rer

ubi

rtar

eftir

innr

iup

plýs

inga

gjöf

fyrir

tæki

sins

.R

ekst

rars

viði

ner

uV

eitu

r,V

irkja

nir

ogsa

la,

auk

Ann

arra

rst

arfs

emi.

Ein

nig

eru

birta

rup

plýs

inga

r efti

r mið

lum

sam

stæ

ðunn

ar s

em e

ru R

afm

agn,

Hei

tt va

tn, K

alt v

atn,

Frá

veita

og

Gag

nave

ita.

Tekj

ur fr

á þr

iðja

aði

la ..

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

....

Tekj

ur m

illi s

tarfs

þátta

.....

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

Tekj

ur s

amta

ls ..

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

...

Rek

stra

rhag

naðu

r (-ta

p) s

tarfs

þátta

.....

......

......

......

......

......

......

......

......

...

Tekj

ur fr

á þr

iðja

aði

la ..

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

....

Tekj

ur m

illi s

tarfs

þátta

.....

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

Tekj

ur s

amta

ls ..

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

...

Rek

stra

rhag

naðu

r (-ta

p) s

tarfs

þátta

.....

......

......

......

......

......

......

......

......

...

// ársreikNiNGur

Page 81: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 81

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

Árs

reik

ning

ur O

rkuv

eitu

Rey

kjav

íkur

201

225

Fjár

hæði

r eru

í þú

sund

um k

róna

Skýr

inga

r

5.St

arfs

þátta

yfirl

it, fr

h.

Rek

stra

rsta

rfsþ

ætti

r - s

við,

frh.

Virk

jani

nnur

Árið

201

2Ve

itur

og s

ala

star

fsem

skip

tSa

mta

ls

Efna

hagu

r (31

.12.

201

2)13

4.02

8.59

211

0.59

4.42

09.

286

6.82

7.02

125

1.45

9.31

90

00

1.21

8.98

01.

218.

980

Eig

narh

luta

r í h

lutd

eild

arfé

lögu

m ..

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

.....

59.8

26A

ðrar

ósk

ipta

r eig

nir .

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

.44

.463

.520

Hei

ldar

eign

ir sa

mta

ls ..

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

.....

297.

201.

645

Ósk

ipta

r sku

ldir

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

....

236.

553.

823

Fjár

fest

inga

r2.

170.

195

697.

863

014

6.87

73.

014.

935

00

050

.383

50.3

83

Afs

krift

ir og

virð

isrý

rnun

5.02

4.08

94.

443.

127

081

5.52

910

.282

.745

00

088

.340

88.3

40

Árið

201

1

Efna

hagu

r (31

.12.

201

1)13

3.68

8.63

111

7.55

5.16

436

.109

7.52

2.10

725

8.80

2.01

10

00

1.25

6.93

71.

256.

937

Eig

narh

luta

r í h

lutd

eild

arfé

lögu

m ..

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

.....

118.

148

Aðr

ar ó

skip

tar e

igni

r ....

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

....

36.2

07.7

78E

igni

r sam

tals

.....

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

.29

6.38

4.87

3

Ósk

ipta

r sku

ldir

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

....

234.

741.

857

Fjár

fest

inga

r2.

208.

279

7.38

2.79

60

154.

095

9.74

5.17

00

00

80.2

5880

.258

Afs

krift

ir og

virð

isrý

rnun

4.78

1.81

33.

401.

467

20.5

4437

9.85

38.

583.

677

00

171.

862

125.

198

297.

060

Var

anle

gir r

ekst

rarfj

árm

unir

og e

igni

r ætla

ðar t

il sö

lu ..

......

......

......

......

...Ó

efni

sleg

ar e

igni

r ....

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

..

Var

anle

gir r

ekst

rarfj

árm

unir

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

..Ó

efni

sleg

ar e

igni

r ....

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

..

Var

anle

gir r

ekst

rarfj

árm

unir

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

..Ó

efni

sleg

ar e

igni

r ....

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

..

Var

anle

gir r

ekst

rarfj

árm

unir

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

..Ó

efni

sleg

ar e

igni

r ....

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

..

Var

anle

gir r

ekst

rarfj

árm

unir

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

..Ó

efni

sleg

ar e

igni

r ....

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

..

Var

anle

gir r

ekst

rarfj

árm

unir

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

..Ó

efni

sleg

ar e

igni

r ....

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

......

..

Page 82: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201282 //

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

___

Árs

reik

ning

ur O

rkuv

eitu

Rey

kjav

íkur

201

226

Fjár

hæði

r eru

í þú

sund

um k

róna

5.St

arfs

þátta

yfirl

it, fr

h.

Rek

stra

rsta

rfsþ

ætti

r - m

iðla

rÁr

ið 2

012

Hei

ttK

alt

Gag

na-

Jöfn

unar

-R

afm

agn

vatn

vatn

Fráv

eita

veita

færs

lur

Sam

tals

Tekj

urTe

kjur

frá

þrið

ja a

ðila

.....

......

......

......

......

......

..19

.252

.841

9.90

4.78

03.

176.

966

4.18

4.36

81.

385.

590

037

.904

.545

Tekj

ur m

illi s

tarfs

þátta

.....

......

......

......

......

......

824.

308

137.

839

33.2

7543

.827

01.

039.

249)

(0

Tekj

ur s

amta

ls ..

......

......

......

......

......

......

......

...20

.077

.149

10.0

42.6

193.

210.

241

4.22

8.19

51.

385.

590

1.03

9.24

9)(

37.9

04.5

45

Eign

ir (3

1.12

. 201

2)R

ekst

rarfj

árm

unir

og e

igni

r til

sölu

.....

......

......

112.

712.

357

70.3

43.5

4718

.699

.324

38.8

64.0

9010

.840

.001

025

1.45

9.31

efni

sleg

ar e

igni

r ....

......

......

......

......

......

......

..57

0.48

335

5.94

296

.299

196.

256

00

1.21

8.98

skip

tar e

igni

r ....

......

......

......

......

......

......

......

.0

00

00

044

.523

.346

Hei

ldar

eign

ir sa

mta

ls ..

......

......

......

......

......

.....

113.

282.

840

70.6

99.4

8918

.795

.623

39.0

60.3

4610

.840

.001

029

7.20

1.64

5

Fjár

fest

inga

rVa

ranl

egir

reks

trarfj

árm

unir

......

......

......

......

...98

4.37

857

3.47

121

6.72

330

2.76

393

7.59

90

3.01

4.93

efni

sleg

ar e

igni

r ....

......

......

......

......

......

......

..23

.579

14.8

133.

930

8.06

10

050

.383

Afs

krift

ir og

virð

isrý

rnun

Vara

nleg

ir re

kstra

rfjár

mun

ir ...

......

......

......

......

4.56

3.00

13.

379.

335

536.

353

1.28

1.57

052

2.48

50

10.2

82.7

44Ó

efni

sleg

ar e

igni

r ....

......

......

......

......

......

......

..33

.750

27.5

258.

479

18.5

860

088

.340

Skýr

inga

r

// ársreikNiNGur

Page 83: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 83

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

___

Árs

reik

ning

ur O

rkuv

eitu

Rey

kjav

íkur

201

227

Fjár

hæði

r eru

í þú

sund

um k

róna

Skýr

inga

r

5.St

arfs

þátta

yfirl

it, fr

h.

Rek

stra

rsta

rfsþ

ætti

r - m

iðla

r, fr

h.Ár

ið 2

011

Hei

ttK

alt

Gag

na-

Jöfn

unar

-R

afm

agn

vatn

vatn

Fráv

eita

veita

færs

lur

Sam

tals

Tekj

urTe

kjur

frá

þrið

ja a

ðila

.....

......

......

......

......

......

..17

.515

.064

8.73

2.03

02.

818.

304

3.39

0.67

31.

170.

144

033

.626

.215

Tekj

ur m

illi s

tarfs

þátta

.....

......

......

......

......

......

1.17

1.93

815

5.27

141

.870

50.3

740

1.41

9.45

3)(

0Te

kjur

sam

tals

.....

......

......

......

......

......

......

......

18.6

87.0

028.

887.

301

2.86

0.17

43.

441.

047

1.17

0.14

41.

419.

453)

(33

.626

.215

Eign

ir (3

1.12

. 201

1)Va

ranl

egir

reks

trarfj

árm

unir

......

......

......

......

...11

9.55

9.25

270

.123

.187

18.6

96.2

9939

.998

.384

10.4

24.8

880

258.

802.

010

Óef

nisl

egar

eig

nir .

......

......

......

......

......

......

.....

664.

920

291.

609

95.5

2720

4.88

10

01.

256.

937

Ósk

ipta

r eig

nir .

......

......

......

......

......

......

......

....

36.3

25.9

25H

eild

arei

gnir

sam

tals

.....

......

......

......

......

......

..12

0.22

4.17

270

.414

.796

18.7

91.8

2640

.203

.265

10.4

24.8

880

296.

384.

873

Fjár

fest

inga

rVa

ranl

egir

reks

trarfj

árm

unir

......

......

......

......

...7.

231.

993

901.

350

186.

932

247.

147

1.17

7.74

90

9.74

5.17

efni

sleg

ar e

igni

r ....

......

......

......

......

......

......

..42

.457

19.1

015.

939

12.7

610

080

.258

Afs

krift

ir og

virð

isrý

rnun

Vara

nleg

ir re

kstra

rfjár

mun

ir ...

......

......

......

......

3.82

9.90

82.

386.

919

494.

645

1.41

6.89

845

5.30

60

8.58

3.67

efni

sleg

ar e

igni

r ....

......

......

......

......

......

......

..47

.833

210.

871

12.0

1526

.340

00

297.

059

Page 84: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201284 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 28 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

6. Greining á rekstri jarðvarmaorkuvera

Upplýsingar um afkomu á framleiðslu raforku og heitu vatni sbr. 5. mgr. 41. gr. laga nr. 65/2003:

Raforka Heitt vatn Raforka Heitt vatn2012 2012 2011 2011

JarðvarmavirkjanirTekjur ................................................................... 8.663.959 1.915.000 8.575.389 1.520.000Rekstrargjöld ........................................................ 1.419.692)( 525.679)( 984.606)( 500.517)(Afskriftir ................................................................ 3.504.326)( 449.152)( 2.794.359)( 406.192)(Afkoma fyrir fjármagnsgjöld ................................. 3.739.941 940.170 4.796.424 613.291Arðsemi fjárfestingar ............................................ 3,8% 8,0% 4,8% 5,4%

7. Laun og launatengd gjöld2012 2011

Laun og launatengd gjöld greinast þannig:Laun ....................................................................................................................... 2.988.203 3.278.044Mótframlag í lífeyrissjóði ........................................................................................ 395.860 463.847Breyting lífeyrisskuldbindingar ............................................................................... 55.547 37.721Önnur launatengd gjöld ......................................................................................... 313.216 406.071Gjaldfærð laun og launatengd gjöld vegna flýttra starfsloka og uppsagna 1) ........ 314.271 192.965Laun og launatengd gjöld samtals ......................................................................... 4.067.097 4.378.648

Laun og launatengd gjöld eru þannig færð í ársreikninginn:

Gjaldfært í rekstrarreikningi ................................................................................... 3.701.222 3.836.419Eignfært á framkvæmdir ........................................................................................ 365.875 542.228Laun og launatengd gjöld samtals ......................................................................... 4.067.097 4.378.648Starfsmannafjöldi:Fjöldi ársverka ....................................................................................................... 476 532

Starfskjör stjórna, forstjóra og framkvæmdastjóra móðurfyrirtækis og dótturfyrirtækja greinast þannig:Laun stjórnar móðurfyrirtækis ................................................................................ 16.695 15.439Laun forstjóra og fimm framkvæmdastjóra móðurfyrirtækis .................................. 94.037 79.187Laun stjórna og framkvæmdastjóra dótturfélaga ................................................... 21.931 20.771Mótframlag í lífeyrissjóð vegna ofangreindra aðila ............................................... 17.075 14.598Starfslokagreiðslur, þar með talið mótframlag í lífeyrissjóð 2) ............................... 9.071 20.034

158.808 150.029

1) Hluti af hagræðingaraðgerðum Orkuveitunnar er að fækka starfsmönnum sem var útfært að hluta til með því aðbjóða starfsmönnum sem hafa náð 63 ára aldri flýtt starfslok. Það felst meðal annars í starfslokasamningum þarsem ekki er krafist vinnuframlags á uppsagnarfresti. Þegar starfsmenn láta af störfum, hvort sem um flýtt starfslokeða uppsögn er að ræða, þá eru laun þeirra á uppsagnarfresti gjaldfærð strax að fullu.

2) Í september lét framkvæmdastjóri Virkjana af störfum hjá Orkuveitunni og voru starfslokagreiðslur, þar með talinöll launatengd gjöld vegna þeirra, gjaldfærð við starfslok hans. Árið 2011 var um að ræða starfslokagreiðslur tilfyrrum fjármálastjóra.

Skýringar

Meðtalin í launum eru bifreiðahlunnindi og ökutækjastyrkir.

Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun eru blandaðar virkjanir, þar sem bæði er framleitt heitt vatn og raforka.

// ársreikNiNGur

Page 85: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 85

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 29 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

8. Annar rekstrarkostnaður2012 2011

Annar rekstrarkostnaður greinist þannig:Rekstur veitukerfa og orkuvera ............................................................................. 1.570.857 1.145.147Innheimtu- og skrifstofukostnaður ......................................................................... 625.924 603.256Rekstur fasteigna .................................................................................................. 566.098 516.809Opinber gjöld og tryggingar ................................................................................... 447.369 206.193Ýmis kostnaður ..................................................................................................... 1.083.283 1.066.672Samtals rekstrarkostnaður .................................................................................... 4.293.531 3.538.078

9. Afskriftir og virðisrýrnun2012 2011

Afskriftir og virðisrýrnun greinast þannig:Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna ..................................................................... 9.052.618 8.583.676Virðisrýrnun eigna í byggingu ................................................................................ 743.431 0Virðisrýrnun eigna ætlaðra til sölu ......................................................................... 486.696 0Afskriftir og virðisrýrnun rekstrarfjármuna, sbr. skýringu 12 ................................... 10.282.745 8.583.676

Afskriftir óefnislegra eigna, sbr. skýringu 14 .......................................................... 88.340 297.059

Afskriftir og virðisrýrnun færð í rekstrarreikning ..................................................... 10.371.085 8.880.736

10. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld2012 2011

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld greinast þannig:Vaxtatekjur ............................................................................................................. 146.916 126.924

Vaxtagjöld .............................................................................................................. 6.232.254)( 4.899.197)(Ábyrgðargjald til eigenda 1) ................................................................................... 860.534)( 790.431)(Vaxtagjöld samtals ................................................................................................. 7.092.787)( 5.689.628)(

Gangvirðisbreytingar innbyggðra afleiða í raforkusölusamningum ....................... 2.944.310)( 2.728.135)(Gangvirðisbreytingar fjáreigna til sölu .................................................................... 0 611.169)(Gangvirðisbreytingar fjáreigna og fjárskulda á gangvirði í gegnum rekstur ........... 1.847.840 679.855Matsbreyting gjaldfallinna afleiðusamninga sbr. skýringu 36 ................................. 558.759)( 0Áhættuvarnarsamningar ........................................................................................ 417.832 62Gengismunur ......................................................................................................... 10.364.758)( 11.479.368)(Arðstekjur ............................................................................................................... 54.475 45.145Önnur (gjöld) tekjur af fjáreignum og fjárskuldum samtals .................................... 11.547.680)( 14.093.609)(

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld samtals ........................................................... 18.493.550)( 19.656.313)(

Skýringar

1) Orkuveitan greiddi ábyrgðargjald til núverandi og fyrrverandi eigenda fyrirtækisins vegna ábyrgða sem þeir hafaveitt á skuldir samstæðunnar samkvæmt ákvörðun aðalfundar Orkuveitunnar árið 2005, gjaldið er á ársgrunni,0,375% á lán vegna sérleyfisstarfsemi og 0,48% á lán vegna samkeppnisstarfsemi. (2011 var ábyrgðargjald0,375% á öll lán). Útreikningur gjaldsins er gerður miðað við stöðu lána í lok hvers ársfjórðungs. Ábyrgðargjaldiðnam samtals 861 milljón kr. árið 2012 (2011: 790 milljónir kr.) og er fært á meðal vaxtagjalda.

Page 86: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201286 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 30 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

10. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld, frh.

Eignfærður fjármagnskostnaður

2012 2011

Gjaldfærð vaxtagjöld í rekstrarreikningi ................................................................. 7.092.787)( 5.689.628)(Eignfærð vaxtagjöld ............................................................................................... 0 1.287.642)(Vaxtagjöld samtals ................................................................................................. 7.092.787)( 6.977.270)(

Gangvirðisbreytingar gegnum rekstur

11. Tekjuskattur

Tekjuskattur færður í rekstrarreikning greinist þannig: 2012 2011

Breyting á frestuðum tekjuskatti ............................................................................. 1.535.261)( 6.750.946)(Tekjufærður tekjuskattur ........................................................................................ 1.535.261)( 6.750.946)(

Virkt skatthlutfall greinist þannig: 2012 2011

3.830.455)( 7.307.218)(

Tekjuskattur skv. skatthlutfalli móðurft. ................ 36,0% 1.378.964)( 36,0% 2.630.598)(Áhrif skatthlutfalla dótturfélaga ........................... 0,9%)( 33.817 0,7%)( 54.575

2,6% 100.000)( 63,7% 4.655.873)(Óskattskyld starfsemi vatnsveitu og fráveitu ........ 2,4% 93.706)( 2,9%)( 208.881Aðrir liðir ............................................................... 0,1%)( 3.592 3,7%)( 272.069Virkur tekjuskattur ................................................ 40,1% 1.535.261)( 92,4% 6.750.946)(

Skýringar

Tap ársins fyrir tekjuskatt ............................................................

Enginn fjármagnskostnaður er eignfærður á árinu 2012. Eignfærður fjármagnskostnaður árið 2011 vegnabyggingar á orkuveri var 1.287 milljónir kr. og var færður til lækkunar á vaxtagjöldum. Vaxtahlutfall sem notað varvið útreikning á eignfærðum fjármagnskostnaði 2011 var 7,46%.

Áhrif mats á nýtingu yfirfæranlegs taps ..............

Við mat á gangvirði óskráðra fjáreigna og fjárskulda er beitt viðurkenndum verðmatsaðferðum sem er lýst ískýringu 4. Gangvirðisbreyting sem færð er til gjalda í rekstrarreikningi vegna þessa nemur samtals 1.096milljónum kr. (2011: gjaldfærsla 2.659 milljónir kr.).

Orkuveita Reykjavíkur er tekjuskattsskyld vegna ákveðinna hluta starfsemi sinnar í samræmi við 2. gr. laga nr.90/2003 um tekjuskatt. Rekstur vatnsveitu og fráveitu er undanþeginn tekjuskatti.

Vaxtagjöld eru þannig færð í ársreikninginn:

// ársreikNiNGur

Page 87: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 87

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 31 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

12. Varanlegir rekstrarfjármunir

Varanlegir rekstrarfjármunir greinast þannig:

Framleiðslu- Veitu- Aðrar Aðrir lausa-2012 kerfi kerfi fasteignir fjármunir Samtals

HeildarverðStaða í ársbyrjun ......................... 195.996.921 222.894.519 8.140.245 5.596.352 432.628.037Endurflokkun eigna ..................... 1.301.287 884.548)( 1.383.128 3.528.887)( 1.729.019)(Viðbætur á árinu ......................... 993.880 1.856.200 19.769 145.086 3.014.935Fært á eignir til sölu .................... 60.701)( 0 7.390.556)( 869.043)( 8.320.300)(Selt og aflagt á árinu ................... 0 91.361)( 69.054)( 99.219)( 259.634)(Staða í árslok .............................. 198.231.387 223.774.810 2.083.533 1.244.289 425.334.019

AfskriftirStaða í ársbyrjun ......................... 58.379.184 111.034.725 1.825.401 2.586.718 173.826.027Endurflokkun eigna ..................... 491.232 1.693.391)( 580.320 1.107.180)( 1.729.019)(Afskrifað á árinu .......................... 5.611.392 3.858.468 644.176 168.709 10.282.745Fært á eignir til sölu .................... 57.224)( 0 2.156.978)( 758.241)( 2.972.444)(Selt og aflagt á árinu ................... 0 89.570)( 11.624)( 83.559)( 184.752)(Staða í árslok .............................. 64.424.583 113.110.231 881.295 806.447 179.222.557

Bókfært verðBókfært verð 1.1. 2012................ 137.617.737 111.859.794 6.314.845 3.009.634 258.802.010Bókfært verð 31.12. 2012............ 133.806.804 110.664.579 1.202.237 437.842 246.111.462

Þar af eignir í byggingu í árslok ..................................... 7.209.960 1.555.018 0 0 8.764.979

2011

HeildarverðStaða í ársbyrjun ......................... 191.999.364 193.739.637 8.367.940 5.520.843 399.627.784Viðbætur á árinu ......................... 7.571.665 2.043.869 33.191 96.445 9.745.170Selt og aflagt á árinu ................... 541.385)( 0 260.886)( 20.936)( 823.207)(Sérstakt endurmat, hækkun ....... 3.015.875 27.111.013 0 0 30.126.888Sérstakt endurmat, lækkun ......... 6.048.598)( 0 0 0 6.048.598)(Staða í árslok .............................. 195.996.921 222.894.519 8.140.245 5.596.352 432.628.037

AfskriftirStaða í ársbyrjun ......................... 53.917.500 93.547.119 1.691.261 2.440.910 151.596.790Afskrifað á árinu .......................... 4.534.610 3.735.613 161.163 152.291 8.583.676Selt og aflagt á árinu ................... 261.409)( 0 27.023)( 6.482)( 294.915)(Sérstakt endurmat, hækkun ....... 1.237.081 13.751.993 0 0 14.989.074Sérstakt endurmat, lækkun ......... 1.048.598)( 0 0 0 1.048.598)(Staða í árslok .............................. 58.379.184 111.034.725 1.825.401 2.586.718 173.826.027

Bókfært verðBókfært verð 1.1. 2011................ 138.081.864 100.192.518 6.676.679 3.079.933 248.030.994Bókfært verð 31.12. 2011............ 137.617.737 111.859.794 6.314.845 3.009.634 258.802.010

Þar af eignir í byggingu í árslok .................................... 8.225.347 1.529.241 0 0 9.754.588

Skýringar

Page 88: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201288 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 32 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

12. Varanlegir rekstrarfjármunir, frh.

Eignir í byggingu

Sérstakt endurmat Dagsetning Endurmat var síðast framkvæmt í viðkomandi kerfum samkvæmt eftirfarandi töflu: endurmats

Framleiðslukerfi:31.12.201131.12.201131.12.2011

Dreifikerfi:31.12.2011

30.9.201130.9.2011

31.12.201130.9.2010

Virðisrýrnunarpróf

Upplýsingar um endurmetnar eignir í árslok Framleiðslu- Veitu-kerfi kerfi Samtals

31.12. 2012

Endurmetið bókfært verð .............................................................. 133.806.804 110.664.579 244.471.382Þar af áhrif sérstaks endurmats .................................................... 27.206.629)( 40.048.340)( 67.254.969)(Bókfært verð án endurmats .......................................................... 106.600.175 70.616.238 177.216.413

31.12. 2011

Endurmetið bókfært verð .............................................................. 137.617.737 111.859.794 249.477.531Þar af áhrif sérstaks endurmats .................................................... 28.117.996)( 42.097.167)( 70.215.163)(Bókfært verð án endurmats .......................................................... 109.499.741 69.762.627 179.262.369

Fasteignamat og vátryggingaverð

Skýringar

Gagnaflutningur ..............................................................................................................................Rafmagn .........................................................................................................................................

Alþingi samþykkti í árslok 2012 þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um áætlun um vernd og orkunýtingulandsvæða, sem styðst við Rammaáætlun um vernd og nýtingu vatnsafls og jarðhita. Í þingsályktunartillögunni ervirkjun í Bitru sett í verndarflokk og því var bókfært virði eigna og rannsókna OR á svæðinu, sem nam 743milljónum kr., gjaldfært meðal afskrifta árið 2012.

Virðisrýrnunarpróf voru gerð í árslok til að staðfesta hvort bæði eignir í notkun og helstu eignir í byggingu standiundir væntu framtíðarsjóðstreymi. Virðisrýrnunarpróf eru framkvæmd á hvern og einn miðil fyrir framleiðslukerfi ogveitukerfi. Virðisrýrnunarprófin byggja á nokkrum forsendum, en þær eru helstar: i) Veginn fjármagnskostnaður (WACC) er 3,64% til 6,31%, ii) Framtíðartekjuvöxtur er áætlaður 0% til 2,5%, iii) Vigtuð eru saman líkindi um mismunandi niðurstöður samningaviðræðna við orkukaupendur. Nánar er fjallað um virðisrýrnunarpróf í skýringu 3.h.Óvissa er um hvenær verkefni í byggingu verða gangsett vegna ófrágenginna raforkusölusamninga ogfjármögnunar á verkefnunum.

Heitt vatn ........................................................................................................................................

Rafmagn .........................................................................................................................................Kalt vatn ..........................................................................................................................................

Heitt vatn ........................................................................................................................................Kalt vatn ..........................................................................................................................................Fráveita ...........................................................................................................................................

Fasteignamat þeirra eigna samstæðunnar sem metnar eru fasteignamati nam 31.390 milljónum kr. í árslok 2012(2011: 24.879 milljónum kr.). Brunabótamat eigna samstæðunnar er 38.499 milljónir kr. á sama tíma (2011:37.046 milljónum kr.). Meðal þessara eigna eru fasteignir sem eignfærðar eru meðal framleiðslukerfa ogdreifikerfa, auk eigna sem ætlaðar eru til sölu.

Allir miðlar fyrirtækisins stóðust virðisrýrnunarpróf.

Við endurmat eru viðkomandi eignaflokkar metnir til gangvirðis. Framangreint endurmat er fært á sérstakanendurmatsreikning meðal eigin fjár að frádregnum tekjuskatti samanber skýringu 3.d.

// ársreikNiNGur

Page 89: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 89

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 33 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

12. Varanlegir rekstrarfjármunir, frh.

Skuldbindingar

13. Eignir ætlaðar til sölu2012 2011

Eignir ætlaðar til sölu greinast þannig:Höfuðstöðvar Orkuveitunnar að Bæjar- og Réttarhálsi, 110 Reykjavík ................. 4.397.856 0Perlan, Öskjuhlíð, 105 Reykjavík .......................................................................... 950.000 0Eignir ætlaðar til sölu, samtals .............................................................................. 5.347.856 0

14. Óefnislegar eignirUndir-

Óefnislegar eignir greinast þannig: Hita- búnings-2012 réttindi kostnaður Hugbúnaður SamtalsHeildarverðStaða í ársbyrjun .................................................. 1.427.031 0 3.045.194 4.472.225Endurflokkun ........................................................ 0 0 1.723.761)( 1.723.761)(Viðbætur á árinu .................................................. 0 0 50.383 50.383Staða í árslok ....................................................... 1.427.031 0 1.371.816 2.798.847AfskriftirStaða í ársbyrjun .................................................. 491.550 0 2.723.738 3.215.288Endurflokkun ........................................................ 0 0 1.723.761)( 1.723.761)(Afskrifað á árinu ................................................... 11.974 0 76.366 88.340Staða í árslok ....................................................... 503.524 0 1.076.343 1.579.867Bókfært verðBókfært verð 1.1. 2012......................................... 935.481 0 321.456 1.256.937Bókfært verð 31.12. 2012..................................... 923.507 0 295.474 1.218.980

2011HeildarverðStaða í ársbyrjun .................................................. 1.427.031 261.864 2.964.934 4.653.829Viðbætur á árinu .................................................. 0 0 80.258 80.258Selt og aflagt á árinu ............................................ 0 261.864)( 2 261.862)(Staða í árslok ....................................................... 1.427.031 0 3.045.194 4.472.225AfskriftirStaða í ársbyrjun .................................................. 438.570 90.000 2.611.134 3.139.704Afskrifað á árinu ................................................... 12.594 171.862 112.604 297.060Selt og aflagt á árinu ............................................ 40.386 261.862)( 0 221.476)(Staða í árslok ....................................................... 491.550 0 2.723.738 3.215.288Bókfært verðBókfært verð 1.1. 2011......................................... 988.461 171.864 353.800 1.514.125Bókfært verð 31.12. 2011..................................... 935.481 0 321.456 1.256.936

Skýringar

Undir lok árs keypti Reykjavíkurborg Perluna af Orkuveitunni, umsamið söluverð er 950 milljónir kr. Endanlegurfrágangur vegna sölunnar fór fram í byrjun árs 2013. Í byrjun árs 2013 seldi Orkuveitan höfuðstöðvar sínar aðBæjar- og Réttarhálsi fyrir 5.100 milljónir kr. Vegna sölu þessara eigna eru þær flokkaðar meðal veltufjármuna íársreikningi 2012.

Í maí 2008 gerði fyrirtækið samning um kaup á búnaði til virkjanaframkvæmda. Gert er ráð fyrir að búnaðurinnverði afhentur árið 2016. Fjárhæðir samningsins og annarra samninga vegna framkvæmda við virkjanir, miðað viðgengi á reikningsskiladegi, er 12,3 milljarðar kr. (2011: 12,4 milljarðar kr.) Nánari umfjöllun um þessa samninga erí skýringu 36. Fyrirtækið hefur að auki gert innkaupa- og verksamninga vegna framkvæmda við framleiðslu- ogdreifikerfi. Eftirstöðvar þessara samninga í árslok eru áætlaðar 1,2 milljarðar kr. (2011: 1,2 milljarðar kr.).

Page 90: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201290 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 34 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

15. Eignarhlutar í hlutdeildarfélögum

Eignarhlutar í hlutdeildarfélögum greinast þannig:

Eignarhluti Bókfært verð Eignarhluti Bókfært verð

Envent Holdings ehf. ............................................ 0,0% 0 24,5% 45.000Iceland American Energy Inc. .............................. 83,7% 0 83,7% 0Vistorka ehf. ........................................................ 0,0% 0 29,0% 42.591Íslensk Nýorka ehf. ............................................. 27,6% 29.339 0,0% 0Metan hf. .............................................................. 0,0% 0 35,4% 3.568Netorka hf. ........................................................... 23,5% 29.207 21,9% 25.708Orkuskólinn REYST hf. ........................................ 45,0% 1.281 50,0% 1.281Samtals ................................................................ 59.827 118.148

16. Eignarhlutar í öðrum félögum

Eignarhlutar í öðrum félögum eru allir flokkaðir sem fjáreignir til sölu og greinast þannig:Eignarhluti 2012 2011

16,6% 957.000 957.0006,8% 2.160.000 860.000

148.182 166.2693.265.182 1.983.269

17. Innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum

Gangvirði innbyggðra afleiða í raforkusölusamningum greinist þannig: 2012 2011

17.682.970 20.411.1052.944.310)( 2.728.135)(

14.738.660 17.682.970

Skipting innbyggðu afleiðanna er eftirfarandi:

14.150.678 17.168.462587.982 514.508

14.738.660 17.682.970

Skýringar

Hlutdeild samstæðunnar í afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 10 milljónir kr. á árinu 2012 (2011: neikvæðum 5 milljónir kr.).

Vistorka ehf. og Íslensk Nýorka ehf. voru sameinuð á árinu 2012 undir nafni Íslenskrar Nýorku ehf. Gagngjald viðsameiningu voru hlutir í Íslenskri Nýorku ehf.

Langtímahluti innbyggðra afleiða .........................................................................

Aðrir eignarhlutar í félögum .........................................................Eignarhlutar í öðrum félögum samtals .........................................

1) Samkvæmt ákvæðum Raforkulaga nr. 65/2003 er eigendum hlutafjár Landsnets einungis heimilt að framseljahlutafé sitt til annarra eigenda í fyrirtækinu, en ekki aðilum utan þess.

Gangvirði Innbyggðra afleiða í raforkusölusamningum í árslok ............................

Skammtímahluti innbyggðra afleiða ......................................................................

2011

Gangvirði Innbyggðra afleiða í raforkusölusamningum í ársbyrjun .......................Breyting á gangvirði á árinu ..................................................................................

Gangvirði eignarhluta tilgreindra á gangvirði gegnum rekstrarreikning er ákvarðað samkvæmt markaðsverði.Gangvirði eignarhluta sem flokkaðir eru sem fjáreignir til sölu er ákvarðað með viðurkenndum matsaðferðum,nema í þeim tilvikum sem stuðst er við verð í nýlegum viðskiptum.

2012

Frekari umfjöllun um innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum má finna í skýringu 28 c.

HS Veitur hf. ................................................................................Landsnet hf. 1) .............................................................................

Innbyggðar afleiður samtals ..................................................................................

// ársreikNiNGur

Page 91: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 91

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 35 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

18. Aðrar fjáreignir og aðrar fjárskuldir

Fastafjármunir 2012 2011Fjáreignir á gangvirði gegnum rekstrarreikning:

9.744.861 7.868.334893.934 0

10.638.795 7.868.334Lán og kröfur:

579 17.853

10.639.373 7.886.188

Fjáreignir á gangvirði gegnum rekstrarreikning:38.956 0

Lán og kröfur:5.986 569

44.942 569

Fjárskuldir á gangvirði gegnum rekstrarreikning:98.974)( 2.390)(

Fjárskuldir á gangvirði gegnum rekstrarreikning:150.300)( 17.389)(

19. Tekjuskattseign og tekjuskattsskuldbinding

Tekjuskattseign og tekjuskattsskuldbinding greinist þannig:

2012 Skatteign Skattskuld Skatteign

Tekjuskattseign/-skuld í ársbyrjun ................................................ 1.932.006 0 1.932.006Reiknaður tekjuskattur ársins ....................................................... 1.535.261 0 1.535.261Tekjuskattseign/-skuld í árslok ...................................................... 3.467.267 0 3.467.267

2011

Tekjuskattseign/-skuld í ársbyrjun ................................................ 206.741 3.780.403 3.573.662)(Reiknaður tekjuskattur ársins ....................................................... 2.970.543 3.780.403)( 6.750.946Tekjuskattur til greiðslu ................................................................ 17 0 17Tekjuskattur af endurmati ............................................................. 1.245.295)( 0 1.245.295)(Tekjuskattseign/-skuld í árslok ...................................................... 1.932.006 0 1.932.007

Áhættuvarnarsamningar .......................................................................................

Áhættuvarnarsamningar .......................................................................................

Samtals meðal fastafjármuna ...............................................................................

Áhættuvarnarsamningar .......................................................................................

Langtímaskuldir

Áhættuvarnarsamningar .......................................................................................

Veltufjármunir

Skammtímaskuldir

Samtals meðal veltufjármuna ...............................................................................

Skuldabréf meðal fastafjármuna sem skráð er á gangvirði gegnum rekstrarreikning er gefið út í USD, ber 1,5%vexti. Það er eingreiðslulán með gjalddaga árið 2016. Skuldabréfið er tengt álverði að ákveðnu marki og er tryggtmeð veði í hlutabréfum í HS Orku hf. Skuldabréfið er fært á gangvirði gegnum rekstrarreikning og afleiður eru ekkiaðskildar frá skuldabréfinu. Öll skuldabréf fyrirtækisins eru skilgreind á 3. stigi gangvirðis eins og frekar er greint ískýringu 31.

Skuldabréf .............................................................................................................

Skuldabréf .............................................................................................................

Skuldabréf .............................................................................................................

Skýringar

Page 92: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201292 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 36 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

19. Tekjuskattseign og tekjuskattsskuldbinding, frh.

Tekjuskattseign og tekjuskattsskuldbinding greinist þannig á einstaka liði efnahagsreikningsins:

Skatteign Skattskuld Skatteign Skattskuld

Varanlegir rekstrarfjármunir ................................ 15.063.674)( 0 17.056.401)( 0Innbyggðar afleiður ............................................. 5.305.918)( 0 6.365.869)( 0Aðrir liðir .............................................................. 2.599.893 0 888.700 0Áhrif af yfirfæranlegu skattalegu tapi .................. 21.236.966 0 24.465.576 0Tekjuskattseign/-skuld í árslok ............................ 3.467.268 0 1.932.006 0

Yfirfæranlegt skattalegt tap

2012 2011

Ójafnað skattalegt tap ársins 2008, nýtanlegt til ársins 2018 ............................... 56.383.614 65.631.854Ójafnað skattalegt tap ársins 2009, nýtanlegt til ársins 2019 ............................... 4.953.017 4.953.017Yfirfæranlegt skattalegt tap í árslok 2012 ............................................................. 61.336.631 70.584.871

20. Birgðir

Birgðir greinast þannig í árslok: 2012 2011

Efnisbirgðir ............................................................................................................ 402.872 431.560

21. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur

Viðskiptakröfur greinast þannig í árslok: 2012 2011

Viðskiptakröfur, stórnotendur ................................................................................ 917.120 537.146Viðskiptakröfur, smásala ....................................................................................... 4.122.730 3.969.640Viðskiptakröfur, samtals ........................................................................................ 5.039.850 4.506.786Óbein niðurfærsla vegna krafna sem kunna að tapast ......................................... 318.500)( 279.250)(

4.721.350 4.227.536Aðrar skammtímakröfur greinast þannig í árslok:

Virðisaukaskattur .................................................................................................. 0 23.617Fyrirframgreiddur kostnaður .................................................................................. 199.480 185.715Fjármagnstekjuskattur .......................................................................................... 34.832 35.382Áfallnar vaxtatekjur ............................................................................................... 32.035 23.035Kröfur á starfsmenn .............................................................................................. 6.529 8.275Aðrar kröfur ........................................................................................................... 25.305 135.172

298.181 411.196

Skýringar

Samkvæmt gildandi skattalöggjöf er yfirfæranlegt skattalegt tap nýtanlegt á móti skattskyldum hagnaði 10 ár fráþví það myndast. Yfirfæranlegt skattalegt tap í árslok er nýtanlegt sem hér segir:

31.12. 2012

Stjórnendur hafa lagt mat á nýtingu yfirfæranlegs skattalegs taps og gert áætlanir um skattskyldan hagnað ánæstu árum. Tekjuskattseign vegna yfirfæranlegs taps er færð upp að því marki sem talið er að það nýtist.

Efnisbirgðir samstæðunnar samanstanda af efni til viðhalds framleiðslukerfa og dreifikerfa samstæðunnar. Birgðirtil endurnýjunar og nýbygginga eru eignfærðar meðal varanlegra rekstrarfjármuna sem hluti af kostnaði við eignir íbyggingu.

31.12. 2011

// ársreikNiNGur

Page 93: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 93

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 37 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

22. Handbært fé

Handbært fé greinist þannig í árslok: 2012 2011

Óbundnar bankainnstæður ................................................................................... 6.885.693 1.652.484

23. Eigið fé

Endurmatsreikningur varanlegra rekstrarfjármuna

Gangvirðisreikningur

Óráðstafað eigið fé

24. Vaxtaberandi skuldir

Langtímaskuldir 2012 2011

Skuldir við lánastofnanir ......................................................................................... 195.721.276 195.380.948Víkjandi lán frá eigendum ...................................................................................... 8.849.752 8.211.459Lánalínur ................................................................................................................ 0 2.381.700Skuldabréfaútgáfa .................................................................................................. 22.515.068 22.191.286

227.086.096 228.165.393Næsta árs afborganir langtímaskulda .................................................................... 25.539.733)( 14.326.899)(

201.546.363 213.838.494Skammtímaskuldir

Næsta árs afborganir langtímaskulda .................................................................... 25.539.733 14.326.899Skammtímalán ....................................................................................................... 4.417.190 2.057.863

29.956.923 16.384.762

Vaxtaberandi skuldir samtals ................................................................................. 231.503.286 230.223.256

Skýringar

Endurmatsreikningur fyrirtækisins samanstendur af endurmatshækkunum rekstrarfjármuna að teknu tilliti tiltekjuskatts. Afskriftir af endurmetna verðinu eru færðar í rekstrarreikning og millifærðar á sama tíma afendurmatsreikningi á óráðstafað eigið fé.

Enginn arður var greiddur til eigenda móðurfyrirtækisins árið 2012 (2011: Engin arðgreiðsla). Stjórn fyrirtækisinsleggur til að ekki verði greiddur arður til eigenda móðurfyrirtækisins á árinu 2013 vegna rekstrar á árinu 2012.Eigendafundur tekur ákvörðun um arðgreiðslur.

Gangvirðisreikningur samanstendur af hækkunum á mati á fjáreignum til sölu að teknu tilliti til tekjuskatts.

Vaxtaberandi skuldir samstæðunnar eru færðar á afskrifuðu kostnaðarverði og greinast með eftirfarandi hætti.Frekari upplýsingar um vaxtaáhættu og gjaldeyrisáhættu eru veittar í skýringu 28.

Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok var 20,4% (2011: 20,8%). Ávöxtun eiginfjár var neikvæð um 3,7% á árinu2012 (2011: neikvæð um 1,0%).

Page 94: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201294 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 38 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

24. Vaxtaberandi skuldir frh.

Skilmálar vaxtaberandi skuldaSkuldir í erlendum gjaldmiðlum:

Lokagjalddagi Meðalvextir Eftirstöðvar Meðalvextir Eftirstöðvarí árslok í árslok

Skuldir í CHF .............................. 5.10.2027 0,56% 33.989.877 0,47% 43.999.890Skuldir í EUR .............................. 6.12.2032 0,98% 84.800.019 2,04% 67.075.409Skuldir í USD .............................. 8.11.2030 1,81% 41.956.344 1,61% 39.089.748Skuldir í JPY ............................... 5.10.2027 0,47% 16.304.551 0,50% 23.450.772Skuldir í GBP .............................. 26.2.2024 1,85% 5.084.266 1,86% 7.372.326Skuldir í SEK ............................... 5.10.2027 2,06% 8.891.712 2,75% 11.923.887

191.026.769 192.912.031

Skuldir í íslenskum krónum:

Verðtryggðar ............................... 10.1.2037 4,67% 36.059.327 4,76% 35.253.362Óverðtryggðar ............................. 31.1.2013 7,53% 4.417.190 7,50% 2.057.863

40.476.517 37.311.225

Vaxtaberandi skuldir samtals ...................................................... 231.503.286 230.223.256

Afborganir langtímalána greinast þannig næstu ár: 2012 2011

Árið 2012................................................................................................................ - 14.326.899Árið 2013................................................................................................................ 25.539.733 29.277.537Árið 2014................................................................................................................ 16.747.099 15.883.347Árið 2015................................................................................................................ 19.625.714 13.141.900Árið 2016................................................................................................................ 19.697.595 22.652.881Árið 2017................................................................................................................ 15.625.559 13.976.357Síðar ...................................................................................................................... 129.850.396 118.906.472Langtímaskuldir samtals, þ.m.t. næsta árs afborgun ............................................. 227.086.096 228.165.393

Afborganir lána

Ábyrgðir og veðsetningar

Fjárhagsskilyrði lánasamninga

Skýringar

Á árinu 2012 var endursamið um gjalddaga við tiltekna lánveitendur sem skýrir breytingar á dreifingu afborgana ámilli ára. Komi til endurfjármögnunar til lengingar lánstíma má gera ráð fyrir að dreifing afborgana verði önnur enað ofan greinir.

2012

Lán að fjárhæð 16.856 milljónir kr. eru með tilteknum fjárhagsskilyrðum sem snúa að hlutföllum endurgreiðslutímalána miðað við EBITDA og vaxta sem hlutfall af EBITDA. Einnig er horft til þess að markmið áætlana séu innanákveðinna vikmarka. (2011: 14.933 milljónir kr.) Stjórnendur fara reglulega yfir fjárhagsskilyrðin og er matstjórnenda að ekki sé hætta á að þau falli.

Eigendur móðurfyrirtækisins eru í hlutfallslegri ábyrgð fyrir öllum skuldum og skuldbindingum móðurfyrirtækis.Samstæðan hefur ekki veðsett eignir sínar til tryggingar á skuldum.

2011

// ársreikNiNGur

Page 95: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 95

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 39 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

25. Lífeyrisskuldbinding

Lífeyrisskuldbinding greinist þannig: 2012 2011

Lífeyrisskuldbinding í ársbyrjun ............................................................................. 476.694 457.307Framlag vegna lífeyrisgreiðslna á árinu ................................................................. 23.864)( 18.334)(Hækkun á lífeyrisskuldbindingu á árinu ................................................................. 55.547 37.721Lífeyrisskuldbinding í árslok ................................................................................... 508.377 476.694

Langtímahluti lífeyrisskuldbindingar ....................................................................... 483.377 460.874Skammtímahluti lífeyrisskuldbindingar .................................................................. 25.000 15.820Lífeyrisskuldbinding í árslok .................................................................................. 508.377 476.694

26. Aðrar skammtímaskuldir2012 2011

Aðrar skammtímaskuldir greinast þannig:Ógreidd opinber gjöld ............................................................................................ 860.745 560.809Ógreidd laun og launatengdir liðir .......................................................................... 463.324 681.513Áfallin vaxtagjöld .................................................................................................... 799.631 909.373Næsta árs greiðslur vegna lífeyrisskuldbindingar .................................................. 25.000 15.820Gjaldfallnir afleiðusamningar sbr. skýringu 36 ....................................................... 740.000 181.241Aðrar skuldir ........................................................................................................... 62.933 61.573Aðrar skammtímaskuldir samtals .......................................................................... 2.951.632 2.410.329

27. Áhættustýring og fjármálagerningar

Yfirlit

Skýringar

Ákvörðunartaka og eftirlit með framkvæmd áhættustefnunar er hjá áhætturáði. Í áhætturáði sitja Forstjóri,framkvæmdastjóri Fjármála, forstöðumaður Fjár- og áhættustýringar og forstöðumaður Hagmála. Meðal annars erfylgst með:• að viðhlítandi aðferðir séu notaðar til auðkenningar og mælingar áhættu• að eftirlitskerfi með áhættu séu til staðar og séu skilvirk• að áhættustefnu stjórnar sé fylgt í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur

Áhættustefna fyrirtækisins var samþykkt af stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 20. janúar 2012. Stefna stjórnar er að íallri starfsemi fyrirtækisins sé gætt að áhættu og með því stuðlað að ábyrgum og skilvirkum ákvörðunum sem ogstjórnunarháttum. Áhættustefnan lýsir heildarsýn og meginmarkmiðum stjórnar að þessu leyti. Hún skilgreinirjafnframt megintegundir áhættu, mælikvarða við mat á þeim ásamt helstu aðferðum, markmiðum og mörkum viðdaglega áhættustýringu fyrirtækisins. Ein grunnstoð áhættustefnunnar er að kortleggja þá áhættuþætti sem skiptamáli í þessu samhengi, mæla áhrif þeirra og skilgreina ásættanleg mörk við stýringu þeirra.

Í árslok var áfallin lífeyrisskuldbinding fyrirtækisins metin um 508 milljónir kr., núvirt miðað við 2% vexti, að teknutilliti til hlutdeildar í hreinni eign lífeyrissjóðsins (2011: 477 milljónir kr.). Samstæðan uppfærirlífeyrisskuldbindinguna samkvæmt mati tryggingastærðfræðings þegar það liggur fyrir ár hvert. Forsendur umlífslíkur eru í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 391/1998 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemilífeyrissjóða. Áætluð hækkun skuldbindingarinnar á árinu byggir á almennri hækkun launa að teknu tilliti til vaxta.Hækkun skuldbindingarinnar á árinu er færð til gjalda í rekstrarreikningi á meðal launa og launatengdra gjalda. Sáhluti skuldbindingarinnar sem áætlaður er til greiðslu á árinu 2013 er færður meðal skammtímaskulda.

Við stofnun Orkuveitu Reykjavíkur var áfallin lífeyrisskuldbinding vegna starfsmanna á þeim tíma gerð upp. Áfyrirtækinu hvílir lífeyrisskuldbinding vegna réttinda núverandi og fyrrverandi starfsmanna í réttindatengdumlífeyriskerfum. Skuldbinding þessi er vegna fyrirtækja sem hafa sameinast Orkuveitunni og hefur áhvílandilífeyrisskuldbinding verið yfirtekin í tengslum við sameininguna.

Page 96: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201296 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 40 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

27. Áhættustýring og fjármálagerningar, frh.

• Markaðsáhættu, sem fjallað er um í skýringu 28• Lausafjáráhættu, sem fjallað er um í skýringu 29• Mótaðilaáhættu, sem fjallað er um í skýringu 30

28. Markaðsáhætta

a. Gjaldeyrisáhætta

Gengi helstu gjaldmiðla var eftirfarandi á árinu:

2012 2011 31.12. 2012 31.12. 2011

CHF ..................................................................... 133,352 131,188 140,640 130,795EUR ..................................................................... 160,733 161,416 169,800 158,780USD .................................................................... 125,052 116,067 128,740 122,320JPY ...................................................................... 1,570 1,458 1,495 1,590GBP ..................................................................... 198,155 186,005 208,150 190,140SEK ...................................................................... 18,468 17,876 19,758 17,843CAD ..................................................................... 125,110 117,309 129,360 120,095Þröng viðskiptavog SÍ .......................................... 221,796 216,843 232,686 217,195

Meðalgengi Árslokagengi

Fjár- og áhættustýring á fjármálasviði fer með umsjón og framkvæmd áhættustýringar. Markmið Fjár- ogáhættustýringar er að fylgjast með, greina og stýra fjárhagslegri áhættu fyrirtækisins.

Gjaldeyrisáhætta er hættan á því að breytingar í gengi gjaldmiðla hafi neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækisins.Gjaldeyrisáhætta er mæld sem mismunur milli eigna og skulda í hverri mynt þar sem tillit er tekið til allra eigna ogskulda, framvirkra samninga og annarra afleiða. Fjár- og áhættustýringu er heimilt að nota framvirka samninga oggjaldmiðlaskiptasamninga til að draga úr áhættu fyrirtækisins vegna gengisbreytinga.

Af langtímalánum samstæðunnar eru um 84,1% í erlendum gjaldmiðlum. Samstæðan hefur gert langtímasölusamninga á raforku í erlendum gjaldmiðli (USD). Væntar tekjur vegna þessara samninga á uppgjörsdegi eruum 160.383 milljónir kr. Sú fjárhæð er byggð á framvirku verði á áli á LME (London Metal Exchange), gengi USDog væntingum um verðþróun á áli næstu 25 árin samkvæmt mati CRU, óháðum matsaðila, eins og það liggur fyrirá uppgjörsdegi.

Samstæðan býr við gengisáhættu vegna sölusamninga, innkaupa og langtímalána í öðrum gjaldmiðlum eníslenskum krónum (ISK). Þeir gjaldmiðlar sem einkum skapa gengisáhættu eru evra (EUR), svissneskir frankar(CHF), japanskt jen (JPY), bandarískur dollar (USD) og sænskar krónur (SEK).

Fjárhagsleg áhætta greinist í:

Markaðsáhætta er hættan á því að breytingar á markaðsverði erlendra gjaldmiðla, álverðs og vaxta hafi áhrif áafkomu samstæðunnar eða virði fjármálagerninga. Miðað við núverandi efnahagsreikning er markaðsáhættaOrkuveitu Reykjavíkur einkum rakin til breytinga á vöxtum, gjaldmiðlum, verðbólgu og álverðs en áhætta vegnamarkaðsverðbréfa, s.s. hluta- og skuldabréfa er minni. Áhættan sem vegur mest hjá samstæðunni er því þrennskonar:

a. Gjaldeyrisáhætta vegna skulda í efnahagsreikningi og sjóðstreymis í erlendri myntb. Vaxtaáhætta vegna lána og samninga fyrirtækisinsc. Álverðsáhætta vegna álverðstengdra raforkusamninga

Skýringar

// ársreikNiNGur

Page 97: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 97

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

___

Árs

reik

ning

ur O

rkuv

eitu

Rey

kjav

íkur

201

241

Fjár

hæði

r eru

í þú

sund

um k

róna

28.

Mar

kaðs

áhæ

tta, f

rh.

a.G

jald

eyris

áhæ

tta, f

rh.

Mög

uleg

t tap

veg

na g

jald

eyris

áhæ

ttu

Gja

ldey

risáh

ætta

sam

stæ

ðunn

ar m

iðað

við

naf

nver

ðsfjá

rhæ

ðir e

r efti

rfara

ndi:

2012

CH

FEU

RU

SDJP

YG

BP

CAD

SEK

DK

KSa

mta

ls

Vax

tabe

rand

i sku

ldir

......

..33

.989

.877

)(

84.8

00.0

19)

(41

.956

.344

)(

16.3

04.5

51)

(5.

084.

266)

(8.

891.

712)

(19

1.02

6.76

9)(

Við

skip

task

uldi

r ....

......

.....

37.2

53)

(29

9.76

6)(

337.

019)

(V

iðsk

ipta

kröf

ur ..

......

......

..65

8.28

547

658.

332

Han

dbæ

rt fé

.....

......

......

...1.

709

6.22

6.47

949

2.59

813

513

12.

530

1.26

390

6.72

4.93

6In

nbyg

gðar

afle

iður

.....

....

14.7

38.6

6014

.738

.660

Áhæ

ttuva

rnar

sam

n. ..

......

.21

7.68

1)(

14.8

74.3

472.

754

156.

497

10.9

85)

(18

.706

)(

14.7

86.2

26A

ðrar

fjár

eign

ir á

gang

- v

irði g

egnu

m re

kstu

r ....

.9.

744.

861

9.74

4.86

hætta

í ef

na-

ha

gsre

ikni

ngi .

......

......

...34

.205

.849

)(

63.7

36.4

46)

(16

.618

.951

)(

16.1

47.9

19)

(5.

095.

073)

(2.

530

8.90

9.15

4)(

9014

4.71

0.77

2)(

Áæ

tluð

sala

201

3 ...

......

...8.

116.

661

8.11

6.66

ætlu

ð ka

up 2

013

.....

.....

155.

915)

(25

.849

)(

290.

034)

(15

4)(

471.

952)

hætta

uta

n ef

na-

ha

gsre

ikni

ngs

......

......

...0

155.

915)

(8.

090.

812

290.

034)

(15

4)(

00

07.

644.

709

Net

tó á

hætta

.....

......

......

..34

.205

.849

)(

63.8

92.3

61)

(8.

528.

139)

(16

.437

.953

)(

5.09

5.22

7)(

2.53

08.

909.

154)

(90

137.

066.

063)

(

Skýr

inga

r

Page 98: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 201298 //

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

____

___

Árs

reik

ning

ur O

rkuv

eitu

Rey

kjav

íkur

201

242

Fjár

hæði

r eru

í þú

sund

um k

róna

Skýr

inga

r

28.

Mar

kaðs

áhæ

tta, f

rh.

a.G

jald

eyris

áhæ

tta, f

rh.

Mög

uleg

t tap

veg

na g

jald

eyris

áhæ

ttu, f

rh.

2011

CH

FEU

RU

SDJP

YG

BP

CAD

SEK

DK

KSa

mta

ls

Vax

tabe

rand

i sku

ldir

......

..43

.999

.890

)(

67.0

75.4

09)

(39

.089

.748

)(

23.4

50.7

72)

(7.

372.

326)

(11

.923

.887

)(

192.

912.

031)

(V

iðsk

ipta

skul

dir .

......

......

..29

3.11

9)(

782)

(5.

515)

(29

9.41

6)(

Við

skip

takr

öfur

.....

......

.....

27.3

2458

8.74

910

.696

626.

769

Han

dbæ

rt fé

.....

......

......

...47

071

1.44

563

8.43

521

218

33.

338

3.03

985

1.35

7.20

7In

nbyg

gðar

afle

iður

.....

....

17.6

82.9

7017

.682

.970

Áhæ

ttuva

rnar

sam

n. ..

......

.37

7.99

6)(

12.3

72)

(37

0.58

919

.779

)(

Aðr

ar fj

árei

gnir

á ga

ng-

virð

i geg

num

reks

tur .

....

7.86

8.33

47.

868.

334

Áhæ

tta í

efna

-

hags

reik

ning

i ....

......

......

44.3

77.4

16)

(66

.336

.640

)(

12.6

16.7

52)

(23

.069

.275

)(

7.37

2.92

4)(

3.33

811

.920

.847

)(

5.43

0)(

165.

695.

947)

(

Áæ

tluð

sala

201

2 ...

......

...7.

539.

896

7.53

9.89

ætlu

ð ka

up 2

012

......

.....

1.21

0.28

4)(

01.

254)

(1.

211.

538)

hætta

uta

n ef

na-

ha

gsre

ikni

ngs

......

......

...0

1.21

0.28

4)(

7.53

9.89

61.

254)

(0

00

06.

328.

358

Net

tó á

hætta

.....

......

......

..44

.377

.416

)(

67.5

46.9

24)

(5.

076.

856)

(23

.070

.529

)(

7.37

2.92

4)(

3.33

811

.920

.847

)(

5.43

0)(

159.

367.

589)

(

mni

grei

ning

CH

FE

UR

US

DJP

YG

BP

CA

DS

EK

DK

KS

amta

lsÁ

rið 2

012

......

......

......

......

.2.

189.

174

4.07

9.13

31.

063.

613

1.03

3.46

732

6.08

516

2)(

570.

186

6)(

9.26

1.48

rið 2

011

......

......

......

......

.2.

840.

155

4.24

5.54

580

7.47

21.

476.

434

471.

867

214)

(76

2.93

434

810

.604

.541

Hag

naðu

r eða

(tap

)

Gre

inin

gin

bygg

ir á

því a

ð al

lar a

ðrar

bre

ytur

, sér

stak

lega

vex

tir, h

aldi

st s

töðu

gar.

Gre

inin

gin

var u

nnin

með

sam

a hæ

tti fy

rir á

rið 2

011.

Vei

king

ísle

nsku

kró

nunn

ar u

m

10%

gag

nvar

t fra

man

grei

ndum

gja

ldm

iðlu

m h

efði

söm

u áh

rif e

n í g

agns

tæða

átt,

því g

efnu

alla

r aðr

ar b

reyt

ur h

efðu

hal

dist

stö

ðuga

r.

Sty

rkin

g ís

lens

ku k

rónu

nnar

um

10%

í ár

slok

gag

nvar

t efti

rfara

ndi g

jald

mið

lum

í ef

naha

gsre

ikni

ngi m

yndi

kka

(lækk

a) e

igið

fé o

g af

kom

u ei

ns á

rs u

m e

ftirfa

rand

i fjá

rhæ

ðir a

ð te

knu

tillit

i til

skat

táhr

ifa.

// ársreikNiNGur

Page 99: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 99

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 43 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

28. Markaðsáhætta, frh.

b. Vaxtaáhætta

Vaxtaberandi fjáreignir og fjárskuldir samstæðunnar greinast þannig:

Fjármálagerningar með fasta vexti 2012 2011

Fjáreignir .................................................................................................................. 6.564 18.423Fjárskuldir ................................................................................................................ 42.553.480 41.570.434

42.560.044 41.588.857

Fjármálagerningar með breytilega vexti

Fjárskuldir ................................................................................................................ 188.949.806 188.652.821188.949.806 188.652.821

Fjármálagerningar á gangvirði

Skuldabréf ................................................................................................................ 9.744.861 7.868.334Áhættuvarnarsamningar .......................................................................................... 683.616 19.779)(

10.428.477 7.848.555

Næmnigreining vaxta

100 punkta 100 punkta 100 punkta 100 punkta31.12. 2012 hækkun lækkun hækkun lækkun

0 0 725.573)( 811.3290 0 226.081)( 237.008

284.502 284.502)( 699.815 717.916)(633.244)( 633.244 0 0348.742)( 348.742 251.839)( 330.420

100 punkta 100 punkta 100 punkta 100 punkta31.12. 2011 hækkun lækkun hækkun lækkun

0 0 976.334)( 1.102.1580 0 222.413)( 235.0210 0 70 71)(

661.878)( 661.878 0 0661.878)( 661.878 1.198.677)( 1.337.109

Vaxtaberandi skuldir ...............................................

Áhættuvarnarsamningar .........................................

Innbyggðar afleiður .................................................

Vaxtaáhætta, er áhættan á því að breytingar í vöxtum hafi neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækisins. Orkuveitan býr viðvaxtaáhættu vegna vaxtaberandi eigna og skulda og fjármálagerninga á gangvirði. Skuldir félagsins bera bæðifasta og breytilega vexti og er meirihluti þeirra með breytilegum vöxtum. Fjár- og áhættustýring fylgist sérstaklegameð að vaxtaáhætta sé innan skilgreindra marka og nýtir heimildir til að stýra vaxtaáhættu meðafleiðusamningum.

Næmni gangvirðis

Innbyggðar afleiður .................................................

Vaxtaberandi skuldir ...............................................

Aðrar fjáreignir ........................................................Áhættuvarnarsamningar .........................................

Aðrar fjáreignir ........................................................

Næmni sjóðstreymis

Í eftirfarandi töflu er að finna reiknuð áhrif af breytingum vaxta á fjármálagerninga færða á gangvirði að teknu tillititil tekjuskatts. Greiningin var unnin með sama hætti árið 2011.

Skýringar

Page 100: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 2012100 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 44 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

28. Markaðsáhætta, frh.

c. Álverðsáhætta

Innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum

Álverðsáhætta er áhætta á því að breytingar í álverði hafi neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækisins.

Gerðir hafa verið fjórir raforkusölusamningar, upphaflega til 20 ára, einn við Landsvirkjun vegna Norðuráls og þrírvið Norðurál vegna álversins á Grundartanga, sem og samningar við Landsnet hf. um flutning á rafmagni.Orkuveitan og Norðurál hafa einnig gert með sér raforkusölusamning vegna raforkusölu til fyrirhugaðs álvers íHelguvík og hefur afhending samkvæmt þeim samningi hafist, en samningurinn er til 25 ára.Raforkusölusamningar þessir eru gerðir í dollurum og er verð á rafmagninu tengt heimsmarkaðsverði á áli. Tekjuraf raforkusölusamningum sem tengdir eru álverði námu 20,0% af heildartekjum samstæðunnar á árinu 2012(2011: 19,1%).

Til að draga úr álverðsáhættu hefur Orkuveita Reykjavíkur gert afleiðusamninga til að draga úr sveiflumálverðstengdra tekna. Fjár- og áhættustýring hefur heimild til að verja allt að 100% álverðsáhættu 1 ár fram ítímann og hlutfallslega minna næstu 2 ár þar á eftir. Á uppgjörsdegi námu varnir 22,16% af áætlaðri álverðstengdrisölu fyrir árin 2013 til 2014 (2011: 7,5%).

Meðal innbyggðra afleiða raforkusölusamninga er samningur við Norðurál Helguvík ehf. (NH) að fjárhæð 1,9milljarðar króna. Framkvæmdir vegna álvers í Helguvík hafa tafist verulega og er ákveðin óvissa um frekaraframhald þess verkefnis. Áætlað var að afhenda orku til álversins frá 1. september 2011 og hófst þá greiðsluskyldaNH. NH hefur nýtt sér ákvæði samnings um að nota orkuna í álverinu á Grundartanga. Mótaðilaáhættu í þessumsamningi meta stjórnendur töluverða og endurspeglast það í virði afleiðunnar. Ef samningi verður rift eða samið áöðrum forsendum þá leiðir það til gjaldfærslu á bókfærðu virði innbyggðu afleiðunnar.

Innbyggðar afleiður orkusölusamninga sem færðir eru í ársreikninginn eru færðar til eignar í efnahagsreikningi ágangvirði á uppgjörsdegi og gangvirðisbreyting ársins er færð í rekstrarreikning meðal tekna og gjalda affjáreignum og fjárskuldum.

Raforkusölusamningar tengdir álverði fela í sér innbyggðar afleiður, þar sem tekjur af þeim eru háðar breytingum áheimsmarkaðsverði á áli í framtíðinni. Í samræmi við ákvæði alþjóðlegra reikningsskilastaðla um fjármálagerningahefur gangvirði innbyggðra afleiða vegna Grundartanga og að hluta til vegna Helguvíkur verið metið og fært íársreikninginn.

Þar sem markaðsverð á innbyggðum afleiðum liggur ekki fyrir hefur verið lagt mat á gangvirði þeirra meðviðurkenndum matsaðferðum. Ákvarðað hefur verið vænt núvirt greiðsluflæði samninga á uppgjörsdegi, miðað viðframvirkt verð á áli á LME (London Metal Exchange) á uppgjörsdegi og væntinga um verðþróun á áli til næstu 25ára. Byggt er á mati CRU, óháðs matsaðila, eins og það liggur fyrir á uppgjörsdegi. Frá núvirtu greiðsluflæði áuppgjörsdegi hefur verið dregið vænt núvirt greiðsluflæði samninga á uppgjörsdegi miðað við forsendur um álverðsem lágu til grundvallar á upphafsdegi samninga. Mismunurinn er gangvirði afleiðunnar. Gengið er út frá því aðafleiðan hafi ekkert virði á upphafsdegi samnings.

Skýringar

// ársreikNiNGur

Page 101: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 101

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 45 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

28. Markaðsáhætta, frh.

c. Álverðsáhætta, frh.

Næmnigreining álverðs

31.12. 2012 10% lækkun 10% hækkun

6.483.469)( 6.471.310275.762 197.940)(353.902)( 353.902

6.561.608)( 6.627.271

31.12. 2011 10% lækkun 10% hækkun

6.698.980)( 6.673.25336.796 36.796)(

276.459)( 276.4596.938.643)( 6.912.915

d. Önnur markaðsáhætta

29. Lausafjáráhætta

Næmni gangvirðis

Næmni gangvirðis

Lausafjáráhætta er hættan á því að samstæðan geti ekki staðið við fjárskuldbindingar sínar eftir því sem þærgjaldfalla. Markmið samstæðunnar er að stýra lausafé þannig að tryggt sé að það hafi alltaf nægt laust fé til aðmæta skuldbindingum sínum eftir því sem þær gjaldfalla.

Innbyggðar afleiður ..................................................................................................

Samtals ....................................................................................................................

Samtals ....................................................................................................................

Álvarnir .....................................................................................................................

Önnur markaðsáhætta, s.s. vaxtaálagsáhætta og hlutabréfaáhætta er takmörkuð, þar sem fjárfestingar ískuldabréfum og eignarhlutum er óverulegur hluti af starfsemi samstæðunnar.

Í samkomulagi milli Orkuveitunnar og eigenda hennar sem gert var í mars 2011 skuldbundu eigendur sig til aðveita 12 milljarða kr. lán til fyrirtækisins, annars vegar 8 milljarða kr. sem voru greiddir strax og 4 milljarðar kr. semkomu til greiðslu í mars 2013.

Fjáreignir á gangvirði gegnum rekstur .....................................................................

Innbyggðar afleiður ..................................................................................................

Orkuveitan átti í árslok 6,9 milljarða kr. handbært fé. Orkuveitan átti einnig ónýttar lánsheimildir og opnar lánalínurað fjárhæð 6,8 milljarða kr. í árslok. Samtals átti Orkuveitan þannig 13,7 milljarða kr. tryggt lausafé í árslok.Samsvarandi fjárhæð í lok árs 2011 nam 7,8 milljörðum kr.

Fjáreignir á gangvirði gegnum rekstur .....................................................................

Álvarnir .....................................................................................................................

Skýringar

Page 102: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 2012102 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 46 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

29. Lausafjáráhætta frh.

Samningsbundnar greiðslur vegna fjárskulda, þar með taldar væntanlegar vaxtagreiðslur, greinast þannig:

31.12. 2012

Fjármálagerningar Samnings- sem ekki eru Bókfært bundið Eftir meira afleiður verð sjóðsflæði Innan árs Eftir 1-2 ár Eftir 2-5 ár en 5 ár

Vaxtaberandi skuldir ................ 231.503.285 260.057.715)( 33.352.320)( 19.281.902)( 62.068.130)( 145.355.362)(Viðskiptaskuldir ... 1.366.254 1.366.254)( 1.366.254)( 0 0 0Aðrar skuldir ........ 2.951.632 2.951.632)( 2.951.632)( 0 0 0

Fjármálagerningar sem eru afleiður

Áhættuvarnar- samningar .......... 249.274)( 1.233.289)( 631.390)( 553.736)( 103.455)( 55.292

235.571.897 265.608.890)( 38.301.596)( 19.835.638)( 62.171.585)( 145.300.070)(

31.12. 2011

Fjármálagerningar sem ekki eru afleiður

Vaxtaberandi skuldir ............... 230.223.256 266.244.117)( 20.623.894)( 32.346.083)( 61.363.182)( 151.910.958)(Viðskiptaskuldir ... 1.627.619 1.627.619)( 1.627.619)( 0 0 0Aðrar skuldir ........ 2.410.329 2.410.329)( 2.410.329)( 0 0 0

Fjármálagerningar sem eru afleiður

Áhættuvarnar- samningar .......... 19.779 19.216)( 17.261)( 1.955)( 0 0

234.280.983 270.301.281)( 24.679.103)( 32.348.038)( 61.363.182)( 151.910.958)(

Komi til endurfjármögnunar langtímalána til lengingar lánstíma má gera ráð fyrir að dreifing afborgana verði önnuren að ofan greinir.

Skýringar

// ársreikNiNGur

Page 103: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 103

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 47 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

30. Mótaðilaáhætta

2012 2011

Viðskiptakröfur ......................................................................................................... 4.721.350 4.227.536Aðrar skammtímakröfur ........................................................................................... 298.181 411.196Aðrar fjáreignir ......................................................................................................... 9.751.425 7.886.757Handbært fé ............................................................................................................. 6.885.693 1.652.484Samtals .................................................................................................................... 22.589.539 14.177.973

Mesta mögulega tap vegna viðskiptakrafna á reikningsskiladegi eftir viðskiptavinum:

Viðskiptakröfur, stórnotendur ................................................................................... 917.120 537.146Viðskiptakröfur, smásala .......................................................................................... 3.804.230 3.690.390Samtals .................................................................................................................... 4.721.350 4.227.536

VirðisrýrnunAldursgreining viðskiptakrafna og niðurfærsla árslok:

Brúttó staða Niðurfærsla Brúttó staða Niðurfærsla

Ógjaldfallnar kröfur ................................................. 4.081.898 102.884 3.167.551 73.317Gjaldfallnar kröfur, 1 til 30 dagar ............................ 316.652 12.263 870.132 30.514Gjaldfallnar kröfur, 31 til 90 dagar .......................... 108.612 24.581 67.067 2.721Gjaldfallnar kröfur, eldri en 91 dagur ...................... 532.688 178.772 402.036 172.698Samtals ................................................................... 5.039.850 318.500 4.506.786 279.250

Mesta mögulega tap samstæðunnar vegna fjáreigna er bókfært verð þeirra, sem greinist þannig:

Mótaðilaáhætta er hættan á fjárhagslegu tapi samstæðunnar ef viðskiptamaður eða mótaðili í fjármálagerningigetur ekki staðið við umsamdar skuldbindingar sínar. Mótaðilaáhætta samstæðunnar er einkum vegnaraforkusölusamninga til iðnaðar og afleiðusamninga sem eru gerðir í áhættuvarnarskyni. Einnig er til staðarmótaðilaáhætta vegna smásölu, en tap vegna vangoldinna krafna eru óverulegt og hefur takmörkuð áhrif á afkomusamstæðunnar.

Við gerð samninga skal tryggt eftir fremsta megni að mótaðilinn sé traustur og uppgjör stærri mótaðila skal skoðaðreglulega sem og lánshæfismat þeirra.

2012

Fjáreignir samkvæmt sundurliðun hér að ofan eru flokkaðar sem Lán og kröfur nema hluti Annarra fjáreigna ogÁhættuvarnarsamninga . Flokkun þeirra má sjá í skýringu 32.

Niðurfærsla viðskiptakrafna er metin á hverjum uppgjörsdegi af stjórnendum. Lagt er mat á innheimtanleika krafna,bæði almennt út frá innheimtureynslu og sértækt vegna krafna sem komnar eru í talsverð vanskil.

Kröfur sem verða til vegna fráveitu og vatnsveitu eru með lögveð í fasteignum og því er ekki færð niðurfærslavegna þeirra.

Þjónustusvið Orkuveitu Reykjavíkur sér um innheimtu viðskiptakrafna og sér að mestu um upplýsingagjöf tilviðskiptavina vegna þeirra. Innheimta fer fram eftir vel skilgreindu ferli þar sem m.a. er gætt að samræmduverklagi við úrlausn innheimtumála.

2011

Skýringar

Page 104: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 2012104 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 48 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

31. Gangvirði

Samanburður á gangvirði og bókfærðu verði

Bókfært Bókfærtverð Gangvirði verð Gangvirði

Vaxtaberandi skuldir ............................................... 231.503.285)( 223.412.705)( 230.223.256)( 224.628.071)(

Vextir við mat á gangvirði

Innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum .........Fjáreignir á gangvirði gegnum rekstur ....................Vaxtaberandi skuldir ...............................................

Stig gangvirðis

2012 Stig 2 Stig 3 Samtals

0 3.265.182 3.265.1820 14.738.660 14.738.6600 10.684.315 10.684.315

249.274)( 0 249.274)(249.274)( 28.688.157 28.438.883

2011

0 1.983.269 1.983.2690 17.682.970 17.682.9700 7.868.334 7.868.334

19.779)( 0 19.779)(19.779)( 27.534.573 27.514.794

1,87% til 4,99%

1,94% til 10,12%

Gangvirði vaxtaberandi skulda er reiknað núvirði höfuðstóls og vaxta, sem er afvaxtað með markaðsvöxtum, aukviðeigandi áhættuálags á uppgjörsdegi.

Stig 1: Uppgefin verð á virkum markaði fyrir sams konar eignir og skuldir.

2011

2,37% til 11,56%

Eignarhlutir í félögum ......................................................................

Aðrar fjáreignir ................................................................................

Bókfært verð fjáreigna og fjárskulda í ársreikningnum er jafnt og gangvirði þeirra með þeirri undantekningu aðvaxtaberandi skuldir eru færðar á afskrifuðu kostnaðarverði. Bókfært verð og gangvirði þeirra greinist meðeftirfarandi hætti:

Innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum eru til lengri tíma en tíu ára og því flokkaðar undir 3. stig þar semframtíðarmarkaður áls nær eingöngu yfir tíu ár.

Aðrar fjárskuldir ...............................................................................

Eignarhlutir í félögum ......................................................................Innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum ..................................

Innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum ..................................

1,05% til 4,76%

Stig 2: Forsendur byggja á öðrum breytum en uppgefnum verðum á virkum markaði (stig 1) sem unnt er að aflafyrir eignir og skuldir, beint (t.d. verð) eða óbeint (afleidd af verðum).

2012

6,63% til 7,11%

Aðrar fjárskuldir ...............................................................................

Aðrar fjáreignir ................................................................................

Stig 3: Forsendur gangvirðis eigna og skulda eru ekki byggðar á gögnum sem unnt er að afla á markaði.

3,99% til 4,39%

Taflan sýnir fjármálagerninga sem færðir eru í ársreikninginn, flokkaða eftir stigi gangvirðis. Stig gangvirðis eruskilgreind út frá verðmatsaðferð á eftirfarandi hátt:

2012

2011

Skýringar

Þar sem við á er notaður vaxtaferill á uppgjörsdegi þegar vænt sjóðsstreymi er núvirt. Vextirnir greinast þannig:

// ársreikNiNGur

Page 105: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 105

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 49 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

32. Yfirlit um fjármálagerninga

Fjáreignir og fjárskuldir greinast í eftirfarandi flokka fjármálagerninga:

Fjáreignir og Fjáreignir ogfjárskuldir á fjárskuldir á

Lán og gangvirði í Fjáreignir Lán og gangvirði í Fjáreignirkröfur rekstur til sölu kröfur rekstur til sölu

Eignarhlutar í félögum .............. 3.265.182 1.983.269Innb. afleiður í raforkus.samn. .... 14.738.660 17.682.970Aðrar fjáreignir ..... 939.454 9.744.861 18.423 7.868.334Viðskiptakröfur ..... 4.721.350 4.227.536Aðrar sk.kr. .......... 298.181 411.196Handbært fé ......... 6.885.693 1.652.484Vaxtab. skuldir ..... 231.503.285)( 230.223.256)( Afleiðusamn. ........ 249.274)( 19.779)(Viðskiptaskuldir ... 1.366.254)( 1.627.619)(Aðrar sk.skuld. ..... 2.951.632)( 2.410.329)(Samtals ............... 222.976.493)( 24.234.247 3.265.182 227.951.565)( 25.531.525 1.983.269

33. Sjóðstreymisyfirlit, sundurliðun

Handbært fé frá rekstri fyrir vexti og tekjuskatt samkvæmt sjóðstreymisyfirliti greinist þannig:2012 2011

Tap ársins ................................................................................................................ 2.295.194)( 556.272)(

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................................................ 18.493.550 19.656.314Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga ......................................................................... 9.754 5.400Tekjuskattur ............................................................................................................. 1.535.261)( 6.750.946)(Afskriftir og virðisrýrnun ........................................................................................... 10.371.085 8.880.736Söluhagnaður eigna og önnur breyting .................................................................... 41.318)( 143.338)(Lífeyrisskuldbinding, hækkun ................................................................................... 31.683 19.387

25.034.299 21.111.28128.688 135.236

702.520)( 899.899)(24.897)( 227.900

24.335.571 20.574.518

Skammtímakröfur, (hækkun) ...................................................................................

31.12. 2011

Veltufé frá rekstri án vaxta og skattaBirgðir, lækkun .........................................................................................................

Skammtímaskuldir, (lækkun) hækkun ......................................................................Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta

31.12. 2012

Leiðrétt fyrir:

Skýringar

Page 106: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 2012106 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 50 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

34. Tengdir aðilar

Skilgreining tengdra aðila

Viðskipti við tengda aðila

Sala til tengdra aðila á árinu var eftirfarandi: 2012 2011

Reykjavíkurborg ....................................................................................................... 1.235.886 898.467Stofnanir og félög undir stjórn Reykjavíkurborgar .................................................... 431.868 256.930Dótturfélög ............................................................................................................... 367.253 470.432Hlutdeildarfélög ........................................................................................................ 0 12.534

2.035.007 1.638.363Kaup á vörum og þjónustu af tengdum aðilum á árinu voru eftirfarandi:Reykjavíkurborg ....................................................................................................... 5.246 22.050Stofnanir og félög undir stjórn Reykjavíkurborgar .................................................... 6.841 5.797Dótturfélög ............................................................................................................... 15.028 14.808Hlutdeildarfélög ........................................................................................................ 42.949 54.038

70.064 96.694Kröfur á hendur tengdra aðila í árslok voru eftirfarandi:Reykjavíkurborg ....................................................................................................... 284.843 316.143Stofnanir og félög undir stjórn Reykjavíkurborgar .................................................... 39.505 34.094Dótturfélög ............................................................................................................... 90.636 76.930Dótturfélög, vaxtaberandi kröfur ............................................................................... 6.988.862 6.623.659

7.403.846 7.050.825Skuldir við tengda aðila voru eftirfarandi:Reykjavíkurborg ....................................................................................................... 77.141 2.650Stofnanir og félög undir stjórn Reykjavíkurborgar .................................................... 305 120Dótturfélög ............................................................................................................... 0 339.156Dótturfélög, vaxtaberandi ......................................................................................... 408.313 0

485.758 341.927Vaxtaberandi skuldir frá eigendum móðurfélags voru eftirfarandi:Reykjavíkurborg ....................................................................................................... 8.277.970 7.753.254Akraneskaupstaður .................................................................................................. 489.214 458.204Borgarbyggð ............................................................................................................ 82.568 0

8.849.752 8.211.459Vaxtagjöld á lán frá eigendum móðurfélags voru eftirfarandi:Reykjavíkurborg ....................................................................................................... 429.649 234.042Akraneskaupstaður .................................................................................................. 25.392 13.831Borgarbyggð ............................................................................................................ 2.824 0

457.864 247.873Ábyrgðargjald til eigendaOrkuveitan greiddi ábyrgðargjald til Reykjavíkurborgar og annarra núverandi og fyrrverandi eigenda fyrirtækisinsvegna ábyrgða sem þeir hafa veitt á skuldir samstæðunnar. Sjá fjárhæðir og umfjöllun um ábyrgðargjaldið ískýringu 10.

Reykjavíkurborg, stofnanir og félög undir stjórn borgarinnar, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, hlutdeildarfélög,stjórnarmenn og lykilstjórnendur fyrirtækisins eru skilgreindir sem tengdir aðilar samstæðunnar. Makar þessaraaðila og ófjárráða börn falla einnig undir skilgreininguna, ásamt fyrirtækjum í eigu eða undir stjórn þessara aðila.

Framangreindir aðilar hafa átt í viðskiptum við samstæðuna á árinu. Skilyrði og skilmálar viðskiptanna vorusambærileg og við ótengda aðila.

Eftirfarandi er yfirlit um helstu viðskipti við tengda aðila á árinu, ásamt yfirliti um kröfur og skuldir samstæðunnarvið þessa aðila í árslok. Viðskipti og stöður við dótturfélög er eytt út í samstæðureikningnum en eru birt hér tilupplýsinga. Upplýsingarnar ná ekki til sölu samstæðunnar á hefðbundnum aðföngum til heimilisrekstursviðkomandi aðila.

Skýringar

// ársreikNiNGur

Page 107: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 107

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 51 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

35. Dótturfélög í samstæðunni

Eignarhlutar í dótturfélögum sem eru innifalin í samstæðureikningnum greinast þannig:

Dótturfyrirtæki Meginstarfsemi 31.12. 2012 31.12. 2011

Gagnaveita Reykjavíkur ehf. Gagnaflutningar 100,0% 100,0%Reykjavík Energy Invest ehf. Fjárfestingarfyrirtæki 100,0% 100,0%Úlfljótsvatn frítímabyggð ehf. Undirbúningsfyrirtæki 100,0% 100,0%Hrafnabjargavirkjun hf. Undirbúningsfyrirtæki 60,0% 60,0%

Helstu breytingar á samstæðunni á árinu

36. Önnur mál

Skertar greiðslur frá Norðuráli

Sala skuldabréfa til skoðunar

Seinkun framkvæmda

Meðal annarra fjáreigna í efnahagsreikningi er skuldabréf útgefið af Magma Energy Sweden A.B. Orkuveitan hefurfalið Straumi fjárfestingabanka hf. að skoða mögulega sölu bréfsins, en endanleg ákvörðun um söluskuldabréfsins hefur ekki verið tekin. Bréfið er flokkað sem fjáreign til sölu á gangvirði gegnum rekstrarreikning oger bókfært verð þess í árslok 9,7 milljarðar kr.Verði tekin ákvörðun um sölu skuldabréfsins getur það haft áhrif á framsetningu bréfsins í reikningsskilunum.

Vegna tafa sem orðið hafa á að fyrirvörum í orkusölusamningi Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls Helguvíkur(NH) sé aflétt, hefur skapast óvissa um framhald framkvæmda varðandi byggingu orkuvers. Unnið hefur verið aðendurskoðun orkusölusamninga við NH og er þeirri endurskoðun ekki lokið. Það er afstaða Orkuveitunnar aðforsendur hluta samninganna við NH séu brostnar og um þetta er ágreiningur við NH. Vegna ofangreinds hafaeinnig orðið tafir á efndum á samningi við Mitsubishi Heavy Industries og Balcke Dürr (MHI og BD) um kaup ávélasamstæðum vegna orkusölusamningsins, en um skuldbindingar vegna þeirra er fjallað í skýringu 12. Samiðhefur verið við MHI og BD um frestun á afhendingu vélasamstæða. Óvissa er enn til staðar um framkvæmdir viðHverahlíðarvirkjun og þar með um upphæð riftunarbóta til MHI og BD Dürr verði ekki af framkvæmdum, en þærgætu orðið verulegar ef til þeirra kæmi. Mat stjórnenda er að ekki sé ástæða til að færa skuld í ársreikninginn aðsvo komnu máli þar sem unnið er að ýmsum lausnum sem er ætlað að lækka verulega þennan kostnað fyrirOrkuveituna, en þær lausnir telja stjórnendur góðar líkur á að gangi eftir.

Í árslok 2012 var hlutafé í Úlfljótsvatni frítímabyggð ehf. lækkað um tæplega 225 milljónir kr. eða úr 225 milljónumkr. í 500 þúsund kr. Lækkunin var annars vegar gerð til að jafna uppsafnað tap félagsins að fjárhæð 41 milljón kr.og hins vegar til að gera upp kröfu á móðurfélagið.

Eignarhluti

Norðurál hefur frá 1. október 2011 skert samningsgreiðslur á raforku frá Orkuveitunni og HS Orku. Þetta telurOrkuveitan að Norðuáli sé ekki heimilt og eru eftirstöðvar kröfu Orkuveitunnar í árslok 2012 samtals 691 milljón kr.Á næstu mánuðum er von á niðurstöðu í gerðardómsmeðferð máls sem HS Orka höfðaði gegn Norðuráli vegnaskerðinga Norðuráls á samningsgreiðslum á raforku frá HS Orku og var Orkuveitunni stefnt inn í málið þar semhún er aðili samnings. Fallist gerðardómur á sjónarmið HS Orku mun Orkuveitan krefja Norðurál um fulla greiðslukröfunnar á grundvelli dómsins. Krafan er færð meðal veltufjármuna að teknu tilliti til niðurfærslu vegna óvissu umniðurstöðu málsins.

Skýringar

Page 108: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 2012108 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 52 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

36. Önnur mál, frh.

Áhrif vegna breytinga á gengi og álverði frá uppgjörsdegi til áritunardags

Gjaldfallnir afleiðusamningar

Á áritunardegi ársreikningsins, 22. mars 2013 er gengisvísitalan 221,1783 en var 232,6864 á uppgjörsdegi 31.desember 2012. Ef vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins hefðu verið gerðar upp miðað við gengi á áritunardegi þáhefðu þær numið 217,6 milljarði kr. eða 9,5 milljörðum lægri en staða þeirra er skráð 31. desember 2012 oginnbyggðar afleiður í raforkusölusamningum, að teknu tilliti til breytinga á álverði og gengi frá uppgjörsdegi, hefðunumið 8,7 milljörðum kr. eða 6,0 milljörðum kr. lægri en á uppgjörsdegi. Frekari upplýsingar um áhrif breytinga ágengi og álverði má finna í skýringu 28.

Meðal annarra skammtímaskulda eru færðir gjaldfallnir afleiðusamningar. Samningarnir hafa ekki verið gerðir uppen Orkuveitunni hefur nýlega verið stefnt vegna þeirra. Mikil óvissa ríkir, bæði hjá Orkuveitunni og slitastjórnumbankana, um hvernig meðhöndla eigi uppgjör þeirra. Í varúðarskyni hafa verið gjaldfærðar á árinu 2012, 559milljónir kr. til viðbótar þeim 181 milljónum kr. sem áður höfðu verið gjaldfærðar. Samtals hafa því 740 milljónir kr.verið gjaldfærðar vegna þessara afleiðusamninga. Í þessu felst ekki viðurkenning á skuldinni af hálfu OrkuveituReykjavíkur og getur fjárhæðin hækkað eða lækkað þegar samningarnir verða gerðir upp. Samningarnir eruflokkaðir með öðrum skammtímaskuldum.

Í kjölfar falls íslensku bankanna árið 2008 hefur velta á gjaldeyrismarkaði verið lítil og varla hægt að segja aðgjaldeyrismarkaðurinn sé virkur. Vegna fallsins voru gjaldeyrisviðskipti takmörkuð af hálfu Seðlabanka Íslands og ílok nóvember 2008 setti Alþingi viðauka í lög nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, en með viðaukanum voru sett ágjaldeyrishöft.

Skýringar

// ársreikNiNGur

Page 109: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 109

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 53 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

ÁhættustefnaNý áhættustefna OR var samþykkt þann 20. janúar 2012 af stjórn. Það er stefna stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að íallri starfsemi fyrirtækisins sé gætt að áhættu og með því stuðlað að ábyrgum og skilvirkum ákvörðunum ogstjórnunarháttum. Áhættustefnan lýsir heildarsýn og meginmarkmiðum stjórnar að þessu leyti. Hún skilgreinirjafnframt megintegundir áhættu, mælikvarða við mat á þeim ásamt helstu aðferðum, markmiðum og mörkum viðdaglega áhættustýringu fyrirtækisins. Megintegundir áhættu í rekstri OR skiptast í kjarnaáhættu, fjárhagslega áhættuog rekstraráhættu.

Stjórn Orkuveitunnar er samkvæmt lögum um fyrirtækið skipuð sex fulltrúum, fimm kjörnum af borgarstjórnReykjavíkur og einum kjörnum af bæjarstjórn Akraness. Borgarbyggð hefur áheyrnarfulltrúa í stjórn. BorgarstjórnReykjavíkur kýs formann og varaformann stjórnarinnar úr hópi fulltrúa Reykjavíkurborgar. Stjórn ber ábyrgð áfjármálum og rekstri Orkuveitunnar. Í stjórn eru: Haraldur Flosi Tryggvason, hdl. hjá Lögmönnum Bankastræti, enhann er jafnframt formaður, Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og auðlindafræðum hjá Háskóla Íslands enhún er varaformaður, Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi,Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi og Hrönn Ríkharðsdóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi.Á árinu 2012 voru haldnir 13 stjórnarfundir, en meirihluti stjórnar hefur mætt á alla fundi.

Endurskoðunarnefnd

Forstjóri og framkvæmdastjórar

Stjórn

Stjórn Orkuveitunnar ræður forstjóra. Forstjóri er Bjarni Bjarnason. Stjórn og forstjóri fara með stjórn fyrirtækisins.Framkvæmdastjórar fyrirtækisins eru fimm og mynda ásamt forstjóra framkvæmdastjórn fyrirtækisins en hún hittistað öllu jöfnu vikulega.

-Framkvæmdastjóri Fjármála er Ingvar Stefánsson. Undir hann heyra Fjár- og áhættustýring, Reikningshald,Hagmál, Innkaup og rekstraþjónusta og Upplýsingatækni.

-Framkvæmdastjóri Veitna er Inga Dóra Hrólfsdóttir. Veitusviðið skiptist í Tækni, Rekstur, Viðhaldsþjónustu ogStjórnstöð.

-Framkvæmdastjóri Virkjana og sölu er Páll Erland. Undir hann heyra Virkjanir, Sala og markaðsmál og Stefnumótunvirkjana og sölu.

-Framkvæmdastjóri Þjónustu er Skúli Skúlason. Þjónustusvið skiptist í Þjónustuver, Mæla- og tengiþjónustu,Reikningagerð og Innheimtu.

-Framkvæmdastjóri Þróunar er Hildigunnur H. Thorsteinsson. Til sviðsins heyra einingarnar Auðlindarannsóknir,Kerfisrannsóknir og hönnun og Verkefnastofa.

Stjórnháttayfirlýsing (óendurskoðuð)

StjórnarhættirUm meginstarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur gilda lög nr. 139/2001 með síðari breytingum. Eigendur Orkuveitunnarhafa sett eigendastefnu þar sem m.a. er kveðið á um að stjórn Orkuveitunnar setji sér starfsreglur til að uppfyllalögin. Eigendastefnuna má sjá á vef Orkuveitunnar www.or.is.

Gildi OrkuveitunnarGildi Orkuveitunnar eru framsýni, heiðarleiki og hagsýni og eru þau höfð að leiðarljósi í allri starfsemi fyrirtækisins.

Um endurskoðunarnefnd Orkuveitunnar gildir IX. kafli laga nr. 3/2006 um ársreikninga, sbr. lög nr. 80/2008.Starfsreglur nefndarinnar eru settar af stjórn fyrirtækisins í samræmi við lögin. Endurskoðunarnefnd Orkuveitunnarer ráðgefandi fyrir stjórn félagsins og starfar í umboði hennar, en fer ekki með framkvæmdavald. Þrír einstaklingareru í endurskoðunarnefnd félagsins, þ.a. einn stjórnarmaður, Gylfi Magnússon. Með honum í nefndinni eru SigríðurÁrmannsdóttir og Ingvar Garðarsson. Þau eru bæði löggiltir endurskoðendur en Sigríður er formaður nefndarinnar. Áárinu voru haldnir 35 fundir í endurskoðunarnefnd. Innri endurskoðandi Orkuveitunnar er Guðmundur I. Bergþórssonen innri endurskoðun heyrir undir endurskoðunarnefnd.

Page 110: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 2012110 //

________________________________________________________________________________________________

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 54 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Stjórnháttayfirlýsing (óendurskoðuð)

Stjórnháttayfirlýsing, frh.

Nánari umfjöllun um stjórnarhætti verður að finna í ársskýrslu fyrirtækisins sem verður gefin út apríl 2013 og verðuraðgengileg á vef fyrirtækisins, www.or.is.

Innra eftirlit og áhættustýringOrkuveita Reykjavíkur færir reikningsskil sín í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og leggur áhersluá vel skilgreind ábyrgðarsvið, eðlilega aðgreiningu starfa, ásamt reglulegri skýrslugjöf og gensæi í starfseminni.Mánaðarlegir rekstrarfundir eru mikilvægir hluti af innra eftirliti með afkomu, rekstrarkostnaði og fjárfestingum aukreglulegra funda áhættunefndar fyrirtækisins. Stjórn hefur eftirlit með fjármálalegri áhættu fyrirtækisins og færreglubundna skýrslugjöf varðandi hana. Nánari upplýsingar um áhættustýringu má finna í skýringum ársreikningsins.

Page 111: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 111

Page 112: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir
Page 113: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

útGefNar skýrslur,GreiNar oG GreiNarGerðir

á áriNu

kafli

11

Page 114: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 2012114 //

skýrslur uNNar Hjá

orkuveitu reykjavíkur

Arndís Ósk Ólafsdóttir, Einar

Gunnlaugsson. Neysluvatn 2011.

Reglubundið eftirlit. Orkuveita Reykjavíkur

2012-007.

Auður Anna Aradóttir. Vatnsvinnsla

Austurveitu 2011. Orkuveita Reykjavíkur

2012-014.

Auður Anna Aradóttir. Vatnsvinnsla

Hitaveitu Þorlákshafnar 2011. Orkuveita

Reykjavíkur 2012-018.

Auður Anna Aradóttir. Vatnsvinnsla

Ölfusveitu 2011. Orkuveita Reykjavíkur

2012-017.

Auður Anna Aradóttir. Vatnsvinnsla

Grímsnesveitu 2011. Orkuveita Reykjavíkur

2012-015.

Auður Anna Aradóttir. Vatnsvinnsla

Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB)

2011. Orkuveita Reykjavíkur 2012-022.

Auður Anna Aradóttir. Vatnsvinnsla

Hitaveitu Rangæinga 2011. Orkuveita

Reykjavíkur 2012-023.

Auður Anna Aradóttir. Vatnsvinnsla

Hitaveitu Skorradals 2011. Orkuveita

Reykjavíkur 2012-020.

Auður Anna Aradóttir. Vatnsvinnsla

Hitaveitu Stykkishólms 2011. Orkuveita

Reykjavíkur 2012-019.

Auður Anna Aradóttir. Vatnsvinnsla

Hlíðarveitu 2011. Orkuveita Reykjavíkur

2012-016.

Auður Anna Aradóttir. Vatnsvinnsla

Munaðarnesveitu 2011. Orkuveita Reykja-

víkur 2012-021.

Auður Anna Aradóttir. Vatnsvinnsla

Norðurárdalsveitu 2011. Orkuveita

Reykjavíkur 2012-013.

Ársskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur 2011.

Orkuveita Reykjavíkur 2012-027.

Ásdís Gíslason ritstjóri.

Ásdís Kristinsdóttir, Brynjar Stefáns-

son, Gísli Sveinsson, Inga Dóra Hrólfs-

dóttir og Jakob S. Friðriksson. Rafbílar,

staða, framtíðarhorfur og sóknarfæri OR.

Orkuveita Reykjavíkur 2012-028.

Bergur Sigfússon, Guðmundur

Kjartansson og Einar Jón Ásbjörnsson.

Afl og afkastageta gufuhola á Nesjavöllum.

Orkuveita Reykjavíkur 2012-006.

Bergur Sigfússon, Guðmundur

Kjartansson og Einar Jón Ásbjörnsson.

Afl og afkastageta gufuhola á Hellisheiði.

Orkuveita Reykjavíkur 2012-002.

Einar Gunnlaugsson. Hellisheiði.

Vinnsluskýrsla 2011. Afl, vatnsborð,

vinnsla, efnafræði og yfirlit yfir rannsóknir.

Orkuveita Reykjavíkur 2012-012.

Einar Gunnlaugsson. Nesjavellir.

Vinnsluskýrsla 2011. Afl, vatnsborð,

vinnsla, efnafræði og yfirlit yfir rannsóknir.

Orkuveita Reykjavíkur 2012-011.

Gretar Ívarsson. Hitaveita í Reykjavík.

Vatnsvinnslan 2011. Gagnaskrá. Orkuveita

Reykjavíkur 2012-004.

Gretar Ívarsson. Hitaveita í Reykjavík.

Vatnsvinnslan og efnafræði vatnsins 2011.

Orkuveita Reykjavíkur 2012-003.

Guðmundur Kjartansson. Tilraunaniður-

rennsli á skiljuvatni frá skiljustöð á Nesja-

völlum. Orkuveita Reykjavíkur 2012-025.

Guðmundur Kjartansson. Útfellingar í

hverfli 3 á Hellisheiði – 2012. Orkuveita

Reykjavíkur 2012-026.

Gunnar Gunnarsson, Bjarni Bessason,

Eyþór H. Ólafsson, Ólafur G. Flóvenz,

Steinunn S. Jakobsdóttir, Sveinbjörn

Björnsson og Þóra Árnadóttir. Verklag

vegna örvaðrar skjálftavirkni í jarðhitakerf-

um. Orkuveita Reykjavíkur 2012-024.

Orkuveita Reykjavíkur Annual Report 2011.

Orkuveita Reykjavíkur 2012-027.

Ásdís Gíslason ritstjóri.

útGefNar skýrslur, GreiNar oG GreiNarGerðir á áriNu

// útGefNar skýrslur, GreiNar oG GreiNaGerðir á áriNu

Page 115: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 115

Umhverfisskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur

2011. Orkuveita Reykjavíkur 2012-008.

Ritstjórn: Arndís Ósk Ólafsdóttir Arn-

alds og Hólmfríður Sigurðardóttir.

skýrslur oG GreiNarGerð-

ir uNNar fyrir orkuveitu

reykjavíkur

Árni Hjartarson og Sigurður Garðar

Kristinsson. Grunnvatn við Nesjavalla-

virkjun. ÍSOR 2011/074.

Ása L. Aradóttir. Mat á árangri af flutn-

ingi gróðursvarðar til uppgræðslu vegfláa.

Landbúnaðarháskóli Íslands 2012.

Björn S. Harðarson og Sigurður Krist-

insson. Jarðfræðikortlagning á Gráu-

hnúkasvæði. Sigdalurinn milli Reykjafells

og Litla-Meitils. ÍSOR-2012/001.

Einar Sveinbjörnsson. Athuganir á

veðurskilyrðum og einkum stöðugleika

lofts við orkuverið á Hellisheiði með

áherslu á gagnsemi reykháfs fyrir dreifingu

á H2S. Veðurvaktin 2012.

Eric M. Myer. Höfuðborgarsvæði. Gunn-

vatns- og rennslislíkan. Árleg endurskoðun

fyrir árið 2011. Verkfræðistofan Vatnaskil

2012.

Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimars-

son, Haraldur Rafn Ingvason, Stefán

Már Stefánsson og Þóra Hrafnsdóttir.

Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvalla-

vatns. Yfirlit yfir fimm fyrstu vöktunarárin

2007-2011 og samanburður við eldri

gögn. Fjölrit nr. 3-2012. Náttúrufræðistofa

Kópavogs 2012.

Hilmar Malmquist, Finnur Ingimars-

son, Haraldur Rafn Ingvason og Stefán

Már Stefánsson. Vöktun á lífríki og

vatnsgæðum Þingvallavatns. Gagnaskýrsla

fyrir árið 2011. Fjölrit nr. 2-2012. Náttúru-

fræðistofa Kópavogs 2012.

Hjalti Sigurjónsson, Einar Svein-

björnsson og Hálfdán Ágústsson.

Árangur lofthjúpslíkans og dreifingar-

líkans við tiltekin veðurskilyrði á Hellis-

heiði. Athugun á gagnsemi reykháfs við

losun brennisteinsvetnis. Verkfræðistofan

Vatnaskil 2012.

Hörður Tryggvason. Mælingaeftirlit á

Nesjavöllum 2011. ÍSOR-2012/007.

Páll Jónsson. Mælingaeftirlit á vinnslu-

svæðum Hellisheiðarvirkjunar árið 2012.

ÍSOR-2012/003.

Sandra Ó. Snæbjörnsdóttir og Gunn-

laugur M. Einarsson. CO2 Fluxin Þrengsli.

Measurements around well HN-4 in

January and February 2012. Short report

ÍSOR-12019.

Sigrún N. Karlsdóttir. Tærðar vatns-

lagnir. Tjónagreiningarskýrsla. Nýsköpunar-

miðstöð Íslands 2012.

Sigurður G. Kristinsson og Steinþór

Níelsson. Nesjavellir. Hitamælingar í

eftirlitsholum á affallssvæði í júní 2012.

ÍSOR-12075.

Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir. Jarð-

fræði og ummyndun í nágrenni Reykjafells

á Hellisheiði.Jarðvísindadeild. Háskóli

Íslands 2012.

Veðurstofa Íslands. Mælistöðvarskýrslur

vatnsárið 2010/2011. Rennslismælingar

fyrir OR 2010-2011. Veðurstofa Íslands

2012.

Verkís. Skólphreinsistöðvar. Sýnataka

og mælingar. Árleg yfirlitskýrsla 2011.

Reykjavík. Verknúmer: 06046-021. Verkís

2012.

Verkís. Skólphreinsistöðvar. Sýnataka og

mælingar. Árleg yfirlitskýrsla 2011. Borgar-

byggð. Verknúmer: 06046-021. Verkís

2012.

Þórólfur H. Hafstað. Hellisheiðarvirkjun.

Vatnsverndarsvæði vatnsbóls við Engidals-

kvísl. ÍSOR-12050.

GreiNarGerðir uNNar Hjá

orkuveitu reykjavíkur

Einar Gunnlaugsson og Gretar Ívars-

son. Yfirborðsfrárennsli við Hellisheiðar-

virkjun. Yfirlit sýnatöku 21. september

2012. Orkuveita Reykjavíkur 2012.

Gretar Ívarsson. H2S og O2 í dreifikerfi

OR og nágrennis. OR - Auðlindarannsóknir

2012.

Gretar Ívarsson. Lækir, uppsprettur og

grunnar borholur í nágrenni Nesjavalla. OR

– Auðlindarannsóknir 2012.

Gretar Ívarsson. Meðburður á Nesja-

völlum og Hellisheiði. OR - Auðlindarann-

sóknir 2012.

Gretar Ívarsson. Mælingar á brenni-

steinsvetni í andrúmslofti og hugleiðingar

um heildarlosun H2S og CO

2 frá jarðvarma-

virkjunum á Hengilssvæðinu. OR - Auð-

lindarannsóknir 2012.

Gretar Ívarsson. Nokkrar grunnvatns-

holur (HK) á Hellisheiðarsvæðinu. OR -

Auðlindarannsóknir 2012.

Gretar Ívarsson. Uppsprettur og grunnar

holur í nágrenni Nesjavalla (nýjustu mæl-

ingar). OR - Auðlindarannsóknir 2012.

Page 116: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 2012116 //

GreiNar

B. Halldórsson, S. Ólafsson, J.Th.

Snæbjörnsson, S.U. Sigurðsson, R.

Rupakhety, and R. Sigbjörnsson. On

the effects of induced earthquakes due

to fluid injection at Hellisheidi geothermal

power plant Iceland. 15 WCEE Lisboa

2012.

E.S.P. Aradóttir, E.L. Sonnenthal, G.

Björnsson, H. Jónsson. Multidimen-

sional reactive transport modeling of

CO2minerals equestration in basalts at

the Hellisheiði geothermal fields, Iceland.

International Jorunal of Greenhouse Gas

Control 9 (2012), 24-40.

Edda S.P. Aradóttir, Ingvi Gunnarsson,

Bergur Sigfússon, Gunnar Gunnars-

son, Einar Gunnlaugsson, Hólmfríður

Sigurðardóttir, Einar Jón Ásbjörnsson

and Eric Sonnenthal. Towards cleaner

geothermal energy utilization. Capturing

and sequestering CO2and H

2S emissions

from geothermal power plants. PROCEED-

INGS, TOUGH Symposium 2012.

Einar Gunnlaugsson. Scaling in geother-

mal installation in Iceland. UNU-GTP

and LaGEO Short course on geothermal

development and geothermal wells, El

Salvador, March 2012.

Einar Gunnlaugsson. Scaling prediction

modelling. UNU-GTP and LaGEO Short

course on geothermal development and

geothermal wells, El Salvador, March

2012.

// útGefNar skýrslur, GreiNar oG GreiNaGerðir á áriNu

Page 117: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

// 117

Page 118: orkuveitu reykjavíkur forsíðaútgefandi orkuveita reykjavíkur ritstjórar eiríkur HjálMarssoN oG ásDís GíslasoN skrá yfir skýrslur, greinar og erindi HilDiGuNNur ÞorsteiNsDÓttir

ÁRSSKÝRSLA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 2012118 //