70
Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 1 Ársskýrsla 2009-2010

Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 1

Ársskýrsla 2009-2010

Page 2: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 2

Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT ............................................................................................................................................................... 2

STJÓRN BLÍ .................................................................................................................................................................. 4

NEFNDIR BLÍ ................................................................................................................................................................ 5

FJÖLDI BLAKIÐKENDA FRÁ 1969 OG FULLTRÚAR Á BLAKÞINGI ÁRIÐ 2010 .................................................................. 6

SKÝRSLA STJÓRNAR BLÍ 2009-2010 ............................................................................................................................. 8

STJÓRN OG FRAMKVÆMDASTJÓRN .................................................................................................................................. 8

MÓTA- OG DÓMARAMÁL ................................................................................................................................................. 8

ÁRS- OG UPPSKERUHÁTÍÐ BLÍ ........................................................................................................................................ 9

FJÖLMIÐLAR OG SAMSKIPTI .......................................................................................................................................... 11

VIÐURKENNINGAR ........................................................................................................................................................ 12

ERLEND SAMSKIPTI ....................................................................................................................................................... 12

FJÁRMÁL ....................................................................................................................................................................... 12

FRAMTÍÐIN ................................................................................................................................................................... 13

SKÝRSLA MÓTANEFNDAR BLÍ .................................................................................................................................... 13

HAUSTMÓT BLÍ ................................................................................................................................................................ 14

MIKASADEILD KVENNA ....................................................................................................................................................... 14

ÚRSLITAKEPPNI KVENNA ..................................................................................................................................................... 15

ÚRSLITAKEPPNI KVENNA (NEÐRI ÚRSLIT) ................................................................................................................................ 16

MIKASADEILD KARLA .......................................................................................................................................................... 16

ÚRSLITAKEPPNI KARLA ........................................................................................................................................................ 17

2. DEILD KARLA ................................................................................................................................................................. 17

ÚRSLITAKEPPNI 2. DEILDAR KARLA ........................................................................................................................................ 19

2. DEILD KVENNA ............................................................................................................................................................... 19

ÚRSLITAKEPPNI Í 2. DEILD KVENNA ........................................................................................................................................ 20

3. DEILD KVENNA ............................................................................................................................................................... 21

BRIDGESTONEBIKARINN 2010 ............................................................................................................................................. 23

LOKAORÐ......................................................................................................................................................................... 27

SKÝRSLA YNGRIFLOKKANEFNDAR BLÍ ....................................................................................................................... 28

SAMANLÖGÐ ÚRSLIT YNGRIFLOKKA 2009-2010 ..................................................................................................................... 29

ÚRSLIT BIKARKEPPNI YNGRIFLOKKA ....................................................................................................................................... 32

SKÝRSLA LANDSLIÐSNEFNDAR .................................................................................................................................. 33

KARLALANDSLIÐ ÍSLANDS .................................................................................................................................................... 33

KVENNALANDSLIÐ ÍSLANDS .................................................................................................................................................. 35

UNGLINGALANDSLIÐ ÍSLANDS .............................................................................................................................................. 36

STRANDBLAK - ÁRSSKÝRSLA FYRIR ÁRIÐ 2009 .......................................................................................................... 38

MÓT............................................................................................................................................................................... 38

LANDSLIÐSFERÐ ................................................................................................................................................................ 42

LOKAORÐ......................................................................................................................................................................... 44

Page 3: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 3

SKÝRSLA DÓMARANEFNDAR BLÍ KEPPNISTÍMABILIÐ 2009 – 2010 ............................................................................ 45

ÞINGGERÐ 35. ÖLDUNGAÞINGS BLÍ 2010 .................................................................................................................. 49

ÁRSREIKNINGUR 2009 .............................................................................................................................................. 53

VIÐAUKAR ................................................................................................................................................................ 61

REFSINGAR OG STAÐA SPJALDA EFTIR LEIKTÍMABILIÐ ................................................................................................................. 61

ÍSLANDSMEISTARATITLAR FÉLAGA FRÁ UPPHAFI ........................................................................................................................ 67

BIKARMEISTARATITLAR FÉLAGA FRÁ UPPHAF ........................................................................................................................... 67

BLAKMENN ÁRSINS FRÁ UPPHAFI .......................................................................................................................................... 68

HEIÐURSMERKISHAFAR BLÍ - GULL ....................................................................................................................................... 69

SILFURMERKISHAFAR BLÍ .................................................................................................................................................... 69

ÚRSLIT LEIKJA ................................................................................................................................................................... 70

Page 4: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 4

Blaksamband Íslands

2009-2010

Stjórn BLÍ

Formaður Jason Ívarsson

Varaformaður Stefán Jóhannesson

Gjaldkeri Aðalheiður Sigursveinsdóttir

Ritari Svala Vignisdóttir

Meðstjórnandi Davíð Búi Halldórsson

Varastjórn Óskar Hauksson

Hreggviður Norðdahl

Valdimar Hafsteinsson

Framkvæmdastjóri Sævar Már Guðmundsson

Page 5: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 5

Nefndir BLÍ

Mótanefnd

Sævar Már Guðmundsson, formaður

Davíð Búi Halldórsson

Ólafur Hr. Sigurðsson

Jason Ívarsson

Landsliðsnefnd

Stefán Jóhannesson, formaður

Óskar Hauksson

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Vignir Þröstur Hlöðversson

Dómaranefnd

Jón Ólafur Valdimarsson, formaður

Sævar Már Guðmundsson

Yngriflokkanefnd

Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður

Emil Gunnarsson

Miglena Apostolova

Viðar Gylfason

Valtýr Helgason

Ásta Sigrún Gylfadóttir

Brynjar Pétursson

Skoðunarmenn reikninga

Hjörtur Halldórsson

Aðalsteinn Einar Eymundsson

Strandblaksnefnd

Karl Sigurðsson

Einar Sigurðsson

Brynjar Pétursson

Aganefnd

Hreggviður Nordahl

Jón Gunnar Sveinsson

Þorvaldur Sigurðsson

Fjölmiðlafulltrúi

Stefán Jóhannesson

Page 6: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 6

Fjöldi blakiðkenda frá 1969 og fulltrúar á blakþingi árið 2010

ár fjöldi ár fjöldi ár fjöldi ár fjöldi

1969 206 1980 2579 1991 2567 2002 1786

1970 237 1981 2513 1992 2200 2003 1981

1971 479 1982 2519 1993 2074 2004 1830

1972 649 1983 2426 1994 1848 2005 1624

1973 855 1984 2362 1995 1961 2006 1827

1974 1334 1985 2362 1996 1592 2007 1918

1975 1609 1986 2775 1997 1592 2008 2076

1976 1974 1987 2955 1998 1217 2009 2005

1977 2257 1988 2906 1999 1662 1978 2501 1989 2869 2000 1862 1979 2567 1990 2718 2001 1345

Ársþing BLÍ 5. júní 2010

Íþróttabandalag / Héraðssamband Merki Fjöldi iðkenda Fulltrúar á þingi Fulltr.v/liða

Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu HSH 244 6

Héraðssamband Þingeyinga HSÞ 49 2 Héraðssamband Vestfirðinga HSV 124 4 Héraðssambandið Hrafnaflóki HHF 42 2 Héraðssambandið Skarphéðinn HSK 239 6 Íþróttabandalag Akraness ÍA 28 2 Íþróttabandalag Akureyrar ÍBA 175 5 2

Íþróttabandalag Reykjavíkur ÍBR 323 8 3

Ungmenna og íþróttasamband Austurlands ÚÍA 281 7 1

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB 18 1 Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE 14 1 Ungmennasamband Kjalarnesþings UMSK 409 10 5

Ungmennasambandið Úlfljótur USÚ 59 3

Samtals 2005 57 11

Samtals fulltrúar 68

UNÞ hefur 14 skráða iðkendur en hefur sameinast HSÞ og er sameiginlegur fjöldi iðkenda og fulltrúfjöldi hér

í töflunni að ofan undir HSÞ.

Page 7: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 7

Dagskrá

38. ársþings BLÍ, haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík, laugardaginn 5. júní 2010, kl. 10.30

1. Þingsetning, kosning þingforseta og ritara 2. Kosning í starfsnefndir þingsins;

a) Kjörbréfanefnd b) Fjárhagsnefnd, c) Laga- og leikreglnanefnd, d) Allsherjarnefnd, e) Uppstillingarnefnd

4. Skýrsla stjórnar 5. Reikningar síðasta starfsárs 6. Ávarp fulltrúa ÍSÍ 7. Ávarp annarra boðsgesta 8. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs 9. Laga- og leikreglnabreytingar 10. Aðrar tillögur og mál lögð fyrir þingið 11. Umræður um framkomin mál og tillögur

Þinghlé

12. Nefndarstörf 13. Nefndarálit, tillögur og atkvæðagreiðslur 14. Ákveðið gjald ævifélaga 15. Önnur mál 16. Kosningar;

a) tveggja meðstjórnenda til tveggja ára, b) þriggja í varastjórn til eins árs, c) tveggja skoðunarmanna reikninga

Þingslit

Page 8: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 8

Skýrsla stjórnar BLÍ 2009-2010

Stjórn og framkvæmdastjórn Á 37. ársþingi BLÍ var Jason Ívarsson endurkjörinn formaður til tveggja ára. Á þinginu voru þær Svala

Vignisdóttir og Aðalheiður Sigursveinsdóttir kosnar inn í stjórn BLÍ til tveggja ára. Verkaskipting stjórnar var

ákveðin á fyrsta fundinum þann 27. maí 2009. Stefán Jóhannesson tók sæti varaformanns, Aðalheiður

Sigursveinsdóttir, gjaldkeri, Svala Vignisdóttir ritari og Davíð Búi Halldórsson meðstjórnandi.

Á starfsárinu voru haldnir 10 stjórnarfundir og töluvert var um samskipti á tölvupósti. Stjórn BLÍ

endurnýjaði ráðningu Sævars Más Guðmundssonar sem framkvæmdastjóra BLÍ með minnkað starfshlutfall í

samráði við Vinnumálastofnun. Stjórnarfundir voru ætíð haldnir á skrifstofu sambandsins.

Á fyrsta fundinum var skipað í nefndir. Stefán Jóhannesson stýrir landsliðsnefnd en en hún tekur á

öllum málum er snúa að landsliðum BLÍ, sem eru 6 talsins. Jón Ólafur Valdimarsson er formaður

dómaranefndar. Framkvæmdastjóri BLÍ er formaður mótanefndar en með honum sitja aðilar að norðan og

að austan. Auk þess var ákveðið að formaður BLÍ væri einnig í mótanefndinni. Karl Sigurðsson er formaður

strandblaksnefndar og Stefán Jóhannesson verður áfram fjölmiðlafulltrúi. Í aganefnd voru skipaðir

Hreggviður Norðdahl, Þorvaldur Sigurðsson og Jón Gunnar Sveinsson. Ákveðið var að fresta því að skipa

formann yngriflokkanefndar en síðar var Guðrún Kristín Einarsdóttir skipuð í formannsembætti

nefndarinnar. Þá var ákveðið að formaður og framkvæmdastjóri myndu sitja alla fundi nefndarinnar. Á

fundinum var fjárhagsnefnd stofnuð en í henni eru Óskar Hauksson og Davíð Búi Halldórsson.

Móta- og dómaramál Keppnistímabilið 2009-2010 var glæsilegt að vanda. Fjöldi deildarleikja hefur aldrei verið meiri og umfangið

á mótahaldinu var svipað og á síðasta keppnistímabili. Spilað var í þremur deildum og voru alls 62 lið sem

léku í Íslandsmóti meistaraflokka. Á síðasta þingi var ákveðið að gera allt til þess að stækka efstu deildirnar

á komandi árum. Það tókst strax um haustið 2009 að 7 lið tóku þátt í efstu deild kvenna en aðeins tóku 4 lið

þátt í efstu deild karla.

Í fyrsta sinn í langri sögu sambandsins gerðist það að styrktaraðilar fengust bæði á bikarkeppni og efstu

deildirnar. Munir og Merking, Mikasaumboðið á Íslandi var styrktaraðili efstu deilda karla og kvenna í blaki

á leiktímabilinu. Fengu báðar deildirnar nafnið: Mikasadeildin. Betra Grip ehf. var styrktaraðili bikarkeppni

BLÍ og fékk keppnin nafnið Bridgestonebikarinn á keppnistímabili. Almenn ánægja var í hreyfingunni með

þetta og virkaði það sem sprengikraftur fyrir sambandið. Styrktaraðilarnir voru nokkuð ánægðir með sinn

hlut og er von á því að þessir aðilar haldi áfram að styðja við BLÍ með þessum hætti.

Page 9: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 9

Úrslitakeppnir voru haldnar að loknum öllum deildum. Hefðbundin úrslitakeppni var í karlaflokki

Mikasadeildar sem kláraðist á tveimur vikum en aldrei þurfti oddaleik til að skera úr um úrslit. Í Mikasadeild

kvenna var haldin sér keppni þar sem fjögur efstu liðin í 7 liða deild spiluðu tvær umferðir þar sem besti

árangurinn gilti til Íslandsmeistaratitils. Þrjú neðstu liðin léku einnig sín á milli um hvaða tvö lið myndu

halda sér í deildinni.

Úrslitakeppni 2. deildar fór fram í Kópavogi 9. - 10. apríl þar sem leikið var í undanúrslitum og úrslitum

hjá báðum kynjum. Úrslitakeppnin í 3. deild kvenna fór fram á Kópavogi um sömu helgi og mættu þangað

15 lið til keppni. Blakdeild HK hafði veg og vanda að skipulagningu mótanna í samvinnu við BLÍ og gekk allt

saman vel. BLÍ vill þakka blakdeild HK kærlega fyrir aðstoðina með úrslitakeppnirnar í 2. og 3. deild.

Framhaldsskólar landsins héldu hátíð sem nefndist íþróttavakning framhaldsskólanna þann 19. mars

2010. Alls skráðu 13 skólar sig til keppni í blaki en þó mættu ekki nema 8 lið til keppni. VMA sigraði

norðurriðil og MK sigraði suðurriðil. FVA og MK spiluðu í undanúrslitum og MK vann svo Versló í úrslitum en

VMA mætti ekki til leiks í undanúrslit. Keppni framhaldsskólanna í blaki á sér langa sögu en var í dvala um

nokkurra ára skeið. Framtakið er frábært og er von til þess að keppninni verði framhaldið árlega héðan í frá.

Fleiri dómarar klífa metorðalistann hjá BLÍ en þeim sem hafa réttindi til að dæma í efstu deildum hefur

fjölgað til muna. Kristján Geir Guðmundsson tók að sér dómgæslu og var fljótur að komast meðal þeirra

bestu í efstu deild. Þá var Marinó Þorsteinsson skipaður dómari fyrir norðurlandið og Ólafur Hr. Sigurðsson

tók flautuna upp að nýju fyrir austan. Fjölmargir tóku dómaranámskeið í blaki sem haldið var á 5 stöðum á

landinu í september og október. Haldin voru námskeið á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Grundarfirði og í

Reykjavík.

Alþjóðadómararnir okkar fengu fjölmörg verkefni á erlendri grundu. Jón Ólafur er nú orðinn fullgildur

alþjóðadómari. Bæði Leifur Harðarson og Jón Ólafur dæmdu í Hollandi fyrir áramót og Leifur var

aðstoðardómari í leik Danmerkur og Svíþjóðar um laust sæti á Evrópumóti landsliða. Þá eru þeir báðir á leið

til Möltu með A landsliðunum í júní til að dæma í undanriðlum EM smáþjóða.

Meira má finna um móta og dómaramál í skýrslum nefnda hér aftar í skýrslunni.

Árs- og uppskeruhátíð BLÍ Hátíðin var haldin í Fagralundi í Kópavogi þann 10. apríl 2010. Þema kvöldsins var Bling og glimmer en

heiðursgestur var Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra. Veislustjórar voru Fríða Sigurðardóttir og Róbert Karl

Hlöðversson en rúmlega 100 manns voru í veislunni. Verðlaun frá KLM voru veitt til liða ársins í karla- og

kvennaflokki og útnefndir voru bestu og efnilegust leikmenn ársins ásamt dómara ársins.

Page 10: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 10

Lið ársins í Mikasadeild kvenna

Stigahæst í uppgjöf: Miglena Apostolova, Þrótti Nes með 36 stig. Uppspilari ársins: Kristín Salín Þórhallsdóttir, HK. Stigahæst í hávörn: Valdís Lilja Andrésdóttir, Þrótti Reykjavík með 28 stig. Stigahæsti sóknarmaður: Auður Anna Jónsdóttir, KA með 133 stig. Besti frelsingi: Steinunn Helga Björgólfsdóttir, HK. Besti þjálfari: Apostol Apostolov, Þrótti Nes

Stigahæsti leikmaður Mikasadeildar kvenna var Auður Anna Jónsdóttir, KA með 174 stig. Í öðru sæti var

Miglena Apostolova, Þrótti Nes með 158 stig og í því þriðja Hjördís Eiríksdóttir, Stjörnunni með 120 stig.

Lið ársins í Mikasadeild karla

Stigahæstur í uppgjöf: Emil Gunnarsson, Stjörnunni með 27 stig Uppspilari ársins: Filip Sczewzyk, KA. Stigahæstur í hávörn: Alexander Stefánsson, HK með 30 stig. Stigahæstur í sókn: Piotr Kempisty, KA með 231 stig. Besti frelsinginn: Reynir Árnason, HK. Besti þjálfari: Zdravko Demirev, HK

Stigahæsti leikmaður Mikasadeildar karla var Piotr Kempisty, KA með 280 stig. Í öðru sæti var Emil

Gunnarsson, Stjörnunni með 215 stig og í því þriðja var Brynjar Pétursson, HK með 190 stig.

Besti dómari tímabilsins 2009-2010: Sævar Már Guðmundsson

Besti leikmaður Mikasadeildar kvenna var kjörin Miglena Apostolova, Þrótti Nes

Besti leikmaður Mikdasadeildar karla var kjörinn, Filip Sczewzyk, KA.

Besti leikmaður 2. deildar karla var kjörinn Apostol Apostolov, Þrótti Nes.

Besti leikmaður 2. deildar kvenna var kjörin Natalia Ravva, Þrótti Rc.

Besti leikmaður 3. deildar kvenna var kjörin Heiðbjört Gylfadóttir, HK c.

Efnilegustu leikmenn Mikasadeildar 2010.

Hjördís Eiríksdóttir, Stjörnunni

Orri Þór Jónsson, HK.

Page 11: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 11

Blakmaður og kona ársins 2009

Í samvinnu við ÍSÍ valdi stjórn BLÍ blakmann og blakkonu ársins 2009.

Blakmaður ársins 2009: Valur Guðjón Valsson, Þrótti Reykjavík.

Leikmaður með Þrótti Reykjavík og fyrirliði A landsliðs karla. Þróttur vann Íslands-, deildar- og

bikarmeistaratitil árið 2009 og var hann fyrirliði liðsins. Spilaði til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í

strandblaki í fyrrasumar en tapaði ásamt félaga sínum Michael Overhage. Valur Guðjón átti mjög gott ár

með landsliðinu í fyrrasumar og var meðal bestu leikmanna íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum á Kýpur og

í úrslitamóti EM smáþjóða í Luxemborg en þar var hann valinn besti uppgjafari keppninnar. Liðið hafnaði í

3. sæti á Smáþjóðaleikunum og í 3. sæti í Luxemborg eftir naumt tap gegn Kýpur. Valur Guðjón er nú fluttur

til Noregs þar sem hann hyggst spila blak.

Blakkona ársins 2009: Laufey Björk Sigmundsdóttir, HK.

Leikmaður með HK í Kópavogi. HK varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari árið 2009 og var Laufey meðal

stigahæstu leikmanna í liðsins. Laufey var einnig í A landsliði kvenna í strandblaki sem keppti á

Smáþjóðaleikunum á Kýpur en liðið hafnaði í 5. sæti, unnu Andorra og töpuðu naumlega fyrir Liechtenstein

og voru hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Laufey vann einnig Íslandsmeistaratitil í strandblaki árið

2009 með sínum félaga, Lilju Jónsdóttur. Laufey leikur enn með HK en ól nýverið barn og hefur því minnkað

þátttöku sína með liðinu í bili.

Fjölmiðlar og samskipti Samskipti við fjölmiðla í landinu voru nokkuð góð á starfsárinu. Umfjöllun um blak í fjölmiðlum var aðeins

meiri en undanfarin ár. Með tilkomu nýrrar netsjónvarpsstöðvar, www.sporttv.is, var ákveðið að vera með

prufuútsendingar frá blakleikjum fyrir áramót. Alls voru 5 blakleikir úr efstu deildunum sýndir í beinni

útsendingu á netinu og fengu liðsmenn sporttv.is góðar undirtektir. Einhverra hluta vegna hættu þeir að

sýna blakleiki og var enginn leikur sýndur eftir áramót.

Í fyrsta sinn í þrjú ár sýndi RÚV beint frá úrslitaleikjunum í Bridgestonebikarnum. Má hrósa

sjónvarpsmönnum fyrir að sýna okkar íþrótt loksins en þetta setti svip sinn á keppnina og umgjörðina í

Laugardalshöllinni. Upplýsingaflæði frá skrifstofu sambandsins var gott þar sem heimasíðan sendir

sjálfkrafa út fréttir. Morgunblaðið greindi vel frá úrslitum ef þeim var komið til blaðsins, og segja má að sá

miðill hafi staðið sig hvað best í umfjöllun um blakið. Fréttamenn frá Morgunblaðinu voru duglegir að láta

sjá sig á blakleikjum í vetur og skýrðu vel frá þeim leikjum sem þeir kíktu á. Volleyball.is er frábær viðbót við

flóru fjölmiðlanna en þar er nær eingöngu fjallað um blak og strandblak. Þá er vefurinn www.strandblak.is

einnig góður fyrir strandblaksíþróttina en þar er hægt að finna allt um mót og aðra viðburði í strandblakinu

yfir sumarið.

Page 12: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 12

Samskiptin við félögin voru góð en heimasíðan og tölvupóstur eru sterkustu tækin til þess að miðla

upplýsingum til félaganna.

Viðurkenningar Á haustdögum 2009 voru Zdravko Demirev og Karl Sigurðsson sæmdir silfurmerki BLÍ fyrir góð störf að

blakmálum. Jason Ívarsson mætti í afmælisveislu hjá HK vegna 40 ára afmælis félagsins og veitti þeim

viðurkenninguna og um leið afhenti hann blakdeild HK blóm og blakbolta að gjöf.

Erlend samskipti Jason Ívarsson sótti ársþing CEV í september 2009. Þingið var haldið í Izmir í Tyrklandi. Þá sótti hann einnig

þing SCD og NEVZA á sama stað. Þar kom m. a. fram að smáþjóðirnar fá hliðstæða stöðu innan CEV eins og

svæðissamböndin og CEV og FIVB munu auka framlög sín til starfsemi SCD og NEVZA.

Sævar Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BLÍ sótti tæknifund NEVZA í Stokkhólmi í nóvember. Á

þeim fundi skiluðu 4 hópar stöðuskýrslu vegna hópavinnu og ný heimasíða NEVZA kynnt. Einnig var farið vel

yfir þá styrki sem koma nýir frá CEV og FIVB. Svíar sögðu frá áhyggjuefni varðandi fjölda gistirýma í

Falköping, þar sem U19 verður haldin í Falköping en mæti öll lið frá öllum löndum til keppni er ekki hægt að

koma öllum fyrir í gistingu í bænum. U19 fer fram í Svíþjóð 24.-26. september. Þá verður U17 keppnin

haldin í IKAST í Danmörku um miðjan október.

Sævar fór einnig á NEVZA fund í desember í Ikast í Danmörku þar sem þjálfarar og stjórnendur

sambandanna funduðu saman um framtíð NEVZA. Á þeim fundi voru sjónarmið þjálfaranna varðandi

framkvæmd mótanna og tímasetningar ræddar.

Fjármál Rekstur BLÍ hefur á undanförnum árum verið nokkuð þungur vegna skulda sambandsins og hárra

vaxtagreiðslna sem á árinu námu einni milljón. Þrátt fyrir erfiðan efnahag hefur samt sem áður tekist að

hefja hraðari niðurgreiðslu skulda en áður var áætlað.

Velta sambandsins árið 2009 var rúmar 22 milljónir og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði rétt rúm ein

og hálf milljón. Veltan stóð í stað á milli ára og hagnaðurinn varð meiri frá fyrra ári með teknu tilliti til

fjármagnsliða og er það skref í rétta átt.

Stærstu einstöku útgjaldaliðir sambandsins eru verkefni landsliða en sambandið. Kostnaður vegna

lansliðsverkefna var 11 milljónir á síðasta ári. Styrkir frá ÍSÍ, fyrirtækjum og einstaklingum ásamst

framlögum leikmanna vegna þessara ferða námu 7.3 milljónum. Ljóst er af þessum fjárhæðum í

samanburði við heildarfjárhag sambandsins að landsliðsverkefni sambandsins eru stærstu útgjaldaliðir

sambandsins. Vegna óhagstæðs gegnis og hækkunar ferðakostnaðar er fyrirséð að þessi útgjaldaliður mun

hækka enn frekar á næsta ári.

Niðurskurði hefur verið beitt í almennri starfsemi sambandsins meðal annars í lækkuðu starfshlutfalli

framkvæmdastjóra, fækkun ferða innanlands vegna dómgæslu og almennu rekstraraðhaldi.

Page 13: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 13

Framtíðin Umsvif Blaksambandsins halda áfram að aukast eins og glöggt má sjá í ársskýrslunni. Liðum í deildar- og

bikarkeppni fjölgar svo og í yngri flokkunum. Nýafstaðið öldungamót er hið fjölmennasta hingað til. Aukinni

starfsemi fylgja eðlilega nokkrir vaxtarverkir. Fjármál íþróttahreyfingarinnar eru eilíf barátta og þar er

Blaksambandið engin undantekning. Töluverður tími stjórnarmanna fer í þau og sem betur fer hefur

nokkuð þokast í rétta átt að undanförnu. Góðar líkur eru á áframhaldandi samstarfi við styrktaraðila

deildar- og bikarkeppninnar og áætlanir um sýningar frá bikarkeppninni hafa verið lagðar fyrir Sjónvarpið.

Sem fyrr eru það félögin sem leggja grunninn að starfsemi blakhreyfingarinnar. Stjórn BLÍ væntir þess, nú

sem fyrr, að eiga góða samvinnu við félög vítt og breitt um landið með það að augnamiði að auka framgang

blaksins á Íslandi.

Að lokum þakkar stjórn BLÍ öllum sem lögðu hönd á plóg í vinnu fyrir hreyfinguna á síðasta starfsári.

Stjórn Blaksambands Íslands

Skýrsla mótanefndar BLÍ Störf mótanefndar hófust í júní 2009 þegar óskað var eftir skráningum í Íslandsmót BLÍ 2009-2010. Félögin

voru fljót að skrá sig og var hægt að byrja að raða móti um miðjan ágúst í öllum deildum. Drög að

niðurröðun leikja var síðan send til félaganna í byrjun september en liðin sem skráðu sig til keppni voru 62

talsins.

Á haustdögum var kallað eftir skráningum í bikarkeppni en stjórn BLÍ hafði ákveðið að bikarmótin yrðu

annarsvegar í Fylkishöll og hinsvegar í KA heimilinu á Akureyri. Mótið í Fylkishöll var haldið 28.-29.

nóvember 2009 og í KA heimilinu 12.-13. febrúar 2010. Fjöldi liða í bikarnum voru 17 talsins.

Þegar líða tók á haustið tókust samningar við Betra Grip ehf um að vera styrktaraðili bikarkeppninnar

og hlaut hún nafnið Bridgestonebikarinn. Einnig náðust samningar við Mikasa umboðið á Íslandi um að vera

styrktaraðili deildarkeppni efstu deildar Íslandsmótsins sem hét þá Mikasa deildin.

Þann 7. október 2009 hélt stjórn BLÍ blaðamannafund í fundarsal ÍSÍ. Þar voru kynntir styrktaraðilar

deildar- og bikarkeppninnar auk þess sem nýtt fyrirkomulag í stigagjöf deildarkeppninnar var kynnt.

Fyrsta bikarmótið var haldið í Fylkishöll eins og fyrr segir en þaðan komust fjögur lið beint í undanúrslit

keppninnar. Síðara mótið fór fram á Akureyri 12.-13. febrúar 2010 þar sem öll liðin voru sett í einadeild og

leikið um tvö efstu sætin áfram í undanúrslitin. Undanúrslit og úrslit fóru fram í Laugardalshöllinni 13.-14.

mars 2010 og voru úrslitaleikirnir sýndir í beinni útsendingu sjónvarps.

Á síðasta ársþingi BLÍ var ákveðið að breyta stigagjöfinni í deildarkeppninni. Horfið var frá því að gefa

stig fyrir unna hrinu og ákveðið að taka aftur upp gamla kerfið þar sem aðeins eru gefin 2 stig fyrir unninn

leik. Þessi breyting varð aðallega vegna vilja þjálfara liðanna í efstu deildunum. Í vetur kom upp umræða um

það að nota frekar ítalska kerfið þar sem hver leikur gefur 3 stig. Sigri lið 3-0 eða 3-1 fær sigurlið 3 stig og

Page 14: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 14

taplið 0 stig. Fari leikur hinsvegar 3-2 fær sigurlið 2 stig og taplið 1 stig. Þannig kerfi hefði hentað hér í vetur

þar sem margir leikir enduðu 3-2. Mótanefnd hvetur fulltrúa næsta ársþings að taka þessa umræðu.

Í vetur var mótavefurinn www.blak.is notaður fyrir Íslandsmótið. Vefurinn er aðgengilegur fyrir

mótsstjóra en hægt er að setja inn úrslit hvar sem er í heiminum gegnum netið. Vefurinn er í stöðugri þróun

og verður vonandi betri í framtíðinni með tengingu í félagatal ÍSÍ, FELIX. Fjármagn vantar til þess að gera

vefinn betri og er draumur mótanefndar sá að hægt verði að stýra liðsupplýsingum inn í hvern leik og vera

með beina útsendingu á netinu. Þannig væri hægt að sjá tölfræði leikmanna við hverja uppfærslu vefsins á

meðan á leik stendur og jafnvel hægt að tengja tökuvél við. Með tímanum mun þróunin verða svona og

sjáum við t.d. beinar útsendingar á netinu víða í Evrópu nú þegar, sem félögin eru sjálf að sjá um.

Alls voru 492 opinberir blakleikir í vetur; 369 deildarleikir, 70 bikarleikir og 53 leikir í úrslitakeppni eftir

deildakeppnir, það er fjölgun upp á 45 leiki miðað við árið á undan.

Haustmót BLÍ Stjórn BLÍ ákvað í byrjun september að fá HK til þess að halda haustmót BLÍ árið 2009. Mótið fór fram í nýju

og glæsilegu íþróttahúsi HK við Fagralund í Kópavogi, laugardag og sunnudag, 26. - 27. september 2009. Alls

mættu 26 lið til keppni og var spilað í tveimur deildum í kvennaflokki og einni deild í karlaflokki. KA varð

Haustmótsmeistari í karlaflokki og HK varð Haustmótsmeistari í kvennaflokki. Sjá úrslit Haustmóts BLÍ í

viðauka aftast í skýrslunni.

Mikasadeild kvenna Alls tóku sjö lið þátt í Mikasadeild kvenna á keppnistímabilinu og leikin var tvöföld umferð. Fyrsti leikurinn

var 3. október 2009 og síðustu leikir í deild voru 7. mars 2010. Þróttur N, HK, Þróttur R., Fylkir, KA, Ýmir og

Stjarnan léku sín á milli yfir veturinn í 42 leikjum. Deildarmeistarar Mikasadeildar kvenna 2010 var HK,

annað árið í röð.

Lokastaða þann 7. mars 2010

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. HK 12 33 7 964 704 4,71-1,37 22

2. Þróttur N 12 31 10 957 756 3,10-1,27 18

3. KA 12 25 23 1012 992 1,09-1,02 16

4. Fylkir 12 23 23 981 944 1,00-1,04 14

5. Ýmir 12 14 32 910 1048 0,44-0,87 6

6. Þróttur R. 12 16 31 874 1083 0,52-0,81 4

7. Stjarnan 12 16 32 930 1101 0,50-0,84 4

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

Stigahæsti leikmaður deildarinnar var Auður Anna Jónsdóttir úr KA með 174 stig en hún var stigahæst í

sókn með 133 stig. Stigahæst í hávörn var Valdís Lilja Andrésdóttir úr Þrótti R með 28 stig og Miglena

Apostolova var stigahæst úr uppgjöfum með 36 stig. Yfirlit stiga leikmanna deildarinnar má finna í viðauka

aftast í skýrslunni.

Page 15: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 15

Úrslitakeppni kvenna Leikin var úrslitakeppni í kvennaflokki að Íslandsmóti loknu. Leikið var með öðru sniði í ár vegna stækkun

deildarinnar en fjögur efstu liðin léku tvöfalda umferð að nýju um Íslandsmeistaratitilinn. Þrjú neðstu liðin í

deildinni léku einnig tvöfalda umferð um hvaða lið myndi falla úr deildinni. Spennan hélst fram á síðasta

dag í báðum keppnunum en lið HK varð Íslandsmeistari eftir að hafa unnið Þrótt Nes, 3-1 á heimavelli þann

10. apríl. Fyrri leik liðanna í Neskaupstað lauk með sigri heimastúlkna að viðstöddum fjölda áhorfenda en

mikil fagnaðarlæti var í húsinu í þeim leik loknum. Þróttur Nes vann leikinn 3-2 og hefði mátt tapa 3-2 á

útivelli þar sem liðið vann alla aðra leiki 3-0 en HK hafði tapað hrinu gegn Fylki. Í öðru sæti var Þróttur Nes

og í því þriðja var lið Fylkis sem vann KA nokkuð auðveldlega fyrir norðan en tapaði heima 2-3.

HK varð Íslandsmeistari í þriðja sinn, og annað árið í röð. Það var Stefán Jóhannesson, varaformaður BLÍ

sem afhenti fyrirliða HK Íslandsmeistaratitilinn að leik loknum í Digranesi þann 10. apríl.

Lokastaða þann 10. apríl 2010.

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. HK 6 17 5 523 393 3,40-1,33 10

2. Þróttur N 6 16 5 485 375 3,20-1,29 10

3. Fylkir 6 6 15 399 480 0,40-0,83 2

4. KA 6 3 17 308 467 0,18-0,66 2

Úrslit einstakra leikja í úrslitakeppni:

Dags. Heimalið Útilið Völlur Úrslit 17.3.2010 HK Fylkir Digranes 3-0 (25-12,27-25,25-22)

18.3.2010 Þróttur N KA Neskaupstaður 3-0 (25-13,25-10,25-10)

24.3.2010 Þróttur N HK Neskaupstaður 3-2 (25-17,18-25,26-24,23-25,15-11)

26.3.2010 Fylkir Þróttur N Neskaupstaður 0-3 (21-25,13-25,23-25)

27.3.2010 HK KA Digranes 3-0 (25-8,25-6,27-25)

27.3.2010 Þróttur N Fylkir Neskaupstaður 3-0 (25-22,25-15,25-17)

30.3.2010 Fylkir HK Fylkishöll 1-3 (21-25,25-20,10-25,8-25)

30.3.2010 KA Þróttur N KA-heimili 0-3 (14-25,13-25,5-25)

6.4.2010 KA Fylkir KA-heimili 0-3 (12-25,21-25,22-25)

8.4.2010 KA HK KA-heimili 0-3 (18-25,16-25,12-25)

10.4.2010 HK Þróttur N Digranes 3-1 (25-13,22-25,25-21,25-19)

10.4.2010 Fylkir KA Fylkishöll 2-3 (11-25,25-23,17-25,25-15,12-15)

Íslandsmeistarar HK:

Kristín Salín Þórhallsdóttir, fyrirliði, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Karen Björg Gunnarsdóttir, Fríða

Sigurðarsdóttir, Velina Apostolova, Steinunn Helga Björgólfsdóttir, Hugrún Óskarsdóttir, Þórey

Haraldsdóttir, Birta Björnsdóttir, María Gunnarsdóttir, Stefanía Rut Reynisdóttir, Theódóra Th.

Þórarinsdóttir, Pálmey Kamilla Pálmadóttir, Berglind Gígja Jónsdóttir og Zdravko Demirev, þjálfari.

Page 16: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 16

Úrslitakeppni kvenna (neðri úrslit) Leikir í neðri úrslitum efstu deildar voru í lok mars. Fyrsti leikurinn var þann 16. mars 2010 þegar Þróttur

Reykjavík tók á móti Ými í KHÍ. Síðasti leikurinn var 29. mars 2010 þegar Stjarnan tók á móti Ými í Ásgarði.

Fyrir þann leik var allt í járnum og ef Ýmir hefði unnið hefðu öll liðin verið jöfn með fjögur stig. Það gerðist

þó ekki og í 5. sæti Íslandsmótsins endaði Stjarnan með 6 stig. Þróttur Reykjavík var í 6. sætinu með 4 stig

og Ýmir í 7. sæti með 2 stig.

Lokastaðan 29. mars 2010.

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

5. Stjarnan 4 11 7 405 389 1,57-1,04 6

6. Þróttur R 4 7 9 324 356 0,78-0,91 4

7. Ýmir 4 7 9 367 351 0,78-1,05 2

Úrslit einstakra leikja

Dags. Heimalið Útilið Völlur Úrslit 16.3.2010 Þróttur R Ýmir KHÍ 3-1 (25-21,26-24,20-25, 25-16)

18.3.2010 Ýmir Stjarnan Fagrilundur 1-3 (25-23,20-25,24-26, 26-28)

23.3.2010 Ýmir Þróttur R Digranes 3-0 (25-15,25-11,25-19)

24.3.2010 Stjarnan Þróttur R Ásgarður 3-1 (25-20,25-20,21-25,25-19)

27.3.2010 Þróttur R Stjarnan KHÍ 3-2 (24-26,10-25,25-15,25-22,15-11)

29.3.2010 Stjarnan Ýmir Ásgarður 3-2 (26-24,18-25,25-23,24-26,15-13)

Mikasadeild karla Fjögur lið voru í Mikasadeild karla á keppnistímabilinu og leikin var fjórföld umferð. Fyrsti leikurinn var 6.

október 2009 þegar Þróttur Reykjavík tók á móti HK í íþróttahúsi KHÍ. Síðustu leikirnir voru þann 6. mars

2010. Auk Þróttar R og HK voru KA og Stjarnan í deildinni og léku liðin alls 24 leiki yfir veturinn.

Deildarmeistarar 2010 í karlaflokki var lið KA.

Lokastaða þann 5. mars 2010

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. KA 12 31 19 1131 1043 1,63-1,08 18

2. HK 12 29 19 1081 1018 1,53-1,06 16

3. Stjarnan 12 28 26 1179 1167 1,08-1,01 12

4. Þróttur R 12 10 34 886 1049 0,29-0,84 2

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

Stigahæsti leikmaður deildarinnar var Piotr Kempisty, KA með 280 stig en hann skoraði flest stig úr sókn eða

231 stig. Emil Gunnarsson, Stjörnunni skoraði flest stig úr uppgjöf, 27 talsins. Stigahæstur í hávörn var

Alexander Stefánsson, HK með 30 stig. Yfirlit stiga leikmanna deildarinnar má finna í viðauka aftast í

skýrslunni.

Page 17: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 17

Úrslitakeppni karla Leikin var úrslitakeppni í karlaflokki að Íslandsmóti loknu. Í undanúrslitum léku KA og Þróttur R annars vegar

og HK og Stjarnan hins vegar. KA sigraði Þrótt R nokkuð auðveldlega í tveimur leikjum 2-0. HK og Stjarnan

háðu harða tveggja leikja rimmu. HK sigraði 3-2 á sínum heimavelli 17. mars og vann liðið svo útileikinn,

einnig 3-2 í Ásgarði þann 20. mars. HK vann því rimmuna við Stjörnuna 2-0 og er það í fyrsta sinn í 8 ár sem

Stjarnan kemst ekki í úrslit Íslandsmótsins. Allir leikir liðanna í vetur fóru í oddahrinu þar sem heimaliðið

hafði betur, nema í síðasta leiknum er HK vann á útivelli.

Í úrslitum til Íslandsmeistaratitils mættust KA og HK. Ljóst var að viðureignin gæti orðið æsispennandi

þar sem um tvö sterkustu liðin var að ræða. Fyrri leikur liðanna endaði 3-0, KA í vil en hann fór fram 25.

mars í KA heimilinu. Annar leikur liðanna fór fram á heimavelli HK, í Digranesi laugardaginn 27. mars.

Fjölmargir áhorfendur mættu á leikinn og sáu lið KA vinna HK annað sinnið 0-3 og hampa

Íslandsmeistaratitlinum, þeim fyrsta í 18 ár. Hilmar Sigurjónsson fyrirliði KA tók við bikarnum úr höndum

Jasonar Ívarssonar formanns BLÍ að leik loknum.

Úrslit einstakra leikja í úrslitakeppni:

Dags. Heimalið Útilið Völlur Úrslit 17.3.2009 KA Þróttur R KA-heimili 3-0 (25-21,25-21,25-20)

17.3.2009 HK Stjarnan Digranes 3-2 (25-23,16-25,25-9,23-25,19-17)

19.3.2009 Þróttur R KA KHÍ 1-3 (25-21,22-25,23-25,16-25)

20.3.2009 Stjarnan HK Ásgarður 2-3 (20-25,13-25,25-22,25-12,13-15)

25.3.2009 KA HK KA-heimili 3-0 (28-26,25-21,25-20)

2.4.2009 HK KA Digranes 0-3 (7-25,11-25,14-25)

Íslandsmeistarar KA:

Hilmar Sigurjónsson fyrirliði, Árni Björnsson, Valur Traustason, Kristinn Haraldsson, Jóhann Eiríksson,

Kristján Valur Gunnarsson, Fannar Árnason, Davíð Búi Halldórsson, Filip Sczewzyk, Piotr Kempisty, Daníel

Sveinsson, Arnar Páll Sigurðsson og Marek Bernat, þjálfari og Gunnar Garðarsson, aðst.þjálfari.

2. deild karla Alls tóku 15 lið þátt í 2. deild karla. Deildinni var skipt upp í landshlutariðla en leikið var í riðlum fyrir austan,

norðan og sunnan.

Sjö lið spiluðu í 2. deild karla suður. Fyrirkomulagið var eins og áður hefur verið, tvöföld umferð og leikið

heima og heiman. Lið Hrunamanna vann Suður-riðilinn eftir harða baráttu við Fylki.

Page 18: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 18

2.d.kk. Suður

Lokastaðan 22. mars 2010

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. Hrunamenn 12 34 8 1007 817 4,25-1,23 22

2. Fylkir 12 32 12 1029 806 2,67-1,28 20

3. Hamar 12 26 24 1080 1050 1,08-1,03 12

4. UMFG 12 23 23 1001 1007 1,00-0,99 12

5. Stjarnan 2 12 18 28 892 1045 0,64-0,85 8

6. Þróttur R 2 12 14 28 881 999 0,50-0,88 8

7. Afturelding 12 9 33 818 984 0,27-0,83 2

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

Dómsmál urðu tvö í þessari deild. Fylkir kærði Stjörnuna 2 til Íþróttadómstóls ÍSÍ fyrir að leika með ólöglega

skipað lið vegna leikmanns sem spilaði bæði í 1. og 2. deild. Stjarnan hafði unnið leikinn 3-1 en eftir að

dómur féll var úrslitum leiksins breytt í 0-3 (0-75). UMFG kærði Stjörnuna 2 einnig eftir 3-2 sigurleik í

Grundafirði. Íþróttadómstóll ÍSÍ vísaði því máli frá.

Fimm lið tóku þátt í austur-riðli þetta leiktímabil. Leikin var tvöföld umferð, heima og heiman. Þróttur Nes

vann riðilinn nokkuð örugglega og komst í úrslitakeppnina. Huginn var í öðru sæti riðilsins og Sindri í því

þriðja en þeir komu inn í deildina í ár eftir nokkra fjarveru.

2.d.kk. Austur

Lokastaðan 18. mars 2010

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. Þróttur N 8 24 2 641 392 12,00-1,64 16

2. Huginn 8 17 11 631 555 1,55-1,14 10

3. Sindri 8 14 14 588 592 1,00-0,99 8

4. Höttur 8 12 16 584 610 0,75-0,96 6

5. Leiknir 8 0 24 306 601 0,00-0,51 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

Þrjú lið tóku þátt í endurvakningu riðils fyrir norðan. Ákveðið var að reyna að byggja upp 2. deild fyrir

norðan og voru viðræður í gangi við tvö lið í viðbót við þessi en ekki gekk að ganga frá því. Leikið var upp á

tvær unnar hrinur í þessu móti í fjórfaldri umferð og vann lið KA b riðilinn nokkuð örugglega og tryggði sér

sæti í úrslitakeppninni.

2.d.kk. NorðurLokastaðan 10. mars 2010

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. KA b 8 14 4 409 303 3,50-1,35 14

2. KA c 8 10 6 362 328 1,67-1,10 10

3. UMF Laugar 8 2 16 273 413 0,13-0,66 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

Page 19: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 19

Úrslitakeppni 2. deildar karla Keppnin var haldin samhliða úrslitakeppni 2. deildar kvenna og 3. deildar kvenna. Undanúrslitaleikirnir fóru

fram í Fagralundi í Kópavogi í umsjón HK föstudaginn 9. apríl en úrslitaleikur var í Digranesi laugardaginn

10. apríl. Leikur um þriðja sætið fór fram í Fagralundi þann 10. apríl. Dregið var í undanúrslitin þar sem

suðurliðin gátu ekki leikið saman og fór drátturinn þannig að Suður 1 fékk Norður og Suður 2 fékk Austur.

Undanúrslit 1: Hrunamenn-KA b 0-3 (23-25,22-25,22-25)

Undanúrslit 2: Fylkir – Þróttur N 0-3 (15-25,7-25,20-25)

Leikur um 3. sætið: Hrunamenn-Fylkir 3-0 (25-12,25-23,25-19)

Úrslitaleikur: KA b-Þróttur N 1-3 (14-25,25-22,21-25,21-25)

Þróttur N varð því deildarmeistari 2. deildar karla árið 2010, KA b í 2. sæti og Hrunamenn í því þriðja.

2. deild kvenna Alls tóku 16 lið þátt í 2. deild kvenna. Fyrstu leikir í 2. deildinni voru í kringum miðjan október 2009 en

spilað var í þremur riðlum eftir landshlutum.

Sjö lið spiluðu í 2. deild suður á tímabilinu og var leikin tvöföld umferð, heima og heiman. Þróttur Rc og

Stjarnan A enduðu í tveimur efstu sætunum og tryggðu sér þátttökurétt í úrslitakeppninni. Bresi endaði

neðst í deildinni og féll í 3. deild kvenna. Leikið var í fyrsta sinn í einni sjö liða deild um langt árabil.

Markmiðið er að reyna að hafa flæði meira á milli deilda í framtíðinni og hentar sjö liða

deildafyrirkomulagið vel þar sem fjöldi og dreifing leikja er þægilegt.

2.d.kvk Suður

Lokastaðan þann 21. mars 2010.

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. Þróttur Rc 12 36 8 1050 784 4,50-1,34 24

2. Stjarnan A 12 32 12 988 844 2,67-1,17 20

3. Afturelding 12 23 19 915 892 1,21-1,03 14

4. ÍK 12 22 23 1007 1076 0,85-0,94 12

5. Fylkir b 12 15 32 984 1096 0,47-0,90 6

6. HK b 12 19 32 1019 1112 0,59-0,92 4

7. Bresi 12 16 34 988 1147 0,47-0,86 4

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

2. deild kvenna Austur

Keppni í Austur riðli var mjög jöfn og spennandi en Sindri vann riðilinn á besta hrinuhlutfalli af þremur

liðum. Sindri komst þar af leiðandi í úrslitakeppni 2. deildar en b lið Þróttar Nes var í öðru sæti og Höttur í

því þriðja með jafnt hrinuhlutfall og Þróttur Nes b en lakara stigahlutfall.

Page 20: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 20

Lokastaða þann 6. mars 2010.

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. Sindri 10 25 8 776 621 3,13-1,25 16

2. Þróttur Nb 10 26 10 812 650 2,60-1,25 16

3. Höttur 10 26 10 806 678 2,60-1,19 16

4. Huginn 10 16 19 769 769 0,84-1,00 8

5. Valur 10 7 26 585 799 0,27-0,73 4

6. Leiknir 10 3 30 584 815 0,10-0,72 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

2. deild kvenna Norður

Á norðurlandi kepptu aðeins 3 lið í riðlakeppninni. Súlur frá Siglufirði unnu riðilinn á betra hrinuhlutfalli

gagnvart Skautum og b lið KA tapaði öllum sínum leikjum. Í þessum riðli var aðeins leikið upp á tvær unnar

hrinur.

Lokastaða þann 17. mars 2010.

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. Súlur 8 14 5 425 366 2,80-1,16 12

2. Skautar A 8 13 7 434 387 1,86-1,12 12

3. KA b 8 1 16 298 404 0,06-0,74 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

Úrslitakeppni í 2. deild kvenna Keppnin var haldin samhliða úrslitakeppni 2. deildar karla og 3. deildar kvenna. Undanúrslitaleikirnir fóru

fram í Fagralundi í Kópavogi í umsjón HK föstudaginn 9. apríl en úrslitaleikur var í Digranesi laugardaginn

10. apríl. Leikur um þriðja sætið fór fram í Fagralundi þann 10. apríl. Dregið var í undanúrslitin þar sem

suðurliðin gátu ekki leikið saman og fór drátturinn þannig að Suður 1 fékk Norður og Suður 2 fékk Austur.

Undanúrslit 1: Þróttur Rc-Súlur 3-0 (25-15,25-12,25-13)

Undanúrslit 2: Stjarnan A- Sindri 3-1 (17-25,25-17,25-15,25-22)

Leikur um 3. Sætið: Súlur-Sindri 1-3 (22-25,20-25,25-21,20-25)

Úrslitaleikur: Þróttur R c-Stjarnan A 1-3 (21-25,25-11,24-26,23-25)

Stjarnan A varð því deildarmeistari 2. deildar kvenna árið 2010, Þróttur Rc í 2. sæti og Sindri í því þriðja.

Page 21: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 21

3. deild kvenna Keppni í 3. deildinni hófst í Mosfellsbæ helgina 30.-31. október 2009. Skráning var nokkuð góð í 3. deildina

en spilað var í þremur riðlum; Tveir riðlar á suðurlandi og einn fyrir austan. Samtals voru 20 lið skráð í

deildina. Alls voru 13 lið í suður og sjö lið voru fyrir austan. Í suðurriðlum var leikið í Mosfellsbæ og á

Hvolsvelli, tvöföld umferð.

Lokastaða 27. febrúar 2010 Suðurriðill A.

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. Álftanes 10 20 0 500 328 MAX-1,52 20

2. Stjarnan B 10 14 7 449 399 2,00-1,13 14

3. Hamar 10 14 8 484 421 1,75-1,15 14

4. Skellur 10 9 13 454 449 0,69-1,01 8

5. Dímon 10 5 19 390 528 0,26-0,74 2

6. Fylkir C 10 4 19 375 527 0,21-0,71 2

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

Lokastaða 27. febrúar 2010 Suðurriðill B.

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. UMFG 12 21 5 605 431 4,20-1,40 20

2. HK C 12 19 8 618 461 2,38-1,34 18

3. Reynir A 12 18 9 596 515 2,00-1,16 16

4. Lansinn 12 13 13 532 495 1,00-1,07 12

5. Afturelding B 12 12 18 574 577 0,67-0,99 10

6. Snæfell 12 9 18 519 579 0,50-0,90 8

7. Stjarnan C 12 3 24 254 640 0,13-0,40 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

Þátttaka í 3. deild fyrir austan jókst um tvö lið. Sjö lið tóku þátt í keppninni en leikið var í þremur mótum.

Fyrsta mótið var haldið á Seyðisfirði sunnudaginn 29. nóvember. Annað mótið var haldið á Höfn í Hornafirði

16. janúar og þriðja og síðasta mótið var haldið á Fáskrúðsfirði.

Mjög óvenjuleg staða kom upp í tveimur af þessum þremur mótum. Lið Sindra b mætti ekki til leiks í

fyrsta mótið og tapaði því öllum sínum leikjum. Í annað mótið á Höfn mætti lið Hugins með ólöglega skipað

lið, þar sem sumir leikmenn voru meðal 7 leikjahæstu leikmanna 2. deildar liðs sama félags. Tilkynnti

þjálfari Hugins þetta í upphafi móts og tapaði liðið leikjum á þessu þar sem mótherjinn gerði athugasemd á

skýrslu.

Page 22: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 22

Lokastaða 27. febrúar 2010 Austurriðill.

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. Þróttur N C 18 34 6 931 595 5,67-1,56 32

2. Valur b 18 33 8 937 635 4,13-1,48 32

3. Höttur b 18 22 19 828 791 1,16-1,05 20

4. Huginn b 18 22 19 756 759 1,16-1,00 20

5. Þróttur N d 18 15 27 761 819 0,56-0,93 12

6. Sindri b 18 11 30 520 868 0,37-0,60 8

7. Leiknir b 18 6 34 619 885 0,18-0,70 2

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

Úrslitakeppni í 3. deild kvenna

Keppnin fór fram í Fagralundi í Kópavogi, samhliða úrslitakeppni 2. deildar karla og kvenna. Leikið var á

þremur völlum en alls tóku 15 lið þátt í mótinu í þremur riðlum. Sex lið kepptu um deildarmeistaratitil 3.

deildar kvenna og var hinum liðum skipt upp í tvo riðla eftir árangri riðlakeppninnar.

Keppnin var æsispennandi eins og sést á töflunni fyrir neðan og endaði það svo að HK C tryggði sér

deildarmeistaratitilinn árið 2010. Álftanes varð í öðru sæti og Stjarnan B í því þriðja.

Lokastaða 10. apríl 2010, sæti 1-6

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. HK C 5 8 2 239 169 4,00-1,41 8

2. Álftanes 5 9 3 266 206 3,00-1,29 8

3. Stjarnan B 5 8 4 255 216 2,00-1,18 8

4. UMFG 5 6 6 237 228 1,00-1,04 6

5. Þróttur Nc 5 2 8 155 228 0,25-0,68 2

6 Valur b 5 0 10 145 250 0,00-0,58 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

Lokastaða 10. apríl 2010, sæti 7-10.

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

7. Hamar 3 4 2 151 125 2,00-1,21 4

8. Reynir A 3 5 3 163 169 1,67-0,96 4

9. Skellur 3 4 3 156 150 1,33-1,04 4

10. Lansinn 3 1 6 124 150 0,17 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

Page 23: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 23

Lokastaða 10. apríl 2010, sæti 11-15

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

11. Afturelding B 4 7 2 208 171 3,50-1,22 6

12. Dímon 4 7 3 202 190 2,33-1,06 6

13. Stjarnan C 4 5 5 207 205 1,00-1,01 4

14. Snæfell 4 4 6 196 217 0,67-0,90 4

15. Fylkir C 4 1 8 179 209 0,13-0,86 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

Mótshaldið í 3. deildinni gekk nokkuð vel fyrir sig. Fleiri félög sækja um að fá að halda 3. deildarmótin en

áður því að þar eru tekjumöguleikar fyrir hendi. Félag sem á t.a.m. marga héraðsdómara á skrá hjá BLÍ getur

notað mót til fjáröflunar og séð þannig um dómgæsluna. Mótanefnd fjallar um allar umsóknir sem berast

og tilnefnda mótsstaði en stjórn BLÍ tekur endanlega ákvörðun um mótsstað. Hafa ber í huga að aðeins

þátttökulið í 3. deildinni mega sækja um.

Bridgestonebikarinn 2010 Á blaðamannafundi þann 7. október 2010 var Bridgestonebikarinn kynntur til sögunnar. Góðir samningar

náðust við Betra Grip ehf sem styrktaraðila keppninnar. Kjörís studdi bikarkeppnina einnig myndarlega í

tengslum við útsendingu Sjónvarpsins. En eftir nokkurt hlé tókst að fá Sjónvarp allra landsmanna til þess að

sýna beint frá úrlsitaleikjum kvenna og karla.

Eins og áður voru tvær undankeppnir haldnar. Fyrri undankeppnin var haldin í Fylkishöll en þar tóku 17

lið þátt. Mótið fór fram dagana 28. og 29. nóvember 2009 og voru fjórir riðlar í gangi á fjórum völlum. Síðari

undankeppnin fór fram á Akureyri dagana 12. og 13. febrúar 2010.

Dómgæsla hefur ætíð verið umræðuefni í kringum þessi mót og tók stjórn BLÍ þá ákvörðun um að

mótshaldarar myndu sjá um dómgæsluna, þó með þeim fyrirvara að dómarar væru hæfir til verksins, hefðu

dómararéttindi og reynslu í dómgæslu. Mótshaldarar fá greiðslu fyrir hvern leik sem dæmdur er í mótinu og

verða þessir hlutir að vera í lagi.

Blaksambandinu bárust nokkrar kvartanir eftir undankeppni 2 á Akureyri þar sem liðin voru að kvarta

undan dómgæslu í mótinu. Var talað um að sumir dómararnir hefðu ekki haft neina reynslu til að dæma í

þessari virðulegu keppni Blaksambandsins. Er nokkuð ljóst að vinnureglum þarf að breyta í kringum þessi

mál og því beint til BLÍ að héðan í frá sjái dómaranefnd um að skipa dómara á leiki og sjái um kostnað vegna

þessa.

BLÍ sá um framkvæmd úrslitahelgarinnar sem var í Laugardalshöll dagana 13. og 14. mars. Í

undankeppninni þurfti aðeins að vinna tvær hrinur til að vinna leik en í undanúrslitum og úrslitum þurfti að

vinna 3 hrinur.

Page 24: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 24

Úrslit úr riðlunum voru sem hér segir:

Lokastaða 29. nóvember 2009, Karlar riðill A

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1.* Þróttur R 3 6 0 150 83 MAX-1,81 6

2. Hrunamenn 3 4 3 138 129 1,33-1,07 4

3. Hamar 3 2 4 107 143 0,50-0,75 2

4. UMFG 3 1 6 120 160 0,17-0,75 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

*Þróttur R fór í undanúrslitaleik 1

Lokastaða 29. nóvember 2009, Karlar riðill B

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1.* Stjarnan 3 6 1 166 133 6,00-1,25 6

2. HK 3 3 4 151 148 0,75-1,02 2

3. Þróttur N 3 3 4 146 152 0,75-0,96 2

4. KA 3 2 5 130 160 0,40-0,81 2

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

*Stjarnan fór í undanúrslitaleik 2

Lokastaða 29. nóvember 2009, Konur riðill A

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1.* KA 3 6 1 159 102 6,00-1,56 6

2. HK 3 5 2 161 114 2,50-1,41 4

3. Skautar 3 2 5 111 159 0,40-0,70 2

4. Þróttur R 3 1 6 109 165 0,17-0,66 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

*KA fór í undanúrslitaleik 1

Page 25: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 25

Lokastaða 29. nóvember 2009, Konur riðill B

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1.* Þróttur N 4 8 1 213 153 8,00-1,39 8

2. Fylkir 4 7 2 203 162 3,50-1,25 6

3. Stjarnan 4 4 4 168 179 1,00-0,94 4

4. Álftanes 4 2 6 158 200 0,33-0,79 2

5. Ýmir 4 0 8 152 200 0,00-0,76 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

*Þróttur N fór í undanúrslitaleik 2

Lokastaða 13. febrúar 2010, Karlar undankeppni 2

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1.* KA 5 10 0 250 142 MAX-1,76 10

2.* HK 5 8 2 231 198 4,00-1,17 8

3. Þróttur N 5 6 7 243 261 0,86-0,93 6

4. Hrunamenn 5 4 9 250 279 0,44-0,90 2

5. Hamar 5 4 9 234 270 0,44-0,87 2

6. UMFG 5 4 9 220 278 0,44-0,79 2

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

*Liðin fóru í pott sem var dregið úr hvaða undanúrslitaleik þau myndu spila.

Lokastaða 13. febrúar 2010, Konur undankeppni 2

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1.* HK 6 12 0 300 175 MAX-1,71 12

2.* Fylkir 6 10 4 322 250 2,50-1,29 10

3. Stjarnan 6 7 7 306 298 1,00-1,03 6

4. Þróttur R 6 7 8 283 321 0,88-0,88 6

5. Ýmir 6 6 7 252 264 0,86-0,95 6

6. Álftanes 6 4 11 273 330 0,36-0,83 2

7. Skautar 6 3 12 246 344 0,25-0,72 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

*Liðin fóru í pott sem var dregið úr hvaða undanúrslitaleik þau myndu spila.

Úrslitahelgin í Bridgestone bikarnum fór fram dagana 13. og 14. mars í Laugardalshöllinni. Blakdúkur

Blaksambandsins var lagður á höllina að morgni föstudags. Við verkefnið þarf nokkuð marga sjálfboðaliða

Page 26: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 26

og var föstudagurinn notaður til þess að undirbúa höllina vel fyrir stóru helgina. Ásamt framkvæmdastjóra

BLÍ voru eftirtaldir sjálfboðaliðar við verkefnið og ber að þakka þeim sérstaklega: Hallmundur Hallgrímsson,

Valdimar Gunnarsson, Ívar Kr. Jasonarson, Jason Ívarsson, Guðmundur P. Guðmundsson, Ólafur J. Júlíusson,

Reynir Árnason, Sigurlaugur Ingólfsson, Valdimar Hafsteinsson, Stefán Þór Borgþórsson, Jón Björn Ólafsson,

Einar Sigurðsson og Valgeir Valgeirsson.

Uppsetning á stórviðburði sem þessum krefst tíma og skipulagningar og gekk allt upp að lokum.

Blakdeild Þróttar Reykjavík sá um veitingasölu, umsjón leikja og ritun á leikskýrslum. Kynning á leikjum

helgarinnar var í höndum Þór Bærings Ólafssonar sem stóð sig gríðarlega vel. Gylfi Karlsson sá um að tónlist

var í upphitun, í leikhléum, á milli hrina og setti það sinn svip á keppnina. Ber að þakka þessum

herramönnum fyrir vel unnin störf fyrir BLÍ í sjálfboðavinnu.

Töluverður fjöldi áhorfenda lagði leið sína í höllina þessa helgi. Á úrslitaleikjunum voru um 300-400

áhorfendur en báðir úrslitaleikirnir voru sýndir í beinni útsendingu RÚV.

Markaðsmenn voru fengnir til að safna auglýsingaskiltum og merkjum í mótaskrá sem var gefin út fyrir

helgina. Vel gekk að safna auglýsingum að þessu sinni og hjálpaði það mikið til við rekstur mótsins í heild

sinni.

Undanúrslit kvenna

13.3.2010 kl.12.00 KA-Fylkir 3-0 (25-12, 25-12, 25-22)

13.3.2010 kl.14.00 Þróttur N-HK 0-3 (13-25, 23-25, 18-25)

Undanúrslit karla

13.3.2010 kl. 16.00 Þróttur R-KA 0-3 (21-25, 17-25, 20-25)

13.3.2010 kl. 18.00 Stjarnan-HK 3-2 (25-18, 25-16, 20-25, 17-25, 16-14)

Úrslit í Bridgestonesbikar kvenna 2010.

14.3.2010 kl. 14.00 KA-HK 1-3 (19-25, 25-19, 13-25, 16-25)

Bikarmeistarar HK

Kristín Salín Þórhallsdóttir, fyrirliði, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Karen Björg Gunnarsdóttir, Fríða

Sigurðarsdóttir, Velina Apostolova, Steinunn Helga Björgólfsdóttir, Hugrún Óskarsdóttir, Þórey

Haraldsdóttir, Birta Björnsdóttir, María Gunnarsdóttir, Stefanía Rut Reynisdóttir, Theódóra Th.

Þórarinsdóttir, Pálmey Kamilla Pálmadóttir, Berglind Gígja Jónsdóttir og Zdravko Demirev, þjálfari.

Úrslit í Bridgestonebikar karla 2010.

14.3.2010 kl. 15.30 KA-Stjarnan 3-2 (19-25, 25-8, 21-25, 25-11, 15-3)

Bikarmeistarar KA

Hilmar Sigurjónsson fyrirliði, Árni Björnsson, Valur Traustason, Kristinn Haraldsson, Jóhann Eiríksson,

Kristján Valur Gunnarsson, Fannar Árnason, Davíð Búi Halldórsson, Filip Sczewzyk, Piotr Kempisty, Daníel

Sveinsson, Arnar Páll Sigurðsson og Marek Bernat, þjálfari og Gunnar Garðarsson, aðst.þjálfari.

Page 27: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 27

Lokaorð Mótshald í vetur var með besta móti í nokkur ár. Stækkun efstu deildar kvenna og breyting á

leikjaniðurröðun í efstu deild karla gekk upp að því leyti að meiri dreifing var á leikjunum en oft áður. Það

virtist koma sumum liðum í karlaflokki á óvart að þurfa að fara tvær ferðir norður yfir heiðar til að spila einn

deildarleik í hvorri ferð. Ef horft er aðeins út fyrir kassann kemur það í ljós að það er lítið miðað við hvað

liðin úti á landi þurfa að leggja á sig til að spila blak í deildakeppninni.

Með tilkomu nýrrar reglugerðar um deildafyrirkomulag er kveðið á um 7 lið í hverri deild eða riðli. En

mótanefnd hefur víðtækar heimildir til þess að laga fjölda liða í deildum eða riðlum að því sem hentar best í

hvert skipti. Ætlunin með þessu er að skapa flæði á milli deilda í náinni framtíð og þarf því að halda fast í

þær venjur sem eru að skapast núna. Það sem skortir hinsvegar eru fleiri félög með yngri liðum sem gætu

byrjað sinn feril í neðri deildum og unnið sig upp. Meistaraflokksliðin eru þau lið sem keppa í deildakeppni

BLÍ.

Stjórn BLÍ tók þá ákvörðun síðastliðið sumar að B lið HK mætti fara upp í fyrstu deild kvenna með þeim

formerkjum að spila undir merki annars félags. Slíkt telur til afbrigða því tvö lið frá sama félagi mega ekki

leika í sömu deild skv. lögum BLÍ. Nú er svo komið að kvennadeildirnar eru orðnar þrjár talsins og því

mikilvægt að þessi regla haldist einnig í 2. deildinni því þar er ævinlega mikil samkeppni um sæti. Sú

spurning hefur vaknað hjá mótanefnd að nú sé lag að fara að stofna 4. deild kvenna þar sem liðum í 3.

deildinni sé að fjölga.

Úrslitakeppnirnar í öllum mótum tókust vel og fengum við að sjá gott blak í flestum tilfellum. Þó komu

upp óánægjuraddir hjá félögunum um úrslitakeppni efstu liða í kvennaflokki og virtist sem fólk hafi vaknað

af værum blundi þegar það sá hvernig var spilað. Tillaga um breytt fyrirkomulag í deildakeppni frá síðasta

þingi hafði kynnt fyrirkomulagið til sögunnar, fyrir rúmu ári síðan og fyrirkomulagið kynnt fjölmiðlum á

sérstökum blaðamannafundi. Leikmenn og þjálfarar voru sérstaklega hissa á þessu fyrirkomulagi og kölluðu

á að þessu yrði breytt aftur til fyrra horfs.

Það er tillaga sem liggur fyrir þessu 38. ársþingi BLÍ um breytingar á þessu og að úrslitakeppnir verði

eins, bæði í karlaflokki og í kvennaflokki. Þó er lagt til að keppnin verði stækkuð þannig að vinna þarf þrjá

leiki í úrslitunum sjálfum til þess að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Til þess að þessi tillaga fer í gegn þarf

að fá umræðu og fá upp á yfirborðið skoðanir fólks. Markmiðið með tillögunni er að efla blakíþróttina, hefja

hana til vegs og virðingar hjá fólkinu í landinu og fjölmiðlum sérstaklega.

Formaður mótanefndar er framkvæmdastjóri BLÍ. Í nefndinni starfa Ólafur Hr. Sigurðsson, bæjarstjóri

Seyðisfjarðarkaupstaðar og Davíð Búi Halldórsson skrifstofumaður hjá PWC. Jason Ívarsson formaður BLÍ

starfar einnig í nefndinni til halds og trausts. Gott og mikið starf hefur mótanefnd unnið og nú á

vormánuðum hóf hún strax störf fyrir næsta keppnistímabil með því að gefa út drög að dagatali með helstu

dagsetningum og kalla eftir staðfestingum liða í deildakeppnina. Mótanefnd hefur það hlutverk að sjá til

þess að mót dafni vel og að það sé stöðugleiki í mótshaldi á milli ára.

Að lokum vil ég þakka nefndarmönnum og öðrum sjálfboðaliðum, félögunum og stjórn BLÍ fyrir vel

unnin störf á starfsárinu og hlakka til áframhaldsins á næsta keppnistímabili.

Sævar Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri og formaður mótanefndar BLÍ

Page 28: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 28

Skýrsla yngriflokkanefndar BLÍ Í ágúst 2009 var farið var fram á það við undirritaðan að taka að sér formennsku yngriflokkanefndar BLÍ fyrir

starfsárið 2009-2010 en ég hef verið starfandi í þeirri nefnd frá stofnun hennar.

Í nefndinni starfsárið 2009-2010 störfuðu:

Gunna Stína Einarsdóttir, Aftureldingu,formaður

Viðar Gylfason Vík-Reynir

Emil Gunnarsson, Stjörnunni

Ásta Sigrún Gylfadóttir, HK

Valtýr Helgason, KA

Miglena Apostolova, Þrótti Nes

Búið var að senda út bréf á félögin sem voru með starfssemi yngriflokka í landinu, þar sem beðið var um

umsóknir til að halda Íslandsmót BLÍ ásamt Bikarkeppni í 2. og 3.flokki.

Þær umsóknir sem bárust nefndinni varðandi mót á keppnistímabilinu 2009-2010 voru:

HK og Þróttur Nes sóttu um að halda mót fyrir 4.-5. flokka helgina 7.-8. nóvember

HK og Þróttur Nes sóttu um að halda mót fyrir 2.-3. flokk helgina 14.-15. nóvember

HK hefur sótt um að halda bikarmót 29.-30. janúar 2010.

HK hefur sótt um að halda Yngriflokkamót allra flokka helgina 16.-18. apríl 2010.

Nefndin ákvað á netfundi sínum í ágúst að mótin skyldu fara í Neskaupstað og í Kópavogi þar sem ekki fleiri

sóttu um mótin.

Fyrri hluti Íslandsmóts í 4. og 5.fl. skyldi haldið í Neskaupstað helgina 7.-8. nóv. 2009 og helgina eftir skyldi

mótið fyrir 2. og 3.flokk haldið einnig í Neskaupstað.

Seinni hluti mótanna skyldi haldin í Kópavogi helgina 16.-18. apríl 2010.

Bikarmót fyrir 2.-3.fl. skyldi haldið í Kópavogi í 29.-30. janúar 2010.

Í byrjun september var þetta kunngjört öllum félögum á landinu og sett á vef Blaksambands Íslands. Það

komu athugasemdir um að það væri langt að fara austur á mót tvær helgar í röð með flokkana þar sem

margir væru að spila bæði í 4.fl. og 3.fl. Nefndin tók þessa umræðu um að sameina mótin aftur en komst að

þeirri niðurstöðu að ekki væri grundvöllur fyrir því vegna fjölda í 4. og 5. flokki og því var ákveðið að halda

fyrrgreindum dagsetningum. Á mótið fyrir 4. og 5. flokk í Neskaupstað komu engin lið frá Snæfellsnesi þar

sem bæði svínaflensan gekk og einnig vegna þess að það þótti of dýrt ferðalag að fara með krakkana austur

og foreldrar voru ekki tilbúnir í það ferðalag. Þau börn sem urðu Íslandsmeistarar í 5. flokki árið 2008 gátu

því ekki varið titil sinn en það voru börn frá Ungmennafélagi Grundarfjarðar.

Page 29: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 29

Fyrir mótin fyrir austan voru settar reglur hvað varðar krakkablakstig og deildir og héldu þær reglur sér út

mótið og eru nú orðnar fastmótaðar hvað varðar A,B,C og D lið í 4. og 5.flokki.

Fyrra mót Seinna mót

5. fl. A liða 5. stig 5. stig

5. fl. B liða 4. stig 5. stig

5. fl. C liða 3. stig 4. stig

5. fl. D liða 3. stig 3. stig

4. fl. A liða 5. stig 5. stig

4. fl. B liða 4. stig 5. stig

4. fl. C liða 3. stig 4. stig

Ákveðið var að breyta reglum um uppgjöf í 4.flokki á stigi 5. Þar eru frjálsar uppgjafir eins og í venjulegu

blaki en ákveðið var að leyfa frjálsar uppgjafir en einungis 3 uppgjafir á hvern einstakling og skildi snúið eftir

það eins og á stigi 4 og 3. Ástæðan var að fá meira spil í leikinn þannig að hann ynnist ekki á uppgjöfum.

Á seinni hluta mótsins voru krýndir Íslandsmeistarar í öllum þessum flokkum en áberandi var að mótið

þurfti að setja upp a.m.k. þrisvar eða fjórum sinnum vegna breytinga frá liðum vegna ýmissa vandamála og

segir það sig sjálft að þannig getum við ekki unnið. Það getur ekkert félag tekið að sér að halda mót fyrir 70-

80 lið ef það hefur ekki a.m.k. 2 vikur til að setja upp mótið og það eiga öll lið og félög þann rétt að geta séð

alla sína leiki a.m.k. viku fyrir mót. Þetta er hlutur sem er mjög ábótavant hjá félögum í yngriflokkastarfinu

og sem allir þurfa að leggja sig fram um að bæta.

Mótin á Neskaupstað og í Kópavogi gengu mjög vel og var öll skipulagning til fyrirmyndar hjá báðum

félögum og þökkum við þeim fyrir vel unnin störf á mótum vetrarins.

Samanlögð úrslit yngriflokka 2009-2010

5. flokkur A liða Fyrra Seinna Samanlagt Unnar Tapaðar Hlutfall

Fylkir - piltar 9 9 9 3 3,00

HK 2 9 9 9 5 1,80

Stjarnan 3 7 7 HK 1 5 5 Þróttur R 5.fl. 4 4 Skellur C 5.fl. 3 3

5. flokkur B liða Fyrra Seinna Samanlagt

Þróttur N A 8 10 18

HK 4 7 11

HK b 6 4 10

Þróttur N B 4 2 6

Stjarnan 8 8

KA a 3 3

UMFG a 0 0

Page 30: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 30

5. flokkur C liða Fyrra Seinna Samanlagt Unnar Tapaðar Hlutfall Stigahlutfall

Skellur 1 11 12 23 Afturelding C 12 10 22 Stjarnan 1 8 11 19 19 7 2,71

Þróttur N C 10 9 19 19 8 2,38 Fylkir C 7 10 17

Þróttur N C - 1 5 6 11 11 16 0,69 0,945

Skellur 2 4 7 11 11 16 0,69 0,928

HK - C 5 6 11 11 17 0,65 KA b 2 6 8

Þróttur N C - 2 0 2 2 Leiknir Fáskrúðsfirði 4 4 Fylkir 3 3 Sindri C 8 8

4. flokkur pilta Fyrra Seinna Samanlagt Unnar tapaðar Hlutfall

KA 10 10 20 Afturelding 6 7 13 HK b 6 6 12 12 12 1,00

KA b 5 7 12 12 13 0,92

Stjarnan 6 6 UMFG 6 6 Sindri b 0 0 Þróttur Nes 0 0

4. flokkur stúlkna Fyrra Seinna Samanlagt

Þróttur N A 10 14 24

Stjarnan 8 12 20

Þróttur N B 6 8 14

HK-b 2 8 10

Afturelding 2 6 8

Þróttur N C (4.fl.B) 4 2 6

Skellur 1 4 0 4

UMFG 9 9

Page 31: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 31

3. flokkur pilta Fyrra Seinna Samanlagt

Stjarnan 10 6 16

KA 12 3 15

HK 7 3 10

Þróttur Nes 8 1 9

Leiknir Fáskrúðsfirði b 4 4

Sindri b 3 3

Sindri b-1 2 2

3. flokkur stúlkna A Fyrra Seinna Samanlagt

Þróttur N.1 12 10 22

KA - a 10 9 19

HK 7 7 14

Víkingur/Reynir 1 8 5 13

Stjarnan 4 3 7

Bjarmi rauður 5 5

Þróttur Reykjavík 0 0

3. flokkur stúlkna B Fyrra Seinna Samanlagt

KA - b 11 8 19

Þróttur N 3 11 6 17

Þróttur N 2 10 5 15

Stjarnan 2 5 2 7

Þróttur Reykjavík B-lið 0 1 1

Sindri B 6 6

Leiknir Fáskrúðsfirði 2 2

2. flokkur stúlkna Fyrra Seinna Samanlagt

HK 9 8 17

Þróttur N 4 6 10

Stjarnan 1 4 5

KA a 6 6

2. flokkur pilta Samanlagt

HK 9

Stjarnan 1

Page 32: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 32

Bikarmótið í 2. og 3.flokki var haldið í Kópavogi í lok janúar 2010 og gekk mjög vel og var almenn ánægja

með spilamennsku krakkanna á mótinu. Mikið var rætt um að það væri dýrt fyrir krakkana að fara á 3 mót

og hvort eigi að kippa 2. flokknum út úr bikarnum þar sem margir af þeim væru einnig að spila með m.fl. í

sínum félögum – þarft væri að taka þá umræðu upp fyrir komandi keppnistímabil.

Úrslit Bikarkeppni Yngriflokka 3. flokkur pilta

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. KA 3 9 2 250 201 4,50-1,24 9

2. Stjarnan 3 8 3 254 207 2,67-1,23 8

3. HK 3 3 6 172 207 0,50-0,83 3

4. UMFG 3 0 9 164 225 0,00-0,73 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

3. flokkur stúlkna

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. Víkingur/Reynir 5 10 2 262 211 5,00-1,24 10

2. Stjarnan 5 8 4 262 219 2,00-1,20 8

3. KA 5 8 4 267 227 2,00-1,18 8

4. Þróttur N 1 5 5 6 237 224 0,83-1,06 5

5. HK 5 3 8 236 241 0,38-0,98 3

6. Þróttur R 5 0 10 108 250 0,00-0,43 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

2. flokkur pilta

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. HK 2 6 0 150 109 MAX-1,38 6

2. Stjarnan 2 0 6 109 150 0,00-0,73 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

2. flokkur stúlkna

Sæti Félag Leikir Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig

1. HK 2 6 0 154 122 MAX-1,26 6

2. Stjarnan 2 0 6 122 154 0,00-0,79 0

Úrslit einstakra leikja má finna í viðauka aftast í skýrslunni

Nefndin ákvað á fundi sínum í október að sleppa hæfileikabúðum þennan veturinn. Ástæðan var sú að U-17

ára landsliðin voru að fara að keppa í desember og ekki fannst nein helgi til að setja inn búðir fyrir þann

tíma þar sem allt var skipulagt í kring um Íslandsmótin og engin helgi laus.

Page 33: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 33

Næsta verkefni U-17 yrði síðan ekki fyrr en um miðjan október 2010 og því heldur snemmt að hafa

æfingabúðir fyrir sumarfríin.

Niðurstaðan varð sú að ákveðið var að taka fyrstu helgina í september og halda þjálfararáðstefnu,

æfingabúðir fyrir U-19 hópinn og hæfileikabúðir fyrir eldra ár í 4.fl. og 3.fl. allt á sama stað og sömu helgina.

Þessi stóra blakhelgi yngriflokka verður haldin að Varmá í Mosfellsbæ helgina 4.-5. september 2010.

Miklar umræður hafa verið í yngriflokkanefndinni að aðskilja verði starf yngriflokka og meistaraflokka innan

BLÍ eins og stefna ÍSÍ gerir ráð fyrir og vill nefndin sjá aðskilin fjárhag og 2 reikninga – annan fyrir rekstur

yngriflokkanna og hinn fyrir rekstur meistaraflokkanna.

Nú kemur álitleg upphæð til BLÍ eftir hvert öldungamót þar sem upphæðin er nú 7500 kr. fyrir hvert lið sem

mætir á mótið. Þessi upphæð er eyrnamerkt yngriflokka starfinu og vill nefndin gjarnan fá aðgang að

ákveðinni upphæð til að nýta í útbreiðslustarf, t.d. í skólana, en það vantar sárlega einhvern sem getur farið

og kynnt blak í skólum landsins og bent börnum á þau félög sem eru með starfsemi. Nefndin hefur engan

pening til umráða og því hendur talsvert bundnar í starfsemi sinni.

Einnig hafa miklar umræður verið um að enn væru ekki nein tengsl á milli unglingalandsliðsnefndar og

yngriflokkanefndar BLÍ og kallar nefndin eftir slíku samstarfi.

Nefndin vill senda þá ályktun frá sér varðandi U17 og U19 liðin að ef ekki er hægt að manna U 19 liðin nema

með U 17 krökkum þá að sleppa því að senda U19 liðið því það bitni bara á U17 liðinu. Leyfa krökkunum að

spila þar sem þau eiga heima.

Fyrir hönd yngriflokkanefndar BLÍ vil ég þakka öllum félögum og sjálfboðaliðum innan hreyfingarinnar fyrir

vel unnin störf starfsárið 2009-2010.

Guðrún K Einarsdóttir

Formaður.

Skýrsla Landsliðsnefndar Í Landsliðsnefnd sátu Stefán Jóhannesson, formaður, Óskar Hauksson og Ingibjörg Gunnarsdóttir og Vignir

Hlöðversson. Nefndin starfaði bæði með formlegum og óformlegum hætti. Meginverkefni nefndarinnar er

stefnumótun fyrir A- landsliðin, ráðning landsliðsþjálfara og aðstoð og umsýsla við landsliðsverkefni. Einnig

er undir hatti nefndarinnar að halda utan um unglingalandsliðsmál.

Karlalandslið Íslands Á starfsárinu sem nú er að ljúka lék karlalandsliðið 7 landsleiki. Þjálfari liðsins er Michael Overhage en hann

hefur verið þjálfari liðsins síðan árið 2008. Glæsilegur árangur náðist með liðið á árinu 2009 en liðið náði

settum markmiðum á Smáþjóðaleikum á Kýpur þegar liðið hafnaði í 3. sæti. Þremur vikum eftir

smáþjóðaleikana spilaði liðið í úrslitamóti Evrópukeppni smáþjóða í Luxembourg. Þar nældi liðið sér í önnur

bronsverðlaun en liðsmenn voru frekar vonsviknir með það þar sem naumt tap gegn Kýpur í fyrsta leiknum

Page 34: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 34

gerði liðinu erfitt fyrir. Liðið tapaði allt of stórt fyrir heimamönnum í Luxembourg og vann svo lokaleikinn

gegn N. Írlandi.

Eftir keppnina í Luxembourg voru tveir íslenskir leikmenn valdir í lið mótsins. Valur Guðjón Valsson var

valinn besti leikmaður í uppgjöfum og Hafsteinn Valdimarsson var valinn besti leikmaður í hávörn. Var þetta

mikil viðurkenning fyrir leikmenn íslenska liðsins sem áttu í raun meira skilið út úr mótinu. Á Kýpur unnu

strákarnir Luxembourg og San Marino en töpuðu fyrir Andorra og Kýpur. Með góðum árangri í úrslitum EM

smáþjóða tryggði liðið sér rétt til þess að skrá sig í Evrópukeppni landsliða. Landsliðsnefnd og stjórn BLÍ

treystu sér ekki í þátttöku með liðið þar vegna skorts á fjármagni en þátttaka í þeirri keppni er mun dýrari

en EM smáþjóða.

Strákarnir undirbúa sig núna undir undankeppni EM smáþjóða. Aftur lenti liðið í riðli sem haldinn er á

Möltu. Heimamenn verða þar ásamt Íslandi, San Marino og Luxembourg. Liðið þarf að vinna tvö þessara

liða til að tryggja sér sæti í úrslitunum sem verða í Andorra að ári. Íslenska karlalandsliðið gengur í gegnum

endurnýjun á hverju ári þar sem yngri leikmenn eru að koma inn. Nú í ár verða tveir nýliðar með liðinu,

Hörður Páll Magnússon og Ólafur J. Júlíusson.

Karlalandsliðið 2009 Félag leikir Karlalandsliðið 2010 Félag leikir Orri Þór Jónsson HK 7 Brynjar Pétursson HK 14 Emil Gunnarsson Stjarnan 81 Emil Gunnarsson Stjarnan 81

Wojtek Bachorski Stjarnan 10 Róbert Karl Hlöðversson Stjarnan 51

Róbert Karl Hlöðversson Stjarnan 51 Reynir Árnason HK 7

Reynir Árnason HK 7 Valur Guðjón Valsson Þróttur R 50

Valur Guðjón Valsson Þróttur R 50 Kristján Valdimarsson Aalborg HIK 10

Ólafur H. Guðmundsson Þróttur R 54 Hafsteinn Valdimarsson Aalborg HIK 10

Áki Thoroddsen Þróttur R 19 Orri Þór Jónsson HK 3

Hilmar Sigurjónsson KA 16 Valgeir Valgeirsson HK 5

Kristján Valdimarsson KA 10 Hörður Páll Magnússon Þróttur R 0

Hafsteinn Valdimarsson KA 10 Ólafur Jóhann Júlíusson HK 0

Ingólfur H Guðjónsson HK 6

Michael Overhage Þjálfari Michael Overhage Þjálfari Sævar Már Guðmundsson Liðsstjóri Valdimar Hafsteinsson Liðsstjóri

Leifur Harðarson Dómari Jón Ólafur Valdimarsson Dómari

Karlalandslið Íslands, Smáþjóðaleikar og úrslit EM smáþjóða í Luxembourg

Dags. Heimalið Útilið Völlur Úrslit 2.6.2009 San Marino Ísland Kýpur 2-3 (25-15,27-25,11-25,23-25,11-15)

3.6.2009 Ísland Luxembourg Kýpur 3-1 (21-25,25-18,25-15,27-25)

4.6.2009 Andorra Ísland Kýpur 3-0 (25-19,25-20,25-17)

6.6.2009 Kýpur Ísland Kýpur 3-1 (21-25,25-20,25-23,25-19)

26.6.2009 Ísland Kýpur Luxembourg 2-3 (25-23,18-25,22-25,25-17,13-15)

27.6.2009 Luxembourg Ísland Luxembourg 3-0 (25-19,25-21,25-19)

28.6.2009 N.Írland Ísland Luxembourg 0-3 (21-25,15-25,23-25)

Staðfesta stöðu úr mótinu má finna í viðauka aftast í skýrslunni

Page 35: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 35

Kvennalandslið Íslands Kvennalandsliðið spilaði fjóra leiki á þessu starfsári. Þjálfari liðsins er Apostol Apostolov en var ráðinn

þjálfari fyrir Kýpurferðina. Liðið vann til bronsverðlauna á Smáþjóðaleikunum á Kýpur í júní en stefnt var á

verðlaunasæti í mótinu og var því markmiði náð. Liðið vann Luxembourg og Liechtenstein en tapaði

naumlega fyrir San Marino og Kýpur. Leikurinn gegn Kýpur var síðasti leikur liðsins í mótinu og var sýndur í

óbeinni útsendingu á RÚV.

Liðið fékk óvæntan glaðning á lokadeginum þegar þeim var tilkynnt að liðið hafði verið fengið

Háttvísiverðlaun mótsins. Í yfirlýsingu sem fylgdi verðlaununum lýstu mótshaldarar leikmönnum liðsins

frábærum einstaklingum sem mynduðu liðsheild sem haga sér prúðmannlega innan vallar sem utan. Sást

það greinilega á öllu í kringum liðið að sama hvað á gekk á vellinum, leikmenn tóku því með jafnaðargeði,

sýndu stillingu og virðingu við andstæðinga, dómara og aðra starfsmenn. Háttvísiverðlaun leikanna (Team

Award, Fairplay award) er afhent af evrópsku háttvísis hreyfingunni og voru afhent einu liði í hópíþrótt á

leikunum og sýnir það hversu háttvíst kvennalandslið Íslands var á Smáþjóðaleikunum.

Síðastliðið haust komu góðar fréttir fyrir íslenskt blak. Í fyrsta sinn í sögu sambandsins náði

kvennalandsliðið inn á heimslista FIVB. Liðið situr nálægt botninum ásamt nokkrum þjóðum í 90.-98. sæti.

Ástæðu verunnar á heimslistanum er hægt að rekja til þátttöku kvennaliðsins í 1. umferðar

Evrópukeppninnar árið 2008, ári eftir að þær hömpuðu Evrópumeistaratitli smáþjóða.

Kvennalandsliðið æfir nú af kappi fyrir undankeppni EM smáþjóða sem fram fer á Möltu 11.-13. júní.

Liðið hefur tekið nokkrum breytingum frá síðasta ári og má segja að yngri leikmenn séu að taka liðið yfir. Þó

er Birna Baldursdóttir komin aftur í landsliðið en síðast lék hún með liðinu sem fór til Abuja í Nígeríu árið

2005. Birna og Fríða Sigurðardóttir eru elstu leikmennirnir, nýlega orðnar þrítugar en þrír nýliðar leika með

liðinu í ár, Hjördís Marta Óskarsdóttir og Hjördís Eiríksdóttir, báðar úr Stjörnunni og svo stigahæsti

leikmaður Íslandsmótsins, Auður Anna Jónsdóttir frá KA.

Kvennalandsliðið 2009 Félag Leikir Kvennalandsliðið 2009 Félag leikir

Birna Hallsdóttir HK 64 Fríða Sigurðardóttir HK 56 Fríða Sigurðardóttir Þróttur R 56 Steinunn H. Björgólfsdóttir HK 4

Zaharina Filipova HK 4 Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir UiS Volley 32

Steinunn H. Björgólfsdóttir HK 4 Kristín Salín Þórhallsdóttir HK 24

Ingibjörg Gunnarsdóttir HK 46 Helena K. Gunnarsdóttir HK 4

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir Tromsö V 32 Fjóla Rut Svavarsdóttir Þróttur R 7

Kristín Salín Þórhallsdóttir Þróttur N 24 Ásthildur Gunnarsdóttir FB Volley 7

Miglena Apostolova Þróttur N 26 Birta Björnsdóttir HK 4

Helena K. Gunnarsdóttir Þróttur N 4 Birna Baldursdóttir KA 33

Fjóla Rut Svavarsdóttir Þróttur R 7 Auður Anna Jónsdóttir KA 0

Ásthildur Gunnarsdóttir Þróttur R 7 Hjördís Marta Óskarsdóttir Stjarnan 0

Birta Björnsdóttir HK 4 Hjördís Eiríksdóttir Stjarnan 0

Apostol Apostolov Þjálfari Apostol Apostolov Þjálfari Sævar Már Guðmundsson Liðsstjóri Mundína Kristinsdóttir Liðsstjóri

Jón Ólafur Valdimarsson Dómari Leifur Harðarson Dómari

Page 36: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 36

Kvennalandslið Íslands, Smáþjóðaleikar 2009.

Dags. Heimalið Útilið Völlur Úrslit 2.6.2009 Luxembourg Ísland Kýpur 0-3 (20-25,19-25,16-25)

3.6.2009 Ísland Liechtenstein Kýpur 3-1 (16-25,29-27,25-23,25-23)

4.6.2009 San Marino Ísland Kýpur 3-0 (25-23,25-19,25-16)

6.6.2009 Kýpur Ísland Kýpur 3-1 (25-17,27-25,22-25,25-22)

Staðfesta stöðu úr mótinu má finna í viðauka aftast í skýrslunni

Unglingalandslið Íslands Unglingalandslið BLÍ eru fjögur talsins. Öll liðin tóku þátt í Norðurlandamóti unglinga á síðasta ári en bæði

U17 og U19 voru haldin í Ikast í Danmörku.

U19 ára karla og kvenna kepptu dagana 13.-15. október 2009. Bæði liðin okkar enduðu í 5. sæti

keppninnar að þessu sinni enda nokkrir leikmenn beggja liða sem höfðu elst upp frá árinu á undan. Það er

gríðarlega mikilvægt fyrir okkar landslið að taka þátt í keppni sem þessum en þarna komast flestir í tæri við

alvöru blak og alvöru leiki í fyrsta sinn.

U17 ára drengir og stúlkur kepptu dagana 20.-22. desember 2009. Noregur átti að halda keppnina en

varð að gefa mótshaldið frá sér vegna fjárhagsörðugleika. Danir tóku upp hanskann og var þessi dagsetning

sú eina sem kom til greina fyrir þá að halda keppnina. Íslensku liðin flugu til Kaupmannahafnar og tóku lest

þaðan til Ikast í um 4,5 klst líkt og U19 ára liðið gerði tveimur mánuðum fyrr.

Fararstjóri U19 ára ferðarinnar var Ásta Sigrún Gylfadóttir. Sævar Már Guðmundsson var dómari í

mótinu og ferðaðist með liðinu og hjálpaði til við fararstjórnina.

Fararstjóri U17 ára ferðarinnar var Jóhannes Stefánsson og var Sævar Már Guðmundsson einnig með í

för. Vegna þess hve tímasetning var óvenjuleg þurfti hópurinn að fara heim á Þorláksmessu. Allir leikmenn

og starfsmenn liðanna komust til síns heima á endanum, sumir um hádegisbil á aðfangadag.

Page 37: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 37

Leikmenn unglingalandsliðanna 2009 U 17 Stúlkur U17 Drengir

Nafn Félag Nafn Félag

Rósa Dögg Ægisdóttir Stjarnan Andreas Hilmir Halldórsson HK Hjördís Eiríksdóttir Stjarnan Stefán Gunnar Þorsteinsson HK

Valdís Guðmundsdóttir Stjarnan Hafþór Breki Bergsson Stjarnan

Kristina Apostolova Þróttur N. Lárus Jón Thorarensen Stjarnan

Hugrún Óskarsdóttir HK Geomar M. Orbon Stjarnan

Helena Kristín Gunnarsdóttir Þróttur N Alexander S. Guðbjörnsson Stjarnan

Berglind Gígja Jónsdóttir HK Hilmar Leó Antonsson Víkingur/Reynir

Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir Þróttur N Sigurður Helgi Ágústsson UMFG

Lilja Einarsdóttir Þróttur N Baldur Þór Sigurðsson UMFG

Harpa Björnsdóttir KA Tomasz Weyer UMFG

Sesselja Fanneyjardóttir KA Friðfinnur Kristjánsson UMFG

Silvía Kolbrá Hákonardóttir Þróttur N Hörður Páll Magnússon Þróttur R

Apostol Apostolov þjálfari Zdravko Demirev þjálfari Jóhannes Stefánsson fararstjóri Jóhannes Stefánsson fararstjóri

Sævar Már Guðmundsson dómari

U19 Stúlkur U19 Drengir

Nafn Félag Nafn Félag

María Gunnarsdóttir HK Alexander Stefánsson HK Stefanía Rut Reynisdóttir HK Aron Bjarnason Þróttur R

Birta Björnsdóttir HK Árni Björnsson KA

Steinunn Helga Björgólfsdóttir HK Guðmundur Haraldsson UMFG

Pálmey Kamilla Pálmadóttir HK Guðmundur S. Stefánsson Stjarnan

Helena Kristín Gunnarsdóttir Þróttur N Ingólfur Hilmar Guðjónsson HK

Auður Anna Jónsdóttir KA Jóhann Eiríksson KA

Guðrún Margrét Jónsdóttir KA Kolbeinn Baldursson HK

Hjördís Eiríksdóttir Stjarnan Orri Þór Jónsson HK

Rósa Dögg Ægisdóttir Stjarnan Daníel Sveinsson KA

Valdís Guðmundsdóttir Stjarnan Sigurbjörn V. Friðgeirsson KA

Íris Eva Einarsdóttir Þróttur R

Apostol Apostolov Þjálfari Michael Overhage Þjálfari Ásta Sigrún Gylfadóttir Liðsstjóri Ásta Sigrún Gylfadóttir Liðsstjóri

Sævar Már Guðmundsson Dómari

Á mótunum í Ikast var mikið um að vera. Öll lið komu saman eftir mót á lokahófi þar sem veitt voru

einstaklingsverðlaun. Okkar fólk komst að þessu sinni ekki í bestu lið mótsins en valdir voru mikilvægustu

leikmennirnir fyrir hvert lið. Orri Þór Jónsson var valinn í draumaliðið, þ.e. var talinn mikilvægastur fyrir

íslenska U19 ára landsliðið. Í kvennaflokki var Hjördís Eiríksdóttir valin mikilvægust í U19 ára liðinu. Í U17

ára liðunum var Geomar M. Orbon valinn hjá drengjunum en Helena Kristín Gunnarsdóttir hjá stúlkunum.

Page 38: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 38

Stjórn BLÍ og Landsliðsnefnd hafa unnið markvisst að því að fjölga verkefnum landsliðanna undanfarin

ár. Árangurinn lét ekki á sér standa á síðasta ári og unnust þrenn bronsverðlaun hjá A liðunum. Vegna

efnahagsástandins hefur ekki verið hægt að fylgja því eftir eins og vonir stóðu til. Áfram verður þó að halda

á sömu braut um sinn og vonast til þess að stöðugleiki haldist í að ná í verðlaun á þeim mótum sem Ísland

tekur þátt.

Landsliðsnefnd vill þakka fararstjórum, dómurum og öðrum sem lögðu hönd á plóginn í

landsliðsstarfinu á starfsárinu og við vonum eftir góðu samstarfi áfram.

Landsliðsnefnd BLÍ

Strandblak - Ársskýrsla fyrir árið 2009 Miklar væntingar voru hjá strandblakmönnum fyrir sumarið 2009 þar sem sumarið áður hafði verið mjög

gott, nýir vellir að litu dagsins ljós og fleiri spilarar að átta sig á sandinum.

Landsliðin í strandblaki byrjuðu snemma undirbúning en fyrir lá að þau færu á Ólympíuleika smáþjóða á

Kýpur í byrjun júní.

Margt var á döfinni þetta sumarið og strandblakarar spenntir.

Mót

Trimmmót/styrktarmót í Fagralundi 23. maí 2009

Þetta mót var hugsað sem styrktarmót fyrir landsliðin en þau voru á leið á Ólympíuleika smáþjóða á Kýpur.

7 lið mættu til leiks sem var sett upp sem trimmmót með 3 í liði. Eingöngu mætti 1 karlalið og fengu þeir

undanþágu og spiluðu bara með stelpunum.

Stigamót I haldið þann 13. júní 2009 í Fagralundi

Mótið var spilað í ekta íslensku veðri, logni, gjólu, rigningu, sól, úrhelli og svo aftur logni og blíðviðri. Mjög

góð þátttaka var í mótinu en 7 karlalið og 9 kvennalið skráðu sig til leiks.

Á mótinu sáust margir mjög góðir leikir. Unga fólkið kom sterkt inní mótið þó svo þau hafi ekki náð að vinna

þá bestu.

Sigurvegarar í kvennaflokki: Sigurvegarar í karlaflokki:

1. sæti Laufey Björk Sigmundsdóttir og Lilja Jónsdóttir (HK) 1. sæti Brynjar Pétursson og Einar Sigurðsson (HK) 2. sæti Heiðbjört Gylfadóttir og Þórey Haraldsdóttir (HK) 2. sæti Karl Sigurðsson og Emil Gunnarsson (HK) 3. sæti Inga Lillý Brynjólfsdóttir og Dögg Mósesdóttir (HK) 3. sæti Eiríkur R. Eiríksson og Arnar Halldórsson (HK)

Opnunarmót á Flúðum – Skemmtimót 27. júní 2009

Hrunamenn tóku sig til og settu upp tvo strandblakvelli á tjaldsvæðinu á Flúðum. Þetta eru mjög flottir vellir

með mjúkum og góðum sandi fengnum úr fjörunni á Eyrarbakka. Að þessu tilefni héldu þeir 3ja manna

trimmmót, skemmtimót fyrir alla sem vildu, buðu uppá grill, gleði og sumar stemningu allan daginn.

Page 39: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 39

Það var ekki að sökum að spyrja en mótið sló öll aðsóknarmet en u.þ.b. 70 manns í 22 liðum spiluðu

strandblak í 27 stiga hita. Þarna var margt um spilara sem höfðu engan blakbakgrunn en skemmtu sér samt

konunglega innanum blakarana. Eftir mótið hentu sér allir í nærliggjandi á til að skola af sér sandinn og

svitann.

Frábært mót á góðum völlum Hrunamanna, mót sem kemur til með að verða endurtekið á komandi ári.

Stigamót II haldið á Þingeyri laugardaginn 4. Júlí

Frábær þátttaka var í kvennaflokki eða 11 lið. Ekki er hægt að segja að karlarnir hafi verið jafn duglegir en

eingöngu mættu 4 karlalið til leiks.

Það er alltaf unun að spila á Þingeyri því engin völlur á landinu er með eins mjúkan sand til að spila í og eru

Þingeyringar duglegir að bæta í sandinn svo aðstæðurnar séu sem bestar. Einnig bættu þeir annarri rós í

hnappagatið en þeir eru með fyrstu vellina sem hafa skjólvegg umhverfis völlinn, en þeir fjárfestu í

þéttriðnu neti til að skýla vindi og eiga þeir hrós skilið fyrir það framtak.

Sigurvegarar í kvennaflokki: Sigurvegarar í karlaflokki:

1. sæti Heiðbjört Gylfadóttir og Þórey Haraldsdóttir (HK) 1. sæti Brynjar Pétursson og Einar Sigurðsson (HK) 2. sæti Laufey Björk Sigmundsdóttir og Birta Björnsdóttir (HK) 2. sæti Emil Gunnarsson og Eiríkur R Eiríksson (Stjarnan) 3. sæti Eyrún Harpa og Guðrún Snæbjörg (Höfrungi) 3. sæti Ingólfur H Guðjónsson og Ólafur J Júlíusson (HK)

Landsmót UMFÍ 9. – 12. júlí

Eftir smá baráttu var gefið leyfi fyrir því að strandblak fengi að vera ein af þeim greinum sem keppt yrði í á

Landsmóti UMFÍ sem fram átti að fara á Akureyri. Reglur UMFÍ varðandi hvaða greinar er keppt í eru þannig

að mótshöldurum er í sjálfsvald sett hvaða greinar eru til stiga, og fer það þá eftir aðstöðu hvers

sveitarfélags sem heldur mótið hvaða grein hentar og er með. Strandblak var ekki ein af þeim greinum sem

var sett inní mótið sem aðal-grein og var það ekki fyrr en eftir að mótshöldurum var sýnt framá hversu vel

til tókst á síðasta landsmóti að þeir ákváðu að leyfa strandblak, en þá eingöngu sem sýningargrein.

Strandblakmenn tóku þessu fagnandi og þá sérstaklega þeir sem staðið hafa fyrir því að breiða út íþróttina,

því þarna var gott tækifæri til að koma greininni enn betur á framfæri og kynna hana fyrir landsbyggðarfólki

sem ekki þekkti sportið. Það má með sanni segja að mótið hafi slegið í gegn, og fjöldinn allur af

áhorfendum, víðs vegar af landinu fylgdist með og hafði gaman af.

Eingöngu er einn völlur á Akureyri, það varð til þess að þaðþurfti að flakka með nethæðina milli karla og

kvenna stillinga reglulega, raða leikjum þétt og spila mótið á tveim dögum. Þar sem sumir keppenda voru

einnig að taka þátt í inniblakinu varð einnig að sníða mótið þannig að það hentaði sem flestum og varð það

hið mesta púsluspil, en gekk svo að lokum.

Alls kepptu 11 kvennalið og 5 karlalið í blíðskapar veðri á mótinu, sem varð hið skemmtilegasta. Sérstaklega

þótti skemmtilegt hve mörg lið utan að landi tóku þátt, en ekki síður þótti frábært að sjá hve ungu liðin

komu sterk inn í mótið og veittu þeim eldri harða keppni, með þessu áframhaldi eigum við bjarta

strandblakframtíð.

Page 40: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 40

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

Sigurvegarar í kvennaflokki: Sigurvegarar í karlaflokki:

1. sæti Heiðbjört Gylfadóttir og Þórey Haraldsdóttir (UMSK) 1. sæti Emil Gunnarsson og Karl Sigurðsson (UMSK) 2. sæti Laufey Björk Sigmundsdóttir og Lilja Jónsdóttir (UMSK) 2. sæti Einar Sigurðsson og Brynjar Pétursson (UMSK) 3. sæti Auður Anna Jónsdóttir og Harpa Björnsdóttir (ÍBA) 3. sæti Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir (HSK)

Heiðbjört Gylfadóttir og Þórey Haraldsdóttir vörðu þar með titil sinn frá Landsmóti 2007 en nýir meistarar

voru krýndir í karlaflokki þar sem Einar og Brynjar höfðu unnið árið 2007.

Stigamót III í Fagralundi þann 25. júlí 2009

Mörg ný lið litu dagsins ljós á Landsmótinu og ætluðu þau sér að koma sterk inní næsta stigamót. Svo varð

raunin og varð þetta stærsta stigamót sem haldið hefur verið, en 21 lið skráði sig til leiks, 9 karlalið og 12

kvennalið.

Aðstaða á mótsstað hafði verið stór bætt, en nú höfðu keppendur möguleika á að skýla sér fyrir veðrum i

stóru samkomutjaldi.

Kjörísbíllinn mætti á svæðið og fengu áhorfendur ís að vild. Eftir mótið voru grillin tekin fram og keppendur

sem og áhorfendur borðuðu saman, og myndaðist frábær stemning á mótsstað og er óhætt að segja að

þessi háttur verður hafður á í komandi mótum.

Dagurinn var frábær í alla staði, mótið gekk mjög vel fyrir sig og virtust allir þátttakendur sem og

áhorfendur, sem voru mun fleiri en áður, vera mjög ánægð eftir daginn. Spilað var í frábæru veðri eins og á

öðrum mótum, en við vorum sérlega heppin með veður þetta sumarið.

Úrslit mótsins voru eftir bókinni ef svo má segja þar sem landsliðin, bæði karla og kvenna, unnu sína flokka

og hefndu þar með í leiðinni fyrir ófarirnar frá Landsmótinu helgina áður.

Sigurvegarar í kvennaflokki: Sigurvegarar í karlaflokki:

1. sæti Lilja Jónsdóttir og Laufey Björk Sigmundsdóttir (HK) 1. sæti Brynjar Pétursson og Einar Sigurðsson (HK) 2. sæti Heiðbjört Gylfadóttir og Þórey Haralsdóttir (HK) 2. sæti Emil Gunnarsson og Karl Sigurðsson (HK) 3. sæti Kolbrún Júlía Erlendsdóttir og Ásta Sigrún Gylfadóttir (HK) 3. sæti Ingólfur H Guðjónsson og Ólafur J Júlíusson (HK)

Íslandsmótið í strandblaki, haldið í Fagralundi þann 15. ágúst 2009.

Aldrei hafa jafn mörg lið tekið þátt í Íslandsmóti, en 22 lið hafa skráðu sig til leiks. Eins og fyrr voru konur

þar í meirihluta með 14 lið en karlaliðin voru 8, og þurfti því að spila einhverja leiki á föstudagskvöldinu 14.

ágúst til þess að hægt væri að klára mótið á laugardeginum.

Slegið var áhorfendamet en stöðugur straumur fólks var á staðinn til að fylgjast með því sem þarna fór

fram.

Kjörísbíllinn var á staðnum og fengu áhorfendur fylli sína af íspinnum og klökum. Einnig var þar veitingasala,

gefnir voru drykkir sem og gjafakort í líkamsrækt til allra. Fyrir þá yngstu var hoppikastali, og toppaði það

allt, allavega að mati þeirra sem hann notuðu óspart.

Page 41: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 41

Meðan á úrslitaleikjunum stóð var fjársjóðsleit fyrir áhorfendur, þar sem ýmis gull voru grafin í sandinn sem

áhorfendur leituðu að, og var reglan einföld „sá átti fund sem fann“, hvort sem það var sími, minnislykill,

líkamsræktarkort eða annað. Einnig var happadrætti fyrir keppendur með glæsilegum vinningum.

Fjölmargir styrktaraðilar aðstoðuðu við að gera mótið glæsilegt og er hér upptalning á nokkrum þeirra:

Altis ehf, Kjörís, Marko Merki, Sporthúsið, Ellingsen, Ikea, World Class, Hátækni, Hreyfing, Sambíóin,

Dominos, Opin Kerfi, Byko, Örninn og Útilíf.

Það var umtalað meðal keppenda og áhorfenda að þetta mót hafi verið það glæsilegasta frá upphafi.

Að beiðni keppenda frá fyrri mótum var ákveðið fyrir mótið að úrslitaleikur karla og kvenna færi ekki fram á

sama tíma. Við þeirri bón var orðið og voru leikirnir tímasettir með 30 mínútna millibili. Þessi regla verður

einnig höfð hér eftir.

Svo fór að nýir Íslandsmeistarar voru krýndir í karlaflokki, en konurnar vörðu sinn titil.

Sigurvegarar í kvennaflokki: Sigurvegarar í karlaflokki:

1. sæti Laufey Björk Sigmundsdóttir og Lilja Jónsdóttir (HK) 1. sæti Karl Sigurðsson og Emil Gunnarsson (HK) 2. sæti Heiðbjört Gylfadóttir og Þórey Haraldsdóttir (HK) 2. sæti Michael Overhage og Valur Guðjón Valsson (Þr.R) 3. sæti Fríða Sigurðardóttir og Birna Baldursdóttir 3. sæti Einar Sigurðsson og Brynjar Pétursson (HK)

Stigameistarar 2009

Á hverju stigamóti sumarsins gátu keppendur unnið sér inn stig. Stigin fengu leikmenn eftir því í hvaða sæti

þeir urðu í hverju móti fyrir sig og urðu síðan stigameistarar krýndir sem höfðu samanlagt flestu stigin eftir

mót sumarsins.

Stigameistari í kvennaflokki Stigameistarar í karlaflokki með jafnmörg stig

Laufey Björk Sigmundsdóttir (HK Einar Sigurðsson (HK) Brynjar Pétursson (HK)

Íslandsmeistarar unglinga

Árið 2009 var fyrsta árið sem krýndir voru Íslandsmeistarar unglinga. Tekin var sú ákvörðun í sumar byrjun

að reyna að fá fleiri unglinga inní mótin. Gripið varð til þess ráðs að gefa það út að eftir sumarið yrðu

krýndir Íslandsmeistarar unglinga, en til þess að vinna þann titil þurfti að fá sem flest stig út úr stigamótum

sumarsins.

Það er skemmst frá því að segja að þetta hafði tilætluð áhrif og fleiri lið yngri iðkenda tóku þátt þetta

sumarið en áður.

Íslands- og stigameistari í kvennaflokki unglinga Íslands- og stigameistarar unglinga karla jafnt

Birta Björnsdóttir Ólafur Jóhann Júlíusson (HK) Ingólfur Hilmar Guðjónsson (HK)

Page 42: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 42

Íslandsmeistarar frá upphafi strandblaks á Íslandi Ár Kvennaflokkur Karlaflokkur

2004 Birna Baldursdóttir og Karen Björg Gunnarsdóttir Einar Sigurðsson og Brynjar Pétursson 2005 Birna Baldursdóttir og Karen Björg Gunnarsdóttir Einar Sigurðsson og Brynjar Pétursson 2006 Heiðbjört Gylfadóttir og Þórey Haraldsdóttir Einar Sigurðsson og Brynjar Pétursson 2007 Heiðbjört Gylfadóttir og Þórey Haraldsdóttir Einar Sigurðsson og Brynjar Pétursson

2008 Laufey Björk Sigmundsdóttir og Lilja Jónsdóttir Brynjar Pétursson og Michael Overhage

2009 Laufey Björk Sigmundsdóttir og Lilja Jónsdóttir Emil Gunnarsson og Karl Sigurðsson

Landsliðsferð

Landsliðin fóru á Ólympíuleikana á Kýpur 30. maí – 6. júní

Um miðjan maí byrjuðu liðin að hamast í ísköldum sandinum, en þá fyrst var hægt að byrja æfingar úti.

Kvennaliðið hafði reyndar tekið smá forskot með því að fara í frjálsíþróttahöllina í Laugardalnum og æfa sig

aðeins þar í einni langstökksgryfjunni, en það er eins og er eini möguleikinn á að komast í sand innanhúss.

Þann 30. Maí 2009 héldu landsliðin okkar til Kýpur en þau höfðu æft vel fyrir mótið og voru í toppformi, en

sólardagar í maí höfðu hitað sandinn örlítið og þannig auðveldað æfingar í sandinum.

Landslið kvenna að þessu sinni skipuðu þær Laufey Björk Sigmundsdóttir (HK) og Lilja Jónsdóttir (HK).

Landslið karla er líklega reyndasta strandblakpar á Íslandi en það var skipað þeim Einari Sigurðssyni (HK) og

Brynjari Péturssyni (HK).

Flokkstjóri strandblaksins var Karl Sigurðsson en hann hefur verið landsliðunum innan handar, bæði á

æfingum og keppnum, frá því liðin byrjuðu að keppa á smáþjóðaleikum í Andorra 2005.

Fyrsta daginn sem liðin komu út áttu þau æfingatíma á strandblakvöllunum. Eitthvað höfðu Kýpverjar verið

í grín gírnum en þeir létu Íslendingana, sem æft höfðu í 5° heitum sandinum heima, æfa á heitasta tíma

dagsins. Yfirborð sandsins á þessum tíma var um 60° heitt og hitastigið úti um 35°. Varð leikmönnum að

orði að núna væru þau með reynslu í því að ganga á eldi en sviði á iljunum vegna bruna varði allt kvöldið.

Daginn eftir var hitinn komin í 40° og því tekið á það ráð að taka frekar styttri æfingar, en um leið að huga

vel að vökvun líkamans með vatnsdrykkju og aukinni salt inntöku til að auka vökvaforða fyrir komandi átök.

Ísland – Monaco (kvk)

Fyrsti leikur kvennaliðsins var við Monaco og var þetta jafnframt fyrsti landsleikur þeirra Lilju og Laufeyjar í

strandblaki, en fyrir áttu þær báðar landsleiki í blaki.

Eftir fína baráttu endaði leikurinn þó með tapi 0 - 2 eða 16 - 21 / 14 - 21.

Ísland - Liechtenstein (kk)

Leikurinn var mjög jafn og spennandi allan tímann, þar sem liðin skiptust á föstum og góðum sóknum, sem

og frábærum varnarleik.

Page 43: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 43

Ísland tapaði leiknum þó að lokum 0 - 2 eða 17 - 21 / 18 - 21

Ísland - Kýpur (kvk)

Það var greinilegt að þær voru mjög vel undirbúnar því þær héldu vel í Kýpverjurnar allan leikinn, og misstu

þær aldrei of langt framúr sér.

Leikurinn endaði þó með sigri Kýpur stúlkna 2 – 0 eða 21 - 14 / 21 - 18

Ísland - Andorra (kk)

Frábærar varnir og flottar sóknir sáust og voru liðin samstíga fyrstu stigin. Þá datt Andorra í gírinn og

spiluðu gjörsamlega óaðfinnanlegan leik.

Leikurinn endaði með sigri Andorra 2-0 eða 21-13 / 21-10.

Ísland - Monaco (kk)

Monaco liðið er samsett af ungum strákum sem eru mjög svo vel spilandi, snöggir og liprir. Annar þeirra er

atvinnumaður hjá Nice í Frakklandi og hinn er strandblakari. Þarna var greinilegt hvar reynslan var og voru

Monaco drengirnir með leikinn í höndum sér.

Leikurinn endaði með sigri Monaco 2-0 eða 21-11 / 21-12.

Ísland - Lúxemborg (kvk)

Reynslumikið Luxemborgarliðið náði að knýja fram sigur þrátt fyrir fínan leik hjá okkar stelpum og þá

sérstaklega í annarri hrinu, en Lúxemborg urðu meistarar á síðustu leikum.

Leikurinn endaði með sigri Lux 2-0 eða 21-15 / 21-20

Ísland - Andorra (kvk)

Eftir leik gærdagsins var farið í naflaskoðun til að sjá hvað mætti bæta. Þær stimpluðu það vel inn hvað

mætti laga og ákváðu að einbeita sér að þeim atriðum í leiknum.

Þær byrjuðu leikinn mjög vel og voru með yfirhöndina allan tímann. Andorra kom engum vörnum við

góðum uppgjöfum, flottum sóknum og skipulögðum leik stúlknanna.

Ísland vann leikinn 2 – 0 eða 21 – 11 / 21 – 12 og fyrsti landsleikjasigur Lilju og Laufeyjar í höfn. Mjög vel

spilaður leikur og flott að sjá hvernig þær nýttu sér það sem um var talað fyrir leik.

Ísland - Liechtenstein (kvk)

Leikurinn sem gaf stelpunum einna mestu reynslu sem þær hafa fengið í einum leik.

Þær unnu fyrstu hrinuna 21 – 8 og voru komnar í 19 – 13 í annarri hrinu. Því næst komust þær í 20 – 16 en

töpuðu svo hrinunni 22 – 20. Úrslitahrinunni töpuðu þær svo 15 – 9.

Page 44: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 44

Ótrúlegur leikur þar sem leikreynsla, eða reynsluleysið varð til þess að unnin leikur tapaðist og

möguleikarnir á að komast í fjögurra liða úrslit orðnar að engu.

Liechtenstein sigraði leikinn 2 – 1 eða 8 – 21 / 22 – 20 / 15 - 9

Ísland - Malta (kk)

Sögulegur leikur þar sem liðin skiptust á að vera í forystu. Þetta var úrslitaleikur um 7. sætið í mótinu.Þeir

Einar og Brynjar voru staðráðnir í að þetta væri þeirra dagur og mættu mjög ákveðnir til leiks.

Eftir harða og jafna baráttu lönduðu strákarnir ekki bara fyrstu sigruðu hrinu í landsleik í strandblaki karla á

Íslandi, heldur unnu þeir einnig fyrsta leikinn í sögunni, og það 2 – 0 eða 21 - 18 / 24 – 22

Íslensku liðin stóðu sig svo sannarlega með prýði. Með réttu og meiri leik- og spilreynslu hefði kvennaliðið

átt að komast í fjögurra liða úrslit, og er það mat undirritaðs að þær voru meðal þriggja bestu liðanna.

Karlarnir okkar stóðu sig einnig með sóma og ættu þeir líklega að vera í 5. sæti miðað við getu.

Lokaorð Enn einu strandblaksumrinu lokið og það var ekkert smá sumar. Nóg var að gera hjá þeim strandblökurum

sem eru hvað virkastir.

Skemmtilegt var að sjá hversu margir unglingar tóku þátt í mótum sumarsins og er ekki spurning að það

hefur verið hvatning fyrir þá að vita af því að sérstaklega yrðu veitt verðlaun fyrir þeirra þátttöku.

Fjöldi nýrra liða tóku einnig þátt í mótum sumarsins og má segja að þar hafi Landsmót UMFÍ verið mikið

aðdráttarafl, þar sem lið utan af landi tóku þátt í fyrsta skipti. Landsmótið varð einnig til þess að haldið var

strandblaknámskeið á Egilsstöðum þar sem fjöldi blakara fékk kynningu og leiðbeiningar í sportinu.

Nýir vellir halda áfram að spretta upp og má þar nefna 2 velli á Flúðum, 1 völl í Mosfellsbæ og 1 völl á

Egilsstöðum. Þegar þetta er skrifað er vitað um nokkra velli í smíðum eða á teikniborðinu og er það vonandi

að þeir verði kláraðir. Þar má nefna staði eins og Neskaupsstað, en þar eru 2 vellir í smíðum. 2 vellir eru á

teikniborðinu á Álftanesi, 2 - 3 vellir á Fylkissvæðinu í Árbæ, 1 völlur í Keflavík og 1 völlur í Búðardal.

Vonandi klárast þessir vellir í sumar til að fleiri geti spilað og kynnst þessari frábæru íþrótt.

Að sjálfsögðu viljum við velli sem víðast og köllum við eftir því að blakbæir eins og Garðabær,

Grundafjörður, Hveragerði, Ísafjörður, Akranes, Siglufjörður og fleiri staðir fari að huga að uppbyggingu

valla í sinni sveit. Því það er ósk okkar að þetta sport nái að vaxa jafnt og þétt, og verði ekki eingöngu sport

fyrir borgarbúa, heldur allra landsmanna.

Fyrir hönd Strandblaknefndar BLÍ

__________________________________________

Karl Sigurðsson

Formaður strandblaknefndar

Page 45: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 45

Skýrsla dómaranefndar BLÍ keppnistímabilið 2009 – 2010 Starfsemi dómaranefndar var með óbreyttu sniði eins og hefur verið fjögur seinustu keppnistímabil. Fyrst

er athugað hvaða dómarar á vegum BLÍ eru reiðubúnir að gefa kost á sér í dómgæslu fyrir tímabil, hvaða

daga þeir eru forfallaðir frá dómgæslu og hvað þeir eru reiðubúnir að dæma mikið. Formaður mótanefndar

og framkvæmdastjóri BLÍ raða síðan dómurum á leiki út frá þessum upplýsingum í samráði við formann

dómaranefndar og niðurröðun gerð með hans samþykki þegar dómarar hafa staðfest sína leiki. Formaður

dómaranefndar sá um að raða niður dómurum í úrslitakeppni Íslandsmótsins og undanúrslita- og úrslitaleiki

bikarkeppninnar og er reynt að ganga út frá að hafa reyndustu dómarana á þeim leikjum sem og að sem

mest hlutleysis sé gætt. Dómaranefnd BLÍ þetta keppnistímabil var óbreytt frá fyrra tímabili þannig að

undirritaður, Jón Ólafur Valdimarsson, var formaður nefndarinnar og Sævar Már Guðmundsson

framkvæmdarstjóri BLÍ var starfsmaður og meðstjórnandi í nefndinni. Enginn formlegur fundur var haldinn

hjá nefndinni, aðeins óformleg samskipti í formi tölvupósta, símtala og þegar viðkomandi aðilar hittust við

ýmis tilefni.

Hinn árlegi dómara- og ritarafundur var haldin 1. október 2009 á vegum nefndarinnar og stýrði

formaður nefndarinnar honum. Frekar slök mæting var á fundinn og vantaði þónokkra lands- og

héraðsdómara á höfuðborgarsvæðinu á hann. Landsdómari frá Akureyri mætti þó á fundinn en eins og

staðan var fyrir þennan fund að þá voru enginn starfandi landsdómarar á Austurlandi, Vesturlandi eða

Suðurlandi og því mættu engir þaðan. Þetta var nokkurs konar samráðsfundur milli dómara þar sem farið

var yfir ákveðin túlkunaratriði varðandi leikreglur, ritun leiksýrslu og dómgæslu og öllum gefið tækifæri á að

koma með fyrirspurnir varðandi þau atriði sem þeim fannst óljós varðandi dómgæslu og málum tengd

starfsemi dómara á vegum BLÍ. Sérstaklega var farið yfir nýju netreglurnar og þær breytingar sem gerðar

hafa verið á dómgæslu frá seinasta tímabili. Þessum upplýsingum var síðan dreift til allra dómara og liða

strax eftir fund svo allir væru með þetta nokkurn veginn á hreinu. Gert er ráð fyrir að dómara- og

ritarafundur verði árlega að hausti fyrir næsta keppnistímabil.

Sama greiðslufyrirkomulag var fyrir dómgæsluna eins og hefur verið seinustu þrjú keppnistímabil, þ.e.

BLÍ greiðir dómurum í 2 greiðslum fyrir deildina og fyrir úrslitakeppni bikarkeppninnar og Íslandsmótsins.

Sama greiðsla var fyrir dómgæslu í 1. deildinni og 2. deildinni eins og seinasta keppnistímabil. Það er 4.000

kr. á leik í 1. deild og 3.000 kr. á leik í 2. deildinni. Greiðsla fyrir dómgæslu á leik í 3. deild kvenna var 2.000

kr. enda þar einungis spilað upp á 2 hrinur unnar. Stjórn BLÍ treysti sér ekki til að hækka

dómaragreiðslunnar að sinni til að hlífa blakfélögum fyrir frekari fjárútlátum en það þarf nauðsynlega að

hækka þetta gjald svo að nýir dómarar fáist til starfa sem og að núverandi dómarar vinni að þessu starfi að

fullum hug og séu ávallt fúsir til að dæma. En það bar mikið á því í vetur að erfitt væri að manna dómara á

leiki vegna þess að þeir vildu frekar láta aðra hluti ganga fyrir. Þónokkuð var um það að dómarar mættu á

seinustu stundu eða hreinlega mættu ekki í leik þannig að í einhverjum tilfellum töfðust leikir eða leikir

spilaðir með aðeins einn dómara en þetta kom aðeins fyrir í 2. deildinni. Í flestum tilfellum var hægt að

redda því í tíma ef dómarar forfölluðust eða mættu ekki. Enn eru frekar fáir reyndir dómarar í boði og flestir

hafa einhver tengsl við ákveðið lið sem eru að keppa en vonandi halda ungir og efnilegir dómarar áfram að

dæma svo þau mál verði í lagi í framtíðinni enda nauðsynlegt þar sem fjöldi leikja á hverju tímabili fer

fjölgandi.

Page 46: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 46

Það er því endurtekinn krafa frá dómaranefnd BLÍ að greiðsla fyrir dómgæslu í leik á vegum BLÍ verði

að lágmarki 5.000 kr. næsta tímabil svo að hún sé eitthvað í samræmi við aðrar boltagreinar og þann tíma

og akstur á eigin bílum sem dómarar leggja á sig. Annars má búast við að einhverjir af núverandi dómurum

muni hætta eða sinna þessu takmarkað og erfitt sé að fá nýja dómara inn í stéttina.

Með því að hækka greiðslu fyrir dómgæsluna verður auðveldara að fá dómara til að taka að sér leiki, fá

nýja dómara inn í stéttina auk þess sem meiri kröfur megi gera á dómara og dómgæslu þeirra.

Þar sem ekkert dómaranámskeið var haldið seinasta keppnistímabil og mikil þörf að fá nýja dómara út

á landi svo ekki þyrfti að standa í því að senda dómara frá höfuðborgarsvæðinu með tilheyrandi kostnaði að

þá var farið í það að halda nokkur dómaranámskeið í byrjun tímabilsins út um allt land. Sævar Már

Guðmundsson landsdómari hélt dómaranámskeið í október 2009 á Akureyri þar sem 18 manns mættu á og

12 náðu prófi. Einnig hélt hann dómaranámskeið á Ísafirði um svipað leiti þar sem 8 manns mættu og 6

náðu prófi. Síðar komu tveir frá Ísafirði og tóku upptökupróf og náðu því. Einnig hélt Sævar námskeið á

Egilsstöðum þar sem 12 manns mættu og 10 náðu prófi. Jón Ólafur Valdimarsson alþjóðablakdómari og

formaður dómaranefndar hélt einnig í október 2009 námskeið á Grundarfirði þar sem 19 manns mættu og

17 náðu prófi og síðan aftur í Reykjavík þar sem 6 manns mættu og öll náðu prófi. Alls voru því haldin 5

dómaranámskeið á þessu tímabili. Þátttakendur voru 67 talsins þar sem 59 manns fengu dómararéttindi í

blaki. Þónokkuð af þessum dómurum fóru strax að sinna dómgæslu á þessu tímabili, sérstaklega út á landi

endi veitti ekki af því. Dómaranefnd BLÍ óskar öllu þessu fólki innilega til hamingju með dómarapróf sín og

óskar þeim velfarnaðar í dómgæslunni. Einnig var sett á dómaranámskeið á Hvolsvelli í byrjun árs 2010 sem

Jón Ólafur ætlaði að sjá um en ekki næg þátttaka fékkst svo hægt væri að halda námskeiðið. Var því önnur

tilraun gerð að halda það í Reykjavík í staðinn skömmu síðar með þá þátttakendum sem ekki komust á

námskeiðið í Reykjavík á sínum tíma en því miður fannst aldrei hentugur tími til að halda það námskeið. Því

var það blásið af og verður reynt að halda það námskeið næsta haust í staðinn.

Alls þurfti að raða niður dómurum á 345 leiki sem voru á vegum BLÍ og gekk það yfirleitt ágætlega fyrir

sig þó að eitthvað væri um að upphaflegir dómarar á leikjum forfölluðust en það fundust nær ávallt

dómarar í staðinn með mismikilli fyrirhöfn þó sem gerði það að verkum að sumir dómarar voru virkari í

dómgæslunni en aðrir. Sumir dómara voru þó búnir að gefa það út að þeir gætu eitthvað takmarkað dæmt

þennan vetur vegna ýmissa ástæðna. Til þess að dæma þessa 345 blakleiki í öllum landshlutum hafði

dómaranefnd BLÍ aðgang að 32 héraðsdómurum og 15 landsdómurum (sjá nöfn og fjölda dæmdra leikja í

viðauka). Sumir af okkar dómurum eru enn að spila svo erfitt getur að manna störf dómara þegar margir

leikir eru í gangi. Einnig sökum þessa að margir dómarar eru leikmenn, þjálfarar eða stjórnamenn tiltekinna

liða að þá getur oft verið erfitt að finna hæfa dómara sem teljast með öllu hlutlausir í tiltekna leiki eftir

aðstæðum en það er trú nefndarinnar að allir dómarar dæmi eins og á að dæma eftir reglum blaksins óháð

því hvort þeir tengjast viðkomandi liðum eða ekki.

Alþjóðablakdómarar okkar Leifur Harðarsson og ég undirritaður Jón Ólafur Valdimarsson dæmdu

nokkra leiki erlendis á þessu tímabili. Jón Ólafur dæmdi 6 blakleiki á Smáþjóðaleikunum á Kýpur í júní

2009. Einn af þeim leikjum sem Jón Ólafur dæmdi á mótinu var sýndur í beinni útsendingu í kýpverska

ríkissjónvarpinu en það var karlaleikur milli Kýpurs og Lúxemborgar og var Jón Ólafur aðaldómari í þeim

leik. Jón Ólafur fór svo í október 2009 til Finnlands og dæmdi kvennaleik í Evrópukeppni félagsliða í blaki

Page 47: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 47

sem aðaldómari. Í þeim leik var hann metinn af fulltrúa dómaranefndar Evrópublaksambandsins í annað

sinn og gekk það mjög vel og eftir þá dómgæslu er Jón Ólafur orðinn formlega alþjóðlegur blakdómari. Var

það síðan staðfest á heimasíðu Alþjóðlega blaksambandsins í janúar 2010. Jón Ólafur dæmdi svo annan leik

í sömu keppni í Belgíu í desember 2009 sem aðstoðardómari. Leifur dæmdi 2 landsleiki milli Englands og

Tyrklands kvenna í Englandi í lok maí 2009 og svo 3 leiki í Lúxemborg í lok júní 2009 í úrslitakeppni

Evrópumóts C-þjóða karla. Leifur var settur á dómgæslu í leik í Hollandi desember 2009 en þurfti að segja

sig frá því sökum þess að hann var að jafna sig eftir mjaðmaskiptaaðgerð. Í maí 2010 var Leifur

aðstoðardómari í leik Dana og Svía í undankeppni Evrópumóts kvenna í blaki. Gekk þeim báðum mjög vel í

þessum leikjum. Næstu verkefni Leifs er að dæma 3 leiki í undankeppni Evrópumóts C-þjóða kvenna í blaki

sem verður haldið á Möltu í byrjun júní 2010 og mun íslenska kvennalandsliðið taka þátt á því móti á sama

tíma. Næstu verkefni Jóns Ólafs er að fara um miðjan júní 2010 til Möltu að dæma 2 leiki í undankeppni

Evrópumóts C-þjóða karla en íslenska karlalandsliðið mun taka þátt í því móti á sama tíma.

Landsdómarinn Sævar Már Guðmundsson tók einnig að sér alþjóðleg verkefni í dómgæslu þegar hann

dæmdi 7 leiki á Norðurlandamóti karla og kvenna U-19 í október 2009 í Danmörku og svo aftur á sama móti

U-17 liða einnig í Danmörku um miðjan desember 2009 þar sem hann dæmdi 4 leiki. Ekki er sett krafa um

að dómarar á þessum mótum séu með alþjóðleg dómararéttindi og þar sem hver þátttökuþjóð þarf að

útvega a.m.k. einn dómara á mótið að þá var tilvalið að leyfa Sævari að fá smá alþjóðlega reynslu í

blakdómgæslu enda gátu hvorki Leifur eða Jón Ólafur dæmt á þessum mótum á þessum tíma. Gekk Sævari

mjög vel að dæma á þessum mótum og nú nýverið ákvað stjórn BLÍ að senda Sævar við fyrsta tækifæri á

alþjóðlegt dómaranámskeið þannig að Íslendingar eignist sinn þriðja alþjóðlega blakdómara von bráðar.

Ekki veitir af vegna aukinna verkefna íslenskra blaklandsliða sem og að Leifur Harðarson þarf að hætta sem

alþjóðlegur blakdómari eftir 1 ½ ár. Samkvæmt reglum Alþjóða blaksambandsins verða alþjóðlegir

blakdómarar að hætta alþjóðlegri dómgæslu er þeir ná 55 ára aldrinum en mega samt sem áður dæma

lengur í sínu heimalandi vilji þeir það. Dómaranefnd BLÍ vonar að Sævar komist á alþjóðlegt

dómaranámskeið sem fyrst og vonandi á þessu ári eða byrjun næsta árs og óskar honum velfarnaðar á

námskeiðinu. Þetta eru a.m.k. vikulöng námskeið og miklar kröfur eru settar á þátttakendur varðandi

skilning á leikreglum, framkomu sem blakdómarar og góðrar enskukunnáttu.

Að lokum vil ég hvetja leikmenn allra deilda, þjálfara og aðra forsvarsmenn liða að renna reglulega yfir

leikreglurnar í blaki svo menn hafi sem bestan skilning á þeim þegar keppt er og séu því vel meðvitaðir um

ákvarðanir dómarans hverju sinni. Einnig er mikilvægt að leikmenn og þjálfarar viti hvernig samskipti þeirra

sé háttað við dómara í leikjum sem og við andstæðinga sína á vellinum. Því miður koma alltaf upp atvik á

hverju tímabili þar sem leikmenn eða þjálfarar séu að skammast í og úthúða dómurum að óþörfu í leikjum

eða eftir leik. Er það von nefndarinnar að viðkomandi aðilar sýni þann þroska á næsta keppnistímabili að

hafa þannig uppákomur í lágmarki og beri virðingu fyrir störfum dómara. Það sama á við um dómarana að

halda sér ávallt við efnið og rifja reglulega upp leikreglurnar enda er það þeirra að kunna þær 100%. Þetta

var sérstaklega mikilvægt á þessu tímabili vegna nokkurra breytinga á leikreglunum í blakinu árið 2009.

Vonandi kynntu sem flestir dómarar, leikmenn og þjálfarar þær sem best en þeim var reynt að kynna af

sem bestri getu frá BLÍ. Engin formleg athugasemd eða kæra barst nefndinni er tengdist óánægju varðandi

dómgæslu í vetur og því var ekki þörf á formlegum svörum frá dómaranefndinni að þeim sökum. Aftur á

móti var eitthvað um óformlegar kvartanir frá liðum og einstaklingum sem bárust til skrifstofu BLÍ og var

Page 48: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 48

það þá aðallega í tengslu við dómgæsluna í 2. umferð bikarmótsins á Akureyri í febrúar 2010 þar sem

þónokkur óánægja var með hana af nokkrum þátttökuliðinum. Dómgæslan var í höndum blakdeildar KA

sem taldi þetta kærkomið tækifæri til að þjálfa nýja og unga dómara í bland við reynda dómara á þeirra

vegum. Mörg liðanna voru ósátt við það þar sem þeim fannst bikarmót sem þetta ekki rétti vettvangurinn

til að þjálfa nýja dómara því þarna séu spilaðir mikilvægir leikir og því þurfi reynslumeiri dómara til.

Dómaranefnd BLÍ væntir þess að tekið verið tillit til þessa að bestu getu á næsta tímabili og hæfustu

dómarar hverju sinni dæmi þá leiki sem eru mikilvægir. Eins og á hverju tímabili var eitthvað um að

leikmenn fengu gul eða rauð spjöld á tímabilinu en ekkert atvik var það alvarlegt að það þurfti að vísa til

aganefndar BLÍ og þeir sem fóru í leikbönn á árinu var eftir reglugerð aganefndar BLÍ út frá rauðum eða

uppsöfnuðum gulum spjöldum. Nánar um stöðu spjalda og hverjir fengu spjöld er að finna í viðauka.

Það er von dómaranefndar að gæði blaks og blakdómgæslu muni ávallt aukast á komandi árum og er

það markmið nefndarinnar að stuðla að góðri dómgæslu og umgjörð kringum hana á mótum BLÍ. Einnig vil

ég í leiðinni minna félög á að þau eiga að tilnefna 2 dómara sem dæma fyrir þeirra hönd fyrir hvert

keppnistímabil og þau muni sinna þeirri skyldu að samviskusemi.

Fyrir hönd dómaranefndar BLÍ vil ég færa öllum þeim sem dæmdu í okkar nafni í vetur bestu þakkir

fyrir þeirra framlag.

Jón Ólafur Valdimarsson, formaður dómaranefndar BLÍ keppnistímabilið 2009 – 2010

Page 49: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 49

Þinggerð 35. öldungaþings BLÍ 2010

Öldungaþing Mosaldar 13. maí 2010

Fundarstaður: Hlégarður

Fundartími: 21:15-23:37

Fundarstjóri: Björn Guðbjörnsson

Fundarritari: Kristín Reynisdóttir

Fundarefni:

1. Breytingar á reglugerð um Öldungamót BLÍ:

Björn fundarstjóri greindi frá því að þrír einstaklingar hefðu verið valdir í nefnd á liðnu öldungaþingi (2009)

ásamt þremur fulltrúum frá BLÍ. Nefndarmenn eru: Þorgerður Kristinsdóttir, Ásdís Birna, Svala Vignisdóttir,

Björn Guðbjörnsson og Hreggviður. Nefndin hefði farið ítarlega yfir reglugerðina og tekið tillit til allra

athugasemda sem hefðu borist fyrir tilsettan tíma. Þau leggi nú fram drög að nýrri reglugerð. Öll lið hafa

fengið niðurstöður nefndarinnar. Svala Vignisdóttir kynnti breytingarnar fyrir fundarmönnum.

2. grein: a); “iðkandi þarf að vera skráður í blaki hjá félagi innan ÍSÍ.” Miklar umræður hófust, fólk var

óánægt með að þurfa að skrá sig í ákveðið félag. Ekki er hægt að afgreiða þetta mál endanlega á þessu

þingi, það verður að bíða til ársþing BLÍ í júní. Svala benti á að skráningin væri fjárhagslega mikilvæg fyrir

BLÍ vegna lottópeninga. Fundarmenn voru sammála um að 2.grein þarfnist nánari skoðunar.

Í kjölfarið var nafnakall liða og kom í ljós að mættir voru fulltrúar 38 liða af 125, sem nær ekki þeim

40% sem þarf til að geta gert breytingar á reglugerð um Öldungamót BLÍ. Umræður spunnust um dræma

þátttöku á öldungaþingi, haft var á orði að mótið sé orðið of stórt.

Bjarni frá Völsungi spurði hvort takmarka þyrfti fjölda liða á Öldungamót og hvort setja þyrfti skilyrði

um þátttöku t.d. að lið hefðu tekið þátt í 2 hraðmótum yfir veturinn og að þetta væri orðið spurning um

utanumhald. Útilokað væri fyrir minni svæði að halda öldungamót ef heldur fram sem horfir.

Fundarstjóri bað Svölu að halda áfram að fara yfir reglugerðina. Tillaga kom um breytingu á 2. grein c,

það tíðkist í Noregi að það lið sem mætir með 6 leikmenn geti haldið áfram að spila með 5 leikmenn.

Ábending gerð um að fella það inn í reglugerð öldungamótsins.

4. grein: Hannes Garðarsson frá K.A. lagði fram tillögu sem hljóðar svo: “Öldungaþing 2010 haldið að

Hlégarði í Mosfellsbæ 13.maí samþykkir eftirfarandi breytingatillögu við 4. gr í tillögum að reglugerð fyrir

Öldungamót BLÍ: Mótið skal haldið á þeim stað sem tilgreindur er í umsókn hverju sinni og tengjast

Page 50: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 50

sumdardeginum fyrsta eða 1. maí. Ef sérstakar aðstæður kalla á má í samráði við Öldungaráð ákveða

annan mótstíma.

Umræður hófust um dagsetninguna 1. maí. Margir lögðu orði í belg en þar sem þingið var ólöglegt var

ekki hægt að taka ákvörðum um þessa dagsetningu.

6. grein: Hannes frá K. A. kom með viðaukatillögu við 6. grein: “Öldungaþing 2010 haldið að Hlégarði í

Mosfellsbæ 13.maí samþykkir eftirfarandi viðaukatillögu við 6. gr í tillögum að reglugerð fyrir Öldungamót

BLÍ: Öldungi er heimilt ef sérstök ástæða er til að hafa frávik á fjölda liða í deildum.” Það hefur stundum

gengið illa að fá lið úr neðri deild upp í efri deild, ef lið úr efri deild mætir ekki til keppni. Völsungar bentu á

að mikilvægt væri að hægt sé að koma á ákveðnum vinnureglum í slíkum tilfellum.

9.grein: Óánægja ríkti hjá fundarmönnum að greiðsla fyrir kæru hafi hækkað úr 500 krónum í 5000

krónum. Spurt var um rök fyrir þessari hækkun og hvort mikið væri um kærur. Svala sagði ekki vera mikið

um kærur en útskýrði ekki frekar þessa hækkun.

10. grein: Nefndinni finnst ákveðið ósamræmi vera milli landsbyggðar og höfuborgarsvæðis m.t.t.

atkvæðagreiðslu á öldungaþingi. Hugsunin með fjölda atkvæða eftir fjölda liða var sú að landsbyggðin hefði

meira vægi en liðin á höfuðborgarsvæðinu.

10.grein b): Hannes i KA kom með eftirfarandi breytingartillögu: “Öldungaþing 2010 haldið að Hlégarði

í Mosfellsbæ 13.maí samþykkir eftirfarandi breytingatillögu við 10. gr í tillögum að reglugerð fyrir

Öldungamót BLÍ: Hlutverk Öldungaþings er að móta og samþykkja tillögur til BLÍ um reglur um Öldungamót

í samræmi við markmið og tilgang þeirra.”

Í breytingartillögum sinum hefur nefndin fellt út upplýsingar um skiladag á tillögum um

reglugerðarbreytingu. Hannes í KA kom með breytingartillögu um 10. grein: “Öldungaþing 2010 haldið að

Hlégarði í Mosfellsbæ 13.maí samþykkir eftirfarandi breytingatillögu við 10. gr í tillögum að reglugerð fyrir

Öldungamót BLÍ: Tillögur til reglugerðarbreytingar sem taka á fyrir á þinginu þurfa að hafa borist í hendur

Öldunganefnar 15 dögum fyrir þing og skulu birtar á heimasíðu mótsins. Til breytinga á reglugerð þessari

þarf minnst 2/3 atkvæða og mætt skal fyrir a.m.k. 1/3 atkvæða þátttökufélaga.“ Þessi tillaga var rædd,

Gunna Stína frá Aftureldingu lýsti yfir ánægju með þessa breytingu KA-manna. Fylkiskonur lýstu yfir

óánægju sinni með óljósar vinnureglur öldungaráðs. Þær vilja hafa meira gagnsæi í ákvörðun um næsta

Öldungamót. Aðrir ræddu þann möguleika að festa í reglur að Öldungaráð taki ákvörðun um næsta

Öldungamót, það kæmi í veg fyrir atkvæðaveiðar og enn aðrir vilja auka lýðræðið þannig að allir fái að kjósa

um hvar næsta Öldungamót verði haldið. Umræður urðu um mikilvægi þess að búa til vinnureglur um

ákvörðunartöku um val á staðsetningu næsta öldungamóts.

Hannes frá KA kom með breytingartillögu við viðbótartexta í tillögum að reglugerð fyrir öldungamót

BLÍ: “Öldungaþing 2010 haldið að Hlégarði í Mosfellsbæ 13.maí samþykkir eftirfarandi breytingatillögu við

viðbótartexta í tillögum að reglugerð fyrir Öldungamót BLÍ: Á móti skal BLÍ skipa 2 landsdómara til að hafa

umsjón í samráði við mótshaldara með dómgæslu og niðurröðun dómara á Öldungamótum BLÍ.” Hannes

lagði áherslu á að það vantaði samráð við mótshaldarar í tillögunum.

Page 51: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 51

Fundarstjóri þakkað Svölu og nefndarmönnum fyrir sín störf og flutning. Björn spurði hver væri vilji

þingsins að vinna tillögurnar betur áfram? Tillögunum yrði vísað til ársþings BLÍ ásamt breytingartillögunum

sem komu fram á öldungaþinginu og þar yrði endanleg ákvörðun tekin.

Gunna Stína Öldungur tók til máls og spurði af hverjui athugasemdum vegna reglugerðarbreytinga var

klippt út. Henni fannst ekkert nýtt í þessum tillögum um reglugerðarbreytingar. Ekkert um hagnýt atriði

eins og skráningu. Lögmæti öldungaþings mjög takmarkað eða ekkert í raun. Nýta mætti betur heimasíður

og rafrænar atkvæðagreiðslur.

Fundarmenn almennt sammála um að tillögurnar mætti móta betur og það ætti helst ekki að bíða með

breytingar á þeim fram á næsta Öldungamót. Fundarstjóri gerði það að tillögu sinni að nefndin fengi

umboð til að vinna betur í þessum tillögum sem komu fram á þingi kvöldsins fyrir ársþing BLÍ í júní nk.

Samkvæmt handaruppréttingum skoðast tillaga hans samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

2. Val á öldungi næsta Öldungamóts: Fundarstjóri tilkynnti að fjórar umsóknir hefðu borist um næsta

Öldungamót og yrðu þær nú kynntar.

HK – Ingibjörg Gunnarsdóttir, formaður HK kynnti. Dagssetning: 28.-30. apríl 2011. Öldungur: Heiðbjört

Gylfadóttir. Spilað yrði á 12 völlum á þremur stöðum í Kópavogi; Kórnum, Fagralundi og Digranesi. Nýlega

hefði komið upp sá möguleika að halda mótið eingöngu í Kórnum, leggja þá gólf yfir knattspyrnuvellina. Sú

hugmynd er i vinnslu. Mikið útbreiðslustarf væri hjá HK í yngri og eldri flokkum og horft sé til aukins

samstarfs við Víking, granna sína í Fossvogsdalnum.

Hyrnan - Tómas Óskarsson, tilnefndur öldungur ef að öldungamóti á Siglurfirði kemur, kynnti umsókn

Hyrnunnar. Dagssetning: 28.-30.apríl. Þeir geta í samstarfi við Ólafsfirðinga boðið uppá sex velli, 3 á

Siglufirði og 3 á Ólafsfirði. Nýlega hefðu þeir fengið vilyrði að fá þrjá til viðbótar á Dalvík. Þjónustustig mjög

gott í öllum þessum byggðarlögum. Yngri flokka starfið hefur legið niður um hríð en hófst aftur sl. haust.

Öldungablakið á Siglufirði verður 40 ára 2011.

KA – Hannes Garðarsson kynnti umsókn þeirra. Öldungur: Hannes Garðarsson. Dagssetning: 5.-7. maí.

Mikill áhugi fyrir móti 2011, þegar búið að skipa í nefndir sem byggja á reynslu frá mótshaldi 2001 og 2005.

Þróttmikið krakkablak hjá félaginu. Aðstaða á 9 völlum; KA heimili, Íþróttahöllinni og Giljaskóla. Ákveðið

hefur verið að 10% af ágóða mótsins verði ráðstafað til krakkablaks á þeim stöðum sem ekki geta haldið

öldungamót vegna stærðar mótsins. Spurning úr sal um hvort tiundin sé lögleg. Svo er þar sem þetta er

ákvörðun mótshaldara.

Þróttur Reykjavík – Sigurlaugur Ingólfsson, formaður blakdeildar kynnti umsókn. Þeir vilja halda mótið í

Vestmannaeyjum í samstarfi við ÍBV. Öldungur: Jón Ólafur Valdimarsson. Dagssetning: 5.-7 maí. Boðið

verður uppá 10 velli, 9 undir sama þaki auk 1 vallar í 5 mínútna göngufæri. Þetta er í þriðja sinn sem

Þróttur sækir um. Uppbyggingastarf gengið illa og fjárhagur bágur. Fjölmargar spurningar komu i kjölfar

kynningar. Einum fannst ótækt að fjárhagsvandi væri nefndur i umsókn. Spurt var hvort það væri ekki

dýrara fyrir Þrótt að halda mótið i Eyjum. Svo var ekki að mati formanns Þróttar. Spurt var um samstarfið

við ÍBV. Sigurþór svaraði þvi til að það snerist um aðstöðu, ÍBV sjái um veitingasölu. Engin krafa væri um

stofnun blakdeildar hjá ÍBV.

Page 52: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 52

Fundarstjóri þakkaði kynningar.

Fundarstjóri sagði að skýrt væri í lögum að kjósa ætti Öldung á þinginu. Skrifleg tillaga barst frá Ósk Jórunni

Árnadóttur:

13. maí 2010. Ég legg til að Öldungaþing 2010 vísi ákvörðun um næsta mótsstað til Öldungaráðs.

Virðingarfyllst, Ósk Jórunn Árnadóttir.

Tillagan var samþykkt með 23 handauppréttingum gegn 10 og skoðast samþykkt. Tveir voru með umboð

frá öðrum liðum, 1 lið hjá hvorum þeirra. Umræður urðu um að brýnt væri að hvetja fólk til að mæta á

Öldungaþing til að taka ákvörðun um hvar ætti að halda næsta Öldungamót.

3. Önnur mál:

Ásdís Birna Pálsdóttir, sem situr í Öldungaráði kynnti fundarmönnum að öldungaráð verði að vega og meta

alla kosti, þar á meðal yngriflokka starf við val á næsta stað. Ekki væri búið að taka ákvörðun um hvar

næsta mót yrði. Þrír sem tækju þá ákvörðun, þ.e. Öldungaráð.

Bjarni frá Völsungi lýsti þeirri skoðun sinni að þetta væri það alaumasta þing sem hann hefði setið.

Tilgangslaust þing. Fá þyrfti meiri kraft í þingið. Við erum of bundin af reglugerðinni. Margir tóku undir hans

orð.

Björn fundarstjóri þakkaði fundarmönnum fyrir þingstörf og sleit þingi kl. 23:37

Page 53: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 53

Blaksamband Íslands

Ársreikningur 2009

Unnið af Halldóru Sævarsdóttur

Page 54: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 54

Blaksamband Íslands

Áritun stjórnar

Ársreikningur þessi fyrir árið 2009 er saminn skv. viðurkenndum bókhaldsvenjum og reglum þeim er

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur samræmt fyrir sambandsaðila sína

Ársreikningur Blaksambands Íslands samanstendur af rekstrarreikningi fyrir árið 2009, efnahagsreikningi

þann 31. desember 2009 auk sundurliðana.

Við teljum að hann endurspegli afkomu Blaksambands Íslands fyrir ofangreint starfsár og samþykkjum hann

hér með með undirritun okkar

_______________________________________

Jason Ívarsson (sign)

formaður BLÍ

______________________________ _________________________

Aðalheiður Sigursveinsdóttir (sign) Sævar Már Guðmundsson (sign)

gjaldkeri BLÍ framkvæmdastjóri BLÍ

Áritun skoðunarmanna BLÍ

Við undirritaðir skoðunarmenn BLÍ höfum yfirfarið ársreikning sambandsins fyrir árið 2008. Við höfum

yfirfarið efnahagsliði í árslok og fengið greið svör við öllum fyrirspurnum.

Við leggjum því til að ársreikningurinn verði samþykktur.

Akureyri, 2. júní 2010

______________________________ _________________________

Hjörtur Bjarki Halldórsson (sign) Aðalsteinn Eymundsson (sign)

kjörinn skoðunarmaður kjörinn skoðunarmaður

Page 55: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 55

Rekstrarreikningur ársins 2009

skýr 2009

2008

Rekstrartekjur Framlög og styrkir................................................................... 1 16.601.498

16.079.421

Mótatekjur.............................................................................. 2 4.327.489

6.578.622

Aðrar tekjur............................................................................ 3 1.737.998

840.971

22.666.985

23.499.014

Rekstrargjöld Yfirstjórn................................................................................ 4 4.829.558

5.956.418

Íþróttaleg viðskipti................................................................... 5 13.977.213

15.567.195

Kynning og fræðsla................................................................. 6 1.281.495

866.218

Önnur gjöld............................................................................. 7 634.777

149.431

Afskriftir................................................................................. 8 250.000

415.000

20.973.043

22.954.262

Hagnaður (tap) fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

1.693.942

544.752

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Vaxtatekjur............................................................................. 9 20.270

19.362

Vaxtagjöld.............................................................................. 10 (1.093.479)

(1.214.789)

(1.073.209)

(1.195.427)

Hagnaður (tap) ársins

620.733

(650.675)

Page 56: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 56

Efnahagsreikningur 31. desember 2009

skýr 2009

2008

Eignir

Fastafjármunir Varanlegir rekstrarfjármunir...................................................... 11 98.870

98.870

Blakdúkur............................................................................... 12 1.500.000

1.750.000

Fastafjármunir samtals

1.598.870

1.848.870

Veltufjármunir Viðskiptakröfur........................................................................ 13 1.161.290

2.300.095

Handbært fé .......................................................................... 14 31.159

87.669

Veltufjármunir samtals

1.192.449

2.387.764

Eignir samtals

2.791.319

4.236.634

Page 57: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 57

Efnahagsreikningur 31. desember 2009

skýr 2009

2008

Eigið fé og skuldir

Eigið fé Ójafnað tap............................................................................. 15 (2.854.222)

(3.474.955)

Eigið fé samtals

(2.854.222)

(3.474.955)

Skammtímaskuldir Yfirdráttur bankareikninga........................................................ 16 3.084.472

3.353.518

Kreditkort............................................................................... 17 2.074.425

2.029.292

Ógreiddur kostnaður................................................................ 18 443.492

2.328.557

Aðrar skammtímaskuldir.......................................................... 19 43.152

222

Skuldir samtals

5.645.541

7.711.589

Eigið fé og skuldir samtals

2.791.319

4.236.634

Page 58: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 58

Sundurliðanir

2009

2008

1 Framlög og styrkir

Styrkir ÍSÍ............................................................................. 1.853.882

2.279.485

Lottó ÍSÍ............................................................................... 2.891.935

2.320.552

Norræni menningarmálasjóðurinn........................................... 1.399.580

1.342.800

Framlag frá Ríkinu................................................................. 3.000.000

2.500.000

Tekjur vegna unglingastarfs....................................................

470.000

Framlög landsliðsmanna........................................................ 5.907.460

4.240.793

Styrkir frá fyrirtækjum og einstaklingum.................................. 1.548.641

2.925.791

16.601.498

16.079.421

2 Mótatekjur

Tekjur af mótahaldi................................................................ 3.640.800

2.856.225

Þátttökugjöld alþjóðamóts.....................................................

2.612.312

Aðgangseyrir........................................................................ 63.689

42.096

Tekjur vegna æfingabúða, námskeiða o.fl................................ 151.000

Tekjur vegna hæfileikabúða.................................................... 472.000

1.067.989

4.327.489

6.578.622

3 Aðrar tekjur

Félagaskipti......................................................................... 93.000

69.000

Sala fræðsluefnis.................................................................. 146.500

153.026

Fjáraflanir landsliðs............................................................... 166.956

Aðrar fjáraflanir..................................................................... 791.542

Tekjur vegna öldungamóts..................................................... 540.000

Aðrar tekjur..........................................................................

618.945

1.737.998

840.971

4 Yfirstjórn

Stjórnunarkostnaður.............................................................. 833.383

412.725

Annar skrifstofukostnaður...................................................... 338.011

Póstur, sími ritföng o.fl.......................................................... 478.791

320.236

Heimasíða............................................................................ 96.541

106.413

Þing og fundarkostnaður........................................................ 239.584

171.392

Laun framkvæmdastjóra........................................................ 1.598.392

1.692.288

Þjálfarar............................................................................... 500.000

1.700.000

Launatengd gjöld.................................................................. 264.091

271.538

Tryggingagjald...................................................................... 114.365

103.426

Dagpeningar......................................................................... 366.400

1.178.400

4.829.558

5.956.418

Page 59: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 59

Sundurliðanir

2009

2008

5 Íþróttaleg viðskipti

Ferðakostnaður

Innanlands........................................................................... 546.713

1.661.128

Erlendis............................................................................... 9.240.603

5.255.023

Annað

Kostnaður vegna búninga og fleira.......................................... 172.601

699.270

Íþróttaáhöld.......................................................................... 329.450

Íþróttavörur........................................................................... 227.013

Kostnaður vegna þátttöku í mótum......................................... 708.274

1.725.677

Dómgæsla deild og bikar....................................................... 1.245.000

919.200

Kostnaður vegna mótahalds................................................... 720.371

966.375

Kostnaður vegna alþjóðamóts................................................ 425.936

3.980.070

Húsaleiga ÍSÍ........................................................................ 361.252

360.452

13.977.213

15.567.195

6 Kynning og fræðsla

Fræðsla, útbreiðsla og kynning.............................................. 703.835

140.898

Kostnaður vegna hæfileikabúða, námskeiða og fleira................ 577.660

725.320

1.281.495

866.218

7 Önnur gjöld

Árgjöld NEVZA CEV og FIVB................................................. 49.634

89.049

Árs- og uppskeruhátíð BLÍ..................................................... 126.000

29.400

þjónustugjöld banka.............................................................. 5.220

30.982

Leiðréttingar fyrri ára............................................................. 453.923

0

634.777

149.431

8 Fyrningar............................................................................. 250.000 9 Vaxtatekjur.......................................................................... 20.270 10 Vaxtagjöld............................................................................ -1.093.479 11 Tölvubúnaður........................................................................ 98.870 12 Blakdúkur............................................................................ 1.500.000

13 Viðskiptakröfur

Inneign hjá afrekssjóði........................................................... 100.000

200.000

Skuld við ÍSÍ......................................................................... -816.082

267.889

Viðskiptakröfur sölukerfi........................................................ 1.877.372

1.832.206

1.161.290

2.300.095

Page 60: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 60

Sundurliðanir

14 Handbært fé

Bankareikningur landsliðs kvenna........................................... 10.231

Bankareikningur landsliðs karla.............................................. 8.273

Tékkareikningur 4062............................................................ 12.655

87.669

31.159

87.669

15 Eigið fé

Ójafnað tap frá fyrra ári.......................................................... (3.474.955)

(2.824.280)

Afkoma ársins...................................................................... 620.733

(650.675)

(2.854.222)

(3.474.955)

16 Skammtímaskuldir

Tékkareikningur 7570............................................................ 1.851.968

Tékkareikningur 1918............................................................ 1.232.504

3.084.472

17 Kreditkort............................................................................. 2.074.425 18 Ógreiddur kostnaður.............................................................. 443.492

19 Ógreitt vegna launa...............................................................

43.152

Page 61: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 61

Viðaukar Refsingar og staða spjalda eftir leiktímabilið

Einn þjálfari tók út leikbann í vetur

Marek Bernat, Þ kvk KA fyrir rautt spjald

Staða gulra spjalda

Jóhann Eiríksson, KA 1 gult

Piotr Kempisty, KA 1 gult

Geir Sigurpáll Hlöðversson, Þróttur Nes 1 gult

Filip Szewzyk, KA 2 gul

Ivo Bartkevics, 1 gult spjald

Apostol Apostolov, leikmaður Þróttar Nes 1 gult

Róbert Karl Hlöðversson, Stjarnan 1 gult

Quentin Cucuel, leikmaður Þróttar R, 1 gult

Sævar Már Guðmundsson, Þróttur R 1 gult

Hjördís Marta Óskarsdóttir, Stjarnan 1 gult

Apostol Apostolov, Þjálfari Þróttar Nes kvk, 1 gult

Quentin Cucuel, þjálfari Þróttar R kvk, 2 gul

Ingi Björn Ingason, UMFG 1 gult

Steinar Þór Alfreðsson, UMFG 1 gult

Guðmundur Sigmarsson, Umf. Hrunamenn 1 gult

Valdimar Hafsteinsson, Hamar 2 gul Zdravko Demirev, þjálfari mfl. HK kvk, 1 gult Marek Bernat Þ kk hjá KA 1 gult

Marek Bernat Þ kvk hjá KA 2 gul

Listi dómara yfir fjölda dæmdra leikja

Landsdómarar 2009-2010 Mikasadeild neðri deildir bikarkeppni úrslitakeppni fjöldi leikja

Brynjar Pétursson Grímur Magnússon 4

1 5

Hannes Karlsson 8

2 10

Jason Ívarsson 2 12

2 16

Jóhannes Stefánsson 11 6 1 1 19

Jón Ólafur Valdimarsson 12 17 3 5 37

Karl Sigurðsson

3

3

Kristján Geir Guðmundsson 9

3 1 13

Leifur Harðarson 10 1 2 6 19

Marinó Þorsteinsson 9

5 14

Ólafur Jóhann Júlíusson 2 5 1 1 9

Reynir Árnason 12 10 1 2 25

Stefán Jóhannesson 12

1 3 16

Svala Vignisdóttir 4 9

2 15

Sævar Már Guðmundsson 15 17

7 39

Valgeir Valgeirsson 5 6

1 12

Page 62: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 62

Héraðsdómarar 2009-2010 Mikasadeild neðri deildir bikarkeppni úrslitakeppni fjöldi leikja

Andrea Burgherr

13

13

Andri H Sigurjónsson

5

5

Anna María Reynisdóttir

1

1

Ásta Sigrún Gylfadóttir

4

4

Garðar Svansson

6

6

Hrefna Stefánsdóttir

0

Ingólfur Hilmar Guðjónsson 1 15

16

Jóhann Keith Hearn

22

22

Kolbeinn Tumi Baldursson

10

10

Lilja M. Hreiðarsdóttir

9

9

Matthías Haraldsson 1

1

Orri Þór Jónsson 4 13

1 18

Ólafur Arason

0

Ólafur H Sigurðsson 1

1 2

Róbert Karl Hlöðversson

4

4

Susanne Freuler

4

4

Una Margrét Heimisdóttir

0

Ursula Jüneman

0

Viðar Gylfason

6

6

Vignir Þ. Hlöðversson

4

4

Karl Rúnar Róbertsson 1

1 2

Hlöðver Hlöðversson 1

3 4

Hugrún Ólafsdóttir

3

3

Þorvaldur Snorrason

1

1

Sigurður Örn Gunnarsson

4

4

Baldur Rúnarsson

4

4

Guðrún Kristín Einarsdóttir

6

6

Halldóra Magnúsdóttir

3

3

Aðalsteinn Eymundsson

2

2

Kristján Valur Gunnarsson

1 1

Haukur Garðarsson

1

1

Stigaskor leikmanna í MIKASA deild kvenna veturinn 2009-2010

Nafn Félag Sókn Hávörn Uppgjöf Samtals leikir

Auður Anna Jónsdóttir KA 133 19 22 174 12

Miglena Apostolova Þróttur N 110 12 36 158 12

Hjördís Eiríksdóttir Stjarnan 90 14 16 120 12

Helena Kristín Gunnarsd. Þróttur N 72 15 31 118 12

Rasa Ratkuté Fylkir 72 15 23 110 12

Hulda Elma Eysteinsdóttir KA 82 4 15 101 6

Valdís Lilja Andrésdóttir Þróttur R 58 28 14 100 12

Sóley Ásta Karlsdóttir Fylkir 71 2 22 95 12

Birna Baldursdóttir KA 63 15 17 95 8

Velina Apostolova HK 68 10 13 91 12

Page 63: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 63

Nafn Félag Sókn Hávörn Uppgjöf Samtals leikir

Una Margrét Heimisdóttir KA 51 5 34 90 12

Andrea Burgherr Fylkir 74 9 7 90 11

Hildigunnur Magnúsdóttir Þróttur R 70 4 10 84 7

Fjóla Rut Svavarsdóttir Þróttur R 46 25 8 79 7

Lilja Björk Lárusdóttir Fylkir 62 3 13 78 11

Lilja Jónsdóttir Stjarnan 55 12 6 73 6

Inga Lillý Brynjólfsdóttir Ýmir 53 7 12 72 12

Erla Rán Eiríksdóttir Þróttur N 46 18 7 71 7

Guðný Laxdal Ýmir 36 10 22 68 11

Ásta Sigrún Gylfadóttir Ýmir 51 6 10 67 11

Hjördís Marta Óskarsdóttir Stjarnan 39 22 3 64 12

Hildur Inga Þorsteinsdóttir Fylkir 53 1 9 63 10

Brynja Ólafsdóttir Stjarnan 47 11 4 62 12

Rannveig Júlía Sigurpálsd. Þróttur N 49 12 61 12

Theodora Th. Þórarinsdóttir HK 41 7 12 60 12

Ingibjörg Gunnarsdóttir HK 40 11 9 60 7

Dögg Mósesdóttir Ýmir 43 2 14 59 10

Guðrún Margrét Jónsdóttir KA 38 8 12 58 11

Zaharina Filipova Þróttur N 34 10 10 54 7

María Gunnarsdóttir HK 40 4 10 54 11

Eva Demireva Ýmir 35 4 12 51 10

Stefanía Rut Reynisdóttir HK 31 19 50 9

Þórey Haraldsdóttir HK 38 1 10 49 5

Lilja Einarsdóttir Þróttur N 18 18 11 47 12

Jóhanna Jakobsdóttir Þróttur R 42 2 2 46 12

Guðrún Kr. Einarsdóttir Þróttur R 31 11 42 12

Þóra Gunnsteinsdóttir Ýmir 36 2 4 42 9

Fríða Sigurðardóttir HK 23 4 14 41 5

Rósa Dögg Ægisdóttir Stjarnan 29 3 8 40 11

Valdís Guðmundsdóttir Stjarnan 25 4 8 37 11

Bylgja Rún Stefánsdóttir Ýmir 6 3 24 33 11

Pálmey Kamilla Pálmadóttir HK 19 12 31 9

María Rúnarsdóttir Þróttur R 25 1 5 31 9

Emma Árnadóttir Fylkir 9 1 20 30 11

Sylvia K. Hákonardóttir Þróttur N 18 2 10 30 12

Olga Kolbrún Vilmundard Ýmir 23 6 29 4

Kolbrún Júlía Erlendsdóttir Ýmir 25 1 1 27 7

Birta Björnsdóttir HK 9 5 11 25 9

Harpa Björnsdóttir KA 8 4 12 24 11

Alda Ólína Arnarsdóttir KA 20 1 3 24 9

Page 64: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 64

Nafn Félag Sókn Hávörn Uppgjöf Samtals leikir

Íris Eva Einarsdóttir Þróttur R 8 3 11 22 12

Nicole H. Johansen Stjarnan 13 9 22 10

Kristín Salín Þórhallsdóttir HK 10 1 9 20 10

Brynja Guðjónsdóttir Ýmir 17 1 2 20 7

Gabriele Renee Guðbjartsd. Fylkir 17 1 2 20 5

Zaharina Filipova HK 10 2 7 19 3

Sædís Alda Karlsdóttir Fylkir 14 2 3 19 9

Andrea Ott Þróttur R 10 1 7 18 6

Eva Sigurðardóttir KA 10 4 4 18 6

Anna María Björnsdóttir Stjarnan 6 1 8 15 2

Hugrún Óskarsdóttir HK 11 2 2 15 3

Karen Björg Gunnarsdóttir HK 13 13 4

Aðalheiður Sigursveinsdóttir Ýmir 4 8 12 9

María Guðmundsdóttir Stjarnan 8 1 9 6

Laufey Björk Sigmundsdóttir HK 8 1 9 1

Ragnheiður Kolviðsdóttir Ýmir 3 1 4 8 5

Hafrún Hálfdánardóttir Þróttur N 6 2 8 8

Svala Vignisdóttir Stjarnan 7 1 8 1

Laufey Hjaltadóttir Stjarnan 1 6 7 7

Svenja Meier HK 6 1 7 2

Erla Bjarný Jónsdóttir Þróttur R 4 2 6 12

Freydís Ósk Hjörvarsdóttir KA 3 2 5 3

Ísey Dísa Hávarsdóttir KA 1 3 4 4

Sesselja Fanneyjardóttir KA 4 4 8

Ragnheiður B Harðardóttir Þróttur N 2 1 3 8

Harpa Birgisdóttir Þróttur R 3 3 3

Natalia Ravva Þróttur R 3 3 1

Jóhanna Þórhallsdóttir Þróttur N 3 3 5

Peony Wong Stjarnan 2 2 1

Eydís Evensen Stjarnan 2 2 3

Kristina Apostolova Þróttur N 2 2 12

Lilja Margrét Hreiðarsdóttir Fylkir 2 2 7

Agniezka Cichocka Fylkir 1 1 1

Helga Hreinsdóttir Stjarnan 1 1 3

Svanborg R Kjartansdóttir Fylkir 1 1 1

Guðrún Elín Gísladóttir KA 0 2

Dýrleif Hanna Sigmundsdóttir KA 0 6

Hólmfríður Ásbjarnardóttir KA 0 1

Sunna Valdimarsdóttir KA 0 1

Ásta Harðardóttir KA 0 1

Page 65: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 65

Nafn Félag Sókn Hávörn Uppgjöf Samtals leikir

Zorana Kotiris KA 0 1

Ninja Ýr Gísladóttir Ýmir 0 1

Védís Ármannsdóttir Þróttur R 0 1

Steinunn H. Björgúlfsdóttir HK 0 8

Gunnþóra Björnsdóttir HK 0 2

Birna Hallsdóttir HK 0 1

Sunna J. Þórðardóttir Þróttur N 0

Karitas Ó Valgeirsdóttir Þróttur N 0

Beeke Stegmann Fylkir 0 1

Stigaskor leikmanna í MIKASA deild karla veturinn 2009-2010

Nafn Félag Sókn Hávörn Uppgjöf Samtals leikir

Piotr Kempisty KA 231 28 21 280 12

Emil Gunnarsson Stjarnan 172 16 27 215 12

Brynjar Pétursson HK 164 19 7 190 12

Róbert Karl Hlöðversson Stjarnan 163 14 6 183 11

Orri Þór Jónsson HK 128 18 11 157 12

Michael Overhage Þróttur R 123 21 12 156 11

Hilmar Sigurjónsson KA 115 11 10 136 11

Ivo Bartkevics HK 99 11 6 116 12

Aron Bjarnason Þróttur R 83 6 5 94 12

Quentin Cucuel Þróttur R 50 24 7 81 12

Vignir Hlöðversson Stjarnan 55 8 17 80 8

Alexander Stefánsson HK 38 30 10 78 12

Hannes Ingi Geirsson Stjarnan 46 13 2 61 9

Filip Szewczyk KA 29 20 6 55 12

Eiríkur R. Eiríksson Stjarnan 35 19 54 9

Valur Traustason KA 26 24 3 53 8

Guðmundur P. Guðmundsson Þróttur R 48 3 1 52 8

Jóhann Eiríksson KA 41 4 4 49 8

Daníel Sveinsson KA 27 17 5 49 11

Ingólfur Guðjónsson HK 14 17 9 40 12

Valgeir Valgeirsson HK 17 11 4 32 6

Davíð Búi Halldórsson KA 23 1 5 29 4

Hörður Páll Magnússon Þróttur R 17 9 1 27 7

Valgeir Valgeirsson KA 16 6 2 24 4

Jón Ólafur Valdimarsson Þróttur R 19 4 23 6

Ismar Hadziredzepovic Stjarnan 18 5 23 4

Sævar Már Guðmundsson Þróttur R 10 4 6 20 12

Page 66: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 66

Nafn Félag Sókn Hávörn Uppgjöf Samtals leikir

Halldór Ingi Kárason Þróttur R 17 2 19 12

Geomar M. Orbon Stjarnan 6 2 8 16 12

Einar Sigurðsson HK 15 1 16 3

Guðmundur Stefánsson Stjarnan 6 2 7 15 9

Alexander Guðbjörnsson Stjarnan 8 3 3 14 6

Fannar Árnason KA 8 2 1 11 4

Sergei Diatlovic HK 3 7 10 6

Steinþór Traustason Þróttur R 5 2 7 6

Jóhann Sigurðsson Þróttur R 5 1 1 7 1

Þorgils Bjarni Einarsson Þróttur R 3 4 7 2

Kristján Valur Gunnarsson KA 3 2 2 7 7

Kolbeinn Tumi Baldursson HK 4 1 1 6 7

Lárus Thorarensen Stjarnan 4 1 5 4

Andreas Halldórsson HK 2 1 1 4 3

Arnar Smári Þorvarðarson Stjarnan 3 3 11

Árni Björnsson KA 1 1 11

Kristmundur Ingi Þórisson Stjarnan 1 1 2

Reynir Árnason HK 1 1 11

Arnar B Björnsson HK 1 1 1

Ólafur Heimir Guðmundsson Þróttur R 0

Sigurbjörn Friðgeirsson KA 0 4

Arnar Páll Sigurðsson KA 0 4

Bjarki Sveinsson KA 0 2

Kristinn Björn Haraldsson KA 0 1

Arnar Þór Jóhannesson KA 0 1

Andri Már Sigurðsson KA 0 1

Marek Bernat, þjálfari KA 0 12

Adam M. Sworowski Stjarnan 0

Hafþór Breki Bergsson Stjarnan 0

Ólafur J. Júlíusson HK 0 1

Magnús I. Kristjánsson HK 0 2

Page 67: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 67

Íslandsmeistaratitlar félaga frá upphafi

Ár Karlar Konur

Ár Karlar Konur

1970 ÍS

1991 KA Víkingur

1971 ÍS

1992 ÍS ÍS

1972 ÍMA

1993 HK Víkingur

1973 Umf.Hvöt

1994 HK ÍS

1974 Umf. Biskupstungna Umf. Biskupstungna

1995 HK HK

1975 ÍS Víkingur

1996 Þróttur R Þróttur N

1976 ÍS Víkingur

1997 Þróttur R ÍS

1977 Þróttur R ÍMA

1998 Þróttur R Víkingur

1978 ÍS Völsungur

1999 Þróttur R ÍS

1979 Umf. Laugdæla Völsungur

2000 ÍS Þróttur N

1980 Umf. Laugdæla Víkingur

2001 ÍS Þróttur N

1981 Þróttur R Víkingur

2002 ÍS Þróttur N

1982 Þróttur R ÍS

2003 Stjarnan Þróttur N

1983 Þróttur R Þróttur R

2004 Stjarnan Þróttur R

1984 Þróttur R Völsungur

2005 HK Þróttur R

1985 Þróttur R ÍS

2006 Stjarnan Þróttur R

1986 Þróttur R ÍS

2007 Stjarnan Þróttur R

1987 Þróttur R Víkingur

2008 Stjarnan Þróttur N

1988 ÍS UBK

2009 Þróttur R HK

1989 KA Víkingur

2010 KA HK

1990 Þróttur R ÍS

Bikarmeistaratitlar félaga frá upphaf Ár Karlar Konur

Ár Karlar Konur

Ár Karlar Konur

1975 ÍS

1987 ÍS UBK

1999 ÍS ÍS

1976 ÍS

1988 Þróttur R Þróttur R

2000 ÍS Þróttur N

1977 Þróttur R

1989 ÍS Víkingur

2001 ÍS Þróttur N

1978 Þróttur R

1990 Þróttur R Víkingur

2002 ÍS Þróttur N

1979 ÍS ÍS

1991 KA Víkingur

2003 Stjarnan HK

1980 UMFL Víkingur

1992 KA ÍS

2004 Stjarnan Þróttur R

1981 Þróttur R ÍS

1993 HK Víkingur

2005 Stjarnan Þróttur R

1982 Þróttur R ÍS

1994 Þróttur R ÍS

2006 Stjarnan Þróttur R

1983 Þróttur R Þróttur R

1995 HK Víkingur

2007 Stjarnan Þróttur R

1984 ÍS Völsungur

1996 Þróttur R ÍS

2008 Stjarnan Þróttur N

1985 Þróttur R ÍS

1997 Þróttur R ÍS

2009 Þróttur R HK

1986 Þróttur R ÍS

1998 Þróttur R ÍS

2010 KA HK

Page 68: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 68

Blakmenn ársins frá upphafi

Ár Nafn Félag Ár Nafn Félag

1973 Þór Sigþórsson ÍS 1998 Dagbjört Víglundsdóttir Valdosta

1974 Halldór Jónsson ÍS

Einar Sigurðsson Gentofte

1975 Indriði Arnórsson ÍS 1999 Ingibjörg Gunnarsdóttir ÍS

1976 Guðmundur E. Pálsson Þrótti R.

Áki Thoroddsen Gentofte

1977 Valdemar S. Jónasson Þrótti R. 2000 Fríða Sigurðardóttir HIK Aalborg

1978 Jóhanna Guðjónsdóttir Völsungi

Zdravko Demirev ÍS

1979 Haraldur Geir Hlöðversson Umf.Laugdæla 2001 Hulda Elma Eysteinsdóttir Þrótti N.

1980 Leifur Harðarson Umf.Laugdæla

Valur Guðjón Valsson Þrótti R.

1981 Friðjón Bjarnason ÍS 2002 Fríða Sigurðardóttir USA

1982 Leifur Harðarson Þrótti R.

Róbert Karl Hlöðversson Stjörnunni

1983 Lárentsínus H. Ágústsson Þrótti R. 2003 Karen Björg Gunnarsdóttir KA

1984 Jón Árnason Þrótti R.

Einar Sigurðsson HK

1985 Auður Aðalsteinsdóttir ÍS 2004 Anna Pavliouk Þrótti R.

1986 Leifur Harðarson Þrótti R.

Brynjar Pétursson HK

1987 Sigurborg Gunnarsdóttir UBK 2005 Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir Þrótti N.

1988 Haukur Valtýsson KA

Emil Gunnarsson Stjörnunni

1989 Stefán Jóhannesson KA 2006 Fríða Sigurðardóttir SCAD

1990 Þorvarður Sigfússon ÍS

Róbert Karl Hlöðversson Stjörnunni

1991 Særún Jóhannsdóttir Víkingi 2007 Miglena Apostolova Þrótti N.

1992 Matthías Bjarki Guðmundsson Þrótti R.

Davíð Búi Halldórsson KA

1993 Þórey Haraldsdóttir ÍS 2008 Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir Tromsö V

1994 Stefán Þ. Sigurðsson HK Vignir Þröstur Hlöðversson Stjörnunni

1995 Elva Rut Helgadóttir HK 2009 Laufey Björk Sigmundsdóttir HK

1996 Ólafur Heimir Guðmundsson Gentofte

Valur Guðjón Valsson Þrótti R.

1997 Dagbjört Víglundsdóttir ÍS

Page 69: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 69

Listi yfir þá sem hlotið hafa heiðursmerki BLÍ

þann 31. des 2009 höfðu eftirtaldir hlotið heiðursmerki BLÍ

Heiðursmerkishafar BLÍ - Gull ár

Silfurmerkishafar BLÍ ár

John Framnes 1973

Arngrímur Þorgrímsson Albert H.N. Valdimarsson 1973

Jón Ólafur Valdimarsson

Anton Bjarnason 1973

Stefán Jóhannesson Hermann Stefánsson 1974

Jason Ívarsson

Ólafur Sigurðsson 1993

Leifur Harðarson Kjartan Páll Einarsson 1995

Björn Guðbjörnsson

Guðmundur Arnaldsson 1995

Elma Guðmundsdóttir Gunnar Árnason 1997

Guðrún Kristín Einarsdóttir

Halldór Jónsson 1997

Jón Árnason Grímur Magnússon 1997

Sigurður Arnar Ólafsson

Stefán Jóhannesson 1999

Þorvarður Bragi Sigfússon Arngrímur Þorgrímsson 2001

Berglind Þórhallsdóttir 1997

Björn Guðbjörnsson 2001

Stefán Magnússon 1998

Valdimar Örnólfsson 2001

Vilborg Guðmundsdóttir 2004

Berglind Þórhallsdóttir 2002

Geir Guðnason 2004

Björgólfur Jóhannsson 2002

Ástríður Valbjörnsdóttir 2007

Leifur Harðarson 2002

Haukur Valtýsson 2008

Petrún Björg Jónsdóttir 2002

Gunnar Garðarsson 2008

Skjöldur Vatnar Björnsson 2002

Davíð Búi Halldórsson 2008

Þorvaldur Sigurðsson 2002

Viðar Gylfason 2008

Jónas Traustason 2003

Vigfús Örn Gíslason 2008

Dr. Ingimar Jónsson 2004

Zdravko Demirev 2009

Júlíus Hafstein, 2006 2006

Karl Sigurðsson 2009

Sigurður Arnar Ólafsson 2008 Vignir Þröstur Hlöðversson 2008

Leikmenn 50 landsleikir Guðmundur Helgi Þorsteinsson 2008

Oddný Erlendsdóttir 1997

Birna Hallsdóttir 2007

Vignir Hlöðversson 2007

Emil Gunnarsson 2007

Ólafur Heimir Guðmundsson 2007

Fríða Sigurðardóttir 2007

Róbert Karl Hlöðversson 2009

Valur Guðjón Valsson 2009

Page 70: Ársskýrsla - Blaksamband Íslands · 2020. 3. 27. · Ársskýrsla BLÍ 2010 Blaksamband Íslands bls. 5 Nefndir BLÍ Mótanefnd Sævar Már Guðmundsson, formaður Davíð Búi

Ársskýrsla BLÍ 2010

Blaksamband Íslands bls. 70

Úrslit leikja Í meðfylgjandi hefti eru útprentanir yfir úrslit leikja úr öllum mótum á vegum BLÍ. – útprentuð útgáfa.

Á heimasíðu Blakarans www.blak.is má finna öll úrslit leikja fyrir tímabilið 2009-2010. – netútgáfa.