32
Ársskýrsla fyrir 2018

Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

Ársskýrsla fyrir 2018

Page 2: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

Efnisyfirlit

Frá formanni úthlutunarnefndar ...................... 3

Skipulag sjóðsins ............................................ 4

Úthlutunarnefnd .............................................. 5

Fagráð ............................................................. 6

Reglur um sjóðinn ........................................... 8

Starfsemi sjóðsins á árinu .............................. 10

Styrkveitingar ársins ...................................... 11

Skýrslur sem bárust á árinu ........................... 15

Page 3: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

Frá formanni úthlutunarnefndar

Árið 2003 var tekin stefnumótandi ákvörðun um að auka verðmæti sjávarfangs með rannsóknum og þróun. Stórt skref á þeirri vegferð var stofnun AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi sem hefur það að markmiði að veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, sem stuðla að auknu verð-mæti sjávarfangs. AVS var lykilsjóður, sem skap-aði vettvang þar sem ólíkir aðilar komu saman í metnaðarfullum rannsóknaverkefnum með áherslu á að auka verðmæti sjávarfangs.

Frá stofnun AVS rannsóknasjóðsins árið 2003 fram til ársins 2011 tvöfaldaðist verðmæta sköpun í íslenskum sjávarútvegi í erlendri mynt. Frá ár-inu 2011 hefur breytileiki í útflutningstekjum á milli ára aukist, frekar en að um áframhaldandi vöxt sé að ræða.

Íslendingar hafa byggt upp ákveðið sam-keppnis forskot á ýmsum sviðum sjávarútvegs. Þess vegna er mikilvægt að Íslendingar haldi áfram að fjárfesta í rannsóknum og þróun í í s-

Ólafur Halldórsson.

lensk um sjávarútvegi og tryggja sem best áfram-hald andi alþjóðlegt samkeppnisforskot. Án áfram haldandi fjárfestinga í rannsóknum og þró-un í sjávar útvegi mun þetta samkeppnisforskot tapast.

Frá árinu 2011 hefur dregið verulega úr fjár-framlögum til AVS, sem hefur í för með sér að geta sjóðsins til þess að styrkja nýsköpun í sjávarútvegi hefur minnkað mikið. Ástæða þykir að hvetja stjórnvöld til þess að auka framlög til sjóðsins á ný og efla þar með möguleika íslensks sjávarútvegs til aukinna rannsókna- og þróunar-starfa.

Úthlutanir styrkja úr AVS byggja að stórum hluta á vinnu fjörurra faghópa sem meta hæfi umsókna. Ég vil þakka þeim sem komu að vinnu faghópanna fyrir góð störf og samstarfsfólki þakka ég fyrir gott samstarf.

Ólafur Halldórsson

Ársskýrsla AVS 2018 | 3

Page 4: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

Skipulag sjóðsins

Samstarf við ByggðastofnunAVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi hefur allt frá stofnun verið starfræktur á vegum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins (áður forvera þess). Fyrstu árin var sjóðurinn vistaður hjá Matís ohf. og annaðist starfsmaður þeirrar stofnunar mál-efni sjóðsins. Þetta fyrirkomulag var stundum gagnrýnt á þeirri forsendu að Matís ohf. er og hefur allat verið helsti styrkþegi sjóðsins. Árið 2011 var tekin sú ákvörðun að flytja aðsetur sjóðsins til Sauðárkróks. Þar leigði hann aðstöðu í Verinu – vísindagarði þar til hann var fluttur í

Starfsstöð AVS sjóðsins hjá Byggðastofnun.

Í stuttu máli má segja að ferill umsókna sé sá að umsóknafrestur er til 1. desember á árinu áður en styrkur er veittur. Umsóknir eru sendar til viðeigandi fagráða sem meta og forgangsraða þeim. Úthlutunarnefnd sjóðsins fær niðurstöður fagráða til umfjöllunar og leggur til við ráðherra hvaða verkefni fái styrk. Úthlutunarnefndin byggir sínar tillögur á mati fagráða og þeim fjár-

munum sem sjóðurinn hefur til umráða. Ráð-herra tekur síðan endanlega ákvörðun um hvaða verkefni verði styrkt. Yfirleitt liggur ákvörðun raðherra fyrir í mars eða apríl. Mat fagráða ræð-ur ávallt hvort verkefni fái brautargengi eða ekki og á hverju ári þarf að hafna verkefnum sem fá góða einkunn vegna fjárhagsstöðu sjóðsins.

Byggðastofnun í ársbyrjun 2014. Síðan þá hefur verið í gildi samningur á milli Byggðastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að stofnunin annist stjórnsýslulega umsjón með sjóðnum. Starfsmaður sjóðsins – Pétur Bjarna-son - er jafnframt starfsmaður stofnunarinnar og hafa aðrir starfsmenn hennar veitt nauðsynlega aðstoð eftir því sem við á. Þetta samstarf hefur gengið afar vel og má ætla að því verði haldið áfram ef ekki koma upp aðstæður sem breyta því.

Ársskýrsla AVS 2018 | 4

Page 5: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

Úthlutunarnefnd

þegar sjóðurinn var vistaður hjá stofnuninni og í stað stjórnar var skipuð þriggja ma nna út-hlutunarnefnd sem hafði það verkefni að koma með tillögur til ráherra um styrkveitingar ársins. Fyrsta úthlutunarnefndin var skipuð árið 2014 til fjögurra ára og rann umboð hennar því út á árinu 2018. Úthlutunarnefndina skipuðu Lárus Ægir Guðmundsson formaður, Arndís Ármann Stein-þórsdóttir og Hólmfríður Sveinsdóttir. Áður en „gamla“ úthlutunarnefndin lét af störfum hafði hún haldið þrjá bókaða fundi.

Pétur Bjarnason, starfsmaður sjóðsins, t.v. og „gamla“ úthlut­unar nefndin: Arndís Ármann Steinþórsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir og Lárus Ægir Guð munds son.

Nýja úthlutunar nefndin: Ólafur Halldórsson, Hólmfríður Sveinsdóttir og Jan Erling Hermannsson.

Á vormánuðum skipaði ráðherra nýja úthlut-unarnefnd í samræmi við reglur sjóðsins. Í hinni nýju nefnd sitja Ólafur Halldórsson, Akureyri, formaður, Hólmfríður Sveinsdóttir, Sauðárkróki og Jan Erling Hermannsson, Garðabæ.

Nýja nefndin hélt fimm bókaða fundi á árinu bæði vegna undirbúnings tillagna til ráðherra og vegna annarra mála.

Ársskýrsla AVS 2018 | 5

Page 6: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

Fagráð

Umsóknir sem sjóðnum berast eru flokkaðar í fernt; fiskeldi, markaði, líftækni og veiðar-&vinnslu. Á hverju þessara sviða starfa fagráð sem meta umsóknir á viðkomandi sviði til einkunna á skalanum einn til tíu. Það er mikil vinna að fara yfi umsóknir og venjulega ljúka fagráðin umfjöllun sinni í janúar eða í febrúar. Fagráðin eru skipuð til tveggja ára í senn og gerir

Nafn Fyrirtæki/stofnun

Arnar Sigurmundsson formaður SFS

Guðbergur Rúnarsson verkefnisstjóri SFS

Finnur Garðarsson Fiskifélag Íslands

Friðrik Blomsterberg Iceland Seafood Int.

Högni Bergþórsson SI

Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda

Kristján Þórarinsson SFS

Ásta Björg Sigurðardóttir SFS

Ragnheiður Héðinsdóttir SI

Sigurjón Arason Matís ohf.

Inga Jóna Friðgeirsdóttir HB - Grandi

Fagráð AVS sjóðsins 2015–2017

Veiðar og vinnsla

úthlutunarnefnd tillögur til Byggðastofnunar um einstaklinga í fagráðin sem hafa faglega þekk-ingu og tengsl við atvinnulífið og rannsóknaum-hverfið. Þau fagráð sem mátu umsóknirnar á ár-inu 2018 eru á seinni ári skipunartíma síns.

Á eftirfarandi töflum kemur fram hverjir skipa fágráðin.

Ársskýrsla AVS 2018 | 6

Page 7: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

Nafn Fyrirtæki/stofnun

Hjörleifur Einarsson formaður Háskólinn á Akureyri

Sindri Sigurðsson Síldarvinnslan ehf.

Guðrún Anna Finnbogadóttir Fiskvinnslan Oddi ehf

Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir Zymetech

Lilja Kjalarsdóttir Saga medica

Bryndís Jónatansdóttir verkefnastjóri (kom haustið 2016)

SI

Nafn Fyrirtæki/stofnun

Ingólfur Sveinsson formaður/verkefnisstjóri Íslandsstofa

verkefnisstjóri Íslandsstofa Íslandsstofa

Erna Björnsdóttir Íslandsstofa

Finnur Garðarsson Iceland Responsible Fisheries

Kristjana Rós Oddsdóttir Sjálfstætt starfandi markaðssérfræðingur

Sveinn Sævar Ingólfsson Sjálfstætt starfandi

Valdimar Ingi Gunnarsson Sjávarútvegsþjónustan ehf.

Nafn Fyrirtæki/stofnun

Óttar Már Ingvarsson formaður/verkefnisstjóri Fossholt ehf.

Arnar Freyr Jónsson Silfurstjarnan

Rannveig Björnsdóttir HA

Þórarinn Ólafsson Ísþór ehf.

Bjarnheiður Guðmundsdóttir Háskóli Íslands

Bjarnheiður Guðmundsdóttir Háskóli Íslands

Líftækni

Markaðir

Fiskeldi

Ársskýrsla AVS 2018 | 7

Page 8: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

Reglur um sjóðinn

Reglur um sjóðinn voru fyrst settar í árslok 2010 en í árslok 2013 setti þáverandi sjávarútvegs- og land búnaðarráðherra nýjar reglur fyrir sjóðinn í kjöl far þeirra breytinga á starfsemi hans sem

áður hefur verið minnst á. Þessar reglur voru birtar í síðustu ársskýrslu en rétt þykir að endur-birta þær hér.

REGLURum AVS­rannsóknasjóð til að auka

verðmæti sjávarfangs.

1. gr.Markmið.

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (kt. 440304-3460) hefur það markmið að veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og efla samkeppnishæfni sjávarútvegs og fiskeldis hér á landi. Styrkir eru veittir til verkefna sem varða alla þætti sjávarútvegs og fiskeldis og einnig annarra verkefna sem tengjast sjávarútvegi, s.s. á sviði líftækni, markaðsmála, vinnslu sjávarfangs, fræðslu, menntunar, upplýsingamiðlunar, vegna meðferðar hráefnis, bættrar tækni við fiskvinnslu o.fl.

2. gr.Umsýsla.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með yfir stjórn sjóðsins. Ráðherra skipar sjóðnum þriggja manna úthlutunarnefnd til fjögurra ára í senn. Í út hlutunarnefnd sjóðsins skulu eiga sæti full trúar at vinnulífsins og stjórnvalda sem hafa þekk ingu á hagsmunum sjávarútvegsins. Þá

skulu skipaðir jafnmargir varamenn í nefnd ina. Ráðherra úthlutar úr sjóðnum eftir for gangs-röð uðum tillögum frá úthlutunarnefnd. Byggða-stofn un fer með umsýslu sjóðsins samkvæmt sér stök um samn ingi við sjávarútvegs- og land-bún aðar ráðherra.

3. gr.Fagráð.

Fagráð skulu skipuð af Byggðastofnun eftir til-lögum úthlutunarnefndar, til tveggja ára í senn fyrir tiltekin fagsvið og vera ráðgefandi fyrir út-hlut unarnefnd m.a. um þau verkefni sem sótt er um styrk fyrir á sérsviði viðkomandi fagráðs.

4. gr.Umsóknir.

Auglýsa skal að minnsta kosti árlega eftir um-sókn um um úthlutun styrkja með áberandi hætti. Í aug lýsingum skulu koma fram upplýsingar um áhersl ur sjóðsins á hverjum tíma. Tilgreina skal um sóknarfrest og hvaða gögn skuli leggja fram með um sóknum hverju sinni. Í umsóknum skulu um sækj endur greina frá öðrum styrkjum sem þeir þiggja eða hafa þegið frá öðrum aðilum vegna við kom andi verkefnis og hvort þau ver-kefni sem sótt er um styrki til séu unnin í sam-

Ársskýrsla AVS 2018 | 8

Page 9: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

starfi við aðra aðila. Staðfesting frá samstarfsað-ilum þarf ávallt að fylgja umsókn. Umsækjendur geta verið ein stakl ingar, fyrirtæki, rannsókna-, þróunar- og há skólas tofnanir eða aðrir lögaðilar.

5. gr.Framkvæmd úthlutunar.

Ákvarðanir um styrkveitingar skulu byggðar á niðurstöðu faglegs mats á umsóknum, með hlið-sjón af þeim markmiðum sem sett hafa verið sjóðn um, sbr. 1. gr., gæðum rannsóknaverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknir og að stöðu þeirra til að sinna verkefnunum.Styrk irnir skulu greiddir út eftir framvindu verk efna á grundvelli verkáætlunar og áfanga-skýrslna. Lokagreiðslur skulu háðar skilum á loka skýrslum. Byggðastofnun skal krefjast endur greiðslu útgreiddra styrkja eða styrkhluta, verði veru legur, óútskýrður dráttur á framvindu- eða loka skýrslum verkefna.Óheimilt er að framselja styrki sem veittir eru af AVS rannsóknasjóði samkvæmt þessum reglum.

6. gr.Fjármögnun og tekjur.

Tekjur AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi skulu vera fjárveitingar á fjárlögum ár hvert og önnur framlög sem sjóðnum kunna að berast.

7. gr.Ýmis atriði.

Um aðgang aðila að gögnum sjóðsins sem varða mál þeirra gilda eftir því sem við á ákvæði 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og ákvæði upp-lýsingalaga nr. 140/2012, með síðari breytingum. Um aðgang að upplýsingum um styrki og önn ur gögn úr sjóðnum fer að öðru leyti eftir upp lýs-

ingal ögum nr. 140/2012, með síðari breytingum.Við skipan í úthlutunarnefnd og fagráð skal gæta að ákvæðum 2. mgr. 15. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.Um framkvæmd úthlutunar styrkja gilda ákvæði stjórn sýslulaga nr. 37/1993 og aðrar reglur stjórn sýsluréttarins.

8. gr.Starfsreglur.

Úthlutunarnefnd skal setja sér starfsreglur varð-andi framkvæmd við úthlutun styrkja.

9. gr.Önnur atriði.

Byggðastofnun skal skila ársskýrslu til sjávar-útvegs- og landbúnaðarráðherra um starfsemi sjóðs ins eigi síðar en 1. júní ár hvert, fyrir næsta almanaks ár á undan. Reikningsár AVS rann -sóknasjóðs um aukið virði sjávarfangs er alman-aks árið. Reikningar sjóðsins skulu endur skoð-aðir af löggiltum endurskoðanda.

10. gr.Gildistaka.

Reglur þessar taka gildi 1. janúar 2014. Frá sama tíma falla úr gildi reglur sjóðsins frá 20. des-ember 2010.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 4. desember 2013.

Sigurður Ingi Jóhannssonsjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kristján Skarphéðinsson.B deild - Útgáfud.: 18. desember 2013

Ársskýrsla AVS 2018 | 9

Page 10: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

Starfsemi sjóðsins á árinu

Fjárveitingar ársins 2018Þeir fjármunir sem sjóðurinn hafði til umráða á árinu voru eftirfarandi:

Af fjárlögum 210,8 milljónir kr. Af lögbundnum tekjupóstum (lög 116/2006) 31,6 milljónir kr. Fjárheimildir ársins samtals 250,4 milljónir kr.

Rekstrarkostnaður sjóðsins greiðist af þessum fjármunum.

Ársskýrsla AVS 2018 | 10

Page 11: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

Framhaldsverkefni

Númer Heiti Fyrirtæki/stofnun Verkefnastjóri Upphæð

R 18 020­16

Vaxtargeta bleikju: Áhrif seltu og hitastigs á seiðastigi á vaxtarferil

bleikju í áframeldi

Hafrannsóknastofnun Tómas Árnason 7.000.000

R 18 030­16

Kynbætur fyrir auknu þoli bleikju gegn kýlaveiki

Háskólinn á Hólum Helgi Þór Thorarensen 7.000.000

R 18 003­17

Þróun sértæks bóluefnis gegn kýlaveikibróður í bleikju

Íslandsbleikja ehf Heiðdís Smáradóttir 7.000.000

R 18 014­17

Nýjar aðferðir til að meta sýkingarálag í fiskeldi

Matís ohf Viggó Þór Marteinsson 7.000.000

R 18 018­17

Þarmaheilsa eldisfiska Matís ohf Stephen Knobloch 7.000.000

R 18 009­17

Hrognkelsi – Lífræna lúsaætan (LÚSINFER)

Akvaplan­niva (APN), Útibú á Íslandi

Albert Kjartan Dagbjartarson Imsland

7.000.000

Samtals 42.000.000

Ný verkefni

R 18 010­18

Þróun á nýju bleikjufóðri Matís ohf Alexandra Leeper 10.000.000

R 18 026­18

Seiðaeldi á bleikju í hálfsöltu vatni Hafrannsóknastofnun Tómas Árnason 4.000.000

R 18 019­18

Nýr kostur próteinmjöls í fiskeldisfóður

Matís ohf Ragnheiður Sveinþórsdóttir

2.350.000

R 18 045­18

Eldi á ófrjóum laxi Hafrannsóknastofnun Agnar Steinarsson 6.000.000

S 18 003­18

Mat á áhrifum D­FISH Aqua til hindrunar á bíó filmu

Tilraunastöð Háskóla íslands, Keldum

Sigríður Hjartardóttir 1.000.000

Samtals 23.350.000

Samtals fiskeldi 65.350.000

Styrkveitingar ársins 2018Í eftirfarandi töflum eru talin upp þau verkefni sem fengu styrk á árinu

FISKELDI

Ársskýrsla AVS 2018 | 11

Page 12: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

Framhaldsverkefni

Númer Heiti Fyrirtæki/stofnun Verkefnastjóri Upphæð

R 18 029­16

Átak í markaðssetningu á sjávartengdum húðvörum á

Bandaríkjamarkað

TARAMAR ehf Guðrún Marteinsdóttir 2

8.000.000

Samtals 8.000.000

Ný verkefni

S 18 002­18

Erlend markaðssetning á Fish Jerky Feed the Viking ehf Friðrik Guðjónsson 1.000.000

R 18 012­18

Markaðsmöguleikar PROTIS® FISKPRÓTÍN í Evrópu

PROTIS® Ehf Hólmfríður Sveinsdóttir 10.000.000

R 18 030­18

Markaðssetning á Marlýsi í Asíu Margildi ehf Snorri Hreggviðsson 3.500.000

R 18 047­18

Markaðir fyrir þara, þang og söl LTC Consult ehf Aðalsteinn H. Sverrisson

6.000.000

R 18 006­18

Íslenskir hátísku skór úr fiskiroði markaðssettir á Asíumarkaði

Kalda Katrín Alda Rafnsdóttir 7.000.000

R 18 011­18

Brúin: Sjávarútvegur og sjávarútvegstengt nám

Sjávarútvegsráðstefnan ehf

Valdimar Ingi Gunnarsson

1.000.000

Samtals 28.500.000

Samtals markaðsverkefni 36.500.000

MARKAÐSVERKEFNI

Ársskýrsla AVS 2018 | 12

Page 13: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

Framhaldsverkefni

Númer Heiti Fyrirtæki/stofnun Verkefnastjóri Upphæð

R 18 008­17

Bólguhamlandi lyfjasproti úr íslenskri sjávarlífveru

Ónæmisfræðideild ­ Landspítali

Jóna Freysdóttir 7.000.000

R 18 013­17

Framleiðsla lífeldsneytis úr fiskúrgangi – Fjárhagsleg og tæknileg

úttekt

ReSource International Jamie McQuilkin 4.000.000

R 18 025­17

Efnastýrð fitusýrumyndun sjávarfrumvera til aukinnar

afurðavinnslu

Háskólinn á Akureyri Magnús Örn Stefánsson

7.000.000

R 18 036­17

KitoPLÚS – Nýjar framleiðsluleiðir Primex ehf Hélène L. Lauzon 7.000.000

R 18 043­17

Lífvænleiki­og ónæmisstyrkjandi virkni þaraþykknis

Zeto ehf Eydís Mary Jónsdóttir 7.000.000

R 17 014­16

Lífeldsneyti úr aukaafurðum frá fiskiðnaði

Resource International ehf

Nicolas M Proietti 1.500.000

Samtals 33.500.000

Ný verkefni

R 18 044­18

ChitoCare til meðhöndlunar á krónískum sárum

Primex ehf Hélène L. Lauzon 8.000.000

R 18 034­18

Nýjar tækniumbyltandi sjávarafurðir Matís ohf Holly T. Kristinsson 9.500.000

R 18 002­18

Heilsufóður fyrir lax (Salmo salar) BioPol Bettina Scholz 8.500.000

R 18 028­18

Nýbylgju Bragð – um nýjar leiðir til þróunar og vinnslu á bragðefnum úr

þörungum

Matís ohf Rósa Jónsdóttir 8.000.000

R 18 024­18

Áhrif fiskpeptíða á upptöku kalks og steinefni í beinum

Iceprotein ehf Lydia Tobias 9.500.000

Samtals 43.500.000

Samtals líftækni 77.000.000

LÍFTÆKNI

Ársskýrsla AVS 2018 | 13

Page 14: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

Framhaldsverkefni

Númer Heiti Fyrirtæki/stofnun Verkefnastjóri Upphæð

R 18 032­16

Er flökun á makríl raunhæfur kostur? Matís ohf Magnea G. Karlsdóttir 5.000.000

R 18 057­16

Veiðitilraunir með Ljósvörpu Optitog ehf Torfi Þórhallsson 6.000.000

R 18 059­16

Þang og þari í Breiðafirði; lífmassi, nýting, endurvöxtur

Hafrannsóknastofnun Karl Gunnarsson 7.000.000

R 18 016­17

Ný flutningaker fyrir fersk matvæli Sæplast Iceland ehf Björn Margeirsson 6.000.000

R 18 026­17

Verðmætasköpun í íslensku fiskeldi Arctic Protein ehf Valdimar Smári Gunnarsson

7.000.000

Samtals 31.000.000

Ný verkefni

R 18 038­18

Saltfiskur til framtíðar? Matís ohf Magnea G. Karlsdóttir 7.000.000

R 18 031­18

Endurhönnun á fiskmjöls­ og lýsisverksmiðjum

Síldarvinnslan (SVN) Sindri Sigurðsson 9.500.000

R 18 037­18

Gullhausinn? Matís ohf Magnea G. Karlsdóttir 6.500.000

S 18 007­18

Nýsköpun og ný tækni til grásleppuveiðar

Hafrannsóknastofnun Georg Haney 1.000.000

S 18 001­18

Sjóvinnsla á þorskalýsi Matís.ohf Matís.ohf 900.000

R 18 008­18

Handbók um framleiðslu lagmetis – niðursuða og niðurlagning

Matís ohf Páll Gunnar Pálsson 3.000.000

Samtals 27.900.000

Samtals veiðar og vinnsla 58.900.000

VEIÐAR OG VINNSLA

Styrkir samtals kr. 237.750.000,-

Ársskýrsla AVS 2018 | 14

Page 15: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

Skýrslur sem bárust á árinu

Ársskýrsla AVS 2018 | 15

Page 16: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

R 038-12 Súrefni og koldíoxíð í bleikjueldi

Fyrirtæki: Hólaskóli – Háskólinn á HólumVerkefnisstjóri: Helgi Thorarensen

Í þessu verkefni voru gerðar þrjár vaxtartilraun-ir til þess að kanna áhrif súrefnis og koldíoxíðs á vöxt, súrefnisnotkun og fóðurþörf bleikju. Kjörsúrefnismettun fyrir bleikju virðist vera milli 80 og 120%. Innan þeirra marka breytist vaxtarhraði lítið (<10%) en þó merkjanlega. Fari súrefnismettun yfir 140% eða niður fyrir 50% minnkar vöxtur greinilega. Áhrif súrefnismett-unar á vöxt annarra fisktegunda svo sem þorsks, lúðu og lax virðist vera meiri en áhrif súrefn-ismettunar á bleikju. Áhrif koldíoxíðs á vöxt eru lítil (<10$) upp að 15 mg/L, aukast umtalsvert við hærri styrk koldíoxíðs. Ekki varð vart neinna víxlverkana súrefnis og koldíoxíðs á vöxt bleikj-unnar.

Minni vöxtur bleikju við lægri súrefnismettun þ.e. minni en 60% virðist tengjast áhrifum súr-efnismettunar á hámarkssúrefnisupptöku, sem aftur takmarkar getu fiskanna til þess að við-halda nauðsynlegum efnaskiptum, sem tengjast vexti. Ekki er ljóst hvort áhrif koldíoxíðs á vöxt séu hliðstæð.

Ársskýrsla AVS 2018 | 16

Page 17: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

R 064-13 Lífefni úr sjávarfangi gegn áunninni sykursýki

Fyrirtæki: Matís ohf.Verkefnisstjóri: Eva Küttner

Í þessu verkefni var lífvirkni náttúrulegra efna úr hafinu könnuð. Rannsakaðir voru útdrættir úr þangi og sæbjúgum og kom í ljós að efnin bjuggu yfir ríkri andoxunarvirkni auk þess sem þau sýndu sterka hindrun gegn ensímum sem taka þátt í niðurbroti sykra, og hafa þar með áhrif á blóðsykursgildi. Sykursýkishamlandi áhrif fjölfenóla og fucoidan fjölsykra úr þangi voru

könnuð með dýratilraun en ekki sást marktækur munur milli meðhöndlaðra og ómeðhöndlaðra hópa. Ákveðin tilhneiging var þó hjá hópnum sem meðhöndlaður var með fjölfenólum að hafa lægra glúkósamagn í blóði og minni líkamsfitu samanborið við ómeðhöndlaða hópinn. Einnig var kannað hvort lífvirku efnin hindruðu um-breytingu fitufruma en niðurstöður sýndu að fjölfenólin hindruðu umbreytinguna auk þess að minnka tjáningu þriggja lykilpróteina í um-breytingarferlinu.

Áhugaverðustu niðurstöðurnar, bæði in vitro og in vivo, fengust hjá fjölfenóla útdrætti úr þangtegundinni Fucus vesiculosus sem sýnir fram á hugsanlega notkun í fæðubótarefni sem getur komið í veg fyrir eða meðhöndlað áunna sykursýki og offitu.

Ársskýrsla AVS 2018 | 17

Page 18: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

R 074-14 Verðmætamyndandi tækni – Þurrkun uppsjávarfisks

Fyrirtæki: Matís ohfVerkefnisstjóri: Ásbjörn Jónsson

Stór hluti loðnu sem veiðist hér við land er nýttur til mjöl- og lýsisvinnslu og fer mest í fóðurfram-leiðslu. Lítið er gert að því að vinna aflann í verð-mætari þurrkaðar afurðir þó einhverjar tilraunir og þreifingar hafa verið í þá átt. Loðna sem end-ar virðiskeðjuna sem þurrkuð afurð í Japan er t.d. flutt út frá Íslandi frosin í blokkum og Japanir sjá sjálfir um að þurrka hana með hagkvæmum hætti og koma á neytendamarkað. Þarna tapast því töluverð verðmæti úr landi sem felast í því að þurrka loðnu erlendis.

Markmið verkefnisins var að byggja upp þekk-ingu og þróa vinnsluferil til framleiðslu á full-þurrkaðri loðnu til manneldis á erlenda markaði. Rannsóknin byggðist á því að bera saman inni-

þurrkaðan uppsjávarfisk frá Íslandi og útiþurrk-aðan uppsjávarfisk frá Kenía. Samfara því voru eðlis- og efnafræðilegir eiginleikar sardínu rann-sökuð sem veidd var við strendur Kenía og úti-þurrkuð. Rannsóknin byggðist á því að forsjóða hráefnið fyrir þurrkun eða ekki. Eiginleikar eft-ir þurrkun þessara tveggja tegunda voru síðan bornir saman. Einnig var gerð markaðskönnun á inniþurrkaðri loðnu frá Íslandi og útiþurrkaðri sardínu frá Kenía

Niðurstöður sýndu að inniþurrkaður fiskur skil-aði stöðugri og jafnar gæðum en útiþurrkaður fiskur, þar sem ekki er hægt að stýra hitastigi sem er yfirleitt hærra við útiþurrkun, og veldur þránun.

Markaðskönnun sýndi velvilja neytenda á að kaupa inniþurrkaða loðnu og sardínu. Neytend-um líkaði vel við inniþurrkaða loðnu, sérstaklega þeir sem versluðu í stórmörkuðum. Millistéttin var tilbúinn að borga hærri upphæð við kaup á loðnu (400 KSH/500 g) og allt að 600 KSH/500 g. Lágstéttin sem neytti reglulega þurrkaðs fisks, var tilbúin að borga 400 KSH/500 af bæði þurrk-aðri loðnu og sardínu. Neytendur gátu vel hugs-að sér að neyta nýrra þurrkaðra afurða, eins og loðnu, ef hægt væri að tryggja góð og stöðug gæði á afurðinni.

Ársskýrsla AVS 2018 | 18

Page 19: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

R 010-15 Athuganir á mettandi virkni þorskprótein hýdrólysata

Fyrirtæki: Iceprotein ehf.Verkefnisstjóri: Hólmfríður Sveinsdóttir

Athuganir á mettandi virkni þorskprótín hýdr. Áralöng þróun sem m.a. hefur verið studd af AVS hefur skilað sér í að fyrirtækið Iceprotein hefur sett upp framleiðsluferli á hágæða vatnsrofnu þorskpróteini til manneldis. Þróunin hefur leitt af sér IceProtein™ afurðina sem er undirstöðu-efni í PROTIS™ Fiskprótín fæðubótarefnunum sem eru framleidd af sprotafyrirtækinu PROTIS. PROTIS™ Fiskprótín vörulínan sem inniheldur IceProtein™ afurðina inniheldur 3 vörutegund-

ir, Liði, Létt og 100% en þróun frekari afurða er fyrirhuguð. Vitað er að vatnsrofið prótein býr yfir mettandi eiginleikum. Markmið verkefnisins var að staðfesta mettandi virkni þorskprótein-anna í dýratilraunum. Staðfestingin er mikilvæg fyrir markaðssetningu á IceProtein™ afurðinni sem og PROTIS™ Fiskprótín fæðubótarefnun-um. Skoðuð voru nokkrar gerðir af vatnsrofnum prótínum sem framleidd voru með mismunandi ensímum. Niðurstöður gáfu vísbendingu um að vatnsrofið fiskprótín sem framleitt er á sama hátt og IceProtein™ afurðin hefðu áhrif á matarlyst hjá rottum þar sem rotturnar borðuðu minna magn eftir að hafa fengið vatnsrofna prótínið. Til að staðfesta virknina er nauðsynlegt að endur-taka tilraunirnar. AVS, Þróunarsjóði KS, FISK Seafood og rannsóknasjóði HÍ er þakkað fyrir stuðning við verkefnið.

Ársskýrsla AVS 2018 | 19

Page 20: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

Sigríður Guðmudsdóttir.

R 017-15 Veiruskimun í kvíalaxi og villtum laxi til fiskræktar

Fyrirtæki: Tilraunastöð HÍ í meinafræði (Keldur)Verkefnisstjóri: Sigríður Guðmundsdóttir

Verkefnið „Veiruskimun í kvíalaxi og villtum laxi til fiskræktar“ var sett upp til að afla grunn-upplýsinga í ljósi þess að mikill vöxtur hefur verið í sjókvíaeldi með Atlantshafslax hérlend-is undanfarin ár. Verkefnið var styrkt af Rann-sóknasjóði AVS í þrjú ár (AVS R017) og unnið á Rannsóknadeild fisksjúkdóma á Keldum. Ski-mað var eftir þremur veirum sem valda hjarta-sjúkdómum í laxi, þ.e. blóðþorra (Infectious Salmon Anemia), hjarta- og vöðvabólgu (Heart and Skeletal Muscle Inflammation) og hjartarofi (Cardio Myopathy Syndrom). Veirurnar sem valda þessum sjúkdómum eru í sömu röð: ISAV (infectious salmon anemia virus), PRV (piscine

orthoreovirus) og PMCV (piscine myocarditis virus). Þessar veirur hafa allar, eða einhverjar þeirra, greinst í kvíaeldi umhverfis N-Atlants-haf, í Færeyjum, Skotlandi, Írlandi og við aust-urströnd N-Ameríku. Á Íslandi hefur mikill hluti fiskeldis frá upphafi farið fram í strandeldi ýmist í smitfríu vatni eða smitfríum borholusjó. Margir veirusjúkdómar, sem herja í löndunum umhverf-is okkur, hafa aldrei greinst í laxeldi hérlendis en reglubundin skimun hefur farið fram frá því á níunda áratugi síðustu aldar. Fyrir um áratug var farið að skima eftir ISAV vegna útflutnings lif-andi efniviðar. Meinvirka afbrigði ISAV veirunn-ar (ISAV-vir) hefur aldrei greinst en ómeinvirkt afbrigði veirunnar (ISAV-HPR0) reyndist vera til staðar í eldisklakfiski. Á árunum 2011-2015 fannst ISAV-HPR0 í 0,63% af sýnum úr eldislaxi sem skimuð voru en meinvirka afbrigðið hefur aldrei fundist. Jákvæðu sýnin voru geymd og nýttust í fyrri hluta verkefnisins.

Meginmarkmið voru eftirfarandi:

I. Að prófa aðferðir til að undirbúa sýni úr safni Keldna og úr AVS-smáverkefni 2013–2014 fyrir raðgreiningar á ómeinvirku afbrigði ISAV veirunnar (ISAV-HPR0).

Ársskýrsla AVS 2018 | 20

Page 21: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

II. Að kanna hvort PRV, PMCV og ISAV, væru til staðar hérlendis í völdum hópum laxa og að raðgreina jákvæðan efnivið, væri hann til staðar

Markmið I. var uppfyllt með því að fundin var heppileg aðferð til að undirbúa sýni fyrir rað-greiningu breytilegs svæðis á genabút nr.6 og reyndust allir íslensku stofnarnir vera nákvæm-lega eins. Samanburður við raðir úr HPR0 og HPRvir stofnum frá Noregi, Færeyjum, Skotlandi og Kanada sýndi mestan skyldleika við HPR0 stofna frá Færeyjum og Noregi.

Markmið II. var einnig uppfyllt. Afar góð sam-vinna við öflun sýna var við embætti dýralæknis fisksjúkdóma, Veiðimálastofnun (Rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna) og ýmis eldisfyr-irtæki. Sýnum var safnað úr 4 hópum. 1) Vorið 2015 var sýnum safnað úr seiðahópum sem aldir voru til sleppinga. Þessi seiði voru afkvæmi villts klakfisks úr nokkrum ám, á Suður-, Vestur- og Norðurlandi. Haustið 2016 fór fram sýnataka úr klaklaxi sem gekk í tvær þessara áa eftir eitt til tvö ár í sjó. 2) Vorið 2015 og aftur 2016 var sýnum safnað úr eldisseiðum, sem alin voru til sleppinga í sjókvíar. Hópurinn frá 2015 fór í eld-iskvíar á Vestfjörðum en hópurinn 2016 í kvíar

á Austfjörðum. Sýni voru síðan tekin úr kvíafiski eftir 8 og 18–20 mánuði í sjó. 3) Tvær ár flokkast sem hafbeitarár. Tekin voru sýni úr sjógöngu-seiðum fyrir sleppingu í þær 2015 og klakfiski sem gekk í árnar 2016. 4) Haustið 2017 var sýn-um safnað úr villtum laxaseiðum í ám á N-, V- og SV-landi og urriða úr einu stöðuvatni.

Veiruskimanir voru gerðar í öllum ofangreind-um hópum með RT-qPCR aðferðum. ISAV og PMCV fundust aldrei, sem er afar jákvætt fyrir Ísland, en PRV var til staðar í öllum hópum og rímar það við reynslu annarra allt í kringum okk-ur sem og í N- og S-Ameríku. Mikill munur var milli hópa, bæði hvað varðar tíðni jákvæðra sýna og útkomu einstakra mælinga. PRV jákvæð sýni sem höfðu Ct gildi undir 30 voru unnin áfram fyrir raðgreiningu á S1 geninu. Í ljós kom að sýn-in tilheyra genagerð 1a og hafa mesta samsvörun við PRV basaraðir frá Noregi og Kanada. Auk þess flokkast raðirnar í undirhópa sem samsvara uppruna sýnanna hérlendis.

Niðurstöður sem söfnuðust hér veita mikilvægar upplýsingar fyrir laxeldi jafnt sem laxveiði, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem skimað er eftir þessum veirum í svo fjölbreytilegum hópum laxa hérlendis.

Ársskýrsla AVS 2018 | 21

Page 22: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

R 065-15 Framleiðsla á verðmætum efnum úr þara

Fyrirtæki: Háskólinn á AkureyriVerkefnisstjóri: Jóhann Örlygsson

Verkefni sem tengist nýtingu á þara sem náttúru-auðlind lauk nýlega við Háskólann á Akureyri og líftæknifyrirtækisins BioPol. Markmið verk-efnisins var að skilgreina þá árstíðabundnu fjöl-breytni sem er á tegundaflóru þara á Íslandi og að fullnýta slíkann lífmassa á sjálfbæran máta.

Hluti verkefnisins var að meta staðbundna flóru á mismunandi árstímum af völdum tegund-um af brúnþara (Fucus tegundi, Ascophyllum nodosum og Laminaria digitate) sem og rauð-þörunginn Palmaria palmata og grænþörunginn Ulva á fjórum völdum svæðum á norðanverðu Ís-landi. Sérstök áhersla var lögð á magn og gerðir sykra í þessum tegundum eftir árstíma en magn þeirra minnkaði mjög yfir vetrarmánuðina eins og hefur verið sýnt með öðrum rannsóknum á Norður-Atlantshafi. Gögnin verða grunnur að nokkrum vísindagreinum á næstu misserum auk

þess að frekari greiningar verða gerðar á sýnun-um á næstu árum.

Til þess að brjóta niður sérhæfa hluta af þar-anum var leitast við að finna sérhæfð ensím sem hægt var að nota en mjög lítið er af slíkum ens-ímum á markaði í dag. Gerð var stór skimun til að einangra og greina örverur sem fyrirfinnast í heitum uppsprettum norður af Húsavík. Þessi vinna hefur gefið af sér nokkra mjög góða bakt-eríustofna sem framleiða bæði kulda- og hitakær ensím svo sem sundrunarensím (lyasa) sem geta brotið niður mismunandi hluta þarans.

Síðari verkþættir snéru að því að auka verð-mæti lífmassans með sérhæfðum útdráttum af verðmætum efnasamböndum í þaranum. Megináherslan var lögð á að draga út fucoidan fjölsykrur með mildum efna- og ensímfræði-legum aðferðum. Í ljós kom að þessar aðferðir reyndust betri en hefðbundnar þekktar aðferðir þar sem óvistvænar leiðir voru notaðar. Til þess að fullvinna þarann sem mest var einnig farið í að einangra mannitol og prótein með mildum aðferðum. Þessi efnasambönd voru síðan notuð til að búa til lífetanól með hitakærum aðferðum eða gera vaxtartilraunir á frumdýrinu „Thrau-stochytrids“ með það að markmiði að auka magn fjölómettaðra fitusýra.

Ársskýrsla AVS 2018 | 22

Page 23: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

R 045-16 Útflutningskostnaður sjávarafurða, véla, tækja og þjónustu

Fyrirtæki: ÍslandsstofaVerkefnisstjóri: Jón Ásbergsson

Íslandsstofa framkvæmdi könnun þar sem skoð-að var hversu háum fjárhæðum útflytjendur tapa árlega vegna vanefnda eða svika erlendra kaup-enda. Markmiðið með gerð skýrslunnar var að nýta reynslu fyrirtækja af tjónum sem þessum til

að finna leiðir til að lækka eða koma í veg fyrir slíkan kostnað. Í ljós kom að rúmlega helmingur þeirra fyrirtækja sem rætt var við hafði orðið fyr-ir einhverju tjóni í sínum útflutningi.

Ársskýrsla AVS 2018 | 23

Page 24: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

R 057-16 Veiðitilraunir með Ljósvörpu

Fyrirtæki: Optitog ehf.Verkefnisstjóri: Torfi Þórhallsson

Ljósvarpa er ný tegund togveiðarfæra, sem notar ljós til þess að smala rækju upp af sjávarbotni. Veiðiaðferðin er einstaklega umhverfisvæn. Hún hlífir búsvæðum, lífríki sjávarbotns og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ljós-veggir vörpunnar, sem koma í stað netveggja og bobbinga, hafa ekkert viðnám í sjó og hreyfa hvorki við hafsbotninum né lífríki hans. Veiðar-færið heldur fastri fjarlægð frá botni, ljósum er stýrt úr brú og fylgjast má með innkomu á myndaskjám.

Á verkefnistímanum voru farnir fimm sjó-leiðangrar með tilraunagerð ljósvörpu í og utan Ísafjarðardjúps og við Snæfellsnes. Umtalsvert magn rækju veiddist án botnsnertingar. Aflinn var hreinn og án teljandi meðafla. Staðfest var að marktækur munur er á innkomu rækju með og án ljósa, og er innkoman tvöfalt meiri að meðal-tali þegar ljósin eru notuð. Olíunotkun við veiði-tilraunir með ljósvörpu var mun minni en við veiðar með hefðbundinni rækjuvörpu, en fyrir liggur að bera saman aflamagn við hefðbundnar aðferðir. Athuganir voru gerðar á viðbrögðum annarra tegunda og verður þeim fram haldið.

Veiðitilraunir hafa því sýnt að unnt er að veiða rækju í ljósvörpu án þess að hreyfa við botni. Niðurstöður hafa verið kynntar á alþjóðaráð-stefnum um veiðitækni og veiðar á kaldsjávar-rækju. Verið er að þróa rækjuvörpu, sem byggir á niðurstöðum verkefnisins.

Optitog ehf., Hafrannsóknastofnun og Nýsköp-unarmiðstöð Íslands unnu saman að verkefninu með tilstyrk Tækniþróunarsjóðs RANNÍS, AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi og Orkusjóðs.

Ársskýrsla AVS 2018 | 24

Page 25: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

R 012-17 Markaður fyrir íslenskan harðfisk erlendis

Fyrirtæki: Talkom ehf.Verkefnisstjóri: Ísak Kári Kárason

Markmið verkefnisins „Markaður fyrir íslensk-an harðfisk erlendis“ var að kanna núverandi markaði fyrir fyrir íslenskan harðfisk i Noregi og í Færeyjum, hvort auka megi útflutning til þessara landa og hvort nýir markaðir séu í Kína og Japan. Sérstaklega var skoðaður möguleikinn á því að markaðssetja íslenskan harðfisk sem holla og dýra vöru. Niðurstaða verkefnisins er sú að vegna mikilla vinsælda íslenska harðfisksins ættu möguleikar á að auka útflutning til Noregs og Færeyja að vera fyrir hendi. Þá bendir ýmislegt til þess að tækifæri til þess að flytja út íslenskan harðfisk til Kína og Japan séu vænleg sérlega vegna aukins áhuga neytenda beggja landanna á hollum mat samfara auknum almennum hag-vexti, sérstaklega í Kína.

Ársskýrsla AVS 2018 | 25

Page 26: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

R 037-17 Hátísku skór úr laxaroði markaðssettir í USA

Fyrirtæki: Kalda ehf.Verkefnisstjóri: Katrín Alda Rafnsdóttir

Styrkurinn var notaður til að fjármagna markaðs-aðgerðir á merkinu á nýjum markaði, Bandaríkj-unum, og gerði Kalda kleift að taka þátt í tísku-vikunni í New York og sölusýningu í París þar sem skórnir voru kynntir fyrir innkaupastjórum og áhrifavöldum í tískugeiranum. Þátttaka Kalda á þessum viðburðum varð til þess að stofnað var til tveggja nýrra sölusamninga við heimsþekktar hátískuverslanir. Einnig var merkið kynnt fyrir söluskrifstofu sem er með bækistöðvar í New York, London og París og hefur nú verið gerður samningur við þá um sölu á merkinu út um heim allan. Styrkurinn var einnig nýttur til ráðningar á blaðafulltrúa til að auka sýnileika á merkinu erlendis og hefur Kalda í kjölfar þess hlotið um-fjöllun í tímaritum á borð við og Vogue, Elle, Footwear News og The Stylist.

Ársskýrsla AVS 2018 | 26

Page 27: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

R 045-17 Aukaafurðir íslensks fisks markaðssettar sem fæðubótaefni í Bandaríkjunum

Fyrirtæki: Ankra ehf.Verkefnisstjóri: Hrönn Margrét Magnúsdóttir

Ankra ehf. hlaut styrk frá AVS til að undirbúa og hefja markaðssetningu og sölu á Bandaríkja-markaði á vörunni AGE REWIND Skin Therapy undir vörumerkinu Feel Iceland. Styrkurinn hef-ur nýst vel til frekari greiningar og undirbúnings ásamt því að afla þekkingar frá reynslu annarra fyrirtækja sem sótt hafa á markaðinn. Auk þess hefur verið fjárfest í greiningu og kortlagningu á sölu- og dreifiaðilum og markaðs- og kynning-arefni. Þrátt fyrir að fókusinn sé á þessa vöru í byrjun munu aðrar vörur fyrirtækisins fylgja í kjölfarið þegar komin er enn frekari reynsla til að byggja á. Vinsældir fiskikollagens hafa auk-ist mikið á undanförnum misserum og vitneskja neytenda því samfara. Mesta aukningin í sölu á netinu kemur frá bandaríska markaðnum og gögnin okkar sýna að viðskiptavinir kaupa vörurnar aftur og aftur sem eru góð meðmæli.

Mikil áhersla hefur verið lögð á vörumerkja-uppbyggingu Feel Iceland en samstarf við banda-ríska vörumerkja- og markaðssérfræðinginn Noah Ross var mikilvægur liður í þeim undir-búningi. Í framhaldi af því var samið við fyrir-tækið Efni sem er meðal annars í eigu bandaríska samfélagsmiðlasérfræðingsins Oliver Luckett. Samningur við Efni snýr að því að byggja upp vörumerkjavitund Feel Iceland á bandaríska markaðnum með notkun samfélagsmiðla, leitar-véla og samstarfi við áhrifavalda ásamt því að auka sölu í Bandaríkjunum.

Búið er að koma á samstarfi við dreifiaðila Am-azon sem mun selja og dreifa Feel Iceland vörum fyrirtækisins. Auk þess erum við í sambandi við dreifiaðila Whole Foods og höfum verið að vinna að samstarfi með þeim sem hefur tekið lengri tíma en búist var við í upphafi, meðal annars vegna sölu fyrirtækisins til Amazon á síðasta ári. Þeirri vinnu verður haldið áfram og væntingar um að hefja sölu þar á árinu 2018.

Þess ber að geta að engir aðrir styrktaraðilar hafa komið að þessu verkefni.

Ársskýrsla AVS 2018 | 27

Page 28: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

S 001-17 Geta hrognkelsabakteríur smitað lax?

Fyrirtæki: Tilraunastöð HÍ í meinafræði að KeldumVerkefnisstjóri: Þorbjörg Einarsdóttir

Laxalús herjar víða á laxeldi og veldur gífurleg-um afföllum og verðmætatapi. Samvist laxfiska og hrognkelsa er nýstárleg aðferð til að aflúsa lax á vistvænan hátt og hefur skilað miklum árangri. Villtur fiskur getur borið ýmiss konar smit, eins og komið hefur fram nýlega þar sem veirusýking greindist í villtum hrognkelsaklakfiski á Íslandi árið 2015. Mikilvægt er því að vita hvort sýk-ingar sem eiga uppruna sinn í hrognkelsum geti borist í laxa, og öfugt.

Moritella viscosa bakteríur valda vetrarsárum, sem hafa verið töluvert vandamál í laxeldi. Sýk-ingin hefur einnig komið upp í hrognkelsaeldi, bæði á Íslandi og erlendis. Í þessari rannsókn

könnuðum við hvort M. viscosa bakteríur sem einangraðar voru úr hrognkelsum gætu sýkt lax, og hvort bakteríur sem einangraðar voru úr laxi gætu sýkt hrognkelsi. Einnig könnuð-um við hvort bólusetning laxa gegn M. viscosa (laxastofn) myndi veita vernd gegn M. viscosa úr hrognkelsum.

Í ljós kom að hrognkelsastofn af M. viscosa gat sýkt laxa, og að bólusetning með laxastofni veitti ekki nægilega vernd gegn hrognkelsastofni. Mikilvægt er að bólusetja hrognkelsi með hrogn-kelsastofni til að fyrirbyggja að þau smiti laxa af bakteríunni.

Ársskýrsla AVS 2018 | 28

Page 29: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

S 002-17 The Saga Bites – fiskisnakk (krydd & súkkulaði)

Fyrirtæki: HKM Sea Products ehf.Verkefnisstjóri: Knútur Steinn Kárason

Fyrirtækið hefur í framhaldi af -þessu verkefni- komið tveimur vörum á innlendan markað. „Leif the Lucky“ og „Erik the Red“ má finna í helstu lundabúðum landsins sem og 10–11, Hagkaup og fríhöfninni.

Vörurnar hafa fengið frábærar undirtektir og unnið er að því að koma fleiri vörum sem allrafyrst í hendur neytenda.

Ársskýrsla AVS 2018 | 29

Page 30: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

S 001-18 Sjóvinnsla á þorskalýsi

Fyrirtæki: Matís ohf.Verkefnisstjóri: Knútur Steinn Kárason

Verkefnið „Sjóvinnsla á þorskalýsi” var styrkt af AVS og unnið af Matís undir handleiðslu Marvins Inga Einarssyni. Markmið verkefnisins var að kanna hagvæmni þess að vinna lifur í há-gæða þorskalýsi beint eftir vinnslu um borð og bera saman ávinning á slíkri vinnslu við löndun á heilli lifur.

Niðurstöður verkefnisins gáfu til kynna að ekki er arðbært að vinna einungis þorsklifur um

borð í togurum en meiri hagnaður er af því að landa henni ferskri. Hins vegar, er hægt að auka hagnað verulega með því að vinna saman alla þorsk-, ufsa- og ýsulifur og enn meiri sé allt slóg unnið þ.m.t. lifrin.

Meiri hagnaður reyndist vera af vinnslu lýsis um borð í frystitogurum samanborið við ísfisk-togara sé horft til þess að ísfisktogarar munu verða af tekjum byrji þeir að framleiða lýsi um borð. Það eru tekjur af lifur sem annars væri landað. Þetta á ekki við um frystitogara en þeir nýta almennt ekki lifur.

Marvin segir niðurstöðurnar sýna, að fram-leiðsla á slóglýsi um borð í frystitogurum geti verið hagkvæmur kostur, sérstaklega þegar horft er til eldri togara sem ekki hafa pláss fyr-ir mjölvinnslu. Umræddur búnaður tekur um 9 fermetra og gera þarf ráð fyrir geymslutönkum undir lýsi upp á u.þ.b. 15 rúmmetra.

Ársskýrsla AVS 2018 | 30

Page 31: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

S 002-18 Erlend markaðssetning á Fish Jerk

Fyrirtæki: Feed the Viking ehf.Verkefnisstjóri: Friðrik Guðjónsson

Frumkvöðlafyrirtækið Feed the Viking ehf. fékk í byrjun árs styrk frá AVS rannsóknasjóðnum til að fylgja eftir vöruþróun félagsins með gerð ítar-legrar markaðsáætlunar og til að hefja í kjölfar-ið erlenda markaðssetningu á harðfiski sem ber nafnið „Fish Jerky“. Vinna við verkefnið er nú lokið og hefur félagið, í samstarfi við fyrirtækið Poppins & Partners ehf., lokið við gerð mark-aðsgreiningar og gerðar markaðsáætlunar ásamt því að ljúka við hönnun og uppsetningu á mark-aðsefni, meðal annars með framleiðslu á stuttri leikinni auglýsingu sem sjá má á forsíðunni á heimasíðu félagsins www.feedtheviking.com.

Félagið þakkar kærlega stuðninginn frá AVS rannsóknasjóðnum og horfir björtum augum til framtíðar með von um að ná að auka enn frekar útbreiðslu íslenska harðfisksins á alþjóðlegri grundu.

Ársskýrsla AVS 2018 | 31

Page 32: Ársskýrsla fyrir 2018 - Um AVS · Jóhann Pétur Andersen Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Kristján Þórarinsson SFS Ásta Björg Sigurðardóttir SFS Ragnheiður Héðinsdóttir

S 003-18 Mat á áhrifum D-FISH Aqua til hindrunar á bíó filmu

Fyrirtæki: Tilraunastöð HÍ í meinafræði að KeldumVerkefnisstjóri: Sigríður Hjartardóttir

Verkefnið „Áhrif D-FISH Aqua á myndun bíó filmu í fiskeldi“ byggir á því að rannsaka áhrif efnisins D-FISH Aqua til hindrunar á myndun bíó filmu. Efnið hefur verið notað í Fiskeldisstöð-inni Laxeyri síðustu 8 ár en stöðin framleiðir laxaseiði til sleppingar í veiðiár. Minna er af sýk-ingum á roði og uggum þeirra seiða sem alin eru upp í keri með D-FISH Aqua en viðmiðunarkeri auk þess sem seiðin eru stærri og heilbrigðari (1, 2). Vegna góðs árangurs af notkun efnisins þar hafa fleiri eldisfyrirtæki svo sem fyrirtæki í matfiskeldi áhuga á að gera tilraunir með efnið í sínum eldisstöðvum.

Samkvæmt niðurstöðum tilraunarinnar mynd-ar Moritella viscosa mjög litla líffilmu rétt eins og í forkönnuninni. Vibrio salmonicida myndar hér smávægilega líffilmu eftir 16 daga við 16°C en hún var varla mælanleg í forkönnuninni. V.

anguillarum myndar meiri líffilmu við 10°C en 16°C eins og áður en ASA-1 myndar hér smá-vægilega líffilmu við16°C en enga mælanlega við 10°C. Líffilmumyndun ASA-2 stofnsins er ekki mælanleg. Mjög mikill munur er á áhrifum D-Fish Aqua á þau ólíku ísólöt bakteríutegunda sem notuð voru í rannsókninni. Í sumum til-fellum virðast bakteríurnar nærast á efninu og vaxa því betur í bökkum húðuðum með efninu, en í öðrum tilfellum veldur efnið vaxtarhindr-un. Sama gildir um líffilmumyndunina, þar eru áhrif D-Fish Aqua breytileg milli ísólata. Efnið virðist hafa hindrandi áhrif á bíófilmumyndun hjá Vibrio anguillarum, Yersinia ruckeri, Tenaci-baculum sol-2 og Renibacterium salmoninarum, áhrifin eru sýnu mest hjá Tenacibaculum sol-2 og Renibacterium salmoninarum.

Ársskýrsla AVS 2018 | 32