8
Námsgagnastofnun 2002 - Málbjörg / SKS Stafsetning 1. 1. Á mjallahvítum veggnum hjá tannlækninum hangir eftirlíking af landslagsmálverki. Jakob reynir að einbeita sér að myndinni. Það er erfitt með munninn fullan af tækjum og tólum. Deyfingin kemur reyndar í veg fyrir allan sársauka og innan skamms fær hann áreiðanlega að stíga upp úr stólnum. Vonandi nægir þessi eina heimsókn. Tannhirða hefur ekki verið hans sterkasta hlið hingað til en nú mun verða breyting til batnaðar. Svo mikið er víst. (70 orð)

S tafsetning

  • Upload
    druce

  • View
    28

  • Download
    3

Embed Size (px)

DESCRIPTION

S tafsetning. 1. - PowerPoint PPT Presentation

Citation preview

Page 1: S tafsetning

Námsgagnastofnun 2002 - Málbjörg / SKS

Stafsetning

1.1.

Á mjallahvítum veggnum hjá tannlækninum hangir eftirlíking af

landslagsmálverki. Jakob reynir að einbeita sér að myndinni. Það

er erfitt með munninn fullan af tækjum og tólum. Deyfingin kemur

reyndar í veg fyrir allan sársauka og innan skamms fær hann

áreiðanlega að stíga upp úr stólnum. Vonandi nægir þessi eina

heimsókn. Tannhirða hefur ekki verið hans sterkasta hlið hingað til

en nú mun verða breyting til batnaðar. Svo mikið er víst.

(70 orð)

Page 2: S tafsetning

Námsgagnastofnun 2002 - Málbjörg / SKS

Stafsetning

2. 2.

Þegar systkinin komu heim á fimmtudaginn beið þeirra óvæntur

glaðningur í anddyrinu. Foreldrar þeirra höfðu keypt nýja tölvu.

Aðeins þurfti að bera hana inn í herbergi og tengja allt saman. Það

reyndist þó þrautin þyngri. Þorleifur nágranni þeirra kom

fjölskyldunni loks til hjálpar. Hann er þaulvanur rafmagni og

snúrum. Þótt hann sé farinn að eldast kann hann ýmislegt fyrir sér

eins og kom best í ljós þegar honum tókst að kveikja á tölvunni.

(73 orð)

Page 3: S tafsetning

Námsgagnastofnun 2002 - Málbjörg / SKS

Stafsetning

3.3. Gatan framan við húsið mitt er þakin laufi. Trén eru orðin svolítið

rytjuleg en samt finnst mér eitthvað notalegt við þetta haust. Í

garðinum syngja þrestirnir á hálfnöktum greinum. Óvenju hlýtt

hefur verið í september en mikið hefur rignt. Ég kvíði því svolítið

þegar norðangarrinn fer að nísta merg og bein. Þá reyni ég að

dúða mig í alls konar ullarfatnað. Hlýir vettlingar, húfa og trefill

fyrir andlitinu geta bjargað miklu.

(71 orð)

Page 4: S tafsetning

Námsgagnastofnun 2002 - Málbjörg / SKS

Stafsetning

4.4.

Laufey kom ný í bekkinn minn rétt eftir jólaleyfið. Fjölskylda

hennar bjó víst á Seyðisfirði áður en hún flutti hingað suður. Ég

segi það satt að ég hef ekki hugsað um annað en þessa stelpu í

margar vikur. Hjartað í mér tekur snöggan kipp þegar hún lítur á

mig og ég finn hvernig andlitið hitnar. Vinkonur hennar flissa

stundum einkennilega þegar þær sjá mig. Skyldu þær vita

hvernig mér líður?

(70 orð)

Page 5: S tafsetning

Námsgagnastofnun 2002 - Málbjörg / SKS

Stafsetning

5.5.

Jakob faðir Þorfinns er mikill keppnismaður og skíðaíþróttin átti

lengi hug hans allan. Fjölskyldan gleymir áreiðanlega aldrei

skíðaferðinni um páskana, vorið sem tvíburarnir fermdust. Þá

villtust þau öll í blindbyl og sátu föst í bílnum í tæpan sólarhring. Til

allrar hamingju tókst björgunarsveit að finna þau áður en illa fór.

Eftir það sneru systkinin sér að annarri tómstundaiðkun. Jakob

einbeitti sér lengi vel að pílukasti. Núna hefur hann tekið upp

gömlu skautaskóna og stefnir langt á svellinu.

(77 orð)

Page 6: S tafsetning

Námsgagnastofnun 2002 - Málbjörg / SKS

Stafsetning

6.6. Síðan Egill frændi minn fékk nýja símann í afmælisgjöf hefur varla

verið hægt að ná nokkru sambandi við hann. Ef hann er ekki að

hringja í vini sína liggur hann í smáskilaboðum eða leikjum.

Heimalærdómurinn situr alveg á hakanum. Fjölskyldu hans líst ekki

á blikuna. Móður hans minnir að skrifað hafi verið í dagblöðin

nýlega um skaðsemi þessara litlu tækja. Kannski verður hún að

taka í taumana áður en illa fer.

(71 orð)

Page 7: S tafsetning

Námsgagnastofnun 2002 - Málbjörg / SKS

Stafsetning

7. 7.

Hljómsveitin Bítlarnir samanstóð af fjórum ungum mönnum frá

Bretlandi. Þeir byrjuðu að leika saman á hljóðfæri á unglingsárunum.

Um sjö ára skeið áttu þeir fleiri lög á vinsældalistum en nokkrir aðrir.

Árið nítján hundruð og sjötíu leystist sveitin upp og meðlimir hennar

héldu hver sína leið. Nú eru aðeins tveir þeirra á lífi. Einn var myrtur

en annar lést úr krabbameini. En lögin munu víst áreiðanlega lifa

góðu lífi um ókomna tíð.

(72 orð)

Page 8: S tafsetning

Námsgagnastofnun 2002 - Málbjörg / SKS

Stafsetning

8. 8.

Þegar Birta vaknaði í morgun fann hún hvergi íþróttaskóna sína.

Hún leitaði alls staðar í herberginu, inni í skápum og bak við

gluggatjöldin. Loksins fann hún annan undir rúminu. Hinn virtist

vera týndur og tröllum gefinn. Stelpan snerist um allt eins og

skopparakringla og rak tána svo harkalega í rúmfótinn að mamma

hennar varð að hringja í frúna í næsta húsi. Núna liggur hún með

fótinn í gifsi og hlustar á veðurspána í útvarpinu.

(74 orð)