16
STARFSMANNAHANDBÓK SAMBÍÓANNA VELKOMIN TIL STARFA Í SAMBÍÓUNUM Það gleður okkur að þú skyldir velja SAMbíóin sem vinnustað og við hlökkum til þess að vinna með þér. Starfsmannahandbókin er ætluð til að vera þér til halds og trausts í þeim fjölmörgu störfum sem þarf að sinna til að rekstur kvikmyndahúsa SAM gangi sem best fyrir sig. Þú ert lykillinn að velgengni okkar og því metum við vinnuframlag þitt mikils og vonum að þú eigir eftir að njóta þessa að vinna hjá SAMbíóunum. Endilega kynntu þér vel innihald þessarar handbókar því þegar á hólminn er komið gefst oft lítill tími fyrir aðra starfsmenn að kenna, þó allir séu af vilja gerðir að hjálpa. Það getur verið mikið álag að vinna við afgreiðslu og þjónustustörf, sérstaklega þar sem mikill fjöldi fólks rennur í gegn á stuttum tíma. Á þeim tíma má ekkert klikka og mikilvægt að afgreiðslustöðvarnar séu vel undirbúnar og starfsfólkið sömuleiðis. Við erum afþreyingar-fyrirtæki sem á að vera bæði gaman að vinna hjá og gaman að sækja heim. Ánægjuna þurfum við svo að smita út frá okkur til viðskiptavina okkar svo upplifun þeirra sé sem eftirminnilegust. Við höfum þau markmið að vera númer 1 og þá þarf fólk að standa sig. Það er gaman að þekkja bakgrunn þess fyrirtækis sem unnið er hjá, svo að í eftirfarandi texta er stiklað á stóru í sögu SAMbíóanna. Það er von okkar að þú njótir þess að vera partur af SAMbíóunum og eigir ánægjulega tíma framundan við leik og störf. Með kveðju Framkvæmdastjóri Alfreð Ásberg Árnason.

Sambíóin starfsmannahandbók

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Starfsmannahandbók Sambíóanna

Citation preview

Page 1: Sambíóin starfsmannahandbók

StarfSmannahandbók

Sambíóanna

VELKOMIN TIL STARFA Í SAMBÍÓUNUMÞað gleður okkur að þú skyldir velja SAMbíóin sem vinnustað og við hlökkum til þess að vinna með þér. Starfsmannahandbókin er ætluð til að vera þér til halds og trausts í þeim fjölmörgu störfum sem þarf að sinna til að rekstur kvikmyndahúsa SAM gangi sem best fyrir sig. Þú ert lykillinn að velgengni okkar og því metum við vinnuframlag þitt mikils og vonum að þú eigir eftir að njóta þessa að vinna hjá SAMbíóunum.

Endilega kynntu þér vel innihald þessarar handbókar því þegar á hólminn er komið gefst oft lítill tími fyrir aðra starfsmenn að kenna, þó allir séu af vilja gerðir að hjálpa.

Það getur verið mikið álag að vinna við afgreiðslu og þjónustustörf, sérstaklega þar sem mikill fjöldi fólks rennur í gegn á stuttum tíma. Á þeim tíma má ekkert klikka og mikilvægt að afgreiðslustöðvarnar séu vel undirbúnar og starfsfólkið sömuleiðis.

Við erum afþreyingar-fyrirtæki sem á að vera bæði gaman að vinna hjá og gaman að sækja heim. Ánægjuna þurfum við svo að smita út frá okkur til viðskiptavina okkar svo upplifun þeirra sé sem eftirminnilegust. Við höfum þau markmið að vera númer 1 og þá þarf fólk að standa sig.

Það er gaman að þekkja bakgrunn þess fyrirtækis sem unnið er hjá, svo að í eftirfarandi texta er stiklað á stóru í sögu SAMbíóanna.

Það er von okkar að þú njótir þess að vera partur af SAMbíóunum og eigir ánægjulega tíma framundan við leik og störf.

Með kveðju

FramkvæmdastjóriAlfreð Ásberg Árnason.

Page 2: Sambíóin starfsmannahandbók

SAGA SAMbíóanna í stuttu máli

Þann 2. mars 1982 opnuðu SAMbíóin fyrst í Reykjavík. Frumsýnd var myndin Being There með Peter Sellers og Shirley MacLaine sem gekk í næstum eitt og hálft ár og dróg að um 40,000 þús manns. Síðan þá hafa margar breytingar

átt sé stað á bíómarkaðnum og oftar en ekki hafa SAMbíóin verið þar í farabroddi.

Saga SAMbíóanna nær reyndar aftur til 1937 þegar ungur athafnarmaður að nafni Eyjólfur Ásberg hóf kvikmyndarekstur í Keflavík í gamla félagshúsinu. Árið 1945 hóf hann byggingu á nýju kvikmyndahúsi með 400 manna sal á besta stað, og þar er enn rekið kvikmyndahús SAMbíóanna.

Björn Snæbjörnsson og Elísabet Ásberg tóku við rekstrinum af Eyjólfi og Guðnýju Ásbergs árið 1955.

Eigandi SAMfélagsins, sem á og rekur Sambíóin í dag, eru þau Árni Samúelsson og Guðný Ásberg Björnsdóttir. Þau hafa staðið við stjórnvölin síðan 1967.

Með tilkomu SAMbíóanna í Reykjavík átti bíómarkaðurinn eftir að breytast mikið og var bygging stærsta kvikmyndahúss á Íslandi í Álfabakkanum -þá kallað Bíóhöllin- einungis skref í áttina að því sem við þekkjum í dag. Byggingin í Álfabakkanum´82 þótti mjög djörf á sínum tíma, þar sem húsið stóð utan rótgróina hverfa og af sumum talið ólíklegt til vinsælda, en tíminn hefur leitt annað í ljós. Allt frá því að SAMbíóin komu í bæinn fóru bíóhefðir að breytast. Stærsta breytingin fyrir bíóáhugafólk var að sjálfsögðu frumsýningar samtíma nágrannalöndunum. Þá varð líka sú breyting að leyft var að fara með gos inní salina sem og var bilið milli sæta víkkað og innréttingar allar nýstárlegar. Ávallt hefur mikið verið lagt upp í tæknina og voru Dolby Digital / THX kerfi sett í Álfabakkann fyrst allra kvikmyndahúsa árið 1988 og stórbætti það upplifun bíógesta og innlifun í myndir. Fyrsta myndin sem sýnd var í nýju kerfi var Cocktail með Tom Cruise í aðalhlutverki. Frumsýningarkvöld var uppselt þrátt fyrir ófærð á vegum.

SAGA SAMbíóanna í stuttu máli

Page 3: Sambíóin starfsmannahandbók

SAMbíóin létu ekki Álfabakkann nægja og stefnt var að stækkun með kaupum á öðrum húsum í bænum. Í Júní 1986 var Nýja bíó við Lækjargötuna (Iðu húsið í dag) standsett og breytt í bíóhús og var hugmyndin að reka það með listrænum kvikmyndum að mestu.

Ári seinna var komið að Bíóborginni (Snorrabraut) og var það upphafið að vali bíógesta, þar sem nú var boðið uppá sömu mynd á tveimur stöðum í bænum. Fyrsta myndin sem sýnd var á tveim stöðum var

Lethal Weapon árið 1989. Þetta sama ár var fyrst farið að bjóða uppá heitt

popp í Álfabakkanum, en það var nýjung sem viðskiptavinir kunnu virkilega að meta. Árið 1991 var gamla Broadway skemmtistaðnum undir Álfabakka svo breytt í bíó undir nafninu Sagabíó og voru þá tvö hús rekin í Álfabakkanum

þangað til 1997 þegar þeim var steypt saman í það sem við þekkjum í dag sem SAMbíóin Álfabakka.

Árið 1996 opna svo SAMbíóin Kringlunni, fyrsta verslunarmiðstöðvar-bíóið. Bíóið var einstakt af gæðum THX kerfis í öllum sölum og

hallandi sal. Árið 2007 var sett upp DIGITAL kerfi bæði í hljóði og mynd.

Sagan er þó hvergi nærri búin því árið 2000 kaupir SAMfélagið -rekstaraðili SAMbíóanna- Nýjabíó á Akureyri, hús sem var endurbyggt frá grunni 1998 af ungum athafnarmönnum á Akureyri.

Háskólabíó kemur einnig við sögu hjá Félaginu því árið 2002 tók SAMfélagið við rekstrinum og rak þannig aftur þrjú kvikmyndahús í Reykjavík um árabil eða til 1 maí 2007.

SAMbíóin eru stærsti dreifingar- og sýningaraðili kvikmynda á Íslandi og hefur svo verið í gegnum árin. SAMbíóin eru

með umboð fyrir Disney, Warner og Paramount pictures auk samninga við nokkur af stærstu Indie útgáfufyrirtækjum í greininni. Frá því að SAMbíóin opnuðu í Álfabakka hafa um 15 milljónir gesta sótt það heim og er fyrirtækið hvergi nærri hætt í sókn á markaðinum enda standa fyrir dyrum margar breytingar

sem eiga eftir að koma viðskiptavinum þægilega á óvart í náinni framtíð.

Page 4: Sambíóin starfsmannahandbók

GRUNdVALLARATRIðI: Við leggjum mikla áherslu á að starfsfólk okkar mæti á réttum tíma til vinnu, sé snyrtilegt til fara og sé kurteist við viðskiptavininn. Verkstjórinn er yfirmaður þinn og ber þér að fylgja því sem hann segir. Ef eitthvað kemur upp á skalt þú tala við hann umsvifalaust. Ætlast er til þess að fólk hafi slökkt á farsímum sínum meðan á vinnu stendur. Hægt er að skrifa á sig vörur í sælgætissölunni sem dregnar verða af laununum næstu mánaðarmót. Ef þú gerir það þarftu að fá verkstjóra eða annan starfsmann sjoppunnar til að skrifa vörurnar á þig, sjálfsafgreiðsla er bönnuð.

Starfsmenn fá einusinni frítt á hverja kvikmynd í öllum SAMbíóunum gegn framvísun starfsmannaskírteinis ef það lítur ekki út fyrir að verði uppselt á sýninguna. Ef starfsmaður er búinn að vera starfandi lengur en 2 ár fær hann frímiða fyrir sig og 1 gest. Það er einnig vert að taka fram að starfsmenn skulu ekki sitja á borðum, snúa baki í viðskiptavini, eða drekka og borða inni í sjoppunni. Nýjir starfsmenn eru hvattir til þess að spyrja þá sem eldri eru þegar eitthvað er óljóst. Leitið fyrst svara í þessari bók, en ef ekkert finnst þá eru samstarfsmenn og yfirmenn þínir þér til halds og trausts.

• Stundvísi er númer eitt, tvö og þrjú eins og í öðrum fyrirtækjum.• Komið ávallt snyrtileg til vinnu.• Klæðast skal einkennisbúningum merktum SAMbíóunum.• Svartir skór eru æskilegir.• Svartar buxur eru æskilegar.• Starfsmannakort skal ávallt hafa um hálsinn• Mikilvægt er að hafa teygjur í hárinu ef það er sítt. Laust hár er ekki í boði.• Starfsmaður ber ábyrgð á vinnufötum og sér um þrif á þeim.• Afsláttur til vina og kunningja er með öllu óheimill og litinn mjög alvarlegum augum.• Bannað er að vera á persónulegum netsíðum, til dæmis Facebook, í afgreiðslukerfinu.• Fyrir hverja 6 tíma unna samfleytt er leyfilegt að fá sér miðstærð af poppi og kók einu

sinni. Ekki er leyfilegt að nýta þetta fyrir aðra ef starfsmaður nýtir þetta ekki sjálfur á sinni vakt.

• Verum brosmild og kurteis og tökum vel á móti viðskiptavinum okkar!

Þessi grundvallaratriði og almenn skynsemi er það sem hafa skal að leiðarljósi í starfi. Allar reglur eru settar upp af ástæðu, því er mikilvægt að virða þær og vinna samkvæmt þeim ávallt til að fyrirbyggja leiðindi og misskilning.

Page 5: Sambíóin starfsmannahandbók

ÞJÓNUSTUSTAÐALL:

I. AÐKOMA1. Bíóið skal vera hreint og snyrtilegt.2. Innviðir bíósins skulu vera snyrtilegir.3. Útstillingar skulu vera smekklegar og myndarammar hreinir.4. Starfsmenn skulu vera snyrtilegir til fara og hreinlegir.

II. MÓTTAKA VIÐSKIPTAVINA1. Líttu í augu viðskiptavinar.2. Vertu glaðleg/ur.3. Heilsaðu viðskiptavini vingjarnlega á viðeigandi hátt og að fyrra bragði4. Bjóddu viðskiptavini þjónustu þína að fyrra bragði.

III. VIÐMÓT MEÐAN Á VIÐSKIPTUM STENDUR1. Veittu viðskiptavini ávallt fulla og óskipta athygli2. Leitastu við að uppfylla óskir og þarfir viðskiptavinarins.3. Leitastu við að hafa góða þekkingu á þeim vörum/þjónustu sem í boði er.

IV. VIÐ LOK VIÐSKIPTA1. Líttu í augu viðskiptavinarins að viðskiptum loknum.2. Vertu glaðleg/ur.3. Þakkaðu fyrir viðskiptin og óskaðu góðrar skemmtunar

Afgreiðsla á kassa skal vera örugg, ganga hratt og greiðlega fyrir sig og vera rétt innt af hendi strax frá byrjun.

Page 6: Sambíóin starfsmannahandbók

STARFSLÝSINGAR:Hérna tökum við fyrir lýsingar á þeim störfum eru í SAMbíóunum. Það er mikilvægt að kynna sér þau verk sem ætlast er til að innt séu af hendi á hverri vakt svo hlutirnir gangi sem best fyrir sig á öllum tímum. Það ber þó að hafa í huga að hlutirnir eru oft breytilegir milli húsa og því mikilvægt að lesa lýsingarnar með vinnuaðstöðuna í huga. Hafið ætíð í huga við lok hvers dags að ganga frá eins og þið mynduð sjálf vilja taka við húsunum á ykkar vakt.

MiðasalaStarfi miðasölu fylgir mikil ábyrgð og því eru aðeins vanir starfsmenn sem þar vinna. Miðasalan er það fyrsta sem tekur á móti bíógestunum og því mikilvægt að viðmótið sé þægilegt og afslappað. Einnig ber Miðasalan ábyrgð á uppgjörum og af þeim sökum er mikilvægt að enginn óviðkomandi, hvorki gestur né starfsmaður, séu inní miðasölunni að óþörfu.

Helstu verkefni:• Sala á miðum til viðskiptavina.• Uppgjör á almennri miðasölu.• Uppgjör vegna hópa og afmælisbíó.• Hjálpa til við önnur störf.

Reglur varðandi boðsmiða eru mjög skýrarÞað er einungis á færi eigenda að hringja inn boðsmiða og fá tölur uppgefnar (s.s. uppgjör, gestafjöldi, o.sv.fr.) Vinsamlegast kynnið ykkur hverjir það eru hjá Vaktstjórum.

Stranglega bannað er að gefa vinum og kunningjum afslátt, sælgæti eða miða í bíó.

VerkstjóriSér um uppgjör og vaktir sælgætissölu á staðnum, hann sér um að afgreiðslan í sælgætissölunni gangi hratt og vel fyrir sig.

• Afgreiðsla og utanumhald boðsmiða.• Afgreiðsla og sala á sælgæti, poppi og drykkjarvörum í innhleypingum og hléum.• Gera upp kassa fyrir sælgæti.• Varsla á uppgjörum og afstemmingar á þeim.• Sjá til að allt sé tilbúið fyrir innhleypingar og hlé.• Þrif og áfylling á sælgætissölunni. • Sjá til þess að daglegum verkum sjoppu sé sinnt. • Létt þrif á innviðum bíósins sé þess krafist.• Skipulag kaffipása og mönnun á staði þar sem þarf að leysa af meðan skroppið er á wc.

Page 7: Sambíóin starfsmannahandbók

• Leiðbeina starfsmönnum sjoppunnar og huga einstaklega vel að starfsmönnum í þjálfun.

• Sinna öðrum tilfallandi verkefni sem vaktstjóri eða aðrir yfirmenn útdeila til starfsmanns.

Ábyrgð á vakt þýðir að Verkstjórar verða að sýna gott fordæmi í öllu sem þeir gera á vaktinni.

Sjá einnig uppgjörferli í lok handbókar

afgreiðsla í sælgætissölu saMbíóanna:

• Þjónusta við viðskiptavini, afgreiðsla á sælgæti • Þrif og áfylling á sælgætissölunni á milli hléa.• Poppa (Bannað að breyta út af uppskriftinni/

leiðbeiningum. Poppið skal bragðast eins).• Þrif á sölum á milli sýninga.• Önnur verk sem til falla.

Starfsmenn hafa ákveðnar verkaskiptingar en að sjálfsögðu hjálpast allir að við að halda sjoppunni og húsinu í lagi.

ATRIÐI SEM VERÐA AÐ VERA Í LAGI FYRIR HVERJA INNHLEYPINGU OG HVERT HLÉ:

• Allir popphitarar verða að vera fullir.• Fylla vel skúffurnar undir afgreiðsluborðum.• Þurrka vel af borðum, kókvélum og af

skápunum sem eru undir þeim.• Fylla á kókglös og rör og þurrkur.• Fylla á goskæla og ís.• Fylla á Nachos flögur og sósu.• Frystar og kælar þurfa að vera fullir.• Krapvél fyllt og þrifin.• Candyfloss fyllt og límmiðar vísi fram.• Salernin snyrtileg.• Allt gler í móttökunni hreint.• Athugaðu að heitt og kalt gengur fyrir öllu

þegar verið er að fylla á eftir innhleypingar og hlé, og að sjoppan sé snyrtileg fyrir hverja innhleypingu og hlé.

Page 8: Sambíóin starfsmannahandbók

FRÁGANGUR Á SJOPPU Í LOK DAGS:• Þrífa borðin og glerin• Þrífa poppvél• Þrífa kókvélar og tappa• Þrífa Nachos• Þrífa krapvél (slush)• Fylla á skúffurnar• Fylla á popphitara• Fylla á goskæla og ís• Læsa öllum skápum• Fylla á rör, glös og lok• Sópa sjoppuna og bakvið sjoppuna, líka kaffistofuna• Slökkva á poppvél+ Nacho+hitara+ krapvél• Takmarka það popp sem verður eftir í hiturum.• Henda ruslinu út, muna að flokka pappa frá almennu sorpi• Skilja við sig eins og þú vildir koma að afgreiðslunni

Sjá einnig uppgjörsferli í enda handbókar.

DYraVerðir:Á löngum dögum þá skiptast dagarnir upp í dagvakt og kvöldvakt. Á þeim dögum sem ekki er um tvær vaktir að ræða þá þarf sama vaktin að fara yfir allan listann og ath hvort allt sé eins og það á að vera.

Smávægilegur munur kann að vera á milli húsa í verkum, vaktstjóri á hverjum stað kynnir þau atriði betur. Í öllum húsum hefur þó forgang að hleypa viðskiptavinum inn og greiða leið þeirra bæði inn og út úr húsunum. Dyravörður vinnur mjög náið með öllum starfsmönnum hússins, hann skipuleggur hlé með sýningarmanni, hann tilkynnir hlé til afgreiðslu tímalega og sinnir þeim fjölmörgu verkum sem hann hefur á sinni könnu.

Page 9: Sambíóin starfsmannahandbók

DAGVAKTFyrstu verk á vakt

• Láta fánana upp.• Fylla á sjálfsala.• Ath með að allar ruslatunnur séu

tómar í upphafi dags.• Tæma stubbahúsin.• Ath með ruslatunnur úti.• Tína rusl í kringum húsin.• Sópa og eða sprauta með vatni útganga frá

kvikmyndasölum.• Þurrka af sjónvörpum og ljósakössum í anddyri.• Stilla út fyrir helgi og sortera plakötin.• Ath með að barnasetur séu uppraðaðar og nóg af

þeim í réttum sölum.• Opna dyr fyrir innhleypingar .

VIP SALUR (ÁLFAbAKKA)• VIP - Tæma fötuna undir cokevélinni.• VIP - Þrífa popphitara.• VIP - Þrífa gosvél og undir henni.• Ath hvort salur sé tilbúinn fyrir sýningu.• Fylla á Myndir Mánaðarins blöð í blaðastandi.

KVöLDVAKT• Hringur í kringum húsið( og eða andyrri), tína

rusl og ath með ruslatunnur.• Fylla á sjálfsala.• Ganga frá vörum fylla á sjálfsala.• Taka til á vörulagerum, henda tómum kössum, ath

með plaköt og standa.• Þurrka af ljósakössum.• Þrífa dyrnar að sölunum og skilti fyrir ofan salina.• Þrífa fyrir framan anddyri eftir síðasta hlé og taka

ruslafötur inn.• Skipta um poka í sjálfsölum og fara með uppgjörið

í bankann.• Taka fánana niður.• Opna dyr fyrir innhleypingar.• Opna dyr fyrir úthleypingar, passa að fara ekki of

snemma inn í salinn til að trufla ekki bíógestina.

Page 10: Sambíóin starfsmannahandbók

Vaktstjórar:Í hverju bíóhúsi SAMbíóanna er starfandi Vaktstjóri. Hann sér um daglegan rekstur hússins, og er í beinu sambandi við rekstardeild. Hann sér um að vaktirnar gangi fyrir sig eins og þær eiga að gera, að störfum sé sinnt og útdeildir öðrum störfum sem þarf að sinna. Hann er yfirmaður á vöktum. Vaktstjórar sjá um ráðningar, pantanir, vaktaskipulag, að setja dagskrá og verð-hnappa inn í miðasölukerfi og ný verð/tilboð/vörur í sjoppukerfi. Til þeirra ber að tilkynna veikindi, frí og eða annað sem hefur áhrif á vinnuna og afgreiðslustörf.

tæknistjórar:Tæknistjóri er staðsettur í Álfabakka og sér um viðhald sýningakerfis og ýmis verkefni..

Hann ber ábyrgð á að:

• Gera myndir tilbúnar til sýningar, útvega öryggislykla til spilunar og útbúa mynd-drifin.

• Dreifingu mynda í húsin í samráði við rekstrardeild.

• Umsjá með starfsmanna fatnaði.

• Tæknistjóri er einnig Sýningarstjóri og tengiliður hinna SAMbíóanna við Álfabakkann.

Kringlan Ólafur Sveinsson gsm. 868 7489 [email protected]

Akureyri Tómas Hallgrímsson gsm. 845 1304 [email protected]

Keflavík Haraldur Axel Einarsson gsm. 698 7862 haraldur@samfilm.

Álfabakki Gzergorz Dziala gsm. 690 6654 [email protected]

Kringlan Unnar Karl Ævarsson gsm. 849 0997 [email protected]

Page 11: Sambíóin starfsmannahandbók

sýningarstjórar: Einn sýningarstjóri er áætlaður fyrir öll húsin sem tengd eru digital tækninni. Hann mun vera staðsettur í Álfabakka alla jafna nema þegar stjórna þarf sýningum á óperunni. Þá er hann staðsettur í Kringlunni og stjórnar þá öðrum húsum þaðan. Mikilvægt er að allir sýningastjórar kynni sér vel þær nýjungar sem koma og geti leyst hver annan af í öllum þeim störfum sem uppá kunna að koma í starfinu, t.d að gera myndir klárar fyrir sýningar.

Sýningarmenn verða með þessu fyrirkomulagi ábyrgir fyrir öllum húsum tengdum með Digital og vaktstjórar annara hús leita til þeirra á sýningartíma ef upp koma vandræði með sýningar.

Síminn uppi í sýningaklefa Álfabakka er 575-8912.

Verksvið sýningarmanna:

• Hlaða inn myndum og auglýsingum.• Stjórna hléum, þ.e. stytta, sleppa eða lengja þau eftir þörfum.• Eftirlit allra húsa með sjálfvirkum búnaði gangvart tæknivillum,

hléum og öðrum uppákomum.• Stýra sýningum á Óperum sem sendar eru beint út• Létta á í dyravörslu og innhleypingum.

Page 12: Sambíóin starfsmannahandbók

skrifstofur saMbíóannaSkrifstofur Sambíóanna eru staðsettar á efri hæð í Álfabakkanum og er opin alla virka daga frá 9 – 16 en lokað er í hádeginu.

REKSTARDEILD:Allur daglegur rekstur fer í gengum rekstrardeildina, þar ræður ríkjum Alfreð Ásberg Árnason framkvæmdastjóri [email protected]. Hjá Rekstrardeildinni starfar einnig Hörður Valgarðsson. Hann hefur umsjón með tölvkerfum SAMbíóanna, afgreiðslukössum, skjáum og almennum tölvu- og netkerfum. annast einnig digital masteringu fyrir bíómyndir sem settar eru á dcp.

Komi upp bilun í tölvukerfi er hægt að ná í Hödda í [email protected] ef um rekstrarstöðvun eða alvarlega bilun er að ræða þá skal biðja viðkomandi vaktstjóra að hringja.

Alexander Fenrir Viðarsson sér um dreifingu á bíómyndum í kvikmyndahús Sambíóanna og sér um mál þau sem snúa að gæðum kvikmyndasýninga, hljóð, mynd, ljós og texta. Ef upp koma vandamál tengd sýningu þá skal hafa samband við [email protected] eða í síma 575-8906 / 856-8914.

Joshua Ásberg sér um ýmis hönnunarverkefni ásamt því að sjá um vefsíðu Sambíóanna, einnig hefur hann samskipti við viðskiptavini, tilkynnir um tilboð á facebook og öðrum miðlum sem sambíóin hafa yfir að ráða. Einnig sér hann um að útbúa stafsmannakort og skal viðkomandi vaktstjóri vera í sambandi við hann þegar á því þarf að halda. Hægt er að ná í Joshua í tölvupósti [email protected]

LAUNAMÁL:Skattkort skal berast til launadeildar ekki seinna en 3 virkum dögum fyrir mánaðarmót. Launatímabilið er frá 24 mánaðardegi til 23 á næsta mánuði. Starfsmaður skráir sig inn í stimpilklukkukerfi sem er í afgreiðslukössum. Ef að það koma upp mistök við innstimplum sem krefst leiðréttingar á tímum skal hafa samband við vaktstjóra.

Hægt er að hafa samband við Ólöfu Pétursdóttur í póstfang hennar [email protected] eða koma á skrifstofutíma.

MARKAÐSMÁL:Sala til hópa og afmælisbíó fer í gegnum Kristínu Maríu sem svo lætur viðkomandi Vaktstjóra vita um fyrirkomulag. Hægt er að hafa samband við hana með tölvupósti [email protected]

Sala auglýsinga fer í gegnum Jón Geir. Hægt er að ná í hann á skrifstofutíma eða senda tölvupóst á [email protected]

Þeir félagar Jón Geir og Sigurður Chelbat sjá svo um markaðstengt efni í kringum þær myndir sem Sambíóin sýna. Yfirleitt er skiptingin þannig að Jón Geir tekur Disney myndir og Sigurður tekur Warner, en aðra myndir skiptast á milli.

Page 13: Sambíóin starfsmannahandbók

VIÐHALD OG VIÐGERÐIR:Ef eitthvað þarfnast viðgerðar þá er það umsvifalaust tilkynnt til vaktstjóra.Vaktstjórar hafa svo samband við viðhaldið ef þörf er á viðgerðum. Viðhaldi og viðgerðum fyrir Sambíóin sinnir Eddi alla virka daga. Hægt að ná í Edda í [email protected] og síma 893-8870.

annað seM gott er að Vita:Þegar starfsmaður skráir sig á vakt (hvort sem það er föst vakt eða aukavakt) þá ber hann ábyrgð á þeirri vakt. Ef upp kemur að starfsmaður getur ekki tekið vaktina ber honum að manna hana sjálfur. Vaktaskipti tilkynnast til vaktstjóra.

Þegar starfsmaður er búinn að fara í 3 prufuvaktir er honum gefið fastar vaktir. Þá fær starfsmaður afhentan vinnubúning og afgreiðslukort með nafni og kennitölu. Starfsmanni ber að hafa ávallt vinnubúning og afgreiðslukortið á vakt. Afgreiðslukortið virkar einnig sem nafnspjald.

Veikindi ber að tilkynnast með minnst 4 tíma fyrirvara og er það vel metið ef starfsmaður mannar vaktina sjálfur. Veikindi tilkynnast til vaktstjóra í síma 575-8927. Annars er hægt að tilkynna til miðasölu í síma 575-8918 eða með tölvupósti til vaktstjóra ef ekki næst í miðasöluna. Krafist er læknisvottorðs frá starfsmanni ef hann tilkynnir veikindi.

Ætlast er til að starfsmenn kynni sér símanúmer og netföng vaktstjóra og visti þau hjá sér. SMS eru ekki ásættanleg leið til að tilkynna veikindi.

Á vöktunum eru ákveðin dagsverk sem skal vinna á milli innhleypinga og þrifa. Þau eru útlistuð í þessari handbók en vaktstjóri í hverju húsi fyrir sig gæti haft örlítið mismunandi verkefnalista. Merkja skal við dagsverkin þegar þeim hefur verið sinnt, en vaktin fer ekki fyrr en öllum dagsverkum er lokið.

Einnig skal ganga snyrtilega um baksvæði, geymslur og kaffistofu. Vinir eða makar eiga ekki undir neinum kringumstæðum að fara baksviðs eða inná starfsmannasvæði.

Gott er ef starfsmaður getur hlaupið undir bagga og hjálpað til ef það eru veikindi eða ef meira er að gera en áætlað var.

Starfsmenn fara ekki af vaktinni fyrr en vaktstjóri eða verkstjóri hefur gefið leyfi á brottför.

Sumar stöður eru oft minna mannaðar en aðrar. Þegar fara þarf á klósettið eða annað slíkt; passið þá að láta vita þannig að hægt sé að manna stöðuna á meðan. Vinnustöð á ekki að standa auð nema að verkstjóri segi að það sé í lagi.

Þrif á höndum eru sérstaklega mikilvæg þegar unnið er með matvæli. Passið að þrífa hendur vel, nota einnota hanska við meðhöndlun matvæla, hafa teygju í síðu hári og vera alltaf snyrtileg til fara.

Með von um gott samstarf.

- Vaktstjórar

Page 14: Sambíóin starfsmannahandbók

fYrir Vaktstjóra og sjoppu uppgjörsferli

• Skiptimynt er komið fyrir í miðasölu, mismunandi mikil skuld eftir dögum og aðsókn. Síðan er bætt við eftir þörfum.

• Verkstjóri skiptir búnktunum niður á starfsmennina, setur klinkið í poka og fer með yfir í sjoppuna þar sem sjoppustarfsmenn gera CASH IN þá upphæð sem verkstjóri lætur þau fá. Hægt er að fylgjast með því hvort rétt upphæð sé sett í kassana í back office.

• Á meðan á vakt stendur er alltaf möguleiki á því að starfsmenn þurfi meira klink svo mikilvægt er að gera alltaf CASH IN í hvert skipti. Því er einnig hægt að fylgjast með í back office.

• Krakkarnir gera upp kassana sína eftir seinasta hlé, þá er miðasalan búin að gera upp sína kassa því hún gerir upp strax eftir að seinustu innhleypingu líkur. Miðasala og sjoppa gera alveg eins upp kassana sína.

• Farið er í CURRENT BALANCE og athugað hversu mikið sett hefur verið í Cash in. Ef skuldin er 5000 þús kr þá er gert 5000 þús í CASH OUT. Þá ætti tölvan og uppgjörið að stemma. Allan plús/mínus í uppgjöri í kössum eiga verkstjórar að skrá í miðasölunni og senda á Vaktstjóra mánaðarlega. Auðvitað eiga þó starfsmenn að vanda sig í afgreiðslum til að koma í veg fyrir að uppgjörið stemmi ekki.

• Þegar gert er upp er farið í DROP BOX og fyllt út hversu mikið af hverju viðkomandi er með og gert síðan TRANSFER CASH. Síðan er fyllt út í viðeigandi reiti á umslaginu og skrifað samtals töluna. Skuldin hefur þá verið tekin frá og sett í glas, umslagið og glasið er síðan komið með í miðasöluna.

Page 15: Sambíóin starfsmannahandbók

• Verkstjóri tekur öll umslögin ( bæði hjá miðasölu og sjoppu) og skrifar niður heildartölu hvers og eins, það er síðan tekið saman og skrifað niður í viðeigandi reiti á uppgjörsblaði. Sjoppan fær heildartölu og miðasala heildartölu. Þessar tvær tölur eru plúsaðar saman og settar í reit ´´peningar´´ á blaðinu. Verkstjóri klárar svo að fyllta út í blaðið með því að athuga í MARKUS stöðuna á kortum, Varied miðum og upphæð sem hefur verið sett í reikning hjá SAMbíó. Uppgjörið sem sent er út í bankan hefur eina heildar peningatölu sem er peningur frá miðasölu og sjoppu samanlagt. ( Þessvegna er betra að telja umslög aftur hjá sjoppu starfsfólki svo hægt sé að vita hvort þau hafi talið rétt, því um leið og umslögin fara í bankann er þetta eitt stórt uppgjör með einni heildartölu,

• Skuldin sem starfsmenn hafa komið með inn í miðasölu er síðan talin. Farið er í Reports-Cash flow- persons og athugað hvað hver og einn var með í skuld sem og hverju hann átti að skila af sér í umslagið sitt. Ef talan á umslaginu er sú sama og í Markus back office þá er viðkomandi á sléttu ( þ.e hvorki í mínus eða plús) Ef hann er í mínus eða plús þá skrifum við það hjá okkur.

• Dyravörður fer síðan í lok kvölds með uppgjörið út í banka.

Page 16: Sambíóin starfsmannahandbók

Verklagsreglur fYrir starfsfólk kVikMYnDaHÚsa

Verklagsreglur fyrir starfsfólk kvikmyndahúsa voru samdar til þess að kveða nánar á um með hvaða hætti aldurstakmörkunum á kvikmyndir er framfylgt í samræmi við 1 .mgr. 3. gr. laga nr. 62/2006.

AldursflokkunAldursflokkun er gefin til kynna með aldurstáknmynd sem hér segir:

ÁbYrgð og skYlDur starfsfólk kVikMYnDaHÚsa

1. Allar kvikmyndir skulu vera merktar á sölustað með viðeigandi aldursmerkingum samkvæmt aldursmati frá dreifingaraðila. Þar skal koma skýrt fram aldursmat á kvikmyndum sem eru til sýninga hverju sinni.

2. Engum skal veittur aðgangur að kvikmynd sem er bönnuð börnum án þess að framvísa gildan aðgangsmiða fyrir þá tilteknu kvikmynd.

3. Starfsfólki er óheimilt að selja aðgangsmiða á kvikmynd til barna, sem ekki hafa náð aldri í samræmi við aldursmat, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 62/2006

4. Sé starfsfólk í vafa um aldur viðkomandi ber að fara fram á persónuskilríki til fullvissu um að sala á aðgangsmiðanum brjóti ekki í bága við 2. mgr. 2. gr. laga nr. 62/2006. Geti viðkomandi ekki framvísað persónuskilríkjum og/eða hefur ekki aldur til að sjá tiltekna mynd, sbr. aldursmat, er starfsfólki óheimilt að selja þeim aðgangsmiða á myndina.

5. Börn sem hafa náð 14 ára aldri mega sjá allar myndir ef þeir eru í fylgd með foreldri eða forsjáaðila, sbr. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 62/2006. Þetta ákvæði á ekki við um börn sem ekki hafa náð 14 ára aldri.

leyfð öllum aldurshópum

ekki fyrir börn undir 10 ára aldri

ekki fyrir börn undir 14 ára aldri

ekki fyrir börn undir 18 ára aldri

ekki fyrir börn undir 7 ára aldri

ekki fyrir börn undir 12 ára aldri

ekki fyrir börn undir 16 ára aldri