58
1 Hugvísindasvið Skoðanir breskra ferðalanga á þjóðareðli Norðurlandabúa 1789-1862 Ritgerð til B.A.-prófs í sagnfæði Hjálmar Friðriksson Janúar 2014

Skoðanir breskra ferðalanga á þjóðareðli Norðurlandabúa 1789 …°1.pdf · 2018. 10. 15. · 1 Hugvísindasvið Skoðanir breskra ferðalanga á þjóðareðli Norðurlandabúa

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • 1

    Hugvísindasvið

    Skoðanir breskra ferðalanga á þjóðareðli

    Norðurlandabúa 1789-1862

    Ritgerð til B.A.-prófs í sagnfæði

    Hjálmar Friðriksson

    Janúar 2014

  • 2

    Háskóli Íslands

    Hugvísindasvið

    Sagnfræði

    Skoðanir breskra ferðalanga á

    þjóðareðli Norðurlandabúa 1789-1862

    Ritgerð til B.A.-prófs í sagnfræði

    Hjálmar Friðriksson

    Kt.: 220388-2129

    Leiðbeinandi: Anna Agnarsdóttir

    Janúar 2014

  • 3

    Ágrip

    Í eftirfarandi ritgerð verður farið yfir skoðanir breskra ferðalanga á þjóðareðli

    norrænna þjóða á árunum 1789 til 1862. Stuðst verður við fjölda heimilda svo sem

    ferðabækur, dagbækur og bréf og verða skoðanir sem þar koma fram á þjóðareðli

    Norðurlandabúa reifaðar og bornar saman. Frumheimildir eru alls sautján talsins og

    má þar á meðal nefna bréf sem kvenréttindafrömuðurinn Mary Wollstonecraft skrifaði

    á ferðalagi sínu um Norðurlönd árið 1795, ferðabókina Excursions in Denmark,

    Norway, and Sweden eftir Robert Bremner frá árinu 1836 og dagbækur ferðalanga í

    Stanley-leiðangrinum til Íslands árið 1789. Verða heimildir bornar saman og verður

    gerður samanburður á skoðunum Breta á Dönum, Svíum, Norðmönnum, Færeyingum

    og Íslendingum á þessu tímabili. Heimildir verða túlkaðar og metnar út frá sjón

    höfundar á það sem kalla má eðli hverrar þjóðar. Lögð verður áhersla á

    yfirgripsmiklar alhæfingar ferðamanna um hverja þjóð fyrir sig. Sérstakri athygli

    verður beint að ákveðnum atriðum í eðli þjóðanna svo sem siðferði, áfengisdrykkju,

    hreinlæti og útliti. Að lokum verður sérstaklega litið til meints eðlis og útlits kvenna á

    Norðurlöndum.

    Markmið þessarar ritgerðar er að bera saman orð þeirra um meint þjóðareðli

    Norðurlanda og með því sjá hið sameiginlega sem og hið sértæka í fari þessara þjóða

    að mati ferðalanga. Skoðanir ferðalanga gefa líka ákveðna innsýn á viðhorf Breta á

    umræddu tímabili til ýmissa samfélagsmála. Er hægt að segja að einhver eiginleiki

    hafi verið samnorrænn? Var eitthvert samræmi í skoðunum Breta á þjóðareðli

    norrænna þjóða? Hvað segja skoðanir ferðalanga um eigin persónu og samfélag?

    Reynt verður að svara þessum spurningum í þeim tilgangi að sjá hvert þjóðareðli

    Norðurlandabúa var með augum breskra ferðalanga.

  • 4

    Efnisyfirlit Inngangur ................................................................................................................................... 5

    Æviágrip ferðalanga .................................................................................................................. 8

    Almennar lýsingar á þjóðareðli Norðurlandaþjóða ................................................................. 15

    Siðferðismál ............................................................................................................................. 25

    Áfengisdrykkja norrænna manna............................................................................................. 31

    Hreinlæti norrænna þjóða ....................................................................................................... 36

    Útlit norrænna manna ............................................................................................................. 40

    Norrænar konur með augum breskra ferðalanga ..................................................................... 43

    Niðurstöður .............................................................................................................................. 53

    Heimildaskrá ............................................................................................................................ 56

  • 5

    Inngangur

    Hugmyndir um þjóðareðli (e. national character) eiga sér langa sögu. Heródótos,

    sjálfur faðir sagnfræðinnar, fjallaði um þjóðareðli og sagði hann til að mynda

    Evrópubúa vera hugrakkari en Asíubúa.1 Árið 2012 segir fyrirliði íslenska landsliðsins

    í knattspyrnu að Albanir séu „mestmegnis glæpamenn“2 og er það ágætis dæmi um að

    gera þjóð upp eðli. Þó er ekki sjálfsagt að hugmyndir um þjóðareðli þurfi að vera

    neikvæðar, til dæmis hefur verið sagt að Þjóðverjar séu skilvirkir í jákvæðri merkingu

    þess orðs. Af þessu dæmum má sjá að hugmyndir um þjóðareðli eru mjög nærtækar

    enn þann dag í dag. Ýmsar fræðigreinar hafa fjallað um þjóðareðli, svo sem

    mannfræði og sálfræði, en hér verður þjóðareðli ekki skilgreint í þaula. Hér nægir að

    skilgreina þjóðareðli sem safn eiginleika sem íbúar ákveðinnar þjóðar eiga að hafa

    sameiginlegt. Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur varpaði fram þeirri spurningu, í

    ávarpi á fyrirlestraröð um ímynd Íslands árið 2008, hvort þegar rætt er um ímyndir

    þjóða sé um að ræða einhvers konar þjóðareðli eða menningarfyrirbæri. Hann nefndi

    sem dæmi danska fræðimanninn Peder Hansen Resen á 17. öld sem gerði ráð fyrir

    slíkum eiginleikum í fari einstakra þjóða.3

    Það að ákveðin þjóð hafi eðlislæga eiginleika nefnist „essentialismi“ á ensku

    og verður fjallað um slík viðhorf hér. Teknar verða fyrir skoðanir breskra ferðalanga

    sem ferðuðust um Norðurlönd á árunum 1789 til 1862 á þjóðareðli viðkomandi þjóða

    og verða þær bornar saman og greindar. Markmið þessarar ritgerðar er að bera saman

    orð þeirra um meint þjóðareðli Norðurlanda og með því sjá hið sameiginlega sem og

    hið sértæka í fari þessara þjóða að mati ferðalanga. Skoðanir ferðamanna gefa líka

    ákveðna innsýn á viðhorf Breta á umræddu tímabil til ýmissa samfélagsmála.

    Sautján frumheimildir standa að baki þessari ritgerð. Þær eru ýmist

    ferðabækur, dagbækur eða bréf sem gefin voru út. Við val á heimildum var leitast eftir

    að finna ferðalanga sem ferðuðust til í það minnsta tveggja Norðurlanda. Það var með

    öllu nauðsynlegt því um er að ræða samanburðarritgerð. Segja má að um sé að ræða

    tvær mismunandi leiðir; annars vegar til austur frá Bretlandi, það er segja ferðir til

    1Gruen, Erich, Rethinking the other in antiquity, bls. 39

    2DV.is, Fyrirliði Íslands: Albanar „mestmegnis glæpamenn“.

    3Sumarliði Ísleifsson, „Ávarp á fyrirlestraröðinni Fallvaltar ímyndir Íslands“ (ávarp á fyrirlestraröð um

    ímynd Íslands, 6. nóvember 2008).

  • 6

    Skandinavíu og hins vegar til vestur, til Íslands með viðkomu í Færeyjum. Hér er því

    enginn ferðalangur sem lýsir öllum þjóðum Norðurlanda en það ætti ekki að koma

    verulega að sök þar sem ferðalangar voru oft merkilega samstíga í greiningu sinni á

    þjóðareðli. Það er því vel hægt að bera saman lýsingar á þjóðareðli til að mynda

    Íslendinga og Norðmanna þótt enginn ferðalanga beri þær beinlínis saman.

    Ógrynni er til af ferðabókum sem fjalla um ferðir til Norðurlanda og er

    ómögulegt að taka þær allar til umfjöllunar í ritgerð sem þessari. Við val á heimildum

    var reynt að finna þá sem skáru sig úr ýmist vegna uppruna, lífsskoðunar, efnahags,

    kyns og svo framvegis. Ferðalög sem þessi voru þó ekki á færi hvers sem er og er því

    í nær öllum tilvikum um að ræða menn sem komu úr efri stéttum. Við leit að

    heimildum var þó reynt að finna fjölbreytni innan þeirrar stéttar. Því má finna klerka,

    hermenn, fræðimenn, nýríkan kaupsýslumann, eina af upphafskonum

    kvenréttindabaráttunnar og áhugamann um stangveiði meðal þeirra ferðamanna sem

    eru til skoðunar. Helsta markmið þess að finna fjölbreytan hóp ferðalanga er að með

    því má betur finna rauða þráðinn í lýsingum á þjóðareðli; fordómar ákveðinnar stéttar

    þvælast minna fyrir.

    Ritgerðin skiptist í sjö kafla og hefst hún á stuttum æviágripum þeirra

    ferðalanga sem hér eru til skoðunar. Nauðsynlegt er að segja frá bakgrunni hvers og

    eins þar sem slíkt getur haft þó nokkur áhrif á viðhorf ferðamannsins. Því næst verður

    farið yfir almennar lýsingar á þjóðareðli Norðurlandaþjóða. Verða svo ákveðin atriði

    hvað varða þjóðareðli skoðuð betur í eftirfarandi köflum. Þar er um að ræða sértæk

    atriði í meintu þjóðareðli þjóðanna svo sem siðferði, hreinlæti, áfengisdrykkju og

    almennt útlit. Að lokum verður kafli eingöngu helgaður konum umræddra landa þar

    sem yfirgripsmiklar lýsingar sumra ferðamanna áttu eingöngu við um karlmenn

    hverrar þjóðar, konum var lýst sérstaklega. Í kaflanum um æviágrip ferðalanga er

    þeim raðað eftir tímaröð, það er að segja eftir því hvenær þeir ferðuðust um

    Norðurlönd. Aðrir kaflar ritgerðarinnar verða flokkaðir eftir löndum; fyrst er fjallað

    um Danmörku svo Svíþjóð, Noreg, Færeyjar og svo Ísland koll af kolli. Þetta er gert

    svo samanburður milli þjóða sé skýrari og afmarkaðri. Rökin fyrir þessari uppröðun

    eru nokkur. Í fyrsta lagi má lesa úr heimildum að Bretar báru einna mesta virðingu

    fyrir Dönum, svo Svíum og svo framvegis eftir fyrrnefndri röðun. Í öðru lagi, og er

  • 7

    það nátengt fyrstu rökum, er með þessari röð fyrst farið yfir herraþjóðir og svo farið

    yfir nýlendur eða hjálenda. Í þriðja lagi er þetta sú röð sem Norðurlandaþjóðir voru

    hvað mest menningarlega tengdar meginlandi Evrópu sem og Bretlandi. Menning og

    aðstæður í Danmörku voru líkast því sem Bretar þekktu í heimalandi sínu, síst á

    Íslandi.

  • 8

    Æviágrip ferðalanga

    Ferðalangarnir sem fóru um Norðurlöndin og eru til skoðunar í þessari rannsókn,

    karlmenn og ein kona, öll eiga það sameiginlegt að vera breskir og úr efri stéttum

    samfélagsins. Það eru heimildir þeirra af þessum þjóðum sem ritgerð þessi er byggð á.

    Þrátt fyrir að allir ferðalangarnir komi úr sama menningarlega bakgrunninum kemst

    lesandi oft og tíðum þó ekki hjá því að sjá að sá sammenningarlegi eiginleiki vegur

    ekki endilega þyngst í mati og gagnrýni á þjóðir Norðurlanda. Öllu heldur er það

    einstaklingseðli og skapgerð hvers og eins sem vegur tíðum þyngst. Samt sem áður er

    ekki hægt að slíta persónueiginleika hvers og eins frá þeim menningarheimi þar sem

    þeir eru mótaðir svo í raun má segja að um samverkandi áhrif sé að ræða.

    Annað sem hafa skal í huga þegar skoðanir bresku ferðalanganna sem eru til

    umræðu í þessari ritgerð eru bornar saman er að oft og tíðum líður umtalsverður tími á

    milli heimsókna þeirra. Má í því samhengi jafnvel tala um mannsævi sem líði milli

    þeirra sem ferðast fyrst og þeirra sem koma síðar, þrátt fyrir að tímabilinu sem er til

    skoðunar séu settar frekar þröngar skorður. Það kann að hafa veruleg áhrif hvort

    umræddur ferðamaður hafi komið á tíma Napóleonsstríðanna eða eftir miðbik

    nítjándu aldar; bæði hefur hugarheimur ferðamannsins sem og aðstæður í umræddu

    landi mögulega tekið stakkaskiptum. Það ætti þó ekki að koma verulega að sök hér

    þar sem aðaláhersla þessarar ritgerðar er á þjóðareinkenni Norðurlanda með augum

    Breta; ef hægt er að tala um þjóðareinkenni á annað borð sem eitthvað annað en

    algjörlega huglægan hlut þá er það eiginleiki sem breytist ekki endilega í takt við

    framrás sögunnar. Þrátt fyrir það ber þó að hafa sögusviðið í huga, eins og sést

    glögglega í einu tilviki þegar ferðamanni finnst þunglyndislegt í Kaupmannahöfn

    stuttu eftir brunann mikla árið 1795. Það er ágætis dæmi um að aðstæður geti haft

    áhrif á sýnileg þjóðareinkenni; algengara var að ferðamönnum sem komu á betri tíma

    þætti borgin lífleg og fjörug.

    Hér á eftir er fjallað í stuttu máli um ferðamennina svo lesandi getur betur

    glöggvað sig á bakgrunni þeirra. Meginmarkmið þess er að sýna betur að skoðanir

    manna verða ekki til í tómarúmi og séu menn til dæmis trúaðir þá leggi þeir meiri

    áherslu á trúmál þegar þeir varpa fram mati sínu á þjóðareinkennum. Þegar einhver

    lýsir þjóðareinkennum annarrar þjóðar en sinnar eigin skal ávallt hafa í huga að um er

  • 9

    að ræða samanburð við þeirra eigin þjóð. Hið erlenda og framandlega er borið saman

    við hið innlenda og „venjulega“ sem ferðalangurinn þekkir frá eigin heimahögum. Því

    er mikilvægt að skoða hver bakgrunnur ferðamannanna var en þannig sjá mögulega

    vísbendingu um hvað þeim þótti venjulegt. Annað sem ber að hafa í huga er að

    ferðamennirnir fóru ekki allir til Norðurlanda í sama tilgangi. Sumir ferðuðust sér til

    yndisauka, aðrir fóru í ákveðnum erindagjörðum.

    Hafa verður í huga að í flestum tilvikum þá ferðuðust Bretarnir ekki til

    allra fimm landa sem eru hér til skoðunar. Sumir skrifuðu fyrst og fremst um eitt

    ákveðið land en það ætti ekki að koma verulega að sök þar sem hér er fyrst og fremst

    litið til þess hvað ferðalangarnir voru sammála um.

    John Thomas Stanley (1766–1850) hét maður og var hann elsti sonur og

    alnafni sjöunda barónsins (e. baronet) af Alderley Park í Cheshire en Stanley eldri var

    um aldamótin 1800 einn ríkasti maður Englands. Hann ferðaðist ásamt öðrum um

    Ísland árið 1789. Stanley yngri hlaut framúrskarandi menntun í einkaskóla í

    Greenwich á yngri árum en ferðaðist um meginland Evrópu með kennara sínum frá

    aldrinum 14–20 ára. Í skemmtiferð á Thamesfljóti sumarið 1788 fékk hann þá flugu í

    höfuðið að fara í leiðangur til Íslands og ákvað í kjölfar þess að dvelja í Edinborg um

    veturinn til að undirbúa ferðina. Í Edinborg leigði hann briggskip og safnaði liði í

    leiðangurinn, ber þá helst að nefna þá James Wright, læknastúdent sem gegndi

    hlutverki læknis og grasafræðings ferðarinnar, Isaac Samuel Benners, son

    plantekrueiganda í Vestur-Indíum sem var gjaldkeri ferðarinnar og John Baine,

    stærðfræðikennara sem var teiknari og mælingamaður ferðarinnar.4 Allir þessir menn,

    þar með talið Stanley, skrifuðu dagbækur meðan þeir ferðuðust um Ísland. Dagbækur

    Wright, Benners og Baine eru þó bestu heimildirnar um ferðina þar sem þær eru mun

    hispurslausari en bók Stanley.

    Einn helsti brautryðjandi kvenréttindabaráttunnar, Mary Wollstonecraft (1759–

    1797), ferðaðist um Danmörku, Svíþjóð og Noreg árið 1795. Ferðabók hennar er sú

    eina af þeim sem eru til skoðunar hér sem skrifuð er af konu. Hún fór þangað í

    verslunarferð fyrir hönd þáverandi elskhuga síns, bandaríska kaupsýslumannsins

    Gilbert Imlay. Bréfin, sem stíluð voru á Imlay, voru gefin út ári eftir að hún sneri

    heim úr ferð sinni undir nafninu Letters written during a short residence in Sweden,

    4 Íslandsleiðangur Stanley 1789, bls. 16.

  • 10

    Norway and Denmark. Auk frægustu bókar sinnar, A Vindication of the Rights of

    Woman, skrifaði hún skáldsögur, barnabækur og ritgerðir. Skoðanir hennar voru

    heldur róttækar fyrir sinn tíma og til dæmis fordæmdi hún hjónaband þar sem hún

    taldi það vera sem fangelsi fyrir konur. Áhrif hennar á sögu kvenréttindabaráttunnar er

    umtalsverð.5

    Edward Daniel Clarke (1769–1822) var gífurlega vel menntaður, með

    doktorsgráðu í lögfræði og prófessor í steindafræði við Cambridge. Hann ferðaðist

    víða jafnt í Evrópu sem og Asíu í krafti starfs síns en hann starfaði lengi sem

    einkakennari fyrir börn auðstéttarinnar. Hann ferðaðist um Norðurlönd árið 1799.6

    Skoski hefðarmaður og náttúrufræðingurinn Sir Georg Steuart Mackenzie

    (1780–1848) ferðaðist um Ísland árið 1810. Hann hafði sérstakan áhuga á jarðfræði og

    steindafræði og var til dæmis fyrstur manna til að sanna að kolefni væri í demöntum.

    Hann fór í Íslandsleiðangurinn fyrst og fremst út af áhuga sínum á jarðfræði. Með

    Mackenzie voru tveir aðrir Bretar með í för, læknirinn Henry Holland og

    læknaneminn Richard Bright.7 Holland skrifaði dagbók meðan hann dvaldi hér og er

    sú bók, sem síðar var gefin út, sú heimild sem notuð er hér um ferðalag þeirra.

    Dagbók Holland kom út á Íslandi árið 1960 í þýðingu Steindórs Steindórssonar frá

    Hlöðum.

    Trúboðinn Ebenezer Henderson (1784-1858) dvaldi á Íslandi veturinn 1815-

    1816 í þeim tilgangi að boða út trú sína. Hann hafði lært guðfræði í Edinborg og

    hugðist stunda trúboð á Indlandi. Austur-Indíafélagið bannað þó trúboð á þeim tíma á

    Indlandi svo hann endaði í Danaveldi að breiða út trú sína og hélt svo í kjölfarið til

    Íslands. Foreldrar hans voru almúgafólk svo segja má að hvað varðar bakgrunn skeri

    hann sig nokkuð úr frá öðrum ferðalöngum. Dagbók hans var gefin út stuttu eftir dvöl

    hans á Íslandi.8

    Kvekarinn og vísindamaðurinn William Allen (1770–1843) kom af ágætlega

    efnuðu fólki. Hann ferðaðist um Noreg og Svíþjóð árið 1818 og eru heimildir af

    ferðalagi hans þar fyrst og fremst bréfaskriftir til vina og vandamanna. Uppspretta

    fjölskylduauðsins var fyrst og fremst silkiiðnaður. Hann var ötull baráttumaður fyrir

    5Kolbrún S. Ingólfsdóttir, Merkiskonur sögunnar, bls. 193-201.

    6Fjagesund og Symes, The Northern Utopia, bls. 351-352.

    7Holland, Dagbók í Íslandsferð 1810, bls.7-18.

    8The Dictionary of National Biography IX, bls. 397.

  • 11

    ýmsum góðgerðamálum; barðist gegn þrældómi og þrælaverslun. Hann barðist fyrir

    bættum aðstæðum í skólum, fangelsum og félagslegum stofnunum og í þeim tilgangi

    ferðaðist hann víða um Evrópu til að kynna sér aðstæður þar. Árið 1814 keypti hann,

    ásamt hinum víðfræga umbótasinna Robert Owen, New Lanark-myllurnar. Segja má

    að hann hafi ekki ferðast til Norðurlanda sér til gamans. Meginmarkmiðið með hans

    ferðalagi var tvíþætt; annars vegar að kynna sér aðstæður í félagslegum málum og

    þannig fá hugmyndir að endurbótum í Bretlandi, og hins vegar að breiða út

    kvekaratrúna sem var hans líf og yndi.9

    Aðalsmaðurinn og majór í breska hernum Sir Arthur de Capell Brooke (1791–

    1858) er höfundur ferðabókarinnar Travels through Sweden, Norway, and Finmark, to

    the North Cape sem kom út árið 1822. Hann var ágætlega menntaður með

    meistaragráðu frá Oxford-háskóla og ferðaðist mikið á yngri árum, sér í lagi á

    norðurslóðum. Hann var einn stofnenda The Travelers Club sem og Raleigh-klúbbsins

    sem síðar sameinaðist The Royal Geographical Society.10

    Charles Boileau Elliott (1803–1875) skrifaði nokkuð merkilega ritgerð, í ljósi

    efnis þessarar rannsóknarritgerðar, sem nemandi við Austur-Indía-háskólann í

    Heylebury; ritgerðin fjallaði um áhrif loftslags á þjóðareðli. Elliott ferðaðist víða,

    meðal annars til Austurríkis, Rússlands og Tyrklands, og skrifaði ferðabækur um

    reynslu sína. Hann ferðaðist um Norðurlönd árið 1830. Ferðalög hans voru fyrst og

    fremst kostuð af fjölskyldu hans sem var ágætlega auðug. Hann varð síðar prestur.11

    Hann var einnig meðlimur í The Royal Geographical Society.

    George Clayton Atkinson (1808–1877) kom af ágætlega efnuðum ættum en

    fjölskylda hans hafði efnast á verslun í norðurhluta Bretlands. Hann var menntaður

    náttúrufræðingur og var til að mynda einn af stofnendum náttúrusögufélags

    Northumberland og Durham. Hann virðist hafa ferðast til Íslands vegna áhuga síns á

    náttúrunni og sér í lagi á fuglalífi. Hann kom til Íslands árið 1833 en bókin Journal of

    an Expedition to the Feroe and Westman Islands and Iceland kom þó ekki út á prenti

    fyrr en árið 1989. Ástæðan fyrir því var að dagbækur hans voru ekki ætlaðar til útgáfu

    heldur einungis til dreifingar meðal vina og vandamanna.12

    9Fjagesund og Symes, The Northern Utopia, bls. 347.

    10Sama heimild, bls. 350.

    11Sama heimild, bls. 354.

    12Vef. Aho, Iceland on the Brain, bls 22.

  • 12

    Frekar lítið er vitað um William Henry Breton (?–1887) annað en að hann var

    liðsforingi í breska flotanum. Hann var þó hættur í flotanum þegar hann heimsótti

    Noreg; hætti í flotanum árið 1827 en ferðist um Noreg árið 1834. Bókina

    Scandinavian sketches, or, A tour in Norway skrifaði Breton árið eftir dvöl sína í

    Noregi. Árið 1848 var hann kominn til Ástralíu, nánar tiltekið Tasmaníu, þar sem

    hann starfaði við lögreglustörf. Þar skrifaði hann aðra ferðabók, um Ástralíu.13

    Í inngangi fyrra bindis bókar sinnar Excursions in Denmark, Norway, and

    Sweden skrifar Robert Bremner að ferðalag hans um Norðurlönd hafi verið hluti af

    ferðalagi hans til Rússlands. Hann ferðaðist um Norðurlönd árið 1836 og skrifaði

    bækur um ferðalagið þrem árum síðar.14

    Hann segir að meginmarkmið sitt með því að

    segja frá ferðalögum sínum sé að svala þorsta Breta á sögum og lýsingum á

    nærlægum jafnt og fjarlægum löndum. Eitt sem vekur athygli og er nokkuð sem

    enginn annar ferðalangur beinlínis segir frá er stjórnmálaskoðun hans; hann tekur

    fram að hann sé íhaldsmaður (e. Conservative).15

    Að öðru leyti er merkilega lítið um

    hann að finna, hvorki er vitað hvenær hann fæddist né lést og sömuleiðis er óvíst við

    hvað hann starfaði. Hann virðist hafa verið úr efri þrepum samfélagsins þar sem hann

    titlar sig sem Esquire. Það getur þó bæði þýtt að hann hafi verið hástéttarmaður eða

    aðeins kurteisistitill, hið fyrra er þó líklegra.

    Meginástæðan fyrir ferðum klerksins William Bilton til Noregs, með stuttri

    viðkomu í Kaupmannahöfn, var aðaláhugamál hans, stangveiði. Hann kom til Noregs

    tvisvar, árin 1837 og 1839.16

    Lítið er vitað um hann og er bæði óvíst hvenær hann

    fæddist sem og hvaða ár hann lést. Bók hans Two Summers in Norway, þar sem

    skoðanir hans á Norðmönnum koma fram, var fyrst og fremst ætluð að vera nokkurs

    konar kennslubók fyrir Breta sem höfðu hug á að fara í stangveiði til Noregs og má

    helst líkja bókinni við leiðsögubækur nútímans. Bókin er þó ögn persónulegri en

    slíkar bækur eru í dag þar sem hann segir ýmsar sögur af upplifun sinni í Noregi. Þrátt

    fyrir það er megininntak bókarinnar hvaða leið sé best að fara að góðum laxám, hvað

    ferðamenn skuli taka með sér og svo framvegis.

    13

    Fjagesund og Symes, The Northern Utopia, bls. 349. 14

    Sama heimild 15

    Bremner, Excursions in Denmark, Norway, and Sweden I, bls. 6. 16

    Fjagesund og Symes, The Northern Utopia, bls. 348.

  • 13

    Skotinn Robert Chambers (1802–1871) var jarðfræðingur og útgefandi. Hann

    skrifaði fræga bók, Vestiges of the Natural History of Creation sem kom út árið 1844

    og tengdi saman ýmsar vísindakenningar þess tíma. Hann er einn fárra ferðalanga sem

    skoðaðir eru hér sem kom ekki af hlutfallslega auðugu fólki; faðir hans framleiddi

    bómull.17

    Sjálfur varð hann þó auðugur með aldrinum. Er Chambers var sextán ára

    hóf hann verslun með bækur í Edinborg og í kjölfarið naut hann mikillar velgengni á

    því sviði og stofnaði hann bókaútgáfufyrirtæki með bróður sínum.18

    Árið 1849

    ferðaðist hann um Noreg og Svíþjóð og gaf út í kjölfarið Tracings of the North of

    Europe. Sex árum síðar ferðaðist hann svo til Íslands og Færeyja og gaf þá út

    Tracings of Iceland & the Faröe Islands. Áhugi hans á jarðfræði var meginástæðan

    fyrir ferðalögum hans.

    Charles Stuart Forbes var skipherra í breska sjóhernum samkvæmt forsíðu

    bókar sinnar. Hann virðist hafa ferðast um Evrópu á árunum 1858–1860, þar á meðal

    til Íslands. Hann skrifaði þrjár bækur um ferðalög sín og var bókin Iceland, its

    Volcanoes, Geysers and Glaciers ein þeirra. Frekar lítið virðist vera vitað um Forbes

    og er alls kostar óvíst um bakgrunn hans. Auk þess er óvitað hvenær hann fæddist eða

    lést.

    John Willis Clark (1833–1910) kom af ætt lækna og fetaði hann í fótspor

    feðranna. Hann var félagi (e. Fellow) við Trinity College í Cambridge og kenndi þar

    læknisfræði.19

    Árið 1860 varð hann einkakennari elsta sonar sjöunda jarlsins af

    Fitzwilliam og fór hann með honum í ferðalag til Færeyja og Íslands. Svo virðist sem

    um hafi verið að ræða skemmtiferð fyrst og fremst.20

    Dagbókarfærslur hans frá þeim

    tíma voru svo birtar ári síðar í bókinni Vacation Tourists and Notes of Travel in 1860.

    Frederick Metcalfe (1815–1885) var prestur í ensku biskupakirkjunni og einn

    fremsti fræðimaður Breta um mál Norðurlanda. Hann hafði kennslu- og

    rannsóknarstöðu við Oxford-háskóla nær öll sín fullorðinsár. Hann ferðaðist mikið um

    Norðurlönd og eyddi flestum sumarfríum í að ferðast um ýmist Noreg, Svíþjóð eða

    Ísland. Hann skrifaði bækur um ferðalög sín og áttu þær til að vera fræðilegri en slíkar

    bækur voru yfirleitt. Hann skrifaði frekar um þjóðsögur og landfræði en lýsingar á

    17

    Millhauser, Just Before Darwin, bls. 11. 18

    Sama heimild, bls. 18. 19

    Shipley, „J.“: A Memoir of John Willis Clark, bls. 2. 20

    Sama heimild, bls. 95.

  • 14

    þjóðinni eins og hún var er hann ferðaðist. Hann skrifaði bókina The Oxonian in

    Iceland árið 1861 eftir sumardvöl á Íslandi og er það sú bók sem hér er stuðst við.21

    Í bókinni Pen and Pencil Sketches of Faröe and Iceland segir Andrew James

    Symington (1825–1931) frá ferðalagi sínu til Færeyja og Íslands og kom sú bók út árið

    1862. Hann var af skosku bergi brotinn og stundaði viðskipti með föður sínum og

    bræðrum auk þess sem hann gaf út nokkrar bækur, flestar tileinkaðar ljóðaforminu.22

    Ferðalag hans var fyrst og fremst honum til til skemmtunar.

    21

    The Dictionary of national biography XIII, bls. 306. 22

    A Dictionary of Hymnology, bls. 1108.

  • 15

    Almennar lýsingar á þjóðareðli Norðurlandaþjóða

    Hér verður helst litið til almennra lýsinga ferðamenn á þjóðareðli norrænna þjóða.

    Ferðlangar gerðu oft tilraun til að lýsa innfæddum í sem víðustum skilningi og verður

    hér litið til þess konar lýsinga. Reynt verður að sýna ákveðna heildarmynd skoðana

    bresku ferðamanna á umræddum þjóðum. Flestir ferðalanga sem hér eru til skoðunar

    og komu við í Danmörku reyndu að lýsa þjóðareðli Dana. Skiptar skoðanir voru um

    eðli þeirra; íhaldsmaðurinn Bremner var jákvæðastur í þeirra garð meðan

    einkakennarinn Clarke var heldur neikvæðari. Bremner sagði að þökk þjóðareðli Dana

    væri þægilegt fyrir ferðamann að heimsækja landið.

    Frank, kind-hearted, manly; faithful to their engagements, and steady to their

    friends; fond of amusement, without carrying it to licentiousness; hospitable,

    yet ever observant of that laudable economy which refuses to anticipate future

    means for the sake of present show; highly educated, yet not pedantic; lovers

    of liberty, yet opposed to anarchy; serious in their own religious sentiments,

    yet indulgent to those who differ from them – few nations make a more

    favourable impression on the stranger.23

    Raunar finnur Bremner ekkert í fari Dana sem betur mæti fara. Hvergi hallmælir hann

    þeim og líkt og lesa má hér að framan virðist honum hafa líkað býsna vel við þjóðina í

    heild sinni. Hann gagnrýnir þá sem segja Dani vera deyfðarlega og segir hann það

    víðs fjarri sannleikanum. Að hans mati eru Danir hvorki dauflegir né sljóir heldur öllu

    heldur glaðlegir og skarpir.24

    Kvenréttindakonan Wollstonecraft er sammála þessum

    dómi Bremner um jákvæðni Dana en þó má af orðum hennar ætla að henni finnist það

    síst jákvætt. „[…] they are the happiest people in the world; for I never saw any so

    well satisfied with their own situation,“25

    ritar hún og má greina í orðum hennar þann

    tón að aðstæður þeirra gætu verið betri. Helsta ástæðan fyrir þessari gagnrýni er

    líklega sá að Wollstonecraft kom til Kaupmannahafnar stuttu eftir eldsvoðann mikla

    árið 1795. Það má því ætla að henni hafi virst Danir full glaðlyndir miðað við að

    mikið verk þurfti að vinna. Hún lýsir því að slökkvitæki hafi verið í ólestri og furðar

    hún sig á því að Danir haldi þeim ekki við með bruna hallarinnar í fersku minni. „But

    23

    Bremner, Excursions in Denmark, Norway, and Sweden I, bls. 6. 24

    Sama heimild, bls. 207. 25

    Vef. Wollstonecraft, tuttugasta og fyrsta bréf.

  • 16

    this kind of indolence respecting what does not immediately concern them seems to

    characterise the Danes,“26

    skrifar hún. Henni virðist hafa fundist leti höfuðsynd Dana.

    „I never, therefore, was in a capital where there was so little appearance of active

    industry,“ skrifar hún og segir Dani koma mjög illa út í samanburði við Norðmenn

    hvað þetta varðar.27

    Auk þess segir hún á heildina litið Dani vera frábitna öllum

    nýjungum.28

    Má segja að þar sé hún sammála Clarke sem gagnrýnir það sérstaklega í

    fari Dana. Af skrifum hans að dæma þá hefur honum ekki líkað sérstaklega vel við

    Dani. „To our eyes, it seemed, indeed, that a journey from London to Copenhagen

    might exhibit the retrocession of a century; every thing being found, in the latter city,

    as it existed in the former a hundred years before,“ segir Clarke og leggur hann

    áherslu á að það eigi við um allt í fari Dana, hvort sem það eigi við um skemmtun

    innfæddra eða háttvísi. Eina undantekningin frá því er að hans sögn verslun sem hann

    segir standa föstum fótum.29

    „There is, however, a littleness in every thing that

    belongs to them; excepting their stature, which bears no proportion to the bulk of their

    intellectual attainment,“30

    bætir hann við.

    Það má segja að þeir ferðalangar sem lýsa þjóðareðli Dana séu á heildina litið

    fremur neikvæðir; séu frásagnir þeirra teknar saman þá voru Danir taldir vera glaðleg

    en löt þjóð. Bremner var gífurlega jákvæður en í frásögn hans af Danmörku finnst fátt

    sem túlkast má sem neikvæð gagnrýni. Óvenju fáir ferðalangar reyna að lýsa

    þjóðareðli Dana líkt og Bremner gerir og kunna að vera tvær ástæður fyrir því. Annars

    vegar þá var oftast aðeins um að ræða stutta viðkomu í Danmörku á leið áfram til

    ýmist Svíþjóðar eða Noregs og því gafst lítill tími til að kynna sér þjóð. Hins vegar

    kann ástæðan fyrir því vera að Danir voru taldir meiri jafningjar Breta en aðrar

    Norðurlandaþjóðir.

    Ferðamenn voru á heildina litið talsvert jákvæðir í garð Svía. Clarke sagði að

    kostir þeirra væru að mörgu leyti fleiri en Dana, og var hann þó að skrifa um Suður-

    Svía sem hann gagnrýndi sérstaklega.31

    Clarke er raunar tíðrætt um meintan mun á

    Suður- og Norður-Svíum og segir hann þá sem búa í suðrinu vera eftirbáta hina að

    26

    Vef. Wollstonecraft, áttjánda bréf. 27

    Vef. Wollstonecraft, nítjánda bréf. 28

    Vef. Wollstonecraft, tuttugasta og fyrsta bréf. 29

    Clarke, Travels in Various Countries of Europe, Asia and Africa: Scandinavia, bls. 82. 30

    Sama heimild, bls. 83-84. 31

    Sama heimild, bls. 106.

  • 17

    flestu leyti. Hann tekur það sérstaklega fram að þegar hann hrósar Svíum fyrir

    heiðarleika, hreinleika og iðni þá eigi hann aðeins við um þá sem búa fyrir norðan

    fimmtugustu og níundu breiddargráðu.32

    Sú breiddargráða er reyndar rétt fyrir sunnan

    Stokkhólm svo segja má að hann afskrifi hálfa þjóðina. Clarke er eini ferðalangurinn

    sem skoðaður er hér sem leggur sérstaka áherslu á þennan mun. Þessi samanburður

    Clarke er nokkuð glöggur þar sem Suður-Svíar hafa enn þann dag í dag ákveðna

    sérstöðu og er í því samhengi talað um Skánverja. Helsta ástæðan fyrir meintum mun

    er að landsvæði þetta tilheyrði Danmörku lengi og hafði það áhrif á menningu þess.

    Hann er þó gífurlega jákvæður í garð Norður-Svía og verður honum sérstaklega

    tíðrætt um blíðlyndi og gestrisni þeirra. Hann segir sjaldgæft að sjá reiðan Svía eða

    Svía rífast sín á milli.33

    Ferðalangar minnast flestir á gæflyndi og gjafmildi Svía.

    Clarke segir það raunar helsta einkenni Svía hve sérstaklega gestrisnir þeir eru. „The

    real Swedish gentleman is an honour to his country and to mankind,“ ritar hann og

    spyr hvar annars staðar fengi ferðamaður jafn góðar móttökur.34

    Clarke fer ekki í

    launkofa með þá skoðun sína að mikil gestrisni sé sérkenni sænska lágaðalsins.35

    Bremner virðist vera á sama máli og Clarke og segir hann gott að heimsækja Svía

    vegna gestrisni þeirra.

    […] we find the Swedes warm-hearted and affectionate among themselves –

    strongly animated by all the more amiable feelings of our nature, and

    indulging them unrestrained in the domestic sphere where they are best

    displayed. While thus amiable in their own families they are open,

    communicative, and sociable with strangers. In fact, their great frankness and

    good-breeding, combined with their desire to make foreigners forget that they

    are strangers, place them among the most agreeable people that the traveller

    can visit.36

    Wollstonecraft er samhyggjandi þeim og segir sænska karlmenn, þá fyrst og fremst

    aðalsmenn, vera almennt kurteisa og kímna. Hún segir þó þá kímni ekki einkennast af

    hnyttni.37

    Bremner gagnrýnir raunar fátt í fari Svía, hann hnýtir í að þeir séu ekki

    32

    Clarke, Travels in Various Countries of Europe, Asia and Africa: Scandinavia, bls. 210. 33

    Sama heimild, bls. 238. 34

    Sama heimild, bls. 163-164. 35

    Sama heimild, bls. 159. 36

    Bremner, Excursions in Denmark, Norway, and Sweden II, bls. 438-39 37

    Vef. Wollstonecraft, fjórða bréf.

  • 18

    sparsamir38

    og finnst honum, líkt og sjá má í næsta kafla, þeir drekka full mikið

    áfengi. Sem dæmi um jákvæða eiginleika, að hans mati, telur hann upp að þeir séu

    gjafmildir, karlmannlegir, glaðlegir og skynsamir. Hann hrósar þeim sérstaklega fyrir

    að vera hugrakkir án þess þó að vera sjálfhælnir. Hann segir Svía unna frelsi án þess

    að falla í stjórnleysi sem sé til marks um rökhyggju þeirra.39

    Majórinn Brooke er

    annar ferðalangur sem hælir Svíum fremur en að sproksetja þá. Hann hælir bændum

    sérstaklega og segir að heldra fólk sænsks samfélags ætti að taka þá sér til

    fyrirmyndar. Til marks um ágæti þeirra nefnir hann sem dæmi að þrátt fyrir kalt og

    hráslagalegt veðurfar þá sé sænski bóndinn yfirleitt glaðlegur og ánægður: „Hard as

    his fare is at all times, the Swedish peasant exhibits no signs of discontent; and if his

    countenance do not portray a great flow of spirits, or hilarity of manner, it shows him

    to be what he really is, humble, serious, devout and happy.“40

    Wollstonecraft viðurkennir að Svíar séu mjög gestrisnir en segja má að hún sé

    heldur neikvæð á þann eiginleika og telji það ekki til kost. „They were overflowing

    with civility; but, to prevent their almost killing my babe with kindness, I was obliged

    to shorten my visit,“41

    skrifar hún í einu bréfi sínu er hún er stödd í Svíþjóð. Í öðru

    bréfi gagnrýnir hún að margir aðrir ferðaferðamenn telji gestrisni vera merki um

    góðmennsku.

    […] indiscriminate hospitality is rather a criterion by which you may form a

    tolerable estimate of the indolence or vacancy of a head; or, in other words, a

    fondness for social pleasures in which the mind not having its proportion of

    exercise, the bottle must be pushed about.42

    Hún telur að kurteisi Svía sé ekki merki um raunverulega fágun heldur öllu heldur

    merki um íhaldssemi hvað varðar viðhafnarsiði. Hennar gagnrýni snýr þó fyrst og

    fremst að heldra fólki þar sem hún segir smábændastéttina vera kurteisasta fólk

    Svíþjóðar. „I could not help reckoning the peasantry the politest people of Sweden,

    who, only aiming at pleasing you, never think of being admired for their behaviour,“43

    skrifar hún og má greina að henni þyki kurteisi heldra fólks vera heldur merki um

    38

    Bremner, Excursions in Denmark, Norway, and Sweden II, bls. 437 39

    Sama heimild, bls. 438. 40

    Brooke, Travels through Sweden, Norway, and Finmark, to the North Cape, bls. 56-57. 41

    Vef. Wollstonecraft, fyrsta bréf. 42

    Vef. Wollstonecraft, annað bréf. 43

    Sama heimild.

  • 19

    dyndilmennsku en raunverulegan náungakærleik. Að hennar mati virkaði of mikil

    kurteisi sem nokkurs konar hömlur á hegðun gestsins. Hún, líkt og Brooke, hrósar

    sænskum smábændum sérstaklega og lýsir hún því yfir í bréfi sínu að henni þyki

    mannasiðir lágstéttarinnar meira aðlaðandi þar sem þeir einkennist meira af

    hreinskilni. „I have often also been touched by their extreme desire to oblige me,

    when I could not explain my wants, and by their earnest manner of expressing that

    desire. There is such a charm in tenderness!“44

    skrifar hún í seinna bréfi. Eitt einkenni

    Wollstonecraft er hvernig hún á það til að snúa einkenni sem oftast er talið jákvætt

    yfir í að vera neikvætt. Henni finnst kurteisi Svía, sem aðrir ferðalangar hrósa

    sérstaklega, vera yfirþyrmandi og hún setur út á glaðlyndi Dana þar sem henni finnst

    felast í því uppgjöf við að breyta aðstæðum sínum til þess betra.

    Í mörgum tilvikum þá fóru ferðamenn jafnt til Svíþjóðar og Noregs og var

    þeim þá tíðrætt um meintan mun á þeim þjóðum. Brooke segir að hann hafi fundið

    fyrir ákveðnum mun undireins og hann fór yfir landamærin. „Already was the

    humility and courteous disposition of the Swede exchanged for the freer, bolder

    manner of the Norwegian,“ skrifar hann og telur hann þann mun útskýrast af meira

    fjalllendi í Noregi.45

    Að hans mati þá sé frelsisþrá eiginleiki sem íbúar fjöllóttra landa

    eiga sameiginlegt. Raunar segir hann merkilegt hvað íbúar fjöllóttra landa eigi margt

    sameiginlegt allt frá hegðun til útlits. Hann talar um „Highlanders“ í þessu samhengi

    og má ætla að honum hafi þótt Norðmönnum svipa til Norður-Skota.46

    Bremner segir

    auk þess að hann hafi fundið fyrir sterkum mun eins og Brooke um leið og hann fór

    yfir landamærin.47

    Að hans mati eru Svíar að öllu leyti siðfágaðra fólk en Norðmenn

    en segja má Bremner hafi haft ímugust á Norðmönnum.48

    No change is more perceptible on entering Norway than that which takes place

    in the character of the people. We found our new acquaintances rude and

    contentious to a high degree. With the Swedes we scarcely had a single ill-

    natured word; but, on crossing the frontier, we found the peasants, and many

    of the people at the stations, as savage in their manners as they are in their

    44

    Vef. Wollstonecraft, fjórða bréf. 45

    Brooke, Travels through Sweden, Norway, and Finmark, to the North Cape, bls. 70. 46

    Sama heimild. 47

    Bremner, Excursions in Denmark, Norway, and Sweden II, bls. 193. 48

    Sama heimild, bls. 441.

  • 20

    looks. Among other amiable qualities, they have a great desire to overcharge

    in every way.49

    Mögulega hefur Bremner verið óvenju óheppinn á ferðalagi sínu því nær enginn

    annarra ferðalanga er sammála honum hvað varðar meinta græðgi eða ókurteisi

    Norðmanna. Að vísu eru þeir á sama máli hvað varðar mikla áfengisdrykkju þeirra og

    segir Bremner að sá ókostur geri það að verkum að annars vinnusöm og hugvitssöm

    þjóð drabbist niður.50

    Liðsforinginn Breton minnist á að tún séu illa hirt og telur hann

    það stafa annaðhvort af mikilli leti innfæddra eða mögulega einhverri ástæðu sem sé

    honum óþekkt.51

    Sú ástæða kann mögulega hafa verið ofdrykkja. Þrátt fyrir að vera

    heldur neikvæður í garð Norðmanna sagði Bilton þó þjóðina glaðlega á heildina

    litið.52

    Presturinn Elliot gagnrýnir líka meinta leti Norðmanna og lætur eftirfarandi

    falla um íbúa Þelamarkar í Suður-Noregi: „[…] the majority of the lower order are

    very idle […] and, though more intelligent, are less interesting, because less moral,

    than their neighbours the Swedes.“53

    Kvekarinn Allen gagnrýnir líka skort á siðferði

    Norðmanna og telur hann þeim það til ills að meðal efri stétta sé tilhneiging til

    efahyggju meðan þröngsýni sé algeng meðal þeirra af lægri stéttum.54

    Hann segir þó

    að margt sé gott í þjóðareðli Norðmanna svo sem hreinskilni, gestrisni og góðgirni

    þeirra.55

    Stangveiðimaðurinn Bilton og Allen voru á sama máli og ritar Bilton næstum

    bókstaflega það sama um Norðmenn; þeir séu góðhjartaðir, gestrisnir og

    vinsemdarlegir óháð stétt.56

    Elliot er sama sinnis og segir Norðmenn, sér í lagi heldra

    fólk, mjög gestrisna þjóð.57

    Perhaps, it is not without justice, that the Norwegians are accused of slowness

    in their ideas, equally as in their corporal movements [...] They do not seem

    readily to comprehend any thing out of the sphere of their limited experience;

    and exhibit inordinate wonderment and admiration at every thing strange or

    new to them. On the other hand, they show considerable intelligence with

    respect to the things within their reach; and if not gifted with much original

    49

    Bremner, Excursions in Denmark, Norway, and Sweden II, bls. 20. 50

    Sama heimild, bls. 51. 51

    Breton, Scandinavian sketches, bls. 184. 52

    Sama heimild, bls. 203. 53

    Elliott, Letters from the North of Europe, bls. 79-80. 54

    Allen, Life of William Allen, bls. 280. 55

    Sama heimild, bls. 279. 56

    Bilton, Two Summers in Norway I, bls. 54. 57

    Elliott, Letters from the North of Europe, bls. 131.

  • 21

    genius; are excellent followers and imitators […] They are patient, industrious;

    loyal and brave; sincere lovers of truth, and of liberty; in the highest degree,

    hospitable towards strangers; and kindly affectioned towards each other. I

    scarcely ever saw two Norwegians quarrel together, even with words: and

    perfect strangers, when they meet on the road, invariably interchange a

    friendly salutation and remark.58

    Wollstonecraft virðist hafa verið hrifnust af Norðmönnum af þeim Norðurlandþjóðum

    sem hún heimsótti. Henni virðist líka við hve hreinskilnir þeir voru sem henni þótti

    hressandi miðað við, að hennar mati, uppgerðarlega kurteisi Svía.59

    Hún taldi auk þess

    Norðmenn mjög skarpa og séða þrátt fyrir að hafa lítið vit á vísindum eða

    bókmenntum.60

    Ferðamenn voru heldur jákvæðir er þeir lýstu þjóðareðli Færeyinga og má

    segja að rauði þráðurinn í þeim lýsingum sé hve gáfulegir þeir séu upp til hópa.

    Náttúrufræðingurinn Atkinson telur að almennt séð sé hægt að segja að Færeyingar

    séu vel menntuð þjóð61

    meðan skipherrann Forbes segir fólkið tvímælalaust greint

    þrátt fyrir að það þjáist af „listless indifference“.62

    Atkinson segir að fólkið í

    Færeyjum sé líkt og fólk annars staðar; það sé spennt að fá fréttir að utan og sé auk

    þess oftast vingjarnlegt við gestkomandi.63

    Segja má að þessi ummæli Atkinson sýni

    vel víðsýni hans þar sem fáir ferðalangar gáfu í skyn að fólk væri líkt hvert sem farið

    væri. Það að hann telji eiginleika sammannlega sker sig töluvert úr miðað við aðrar

    ferðalýsingar.

    Í dagbókum ferðalanga í Stanley-leiðangrinum kemur sú skoðun oft fram að

    Færeyjar séu mikið framar Íslandi hvað landkost varðar. „Færeyjar eru hrein paradís

    hjá þessu hræðilega landi, þar sem ekkert getur lifað nema þorskur, hrafnar og refir,“64

    skrifar stærðfræðikennarinn Baine. Auk þess fannst þeim Færeyingar standa framar

    Íslendingum í prúðmennsku, en það er auðskilið þegar litið er til þess að þar hafi þeir

    hitt eingöngu kaupmenn, embættismenn og ríka bændur í Færeyjum. Bersýnilegt er að

    þess konar menn höfðu meira til að moða úr og því búið við miklu betri húsakost en

    58

    Bilton, Two Summers in Norway I, bls. 87-88. 59

    Vef. Wollstonecraft, sautjánda bréf. 60

    Vef. Wollstonecraft, sjötta bréf. 61

    Atkinson, Journal of an Expedition to the Feroe and Westman Islands and Iceland 1833, bls. 81. 62

    Forbes, Iceland: Its Volcanoes, Geysers and Glaciers, bls. 12-13. 63

    Atkinson, Journal of an Expedition to the Feroe and Westman Islands and Iceland 1833, bls. 81. 64

    Íslandsleiðangur Stanley 1789, bls. 275.

  • 22

    þekktist almennt á Íslandi þá. Samt sem áður er ekki hægt að afsaka ummæli eins og

    þessi algjörlega út frá þessum rökum: „Fólkið er fjarri því að vera ásjálegt, það eru

    hinir umkomulausustu ræflar, sem ég hefi nokkru sinni séð. Hvorki hér, í Hafnarfirði

    né úti í sveitum, í stuttu máli sagt, hvergi á Íslandi stendur fólkið jafnfætis

    Færeyingum.“65

    Ferðalangar í Stanley-leiðangrinum fundu raunar Íslandi allt til

    foráttu. Hér er um annað dæmi að ræða þar sem aðstæður í landinu gefa ekki endilega

    rétta mynd af þjóðareðli þar sem Móðuharðindin höfðu átt sér stað aðeins nokkurm

    árum áður en ferðalangar komu til landsins. Að sögn ferðalanga voru helstu

    eiginleikar Íslendinga græðgi og þunglyndi og er ekki ýkja erfitt að sjá ástæðuna fyrir

    því.

    Við fengum brátt fulla ástæðu til að fá viðbjóð á framkomu Íslendinga, hvar

    sem við komum. Þeir sýndu enga viðleitni til að greiða ferð okkar, og ef þeir

    sýndu lit á að veita okkur einhverja þjónustu, þá var gróðafíkn þeirra

    meginþátturinn, enda þurfti ekki að leggjast djúpt til að finna, hversu áhugi

    þeirra allur snýst um eiginhagsmuni.66

    Baine sagði þjóðareinkenni Íslendinga vera þunglyndi þar sem augljóst væri að þeir

    nytu ekki lífsins. „Þunglyndi og slen hangir utan á þeim,“67

    skrifaði hann í dagbók

    sína. Förunautar hans virðast þó hafa verið ósammála hvað þetta varðar því Stanley

    sagði að Íslendingurinn væri ekki „ómóttækilegur fyrir gleðskap og lífsþægindi“68

    ólíkt öðrum íbúum nyrstu landa. Baine gerði sér þó grein fyrir að lífsbaráttan var erfið

    fyrir Íslendinga og renna þessi ummæli stoðum undir þau rök að stór hluti ókosta

    Íslendinga að mati ferðalanga sé í raun birtingarmynd fátæktar: „[…] það sem okkur

    þykir ömurlegt í hátterni þeirra gæti eins stafað af óhófi okkar og falskri

    dómgreind.“69

    Íslendingar voru þó ekki eingöngu lastaðir og hrósaði læknirinn

    Holland þeim til að mynda sérstaklega fyrir hátt menningarstig og almennan

    kurteisisbrag.70

    Clark sagði svipaða sögu og minnist sérstaklega á það hve vel væri

    tekið á móti honum.71

    Stanley hafði orð á því að engin önnur þjóð bæri meiri

    umhyggju hver til annars en Íslendingar. Hann tók auk þess í sama streng og Holland

    65

    Íslandsleiðangur Stanley 1789, bls. 211. 66

    Sama heimild. 67

    Sama heimild, bls. 280. 68

    Sama heimild, bls. 168. 69

    Sama heimild, bls. 280. 70

    Sama heimild, bls. 31. 71

    Clark, „Journals of a Yacht Voyage to the Faroe Islands and Iceland“ , bls. 326.

  • 23

    og hrósaði Íslendingum sérstaklega fyrir hátt menntunarstig.72

    Hann hafði þá skoðun

    að bágur kostur Íslendinga stafaði fyrst og fremst af lélegum landkosti. „Ef þeir væru

    allir settir í skip of fluttir til Kanada eða Ástralíu […]mundi fólkstalan ferfaldast á 50

    árum og þeir skapa þar blómlegt þjóðfélag, sem þó ef til vill stæði fremst í siðgæði,

    listum og vísindum,“73

    skrifaði Stanley.

    Á heildina litið má segja að samkvæmt meirihluta ferðalanga hafi ákveðnir

    eiginleikar verið sameiginlegir flestum þjóðum Norðurlanda. Má þar helst nefna

    gestrisni, kurteisi, glaðlyndi og góðmennsku. Allt eru þetta eiginleikar sem taldir eru

    af flestum vera jákvæðir. Þó er ekki hægt að segja að Norðurlandabúar hafi ekki verið

    gagnrýndir líkt og má sjá bæði í köflunum um hreinlæti og áfengisdrykkju hér síðar.

    Það er þó ekki úr vegi að segja að bresku ferðalangarnir voru á heildina jákvæðir. Inn

    á milli koma þó menn svo sem Bremner sem er á öndverðum meiði líkt og í tilfelli

    Noregs. Þar kann ýmislegt standa að baki svo sem persóna hans og skap eða

    slembilukka hvað varðar það fólk sem hann hitti og umgekkst.

    Sumir ferðalangar gera tilraun til að gera yfirgripsmikla lýsingu á þjóðareðli

    ákveðinnar þjóðar, líkt og sjá má dæmi um hér að framan. Slíkur texti var yfirleitt

    mjög jákvæður á heildina og má því draga þá ályktun að þjóðareðli norrænna manna

    hafi verið þóknanlegt Bretum. Sést það auk þess ágætlega sé slíkur texti borinn saman

    við til að mynda gagnrýni Benners á Íslendinga. Ferðalangar voru ekki hræddir við að

    setja út á þjóðir líkt og fjöldi dæma í þessari ritgerð sýnir. Sé litið til heildarinnar þá

    eru það einnar helst tvær þjóðir sem skoðanir eru beggja blands, Ísland og Noregur.

    Lýsingar á hinum Norðurlöndunum eru á heildina meira jákvæðar en neikvæðar. Í

    tilviki þessarar tveggja þjóða er tvísýna. Margt kann að útskýra það en ekki er þó

    ólíklegt að gagnrýnin hafi einfaldlega átt rétt á sér.

    Íslendingum er þó sérstaklega hrósað fyrir að vera vel menntaðir, og raunar

    Færeyingum líka. Lítið fer fyrir slíkum orðum hjá ferðalöngum til annarra

    Norðurlanda. Er þá frekar talað um hugvitsemi og greind en ekki menntun. Ein ástæða

    fyrir því kann að vera sú að ferðalangar minnast oft og tíðum mest á það sem þeim

    þykir sérkennilegt er þeir lýsa eðli annarra þjóða. Það kann að hafa komið þeim á

    óvart að eyjaskeggjar hafi verið ágætlega upplýstir miðað við aðstæður. Auk þess eru

    72

    Íslandsleiðangur Stanley 1789, bls. 168. 73

    Sama heimild.

  • 24

    þetta minnstu þjóðir Norðurlanda og í tilviki hinna þá er sagt frá merkum

    vísindamönnum þjóðanna. Slíkar lýsingar eiga þó ekki við um þjóðareðli þar sem

    þjóðunum sjálfum er ekki lýst sem vel menntuðum heldur er sagt að þær hafi alið af

    sér mjög menntaða menn.74

    74

    Bremner, Excursions in Denmark, Norway, and Sweden II, bls. 438.

  • 25

    Siðferðismál

    Hér verður rýnt í skoðanir breskra ferðalanga á ástandi siðferðismála á

    Norðurlöndum. Áhersla er sérstaklega á lög og reglu, heiðarleika og þjófnað. Þeir

    Bretar sem skrifuðu frá ferðalögum sínum í Danmörku virðast hafa þótt þeir vera

    löghlýðnir og minnast þeir ekki á svik og pretti ólíkt á hinum Norðurlöndum. Bremner

    virðist hafa verið almennt hrifinn af Dönum og segir þá hafa lög og reglu í hávegum.

    „Here again, however, we had to admire the love of order which so strongly

    characterizes the Danes,“75

    ritar Bremner. Hann leggur auk þess áherslu á hve vel

    Danir haga sér þegar þeir hópa sig saman og uppfylla vel almennar siðgæðiskröfur.

    „What increased its charm was, the orderly good-nature of the people, and their quiet

    sense of propriety,“76

    segir Bremner er hann lýsir ferð sinni um almenningsgarð. Út frá

    þeirri kvöldgöngu virðist hann hafa dæmt siðferðiskennd Dana í heild sinni.

    In fact the whole scene was charming, and not the less so that, besides

    evincing their respectability and comfortable circumstances, it also gave a

    most favourable impression of the good breeding of the Danes. Not an oath

    nor a quarrel was heard the whole night; and neither in the park nor on the way

    back was there a single instance of drunkenness exhibited. It should also be

    added, as a proof of the orderly and gentle nature of the people […] not a

    single policeman was to be discovered among all the thousands of idlers.77

    Þessi orð sýna undrun og má því ætla að Bremner hafi ekki verið vanur því að svo

    mikið af fólki gæti komið saman án þess að valda usla. Orðin bera því vitni að

    samkvæmt hans reynslu hafi slíkt ekki verið hægt á Bretlandi. Wollstonecraft virðist

    ekki hafa verið eins hrifin af Dönum hvað siðferði varðar. Hennar gagnrýni snýr þó

    einnar helst að lauslæti Dana og segir hún það eiga við um allar stéttir þar í landi.

    A gentleman, who has resided in this city some time, assures me that he could

    not find language to give me an idea of the gross debaucheries into which the

    lower order of people fall; and the promiscuous amours of the men of the

    75

    Bremner, Excursions in Denmark, Norway, and Sweden I, bls. 95. 76

    Sama heimild, bls. 90-92. 77

    Sama heimild.

  • 26

    middling class with their female servants debase both beyond measure,

    weakening every species of family affection.78

    Hér er þó um augljósan kvitt að ræða þar sem hún virðist ekki hafa orðið vitni að

    þessu sjálf. Auk þess er hér um að ræða siðferðisbrest sem var henni einkar

    hugleikinn. Telur hún að slíkar holdlegar hvatir séu fyrst og fremst hugleti og doða að

    kenna.79

    Skoðanir bresku ferðamannanna á siðferði Svía eru merkilega skiptar.

    Íhaldsmaðurinn Bremner er sem fyrr jákvæðastur og segir að þrátt fyrir að ákveðna

    siðferðisbresti séu þeir á heildina litið mjög löghlýðnir. „In admitting that there is still

    much room for improvement in the morals of the people, we are far from agreeing

    with those who brand the whole of the Swedes as a profligate and immoral people,“ 80

    ritar Bremner og minnist hann á að Svíar hafi merkilega mikla aðdáun á lögum og

    reglu.81

    Einkakennarinn Clarke er sömu skoðunar og Bremner og segir hann þjófnaði

    og morð ekki þekkjast meðal Svía. Segist hann auk þess hafa orðið vitni að svo

    mörgum dæmum um hve heiðarlegir Svíar eru að ekki sé um að villast að löghlýðni sé

    eitt helsta einkenni þjóðarinnar.82

    Clarke minnist þó sérstaklega á að það eigi ekki við

    um Suður-Svíþjóð og þar sé vel mögulegt að vera rændur. Hann tekur fram að það

    kunni að skýrast út frá því að þeir sem búi í Suður-Svíþjóð séu ekki tæknilega séð

    Svíar. „[…] where the inhabitants are not, strictly speaking, Swedes. It is believed that

    the Swedes themselves admit of these distinctions,“ skrifar Clarke og segir hann að

    það sé mun meiri möguleiki að verða rændur í Suður-Svíþjóð.83

    Wollstonecraft er sem fyrr heldur neikvæðari en karlpeningurinn og segir hún

    flest allt þjónustufólk vera þjófótt í Svíþjóð. Hún viðurkennir þó að innbrot og vopnuð

    rán á almannavegum þekkist ekki: „The country is, perhaps, too thinly inhabited to

    produce many of that description of thieves termed footpads, or highwaymen.“84

    Þessi

    skýring hennar gæti vel verið rétt en samkvæmt frásögnum ferðamanna á heildina litið

    virðist ekki hafa verið nein hætta á vopnuðu ráni á Norðurlöndum. Ef minnst er á rán

    er það meira í ætt við vasaþjófnað en stigamenn. Wollstonecraft minnist á það í sínu

    78

    Vef. Wollstonecraft, nítjánda bréf. 79

    Sama heimild. 80

    Bremner, Excursions in Denmark, Norway, and Sweden II, bls. 458. 81

    Sama heimild, bls. 438. 82

    Clarke, Travels in Various Countries of Europe, Asia and Africa: Scandinavia, bls. 246. 83

    Sama heimild, bls. 210. 84

    Vef. Wollstonecraft, þriðja bréf.

  • 27

    fyrsta bréfi að hún hafi orðið vitni í Svíþjóð að atviki sem hafi misboðið sér. Um var

    að ræða deilur á gistihúsi milli húsráðanda og umsjónarmanns með innheimtu

    framleiðslugjalda. Hún lýsir atvikinu svo að frekjuleg framkoma umsjónarmannsins

    hafi verulega stangast á við ímynd hennar af Svíum sem glaðlyndum og gestrisnum.

    „The professional had indeed effaced the national character,“85

    skrifar Wollstonecraft.

    Þrátt fyrir að þetta sé aðeins eitt dæmi þá má sjá að henni hefur fundist frekja

    innheimtumannsins ekki vera í takt við þjóðareðli samlanda hans.

    Breskir ferðalangar höfðu á heildina séð afskaplega skiptar skoðanir á ástandi

    siðferðismála í Noregi. Bremner virðist til að mynda hafa beinlínis hatað Norðmenn

    og finnur hann þeim allt til foráttu. Sér í lagi finnst honum Norðmenn mikið síðri en

    Svíar. „We are once more in kindly, warm-hearted Sweden – far away from the

    savage bonder,“86

    ritar hann er hann fer yfir landamæri Noregs til Svíþjóðar. Bremner

    eyðir mörgum orðum í að lýsa vanþóknun sinni á Norðmönnum en minna fer fyrir

    ástæðunni fyrir henni. Svo virðist sem honum hafi mislíkað hve fljótir Norðmenn

    væru til rifrildis og kýta. Bremner segir að samanborið við Svía, sem karpa nær aldrei,

    þá séu Norðmenn einfaldlega ruddar.

    Among the Swedes a quarrel is the exception; among the Norwegians it is the

    general rule. If you escape a single stage, without disputes, it is not to the

    excellence of the system or the general character of the people, that you owe it,

    but to the chance good-nature of the individuals you fall upon […] if you

    venture to resist their interferences or their overcharges, their hot blood is up

    in a moment […]87

    Bilton hélt því þó fram að hann hefði aldrei séð Norðmenn rífast við hvern annan svo

    þar höfum við tvo ferðalanga sem halda hvor sínu fram.88

    Annar ferðalangur sem lýsir

    yfir vanþóknun á framkomu Norðmanna er Elliot. „They are addicted to cheating and

    falsehood,“ 89

    skrifar Elliot er hann reynir að lýsa norsku þjóðarsálinni. Hann virðist

    þó bæði eiga erfitt með að gera upp hug sinn hvað varðar siðprýði Norðmanna og auk

    þess er hann ósammála Bremner hvað varðar kurteisi Norðmanna. „The people are

    85

    Vef. Wollstonecraft, fyrsta bréf. 86

    Bremner, Excursions in Denmark, Norway, and Sweden II, bls. 193. 87

    Sama heimild, bls. 178. 88

    Bilton, Two Summers in Norway I, bls. 88. 89

    Elliott, Letters from the North of Europe, bls. 79-80.

  • 28

    very civil; and a traveller meets with little besides courtesy and kindness,“90

    skrifar

    hann seinna í bók sinni. Bæði Bilton og Allen eru þó ósammála Bremner; segja þeir

    að siðferði Norðmanna sé til fyrirmyndar. „On the whole, we may safely say that the

    good preponderates much over the evil in the Norwegian character,“91

    ritar Bilton.

    Hann segir sömuleiðis að þjófnaður sé nær alveg óþekktur í Noregi og að sjálfur hafi

    hann kvatt Noreg með allt ferðatygi sitt ósnert.92

    Svipað er uppi á teningnum hjá Allen

    sem ber Norðmönnum góða sögu, í það minnsta hvað varðar siðferði: „The general

    state of morals is reported to be pretty good, and the police is so well conducted, that

    if any thing were lost in the middle of the street, it would be soon found and

    restored.“93

    Ef frásagnir ferðalanganna eru teknar sem ein heild má því ætla að

    Norðmenn hafi ekki verið þjófóttir en þeir hafi þó haft tilhneigingu til svika og pretta.

    Ein setning hjá Allen varpar ákveðnu ljósi á það að nauðsynlegt er að hafa í huga

    aðstæður í landinu þegar íbúar þess eru sagðir siðlitlir. „It appears that they are a more

    moral people here than in most other parts of Europe, yet they have suffered loss in

    this respect in consequence of the war,“94

    ritar Allen og á hann þá við

    Napóleonsstyrjaldirnar sem var nýlega lokið er hann ferðaðist um Noreg. Neyðin

    kennir naktri konu að spinna og siðferðiskennd er dýr en kostur er krappur.

    Þeir ferðamenn sem fóru til Færeyja stoppuðu þar yfirleitt mjög stutt og kann það að

    skýra hvers vegna þeir ræða ekki mikið siðferði þeirra. Skáldið Symington sem ferðist

    til Færeyja og Íslands árið 1862 segir Færeyinga vera heiðarlega og að glæpir þekkist

    vart á eyjunum.95

    Útgefandinn Chambers, sem var mjög fjandsamlegur í garð

    Færeyinga segir fógetann vera „ […] one of a handful of civilized men who reside in

    exile here amongst a host of rude and simple people.“96

    Til marks um það hve lítið álit

    hann hafði á Færeyingum þá má telja hve oft orðið „rude“ kemur fyrir er hann skrifar

    um Færeyjar, í tugum og fara þó ekki margar blaðsíður í dvöl hans þar.

    Trúboðinn Henderson kvartar yfir slæmum áhrifum erlendra kaupmanna í

    Reykjavík á Íslendinga. Segir hann slíka menn vera hálfgerða iðjuleysingja sem geri

    fátt annað en að reykja og drekka. „Áhrifin af slíkum bæjarbrag á innfædda íbúa

    90

    Elliott, Letters from the North of Europe bls. 126. 91

    Bilton, Two Summers in Norway I, bls. 89. 92

    Sama heimild, bls. 63. 93

    Allen, Life of William Allen, bls. 276. 94

    Sama heimild, bls. 277. 95

    Symington. Pen and Pencil Sketches of Faröe and Iceland, bls. 22. 96

    Chambers, Tracings of Iceland & the Faröe Islands, bls. 9.

  • 29

    Reykjavíkur og nágrennis eru næsta bersýnileg,“97

    segir Henderson. Túlka má orð

    hans svo að hann telji ástand siðferðismála á Íslandi ágætt á heildina litið, hann

    gagnrýnir þau lítið í bók sinni. Meiri áhyggjur hafi hann af erlendum áhrifum á

    siðferðisvitund Íslendinga. Atkinson virðist ekki hafa haft hátt álit á Íslendingum hvað

    siðferðismál og nefnir hann sem dæmi er hann og ferðafélagar hans fengu gistingu í

    kirkju að staðarprestur læsti kirkjunni á eftir þeim. Hann segir að mögulega gefi það

    upp vísbendingu um ástand siðferðismála á Íslandi að læsa þurfi kirkju. Hann

    viðurkennir þó á sama stað að ástæðan kunni að vera að presturinn vildi fullvissa þá

    um öryggi eigna þeirra.98

    Stuttu síðar í bók sinni skrifar hann að ekki sé mikil þörf á

    löggæslu á Íslandi þar sem þjófnaður sé mjög sjaldgæfur þar.

    There is not, however, much demand for criminal judicature, for the natural

    morality of the people – owing probably to the absence of temptation and to

    their equal condition; and perhaps, in some measure, to the almost entire

    absence of money as a circulating medium among them – renders glaring

    instances of dishonesty a rare occurrence, especially in the interior.99

    Þessi skýring Atkinson á því hvers vegna þjófnaður sé sjaldgæfur á Íslandi er keimlík

    því sem Wollstonecraft sagði um þjófnað í Svíþjóð; ástæðan fyrir því að lítið sé um

    hnupl er ekki almenn siðferðisvitund heldur aðstæður landsins. Wollstonecraft sagði

    það vera vegna fámennis, Atkinson telur það vera vegna jöfnuðar og skorts á

    freistingu. Þessi orð þeirra beggja gefa upp ákveðið yfirklór; ætla má að þjófnaður

    hafi verið algengari í heimalandi þeirra og þau eru ekki tilbúin að viðurkenna að það

    kynni að vera vegna verra siðferðis þar en á Norðurlöndum.

    Skoðanir breskra ferðalanga á siðferði Norðurlandaþjóða eru æði misjafnar. Í

    tilvikum hverrar þjóðar fyrir sig þá gátu þeir yfirleitt fundið að einhverju í fari hverrar

    þjóðar. Helst má segja að Danir hafi fengið góða dóma hvað varðar siðferðismál; þeir

    voru sagðir siðprúðir og flestir sem ferðuðust þangað sáu ekki ástæðu til að gagnrýna

    þá sérstaklega fyrir til dæmis óheiðarleika. Auk þess verður að hafa í huga hvað er

    ekki sagt, því þeir sem ferðuðust til Danmerkur fóru yfirleitt áfram til annarra

    Norðurlanda. Sem dæmi um slíkt þá minnist engin á þjófnað er skrifað er um

    97

    Henderson, Ferðabók, bls. 232. 98

    Atkinson, Journal of an Expedition to the Feroe and Westman Islands and Iceland 1833, bls. 150-

    151. 99

    Atkinson, Journal of an Expedition to the Feroe and Westman Islands and Iceland 1833, bls. 161.

  • 30

    Danmörku. Má þá ætla að þjófnaðir hafi ekki verið vandamál þar í landi. Að

    ofdrykkju frátalinni þá fá þó Norðurlönd á heildina litið fremur jákvæða dóma hvað

    varðar siðferði. Vopnuð rán og morð virðast vera nær óþekkt vandamál, en á hinn

    bóginn skrifa Wollstonecraft og Bremner um algengi vasahnupls og svika.

  • 31

    Áfengisdrykkja norrænna manna

    Skoðanir breskra ferðalanga á áfengisdrykkju þjóða Norðurlanda verða reifaðar hér.

    Raunar er fátt sem ferðalangar gagnrýna jafn mikið, óháð þjóð, og ofdrykkju

    innfæddra. Af öllum þjóðum Norðurlanda þá voru Færeyingar og Danir minnst

    gagnrýndir fyrir ofdrykkju. Þó má ekki segja að Danir hafi sloppið með öllu frá

    gagnrýni og bæði minnast Wollstonecraft og Elliot á að Danir séu sólgnir í áfengi.

    „They are slow in conception and dull in execution, fond of money and addicted to

    liquor,“100

    skrifar Elliot sem var umtalsvert minna hrifin af Dönum en Bremner sem

    var almennt mjög jákvæður í þeirra garð. Wollstonecraft virðist vera sammála Elliot

    hvað þetta varðar og segir hún drykkju og reykingar vera helstu tómstundaiðju

    danskra karlmanna.101

    Þrátt fyrir að þau þrjú hafi verið í Danmörku á tiltölulega

    svipuðum tíma þá segir Bremner bindindissemi vera eina af mörgum dyggðum Dana

    en viðurkennir þó að þeir hafi haft orð á sér að vera drykkjurútar. „[…] the Danes

    have been charged with inebriety; but now the accusation would appear to be

    unmerited. At least, so far as our experience went, we must testify that, neither in

    public nor in private, did we see a single instance of excess,“102

    segir Bremner. Það er

    andstæða í frásögn þessara þriggja ferðalanga en ætla má að bæði upplifun og

    persónuleiki ferðalanga hafi haft umtalsverð áhrifa á dóm þeirra.

    Ferðalangar töldu nær allir höfuðsynd Svía vera drykkjuskap. Clarke virðist

    vera sá eini sem telur drykkju þeirra ekki vera vandamál og segist hann ekki hafa séð

    ölvaðan mann í Svíþjóð.103

    Hann skrifar þó talsvert um matarvenjur Svía og nefnir þar

    hve algengt sé óháð stétt að drekka brennivín með mat. „This habit is so general, that

    the offer of brandy before dinner is as much a characteristic of a Scandinavian, or of a

    Russian, as the ceremonious gifts of the tobacco and coffee among the Turks and

    Arabs,“104

    segir Clarke. Hann hefur þó sjálfur ekki verið hrifinn af víninu því hann

    segir það mjög bragðvont vegna anísfræja sem séu notuð til að bragðbæta.105

    Í bréfum

    Wollstonecraft kemur fram að hún hafi líka tekið eftir þessum sið. Hún setur

    100

    Elliott, Letters from the North of Europe, bls. 53. 101

    Vef. Wollstonecraft, tuttugasta bréf. 102

    Bremner, Excursions in Denmark, Norway, and Sweden I, bls. 206. 103

    Clarke, Travels in Various Countries of Europe, Asia and Africa: Scandinavia, bls. 238. 104

    Sama heimild, bls. 125. 105

    Sama heimild, bls. 137.

  • 32

    brennivínsdrykkjuna í samhengi við bága efnahagsstöðu og magurt mataræði sem

    fylgi fátækt sem og veðurfar á Norðurlöndum. „[…] is it surprising that the churlish

    pleasure of drinking drams takes place of social enjoyments amongst the poor,

    especially if we take into the account that they mostly live on high-seasoned provision

    and rye bread?“106

    spyr Wollstonecraft og bætir hún við að auk mataræðis sé mikill

    kuldi hvatning til þess að staupa sig. Þrátt fyrir þessi ágætu og skilningsríku rök fyrir

    því hvers vegna Svíar séu drykkfelldir þá fer hún ekki í launkofa með það að þetta sé

    mikið þjóðarböl þarlendis. „Fish, milk, butter, and cheese, and, I am sorry to add,

    brandy, the bane of this country, were spread on the board,“107

    skrifar Wollstonecraft í

    einu bréfi. Segja má að Bremner sé með öllu á sama máli og Wollstonecraft hvað

    þetta varðar. Hann telur slark og skemmtanahald vera meginsynd sænsku þjóðarinnar

    og ef það væri ekki fyrir það væri þjóðin fyrirmyndarland í dyggðum.

    Both the bad and the good qualities of the Swedes lie so completely on the

    surface of their character, that “he who runs may read” them. The former may

    be summed up in two words – intemperance, the vice of the lower classes; and

    love of amusement, the vice of their superiors. Take away his corn-brandy,

    and the Swedish peasant would be a model of industry and worth; check the

    great passion for social pleasures in the better ranks, and there will remain

    amiable qualities sufficient to entitle them to the very highest place among the

    nations of Europe.108

    Það er ljóst að áfengisdrykkja Svía hefur verið talsvert meiri en tíðkaðist í umhverfi

    bresku ferðalanganna þar sem allir minnast þeir sérstaklega á það. Er þetta raunar það

    eina sem Bremner, sem hefur verið almennt séð mjög hrifin af Svíum, gagnrýnir

    sérstaklega í fari þeirra í bók sinni. Út frá skrifum þeirra ferðalanga sem ferðuðust

    bæði til Danmerkur og Svíþjóðar má ætla að ofdrykkja hafi verið meiri í Svíþjóð.

    Danir drukku vissulega en urðu ekki eins ölvaðir og Svíar.

    Á heildina litið telja bresku ferðalangarnir Norðmenn vera fremur siðprúða en

    þó er eitt atriði sem nær allir minnast á og það er óhófleg drykkja þeirra. Ef Svíar voru

    taldir drekka meira en Danir þá voru Norðmenn taldir vera enn verri hvað drykkju

    106

    Vef. Wollstonecraft, þriðja bréf. 107

    Vef. Wollstonecraft, fyrsta bréf. 108

    Bremner, Excursions in Denmark, Norway, and Sweden I, bls. 436-37.

  • 33

    varðar. Bilton sem er annars mjög jákvæður í garð Norðmanna segir raunar sorglegt

    hvernig komið sé fyrir þeim.

    I should say that they are a generally moral, but not a deeply religous people. I

    wish I could add, that I thought them exempt from the besetting sin of

    Northern nations: but though I did not meet with many habitual drunkards,

    very few, that possessed the means of indulgence, seemed able to resist the

    temptation of an idle Sabbath evening, or a christening, or a visit to the

    neighbouring town, or fair, to drink more than was good for them ... it is,

    indeed, sad to see the peasants returning with their empty carts from

    Christiania, or Trondhjem, in the worst state of intoxication.109

    Þessi frásögn minnir ansi mikið á það sem tíðkaðist hér á landi áður en

    bindindishreyfingin kom sér rækilega fyrir samanber slangrið að það sé

    „kaupstaðarlykt“ af einhverjum. Lýsingar bresku ferðalanganna á drykkjuskap

    Norðmanna gátu verið ansi skrautlegar. Augljóst er að liðsforinginn Breton er óvenju

    hneykslaður á áfengissýki þeirra.

    So addicted are these people to drinking, that one is almost led to wonder

    spontaneous combustion does not occur among them; and I have witnessed

    dram after dram poured down their throats with a celerity absolutely

    surprising: even boys of twelve or fourteen years of age taking glasses of

    brandy that would have astonished an English coalman.110

    Sé hægt að taka mark á þessum orðum Breton þá virðist sem ungmennadrykkja hafi

    verið algeng í Noregi er hann ferðaðist þar árið 1834. Á einum stað vitnar Breton í

    ónefndan rithöfund sem segir ofdrykkju ekki vera algenga meðal Norðmanna. Honum

    blöskrar augljóslega þau ummæli þar sem hann tekur þau í sundur lið fyrir lið.

    „Granting the correctness of Jonhson´s[sic] observation that “ a man is never happy

    except when he is drunk,“ these people must enjoy a greater felicity than most other

    nations,“ ritar hann. Á sama stað leggur hann áherslu á nauðsyn þess að

    bindindishreyfing verði stofnuð í Noregi.111

    Elliot er í bók sinn á sama máli og Breton

    þótt hann hafi ekki eins mörg orð um það og Breton. „They are addicted to drink; and

    the climate, rendering fermented liquor perhaps in some degree necessary, is pleaded

    109

    Bilton, Two Summers in Norway I, bls. 88-89. 110

    Breton, Scandinavian sketches, bls. 190. 111

    Sama heimild, bls. 119.

  • 34

    in excuse for the indulgence of an odious vice,“112

    segir hann og tekur hann hér í

    svipan streng og Wollstonecraft þegar hún afsakaði drykkju Svía með svipuðum

    rökum að veðurfar og fátækt hafi áhrif á drykkjuskap þessara þjóða. Hún er sammála

    karlmönnunum að Norðmenn séu áfengissjúkir og hefur hún orð á því að Bakkus hafi

    þá í heljargreipum. Hún er þó bjartsýnni á að þeir muni bæta sig hvað þetta varðar í

    framtíðinni. „Drunkenness, often the attendant disgrace of hospitality, will here, as

    well as everywhere else, give place to gallantry and refinement of manners; but the

    change will not be suddenly produced,“113

    skrifar hún í einu bréfi. Miðað við hve illa

    Bremner virðist hafa verið við Norðmenn þá minnist hann furðu lítið á slark þeirra.

    Hann segir þó að í flestum bæjum líði ekki eitt einasta kvöld að vetri til þar sem ball

    sé ekki haldið í öðru hvoru stræti.114

    Áhugavert er að bera saman sýn Atkinson á Færeyjum annars vegar og Íslandi

    hins vegar. Hann segir löggæslu í Færeyjum, þó fámenn sé, vera til fyrirmyndar og

    segir helsta verkefni hennar að stilla til friðar ef þrætur íbúa eyjanna fara úr

    böndunum. Hann segir auk þess að Færeyingar séu almennt mjög reglusamir hvað

    varðar drykkju.115

    Það segir hann ekki eiga við Íslendinga og eftirfarandi lýsing hans

    frá Vestmannaeyjum sé til marks um það:

    The superiority of our friends, the Feroese, over these poor people, almost

    reconciled us to the monopoly exercised over that part of their possessions by

    the Danes; for here, where the trade is not similarly circumscribed, every store

    is occupied by two or three wretched-looking creatures in a state of

    intoxication, and instead of the cheerful, kindhearted, „Gud dae!“

    („Goodday!“) of the smiling smart-looking Feroese, in one half of the men of

    Westmanna, you only receive the un-meaning stare of a filthy, squalid, morose

    debauchee.116

    Með öðrum orðum þá segir Atkinson Íslendinga koma illa út í samanburði við

    Færeyinga hvað varðar áfengisdrykkju. Holland segir frá dansleik sem ferðamenn

    héldu í Reykjavík. Í frásögn hans af því balli kemur fram að skemmtanahöld hafi

    staðið yfir til morguns og að „sumir [gestir] voru dálítið valtari á fótum, þegar þeir

    112

    Elliott, Letters from the North of Europe, bls. 131. 113

    Vef. Wollstonecraft, níunda bréf. 114

    Bremner, Excursions in Denmark, Norway, and Sweden II, bls. 51. 115

    Atkinson, Journal of an Expedition to the Feroe and Westman Islands and Iceland 1833, bls. 82-83 116

    Sama heimild, bls. 98.

  • 35

    fóru en þegar þeir komu.“117

    Af orðum hans að dæma má þó sjá að ekki var um

    verulega ofdrykkju að ræða. Á einum stað í dagbók trúboðans Henderson segir hann

    frá manni sem lést úr kulda og var það afleiðing af ofdrykkju hans.

    Ofdrykkja er sá löstur, sem sannarlega er ekki ótíður á meðal Íslendinga. Þeir

    hafa hvorki efni nje tækifæri til þess að iðka hann á við aðrar þjóðir; en ekki

    verður því samt neitað, að í kaupstöðum má stundum sjá fyllerí, þegar bændur

    koma þangað í kauptíð. Þó er það jafnvel þá ekki svo mjög, hve mikið þeir

    drekka, heldur hitt, að þeir eru óvanir drykknum og þola hann illa.118

    Þessi ummæli hans eru sérlega áhugaverð í samhengi við það sem ferðamenn sögðu

    um aðrar Norðurlandaþjóðir. Svo virðist sem ástæðan fyrir því að ferðalangar minnast

    ekki mikið á ofdrykkju á Íslandi, ólíkt Noregi, sé að þeir hafi ekki verið vitni af

    ofdrykkju Íslendinga á kaupstað. Íslendingar fóru illa með áfengi en aðgengi þeirra að

    því var umtalsvert minna en hjá öðrum norrænum þjóðum.

    Aðeins tvær þjóðir fá sæmilega góða einkunn hvað reglusemi varðar,

    Danmörk og Færeyjar. Ástæða þess kann vel að útskýrast af því að það voru þau tvö

    lönd sem ferðalangar dvöldu skemmst í. Ísland, Svíþjóð og Noregur eru þó talin hvert

    öðru verra hvað varðar ofdrykkju og má segja að nær öllum ferðamönnum blöskri

    drykkjan. Þeir vekja athygli á því að brennivín sé drukkið með kvöldverði. Fleiri en

    einn Breti afsakar það þó á þann veg að kuldi á norðurslóðum og fábreytt mataræði

    kunni að valda meiri drykkju en meðal annarra þjóða. Ef lesið er á milli línanna má

    sjá að útigangsmenn, eða öllu heldur óvinnufærir drykkjumenn, hafi ekki þekkst. Má

    sjá af skrifum þeirra að drykkjan hafi ekki komið veg fyrir að fólk sinnti sínum

    störfum. Ofdrykkja norrænna manna hafi fremur verið í ætt við drykkjutúra. Svo

    virðist sem drykkja hafi verið meiri á Norðurlöndum en á Bretlandi á þessum tíma, í

    það minnsta í nærumhverfi ferðalanga. Segja má að hneykslun á ofdrykkju norrænna

    manna sé eitt það atriði sem flestir ferðalangar séu sammála um.

    117

    Holland, Dagbók í Íslandsferð 1810, bls. 46. 118

    Henderson, Ferðabók, bls. 292.

  • 36

    Hreinlæti norrænna þjóða

    Skoðanir breskra ferðalanga voru merkilega í takt við hverja aðra hvað varðar

    hreinlæti norrænna þjóða og fyrir utan ákveðnar undantekningar voru þeir sammála að

    mestu um hvort hver þjóð væri óþrifleg eður ei. Hér verður auk þess litið til

    heimkynna Norðurlandabúa enda sneri gagnrýni á hreinlæti bæði að persónu og

    heimili. Hvað varðar almennt hreinlæti virðist ferðamönnum hafa þótt Danmörk skást

    af Norðurlöndum, fyrir utan Færeyjar. „The villages are far from being neat and

    clean,“119

    skrifar þó Elliot er hann ferðast um þorp í Danmörku. Clarke sem ferðaðist

    um Norðurlönd rétt fyrir aldamótin 1700/1800 leggur þó sérstaklega mikla áherslu á

    hve mikið síðri Svíar voru Dönum hvað varðar hreinlæti og má draga ályktun af þeirri

    fullyrðingu að Danir hafi verið sæmilega þriflegir.120

    Fyrir utan ummæli þeirra

    tveggja þá minnast ferðalangar lítið sem ekkert á þrifnað eða óþrifnað Dana og má því

    telja líklegt að þrifnaður hafi verið álíka mikil þar og í Bretlandi. Ef hreinleiki hefði

    verið meiri eða minni er líklegt að ferðalangar hefðu minnst á það. Clarke segir að eitt

    það fyrsta sem hann tók eftir er hann steig á sænska grund var hve mikið meira væri

    um óhreinlæti þar en í Danmörku. Segir hann auk þess að það óhreinlæti sem kom

    honum fyrst fyrir sjónir hafi verið í takt við upplifun hans af landinu öllu, í það

    minnsta hvað varðar Suður-Svíþjóð.121

    We examined the interior of many of the cottages of the poor; but in this part

    of Sweden we never had the satisfaction to observe any thing like comfort of

    cleanliness. In this respect they are certainly inferior to the Danes. A close and

    filthy room, crowded with pale, swarthy, wretched-looking children, sprawling

    upon a dirty floor, in the midst of the most powerful stench, were the usual

    objects that presented themselves to our notice.122

    Allen varpar mögulega ákveðnu ljósi á það hvers vegna hreinlætið sé svo slæmt. Hann

    segir að sýnilega sé mikið meira um fátækt í Svíþjóð samanborið við Noreg og ekki er

    hægt að segja að Noregur hafi verið auðugt land er hann ferðaðist um það árið

    119

    Elliott, Letters from the North of Europe, bls. 43. 120

    Sama heimild, bls. 135-136. 121

    Clarke, Travels in Various Countries of Europe, Asia and Africa: Scandinavia, bls. 106. 122

    Sama heimild, bls. 135-136.

  • 37

    1818.123

    Það að sýnilegt óhreinlæti tengist fátækt er sennilega besta skýringin á því að

    samkvæmt ferðamönnum sé hreinlæti mjög mismikið á Norðurlöndum. Danmörk var

    sennilega langauðugasta svæði Norðurlanda á þessum tíma meðan Ísland var það

    fátækasta, því ætti það ekki að koma á óvart að séu löndin flokkuð eftir meintu

    hreinlæti þá raðast þessi svæði hvort á sinn endann. Clarke fjallar mikið um meint

    óhreinlæti Svía en hann leggur þó sérstaka áherslu á að það sé fyrst og fremst meðal

    íbúa Suður-Svíþjóðar sem sóðaskapur sé algengur. Hann telur, líkt og hefur áður

    komið fram, að um sé að ræða tvær mismunandi þjóðir.. Síðar í bók Clarke segir hann

    frá því er hann kemur inn í kot norðar í Svíþjóð og hefur hann þá orð á því að allt sé

    mun hre