32

Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur
Page 2: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

Sköpun úr verðlausum efnumÍ september síðastliðnum var haldin námsstefna fyrir leik- og grunnskólakennara um leikfanga-gerð úr verðlausum efnum á vegum Hönnunar-safns Íslands og Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar. SORPA, IKEA og Kennarasamband Íslands styrktu verkefnið.

Á námsstefnunni fjallaði einn fremsti sérfræðing-ur Indlands á sviði hefðbundinna leikfanga, Sudar shan Khanna prófessor, um leikfangagerð úr einföldum og endurnýttum efniviði. Í kjölfarið var svo verkleg kennsla þar sem um 200 kennarar gerðu nokkur einföld en heillandi leikföng byggð á hönnun og hugmyndafræði Sudarshans.

Á næstu vikum þar á eftir komu nemendur úr öllum grunn- og leikskólum Garðabæjar í efnis-veitu og vinnusmiðju á Garðatorgi og unnu áfram með ýmsar af hugmyndum Sudarshans Khanna. Fleiri hönnuðir voru einnig fengnir til liðs við verkefnið, t.d. hönnunarteymi frá Ráðuneytinu og Lúka Design, og komu þeir með hugmyndir að nokkrum áhugaverðum leikföngum og leikjum til viðbótar.

Einfalt og umhverfisvænt Afrakstur þessarar vinnu í efnisveitunni er einung is byrjunin á vinnuferli fyrir Listadaga 2010 þar sem þemað verður „að leika sér“. Í efnis veitunni hafa nemendur þróað hugmyndir út frá efni sem ekki er lengur not fyrir. Hugmynd-in er að útvíkka hugsanagang barna og kenna þeim að sjá möguleikana í nýjum efniviði. Um-breyting verðlausra hluta í leikföng er skapandi og gefur sköpunargleði og fagurfræði barnanna færi á að njóta sín. Börnin og við öll verðum meðvitaðri um umhverfi okkar og nærsamfélag með því að skoða betur hverju við köstum burt og hvað má nýta.

Page 3: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

Undrunin og uppgötvunin Þegar börnin skapa sín eigin leikföng hefst lærdómsríkt ferli. Í gerð leikfanganna felst tækifæri til að uppgötva og börnin þurfa sjálf að finna út hvað virkar og hvað ekki. Til dæmis flýgur flugfiskurinn, sem sýndur er á baksíðu almanak sins, betur ef hann er í ákveðnum hlut-föllum og ekki of stór. Börn hafa oftast gaman af að prófa sig áfram og gleðin er mikil þegar hlutur inn loksins virkar. Mistökin eru jafn mikil-væg og árangurinn því þau eru lærdómsrík. Börn eiga auðvelt með að búa til heillandi heim úr því sem til fellur. Oft þarf ekki annað en smá hvatn-ingu og útkoman er uppspretta mikillar gleði og leiks sem varir jafnvel tímunum saman. Í almanaki SORPU árið 2010 eru uppskriftir að nokkrum leikfanga Sudarshans sem einfalt er að gera heima við, ásamt myndum af leikföng-um sem urðu til í efnisveitunni á Garðatorgi. Áhuga samir geta einnig skoðað heimasíðuna www.sudar shankhanna.com.

Page 4: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

Flokkum og skilum á endurvinnslustöðvar SORPU

Þannig getur úrgangur orðið hráefni í nýjar vörur.

Minna landrými fer undir urðunarstaðinn.

Það er ódýrara fyrir samfélagið og umhverfisvænna ef úrgangi er skilað flokkuðum á endurvinnslustöð.

Óendurvinnanlegur úrgangurÍ þennan flokk fer blandaður úrgangur sem ekki fellur undir aðra úrgangs­flokka. Úrgangurinn er baggaður og fluttur í Álfsnes þar sem hann er urðaður.

Athugið að úrgangurinn getur verið gjaldskyldur ef hann hefur fallið til við framkvæmdir.

BylgjupappiBylgjupappi þekkist á þykkt hans og bylgjulaga brúnum. Fjarlægja þarf allar plastumbúðir og umbúðir úr öðrum efnum innan úr kössum. Gott er að brjóta saman umbúðir og minnka þannig umfang þeirra. Bylgjupappi má vera áprentaður í sterkum litum.

Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur.

Timbur og trjábolirÍ þennan flokk fer allt timbur nema það sem er ljósmálað eða plasthúðað. Ekki má setja masónít, trétex eða þunnar innihurðir með timbrinu.

Timbur og trjábolir eru gjaldskyldir. Athugið að stærri förmum en 2 m3

skal skilað í móttökustöðina í Gufunesi en þar er greitt eftir vigt.Timbur er kurlað og nýtt sem kolefnisgjafi við framleiðslu kísiljárns hjá Íslenska járnblendifélaginu hf á Grundartanga.

Ljósmálað og plasthúðað timburLjósmálað timbur nýtist ekki hjá Járnblendiverksmiðjunni vegna efnis sem ljós málning inniheldur (titan). Timbrinu er fargað í Álfsnesi.

Timbur er gjaldskylt. Athugið að stærri förmum en 2 m3 skal skilað í móttöku stöðina í Gufunesi.

5 MálmarÍ þennan flokk fer allt sem inniheldur málm af einhverju tagi, jafnvel þó það sé aðeins að hluta, s.s. ýmis húsgögn, niðursuðudósir o.fl. Athugið að raftæki fara í annan farveg, sjá flokka nr. 7, 14, 15 og 17.

Málmar eru flokkaðir, bræddir og endurunnir í nýjar vörur erlendis. Málmar eru verðmætt hráefni sem hægt er að endurvinna aftur og aftur.

Grófur úrgangurÍ þennan flokk fara t.d. ónýt húsgögn, dýnur, bílavarahlutir úr plasti og aðrir fyrirferðarmiklir hlutir sem ekki er hægt að pressa. Efnið er hakkað í móttöku­stöð SORPU í Gufunesi og síðan fargað á urðunarstaðnum í Álfsnesi.

Þessi flokkur getur verið gjaldskyldur ef um er að ræða úrgang sem tengist framkvæmdum, s.s. gólfdúkar og teppi, gluggakarmar með gleri í o.fl. Ónýt húsgögn, t.d. sófar og stólar, eru ekki gjaldskyld.

8

7 Stór raftækiÍ þennan flokk fara raftæki til eldunar og þvotta, s.s. þvottavélar, þurrkarar, uppþvottavélar, háfar o.fl. Athugið að kælitæki eru flokkuð sérstaklega, sjá flokk nr. 17.

Tölvuheilar, rafmagnsþéttar og rafmagnssnúrur eru fjarlægðar og tækin síðan endurunnin ásamt öðrum málmi.

SteinefniÍ þennan flokk fara efni sem ekki brotna niður í náttúrunni, svokölluð „berandi“ efni. Sem dæmi má nefna gler, hreinlætistæki úr postulíni, flísar, múr brot, gifs, sand, möl og hellur. Losið úrgang ávallt úr pokum. Athugið að mold fer í flokk 10.

Allur úrgangur sem flokkast sem steinefni er gjaldskyldur.

Efnið er hægt að nýta sem jarðvegsfyllingu ef það er án aðskotahluta.

MerkingarÁ endurvinnslustöðvum eru gámar undir flokkaðan úr gang merktir með númerum og teikningum sem vísa til v iðkomand i úrgangstegunda. Í þessum bæklingi er notast við sömu merkingar sem auðveldar flokkun á stöðvunum. Einnig er notast við tákn sem eru útskýrð hér fyrir neðan.

Úrgangstegund sem ber þetta tákn er gjaldskyld. Ef táknið er ekki til staðar kostar ekkert að skila viðkoman di úrgangi á endurvinnslustöð.

Hér kemur fram með hvaða hætti hráefnið er endur nýtt.

Úrgangstegund sem ber þetta tákn inniheldur spilliefni sem þarf að eyða.

Úrgangi má einnig skila í grenndargáma á höfuð borgarsvæðinu.

Flokkun heimilisúrgangs

Page 5: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

GarðaúrgangurÍ þennan flokk fer allur garðaúrgangur sem ekki nýtist til moltugerðar, s.s. torfur, arfi, plöntuleifar og mold. Losið úrgang ávallt úr pokum.

Allur garðaúrgangur er gjaldskyldur.

11 Pappír og sléttur pappiÍ þennan flokk fara dagblöð, tímarit, prentpappír, hreinar og tómar fernur, eggjabakkar, pappaumbúðir undan morgunkorni, kexi, pasta o.fl. Fjarlægið plast og matarleifar úr umbúðum, skolið fernur og brjótið umbúðir saman.

Þessum flokki er hægt að skila í bláa grenndargáma og á endurvinnslu­stöðvar. Efnið er endurunnið erlendis. Nýjar vörur úr efninu eru t.d. klósettpappír, eldhús rúllur og nýjar pappaumbúðir úr sléttum pappa.

PlastumbúðirFlokka skal allar umbúðir úr plasti – nema frauðplast og umbúðir sem bera skilagjald. Þetta eru t.d. sjampóbrúsar, tómatsósuflöskur, plastbakkar, plast­pokar o.fl. Umbúðir skulu vera tómar, án allra aðskotahluta, s.s. matar­ eða efnaleifa. Gott er að stafla umbúðum eða pressa þær vel saman til að nýta plássið sem best – það kostar að flytja loft!

Plastumbúðir fara í græna grenndargáma eða á endurvinnslustöðvar.Plastumbúðirnar eru ýmist nýttar til orkuvinnslu eða til endurnýtingar bæði hérlendis og erlendis.

14 RaftækiÍ þennan úrgangsflokk fara öll raftæki sem ekki tilheyra öðrum flokkum, t.d. ryksugur, brauðristar, hárþurrkur, rakvélar, útvörp, kaffivélar, símar, prentarar o.fl. Athugið að tölvur og skjáir fara í annan farveg, sjá flokk nr. 15.

Ónýt raftæki eru tætt í sundur og málmar aðskildir frá plasti og öðrum efnum og síðan endurunnir.

15

TölvurÍ þennan flokk fara tölvuturnar, lófatölvur og fartölvur. ATH! Skjáir fara í flokk nr. 15.

Tölvur eru teknar í sundur og teknar úr þeim prentplötur, harðir diskar, diskadrif, kælieining og spennugjafi. Mismunandi málmtegundir eru endurunnar.Tölvurnar innihalda spilliefni sem er eytt með viðeigandi hætti.

Sjónvörp og skjáirTölvuskjáir og sjónvörp eru aðskilin frá öðrum raftækjum og flokkuð sér.

Tækin eru flutt úr landi þar sem þau eru meðhöndluð sérstaklega til að aðskilja plast, gler, blý og fosfór.Blý og fosfór þarf að meðhöndla sérstaklega þar sem þessi efni geta haft skaðleg áhrif á umhverfið.

LjósaperurFlokka skal flúorperur, sparperur, halogenperur og allar aðrar perur í þennan flokk.

Perur sem innihalda kvikasilfur fá sérstaka meðhöndlun þar sem kvika­silfrið er aðskilið frá gleri og öðrum efnum og því eytt sérstaklega. Afgangurinn fer til urðunar.

SpilliefniSpilliefnum ber samkvæmt lögum að skila til eyðingar. Undir spilliefni flokk­ast ýmiskonar hreinsiefni, málning, lím, leysiefni, rafhlöður, lakk, stíflueyðir, skordýraeitur, úðabrúsar, frostlögur, olíuefni, raf geymar o.fl. Spilliefnum skal skila í lokuðum umbúðum. Réttar merkingar á ílátum auðvelda flokkun spilliefna.

Efnin eru meðhöndluð á viðeigandi hátt hjá Efnamóttökunni hf og komið til eyðingar eða í endurvinnslu.

KælitækiGömul kælitæki innihalda kælimiðilinn freon en það er efni sem veldur eyðingu ósonlagsins. Að auki innihalda kælitæki olíu sem flokkast sem spilliefni.

Freon og olía eru tæmd úr skápunum og efnin meðhöndluð með viðeigandi hætti. Skáparnir eru teknir í sundur og flokkaðir til endurvinnslu. Helstu endur­vinnsluflokkar eru járn, ál, kopar og plast.

Húsbúnaður og húsgögnÍ nytjagám á endurvinnslustöð fer allur húsbúnaður, raftæki og annað sem fólk vill að fari í endurnotkun, t.d. borð, stólar, rúm, ísskápar, þvottavélar, bækur, diskar og bollar, svo eitthvað sé nefnt. Þessir hlutir eru seldir í Góða hirðinum, nytjamarkaði SORPU og líknarfélaga, Fellsmúla 28.

Ágóði af sölunni í Góða hirðinum rennur til góðgerðarmála.

Föt og klæðiÍ gáma merkta Rauða krossi Íslands fara allar vefnaðarvörur, t.d. fullorðins fatnaður, barnafatnaður, yfirhafnir, gluggatjöld, áklæði, teppi og handklæði. Föt og klæði þurfa að vera pökkuð í lokaðan plastpoka.

Föt og klæði nýtast til hjálparstarfs innanlands og erlendis á vegum Rauða kross Íslands.

SkórSkilið skópörum í lokuðum pokum eða bindið saman reimar. Þannig haldast skópörin saman og það sparar tíma og fyrirhöfn við flokkun á þeim.

Skórnir eru sendir til Þýskalands. Þar eru þeir flokkaðir, settir í endursölu eða gefnir til líknarstarfa. Hagnaður af endursölu rennur til Samtaka íslenskra kristniboðsfélaga.

Page 6: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

TrjágreinarTrjágreinum skal skilað án aðskotahluta. Þær eru kurlaðar og nýtast ásamt grasi í moltuframleiðslu. Losið greinar ávallt úr pokum.

Allur garðaúrgangur er gjaldskyldur. Framleiðsla á moltu, lífrænum jarðvegsbæti. Kurlaðar trjágreinar eru einnig notaðar sem lyktheftandi filter yfir seyru holu á urðunar staðnum í Álfsnesi.

GrasSORPA framleiðir lífrænan jarðvegsbæti, moltu, úr trjágreinum og grasi. Losið grasið ávallt úr pokum.

Allur garðaúrgangur er gjaldskyldur.

Molta er úrvals áburður eða bætiefni í beðin og á grasflötina.

HeyrúlluplastHeyrúlluplasti skal skilað án aðskotahluta til móttökustöðvar SORPU í Gufunesi.

Efnið er endurunnið á vegum þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs.

Móttökustöð í GufunesiVirka daga: 07.30 ­ 17.00 Laugardaga: LOKAÐ, nema fyrir viðskiptavini með viðskiptakort frá 13.00 ­ 16.00

ÁlfsnesVirka daga: 08.00 ­ 17.00 Laugardaga: 08.00 ­ 12.00

Góði hirðirinn Fellsmúla 28 Virka daga: 12.00 ­ 18.00 Um helgar: LOKAÐ

EndurvinnslustöðvarVirka daga: 12.30 ­ 19.30 Um helgar: 10.00 ­ 18.30Opið á Kjalarnesi sunnudaga, miðvikudaga og föstudaga 14.30 ­ 19.30

Endurvinnslustöðvar í Reykjavík:Ánanaustum, s. 561 6570 Jafnaseli 8, s. 567 6573 Sævarhöfða 21, s. 567 6570 Kjalarnesi við Norðurgrund, s. 586 8339

Endurvinnslustöðvar í Garðabæ, Kópavogi og MosfellsbæMiðhrauni 20 Garðabæ, s. 565 0820 Dalvegi 1 Kópavogi, s. 564 3140 Blíðubakka Mosfellsbæ, s. 566 8120

Grenndargámar Um 80 grenndarstöðvar eru staðsettar víða á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að skoða staðsetningu þeirra á heimasíðu SORPU, www.sorpa.is.

Afgreiðslutími á starfsstöðvum SORPU er sem hér segir:

Skilagjaldsskyldar umbúðirÁldósir, plastflöskur og glerflöskur skal flokka og telja eftir efnistegund. Eingöngu er tekið við umbúðum frá heimilum, að hámarki 1000 einingum í einu, á endurvinnslustöð. Aðeins er greitt fyrir umbúðirnar inn á debet kort. Endurvinnslan hf, Knarrar vogi, tekur við meira magni af umbúðum og þar er einnig hægt að fá greitt fyrir þær með peningum.

Framleiðsla úr endurunnum áldósum er nýjar áldósir. Úr gömlu plast­flöskunum er framleidd polyester ull, efni sem t.d. nýtist í fataiðnaði og teppaframleiðslu og eru flísföt þekktasta afurðin. Glerflöskur eru muldar og nýtast sem jarðvegsfyllingarefni hérlendis.

HjólbarðarTekið er við hjólbörðum frá heimilum á endurvinnslustöðvum SORPU. Hjól­barðar eru kurlaðir hjá Furu í Hafnarfirði. Ekki má setja plastumbúðir (flokkur 13), reiðhjóladekk eða slöngur (flokkur 1) í gáminn.

Kurlaðir hjólbarðar eru nýttir sem drenlag á urðunarstað SORPU í Álfsnesi.

23 KertaafgangarKertaafgöngum er safnað á endurvinnslustöðvum í samvinnu við kertagerðir.

Vaxið nýtist til framleiðslu á nýjum kertum.

Gamalt fyrir þér – nýtt fyrir öðrumÁ öllum endurvinnslustöðvum SORPU, nema á Kjalarnesi, eru nytjagámar fyrir Góða hirðinn þar sem fólk getur gefið hluti sem það er hætt að nota. Við tökum við hlutum sem eru með óskert notagildi og tilheyra heimilishaldi, allt frá húsgögnum og raftækjum til leikfanga, bóka og smávöru. Ágóði af sölu muna í Góða hirðinum rennur til góðgerðarmála.

Page 7: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

Kostnaður vegna reksturs endurvinnslustöðva er að hluta greiddur af sveitarfélögunum á höfuð borgarsvæðinu og að hluta af notendum samkvæmt gjaldskrá stöðvanna.

1) Gjaldfrjáls úrgangur

Ekki er greitt fyrir losun á úrgangi frá daglegum heimilisrekstri. Dæmi um gjald frjáls­an úrgang er sléttur pappi, bylgjupappi, dagblöð, föt, kertaafgangar, nytjahlutir, drykkjar umbúðir o.fl. Úrgangur skal vera flokkaður þegar honum er skilað á endur­vinnslustöð.

2) Gjaldskyldur úrgangur

Á endurvinnslustöðvum SORPU er greitt eftir rúmmáli úrgangs samkvæmt gjaldskrá. Starfsmaður mælir umfang úrgangsins. Almenningi ber að greiða fyrir:

Úrgang frá byggingu og breytingu húsnæðis og lóða (t.d. innréttingar, timbur, gólfefni, múrbrot og flísar).

Úrgang frá bílaviðgerðum.

Úrgang frá húsdýrahaldi.

Garðaúrgang og steinefni (t.d. mold, jarðveg, trjágreinar og gras).

Gjaldskrá er að finna á heimasíðu SORPU, www.sorpa.is.

www.sorpa.is | [email protected]

3) Hámark farmstærða er 2 m3

Ef losa þarf stærri farma frá heimilum er það gert í móttökustöð SORPU í Gufunesi. Þar er nánast allur úrgangur gjaldskyldur og er greitt eftir þyngd samkvæmt gjaldskrá (farmi er ekið yfir vigt).

ATH! Pressið umbúðir vel saman – minnkið rúmmál úrgangs

– það kostar að flytja loft!

Inneign á bætt umhverfiFrá og með 1. janúar 2010 er tekið gjald fyrir garðaúrgang, s.s. gras, trjágreinar, mold og annan jarðveg, á endur vinnslustöðvum SORPU á höfuðborgarsvæðinu. Á móti gefst viðskiptavinum kostur á að sækja sér moltu eða moltu blöndu sem er afurð úr endur unnum trjágreinum og grasi og fyrirtaks jarðvegsbætir fyrir allan gróður.

Hvernig fæ ég moltu?Þegar garðaúrgangi hefur verið skilað inn á endurvinnslustöð og búið er að greiða fyrir fær viðkomandi afhentan miða. Afgreiðslutími moltunnar verður síðan auglýstur sérstaklega og þá verður hægt að framvísa miðanum á endurvinnslustöð gegn ½ m3 af moltu eða moltu blöndu á meðan birgðir endast. Viðskiptavinir sjá sjálfir um að moka moltunni á kerrur eða í ílát.

HeimajarðgerðMeð heimajarðgerð má spara sér flutning og kostnað við losun á garðaúrgangi og framleiða eigin moltu sem nýtist sem áburður í garðinum. Á heimasíðu SORPU, www.sorpa.is, má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um heimajarðgerð.

Reglur um losun úrgangs og gjaldskyldu frá heimilum

Page 8: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

Sprellikarlana gerðu börn í leikSkólanum lundabóli

Page 9: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

JanúarSunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Flokkum og skilum úrgangi til endurvinnslu. Sjá upplýsingar í flokkunartöflu fremst í almanaki!

ww

w.sorpa.is

1 2

3 4 5 6 7 8 9

10 11 12 13 14 15 16

17 18 19 20 21 22 23

24/31 25 26 27 28 29 30

Á vefnum sorpa.is er að finna upplýsingar um hvað skal gera við jólatré, gjafa-pappír og aðrar umbúðir sem falla til yfir jólin.

þrettÁndinn

bóndadagur

nýÁrsdagur

Page 10: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

Leikfangið gerðu börn í hofsstaðaskóLa

.Bindið blýantana saman.

Skerið rauf í enda stærri blýant sins og bindið bandið þar í.

Bindið svo steininn í endann á bandinu. Fyrir yngri börn er betra að nota

gamalt strokleður eða setja mjúkt efni utan um steininn til að koma

í veg fyrir slys.Skreytið svo að vild.

Leikið með þyngdarLögmáLið

Í þetta leikfang þarf tvo blýanta – heilan og hálfan,

stein, bandspotta og hníf.

Page 11: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

FebrúarSunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

ww

w.sorpa.is

1 2 3 4 5 6

7 8 9 10 11 12 13

14 15 16 17 18 19 20

21 22 23 24 25 26 27

28

konudagur

bolludagur sprengidagur öskudagur

Trjágreinar og gras verða að jarðvegsbætinum moltu. Sjá flokkunartöflu framarlega í almanakinu.

Page 12: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

Þórdís Alda Sigurðardóttir SPÍR

Un

Sokkar o.fl.Rammana geRðu böRn sem heimsóttu efnisveituna á gaRðatoRgi

MyndaraMMar úr kornflexpakka

pappinn er klipptur í ferhyrninga sem svo eru lagðir hver ofaná annan til að mynda stjörnu.Síðan er allskyns garni vafið utan um eins og myndin sýnir.

Page 13: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

MarsSunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

1 2 3 4 5 6

7 8 9 10 11 12 13

14 15 16 17 18 19 20

21 22 23 24 25 26 27

28 29 30 31

vorjafndægur

ww

w.sorpa.is

pÁlmasunnudagur

Pappakassinn getur orðið að nýjum pappaumbúðum ef honum er skilað til endurvinnslu.

Page 14: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

Feimnar dúkkur geta Falið sig í pappaglösunum!

Börn á leikskólunum BæjarBóli og kirkjuBóli

unnu dúkkurnar með hönnuðum Frá lúka design

Page 15: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

AprílSunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Umbúðir úr plasti fara bæði til orkuvinnslu og í framleiðslu á nýjum vörum.

1 2 3

4 5 6 7 8 9 10

11 12 13 14 15 16 17

18 19 20 21 22 23 24

25 26 27 28 29 30

skírdagur föstudagurinn langi

pÁskadagur annar í pÁskum

sumardagurinn fyrsti

ww

w.sorpa.is

Page 16: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

Hvernig myndast Hljóðin?

Hristan er gerð úr tveimur pappa diskum sem eru heftaðir saman.

Handfangið er gamall flugna spaði. inn í diskana eða hristuna settu börnin ýmiskonar

efni til að fá mismunandi hljóð; sand, steina eða möl. síðan skreytti hver einstakl ingur sína

hristu að vild með allskyns borðum og skrauti.

Hristuna gerðu börn í Hofsstaðaskóla

Page 17: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

MaíSunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Pappír og sléttur pappi eru endurnýttir í salernispappír og nýjar pappaumbúðir.

1

2 3 4 5 6 7 8

9 10 11 12 13 14 15

16 17 18 19 20 21 22

23/30 24/31 25 26 27 28 29

uppstigningardagur

hvítasunnudagur (23)

verkalýðsdagurinn

mæðradagurinn

ww

w.sorpa.is

annar í hvítasunnu (24)

Page 18: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

fáðu þér sæti! smáLíkön af stóLum eftir nemendur í fjöLbrautaskóLanum í garðabæ

Page 19: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

JúníSunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Ágóði af sölu nytjahluta í Góða hirðinum rennur til góðgerðarmála.

1 2 3 4 5

6 7 8 9 10 11 12

13 14 15 16 17 18 19

20 21 22 23 24 25 26

27 28 29 30

sjómannadagurinn

lýðveldisdagurinn

sumarsólstöður jónsmessa

ww

w.sorpa.is

Page 20: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

LítiLL fugL Lyftir stórumí þetta leikfang þarf hólk, band og tvo misstóra bolta (eða aðra misstóra, heppilega hluti). svo er gaman að leika sér með pappír eða efni til að skreyta, t.d. gamlan gjafapappír eða dagblöð.Bandið er sett í gegnum hólkinn og síðan fest við báða boltana. Leikfangið virkar þannig að ef haldið er utan um hólkinn og litla fuglinum sveiflað í hringi þá hífir hann smám saman stóra fuglinn upp. Lítil þúfa veltir þungu hlassi...

Í efnisveitunni á GarðatorGi léku börnin Í sjálandsskóla sér að huGmyndum um þynGdaraflið oG notuðu til þess marGskonar efnivið

Page 21: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

JúlíSunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Raftæki eru flokkuð í sex mismunandi flokka eftir efnistegundum.

1 2 3

4 5 6 7 8 9 10

11 12 13 14 15 16 17

18 19 20 21 22 23 24

25 26 27 28 29 30 31 ww

w.sorpa.is

Electronics

TV´s and monitors Large electronics Light bulbsComputers

Page 22: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

flataskóli vann að vöruþróun í samvinnu við ráðuneytið hönnunarstofu

Hanski

fyrir

þrif

Áhald til að þr

ífa með

Vagn fyrir ferðatöskur

Spil

Page 23: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

ÁgústSunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Málmur er verðmætt hráefni sem hægt er að endurvinna aftur og aftur! Sjá flokkunartöflu framarlega í almanakinu.

1 2 3 4 5 6 7

8 9 10 11 12 13 14

15 16 17 18 19 20 21

22 23 24 25 26 27 28

29 30 31

frídagur verslunarmanna

ww

w.sorpa.is

Page 24: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

Hljóðfærin gerðu börn úr Hofsstaðaskóla

Ramm-tamm-tamm-tamm hljóðageRðtil að gera þetta leikfang þarf eitt af eftirtöldu; lok af gosflösku, niðursuðudós eða lok af glerkrukku. einnig þarf tölu, 30 sm langt band og gúmmíteygju.Klippið gúmmíteygjuna og þræðið í gegnum annað gatið á tölunni.Bindið teygjuna utan um lokið þannig að talan snúi að efri hlið loksins.Bindið bandið við töluna og gerið hnúta á það með um 5 sm millibili.Prófið nú að halda á lokinu og renna fingrunum eftir bandinu - þá verður til skrítið hljóð!

Page 25: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

SeptemberSunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Skilagjaldsskyldar umbúðir nýtast í vegagerð, fataframleiðslu og gerð nýrra álumbúða.

1 2 3 4

5 6 7 8 9 10 11

12 13 14 15 16 17 18

19 20 21 22 23 24 25

26 27 28 29 30

haustjafndægur

ww

w.sorpa.is

Page 26: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

Dúkkur úr svampi gerðu börn á leikskólanum Hæðarbóli

Page 27: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

OktóberSunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Skilum spilliefnum til eyðingar og verndum þannig umhverfið. Sjá flokkunartöflu framarlega í almanakinu.

1 2

3 4 5 6 7 8 9

10 11 12 13 14 15 16

17 18 19 20 21 22 23

24/31 25 26 27 28 29 30

fyrsti vetrardagur

ww

w.sorpa.is

Page 28: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

búningur úr endurvinnsLuefni svartur ruslapoki, efnisbútar og lagnarör

búninginn gerðu nemendur úr garðaskóLa fyrir stíL 2009

Page 29: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

NóvemberSunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Föt og klæði nýtast til hjálparstarfs innanlands og erlendis á vegum Rauða kross Íslands.

1 2 3 4 5 6

7 8 9 10 11 12 13

14 15 16 17 18 19 20

21 22 23 24 25 26 27

28 29 30

feðradagurinn dagur íslenskrar tungu

aðventa

ww

w.sorpa.is

Page 30: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

Leikfangið gerðu nemendur í SjáLandSSkóLa

En Óvænt ánægja!Rúllið pappír í tvær rúllur þannig að önnur komist fyrir inni í hinni.

Sú sem er víðari á að vera helmingi styttri en hin.

Klippið t.d. gjafapappír eða annan þunnan pappír í fer hyrning. Lengdin á að vera sex sinnum breiddin. Brjótið pappírinn saman eins og sýnt er á myndinni. Það er tilvalið að nota gamlan jólapappír í þetta leikfang.

Límið spotta í bæði ystu brotin á renningnum.

Límið renninginn inn í þynnri rúlluna.

Setjið þynnri rúlluna inn í þá víðari og límið spottann á hliðar stærri rúllunnar. Þegar þynnri rúllunni er ýtt upp í gegnum þá víðari á pappírsrenningurinn að opnast eins og sést á myndinni.

Setjið fallegan pappír yfir ytri rúlluna til að

hylja tvinn ann.

Page 31: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

DesemberSunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Kertaafgangar nýtast til framleiðslu á nýjum kertum.

1 2 3 4

5 6 7 8 9 10 11

12 13 14 15 16 17 18

19 20 21 22 23 24 25

26 27 28 29 30 31

vetrarsólstöður

fullveldisdagurinn

aðfangadagur jóladagurþorlÁksmessa

annar í jólum gamlÁrsdagur

ww

w.sorpa.is

Page 32: Sköpun úr verðlausum efnum Einfalt og umhverfisvænt¡prentaður í sterkum litum. Framleiðsla úr endurunnum bylgjupappa er m.a. nýir pappakassar og einangrunarplötur. Timbur

© Útgefandi: SORPA bs. www.sorpa.is [email protected] | Hönnun og ritstjórn: Gyða S. Björnsdóttir, Sögumiðlun ehf. | Ljósmyndir af verkum: Binni | Prentun: Litróf | Almanakið er prentað með jurtalitum á umhverfismerktan pappír

Leikföng úr verðlausu efniMyndskreytingar alm anaksins að þessu sinni eru leikföng sem urðu til í vinnusmiðju á Garða-torgi og í ýmsum skólum í Garðabæ haustið 2009. Að auki eru uppskriftir að skemmti legum leikföngum úr „verðlausu“ efni en þannig getur fólk stundað sína eigin endurvinnslu heima fyrir og auðgað leik barna sinna með einföldum hætti. Á fremstu síðum almanaksins eru svo ýmsar gagnlegar og fróðlegar upp lýsingar um flokkun úrgangs í grenndar gáma og á endur-vinnslustöðvar SORPU. Þar er t.d. fjallað um þær afurðir sem eru búnar til úr endur unnum úrgangi en vönduð flokkun er forsenda þess að hægt sé að nýta úrgang í nýjar vörur.

FlugFiskur

Efniviður í flugfiskinn getur t.d. verið almanak

sOrPu 2009 eða aðrir gamlir bæklingar.

klippið pappírinn þannig

að hann sé 1,5 sm á breidd og 12 sm

á lengd. klippið síðan rauf á báða enda pappírs­

lengjunnar eins og sýnt er á teikningunni hér að neðan.

Prófið að kasta fiskinum hátt í loft upp og sjáið hvað hann snýst fallega

á leiðinni niður.

Ef þið eruð nokkur saman er hægt að fara í keppni. Þá klifra allir upp á stól og svo reynir hver og einn

að henda sínum fiski eins hátt og hann mögulega getur.

sá vinnur sem á fiskinn

sem kemur síðastur niður.