20
Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla 2008 Þorbjörn Haraldsson Slökkviliðsstjóri

Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar

Ársskýrsla 2008

Þorbjörn Haraldsson Slökkviliðsstjóri

Page 2: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

2

Ársskýrsla 2008

1 Inngangur ................................................................................................................................ 3 2 Starfsfólk. ................................................................................................................................ 4 3 Verkefni liðsheildar................................................................................................................. 5

3.1 Janúar ............................................................................................................................... 5 3.2 Febrúar ............................................................................................................................. 5 3.3 Mars.................................................................................................................................. 6 3.4 Apríl ................................................................................................................................. 6 3.5 Maí ................................................................................................................................... 7 3.6 Júní ................................................................................................................................... 7 3.7 Júlí .................................................................................................................................... 8 3.8 Ágúst ................................................................................................................................ 8 3.9 September......................................................................................................................... 9 3.10 Október........................................................................................................................... 9 3.11 Nóvember ..................................................................................................................... 10 3.12 Desember...................................................................................................................... 10

4 Útköll varðliðs....................................................................................................................... 11 4.1 Slökkvilið ....................................................................................................................... 11 4.2 Sjúkraflutningar.............................................................................................................. 12 4.3 Sjúkraflug. ...................................................................................................................... 13

5 Heildarútköll.......................................................................................................................... 15 6 Forvarnardeild SA................................................................................................................. 16

6.1 Skoðanir heimsóknir ...................................................................................................... 16 6.2 Erindi / fræðsla ............................................................................................................... 17 6.3 Skoðanir / árangur .......................................................................................................... 18

7 Störf slökkviliðsmann á flugvelli .......................................................................................... 19 7.1 Almennt .......................................................................................................................... 19 7.2 Útköll innan/ utan flugvallar ......................................................................................... 19

8 Lokaorð. ................................................................................................................................ 20

Page 3: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

3

1 Inngangur

Unnið hefur verið markvisst að því að viðhalda og auka menntun liðsins. Þar má nefna endurmenntun tengt sjúkraflutningum og einnig ný námskeið “Fjallabjörgun og slöngubáta”. Stefnt var að atvinnuslökkviliðsmannanámskeiði á haustdögum en nú er ljóst að það verður ekki fyrr en í febrúar 2009. En ákveðið var að fara með námið í fjarkennslu sem styður við þá ósk okkar á landsbyggðinni að lámarka fjarveru manna frá fjölskyldum sínum á námstíma. Endurnýjaðar voru tvær sjúkrabifreiðar hjá liðinu. Um er að ræða tvær nýjar Benz sprinter bifeiðar, sem innréttaðar hafa verið með hliðsjón af öryggi sjúkraflutningamanna og sjúklinga. Um þessar mundir er verið að smíða færanlegan gám undir eiturefnabúnað liðsins. Með tilkomu hans mun stórbatna umbúnaður og flutningsmöguleiki á núverandi eiturefnabúnaði liðsins. Nýr starfsmaður kom inn í stöðu hjá liðinu og er hann með starfstöð í Hlíðarfjalli á veturna og á slökkvistöðinni á sumrin. Með þessu fyrirkomulagi er mögulegt að auka öryggis og þjónustustig í Hlíðarfjalli. Einnig verða mun tryggari samskipti á milli aðila er óhöpp verða. SA nýtur svo góðs af liðstyrknum á sumrin og í stærri útköllum liðsins. Mikil vinna hefur farið fram á forvarnarsviði liðsins. Þar er fyrirferðamest skoðanir á lögbýlum á svæðinu og síðan tókst vel til í leiksskólaverkefninu Logi og Glóð sem lauk með veglegri útskriftarveislu hér á stöðinni á vordögum. Áfram var haldið með verkefnið á haustdögum með nýjum árgangi og er mikil ánægja með verkefni. Farið var einnig í grunnskólana með árlega fræðslu LSS ásamt því að halda fyrirlestur fyrir elstu bekkinga um fræðsluefnið “ekkert fikt”. Framkvæmdir við lengingu flugbrautar á Akureyrarvelli voru í hámarki á árinu. Á þessum tíma var nauðsynlegt að gott og virkt samstarf væri milli framkvæmdaraðila og Slökkviliðs Akureyrar vegna umferðar um völlinn, og fór það vel fram. Það er ljóst að eitthvað verður minna umleikis hjá liðinu á næsta ári þar sem að niðursveifla efnahagslífs þjóðarinnar skall á. Mun það helst bitna á námskeiðshaldi utan vakta og yfirvinnu. Ekki verður unnt að fara út í tækja og búnaðarkaup að svo stöddu en liðið stendur ágætlega um þessar mundir með búnað og tæki. Þorbjörn Haraldsson Slökkviliðsstjóri.

Page 4: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

4

2 Starfsfólk. Innan liðsins starfar fjölbreyttur og góður starfsmannahópur sem býr yfir víðtækri þekkingu. 38 starfsmenn komu að störfum liðsins á síðasta ári en einn þeirra lauk störfum á árinu þar sem að hann varð sjötugur. Einn starfsmaður fékk ársleyfi og starfar nú hjá SHS. Það er hverjum atvinnurekanda nauðsynlegt að eiga öflugt starfslið og góða liðsheild líkt og slökkvilið Akureyrar hefur yfir að ráða.

Starfsmenn slökkviliðs Akureyrar 2008

Page 5: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

5

3 Verkefni liðsheildar.

3.1 Janúar Endurmenntun EMT-I hófst í mánuðinum þar sem farið var með alla EMT-I menntaða í gegnum upprifjun. Á námskeiðið komu einnig sjúkraflutningamenn frá Hólmavík, Blönduósi, Húsavík, og Þórshöfn. Tvö Grænlandsflug voru meðal þeirra sjúkrafluga sem farin voru í mánuðinum. Unnið var að dæluverkefni með Olíudreifingu í Krossanesi. Farið yfir eiturefnabúnað liðsins tjöld og annan tengdan búnað. Haldið var námskeið um sjúkraflug og farið yfir búnað því tengdu.

3.2 Febrúar

Að vanda var tekið á móti Öskudagsliðum bæjarins. Um er að ræða afar skemmtilegan dag enda leggja börnin mikið upp úr deginum. Körfubíll fengin með mannskap til að höggva niður klakastykki sem hékk fram af húsi við Skipagötu. Upp kom eldur í verksmiðjunni í Krossanesi enda verið rífa þar niður verksmiðjuna með logskurðartækjum. Óneitanlega rifjaðist upp stór bruni sem varð í verksmiðjunni 1989. Talsverðar annir voru í sjúkraflugi sem kallaði á endurforgangsröðun sjúkrafluga eftir atvikum og voru farin 6 sjúkraflug á einum sólarhring þegar mest lét. Tekið var á móti vinninghöfum í eldvarnargetraun Landsambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. En þau Héðinn Ingimundarson og Sigrún Brynjólfsdóttir voru vinningshafar á þessu svæði. Nemar á neyðarflutninganámskeiði í þjálfun í Reykjavík.

Héðinn Ingimundarson og Sigrún Brynjólfsdóttir með vakthafandi varðliði.

Page 6: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

6

3.3 Mars Tekið á móti starfsmönnum VÍS sem komu hér í tilefni fjölskyldudags hjá þeim. Tveir starfsmenn hófu nám í sjúkraflutningaskólanum, ásamt því að einn fór á námskeið hjá Brunamálastofnun “Þjálfunarstjóri í yfirtendrun”. SA átti einnig tvo nemendur og einn kennara á námskeiði ILS (Immediate Life Support). Þrír starfsmenn luku einnig þjálfun sem Neyðarflutningsmenn. Lokið var við heimsóknir í leikskólana í tengslum við forvarnarverkefnið “Logi og Glóð”, verkefnið hefur tekist afar vel og miðað er að því að bjóða þátttakendum hingað í maí.

Logi og Glóð í góðum félagsskap.

3.4 Apríl Námskeið í meðferð slöngubáta og fjallabjörgun fór af stað. Átta starfsmenn liðsins voru á sérhæfðu fjallabjörgunarnámskeiði ásamt sérsveitarmönnum frá Ríkislögreglustjóra. Fjórir liðsmenn voru á slöngubátanámskeiði, en leiðbeinandi frá björgunarskóla Landsbjargar hélt utan um það fyrir liðið. Leiðbeinendur liðsins fóru um landsbyggðar flugvelli og fræddu flugvallarverði um slökkvistörf í flugvélum. Í Vestmannaeyjum fór sú fræðsla fram og síðan var haldin flugslysaæfing sömu helgi. Æfingin tókst heilt yfir afar vel enda eyjamenn að verða nokkuð æfðir í þessu viðbragði. Erfiðlega hefur gengið að fá byrgja til að sinna einkennisfatakaupum liðsins svo vel sé. En nú var gengið í samstarf við heimamennina í herrafataverslunina JMJ með kaup á fatnaði og hafa þeir staðið sig með stakri prýði.

Page 7: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

7

Gunnar Agnar leiðbeinandi með áhugasama nemendur á fjallabjörgunarnámskeiði.

3.5 Maí Tíu manna hópur frá SA fór á ráðstefnuna EMS today 2008 sem fram fór í Baltimore í Bandaríkjunum. Haldin var veglegur útskriftardagur elstu barnanna á leikskólunum hér á stöðinni í tilefni verkefnisins “Logi og Glóð”. Fleiri útskriftir voru en alls luku 9 liðsmenn námskeiðum við sjúkraflutningaskólann og útskrifuðust þaðan, 5 í grunnnámi EMT-B og 4 neyðarflutningsnámskeiði EMT-I. Auglýst var eftir slökkviliðs- og sjúkraflutningamanni. Nemendur komu úr grunnskólum í starfskynningu.

Útskriftarhópur Sjúkraflutningaskólans.

3.6 Júní Mikið tjón varð er upp kom eldur í Myndlistarskólanum á Akureyri en þrátt fyrir það telst þó mildi að ekki fór enn verr. Gríðarlegt tjón varð í brunanum. Vakthafandi liðsmenn komu einnig til aðstoðar með dælingu er togarinn Margrét var að sökkva við bryggju.Vaktir fara í brunahanaprófanir víðs vegar um bæinn. Fengin var leiðbeinandi frá sjúkraböruframleiðandanum Pensi. Kom þessi finnski kollegi okkar og fór yfir öll grundvallaratriði í meðferð þessa búnaðar og kosti og galla. Liðið mun síðan nota þessa körfu til reynslu í um 4 mánuði.

Page 8: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

8

3.7 Júlí Tekin var í notkun ný sjúkrabifreið af Bens sprinter gerð.Um er að ræða bifreið númer 2 af þessari gerð, um er að ræða afar vel útbúna bíla í eigu Rauða kross Íslands. Mikill erill var í sjúkraflugi þennan mánuðinn og urðu þau 62 talsins. Klórleki kom upp í sundlauginni á Hrafnagili og voru efnakafarar sendir á vettvang og viðbúnaður til að aðstoða við hreinsun. Eldur kom upp í bifreið í akstri á Hlíðarbraut en engan sakaði talsvert tjón á bifreið. Þá kom upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið.

3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu þau 55 talsins í ágústmánuði. Upp kom eldur í Hofsárkoti Svarfaðardal og var sendur tankbíll til aðstoðar slökkviliði Dalvíkur við verkefnið. Ráðhústorgið varð fagurgrænt fyrir verslunarmannahelgi og aðstoðaði slökkviliðið við vökvun á svæðinu. Helgarskemmtun gesta var til algerar fyrirmyndar. Fjórir sjúkrabílar og dælubíll voru kallaðir til þegar upp kom bílslys í Öxnadal, ræsa varð inn auka mannskap til að manna slökkvistöð á flugvelli. Þrek og styrktarpróf hófust á stöðinni.

Stjórinn vökvar

Page 9: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

9

3.9 September Upp kom alvarlegt reiðhjólaslys ofan við Kjarnaskóg, sendur var ýmis sér búnaður á staðinn til að eiga alla möguleika á flutningi hins slasaða niður að sjúkrabifreið. Slökkviliðsmenn tóku þátt í skíðastaðaspretti sem var til styrktar Gísla Sverrissyni en hann glímir við lömun eftir ofangreint reiðhjólaslys. Útkall barst liðinu er flugslys varð á flugvellinum á Melgerðismelum. Um var að ræða litla vél með tvo menn sem sluppu með minni háttar meiðsli. Slökkviliðið var narrað að gamla barnaskólanum á Akureyri (Rósenborg). Mikill viðbúnaður var settur í gang þar sem hringt var úr síma hússins og tilkynnt um að rýming væri í gangi. Innhringjandi fannst eftir rannsókn lögreglu og hans mál í farvegi.

3.10 Október Læknadagur var haldinn á Akureyri í byrjun mánaðar með aðkomu SA að verklegum verkþáttum. Slökkviliðið var kallað út vegna mikils reyks sem lagði frá býli austan Akureyrar í Vaðlaheiði. Á meðan slökkvilið var á leið á staðinn var haft samban við ábúandann og upplýsti hann þá að verið væri að brenna rusli. Algerlega er óheimilt að farga rusli á þennan máta nema með leyfi sýslumanns, heilbrigðiseftirlits og slökkviliðs. Sjúkraflugs ferðum fækkaði á milli mánaða og var eitt að flugum mánaðarins til Kaupmannahafnar með sjúkling. Boðið var upp á námskeið í sálrænni skyndihjálp sem haldið var á vegum rauða krossins. Nýliðar frá björgunarsveitinni Súlum komu í heimsókn og kynntu sér búnað liðsins. Verkleg kennsla á EMT-Basic námskeiði sjúkraflutningaskólans var einnig í gangi á stöðinni í þessum mánuði. Ársfundur félags slökkviliðsstjóra var haldinn á Dalvík þetta árið, slökkvilið Akureyrar aðstoðaði granna sína á Dalvík við fundinn.

Page 10: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

10

3.11 Nóvember Farið var yfir allar tetrastöðvar liðsins og þær forritaðar upp á nýtt. Vítisvika var keyrð á þann mannskap sem yngstur er í starfsaldri og tókst hún afar vel. Í Vítisviku er farið yfir verkþætti bóklega og verklega og síðan keyrt á lokadegi á útköllum í rauntíma. Áfram var haldið með sérnámskeið í verkþáttum liðsins (vatnsöflun). Neyðarakstursnámskeið á vegum eins starfsmanns liðsins sem er menntaður ökukennari var haldið fyrir liðið.

3.12 Desember Séræfing í spottum, sig og björgun með fjallabúnaði var haldin fyrir vaktir liðsins. Æfð voru vinnubrögð í klippuvinnu með EMT-B nemum. Æfingar og fræðsla með eiturefnabúnað liðsins fór fram fyrir vaktir liðsins. Félag slökkviliðsmanna á Akureyri hóf árleg sölu á eldvarnarbúnaði á glerártorgi. Jól og áramót voru afar róleg og friðsæl enda unnið mikið í forvarnarfræðslu í mánuðinum. Brunavarnaráætlun slökkvilið Akureyrar var samþykkt í bæjarstjórn í mánuðinum. Áætlunin er til 5 ára en verður uppfærð á hverju ári út frá aðstæðum. Í tengslum við hana var skrifað undir samstarfssamning við bjögunarsveitina Dalbjörgu í Eyjafjarðarsveit. Samkomulagið byggir á því að Bj. Dalbjörg mun vera SA til aðstoðar í útköllum á Eyjafjarðarsvæðinu.

Helgi Schiöth og Þorbjörn Haraldsson handsala samninginn.

Page 11: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

11

4 Útköll varðliðs

4.1 Slökkvilið Leitað var aðstoðar dælubíla slökkviliðsins í 124 skipti á árinu 2008

Fjöldi útkalla dælubílar

15

9

4

9

7

1314

12 12

9 9

11

0

2

4

6

8

10

12

14

16

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Fjöldi útkalla

Flest útköll voru í janúar og er það í samræmi við árið í fyrra. Síðan fjölgar útköllum á dælubíla liðsins yfir sumartímann. Heldur fækkar heildarútköllum á dælubíla á milli ára, aukið hefur verið við forvarnarfræðslu á vegum liðsins sem væntanlega er að skila sér í tíðni útkalla.

Skipting útkalla miðað við forgang

37

29

43

15

05

101520253035404550

F1 F2 F3 F4

dælubílar

Dreifing útkalla dælubíla miðað við forgang tilfellis. Rúm 50 % útkalla eru forgangur 1 og 2.

Page 12: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

12

útköll eftir tíma sólarhrings

15

6 5

1820

28

1517

0

5

10

15

20

25

30

00-03 03 06 06 09 09 12 12 15 15-18 18-21 21-00

Hér má sjá dreifingu útkalla miðað við tíma sólarhrings. Um 53 % útkalla er á bilinu 9-18 á daginn. 38% á tímabilinu 18-03 og 9% á tímabilinu 03-09 .

4.2 Sjúkraflutningar Slökkvilið Akureyrar var kallað út á sjúkrabílum í 1645 sinnum á árinu 2008. Sjúklingar voru fluttur í 1433 skipti. Í 213 skipti var um aðstoð að ræða eða afturköllun.Af þessum 1433 voru 167 flutningar út fyrir heilsuverndarsvæði SA.

Fjöldi sjúkraflutninga

145132 133

144 148

125

179161

106

130112

130

10

3050

70

90110

130

150170

janúar

febrúar

mars april maí jún

íjúl

íág

úst

septe

mber

októbe

r

nóve

mber

dese

mber

Page 13: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

13

Fjöldi flutninga miðað við forgang.

254 244

439

708

0

100

200

300

400

500

600

700

F-1 F-2 F-3 F-4

Flestir flutningar eru forgangur F3 og F4 þar sem um er að ræða væg sjúkdómstilfelli og vægari slys, ásamt almennum flutningi. En 30% flutninga eru forgangsflutningar F1 og F2 sem krefjast forgangsaksturs þar sem um er að ræða alvarleg slys eða veikindi. Forgangsflutningar eru í svipuðu hlutfalli á milli ára.

4.3 Sjúkraflug. Slökkvilið Akureyrar fór í 494 sjúkraflug á árinu 2008.

Sjúkraflug

37

46

33 34

4550

6255

43

28 2833

0

10

20

30

40

50

60

70

janúar

febrúar

mars april maí jún

íjúl

íág

úst

septe

mber

októbe

r

nóve

mber

dese

mber

Page 14: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

14

Sjúkraflug samanburður 2007 og 2008

38

2534 37

33

4752

74

37 41 413637

46

33 34

4550

6255

43

28 2833

010

2030

4050

6070

80

janúar

febrúar

mars april maí jún

íjúl

íág

úst

septe

mber

októbe

r

nóve

mber

dese

mber

20072008

11% Aukning varð í sjúkraflugi fyrstu 6 mánuði ársins miðað við sama tíma árið 2007. heldur dró úr er líða tók á árið og endaði árið nánast í sama fjölda og árið 2007.

Skipting sjúkraflugs miðað við forgang

107 112 119

156

0

20

40

60

80

100

120

140

160

180

F-1 F-2 F-3 F-4

Heildarskipting á sjúkraflugi miðað við forgang er að um 44% eru F-1 og F2 forgangur og 56% F-3 og F4 forgangur. Skilgreining á forgangi í sjúkraflugi F-1 Útkallstími eins stuttur og hægt er útkall tekið fram fyrir önnur útköll F-2 Útkallstími inna við 35 mínútur F-3 Útkallstími 35 mínútur til 6 klst. framkvæmt strax ef annað flug er ekki í gangi. F-4 Eftir samkomulagi.

Page 15: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

15

Sjúkraflug

77109 105

179 166 188

271300 314

452493 494

0

100

200

300

400

500

600

1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008

Slökkvilið Akureyrar hefur séð um sjúkraflug í 11 ár og hefur fjöldi þeirra nánast tvöfaldast á undanförnum 5 árum.

5 Heildarútköll Slökkvilið Akureyrar var kallað út samtals 2263 sinnum á árinu 2008 er það fjölgun um 119 útköll á milli ára.

Heildarútköll Slökkviliðs Akureyrar 2008

15 9 4 9 7 13 14 12 12 9 9 11

37 4633 34

45 5062 55

4328 28 33

145132 133

144 148125

179161

106130

112130

020406080

100120140160180200

janúar

febrúar

mars april

maí júní

júlí

ágús

t

septe

mber

októbe

r

nóve

mber

dese

mber

DælubílarSjúkraflugSjúkrabílar.

Page 16: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

16

6 Forvarnardeild SA

6.1 Skoðanir heimsóknir Gerðar hafa verið skýrslur vegna 70 skoðana og aðrar skoðanir/heimsóknir sem gerðar hafa verið eru um 40 sem hafa leitt til ábendingar eða ráðgjafar. Á árin var farið í skoðanir á sveitarbæi og gerðar voru 27 skýrslur vegna þess. Síðan hefur verið nokkuð um endurskoðanir eða nánari útskýringar á athugasemdum sem gerðar voru við skýrslugerð. Farið var í um 30 skoðanir með byggingafulltrúa Akureyrar vegna stöðu/lokaúttektar á árinu. Í framhaldi var farið í nokkrar endurskoðanir vegna þessara úttekta. Farið var í 25 skoðanir vegna umsagnar um dagvistarleyfi. Þetta eru bæði skoðanir hjá þeim sem eru að endurnýja leyfi og eins hjá þeim sem eru að fá ný leyfi. Farið var í samstarf við lögreglu vegna skoðunar á veitinga- og skemmtistöðum. Farið hefur verið a.m.k. einu sinni í mánuði í þessar skoðanir frá september og verður áframhald á því. Í þessum ferðum fer alltaf einn lögreglumaður með. Allar athugasemdir sem gerðar eru bókast því einnig hjá lögreglunni.

Bærinn Klauf í Eyjafjarðarsveit

Page 17: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

17

6.2 Erindi / fræðsla Erindi vegna teikninga frá byggingafulltrúa Eyjafjarðar voru rétt um 70 sem afgreidd voru á þessu ári en það er fækkun milli ára. Það kom einnig fram á fundi með byggingarnefndinni í desember að samdráttur var á erindum til afgreiðslu hjá þeim. Farið var í um 10 skoðanir vegna stöðu/lokaúttektar á starfssvæði byggingarnefndar Eyjafjarðar. Haldið var áfram að sækja teikningar og gögn vegna skoðunar á sveitarbæjum á starfssvæðinu. Mikið hefur verið um fræðslu og kynningar fyrir fyrirtæki og stofnanir á árinu. Alls eru þetta um 55 heimsóknir eða kennsla. Verklega kennslu sóttu um 250 manns í tengslum við þessar heimsóknir og fræðslu. Haldið var áfram með leikskólaverkefnið Logi og Glóð sem Eignarhaldsfélag Brunabótarfélags Íslands er að styrkja. Skólahópnum sem útskrifaðist úr leikskólum á síðasta ári var boðið í heimsókn á slökkvistöðina 16. maí. Þetta taldi um 300 börn sem kom á sama tíma. Sett var upp þrautarbraut fyrir þau og síðan fengu allir grillaðar pylsur og svala. Var gaman að sjá hvað heimsókn sem þessi þ.e. að taka á móti 300 börn hingað í einu tókst vel. Eins og undanfarin ár var farið í alla 3. bekki í grunnskólum og þau frædd um hættur sem skapast geta við fikt með eld. Einnig er þeim kennd viðbrögð ef eldur eða óhöpp verða. Síðan voru allir 7. og 8. bekkir heimsóttir í samvinnu við lögreglu. Þar var farið yfir lög og reglur sem gilda um skotelda. Einnig var fari yfir hvaða afleiðingar slys geta haft þegar að verið er að fikta með flugelda. Myndband um afleiðingar flugeldaslysa var síðan sýnt og vakti það athygli þær staðreyndir sem þar komu fram.

16. maí 2008. Heimsókn leikskóla vegna Loga og Glóð.

Page 18: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

18

6.3 Skoðanir / árangur

Árangur skoðunar er oft erfitt að meta. Gaman er því að skoða hvernig tekist hefur til hjá Fasteignafélagi Akureyrarbæjar með lagfæringar á leikskólum. Þegar bornar eru saman skoðanir frá árin 2004 til 2008 sést að töluverður árangur hefur náðst í lagfæringum.

Samanburður á leikskólaskoðunum Akureyri 2004 / 2008

0,0%

5,0%

10,0%

15,0%

20,0%

25,0%

30,0%

35,0%

40,0%

45,0%

50,0%

20042008

2004 7,7% 23,1% 46,2% 23,1%

2008 7,7% 46,2% 46,2% 7,7% 0,0%

Ágætt Gott Sæmilegt Slæmt Óviðunandi

Árið 2008 lenti einn leikskóli í flokknum slæmt en sá skóli mun færast upp í gott ástand á árinu 2009. Það er ljóst að Fasteignir Akureyrarbæjar hafa bætt verulega úr þeim þáttum sem aðfinnslur voru gerðar við árið 2004. Það er því afar mikilvægt að skoða reglulega, meta stöðu mála og fylgja aðfinnslum eftir. Forvarnardeild SA hefur aukið verulega við eftirlit á árinu 2008. Stefnan er að hafa virkt eftirlit sem skilar sér í öruggari byggingum með skoðunarskyldu.

Page 19: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

19

7 Störf SA á flugvelli

7.1 Almennt Störf slökkviliðsmanna á flugvelli eru fjölþætt. Meginhlutvert þeirra er að sinna viðbragði gagnvart slysum og óhöppum við flugtök og lendingar. Í raun má þó segja að þeir sinni öllu viðbragði gagnvart hverskonar slysum og óhöppum á flugvallarsvæðinu og í næsta nágrenni þess. Þar má telja, auk flugtilvika, mengunarslys, vatnsdæling auk hvers konar neyðaraðstoðar, t.d. vegna veikinda eða slysa. Að öllu jöfnu er sjúkrabíll staðsettur á flugvelli þegar tveir menn eru á vakt og nýtist bíllinn og búnaður hans sem viðbragð gagnvart slysum á svæðinu. Auk viðbragðs, þá sinna slökkviliðsmenn á flugvelli fjölbreyttum verkefnum í formi viðhalds og eftirlits. Auk daglegrar yfirferðar á tækjum og búnaði er vikulega farið ítarlega yfir allan búnað og virkni hans prófuð.

Slökkviliðið sinnir einnig fjölþættu eftirliti á flugvellinum sjálfum þar sem m.a. er fylgst með öryggismálum og einnig því sem lýtur að flugvernd. Fylgst er með ástandi brauta og öryggisvæða, fugl er fældur frá svæðinu, fylgst er með ástandi brautarljósa og girðinga og því hvort hlið séu örugglega lokuð. Slökkviliðsmenn stjórn á umferð inn og út af flugvallarsvæði og var mikið annríki á því sviði á árinu þar sem miklar framkvæmdir stóðu yfir varðandi lengingu flugbrautar. Yfir sumartímann eru brautarskoðanir að meðaltali um 6-8 á sólarhring en yfir vetrartímann fjölgar þeim mjög og geta hæglega orðið 8-16 á sólarhring en það fer þó eftir veðri og ástandi brauta en slökkviliðsmenn sjá einnig um að mæla brautarskilyrði (bremsumælingar). Á hverju ári er því farið hátt í 3000 brautarskoðanir. Yfir vetrartímann senda slökkviliðsmenn skýrslur (snowtam) um ástand brauta til turns, þar sem m.a. eru mæld bremsuskilyrði á sérútbúnum bremsumælingabíl. Slökkviliðsmenn ræsa út starfsmenn Flugstoða til að hreinsa brautir fyrir flug á morgnana þegar þess þarf og á nóttunni ef þess er þörf t.d. vegna sjúkraflugs. Slökkviliðsmenn annast veðurgjöf fyrir flugvöllinn á klst. fresti á tímanum frá kl. 23-07 og öðrum tímum þegar turn óskar þess. Slökkviliðsmenn annast einnig lokun og eftirlit flugstöðvar eftir að flugi lýkur á kvöldin.

7.2 Útköll innan/ utan flugvallar 17 útköll voru innan vallar á árinu voru þar um að ræða útköll vegna glussaleka úr vél, viðbúnaður vegna flugvéla í vanda í lendingu, upphreinsun olíu / bensíns á flughlaði, veikindi farþega og fl. Samtals eru skráð 20 tilfelli þar sem slökkviliðsmenn af flugvelli eru kallaðir út vegna útkalla utan flugvallarins árið 2008. 16 útköll urðu meðan flugvöllur var opinn en 4 eftir lokun. Þegar flugvöllur var opinn fór aðeins annar maðurinn af stöð, yfirleitt á þjónustubíl eða sjúkrabíl.

Page 20: Slökkvilið Akureyrar 2008.pdf · upp eldur í þakskyggni einbýlishúss þar sem verið var að bræða þakpappa á húsið. 3.8 Ágúst Enn varð erill í sjúkraflugi og urðu

Slökkvilið Akureyrar Ársskýrsla. 2008

20

8 Lokaorð.

Aukning hefur orðið á heildarútköllum slökkviliðs Akureyrar á milli ára. Fjölgunin má rekja alla til aukningar á útköllum sjúkrabíla. Sjúkraflug stendur í stað á milli 2007 og 2008 og útköllum á dælubíla fækkar á milli þessara ára. Mikið er leitað til liðsins með allra handa verkefni. Slökkvilið Akureyrar leggur metnað sinn í að aðstoða alla þá er óska eftir aðstoð liðsins, svo framalega að tæki og þekking liðsins sé fyrir hendi. Starfsmenn hafa lagt metnað sinn í þá þjónustu er liðið veitir og viðhaldið þekkingu sinni. Á árinu kom nemandi sem leggur stund á meistaranám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Erindið var að fá að gera rannsókn á slökkviliði Akureyrar. Verkefnið ber heitið liðsheild meðal slökkviliðsmanna og kom skýrslan út nú í desember. Það verður að segjast að niðurstaða skýrslunnar er góð fyrir liðið og styður þá tilfinningu undirritaðs að hjá slökkviliði Akureyrar starfar öflug og sterk liðsheild. Slökkvilið Akureyrar leggur metnað sinn í að veita íbúum svæðisins þá bestu þjónustu sem völ er á hverju sinni. Liðsheildin mun ekki draga af sér við ef efla getu sína og þekkingu til að takast á við verkefni morgundagsins. Það er með von um áframhaldandi farsæld í störfum liðsins sem ég óska þess að Guð og gæfa fylgi slökkviliði Akureyrar. Þorbjörn Haraldsson Slökkviliðsstjóri