15
Háskóli Íslands 21.05.2008 Þórdís Ásta Thorlacius Íslömsk myndlist í arabaheiminum Íslömsk myndlist í arabaheiminum Íslömsk myndlist í arabaheiminum Íslömsk myndlist í arabaheiminum Frjálst nám í alm. Trúarbragðafræðum: Íslam í fortíð, nútíð og framtíð 01.75.13 Kennari: Magnús Þorkell Bernharðsson

Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

Háskóli Íslands 21.05.2008 Þórdís Ásta Thorlacius

Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í arabaheiminum

Frjálst nám í alm. Trúarbragðafræðum: Íslam í fortíð, nútíð og framtíð 01.75.13 Kennari: Magnús Þorkell Bernharðsson

Page 2: Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

2

Ég valdi mér sem ritgerðarefni Íslamska nútíma myndlist. Það spyrja kannski sumir:

,,hvað hefur þetta efni með námskeiðið að gera?” Jú það hefur nefnilega mikið með

námskeiðið að gera. Það muna allir eftir málinu sem kom upp í Danmörku þegar Danska

morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli

Danmerkur og múslima vegna þessa. Það er ákveðin myndlistarhefð í íslam, því það má

ekki einu sinni teikna né mála Allah eða Múhameð spámann, hvað þá skopmyndir í

múslimaríkjum. Það má ekki því þá er talið að viðkomandi sé að dýrka skurðgoð.

Mig langaði til að varpa ljósi á þá hefð sem skapast hefur í myndlist og listsköpun

hjá múslimum og reyna að útskýra af hverju þetta er svona viðkvæmt mál hjá þeim. Mig

langar líka til að sýna þá stórkostlegu list sem sýnd var í Listasafni Akureyrar 27. júní –

8. október árið 2002, og mun ég sérstaklega fjalla um þá sýningu, enda var hún

stórkostleg í alla staði og sýndi á mjög skemmtilegan hátt hvernig hvert og eitt land og

ríki getur og hefur skapað sína eigin þjóðlegu, jafnt sem nútímanlegu list.

Konur hafa með myndlistinni einnig barist fyrir bættum kjörum kvenna og langar

mig til þess að sýna fram á baráttuna sem þær koma fram með í verkum sínum, þær eru

þannig að deila á samfélagið.

Upphaflega var ég með ákveðna fordóma gagnvart múslimum þegar ég fór í fyrsta

tímann hjá Magnúsi Þorkeli Bernharðssyni, en með því að kynna mér aðeins hefðina,

trúartexta og myndlist múslima, þá fór ég aðeins að skilja samhengið. Það ættu allir að

tileinka sér það að kynna sér málin áður en fólk fer að vera með fordóma. Áður en ég

skrifaði ritgerðina datt mér ekki í hug að svona margir íslamskir listamenn væru til, og

hvað þá konur. Ég veit ekki af hverju ég hélt það, það er eins og maður haldi að Íslam sé

einhver annar heimur, að þeir séu utan menningar og listar, og séu jafnvell af annarri

plánetu. Það er ekki svo, því eins og sjá má á verkunum á listasýningunni sem

Listasafnið á Akureyri hélt, þá eru margar konur í myndlist, og það eru margskonar stílar

á listaverkunum sem hver og einn skírskotar til fornrar hefðar og fagurfræði. Ég ákvað

að taka fyrir þrenns konar form af myndlistinni svo við náum að skilja betur hvað þeir eru

að fara. Þetta eykur víðsýn okkar og skilning, því þetta hefur í gegnum tíðina skipt miklu

máli í heimi múslima.

Ég vona að þið hafið gagn og fyrst og fremst gaman af því að lesa þessa ritgerð,

því ég hafði svo sannarlega gaman af því að skrifa hana.

Page 3: Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

3

Efnisyfirlit:

Upphafsorð.......................................................................................2

Hvað er íslömsk myndlist – mismunandi form................................4

Muhsin Fadle frá Egyptalandi..........................................................9

Mounira Nusseibeh.........................................................................11

Nawal Abdullah..............................................................................13

Heimildaskrá...................................................................................15

Page 4: Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

4

Hvað er íslömsk myndlist – mismunandi form.

Ég fór að hafa áhuga á íslamskri myndlist þegar ég var í framhaldsskóla árið 2002, en þá

stóð yfir myndlistarsýning í Listasafni Akureyrar sem bar heitið Milli goðsagnar og

veruleika. Þessi sýning var einstök því hún tók á sig mynd múslimasamfélags þar sem

bænir voru spilaðar af hljóðsnældu fimm sinnum á dag líkt og gert er í múslimaríkjum.

Það var mjög spes að hlusta á þetta og ég fylltis löngun til að kanna málið nánar. Ég varð

ekki fyrir vonbrigðum því við mér blasti ótrúlega falleg myndlist sem bar mismunandi

keim af bakgrunni hvers listamanns. Á sýningunni voru verk eftir 46 myndlistarmenn frá

sextán löndum en sá elsti er fæddur 1901, en yngsti listamaðurinn 1972. Tegundir

listaverkanna eru margskonar, meðal annars málverk, ætimyndir, höggmyndir o.fl.

Eins og flestir kannski vita þá eru mörg boð og bönn þegar kemur að íslamskri

myndlist. Menn mega ekki bara teikna og mála það sem þeir vilja, það er allt ritskoðað.

Það má t.d ekki mála myndir af dýrum, mönnum eða Alla, og ekki heldur af Múhameð

spámanni, því það þykir vera skurðgoðadýrkun og er ekki liðið.

Til að skilja myndlist frá arabaheiminum þarf að skoða söguna og fara aftur í

tímann. Tyrkir réðu á 16. öld yfir arabaríkjunum öllum, þ.e.a.s Alsír, Barein, Egyptaland,

Írak, Jórdanía, Kúveit, Líbanon, Líbýa, Marokkó, Óman, Palestína, Katar, Sádi-Arabía,

Súdan, Sýrland, Túnis, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen, og hann nær yfir

Miðausturlönd (eða svæðið við austanvert Miðjarðarhaf), Arabíuskaga og Norður-Afríku

en að frátöldu Marokkó, en þar gætir ekki tyrkneskra áhrifa í menningu og myndlist.

Hvert landsvæði er sérstakt, og við þurfum að taka bakgrunn og menningarlega hefð

hvers lands til að geta skilið slíka myndlist. Til að byrja með voru það Líbanon og

Egyptaland sem tileinkuðu sér vestræna myndlist og menningu, en það gerðist vegna

innrás herja Napóleons árið 1798. Þarna þá þegar komust þessi ríki undir vestræn yfirráð

en það var einnig í fyrsta skiptið frá krossferðunum sem vestrænt ríki réðst inn í

arabaland. Með þeim komu einnig menntamenn, listamenn, sagnfræðingar og

rithöfundar, og þessi ríki drukku í sig alla þá menningu sem þeir gátu með tilkomu þeirra.

Napóleon stofnaði síðan Akademíu í Austurlandafræðum og náðu því áhrifin frá

austurlöndum einnig til hinnar vestrænu menningar. Þannig virkaði þetta á báða bóga og

vakti þetta áhuga miðausturlandabúa á vestrænni menningu. Þetta skilaði sér þannig að

Page 5: Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

5

Evrópubúar fóru að hafa áhuga á vísindum og bókmenntaafrekum araba, og fóru í

framhaldinu að spá í því hvað framtíðin bæri í skauti sér í hernaðarlegu-, félagslegu-,

efnahagslegu- og pólitísku tilliti.

Við skulum nú snúa okkur að myndlistinni. Arabar byrjuðu ekki að mála á trönur

fyrr en mjög seint, miklu seinna en vesturlandabúar, og er því frekar nýlegt fyrirbæri í

myndlist araba. Hinn hefðbundni, skapandi þráður í íslamskri myndlist leystist upp á 19.

öld og með því urðu arabar móttækilegri og opnari fyrir vestrænum stíls- og listaráhrifum

vegna yfirburða í hernaði, efnahagi og pólitík. Vestræn nýlendustefnan tók svo að

breiðast út um miðja 19. öld og með bættum samgöngum áttu áhrifin frá vesturlöndum

greiðari leið inn í arabalöndin. List og mennig voru henni samfara í þróuninni.

Vestrænir listamenn fóru að setjast að og kynna vestræna myndlist, og með

stofnun Myndlistarskólans í Kaíro, sem stofnaður var af egypska prinsinum Yusuf Kamal

árið 1908 áttu þeir auðvelt með að koma sér og sinni list á framfæri. Fyrstu nemendurnir

þar voru því einskonar frumherjar í þeirri list sem nú tíðkast í arabaheiminum. Á sama

tíma í Sýrlandi og Írak var haldið í hefðbundnar hefðir frá Tyrkjaveldi sem sýndu sig í

myndlistinni þar. Málaralist í Súdan er þó frekar nýtt fyrirbæri, en landið varð ekki

sjálfstætt fyrr en 1951, eftir að Tyrkir og Egyptar stjórnuðu þar í áraraðir. Þó urðu miklar

framfarir nútímalistar í Súdan á árunum 1950 – 1960.

Eftir fyrri heimstyrjöldina voru Tyrkir ekki lengur með yfirhöndina í

arabaheiminum, heldur voru það nýlendukonungarnir Bretar og Frakkar sem tóku sér

bólfestu. Írak, Jórdan og Palestína voru undir stjórn Breta, og Egyptaland varð breskt

verndarríki en undir Frökkum voru það hins vegar Líbanon og Sýrland. Bretar voru ekki

mikið að hugsa um list og menningu heldur lögðu þeir aðallega áherslu á það að þjálfa

upp opinbera starfsmenn til vinnu. Frakkar aftur á móti eins og allir vita eru miklir

fagurkerar og viðhéldu listum og menningu innan sinna landa. Í bresku nýlendunum

mynduðust sjálfstæðir hópar þar sem palestínskir og jórdanskir áhugalistamenn létu ljós

sitt skína, og lærðu sjálfstætt að mála myndir og fleira.

Það var margt sem gerðist á fjórða áratug 20. aldar. Írösk stjórnvöld fóru að

hvetja myndlistarmenn til dáða, og samkvæmt skipun Faisals I konungs árið 1931 voru

gefnir styrkir til myndlistamanna til náms erlendis. 1936 var síðan sett á fót

Tónlistarstofnunin, sem síðar hlaut nafnið Listastofnunin. Með tilkomu nútímalegs

Page 6: Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

6

menntakerfis, á sjötta áratugnum, og styrkjum til myndlistarnáms erlendis varð mikil

vakning á vestrænni myndlist og fagurfræði við Persaflóan þar sem nú eru ríkin Barein,

Kúveit, Óman, Katar, Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen. Í Írak

voru það liðsforingjar, þjálfaðir af Tyrkjum sem voru frumkvöðlar í þróun írakskrar

nútímamyndlistar, en þeir fóru að mála með olíulitum á striga um aldamótin. Þeir komu

þessari vestrænu nútímamyndlist síðan til skila með kennslu, bæði í framhaldsskólum og

með einkakennslu og myndlistarsýningum.

Við endalok seinni heimstyrjaldarinnar og fram á sjötta áratugin fengu flest

arabaríki sjálfstæði frá nýlendustjórn Frakka og Breta. Frá 19. öld og áfram hafði verið

mikil hnignun í listgreinum í arabalöndunum á meðan þau þróuðust félagslega,

efnahagslega og pólitískt. Þó að hnignunin hafi verið slík, þá verður því ekki neitað að

myndlistin skapaði þarna frumskilyrði fyrir nútímalegar myndlistahreyfingar sem nýttu

sér vestræna fagurfræði, ásamt því þó að tileinka sér eða halda í sinn sérstaka stíl með því

að leita aftur í fornar hefðir og gömul gildi og tengja þær alþjóðlegum straumum.

Arabísk nútímamyndlist eins og við þekkjum hana nú ruddi sér rúms um miðja

20. öld, innblásin af bæði vestrænni fagurfræði og fornum hefðum úr heimalandi hvers og

eins. Í lok sömu aldar spruttu upp allskyns nútímalegar myndlistarhreyfingar, sem með

kröftum sínum og listaverkum, stofnuðu listastofnanir sem tengdust alþjóðavettvangi með

starfsemi sinni og sköpun. Sífellt fleiri listamenn komu fram á sjónarsviðið og hafa þeir

verið með sýningar út um allan heim eins og sjá má á sýningunni sem hér er fjallað um,

Milli goðsagnar og veruleika.

Á sýningunni voru mörg verk sem voru mjög falleg og önnur mjög sorgleg.

Höfundur sýningarinnar ákvað að taka fyrir þrjá meginflokka eða -stefnur, en stefnurnar

innan myndlistarinnar eru ótalmargar, og það er hvorki pláss né tími til að fara út í þær

allar hér. Þessir þrír flokkar, eða stefnur taka á í fyrsta lagi málum sem snúa að

stjórnmálum, stöðu kynjanna og mannúðarmálum.

Í öðru lagi er það skrautritunarskóli nútímans (kalligrafia) sem á rætur sínar að

rekja í íslamska menningu. Með því að skrifa á slíkan hátt og búa til list úr skriftinni,

uppgötvuðu þeir að hægt væri að tengja saman svo forna, trúarlega og bókmenntalega

skrift við nútímann. Þeir tengdu því sína eigin menningarlegu arfleifð og nútímamyndlist

sem ennþá er lifandi þáttur í samfélaginu í dag. Arabískan varð hið helga tungumál

Page 7: Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

7

múslima um allan heim þar sem Kóraninn var skrifaður á arabísku. Þannig hefur hin

helga skrift verið miðpunktur í íslamskri myndlist um árabil. Þó að breytingar hafi orðið

á skrifmálinu, þá auðvelduðu þær breytingar við lestur á textum og skrift. Það sem skýrir

þessa litlu þróun í arabískri skrift er það að skriftin var álitin heilög og útheimti að gætt

væri hinstu vandvirkni við notkun á henni. Múslimar uppgötvuðu fyrir tilstilli

skriftarinnar fagurfræði hins guðdómlega sköpunarverks. Þannig ávann hún sér sess

innan listsköpunar múslima, en rúmlega 100 skriftarstíltegundir hafa þróast í

arabaheiminum frá upphafi, hver með sínar reglur um notkun. Þannig gátu múslimar

blandað bæði trú og list í íslamskri skrautskrift, en hún hefur verið notuð í byggingarlist,

handritslýsingu og bókband svo eitthvað sé nefnt.

Í þriðja lagi er það óhlutbundin myndlist sem arabískir myndlistarmenn hafa

iðkað í margar aldir. Þriðja listastefnan er hvað mest notuð í þessum hluta heimsins

ásamt því að vera vinsælust. Þessar þrjár listastefnur eru þær stefnur sem hafa skapað

íslamskri nútímamyndlist mikla sérstöðu.

Palestínumenn sér í lagi hafa notað myndlist sína til að koma á framfæri og vekja

athygli á ástandinu í landinu. Þeir reyna að koma tilfinningum sínum á blað í gegnum

listina og það má sjá á mörgum verkum þeirra og annarra arabaríkja hvernig þessi ríki

deila með sér reiðinni, sorginni og áhyggjum því margir hafa misst hluta af landi sínu,

verið hernumin o.fl. Það eru áhyggjurnar af pólitískum og félagslegum vandamálum sem

þessi ríki hafa átt sameiginlegt og þessi ríki sameinast þannig í myndlist sinni. Þetta

sameiginlega þema hefur átt sinn einstaka sess í sögu íslamskrar myndlistar og hefur

auðvitað haft áhrif útá við í þróunarríkjunum. Palestínumenn nota þessa tilfinningarlegu

og huglægu myndlist til að standa vörð um sína eigin sjálfsmynd ásamt því auðvitað að

reyna að vekja athygli á ástandinu í landinu út um allan heim. Mörg önnur tilfinningarleg

málefni spila inn í og skila sér á striga listamannanna, svosem fátækt, bókstafstrú,

umhverfisspjöll, andúð á íslam og margt fleira. Fræðimennska múslima byggist á hinu

ritaða orði og það er þess vegna sem skrautskriftin hefur skipt svo miklu máli, hún tjáir

helgi trúarbragðanna. Skrautskriftin er hið eina form klassískrar myndlistar fyrir utan

byggingarlist og tónlist sem ekki hefur hnignað eða staðnað, en henni hefur tekist að

tryggja hana sem listform í fimmtán aldir. Hún hefur haldið sínum upphaflega

virðugleika vel, enda er hún og hefur alltaf verið tjáningarform hinnar helgu bókar og

Page 8: Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

8

byggir hún á uppskriftum Kóransins. Eins og sagði áðan er hún enn iðkuð í

nútímasamfélagi íslamríkja og er hún því eina hefðbundna íslamska listformið sem lifað

hefur af og er eina klassíska myndlistin sem hefur haft áhrif á verk nútímalistamanna í

hinum íslamska heimi.

Í þessari umfjöllun mun ég taka fyrir þrjá myndlistarmenn sérstaklega, þau

Muhsin Fadle frá Egyptalandi, Mounira Nusseibeh frá Palestínu og Nawal Abdullah sem

hvert og eitt túlka mismunandi listastefnur sem útskýrðar hafa verið hér að ofan.

Hroki – eftir Abdul Jabbar Ghadban

Page 9: Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

9

Muhsin Fadle

Mushin Fadle kemur frá Egyptalandi. Hann er innanhúsarkitekt að mennt og nam við

Hulwan-háskóla í Kaíró, en hann kennir einmitt í þeim skóla nú. Hann leggur aðallega

áherslu á abstrakt myndlist þar sem hann leikur sér með einlita og samtengda fleti. Hann

notar, eins og gefur að skilja, arabíska stafi og tákn á grafískan hátt og setur þá í

nútímalegt form skrifleturs, en hann hefur notað þá tækni frá því að hann hóf feril sinn

sem myndlistarmaður. Verk hans eru margbrotin, og hann notast við einlita og

samtengda fleti sem flæða áfram og mynda stórkostlega samsetningu trúarexta og

myndlistar. Hér fyrir neðan má sjá eitt af verkum hans, gert á gvass á pappa. Þetta er

arabísk skrautskrift, sem hann málaði árið 1996. Málverkið er án titils sem vill oft segja

meira um verkið heldur en ef hún hefði titil. Með því að hafa engan titil er

myndlistarmaðurinn að leyfa áhorfandanum að lifa sig inn í myndina, að koma með sína

eigin skoðun á því hvað er á myndinni. Með því að gefa henni titil er listamaðurinn að

takmarka túlkun annarra á verkinu.

Page 10: Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

10

Hér má sjá hversu abstrakt myndlist hans er en á sama tíma svo einföld og falleg. Þetta

minnir einna helst á víkingaskip að mínu mati, það er eitthvað svo þjóðlegt við hana.

Þetta er hins vegar skrautskrift, ein af þeim 100 tegundum sem til eru, og það hlýtur að

vera erfitt að muna allar reglurnar sem fylgja hverjum og einum stíl. Myndin er svört og

hvít og það er auðvelt að sjá munstrið, eins og blóm, laufblöð, og margt fleira. Þetta er

eins og að horfa í skýin, maður getur séð út úr þessu alls kyns mynstur eftir því hveru vel

þú rýnir í myndina.

Þótt að Kóraninn hafi opinberast á arabísku, þá var það ekki tungumálið sem varð

hið helga tákn íslam, heldur var það skrifletrið. Skriftin hefur mikinn og fallegan

helgiblæ sem hægt er að njóta í gegnum eitt af okkar mikilvægustu skynfærum, augunum.

Helgiblærinn er mjög íslamskur og nátengdur hinni íslömsku umræðu um hugtakið ,,Orð

Guðs.” Eins og flestir vita, nota múslimar Kóraninn mjög mikið í sínu daglega lífi, og sú

helga bók er notuð mun meira sem í þeim trúarbrögðum heldur en í nokkrum öðrum

trúarbrögðum eins og í kristni t.d., þó svo að bókstafstrúarmenn noti Biblíuna mikið,

stundum of mikið. Þeir bera mjög mikla virðingu fyrir Kóraninum, og þeir taka mark á

nánast, ef ekki öllu sem segir í honum. Þetta eru þau trúarbrögð þar sem greint er á milli

þeirra sem aðhyllast skriflega opinberun og annarra.

Fræðimennska múslima byggðist á hinu ritaða orði og þess vegna er skrautskriftin

eins mikilvæg og hún er. ,,Í augum múslima er hið skrifaða orð eiginleiki sem

takmarkast við mannkynið; það greinir menn frá öðrum dýrum, felur í sér „mál

handarinnar, tjáningarmáta hugans, fulltrúa vitsmunanna, vörslumann hugsunarinnar,

vopn þekkingarinnar og félaga bræðra á tíma aðskilnaðar“.”1 Hið talaða orð öðlaðist

varanleika þegar það fyrst komst á blað. Slík skrautskrift hefur í gegnum tíðina og er enn

mjög mikilvægur þáttur í menningarlífi arabaríkja, því hún tjáir helgi trúarbragðanna svo

vel. Hún er þannig miðill til listrænnar tjáningar í samfélagi þar sem margar strangar

reglur gilda.

1 http://www.listasafn.akureyri.is/ , 6. málsgrein

Page 11: Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

11

Mounira Nusseibeh

Mounira Nusseibeh fæddist árið 1943 í Palestínu. Hún er málari og myndhöggvari að

mennt og lærði í París, Frakklandi. Verurnar á myndum hennar hafa sterka

beinabyggingu og þær eru tígurlegar að sjá. Hún vinnur á bæði striga og í brons, og hvort

sem hún gerir, gerir hún með glæsibrag og aga, þ.e tilfinningalegum aga. Hún bjó í

Sameinuðu arabísku furstadæmunum á sínum tíma, en þar hætti hún alveg að nota liti og

fór að nota tjöru og gullmálun. Hún fjallaði þannig á dramatískan hátt um málefni

kynjanna að hluta til með því að neita að nota liti. Túlkunin er sett fram með agaðri

myndbyggingu og stórum dramatískum málverkum, en hún er einmitt þekkt fyrir þann

stíl.

Myndin hér að neðan heitir Fjórar arabakonur og er málað með tjöru, sandi, olíu

og gulli á pappa, árið 1980. Þessi listastefna er hluti af þeim stefnum sem til sýnis voru á

listaverkasýningunni, en þetta verk tilheyrir fystu listastefnunni um mismun kynjanna,

pólitík og mannúðarmál.

Page 12: Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

12

Það má sjá mikla dramatíska ádeilu þegar horft er á þetta listaverk, en eins og áður kom

fram þá mótar Mounira verk sín á mjög agaðan hátt. Verkið er mjög fallegt og stílhreint,

og það er eins og það hafi verið málað, svo vel gert er það. Myndin sýnir fjórar

arabakonur í skugganum ef svo má segja líkt og þær eru í samfélaginu, þá sérstaklega á

þessum tíma. Veggurinn að mínu mati táknar hinar luktu dyr sem konur standa frammi

fyrir, og þær fela sig af ótta við að brjóta hefðir og heiður fjölskyldunnar. Þær eru huldar

frá toppi til táar, og þær sýna miklar tilfinningar með augunum. Það er mjög erfitt að

geta málað tilfinningar þegar maður getur einungis notað augnsvipinn.

Eitt sem mér fannst athugaavert við þessa mynd er það að það virðist eins og

fimmta konan snúi baki í áhorfandann, fremst á verkinu. Ég veit ekki hvað það á að

tákna en mér finnst að Mounira hafi skýrt myndina viljandi Fjórar arabakonur, til að

athuga hvort áhorfandinn gæti séð þá fimmtu, í svona einföldum og litlausum klæðum.

Það eina sem konurnar horfa á er veggurinn, nema þessi eina falda vera. Þær eru

útskúfaðar úr samfélaginu og því sem býr handan veggsins, en þar er ljósið í þessari

siðferðislegu túlkun. Þær hafa engann munn til að geta tjáð sig, og þó þær vilji tjá sig þá

hafa þær ekki rétt á því. Þær hafa leitandi augu, einungis til að fylgjast með, en þarna

sjáum við þessa ádeilu á mismunun kynjanna sem kemur einmitt svo vel fram í verkum

hennar og annarra Palestínumanna.

Þó svo að íslömsk myndlist sé sögð vera anti-iconic, þá eru myndirnar málaðar

með slíkum icon-um til að deila á samfélagið. Það hefur verið ádeila um það hvort

skrifuð orð, eins og tákn, séu icon-ísk, en þetta er allt spurning um túlkun. Orð og tákn

tengjast innbyrðis og hafa oft verið tekin fyrir það sama. En það má deila um það.

Verkin eru hávær hróp frá kúguðum, biðjandi um jafnan rétt kynjanna og útrýmingu

mismunar í samfélaginu. Slíkar myndir eru mjög óhugnarlegar sumar, og vekja hjá

manni sorg og reiði. Listamennirnir geta ekki sett allan sinn samfélagslega arf að baki sér

einungis til þess að skapa nútímalega myndlist. Þeir reyna að blanda þessu tvennu

saman.

Page 13: Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

13

Nawal Abdallah

Nawal Abdallah fæddist í Jórdaníu árið 1951. Nawal lét fyrst til sín taka á vinnustofunni

Muhanna Durra í Amman. Hún lærði myndlist í Flórens og útskrifaðist þaðan árið 1979.

Hún málar aðallega abstrakt myndir og þar ráða miklu litir og áferð. Myndir hennar

minna á yfirnáttúrulegt landslag og eru þau full af sterkum penslastrokum og fallegum

litasamsetningum. Efnisáferð og línuteikning hafa einnig mjög miklu hlutverki að gegna

í verkum hennar og myndmótun.

Það má segja að verk hennar tilheyri þriðju listastefnunni en það er óhlutbundin

list, málverk sem ekki innihalda hluti eins og persónur, eða dýr. Þetta er eins og áður

sagði vinsælasta stefnan í íslamskri myndlist þar sem icon eru ekki notuð af virðingu við

trúna og Múhameð spámann. Menn og dýr eru þarna ekki hyllt, en þrátt fyrir það má sjá

gullfalleg verk sem innihalda mikla og oft flókna litasamsetningu. Einnig má greina

tilfinningar í verkum hennar, en þær má upplifa með því að rýna í pensilstrokurnar, eða

litina. Rauður getur til að mynda táknað reiði, svartur sorg, hvítur hreinleika o.s.frv.

Myndir hennar tvær sem voru á myndlistasýningunni á Akureyri eru báðar án

titils, en það er ákveðin merking í því. Áhorfandinn hefur meira svigrúm til þess að túlka

myndirnar og hvað hann sér á þeim og hvernig honum líður. Myndirnar sem hún gerði

eru málaðar árin 1995 (fyrri) og 1996 (seinni). Aðferðirnar eru báðar gvass á tré.

Page 14: Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

14

Allt eru þetta myndlistarmenn með mismunandi bakgrunn, og það má sjá á verkum þeirra

hvort um sé að ræða ádeilu á samfélagið, kúgun, eða einfaldlega litasamsetningu. Þó svo

að á sýningunni hafi verið teknar þessar þrjár aðalstefnur eins og sagði hér að ofan, þá má

ekki gleyma því að þessar stefnur geta blandast saman í eitt. Skrautskift og abstrakt getur

verið notuð á eitt verk á meðan ádeila og skrautskrift geta líka verið saman á verki. Aðrir

vilja bara fylgja ákveðnum hefðum og þá eru það aðallega skrautskriftarlistamennirnir, en

þeir þurfa að fylgja ýmsum reglum þegar kemur að sköpun skrautskriftar.

Ef þið skoðið sýninguna og verkin sem á henni eru, þá getið þið betur komist inn í

hugarheim araba með því að túlka og rýna í verkin þeirra, því það er hægt að lesa svo

margt úr þeim, tilfinningarnar eru svo sjáanlegar.

Ég lét nokkrar aðrar myndir fylgja með inn á milli, án þess þó að taka þá

listamenn sértstaklega fyrir. Ég vona að þið njótið fegurðinnar eins og ég hef gert.

Grímuklæddu konurnar – eftir Nars Abdul Aziz

Page 15: Íslömsk myndlist í arabaheiminumÍslömsk myndlist í … · 2008. 5. 23. · morgunblaðið birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en það sauð upp úr milli Danmerkur og

15

Heimildaskrá:

Bishop John Bayton, 2007

http://www.interfaithcentre.org.au/Bishop_Bayton_Floor_Talk.doc

Listasafnið á Akureyri, sýning árið 2002

http://www.listasafn.akureyri.is/

Islam online, 1999 - 2008

http://www.islamonline.net/servlet/Satellite?c=Article_C&cid=1203758673512&pagename=Zone-English-ArtCulture%2FACELayout#