56
Sóknarfæri Frumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi Mars 2013 Hönnun Nýsköpun Framkvæmdir

Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

  • Upload
    athygli

  • View
    263

  • Download
    11

Embed Size (px)

DESCRIPTION

kynningarblað um íslenskt atvinnulíf

Citation preview

Page 1: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi

Mars 2013

HönnunNýsköpun

Framkvæmdir

Page 2: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

2 | SÓKNARFÆRI

Valþór Hlöðversson skrifar

Dómur sögunnar

Stólpi Gámar ehf.

Tilbúin gámahús fyrir verktaka

Í þessu fjölbreytta Sóknarfæri sem Athygli gef-ur út er víða komið við og sagt frá uppbyggi-legum og framsæknum verkefnum sem verið er að vinna að í íslensku atvinnulífi. Af nógu var að taka enda háttur flestra Íslendinga að vinda sér í verkin og nýta tækifærin sem dag-lega blasa við. Það má glöggt skynja á viðmæl-endum okkar að þeir gera sér vel grein fyrir því að vandamálin í kjölfar bankahrunsins eru langt frá því úr sögunni. Verkefnið er hins veg-ar að leysa þau og ryðja úr braut hindrunum á þróun samfélagsins til betri lífskjara fyrir fólkið í landinu.

Viðvarandi verðbólga af völdum veiks gjaldmiðils liggur eins og mara á heimilum og fyrirtækjum. Meginástæða verðbólgunnar er örsmár og fárveikur gjaldmiðill sem gerir með öllu ókleift að koma hér á þeim stöðugleika sem allir þrá. Fylgifiskur bólgunnar er svo verðtryggingin sem étur jafnt og þétt upp eignir landsmanna. Almenningur reynir að

bjarga sér úr klóm ófreskjunnar með því að taka óverðryggð lán. Það mun engu breyta því vextir hækka einfaldlega á móti. Stærstu fyrir-tækin bregðast við með því að gera allt upp í erlendri mynt og meta það svo að krónan sé einfaldlega ónýtur gjaldmiðill.

Þetta vita allir sem vilja vita. Vandinn er hins vegar sá að stjórnmálamenn ná engum sáttum um það hvernig best sé að ráða bug á vágestinum. Og í stað raunhæfra aðgerða, sem auðvitað hljóta að vera þær að ráðast að rótum vandans, er brugðið á gamalkunnugt ráð; inni-haldslausar galdrakúnstir um að skuldirnar hverfi og verðbólgan líka ef þið kjósið mig! – Á meðan blæðir heimilunum út. Því miður virð-ast margir trúa þessum tálsýnum og grípa þær fegins hendi eins og drukknandi maður strá.

Í nær öllum löndum hins vestræna heims varð bankahrun – ekki bara á Íslandi. Hér á landi urðu hins vegar áhrif þess á venjulegt fólk margfalt verri en annars staðar. Hér uxu

skuldir vegna húsnæðiskaupa upp úr öllu valdi og nettóeignir saklauss fólks, sem aldrei kom nálægt fjármálamörkuðum, hurfu á einni nóttu. Íslenskir stjórnmálamenn reyndust með

öllu ófærir um að verja almenning fyrir þessu áfalli og gildir einu hvar í flokki þeir stóðu.

Það verður dómur sögunnar.

Útgefandi: Athygli ehf.

Ritstjóri: Valþór Hlöðversson (ábm.)

Textagerð: Guðjón Guðmundsson,

Gunnar E. Kvaran, Jóhann Ólafur Halldórsson,

Svava Jónsdóttir.

Hönnun og umbrot: Athygli ehf.

Augl‡singar: Augljós miðlun ehf.

Prent un: Landsprent ehf.

Dreift me› Morg un bla› inu fimmtudaginn 21. mars 2013

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi

VeljumÍsland

www.utivist.is

Fyrirtækið Stólpi-Gámar hefur um árabil boðið ýmis konar gámaeining-ar til sölu eða leigu til aðila sem þurfa á tímabundnum afnotum af slíkum húsum að halda, m.a. sem kaffistofur og skrifstofur eða gisti-rými og salernisaðstöðu fyrir verk-taka og aðila í ferðarþjónustu. Kost-urinn við þessi gámahús eða her-bergiseiningar er sá að þau koma al-gerlega tilbúin til notkunar og er ekkert annað eftir en að tengja þau við vatn og rafmagn. Hægt er að raða saman mörgum gámum og mynda þar með stærri rými, einnig er hægt að stafla þeim upp og spara þar með pláss – möguleikarnir eru nánast ótæmandi.

„Við höfum verið að kynna þess-ar lausnir á undanförnum misserum og teljum þær henta ákaflega vel sem skammtímalausnir en ekki síður til lengri tíma. Stundum verðum við vör við að tortryggni gæti hjá fólki um að erfitt sé að gera gáma vistlega sem mannabústaði en viðhorfin breytast þegar menn sjá hvernig frá þessu er gengið með mjög skemmti-legum hætti. Aðeins þarf að setja

húsin á frostfrían púða og tengja þau við vatn og rafmagn,“ segir Ásgeir Þorláksson, framkvæmdastjóri Stólpa-Gáma í samtali við Sóknar-færi.

Einnig bjóða Stólpi Gámar ýms-ar stærðir af gámum til leigu sem geta nýst sem geymsla undir lager, fyrir árstíðabundnar vörur, búslóðir og margt fleira. Viðskiptavinum

býðst að geyma gáminn gegn vægu gjaldi á lokuðu svæði fyrirtækisins við Klettagarða í Reykjavík. Stólpi Gámar selja einnig og leigja flestar gerðir og stærðir notaðra gáma, s.s

vörugáma, frystigáma, einangraða gáma, fleti og tankgáma.

stolpigamar.is

Ásgeir Þorláksson, framkvæmdastjóri Stólpa-Gáma: Aðeins þarf að setja húsin á frostfrían púða og tengja þau við vatn og rafmagn.

Stólpi Gámar eiga nú til afgreiðslu þessa gistigáma sem henta vel fyrir verktaka.

Page 3: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 3

HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is

Trausti Gylfason gengur á Akrafjall flesta sunnudaga og skráir hitastigið á toppnum. Stundum sér hann örninn, stundum kemur fjölskyldan með og á haustin gengur hann niður Berjadalinn þar sem krækiberin eru stór og safarík.

Trausti hefur verið öryggisstjóri Norðuráls í 15 ár. Hann hefur brennandi áhuga á fólki og er annt um öryggi þess. Hann reynir að eiga frí annan hvern föstudag og alltaf á sunnudögum því þá vill hann helst vera á fjallinu sínu.

Norðurál á Grundartanga framleiðir um 280 þúsund tonn af áli ár hvert og er stærsti vinnustaður Vesturlands. Starfsfólkið okkar hefur allskonar reynslu, menntun, áhugamál og er á öllum aldri. Fjölbreytnin styrkir starfsemina og hefur hjálpað okkur að ná framúrskarandi árangri.

Góða ferð Trausti!

Þegar maður vinnur með 600 manns getur verið ótrúlega næs að vera einn

Page 4: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

4 | SÓKNARFÆRI

„Við verðum vör við sífellt meiri kröfur, sér-staklega hjá erlendum viðskiptavinum, um að vörurnar séu framleiddar á Íslandi. Það er ekki lengur nóg að hönnunin sé íslensk, menn vilja að vörurnar séu framleiddar hér,“ segir Halla Bogadóttir, framkvæmdastjóri verslunarinnar Kraum í Aðalstræti. Í vor eru 6 ár frá því versl-unin tók til starfa en að henni standa 30 hönn-uðir auk tveggja fjárfesta. Frá upphafi hefur markmiðið verið að selja eingöngu íslenska hönnunarvöru og velja úr það besta sem gefst á hverjum tíma. Í versluninni er að finna fjöl-breytt úrval íslenskrar hönnunar, fatnað, skart, húsbúnað og nytjahluti „Kraum er fyrsta versl-unin sem var stofnuð til að selja eingöngu ís-lenska hönnun og það hefur vakið athygli þeirra sem hingað koma hvað úrvalið er mikið. Hér eru vörur eftir fleiri en 200 íslenska hönn-uði og hefur þeim farið jafnt og þétt fjölgandi frá því við opnuðum með vörur frá 60 hönn-uðum. Þessi aukning er mjög ánægjuleg og endurspeglar þá miklu grósku sem er í þessari grein.“

Aukin eftirspurnAð sögn Höllu var upphaflega stefnt að því að komast inn í Leifsstöð en þegar það gekk ekki vildi svo vel til að viðgerð á Fógetahúsinu við Aðalstræti var að ljúka og þar hefur verslunin verið síðan. „Rekstur verslunarinnar rímar vel við sögu þessa elsta húss Reykjavíkur. Hér í hjarta bæjarins hóf Skúli fógeti á sínum tíma ullariðnað á vegum Innréttinganna og hans markmið, eins og okkar, var að framleiða klæðnað fyrir Íslendinga og gesti þeirra.“

Halla segir að reksturinn hafi gengið upp og ofan en eftirspurnin eftir íslenskri hönnun og handverki sé mikil og fari vaxandi. Hún segir að frá því að verslunin tók til starfa hafi sprottið upp fjölmargar svipaðar verslanir sem bjóði hönnunarvörur en hún segir Kraum þá verslun sem hafi haldið sig við að bjóða ein-göngu íslenska hönnun. „Í dag erum við með talsvert af vörum sem eru hannaðar af Íslend-ingum en framleiddar erlendis. Hins vegar er stefnan að færa sig meira yfir í vörur sem eru framleiddar hér heima, gefist þess kostur.“

Þjóðleg framleiðslaHalla segir þau einnig vera að fikra sig áfram með framleiðslu á þjóðlegum vörum sem eru merktar versluninni og einungis seldar þar. Stefnan er að byggja upp vörumerkið Kraum með sérstökum nytjahlutum og víkka það síð-an út bæði í fatnaði og skarti. Byrjað var á ís-lenskum pönnukökupönnum með sérhönnuð-um handföngum, nú í ár koma laufabrauð-sjárn einnig með sérhönnuðu handfangi. „Allt eru þetta nytjahlutir sem hafa fylgt íslensku þjóðinni í langan tíma. Pönnukökupannan er fyrirbæri sem finnst ekki annars staðar en hún hefur hins vegar verið seld með innfluttum handföngum. Okkur langaði til að þróa þessa vöru áfram með því að hanna ný íslensk hand-

föng og fengum við fimm hönnuði til að hanna sitt skaft. Í dag getum við því boðið þessar rammíslensku pönnur með fimm mis-munandi handgerðum sköftum.“ Halla segir að pönnurnar hafi fengið góðar viðtökur jafnt hjá Íslendingum sem útlendingum. Lauf-abrauðsjárnin eru líka íslensk framleiðsla þar sem sjálf rúllan er hefðbundin en skaftið hefur Kolbeinn Ísólfsson vöruhönnuður gert.

Samkeppni við innflutningHalla segir íslenska hönnuði í nokkrum vanda með að flytja framleiðsluna inn í landið vegna erfiðrar samkeppnisaðstöðu við vörur sem framleiddar eru erlendis. „Viðskiptavinurinn gerir að sjálfsögðu kröfu um að varan sé sem ódýrust en á móti kemur að við þurfum að fá fleiri framleiðslufyrirtæki inn í landið. Við þurfum að skapa fleiri lítil framleiðslufyrirtæki frekar en til dæmis álverksmiðjur.“ Hún segir að þótt að samkeppnisstaðan hafi batnað nokkuð með hruni íslensku krónunnar hafi það ekki dugað til því munurinn hafi verið svo mikill. Eitt hafi Íslendingar þó umfram margar aðrar þjóðir en það er frjáls hugsun sem er laus undan löngum hefðum. „Við búum að mjög góðri menntun í landinu og svo höfum við þessa frjálsu hugsun. Í sumum löndum hafa

sterkar hefðir mjög mótandi áhrif. Þannig kall-ar til dæmis dönsk hönnun fram ákveðin og vel þekkt hughrif á sama tíma og íslensk hönn-un er ennþá dálítið villt. Það hefur vakið at-hygli margra sem hingað koma hvað við erum með vörur eftir marga hönnuði.

Ójöfn staðaHalla segir að í upphafi hafi þau gert ráð fyrir að Kraum yrði fyrst og fremst ferðamanna-verslun en reynslan hafi orðið önnur. Stærsti og dyggasti hópurinn sem verslar hjá þeim eru Íslendingar sem eru tilbúnir að greiða fyrir vandaða og fallega hönnunarvöru. Hún segir skilgreiningu skattalaga á því hvað teljist list-munur, handverk eða hönnun mjög óljósa og því sitji hvorki verslanir né einstaklingar við sama borð hvað varðar innheimtu á virðis-aukaskatti. Hér þarf að mati Höllu að sam-ræma hlutina þannig að þeir sem selja hönn-unarvöru og listmuni sitji við sama borð. „Ef við viljum styðja við íslenskt handverk og hönnun teldi ég eðlilegt að lækka virðisauka-skatt af hönnunarvörum niður í til dæmis 10% og innheimta það sama hjá öllum,“ segir Halla Bogadóttir.

kraum.is

Halla Bogadóttir framkvæmdastjóri segir Íslendinga vera dyggustu viðskiptavini verslunarinnar.

Það fer vel á því að í elsta húsi borgarinnar, sem er frá tímum Innréttinga Skúla fógeta, skuli nú ein-göngu seldar vörur eftir íslenska hönnuði.

Á vegum Kraums hefur verið haldið áfram að þróa íslensku pönnukökupönnuna og nú er hægt að fá hana með fimm mismunandi handunnum sköftum.

Kraum selur eingöngu íslenska hönnun

Með vörur frá meira en 200 hönnuðum

Í versluninni er

að finna fjölbreytt

úrval íslenskrar

hönnunar, fatnað,

skart, húsbúnað og

nytjahluti „Kraum er

fyrsta verslunin sem

var stofnuð til að selja

eingöngu íslenska

hönnun og það hefur

vakið athygli þeirra

sem hingað koma hvað

úrvalið er mikið.

Page 5: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 5

Page 6: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

6 | SÓKNARFÆRI

Sýrusson hönnunarhús var stofnað fyrir sjö árum og var lengi lögð áhersla á innréttingar, húsgögn og ljós fyrir skrifstofur og stofnanir en nú er meiri áhersla en áður lögð á húsgögn fyrir heimilið. Reynir Sýr-usson húsgagnahönnuður á heiður-inn af því sem í fyrirtæki hans fæst og nýtur hönnun hans sín vel í rúm-góðum sýningarsölum.

Um fjöldaframleidda sem og sér-hannaða hluti er að ræða þar sem lögð er áhersla á sveigjanleika í efnis-vali og öðrum sérþörfum.

„Það sem einkennir þetta fyrir-tæki er að viðskiptavinurinn fær nákvæmalega það sem hann vantar,“ segir Reynir. „Hann vantar kannski sporöskjulaga eldhúsborð úr eik með svörtum eða hvítum fótum og ég get aðlagað og látið smíða borðið. Svo er til dæmis hægt að panta sófaborð sem er minna, stærra, hærra eða lægra en það borð sem viðskiptavin-urinn sér í versluninni.“ Öll hús-gögnin eru smíðuð á Íslandi, en 15 verksmiðjur framleiða vöruna og er biðtíminn eftir sérsmíði tvær til þrjár vikur.

Kassaformið áberandiSýrusson framleiðir nokkrar gerðir af skrifstofulínum og nefnir Reynir rafmagnsskrifborð sem og venjuleg skrifborð og svo hannar hann t.d. milliveggi, bæklingastanda, mót-tökuborð og ræðupúlt.

Hjá Sýrusson fæst mikið úrval húsgagna fyrir heimilið og ætlar Reynir að leggja meiri áherslu en áð-ur á heimilismarkaðinn. „Ég er t.d. með sex gerðir af borðstofuborðum,

skenki, sófaborð í stíl, fullt af sjón-varpsskenkum, bókahillur, sófa, stóla... Þetta tengist allt saman þar sem um sama viðinn er að ræða og jafnvel úr sama trénu. Stundum fæ ég skemmtileg verkefni þar sem fólk er kannski að skipta út öllu og ég fer heim til þess, mæli upp og kem með hugmyndir.“

Nútímaleg og stílhrein húsgögn einkenna sýningarsalina. „Það er hægt að fá húsgögn í ýmsum form-um en hönnunin hefur þó breyst með tímanum; ég lagði áður áherslu á þríhyrningsformið en legg nú meiri áherslu á kassaformið. Annars legg ég áherslu á þægindi en við hönnunina ver ég miklum tíma í að útfæra sófa og stóla þannig að það sé þægilegt að sitja í þeim.“

syrusson.is

Reynir Sýrusson. „Það sem einkennir þetta fyrirtæki er að viðskiptavinurinn fær nákvæmlega það sem hann vantar.“

Max borðstofustóll. Ljómi. Wing barborð og Sinus barstólar.

Kotra.

Mekkanó.

Sýrusson hönnunarhús

Að óskum hvers og eins

Page 7: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 7

Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Traust fyrirtæki

í yfir 70 ár

Byggingavöruverslun

Nýtt ! Nú eru fáanlegir 6 litir í VIROCLjósgrátt, Koksgrátt, Krem hvítt, Terracotta rautt, Gult og Ocher gult.Þykkt: 10, 12, 16 og 19mmPlötustærð: 1200 x 2600 mmAðrar stærðir og þykktir fáanlegarAðrar stærðir og þykktir fáanlegar

Alhliða byggingaplatan

Útlit Viroc klæðningarinnar er sígiltsjónsteypu útlit með náttúrulegum blæbrigðum.Hentar vel fyrir Íslenskar aðstæðurUmhverfisvænt eldþolið efni í flokki 1.Fjölmargir notkunarmöguleikar.

Page 8: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

Tengi ehf. er rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á blöndunar- og hreinlætistækjum sem og lagnaefni fyrir allar gerðir bygginga. Fyrirtækið er með glæsilega verslun að Smiðju-vegi 76 í Kópavogi og aðra að Bald-ursnesi 6 á Akureyri. Einkunnarorð Tengis eru: Gæði, þjónusta og ábyrgð – það er Tengi, en fyrirtækið selur meðal annars vörur frá gæða-framleiðendum eins og Mora, Ifö, Vola, Intra, Geberit, Hansa, Upo-

nor, Kessel, Unidrain og fleiri þekkt-um evrópskum framleiðendum.

Leiðandi fyrirtækiAð sögn Magnús Andra Hjaltsonar, sölustjóra hreinlætistækjadeildar, hefur Tengi haft að leiðarljósi að fylgjast vel með því sem er að gerast í þessum geira, bæði hvað varðar ný efni og aðferðir, reynt að tileinka sér nýjungar og horfa til framtíðar.

„Við reynum að koma vöru okk-

ar á framfæri á faglegan hátt til dæmis með kynningum og ráð-stefnum þar sem aðilar frá framleið-endum koma fram og kynna fag-mönnum vöruna sem við erum með boðstólum. Við stöndum 100% á bak við það sem við seljum og lítum á góða þjónustu sem lykilatriði.

Mikill metnaðurTengi hefur mikinn metnað á öllum sviðum. Við leggjum áherslu á vand-

aðar, viðurkenndar og góðar vörur og höfum frá fyrstu tíð tekið fulla ábyrgð á öllum okkar vörum,“ segir Halldór Fannar Halldórsson, sölu-stjóri lagnadeildar Tengis. Hann segir margt hafa breyst í þjónustu við íslenskan byggingariðnað frá upphafi hruns 2008. „Nú eru gerðar auknar kröfur um þjónustu, gæði og ábyrgð og ekki síst verðlagningu. Það er engin nýlunda fyrir okkur; við höfum alltaf verið á tánum en

viljum nú skerpa enn betur á ímynd okkar og koma þessu enn betur til skila til allra okkar viðskiptavina.“

Hraðinn kostaði sittHalldór Fannar segir margt hafa far-ið úrskeiðis í hraða góðærisins, eins og vottunar- og tækniupplýsinga-mál, sem ekki var víst á bætandi. „Flestir ábyrgir aðilar innan bygg-ingageirans hafa talað um þessa hluti árum saman, því þótt reglugerðir og tilskipanir séu fyrir hendi virðist margt skorta á samræmt eftirlit þeg-ar kemur að vottunar- og tækniupp-lýsingamálum innan byggingariðn-aðarins,“ segir Halldór Fannar og nefnir dæmi.

„Hér á landi er ekki óalgengt að seld séu óvottuð og ódýr blöndunar-tæki þar sem engar upplýsingar liggja á lausu um hvaða málmblönd-ur voru notaðar við framleiðsluna eða hvort tækin séu laus við skaðlega málma eins og zink, blý eða nikkel. Oft eru slík tæki ekki einu sinni merkt framleiðanda og rennslishá-vaði einnig vandamál þessu tengt,“ upplýsir Halldór Fannar.

„Á hinum Norðurlöndunum, sem við miðum okkur gjarnan við, er skylt að flokka blöndunartæki eft-ir því hver notkun þeirra á að vera og því fylgt rækilega eftir, þrátt fyrir að þar sé vatn yfirleitt ekki drukkið beint úr krananum.“

Áframhaldandi uppbygging „Tengi mun áfram leitast eftir að vera leiðandi fyrirtæki og byggja reksturinn upp með svipuðum hætti og verið hefur. Þeir sem þekkja til okkar vita hvers konar þjónustu við höfum að bjóða og með tímanum höfum við byggt upp áralangt gott samband við marga góða viðskipta-vini með traustri og persónulegri þjónustu,“ segir Magnús Andri Hjaltason, sölustjóri Tengis að lok-um.

tengi.is

Unnið hefur verið að hönnun Vig-dísarhúss þar sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur verður til húsa og er útboð verkframkvæmdar ráðgert nú á vormánuðum. Húsið mun rísa á horni Brynjólfsgötu og Suðurgötu þar sem nú eru bílastæði austan við Háskólabíó. Áætlað er að Vigdísar-hús verði 4.123 fermetrar að brút-tóflatarmáli, meginbyggingar 3.396 fermetrar, bílageymsla 561 fermetri og tengigangur að Háskólatorgi 166 fermetrar. Þetta er þriggja hæða hús og auk þess bílakjallari.

Flosi Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Verkís, segir umhverfismálin ráð-andi þátt í byggingu þessa húss. Byggingarnar verða dýrari í bygg-ingu þegar leitast er við að uppfylla skilmála BREEAM vottunar en það skili sér baka á lengri tíma í lægri lífsferilskostnaði þeirra. „Við eigum að vera klárir með gögn til útboðs um páskana. Gangi allt að óskum verður verkið boðið út í apríl og áætlunin er sú að verkinu ljúki haustið 2014,“ segir Flosi. Verktaka-kostnaður hefur verið áætlaður um 1,4 milljarðar króna. Meirihluti fjár-magnsins sem fer til byggingar húss-ins er söfnunarfé Vigdísar Finnboga-dóttur erlendis frá. Þarna á að vera aðstaða fyrir kennslu og rannsóknir

og miðlun á þekkingu á erlendum tungumálum og menningu.

Við húsið verður niðurgrafið torg og er vinnuheiti þess Vigdísartorg. Torgið tengist kjallarahæðinni og verður veitingaaðstaða inn af torg-inu og þar úr kjallaranum koma undirgöng undir Suðurgötu sem tengir húsið Háskólatorginu.

Þetta er þó ekki eina fram-kvæmdin á Háskólasvæðinu því fyrir skemmstu var tekin fyrsta skóflu-stungan að Húsi íslenskra fræða á grasflötinni austan megin Þjóðar-bókhlöðunnar. Í húsinu verða ís-lensku handritin varðveitt og þar mun starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands verða til húsa. Stærð hússins er um 7.900 m². Þar annast Almenna Verkfræðistofan verkfræði-hönnun.

verkis.is

Vigdísarhús senn boðið út

Magnús Andri Hjaltason og Halldór Fannar Halldórsson hjá Tengi ehf. eru manna fróðastir um blöndunartæki og lagnaefni.

Tengi með gæðavörur frá evrópskum framleiðendum

Flosi Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Verkís.

Áætlað er að Vigdísarhús verði 4.123 fermetrar að brúttóflatarmáli.

8 | SÓKNARFÆRI

Page 9: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 9

Kalk- og silikatmálning. Rósettur, gólf-, vegg- og loftalistar.Inni- og útimálning og úrval sérefna til málunar.

Sérsvið okkar byggir á reynslu og þekkingu í þjónustuvið fagfólk til að fylgja eftir stílbrigðum í hönnun.

MEÐ LITUM OG ÁFERÐHÖNNUN

Page 10: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

„Norðmenn mótuðu strax í upphafi ákveðna strategíu varðandi nýtingu olíu- og gasauð-linda sinna og hafa aldrei frá henni hvikað, sama hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd í Noregi. Markmið voru sett til langs tíma og við þau staðið. Hér á landi er hins vegar talað um að stefna varðandi til dæmis sjálft skatta-kerfi ríkisins eða rammaáætlun um nýtingu vatnsorku og jarðvarma sé bara til eins kjör-tímabils í senn! Þetta birtist erlendum fjárfest-um sem pólitískur óstöðugleiki og er Íslend-ingum skaðlegur. Fjárfestar hugsa ekki í kjör-tímabilum,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, for-stjóri verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækisins Mannvits. Hann kallaði ákveðið eftir breyting-um í þjóðmálaumræðunni og pólitískum við-horfum í ávarpi á aðalfundi Samtaka atvinnu-lífsins fyrr í þessum mánuði.

Fækkum átakaefnum„Ég vil sjá meiri hvatningu til fjárfestingar hér á landi, orðvarari umræðu og langtímahugsun í stjórnmálum. Erlendir fjárfestar hafa greini-legar áhyggjur af pólitískum óstöðugleika á Ís-landi, þeir óttast að ekki einu sinni undirritað-ir samningar haldi gagnvart stjórnvöldum og hafa sumir fengið að kenna á afar hvikulu skat-taumhverfi.

Sjálf umræðan er svo kapítuli út af fyrir sig. Ummæli stjórnmálamanna eru þýdd og send landa á milli nær samstundis og ég hefi fengið af slíku tilefni fyrirspurnir erlendis frá um það hvort íslensk stjórnvöld hyggist þjóðnýta fyrir-tæki, líkt og gerist í Venesúela. Harkaleg orð-ræða stjórnmálanna hér hefur áhrif og það ekki til góðs. Við þurfum að fækka átakaefn-unum, til dæmis með því að leggja orku í að losa um gjaldeyrishöftin.

Kominn er til sögu sérstakur samstarfsvett-vangur atvinnulífs, stjórnsýslu og stjórnvalda, undir forystu Rögnu Árnadóttur, til að stuðla að trausti og skýrri framtíðarsýn fyrir Ísland. Ég bind miklar vonir við það verkefni. Svo tek ég heils hugar undir með nýkjörnum formanni Samtaka atvinnulífsins að íslensk stjórnvöld eigi að ljúka aðildarviðræðum við Evrópsam-bandið og bera niðurstöðuna síðan undir þjóð-ina. Í því felst ekki afstaða til aðildar heldur fáum við þá á hreint hvað er handan túngarðs-ins, veljum síðan sjálf hvort við göngum í bandalagið eða ekki. Við fækkum átakaefnum með því að láta reyna á samninga við ESB, það væri líka mikið óráð út á við að slíta viðræðum nú.“

Ófullnægjandi fjárfestingarEyjólfur Árni segir að vissulega sé ýmislegt ánægjulegt að gerast í íslensku atvinnulífi, til dæmis í ferðaþjónustunni, en fram hjá því verði ekki litið að fjárfestingar á Íslandi séu býsna langt frá því að vera viðunandi.

„Fjárfestingar 2013 verða þriðjungi minni en að jafnaði á ári frá 1999 til 2012 og þannig hefur það verið frá 2009. Ég hélt að við mynd-um sigla fyrr upp úr öldudalnum og hjá Mannviti gerum við ráð fyrir að hjólin fari ekki að snúast ögn hraðar fyrr en 2014. Við höfum auðvitað margvísleg verkefni hérlendis og sjáum sóknarfæri í nýtingu auðlinda til lands og sjávar, meðal annars búum við okkur undir starfsemi á Drekasvæðinu í framtíðinni. Veturinn sem nú er að líða var hins vegar dauflegri en eðlilegt getur talist. Markmið eig-enda Mannvits er að helmingur tekna félagsins árið 2015 verði af erlendri starfsemi og ég tel það raunhæft. Við höfum undanfarin ár unnið

að nýtingu jarðvarma í Ungverjalandi og í Þýskalandi. Gjaldþrot fjárfestingarbankans Lehman Brothers í september 2008 setti stórt strik í þann reikning en nú er aftur komin hreyfing á málið. Við hvetjum til þess að Evr-ópuþjóðirnar fari að dæmi Íslendinga og nýti jarðvarma frekar til húsahitunar en raforku-framleiðslu. Í því felst mikil kjarabót, þannig kostar nær fjórfalt meira að kynda álíka stóra íbúð í Búdapest en í Reykjavík,“ segir Eyjólfur Árni.

Verkefnin í NorðrinuMannvit er að koma sér fyrir í Noregi. Þar kemur fyrirtækið að vegaframkvæmdum og litlum vatnsaflsvirkjunum og eru þeir Mann-

vitsmenn að taka skref inn í olíu- og gasiðnað Norðmanna. „Á Grænlandi er urmull tækifæra þar sem sjálf staðsetning Íslands getur skapað Íslendingum verkefni og störf. Grænlendingar hafa úthlutað á annað hundrað rannsóknar-leyfum vegna námavinnslu og ráðgera að leita að olíu á hafsbotni við stendur sínar. Þarna eru í raun sóknarfæri fyrir allar þjóðir á norður-slóðum og Mannvit ætlar sér þátt í atburðarás-inni á næstu árum og áratugum. Íslensk stjórn-völd sýna málinu mikinn áhuga og utanríkis-ráðuneytið okkar á mikið hrós skilið fyrir stuðning sem það veitir í þeim efnum.“

mannvit.is

Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits: „Ég tek heils hugar undir með nýkjörnum formanni Samtaka atvinnulífsins að íslensk stjórnvöld eigi að ljúka aðildarviðræðum við Evrópsambandið og bera niður-stöðuna síðan undir þjóðina.“

Ragnar Heiðar Þrastarson landfræðingur hjá Mannviti við mælingar nálægt Reykjanes-braut.

Meiri stöðugleika og strategíu til lengri tíma, takk!

Rætt við Eyjólf Árna Rafnsson, forstjóra Mannvits

10 | SÓKNARFÆRI

Page 11: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 11

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Tengigrindur fyrir hitakerfi að þínum óskum

Við erum eini framleiðandinn í heiminumsem framleiðir tengigrindur og varma-skipta, ásamt sjálfvirkum stjórnbúnaðifyrir hitakerfi.

Í áratugi höfum við safnað saman mikillireynslu með vinnu við ýmsar aðstæðurog við margar mismunandi gerðir hita-kerfa.

Þess vegna getum við boðið réttu tengi-grindalausnina fyrir þitt hitakerfi. Lausnsem byggir á áratuga reynslu við valá stjórnbúnaði fyrir íslenskar hitaveitu-aðstæður.

Við erum með tengigrindur fyrir:

• Ofna- og gólfhitakerfi• Neysluvatn• Snjóbræðslur• Stýringar fyrir setlaugar• Við getum sérsmíðað tengi-

grindur fyrir allt að 25 MW af

Við erum leiðandi í framleiðslu tengi-grinda og stjórnbúnaðar fyrir hitakerfi.

Page 12: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

Norðurál, dótturfyrirtæki alþjóðlega álfram-leiðandans Century Aluminium, hefur ákveðið verulegar fjárfestingar á Íslandi á næstu mán-uðum og misserum, gangi áætlanir eftir. Norð-urál gæti hafið framkvæmdir í Helguvík, sem ásamt tengdum verkefnum hljóða upp á um 150 milljarða króna, með litlum fyrirvara þeg-ar staðfesting fæst á orkuafhendingu til fyrir-tækisins. Útflutningsverðmæti Norðuráls á árinu 2012 var um 80 milljarðar króna.

„Þær spár sem ég hef kynnt mér gefa til kynna að eftirspurn eftir áli muni aukast með hverju árinu, um allt að tveimur milljónum tonna af áli að því talið er. Ef þetta gengur eft-ir tvöfaldast bæði framleiðsla og eftirspurn í heiminum á næstu 20 árum,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Hann seg-ir ástæðurnar fyrir þessari gríðarlegu aukningu á áli á heimsvísu vera aukna almenna neyslu,

að stærstum hluta í Kína og Indlandi, en einn-ig sé stóraukin eftirspurn í Brasilíu og Rúss-landi og fleiri löndum.

Það er einkum í bíla- og byggingaiðnaði þar sem eftirspurn hefur stóraukist eftir áli. Með aukinni notkun áls í bílaiðnaði dregur úr orkuþörf bílanna; léttari bílar þýðir minni los-un gróðurhúsalofttegunda. Fyrir hvert kíló af áli sem notað er í stað stáls í bílaframleiðslu minnkar CO2 losun bílsins um 20 kg yfir líf-tíma hans.

Ragnar telur langtímahorfur í álframleiðslu bjartar. Það helst í hendur við það að Norðurál er komið áleiðis með fjárfestingaverkaefni á Grundartanga upp á annan tug milljarða og byggingu nýrrar verksmiðju í Helguvík.

Stefnir í aukna afkastagetu „Allt frá því Norðurál lauk við byggingu seinni kerlínunnar á Grundartanga árið 2007 hefur framleiðslan aukist hægt og bítandi. Þannig hefur framleiðslan aukist frá 260 þúsund tonnum, sem er skráð framleiðslugeta álversins á Grundartanga, í um 284 þúsund tonn á árs-grundvelli. Sá árangur hefur náðst með straumhækkun, stærri rafskautum og aukinni framleiðni. Við stefnum að því að auka af-kastagetuna um 40-50.000 tonn til viðbótar þannig að hún fari upp í 320-330.000 tonn. Til þess að ná þessu fram þurfum við að stækka rafskautin og skipta út megninu af búnaðinum í skautsmiðjunni sem er frá árinu 1997 og jafnvel eldri og er ekki hannaður fyrir þá afkastagetu sem nú er orðin. Einnig verður bætt við háspennubúnað verksmiðjunnar og svokallaðri undirspennuvörn svo hægt verði að

taka meiri straum inn í verksmiðjuna jafn-framt því að auka rekstraröryggi hennar,“ segir Ragnar.

Í heildina tekið er þetta fjárfesting upp á annan tug milljarða króna sem fellur til hér á landi. Auk þess hefur móðurfélagið keypt raf-skautaverksmiðju í Hollandi. Samanlagt er því fjárfestingin sem tengist starfseminni á Grund-artanga um 20 milljarðar króna. Tvær kerlínur eru á Grundartanga og miðast fjárfestingarnar fyrst og fremst að því að auka afkastagetuna þar. Þetta er verkefni til næstu ára. Meðfram þessu hefur Norðurál unnið að undirbúningi að byggingu nýs álvers í Helguvík. „Það hægði verulega á því verkefni í árslok 2008 þegar efnahagshrunið átti sér stað. Við vonumst til þess að koma því verkefni aftur af stað á þessu ári en endanlegar tímasetningar liggja svo sem ekki fyrir ennþá,“ segir Ragnar.

Heildarfjárfesting upp á 150 milljarða króna

Norðurál er í viðræðum við orkufyrirtækin vegna fyrirhugaðrar starfsemi í Helguvík en ekki er komin endanleg niðurstaða í þau mál. Ragnar bindur vonir við að það gerist á þessu ári. „Framkvæmdir geta hafist um leið og gengið verður frá útistandandi atriðum í samningum um orkukaup. Það liggja fyrir öll leyfi fyrir framkvæmdinni og það er allt tilbúið frá okkar hendi til að fara á fullt í framkvæmd-ir.“ Fyrstu tveir áfangar álvers Norðuráls í Helguvík eru miðaðir við 180.000 tonna af-kastagetu. Þetta þýðir heildarfjárfestingu upp á um 150 milljarða króna vegna framkvæmda við álverið sjálft og tengdar framkvæmdir.

„Ef marka má nýlegar fréttir þá er nú þegar til ákveðið magn umframorku í kerfinu, á bilinu 100 til 200 megawött. Til samanburðar þurfa fyrstu tveir áfangarnir í Helguvík um 300 megavött. Það þyrfti því ekki að virkja jafnmikið í byrjun, heldur nýta það rafmagn sem nú þegar er til í landinu og skapar engar tekjur í dag. Orka sem þegar hefur verið virkj-uð en ekki seld gæti skapað um 25 milljarða á ári í útflutningstekjur,“ segir Ragnar.

Þegar framkvæmdir hafa farið á fullan skrið í Helguvík getur framkvæmdatíminn við fyrstu tvo áfangana verið tvö til fjögur ár, en framkvæmdahraði fari að sjálfsögðu eftir því hvenær raforkan er tiltæk. Ragnar segir að það henti afar vel að fara í framkvæmdir af þessu tagi á þessum tíma. Það sé ládeyða yfir at-vinnulífinu og fólk bíði óþreyjufullt eftir því að framkvæmdastigið aukist í landinu.

„Svona stórar framkvæmdir hefðu einnig afar jákvæð áhrif fyrir þankaganginn og auð-velda okkur að horfa fram á við. Ég hef sjálfur verið í þessari atvinnugrein í fimmtán ár og hef séð að um leið og svona framkvæmdir fara af stað hafa þær þau áhrif að margvíslegt annað fer einnig af stað eftir því sem fólki eykst bjart-sýni á framtíðina.“

Mikil jaðaráhrif eru af starfsemi álvera og hefur verið bent á að í kringum hvert eitt starf í álveri skapist tvö til þrjú störf sem tengjast þjónustu við starfsemi þeirra. Áætlað hefur verið að í kringum 180.000 tonna álver í Helguvík verði til um 1.000 varanleg störf.

nordural.is

Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir fjárfestingar upp á annan tug milljarða króna framundan á Grundartanga.

Allt frá því Norðurál lauk við byggingu seinni kerlínunnar á Grundartanga árið 2007 hefur fram-leiðslan aukist hægt og bítandi.

Framkvæmdir í Helguvík geta hafistum leið og orkuafhending er staðfest

Losun gróðurthúsalofttegunda við fram-leiðslu áls hér á landi er margfalt minni en víðast annars staðar.

Jákvæð hnatt-ræn áhrif

Ef litið er til hnattrænna áhrifa af álfram-leiðslu hér á landi eru umhverfisáhrifin gríðarlega jákvæð. Fyrir liggur að íslensk ál-ver hafa náð miklum árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og eru þar í fremstu röð. Þar við bætist að losun vegna raforkuframleiðslu fyrir áliðnaðinn er með því minnsta sem þekkist.

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda vegna áliðnaðar á Íslandi er nú 78% minni á hvert tonn en að meðaltali í heiminum. Losun gróðurhúsalofttegunda veldur hnatt-rænum áhrifum. Það skiptir því miklu frek-ar máli hve mikil losunin er en hvar hún á sér stað. Ef jarðefnaeldsneyti er notað við álframleiðsluna er losun gróðurhúsaloftteg-unda níu til tíu sinnum meiri en frá álveri á Íslandi þar sem notaðar eru hreinar orku-lindir. Það gildir einu hvort álver eru reist einhvers staðar víðs fjarri Íslandi, t.d. í Kína eða Ástralíu, koltvísýringurinn berst um all-an hnöttinn.

12 | SÓKNARFÆRI

Page 13: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 13

Page 14: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

14 | SÓKNARFÆRI

Á síðustu tveimur árum hefur bygg-ingadeild Límtré Vírnets náð góðum árangri í hönnun og framleiðslu á burðarvirki úr límtré í samkeppni við innflutta stálbita. Stærsti hluti af starfsemi fyrirtækisins er í Borgar-nesi þar sem starfa um 50 manns. Þar fer fram völsun á ál- og stálplöt-um, milliveggjastoðum, þar er blikk-smiðja, járnsmiðja, naglaverksmiðja og rafmagnsdeild. Einingaverk-smiðja er í Reykholti í Biskupstung-um með sex starfsmönnum. Á Flúð-um starfrækir fyrirtækið límtrésverk-smiðju með tíu starfsmönnum.

Sigurður Guðjónsson, forstöðu-maður byggingadeildar Límtrés Vír-nets, staðsettur á sölu- og tæknideild fyrirtækisins í Vesturvör 29 í Kópa-vogi, segir hlutverk deildarinnar fyrst og fremst að afla verkefna fyrir límtrésverksmiðjuna á Flúðum og einingaverksmiðjuna í Reykholti, þó aðrar deildir fyrirtækisins njóti einn-ig góðs af verkefnum hennar. Vel horfi, miðað við stöðuna á bygg-ingamarkaðnum, því nú berist að meðaltali um 30 fyrirspurnir í hverj-um mánuði en árið 2011 sinnti byggingadeildin 45 verkefnum af ýmsum stærðum. Árið 2012 voru verkefnin um 70 talsins þannig að þeim hefur fjölgað þótt enn sé langt í land að verkefnastaðan sé eins og hún var fyrir hrun. Á byggingadeild-inni starfa 6 manns.

„Húsin sem við seljum eru aðal-lega atvinnuhúsnæði, þ.e. iðnaðar-hús, verslunar- og skrifstofuhúsnæði, fiskvinnsluhús, vélageymslur, vöru-geymslur, frystigeymslur og kæliklef-ar. Í landbúnaðarbyggingum höfum við selt fjós, fjárhús, hesthús, véla-geymslur og gróðurhús,“ segir Sig-urður. Einnig hefur Límtré Vírnet

selt talsverðan fjölda af frístundahús-um, þ.e.a.s. íþróttahús, knattspyrnu-hús, sundlaugar, vallarhús, tækja-geymslur, hesthús og reiðhallir.

Límtré Vírnet er nú að undirrita

samning við JÁVERK ehf. um hönnun og framleiðslu á límtrés-grind og yleiningum fyrir nýja reið-höll að Kjóavöllum. Reiðhöllin verður ein stærsta reiðhöll landsins

um 4.000 fermetrar. Þar er gert ráð fyrir um 700-800 áhorfendum. Byggingin á að rísa á þessu ári.

Á síðasta ári sá fyrirtækið um hönnun og framleiðslu á límtrés-grind og stálklæðningu fyrir óein-angrað fjölnotahús á Hornafirði sem kallast Báran. Það athyglisverða við það hús er að burðargrindin er úr límtré en fram til þessa hafa flest knattspyrnuhús verið byggð með stálgrind. Upphaflega átti að byggja húsið úr stálgrind og hafði Límtré Vírnet boðið í verkið á þeim for-sendum. En að athuguðu máli reyndist hagkvæmara að reisa grindina úr límtré en stáli og fékk fyrirtækið verkið á þeim forsendum sem kallaði á breytta hönnun á hús-inu sem byggingadeildin sá um. Fjölnotahúsið á Hornafirði er 4.230 fermetrar að stærð og 75,8 x 55,8 metrar á lengd og breidd. Sigurður kveðst telja að þetta hús henti mjög

vel fyrir mörg sveitarfélög, þar sem ekki er ástæða til að fara upp í fulla stærð vallar.

Annað dæmi um þak á nýtt hús sem fyrirtækið hefur hannað og framleitt með burðargrind úr límtré er fiskvinnsla Marmetis í Sandgerði. „Það var búið að hanna þetta allt úr stáli en okkar lausn í límtré reyndist hagkvæmari þannig að við fengum verkið. Sömu sögu er að segja af þaki á hús Lýsis á Fiskislóð en þar vorum við með frávikstilboð sem reyndist hagkvæmara með límtrés-bitum sem voru málaðir í hvítu,“ segir Sigurður.

Límtré Vírnet velti árið 2011 um 1,52 milljörðum kr. og um 1,67 milljörðum á síðasta ári. Þar af var velta byggingadeildar fyrirtækisins um 23% af heildinni árið 2011 og um 29% árið 2012.

limtrevirnet.is

Límtré Vírnet

Burðargrind úr límtré oft hag-kvæmari kostur en stálgrind

Báran á Hornafirði er glæsileg bygging. Það athyglisverða við það hús er að burðargrindin er úr límtré.

Í landbúnaðarbyggingum byggir Límtré Vírnet m.a. fjós, fjárhús, hesthús, reið-hallir, vélageymslur og gróðurhús.

Límtré Vírnet byggir aðallega atvinnuhúsnæði s.s. iðnaðarhús, verslunar- og skrifstofuhúsnæði, fiskvinnsluhús, vélageymslur, vörugeymslur, frystigeymslur og kæliklefa. Myndin er af Ísneti Sauðárkróki. Arkitektar AVH.

Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.nmi.is

Sprotar.is – ný upplýsingaveitaNýr vefur sem ætlað er að vera helsti vettvangur upplýsingamiðlunar um íslensk sprotafyrirtæki og starfsumhverfi þeirra. Gagnlegar upplýsingar um íslensk sprotafyrirtæki og starfsemi þeirra.

Skráð fyrirtæki eru í dag í kringum 150 talsins. Komdu í heimsókn: www.sprotar.is

Nýsköpunarmiðstöð Íslands veitir frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum öflugan stuðning við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.

Þekking

Það eru ekki alltaf bestu hugmyndirnar sem

komast á legg heldur þær sem byggja á

mestri þekkingu. Starfsmenn Nýsköpunar-

miðstöðvar Íslands aðstoða þig við að

byggja upp reksturinn á markvissan hátt.

Stuðningur

Árlega veitum við rúmlega 10.000 viðtöl þar

sem frumkvöðlar fá leiðsögn við þróun

viðskipta- og vöruhugmynda, stofnun og

rekstur fyrirtækja og gerð viðskiptaáætlana.

Pantaðu tíma í endurgjaldslausa handleiðslu

á heimasíðu okkar.

Upplýsingar

Á vef okkar www.nmi.is er að finna

gagnlegar upplýsingar fyrir einstaklinga og

fyrirtæki. Þar eru m.a. reiknilíkön fyrir

rekstrar- og fjárhagsáætlanir sem koma að

gagni við gerð viðskiptaáætlana.

Aðstaða

Nýsköpunarmiðstöð Íslands rekur fjögur

frumkvöðlasetur í Reykjavík í samvinnu við

fleiri aðila; KÍM-Medical Park, Kvosina,

Kveikjuna og Keldnaholt. Þar fá frumkvöðlar

og fyrirtæki aðstöðu og aðgengi að

skapandi umhverfi, tengslaneti og faglegri

ráðgjöf.

Akureyri | Egilstaðir | Húsavík | Höfn | Ísafjörður | Reykjavík | Sauðárkrókur | Vestmannaeyjar

Nýja fjölnota húsið Hornafirði. Ariktektar GLÁM-KÍM. Sigurður Guðjónsson, forstöðumaður byggingadeildar Límtrés Vírnets, segir verkefnastöðuna á uppleið.

Page 15: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 15

1

1

4

4

2

2

5

5

3

3

6

6

7

7

A A

B B

C C

D D

E E

F F

G G

H H

I I

J J

K K

Myn

d: S

igur

jón

Ein

arss

on

FRAMFARIR Í 50 ÁRÁrið 1963 hófst eldgos undir hafsbotni sem vitnar um hina gríðarlegu orku sem býr í jarðgrunni Íslands. Surtsey reis úr sæ og hefur nú staðið af sér brimrót í 50 ár. Þessa orku hefur Íslendingum tekist að beisla og nýta landi og þjóð til velferðar og hagsbóta.

Frá árinu 1963 hefur starfsfólk Mannvits og forverar þess verið leiðandi í ráðgjöf á fjölþættu sviði orkunýtingar, iðnaðar og mannvirkja á Íslandi.

Við þökkum samstarfsaðilum okkar og viðskiptavinum fyrir farsælt samstarf í hálfa öld. Megi næstu 50 ár leiða af sér aukna velferð með traust, víðsýni, þekkingu og gleði að leiðarljósi.

ns

so

n &

Le

’ma

ck

s

jl.i

s

sÍa

Page 16: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

16 | SÓKNARFÆRI

idex.is - sími 412 1700framl.- sölu- og þjónustuaðili

Schüco á Íslandi

- merkt framleiðsla

• Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex álgluggum ehf.• Hágæða álprófílkerfi frá Schüco• Schüco tryggir lausnir og gæði• Þekking og þjónusta• Áralöng reynsla

Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga

Álgluggar

- þegar gæðin skipta máli

www.schueco.is

Ásbrú er staður til að búa, læra, rannsaka, þróa og skapa. Þar er öfl-ugt atvinnulíf í mikilli nánd við rannsóknar- og þekkingarsamfélag menntastofnanna. Fyrirtæki sem starfa á Ásbrú nýta sér aðgang að menntun og rannsóknarsetri hjá Keili og þar með skapast sterkt sam-spil menntunar og atvinnuuppbygg-ingar er leiðir til sterks grundvallar undir alla þróun á Ásbrú. Græn orka og nálægð við alþjóðlegan flugvöll og alþjóðlega höfn mun verða öllu skapandi starfi á Ásbrú til framdrátt-ar og stækka sóknarsvæði þess með öflugum tengingum við alþjóðasam-félagið á mögum sviðum.

Frá árinu 2006 hefur Ásbrú verið umbreytt úr yfirgefinni herstöð á gamla varnarsvæðinu við Keflavíkur-flugvöll í einstakt samfélag frum-kvöðla, fræða og atvinnulífs. Þús-undir fermetra af áður tómu íbúðar- og atvinnuhúsnæði iða nú af lífi hugmyndaríkra frumkvöðla, menntafólks á mörgum skólastigum og fjölbreyttrar flóru fyrirtækja. Á

Ásbrú búa í dag um 2.000 íbúar á stærsta háskólagarði á Íslandi.

Atvinnulífið á ÁsbrúÁ Ásbrú hefur náðst ótrúlegur ár-angur við atvinnuuppbyggingu á svæðinu frá brotthvarfi bandaríska varnarliðsins. Í dag starfa yfir 600 manns á Ásbrú í 115 fyrirtækjum. Mikil uppbygging hefur verið í kringum fyrirtæki tengd heilsu og ýmisskonar tækni. Þá hefur verið mikil uppbygging í kringum Keili og frumkvöðlasetrið Eldey á Ásbrú. Þær námsleiðir sem Keilir bíður upp á byggja á sömu styrkleikum og hafðir hafa verið að leiðarljósi við uppbyggingu á Ásbrú.

Tækni- og heilsuþorp á ÁsbrúÞróun á svæðinu hefur verið skipt upp í minni þorp sem hverju um sig er ætlað að skapa umgjörð um til-teknar tegundir atvinnu. Þetta er gert til að ná fram markvissari um-gjörð um uppbyggingu klasa á Ásbrú. Tilbúnar byggingar og lóðir

ásamt góðri staðsetningu þar sem stutt er í samgöngur bæði innlendar sem alþjóðlegar og tengingar við græna orku gera Ásbrú að eftirsókn-arverðum kosti.

Í tækniþorpinu á Ásbrú er tekið á móti fyrirtækjum sem vinna með einhverjum hætti á sviði tækni. Frá haustinu 2011 hefur Verne Global starfrækt grænt alþjóðlegt gagnaver á Ásbrú. Með tilkomu Verne Global er ljóst að spennandi tímar eru fram-undan í frekari uppbyggingu á

Ásbrú. Í heilsuþorpinu má svo finna margskonar fyrirtæki á sviði heilsu. Heilsuþorpið er frábærlega staðsett með góðri tengingu við alþjóðasam-félagið og liggur því vel við alþjóð-legri heilsuferðamennsku.

Framtíðarupp-bygging á Ásbrú

Áframhaldandi nýting núverandi mannvirkja á svæðinu bætir sam-keppnisstöðu Reykjaness á flestum sviðum og mun leggja grunn að

uppbyggingu vistvæns samfélags þar sem fjölbreytt atvinnulíf og menn-ing blómstrar. Sú þróun, sem þegar er orðin, mun leiða til stofnunar og vaxtar fjölmargra sprotafyrirtækja á sviði heilsu, tækni og flutninga. Inn-viðir, stærð og staðsetning landsvæð-is og lóða innan svæðisins munu laða til sín fyrirtæki í margs konar iðnaði. Þar skiptir sköpum öruggt aðgengi að grænni orku og návist al-þjóðaflugvallar með beinum sam-göngutengingum við alþjóðasamfé-lagið.

asbru.is

Frá haustinu 2011 hefur Verne Global starfrækt grænt alþjóðlegt gagnaver á Ásbrú.

Í tækniþorpinu á Ásbrú er tekið á móti fyrirtækjum sem vinna með einhverjum hætti á sviði tækni.

Heilsuþorpið á Ásbrú er frábærlega staðsett með góðri tengingu við alþjóðasam-félagið.

Sterk uppbygging samfélagsins á Ásbrú

Á Ásbrú búa í dag um 2.000 íbúar á stærsta háskólagarði á Íslandi

Hagkerfi hreinnar orku

Á vefsíðu Nýsköpunarmið-stöðvar segir að Íslensku jarð-hitaráðstefnunni 2013 hafi lok-ið „með feiknagóðri ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, sem gerði hagkerfi hreinorku meðal annars að umtalsefni sínu og yfirlitsræðu Jefferson W. Tester, prófessors við há-skólann í Cornell í Bandaríkj-unum.“

Þar kemur og fram að Þor-steini Inga Sigfússyni, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands hafi verið boðið til fundar á Bessastöðum í tilefni komu Tester til landsins. Hann segir: „Við áttum ánægjulegar sam-ræður um hreinorku og hag-kerfi, sem Ólafur forseti kallaði „Clean Energy Economy“ og flutti hann bestu ræðu sem ég hef heyrt hann flytja frá önd-verðu.“ Þorsteinn hrósaði einn-ig „feikna góðri ráðstefnu „sem Hákon í Gekon og hans hópur átti veg og vanda af og nutu sterkrar aðstoðar lykilfólks úr orkuiðnaðinum hér á landi.“

Heimild: nmi.is

Page 17: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 17

Það er stefna TM að byggja langtíma­samband við okkar viðskiptavini með traustu og öflugu samstarfi.

Ef eitthvað kemur fyrir,þá viltu vera hjá TM.

Í tólfta sinn eru viðskiptavinir TM ánægðustu viðskiptavinir trygginga- félaga samkvæmt íslensku ánægju-voginni 2012. Ekkert fyrirtæki á Íslandi hefur jafn oft hlotið þennan heiður og það þökkum við góðu og traustu sambandi við viðskiptavini okkar.

Frá árinu 2005 hafa margir viðskipta vinir TM, sem lentu í tjóni, deilt með okkur hvernig þeir upplifðu úrlausn sinna mála. Svörin sýna ekki aðeins að það skiptir miklu máli hvar þú tryggir, heldur líka af hverju.

Í fyrsta lagi er ráðgjöfin sem þú færð þegar þú kaupir tryggingar lykilatriði. Með réttri ráðgjöf veistu hvað þú þarft að tryggja og lendir síður í því að verða fyrir tjóni sem tryggingarnar ná ekki yfir.

Í öðru lagi er það hagur allra þegar tjónamál koma upp að úr þeim sé leyst fljótt og vel. Því fyrr sem lífið kemst í samt horf, því betra fyrir alla og því skipta góð viðbrögð öllu máli.

Á afhverju.tm.is getur þú séð fjölda umsagna viðskiptavina sem lent hafa í tjóni og notið þjónustu TM.

07 08 09 10 11 120099 01 02 03 04 05 06

1 1 1 11 2

1 11 1 2 1 1 1

Á síðustu 14 árum hefur TM verið 12 sinnum með ánægðustu viðskiptavini tryggingafélaga.

Í þriðja lagi getur skipt miklu hvernig brugðist er við tjóninu sjálfu. Ef fyrir­tæki lendir til dæmis í bruna er mikil­vægt að komast hjá því að reksturinn stöðvist. Þá skiptir afgreiðsla og aðkoma trygginga félagsins miklu máli.

Í dag var venjulegur dagur.

Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 [email protected] afhverju.tm.is

Ánægðustuviðskiptavinirtryggingafélaga.

Hvað þýðir það nákvæmlega?

Page 18: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

18 | SÓKNARFÆRI

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Grund-artanga en talsvert meiri uppbygging er þar framundan og tækifærin mörg, að sögn Gísla Gíslasonar, fyrrverandi bæjarstjóra á Akranesi og hafnarstjóra Faxaflóahafna frá árinu 2005. Hann segir Grundartanga bjóða upp á alla kosti góðs iðnaðar- og athafnasvæðis en að ósveigjanlegar skipulagsreglur torveldi fram-gang mála. Hann er þó þeirrar skoðunar að öflug erlend fyrirtæki eigi eftir að bætast í hóp þeirra fyrirtækja sem nú eru með starfsemi á Grundartanga.

Uppbyggingin á Grundartanga hófst árið 1978 þegar Íslenska járnblendifélagið hóf þar starfsemi. Lítið gerðist næstu tvo áratugina eða allt þar til Norðurál reisti þar álverksmiðju 1998. Í kringum síðustu aldamót var skipulagi á stjórnun á Grundartanga breytt og um svip-að leyti eru Faxaflóahafnir farnir að huga að frekari nýtingu svæðisins fyrir aðra atvinnu-starfsemi en eingöngu stóriðju.

„Við höfum síðastliðin ár varið nokkuð stórum fjárhæðum í að byggja upp innviðina eins og til að mynda vegi, lóðir og hafnarað-stöðu. Enn fremur hafa hátt í tíu fyrirtæki af smærri gerðinni hafið þar starfsemi og stutt mjög vel við þá starfsemi sem þar var fyrir. Nú eru komnir innviðir fyrir nánast hvaða hafn-sækna iðnaðarstarfsemi sem er. Með höfninni og nálægðinni við höfuðborgarsvæðið og öfl-ugum afhendingarpunktum á raforku er ekki ofmælt að segja að þetta svæði sé á heimsmæli-kvarða fyrir framleiðslufyrirtæki. Það er allt til staðar og hreiðrið er tilbúið. Nú þurfum við bara fleiri unga í það.“

Á svæðinu hafa verið skipulagðir 90 hektar-ar og aðrir 120 hektarar bíða skipulagningar. Það veltur á stærð fyrirtækjanna hve mörg bætist í hóp þeirra sem fyrir eru en Gísli telur að þau geti hlaupið á einhverjum tugum. Og það geti gerst án mikillar fyrirhafnar.

Lítill sveigjanleiki í skipulagsmálum„Það sem hefur reynst okkur erfiðast í mark-aðssókn fyrir Grundartanga er skipulagsmálin og regluverkið í kringum þau. Ég hef fullan skilning á því að það þurfi að vera skýrar regl-ur varðandi skipulag og framkvæmd þess málaflokks. En grundvallaratriði á svona svæði er sveigjanleiki og það er fyrirbæri sem fer lítið

fyrir í skipulagslögum. Ég held að það sé verk-efni fyrir sveitarstjórnarmenn og stjórnmála-menn að athuga hvernig auka megi sveigjan-leikann án þess í rauninni að draga úr kröfum um skýra sýn í skipulagsmálum.“

Stefna Faxaflóahafna hefur verið sú að horfa frekar til uppbyggingarinnar á Grundar-tanga með meðalstór framleiðslufyrirtæki í huga fremur en stóriðju. Einnig er horft til þess að þau fyrirtæki sem byggja upp starfsemi á staðnum valdi sem minnstri röskun gagnvart umhverfinu.

„Við viljum ná því besta út úr svæðinu án þess að auka á mengunarálagið sem þar er. Við viljum því starfsemi sem veldur lágmarks um-hverfisröskun og að okkar mati eru mörg tæki-færi framundan. Við höfum að vísu fundið fyrir því síðastliðin tvö ár að það er ekki ein-ungis efnahagsástandið á Íslandi sem hefur áhrif á uppbygginguna á Grundartanga heldur einnig efnahagsástandið í heiminum,“ segir Gísli.

Hann segir að heimsóknum áhugasamra aðila erlendis frá hafi fækkað en hann kveðst fullviss um að áhugi þeirra vakni á ný þegar betur árar. Gísli segir að engu að síður berist mörg erindi til Íslands frá áhugasömum aðil-um sem sumir hverjir eru með athyglisverðar hugmyndir um uppbyggingu hér á landi.

Þarf að taka á móti erlendum aðilum með markvissari hætti

„En hvað áhugaverðu kostina áhrærir þurfum við að gæta okkar á því að vera ekki með opin-berar tilskipanir um það hvar þessi fyrirtæki eiga að vera heldur leyfa þeim að velja þá staði sem henta þeim best og þar sem innviðirnir eru fyrir hendi. Um leið og við förum að beina fyrirtækjum inn á ákveðna staði minnkar áhuginn snarlega. Það eru dæmi um það að verkefni hafi beinlínis gufað upp fyrir þær sak-ir að við höfum ekki tekið á móti þessum aðil-um með nægilega markvissum hætti. Ég get nefnt dæmi eins og finnska fyrirtækið Kemria sem sýndi áhuga á uppbyggingu á Grundar-tanga og Húsavík. Fyrirtækið fékk þau skila-boð að vandinn snerist um afhendingu á orku sem ekki væri möguleg nema á Norðaustur-landi og þá ekki fyrr en í lengri framtíð. Þetta þýddi auðvitað það að viðkomandi fyrirtæki

hafði ekki mikinn áhuga á því að fylgja málinu eftir. Við þurfum að skerpa á þessu sem þjóð hvernig við ætlum að taka á móti fyrirtækjum sem sýna áhuga á því að setja upp starfsemi hér á landi,“ segir Gísli.

Hann bendir þó á að markaðsskrifstofa Ís-landsstofu hafi verið í samstarfi við Faxaflóa-hafnir og segir Gísli að gott starf sé unnið þar. „En við þyrftum á því að halda að grípa betur þau góðu tækifæri sem okkur bjóðast og hafa skoðun á því hvað henti. Við erum að horfa til þeirra sem hafa á sér gott orð og eru með áhugaverða framleiðslu. Við tókum t.a.m. þátt í markaðssetningarverkefni með fleiri aðilum sem miðaði að því að koma Íslandi betur á framfæri sem valkost fyrir koltrefjaframleiðslu. Við teljum slíka framleiðslu afar áhugaverða, hóflega stóra, með litlum umhverfisáhrifum og umhverfisvænni framleiðslu. Við viljum fá þessa aðila til landsins en í framhaldinu verða þeir að velja sér staðsetningu. Gangi þetta eftir erum við mjög bjartsýnir með Grundartanga sem valkost. Við vitum að við erum með mjög sterka innviði til þess að taka á móti slíkri starfsemi.“

Hluti af atvinnusvæði höfuðborgarinnar

Gísli segir að almennt í framleiðslustarfsemi sé horft mikið til grænnar orku. Þess vegna séu öflug tengivirki fyrir rafmagn mjög mikilvæg. Ekki skipti síður góð hafnaraðstaða máli og sömuleiðis aðgengi að vinnuafli á mjög breiðu sviði. „Þetta hefur Grundartangi upp á allt að bjóða. Starfsemin á Grundartanga er í raun hluti af atvinnustefnu Reykjavíkurborgar og starfsemin þar hefur mikil áhrif á atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gísli.

Um fjórðungur af öllum launagreiðslum á Grundartanga skila sér í útsvari til sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu og þetta hlutfall á eftir að vaxa. Stór hluti allrar sérfræðivinnu á svæð-inu kemur frá höfuðborgarsvæðinu. „Grundar-tangi er mjög gott dæmi um svæði þar sem hreppamörk skipta engu máli í samhengi við atvinnusvæðið. Þeir sem þarna vinna velta því lítið fyrir sér hvað sveitarfélagið heitir. Það sem skiptir það máli er atvinnan.“

Gísli segir að mörg öflugustu fyrirtækin í járniðnaði séu á Grundartanga, Héðinn, Stáls-

miðjan, GT tækni, Meitill ehf. og Hamar. Síð-an eru tvö fyrirtæki að hefja starfsemi í endur-vinnslu, þ.e.a.s. Kratus ehf. í endurvinnslu á álgjalli, og GMR endurvinnslan ehf. Þá er í skipulagi gert ráð fyrir aðstöðu fyrir slipp á Grundartanga.

„Þá vaknar sú spurning hvort fjárfestar eru nægilega sterkir til þess að horfa til framtíðar hvað varðar skipaþjónustu og viðgerðir á Ís-landi. Íslenskir slippar eru meira eða minna gerðir fyrir togarastærðir en ef við ætlum að taka þátt í þjónustu við skip á norður Atlants-hafi, t.d. með auknum siglingum um Norður-höf, þá er ljóst að við erum ekki með aðstöðu við hæfi. Þarna er sóknarfæri sem bíður okkar. Loks má nefna að núna eru tvö til þrjú, erlend fyrirtæki áhugasöm um að byggja upp starf-semi á Grundartanga, en á þessu stigi er málin heldur skammt komið og ekki hægt að nefna nöfn í því sambandi. En við erum ánægðir ef menn sýna áhuga á uppbyggingu á svæðinu.“

Gísli kveðst vonast til þess að verkefni finnska fyrirtækisins Kemia verði endurvakið því það henti einkar vel fyrir athafnasvæðið á Grundartanga. Fyrirtækið framleiðir sódí-umklórat sem notað er til pappírsiðnaðar. Framleiðslan fer fram með rafgreiningu á salti með óverulegum umhverfisáhrifum.

„Mín tilfinning er sú að gjaldeyrishöft og ástanda efnahagsmála á Íslandi hafi ekki haft mikið að segja um áhuga erlendra fyrirtækja að hasla sér völl hér. En það er mjög líklegt að þessi staða muni hafa neikvæð áhrif þegar tækifærin fara að gefast í auknum mæli. Ég held að það sé einsýnt að þessi staða verði þröskuldur til lengri tíma ef ekki tekst að bæta úr. Á móti má segja að með því að fá inn er-lend fyrirtæki með starfsemi sína sé jafnframt verið að hjálpa okkur til að losa um gjaldeyris-höftin með auknu streymi á gjaldeyri inn og út úr landinu. Það er mikið rætt um að koma hjólum atvinnulífsins af stað og langstærsti þátturinn í því er að grípa þau tækifæri sem þó eru fyrir hendi til þess að auka tekjurnar. Reynsla Íslendinga af öllum kreppum er sú að við þurfum að vinna meira og afla meiri tekna til þess að komast út úr þeim.“

faxafloahafnir.is

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir fjölmörg tækifæri framundan og höfnin á Grundartanga er eitt þeirra.

Grundartangi hefur alla kosti góðs iðnaðar- og athafnasvæðis

Rætt við Gísla Gíslason hafnarstjóra Faxaflóahafna sem segir að öflug erlend fyrirtæki eigi eftir að bætast í hóp þeirra fyrirtækja sem nú eru á Grundartanga

Page 19: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 19

GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ - ÞAÐ ER TENGI

Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050

ALLT FYRIR BAÐHERBERGIÐ HJÁ TENGI

Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • [email protected]

Page 20: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

20 | SÓKNARFÆRI

Dalvegur 6-8201 KópavogurSími 535 [email protected]

„Það er mikill áhugi í dag á útivist og náttúrunni og því dafna áhuga-mannafélög og margvíslegir ferða-hópar sem aldrei fyrr. Útivist er eitt þessara áhugamannafélaga en félagið var stofnað fyrir tæpum 40 árum og hefur því gengið í gegnum ýmsar sveiflur í samfélaginu en alltaf staðið fyrir sínu. Starf félagsins er í raun byggt upp með sama hætti og það var fyrst eftir stofnun; að standa fyrir fjölbreyttum ferðum þar sem félags-menn með góða ferðareynslu leiða félaga sína um landið og miðla af þekkingu sinni. Fyrir okkur er dýr-mætt að geta stundað áhugamálið á þennan hátt og njóta náttúrunnar í góðum félagsskap og þess vegna get-ur Útivist haldið úti öflugu starfi sem byggir á áhugamennsku,“ segir Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar í samtali.

Ferðir allt áriðFerðafélagið Útivist stendur fyrir ferðum allt árið og nú þegar vetri tekur að halla er ýmislegt spennandi á dagskrá. „Flesta sunnudaga bjóð-um við upp á dagsferðir og er þá yfirleitt farið með rútu frá BSÍ en með því að hópurinn fari saman í rútu opnast margir möguleikar því þá er ekki nauðsynlegt að enda gönguna á sama stað og hún hefst. Þátttakendur bóka sig í göngurnar á vef félagsins en nýlega var tekin í notkun ný vefsíða. Áður var fyrir-komulagið þannig að þátttakendur

mættu á BSÍ og gengu þar frá greiðslu í ferðina, en þar sem það þarf lágmarksfjölda til að standa undir rútukostnaði er mikið hagræði af því að hafa forbókun í ferðirnar,“ segir Skúli.

Á þessum tíma árs eru göngu-skíðaferðir skemmtilegur ferðamáti. Að vísu hefur snjóleysi undanfarinna ára gert fólki erfitt fyrir en þá hefur verið leitað inn á snjóasvæði, m.a. inn á hálendið, vestur á Strandir eða á Tröllaskaga. „Um páskana næstu verður gönguskíðaferð í Dalakofann

inn á Fjallabak og þó svo engu sé treystandi varðandi snjóalög í dag þá eru líkurnar samt meiri þegar komið er í þetta mikla hæð yfir sjávarmáli. Um miðjan apríl verður svo á dag-skrá gönguskíðaferð í Fjörður, en þar er jafnan þokkaleg snjóakista.“

Sumarið er spennandi„Í júní byrjar svo sumardagskrá okk-ar en hún er þétt skipuð lengri og skemmri ferðum víðsvegar um land-ið. Í byrjun júní er á dagskrá hjá okkur ferð sem er spennandi áskor-

un fyrir alla vaska göngumenn en þá er gengið á einum og sama sólar-hringnum á Hvalfell, Botnsúlur, Búrfell, Skálafell, Móskarðshnjúka og Esju. Þetta verkefni er í samstarfi við verslunina Íslensku Alpana og því köllum við það Útivistar – Alp-arnir.“

Flestir sem fara í ferðir með Úti-vist kjósa að gerast félagsmenn í fé-laginu, enda mikill ávinningur sem því fylgir. Skúli bendir á að félags-menn fái lægra verð í allar ferðir, ríf-legan afslátt á skálagistingum í skál-

um félagsins og góða afslætti í flest-um útivistarverslunum. „Þessu til viðbótar hefur félagið nú gert samn-ing við útgefanda Útiveru – tímarits um útivist og ferðalög og er nú áskrift að þessu ágæta tímariti inni-falið í félagsgjöldunum. Fá félags-menn tímaritið sent til sín án auka-kostnaðar fjórum sinnum á ári. Þetta er frábær viðbót við allt annað sem fæst með félagsaðild að Útivist.“

utivist.is

Á Reykjanesi

Á góðum degi á Tröllakirkju Útivist stendur fyrir fjölbreyttum ferðum þar sem félagsmenn með góða ferða-reynslu leiða félaga sína um landið og miðla af þekkingu sinni. Myndin er tekin í göngu Útivistar á Skálafell.

Gríðarlegur áhugi á útivist- segir Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri Útvistar

Page 21: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 21

Dalshraun 8rB rÚM 220 hafnarfirði síMi 555 0397www.rBruM.is

Alþjóðleg viðurkenn-ing fyrir framúrskar-andi árangur í framleiðslu í rúmum og springdýnum.

Opið alla virka Daga frá 8 - 18 Og á laugarDöguM frá 10 - 14

ÍSLENSK HÖNNUNí áraraðir hefur ragnar Björns-

son ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir

óskum viðskiptavina. við ráð-leggjum fólki að hafa tvær dýnur í öll-

um hjónarúmum og tengja dýnurnar saman með rennilásum. Mismunandi stífleika er hægt að

velja allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt fram-úr. Mikið úrval af öllum tegundum rúma.

hafið samband við sölumenn okkar fyrir frekari upplýsingar.

70 ára

Page 22: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

22 | SÓKNARFÆRI

Ísmar ehf. í Síðumúla í Reykjavík er innflutningsfyrirtæki sem þjónustar verktaka og opinbera aðila með allt frá einföldum umferðakeilum upp í hátæknibúnað af ýmsu tagi. Fyrir-tækið varð 30 ára á síðasta ári. Fyrir-tækið flytur inn og selur m.a. GPS-tæki, lasertæki og alstöðvar frá Trimble á vinnuvélar, gröfur, ýtur og hefla. Trimble er einn stærsti fram-leiðandi heims á sviði GPS-tækja og annarra tækja og hugbúnaðar til landmælinga. Flest allir verktakar á landinu nota Trimble GPS mæli-tæki.

„Mælingamenn á jörðu niðri nota einnig GPS-tæki frá Trimble og með þeim framkvæma þeir útsetningu, magntöku o. fl. Í jarðýtum sér GPS-tækið alveg sjálfvirkt um stýringu á tönn jarðýtunnar. Við það þarf minna að lagfæra eftirá þar sem unn-ið er beint eftir þrívíddarlíkani,“ seg-ir Gísli Svanur Gíslason sölustjóri.

Ísmar rekur einnig sínar eigin GPS-leiðréttingastöðvar út um allt land sem nýtast fyrir landmælinga-menn og vinnuvélar sem eru með GPS vélstýringar frá okkur. GSM-Modem er innbyggt í langflestum nýjum tækjum frá Trimble. Stöðv-arnar senda gögn í gegnum GSM-netið beint til GPS-tækja mælingar-manna og vinnuvélanna. Mælinga-menn þurfa ekki lengur að stilla upp fastastöðvum ( Base ) til að vinna út frá heldur hringja inn í leiðréttinga-stöð og við það sparast tími og tækjakaup.

Ísmar selur einnig leisertæki, allt frá litlum punktaleiserum upp í há-tæknivædda jarðgangaleisera. Við-skiptavinir Ísmar eru meðal annars verkfræðistofur, verktakar, mælinga-menn, Jarðvísindastofnun Íslands, Veðurstofan, Háskóli Íslands, Land-mælingar Íslands, Vegagerðin, Landsvirkjun og Fornleifastofnun svo dæmi séu nefnd.

„Nýjung sem við bjóðum upp á er ómannað loftfar sem tekur mynd-ir sem nýtast við gerð líkana og loft-mynda. Þetta er ný tækni til land-mælinga og höfum við þegar afhent tvö slík tæki,“ segir Gísli. Farið er framleitt af Gatewing sem er fyrir-tæki í eigu Trimble.

Þann 12. mars sl. var farinu í fyrsta skipti flogið á Íslandi. Flugvél-

in er í eigu Landslagsmódela ehf. Flugstjóri var Sigurður Hrafnsson frá Landslagsmódel og aðstoðarflugmað-ur Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá Ísmar. Gatewing er ómannað loftfar

til líkana- og loftmyndagerðar eins og fyrr segir. Vélin flýgur eftir fyrir-fram ákveðnum ferlum. Flughæð er á milli 100 m og 750 m. Nákvæmni í hæðarlíkönum er allt að 5 cm.

Myndirnar sem farið tekur eru til dæmis notaðar til þess að búa til þrí-víddarmyndir af nýju vegstæði eða við undirbúning annarra fram-kvæmda. Þá má hugsa sér að þessi

tækni nýtist vel til þess að fylgjast með bráðnun jökla, stöðu uppi-stöðulóna o.m.fl.

ismar.is

Vinna við gerð Vaðlaheiðarganga hefst strax eftir páska og verður þá komið fyrir vinnubúðum Eyjafjarð-armegin, bæði gisti- og skrifstofu-búðum. Verið er að ganga frá ráðn-ingum fyrstu starfsmanna sem verða á bilinu 20-30 í upphafi. Auk vinnu við búðirnar verða ýmsar fram-kvæmdir á svæðinu við gangamunn-ann verkefni komandi vikna en hin eiginlega borun mun síðan hefjast í júlí.

Jón Leví Hilmarsson, verkefnis-stjóri hjá ÍAV, segir að samkvæmt verkáætlun taki borun tvö ár og að bormenn mætist frá Eyjafirði og úr Fnjóskadal í september 2015. Borun

mun hefjast Fnjóskadalsmegin sumarið 2014 og því verður mun lengri hluti leiðarinnar boraður frá Eyjafirði.

„Öll tækni sem við notum í þessu verkefni er þekkt úr hliðstæðum gangaverkefnum sem við höfum unnið hér á landi á undaförnum ár-um. Við fáum sérstaka þriggja arma borvargna erlendis frá og sá fyrri kemur til landsins nú í upphafi sum-ars,“ segir Jón Leví en góð viðbrögð voru við auglýsingu eftir starfs-mönnum nú í marsmánuði. Manna þarf þrjár vaktir bormanna en unnið verður allan sólarhringinn, alla daga ársins. Auk starfsmanna við bor-unina sjálfa eru ráðnir starfsmenn sem vinna í viðhaldi tækja og fleiru.

„Starfsmenn í verkefninu koma til með að verða flestir þegar við verðum komnir í gegn og vinna hefst við frágang, raflagnir, vegagerð og þess háttar,“ segir Jón Leví en áformað er að göngin verði afhent þann 19. desember 2016.

Vaðlaheiðargöng verða samtals 7,5 km að lengd, að meðtöldum vegskálum. Leggja þarf samtals um 4 kílómetra vegakafla að göngunum sem tengja þau þjóðvegakerfinu. Hæsti punktur ganganna verður um 800 metrum frá munna Fnjóska-dalsmegin og halla göngin þannig að stærstum hluta að Eyjafirði. Áætlað er að um 500 þúsund rúmmetrar af jarðvegi komi frá gangagerðinni.

Veghefill með GPS-tæki sem stýrir tönninni sjálfvirkt. Ómannað loftfar frá Gateway tekur myndir sem nýtast til gerðar líkana og loft-mynda.

Vaðlaheiðargöng afstað eftir páska!

Ómannað loftfar– ný tækni til landmælinga

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301 • Netfang [email protected] • Heimasíða www.axis.is

EINRÚM skapar þér

vellíðan, kyrrð og róNý íslensk hönnun eftir

Sturlu Má Jónsson, húsgagna- og innanhússarkitekt.

Í sumar verður lokið við þessa brú yfir þjóðveginn á Svalbarðsströnd en yfir hana koma grjótflutningabílar til með að fara með efni úr Vaðlaheiðargöng-unum.

Page 23: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 23

Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 102, 600 Akureyrisími: 545 3200 » [email protected] » www.maritech.is

Gold Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

- tryggir þér samkeppnisforskot

Fjármálastjórinn:„Hlutverk mitt er að hafa y�rsýn y�r reksturinn og geta greint frá stöðunni á skilmerkilegan hátt.“Maritech sérhæ�r sig í Microsoft Dynamics NAV viðskiptalausnum.

Page 24: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

24 | SÓKNARFÆRI

„Það hefur sjaldan verið jafn auðvelt að eignast sumarhús og eftir að við byrjuðum að selja nýju rammahúsin árið 2010. Móttökurnar hafa verið mjög góðar, bæði frá einstaklingum sem eru að leita sér að sumarhúsum til eigin nota og eins frá aðilum í ferðaþjónustu sem eru að byggja upp gistirými til útleigu,“ segir Kjartan Long, verkefnastjóri hjá Byko. Rammahúsin eru framleidd í verksmiðju BYKO í Lettlandi og koma að hluta forsniðin og tilbúin í pakka. Húsin eru framleidd í sam-ræmi við íslenskar byggingareglu-gerðir og miðast framleiðsla þeirra við ströngustu gæðakröfur sem gerð-ar eru til byggingar sumarhúsa á Ís-landi. Hönnuður húsanna er Magn-ús H. Ólafsson arkitekt, margreynd-ur arkitekt á sviði eininga- og sum-arhúsa.

Hægt að fá húsin í ólíkum stærð-um, allt frá innan við 30 fermetrum og upp í rúma 63 fermetra. Auðvelt er að stækka húsin enn og hafa sem lengju minni gistirýma með allt að 2-12 íbúðum.Auk þess að geta feng-ið húsin í fjölmörgum stærðum er hægt að kaupa þau á tveimur mis-munandi stigum. Efnispakki 1 mið-ast við allt efni til að gera húsið til-búið að utan, fokelt að innan auk einangrunar í gólf og gólfspónaplöt-ur. Efnispakki 2 miðast við húsið til-búið að utan og innan með inni-hurðum og gólfefnum auk sturtu-klefa, salernis og baðskáps með handlaug.

Verðið er mjög hagstætt eins og áður segir og er hægt að fá 26,6 fer-metra hús fullbúið að utan og fok-helt að innan frá 2,2 milljónum. Þá kostar 50,8 fermetra hús frá 3,4 milljónum til 4,9 milljóna og 4 íbúða hús fyrir ferðaþjónustu frá 5,8 milljónum til 8,6 milljónum eftir því hvort tekinn er pakki 1 eða 2. Aðalteikningar, skráningartöflu- og

burðarþolsteikningar eru innifaldar í verði að því gefnu að fyrir liggi sam-þykkt deiliskipulag eða ígildi þess. Kostnaður við undirstöður húsanna, raflagnir og pípulagnaefni er ekki innifalinn í verði.

„Rammahúsin er hagkvæmur og þægilegur kostur því með kaupum á þeim fá viðskiptavinir allan pakkann tilbúinn, þ.e. aðalhönnun, sam-þykktar byggingarnefndarteikningar og burðarþolsteikningar og að sjálf-sögðu efnispakka með greinargóðum leiðbeiningum,“ segir Kjartan að lokum. Hægt er að finna meiri upp-lýsingar um rammarhúsin á heima-síðu BYKO, Sölumenn BYKO veita einnig frekari upplýsingar í síma 515-4000.

byko.is

Wise sérlausnir Maritech á sviði við-skiptagreindar veita fjölbreytta möguleika á að fylgjast með og greina upplýsingar fyrir stjórnendur í rauntíma. Um er að ræða sérhann-að umhverfi fyrir úrvinnslu gagna og miðlun verðmætra upplýsinga.

Maritech lauk nýlega við nýja út-gáfu 4.0. af Wise Analyzer, greining-artóli. Að sögn Stefáns Torfa Hösk-uldssonar, þróunarstjóra .Net lausna hjá Maritech hefur Wise Analyzer verið ein vinsælasta lausn Maritech síðustu árin. Hann segir að í nýrri útgáfu hafi sérstaklega verið leitast við að gera lausnina öflugri, hrað-virkari og notendavænni.

Meðal helstu nýjunga má nefna:» Breytt útlit» Meiri hraði» Sniðmát fyrir skýrslur» Visual Query Builder (fyrir-

spurnarform)» Sjálfvirkar uppfærslur á við-

bótum» Öflugri og notendavænni

veltitöflur (Pivot grid)» Betri og fjölbreyttari afmark-

anir» Öflugri gröf» Margar aðrar endurbætur á

virkni

Wise Analyzer greiningartólið gefur mismunandi sýn á upplýsingar

úr fjárhag, viðskiptamanna- og lán-ardrottnabókhaldi, birgðum og verkbókhaldi. Notandinn getur auð-veldlega breytt sinni sýn, vistað og veitt öðrum aðgang. Ekki er lengur þörf á að skrifa út skýrslur, heldur getur notandinn á aðgengilegan hátt nálgast upplýsingarnar þegar hentar.

Maritech býður einnig aðrar lausnir á sviði viðskiptagreindar. Meðal annarra lausna má nefna Wise BI teninga sem hægt að skoða með Wise Analyzer út frá mismun-andi sjónarhornum. Hægt er að velja á milli teninga s.s fjárhags, birgða-, sölu- og verktenings. Wise skýrslur gera notendum kleift að gerast áskrifendur eða taka út skýrslur með lykiltölum rekstrar s.s varðandi fjár-hag, rekstur, viðskiptatengsl eða mannauð.

Wise BI lausnir vinna jafnt á raungögnum sem og OLAP tening-um með vöruhús gagna sem millilag og auðvelda ákvarðanatöku, ásamt því að veita betri yfirsýn yfir rekstur-inn. Lausnirnar eru í kunnuglegu umhverfi og aðgengilegar fyrir not-endur. Nýjustu upplýsingar eru for-senda réttra ákvarðana.

Nánari upplýsingar veitir Stefán Torfi Höskuldsson, þróunarstjóri .Net lausna, [email protected]

wise.is

Stefán Torfi Höskuldsson, þróunar-stjóri .Net lausna.

Maritech býður ýmsar sérlausnir á sviði viðskiptagreindar.

Wise BI lausnir frá Maritech - ný útgáfa 4.0. af Wise Analyzer greiningartóli

Kjartan Long, verkefnastjóri hjá Byko segir rammahúsin hafa fengið mjög góðar móttökur.

Auðvelt er að stækka Rammahúsin frá Byko og hafa sem lengju minni gistirýma með allt að 2-12 íbúðum.

Rammahúsin frá Byko eru hagstæður kostur

Traust þjónusta við fólk og fyrirtæki í rúmlega 90 árwww.sminor.is

Nóatúni 4 • Sími 520 3000www.sminor.is

Smith og Norland hefur þjónað almenningi og fyrirtækjum á Íslandi á ábyrgan og farsælan hátt í rúmlega 90 ár.

Lykillinn að þessum árangri er gott starfsfólk, heiðarleg samvinna við traust erlend fyrirtæki og vitund um samfélagslega ábyrgð.

Markmið okkar er að allar vörur, sem við seljum, nýtist kaupendum sem best og lengst.

Page 25: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 25

Ólafur Ástgeirsson, sviðsstjóri bygginga- og mannvirkjasviðs IÐUNNAR:

Nýjungar í byggingariðnaði

Lausniner hjá okkur

Frá veiðum til neytanda

marel.is

Til hamingjuMarmeti og SandgerðiVið óskum Marmeti og Sandgerði til hamingju með nýtt hátæknifrystihús

og vinnslukerfi samsett af m.a flæðilínu, flokkurum og Innova framleiðsluhugbúnaði frá Marel.

Við hönnun vinnslukerfisins var hagkvæmni og skilvirkni í vinnslu á sjávarafurðum höfð að leiðarljósi – með það að markmiði að skila auknum

verðmætum til neytenda og samfélagsins.

Fjölmargar nýjungar og ný þekking hafa komið fram á sjónarsviðið í byggingariðnaði og mannvirkjagerð á undanförnum árum. Bygginga- og mannvirkjasvið IÐUNNAR fræðslu-seturs hefur lagt sig í líma við að fylgjast með og bjóða upp á nám-skeið fyrir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja, meistara og verktaka í greininni.

GæðakerfiNý mannvirkjalög og byggingar-regluerð gera ráð fyrir því að 1. janúar 2015 verði allir iðnmeistarar, sem ætla sér að starfa við leyfisskyld verkefni, komnir með virkt og vott-að gæðakerfi. Ekki verður nóg að eiga slíkt kerfi í möppu uppi í hillu heldur þurfa þessir aðilar að geta sýnt fram á að kerfið sé í notkun og virki sem skyldi.

IÐAN hefur staðið fyrir um-fangsmiklu námskeiðahaldi um gæðakerfi og hafa verið haldin nám-skeið víða um land. Annars vegar „Gæðakerfi í byggingariðnaði“ sem er tveggja daga námskeið þar sem ít-arlega er farið í kerfin og hins vegar „Gæðakerfi einyrkja og undirverk-taka“ sem er 4 klst. námskeið þar sem farið er yfir lágmarkskröfur sem gerðar eru. Næsta haust hyggst IÐ-AN bjóða upp á námskeið um gæða-kerfi þar sem þátttakendum verður boðið að mæta í nokkur skipti á lengri tíma og læra að byggja upp og nota kerfið. Í lok námskeiðs munu þátttakendur vera með tilbúið og út-tektarhæft gæðakerfi fyrir sig og sinn rekstur.

Raki og mygla í húsumMikil umræða hefur verið um raka og myglu í húsum og þær afleiðingar sem það hefur haft fyrir heilsu þeirra sem dvelja í húsunum að anda aðsér myglumenguðu lofti. Í samstarfi við Hús og heilsu og VSÓ ráðgjöf hefur IÐAN haldið námskeið víða um land um þetta efni sem hafa verið mjög vel sótt. Á því námskeiði er að-allega fjallað um orsakir myglu og afleiðingar hennar og hverngi megi koma í veg fyrir hana með réttri hönnun og vinnubrögðum. IÐAN mun auka við framboðið um þetta efni í haust en þá verður boðið upp á nýtt námskeið um það hvernig eigi

að fjarlægja fjarlægja myglu úr hús-um.

BIM (Building Information Modeling)

Stærstu verkkaupar á landinu, ríki og sveitarfélög, stefna að því að hönnun og áætlanagerð fyrir hús-byggingar á þeirra vegum verði í framtíðinni öll gerð í BIM. BIM er ný aðferðafræði við hönnun mann-virkja þar sem hönnuðir setja upp rafrænt, þrívítt líkan af mannvirkj-um, byggingahlutar eru tengdir saman og uppýsingar um efni, áferð, magn o.fl. eru síðan tengdar við þá. IÐAN býður upp á námskeið þar

sem farið er yfir grunnhugmynda-fræði að baki kerfinu og framsetn-ingu hönnunargagna gagnvart þeim sem eiga að vinna verkið. Þátttak-endum er kennt að nota skoðunar-forrit sem hægt er að hlaða niður ókeypis af Netinu og hvernig vinnu-gögn eru notuð og prentuð úr þeim.

StjórnunIÐAN hefur einnig boðið upp á fjölda námskeiða um ýmis efni sem stjórnendur í byggingariðnaði þurfa að fást við í sínum daglegu störfum. Þau námskeið eru m.a. raunkostnað-ur útseldrar þjónustu, gæðakerfi, ÍST 30 – Nýr staðall, ný bygginga-

reglugerð og mannvirkjalög, BYGG kerfið, verksamningar við verkkaupa og undirverktaka, uppgjör verka og reikningskil, stjórnun verkfunda, stjórnun á byggingastað o.fl.

FagnámskeiðAuk þess sem fjallað hefur verið um hér að framan býður bygginga- og mannvirkjasvið IÐUNNAR upp á námskeið sem sérstaklega eru ætluð húsasmiðum, húsgagnasmiðum, pípulagningamönnum, málurum, múrurum og veggfóður- og dúk-lagningamönnum. Á slíkum nám-skeiðum er fjallað um nýjungar og nýja tækni í þessum greinum. Einn-ig eru í boði námskeið um gamalt handverk.

Gæðavottun IÐUNNAR fræðsluseturs

Síðast liðið vor fékk IÐAN fræðslu-setur, fyrst símenntamiðstöðva á Ís-landi, gæðavottun EQM (European Quality Mark) sem er gæðavottun fræðsluaðila utan hins formlega skólakerfis í Evrópu. Með því að fá slíka vottun er leitast við að tryggja sem best gæði námskeiða sem í boði eru. Leiðbeinendur á námskeiðum bygginga- og mannvirkjasviðs IÐ-UNNAR hafa allir langa og farsæla reynslu af störfum í byggingariðn-aði.

Öll námskeið og aðra þjónustu IÐUNNAR fræðsluseturs má nálg-ast á heimasíðunni en þar fer einnig fram skráning á námskeið.

idan.is

IÐAN býður upp á fjölda námskeiða um ýmis efni sem stjórnendur í iðnaði þurfa að fást við í sínum daglegu störfum.

Ólafur Ástgeirsson, sviðsstjóri bygg-inga- og mannvirkjasviðs IÐUNNAR.

Page 26: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

26 | SÓKNARFÆRI

„Viðbrögðin hafa verið mjög góð og má segja að við heyrum nánast dag-lega í nýjum aðilum sem eru áhuga-samir um kaup á húsum í Hálönd-um. Við vonumst til að á þessu ári verði öll hús í fyrsta áfanga skipu-lagsins komin á framkvæmdastig eða byggingu þeirra lokið og að fram-kvæmdir verði hafnar fyrir árslok við 2. áfanga verkefnisins,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá byggingarfyrirtækinu SS Byggi á Ak-ureyri um uppbyggingu Háland-asvæðisins ofan Akureyrar. Þar stendur Hálönd ehf., dótturfyrirtæki SS Byggis, fyrir umfangsmiklum framkvæmdum við byggingu orlofs-húsa en horft er til þess að í framtíð-inni rísi einnig minni gistirými og hótel á svæðinu.

„Verkefnið hófst árið 2010 þegar SS Byggir keypti 28 hektara af landi, gagngert til að skipuleggja orlofs-húsabyggð og hrinda því verkefni í framkvæmd. Þá hófst skipulagsvinna og nú um miðjan febrúar lukum við fyrstu 3 húsunum af þeim 14 sem eru í fyrsta áfanga á svæðinu. Fyrstu

gestirnir hafa þegar notið dvalarinn-ar í Hálöndum og við höfum fengið þau viðbrögð að fólk vilji gjarnan koma aftur. Það eru bestu meðmæli sem við getum fengið,“ segir Helgi Örn.

Tækfæri fyrir fyrirtæki, stéttarfélög og einstaklinga

Hálandasvæðið er í rótum Hlíðar-fjalls, steinsnar ofan þéttbýlisins á Akureyri og litlu norðan vegarins upp að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Því er stutt að fara á skíði og vanda-laust fyrir dvalargesti í Hálöndum að renna sér beint niður á svæðið að loknum vel heppnuðum degi í Fjall-inu. Orlofshúsin eru seld fullbúin; þau eru 108 fermetrar, þrjú svefn-herbergi og gistirými fyrir 8 manns í

hverju húsi. Heitir pottar eru í hús-unum og Hálönd ehf. annast frágang á götum og malbikuðu bílastæði við hvert hús. Hús í fyrsta áfanga eru hönnuð af Kollgátu arkitektum.

„Þeir sem hafa sýnt húsunum áhuga eru bæði stéttarfélög, fyrir-tæki, starfsmannafélög stórra fyrir-tækja og einstaklingar. Fyrstu þrjú húsin voru til dæmis seld fyrirtæki sem nýtir sér öflugt bókunarkerfi á heimasíðu Hálanda til að leigja hús-in út viku í senn. Það sama gætu t.d. einstaklingar gert; leigt húsin út þeg-ar þeir eru ekki sjálfir að nota þau. Hálönd ehf. mun því veita húseig-endum þjónustu í framtíðinni, auk þess að byggja svæðið upp og reka það,“ segir Helgi Örn og bætir við að hraði uppbyggingarinnar á Há-

landasvæðinu komi til með að ráðast af áhuga rekstraraðila og fjárfesta.

Útsýni til allra átta„SS Byggir hefur um árabil haft hug á framkvæmdum sem geti stutt við áframhaldandi uppbyggingu skíða-svæðisins í Hlíðarfjalli. Með snjó-framleiðslukerfinu í Hlíðarfjalli fékkst meiri stöðugleiki í opnunar-tímabil skíðasvæðisins og tækifærið opnaðist okkur þegar land stóð til boða á Hlíðarenda. Þetta er svæði fast við Akureyri með útsýni yfirbæ-inn, inn Eyjafjörð, norður á Kald-bak, upp á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli og inn Glerárdal. Það gerist varla flottara. Við hugsum þetta verkefni langt fram í tímann og þyrfti ekki að koma á óvart þó þarna verði allt að 100 orlofshús í framtíðinni með til-heyrandi þjónustu,“ segir Helgi Örn.

Hjá SS byggir starfa nú um 60 manns. Á meðal helstu verkefna fyr-ir utan Hálönd eru viðbyggingar við Naustaskóla og Háskólann á Akur-eyri. Einnig eru hafnar framkvæmdir við byggingu níu hæða fjölbýlishúss við Brekatún 2 en það hús liggur að golfvelli Akureyringa og er sú ný-breytni í hönnun þess að á fyrstu hæð hússins verður hægt að kaupa aðgang að sérstakri golfbílageymslu. SS Byggir keypti TAK innréttingar árið 2006 og hefur síðan framleitt innihurðir og innréttingar fyrir öll sín verk og almennan markað.

halond.is

Helgi Örn Eyþórsson, verkefnisstjóri hjá SS Byggi hf. við eitt af Hálandahúsunum.

Vandað er til hönnunar og allra inn-réttinga í orlofshúsunum. Gistirými er fyrir 8 manns.

SS Byggir keypti TAK innréttingar árið 2006 og hefur síðan framleitt inni-hurðir og innréttingar fyrir öll sín verk og almennan markað.

Orlofshúsabyggðin Hálönd rís ofan Akureyrar

-Viðhaldsfríir

gluggarHentar mjög vel íslenskri veðráttu

Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir

Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár

Nánari upplýsingar á www.solskalar.is

Yfir 40 litir í boði!

Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187

Page 27: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 27

Page 28: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

Eitt af stærri verkefnum Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra og samstarfsmanna hans á Orkustofnun frá árinu 2006 hefur verið að halda utan um verkefni sem tengjast rann-sóknum og útboðum vegna olíuleitar á Drekasvæðinu og kynningu á verk-efninu. Guðni segir að algjör vatna-skil hafi orðið í málinu árið 2011 þegar norskt fyrirtæki fann olíusmit á hafsbotni. Fram að þeim tíma hafi Ís-lendingum verið klappað vinsamlega á öxlina á alþjóðlegum kynningarráð-stefnum og fáir haft mikla trú á verk-efninu. Nú sé öldin önnur. Önnur vatnaskil urðu þegar ríkisolíufélagið norska Petoro, eftir að tvær umsóknir höfðu borist, ákvað að taka þátt í leit að olíu Íslandsmegin á Jan Mayen svæðinu, þ.e. á Drekasvæðinu. Nýtt mat Norsku olíustofnunarinnar sýnir að svæðið Noregsmegin gæti geymt á bilinu 0-4 milljarða tunna af olíu.

Orkustofnun áskrifandi að ítarlegum gögnum

Hann segir að þegar litið sé til reynslu Norðmanna megi sjá að þol-inmæði og þrautseigja sé það sem þurfi til að finna olíu. Boranir hófust á norska landgrunninu 1966 og stóðu í þrjú ár þangað til olía fannst. Olían safnast fyrir undir svokölluðu þakbergi og verður innlyksa í forð-abergi, þ.e. jarðlögum sem geta geymt olíu. Það getur hins vegar ver-ið vandasamt að hitta á nákvæmlega

rétta staðinn. Á síðasta ári boruðu Norðmenn síðan aftur 50 metrum frá staðsetningu eldri borholu og fundu þá eina af sínum stærstu olíu-lindum nokkru sinni og jafnframt þá stærstu sem þeir hafa fundið síðan á níunda áratug síðustu aldar.

Líkurnar á því að olía finnist á Drekasvæðinu eru það miklar að nú hafa tvö fyrirtæki með mikla reynslu í olíuleit á jaðarsvæðum skuldbundið sig með samningum við íslenska ríkið að gera ákveðnar rannsóknir til nokkurra ára. Þetta eru fyrirtækin Faroe Petroleum og Valiant Petro-leum. Íslenskur samstarfsaðili Faroe Petroleum er Íslenskt kolvetni með 7,5% hlut og samstarfsaðili Valiant er Kolvetni með 18,75% hlut. Er-lendu fyrirtækin, sem hvert um sig eru metin á um 500 milljónir doll-ara, hafa sérhæft sig í leitarverkefnum á jaðarsvæðum og náð góðum ár-angri. Þau hafa lagt í rannsóknir og byggt upp þekkingu á svæðunum og selja síðan öðrum aðgang þegar þau hafa sýnt fram á verulegar líkur á því að olíu og gas sé að finna í vinnan-legu magni. Í staðinn hafa þau fengið hlutdeild í vinnslu sem er hafin á öðrum svæðum. Félögin eru skuld-bundin til að miðla öllum rannsókn-argögnum til Orkustofnunar sem fer að sjálfsögðu með þau sem trúnaðar-mál.

„Þetta þýðir í raun að við erum orðnir áskrifendur að töluvert ítar-

legri upplýsingum um svæðið en við höfum haft aðgang að áður. Fyrir-tækin gera þessar rannsóknir í þeim tilgangi að finna álitlega staði til þess að framkvæma tilraunaboranir.“

Hagstæðir samningar Íslands við Noreg

Ennfremur hefur norska ríkisolíu-félagið Petoro tilkynnt þáttöku sína í olíuleitinni en samkvæmt tvíhliða samningum Noregs og Íslands hafa Norðmenn rétt á vinnslu á 25% hlut á Drekasvæðinu og Íslendingar sama hlut Noregsmegin á Jan Mayen hryggnum. Guðni segir ekki ákveðið hvernig farið verði með réttindi Ís-lands Noregsmegin en það er á þess-um forsendum sem rætt hefur verið um að stofna þurfi ríkisolíufélag á Ís-landi til þess að halda utan um hags-muni landsins. Leit að olíu er hafin Íslandsmegin á Jan Mayen hryggnum en ennþá hefur ekki verið haldið út-boð vegna olíuleitar Noregsmegin. Samningarnir milli landanna eru þannig að Norðmenn þurfa að ákveða strax hvort þeir ætli að koma inn með 25% þegar olíuleit hefst Ís-landsmegin, þ.e. á Drekasvæðinu. Ís-lendingar þurfa hins vegar ekki að skrifa sig fyrir sínum 25% fyrr en Norðmenn hafa fundið olíu í vinn-anlegu magni sín megin á Jan Mayen hryggnum. Samningarnir eru því Ís-lendingum afar hagfelldir að þessu leyti.

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri hefur haldið utan um verkefni sem tengjast rannsóknum og útboðum vegna olíuleitar á Drekasvæðinu.

Nýtt mat Norsku olíustofnunarinnar sýnir að svæðið Noregsmegin gæti geymt á bilinu 0-4 milljarða tunna af olíu.

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri:

Vatnaskil í olíuleitarmálumá Drekasvæðinu

28 | SÓKNARFÆRI

Page 29: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 29

„Það hefur verið stefnan alveg frá upphafi að undirbúa málið með al-gjörum lágmarks tilkostnaði af hálfu íslenska ríkisins. Það hefur ekki kost-að miklu til en þó má segja að land-grunnsrannsóknir í gegnum tíðina hafi verið aðdragandi að þessu. En að mestu leyti hefur þetta verið byggt á rannsóknum annarra sem boðnar eru til sölu. Það er ekki nauðsynlegt fyrir íslenska ríkið að taka áhættu á þessu sviði. Aðalatriðið er að laða að fyrirtæki sem búa yfir þekkingu og eru sjálf tilbúin að taka áhættuna.“

Guðni segir að hagsmunir Íslands á þessu sviði séu gríðarlegir. Verði hafin olíuvinnsla á svæðinu verður það á grunni þeirra upplýsinga að

lindin sé nægilega stór til að gefa ákveðið magn olíu yfir nægilega langan tíma. Íslenska ríkið mun fá vinnslugjald sem er ákveðin prósenta af verðmæti hverrar tunnu.

„Svo þegar fyrirtækin fara að skila hagnaði fær íslenska ríkið auðlinda-rentu sem þýðir það að umfram-hagnaður af olíuvinnslu fyrirtækj-anna skiptist milli þeirra og íslenska ríkisins. Það hljótast því miklar tekjur af svona svæði fyrir ríkið en ennþá eru þetta einungis ákveðin lík-indi en ekki fjármagn sem er á leið inn í ríkissjóð,“ segir Guðni.

Margir eru þegar farnir að tala um að olíuvinnsla á Drekasvæðinu kalli á miklar fjárfestingar á Íslandi. Sumir vilja helst hefjast handa við

undirbúning nú þegar. En Guðni varar við slíkum áformum og segir þau ótímabær. „Við eigum að halda að okkur höndum með allar stærri fjárfestingar þangað til fyrirtækin hafa tekið ákvörðun um að fara út í boranir því allar fjárfestingar fram að því glatast finnist ekki olía.“

Finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu gæti vinnsla í fyrsta lagi hafist innan fjögurra ára. Hins vegar verða talsverð umsvif í kring-um rannsóknir, olíuleit og tilrauna-boranir fram að þeim tíma.

Þúsundir tonna af aðföngum á hverjum degi

„En svo þegar og ef olíuvinnsla hefst breytist myndin algjörlega og um-

svifin margfaldast. Að vinnslusvæð-unum þarf að koma þúsundum tonna af aðföngum á hverjum degi. Gríðarlegir sjóflutningar verða í kringum starfsemina.“

Norðmenn hafa gert matsskýrslu um sinn hluta svæðisins þar sem lagt er mat á hve margar skipakomur verða á dag og hve mörg þyrluflug á dag. Þeir telja ólíklegt að raunhæft verði að byggja upp þjónustu frá Jan Mayen og að lögð verði áhersla á að nýta aðstöðu í Norður-Noregi og á Íslandi. Varðandi þyrluflug er Norð-ur-Noregur útilokaður vegna fjar-lægðar og Jan Mayen talið ólíklegt vegna lítillar fyrirliggjandi aðstöðu. Ísland er talið líklegur kostur að þessu leyti.

Boranir eftir olíu á Drekasvæðinu gætu í fyrsta lagi hafist árið 2017. En óvíst er með öllu hvort þær skili strax árangri og bendir Guðni á reynslu Norðmanna í þeim efnum sem hafa í mörgum tilvikum þurft að bora á líklegum stöðum í mörg ár áður en árangur náðist. Guðni segir að gagn-rýnt hafi verið að Íslendingar búi sig undir að hefja olíuvinnslu á tímum loftlagsbreytinga. Hann segir að það sé reyndar skortur á olíu sem valdi miklu um loftlagsbreytingarnar því nú sé farið að auka mjög kolanotkun og kolabrennsla valdi mun meiri loftlagsáhrifum en olía. „Það sem að okkur snýr er fyrst og fremst að draga úr þeim 6-7 hundrað þúsund tonnum af olíu, sem Íslendingar nota á ári. Það er engin sérstök sið-fræði fólgin í því að nota svo mikið jarðefnaeldsneyti í landi sem hefur aðra kosti og endurnýjanlega orku og svo það að ætla öðrum að framleiða olíuna á sínu landi.“

orkustofnun.is

Samingar um olíuleit undirritaðir. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri og Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs. Ljósmynd: Orkustofnun.

Hamar ehf. VélsmiðjaVið óskum eftir faglærðu starfsfólki á sviði

málm- og véltækniiðnaðar til starfa á vélaverkstæði okkar á Eskifirði.

Meðal þeirra verkefna sem Hamar ehf. sinnir má nefna:

• Heildarlausnir fyrir iðnað• Stálsmíði úr svörtu / ryðfríu stáli og áli• Sérsmíði og fjöldaframleiðsla• Vélaviðgerðir og vélsmíði• Rennismíði í sérsmíði og fjöldaframleiðslu•• Tjakkasmíði og viðgerðir, sérsmíði og framleiðsla• Spilviðgerðir• Vöruhönnun, þróun og tæknileg aðstoð.

Við leggjum áherslu á :

• að starfsfólk þekki starfsemi okkar• gæða- og öryggisstefnu fyrirtækisins• skemmtilegan starfsanda og vinnugleði•• að hæfni ráði vali á starfsfólki• hvetjandi og öruggt starfsumhverfi• samkeppnishæf laun• ábyrgð og frumkvæði í starfi• jafna möguleika til starfsframa

Menntunar- og hæfniskröfur eru:

Við óskum eftir einstaklingum með fagmenntun og starfsreynslu á sviði málm- og / eða véltækniiðnaðaá sviði málm- og / eða véltækniiðnaðar.

Hamar ehf. Vélsmiðja · Leirukrókur 3 · 735 Eskifjörður · Sími 476 1111 · www.hamar.is · [email protected]

Um fyrirtækið

Hamar ehf. var stofnað árið 1998 og er í dag áreiðanlegt og framsækið þekkingarfyrirtæki á sviði málm- og véltækniiðnaðar. Áhersla er lögð á heildarlausnir sem koma til móts við sérþarfir viðskiptavina. Starfssvið fyrirtækisins nær yfir allt frá vöruhönnun til framleiðslu, jafnt nýframkvæmdir sem og viðhaldsverkefni. Öflugt þjónustunet fyrirtækisins nær yfir allt landið og í dag eru fimm fastar starfsstöðvar staðsettar á Akureyri, Eskifirði, Grundartanga, Kópavogi og á Þórshöfn.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu fyrirtækisins www.hamar.is

Ráðningaferli:

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðargögn. Allar umsóknir óskast sendar í gegnum heimasíðu okkar : www.hamar.is.

Fimmtugsfagn-aður alþjóðs-legs fyrirtækis

Mannvit hf. fagnar fimmtugsaf-mæli núna á árinu 2013. Mannvit varð til við samein-ingu þriggja verkfræðistofa á árinu 2008: Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns – VGK, Hönnunar og Rafhönn-unar.

Tvær af þremur stoðum Mannlífs eru fimmtugar í ár: VGK var stofnuð 7. mars 1963 og Hönnun 19. ágúst 1963. Rafhönnun kom síðar til sög-unnar, stofnuð 9. september 1969. Stofnendur stofanna þriggja voru alls átta talsins, þar af eru fjórir á lífi: tveir af fjór-um stofnenda Hönnunar og báðir stofnendur Rafhönnunar.

Mannvit er með höfuðstöðv-ar í Reykjavík og starfsstöðvar á Akranesi, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Sel-fossi og í Reykjanesbæ. Fyrir-tækið er með verkefni í sex heimsálfum og skrifstofur á eig-in vegum eða í samvinnu við aðra í Noregi, Ungverjalandi, Þýskalandi, Bretlandi, Síle og Bandaríkjunum.

Starfsmenn móðurfélags og dótturfélaga eru alls um 400 talsins. Gert er ráð fyrir að Mannvit velti um 6,5 milljörð-um króna á árinu 2013 og að um fjórðungur tekna verði til í erlendri starfsemi.

Page 30: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

30 | SÓKNARFÆRI

TM hefur allt frá stofnun félagsins fylgst náið með þróun og breyting-um í íslensku atvinnulífi. Þannig hefur félagið á hverjum tíma mætt þörfum og kröfum markaðarins um nýja og bætta vátryggingarvernd. Með því að veita víðtæka þjónustu á sviði vátrygginga aðstoðar og styrkir TM við uppbyggingu öflugs at-vinnulífs.

Á undanförnum árum hefur átt sér stað ánægjuleg þróun í fiskeldi á Íslandi. Fyrirtæki og einstaklingar hafa ráðist í viðamiklar fjárfestingar á ýmsum sviðum fiskeldis. Markvissar rannsóknir um árabil á ýmsu þáttum íslensks fiskeldis og margbreytilegum umhverfisþáttum þess hafa þar haft mikil áhrif. Seiðaframleiðsla hefur tekið stórfelldum framförum frá því sem áður var og eru íslensk seiði nú í háum gæðaflokki. Vel menntað fólk ásamt reynslumiklum aðilum og öfl-ugum fyrirækjum eiga hér einnig stóran hluta að máli. Til að mæta þörfum þessa hóps hóf TM sölu á fiskeldistryggingum árið 2011. Inni-falið í þjónustu TM til fiskieldisfyrir-tækja er ráðgjöf um fiskeldi í sam-vinnu við erlend ráðgjafafyrirtæki, sem hafa áratuga reynslu á þessu sviði. Það er von félagsins að með þessari nýju þjónustu á sviði vátrygg-inga geti félagið stutt við farsæla uppbyggingu á fiskeldi hér á landi.

Fiskeldistrygging TM veitir víð-tæka vernd. Hún tekur til eldisstofns frá seiðastigi og í áframeldi allt til slátrunar. Þannig tekur hún til eldis jafnt í eldisstöðvum á landi sem og í eldi í sjókvíum. Að auki er hægt að innifela í trygginguna eldisbúnað og annað lausafé sem tekur til tjóna af völdum skyndilegra og ófyrirsjáan-legra atburða.

Þegar sótt er um fiskeldistrygg-ingu þarf að fylla út umsóknareyðu-blað. Eyðublaðið er hægt að nálgast hjá skrifstofu TM eða hafa samband við sérfræðinga félagsins á sviði fisk-eldis sem aðstoða við útfyllingu um-sóknarinnar. Með umsókninni þarf að fylgja eldisáætlun, teikningar af eldisstöðinni, og umhverfislýsing

ásamt öðrum upplýsingum sem kunna að hjálpa til við áhættumatið. Í framhaldi heimsækja sérfræðingar félagsins eldisstöðina og gera á henni mat og frekari greiningu.

Fiskeldistryggingar TM taka m.a til eftirfarandi þátta:

» Dauða eldisfisks » Þess að fiskur sleppur úr kvíum» Þjófnaðar eða skemmdarverka» Sjúkdóma» Mengunar» Sprengingar» Tjóns á hinu vátryggða vegna

bilunar í búnaði» Dauða af völdum kælingar og

frystingar sjávar» Breytinga á seltumagni og öðr-

um efnafræðilegum breyting-um á eldisvatni

» Náttúruhamfara; þ.m.t þurrka, eldinga, jarðskjálfta

» Tjóns af völdum taps, eyði-leggingar eða skemmda á sjó-búnaði, sem tilgreindur er í vá-tryggingarskírteini, og er af völdum hvers konar ófyrirsjá-anlegs og skyndilegs atviks

Nánari upplýsingar um fiskeldis-skilmála TM er að finna á slóðinni: www.tm.is/tjon/skilmalar/fiskeldis-tryggingar

tm.isFiskeldistrygging TM veitir víðtæka vernd og tekur til eldisstofns frá seiðastigi og í áframeldi allt til slátrunar.

Guðmundur Arason ehf. er eitt helsta innflutningsfyrirtæki á ís-lenskum markaði í dag. Fyrirtækið var stofnað 1970 af Guðmundi Ara-syni járnsmíðameistara, en hann starfrækti Borgarsmiðjuna hf. við Borgarholtsbraut 86 í Kópavogi frá árinu 1961 en sneri sér síðan alfarið að innflutningi á smíðajárni. Guð-mundur var mikill framkvæmda-maður og eldhugi. Hann reisti stál-grindarhús í Kópavogi undir starf-

semi smiðju sinnar árið 1962 og öðru sinni reisti hann stálgrindarhús fyrir birgðarstöð sína að Skútuvogi 4 Reykjavík. Það húsnæði var tekið í notkun í október 1985 og var mikill vendipunktur í rekstri fyrirtækisins. Við þetta jukust umsvif fyrirtækisins jafnt og þétt og í dag starfa 27-30 manns hjá fyrirtækinu í þremur starfsstöðum. Auk aðalstöðvanna í Skútuvoginum er birgðastöð og söluskrifstofa að Rauðhellu 2 Hafn-arfirði og Móhellu 4. Einnig hefur frá því í maí 2012 verið rekin sölu-skrifstofa á Akureyri.

Fyrirtækið er nú rekið af Önnu Jóhönnu, dóttur Guðmundar og eiginmanni hennar, Kára Geirlaugs-syni. Þau höfðu ásamt fleiri fjöl-skyldumeðlimum starfað við hlið Guðmundar árum saman en keyptu reksturinn 2005. Fyrirtækið hefur skapað sér traust í gegnum tíðina og er þekkt fyrir góða og áreiðanlega þjónustu. Starfsmenn hafa margir hverjir verið hjá fyrirtækinu áratug-um saman og því vel í stakk búnir að miðla af þekkingu og reynslu. Anna segir að bankahrunið hafi strik í reikninginn eins og hjá flestum

öðrum, sérstaklega þó vegna þess að í ágúst 2007 bauðst fyrirtækinu að kaupa stálhluta Sindra hf. er verið hafði helsti keppinauturinn á stál-markaðnum.

„Það var slegið til enda aðstæður þannig á markaði, að kaupin þóttu góður kostur er hafa myndi í för með aukinn hag fyrirtækisins. Við það fjölgaði starfsmönnum, fóru úr 17 og upp í 32. Við hrunið þrengdi að. Það þurfti að draga saman og segja mönnum upp. Sem betur fer tókst að halda rekstrinum á réttum kili en hann stýrist vitanlega af því hvernig ástand er á mörkuðum hverju sinni,“ segir Anna. Bygging-ariðnaðurinn hrundi og hefur ekki náð sér allskostar á strik. Anna segir að stóriðjunni og orkugeiranum hafi verið haldið niðri, en aftur á móti hafi verið aukning í umsvifum hjá útgerðinni og hjá verktökum tengd-um þeirri grein. „Enn ríkir óvissu-ástand en eitthvað hefur þó verið að rofa til undanfarið og hefur fyrirtæk-ið verið að selja stálgrindur til stækk-unar ál- og orkuvera. Má þar nefna stækkun álversins í Straumsvík, Norðuráls og byggingu spennu-

stöðvar á Klafastöðun, Búðarháls-virkjun o.fl. Einnig hefur sala á stál-þilum til hafnargerðar verið í gangi, en þar ber að nefna stækkun Sunda-hafnar, Vestmannaeyjahafnar og Neskaupstaðarhafnar. Einnig hafa íslenskir verktakar keypt efni vegna framkvæmda á Grænlandi og Fær-eyjum.“

Anna kveðst vona að okkur Ís-lendingum takist að komast út úr þessu óvissuástandi. Mikil gróska hafi verið í ýmiss konar nýsköpun og miklar vonir séu bundnar við fyr-irtæki sem þar sækja fram. „En meira þarf að koma til. Það þarf að blása lífi í atvinnulífið, skapa fleiri störf svo við taki tími framkvæmda og grósku. Ládeyða er leiðinleg til lengdar. Við vitum að þessi þjóð er afskaplega vinnusöm og dugleg. Margir mikilhæfir framkvæmda-menn hafa byggt upp þetta land. Við megum ekki láta deigan síga heldur halda uppi merkjum þeirra og skapa hér gott umhverfi fyrir komandi kynslóðir.“

ga.is

GA smíðajárn

Stærstir í innflutningi og sölu á smíðajárni

Anna Jóhanna Guðmundsdóttir og Kári Geirlaugsson, eigendur GA smíðajárns, horfa björtum augum til framtíðar.

Fiskeldistryggingar hjá TM

Við erum50 ára í ár Í 50 ár hefur Efnissalan sérhæft sig í verslun

með spón, harðvið, límtré og ýmsu fleirasem tengist íslenskum tréiðnaði.

www.efnissalan.is

Harðviður - Límtré - Spónn

Smiðjuvegi 9, 200 KópavogurSími: 554-5400 - [email protected]

OpnunartímarOpið er alla virka daga

frá kl. 08:00 - 12:00

& 13:00 - 17:00

Page 31: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 31PI

PAR\

TBW

A-S

ÍA

Svona er lífið á Ásbrú

Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?

atvinnu-

Ásbrú í Reykjanesbæ er suðupottur tækifæra. Þar hefur á skömmum

tíma byggst upp litríkt samfélag, þar sem saman fer öflug mennta­

stofnun, fjöldi spennandi fyrirtækja og blómstrandi mannlíf.

Nánari upplýsingar á www.asbru.is.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is

Verne Global er eitt fjölmargra fyrirtækja

sem kosið hafa Ásbrú sem sína bækistöð.

Fyrsta áfanga gagnaversins er þegar

lokið. Gagnaverið er knúið af grænum

endurnýjanlegum orkugjöfum, auk þess

sem það er sérhannað til þess að nýta

vindkælingu á svæðinu.

Page 32: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

32 | SÓKNARFÆRI

Steinsmiðjan Sólsteinar/S. Helgason er vafalítið best þekkt fyrir legsteina sem smíðaðir eru úr íslensku hráefni eins og blágrýti, grágrýti, líparíti og gabbró. Auk þess smíðar fyrirtækið legsteina úr innfluttum steintegund-um á borð við granít og marmara. Á síðustu tíu til tuttugu árum hefur það færst mikið í vöxt að fólk fái sér borðplötur úr steini í eldhús og á baðherbergi og er það stór þáttur í framleiðslu steinsmiðjunnar í dag.

„Vaxtarsprotinn í vinnslu S. Helgasonar hefur verið framleiðsla á flísum og veggklæðningum úr ís-lensku grjóti auk ýmissa smærri sér-verkefna,“ segir Ásgeir Nikulás Ás-geirsson, sölustjóri hjá Sólsteinum/S. Helgasyni. Á meðal verkefna sem Sólsteinar/S. Helgason hefur komið að á undanförnum ár-um má nefna blágrýtisflísar á tónlist-arhúsið Hörpu og stuðlabergsklæðn-ing á menningarhúsið Hof á Akur-eyri. Einnig eru húsin á brunareitn-um svokallaða við Lækjartorg klædd blágrýti og á þaki hússins eru skífur sem unnar eru úr stuðlabergi. Af stærri verkefnum má einnig nefna gabbróklæðningu á Seðlabanka Ís-lands, grágrýti á húsi Hæstaréttar og veggklæðningu úr líparíti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

„Við erum einnig mikið í sér-smíði hverskonar og höfum meðal annars smíðað minnisvarða, drykkjarfonta úr stuðlabergi, verð-launagripi til fyrirtækja og tækifæris-gjafir til einstaklinga. Nýjasta vara okkar er kertastjakasett sem við framleiðum úr hinum ýmsu stein-tegundum, m.a. íslensku hrauni og hafa þeir mælst sérstaklega vel fyrir. Hjá fyrirtækinu er mikil og góð verkþekking og er oft leitað til starfsfólks okkar með ýmis verkefni, jafnt flókin sem einföld,“ segir Ás-geir.

Fyrir utan stór verk eins og þau sem hér hafa verið talin upp vinna

starfsmenn Sólsteina/S. Helgasonar með arkitektum, verktökum og inn-réttingafyrirtækjum þegar kemur að

verkefnum fyrir heimili sem og fyrir-tæki. Ásgeir segir að tískusveiflur ríki þegar kemur að borðplötum. Hins

vegar séu Íslendingar íhaldssamari þegar kemur að legsteinum; margir velji legsteina úr íslensku hráefni og þá oftast blágrýti en einnig eru leg-steinar úr graníti ávallt mikið teknir.

Fjölbreytt starfsemi hefur tengst Sólsteinum/S. Helgasonar í gegnum tíðina. „Fyrirtækið á 60 ára afmæli í ár og munum við bjóða viðskipta-vinum okkar upp á hin ýmsu tilboð í tilefni tímamótanna. Við erum t.d.

með afmælistilboð á legsteini úr ís-lensku blágrýti, ásamt áletrun, lukt og vasa og uppsetningu í kirkjugarði á 169.000 krónur. Við leggjum allt-af mikla áherslu á að uppfylla fjöl-breyttar óskir viðskiptavina okkar og að skila vönduðu og góðu verki sem við getum verið stolt af,“ segir Ás-geir.

shelgason.is

Steinsteypurannsóknir eru veigamik-ill þáttur í starfsemi Nýsköpunar-miðstöðvar Íslands. Nýlega hefur steinsteypudeild stofnunarinnar kynnt Ecocrete® steinsteypuna sem hefur þann kost umfram aðra stein-steypu að í henni er mun lægra hlut-fall sements en í venjulegri stein-steypu. Ecocrete® hefur verið köll-uð umhverfisvænsta steypa í heimi. Nú hefur stofnunin gengið skrefinu lengra og er að þróa sementslaust steinlím en uppistaðan í því er ís-lensk eldfjallaaska. Gangi þróun steinlímsins vel vonast menn til að

geta kynnt nýtt bindiefni í staðinn fyrir sement í steinsteypu.

Mikil koltvíoxíðmengun„Sementsframleiðsla er með stærstu uppsprettum koltvíoxíðmengunar í heiminum í dag. Bæði þarf mikið jarðefnaeldsneyti til vinnslunnar því það þarf að hita efnið upp í næstum 1500°C, en að auki myndast mikið magn af koltvíoxíði af völdum efna-hvarfanna sem eiga sér stað í fram-leiðsluferlinu. Við dæmigerða sem-entsframleiðslu losnar tæplega eitt tonn af koltvíoxíði fyrir hvert tonn af framleiddu sementi,“ segir Sunna Ó. Wallevik, efnafræðingur og verk-efnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð. Hún segir að með ákvæðum í al-þjóðlegum umhverfissáttmálum (eins og t.d. í Kyoto bókuninni), hafi tekið gildi fjölmargar nýjar al-þjóðlegar reglur sem miði að því að draga úr koltvíoxíðlosun. Þar á með-al eru koltvíoxíðkvótar og skattar

sem hafa lagst nokkuð þungt á sem-entsiðnaðinn. „Vegna þessa eru menn nú víða um heim að leita að nýjum bindiefnum í steinsteypuna í stað sementsins. Ég held að við sé-um hins vegar þau einu sem gerum tilraunir með eldfjallaösku í sem-entslausu steinlími, enda taka lausn-irnar sem menn þróa mjög mið af aðstæðum og þeim hráefnum sem aðgengileg eru á hverjum stað.“

Að sögn Sunnu eru dæmi um að sementsframleiðendur í Evrópu og Bandaríkjunum hafi reynt að draga úr sinni eigin koltvíoxíðslosun með því að m.a. kaupa tilbúið sements-gjall frá fjarlægum löndum eins og t.d. Kína sem búið er að brenna og minnka þannig kolefnisfótspor framleiðslunnar. Með því séu menn hins vegar í raun að stuðla að hærra kolefnisspori vegna þess að flutning-ur á sementsgjalli um langan veg frá Kína fylgi umtalsverð kolefnismeng-un auk þess sem framleiðsluferlið og

verksmiðjur þar séu hvorki umhverf-isvænar né jafn orkulega hagkvæmar.

Fimm ára ferliSunna segir tilraunirnar með sem-entlausa steinlímið ganga ágætlega en um 10 manns komi að þessum rannsóknum á vegum Nýsköpunar-miðstöðvar, sem m.a. hafa verið styrktar af Vegagerðinni og Íbúðal-ánasjóði. „Við erum ennþá á þróun-arstiginu en gerum ráð fyrir að vera komin með frambærilega vöru inn-an fimm ára.“ Umhverfisvæna Ecoc-rete® steinsteypan er hins vegar að sögn Sunnu mjög nálægt því að vera tilbúin til markaðssetningar en hún var kynnt í fyrra á árlegu Heims-þingi hreinnar orku sem haldið er í Abu Dhabi og tók Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands þátt í þeirri kynningu.

nmi.is

Sunna Ó. Wallevik með sýnishorn af eldfjallaöskunni sem gegnir veigamiklu hlutverki í sementslausa steinlíminu sem nú er verið að þróa hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Þróa steinlím úr eldfjallaösku í staðinn fyrir sement í steinsteypu

Sólsteinar/S. Helgason

Vaxtarsprotinn framleiðsla á flísum og veggklæðningum úr íslensku grjóti

Ásgeir Nikulás Ásgeirsson, sölustjóri hjá Sólsteinum/S. Helgasyni.

Kertastjakar úr blágrýti.

Jsó ehfwww.jso.is

Járnsmiðja Óðins

Page 33: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 33EX

PO ·

ww

w.e

xpo.

is

- alla dagaVið þjónum þér

Þiggðu góð ráð

Í BYKO starfar öflugur hópur söluráðgjafa með margra ára reynslu. Þú getur því treyst ráðum þeirra.

Láttu reynslu okkar létta þér verkin.TIMBURVERSLUN

LAGNAVERSLUN

Page 34: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

34 | SÓKNARFÆRI

Fyrirtækið Á. Guðmundsson var stofnað árið 1956. Fyrstu árin voru framleidd ýmiss konar húsgögn t.d. fyrir heimili en í dag er lögð áhersla á skrifstofuhúsgögn auk húsgagna m.a. í skóla og á bókasöfn. Fyrirtæk-ið er í samstarfi við nokkra íslenska húsgagnahönnuði sem eiga heiður-inn af því glæsilega úrvali húsgagna sem fæst hjá fyrirtækinu.

„Það sem er fyrirferðarmest hjá okkur eru FLEX-skrifstofuhúsgögn sem Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson hafa hannað fyr-ir okkur,“ segir Guðmundur Ás-geirsson framkvæmdastjóri. „Í lín-unni eru skrifborð, skápar og öll húsgögn fyrir skrifstofuna.

Svo erum við með stóla sem Erla Sólveig Óskarsdóttir hefur hannað fyrir okkur sem kallast Spuni og Sproti sem hafa fengið mjög góðar viðtökur og seljum við mikið af þeim. Þeir eru til í mörgum út-færslum; bólstraðir eða óbólstraðir og það er hægt að fá þá með stálfót-um eða viðarfótum og með snúningi fyrir þá sem það vilja.“

Á. Guðmundsson framleiðir líka og selur húsgögn eftir fleiri hönnuði. „Flestir ef ekki allir hönnuðirnir lærðu í Skandinavíu þannig að inn-blásturinn í hönnun þeirra er þaðan. Ég myndi segja að húsgögnin séu nýtískuleg, hagkvæm og með hag-stæðar lausnir. Það er gríðarlega mikilvægt.“

EX-skrifstofustóllinnNýjungin hjá fyrirtækinu er skrif-stofustólasería, EX, sem Guðrún Margrét og Oddgeir hönnuðu. Stól-arnir eru á hjólum og er hægt að hækka þá og lækka eftir vild.

„Við flytum inn sem hráefni margt sem er í stólunum, sem er sér-útbúið fyrir okkur, þannig að það

verður til í þessum stólum mikill virðisauki hér á Íslandi. Við síðan smíðum, bólstrum og setjum saman stólana sem eru bæði tæknilega full-komnir og á gríðarlega góðu verði miðað við þá stillimöguleika sem í þeim eru. Þeir eru með ýmsum út-færslum sem fáir eða jafnvel engir aðrir stólar á markaðnum eru með þannig að við bindum miklar vonir við þá. Þeir hafa nú þegar fengið mikið lof þannig að við erum bjart-sýn. Við erum búin að selja til nokk-urra viðskiptavina og sá sem keypti flesta stólana er búinn að panta 80 stykki sem er stór pöntun miðað við aðstæður hér á landi.“

ag.is

Spuni stólar með snúningi og Spuni hringborð.

Guðmundur Ásgeirsson. „Við smíðum, bólstrum og setjum saman stólana sem eru bæði tæknilega fullkomnir og á gríðarlega góðu verði miðað við þá stilli-möguleika sem í þeim eru.“

Á. Guðmundsson

Nýtískuleg og hagkvæm

Spuni stólar með viðarfótum.

ATH

YGLI

EH

F.-0

3-13

Ferðaþjónustuaðilar – Verktakar

Af sérstökum ástæðum eigum við gámahús til afhendingar strax. Húsin geta ýmist verið til sölu eða leigu.

Gámahúsin eru samtengjanleg, einangruð með opnanlegum gluggum, ofnum, lögnum og ljósum.

Hentug lausn sem viðbótar gistirými fyrir ferðarþjónustuaðilaog fyrir skrifstofur, kaffistofur, vinnuskúra og margt fleira.

» 20 herbergi með innréttingum » Snyrtingar með öllum lögnum » 3x45 m2 opið rými – fundarsalur

Gámahúsin eru uppsett og til sýnis eftir samkomulagi.

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100

Hafðu samband!568 0100

www.stolpigamar.is

Page 35: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 35

MP banki eflir atvinnulífið

Ármúli 13a / Borgartún 26 / +354 540 3200 / www.mp.is

Við erum sérfræðingar í bankaviðskiptum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og veitum þeim alhliða þjónustu sem og einstaklingunum sem að þeim standa.

Við erum leiðandi �árfestingarbanki í fyrirtækjaráðgjöf, markaðsviðskiptum og �ármögnun í gegnum verðbréfamarkað.

Við erum þekkt fyrir afbragðs árangur í eignastýringuá innlendum sem erlendum mörkuðum – jafnt við góðar sem erfiðar markaðsaðstæður.

Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og metum árangur okkar í vexti þeirra og velgengni.

Verið velkomin í banka atvinnulífsins.

MP banki er eini sjálfstæði og óháði einkabankinn og því í kjörstöðu til að veita úrvals þjónustu fyrir íslenskt atvinnulíf, athafnafólk, �árfesta og spari�áreigendur.

Stefna okkar er skýr:Við erum banki atvinnulífsins.

Page 36: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

36 | SÓKNARFÆRI

Þ. Þorgrímsson og Co. flytur inn VIROC sementstrefjaplötur sem búa yfir margvíslegum góðum eigin-leikum. Þær eru eldþolnar og viður-kenndar sem eldvarnarklæðning í flokki 1. Efnið vottað af Mannvirkj-astofnun. Plöturnar eru veður- og vatnsþolnar og eru yfirleitt notaðar ómálaðar en auðvelt er að mála þær ef vill. VIROC plöturnar eru ávallt til á lager hjá ÞÞ&Co.

VIROC plötur í gráu (sjónsteypu útlitið) eru til í þessum þykktum: 8, 10, 12, 16 og 19 mm. Einnig býður ÞÞ&Co. gólfplötur í stærðinni 21 x 600 x 1.200 mm. Þær koma með nót og tappa. Það nýjasta er að nú fást plöturnar í 6 jarðarlitum, stein-gráu, kremlituðu, koksgráu, okkur-gulu, rauðu (Terra cotta) og gulu. Þessar plötur eru í stærðinni 12 x 1.200 x 2.600 mm.

VIROC plöturnar eru mikið not-aðar utan á hús sem varanleg klæðn-ing í heilum plötum eða sniðnar niður í minni einingar. Er þá mælt með 10 eða 12 mm þykkum plöt-um. Þær henta líka vel í milliveggi þar sem krafist er eldvarnareiginleika og vatnsvarnareiginleika og að auki hljóðeinangra plöturnar mjög vel milli rýma vegna rúmþyngdar sinnar

VIROC er umhverfisvæn klæðn-ing og inniheldur ekkert formaldih-íð. Sveppagróður og bakteríur þríf-ast ekki á plötunni sem er mikið ör-yggi og stór kostur fyrir húsbyggj-endur sem vilja nota öruggt klæðn-ingarefni. Náttúrulegt útlit VIROC plötunnar er eftirsótt af arkitektum og innanhússhönnuðum og er þess vegna oft notuð ómeðhöndluð þar sem sóst er eftir sjónsteypu útliti.

Hægt er að nálgast nánari upplýs-ingar um vinnslu og uppsetningu VIROC plötunnar hjá söluráðgjöf-um Þ. Þorgrímsson & Co. eða á heimasíðu fyrirtækisins.

korkur.is

Plöturnar frá VIROC eru mikið notaðar utan á hús sem varanleg klæðning.

Náttúrulegt útlit VIROC plötunnar er eftirsótt af arkitektum og innanhússhönn-uðum.

VIROC er umhverfisvæn klæðning og inniheldur ekkert formaldihíð.

Þ. Þorgrímsson & Co.

Utanhússklæðningar og byggingaplötur frá VIROC

Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor í eðlisfræði og forstjóri Nýsköpunar-miðstöðvar Íslands gerði mannauð-inn að umfjöllunarefni á nýafstöðn-um ársfundi stofnunarinnar. Í at-hyglisverðu erindi sem Þorsteinn hélt við það tækifæri sagði hann meðal annars að íslenska skólakerfið menntaði ekki nógu marga raunvís-indamenn og verkfræðinga.

„Þegar ég var að undirbúa árs-fund Nýsköpunarmiðstöðvar höfðu okkur borist fréttir um að ný líkana-gerð hjá sérfræðingum í Bretlandi benti til að í Þormóðsdal, þar sem tekin höfðu verið sýni af gömlum jarðhitakerfum, mætti finna gull, allt að 400 grömm í hverju tonni jarð-efnis! Þetta voru miklar fréttir. Hitt er svo annað mál að slíkt gull er sýnd veiði og oft mikið haft fyrir því að vinna það. Víða erlendis er þetta gull blandað þungmálmum og erfið-um efnum frá sjónarmiði umhverfis-verndar. Afstaða mín var því hik-andi,“ segir Þorsteinn.

Þrátt fyrir gull og græna skóga

Hann segist því hafa tekið upp þem-að um mannauðinn á ársfundinum og borið hann saman við auðinn í auðlindum landsins, vatninu, jarð-hitanum og í sjálfu landinu. „Niður-staða mín var sú að þrátt fyrir gull og græna skóga, þá væri það mann-auðurinn í landinu sem væri stærsta auðlindin. Ég nefndi til dæmis vinnu listamanna okkar og hönnuða og benti á kvikmynd Baltasars um Djúpið sem ræka sönnun þess hvað hægt væri að skapa og nýskapa með aðferðum hinna skapandi greina.“

Þorstseinn segist hafa áhyggjur af

því að íslenska skólakerfið mennti ekki nógu marga raunvísindamenn og verkfræðinga. „Við getum ekki séð nýjan Marel, Össur eða CCP án þess að ungt fólk leggi stund á slík fræði og mennti sig til þess að verða hinn gjaldgengi mannauður þekk-ingarþjóðfélagsins. Ég sé fyrir mér að á næstu misserum og árum þurfi að gera risaátak í því að fjölga nem-endum í þessum greinum. Til hliðar við það þarf að auka veg og virðingu tæknigreina og iðngreina.“

Lotukerfi okkar samfélagsÞorsteinn segir að hjá Nýsköpunar-miðstöð sé unnið sleitulaust að því að færa tæknistigið og tölvulæsið neðar í skólakerfið, meðal annars

með smiðjum Nýsköpunarmið-stöðvar sem nefndar eru FabLab eft-ir grunnhugmyndinni sem stofnun-in erfði frá MIT, tækniháskólanum í Boston.

„Ég tók saman efnið og lauk er-indi mínu með því að sýna lotukerfi Mendelevs, rússneska undrabarnsins sem raðaði frumefnunum í kerfi. Ég tók út frumefnið GULL, sem hefur latneska heitið AURUM og er tákn-að sem Au í lotukerfi Mendelevs. Með smá viðbót var ég kominn með mikilvægasta efni í lotukerfi okkar samfélags: mannAUðinn,“ segir Þor-steinn Ingi Sigfússon forstjóri Ný-sköpunarmiðstöðvar að lokum.

nmi.is

Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar kynnir hið kyngi-magnaða frumefni MANNAUÐ.

Mannauðurinn er stærsta auðlind ÍslandsForstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar kallar eftir risaátaki til að

fjölga nemendum í raunvísindum og verkfræði

Page 37: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 37

„Almannatengsl eru orðin sjálfsagð-ur og eðlilegur hluti starfsemi fram-sækinna fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana sem vilja rækta samband við umbjóðendur sína; viðskiptavini, starfsmenn, hluthafa og aðra. Með vaxandi kröfum um aukið upplýs-ingastreymi og gagnsæi hefur þörfin fyrir sérhæfða starfsmenn í upplýs-ingamiðlun og almannatengslaráð-gjöf vaxið ár frá ári. Það finnum við glöggt,“ segir Sigurður Sverrisson, framkvæmdastjóri almannatengsla-fyrirtækisins Athygli.

Athygli hóf starfsemi árið 1989 og er í dag stærsta fyrirtækið á þessu sviði hér á landi. Auk ráðgjafar á sviði almannatengsla með sérstaka áherslu á áfallaráðgjöf rekur Athygli umtalsverða útgáfustarfsemi. Þegar talið berst að áfallaráðgjöf er Sigurð-ur inntur eftir því hvað felist í því hugtaki.

Viðbrögðin skipta öllu máli„Áfallaráðgjöf er hugtak sem við höfum notað yfir enska hugtakið Crisis Management, sem stundum hefur verið kallað áfallastjórnun. Áföll eru óumflýjanlegur hluti dag-legs lífs en það eru viðbrögðin við þeim sem oftar en ekki skilja á milli feigs og ófeigs,“ segir Sigurður. Hann segir að aðeins sé hægt að búa sig undir áföll að ákveðnu marki.

„Aðgerðaáætlanir og viðbragðs-handbækur eru ágæt tæki til þess að nota til þess að undirbúa sig en þeg-ar á hólminn er komið veltur þetta allt saman á yfirvegun þess sem hlut á að máli. Þegar spennustigið fer úr böndum fýkur almenn skynsemi oftar en ekki út í veður og vind. Það eru ekki til nein óbrigðul ráð við mannlegum breyskleika. Með upp-byggilegri ráðgjöf er oft hægt að af-stýra stórslysi, en ekki alltaf. Stund-um kemur beiðni um aðstoð ein-faldlega of seint til að nokkru verði bjargað,“ segir Sigurður.

Ímyndartjóni forðaðHann segir mörg dæmi fyrir hendi um uppákomur þar sem vönduð ráð-gjöf reyndra almannatengla hefðu getað forðað álitshnekki eða ímynd-artjóni. Hann nefnir sem dæmi áburðarmálið sem upp kom fyrir nokkrum misserum. Þar hafi hvert klúðrið rekið annað. Iðnaðarsalts-málið, sem hér tröllreið öllum fjöl-miðlum um tíma, sé af sama toga. Þar hafi menn vitað af vandanum en kosið að aðhafast ekkert í þeirri von að enginn spyrði neins. „Þegar allt fór í háaloft var gripið til undan-bragða og algjörrar nauðvarnar.“

Boðleiðirnar eru fleiriSigurður segist í svipinn ekki minn-ast nema eins tilviks þar sem hugs-anlega megi rekja endalok fyrirtækis til ófagmennsku í almannatengslum. „Ætli fyrsta og kannski eina slíka til-vikið enn sem komið er megi ekki heimfæra upp á stórfyrirtæki á neyt-endamarkaði sem varð uppvíst að ótrúlegum hroka og afneitun þegar galli í framleiðslu olli alvarlegum veikindum hjá hópi fólks. Það fyrir-tæki heyrði sögunni til eftir ótrúlega skamman tíma.“

Þegar hann er spurður að því hvort Netið hafi ekki gert starf al-mannatengla mun auðveldara en áð-ur segir Sigurður svarið vera bæði já og nei. Hann segir boðskipti ganga miklu hraðar fyrir sig en áður og að mörgu leyti sé aðgengi að fólki ann-að og meira en var. Það hafi hins vegar leitt af sér annað vandamál. Fólk situr uppi með ofgnótt upplýs-

inga sem aftur leiðir til ákveðins doða gagnvart áreiti. Hvað almanna-tengsl snertir hefur þetta leitt til þess að miðlun upplýsinga verður sífellt flóknari.

„Boðleiðununum hefur vissulega fjölgað en að sama skapi hefur markhópurinn tvístrast. Sú áskorun, sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi, er hvar og hvernig á

að nálgast tiltekna samfélagshópa. Við höfum fjölgað starfsmönnum til þess að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu og það segir okkur fyrst og fremst tvennt; þörfin fyrir þjón-

ustuna er vaxandi og við erum að gera eitthvað rétt.“

athygli.is

Sigurður Sverrisson, framkvæmdastjóri Athygli ehf.: „Það eru viðbrögðin við áföllunum sem oftar en ekki skilja á milli feigs og ófeigs.“

Hjá Athygli starfa nú 14 manns; sérfæðingar á sviði almannatengsla og útgáfu.

Athygli ehf.

Sérfræðingar í að miðla upplýsingum

Page 38: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

38 | SÓKNARFÆRI

islandsstofa.is

Eitt af hlutverkum Íslandsstofu er að að veita

alhliða þjónustu og ráðgjöf í því skyni að

greiða fyrir útflutningi á vöru og þjónustu.

Íslandsstofa efnir til fjölda kynninga, funda og

námskeiða á hverju ári fyrir íslensk fyrirtæki

með það að markmiði að auka þekkingu og

fagmennsku í markaðssókn erlendis.

Starfsfólk hundraða fyrirtækja hefur nýtt sér

þessa þjónustu Íslandsstofu og styrkt þannig

stöðu sína.

Meðal þeirrar þjónustu sem Íslandsstofa veitir:

· Markaðsupplýsingar

· Ráðgjöf og fræðsla

· Sýningar

· Viðskiptasendinefndir

Íslandsstofa hefur innan sinna raða öflugt og

reynslumikið starfsfólk með viðamikla

þekkingu sem íslensk fyrirtæki geta leitað til

með spurningar, aðstoð og ráðgjöf.

Hafðu samband við okkur og fáðu nánari

upplýsingar.

Íslands-stofa erbakhjarl íslenskra fyrirtækjaí sókn áerlenda markaði

PIPA

R\TB

WA

· SÍ

A ·

1133

24

Borgartún 35 | 105 Reykjavík

Smith & Norland er þekkingar- og þjónustufyrirtæki á sviði tækni- og verkfræði, viðskipta og verslunar. Sérsvið okkar er ráðgjöf tengd inn-flutningi og sölu rafbúnaðar sem notaður er við framleiðslu, flutning og hagnýtingu raforku í víðum skilningi. Við sækjum styrk okkar til menntunar og reynslu erlendra framleiðenda sem eru í forystu á sínu sviði og kappkostum að standa undir þeirri samfélagslegu ábyrgð sem rekstur fyrirtækja krefst.

Smith & Norland á sér sögu sem nú teygir sig lengra en 90 ár aftur í tímann. Allt frá upphafi hafa ofan-greind markmið og grunngildi stað-ið óbreytt og verið lykillinn að far-sæld og framgangi fyrirtækisins. Sú saga sannar, með ótvíræðum hætti, nauðsyn og tilverurétt fyrirtækja af þessari gerð og er það bjargföst trú okkar að svo verði áfram um ókom-in ár.

Hin efnahagslega lægð, sem ís-lensk þjóð hefur glímt við síðustu ár, virðist senn á undanhaldi. Framund-an er tími uppbyggingar og eflingar hins ágæta samfélags okkar. Þjóðin er fámenn en náttúruauðlindir landsins ríkulegar. Staða okkar býð-ur augljóslega upp á mörg tækifæri til árangursríkrar sóknar ef skynsam-lega er haldið á málum.

Efling og styrking innviða samfé-lags og fyrirtækja er arðbær fjárfest-ing, bein og óbein, jafnt til skemmri sem og lengri tíma. Aukin fjarvinna eykur frelsi til búsetu og kallar á styrkingu fjarskiptakerfisins. Bætt heilbrigðisþjónusta, öllum til hags-bóta, kallar á endurnýjun búnaðar til lækninga. Rafvæðing samgöngu-tækja sparar dýrt innflutt jarðefna-eldsneyti, dregur úr mengun, kallar á styrkingu raforkudreifikerfisins og uppsetningu hleðslustöðva. Lagning háspennulína í jörð eykur afhend-ingaröryggi raforku og bætir ásýnd landsins að margra mati. Aukin nýt-ing sjávarafla og bætt framleiðni í sjávarútvegi skilar miklum verðmæt-um og kallar á aukna sjálfvirkni. Sama gildir um alla áframhaldandi iðnaðaruppbyggingu, stóra sem smáa. Nýjar tegundir lampa og ljós-gjafa bæta orkunýtingu lýsingar-kerfa. Þannig má lengi áfram telja.

Gjöful fiskimið og orkuauðlindir landsins mynda efnahagslegan grunn undir velferð okkar sem þjóð-ar. Skynsamleg nýting þessara auð-linda í sátt við menn og náttúru er afar áríðandi, ekki eingöngu vegna þeirrar kynslóðar sem nú byggir landið heldur einnig og ekki síður vegna komandi kynslóða. Augljóst er að aðgengi að hreinu vatni, jarð-

varma og orku vatnsfalla verður sí-fellt verðmætara og sú krafa vex að þjóðir, sem búa við ríkulegar auð-lindir af þessu tagi, deili þeim með öðrum jarðarbúum, sé það tæknilega framkvæmanlegt. Slík tækifæri þarf að skoða af nákvæmni og raunsæi með hagsmuni lands og þjóðar að leiðarljósi og er sú athugun þegar hafin. Ennfremur bjóðast nú hag-kvæmar tæknilegar lausnir sem gera mönnum kleift að nýta orkuauð-lindir sem fram til þessa hefur verið erfitt að beisla eins og til að mynda vindorku og sjávarföll.

Erlend samstarfsfyrirtæki Smith & Norland hafa nú þegar á boðstól-um framúrskarandi lausnir sem að gagni munu koma við lausn ofan-greindra verkefna og margra ann-arra.Ýmis þessara fyrirtækja hafa um áratuga skeið notað verulegan hluta af hagnaði sínum til rannsókna og þróunar og hefur það skipað þeim í fremstu röð á sínu sviði í heiminum. Nægir þar að nefna stórfyrirtækin Siemens, Voith Hydro og Nexans.

Við hjá Smith & Norland hlökk-um til að leggja okkar af mörkum til þeirrar uppbyggingar sem framund-an er á ofangreindu sérsviði okkar.

sminor.is

Búðarhálsvirkjun. Vél- og rafbúnaður er frá Voith Hydro. Verklok eru í árslok 2013. Smith & Norland er Voith Hydro-umboðið á Íslandi. Mynd: Landsvirkjun.

Skip frá Nexans að leggja sæstreng. Smith & Norland er Nexans-umboðið á Íslandi. Mynd: Nexans Norway AS.

Vindmyllur frá Siemens úti á sjó. Smith & Norland er Sie-mens-umboðið á Íslandi. Mynd: Siemens AG.

Smith & Norland:

Við erum til þjón-ustu reiðubúin!

Page 39: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 39

Fyrirtækið Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki sem starfar á þremur megin sviðum: Rekstrarráð-gjöf við stefnumótun, skipulags-breytingar og starfsmannamál, ráðn-ingar stjórnenda og lykilmanna og rannsóknir á innviðum og umhverfi fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka sem nýtast til bættrar ákvörðunar-töku og árangurs. Intellecta var stofnað árið 2000 og ráðgjafar þess m.a. menntaðir í félagsvísindum, fjármálum, stjórnun, sálfræði, við-skiptum og verkfræði og búa auk þess yfir umfangsmikilli reynslu í ráðgjöf og rekstri. „Fyrirtækið hefur náð góðri fótfestu og byggir starf-semina á góðu orðspori og árangri af samstarfi með viðskiptavinum okkar. Verkefnin hafa skilað miklum virðis-auka fyrir fyrirtæki og stofnanir,“ segir Þórður S. Óskarsson, fram-kvæmdastjóri Intellecta.

Öflugur hópur ráðgjafaRáðgjafarþjónusta Intellecta er fjöl-þætt og snertir stefnumótun, stjórn-skipulag, breytingastjórnun, mann-auðsstjórnun, launaráðgjöf, árang-urslaunakerfi og verkefnastjórn. Til að geta sinnt svo breiðum málaflokki hefur verið stillt upp öflugum hópi ráðgjafa, sem er grundvöllur að ár-angri viðskiptavinarins.

Einar Þór Bjarnason, einn eig-enda Intellecta og ráðgjafi, segir að þau hjá Intellecta líti svo á að til þess að geta veitt góða ráðgjöf þurfi fyrir-tækið að búa yfir þekkingu og reynslu sem nýtist viðskiptavinum þess. „Lykillinn er að skilja það um-hverfi sem viðskiptavinurinn starfar í. Eins einfalt og þetta hljómar, þá er þetta okkar kjarnastyrkur sem við-skiptavinir okkar segja að aðgreini okkur frá öðrum.“

Intellecta býður nú upp á nýja þjónustu fyrir fyrirtæki, en hún fjallar um fyrirtækjaheilsu. Þjónustan er ný af nálinni og er hún sköpuð og þróuð af Brynjari Péturssyni sem starfar sem heilsunuddari og ráðgjafi.

Ráðningar lykilstarfsmannaHvað ráðningar varðar sérhæfir In-tellecta sig í ráðningum lykilstarfs-manna í fyrirrækjunum. Intellecta annast einnig beina leit (headhunt-ing) lykilstjórnenda. Intellecta hefur í auknum mæli séð um ráðningar-ferlið í heild sinni fyrir opinbera að-ila, en endanleg ákvörðun um ráðn-ingu hjá hinu opinbera er stjórn-valdsákvörðun, því ber viðkomandi opinber aðili ábyrgð á henni. „Hjá Intellecta er mikil uppsöfnuð reynsla sem nýtist viðskiptavinum í öllum málum sem snúa að ráðningum og öðrum þáttum er tengjast mannauði fyrirtækja. Mikil áhersla er lögð á faglegt hæfnismat á einstaklingum,“ segir Ari Eyberg ráðgjafi.

Markvissar rannsóknirAð sögn Gísla Árna Gíslasonar ráð-gjafa byggjast rannsóknir Intellecta á markvissri nálgun, allt frá mótun rannsóknar til úrvinnslu og fram-setningar gagna. Meðal helstu lausna eru vinnustaðagreiningar, þjónustu-kannanir, kjarakannanir og stjórn-endamat.

„Reglulega birtast hjá okkur nýjar lausnir og sú sem hefur komið sterk inn er Stjórnendamælirinn en hann er ný leið við stjórnendamat þar sem áhersla er lögð á þátttöku allra starfs-manna við að meta allan stjórnenda-hópinn. Um er að ræða hnitmiðaða

lausn sem þó gefur glögga yfirsýn yfir stjórnendahópinn og þarfir til umbóta. Þessi lausn varð til í fram-haldi af því að viðskiptavinir vildu síður nota hefðbundna 360 gráðu matið og því varð til þessi sérsniðna lausn – sem bætir upp veikleika for-verans og hefur því náð góðri fót-festu hjá okkur,“ segir Gísli Árni.

intellecta.is Hjá Intellecta starfar fjöldi sérhæfða ráðgjafa sem m.a. eru menntaðir í félagsvísindum, fjármálum, stjórnun, sálfræði, við-skiptum og verkfræði og búa auk þess yfir umfangsmikilli reynslu í ráðgjöf og rekstri.

Intellecta

Ráðgjöf, ráðning-ar og rannsóknir

SPUNI 600

SPUNI 400

Hönnuður Erla Sólveig ÓskarsdóttirBæjarlind 8-10 • 201 Kópavogur • s: 510 7300

Íslensk hönnun og handverkÁ. GUÐMUNDSSON EHF.

Page 40: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

Samhliða vaxandi tekjum af útflutn-ingi sjávarafurða og iðnaðarfram-leiðslu hafa tekjur af erlendum ferðamönnum aukist hröðum skref-um síðustu árin. En það eru ýmsir aðrir spennandi vaxtasprotar að

gægjast upp úr moldinni, sumir beinlínis vegna stefnubreytingar í at-vinnulífinu í kjölfar bankahrunsins. Þannig hefur mikill vöxtur orðið á síðustu árum í útflutningi hugbún-aðar- og hugverkaþjónustu og ne

mur virði þess útflutnings orðið tæpum 40 milljörðum króna. Þar er í senn vísað til þróunar tölvukerfa og þjónustu þeim tengdri en í þessum geira starfa 3.400 manns.

Síðustu árin hefur einnig orðið

vöxtur í þjónustu arkitekta og verk-fræðistofa, sem hafa sótt verkefni í auknum mæli út fyrir landsteinana, einkum til Noregs en einnig til Sví-þjóðar, Þýskalands og Ungverja-lands. „Þessi fyrirtæki hafa á síðustu árum breyst úr því að vera verkefna- og tæknidrifin fyrirtæki í virkj-anaumhverfi í það að vera markaðs-drifin þekkingarfyrirtæki í sókn eftir verkefnum erlendis og þau eru að ná gríðarlega góðum árangri,“ segir Hermann Ottósson forstöðumaður Markaðsþróunar fyrirtækjaþjónustu hjá Íslandsstofu.

Möguleikar í líftækniog fiskeldi

Hermann heldur áfram: „Það er margt spennandi í gangi þótt það hafi ekki allt vakið jafn mikla at-hygli. Þannig eru mjög áhugaverð verkefni í þróun á sviði líftækni. Við erum komin þjóða lengst við Norð-ur-Atlantshaf í að þróa líftækniaf-urðir úr sjávarfangi. Þar má nefna t.d. Kerecic og Primex og mörg önnur. Við eigum einnig vannýtt tækifæri í fiskeldi. Við megum ekki láta bernskusporin hræða í þeim efn-um því hér hefur orðið mikil framþróun á þessu sviði. Fiskeldi er orðinn lykilþáttur í framboði sjávar-afurða okkar helstu samkeppnis-þjóða. Hér eru nokkrar stórar eldis-einingar í uppbyggingu og markmið okkar hlýtur að vera að nýta sér-stöðu okkar til að framleiða framúr-skarandi vöru í þeirri samkeppni sem ríkir um hágæða sjávarafurðir,“ segir Hermann.

Þegar talið berst að ferðaþjónust-unni segir Hermann að svara þurfi ýmsum áleitnum spurningum til framtíðar. Hversu marga ferðamenn viljum við fá til landsins, hvernig haga beri gjaldtöku af veittri þjón-

ustu og hvernig við ætlum að auka framlegð úr rekstri ferðaþjónustufyr-irtækja? „Framtíðin hlýtur að byggja á því að breyta ferðamanninum í neytanda þeirrar þjónustu sem í boði er á Íslandi.“

Hlutverk Markaðsþróunar – fyr-irtækjaþjónustu hjá Íslandsstofu er fyrst og fremst er að efla ímynd Ís-lands erlendis, stuðla að öflun auk-inna gjaldeyristekna, skipuleggja viðburði fyrir íslensk fyrirtæki er-lendis og miðla upplýsingum um markaði og markaðsaðgengi til ís-lenskra fyrirtækja.

Samkeppnisstaðan styrktÞjónustan miðast að sögn Her-manns við að styrkja samkeppnis-stöðu fyrirtækjanna á erlendum mörkuðum og að veita ráðgjöf á sviði markaðssetningar og sölu er-lendis. Ráðgjöfin fer fram með margskonar námskeiðum, kynning-arfundum og ráðstefnum. Fyrirtæki njóta aðstoðar við að koma á við-skiptatengslum erlendis, farnar eru viðskipta-og könnunarferðir á mark-aði og víðtækt net viðskiptafulltrúa og ráðgjafa víða um heim er nýtt til að koma á viðskiptum.

Auk Hermanns starfa Aðalsteinn Sverrisson, Andri Marteinsson, Berglind Steindórsdóttir, Björn H. Reynisson, Erna Björnsdóttir og Þorleifur Þ. Jónsson innan Mark-aðsþróunar – fyrirtækjaþjónustu hjá Íslandsstofu auk fjölda ráðgafa, sem eru ýmist sjálfstætt starfandi með tímabundna samninga við Íslands-stofu eða starfsmenn utanríkisþjón-ustunnar.

islandsstofa.is

Hermann Ottósson, forstöðumaður Markaðsþróunar - fyrirtækjaþjónustu hjá Íslandsstofu. Eins og vel má merkja er hann virkur þátttakandi í Mottumars sem lýkur á morgun.

Hermann Ottósson, forstöðumaður Markaðsþróunar – fyrirtækjaþjónustu hjá Íslandsstofu:

Spennandi vaxtarsprotarað verða til í útflutningi

ARG

H! 0

3.20

11

Við smíðum þínar innréttingarÍ 20 ár hefur Fagus sérhæft sig í smíði glæsilegraog fjölbreyttra innréttinga og innihurða.

Innréttingar frá Fagus eru allt í senn fallegar, hlaðnar þægindum og frábær vinnuaðstaða. Njóttu þess að vera í umhverfi sem er sérsniðið fyrir þig.

Við smíðum þínar innréttingar.

Sími: 483 3900 [email protected]

www.fagus.is

40 | SÓKNARFÆRI

Page 41: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 41

Um 1.300 fyrirtæki eru innan vé-banda Samtaka iðnaðarins. Samtök-in gera jafnan á hverju hausti könn-un meðal fyrirtækjanna. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri sam-takanna, segir að um haustið 2011 hafi verið góður hugur í mönnum og þeir litið björtum augum til framtíðarinnar. Næsta haust leiddi könnunin hins vegar í ljós mun dekkra viðhorf meðal stjórnenda fyr-irtækjanna. Hann segir tækifæri til að brúa þetta bil með þáttöku hins opinbera og lífeyrissjóðanna.

„En heilt yfir má segja að útflutn-ingsfyrirtæki sé í nokkuð góðum málum á meðan greinar eins og matvælaiðnaðurinn stíga ölduna í takt við einkaneysluna innanlands. Einkaneyslan hefur verið burðarás-inn í hagvextinum og vaxið meira en efnahagskerfið. En það er einkum framkvæmdageirinn sem hefur skemmri sjónlínu og hann lét verr af sér haustið 2012 en árið áður. En eins og við skynjum hlutina núna, þegar við erum komin inn á árið 2013, sjá menn fyrir sér góða tíma framundan en þetta „framundan“ virðist þó vera dálítið lengra inn í framtíðinni,“ segir Orri.

Hann segir stöðuna sem sagt ein-kennast af fremur björtu viðhorfi til lengri tíma litið en neikvæðu til skemmri tíma litið. Verktakafyrir-tæki og hugverkafyrirtæki horfi gjarnan til verkefna sem tengjast norðurslóðum. Nokkur fyrirtæki hafi náð góðri verkefnastöðu á Grænlandi og önnur líta til verkefna í tengslum við olíuleit við Græn-land. Verktakafyrirtækin hafi einnig haft verkefni í Norður-Noregi. Þá hafi jafnvel borið á því að menn horfi til hafnarframkvæmda á Norð-austurlandi í tengslum við olíuleit á Drekasvæðinu en Orri segir það reynslu annarra þjóða að menn skyldu varast það í lengstu lög að leggja í fjárfestingar af því tagi áður en olía finnst í vinnanlegu magni. Engu að síður þurfi að skipuleggja framtíðina hvað þetta varðar.

Höfuðstóll opinberra eigna rýrnar

Orri segir tækifærin nú ekki síst liggja í uppsafnaðri þörf fyrir við-hald og uppfærslu á innviðum. Sem dæmi um þetta nefnir hann þjóðvegi landsins sem margir hverjir eru að skemmast vegna skorts á viðhaldi. Það geti verið tíu sinnum dýrara að fara í viðgerðir á vegum þar sem undirlagið er að gefa sig heldur en að halda uppi reglulegu viðhaldi. Einnig eigi þetta við um uppsafnaða þörf á tækjabúnaði á sjúkrahúsum landsins og á öðrum sviðum.

„Höfuðstóllinn af þessum opin-beru eignum í landinu er að rýrna. Það kostar auðvitað fjármuni að halda honum við en það kostar mun meira til lengri tíma litið að halda honum ekki við.“ Hann er þeirrar skoðunar að hið opinbera þurfi að koma sterkar inn í þessa þætti, nú þegar verkefnastaða til skemmri tíma er ekki betri en raun ber vitni.

„Við vitum að það drýpur ekki smjör af hverju strái og menn þurfa að spara, en það verður að spara með réttum hætti. Kaldhæðnin er síðan sú að hér er stútfull hirsla af peningum í landinu sem komast ekki í umferð og þar er ég að tala um lífeyrissjóðina. Þeir hafa viljað

komast í svona innviðaverkefni en þar sem það þýðir þá einhvers konar einkaframkvæmdir eða jafnvel skuggagjöld eða veggjöld þá hefur ekki náðst pólitískt samstaða um það. En það grátlega við þetta er það að við komumst ekki í nauðsynleg

uppbyggingaverkefni á innviðum landsins á sama tíma og peninga-hirslur lífeyrissjóðanna rykfalla,“ segir Orri.

si.isOrri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir viðhorf atvinnu-lífsins til framtíðarinnar bjart en ekki eigi það sama við um verkefnastöðu til skemmri tíma.

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

Brýn þörf á uppbygg-ingu innviðanna

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði.

www.matis.is

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

2-1

91

6

Að sjá verðmæti . . .þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Page 42: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

42 | SÓKNARFÆRI

IÐNTRÉ

Frumkvæði og Fagmennska

Draghálsi 10 | 110 reykjavík | sími 577 6530 | [email protected] | www.idntre.isVeljum íslensktVeljum íslenskt

„Möguleikar til nýsköpunar í mat-vælavinnslu á Íslandi eru að mínu mati mjög miklir. Þetta er ein af stóru atvinnugreinunum á Íslandi og við erum mjög góð í því að fram-leiða fyrsta flokks matvæli. Þegar við horfum á heimsmyndina til framtíð-ar þá er ljóst að aukinn fólksfjöldi kallar á meiri og betri matvæli og með aukinni velmegun í þróunar-ríkjunum hækkar heimsverð mat-væla. Við Íslendingar höfum alla burði til að nýta okkur tækifærin sem því fylgja og Matís hefur margt fram að færa til þeirrar verðmæta-sköpunar,“ segir Haraldur Hall-grímsson, sviðsstjóri Nýsköpunar og neytenda hjá Matís

Væntingar neytenda þarf að uppfylla

Styrkur Matís í þjónustu við mat-vælaiðnaðinn segir Haraldur grund-vallast af mjög mörgu. Framleiðslu- og tækniþekkingu, ráðgjöf um með-ferð vöru og hráefna, flutningstækni, ráðgjöf um vöruþróun, umbúðum, markaðssetningu, aðstoð við fjár-mögnun nýsköpunarverkefna og mörgu öðru.

„Öll verkefni og fyrirtæki hafa verið lítil í byrjun en síðan vaxið. Ég

er þess fullviss að út um allt land eru góðar nýsköpunarhugmyndir í mat-vælaframleiðslu sem hægt er að hjálpa út á réttar brautir, þróa fyrir rétta markaði og ná góðum árangri. Þá á ég ekki aðeins við framleiðslu fyrir innlendan markað heldur einn-ig fyrir erlendan markað. Það er langt í að við verðum magnframleið-endur sem keppa á verðgrundvelli í öðru en fiski en við viljum ekki keppa á grundvelli lágra launa held-ur á grundvelli gæða, hátækni og með öflugri markaðssetningu. Þar af leiðandi eigum við að horfa til þess að þjóna sérmörkuðum sem borga hærra verð. Þar eru tækifæri,“ segir Haraldur.

Farsælast að vinna með heimamönnum

Undir sviðið heyra matarsmiðjur á Höfn og Flúðum en matarsmiðjan á Höfn hefur fest sig rækilega í sessi á undanförnum árum. Sumarið 2012 opnaði Matís starfsstöðvar í Grund-arfirði og á Patreksfirði sem Harald-ur segir undirstrika þá stefnu fyrir-tækisins að taka höndum saman við heimaaðila um verkefni þar sem byggt er á svæðisbundnum auðlind-um og tækifærum.

„Reynsla okkar er að best tekst til þegar við tökum höndum saman við heimaaðila um verkefni. Þau eiga þá meiri samhljóm í nærsamfélaginu og árangurinn verður meiri og sýnilegri fólkinu á svæðunum,“ segir Harald-ur en markmiðið með nýju starfs-stöðinni í Grundarfirði er að styðja við verkefni sem byggja á nýtingu sjávarfangs úr Breiðafirði, til að

mynda lífefnavinnslu úr stórþörung-um og nýtingu á vannýttu hráefni á borð við fiskslóg.

Með staðsetningu starfsstöðvar Matís á Patreksfirði segir Haraldur ætlunina að styðja við uppbyggingu í fiskeldi á sunnanverðum Vestfjörð-um. „Þessar nýju starfsstöðvar við Breiðafjörðinn starfa þétt saman. Líkt og heimamenn horfum við til

möguleika svæðisins í heild, allt frá Snæfellsnesi til suðurhluta Vest-fjarða,“ segir Haraldur.

matis.is

Haraldur Hallgrímsson sviðsstjóri hjá Matís. „Ég er þess fullviss að út um allt land eru góðar nýsköpunarhugmyndir í mat-vælaframleiðslu sem hægt er að hjálpa út á réttar brautir, þróa fyrir rétta markaði og ná góðum árangri.“

Miklir nýsköpun-armöguleikar í

matvælavinnslu - segir Haraldur Hallgrímsson

sviðsstjóri hjá Matís

Page 43: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 43

Á síðustu árum hafa Íslendingar í auknum mæli gripið til svalalokana til að verjast veðrum og vindum og auka þannig notagildi húsa sinna. Þetta á bæði við um svalir í einstaka íbúðum en einnig eru hönnuðir nýrra fjölbýlishúsa, þar sem gengið er inn í íbúðir af svölum, farnir að auka skjól með því að glerja inn-gangssvalir. Ákveðnar kröfur eru gerðar til reykræstinga á sameigin-legum svalainngöngum og verður loftun þar að vera mjög góð og hefur verið komið til móts við þá kröfu með mismunandi hætti.

Síðasta ár það erfiðasta frá hruni

Fyrirtækið Idex hefur sérhæft sig í framleiðslu og innflutningi svala-lokana og rekur meðal annars verk-smiðju í Njarðvíkum. Þá flytur fyrir-tækið einnig inn svalagler frá finnska framleiðandanum Lumon. Ragnar Jóhannesson, forstjóri Idex, segir að svalalokanir og garðskálar séu aftur að koma inn og fólk virðist hafa ör-lítið meiri trú á framtíðinni og telji óhætt að fjárfesta í viðhaldi og bættu húsnæði. „Ég treysti því að þetta sé annað og meira en kosningaskjálfti og að þetta endist okkur lengur en bara fram yfir kosningar,“ segir Ragnar. Hann segir að síðasta ár hafi verið það erfiðasta frá hruni efna-hagskerfisins. Þá hafi örfá ný verk-efni verið sett af stað en umsvif fyrir-tækisins hafi fyrst og fremst byggt á eldri verkum sem byrjað var á fyrir hrun. „Það er klárlega að skapast aft-ur þörf fyrir íbúðir og atvinnuhús-næði, til dæmis í ferðaþjónustunni.“

Þrjár mismunandi lausnirÁ vegum Idex er nú að ljúka þremur verkum sem öll snúast um svalaloka-nir en hvert með sínum hætti. Við Hestvað í Norðlingaholti er verið að loka svalainngöngum á nýju fjöl-býlishúsi. Lausnin er smíðuð og hönnuð af Idex í samvinnu við hönnuði hússins en með því að láta glerið ekki ná alveg til lofts er komið til móts við kröfur byggingareglu-gerðar um reykræstingu. Í Lómasöl-um í Kópavogi hefur Idex hins vegar lokað svalainngöngum í eldra fjöl-býlishúsi með annarri útfærslu þar sem glerin eru fest á ramma utan á húsið en það tryggir næga loftun þótt glerið nái vel upp fyrir svalaop-ið. Loks er nú verið að ganga frá svalalokunum í íbúðum fyrir aldraða á vegum DAS í Boðaþingi í Kópa-vogi þar sem boðið er upp á lausn frá finnska fyrirtækinu Lumon, sem

er leiðandi fyrirtæki á þessu svið í heiminum. „Eftir mikla yfirlegu og skoðun ákváðu þeir hjá DAS að nýta sér Lumon svalaglerin frá Finnlandi, en þau eru í senn létt og traust og mjög meðfærileg. Það, hve auðveld þau eru í meðförum, skipti miklu um að DAS valdi lausnina frá Lu-mon. Með henni er á mjög einfald-an hátt hægt að opna glerin að hluta eða að opna svalirnar alveg.“

Ragnar segir harða samkeppni í

þessari grein og þá ekki síst við inn-flutning. Víða í Evrópu er verkefna-leysi í byggingariðnaði, eins og hér á landi og verðin því lág. „Það sem er hins vegar erfiðast við svalalokanir á Íslandi er vindálagið sem hefð-bundnar erlendar lausnir ráða oft illa við,“ segir Ragnar Jóhannesson hjá Idex.

idex.is Í nýbyggingu DAS við Boðaþing í Kópavogi er nú verið að setja upp finnskar Lumon svalalokanir sem Idex flytur inn.

Við Lómasali í Kópavogi hafa hönn-uðir Idex hannað skemmtilega svala-lokun í eldra fjölbýli í samstarfi við arkitekta hússins.

Idex kynnir mismunandi útfærslur svalalokana

Page 44: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

44 | SÓKNARFÆRI

Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, [email protected], gks.is

Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki

Dreymir þig nýtt eldhús!Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús og allar innréttingar sem hugurinn girnist.

Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili.

Fá íslensk fyrirtæki státa af jafn ör-um og markvissum vexti á undan-förnum árum og málmtæknifyrir-tækið Hamar sem þeir Davíð Þór Sigurbjartarson og Kári Pálsson ýttu úr vör í bílskúr árið 1998. Fyrstu átta árin tvöfaldaðist veltan á hverju ári og á níunda starfsárinu þrefald-aðist hún! Fyrirtækið er nú með 100 manns í vinnu á fimm verkstæðum á landinu, þ.e. í Kópavogi, Akureyri, Eskifirði, Grundartanga og á Þórs-höfn. Sjötta verkstæðið er raunar til-búið í Sandgerði en það var sett í biðstöðu þegar bakslag kom í upp-byggingu iðnaðarstarfsemi í Helgu-vík. Samtals ræður Hamar yfir um 12.000 fermetrum í húsnæði og er mjög framarlega hvað tæknibúnað áhrærir. Hrunárin hafa því ein-kennst af vexti og þrátt fyrir miklar fjárfestingar í smiðjum, nú síðast í mjög fullkominni smiðju á Grund-artanga, segir Kári Pálsson forstjóri að Hamar sé fjárhagslega mjög sterkt fyrirtæki. Hið gullvæga hafi átt við í rekstri fyrirtækisins frá upphafi að Hamar hafi alltaf sniðið sér stakk eftir vexti.

„Lykillinn að velgengni Hamars er öflugur hópur starfsmanna og við höfum alla tíð lagt mikið upp úr að gera þessi daglegu störf skemmtileg, skapa starfsfólkinu góðan aðbúnað, öruggan og góðan tækjakost. Þetta eru erfið störf og því þarf að huga vel að starfsmannaþættinum, sam-hliða góðri fjármálastjórn og upp-byggingu. En ég held að mér sé óhætt að fullyrða að hjá viðskipta-vinum okkar fari það orðspor af starfsmönnum Hamars að við höf-um gaman af því sem við erum að gera og vöndum til verka í hví-vetna,“ segir Kári en alls hefur Ham-ar 17 sinnum bætt við sig húsnæði,

yfirtekið önnur fyrirtæki og samein-að starfsemi sinni. „Formerkin í þessu hafa alla tíð verið þau sömu; við höfum átt peninga fyrir vaxtar-skrefunum og ekki þurft mikið á lánastofnunum að halda. Það tel ég að hafi verið okkar gæfa og lykilinn að árangri,“ segir Kári.

Alþjóðleg viðurkenning sem birgi ársins

Stærstu verkefni Hamars á undan-förnum árum hafa verið hjá stór-iðjufyrirtækjunum, sjávarútvegsfyrir-tækjunum og fyrirtækjum í mat-vælaiðnaði. Hamar fékk sérstaka al-þjóðlega viðurkenningu Rio Tinto Alcan sem birgi ársins, ásamt viður-kenningu frá öðrum fyrirtækjum, tryggingafélagi og verkalýðsfélagi en Kári segir mikla áherslu lagða á að byggja stöðugt upp sterkari sam-bönd við hvert og eitt fyrirtæki – þróa þannig aukin viðskipti. Hamar keyrir á gæðakerfinu ISO 9001 á öllum starfsstöðvum og er með vott-un á tveimur þeirra, þ.e. í Kópavogi og á Grundartanga.

„Við erum með öfluga tæknideild samhliða verkstæðisrekstrinum og fylgjum þannig verkefnunum eftir allt frá hönnunarstigi þar til búnað-urinn er kominn í gagnið,“ segir Kári en Hamar á einnig stóran hlut í einu stærsta rafiðnaðarfyrirtæki landsins, Rafís ehf. og vinna fyrir-tækin gjarnan saman í heildarlausn-um fyrir viðskiptavini.

Bankarnir hverfi úr samkeppnisrekstri

Kári er mjög gagnrýninn á fram-göngu viðskiptabankanna í niður-fellingu skulda fyrirtækja og oft á tíðum beina aðkomu bankanna að rekstri fyrirtækja á samkeppnismark-

aði. Þetta segir hann birtast í undir-boðum og óeðlilegri samkeppni.

„Við erum ítrekað að keppa við fyrirtæki sem hafa fengið gríðarlegar afskriftir frá hruni og annað hvort eru sömu eigendur aftur komnir af stað í nýrri skuldasöfnun eða hrein-lega að bankarnir sjálfir standa að baki fyrirtækjunum. Fimm árum eftir hrun er þetta enn í gangi en ætti að vera búið að stöðva. Ef iðn-aður eins og okkar á að geta starfað á eðlilegum verðum, sem er grund-völlur að því að geta greitt starfs-mönnum mannsæmandi laun, þá verða bankarnir að láta af þessari starfsemi. Og kennitöluflakk verður líka að stöðva því það gefur auga leið að fyrir okkur hina er ógjörningur að standa í samkeppni við fyrirtæki sem hvorki borga skatta né skyldur,“ segir Kári og vekur einnig athygli á mismunun í skattlagninu fyrirtækja þar sem á íslenska eigendur sé lagður auðlegðarskattur en sé eignarhald samkeppnisfyrirtækja erlent þá þurfa eigendurnir ekkert að greiða. „Þetta gerir auðvitað ekkert annað en skekkja samkeppnisstöðu okkar verulega gagnvart erlendum aðil-um.“

Tvö hagsmunamál eru öðrum stærri fyrir málmiðnaðinn, að mati Kára. Annars vegar að menntun í greininni stóraukist og að fleiri leggi námið fyrir sig. Áhyggjuefni sé fyrir framtíðina hversu fáir velji námsleið-ir í stálsmíði.

„Hitt atriðið er að fótunum verði ekki kippt undan framleiðslugrein-unum okkar með skattlagningu og óstöðugu viðskiptaumhverfi. Við megum allra síst við því núna þegar við erum að jafna okkur eftir efna-hagsáfallið hér á landi. Framleiðslu-greinarnar hafa staðið undir þjóð-félaginu og munu gera það áfram. Það er ekki viturlegt að skipta um hest í miðri á,“ segir Kári.

hamar.is

Kári Pálsson, forstjóri Hamars.

Stóriðja, sjávarútvegur og matvælaiðnaður eru þær greinar sem Hamar byggir sinn rekstur á.

Hamar rekur nú fimm verkstæði á landinu og hefur verið í örri uppbyggingu síð-ustu ár. Forstjórinn segir lykilinn vera hversu sterkt fyrirtækið var fjárhagslega þegar bankahrunið varð.

Málmtæknifyrirtækið Hamar:

Úr bílskúr í 100 manna fyrir-

tæki á 15 árum

Afmælisútgáfa meðVERKFRÆÐISTOFA

Afmælisútgáfa hluti af slagorðinuALLT MÖGULEGT

Óbreytt lógóAfmælissetning notuð til hliðar

Möguleg notkuná afmælismerkingu.

Útfgáfa 1

Page 45: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 45

Það er í nógu að snúast hjá Nóa-Sír-íusi þessa dagana enda önnur stærsta vertíðin runnin upp með framleiðslu á þúsundum páskaeggja. Þau eru þ ó ekki öll af stærstu gerð því Nói-Sírí-us framleiðir líka smáegg og að þessu sinni bryddar fyrirtækið upp á nýjung sem er Nizza-páskaegg. Kristján Geir Gunnarsson, fram-kvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs, segir að þótt mikið sé framleitt seljist öll varan. Hjá Nóa-Síríus starfa 140 manns og leggjast allir á eina ár þeg-ar páskarnir nálgast.

Kristján Geir segir Nóa-Síríus með ágæta stöðu á markaðnum en samkeppni við aðra framleiðendur sé hörð. Það sem skipti máli í þeirri samkeppni sé smekkur neytenda en Nói-Síríus njóti góðs af sínu sterka vörumerki. „Það sem skiptir líka máli er að koma með nýjungar. Þótt hefðbundin páskaegg séu stærsta söluvaran okkar þá reynum við alltaf að koma með nýjung um hverja páska. Það er nauðsynlegt að geta boðið upp á ferskleika.

Kristján Geir segir að sú hefð að borða súkkulaði um páska eigi sér rætur víðar en á Íslandi. Sums staðar sé formið á súkkulaðinu hérar eða önnur form. Það sem er einstætt við íslensku hefðina er sælgætið sem sett er inn í eggin. Málshættirnir eru líka það sem skilur íslensku hefðina frá öðrum löndum. Enn eitt atriði sem aðgreinir íslensk páskaegg frá vöru erlendra framleiðenda er að hér er einungis notast við súkkulaði í fram-leiðslunni en erlendis tíðkast að nota svokallað súkkulíki til að halda verði niðri.

Nói-Síríus hefur selt páskaegg til annarra landa en Kristján Geir segir að staðan sé þannig að afkastageta fyrirtækisins leyfi ekki mikla mark-aðssókn til annarra landa. „Eins og staðan er í dag eigum alveg nóg með að framleiða einungis fyrir íslenska markaðinn. Við þyrftum að bæta hressilega við afkastagetuna ef við ætluðum að sækja hart fram á er-lendum mörkuðum. En við höfum selt páskaegg til Bandaríkjanna og Norðurlandanna í litlum mæli,“ seg-ir Kristján Geir.

Nýjung frá Nóa-Síríus fyrir þessa páska er svokölluð Nizza-páskaegg. Kristján Geir segir að þetta sé heimsfrumsýning á páskaeggjum af

þessu tagi. Þessi egg fást með lakkrís Nizza, karamellu Nizza og Perlu Nizza. Inni í þeim eru ekki hefð-bundnir málshættir heldur skilaboð með öðrum tóni. Dæmi um þessi skilaboð er t.d. „Hjálpaðu mér út. Ég er fastur inni í þessu páskaeggi.“ Þessum páskaeggjum er beint að smekk annarra neytenda og skila-

boðin eru líka í takt við það. Krist-ján Geir segir að hugsanlega geti skilaboðin stuðað einhverja en það sé þó alls ekki ætlunin heldur sé til-gangurinn sá að brydda upp á nýj-ungum fyrir annan aldurshóp.

noisirius.is Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs, segir að þótt mikið sé framleitt seljist öll varan.

Nizza-páskaegg frá Nóa-Síríusi:

Fersk skilaboð í stað málshátta

G.Á húsgögn1975–2013

GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur veri á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og fljóta og góða þjónustu. Ef þig vantar falleg húsgögn fyrir heimilið eða fyrirtækið þá eigum við réttu húsgögnin fyrir þig.

Ármúla 19 | S: 553-9595 | [email protected] | www.gahusgogn.is

Við tökum málin þín í okkar hendurSérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki

FRV í Samtök iðnaðarins

Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) hefur gerst aðili að Sam-tökum iðnaðarins og Samtök-um atvinnulífsins.

Með aðildinni taka samtök-in að sér almenna starfsemi og hagsmunagæslu fyrir FRV, m.a. úttekt á laga- og reglugerðar-umhverfi ráðgjafarmarkaðarins, umsagnir um lagafrumvörp í samstarfi við laganefnd FRV, sérstaka vöktun á lagasetning-um tengdum innleiðingum á ESB tilskipunum og þá munu samtökin reyna að hafa áhrif á stjórnvöld til að tryggja sam-keppnishæfni íslenskra verk-fræðifyrirtækja.

Heimild: frv.is

Page 46: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

46 | SÓKNARFÆRI

• Raunkostnaður útseldrar þjónustu

• Plastsuður

• Sólpallar og skjólgirðingar

• Stafræn ljósmyndun byggingahluta

• Raki og mygla í húsum

• Hljóðvist í húsum

• Varmadælur

• Upphengdar flísar

• Gæðakerfi einyrkja og undirverktaka

• Ábyrgð byggingastjóra

• Mælingar og mælitæki

• Torf- og grjóthleðslur

• Gæðakerfi í byggingariðnaði

• Vinnuvélanámskeið í maí

Fjölbreytt úrval námskeiða í apríl og maí næstkomandi.

Skúlatún 2 - 105 ReykjavíkSími 590 6400 - Fax 590 [email protected] - www.idan.is

Nánari upplýsingar og skráningí síma 590 6400 og á idan.is

Námskeið fyrir byggingamenn

Námskeiðí apríl og maí

„Neytendur verða sífellt meðvitaðri um að það skiptir máli að nota um-hverfisvottaða húsamálningu hvort sem verið er að mála innanhúss eða utan. Það dugar ekki að framleið-endinn lýsi því sjálfur yfir að mál-ingin hans sé umhverfisvæn. Það þarf að vera vottað af þriðja aðila og þar kemur Svansmerkið, norræna umhverfisvottunin, sterkt inn,“ segir Ómar Gunnarsson efnaverkfræðing-ur og eigandi verslunarinnar Sérefni í Síðumúla 22.

Ómar bendir á að ef húsamáln-ingin er ekki Svansmerkt þá viti menn ekkert hvaða efni hafi verið notuð í framleiðsluna. „Það skiptir meginmáli að fólk sem kaupir Svansmerkta málningu er öruggt um að vera með vöru í hæsta mögulega umhverfis gæðaflokki.“ Ómar segir að viðhorfið til umhverfisvottaðra efna hafi breyst mikið undanfarin ár enda sé fólk meðvitað um að það getur haft veruleg áhrif á umhverfið og eigin heilsu með því að velja vel efnin það notar. Sérefni er með húsamálningu frá Nordsjö sem Ís-lendingar hafa notað í um 50 ár og eru þekktar fyrir gæði og endingu. „Ég fullyrði að við erum sá söluaðili hér á landi sem er með mest úrval af Svansvottaðri húsamálningu. Ef menn eru í einhverjum vafa um hvort málningin sé umhverfisvottuð nægir að líta á dósina, því þar er Svansmerkið ef málningin er vott-uð.“

Eldvarnarmálning á stálburðarviki

En Sérefni eru ekki eingöngu með umhverfisvottaða húsamálningu. Þar er einnig mikið úrval af annars kon-ar málningarefnum sem ætluð eru til iðnaðarnota. Helsti birgi verslunar-innar í þeim efnum er International sem er leiðandi í iðanðar- og skipa-

málningu. Að sögn Ómars eru þau bæði með allt sem viðkemur tæring-arvörn á stáli bæði á landi og sjó auk eldvarnarmálningar. Þar á meðal eru efni sem hafa í áratugi verið notuð til að húða að innan rörin sem liggja að og frá túrbínum í mörgum af helstu virkjunum landsins og sem þurfa að standast mikið álag en einnig málning sem notuð er á olíu-geyma og þarf að standast annars konar efnaálag. Þá segir Ómar að notkun á eldvarnarmálningu á stál-burðarvirki fari mjög vaxandi. Nú eru gerðar kröfur um að burðarvirki úr stáli sé eldvarið því ef eldur verð-ur laus bólgnar eldvarnarmálningin út og myndar hitaeinangrandi frauð sem heldur hitanum í stálinu undir

ákveðnu hitastigi. Með þessu er stuðlað að því að stálvirkið standi nægilega lengi til að hægt sé að rýma viðkomandi byggingu. Þetta skiptir miklu máli og við sáum hvað getur gerst ef stálburðarvirki hitnar mikið þegar Tvíburaturnarnir í New York hrundu um árið,“ segir Ómar Gunnarsson.

serefni.is

Ómar Gunnarsson með Svansmerkta húsamálningu frá Nordsjö

Sérefni í Síðumúla:

Mesta úrval umhverfis-vottaðrar húsamálningar

Árið 2012 var metár í umferð og rekstri Keflavíkurflugvallar þegar 2.380.214 farþegar fóru um völlinn sem er 12,7% fjölgun frá árinu 2011. Útlit er fyrir 10% fjölgun á þessu ári. Það sem af er árinu er aukningin raunar mun meiri, eða 21,6% farþegaaukning í janúar og 23,5% í febrúar.

10% árleg farþegaaukningFyrirtækið hyggst fara í umfangs-miklar fjárfestingar á þessu og næsta ári fyrir samtals um tæpa 4 milljarða króna.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir að um 900 milljónum

kr. verði varið til endurbyggingar á flugstöðinni, en þó hefur sú upphæð

lækkað þar sem útboð komu vel út fyrir fyrirtækið. Einnig er líklegt að ráðist verði í smíði nýrrar þjónustu-byggingar og auk þess þarf að ráðast í lagfæringar á einni akstursbraut flugvallarins. Samtals verði því fjár-festingar í tengslum við flugvöllinn á þessu og næsta ári samtals upp á 1.270.000 milljónir kr. og 1.400.000 milljónir vegna Flug-stöðvar Leifs Eríkssonar. Samtals verður því fjárfest fyrir 2,7 milljarða í Keflavík, 400 milljónum kr. verður varið til innanlandsflugvalla og 600 milljónum kr. í flugleiðsögu.

„Þetta er einungis til að mæta aukningunni í sumar og næsta sum-ar. Eftir það verður að leita annarra lausna sem ef til vill verður talsvert kostnaðarsamari. Stóra spurningin er sú hvernig við eigum að geta leyst 10% farþegaaukningu næstu fjögur til fimm árin? Auk þess á eftir að endurnýja slitlag á flugbrautum sem ekki hefur verið gert síðan árið 2000. Flugbrautirnar eru í full-komnu lagi endurnýjun slitlagsins er óhjákvæmilegt. Bara það að endur-nýja brautirnar er verkefni er upp á um fjóra milljarða króna eða um 500 milljónir á ári næstu átta árin,“ segir Björn Óli.

Hann segir Íslendinga í mjög óvanalegri aðstöðu því 10% farþega-aukning á hverju ári á ekki að geta gerst. Útlit sé fyrir að farþegafjöldi verði á bilinu 2,6 til 2,7 milljónir á þessu ári en flugstöðin er gerð til að taka á móti 3,5 milljónum farþega á ári með hagstæðri umferðardreyf-ingu. Það þarf því ekki mikla viðbót

til þess að flugstöðin verði of lítil fyrir allan þennan farþegafjölda. „Við erum ekki ennþá í vanda-málum en þegar við förum yfir 3 milljónir þá fara málin að vandast. Ég held að ég geti alveg sagt að á næstu árum verði einhvers staðar á bilinu 5-10 milljarðar kr. settir í stækkun flugstöðvarinnar og endur-bætur á flugbrautum og allt mun miðast við að ekki þurfa að auka gjöld á farþegana.“

Verðlaun frá IATABreytingar standa nú yfir á suður-byggingu flugstöðvarinnar sem mun gerbreyta aðstöðu fyrir farþega til og frá Bandaríkjunum. Með breyting-um eykst rýmið um 700-800 fer-metra sem er veruleg aukning. Björn Óli segir að þetta sé fyrsti hluti þeirra breytinga sem framundan eru en þetta þurfi að vera komið í lag áður en ráðist verði í stækkanir í norðurhluta flugstöðvarinnar.

Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, hafa veitt Isavia verðlaun fyrir góða frammistöðu á þessu sviði. Hugbún-aðarfyrirtækið Tern Systems hefur þróað flugleiðsögukerfi sem m.a. hefur verið selt til Suður-Kóreu og turnkerfi og turnherma til Indónesíu og Marokkó. Tern þróaði nýtt úr-vinnslu- og viðmótskerfi fyrir flug-turninn í Keflavík árið 2008 og það er nákvæmlega þetta sama kerfi sem hefur verið selt til Indónesíu. „Þetta er eining í fyrirtækinu sem við sjáum mikinn vöxt í. Fyrirtækið hefur þró-að vöru fyrir erlenda markaði sem hefur orðið til vegna þjónustunnar við Isavia.“

isavia.is

Isavia fjárfestir fyrir tæpa 4 milljarða á næstunni

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.

Samtals verður fjárfest fyrir 2,7 milljarða króna í Keflavík á næstunni.

Page 47: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 47

Merlo lyftarar hafa staðið sig vel á Íslandi og hafa verið meðal sölu-hæstu lyftara í mörg ár. Fyrstu Merlo tækin voru flutt inn árið 1997. Mörg stærstu fyrirtæki lands-ins hafa tekið Merlo í sína þjónustu eins og t.d. Samskip, Eimskip, fisk-markaðir og fiskvinnslur sem og verktakar og bændur.

Merlo er annar af tveimur stærstu framleiðendum á skotbómulyfturum í heiminum í dag og hefur verið söluhæstur í mörgum löndum, m.a. á kröfuhörðum mörkuðum eins og Þýskalandi, Svíþjóð, Ítalíu og núna á Íslandi. Aðal framleiðsluvörur Merlo er Panoramic skotbómulyftarinn sem er fáanlegur með lyftigetu frá 2,5-12 tonnum og lyftihæð í 18 metra. Einnig Merlo Roto sem lyftir í 25 metra hæð og er með snúnings-bómu og er því einstaklega hentugur í bygginga- og verktakavinnu. Merlo býður uppá hliðarfærslu á bómu um allt að 880 mm. Þetta er ómetanleg-ur kostur þegar unnið við t.d. gáma-losun, byggingarvinnu eða með vinnukörfu.

Útsýni úr ökumannshúsinu á Merlo er mikið en hann er fáanlegur með loftsætum með armpúða, loft-frískunarkerfi, halla á stýrissúlu,

opnanlegri fram- og afturrúðu, full-komnu mælaborði með vinnu-, að-vörunar- og ökuljósum. Með lágri staðsetningu bómu næst mun meira útsýni úr Merlo en nokkru öðru sambærilegu tæki. Til að skipta um fylgihlutabúnað, s.s. frá snúningi í skóflu þarf ekki að fara úr tæki. Hægt er að stjórna tækjalás innan úr tæki. Einnig er Merlo fáanlegur með dempun á bómu, „Boom Suspen-sion System“ sem eykur þægindi

stjórnanda og afköst tækisins, „Frame Levelling“ vökvabúnaði sem heldur tækinu ávallt í lágréttri stöðu, og „Load Sensing“ vökvadælu sem gerir stjórnanda kleift að stjórna nokkrum glussahreyfingum í einu. Hægt er að fá á Merlo glussakrók t.d. til að draga vagna en þessi möguleiki hefur verið vinsæll t.d. hjá fiskmörkuðum sem hlaða og draga vagna og getur þannig sparað fluttn-ingskostnað. Hægt er að aftengja

vagn innan úr tæki án þess að fara út.

Þjónustuaðili fyrir Íslyft er Stein-bock-Þjónustan ehf. sem sendir þjónustumenn reglulega á námskeið til Merlo til að endurmennta sig og kynna sér þær nýjungar sem boðið er uppá.

islyft.is

Fjölmargarar stærðir af Roto tækjum eru fáanlegar frá Merlo. Skekking á bómu gefur óvið-jafnanlega hliðarfærslu án þess að lyftigeta tækis minnki

Íslyft í Kópavogi

Merlo skotbómu-lyftarar söluhæstir

Iðnþing 2013

Gjá milli at-vinnulífs og stjórnvalda

Svana Helen Björnsdóttir var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi 14. mars sl. Formðurinn lagði á það áherslu í sinni ræðu að öflugt at-vinnulíf í landinu væri undir-staða lífsgæða fólksins en lýsti um leið þeirri skoðun sinni að gjá hafi myndast á milli atvinnu-lífsins og stjórnvalda. Mikilvægt væri að rjúfa kyrrstöðuna og komast upp úr gömlum förum.

Í ræðu sinni fjallaði Svana um aðildarviðræðurnar við Evr-ópusambandið. Hún taldi far-sælast að halda aðildarviðæðum áfram þótt hún skildi vel að margir væru efins um hvort að-ild væri rétta skrefið. „Íslensk fyrirtæki eru í samkeppni við evrópsk fyrirtæki, bæði á mark-aði ESB og öðrum mörkuðum. En það er eins og við séum með aðra höndina bundna aftur fyrir bak, með gjaldeyrishöft, miklu hærra vaxtastig og gjaldmiðil sem hvergi er tekið mark á. Þetta bætist við þann vanda sem ekki verður ráðið við, sem er fjarlægð landsins frá helstu mörkuðum. Með þessu ástandi er öllu snúið á haus, við þyrftum einmitt að búa við betri sam-keppnisskilyrði til þess að vega upp á móti fjarlægðinni.“

Heimild: si.is

ÖRYGGIS- OG EFNAVÖRUR VERKTAKANS

Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

Full búð af rekstrarvörum fyrir verktaka.Kíktu í Kemi og skoðaðu úrvalið!

Page 48: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

48 | SÓKNARFÆRI

„Með byggingu Hótels Sunnu má segja að rætist draumur sem við höf-um átt frá því við hófum uppbygg-ingu í ferðaþjónustu á Siglufirði. Við áformum að á næsta ári muni húsið rísa og verða opnað gestum vorið 2015,“ segir Sigríður María Róberts-dóttir, framkvæmdastjóri Rauðku ehf. á Siglufirði en það fyrirtæki hef-ur staðið fyrir umfangsmikilli upp-byggingu í ferðaþjónustu í bænum á undanförnum árum. Rauðka rekur nú veitingahúsin Hannes Boy og Kaffi Rauðku, veislu- og tónleikasal og stóreldhús sem þjónustar veit-ingarekstur félagsins. Fyrir skömmu hófust síðan stærstu framkvæmdir félagsins hingað til; bygging Hótels Sunnu en í því verða 65-70 herbergi.

„Hótelið verður í gömlum timb-urhúsastíl líkt og einkennir önnur hús sem við höfum endurbyggt og erum með starfsemi í hér við smá-bátahöfnina á Siglufirði. Hótelið er staðsett nokkurn veginn mitt á milli veitingahúsanna og Síldarminjasafns-ins en við eigum gott samstarf við það,“ segir Sigríður en auk veitinga-húsanna á Rauðka ehf. fyrirtækið SKSigló ehf. sem á og rekur frétta-síðuna siglo.is og Ljósmyndasafn Siglufjarðar, eitt stærsta ljósmynda-safn í einkaeigu á Íslandi. Einnig á Rauðka hlut í Valló ehf., sem rekur skíðasvæðið á Siglufirði. Árið 2012 stofnaði Rauðka síðan sameignar-félagið Leyningsás ses. sem stendur

fyrir uppbyggingu á glæsilegum níu holu golfvelli í firðinum og miklum endurbótum á skíðasvæðinu.

„Hótel Sunna fellur vel að þeirri heildarmynd sem við höfum verið að byggja upp í ferðaþjónusturekstri hér á Siglufirði og allt styður þetta hvert annað. Ferðamannastraumur hefur aukist mikið hjá okkur síðustu árin og sér í lagi eftir að Héðinsfjarðar-göngin opnuðu. Þau eru ákveðinn lykill að uppbyggingunni og við sjáum fjölmörg tækifæri sem hafa opnast okkur með tilkomu þeirra,“ segir Sigríður en umferð bæði inn-lendra og erlendra ferðamanna hefur verið þétt yfir sumarmánuðina og mikið er um erlenda ferðamenn á bílaleigubílum. Markmiðið er á ná m.a. til þeirra með því að bjóða upp á vandaða gistingu á Hótel Sunnu. Á Siglufirði, líkt og víðast annars staðar á landinu, hefur orðið vart aukinnar umferðar erlendra ferðamanna í vet-ur.

„Fyrir rekstur okkar skiptir miklu að vel takist til í eflingu vetrarferða-mennsku almennt á landinu til framtíðar. Beint flug erlendis frá til Akureyrar gæti hjálpað okkur mikið í því,“ segir Sigríður sem telur beint flug einn af lykilþáttunum í upp-byggingu heilsársferðamennsku á Norðurlandi.

raudka.is

Sigríður María Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Rauðku, settist sjálf í gröfustjórasætið og tók skóflustungu Hótels Sunnu nú í febrúarmánuði. Jarðvegsframkvæmdir munu standa fram eftir árinu og húsið sjálft mun rísa á næsta ári. Fjær sjást veitingahúsin Hannes Boy og Kaffi Rauðka.

Gert er ráð fyrir 65-70 herbergjum í Hótel Sunnu.

Hótel Sunna rís á Siglufirði

Hótelið mun setja mikinn svip á hafnarsvæðið á Siglufirði.

Kælismiðjan Frost ehf. | Fjölnisgata 4b Akureyri | Lyngás 20 Garðabær | Sími: 464 9400 | [email protected]

Kældar kveðjurtil Marmetis í Sandgerði!

Starfsmenn Kælismiðjunnar Frosts óska Marmeti í Sandgerði til lukku með glæsilegt frystihús þar

sem lögð er áhersla á að halda ferskleika hráefnisins í gegnum alla vinnsluna.

Kælismiðjan Frost veitir fjölbreytta þjónustu í öllu sem viðkemur kæli- og frystikerfum og hefur

hannað og sett upp slík kerfi fyrir flestar stærri fiskvinnslur landsins svo og fyrir fjölda fiskiskipa.

Page 49: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 49

GKS trésmiðja stendur í stórræðum þessa dagana því fyrirtækið framleið-ir allar innréttingar í nýtt hótel sem verið er að byggja á Suðurlands-brautinni og lúxusíbúðir í turnun-um í Skuggahverfinu. Arnar Aðal-geirsson, framkvæmdastjóri fyrirtæk-isins, kallar þetta lúxusvandamál, en hann segir fyrirtækið vel mannað og tækjavætt og því vel undir álags-punkta búið.

GKS er með skrifstofur, sýning-araðstöðu, hönnun og trésmiðju á Funahöfða 19 í Reykjavík og hjá því starfa að jafnaði 25-30 manns. Auk þess eru vinnuhópar á vegum fyrir-tækisins í uppsetningum á innrétt-ingum víða í borginni og utan borg-armarkanna.

„Við erum með teikniþjónustu. Stillum upp innréttingum og hönn-um fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við vinnum líka eftir teikningum arkitekta. Verkefnin eru afar mis-jöfn, allt frá því að vera einstök eld-hús upp í heilu blokkirnar eða hótel-in. Við erum með það í fullum gangi núna að innrétta hótelið Reykjavík Lights á Suðurlandsbraut að öllu leyti. Það er stórt verkefni sem þarf að framkvæmast á gríðar-lega stuttum tíma og það er gott dæmi um verkefni sem við getum leyst,“ segir Arnar.

GKS er með önnur stór verkefni í gangi samhliða innréttingum í hót-elið. Fyrirtækið er að innrétta lúxus-íbúðir í Skuggaturnunum þar sem verða einhverjar glæsilegustu íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Í fremsta turninum eru 40 íbúðir og GKS sér um allar innréttingar og innihurðir þar.

„Oft fylgja ýmsar sérlausnir verk-kaupendum af þessum toga. Oft þarf að breyta eða bæta við í eldhúsi, smíða skenka, bókahillur og klæð-skerasauma fyrir hvern og einn eftir þeirra óskum. Í grunninn eru inn-réttingarnar staðlaðar en íbúðareig-endur geta breytt og persónugert sínar íbúðir.“ Efnisval er líka annað í þessum íbúðum og meiri gæði í frá-gangi og efni. „Það er einmitt vegna svona verkefna sem verkkaupar leita til GKS því við erum þekktir fyrir vönduð vinnubrögð, gæði og áreið-anleika og þess vegna rata þessi verk-efni til okkar.“

Arnar segir að ástandið á mark-aðnum fari batnandi. „Við sjáum ekki langt fram í tímann en þannig hefur það reyndar oftast verið. En það eru fleiri nú en áður sem eru að huga að framkvæmdum. Ég lít því björtum augum til framtíðar. Við erum með breitt vöruúrval. Við þjónustum mikið einstaklinga sem vilja breyta eldhúsinu sínu, eru að byggja einbýlishús, parhús eða íbúð. Við höfum allt að bjóða þar, inn-réttingar og innihurðir ásamt allri sérsmíði en getum jafnframt tekið að okkur stórverkefni eins og hótelið og Skuggaíbúðirnar. Í fyrra innrétt-uðum við öll herbergin á Hótel Marina sem er sambærilegt við um-fangið á Reykjavík Lights hótelinu,“ segir Arnar.

GKS er einnig að innrétta 50 íbúðir fyrir Hrafnistu sem er verk sem á að ljúka í apríl nk. Arnar segir að þótt mikið sé bókað framundan skoði þeir allar fyrirspurnir um verk-

efni með jákvæðum huga og reyni þá að finna einhverja góða lausn fyr-ir viðskiptavinina.

gks.isArnar Aðalgeirsson, framkvæmdastjóri GKS trésmiðju. Fyrirtækið GKS er vel mannað og

tækjavætt.

GKS trésmiðja stendur í ströngu

Innréttingar í hótel og

lúxusíbúðir

Page 50: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

50 | SÓKNARFÆRI

AXIS tók þátt í HönnunarMars en fyrirtækið hefur verið í samstarfi við Sturlu Má Jónsson, húsgagna- og innanhússarkitekt, sem hannaði ýmsar vörur sem frumsýndar voru af því tilefni. Hönnun hans á vel við á skrifstofunni og má þar nefna hljóð-dempandi sófa, stóla og nýjar gerðir af skrifborðum. „HönnunarMars heppnaðist mjög vel og komu margir að skoða og ég held að Hönnunar-Mars eigi bara eftir að vaxa og dafna,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

„AXIS er fyrst og fremst fram-leiðslufyrirtæki enda stærsta tré-smiðja landsins. Við höfum sinnt heimilismarkaði, byggingaverktök-um og smíðað skrifstofuhúsgögn en við teljum að það myndi ekki vera gott að vera með öll eggin í sömu körfunni þar sem miklar sveiflur geta verið á þessum markaði. Við keypt-um síðan fyrirtæki fyrir nokkrum ár-um sem var með kerfisveggi og ýmis-legt fleira sem hentar vel í skrif-stofur.“

Eyjólfur segir að margir þekki AXIS sem fataskápaframleiðanda en fyrirtækið var það fyrsta hér á landi sem fjöldaframleiddi fataskápa. „Þeg-ar Ísland gekk í EFTA árið 1970 komu ódýr, fjöldaframleidd húsgögn á markaðinn og kom það sér illa fyrir mörg íslensk fyrirtæki. Þá var tekin sú stefna hjá AXIS að keppa við inn-flutninginn á jafnréttisgrundvelli og þegar fyrirtækið flutti í núverandi húsnæði árið 1974 var farið að fjöldaframleiða fataskápa og innvols í innréttingar. Hugmyndin á bak við það að vera bæði með fjöldafram-leiðslu og sérmíði, eins og við erum með, er að geta náð niður verðinu miðað við fjöldaframleiðslu en vera samt með hátt gæðastig með því að vera t.d. með sérsmíðaðar framhliðar í innréttingum.“

VöruþróunEyjólfur segir að samdrátturinn í veltu fyrirtækisins hafi verið um 60% ef borin eru saman árin 2007 og 2009 en veltan er aftur á uppleið og var orðin meiri árið 2011 en 2007. „Þeir sem hafa staðið þetta af sér og hafa rekið fyrirtæki sín skyn-samlega bæði fyrir og eftir hrun eru auðvitað í ágætri stöðu. Við teljum okkur vera í þeim hópi. Við erum þessa dagana að leggja áherslu á vöruþróun og að kynna nýjar vörur en við viljum meina að það sé lag til

þess núna. Markaðurinn er að taka við sér. Við kynntum t.d. ný skrif-stofuhúsgögn á HönnunarMars eins og þegar hefur komið fram og ætlum okkur þar stærri hluti í framtíðinni,“ segir Eyjólfur.

„Það má kannski segja að íslensk-ir framleiðendur bjóði í dag upp á vöru á hagstæðu verði í samanburði við innfluttar vörur. Það hefur skilað árangri þegar átaksverkefni eins og „Veljum íslenskt“ hefur verið í gangi en slíkt varir í stuttan tíma. Ég held

að fólk hugsi ekki til enda hvaða áhrif slíkt hefur, sérstaklega þegar vantar gjaldeyri og atvinnuástandið er viðkvæmt. Þegar eldhúsinnrétting, sem smíðuð er hér á landi, er keypt þá verða um 70% af peningunum eftir í kerfinu. Þegar fólk kaupir inn-flutta innréttingu þá fara hins vegar um 80% af kaupverðinu úr landi. Þetta hefur gríðarleg áhrif á hagkerf-ið.“

axis.is

AXIS

Bæði fjöldafram-leiðsla og sérsmíði

Félagið Mánatún slhf. hefur keypt Bílanaustsreitinn við Mánatún í Reykjavík og hyggst byggja þar allt að 175 íbúðir áamt bílageymslum. Um er að ræða þrjú fjölbýlishús. Heildarflatarmál íbúðarrýmis verður um 20.000 fermetrar og áætlaður verktími er um þrjú ár. Þróunarvirði verkefnisins er 7-8 milljarðar kr. Þetta er eitt stærsta íbúðabygginga-verkefni hér á landi í fjölda ára.

Verkefnið er um margt nýjung því að því koma jafnt almennir fjár-festar, verktakar auk banka og fast-eignafélagsins Klasa ehf. Fjárfestarn-ir eru einstaklingar, fagfjárfestar, tryggingafélög og hugsanlega lífeyr-issjóðir. „Þetta er stórt verkefni og framkvæmdaverðmætið er á milli 7-8 milljarðar. Fjárfestar hafa leitað til okkar með hugmyndir að að-komu sína að fasteignamarkaðnum. Það er klárlega skortur á íbúðum á fasteignamarkaðnum og þeir sjá þarna tækifæri,“ segir Jón Óttar Birgisson, forstöðumaður fyrirtækja-ráðgjafar MP banka.

Fram til þessa hefur gangurinn verið sá að verktaki kaupir lóð og byggir og selur íbúðir. Lítið hefur verið um að almennir fjárfestar hafi komið að þessum málum.

„Það hafa margir aðilar greint fasteignamarkaðinn að undanförnu og almennt ríkir jákvæðni í garð verkefna af þessu tagi. Við byggjum á því og leiðum saman verktaka, eft-irlitsaðila, fjárfesta og fjármögnunar-aðila og búum til uppskrift þar sem réttir hvatar eru til staðar. Við vilj-um að þetta geti orðið uppskrift að módeli sem geti virkað fyrir önnur verkefni einnig,“ segir Jón Óttar.

Fjárfestar komu með eigið fé inn í verkefnið sem er ríflegt. Fram-

kvæmdafjármögnun kemur frá Landsbankanum. MP banki hefur umsjón með fjármögnun og verktaki er Sveinbjörn Sigurðsson hf.

Nú þegar hefur orðið vart mikils áhuga, jafnt frá fasteignasölum og væntanlegum íbúðarkaupendum, vegna íbúðanna í Mánatúni sem eru vel staðsettar með tilliti til miðbæj-arins og þjónustu á þessu svæði.

Guðjón Kjartansson hjá fyrir-tækjaráðgjöf MP banka segir að einnig hafi orðið vart mikils áhuga á skipulagi verkefnisins hjá fagaðilum í greininni, þ.e. verktökum, fjárfest-um og eftirlitsaðilum. „Núna er hugsanlega tækifæri til að hefjast handa á stærri verkefnum með upp-setning af þessu tagi.“

mpbanki.is

Jón Óttar Birgisson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar MP banka t.v. og Guðjón Kjartansson ráðgjafi, segja mikinn áhuga á skipulagi verkefnisins meðal fagaðila.

Á Bílanaustsreit verða byggðar 175 íbúðir.

Stórframkvæmdir við Mánatún í Reykjavík:

Stærsta íbúðabyggingaverk-efni hérlendis í fjölda ára

Eyjólfur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri AXIS við Lauf stólana.

Einrúm sófi frá Axis var sýndur á HönnunarMars 2013. Hönnun: Sturla Már Jónsson.

Lauf stólarnir frá Axis eru litskrúðugir og þægilegir.

Page 51: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 51

Búðarhálsvirkjun fer að framleiða raforku á fullum afköstum í byrjun árs 2014, ef að líkum lætur. Fram-kvæmdir við þessa nýjustu vatnsafls-virkjun Landsvirkjunar eru í fullum gangi, meðal annars við að setja saman túrbínur og rafala í stöðvar-húsi.

Vegfarendur í Reykjavík og á Suðurlandsvegi komast ekki hjá því að verða annað slagið varir við ferða-lag stærstu hluta í virkjunina. Það dugar ekki minna en öflugustu flutningstæki landsins og lögreglu-fylgd í bak og fyrir til að koma varn-ingnum á áfangastað. Sú sjón gleður marga, enda merki um að „eitthvað sé að gerast“ í framkvæmdum á landinu þrátt fyrir allt!

Dagur Georgsson, staðarverk-fræðingur Landsvirkjunar, segir að alls starfi nú um 250 manns við Búðarhálsvirkjun og að fjöldinn verði svipaður í sumar: „Verkefninu lýkur samt ekki þegar stöðin verður tekin í rekstur. Þá er eftir að flytja á brott margvíslegan búnað sem til-heyrir framkvæmdunum, hreinsa og móta landið og ganga frá á svæðinu. Það bíður næsta árs að mestum hluta.“

Búðarhálsvirkjun bætist í flokk virkjana á Þjórsár- og Tungnaár-svæði og verður sú sjötta í þeirri röð. Vatni úr Köldukvísl, Sporðöldukvísl og Tungnaá verður veitt í sjö fer-kílómetra stórt Sporðöldulón. Fall-hæð verður tiltölulega lítil eða um 40 metrar en rennsli til virkjunar-innar verður hins vegar tiltölulega mikið. Uppsett afl véla verður 95 MW.

Ístak annast byggingarvinnu og gangagerð, þýska fyrirtækið Voith Hydro vélbúnað, ÍAV þrýstipípur og franski verktakinn Alstom lokubún-að. Verkfræðistofan Hnit hefur framkvæmdaeftirlit á sinni könnu en helstu verkfræðiráðgjafar eru frá verkfræðistofunum Eflu, Mannviti og Verkís.

Landsvirkjun áætlaði heildar-kostnað virkjunarinnar 26,5 millj-

arða króna, að frátöldum fjármagns-kostnaði og virðisaukaskatti, þegar fyrstu verkþættir voru boðnir út snemma árs 2010.

landsvirkjun.is Framkvæmdasvæði Búðarhálsvirkjunar. Myndir: Jón H. Gíslason.

Búðarhálsvirkj-un gangsett í

byrjun árs 2014

Ýmislegt í pípunum

Á útboðsþingi Samtaka iðnaðar-ins sem haldið var fyrr í mán-uðinum kom fram að ýmis stór-verkefni væru á döfinni á þessu ári. Á vegum Reykjavíkurborgar voru kunntar framkvæmdir upp á um 10 milljarða króna en að auki væri fyrirhugaðar fjárfrekar fram-kvæmdir einkaaðila á svæðinu umhverfis Hlemm þar sem væri fyrirhuguð nýbygging 550 íbúða.

Á útboðsþingi SÍ kynnti Framkvæmdasýslan fram-kvæmdapakka fyrir um 18 millj-arða og á vegum Landsvirkjunar væri áætlun upp á 17 milljarða framkvæmdir þar sem Búðarháls-virkjun væri stærsta framkvæmd-in. Einnig kom fram að Landsnet áætlaði að verja 6,6 milljörðum til nýfjárfestinga á árinu sem er 4,5 milljarða aukning frá fyrra ári.

Heimild: si.is

35ára

Í tilefni af 35 ára afmæli fyrirtækisins þakkar SS Byggir ehf. öllum starfsmönnum,

undirverktökum og viðskiptamönnum farsælt samstarf í gegnum árin.

23ja íbúða fjölbýlishús við Brekatún 2, afhending sumar 2014. Húsið er rétt við golfvöll Akureyringa og í húsinu er bæði hefðbundin bílageymsla og sérstök golfbílageymsla.

Uppsteypa Naustaskóla, 2. áfangi. Afhending í júlí 2013.

SS Byggir ehf. hefur afhent fyrstu orlofshúsin í Hálöndum en alls verða byggð a.m.k. 10 hús á þessu ári. Sjá nánar á www.halond.is

Bygging fjölbýlishúsa við Kjarnagötu á Akureyri.

Viðbygging við Háskólann á Akureyri.Afhending í ágúst 2013.

Verkefni SS Byggir ehf. á afmælisárinu eru á Eyjafjarðarsvæðinu og eru þessi helst:

SS Byggir framleiðir TAK innréttingar og innihurðir á fullkomnu trésmíðaverkstæði samhliða verktakastarfseminni. Tveir ráðgjafar eru í fullu starfi í tilboðsgerð og teikningavinnu. Sjá nánar á www.ssbyggir.is.

Brek

atún

2

Hálönd

Naustas

kóli

Kjarn

agat

a

Hásk

ólinn

á Ak

urey

ri

TAK

innr

éttin

gar

Page 52: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

52 | SÓKNARFÆRI

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · www.rafver.is · [email protected]

K Ä R C H E R S Ö L U M E N N

F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð

Þegar gerðar eru hámarkskröfur

NT 35/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt

FylgihlutirBarki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur.

NT 25/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt

FylgihlutirBarki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. NT 55/1 Eco

Ryksugar blautt og þurrt

FylgihlutirBarki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur.

NT 45/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt

FylgihlutirBarki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur.

Iðnaðarryksugur

Sjálfvirk hreinsun á síu

Ragnar Björnsson stofnaði fyrirtækið RB rúm fyrir 70 árum og segir Birna Ragnarsdóttir, dóttir hans og fram-kvæmdastjóri fyrirtækisins, að starfs-menn séu stoltir af því hve fyrirtækið er orðið gamalt. „Fyrirtækið væri ekki ennþá til ef við værum ekki að gera góða hluti. 14 manns vinna hjá RB rúmum sem er til húsa í Hafnar-firði. Hjá RB rúmum fæst flest í svefnherbergið og herbergi hótela og gistiheimila: rúm, dýnur, rúmgaflar, kistlar, lök, dýnuhlífar, koddar, sængur, púðar... – og eru vörurnar til sýnis í glæsilegri verslun fyrirtækisins.

„Við framleiðum springdýnur og rúm í öllum stærðum og ef fólk kaupir dýnu og líkar ekki stífleikinn þá bjóðum við upp á að breyta stíf-leikanum endurgjaldslaust í sex mán-uði eftir kaup. Við erum eins mis-munandi og við erum mörg og engin ein dýna hentar öllum. Við getum líka endurunnið gamlar dýnur fyrir fólk þegar þær fara að gefa sig en því fylgir þá kostnaður.“

RB rúm eru í heimssamtökum springdýnuframleiðenda, ISPA og fylgjast starfsmenn fyrirtækisins vel með nýjungum á markaðnum.

„Það skiptir miklu máli að hafa tvöfalt fjaðrakerfi í rúmunum en ekki heila plötu eins og margir bjóða. Þá fæst full nýting út úr efri dýnunni og fæst djúp, tvöföld fjöðrun. Endingin á dýnunni verður líka meiri. Svo mæli ég með því að ef tveir deila rúmi séu þeir með tvær dýnur og tengi þær saman með rennilás.“

Hugmyndir viðskiptavinaÚrvalið er mikið í verslun RB rúma. Gaflarnir eru í ýmsum litum og segir Birna að hvað tískusveiflur varði þá fylgi litavalið á rúmbotnunum og göflunum fatatískunni. Þetta misser-ið eru gaflar t.d. til grænir, appelsínu-gulir og fjólubláir en Birna segir að svartir og hvítir gaflar séu þó alltaf vinsælastir.

Birna, sem fer reglulega á sýningar erlendis, sér að hluta til um hönnun gaflanna svo og systir hennar Helga, sem er arkitekt. „Svo koma viðskipta-

vinir stundum með hugmyndir og við vinnum út frá þeim. “

Birna segir að um harðan markað sé að ræða. „Ég tel þó að við eigum stóran hlut í markaðnum. Ég finn að fólk kann í dag að meta íslenska framleiðslu og vill kaupa íslenskt og það veit að varan okkar endist. Við

veitum líka þjónustu sem aðrir veita ekki sem felst í að laga dýnur. Við getum líka smíðað rúm og spring-dýnur í ákveðin rými – haft þau styttri eða lengri eftir því sem við-skiptavinurinn vill.“

rbrum.is

Birna Ragnarsdóttir við mynd af föður sínum, Ragnari Björnssyni, sem stofnaði fyrirtækið fyrir 70 árum.

Hjá RB rúmum fást líka m.a. rúm-gaflar, kistlar, lök, dýnuhlífar, koddar, sængur og púðar.

„Við framleiðum springdýnur og rúm í öllum stærðum og ef fólk kaupir dýnu og líkar ekki stífleikinn þá bjóðum við upp á að breyta stífleikanum endur-gjaldslaust í sex mánuði eftir kaup.“

Ár og dagar eru síðan frystihús, hannað og byggt frá upphafi sem slíkt, hefur risið hér á landi. Því urðu nokkur tímamót þegar nýtt fyrirtæki, Marmeti ehf. í Sandgerði, hóf framleiðslu á ferskum og frosn-um fiskafurðum þann 20. febrúar síðastliðinn í nýju hátæknivæddu vinnsluhúsi sínu.

„Við getum unnið úr um 8000 tonnum af fiski á ári og miðum vinnsluna fyrst og fremst úr frá vinnslu á þorski, ýsu og kola en við getum í raun tekið flestar afurðir í vinnslu. Afurðirnar eru bæði fersk og fryst flök og hnakkar sem við selj-um til að byrja með til Bandaríkj-anna og Evrópu. Tæknibúnaður okkar við kælingu skapar líka tæki-

færi á að horfa til enn fjarlægari markaða og það munum við gera. Í þessu verkefni höfum við frá upp-hafi hugsað út fyrir kassann, ef svo má segja og ætlum okkur að vera í fremstu röð í hráefnismeðferð, vinnslutækni og markaðsmálum,“ segir Rúnar Sigurvinsson, fram-kvæmdastjóri Marmetis.

Framkvæmdir við vinnsluhús Marmetis í Sandgerði hófust þann 13. apríl á síðasta ári þegar barna-barn og alnafni eigandans, Örn Erl-ingsson, tók fyrstu skóflustunguna. Í aðdraganda verkefnsins var gerður

var gerður svokallaður ívilnun-arsmningur við atvinnuvega- og ný-sköpunarráðuneytið en tilgangur slíkra samninga er að liðka fyrir ný-sköpun og uppbyggingu í atvinnu-lífinu. Marmeti er í eigu sömu aðila og gera út bátinn Örn KE en allur afli hans verður unninn hjá fyrirtæk-inu. Annað hráefni verður fengið af fiskmörkuðum eða í beinum samn-ingum við útgerðir.

Við hönnun vinnslunnar í Mar-meti og val á tæknibúnaði var sér-staklega horft til möguleika til kæl-ingar á hráefninu alla leið í gegnum

ferilinn. Þannig er til að mynda not-að kælt vatn á flökunarvélum og vinnslulínum og nýjasta gerð af frysti sem kemur frá Frigor Scandia er bæði búinn frystilínu og í kæli-hluta þar sem afurðirnar eru yfir-borðsfrystar sem gefur þeim aukinn „líftíma“ á leið til neytenda. „Þessi tækni gefur okkur færi á að sækja á nýja og fjarlægari markaði með fersku afurðirnar eða nýta skipa-flutninga í meira mæli í útflutningn-um. En umfram allt er markmið okkar að tryggja stöðu fyrirtækisins með hágæða afurðum, byggðum á hátæknivinnslu,“ segir Rúnar.

Aðal verktaki við byggingu vinnsluhúss Marmetis var Bragi Guðmundsson ehf. í Garði en húsið er steypt með límtrésþaki frá Límtré hf. SI raflagnir í Reykjanesbæ ann-aðist raflagnir og OSN ehf. í Reykja-nesbæ hafði með pípulagnir að gera. Flæðilína, flokkari, handflökunar-kerfi og Innova hugbúnaður eru frá Marel hf., flökunarvélar frá Gull-molum ehf. í Hafnarfirði og frysti-kerfi frá Kælismiðjunni Frosti hf. Frá fyrirtækinu DIS var keypt sjálf-virkt sótthreinsikerfi fyrir vinnslusal-inn. Hönnun hússins og verkeftirlit var í höndum verkfræðistofunnar Verkmáttar í Garði.

Marmeti í Sandgerði byggir hátæknifiskvinnsluhús

Framkvæmdir við vinnsluhús Marmetis í Sandgerði hófust í apríl á síðasta ári. Húsið er steypt með límtrésþaki frá Límtré Vírneti hf.

Flæðilína, flokkari, handflökunarkerfi og Innova hugbúnaður eru frá Marel hf.

RB rúm í Hafnarfirði

Tvöfalt fjaðrakerfi í RB rúmum

Page 53: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 53

limtrevirnet.is

Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 BorgarnesSöluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur

Netfang - [email protected]

Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350

Stendur til að byggja hús?

Atvinnuhús Landbúnaðarhús Frístundahús

Með því að nota límtré í burðargrindur bygginga og klæða grindurnar með Yleiningum fást afar hlýleg og falleg hús. Þau eru fljótuppsett, endingargóð og brunaþolin. Ekki skemmir fyrir að húsin frá Límtré Vírnet eru einstaklega hagkvæm í viðhaldi og rekstri.

Ráðgjöf til viðskiptavinaStarfsmenn okkar búa yfir áratuga reynslu við hönnun og framleiðslu húsanna.

Við framleiðum iðnaðarhús, verslunar- og skrifstofuhúsnæði, fiskvinnsluhús, vélageymslur, vöruskemmur, frystiklefa, fjós, fjárhús, hesthús, reiðhallir, vélageymslur, gróðurhús, íþróttahús, knattspyrnuhús, sundlaugar, vallarhús, tækja-geymslur, íbúðarhús, bílskúra, sólstofur, gróðurhús, kirkjur o.fl.

Nýja fjölnotahúsið, Hornafirði

Sögin ehf. er íslenskt framleiðslufyr-irtæki er sérhæfir sig í smíði á fjölda vara úr hágæða harðviði og sérval-inni furu. Félagið er eitt af elstu starfandi trésmíðafyrirtækjum lands-ins og hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á að sérsmíða fyrir einstak-linga, fyrirtæki og stofnanir. Sögin ehf. flytur beint inn hráefni frá völd-um birgjum í Evrópu og Bandaríkj-unum en félagið er einn stærsti inn-flytjandi og úrvinnsluaðili á Íslandi á vörum úr harðviði.

Sögin framleiðir árlega mikið magn af listum úr ýmsum viðarteg-undum og selur til fjölda verslana, verktaka og einstaklinga. Félagið hefur síðan 1975 framleitt yfir 3 milljónir metra af gegnheilum gólf-listum. Hjá félaginu starfa 7 fast-ráðnir starfsmenn en starfsmanna-fjöldi ræðst þó af verkefnastöðu hverju sinni.

Sögin hóf starfsemi sína í Ein-holti 2 rétt fyrir seinni heimsstyrjöld en var líklega formlega stofnuð 1941 og hefur því starfað í yfir 70 ár. Starfsemi fyrirtækisins var lengst af í Höfðatúni 2 í Reykjavík eða allt þar til núverandi eigendur keyptu fé-lagið árið 1999 en þá var fram-leiðslustarfsemin flutt að Stóru Reykjum í S-Þingeyjarsýslu.

Félagið er fjölskyldufyrirtæki en að stærstum hluta í eigu Gunnlaugs Stefánssonar framkvæmdastjóra og Trésmiðjunnar Reinar í Reykja-hverfi við Húsavík. Öll framleiðsla fyrirtækisins fer nú fram í verk-smiðju félagsins á Stóru Reykjum en söludeild og sýningarsalur er í hús-næði félagsins að Smiðjuvegi 16 í Kópavogi.

Sögin framleiðir og selur t.d. gegnheila og spónlagða gólflista, sóplista, tröppunef, gerefti, skraut-lista, húlkíl, loftlista, kverklista, skil-lista, brjóstlista og margt fl. Fyrir-tækið framleiðir einnig samlímt og gegnheilt parket úr íslenskum og er-lendum harðviði, handlista, límtrés-borðplötur, innan- og utanhús-klæðningar úr harðviði og mjúkviði og framleiðir og flytur inn festingar, pallaefni og klæðningum. Þá vinnur Sögin að sölu og markaðssetningum á hátækniviðnum Accoya.

Starfsmenn Sagarinnar hafa í gegnum tíðina t.d. unnið ýmis sér-verkefni; smíðað glugga, predikun-arstóll og eikarhurð í kirkjuskip Hallgrímskirkju, handlista fyrir sjúkrahúsa og dvalarheimili um allt land, skrautgerefti og lista fyrir Hót-el Borg, klæðningar á stiga í Hótel Hilton Reykjavík, lista og klæðning-

ar í sum af elstu timburhúsum landsins, veggjaklæðningu fyrir Há-skólann á Akureyri og fl., gólflista, gerefti og skrautlista fyrir fjölda nýrra gistihúsa og veitingastaða og gegnheilar klæðningar úr aski fyrir tvo sali í Hörpu, Norðurljós og Kaldalón.

sogin.is

Sérsmíðað eikarborð.

Gegnheilar klæðningar úr aski í Kaldalóni í Hörpunni eru sérsmíðaðar af Söginni ehf.

Hefur framleitt yfir 3 milljónir

metra af gólflistum

Page 54: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

54 | SÓKNARFÆRI

Húsgögn-in sniðin

að þörfum kaupenda

GÁ húsgögn sérhæfa sig í fram-leiðslu á húsgögnum og bólstrun fyrir heimili, stofnanir, hótel og veit-ingahús. Fyrirtækið var stofnað 1975 og er eitt elsta starfandi hús-gagnafyrirtæki landsins. Þar er lögð áhersla á stílhrein og vönduð hús-gögn og snögga og góða þjónustu. „Við höfum alltaf lagt áherslu á sveigjanleika og eru okkar húsgögn þróuð hér á verkstæðinu og fram-leidd eftir óskum viðskiptavinarins hvað varðar liti, stærðir og efnisval,“ segir Grétar Árnason stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Eitt þekktasta húsgagnið hjá GÁ húsgögnum er Sindrastóllinn eftir Ásgeir Einarsson en hann kom fyrst á markað árið 1962 í tilefni af 50 ára afmæli hans. „Viðtökur við þessum stól hafa verið ótrúlegar en við fram-leiddum 50 tölusett eintök sem öll seldust upp. Nú er hægt að fá stól-inn í ýmsum útgáfum, m.a. með svörtu hreindýraskinni og gæru,“ segir Grétar ennfremur.

gahusgogn.is

Sindrastóllinn. Hann er hægt að fá með skemli og með mörgum áklæðum. Stólinn hannaði Ásgeir Einarsson (1927-2001).

Raina. Grindin í þessa stóla er innflutt frá Ítalíu. Stálgrind með form-steyptan svamp utan um. Þú velur áklæðið!

Perla. Þessi sófi hentar mjög vel sem sjónvarpssófi en passar einnig ágætlega í setustofuna. Hægt að fá stakan og sem sófasett. Mismunandi áklæði og fætur.

Danae. Stálgrind með formsteyptan svamp utan um. Upplagður gestastóll.

„Að mínu mati er atvinnulíf á Ís-landi mjög fjölbreytt og í grunnat-vinnugreinum er mikil gerjun og nýsköpun því tengd. Það skapar okkur auðvitað aukin tækifæri til framtíðar. Við megum aldrei víkja frá grunnatvinnuvegunum en það er mjög vanmetið hvaða hlutverki þeir gegna í þekkingaruppbyggingu sem nýtist öðrum greinum atvinnulífs-ins. Í okkar fyrirtæki þekkjum við þetta mjög vel og sjáum að þekking sem t.d. hefur byggst upp í orku- og iðnaðartengdum verkefnum hefur nýst í t.d. ferðaþjónustu, kvik-myndagerðarverkefnum, mjólkur-iðnaði og fleiru,“ segir Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri verkfræðifyrirtækisins EFLU. Fyrir-tækið er nú með um 220 manns í vinnu og vinnur að verkefnum bæði hér á landi og erlendis en síðar-nefndi flokkurinn stendur að baki um þriðjungi heildarverkefna EFLU. Stór hluti þeirra er unninn af starfsmönnum EFLU hér á landi.

Orkuiðnaðurinn mikilvægur á samdráttarárunum

Guðmundur segir að EFLA sé í dag sterkt fyrirtæki og byggi á traustum innviðum þekkingar þrátt fyrir þann mikla samdrátt sem hefur verið á mörgum sviðum atvinnulífsins á Ís-landi undanfarin ár. „Það má segja að við höfum verið svo lánsöm að

hafa kjölfestuverkefni fyrir orku- og stóriðjufyrirtækin síðustu ár og að geta nýtt okkur erlend tengsl til að sækja okkur aukin verkefni utan landsteinanna. Þetta tvennt hefur öðru fremur verið grunnurinn í starfseminni síðustu ár,“ segir Guð-mundur en af einstökum stórum verkefnum sem EFLA vinnur nú að er hönnun Búðarhálsvirkjunar og nýverið hefur fyrirtækið skilað af sér frumhönnun vegna byggingar nýs Landspítala. Þá hefur fyrirtækið til dæmis unnið að stórum verkefnum fyrir Landsnet og stöðugt er unnið

að verkefnum fyrir Alcoa Fjarðaál og önnur stóriðjufyrirtæki. Einnig má nefna vinnu sem EFLA kemur að í sjávarútvegsfyrirtækjum þar sem ver-ið er að skipta olíubrennslu út fyrir rafmagn í fiskimjölsverksmiðjum og vinnu fyrir MS og Lýsi sem staðið hafa í miklum breytingum og þróun undanfarin misseri. Ýmis verkefni, stærri sem smærri, eru einnig í far-vatninu í örum vexti ferðaþjónust-unnar hér á landi. Í Noregi hefur EFLA sterkan grunn í orkuflutn-ingsverkefnum, samgöngum og í auknum mæli í olíuiðnaðinum, auk

þess sem stórt verkefni er nú í gangi við hönnun skólabyggingar í Bergen.

„Hér hjá EFLU starfa sérfræðing-ar með grunnmenntun í vel á þriðja tug tækni- og faggreina.. Við getum því tekist á við verkefni fyrir bæði stærstu fyrirtæki í mannvirkjum, orkuiðnaði, stóriðju og sjávarútvegi og yfirfært þá þekkingu í þjónustu út til annarra greina atvinnulífsins og opinbera geirans. Í því liggur mikill styrkur fyrir okkur og samfé-lagið,“ segir Guðmundur.

Fjárfesting verður að aukastFjárfesting er af mörgum talin alltof lítil í atvinnulífinu á Íslandi um þessar mundir og Guðmundur tekur undir það. Hann segist þó sjá merki þess að hjólin séu að fara að snúast eilítið hraðar en mikil nauðsyn sé á drifkrafti aukinna fjárfestinga. Fyrst og fremst til þess að tryggja að ís-lenskt atvinnulíf dragist ekki aftur úr í samkeppninni.

„Við vinnum að uppbyggingu innviða í samfélaginu á borð við raf-orkukerfið, samgöngur, stærri mannvirki og í iðnaði. Sú þekking verður að vera til staðar í öllum sam-félögum en hún grundvallast á fjár-festingu, framkvæmdum og þróun. Þegar dregur jafn mikið úr fjárfest-ingu og hér hefur gerst þá hefur það áhrif í allri atvinnulífskeðjunni og á samkeppnisstöðu samfélagsins alls. Þess vegna verðum við að snúa þess-ari þróun við. Fjárfesting verður að aukast á ný,“ segir Guðmundur og leggur áherslu á að horft sé til lengri tíma en almennt hefur verið gert hér á landi, stefnumörkun sé skýr í at-vinnuuppbyggingu og fjárfestingu, byggt sé upp í hæfilegum skrefum og loks að pólitísk afskipti skapi ekki óvissu. „Hér verður að komast á stöðugleiki og heilbrigð þróun í við-skiptaumhverfinu.“

efla.is

Mikilvægi grunnatvinnu-veganna er vanmetið

- segir Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU

Frá Búðarhálsvirkjun sem nú er verið að reisa.

Göngubrú um Kárastaðastíg í Almannagjá á Þingvöllum.

Guðmundur Þorbjörnsson fram-kvæmdastjóri EFLU.

Page 55: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 55

Nú standa yfir endurbætur á stór-hýsinu að Suðurlandsbraut 12 í Reykjavík en þar munu Keahótel opna nýtt og glæsilegt hótel í sumar. Hótelið mun heita Reykjavik Lights og verður það þriðja hótelið sem keðjan opnar í Reykjavík. Þar verða 105 vel útbúin herbergi, bar, fund-arsalur og veitingastaður og yfir-byggð bílageymsla.

„Við vildum ekki bara opna hótel heldur vildum við koma með eitt-hvað alveg nýtt inn á markaðinn. Því efndum við til samkeppni um „concept“ og útfærslu á því fyrir hótelið. Tillögurnar sem bárust voru mjög spennandi og fyrir valinu varð Reykjavik Lights. Það er mjög gam-an að sjá hugmyndafræðina lifna svona við í litum og ljósum í fram-kvæmdunum,“ segir Páll L. Sigur-jónsson, framkvæmdarstjóri og einn eigenda Keahótela.

Það er Verkís sem heldur utan um verkefnastjórnun við byggingu hótelsins en stofan kom að þessu verkefni í desember á síðasta ári. „Við byrjuðum á því að gera verk-áætlun og notuð var sama aðferða-fræði og við notuðum við stórt verk-efni sem við unnum fyrir álverið í Straumsvík. Þetta er sjö hæða bygg-ing og við gerðum 30-40 línur fyrir hverja hæð þar sem flokkaðir eru niður allir verkþættir sem þarna koma við sögu og á hvaða tíma þeim skal lokið. Verkefnið er dálítið frá-brugðið hefðbundnum verktaka-verkefnum að því leyti að við hjá Verkís stjórnum öllum undirverk-tökunum. Við komum að ráðning-um verktaka og verkáætlun okkar var stjórntæki okkar gagnvart þeim. Á þessum grunni réðum við 10-12 undirverktaka, þ.e.a.s. fyrirtæki á sviði trésmíði, rafvirkjunar, pípu-lagna, parkettlagningarmenn, inn-réttingasmíði og uppsetningar og svo framvegis. Verkefnið er mjög viðamikið,“ segir Sigurður Jón Jóns-son, deildarstjóri í sérkerfadeild verkfræðistofunnar.

Aðalhönnuðir hótelsins eru Tark arkitektar en concept hönnunin kemur frá HAF. Endurbygging Suð-urlandsbrautar 12 er fjárfesting upp á um hálfan milljarð króna og eru verklok áætluð 1. júní nk.

keahotels.is

Nýja Keahótelið heitir Reykjavik Lights Hotel en það er sjö hæða og með 105 herbergjum. Hótelið opnar 1. júní nk.

Hvert herbergi fær sína birtu-litapalletu sem endurspeglar daga og árstíðir.

Keahótel opna nýtt hótel í Reykjavík í sumar

Brýn þörf á tækni-menntun

Menntakönnun SA sem gerð var í janúar 2013 staðfestir nær helmingi meiri þörf atvinnulífs-ins fyrir raun-, tækni- og verk-fræðimenntaða en aðra háskóla-menntun. Þetta kemur fram í frétt á vef Samtaka iðnaðarins.

Fram kemur að fyrirtæki, sem telja sig hafa þörf á að bæta við háskólamenntuðum starfs-mönnum á næstu þremur ár-um, þurfa jafnmargt fólk með raun-, tækni- og verkfræði-menntun og alla aðra háskóla-menntun. Tæpur helmingur fyrirtækjanna í könnuninni telja sig þurfa fleiri háskóla-menntaða starfsmenn.

Heimild: sa.is

Page 56: Sóknarfæri - frumkvæði og fagmennska í íslensu atvinnulífi

Syrusson HönnunarhúsSíðumúla 33

Hönnun húsgagna: Reynir Syrusson

Eitt landsins mesta úrval íslenskra húsgagna

Láttu verðið koma þér þægilega á óvart

Ljómi - hægindastóll / raðsófi Guss - púðastóll með snúningReykjavík - stóll með eða án snúnings

Guss Cubus Emira

MaxKotra StabbiNostri