40
Sóknarfæri Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi Nóvember 2011 » Íslenskar fiskvinnsluvélar » Sjávarklasinn » Tækninýjungar » Þór kominn heim » Íslenska sjávarútvegssýningin » Sjóflutningar fiskafurða » Skipasmíðar í Kína » Heilsa sjómanna

Sóknarfæri í sjávarútvegi

  • Upload
    athygli

  • View
    264

  • Download
    25

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Kynningarblad Athygli um sjavarutveg

Citation preview

Page 1: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

Nóvember 2011

» Íslenskar fiskvinnsluvélar

» Sjávarklasinn

» Tækninýjungar

» Þór kominn heim

» Íslenska sjávarútvegssýningin

» Sjóflutningar fiskafurða

» Skipasmíðar í Kína

» Heilsa sjómanna

Page 2: Sóknarfæri í sjávarútvegi

2 | SÓKNARFÆRI

Textagerð: Jóhann Ólafur Halldórsson (ritstj),

Atli Rúnar Halldórsson, Árni

Þórður Jónsson og Gunnar Kvaran.

Forsíðumynd: Varðskipið Þór kemur til

Reykjavíkur í fyrsta sinn.

Myndin er frá Landhelgisgæslunni.

Umsjón og umbrot: Athygli ehf.

Augl‡singar: Augljós miðlun ehf.

Prent un: Landsprent ehf.

Dreift me› Morg un bla› inu fimmtudaginn 3. nóvember 2011

Sóknarfæri

Enn á ný gefur Athygli ehf. út blað-ið Sóknarfæri, tileinkað sjávarútveg-inum. Enda eru sóknarfæri í sjávar-útvegi - vart þarf um það að deila. Þannig hefur það verið í gegnum ár-in í þessari stóru og miklu grein að tækifærin eru alltaf til staðar á ein-hverju sviði þó önnur kunni á sama tíma að vera í lægð. Stóra málið er að kunna að nýta tækifærin, byggja upp en leggja ekki árar í bát.

Íslenska sjávarútvegssýningin var haldin í haust og endurspeglaði enn skýrar en nokkru sinni áður hversu mikill kraftur er í sjávarútveginum. Áhugi erlendra aðila, bæði gesta og

sýnenda, á þátttöku minnir okkur á þá stöðu sem við höfum í sjávarút-vegi á heimsvísu. Til okkar er ein-faldlega horft og það er áhugi á að vinna með okkur á sjávarútvegssvið-inu, nýta okkrar reynslu, hafa við okkur viðskipti. Um þetta vitna fjöldamargir viðmælendur í blaðinu og það ætti að vera mikið gleðiefni að sjá forsvarsmenn fyrirtækja vitna um öflug viðskipti á sýningunni og ný viðskiptasambönd sem þar mynduðust.

Hins vegar slá mjög margir ann-an streng í sjávarútveginum og sjá má glögglega við lestur þessa blaðs.

Hann er sá hve mikil fjárfestingar-þörf er að safnast upp í greininni. Hún er áhyggjuefni frá fleiri en ein-um sjónarhóli. Í fyrsta lagi má það ekki gerast að svo mjög hægist á í fjárfestingu sjávarútvegsins að for-ystuhlutverki greinarinnar sé ógnað. Fjárfesting og framkvæmdahugur eru þær breytur sem hafa komið greininni á þann stall sem hún er. Þróun verður ekki án fjárfestingar, við verðum að endurnýja tæki og hús, skip og báta. Það að leggja árar algjörlega í bát vita þeir sem í sjávar-útvegi starfa að boðar ekki gott. Slíkt hefur aldrei gefist vel.

Í öðru lagi er merkilegt að ekki séu einmitt nýttir drifkraftar sjávar-útvegsins til að koma hjólum sam-félagsins í gang á nýjan leik. Efla innlend fyrirtæki, auka umsvif, inn-lenda framleiðslu, virkja starfsfólk, efla þekkingu. Þetta er það sem sjáv-arútvegurinn gerir hvað best allra at-vinnugreina. Þangað ætti að horfa í leitinni að lausnum við of mikilli kólnun í samfélaginu sem mörg merki eru um. Ákall aðila sem starfa innan sjávarútvegsins, hvort heldur er í sjávarútvegsfyrirtækjunum sjálf-um eða þjónustunni í kringum greinina, er að komist verði út úr

vítahring sjávarútvegsumræðunnar á stjórnmála- og fjölmiðlasviðinu. Framtíðin þarf að vera skýr og væn-leg fyrir greinina. Verði sú stefna mótuð þarf ekki að efast um áhrifin fyrir allt samfélagið.

Jóhann Ólafur Halldórsson, ritstjóri.

Jóhann Ólafur Halldórsson.

Drifkraft sjávarútvegsins má nýta betur

„Að mínu mati þarf að taka þá um-ræðu hér á landi hvort þau gjöld sem er verið að leggja á sjávarútveg-inn eigi ekki að nota, að minnsta kosti að einhverju leyti, til að standa undir rannsókna- og þróunarstarfi í þágu greinarinnar. Þetta er þekkt módel í nágrannalöndum okkar og að mínu mati gæti þetta verið lóð á vogarskálar til sáttar um aukna gjaldtöku, auk þess að skapa traust-ari grunn fyrir nýsköpun í sjávarút-vegi. Sá þáttur er greininni mjög mikilvægur og óumdeilt að við eig-um mjög mikil nýsköpunartækifæri ónýtt. Ég horfi á þessa leið með tvennum hætti, annars vegar sem hluta af sátt og hins vegar sem þjóð-hagslega hagsmuni,“ segir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís ohf.

Sveinn bendir á að í Noregi er það fyrirkomulag að 0,75% af út-flutningsverðmætum sjávarútvegs renna til markaðsmála fyrir greinina og 0,3% fara í þróunarmál. Þessi framlög koma þar í landi til viðbótar þeim framlögum sem norskur sjáv-arútvegur fær úr ríkissjóði til rann-sókna og þróunar. „Ég sakna þess í þeirri umræðu sem er hér um þessar mundir að sjá ekki tillögur í þessa veru,“ bætir hann við.

Erlend verkefni aukastMatís ohf. tengist sjávarútvegi með mjög fjölbreyttum hætti. Ekki að-eins hér á landi heldur einnig er-lendis því fyrirtækið sækir sér sífellt aukin erlend verkefni sem mörg hver eru á sjávarútvegssviðinu. Þau eru fjölþætt, geta verið allt frá bein-um rannsóknarverkefnum yfir í verkefni á borð við EcoFishMan þar sem þróuð er ný aðferðafræði sem hugmyndin er að nýtist við breyt-ingar og umbætur á fiskveiðistjórn-unarkerfi Evrópusambandsins.

„Hér á landi hefur átt sér stað mikill niðurskurður á opinberu og hálfopinberu fé til rannsókna- og þróunarmála síðustu árin. Á endan-um kemur þetta niður á gæðum starfsemi rannsóknaraðila eins og

Matís en hins vegar hefur okkur tek-ist að halda okkar stöðu vegna þeirr-ar stefnu sem mörkuð var fyrir nokkrum árum að sækja stærri hluta af okkar tekjum erlendis. Það má orða þetta þannig að sú stefnumörk-un hefur gert að verkum að okkur hefur tekist að rækja okkar hlutverk hér innanlands betur en ella hefði verið. Erlendu verkefnin styrkja Matís bæði faglega með auknum tengslum við erlenda fagþekkingu en ekki síður fjárhagslega þar sem bæði Matís sem slíkt nýtur góðs af og einnig fjölmargir innlendir aðilar í matvælaframleiðslu sem koma að verkefnunum með okkur. Við skul-um heldur ekki gleyma því að Ís-lendingar eru að greiða inn í rammaáætlun Evrópusambandsins um 1,5 milljarða króna á ári og

mjög mikilvægt er að við berum okkur eftir að sækja þá fjármuni til baka og nýta þá í verkefnum með ís-lenskum aðilum,“ segir Sveinn.

Sjávarútvegurinn á hrós skilið Út frá þeirri þungu umræðu sem verið hefur um sjávarútveginn hér heima síðustu misserin, bankahrun-ið og efnahagsþrengingar er eðlilegt að spyrja þeirrar spurningar hvort sjávarútvegurinn hafi dregið að sér hendur hvað varðar þátttöku í rann-sókna- og þróunarverkefnum. Sveinn sér vissulega merki um slíkt en segir samt fulla ástæðu til að hrósa greininni fyrir að menn hafi ekki dregið hendur fastar að sér í að-haldi. „Þetta finnst mér að einhverju leyti vera einmitt til marks um að menn vilji viðhalda og byggja upp

öflugan sjávarútveg – og matvæla-framleiðslu í heild sinni. Og það er rökrétt að draga þá ályktun að aðilar í sjávarútvegi skynji vel þá mögu-leika til verðmætasköpunar sem fel-ast í rannsókna- og þróunarstarfi og vilji ekki fórna þeim þrátt fyrir erfið skilyrði í umhverfinu. Í þessu sam-hengi má líka benda á að á sínum tíma juku Finnar útgjöld til þróun-armála í þrengingum sínum og það er talið hafa skilað þeim miklum ár-angri á leið þeirra upp úr öldudaln-um,“ segir Sveinn.

Umhverfismál og líftækni meðal tækifæra í sjávarútvegi

Umhverfismál verða æ greinilegri sem virkur þáttur í nýsköpunar- og þróunarstarfi. Á því sviði eiga Ís-lendingar talsverð tækifæri, að sögn

Sveins, ekki aðeins vegna hreinleik-ans í hafinu við landið.

„Eitt af mörgum áhugaverðum verkefnum hjá okkur á næstu mán-uðum er samstarfsverkefni með bæði Samtökum fiskvinnslustöðva, Landssambandi útvegsmanna, Matís og norskum aðilum og fleirum þar sem þróuð verður aðferð til að reikna umhverfisálag sjávarafurða. Þetta verður tæki sem nýtast mun öllum sjávarútvegi á Íslandi til að marka sér aukna sérstöðu og að-greina sig t.d. frá eldisfiski úr Asíu og víðar þar sem umhverfisálag er mun meira en hér. Þetta er dæmi um fjölþjóðlegt verkefni sem fjár-magn hefur fengist erlendis frá til að vinna. Og sem er um leið verkefni sem styrkir okkur Íslendinga á sjáv-arútvegssviðinu og sem framleiðend-ur á eftirsóttum sjávarafurðum,“ seg-ir Sveinn og bætir við að líftækni-þekking innan Matís muni einnig eiga eftir að skila mörgum áhuga-verðum nýsköpunartækifærum fyrir Íslendinga í framtíðinni. Ekki hvað síst í sjávarútvegi.

„Bara til að nefna tvö atriði í þessu sambandi má nefna aukaaf-urðir í fiski og nýtingu á þara. Hvort tveggja mjög áhugaverða þætti sem við vitum nú þegar að miklir mögu-leikar eru í. Við eigum tækifæri víðs vegar um sjávarútveginn og ef við lítum áratugi aftur í tímann þá höf-um við þróast úr veiðimannasam-félaginu yfir í að horfa heildstæðar á virðiskeðju sjávarútvegsins og að nýta tækifæri víðs vegar í henni. Í heild stöndum við Íslendingar vel með okkar sjávarútveg og þurfum að gæta þess að draga ekki tennurnar úr greininni heldur þvert á móti beita henni, okkur til hagsbóta,“ segir Sveinn Margeirsson.

matis.is

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

Þekking Matís á sjávarútvegi er eftirsótt

Page 3: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 3

Page 4: Sóknarfæri í sjávarútvegi

4 | SÓKNARFÆRI

Í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna voru Íslensku sjávarútvegsverðlaunin veitt þeim sem þykja hafa skarað framúr í fiskveið-um og sjávarútvegi á Íslandi og erlendis. Þetta er í fimmta sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Að þessu sinni voru veitt alls sautján verðlaun en þeir sem þau hljóta hafa leyfi til að nota merki verðlaunanna á kynningarefni sitt.

Sem fyrr var viðurkenningum skipt upp í flokka en bæði er um að ræða almennar viður-kenningar, sem og sérstakar viðurkenningar sem tengdust Íslensku sjávarútvegssýningunni.

Eftirtaldir aðilar fengu verðlaunin:

Besta nýjungin á sýningunni:Hampiðjan fyrir Dynax Wraps ofurtóg.

Besti básinn á sýningunni – minni gerð:Sjóvá.

Besti básinn á sýningunni – stærri gerð:Skeljungur.

Besti hópbásinn:Danish Export Group Association.

Framúrskarandi íslenskur skipstjóri:Sturla Þórðarson

Framúrskarandi íslensk útgerð: HB Grandi.

Framúrskarandi íslensk fiskvinnsla: Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað.

Framúrskarandi framlag til íslensks sjávarútvegs:

Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálskipa, en fyrirtækið hefur um langt árabil

verið leiðandi í rekstri frystitogara.

Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – veiðar, minni fyrirtæki:

Bátasmiðjan Trefjar.

Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – veiðar, stærri fyrirtæki:

Hampiðjan.

Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – fisk-vinnslutæki/fiskmeðhöndlun, stærri fyrirtæki

Héðinn.

Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – fisk-vinnslutæki/fiskmeðhöndlun, minni fyrirtæki:

Vélfag.

Framúrskarandi erlendur framleiðandi – veiðar, minni fyrirtæki: Amerro Engineering.

Framúrskarandi erlendur framleiðandi – veiðar, stærri fyrirtæki:

Transas.

Framúrskarandi erlendur framleiðandi – fisk-vinnslutæki/fiskmeðhöndlun, minni fyrirtæki:

NOCK Maschinenbau GmbH.

Framúrskarandi erlendur framleiðandi – fisk-vinnslutæki/fiskmeðhöndlun, stærri fyrirtæki:

Baader.

Framúrskarandi framleiðandi í heildina séð:Marel.

Verðmæti útfluttra sjávarafurða á árinu 2010 námu 226 milljörðum króna þegar tekið hafði verið tillit til tekna af útflutningi eldisfisks upp á 2,4 milljarða og lagmetis upp á 3,2 milljarða. Útflutningur sjávarafurða hefur aukist í ár og fyrstu 8 mánuði ársins nam hann 152 millj-örðum króna sem er 9% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Ef þessi þróun heldur áfram getur útflutningur náð 240 milljörðum króna á árinu 2011. Hér skiptir mestu aukinn út-flutningur á loðnu, karfa og makríl en útflutn-ingsverðmæti á makríl var komið í 11,3 millj-arða króna í lok ágúst sem er 7,2% af verð-

mæti útflutnings. Á móti kemur fall í ýsu, síld og kolmunna.

Þetta er meðal þess sem fram kom á vel sóttri sjávarútvegsráðstefnu á Grand hóteli í Reykjavík 13. og 14. október síðastliðinn. Í máli Kristjáns Hjaltasonar sjávarútvegsfræð-

ings á ráðstefnunni kom meðal annars fram að 12 mikilvægustu afurðir eða afurðaflokkar í út-flutningi árið 2010 vega yfir 50% í útflutn-ingsverðmæti. Lista yfir þær afurðir sem skil-uðu mestum verðmætum árið 2010 má sjá á töflu hér til vinstri.

Aukin verðmæti útfluttra sjávarafurða

Verðlaunahafar með viðurkenningar sínar í afhendingarathöfninni sem fram fór í Gerðasafni í Kópavogi.

Íslensku sjávar-útvegsverðlaunin 2011

Það sem af er ári hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða aukist um 9%. Munar þar mestu um loðnu, karfa og makríl.

Afurðir og verðmæti 2010 Verðmæti í milljörðum kr. Hlutfall

Ferskþorskflök 17,2 7,6%

Landfrystþorskflök 16,4 7,2%

Blautverkaðursaltfiskur 13,5 6,0%

Pilluðogsoðinrækja 11,0 4,9%

Sjófrysturheillkarfi 10,3 4,6%

Sjófrystþorskflök 8,7 3,9%

Heilfrysturmakríll 8,3 3,7%

Sjófrystgrálúða 6,9 3,0%

Sjófrystloðnuhrogn 6,6 2,9%

Landfrystsíld 6,4 2,8%

Sjófrystufsaflök 5,4 2,4%

Saltfiskflökog-bitar 5,3 2,3%

Samtals 116,0 51,3%

Page 5: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 5

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is

Aukin þjónusta Eimskips um Norður-Atlantshaf

Norðurleið

Suðurleið

Austurleið

Ameríkuleið I

Ameríkuleið II

Leið samstarfsaðila

Noregsleið

Styttra á milli ferða – meiri flutningsgetaEimskip hefur styrkt leiðakerfi sitt á Norður-Atlantshafi. Nýtt skip hefur bæst í flotann og eru nú tvö skip í siglingum til Norður-Ameríku í stað eins áður. Með þessu �ölgar ferðum og við bætast nýir áfangastaðir, sem bætir þjónustu enn frekar við viðskiptavini félagsins.

Page 6: Sóknarfæri í sjávarútvegi

6 | SÓKNARFÆRI

Fyrirtækið Vélfag í Ólafsfirði mætti til Íslensku sjávarútvegssýningarinn-ar með heildstæða línu af fisk-vinnsluvélum. Um er að ræða haus-ara, flökunarvél og roðdráttarvél en vélarnar eru afrakstur áralangrar þró-unarvinnu og prófanaferlis. Flökun-arvélin á sýningunni var afhent til Þorbjarnar hf. í Grindavík en óhætt er að segja að búnaður Vélfags hafi vakið mikla athygli sýningargesta. Og hápunktinum náði fyrirtækið með því að hljóta Íslensku sjávarút-vegsverðlaunin í flokki minni fyrir-tækja sem framúrskarandi íslenskur framleiðandi fiskvinnslutækja. Vél-fag var stofnað í Ólafsfirði af hjón-unum Bjarma A. Sigurgarðarssyni og Ólöfu Ýri Lárusdóttur en hluti starfseminnar er einnig á Akureyri.

Bjarmi segir að strax að sjávarút-vegssýningunni lokinni hafi tekið við samskipti og upplýsingamiðlun til aðila sem heimsóttu básinn.

„Við erum auðvitað afskaplega ánægð og þakklát fyrir þann áhuga sem vélunum var sýndur á sýning-unni og ekki síst verðlaunin. Þau munu vafalítið vera tæki fyrir okkur í markaðssetningunni á komandi mánuðum en við finnum fyrir stór-auknum áhuga á vélunum,“ segir Bjarmi en fyrirtækið kynnti á sýn-ingunni hausarann M500, flökunar-vélina M700 og nýjustu afurðina – roðflettivélina M800. Sú vél er nokkuð byltingarkennd miðað við þær vélar sem hafa verið hér á mark-aði og segir Bjarmi markmiðið með hönnun roðvélarinnar m.a. hafa ver-ið að lágmarka þann tíma sem vélin stöðvast vegna stillinga eða viðhalds. Roðvélinni er skipt upp í einingar sem hægt er að skipta út á nokkrum mínútum. Ýmsir þættir hönnunar-innar munu væntanlega einnig skila sér í lægri viðhaldskostnaði sem og auknum gæðum og nýtingu flaka.

Flökunarvélin skilar betri nýtinguVélarnar sem Vélfag framleiðir eru gott dæmi um hvernig náið þróun-arsamstarf milli iðnfyrirtækja, út-gerða og fiskvinnslu getur skilað ný-sköpun og auknum verðmætum til þjóðfélagsins. Fyrsta gerð flökunar-vélarinnar M700 var prufukeyrð í vinnslu Norðurstrandar á Dalvík í árslok og hefur hún verið staðsett þar frá apríl 2008. Frystihús Sam-herja á Dalvík tók M700 flökunar-vél í prufukeyrslu árið 2009 og þar fékkst í fyrsta sinn tölulegur saman-burður við þrjár gerðir af innfluttum algengum flökunarvélum. Og sú niðurstaða sýndi bæði betri meðal-talsnýtingu og mikil flakagæði í M700 flökunarvélinni. Munurinn reyndist allt að 2,13% í meðalstór-um þorski með roði. Ekki þarf að fjölyrða um að ef sú tala er sett í samhengi við heildarafla á þorski ár-lega af Íslandsmiðum þá er á ferð-inni mjög mikill ávinningur í gjald-

eyristekjum – að ótöldum lægri við-haldskostnaði, atvinnusköpun inn-anlands og síðast en ekki síst mögu-leikum til sölu á þessum íslenska fiskvinnslubúnaði erlendis.

Auk þess að flökunarvélar og hausarar eru í landvinnslum hefur

fyrirtækið selt vélar í nokkur vinnsluskip og hafa vélarnar alls staðar komið vel út.

Áhugi vakinn erlendisBjarmi segir að aðilar hafi beinlínis heimsótt bás fyrirtækisins til að

kynna sér vélbúnaðinn og einnig að-ilar sem hafi haft reynslu af notkun vélanna, bæði á sjó og landi. „Ánægðir notendur eru besta auglýs-ingin og við fengum að heyra af þeirra reynslu. En við fengum líka heimsóknir erlendra gesta sem höfðu séð kynningarmyndbönd frá okkur á netinu og vildu vita meira.

Einn af mikilsverðustu lyklum að okkar vélaþróun er gott samstarf við aðila í sjávarútveginum og það hefur lagt þann grunn sem við byggjum á. Framundan er því heilmikil vinna í

sölu- og markaðssetningu, auk fram-leiðslu og áframhaldandi þróunar á búnaði. Við horfum til þróunar fyrir t.d. laxavinnslu og á því sviði eru stór tækifæri erlendis. Hins vegar stígum við skrefin í takti við það sem hentar stærð fyrirtæksins en við lítum svo á að það séu spennandi tímar og tækifæri framundan,“ segir Bjarmi.

velfag.is

Bjarmi A. Sigurgarðarsson með Íslensku sjávarútvegsverðlaunin í bás Vélfags á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Flökunarvélin var afhent Þorbirni hf. í Grindavík á sýningunni.

M700 flökunarvélin með M800 roðvélinni.

M500 hausari.

Verkfræðistofan Skipsýn ehf. hefur kynnt nokkuð byltingarkennda hönnun á 24 metra fjölnotaskipi. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að skipið verði smíðað úr samloku trefjaplasti með nýrri aðferð, þar sem ekki eru notuð mót. Skipsformið er byggt upp með kjarnaefnum og trefjaplast lagt utan á það og innan. Hins vegar er búnaður til fiskveiða og annarrar notkunar ekki fastur hluti skipsins heldur er honum komið fyrir á þil-fari skipsins í sérútbúinni einingu með því að hífa eininguna um borð frá bryggju. Þannig verður sérstök eining fyrir hverja tegund veiðafæra og annarrar notkunar. Þessar eining-ar geta verið samsettar eftir þörfum eigenda allt eftir því hvort skipið er að fara á línu- eða netaveiðar, í rann-sóknarleiðangur eða með ferðamenn í siglingu.

Sævar Birgisson hjá Skipasýn er hönnuður fjölnota skipsins og segir hann að með því að smíða skipið úr trefjaplasti verði það talsvert léttara en hefðbundin stálskip, sem aftur geri það umhverfisvænna og rekstr-arkostnað lægri. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir að skipið verði drifið af rafmótor sem fengi orku frá rafhlöð-um sem hlaða má með orku frá landi og frá díselvél sem staðsett væri í skipinu. Þetta er ekki ólíkt þeirri hugsun sem svokallaðir tvinnbílar byggja á.

„Skrokk bátsins má smíða hvort heldur sem er úr stáli eða trefjaplasti og búa hann hefðbundnum vélbún-aði. Aðalbyltingin felst í þessum út-skiptimöguleika á einingunni aftast á skipinu þannig að hægt er að setja sama skip upp fyrir mismunandi veiðar eða notkun,“ segir Sævar.

Styttist í nýsmíðar fiskiskipaSkipasýn hefur að undanförnu unn-

ið að fleiri áhugaverðum hönnunar-verkefnum, bæði í samstarfi við út-gerðir, vélbúnaðar- og skrúfufram-leiðendur. Eitt þeirra er hönnun á 65 m frystitogara sem búinn er tveimur skrúfum en Sævar segir miklu máli skipta hvernig skrúfu-búnaður er útfærður til að ná sem bestu afli miðað við vélbúnaðinn. Í samvinnu við skipasalana hjá Ála-sund ehf., höfum við gengið frá hönnun á nokkrum stærðum af tog-urum bæði til ferskfiskveiða og fryst-ingar og erum að leggja lokahönd á 1800 rúmmetra uppsjávarskip. Og raunar segir Sævar að bera megi nið-

ur

hvar sem er í útgerð til að sjá þörfina fyrir endurnýjun skipa.

„Við erum alls staðar með gömul skip, hvort heldur við lítum á tog-araflotann, uppsjávarveiðarnar eða línubátana. Útgerðir eru þó farnar að hugsa sér til hreyfings og til að mynda höfum við unnið með tveim-ur íslenskum útgerðarfyrirtækjum að hönnun á hentugum ísfisktogara fyrir þessar útgerðir og fjórum fyrir-tækjum að hönnun línubáts.

Fyrr en síðar munu nýsmíðar hefjast á ný fyrir íslenska útgerðar-menn enda margt sem knýr á um breytt skip. Þar má nefna olíueyðslu

og útblástur, kröfuna um að allur afli komi að landi, nýja tækni á mörgum sviðum, mönnun skipa og þannig mætti áfram telja. Þó ég sjái ekki fyrir mér að allt fari á annan endann í nýsmíðum alveg á næst-unni þá styttist þó í að eitthvað fari að gerast á þessu sviði. Þess vegna er mjög mikilvægt að fyrirtækin noti tímann núna til að huga að því hvað þau þurfa og vilja og hvernig best er að útfæra skipin að þessum þörf-um,“ segir Sævar.

skipasýn.is

Byltingarkennt 24 metra fjölnotaskip Skipasýnar. Hér má sjá hvernig skipt er um einingu á skipinu eftir því hvort það er notað til farþegaflutninga eða fiskveiða.

Togari af stærri gerðinni frá Skipasýn. Meðal þeirra nýmæla sem Sævar horfir til í hönnun togara er að búa þá tveimur skrúfum.

Nýjungar í skipahönnun á teikniborðum Skipasýnar

Vélfag ehf. hlaut Íslensku sjávarútvegsverðlaunin fyrir framleiðslu á fiskvinnsluvélum:

„Finnum fyrir stórauknum áhuga á vélunum“

Page 7: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 7

Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is

Kassar læsast saman við stöf lun og brettið verður stöðugra

Heildarlausnir fyrirsjó- og landvinnslu

• Skór• Stígvél• Vettlingar• Vinnufatnaður, • Hnífar• Brýni • Bakkar• Einnota vörur o.fl.

• Kassar• Öskjur• Arkir• Pokar• Filmur

Kassar læsast saman við stöflun og brettið

ð öð

rnaður, ð

vörur o.fl.

Page 8: Sóknarfæri í sjávarútvegi

8 | SÓKNARFÆRI

„Það sem ýtti mér af stað að beina kastljósinu að heilsufari sjómanna sérstaklega var lítil umfjöllun sem ég rakst á í tímaritinu Ægi á þeim tímapunkti þegar ég var að huga að efni í lokaverkefni í mastersnámi mínu í íþrótta- og heilsufræðum. Þar var fjallað um tíðni hjartaáfalla hjá sjómönnum og þessi grein varð kveikjan að því að leita svara við þeirri spurningu hvort sjómönnum sé hættara við hjartaáföllum en öðru starfsstéttum. Þessi rannsókn leiddi síðan af sér að mér bauðst vinna hjá Tryggingamiðstöðinni við heilsu-ráðgjöf og forvarnir meðal sjó-manna. Og það hefur sýnt sig að bæði er mikil þörf á þessu og sömu-leiðis mikil vitundarvakning meðal sjómanna að huga betur að heils-unni og þeim þáttum sem geta haft áhrif á hana,“ segir Sonja Sif Jó-hannsdóttir, forvarnafulltrúi Trygg-ingamiðstöðvarinnar.

Of lítil hreyfing„Ég hóf vinnu við verkefnið árið 2007 og fór þá í samstarf við út-gerðarfyrirtækið Brim og Hjarta-vernd. Í stuttu máli má segja að í verkefninu hafi ég komist að því að heilsufarsvandamál sem tengjast lifnaðarháttum hafa stóraukist og sjómenn eru engin undantekning þar á. Á marga vegu hafa þeir jafn-vel farið verr út úr þessari þróun en margir aðrir sökum þeirra aðstæðna sem þeir eru í við vinnu sína. Ég sá með óyggjandi hætti í mælingum að þeir reyndust alltof þungir, kólester-ól alltof hátt, sem og blóðþrýstingur og það versta var að þrekið reyndist mjög lítið. Síðastnefnda atriðið kom mér hvað mest á óvart því að ég hef alltaf haft þá sýn á sjómenn að þetta væru hetjur hafsins, sterkir og þrek-miklir karlmenn sem allt gætu gert. Og vissulega eru sjómenn sterkir og duglegir karlmenn en vandinn er hins vegar sá að um borð í mörgum skipum, sér í lagi á frystiskipunum, þá standa þeir mjög mikið í sömu sporum og fá litla sem enga hreyf-ingu,“ segir Sonja Sif en liður í rannsókn hennar var að fara túra með frystitogaranum Guðmundi í Nesi þar sem hún fylgdist grannt með daglegu lífi og störfum sjó-manna um borð.

Trúðu ekki tölunum„Í verkefninu gerði ég mælingar á áhöfninni, skipti henni síðan upp í rannsóknarhóp og viðmiðunarhóp og mældi síðan alla aftur eftir sex mánuði. Þá hafði ég fylgt rannsókn-arhópnum eftir í þennan tíma. Með þessu móti var hægt að sjá hvort og þá hverjar breytingar yrðu út frá því sem ég ráðlagði þeim. Sumir áttu bágt með að trúa því sem út úr mælingunum kom í upphafi. Ég var með síritunarbúnað á púlsi og með því móti gat ég sýnt þeim nákvæm-lega hvernig sveiflurnar voru eða öllu heldur hversu litlar þær voru. Í hefðbundinni vinnu við vinnslu á millidekki var púlsinn ekki nema rúmlega púls skrifstofumanns og einu skiptin sem frávik mældust veruleg var þegar sjómennirnir voru að taka trollið eða slá úr pönnum. Þetta er hins vegar svo lítill hluti sólarhringsins að menn ná ekki að byggja upp þrek á þessum grunni. Mín skilaboð voru því þau að ef þeir ætluðu að ná upp þreki þá yrðu þeir að grípa til ráðstafana til að byggja sig upp. Og það gerðu marg-ir með því að fara á þrekhjólið eða

göngubrettið um borð,“ segir Sonja Sif.

150 kíló fyrir borð!Fyrir utan að hreyfing sjómanna reyndist of lítil segir Sonja Sif að fæðið hafi ekki verið rétt. „Þar á ég við að það er ekki í öllum tilfellum

þannig að fæðið sé óhollt heldur er þetta spurning um magnið. Þarna er komið að sama vandamálinu og við glímum flest við – of mikill matur – of lítil hreyfing. Ég vann því mikið með kokknum um borð og gerði margar litlar breytingar sem skiluðu sér. Og breytingin sem við sáum á

sex mánaða tímabilinu í Guðmundi í Nesi var að 150 kíló hurfu og kól-esteról snarlækkaði,“ segir hún en þessu öllu til viðbótar beindi hún kastljósinu að vaktaskipulaginu. Vöktunum var breytt úr sex klukku-stundum í átta og þetta kerfi er víða komið á um borð í skipum í dag.

„Á frívakt þurfa menn að gera allt; þvo þvotta, hafa samband við fjöl-skylduna, borða og sofa. Það gefur því auga leið að samfelldur svefn er ekki langur á sex tíma frívakt en svefninn er mjög mikilvægur þáttur í heilsunni.“

Hollusta á hafiEins og áður segir var Sonja Sif í framhaldi af þessu verkefni ráðin sem forvarnarfulltrúi hjá TM og starfar þar sem forvarnarfulltrúi með ráðgjöf við sjómenn. Hún segir skipshafnir leita eftir ráðgjöf til að koma málum til betri vegar og segir greinlegan áhuga hjá mörgum sjó-mönnum að huga betur að heils-unni. „Allir hafa möguleika til að taka málin í sínar hendur og gera betur. Í mörgum stærri skipum eru líkamsræktartæki og þeir sem róa styttri túra hafa alltaf möguleika í landi til að auka hreyfingu,“ segir Sonja Sif en nú í haust gaf TM út bókina Hollusta á hafi sem er sam-vinnuverkefni TM og íslenskra sjó-manna um þessi mál. Í bókinni er að finna fjölda mataruppskrifta sem létta sjómönnum róðurinn á leið til betri heilsu.

tm.is

Sett var met í vinnslu síldar- og makrílafurða í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á vertíðinnni sem lauk nú um miðjan október. Alls voru fryst um 20.400 tonn á vertíðinni sem er tæplega 27% aukning frá ver-tíðinni í fyrra, samkvæmt upplýsing-um HB Granda. Það verði að teljast góður árangur þar sem síldar- og makrílafli skipa félagsins hafi dregist saman um tæplega 15% frá fyrra ári. Öllum aflanum var að þessu sinni landað til manneldisvinnslu.

Fryst voru um 11.500 tonn af makrílafurðum og um 8.900 tonn af síldarafurðum. Mikil aukning varð í vinnslu á makríl því í fyrra voru fryst 4.800 tonn af makríl á Vopna-firði. Vinnsla á norsk-íslenskri síld dróst hins vegar saman um 2.400 tonn og er skýringanna að leita í því að síldarkvótinn var mun minni í ár en í fyrra. Aflasamdráttur skipa HB Granda á síldveiðunum í ár nam t.a.m. um 7.500 tonnum.

Heildaraflinn á nýliðinni vertíð nam um 37.200 tonnum af síld og makríl en til samanburðar má nefna að aflamagnið í fyrra var tæplega 43.700 tonn.

Met þrátt fyrir aflasamdrátt

Sonja Sif Jóhannsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur.

„Í hefðbundinni vinnu við vinnslu á millidekki var púlsinn ekki nema rúmlega púls skrifstofumanns og einu skiptin sem frávik mældust veru-leg var þegar sjómennirnir voru að taka trollið eða slá úr pönnum,“ seg-ir Sonja Sif um niðurstöður mælinga hennar á daglegum störfum frysti-togarasjómanna.

„Vitundarvakning er meðal sjómanna að huga betur að heilsunni og þeim þáttum sem geta haft áhrif á hana,“ segir Sonja Sif.

Íþrótta- og heilsufræðingurinn Sonja Sif Jóhannsdóttir gerði rannsókn á heilsu togarasjómanna:

Þrekleysi sjómanna kom á óvart

Makrílvinnsla á Vopnafirði síðsumars. Tonnin runnu hratt í gegnum húsið og fóru afurðirnar nánast beint um borð í flutningaskip og á erlenda markaði.

Page 9: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 9

arionbanki.is – 444 7000

ÍSLE

NSK

A S

IA.IS

AR

I 564

65 0

9/11

Breytum lánsviðskiptum í staðgreiðslu

Faktoring– Ný þjónusta

Hjalti ÁstbjartssonNastar

Hvað skiptir þig máli?

„ Að bankinn minn veiti þjónustu sem auðveldar mér að skapa verðmæti.“

Það skiptir máli að skapa verðmæti. Arion banki býður nýja þjónustu, Faktoring, sem auðveldar þér fjármögnun fyrirtækisins og sköpun verðmæta.

• Útistandandi kröfur verða handbært fé• Betra flæði lausafjár• Fjármögnun í samræmi við vöxt þíns fyrirtækis• Aðstoð við innheimtu krafna

Hafðu samband við sérfræðinga Faktoring hjá Arion banka, eða kynntu þér málið nánar á arionbanki.is/fyrirtaeki. Saman getum við látið hjólin snúast.

Page 10: Sóknarfæri í sjávarútvegi

10 | SÓKNARFÆRI

Maritech ehf. og útgerðar- og fisk-vinnslufyrirtækið Skinney-Þinganes hf. á Hornafirði skrifuðu undir samning á dögunum um kaup á Microsoft Dynamics NAV við-skiptahugbúnaðinum, WiseFish hugbúnaði fyrir sjávarútveginn, greiningartólum og öðrum sérkerf-um Maritech.

Um er að ræða samþætta heildar-lausn frá Maritech og Microsoft auk tenginga við Innova frá Marel og rafræna afladagbók frá Trackwell. Innleiðing hugbúnaðarins hefst strax og verður ný lausn tekin í notkun hjá Skinney-Þinganesi um áramótin.

Samkvæmt upplýsingum frá Maritech mun hugbúnaðurinn keyra á Microsoft SQL grunni með tengingum við Microsoft Office og Outlook, auk annarra veflausna. Með aukinni sjálfvirkni, tengingum og greiningu gagna verða öll ferli einfölduð, hætta á villum minnkar til muna og vinnusparnaður næst á öllum stigum vinnslu. Aldrei hafi verið meiri þörf fyrir hagræðingu og

öflugri sýn stjórnenda yfir rekstur-inn eins og í því viðskiptaumhverfi sem iðnaðurinn er í um þessar mundir. Lykilupplýsingar séu for-senda réttra ákvarðana í rekstri og utanumhaldi kostnaðar og hvað hugbúnaðarlausn Skinney-Þinganess varðar sé lausnin sveigjanleg og geti auðveldlega vaxið og þróast með viðskiptaumhverfi fyrirtækisins til framtíðar.

Lausnir sem uppfylla þarfirnar„Eftir vandlega skoðun á þeim lausnum sem í boði eru í dag völd-um við viðskiptahugbúnaðinn Microsoft Dynamics NAV, WiseF-ish 6.0, greiningartól og önnur sér-kerfi frá Maritech. Lausnir Maritech uppfylla þarfir okkar í flóknu við-skiptaumhverfi en gerðar eru miklar kröfur til hugbúnaðarins er varðar sjálfvirkni, einföldun skráninga og handbærar greiningar upplýsinga á einum stað,“ að sögn Aðalsteins Ing-ólfssonar, framkvæmdastjóra Skinn-eyjar-Þinganess hf.

Viðurkenning á WiseFish„Maritech er stolt að fá Skinney-Þinganes í hóp viðskiptavina sinna og hlakkar til samstarfsins. Mikil viðurkenning er fyrir fyrirtækið að Skinney-Þinganes hafi valið lausnir Maritech sem styrkir stöðu okkar á markaðnum og tryggir WiseFish enn frekar í sessi sem einn mest selda viðskiptahugbúnað í sjávarút-vegi í dag. Við höfum varið miklum tíma í þróun og viðhald á WiseFish, auk þess að smíða viðbætur við hug-búnaðinn til að uppfylla enn frekar þarfir viðskiptavina okkar. Það að Skinney-Þinganes velji okkar lausnir er viðurkenning á góðu starfi hug-búnaðardeildar Maritech,“ segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Maritech.

maritech.is

Reykjavík ~ Akureyriwww.janus.no

Hlý og þægileg ullarfötsem henta við allar aðstæður!

„Jú, það er alltaf ánægjulegt að fá viðurkenningu. Raunar er þetta í annað sinn sem Skeljungur hlýtur viðurkenningu fyrir bás sinn á Ís-lensku sjávarútvegssýningunni. Við fengum hana árið 2002, vorum síð-an tilnefndir árið 2005 og 2008 og fengum verðlaunin núna,“ segir Þor-steinn V. Pétursson, sölustjóri hjá Skeljungi, en bás fyrirtækisins þótti skara fram úr á Íslensku sjávarút-vegssýningunni 2011. Þorsteinn seg-ir að stóran þátt í þessari viðurkenn-ingu eigi hönnuður bássins, Jón Þórisson leikmyndahönnuður og Merkismenn, sem annast allar merk-ingar í básnum.

„Sjávarútvegssýningin var sem fyrr vettvangur fyrir okkur að hitta viðskiptavini okkar í sjávarútvegi. Það er lykilatriði að rækta sam-bandið við þá,“ segir Þorsteinn og tekur undir að andinn á sýningunni hafi verið mjög jákvæður. Bjartsýni rýki á mörgum sviðum útgerðar – sér í lagi í uppsjávarhlutanum þar sem vonir eru bundnar við loðnu-vertíð á komandi mánuðum.

„Okkar þjónusta við sjávarútveg-inn felst í sölu á eldsneyti og smur-olíum, ásamt þjónustu í tengdum rekstarvörum. Við finnum því strax þegar veiði glæðist, líkt og í makríln-um í sumar, og vonandi í loðnunni á komandi vetri. Takturinn í upp-sjávarveiðinni hefur líka breyst tals-vert með árunum. Skipin eru stærri, öflugri og fjölhæfari og það gerir að verkum að þau hafa meiri verkefni árið um kring,“ segir Þorsteinn.

Íslenski fiskiskipaflotinn notar gróft séð um 300 þúsund tonn af gas- og svartolíu á ári og segir Þor-steinn að margar útgerðir leiti til-boða vegna kaupa á þessum aðföng-um. „Viðskiptavinahópurinn tekur því ekki miklum breytingum frá degi til dags þrátt fyrir að það sé samkeppni en þá snýst okkar vinna um að veita sem besta þjónustu og vera til taks þegar útgerðin þarf á þjónstu okkar að halda.“

skeljungur.is

Þorsteinn V. Pétursson, sölustjóri Skeljungs, með viðurkenninguna fyrir framan verðlaunabás fyrirtækisins.

Verðlaunabás Skeljungs

Skinney-Þinganes kaupir viðskiptahugbúnað frá Maritech

Gengið frá samningnum á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Frá vinstri: Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmda-stjóri Skinneyjar-Þinganess hf., Gunnar Karl Níelsson, viðskiptastjóri Dynamics hjá Microsoft Íslandi og Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- & markaðssviðs Maritech ehf.

Page 11: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 11

thor

risi

g.12

og3.

is 4

50.0

10

Þú getur treyst þeim upplýsingum sem berast frá nýja SS4 nemanum frá Scanmar.

SS4 getur unnið á sama tíma í senn sem:

• Aflanemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll)

• Dýpisnemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll)

Scanmar búnaður er þekktur fyrir áreiðanleika, endingu og lága bilanatíðni sem á sér ekki hliðstæðu.

Nýr SS4 frá Scanmar!Ný rafhlöðutækni - allt að tveggja mánaða ending á rafhlöðu

Scanmar ehf. • Grandagarði 1a • 101 Reykjavík • Sími: 551 3300 / 691 4005 • Fax: 551 3345 • Netfang: [email protected]

www.scanmar.no

*12 mánaða ábyrgðartími á rafhlöðu.

ábyrgð5ára*

ábyrgð5ára*

Page 12: Sóknarfæri í sjávarútvegi

12 | SÓKNARFÆRI

„Sjávarútvegssýningin var liður í að halda góðu sambandi við okkar við-skiptavini, minna á alla þá þjónustu-þætti sem við höfum að bjóða, auk þess sem hún er mikilvægur vett-vangur til að ná augum og eyrum nýrra aðila og vonandi væntanlegra viðskiptavina. Við gerum okkur vonir um að slík sambönd, sem komust á nú á sýningunni, skili okk-ur verkefnum strax á næsta ári,“ seg-ir Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts á Akureyri.

Kælismiðjan Frost hefur fjöl-breytt verkefni á kælisviðinu, bæði hér á landi og í vaxandi mæli erlend-is en um helmingur veltu fyrirtækis-ins er af erlendum verkefnum. Sjáv-arútvegur er burðargrein í þjónustu Frosts, bæði verkefni við kæli- og frystibúnað í landvinnsluhúsum og skipum.

Meðal verkefna sem Frost hefur komið að síðustu misserin eru breyt-ingar uppsjávarfrystihúsa á Vopna-firði, Neskaupstað og í Vestmanna-eyjum og einnig sá Frost um að gera viðamiklar breytingar á togurunum Guðmundi í Nesi og Brimnesi fyrir makrílvertíðina fyrr á árinu. Bolfisk-skipið Havtind frá Noregi var á Ak-ureyri framan af ári þar sem Frost setti nýtt 70t/24 NH3 frystikerfi í skipið ásamt þeim breytingum sem Slippurinn og Rafeyri sáu um. Einn-ig hefur Frost verið mikið í fisk- og kjötvinnslum í Noregi, Danmörku og Þýskalandi, ásamt þjónustu við verksmiðjuskip í Afríku. Í dag er Frost að vinna að hönnun og af-hendingu á nýju NH3 (ammoníak) 80t/24 frystikerfi fyrir togarann Normu Mary sem er í viðamiklum breytingum og lengingu í Pólland. Og er hér aðeins fátt eitt talið.

Stefnt að tveimur togaraverkefnum á Akureyri

„Samstarf okkar við Slippinn og Rafeyri á Akureyri hefur reynst vel og saman eru þessi þrjú fyrirtæki mjög samkeppnisfær í baráttu um stærri breytinga- og viðhaldsverkefni á erlendum skipum. Það höfum við sýnt fram á með verkefninu við norska togarann Havtind og fleiri hliðstæð verkefni. Okkar markmið er að ná tveimur slíkum verkefnum á næsta ári og líkt og þau fyrri yrði þá unnið í skipunum við bryggju á Akureyri. Þó svo ekkert sé fast í hendi þá eru verkefni af því tagi í farvatninu sem við ætlum okkur að keppa um,“ segir Gunnar.

Þrátt fyrir að fjárfestingafrost ríki á sumum sviðum sjávarútvegsins þessa stundina er mikill fram-kvæmdahugur á öðrum sviðum, samanber makríl- og loðnuveiðar, sem og vinnslu á þessum tegundum. Meðal áðurnefndra verkefna í upp-sjávarvinnslum var blástursfrystir sem Frost setti upp í húsi HB Granda á Vopnafirði og óhætt er að segja að hafi skilað mjög góðum ár-angri á vertíðinni í sumar. Gunnar segist eiga von á að fleiri verkefni í þá veru berist inn á borð þeirra Frostmanna á næstunni, ásamt ýmsu öðru sem fylgir uppsveiflunni í upp-sjávarveiðum- og vinnslu.

„Sem dæmi um verkefni í bol-fiskskipunum má nefna að við höf-um sett upp allnokkur sjókælikerfi í togara sem notuð eru til að kæla aflann strax í móttöku skipanna. Vitneskjan um hversu mikill ávinn-

ingur er af góðri kælingu afla strax og hann er kominn um borð hefur sífellt vaxið og við höfum boðið sjó-kælikerfi sem henta vel fyrir mót-tökna og blóðgunarkörin í skipun-um,“ segir Gunnar.

Greinin bíður eftir framtíðarljósinu

Guðmundur Hannesson, sölustjóri Kælismiðjunnar Frosts, segir styrk-leika fyrirtækisins snúast um breidd

í þjónustu og mikla reynslu starfs-mannahópsins á sviði frysti- og kæli-búnaðar.

„Við getum annast alla þætti verkefna á kælisviðinu, allt frá ráð-gjöf, hönnun, sölu búnaðar, umsjón verkefna, uppsetningu búnaðar og fyrirbyggjandi viðhaldi og daglegri þjónustu, þar sem Frost leggur ríka áherslu á að skila verkefnum með hagkvæmni og rekstaröryggi fyrir viðskiptavini sína. Við bjóðum

merki frá öllum framleiðendum búnaðar og þar liggur líka einn af okkar styrkleikum. Stóra málið þessa dagana er að sjávarútvegurinn losni út úr þeirri fjárfestingargíslingu sem hann er í því við höfum langan lista af verkefnum sem bíða þess að það framtíðarljós kvikni yfir greininni sem fyrirtæki innan hennar geta treyst,“ segir Guðmundur.

frost.is

Heildarveiði á þorski í norður Atl-antshafi verður í ár um ein milljón þrjátíu og níu þúsund tonn og hefur hlutdeild Íslendinga í þessum veið-um fallið á nokkrum árum úr 25% í undir 20%. Á sama tíma hefur hlut-deild Íslands í ýsuveiðum í Norður Atlantshafi fallið úr 30% í 12 en heildarframboð á ýsu í Norður Atl-antshafi verður í ár 445 þúsund tonn, sem er það langmesta sem hef-ur verið veitt í langan tíma. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi sem Kristján Hjaltason sjávarútvegs-fræðingur hélt á sjávarútvegsráð-stefnunni á Grand hóteli í Reykjavík 13. og 14. október síðastliðinn. Kristján starfar við markaðsmál fyrir Ocean Trawlers Europe í Lundún-um.

Mest af Atlantshafsþorskinum kemur úr Barentshafi en þar hefur þorskveiði aukist á fjórum árum um 250 þúsund tonn, úr 450 þúsund tonnum í 703 þúsund tonn og mun líklega aukast enn á næsta ári. Þær þjóðir sem skipta stærstum hluta veiðanna í Barentshafi á milli sín eru Noregur og Rússland. Kristján segir tvennt skýra minnkandi hlutdeild í veiðum á þorski og ýsu í Atlantshafi. Annars vegar er það minni afli við Ísland en hins vegar mikil vöxtur í Barentshafi. „Lífmassinn í Barents-hafi er einfaldlega að aukast mjög hratt og vísindamenn hafa lagt til rúmlega 750 þúsund tonna veiði-kvóta á næsta ári. Því er jafnvel hald-ið fram að stækkun þorskstofnsins þarna muni halda áfram.“

Æskilegt að vinna meira af Barentshafsfiski á Íslandi

Kristján telur að Íslendingar eigi að stefna að því að fá meira af þorski og ýsu úr Barentshafi til vinnslu hér á landi. Þetta megi gera með því ann-aðhvort að kaupa afla af Norðmönn-um og Rússum ytra og flytja hann með skipum til frekari vinnslu á Ís-landi eða að fá þessar þjóðir til að leggja hluta af aflanum upp hér á landi. Hann bendir á að Samherji hafi þegar fetað inn á þessa braut með því að láta þýskt félag í sinni eigu landa ferskum fiski úr Barents-

hafi á Dalvík um nokkurra vikna skeið. „Hvers vegna hefur ekki verið gert meira af þessu?,“ spyr Kristján og segir að með því að fá meiri afla úr Barentshafi til vinnslu á Íslandi megi auka útflutningstekjur þjóðar-innar um tugi milljarða króna. Hann bendir á að í dag er það inn-flutt frosin rækja sem heldur uppi rækjuvinnslu hér á landi. Á árunum frá 2000 til 2010 voru 46% til 94% af hráefni til rækjuvinnslu á Íslandi innflutt, en pilluð og soðin rækja er fjórða stærsta útflutningsafurðin í sjávarútvegi Íslendinga með tæp 5%.

Í erindi Kristjáns kom meðal annars fram að um 66% af hráefni til sjávarútvegsins hér á landi kemur frá veiðum innan fiskveiðilögsög-unnar, 26% frá veiðum utan lög-sögu en einungis 1% úr fiskeldi. Innflutningur nam á síðasta ári um 7% af heildarframboði hráefnis. Heildarafli íslenskra skipa árið 2010 var ein milljón og 49 þúsund tonn sem litlu minna en árið 2009. Þessi afli er hins vegar aðeins um helm-ingur þess sem hann var fyrir 10 ár-um og munar þar mest um samdrátt í veiði á uppsjávarfiski.

Hlutdeild Íslendinga í veiðum á þorski og ýsu í Atlantshafi snarminnkar

Hér má sjá blástursfrysti í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði sem Kælismiðjan Frost hannaði og setti upp. Þessi frystir kom mjög vel út á makrílvertíðinni í sumar.

Guðmundur Hannesson, sölu-stjóri Kælismiðjunnar Frosts.

Gunnar Larsen, framkvæmda-stjóri Kælismiðjunnar Frosts.

Gerum okkur vonir um fleiri togaraverkefni til Akureyrar

- segir Gunnar Larsen hjá Kælismiðjunni Frosti

Íslendingar ættu að ná meiri afla úr Barentshafi til vinnslu á Íslandi. Kristján Hjaltason sjávarútvegs-fræðingur starfar við markaðsmál fyrir Ocean Trawlers Europe í Lundúnum.

Page 13: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 13

Fossaleyni 16 - 112 ReykjavíkSími 533 3838 - Fax 533 3839www.marport.com

Page 14: Sóknarfæri í sjávarútvegi

14 | SÓKNARFÆRI

SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA

Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000

Átt þú rétt á styrk?Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins:• starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir • meirapróf • kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika

Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt.

Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

„Við eigum þessa dagana í viðræð-um við útgerð í Kína um hönnun á 10 úthafstogurum. Það er of snemmt að segja til um líkurnar á að af þessu verkefni verði því ekkert er í hendi fyrr en skrifað hefur verið undir samninga. En það er full al-vara í þessum viðræðum,“ segir Hjörtur Emilsson, framkvæmda-stjóri verkfræðistofunnar Navis ehf. í Hafnarfirði. Mikil reynsla er hjá fyr-irtækinu í frumhönnun skipa en verkefni þess hafa um nokkurt skeið fyrst og fremst verið erlendis. Enda lítið verið að gerast í endurnýjun skipa hér á landi. Engu að síður er það hin íslenska þekking á skipum, útgerð og skipatækni fyrir erfið haf-svæði sem beinir kastljósi kínverskra útgerða til Íslands.

Horfa til reynslu Íslendinga„Við höfum í nokkurn tíma unnið að markaðssetningu á okkar þjón-ustu í Kína og höfum samstarfsaðila þar sem hafa komið okkur á fram-færi. Þannig eru þessar viðræður fyrst og fremst til komnar nú,“ segir Hjörtur en um er að ræða útgerðar-fyrirtæki sem hefur fram að þessu gert út skip á grunnslóð en hefur hug á að færa út kvíarnar og hasla sér völl í veiðum á úthafssvæðum. Á Íslensku sjávarútvegssýningunni nú í september kynnti Navis eigin hönn-un á 50 metra ísfisktogara og má segja að útfærsla skipanna fyrir kín-versku útgerðina verði byggð á þeirri teikningu – verði af verkefninu. Þó er um að ræða nokkuð stærri skip, eða um 68 metra löng.

„Vegna þess að hér er um að ræða skip fyrir úthafsveiðar þarf að taka tillit til þess í hönnun, til að mynda með miklu lestarrými og fleiri þáttum. Þetta eru skip sem munu vinna aflann að einhverju leyti um borð. Í upphafi var ein-göngu rætt um heilfrystingu afla um borð en í hugmyndavinnunni hefur þetta þróast yfir í að frekari vinnsla ákveðinna fisktegunda verði einnig í skipunum. Við Íslendingar þekkjum vel hvernig skip þurfa að vera búin til að standast álag á erfiðum haf-svæðum og fyrir þessa þekkingu er-um við þekktir víða um heim – jafn-vel í fjarlægum heimshlutum á borð við Kína. Það er grunnurinn að því að til okkar er leitað og skapar okkur tækifæri,“ segir Hjörtur en auk kín-versku útgerðarinnar hefur m.a. jap-önsk útgerð, sem tapaði skipi sínu í flóðbylgjunni í Japan í fyrra, leitað til fyrirtækisins um hönnun á nýju skipi.

Endurnýjun orðin knýjandi hér„Hér heima er því miður lítið að gerast í skipasmíðum en mjög nauð-synlegt að endurnýjun fari af stað. Við erum með mjög gömul skip í línuskipaflotanum, sem og marga gamla ísfisktogara. Þessi skip þarf fyrr en síðar að endurnýja, ekki að-eins til að fá yngri og betri skip held-ur einnig til að fá hagkvæmari skip hvað varðar olíueyðslu, mengandi útblástur og fleiri þætti. Við sýndum á sjávarútvegssýningunni okkar út-færslu á ísfiskskipi og munum á næstunni fara í viðræður við skipa-smíðastöðvar, m.a í Kína um smíði á því skipi þannig að við getum kynnt pakkann í heild fyrir útgerðum hér heima. Því fyrr sem hreyfing kemst á endurnýjun flotans hér á landi – því betra,“ segir Hjörtur.

www.navis. is

„Sagewash sóttheinsilausnin frá okk-ur fékk frábærar undirtektir á Ís-lensku sjávarútvegssýnngunni, enda ein allra ódýrasta sótthreinsilausn á Íslandi í dag. Sömuleiðis kynntum við á sýningunni viðbragðsbúnað vegna olíuleka sem mikill áhugi var fyrir en það má segja að hjá okkur fái sjávarútvegsfyrirtæki sérhæfðar vörur og þjónustu á ýmsum sviðum, allt frá smurolíum, öryggisvörum og síðast en ekki síst mjög öflugum og hagkvæmum hreinsiefnum,“ segir Jón Óskarsson, framkvæmdastjóri Kemi ehf.

Bylting í sótthreinsiefnumSótthreinsilausnin sem Jón vísar til heitir Sagewash og er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn, enda gefur ein tafla af efninu af sér 1400 lítra af sótthreinsi. Með öðrum orðum skil-ar ein fata um 12000 lítrum og segir Jón að útgerðir og fiskvinnslufyrir-tæki sjái mikla hagkvæmni í þessu efni, bæði sóttvarnargæðanna vegna og ekki síður vegna þess hversu mik-ið sparast í flutningskostnaði.

„Sagewash er auk þess mjög um-hverfisvænt efni, hættulaust mönn-um og dýrum en drepur allar þekkt-

ar bakteríur. Þetta efni hentar mjög vel bæði í fiskvinnslum og um borð í skipum almennt. Gestir í bás okkar á sýningunni sáu mikla kosti við að skipta yfir í þetta efni í sinni starf-semi,“ segir Jón.

Brugðist við olíuóhöppumKemi ehf. var stofnað árið 1991 og hefur fyrirtækið vaxið og dafnað síð-an en vöxturinn hefur verið sérstak-lega mikill síðustu árin. Kemi sér-hæfir sig í þjónustu við alls kyns

iðnað og er sjávarútvegurinn mjög mikilvæg grein, eins og áður segir. Meðal annars býður fyrirtækið sér-hæfð hreinsiefni fyrir fiskvinnslur, fiskiskip og fiskflutningabíla. Sívax-andi meðvitund er um að gæta þess að spilliefni fari ekki út í náttúruna og sérstakur viðbragðsbúnaður við olíuleka er dæmi um búnað frá Kemi sem hjálpar til við að bregðast rétt við slíkum óhöppum.

„Þessi olíuleka- eða viðbragðs-búnaður er meðal nýjunga hjá okkur og við fengum sömuleiðis mikil við-brögð við honum á sjávarútvegssýn-ingunni. Bæði er hugarfarsvakning um að bregðast við ef olíumeng-unaróhöpp verða en sömuleiðis munu kröfur jafnt og þétt aukast um að fyrirtæki hafi yfir að ráða búnaði sem þessum.

Í pakkanum eru m.a. uppsogs-

mottur, pulsur og olíuhreinsiefni til að þrífa upp olíurestar. Búnaðurinn afmarkar svæði lekans og efnið sýgur í sig olíuna en þennan búnað bjóð-um við í mismunandi stórum út-færslum eftir umfangi og eðli starf-seminnar hjá hverjum og einum,“ segir Jón.

Allt í einni ferð! Kemi ehf. rekur verslun við Tungu-höfða í Reykjavík og þar er að finna breiða línu af efnum, allt frá hreinsi-efnum, olíum og tengdum búnaði, lími og límböndum, rafsuðuvörum og þannig mætti áfram telja. Að ógleymdri ráðgjöf þrautreyndra starfsmanna til viðskiptavina. „Hér geta viðskiptavinir okkar því fengið allt í einni ferð,“ segir Jón.

kemi.is

Bylting í sótthreinsun og nýr viðbragðsbúnaður við olíuleka

Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri Navis ehf. við líkan af skipi sem fyrirtækið tók nýverið þátt í hönnun á.

Navis í viðræðum um hönnun 10 togara í Kína

Bás Kemi ehf. á Íslensku sjávarútvegssýningunni.

Sagewash sótthreinsilausnin frá Kemi ehf. Ein fata gefur af sér 12000 lítra af sótthreinsivökva sem úðað er með handhægum búnaði.

Page 15: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 15

Íslenskt framleiðsla í 68 ár

Opið virka daga 09:00 til 18:00 / laugardaga 10:00 til 14:00

RB dýnurnar eru íslensk framleiðsla.

Framleiddar í öllum stærðum.

Gæðadýnur fyrir íslenska sjómenn.

Seljum einnig svamp-,

latex- og þrýstijöfnundýnur.

Fást í öllum stærðum.

Page 16: Sóknarfæri í sjávarútvegi

16 | SÓKNARFÆRI

„Við lögðum mikið í þátttöku okkar í Íslensku sjávarútvegssýningunni, vorum þar með mjög stóran og viða-mikinn bás sem endurspeglaði þá miklu breidd sem er í vöruúrvalinu hjá Sónar. Við bjóðum tæki frá mörgum birgjum og reyndum að gera sem flesta þeirra vel sýnilega í básnum. Það tel ég að hafi tekist vel því viðtökurnar voru góðar,“ segir Guðmundur Bragason, sölustjóri Sónar í Hafnarfirði sem hefur frá stofnun fyrir sex árum orðið eitt af þeim öflugustu í sölu siglinga-, fiski-leitar- og fjarskiptatækja hér á landi.

Heimsfrumsýning á þrívíddarsónar

„Þær nýjungar sem við tefldum fram á sýningunni vöktu mikla athygli og við höfum haft nóg að gera síðustu vikur við að vinna úr þeim áhuga og miðla upplýsingum til útgerða. Hér er fyrst og fremst um að ræða heims-frumsýningu okkar á nýjum SeapiX þrívíddarsónar frá Ixblue en þessu tæki sýndu sérstaklega útgerðir stærri skipanna mikinn áhuga. Þetta er sambyggt tæki, sónar og dýptar-mælir sem býður upp á áður óþekkta möguleika í að greina á milli fisktegunda í kringum skipið, safna botnupplýsingum og fleiru sem skiptir máli til að flýta veiðum, auðvelda þær og skila sparnaði,“ seg-ir Guðmundur.

Hitamyndavélar í öll skipHitamyndavélar er önnur tækni sem mikla athygli vakti á bás Sónar og hafa nokkrar slíkar selst í kjölfar sýn-ingarinnar. Guðmundur telur að sú tækni verði komin í öll skip og báta innan fárra ára. Hana megi nýta á margvíslegan hátt, bæði sem öryggis-búnað á siglingum til að greina um-hverfi skipa en sér í lagi skipti tækið sköpum ef óhöpp verða og sjómenn fara fyrir borð.

„Það má segja að mönnum verði fyrst ljósir allir kostir þessarar tækni þegar þeir reyna hana um borð úti á rúmsjó,“ segir hann en hitamynda-

vélarnar frá Sónar eru frá Raym-arine.

„Ný fjarskiptalína frá SAILOR fékk mjög góð viðbrögð, enda má segja að tími sé kominn á þróun á því sviði. Einnig vakti nýr Doppler

Current straummælir frá JRC mikla athygli því miklu máli skiptir við veiðar að vita stefnu og hraða straums á mismunandi dýpi. Þessi nýi straummælir reiknar straum-stefnu og hraða á 100 mismunandi

dýpislögum og sýnir myndrænt á einstakan hátt. Heilt yfir erum við því mjög sáttir við sýninguna og áhrif hennar. Vissulega er það ekki eins og í gamla daga þegar menn seldu oft talsvert á staðnum en núna

koma áhrifin fram í sölu fyrstu miss-erin eftir sýningu.“

sonar.is

„Íslenska sjávarútvegssýningin í ár er líkast til ein sú allra besta sem við höfum tekið þátt í hingað til. Á sýn-ingunni og í kjölfar hennar höfum við selt á þriðja þúsund Sæplast-ker og það er umtalsvert magn fyrir okkar framleiðslu hér á Dalvík,“ seg-ir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Promens Dalvík ehf. Verksmiðja Promens er keyrð á sól-arhringsvöktum alla daga vikunnar árið um kring og það er til marks um uppsveiflu í sölu á framleiðslu fyrirtækisins að nú er í undirbúningi stækkun verksmiðjunnar á Dalvík sem miðað er við að ljúki um mitt næsta ár. Þar með eykst framleiðslu-getan um 50% en framleiðslusalur-inn verður stækkaður um rösklega 800 fermetra með tilheyrandi fram-leiðslubúnaði. Kaupendur velja gæðin og öryggið

Í bás Promens var kynnt öll fram-leiðsla fyrirtækisins á Dalvík og jafn-framt framleiðsla Promens Tempru í

Hafnarfirði. Hilmar segir að meðal nýjunga hafi verið nýtt 345 lítra ker sem fyrirtækið hefur að undanförnu þróað í samstarfi við stóran við-skiptavin í Suður-Afríku. Þetta ker segir Hilmar að sé mjög áhugavert fyrir íslenska skipaflotann þar sem veggir þess eru lægri en á hefð-bundnum 460 og 660 lítra kerum og nýtast nýju kerin því vel í lestum skipa.

„Íslenski markaðurinn er líflegri núna en hann hefur verið um árabil. Framleiðsla okkar hefur á sér gott orð enda höfum við lagt áherslu á vöruþróun og öryggisþáttinn hvað varðar stöflun. Allt er þetta að skila sér,“ segir Hilmar.

Meiri kvóti skilar meiri viðskiptum

Sævaldur Gunnarsson, sölufulltrúi Promens Dalvík, segir augljóst að kvótaaukning á þessu fiskveiðiári í verðmætum tegundum sé að koma fram í keraendurnýjun sem stærri fyrirtækin hafi sett á ís meðan kvóta-samdrátturinn gekk yfir.

„Fjárfestingin er heldur að aukast í greininni með meiri kvóta en óviss-an er samt að hamla því að hjólin fari að snúast af krafti. En vissulega erum við hæstánægðir með söluna í haust og getum ekki annað en verið bjartsýnir á framhaldið,“ segir Sæ-valdur og bætir við að stór hluti söl-unnar sé í hinu klassíska 660 lítra Sæplast-keri, sem fylgt hefur fyrir-tækinu alla tíð. „Sú stærð hentar mjög mörgum kaupendum og stendur alltaf fyrir sínu. Menn kaupa það ker aftur og aftur.“

promens.is

Fjörkippur í sölu kera Sæplasts

Bás Sónar á Íslensku sjávarúvegssýningunni var stór og þéttsetinn áhugaverðum búnaði.

Hér má sjá hvernig þrívíddarsónarinn frá SeapiX birtir mynd af botni, afstöðu fisks og veiðarfæra og fiskitorfum í sjónum.

Sónar heimsfrumsýndi nýja tækni á Íslensku sjávarútvegssýningunni:

Skipstjórnendur greina fisktegundir í þrívídd!

Unnið er á sólarhringsvöktum alla daga vikunnar hjá Promens Dalvík.

Með stækkun verksmiðjunnar, sem áætlað er að verði tilbúin um mitt næsta ár, eykst framleiðslu-getan á Promens Dalvík um 50%.

Page 17: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 17

Landsbankinn 410 4000landsbankinn.is

ns

so

n &

Le

’ma

ck

s

jl.i

s

sÍa

Landsbankinner öflugursamstarfsaðili

Það er stefna okkar að vera hreyfiafl í íslensku samfélagi.

Landsbankinn tekur virkan þátt í uppbyggingu í sjávarútvegi

og er traustur bakhjarl og samstarfsaðili.

Page 18: Sóknarfæri í sjávarútvegi

18 | SÓKNARFÆRI

„Við erum hæstánægðir eftir Ís-lensku sjávarútvegssýninguna og þakklátir fyrir þær viðtökur sem við fengum þar. Við seldum talsvert á sýningunni svo og á þeim vikum sem liðnar eru frá henni þannig að það er hreint ekki ástæða til að kvarta,“ segir Kristján Jónsson, sölu-stjóri hjá Vélasölunni, um gengi fyr-irtækisins á sýningunni. Innan Véla-sölunnar er áratuga reynsla í þjón-ustu við sjávarútveginn og hefur hún umboð fyrir mörg af þekktustu vörumerkjunum í búnaði fyrir skip og báta. Nægir þar að nefna Rapp Hydema spilbúnað, Cummins dísel-vélar og Triplex þilfarsbúnað, Sperry ratsjár, dælubúnað frá Jabsco, Rule

og Pedrollo, siglingaforrit frá Nobil-tec, Koden og Humminbird dýptar-mæla, Standard Horizon og Sailor talstöðvar, MAQ sonartæki sem henta vel til uppsjávarveiða, Seematz ískastara og flóðljós á hagstæðum verðum. Margar fyrirspurnir hafa verið um hitamyndavélar og þar er-um við að bjóða vandaðar vélar frá Ocean View í USA, sem greinir mann í myrkri á allt að 370 metra færi. Og er þá hvergi nærri allir birgjar taldir enda flytur Vélasalan hingað til lands búnað frá á annað hundrað birgjum víðs vegar um heim.

Korkaniðurleggjari sem sparar mannskap

Kristján segir mikinn mun á and-rúmsloftinu á sýningunni í ár, sam-

anborið við haustið 2008 enda sýn-ingin þá haldin mitt í hringiðu bankahrunsins. Kristján segir að bæði hafi verið góður áhugi á sigl-

ingatækjum og öðrum búnaði sem tengist stjórnun skipa og stærri bún-aði á borð við spil og vélar. „Sérstök áhersla var í bás Vélasölunnar á þjónustuverkstæðin. Annars vegar vélaverkstæði Vélasölunnar og svo dótturfélagið Tæknivík, sem sinnir uppsetningu og þjónustu á þeim raf-eindabúnaði sem við bjóðum. Einn-ig rafknúnar togvindur frá Rapp en sú vara sem kom, sá og sigraði var korkaniðurleggjari frá Triplex, fyrir nótaskip.

Það ríkir greinileg bjartsýni í uppsjávarveiðunum. Bæði hefur gengið vel á makrílveiðum og fram-undan er loðnuvertíð sem miklar vonir eru bundnar við. Við seldum um og eftir sýninguna sjö korka-leggjara sem létta störfin í nótakass-anum á nótaskipunum. Þessi búnað-ur dregur korkateininn og leggur hann niður og honum er stýrt með fjarstýringu af einum manni sem stendur uppi á bátapalli. Þessi bún-aður leysir með öðrum orðum af tvo háseta sem hingað til hefur þurft til að leggja korkið niður á höndum. Við seldum talsvert af þessum bún-aði fyrir sex árum en síðan hefur lít-ið sem ekkert gerst þar til núna. Enda sjá menn í hendi sér að með þessum búnaði má einfaldlega kom-ast af með færri í áhöfn og það mun-ar um hvern mann sem sparast,“ segir Kristján en fyrstu korkaleggjar-arnir í þessari söluhrinu í haust eru þegar komnir til lands og til við-komandi útgerða.

Bjartsýni í uppsjávarveiðunumVélasalan hefur verið meðal stærstu og öflugustu innflutnings- og þjón-ustuaðila við sjávarútveginn frá stofnun hennar fyrir rösklega 70 ár-um og segir Kristján að fyrirtækið hafi verið þátttakandi í öllum sjávar-útvegssýningum hér á landi. Viðtök-urnar hafi jafnan endurspeglað gengi greinarinnar hverju sinni.

„Núna finnum við að það ríkir mikil gleði og bjartsýni í þeim pláss-um sem byggja mest á uppsjávar-veiðinni. Á mörgum öðrum sviðum greinarinnar er komið að nauðsyn-legri endurnýjun og fjárfestingu sem menn hafa kannski eðlilega beðið með að ráðast í þar til niðurstaða fæst í fyrirkomulag fiskveiðikerfisins til framtíðar. Að því kemur fyrr en síðar að sú fjárfesting fer í gang,“ segir Kristján.

velasalan.is

Korkaniðurleggjari Vélasölunnar auðveldar verulega vinnuna í nótakassanum á uppsjávarskipunum. Með þessum búnaði má spara tvo menn við að leggja korkið niður.

„Það er mjög auðvelt að selja fisk um þessar mundir enda hafa markaðirnir sjaldan verið eins góðir og þeir eru í dag. Eftirspurnin er mikil og fer vax-andi. Við megum hins vegar ekki gleyma okkur í þessari velgengni því markaðirnir verða ekki svona til frambúðar og þess vegna þurfum við að undirbúa okkur og styrkja á þeim mörkuðum sem við þurfum á að halda þegar staðan breytist,“ sagði Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Ice-land Seafood á nýafstaðinni Sjávar-útvegsráðstefnu.

Helgi Anton sagði ytri skilyrði mjög hagfelld þeim sem eru í fisk-sölu því víða um heim sé fólk hvatt til meiri fiskneyslu. Þannig hvetji bandarísk yfirvöld fólk til að borða fisk þrisvar í viku og í Brasilíu eru sömuleiðis auglýsingaherferðir sem hvetji fólk til meiri fiskneyslu. Þá benti hann á öra fólksfjölgun í heim-inum. „Allt vinnur þetta með okkur. Breytt aldursdreifing vinnur líka með okkur vegna þess að þegar fólk eldist hugsar það meira um heilsuna og borðar hollari mat eins og fisk.“

Aðrar þjóðir auka sameiginlega markaðssetningu

Helgi Anton benti á að á sama tíma og verulega hefur dregið úr markaðs-setningu á Íslandi sem upprunalandi sjávarfangs og á Íslendingum sem fiskveiðiþjóð væru aðrar þjóðir að auka slíka markaðssetningu. Þessu þurfi Íslendingar að huga að. „Við þurfum að markaðssetja Ísland og ímynd fiskveiðiþjóðarinnar Íslands á þeim mörkuðum sem við viljum vinna á til framtíðar. Við erum hins vegar ekki að vinna mikið að þeim málum sameiginlega um þessar mundir,“ sagði Helgi Anton. Hann nefndi sem dæmi að Norðmenn leggja nú 1,05% af útflutningsverð-mæti sinna afurða í sérstakan sjóð þar sem 0,75% fara í að markaðssetja norskar sjávarafurðir og 0,3% fara í

þróunar- og rannsóknastarf. Í Alaska er hálfu prósenti af útflutningsverð-mæti sömuleiðis varið í sameiginlegt markaðsstarf. Fleiri lönd, til dæmis í Asíu, eru einnig að koma inn á markaðinn með sameiginlega mark-aðssetningu.

Í svipaðri stöðu og Norðmenn fyrir 20 árum

„Þessar þjóðir eru ekki að auglýsa að gamni sínu að þeirra fiskur sé sá besti í heimi heldur vegna þess að þetta er að virka. Þetta er ein leið til að styrkja stöðu sína á markaðnum og til að viðhalda stöðu sem menn hafa þegar náð.“ Helgi Anton sagðist ekki vera að kalla eftir að því að sölu-samtökin verði endurreist en hins vegar hafi hann áhyggjur af því að Ís-lendingar séu að komast í svipaða stöðu og Norðmenn voru í upp úr 1990. Þá var auðveldara að keppa við Norðmenn því þá voru 40 til 60 norskir aðilar að berjast á markaðn-um á meðan Íslendingar voru mun

skipulagðari og töluðu meira einum rómi. Því miður hafi þetta snúist við og nú séu Norðmenn meira samstíga í sinni nálgun á markaðnum á með-an Íslendingar eru tvístraðri.

Helgi Anton segir að aflaaukning Rússa og Norðmanna á þorski og ýsu úr Barentshafi þrengi okkar stöðu á mörkuðunum. „Þessir aðilar munu herja á okkur á mörkuðum. Þeir hafa fjármagn til þess og hafa nú þegar tekið ákvörðun um að gera það. Þess vegna er mikilvægt að við áttum okkur á því og komumst að niðurstöðu um hvernig við ætlum að spila í þessum nýja veruleika.“ Hann sagði nauðsynlegt að laða ungt fólk inn í greinina og auka sameiginlega markaðssetningu á Íslandi og ís-lenskum sjávarafurðum. Það megi til dæmis gera með samstarfi við Ís-landsstofu og Iceland Responsible Fisheries verkefnið.

is.is

Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, segir nauðsynlegt að laða ungt fólk inn í greinina og auka sameiginlega markaðssetningu á Íslandi og íslenskum sjávarafurðum.

„Við þurfum að markaðssetja Ís-land og ímynd fiskveiðiþjóðarinn-ar Íslands á þeim mörkuðum sem við viljum vinna á til framtíðar. Við erum hins vegar ekki að vinna mikið að þeim málum sam-eiginlega um þessar mundir,“ sagði Helgi Anton.

Megum ekki gleyma okkur í velgengninni

- segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood

Nýjungum hjá Vélasölunni

vel tekið

Page 19: Sóknarfæri í sjávarútvegi

„Óneitanlega er þetta mjög stór dag-ur fyrir Landhelgisgæsluna en fyrst og fremst fyrir alla Íslendinga, sem eru jú eigendur skipsins. Öflugt varðskip er eitt af skýrustu sjálfstæð-istáknum þjóðarinnar og því ekki að undra að fólk fyllist stolti þegar við tökum á móti jafn góðu skipi og Þór sannarlega er,“ segir Georg Lárus-son, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í tilefni af heimkomu varðskipsins Þórs í síðustu viku.

Langur aðdragandiSmíði nýs varðskips hefur átt sér áratuga aðdraganda og fleiri en eitt skip verið hannað á þeim tíma. Við sölu Símans á sínum tíma voru teknir frá fjármunir til smíði á varð-skipi og flugvél fyrir Landhelgisgæsl-una. Á árinu 2005 var undirbún-ingsvinnunni vegna smíði varðskips breytt á þann hátt að í stað þess að horfa til þess að hanna skip frá grunni var ákveðið að leita frekar að nýlegri hönnun og byggja þannig systurskip annars sem komin væri reynsla á. Í stuttu máli fannst þetta skip hjá norsku strandgæslunni en þar er um að ræða nánast sama skip, þó varðskipið Þór sé 10 metrum lengra og 60 cm breiðara. Út frá reynslunni af norska skipnu var út-færslan á Þór útfærð og þróuð enn betur og Landhelgisgæslan hefur notið góðrar samvinnu við norsku strandgæsluna í þessu ferli öllu. Meðal annars fékk áhöfn Þórs þjálf-un á norska skipinu áður en hún hélt til Síle til að taka við nýja Þór.

„Norska skipið var afhent árið 2005 og við sáum strax að þarna var um að ræða skip sérsniðið til siglinga á Norður-Atlantshafi, einmitt sömu áherslur og við sóttumst eftir. Það má því segja að hreyfing hafi komist á þetta mál þegar við tókum þá stefnu að finna ekki upp hjólið hér heima heldur nýta okkur undirbún-ing, smíðaferil og reynslu annarra. Og aðstoð norsku strandgæslunnar var okkur alveg ómetanleg í ferlinu,“ segir Georg.

Öflugt björgunarskip„Fyrst og fremst eru Íslendingar að eignast í Þór mjög öflugt björgunar-skip. Dráttargetan er 120 tonn, eða rúmlega tvöföldun á því sem önnur skip okkar ráða við. Tonnafjöldinn segir aukinheldur ekki alla söguna því tæknin er einnig talsvert önnur. Í stað þess að í gömlu skipunum er togvírinn tekinn beint aftur úr skip-inu fer vírinn í Þór inn á öflug spil á miðju skipi. Vírinn getur þannig leikið rúmar 30 gráður á bæði borð. Sömuleiðis er skipið frá grunni hannað fyrir drátt og byggingarlag þess miðast við að fá sem mesta dráttargetu,“ segir Georg. Af öðrum tæknilegum nýjungum má nefna búnað til að girða af olíu sem lekur í

sjó, dæla henni upp og hreinsa hana í tönkum um borð. Þá er í Þór mjög góð aðstaða fyrir bæði björgunar- og rannsóknaraðila til að hafa stjórn-stöðvar um borð þegar skipið tekur þátt í slíkum verkefnum. Georg seg-ir að við hönnun skipsins hafi verið samráð við vísindamenn og vísinda-stofnanir varðandi möguleika til að nýta skipið til rannsókna og þannig séu fleiri tækifæri í framtíðinni í verkefnum fyrir það.

Þessu öllu til viðbótar þarf síðan vart að nefna byltingu í aðstöðu áhafnar frá því sem tíðkast á öðrum varðskipum, jafnframt því sem mun meiri möguleikar eru til farþega-flutninga og þannig mætti lengi telja.

„Með dráttargetu Þórs höfum við mun meiri möguleika en áður að koma mjög stórum flutningaskipum á okkar hafsvæði til hjálpar ef eitt-hvað bjátar á. En mesta öryggið felst auðvitað í því að hafa nú yfir að ráða skipi sem ræður vel við fiskiskipa-flotann og flutningaskip okkar. Þetta er því bylting fyrir allan ís-lenska skipaflotann.“

Í sýningarferð um landiðÞór mun hefja sitt úthald nú í lok vikunnar og ætlunin er að sýna skip-ið í sem flestum höfnum landsins á komandi misserum.

„Ætlunin er að sýna þjóðinni skipið, sem er sameign okkar allra. Fyrir liggur útgerðarskipulag Þórs út

árið 2012 sem byggist á að önnur skip Landhelgisgæslunnar verði í verkefnum erlendis en Þór hér á heimamiðum. Það er okkur líka mikilvægt að geta kynnt skipið sem best fyrir þjóðinni á næstu misser-um, samtarfsaðilum okkar, útgerð-um skipa, almannavörnum, sveitar-stjórnum, björgunaraðilum, lögreglu og fleirum. Ég er ekki í vafa um að landsmenn taka vel á móti skipinu og við munum bjóða þeim að skoða það á áfangastöðunum.“

lhg.is

Sjálfstæðistáknið Þór

Fyrsta viðkomuhöfn varðskipsins Þórs var Vestmannaeyjar og þar var skipinu fagnað. Frá vinstri: Sigurður Steinar Ketilsson skipherra, Sveinn R. Valgeirsson, forstöðumaður Vestmannaeyjahafnar og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Mynd: Óskar P. Friðriksson.

SÓKNARFÆRI | 19

Mynd: Landhelgisgæslan

Page 20: Sóknarfæri í sjávarútvegi

Eskja. hf. Loðnuvinnslan hf.Fáskrúðsfirði

Sjómannafélag Eyjafjarðar

Sjómannasamband Íslands

Hvalur hf.Reykjavíkurvegi 48

220 Hafnarfjörður

20 | SÓKNARFÆRI

Við óskum Landhelgisgæslunni og landsmönnum öllum til hamingju með glæsilegt skip!

Page 21: Sóknarfæri í sjávarútvegi

Gullberg hf.Langatanga 5

710 Seyðisfjörður

Fjórlitur76c + 8m

100c + 65m + 30k

Letur svart

Fjórlitur76c + 8m

100c + 65m + 30k

Félagskipstjórnar-

manna

Fiskmarkaður Suðurnesja hfwww.fms.is

SÓKNARFÆRI | 21

Við óskum Landhelgisgæslunni og landsmönnum öllum til hamingju með glæsilegt skip!

Mynd: Landhelgisgæslan

Page 22: Sóknarfæri í sjávarútvegi

Ingvar Kristjánsson, hjá tæknideild Landhelgisgæslunnar, hefur fylgt smíði varðskipsins Þórs eftir frá upp-hafi og þekkir vel til tækni skipsins. Hann segist fyrst staldra við mikla sjóhæfni skipsins og mikinn tog-kraft. „Búnaðurinn í Þór gerir stjórnun skipsins margfalt auðveld-ari en þeirra gömlu og það er atriði sem mjög miklu máli skiptir við erf-iðar aðstæður í björgunaraðgerðum. Við höfum nú eignast mjög öflugt björgunarskip,“ segir Ingvar og er fús að veita lesendum innsýn í tæknilega hlið nýja varðskipsins.

Gömlu skipin þreföld!Heildarlengd skipsins er 94,86 metrar og breidd 16 metrar. Hæðin frá sjólínu á hæsta punkt er 32 metr-ar, hámarks djúprista er 6,5 metrar og samtals er skipið 4250 brúttó-tonn. Til samanburðar segir Ingvar að skipið sé rúmlega þrisvar sinnum stærra en Ægir og Týr.

Ganghraði skipsins er 15-16 míl-ur og hámarkshraði 19,5 mílur. Skipið er byggt í ísklassa 1B sem Ingvar segir þýða að Þór geti siglt í gegnum 50 cm þykkan ís en stefni hans er sérstaklega styrkt vegna þessa. Togkraftur skipsins er uppgef-inn 120 tonn.

Í áhöfn skipsins eru 18 manns en rými um borð og björgunarbúnaður miðast að hámarki við 48 manns.

OlíuhreinsibúnaðurMjög öflugur búnaður er um borð til að bregðast við ef olía fer í sjó. Bæði er skipið búið 300 metra varn-argirðingum, öflugum dælum til að soga olíu frá svokölluðum „skim-mer“ í þar til gerða tanka um borð. Þá er einnig í skipinu öflugur bún-aður til slökkvistarfa og getur skipið þannig dælt á brennandi skip úti á sjó.

Hraðgengir björgunarbátarAfturdekk skipsins er tæplega 300 fermetrar að stærð og hefur því skip-ið mikla möguleika til flutnings á búnaði.

Olíutankar skipsins rúma tæplega 1100 rúmmetra, ferskvatnsgeymar 260 rúmmetra, jafnvægistankar eru tveir en í áðurnefndum olíuhreinsi-tönkum er hægt að koma fyrir 640 rúmmetrum.

Um borð eru tveir hraðgengir björgunarbátar með tilheyrandi sjó-setningarbúnaði. Þessir bátar ganga 35 sjómílur. Sex björgunarbátar eru í skipinu og tekur hver þeirra 25 manns að hámarki.

Hagkvæmar aðalvélar og tvær skrúfur

Skipið er hannað af Rolls Royce verksmiðjunum og búið tveimur Rolls Royce aðalvélum, sem hvor um sig er 4500 kílóvött. Vélin brennir díselolíu og byggist á bestu eldsneytisnýtingu sem þekkt er í dag. „Sem dæmi um það erum við að brenna jafn mörgum grömmum á kílóvattstíma í þessu skipi og við brennum á hestaflstíma í gömlu skipunum. Hestaflið er 740 vött og þar af leiðandi er þetta umtalsvert

minna en á gömlu vélunum,“ segir Ingvar.

Skipið er búið tveimur skrúfum og þær eru þeirrar gerðar að þegar aðeins er keyrt á annarri skrúfunni er hægt að snúa blöðum hinnar

skrúfunnar þannig lárétt í sjó að þau mynda ekki mótstöðu. Þetta er raunar sami búnaður og í eldri skip-um Landhelgisgæslunnar. Jafnframt eru þetta einu skipin á Íslandi sem eru svona búin. Í skipinu eru tveir

gírar og tveir ásrafalar eru tengdir við gírinn. Fjórar ljósavélar eru í skipinu og ein neyðarljósavél.

Einstakt skrúfukerfiUndir skipinu framanverðu er skrúfubúnaður sem hægt er að láta síga niður úr skipinu, auk þess eru þrjár hliðarskrúfur á því, tvær að framan og ein að aftan. Það sem Ingvar segir gera skipið einstakt í sinni röð er „dynamic position“ búnaður en hann er í raun nákvæm stjórnun fyrir allan skrúfu- og stýris-búnað skipsins. Þetta kerfi er bylting í t.d. björgunarstarfi. Með þessum búnaði er hægt að halda skipinu á nákvæmlega sama punkti ef þess er þörf en jafnframt er hægt að nota þennan búnað til að fylgja eftir öðr-um skipum eða reköldum í ná-kvæmri fjarlægð, reyndar svo ná-kvæmri að skekkja er aðeins innan við einn metri!

„Þessi búnaður er ekki nýjung í heiminum en nýlunda fyrir okkur,“ segir Ingvar.

Þilför skipsins eru sex, auk brúar-innar. Á brúarþakinu er tækjarými og þar fyrir ofan er radarturn.

Þór er þrefalt stærri en gömlu varðskipin

Það var örtröð um borð í varðskipinu Þór um síðustu helgi þegar skipið var almenningi til sýnis.

Fyrsti viðkomustaður Þórs var Vestmannaeyjar. Skipið fékk þar höfðinglegar móttökur! Myndir: Landhelgisgæslan.

22 | SÓKNARFÆRI

Page 23: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 23

Yfir 90% af útfluttum ferskum fiski með flugi fer utan í frauðplastköss-um sem m.a. fyrirtækið Tempra Promens í Hafnarfirði framleiðir. Sömuleiðis er hátt hlutfall ferskfisk-útflutningsins með skipum í frauð-plastkössum og má því segja að slík-ar pakkningar séu mjög ráðandi í þessum geira matvælaframleiðslunn-ar. Kristín Magnúsdóttir, verk-smiðjustjóri Tempru Promens, segir fyrirtækið stöðugt huga að því að gera góða vöru enn betri þrátt fyrir trausta markaðsstöðu. Í samræmi við það kom fyrirtækið nýverið fram með nýja gerð af frauðplastkassa sem lengir líftíma ferskfisks í flutningi um 2-3 sólarhringa. Lengri flutn-ingstími opnar greininni nýja mögu-leika, bæði hvað varðar markaði og flutningsaðferðir.

Kassar Tempru eru úr svokölluðu EPS plasti sem í raun er aðeins 2% plast en 98% loft. Af sjálfu leiðir að um er að ræða mjög léttar umbúðir miðað við rúmmál eða þá þyngd sem þeim er ætlað að halda. Frauð-plastið hefur einnig marga aðra kosti, svo sem mikið einangrunar-gildi, vatnsþéttni og fleira, auk þess sem hvítur litur umbúðanna er kost-ur gagnvart varmageislun. Þá er frauðplastið mjög sterkt og þykir því henta vel til flutninga.

Árangur rannsókna„Undanfari þessa nýja kassa var rannsóknarverkefni sem við fórum í með Matís, Háskóla Íslands, Brimi hf. og Samherja hf. og fleiri smærri fyrirtækjum. Rannsóknin leiddi í ljós að hitaálag í flutningi var mest í gegnum hornin á eldri gerðinni af frauðplastkassanum. Með þessa nið-urstöðu í höndunum breyttum við lögun kassans og komum sumarið 2010 fram með nýja gerð þar sem innra byrði var gert þykkara á horn-unum. Þetta gerðum við í raun á kostnað loks og botns þannig að kassinn er í sömu þyngd og áður. Hins vegar jókst geymsluþolið um 20% við þessa breytingu, fór úr 6 dögum í 8 að jafnaði og í sumum tilfellum lengist tíminn enn meira,“

segir Kristín en þessa kassagerð framleiðir Tempra í 3, 5 og 7 kílóa stærðum, heilbotna eða með götuð-um botnum. Hér er þó aðeins um að ræða hluta framleiðslu Tempru því fyrirtækið framleiðir ýmsar gerð-ir af frauðplastkössum allt upp í 25 kílóa stærðir. Þess má geta að Tempra Promens hefur fengið hönnunarvernd á nýja kassanum til næstu 25 ára.

Ánægðir viðskiptavinir„Nýi kassinn var framlag okkar deildar í nýsköpunarsamkeppni inn-an Promens samstæðunnar en auk þess að hafa náð að þróa kassann þannig að geymsluþol afurða lengist þá hefur komið fram hjá viðskipta-

vinum að einnig sé lokun kassans betri og stöflun þar með öruggari. Við erum því ánægð með hvernig til hefur tekist og sér í lagi að geta stuðlað að þróun og meiri gæðum í útflutningi afurða,“ segir Kristín en auk framleiðslu á matvælaumbúðum framleiðir Tepmra einangrunarplast fyrir byggingariðnaðinn. Á allra síð-ustu árum hefur þó framleiðsla á kössum fyrir sjávarútveginn orðið mun stærra hlutfall en áður og þannig má segja að Tempra sé í dag fyrst og fremst þjónustufyrirtæki við þá atvinnugrein.

tempra.isKristín Magnúsdóttir, verksmiðjustjóri Tempru Promens í Hafnarfirði.

Nýr Temprukassi lengir geymsluþol í útflutningi

Rækju-veiðar á ný

eftir margra ára hlé

Rækjuveiðar eru hafnar á ný í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára hlé en stofninn hefur verið í lægð frá árinu 2003. Í kjölfar athugun-ar Hafrannsóknastofnunarinnar þótti ráðlegt að leyfa 1000 tonna aflamark. Stofnvísitala rækju í Ísafjarðardjúpi mældist nú yfir meðallagi en útbreiðsla rækjunn-ar takmarkaðist í athuguninni við inndjúpið og Skötufjörðinn. Mesta magn þorsks var rétt utan við aðalútbreiðslusvæði rækjunn-ar.

Stofnvísitala rækju í Arnarfirði var undir meðallagi og lægri en árið 2010. Líkt og verið hefur undanfarin ár var helsta út-breiðslusvæði rækju innst í firðin-um. Magn ungrækju var nálægt meðallagi og hefur aukist nánast stöðugt frá árinu 2005. Að svo stöddu var lagt til að veiðar verði ekki leyfðar á rækju í Arnarfirði.

Securitas býður þér hraðvirkar og öruggar eldvarnirsem standast ströngustu kröfur. Slökkvikerfi byggjastá notkun efnanna NOVEC 1230 og INERGEN í stærriskip og báta en Stat-X AEROSOL slökkvimiðli í minniskip og báta. Einnig bjóðum við GLORIA slökkvitæki.

Hafðu samband við öryggisráðgjafa okkar í síma 580 7000 og þeir aðstoða þig við val á slökkvikerfisem hentar þínum aðstæðum.

Page 24: Sóknarfæri í sjávarútvegi

24 | SÓKNARFÆRI

Afkoma sjávarútvegsfyrirtækjanna ræður mestu um hvernig Íslendingum gengur að komast upp úr kreppulægðinni.

Aðstæður hafa á margan hátt verið íslenskum sjávarútvegi hagfelldar undanfarin misseri. Atvinnugreinin dregur vagninn í samfélaginu með því að skapa atvinnu um allt land og hagvöxt í efnahagskerfinu. Einmitt þá er það talið meðal forgangsverkefna stjórnvalda landsins að brjóta niður skipulag fiskveiða, eina af meginforsendum þess að sjávarauðlindin skili sjávarútvegsfyrirtækjum og starfsfólki þeirra, þjónustuaðilum, sjávar- byggðum og um leið eigendum sínum, þjóðinni, arði og velsæld!

Vinnslustöðin hf. er vel rekið fyrirtæki með góða afkomu, sem eru góðar fréttir fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum og þjóðina alla. Það sést best á því að hátt í 100 ný störf hafa orðið til í fyrirtækinu á einu ári og núna sumarið 2011 fengu um 150 skólanemar og aðrir vinnu þar við að framleiða sjávarafurðir til útflutnings.

Sjávarútvegurinn dregur vagninn!

Fjarðanet hf. er eitt af stærstu veið-arfærafyrirtækjum landsins og rekur alhliða veiðarfæraþjónustu á fjórum stöðum í kringum landið; Ísafirði, Akureyri, Neskaupstað og Fáskrúðs-firði. Í Neskaupstað og á Ísafirði rekur Fjarðanet einnig gúmmíbáta-þjónustu og Fjarðanet er eina sér-hæfða fyrirtækið í þjónustu við fisk-eldi á Íslandi. Hjá Fjarðaneti starfa í dag um tuttugu manns. Fjarðanet er hluti af Hampiðjan Group.

Fyrst og fremst fram-leiðandi veiðarfæra

Fjarðanet er fyrst og fremst veiðar-færaframleiðandi og segir Jón Einar Marteinsson framkvæmdastjóri að það reki alhliða veiðarfæraþjónustu á öllum sínum starfsstöðvum. Styrkur Fjarðanets liggi í víðtækri og breiðri þjónustu fyrirtækisins, bæði land-fræðilega og þjónustulega, en Fjarðanet er með starfsstöðvar í nokkrum af mikilvægustu höfnum landsins og framleiðir og þjónustar allar gerðir veiðarfæra. Starfsstöðvar Fjarðanets eru á hverjum stað gömul og rótgróin netaverkstæði þar sem starfsmenn búa að mikilli reynslu og þekkingu í veiðarfæragerð.

Fjarðanet leggur áherslu á þróun nýrra og betri veiðarfæra, stöðugt er reynt að finna lausnir á þeim vanda-

málum sem upp koma á hverjum tíma og mikilvægt að náin samvinna sé á milli veiðarfæraframleiðanda og sjómanna og útgerða. Veiðarfæri Fjarðanets eru í notkun á skipum um allt land og byggjast á íslensku hugviti og reynslu íslenskra sjó-manna í gegnum árin. „Þetta tel ég vera einn af þeim þáttum sem hafa lagt grunninn að því hversu öflugur fiskveiðiflotinn okkar er,“ segir Jón Einar.

Sérhæfð fiskeldisþjónusta„Fjarðanet er eina fyrirtækið á Ís-landi sem er sérhæft í þjónustu við fiskeldi. Fjarðanet rekur þvottastöð með sérhæfðum tækjabúnaði, þar sem fram fer þvottur og litun á fisk-eldispokum. Þegar pokar koma í þvott fer einnig fram viðhald og við-gerðir á pokunum. Fylgst er með ástandi pokanna með því að taka slitprufur á netinu og fá eigendur skýrslu um ástand pokans.

Ég tel að það sé mikilvægt fyrir þau fiskeldisfyrirtæki sem starfa í landinu, og fyrir framtíðaruppbygg-ingu fiskeldis, að til sé fyrirtæki á Ís-landi sem sérhæfir sig í slíkri þjón-ustu. Fyrirtækin sem við þjónustum eru á Austfjörðum, Norðurlandi og Vestfjörðum,“ segir Jón Einar.

GúmmíbátaþjónustaGúmmíbátaþjónusta Fjarðanets á Ísafirði og í Neskaupstað annast við-gerðir og skoðun á björgunarbátum, björgunargöllum og tengdum bún-aði.

„Við skoðum björgunarbáta af öllum stærðum og gerðum af skip-um, allt frá trillum upp í stór fiski-skip og einnig flutningaskip. Hag-ræði felst í því fyrir útgerðarmenn að geta látið skoða björgunarbátana þar sem skipin koma til löndunar og al-gengt er að þá séu tækifærin notuð til skoðunar á björgunarbátum.“

Þjónusta við verktaka og framkvæmdaaðila

Fjarðanet er einnig með víðtæka þjónustu við verktaka og fram-kvæmdaaðila ýmiskonar. „Á Ísafirði og í Neskaupstað saumum við yfir-breiðslur af ýmsum gerðum eftir máli. Geta það verið yfirbreiðslur yfir báta, kerrur eða hvað sem er. Fjarðanet selur einnig og þjónustar hífibúnað, hífikeðjur, stroffur og tengdan búnað. Við seljum hífibún-að frá Gunnebo Lifting í Svíþjóð. Þjónustan er byggð upp í samvinnu við Hampiðjuna, sem er umboðsað-

ili Gunnebo á Íslandi. Um fram-leiðslu á hífibúnaði gilda strangar reglur og til að geta veitt þessa þjón-ustu höfum við sent starfsfólk á námskeið hjá Gunnebo í Svíþjóð. Fjarðanet þjónustar álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði með hífibún-að og felst þjónustan í sölu á búnaði, ásamt eftirliti með búnaði í notkun og námskeiðahaldi fyrir starfsmenn Alcoa Fjarðaáls um meðferð og notkun hífibúnaðar,“ segir Jón Ein-ar Marteinsson.

fjardanet.is

Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets.

Alhliða veiðar-færaþjónusta

Fjarðanets

Page 25: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 25

Allt fyrir kælingu og frystingu og meira til

Kæli- & frystiklefar, hurðir & öryggisbúnaður

Bitzer kæli- & frystivélar ofl.

Kælivélaolíur North Star ísvélar

Plaststrimlahurðir

Eimar & eimsvalar Ísvélar

Tilbúin kæli- & frystikerfi Mycom kæli- & frystivélar & varahlutir

Hraðopnandi iðnaðarhurðir fyrir kæli & frystiklefa ofl.

Iðnaðareiningar fyrir stærri kæli- & frystigeymslur

Kælimiðlar R507, R404, R134 ofl.

Kælitækni Rauðagerði 25 • 108 Reykjavík • Sími 440 1800 • Fax 440 1801 • [email protected]

www.kælitækni.is og/eða www.kaelitaekni.is

Okkar þekking nýtist þér ...

„Við seldum vel á sjávarútvegssýn-ingunni og í framhaldi af henni, m.a. fimm stór nemakerfi í uppsjáv-arskip hér heima og að auki kerfi í fiskiskip í Rússlandi,“ segir Óskar Axelsson, framkvæmdastjóri Mar-port sem framleiðir neðansjávar-skynjara og samskiptabúnað. Tæki þessi eru notuð í fiskveiðum, sjó-hernaði og til hafrannsókna eru því þrautreynd og eftir þeim hefur víða verið tekið. Það sést best á því að ný-verið var Marport tilnefnt í fjórða sinn eitt af 100 bestu hátæknifyrir-tækjum í sjávarútvegi hjá MTR tímaritinu (Marine Tecnology Reporter)

„Þessi tilnefning undirstrikar þá stöðu sem Marport hefur skapað sér allt frá því það var stofnað á Íslandi árið 1996. Þá hófum við að byggja upp sérhæfðan þekkingargrunn í skynjaraframleiðslu fyrir veiðarfæri og það hefur verið rauður þráður í framleiðslu okkar æ síðan. Með því að hafa breikkað vörulínuna út fyrir mismunandi notkun á skynjurum neðansjávar höfum við skapað okkur einstaka stöðu á heimsmarkaði,“ segir Óskar.

Fylgst með veiðarfærinu í rauntíma

Ein af þeim nýjungum sem Marport hefur kynnt í haust er ný hlerasjá sem sýnir á dýptarmælismynd hver afstaða hlera er miðað við botn og hvert nákvæmt bil er á milli toghler-anna. Senditæknin í Marportbúnað-inum gerir að verkum að upplýsing-ar uppfærast á 1 sek. fresti með upp-lausn allt að 10 cm.

Óskar segir þessa tækni hafa vak-ið mikinn áhuga skipstjórnenda á Ís-lensku sjávarútvegssýningunni. Í Kanada eru að taka gildi reglur sem banna að toghlerar séu dregnir eftir hafsbotninum og nokkur íslensk skip hafa þegar breytt sinni togtækni í þá veru. Með hlerasjánni segir Óskar að skipstjórnendum sé þetta auðveldara og eftir nokkru sé að slægjast því í sumum tilfellum reyn-ist afli meiri þegar hlerum er lyft frá botni.

Nýr heimur opnaður skipstjórnendum

Óskar segir að með bættri sendi-tækni og aukinni reiknigetu sé unnt að birta upplýsingar um hegðun veiðarfærisins í rauntíma, þ.e. að skipstjórinn getur séð jafn harðan hvað gerist í veiðarfærinu og í kring-um það.

„Við erum að opna skipstjórn-endum möguleika á að fylgjast ná-kvæmar með þáttum eins og seltu, hitastigi, straumhraða og fleiri mik-ilsverðum atriðum. Allt er þetta lið-ur í tækni sem gerir vinnu skip-stjórnandans markvissari en stuðlar um leið að hagkvæmari veiðum fyrir útgerðirnar,“ segir Óskar.

Marport er í dag með starfsemi víða um heim en samsetning nem-anna er á Íslandi. Marport hefur ætíð nýtt sér nálægðina við íslenskan sjávarútveg í sinni vöruþróun og þann mikla þekkingarbrunn sem er að finna hér á landi í tækniþróun í fiskveiðum. „Þetta undirstrikar hversu framarlega íslenskur sjávarút-vegur stendur á tæknisviðinu og í engu er ofsagt að við erum að þróa íslenska hátækni, byggða á íslensk-um sjávarútvegi.“

marport.is

Starfsmenn hjá Marport í Reykjavík. Frá vinstri: Helgi Svanberg Ingason, Berglín Skúladóttir, Óskar Axelsson, Örvar Þór Einarsson og Sigurjón Ragnar Grétarsson.

Hér má sjá hvernig hlerasjá Marport birtir skipstjórnendum mynd af toghlerunum í sjó.

Hlerasjá Marport auðveldar stjórnun toghleranna

Page 26: Sóknarfæri í sjávarútvegi

26 | SÓKNARFÆRI

„Fiskveiðar og fiskvinnsla eru ekki vaxtargreinar til framtíðar í þeim skilningi að starfsfólki í þeim at-vinnugreinum mun ekki fjölga held-ur fækka, ekki síst vegna hagræðing-ar í rekstri og tækniframfara. Hins vegar blasir við verulegur vöxtur í ýmsum greinum sem tengjast veið-um og vinnslu. Núna starfa um 2.800 manns hérlendis í fiskeldi, við þróun og framleiðslu tæknibúnaðar í sjávarútvegi, í útflutningsþjónustu, við framleiðslu fiskimjöls og lýsis, í flutninga- og hafnastarfsemi og í

sjávarlíftækni. Ef rétt verður á spil-um haldið er raunhæft að fjölga þessum störfum um 10% á ári eða alls um yfir 7.000 störf til 2025 þannig að þá verði að minnsta kosti 10.000 manns starfandi í þessum greinum,“ segir Þór Sigfússon hag-fræðingur.

Hann býr sig undir að verja doktorsritgerð sína um Íslenska sjáv-arútvegsklasann við Háskóla Íslands en lætur ekki nægja að skrifa um framtíðarsýn sína og möguleika sem klasastarfsemi opnar íslenskum fyrir-

tækjum og þeim sem þar starfa. Þór vinnur beinlínis að því að hrinda hugmyndinni í framkvæmd ásamt Vilhjálmi Jens Árnasyni verkefnis-stjóra, hópi athafnafólks og fleirum.

Verkefnið kynnt í Marel 17. nóvember

Íslenski sjávarútvegsklasinn var kynntur forystumönnum í atvinnu-lífinu í Víkinni, Sjóminjasafninu í

Reykjavík, í maí 2011 og síðar síðar hittust fulltrúar fyrirtækja í tækni-geira sjávarútvegsins í Hampiðjunni til að ræða næstu skref til klasam-yndunar og samstarfs. Framundan er svo samkoma í Marel fimmtudag-inn 17. nóvember nk. þar sem Sjáv-arklasanum verður í raun hleypt af stokkunum. „Kortlagning“ starfs-vettvangsins verður kynnt og sömu-leiðis skýrsla Þórs Sigfússonar og Ragnars Árnasonar prófessors um efnahagsleg áhrif klasastarfseminnar í sjávarútvegi og tengdum greinum.

„Við erum komin lengst með tæknigeira sjávarútvegsins og höfum komist að því að 70 fyrirtæki þar veltu alls um 26 milljörðum króna á árinu 2010. Tengslanet Sjávarklas-ans getur örugglega stuðlað að því að efla fyrirtækin og greinina í heild verulega. Það kemur mér reyndar á óvart hve lítil innbyrðis samskipti eru meðal þessara fyrirtækja, eins og í ljós kom á fundinum í Hampiðj-unni. Mun meiri samskipti eru til dæmis milli fyrirtækja í leikjaiðn-aði,“ segir Þór.

Velta fyrirtækja í norska tækniklasanum margfaldast

- Á Sjávarútvegsklasinn sér fyrirmynd-ir erlendis?

„Já, að nokkru leyti. Fyrirbærið sem slíkt er þekkt víða og við höfum einkum kannað hvernig staðið er að klasa haftengdrar starfsemi í Noregi, Kanada, Bretlandi og á Írlandi. Norðmenn eru þar framarlega og hafa til dæmis um árabil starfrækt haftengdan tækniklasa í Álasundi með mjög góðum árangri. Þegar sá klasi verkfræði- og hönnunarfyrir-tækja, skipasmíðastöðva, framleið-enda tæknibúnaðar og skipafélaga var settur á laggir 2002 veltu félögin innan hans alls jafnvirði 400 millj-arða íslenskra króna en veltan var strax orðin jafnvirði yfir eitt þúsund milljarða króna 2008 og stefnt er að tvö þúsund milljarða króna veltu klasans árið 2016.“

-Hvar sérðu helst fyrir þér þér hlið-stæða vaxtarsprota hér á landi?

„Ég sé til dæmis fyrir mér vaxtar-kipp í fiskeldi, sem er raunar nauð-synlegt ef við eigum ekki að dragast meira aftur út grannþjóðum okkar en orðið er. Starfsmenn í eldi eru nú um 250 og mér þykir raunhæft að þeir verði tvöfalt fleiri eftir 3-4 ár.

Við eigum framúrskarandi tækni-fyrirtæki sem flytja út búnað fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu og selja vítt og breitt um veröldina við góð-an orðstír. Þau velta trúlega samtals um 30 milljörðum króna á árinu 2011, 15% meiru en í fyrra, og horfa til þess að auka enn hlut, enda aukin spurn eftir tæknibúnaði í mat-vælavinnslu í heiminum. Ég geri ráð fyrir að 1.000 ný störf verði til í tæknigeiranum á næsta áratug.“

Mestur vöxtur í sjávarlíftækni-Hvar annars staðar sérðu fjölgun starfa í haftengdri starfsemi?

„Aukin umsvif fyrirtækja í út-flutningi kalla á fjölgun starfa í sjálfri útflutningsþjónustunni, ég nefni fjármálaþjónustu, skipa- og vinnslutækni, þjónustu iðnaðar-manna í og utan slipps, eftirlit af ýmsu tagi og fleira. Störfum fjölgar sömuleiðis hjá skipafélögum og öðr-um flutningafyrirtækjum, hafna-starfsemi eflist og þannig mætti áfram telja.

Þá hlýt ég að nefna að horfur eru á auknum umsvifum í framleiðslu tengdri lýsi og fiskimjöli. Þar eru miklir möguleikar fyrir Íslendinga, eins og reyndar fyrirtækið Lýsi hefur sýnt og sannað.

Síðast en ekki síst ber að nefna tækifæri í sjávarlíftækni en þar er vöxtur talinn verða hvað mestur á heimsvísu. Íslendingar hafa náð langt í rannsóknum í sjávarlíftækni

Þór Sigfússon hagfræðingur vinnur að verkefni sínu í Gimli í Háskóla Íslands.

Sjávarklasinn getur skapað þús-undir nýrra starfa

Page 27: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 27

og nægir að nefna Matís í því sam-bandi. Þá hafa nokkur fyrirtæki haslað sér völl á þessu sviði, til dæm-is Kerecis og Ensímtækni. Tækifærin eru mýmörg en vöxtur og viðgangur í þessum geira ræðst ekki síst af því hvernig til tekst með að fjármagna rannsóknir, þróunarstarfsemi og ný-sköpunarfyrirtæki.“

Óvissa um fiskveiðistjórnina er skaðleg

- Hafa sífelldar deilur um fiskveiði-stjórnunina á Íslandi að einhverju leyti áhrif á það sem við erum hér að tala um?

„Tvímælalaust og þau áhrif eru skaðleg. Þess verður greinilega vart að ríkjandi óvissa um fiskveiðistjór-nina dregur úr þróunarstarfi á ýms-um sviðum og eigendur og stjórn-endur sjávarútvegsfyrirtækja halda greinilega að sér höndum með fjár-festingar á meðan óvissa varir. Þar með dregur líka úr fjárfestingum í nýrri tækni, sem hefur keðjuverk-andi og lamandi áhrif þegar til lengdar lætur. Við höfum meira að segja ástæðu til að óttast að þróunar-starfsemi flytjist úr landi, ekki síst til Noregs, þar sem „þolinmótt fjár-magn“ bíður eftir álitlegum nýsköp-unartækifærum.

Því miður eru viss stöðnunarein-kenni sjáanleg hérlendis, ég bendi á að tæpast eru dæmi um að nýtt fyrirtæki hafi verið stofnað um fram-leiðslu á tækni-búnaði fyrir sjávarút-veginn undan-farin þrjú ár. Áður voru tvö slík fyrirtæki stofnuð árlega að jafnaði.

Óvissu um stjórnskipulag sjávar-útvegsins þarf að eyða og það strax. Ég vil líka sjá að fjármálastofnanir og fjárfestingarsjóðir sýni fyrirtækj-um og starfsemi í sjávarklasanum meiri áhuga og helst þarf að búa til sjóð sem beinlínis sérhæfir sig í ný-sköpun á þessu sviði. Rannsóknir þarf sömuleiðis að efla, líkt og Norðmenn hafa gert.

Aðalatriðið er samt að hafa skýra stefnu og mark-

mið sömuleiðis. Sjávarklasinn er í

senn markmið og tæki til að ná settum markmið-um, sem eru að efla haf-tengda starfsemi

Íslendinga, auka arð-

semi fyrir-tækja og skapa

fjölda nýrra starfa.“

Borgartún 26 » 105 Reykjavík Hafnarstræti 102 » 600 Akureyri

Sími: 545 3200 » Fax: 545 [email protected] » www.maritech.is

Maritech hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveginn um árabil. Lausnir Maritech spanna

alla virðiskeðjuna frá �skeldi og veiðum til sölu og drei�ngar.

WiseDynamics lausnir veita �ölbreytta möguleika á að fylgjast

með og greina upplýsingar fyrir stjórnendur í rauntíma. Um er að

ræða: Wise stjórnendasýn, Wise greiningartól, Wise BI teninga, Wise skýrslur, Wise farsímalausn og Wise

samningaker�.

WiseFish lausnir innihalda Gæðastjórnun, Fiskeldi, Útgerð og kvóta, Vinnslu, Birgðir og vöruhús og Sölu og út�utning.

WiseDynamicsstjórnendalausnir

Nýjustu upplýsingar eru forsenda réttra ákvarðana

WiseFishsjávarútvegslausnir

Dynamics NAV í áskrift:Eigðu eða leigðu ker�ð, kynntu þér hagkvæmar lausnir Maritech.

- tryggir þér samkeppnisforskot

Sjávarútvegslausnir

Þannig sjá ASK arkitektar fyrir sér skipulag „sjávarútvegsgarðs“ á 2. hæð Bakkaskemmu þar sem Sjávarklasinn verður að líkindum til húsa.

Íslenski sjávarklasinn er ...• nýtt tengslanet fyrirtækja og stofnana sem tengjast sjávarútvegi með

einum eða öðrum hætti, vettvangur til að eiga samskipti og stilla sam-an strengi til að vinna saman þegar það á við, ekki síst gagnvart keppi-nautum á erlendum markaði.

• sprottinn upp úr doktorsverkefni Þórs Sigfússonar hagfræðings í al-þjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Hann hefur unnið að því að „kortleggja“ íslenskan sjávarútveg og tengda starfsemi á öllum sviðum. Vilhjálmur Jens Árnason heimspekingur er verkefnisstjóri og Linda Björk Bryndísardóttir hagfræðingur hefur einnig tekið þátt í greining-arvinnu.

• með hóp athafnafólks í „baklandi“ sínu, þar á meðal Jóhann Jónasson í 3X, Árna Odd Þórðarson hjá Eyri Invest, Guðmund Kristjánsson í Brimi, Gunnþór Ingason hjá Síldarvinnslunni og Birnu Einarsdóttur í Íslandsbanka.

• vistaður hjá Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands.• verkefni sem drifið verður áfram af tilheyrandi fyrirtækjum og stofnun-

um og verður að öllum líkindum til húsa í Bakkaskemmu á Granda-garði. Faxaflóahafnir sf. eiga húsið. Gísli Gíslason hafnarsjóri segir að félagið ætli að endurnýja 2. hæðina og leigja út. Líklegast sé að Sjávar-klasinn og nokkur smærri fyrirtæki og einyrkjar stofni sameiginlegt fé-lag um að taka húsnæðið á leigu.

Ocean Advance er ...

... sjávarklasi á Nýfundnalandi sem er sérhæfður í tækni, tengdri hafinu. Í honum eru 50 fyrirtæki með tekjur sem jafn-gilda um 60 milljörðum króna. Klasinn var settur á laggir árið 2006. Þá voru sett skýr mark-mið um vöxt og samstarf fyrir-tækjanna. Frá árinu 2006 hefur velta fyrirtækjanna aukist um að meðaltali 31% og útflutn-ingur aukist um 300%. Stefnt að því að velta klasans svari til 115 milljarða króna árið 2015. Stefnt er að því að setja íslenska sjávarklasanum hliðstæð mark-mið um vöxt á árinu 2012.

Page 28: Sóknarfæri í sjávarútvegi

28 | SÓKNARFÆRI

„Arion banki byrjaði að kynna þessa þjónustu sína á sjávarútvegssýning-unni í Kópavogi og áhugi fyrir fjár-mögnun viðskiptakrafna er greini-legur meðal fyrirtækja í sjávarútvegi, rétt eins og hjá útflutningsfyrirtækj-um yfirleitt, enda hentar slík fjár-mögnun sérlega vel í hvers kyns út-flutningi,“ segir Hrönn Greipsdótt-ir, forstöðumaður faktoringar á fyr-irtækjasviði Arion banka. Fjármögn-un viðskiptakrafna og miðlun greiðslufallstrygginga er ný þjónusta bankans og á rætur að rekja til þess að hann keypti nýverið rekstur SPRON faktoring.

„Faktoring eða fjármögnun við-skiptakrafna er vel þekkt fjármögn-unarleið erlendis en býsna framandi mörgum í atvinnurekstri hérlendis. Þegar menn kynna sér þessa þjón-ustu kemur á daginn að hún hentar til dæmis mjög vel fyrirtækjum sem eru að hefja útflutningsstarfsemi en gengur illa að semja um hefðbundna fjármögnun vegna þess hve rekstrar-sagan er stutt og fjármagn bundið í upphafskostnaði – eðli máls sam-kvæmt. Fjármögnun viðskipta-krafna felst í því að breyta útistand-andi kröfum í lausafé. Þetta er ein leið sem fyrirtæki hafa til fjármögn-unar þar sem hefðbundnum lánsvið-skiptum er breytt í staðgreiðslu vegna þess að bankinn lánar út á viðskiptakröfur gegn veði í kröfun-um sjálfum. Menn ráða því síðan sjálfir hve mikið þeir vilja draga á mögulega fjármögnun hverju sinni. Hægt er líta á þessa tegund fjár-mögnunar sem ígildi yfirdráttar en til grundvallar liggur kröfusafn fyrir-tækisins og fjármögnunin helgast af stöðu þess hverju sinni.“

Hrönn segir að fyrirspyrjendum komi oft þægilega á óvart að þjón-ustan sé ekki dýrari en raun ber vitni, ekki síst í ljósi þess öryggis sem hún geti veitt, sé jafnframt keypt greiðslufallstrygging.

„Kreppa í efnahagslífi er fjarri því að vera séríslenskt fyrirbæri og erfið-leikar eru víða á erlendum markaðs-svæðum Íslendinga. Tapaðar erlend-ar kröfur geta í verstu tilvikum sett jafnvel stöndug útflutningsfyrirtæki á hliðina. Eitt af lykilatriðum þeirrar þjónustu sem við bjóðum við fjár-mögnun viðskiptakrafna er samn-ingur Aron banka við traust erlent tryggingarfélag um að meta greiðslu-hæfi og stöðu erlendra viðskiptavina viðkomandi íslensks fyrirtækis og tryggja það gagnvart greiðslufalli hinna erlendu viðskiptavina. Á grundvelli matsins er opnuð trygg-ingarlína sem fjármögnunin tekur mið af. Ef tryggð krafa fer í vanskil tekur tryggingarfélagið yfir inn-heimtuna. Sé um sannanlegt greiðslufall að ræða, svo sem gjald-þrot eða greiðslustöðvun, greiðir tryggingarfélagið bætur í síðasta lagi 180 dögum eftir útgáfudag reikn-ings.

Ég þekki dæmi um að greiðslu-fallstrygging hafi hreinlega ráðið úr-slitum um að íslensk fyrirtæki lifðu það af að tapa erlendum viðskipta-kröfum. Miklu máli skiptir reyndar í sjálfu sér að Arion banki hafi öflug erlend tryggingarfélög að bakhjarli, enda getur verið afar erfitt, dýrt og flókið ferli að gæta hagsmuna sinna og ná rétti sínum á erlendri grundu ef eitthvað fer úrskeiðis í viðskipt-um.“

arion.is

Securitas var stofnað árið 1979 og sinnir öryggis- og forvarnarþjónustu fyrir þúsundir viðskiptavina, bæði fyrirtæki til sjós og lands og heimili. Fyrirtækið hefur nú sameinað starf-semi sína að Skeifunni 8 í Reykjavík en um 400 starfsmenn þess vinna í þágu viðskiptavina árið um kring - daga sem nætur. Securitas hefur að bjóða ýmsar lausnir fyrir sjávarút-vegsfyrirtæki, bæði slökkvikerfi sem og margs konar aðgangs- og eftirlits-kerfi.

Náttúrvæn slökkviefniÞrenns konar slökkvikerfi eru í boði hjá Securitas og henta þau sjávarút-vegsfyrirækjum, hvort heldur er í landvinnsluhúsum eða skipum. Lögð er rík áhersla á að slökkviefn-inu séu náttúruvæn og skaði þannig ekki umhverfið. Slökkvikerfin þrjú eru:

Novec 1230. Góður kostur í tölvusali, tæknirými, vélarúm skipa og víðar. Slökkviefnið er kemískt, vökvi og lofttegund sem slekkur bruna með kælingu og hefur ekki skaðleg umhverfisáhrif.

Stat-X. Sjálfvirkt slökkvikerfi sem hentar vel fyrir rafmagnstöflur, tækjaskápa og minni rými, svo sem vélarrými báta. Efnið er í föstu formi og myndar gas og fíngerðar agnir sem rýfur brunaferli.

Inergen. Slökkviefni sem mynd-að er af náttúrlegum lofttegundum og hvorki brennur né eitrar eða skaðar umhverfi, vélar eða innan-stokksmuni. Í þessu umhverfisvæna slökkviefni er köfnunarefni (52%), eðalgas/argon (40%) og koltvísýr-ingur (8%).

Inergen virkar þannig að það minntar hlutfallslega súrefni úr 21% í um 14% í andrúmslofti rýmis þar sem brennur. Eldur þarf súrefnis-næringu til að loga og þegar súrefnið minnkar hættir eldurinn að geta „andað“ og kafnar á 30-45 sekúnd-um.

Þessi slökkvikerfi eru einstök að því leyti að mönnum er að meina-lausu að vera í rými þar sem þau eru notuð til að slökkva eld. Til dæmis er koltvísýringi í Inergen fyrir að þakka að líkaminn nýtir hraðar en ella það súrefni sem eftir er í rým-inu. Koltvísýringurinn örvar einfald-lega andardráttinn og mönnum líð-ur ágætlega við aðstæður þar sem eldur kafnar úr súrefnisskorti!

Eftirlitskerfi og aðgangsstýringarHjá Securitas eru í boði mjög full-komin eftirlitskerfi sem tengd eru stjórnstöð Securitas, m.a. ný mynd-eftirlitskerfi sem nýta öfluga mynd-greiningartækni. Nýju kerfin skynja til dæmis bíla, fólk eða annað, sem kemur inn á vaktsvæði eða fer út af því. Þau geta talið bíla eða fólk, sem getur nýst bæði í öryggis- og upplýs-ingaskyni. Þá býður fyrirtækið full-

komið aðgangsstýrikerfi fyrir fyrir-tæki. Í Salto kerfi Securitas er unnt að hafa bæði nettengda og sjálfstæða rafhlöðudrifna lása á hurðum og á skápum. Einfaldlega er skipt um lás (sýlinder) og þetta er hægt að gera á nánast öllum tegundum hurða. Engin þörf er að leggja leiðslur í hurðir og út um allt hús til að mynda skilvirkt aðgangsstýrikerfi því aðgangskortin sjálf og þráðlausir

sendar eru hin tæknilega lausn Salto.

Aðgangur hvers starfsmanns er skilgreindur og upplýsingar þar að lútandi eru færðar á aðgangskort viðkomandi. Upplýsingar um notk-un og annað sem kerfið skráir flytj-ast á milli nettengdra og sjálfstæðra lása með aðgangskortunum sjálfum.

securitas.is

Hrönn Greipsdóttir, forstöðumaður Faktoring Arion banka.

Fjármögnun viðskiptakrafna er sniðin fyrir útflutning

Kjarni máls• Fjármögnun viðskiptakrafna með skilarétti (e. financing with reco-

urse). Með skilarétti er átt við að sá sem fjármagnar kröfuna geti skilað henni aftur til kröfuhafa hafi hún ekki greiðst 60 dögum eftir gjald-daga.

• Arion banki semur um að lána viðskiptavini sem svarar til allt að 80% viðskiptakrafna og breyta þannig stórum hluta af kröfusafni viðkom-andi í handbært fé til ráðstöfunar strax. Með þessu móti er brúað bil sem skapast kann ef viðskiptavinur dregur að greiða reikninginn og fyrirtækið getur notað svigrúmið til að standa við skuldbindingar sín megin, til dæmis gagnvart eigin birgjum.

• Greiðslufallstrygging er forsenda fjármögnunar erlendra krafna. Ef krafa lendir í vanskilum kemur til kasta erlendra tryggingarfélaga að aðstoða við innheimtu samkvæmt samningi Arion banka þar að lút-andi.

Eldur kæfður með náttúruefnum

Pálmar Örn Þórisson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs, og Hrafn Leó Guðjónsson vörustjóri Securitas.

Nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar Securitas að Skeifunni 8 í Reykja-vík.

Aðgangsstýrikerfi Securitas.

Page 29: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 29

SJÁVARÚTVEGUR

Er allt í hnút?Er flækjustig rekstrarins orðið þungt í vöfum, þarf

að endurskipuleggja eða er tími til kominn að færa reksturinn á næsta stig? Við aðstoðum

við að leysa margvísleg verkefni tengd fyrirtækjum í sjávarútvegi.

Hafðu samband við H. Ágúst Jóhannesson (s. 545 6350, [email protected])

eða Svanbjörn Thoroddsen (s. 545 6220, [email protected]) um hvernig KPMG

getur komið að lausn þinna mála.

kpmg.is

„Ég held að það sé hægt að slá því föstu að Linde 387, nýi rafmagns-lyftarinn sem við kynntum á Ís-lensku sjávarútvegssýningunni í haust, hafi verið einn af stóru sigur-vegurum sýningarinnar. Hann sló al-gjörlega í gegn enda býr hann yfir eiginleikum sem ekki er að finna í öðrum lyfturum á markaðnum,“ seg-ir Gísli Guðlaugsson, framkvæmda-stjóri Íslyft ehf., sem sérhæfir sig í innflutningi á lyfturum og búnaði. Lyftarinn er með lyftigetu frá 2 til 5 tonn og er sérstaklega sparneytinn á rafmagn. Hann er jafnframt með spólvörn og er fáanlegur með inn-byggðu hleðslutæki. Þetta er jafn-framt eini lyftarinn á markaðnum með fjöðrun, byggður á gúmmípúð-um og fer því betur með ökumann-inn en aðrir lyftarar.

Gísli segir að nýafstaðin sjávarút-vegssýning hafi gengið frábærlega vel og sé besta sýning sem þeir hafi tekið þátt í til þessa. Mikil aðsókn var í Ís-lyft básinn og viðskiptin lífleg á meðan á sýningunni stóð. „Það gladdi okkur að finna enn og aftur hve ánægðir viðskiptavinirnir eru með aðalvörumerkið okkar, Linde, enda eru Linde lyftarar mætavel kunnir fyrir áreiðanleika og frábæra endingu. Menn voru líka almennt mjög jákvæðir í okkar garð og það var gott að skynja að í sjávarútvegin-um ríkir greinileg bjartsýni.“

Markaðsleiðandi síðustu 15 árÍslyft og Steinbock þjónustan eru rótgróin fyrirtæki sem eiga sér 40 ára sögu og hefur verið lengur en allir aðrir á þessum markaði hér á landi. Eftir að hafa búið við frekar þrönga aðstöðu árum saman voru það mikil tímamót þegar fyrirtækið flutti árið 2008 í nýtt og glæsilegt húsnæði við Vesturvör 32 í Kópavogi. Öll að-staða þar er til fyrirmyndar og meira pláss fyrir varahlutalager sem Íslyft kappkostar að sé ávallt öflugur. Gísli segir mikla samkeppni ríkja á þess-um markaði en undanfarin 15 ár hafi Íslyft verið markaðsleiðandi og með langmesta sölu á nýjum lyftur-um. Hann segir efnahagshrunið hafa leikið marga samkeppnisaðila þeirra grátt og í dag séu í meginatriðum 5 eftir í þessari grein en þeir voru yfir 10 fyrir hrun. „Ætli skýringin á því að við lifðum hrunið af liggi ekki í því að við vorum ekki að þenja okk-ur í allar áttir heldur vorum trúir því sem við kunnum best og héldum okkur við kjarnastarfsemina. Það var okkar lán.“ Pétur Svavarsson sölu-maður segir að stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins séu fiskvinnslu- og út-gerðarfyrirtæki, álver, vöruhús og skipa- og vöruafgreiðslur. Íslyft legg-ur mikla áherslu á að veita góða þjónustu og er með 10-12 þjónustu-bíla á ferð um landið eftir því sem þörf er á.

Súper lyftariFyrsta eintakið af Linde 387 lyftar-anum, sem Íslyft fékk frá verksmiðj-unum og sem sló svo eftirminnilega í gegn á sjávarútvegssýningunni, var strax seldur. Það var fiskvinnslufyrir-tækið Svalþúfa í Hafnarfirði sem hreppti hnossið og þar á bæ eru menn alsælir með gripinn. „Þessi lyftari er algjörlega súper. Við höfum

verið með Linde lyftara í nokkur ár og þeir hafa reynst mjög vel og þessi er ennþá betri,“ sagði Arnar Gylfa-son hjá Svalþúfu.

islyft.is Nýtt og glæsilegt húsnæði Íslyft við Vesturvör í Kópavogi.

Linde rafmagns-lyftarinn sló í

gegn á sjávarút-vegssýningunni

Page 30: Sóknarfæri í sjávarútvegi

30 | SÓKNARFÆRI

www.matis.is

Matís ohf. er mikilvæg þekkingarauðlind fyrir Íslendinga. Fyrirtækið er lykil aðili í matvælarannsóknum og matvælaöryggi og hefur að baki sérþekkingu 100 starfsmanna sem eru sérfræð- ingar og vísindamenn á ólíkum sviðum.

Rannsóknir eru íslenskum sjávarútvegi mikilvægar því þær styðja framþróun, nýsköpun og markaðsstarf greinarinnar. Hjá Matís er stöðugt unnið að �ölda rannsóknarverkefna sem tengjast sjávar- útvegi með ýmsum hætti.

Rannsóknirí þágu sjávarútvegs

„Það er og verður alltaf þörf fyrir kæli- og frystigeymsluþjónustu eins og við erum að bjóða upp á því við Íslendingar höldum áfram að veiða fisk, alveg sama hvað gerist, það sáum við í kreppunni,“ segir Finn-bogi Gunnlaugsson, sem stjórnar daglegum rekstri frystivörumið-stöðvar Samskipa. Þar er boðin al-hliða þjónusta í geymslu og flutningi á frystum og kældum afurðum hvert á land sem er og út um allan heim.

Ísheimar á Vogabakka í Sunda-höfn er miðpunktur þjónustunnar með geymslupláss fyrir allt að 6.500 tonn af frystum afurðum og sér-útbúið gæðaskoðunarherbergi og að-stöðu fyrir ytra landamæraeftirlit með matvælum á Evrópska efna-hagssvæðinu. Ísheimar 1 tóku til starfa árið 1998 og eru enn í dag mjög fullkomin og tæknivædd frystigeymsla með rekkakerfi fyrir bæði minni og stærri farma. Ís-heimar 2 voru byggðir árið 2003 og eru fyrst og fremst notaðir fyrir stóra farma.

Reynsluboltar og góður árangurNíu manns vinna í Ísheimum með rekstrarstjóranum, sem segja má að sé hokinn af reynslu hafandi starfað

í 40 ár hjá Samskipum og þar áður Skipadeild Sambandsins. „Ég var lengi við innflutning, sá um vöruhús og var forstöðumaður vöruhúsa á gámavelli en hef verið hér í Ísheim-um í rúman áratug,“ segir Finnbogi Gunnlaugsson.

„Hjá mér er líka afbragðsstarfs-fólk sem flest hefur verið hér í 20 ár eða lengur og veit upp á hár hvað það er að fást við. Enda gengur hér allt vel, allar vörur skila sér á réttan stað og engin tjónamál eru í gangi. Því erum við stolt af. Fiskur er nefnilega ekki bara fiskur og á hverj-um degi erum við að vinna með mörg hundruð mismunandi vöru-númer á varningi sem er að fara í bæði miklu og litlu magni til við-skiptavina um allan heim. Við bjóð-um líka upp á umfangsmikla þjón-ustu við fjölveiðiskip og frystitogara, bæði innlend og erlend, þar sem allt er á einum stað; löndun, flutningar og geymsla auk tengdrar þjónustu,“ bætir Finnbogi við.

Góð aðstaða á Voga- og Holtabakka

Hægt er að vinna við fimm togara samtímis á Vogabakka og Holta-bakka og segir Finnbogi það ekki

óalgengt að einir þrír togarar séu af-greiddir í einu. „Við sjáum um löndun, flokkum vörurnar og pöll-um þær og göngum frá þeim, ýmist beint í gáma og um borð í skipin okkar Arnarfell og Helgafell, sem sigla vikulega á Evrópu, eða þá um borð í fyrstiflutningaskip eða til geymslu í Ísheimum. Við bjóðum upp á alla þessa kosti og ég held að það sé engu logið þegar við fullyrð-um að við séum með úrvalsþjónustu og vönduðustu frystigeymslurnar á landinu,“ segir Finnbogi.

Frystivörumiðstöðin hefur líka á sinni könnu útflutning á kældum fiskafurðum, bæði saltfiski og fersk-

um fiski. Saltfiskútflutningurinn er að aukast á ný en hann dróst veru-lega saman þegar þorskvótinn var skertur árið 2007. Þá var verið að huga að byggingu kæligeymslu við hlið Ísheima en þau áform voru lögð til hliðar, sem betur fer segir Finn-bogi í ljósi þess sem síðar gerðist í efnahagsmálunum. „Við viljum hins vegar alltaf geta boðið viðskiptavin-um okkar upp á topp þjónustu og því hef ég fulla trú á að við förum af stað á ný með þessi áform okkar. Við Íslendingar lifum á fiski og út-flutningur á honum er mikilvægur, bæði fyrir okkur hjá Samskipum og þjóðarbúið í heild.“

Makríll og beita góð búbótInnflutningur á sjávarfangi er líka góð búbót. „Við erum með stærstu innflytjendurna á beitu fyrir íslensk-ar útgerðir í viðskiptum hjá okkur en beitan kemur m.a. frá Tævan, Argentínu og Suður-Kóreu. Við sjáum alveg um þetta, pöllum, plöst-um og skráum á kaupendur við-skiptavina okkar og höldum utan um allt birgðahald.“

Í heild hefur árið verið gott og mikið að gera hjá Finnboga og starfsfólki frystivörumiðstöðvarinnar og nefnir hann þar sérstaklega mak-rílvertíðina. „Hún var svo sannarlega góð búbót bæði fyrir okkur og þjóð-arbúið. Við erum að flytja makríl

bæði með frystiflutningaskipum til Austur-Evrópu og líka í gámum til áætlunarhafnanna okkar. Það er mikil eftirspurn víða eftir þessum úrvalsfiski þó svo að við Íslendingar neytum hans ekki.“

Framundan er mikil síldar- og loðnuvertíð, ef ekkert óvænt kemur upp á, og karfavertíðin tekur síðan við þegar kemur fram í apríl. Þá er alltaf mikið umleikis hjá Samskipum og margir íslenskir og erlendir togar-ar að landa.

Reynum að veita sem besta þjónustu

„Það er og verður alltaf þörf fyrir kæli- og frystigeymsluþjónustu eins og við erum að bjóða upp á því við Íslendingar höldum áfram að veiða fisk, alveg sama hvað gerist, það sáum við í kreppunni,“ segir Finn-bogi en áréttar jafnframt að hvergi megi gefa eftir í þjónustunni. „Við erum að vinna fyrir jafnt stóra sem smáa viðskiptavini. Þeir fá allir sömu þjónustu og ég hef ekki heyrt annað en að þeir séu ánægðir. Það má hins vegar alltaf gera betur og hér eftir sem hingað til reynum við að veita sem besta þjónustu,“ segir Finnbogi Gunnlaugsson, rekstrar-stjóri frystivörumiðstöðvar Samskipa að lokum.

samskip.is

Finnbogi Gunnlaugsson, (til vinstri) rekstrarstjóri frystivörumiðstöðvar Samskipa, hefur í mörg horn að líta. Hér fylgist hann með uppskipun úr frystitogaranum Vigra RE. Myndir: Samskip/Kristján Maack.

„Það er og verður alltaf þörf fyrir kæli- og frystigeymsluþjónustu eins og við erum að bjóða upp á því við Íslendingar höldum áfram að veiða fisk, alveg sama hvað gerist,“ segir rekstrarstjóri Ísheima.

Fiskur er ekki bara fiskur hjá

Samskipum

Page 31: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 31

Setjum aukið öryggi á fótinn!

PROMENS DALVÍK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK • SÍMI: 460 5000 • FAX: 460 5001

Sæplastkerin hafa haft gott orð á sér fyrir stöðugleika í gegnum tíðina og nú eru þau enn stöðugri en áðureftir að nýjung sem kallast öryggisfóturinn hefur verið sett undir þau.

Tveimur tám hefur verið bætt við fætur keranna svo nú skorðast þau enn betur. Stæðan stendur á traustari fótum fyrir vikið þegar kerunum er staflað og matvælin flutt.

Stæðurnar eru stöðugri en áður hefur þekkst og mun öruggari í meðförum.

Sæplastkerin — til öryggis!

www.promens.com/dalvik

tho

rri@

12o

g3.

is 4

11.0

79

TM

Promens kynnir með stolti

öryggisfótinn

„Að okkar mati er orðið brýnt að ráðast í ýmsar fjárfestingar í sjávar-útvegi til að viðhalda lágmarksbún-aði. Þessi fjárfesting ein og sér nem-ur 15-20 milljörðum króna en síðan erum við að tala um allt aðrar og mun stærri tölur þegar kemur að stærri fjárfestingum á borð við skipakostinn. Þar er einnig orðin knýjandi þörf á fjárfestingu en hins vegar eru lítil sem engin merki um hreyfingu í þessu enn sem komið er. Þar kemur fyrst og fremst til sú óvissa sem ríkir um fiskveiðistjórn-unarmálin. Hvernig tekst til með lendingu á þeim ræður miklu um það hversu hratt hjólin fara að snú-ast,“ segir Haukur Ómarsson, for-stöðumaður sjávarúvegsviðskipta hjá Landsbankanum.

Landsbankinn hf. hefur sterkari tengsl við höfuðatvinnugrein lands-manna en nokkurt annað fjármála-fyrirtæki og er því sannkallaður Landsbanki sjávarútvegsins. Bank-inn er með um 40% markaðshlut-deild í sjávarútvegi og fjórðungur af öllu útlánasafni bankans er til sjáv-arútvegsins. „Við erum í mjög sterkri stöðu til að þjóna þessari grein, enda er Landsbankinn stærsta fjármálafyrirtæki Íslendinga með útibú um allt land,“ segir Haukur og bætir við að innan Landsbankans sé litið á það sem styrkleika og mik-ilvæga sérstöðu að Lansbankinn er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins, sem skapar honum og við-skiptavinum hans vel þegna kjöl-festu á umbrotatímum.

Bankafólk með þekkingu á sjávarútvegi

Haukur segir það yfirlýst markmið Landsbankans að þjóna öllum greinum sjávarútvegsins vel, bæði veiðum og vinnslu og ekki síður þeim fyrirtækjum sem tengjast greininni og styðja við hana. „Hér í höfuðstöðvunum er hópur starfs-fólks sem sérhæfir sig í sjávarútvegi og þjónustu við hann. Í útibúum um allt land er líka fjöldi starfs-manna sem hefur sérhæfða þekk-ingu á sjávarútvegi og virk tengsl við sjávarútvegsfyrirtækin. Fyrirtækja-bankinn sinnir stærstu fyrirtækjun-um en öðrum félögum er þjónað í útibúunum. Öll stór og meðalstór fyrirtæki eru með eigin viðskipta-stjóra sem annast öll þeirra mál hjá bankanum.“

Ábyrgðarhlutverk að þjónusta höfuðatvinnugreinina

„Sjávarútvegurinn er og verður höf-uðatvinnugrein þjóðarinnar. Því fylgir bæði mikil ábyrgð og traust að vera helsti banki þessarar greinar og við ætlum að standa undir því. Að sönnu er geta sjávarútvegsfyrirtækja mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög góð yfir í það að fyrirtæki eru nýstigin upp úr endurskiplagn-ingu skulda og verða í þröngri stöðu fyrst um sinn. En heilt yfir er það mitt mat að fjárfestingargeta sé mik-il í greininni,“ segir Haukur og reiknar með að fjárhagslegri endur-

skipulagningu fyrirtækja verði lokið innan bankans í upphafi næsta árs.

landsbankinn.is

Landsbanki sjávarút-vegsins

Haukur Ómarsson, forstöðumaður sjávarútvegsviðskipta hjá Landsbankanum.

Page 32: Sóknarfæri í sjávarútvegi

32 | SÓKNARFÆRI

Fyrirtækið Samhentir Kassagerð ehf. í Garðabæ fagnar á þessu ári 15 ára afmæli en það hefur á þessum tíma skapað sér leiðandi stöðu á markaði fyrir umbúðir og ýmsar aðrar rekstr-arvörur. Frá upphafi hefur sjávarút-vegurinn verið stærsta stoðin í mjög stórum hópi viðskiptamanna Sam-hentra en segja má að þjónusta fyrir-tækisins nái til allra atvinnugreina. Sérhæfing Samhentra liggur í um-búðum og öllu sem að þeim snýr og þar má nefna kassa, öskjur, arkir, poka, pappa, plast, límbönd og ým-islegt fleira. Vélbúnaður sem tengist

umbúðum er einnig snar þáttur og vaxandi í sölu Samhentra. Jóhann Oddgeirsson er framkvæmdastjóri Samhentra og segir hann stefna í að velta þessa árs verði 3,5 milljarðar króna á Íslandi. Það er því ekki of-sögum sagt að Samhentir séu eitt allra stærsta þjónustufyrirtæki við sjávarútveginn hér á landi.

Í forystu í uppsjávarvinnslunniJóhann segir að sjávarútvegurinn hafi stöðugt orðið stærri og mikil-vægari þjónustuþáttur Samhentra. Í raun er fyrirtækið bæði þjónustuaðili

og um leið þátttakandi í tækniþróun því Samhentir selja t.d. bæði um-búðir og pökkunarlínur fyrir frysti-hús og margvísleg matvælafyrirtæki. Þessi tækni og sjálfvirkni hefur spar-að mannshöndina og dæmi um slíka línu má finna í einu nýjasta uppsjáv-arfrystihúsi landsins á Vopnafirði. Þar koma blokkirnar frosnar á færi-böndum frá frystunum. Síðan tekur vélbúnaður Samhentra við, setur blokkina í kassa, bindur utan um hann, skilar honum síðan áfram í áprentun og merkingu, þaðan í stafl-ara á bretti og síðasti hlekkurinn er

svo sjálfvirkur búnaður sem plastar brettið.

„Með pökkunarlínum okkar höf-um við náð forystu í uppsjávarfrysti-húsunum og höfum verið á þennan hátt þátttakendur í þeirri þróun sem hefur átt sér stað í þeirri vinnslu,“ segir Jóhann.

Vörur fyrir öll svið sjávarútvegsins

Vörur Samhentra koma við sögu á öllum þeim stigum sjávarútvegsins þar sem umbúðir eru notaðar. Hvort heldur er í landvinnslu eða sjó-vinnslu, fyrir uppsjávarfisk, bolfisk, humar og eða hverskonar sjávaraf-urðir. Um er að ræða allt frá kössum og pakkningum hvers konar yfir í þjónustuvörur á borð við límbönd og ýmsar smærri vörur.

Að stærstum hluta eru vörur Samhentra innfluttar en fyrirtækið hefur einnig gott samstarf við inn-lenda framleiðendur á umbúða-vörum. Jóhann segir að í miklum gengissveiflum, líkt og verið hafa undanfarin ár, skipti miklu máli að vera vakandi í innkaupum til að tryggja viðskiptavinum sem best verð en vörur Samhentra koma bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Aukin tækifæri í sölu umbúða erlendis

„Sjávarútvegur á Íslandi er síbreyti-legur og lykillinn að því að ná ár-gangri í þjónustu við greinina er að hreyfa sig í takti við breytingarnar þar,“ segir Jóhann en starfsmenn Samhentra hér á landi eru 32 talsins. „Við erum með breiða þjónustu í vöruvali og með því svörum við þörfum þeirra stærstu sem þeirra smærri. En að baki því að bjóða mikla breidd í vörum eru góð tengsl við birgja okkar erlendis og mikið traust þeirra á viðskiptum við okkur. Stærsta sóknarfæri Samhentra um þessar mundir felst í aukinni sölu og þjónustu erlendis.

„Við erum nálægt því að þrefalda útflutning á umbúðum frá fyrra ári og ég sé aukin tækifæri á því sviði. Mesti vöxturinn hefur verið í við-skiptum við rússneskar útgerðir með skip í Norður-Noregi, við Kóreu-strendur og víðar. Sömuleiðis njót-um við góðs af Íslandstengdri starf-semi erlendis, samanber starfsemi dótturfélaga Samherja og fleiri fyrir-tækja erlendis. Og síðan vita menn víða um heim að við erum með vörur sem ganga inn í meiri sjálf-virknivæðingu og hún er að eiga sér stað víðar en á Íslandi.“

samhentir.is

Jóhann Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Samhentra. Fyrirtækið er orðið eitt það allra stærsta í þjónustu við sjávarútveg á Íslandi og veltir um 3,5 milljörðum króna í ár.

Samhentir 15 ára og stöðugt að stækka!

Navis ehf J Flatahrauni 5a J 220 Hafnarfirði

www.navis.is J [email protected] J sími: 544 2450

J SKIPAHÖNNUN

J RÁÐGJÖF

J EFTIRLIT

Page 33: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 33

Page 34: Sóknarfæri í sjávarútvegi

34 | SÓKNARFÆRI

„Tilkoma skipanna og breytingin á kerfunum mun breyta miklu fyrir sjávarútveginn hvað varðar áreiðan-leika og möguleika í nýju, öflugra og afkastameira siglingakerfi. Auk 500 nýrra frystigáma, sem fjárfest hefur verið í, munu kerfið og nýju skipin leiða til hagræðis fyrir fiskútflytjend-ur og framleiðendur. Með tilkomu stærri skipa á suðurleiðinni skapast 37% meira pláss fyrir fiskútflutning. Vegna þess að skipin eru ný og hrað-skreiðari verður áreiðanleiki afhend-ingar á ferskum fiski enn meiri en verið hefur en það skiptir miklu máli að vera á réttum tíma með fisk-inn á markaði. Nýr gámafloti í frystigámum veitir einnig öryggi á

gæðum sjávarfangs en meðalaldur gáma er nú að fara úr 7 árum í tæp 4 ár. Með tengingum með öðru skipi á Bandaríkin og Kanada skapast nýir möguleikar í gámaflutningum sem tengja lönd eins og Nýfundnaland, Bandaríkin, Ísland, Færeyjar, Norð-ur-Noreg og Murmansk í Rússlandi svo vert er fyrir framleiðendur og söluaðila að velta upp nýjum mögu-leikum við hráefnisöflun, sölu á vél-um, umbúðum og fleiru inn á þessi svæði,“ segir Gylfi Sigfússon, for-stjóri Eimskips, um þau tækifæri sem skapast þegar félagið tekur tvö ný skip í notkun árið 2013. Skipin eru smíðuð í Kína eftir þýskri hönn-un og þýskir ráðgjafar hafa yfirum-

sjón með smíði þeirra. Skipin eru hvort um sig 875 gámaeiningar að stærð og þar af eru tenglar fyrir 230 frystigáma. Burðargeta skipanna er um 12.000 tonn.

Í dag er Eimskipafélagið með 8 gámaskip í áætlunarsiglingum á Norður-Atlantshafi, þar af tvö á suð-urleið sem þjóna Íslandi, Færeyjum, Bretlandi og Hollandi, Brúarfoss og Selfoss. Tvö skip á norðurleiðinni þjóna Íslandi, Hollandi, Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð. Tvö skip þjóna Norður-Noregi, Íslandi, Ný-fundnalandi, Nova Scotia í Kanada ásamt Boston og Norfolk í Banda-ríkjunum. Eitt skip er nokkurs kon-ar hraðleið í vikulegum hring á milli Danmerkur, Noregs og Færeyja. Að lokum er eitt skip sem þjónar AL-COA frá Reyðarfirði til og frá Moj-sen í Noregi.

Tökum þátt í þróuninniGylfi segir íslenskan sjávarútveg í stöðugri þróun og ekki að ástæðu-lausu að aðrar fiskveiðiþjóðir horfi til Íslands hvað veiðar og vinnslu varði. Þannig hafi sjávarútvegurinn hér á landi sýnt mikla aðlögunar-hæfni og stöðugt náð að laga sig hratt að breyttum markaðsaðstæð-um.

„Ef við horfum til dæmis á ferska fiskinn þá hafa orðið miklar breyt-ingar á honum á undanförnum fimm til sjö árum. Þegar ýsukvótinn var hvað mestur fór nokkuð mikið af honum á ferskfiskmarkaðina á Humberside í Bretlandi. Á sama tíma var meira og minna allur unn-inn ferskur fiskur, flök og bitar, t.d. hnakkastykki, að fara nánast ein-göngu í flugi til útflutnings. Í dag er þetta verulega breytt mynd. Ekki nóg með að ýsukvótinn hafi dregist mikið saman heldur hefur útflutn-ingur á hefðbundnum ferskum fiski, heilum og slægðum, dregist verulega saman. Það er margt sem spilar þar inn í t.d. álag á kvóta við að flytja út heilan ferskan fisk en menn mega samt ekki gleyma því að þetta er markaður og honum þarf að sinna ef við eigum ekki tapa honum til ann-arra þjóða.

Þó einhver kynni að segja að þetta hafi verið neikvæð þróun þá hefur verið virkilega spennandi að taka þátt í þeirri þróun sem átt hefur sér stað í gámavæðingu á unnum ferskum fiski, flökum og bitum. Vara sem áður var nánast eingöngu að fara í flugi er nú að fara í sjófrakt þar sem kostnaðurinn er mun lægri og flutningar með skipum eru einn-ig mun umhverfisvænni en með flugi. Ástæðan fyrir þessari breytingu er fyrst og fremst tvíþætt, annars vegar að ferskur fiskur er í dag unn-inn meira hér á landi en áður þegar hann var aðallega sendur út heill og slægður og svo hins vegar að okkur hjá Eimskip hefur gengið með ágæt-um að laga okkur að þessari breyt-ingu á frekari úrvinnslu á ferskri vöru sem er jafnframt mun meira krefjandi flutningaafurð en frystar afurðir. En því má ekki gleyma að þessi vara er með takmarkaðan líf-tíma og hún er jafnframt að fara inn á mjög krefjandi smásölumarkað í Englandi og Frakklandi inn á versl-anakeðjur eins og Tesco, Sainsbury

og Carrefour. Þar er ekki bara kraf-an að geta boðið upp á hágæða vöru heldur einnig að geta staðið við og útvegað afurðina á tilsettum tíma. Þetta er krefjandi og mjög svo skemmtilegt verkefni sem Eimskip er virkilega stolt að vera þátttakandi í,“ segir Gylfi.

Sköpum viðskiptavinunum samkeppnisforskot

„Segja má að við séum í raun að fást við nákvæmlega sama hlut í inn-flutningi til landsins með t.d. ávexti og grænmeti. Það sem skiptir mestu máli er að allir hlekkir þjónustukeðj-unnar þurfa að vera virkir og vak-andi yfir sínu hlutverki og ábyrgð og það hefur okkur tekist. Sem dæmi þá eru okkar skipstjórnarmenn og áhafnir algjörlega meðvitaðar um sitt hlutverk og að sama skapi gríðarlega kappsamir um að ná þeim markmið-um sem þeim eru sett. Þetta á eins og fyrr sagði við um alla hlekki þjónustukeðjunnar allt frá bókun, akstri, vöruhúsi og svona mætti lengi telja. Aðalatriðið er að þjónust-an er að virka. Þjónustuþátturinn hefur einmitt verið einn af þeim þáttum sem við höfum horft mjög ákveðið til á undanförnum árum,“ segir Gylfi og bætir við að hvað aðr-ar sjávarafurðir varði þá hafi verið þróun í útflutningi þeirra, þó svo að þær hafi verið að fara á markaði í sinni hefðbundnu mynd sem þekkt hefur verið til fjölda ára.

„Sem dæmi er saltfiskur enn að fara inn á Spán, Portúgal, Ítalíu og Grikkland. Annað dæmi er hefð-bundinn frystur fiskur sem er að fara á sömu staði og áður. Þó breytingar hafi ekki orðið á þessum afurðum eru þær gríðarlega mikilvægar og stór þáttur í okkar starfsemi og út-flutningi Íslendinga. Eftir sem áður er það okkar að þjóna þessum hluta

sjávarútvegsins sem og öðrum og ná að skapa okkar viðskiptavinum sam-keppnisforskot með þjónustu okk-ar.“

Verðmætasköpun á öllum sviðum sjávarútvegs

Gylfi lýkur lofsorði á hvernig tekist hafi í sjávarútvegi á Íslandi að bregð-ast við samdrætti í kvóta og hámarka verðmætasköpun sjávarafurða. „Vissulega hafa ákveðnir markaðir verið og eru gríðarlega sterkir í gegn-um áratugina, samanber markaðir fyrir saltfisk í Suður-Evrópu. En ef við veltum upp öðrum dæmum þá er verið að framleiða í ferskt, t.d. hnakkastykki og jafnvel flök fyrir markaði í Bretlandi, Frakklandi, Belgíu og Þýskalandi. Síðan eru sporðstykkin og þunnildin verkuð á ýmsa vegu, t.d. fryst inn á Bretland og Frakkland. Það sem er einnig áhugavert er að rekja aðrar afurðir fisksins og hvert þær eru að fara. Sem dæmi þá eru hausinn og hrygg-urinn þurrkaðir inn á Nígeríu, en áður er slógið fryst í refafóður og lifrin tekin frá og niðursoðin fyrir hina ýmsu markaði í Evrópu. Á ákveðnum árstíma eru hrognin fryst fyrir Asíu-, Evrópu- og Ameríku-markaði eða jafnvel unninn fyrir Sushi veitingastaði. Eftir situr nánast ekki neitt þar sem menn hafa ekki látið staðar numið fyrr en búið er að vinna nánast allt hráefnið í hinar ýmsu hágæða sjávarafurðir inn á hinu ýmsu markaði erlendis sem Eimskip er að þjóna af kostgæfni og þannig leggja sitt að mörkum svo verðmætasköpun íslensks sjávarút-vegs megi verða sem allra mest.“

eimskip.is

Við tökum á móti netum

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar!

Sími 520 2220 www.efnamottakan.is

Efnamóttakan tekur við veiðafæraúrgangi úr næloni, þ.e: • netaafskurði • hlutum úr f lottrolli • nótaefni

Fáðu hjá okkur sérsniðna poka undir netaafskurðinn.

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Félagið hefur nú tilkynnt um smíði tveggja gámaflutningaskipa í Kína en þau munu bætast við skipaflota félagsins árið 2013. Með tilkomu þeirra eflist m.a. þjónusta félagsins við sjávarútveginn.

Mikilvægur hlekkur í þjónustu við íslenska sjávarafurðamarkaði

Page 35: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 35

Fjölbreytt námskeið í skipstjórn og vélstjórn eru haldin á hverri önn í Endurmenntunarskóla Tækniskól-ans. Réttindanámskeið og námskeið til að endurnýja réttindi af margvís-legum toga, öryggisnámskeið að uppfylltum kröfum Alþjóðasiglinga-málastofnunarinnar (IMO), háseta-fræðsla og nýjast er námskeið í notk-un á rafrænni afladagbók.

Réttindanámskeið eins og smá-skipa- og skemmtibátanámskeið hafa verið afar vel sótt. Þau eru kennd í staðarnámi og til að koma til móts við þá sem eru á sjó eða búa úti á landi hafa námskeiðin einnig verið kennd í fjarnámi. Þeir sem ljúka prófi í skemmtibátanámskeiði öðlast siglingaréttindi á 24 metra skemmti-báta. Smáskipanámskeið veitir at-vinnuréttindi miðað við skip 12 metra og styttri að skráningarlengd en þátttakendur þurfa að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma. Þessi nám-skeið hafa verið kennd bæði á vor- og haustönn og einnig á sumrin.

Vélgæslunámskeið – smáskipa-vélavörður – er annað réttindanám-skeið sem boðið er upp á í skólan-um. Það veitir réttindi til að vera vélavörður á skipi með 750Kw vél og minni og 12 metra og styttra að skráningarlengd.

Vélstjórnarmenn sem ekki hafa siglt í nokkurn tíma og vilja endur-nýja vélstjórnarréttindin og kynna sér nýjungar í vélstjórn geta sótt námskeið í endurnýjun vélstjórnar-réttinda. Þar er þjálfun í vélarúms-hermi og að rekja rafmagnsteikning-ar o.fl. Skipstjórnarmönnum sem hafa ekki siglt í nokkurn tíma og vilja endurnýja skipstjórnarréttindi sín stendur til boða námskeið í end-urnýjun skipstjórnarréttinda. Þar kynnast þeir helstu nýjungum í tækj-um og tækjanotkun í brú, s.s. ratsjár-siglingu, siglingatölvum, GPS, rat-sjám og fjarskiptatæki.

Alþjóðleg réttindiGMDSS-ROC er vikunámskeið og að því loknu fær þátttakandi tak-markað skírteini fjarskiptamanns sem gildir við strandsiglingar. GMDSS-GOC er tveggja vikna námskeið og að því loknu fær þátt-takandi ótakmarkað skírteini fjar-skiptamanns. Á þessum námskeiðum eru kynntar reglur Alþjóðafjarskipta-sambandsins (ITU) og Alþjóðasigl-ingamálastofnunarinnar (IMO), NAVTEX - sjálfvirk móttaka á ör-yggistilkynningum, stafrænt valkall DSC, radio-telex, INMARSAT - gervihnattafjarskipti, radíóneyðar-baujur, EPIRB, COSPAS/SARSAT og ratsjársvari (SART).

Námskeið fyrir verndarfulltrúa skipa (SSO) og verndarfulltrúa fyrir-tækja (CSO) verður haldið í nóvem-ber. Námskeiðin eru haldin í sam-ræmi við ákvæði SOLAS alþjóða-samþykktarinnar (1974) um öryggi mannslífa á hafinu og ISPS-kóða um siglingavernd. Samkvæmt ákvæðum framangreindra laga og reglna skulu verndarfulltrúar skipa og fyrirtækja (útgerða) bera ábyrgð á framkvæmd siglingaverndar viðkomandi skips eða fyrirtækis. Markmið námskeiðs-ins er að þjálfa og undirbúa verndar-fulltrúa fyrir þær skuldbindingar sem felast í starfinu.

Rafræn afladagbók – nýtt námskeið

Það er mikilvægt fyrir Endurmennt-unarskólann að bjóða upp á helstu nýjungar fyrir sjómenn, bregðast við breyttum reglugerðum og svara væntingum atvinnulífsins. Nýjasta námskeiðið sem skólinn býður upp á er notkun rafrænnar afladagbókar.

Námskeiðið verður haldið í desemb-er næstkomandi.

Að auðga andann og víkka út sjóndeildarhringinn

Mörg önnur námskeið Endurmennt-unarskólans, sem ekki heyra beint undir skip- eða vélstjórn, geta nýst sjómönnum í leik og starfi. Má þar nefna námskeið í málmsuðu sem hentar bæði þeim, sem aldrei hafa komið nálægt málmsuðu, og þeim sem einhverja þekkingu hafa. Farið er í rafsuðu, þ.e.a.s. pinnasuðu, Mag-suðu, ásamt logsuðu og silfur-kveikingu. Önnur tómstundanám-

skeið af margvíslegum toga má nefna, s.s. fróðleik um þjóðgarða landsins, margmiðlunarnámskeið, námskeið í húsgagnaviðgerðum, gít-arsmíði, grjóthleðslu og námskeið sem kennir fólki að nýta til fulls iP-hone eða iPad.

Námskeið Endurmenntunarskóla Tækniskólans eru mislöng, allt frá einni kvöldstund upp í nokkra daga. Hópar geta óskað eftir námskeiði á öðrum tíma en auglýstur er. Nám-skeiðin eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

tskoli.is/namskeid

Promens Tempra ehf. • Íshella 8 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 520 5400 • [email protected]

Promens Tempra hefur í samráði við Matís hannað nýjan kassa til útflutnings á ferskumfiski. Rannsóknir sýna að með því að þykkja hornin á kassanum mun fiskurinn viðhaldaferskleika sínum 2-3 dögum lengur en mögulegt er þegar um kassa með hefðbundinnihönnun er að ræða og geymsluþolið eykst um 1-2 daga (Björn Margeirsson o.fl.,2010). Hér er miðað við dæmigerðar hitasveiflur í land- og flugflutningi frá Íslanditil Evrópu.

10

9

8

7

6

5

4

30 2 4 6 8 10

Geymsluþolsmörk

Ferskleikamörk

Dagar frá pökkun

Hefðbundin hönnunNýr Tempru kassi

Heimild: Björn Margeirsson o.fl., 2010. Skýrsla Matís 29-10.

Torry

ein

kunn

Temprukassarnir eru undirstaða þess að íslenskur fiskur kemst ferskurtil neytenda um allan heim.

Hvers virði er aukinn ferskleiki

í 2-3 daga fyrir þig?

Hönn

un: t

horri

@12

og3.

is

Kaldari kassar – ferskari fiskur

www.promens.is/tempra

Auknir möguleikar með meiri menntun

Réttindanámskeið Endurmenntunarskólans eru vel sótt.

Page 36: Sóknarfæri í sjávarútvegi

36 | SÓKNARFÆRI

Selt og selt á sjávar-útvegssýningunni!

Íslenska sjávarútvegssýningin, Icefish, var haldin í tíunda sinn nú í september en sýningin er á þriggja ára fresti. Um 500 fyrirtæki frá 34 löndum tóku þátt en sýningin er einn helsti viðburður í sjávarútvegi á norðurslóðum.

Eins og lög gera ráð fyrir voru íslensk fyrirtæki og ís-lenskur sjávarútvegur í forgrunni á sýningunni. Sjá mátti margar nýjungar á öllum sviðum sjávarútvegsins, allt frá skipasmíði til veiða, vinnslu, pökkunar, flutninga og

dreifingar á fullunnum afurðum. Mikið var um að fyrir-tæki undirrituðu stóra sölusamninga á sýningunni og al-mennt eru sýnendur sammála um að hún hafi verið mun meiri söluvettvangur en sú síðasta, enda var sýningin þá haldin í miðju bankahruni. Bjartsýnisandi var hins veg-ar ríkjandi að þessu sinni.

Myndirnar tala bestu máli um líf og fjör á sjávarút-vegssýningunni.

Bás Olís var skemmtilega lýsandi, brú af fiskiskipi.

Hlífðarföt skoðuð hjá Eyjavík. Fjallabræður mættu í bás Promens og þar ætlaði allt um koll að keyra. Bros á vör hjá Dalvíkingum. Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri kynnti hafnaþjónustu í sveitarfélaginu og Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, auglýsti hátíðina á komandi sumri.

Inga Ágústsdóttir, sölustjóri Athygli, var við sameiginlegan bás Athygli og Frumherja og dreifði veglegu sýningarblaði Ægis til gesta.

Alls kyns vélar mátti sjá í bás GO-ON. Hilmar Snorrason og Árni Bjarnason ræða öryggismál sjómanna.

Sveinn Sveinsson, sölustjóri hjá Brimrún, sýnir áhugasömum gestum það nýjasta í Furuno.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir sér sýninguna. Mynd: Íslenska sjávarútvegssýningin.

Jóhann Guðmundsson, skrifstofu-stjóri alþjóðaskrifstofu í sjávarút-vegsráðuneytinu, var í bás ráðu-neytisins.

Veglegur bás Framtaks, Blossa og Stálsmiðjunnar.

Page 37: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 37

„Það má segja að við séum að búa í haginn með sjávarútvegsfyrirtækjum hvað framtíðina varðar. Við erum að hjálpa þeim að búa sig undir fjárfest-ingar komandi ára, greina tækifæri í þróun greinarinnar, sameiningar-kosti, veita ráðgjöf um fjármálalegar aðgerðir, fjármögnun, endurskipu-lagningu og þannig mætti áfram telja. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki njóta endurskoðunarþjónustu okkar en nú erum við að sækja fram í greininni á fleiri sviðum með ráðgjöf fyrirtækjasviðs okkar því við teljum margt áhugavert framundan í grein-inni á komandi árum,“ segir Svan-björn Thoroddsen hjá KPMG.

Fjárfestingargeta til staðar í greininni

Svanbjörn leggur áherslu á að fyrir-tæki, sem sæki sér þjónustu af þessu tagi, þurfi ekki endilega að vera í vanda stödd heldur þvert á móti sé mikils virði fyrir fyrirtæki með fjár-hagslega burði til að greina hvað þau geti best gert til að treysta stöðu sína. „Sú er einmitt staðan með mörg fyr-irtæki í dag að þau hafa fjárfestingar-getu. Í umræðunni er gjarnan ein-blínt á skuldastöðu sjávarútvegsins en hún er ein og sér ekki réttur mælikvarði á stöðu greinarinnar. Fyrirtækin hafa mörg hver talsverða getu til að ráðast í fjárfestingar og að sama skapi er líka umtalsverð þörf

fyrir fjárfestingu í atvinnutækjum. Okkar hlutverk er þá að vinna með fyrirtækjunum greiningu á því hvernig rétt er að þeim málum stað-ið,“ segir Svanbjörn.

Stefnumörkun nauðsynlegSvanbjörn segir að sjávarútvegurinn sé á margan hátt frábrugðinn öðrum hérlendum atvinnugreinum. Fjár-streymi sé gott og byggist á útflutn-ingstekjum en gjöld eru bæði í er-lendri og innlendri mynt. „Rekstar-umhverfi greinarinnar er síbreytilegt og greinin hefur í ofanálag að und-anförnu búið við mikla framtíðar-

óvissu sem hefur sett mark sitt á stóran hluta fyrirtækja innan greinar-innar. Þetta birtist í því að fyrirtækin halda að sér höndum í fjárfestingu þrátt fyrir að hafa getu til þess að ráðast í hana. Það er mjög óheppi-legt fyrir greinina í heild og að sama skapi fyrir íslenskt samfélag.

Önnur birtingarmynd er sú að mjög lítið hefur gerst í langan tíma hvað varðar kaup og sölur fyrirtækja og sameiningar. Mín spá er sú að þegar línur skýrast þá muni fara af stað hrina í uppstokkun með sam-einingum eða yfirtökum fyrirtækja. Og þá skiptir máli að menn hafi bú-

ið sig í tíma undir slíkt með skýrri stefnu. Þetta er því, eins og áður seg-ir, einn þáttur í þeirri ráðgjafarvinnu sem við bjóðum. Og við teljum okk-ur geta veitt greininni verðmæta þjónustu með þá reynslu sem við bú-um yfir í fyrirtækjaráðgjöf,“ segir Svanbjörn og undirstrikar í þessu sambandi að með starfsemi KPMG víða um heim geti fyrirtækið fylgt ís-lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum eft-ir erlendis. „Því má nefnilega ekki gleyma að meðal tækifæra íslensks sjávarútvegs er einmitt hversu al-þjóðavæddur hann er og á mikla möguleika með meiri tengingum út

um heim. Möguleikarnir eru því margir til að nýta,“ segir hann.

kpmg.is

Svanbjörn Thoroddsen.

KPMG býr í haginn fyrir framtíðina í sjávarútvegi

Formaðurinn óttast fjölda-

gjaldþrot „Sú óvissa sem við höfum búið við undanfarin tvö ár hefur hins-vegar valdið því að fjárfestingar í sjávarútvegi hafa verið í algjöru lágmarki. Þannig hefur mikil fjár-festingarþörf safnast upp sem nauðsynlegt er að bregðast við ella veikist samkeppnishæfni okk-ar fljótt og við drögumst aftur úr,“ sagði Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, á aðalfundi sam-takanna í fyrri viku.

Hann rakti m.a. í máli sínu neikvæðar umsagnir um fyrir-liggjandi fiskveiðistjórnarfrum-vörp og sagði einstaka þingmenn hafa svarað þeim með útúrsnún-ingum. Hann kallaði eftir sam-ráði við stjórnvöld og birti í ræðu sinni tölur frá endurskoðunarfyr-irtækinu Deloitte sem staðfesti að fjöldagjaldþrot verði óumflýjan-legt í greininni, gangi áform stjórnvalda að fullu fram.

„Fyrir tæpri viku heyrði ég viðtal við varaformann Samfylk-ingarinnar í tilefni af landsfundi flokksins. Hann sagði meðal ann-ars: „Við höfum stundum verið undir háði og spotti fyrir að vera samræðustjórnmálaflokkur en það er nú þrátt fyrir allt besta leiðin til þess að útkljá mismun-andi skoðanir, að tala saman og ekki síður að hlusta.“

Ég hef verið hugsi yfir þessum orðum varaformannsins í ljósi þess sem að framan er rakið.

Ef það er stefna Samfylkingar-innar að leiða málefni sjávarút-vegsins til lykta þá er það grund-vallaratriði að flokkurinn hafi kjark og þor til að setjast niður með okkur.“

Page 38: Sóknarfæri í sjávarútvegi

38 | SÓKNARFÆRI

„Við komum af fundi, fullir eld-móði og í raun bjartsýnni en í fyrra af því sjónarmið okkar fá stuðning úr öllum áttum. Meira að segja álits-gjafar og sérfræðingar ríkisstjórnar-innar sjálfrar lýsa hver á fætur öðr-um feigðarflani stjórnvalda varðandi fiskveiðistjórnarmálið. Stjórnarliðar hlusta hvorki á okkur né eigin ráð-gjafa en við tölum þá bara beint við kjósendur stjórnmálamannanna, fólkið í landinu, og upplýsum þá enn betur,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins í Vest-mannaeyjum og formaður Útvegs-bændafélags Vestmannaeyja.

Blaðið Sóknarfæri tók Stefán og Sigurgeir B. Kristgeirsson fram-kvæmdastjóra – Binna í Vinnslu-stöðinni – tali að loknum aðalfundi Landssambands íslenskra útvegs-menna. Sá síðarnefndi hafði fyrr um daginn greint frá niðurstöðum út-reikninga á afleiðingum stórhækkaðs auðlindaskatts og skemmst er frá að segja að andköf heyrðust í fundar-salnum þegar við blasti á tjaldinu að áform stjórnvalda jafngiltu því að fara með hlutfall skatts á hagnað út-gerðarfyrirtækja upp í 116%!

„Það hlýtur að vera snúið fyrir Jón Bjarnason, Ólínu Þorvarðar-dóttur, Róbert Marshall og aðra stjórnarliða að hafa þennan frum-varpsóskapnað í fanginu og ætla sér nú að breyta honum í eitthvað sem heil brú er í. Eggert Guðmundsson, forstjóri HB Granda, lýsti því svo vel á aðalfundinum að fimm af sex markmiðum stjórnarsáttmálans væru í fínu lagi en ríkisstjórnin sjálf bryti gegn eigin markmiðum og það með stæl. Stjórnvöld hljóta á hverj-um tíma að stuðla að þannig um-

hverfi atvinnurekstrar í landinu að menn dragi sem mesta björg í bú heimila, fyrirtækja og ríkisins. Hug-myndir um að skattleggja útgerðina í drep ganga sýnilega í allt aðra átt og eru gjörsamlega galnar. Fyrirtæki lenda í vandræðum eða fara á hlið-ina. Allt koðnar niður og þá næst líklega markmið þessa fólks um víð-tæka ríkisvæðingu sjávarútvegsins. Áður átti að fara leið fyrningar afla-heimilda en þau áform sprungu í andlit stjórnarliða og þá er tekið til við að leggja skatt á skatt ofan til að ná yfirlýstum markmiðum.“

Skitsófrenía í skuldaumræðu„Margir stjórnmálamenn og skoð-anahönnuðir fjölmiðlanna rugla mikið og ekki bætir það ástandið í umræðunni,“ segir Binni. „Jafnvel sama fólkið klifar á því einn daginn að sjávarútvegurinn sé „sokkinn í skuldir“, sem er einfaldlega ósatt, en er svo uppfullt af því næsta dag að sjávarútvegsfyrirtækin græði svo mikið að leggja beri á þau skatta umfram annan atvinnurekstur. Mörg er nú vitleysan. Til dæmis kom Þórólfur Matthíasson hagfræði-prófessor til Eyja og útskýrði hve nauðsynlegt og auðvelt væri að ná mun meiri skatttekjum af sjávarút-veginum. Hann byrjaði reyndar á því að strika út eina 250 milljarða króna af skuldum greinarinnar, velta þeim yfir á almenning og skattleggja svo. Lífið er stundum einfalt í há-hýsum fræðimennskunnar.“

Fjárfestingar í frostiFjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja eru minni nú en dæmi eru um í mörg ár, meðal annars þannig birtist

óvissan um framtíðarskipulag fisk-veiðistjórnarinnar. Nærtækt er að vísa til staðreynda um fjárfestingar eða fjárfestingarleysi tveggja stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna í Eyjum.

„Við hjá Ísfélaginu erum að láta smíða skip í Síle og gerum ráð fyrir að fá það afhent í mars á næsta ári,“ segir Stefán. „Ákvörðun um smíðina byggðist einfaldlega á þörf fyrir að endurnýja flota félagsins. Yngsta skipið okkar er 23 ára, hið elsta er komið á sextugsaldur. Pólitískt um-hverfi útgerðarinnar er hins vegar ekki í lagi, eins og dæmin sýna og sanna, og engu að treysta. Þess vegna er ekki víst að nýja skipið verði tekið í rekstur hér heima þó þörf sé fyrir það og margir myndu hagnast á endurnýjuninni. Gleym-um því ekki að með nýjustu skipun-um er gert út á hagkvæmari hátt en áður með öflugri búnaði og betri orkunýtingu en í eldri skipum. Afla-meðferðin verður betri og þar með fá neytendur betri vöru og borga meira fyrir hana. Ríkissjóður og þjóðin í heild hagnast líka á öllu saman.“

Stefán var áður aðstoðarfram-kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar en færði sig yfir götuna árið 2010 og tók við framkvæmdastjórn Ísfélags-ins. Meðal verkefna hans seint á starfsferlinum í Vinnslustöðinni var að undirbúa byggingu nýs fiskiðju-vers félagsins en þeim áformum hef-ur enn ekki verið hrint í fram-kvæmd. Binni lýsir stöðu málsins:

„Við vorum tilbúin með sleggj-una og ætluðum árið 2008 að bjóða út niðurrif húsa og rýma fyrir nýju uppsjávarfrystihúsi. Við treystum ekki íslensku bönkunum og frestuð-um framkvæmdum vorið 2008, rétt fyrir hrun þeirra. Nú endurhönnum við og hugsum okkar gang en treyst-um okkur ekki til að blása til fram-kvæmda fyrir hálfan þriðja milljarð króna vegna áforma stjórnvalda um að rústa fiskveiðisstjórnarkerfið eða skattleggja útgerðina í drep. Auð-lindaskatturinn þýðir á mannamáli að við ákveðum t.d. að fjárfesta fyrir 100 milljónir króna, sem skilar hærra verði vegna betri aflameðferð-ar og dregur úr rekstrarkostnaði. Gefum okkur að 15 milljóna króna ávinningur náist á hverju ári á líf-tíma fjárfestingarinnar til afborgana og vaxta, auk þess að greiða eigend-um arð. Daginn eftir að við höfum fjárfest kemur svo ríkið og leggur 50% skatt á þessar 15 milljónir! Þar með bresta allar forsendur á svip-stundu. Þannig kenna stjórnvöld þegnunum, bæði atvinnurekendum

og launafólki, að taka ekki skynsam-legar ákvarðanir vegna þess að ríkið birtist jafnharðan og hirðir ávinn-inginn í sinn vasa og meira til. Af-leiðingin er sú að allt þjóðfélagið koðnar niður, ekki bara atvinnu-greinin.

Stóriðjufyrirtækin hafa brennt sig illilega á geðþóttaákvörðunum og skattahringli stjórnvalda. Það er engu að treysta og ekki undarlegt að erlendir fjárfestar leiti á önnur mið. Skiljanlegt er að Aluswiss léti þáver-andi ríkisstjórn, og ég held bara Al-þingi líka, skrifa upp sérstakan samning um hvað stjórnvöld mættu og mættu ekki gera þegar fyrirtækið samdi á sjöunda áratug síðustu aldar um að reisa álver í Straumsvík. Fyr-irtækið treysti íslenskum stjórnvöld-um alls ekki.“

Gjafakvóti, hvað?Vikið er að strandveiðum undir lok samtalsins. Strandveiðar snerta Vest-mannaeyjar að vísu ekki beinlínis en það hnussar í þeim félögum þegar þær ber á góma.

„Strandveiðar eru enn ein aðferð-in til að draga úr hagkvæmni í sjáv-arútveginum. Þær skapa ábyggilega líf og fjör hjá mörgum frístunda-veiðimönnum, sem hafa e.t.v. að at-vinnu að vera félagsmálastjórar í bæjarfélögum, rafvirkjar hjá Lands-neti eða flugmenn hjá Icelandair. Þeir fá vissulega tækifæri til að draga fisk úr sjó en skerða um leið kjör fólks sem h atvinnu af fiskveiðum og sjávarútvegi,“ segir Stefán. „Matís birti svarta skýrslu um hráefnismeð-ferðina og sýndi fram á verðmætasó-unina sem ætti sér stað hjá strand-veiðiflotanum. Jón Bjarnason sjávar-útvegsráðherra lét sig samt hafa það að segja opinberlega að hráefni strandveiðimanna væri sambærilegt öðru hráefni, sem var einfaldlega al-rangt. Hið rétta er að hráefnið var talið sambærilegt handfærafiski. Svo blasir við að menn eru að koma sér fyrir í strandveiðikerfinu til að geta selt sig út úr því og þær væntingar birtast í því að verð á trillum hækk-ar. Hver er svo að tala um gjafa-kvóta?!“

„Nákvæmlega. Ég er gamall handfærakarl og þekki menn sem eru að fara í annað, þriðja eða fjórða sinn inn í kerfið til að geta selt sig út úr því. Sá sem seldi mér kvóta á trill-una mína á Snæfellsnesi er til dæmis kominn á strandveiðar,“ segir Binni. „Margt er við þetta kerfi að athuga. Ég þykist vita að veiðarnar uppfylli til dæmis ekki kröfur um ábyrga umgengni við auðlindina. Það er

einfaldlega þannig að þegar tak-mörkun er sett á afla hvers dags og útlit er fyrir góðan afla þá henda menn verðminni fiski aftur í hafið. Í öðru lagi er teflt býsna djarft og farið á sjó í brælu í kapphlaupi ólympískra veiða, sem jafngildir því að uppfylla ekki öryggisskilyrði. Í þriðja lagi er hráefni oft á tíðum ekki boðlegt þegar menn eru í brælu í þaraskógi og selalátrum að veiða ormafullan fisk. Í fjórða lagi verður marktæk verðlækkun á ferskum fiski á mörkuðum þegar strandveiðibát-arnir landa fyrstu daga hvers tíma-bils, sem leiðir til þess að heildar-tekjur þjóðarinnar af sama afla-magni lækka. Fiskverð hrynur á mörkuðum þegar strandveiðiflotinn fer af stað og skerðir þannig tekjur annarra sjómanna, þar með talið annarra trillukarla. Nú er svo kom-ið að þeir sem eru á standveiðum eru farnir að biðja um kvóta fyrir sig á hverjum mánuði svo þeir geti há-markað tekjur sínar. Þeirra hug-mynd er að breyta þessari aflareynslu sinni í kvóta sem þeir geti svo selt síðar, jafnvel í fjórða eða fimmta skiptið!

Allt ber að sama brunni en stjórnvöld draga þá ályktun að ganga enn lengra í vitleysunni og færa út kvíar í strandveiðum. Al-menningur er hins vegar farinn að skynja að hugmyndir ríkisstjórnar-innar eru í heild sinni óralangt frá veruleika og skynsemi. Táknrænt er þá líka að lögmaður frá Lex lýsti frumvarpinu sjávarútvegsráðherra sem lagatæknilegu fúski á aðalfundi útvegsmanna. Það hæfir málstaðn-um að leggja fyrir Alþingi frumvarp sem telst fjarri því að vera þingtækt.“

Stefán á lokaorðin: „Adolf Guð-mundsson, formaður LÍÚ, telur að það dragi til tíðinda í kvótaþrætunni eftir áramót og við búum okkur undir heitan vetur í umræðunni. Ég er samt ekki endilega viss um að rík-isstjórnin nái því að lenda málinu á yfirstandandi þingi, hvað svo sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-herra segir. Hitt er ljóst að allar ákvarðanir eru mannanna verk og þeim er hægt að breyta. Spurningin er bara sú hve mikið skemmdarverk verður unnið á stjórnkerfi fiskveiða og þar með hve langt verður gengið í að skerða lífskjörin. Áform ríkis-stjórnarinnar jafngilda nefnilega stórfelldri lífskjaraskerðingu, ekki bara í sjávarbyggðum heldur hjá allri þjóðinni.“

isfelag.is

vsv.is

Þeir stýra tveimur af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja og Sigurgeir B. Kristgeirsson, framvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

Mynd: Óskar P. Friðriksson.

Sægreifar úr Eyjum láta

gamminn geysa

Teg: K 2.21

110 bör max360 ltr/klst

Teg: K 5.700140 bör max460 ltr/klst

Teg: K 6.300150 bör max550 ltr/klst

Teg: K 3.500120 bör max460 ltr/klst

HáþrýstidælurÞegar gerðar eru hámarkskröfur

Teg: K 7.400160 bör max600 ltr/klst

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is

K Ä R C H E R S Ö L U M E N N

F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð

Page 39: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 39

Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000

N1 býður gott úrval af þægilegum og slitsterkum vinnufatnaði frá heimsþekktum framleiðendum fyrir

duglegt fólk í öllum atvinnugreinum.

GÓÐURVINNUFATNAÐUR

MEIRISTARFSÁNÆGJA OG BETRI AFKÖST

N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9N1 verslanir: Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn.

Page 40: Sóknarfæri í sjávarútvegi

Persónuleg og traust þjónusta um allan heim.Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

www.samskip.isSaman náum við árangri