12
Betri Mos- fellsbær Stefnuskrá Sterkari skólar Húsnæði fyrir alla Gjaldfrjáls heima- þjónusta Betri Mosfellsbær Kosningaáherslur Samfylkingarinnar 2014

Stefna Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Stefna Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014.

Citation preview

Page 1: Stefna Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ 2014

Betri Mos-fellsbærStefnuskráSterkari

skólar

Húsnæðifyrir alla

Gjaldfrjálsheima-þjónusta

Betri MosfellsbærKosningaáherslur Samfylkingarinnar 2014

Page 2: Stefna Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ 2014

Betri Mosfellsbær

Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ

Kæri Mosfellingur

Samfylkingin er stjórnmálaflokkur sem aðhyllist markmið og leiðir jafnaðarstefnunnar. Stefna flokksins

og störf byggjast á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð.

Við viljum samfélag sem geri sérhverjum einstaklingi kleift að njóta fjölbreyttra tækifæra og að

læra um leið að veita öðrum slíkt hið sama. Við viljum samfélag sem nýtir tækifærin með hagsmuni

kynslóða framtíðarinnar í huga.

Samfylkingin í Mosfellsbæ byggir allt sitt starf og áherslur í málefnum Mosfellsbæjar á grunngildum

jafnaðarstefnunnar. Við leggjum áherslu á ábyrgan rekstur og gegnsæi í stjórnsýslu. Við hlúum að

innviðum samfélagsins, skóla- og tómstundastarfi þar sem börnin eru í fyrsta sæti og félagslegri

samhjálp á grunni virðingar og mannréttinda. Við viljum lýðræðislegt samráð, mannvænt skipulag

fyrir fólk og fyrirtæki og virðingu fyrir umhverfinu.

Þannig verður til Betri Mosfellsbær.

Page 3: Stefna Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ 2014

Fjölskyldu- og skólamál

Allt skólastarf skal miðast við þarfir nemenda og vera einstaklingsmiðað.

Þannig fá hæfileikar að blómstra og þroskast. Námsframboð og skipulag

þarf að vera sveigjanlegt og hlúa þarf að samstarfi á milli skóla og

skólastiga. Styðja þarf við símenntun og nýsköpun í skólastarfi.

Vinna þarf stefnumótun til framtíðar um uppbyggingu skólamannvirkja

í nánu samstarfi við skólasamfélagið. Sú stefnumótun verði stöðugt

til skoðunar í takti við breytingar í bæjarfélaginu og þannig unnið

gegn því að bæjarfélagið lendi í ógöngum í framtíðinni vegna skorts á

skólahúsnæði.

Byggja skóla miðsvæðis Að bygging skólahúsnæðis miðsvæðis í bænum verði skoðuð af fullri alvöru og í nánu samráði við

skólasamfélagið sem fyrsta skref til varanlegrar lausnar á húsnæðisvanda skólanna.

Leikskólarými fyrir ungbarnafjölskyldurGera markvissa áætlun til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og þar til börn komast inn í leikskóla. Við

viljum leggja áherslu á fjölbreytta valkosti og bjóða upp á leikskólarými fyrir ungbarnafjölskyldur.

Lækka gjaldskrá leikskólaKoma til móts við barnafjölskyldur og lækka gjaldskrá leikskóla til samræmis við önnur sveitarfélög á

höfuðborgarsvæðinu.

Þéttara stuðningsnetEfla stoðkerfi skólanna með markvissri námsráðgjöf, námsaðstoð og úrræðum við hæfi. Það þarf að

gerast í góðri samvinnu við börnin sjálf, fjölskyldur þeirra, kennara og aðra fagaðila.

Meiri hafragraut, nammi, nammGóð næring er undirstaða góðs árangurs og viljum við að grunnskólanemendur fái hafragraut að morgni

án endurgjalds.

Samfylkingin í Mosfellsbæ vill

Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ

Page 4: Stefna Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ 2014

Húsnæðis- og velferðarmál

Markmiðin eru mannréttindi og jöfn tækifæri fyrir alla. Við viljum að fólk

geti búið sér gott heimili í Mosfellsbæ sem hentar þörfum þess, óháð

fjölskyldustærð og efnahag. Við viljum meiri fjölbreytni í búsetukostum með

því að auka framboð leigu- og búseturéttarhúsnæðis í bænum og þannig

stuðla að lækkun leiguverðs.

Velferðarþjónustan á að mæta ólíkum þörfum einstaklinga og henni á að vera

þannig háttað að hún vinni gegn ójöfnuði. Mikilvægt er að Mosfellsbær setji

sér heildstæða fjölskyldustefnu með aðkomu bæjarbúa.

Við viljum að Mosfellsbær sé samfélag fyrir allar fjölskyldur, ævina alla.

Samfylkingin í Mosfellsbæ vill

Byggja upp almennan leigumarkað sem valkost fyrir allaGera leigumarkað að raunhæfum valkosti fyrir alla. Stuðla að uppbyggingu leigu- og

búseturéttarhúsnæðis, hvort sem er í eigu húsnæðissamvinnufélaga, félagasamtaka og/eða einkaaðila.

Þannig viljum við anna mikilli umframeftirspurn og lækka leiguverð. Mikilvægt er að byggja upp litlar og

meðalstórar íbúðir fyrir ungt fólk, einstaklinga, fjölskyldufólk og 50 ára og eldri.

Lækka fasteignagjöld hjá tekjulágum eldri borgurum Að þeir eldri borgarar sem minnst hafa á milli handanna njóti aukins afsláttar á fasteignagjöldum. Það

gerum við með því að hækka tekjutengingarþröskuld fasteignagjalda.

Gjaldfrjálsa félagslega heimaþjónustu Tryggja stuðning svo þeir sem á þjónustunni þurfa að halda geti búið heima hjá sér eins lengi og kostur

er. Þjónustan verði bætt og þróuð í samráði við þá sem nýta sér þjónustuna sem og starfsfólk.

Félagslegt húsnæði á almennum leigumarkaði Að stuðningur vegna húsnæðiskostnaðar verði bundinn persónulegum aðstæðum íbúa en ekki tengdur

ákveðnum íbúðum, enda stuðlar það að félagslegum fjölbreytileika í hverfum bæjarins. Við viljum

endurskoða reglur um sérstakar húsaleigubætur til að þeir sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda

geti leigt á almennum leigumarkaði.

Bæta þjónustu við fólk með fötlunKoma til móts við fólk með fötlun í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs

fólks og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf. Vinna áfram að þróun og innleiðingu notendastýrðrar

persónulegrar aðstoðar í samstarfi við þá sem nýta þjónustuna.

Page 5: Stefna Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ 2014

Atvinnu- og þróunarmál

Öflugt atvinnulíf er ein af grunnstoðum velferðar í samfélaginu. Því er

nauðsynlegt að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs í bænum, fjölbreyttum

atvinnutækifærum og eflingu verslunar og þjónustu. Þetta verður að gera

með skýrum áherslum hvað varðar starfsemi og umhverfismál.

Við viljum leggja áherslu á þróun og nýsköpun í sátt við íbúa og umhverfi, efla

menningartengda ferðamennsku og styrkja ímynd bæjarins sem heilsueflandi

samfélags.

Við viljum að hjá bænum starfi menningar-, markaðs- og ferðamálafulltrúi til

að markaðssetja ferðaþjónustu á svæðinu í samstarfi við ferðaþjónustuaðila í

bænum.

Fjölga störfum í Mosfellsbæ Atvinnuuppbyggingu í miðbæinn. Fjölga húsnæði fyrir verslun og þjónustu með nýju miðbæjarskipulagi

fyrir Mosfellsbæ. Við viljum laða að fyrirtæki með framboði á lóðum fyrir atvinnurekstur á

samkeppnishæfu verði og fasteignagjöldum.

Nýsköpunarsjóð fyrir fyrirtæki Efla stuðning við ný fyrirtæki sem vilja hefja starfsemi í bænum. Stuðningur fæst ekki ef um samkeppni er

að ræða við annan rekstur sem fyrir er. Þetta eykur fjölbreytni í atvinnuuppbyggingu í Mosfellsbæ.

Bændamarkað í miðbæinnMarkaðstorg fyrir framleiðendur í sveitarfélaginu og nágrannasveitum. Bæjaryfirvöld finni hentuga

aðstöðu í samráði við hagsmunaaðila.

Fleiri ævintýri í MosfellsbæFylgja eftir hugmyndasamkeppni um Ævintýragarð í Ullarnesbrekku, m.a. með uppbyggingu garðsins,

fleiri leiktækjum fyrir börn og unglinga og með því að gera svæðið grænna og vistlegra til útiveru.

Mikilvægt er að huga að tengingunni við Álafosskvos , Varmá og Hlégarð og mynda samfellu þar á milli.

Heilsueflandi samfélagÁframhaldandi stuðning við verkefnið Heilsueflandi samfélag í góðri samvinnu við ábyrgðaraðila

verkefnisins og þær stofnanir bæjarins sem að því koma.

Samfylkingin í Mosfellsbæ vill

Page 6: Stefna Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ 2014

Menningarmál

MenningarhúsAð Hlégarður verði menningarhús bæjarins þar sem gróskumikil menningarstarfsemi blómstri. Þar verði

einnig upplýsingamiðstöð ferðamanna. Haldin verði hugmyndasamkeppni um nýtingu á húsinu.

Enn skemmtilegri bæjarhátíð Að bæjarhátíðin okkar Í túninu heima verði enn skemmtilegri og fjölbreyttari. Við viljum tengja dagskrá

hennar enn frekar við sögu Mosfellsbæjar og Halldórs Laxness og auka samvinnu við fyrirtæki og

félagasamtök í bænum.

Framtíðarhúsnæði fyrir ListaskólannFinna Listaskólanum framtíðarhúsnæði svo skólinn megi vaxa og dafna og svara sívaxandi eftirspurn.

Efla menningartengda ferðaþjónustuEfla starfsemi í menningartengdri ferðaþjónustu með áherslu á sögu bæjarfélagsins og Halldór Laxness.

Styðja við sjálfsprottna menningarviðburðiHvetja einstaklinga og frjáls félagasamtök í grasrót menningarlífsins til dáða með öflugum stuðningi.

Samfylkingin í Mosfellsbæ vill

Mosfellsbær er menningarbær. Til að styrkja umgjörð menningarlífs

í bænum þarf menningin að eignast heimili. Þannig eflist listalíf í

bænum.

Við viljum horfa á Álafosskvos, Varmársvæðið, Ullarnesbrekku og

Hlégarð sem eina heild sem þjónar íbúum sem miðpunktur

menningar og útivistar. Bæjarhátíðin Í túninu heima setur

skemmtilegan brag á bæjarlífið. Við viljum auka veg hennar og

draga fram sérstöðu og sögu bæjarins í dagskrá hátíðarinnar.

Við viljum að hjá bænum starfi menningar-, markaðs- og

ferðamálafulltrúi til að sinna menningarmálum og samstarfi við

menningar- og listalíf í Mosfellsbæ.

Page 7: Stefna Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ 2014

Umhverfis- og skipulagsmál

InnanbæjarstrætóStrætó sem þjónustar öll hverfi, gengur á milli skóla og íþróttamannvirkja og dregur úr skutli foreldra.

Skilvirkur hverfavagn sem tengist leiðakerfi Strætó og verði raunhæfur valkostur til að komast í vinnuna

eða á milli bæjarhluta.

Bæta aðstöðu til útivistarAð bæjarland Mosfellsbæjar verði eftirsóttasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, með

fyrirmyndaraðgengi og aðstöðu á útivistarsvæðum og heildstæðu göngu-, reið- og hjólreiðastígakerfi.

Bæta þarf göngu- og hjólreiðastíga í eldri hlutum bæjarins.

Líflega og fjölbreytta miðbæjarstemninguHalda hugmyndasamkeppni um nýtt miðbæjarskipulag með fjölbreytni, fegurð og mannvænt umhverfi

að leiðarljósi. Miðbær Mosfellsbæjar þarf að þróast á þann hátt að þar dafni fjölbreytt þjónusta og

atvinnustarfsemi. Það getur einungis gerst með því að þétta byggð með nægilegum íbúafjölda til að

styðja við miðbæjarstarfsemi.

Grænan Mosfellsbæ Gera metnaðarfulla áætlun um heildarskipulag grænna svæða. Með heildstæðu skipulagi grænna svæða

getum við staðið vörð um náttúru bæjarins, sem okkur ber skylda til að varðveita fyrir ókomnar kynslóðir.

Meira skjól og minni vindAuka, með markvissri stefnu, trjá- og skógrækt til skjólmyndunar fyrir byggðina. Sérstaklega verði unnið

að ræktun til skjólmyndunar í nýjum hverfum.

Samfylkingin í Mosfellsbæ vill

Umhverfið sem við búum í ræður miklu um daglega líðan okkar og alla lífshætti. Því

skiptir máli hvernig við skipuleggjum bæinn okkar. Við viljum að Mosfellsbær verði

fallegur, lágreistur og skjólsæll bær með fjölbreyttri byggð og útivistarsvæðum.

Við viljum styrkja ímynd bæjarins sem útivistarbæjar, sveitar í borg með góðu

skólastarfi, fjölbreyttri þjónustu og atvinnustarfsemi og möguleikum til íþrótta og

frístunda. Götur, torg og græn svæði eiga að vera falleg, mannvæn og skjólsæl umgjörð

daglegs lífs í Mosfellsbæ.

Við viljum vistvæna samgöngustefnu, þ.e. öflugt stígakerfi og bætta þjónustu

strætisvagna innanbæjar. Huga þarf sérstaklega að vatnsvernd og mengunarmálum í

bænum okkar. Við viljum að Leiruvogur verði friðlýstur.

Page 8: Stefna Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ 2014

Íþrótta- og tómstundastarf

Samfylkingin í Mosfellsbæ vill

Hækka frístundaávísun í 30 þúsund krónurLækka kostnað heimilanna vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga. Í framhaldinu viljum við

tryggja að upphæð ávísunarinnar sé í samræmi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölnota íþróttahús Að byggt verði sem fyrst fjölnota íþróttahús sem nýtist fjölbreyttri íþróttaiðkun og öllum aldursflokkum.

Minnka skutliðInnanbæjarstrætó sem þjónar jafnt ungum sem öldnum og tengir helstu staði þar sem íþrótta- og

tómstundastarf fer fram.

Ungmennahús Að Brúarland, eða annað hentugt húsnæði, verði nýtt sem ungmennahús. Þar verði útbúið, í samvinnu við

ungmennin, spennandi og líflegt umhverfi með fjölbreyttri starfsemi.

Öflugt forvarnastarfAð hjá bænum starfi æskulýðs- og forvarnafulltrúi og með honum forvarnahópur sem skipaður verði

fulltrúum þeirra félagasamtaka og stofnana sem koma að velferð og tómstundum barna og ungmenna í

bænum.

Þróttmikið íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga óháð efnahag fjölskyldna

leggur grunn að heilbrigðu lífi og er mikilvæg forvörn. Starfið byggir á góðri aðstöðu,

fjölbreyttu framboði og öflugu foreldrasamstarfi. Bæjaryfirvöld þurfa að sjá til þess að sú

umgjörð sem til þarf sé fjölbreytt og góð.

Við viljum hækka frístundaávísunina strax en einnig skoða möguleikann á því að auka

framlag bæjarfélagsins til íþróttafélaganna þannig að iðkendagjöld lækki. Uppbygging

íþróttaaðstöðu þarf að haldast í hendur við fjölgun íbúa og taka tillit til þarfa allra

aldurshópa.

Við viljum að aðstaða skátanna í bænum verði bætt. Aðstaðan hefur lengi verið

óviðunandi og við viljum að skátarnir fái sæmandi aðstöðu til að sinna sínu fjölbreytta

starfi með börnum og unglingum.

Page 9: Stefna Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ 2014

Lýðræði og stjórnsýsla

Meira samráð við íbúaKoma á samráðsvettvangi á netinu, Betri Mosfellsbær, þar sem íbúar geta sett fram hugmyndir um

málefni er varða þjónustu og rekstur Mosfellsbæjar. Vefurinn verði vettvangur rafrænna kannana,

kosninga og samráðs af ýmsu tagi.

Hverfaráð Auka möguleika bæjarbúa á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi með því að bærinn aðstoði íbúa við stofnun

hverfaráða. Haldnir verði reglulegir samráðsfundir bæjaryfirvalda og hverfaráðanna þar sem sérstakir

hagsmunir einstakra hverfa verði ræddir og hugmyndum komið í farveg.

Opna stjórnsýsluAuka upplýsingastreymi og aðhald bæjarbúa að kjörnum fulltrúum og því viljum við að

bæjarstjórnarfundir verði í beinni útsendingu. Öll gögn sem liggja til grundvallar almennum

ákvörðunum sem teknar eru af bæjaryfirvöldum skulu vera aðgengileg á vef bæjarins.

ÖldungaráðAð eldri borgarar eigi greiðari aðkomu að stjórnkerfinu með sín hagsmunamál. Því viljum við koma á

fót ráðgefandi öldungaráði sem verði formlegur samskiptavettvangur bæjaryfirvalda við eldri borgara í

bænum.

Jafnrétti fyrir alla, börn, konur og karlaStanda vörð um jafnrétti allra íbúa til þjónustu sveitarfélagsins. Vinnustaðir bæjarins eiga að vera til

fyrirmyndar í jafnréttismálum og Samfylkingin vill setja upp metnaðarfulla áætlun um aðgerðir gegn

kynbundnum launamun og að henni verði fylgt eftir.

Samfylkingin í Mosfellsbæ vill

Efla þarf raunverulegt þátttökulýðræði, samráð bæjaryfirvalda við bæjarbúa og auka

gagnsæi í allri ákvarðanatöku sem snertir almannahagsmuni. Fjármunir bæjarins eru

fjármunir íbúanna og því þarf að gæta ábyrgðar og skynsemi í meðferð þeirra.

Mikilvægt er að gera raunhæfar framkvæmdaáætlanir með mælanlegum

markmiðum fyrir alla stefnumörkun á vegum bæjarfélagsins og að birta þær

niðurstöður á vef bæjarins svo bæjarbúar geti fylgst með framvindu mála.

Ráðgefandi hlutverk nefnda bæjarins verði virkara. Þegar íbúar eru kallaðir til

samráðs við bæjaryfirvöld þurfa rammarnir utan um samráðið að vera skýrir, svo

íbúar viti hvað í því felst, hvernig það verður framkvæmt og hvernig því lýkur.

Page 10: Stefna Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ 2014

1. Anna Sigríður GuðnadóttirAldur: 54 ára Maki: Gylfi Dýrmundsson, rannsóknarlögreglumaðurBörn: Guðni Kári, Ásdís Birna, Krisrún Halla og Gunnar LogiMenntun: Bókasafns- og upplýsingafræðingur, meistaranemi í opinberri stjórnsýslu Starf: Heilbrigðisvísindabókasafn Landspítala

2. Ólafur Ingi ÓskarssonAldur: 55 áraMaki: Erna Björg Baldursdóttir, bankastarfsmaðurBörn: Baldur Ingi, Vala Ósk, Ólafur Unnar og Óskar Markús. Barnabörnin eru 6Menntun: Kerfisfræðingur frá HR og diploma í viðskiptafræði frá sama skóla.Starf: Á og rekur eigið tölvukerfisþjónustu fyrirtæki

3. Steinunn Dögg SteinsenAldur : 35 áraMaki : Kristbjörn Helgi BjörnssonBörn: Iðunn Vala og Steinn (ófæddur)Menntun: EfnaverkfræðingurStarf: Sérfræðingur í umhverfismálum hjá Norðuráli, Grundartanga

4. Rafn Hafberg GuðlaugssonAldur : 45 áraMaki : Lísa Sigríður GreipssonBörn: Greipur og Ingibjörg Menntun: HúsasmiðurStarf: Sölumaður hjá JS Gunnarsson

5. Samson Bjarnar HarðarsonAldur: 49 áraMaki: Nína Rós Ísberg mannfræðingur og menntaskólakennari.Börn: Þórdís Lilja 17 ára og Sölvi Þór 7 mánaða.Menntun: Garðyrkjufræðingur og landslagsarkitekt. Starf: Lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

7. Kjartan Due NielsenAldur: 38 áraMaki: Aðalheiður Eggertsdóttir lyfjafræðingurBörn: Dagmar, Þórdís, Guðrún og SóleyMenntun: Lífefnafræði og verkefnisstjórnun.Starf: Verkefnastjóri við Nýsköpunarmiðstöð Íslands

8. Branddís Ásrún EggertsdóttirAldur: 18 ára Maki: Þorsteinn Þór Jóhannesson Menntun: Stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð Starf: Stuðningsfulltrúi hjá Skálatúni

9. Andrés Bjarni SigurvinssonAldur: 64 áraMaki: FráskilinnBörn: Elín Matthildur. Barnabörn: Lovísa Rut, Andrés Kári og Unnur Elva KristjánsbörnMenntun: Kennara- og leiklistarmenntun. Hefur starfað við áfengis- og vímuefnaráðgjöfStarf: Kennsla og leikstjórn

Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ

6. Gerður PálsdóttirAldur : 41 ársMaki : Þórhallur Sölvi BarðasonBörn: Bjartur, Freyja og Magni Menntun: ÞroskaþjálfiStarf: Sérkennslustjóri á leikskólanum Huldubergi og þroskaþjálfi íbúðakjarna Klapparhlíð 11

Page 11: Stefna Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ 2014

Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ

10. Arnheiður BergsteinsdóttirAldur: 48 áraMaki: Fráskilin Börn: Lilja Hrönn og Bryndís GunnarsdæturMenntun: Stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Lyfjatæknir. Hefur lokið tveimur árum í félagsráðgjöfStarf: Starfar á Skálatúni

11. Brynhildur HallgrímsdóttirAldur: 18 áraMenntun: Er að ljúka þriðja ári á málabraut í Menntaskólanum við HamrahlíðStarf: Sumarstarf á heimili fyrir aldraða

12. Gísli Freyr J. GuðbjörnssonAldur : 23 áraMenntun: Menntuð húsmóðir að leggja lokahönd á menntaskólaStarf: Spilakennari og sölumaður hjá Spilavinum

13. Jón EiríkssonAldur : 59 áraMenntun: Grunnskóli og sjálfmenntun á ýmsum sviðum.Starf: Tæknimaður hjá Tryggingastofnun

14. Dóra Hlín IngólfsdóttirAldur : 64 áraMaki : Erlingur Kristjánsson (gamall álfakóngur).Börn: Tvær dætur og fjögur barnabörnMenntun: Lögregluskólinn Starf: Rannsóknarlögreglukona að komast á eftirlaun

15. Finnbogi Rútur HálfdánarsonAldur: 60 áraMaki: Guðrún Edda GuðmundsdóttirBörn: Hulda Margrét, Guðrún og Guðmundur Sigurður. Barnabörnin eru orðin sexMenntun: Lyfjafræðingur Starf: Lundbeck á Íslandi

16. Kristín Sæunnar SigurðardóttirAldur: 64 áraMaki: Ólafur JónssonBörn: Sæunn og Iðunn Ólafsdætur og sex barnabörn.Menntun: BA í stjórnmála- og viðskiptafræði, MSc í viðskiptafræði frá HÍ.Starf: Framkvæmdastjóri líknarfélags, Félags nýrnasjúkra.

17. Guðný HalldórsdóttirAldur : 60 áraMaki : Halldór ÞorgeirssonBörn: Halldór Halldórsson, fullorðinn 2 barna faðirMenntun: KvikmyndagerðStarf: Kvikmyndagerð

18. Jónas SigurðssonAldur : 65 áraMaki : Guðrún SkúladóttirBörn: Svanfríður Linda, Gunnhildur Björk og Sigurður Þorgeir. Barnabörn 10 og barnabarnabörn 2Menntun: HúsasmiðurStarf: Verkefnastjóri

Page 12: Stefna Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ 2014

Samfylkingin í Mosfellsbæ vill

Byggja upp almennanleigumarkað sem valkost fyrir alla

Byggja skólamiðsvæðis

Gera leigumarkað að raunhæfum valkosti

með því að stuðla að uppbyggingu leigu-

og búseturéttarhúsnæðis, með litlum og

meðalstórum íbúðum fyrir ungt fólk, einstaklinga,

fjölskyldufólk og 50+. Anna umframeftirspurn

og lækka leiguverð.

Að bygging skólahúsnæðis miðsvæðis í bænum

verði skoðuð af fullri alvöru og í nánu samráði við

skólasamfélagið sem fyrsta skref til varanlegrar

lausnar á húsnæðisvanda skólanna.

Nýsköpunarsjóð fyrir fyrirtæki

Meira samráð við íbúa

Efla stuðning við ný fyrirtæki sem vilja hefja

starfsemi í bænum. Stuðningur fæst ekki ef um

samkeppni er að ræða við annan rekstur sem fyrir

er. Þetta eykur fjölbreytni í atvinnuuppbyggingu

í Mosfellsbæ.

Koma á samráðsvettvangi á netinu, Betri

Mosfellsbær, þar sem íbúar geta sett fram

hugmyndir um málefni er varða þjónustu og

rekstur Mosfellsbæjar. Vefurinn verði vettvangur

rafrænna kannana, kosninga og samráðs af

ýmsu tagi.

Hækka frístundaávísuní 30 þúsund krónur

Leikskólarými fyrirungbarnafjölskyldur

Lækka kostnað heimilanna vegna íþrótta-

og tómstundastarfs barna og unglinga.

Í framhaldinu viljum við tryggja að

upphæð ávísunarinnar sé í samræmi við

nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

Gera markvissa áætlun til að brúa bilið milli

fæðingarorlofs og þar til börn komast inn á

leikskóla. Við viljum leggja áherslu á fjölbreytta

valkosti og bjóða upp á leikskólarými fyrir

ungbarnafjölskyldur.