28
SUÐUR- AFRÍKA Helstu vín og vínræktarhéruð Suður-Afríku auk sex uppskrifta að girnilegum grillréttum

SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

SUÐUR-AFRÍKA

Helstu vín og vínræktarhéruð Suður-Afríku auk sex uppskrifta að girnilegum grillréttum

Page 2: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

2

SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið

í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur Jan van Riebeeck landstjóri þess í dagbók sinni að vín hafi verið pressað í fyrsta sinn úr þrúgum ræktuðum á Góðrarvonarhöfða.

Page 3: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

3

Page 4: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

44

NÝR IÐNAÐUR FÆÐIST Í SUÐUR-AFRÍKUUpphaf vínræktar í Suður-Afríku má rekja til ársins 1652, þegar hollenska Austur-Indíafélagið gerði Jan van Riebeeck út til að setja upp birgðastöð við Góðrarvonarhöfða fyrir kaupskipaflota sinn. Tilgangurinn var að sjá hollenska flotanum fyrir ferskum matvælum á langri siglingu til Indlands og nærliggjandi landa. Siglingaleiðin til Indlands lá þá suður fyrir Afríku og um Indlandshaf. Þar sem skilyrði fyrir vínrækt virtust góð lét landstjórinn, Jan van Riebeeck, senda sér vínvið frá Evrópu. Þótti útkoman lofa svo góðu að upp frá þessu var vínviður gróðursettur í stórum stíl í Suður-Afríku. Van Riebeeck hvatti þarlenda bændur ákaft til að rækta vínvið, en í upphafi tóku þeir því fálega.

Page 5: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

5

Í fyrstu bar framleiðslan hvorki vott um þekkingu né reynslu og mátti þar margt bæta. Á þessu varð breyting þegar Simon van der Stel tók við sem landstjóri. Hann var ákafamaður mikill og hafði góða þekkingu á vínrækt og víngerð. Skömmu eftir komu hans til Suður-Afríku lét hann refsa vínbændum ef þeir tíndu þrúgurnar áður en þær höfðu náð fullum þroska eða ef þeir létu vínið gerjast í óhreinum tunnum og kjöllurum.

Árið 1685 setti Simon van der Stel á laggirnar víngarð suð-austur af Höfðaborg, og kallaði hann Constantia. Brátt skipuðu vín hans sama sess og mestu gæðavín Evrópu. Þessi velgengni varð til þess að fleiri réðust í vínrækt og má segja að fljótlega upp úr því hafi fæðst nýr iðnaður í Suður-Afríku.

Constantia

Page 6: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

6

Hollendingar í Suður-Afríku höfðu litla sem enga reynslu af víngerð. Var það ekki fyrr en með komu franskra húgenotta, sem náðu bólfestu á suður-afrísku svæði sem nú nefnist Franschhoek-dalur, að vínrækt fór almennilega af stað. Margir þessara innflytjenda höfðu bæði þekkingu og reynslu af vínrækt og stofnuðu víngarða sem spurðust vel út. Afkomendur þeirra gegna enn þann dag í dag mikilvægu hlutverki í suður-afrískri víngerð.

Síðar áttu erjur milli Frakka og Englendinga eftir að leiða til aukinnar sölu á suður-afrísku víni til Englands. Sætvín frá Constantia urðu þekkt víða um heim og vel metin af bæði konungum og prinsum, eins gátu mikilsmetnir rithöfundar þeirra í verkum sínum. Napóleon Bónaparte fékk slík sætvín send til Sankti Helenu og hafa þau sjálfsagt létt honum veruna í útlegðinni.

Upphaf suður-afrískrar víngerðar var þó fjarri því að vera óslitin sigurganga. Rótarlúsin (phylloxera) nefndist skaðvaldur sem átti eftir að eyðileggja víngarða í Suður-Afríku og víðar í heiminum. Til að stöðva þennan faraldur þurfti að umplanta alla víngarða með vínvið græddum við phylloxera-þolnar rætur.

SÆTVÍN HANDA PRINSUM OG KONUNGUM

Page 7: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

7

Mikil offramleiðsla og slök gæði víns urðu til þess að nokkurs konar samvinnufélag, KWV, var sett á stofn árið 1918 til að knýja fram stöðugleika í framleiðslunni. Völd KWV voru mikil og hafði félagið alla sölu víns á sínum snærum. KWV hafði mikil áhrif á það hvaða vínþrúgum var plantað, hvar þeim var plantað og hvernig vín var framleitt. Líkast til bjargaði þetta stranga fyrirkomulag víniðnaðinum á erfiðum tímum, en um leið spornaði það við nýbreytni. Ekki er langt síðan samvinnufélagið var einkavætt, og því keppir það nú við ýmsa aðra vínframleiðendur. Slíkt fyrirkomulag hefur blásið nýju lífi í iðnaðinn, en hefur um leið þær afleiðingar að vínræktendur ganga ekki lengur að föstu verði vísu fyrir þrúgurnar. Þegar upp er staðið hefur þetta þó leitt til vandaðari framleiðslu en áður.

Vegna viðskiptabanns var erfitt að endurnýja vínvið og tunnur. Sýktur og úr sér genginn vínviður og slakar tunnur eru ekki vænleg til að gera gæðavín. Segja má að vatnaskil hafi orðið í vínframleiðslu þegar Nelson Mandela var leystur úr haldi og aðskilnaðarstefnan lögð niður. Markaðir opnuðust, útflutningur tók stórt stökk og ýmis gæðavíngerðarhús

SÆTVÍN HANDA PRINSUM OG KONUNGUM

BREYTINGAR Á FRAMLEIÐSLUHÁTTUM

Page 8: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

88

spruttu upp. Víngerðin hefur batnað til muna á síðustu áratugum og umhverfisþátturinn verið settur í brennidepil. Suður-Afríka er framarlega, ef ekki leiðandi, í sjálfbærri vínframleiðslu, með yfir 90% vínbúgarða sem fylgja reglum um sjálfbærni og náttúruvernd.

Vínlöggjöf Suður-Afríku, Wine of Origin, var sett árið 1973. Á hverja flösku er settur vottunarmiði, en einungis eftir að vínið hefur verið smakkað af óháðum faghópi og upplýsingar á flöskumiðanum staðfestar. Ef uppskeruárs er getið þarf 85% af víninu að vera frá því ári. Ef þrúgutegundar er getið þarf að vera 85% af henni í víninu. Einnig þurfa allar þrúgurnar að koma frá því svæði sem getið er. Minnsta skilgreinda ræktunarsvæði Wine of Origin löggjafarinnar kallast estate, og svo í stækkandi röð ward, district og region.

Page 9: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

9

Page 10: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

10

ÓLÍKIR VÍNFRAMLEIÐENDUR

Nokkur samvinnufyrirtæki hafa með höndum meginhluta vínframleiðslunnar og hafa fjárfest allnokkuð í ýmsum tækjakosti á liðnum árum. Sum þeirra markaðssetja vín sín sjálf, önnur selja framleiðsluna í magnsölu til stærri vínhöndlara.

Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun á estate-búgörðum, sem samkvæmt eldri vínreglugerðum gátu aðeins framleitt vín úr þrúgum ræktuðum á þeirra eigin landi. Nýjar reglur frá 2004 leyfa búgörðum hins vegar að nota þrúgur frá nærliggjandi vínekrum, undir nafni eins og sama búgarðs. Búgarðarnir þurfa að ráða yfir búnaði sem sér um vinnsluferlið frá upphafi til enda.

Loks er nokkuð um sjálfstæða heildsala, vínkaupmenn og vínhús (vínkjallara) sem kaupa inn bæði þrúgur og vín til að selja undir sínu nafni.

Page 11: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

11

Miðjarðarhafsloftslag er ríkjandi í Suður-Afríku og heppilegt til vínframleiðslu. Kaldur Benguela-hafstraumurinn hefur kælandi áhrif sem ná langt inn í land. Vindar frá hafi, bæði úr suðri og vestri, blása svölum andvara yfir víngarðana og er loftslagið því ekki eins heitt og ætla mætti miðað við legu landsins. Innar í landinu er heitara, en skýjaþykkni sem myndast þar svo til daglega heldur hitastiginu innan ákjósanlegra marka fyrir vínræktina. Nauðsynlegt getur orðið að vökva þau svæði þar sem úrkoma er lítil. Á undanförnum árum hefur plöntun víngarða færst til nýrra svæða. Þeirra á meðal eru kaldari svæði í nálægð við strendur, beggja vegna Góðrarvonarhöfða.

Samkvæmt tölum frá 2012 framleiðir Suður-Afríka um 4% af víni heimsins og er landið hið áttunda í röðinni hvað magn snertir. Upphaflega var mest áhersla lögð á hvítar þrúgur, en að undanförnu hefur ræktun alþjóðlegra rauðra þrúgna aukist mjög. Framleiðsla á hágæðavínum hefur einnig aukist mikið. Líkt og hjá öðrum vínframleiðslulöndum voru það ódýru, auðdrekkanlegu vínin sem komu suður-afrískum borðvínum fyrst á markaðinn. Nú eru margir vínframleiðendur farnir að leggja meiri metnað í framleiðsluna og búa til kröftugri vín sem standa jafnfætis vínum frá t.d. Chile og Ástralíu. Allt er þetta ávöxtur mikilla rannsókna og þrotlausrar endurbótavinnu.

KJÖRSKILYRÐI TIL VÍNRÆKTAR

Page 12: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

1212

Þrjátíu prósent af allri hvítvínsframleiðslu koma úr Chenin Blanc-þrúgunni, sem kallast Steen í Suður-Afríku. Að vísu hefur mikilvægi þrúgunnar minnkað, en vínræktendur nýta sér fjölhæfni hennar betur en áður með því að framleiða bæði sæt og þurr vín eins og í Loire-dalnum í Frakklandi. Tunnugerjun og tunnuþroskun gefur sumum þessara vína aukinn þéttleika og ristaða eikartóna. Vissulega má segja að Steen eða Chenin Blanc sé hvít einkennisþrúga Suður-Afríku, enda er hún hvergi ræktuð í jafn-stórum stíl.

Rækta má mikil hágæðavín úr Chardonnay-þrúgunni, sérstaklega á svalari svæðum. Oft eru notaðar aðferðir frá Bourgogne, s.s. að láta vínið gerjast í eikartunnum og hræra upp í gerdreggjunum, sem geta svo gætt vínið fjölskrúðugra og sérstakara bragði.

Sauvignon Blanc er einnig ræktuð með góðum árangri í fjölbreyttum stíl. Sum vínin eru létt, fersk og bera grösugum einkennum þrúgunnar glögg merki, önnur nýta sér eiginleika eikarinnar til að gæða vínin þéttara og flóknara bragði.

INNLENDAR JAFNT SEM ALÞJÓÐLEGAR ÞRÚGUR

Page 13: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

13

Page 14: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

1414

Úr Muscat-þrúgunni, sem kallast Hanepoot í Suður-Afríku, eru svo framleidd frábær ábætisvín.

Pinotage, hin rauða einkennisþrúga Suður-Afríku, er blendingur úr Pinot Noir og Cinsault. Þrúgan var búin til af prófessor Perold við háskólann í Stellenbosch. Skýring nafngiftarinnar er sú að þrúgan Cinsault var kölluð Hermitage í Suður-Afríku. Úr Pinotage koma vín í fjölbreyttum stíl. Stundum er þrúgan blönduð með alþjóðlegum þrúgum, s.s. í Cape Blend. Ein sér hefur Pinotage keim af rauðum og dökkum berjum, vín af gömlum vínvið hafa oft mikla fyllingu með ríkum krydduðum berjaávexti. Sum vínin hafa keim af kjöti, gúmmíi og banana, jafnvel lakki. Þessi fjölbreytti ilmur gerir vínin áhugaverð, sé hann ekki of yfirgnæfandi.

Úr Cabernet Sauvignon og Merlot eru bæði búin til einnarþrúguvín og glæsileg Bordeaux-blönduvín. Í járnríkum og leirkenndum jarðvegi fást dökk, þétt og ávaxtarík vín. Syrah-þrúgan er einnig ræktuð með góðum árangri og er notuð í kröftug vín með keim af kirsuberjum, stundum með frekar hárri alkóhólprósentu.

Page 15: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

15

Coastal Region er helsta gæðavínræktarsvæðið. Elsta ward-ið, Constantia, með sína fáu en mikilsmetnu víngarða, liggur sunnan við Höfðaborg og var upphaflega einn búgarður en síðar hlutað niður í smærri víngarða. Svæðið nýtur góðs af Atlantshafinu. Vindar frá False Bay hafa kælandi áhrif á víngarðana og er meðalhiti um 19°C á sumrin. Á veturna rignir talsvert sem gerir vökvun óþarfa, einkum þar sem rauður, leirkenndur jarðvegurinn dregur vatnið í sig.

Helstu hvítu þrúgutegundirnar eru Chardonnay og Sauvignon Blanc. Vín úr Chardonnay eru bæði framleidd óeikuð, gerjuð í stáltönkum eða gerjuð í eikartunnum. Sauvignon Blanc gefur svo af sér fersk vín með keim af sólberjalaufi og greipaldin. Stundum leitast víngerðarmennirnir við að draga fram grösuga tóna, s.s. af aspas og baunum. Rauðvín eru svo gerð úr Cabernet Sauvignon, Merlot og Shiraz.

Durbanville Ward, sem er innan Tygerberg District, er norðan við Höfðaborg. Durbanville hagnast af nálægð hafsins og hentar vel til framleiðslu á Sauvignon Blanc, þar sem grösug og ilmrík einkenni þrúgunnar njóta sín vel.

VÍNRÆKTARSVÆÐIN

Page 16: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

1616

SUÐUR AFRÍKA

SWARTLAND

STELLENBOSCHCONSTANTIA

OLIFANTSRIVER

Cape Town

WORCESTER

KLEIN KAROOPAARL

TULBAGH

ROBERTSON

SWELLENDAM

OVERBERG

Page 17: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

17

Stellenbosch District liggur innar í landinu í aðeins 40 km fjarlægð frá Höfðaborg og er þekktasta vínræktarsvæði Suður-Afríku. Þar er fræðslu- og rannsóknarmiðstöð víniðnaðarins og flestir víngerðarmenn og vínræktendur Suður-Afríku hljóta þar þjálfun sína. Hlýtt loftslag og fjöllótt landslag með fjölbreyttum jarðvegi úr graníti og sandsteini gera þennan landshluta að ákjósanlegu vínræktarsvæði. Fjölmargar alþjóðlegar þrúgur eru ræktaðar á svæðinu, sem er þekktast fyrir rauðvín úr alþjóðlegum þrúgum á borð við Cabernet Sauvignon og Merlot. Shiraz-þrúgan nýtur vaxandi vinsælda, og ekki má heldur gleyma Pinotage. Sennilega eru bestu Pinotage-vínin gerð í Stellenbosch. Þaðan koma einnig góð vín úr Sauvignon Blanc og eikargerjuð Chardonnay.

Paarl þýðir perla, og er nafnið dregið af samnefndu fjalli, sem glitrar eins og perla þegar sólin skín á það eftir rigningu. Í Paarl er loftslagið svipað og í löndunum við Miðjarðarhaf. Meðalhitastig yfir ræktunartímann er 22,5°C, sem er hærra en í Stellenbosch. Stundum þarf að vökva þessi svæði, enda úrkoma ekki alltaf næg til vínræktunar, og er þá beitt nýstárlegri tækni sem veitir vínviðnum aðeins rétt mátulegan vökva hverju sinni. Vínin frá Paarl einkennast af háu alkóhólinnihaldi og þéttum ávexti.

Page 18: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

1818

Breede River Valley Region er heitt svæði. Innan þess er Worcester District. Á þessu svæði eru aðallega framleidd ódýr vín úr Chenin Blanc og Colombard, en einnig gæðastyrkt rauðvín.

Í Robertson District eru aðallega framleidd ódýr hvítvín. Þrátt fyrir að loftslagið sé heitt er þar einnig framleitt nokkuð af gæðavínum úr Chardonnay og dýrum Sauvignon Blanc.

Önnur svæði eru Swartland, Franschhoek Walley, Walker Bay, Klein Karoo og Elgin.

Page 19: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

19

FJÖLBREYTT MATARMENNING

Suður-afríska þjóðin er fjölbreytt og mynduð úr ólíkum þjóðarbrotum og kynþáttum. Matreiðslan ber þess glögg merki, en litast núorðið einnig af aukinni ferðamennsku og alþjóðlegum straumum. Áður var í Suður-Afríku birgðastöð fyrir skip sem sigldu „kryddleiðina“ svokölluðu, sem skýrir hvers vegna ýmis framandi krydd eru svo rótgróin í matarmenningunni. Broddkúmen, kanill, kóríander og ýmis önnur krydd eru notuð í hefðbundnar máltíðir á borð við bobotie, karrírétti, blatjang og aldinmauk (chutney). Áhrifa frá Hollandi og Englandi gætir jafnframt víða, auk þess sem tengslin við indverska og asíska matargerð eru sterk. Löng hefð er fyrir því að grilla mat yfir eldi, til dæmis fisk eða skelfisk.

Page 20: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

2020

GIRNILEGIR GRILLRÉTTIR Uppskriftirnar eru í boði Ara Sylvain Posocco, yfirmatreiðslumanns á Nauthól, og samstarfsfólks hans. Allar uppskriftirnar eru fyrir fjóra.

Page 21: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

21

Tómatsósa2 pokar salatblanda1 tsk. sérríedik eða balsamedik 3 tsk. repjuolía2 rauðar paprikur2 rauðlaukar1 mangó1 kg lambalundir

Setjið salatið í skál með ediki og olíu og blandið saman þar til salatið hefur fengið fallegan gljáa. Skerið paprikuna og rauðlaukinn í bita og grillið þar til mjúkt í gegn. Skerið mangó í bita og setjið í skál ásamt paprikunni og rauðlauknum. Grillið lambalundir í um það bil 2-3 mín. á hvorri hlið og látið síðan hvíla í 10 mín. Blandið saman í skál salati, mangó, papriku og rauðlauk. Skerið lambalundir í fallega bita og leggið ofan á og dreypið loks jógúrtdressingunni yfir allt.

JÓGÚRTDRESSING8 stk. vorlaukar1 búnt kóríander2 dósir hrein jógúrt1-2 tsk. hlynsírópSalt og pipar

Saxið vorlaukinn og kóríanderinn fínt og blandið saman við jógúrtina. Smakkið til með salti, pipar og dálitlu hlynsírópi.

SUMARLEGT SALAT MEÐ GRILLUÐUM LAMBALUNDUM OG KALDRI JÓGÚRTDRESSINGU

Page 22: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

2222

TRUFFLUMAJÓNES2 eggjarauður1 tsk. dijon-sinnep 3 tsk. hvítvínsedik350 ml Canola olía 25 ml truffluolía Salt og pipar

Byrjið á því að hræra saman majónesið: Eggjarauður, edik og sinnep sett í skál og hrært þangað til eggjarauðurnar eru orðnar froðukenndar. Olíunum hellt hægt og rólega saman við og hrært stöðugt í á meðan. Smakkið til með salti og pipar.

GRILLOLÍA60 g tómatmauk 2 hvítlauksrif 100 ml Canola olía 1 stk. stjörnuanís

Setjið tómatmauk, stjörnuanís, hvítlauk og Canola-olíu í matvinnsluvél og maukið saman.

RIBEYE-STEIKUR 4 x 220 g Ribeye-steikur ½ kg smákartöflur 1 kúrbítur 2 stk. steinseljurót

Grillið steikurnar í 5-6 mín. á hvorri hlið og penslið vel með grillolíunni á báðum hliðum. Saltið og piprið eftir smekk. Smákartöflurnar eru skornar í tvennt og settar á grillið. Snúið reglulega þangað til að þær eru fulleldaðar. Skerið kúrbít í fallegar sneiðar og grillið í 3-4 mín. á hvorri hlið. Smyrjið grillolíu á báðar hliðar. Skerið steinseljurót í fernt og grillið þar til hún er mjúk í gegn.

GRILLUÐ NAUTARIBEYE-STEIK MEÐ TRUFFLUMAJÓNESI

Page 23: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

23

600 g risarækjur 600 g humarhalar3 tsk. Sambal oelec*4 msk. olía 1 grasker (Butternut Squash)

Hrærið saman Sambal oelec og olíu. Látið risarækjurnar og humarinn liggja í leginum í u.þ.b. 1 klst. Skrælið graskerið og skerið í stóra bita. Setjið það síðan í álbakka á grillið og veltið reglulega þar til það er mjúkt í gegn. Þræðið risarækju og humar upp á spjót og grillið í 2-3 mín. á hvorri hlið.

PAPRIKUSULTA3 paprikur 1 stk. laukur 2 tsk. sérríedik 2 tsk. olía Salt og pipar

Skerið papriku í bita og grillið í 2 mín. á hvorri hlið. Skerið síðan í þunnar ræmur og setjið í pott ásamt fínt sneiddum lauk, ediki og olíu. Látið malla við vægan hita þangað til laukurinn er orðinn mjúkur undir tönn. Smakkið til með salti og pipar.

SÍTRÓNUSMJÖR500 g íslenskt smjör 3 sítrónur 1 búnt steinselja Salt og pipar

Börkurinn er rifinn af sítrónunum og safinn kreistur úr þeim. Blandið öllu hráefni saman í matvinnsluvél og hrærið. Smakkið til með salti og pipar.

RISARÆKJUR OG HUMAR Á SPJÓTIMEÐ PAPRIKUSULTU OG SÍTRÓNUSMJÖRI

*Chili-mauk sem fæst í matvöruverslunum en er einnig hægt að búa til sjálfur með því að mauka saman rauðan chili, salt og dálítið edik.

Page 24: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

2424

1 kg laxaflak, bein- og hreisturhreinsað 3 msk. rautt karrímauk 2 dl salt 2 dl sykur 2 msk. karríduft 2 msk. paprikuduft

Smyrjið laxaflakið með karrímauki. Blandið saman salti, sykri, karrídufti og paprikudufti og stráið yfir laxinn. Látið liggja í u.þ.b. 1½ klst. Skerið síðan laxinn í fjögur jafnstór stykki. Laxinn er grillaður í 4-5 mín. á hvorri hlið og kryddaður með salti og pipar.

FENNÍKA OG EPLI2 fenníkur2 græn epli 2 tsk. serríedik 2 tsk. olía

Skerið fenníku og epli í þunna strimla og hrærið saman í skál með smávegis af ediki og olíu.

KARTÖFLUMAUK400 g kartöflur, smælki 100 g spínat, ferskt 100 g smjör Salt og pipar

Sjóðið kartöflur þar til þær eru mjúkar og hellið vatninu af. Skerið smjörið í bita og setjið ásamt spínatinu út í pottinn með kartöflunum. Sláið saman með gaffli þar til kartöflurnar eru hálfmaukaðar. Smakkið til með salti og pipar.

LAX Í RAUÐU KARRÍIMEÐ FENNÍKU, EPLUM, KARTÖFLUMAUKI OG CHILI-MAJÓNESI

Page 25: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

25

CHILI-MAJÓNES250 g japanskt majónes 2 msk. Sambal oelec*

Hrærið saman majónesi og Sambal oelec.

*Chili-mauk sem fæst í matvöruverslunum en er einnig hægt að búa til sjálfur með því að mauka saman rauðan chili, salt og dálítið edik.

Page 26: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

2626

4 kjúklingabringur 1 chili, smátt skorinn2 msk. engifer, rifið2 hvítlauksrif, pressuð2 msk. steinselja, söxuð 3 msk. graslaukur, saxaður 3 dl olía

Hrærið saman chili, engifer, hvítlauk, kryddjurtir og olíu. Skerið kjúklingabringu í 3-4 bita og látið marinerast í kryddolíunni í u.þ.b. 2-3 klst. Þræðið kjúklingabitana upp á spjót og grillið í 5-6 mín. á hvorri hlið eða þangað til að kjúklingurinn er orðinn eldaður í gegn.

KÖLD SATAY-SÓSA250 g hnetusmjör 1 tsk. hvítlaukur, fínt saxaður2 msk. sojasósa 1 tsk. engifer, rifið fínt 1 tsk. rauður chili, smátt skorinn½ dl salthnetur, smátt saxaðar2 dl sýrður rjómi, 18% 3 msk. hvítvínsedik 50 ml vatnSalt og piparLímónusafi

Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið saman. Smakkið til með salti, pipar og límónusafa.

KRYDDLEGINN KJÚKLINGUR Á SPJÓTIMEÐ KALDRI SATAY-SÓSU

Page 27: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

27

600 g rabbarbari 200 g sykur 2 öskjur jarðarber 200 g hvítt súkkulaði

Skerið rabbarbara í bita, setjið í skál og blandið 200 g af sykri saman við. Setjið skálina yfir pott með sjóðandi vatni. Hrærið reglulega í blöndunni en passið að rabbarbarinn verði ekki að mauki. Sigtið vökvann frá og hendið rabbarbaranum. Kælið vökvann. Skerið jarðarberin í bita. Skerið súkkulaðið í litla bita og setjið í ofnskúffu á smjörpappír. Bakið súkkulaðið við 160°C í 6-8 mín. eða þangað til það er orðið gyllt á litinn. Takið úr ofninum og kælið.

SÚKKULAÐIMÚS125 g sykur 125 g rjómi 125 g eggjarauður 150 g súkkulaði 250 ml rjómi

Sjóðið sykur og rjóma saman í potti. Hellið eggjarauðum út í pottinn og hrærið stöðugt í þangað til að 85°C hita er náð. Blandið súkkulaðinu saman við og hrærið áfram. Þeytið rjómann og bætið 1/3 af honum út í pottinn. Kælið blönduna í 15-20 mín. Blandið restinni af þeytta rjómanum varlega saman við. Kælið í 1-2 klst.Sprautið súkkulaðimúsinni á disk og dreifið jarðarberjunum yfir. Hellið síðan rabbarbaravökvanum yfir og dreifið að lokum bakaða súkkulaðinu yfir allt.

JARÐARBER OG RABBARBARIMEÐ SÚKKULAÐIMÚS

Page 28: SUÐUR- AFRÍKA · SUÐUR-AFRÍKA er sennilega eina vínframleiðslulandið í heiminum þar sem vitað er með vissu hvenær vínframleiðsla hófst. Annan febrúar árið 1659 getur

Í bæklingnum finnur þú fróðlegar upplýsingar um vínræktun og helstu vínræktarhéruð Suður-Afríku ásamt sex girnilegum uppskriftum að grillréttum.

Við bendum á að gott er að nota vöruleitina á vinbudin.is til að velja vín sem passar með matnum.

Útgefandi: ÁTVR / 2014 · Ábyrgðarmaður: Ívar J. Arndal · Ritstjóri: Jóna GrétarsdóttirHöfundur texta: Páll Sigurðsson · Myndir: Kristján Maack · Uppskriftir: Ari Sylvain Posocco

Stílisti: Valdís Guðmundsdóttir · Hönnun: ENNEMM / NM62870

Páll Sigurðsson er höfundur texta í þessum bæklingi.