43
Tengsl sálvefrænna einkenna unglinga við sálfélagslega skólaumhverfið Auður Svansdóttir og Katla Stefánsdóttir HUG OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Félagsvísindadeild maí 2017

Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Tengsl  sálvefrænna  einkenna  unglinga  við  sálfélagslega  skólaumhverfið  

 

Auður  Svansdóttir  og  Katla  Stefánsdóttir  

 HUG-­  OG  FÉLAGSVÍSINDASVIÐ          Lokaverkefni  til    BA  gráðu  í  sálfræði                  Félagsvísindadeild    maí  2017  

   

Page 2: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

 

Tengsl  sálvefrænna  einkenna  unglinga  við  sálfélagslega  

skólaumhverfið  

         

Auður  Svansdóttir  og  Katla  Stefánsdóttir      

12  eininga  lokaverkefni      sem  er  hluti  af  

Bachelor  of  Arts-­prófi  í  sálfræði      

   

Leiðbeinandi  Kjartan  Ólafsson  

   

         

Félagsvísindadeild  Hug-­  og  félagsvísindasvið  Háskólinn  á  Akureyri  Akureyri,  maí  2017  

Page 3: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Titill: Tengsl sálvefrænna einkenna unglinga við sálfélagslega skólaumhverfið Stuttur titill: Sálvefræn einkenni unglinga 12 eininga lokaverkefni sem er hluti af Bachelor of Arts-prófi í sálfræði Höfundarréttur © 2017 Auður Svansdóttir og Katla Stefánsdóttir Öll réttindi áskilin Félagsvísindadeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri Sólborg, Norðurslóð 2 600 Akureyri Sími: 460 8000 Skráningarupplýsingar: Auður Svansdóttir og Katla Stefánsdóttir, 2017, B.A. verkefni, félagsvísindadeild, hug- og félagsvísindasvið, Háskólinn á Akureyri, 43 bls.

Akureyri, maí, 2017  

HUG-­  OG  FÉLAGSVÍSINDASVIÐ          Lokaverkefni  til    prófgráðu  á  sérsviði  (t.d.  BA  gráðu  í  sál      

 

Page 4: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga i

Yfirlýsingar

„Við lýsum því hér með yfir að við einar erum höfundar þessa verkefnis og að það er ágóði eigin rannsókna“

Auður Svansdóttir

Katla Stefánsdóttir

„Það staðfestist hér með að lokaverkefni þetta fullnægir að mínum dómi kröfum til BA-prófs við Hug- og félagsvísindasvið“

Kjartan Ólafsson

Page 5: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga ii

Útdráttur

Óútskýrð líkamleg og sálræn einkenni, svo sem höfuðverkur, kviðverkir, depurð og

taugaóstyrkleiki eru býsna algeng á unglingsárnunum. Þessi einkenni eru sálvefræn og eru

orsakir þeirra taldar vera vegna samspils lýðfræðilegra þátta og hins félagslega umhverfis.

Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvort tengsl séu á milli sálvefrænna einkenna hjá

unglingum (11-15 ára) og sálfélagslega skólaumhverfisins. Eftirfarandi þættir sem tilheyra

skólaumhverfinu eru skoðaðir: námsálag, einelti, tengsl við samnemendur, samskipti við

kennara og skólaánægja. Gögnin voru fengin úr rannsókninni Heilsa og lífskjör skólanema

2013/2014 sem er hluti af alþjóðlegri rannsókn, Health behavior in school-aged children

(HBSC). Þátttakendur eru nemendur í 6., 8. og 10. bekk.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að sálvefræn einkenni séu nokkuð algeng hjá

íslenskum unglingum. Tíðni þeirra er mest hjá stúlkum í 10. bekk en kynjamunur er á tíðni

einkennanna og hefur hærri tíðni jákvæða fylgni við hærri aldur hjá stúlkum en ekki

drengjum. Sálfélagslega skólaumhverfið hefur mikil áhrif á tíðni sálvefrænna einkenna hjá

unglingum og eru stærstu áhrifaþættir þess tengsl við samnemendur og álag vegna náms.

Neikvæð upplifun af einelti, að líka illa í skólanum og samskipti við kennara hafa einnig

jákvæða fylgni við hærri tíðni einkenna, sem og aldur og kyn.

Lykilhugtök: Sálvefræn einkenni, sálfélagslega skólaumhverfið, unglingar.

Page 6: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga iii

Abstract

Headache, abdominal pain, sadness, nervousness and irritation are common complaints

among adolescents. These unexplained psychological and somatic symptoms, which often

have no biological causes, are commonly referred to as psychosomatic symptoms. It’s

believed that the origins of these symptoms are psychological and/or social in nature as well

as demographic. The experience adolescents have during their school years can have both

positive and negative effects on their physical and emotional health. The purpose of this

study is to examine the connection between psychosomatic symptoms in adolescence and the

psychosocial school environment which includes bullying, academic pressure,

communication with teachers and peers, as well as school happiness. We hypothesize that a

negative psychosocial school environment is an important predictor of psychosomatic

symptoms in adolescence, where girls experience more symptoms than boys. The data used

in this study comes from the cross-national survey called Health behavior in school-aged

children (HBSC). Data collection took place between the years 2013 and 2014, through self-

completion questionnaires. Participants were Icelandic school students at the age of 11,13

and 15.

The main results are that psychosomatic symptoms are quite common in Icelandic

adolescents, with 15 year old girls having the most symptoms. There is a gender difference in

the prevalence of these symptoms with more symptoms being positively correlated with

higher age among girls but not among boys. There is a large effect of the psychosocial school

environment on psychosomatic symptoms in adolescents. Negative school experience such as

being bullied, not liking school and academic pressure are positively correlated with the

severity of symptoms, as well as gender and age. The strongest predictors of the school

variables on psychosomatic symptoms are connections with peers and academic pressure.

Keywords: Psychosomatic symptoms, psychosocial school environment, adolescents.

Page 7: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga iv

Þakkarorð

Við viljum þakka leiðbeinandanum okkar, Kjartani Ólafssyni, fyrir veitta aðstoð og leiðsögn.

Einnig þökkum við fjölskyldum okkar og vinum fyrir veittan stuðning.

Page 8: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga v

Efnisyfirlit

Útdráttur  ...........................................................................................................................  ii  

Abstract  ...........................................................................................................................  iii  

Þakkarorð  .........................................................................................................................  iv  

Efnisyfirlit  ..........................................................................................................................  v  

Töfluyfirlit  ........................................................................................................................  vi  

Fræðilegt  yfirlit  ..................................................................................................................  1  Sálvefræn  einkenni  .....................................................................................................................  2  Sálfélagslega  skólaumhverfið  .....................................................................................................  4  

Álag vegna náms  ..........................................................................................................................  6  Einelti  í  skóla  .................................................................................................................................  6  Tengsl  við  samnemendur  ..............................................................................................................  7  Samskipti  við  kennara  ...................................................................................................................  8  

Markmið  rannsóknarinnar  ..........................................................................................................  9  

Aðferð  .............................................................................................................................  10  Þátttakendur  og  framkvæmd  ...................................................................................................  10  Mælitæki  .................................................................................................................................  11  

Fylgibreyta: Sálvefræn einkenni  ..............................................................................................  11  Frumbreytur  ..............................................................................................................................  14  

Samskipti við kennara  ...........................................................................................................................  14  Tengsl við samnemendur  ......................................................................................................................  15  Einelti  ....................................................................................................................................................  16  Álag vegna náms og skólaánægja  ........................................................................................................  16  

Úrvinnsla  gagna  ........................................................................................................................  17  

Niðurstöður  .....................................................................................................................  17  

Umræður  ........................................................................................................................  21  Takmarkanir  og  frekari  rannsóknir  ...........................................................................................  23  

Heimildaskrá  ...................................................................................................................  25  

Page 9: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga vi

Töfluyfirlit

Tafla 1 Meðaltal, staðalfrávik og tíðni vikulega eða oftar (%) sálvefrænna einkenna eftir kyni og bekk .........13

Tafla 2 Chronbach´s Alpha, þáttahleðsla og fylgni frumbreyta við fylgibreytu ................................................15

Tafla 3 Aðhvarfsgreining ...................................................................................................................................18

Tafla 4 Dreifigreining fyrir allar breytur eftir kyni og bekk ..............................................................................20

Tafla 5 Hlufall nemenda með hæstu stig eftir kyni og bekk ...............................................................................20

Page 10: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 1

Tengsl sálvefrænna einkenna unglinga við sálfélagslega skólaumhverfið

Unglingsárin eru sérstaklega mikilvægt tímabil í þroska einstaklingsins þar sem

félagslegt, efnahagslegt og pólitískt umhverfi hans getur mótað í hvaða átt heilsa hans og

velferð þróast (Viner o.fl., 2012). Grunnskólinn skipar stóran sess í lífi barna og unglinga en

samkvæmt grunnskólalögum nr 91/2008, 28.grein með áorðnum breytingum 91/2011 og

76/2016, eiga nemendur að njóta að minnsta kosti 180 daga á ári í skólanum, fjórar til fimm

klukkustundir á dag. Innan veggja skólans fer tími þeirra þó ekki einungis í lærdóm heldur

einnig í félagsleg samskipti við kennara og samnemendur. Því má segja að skólinn gegni

mikilvægu hlutverki í uppeldi og félagsmótun barna og unglinga. Samkvæmt Bradshaw og

Keung (2011) getur sú reynsla sem nemendur verða fyrir í skólanum haft áhrif á mótun

sjálfsmyndar þeirra, sjálfs-skynjun (e. self-perceptions) og heilsuhegðun, og þar af leiðandi

framtíðarheilsu þeirra og lífsánægju. Jákvæð reynsla af skólanum er talin stuðla að betri

heilsu og vellíðan, en neikvæð reynsla getur að sama skapi verið áhættuþáttur hvað varðar

andlega og líkamlega heilsu nemenda (Currie o.fl., 2012).

Fræðilegt yfirlit

Allt að þriðjungur evrópskra unglinga kvartar undan líkamlegum verkjum á borð við

höfuðverk og bakverk, sem og sálrænum einkennum eins og depurð og pirringi vikulega eða

oftar, án þess að bein skýring á þeim sé til staðar (Gerber og Pühse, 2008; Kelly, Molcho,

Doyle og Gabhainn, 2010; Viner og Christie, 2005). Þessi einkenni og verkir eiga sér í

einhverjum tilfellum líffræðilegar orsakir, svo sem líkamlegar breytingar sem fylgja

unglingsárunum eða sjúkdóma af einhverju tagi, en algengara er þó að engar þekktar

líffræðilegar ástæður liggi að baki (Konijnenberg o.fl., 2006). Því telja sumir að

umhverfisþættir á borð við heimilisaðstæður og neikvæð félagsleg samskipti og/eða sálrænir

þættir líkt og vanlíðan og geðsjúkdómar geti að einhverju leyti, eða jafnvel öllu, skýrt þessi

einkenni (Shapiro og Nguyen, 2010; Viner og Christie, 2005). Hugmyndir hafa einnig verið

Page 11: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 2

uppi um að þessi einkenni kunni að vera svar líkamans við streituvöldum úr umhverfinu og

telja Brill, Patel og MacDonald (2001) orsakir streitu hjá börnum og unglingum geta verið af

ýmsu tagi, svo sem nám, vandamál innan fjölskyldunnar, hópþrýstingur frá félögum,

langvarandi sjúkdómur eða fötlun foreldra. Þá getur skólaumhverfið reynst mörgum börnum

og unglingum erfitt þar sem áskoranir tengdar félagslegum samskiptum og námi geta komið

upp og valdið streitu (Murberg og Bru, 2004). Þessir skólatengdu streituvaldar geta til dæmis

verið vandi í samskiptum við vini og/eða samnemendur, vandi í samskiptum við kennara,

einelti, álag sem tengist náminu og ótti við að ná ófullnægjandi árangri.

Sálvefræn einkenni

Líkamleg og sálræn einkenni sem ekki er hægt að skýra með líffræðilegum hætti eða

engar þekktar ástæður geta útskýrt, kallast sálvefræn einkenni (e. psychosomatic symptoms).

Orsakir þeirra, þróun og birtingarmynd er flókið og margbreytilegt samspil ólíkra þátta og

hefur verið efni mýmargra rannsókna (Beck, 2008; Oatis, 2002; Plenty, Östbert, Almquist,

Augustine og Modin, 2014; Viner og Christie, 2005). Samkvæmt Beck (2008) eru orsakir,

upphaf og þróun sálvefrænna einkenna háð mörgum ólíkum þáttum. Lýðfræðilegir og

líkamlegir þættir einstaklingsins sjálfs (til dæmis aldur, kyn, kynþroski og líkamleg viðbrögð

við áreiti) í samspili við félagslegt umhverfi hans (fjölskylduhagir, áreiti, umbun og

félagshagfræðileg staða (e. socioeconomic status)) eru grunnurinn. Ofan á hann hafa síðan

þættir á borð við bjargráð, alvarleiki einkennanna og hæfni einstaklingsins í félagslegum og

akademískum aðstæðum áhrif. Samkvæmt Viner og Christie (2005) endurspegla sálvefræn

einkenni í flestum tilfellum ekki sjúkdóm af líffræðilegum toga, heldur eru þau tilkomin

vegna vaxandi krafa á ýmsum sviðum samfélagsins svo sem vegna menntunar, félagsstarfs og

þátttöku í íþróttum, ásamt vaxtakippum og líffræðilegum breytingum sem fylgja kynþroska.

Þá geta þau einnig verið viðbrögð við streitu og ýmis konar álagi, til dæmis taugaóstyrkleika í

félagslegum aðstæðum, skilnaði foreldra og álags í skóla (Oatis, 2002).

Page 12: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 3

Sálvefræn einkenni skiptast annars vegar í líkamlega kvilla líkt og höfuðverk, bakverk,

kviðverk og svima og hins vegar í sálræna kvilla á borð við depurð, taugaóstyrkleika,

erfiðleika með að sofna og pirring (Natvig, Albrektsen, Anderssen og Qvarnstrøm ,1999).

Hvaða einkenni eru talin til sálvefrænna er þó nokkuð misjafnt milli rannsókna og hafa

minnkuð matarlyst, þreyta (Kinnunen, Laukkanen og Kylmä, 2010), húðvandamál, grátur og

næturvæta (Fekkes, Pijpers og Verloove-Vanhorick, 2004) einnig verið flokkuð sem

sálfvefræn einkenni.

Samkvæmt rannsóknum á tíðni sálvefrænna einkenna finna um 20-30% barna og

unglinga fyrir sálvefrænum einkennum (Flett, Molnar, Nepon, og Hewitt, 2012; Hjern,

Alfven og Östberg, 2008; Konijnenberg o.fl. ,2006; Natvig o.fl., 1999). Plenty, Östberg,

Almquist, Augustine og Modin (2014) segja stærstan hluta 15-16 ára sænskra unglinga finna

fyrir sálvefrænum einkennum á einhverjum tímapunkti og höfuðverkur og magaverkur séu

algengustu einkennin. Af þeim sem finna fyrir einkennum þjást 30% af höfuðverk og 20% af

magaverk einu sinni í viku eða oftar. Einkennin birtast yfirleitt nokkur í einu en ekki ein og

sér (Alfvén, 1993; Knishkowy, Palti, Tima, Adler og Gofin, 1995) og í rannsókn Kelly,

Molcho, Doyle og Gabhainn (2010) sagðist tæpur helmingur 11– 13 ára írskra unglinga finna

fyrir tveimur eða fleiri einkennum, vikulega eða oftar.

Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

ára). Þau þjáðust af líkamlegum verkjum sem ekki hafði fundist líffræðileg ástæða fyrir og

tilkynntu 60% þeirra einnig um sálræna kvilla. Við nánari skoðun fannst líkamleg orsök fyrir

verkjunum hjá hluta barnanna og var hlutfall þeirra sem einnig voru með sálræna kvilla 40%.

Hjá hópnum sem engin líkamleg orsök fannst hjá var hlutfallið hins vegar mun hærra eða

69%.

Rannsóknir á tengslum sálvefrænna einkenna og aldurs gefa ekki skýrar niðurstöður.

Rannsókn Gillander-Gådin og Hammarström (2000) á sænskum börnum og unglingum, 9-12

Page 13: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 4

ára, sýnir til dæmis að magaverkur sé algengari hjá yngri unglingum en þeim eldri. Rannsókn

Petersen, Bergström og Brulin (2003) á 6-13 ára sænskum börnum og unglingum segja

magaverk þvert á móti verða algengari með aldrinum og sama eigi við um höfuð- og bakverk.

Flestar rannsóknir sýna þó fram á að almennt séu einkennin sjaldgæfari hjá yngri unglingum,

algengi þeirra aukist fram að 16-18 ára en minnki aftur eftir það, jafnvel örlítið fyrr hjá

drengjum (Gadin og Hemmerström, 2003; Friberg, Hagquist og Osika, 2012; Isshiki og

Morimoto, 2004; Vanaelst o. fl, 2012 ). Í sumum tilfellum hverfa sálvefrænu einkennin alveg

en það á þó ekki alltaf við og geta þau fylgt einstaklingum fram eftir aldri. Finnskur

unglingur sem finnur fyrir sálvefrænum einkennum þegar hann er 16 ára er þrisvar sinnum

líklegri til þess að finna fyrir þeim 21 árs en þeir sem ekki eru með einkenni 16 ára

(Poikolainen, Aalto-Setälä, Marttunen, Tuulio-Henriksson og Lönnqvist, 2000).

Kynjamunur á tíðni sálvefrænna einkenna er ekki marktækur fyrr en við 12 ára aldur

(Gådin og Hemmerström, 2003; Gillander-Gådin og Hammarström, 2000; Vanaelst o.fl.

2012). Eftir það eru stúlkur allt að tvisvar sinnum líklegri en drengir til þess að skýra frá

sálvefrænum einkennum (Bergström o.fl., 2015; Hellström, Nilsson, Leppert og Aslund,

2015; Plenty o.fl., 2014; Sweeting, West og Der, 2007; Varga, Piko, og Fitzpatrick, 2014;

Yngwe og Östberg, 2012) og eykst sá munur með aldrinum (Östberg, Alfven og Hjern, 2006;

Plenty o.fl., 2014). Það sama á við í niðurstöðum HBSC 2009/2010 og á Íslandi er hlutfall

íslenskra stúlkna sem finna fyrir tveimur eða fleiri sálvefrænum einkennum oftar en einu

sinni í viku: 30% á meðal 11 ára, 35% meðal 13 ára og 44% meðal 15 ára. Hjá drengjum er

hlutfallið 24%, 26% og 29% og er munurinn á kynjunum marktækur í öllum tilfellum (Currie

o.fl., 2012).

Sálfélagslega skólaumhverfið

Ástralskir unglingar, 13-17 ára, sem eru félagslega sterkir utan skólans en finna sig

ekki innan hans eru líklegir til þess að vera með þunglyndis og/eða kvíða einkenni (Bond,

Page 14: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 5

Butler, Thomas, Carling og Glover, 2007). Einnig hefur stuðningur frá kennurum meiri fylgni

við heilsu sænskra 11-15 ára unglinga en stuðningur frá foreldrum þeirra (Sonmark og

Modin, 2017). Þessi fylgni milli þess hvernig nemendum líður í skólanum, heilsu þeirra og

tíðni sálrænna einkenna gefur vísbendingu um það hversu stóran þátt skólaumhverfið hefur á

líðan og heilsu unglinga. Í Aðalnámskrá grunnskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneyti,

2016) er tekið fram að starfshættir skóla, samskipti nemenda sín á milli sem og samskipti

milli nemenda og kennara séu mikilvægir þættir sem meðal annars eigi að stuðla að velferð

nemenda. Í skólum fer því fleira fram en einungis miðlun upplýsinga og skiptir líðan

nemenda einnig máli þegar kemur að menntun þeirra. Meilstrup o.fl. (2015) segja að þættir

eins og skólabragur sem og stefna og verklag skólayfirvalda (e. contextual level) skýri

einungis 4,1% sálvefrænna einkenna nemenda og því sé það ekki skólaumhverfið sjálft

heldur upplifun nemandans af því sem skipti mestu máli.

Ýmis hugtök eru notuð til þess að lýsa þessari upplifun nemenda og sambandi þeirra

við sálfélagslega skólaumhverfið sitt. Í yfirlitsrannsókn Libbey (2004) er farið yfir hugtök

sem innihalda þátttöku nemenda í félagslega skólaumhverfinu, hvernig þeir tengjast því sem

og líðan þeirra innan þess (e. connectedness, attachment, bonding, engagement) en aðrir nota

hugtakið sálfélagslegt skólaumhverfi (e. psychosocial school environment) (Elovaionio o.fl.,

2011; Haapasalo, Välimaa og Kannas, 2010; Takakura, Wake og Kobyashi, 2005). Hugtökin

eiga það þó öll sameiginlegt að ná til þess hversu virkur og ábyrgur þátttakandi nemandinn er

í skólastarfinu, hvernig hann tengist félagslegu umhverfi skólans, viðhorf hans til kennara,

námsins og samnemenda, hvort hann upplifi álag vegna námsins og almennt hvernig

nemandanum líður í skólanum. Í þessari rannsókn er er notast við hugtakið sálfélagslegt

skólaumhverfi og það skoðað út frá samskiptum unglinga við samnemendur sína og kennara,

viðhorf til kennslunnar, einelti, álagi og skólaánægju.

Page 15: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 6

Álag vegna náms

Álag sem skandinavískir unglingar upplifa í skólanum (e. School Distress) hefur

sterka fylgni við sálvefræn einkenni (Natvig, Albrektsen og Qvarnstrøm, 2003) og samkvæmt

Hjern, Alfven og Östberg (2008) hefur álagið sem þeir upplifa vegna námsins þar mikil áhrif.

Munur er á kynjunum þegar kemur að því hvort unglingar upplifi álag vegna námsins.

Norskar stúlkur (13-18 ára) upplifa almennt meira álag tengt skólastarfinu en norskir drengir

og eykst sá munur með aldrinum (Moksnes, Moljord, Espnesb og Byrne, 2010). Samkvæmt

upplýsingum úr gagnagrunni sænsku lífskjara könnuninnar (Barns levnadsförhållanden,

2017) segjast 28% stúlkna og 15% drengja 12 til 15 ára upplifa álag vegna verkefna og prófa

en hlutfallið eykst í 58% og 24% í aldurshópnum 16-18 ára. Skýrsla Currie o.fl. (2012) um

niðurstöður HBSC 2009/2010 sýnir einnig kynja- og aldursmun á tíðni upplifaðs álags vegna

náms hjá íslenskum unglingum. Samkvæmt henni eykst tíðnin úr 25% í 62% hjá stúlkum frá

11 til 15 ára en úr 30% í 49% hjá drengjum. Hjá drengjum eykst tíðnin mest milli 11 og 13

ára en milli 13 og 16 ára hjá stúlkum.

Ef rýnt er betur í ákveðna þætti innan námsins kemur í ljós að stúlkurnar upplifa

meira álag tengt árangri (Moksnes o.fl., 2010) og meiri kröfur (Schraml, 2011) á meðan

drengjum þykir lærdómurinn erfiðari en stúlkum. Sá munur minnkar þó með aldrinum þar

sem stúlkurnar standa í stað en lærdómurinn verður drengjum auðveldari eftir því sem þeir

eldast (Gillander-Gådin og Hammarström, 2000).

Einelti í skóla

Einelti er alvarlegt samfélagslegt vandamál og afleiðingar þess geta verið slæmar fyrir

andlega og líkamlega líðan þeirra sem verða fyrir því. Það felur í sér endurtekið líkamlegt

og/eða andlegt ofbeldi þar sem tilgangurinn er að valda öðrum vanlíðan (Pepler og Craig,

2000). Með tímanum aukast völd gerenda (þeirra sem leggja í einelti) yfir þolandanum (sá

sem verður fyrir eineltinu) sem á sífelt erfiðara með að verja sig (Currie o.fl., 2012). Tíðni

Page 16: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 7

eineltis er mismunandi eftir löndum. Samkvæmt niðurstöðum HBSC 2009/2010 (Currie o.f.l.,

2012) um algengi þess að vera lagður í einelti er tíðni þess tiltölulega lág á meðal 11 ára

barna á Íslandi (8% stúlkna og 10% drengja) miðað við þau lönd þar sem hún er hæst (27%

stúlkna og 32% drengja í Litháen). Einnig sýndu niðurstöðurnar að tíðni þess lækkar frá 11 til

15 ára aldurs og á það við um bæði kynin.

Í yfirlitsrannsókn Gini og Pozzoli (2013) kemur fram að þolendur eineltis eru tvisvar

sinnum líklegri til þess að finna fyrir sálvefrænum einkennum en aðrir unglingar. Þeir eru

einnig líklegri til að upplifa sálvefræn einkenni en gerendur, þeir sem aldrei hafa orðið fyrir

einelti og unglingar sem eru bæði gerendur og þolendur (Fekkes o.fl., 2004; Forero,

McLellan, Rissel og Bauman, 1999; Gini, 2008; Gini og Pozzoli, 2013).

Í rannsókn Natvig, Albrektsen, og Qvarnstrøm (2001) kom í ljós að norskir nemendur

á aldrinum 13-15 ára, sem lagðir eru í einelti eru marktækt líklegri til þess að finna fyrir

öllum þeim sálvefrænu einkennum sem spurt var um (fyrir utan svefnleysi) en nemendur sem

hafa aldrei orðið fyrir einelti. Þá er kynjamunur til staðar á fylgni sálvefrænna einkenna og

eineltis hjá 12-16 ára sænskum unglingum en stúlkurnar eru líklegri til þess að finna fyrir

einkennum í tengslum við einelti en drengirnir (Landstedt og Persson, 2014).

Tengsl við samnemendur

Fáir unglingar komast hjá því að eiga samskipti við samnemendur sína og aðra

jafnaldra og geta einkenni samskiptanna haft mikil áhrif þegar kemur að heilsu þeirra og

vellíðan. Allir unglingar tilheyra að minnsta kosti einum hópi og telja Torsheim og Wold

(2001) þau ferli sem eiga sér stað innan hópanna (e. intra-group processes) hafa mestu

áhrifin á neikvæð heilsufarstengd einkenni (e. negative health complaint) unglinga. Gæði

þeirra tengsla sem unglingar eiga við jafnaldra sína eru einnig mikilvæg og stór áhrifaþáttur

þegar kemur að sálrænni aðlögun (e. psychological adjustment) þeirra (Wilkinson, 2010). Þá

eru skert félagsleg samskipti eitt af forspárgildum sálvefrænna einkenna (Konijnenberg o.fl.,

Page 17: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 8

2006). Hjá skandinavískum unglingum er félagslegur stuðningur frá samnemendum einnig

mikilvægur. Því minni sem stuðningurinn er því meiri eru sálvefrænu einkennin (Natvig o.fl.,

2003; Plenty o.fl., 2014) og því meiri sem hann er þeim mun minni hætta er á sálvefrænum

einkennum, sérstaklega meðal drengja (Natvik o.fl., 1999). Í sama streng taka Konijnenberg

o.fl. (2006) sem telja skert félagsleg samskipti eitt af forspárgildum sálvefrænna einkenna hjá

hollenskum börnum og unglingum. Ekki eru þó allir sammála um mikilvægi þessara

samskipta en samkvæmt rannsókn Segura-Jiménez, Carbonell-Baeza, Keating, Ruiz og

Castro-Pinero (2015) á spænskum börnum og unglingum (6-18 ára) er fylgni milli

sálvefrænna einkenna og samskipta við jafnaldra ekki til staðar. Rannsókn Condén, Leppert,

Ekselius og Åslund (2013) á sænskum unglingum (15-18 ára) styður að einhverju leyti þá

niðurstöðu, þar sem þeir fundu aðeins litla fylgni milli sálvefrænna einkenna og þess að vera

til baka í félagslegum samskiptum (e. social inhibition).

Kynjamunur virðist ekki vera til staðar þegar kemur að félagslegum samskiptum

unglinga við jafnaldra sína og samnemendur að öðru leiti en því að stúlkur segjast frekar fá

minni stuðning frá bekkjarfélögum sínum en drengir (Plenty o.fl., 2014).

Samskipti við kennara

Umhyggja og áhugi kennara hefur almennt góð áhrif á heilsu enskra og spænskra

unglinga og á það við um allan aldur og bæði kynin (García-Moya, Brooks, Morgan og

Moreno, 2015). Sá stuðningur sem kennarar veita unglingum er einnig mikilvægur líkt og

McNeely og Falci (2004) komust einnig að, en rannsókn þeirra á 12-18 ára bandarískum

unglingum sýndi að góður stuðningur frá kennurum hefur mikið forvarnargildi þegar kemur

að hvers konar áhættuhegðun hjá unglingum. Hversu vel eða illa þeim líður almennt í

skólanum hefur hins vegar ekki marktæka fylgni við áhættuhegðun, sem sýnir mikilvægi

kennara sem áhrifavalda í lífi unglinga. Þá hefur stuðningur kennara marktæka fylgni við

sálrænt ástand unglinga á þann hátt að því meiri sem stuðningurinn er, því hamingjusamari

Page 18: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 9

eru þeir (Natvig o.fl., 2003) og því minni sem stuðningurinn er því tíðari eru sálvefræn

einkenni (Plenty o.fl., 2014).

Framkoma kennara er einnig áhrifaþáttur þegar kemur að tíðni sálvefrænna einkenna

hjá unglingum (Hjern o.fl., 2008) og eru þeir sem verða fyrir einelti af hendi kennara í meiri

hættu á að upplifa sálvefræn einkenni en þeir sem ekki verða fyrir því (Landstedt og Persson,

2014). Kennslan virðist einnig hafa áhrif á sálvefræn einkenni unglinga en hraði yfirferðar á

námsefni er áhrifaþáttur þegar kemur að tíðni þeirra (Hjern o.fl., 2008) og samkvæmt tölum

frá sænsku lífskjara könnuninni (Barns levnadsförhållanden, 2017) segjast 25% (13-15 ára)

til 31% (16-18 ára) þeirra unglinga sem upplifa álag í skólanum það tilkomið vegna krafa frá

kennurum.

Samkvæmt Colarossi og Eccles (2003) og Joyce og Early (2014) er ekki marktækur

kynjamunur á því hversu mikinn stuðning bandarískir unglingar upplifa frá kennurum en

Johnson, Crosnoe og Thaden (2006) komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að stúlkur eigi

almennt betri samskipti við kennara en drengir. Rannsókn Colarossi og Eccles (2003) sýndi

fram á að kynjamunur er ekki til staðar á því hversu mikill stuðningurinn er, en fylgnin milli

hans og þunglyndiseinkenna sé þó mun meiri hjá stúlkum en drengjum. Sama er að segja um

niðurstöður Joyce og Early (2014) en þeir fundu marktæka fylgni milli umhyggju af hendi

kennara og þunglyndiseinkenna hjá stúlkum. Niðurstöður rannsóknar Landstedt og Persson

(2014) voru að ekki væri kynjamunur meðal sænskra unglinga að öðru leiti en því að þegar

skortur væri á stuðningi kennara væri fylgnin við sálvefræn einkenni einungis marktæk hjá

stúlkum.

Markmið rannsóknarinnar

Líkt og fram hefur komið sýna rannsóknir að einelti, upplifun af kennurum og

kennslunni og samnemendur séu áhrifaþættir þegar kemur að tíðni sálvefrænna einkenna hjá

unglingum (Gini og Pozzoli, 2013; Hjern o.fl., 2008; Landstedt og Persson, 2014; Natvig,

Page 19: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 10

Albrektsen og Qvarnstrøm, 2001; Natvig o.fl., 2003 og Plenty o.fl., 2014). Þær rannsóknir

taka hins vegar einungis til ákveðinna þátta innan sálfélagslega skólaumhverfið og vantar því

að skoða áhrif þess í heild sinni. Þar að auki hafa áhrif þess hvernig unglingum líkar almennt

í skólanum ekki verið rannsökuð. Samkvæmt Friberg, Hagquist og Osika (2012), Gadin og

Hemmerström (2003), Isshiki og Morimoto (2004) og Vanaelst o. fl, (2012) eykst tíðni

sálvefrænna einkenna unglinga með aldrinum frá 12 til 18 ára og er skýr kynjamunur á þeirri

aukningu á þá leið að einkennin aukast mun meira hjá stúlkum en drengjum (Currie o.fl.,

2012; Plenty o.fl., 2014 og Östberg o.fl., 2006). Þá sýna niðurstöður Currie o.fl. (2012) að

stúlkur upplifi meira álag vegna námsins en drengir og sá munur aukist einnig með aldrinum.

Markmið þessarar rannsóknar er að bæta við þá þekkingu sem þegar er til staðar um áhrif

kyns, aldurs og sálfélagslega skólaumhverfisins á algengi sálvefrænna einkenna hjá

unglingum og setjum við fram eftirfarandi tilgátur:

1.   Eftir því sem upplifun 11-15 ára unglinga af sálfélagslega skólaumhverfinu er verri

finna þeir fyrir meiri sálvefrænum einkennum.

2.   Sálvefræn einkenni 11-15 ára unglinga aukast með aldrinum og meira hjá stúlkum en

drengjum.

3.   Álag vegna náms eykst einnig meira með aldrinum hjá 11-15 ára stúlkum en

drengjum og er það stærsti áhrifaþáttur sálfélagslega skólaumhverfisins þegar kemur

að algengi sálvefrænna einkenna hjá unglingsstúlkum.

Aðferð

Þátttakendur og framkvæmd

Gögnin sem notuð eru í þessari rannsókn eru fengin úr rannsókninni Heilsa og lífskjör

skólanema 2013/14, sem er hluti af alþjóðlega samstarfsverkefninu Health Behaviours in

School-Aged Children (HBSC). HBSC rannsóknin er unnin fyrir tilstuðlan

Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og alls taka þátt 45 lönd í Evrópu og Norður

Page 20: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 11

Ameríku (HBSC, e.d.). Rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti fyrir börn og unglinga í

6., 8. og 10. bekk og er tilgangur hennar að fylgjast með félagslegum, efnahagslegum og

heilsufarslegum þáttum í lífi unglinga.

Á Íslandi stendur Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri að framkvæmd

rannsóknarinnar (HBSC á Íslandi, e.d.). Öll nauðsynleg leyfi voru fengin fyrir rannsókninni,

en einnig fengu foreldrar barnanna send bréf með upplýsingum um hana og gátu þeir neitað

þátttöku fyrir hönd barna sinna. Kennarar og rannsóknaraðilar sáu um að dreifa

spurningalistanum til nemenda og fór fyrirlögnin fram í kennslustofum á skólatíma.

Nemendur voru beðnir um að skrifa ekki nafnið sitt á listana til að gæta nafnleyndar. Alls

svöruðu 11019 nemendur í 171 grunnskólum rannsókninni skólaárið 2013/2014 en brottfallið

var 253 (2,3%). Kynjahlutfallið var 50,3% drengir og 49,7% stúlkur. Í 6.bekk voru 3509

nemendur, 3740 í 8.bekk og í 3482 í 10.bekk.

Mælitæki

Spurningalistarnir sem notaðir voru til þess að safna gögnunum tilheyra rannsókninni

Heilsa og lífskjör skólanema. Spurningalistarnir voru tvenns konar og var annar lagður fyrir

nemendur í 6. og 8. bekk en hinn fyrir nemendur í 10. bekk. Í listanum fyrir yngri

nemendurna voru 87 spurningar en 25 spurningar aukalega í listanum fyrir eldri hópinn og

voru þær því 112. Í þessari rannsókn er þó eingöngu unnið með spurningar sem eru eins á

báðum listunum og tengjast kennurum, samnemendum, álagi vegna náms, einelti,

skólaánægju og sálvefrænum einkennum.

Fylgibreyta: Sálvefræn einkenni. Til þess að mæla sálvefræn einkenni þátttakenda

var notast við HBSC- symptom checklist (HBSC-SCL) sem inniheldur átta líkamleg og sálræn

einkenni (höfuðverkur, kviðverkir, bakverkir, depurð, pirringur, taugaóstyrkleiki,

svefnerfiðleikar og svimi) (King o.fl., 1996). Rannsóknir sýna að þessi kvarði hefur gott

réttmæti (Haugland og Wold 2001; Ravens-Sieberer o.fl. 2010) og áreiðanleika (Haugland og

Page 21: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 12

Wold, 2001) sem alþjóðlegur mælikvarði á sálvefræn einkenni (Gariepy, McKinnon,

Sentenac, og Elgar, 2016). Í íslenska spurningalistanum eru atriðin 10, þar sem „háls-og

herðaverkur” og „verkir í útlimum” hefur verið bætt við.

Í spurningalistunum voru þátttakendur beðnir um að svara hversu oft þeir höfðu

fundið fyrir eftirfarandi einkennum á síðustu 6 mánuðum: höfuðverk, magaverk, bakverk,

verið dapur/döpur, verið pirruð/aður eða skapvond(ur), verið taugaóstyrk(ur), átt erfitt með að

sofna, fengið svima, verk í hálsi eða herðum, verk í útlimum. Svörin eru mæld á 5 punkta

raðkvarða frá daglega til sjaldan/aldrei (1= hér um það bil daglega, 2= oftar en einu sinni í

viku, 3= um það bil vikulega, 4= um það bil mánaðarlega og 5= sjaldan eða aldrei). Líkt og í

rannsóknum Haugland og Wold (2001) og Walsh, Bruckauf og Gaspar (2016) voru stigin

reiknuð út frá kvarðanum 0-4 þar sem 0 er að finna sjaldan eða aldrei fyrir einkennum en 4 að

finna daglega fyrir einkennum. Líkt og sést í töflu 1 er pirringur algengasta einkennið hjá

báðum kynjum en að meðaltali finna 44,1% drengja og 50,2% stúlkna fyrir honum oftar en

einu sinni í viku. Svefnerfiðleikar eru næst algengasta einkennið, eða 44,7% stúlkna og

39,2% drengja sem eiga erfitt með svefn oftar en einu sinni í viku. Tafla 1 sýnir nánar

dreifingu sálvefrænna einkenna eftir bekkjum og kyni. Til þess að fá heildarstigafjölda

einkenna fyrir hvern og einn þátttakanda voru breyturnar lagðar saman, þar sem minnst var

hægt að fá 0 en mest 40. Áður en það var gert var innri samkvæmni atriðanna skoðuð með

Cronbach´s Alpha áreiðanleikastuðli og var hann 0,88 fyrir öll 10 atriðin. Einkennin tvö sem

bætt var við íslenska listann hafa fylgni (Pearsons r) upp á 0,62 og 0,54 við hin atriðin og

þegar innri samkvæmni var skoðuð fyrir átta atriða skalann lækkaði stuðullinn niður í 0,85.

Því var ákveðið að halda þeim inni. Útkoman var sálvefrænn kvarði, settur saman úr svörum

10299 þátttakenda (brottfall 720/6,5%) og tók gildi frá 0-40. Meðaltalið var 11,17,

staðalfrávikið 8,64, miðgildi 9, með skekkju upp á 0,91 (sjá töflu 1 fyrir meðaltal og

staðalfrávik eftir kyni og bekkjum).

Page 22: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 13

Tafla 1

Meðaltal, staðalfrávik og tíðni vikulega eða oftar (%) sálvefrænna einkenna eftir kyni og bekk

6. bekkur 8. bekkur 10. bekkur

Sálvefræn einkenni Meðaltal Staðalfrávik Vikulega

eða oftar % Meðaltal Staðalfrávik Vikulega eða oftar % Meðaltal Staðalfrávik Vikulega

eða oftar %

Stúlkur

Sálvefræn einkenni (0-40)* 10,27 8,41

12,48 8,79

15,11 9,38

Höfuðverkur (0-4) 1,16 1,31 33,9 1,32 1,3 39,2 1,53 1,31 47,1

Magaverkur (0-4) 1,15 1,24 33,7 1,22 1,16 33,1 1,37 1,21 38,6

Bakverkur (0-4) 0,77 1,19 22,7 1,11 1,29 31,9 1,49 1,42 42,7 Depurð (0-4) 1,17 1,22 34,3 1,37 1,28 39,5 1,74 1,35 52,4 Pirringur (0-4) 1,3 1,22 38,4 1,65 1,23 51,3 1,96 1,24 61 Taugaóstyrkleiki (0-4) 0,78 1,1 22,7 1,23 1,28 36,3 1,71 1,4 51,6

Verkir í útlimum (0-4) 0,67 1,12 19 0,84 1,17 23,4 0,97 1,28 27,4

Háls-og herðaverkur(0-4) 0,97 1,26 26,9 1,18 1,3 33,2 1,44 1,41 42,4

Svimi (0-4) 0,82 1,21 22,6 1,01 1,29 29,6 1,29 1,38 37,3 Svefnerfiðleikar (0-4) 1,46 1,47 42,5 1,54 1,45 44,6 1,62 1,45 46,9

Drengir

Sálvefræn einkenni (0-40)* 9,11 7,73

10,14 7,93

9,71 7,71

Höfuðverkur (0-4) 0,95 1,17 27,4 1,05 1,19 31 0,91 1,09 25,3 Magaverkur (0-4) 0,88 1,11 24 0,95 1,09 25,8 0,79 0,99 21,3 Bakverkur (0-4) 0,64 1,11 17,8 0,97 1,27 28,2 1,06 1,24 29,4 Depurð (0-4) 0,98 1,17 27,7 0,88 1,12 24,5 0,96 1,14 25,8 Pirringur (0-4) 1,27 1,21 37,1 1,5 1,22 46,3 1,54 1,19 48,9 Taugaóstyrkleiki (0-4) 0,7 1,05 20,8 0,86 1,12 25,1 0,87 1,11 24,3

Verkir í útlimum (0-4) 0,71 1,13 20 0,84 1,16 24,2 0,71 1,11 19,6

Háls-og herðaverkur(0-4) 0,85 1,19 23 0,91 1,21 25,1 0,86 1,16 24

Svimi (0-4) 0,72 1,12 20,1 0,83 1,19 23,6 0,79 1,12 22 Svefnerfiðleikar (0-4) 1,4 1,43 42,2 1,33 1,37 39,3 1,21 1,3 36

*Samanlagður skali frá 0-40

Page 23: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 14

Frumbreytur. Til þess að gefa sem besta heildarmynd af niðurstöðunum var gerð

leitandi þáttagreining til þess að fá skýrari mynd af völdum breytum sem tengjast

sálfélagslega skólaumhverfinu. Leitandi þáttagreining flokkar einstök atriði sem mæla sama

hugtakið og setur þau upp í þætti sem eru lýsandi fyrir atriðin. Niðurstöður

þáttagreiningarinnar skiluðu af sér þremur þáttum með eigingildi hærra en 1 (viðmið Kaiser):

samskipti við kennara, tengsl við samnemendur og einelti. Ákveðið var að sameina þær

breytur sem hlóðust undir samskipti við kennara og tengsl við samnemendur en hafa

breyturnar „álag í skóla“, „að vera lögð/lagður í einelti“ og „að leggja í einelti“ einar og sér

þar sem þær hlóðust misvel við hina þættina. „Skólaánægja“ hlóðst mest á þáttinn tengsl við

samnemendur (0,499) en einnig á samskipti við kennara (0,393) og einelti (0,255) og var

ákveðið að taka hana einnig út fyrir þættina. Innri samkvæmni breytanna var skoðuð með

Cronbach‘s Alpha áreiðanleikastuðli sem tekur gildi frá 0 (ekkert samkvæmni) til 1,0

(fullkomin samkvæmni). Algengt er að miða við hærra en 0,6-0,7 til þess að óhætt sé að

sameina einstök atriði.

Samskipti við kennara. Fyrsti þáttur snýr að samskiptum við kennara en undir hann falla 12

atriði (sjá töflu 2). Þátturinn skýrir 40% af heildardreifingu atriðanna. Öll atriðin eru mæld á

fimm punkta raðkvarða (1= mjög sammála, 2= frekar sammála, 3= hvorki né, 4= frekar

ósammála, 5= mjög ósammála). Innri samkvæmni atriðanna er góð eða α = 0,930. Svörin

voru lögð saman í eina breytu og fékk hver nemandi stig á skalanum 0-60 (m=24,9, sf=9).

Allir nemendur svöruðu að minnsta kosti einni spurningu en brottfallið eftir sameiningu var

alls 884. 90% nemenda voru með minna en 37 stig.

Page 24: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 15

Tafla 2

Chronbach´s Alpha, þáttahleðsla og fylgni frumbreyta við fylgibreytu

Breyta m sf α Þátta-hleðsla r

Samnemendura 7,43 2,7 .789 .387*

Hvernig líður þér í frímínútum c 1,6 0,82 .645

Bekkjarfélögunum finnst gaman að vera saman c 1,99 0,85 .755

Flestir bekkjarfélagar eru vingjarnlegir c 1,95 0,85 .798

Bekkjarfélagarnir taka mér eins og ég er c 1,9 0,94 .800

Kennararb 24,9 9,1 .931 .338*

Kennararnir taka mér eins og ég er c 1,65 0,83 .672

Mér finnst kennurunum vera annt um mig sem einstakling c 2,15 0,97 .698

Ég treysti kennurunum mínum mjög vel c 2,0 1,05 .763

Kennararnir eru hvetjandi þegar ég er að vinna verkefni í skólanum c 2,08 0,98 .780

Ef mig vantar meiri hjálp get ég fengið hana c 1,79 0,91 .695

Kennararnir skýra út fyrir mér hvernig ég get gert betur í verkefnum c 1,88 0,93 .756

Kennararnir sýna mér hvernig ég get leyst verkefni c 1,82 0,88 .723

Mér finnst að kennararnir mínir gefi mér valfrelsi í náminu c 2,55 1,12 .707

Kennararnir reyna að skilja mitt sjónarmið áður en þeir stinga upp á nýjum leiðum til að leysa hlutina c

2,42 1,1 .793

Kennararnir skýra út hvað ég á að gera og hvernig ég á að gera það c 1,8 0,86 .719

Kennararnir hlusta á hvernig ég vil gera hlutina c 2,36 1,13 .790

Mér finnst námið og kennslan sniðið að mínum þörfum c 2,44 1,13 .725

Hvernig líkar þér í skólanum? d 1,67 0,71 .361*

Hversu miklu álagi verður þú fyrir vegna skólanámsins? d 2,52 0,9 .275*

Hversu oft hefur þú verið lagður/lögð í einelti í skólanum undanfarna mánuði? c 1,28 0,72 .263*

Hversu oft hefur þú tekið þátt í að leggja annan nemanda í einelti í skólanum? c 1,12 0,43 .124*

Kyn .171*

Bekkur .126*

* p = 0.01 a skali = 0-20 b skali = 0-60 c skali = 1-5 d skali = 1-4

Tengsl við samnemendur. Fjögur atriði féllu undir þátt tvö og eru þau lýsandi fyrir

samskipti unglinganna sín á milli innan skólaumhverfisins (sjá töflu 2) og skýrir hann 11,2%

af heildardreifingu atriðanna. Öll atriðin voru mæld á fimm punkta raðkvarða (1= mjög

Page 25: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 16

sammála, 2= sammála, 3= hvorki né, 4= ósammála, 5= mjög ósammála). Cronbach´s Alpha

sýndi ásættanlega innri samkvæmni (α = 0,789). Eftir að atriðin voru sameinuð gat hver

nemandi hlotið stig á kvarðanum 0-20 (m=7,43, sf=2,69). Allir nemendur svöruðu að minnsta

kosti einni spurningu, brottfallið eftir sameiningu var alls 407 og 99% nemenda voru með

minna en 17 stig.

Einelti. Þriðji þátturinn samanstóð af þeim tveimur atriðum sem mæla hugtakið

einelti og skýrði 6% af heildardreifingu atriðinna. Hins vegar var ákveðið að sameina þessi

tvö atriði ekki, þar sem þau mæla tvö ólík hugtök, annars vegar að vera lögð/lagður í einelti

og hins vegar að leggja í einelti. Þessi atriði standa því sjálfstætt. Spurningarnar sem eiga að

mæla einelti eru tvenns konar, annars vegar „hversu oft hefur þú verið lögð/lagður í einelti í

skólanum undanfarna mánuði?“ og hins vegar „hversu oft hefur þú tekið þátt í að leggja

annan nemanda í einelti í skólanum á undanförnum mánuðum?“. Báðar spurningarnar voru

mældar á fimm punkta raðkvarða: „Aldrei“, „það hefur aðeins komið fyrir einu sinni eða

tvisvar“, „2 eða 3 sinnum í mánuði“, „um það bil einu sinni í viku“ og „nokkrum sinnum í

viku“. Alls sögðust 94% nemenda sjaldan eða aldrei vera lagðir í einelti og 0,6% sögðust hafa

lagt annan nemanda í einelti einu sinni í viku eða oftar. Brottfall í lögð/lagður í einelti var

391 og 421 í leggur í einelti.

Álag vegna náms og skólaánægja. Námsálag er mælt með spurningunni „Hversu

miklu álagi verður þú fyrir vegna skólanáms?“ sem mæld er á fjögurra punkta raðkvarða (1=

engu, 2= litlu, 3= nokkru og 4= miklu). Þeir sem svöruðu spurningunni voru 10793 og

brottfall var 226. Alls sögðust 13,1% ekki verða fyrir neinu álagi og 15% fyrir miklu álagi.

Spurningin „Hvernig líkar þér í skólanum?“ var notuð til þess að mæla ánægju nemenda í

skólanum. Hún er mæld á fjögurra punkta raðkvarða (1= Líkar mjög vel, 2= líkar þokkalega,

3= líkar ekki vel og 4= líkar alls ekki vel). 10846 nemendur svöruðu, brottfall var 123, og

sögðu 45% þeirra að þeim líkaði mjög vel í skólanum.

Page 26: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 17

Úrvinnsla gagna

Tölfræðileg úrvinnsla var gerð með IBM SPSS tölfræðiforritinu, útgáfu 21. Sameinuð

voru tvö gagnasöfn sem innihéldu annars vegar gögn um 10. bekkinga og hins vegar gögn um

6. og 8. bekkinga. Ógild svör voru ekki með í útreikningi og tölfræðileg marktækni var

miðuð við 95% öryggismörk, eða p <0,05.

Fyrir aðhvarfsgreiningu voru fjórar breytur staðgengilskóðaðar á þann hátt að þær

fengu tvö gildi hver. Þeir sem höfðu aldrei eða einu sinni til tvisvar verið lagðir í einelti fengu

gildið 0 og þeir sem höfðu verið lagðir í einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar fengu

gildið 1. Breytan að leggja í einelti var staðgengilskóðuð á sama hátt. Hversu mikið álag

nemandi verður fyrir vegna námsins hafði fjóra svarmöguleika og fékk miklu gildið 1 en

engu, litlu og nokkru fengu gildið 0. Þá var nemendum skipt í tvennt eftir því hvernig þeim

líkar í skólanum en þeim sem líkar ekki vel eða alls ekki vel í skólanum var gefið gildið 1 og

þeim sem líkar mjög vel eða þokkalega var gefið gildið 0. Skalarnir sem sýndu

heildarstigafjölda unglinganna fyrir breyturnar tengsl við samnemendur og samskipti við

kennara voru styttir í 0-10 stig til þess að gera breytileika þeirra sýnilegri í

aðhvarfsgreiningunni.

Niðurstöður

Til þess að skoða hvort tilgáta eitt, um að neikvæð upplifun 11-15 ára unglinga af

sálfélagslega skólaumhverfinu hafi jákvæða fylgni við tíðni sálvefrænna einkenna, var gerð

þrepaskipt aðhvarfsgreining þar sem sálvefræn einkenni voru höfð sem fylgibreyta. Áður en

hún var framkvæmd voru viðeigandi forsendur skoðaðar og metið að þeim væri öllum mætt.

Lýðfræðilegu breyturnar kyn og bekkur voru settar inn í líkan eitt, álag vegna náms í annað

líkan, einelti og skólaánægja í líkan þrjú og samskipti við kennara og tengsl við

samnemendur í fjórða líkan. Líkt og sést á töflu 3 skýra kyn og bekkur 4,9% af dreifni

sálvefrænna einkenna og er líkanið marktækt, F(3,8815) = 150,17, p < 0,001. Með því að bæta

Page 27: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 18

álagi vegna náms við líkanið hækkar skýrða dreifnin í 11,6% og er sú hækkun marktæk,

F(4,8814) = 289,69, p <0,001. Eineltisbreyturnar og skólaánægja hækkuðu skýrðu dreifnina í

19,7% í líkani þrjú eða marktæk hækkun um 8,1%, F(7,8811) = 308,86, p < 0,001. Með fjórða

og síðasta líkaninu verður skýrð heildardreifni aðhvarfsgreiningarinnar 27,1% og er hún

marktæk, F(9,8809) = 364,49, p < 0,001. Mesta forspárgildið hafa tengsl við samnemendur.

Tafla 3

Aðhvarfsgreining

Líkan 1 Líkan 2 Líkan 3 Líkan 4

óstöðluð hallatala

Stöðluð hallatala

óstöðluð hallatala

Stöðluð hallatala

óstöðluð hallatala

Stöðluð hallatala

óstöðluð hallatala

Stöðluð hallatala

Fasti 8,05 7,770 6,960 3,710 Lýðfræðilegar breytur Stelpa 3,120 ,182 2,806 ,164 2,838 ,166 2,348 ,137

10.bekkur 2,670 ,149 1,772 ,099 2,037 ,114 1,507 ,084 8.bekkur 1,710 ,096 1,185 ,066 1,239 ,069 ,675 ,038

Álag vegna náms 6,331 ,264 5,136 ,214 4,287 ,179 Skólaánægja 6,231 ,201 2,626 ,085 Lagður í einelti 6,328 ,162 4,036 ,103 Leggur í einelti 2,290 ,028 1,573 ,019 Samskipti við kennara (0-10) ,737 ,161

við bekkjafélaga (0-10) 2,953 ,214

R² 0,221 0,341 0,444 0,521 ΔR² 0,049 0,116 0,197 0,271 F 150,165 289,69 308,86 364,49

*p<0,05

Samkvæmt heildarlíkaninu er drengur í 6. bekk með 3,7 stig á sálvefræna einkenna

skalanum (0-40 stig) þegar stjórnað er fyrir öllum sálfélagslegum þáttum skólaumhverfisins

og öðrum bekkjum. Ef nemandinn er stúlka hækkar hann í 6 stig, hann hækkar í 4,4 ef hann

er í 8. bekk og 5,2 ef hann er í 10. bekk. Þeir nemendur sem upplifa mikið álag vegna

námsins hækka um 4,2 stig og þeim sem líkar illa í skólanum hækka um 2,6 stig. Allar

breytur sálfélagslega skólaumhverfisins lögðu marktækt til aukningar á tíðni sálvefrænna

einkenna og stenst því tilgáta eitt, að neikvæð upplifun 11-15 ára unglinga af sálfélagslega

skólaumhverfinu hafi jákvæða fylgni við sálvefræn einkenni.

Page 28: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 19

Tafla 4

Dreifigreining fyrir allar breytur eftir kyni og bekk 6. bekkur 8. bekkur 10. bekkur Allir Stúlkur Drengir Allir Stúlkur Drengir Allir Stúlkur Drengir

m sf m sf m sf m sf m sf m sf m sf m sf m sf

Sálvefræn einkenni

9,7 8,1 10,3 8,4 9,1 7,7 11.3 8,5 12,5 8,8 10,1 7,9 12,3 9,0 15,1 9,4 9,7 7,7

Kennarar 2,0 1,7 1,9 1,7 2,2 1,7 2,9 1,9 2,9 1,9 3,0 1,9 3.0 1,9 3,0 1,8 3,0 1,9

Sam-nemendur

0,9 0,7 0,9 0,7 0,8 0,6 0,8 0,6 0,7 0,2 0,7 0,5 0,8 0,6 0,9 0,7 0,7 0,6

Skólaánægja 1,6 0,7 1,6 0,7 1,7 0,7 1,7 0,7 1,7 0,7 1,7 0,7 1,7 0,7 1,7 0,7 1,7 0,7

Álag í skóla 2,2 0,9 2,1 0,9 2,2 0,9 2,6 0,9 2,7 0,8 2,5 1,7 2,8 0,9 3,0 0,8 2,6 0,9

Lögð/lagður í einelti

1,4 0,8 1,3 0,8 1,4 0,8 1,3 0,7 1,3 0,7 1,3 0,7 1,2 0,6 1,2 0,6 1,2 0,5

Leggja í einelti

1,1 0,5 1,1 0,4 1,2 0,5 0,1 0,4 1,1 0,4 1,2 0,5 1,1 0,4 1,1 0,3 1,2 0,5

Ekki marktækur munur

Dreifigreining var framkvæmd til þess að kanna hvort tilgáta tvö, um að sálvefræn

einkenni aukist með aldrinum og þá meira hjá stúlkum en drengjum, standist (sjá töflu 4).

Munur milli kynja á sálvefrænum einkennum var marktækur í öllum bekkjum á eftirfarandi

hátt frá 6. til 10. bekkjar: F(1, 3173)=15,998, p < 0,001; F(1, 3530)=68,790, p < 0,001;

F(1,3314)=327,964, p < 0,001. Meðaltal sálvefrænna einkenna eykst úr 9,71 í 6. bekk í 11,23 í

8. bekk (15,7% aukning) og 12,4 í 10. bekk (10% aukning) eða alls um 27,7% milli 6. og 10.

bekkja og er munurinn marktækur; F(2, 10079)=81,576, p < 0,001). Ef kynin eru skoðuð hvort

fyrir sig er munurinn einnig marktækur á milli bekkja; F(2, 5024)=7,342, p < 0,001 hjá

drengjum og F(2, 4993)=121,962, p < 0,001 hjá stúlkum. Hlutfallslega er aukning einkenna hjá

stúlkum tæp 22% milli 6. og 8. bekkja og 21,5% milli 8. og 10. bekkjar og alls er aukningin

frá 6. bekk til 10. bekkjar 47%. Sálvefrænu einkennin aukast um 11% milli 6. og 8. bekkja

hjá drengjum en lækka hins vegar um 4% milli 8. og 10. bekkja og er aukningin milli 6. og

10. bekkja 8%. Í heildina aukast einkennin því um 27,7% hjá unglingum almennt en einungis

um 8% hjá drengjum á móti 47% hjá stúlkum og er aukningin milli kynja og bekkja marktæk

samkvæmt aðhvarfsgreiningu (t = 8,682, p < 0,001). Tilgáta tvö, að sálvefræn einkenni 11-15

Page 29: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 20

ára unglinga aukist með aldrinum og meira hjá stúlkum en drengjum, stenst því aðeins að

hluta til þar sem tíðni sálvefrænna einkenna hækkar ekki með aldrinum hjá drengjum.

Tafla 5

Hlufall nemenda með hæstu stig eftir kyni og bekk

Sálvefræn einkennia Kennararb Sam-

nemendurc Ánægja í skólad

Álag í skólae

Lögð/lagður í eineltif

Leggur í eineltig

s d s d s d s d s d s d s d

6. bekkur 2,9 1,9 1,4 1,6 1,9 1,1 5,8 9,2 7,7 7,0 6,7 7,7 0,7 2,4

8. bekkur 4,3 2,0 3,2 4,0 1,5 1,4 10,0 10,0 17,2 13,6 6,2 5,0 0,6 1,2

10. bekkur 7,4 1,5 2,8 3,4 1,6 1,2 10,0 8,4 26,7 16,7 4,2 2,9 0,5 2,1 s = stúlka, d = drengur a % hlutfall nemenda með > 30 stig af 0-40 b % hlutfall nemenda með > 45 af 0-60 c % hlutfall nemenda með > 15 stig af 0-20 d % hlutfall nemenda sem svöruðu líkar ekki vel og líkar alls ekki vel e % hlutfall nemenda sem svöruðu mikið álag f % hlutfall nemenda sem eru lagðir í eineilti oftar en einu sinni í mánuði g % hlutfall nemenda sem eru leggja aðra í eineilti oftar en einu sinni í mánuði

Tilgáta þrjú, hvort álag vegna náms aukist meira með aldrinum hjá 11-15 ára stúlkum

en drengjum og sé stærsti áhrifaþáttur sálfélagslega skólaumhverfisins þegar kemur að

algengi sálvefrænna einkenna hjá unglingsstúlkum, var að hluta til einnig könnuð með

dreifigreiningu. Meðaltal álags vegna náms hjá báðum kynjum hækkar um 18% milli 6. og 8.

bekkja og um 8% milli 8. og 10. bekkjar. Samtals er 27% hækkun milli 6. og 10. bekkja og er

munurinn milli bekkja marktækur, F(3,10584) = 31,281, p < 0,001. Hjá stúlkum eykst álagið um

29% milli 6. og 8. bekkja og 11% milli 8. og 10 bekkja eða 43% í heildina. Hjá drengjunum

er heildaraukningin 18%, 14% milli 6. og 10. bekkja en einungis 4% milli 8. og 10. bekkja.

Í báðum tilfellum var aukningin marktæk, F(3,5211) = 305,533, p < 0,001 og F(3,5263) = 87,540,

p < 0,001. Ekki var marktækur munur á kynjunum í 6. bekk en hann var marktækur í 8. bekk

(F(3,3671) = 22,922, p < 0,001) og 10. bekk (F(3,3404) = 44,658, p < 0,001.

Til þess að skoða nánar neikvæða upplifun unglinga af sálfélagslega skólaumhverfinu

voru hlutföll þeirra unglinga sem eru með neikvæðustu upplifunina könnuð (sjá töflu 5). Þar

sést að þó meðaltal upplifaðs álags vegna námsins hækki ekki mikið, fjölgar þeim mjög með

aldrinum sem upplifa mesta námsálagið og mun meira í hópi stúlkna en drengja. Fyrri hluti

tilgátu þrjú stenst en ekki seinni.

Page 30: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 21

Umræður

Markmið þessarar rannsóknar var að bæta við þá þekkingu sem þegar var til staðar

um áhrif kyns, aldurs og sálfélagslega skólaumhverfisins á algengi sálvefrænna einkenna hjá

unglingum. Niðurstöðurnar sýna að hægt er að skýra 27 % dreifni sálvefrænna einkenna með

kyni, aldri og sálfélagslega skólaumhverfinu. Þegar einstakir þættir innan sálfélagslega

skólaumhverfisins eru skoðaðir sést að tengsl við samnemendur er stærsti áhrifaþátturinn á

milli sálvefrænna einkenna og sálfélagslega skólaumhverfisins. Þar á eftir koma hversu mikið

álag unglingarnir upplifa vegna námsins, samskipti við kennara og kyn. Bekkur, skólaánægja

og að vera lögð/lagður í einelti hafa einnig nokkuð mikil áhrif en að leggja aðra í einelti hefur

minnstu áhrifin.

Tíðni sálvefrænna einkenna eykst töluvert með aldrinum hjá stúlkum. Svo er hins

vegar ekki hjá drengjum þar sem hún hækkar milli 11 og 13 ára en lækkar aftur milli 13 og

15 ára. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður Bergström o.fl. (2015), Hellström

Nilsson, Leppert og Aslundo (2015), Plenty o.fl. (2014), Sweeting, West og Der (2007),

Varga, Piko, og Fitzpatrick (2014), Yngwe og Östberg (2012) og Östberg, Alfven og Hjern

(2006) sem sýndu að stúlkur eru með meiri sálvefræn einkenni og þau aukist með aldrinum.

Álag vegna námsins er annar stærsti áhrifaþátturinn þegar kemur að sálvefrænum

einkennum og skýrir eitt og sér 6,7% þeirra. Það er í samræmi við niðurstöður Hjern o.fl.

(2008) sem telja álag vegna verkefna og prófa stóran áhrifaþátt á sálvefræn einkenni

unglinga. Námsálagið eykst mikið hjá báðum kynjum eftir aldri, eða um 27% frá 11 til 15

ára, sem ætti að teljast eðlileg þróun þegar nær dregur lokum grunnskóla. Áhugavert er þó að

á meðan munurinn á kynjunum er ekki marktækur í 6. bekk er hlutfall þeirra sem upplifa

mikið álag vegna námsins í 10. bekk 27% hjá stúlkum á móti 17% hjá drengjum. Þegar

hlutföll þeirra sem upplifa mesta álagið eru skoðuð má sjá vísbendingar um að námsálagið sé

Page 31: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 22

stærri áhrifaþáttur, og jafnvel stærsti, þegar kemur að tíðni sálvefrænna einkenna stúlkna. Það

er í samræmi við seinni hluta tilgátu þrjú en ekki er þó hægt að staðfesta að svo sé.

Samskipti við kennara og tengsl við samnemendur hafa miðlunaráhrif á milli

sálvefrænna einkenna og þess að vera lögð/lagður í einelti. Það kemur ekki á óvart þar sem

einelti er eitt form samskipta við samnemendur og eðlilegt að það auki neikvæða upplifun af

tengslunum. Þegar stjórnað er fyrir öllum breytum eru áhrif þess að vera lagður í einelti mikil

en að leggja aðra í einelti leggur minnst til heildarlíkansins. Þetta er í samræmi við

niðurstöður Fekkes, Pijpers og Verloove-Vanhorick (2004), Forero, McLellan, Rissel og

Bauman (1999), Gini (2008) og Gini og Pozzoli (2013) sem sýndu fram á að unglingar sem

lagðir eru í einelti eru mun líklegri til þess að finna fyrir sálvefrænum einkennum en þeir sem

leggja aðra í einelti. Drengir í öllum bekkjum eru líklegri til þess að vera gerendur í

eineltismálum en stúlkur og einnig að vera þolendur í 6. bekk. Það snýst hins vegar við í 10.

bekk þar sem stúlkur eru líklegri til þess að segjast vera lagðar í einelti.

Ekki er mikill munur á meðaltali skólaánægju drengja og stúlkna en þegar hlutfall

þeirra sem líkar verst í skólanum er skoðað sést að í 6. bekk líkar drengjum mun verr í

skólanum en stúlkum og í 10. bekk líkar stúlkunum orðið nokkuð verr en drengjum. Í

heildarlíkaninu lækkar hlutur skólaánægju um tæp 60% og eru miðlunaráhrif samskipta við

kennara og tengsla við samnemenda á milli skólaánægju og sálvefrænna einkenna því til

staðar.

Af þeim 27% sem heildarlíkanið útskýrir af sálvefrænum einkennum unglinga skýra

samskipti við kennara og tengsl við samnemendur nærri þriðjung þeirra, eða 7,4%. Mikill

munur er hins vegar á því hversu mikið hvor breytan leggur til og útskýra samskipti við

kennara einungis einn fimmta þess sem tengsl við samnemendur leggja til. Hlutur samskipta

við kennara í heildarlíkaninu er þó samt sem áður nokkuð stór og er það í samræmi við

niðurstöður Hjern o.fl. (2008) og Plenty o.fl. (2014) sem telja samskipta við kennara hafa

Page 32: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 23

áhrif á tíðni sálvefrænna einkenna hjá unglingum. Áhugavert er að skoða hversu mikil

breyting til hins verra verður á samskiptum unglinga við kennara milli 6. og 8. bekkja.

Rannsóknir Plenty o.fl. (2014), Natvig, Albrektsen, Anderssen og Qvarnstrøm (1999)

og Natvig, Albrektsen, Qvarnstrøm (2003) sýndu jákvæð áhrif þess stuðnings sem unglingar

fá frá samnemendum sínum á minni sálvefræn einkenni. Þá telja Konijnenberg o.fl. (2006)

skert félagsleg samskipti unglinga eitt af forspárgildum sálvefrænna einkenna. Niðurstöður

þessarar rannsóknar styðja við þær niðurstöður og þar með ekki niðurstöður Segura-Jiménez

o.fl. (2015) sem segja samband unglinga við jafnaldra sína ekki hafa fylgni við sálvefræn

einkenni. Hjá drengjum eru breytingar á hlutfalli þeirra sem upplifa samnemendur sína á

neikvæðan hátt í samræmi við breytingar á hlutfalli þeirra sem upplifa mestu sálvefrænu

einkennin. Þetta á hins vegar ekki við hjá stúlkum þar sem hlutfall þeirra er lægra í 10. bekk

en í 6. bekk þegar kemur að neikvæðum tengslum við samnemendur á meðan tíðni

sálvefrænna einkenna er hærri. Samskipti við samnemendur virðist því hafa meiri áhrif á

líðan drengja en stúlkna.

Bond, Butler, Thomas, Carling og Glover (2007) og Sonmark og Modin (2017) telja

félagsleg samskipti innan skólans mikilvægari áhrifaþátt en samskiptin utan hans þegar

kemur að heilsu unglinga. Ekki er hægt að styðja við það með niðurstöðum þessarar

rannsóknar þar sem hún tekur aðeins til sálfélagslega skólaumhverfisins en ljóst er að það er

stór áhrifaþáttur. Þó má segja að áhrifin séu ekki mikil miðað við þann tíma sem unglingar

eyða í skólanum. Á sama hátt er heldur ekki hægt að styðja við tilgátu Meilsrup o.fl. (2015)

varðandi mikilvægi einstaklingsins sjálfs og upplifunar hans fram yfir umhverfið.

Takmarkanir og frekari rannsóknir

Takmarkanir þessarar rannsóknar eru nokkrar. Fyrst má nefna að fylgibreytan

(sálvefræn einkenni) sem mæld er á raðkvarða er jákvætt skekkt þar sem flestir finna sjaldan

fyrir sálvefrænum einkennum. Slík skekkja getur haft áhrif á niðurstöður og túlkun þeirra.

Page 33: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 24

Hins vegar er úrtakið stórt og ætti skekkjan því ekki að hafa stórvægileg áhrif. Ekki var hægt

að stjórna fyrir sjúkdómum eða öðrum heilsufarslegum kvillum þar sem spurningalistarnir

innihéldu ekki spurningar um þá þætti. Það er því ekki hægt að fullyrða að einkennin séu í

öllum tilfellum sálvefræn. Í öðru lagi má nefna að kvarðinn sem var notaður í Heilsa og

lífskjör skólanema og í þessari rannsókn var ekki eins og upprunalegi HBSC kvarðinn, þar

sem tveimur atriðum hefur verið bætt við hann. Þó svo að áreiðanleikastuðullinn hafi hækkað

lítillega við að hafa þessi tvö atriði með er ekki víst að þau séu dæmigerð fyrir sálvefræn

einkenni. Því þyrfti fleiri rannskónar á áreiðanleika og réttmæti hans. Spurningarnar um tíðni

sálvefrænu einkennanna taka til undanfarinna sex mánaða en aðrar spurningar eru ekki

miðaðar við ákveðinn tíma. Svör við þeim miðast því við þann tíma sem spurningalistinn var

lagður fyrir og er því ekki verið að mæla fylgnibreytuna á sama tíma og flestar

frumbreyturnar.

Þegar sálvefrænu einkennin eru skoðuð hvert í sínu lagi vekur strax athygli hversu

mikill munur er á kynjunum hvað varðar depurð, en 42% stúlkna finna fyrir depurð oftar en

einu sinni í viku á móti 26% drengja. Einnig eykst taugaóstyrkleiki hjá stúlkum eftir

bekkjum, 22% í 6.bekk á móti 51,7% í 10.bekk. Þessi mikla aukning sést hins vegar ekki hjá

drengjunum. Stúlkur í 10.bekk eru hvað verst staddar þegar kemur að sálvefrænum

einkennum, en tíðni einkennanna er hæst í þeim hópi. Í ljósi þessa mikla kynjamunar ættu

framtíðarrannsóknir að skoða hvort samfélagslegir þættir varðandi mismunandi viðhorf og

kröfur sem gerðar eru til kynjanna geti haft þar áhrif. Vegna þess hve mikið álag vegna náms

eykst á unglingsárunum væri þar að auki áhugavert að skoða það út frá námsefninu og einnig

viðhorfum og upplifun kennara. Þá vakna einnig spurningar um það af hverju tengsl unglinga

við samnemendur sína versna á sama tíma og einelti minnkar. Þar sem tengsl við

samnemendur er stærsti áhrifaþátturinn þegar kemur að sálvefrænum einkennum unglinga er

vert að rannsaka hvaða þættir það eru innan þessara tengsla sem hafa þar áhrif.

Page 34: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 25

Heimildaskrá

Alfvén, G. (1993). The covariation of common psychosomatic symptoms among children

from socio-­‐economically differing residential areas. An epidemiological study. Acta

Paediatrica, 82(5), 484-487. doi:10.1111/j.1651-2227.1993.tb12728.x

Beck, J. (2008). A developmental perspective on functional somatic symptoms. Journal of

Pediatric Psychology, 33(5), 547–562. doi:10.1093/jpepsy/jsm113

Bergstrom, M., Fransson, E., Modin, B., Berlin, M., Gustafsson, P. A. og Hjern, A. (2015).

Fifty moves a year: Is there an association between joint physical custody and

psychosomatic problems in children? Journal of Epidemiology and Community

Health, 69(8), 769-774. doi:10.1136/jech-2014-205058

Bond, L., Butler, H., Thomas, L., Carlin, J., Glover, S., Bowes, G., og Patton, G. (2007).

Social and school connectedness in early secondary school as predictors of late

teenage substance use, mental health, and academic outcomes. Journal of Adolescent

Health, 40(4), 357. e9-357. e18. doi:10.1016/j.jadohealth.2006.10.013

Bradshaw, J. og Keung, A. (2011). Trends in child subjective well-being in the UK. Journal

of children's services, 6(1), 4-17. doi:10.5042/jcs.2011.0122

Brill, S. R., Patel, D. R. og MacDonald, E. (2001). Psychosomatic disorders in pediatrics.

Indian journal of pediatrics, 68(7), 597-603. doi:10.1007/BF02752270

Colarossi, L. G. og Eccles, J. S. (2003). Differential effects of support providers on

adolescents' mental health. Social Work Research, 27(1), 19-30.

doi:10.1093/swr/27.1.19

Condén, E., Leppert, J., Ekselius, L. og Åslund, C. (2013). Type D personality is a risk factor

for psychosomatic symptoms and musculoskeletal pain among adolescents: a cross-

sectional study of a large population-based cohort of Swedish adolescents. BMC

Pediatrics, 13(1), 11. doi:10.1186/1471-2431-13-11

Page 35: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 26

Craig, W. M., Pepler, D. og Atlas, R. (2000). Observations of bullying in the playground and

in the classroom. School Psychology International, 21(1), 22-36.

doi:10.1177/0143034300211002

Currie, C., Zanotti, C., Morgan, A., Currie, D., de Looze, M., Roberts, C., . . . Barnekow, V.

(ritstj.). (2012). Social determinants of health and well-being among young people.

Health Behaviour in School-aged Children (HBSC) study: international report from

the 2009/2010 survey (Health Policy for Children and Adolescents, No. 6). (uppfærð

prentun). Sótt af heimasíðu svæðisskrifstofu WHO í Evrópu:

http://www.euro.who.int/__data/assets/pdf_file/0007/167281/E96444_part1.pdf

Elovainio, M., Pietikäinen, M., Luopa, P., Kivimäki, M., Ferrie, J. E., Jokela, J., ... og

Virtanen, M. (2011). Organizational justice at school and its associations with pupils’

psychosocial school environment, health, and wellbeing. Social Science & Medicine,

73(12), 1675-1682. doi:10.1016/j.socscimed.2011.09.025

Fekkes, M., Pijpers, F. I. M. og Verloove-Vanhorick, S. P. (2004). Bullying behavior and

associations with psychosomatic complaints and depression in victims. The Journal of

Pediatrics, 144(1), 17-22. doi:10.1016/j.jpeds.2003.09.025

Flett, G. L., Molnar, D. S., Nepon, T. og Hewitt, P. L. (2012). A mediational model of

perfectionistic automatic thoughts and psychosomatic symptoms: The roles of

negative affect and daily hassles. Personality and Individual Differences, 52, 565–

570. doi:10.1016/j.paid.2011.09.010

Forero, R., McLellan, L., Rissel, C. og Bauman, A. (1999). Bullying behaviour and

psychosocial health among school students in New South Wales, Australia: cross

sectional survey. BMJ, 319(7206), 344–348. doi:10.1136/bmj.319.7206.344

Page 36: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 27

Friberg, P., Hagquist, C. og Osika, W. (2012). Self-perceived psychosomatic health in

Swedish children, adolescents and young adults: an internet-based survey over time.

BMJ open, 2(4), e000681. doi:10.1136/bmjopen-2011-000681

Gadin, K. G. og Hemmerström, A. (2003). Do changes in the psychosocial school

environment influence pupils’ health development? Results from a three-year follow-

up study. Scandinavian Journal of Social Medicine, 31(3), 169–177.

doi:10.1080/14034940210134121

García-Moya, I., Brooks, F., Morgan, A., og Moreno, C. (2015). Subjective well-being in

adolescence and teacher connectedness: A health asset analysis. Health Education

Journal, 74(6), 641-654. doi:10.1177/0017896914555039

Gariepy, G., McKinnon, B., Sentenac, M., og Elgar, F. J. (2016). Validity and reliability of a

brief symptom checklist to measure psychological health in school-aged children.

Child Indicators Research, 9(2), 471-484. doi:10.1007/s12187-015-9326-2

Gerber, M. og Pühse, U. (2008). “Don't crack under pressure!”—Do leisure time physical

activity and self-esteem moderate the relationship between school-based stress and

psychosomatic complaints? Journal of Psychosomatic Research, 65(4), 363-369.

doi:10.1016/j.jpsychores.2008.06.012

Gillander-Gådin, K. og Hammarström, A. (2000). School-related health–a cross-sectional

study among young boys and girls. International Journal of Health Services, 30(4),

797–820. doi:10.2190/K3EN-EAY9-GDTD-002Q

Gini, G. (2008). Associations between bullying behaviour, psychosomatic complaints,

emotional and behavioural problems. Journal of Paediatrics and Child Health, 44(9),

492-497. doi:10.1111/j.1440-1754.2007.01155.x

Gini, G. og Pozzoli, T. (2013). Bullied children and psychosomatic problems: A meta-

analysis. Pediatrics, 132(4), 720-729. doi:10.1542/peds.2013-0614

Page 37: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 28

Haapasalo, I., Välimaa, R. og Kannas, L. (2010). How comprehensive school students

perceive their psychosocial school environment. Scandinavian Journal of Educational

Research, 54(2), 133-150. doi:10.1080/00313831003637915

HBSC. (e.d.). [Upplýsingar um HBSC rannsóknina]. Sótt af

http://www.hbsc.org/about/index.html

HBSC á Íslandi. (e.d.). [Upplýsinar um íslenska hluta HBSC rannsóknarinnar]. Sótt af

http://www.hbsc.is/

Hellström, C., Nilsson, K. W., Leppert, J. og Aslund, C. (2015). Effects of adolescent online

gaming time and motives on depressive, musculoskeletal, and psychosomatic

symptoms. Upsala Journal of Medical Sciences, 120(4), 263–275.

doi:10.3109/03009734.2015.1049724

Hjern, A., Alfven, G. og Östberg, V. (2008). School stressors, psychological complaints and

psychosomatic pain. Acta Pædiatrica 97(1), 112–117. doi:10.1111/j.1651-

2227.2007.00585.x

Isshiki, Y. og Morimoto, K. (2004). Lifestyles and Psychosomatic Symptoms among

Elementary School: Students and Junior High School Students. Environmental Health

and Preventive Medicine 9(3), 95–102. doi:10.1007/BF02898067

Johnson, M. K., Crosnoe, R. og Thaden, L. L. (2006). Gendered patterns in adolescents'

school attachment. Social Psychology Quarterly, 69(3), 284-295.

doi:10.1177/019027250606900305

Joyce, H. D. og Early, T. J. (2014). The impact of school connectedness and teacher support

on depressive symptoms in adolescents: A multilevel analysis. Children and youth

services review, 39, 101-107. doi:10.1016/j.childyouth.2014.02.005

Page 38: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 29

Kelly, C., Molcho, M., Doyle, P. og Gabhainn, S. N. (2010). Psychosomatic symptoms

among schoolchildren. International Journal of Adolescent Medicine and Health,

22(2), 229-236. doi:10.1515/IJAMH.2010.22.2.229

Kinnunen, P., Laukkanen, E. og Kylmä, J. (2010). Associations between psychosomatic

symptoms in adolescence and mental health symptoms in early adulthood.

International journal of nursing practice, 16(1), 43-50. doi:10.1111/j.1440-

172X.2009.01782.x

Knishkowy, B., Palti, H., Tima, C., Adler, B. og Gofin, R. (1995). Symptom clusters among

young adolescents. Adolescence, 30(118), 351. Sótt af

http://web.a.ebscohost.com/ehost/detail/detail?sid=6aee67c2-3e76-4374-8fe6-

23fbeef71c5a%40sessionmgr4010&vid=1&hid=4104&bdata=JnNpdGU9ZWhvc3Qtb

Gl2ZQ%3d%3d#AN=9507210800&db=aph

Konijnenberg, A. Y., de Graeff-Meeder, E. R., van der Hoeven, J., Kimpen, J. L., Buitelaar,

J. K. og Uiterwaal, C. S. (2006). Psychiatric morbidity in children with medically

unexplained chronic pain: Diagnosis from the pediatrician's perspective. Pediatrics,

117(3), 889-897. doi:hdl.handle.net/2066/50167

Landstedt, E. og Persson, S. (2014). Bullying, cyberbullying, and mental health in young

people. Scandinavian Journal of Public Health, 42(4), 393-399.

doi:10.1177/1403494814525004

Libbey, H. P. (2004). Measuring student relationships to school: Attachment, bonding,

connectedness, and engagement. Journal of school health, 74(7), 274-283.

doi:10.1111/j.1746-1561.2004.tb08284.x

Lög um grunnskóla nr 91/2008 með áorðnum breytingum 91/2011 og 76/2016.

McNeely, C. og Falci, C. (2004). School connectedness and the transition into and out of

Health-­‐Risk behavior among adolescents: A comparison of social belonging and

Page 39: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 30

teacher support. Journal of School Health, 74(7), 284-292. doi:10.1111/j.1746-

1561.2004.tb08285.x

Meilstrup, C., Ersbøll, A. K., Nielsen, L., Koushede, V., Bendtsen, P., Due, P. og Holstein, B.

E. (2015). Emotional symptoms among adolescents: epidemiological analysis of

individual-, classroom-and school-level factors. The European Journal of Public

Health, 25(4), 644-649. doi:10.1093/eurpub/ckv046    

Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2016). Aðalnámskrá grunnskóla - almennur hluti

2011- greinasvið 2013 (3. útgáfa). Sótt af

https://www.menntamalaraduneyti.is/media/frettatengt2016/Adalsnamskra-

grunnskola-3.-utg.-2016.pdf

Moksnes, U. K., Moljord, I. E. O., Espnesb, G. A. og Byrne, D. G. (2010). The association

between stress and emotional states in adolescents: The role of gender and self-

esteem. Personality and Individual Differences, 49(5), 430–435.

doi:10.1016/j.paid.2010.04.012

Murberg, T. A. og Bru, E. (2004). School-related stress and psychosomatic symptoms among

Norwegian adolescents. School psychology international, 25(3), 317-332.

doi:10.1177/0143034304046904

Natvig, G. K., Albrektsen, G., Anderssen, N. og Qvarnstrøm, U. (1999). School-­‐related stress

and psychosomatic symptoms among school adolescents. Journal of School Health,

69(9), 362-368. doi:10.1111/j.1746-1561.1999.tb06430.x

Natvig, G. K., Albrektsen, G. og Qvarnstrøm, U. (2001). Psychosomatic symptoms among

victims of school bullying. Journal of health psychology, 6(4), 365-377.

doi:10.1177/135910530100600401

Page 40: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 31

Natvig, G. K., Albrektsen, G. og Qvarnstrøm, U. (2003). Associations between psychosocial

factors and happiness among school adolescents. International journal of nursing

practice, 9(3), 166-175. doi:10.1046/j.1440-172X.2003.00419.x

Oatis, M. D. (2002). Psychosomatic Illness in Children and Adolescents. The NYU Child

Study Center Letter, 6(3). Sótt af

http://ill.library.nyu.edu/illiad/VVU/illiad.dll?Action=10&Form=30&linktype=openu

rl&rft.volume=6&rft_val_fmt=info%3Aofi%2Ffmt%3Akev%3Amtx%3A&rft.genre=

article&rft.date=2002&rft.issue=3&rft.epage=4&rft.spage=1

Pepler, D. J. og Craig, W. (2000). Making a difference in bullying. (Skýrsla nr. 60). Sótt af

http://paideia.synaptium.net/pub/pesegpatt2/violescolar/viol_YorkQueenBullying.pdf

Petersen, S., Bergström, E. og Brulin, C. (2003). High prevalence of tiredness and pain in

young schoolchildren. Scandinavian journal of public health b, 31(5), 367–374.

doi:10.1080/14034940210165064

Plenty, S., Östberg, V., Almquist, Y. B., Augustine, L. og Modin, B. (2014). Psychosocial

working conditions: An analysis of emotional symptoms and conduct problems

amongst adolescent students. Journal of Adolescence, 37(4), 407-417.

doi:10.1016/j.adolescence.2014.03.008

Poikolainen, K., Aalto-Setälä, T., Marttunen, M., Tuulio-Henriksson, A. og Lönnqvist, J.

(2000). Predictors of somatic symptoms: a five year follow up of adolescents.

Archives of disease in childhood, 83(5), 388-392. doi:10.1136/adc.83.5.388

Schraml, K. (2011). Stress symptoms among adolescents: The role of subjective psychosocial

conditions, lifestyle, and self-esteem. Journal of adolescence, 34(5), 987 -996.

doi:10.1016/j.adolescence.2010.11.010

Segura-Jiménez, V.,Carbonell-Baeza, A., Keating, X., D., Ruiz, J. R. og Castro-Pinero, J.

(2015). Association of sleep patterns with psychological positive health and health

Page 41: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 32

complaints in children and adolescents. Qual Life Res, 24(4), 885–895.

doi:10.1007/s11136-014-0827-0

Shapiro, M. A. og Nguyen, M. L. (2010). Psychosocial stress and abdominal pain in

adolescents. Mental health in family medicine, 7(2), 65. Sótt af

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2939458/

Sonmark, K. og Modin, B. (2017). Psychosocial work environment in school and students’

somatic health complaints: An analysis of buffering resources. Scandinavian Journal

of Public Health, 45(1), 64-72. doi:10.1177/1403494816677116

Statistiska centralbyrån. (2017). Barns levnadsförhållanden: Barn om hur det är i skolan

efter indikator, redovisningsgrupp och kön. År 2014-2015. [Gagnasafn]. Sótt af

http://www.statistikdatabasen.scb.se/pxweb/sv/ssd/START__LE__LE0106__LE0106

A/LE0106Skola/?rxid=5e22b6c9-c473-46e1-b605-c3d39336b253

Sweeting, H. N., West, P. B., og Der, G. J. (2007). Explanations for female excess

psychosomatic symptoms in adolescence: evidence from a school-based cohort in the

West of Scotland. BMC public health, 7(1), 298. doi:10.1186/1471-2458-7-298

Takakura, M., Wake, N. og Kobayashi, M. (2005). Psychosocial school environment,

satisfaction with school and health complaints among Japanese high school students.

School Health, 1, 1-8. Sótt af

http://www.shobix.co.jp/sh/tempfiles/journal/2005/001.pdf

Torsheim, T., og Wold, B. (2001). School-related stress, support, and subjective health

complaints among early adolescents: a multilevel approach. Journal of adolescence,

24(6), 701-713. doi: 10.1006/jado.2001.0440

Ravens-Sieberer, U., Erhart, M., Torsheim, T., Hetland, J., Freeman, J., Danielson, M., . . .

HBSC Positive Health Group. (2008). An international scoring system for self-

Page 42: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 33

reported health complaints in adolescents. European Journal of Public Health, 18(3),

294-299. doi:10.1093/eurpub/ckn001

Vanaelst, B., De Vriendt, T., Ahrens, W., Bammann, K., Hadjigeorgiou, C., Konstabel, K., ...

og Moreno, L. A. (2012). Prevalence of psychosomatic and emotional symptoms in

European school-aged children and its relationship with childhood adversities: results

from the IDEFICS study. European child & adolescent psychiatry, 21(5), 253-265.

doi:10.1007/s00787-012-0258-9

Varga, S., Piko, B. F., og Fitzpatrick, K. M. (2014). Socioeconomic inequalities in mental

well-being among Hungarian adolescents: a cross-sectional study. International

journal for equity in health, 13(1), 100. doi:10.1186/s12939-014-0100-8

Wiklund, M., Malmgren-Olsson, E. B., Öhman, A., Bergström, E. og Fjellman-Wiklund, A.

(2012). Subjective health complaints in older adolescents are related to perceived

stress, anxiety and gender–a cross-sectional school study in Northern Sweden. BMC

public health, 12(1), 993. doi:10.1186/1471-2458-12-993

Viner, R. og Christie, D. (2005). Fatigue and somatic symptoms. BMJ, 330(7498), 1012-

1015. doi:330/7498/1012

Viner, R. M., Ozer, E. M., Denny, S., Marmot, M., Resnick, M., Fatusi, A. og Currie, C.

(2012). Adolescence and the social determinants of health. Lancet, 379, 1641–52.

doi:10.1016/S0140- 6736(12)60149-4

Wilkinson, R. B. (2010). Best friend attachment versus peer attachment in the prediction of

adolescent psychological adjustment. Journal of adolescence, 33(5), 709-717.

doi:10.1016/j.adolescence.2009.10.013

Yngwe, M. A. og Östberg, V. (2012). The family’s economic resources and adolescents’

health complaints—do adolescents’ own economic resources matter? European

Journal of Public Health, 23(1), 24–29. doi:10.1093/eurpub/cks038

Page 43: Tengsl’sálvefrænna’einkenna’unglinga’við’ sálfélagslega ... · 2018. 10. 12. · Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18

Sálvefræn einkenni unglinga 34

Östberg, V., Alfven, G. og Hjern, A. (2006). Living conditions and psychosomatic

complaints in Swedish schoolchildren. Acta Pædiatrica, 95(8), 929-934.

doi:10.1080/08035250600636545