27
Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur 1. tbl., 26. árg., maí 2012

Veiðifréttir SVFR

  • Upload
    svfr

  • View
    262

  • Download
    31

Embed Size (px)

DESCRIPTION

1. tbl. 2012

Citation preview

Page 1: Veiðifréttir SVFR

VeiðifréttirStangaveiðifélags Reykjavíkur1. tbl., 26. árg., maí 2012

Page 2: Veiðifréttir SVFR

- 2 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

Frá skrifstofu SVFRFlutningur að RafstöðvarvegiFyrir skemmstu var skrifstofa SVFR flutt að Rafstöðvarvegi 14 í Elliðaárdal. Undanfarna áratugi hefur skrifstofan verið að Háaleitisbraut 68 í Austurveri og var það með nokkrum trega sem við kvöddum gamla húsnæðið. Hins vegar verður það að segjast eins og er að umgjörðin um nýtt húsnæði félags-ins í Elliðaárdal og nálægðin við árnar gefa nýja staðnum mikinn sjarma og vonandi koma sem flestir við hjá okkur á sumardögum. Enn á eftir að flytja

þá muni sem félagið á, s.s. bókasafn, myndir og málverk. Þegar þeir munir eru komnir á sinn stað er hægt að segja að við séum endanlega flutt af gamla staðnum. Ný heimkynni SVFR verða kynnt félagsmönnum þann 19. júní nk. en þá býður félagið heim eins og lesa má nánar um hér í Veiðifréttum.

Breytingar á skrifstofu. Í vetur urðu breytingar á skrifstof-unni er Jóhanna Eysteinsdóttir tók við starfi bókara hjá okkur. Jóhanna er með yfirgripsmikla reynslu í bókhaldi en mikil áhersla er á að allar upp-lýsingar félagsins séu áreiðanlegar. Nýr sumaropnunartími mun verða auglýstur innan skamms á heima-síðunni okkar. Þess má geta að utan opnunartíma er best að ná sambandi í gegnum tölvupóst félagsins.

Heimasíða félagsins og tilkynningar.Enn og aftur hvetjum við félag-smenn til að deila upplýsingum og veiðisögum.

Þetta er hægt að gera með því að senda póst á Harald Eiríksson, ritstjóra vefs SVFR, á netfangið [email protected]. Það er um að gera að senda okkur línu, því veiðimenn þyrstir í fréttir af veiðisvæð-um félagsins. Eins er mikil-vægt að koma strax upplýsingum til starfsfólks ef eitthvað bjátar á í veiðihúsum eða veiðisvæðum á netfangið [email protected]. Þá er hægt að bregðast við og lagfæra það sem þarf.

Ógreidd veiðileyfi og félagsgjöld.Nú eiga félagsmenn að vera búnir að gera upp veiðileyfi sín fyrir sumarið. Fyrir skömmu var send tilkynning á þá sem enn hafa ekki gert skil til fulls og þeir hvattir til þess að gera slíkt ellegar semja við starfsfólk um greiðslur. Næstu daga munu ógreidd veiðileyfi verða send til innheimtu.

Laus veiðileyfiÖll laus veiðileyfi hjá Stangaveiði-félagi Reykjavíkur eru aðgengileg í vefsölunni á heimasíðu félagsins þar sem hægt er að kaupa veiðileyfi all-an sólarhringinn. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu símleiðis og tryggja sér veiðileyfi með því að millifæra á reikning félagsins. Við hvetjum félagsmenn til að fylgjast vel með vænlegum leyfum, því gjarnan koma í endursölu veiðileyfi fyrir þá félagsmenn sem forfallast.

Veiðifréttir Útgefandi:

Stangaveiðifélag ReykjavíkurSkrifstofa:

Rafstöðvarvegi 14 - 110 Reykjavík. sími 568 6050

Netfang: [email protected] - Heimasíða: www.svfr.is

Ritstjórn: Hörður Vilberg, Haraldur Eiríksson og Ásmundur HelgasonÁbyrgðarmaður: Halldór JörgenssonÚtlit & umbrot:

Skissa, auglýsingastofaForsíðumyndin:Hann er mættur!.

Myndir: Úr safni SVFR og aðsendar.

SVFR

Page 3: Veiðifréttir SVFR

Stórlaxarnir lesa

Viðskiptablaðið!

Tryggðu þér áskrift í síma 511 6622eða á [email protected]

Page 4: Veiðifréttir SVFR

- 4 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

Kæru félagar !Þá styttist í að veiðisumarið 2012 hefjist, það er að segja laxveiðin. Sjóbirtingsveiðin hefur reyndar verið í gangi frá 1.apríl. Vorvertíðin var svona í meðallagi, það komu eitt og eitt gott skot fyrir austan og veiðimenn voru aðeins að setja í hann í Varmá, meira að segja þegar menn töldu birtinginn vera genginn niður.

Urriðasvæðin fyrir norðan opna þann 30. maí og satt best að segja þá stefnir í stórveiði. Mikil hlýindi verða norðanlands vikuna fyrir opnun og lífríkissveiflan er í upptakti ... ég ætla að spá frábærri opnun!

Veiðin hefst í Norðurá, þriðjudaginn 5. júní og það verður að segjast eins og er, að hjartað er aðeins farið að slá hraðar. Veiðimenn hafa fylgst grannt með vatnsstöðu í Norðurá. Áin fór á flóð um síðustu helgi og skellti sér í rúmlega 100 rúmmetra/sek. Nú er hún að sjatna í rólegheitunum og laxinn að gera sig kláran að ganga í stóra strauminn þann 3. júní. Af því að ég er byrjaður að spá, ætla ég að halda því áfram og spái nú bestu opnun á þessari öld. Síðasta stórveiði í opnun Norðurár var 2001, þegar 26 laxar komu á land. Nú verða þeir 27!

Hvað segja fiskifræðingar Fiskifræðingar eru hóflega bjartsýnir á sumarið. Þeir minna okkur á að undanfarin ár hafi hvert metveiði-sumarið komið á eftir öðru og við skulum því hafa væntingarnar hóflegar en góðar! Af Elliðaám er það að frétta að fjöldi niðurgönguseiða í fyrra var mun meiri en undanfarin ár þannig að ef hafið hefur farið vel með laxinn, þá má vænta mikillar veiði í Elliðaám í sumar. Jóhannes Sturlaugsson, sem sér um seiðamerkingar, segir okkur að það sé enn meira af niðurgönguseiðum í sumar en í fyrra þannig að við eigum von á að Elliðaár verði í blóma!

VetrarverkinVeturinn hefur verið viðburðaríkur. Eftir hefðbundna úthlutunarvinnu í janúar, tók við samningalota við veiðiréttareigendur, þar sem samið var um framlengingu á nokkrum samningum sem voru að renna sitt skeið á enda. Með vorinu flutti SVFR sig svo um set, af Háaleitisbraut þar sem við höfum verið í rúm 40 ár, yfir á Rafstöðvaveginn. Með flutningnum opnast margir möguleikar á nýjungum í þjónustu við félagsmenn, möguleikar sem við munum kynna á næstunni.

Hvað er á döfinniÍ vor var sótt um lengingu á veiðitímabilinu í Elliðaánum, í ljósi þess að gríðarleg eftirspurn var eftir veriðidögum þar. Því miður var ekki einu sinni hægt að úthluta öllum A umsóknum hálfum degi í ánum. Orkuveitan og Reykjavíkurborg sam-þykktu framlenginguna, með heimild Veiðimálastjóra og við bætast 10 veiðidagar. Við viljum að þeir sem ekki fengu úthlutað leyfum, gangi nú fyrir, þeir dagar sem eftir verða, fara einfald-lega á netið.

Í vikunni var svo haldið sérstakt flugukastnámskeið fyrir börn og unglinga. Veiðisnillingurinn Gunnar Helgason gekkst fyrir því með dyggri aðstoð Ásmunda Helgasonar, stjórnar-manns. Þátttaka var gríðarlega góð, enda aldrei of snemmt að byrja að kenna ungviðinu réttu handtökin.

Þann 19.júní n.k. verður svo hald-ið opið hús í nýjum húsakynnum. Kynningar á veiðisvæðum, kastkennsla og kastsýning, grillaðar pylsur og sitt-hvað fleira gert til skemmtunar.

En góðir félagsmenn, megi veiði-sumarið 2012 reynast ykkur farsælt !

Bjarni Júlíusson, formaður SVFR

Spáir bestu opnun aldarinnar í Norðurá! Fiskifræðingar hóflega bjartsýnir á sumarið ...

Page 5: Veiðifréttir SVFR

Veiðifréttir - 5 - Svarið er að finna á bls. 25

Hvað sjáum við hér?

Page 6: Veiðifréttir SVFR

- 6 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

Eins og flestum er líklega kunnugt hefur SVFR flutt starfsemi sína af Háaleitisbrautinni inn í Elliðaárdal.

Af því tilefni mun SVFR bjóða öllum félögum sínum að koma í heimsókn síðdegis þann 19. júní næstkomandi til að kíkja á nýja húsnæðið og hita örlítið upp fyrir veiðisumarið.

Fljúgðu norður á vit stórlaxa og heimsfrægra urriða

Stangaveiðifélag Reykja víkur og Flugfélagið Ernir hafa gert með sér samstarfssamning um sértilboð á flugferðum til Húsavíkur til veiðimanna sem veiða á svæðum SVFR fyrir norðan. Gegn framvísun veiðileyfis frá SVFR fæst flug fram og til baka frá Reykjavík til Húsavíkur á 23.900 krónur.

Magnaðar veiðilendur sem SVFR hefur innan sinna vébanda eru fyrir norðan í Aðaldalnum. Á Nessvæðinu eiga stærstu laxar landsins lögheimili eins og frægt er orðið. Nessvæðið er nánast uppselt en einhverjar lausar stangir eru þó í boði fyrir sumarið

Opið hús hjá SVFR 19. júní

Boðið verður upp á skemmtilega veiðidagskrá, með kastsýningu og kastkeppni og formenn nokkurra árnefnda munu sitja fyrir svörum um sín ársvæði. Þá verður grillað fyrir gesti og allir sem koma geta unnið veiðidag í Elliðaánum daginn eftir, þann 20. júní eftir hádegi en árnar opna um

morguninn. Taktu því daginn frá en nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.

SVFR hvetur alla félagsmenn til að koma við í Elliðaárdalnum á nýjum heimavelli félagsins.

2012. Ekki langt undan er veiðisvæði Árbótar og Tjarnar sem er þriggja stanga svæði þar sem menn sjá um sig sjálfir í hinu glæsilega veiðihúsi Lynghóli. Svefnpláss er fyrir allt að 10 manns og verðlagning veiðileyfa er hagstæð en Lynghóll fylgir með í kaupunum. Ein hagstæðasta stórlaxaveiði landsins án efa.

Urriðasvæðin ofan virkjunar í Mývatnssveit og Laxárdal þarf vart að kynna en aðsókn að svæðunum fer nú vaxandi á nýjan leik enda lífríkið á uppleið og hróður svæðisins hefur borist víða. Segja má að urriðarnir á þessum svæðum séu orðnir heimsfrægir enda fáheyrt að draga bústna urriða á land sem

Flugfélagið Ernir og SVFR í samstarf

slá hraustlegum eins árs löxum við styrkleika og holdarfari.

Þá eru ótalin urriðasvæði SVFR neðan virkjunar á Staðartorfu (2 stangir), Múlatorfu (2 stangir)og Presthvammi (1 stöng). Þar hafa veiðimenn gert góða veiði en veiðileyfi eru hagstæð og veiðimenn algjörlega á eigin vegum. Sænskir veiðimenn sem veiddu á svæðinu sumarið 2011 veiddu um 250 urriða á einni viku og eru enn með hugann á Torfunum!

Úrval lausra leyfa er að finna í vefsölu SVFR sem er opin allan sólarhringinn. Nú er bara að bóka og skella sér í flug og lax og urriða!

Nú styttist óðum í opnun Norðurár, og svo annarra ársvæða í kjölfarið, er rétt að benda félagsmönnum á að nú fer lausum veiðileyfum ört fækkandi.

Þannig er uppselt í Straumum og sama gildir um Hítará, engin veiðileyfi eru laus á þessi svæði. Þá eru bæði Norðurá og Langá nánast uppseldar í júní og júlí en

Uppselt í júní og júlíenn er hægt að komast að í ágúst og september.

Einungis átta dagar eru lausir í Bíldsfelli, í lok júní og byrjun júlí og þá er Ásgarður nánast uppseldur út ágústmánuð.

Grjótá-Tálmi, sem áður var Hítará II, og Gljúfurá eru sömuleiðis nánast uppseldar, einungis eru nokkur holl í sept laus, fyrir utan eitt tveggja daga holl í byrjun júlí í Grjótá-Tálma.

Það er greinilegt að veiðimenn horfa bjartsýnum augum til sumarsins miðað við þessa stöðu á lausum, eða öllu heldur uppseldum leyfum.

Veiðir þú á opnunardegi Elliðaánna?

Page 7: Veiðifréttir SVFR

Veiðifréttir - 7 -

Fluguveiðiskóli við laxá í DölumFluguveiðiskóli SVFR verður haldinn við Laxá í Dölum 2.- 4. júlí í sumar. 12 nemendur komast í skólann en svo mikill áhugi reyndist á námskeiðinu að það var nánast uppbókað sama dag og fluguveiðiskólinn var kynntur. Reynt verður að bæta við öðru námskeiði í kjölfarið og er vissara fyrir áhugasama að tryggja sér sæti fyrr en seinna.

Markmið skólans er að nemendur verði fullfærir að kasta flugu í straumvatn, þekki helstu flugur, stangir, línur og veiðiaðferðir. Nemendur læra að lesa vatnið og hvernig eigi að nálgast veiðistaði án þess að styggja laxinn. Fjórir nemendur eru á kennara og deila 2 nemendur stöng. Mætt er um kl. 14 þann 2.júlí en skólanum lýkur kl. 13.00 þann 4.júlí.

Umsjónarmaður skólans er Ólafur Finnbogason, hann hefur kennt við fluguveiðiskólann við Langá í 8 ár og honum til aðstoðar verða reyndir leiðsögumenn.

Kostnaður er kr. 55.000 krónur á hvern nemenda auk fæðis (11.900 á dag). Stéttarfélög hafa greitt niður námskeiðið og hvetjum við nemendur til þess að nýta sér það. Að námskeiði loknu eiga nemendur að vera fullfærir um að veiða lax í straumvatni og aldrei að vita nema laxinn taki í miðri kennslustund þar sem veiðitímabilið verður hafið í Dölunum.

Skráning og allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason í síma 822 2307 eða [email protected].

ÞurrFluguskóli á laxárbökkumDagana 25-27. júní næstkomandi verður boðið upp á námskeið á bökkum Laxár í Laxárdal þar sem kenndar verða undirstöður þurrfluguveiða.

Veiðar með þurrflugu hafa átt vaxandi vinsældum að fagna undanfarin ár, og heittrúaðir silungs veiðimenn halda því fram að um leið og menn sjái ljósið verði ekki aftur snúið. Hvort það er rétt skal ósagt látið, en heimavöllur margra þessara manna er á bökkum Laxár í Laxárdal. Laxá hefur þar mun hægara rennsli en ofar í Mývatnssveit og því hentar dalurinn vel til þurrfluguveiða, auk þess sem að ekki skemmir fyrir að þar er silungurinn að jafnaði vænni en annarsstaðar í Laxá.

Kennarar verða Bjarni Höskuldsson á Aðalbóli og félagar hans, en þeir hafa starfað sem leiðsögumenn í Laxárdal undanfarin ár og áratugi. Kennsla fer fram frá 16.00 þann 25. júní fram til klukkan 14.00 þann 27. júní. Verð á mann er krónur 65.900 á mann. Innifalið er veiði og fæði/gisting í veiðihúsinu í Rauðhólum auk leiðsögumanna/kennarar.

Stéttarfélög hafa greitt niður námskeiðið og hvetjum við áhugasama til þess að nýta sér þann kost.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Höskuldsson í síma 866-0025. Bókanir á námskeiðið eru á netfanginu [email protected].

Page 8: Veiðifréttir SVFR

Fréttabréf SVFR

- 8 - Veiðifréttir

Nú er ekki seinna vænna en að fara í gegnum veiðidótið og tryggja að allt sé klárt fyrir tímabilið sem er að bresta á af fullum krafti. Veiði-maðurinn, tímarit SVFR, hefur verið óspar á góð ráð í gegnum tíðina. Við grípum niður í fyrstu tveimur tölu-blöðum Veiðimannsins sem komu út árið 1940 þegar hernaðarbrölt skók heimsbyggðina en stangveiði átti hug stofnenda SVFR. Hvort ráðin duga jafnvel í dag skal ósagt látið – lesendur Veiðifrétta geta látið á þau reyna – á eigin ábyrgð:

„Ef veiðimenn hafa ekki meðferðis skjólflík á köldum degi, er ágætt að „fóðra“ vestið eða jakkann með papp-ír, og er árangurinn undraverður.“

„Verið rólegur og kyrrlátur á með-an þér veiðið. Fiskarnir geta bæði séð

og heyrt hreyfinga og hávaða, sem þeir forðast.“

„Girni á að bleyta svo sem hálfri stundu áður en á að nota það.“

„Ef þið geymið maðk, er gott að skafa rauðan múrstein saman við mosann sem hann er hafður í. Gefur það maðkinum veiðilegan rauðan lit.“

„Nýmæli er það, að lita girni þannig að þau gljái ekki, er það gert á eftirfarandi hátt. Girnið er bleytt upp í eimuðu vatni, þar til það er vel mjúkt. Þá er það lagt í silfur nitrat-lausn (styrkleiki 2%) og látið liggja þar í ca. 3 tíma. Síðan er girnið þurrkað í sólar-birtu (þó ekki mjög sterkri) og fá þau þá brúnan mattan lit.“

„Gætið þess að melur komist ekki í flugusafnið þitt.“

„GÓÐUR VEIÐIMAÐUR fer vel með veiddan fisk.“

„GÓÐUR VEIÐIMAÐUR hefir góða umgengni við ána og hlýtir möglunar-laust settum reglum.“

„GÓÐUR VEIÐIMAÐUR ætti aldrei að skreyta hatt sinn með veiðiflugum, því að afleiðing þess er sú, að flugurnar upp litast auk þess sem fluguboxið er ólíkt hentugra.“

„GÓÐIR VEIÐIMENN – eru góðir félagar!“

Nokkur heilræði úr Veiðimanninum 1940

Page 9: Veiðifréttir SVFR

Veiðifréttir - 9 -

2. tbl., 25. árg., maí 2011

Viðhorfskönnun SVFRViðhorfskönnun SVFR

Nú í vetur sem leið framkvæmdi SVFR viðhorfskönnun á meðal félagsmanna sinna. Árið 2007 var gerð svipuð könnun á meðal félagsmanna og því þótti stjórn SVFR tími til kominn að endurtaka leikinn. Flestar spurningar frá könnuninni 2007 voru endurteknar auk nokkurra nýrra spurninga.

Framkvæmd könnunarinnar í vetur var þó með allt öðrum hætti en árið 2007. Fyrir fimm árum var úrtakið ekki nema 249 manns og af þeim svöruðu aðeins 148, og var könnunin framkvæmd með símaviðtölum. Engu að síður reyndust niðurstöður að mestu marktækar. Könnunin í vetur var hins vegar send á um 2.500 félagsmenn SVFR með tölvupósti og bárust 986 svör.

Helstu niðurstöður Hér á þessu síðum er að finna súlurit með niðurstöðum 27 spurninga úr könnuninni sem gaman er að rýna í en helstu niðurstöður eru hér fyrir neðan. Á súluritunum eru súlur frá 2007 könnuninni þar sem við á og eru þær súlur bláar. Þó svo að gaman sé að bera niðurstöðura kannananna saman er þó rétt að taka fram að þó að súlunum sé stillt upp hlið við hlið að þá ber að varast að oftúlka þróun á milli kannana þar sem framkvæmd þeirra var með svo ólíkum hætti.

Engu að síður er samanburðurinn fyrir hendi og forvitnilegt að bera saman hvernig svörin breytast á milli kannana. Í mörgum tilvikum er ekki mikil breyting, sem er forvitnilegt í sjálfu sér, á meðan viðhorf félagsmann til annarra atriða hafa breyst töluvert. Þannig er með úthlutunarreglurnar, félagsmönnum finnst í auknum mæli að auka eigi vægi einstaklinga í úthlutuninni. Í ljósi þess að félagsmenn virðast ekki eins sáttir við úthlutunarreglurnar og áður hefur verið, telur stjórn félagsins eðlilegt að taka reglurnar til endurskoðunar fyrir næsta umsóknartímabil. Þegar hefur verið

72,4

27,6

0

10

20

30

40

50

60

70

80

Já Nei

Sóttir þú um veiðileyfi hjá SVFR nú í janúar fyrir sumarið 2012?

2012

22,4

76,5

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

Já Nei

Hefur þú sótt um veiðileyfi hjá SVFR í forúthlutun, sem fer fram á haustin, síðastliðin tvö ár?

2012

85,8

13,5

86,1

13,9

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Já Nei

Hefur þú keypt veiðileyfi hjá öðrum aðilum en SVFR undanfarin tvö ár eða svo?

2004

2012

Page 10: Veiðifréttir SVFR

- 10 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

tekin ákvörðun um tilteknar breytingar á reglum vegna úthlutunar í Elliðaám og hugsanlega verður reglu verkið allt endurskoðað á næstu mánuðum.

Þá leiðir nýja könnunin í ljós harðari afstöðu en áður gegn veiðisvæðum sem hafa alfarið þá reglu að sleppa eigi öllum veiddum laxi. Þó fækkar þeim sem sleppa aldrei laxi og þeim fjölgar sem sleppa veiddum laxi.

Annars tala súluritin sínu máli og hér fyrir neðan er farið yfir það helsta sem könnunin leiddi í ljós.

Kaup á veiðileyfumVið spurðum um hversu virkir félagsmenn eru í að sækja um veiðileyfi hjá SVFR, bæði í forúthlutun sem og í almennri úthlutun. Kom í ljós að rúmlega 72% félagsmanna sóttu um veiðileyfi í úthlutun fyrir sumarið 2012 en ekki nema 22% sóttu um í forúthlutun fyrir sumarið. Rétt er að árétta að forúthlutun fer fram að hausti en úthlutun í janúar ár hvert. Athyglisvert er að um 86% félagsmanna hefur keypt veiðileyfi hjá öðrum veiðileyfasölum á undanförnum tveimur árum. Um helmingur félagsmanna telur að verðlagning veiðileyfa SVFR sé sambærilegt á við samkeppnisaðila en tæp 20% telja SVFR bjóða lægri verð.

Þá var einnig kannað hversu langt síðan félagsmenn keyptu sitt fyrsta veiðileyfi, og kom í ljós að tæpur helmingur félagsmanna keyptu sitt fyrsta veiðileyfi fyrir meira en 20 árum. Hvað varðar verðmæti þeirra veiðileyfa sem félagsmenn kaupa í sumar þá reikna flestir með að fara með minna en 100.000 krónur í veiðileyfi í sumar.

ÚthlutunarreglurnarÞað eru ekki margir félagsmenn sem telja sig kunna úthlutunarreglurnar utan að en þó telja um 26% þeirra sig þekkja reglurnar vel og önnur 42% sæmilega. Þá eru ekki nema 7,5% félagsmanna mjög jákvæðir gagnvart úthlutunarreglunum en um 40% eru frekar jákvæðir. 10% eru frekar neikvæðir og 4% mjög svo. Þegar spurt er um hvort auka eigi vægi einstaklinga í kerfinu skiptist þar í tvö horn; 39% vilja aukið væki einstaklinga en 44% vilja hafa það óbreytt. 2% vilja minnka vægi einstaklinga en aðrir treysta sér ekki til að taka afstöðu til þessarar spurningar.

24,3

66,2

4,7 3,4

19,8

52,3

9,9

18,0

0

10

20

30

40

50

60

70

Verð er lægra hjá SVFR Verð er sambærilegt Verð er hærra hjá SVFR Veit ekki

Hvernig er verðlagning veiðileyfa hjá SVFR miðað við aðra aðila að þínu mati?

2004

2012

9,1 10,012,4

21,0

47,5

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

50

Fyrir minna en 3 árum

Fyrir 3-5 árum Fyrir 5-10 árum Fyrir 10-20 árum Fyrir meira en 20 árum

Hvenær keyptir þú þitt fyrsta veiðileyfi í stangveiði?

2012

40,2

27,3

17,3

6,68,6

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

Undir 100.000 100-200.000 200-300.000 300-400.000 400.000 eða meira

Á að giska hversu hárri upphæð mun fjölskyldan verja til veiðileyfakaupa nú í ár?

2012

12,2

23,6

41,9

18,9

3,44,7

26,4

41,5

22,6

4,3

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

Kann þær utan að Kann þær vel Þekki sæmilega til þeirra

Þekki þær takmarkað Þekki þær ekki

Hver af eftirfarandi fullyrðingum á best við um þekkingu þína á úthlutunarreglum SVFR?

2004

2012

2007

2007

Page 11: Veiðifréttir SVFR

Veiðifréttir - 11 -

2. tbl., 25. árg., maí 2011

Veiða og sleppa? Spurningin sívinsæla um hvort auka eigi vægi veiða og sleppa aðferðarinnar í ársvæðum SVFR er alltaf áleitin og sitt sýnist hverjum. Þegar spurt er hvort félagsmenn muni kaupa veiðileyfi í á þar sem skylt er að sleppa öllum laxi þá eru 41% alveg frábitnir þeirri hugmynd en 18% telja það mjög líklegt. 52% félagsmann vilja alls ekki taka upp veiða og sleppa í fleiri ám en er í dag en 32% munu sætta sig við tilmæli vísindamanna ef svo ber undir.

Hins vegar eru 70% félagsmanna frekar eða mjög fylgjandi þeirri hugmynd að gefa tveggja ára laxi líf. 16% félagsmann sleppa hins vegar aldrei laxi sem þeir hafa veitt 20% sleppa oftar en þeir drepa veiddan lax. Þegar spurt er um hvert viðhorfið er til þess að banna allt agn nema flugu þá telja 46% það eiga rétt á sér í flestum ám en 34% á stöku stað. 12% vilja sjá slíkt fyrirkomulag alls staðar en 7% hvergi.

Hvað varðar kvóta á veiðina þá eru 72% félagsmanna frekar eða mjög hlynntir veiðikvótum og 54% telja að setja eigi kvóta þar sem vísindamenn telja það brýnt.

Agn og veiðisvæði Nánast enginn okkar félagsmanna veiðir eingöngu á maðk en 34% veiða á allt löglegt agn. 27% veiða á maðk og flugu en 39% veiða eingöngu á flugu. Stóra spurning um hvers konar veiðisvæði okkar félagsmönnum finnst vanta leiðir í ljós að helst nefna menn 2-4 stanga laxveiðisvæði, þá urriðasvæði og bleikjusvæði. Einnig vill nokkuð stór hópur svæði þar sem allt agn er leyft og þá nefna margir millistór laxveiðisvæði. Í þessari spurningu gátu svarendur merkt við fleiri en einn möguleika.

Hvað varðar kostnað við fiskrækt, eins og netauppkaup og seiðasleppingar þá finnst um 41% félagsmanna að veiðiréttareigendur eigi að bera þann kostnað en um 40% finnst að SVFR eigi að taka þátt í þeim kostnaði.

Félagsstarfið og viðhorf til félagsins70% félagsmanna hafa ekki komið á opin hús hjá félaginu undanfarin tvör ár, sem verður að teljast athyglivert. Viðhorf félagsmann almennt til félagsins er sem betur fer heilt yfir

23,0

41,2

22,3

4,72,7

7,5

40,4

35,3

10,3

4,0

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

Mjög jákvæð/ur Frekar jákvæð/ur Hvorki né Frekar neikvæð/ur Mjög neikvæð/ur

Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnvart úthlutunarreglum SVFR?

2004

2012

19,6

75,0

0,7

38,744,1

2,10

10

20

30

40

50

60

70

80

Auka vægi einstaklinga Hafa það eins og það er Minnka vægi einstaklinga

Telur þú að auka ætti vægi einstaklinga á kostnað hópa í úthlutunarreglunum eða halda væginu eins og það er?

2004

2012

16,319,0

13,6

29,3

21,1

0,7

17,9

10,7 11,6

18,3

40,7

0,80

5

10

15

20

25

30

35

40

45

Mjög líklegt Frekar líklegt Hvorki líklegt né ólíklegt

Frekar ólíklegt Mjög ólíklegt Veit ekki

Hversu líklegt er að þú myndir kaupa veiðileyfi í góðri laxveiðiá, þar sem skylt er að sleppa öllum veiddum löxum?

2004

2012

51,3

32,0

9,77,0

0

10

20

30

40

50

60

Nei, ekki veiða og sleppa á fleiri svæði

Já, þar sem vísindamenn telja það brýnt

Já, á tilteknum svæðum Veit ekki

Finnst þér að SVFR ætti að taka upp eingöngu veiða og sleppa fyrirkomulag á fleiri ársvæðum?

2012

2007

2007

Page 12: Veiðifréttir SVFR

- 12 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

ansi jákvætt, en 75% segjast vera mjög eða frekar jákvæðir gagnvart félaginu. Ekki nema 7% eru beinlínis neikvæðir gagnvart félaginu. Þá fær starfsfólk félagsins góða dóma hjá félagsmönnum en 76% eru mjög eða frekar jákvæðir gagnvart skrifstofu SVFR. Stjórn félagsins fær ekki alveg jafn góða dóma, 54% eru frekar eða mjög jákvæðir gagnvart stjórninni en 35% hafa enga sérstaka skoðun á henni. Niðurstöður úr þessum spurningum eru heldur lakari nú en í könnuninni 2007.

Útgáfan Menn eru yfirleitt jákvæðir gagnvart Veiðimanninum en nefna helst að þeir vildu sjá fleiri veiðistaðalýsingar í blaðinu og almennt meira fræðsluefni, en einnig er kallað eftir fluguhnýtingarþáttum og tölfræðiupplýsingum. Þá kemur í ljós að um 56% félagsmanna lesa alltaf Veiðifréttir og önnur 36% lesa þær stundum. Eftir að Veiðifréttir fóru yfir á rafrænt form hefur lesturinn þó aðeins minnkað.

Hér hefur verið farið yfir helstu niðurstöður könnunarinnar og mun stjórn og starfsfólk rýna betur í niðurstöður hennar á næstunni, og hafa þær til hliðsjónar við störf sín og ákvarðanatöku á næstu misserum.

37,8

33,1

14,2

8,1

4,1

0,7

35,4

30,5

15,9

11,6

5,7

0,80

5

10

15

20

25

30

35

40

Mjög fylgjandi Frekar fylgjandi Hvorki fylgjandi né mótfallinn

Frekar mótfallinn

Mjög mótfallinn Veit ekki

Hversu fylgjandi eða mótfallinn ert þú því að gefa tveggja ára laxi (stórlaxi) líf?

2004

2012

31,3

20,4

29,9

17,016,3

34,9

22,220,4

3,2

0

5

10

15

20

25

30

35

40

Sleppi aldrei Sleppi sjaldnar en ég tek

Sleppi og tek álíka oft

Sleppi oftar en ég tek

Sleppi alltaf

Sleppir þú laxi sem þú veiðir og þá hversu oft?

2004

2012

10,8

40,5

36,5

9,5

1,4

12,3

45,5

34,4

7,0

0,80

5

10

15

20

25

30

35

40

45

50

Á að vera í öllum ám Á rétt á sér í flestum ám

Á rétt á sér á stöku stað

Á hvergi rétt á sér Veit ekki

Hver af eftirfarandi fullyrðingum lýsir best viðhorfi þínu til fly only?

2004

2012

45,6

29,9

17,0

6,8

0,7

31,3

40,9

11,8 11,2

4,4

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

50

Mjög fylgjandi Frekar fylgjandi Hvorki fylgjandi né mótfallinn

Frekar mótfallinn Mjög mótfallinn

Ert þú almennt fylgjandi eða andvígur veiðikvótum, þ.e. þar sem einungis er heimilt að veiða takmarkaðan fjölda af laxi á dag?

2004

2012

2007

2007

2007

2007

Page 13: Veiðifréttir SVFR

Veiðifréttir - 13 -

2. tbl., 25. árg., maí 2011

16,4

53,5

12,917,2

0

10

20

30

40

50

60

Óþarfi að setja kvóta á fleiri svæðum

Þar sem vísindamenn telja það brýnt

Á tilteknu svæði eða svæðum

Veit ekki

Hvar finnst þér að mætti setja kvóta á veiði, þar sem ekki er kvóti í dag, ef einhvers staðar?

2012

17,6

1,4

52,0

29,126,9

0,2

38,7

34,1

0

10

20

30

40

50

60

Maðk og flugu Bara maðk Bara flugu Allt löglegt agn

Hvaða agn notar þú til veiða?

2004

2012

13,5

48,0

13,5 15,5

7,8

21,2

67,1

32,9 32,8

5,4

25,8

0

10

20

30

40

50

60

70

80

Stór laxveiðiá 10-15 stangir

Meðalstórar laxveiðiár með 6-8

stöngum*

2-4 stanga laxveiðisvæði

(fjölskylduvænt svæði)

Urriða og-eða sjóbirtingsveiði

Bleikju og-eða sjóbleikjuveiði

Fleiri veiða og sleppa ám*

Fleiri ár þar sem allt agn er leyft*

*ekki spurt um í könnun 2004**í 2012 könnun var hægt að velja fleiri en einn svarmöguleika

Hverskonar veiðisvæði finnst þér vanta mest hjá SVFR?

2004

2012**

2007

2007

Page 14: Veiðifréttir SVFR

- 14 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

3,4

41,3 40,4

5,69,3

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

SVFR á að sjá um þetta Veiðréttareigendur eiga að sjá um þetta

SVFR á að borga þetta að hluta og

veiðiréttareigendur að hluta

Skiptir ekki máli Veit ekki

Finnst þér að SVFR eigi að greiða þann kostnað sem snýr að fiskirækt, eins og netauppkaup, seiðasleppingar og fiskteljara eða eiga veiðiréttareigendur að

greiða þann kostnað.

2012

69,6

8,6

21,4

0

10

20

30

40

50

60

70

80

Nei Já ég hef komið oftar en 5 sinnum Já ég hef komið 1-5 sinnum undanfarin tvö ár

Hefur þú komið á opið hús/skemmtikvöld SVFR undanfarin tvö ár?

2012

45,943,9

7,4

1,4 0,7

20,8

54,2

17,9

6,0

0,70

10

20

30

40

50

60

Mjög jákvæð/ur Frekar jákvæð/ur Hvorki né Frekar neikvæður Mjög neikvæður

Í heildina, hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt til SVFR?

2004

2012

2007

Page 15: Veiðifréttir SVFR

Veiðifréttir - 15 -

2. tbl., 25. árg., maí 2011

45,3

31,1

14,2

0,7 1,4

29,6

46,0

19,4

2,30,7

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

50

Mjög jákvæð/ur Frekar jákvæð/ur Hvorki né Frekar neikvæður Mjög neikvæður

Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt til skrifstofu SVFR?

2004

2012

33,837,2

14,9

2,7 2,7

13,8

40,5

34,5

6,0

1,6

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

Mjög jákvæð/ur Frekar jákvæð/ur Hvorki né Frekar neikvæður Mjög neikvæður

Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt til stjórnar SVFR?

2004

2012

54,1

33,8

9,5

1,4 1,4

36,8

48,4

10,4

2,8 1,20

10

20

30

40

50

60

Mjög jákvæð/ur Frekar jákvæð/ur Hvorki né Frekar neikvæður Mjög neikvæður

Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt til blaðs SVFR, Veiðimannsins?

2004

2012

2007

2007

2007

Page 16: Veiðifréttir SVFR

- 16 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

13,0

58,5

28,5

0

10

20

30

40

50

60

70

Aukið lesturinn Hvorki minnkað né aukuð lesturinn Minnkað lesturinn

Eftir að veiðifréttir fóru yfir í rafræna útgáfu, hefur það minnkað eða aukið lestur þinn á blaðinu?

2012

76,4

17,6

5,40,7

55,5

36,2

5,91,3

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

Les þær alltaf Les þær stundum Les þær sjaldan Les þær aldrei

Hversu oft lest þú Veiðifréttir?

2004

2012

26,2 28,3

12,4 11,0

4,1

15,9

43,4

60,2

18,2

5,7

13,2 11,0 13,0

20,3

0

10

20

30

40

50

60

70

Meira fræðsluefni Fleiri veiðistaðalýsingar

Meiri tölfræðiupplýsingar

Fleiri sögur af veiðimönnum

Meira um veiði erlendis

Vil engar breytingarMeira um nýjungar í verslunum

Meira um félagsstarfið

Fleiri hnýtingarþætti með

fluguuppskriftum

Hvaða breytingar vilt þú helst sjá á efni Veiðimannsins? Má velja fleiri en eitt atriði.

2004 20122007

2007

Page 17: Veiðifréttir SVFR

Veiðifréttir - 17 -

2. tbl., 25. árg., maí 2011

Nú eru aðeins örfáir dagar í að laxveiðitímabilið 2012 hefjist. Síðastliðinn vetur hafa veiðimenn stytt sér biðina með því að rifja upp ánægjulegar stundir á bakkanum,

rýna í aflatölur, skoða myndir og fara yfir í huganum aftur og aftur og aftur eftirminnileg atvik þegar glímt var við þann silfraða. Stundum hafði laxinn betur en SVFR-félagar áttu líka sínar

Hekla Sólveig Gísladóttir landaði stærsta laxinum úr Elliðaánum 2011 og skaut þar með margri stangveiðikepmunni ref fyrir rass. Laxinn var 6 kg og veiddur í Stórhyl þann 24.júní. Flott hjá Heklu!

Jóhann Garðarson, 18 ára, fékk þennan fallega lax í - Kerlingaflúðum í Elliðaánum. Laxinn féll fyrir buffi sem var borið fram með 4 sökkum.

Hilmar Björn Ásgeirsson fékk Maríu laxinn sinn og fékk að sjálfsögðu að smakka á veiðiugganum ... mmmmm!

Svipmyndir og sögur frá 2011

stundir. Við rifjum hér upp nokkrar og þökkum þeim fyrir að deilda myndum og sögum með Veiðifréttum.

Page 18: Veiðifréttir SVFR

- 18 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

Veiðifélagið Conráð er skemmtilegur félagsskapur veiðimanna sem heldur úti líflegu veiðibloggi á veiðislóðinni: http://conrad.123.is/.

Þar er m.a. að finna frásögn frá viðburðaríkri veiðferð á Nessvæðið í Aðaldalnum undir lok ágúst síðasta sumar. Máni Svavarsson færði helstu hápunkta ferðarinnar í letur, og birti á vef Conráðs. Við grípum niður í frá-sögnina með góð-fúslegu leyfi Nökkva Svavarssonar, formanns Conráðs: „4/8 hlutar Conráðs (semsagt 2/4 hlutar ,,, eða öllu heldur 1/2 hluti) Conráðs var að störfum í Laxá í Aðaldal í lok ágúst. Með í för voru Mokveiðifélagið, Gunni og Ási, Hilli Hans, Matti, Jón Óskar, Klaus Frimor, Örn Kjartanss, og Davíð.

Það voru hálf súrir veiðimenn sem mættu okkur þegar við komum í hús. Gengi sem hefur veitt þarna í fjöldamörg ár hafði einungis náð 11 löxum. Við létum það ekki á okkur fá enda bjartsýnir með eindæmum.Verkfræðimúmín skoðaði allar bækur í þaula og tók sig til og spáði fyrir um útkomu túrsins. Með lymskulegt glott á vörum fullyrti hann að við myndum ná 25 löxum - en vildi ekki gefa upp aðferðafræðina við útreikninginn fyrr en í lok túrs. Lazymúmín gladdist gríðarlega, vitandi að það má treysta orðum Verkfræðimúmín.

Til að gera langa sögu stutta var þetta óvenju glæsilegur túr. Þar gerð-ust ævintýri sem að menn eiga eftir að segja barnabörnum frá. Helst ber að nefna að Gunni og Ási veiddu 2 dreka - í sama hylnum - á sömu fluguna - á sama klukkutímanum. Ási með 20 pundara og Gunni með 26 pundara í Presthyl, báðir teknir á Skógá túbu.

Þegar að fjórðu vakt var lokið, var Niðurfallið kominn með 2 og Verk-fræði- og Lazymúmín með sitthvorn og aðeins farið að síga í Hrokann. Það skyldi þó ekki fara þannig að hann færi aftur laxlaus heim! En þá brast á með ævintýri ....

Ég birti hér kafla úr bókinni "Laxa-hvíslarinn" sem að undirritaður er með í vinnslu um þennan ótrúlega veiðimann.

"Eitthvað gerðist í breikinu. Glampinn í augum Hrokans sást langar leiðir. Hann skundaði öruggum skrefum að bílnum. Stefnan var tekin á Grundarhorn. Það tók ekki nema 5 mínútur að keyra að veiðistaðnum og á meðan ríkti dauðaþögn í bílnum. Aldrei þessu vant sagði Hrokinn ekki orð heldur gekk þéttum skrefum úr bílnum og byrjaði að stara á hylinn. Fljótlega beindust sjónir hans að steininum í lænunni sem að sker sig frá Grundarhorni. Hrokinn reif upp strá og með einu handtaki var hann búinn að tæta fræin af stráinu. Hann stráði þeim upp í loft og fylgdist með því hvernig þau sáldruðust niður í mjúkri golunni. Niðurfallið horfði dolfallið á; það var greinilegt - Laxahvíslarinn var mættur á svæðið. Krauni ætlaði að taka til máls en var ýtt til hliðar af Hrokanum. Hann gekk öruggum skrefum að bakkanum og kastaði.

Drekinn lá í makindum við botninn, þegar hann skyndilega sér eitthvað skera hylinn á leifturhraða. Þetta hafði hann aldrei séð áður; þessa ákveðni og þennan hraða. Hann bylti sér aðeins, hálf óöruggur um hvernig hann ætti að bregðast við. Hrokinn sá byltuna, en breytti ekki um svip heldur mundaði vopnið og kastaði aftur. Í þetta skiptið var Drekinn viðbúinn, en náði ekki að hrifsa til sín þennan óboðna gest - slíkur var hraðinn. Skvetturnar þeyttust upp úr ánni og nokkrir dropar lentu á vanga Hrokans. Rólega þurrkaði hann vangann og hnusaði af hendinni. Enginn tók eftir því þegar að ofurlítið glott læddist yfir varir Hrokans, enda hvarf það í sömu andrá.

Hrokinn vissi strax hvað var að gerast og það vissi Krauni líka. Ekkert mátti útaf bera og nú tók eðlisávísun atvinnumannsins við. Án þess að segja orð við hvorn annan var Krauni búinn að hlaupa niður að bíl til að ná í leynivopnið. Á meðan stóð Hrokinn við bakkann, hreyfingarlaus og starði stálköldum augum niður á risann. Niðurfallið sá hann hvísla en hvaða þulu hann fór þar með fáum við aldrei að vita. 120 sekúndum síðar er búið að

setja Hauk Næturinnar undir. Nú var eins og hægðist á veröldinni.

Drekinn beið spenntur eftir annari árás frá SunRay og var því alls óundirbúinn þegar að hann sér Haukinn læðast framhjá sér. Hann rífur í hann til að gera svæðið hreint og vera tilbúinn fyrir aðra atlögu að SunRay - en áttar sig of seint á þessari laun fyrirsát. Hann hafði verið leiddur í gildru. Hann reynir strax að losa sig við þennan óboðna gest en það er of seint.

Hrokinn var sem frosinn í framan. Hann var búinn að sjá þetta allt fyrir og vissi hvernig þetta myndi enda. Eftir að Drekinn áttaði sig á því að hann væri fastur tók hann stefnuna á steininn. Hann hafði áður náð að berja sig við hann og losa sig og þetta yrði ekkert öðruvísi. Án þess að Hrokinn þyrfti að segja Krauna það, var hann mættur með háfinn við steininn. Þeir þekktu Drekann og vissu hvert hann stefndi. Drekinn sá háfinn aldrei þegar hann umlukti hann á hraða ljóssins. Baráttan tók nákvæmlega 99 sekúndur en í huga Hrokans jafngilti hver sekúnda einni mínútu - ef ekki klukkustund. Nokkrum mínútum síðar fékk undirritaður símtal frá Hrokanum. Ískalt sagði Hrokinn aðeins 2 orð. "Tuttugu pund".

Fyrir þá sem að efast um orð mín hér að ofan, bendi ég á efitrfarandi myndband:

20 pund á 1:39!

Hollið endaði með 29 laxa og þarf voru Mokveiðimenn og Hilli með 19! Þetta var stórkostlegur túr í alla staði og strax byrjað að telja niður í þann næsta.

Hér eru myndir af fegurðinni.

Kveðja,Fyrrverandi FormaðurLazymúmín

1. tbl., 26. árg., maí 2012

aðalDalur - NessvÆði 24.-27. ágúst 2011

laxahvíslariNN tekur til siNNa ráða

Page 19: Veiðifréttir SVFR

Á undanförnum árum og áratugum hefur stórum laxi fækkað verulega í

íslenskum ám. Svo rammt hefur kveðið að þessari fækkun, að allt frá árinu

2002 hafa íslensk veiðimálayfirvöld og fleiri hagsmunaaðilar reglulega

skorað á stangveiðimenn að þyrma lífi stórlaxa svo snúa mætti þessari

þróun við. Veiðisumarið 2012 er að hefjast og hver áin á fætur annarri opnar.

Stórir laxar eru enn nokkuð algengir snemma sumars og því má reikna

með að fyrstu dagana séu veiðimenn að glíma við stórlaxa í bland við þá

minni. Það er ljóst að við veiðimenn getum haft áhrif á þessa þróun og komið í

veg fyrir enn frekari fækkun á stórum laxi. Stöndum því saman og skorum

á aðra félaga okkar að þyrma lífi stórlaxa og sleppum þeim að lokinni

löndun! Það er okkar framlag til þessarar baráttu.

STÓRLAXARsleppa stórlöxum!

Page 20: Veiðifréttir SVFR

- 20 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR1. tbl., 26. árg., maí 2012

Laxá er rómuð fyrir miklar aflahrotur í vætutíð en þegar þurrkar eru getur reynt á veiðimanninn. Það eru ekki margir sem vita af því að fyrir um 40 árum síðan var lagður grunnur að vatnsmiðlun í Laxárvatni. Miðlunin hefur ekki verið notuð mjög lengi, uns SVFR prófaði hana sumarið 2010 og í ljós kom að hún virkaði mjög vel. Nú hefur hún verið lagfærð og verður tekin í notkun fyrir sumarið 2012. Það verður gott að eiga hana að en hún getur reynst mikilvæg til að auðvelda laxinum að ganga upp ána og dreifast vel þegar stærstu göngurnar koma í ána.

Aðkoma að veiðistöðum er góð og er áin einstaklega þægileg til að veiða á þeim 25 kílómetra kafla sem hún er laxgeng. Við Þrándargil er ennfremur rúmgott og vandað veiðihús með helstu þægindum þar sem fer einstaklega vel um veiðimenn, heimilisleg rómantík svífur yfir vötnum þar. Úr Þrándargili sjá veiðimenn niður á hinn margrómaða veiðistað Kristnapoll. Stutt er á flesta veiðistaði frá veiðihúsinu við Þrándargil.

Um 30 merktir veiðistaðir eru í Laxá í Dölum og hentar áin vel til fluguveiða. Margir veiðistaðir bera nöfn úr Laxdælasögu t.d Höskulds-staðastrengur, Leiðólfsstaða-kvörn og Kristnipollur.

Einar Falur Ingólfsson, veiðimaður og veiðiljósmyndari með meiru fangaði skemmtileg augnablik á bökkum Laxár í Dölum á liðnu sumri. Við þökkum honum fyrir að leyfa lesendum Veiðifrétta að njóta þeirra með honum ...

Laxá í Dölum er gjöful og skemmtilegVatnsmiðlun lofar góðu

Laxá í Dölum er án efa ein fallegasta laxveiðiáin hérlendis og eftirsótt meðal veiðimanna.

Í Laxá er veitt á sex dagstangir. Það hentar veiðihópum sérstaklega vel að stunda veiðar við Laxá.

Meðalveiði síðastliðinna fimm ára er rúmlega 1400 laxar og er óvíða er að finna meiri meðalveiði á hverja dagstöng.

Myndir frá Einari Fal.

Page 21: Veiðifréttir SVFR

Veiðifréttir - 21 -

2. tbl., 25. árg., maí 2011

Page 22: Veiðifréttir SVFR

- 22 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

Hver er veiðimaðurinn?Ég er fæddur 1974 og er í sambúð með Elínu Björgu Harðardóttur sjúkra-þjál-fara og eigum við saman tvö börn sem skírð voru uppúr norðlensku vatni, sú litla m.a. úr Presthylnum í Laxá í Aðaldal. Stúdent frá FG, cand. Jur frá HÍ og starfa nú sem lögmaður hjá Jónatansson & CO lögfræðistofu og jafnframt er ég lektor við lagadeild HÍ.

Hvaðan kemur hann?Ég er stoltur Þingeyingur, úr Reykja-hverfinu og ólst því upp í nágrenni við Laxá í Reykjahverfi, sem Aðaldælingar hafa hins vegar nefnt Laxá í Aðaldal og enn aðrir Laxá í Þing.

Hvar er þinn heimavöllur og hvar heldur þú helst til við stangveiðar?Það er Nessvæðið í Laxánni sem tekur öllu öðru fram og er að mínu viti fegursta ársvæði í heimi og geymir stærstu laxana (Þingeyingurinn tal-ar). Síðan er það einnig Langá á Mýr-um sem er vægast sagt hin hliðin á teningnum þegar kemur að vatns-magni. Í þessum tveimur ám ólst ég upp sem veiðimaður og hef einnig verið svo lánsamur að starfa sem leið-sögumaður í þeim báðum. Annars er ég eins og fljúgandi skítakamar út um allt land að berja ár þar sem sá silfraði lætur sjá sig.

Hvað hefur mótað þig mest sem veiðimann?Það er drottningin sjálf, þá er ég ekki að tala um Klaus Frimor, held-ur Nessvæðið í Laxá, sem er svo fjölbreyti-legt að þú þarft alltaf að aðlaga þig að nýjum og krefjandi aðstæðum. Svo eru það góðir veiðifélagar og vinir sem ég hef lært mikið af eins og Her-móður Jón og Árni Pétur í Nesi og stór-frændi

minn Hafsteinn Orri Ingvason, en þessum þremur á ég það mikið að þakka hve hratt gengur á budduna á sumrin.

Þú ert í alræmdum félagsskap sem stundar stangveiðar og hópa-myndun á bökkum laxveiðiáa - segðu mér frá því!Hafna því alfarið að vera í alræmd-um félagsskap, hins vegar er ég í miklu heiðursmannafélagi sem er stangveiðifélagið Kippurnar, sem er samansettur af gömlum Langár-gædum og er mikill gleðihópur. Hóp-inn skipa enda miklir gleðimenn en gleðikonur hafa enn sem komið er ekki verið teknar inn í félagið. Kipp-urnar hafa ýmsar skemmtilegar hefðir uppi í sínum veiðiferðum sem ekki er unnt að greina frá í svo siðfáguðu og vönduðu blaði sem Veiðifréttir eru (sennilega er þetta alræmdur félagsskapur), Þessi ferð er ávallt hápunktur veiðisumarsins. Eitthvað er nú farið að slá í menn í Kippunum Staðarhaldarinn í Nesi drakk hópinn, undir borðið í síðustu veiðiferð.

Uppáhaldsveiðistaður - tilgreindu ástæðu fyrir þessari skoðun þinni!Það er Skriðuflúð á Nessvæðinu í Laxá sem tekur öllum öðrum stöðum fram. Þetta er bæði gríðarlega fall-egur veiðistaður og býr einnig yfir mikilli og merkri sögu. Skriðiflúðin er margslungin veiðistaður þar sem þú þarft að gera ítarlega áætlun um hvernig þú ætlar að veiða hana hverju sinni, þetta snýst ekki bara um að kasta upp í einhvern streng. Það skemmir svo ekki fyrir að flestir þeir laxar sem

veiðast úr Skriðuflúðinni eru í yfirstærð (en ekki hvað).

Uppáhaldsá?Nessvæðið í Laxá í Aðaldal engin spurning. Fallegasta veiðisvæðið og geymir stærstu laxana, einmitt það sem ég sækist eftir.

Uppáhaldsagn - fluga? Af hverju?Ég er einn af þessum „flugusnobb-urum“ og veiði eingöngu á flugu og er raunar með sterkar skoðanir á notkun á öðru agni í laxveiði. Að veiða lax á flugu er að mínu viti miklu meira krefjandi og jafnari barátta heldur en t.a.m. þegar verið er að landa laxi er fallið hefur fyrir maðkinum og er tekinn lengst niður í maga. Það er bara mín skoðun að flugan sé langskemmtilegasta agnið þar sem þú átt auk þess miklu meiri möguleika á því að sleppa stórlaxi heldur en ef agnið væri maðkur. Ég hef hins vegar séð ýmsa maðka-skaula (eins og meistari Pétur Stein-grímsson kallar þá) sem eru í raun galdramenn með þann slímuga, en það er bara ekki fyrir mig.

Hvort fílar þú betur þurrflugu nr. 24 eða straumflugu nr.2?Ég viðurkenni það að ég fékk einu sinni lax á gamla Green Highlander straumflugu 2/0 sem var mögnuð barátta, en það er óneitanlega mun

YFirheYrslaN:

JóN Þór ólasoN

Page 23: Veiðifréttir SVFR

Veiðifréttir - 23 -

2. tbl., 25. árg., maí 2011

skemmtilegra að sjá tökuna og því myndi ég velja þurrfluguna.

Rauða Frances eða Green High-lander?Green Highlander allan daginn. Rauð Frances er ein ljótasta fluga sem hnýtt hefur verið, en Green Highlander ein sú allra fallegasta. Francesinn er hins vegar veiðin rækja, það má hún eiga.

Hefurðu hnýtt þína eigin flugu?Ég hnýti sama og ekki neitt, en hef komið með tillögur að flugu sem sá mikli fluguhnýtari Pétur Steingríms-son í Laxárnesi hefur svo hnýtt fyrir mig með frábærum árangri.

Hvað er mest áberandi í þínu fluguboxi - einhver leyndarmál sem þú vilt ljóstra upp?Það eru þessar gömlu og klassísku og flugurnar hans Péturs Steingríms-sonar sem eru hvað mest áberandi. Night-hawkinn er mín uppáhaldsfluga og gefur mér mest sem er í raun eðlilegt þar sem ég er með hana mest undir. En mín reynsla er sú að það er ávallt sterkt að mæta með einhver leynivopn úr smiðju Péturs, sem ég veit að laxinn hefur ekki séð í hyljunum um sumarið. Tryggvi Garðar, Sally og Bill Young eru fullkomnar í þeim tilgangi.

Einhendu- tvíhendu eða þríhendukall?Einhendukall dauðans, nota að sjálfsögðu tvíhenduna mikið en er bara krónískur með það að nota efri höndina of mikið við köstin sem ekki er beinlínis æskilegt.

Þú mætir Klaus Frimor á kastmóti í sumar - á hann séns?Tanaði Daninn er mikill vinur minn en ef þú þekktir hann ekki neitt og hann mætir á svæðið brúnni en leir-inn við Kirkjuhólmabrotið, í bleikum sokkum og með skyrtuna hneppta rétt upp fyrir nafla með dýratönn um hálsinn, myndir þú klárlega vanmeta kvikindið. En það verður ekki tekið af

þeim tanaða að hann er sá besti sem ég hef séð og þar sem ég þarf að vera heiðarlegur í svörum verð ég að viður-kenna að hann myndi rúlla mér upp. En ekki segja honum frá því.

Eftirminnilegasta atvikið á þínum veiðiferli?Eins og hjá flestum veiðimönnum þegar sá stóri, stóri, stóri slapp í Höfðahylnum á Nessvæðinu 27. ágúst 2010. Hann stækkar ávallt í minningunni og losar nú 40 pundin (verður 50 á næsta ári). Var búinn að sjá hann af höfðanum allt sumarið, þar sem hann lá í holunni aftarlega á hraunflekanum rétt fyrir aftan spegilinn og var alveg búinn að leggja það fyrir mig hvernig best væri að koma flugunni að honum. Ég óð því beint að honum og kastaði tveimur metrum yfir straumkantinn svo flugan kæmi rétt að honum. Svo kom þung ákveðin taka og í um 25 mínútur stjórnaði hann mér gjör-samlega, stökk svona fimm sinnum fyrir mig og makkerinn áður en hann sleit loopuna á flugulínunni. Ég bar mig þó mjög karlmannlega og vældi eins og stunginn grís á bakkanum og bara skalf. En það eru forréttindi að fá að komast í tæri við svona fisk og ég hef margoft farið yfir þessa baráttu í huganum heilu næturnar.

Um hvað dreymir þig helst að upplifa á bakkanum - heiðarlegt svar!Að sjá Björn hinn laxlausa landa laxi í Kippuferðinni í Nesi í sumar. Það er skal ég segja ykkur er svo sannarlega heiðarlegt svar, svona eins heiðarlegt svar og þú getur dregið upp úr lög-manni!

Hvernig lýst þér á veiðisumarið 2012 - spá takk.Mér skilst að grásleppuveiðar gangi vel og það á samkvæmt mér fróðari mönn-um að vita á gott í laxveiðinni, svo lengi sem of mikið af laxinum lendi ekki í netum strandveiðimanna. Ég er bara bjartsýnn og spái að 68.834 laxar

komi á land og að það muni e.t.v. 2-3 löxum til og frá þessari tölu sem yrði þá eitt besta laxveiðiárið frá upphafi talningar. Eru þá bara ekki allir sáttir.

Hvar á að raða honum á land í sumar?Það er nú ekki allt komið í ljós enn sem komið er, en ég er búinn að bóka daga á Nesveiðum, í Langá, Soginu, Elliða-ánum, Kjarrá, Laxá í Leirársveit, Selá og Vatnsá auk þess sem ég gæda eitthvað í sumar. Þetta verður bara flott ár.

Eitthvað að lokum ... ?Tight lines ..... og Elvar þú mátt alveg fara að skila mér bókinni um leitina að stórlaxinum.

Page 24: Veiðifréttir SVFR

- 24 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

Veiðiferð á svæði Árbótar í Laxá í Aðaldal

brotið tók gríðar stór lax, hann kafaði strax niður í brotið og lá þar í um 20 mínútur án þess að mér tækist að þoka honum nokkuð, eftir talsverð átök sakkaði hann sér neðar í strenginn og niður undir brot sem er neðst í veiðistaðnum, þarna var straumurinn orðin mikill á laxinn í yfirstærð, þessi viðureign endaði þarna á brotinu eftir um 40 mínútur með því að krækjan losnaði úr laxinum. Ég gekk eftir þetta aftur upp að hólmanum og kastaði á þann stað sem laxinn tók og fékk fljótlega aðra töku, þessi lax var heldur minni og eftir hálftíma tókst okkur að landa honum, þetta var leginn hængur og mældist 99 cm og vó 10,5 kg.

Næsti veiðistaður er Syðri-Seltangi. Þetta er langur staður sem lax safnast í seinni part sumars og þarf maður að gefa sér góðan tíma til þess að veiða allan strenginn. Í þetta skipti fengum við urriða neðst í strengnum, en það er einn besti urriða-staður á þessu svæði.

Tjarnarhólmaflúð er næst og er það skemmtileg flúð sem lax liggur alltaf í, ef það er logn og gott að sjá hreyfingu í vatninu sést stundum brjóta á laxi sem eltir niður í flúðina þegar flugan skautar niður á klöppina sem liggur á milli hólmanns og austurbakkans. Þessa kvöldstund var þannig veður og sáum við nokkra laxa sem eltu hjá okkur niður í flúðina en engin þeirra vildi taka. Það var einnig tilkomumikið að sjá þessa stóru laxa sýna bakuggann þarna rétt framan við þar sem við stóðum. Spónhylur

Svæði sem tilheyrir jörðinni Árbót í Aðaldal er stórt og þar eru allmargir veiðistaðir sem áhugavert er að veiða á. Þetta svæði er í nokkru uppáhaldi hjá mér og síðasta sumar veiddi ég þarna eins og allmörg sumur þar á undan. Þetta svæði fór illa út úr þeirri lægð sem hefur verið í Laxánni til nokkurra ára, en nú síðustu ár hefur svæðið verið að koma til.

Í ágúst og september sumarið 2011 virtust þeir fornfrægu stórlaxastaðir sem eru á svæðinu vera farnir að gefa laxa aftur. Veiðiferð mín síðasta sumar byrjaði fagran seinnipart á Byrgisflúð og Lönguflúð, en góð veiði hafði verið á Knútstaðartúni dagana áður, en það er bakkinn á móti. Ekki varð neitt um veiði hjá mér þessa vakt en það vakti athygli mína hvað Langaflúðin virtist vera lífleg þó að ekki tækist mér að festa í fiski, eitt högg fékk ég þó langt úti í ánni fyrir ofan klettinn í miðri flúðinni. Bæjarklöppin var reynd líka en ekki varð árangur þar. Morguninn eftir byrjuðum við í Bótarstreng og festum strax í smálaxi á Sun-Ray en hann stökk og losaði sig eftir fáeinar mínútur.

Því næst var gengið upp að Höskuldarvík sem er efsti staður svæðisins og geymir alltaf stórlaxa, tökustaðurinn í Höskuldarvík er út af broti sem gengur austur úr hólmanum í víkinni og þar urðum við fljótlega varir við lax, eftir nokkur köst skiptum við yfir í sökklínu. Þegar ég fór að lengja í köstunum og ná út á

er svo neðan við hólmann en erfitt er að kasta á þann stað með flugu nema vaða talsvert út frá bílastæðinu hjá Ytri-Seltanga, en það er bara á færi þeirra sem eru vel skóaðir því straumurinn er mikill.

Ytri-Seltangi er einnig nokkuð góður laxastaður.Þennan dag sáum við ekki lax þar, þó að það liggi æði oft lax þar framan við tangann. Ég veiði oftast allan strenginn niður að Bótarstreng eða Símastreng eins og hann heitir á vesturbakkanum. Þarna er alltaf stór lax og því reyndum við að hraða okkur til þess að geta notað síðasta klukkutímann af vaktinni þarna. Strax í fyrsta kasti kom lax og tók hjá mér Black and blue túbu en sleppti henni strax aftur þannig að ekki tókst mér að festa í honum, en stuttu seinna fékk ég góða töku, þetta var 74 cm hrygna sem var komin mjög nálægt hrygningu. Okkur tókst að mæla lengd hennar í vatninu og losa úr henni krækjuna. Stuttu senna tók önnur hrygna sem var heldur minni en sú fyrri og var henni einnig gefið líf.

Svæðið sem tilheyrir jörðinni Árbót er með skemmtilegri svæðum sem ég hef veitt á, staðirnir Höskuldarvík og Langaflúð eru í mestu uppáhaldi og er það vegna þess að þetta eru erfiðir staðir að veiða á. Þarna þarf veiðimaðurinn að vera vel kunnugur og geta kastað nokkuð langt til þess að ná þangað sem laxinn liggur. Á góðum degi getur maður lent þarna í stórkostlegum ævintýrum sem gleymast aldrei.

Kveðja frá veiðimanni

Page 25: Veiðifréttir SVFR

Veiðifréttir - 25 -

2. tbl., 25. árg., maí 2011

Þegar ég þarf að velja flugu og gera upp á milli flugna þá er val mitt einfalt þannig séð. Valið stendur milli 10 flugna hjá mér og þær eru það sem ég þarf til að veiða. Þær stærðir sem ég nota eru í flestum tilfellum nr. 12, 14 og 16 og þríkrækjurnar sem ég nota eru Kamasan Low Water, tvíkrækjurnar eru Mustad DL 71 BN og einnig nota ég öngul sem er frá Patriged og heitir Big Mouth sem er túbu-öngull en tvíkrækja. Þegar ég ræði um flugurnar þá geri ég ekki greinarmun á gerðum önglanna eða stærðum. Allar flugurnar mínar eru með íslenska hestinum sem væng annað hvort sem aðalvæng eða sem undirvæng. Ein fluga í safninu mínu er ekki með hrosshárunum og það er William´s & William´s Blue Charm. Allar þessar flugur eru eins og ég vil hafa þær og eru fánanlegar á www.haugur.is

Flugurnar sem ég nota mest eru eftirfarandi:

Haugur er fyrsta flugan sem ég hannaði sem hefur slegið rækilega í gegn og hefur hún sannað sig sem ein af betri veiðiflugum Íslands. Haugurinn var h a n n a ð u r með það að leiðarljósi að hann væri bjartviðrisfluga, en í raun er hann bæði bjartviðris- og dimmviðrisfluga. Þessa flugu hef ég útfært í nokkrum útgáfum og er hún nú fánanleg sem gárutúpa, flöskutúpa og sem hefðbundin túba. Þetta er ein sterkasta flugan í boxinu mínu. Það er gaman að minnast á að Haugurinn hefur slegið í gegn á mörgum stöðum í heiminum og hans hefur m.a. verið getið í bókunum, 100 best flies for Salmon og Salmon Magic þar sem er talað um fluguna sem

The Deadly Hauger - smá tungumála erfiðleikar!

Von er fluga sem ég hannaði fyrir keppni sem Krabbameinsfélagið hélt um árið en markmiðið var að finna Krabbafluguna. Liturinn sem ég valdi í þá flugu var grænn sem er litur vonarinnar og því lá beinast við að gefa henni nafnið Von. Hún er eina flugan í mínu flugusafni sem ber kvenkynsnafn. Þetta er mjög sterk fluga og hefur einnig reynst mér vel eins og Haugurinn.

Gosi er appelsínu vgula flugan í safn-inu og þegar hún var hönnuð voru litir Harley Davidson vörumerkisins hafðir til hliðsjónar. Þessi fluga hefur komið á óvart. Sterk fluga og

sérstaklega þegar vatnið fær gylltan lit sólarlagsins, þetta

sérstaka kvöldvatn.

Hrútur er mjög góð bjartviðris-fluga og hefur reynst mér vel í mollu og mikilli sól og er komin í boxið mitt sem ein af mínum betri flugum.

Skuggi er fluga sem ég hef not-að mikið síðastliðin 3 ár. Hún var opinberuð fyrst í fyrra og er sterk. Skugganafnið vísar til tískuflugu síð-ustu ára Sun Ray Shadow en þessi fluga er ekkert annað en mín útfærsla á þeirri flugu. Skuggi er mjög traust fluga.

Black Sheep er ein af betri leitar-flugunum sem til er og nota ég svarta

sauðinn í dimmviðri eða þegar það er þungbúið.

Silver Sheep er eins og systir hennar mjög sterk leitarfluga og virkar hún best þegar það er mikil sól og/eða háskýjað.

Collie Dog er mjög sterk fluga og er einhver besta alhliða flugan sem til er og er í raun sú fluga sem er ekki hægt að vera án. Collie Dog er fluga sem virkar við flestar aðstæður og er ein af þeim allra öflugustu sem til er.

Sun Ray Shadow er tískuflugan ef svo má að orði komast. Það er með ólíkindum hvað þessi fluga er sterk og sérstaklega eins og hún hefur verið þróuð hér á landi. Eins og ég nota hana í dag þá hefur hún lítið með Sun Ray Shadow að gera eins og hann var í upphafi en þessa flugu hnýtir hver og einn eftir sínu nefi og velur sér stærðir sem honum hentar. Ég hef þessa flugu í mörgum stærðum stórar og litlar.

William´s and Willam´s Blue Charm er mitt uppáhald þegar kem-ur að léttum einkrækjum sem

ég nota sem gáruflugu. Fluga þessi býr yfir þeim kostum að hún virkar vel og er mjög sterk og hefur gefið mér fisk í öllum þeim ám sem ég hef komið í.

Með veiðikveðju,

Sigurður Héðinn.

Sigurður Héðinn velur í fluguboxið

10 flugur og þú ert klár í hvað sem er!

lausN úr mYNDagátu:skáFossar í glJúFurá í borgarFirði

Page 26: Veiðifréttir SVFR

- 26 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

„Ég kasta færinu út í ána og eftir stutta stund finn ég, að kippt er í færið. Eldur þýtur um æðar mínar, frumstæð kennd, arfur kynslóðanna, mannleg og máttug.“Björn J. Blöndal

Page 27: Veiðifréttir SVFR

Veiðifréttir - 27 -

2. tbl., 25. árg., maí 2011