14

Viðtal: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Guðný Rós kærði Egill Einarsson og Guðríður Jónsdóttir fyrir nauðgun. Fjölmiðlamálið rakið.

Citation preview

Page 1: Viðtal: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir
Page 2: Viðtal: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir

60nýtt líf

„Ég upplifði þetta sem nauðgun“

Guðný Rós VilhjálmsdóttiR kæRði fjölmiðlamanninn EGil EinaRsson, EinniG

þEkktuR sEm GillzEnEGGER, oG unnustu hans, GuðRíði jónsdóttuR, fyRiR nauðGun fyRiR

tVEimuR áRum. Guðný VaR þá nýoRðin 18 áRa, EGill 31 áRs oG GuðRíðuR VaR 20 áRa. EGill

hEfuR REifað málið í fjölmiðlum En Guðný hEfuR kosið að tjá siG Ekki um það. nú sEGist

hún loks VERa nóGu stERk til að þoRa að lýsa sinni upplifun af þVí sEm GERðist.

þóRa tómasdóttiR talaði Við hana.

Page 3: Viðtal: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir

61 nýtt líf

Page 4: Viðtal: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir

62nýtt líf

Við hittumst á heimili Guðnýjar og móður hennar, ég, hún og tvær konur sem standa henni nærri. Þær eru logandi hræddar um hvaða afleiðingar það getur haft fyrir Guðnýju að tala um málið í fjölmiðlum. Sálfræðingur hennar, sem hún hefur verið í meðferð hjá síðan atburðurinn átti sér stað, ráðleggur henni að fara varlega sökum þess hve fjölmiðlaumræðan hefur verið henni erfið. Niðurstöður greiningarmats sálfræðingsins sýndu að Guðný glímir við áfallastreituröskun og bendi allt viðmót hennar til þess að hún hafi upplifað mikla ógn og bjargarleysi. Eru sálræn einkenni sem Guðný upplifði sögð samsvara einkennum sem séu vel þekkt hjá fólki sem hafi upplifað alvarleg áföll eins og stórslys, líkamsáras, nauðgun eða hamfarir.

Guðný segir það nánast óbærilegt að aðeins önnur hlið

málsins hafi komið fram. Það hafi margfaldað sársauka hennar að lesa rangfærslur um það sem gerðist. Hún telur að nú sé svo komið að hún hafi engu að tapa. Fjölmiðlaumræðan hafi hingað til meitt hana mikið, gert hana hrædda og óörugga um hvað hver viti og trúi.

„Mér líður eins og þetta geti hvort eð er ekki orðið verra. Fólk hefur allstaðar tekið undir með honum. Ég hef setið undir lygum og tali um mína persónu í fjölmiðlum, án þess að hafa viljað vera þar sjálf. Þá get ég kannski prófað að segja mína sögu.“

Hér er ekki ætlun blaðsins að fella gildisdóm yfir Agli eða Guðríði, sem kærð voru fyrir nauðgun. Guðný vill segja frá sinni upplifun og hvers vegna hún telur sig hafa glímt við áfallastreituröskun eftir kynni af parinu í nóvember fyrir tveimur árum.

Hvernig kynntist þú Agli?„Ég var á átjánda ári og við vinkona mín sóttum um í

fjarþjálfun hjá honum. Hann tók okkur í mælingar og vigtaði okkur og ég var hjá honum í svoleiðis prógrammi í svona mánuð.“

Guðný segist hafa upplifað Egil nákvæmlega eins og persónuna úr sjónvarpinu. „Hann var þessi töffaragæi sem hló og var ánægður með sig. Ég sá ekkert athugavert við hann og fannst hann bara fyndinn.“

Á þessum tíma var Egill löngu orðinn landsfrægur fjölmiðlamaður, hafði sent frá sér nokkrar bækur og verið tíður gestur í útvarpi og sjónvarpi. Sjónvarpsþættir byggðir á bókunum voru sýndir á Stöð 2 veturinn 2011.

Vegna fjarþjálfunarinnar segist Guðný hafa sent Agli ýmsar upplýsingar um sig. „Ég átti til dæmis að senda honum matardagbók reglulega. Hann var með kennitöluna mína og vissi alveg hvað ég var gömul.“

Guðný segist næst hafa hitt Egil nokkrum vikum síðar, í nóvember 2011.

Hvernig kom það til? „Vinkona mín vann frímiða í útvarpinu í partí Fm957, svo

við fórum nokkrar saman niður í bæ. Það var ekki algengt að við færum átján ára að tjútta niðri í bæ á fimmtudögum, þetta var, að

ég held, í fyrsta skipti. Við byrjuðum kvöldið á Glaumbar þar sem við fengum okkur í glas og fórum svo að dansa. Einhver maður sem var víst þekktur fótboltamaður fór svo að gefa mér auga við barinn. Ég vissi ekki hver hann var en stelpunum fannst voðalega spennandi að þessi þekkti maður væri að reyna við mig. Þegar barinn átti að loka var okkur öllum boðið í eftirpartí á Austur og smám saman færði fólkið sig þangað yfir. Við vinkonurnar ákváðum að fara með og okkur fannst þetta frábært kvöld.“

Guðný segir að þegar þær hafi komið inn á Austur hafi staðurinn verið troðfullur af fólki. „Þáverandi kærasti mjög náinnar vinkonu minnar var að vinna á barnum. Ég fór til hans og heilsaði honum og hann bauð mér í glas. Þá kom Gurrý (Guðríður Jónsdóttir, innskot blaðamanns) upp að mér. Ég þekkti hana ekki og vissi heldur ekki hver hún var. Hún kom bara til mín og byrjaði að spjalla. Hún þekkti augljóslega strákinn á barnum líka svo við spjölluðum öll saman, grínuðumst og hlógum. Ég fann vel á mér og var hress en þó alls ekki ofurölvi. Gurrý bauð mér sopa af sínum drykk, sem ég þáði, og svo bauð ég henni drykkinn minn. Hún varð voðalega þakklát og talaði við mig á einhverjum dúllulegum nótum. Kallaði mig „sæta mín“ og svoleiðis nöfnum og spurði vini sína í kring hvort þeim þætti ég ekki sæt. Mér fannst

bara eins og hún vildi vera vingjarnleg. Svo hallaði hún sér að mér og kyssti mig. Fyrir mér var þetta bara einhver gelgjusleikur. Ég hafði aldrei kysst stelpu og fór bara að hlæja. Ég var hrædd um að vinkonur mínar myndu hlæja að mér. Á þessu örstutta augnabliki var einhver sem náði að smella mynd og sú mynd var síðar birt á Pressunni.“

Eftir að fjölmiðlar höfðu greint frá því að ung kona hefði kært Egil og Guðríði fyrir nauðgun, birtist mynd af Guðnýju og Guðríði kyssast á vefsíðunni Pressunni. Þar með varð mörgum ljóst að kærandinn væri Guðný. Myndbirtingin olli miklu fjaðrafoki. Fréttin var tekin út og ritstjóri Pressunnar baðst ítrekað afsökunar.

Guðný segir að inni á skemmtistaðnum hafi Guðríður sagt henni að Egill Einarsson væri kærastinn hennar. „Hún var alltaf nálægt mér og ræddi mikið við mig. Svo bauð hún mér með henni og kærastanum hennar í eftirpartí. Þau ætluðu á Players í Kópavogi. Ég sagist vera með vinkonum mínum og þá sagði hún þær að sjálfsögðu velkomnar með.“ Guðný segist hafa orðið upp með sér yfir þessu og þótt þetta stefna í ævintýralegt kvöld. „Mér finnst kjánalegt að segja frá því núna en ég man eftir að hafa hugsað hvað það yrði rosalegt að segja frá þessu í skólanum daginn eftir. Í mínu asnalega sakleysi hugsaði ég að ég væri að djamma með frægu fólki.“

Að sögn Guðnýjar voru vinkonur hennar spenntar fyrir boðinu. „Ég sagði þeim að okkur væri boðið í eftirpartí og þær voru mjög til í að fara þangað. Tvær vinkonur okkar fóru heim en við vorum þrjár eftir. Við yfirgáfum öll staðinn og löbbuðum út til að finna leigubíl.“

Guðný segir að þau hafi komið að tveimur leigubílum. Egill, Guðríður og Guðný hafi sest inn í bíl. „En ég vildi alls ekki fara ein með þeim svo ég bað vinkonu mína að koma með okkur. Þá sagði Gurrý að bílinn væri fullur og skellti hurðinni á vinkonu mína svo hún kæmist ekki með. Ég varð þá ein með þeim í bílnum og var óörugg og stressuð um að ég myndi gera mig að fífli. Allt gerðist frekar hratt þarna, og vinkonur mínar fóru inn í hinn bílinn. Við hringdumst strax á og töluðum okkur saman um að hittast fyrir

„hann VaR þEssi töffaRaGæi sEm hló oG

VaR ánæGðuR mEð siG. ÉG sá EkkERt athuGaVERt Við

hann oG fannst hann baRa fyndinn.“

Page 5: Viðtal: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir

63 nýtt líf

utan Players. Á leiðinni byrjaði Gurrý að nálgast mig svolítið mikið. Mér fannst það dálítið skrítið og ég vissi ekki hvort það væri eðilegt hjá þeim. Hún spurði Egil hvort honum fyndist ég ekki sæt og hann sagði eitthvað um að jú, honum fyndist það. Þá sagði hún honum hvað ég héti og hann sagist vita það. Hann vissi hver ég væri því ég hefði verið hjá honum í þjálfun. Hann vissi sem sagt alveg hver ég var frá byrjun.“ Guðný segist hafa upplifað að Guðríður hafi orðið ágengari við hana í bílnum.

„Ég var orðin verulega óstyrk og ég fann stressið umbreytast úr því að vera með áhyggjur af því hvernig ég ætti að haga mér yfir í að finnast þetta virkilega óþægilegt. Ég var samt enn spennt að fara á staðinn en mig langaði til að hafa vinkonur mínar hjá mér.“

Þegar leigubílinn keyrði ekki að Players, segist Guðný hafa spurt hvort ferðinni væri ekki örugglega heitið þangað. „Þau sögðu jú, við ætluðum þangað, og ég spurði hvort við værum ekki á vitlausri leið. Þá útskýrðu þau að þau þyrftu bara aðeins að stoppa heima hjá sér. Þau ætluðu bara að skipta um föt eða eitthvað, við gætum fengið okkur aðeins í glas og svo brunað á Players. Ég ítrekaði að vinkonur mínar væru að bíða eftir mér. Þá var ég orðin það óstyrk að ég stimplaði inn númerið hjá vinkonu minni og þóttist hringja í hana. Ég talaði út í loftið, eitthvað á þá vegu að ég væri alveg að koma á Players.“

Guðný segir að bíllinn hafi keyrt heim til þeirra Egils og Guðríðar en þau bjuggu beint á móti heimili Valgerðar vinkonu hennar sem var einmitt í hinum leigubílnum.

„Þegar við vorum komin út stóð ég hjá leigubílnum eins og ég ætlaði ekkert inn og þóttist tala í símann. Gurrý tók í höndina á mér og leiddi mig inn til þeirra. Þar varð tímaskyn mitt rosalega skrítið. Hún fór með mig út á svalir og fór að tala skringilega við mig. Hún ýjaði að einhverju og spurði mig meðal annars hvort ég hefði farið í threesome. Ég hef unnið mikið í þessu með sálfræðingnum mínum en allt sem gerist þarna inni eftir þetta er örlítið í móðu. Ég man eftir öllu en tímaskynið fór í algjört bull. Ég fór í varnarham þegar Gurrý spurði mig þessara spurninga og ég spurði hana á móti eitthvað um af hverju hún vildi gera svona hluti. Hann ætti bara að vilja þig, af hverju myndirðu vilja sjá hann með annarri konu? Hann ætti ekki að vilja neina aðra en þig... Ég talaði við hana eins og ef ég væri að reyna að hafa vit fyrir vinkonu minni. Hún sagði eitthvað um að sér þætti það gaman og ég spurði hvort henni þætti það bara vegna þess að honum þætti það gaman. Hún sló á það og sagðist vita að þetta væri maðurinn sem hún ætti eftir að vera með að eilífu. Svona gengu samræðurnar í einhvern tíma.“ Guðný segist hafa sent Valgerði vinkonu sinni skilaboð um að hún héldi að þau ætluðu að reyna að fá hana með sér í threesome. „Og það sem ég vonaði að myndi gerast, gerðist. Hún hringdi rakleiðis til baka. Hún spurði mig hvar ég væri og ég sagðist vera heima hjá þeim. Valgerður var fyrir utan Players og sagði að það væri lokað þar. Þá tók Gurrý símann, þóttist vera inni á staðnum og sagðist geta opnað fyrir þeim. Því næst skellti hún á. Þá kom Egill og tók símann minn og lagði hann frá sér einhvers staðar.“

Hvernig leið þér? „Ég var orðin skíthrædd. Ég var kominn með magapínu og

kökk í hálsinn. Ég var orðin símalaus, ég var úti á svölum og mér var kalt. Hann klæddi sig úr og var orðinn ber að ofan. Þess vegna vissi ég alveg hvað var að fara að gerast. Mér leið eins og ég væri búin að missa allt vald. Þau voru tvö og ég var ein og ég var búin að reyna að fá hana ofan af þessu. Og svo bara byrjaði þetta.

Ég var leidd inn, hún fór með mig inn á bað og flissaði eitthvað. Hún klæddi sig úr fötunum og síðan upplifði ég að mér hafi bara verið stjórnað. Þegar atburðurinn sjálfur byrjaði fór ég að gráta. Líkaminn var löngu búinn að slökkva á sér og ég gerði allt sem mér var sagt að gera.“

Var hún sú sem leiddi þig áfram inn í þetta? „Hún var alltaf að hlæja og reyna að fá mig til að hlæja eins

og þetta væri geðveikt gaman. Egill gerði hins vegar mest allt. Ég get eiginlega ekki lýst ástandi mínu á þessum tíma. Líkami minn fraus, hann dó og ég gerði gjörsamlega allt sem þau báðu um. Jafnvel þótt ég gréti á meðan. Þegar ég fæ myndir af þessu upp í hugann þá var ég eins og vélmenni. Það var ekki eins og ég lýsti af vellíðan, ég var sviplaus, ég var bara leidd á milli staða og mér var sagt að vera svona og hinsegin.“

Voru þau vingjarnleg þegar þau gáfu þér þessi fyrrimæli? „Þau voru ekkert hörð við mig í röddinni þegar þau sögðu

mér hvað ég átti að gera en þegar ég neitaði að gera það sem þau báðu um þá fannst mér þau harkalegri. Einu sinni átti ég að framkvæma munnmök á honum og þá lyfti ég hausnum og sagði að ég gæti þetta ekki. Ég komst hins vegar ekki upp með það.“

Guðný segist hafa hugsað, á meðan verknaðinum stóð, að verið væri að nauðga henni. Hún hafi leitt hugann að því sem gæti sannað að hún vildi þetta ekki.

„Á einhverjum tímapunkti varð Gurrý vör við túrtappann inni í mér og spurði mig hvort ég væri á túr. Ég neitaði, því ég varð sannfærð um að þessi túrtappi ætti eftir að verða mitt eina sönnunargagn. Ég var það glær um nauðganir og framhaldið. Ég hélt

að ef ég færi upp á spítala með túrtappa inni í mér, þá myndi mér verða trúað. Það væri tæplega merki um samþykki. Þannig að ég þverneitaði því að vera á túr. Ég bullaði eitthvað og sagðist vera með kvenmannsgetnaðarvörn. Á sama tíma var ég svo hrædd um að hún myndi bösta mig í að ljúga. Mér létti svo þegar hún spurði ekki nánar út í það.“

Guðný segist hafa viljað komast í skjól og leitað inn á baðherbergi. „Þá voru sokkabuxurnar mínar horfnar og ég gat ekki læst. Ég var að reyna að klæða mig í fötin og ég man að það eina sem ég hugsaði þarna inni var, drífðu þig, drífðu þig, drífðu þig. Þetta var eins tilfinning og að vera eltur úti í myrkri. Ég gat ekki klætt mig og ég varð of sein því síðan opnaði hann dyrnar. Hann spurði hvaða rugl væri í mér og svo hélt þetta áfram.“

Guðný segist ekki í nokkrum vafa um að þau hafi séð hana gráta.

„Stundum var ég alveg dauð og tárin bara streymdu niður kinnarnar á mér. Stundum var þetta sárt. Einu sinni reyndi hann eitthvað, þá man ég að ég öskraði. Ég hafði aldrei gert neitt svoleiðis áður og ég öskraði „ekki þarna, ekki þarna“. Og tárin héldu áfram að streyma.“

Sögðu þau eitthvað við því? „Hann sussaði stundum svona lágt á mig. Og kallaði mig

dúlluna sína eða krúttið sitt eða eitthvað svoleiðis. Þetta tal, þessi orð sátu í mér svo lengi, mér fannst það svo skepnulegt að segja svona á meðan hann gerði eitthvað sem hann hlaut að vita að ég vildi ekki. Mér hefur þótt mjög erfitt að heyra aðra kalla mig krúttið sitt eða dúlluna sína eftir þetta. Þarna ruglaðist munurinn á réttu og röngu og sjálfsefinn er hrikalegur eftir þetta.“

Guðný segir að á einhverjum tímapunkti hafi hún farið aftur

„stundum VaR ÉG alVEG dauð oG táRin baRa

stREymdu niðuR kinnaRnaR á mÉR. stundum VaR þEtta

sáRt. Einu sinni REyndi hann EitthVað, þá man ÉG

að ÉG öskRaði“

Page 6: Viðtal: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir

64nýtt líf

inn á baðherbergi og náð að klæða sig í fötin. „Svo fór ég fram. Hann spurði mig hvort ég væri á förum og ég svaraði einhverju um að vinkona mín væri að bíða eftir mér. Grátbólgin reyndi ég að kreista fram bros. Ég var að reyna að blekkja hann og vildi bara komast út í hvelli. Ég óttaðist að hann myndi draga mig aftur inn eða eitthvað. Ég rak augun í símann minn á glámbekk og náði í hann. Hann reyndi að fylgja mér til dyra. Var stöðugt að kalla mig dúlluna sína eða snúlluna sína. Ég þurfti næstum að æla þegar hann sagði þetta við mig. Ég hugsaði bara að ég yrði að ná að komast úr sjónmáli frá honum. Loks fór ég út um dyrnar, niður stiga og brotnaði saman. Bara hné niður. Þar lá ég og hágrét í margar mínútur. Ég var bara ónýt.“

Guðný segist hafa reynt að kalla eftir hjálp og meðal annars sent SMS- skilaboð til stráks sem hún var að hitta á þessum tíma og beðið hann um að bjarga sér. „Skilaboðin sendust til hans og hann hringdi í mig löngu seinna, baðst afsökunar á að hafa ekki verið með síma og spurði hvað hefði gerst. Ég sagði honum ekkert frá því.“

Þegar hún var komin út úr íbúðinni segist Guðný hafa hringt í mömmu sína. „Hún svaraði og spurði hvar ég væri. Þegar ég heyrði röddina í mömmu gat ég ekki sagt neitt, ég vildi ekki gera henni það. Hún heyrði að ég var grátandi. Ég reyndi að ljúga að henni að það væri í lagi með mig og að ég ætlaði að gista hjá Valgerði. Hún spurði ítrekað hvað væri að en af því að ég laug bara, gafst hún á endanum upp. Þegar ég var komin að opnum stigagangi hjá Valgerði faldi ég mig og hringdi í stelpurnar, var hágrátandi og gat eiginlega ekki talað. Ég sagði þeim að mér hefði verið nauðgað. Mér leið hræðilega og var algjörlega niðurbrotin. Þær komu í leigubíl og sóttu mig og ég man lítið eftir því sem gerðist næst. Þær sögðu mér að þær hafi þurft að halda á mér inn í bílinn og í honum hafi ég verið algjörlega máttlaus. Þær voru skíthræddar og spurðu aftur og aftur hvað hafði gerst. Ég hágrét og þær fengu engin svör önnur en „ég vil ekki ...“ Ég man eftir að hafa heyrt grát í kringum mig. Valgerður segist hafa farið að gráta þegar hún sá mig. Hún sá það bara á mér að eitthvað hefði gerst.“

Hvernig kom það til að þið fóruð á neyðarmóttökuna? „Þær sáu mig og sögðu strax að ég þyrfti að fara á

neyðarmóttökuna. Þar inni þurfti ég að segja hvað hafði gerst. Sem ég gerði, ég sagði að mér hefði verið nauðgað. Ég var í algjöru áfalli, ég gat ekki talað, ég gat ekki andað. Ég sagði bara að ég væri með sönnunargagn og það þyrfti að taka það úr mér. Vinkonur mínar voru með mér og mamma einnar vinkonu minnar kom líka og var hjá mér og hélt í höndina á mér. Ég man að ég tönnlaðist á því að ég vildi láta taka úr mér túrtappann. Mér leið eins og ég væri með afgang af nauðgun inni í mér. Og mér var rosalega bumbult.“

Á neyðarmóttökunni undirgekkst Guðný læknisskoðun og voru tekin úr henni lífssýni. Í skýrslum neyðarmóttökunnar kemur fram að hún hafi verið með áverka, svo sem fínar rifur við leggöng og endaþarm. Hún hafi fengið læknisaðstoð til að fjarlægja túrtappa.

„Túrtapinn var fjarlægður en honum hafði verið þrýst lengst upp í mig. Mér fannst hrikalega sárt þegar hann var fjarlægður. Ég var með skrámur og var líka orðið ótrúlega illt í maganum. Í raun var ég í taugaáfalli eða í mjög annarlegu ástandi þegar tekin var af mér skýrsla um hvað hafði gerst. Sú skýring sem

ég gaf á þessum tímapunkti var að sjálfsögðu ekki hundrað prósent nákvæm, enda kemur fram í skýrslu neyðarmóttöku að framsetning mín hafi verið samhengislaus. Miðað við áfallið sem ég varð fyrir þá er hún samt fáranlega lík skýrslunni sem ég gaf síðar hjá lögreglunni. Samt voru þau rök notuð gegn mér síðar að það hefði verið ósamræmi í þessum skýrslum. Mér finnst svo sárt að það hafi verið tekin svona mikilvæg skýrsla af mér í þessu ástandi. Það gerir mig svo reiða. Ég hefði ekki getað staðið mig betur í skýrslutöku í þessu ástandi. Allt sem ég sagði þau hafa gert, stemmdi, jafnvel þótt tímaröðin hafi eitthvað skolast til.“

Guðný segist handviss um að brugðist verði við þessari frásögn hennar og reynt verði að rýra trúverðugleika hennar. „Ég

„kynni mín af aGli oG GuRRý þEtta umRædda kVöld hafði þau áhRif á miG að ÉG hEf VERið

slEitulaust í mEðfERð hjá sálfRæðinGi síðan.“

Page 7: Viðtal: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir

65 nýtt líf

veit að þessu verður ekki tekið þegjandi. Til dæmis hefur verið útbúið margra síðna skjal þar sem skýrslurnar af mér eru bornar saman og reynt er að draga fram ósamræmið í því sem ég sagði. Mér finnst líklegt að reynt verði að fá skjalið birt í fjölmiðlum. Ég get ekki annað en ítrekað að í þessu viðtali er ég að lýsa minni upplifun af því sem gerðist. Kynni mín af Agli og Gurrý þetta umrædda kvöld hafði þau áhrif á mig að ég hef verið sleitulaust í meðferð hjá sálfræðingi síðan. Ég hef aldrei nokkurn tíma þurft að leita mér hjálpar hjá sálfræðingi áður. Mér finnst óraunhæft að gera þá kröfu á manneskju í svona miklu áfalli, að hún gefi nákvæma og greinagóða skýrslu af atburðarásinni sem olli áfallinu.“

Guðný segist enn svekkt yfir að lögreglan hafi ekki verið kölluð til þegar hún kom á neyðarmóttökuna.

„Mér finnst ömurlegt að allir hafi séð í hvernig ástandi ég var, allir sáu að ég var ekki viðræðuhæf. Samt var lögreglan ekki kölluð til. Samkvæmt reglum spítalans, er lögregla ekki kölluð til nema þess sé sérstaklega óskað. Mér var auðvitað ekki kunnugt um þessa reglu. Ég var spurð hvað ég ætlaði að gera og sagðist strax ætla að kæra. Ég sagði það uppi á bráðamóttöku. Þau útveguðu mér lögfræðing en kölluðu samt ekki til lögreglu. Sem mér finnst sorglegt. Lögreglan hefði getað farið á vettvang, fundið nærbuxurnar mínar og sokkabuxurnar. Og kannað málið.“

„mÉR finnst ömuRlEGt að

alliR hafi sÉð í hVERniG ástandi ÉG VaR, alliR sáu

að ÉG VaR Ekki ViðRæðuhæf.

samt VaR löGREGlan Ekki

kölluð til.“

Page 8: Viðtal: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir

66nýtt líf

Guðný var á neyðarmóttökunni í dágóða stund.„Ég þorði ekki að segja mömmu minni frá því sem hafði gerst

og það þurfti að sannfæra mig um að gera það. Ég vildi ekki leggja það á hana.“

Eruð þið nánar?„Rosalega. Alveg rosalega nánar. Ég veit hversu mikið hún

hefur passað upp á mig í gegnum tíðina og reynt að forða mér frá því að lenda einmitt í einhverju svona. Á endanum féllst ég þó á að segja henni og hún kom á staðinn og sótti mig. Við fórum allar saman heim og Valgerður gisti hjá mér.“

Hvernig var að hitta mömmu sína undir þessum kringumstæðum?

„Ég bara datt í fangið á henni og gat ekki talað.“Guðný brestur í grát. „Ég fann sársaukann hennar og ég gat

ekki haldið mér uppi. Hún þurfti að halda mér uppi.“Guðný gerir hlé á máli sínu á meðan tárin streyma niður

vangana. „Þetta var mjög erfitt. Mjög erfitt.“

Aðspurð um framhaldið segir Guðný: „Ég vaknaði daginn eftir við símhringingu. Ég þekkti ekki númerið og svaraði símanum. Það var Gurrý sem bað mig meðal annars um að segja engum frá því sem hafði gerst um nóttina. Síðar um daginn fékk ég fleiri símhringingar frá henni en svaraði þeim ekki. Þá fékk ég SMS frá þeim báðum á vingjarnlegum nótum en mér þótti þau óþægileg eftir það sem hafði gerst.“

Guðný segist einnig hafa fengið símtal frá lögfræðingi þennan dag.

„Það var kona sem sagði mér að ef ég ætlaði að kæra, þá geti tekið tíma að komast í skýrslutöku hjá lögreglu. Svo sagði hún að það væri kannski ekkert sniðugt að leggja fram kæru því málið myndi mjög líklega ekki fara í gegn. Af því að fæst mál fara í gegn. Hún var ekki einu sinni búin að heyra hvað hafði gerst. Hún einblíndi bara á hversu mörg kynferðisbrotamál eru kærð og hversu fá færu í gegn.“

Guðný ákvað þó að fylgja sinni sannfæringu og leggja fram kæru. Í samráði við foreldrana fann hún nýjan lögfræðing, Guðjón Ólaf Jónsson, hæstarréttarlögmann.

Eftir að lögreglan hafði lokið rannsókninni sendi hún gögnin til ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari fyrirskipaði þá ítarlegri lögreglurannsókn á málinu. Að endingu felldi ríkissaksóknari málið niður í stað þess að gefa út ákærur á hendur Agli og Guðríði. Hver voru þín viðbrögð við því að málið hafi verið fellt niður?

„Ég var úti í Afríku á þessum tíma. Ég stóð í stiga þegar var hringt í mig frá Íslandi og mér sagt frá þessu. Ég trúði þessu ekki. Ég öskraði og öskraði og velti því fyrir mér hvort ég hefði virkilega staðið í þessu öllu til einskis. Mér fannst eins og ég hefði verið sigruð í annað sinn.“

Áður en niðurstaða fékkst í málið hafði það samt sem áður verið til umfjöllunar í fjölmiðlum frá því þú lagðir fram kæru. Hvernig kom fjölmiðlaumræðan við þig? „Ég fékk aldrei séns á að komast yfir þetta. Ég fékk aldrei séns á að ná bata. Í hvert sinn sem mér fannst ég aðeins vera að jafna mig, gerðist eitthvað sem kippti mér niður aftur. Ég átti ekki séns á að lagast eða verða ég sjálf aftur með öllum þessum áminningum í fjölmiðlum. Að sjá yfirlýsingar hans, uppfullar af lygum, dró mig niður. Ég sá líka hvernig fólk tók stöðugt undir með honum og studdi hann opinberlega. Ég neyddist til að hætta að skoða fjölmiðla og vera á Netinu. En ég vissi alveg að fólk hætti því ekki. Ég gat aldrei vitað hver var að lesa hvað og hverju hver trúði. Ég gat þar af

leiðandi aldrei vitað hvort hann hefði logið einhverju upp á mig í fjölmiðlum.“

Í einni af yfirlýsingum Egils til fjölmiðla, er ýjað að því að þú hefðir látið handrukkara hafa samband við hann. „Hann gaf það í skyn. Ég þekki engan handrukkara og hef engin slík tengsl enda vissu þeir sem til mín þekktu, að þetta væri bull og vitleysa. Síðar var það staðfest að enginn handrukkari hefði hótaði neinu. Þessi rógburður var fráleitur. Hann hélt því líka fram í fréttatilkynningum að tilgangurinn með ásökununum hafi verið að sverta mannorð sitt. Það er ekki rétt. Mér fannst hann bara fyndinn áður en atburðurinn átti sér stað. Ég hafði nákvæmlega enga ástæðu til að vilja sverta mannorð hans.“

Skömmu eftir að Guðný lagði fram kæruna ákvað hún að fara til Noregs, þar sem hún á fjölskyldu, og verja jólamánuðinum fjarri fjölmiðlafárinu.

„Ég höndlaði ekki lífið heima, ég gat ekki farið út án þess að hafa einhverja verði með mér. Ég hélt mig inni og grét mig í svefn á hverju kvöldi. Um jólin langaði mig bara til að spila með fjölskyldunni minni og fara út í jólagöngur og svona. Það var mjög gott að komast í burtu.“

Um sumarið 2012 fór Guðný svo í sjálfboðaliðastarf til Afríku en sú ferð var löngu ákveðin áður en málið kom upp.

„Ég gat ekki sleppt því að fara. Það var kærkomið að skipta um umhverfi og sjá að það var til fólk í heiminum sem hafði það talsvert verra en ég.“

Hvernig varð þér við þegar hann síðan kærði þig fyrir rangar sakagiftir?

„Ég man að ég trúði því ekki að þetta gæti orðið enn verra. Ég trúði því ekki að ég gæti orðið að sakborningi í málinu. Ég var mjög reið út í lífið, því það var ekki bara ég sem þjáðist. Þetta bitnaði á fjölskyldunni minni, náminu mínu og ég hrundi aftur. Ég trúði því ekki að málið hans myndi leiða til sakfellingar en þetta var samt slæmt.“

Egill hefur sent fjölmiðlum nokkrar yfirlýsingar vegna málsins og jafnframt rætt um það í forsíðuviðtali Monitors. Hvers vegna hefur þú ekki komið fram?

„Mig hefur margoft langað það og hef oft verið ákveðin í að gera það. En ég leit svo á að það myndi engu breyta því honum tækist hvort eð er að snúa út úr orðum mínum eins og hann hefur ítrekað gert. Ég var því búin að ákveða að leyfa honum bara að tjá sig eins og hann vildi.“

Hversvegna stígurðu þá skrefið núna? „Vegna þess að það eru liðin tvö ár síðan þetta gerðist. Ég er

orðin ótrúlega sterk kona í dag og mig langar til að geta lagt þetta að baki mér. Það er ekkert meira sem hann getur gert mér. Hann getur ekki breytt minni upplifun á því sem gerðist. Þó svo að þau hafi ekki verið ákærð, er það mín upplifun að þau hafi nauðgað mér. Það er enginn vafi á því í mínum huga og ég þarf að skila skömminni þangað sem hún á heima.“

Texti: Þóra Tómasdóttir [email protected]: Heiða Helgadóttir

„ÉG hafði nákVæmlEGa EnGaástæðu til að Vilja

sVERta mannoRð hans“

Page 9: Viðtal: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir

67 nýtt líf

„það ER EkkERt mEiRa sEm hann GEtuR GERt mÉR. hann GEtuR

Ekki bREytt minni upplifun á þVí sEm GERðist.“

Page 10: Viðtal: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir

68nýtt líf

Haustið 2011 - Guðný stundar fjarþjálfun undir leiðsögn Egils Einarssonar.

25. nóvember 2011 - Guðný segir Egil og Guðríði hafa nauðgað sér á heimili þeirra í Kópavogi og leitar til Neyðarmóttöku.

Í skýrslu Neyðarmóttökunnar um Guðnýju segir meðal annars að við læknisskoðun hafi komið í ljós fínar rifur við leggöng og endaþarm. Fjarlægja hafi þurft túrtappa úr leggöngum hennar.

1. desember 2011 - Guðný leggur fram kæru á hendur Agli og Guðríði.

2. desember 2011 - DV greinir frá því að Egill og kærasta hans hafi verið kærð fyrir nauðgun.

Egill segist hafa kært Guðnýju og vitni sem styðja framburð hennar fyrir rangar sakargiftir. Egill sendir fjölmiðlum eftirfarandi yfirlýsingu:

„Yfirlýsing í tilefni þess að ég og unnusta mín höfum verið kærð til lögreglu vegna nauðgunar.Það er refisvert að saka fólk ranglega um lögbrot. Það er jafnframt refsivert að hafa samband við handrukkara í þeim tilgangi að kúga fé út úr fólki. Þær ásakanir sem á mig hafa verið bornar eru fráleitar og engar líkur á að þær muni leiða til opinberrar ákæru. Tilgangurinn með þessum ásökunum er því augljóslega ekki að ná fram ákæru heldur einvörðungu að sverta mannorð mitt. Af tillitssemi við hlutaðeigandi mun ég ekki tjá mig meira um þessi mál opinberlega að svo stöddu. Ég hef falið lögmanni mínum að kæra viðkomandi fyrir rangar sakargiftir.

VirðingarfyllstEgill Einarsson“

3. desember 2011 - DV ræddi við vinkonu Guðnýjar og skrifaði eftirfarandi frétt:

DV ræddi við vinkonu stúlkunnar sem kærði Egil Einarsson og kærustu hans fyrir nauðgun. Vinkonan var með henni í Eldhúspartýi FM957 en þær fóru þaðan á Austur þar sem þær hittu Egil og kærustu hans. Þaðan ákváðu þau að fara á skemmtistaðinn Players í Kópavogi og varð stúlkan samferða Agli og kærustu hans. Vinkonur hennar fóru aftur á móti á Players og furðuðu sig á því af hverju hún kæmi ekki þangað, líkt og til stóð. „Í klukkutíma eða tvo heyrðum við ekkert frá henni. Svo hringdi hún allt í einu hágrátandi. Þá stóð hún fyrir utan hjá vinkonu okkar sem býr á móti honum og segir okkur að koma að sækja sig. Við tókum leigubíl og sóttum hana. Þegar við komum var hún í algjöru rusli, titraði og skalf. Við þurftum nánast að bera hana inn í leigubílinn.“Hún sagði vinkonum sínum strax hvað hefði gerst. „Við fórum beint upp á Landspítala þar sem hún fékk læknisaðstoð.“ Vinkonan hefur verið í stöðugu sambandi við stúlkuna síðan. „Ég hef hitt hana nánast á hverjum degi síðan þetta gerðist. Hún á mjög erfitt. Hún fékk flashback þegar við fórum að húsi vinkonu okkar og titraði öll. Eins ætluðum við að draga hana með okkur á Laundromat um daginn en hún var gráti næst og gat ekki verið þar,“ segir vinkonan en Laundromat er við hliðina á Austur þar sem stúlkan hitti parið sem hún kærði fyrir nauðgun. „Hún kemst eiginlega ekkert út, hún er í svo miklu áfalli að það þarf mjög lítið til að koma henni úr jafnvægi.“

5. desember 2011 - DV ræddi við vinkonu Guðnýjar og birti eftirfarandi frétt:

Vinkonurnar sem fylgdu henni á Neyðarmóttökuna voru tvær. Önnur þeirra sagði að hún hefði ætlað að fara með stúlkunni í leigubílnum með Agli og kærustu hans. Kærastan hafi hins vegar sagt að það væri ekki pláss fyrir hana. „Seinna um nóttina hringdi hún hágrátandi og bað mig um að koma að sækja sig. Þá var hún heima hjá mér,“ segir vinkonan sem býr á móti Agli. „Hún sagði að

Þetta gerðistmál GuðnýjaR RósaR

VilhjálmsdóttuR GEGn aGli EinaRssyni oG GuðRíði jónsdóttuR VaR til umRæðu í fjölmiðlum í tæp

tVö áR. hÉR ER stiklað á stóRu í atbuRðaRás málsins.

Page 11: Viðtal: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir

69 nýtt líf

hann hefði nauðgað sér. Við tókum taxa og fórum með hana upp á spítala. Það var erfitt að sjá hana svona. Við grétum með henni.“Vinkonan fylgdi stúlkunni upp á Neyðarmóttöku. „Þar biðum við í smástund áður en við sögðum hjúkrunarfræðingi hvað hefði gerst og fengum að fara inn á stofu. Okkur var síðan vísað fram á meðan tekin voru af henni sýni og þess háttar. Hún þurfti einnig að fara í aðgerð.“

7. desember 2011 - Pressan.is birtir mynd sem tekin var á skemmtistaðnum Austur af Guðnýju og Guðríði kyssast, skömmu áður en umræddur atburður átti sér stað. Fréttin var tekin út skömmu síðar. Ritstjóri Pressunnar, Steingrímur Sævar Ólafsson, baðst afsökunar á fréttinni og myndbirtingunni. Guðjón Ólafur Jónsson, lögmaður Guðnýjar, brást við myndbirtingunni í samtali við DV: „Þessi mynd segir ekkert til um hvað gerðist síðar um nóttina.“

8. desember 2011 - Ritstjóri Pressunnar, Steingrímur Sævarr Ólafsson, sendi fjölmiðlum afsökunarbeiðni vegna fréttar og myndbirtingar.

„Pressunni urðu á stór mistök ... Um það er ekki deilt. Frétt með mynd um unga stúlku sem lagt hefur fram kæru um nauðgun var óvönduð og tillitslaus. Pressan gekk allt of langt og tók ekki tillit til málsaðila ... Ef ég gæti tekið þennan atburð til baka, þá myndi ég svo sannarlega gera það. Ég get hins vegar fullvissað lesendur Pressunnar um það að hún hefur dregið lærdóm af þessu máli. Öllum þeim, sem Pressan brást, einkum hlutaðeigendur, bið ég forláts á birtingu þessarar fréttar.  “

30. janúar 2012 - Lögreglan hefur lokið rannsókn málsins og sent það til ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari fyrirskipar lögreglu að rannsaka málið betur.

23. janúar 2012 - Önnur kona kærir Egil fyrir kynferðisbrot. Hún sagði brotin hafa verið framin þegar hún var 15 ára.

25. janúar 2012 - Egill sendir fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem hann ítrekar að fyrri nauðgunarkæran hafi ekki átt við rök að styðjast. Um seinni kæruna segir Egill:

„Umrædd kæra byggir á atviki sem á að hafa gerst fyrir átta árum, eða árið 2004. Eftir að hafa verið kynnt kæran af lögreglu er ég engu nær um hver þessi kona er eða hvert brot mitt er, enda átti sú atvikalýsing sem mér var kynnt ekkert skylt við nauðgun. Er hún því enn óskiljanlegri en fyrri kæran. Þegar gögn og kærur í þessum málum eru skoðaðar verður ekki önnur ályktun dregin en að aðrir en kærendur sjálfir standi á bak við kærurnar og aðförina á hendur mér. Ég hef lengi sætt gagnrýni óvildarmanna minna og get kannski að einhverju leyti sjálfum mér um kennt. En þessi opinbera aðför gegn mér er óskiljanleg og mér finnst reyndar furðulegt að slíkt geti gerst í okkar litla landi...“

28. febrúar 2012 - Lögregla hefur lokið rannsókn á kæru Guðnýjar og sendir málið aftur til ríkissaksóknara.

15. júní 2012 - Ríkissaksóknari fellir niður mál vegna kæru Guðnýjar á hendur Agli og Guðríði.

Egill Einarsson Guðríður Jónsdóttir

Page 12: Viðtal: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir

70nýtt líf

22. júní 2012 - Egill sendir fjölmiðlum yfirlýsingu sem meðal annars segir:

„Sem kunnugt er hefur ríkissaksóknari fellt niður nauðgunarkæru á hendur mér og Guðríði unnustu minni. Ég hef hingað til forðast að ræða þetta mál opinberlega, ef frá eru taldar tvær stuttar yfirlýsingar ...

Í rökstuðningi ríkissaksóknara fyrir niðurfellingu málsins er framburður minn og Guðríðar um atvik sagður staðfastur og samræmist öðrum gögnum málsins og ekkert bendi til að við hefðum samræmt framburð til að fegra hlut okkar.Hins vegar telur ríkissaksóknari að ekki verði framhjá því litið að í framburði kæranda var ekki innbyrðis samræmi í skýrslum hennar hjá lögreglu. Og heldur ekki samræmi í því sem haft var eftir henni á Neyðarmóttöku strax í kjölfar hins meinta brots og þess sem hún skýrði frá hjá lögreglu.Þá kemur fram í rökstuðningi ríkissaksóknara að engin réttarlæknisfræðileg gögn sýni fram á að brotið hafi verið kynferðislega á meintum brotaþola í umrætt sinn.Síðan eru mörg önnur atriði, sem ríkissaksóknari tekur ekki fram í rökstuðningi sínum fyrir niðurfellingunni, sem benda ótvírætt til þess að kæran sé ekki á rökum reist.Hingað til hafa allar atburðalýsingar í þessu ömurlega máli, sem birst hafa í fjölmiðlum, einkum DV, komið frá „stuðningsmönnum“ stúlkunnar sem kærði okkur. Þessar atburðalýsingar eru í meginatriðum rangar og stundum hreinn uppspuni, eins og til dæmis sú fullyrðing að stúlkan hafi þurft að gangast undir læknisaðgerð eftir samskipti mín við hana. Ekkert slíkt kemur fram í gögnum málsins ...

Að síðustu vil ég ítreka að nauðgun er í mínum huga alvarlegur glæpur. Það er einnig alvarlegt mál að kæra fólk fyrir slíkan glæp að ósekju og ég á engan annan kost en að bera hönd fyrir höfuð mér. Ég vona innilega að þetta mál verði ekki til þess að draga úr trúverðugleika raunverulegra fórnarlamba kynferðisofbeldis, eða möguleikum þeirra að ná fram rétti sínum – en sú hætta er fyrir hendi þegar rangar sakir eru bornar á fólk. Ef svo reynist liggur ábyrgðin ekki hjá mér heldur öðrum þeim sem hafa viljað gera sér mat úr þessu máli.Virðingarfyllst,Egill Einarsson“

28. júní 2012 - Guðjón Ólafur Jónsson, lögmaður Guðnýjar, sendir fjölmiðlum athugasemdir við yfirlýsingar Egils Einarssonar.

Athugasemdir vegna yfirlýsingar Egils Einarssonar

Í liðinni viku birtist í fjölmiðlum yfirlýsing frá Agli Einarssyni, 32 ára líkamsræktarþjálfara, í tilefni af þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að fella niður mál vegna kæru á hendur honum og unnustu hans vegna ætlaðs kynferðisbrots í nóvember 2011. Er þetta þriðja yfirlýsingin sem kærði kýs að senda frá sér til að vekja athygli á kærum á hendur sér.

Undirritaður lögmaður hefur gætt hagsmuna tveggja stúlkna sem kært hafa greindan Egil fyrir kynferðisbrot, þ.á m. þeirrar er lagði fram kæru í því máli sem fellt var niður nú nýlega, en hún var nýorðin 18 ára þegar þeir atburðir urðu sem leiddu til kærunnar. Í tilefni af síðustu yfirlýsingu kærða þykir rétt að taka eftirfarandi fram:Skjólstæðingur minn hvarf í miklum flýti af heimili kærða umrædda nótt. Var hún þá klædd í sokkabuxur af unnustu kærða, en skildi nærbuxur sínar og sokkabuxur þar eftir.Skjólstæðingur minn hafði þá þegar samband við tvær vinkonur sínar þar sem hún hafði leitað skjóls við heimili annarrar í nágrenni við heimili kærða. Kvað hún kærða hafa nauðgað sér. Er staðfest með framburði vinkvennanna og leigubílstjóra, sem ók þeim þremur rakleitt að Neyðarmóttöku, að skjólstæðingur minn hafi þá verið hágrátandi og í miklu tilfinningalegu uppnámi. Á neyðarmóttöku var túrtappi fjarlægður úr leggöngum skjólstæðings míns. Þar fundust við skoðun tvær örfínar rifur við leggangaop og ein við endaþarmsop, sem að mati skjólstæðings míns styðja frásögn hennar um að kærði hafi haft við hana samfarir um leggöng og endaþarm. Ekki varð hins vegar ráðið hvort rifur við leggangaop hefðu komið við samfarir með eða án vilja skjólstæðings míns. Aðrar mögulegar skýringar gátu einnig verið á rifu við endaþarmsop. Í niðurstöðu ríkissaksóknara er í engu vikið að marblettum á handleggjum skjólstæðings míns sem hún kvað vera af völdum kærða og getið er um í skýrslu Neyðarmóttöku.Skjólstæðingur minn hefur frá greindum atburði verið til meðferðar hjá sálfræðingi, sem kveður hana bera öll einkenni, sem þekkt eru hjá þolendum kynferðisabrota. Ríkissaksóknari aflaði engra gagna þar að lútandi og virðist með öllu hafa litið framhjá sálrænum einkennum skjólstæðings míns.

Niðurstaða ríkissaksóknara um að fella málið niður þýðir hvorki að kæra skjólstæðings míns hafi verið röng né að ósekju. Hún felur það hins vegar í sér að þrátt fyrir ofangreint telur ríkissaksóknari, gegn neitun kærða og unnustu hans, það sem fram er komið í málinu ekki vera nægilegt eða líklegt til sakfellis. Er það í samræmi við þá meginreglu íslensks réttarfars að allur vafi skuli virtur sakborningi í hag.

Page 13: Viðtal: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir

71 nýtt líf

Þrátt fyrir niðurstöðu ríkissaksóknara hlýtur það að vera kærða umhugsunarefni hvers vegna 18 ára stúlka kýs að leita beint á Neyðarmóttöku um miðja nótt eftir samskipti sín við hann og kæra hann síðar fyrir kynferðisbrot. Vera kann að mannorð kærða hafi beðið eitthvert tjón vegna máls þessa, óháð því hversu gott það kann að hafa verið fyrir. Í þeim efnum verður kærði þó fyrst og fremst að líta í eigin barm. Getur umbjóðandi minn enga ábyrgð borið á því ætlaða mannorðstjóni.

Athugasemdir þessar eru gerðar með samþykki skjólstæðings míns. Vegna dvalar okkar beggja utan landsteinanna birtast þær ekki fyrr en nú.

Guðjón Ólafur Jónsson,hæstaréttarlögmaður

3. júlí 2012 - Egill og Guðríður kæra Guðnýju fyrir rangar sakagiftir. Egill sendir fjölmiðlum eftirfarandi yfirlýsingu:

Ég finn mig knúinn til að bera hönd fyrir höfuð mér, nú þegar lögmaður stúlku sem kærði mig og unnustu mína fyrir kynferðisbrot hefur sent frá sér afar ósmekklega yfirlýsingu ...

Um þetta sagði saksóknari orðrétt í rökstuðningi sínum fyrir því að fella niður málið: „Ekki verður fram hjá því litið að hvorki var innbyrðis samræmi í framburðum brotaþola hjá lögreglu, né samræmi í því sem haft var eftir henni á Neyðarmóttöku strax í kjölfar hins meinta brots og þess sem hún skýrði frá hjá lögreglu.“ Við þetta má svo bæta að í öllum tilvikum, þar sem frásögn okkar og hennar stangaðist á og vitni voru að, reyndist frásögn hennar röng og okkar rétt. Um það sagði saksóknari jafnframt: „Ekkert í framburði þeirra [mínum og unnustu minnar] bendir þó til að þau hafi samræmt framburði sína í þeim tilgangi að fegra hlut sinn, enda fá framburðir þeirra stoð í öðrum gögnum málsins ...“...

Það verður að teljast undarlegt mat hjá lögmanninum að ríkissaksóknari ætti að meta til sönnunargagna örlitlar rifur sem staðfest er af læknum að gefi enga vísbendingu um ofbeldi og alvanalegt sé að komi fram við venjulegt kynlíf. Hvaða merkingu lögmaðurinn leggur í það að túrtappi hafi verið fjarlægður er á huldu. Í gögnum málsins kemur ekkert fram um að stúlkan hafi þurft að gangast undir læknisaðgerð. Það er ekki „aðgerð“ að fjarlægja túrtappa, hann var tekinn sem hugsanlegt sakargagn og í læknaskýrslu kemur fram að leggangaskoðun hafi verið eðlileg.

Ekki veit ég hvað lögmaðurinn er að fara með að tala um marbletti sem stúlkan var með. Í skýrslu læknis á Neyðarmóttöku kemur skýrt fram að stúlkan hafi enga sýnilega áverka og að það samræmist frásögn hennar þar. Það kemur skýrt fram í gögnum að það voru engir áverkar sem bentu til ofbeldis. Það er rangt að skjólstæðingur lögmannsins hafi horfið af heimili okkar í miklum flýti og hvað þá að hún hafi farið grátandi. Það er rétt að vitni staðfesta að stúlkan hafi verið í tilfinningalegu uppnámi þegar vinkonur hennar sóttu hana. Hún komst hins vegar ekki í það uppnám fyrr en eftir að hún fór frá okkur. Á meðan hún dvaldi hjá okkur var mikið hlegið og góð stemning og þessi áburður kom því eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þá er fráleitt að líta á það sem vísbendingu um glæp þótt stúlkan hafi skilið eftir fatnað og klætt sig í aðrar áþekkar sokkabuxur og kemur ekkert fram í gögnum málsins sem staðfestir þá túlkun. Sálrænt ástand manneskju sannar ekki að hún hafi orðið fyrir ofbeldi. Þess eru mörg dæmi frá nágrannalöndunum að fólk sem síðar var dæmt fyrir rangar sakargiftir hafi að sögn sálfræðinga sýnt öll einkenni raunverulegra brotaþola... Ég hef hugsað um það hvers vegna stúlkan er margsaga í öllum meginatriðum. Hvers vegna hún í skýrslutöku vitnar um sms-skilaboð og símtöl sem aldrei áttu sér stað eins og útprentaðar símaskýrslur staðfesta. Það er mér mikið umhugsunarefni hvers vegna tvær vinkonur hennar „staðfesta“ í smáatriðum þessi símtöl og sms, sem aldrei áttu sér stað, í skýrslutöku hjá lögreglu. Og ég get hreinlega ekki hætt að hugsa um það hvers vegna skilaboð frá handrukkara biðu mín þegar ég vaknaði daginn eftir... Ég hef einsett mér að komast til botns í þessu máli. Ég hef því lagt fram kæru á hendur stúlkunni og vinkonum hennar og óskað eftir lögreglurannsókn á tildrögum þess að ég var, ásamt unnustu minni, borinn röngum sökum um svívirðilegan glæp. Virðingarfyllst Egill Einarsson

15. nóvember 2012 - Ríkissaksóknari fellir niður mál vegna seinni kæru á hendur Agli Einarssyni fyrir kynferðisbrot.

Page 14: Viðtal: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir

72nýtt líf

22. nóvember 2012 - Egill er í forsíðuviðtali við Monitor, fylgiblaði Morgunblaðsins. Fyrirsögn viðtalsins var:

„Myndi frekar velja heilahimnubólgu en nauðgunarkæru“

Í viðtalinu er rætt við Egill um hvaða áhrif nauðgunarkæran hafði á líf hans og segir Egill: „Það vita allir að ég hef gengið í gegnum ömurlegasta ár ævi minnar ... Það er erfitt að vera sakaður um glæp sem maður framdi ekki og svona hræðilegan glæp.“

Egill er spurður út í kvöldið örlagaríka og hvort að það sem gerðist samkvæmt hans frásögn, að töluvert yngri kona, kærasta Egils og hann sjálfur hafi farið heim saman og sofið saman öll þrjú með samþykki allra aðila, sé orðið „eðlilegt“ kynlíf ? Við þessu segir Egill: „Ég myndi segja að eðlilegt sé það sem fólk fílar svo fremi sem allir þátttakendur eru samþykkir. EN stúlkan var inni á stað þar sem var 20 ára aldurstakmark og ég komst að því seinna að hún hafi verið 18 ára og það var ákveðið áfall, ég viðurkenni það.“

3. desember 2012 - Egill stefnir nokkrum ungmennum, þar á meðal vinkonu Guðnýjar, fyrir meiðyrði vegna ummæla þeirra um hann í tengslum við forsíðuviðtal Monitors 22. nóvember.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Egils staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi sent fjórum einstaklingum kröfubréf um að þeir gætu dregið ummæli sín til baka, viðurkennt að þau væru ekki rétt og svo borga Agli hálfa milljón króna, sem hann hyggst láta renna til góðgerðarmála.

03. júlí 2012 - Egill og Guðríður kæra Guðnýju Rós og tvær vinkonur hennar fyrir rangar sakargiftir.

13. september 2012 - Lögregla vísar kæru Egils og Guðríðar frá.

7. nóvember 2012 - Lögregla mælir fyrir um rannsókn vegna kæru Egils og Guðríðar á hendur Guðnýju Rós og tveimur vinkvenna hennar fyrir rangar sakargiftir.

13. apríl 2013 - Að beiðni lögreglunnar, vegna rannsóknar á röngum sakargiftum, skrifar sálfræðingur sem hefur haft Guðnýju í meðferð síðan í nóvember 2011, skýrslu um hana. Í skýrslunni kemur meðal annars fram:

Niðurstöður greiningarmats sýndu að Guðný Rós þjáðist af áfallastreituröskun í kjölfar meints kynferðisbrots. Þykir ljóst að atburðurinn hefur haft víðtæk áhrif á hana. Þau sálrænu einkenni sem Guðný Rós upplifði í kjölfar áfallsins samsvara einkennum sem eru vel þekkt hjá fólki sem hefur upplifað alvarleg áföll eins og stórslys, líkamsárás, nauðgun eða hamfarir. Hún virtist ávallt hreinskilin, trúverðug og samkvæm sjálfri sér ...

Hún sýndi í meðferðinni vaxandi getu til að takast á við minningar um meint kynferðisbrot og aðrar afleiðingar atburðarins. Hinsvegar hefur hún upplifað endurtekin bakslög tengd félagslegum áhrifum atburðarins og endurtekinni umfjöllun um atburðinn.

9. júlí 2013 - Ríkissaksóknari fellir niður mál Egils gegn Guðnýju og tveimur vinkonum hennar um rangar sakagiftir.

Meiðyrðamál Egils gegn ungmennunum bíða enn dóms.

Texti: Þóra Tómasdóttir, [email protected]: Úr safni