109
Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra stera Hlynur Áskelsson Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til

anabólískra stera

Hlynur Áskelsson

Júní 2016

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs

Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Page 2: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness
Page 3: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til

anabólískra stera

Hlynur Áskelsson

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs í íþrótta- og heilsufræði

Leiðbeinandi: Guðmundur Sæmundsson

Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2016

Page 4: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra stera

Ritgerð þessi er 30 eininga lokaverkefni til M.Ed.-prófs

í íþrótta- og heilsufræði við Íþrótta-, tómstunda- og

þroskaþjálfadeild,

Menntavísindasviði Háskóla Íslands

© 2016 Hlynur Áskelsson

Lokaverkefni þessu má ekki afrita né dreifa rafrænt nema með leyfi

höfundar.

Page 5: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

3

Formáli

Reynsla mín af fjölbreyttri íþróttaiðkun, búsetu erlendis, kennslu, þjálfun og yfir þrjátíu

ára lyftingaæfingum hefur sýnt mér að notkun anabólískra stera hefur breyst mikið á

síðustu árum og áratugum. Hvernig hlutirnir breytast og mennirnir með er oft erfitt að

henda reiður á nema þeir séu rannsakaðir og skoðaðir ofan í kjölinn. Neysla fólks á

anabólískum sterum hefur ávallt verið hulin leynd og þöggun sem helgast eflaust af því

að hin alþjóðlega íþróttahreyfing bannar neyslu þeirra og iðkendur sem verða uppvísir

að notkun eru dæmdir í keppnisbann á íþróttamótum og litnir hornauga af samfélaginu.

Á undanförnum árum hef ég sem kennari og íþróttaþjálfari tekið eftir því að neysla

anabólískra stera er ekki eingöngu bundin við fullorðið fólk heldur er notkunin farin að

færast neðar í aldursstigann. Af þeirri ástæðu kaus ég að helga lokaverkefni mitt þessu

umfjöllunarefni í þeirri von að opna megi umræðuna og um leið varpa ljósi á þessi

varasömu lyf og þá leyndarhyggju sem umlykur þau.

Þetta lokaverkefni er samið af mér undirrituðum. Ég hef kynnt mér Vísindasiða-

reglur Háskóla Íslands. Ég hef gætt viðmiða um siðferði í rannsóknum og fyllstu ráð-

vendni í öflun og miðlun upplýsinga, og túlkun niðurstaðna. Ég vísa til alls efnis sem ég

hef sótt til annarra eða fyrri eigin verka, hvort sem um er að ræða ábendingar, myndir,

efni eða orðalag. Ég þakka öllum sem lagt hafa mér lið með einum eða öðrum hætti en

ber sjálfur ábyrgð á því sem missagt kann að vera. Þetta staðfesti ég með undirskrift

minni.

Reykjavík, 4. maí 2016

Hlynur Áskelsson

Page 6: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

4

Ágrip

Verkefnið sem hér um ræðir er 30 ECTS-eininga meistaraprófsritgerð til M.Ed.-gráðu á

Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Markmið þessarar rannsóknarritgerðar var að

skoða hvernig notkun anabólískra stera fléttast inn í íþróttir, hver séu áhrif þeirra á fólk,

hver sé neyslutíðnin og hver séu almenn viðhorf íslenskra framhaldsskólanema á

aldrinum 18–22 ára til þessara lyfja og notkunar þeirra í íþróttum? Að auki verður

kannað hvort búseta, kyn og íþróttaiðkun hafi áhrif á viðhorf, þekkingu á og neyslu

anabólískra stera?

Þessi rannsóknarritgerð er byggð á niðurstöðum ítarlegrar spurningakönnunar, sem

var lögð fyrir síðla árs 2015 í framhaldsskólum víðsvegar á landinu, þar sem markmiðið

var að kanna viðhorf og neyslu framhaldskólanema á anabólískum sterum.

Helstu niðurstöður spurningakönnunarinnar eru þær að fólk búsett á höfuðborgar-

svæðinu er jákvæðara gagnvart notkun anabólískra stera en fólk á landsbyggðinni,

karlar eru jákvæðari gagnvart notkun en konur og þeir sem stunda íþróttir innan

vébanda íþróttahreyfingarinnar hafa neikvæðari viðhorf til anabólískra stera en þeir

sem stunda íþróttir utan hennar. Þeir sem engar íþróttir stunda hafa neikvæðust

viðhorf til lyfjanna og má því segja að ein af betri forvörnum gegn neyslu anabólískra

stera sé að stunda engar íþróttir.

Niðurstöðurnar benda til að íslenskir framhaldsskólanemar hafi greiðan aðgang að

anabólískum sterum og hafa margir myndað sér skoðanir á lyfjunum, lýst yfir vilja til að

nota þau, auk þess sem lítill hópur hefur neytt lyfjanna. Því má slá föstu að anabólískir

sterar séu búnir að festa sig í sessi hjá framhaldsskólanemum sem valkostur þegar að

því kemur að nota lyf sem ekki eru í almennri sölu og einungis ætluð til notkunar í

læknisfræðilegum tilgangi.

Page 7: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

5

Abstract

Relations of anabolic steroid to sports and attitude of Icelandic high school students to these drugs

The following paper is a 30 ECTS units final thesis for a M.Ed. degree at the University

of Iceland, School of Education. The aim of this research paper is to examine how the

use of anabolic steroids is involved in sports, how they affect people, what is the

consumption rate and what is the general attitude of Icelandic secondary high school

level students at the age of 18–22 years of these drugs and their use in sport? In

addition, the objective is to explore whether residence, gender and sport participation

affect the attitude, knowledge and consumption of anabolic steroids?

This research is based on results of a detailed survey questionnaire, that was

completed in late 2015 in high schools around Iceland, were the goal was to explore

the attitudes and consumption of anabolic steroids among Icelandic high school

students.

The results showed that people living in the capital area are more positive toward

anabolic steroids than people in the rural areas. Men are more positive toward

anabolic steroids than women and those who practice sports within the framework of

organized sports have more negative attitude toward anabolic steroid than those

engaged in sports beyond the framework of organized sports. Those who practice no

sports have the most negative attitude toward anabolic steroids and therefore no sport

participation may be one of the better prevention of anabolic steroid use.

Finding of this study suggest that icelandic college students have an easy access to

anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed

a willingness to use them, as well as a small group has consumed anabolic steroids. It

may be assumed that anabolic steroids have already establish themselves among

college students as an alternative when it comes to using drugs that are not for general

sale and intended only for medical purposes.

Page 8: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

6

Efnisyfirlit

Formáli ............................................................................................................................. 3

Ágrip ................................................................................................................................. 4

Abstract ............................................................................................................................ 5

Efnisyfirlit ......................................................................................................................... 6

Töfluskrá ........................................................................................................................... 7

1 Inngangur ................................................................................................................. 11

1.1 Rannsóknarspurning ..................................................................................................... 12

1.2 Uppbygging ritgerðarinnar ........................................................................................... 12

2 Fræðilegur kafli ........................................................................................................ 13

2.1 Íþróttir og anabólískir sterar ......................................................................................... 13

2.2 Áhrif anabólískra stera á fólk ........................................................................................ 15

2.3 Tíðni anabólískra stera.................................................................................................. 17

2.4 Neysla anabólískra stera ............................................................................................... 19

2.5 Viðhorf til anabólískra stera ......................................................................................... 20

3 Efniviður og aðferðir ................................................................................................. 23

3.1 Spurningakönnun.......................................................................................................... 23

3.2 Tengsl rannsóknarspurningar og aðferðar ................................................................... 25

4 Niðurstöður spurningakönnunar ............................................................................... 26

5 Umræður ................................................................................................................. 84

5.1 Búseta ........................................................................................................................... 84

5.2 Kynjamunur .................................................................................................................. 85

5.3 Íþróttaþátttaka ............................................................................................................. 86

5.4 Styrkleikar og veikleikar ................................................................................................ 87

6 Lokaorð .................................................................................................................... 89

Heimildaskrá ................................................................................................................... 91

Fylgiskjal 1 ...................................................................................................................... 96

Page 9: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

7

Töfluskrá

Tafla 1. Tölfræði þátttakenda. Dreifing nemenda eftir búsetu og kyni .................................... 24

Tafla 2. Hefur þú séð anabólíska stera berum augum? .......................................................... 27

Tafla 3. Veistu hvar hægt er að kaupa anabólíska stera á Íslandi? ........................................ 28

Tafla 4. Þekkir þú einhvern eða einhverja sem hafa keypt anabólíska stera? ...................... 29

Tafla 5. Þekkir þú einhvern eða einhverja sem selja anabólíska stera? ................................ 30

Tafla 6. Gætir þú hugsað þér að kaupa anabólíska stera? ..................................................... 31

Tafla 7. Hefur þú keypt anabólíska stera? .............................................................................. 32

Tafla 8. Hversu auðvelt eða erfitt telur þú að sé að kaupa anabólíska stera á

Íslandi? ....................................................................................................................... 33

Tafla 9. Telur þú að notkun anabólískra stera hafi mjög miklar, miklar,

frekar litlar, litlar eða engar neikvæðar aukaverkanir á heilsufar

neytandans? ............................................................................................................... 34

Tafla 10. Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) notkun anabólískra stera almennt? ......................... 35

Tafla 11. Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) notkun anabólískra stera í íþróttum? ...................... 36

Tafla 12. Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyfa óhefta sölu á

anabólískum sterum til almennings? ........................................................................ 37

Tafla 13. Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyfa óhefta sölu á

anabólískum sterum til fólks sem er 20 ára og eldra? ............................................. 38

Tafla 14. Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyfa óhefta sölu á

anabólískum sterum til fólks sem er yngra en 20 ára? ............................................ 39

Tafla 15. Hvort telur þú að karlar eða konur séu áhugasamari um að nota

anabólíska stera? ....................................................................................................... 40

Tafla 16. Telur þú að fólk undir 20 ára aldri hafi áhuga eða ekki áhuga á að

nota anabólíska stera?............................................................................................... 41

Tafla 17. Ef þú tækir inn anabólíska stera er líklegt eða ólíklegt að þú myndir

ræða það við foreldra eða forráðamenn þína? ........................................................ 42

Page 10: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

8

Tafla 18. Ef þú tækir inn anabólíska stera er líklegt eða ólíklegt að þú myndir

gera það í samráði við lækni? ................................................................................... 43

Tafla 19. Hafa þér oft, sjaldan eða aldrei verið boðnir anabólískir sterar? ........................... 44

Tafla 20. Telur þú að anabólískir sterar bæti eða bæti ekki árangur í

íþróttum? ................................................................................................................... 45

Tafla 21. Telur þú að anabólískir sterar bæti eða bæti ekki árangur þeirra

sem keppa í fitness og vaxtarrækt? .......................................................................... 46

Tafla 22. Telur þú að notkun á anabólískum sterum í einstaklingsíþróttum

skeri úr um það hver sigrar? ..................................................................................... 47

Tafla 23. Telur þú að anabólískir sterar séu heilsubætandi eða

heilsuspillandi? .......................................................................................................... 48

Tafla 24. Telur þú að neysla anabólískra stera flýti fyrir eða flýti ekki fyrir

vöðvastækkun hjá fólki? ........................................................................................... 49

Tafla 25. Telur þú að á neysla anabólískra stera minnki líkamsfitu, minnki

ekki líkamsfitu eða hafi engin áhrif á líkamsfitu fólks?............................................ 50

Tafla 26. Telur þú að neysla anabólískra stera bæti útlit, skaði útlit eða hafi

engin áhrif á útlit fólks? ............................................................................................. 51

Tafla 27. Þekkir þú einhvern eða einhverja sem nota anabólískra stera

reglulega? ................................................................................................................... 52

Tafla 28. Þekkir þú einhvern eða einhverja sem hafa prófað anabólískra

stera en nota þá ekki reglulega? ............................................................................... 53

Tafla 29. Þekkir þú einhvern eða einhverja sem ekki hafa tekið inn

anabólískra stera en hafa áhuga á að taka þá inn? .................................................. 54

Tafla 30. Hversu algenga eða fátíða telur þú notkun anabólískra stera vera

meðal fólks undir 20 ára aldri? ................................................................................. 55

Tafla 31. Hversu algenga eða fátíða telur þú notkun anabólískra stera vera

meðal fólks á aldrinum 20–30 ára? ........................................................................... 56

Tafla 32. Þekkir þú þetta lyfjaheiti: Dianabol? ....................................................................... 57

Tafla 33. Þekkir þú þetta lyfjaheiti: Winstrol? ........................................................................ 58

Tafla 34. Þekkir þú þetta lyfjaheiti: Anadrol? ......................................................................... 59

Page 11: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

9

Tafla 35. Þekkir þú þetta lyfjaheiti: Primobolan? ................................................................... 60

Tafla 36. Þekkir þú þetta lyfjaheiti: Anavar?........................................................................... 61

Tafla 37. Gætir þú hugsað þér að taka inn anabólíska stera? ................................................ 62

Tafla 38. Gætir þú hugsað þér að taka inn anabólíska stera í pilluformi? ............................. 63

Tafla 39. Gætir þú hugsað þér að taka inn anabólíska stera í sprautuformi? ....................... 64

Tafla 40. Hefur þú tekið inn anabólíska stera? ....................................................................... 65

Tafla 41. Hefur þú tekið inn anabólíska stera í pilluformi? .................................................... 66

Tafla 42. Hefur þú tekið inn anabólíska stera í sprautuformi? .............................................. 67

Tafla 43. Hversu langt er síðan þú neyttir síðast anabólíska stera? ...................................... 68

Tafla 44. Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að þú takir inn anabólíska stera

næstu tvö árin? .......................................................................................................... 69

Tafla 45. Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að þú takir inn anabólíska stera

næstu tíu árin? ........................................................................................................... 70

Tafla 46. Telur þú að neysla anabólískra stera auki eða minnki sjálfstraust

fólks? .......................................................................................................................... 71

Tafla 47. Telur þú að neysla anabólískra stera auki, minnki eða hafi engin

áhrif á vinsældir þeirra sem nota þá? ....................................................................... 72

Tafla 48. Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum

anabólískra stera? ...................................................................................................... 73

Tafla 49. Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum

anabólískra stera þótt þú vissir að það væri bannað? ............................................. 74

Tafla 50. Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum

anabólískra stera þótt þú vissir að það væri bannað og þú værir

örugg(ur) um að það kæmist ekki upp? .................................................................... 75

Tafla 51. Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum

anabólískra stera ef þú vissir að það myndi tryggja þér

verðlaunasæti? .......................................................................................................... 76

Tafla 52. Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum

anabólískra stera ef þú vissir að það myndi tryggja þér

verðlaunasæti og það væri öruggt að það kæmist ekki upp? .................................. 77

Page 12: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

10

Tafla 53. Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum

anabólískra stera ef þú vissir að það myndi tryggja þér

verðlaunasæti og 100 milljónir króna í verðlaunafé og það væri

öruggt að það kæmist ekki upp? ............................................................................... 78

Tafla 54. Telur þú þig hafa mikla eða litla þekkingu á anabólískum sterum? ....................... 79

Tafla 55. Hefur þú lítinn eða mikinn áhuga á að fræðast um anabólíska

stera? .......................................................................................................................... 80

Tafla 56. Finnst þér að íþróttafélög eigi að veita fræðslu eða ekki um

anabólíska stera? ....................................................................................................... 81

Tafla 57. Finnst þér að skólar eigi að veita fræðslu eða ekki um anabólíska

stera? .......................................................................................................................... 82

Tafla 58. Telur þú að fræðsla um anabólíska stera myndi auka eða minnka

líkurnar á því að fólk notaði anabólíska stera? ........................................................ 83

Page 13: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

11

1 Inngangur

Tilgangur þessarar rannsóknarritgerðar var að skoða hvernig notkun anabólískra stera

fléttast inn í íþróttir, hver áhrif þeirra séu á fólk, hver neyslutíðnin sé og hver séu

almenn viðhorf íslenskra framhaldsskólanema á aldrinum 18–22 ára til þessara lyfja og

notkunar þeirra í íþróttum. Að auki var kannað hjá nemendum hvort búseta, kyn og

íþróttaiðkun hefði áhrif á þætti eins og kunningsskap við neytendur og seljendur,

viðhorf, þekkingu og neyslu anabólískra stera. Rannsóknarritgerðin er byggð upp á

niðurstöðum viðhorfskönnunar sem lögð var fyrir í framhaldsskólum víðsvegar um land

í árslok 2015.

Tengsl ungs fólks við vefaukandi lyf eru af ýmsum toga og margir ólíkir þættir liggja

að baki því hvernig viðhorf til þessara efna mótast. Einnig eru ýmis álitamál sem varða

inntöku anabólískra stera og má þar nefna þætti eins og lögmæti og heilsufars- og

siðferðissjónarmið. Sala á lyfjum er ólögleg nema með tilskildum leyfum og neysla

anabólískra stera hefur ýmisskonar áhrif sem neytandinn getur upplifað sem jákvæð

eða neikvæð og í því ljósi verða siðferðislegar spurningar skoðaðar. En þess má geta að

anabólískir sterar eru á bannlista hjá langflestum íþróttasamböndum um allan heim.

Anabólískir sterar virðast vera orðnir hluti af lyfjamenningu samfélags okkar og

neysla þeirra er ekki einungis bundin við þröngan þjóðfélagshóp eins og oft er talið.

Fyrirmyndir barna og unglinga í íþróttum og ýmissi dægurmenningu hafa á síðustu

árum orðið sífellt vöðvastæltari og hafa rannsóknir sýnt að vefaukandi hegðunar er

farið að gæta hjá grunnskólabörnum þar sem löngun eftir stórum vöðvum er fylgt eftir

með auknum lyftingum, neyslu fæðubótarefna og anabólískra stera (Eisenberg, Wall og

Neumark, 2012).

Frægir íþróttamenn falla með jöfnu millibili á lyfjaprófum og áberandi fólk úr heimi

skemmtanaiðnaðarins tjáir sig nú orðið á opinberum vettvangi um eigin neyslu á

vefaukandi lyfjum. Rannsóknir víða um heim, sem og á Íslandi, sýna án nokkurs vafa að

neysla anabólískra stera er farin að teygja anga sína niður til fólks á unglingsaldri. Í ljósi

þessa er tímabært að falast eftir vitneskju um hverjum augum íslensk ungmenni líta

anabólíska stera og átta sig á því hvar helstu áhættuþættir liggja og hvort þörf sé á

aukinni fræðslu eða frekari mótvægisaðgerðum við þeim ætlaða skaða sem neysla

þessara lyfja getur haft í för með sér.

Page 14: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

12

1.1 Rannsóknarspurning

Tilgangur þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á anabólíska stera og viðhorf íslenskra

framhaldsskólanema til þessara lyfja og notkunar þeirra í íþróttum. Með það að

markmiði voru eftirfarandi rannsóknarspurningar lagðar fram:

Hvernig tengist notkun anabólískra stera íþróttum?

a. Hver eru áhrif þeirra á fólk?

b. Hver er neyslutíðnin?

Hver eru viðhorf íslenskra framhaldsskólanema á aldrinum 18–22 ára til þessara

lyfja og notkunar þeirra í íþróttum?

a. Hefur búseta, kyn og íþróttaiðkun áhrif á viðhorf, þekkingu og neyslu

anabólískra stera hjá framhaldsskólanemum á Íslandi?

1.2 Uppbygging ritgerðarinnar

Uppbygging þessarar rannsóknarritgerðar er á þann veg að hún skiptist upp í inngang,

fræðilega umfjöllun, kafla um efnivið og aðferðir, niðurstöðukafla, umræður, lokaorð,

heimildaskrá og fylgiskjal. Í fræðilega kaflanum er fjallað um tengsl íþrótta og anaból-

ískra stera, áhrif þeirra á neytendur, tíðni notkunar, neyslu og viðhorf fólks til lyfjanna.

Að honum loknum er kafli um efnivið og aðferðir þar sem útlistaðar eru þær aðferðir

sem beitt var við vinnu þessarar rannsóknarritgerðar. Að honum loknum tekur við efnis-

mesti hluti þessar ritgerðar þar sem raktar eru niðurstöður þeirrar spurningakönnunar

sem framkvæmd var í tengslum við þetta lokaverkefni. Þessar niðurstöður eru settar

fram í töflum ásamt skýringartextum og sýnir hver tafla hvernig hverri spurningu var

svarað auk þess hvernig svör röðuðust niður eftir búsetu, kyni, og íþróttaþátttöku.

Í umræðukaflanum verða niðurstöður spurningakönnunarinnar skoðaðar auk þess

sem sérstaklega verður farið yfir styrkleika og veikleika spurningakönnunarinnar.

Rannsóknarritgerðin endar síðan á lokaorðum, heimildaskrá og fylgiskjali sem hefur að

geyma spurningakönnunina sem lögð var fyrir úrtak framhaldsskólanema í árslok 2015

og grundvallar þær meginniðurstöður sem þessi rannsóknarritgerð er byggð á.

Page 15: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

13

2 Fræðilegur kafli

Niðurstöður heimildaleitarinnar koma jafnóðum fram í fræðilega kaflanum hér á eftir

en að honum loknum verða raktar þær niðurstöður sem spurningakönnunin gat af sér.

2.1 Íþróttir og anabólískir sterar

Vefaukandi sterar, sem oftast eru kallaðir anabólískir sterar og í daglegu tali „sterar“,

ættu með réttu að kallast anabólískir-andrógenískir sterar því efnafræðileg virkni þeirra

líkir eftir áhrifum testósteróns á líkamann á tvennskonar hátt þar sem áhrifin eru

annars vegar anabólísk og hins vegar andrógenísk. Anabólísku áhrifin eru vefaukandi

áhrif sem stuðla að aukinni próteinupptöku, frumu- og beinvexti og að endingu stöðva

þau hæðarvöxt. Andrógenísku áhrifin auka útlitseinkenni sem eignuð eru karlmönnum

eins og til dæmis stækkun barkakýlis, dýpri rödd og vöxt líkamshára auk þess sem

andrógenísk áhrif stuðla að vexti karlkyns æxlunarfæra hjá sveinbörnum í móðurkviði

sem og þroska þeirra hjá drengjum þegar á unglingsár er komið. Hjá körlum gegna

andrógenísk áhrif því hlutverki að viðhalda frjósemi auk þess að stuðla að viðhaldi

beina, vöðva, vitsmunagetu og vellíðunar (Kicman, 2008).

Anabólískir-andrógenískir sterar falla undir flokk hormóna sem innihalda náttúru-

lega karlhormónið testósterón og má ekki rugla saman við aðrar gerðir af sterum eins

og til dæmis bólgueyðandi sterum sem hafa engin vefaukandi áhrif og þess vegna litla

hættu í för með sér á misnotkun (Kanayama, Hudson og Pope, 2008). Með efnafræði-

legum breytingum á testósteróni er hægt að ráða því hversu mikil anabólísk eða

andrógenísk áhrif viðkomandi efnablanda hefur á fólk en eftir sem áður hefur ekki verið

hægt að aðskilja þessa virkni fullkomlega og er þess vegna réttast að kalla umrædd lyf

anabólíska-andrógeníska stera. Til einföldunar í þessari grein verður styttri útgáfan

notuð og lyfin eftirleiðis kölluð anabólískir sterar (Kicman, 2008).

Elstu heimildir um efnafræðitilraunir í viðleitni til að bæta árangur í íþróttum koma

frá Ólympíuleikunum til forna árið 668 fyrir Krist þar sem íþróttamenn rannsökuðu

mismunandi mataræði í þeirri von að bæta frammistöðu sína og komust meðal annars

að því gott væri að borða fíkjur í þeim tilgangi (Holt, Erotokritou-Mulligan og Sonksen,

2009). Egyptar og Rómverjar til forna trúðu því að eistu og getnaðarlimir spendýra

innihéldu lækningamátt og forngrískir íþróttamenn nýttu sér fjölbreytt efni unnin úr

Page 16: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

14

plöntum og eistum sem áttu að miða að því að bæta árangur í íþróttum. Það mátti því

segja að forfeður okkar væru komnir á bragðið. Orðið testósterón kom til sögunnar árið

1935 og vísar í fyrrnefnd eistu með orðinu „testo“ = (e) testicles (eistu). Þegar testó-

sterón var fyrst einangrað árið 1935 í Hollandi var það unnið úr eistum nautgripa en

síðar sama ár fundu þýskir vísindamenn leið til að vinna það úr kólesteróli (Dotson og

Brown, 2007).

Fljótlega á eftir komu til sögunnar tilbúnar afleiður testósteróns og anabólískir

sterar sem næsta áratuginn voru víða notaðir í læknisfræðilegum tilgangi til að

meðhöndla líkamlega og andlega sjúkdóma en það var ekki fyrr en í kringum árið 1950

að íþróttamenn uppgötvuðu að anabólískir sterar gætu stóraukið vöðvamassa

(Kanayama o.fl., 2008). Fyrsta skráða tilfellið þar sem testósterón var gagngert notað til

árangursbætingar var árið 1941 þegar 18 vetra veðhlaupahest, Holloway að nafni, var

gefið lyfið fyrir keppni. Þessi innspýting lukkaðist vel og Holloway vann marga sigra á

hlaupabrautinni fullur af testósteróni (Holt o.fl., 2009).

En hvað mannfólkið varðar eru fyrstu staðfestu heimildir um notkun anabólískra

stera frá árinu 1954 í Vín í Austurríki þar sem rússneskir lyftingamenn gerðu garðinn

frægan á móti þar í borg. Eftir það breiddist notkun lyfjanna hratt út í frjálsíþróttir,

vaxtarrækt og aðrar greinar þar sem árangur byggðist á vöðvastyrk eða hraðri endur-

heimt. Á árunum 1960 og fram yfir 1970 var notkun anabólískra stera að mestu bundin

við afreksíþróttafólk. Virkni lyfjanna var vel geymt leyndarmál meðal íþróttamanna og

íþróttalækna og læknisfræðileg rit kyntu undir þær ranghugmyndir að notkun anaból-

ískra stera væri með öllu gagnslaus til að bæta styrk og stækka vöðva (Kanayama o.fl.,

2008). Þar sem þessar athafnir voru löglegar á þessum tíma hafa varðveist heimildir um

hversu langt íþróttafólk gekk til að landa sigri. En samhliða bættum árangri fylgdi

heilsufarsleg áhætta og jafnvel dauðsföll sem leiddu til þess að lyfjanotkun íþróttafólks

voru þrengri skorður settar (Holt o.fl., 2009) og að lokum bannaði Alþjóða Ólympíu-

nefndin (IOC) notkun anabólískra stera árið 1974. Með auknu eftirliti kom til sögunnar

sérstök útgáfa af lyfjunum, svokallaðir „designer anabolic steroids“ sem sérstaklega

voru framleiddir í þeim tilgangi að komast fram hjá lyfjaprófum. Framleiðsla þeirra fór

ávallt leynt en fyrstu sannanir um tilurð þeirra komu fram í leynilegum skjölum sem

fundust við fall Austur-Þýskalands árið 1989 (Kicman, 2008).

Notkun anabólískra stera hefur vaxið mikið síðustu áratugi án þess að neyslan þjóni

læknisfræðilegum tilgangi. Notkunin hefur breiðst út á meðal almennings sem sækist

eftir auknum líkamsstyrk og bættu útliti. Nýlegar niðurstöður úr alþjóðlegum faralds-

fræðilegum rannsóknum gefa til kynna að stærsti hópur neytenda anabólískra stera séu

Page 17: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

15

þeir sem stunda íþróttir sér til ánægju, afþreyingar og bætts útlits (Sagoe, Torsheim,

Molde, Andreassen og Pallesen, 2015a).

Á seinni hluta áttunda áratugarins og í byrjun þess níunda stækkaði ört hópur

almennra borgara sem notaði anabólíska stera. Þessi hópur er ekki eins sýnilegur og

aðrir hópar sem misnota fíkniefni og leitar sér síður heilbrigðisþjónustu og ber oft

vantraust til lækna. Á þessum árum og fram eftir tuttugustu öldinni jókst neysla anaból-

ískra stera í Bandaríkjunum hröðum skrefum og er nú svo komið að ástandið er skil-

greint sem mikill fíkniefnavandi þar sem langstærstur hluti neytenda eru ungir

karlmenn. Sams konar þróun hefur átt sér stað í Bretlandi, Suður Afríku, Evrópu og á

Norðurlöndunum (Kanayama o.fl., 2008).

2.2 Áhrif anabólískra stera á fólk

Fjöldi erlendra rannsókna er til um anabólíska stera en að sama skapi er minna til af

rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á Íslandi. Í rannsókninni Ungt fólk sem gerð

hefur verið að tilstuðlan Menntamálaráðuneytisins frá árinu 1992 og var síðast fram-

kvæmd árið 2013 er spurt um neyslu íslenskra framhaldsskólanema á anabólískum

sterum í tengslum við íþróttaiðkun. Þar kom fram að 1% nemenda hefði á síðastliðnum

12 mánuðum notað lyfin einu sinni eða oftar og þar af voru strákar 2% og stelpur 0,2%

(Menningarmálaráðuneytið, 2014).

Árið 2010 skrifuðu dr. Þórólfur Þórlindsson og dr. Viðar Halldórsson

rannsóknargrein um notkun anabólíska stera hjá íslenskum framhaldsskólanemum sem

unnin var upp úr gögnum úr rannsókninni Ungt fólk frá árinu 2004. Þeirra helsta

niðurstaða var sú að minni líkur væru á neyslu anabólískra stera hjá íþróttafólki sem

stundaði skipulagðar íþróttir innan vébanda íþróttahreyfingarinnar en hjá þeim sem

stunduðu þær fyrir utan skipulagða íþróttastarfsemi og æfðu t.a.m. í einkareknum

líkamsræktarstöðvum. Þar að auki fannst jákvæð fylgni milli neyslu anabólískra stera og

ólöglegra fíkniefna, áfengis- og tóbaksneyslu og neikvæð fylgni milli neyslu anabólískra

stera og námsárangurs (Þórólfur Þórlindsson og Viðar Halldórsson, 2010).

Þeir sem leggja stund á rannsóknir tengdar uppeldi og áhættuhegðun hafa í

auknum mæli bent á að anabólískir sterar séu orðnir hluti af þeim ólöglegu lyfjum sem

ungt fólk hefur með höndum. Neysla anabólískra stera sem áður var að mestu bundin

við íþróttir er fyrir löngu farin að teygja anga sína út á meðal almennings með

tilheyrandi heilsufarsvandamálum sem oft á tíðum berast ekki inn á borð til

heilbrigðisyfirvalda (Sjoqvist, Garle og Rane, 2008). Fyrirmyndir ungs fólks úr heimi

Page 18: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

16

afreks- og atvinnuíþrótta eru reglulega staðnar að því að falla á lyfjaprófum og

samkvæmt tölum frá Alþjóða Ólympíunefndinni gerist það á hverju ári að 1 til 2% þeirra

sem þreyta lyfjapróf eru gripnir við ólöglega notkun og er margt sem bendir til þess að

þessar tölur séu töluvert hærri því afkastaaukandi lyf eru oft vandfundin þegar inn í

líkamann er komið (Judge o.fl., 2012).

Íþrótta- og vaxtarræktarfólk hefur áratugareynslu af notkun anabólískra stera til

vöðva- og styrkaukningar en það er tiltölulega nýlega sem farið er að nota þessi lyf í

læknisfræðilegum tilgangi gegn sjúkdómum sem tengjast vöðvarýrnun og minnkuðum

vöðvamassa hjá öldruðum þótt enn sé eftir að sýna fram á að lyfin auki líkamlega færni

og bæti lífsgæði (Kicman, 2008). Þrátt fyrir að sannanir um skaðsemi anabólískra stera

liggi fyrir eru til mun færri rannsóknir á þeim en öðrum fíknilyfjum sem helgast af því að

neysla anabólískra stera hefur fengið minni athygli í faraldsfræðilegum rannsóknum en

ávanabindandi efni eins og kannabis og kókaín (Sagoe o.fl., 2015a).

Rannsóknir á konum og anabólískum sterum eru mjög fáar og endurspegla minni

notkun þeirra. Fyrirliggjandi upplýsingar benda til þess að mikill munur sé á virkni

anabólískra stera eftir því hvort neytandinn er karl eða kona, unglingur eða fullorðinn.

Kynbundin áhrif lyfjanna á hegðun eru talin koma sterkar fram hjá konum en körlum í

formi geðsveiflna, kvíðaraskana og þunglyndis auk þess sem hætta á tíðahvörfum eykst

(Onakomaiya og Henderson, 2016). Karlhormónar geta einnig valdið óafturkræfan-

legum karlmannseinkennum hjá konum sem er alvarleg aukaverkun (Kicman, 2008).

Testósterón er hormón sem gegnir lykilhlutverki í mótun karleinkenna og vöðva-

stækkun og er magn þess í mannslíkamanum breytilegt eftir kyni, aldri og heilsufars-

ástandi en er ávallt mun hærra í körlum en konum. Hjá körlum nær testósterón-

framleiðsla að venju hámarki á seinnihluta kynþroskaskeiðs og fer síðan minnkandi með

hækkandi aldri (Kersey o.fl., 2012). Hvað varðar unglinga af báðum kynjum og neyslu

anabólískra stera eru þeir sá aldurshópur sem er í hvað mestri hættu á að valda sér

andlegum skaða sem komið getur fram sem neikvæð breyting á lundarfari, kvíði, árásar-

girni og þunglyndi. Þessar tilfinningar eiga það til að aukast á unglingsárum og getur

neysla anabólískra stera stórbreytt ástandinu til hins verra og jafnvel valdið varanlegum

breytingum á heilastarfsemi og hegðun (Onakomaiya og Henderson, 2016).

Anabólískir sterar geta orsakað hugarfars- og hegðunarbreytingar hjá fólki og gert

það að verkum að meiri ákefð næst við æfingar og þjálfun en misnotkun getur einnig

leitt til heilsuskaða og eru til um það nákvæmar heimildir frá fyrrum austur-þýska

alþýðulýðveldinu (Kicman, 2008). Vaxandi markaðssetning fæðubótarefna hefur aukið

hættuna á því að fólk taki ómeðvitað inn anabólíska stera og önnur ólögleg lyf því talið

Page 19: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

17

er að um 15% af þessum vörum séu að einhverju leyti menguð af lyfjum sem ekki er

getið um í innihaldslýsingum (Onakomaiya og Henderson, 2016).

Margar hliðarverkanir af neyslu anabólískra stera helgast af því að aukið magn af

testósteróni í líkamanum getur umbreyst í kvenhormón sem kallast estradiol (El Osta

o.fl., 2016). Skammtímanotkun anabólískra stera virðist þó hafa fáar alvarlegar

aukaverkanir í för með sér en langtímanotkun hefur verið tengd við skaðleg áhrif á

líkamlega og andlega heilsu, auk hækkandi dánartíðni (Sagoe, Molde, Andreassen,

Torsheim og Pallesen, 2014). Alvarlegustu aukaverkanirnar af langtímanotkun

anabólískra stera tengjast hjarta- og æðakerfi og má þar nefna háþrýsting, hjartsláttar-

truflanir, nýrnabilun og offjölgun rauðra blóðkorna, auk þess sem dánartíðni meðal

þeirra sem neyta efnanna að staðaldri er áætluð 4,6 sinnum hærri en þeirra sem nota

þau ekki. Geðrænar hliðarverkanir geta einnig verið fylgifiskur ofnotkunar og eru þekkt

einkenni aukin árásar- og ofbeldishneigð, þunglyndi, skapsveiflur, breytt kynhvöt, sælu-

víma og jafnvel geðrof. Fráhvarfseinkenni og ávanabinding eru einnig þekkt fyrirbæri

hjá stórnotendum, auk þess sem andlegri heilsu getur hrakað ef fyrirliggjandi er saga

um geðraskanir og annan fíknivanda. Í fráhvörfum er mikil hætta á þunglyndi og þverr-

andi kynhvöt hjá þeim stórnotendum sem ekki fá viðeigandi meðferð. Önnur þekkt

einkenni eru sjálfsvígshugsanir, svefnraskanir, átraskanir, þreyta, höfuðverkir, vöðva- og

liðverkir, auk löngunar til áframhaldandi neyslu (El Osta o.fl., 2016). Aðrar aukaverkanir

eru bólur, hárlos, risvandamál, stækkun á blöðruhálskirtli, stækkun mjólkurkirtla hjá

karlmönnum, aukið álag á lifur og minnkuð kynhvöt sem kemur oft fram þegar dregið er

úr neyslu og eigin hormónaframleiðsla er í lágmarki (El Osta o.fl., 2016).

Þeir sem neyta anabólískra stera án læknisfræðilegs tilgangs hafa oftar en ekki

vafasamar upplýsingar um uppruna og notkun þeirra efna sem þeir eru með í hönd-

unum sem leitt getur til heilsutjóns (Kersey o.fl., 2012). Rannsóknir sýna að neyslu-

skammtar eru gríðarlega stórir og oft á tíðum 50-100 sinnum meiri en náttúruleg fram-

leiðsla testósteróns í eðlilegum eistum (Kanayama o.fl., 2008). Niðurstöður vísindafólks

eru á þann veg að neysla anabólískra stera, án læknisfræðilegs tilgangs, ætti að skoðast

sem alvarlegt heilsufarsvandamál (Sagoe o.fl., 2015a).

2.3 Tíðni anabólískra stera

Hvað varðar notkun anabólískra stera á Norðurlöndunum sýna nýlegar faraldsfræði-

legar rannsóknir að neyslan er misjöfn eftir löndum. Þegar spurt er hvort fólk hafi

prófað lyfin er svarhlutfallið eftirfarandi: Svíþjóð 4,4%, Noregur 2,4%, Finnland 0,8%,

Page 20: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

18

Ísland 0,7% og Danmörk 0,5%. Meðaltalið fyrir öll löndin er 2,1% og hlutfallið milli kynja

er karlar 2,9% og konur 0,2% (Sagoe o.fl., 2015a).

Í rannsókn á 466 finnsku landsliðsfólki frá 2002 kom fram að yfir 90% svarenda telja

að ólögleg lyf bæti íþróttaárangur og 30% segjast þekkja persónulega íþróttafólk sem

notað hafi lyf á bannlista. 15% þátttakenda höfðu verið boðin ólögleg lyf. Af þeim voru

21% sem stundaði íþróttagreinar sem byggðust á krafti og snerpu, 14% voru í hóp-

íþróttum og 10% í þolgreinum. Örvandi lyf og anabólískir sterar voru þau lyf sem

íþróttafólki voru oftast boðin (Alaranta o.fl., 2006).

Í rannsókn frá árinu 2014 sem framkvæmd var í Ghana og kannaði viðhorf fram-

haldsskólanema til anabólískra stera kom í ljós að 3,8% nemenda höfði neytt lyfjanna

(karlar 4,9% og konur 3,1%), 18,5% þátttakenda þekktu einhverja sem höfðu tekið inn

anabólíska stera og af þeim hafði 6% verið boðin lyfin að minnsta kosti einu sinni

(Sagoe, Torsheim, Molde, Andreassen og Pallesen, 2015b).

Árið 2006 voru 198.143 þvagprufur teknar af íþróttafólki víðsvegar um heim og af

þeim innihéldu 4.332 (2%) ólögleg lyf. Þarf af voru 1.966 (45%) sýni sem innihéldu

anabólíska stera og var þetta hlutfall óbreytt frá áratuginum þar á undan (Kicman,

2008). Nýlegar rannsóknir áætla að 3,3% jarðarbúa hafi einhvern tíma á ævinni neytt

anabólískra stera. Karlar eru þar í miklum meirihluta eða 6,4% á móti 1,6% kvenna.

Þessar tölur gefa til kynna að neysla þessara lyfja sé heilsufarsvandamál sem teygi sig út

um allan heim (Sagoe o.fl., 2014).

Þegar karlar, sem æfa á líkamsræktarstöðvum, eru skoðaðir sérstaklega er áætlað

að 15-20% þeirra hafi einhvern tíma á ævinni neytt anabólískra stera og þegar neyslu-

hegðun líkamsræktar- og lyftingamanna er rannsökuð kemur í ljós að 33% þeirra telja

sig háða lyfjunum. Þessar tölur eru misjafnar eftir löndum en mesta notkunin er talin

vera í Bandaríkjunum, Evrópu, Norðurlöndunum, Brasilíu og Bresku samveldislöndunum

(El Osta o.fl., 2016).

Í bandarískri rannsókn frá 2009 sem náði til 119 háskóla kom í ljós að 0,9%

þátttakenda höfðu notað anabólíska stera. Samkvæmt annarri bandarískri rannsókn á

unglingum frá sama ári eru tölurnar öllu hærri en þar er því haldið fram að notkunin sé

töluvert meiri eða 4,3% meðal drengja og 2,2% hjá stúlkum. Hvað varðar notkun

anabólískra stera meðal evrópskra ungmenna á framhaldsskólaaldri sýna tölur frá árinu

2007 frá 35 Evrópuríkjum að notkun meðal drengja var 2% og stúlkna 1%. Í annarri

rannsókn frá árinu 2008 sem framkvæmd var í sex Evrópuríkjum mældist notkun

anabólískra stera 2,1% hjá framhaldsskólanemum (Kersey o.fl., 2012). Í stórri rannsókn

Page 21: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

19

frá Ástralíu sem náði til 376 skóla og framkvæmd var árið 2005 kom í ljós að 2,4%

nemenda höfðu notað anabólíska stera (Dunn og White, 2011).

Nýjustu tölur um notkun anabólískra stera í Bandaríkjunum birtust árið 2014 í

tímaritinu American Journal on Addiction en þar kemur fram að í aldursflokknum 13–50

ára er áætlað að 2,9–4 milljónir Bandaríkjamanna hafi notað anabólíska stera og í

þessum hópi sé um 1 milljón sem hafi þróað með sér fíkn í efnin (Pope o.fl., 2014).

Samskonar tölur frá Svíþjóð eru 50-100 þúsund einstaklingar í landi með íbúafjölda upp

á 9 milljónir sem jafngildir u.þ.b. 1% af þjóðinni. Í rannsókn á 6.000 sænskum ung-

mennum á aldrinum 16-17 ára sem var í formi nafnlausrar spurningakönnunar

viðurkenndu 3,2% karla neyslu anabóliskra stera en engar konur (Sjoqvist o.fl., 2008).

Önnur athyglisverð niðurstaða er að notkun anabólískra stera hefst mun seinna á

lífsleiðinni en notkun annarra vímuefna, til dæmis höfðu einungis 22% neytenda hafið

neyslu fyrir 20 ára aldur (Pope o.fl., 2014). Mat á misnotkun ber að túlka með mikilli

varúð vegna þess að þegar spurt er um ólöglega hegðun er hætta á að svörin verði ekki

áreiðanleg (Sjoqvist o.fl., 2008).

Mun hærri tíðni notkunar en almennt gerist hefur komið fram í rannsóknum hjá

þeim sem stunda til dæmis vaxtarrækt og kraftlyftingar, auk þeirra sem dvalið hafa í

fangelsum. Í þýskri rannsókn þar sem meðlimir líkamsræktarstöðva voru spurðir með

nafnlausum spurningakönnunum kom í ljós að 13,5% höfðu einhvern tíma neytt

anabólískra stera, þar af 3,9% kvenna. Rannsóknir í Bretlandi og Bandaríkjunum gefa

samskonar niðurstöður til kynna (Sjoqvist o.fl., 2008). Yfir heildina benda rannsóknir til

þess að ólögleg lyfjanotkun hjá íþróttafólki og almenningi sé á bilinu 1–5% en í sumum

tilfellum innan afmarkaðra hópa fari neyslan yfir 50% (Bird, Goebel, Burke og Greaves,

2016).

2.4 Neysla anabólískra stera

Anabólískir sterar eru orðnir hluti af lyfjamenningu samfélags okkar og neysla þeirra

ekki einungis bundin við þröngan þjóðfélagshóp eins og oft er talið. Fyrirmyndir barna

og unglinga í íþróttum og ýmissi dægurmenningu hafa á síðustu áratugum orðið sífellt

vöðvastæltari og hafa rannsóknir sýnt að vefaukandi hegðunar er farið að gæta hjá

grunnskólabörnum þar sem löngun eftir stórum vöðvum er fylgt eftir með auknum

lyftingum, neyslu fæðubótaefna og notkun anabólískra stera (Eisenberg, Wall og

Neumark-Sztainer, 2012).

Page 22: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

20

Á undanförnum árum hafa rannsóknir sýnt að æ yngra íþróttafólk neytir afkasta-

aukandi lyfja í þeirri viðleitni að bæta útlit og árangur og meðal þeirra eru anabólískir

sterar. Þegar fyrirliggjandi rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að sífellt yngri börn hafa

aðgengi að lyfjunum og eru þess dæmi að börn á miðstigi grunnskóla hafi neytt þessara

efna (Calfee og Fadale, 2006). Neysla ungmenna á anabólískum sterum er skaðleg og

aukaverkanirnar geta komið harðar niður á þeim en eldra fólki, auk þess sem ungmenni

eru líklegri til að nota lyfin í stærri skömmtum og yfir lengri tíma sem gerir það að

verkum að heilsuskaðar geta orðið enn alvarlegri (Judge o.fl., 2012).

Þegar anabólískir sterar eru teknir inn í stórum skömmtum geta þeir aukið vöðva-

styrk til mikilla muna og þar af leiðandi stórbætt árangur í íþróttum langt umfram það

sem hægt er að ná með náttúrlegum hætti. Er þetta ein ástæðan fyrir því að margir

íþróttmenn freistast til að nota lyfin. Neyslan er þó langt frá því að vera bundin við

íþróttamenn því stærsti notendahópurinn er hinn almenni borgari sem hefur enga

löngun til að keppa í íþróttum en sækist þess í stað eftir vöðvastæltara útliti (Kanayama

o.fl., 2008). Þrátt fyrir háa neyslutíðni anabólískra stera í Bandaríkjunum er lítið vitað

um hvernig neytendahópurinn þar er saman settur, sem eflaust ræðst af því að

umrædd lyf eru ólögleg og má álykta af því að fólk sé síður tilbúið til að opinbera eigin

neyslu. Í nýlegri rannsókn á neytendum kom í ljós að 56% aðspurðra höfðu ekki upplýst

heimilislækni sinn um notkun á anabólískum sterum (Westerman o.fl., 2016).

Önnur bandarísk rannsókn sem gerð var á körlum sem neytt höfðu testósteróns

leiddi í ljós að 63,6% þátttakenda hófu neyslu eftir að hafa náð 22 ára aldri. Helstu

ástæður fyrir neyslu voru væntingar um aukinn vöðvamassa 35%, von um minni

líkamsfitu 18,2%, sjálfgreindur skortur á testósteróni 9,5% og undirbúningur fyrir

vaxtarræktarkeppni 6,5%. Aðeins 6,9% svarenda tóku inn testósterón til að fegra eigin

líkama. Þeir sem tóku inn testósterón af hópþrýstingi, til þess að laða að sér konur,

bæta íþróttaárangur, gegn þunglyndi, vegna erfiðleika við að þyngja sig eða til að bæta

þol og almenn lífsgæði, voru undir 5% svarenda. Þátttakendur voru flestir vel

menntaðir, með laun yfir meðallagi og giftir sem er óvenjulegt fyrir hóp sem stundar

ólöglega lyfjaneyslu (Westerman o.fl., 2016).

2.5 Viðhorf til anabólískra stera

Það er ekki mikið til af rannsóknum þar sem fjallað er beint um viðhorf fólks til

anabólískra stera og er sennileg ástæða þess að erfitt er að nálgast þann hóp af fólki,

Page 23: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

21

auk þess sem efnið er viðkvæmt og sveipað leyndarhyggju og þöggun (Bloodworth og

McNamee, 2010).

Í finnskri rannsókn á þarlendu landsliðsfólki frá árinu 2002 kom ljós að þeir sem

álitu ólögleg lyf hættulítil voru líklegri til að vera í samskiptum við neytendur á sama

tíma og þeir sem töldu ólögleg efni hættuleg höfðu minni samskipti við notendur.

Viðhorf íþróttafólks til ólöglegra lyfja var einnig misjafnt eftir íþróttagreinum þar sem

þeir sem stunduðu hraða- og kraftgreinar voru mun jákvæðari gagnvart ólöglegum

lyfjum en þeir sem stunduðu greinar þar sem fjölbreyttrar hreyfifærni var krafist, auk

þess sem karlar voru mun stærri áhættuhópur en konur (Alaranta o.fl., 2006). Í breskri

rannsókn frá árinu 2009 þar sem tekin voru viðtöl við ungt afreksfólk í íþróttum kom

fram að skömmin yfir því að verða uppvís að lyfjamisnotkun væri öflug forvörn gegn því

að íþróttafólk freistaðist til að taka inn ólögleg lyf til að bæta eigin getu (Bloodworth og

McNamee, 2010).

Rannsóknir á notkun og viðhorfum til anabólískra stera hafa að mestu leyti verið

bundnar við þróuð ríki á Vesturlöndum þrátt fyrir að óyggjandi sannanir liggi fyrir um

notkun þeirra út um allan heim. Fram til ársins 2014 var til dæmis ekki vitað til þess að

neysla anabólískra stera hefði verið rannsökuð sérstaklega í Mið-Afríku þrátt fyrir að

aðrar rannsóknir sýndu fram á að neyslan væri vaxandi vandamál þar um slóðir. Í

rannsókn sem framkvæmd var í Ghana og kannaði viðhorf framhaldsskólanema til

anabólískra stera, og var sú fyrsta sem gerð var þar í landi, kom í ljós að 11,9%

nemenda töldu lyfin bæta útlit (karlar 14,1% og konur 10,2%), 13% töldu lyfin geta bætt

árangur og 13,9% voru tilbúin til að neyta lyfjanna til að tryggja sér skólastyrk. Kyn-

bundin viðhorf til lyfjanna voru svipuð og komið hefur fram í rannsóknum á heimsvísu

þar sem viðhorf kvenna eru almennt neikvæðari en karla (Sagoe o.fl., 2015b).

Þótt lyfjamál íþróttafólks fái mikla athygli þá heyrast sjaldan raddir þeirra sem

uppvísir verða að notkun ólöglegra lyfja. Í rannsókn Pappa frá árinu 2012 á viðhorfi

bresks frjálsíþróttafólks sem fallið hefur á lyfjaprófi kom fram að íþróttafólki finnist

lyfjanotkun vera eðlilegur hluti af íþróttaiðkun, hún sé útbreidd og rótgróin þar sem

vitneskja þjálfara og annarra sem að málum koma er opinber þrátt fyrir að á endanum

sé það ákvörðun íþróttamannsins og á hans ábyrgð að taka lyfin og sitja uppi með

afleiðingarnar. Þrátt fyrir bann íþróttayfirvalda telur frjálsíþróttafólk lyfjaneyslu vera

nauðsynlega til að eiga möguleika í keppni meðal þeirra bestu og það bendir einnig á að

liðsfélagar þeirra noti lyf á bannlista sem og andstæðingar þeirra. Þessi rannsókn er sú

fyrsta af sinni tegund þar sem viðhorf þeirra sem falla á lyfjaprófi er skoðað og hún

Page 24: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

22

sýnir fram á það að lyfjamisnotkun þarf að skoða í félagslegu samhengi en ekki ein-

göngu sem einstaklingshegðun (Pappa og Kennedy, 2013).

Page 25: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

23

3 Efniviður og aðferðir

Rannsóknarritgerð þessi var lokaverkefni höfundar í M.Ed.-námi við Háskóla Íslands þar

sem hann lagði stund á íþrótta- og heilsufræði á Menntavísindasviði. Þessi rannsóknar-

ritgerð er byggð á ítarlegri spurningakönnun þar sem markmiðið var að kanna viðhorf

og neyslu framhaldsskólanema á anabólískum sterum og verða þær niðurstöður sem

spurningakönnunin gat af sér raktar hér á eftir.

3.1 Spurningakönnun

Í tengslum við rannsóknarritgerð þessa útbjó höfundur spurningakönnun sem lögð var

fyrir framhaldsskólanemendur á aldrinum 18–22 ára í nóvember árið 2015. Fram-

kvæmdin var með því móti að útprentuð spurningakönnun með 58 fjölvalsspurningum

var send á tíu framhaldsskóla víðsvegar um landið. Sex skólanna voru á landsbyggðinni

og fjórir á höfuðborgarsvæðinu. Skipting skóla eftir landshlutum var þannig að einn

skóli var á Vestfjörðum, tveir á Norðurlandi, einn á Austurlandi, einn á Suðurlandi, einn

á Suðurnesjum og fjórir skólar á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndin með því að velja

skóla af öllu landinu var að kanna hvort ólík viðhorf til anabóliskra stera réðust af

búsetu.

Að höfðu samráði við skólameistara viðkomandi skóla og veittu samþykki þeirra

fyrir þátttöku voru að meðaltali 48 spurningalistar sendir á hvern skóla, eða samtals 480

eintök, og var þeim síðan úthlutað til kennara sem lögðu könnunina fyrir í sínum

kennslustundum. Í þremur skólum á suðvesturhorninu lagði höfundur sjálfur spurninga-

könnunina fyrir þá nemendur sem honum var úthlutað í samráði við kennara.

Hvernig úrtakið í hverjum skóla var endanlega valið var í höndum þess kennara sem

lagði spurningakönnunina fyrir. Þau fyrirmæli sem kennarar fengu lutu að því að hafa

kynjahlutföll sem jöfnust og að leggja skyldi könnunina fyrir þá nemendur sem væru 18

ára og eldri. Það var því tilviljun ein sem réði því hverjir endanlegir þátttakendur voru

og hafði rannsakandi ekkert um það að segja annað en að velja þá skóla sem tóku þátt í

könnuninni.

Spurningakönnun þessi var tilkynnt til Persónuverndar og framkvæmd með hennar

vitund. Engin frekari leyfi þurfti því þátttakendur voru allir 18 og eldri og ekki var spurt

um neinar viðkvæmar persónuupplýsingar. Áður en spurningakönnunin var lögð fyrir

Page 26: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

24

var væntanlegum þátttakendum kynnt markmið könnunarinnar og hún síðan lögð fyrir

með fullu samþykki hvers nemanda. Spurningalistinn var nafnlaus og á engan hátt

rekjanlegur til þess sem honum svaraði. Allar nauðsynlegar upplýsingar um framkvæmd

könnunarinnar komu fram á forsíðu spurningalistans.

Af 480 spurningalistum sem sendir voru út skiluðu sér 384 (80%) nýtanlegir listar til

baka sem rúmuðust innan aldursbilsins 18–22 ára sem gerir svarhlutfall upp á 80%.

Kynjahlutfallið var nokkuð jafnt, karlar voru 51% (N=196) og konur 49% (N=188). Svör

voru flokkuð eftir búsetu, aldri, kyni og íþróttaiðkun og sést í töflu 1 hvernig svörin

dreifðust milli þessara flokka.

Tafla 1. Tölfræði þátttakenda. Dreifing nemenda eftir búsetu og kyni

Búseta Fjöldi Hlutfall %

Höfuðborgarsvæðið 133 34,6

Landsbyggðin 251 65,4

Alls 384 100,0

Kyn Fjöldi Hlutfall %

Karlar 196 51,0

Konur 188 49,0

Alls 384 100,0

Aldursdreifing nemenda var frá 18 ára upp í 22 ára og var meðalaldur þátttakenda

18,76 ár (staðalfrávik 0,90). Kynjaskipting þátttakenda var þannig að karlar voru 51% og

konur 49%. Nemendum var einnig skipt niður eftir íþróttaþátttöku. Nemendur voru

spurðir hvort þeir æfðu íþróttir með íþróttafélagi, æfðu íþróttir utan félags eða æfðu

ekki íþróttir.

Gagnaúrvinnslan fór þannig fram að útfylltir spurningalistar voru innheimtir og þeir

kóðaðir inn í Excel. Að því loknu var Excel-skjalið keyrt inn í gagnaúrvinnsluforritið SPSS

til að fá heildarmynd yfir lýsandi tölfræði sem og ályktunartölfræði, auk þess sem

grunnspurningar um búsetu, kyn og íþróttaiðkun voru keyrðar saman við allar almennar

spurningar. Sú tölfræði sem fékkst úr SPSS-gögnunum var grunnurinn sem úrvinnsla

rannsóknarinnar var byggð á og af henni voru niðurstöður dregnar. Ályktunartölfræðin

var reiknuð út í Excel. Kí-kvarðat var reiknað út fyrir hverja spurningu og út frá þeim

niðurstöðum fundin marktektarmörk sem voru 95% (p<0,05).

Page 27: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

25

3.2 Tengsl rannsóknarspurningar og aðferðar

Markmiðið með spurningakönnuninni var að skoða viðhorf fjölmenns þjóðfélagshóps

með ólíka búsetu og bakgrunn, sem í þessu tilfelli var fólk í framhaldsskóla. Spurninga-

kannanir eru þekkt mælitæki sem hafa sannað gildi sitt fyrir áreiðanleika ef rétt er að

þeim staðið og úrtakið valið þannig að það endurspegli þýðið. Þær upplýsingar sem vel

unnin spurningakönnun getur gefið af sér eru mjög verðmætar og geta þær veitt

áreiðanlega vitneskju um stöðu, skoðanir, framtíðarhorfur og þá strauma og stefnur

sem eru á döfinni hverju sinni í þeim málflokkum sem rannsakaðir eru (Þorlákur

Karlsson, 2003).

Kostir rannsóknarsniðsins eru þeir að með spurningakönnunum er hægt er að ná

inn miklu magni upplýsinga frá tiltölulega fámennu úrtaki miðað við stærð þýðisins og

þær er auðvelt að endurtaka. Spurningakannanir geta gefið vísbendingar um fylgni og

orsakasamband og ef úrtakið er nægilega stórt og vel valið er jafnvel hægt að alhæfa

niðurstöðuna yfir á þýðið. Einnig er mikill kostur að spurningakannanir eru réttmætar í

þeim skilningi að sterk tengsl eru milli þess sem fólk segist gera og þess sem það gerir. Í

rannsóknarsniði sem þessu er minni hætta á skekkjum sem tengst geta rannsakand-

anum, svo sem varðandi væntingar og viðhorf, auk þess að ef spurningarnar eru vel

orðaðar er hægt að halda skekkju og leiðandi skoðunum rannsakandans í lágmarki

(Þorlákur Karlsson, 2003).

Page 28: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

26

4 Niðurstöður spurningakönnunar

Þar sem spurningakönnunin var nokkuð yfirgripsmikil fékkst mikið magn upplýsinga og

eru því niðurstöður margþættar og lúta að viðhorfum, nálægð, vinskap, verslun,

þekkingu, notkun og siðferðislegri afstöðu til anabólískra stera.

Hér á eftir verður hver spurning úr spurningalistanum tekin fyrir og skoðuð sérstak-

lega. Eins og fyrr segir voru lagðar fyrir 58 spurningar og þar af voru 5 grunnspurningar

þar sem spurt var um aldur, kyn og mismunandi íþróttaþátttöku. Efnislegar spurningar

voru því 53 talsins og verða þeim nú gerð skil í réttri röð samkvæmt þeim spurningalista

sem nemendurnir fengu í hendur (Fskj. 1).

Page 29: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

27

Tafla 2.

Hefur þú séð anabólíska stera berum augum?

Nokkur munur er eftir hópum á því hvort nemendur höfðu séð anabólíska stera berum

augum. Þótt nokkur munur sé milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis nær hann ekki

tölfræðilegri marktækni. Karlar eru meira en tvisvar sinnum líklegri en konur til að hafa

séð anabólíska stera berum augum og er sá munur tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)=

10,277, p<0,001). Einnig kemur fram að þeir sem stunda íþróttir utan íþróttafélaga sjá

lyfin sjaldnar en þeir sem æfa íþróttir með félagi og þeir sem engar íþróttir stunda sjá

lyfin sjaldnast. Þessi munur er tölfræðilegar marktækur (χ2(df=2)= 10,754, p<0,01).

JÁ (%) NEI (%)

Höfuðborgarsvæðið 16,2 83,8

Landsbyggðin 13,5 86,5

Kyn

Karlar 19,6 80,4

Konur 9,0 91,0

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 11,1 88,9

Utan íþróttafélags 20,7 79,3

Engin 7,2 92,8

Page 30: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

28

Tafla 3.

Veistu hvar hægt er að kaupa anabólíska stera á Íslandi?

Nemendur höfuðborgarsvæðisins hafa meiri vitneskju en þeir á landsbyggðinni um

hvar hægt er að kaupa anabólíska stera og er sá munur marktækur (χ2(df=1)= 5,012,

p<0,05). Umtalsverður munur er milli kynjanna hvað þessa vitneskju varðar og er sá

munur marktækur (χ2(df=1)= 19,873, p<0,001), þannig að karlar eru líklegri til að vita

meira um þetta. Einnig er marktækur munur (χ2(df=2)= 11,943, p<0,05 eftir íþrótta-

þátttöku á því hvort nemendur búa yfir vitnesku um hvar hægt er að kaupa anabólíska

stera á Íslandi. Þeir sem ekki stunda íþróttir eru ólíklegastir til að vita um þetta.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 24,9 75,1

Landsbyggðin 16,3 83,7

Kyn

Karlar 27,4 72,6

Konur 10,9 89,1

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 19,1 80,9

Utan íþróttafélags 25,0 75,0

Engin 5,8 94,2

Page 31: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

29

Tafla 4.

Þekkir þú einhvern eða einhverja sem hafa keypt anabólíska stera?

Munur eftir búsetu á því hvort nemendur þekkja einhvern eða einhverja sem keypt hafa

anabólíska stera er tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)= 5,790, p<0,05) í þá átt að

nemendur á höfuðborgarsvæðinu eru líklegri til að þekkja einhverja slíka. Karlar eru

mun líklegri en konur til að þekkja einhvern eða einhverja sem keypt hafa lyfin og er sá

munur tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)= 25,275, p<0,001). Munur eftir íþrótta-

þátttöku er einnig tölfræðilega marktækur (χ2(df=2)= 6,865, p<0,05). Þeir sem ekki

stunda íþróttir eru ólíklegir til að þekkja einhverja sem hafa keypt stera.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 48,6 51,4

Landsbyggðin 37,2 62,8

Kyn

Karlar 52,5 47,5

Konur 29,4 70,6

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 39,4 60,6

Utan íþróttafélags 47,7 52,3

Engin 30,4 69,6

Page 32: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

30

Tafla 5.

Þekkir þú einhvern eða einhverja sem selja anabólíska stera?

Munur eftir búsetu á því hvort nemendur þekkja einhvern eða einhverja sem selja

anabólíska stera er tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)= 5,790, p<0,05). Nemendur á

höfuðborgarsvæðinu voru líklegri en landsbyggðarnemendur til þessa. Ekki er tölfræði-

lega marktækur munur milli kynja. Munur eftir íþróttaþátttöku er tölfræðilega mark-

tækur (χ2(df=2)= 8,059, p<0,05). Það sem vekur einna mesta athygli í þeim flokki er að

þeir sem engar íþróttir stunda þekkja fæstir einhvern eða einhverja sem selja

anabólíska stera.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 19.5 80,5

Landsbyggðin 10,8 89,2

Kyn

Karlar 17,0 83,0

Konur 10,9 89,1

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 13,6 86,4

Utan íþróttafélags 18,1 81,9

Engin 4,3 95,7

Page 33: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

31

Tafla 6.

Gætir þú hugsað þér að kaupa anabólíska stera?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendur geti hugsað

sér að kaupa anabólíska stera. Munur milli kynja er hins vegar tölfræðilega marktækur

(χ2(df=1)= 20,085, p<0,001) í þá átt að karlar voru líklegri til þessa en konur. Ekki fannst

tölfræðilega marktækur munur eftir íþróttaþátttöku.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 6,3 93,7

Landsbyggðin 3,5 96,5

Kyn

Karlar 8,7 91,3

Konur 0,0 100,0

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 4,0 96,0

Utan íþróttafélags 6,7 93,3

Engin 0,0 100,0

Page 34: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

32

Tafla 7.

Hefur þú keypt anabólíska stera?

Ekki fannst tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendur hefðu

keypt anabólíska stera. Tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=1)= 5,549, p<0,05) var

milli karla og kvenna, karlar voru líklegri en konur til þessa. Ekki mældist tölfræðilega

marktækur munur eftir íþróttaþáttöku.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 1,2 98,8

Landsbyggðin 1,4 98,6

Kyn

Karlar 2,5 97,5

Konur 0,0 100,0

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 1,0 99,0

Utan íþróttafélags 2,1 97,9

Engin 0,0 100,0

Page 35: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

33

Tafla 8.

Hversu auðvelt eða erfitt telur þú að sé að kaupa anabólíska stera á Íslandi?

Tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=4)= 20,701, p<0,001) er á því eftir búsetu hvort

framhaldsskólanemendur telji auðvelt eða erfitt að kaupa anabólíska stera, í þá átt að

nemendur á höfuðborgarsvæðinu telja þetta auðveldara. Munur eftir kyni er tölfræði-

lega marktækur (χ2(df=4)= 15,250, p<0,05) karlar telja þetta auðveldara en konur, auk

þess var munur eftir íþróttaþátttöku líka tölfræðilega marktækur (χ2(df=8)= 22,188,

p<0,01). Þeir sem engar íþróttir stunda voru ólíklegastir til að telja þetta auðvelt.

Mjög auðvelt (%)

Frekar auðvelt (%)

Hvorki erfitt né auðvelt (%)

Frekar erfitt (%)

Mjög erfitt (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 19,4 56,5 20,0 1,8 2,4

Landsbyggðin 12,3 45,3 34,7 6,7 1,1

Kyn

Karlar 19,0 51,1 23,6 3,8 2,5

Konur 10,6 47,7 35,3 6,0 0,5

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 14,7 51,3 24,9 5,6 3,6

Utan íþróttafélags 17,4 50,0 27,4 5,3 0,0

Engin 9,0 43,3 46,3 1,5 0,0

Page 36: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

34

Tafla 9.

Telur þú að notkun anabólískra stera hafi mjög miklar, miklar, frekar litlar, litlar eða

engar neikvæðar aukaverkanir á heilsufar neytandans?

Skoðanir nemenda eftir búsetu á því hvort anabólískir sterar hafi neikvæðar auka-

verkanir eru ekki tölfræðilega marktækar. Munur milli kynja er tölfræðilega marktækur

(χ2(df=4)= 24,578, p<0,001), karlar eru ólíklegri en konur til að telja miklar líkur á auka-

verkunum. Munur eftir íþróttaþátttöku er ekki tölfræðilega marktækur.

Mjög miklar (%) Miklar (%) Frekar litlar (%) Litlar (%) Engar (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 34,3 54,7 9,9 0,6 0,6

Landsbyggðin 25,4 64,3 8,1 1,4 0,7

Kyn

Karlar 22,2 61,5 13,4 2,1 0,8

Konur 36,1 59,7 3,7 0,0 0,5

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 29,1 62,8 6,6 1,0 0,5

Utan íþróttafélags 28,4 57,9 11,6 1,1 1,1

Engin 29,4 63,2 7,4 0,0 0,0

Page 37: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

35

Tafla 10.

Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) notkun anabólískra stera almennt?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendur séu almennt

fylgjandi eða andvígir notkun anabólískra stera. Konur eru harðari í afstöðu sinni gegn

lyfjunum en karlar og er sá munur tölfræðilega marktækur (χ2(df=4)= 17,875, p<0,01).

Ekki fannst tölfræðilega marktækur munur eftir íþróttaþátttöku.

Mjög fylgjandi (%)

Fremur fylgjandi (%)

Hlutlaus (%)

Fremur andvíg(ur) (%)

Mjög andvíg(ur) (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 0,6 2,3 36,3 25,7 35,1

Landsbyggðin 1,4 1,4 35,7 21,7 39,9

Kyn

Karlar 2,1 2,5 40,2 25,1 30,1

Konur 0,0 0,9 31,2 21,1 46,8

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 0,5 1,0 34,7 20,9 42,9

Utan íþróttafélags 2,1 3,1 36,6 25,7 32,5

Engin 0,0 0,0 37,7 23,2 39,1

Page 38: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

36

Tafla 11.

Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) notkun anabólískra stera í íþróttum?

Ekki fannst tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendur væru

fylgjandi eða andvígir notkun anabólískra stera í íþróttum. Karlar og konur hafa svipaða

afstöðu til notkunar anabólískra stera í íþróttum og milli þeirra fannst ekki tölfræðilega

marktækur munur. Ekki var tölfræðilega marktækur munur eftir íþróttaþátttöku.

Mjög fylgjandi (%)

Fremur fylgjandi (%)

Hlutlaus (%)

Fremur andvíg(ur) (%)

Mjög andvíg(ur) (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 0,6 0,6 17,3 25,4 56,1

Landsbyggðin 0,3 1,4 21,5 18,4 58,3

Kyn

Karlar 0,8 1,7 19,9 22,8 54,8

Konur 0,0 0,5 2,0 19,1 60,5

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 0,0 1,0 17,1 19,6 62,3

Utan íþróttafélags 1,0 1,0 21,9 24,0 52,1

Engin 0,0 1,4 23,2 17,4 58,0

Page 39: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

37

Tafla 12.

Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyfa óhefta sölu á anabólískum sterum til

almennings?

Ekki fannst tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendur væru

fylgjandi eða andvígir óheftri sölu á anabólískum sterum til almennings. Tölfræðilega

marktækur munur fannst ekki heldur milli kynja eða eftir íþróttaþátttöku.

Mjög fylgjandi (%)

Fremur fylgjandi (%)

Hlutlaus (%)

Fremur andvíg(ur) (%)

Mjög andvíg(ur) (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 1,7 1,2 32,6 23,3 41,3

Landsbyggðin 0,7 2,8 33,7 19,8 43,1

Kyn

Karlar 1,7 2,5 35,7 23,2 36,9

Konur 0,5 1,8 30,6 18,7 48,4

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 1,0 1,0 33,8 18,7 45,5

Utan íþróttafélags 1,6 4,2 30,2 25,0 39,1

Engin 0,0 0,0 40,6 17,4 42,0

Page 40: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

38

Tafla 13.

Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyfa óhefta sölu á anabólískum sterum til fólks

sem er 20 ára og eldra?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á viðhorfum til óheftar sölu á

anabólískum sterum til fólks sem er 20 ára og eldra. Töluvert fleiri karlar en konur eru

fylgjandi óheftri sölu á lyfjunum og er sá munur tölfræðilega marktækur (χ2(df=4)=

17,370, p<0,01). Ekki fannst tölfræðilega marktækur munur eftir íþróttaþátttöku.

Mjög fylgjandi (%)

Fremur fylgjandi (%)

Hlutlaus (%)

Fremur andvíg(ur) (%)

Mjög andvíg(ur) (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 2,3 4,0 35,3 25,4 32,9

Landsbyggðin 0,7 4,2 36,1 23,3 35,8

Kyn

Karlar 2,1 6,2 37,8 26,6 27,4

Konur 0,5 1,8 33,6 21,4 42,7

Í íþróttafélagi 1,0 2,5 34,7 26,1 35,7

Utan íþróttafélags 2,1 6,8 33,9 23,4 33,9

Engin 0,0 1,4 44,9 20,3 33,3

Page 41: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

39

Tafla 14.

Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyfa óhefta sölu á anabólískum sterum til fólks

sem er yngra en 20 ára?

Ekki er tölfræðiðlega marktækur munur eftir búsetu á því að leyfa óhefta sölu á

anabólískum sterum til fólks sem er yngra en 20 ára. Milli karla og kvenna er tölfræði-

lega marktækur munur (χ2(df=4)= 10,684, p<0,05), í þá átt að karlar voru andvígari slíkri

sölu en konur. Ekki var tölfræðilega marktækur munur eftir íþróttaþátttöku.

Mjög fylgjandi (%)

Fremur fylgjandi (%)

Hlutlaus (%)

Fremur andvíg(ur) (%)

Mjög andvíg(ur) (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 0,6 1,2 13,3 20,8 64,2

Landsbyggðin 0,0 0,3 19,4 14,6 65,6

Kyn

Karlar 0,4 0,8 15,8 22,0 61,0

Konur 0,0 0,5 18,6 11,4 69,5

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 0,0 0,5 17,6 17,1 64,8

Utan íþróttafélags 0,5 1,0 15,1 16,7 66,7

Engin 0,0 0,0 21,7 17,4 60,9

Page 42: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

40

Tafla 15.

Hvort telur þú að karlar eða konur séu áhugasamari um að nota anabólíska stera?

Þegar nemendur voru spurðir að því hvort þeir teldu karla eða konur áhugasamari um

að nota anabólíska stera mældist ekki tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu og

kyni. Tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=4)= 11,311, p<0,05) mældist hins vegar

eftir íþróttaþátttöku, þannig að þeir sem engar íþróttir stunduðu töldu síður en þeir

sem stunduðu íþróttir að karlar væru áhugasamari en konur.

Karlar eru áhugasamari (%)

Konur eru áhugasamari (%)

Konur og karlar eru jafn áhugasöm (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 91,9 0,6 7,5

Landsbyggðin 85,7 0,3 14,0

Kyn

Karlar 87,9 0,0 12,1

Konur 88,2 0,9 10,9

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 92,9 0,0 7,1

Utan íþróttafélags 85,4 1,0 13,5

Engin 80,9 0,0 19,1

Page 43: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

41

Tafla 16.

Telur þú að fólk undir 20 ára aldri hafi áhuga eða ekki áhuga á að nota anabólíska

stera?

Ekki kom fram tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu þegar kannað var hvort fólk

undir 20 ára aldri hafi áhuga eða ekki áhuga á að nota anabólíska stera. Munur eftir

kyni var tölfræðilega marktækur (χ2(df=3)= 8,199, p<0,05), konur voru frekar en karla á

því að fólk undir 20 ára aldri hefði áhuga á að nota anabólíska stera en ekki mældist

tölfræðilega marktækur munur eftir íþróttaþátttöku.

Mjög mikinn áhuga (%)

Frekar mikinn áhuga (%)

Frekar lítinn áhuga (%)

Hefur ekki áhuga (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 2,9 40,7 54,7 1,7

Landsbyggðin 2,8 39,1 53,2 4,9

Kyn

Karlar 2,5 34,9 57,1 5,5

Konur 3,2 45,0 50,0 1,8

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 2,5 35,0 58,9 3,6

Utan íþróttafélags 3,6 43,2 49,5 3,6

Engin 1,5 43,9 50,0 4,5

Page 44: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

42

Tafla 17.

Ef þú tækir inn anabólíska stera er líklegt eða ólíklegt að þú myndir ræða það við

foreldra eða forráðamenn þína?

Ekki var tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendur myndu ræða

neyslu anabólískra stera við foreldra sína. Milli karla og kvenna var munurinn tölfræði-

lega marktækur (χ2(df=3)= 10,292, p<0,05), karlar voru ólíklegri en konur til að ræða

þessi mál við foreldra, og einnig mældist tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=6)=

13,264, p<0,05) eftir íþróttaþátttöku. Þeir sem engar íþróttir stunda voru helst á því að

þeir myndu ekki ræða þessi mál við foreldra.

Mjög líklegt (%) Frekar líklegt (%) Frekar ólíklegt (%) Mjög ólíklegt (%)

Allir 9,9 15,1 28,3 46,6

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 9,9 11,6 27,3 51,2

Landsbyggðin 11,6 16,5 29,9 41,9

Kyn

Karlar 8,4 12,1 27,6 51,9

Konur 13,8 17,5 30,4 38,2

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 11,2 14,8 32,7 41,3

Utan íþróttafélags 8,9 13,1 23,6 54,5

Engin 16,2 17,6 33,8 32,4

Page 45: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

43

Tafla 18.

Ef þú tækir inn anabólíska stera er líklegt eða ólíklegt að þú myndir gera það í samráði

við lækni?

Ekki var tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu þegar spurt var hvort nemendur

myndu neyta anabólískra stera í samráði við lækni. Konur eru líklegri en karlar til að

neyta anabólískra stera í samráði við lækni og er sá munur tölfræðilega marktækur

(χ2(df=3)= 12,949, p<0,01). Ekki mældist tölfræðilega marktækur munur eftir íþrótta-

þátttöku.

Mjög líklegt (%) Frekar líklegt (%) Frekar ólíklegt (%) Mjög ólíklegt (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 18,6 23,3 33,1 25,0

Landsbyggðin 27,0 16,8 26,7 29,5

Kyn

Karlar 17,1 20,8 32,5 29,6

Konur 31,3 17,5 25,3 25,8

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 23,4 22,8 27,9 25,9

Utan íþróttafélags 21,5 16,2 30,9 31,4

Engin 32,4 16,2 27,9 23,5

Page 46: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

44

Tafla 19.

Hafa þér oft, sjaldan eða aldrei verið boðnir anabólískir sterar?

Ekki var tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendum hefði verið

boðnir anabólískir sterar. Körlum eru oftar boðnir anabólískir sterar en konum og er sá

munur tölfræðilega marktækur (χ2(df=3)= 20,766, p<0,001). Munur eftir íþrótta-

þátttöku mældist ekki tölfræðilega marktækur.

Oft (%) Stundum (%) Sjaldan (%) Aldrei (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 2,9 4,6 8,1 84,4

Landsbyggðin 2,4 2,4 6,3 87,2

Kyn

Karlar 3,7 5,4 10,4 81,5

Konur 1,4 0,9 3,2 94,5

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 2,0 3,5 7,5 86,9

Utan íþróttafélags 4,2 3,6 7,3 84,9

Engin 0,0 1,4 4,3 94,2

Page 47: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

45

Tafla 20.

Telur þú að anabólískir sterar bæti eða bæti ekki árangur í íþróttum?

Það er tölfræðilegur marktækur munur (χ2(df=3)= 11,779, p<0,01) eftir búsetu á því

hvort nemendur telji anabólíska stera hafa áhrif á árangur í íþróttum. Nemendur á

höfuðborgarsvæðinu voru líklegri en nemendur á landsbyggðinni til að telja að

anabólískir sterar bættu árangur. Tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=3)= 57,970,

p<0,001) er einnig eftir kyni, karlar eru líklegri en konur til að telja að anabólískir sterar

bæti árangur. Ekki var tölfræðilega marktækur munur eftir íþróttaþátttöku.

Bæta mjög mikið árangur (%)

Bæta frekar mikið árangur (%)

Bæta frekar lítið árangur (%)

Bæta ekki árangur (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 17,6 50,0 21,8 10,6

Landsbyggðin 8,8 45,8 29,9 15,5

Kyn

Karlar 20,1 54,0 18,0 7,9

Konur 3,3 40,0 36,7 20,0

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 12,2 49,2 24,4 14,2

Utan íþróttafélags 15,4 46,8 25,5 12,2

Engin 2,9 44,1 36,8 16,2

Page 48: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

46

Tafla 21.

Telur þú að anabólískir sterar bæti eða bæti ekki árangur þeirra sem keppa í fitness

og vaxtarrækt?

Mikill munur er eftir búsetu á því hvort að nemendur telji anabólíska stera bæta

árangur þeirra sem keppa í fitness og vaxtarrækt í þá átt að nemendur á höfuðborgar-

svæðinu töldu þetta líklegra en nemendur á landsbyggðinni og er sá munur tölfræðilega

marktækur (χ2(df=3)= 18,159 p<0,001). Milli kynja er tölfræðilega marktækur munur

(χ2(df=3)= 23,809, p<0,001), karlar eru líklegri en konur til að telja anabólíska stera

bæta árangur og einnig er tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=6)= 23,104, p<0,01)

eftir íþróttaþátttöku. Þeir sem engar íþróttir stunda eru ólíklegastir til að telja að

anabólískir sterar bæti árangur.

Bæta mjög mikið árangur (%)

Bæta frekar mikið árangur (%)

Bæta frekar lítið árangur (%)

Bæta ekki árangur (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 48,3 40,1 8,7 2,9

Landsbyggðin 29,5 50,2 13,0 7,4

Kyn

Karlar 46,7 40,4 7,9 5,0

Konur 25,3 53,0 15,2 6,5

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 45,7 41,1 8,6 4,6

Utan íþróttafélags 35,3 47,4 11,1 6,3

Engin 14,5 59,4 18,8 7,2

Page 49: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

47

Tafla 22.

Telur þú að notkun á anabólískum sterum í einstaklingsíþróttum skeri úr um það hver

sigrar?

Nemendur á höfuðborgarsvæðinu trúa því frekar en nemendur landsbyggðarinnar að

notkun anabólískra stera í einstaklingsíþróttum skeri úr um það hver sigrar og er sá

munur tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)= 6,243, p<0,05). Milli karla og kvenna er

tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=1)= 15,477, p<0,001), karlar telja þetta líklegra

en konur. Ekki mældist tölfræðilega marktækur munur eftir íþróttaþátttöku.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 68,4 31,6

Landsbyggðin 56,6 43,4

Kyn

Karlar 69,6 30,4

Konur 51,6 48,4

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 59,9 40,1

Utan íþróttafélags 64,9 35,1

Engin 52,9 47,1

Page 50: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

48

Tafla 23.

Telur þú að anabólískir sterar séu heilsubætandi eða heilsuspillandi?

Munur eftir búsetu var ekki tölfræðilega marktækur þegar spurt var að því hvort nem-

endur teldu anabólíska stera heilsuspillandi. Milli karla og kvenna var munurinn töl-

fræðilega marktækur (χ2(df=1)= 7,631, p<0,05), konur töldu þetta líklegra en karlar.

Ekki var tölfræðilega marktækur munur eftir íþróttaþátttöku.

Mjög heilsubætandi (%)

Frekar heilsubætandi (%)

Frekar heilsuspillandi (%)

Mjög heilsuspillandi (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 0,0 1,8 56,1 42,1

Landsbyggðin 0,0 1,1 50,7 48,2

Kyn

Karlar 0,0 1,7 58,5 39,7

Konur 0,0 0,9 46,6 52,5

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 0,0 1,0 51,8 47,2

Utan íþróttafélags 0,0 2,1 53,2 47,4

Engin 0,0 0,0 55,1 44,9

Page 51: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

49

Tafla 24.

Telur þú að neysla anabólískra stera flýti fyrir eða flýti ekki fyrir vöðvastækkun hjá

fólki?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu þegar spurt var að því hvort

neysla anabólískra stera flýti fyrir vöðvastækkun hjá fólki. Munur eftir kyni mældist ekki

heldur tölfræðilega marktækur. Munur eftir íþróttaþátttöku er hins vegar tölfræðilega

marktækur (χ2(df=2)= 7,505, p<0,05). Þeir sem stunda ekki íþróttir eru ólíklegri en þeir

sem stunda íþróttir til að telja að anabólískir sterar flýti fyrir vöðvastækkun.

Flýtir fyrir vöðvastækkun (%)

Flýtir ekki fyrir vöðvastækkun (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 95,9 4,1

Landsbyggðin 94,7 5,3

Kyn

Karlar 94,9 5,1

Konur 95,4 4,6

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 94,4 5,6

Utan íþróttafélags 97,9 2,1

Engin 89,9 10,1

Page 52: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

50

Tafla 25.

Telur þú að á neysla anabólískra stera minnki líkamsfitu, minnki ekki líkamsfitu eða

hafi engin áhrif á líkamsfitu fólks?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu og kyni á því hvort nemendur telji að

neysla anabólískra stera hafi áhrif á líkamsfitu hjá fólki. Munur eftir íþróttaþátttöku er

hins vegar tölfræðilega marktækur (χ2(df=4)= 16,604, p<0,01). Þeir sem stunda ekki

íþróttir eru ólíklegri en þeir sem stunda íþróttir til að telja að anabólískir sterar minnki

líkamsfitu.

Minnki líkamsfitu (%)

Minnki ekki líkamsfitu (%)

Hafi engin áhrif á líkamsfitu fólks (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 45,0 22,5 32,5

Landsbyggðin 38,7 24,3 37,0

Kyn

Karlar 43,0 23,4 33,6

Konur 39,0 23,9 37,2

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 43,6 23,1 33,3

Utan íþróttafélags 46,3 22,6 31,1

Engin 19,4 28,4 52,2

Page 53: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

51

Tafla 26.

Telur þú að neysla anabólískra stera bæti útlit, skaði útlit eða hafi engin áhrif á útlit

fólks?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendur telji að neysla

anabólískra stera skaði útlit fólks. Milli karla og kvenna er munurinn tölfræðilega mark-

tækur (χ2(df=2)= 10,249, p<0,01) í þá átt að karlar eru ólíklegri en konur til að telja að

steranotkun skaði útlit fólks. Ekki mældist tölfræðilega marktækur munur eftir íþrótta-

þátttöku.

Bæti útlit (%) Skaði útlit (%) Hafi engin áhrif á útlit fólks (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 17,5 67,8 14,6

Landsbyggðin 11,6 74,3 14,1

Kyn

Karlar 16,9 65,4 17,7

Konur 10,6 78,9 10,6

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 15,7 70,1 14,2

Utan íþróttafélags 14,7 73,2 12,1

Engin 6,0 74,6 19,4

Page 54: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

52

Tafla 27.

Þekkir þú einhvern eða einhverja sem nota anabólískra stera reglulega?

Ekki er marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendur þekkja einhvern eða ein-

hverja sem nota anabólíska stera reglulega. Munur eftir kyni er tölfræðilega marktækur

(χ2(df=1)= 6,065, p<0,05) í þá átt að karlar þekkja frekar steranotendur en konur.

Munur eftir íþróttaþátttöku er einnig tölfræðilega marktækur (χ2(df=2)= 10,895,

p<0,01). Þeir sem stunda engar íþróttir eru ólíklegri en þeir sem stunda íþróttir til að

þekkja einhverja sem nota anabólíska stera reglulega.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 29,1 70,9

Landsbyggðin 21,5 78,5

Kyn

Karlar 29,0 71,0

Konur 19,2 80,8

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 26,8 73,2

Utan íþróttafélags 27,6 72,4

Engin 8,7 91,3

Page 55: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

53

Tafla 28.

Þekkir þú einhvern eða einhverja sem hafa prófað anabólískra stera en nota þá ekki

reglulega?

Eftir búsetu er tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=1)= 4,703, p<0,05) á því hvort

nemendur þekkja einhvern eða einhverja sem prófað hafa anabólíska stera en nota þá

ekki reglulega. Nemendur á höfuðborgarsvæðinu eru líklegri til þessa. Munur milli kynja

er tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)= 11,208, p<0,01), karlar voru líklegri til að þekkja

einhverja slíka. Einnig er munur eftir íþróttaþátttöku tölfræðilega marktækur (χ2(df=6)=

12,637, p<0,01) þannig að þeir sem stunda eingar íþróttir eru ólíklegri en þeir sem

stunda íþróttir til að þekkja slíka notendur anabólískra stera.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 51,2 48,8

Landsbyggðin 40,8 59,2

Kyn

Karlar 52,1 47,9

Konur 36,5 63,5

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 40,4 59,6

Utan íþróttafélags 53,9 46,1

Engin 31,9 68,1

Page 56: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

54

Tafla 29.

Þekkir þú einhvern eða einhverja sem ekki hafa tekið inn anabólískra stera en hafa

áhuga á að taka þá inn?

Hér er munur eftir búsetu tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)= 13,890, p<0,001). Þeir

sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu eru líklegri til þessa en þeir sem búa á lands-

byggðinni. Munur milli kynja er tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)= 27,723, p<0,001),

karlar eru líklegri en konur til að þekkja einhverja sem hafa áhuga á að taka inn

anabólíska stera. Einnig er munur eftir íþróttaþátttöku tölfræðilega marktækur

(χ2(df=2)= 20,935, p<0,001). Þeir sem stunda ekki íþróttir eru ólíklegri til þessa en þeir

sem stunda íþróttir.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 42,4 57,6

Landsbyggðin 25,7 74,3

Kyn

Karlar 42,9 57,1

Konur 20,0 80,0

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 31,8 68,2

Utan íþróttafélags 40,1 59,9

Engin 10,1 89,9

Page 57: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

55

Tafla 30.

Hversu algenga eða fátíða telur þú notkun anabólískra stera vera meðal fólks undir 20

ára aldri?

Munur eftir búsetu var ekki tölfræðilega marktækur þegar könnuð var notkun

anabólískra stera meðal fólks undir 20 ára aldri. Ekki heldur var tölfræðilega marktækur

munur milli kynja og íþróttaþátttöku.

Mjög algenga (%) Fremur algenga (%) Fremur fátíða (%) Mjög fátíða (%)

Allir 2,9 25,4 62,8 8,9

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 4,0 28,9 60,1 6,9

Landsbyggðin 1,4 21,3 67,9 9,4

Kyn

Karlar 1,7 20,4 67,5 10,4

Konur 3,2 28,2 62,3 6,4

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 2,0 19,7 68,7 9,6

Utan íþróttafélags 3,1 29,2 59,9 7,8

Engin 1,4 23,2 68,1 7,2

Page 58: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

56

Tafla 31.

Hversu algenga eða fátíða telur þú notkun anabólískra stera vera meðal fólks á

aldrinum 20–30 ára?

Það er tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=3)= 8,480, p<0,05) eftir búsetu hvort

nemendur telji notkun anabólískra stera algenga eða fátíða meðal fólks á aldrinum 20-

30 ára. Nemendur á höfuðborgarsvæðinu töldu þessa notkun algengari en nemendur af

landsbyggðinni. Munur eftir kyni er tölfræðilega marktækur (χ2(df=3)= 18,944,

p<0,001). Konur töldu notkunina algengari en karlar. Munur eftir íþróttaþátttöku er

ekki tölfræðilega marktækur.

Mjög algenga (%) Fremur algenga (%) Fremur fátíða (%) Mjög fátíða (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 6,4 54,7 37,2 1,7

Landsbyggðin 4,9 42,8 48,1 4,2

Kyn

Karlar 5,9 37,8 51,7 4,6

Konur 5,0 57,5 35,6 1,8

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 6,6 41,8 45,4 6,1

Utan íþróttafélags 4,7 53,1 41,1 1,0

Engin 4,4 47,1 47,1 1,5

Page 59: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

57

Tafla 32.

Þekkir þú þetta lyfjaheiti: Dianabol?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendur þekkja

lyfjaheitið Dianabol. Munur eftir kyni er tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)= 18,304,

p<0,001), karlar þekkja Dianabol betur en konur. Munur eftir íþróttaþátttöku er einnig

tölfræðilega marktækur (χ2(df=2)= 7,946, p<0,05). Þeir sem stunda engar íþróttir eru

ólíklegri en þeir sem stunda íþróttir til að þekkja þetta lyf.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 14,4 85,6

Landsbyggðin 12,8 87,2

Kyn

Karlar 19,9 80,1

Konur 6,3 93,7

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 14,6 85,4

Utan íþróttafélags 16,1 83,9

Engin 2,9 97,1

Page 60: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

58

Tafla 33.

Þekkir þú þetta lyfjaheiti: Winstrol?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendur þekkja

lyfjaheitið Winstrol. Munur eftir kyni er tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)= 12,067,

p<0,01). Karlar þekkja Winstrol frekar en konur. Munur eftir íþróttaþátttöku er ekki

tölfræðilega marktækur.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 14,4 85,6

Landsbyggðin 11,1 88,9

Kyn

Karlar 17,4 82,6

Konur 6,8 93,2

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 12,1 87,9

Utan íþróttafélags 15,5 84,5

Engin 4,3 95,7

Page 61: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

59

Tafla 34.

Þekkir þú þetta lyfjaheiti: Anadrol?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendur þekkja lyfja-

heitið Anadrol. Munur eftir kyni er tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)= 5,596, p<0,05).

Karlar eru líklegri til að þekkja lyfið en konur. Munur eftir íþróttaþátttöku er einnig töl-

fræðilega marktækur (χ2(df=2)= 7,723, p<0,05). Þeir sem stunda íþróttir eru líklegri til

að þekkja Anadrol en þeir sem ekki stunda íþróttir.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 16,1 83,9

Landsbyggðin 11,8 88,2

Kyn

Karlar 17,0 83,0

Konur 9,5 90,5

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 11,6 88,4

Utan íþróttafélags 18,1 81,9

Engin 5,8 94,2

Page 62: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

60

Tafla 35.

Þekkir þú þetta lyfjaheiti: Primobolan?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendur þekkja lyfja-

heitið Primobolan. Munur eftir kyni er tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)= 6,295,

p<0,05). Karlar eru líklegri en konur til að þekkja lyfið. Munur eftir íþróttaþátttöku er

einnig tölfræðilega marktækur (χ2(df=2)= 7,608, p<0,05). Þeir sem stunda ekki íþróttir

eru mun ólíklegri en þeir sem stunda íþróttir til að þekkja Primobolan.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 9,2 90,8

Landsbyggðin 6,9 93,1

Kyn

Karlar 10,8 89,2

Konur 4,5 95,5

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 8,0 92,0

Utan íþróttafélags 10,4 89,6

Engin 0,0 100,0

Page 63: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

61

Tafla 36.

Þekkir þú þetta lyfjaheiti: Anavar?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendur þekkja lyfja-

heitið Anavar. Munur eftir kyni er tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)= 30,823, p<0,001), í

þá átt að karlar þekkja það frekar en konur. Munur eftir íþróttaþátttöku er ekki töl-

fræðilega marktækur.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 16,7 83,3

Landsbyggðin 11,1 88,9

Kyn

Karlar 21,6 78,4

Konur 4,1 95,9

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 14,1 85,9

Utan íþróttafélags 15,0 85,0

Engin 5,8 94,2

Page 64: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

62

Tafla 37.

Gætir þú hugsað þér að taka inn anabólíska stera?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu þegar kemur að áhuga á að taka inn

anabólíska stera. Milli kynja er tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=1)= 25,343,

p<0,001), þannig að karlar hefðu frekar áhuga á þessu en konur, og einnig er munur

eftir íþróttaþátttöku tölfræðilega marktækur (χ2(df=2)= 7,457, p<0,05). Þeir sem stunda

engar íþróttir hafa heldur engan áhuga á að taka inn anabólíska stera en íþrótta-

iðkendur hafa einhvern áhuga á því.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 8,1 91,9

Landsbyggðin 5,6 94,4

Kyn

Karlar 12,0 88,0

Konur 0,5 99,5

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 6,0 94,0

Utan íþróttafélags 9,4 90,6

Engin 0,0 100,0

Page 65: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

63

Tafla 38.

Gætir þú hugsað þér að taka inn anabólíska stera í pilluformi?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á þeim sem geta hugsað sér að taka

inn anabólíska stera í pilluformi. Munur milli kynja er tölfræðilega marktækur

(χ2(df=1)= 21,259, p<0,001). Karlar gætu frekar hugsað sér þetta en konur. Munur eftir

íþróttaþátttöku er ekki tölfræðilega marktækur.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 9,4 90,6

Landsbyggðin 5,9 94,1

Kyn

Karlar 12,5 87,5

Konur 1,4 98,6

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 7,1 92,9

Utan íþróttafélags 9,4 90,6

Engin 1,4 98,6

Page 66: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

64

Tafla 39.

Gætir þú hugsað þér að taka inn anabólíska stera í sprautuformi?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á þeim sem geta hugsað sér að taka

inn anabólíska stera í sprautuformi. Munur milli kynja er tölfræðilega marktækur

(χ2(df=1)= 18,167, p<0,001). Karlar gætu frekar hugsað sér þetta en konur. Munur eftir

íþróttaþátttöku er ekki tölfræðilega marktækur.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 5,8 94,2

Landsbyggðin 3,1 96,9

Kyn

Karlar 7,9 92,1

Konur 0,0 100,0

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 3,5 96,5

Utan íþróttafélags 6,3 93,7

Engin 0,0 100,0

Page 67: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

65

Tafla 40.

Hefur þú tekið inn anabólíska stera?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á þeim sem hafa tekið inn

anabólíska stera. Munur milli kynja er tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)= 2,392,

p<0,05). Karlar hafa frekar gert þetta en konur. Munur eftir íþróttaþátttöku er ekki

tölfræðilega marktækur.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 1,2 98,8

Landsbyggðin 2,4 97,6

Kyn

Karlar 2,9 97,1

Konur 0,9 99,1

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 1,5 98,5

Utan íþróttafélags 3,1 96,9

Engin 0,0 100,0

Page 68: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

66

Tafla 41.

Hefur þú tekið inn anabólíska stera í pilluformi?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á þeim sem hafa tekið inn

anabólíska stera í pilluformi. Munur milli kynja er ekki tölfræðilega marktækur og

munur eftir íþróttaþátttöku er ekki heldur tölfræðilega marktækur.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 1,2 98,8

Landsbyggðin 1,7 98,3

Kyn

Karlar 2,5 97,5

Konur 0,5 99,5

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 1,5 98,5

Utan íþróttafélags 2,1 97,9

Engin 0,0 100,0

Page 69: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

67

Tafla 42.

Hefur þú tekið inn anabólíska stera í sprautuformi?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á þeim sem hafa tekið inn

anabólíska stera í sprautuformi. Munur milli kynja er ekki heldur tölfræðilega mark-

tækur. Munur eftir íþróttaþátttöku er hins vegar tölfræðilega marktækur (χ2(df=2)=

7,056, p<0,05). Þeir sem stunda íþróttir utan íþróttafélaga eru líklegri en þeir sem

stunda íþróttir í íþróttafélögum eða engar íþróttir til að hafa sprautað sig með

anabólískum sterum.

JÁ (%) NEI (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 1,2 98,8

Landsbyggðin 1,0 99,0

Kyn

Karlar 1,7 98,3

Konur 0,5 99,5

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 0,0 100,0

Utan íþróttafélags 2,6 97,4

Engin 0,0 100,0

Page 70: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

68

Tafla 43.

Hversu langt er síðan þú neyttir síðast anabólíska stera?

Hér mældist ekki tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu, kyni og íþróttaþátttöku.

Styttra en 6 mán. (%)

6–11 mán. (%)

Um 1–2 ár (%)

Um 3–4 ár (%)

Lengra en 5 ár (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 50,0 0,0 50,0 0,0 0,0

Landsbyggðin 71,4 0,0 14,3 14,3 0,0

Kyn

Karlar 71,4 0,0 28,6 0,0 0,0

Konur 50,0 0,0 0,0 50,0 0,0

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 100,0 0,0 0,0 0,0 0,0

Utan íþróttafélags 50,0 0,0 33,3 16,7 0,0

Engin 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0

Page 71: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

69

Tafla 44.

Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að þú takir inn anabólíska stera næstu tvö árin?

Hér mældist ekki tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu og íþróttaþátttöku. Milli

kynja mældist hins vegar tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=3)= 25,196, p<0,001)

þar sem karlar telja sig líklegri en konur til að neyta anabólískra steraá næstu tveimur

árum.

Mjög líklegt (%) Frekar líklegt (%) Frekar ólíklegt (%) Mjög ólíklegt (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 0,6 3,5 8,2 87,6

Landsbyggðin 0,7 1,7 6,3 91,3

Kyn

Karlar 0,8 4,2 11,7 83,3

Konur 0,5 0,5 1,8 97,2

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 0,0 2,1 8,2 89,7

Utan íþróttafélags 1,0 3,1 7,8 87,5

Engin 1,4 0,0 1,4 97,1

Page 72: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

70

Tafla 45.

Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að þú takir inn anabólíska stera næstu tíu árin?

Hér mældist ekki tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu og íþróttaþátttöku. Milli

karla og kvenna mældist hins vegar tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=3)= 32,880,

p<0,001). Karlar telja sig líklegri en konur til að neyta anabólískra stera á næstu tíu

árum og er sá munur tölfræðilega marktækur.

Mjög líklegt (%) Frekar líklegt (%) Frekar ólíklegt (%) Mjög ólíklegt (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 0,6 2,9 15,2 81,3

Landsbyggðin 1,4 2,4 7,7 88,5

Kyn

Karlar 1,7 4,6 16,9 76,8

Konur 0,5 0,5 3,6 95,5

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 0,0 2,6 12,2 85,2

Utan íþróttafélags 2,1 3,7 8,9 85,3

Engin 1,4 0,0 10,1 88,4

Page 73: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

71

Tafla 46.

Telur þú að neysla anabólískra stera auki eða minnki sjálfstraust fólks?

Ekki var tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu, kyni og íþróttaþátttöku á því hvort

nemendur teldu neyslu anabólískra stera auka eða minnka sjálfstraust hjá fólki.

Auki sjálfstraust mjög mikið

(%)

Auki sjálfstraust

töluvert (%)

Hvorki auki né minnki

sjálfstraust (%)

Minnki sjálfstraust

töluvert (%)

Minnki sjálfstraust mjög mikið

(%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 8,1 47,1 36,0 5,8 2,9

Landsbyggðin 9,8 46,9 37,8 3,8 1,7

Kyn

Karlar 12,1 46,9 34,7 4,2 2,1

Konur 5,9 47,0 39,7 5,0 2,3

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 11,2 47,7 34,5 5,1 1,5

Utan íþróttafélags 8,4 49,2 36,1 3,7 2,6

Engin 5,8 39,1 47,8 5,8 1,4

Page 74: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

72

Tafla 47.

Telur þú að neysla anabólískra stera auki, minnki eða hafi engin áhrif á vinsældir

þeirra sem nota þá?

Munur eftir búsetu var tölfræðilega marktækur (χ2(df=2)= 6,136, p<0,05) á því hvort

nemendur telji anabólíska stera hafa áhrif á vinsældir þeirra sem þá nota. Nemendur á

höfuðborgarsvæðinu voru frekar á þeirri skoðun að þessi neysla væri líkleg til að auka

vinsældir fólks en nemendur af landsbyggðinni. Milli karla og kvenna var munurinn

einnig tölfræðilega marktækur (χ2(df=2)= 7,359, p<0,05). Konur voru frekar á því en

karlar að neyslan minnkaði vinsældir fólks. Ekki mældist tölfræðilega marktækur munur

eftir íþróttaþátttöku.

Auki vinsældir (%)

Minnki vinsældir (%)

Hafi engin áhrif á vinsældir fólks (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 21,2 11,8 67,1

Landsbyggðin 12,6 14,7 72,7

Kyn

Karlar 14,8 17,8 67,4

Konur 16,8 9,1 74,1

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 16,4 12,3 71,3

Utan íþróttafélags 16,7 16,1 67,2

Engin 11,8 10,3 77,9

Page 75: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

73

Tafla 48.

Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera?

Það er tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=2)= 10,548, p<0,01) eftir búsetu á því

hvort nemendur geti hugsað sér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera, í

þá átt að nemendur á höfuðborgarsvæðinu gátu frekar hugsað sér þetta. Munur milli

kynja er einnig tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)= 12,983, p<0,01), karlar gátu frekar

hugsað sér þetta en konur. Ekki mældist tölfræðilega marktækur munur eftir íþrótta-

þátttöku.

Já (%) Nei (%) Kannski (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 5,2 86,1 8,7

Landsbyggðin 1,7 94,8 3,5

Kyn

Karlar 5,0 87,1 7,9

Konur 0,9 96,4 2,7

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 2,5 91,5 6,0

Utan íþróttafélags 4,7 89,6 5,7

Engin 0,0 97,1 2,9

Page 76: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

74

Tafla 49.

Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera þótt þú

vissir að það væri bannað?

Það er tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=2)= 8,424, p<0,05) eftir búsetu á því hvort

nemendur geti hugsað sér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera þótt þeir

viti að það sé bannað. Nemendur á höfuðborgarsvæðinu gátu frekar hugsað sér þetta

en nemendur af landsbyggðinni. Munur milli kynja er einnig tölfræðilega marktækur

(χ2(df=2)= 7,903, p<0,05), karlar gátu frekar hugsað sér þetta en konur. Ekki mældist

tölfræðilega marktækur munur eftir íþróttaþátttöku.

Já (%) Nei (%) Kannski (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 4,6 91,3 4,0

Landsbyggðin 1,0 97,2 1,7

Kyn

Karlar 4,1 92,5 3,3

Konur 0,5 97,7 1,8

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 1,5 95,0 3,5

Utan íþróttafélags 4,2 93,2 2,6

Engin 0,0 100,0 0,0

Page 77: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

75

Tafla 50.

Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera þótt þú

vissir að það væri bannað og þú værir örugg(ur) um að það kæmist ekki upp?

Það er ekki tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendur geti

hugsað sér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera þótt þeir viti að það sé

bannað og það sé öruggt að ekki komist upp um þá. Munur milli kynja er hins vegar

tölfræðilega marktækur (χ2(df=2)= 18,254, p<0,001). Karlar gátu frekar hugsað sér

þetta en konur. Einnig er tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=4)= 10,655, p<0,05)

eftir íþróttaþátttöku. Þeir sem engar íþróttir stunduðu gátu síður hugsað sér þetta en

þeir sem stunduðu íþróttir.

Já (%) Nei (%) Kannski (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 4,6 87,9 7,5

Landsbyggðin 3,5 92,7 3,8

Kyn

Karlar 6,6 85,5 7,9

Konur 0,9 96,8 2,3

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 3,0 89,4 7,5

Utan íþróttafélags 6,3 89,6 4,2

Engin 0,0 98,6 1,4

Page 78: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

76

Tafla 51.

Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera ef þú vissir

að það myndi tryggja þér verðlaunasæti?

Það er ekki tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort að nemendur geti

hugsað sér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera þótt þeir viti að það

muni tryggja þeim verðlaunasæti. Munur milli kynja er hins vegar tölfræðilega mark-

tækur (χ2(df=2)= 17,432, p<0,001). Karlar gátu frekar hugsað sér þetta en konur. Ekki

mældist tölfræðilega marktækur munur eftir íþróttaþátttöku.

Já (%) Nei (%) Kannski (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 5,8 84,4 9,8

Landsbyggðin 2,8 90,6 6,6

Kyn

Karlar 7,5 84,2 8,3

Konur 0,0 92,7 7,3

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 2,5 91,0 6,5

Utan íþróttafélags 5,8 84,8 9,4

Engin 2,9 89,9 7,2

Page 79: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

77

Tafla 52.

Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera ef þú vissir

að það myndi tryggja þér verðlaunasæti og það væri öruggt að það kæmist ekki upp?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu á því hvort nemendur geti hugsað

sér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera þótt þeir viti að það tryggi þeim

verðlaunasæti án þess að upp um þá komist. Munur milli kynja er hins vegar tölfræði-

lega marktækur (χ2(df=2)= 20,031, p<0,001). Karlar gátu frekar hugsað sér þetta en

konur. Ekki mældist tölfræðilega marktækur munur eftir íþróttaþátttöku.

Já (%) Nei (%) Kannski (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 8,1 82,0 9,9

Landsbyggðin 6,0 87,7 6,3

Kyn

Karlar 11,3 79,1 9,6

Konur 1,8 92,7 5,5

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 6,6 84,3 9,1

Utan íþróttafélags 8,4 83,7 7,9

Engin 2,9 94,2 2,9

Page 80: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

78

Tafla 53.

Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera ef þú vissir

að það myndi tryggja þér verðlaunasæti og 100 milljónir króna í verðlaunafé og það

væri öruggt að það kæmist ekki upp?

Við fjárhagslegan ávinning breytast svör nemenda til mikilla muna og fækkar þeim mjög

sem staðfastlega svara neitandi. Munur eftir búsetu er tölfræðilega marktækur

(χ2(df=2)= 12,129, p<0,01). Nemendur á höfuðborgarsvæðinu eru líklegri en nemendur

af landsbyggðinni til að geta hugsað sér að nota anabólíska stera við þessar aðstæður.

Munur eftir kyni er tölfræðilega marktækur (χ2(df=1)= 41,977, p<0,001). Karlar eru mun

líklegri til að geta hugsað sér þetta en konur. Einnig er munur eftir íþróttaþátttöku

tölfræðilega marktækur (χ2(df=4)= 14,136, p<0,01). Þeir sem engar íþróttir stunda eru

ólíklegri en þeir sem stunda íþróttir til að geta hugsað sér þetta.

Já (%) Nei (%) Kannski (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 39,3 41,6 19,1

Landsbyggðin 26,8 58,2 15,0

Kyn

Karlar 44,4 39,4 16,2

Konur 17,4 65,8 16,9

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 27,6 53,3 19,1

Utan íþróttafélags 40,3 46,1 13,6

Engin 18,8 63,8 17,4

Page 81: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

79

Tafla 54.

Telur þú þig hafa mikla eða litla þekkingu á anabólískum sterum?

Ekki er tölfræðilega marktækur munur eftir búsetu nemenda hvort þeir telja sig hafa

mikla eða litla þekkingu á anabólískum sterum. Munur eftir kyni er tölfræðilega mark-

tækur (χ2(df=3)= 29,013, p<0,001) í þá átt að karlar telja sig hafa meiri þekkingu á

anabólískum sterum en konur. Munur eftir íþróttaþátttöku mældist ekki tölfræðilega

marktækur.

Mjög mikla (%) Fremur mikla (%) Fremur litla (%) Mjög litla (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 2,9 13,4 35,5 48,3

Landsbyggðin 2,1 6,7 34,0 57,2

Kyn

Karlar 3,4 12,6 42,0 42,0

Konur 1,4 5,5 26,5 66,7

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 2,0 9,7 29,6 58,7

Utan íþróttafélags 3,7 10,5 38,7 47,1

Engin 0,0 4,3 36,2 59,4

Page 82: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

80

Tafla 55.

Hefur þú lítinn eða mikinn áhuga á að fræðast um anabólíska stera?

Það er tölfræðilega marktækur munur (χ2(df=3)= 10,947, p<0,05) eftir búsetu nemenda

hvort þeir hafa mikinn eða lítinn áhuga á að fræðast um anabólíska stera. Nemendur á

höfuðborgarsvæðinu hafa meiri áhuga á þessu en nemendur af landsbyggðinni. Munur

eftir kyni er tölfræðilega marktækur (χ2(df=3)= 8,182, p<0,05), karlar hafa meiri áhuga á

þessu en konur, og munur eftir íþróttaþátttöku er einnig tölfræðilega marktækur

(χ2(df=6)= 15,378, p<0,05). Þeir sem ekki stunda íþróttir eru ólíklegri en þeir sem

stunda íþróttir til að hafa áhuga á að fræðast um anabólíska stera.

Mjög lítinn áhuga (%)

Fremur lítinn áhuga (%)

Fremur mikinn áhuga (%)

Mjög mikinn áhuga (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 24,4 35,5 27,9 12,2

Landsbyggðin 38,5 32,5 21,3 7,7

Kyn

Karlar 31,3 30,0 26,7 12,1

Konur 35,3 37,6 20,6 6,4

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 32,0 33,5 23,4 11,2

Utan íþróttafélags 29,8 31,4 28,8 9,9

Engin 46,4 39,1 11,6 2,9

Page 83: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

81

Tafla 56.

Finnst þér að íþróttafélög eigi að veita fræðslu eða ekki um anabólíska stera?

Mikill meirihluti þátttakenda er á því að íþróttafélög eigi að veita fræðslu um anabólíska

stera og er sá munur tölfræðilega marktækur eftir búsetu (χ2(df=1)= 5,947, p<0,05).

Nemendur á landsbyggðinni eru líklegri en nemendur á höfuðborgarsvæðinu til að óska

eftir því að íþróttafélögin veiti slíka fræðslu. Munurinn er tölfræðilega marktækur eftir

kyni (χ2(df=1)= 4,270, p<0,05), konur vilja frekar en karlar að fræðslan sé veitt, og einnig

er munur eftir íþróttaþátttöku tölfræðilega marktækur (χ2(df=2)= 24,992, p<0,001).

Þeir sem engar íþróttir stunda eru líklegri en þeir sem stunda íþróttir til að óska eftir að

íþróttafélögin veiti fræðslu um anabólíska stera.

Eigi að veita fræðslu (%) Eigi ekki að veita fræðslu (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 83,2 16,8

Landsbyggðin 90,9 9,1

Kyn

Karlar 85,0 15,0

Konur 91,3 8,7

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 79,8 20,2

Utan íþróttafélags 92,1 7,9

Engin 100,0 0,0

Page 84: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

82

Tafla 57.

Finnst þér að skólar eigi að veita fræðslu eða ekki um anabólíska stera?

Meirihluti nemenda er á því að skólar eigi að veita fræðslu um anabólíska stera en sá

munur er ekki tölfræðilega marktækur eftir búsetu. Eftir kyni er munurinn tölfræðilega

marktækur (χ2(df=1)= 4,087, p<0,05). Konur eru líklegri en karlar til að óska eftir því að

skólar veiti fræðslu um anabólíska stera. Munur eftir íþróttaþátttöku er ekki tölfræði-

lega marktækur.

Eigi að veita fræðslu (%) Eigi ekki að veita fræðslu (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 75,6 24,4

Landsbyggðin 78,5 21,5

Kyn

Karlar 73,6 26,4

Konur 81,6 18,4

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 74,1 25,9

Utan íþróttafélags 79,5 20,5

Engin 80,9 19,1

Page 85: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

83

Tafla 58.

Telur þú að fræðsla um anabólíska stera myndi auka eða minnka líkurnar á því að fólk

notaði anabólíska stera?

Flestir þátttakendur eru á því að fræðsla um anabólíska stera myndi minnka líkur á því

að fólk notaði lyfin en munur eftir búsetu, kyni og íþróttaþátttöku er ekki tölfræðilega

marktækur.

Fræðsla myndi auka líkurnar á notkun (%)

Fræðsla myndi minnka líkurnar á notkun (%)

Fræðsla myndi hvorki minnka né auka líkurnar á notkun (%)

Búseta

Höfuðborgarsvæðið 4,1 69,0 26,9

Landsbyggðin 4,6 74,3 21,1

Kyn

Karlar 5,9 69,0 25,1

Konur 2,8 75,9 21,3

Íþróttaþátttaka

Í íþróttafélagi 5,2 71,6 23,2

Utan íþróttafélags 4,7 73,3 22,0

Engin 1,6 73,0 25,4

Page 86: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

84

5 Umræður

Margar rannsóknir víða um heim fjalla um notkun fólks á anabólískum sterum en mjög

fáar rannsóknir fjalla um sjálfan notandann, þá menningu og þann félagsskap sem hann

er sprottinn úr og hvað það er sem veldur því að hann fari að taka inn þessi varasömu

lyf. Frá þessu sjónarhorni séð er þarna óplægður akur fyrir vísindin og því mikilvægt að

þessi hlið mannlegrar hegðunar sé rannsökuð frekar.

Í þessari spurningakönnun voru þrjár grunnbreytur skoðaðar sérstaklega en þær

voru búseta, kyn og íþróttaþátttaka. Óhætt er að fullyrða að þær hafi allar marktæk

áhrif á það hvernig viðhorf til neyslu anabólískra stera er háttað hjá ungu fólki í

framhaldsskólum á landinu. Hvað búsetu varðar þá var þátttakendum skipt upp eftir því

hvort þeir bjuggu á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni, kynin voru greind í

karlkyn og kvenkyn og íþróttaþáttöku var skipt upp eftir því hvort nemendur æfðu

íþróttir með íþróttafélagi, æfðu íþróttir utan félags eða æfðu engar íþróttir.

5.1 Búseta

Búseta leikur stórt hlutverk í því hver viðhorf framhaldsskólanema eru til anabólískra

stera og hleypur munurinn stundum á mörgum prósentustigum. Það er engin einhlít

skýring á því hvað veldur þessum mun en í fljótu bragði má benda á að fleiri íþróttafélög

og líkamsræktarstövar eru á hvern nemanda á höfuðborgarsvæðinu en á lands-

byggðinni en rannsóknir sýna að innan þeirra er há neyslutíðni anabólískra stera

(Sjoqvist o.fl., 2008). Af því má líklega draga þá ályktun að stærri markaður sé fyrir

ólögleg lyf á höfuðborgarsvæðinu og fleiri sem bjóði anabólíska stera til sölu þar en úti

á landi.

Jaðarmenning, ef svo má kalla, hefur einnig frjórri jarðveg í stórum borgum og

þéttbýliskjörnum því þar er einfaldlega fleira fólk saman komið með sömu áhugamál.

Neysla anabólískra stera sem upphaflega var bundin við íþróttafólk hefur breiðst út til

ólíklegustu hópa sem neyta lyfjanna til að ná fram vissum útlitseinkennum sem ekkert

hafa með íþróttaiðkun að gera (Kicman, 2008). Ætla má að sú menning og sá félags-

skapur sem ýtir undir og styður við neyslu anabólískra stera sé að öllum líkindum

sterkari á höfuðuborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni.

Page 87: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

85

Þótt fyrrnefndar skýringar geti átt við rök að styðjast kemur verulega á óvart hversu

lítill munur er milli höfuðborgar og landsbyggðar þegar kemur að verslun með

anabólíska stera. Aðspurðir hvort nemendur hefðu keypt anabólíska stera svöruðu

nemendur höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar mjög líkt. Þessi litli munur sem

reyndar er ekki tölfræðilega marktækur, gæti bent til þess að búseta skipti ekki svo

miklu máli þegar neysluviljinn er einbeittur. Tölur um raunneyslu styðja einnig þessa

tilgátu því þar var munurinn mjög lítill eftir búsetu og ekki tölfræðilega marktækur

heldur. Fólk virðist bera sig eftir því sem það vill burtséð frá búsetu.

Landsbyggðarnemendur gátu síður hugsað sér að taka inn anabólískra stera en

höfuðborgarnemendur. Þeir sem hafa einbeittan vilja til að neyta anabólíska stera

kaupa þá og nota burtséð frá því hvar á landinu þeir búa.

Færa má rök fyrir því að neysla anabólískra stera sé, líkt og með önnur fíknilyf,

tengd félagslegri hegðun. Innan stórborga er meira framboð af ólíkum félagsskap og því

auðveldara að verða fyrir utanaðkomandi áhrifum en þar sem færra fólk býr og menn-

ingin er einsleitari. Rannsóknir sýna að neysla anabólískra stera er að miklu leyti bundin

við íþrótta-, afreks- og útlitsmiðaða hópa sem stunda íþróttaþjálfun af einhverju tagi til

að ná fram markmiðum sínum sem geta verið ansi misjöfn (Kicman, 2008). Fyrir þá sem

tengjast þessum hópum eru mun fleiri tækifæri til þess konar iðkana á höfuðborgar-

svæðinu heldur en á landsbyggðinni og má því ætla að viðhorf til anabólískra stera geti

þróast í mismunandi átt á þessum ólíku stöðum.

5.2 Kynjamunur

Kynin eru oft á tíðum eins og svart og hvítt þegar kemur að viðhorfum til anabólískra

stera. Af þeim grunnbreytum, sem skoðaðar voru í spurningakönnuninni var mesta

tölfræðilega marktæka muninn að finna í ólíkum skoðunum kynjanna. Þessi munur

rímar við niðurstöður rannsókna víðs vegar úr heiminum og sýnir að anabólískir sterar

höfða mun frekar til karla en kvenna (Kicman, 2008).

Sú skýring sem gæti legið að baki því að anabólískir sterar höfða frekar til karla en

kvenna er sú staðreynd að þessi lyf eru karlhormón sem ýta undir aukin karlmanns-

einkenni sem konum þykja eflaust ekki áhugaverð fyrir sig. Karlar taka inn lyfin til að

verða sterkari og karlmannlegri sem eru einkenni sem fæstum konum þykja eftirsóknar-

verð. Eftir sem áður er alltaf nokkuð hlutfall kvenna sem eru til í að prófa lyfin því

árangursbætandi virkni þeirra getur nýst þeim jafnt og körlum auk þess sem vöðva-

stæltur kvenlíkami er eftirsóknarverður í heimi fitness og vaxtarræktar. Ásókn karla í

anabólíska stera, umfram konur, kann líka að helgast af því að karlar virðast samkvæmt

Page 88: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

86

niðurstöðum þessarar spurningakönnunar vera áhættusæknari en konur og bjartsýnni á

jákvæða virkni lyfjanna umfram þá neikvæðu.

5.3 Íþróttaþátttaka

Áhugavert var að rýna í niðurstöður úr spurningakönnuninni sem lutu að viðhorfum

nemenda til anabólískra stera eftir íþróttaþátttöku en þar voru þeir skoðaðir sérstak-

lega sem æfðu íþróttir með félögum, æfðu íþróttir utan félaga og æfðu ekki íþróttir.

Þessi spurningakönnun, líkt og aðrar innlendar (Þórólfur Þórlindsson og Viðar

Halldórsson, 2010) sem og erlendar rannsóknir, sýndi fram á minni neyslu anabólískra

stera meðal þeirra sem æfa skipulagðar íþróttir með íþróttafélögum heldur en hjá þeim

sem æfa íþróttir utan þeirra (Eisenberg o.fl., 2012). Það sem kom einna mest á óvart í

niðurstöðum þessarar spurningakönnunar voru þeir sem engar íþróttir stunduðu. Þeir

höfðu neikvæðustu viðhorfin, minnstan áhuga, lægstu neyslutíðnina og sterkustu

siðferðislegu afstöðuna gegn lyfjunum. Það má því segja að hér hafi sú goðsagnakennda

skoðun beðið hnekki að íþróttaiðkun sé hin allra besta forvörn gegn öllu því sem illa

getur farið. Það á alla vega ekki við þegar kemur að neyslu anabólískra stera því þar

getur málum verið þannig háttað að löngunin eftir auknum árangri, sterkari líkama og

bættu útliti leiði til þess að íþróttaiðkendur fari gegn reglum um lyfjanotkun.

Leiða má líkur að því að þeir sem æfa ekki íþróttir eigi sér aðrar fyrirmyndir en þeir

sem þær stunda og eigi sér síður drauma um frægð, fé og frama í heimi keppnisíþrótta.

Eftir sem áður virðist, samkvæmt niðurstöðum þessarar spurningakönnunar, skipulögð

íþróttaþátttaka hafa einhvern fælingarmátt hvað anabólíska stera varðar enda er

íþrótttahreyfingin eini aðilinn hér á landi sem vinnur markvisst gegn lyfjanotkun með

skýrum reglum, eftirliti og viðurlögum gegn brotum.

Samkvæmt niðurstöðum þessarar spurningakönnunar er siðferðisleg afstaða þeirra

sem æfa skipulagðar íþróttir sterkari en þeirra sem ekki æfa innan vébanda

íþróttahreyfingarinnar og eru hinir fyrrnefndu ólíklegri til að hafa rangt við á þennan

hátt í keppni. Þetta er munur sem kemur fram en hann er ekki tölfræðilega marktækur.

Þeir sem engar íþróttir æfa eru hins vegar siðferðislega sterkastir og láta minnst

freistast af digru verðlaunafé. Þarna er munur upp á mörg prósentustig á milli þessara

þriggja hópa og var hann tölfræðilega marktækur. Það er því spurning hvort umhverfið

sem íþróttafólk elst upp í ýti ekki undir hættu á ólöglegri lyfjanotkun meðal iðkenda

með freistingum og utanaðkomandi þrýstingi um árangur. Fyrst 100 milljónir króna

freista stórs hóps svarenda má leiða líkum að því að neyslutíðni myndi hækka umtals-

vert ef hærri upphæðir væru í boði því 100 milljónir króna, þótt há upphæð sé, hrökkva

Page 89: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

87

skammt gegn þeim ofurlaunasamningum sem íþróttastjörnur nútímans skrifa undir og

fjölmiðlar smjatta á svo til daglega.

Einnig má varpa þeirri spurningu fram hvort íþróttahreyfingin sé á réttum stað í

forvörnum sínum, reglum og viðurlögum þegar að lyfjaneyslu kemur. Í forvarna-

umræðunni er sífellt talað um hvað umrædd lyf séu hættuleg en sá skaði er ekki

sýnilegur hjá vöðvastæltum íþróttahetjum samtímans sem jafnvel falla á lyfjaprófum og

snúa síðan aftur á íþróttavöllinn að keppnisbanni loknu. Ekki er heldur hægt að líta fram

hjá þætti samélagsmiðla nútímans þar sem íþrótta- og vaxtarræktarfólk sem og ein-

staklingar úr skemmtanaiðnaðnum tala orðið opinskátt um eigin lyfjaneyslu án þess að

draga nokkuð undan og senda þar með út misvísandi skilaboð sem eru á skjön við þá

stefnu sem alþjóðaíþróttahreyfingin vinnur eftir.

5.4 Styrkleikar og veikleikar

Sú rannsóknarritgerð sem hér um ræðir er byggð á nokkuð yfirgripsmikilli spurninga-

könnun sem framkvæmd var síðla árs 2015 og innihélt 58 spurningar sem höfðu það að

markmiði að kanna hvaða hug íslensk ungmenni bæru til anabólískra stera. Þrátt fyrir

mikla leit hefur höfundur ekki fundið neinar rannsóknir þar sem jafn ítarlega hefur verið

farið í saumana á því að kanna viðhorf ungmenna til umræddra lyfja. Má því ætla að

jafn yfirgripsmikil spurningakönnun af þessu tagi hafi hvorki farið fram hérlendis né

annarsstaðar. Þær fjölmörgu og fjölþættu niðurstöður sem í þessari rannsóknarritgerð

er að finna eru þarft innlegg fyrir vísindin sem á komandi árum geta haldið áfram að

varpa enn skærara ljósi inn í leyndan menningarheim anabólískra stera.

Anabólískir sterar komu á sjónarsviðið um miðja öldina sem leið og fór notkun

þeirra rólega af stað og var fyrst bundin við afmarkaðan menningarkima íþróttamanna

áður en eftirspurn eftir þeim sprakk út á 8. og 9. áratug 20. aldar með aukinni líkams-

upphafningu sem fylgdi í kjölfar heilsuræktarbylgju sem gekk yfir hin vestræna heim.

Mikill fjöldi neytenda þess tíma er nú kominn vel yfir miðjan aldur og er því nú fyrst

orðið mögulegt að rannsaka langtímanotkun þessara lyfja á fólki. Það verður því for-

vitnilegt að fylgjast með rannsóknum komandi ára á þessu sviði og örugglega mun

margt athyglisvert koma í ljós sem bætist ofan á þá vitneskju sem nú þegar er til staðar

(Kanayama o.fl., 2008).

Eins og fyrr segir var þessi spurningakönnun framkvæmd í framhaldsskólum um

land allt og er það styrkur hennar að viðhorf fengust sem víðast. Spurningakönnunin var

framkvæmd á gamla mátann, þ.e. útprentuð á pappír, sem ætla má að hafi verið

styrkur hennar því með þeim hætti náðist nær 100% þátttaka þótt á endanum hafi svör

Page 90: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

88

20% nemenda ekki verið nýtt því þau féllu ekki inn í aldursbil rannsóknarinnar sem var

frá 18–22 ára. Veikleiki pappírskannana, miðað við netkannanir, er að fyrirlögnin er

flóknari og úrvinnslan þyngri, tímafrekari og hættan á villum og mannlegum mistökum

meiri eins og í þessu tilfelli þar sem frumgögnin voru handslegin inn í tölvu en ekki

skönnuð líkt og oftast er gert þegar kannanir á pappír eiga í hlut. En með þessum hætti

fékkst óvenjugóð svörun sem eflaust hefði ekki fengist ef könnunin hefði verið fram-

kvæmd á rafrænan hátt.

Veikleiki í framkvæmd spurningakönnunarinnar var að úrtaksskekkja var mjög mikil

þegar horft er á hvernig höfuðborgarsvæðið er skilgreint gagnvart landsbyggðinni. Sam-

kvæmt tölum frá Hagstofu Íslands búa um tveir þriðju hlutar þjóðarinnar á höfuð-

borgarsvæðinu og einn þriðji telst til landsbyggðarinnar (Hagstofa Íslands, e.d.).

Úrtakinu í þessari könnun var alveg öfugt farið við það hvernig þjóðin skiptist eftir

búsetu þar sem nemendur höfuðborgarsvæðisins voru um þriðjungur þátttakenda á

móti tveimur þriðju af landsbyggðinni. Þessi skekkja orsakast fyrst og fremst af því að

skólameistarar landsbyggðarinnar eru gestrisnari en starfsbræður þeirra á höfuðborgar-

svæðinu sem greinilega verða frekar fyrir barðinu á aðgangshörðu mennta- og

markaðsfólki sem sækist eftir því að taka dýrmætan tíma frá önnum köfnum

nemendum til að koma hugðarefnum sínum í framkvæmd. Á hinn bóginn má benda á

að af sex skólum á landsbyggðinni var einn í Keflavík og annar á Selfossi. Þessi bæjar-

félög eru næstu nágrannabyggðir höfuðborgarsvæðisins, eins og það er skilgreint, og

eiga því kannski meira sameiginlegt með því en til dæmis Ísafjörður og Egilsstaðir þar

sem vegalengdirnar á milli þessara bæja og Reykjavíkur hlaupa á hundruðum kílómetra.

Með þessi rök að leiðarljósi má líta svo á að úrtaksskekkjan sé minni en ella í þessari

spurningakönnun og að hennar helsti styrkur sé vel valið og dreift úrtak sem endur-

spegli þýðið sem eru íslenskir framhaldsskólanemar.

Í upphafi var höfundi bent á að sjö blaðsíðna spurningakönnun með fimmtíu og

átta spurningum gæti reynst í lengra lagi og reynt á þolinmæði svarenda. Telja má að

lengd spurningalistans hafi ekki unnið á móti gæðum svaranna enda var hann

margprófaður og endurbættur áður en hann var endanlega lagður fyrir. Undan-

tekningalaust var öllum spurningum svarað enda voru þær auðskildar, lokaðar fjölvals-

spurningar og langflestar með einum svarmöguleika og ekki tók nema að meðaltali um

fimm til sjö mínútur að fylla allan listann út.

Þrátt fyrir ofangreinda annmarka á útfærslu spurningakönnunarinnar er styrkleiki

hennar langt umfram veikleika og niðurstöðurnar gefa skýra og raunhæfa mynd af því

hverjum augum íslenskir framhaldsskólanemar líta anabólíska stera.

Page 91: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

89

6 Lokaorð

Markmið þessarar rannsóknarritgerðar var að skoða hvernig notkun anabólískra stera

fléttast inn í íþróttir og kanna með spurningakönnun viðhorf framhaldsskólanema á

Íslandi til lyfjanna og notkunar þeirra í íþróttum og hvernig búseta, kyn og íþróttta-

þátttaka hefðu áhrif á þessi viðhorf. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að allir

fyrrnefndir þættir hafi tölverð áhrif á það hvaða afstöðu framhaldsskólanemar hafa til

anabólíska stera og má í því ljósi draga þá ályktun að neysla og viðhorf til þessara lyfja

sé að einhverju leyti tengd menningu, félagslegri stöðu og þeim fyrirmyndum sem ungt

fólk samsamar sig með.

Hvað búsetu varðar þá hafa nemendur á höfuðborgarsvæðinu jákvæðari viðhorf til

notkunar anabólískra stera en íbúar landsbyggðarinnar og karlar hafa jákvæðari viðhorf

en konur. Íþróttaþátttaka hafði einnig áhrif á viðhorf nemenda til umræddra lyfja og

voru viðhorfin skoðuð út frá því hvort nemendur æfðu íþróttir með íþróttafélagi, æfðu

íþróttir utan félags eða æfðu engar íþróttir. Niðurstöður spurningakönnunarinnar sýndu

fram á að þeir sem æfðu íþróttir innan vébanda íþróttahreyfingarinnar höfðu neikvæð-

ari viðhorf til anabólískra stera en þeir sem æfðu íþróttir utan hennar og þeir sem æfðu

engar íþróttir höfðu neikvæðustu afstöðuna til allra þeirra þátta sem spurt var um í

þessari könnun.

Niðurstöður spurningakönnunarinnar sýndu fram á að neysla anabólískra stera er

ekki mikil meðal framhaldsskólanema og lítill minnihluti lýsir yfir vilja til að kaupa lyfin.

Eftir sem áður virðist nánd við neytendur og seljendur vera töluverð sem gefur til kynna

að anabólískir sterar séu orðnir hluti af lyfjamenningu íslenskra framhaldsskóla-

nemenda. Ættu yfirvöld fræðslu- og íþróttamála að líta til þess hvort ekki sé þörf á

markvissu fræðslu- og forvarnarstarfi um hin skaðlegu áhrif sem neysla þessara vara-

sömu lyfja getur haft í för með sér. Í niðurstöðum spurningakönnunarinnar kemur skýrt

fram að meirihluti þátttakenda telur sig hafa litla þekkingu á anabólískum sterum og

stór hópur lýsir því yfir að hann hafi áhuga á að fræðast um lyfin. Í framhaldi af því telur

mikill meirihluti nemenda að íþróttafélög og skólar eigi að veita fræðslu um þessi lyf og

að aukin fræðsla myndi skila sér í minni líkum á að einstaklingar notuðu anabólíska

stera.

Page 92: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

90

Menntun ein og sér er eflaust ekki nein allsherjarlausn í baráttunni gegn notkun

anabólískra stera en líklega er hún öflugt fyrsta skref og nauðsynlegt innlegg til að vinna

gegn þeim misvísandi upplýsingum sem ungt fólk fær um umrædd lyf. Það er mikilvægt

að huga að mótsvari við lyfjafræði götunnar. Niðurstöður spurningakönnunarinnar sem

hér er fjallað um sýna að um leið og íslensk ungmenni komast á framhaldsskólaaldur fer

freistingunum fjölgandi og á sama tíma er skortur á markvissri fræðslu um anabólíska

stera og skaðsemi þeirra.

Að endingu vill höfundur þakka fjölskyldu sinni allri kærlega fyrir stuðning, skilning

og umburðarlyndi á meðan á vinnu við þessa ritgerð stóð. Þá vill höfundur koma fram

kærum þökkum til þeirra fjölmörgu nemenda sem gáfu tíma sinn til að svara

spurningakönnunni sem þessi rannsóknarritgerð er byggð á. Eins eiga skólastjórnendur

og kennarar í þátttökuskólunum tíu miklar þakkir skildar fyrir jákvæðar móttökur og

hjálp við fyrirlagningu spurningalistanna sem gerði það að verkum að mikil vinna og tími

sparaðist við gagnaöflun. Einnig vill höfundur koma á framfæri sérstökum þökkum til

Bjarka Grönfeldt fyrir hans þátt í gagnaúrvinnslu og góðar ábendingar sem og Þórði

Helgasyni íslenskufræðingi fyrir prófarkalestur. Að lokum þakkar höfundur af einlægni

leiðbeinanda sínum Guðmundi Sæmundssyni fyrir lærdómsríkt og skemmtilegt samstarf

sem spann sig í gegnum alla þá hugmyndavinnu sem átti sér stað áður en gagnaöflun

hófst þangað til lokaafurðin leit dagsins ljós. Amalía Björnsdóttir meðleiðbeinandi fær

einnig þakkir fyrir góðar ábendingar.

Page 93: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

91

Heimildaskrá

Alaranta, A., Alaranta, H., Holmila, J., Palmu, P., Pietila, K. og Helenius, I. (2006). Self-

reported attitudes of elite athletes towards doping: differences between type of

sport. International Journal of Sports Medicine, 27(10), 842-846. doi:10.1055/s-

2005-872969

Bird, S. R., Goebel, C., Burke, L. M. og Greaves, R. F. (2016). Doping in sport and

exercise: anabolic, ergogenic, health and clinical issues. Annals of Clinical

Biochemistry, 53(2), 196-221. doi:10.1177/0004563215609952

Bloodworth, A. og McNamee, M. (2010). Clean Olympians? Doping and anti-doping:

The views of talented young British athletes. International Journal of Drug Policy,

21(4), 276-282. doi:http://dx.doi.org/10.1016/j.drugpo.2009.11.009

Calfee, R. og Fadale, P. (2006). Popular ergogenic drugs and supplements in young

athletes. Pediatrics, 117(3), E577-E589. doi:10.1542/peds.2005-1429

Dotson, J. L. og Brown, R. T. (2007). The history of the development of anabolic-

androgenic steroids. Pediatric Clinics of North America, 54(4), 761-+.

doi:10.1016/j.pcl.2007.04.003

Dunn, M. og White, V. (2011). The epidemiology of anabolic-androgenic steroid use

among Australian secondary school students. Journal of Science and Medicine in

Sport, 14(1), 10-14. doi:10.1016/j.jsams.2010.05.004

Eisenberg, M. E., Wall, M. og Neumark-Sztainer, D. (2012). Muscle-enhancing behaviors

among adolescent girls and boys. Pediatrics, 130(6), 1019-1026.

doi:10.1542/peds.2012-0095

El Osta, R., Almont, T., Diligent, C., Hubert, N., Eschwege, P. og Hubert, J. (2016).

Anabolic steroids abuse and male infertility. Basic and Clinical Andrology, 26, 2-2.

doi:10.1186/s12610-016-0029-4

Page 94: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

92

Hagstofa Íslands. (e.d.). Mannfjöldi eftir sveitarfélagi, kyni og aldri 1. desember 1997-

2015. Sótt af

http://hagstofa.is/http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__mannfjoldi__2

_byggdir__sveitarfelog/MAN09000.px/table/tableViewLayout1/?rxid=baa90057-

1a79-4a47-b471-458f05b5a85b

Holt, R. I. G., Erotokritou-Mulligan, I. og Sonksen, P. H. (2009). The history of doping

and growth hormone abuse in sport. Growth Hormone & Igf Research, 19(4), 320-

326. doi:10.1016/j.ghir.2009.04.009

Judge, L. W., Bellar, D., Petersen, J., Lutz, R., Gilreath, E., Simon, L. og Judge, M. (2012).

The attitudes and perceptions of adolescent track and field athletes toward PED

use. Performance Enhancement & Health, 1(2), 75-82.

doi:http://dx.doi.org/10.1016/j.peh.2012.04.002

Kanayama, G., Hudson, J. I. og Pope, H. G., Jr. (2008). Long-term psychiatric and medical

consequences of anabolic-androgenic steroid use: A looming public health

concern? Drug and Alcohol Dependence, 98(1-2), 1-12.

doi:10.1016/j.drugalcdep.2008.05.004

Kersey, R. D., Elliot, D. L., Goldberg, L., Kanayama, G., Leone, J. E., Pavlovich, M. og

Pope, H. G., Jr. (2012). National Athletic Trainers' Association position statement:

Anabolic-androgenic steroids. Journal of Athletic Training, 47(5), 567-588.

doi:10.4085/1062-6050-47.5.08

Kicman, A. T. (2008). Pharmacology of anabolic steroids. British Journal of

Pharmacology, 154(3), 502-521. doi:10.1038/bjp.2008.165

Menningarmálaráðuneytið. (2014). Ungt fólk 2013. Framhaldsskólar. Reykjavík:

Menningarmálaráðuneytið.

Onakomaiya, M. M. og Henderson, L. P. (2016). Mad men, women and steroid cocktails:

a review of the impact of sex and other factors on anabolic androgenic steroids

effects on affective behaviors. Psychopharmacology, 233(4), 549-569.

doi:10.1007/s00213-015-4193-6.

Page 95: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

93

Pappa, E. og Kennedy, E. (2013). "It was my thought ... he made it a reality':

Normalization and responsibility in athletes' accounts of performance-enhancing

drug use. International Review for the Sociology of Sport, 48(3), 277-294.

doi:10.1177/1012690212442116

Pope, H. G., Jr., Kanayama, G., Athey, A., Ryan, E., Hudson, J. I. og Baggish, A. (2014).

The lifetime prevalence of anabolic-androgenic steroid use and dependence in

Americans: Current best estimates. American Journal on Addictions, 23(4), 371-377.

doi:10.1111/j.1521-0391.2014.12118.x

Sagoe, D., Molde, H., Andreassen, C. S., Torsheim, T. og Pallesen, S. (2014). The global

epidemiology of anabolic-androgenic steroid use: a meta-analysis and meta-

regression analysis. Annals of Epidemiology, 24(5), 383-398.

doi:10.1016/j.annepidem.2014.01.009

Sagoe, D., Torsheim, T., Molde, H., Andreassen, C. S. og Pallesen, S. (2015a). Anabolic-

androgenic steroid use in the Nordic countries: A meta-analysis and meta-

regression analysis. Nordic Studies on Alcohol and Drugs, 32(1), 7-20.

doi:10.1515/nsad-2015-0002

Sagoe, D., Torsheim, T., Molde, H., Andreassen, C. S. og Pallesen, S. (2015b). Attitudes

towards use of anabolic-androgenic steroids among Ghanaian high school students.

International Journal of Drug Policy, 26(2), 169-174.

doi:10.1016/j.drugpo.2014.10.004

Sjoqvist, F., Garle, M. og Rane, A. (2008). Use of doping agents, particularly anabolic

steroids, in sports and society. Lancet, 371(9627), 1872-1882. doi:10.1016/s0140-

6736(08)60801-6

Westerman, M. E., Charchenko, C. M., Ziegelmann, M. J., Bailey, G. C., Nippoldt, T. B. og

Trost, L. (2016). Heavy testosterone use among bodybuilders: An uncommon

cohort of illicit substance users. Mayo Clinic Proceedings, 91(2), 175-182.

doi:10.1016/j.mayocp.2015.10.027

Page 96: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

94

Þorlákur Karlsson (2003). Spurningakannanir: Uppbygging, orðalag og hættur. Í Sigríður

Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (Ritstj.), Handbók í aðferðafræði og

rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls. 331 – 350). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Þórólfur Þórlindsson og Viðar Halldórsson. (2010). Sport, and use of anabolic

androgenic steroids among Icelandic high school students: a critical test of three

perspectives. Substance Abuse Treatment Prevention and Policy, 5.

doi:10.1186/1747-597x-5-32

Page 97: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

95

Page 98: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

96

Fylgiskjal 1

Spurningalisti um viðhorf ungs fólks til anabólískra (vefaukandi) stera

Þessi spurningalisti er hluti af meistaraverkefni sem unnið er á námsbraut Íþrótta- og heilsufræði við

Háskóla Íslands. Tilgangurinn með spurningalistanum er að kanna viðhorf ungs fólks á aldrinum 18–22

ára til anabólískra stera sem eru vefaukandi lyf. „Orðið sterar (e. steroids) er samheiti yfir fituleysanleg

efni í líkamanum sem hafa flókna byggingu, grundvallaða á grind úr sautján kolefnisfrumeindum.

Kólesteról telst til þessa efnaflokks og er til dæmis notað í líkamanum til að mynda sterahormón, þar á

meðal kynhormón. Allir vefaukandi sterar (e. anabolic steroids) eru efnafræðilegar afleiður af

karlkynshormóninu testósteróni.” (Vísindavefurinn).

Spurningalistinn eru nafnlaus og á allan hátt órekjanlegur til þess sem honum svarar og settur fram með

fullu leyfi Perónuverndar. Ábyrgðarmaður er Hlynur Áskelsson meistaranemi HÍ, leiðbeinandi dr.

Guðmundur Sæmundsson aðjunkt HÍ.

Grunnspurningar

1. Hvað ertu gamall / gömul?

Svar:__________

2. Ertu karl eða kona?

□ Karl

□ Kona

3. Æfir þú íþróttir með íþróttafélagi?

□ Já

□ Nei

Page 99: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

97

4. Æfir þú íþróttir án þess að vera í íþróttafélagi?

□ Já

□ Nei

5. Áttu gilt kort í líkamsræktarstöð?

□ Já

□ Nei

Spurningar um efnið

ATH! Í svarmöguleikum hér að neðan skal aðeins krossa við eitt svar nema annað sé tekið fram.

6. Hefur þú séð anabólíska stera berum augum?

□ Já

□ Nei

7. Veistu hvar hægt er að kaupa anabólíska stera á Íslandi?

□ Já

□ Nei

8. Þekkir þú einhvern eða einhverja sem hafa keypt anabólíska stera?

□ Já

□ Nei

9. Þekkir þú einhvern eða einhverja sem selja anabólíska stera?

□ Já

□ Nei

10. Gætir þú hugsað þér að kaupa anabólíska stera?

□ Já

□ Nei

Page 100: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

98

11. Hefur þú keypt anabólíska stera?

□ Já

□ Nei

12. Hversu auðvelt eða erfitt telur þú að sé að kaupa anabólíska stera á Íslandi?

□ Það er mjög auðvelt

□ Það er frekar auðvelt

□ Það er hvorki erfitt né auðvelt

□ Það er frekar erfitt

□ Það er mjög erfitt

13. Telur þú að notkun anabólískra stera hafi mjög miklar, miklar, frekar litlar, litlar eða engar neikvæðar aukaverkanir á heilsufar neytandans?

□ Mjög miklar

□ Miklar

□ Frekar litlar

□ Litlar

□ Engar

14. Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) notkun anabólískra stera almennt?

□ Mjög fylgjandi

□ Fremur fylgjandi

□ Hlutlaus

□ Fremur andvíg(ur)

□ Mjög andvíg(ur)

15. Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) notkun anabólískra stera í íþróttum?

□ Mjög fylgjandi

□ Fremur fylgjandi

□ Hlutlaus

□ Fremur andvíg(ur)

□ Mjög andvíg(ur)

Page 101: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

99

16. Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyfa óhefta sölu á anabólískum sterum til almennings?

□ Mjög fylgjandi

□ Fremur fylgjandi

□ Hlutlaus

□ Fremur andvíg(ur)

□ Mjög andvíg(ur)

17. Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyfa sölu á anabólískum sterum til fólks sem er 20 ára og eldra?

□ Mjög fylgjandi

□ Fremur fylgjandi

□ Hlutlaus

□ Fremur andvíg(ur)

□ Mjög andvíg(ur)

18. Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyfa sölu á anabólískum sterum til fólks sem er yngra en 20 ára?

□ Mjög fylgjandi

□ Fremur fylgjandi

□ Hlutlaus

□ Fremur andvíg(ur)

□ Mjög andvíg(ur)

19. Hvort telur þú að karlar eða konur séu áhugasamari um að nota anabólíska stera?

□ Karlar eru áhugasamari

□ Konur eru áhugasamari

□ Konur og karlar eru jafn áhugasöm

Page 102: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

100

20. Telur þú að fólk undir 20 ára aldri hafi áhuga eða ekki áhuga á að nota anabólíska stera?

□ Hefur mjög mikinn áhuga

□ Hefur frekar mikinn áhuga

□ Hefur frekar lítinn áhuga

□ Hefur ekki áhuga

21. Ef þú tækir inn anabólíska stera er líklegt eða ólíklegt að þú myndir ræða það við foreldra eða forráðamenn þína?

□ Mjög líklegt

□ Frekar líklegt

□ Frekar ólíklegt

□ Mjög ólíklegt

22. Ef þú tækir inn anabólíska stera er líklegt eða ólíklegt að þú myndir gera það í samráði við lækni?

□ Mjög líklegt

□ Frekar líklegt

□ Frekar ólíklegt

□ Mjög ólíklegt

23. Hafa þér oft, stundum, sjaldan eða aldrei verið boðnir anabólískir sterar?

□ Oft

□ Stundum

□ Sjaldan

□ Aldrei

24. Telur þú að anabólískir sterar bæti eða bæti ekki árangur í íþróttum?

□ Bæta mjög mikið árangur

□ Bæta frekar mikið árangur

□ Bæta frekar lítið árangur

□ Bæta ekki árangur

Page 103: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

101

25. Telur þú að anabólískir sterar bæti eða bæti ekki árangur þeirra sem keppa í fitness og vaxtarrækt?

□ Bæta mjög mikið árangur

□ Bæta frekar mikið árangur

□ Bæta frekar lítið árangur

□ Bæta ekki árangur

26. Telur þú að notkun á anabólískum sterum í einstaklingsíþróttum skeri úr um það hver sigrar?

□ Já

□ Nei

27. Telur þú að anabólískir sterar séu heilsubætandi eða heilsuspillandi?

□ Mjög heilsubætandi

□ Frekar heilsubætandi

□ Frekar heilsuspillandi

□ Mjög heilsuspillandi

28. Telur þú að neysla anabólískra stera flýti fyrir eða flýti ekki fyrir vöðvastækkun hjá fólki?

□ Flýtir fyrir vöðvastækkun

□ Flýtir ekki fyrir vöðvastækkun

29. Telur þú að neysla anabólískra stera minnki líkamsfitu, minnki ekki líkamsfitu eða hafi engin áhrif á líkamsfitu fólks?

□ Minnki líkamsfitu

□ Minnki ekki líkamsfitu

□ Hafi engin áhrif á líkamsfitu

30. Telur þú að neysla anabólískra stera bæti útlit, skaði útlit eða hafi engin áhrif á útlit fólks?

□ Bæti útlit

□ Skaði útlit

□ Hafi engin áhrif á útlit

Page 104: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

102

31. Þekkir þú einhvern eða einhverja sem nota anabólíska stera reglulega?

□ Já

□ Nei

32. Þekkir þú einhvern eða einhverja sem hafa prófað anabólíska stera en nota þá ekki reglulega?

□ Já

□ Nei

33. Þekkir þú einhvern eða einhverja sem ekki hafa tekið inn anabólíska stera en hafa áhuga á að taka þá inn?

□ Já

□ Nei

34. Hversu algenga eða fátíða telur þú notkun anabólískra stera vera meðal fólks undir 20 ára aldri?

□ Mjög algenga

□ Fremur algenga

□ Fremur fátíða

□ Mjög fátíða

35. Hversu algenga eða fátíða telur þú notkun anabólískra stera vera meðal fólks á aldrinum 20–30 ára?

□ Mjög algenga

□ Fremur algenga

□ Fremur fátíða

□ Mjög fátíða

Page 105: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

103

36. Þekkir þú þessi lyfjaheiti? Dianabol, Winstrol, Anadrol, Primobolan, Anavar.

(Krossaðu við öll þau nöfn sem þú þekkir)

□ Dianabol

□ Winstrol

□ Anadrol

□ Primobolan

□ Anavar

37. Gætir þú hugsað þér að taka inn anabólíska stera?

□ Já

□ Nei

38. Gætir þú hugsað þér að taka inn anabólíska stera í pilluformi?

□ Já

□ Nei

39. Gætir þú hugsað þér að taka inn anabólíska stera í sprautuformi?

□ Já

□ Nei

40. Hefur þú tekið inn anabólíska stera? (Ef svarið er „Nei“ máttu fara beint í spurningu 44)

□ Já

□ Nei

41. Hefur þú tekið inn anabólíska stera í pilluformi?

□ Já

□ Nei

42. Hefur þú tekið inn anabólíska stera í sprautuformi?

□ Já

□ Nei

Page 106: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

104

43. Hversu langt er síðan þú neyttir síðast anabólískra stera?

□ Styttra en 6 mánuðir

□ 6–11 mánuðir

□ Um 1–2 ár

□ Um 3–4 ár

□ Lengra en 5 ár

44. Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að þú takir inn anabólíska stera næstu tvö árin?

□ Mjög líklegt

□ Frekar líklegt

□ Frekar ólíklegt

□ Mjög ólíklegt

45. Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að þú takir inn anabólíska stera næstu tíu árin?

□ Mjög líklegt

□ Frekar líklegt

□ Frekar ólíklegt

□ Mjög ólíklegt

46. Telur þú að neysla anabólískra stera auki eða minnki sjáfstraust fólks?

□ Auki sjálfstraust mjög mikið

□ Auki sjálfstraust töluvert

□ Hvorki auki né minnki sjálfstraust

□ Minnki sjálfstraust töluvert

□ Minnki sjálfstraust mjög mikið

47. Telur þú að neysla anabólískra stera auki, minnki eða hafi engin áhrif á vinsældir þeirra sem nota þá?

□ Auki vinsældir

□ Minnki vinsældir

□ Hafi engin áhrif á vinsældir

Page 107: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

105

48. Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera?

□ Já

□ Nei

□ Kannski

49. Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera þótt þú vissir að það væri bannað?

□ Já

□ Nei

□ Kannski

50. Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera þótt þú vissir að það væri bannað og þú værir örugg(ur) um að það kæmist ekki upp?

□ Já

□ Nei

□ Kannski

51. Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera ef þú vissir að það myndi tryggja þér verðlaunasæti?

□ Já

□ Nei

□ Kannski

52. Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera ef þú vissir að það myndi tryggja þér verðlaunasæti og það væri öruggt að það kæmist ekki upp?

□ Já

□ Nei

□ Kannski

Page 108: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

106

53. Gætir þú hugsað þér að keppa í íþróttum undir áhrifum anabólískra stera ef þú vissir að það myndi tryggja þér verðlaunasæti og 100 milljónir króna í verðlaunafé og það væri öruggt að það kæmist ekki upp?

□ Já

□ Nei

□ Kannski

54. Telur þú þig hafa mikla eða litla þekkingu á anabólískum sterum?

□ Mjög mikla

□ Fremur mikla

□ Fremur litla

□ Mjög litla

55. Hefur þú lítinn eða mikinn áhuga á að fræðast um anabólíska stera?

□ Mjög lítinn áhuga

□ Fremur lítinn áhuga

□ Fremur mikinn áhuga

□ Mjög mikinn áhuga

56. Finnst þér að íþróttafélög eigi að veita fræðslu eða ekki um anabólíska stera?

□ Eigi að veita fræðslu

□ Eigi ekki að veita fræðslu

57. Finnst þér að skólar eigi að veita fræðslu eða ekki um anabólíska stera?

□ Eigi að veita fræðslu

□ Eigi ekki að veita fræðslu

58. Telur þú að fræðsla um anabólíska stera myndi auka eða minnka líkurnar á því að fólk notaði anabólíska stera?

□ Fræðsla myndi auka líkurnar á notkun

□ Fræðsla myndi minnka líkurnar á notkun

□ Fræðsla myndi hvorki minnka né auka líkur á notkun

Page 109: Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til anabólískra ... Med ritgerð 7-6-2… · anabolic steroids and many of them have preconceived notions of the drugs, expressed a willingness

107

Takk kærlega fyrir þátttökuna