48
Viljinn 1. tbl. 106. árgangur Febrúar 2013 N.F.V.Í.

Viljinn 1.tbl. 2013

  • Upload
    viljinn

  • View
    240

  • Download
    4

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands

Citation preview

Page 1: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn1. tbl. 106. árgangurFebrúar 2013N.F.V.Í.

Page 2: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn

2

Kristófer Már MaronssonMarkaðsnefndHaukur KristinssonIngibjörg Ósk JónsdóttirÁrni VaktmaðurMálfundafélagiðAnna Marsibil Clausen Bergdís Jóna ViðarsdóttirHrafnhildur Kjartansdóttir Hjördís Ásta GuðmundsdóttirGísli Viðar EggertssonAgla Eir SveinsdóttirJóhanna Gunnþóra GuðmundsdóttirElinóra GuðmundsdóttirNizzar LouzirHaukur Kristinsson

N.F.V.ÍPrentmetRakel TómasdóttirRakel TómasdóttirÞórdís ÞorkelsdóttirSteinn Arnar KjartanssonHaukur Kristinsson

Útgefandi: Prentun:

Hönnun og umbrot: Forsíðuteikning

Ljósmyndir:

Sérstakar Þakkir

Ritstjó

ri

Svanhild

ur Grét

a Kris

tjánsd

óttir

Birgitta

Rún

Sveinbjörnsd

óttir

Ída Páls

dóttir

Katrín Stei

nunn

Antonsdóttir

Kristín

Hildur

Ragnars

dóttir

Rakel

Tómasdóttir

Þórdís Þorke

lsdóttir

Steinn Arnar

Kjartan

ssona

Arna Ýr Jónsdóttir Birkir Örn BjörnssonIngibjörg Irsa Ellertsdóttir Ragnheiður BjörnsdóttirHafdís Inga AlexandersdóttirHelena Margrét JónsdóttirBryndís JónsdóttirKaren Sif Magnúsdóttir Elín Áslaug Helgadóttir Hjördís Lilja HjálmarsdóttirGuðbjörg Lára MásdóttirSigvaldi SigurðssonJón Hilmar KarlssonKjartan ÞórissonRán Ísold Eysteinsdóttir Mímir HafliðasonInga Björk Guðmundsdóttir

Kæru nemendurÞegar gaman er líður tíminn hrattOg blaðið fram úr fingrum sprattÞað fjallar ekki um slúður og smjattÞemað er sköpun ég segi það satt!

Á fundi lærðum við kynblindniOg megininntakið var umburðarlyndiFyrir fáfróða nefnist það jafnréttindiÞví öllum er illa við almenn leiðindi

Nemó byrjaði með pompi og praktEr Mímir ræðu sína‘hafði sagtAllir fóru í fína dragtOg á dansgólfinu gerðist margt misheilagt..

Discopants fara aftur í kaltÉg myndi brenna þær milljónfaltAð horfá þær er einsogað borða saltOg á Ídu rennur hatur um land vort gjörvallt

Nú tekur við gleðistundÞví ástin breiðist um græna grundHöfundar skrifa um mat og tómstundOg ég fer að sofa með gull í mund

Ég skrifaði um kosningamáttinnVið outsourceuðum myndaþáttinnBráðum við förum í háttinnEn fyrst við brýnum ritháttinn!

En nú fer kvæðinu að ljúkaOg ég þetta ljóð loks hætti að brúkaÞið lesendur gerið mig auðmjúkaÁst og friður, ég verð víst að rjúka!

Page 3: Viljinn 1.tbl. 2013

1.tbl 2013

3

4 Kosningavikan

5 Hugleiðingar um mætingarskyldu 8 Heitt og Kalt 10 Þú átt rétt 10 ég verð bara að koma þessu frá mér 12 Hvað er að frétta 15 Konur

6 Sagan mín

13 Myndaalbúm - #NFVí

17 Hvernig skal lifa af Valentínusardaginn... Single 19 FACEBOOK STATUSAR

18 Stjörnustríð

31 STORMURINN 34 I WONDER... 35 VIÐBURÐADAGATAl 36 Nemó 2013 38 Skiptinemi í Hong Kong

20 SKAPANDI VERZLINGAR

Andstæður

Efnisyfirlit

N.F.V.ÍPrentmetRakel TómasdóttirRakel TómasdóttirÞórdís ÞorkelsdóttirSteinn Arnar KjartanssonHaukur Kristinsson

Ída Páls

dóttir

Rakel

Tómasdóttir

23 90’S TÓNLIST 24 Markaðsmál NFVí

26 1995

Page 4: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn

4

Kosningavika

Snemma í mars mun fara fram skráning á marmaranum fyrir alla þá

sem vilja bjóða sig fram í stjórnarnefndir. Það má aðeins bjóða sig fram í eina nefnd svo vandið valið. Þær nefndir sem teljast til stjórnarnefnda eru:

Allir frambjóðendur eru síðar í ferlinu kallaðir til myndatöku fyrir

KOX-viljann sem er bæklingur yfir alla frambjóðendur. Með myndinni mega fylgja 25 orð. Frambjóðendum til nefnda gefst síðan kostur á að útbúa eitt A4 blað sér til kynningar og hengja upp fyrsta dag kosningaviku á vegginn hjá matbúð.

Í lok þessarar viku verður lagabreytingar fundur sem allir ættu

að mæta á enda getur sá fundur skipt sköpum fyrir næsta skólaár. Í lok hans verða þeir eftir sem hyggjast mynda stjórn nemendafélags þ.e.a.s þeir sem vilja bjóða sig fram í: formann fyrrnefndra stjórnarnefnda, forseta eða féhirði. Aðeins þeir sem eru í 5. bekk geta boðið sig fram í stjórn.

Þá er komið að kosningarvikunni sjálfri. Kæru 3. bekkingar, þið vitið ekkert hvað er í vændum. Öllu

verður tjaldað til á marmaranum. Tugir bása verða reistir með sófum, Fifa, the O.C, mönshi, gosi og meira mönshi. Þá er mikilvægt að hafa varann á og gleyma sér ekki í hyllingum marmarans. Kosningabæklinga má finna hjá hverjum bás og hvet ég alla til þess að grípa einn með sér, setjast inn í stofu, halla sér

aftur og byrja að lesa. Lesið stefnumálin og myndið ykkur skoðun út frá því sem hver frambjóðandi hefur fram að færa en ekki hver býður betra nammi og í guðanna bænum ekki bara kjósa þann sem þér þykir heitastur. Í korteri og hádegi frá mánudegi til miðvikudags verða kandídatarnir með ræðuhöld á marmaranum og er einstaklega mikilvægt að bera virðingu fyrir því og gefa gott hljóð.

Miðvikudaginn 20. mars er stærsti og síðasti dagur kosningarbaráttunar og

básunum lokað.. Um kvöldið er síðan kandídatafundur í bláa sal. ÞANGAÐ EIGA ALLIR AÐ MÆTA. Þarna býðst hverjum sem er að koma upp í pontu og spurja frambjóðendurnar spjörunum úr um stefnumál þeirra. Þarna kemur í ljós hverjir eru með þetta og hverjir ekki. Oftar en ekki enda þessir fundir í öskrum og tárum. Eins og ég sagði, þið viljið ekki missa af þessu.

Fimmtudag og föstudag er gengið til kosninga í bláa sal og er kjörklefinn

opinn frá 9:30 - 14:30. Á föstudagskvöldinu er aðalfundur þar sem farið er yfir fjármálauppgjör ársins og seinna tilkynnt hvaða fjórir voru kosnir í hverja nefnd og að lokum hverjir koma til með að mynda stjórn nemendafélagsins. Eftir standa 5 manna stjórnarnefndir, forseti og féhirðir.

Stjórnarnefndirnar munu skömmu síðar koma til með að auglýsa viðtöl

inn í nefndirnar þar sem teknir eru inn 2-3 meðlimir. Þangað er mikilvægt að mæta VEL UNDIRBÚINN. Koma með nýjar hugmyndir, sýna hvað þið hafið fram á að færa og vera búin að kynna ykkur starfsemi nefndarinnar mjög vel fyrir viðtalið.

Síðar verða auglýst viðtöl inn í minni nefndirnar. Bæði viðtöl til þess að gerast formenn nefndanna sem stendur

nemendum í öllum bekkjum til boða og síðan viðtöl inn í nefndirnar sjálfar en alls mega 9 meðlimir sitja í minni nefndum. Minnir nefndirnar eru í dag 25 talsins en alltaf er hægt að leggja til hugmynd að nýrri nefnd.

Ég held ég tali fyrir hönd allra sem hafa starfað í nemendafélaginu þegar ég segi að þessi reynsla sé ómetanleg. Verzlunarskólinn hefur byggt upp stærsta og allra flottasta nemendafélag landsins og eru endalausir möguleikar á að starfa á þeim vettvangi sem þið hafið mestan áhuga á. Þar lærir maður hluti sem enginn áfangi getur kennt og gefur gott veganesti inn í framtíðarstörf. Framboðsferlið er einfalt eins og þið sjáið og núna er engin afsökun fyrir því að bjóða sig ekki fram. Það er engu að tapa!

Heyrðu Vilji, ég var að pæla, hvernig býð ég mig fram í nefnd og hvernig eiginlega virkar þetta allt saman?

Gott þú spurðir. Nú líður að lokum þessa skólaárs sem þýðir aðeins eitt KOSNINGAVIKA! Hún verður haldin hátíðleg vikuna 18. - 22. mars. Það virðist sem framboðsferlið eigi það til að vefjast fyrir nýnemum og fleirum enda er þetta allt saman mjög formlegt hér í Verzlunarskólanum. Hér verður farið nokkuð ítarlega í það hvernig þetta fer allt saman fram því alltof oft heyrist afsökunin “ég vissi ekki hvernig ég ætti að bjóða mig fram”, “þetta fór fram hjá mér” og sú allra versta “ég þorði ekki að bjóða mig fram”. Þetta á sérstaklega um ykkur, kæru 3. bekkingar, í gegnum tíðina hafa fjölmargir 3. bekkingar verið kosnir inn í stjórnarnefndir og þið tapið nákvæmlega engu á því að bjóða ykkur fram. Þar að auki, er gott að geta sagt í viðtali fyrir nefndina að þú hafir boðið þig fram. Svanhildur Gréta

Kristjánsdóttir

Íþróttanefnd

Skemmtinefnd

Nemendamótsnefnd

Viljinn.

Verzlunarskólablaðið

Málfundafélagið

Listafélagið

NFVÍ TVKvasirHarmóníaBaldursbrá12:00LjóslifandiÍvarsmennLögsögumennMarmarinnVefnefndHljómsveitinVideónefndLjósmyndanefnd

AuglýsingaráðNördafélagiðDGHÚtvarpiðGVÍVerzlówavesGrillnefndMarkaðsnefndHagsmunaráðEmbætti GabríelsRjóminnKórnefnd

1

2

3

4

5

6

7

8

Framboð í stjórnarnefndKox-V

iljinnLagabreitingafundur

Kosningavika

Kandídatafundur

Aðalfundur

Viðtöl í stjór-narnefndir

Framboð

Verzlunarskólinn hefur byggt upp stærsta og allra flottasta nemendafélag landsins

Page 5: Viljinn 1.tbl. 2013

1.tbl 2013

5

HugleiðingarKæri lesandi, þú mátt búast við því að þessi grein verði þurr, ófyndin og almennt frekar leiðinleg lesning. Ennfremur mun eflaust taka þig nokkrar dýrmætar mínútur að lesa hana - mínútur

sem þú hefðir getað eytt í að spila Sims, baka smákökur, drekka spíra eða skalla veggi. Þess má jafnframt geta að lesturinn mun ekki gera þig spenntan, hressan, glaðan eða graðan. Það eina sem þessi grein mun mögulega skilja eftir hjá þeim örfáu bjöllusauðum sem nenna að lesa hana er örlítið opnari hugi og gagnrýnni hugsun.. samt bara kannski.Með þetta til hliðsjónar hljóta karl og kerling að spyrja sig; „jedúddamía, mun einhver lesa þessa grein án þess að vera SKYLDAÐUR eða NEYDDUR til þess??“ – og þetta er vissulega mjög góð og réttmæt spurning hjá karli og kerlingu..Prófum að setja sama dæmi í annað samhengi;Fæstir fá mikla spennu, gleði og upplyftingu út úr því að læra um þráðorma í náttúrufræði hjá Völu, frönsku byltinguna í sögu hjá Halli eða Moooodle í ensku hjá Kristínu Norland.. Aftur á móti veit ég að tímarnir sem ég mæti í munu yfir heildina litið gera mér gagn og víkka sjóndeildarhringinn – auk þess sem mæting í þá mun auðvelda mér til muna að útskrifast með stúdentspróf. Sumir þessara tíma eru meira að segja mjög nauðsynlegir – tímar þar sem fram fer verkefnavinna, fyrirlestrar eða próf. Aðrir tímar eru hins vegar minna nauðsynlegir, t.d. tímar þar sem kennarinn eyðir hálftíma í að messa yfir bekknum um hvað allir séu óþægir, óstundvísir og óduglegir, og hinum hálftímanum í að lesa og glósa síður sem flestir hefðu getað græjað heima á korteri.Með því að afnema mætingarskyldu hverfa allir „óþægu“ og „óstundvísu“ nemendurnir og bara þeir sem hafa raunverulegan

áhuga á að læra eru í stofunni. Það gefur auga leið að þannig næst miklu betri árangur heldur en með fulla stofu af pirruðu fólki sem mætti bara til þess að „fá mætingu“.Nemendur í 5. og 6. bekk hafa flestir eytt yfir 12 árum á skólabekk. Á 12 ára tímabili ættu flestir sem eru um og yfir meðalgreind að hafa áttað sig á því hvernig þeim finnst best að haga sínu námi. Sumum finnst nauðsynlegt að mæta í alla tíma, glósa, gera sjálfspróf og sleikja síðan upp kennarann á leið út úr stofunni. Öðrum finnst gott að mæta í stóra mikilvæga tíma, en lesa og læra annað efni sjálfir. Margir taka virkan þátt í félagslífi skólans, en eins og nemendur og skólastjórn vita er hið gríðarlega öfluga félagslíf sem nemendur standa fyrir ein helsta ástæðan fyrir því að ca 12 hundruð þúsund manns sækja um skólavist á hverju einasta ári. Ef það á að halda áfram er auðvitað nauðsynlegt að hafa öflugt fólk í að sjá um nemendafélagið – og gefa því svigrúm og tíma til að sinna þeim störfum. Raunin er hins vegar sú að þeir sem missa af ákveðnum fjölda tíma fá send heim bréf til foreldra sinna þar sem hótað er fundum, brottrekstri o.s.frv. (alveg óháð því hvort nemandinn er yfir 18 ára eða ekki, og alveg óháð því hvort hann fær samt sem áður góðar einkunnir eða ekki). Mikil vinna fer í þessi bréf, bæði að senda þau og halda „fundina“ sem þeim fylgja – að ógleymdum prent- og sendingarkostnaði.

Verzló á að teljast einn besti menntaskóli landsins. Í því hlýtur m.a. að felast að hann skilar nemendum vel undirbúnum í háskóla. Hann er bara rétt handan við hornið hjá stórum hluta elstu bekkinga, og þar er enginn mætingarkarl sem sendir bréf heim til mömmu og pabba og ömmu og afa ef þú ert ekki duglegur að mæta á fyrirlestra. Þar skiptir sér heldur enginn af því hvort þú ert duglegur að glósa, gera sjálfspróf og segja „takk fyrir tímann herra kennari,

sjáumst á morgun“. Þú berð einfaldlega sjálfur ábyrgð á þínu námi, lærir eins og þér hentar best og síðan annað hvort nærðu eða fellur í prófinu. Augljóslega dettur engum þar í hug að lækka einkunnina þína af því að þú varst ekki nógu duglegur að glósa og gera sjálfspróf (=vinnueinkunn) – og enginn rekur þig fyrir að mæta ekki ferskur með glósubókina á alla fyrirlestra. Auðvitað ætti sama pæling að eiga við í menntaskóla; ef þú færð 9,5 í lokaprófinu þá er greinilegt að þú kannt efnið og fullkomlega fáránlegt að lækka einkunnina þína af því að þú varst ekki nógu „duglegur“ að einbeita þér í tímum

um mætingarskyldu og vinnueinkunn

Þú berð einfaldlega sjálfur ábyrgð á þínu námi, lærir eins og þér hentar best og síðan annað hvort nærðu eða fellur í prófinu

– þegar þú einfaldlega þurftir þess ekki. Nemendur hljóta að fá vægt sjokk við að koma í háskóla þar sem þeir þurfa að forgangsraða tímum og fyrirlestrum, mæta á eigin ábyrgð og bara stór próf, ritgerðir og verkefni gilda til einkunnar. Með því að byrja aðlögun að þessu kerfi í menntaskóla kæmi fólk strax betur undirbúið í háskóla og öllu sem honum fylgir.Á „Skólaþinginu“ sem haldið var nýlega var einna mest áberandi tillaga um afnám mætingarskyldu í 5. og 6. bekk. Margar fleiri góðar tillögur komu líka fram og það er ótrúlega mikilvægt að nemendur gleymi þeim ekki, heldur haldi stöðugum þrýstingi á skólastjórn að koma til móts við sínar hugmyndir. Þannig verða „þing“ og „umræður“ ekki bara innantóm orð og falleg PR-stönt, heldur hafa raunverulegan lýðræðislegan tilgang. Okbúiðbæ

Hersir AronÓlafsson

Page 6: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn

6

Sagan mín

Það er misjafnt hvernig fólk bregst við því sem komið hefur fyrir mig. Sumir sjá mig bara eins og ég er meðan aðrir þora hins vegar ekki að horfast í augu við það sem ég hef gengið í gegnum og kjósa frekar að snerta ekki á því. Ég vil að fólk átti sig á því að þeir sem hafa lent í svipuðum atburðum og ég er ekkert undarlegt eða öðruvísi, við erum einfaldlega manneskjur sem þurfum að kljást daglega við erfiða fortíð. Ég fæddist inn í ósköp venjulega fjölskyldu með pabba, mömmu og eldri bróður. Stuttu eftir að ég fæddist flutti ég í fyrsta skiptið af mörgum. Þetta var lengsti fluttningurinn sem ég og fjölskyldan mín gengum í gegnum enda fluttum við alla leið til Tasmaníu. Eins og hver önnur stelpa snérist líf mitt um Barbí-dúkkur og Babyborn dót. Það dytti engum í hug að þessi tími sem ég bjó erlendis myndi hafa svona mikil áhrif á mig enda sást það ekki á mér á meðan ég var ennþá svona ung. Nokkrum árum seinna og einum fjölskyldumeðlim ríkari fluttum við aftur til íslands. Við fluttum í raðhús upp á Bifröst. Það var mikið breyting fyrir alla fjölskylduna að búa í landi þar sem íslenska er töluð en breytingin var verst fyrir mig því ég ólst upp við enska tungu. Það tók mig nokkurn tíma að venjast tungumálinu en það kom þó á endanum. Það tók mig hinsvegar ekki langan tíma að eignast vini enda var ég ennþá lítil og saklaus stelpa. Ég eignaðist nokkrar góðar vinkonur sem við skulum kalla Söndru og Maríu. Sandra og María voru vinkonur og frænkur, María var 2 árum eldri en Sandra var jafn gömul mér. Við urðum mjög nánar en ég og Sandra rifumst oft og þá eyddi ég mest öllum tímanum mínum með Maríu. Bifröst var mjög skrýtið samfélag, það þekktu allir alla og það treystu allir öllum sem er algengt í litlum samfélögum. Dagarnir voru allir eins enda var ekki mikið hægt að gera á staðnum. Þetta var allt mjög einfalt, þegar ég kom heim úr skólanum var pabbi enn í háskólanum og

mamma var að vinna þannig að ég fór bara út að leika mér. Það var einn daginn þegar ég og Sandra töluðum ekki saman og ég fór því að leika við Maríu. Þetta byrjaði allt ósköp venjulega, við vorum að leika inní herbergi en áður en ég vissi af því var ég liggjandi nakin á rúminu hennar á meðan hún misnotaði mig. Mig langar til þess að segja þetta hafi bara gerst einu sinni en því miður get ég það ekki... Þegar þetta hófst var ég 5 ára en misnotkunin átti sér stað þangað til ég var 7 ára og María þá 9 ára. Ég velti því oft fyrir mér afhverju 9 ára barn myndi taka upp á svona löguðu. Ég þekkti ekki mikið til fjölskyldu hennar en grunaði alltaf að það væru vandræði heima fyrir. Skilnaður foreldra hennar og hugsanlegt ofbeldi sem síðan bitnaði á mér.

Það leið ekki langur tími frá því að þetta hófst allt saman þar til að eldri frændi hennar sem er að minsta kosti 4-5 árum eldri en ég misnotaði mig í sama herbergi og hún. Vegna vanþekkingar minnar vissi ég ekki hvað var verið að gera við mig fyrr en mörgum árum seinna svo að ég sagði engum strax frá þessu. Tíminn leið og ég fann hvernig þetta fór að hafa áhrif á mig. Þegar að pabbi útskrifaðist úr háskóla fluttum við til Hveragerðis þar sem mamma hóf skólagöngu í Garðyrkjuskólanum. Þar byrjaði ég í 4. bekk og voru þetta erfiðustu skólaskipti sem ég hef gengið í gegnum. Þetta var mjög náinn bekkur og þau hleyptu mér aldrei að. Þessi tvö og hálfu ár sem ég bjó þarna var ég lögð í hrottalegt einelti af bekknum sem ég var í. Einn veturinn var kastað klökum í mig og

ég lamin þar til að ég hætti að finna fyrir því. Ég var ítrekað niðurlægð fyrir framan allann skólann og ef ég myndi halda áfram að telja upp það sem var gert við mig tæki það margar blaðsíður. Það var þarna sem að ég byrjaði að finna fyrir þunglyndi og í kjölfarið byrjuðu sjálsvígshugsnirnar að koma fram. Einn kaldan vetrardag ákvað ég að nú væri komið nóg, ég gat þetta ekki lengur. Ég stóð við fossinn í Hveragerði langa stund og ég var tilbúin til þess að stökkva. Ég sá engan tilgang með lífinu lengur á stað þar sem ég átti engan að og ég gat ekki lifað með því sem áður hafði gerst. Á þessari örlagaríku stundu komu upp tilfinningar um gangvart fjölskyldunni sem ég hafði aldrei fundið áður, tilfinningar um sökknuð og umhyggju. Ég hætti við en ég veit ekki hvað ég hefði gert ef ég hefði ekki fengið þessa sterku tilfinningu yfir mig. Þegar ég kom heim fékk ég þær fréttir að við værum að flytja enn eina ferðina og nú til Bratislava út af vinnunni hans pabba. Þessi fluttningur var ekkert ólíkur öðrum fluttningum, það komu menn sem pökkuðu öllu dótinu okkar í gáma sem var svo sendur til Slóvakíu. Fyrsti skóladagurinn var 7. febrúar 2007 og var skólaárið byrjað. Það var í þessum skóla sem ég þakkaði foreldrum mínum fyrir að hafa flutt til Tasmaníu því að allt námið var á ensku. Það gekk þó ekkert betur að eignast vini í þessum skóla því að skólinn skiptist niður í marga litla hópa. Það voru kóresku krakkarnir, slóvensku krakkarnir, þýsku krakkarnir og bandarísku krakkarnir. Síðan var það ég og litli bróðir minn, einu Íslendingarnir í skólanum. Fyrsta hálfa árið var algjört helvíti og ég féll hvergi inn í hópinn. Það kom tímabil þar sem að ég vingaðist við eina af þýsku stelpunum, Lara, en það var aldrei alvöru vinátta og þegar hún flutti í burtu hófst annað þunglyndis-tímabil en í þetta skiptið var það þó styttra en það fyrra. Þegar ég

Það eru margir eins og ég sem hafa ekki kjark til þess að segja frá. Þeir hafa ekki kjark af ótta við hvernig aðrir munu bregðast við þeirra sögu. Ég er algjörlega búin að fá nóg af öllu því sem er sagt í kringum mig og er ég eflaust ekki sú eina. Ég held að það sé kominn tími til þess að einhver geri eitthvað í því! Til þess að þið skiljið hvað ég er að tala um verð ég að segja ykkur svolítið frá sálfri mér. Ég er ósköp venjuleg þegar þið sjáið mig á göngum skólans en ef þið vissuð að hverju þið væruð að leita þá mynduð þið sjá muninn.

Ég stóð við fossinn í Hveragerði langa stund og ég var tilbúin til þess að stökkva.

Page 7: Viljinn 1.tbl. 2013

1.tbl 2013

7

var búin að vera þarna í þónokkurn tíma kynntist ég krökkunum sem kynntu fyrir mér dekkri hliðina á Bratislava. Þá var ég aðeins 13 ára gömul. Á því tímabili var vinsælt að fara á föstudögum og drekka sig fullann sem mér þótti fínt því þá þurfti ég ekki að hugsa um það sem var í gangi í lífi mínu. Á þessum tíma var ekki bara áfengi kynnt fyrir mér heldur einnig gras og sysha. Ég er ekki stolt af því sem ég gerði á þessum tíma en þetta var mín leið til þess að komast í gegnum lífið. Síðasta árið mitt í Bratislava eignaðist ég góða vinkonu, segjum að hún heiti Mia. Hún er sú sem kom mér út úr öllu þessu rugli og beindi mér á rétta braut. Þetta ár var bæði gott og slæmt því það var þá sem ég flutti aftur heim. Árið 2009 flutti ég ein til Íslands og hóf göngu í Verzló. Það var þetta ár sem að þunglyndið kom aftur upp og átröskunar sjúkdómurinn bulimia tók yfir. Það var mjög erfitt að vera mikið ein og það var þarna sem að ég byrjaði að fara til sálfræðings til að koma mér í gegnum daginn. Það var ekki mikið sem þurfti til að ég færi í lægð. Það gat verið léleg einkunn í skyndiprófi eða bara leiðinlegar athugasemdir í minn garð. Sálfræðingurinn hjálpaði mér upp aftur að vissu marki en þunglyndið jókst bara þar til að mamma þurfti að flytja heim um sumarið. Þó að mamma hafi flutt heim mér til aðstoðar er ég ekki enn komin í lag. Það koma oftar en sjaldan dagar sem mig langar hreinlega til þess að deyja. Í dag þarf ég að lifa með fortíðina á bakinu og fólkið sem gerði mér illt er allstaðar í kringum mig. Ég er þó svo lánsöm að vera í góðum bekk hér í Verzló sem ég treysti og þykir vænt um. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki kvíðin, kvíðin fyrir því að allur skólinn viti í hverju ég hef lent. Þetta á hins vegar ekki bara að vera sagan mín, heldur vil ég koma áleiðis ákveðnum boðskap. Ég vil að hugsunarháttur fólks gagnvart misnotkunum breytist. Það er ekkert ánægjuefni að „aðeins fimm nauðganir hafi átt sér stað á þjóðhátíð í eyjum“. Það er ekkert eðlilegt að gera ráð fyrir því að nokkrar nauðganir eigi sér stað. Ég vil að í framtíðinni verði fréttir af nauðgunum jafn „sjokkerandi“ og fréttir af t.d. morði. Því nauðganir eru sálarmorð – eitthvað sem eiga ekki að vera tíðar í nútímasamfélagi

eins og okkar. Og eins og margir vita þá hefur einelti aukist mikið í síðustu árum og það getur haft hræðilegar afleiðingar eins og til dæmis með drenginn í Sandgerði. En á hverjum degi þakka ég guði fyrir það að það hafi ekki verið mín miningargrein á forsíðu morgunblaðsins. Þetta er ekki allt í lagi hvernig hugarfar okkar er gangvart þessum hlutum og það er kominn tími til að breyta því.

Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki kvíðin, kvíðin fyrir því að allur skólinn viti í hverju ég hef lent.

Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er sú að ég get ekki lifað í leyni lengur og það er kominn tími til að einhver viðurkenni það að manneskjan sem situr við hliðina á þér gæti hafa að lent í því að hafa verið lagður í einelti eða orðið fyrir kynferðislegri misnotkun án þess að þú hafir hugmynd um það. Ég er tilbúin að horfast í augun við það sem gerðist, en það er erfitt þegar fólkið í kringum þig er tilbúið að dæma þig án þess að vita ástæðurnar fyrir hegðun þinni. Gerðu það fyrir mig, kæri lesandi að hugsa þig um tvisvar áður en þú ákveður að dæma bókina án þess að vita innihald hennar.

Hrafnhildur

Page 8: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn

8

Heitt

Að kaupa miða á AirwavesÞað einhvernveginn virðist alltaf allt í einu verða uppselt og enginn skilur neitt. Lærum af reynslunni og kaupum okkur miða tímalega!

Að bjóða sig fram í ViljannÞví Viljinn er snilld og það elska allir Viljann.

LeðurÞað er alltaf veður fyrir leður.

Nytjamarkaður ABCKostar allt skít á kanil og ótrúlegustu hlutir sem þú getur fundið (til dæmis biking shades í allskonar litum).

Að busar fái sér ekki bílprófÞað er hvort eð er ekkert pláss á bílastæðinu fyrir ykkur.

Að googla ekki sjálfan sigOftast lendiru á einnhverri grátlegri blogcentral síðu sem þú áttir þegar þú varst 14 ára gelgja. Hrikalegt og þig langar alls ekkert að muna hversu mikill hálfviti þú varst.

Litli bóndabærinnBesta kaffið í bænum! Mjólkin beint úr kúnni.

VILJINN MÆLIR MEÐ

RúllukragapeysurÁááán gríns.

SnapchatPassaðu þig bara að vera ekki print screenaður. Það getur orðið helvíti leiðilegt.

HúfurHlýja þér á höfði og um hjartarætur.

Comeback Destiny’s child, Justin Timberlake, Birgitta Hakudal.. HVAÐ NÆST ????

FlórídaÞar er víst mjög heitt. Værum alveg til í að vera þar.

Beyonce Þvílík diva.

House of CardsÞættir. Geggjaðir.

TeyturHversu mörg hjörtu ætli þessi sé að bræða um þessar mundir?

Page 9: Viljinn 1.tbl. 2013

1.tbl 2013

9

kalt Barbí bleikur varaliturKalt lúkk.

Að fólk í 3.-5. bekk fari að taka frá pening fyrir tvítugsafmælisgjöfumÞað er eitthvað sick djók hvað peningurinn hverfur þegar allir ákveða að halda upp á tvítugsafmælið sitt (samt mjög gaman alltaf party og eitthvað).

DjangoSnilla mynd.

FótabaðKristín Hildur sagði að það væri geggjað.

Að horfa á spólurNostalgíumadness.

Að fara aftur á V.Í. Will Rock YouÞví þessi sýning er SNILLLLLLDD!!!

Yum Yum núðlurFyrir fátæka námsmanninn – bestu pakkanúðlurnar.

I knew you were trouble – Taylor SwiftViðlagið er guðsgjöf.

Að byrja að læra heimaNúna er nemó búið og febrúar genginn í garð. Nú byrjar alvaran.

AÐ ALLIR FÁI SÉR TWITTERÞví Twitter er snilld!!!!

Ræktarmyndir á InstagramOOOOH kommon það er öllum

drullusama að þú sért í ræktinni.

Að koma sér í form fyrir útskrifarferðinaGetum við ekki bara öll sleppt því og þá líður öllum vel?

Hitastigið í skólanumÞað fer skánandi en á tíma mætti halda að við værum stödd í frystikistu helvítis.

B5Sama kvöldið – hverja einustu helgi.

EurovisionBORING.

BlúndutopparBara hrikalega

ljótt ekkert meir um það að

segja.

JólaskrautJólaseríurnar niður.

JólaskrautJólaseríurnar niður.

Page 10: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn

10

þú átt rétt

Sem ungir þegnar í samfélaginu eru vissir hlutir sem við höfum rétt á en vissulega er það stundum skilyrðum háð. Algengt er að námsmenn og önnur ungmenni eru ekki meðvituð um réttindi sín og getur það orðið til þess að þau séu beitt ranglæti í samfélaginu. Vissir þú til dæmis að:

Þú átt rétt á dvalarstyrk frá LÍN ef þú stundar nám langt frá lögheimili þínu.

Þú átt rétt á akstursstyrk frá LÍN ef þú ekur til skóla sem ekki er í nágrenni við lögheimili þitt.

Þú átt rétt á að fá skattaendurgreiðslur fyrirframgreiddar ef þú ert í námi.

Þú átt rétt á að fá orlofsgreiðslur fyrirframgreiddar ef þú ert í námi.

Þú átt rétt á lengri próftíma ef þú átt erlenda foreldra.

Ef þú ert ættleiddur áttu að fá að vita af því áður en þú verður 6 ára.

Þú ræður hvernig þú eyðir peningum sem þú hefur aflað sjálfur eða fengið að gjöf þó þú sért ekki orðinn fjárráða.

Þú átt rétt á atvinnuleysisbótum, örorkubótum og slysabótum frá 16 ára aldri, háð skilyrðum.

Frá 17 ára aldri máttu stunda áhugaköfun.

Ef þú hefur rétt á barnalífeyri eða meðlagi getur þú sótt um að fá það framlengt til 20 ára aldurs ef þú ert í námi.

Ef vinnuveitandi þinn krefur þig um læknisvottorð skal hann greiða fyrir það sjálfur.

Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum og launþegi er nær alltaf sá sem tapar á því.

Foreldrar framhaldsskólanema geta fengið smá lækkun á sköttum.

Við hvetjum þig til að kynna þér frekar þau réttindi sem þú hefur sem fullgildur þegn í íslensku samfélagi, verum vakandi og lærum að þekkja réttindi okkar.

Hagsmunaráð

Það hafa liðið nokkur ár síðan ég fann fyrst fyrir þessari tilfinningu. Eftir allan þennan tíma verð ég bara að koma beint út og segja þetta... Ég þoli ekki bíóhlé. Ísland er nánast fremst í heiminum hvað varðar starfsemi kvikmyndahúsa. Að auki erum við með heimsmet í bíóaðsókn en vitið þið hvað gæti aukið aðsóknina... Sleppa þessu hræðilega hlé!

Maður er kominn í bíó með góðum félögum. Poppið og kókið er komið á sinn stað. Eða Pepsi, ef þú ert fyrir þannig afbrigðilega hluti. Myndin rúllar loks í gang og góð kvöldstund er framundan. Aðalpersónan, alkóhólistinn leikinn af einhverri lifandi Photoshop-sköpun, er alveg að fara að kíkja upp á óhugnalega háaloftið. Spennan er í hámarki. Áhorfendur krækja hendurnar í sætið sitt eða ókunnuga sætisfélagann Allt í einu hverfur myndin og illa gerð auglýsing í mökkaðri upplausn fyrir nýjasta sveppasýkingalyfið tekur við. Þar endar hryllingurinn ekki. Ljósin koma upp og tónlistinni er skipt út fyrir lagi í toppsæti FM957, fyrir fimm árum. Á aðeins sekúndubroti hefur þetta hroðalega fyrirbæri sem við köllum hlé tekið alla stemninguna úr myndinni. Æj æj, voru þið í marga mánuði að vinna að því að byggja spennuna vel upp? Fokkið ykkur, ég er hlé og mér er skítsama.Vissulega er þetta sniðugt ,,markaðstrikk”. Fólk fer fram, kaupir óhóflega mikið nammi á meðan auglýsingar renna í gegn á hvíta tjaldinu. Ég hef heyrt mörk rök. „Hlé eru nauðsynleg því maður þarf að pissa.“ „Hlé eru góð til að ræða myndina.“ „Maður þarf að kaupa nammi.“ Þetta eru allt saman ömurleg rök. Þú veist hvað þú þarft mikið nammi, kauptu það í byrjun. Geturðu ekki haldið í þér í tvo tíma? Fáðu tíma hjá lækni. Ræða myndina? Því það er nefnilega svo gott þegar hún er hálfnuð.Það eru alveg til góð rök á móti. Hlé hjálpa kvikmyndahúsum að selja okkur miðanna ódýra verði. Hversu mikil lækkun getur það samt verið fyrir einhverja powerpoint sýningu með auglýsingar frá fyrirtækjum sem enginn hefur heyrt um. Það gerist líka oft að auglýsingar frá bíóinu sjálfu birtast í hléi. Er einhver tilgangur með því, svona í alvöru? Í Bandaríkjunum er ekki hléi. Það hafa ekki verið hlé í bandarískum kvikmyndahúsum síðan að það var hægt að sýna myndir á einni filmu. Hlé höfðu einu sinni fyrir langalöngu, þegar mamma manns var ung og risaeðlur enn til, þann tilgang að starfsmenn þurftu að skipta út filmu fyrir annarri. Þetta er löngu úrelt og útdautt. Alveg eins og hlé ættu að vera.Ég sé enga framtíð þar sem hlé hverfa. En kvikmyndahús mættu alveg gera okkur kvikmyndaunnendum til geðs og hafa sérstakar sýningar án hlés. Sérstakar forsýningar eru oft sýndar án hlés en mig langar í almenna sýningu án hlés. Fyrir mörgum árum var það mjög algengt og hlélausar sýningar voru merktar ákveðnum lit í dagblöðum. Ég vona bara að það muni einhverntímann snúa aftur og bjarga kvikmyndaupplifuninni. Ég er ekki einu sinni að grínast, Dark Knight Rises fór í hlé í miðjum bardaga milli Bane og Batman. Djöfullinn er til.Eitt í viðbót. Ef þú tekur upp síma eða vogast jafnvel að tala í hann muntu kynnast vondu hliðinni minni. Þögulli og vondu hliðinni auðvitað. Ég vil ekki trufla aðra bíógesti.

Heimir Bjarnason

Ég verð bara að koma þessu frá mér

Page 11: Viljinn 1.tbl. 2013

1.tbl 2013

11www.hr.is

Velkomin í HRViltu skemmtilegt og spennandi nám? Viltu mæta sterkari út á vinnumarkaðinn? Viltu vinna með frábærum kennurum og taka þátt í ö�ugu rannsóknar- og nýsköpunarstar�? Háskólinn í Reykjavík er framsækinn, alþjóðlegur háskóli með ótvíræða forystu í tæknigreinum, viðskiptum og lögum – lykilgreinum fyrir ö�ugt atvinnulíf.

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR TIL 5. JÚNÍ

Friðrik Már Jónsson• Stúdent frá Verzló 2009• Tölvunarfræðideild. Tók eina önn í skiptinámi í Kanada• Áhersla í námi: Forritun gagnvirkra vefja, eins og Facebook og Google, verkefnastjórn hugbúnaðar• Áhugamál: Borgarskipulag, tónlist og ísbíltúrar á sunnudögum

Page 12: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn

12

Hvað er að frétta?

Sæl Júlíanna, hvað segir þú gott? Ég segi bara allt ljómandi. Lífið eftir Versló er ekki jafn mikill dans á rósum eins og maður var orðinn vanur, en hlutirnir eru að gerast og skýrast.

Hvað ert þú að gera þessa dagana? Ég er núna nýkomin aftur til landsins frá Noregi þar sem ég er búin að vera hjá fjölskyldunni minni síðan ég útskrifaðist. Ég er að vinna fyrir Guðmund Jörundsson fatahönnuð og nýja merkið hans Jör, ásamt því að vera að sækja um skóla fyrir næsta haust. Þannig það eru spennandi tímar framundan.

Segðu okkur endilega smá frá slaufunum sem þú hannaðir fyrir Kormák og Skjöld núna um jólin. Áttu von á áframhaldandi samstarfi í framtíðinni Verkefnið hófst í byrjun október í fyrra eftir að ég hafði saumað slaufu handa pabba í afmælisgjöf. Nokkrum dögum síðar fékk ég slaufurnar seldar hjá Kormáki og Skyldi og lögðu þeir inn fyrstu pöntun. Slaufurnar vöktu síðan mikla lukku og fór salan langt fram úr bæði mínum væntingum og búðarinnar. Þegar leið á hafði hvorki ég né búðin undan og hefðum við ábyggilega geta selt tvöfalt meira magn ef við hefðum vitað hvernig færi. Slaufurnar eru enn í sölu og munu vera það áfram, og hver veit kannski kemur eitthvað meira í framtíðinni.

Margir skapandi nemendur hafa útskrifast frá V.Í í gegnum árin. Einn af þeim er Júlíanna Ósk Hafberg sem útskrifaðist héðan í fyrra. Júlíanna var dugleg í félagslífinu og var meðal annars ritstjóri Kvasis ’10-’11, sá um búninga í Nemó og vann fatahönnunarkeppni Listó. Já hún Júlíanna hefur komið víða að og ég ákvað að heyra í henni og forvitnast um lífið eftir Verzló.

Slaufurnar vöktu síðan mikla lukku og fór salan langt fram úr bæði mínum væntingum og búðarinnar.

Hefur fatahönnun alltaf verið þér hjartans mál?Já, ég hef alltaf verið þessi creative týpa. Frá því að ég man eftir mér voru bókabúðir uppáhaldsbúðirnar mínar og gekk ég sjaldan út úr þeim án þess að hafa skoðað alla pennana, litina, stílabækurnar og límmiðana. Ég lærði að sauma mjög ung hjá langömmu og byrjaði síðan að sauma föt 13 ára. Eftir það hefur það verið mitt stærsta áhugamál og þróast þannig að ég stefni á einhvers konar feril innan tísku- og hönnunarheimsins.

Hvar sérðu sjálfa þig fyrir þér sjálfa þig eftir 10 ár? Einhverstaðar út í heimi, komin vel á stað með drauma-projectið, ólétt af barni númer 2/4.

Hvernig myndir þú lýsa skólagöngu þinni í Verzló í 4 orðum?Reynslurík, nytsamleg, mótandi og ógleymanleg.

Hvað saknaru mest við Verzló? Að vera hluti af þessarri stórri og dásamlegri heild og allur félagsskapurinn sem tengist því.

Hvers saknaru minnst við Verzló? Árlegu “Hvar á bekkurinn að borða á Nemó” rifrildunum. Þetta var alltaf jafn slæmt og alltaf jafn mikið mál. Úff.

Uppáhalds núverandi Verzlingur? Ætli það séu ekki litlu Kvasis gellurnar mínar, Ingileif, Þórdís og Hjördís. Við áttum endalaust af góðum tímum (nóttum) saman! Annars hef ég heyrt að Elísabet Ólafs sé snillingur með meiru.

Eitthvað að lokum? Ætla ekkert að vera væmin, en kids don’t rush it.

Júlíanna Ósk Hafberg

Ída Pálsdóttir

Page 13: Viljinn 1.tbl. 2013

1.tbl 2013

13

#NFVí

#nfvi Rosalegur borðtennisleikur #narri #saedlinnur #nfvi

V.Í. Will rock you! #nfvi #nemo1213 #onsett #istawrap @sigarsig @aldiseik @asgrimurgunnars

Eg fekk að setja eyeliner a Helga #hunersætust #heit #nfvi #fab @helgihilmars

#ithrottir #nfvi #l4l #verzlowaves12 #school Adam að sofa í tíma #4x #nfvi Dúlluafmælisbörn #birthday #18 #cute #nfvi

Ekki gott að leggja illa í Verzló #nfvi #verzlo #badparking

Aron hvað er instagram? #TommiBergs #maðurinn #best #nfvi

Martin flipp #nfvi #funnyteacher #nennumekkieðlisfraediHenni var kalt #4X #nfvi #6ulpur

@sigurdurthor grjótharður með sígóó #sigo #weights #bice #beater #verzlohighgym

Page 14: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn

14

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S M

SA

609

66 0

9.20

12

100% HÁGÆÐAPRÓTEIN

KATRÍN TANJA DAVÍÐSDÓTTIRCROSSFIT-KONA

NÚ FÆST HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI, KJÖRIN EFTIR GÓðA ÆFINGU EðA BARA Í DAGSINS ÖNN. HÚN ER GÓðUR KOSTUR

MILLI MÁLA OG ER RÍK AF PRÓTEINUM. HENTAR FLESTUM ÞEIM SEM HAFA MJÓLKURSYKURSÓÞOL.

NÝTT! HLEðSLA MEð SÚKKULAðIBRAGðI

Page 15: Viljinn 1.tbl. 2013

1.tbl 2013

15

Takið ykkur saman í andlitinu, konur. Hví eltumst við við staðla feðraveldisins og látum koma illa fram við okkur, konur? Hvernig stendur á því, konur, að við látum bjóða okkur slíka framkomu? Hvert fór baráttukvendið sem barðist með kjafti og klóm fyrir kosningarétti kynsystra sinna? Hvert fór harðgerða konan sem grýtti sér inná vinnumarkaðinn full sjálfstrausts, og var jafnvíg hverjum þeim karlmanni sem stóð við hlið hennar þar? Konur! Nú ávarpa ég ykkur, því konur nú til dags líta á vinnu kynsystra sinna í þá daga sem sjálfsagðan hlut. Konan hefur bugast á síðustu áratugum (árhundruðum? alltaf?) undan baki feðraveldisins, sem hefur áttað sig á því hversu sterk konan er og reynt að halda henni niðri. Konur! Látum ekki blekkjast af heimi karlrembunnar. Látum þá ekki setja staðlana á því hvað sé kvenlegt og hvernig við, konur, berum að haga okkur. Konur! Við ráðum yfir okkur sjálfar. Hví leyfum við karlrembunni að rakka okkur niður? Hefur hann leyfi til þess að ætlast til af okkur, konur, hvers þess auðmýktar og undirgefni sem honum hentar? Nei. Sem kona meintrar klámkynslóðar þá vil ég með öllu móti berjast gegn þessari staðalímynd sem komið hefur á. Konur! Nú segjum við stopp. Hvers vegna finnst karlrembunni það vera í lagi að gera grín að konum, segja að þær séu veikburða, að þær hafi ekki það sem til þarf, hlutgera þær og jafnvel snerta þær á óviðeigandi hátt þar sem ekki undir neinum kringumstæðum lá neitt að þessu við? Hvers vegna konur, látum við þetta viðgangast? Látum í okkur heyra. Látum karlrembuna vita að þetta er ekki í lagi. Konur draga mörkin, konur skýra kvenleikann, konur hafa réttindi og konum skal borin virðing.

Eftirmáli:Ég skrifaði þessa grein í reiði minni yfir yfirgengilegri fáfræðslu og óviðeigandi athæfum karla til kvenna. Fyrir ykkur sem ekki skildu þessa torskildu grein, þá er ég að segja að karlar hafa engan rétt til þess að koma illa fram við konur. Þessi hegðun getur birst á ýmsan hátt; í gríni, undir áhrifum eða í gegnum meinta kaldhæðni. Hún getur virst ósköp saklaus og kannski ekki skipt miklu máli. En hún skiptir máli. Hún er til staðar. Það að ókunnugur karlmaður þykist geta tosað niður bol vinkonu minnar til þess að sjá tattúið hennar, er ekki viðeigandi. Það að ókunnugur karlmaður þykist geta talað til mín eins og hund, er ekki viðunandi. Það að ókunnugir karlmenn þykist geta snert vinkonu mína og mig, drukknir eður ei, það er ekki í lagi. En það að vinir mínir þykjast geta talað við mig um mig, mína vini og mín áhugamál á klámfenginn, óviðeigandi og áreitandi hátt, það er það sem vekur óhug minn. Við konur erum kvenlegar á okkar hátt og á okkar forsendum. Það er ekki gert fyrir þeirra hylli, heldur fyrir okkur sjálfar. Það er löngu orðið tímabært að konur láti í sér heyra. Afhverju erum við til dæmis kölluð klámkynslóðin? Það er hægt að benda á svo ótal margt sem betur mætti fara í samskiptum kynjanna. Ég, fyrir minn part, hef fengið mig fullsadda af viðhorfum karla til kvenna. Íslenska konan er kröftug og skörugleg og hún getur gert allt það sem hana dreymir um að gera, við konur megum bara ekki gleyma því og eigum ekki að sætta okkur við hvað sem er.

UndirritaðSB

KonurKonur!

Látum ekki blekkjast af heimi karlrembunnar.

Page 16: Viljinn 1.tbl. 2013

Meira í leiðinniWWW.N1.IS

VERZLINGARFÁ AFSLÁTT

HJÁ N1Sæktu um N1 kort á n1.isí dag og fáðu betra verð.

Hópanúmer Verzlinga er 544.

3 kr. afsláttur + 2 N1 punktar af hverjum eldsneytislítra.12% afsláttur + 3% í formi N1 punkta af þjónustu og bílatengdumvörum. N1 punktur er jafngildur gjaldmiðill og króna, í öllumviðskiptum við N1.

1 punktur=1 kr. í öllum

viðskiptum við N1

Page 17: Viljinn 1.tbl. 2013

1.tbl 2013

17

Hvernig skal lifa af Valentínusardaginn...

Því næst tekur skólinn við. Hann er einna verstur fyrir einstæðinga vegna þess að þó svo að um aðeins einn af hverjum 10 nemendum skólans séu á föstu með öðrum nemanda skólans, þá gera þeir alveg extra mikið úr því þennan eina dag til að jú: Nudda þessu framan í okkur einstæða fólkið. En þá þýðir ekki detta í volæði heldur taka sig saman í smettinu, hugsa um það hvað næsta ár gæti verið þitt ár, hvað þú sleppur við mikla ást og umhyggju eða þá hvað þú sparar mikið á því að þurfa ekki að borga fyrir tvo þegar (og ef) að það er farið út að borða um kvöldið.....Score!Heimleiðin úr skólanum er aldrei auðveld á heilagan Valentínus vegna þess að Gufan og Gullbylgjan virðast hafa það sem einsett markmið að spila aðeins lög um ást og ástarsambönd á Valentínusardaginn og ég get sagt þér það kæri lesandi að „Total eclipse of the heart“ eða „My heart will go on“ er ekki mikil búbót þegar að maður er uppá sitt viðkvæmasta og hef ég persónulega þónokkrum sinnum brotnað saman undir þeirri óþægilegu pressu. Því er mjög sniðugt að vera búin/nn að undirbúa disk með lögum á borð við „We are never getting back together“, „Single ladies“ og „Heartless“ því að það kemur manni í einstaklingshyggju gírinn og ýtir undir ást á sjálfum sér.Þegar að heim er komið er ekki sniðugt að vera lengi heima heldur miklu frekar að smella sér í ræktina. Vegna þess að það er næstum því enginn sem fer með makanum í ræktina, ég veit ekki afhverju,

en þetta er staðreynd! Fátt ýtir meira undir sjálfstraustið en að refsa stálinu almennilega í svona klukkustund og labba síðan um ræktina í leit að ástinni. Já þið lásuð rétt! Valentínusardagurinn er einmitt langbesti dagurinn til að pikka upp „Vinkonu/Vin“ með sjálfstraustið í molum, þar sem að þú ert ekki ein/nn í þessum sporum, og djúsuð/aður upp eftir klukkustund af járnarífingum.Eftir ræktina er tvennt í málinu: 1. Fara heim með þeim sem þú hittir í ræktinni, smella notebook í tækið og brjóta þessa nánast órjúfanlegu bölvun eða 2. Að halda

og hvað er það fyrsta sem flestir gera er þeir setjast við tölvuna? Þeir smella sér á Facebook, en það er algjört eitur á erfiðistímum þar sem að allir eru að birta ástarjátningar til kærustu eða kærasta, setja inn matarmyndir eða einfaldlega væla yfir einmanaleikanum (líkt og ég) svo best er bara að salta Facebook þennan eina dag. Einnig asnaðist ég einu sinni í volæði til að kíkja inná einkamál.is til að leita að Heilögum Valentínusi, í stuttu máli sagt voru það mistök sem verða ekki endurtekin.......Í fyrra lenti ég í því að ég kem heim og það er að koma kvöldmatartími, mamma og pabbi eru farin út að borða í tilefni dagsins og systir mín hefur í sorginni ákveðið að horfa á Notebook með ömmu, ég velti því fyrir mér og svo „Nei“, ég er ekki að fara að horfa á Notebook með systur minni og ömmu!En þá áttaði ég mig á því eina sem að gæti mögulega rifið mig upp úr þessu volæði sem ég hafði verið í, en það er bromance-ið órjúfanlega. Í stað þess að vera „4-ever alone“ sneri ég mér til góðra vina sem gengið hefur álíka vel og mér í ástarmálum dagsins og við getum verið „2-gether alone“. Fólk hefur oft velt því fyrir sér hvort sé betra? 1.Kúr með kæró eða 2.Kúr með vini og við því er náttúrulega bara eitt svar: Það er bæði betra! Því mæli ég með því kæri lesandi að þú fylgir þessari grein gaumgæfilega það sem eftir er dax og jafnvel á komandi árum þegar að það harðnar í ári.XoXo – Þolanlegan Valentínusardag!

SingleHver hefur ekki lent í því að þurfa að vakna upp í Valentínusardaginn einn og yfirgefinn með engann (fyrir utan mömmu...) sem elskar mann. Ég hef allavegana aldrei ekki upplifað þetta og því hef ég komið af stað smá rútínu til að gera mér lífið þægilegra.Til að byrja með er það sorgin við það að vakna og átta sig á því að enginn hefur keypt handa þér rósir, en besta leiðin til að rífa sig upp úr því er einfaldlega að gefa sjálfum þér rós, eða rifja það upp að þú ert með svæsið frjókornaofnæmi sem að myndi líklegast gera þennan skelfilega dag að lifandi helvíti. Næst er það morgunverðurinn sem að enginn hefur eldað fyrir þig, en þá er bara að gera extra vel við sig og láta fólkið í bakaríinu gera vel við sig.

Fátt ýtir meira undir sjálfstraustið en að refsa stálinu almennilega í svona klukkustund og labba síðan um ræktina í leit að ástinni.

áfram á sömu braut og reyna að þrauka daginn.Persónulega hef ég aldrei náð stigi 1.... en það er náttúrulega bara aukaatriði!En maður getur víst ekki hangið í ræktinni, labbað um og spjallað við hugsanlega „Last-Minute-Valentínusa“ marga klukkutíma í senn svo að á endanum verður maður að sætta sig við ósigur í bili og snúa aftur heim með sárt ennið.Þegar að heim er komið er alltaf það sama sem að blasir við manni, en það er tölvan,

Steinn Arnar Kjartansson

Page 18: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn

18

Stjörnustríð

Aðferð:Púðursykur marengs er brotin niður í litla kubba og honum er síðan dreift í mót. Síðan eru kókosbollurnar rifnar í sundur og það er bara smekksatriði hvort einstaklingur vill nota 2-3 pakka af þeim. Síðan er gott að strá smá lakkrískurli og nóakroppi áður en rjóminn er settur. Að þessu loknu er þeyttur rjómi settur á ásamt fjölbreyttu úrvali af ávöxtum dreift yfir. Ber eru einstaklega flott með þessum rétt vegna þess að þau eru bæði bragðgóð og gera einstaklega mikið fyrir réttinn þar á meðal gera hann litríkan og lifandi. Þegar ávextirnir eru allir komnir þá er nóa kropp, mars bitar (skornir) , og lakkrís kurl dreift yfir réttinn. Í lokin þá er marssósa sett yfir.

Uppskrift 2 pakkar púðursykur marengs2-3 pakkar (8-12) kókósbollur

½ líter rjómiAllskyns ávextir sem ykkur þykja góðir.

Nóakropp og lakrískurl eftir smekkMarssósa (sjóða Marssúkkulaði með

mjólk eða rjóma)

Inga Björk Guðmundsdóttir er í 6.B á alþjóðabraut. Inga hefur mikla ástríðu fyrir mat og matargerð. Við vorum þrjár úr nefndinni sem var boðið í dýrindis þriggja rétta veislu til Ingu Bjarkar. Við fengum Ingu til þess að deila með okkur eftirréttinum sem bráðnaði í munni okkar allra. Eftirréttinn kallar hún „Stjörnustríð“. Fyrir áhugasama er ýmislegt annað góðgæti frá Ingu hægt að finna á facebook group-unni hennar undir nafninu „Eldað frá hjartanu-Inga Björk“.

Page 19: Viljinn 1.tbl. 2013

1.tbl 2013

19

facebook statusar

Halla Margrét Bjarkadóttiro Sótti þriggja ára frænku mína í leikskólann í gær og það fyrsta sem ég var spurð var: „Ert þú AMMA Eyrúnar Evu“ Ég svaraði hissa „Nei nei ég er 18 ára!!!“ En ókei hvað er að frétta Ísland!!!

Sóley ArnarsdóttirLike og eg labba marmó ber að ofan

Pétur KiernanVar áramótaskaupið að eyðileggja jólasveininn fyrir krökkum?

Anna Björk HilmarsdóttirGuð minn góður hvað ég sakna B5! ÉG GET EKKI, EKKI DJAMMAÐ SVONA LENGI. Kveðja, djammalkinn/B5 drottningin.

Pétur Axel JónssonHvað var það mikið mindfokk að fá símtal frá Rússlandi áðan þar sem að það var bara einhver rússnesk dama að öskra að ég þyrfti að borga eitthvað djöfulsins meðlag, haha whad

Snorri BjörnssonALLAR KELLINGAR TAKIÐ EFTIR: frönskupróf á mrg, og ætla égí tilefni þess að gef munnlega frönskukennslu í kveld (þið vitið hvað ég meina).

Hilmar Steinn GunnarssonHvað er eiginlega málið með stelpur í verzló og iphone ? afhverju sleppa þær því ekki að fá sér dýran síma og fá sér frekar stærri júllur?

Ásgrímur Gunnarsson Heimir þú ert fyrirmynd fyrir alla í heiminum. Þetta er hugrakkasta atvik sem ég hef orðið vitna af. Til hamingju með þetta ég er stoltur af þér.

Þórey BergsdóttirEf ástin er blind, afhverju sé ég Sigvalda þá svona vel :D ! Elska þig

Sigurbjörn Ari SigurbjörnssonÞið megið kalla mig Sibba versló héðan í frá ;) Þið þekkið strákinn, hann er klárlega með þetta #nemósuperstar #rjominn1213

Nótt AradóttirFróðleiksmoli dagsins í dag er að ég get ekki flogið :P

Page 20: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn

20

Skapandi Verzlingar

Ingibjörg Andrea BergsdóttirInga hefur teiknað frá blautu barnsbeini og eyddi meðal annars heilu klukkutímunum við teiknimyndasagnagerð með æskuvini sínum. Blýantsteikning heillar hana mest en þó hefur hún prófað sig áfram með ýmsa aðra tækni. Hún segir innblásturinn vera af ýmsu tagi en yfirleitt sé það eitthvað sem hún rekst á í daglegu lífi sem veitir henni andagift. Þessa dagana teiknar hún helst fyrir ættingja sína en hún vonast til að geta haldið listinni við í framtíðinni. Helst vill Inga finna vinnu þar sem teiknihæfileikarnir nýtast en draumadjobbið væri hjá Pixar.

Sylvía Erla SchevingSylvía Erla Scheving – frumburður íþróttaálfsins, Magnúsar Scheving – var yngsti keppandinn í Söngvakeppni sjónvarpsins, undankeppninni fyrir Eurovision. Sylvía hefur sungið og dansað síðan hún man eftir sér enda ekki langt að sækja þá hæfileika. Hún byrjaði að læra söng 12 ára og er enn að. Sylvía er í söngskóla Maríu Bjarkar, en það var einmitt María sem samdi lagið og textann sem Sylvía flutti í undankeppninni. Það voru gríðarlega miklar og strangar æfingar sem fylgdu þátttökunni, sérstaklega þá vegna þess að þetta er í fyrsta skiptið sem að hún steig ein á stokk fyrir framan allan þennan fjölda af fólki. Þá kom sér vel að eiga marga góða að, en mamma hennar og pabbi styðja hana vel í því sem hún tekur sér fyrir hendur og veita henni mikinn innblástur. Hennar helstu fyrirmyndir eru Beyoncé og Tina Turner og hver veit nema að hún eigi eftir að feta í fótspor þessara glæsikvenna einn daginn.Sylvía á sér stóra drauma og stefnir hátt en segir að hún verði þó alltaf með hjartað á réttum stað og fæturnar á jörðinni. Það verður gaman að fylgjast með Sylvíu Erlu í framtíðinni.

Hjördís ÁstaHjördís er með rúmlega 3000 „followers“ á Instagram sem hafa flestir það sameiginlegt að hafa áhuga á förðun. Fyrir henni snýst förðunin um svo miklu meira en að gera einhvern sætan og fínan. Hjördís er formaður förðunarnefndarinnar í Nemó en þar kviknaði áhuginn af alvöru árið áður þegar hún var í nefndinni. Það eru líklega margar stelpur sem fá innblástur frá henni en hún sjálf segist aðalega fá sinn innblástur frá stelpu undir nafninu „queenofblending“, fólkinu í kringum sig og Youtube. Aðspurð hvort búast megi við kennslumyndböndum frá henni á Youtube segir hún að það gæti alveg gerst en það krefst að sjálfsögðu mikils tíma og vinnu. Við bíðum hins vegar og vonum á meðan. Þeir sem hafa áhuga á því að fylgjast með Hjördísi er bent á Instagram-ið hennar undir nafninu „queenbeauteh“.

Kristín Hildur Ragnarsdóttir

Rakel Tómasdóttir

Verzlingar eru kannski ekki þekktir fyrir listræna hæfileika (líkt og MH-ingar) en þegar vel að er gáð er ógrynni af skapandi og frumlegum Verzlingum innan veggja skólans. Eins og í síðasta blaði tókum við nokkra Verzlinga fyrir sem hafa verið að gera það gott innan landssteinanna undanfarið.

Page 21: Viljinn 1.tbl. 2013

1.tbl 2013

21

Silja Rós RagnarsdóttirSilja stofnaði hljómsveitina Líparít ásamt Unni Söru rétt fyrir menningarnótt síðastliðið sumar en þá spilaði sveitin á þremur tónleikum. Þær höfðu þá verið að vinna saman að nokkrum lögum síðan í janúar en langaði að fá fleira hæfileikaríkt fólk til liðs við sig. Þær töluðu við nokkra vini sína úr FÍH sem mættu með þeim á hljómsveitaræfingu og þá var boltinn farinn að rúlla. Hljómsveitin er auðvitað mjög ný og því hefur Líparít einbeitt sér að því að koma tónlist sinni á framfæri með því að spila á tónleikum en stefnan er að setja efni á netið sem fyrst. Silja hefur samið tónlist frá því að hún var 5 ára og nýbyrjuð í píanótímum. Áhuginn var til staðar mest allan grunnskólann þar sem hún samdi ljóð af kappi og stofnaði nokkur grunnskólabönd. Þar á meðal var hljómsveit sem spilaði á eldhúsáhöld. Lagasmíðarnar hófust þó fyrst af alvöru við 13 ára aldur en hún hélt þeim út af fyrir sig þar til hún tók þátt í Demó með eigið lag.Silja fær innblástur úr ýmsum áttum en lögin verða yfirleitt til á undan textunum sem flæða gjarnan áreynslulaust þegar laglínan er tilbúin.

Bára lindBára Lind hefur sett sig í hlutverk skemmtikrafts síðan hún man eftir sér. Hún hélt iðulega tónleika inn í stofu fyrir fjölskylduna sína auk þess sem hún hoppaði eitt sinn upp á afgreiðsluborð og söng fyrir heila matvöruverslun. Hún datt inn í leiklistina eftir frekar misheppnaðar prufur fyrir Söngvaseið en þar fann hún bækling frá leiklistarskólanum Sönglist og þá var ekki aftur snúið. Fyrsta verkefnið sem Báru áskotnaðist var bíómyndin Heimsendir en eftir það hlaut hún hlutverk Pöllu Peru í Ávaxtakörfunni. Hún tók þátt í Listóleikritinu og leikur stórt hlutverk í sýningunni V.Í. Will Rock You að takast á við önnur krefjandi verkefni. Bára hefur mikla ástríðu og metnað fyrir leiklistinni og segir það mikilvægasta fyrir áhugasama leikara vera að gefast aldrei upp heldur rækta sína hæfileika og fara í allar áheyrnarprufur enda verði maður í það minnsta reynslunni ríkari fyrir vikið.

Birkir Örn KarlssonÞegar Birkir var 9 ára var honum fyrst boðið í einn prufudanstíma, honum líkaði vel og ákvað að halda áfram. Sú ákvörðun skilaði sér heldur betur nú í desember þar sem að hann sigraði í dans, dans, dans ásamt Helgu Kristínu vinkonu sinni. Mamma Helgu stakk upp á því að þau myndu skrá sig sem þau tóku að vísu fyrst sem einhverju gríni en seinna meir var þetta alls ekki svo slæm hugmynd. Ákváðu að kýla á það og byrjuðu að æfa rúmum mánuði fyrir prufurnar en sjálfur æfir hann tæplega 20 klukkustundir á viku. Birkir er dansari í nemóleiksýningunni V.Í. Will Rock You og síðan eru margar erlendar keppnir framundan hjá honum sem hann hlakkar mikið til að takast á við.

Heiðrún Það mætti segja að það sé í blóði Heiðrúnar að hanna og sauma föt, en mamma hennar er tískuhönnuður og hefur kennt henni í gegnum tíðina. Í dag er Heiðrún þó meria í því að búa til skartgripi og það eru helst efnin sjálf sem veita henni innblástur. Heiðrún tekur virkan þátt í félagslífi skólans en reynir þó að búa til tíma til að sinna sköpunaráhuga sínum, en hún segir það vera góðan möguleika að hún byrji að hanna meira með mömmu sinni í sumar.

Page 22: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn

22

Heimir BjarnasonHeimir Bjarnason byrjaði fyrst að hafa áhuga á stuttmyndagerð og kvikmyndagerð þegar hann sá Indiana Jones. Heimir skrifaði handrit og bréf sem hann sendi Quentin Tarantino þegar hann var staddur á landinu og fékk handskrifað bréf til baka sem hann metur mikils. Á grunnskólaárunum vann hann stuttmyndakeppni innanskóla, Bestu heimildamyndina á keppni fyrir allt Ísland og að lokum annað sæti á sömu landskeppninni. Heimir geri stuttmyndir um það sem honum langar að sjá og sögur sem honum langar að koma frá mér. Þessi upprennandi handritshöfundur hefur nú þegar hitt handritshöfund Borgríki og að auki Reyni Lyngdal, leikstjóra Okkar eigin Osló sem sýndi honum mikinn áhuga varðandi kvikmyndagerðina. Myndirnar eru sjálstætt framleiddar, en það kostar að sjálfsögðu mikinn pening að búa til gæða stuttmynd. Heimir á greinilega mikið inni í þessum bransa.

Jón BirgirJón Birgir hóf námvið Suzuki tónlistarskólann þegar hann var 6 ára gamall. Í fyrstu lærði hann að spila eftir eyranu og seinna eftir nótum. Tónlistarkennarinn hans í Árbæjarskóla benti honum á FÍH þegar Jón tók að þyrsta í jazz og rokk og hann flaug í gegnum áheyrnarprufurnar. Hann sækir sinn innblástur til annarra tónlistarmanna og segir þroska sin sem hlustanda haldast í hendur við þroska sinn sem píanista. Eftir að hafa unnið að því að koma sér á framfæri hlaut hann Grímutilnefningu fyrir bestu tónlist ásamt Ljótu Hálfvitunum en hann er einnig meðlimur í progg-hljómsveitinni Murrk. Jón tekur einnig þátt í nemendamótinu þar sem hljómsveitin spilar mikilvægt hlutverk og miklar kröfur eru gerðar til tónlistarinnar.

Daníel IngvarssonDaníel Ingvarsson er annar af tveimur hugmyndaríkum frumkvöðlum sem stofnuðu slaufugerðarfyrirtækið „104 Slaufur“ fyrir stuttu. Að eigin sögn hefur Daníel alltaf þótt slaufur mjög flottar og fór ásamt félaga sínum að kynna sér hönnun og gerð þeirra fyrir um það bil ári. Því miður voru á þeim tíma ekki seldar þær festingar sem þarf til að gera flottar slaufur á Íslandi, því var hugmyndinni frestað tímabundið.Fyrir jólin ákváðu hann og félagi hans (Gunni) að panta inn 140 festingar og hentu síðan upp Facebook-sölusíðu fyrir slaufurnar. Orðið breiddist hratt og fyrr en varði hafði verzlunarstjóri 17 samband við þá og nokkrum dögum seinna voru slaufurnar komnar í sölu þar. Síðan þá hafa þeir félagar verið að sauma á fullu og verið í góðu sambandi við 17 og anna varla eftirspurninni enda flottur varningur. Aðspurður segir Daníel að þetta gangi bara allt vel og að þetta sé góð viðbót við útskriftarsjóðinn hjá þeim félögum. Einnig gefur hann það upp að það sé jafnvel í kortunum að fara með þetta eitthvað lengra!

Katrín SteinþórsdóttirKatrín hefur verið umkringd list frá því hún var barn en systir hennar fyllti oft húsið af málverkum og teikningum. Hún byrjaði að mála fyrir alvöru þegar hún flutti til Möltu þegar hún var 8 ára gömul en litríkt umhverfi Möltu veitti henni mikinn innblástur. Katrín stundaði nám í litafræði í fyrra í myndlistaskólanum og vonast til þess að fara á vatnslitanámskeið í vor. Hún hefur einnig tekið þátt í unglist, listakeppni hins hússins og tiger keppninni.

OddurHljómsveitin Elgar kom, sá og sigraði í lagasmíðakeppninni Demó sem haldin var í síðasta mánuði. Einungis einn af fjórum meðlimum hljómsveitarinnar er í Verzló en það er Oddur Már Oddsson. Það er ekki nema ár síðan Oddur tók fyrst upp hljóðfæri svo það kom mörgum á óvart þegar þeir mættu og unnu síðan keppnina. Aðalástæðan fyrir því að þeir félagarnir ákváðu að taka þátt var vegna þess að þeim dauðlangaði í miðana á danssýninguna sem voru í verðlaun. Við fáum vonandi meira efni frá þessum hæfileikaríku drengjum sem stefna á heimsyfirráð eftir nokkur ár.

Page 23: Viljinn 1.tbl. 2013

1.tbl 2013

23

90’s TónlistÁst mín gagnvart ’90 tímabilinu er ekkert leyndarmál. Þeir sem þekkja ást vita að hún er eitthvað sem oft er erfitt að tjá í orðum. En í þessari grein ætla ég hinsvegar að reyna.

Ég ætla að reyna að útskýra fyrir ykkur, kæra fólk, afhverju ‘90s -’00 tónlist er mér hjartans mál (ég ætla samt að kalla hana bara ‘90s tónlist því það er svo pirrandi að þurfa að skrifa alltaf ’90-’00, fattiði?)“I’m freaky baby. I’mma make sure that

your peach feels peachy baby.” Þessi texti er ekki úr ‘90’s lagi. En ég ætla hinsvegar ekki að grafa upp dónalega texta frá tónlist nútimans og saka flytjendur um fyrirlitningu gagnvart konum eins auðvelt og það væri. ’90’s tónlist er eitthvað allt annað. Þetta er tímabil þar sem flest af bestu R&B lögum heimsins litu dagsins ljós og white on white on white var margséð tíska í tónlistamyndböndum. Auðvitað var sungið um bitches og allt þannig – en oftast í öðrum tilgangi. Þar hafði ástin yfirhöndina. Hvað er betra en að sjá hjartaknúsarana í Backstreet Boys syngja setninguna “I don’t care who you are, where you’re from, what you did – as long as you love me.” Ég er nokkuð viss um að við fáum allar (eða öll) pínu roða í kinnar og kitl í magann við tilhugsunina. Ég tala nú ekki um ef þú ímyndar þér Justin Timberlake með spagettí krullurnar sínar að syngja eitthvað hjartnæmt sem það var nú oftast þegar hann var steig á svið ásamt töffurunum í *NSYNC (sem er

geggjuð hljómssveit ps.)

En að öðru. Nú hef ég oft farið í svokölluð “teiti”. Oft hef ég labbað inn um

dyrnar og þar sitja allir í hring og enginn segir neitt. Stemmningin er það sem við köllum stundum “frekar vandræðileg”. Ég hef gert það að vana mínum þegar ég enda í þannig aðstæðum að láta ekki kyrrt liggja. Ég er alltaf á tánum og ready með playlista í símanum mínum sem ber nafnið ’90 – ’00. Þá tala ég við eiganda húsnæðisins, eða aðillann sem er að halda teitið og fæ leyfi fyrir því að skipta mér af tónlistinni. Þá verður eigandinn heldur betur feginn og gefur mér grænt ljós. Oftast byrja ég á einhverju klassísku, eins og Destiny’s Child eða einhverri snilld. Þá tryllist líðurinn. Ótrúlegustu týpur yfirgefa hringinn og áður en maður veit af eru allir að dilla sér við Say My Name og partyið er allt í einu orðið snilld.

Ég ætla ekki að predika meir yfir ykkur hérna og skilja frekar bara eftir playlista. Það er vægast sagt ótrúlegt hvað tónlist nútímans á ekki séns í þessa gullmola.

Suga Suga (ft. Frankie J) Baby BashIndependent Women Destiny’s ChildI’m Real (ft. Ja Rule) Jennifer LopezCater 2 U Destiny’s ChildBye Bye Bye *NSYNCI Know What You Want (ft. Mariah Carey) Busta Rhymes Let Me Blow Ya Mind (ft. Gwen Stefani) EveJumpin’ Jumpin’ Destiny’s ChildWhat’s Luv (ft. Ashanti & Ja Rule) Fat JoeSenorita Justin TimberlakeOut of Reach GabrielleWho’s that girl EveNo Scrubz TLCMake Luv Room 5Let’s Get Loud Jennifer LopezAlways on time (ft. Ashanti) Ja RuleBasketball Lil Bow WowFamily affair Mary J. BligeI Want it That Way Backstreet BoysSpaz N*E*R*DSay My Name Destiny’s ChildMs. Jackson OukastJenny From the Block Jennifer LopezYou Drive Me Crazy Britney SpearsTipsy J-KnowMy Place (ft. Jaheim) Nelly

Ída Pálsdóttir

Page 24: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn

24

Markaðsmál NFVÍHvernig hefur árið verið?Ég hef líklega aldrei á ævinni verið jafn stressaður og þegar ég labbaði inn í stjórnarherbergi í viðtalið mitt. Sem betur fer eru ekkert nema snillingar í þessari stjórn svo viðtalið varð ekki alveg jafn pínlegt og ég hafði hugsað mér en ég var búinn að bíða eftir þessu í meira en hálfan mánuð og mikill undirbúningur að baki. Að sjálfsögðu ákváðu Hrafnkell og Gunnar að vera fyndnir og hringdu í mig frekar niðurlútir, en það breyttist fljótt í eitt

besta símtal lífs míns þegar þeir tilkynntu mér að ég myndi sjá um markaðsmál nemendafélagsins næsta árið. Nú var ekkert annað í stöðunni en að fara all-in, ég hafði kynnt vel fyrir stjórninni hvað ég vildi gera og hvernig ég vildi fara að því. Við höfum náð flestum okkar markmiðum en þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Þegar upp er staðið er ég stoltur af því sem við höfum gert hingað til. Við gerðum stóra samninga við N1, World Class og einn lítinn og krúttlegan við Nova. Við skrifuðum undir matarsamninga við Serrano og Dominos ásamt því að markaðsnefnd stóð sig hrikalega vel í sumar og safnaði afsláttum á yfir 60 stöðum fyrir nemendur. Nemendaskírteinin komu í september eftir gríðarlegt prentsmiðjuvesen en á endanum held ég að flestir hafi verið ánægðir. Hingað til hafa allar útgáfur komið út réttu megin við strikið og Nemó hefur held ég aldrei litið jafn vel út. Þrátt fyrir gott gengi tel ég að margt megi fara betur og það sé kominn tími fyrir breytingar – það er alltaf pláss fyrir framfarir.

Förum vel með peninga nemendafélagsinsÞað sem kom mér hvað mest á óvart síðan ég byrjaði er hversu mikið viðburðir og útgáfur nemendafélagsins kosta. Oft er ekkert hægt að gera í því, en stundum finnst mér alveg hægt að minnka kostnaðinn talsvert með því að leggja sig smá fram, en ekki bara taka fyrsta tilboði sem kemur. Mér finnst líka sorglegt að þetta sé oft gert án leyfis. Ég hélt að stjórnin fengi að vita af öllum útgjöldum en það virðast mjög fáir láta féhirði vita áður en þeir eyða peningum nemendafélagsins. Mér finnst við líka of oft leita út fyrir NFVÍ til þess að láta gera hlutina fyrir okkur þegar við höfum mjög marga hæfileikaríka Verzlinga sem geta gert sömu hluti, frítt eða fyrir smá umbun í stað fjárhæða – nokkrir þúsundkallar hér og þar gera stóra upphæð á endanum. Ég ætla ekki að fara að benda á einhverja sökudólga hérna og ég er alls ekki að alhæfa, það eiga líka margir skilið

hrós fyrir það hversu vel þeir fara með peningana. Þar langar mig sérstaklega til þess að hrósa Skemmtó, þau héldu líklega flottasta Væl fyrr og síðar í Hörpunni og ég man eftir því þegar Leifur var að minnka kostnaðinn um 500 kall, því hann gat það – og Vælið kom út í hagnaði. Það er þessi fína lína á milli þess að vera nískur og að eyða bara til þess að eyða sem við verðum að finna, ég vil alls ekki minnka gæðin, ég vil bara ekki óþarfa kostnað sem þarf ekki að vera til staðar – ég vona að í framtíðinni muni formenn nefnda búa til kostnaðaráætlun til þess að bera undir stjórnina sem getur þá gefið grænt og rautt ljós á ákveðna liði hennar.

Hefur þú einhverntímann hugsað út í það hvernig nemendafélagið hefur efni á því að gefa út Viljann og Verzlunarskólablaðið, halda Vælið, Nemó, Listó og standa fyrir slíku kick-ass félagslífi sem þú hefur fengið að kynnast? Ég heiti Kristófer og hef fengið þann heiður að vera markaðsstjóri NFVÍ frá því í vor og mig langar til þess að láta í ljós nokkrar skoðanir mínar á markarðsmálum skólans.

Afhverju ætti markaðsstjóri að vera partur af stjórn?Fyrir 100 árum var Viljinn eitt A4 blað. Í dag er Viljinn 48 blaðsíður, prentaður á gæðapappír, bundinn saman með kili og 1250 Verzlingar bíða spenntir eftir hverju einasta blaði. Hvað hefur breyst? Blaðsíðufjöldinn hefur margfaldast og innihaldið líka. Hér áður fyrr var félagslífið frekar ódýrt, Vælið var haldið á Marmaranum en nú er það í Hörpunni. Það sem gleymist oft er að þetta kostar allt saman peninga og þeir vaxa ekki á trjám niðri í nemendakjallara. Fyrir 100 árum var ekki nein staða í nemendafélaginu sem bar heitið markaðsstjóri og engin nefnd sem var kölluð markaðsnefnd. Þetta þjónaði hreinlega ekki tilgangi, líklegast var þessi litli kostnaður við útgáfur og viðburði borgaður með gróða frá skólaböllunum og

Það sem gleymist oft er að þetta kostar allt saman peninga og þeir vaxa ekki á trjám niðri í nemendakjallara.

Page 25: Viljinn 1.tbl. 2013

1.tbl 2013

25

skólagjöldunum. Í dag er það ekki sama sagan, núna er 21. öldin, félagslífið okkar kostar tugi milljóna króna og við seljum auglýsingar til þess að fjármagna stóran hluta af því. Stöðu markaðsstjóra fylgir sú ábyrgð að reyna að safna nokkrum milljónum í kassann, hafa yfirumsjón með auglýsingamálum allra nefnda skólans sem hafa tækifæri á því að auglýsa ásamt því að skipuleggja þetta batterí svo að það séu ekki allir að hafa samband við sama fyrirtækið, það er ávísun á pirring og vesen. Með fullri virðingu fyrir stjórnarmeðlimum og þeirra störfum þá finnst mér að markaðsstjóri myndi gegna þriðju mikilvægustu stöðunni innan nemendafélagsins ef hann væri partur af stjórn. Vel unnin markaðsstörf geta skipt sköpum í því hvoru megin við strikið NFVÍ endar í lok árs. Margir spyrja sig afhverju. Samskipti markaðsstjóra við forseta og féhirði eru í fyrsta lagi gríðarlega mikilvæg. Féhirðir verður að vita hversu mikill peningur kemur og hvaðan en það eru upplýsingar sem markaðsstjóri ætti að hafa á hreinu. Einnig er markaðsstjóri með nefið ofan í gjörðum flestra nefnda svo hann hefur rosalega góða yfirsýn á því hvað er að gerast í nemendafélaginu og hvernig það stendur peningalega séð. Það eru ekki margir aðrir en þessir þrír sem er hægt að ætlast til þess að séu með þessa hluti á hreinu. Sem hluti af stjórn myndi markaðsstjóri líklega fá meiri ábyrgðartilfinningu og þar með meiri hvata til þess að sinna starfi sínu vel – í rauninni hefði hann ekkert val, hann yrði bara að standa sig! Aðalmarkmiðið með þessu er að reyna að fá þig til þess að átta þig á því að tímarnir breytast, og þeir hafa breyst frá því NFVÍ var stofnað. Nú finnst mér vera kominn tími til þess að skipta um gír og fjölga í stjórn. Auðvitað er þetta ekkert einföld breyting, þá er komin slétt tala í stjórn og yrði þá markaðsnefnd svokölluð “stærri nefnd”? Ég myndi alls ekki vilja skipta stöðunni út fyrir stöðu annars formanns, ég sé ekki neina stöðu í stjórn sem ætti ekki að vera þar. Að bæta markaðsstjóra við í stjórn er þó ekki mitt eina markmið, það er pláss fyrir mikið af breytingum til hins betra varðandi markaðsmál nemendafélagsins að mínu mati.

Framtíðarhorfur markaðsmála.Draumurinn minn er sá að á næsta ári fylgi einhver sterklega á eftir mínum aðgerðum, haldi áfram að bæta markaðsstarfið og komi vonandi með góðar, nýjar hugmyndir sem munu hagnast nemendum og nemendafélaginu í heild sinni. Persónulega vil ég leggja niður markaðsnefnd eins og hún er í dag. Ég hef komist að því að það er mjög erfitt að fá nefnd sem er ekki að vinna í sama hlutnum til þess að vinna saman, þetta fer algjörlega eftir því hvaða nefnd þú vinnur með, hvenær þitt álagstímabil er og hversu lengi – flest störf þín fyrir markaðsnefnd gerast í einrúmi með síma eða tölvu sem vopn. Ég sé fyrir mér að þær nefndir sem þurfa á mestum liðsauka að halda séu með sér undirnefnd sem þær kjósa sjálfar, í samráði við markaðsstjóra. Viljinn, Verzlunarskólablaðið, Nemó, Listó, Skemmtó og þessar nefndir sem eru með há útgjöld, vil ég að hafi sína eigin sér markaðsnefnd sem þau eru í beinum samskiptum við, þrátt fyrir að markaðsstjóri sjái um skipulagningu og yfirumsjón þeirra allra. Hvað verður þá um minni nefndirnar sem þurfa líka á hjálpa að halda en eru ekki með sér nefnd? Ég hafði hugsað mér að hér yrði stofnuð nefnd fyrir busa, sem mætti kannski kalla markaðsnefnd, en hún hefur það eitt verkefni að fjármagna atburði og vikur fyrir nefndir og klúbba nemendafélagsins sem hafa ekki sér undirnefnd. En busar, vita þau nógu mikið um félagslífið til þess að geta selt það? Margir spyrja sig eflaust að þessu, þarna sé ég tækifæri fyrir nokkra mjög vel valdna nýnema til þess að öðlast mikla reynslu ásamt innsýn í starfsemi nemendafélagsins. Að sjálfsögðu fá þau hjálp og gera mistök, en það má læra af mistökunum, og við gerum öll mistök, sama hvort við erum busi eða sitjum í stjórn.

Horfum frekar á það jákvæða heldur en það neikvæðaMig langar að enda þetta á því að biðja ykkur um að spyrja sjálf ykkur einnar spurningar. Afhverju horfum við svona rosalega mikið á allt það neikvæða sem við getum fundið frekar en það jákvæða? Maður heyrir alltaf af því þegar einhver gerir eitthvað rangt og gerir mistök, samt finnst manni voða

sjaldan heyra fólki vera að hrósað fyrir frábæra frammistöðu. Á “steiktu stjórnina” hérna fyrr í vetur heyrði ég ekkert nema gagnrýni á stjórnina, afhverju höldum við aldrei “hrósum stjórninni”? Það er ótrúlegt hvaða áhrif hrós getur haft á fólk.Það kannski taka ekki allir jafn mikið eftir því og átta sig ekki á því, en það eru níu manneskjur í þessu nemendafélagi sem fá alltof lítið hrós fyrir það sem þau hafa gert fyrir okkur. Þetta er sjálfboðavinna af þeirra hálfu til þess að við getum skemmt okkur í skólanum og án þeirra væri ekki svona fáránlega gott félagslíf eins og er í skólanum í dag. Ég vil enda þetta með hrósi til þeirra fyrir frábær störf á þessu skólaári og ég vil líka hrósa öllum sem telja sig eiga það skilið fyrir vel unnin störf

Nú finnst mér vera kominn tími til þess að skipta um gír og fjölga í stjórn.

í nemendafélaginu – þetta myndi aldrei ganga upp án þess fjölda nemenda sem leggja sig fram við að gera félagslífið eins glæsilegt og það er í Verzló.

Page 26: Viljinn 1.tbl. 2013

1995Ljósmyndun: Þórdís ÞorkelsdóttirVinnsla: Rakel Tómasdóttir

Fyrirsætur: Kjartan ÞórissonHjördís Lilja HjálmarsdóttirGuðbjörg Lára MásdóttirSigvaldi SigurðssonJón Hilmar KarlssonRán Ísold Eysteinsdóttir

Page 27: Viljinn 1.tbl. 2013
Page 28: Viljinn 1.tbl. 2013
Page 29: Viljinn 1.tbl. 2013
Page 30: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn

30 islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Við bjóðum Námsvild

Nú býðst öllum félögum í Námsvild fastur afsláttur af vörum og þjónustu í Maclandi þegar þeir greiða með Stúdentakortinu.

Macland og Námsvild- 30% afsláttur af öllum Aiaiai vörum til jóla

- 20% afsláttur af vinnu á verkstæði

- 20% afsláttur af Microsoft Office

- Tökum gamla garminn upp í nýja tölvu

Skannaðu kóðann til að ná í appið og hafðu bankann í vasanum.www.facebook.com/ Islandsbanki.Namsmenn

Finndu okkur á Facebook AIAIAI TMA-1

Page 31: Viljinn 1.tbl. 2013

Stormurinn 2013

Til hamingju með að vera loksins komin með Storminn í hendurnar. Þetta mun vera í fyrsta skiptið þar sem Stormurinn hefur ekki verið gefinn út á A4 blaðssnifsi sem er prentað út á bókasafninu. Í ár var ákveðið í samstarfi

við Viljann að það væri tímabært að allir nemendur skólans fengu eintak í hendurnar svo að hver og einn Verzlingur gæti lesið málgagn Málfundafélagsins. Í þessu tölublaði komist þið að því hvaða ræðumaður þið eruð, þið kynnist gæludýrum nokkurra meðlima Málfundafélagsins og margt annað sem að þið hafið gaman af að lesa.

Starf Málfundafélagsins í ár hefur gengið eins og í sögu enda samanstendur nefndin í ár af átta metnaðarfullum og frumlegum einstaklingum. Málfó vikan var klárlega hápunktur haustannarinnar og hefur Bekeví aldrei gengið jafn hratt og örugglega fyrir sig og nú. Stefnan er sett á að úrslit Bekeví og Spur verði þann 14.mars, sem að hlýtur að vera met. MORFÍs og Gettu Betur liðin okkar eru bæði komin í 8 liða úrslit og er ekki von

StormurinnMálgagn Málfundafélagsins

Kæru Verzlingará öðru en að við förum alla leið. Eftir mánuð verður haldin svokölluð “mini-Málfó” vika sem mun vera einhverskonar uppskeruhátið Málfundafélagsins. Í þeirri viku verður málfundur um komandi Alþingiskosningar sem er klárlega skyldumæting fyrir alla sem er annt um næstu 4 ár landsins okkar. Einnig verð mælskasti maðurinn haldinn og verður þá ræðumaður skólans krýndur. Síðast en ekki síst verða úrslit Bekeví og Spur haldin hátíðlega í Bláa sal.Mig langar að þakka Viljanefndinni fyrir frábært samstarf og Rakeli Tómasdóttur fyrir frábæra forsíðu og uppsetningu.Njótið velXoxo

Gunnhildur JónsdóttirFormaður Málfundafélagsins

Elísabet Ólafsdóttir

Ingvi Þór Hermannsson

KjartanÞórisson

Sigríður MaríaEgilsdóttir

Sigurður Kristinsson

Sigvaldi Sigurðsson

Úlfur Þór Andrason

Page 32: Viljinn 1.tbl. 2013

Stormurinn 2013

:Hversu mikill Verzlingur ert þú?a) Mestb) Frekar mikillc) Er eiginlega meira fyrir listaskólad) Verzló er vonbrigði

Áttu við einhver vandamál að stríða?a) Verð stundum of fyndin/nb) Neibbc) Bara smád) Ekki jafn mörg og þú

Ertu skapstór?a) Þegar húmorinn hættir að vera máliðb) Ég held ró minnic) Jád) Ég reyni

Myndirðu svíkja lit?a) Heldur beturb) Svík bara konuna/kallinn minnc) Svikarar ættu að drukkna í eigin blóðid) Ég tel mig yfir slíkt hafinn/hafna

Áttu auðvelt með að tjá óvinsælar skoðanir þínar?a) Auðveldast sett fram í brandarab) Já frekar - en alltaf diplóc) Auðvitað - mín skoðun ætti að heyrastd) Nei ég sleppi því frekar

Hvernig áhorfendur myndir þú helst vilja tala fyrir?a) Þéttsetinn Blái salur af Verzlingumb) Hvað sem er, hverja sem erc) Alla þá sem þorad) Fólk án gagnrýninnar hugsunar

Myndirðu fara blaðlaus upp í pontu?a) Tek blað með til vonar og varab) Er væntanlega með ræðuna á leyniskjác) Stundum punktar, annars blaðlaustd) Nei, þori ekki

flest a) Stefán Óli „Taco“ Jónsson Tekur það á sig að segja brandarana þó stutt sé í alvöruna. Gerir sig sekan um föðurlandssvik. Er þó maður fólksins og eitt helsta stolt Verzlunarskólans síðari ára. Þú hefur því verið svikinn/n um titilinn Ræðumaður Íslands og lifir fyrir pontuna.

flest b) Bill Clinton Ef blæbrigði í flutningi væru táknuð með litum væri Bill Clinton regnboga-einhyrningurinn. Líkast til besti ræðumaður á lífi - og það ert þú því líka. Þó þú haldir framhjá konunni endrum og sinnum þá skemmir það ekki fyrir í pontunni - Þú minn kæri/a ert sjarmör.

flest c) Adolf Hitler Átt það til að öskra smá, mögulega veifa höndunum um og skera úr fólki sálina með ísbláum augunum. Hlýtur nú samt titilinn “herra sannfærandi” enda marseraði þýska þjóðin í takt við tóna Dolla frænda. Þú ert einræðisherra og marmarinn þitt þriðja ríki.

flest d) MR-ingurinnÍ stað þess að lifa fyrir rökræðurnar sjálfar nýtur þú þess að velja þér fyrirframsigraðar baráttur og hættir ekki á að storka almenningsálitinu. Þú ert eins og litli pirrandi feiti strákurinn í gæjagenginu sem segir ekki neitt nema hann sé viss um að allir séu sammála fyrirfram, en þá nýturðu þín einstaklega mikið (rottan þín). Þú nýtur athyglinnar sem þú færð en gerðu umheiminum greiða og virtu nú nálgunarbannið sem pontan er búin að fá á þig.

Heimurinn elskar slúður, íslenskir fjölmiðlar elska slúður og þá auðvitað ég sjálf. Það sem mér fannst reyndar frekar sjúkt nú á dögunum voru myndir sem birtust á netinu af Justin Bieber að reykja gras. Myndirnar voru ekki það sem kveikti í hugmyndinni um sjúkleika hjá mér samt heldur viðbrögð aðdáenda. Krakkar sem settu inn á Twitter myndir af blóði drifnum handleggjum og undirskriftin var oftar en ekki: „JUSTIN, I WILL STOP CUTTING MYSELF IF YOU STOP DOING DRUGS #CUTFORBIEBER“. Jájá einmitt, þetta er það fáránlegasta í heimi en Justin er fyrirmynd þeirra og þau eru að “reyna að hjálpa honum “. Ungt fólk horfir á þá sem fá mesta umfjöllun, ekki þá sem eru að gera vitsmunalega best. Þetta ýtir ekki undir að fólk fari í háttvirt háskólanám, heldur þvert á móti. Hvað verður um íslensku þjóðina með þessu áframhaldi!? Ég, eins og flestir í þessu samfélagi, nenni ekki lengur að Bieber og nöktu stjörnurnar séu fyrirmyndir ungs fólks á Íslandi og þess vegna hef ég lausnina.Ísland skal verða konungsríki. Af hverju? Jú, skylda væri að prinsar og prinsessur fengju hegðunarkennslu og góða menntun í helstu fræðigreinum. Klæðaburður yrði ávallt í hávegum hafður og heiðarleikinn við almúgann lykilatriði. Hinn vel uppaldi einstaklingur myndi ekki arka í fjölmiðla ómeðvitaður heldur sýna

kurteisi. Þessi meðfædda frægð ber auðvitað með sér frábært tæki, tækið til þess að hafa góð áhrif. Einstaklingurinn væri klár og fágaður og myndi vita hvar rétt væri að beita sér. Einnig ættu veislur sem krefjast þess að fólk sé vel til fara aukast og og það er enginn að fara að segja mér að það væri ekki geggjað. Konungsdæmi er í mínum huga einhver besta lausn sem völ er á. Mikill áhugi myndi myndast í kringum þessa einstaklinga og þjóðarstoltið koma í ljós þegar opinberir atburðir innan konungsfjölskyldunnar myndu eiga sér stað. Þingsetning yrði þá allt í einu stórskemmtileg og mun hátíðlegri en hún hefur hingað til verið. Frægir Íslendingar vekja alltaf mikla athygli og hvað þá ef væri hér konungsfjölskylda. Þjóðin myndi öðlast betra tískuvit og allir myndu vilja eignast eins kjóla og drottningin og prinsessurnar væru í og drengirnir myndu sækja í eftirlíkingar af kjólfötum konungs og prinsa.Niðurstaðan yrði vonandi sú að að engin þjóð myndi komast nálægt Íslendingum í fagmennsku. Fyrirmyndirnar yrðu nú viturt glæsilegt fólk með blátt blóð. Við myndum þurfa að passa það að konungsfjölskyldan fengi sjúka athygli svo hægt væri að skyggja almennilega á slúðrið frá Hollywood. Það sem mestu skiptir er að nú hefði ungt fólk einhvern nálægt sér sem yrði þeim alvöru fyrirmynd hér

á Íslandi. Þegar ég var lítil var Birgitta Haukdal mín fyrirmynd en nú er Írafár á bak og burt og ég veit ekki hvernig uppvöxtur minn hefði orðið ef ég hefði fæðst 10 árum of seint. 10 ára stúlka sem lítur núna, í hinu íslenska samfélagi, upp til Charlies stelpnanna að vera kynæsandi framan á Monitor og Steinda að æla í klósett, myndi í staðinn fá prinsessu sem nýja fyrirmynd, hversu hellað? Í framkvæmdir með þetta strax!-Elísabet Ólafsdóttir

Ísland að konungsríki

Hvaða ræðumaður ert þú?

Page 33: Viljinn 1.tbl. 2013

Stormurinn 2013

Fátt segir meira um skóla en nákvæmlega það sem skólinn segir sjálfur. Þessvegna gekk ég fram og til baka um ganga skólans, biðjandi alla þá er framhjá mér gengu að leggja orð í púkk. Þeir fengu ekkert að vita nema seinustu 3-5 orð, einungis til þess að halda samhengi, ef svo má kalla það. Þetta er niðurstaðan. Þetta er ekki fallegt, þetta er ekki vitsumnalegt, en ef maður les þetta nógu oft, þá sér maður greinilega hinn sanna anda Verzló speglast djúpt í þessum texta.

Síðan súkkulaðið hvarf, saug karl sleikjóinn sem var góður og mikill fagmaður. Maðurinn át mannsfót og tré en skápurinn geymsluþol mikið hafði einnig. Retharður Hrólfsson barðist gegn eyðni og vegriði. Áfergja og Það Mikla og lítill gróða sveppur syngja hástöfum lag sem er frekar fallegt og unaðslegt. Forsjárhyggjan drepur en blómið fagra er blámaður mikill og fagmaður. Grasið undurfagra ilmar illa en mér finnst gaman að tala við afa og spjalla við ömmu en miðgarðsormurinn kúkar sæhestum skælbrosandi. Tannréttingarkvöðullinn Tómas ætlar að fara til Mars og júpíter til þess að sofa hjá eðlu sem hrýtur, þarftu þetta?

-Kjartan Þórisson

Verzló skrifar sögu.Við Málfar tveir fórum og heimsóttum þrjá meðlimi nefndarinnar í þeim tilgangi að kynnast köttum þeirra og miðla vitneskju um þá til ykkar lesendur góðir. Þeir voru misjafnlega góðir kisar og hér sjáið þið afraksturinn.

Nafn: NjalaGælunafn: MjáMaskínenEigandi: Sigríður MaríaAldur: 2 ára smákisi, playar sig eldriÁhugamál: Vera í fýlu, liggja, Gray’s Anatomy, mjálma og láta Siggu kemba sérMjálm: Mjög áberandi, hátíðlegt mjálmFeldur: Stuttur og vel snyrtur, nokkuð mjúkurEinkunn: 7/10Yfirlit: Í alla staði fínasti kisi, mjálm í heimsklassa, líkt og söngur hafmeyja og feldurinn ágætur. Augljóst að Sigríður hugsar vel um Njölu og að eigin sögn eru þær órjúfanlegar. Andlega hlið kattarins er þó langt frá því að vera í lagi og fannst okkur við vera allt annað en velkomnir í líf Njölu.

Nafn: LoðinbarðiGælunafn: SkýiðEigandi: Kjartan ÞórissonAldur: 13 áraÁhugamál: Kúra, fjallgöngur og horfa á tunglsljósiðMjálm: Fínasta mjálm, heldur þögull þó. Nokkuð ábótavant.Feldur: Oh god hvað hann er mjúkur og loðinnEinkunn: 9,5/10Yfirlit: Einn magnaður þessi! Betri feld væri erfitt að finna, Kjartan vildi þó ekkert segja um umhirðuna. Og hann fer með hann í fjallgöngur, svona kisa höfum við aldrei hitt áður. “Við stefnum á að fara á Hnjúkinn í sumar” segir Kjartan montinn. Greinilega í toppformi báðir tveir. Loðinbarði er án efa magnaðasti köttur sem undirritaðir hafa hitt og Kjartan má vera stoltur af þessum tignarlega, gamla ketti.

Nafn: HannesGælunafn: NesiðEigandi: Gunnhildur JónsdóttirAldur: 46 áraÁhugamál: Fluguát, hægir göngutúrar um Nesið fallega og bað með GunnhildiMjálm: Mjálmar bara alls ekki, sama hvað við reyndumFeldur: Grár og líflaus, hrjúfur og harðurEinkunn: 1/10Yfirlit: Eina ástæðan fyrir því að þessi svokallaði köttur fékk ekki 0 í einkunn er að hann leyfði okkur að fara með sig í göngutúr um Seltjarnarnesið, einstök upplifun. Köttur sem ekki mjálmar, feldurinn illa hirtur og umhirða Gunnhildar til skammar! Þó leiðinlegt sé að segja það þá mætti jafnvel halda að Hannes sé í raun ekki alvörunni köttur, en við vitum þó betur. Hann er versti köttur í heimi.-Ingvi Þór Hermannsson og Sigvaldi Sigurðarson

Kæru lesendur.Nú hafa mér borist hinar ýmsu fyrirspurnir síðastliðna viku frá fólki í vanda, en engar áhyggjur gæskurnar, Budda frænka er alltaf með ráð undir rifi hverju.

Kæra Budda.Ég og kærastinn minn hættum saman fyrir 3 mánuðum og ég bara kemst ekki yfir hann. Hann skildi eftir tvennar nærbuxur í þvottakörfunni og ég bara fæ mig ekki til að henda þeim. HJÁLP!!- Anna Björk, Ritstýra.

Heyr á endemi, vinan! Nú er tími að fara í huggulega blússu, smyrja á sig fjólubláan varalit og skella sér á veiðar. Nærbuxunum skaltu þó ekki henda! Jidúddamía nei! Hér er ráð: Taktu nærbrækurnar tvær, breiddu úr einni, leggðu flatan lófann ofan á þær og lát hina brókina liggja á handabakinu. Taktu þér því næst heftara í hönd og heftaðu nærbuxurnar saman meðfram hendinni og vessegú - þú ert komin með ofnhanska! Hættu nú að sniffa og byrjaðu að baka ;)

Elsku Budda Frænka.Kærastinn minn gerir aldrei neitt fyrir mig, nema ég grátbiðji hann um það, Hvað á ég að gera?- Gunnsa Jóns, Málfundastýra

Ég segi það nú bara hreint út Gunnsa mín, ástmaður þinn er argasti drullusokkur. Maður fær bara aðsvif við að lesa svona og slíkt hef ég ekki fengið síðan ég fékk gallsteina 92’, ja-hérna-hér. Þú ættir heldur að finna þér einhvern eins og kallinn minn; mmm, miðaldra stóðhest sem þreytist ekki við að mata þig af safaríkum döðlum, bleyttum upp úr sjerrí á meðan hann ber græðandi smyrsl á leggina á þér. Ooh, ég svitna bara á lærunum við tilhugsunina.

SOS! Ég er hrifin af bróður kærastans míns en hann er líka á föstu! Hvað á ég að gera?- Birgitta Líf, fyrrverandi Verzlingur.

Eitt orð: legnám. Laus og liðug til að vera með eins mörgum köllum og þú vilt!

MálfóKisar

Cosmo-horn Buddu frænku

Page 34: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn

34

Frá unga aldri hef ég alltaf verið frekar mikið nörd. Ég var í öðru sæti á skákmóti og í seinni tíð lærði ég að diffra á djamminu. Ég verð þó að segja að áhugasvið mitt liggi á sviði líffræðinnar, og þá ekki njálgalíffræðinni sem allir fara í. Nú eru líklega margir sem vilja andmæla þessu, að líffræði

sé snilld, en ég er hvergi bangin og ætla að sanna það með líffræðilegum útskýringum á daglegu lífi í Verzló.

Afhverju mega busar ekki vera á Marmaranum?Óskrifuð regla sem allir fara eftir. Það er sjaldgæf sjón að sjá hóp af busum, sitjandi í Skýinu að ræða um peninga og pegganir en það kemur oftar en ekki fyrir að sjá 6.bekkinga í fyrrnefndum aðstæðum. Gerist busi svo djarfur að verða uppvís um brot á þessari reglu er sá hinn sami tafarlaust gerður brottrækur af Marmaranum.En hvenær komst þessi regla á? Er þetta eitthvað sem var sett í skólareglurnar árið 1905 þegar skólinn var stofnaður eða kom ‘93 árgangurinn kannski bara með þetta?Heldur betur ekki en ef við förum saman í smá ferðalag og skoðum górilluna í sínu náttúrulegu heimkynnum í Afríku sjáum við strax sömu goggunarröð. Í hverri hjörð eru það eldri aparnir sem stjórna og ráða á meðan þeir yngri fylgjast með úr fjarska og læra af þeim, þeir munu jú ná yfirráðum einn daginn. Þetta sjáum við daglega í Versló High og hægt er að réttlæta það með því að þetta sé í raun náttúrulögmál, ekki regla.

Afhverju eru bara strákar á eðlisfræðisviði?Í eðlisfræðibekkjum er testósterón ávallt í mun meira magni heldur en estrógen en fyrir hverja eina stelpu eru að minnsta kosti fimm strákar. Þykja lögmál Newtons svona karlmannleg eða eru það bókstafirnir X og Y? Er það kannski eitthvað allt annað?Mun fleiri strákar spila tölvuleiki heldur en stelpur. Það voru ófáir Skemmtó fundirnir sem fóru í það að spila COD og Fifa og var ástæðan líklega sú að með mér í nefnd eru bara strákar. Þessir leikir gera þó meira en að vera afþreying. Þeir auka rúmfræðihugsun en til þess að vera góður í stærðfræði þarftu einmitt slatta af henni. Strákar spila tölvuleiki, verða góðir í stærðfræði og fara í X-bekkinn. Stærðfræði skills = Fifa er jafna sem enginn bjóst við að gengi upp, en gerir það nú samt.

Afhverju er allt svona dýrt í Matbúð?Ekki hugmynd, þið verðið að spyrja einhvern á viðskiptasviði.

Afhverju elska strákar diskóbuxur þrátt fyrir að hafa komið í ,,Kalt” í Viljanum?Augljóslega bera þeir ekki hag kvenkyns sam-nemanda sinna fyrir brjósti. Hvað eftir annað ráðleggja þeir stúlkum að klæðast þeirri flík sem náði þeim merka árangri að komast tvisvar í ,,Kalt” í Viljanum. En ef við lítum á þetta frá þróunarlegum forsendum sjáum við að þeir eru ekkert annað en fangar líffræðilegra hvata.Frumstæðasta kynlífsstellingin er…. að dogga. Þegar kvenkyns dýr beygir sig niður og snýr baki í karldýrið er það mun berskjaldaðra en annars, og þar af leiðandi auðveldara fyrir karlkyns dýr…… að dogga (munið samt að samþykki er sexy!!).Disco buxurnar umtöluðu afhjúpa afturendann í allri sinni dýrð svo það er ekki nema von að spólgraðir unglingarnir verði alveg vitlausir í þær.

Halla BerglindJónsdóttir

I WONDER...Stærð-

fræði skills = Fifa er jafna sem enginn bjóst við að gengi upp, en

gerir það nú samt.

Page 35: Viljinn 1.tbl. 2013

1.tbl 2013

35

Viðburðardagatal 14. Febrúar til5. Apríl

14. febrúar

Valentínusardagur Valentínusardagurinn er dagur helgaður ástinni sem haldinn er hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert. Dagurinn á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Meðal þess sem er hefðbundið að gera þennan dag er að senda sínum heittelskaða/sinni heittelskuðu gjafir á borð við blóm og konfekt og láta valentínusarkort fylgja með.

15. - 16. febrúar

Sónar hátíðSónar er alþjóðleg tónlistarhátíð tileinkuð þróaðri tónlist og nýmiðlun. Hún er í fyrsta skiptið haldin í Reykjavík en hátíðin flakkar á milli borga hvert ár. Meðal þeirra sem munu koma fram eru James Blake, Squarepusher, Alva Noto & Ryuichi Sakamoto, Modeselektor,GusGus, Retro Stefson, Ólafur Arnaldsog Gluteus Maximus.

17. febrúar

KonudagurÁ þessum degi er við hæfi að gera vel við konurnar í ykkar lífi. Strákar, hendið þessari dagsetningu í memo því þið viljið ekki klikka á þessu.

22. febrúar

Lazertag Annað lazertag mótið sem Skemmtó heldur. Skólinn opinn alla nóttina og mega stemning.

1. - 3. mars

Skíðaferð ÍþróFarið verður til Akureyrar í fyrsta skiptið. Það komast bara ákveðið margir að svo um að gera að fylgjast með hvenær skráning er og skrá sig sem fyrst. Þetta er eitthvað sem skíðaáhugafólk og þeim sem finnst gaman að renna sér á þotu vill ekki missa af!

8. mars

12:003. þáttur 12:00 sýndur.

17. og 21. mars

nemó sýningarÞið getið farið tvisvar sinnum aftur á þessa mögnuðu sýningu með mömmu, pabba, ömmu, afa, frænku, frænda, systkinum, vinum, kunningjum og ættingjum.

11.-15. mars

Mini - Málfó vika Þessi litla útgáfa Málfó vikunnar mun vera einhverskonar uppskeruhátíð Málfundafélagsins. Í vikunni mun fara fram málfundur, mælskasti maðurinn og svo auðvitað úrslit Bekeví og Spur.

15. mars

Rjóminn 3. þáttur Rjómans sýndur

18. - 22. mars

KosningarvikaÚff. Þetta er ein heljarinn vika sem allir mega bíða spenntir eftir. Blóðugar baráttur um stjórnarembættin munu eiga sér stað. Frítt nammi, gos og snakk. Á mánudegi og þriðjudegi eru básarnir settir upp og ræður frá kandídötum fluttar í korterinu og hádegi. Miðvikudagurinn er stærstur en þá spila kandídatarnir öll sín tromp af hendi og deginum líkur með kandídatafundi sem er algjör skyldumæting á. Á fimmtudag og föstudag eiga sér stað kosningar í bláa sal og endar vikan síðan á aðalfundi í bláa sal þar sem niðurstöðurnar verða kynntar.

23. mars - 2. apríl -

PáskafríJeij!

5. apríl

Útgáfa VerzlunarskólablaðsinsAthöfn í bláa sal í hádeginu sem endar á fríum kökum og mjólk!

4. - 8. mars

GVÍ vikaViljinn elskar GVÍ vikuna, þá gerast margir góðir hlutir allt til styrktar litla Versló í Kenýa. Þessa viku gefst öllum tækifæri til að heita á einstaklinga allskyns vitleysu.

Page 36: Viljinn 1.tbl. 2013

MÍMIR (19) OG GLÓDÍS (19)

STJÖRNUPARVIKUNNAR

NEMÓ 2013SJÁIÐI

MYNDIRNAR!!!

ÚFF.. ÞVÍLÍKT BALL!!!

PALLÍETTURERU MÁLIÐ!

BALL ÁRSINS

ALLSKONAR ÁST

TEITUR (16)

NEMÓSTJARNA“GONE WILD”

Page 37: Viljinn 1.tbl. 2013

SUNGIÐ MEÐ SÁLINNI!!!

ALLSKONAR ÁST ÚPS!!!

ÞVÍLÍKIR HÆFILEIKAR !!!

BJÚTIFÚL Í BLEIKU

TRYLLTAR SLAUFUR

ÞAÐ VAR ALLT KLIKKAÐ!!!!!

Page 38: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn

38

Skiptinemi í Hong KongByrjum á því sem eflaust margir lesendur spurja sig: Af hverju Hong Kong?Í raun var engin sérstök ástæða fyrir því að Hong Kong varð fyrir valinu. Hugmyndin var að prófa eitthvað allt annað en ég er vön. Ég spurðist fyrir um

Hong Kong og komst þá að því að fjöldi fólks hafði góðar sögur af borginni að segja, ég ákvað því að slá til og senda inn umsókn. Nokkrum vikum seinna var ég kölluð í viðtal og fékk loks þær fréttir mánuði seinna að ég hefði orðið fyrir valinu af 6 öðrum sem sóttu um.

Hvað er svona sérstakt við Hong Kong sem aðrar borgir Kína hafa ekki?Hong Kong er fyrrum bresk nýlenda, en það var ekki fyrr en árið 1997 sem Kínverjar tóku yfir. Þó svo að Kínverjar ráði ríkjum er Hong Kong sér á báti eftir tilkomu Bretanna. Hong Kong er jú partur af Kína en við getum orðað það þannig að þetta sé “One country, two systems” því Hong Kong hefur sinn eigin gjaldmiðil, tungumál, vegabréf og stjórnarkerfi.Oft er ekki mikil ást á milli þessara tveggja þjóðerna og vilja Hong Kong búar oft meina að Kínverjar séu gjörólíkir þeim. Ég tel mig ansi góða í að greina á milli Kínverja og Hong Kong búa núna.

Ég býst við því að þú hafir fengið menningarsjokk við komu þína til landsins, geturðu lýst því frekar?Já þetta var mikið og stórt sjokk enda ekkert í samlíkingu við Ísland. Þetta fór í rauninni ansi illa í mig í upphafi og ég man að ég hugsaði fyrsta kvöldið þegar ég lagðist upp í rúm: “Hvað er ég eiginlega búin að koma mér út í?” Svo leist mér engan veginn á matinn sem fjölskyldan var alltaf að bjóða mér. Ég var líka í frekar miklu sambandi við fólkið heima á Íslandi og þar af leiðandi var ég ekki að meðtaka allar þessar breytingar en svo auðvitað vandist þetta allt saman með tímanum.

Þú fékkst hóst-fjölskylduna þína senda í pósti einungis mánuði fyrir brottför og fannst þau svo á facebook. Hvernig var það svo að koma inn á heimili hjá ókunnugu fólki og ,,make a living”?Ég vissi náttúrulega að ég væri ekki að fara í eitthvað ríkidæmi, þannig er bara Asía. En vá hvað ég man eftir áfallinu sem ég fékk þegar ég steig inná „nýja“ heimilið mitt. Þetta var ekkert í samlíkingu við Ísland. 50 fermetra íbúð með tveimur herbergjum á 30.hæð í ansi skuggalegri blokk í mjög svo sérstöku hverfi. Þar bjuggum við öll 6.

Þar til einn daginn ég sprakk eftir að hafa leynt vandamálunum í 2 mánuði. Ég hafði ekki látið neinn vita að mér leið illa og fólkið á heimilinu hagaði sér furðulega og hreinlega hunsaði mig á verstu tímum. Þetta voru mjög erfiðir tímar sem ég bjóst ekki við að komast í gegnum í fyrstu. Ég man að ég grét mig í svefn í fleiri nætur og lokaðist alltof mikið, ég var ekki lengur ég sjálf og fólk tók eftir því. Á þessum tíma veiktist ég líka, fékk matareitrun og mér leist alls ekkert á dvölina lengur.

Hvað gerðist svo í framhaldinu?Einn daginn gómaði kennarinn minn mig ásamt skólastjóranum og heimtuðu að fá að hjálpa, þá fór boltinn að rúlla. Allt í einu urðu allir óendanlega hjálpsamir og ég þorði loksins að tjá mig. Tveimur vikum seinna flutti ég út frá stórfurðulegu fjölskyldunni sem greinilega sáu eftir því að hafa tekið við skiptinema og fluttist inn til stelpu sem var í sama skóla og ég. Heimilisaðstæður urðu mun betri, ég þurfti þó að deila svefnherbergi með hóst-systur minni en ég gerði sko aldeilis gott úr því og með tímanum sem leið fór mér að líða miklu betur.

Þú segir að Hong Kong búar tala kantónsku sem er ein málýska í Kínversku. Hvernig gekk þér að tjá þig?Ég fór á tungumálanámskeið með öllum skiptinemunum fyrstu mánuðina og sama hvað ég reyndi þá skildi mig enginn. Það eru 9 mismunandi tónar sem fylgja hverri framsetningu og ég sagði alltaf rangan tón. Kantónska er talin sú flóknasta af öllum mállýskum kínverskunnar og hinar mállýskurnar eru gjörólíkar. Þetta fór svo smátt og smátt að síast inn og það var ótrúlega góð tilfinning þegar ég byrjaði að skilja nokkur tákn.

Hong Kong búar eru þekktir fyrir það að vera mjög lokaðir og feimnir upp til hópa og mynda ekki mikil sambönd við fólk, hvernig gekk þér að mynda tengsl við fjölskyldu og vini?Fjölskyldutengslin urðu aldrei frábær eins og þú segir, Hong Kong búar eru virkilega lokaðir og feimnir og tilkoma mín var alls ekkert að fara breyta því. Þó svo að fjölskyldutengslin hafi ekki verið eins og best var á kosið var ég heppin að öðru leyti hvað varðar að eignast góða vini og ganga í góðan skóla. Ég naut lífsins alveg í botn, ég þurfti ekki fullkomna fjölskyldu því ég á hana heima á Íslandi.

Hvernig djamma Hong Kong búar?Með te í annarri og heimalærdóm í hinni... nee djók, mögulega sumir samt.Þeir djamma í Lan Kwai Fong, sem er lítil

gata, ekkert ósvipuð Laugarveginum. Þeir labba sem sagt upp og niður þessa götu og fara á milli skemmtistaða en það var enginn að halda partý enda ekki margir sem kæmu fleirum en bara fjölskyldumeðlimum inn í húsið sitt. En það var líka afar auðvelt að komast inná staði, annað en á Íslandi. Áfengi er selt í helstu sjoppum, svo það var alls ekkert flókið að verða sér út um það þó svo að ég hafi sjálf ekki verið í þeim pakkanum enda strangar húsreglur á mínu heimili varðandi útivistartíma.

Það er frekar algengt að kínverskar konur næli sér í íslenskan karlmann frekar en einn kínverskan. Eru þeir ekki með ,,pick-up” línurnar á hreinu þarna úti?Ég er viss um að þeir viti ekki hvað það er! Þeirra helsta leið er að stara og svo henda þeir kannski í nokkur blikk ef þeir treysta sér í það. Ég lenti þó einu sinni í því að þurfa árita nafnið mitt á hönd nokkurra stórfurðulegra stráka í skóla þar sem ég var með kynningu um Ísland, hvort það hafi verið merki um að þeir hafi fýlað íslensku stelpuna veit ég ekki enn.

Helga Kristín Ólafsdóttir, nemandi í 4. bekk í Verzlunarskólanum á viðskiptasviði, stökk aldeilis út í djúpu laugina þegar hún sótti um skiptinám á vegum AFS til Hong Kong. Þar sem skiptinemar elska skiptinema þá varð ég augljóslega spennt yfir því að fá enn aðra söguna um eitt annað skiptinámið og ákvað að spurja hana spjörunum úr.

Birgitta RúnSveinbjörnsdóttir

Page 39: Viljinn 1.tbl. 2013

1.tbl 2013

39

Var eitthvað sem kom þér á óvart við stórborgina Hong Kong?Þetta er fáránlega klikkuð borg sem hefur uppá svo óendanlega margt að bjóða, fólksmergðin er í fyrsta lagi ekki eðlileg, hvorki meira né minna en 7 milljónir íbúar á pínulitlu svæði. Annars verð ég að segja að hreinlætið hafi slegið öll met, það finnst fólk í öll störf þarna, fólk alls staðar að þrífa, alveg sama hvert þú ferð. Svo er náttúrulega útsýnið frá Victoria Harbour ólýsanlegt! Flottasta borg sem ég hef séð!

Er mikil fátækt í Hong Kong?Já ég var vör við mikla fátækt, en fólk hefur það virkilega bágt á mörgum stöðum og sérstaklega þar sem ég bjó fyrst. Skólinn minn var líka staðsettur í virkilega slæmu hverfi og mér fannst oft á tímum erfitt að horfa uppá fólkið sem var betlandi þar í kring. Flestir krakkar fá ákveðna upphæð á viku frá foreldrum sínum og ég man að ein í bekknum mínum var að safna sér fyrir geisladisk svo hún ákvað að borða ekkert í skólanum í nokkra daga svo hún gæti keypt geisladiskinn.

Þú segir að Hong Kong búar séu mjög skynsamir og þú varst aldrei vitni af þjófnaði. Fannstu hinsvegar einhverntíman fyrir hræðslu á götum borgarinnar?Það kom alls ekki oft fyrir en það var þá sérstaklega svona seint á kvöldin þegar ég var á leiðinni heim í lest eða rútu. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar karlmaður frá Nígeríu vildi fá símanúmerið mitt og bjóða mér út að borða í leiðinni. Hann byrjaði að tala við mig og á meðan stóðu vinirnir

í hóp og störðu. Það síðasta sem ég

vissi var að allt í einu

var höndin á þessum ókunnuga manni komin á öxlina á mér. Þá bjóst ég ekki við að verða mikið eldri. Ég gat ekki annað en gefið honum númerið mitt en að því loknu hljóp ég í burtu í von um að ég myndi aldrei heyra frá honum aftur. Hinsvegar leiddi það til þess að ég þurfti að skipta um símanúmer og hef því ekki heyrt frá honum síðan.

af disknum mínum, því fjölskyldan trúði því að það gæti haft afar slæmar afleiðingar.

Nú stefna margir á það að fara í Asíureisu eftir Versló. Ertu með einhver Asíutips?Það fyrsta sem þarf að hafa í huga er að vera mjög opin fyrir öllum nýjungum, því allir þessir staðir í Asíu munu koma á óvart hvað varðar menningu, siði og fleira. Ég er viss um að Hong Kong sé staður sem allir vilja koma til, ólýsanlega mögnuð borg sem hefur uppá endalaust margt að bjóða. Toppurinn á tilverunni er svo að taka lest upp að Victoria Peak og njóta þess að horfa yfir borgina, það er útsýni sem aldrei mun gleymast. Peking er líka staður sem enginn getur látið framhjá sé fara, þar ber helst að nefna Kínamúrinn og Olympiuhverfið ásamt Tianan Men-torginu. Persónulega hefði ég viljað halda áfram að ferðast um Asíu og því hvet ég alla til að láta drauminn rætast eftir menntaskóla og leggja upp í ferðalag.

Nú varstu úti í um það bil heilt ár og misstir af Nemó, öllum partýunum, öllum afmælum, jólunum, öllum fjölskylduboðunum og fleira. Fannst þér erfitt að koma heim eftir svona langan tíma?Ég hélt það yrði erfiðara, mér sjálfri fannst ég hafa misst af svo miklu. Ég hélt einhvern veginn að allt myndi gerast á meðan ég væri úti. Um leið og ég kom heim og var búin að vera á Íslandi í nokkra mánuði áttaði ég mig á því hvað það hafði lítið breyst. Þegar maður fer í burtu í svona langan tíma þá sér maður einnig hvað maður hefur það óskaplega gott á Íslandi og lærir að vera þakklátur fyrir það.

Nú eru eflaust einhverjir að spá í að skella sér í skiptinám og vita ekki hvort þeir eiga að taka árið í fjarnámi eða ekki. Hvernig fórst þú að?Ég lenti í því að þurfa taka nokkra áfanga sumarið áður en ég fór vegna þess að það var verið að breyta áfangakerfinu. Svo tók ég 2 enskuáfanga í fjarnámi á meðan ég var úti en lét það duga og sé ég svo sannarlega ekki eftir því. Því ég hef kynnst svo mikið af æðislegu fólki eftir að ég kom heim og er því mjög ánægð með þá ákvörðun að hafa haldið áfram í Versló með einu ári yngri.

Svona í lokin, þú segir að foreldrar þínir höfðu ekki hoppað hæð sína þegar þú fékkst þær fréttir að þú hefðir verið valin í það að fara til þessara fjarlægu og stóru borgar. Sjá þau nokkuð eftir því nú í dag? Alls ekki. Þau geta ekki séð eftir því að hafa gefið mér grænt ljós á það ævintýri sem ég fékk að upplifa. Ég vil því hvetja alla þá sem bæði geta og hafa áhuga á að fara sem skiptinemar að láta verða af því! Þó þetta sé erfitt skref að taka þá er þetta bara svo gríðarlega góð og skemmtileg reynsla.

Þetta er fáránlega klikkuð borg sem hefur uppá svo óendanlega margt að bjóða,

Hvað var það helsta við menningu Hong Kong sem fór í taugarnar á þér?Allir matarsiðir fóru í mig, sértaklega siðurinn að spýta öllum leyfum, beinum og öðrum mat á borðið á meðan að fólk er enn að borða. Fólk hikar heldur ekki við að ropa og snýta sér ofan í fólk.

Þú lentir í kvennaskóla sem var þekktur fyrir mikinn aga. Hvernig upplifun var það?Skólabúningar voru skylda alls staðar í Hong Kong og er ég ekki frá því að minn skólabúningur hafi verið sá allra versti. Ljóblár og hvítur hnésíður kjóll, hvítir sokkar upp á miðja kálfa og auðvitað svartir leðurskór í stíl. Hárið varð að vera uppsett, enginn farði var leyfður, engir skartgripir, farsímar bannaðir, undirfötin urðu að vera hvít, ekkert naglakk mátti sjást, stranglega bannað að borða í tímum og fleira.Mæting var alltaf klukkan 8 og var skólinn læstur þar til hálf 5, maður hreinlega komst ekkert út nema að vera með skriflegt leyfi. Hver einasti morgun hófst með skólasöngnum sem sunginn var á kantónsku. Staðið var upp um leið og kennarinn labbaði inn í stofu. Fyrstu skóladagarnir voru ansi skrýtnir þar sem oft mynduðust raðir fyrir utan stofuna mína því það vildu allir sjá “nýju stelpuna“ í skólanum.

Miðað við hversu strangur skólinn var, hvernig var ætlast til að þú hagaðir þér heima hjá þér?Mér var gefið blað með reglum um leið og ég kom inn í fjöskylduna. Þar bar helst að nefna útivistarreglurnar: Á virkum dögum varð ég að vera komin heim fyrir klukkan 21:00 og um helgar fyrir 23:00. Skylda var að ég léti þau vita hvert ég væri að fara og gefa þeim númerið hjá þeim aðila sem ég var að fara hitta. Einnig mátti ég alls ekki loka að mér, sem mér fannst

virkilega óþæginlegt. Kvöldmaturinn var alltaf á nákvæmlega sama tíma og það var ekki geymdur matur fyrir þá sem mættu ekki á réttum tíma. Einnig var virkilega illa séð ef ég kláraði ekki allt

Page 40: Viljinn 1.tbl. 2013

Viljinn

40

AndstæðurÞemað í blaðinu er sköpun og þess vegna fannst okkur tilvalið að fá nokkra krakka úr skólanum með frumlegar hugmyndir til að hjálpa okkur með myndaþáttinn að þessu sinni. Hvert og eitt þeirra fékk það hlutverk að túlka andstæður á skapandi hátt. Við veittum þeim alla þá hjálp sem þau mögulega þurftu og unnum að því að kalla fram þeirra listrænu hliðar.

Gísli Viðar EggertssonBarátta góðs og ills

Ljósmyndun: Gísli Viðar EggertssonMyndvinnsla: Rakel Tómasdóttir

Birkir Örn BjörnssonSvart og hvítt

Ljósmyndun: Birkir Örn BjörnssonMyndvinnsla: Birkir Örn Björnsson

Helena Margrét JónsdóttirNótt og dagur

Ljósmyndun: Helena Margrét JónsdóttirMyndvinnsla: Helena Margrét Jónsdóttir

Haukur KristinssonEldur og ís

Ljósmyndun: Haukur KristinssonMyndvinnsla: Haukur Kristinsson

Elínóra GuðmundsdóttirFátækt og ríkidæmi

Ljósmyndun: Þórdís ÞorkelsdóttirMyndvinnsla: Þórdís Þorkelsdóttir

Ragnheiður BjörnsdóttirAftan á en framan á

Ljósmyndun: Þórdís ÞorkelsdóttirMyndvinnsla: Þórdís Þorkelsdóttir

Þórdís ÞorkelsdóttirDraumur og veruleiki

Ljósmyndun: Þórdís ÞorkelsdóttirMyndvinnsla: Þórdís Þorkelsdóttir

Page 41: Viljinn 1.tbl. 2013
Page 42: Viljinn 1.tbl. 2013
Page 43: Viljinn 1.tbl. 2013
Page 44: Viljinn 1.tbl. 2013
Page 45: Viljinn 1.tbl. 2013
Page 46: Viljinn 1.tbl. 2013
Page 47: Viljinn 1.tbl. 2013
Page 48: Viljinn 1.tbl. 2013