24
1 Eirberg Lífstíll, Kringlunni sími: 5693150 Eirberg Heilsa, Stórhöfða 25 sími: 5693100 eirberg.is

Vörulisti Eirbergs 2014

  • Upload
    eirberg

  • View
    321

  • Download
    0

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Nýjar áherslur – Ný upplifun Eirberg Lífstíll Kringlunni er ný verslun á fyrstu hæð í Kringlunni. Þar leggjum við áherslu á vörur sem stuðla að heilsueflingu og undirstrika virkan og vistvænan lífstíl. Eirberg byggir á traustum faglegum grunni og kappkostar að bjóða eingöngu vandaðar og viðurkenndar vörur.

Citation preview

Page 1: Vörulisti Eirbergs 2014

1Eirberg Lífstíll, Kringlunni sími: 5693150 • Eirberg Heilsa, Stórhöfða 25 sími: 5693100 • eirberg.is

Page 2: Vörulisti Eirbergs 2014

2

Withings

®

Withings Pulse WIT-WAM02

Ótrúlega fyrirferðalítið tæki sem fylgist með virkni þinni yfir daginn, metur svefngæði og mælir púls. Sýnir skrefafjölda, vegalengd, hæð og hversu mörgum hitaeiningum þú brennir. Á nóttunni metur það hversu lengi þú sefur djúpum eða grunnum svefni og hversu oft þú vaknar yfir nóttina. Tækið er einnig púls- og súrefnismettunarmælir.

24.750 kr. Withings Activité WIT-HWA01

Byltingarkennt snjallúr með hreyfi- og svefnmæli. Vekjaraklukkan í úrinu vekur þig með titring til að trufla ekki maka. Samstillir sig við snjallsímann þinn og skiptir sjálfkrafa um tímabelti þegar þú ferðast. Stílhreint og fágað með leðuról, rispufríu safír gleri og swiss quartz verki. Vatnshelt 50m - Rafhlaða endist í 8 mánuði.

Sannkallaður senuþjófur!

79.750 kr.

Kemur í verslanir 20. des.

Framúrskarandi tækni og hönnun sem gerir þér kleift að fylgjast með grunn-þáttum góðrar heilsu – hreyfingu, svefni, þyngd, blóðþrýstingi og loftgæðum. Öll tækin flytja gögn þráðlaust yfir í snjallsíma (Android og iOS) og tengjast saman í appinu Withings HealthMate. Þar getur þú skoðað og haldið utan um niðurstöður mælinga á einfaldan hátt og öðlast betri skilning á því hvernig líkaminn starfar og hvernig venjur þínar hafa áhrif á heilsuna. Allar Withings vörur eru auðveldar í uppsetningu og notendavænar.

Page 3: Vörulisti Eirbergs 2014

3

Withings Blóðþrýstingsmælir WIT-WPM02

Nákvæmur og einfaldur blóðþrýstingsmælir sem sendir niðurstöður beint í símann þinn.

26.950 kr.

Withings Home WIT-WBP02

Öryggistæki fyrir snjöll heimili. Öryggismyndavél, barnagæsla og heimavörn allt í sama tæki. Sendir boð beint í símann svo þú getir fylgst með heimilinu allan sólarhringinn. Skráir og tekur upp allar breytingar sem verða á umhverfinu og geymir gögn og myndskeið á öruggu svæði. Loftgæða- og umhverfismælir. Mælir hitastig, rakastig og loftmengun (VOC).

44.750 kr.

Kemur í verslanir 20. des.

Withings Snjallvog WIT-WS50

Mælir þyngd, fituprósentu, púls, hitastig og loftgæði.

36.750 kr.

Withings Aura WIT-WAS01

Svefmælir og gagnvirk vekjaraklukka. Fullkominn svefnmælir - mælir púls, hreyfingu og öndun. Hjálpar þér að sofna og vakna með ljósa- og hljóðmeðferð. Aura færir þig úr djúpsvefni yfir í grunnsvefn hægt og rólega áður en þú vaknar með hjálp þægilegra ljósa og hljóða. Mælir svefngæði og umhverfisþætti, s.s. ljósmagn, hitastig og hljóðmengun. Náttborðslampi, Hi-Fi hátalarakerfi og USB hleðsla fyrir snjallsímann þinn. Slekkur á öllum loftnetum í símanum yfir nóttina.

59.750 kr.

Kemur í verslanir 20. des.

Page 4: Vörulisti Eirbergs 2014

4

House of Marley

Heyrnartól • Hljómflutningstæki • Töskur • Armbandsúr

House of Marley er í eigu Bob Marley fjölskyldunnar sem leggur persónulegan metnað í framleiðslu og efnisval. Vörurnar eru framleiddar á vistvænan hátt úr endurunnum efnum. Hugsjón fyrirtækisins byggist á hugmyndafræði fjölskyldunnar sem gengur út á betri gæði, bættan hag umhverfisins og skuldbindingu gagnvart góðgerðamálum á heimsvísu.

Vörumerkið Marley er lifandi og stendur fyrir jafnrétti, frelsi og góðvild. Að vera heiðar-legur, siðvandur, hugsa um jörðina og náttúruna. Að veita öðrum gleði. Að gefa til baka og gera það sem er rétt.

Með Marley hljómtækjum upplifir þú þína uppáhaldstónlist með mjúkum kraftmiklum bassahljóm og tærum tónum. Marley leitast ávallt við að uppfylla hörðustu kröfu við-skiptavina sinna og bjóða upp á hljómtæki sem veita framúrskarandi hljómgæði og eru hönnuð með það að markmiði að skila þeirri orku, tilfinningum og minnstu smáatriðum sem eru í hverri upptöku.

– Marley vörurnar fást eingöngu í Eirberg Lífstíll Kringlunni –

Page 5: Vörulisti Eirbergs 2014

5

Chant ferðahátalari HOM-EMJA004MI

Tengist tækjum með Bluetooth tækni og AUX tengi. Viðarhringur úr bambus. Innbyggður hljóðnemi fyrir símtöl.

19.950 kr.

Marley heyrnartól í eyra. Margar tegundir og fjölbreytt litaúrval.

Verð frá 4.950 kr

Liberate XL heyrnartól HOM-EMFH041MI

Tengist tækjum með næstu kynslóðar Bluetooth tækni (A2DP, aptX) og skilar því bestu mögulegu gæðum frá snjall-símum. 50 mm hátalarar sem veita frábær hljómgæði. Tíðnisvið 20-20.000Hz. Samanbrjótanleg.

39.950 kr.

Liberate heyrnartól HOM-EMJH073

40 mm hátalarar sem veita frábær hljómgæði. Tíðnisvið 15-21.000Hz. Hljóðnemi fyrir símtöl og fjarstýring. Virkar með iPhone.

22.950 kr.

Liberate ferðahátalari HOM-EMJA005MI

Fjórir 1" hátalarar sem veita frábær hljómgæði hvar sem er. Tengist tækjum með Bluetooth tækni og AUX tengi. Hljóðnemi fyrir símtöl. Innbyggð 2200mah lithium-ion hleðslurafhlaða með 8 tíma endingu.

24.750 kr

Positive Vibration heyrnartól HOM-EMJH013

50mm hátalarar sem veita góð hljómgæði. Tíðnisvið 17-20.000Hz.

12.950 kr.

Page 6: Vörulisti Eirbergs 2014

6

Get Up Stand Up heimahljóðkerfi HOM-EMfA001PT

Dökk hnota umlykur hljóðkerfið sem gefur því einstaklega fallega áferð. Kröftugur bassi og tær hljómur. Tengist tækjum með næstu kynslóðar Bluetooth tækni (A2DP, aptX) og skilar því bestu mögulegu gæðum frá snjallsímum. Auk þess er hægt að tengjast fjölda annarra tækja með AUX tengi. Þráðlaus fjarstýring. Kerfi sem leynir á sér.

69.950 kr.

One Foundation heimahljóðkerfiHOM-EMDA001RG

Flaggskipið frá Marley – Ekkert hefur verið til sparað í hönnun og framleiðslu. Framhliðin úr gegnheilli eik. Einstaklega öflugt kerfi með tærum hljómi sem sómir sér vel í stofunni þinni. Tengist tækjum með næstu kynslóðar Bluetooth tækni (A2DP, aptX) og skilar því bestu mögulegu gæðum frá snjallsímum. Auk þess er hægt að tengjast fjölda annarra tækja með aðra tengimöguleika. Hljóðkerfið skilar alls 200 W. Þráðlaus fjarstýring.

199.950 kr.

Get Together HljóðkerfiHOM-EMJA006MI

Stílhreint Bluetooth hljóðkerfi umvafið bambus sem virkar jafnvel inn í stofu eða út á palli.Skilar ótrúlegum krafti miðað við stærð. 8 tíma rafhlöðuending.

39.750 kr.

– Marley vörurnar fást eingöngu í Eirberg Lífstíll Kringlunni –

Page 7: Vörulisti Eirbergs 2014

7

Marley armbandsúr Einstakt útlit. Unnin úr endurunnum efnivið.Vistvæn framleiðsla með vönduðu japönsku quartz úrverki. Fjölbreytt úrval.

Verð frá 16.950 kr.

Vandaðar Marley töskur í miklu úrvaliHannaðar með virkan lífstíl í huga. Sérstök hólf fyrir snjallsíma og tölvur. Allar töskurnar eru unnar úr endurunnum REWINDTM efnivið: 30% hampur, 30% lífræn bómull, 40% endurunnar plastflöskur.

Verð frá 11.950 kr.

Messenger leður HOM-BMFM000SD

24.750 kr. Daypack leður HOM-BMFB000HA

19.950 kr.

Scoutpack leðurHOM-BMFB003HA

26.950 kr.

Page 8: Vörulisti Eirbergs 2014

8

Sissel® eru vandaðar þýskar þjálfunarvörur sem henta vel til notkunar bæði heima og á líkamsræktarstöðvum. Flestum vörunum fylgja leiðbeiningar með æfingum og einnig má nálgast æfingamyndbönd á eirberg.is

Yogasokkar SIS-34305

Stamir og hlýir sokkar sem henta vel í yoga, pilates og dans.

1.950 kr.

Yogakubbur SIS-162065

Sérstaklega léttur og stöðugur með rúnaða kanta.

1.490 kr.

Yogabelti SIS-162061

Öflugt belti til að auka teygjur í yogastellingum.

1.490 kr.

Yogapúði SIS-110201

Hjálpar þér að sitja í góðri stöðu við æfingar, slökun og hugleiðslu. Fylltur með 100% hreinu spelti. Þvermál 40 cm, hæð 15 cm.

9.750 kr.

Yoga og pilates dýna SIS-310040

Vönduð og stöm yogadýna með saumuðum kanti. Stærð 180 x 60 cm. Þykkt 0,6 cm.

5.950 kr.

Page 9: Vörulisti Eirbergs 2014

9

Balancefit jafnvægispúði SIS-162031

Þjálfaðu jafnvægi og stöðugleika í ökklum, fótleggjum og bol.

5.950 kr.

Contigo vatnsbrúsi MEC-26151

Auto Seal™ stúturinn kemur upp þegar þú þrýstir á hnappinn. Ótrúlega einfaldur og þægilegur í notkun. Tekur 700 ml. 100% BPA frír.

3.950 kr.

Æfingateygjur SIS-163031

Fjölbreytt úrval af æfingateygjum í mismunandi styrkleikum.

Verð frá 2.950 kr.

Stórir æfingaboltar SIS-160062

Góðir í ýmiss konar stöðugleikaæfingar og til að sitja á. Þrjár stærðir 55 cm, 65 cm og 75 cm.

Verð frá 4.950 kr.

Nuddrúlla 45 cm SIS-310025

Nuddrúllan mýkir upp stífa og auma vöðva eftir æfingar.

5.950 kr.

Æfingadýna SIS-2000015

Þykkt 1.5 cm, stærð 180 x 60 cm.

8.950 kr.

Nálastungudýna SHA-TESH01

Örvar blóðflæði og minnkar vöðva-spennu. Dregur úr háls-, höfuð- og bakverkjum. Veitir slökun og dregur úr streitu. Notkun 10-20 mín. í senn.

9.750 kr.

Nuddrúlla með gaddaboltum SIS-162052

Örvar blóðflæði og minnkar vöðvabólgu.

3.950 kr.

Loftsessa SIS-160074

Loftsessa sem bætir setstöðu, styrkir bakvöðva og léttir álagi af hryggnum.

6.950 kr.

Page 10: Vörulisti Eirbergs 2014

10

Stólarnir frá Aeris hafa einstaka eiginleika sem hvetja þig til að vera á hreyfingu og breyta um stellingar meðan þú situr. Þeir fylgja hreyfingum líkamans og styrkja kvið- og bakvöðva. Við hreyfinguna eykst blóðflæði til brjóskþófa, liðbanda og vöðva í hrygg. Stólarnir sem fyrirbyggja og draga úr bakvandamálum.

Vertu á hreyfingu meðan þú situr

Swopper AER-SWOP

Hentar vel við alla skrifborðsvinnu. Fylgir hreyfingum líkamans upp, niður og í allar áttir. Fjölbreytt litaúrval.

119.750 kr.

Muvman AER- MUVNEW

Til að tylla sér á bæði við há og lág borð. Fylgir hreyfingum líkamans fram, aftur og til hliðar. Hæðarstillanlegur frá 60-93 cm. Fjölbreytt litaúrval.

79.750 kr.

3DEE AER-3DEE

Nýjasti meðlimurinn í Aeris fjölskyld-unni. Skrifborðsstóll með stillanlegan bakstuðning. Fylgir hreyfingum líkamans upp, niður og í allar áttir. Fjölbreytt litaúrval.

Verð frá 149.750 kr.

Fjölbreytt úrval af hálkubroddum fyrir alla fjölskylduna

Kids MEC-1048

2.950 kr.

Walking MEC-1023

2.950 kr.Running MEC-1025

4.950 kr.

Page 11: Vörulisti Eirbergs 2014

11

Performance BAU-2928001

Þunnir sokkar með góðan þrýsting. Sérstakur stuðningur við hásin og kálfa. Anda vel og draga úr hættu á blöðrum og núningssárum.

8.950 kr.

Training BAU-2918017

Þykkir sokkar með góðum stuðningi við ökkla og kálfa. Einstök mýkt við tær og hæla. Aðlagast vel að fætinum. Góð öndun.

7.950 kr.

Bauerfeind compression sokkar eru fyrir íþróttafólk,hlaupara og göngugarpa. Þrýstingurinn örvar blóðflæði og súrefnisupptöku, eykur liðskyn og minnkar vöðva-titring við hreyfingu. Hraða endur-heimt eftir langar æfingar.

Nordic WetsMEC-10540

Stærðir 36-46

15.950 kr.

Nordic Wets – Góðir í slabbiðVertu með þurra og hlýja fætur í vetur. Flottir vatnsheldir götuskór sem eru fóðraðir að innan með þægilegu míkróflísefni. IceLockTM teningar undir sólum gefa skó-num frábært grip í snjó og hálku.

– Nordic Wets fást eingöngu í Eirberg Lífstíll Kringlunni –

Page 12: Vörulisti Eirbergs 2014

12

Tufte Nærbolur dömu MEC-38251

Stærðir S-XL Litir: svart og hvítt

5.950 kr.

Tufte Hotpants dömu MEC-38013

Stærðir S-XL Litir: svart, hvítt og lilla

5.950 kr.

Tufte Nærbolur herra MEC-38037

Stærðir S-XXL Litir: svart og hvítt

7.950 kr.

Tufte Boxer herra MEC-38101

Stærðir S-XXL Litir: svart, blátt, ljósblátt

5.950 kr.

Bambus nærföt • sokkar • bolir Unnin úr bambus sem er 100% ofnæmis-prófaður og framleiddur við umhverfisvænar aðstæður. Bambus trefjarnar eru einstak-lega mjúkar og draga í sig þrefalt meiri raka en bómull. Uppbygging trefjanna stuðlar að frábærri öndun, rakadreifingu og hita- stýringu. Líkaminn helst alltaf þurr og þér verður hvorki of heitt né kalt. Bambus er náttúrulega bakteríudrepandi og hamlar bakteríuvexti sem veldur ólykt í fatnaði. Þessir eiginleikar gera Tufte nærfatnaðinn að góðum valkosti í íþróttir og heilsurækt – bestu nærföt sem þú munt nokkurn tímann prófa.

Tufte sokkar MEC-38020

Háir og lágir

2.450 kr.

Page 13: Vörulisti Eirbergs 2014

13

Umhverfisvæn framleiðsla Einstök mýkt Bakteríudrepandi Frábær öndun

Tufte Bambull Bolur barna MEC-38313

Stærðir 92-140

7.950

Tufte Bambull Buxur barna MEC-38303

Stærðir 92-140

6.950

Tufte Bambull Bolur dömu MEC-38266

Stærðir S-XL

12.950

Tufte Bambull Buxur dömu MEC-38261

Stærðir S-XL

11.950

Tufte Bambull Buxur herra MEC-38271

Stærðir S-XXL

11.950

Tufte Bambull Bolur herra MEC-38276

Stærðir S-XXL

12.950

Bambull ullarnærföt

Bambull er samsett úr tveimur orðum:

bambus og ull. Bambull er tveggja laga

efni sem unnið er úr bambus og hágæða

merino ull. Innra lagið sem liggur við húðina

er úr bambus sem er einstaklega mjúkur,

dregur í sig raka og hamlar bakteríuvexti

sem veldur ólykt í fatnaði. Ytra lagið er úr

merino ull sem gerir flíkina hlýja á köldum

dögum. Í öllum saumum er passað að

bambusinn liggi að húðinni. Bambull hentar

vel bæði í frístundir og vinnu og heldur hita

á líkamanum jafnvel þó þú blotnir. Þetta eru

ullarnærfötin fyrir kröfuharða og þá sem

hafa viðkvæma húð því ullin liggur aldrei

upp við líkamann.

Bambull: 52% bambus,

39% merino ull, 9% nylon

Page 14: Vörulisti Eirbergs 2014

14

Cellulite nuddtæki HOM-ELMCELL100

Öflugt hamrandi nudd með hita sem vinnur á appelsínuhúð. Hentar einnig vel fyrir íþróttafólk. 3 mismunandi nuddhausar.

9.750 kr.

Stækkunarspegill með LED ljósi HOM-ELMM8150

Sjöföld stækkun. Með rafhlöðum; engin snúra.

9.750 kr.

Naglasnyrtisett HOM-ELMMAN150

Fyrir neglur og naglbönd á höndum og fótum. 5 mismunandi safírhúðaðir hausar með góða endingu.

3.950 kr.

Snyrtispegill með LED ljósi HOM-ELMMIR100

Einföld og tvöföld stækkun.

2.950 kr.

Vatnsheldur bursti fyrir andlit og líkamaHOM-ELMWDB300

Rafknúinn bursti sem djúphreinsar húðina og fjar-lægir dauðar húðfrumur. 4 mismunandi hausar fyrir líkama og andlit. Hægt að nota í sturtu.

7.950 kr.

Page 15: Vörulisti Eirbergs 2014

15

Hælamýking HOM-ELMPED600

Fjarlægir sigg af fótum svo húðin verður silkimjúk. 2 hraðastillingar.

6.950 kr.

Fótaspa með hita HOM-ELMFS250

Vatns- og titringsnudd fyrir fætur. 4 nuddrúllur fyrir iljar. Heldur vatninu heitu. 2 fótsnyrtihausar fylgja.

12.950 kr.

Fótsnyrtitæki 8in1 HOM-ELMPED500

8 mismunandi hausar til að fjarlægja harða húð og snyrta neglur og naglbönd.

6.950 kr.

Duo Háreyðingartæki HOM-IPLHH150

Hraðvirk, örugg og varanleg háreyðing. Auðvelt og þægilegt í notkun. Tækni sem byggir á leifturljósi (IPL) og flúrljósi (AFT) sem veldur varanlegri eyðingu á hárrótinni og hársekknum. Meðferðartími er 8-12 vikur. Í hylkinu sem fylgir eru 50.000 ljósleiftur. Hægt er að kaupa auka ljóshylki og sérstakan haus fyrir andlit.

39.750 kr.

Háreyðing með vaxi HOM-ELMHWX100

Hitar vaxið á 20 mín. Hentar fyrir allar hár- og húðtegundir. Ein áfylling nægir fyrir 8 meðferðir á fætur.

7.950 kr.

Page 16: Vörulisti Eirbergs 2014

16

Hydrotemp hitabakstrar SIS-150201

Hitabakstrar fyrir örbylgjuofn sem gefa frá sér rakan hita. Öflug og árangursrík með-ferð við gigtarverkjum og vöðvabólgu. Fæst fyrir mjóbak, bak og háls.

4.950 kr.

Hálsnudd HOM-NMS250

Shiatsu nudd og infrarauður hiti sem mýkir upp stífa og auma hálsvöðva.

13.950 kr.

Hitapúði - háls og bak SOE-68011

3 hitastillingar. Hröð og jöfn hitun. Slekkur sjálfkrafa á sér eftir 90 mín. Áklæði sem hægt er að þvo.

7.950 kr.

Hitainniskór SIS-150100

Fyrir þá sem er alltaf kalt á tánum. Fylltir með hörfræjum. Hitaðir í örbylgjuofni. Halda fótunum heitum í langan tíma.

6.950 kr.

Hita- og kælibakstur á herðar SIS-150008

Einstaklega mjúkur hita- og kælibakstur fyrir herðar, háls, bak og axlir. Auðvelt að laga að líkamanum. Hitaður í örbylgjuofni og kældur í ísskáp eða frysti. Stærð 20x40cm.

5.950 kr.

Hitateppi SOE-68029

Stærð 150 x 75 cm. 3 hitastillingar. Slekkur sjálfkrafa á sér eftir 3 klst. Má þvo í þvottavél.

10.750 kr.

Fjölnota hitapúði SOE-68001

Stærð: 45x35 cm. 6 hitastillingar. Hrað-hitun. Slekkur sjálfkrafa á sér eftir 90 mín. Áklæði sem hægt er að þvo.

7.950 kr.

Fótvermir SOE-68022

3 hitastillingar. Hraðhitun. Hægt að þvo innra byrði. Slekkur sjálfkrafa á sér eftir 90 mín.

6.950 kr.

Cosy Knit sokkar MEC-1225

Hlýjir og einstaklega mjúkir að innan.

2.950 kr.

Cosy Knit sokkar MEC-1225

Þykkir, hlýir og einstaklega mjúkir að innan.

2.950 kr.

Page 17: Vörulisti Eirbergs 2014

17

Blóðrásarörvun fyrir fætur HOM-CB200EU

Minnkar bjúg og bólgu, örvar blóðflæði, dregur úr verkjum og fótkulda.Tækið örvar blóðflæði með því að senda rafboð í gegnum ilina sem veldur vöðvasamdrætti í fótum og fótleggjum. Hentar vel fyrir einstaklinga með skert blóðflæði, bjúgsöfnun, minnkaða hreyfigetu, vöðva- og liðverki, sykursýki og fótapirring. Tækið býður einnig upp á TENS verkjameðferð sem nota má sér eða samtímis meðferð fyrir fætur. Fjarstýring fylgir.

29.750 kr.

Nuddpúði með gelhausum HOM-SP1000

Mjúkir gelhausar sem laga sig að líkamanum. Shiatsu nudd og titringur. Infrarauður hiti. Fjarstýring með ýmsum stillimöguleikum.

19.750 kr.

Shiatsu þrýstifótanudd HOM-FMSGAH

Mjúkir gelhausar og þrýstingur sem nudda þreytta og auma fætur. Infrarauður hiti.

22.950 kr.

Nuddsæti með gelhausum - bak og herðar HOM-SGM606H

Shiatsu og rúllandi nudd á bak og herðar. Mjúkir nuddhausar úr geli sem líkja eftir höndum. Infrarauður hiti. Hæðarstillanlegur axlarhluti. Fjarstýring með fjölda stillimöguleika.

49.750 kr.

Nuddsæti með gelhausum – bak HOM-SGM425H

Shiatsu og rúllandi nudd á bak með mjúkum gelhausum. Infrarauður hiti. Hægt að stoppa nuddhausana á ákveðnum punkti. Fjarstýring með fjölda stillimöguleika.

35.950 kr.

Nudd og hiti hafa slakandi og endurnærandi áhrif á líkamann, örva blóðflæði, minnka vöðvaspennu, þreytu og verki.

Fjölbreytt úrval nuddpúða. Verð frá: 12.950

Page 18: Vörulisti Eirbergs 2014

18

Brethe lofthreinsitæki HOM-ARNC02

Tækið sem minnkar brennisteinsdíoxíð (SO2) í loftinu

Kynnum nýja lofthreinsitækið okkar Brethe. Öflugt og hljóð-látt lofthreinsitæki sem nýtir sér nýja tækni NanoCoil. Eyðir vírusum, bakteríum og fjarlægir 99% af ofnæmisvökum og öðrum örfínum aðskotarefnum. VOC kolasía dregur svo úr lykt og bindur í sig eiturefni og ýmsar gastegundir s.s brenni-steinsdíoxíð (SO2). NanoCoil hefur það fram yfir HEPA lofthreinsitæki að taka 5x minna pláss í rýminu. Hreinsar 85 m2 rými á klst. Fjarstýring fylgir.

39.750 kr.

Page 19: Vörulisti Eirbergs 2014

19

Airfree T40 16 m2 AIR-T40H

24.750 kr.

Airfree P125 50 m2 AIR-P125

49.750 kr.

Ultrasonic rakatæki stafrænt 60 m2 AOS-U650BLC

Fjölmargir stillimöguleikar. Innbyggður rakamælir. Heitur og kaldur úði. Vörn gegn bakteríumyndun. Fyrir allt að 60 m2 rými. Til í svörtu og hvítu.

42.750 kr.

Ultrasonic Rakatæki 50 m2 AOS-U200

Lítið og öflugt rakatæki fyrir allt að 50 m2 rými. Kaldur úði. Sérlega hljóðlátt. Vörn gegn bakteríumyndun í vatnstanki.

19.750 kr.

Ultrasonic rakatæki stafrænt 80 m2 AOS-U700

Öflugasta rakatækið okkar. Innbyggður rakamælir sem viðheldur réttu raka-stigi. Heitur og kaldur úði. Vörn gegn bakteríumyndun. Fyrir allt að 80 fm rými. Stór 9 lítra vatnstankur.

55.750 kr.

Lofthreinsitæki HEPA og UVC HOM-AR29

Öflugt lofthreinsitæki sem hreinsar loftið í 85 m2 rými á 1 klst. HEPA sía sem fjarlægir 99% af ofnæmisvökum og UVC ljós sem drepur gerla, bakteríur og vírusa. Loftflæði 210 m3/klst. Þrjár hraðastillingar, tímastillir og fjarstýring.

34.950 kr.

Rakatæki Mini AOS-U7146B

Lítið og handhægt ultrasonic raka-tæki til að nota heima við, í vinnunni

eða á ferðalagi. Fyrir allt að 20 m2 rými. Passar fyrir allar tegundir af 0.5 l vatnsflöskum. Spennubreytir og aðlaganleg kló svo hægt er að

nota tækið hvar sem er í heiminum.

8.450 kr.

Æskilegt rakastig innanhúss er 40-60%. Of þurrt loft myndast fyrst og fremst á veturna. Of lágt rakastig getur valdið þurrki í augum og öndunarfærum, aukinni tíðni sýkinga, þreytu, höfuð-verk og svefnvandamálum. Rétt rakamettun getur einnig dregið úr örverum og ofnæmisvökum í lofti.

Airfree lofthreinsitækiEyða svifryki, frjókornum, myglusveppagróum, bakteríum og öðrum örverum. Eyða einnig lykt og gæludýraflösu. Hljóðlaus og sjálfhreinsandi. Fást fyrir mismunandi stór rými.

Page 20: Vörulisti Eirbergs 2014

20

Mjúkar polyester trefjar

Hitaeinangrun

Vatnshólf

1

2

3

Mediflow H2O heilsukoddinn MFL-1210

Einstakur heilsukoddi með vatnsfyllingu. Klínískar rannsóknir sýna að Mediflow heilsukoddinn er einn besti koddinn á mark-aðnum til að minnka verki í hálsi og auka svefngæði. Mjúkur en veitir samt fullkominn stuðning fyrir hálsinn. Efsta lag úr mjúkum trefjum. Þar fyrir innan er vatnspúði sem fylltur er með mismiklu vatni til að stilla hæfilegan stuðning fyrir hvern og einn.

9.750 kr.

Stuðningspúði SIS-170001

Góður stuðningspúði fyrir alla aldurs-hópa. Auðveldar þér að koma þér fyrir í góðri stellingu með hámarksstuðningi bæði sitjandi og liggjandi. Hentar vel fyrir brjóstagjöf og sem stuðningur í rúmi bæði í bak og hliðarlegu. Aðlagar sig vel að líkamanum. Fylltur með litlum og léttum polystyrol kúlum. Velúráklæði fylgir.

12.950 kr.

Áklæði

Sissel ferðakoddi SIS-116010

Ferðakoddi úr þrýstijöfnunar- svampi sem styður vel við hálsinn en er samt mjúkur og þægilegur.

5.950 kr.

Næsta sending kemur 26. nóv.

Sissel heilsukoddar Byggja á áralangri þróun og reynslu. Fást bæði úr þrýstijöfnunarsvampi og þéttum polyurethane svampi. Veita virkan stuðning, laga sig vel að hálsi og höfði og létta álagi á hálsliði. Hægt að aðlaga þannig að þeir passi mismunandi hálslengd og breidd. Koddaver fylgir.

14.950 kr.

Sissel Plus heilsukoddi SIS-110001 Sissel Soft plus heilsukoddi SIS-110021

Page 21: Vörulisti Eirbergs 2014

21

Sólarljósið í skammdeginu Bodyclock vekjaraklukkur auka ljósmagn smátt og smátt líkt og við sólarupprás. Ljósið gefur líkamanum merki um að draga úr framleiðslu svefnhormóna og auka framleiðslu hormóna sem hjálpa þér að vakna. Henta einstaklega vel í skammdeginu á Íslandi.

Bodyclock starter LUM-NBCTE

Vekur þig með ljósi og hljóðmerki. Snooze takki.

17.750 kr.

Bodyclock Go 75 LUM-NBCGE

Hægt að velja um 5 mismunandi hljóðmerki. Snooze takki. Næturljós.

21.750 kr.

Dagsbirtuljós LUM-NLBAE

Dregur úr þreytu, orkuleysi og vanlíðan í skammdeginu. Ljós-magn 10.000 lux í 25 cm fjar-lægð. Mælt er með 30-60 mín. meðferð á dag. Viðurkennt sem lækningatæki.

29.750 kr.

Lumie Zest LUM-NLP3U

Dagsbirtuljós og vekjaraklukka í einu tæki. Vekur þig með ljósi og hljóðmerki. Ljósmagn 2000 lux í 50 cm fjarlægð.

29.750 kr.

Bodyclock Iris 500Vaknaðu við sólarupprás og ilmmeðferð. Fjöldi stillimögu-

leika. Hægt að vakna og sofna við ilmmeðferð (ilmolíur fylgja

ekki). Næturljós. Snooze takki. Fjarstýring.

39.750 kr

Bodyclock active með útvarpi LUM-NBCVE

Fjölbreyttir stillimöguleikar. FM útvarp. Snooze takki.

29.750 kr.

Page 22: Vörulisti Eirbergs 2014

22

Í Eirberg Heilsu Stórhöfða 25 er að finna

fjölbreytt úrval af vörum og hjálpartækjum

sem efla heilsu og auka lífsgæði. Þar er

auk þess boðið upp á faglega ráðgjöf þar

sem leitast er við að finna einstaklings-

miðaðar lausnir fyrir hvern og einn. H E I L S A

IMAK Gigtarhanskar IMA-A2017

Hanskar úr mjúku bómullarefni sem veita léttan þrýsting og halda hita á höndunum.

4.950 kr.

Airflow úlnliðs- og þumalstuðningur NEO-722

Léttur stuðningur fyrir úlnlið og þumal. Þunnt efni sem andar vel.

3.950 kr.

Fótabursti AVI-SAND

Þvær og nuddar fætur án þess að þú þurfir að beygja þig. Festist með sogskálum.

5.950 kr.

Hálspúði í bað MEC-18305

Veitir góða slökun fyrir háls og herðar í baðinu og heitapottinum. Festist með sogskálum.

3.950 kr.

Mjúk og víð teygja

Vörn fyrir hásin

Mjúkur hæll

Stuðningur við langboga

Mjúkir undir tábergi

Saumlaus mjúk tá

SwissInnovation

Angóru mjóbakshlíf NEO-114

7.950 kr. Angóru hnéhlíf NEO-805

5.950 kr.

Angóruhitahlífar fyrir hné og bak Halda hita á liðunum og veita léttan stuðning. Góðar fyrir gigtarfólk og þá sem vilja halda á sér hita. Mjúkt efni úr angóru og ull. Góð öndun.

Protect iT Heilsusokkar Fyrir alla sem hafa viðkvæma og auma fætur. Henta einstaklega vel þeim sem eru með sykursýki, eru í hættu að fá sár og stunda vinnu eða frístundir þar sem mikið álag er á fætur. Efni sem krumpast ekki og lagar sig einstaklega vel að fætinum. Silfurjónir sem draga úr lykt og minnka bakteríu og sveppavöxt. Góð öndun sem fjarlægir raka frá húðinni og heldur fótunum þurrum. Litir: svart og hvítt.

2.750 kr.

Page 23: Vörulisti Eirbergs 2014

23

Í Eirberg Heilsu Stórhöfða 25 er að finna

fjölbreytt úrval af vörum og hjálpartækjum

sem efla heilsu og auka lífsgæði. Þar er

auk þess boðið upp á faglega ráðgjöf þar

sem leitast er við að finna einstaklings-

miðaðar lausnir fyrir hvern og einn. H E I L S A

Sjálfvirkur dósaopnari MEC-21081

Fyrirferðarlítill, sjálfvirkur dósaopnari með rafhlöðum. Einfaldur og auðveldur í notkun.

4.750 kr.

Sósusprotinn BRI-B3895

Minnkar álag á hendur. Notar rafhlöður. Má þvo í uppþvottavél.

3.850 kr.

Krukkuopnari BRI-B2126

Hleypir lofti inn í krukkuna svo auðveldara er að skrúfa lokið af.

975 kr.

A&D Blóðþrýstingsmælar Áreiðanleikaprófaðir. Einfaldir í notkun.Nema hjartsláttaróreglu. Minni fyrir síðustu mælingar. Íslenskur leiðarvísir.

Verð frá 9.750 kr.

Opnari fyrir fernutappa BRI-3411

Passar á djús- mjólkur- og rjómafernur.

895 kr.

Minnisúr TAB-VL8ABK

Armbandsúr sem minnir á lyfjatímann með titringi og hljóðmerki allt að 8 sinnum á sólarhring.

7.950 kr.

Stækkunargler Fjölbreytt úrval af stækkunarglerjum.

Verð frá 1.450 kr.

Stafir Fjölbreytt úrval af göngustöfum og hálkubroddum á stafi.

Verð frá 6.850 kr.

Rafknúnir hægindastólar Rafknúnir lyftihægindastólar sem auðvelda fólki að setjast og standa upp. Gott úrval og margskonar áklæði.

Verð frá 119.750 kr.

Bóka og spjaldtölvustandar BOH-LBH

Halda bókinni eða spjaldtölvunni í réttri stöðu þegar þú situr eða liggur. Hvíld fyrir axlir og handleggi. Hægt er að fá bókahaldara sem aukahlut á spjaldtölvustandinn.

Verð frá 24.750 kr.

Vörur sem fást eingöngu í Eirbergi Stórhöða 25

Page 24: Vörulisti Eirbergs 2014

24

Nýjar áherslur – Ný upplifunEirberg Lífstíll Kringlunni er ný verslun á fyrstu hæð í Kringlunni. Þar leggjum við áherslu á vörur sem stuðla að heilsueflingu og undirstrika virkan og vistvænan lífstíl. Eirberg byggir á traustum faglegum grunni og kappkostar að bjóða eingöngu vandaðar og viðurkenndar vörur.House of Marley er með Shop-in-Shop í versluninni í Kringlunni. Marley samanstendur af vönduðum heyrnartólum, hljómflutningstækjum, armbandsúrum og töskum.

Eirberg Heilsa Stórhöfða 25 er viðurkennd verslun sem margir þekkja og treysta. Þar leggjum við áfram áherslu á fjölbreytt úrval af vörum og hjálpartækjum sem efla heilsu og auka lífsgæði, auk þess að þjónusta heilbrigðisstofnanir og fagaðila. Í Eirbergi Heilsu bjóðum við vandaðar heilbrigðisvörur, faglega þjónustu og sérhæfða ráðgjöf heilbrigðisstarfsfólks með víðtæka reynslu.

H E I L S A

Sendum frítt út á land pakka undir 20 kg.

facebook.com/eirberg.isFylgstu með og taktu þátt í jólaleiknumÍ desember drögum við vikulega út facebook vini sem fá vandaðar heilsuvörur að gjöf.

Eirberg Heilsa • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 15 • eirberg.isEirberg Lífstíll • Kringlunni 1. hæð • Sími 569 3150 • Opið alla daga

Opnum nýja vefverslun 1. desember

Pakkinn er sendur á næsta pósthús. Gildir til 20. desember 2014. Ef verslað er í vefverslun er frí sending allt árið.

Opnunartími í desember fram að jólum á Stórhöfða: Laugardagar kl. 11:00 -16:00, Sunnudagar kl. 13:00 -17:00Þorláksmessa kl. 9:00 -19:00, Aðfangadagur kl. 9:00 -12:00