Download pdf - Artist statement

Transcript
Page 1: Artist statement

ÁSTA SÓLLILJA

Page 2: Artist statement

Ég er náttúrubarn.

Ég hef náttúru og náttúran hefur mig.Enginn velur sína náttúru, náttúran velurmann. Mín náttúra er l ist og mín l ist ernáttúra. Sem barn var ég ekki al ltaf aðteikna og lita, ég hafði ekki sérstakanáhuga á því en ég var samt fáránlegagóð í því. Ég þurfti ekki að æfa mig, égvar bara svona og systir mín var svonaog móðir mín var svona. Okkar náttúra,okkar gen. En það skiptir engu máli oger jafn ómerkilegt og það að fugl getiflogið því hann er jú fæddur ti l þess oggerir það sem náttúran bíður. Munurinner sá að fugl hefur ekki val, hann ræðurekki hvort hann notar hæfileika sína ti lað fl júga eða ekki, hann verður.

Ég hef val.

Page 3: Artist statement
Page 4: Artist statement
Page 5: Artist statement

Svo af hverju að velja list?

Ekki af því að ég er einstaklega hæfileikarík,

ekki af því að ég get það, ekki vegna þess að

genin segja mér það, ekki vegna þess að fólk

ætlast til þess afmér, ekki til þess að fá athygli

og ekki til þess að verða fræg.

Af því að ég vil það, af því að ég hef brennandi áhuga,af því ég vil læra meira og geta meira, vegna þess aðþað gefur lífi mínu fyl l ingu, ti l þess að gefa lífi annarrafyl l ingu, ti l þess að verða fyrir áhrifum, ti l þess að hafaáhrif á aðra, ti l þess að gefa af mér, vegna þess að égþori, vegna þess að ég vil skapa, vegna þess að ég viltjá mig án orða, af því að ég get tjáð mig án orða, afþví að ég veit að hugur minn kemur mér ekki hálfa leiðheldur al la leið, af því að ég er sjálfstæð, af því að égtrúi á sjálfa mig, af því að ég vil gera þetta fyrir mig,vegna þess að ég er ég,

vegna þess að náttúran valdi mig og nú vel ég hana.

Page 6: Artist statement
Page 7: Artist statement
Page 8: Artist statement