Download pdf - xD Fjölskyldumálin

Transcript
Page 1: xD Fjölskyldumálin

– að fjölskyldu- og félagsmálum

Fjölskyldan – hornsteinn samfélagsinsVið leggjum áherslu á að ef við byrjum snemma að vernda börnin og veita þeim bestu aðstæður til náms og þroska, þá er það besta veganesti sem við getum veitt þeim.

• Hærri umönnunargreiðslur

• Ókeypis uppeldisnámskeið

• Snemmtæk íhlutun í leikskólum

• Betri menntun

• Betri þjónustu við eldri borgara

• Betri heilsugæslu

• Fatlaðir fái þá þjónustu sem þeir þurfa við hæfi hvers og eins og við höldum áfram að efla úrræði í búsetumálum

• Eldri borgarar njóti góðrar þjónustu og eigi áhyggjulaust ævikvöld

Komum að rekstri HeilbrigðisstofnunarVið viljum hækka þjónustustig heilsugæslunnar þannig að bið eftir sjálfsagðri þjónustu verði styttri og í samræmi við það sem best gerist á höfuðborgarsvæðinu. Að okkar mati verður þetta einungis gert með því að Reykjanesbær komi að gerð framtíðarsýnar og markmiðasetningu fyrir stofnunina.

Sjálfboðaliðar í velferðarmálumRáðum verkefnastjóra sem hafi yfirsýn yfir það sem unnt er að gera í sjálfboðastarfi í Reykjanesbæ á sviði umhverfis-, félags- og velferðarmála.

Fjölskyldusetur opnaðFjölskyldusetrið er samhent aðgerð samfélagsins í Reykjanesbæ til að fagaðilar nái til allra foreldra og barna með jákvæðri fræðslu og aðstoð, allt frá fæðingu barns fram á fullorðinsár.

Lausnir í húsnæðismálumSjálfstæðismenn leggja áherslu á að leyst verði úr húsnæðisvanda margra íbúa í kjölfar efnahagskreppunnar. Rætt verði við aðila sem búi yfir lausu húsnæði, s.s. Íbúðalánasjóð og banka og leitað nýrra lausna strax á þessu sumri.

Dagar fjölmenningarVið fögnum fjölbreytileikanum í samfélaginu um leið og við tökum vel á móti gestum okkar og þeim sem vilja búa í okkar samfélagi.

Styðjum þá sem minna mega sínReykjanesbær hefur á undanförnum árum verið í forystu nýrra leiða til að styðja einstaklinga sem búa við skerta möguleika í lífinu m.a. vegna líkamlegra, andlegra eða efnahagslegra hafta.

xdreykjanes.is

Vinnum áfram

Vinnum áfram

Sjálfstæðisflokkurinn í ReykjanesbæÁ kosningamiðstöð okkar að Hafnagötu 90 bjóðum við uppá súpu í hádeginu á virkum dögum, við grillum pylsur á milli kl. 14 og 16 á laugardögum og bökum saman vöfflur alla sunnudaga frá 14 til 16. Síminn hjá kosningastjóra er 848-2424.

Líttu við!