Gildispósturinn 2011 sept. - 3. tbl. 18. árg

Preview:

DESCRIPTION

Gildispósturinn 2011 sept. - 3. tbl. 18. árg.

Citation preview

Haustferð Óvissuferð austur fyrir fjall

– Dansinn í Hruna og gosbrunnarFarið verður austur fyrir fjall laugardaginn 15. október. Lagt af stað kl. 9 og komið til baka milli kl. 16 og 17. Verð er ekki ljóst ennþá en verður þó stillt í hóf og víst er að rúgbrauðið góða verður á

boðstólum. Þeir sem áhuga hafa hringi í Guðbjörgu í síma 565 4503 – 897 4503 eða Kristjönu í síma

555 4513 – 699 8191.

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði3. tbl. september 2011 18. árg.

Stofnað 22. maí 1963

St. Georgsgildið í Hafnarfirði

Eldvirkni í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli

Björn Oddssonkemur á fyrsta fundi vetrarins fimmtudaginn 22. sept. Björn er jarðfræðingur og stundar doktorsnám við Jarðvísindastofnun Háskóla

Íslands. Rannsóknir hans snúa að samspili elds og ísa og spanna athuganir hans allt frá tilraunum í rannsóknarstofum til eldgosa í fullri stærð út í náttúrunni. Björn sinnti daglegri eldgosavakt í eldgosunum á Fimmvörðuhálsi og Eyja­fjalla jökli 2010. Vorið 2011 tók hann þátt í eftirliti með Grímsvatnagosinu ásamt könnunarflugum með jarðhitakötlum sem mynduðust í Vatnajökli. Björn hefur farið reglulega í mælingaferðir sem snúa að athugunum á jöklum og eldvirkni síðastliðin 10 ár auk þess að vera virkur meðlimur í Björgunarsveit Hafnar fjarðar.

Hann mun fjalla almennt um eldgos undir jöklum með áherslum á Grímsvötn og Eyjafjallajökul. Fyrirlesturinn verður myndrænn þar sem mikið af áhugaverðu myndefni, jafnt kvikmyndir sem ljósmyndir, hefur safnast á síðustu misserum.

Fundurinn verður í Skátalundi kl. 20. Þeim sem vilja fá far er bent á að hafa samband við Kristjönu 699 8191,

Guðbjörgu 897 4503, Sigurð 555 2902/895 0309 eða Eddu M. 565 1308/894 1544. Ekki hika við að hringja.

Fram

unda

n

• Fimmtudaginn 22. sept. kl. 20 í Skátalundi• Fimmtudaginn 13. okt. kl. 20 í Skátalundi – Ólafur Proppé: Ný

skátadagskrá• Laugardaginn 15. október Haustferð – Óvissuferð austur fyrir fjall.• Sunnudagur 23. okt. Vináttudagurinn – Straumur sér um hann• Laugardaginn 12. nóv. Safnferð• Sunnudaginn 4. des. kl. 14 í Skátalundi – Jólafundur• Fimmtudaginn 12. jan. kl. 20 í Skátalundi• Fimmtudaginn 9. febr. kl. 20 í Hraunbyrgi – aðalfundur• Fimmtudaginn 10. mars kl. 20 í Skátalundi eða heimsókn til annars gildis• Fimmtudaginn 12. apríl kl. 20 í Skátalundi• Fimmtudaginn 10. maí kl. 20 í Skátalundi.

Fundir verða færðir í Hraunbyrgi ef veður og færð hamla því að fundað verði í Skátalundi.

Munið: http://stgildi.hraunbuar.is

<<Nafn>> <<Nafn2>><<Heimili>> <<Postfang>>

Útg

efan

di: S

t. G

eorg

sgild

ið í

Haf

narfi

rði •

Um

sjón

og

ábm

.: G

uðbj

örg

Guð

varð

ardó

ttir,

eyra

rhol

t@si

mne

t.is

• U

mbr

ot o

g pr

entu

n: H

önnu

narh

úsið

ehf

.

Góðir félagar

Skátalundur

Haustið gengur í garð, sumarið kveður. Skólarnir hefja störf að nýju eftir sumarfrí, eins er um ýmis félagsstörf hjá öllum aldursflokkum.

Gildið okkar verður með sinn fyrsta fund í Skátalundi fimmtudaginn 22. september kl. 20 og svo mánaðarlega fram í maí á næsta ári. Við í stjórninni höfum ýmis áform um dagskrá vetrarins sem verða kynnt fljótlega.

Því fer þó fjarri að ekkert starf hafi verið í gangi í sumar. Skálahópurinn hefur verið iðinn með Ólaf Guðmundsson í fararbroddi. Skálinn hefur verið málaður hátt og lágt og verið er að bæta við pallinn norðaustan við húsið. Er skálahópnum þökkuð frábær og óeigingjörn vinna.

Þá erum við komin að framtíð Gildisins. Við verðum að yngja upp, það er öllum ljóst. Bæði til

að tryggja tilvist þess og ekki síður til að halda skálanum innan okkar raða og koma að viðhaldi hans.

Mig langar af þessu tilefni að biðja ykkur sem eldri eru að impra á þessu við yngri kynslóðir sem standa ykkur nær. Þá er ég að tala um aldurinn kringum 30 og yfir. Þá sem eiga jafnvel börn á skátaaldri í dag. Við sjáum á jólafundinum á hverju ári hversu margir þeirra koma, ég er viss um að það er grundvöllur fyrir yngri hóp í starfinu sem starfar þá á sínum forsendum.

Sjáumst hress og kát að vanda næstkomandi fimmtudag í Skátalundi.

Gildismeistari.

Skálinn hefur mikið verið leigður út í sumar, en nú standa yfir endurbætur á pallinum. Þeir félagar í skálahópnum eru að stækka pallinn og verður hægt að ganga hringinn í kringum skálann eftir þær breytingar. Allir sem áhuga og tök hafa á því að koma að endurbótum, viðhaldi eða öðru sem viðkemur skálanum eru velkomnir upp í skála á sunnudagsmorgnum, heitt á könnunni.

Hraunbúar fengu gæðamatsviðurkenninguÍ lok ágúst fékk Skátafélagið Hraunbúar

gæðamatsviðurkenningu frá Bandalagi Íslenskra skáta við hátíðlega stund í Hraunbyrgi. Skátakórinn

söng og bæjarstjóri, skátahöfðingi og félagsforingi tóku til máls.

Gæðamatsviðurkenningin er kölluð „Skátafélag á réttri leið“ og felur í það í sér að félagið hefur unnið og framkvæmt gæðamat á skipulagi félagsins, starfi félagsins, fjármálastjórn, fræðslumálum, menntun skátanna, sett sér stefnu í friðar­, umhverfis­ og forvarnarmálum, aukið samstarf við heimili og önnur skátafélög.

Þetta er mikill heiður fyrir Hraunbúa og óskum við þeim til hamingju með þennan áfanga.

Ólafur Proppé mun segja okkur frá þessu verkefni Bandalags íslenskra skáta á fundi 13. október í Skátalundi kl. 20.

Síðastliðin fimmtán ár hefur mikið endurskoðunarstarf farið fram hjá skátabandalögum í mörgum löndum sem og hjá alþjóðasamtökum skáta. Bandalag íslenskra skáta (BÍS) gaf út bók, Skátastarf – markviss menntun, árið 1999 en hún var þýðing á bókinni Scouting: An Educational System sem World Scout Bureau hafði þá nýlega gefið út. Mikil endurskoðunarvinna fór fram hjá Evrópusamtökum skáta, RAP­Europe (Renewed Approach to Programme), Suður­ og Mið Ameríkusamtökum skáta, MacPro (Method for Creation and Continuous Updating of the Youth Programme) og Alþjóðaskrifstofu skáta (World Scout Bureau). Íslenskur vinnuhópur (RAP) var skipaður og skilaði metnaðarfullri greiningarskýrslu á Skátaþingi 2007. Stjórn BÍS samþykkti svo á fundi sínum 7. ágúst 2010 að gefa út Handbækur fyrir sveitarforingja drekaskáta, fálkaskáta og dróttskáta ásamt stoðefni. Þær bækur styddust að verulegu leyti við bækurnar Handbook for Cub Scout Leaders og Handbook for Leaders of the Scout Section sem gefnar voru út sem kynningar­ og stuðningsefni fyrir skátabandalög af World Organization ot the Scout Movement (WOSM) og unnar af WOSM­Interamerica og WOSM­Europe. Mörg einstök skátabandalög víða um heim hafa sett í gang sambærilega vinnu. Írska skátabandalagið er þar framarlega í flokki og hefur vinnan hér á landi notið stuðnings af samstarfi við það. Hér er um að ræða nýjan starfsgrunn

fyrir skáta á Íslandi. Grunn sem leitar til upphaflegra gilda skátastarfsins en á nýjum og breyttum forsendum sem eru í takti við samtímann. Eins og segir í formála að útgáfu WOSM á Handbook for Cub Scout Leaders „er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem við höfum handbærar raunhæfar uppeldisfræðilegar leiðbeiningar sem byggja á faglegum og fræðilegum grunni.“

Í handbókunum má á aðgengilegan hátt finna útskýringar á hugmynda­ og aðferðafræði skátahreyfingarinnar. Skátadagskrá handbókanna endurheimtir hina upprunalegu skátahugsjón sem Baden Powell kynnti fyrir rúmri öld. Hún endurlífgar þá táknrænu umgjörð sem hann mótaði þegar hann bauð því unga fólki sem í upphafi gekk skátahreyfingunni á hönd – að kanna ný svið og nema nýjar lendur. Ný skátadagskrá gerir okkur kleift að endurheimta og virkja hið raunverulega mikilvægi flokkakerfisins. Sé unnið eftir því kerfi verður óformlegur hópur vina virkt lærdómssamfélag, ­ samfélag sem byggist á sjálfstæðri, virkri og ábyrgri þátttöku skátanna sjálfra. Dagskráin undirstrikar líka merkingu athafnanáms með því að bjóða ungu fólki tækifæri til sköpunar, virkrar þátttöku og að þroskast af eigin reynslu. Handbækurnar leggja til áhugavert kerfi til sjálfseflingar. Kerfið grundvallast á því að veita hverjum skáta tækifæri til að setja sér persónulegar áskoranir til að ná tilteknum áfangamarkmiðum á þroskaferlinum. Dagskráin undirstrikar einnig þau lífsgildi, lífsfyllingu og farsæld í mannlegum samskiptum sem fólgin eru í skátaheiti og skátalögum.

Ný skátadagskrá Skátastarf – markviss menntun

Munið: http://stgildi.hraunbuar.is