8
1 ...nokkrir karlkyns nemendur Menntavísindasviðs hafi snúið starfsmönnum sviðsins í nokkra hringi í kringum fingur sína. Hópurinn útsjónasami situr nú og fundar í reykmettuðum bakherbergjum og búist er við stórfréttum frá þeim fljótlega. Geitin - heimsyfirráð eða dauði. ...að meðlimir eldriborgarakórsins sem æfir saman í Fjöru séu búnir að skrá sig í kennaranám næsta haust. Búist er við því að hópurinn verði áberandi á göngum skólans því hann á það til að bresta í söng án minnsta fyrirvara. ...undirskriftalistar gangi nú á meðal kennara og nemenda um að fá Baunina til að selja tyggjó. Vertinn býr sig undir að veita harða mótspyrnu við þessum hugmyndum enda eindreginn andstæðingur slíks munaðar. “Það er alveg með ólíkindum hvað mörgum tyggjóum var klínt undir borðin í matsalnum hérna áður fyrr, ég vil ekki sjá þennan óbjóð” sagði vertinn um málið sem er greinilega prinsipp maður. ...skiptinemar séu skemmtilegir og bíti engan sem hættir sér í samtöl við þá. ...skíðaferð nemendafélaganna Menntavísindasviðs á Akureyri hafi verið snilld. Margir komust á skíði á laugardeginum, hinsvegar hafi áberandi fáir ferðalangar á ferli á sunnudeginum... þrátt fyrir að ókeypis hafi verið í fjallið. Sæmundur kann engar skýringar á þessu en málið verður áfram til rannsóknar. Heyrst hefur að... Heyrst hefur að... Heyrst hefur að... - Sæmundur - Janúar 2012 - 1. tölublað, 2. árgangur Útgefandi: Stúdentafélag Kennó Ritstjóri og ábm.: Þorleifur Örn Gunnarsson [email protected] Aðrir sem komu að blaðinu: Anna S. Sigurjónsdóttir Aðalheiður Kristjánsdóttir Ásdís Hanna Bergvinsdóttir Kristjana Björk Traustadóttir Ólöf Rut Halldórsdóttir Meðal efnis tölublaðsins: Hreyfing og heilsa í leikskólakennaranámi Háskólapólitíkin skiptir máli! Púlsinn tekinn á útskriftarefnum Munum að kjósa til Stúdenta- og Háskólaráðs í kosningunum 1. og 2. febrúar! Kosning fer fram í gegnum UGLUNA

Sæmundur (1. tbl, 2. árg.)

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Skólablað Stúdentafélags Kennó

Citation preview

Page 1: Sæmundur (1. tbl, 2. árg.)

1

...nokkrir karlkyns nemendur Menntavísindasviðs hafi snúið starfsmönnum sviðsins í nokkra hringi í kringum

fingur sína. Hópurinn útsjónasami situr nú og fundar í reykmettuðum bakherbergjum og búist er við stórfréttum

frá þeim fljótlega. Geitin - heimsyfirráð eða dauði.

...að meðlimir eldriborgarakórsins sem æfir saman í Fjöru séu búnir að skrá sig í kennaranám næsta haust.

Búist er við því að hópurinn verði áberandi á göngum skólans því hann á það til að bresta í söng án minnsta

fyrirvara.

...undirskriftalistar gangi nú á meðal kennara og nemenda um að fá Baunina til að selja tyggjó. Vertinn býr sig

undir að veita harða mótspyrnu við þessum hugmyndum enda eindreginn andstæðingur slíks munaðar. “Það er

alveg með ólíkindum hvað mörgum tyggjóum var klínt undir borðin í matsalnum hérna áður fyrr, ég vil ekki sjá

þennan óbjóð” sagði vertinn um málið sem er greinilega prinsipp maður.

...skiptinemar séu skemmtilegir og bíti engan sem hættir sér í samtöl við þá.

...skíðaferð nemendafélaganna Menntavísindasviðs á Akureyri hafi verið snilld. Margir komust á skíði á

laugardeginum, hinsvegar hafi áberandi fáir ferðalangar á ferli á sunnudeginum... þrátt fyrir að ókeypis hafi

verið í fjallið. Sæmundur kann engar skýringar á þessu en málið verður áfram til rannsóknar.

Heyrst hefur að...Heyrst hefur að...Heyrst hefur að...

- Sæmundur - Janúar 2012 - 1. tölublað, 2. árgangur

Útgefandi:

Stúdentafélag Kennó

Ritstjóri og ábm.:

Þorleifur Örn Gunnarsson

[email protected]

Aðrir sem komu að blaðinu:

Anna S. Sigurjónsdóttir

Aðalheiður Kristjánsdóttir

Ásdís Hanna Bergvinsdóttir

Kristjana Björk Traustadóttir

Ólöf Rut Halldórsdóttir

Meðal efnis tölublaðsins:

Hreyfing og heilsa í leikskólakennaranámi

Háskólapólitíkin skiptir máli!

Púlsinn tekinn á útskriftarefnum

Munum að kjósa til Stúdenta- og Háskólaráðs í

kosningunum 1. og 2. febrúar!

Kosning fer fram í gegnum UGLUNA

Page 2: Sæmundur (1. tbl, 2. árg.)

2

Kæru samnemendur

Síðustu vikur hafa þeir nemendur sem mætt hafa í skólann mögulega orðið varir við að nú fer fram

kosningabarátta. Tvær fylkingar bjóða fram og tilheyra hinni alræmdu háskólapólitík.

Fyrst ber að nefna, svo allt sé uppi á borðinu, að höfundur sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands

(SHÍ) fyrir ónefnda fylkingu. Þessi pistill er þó skrifaður í tilraun til að sigla undir fána hlutleysis.

En ég er ekki hlutlaus

Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvað sé hlutleysi og hvort að það sé í raun æskileg afstaða.

Ég ákvað að láta mig hagsmunamál stúdenta varða, þau skipta ekki bara okkur máli... þau skipta

mig máli. Ég er stúdent og ég get því ekki látið sem ég sé hlutlaus (fyrir utan hagsmuni komandi

kynslóða stúdenta). Þetta er einhverskonar línudans milli eigingirni og fórnfýsi... því trúið mér, það

tekur ótrúlega mikinn tíma að starfa innan SHÍ. Ég verð þó að undirstrika að störf mín innan SHÍ

voru mér ómetanleg reynsla og fullkomið dæmi um óformlegt nám innan Háskóla Íslands (svo ég

leyfi mér að vitna ögn í kennslufræði). Mörgum af mínum bestu vinum kynntist ég til dæmis í

gegnum félagsstörf háskólapólitíkurinnar.

Af hverju skiptir þetta okkur máli?

Stúdentaráð á að verja hagsmuni stúdenta. Þetta kann að hljóma einfalt en krefst þess að meðlimir

þess (sem og vakandi stúdentar) séu ævinlega á varðbergi. Háskóli Íslands hefur ekki farið varhluta

af niðurskurðinum undanfarið. Nauðsynlegt er að innan stjórnsýslu Háskólans séu stúdentar með

öfluga málsvara sem geta milliliðalaust hrópað athugasemdir þegar yfirvöld fara villur vega.

Yfirvöld í þessu samhengi geta verið bæði menntamálaráðherra sem ákvarðar framfærslugrunn

LÍN (þ.e. hversu há námslán venjulegur námsmaður þarf til að framfleyta sér); sem og

háskólayfirvöld sem ákveða að hafa sjúkrapróf haustannar í júní eða leggja til skólagjöld við HÍ.

Pólitík er ekki í tísku

Eftir efnahagshrunið árið 2008 varð þróun síðustu áratuga enn greinilegri en ella. Skoðunin að

“stjórnmálamenn séu spilltir eiginhagsmunaseggir sem eiga lítið sem ekkert sameiginlegt með

venjulegu fólki” er ríkjandi. Ungt fólk hefur alist upp í þjóðfélagi þar sem vilji til að vinna í þágu

heildarinnar er misskilinn fyrir framapot einstaklings. Persónulega finnst mér það skiljanlegt en af

sama skapi er nauðsynlegt að rifja upp hvað það þýðir að búa í lýðræðislegu þjóðfélagi. Lýðræði

byggir á því að hver sem er geti látið rödd sína heyrast í krafti málfrelsis, tekið þátt í félagskap í

krafti félagafrelsis og að lokum beitt atkvæði sínu til að veita þeim brautargengi sem bergmála

sameiginlegar skoðanir. Kjörsókn, það er fjöldi atkvæða, hefur verið afar léleg undanfarin ár.

Tæplega þriðjungur stúdenta HÍ nennir að kjósa, þrátt fyrir að kosningin fari fram rafrænt í gegnum

Ugluna. Er það eðlilegt? Annaðhvort er lélegt bergmál eða kjósendur eru latir.

Háskólapólitík skiptir máli!Háskólapólitík skiptir máli!Háskólapólitík skiptir máli!

Page 3: Sæmundur (1. tbl, 2. árg.)

3

Þorleifur Örn Gunnarsson

[email protected]

Kosningarétti fylgir ábyrgð

Það er ekki sjálfgefið að hafa kosningarétt og ég hef á tilfinningunni að hann sé vanmetinn á

Íslandi. Að því gefnu að flestir Íslendingar kjósi að búa í lýðræðisríki þá virkar atkvæði hvers og

eins ekki nema að það sé upplýst. Til þess að kosningar séu marktækar og endurspegli vilja

meirihlutans þá verða kjósendur að kynna sér málefnin. Það gengur ekki að varpa ábyrgðinni á að

þekkja málefni sín yfir á þessa fáu frambjóðendur. Þetta er fórnarkostnaður lýðræðisins, hann krefst

þess að fólk fylgist með málefnum líðandi stundar, lesi fréttir, kosningaloforð, kynnist

frambjóðendum og meti dómgreind þeirra eftir bestu getu. Nú ef enginn bergmálar þína skoðun þá

getur þú hæglega boðið þig fram, þú þarft ekki að sætta þig við óhæfa frambjóðendur.

Háskólapólitík

Það fólk sem ég hef kynnst í gegnum háskólapólitíkina hefur flest allt starfað af heilindum, metnaði

og af áhuga fyrir hagsmunum stúdenta. Frambjóðendur eru sammála um margt en lykillinn að vel

vörðu atkvæði felst í því að finna andstæðurnar. Það er til dæmis enginn á móti fjölbreyttum og

ódýrum húskosti fyrir stúdenta.

Síðustu daga höfum við alveg mögulega orðið vitni að nokkrum hlutum sem gera

háskólapólitíkina spes: fulltrúar þeirra fylkinga sem verða í framboði koma inn í skólabyggingar

með kaffi, nammi og málefnapésa; á borðum, stólum (og í ruslafötum) birtust mislitir pésar sem

reyndu að höfða til kjósenda; þú fékkst símtal frá þessum fylkingum þar sem reynt var að sannfæra

þig um að kjósa rétt; skyndilega var þér boðið í allskonar partý með fólki sem þú þekkir lítið sem

ekkert, allt undir merkjum fylkinga. Það er ekki nema von að stór hluti nemenda verði afhuga

kosningarétti sínum til þessa fyrirbæris sem minnir einna helst á hallærislega menntaskólabaráttu.

Tökum samt þessum fulltrúum vel, sýnum þolinmæði og kurteisi. En....

Látum koma fram við okkur eins og fullorðið fólk!

Látum ekki blekkja okkur. Frambjóðendur eiga að vita af hverju þeir eru í framboði. Málefni

stúdenta snerta ÞIG og þau skipta máli. Stúdentaráð eru starfandi um allan heim sem hafa mörg

haldið uppi öflugri og áberandi baráttu gegn ákvörðunum sem ganga þvert á hagsmuni stúdenta.

Skemmst er frá því að minnast þegar tugþúsundir stúdenta gengu um London í nóvember 2010

gegn hækkun skólagjalda. Tugþúsundir!

Í fyrra hófust mikil fjöldamótmæli í Chile. Camilla Vallejo, 23 ára landafræðinemi og

formaður Stúdentaráðs Háskóla Chile, veitti mótmælunum ákveðna forystu og var fyrir vikið valin

ein af 100 manneskjum sem skiptu máli árið 2011 að mati TIME-tímaritsins fyrir vasklega

framgöngu sína. Stúdentar geta haft áhrif. Stúdentaráð þarf ekki að vera til skrauts.

Ekki láta blekkjast af smákökum, kaffi og tilboði á bar! Kynntu þér málin, spurðu erfiðra

spurninga, skoðaðu vefsíður, mátaðu málefni við skoðanir þínar. Taktu afstöðu og skálum svo

saman fyrir lýðræðinu, því lýðræðið er lúxus en ekki ókeypis kaffi.

Page 4: Sæmundur (1. tbl, 2. árg.)

4

Sveinn Hólmar Guðmundsson

(Grunnskólakennarafræði - dönskukjörsvið)

Aldur og staðnám/fjarnám: 25 ára í staðnámi

Hvernig leggst B.Ed. verkefnið í þig og um hvað ætlar þú að skrifa?

Það leggst mjög vel í mig, ég er farinn að þekkja hvern krók og kima á bókasafninu og veit sirka hvað eru mörg göt á töflunni í lesaðstöðunni. Ég ætla að skrifa um tækninotkun í tungumálakennslu og bæði að fjalla um það út frá kennslu í dönsku sem og ensku. Ætlunin er að skoða tækninotkun í víðum skilningi; þar með talið netið, myndir og myndbönd, vídjógerð nemenda, tölvur og almennt hvaða tækni sem hægt er að notast við. Ritgerðin verður byggð á rannsóknum og verkefni sem heitir Divis.

Ætlar þú beint í masterinn?

Nei. Ég vil fá smá tíma til að hugsa mig um og sjá hvernig mastersnámið þróast. Ég veit ekki hvað ég er að fara að gera næsta haust. Vinna og kannski fara í þróunaraðstoð og vinna erlendis.

Baldvina Björk Jóhannsdóttir Leikskólakennarafræði Aldur og staðnám/fjarnám: 23 ára í staðnámi Hvernig leggst B.Ed lokaverkefnið í þig og hvað á að taka fyrir?

Bara alveg ágætlega. Ég er að gera handbók eða bækling um mikilvægi leiks

ásamt Hafrúnu vinkonu minni. Ætlar þú að fara beint áfram í masterinn í haust? Ég er bara ekki búin að ákveða það.

Page 5: Sæmundur (1. tbl, 2. árg.)

5

Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir

(Grunnskólakennarafræði - Náttúrufræðikjörsvið)

Aldur og staðnám/fjarnám? 24 ára í fjarnámi

Hvernig leggst B.Ed lokaverkefnið í þig og hvað á að taka fyrir?

B.Ed. lokaverkefnið leggst bara vel í mig. Ég ætla að gera

líffræðispil. Spilið mun vera spurningaspil og var ég að hugsa

um að hafa þrjá styrkleika af spurningum, yngsta stig, miðstig

og unglingastig. Annars er þetta allt í vinnslu.

Ætlar þú að fara beint áfram í masterinn í haust?

Ég hugsa að ég byrji í masternum í haust. Er ekkert svakalega spennt fyrir því en ég held að það sé

betra að klára þetta bara.

Elínborg Ásdís Árnadóttir

(Grunnskólakennarafræði - Samfélagsfræðikjörsvið) Aldur og staðnám/fjarnám?: 25 ára í staðnámi

Um hvað ætlar þú að skrifa í lokverkefninu þínu?

Lokaverkefnið mitt er sem sagt verkefnasafn í samfélagsfræði sem er mótað út frá lokamarkmiðum aðalnámskrár sem og grunnþáttum nýrrar námskrár eins og sjálfbærni. POW!

Hvernig fékkstu hugmyndina?

Hugmyndin mótaðist í raun eftir gott spjall við leiðbeinandann minn. Ég var í fyrstu að velta fyrir mér að gera námsbók en fékk svo hugmyndina

að gera verkefnahefti sem gæti gagnast mér í framtíðinni (sem og öðrum). Ég vildi gera eitthvað sem ég gæti nýtt mér í kennslu.

Ertu byrjuð á verkefninu og hvernig leggst þetta í þig?

Ég er byrjuð þó þetta fari hægt af stað! ég fæ vissulega kvíðaköst af stressi reglulega - en er það ekki bara eðlilegt?

Ætlaru beint í masterinn?

ég er á báðum áttum, mig langar rosa að klára þetta strax en svo langar mig líka að taka smá pásu eða fara út til útlanda í nám þó það væri ekki nema bútasaumsnámskeið í Hollandi!

Page 6: Sæmundur (1. tbl, 2. árg.)

6

Hér á landi fer þeim leikskólum sífellt

fjölgandi sem kenna sig við heilsu. Eru þetta

leikskólar sem vinna eftir ákveðinni

heilsustefnu, setja sér markmið út frá henni og

vinna markvisst að því að auka og bæta

hreyfingu, listsköpun og næringu innan

leikskólans. Auk þessa hefur hver og einn

leikskóli sín einkenni og áherslur.

Í dag eru alls sjö leikskólar sem starfa eftir

heilsustefnunni og á þeim eflaust eftir að fjölga í

náinni framtíð meðfram aukinni áherslu á

heilsusamlegt líferni í íslensku samfélagi.

Í ljósi þess hversu mikið er fjallað um

heilsuleikskóla í leikskólasamfélaginu og hve

margir þeir eru orðnir fór pistlahöfundur að

kanna hversu mikið af námskeiðum tengdum

hreyfingu og næringu væru í boði fyrir

leikskólakennaranema á Menntavísindasviði í

HÍ. Þegar búið var að fara yfir námsskipulag

fyrstu þriggja ára námsins kom það í ljós að

einungis er eitt skyldunámskeið sem snýr að

þessum þáttum og er það námskeiðið Hreyfing

og tjáning. Auk þessa eina áfanga sem

nemendur eru skyldugir til að taka eru einungis

tvö valnámskeið í boði fyrir nemendur tengd

hreyfingu. Á sama tíma eru fjölmörg námskeið

tengd náttúru og útikennslu í boði; sem er að

mörgu leyti mjög gott í ljósi þess hversu

Grænfánastefnan er orðin útbreidd hér á landi.

Ég velti því fyrir mér hvort ekki megi jafna

þetta betur út og bjóða nemendum upp á þann

möguleika að geta valið um fleiri námskeið

tengd hreyfingu og íþróttakennslu í leikskólum?

Það er jú nauðsynlegt að fólk sé meðvitað um

heilbrigt líferni og hvað sé nauðsynlegt fyrir

börn í þeim efnum, sérstaklega í ljósi nýlegra

umræðna um offitu barna á Íslandi.

Undirrituð er mjög hlynnt stefnu

Hreyfing og heilsa

í leikskólakennaranámi Höfundur: Aðalheiður Kristjánsdóttir

Leikskólakennaranemi á 4. misseri

Page 7: Sæmundur (1. tbl, 2. árg.)

7

heilsuleikskólanna og vill því ólm fá meiri

hreyfingu inn í nám leikskólakennaranema við

HÍ, án þess þó að þurfa að keyra á Laugarvatn til

að sækja námskeið tengd hreyfingu eins og

virðist vera eini kosturinn þessa stundina. Væri

ekki hægt að nýta þetta fína íþróttahús sem við

höfum við Sæmundargötu og vekja þannig

áhuga nemenda á hreyfingu leikskólabarna og

gera verðandi Leikskólakennara almennt

meðvitaða um mikilvægi þessa þáttar í námi

leikskólabarna?

Undirrituð fór eitt sinn í heimsókn á leikskóla

hér í borginni sem leggur mikið upp úr

hreyfingu barnanna. Þetta er leikskólinn

Ægisborg sem er staðsettur í vesturbæ

Reykjavíkur og setti starfsfólk leikskólans af stað

þróunarverkefni í samstarfi við íþróttafélagið KR

þar sem leitast var við að efla hreyfingu

leikskólabarna. Þróunarverkefnið fékk nafnið

Hreyfing, leikur og heilsubót og hófst haustið

2008 og stóð til vors 2010. Markmið þessa

verkefnis var að auka markvissa hreyfingu

barnanna og efla samskipti á milli íþróttafélaga

og leikskóla. Gefinn var út mjög áhugaverður

dvd-diskur um þetta þróunarverkefni sem hægt

er að fá lánaðan á þessu fína bókasafni okkar

hér í Stakkahlíð.

Það þróunarverkefni sem unnið var á Ægisborg

er gott dæmi um það hvernig hægt er að ýta

undir hreyfingu leikskólabarna með einföldum

hætti þó aðstaða sé ekki endilega til staðar í

leikskólanum sjálfum.

Gerum leikskólasamfélagið meðvitaðra um

mikilvægi hreyfingar fyrir leikskólabörn með því

að mennta leikskólakennara og auka þekkingu

þeirra á þessu sviði.

SudokuSudokuSudoku ef stund gefst milli stríða...ef stund gefst milli stríða...ef stund gefst milli stríða... LéttLéttLétt ErfiðErfiðErfið

....stundum þarf maður bara að hafa eitthvað með kaffinu!....stundum þarf maður bara að hafa eitthvað með kaffinu!....stundum þarf maður bara að hafa eitthvað með kaffinu!

Page 8: Sæmundur (1. tbl, 2. árg.)

8

Hvað er framundan í félagslífinu?Hvað er framundan í félagslífinu?Hvað er framundan í félagslífinu?

Vorönn

Viðburðir 2011Viðburðir 2011--20122012

Haustönn

Nýnemagleðin 2.sept

Októberfest 16.sept

Vísindaferð í Vífilfell 16.sept

Laugarvatnsferð 1.okt

Vísindaferð í Ölgerðina 7.okt

Halloween 28.okt

Vísindaferð í Saga Film 1. nóv

Bjórkvöld 11. nóv

PRÓFLOKADJAMM 16. des

Fjölskyldujólaball 18. des

Það er ennþá hægt að skrá sig í nemendafélagið þar sem meðlimir fá ýmsa afslætti, forgang í ferðir og ódýrari árshátíðarmiða! Upplýsingar veitir Hafþór ([email protected])

Ein lausn: Maðurinn byrjar á því að kveikja á rofa nr. 1, því næst bíður hann í eins og einn sólarhring. Þá slekkur hann á rofa nr. 1 og kveikir á rofa nr. 2. Þá opnar hann hurðina og lokar á eftir sér. Maðurinn sér strax hvaða pera gengur að rofa nr. 2, þar sem að það er kveikt á henni. Næst þreifar hann á hinum tveimur perunum og finnur að önnur þeirra er heit en sú hin sama tengist þá rofa nr. 1 enda ætti hún að vera vel heit eftir sólarhringsnotkun. Þá er einungis rofi 3 eftir sem gengur þá að síðustu perunni, sem er dimm og köld.

20.jan—Skíðaferð

26.jan—Vísindaferð í HA?

3.feb—Keilukeppni Kennó vs. Tumi

10.feb—Vísindaferð í Já Ísland

17.feb—Pub quiz Kennó vs. Tumi

24.feb—Vísindaferð í Kennarasamband Íslands

9.mars—Vísindaferð í NOVA

24.mars—ÁRSHÁTÍÐ Menntavísindasviðs

Gáta (því þær eru skemmtilegar)

Hvaða rofi gengur að hvaða ljósaperu? Maður stendur frammi á gangi þar sem þrír tölusettir rofar (1, 2 og 3) eru á

veggnum. Í lokuðu herbergi rétt hjá rofunum eru þrjár ljósaperur merktar með

bókstöfunum A, B og C. Verkefni mannsins er að finna hvaða rofi gengur að

hvaða ljósaperu. Maðurinn hefur endalausan tíma en þegar hann hefur opnað

dyrnar verður hann að fara inn í herbergið og loka á eftir sér. Því næst verður

hann að ákveða hvaða rofi gengur að hvaða ljósaperu.

...svarið er hér að neðan, REYNDU samt fyrst!

(tekið af Vísindavef Háskóla Íslands)