Grafík aðal

Preview:

DESCRIPTION

graphic archive

Citation preview

Grafísk hönnun - Umsókn fyrir haustið 2013

Uppstilling af plöntu, pappa og viði.Skólaverkefni; teikning 4. Blýantur á A3 blað, janúar 2013.

Módelteikningar af manni, 20 mín f.ofan og 10 mín f.neðan. Skólaverkefni; módel 1.Blýantur á brúnar arkir, ca 1.0m x 0,6m, september 2012.

Litlar hraðskissur af manni. Skólaverkefni, mótun 1. Jarðleir, janúar 2013.

Kona í stól.Skólaverkefni, mótun 1.Jarðleir, ca 7 x 5 x 13 cm, janúar 2013.

Skissur af ballettdönsurum.Blýantur á A4 blöð, janúar 2013.

Módelteikning af konu, 20 mín. Skólaverkefni, módel 2. Vatnsleysanlegt blátt blek á hvíta örk, ca 0,7m x 1,2m, janúar 2013.

Hraðskissur af konu.Skólaverkefni, módel 2. Hvítt vatnsleysanlegt blek á brúnar arkir, ca 10cm x 15cm,janúar 2013.

Skissa af konu. Blýantur á A5 blað,janúar 2013.

Teikning úr skissubók,Samuel L. Jackson. Blýantur á A4 blað, febrúar 2013.

Teikning úr skissubók:Afi lítill. Blýantur á A5 blað, ágúst 2012.

Skissa: Hreinsunarferlið. Blýantur og blekpenni á A4 blað, desember 2012.

Mynstur.Blek, artliner og blýantur á 23cm x 23cm blöð, október 2012.

Beinar línur mynda hring. Línuteikning með artliner á A3 blað, október 2012.

Hönnun á plötu- og geisladiska umslagi,í raunstærð.Blýantur og blekpenni á pappír,október 2012.

Maðurinn í flöskunni. Blýantur á A5 blað, teikningar beggja megin. Límt á glerflösku sem er fyllt með vatni. Þá verður bakhliðin óræð og hægt að breyta því sem “maður sér” og “sér

mann” í gegnum flöskuna með því að hreyfa hana til, september 2012.

Nervus?

V.m: Prentað með þurrnál á grafík pappír og vatnsleysanlegt blek notað í bakgrunn. Stærð A5H.m: Teiknað með artliner penna og blýanti, appelsínugulur hjúpur lagður yfir í photoshop. Stærð A5.Teikning gerð í desember 2012, frekari úrvinnsla í mars 2013.

Kagglar.Fígúrur unnar í skissubók,nóvember 2010 til júní 2011. Settar saman haustið 2011.Blýantur, blekpenni, tússlitir og trélitir á A5 blöð.

ACTION MAN

Verkið hófst í nóvember 2012 í Litafræði II á stop motion myndbandi (dvd diskur og vefslóð fylgja möppu.) Efniviðurinn er pappi, hvítt gerviefni, trjágreinar, action man dúkka og hvít akríl málning.Verkið þróaðist síðar út í frekari útfærslur og tilraunir með rauðum og bláum lífrænum formum og línum sem gætu líka verið hluti af einhvers konar landslagi og náttúru, já eða þá líkama.Ég málaði þrjú málverk með akríl málningu á striga sem eru 45cm x 65cm á tímabilinu desember 2012 til febrúar 2013 sem beintengjast myndbandinu og bera því líka titilinn Action Man.

Æðarnar, sinarnar, hjartað og vöðvaverkirnir;

þar getur maður gleymt sér og unað við þrautir og leik.Þar flýtur vatnið eins og foss í sveit

og bakteríurnar sitja á beit í ónæmiskerfi hinna blóðrauðu dala, við rætur beinhvítra jökla

og æðagrasbalaalveg niður að ökkla.

Þar stendur bær með burstir fjórar og ástfangið par veltist um í svitadögginni,

faðmlög og kossar.Þar skal okkur vera borgið um ókomna tíð.

Stillur úr Action Man myndbandinu:

Slóðin er:http://www.youtube.com/watch?v=FY_zMjYk0jU

Gamla fólkiðPortrett myndir af gömlu fólki gerðar í júní 2012. Ég datt inn

í hrukkur og misfellur á húð í teikningunni og síðan með litunum. Mér fannst eins og með því að detta inn í hrukkurnar gæti ég lært, öðlast

reynslu með teikningunni. Einhversstaðar í skissubók hafði ég skrifað;

,,ég hlakka til að fá hrukkur; verða ljóslifandi sögubók þar sem blaðsíðurnar eru faldar í fellingum andlitsins.’’

Niðurstaðan varð þessar þrjár myndir. Mig langar að vinna meira með þetta þema og

setja jafnvel í samhengi við gamlar ljósmyndir af gömlu fólki sem er orðið stíft eftir langa setu fyrir framan gömlu myndavélarnar. Þær

virðast eiga eitthvað mjög skrítið sameiginlegt með þessum teikningum og málverkum sem verða líka eins og stirnuð vegna tímans sem fer í

hverja misfellu.

Gamli. Teikning með blýanti á A3 blað,júní 2013.

Samanbitnar varir. Blýantur, akríl og gouache á striga,stærð 20cm x 35 cm,júní 2012.

Amma dauði.Akríl og gouache á striga, stærð 20cm x 20cm,júlí 2012.

Balsa-skúlptúr

Skúlptúr úr balsaviði, pappa og strengjum.Gerður í áfanganum þrívíð formfræði,október 2012.

Líkaminn settur á stall.

ð

Bókverk, unnið í indesign og photoshop. Slóðin til að sjá verkið í heild sinni er:http://issuu.com/katrinhelena/docs/katrinhelenaaDesember 2012.

ð

HuldaSamstarfsverkefni unnið í Myndlistaskólanum.

Teikning í rými, febrúar 2013Myndband fylgir á næstu síðu, bæði vefslóð og DVD diskur.

Stillur úr myndbandinu:

Slóðin er: http://www.youtube.com/watch?v=PybfP25c_sc

Ljósmyndir

Viktor Pétur í Eyðidal.Umhverfisportrett tekið á canon EOS rebel T2i digital myndavél, ágúst 2012.

Vala!Ljósmyndir teknar á canon EOS rebel T2i digital myndavél,ágúst 2012.

París.Ljósmyndir teknar á Canon AE-1 filmuvél með svart/hvítri filmu, maí 2008.

Recommended