4
Lagskipt súkkulaðimús með jarðarberjum og kívíi Glæsilegur eftirréttur sem gaman er að búa til. Þeim sem vilja fara einföldu leiðina er alveg óhætt að bera músina staka fram með ávaxtamaukinu til hliðar.

Lagskipt súkkulaðimús með jarðsrberjum og kívíi

Embed Size (px)

Citation preview

Lagskipt súkkulaðimús með jarðarberjum og kívíi

Glæsilegur eftirréttur sem gaman er að búa til. Þeim sem vilja fara einföldu leiðina er alveg óhætt að bera músina staka fram með

ávaxtamaukinu til hliðar.

Innihald

• Uppskriftin er handa 8-10 manns.

• 200 g Síríus Konsum 70% súkkulaði

• 50 g smjör, mjúkt

• 3 egg, aðskilin

• 100 ml rjómi

• 25 g flórsykur

• 3 kíví

• 200 g jarðarber

• Ristaðar heslihnetur til skreytingar

Aðferð

• Bræðið súkkulaðið ásamt smjörinu í vatnsbaði.

• Aðskilijð eggin og stífþeytið eggjahvíturnar.

• Blandið eggjarauðum, rjóma og flórsykri saman í annarri skál.

• Hrærið eggjarauðublönduna saman við brædda súkkulaðið.

• Blandið stífþeyttu eggjahvítunum varlega saman við súkkulaðið með sleikju. Látið músina kólna aðeins.

• Afhýðið kívíið og maukið það. Maukið einnig jarðarberin.

Aðferð

• Takið 6 há og mjó glös og setjið 3 tsk. af jarðarberjamauki á botninn á hverju glasi; notið teskeið með löngu skafti.

• Setjið súkkulaðimúsina í sprautupoka með löngum stút og sprautið svolitlu af henni í hvert glas.

• Setjið 3 tsk. af kívímauki ofan á súkklaðiðmúsina og sprautið síðan öðru lagi af súkkulaðimús ofan á.

• Skreytið glösin með hnetum. Raðið glösunum á bakka og kælið músina í minnst 2 klukkustundir í ísskáp.

Verði ykkur að góðu!