5
Smákökur milljónamæringsins Ómótstæðilegir sætir bitar í þremur lögum. Kexbotn, karamellufylling og súkkulaðihjúpur.

Smákökur Milljónamæringsins

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Smákökur Milljónamæringsins

Smákökur milljónamæringsins

Ómótstæðilegir sætir bitar í þremur lögum. Kexbotn, karamellufylling og súkkulaðihjúpur.

Page 2: Smákökur Milljónamæringsins

Innihald• 125 g smjör, kalt• 50 g sykur• 175 g hveiti• 150 g ristaðar macadamia-hnetur, jarðhnetur án hýðis eða afhýddar möndlur, gróft

saxaðar

Karamellufylling og súkkulaðihjúpur:• 115 g smjör• 100 g sykur• 1½ dl rjómi• 2 msk. síróp• 200 g Síríus rjómasúkkulaði, saxað• 50 g Cadbury’s Dream hvítt súkkulaði

Page 3: Smákökur Milljónamæringsins

Aðferð - botn• Hitið ofninn í 150°C. Smyrjð ferkantaða ofnskúffu, 23 cm á

kant, vel og klæðið hana að innan með bökunarpappír. • Myljið smjör, sykur og hveiti saman í skál þar til úr verður mjúk

mylsna. • Þrýstið mylsnunni á botninn á ofnskúffunni og þrýstið

hnetunum þar ofan á. • Bakið í 30 mínútur eða þar til botninn er orðinn ljósgylltur.

Takið ofnskúffuna úr ofninum og kælið.

Page 4: Smákökur Milljónamæringsins

Aðferð – kremfylling og súkkulaðihjúpur

• Hitið 100 g af smjöri og sykurinn saman í potti við hægan hita í um 10 mínútur, eða þar til blandan er orðin þykk.

• Bætið rjómanum út í ásamt sírópinu, hitið blönduna að suðu og hrærið stöðugt í á meðan.

• Lækkið hitann og hrærið vel í blöndunni í 5-10 mínútur, þar til karamellan er orðin þykk og gyllt að lit. Gætið þess að hræra vel niður í botninn og út með hliðunum. Ef brúnir blettir taka að myndast í karamellumassanum, bætið þá örlitlum rjóma út í. Hellið síðan karamellunni yfir mylsnubotninn og kælið í 20 mínútur.

Page 5: Smákökur Milljónamæringsins

Aðferð – kremfylling og súkkulaðihjúpur

• Sjóðið 4 matskeiðar af vatni í djúpum potti og bætið rjómasúkkulaðinu út í ásamt afganginum af smjörinu (15 g). Hrærið stöðugt í þar til súkkulaðið er bráðið.

• Jafnið súkkulaðikreminu yfir kökuna og kælið í 2 klukkustundir. Bræðið hvíta súkkulaðið gætilega, dreifið því yfir með teskeið og skerið kökuna síðan í bita með heitum hníf.

Verði ykkur að góðu!