8
02. tbl. febrúar 2017 Langþráð heimsmynd hefur nú loksins verið keypt fyrir Klúbbinn Geysi. Öflugur kynningarhópur hefur verið að störfum við að finna leiðir til þess að efla og styrkja Klúbbinn Geysi í hugum þeirra sem heiminn dvelja. Nú þegar hópurinn hefur afmarkað efnið verður hrundið af stað kynningarátaki til að ná markmiðum hópsins. Á myndinni er einn félagi að benda á nafla heimsmyndarinnar, þar sem fram fer mikil og öflug starfsemi. Í framhaldi af heimsmyndinni eru vonir bundnar við að utan hennar leynist mikill efniviður til ræktunar góðra hugmynda. Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir

02. tbl. febrúar 2017 - kgeysir.is02. tbl. febrúar 2017 Langþráð heimsmynd hefur nú loksins verið keypt fyrir Klúbbinn Geysi. Öflugur kynningarhópur hefur verið að störfum

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • 02. tbl. febrúar 2017

    Langþráð heimsmynd hefur nú loksins verið keypt fyrir Klúbbinn Geysi. Öflugur kynningarhópur hefur verið að störfum við að finna leiðir til þess að efla og styrkja Klúbbinn Geysi í hugum þeirra sem heiminn dvelja. Nú þegar hópurinn hefur afmarkað efnið verður hrundið af stað kynningarátaki til að ná markmiðum hópsins. Á myndinni er einn félagi að benda á nafla heimsmyndarinnar, þar sem fram fer mikil og öflug starfsemi. Í framhaldi af heimsmyndinni eru vonir bundnar við að utan hennar leynist mikill efniviður til ræktunar góðra hugmynda.

    Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is

    Facebook: Klúbburinn Geysir

  • 2

    Átt þú rétt á húsnæðisbótum?

    Skilyrði húsnæðisbóta 1. Umsækjandi og heimilismenn þurfa að vera búsettir í íbúðarhúsnæðinu og eiga þar lögheimili. 2. Umsækjandi um húsnæðisbætur þarf að hafa náð 18 ára aldri. Aðrir heimilismenn þurfa ekki að vera orðnir 18 ára. 3. Íbúðarhúsnæðið þarf að lágmarki að hafa eitt svefnherbergi, séreldunar-aðstöðu, sérsnyrtingu og baðaðstöðu. 4. Umsækjandi þarf að vera aðili að þinglýstum leigusamningi til amk. þriggja mánaða 5. Umsækjandi og aðrir heimilismenn, sem eru eldri en 18 ára, þurfa að gefa samþykki sitt til upplýsingaöflunar.

    Húsnæðisbætur eru ekki greiddar: a. Ef umsækjandi eða aðrir heimilismenn sem umsókn tekur til eru á sama tíma skráðir til heimilis í öðru íbúðarhúsnæði í annarri umsókn um húsnæðisbætur sem hefur verið samþykkt. Barn yngra en 18 ára getur þó talist heimilismaður hjá báðum foreldrum sínum eða forsjáraðilum.

    b. Ef leiguhúsnæði er ætlað til annarra nota en íbúðar eins og t.d. atvinnuhúsnæði, jafnvel þó að það sé leigt út til íbúðar. c. Vegna leigu á hluta úr íbúð eða einstökum herbergjum. Þó er heimilt að greiða húsnæðisbætur þegar einstök herbergi eru leigð ef um er að ræða:

    Sambýli námsmanna á heimavistum eða námsgörðum

    Sambýli fatlaðs fólks í húsnæðisúrræðum

    Sambýli einstaklinga á áfangaheimilum

    d. Ef einhver heimilismanna á rétt á vaxtabótum eru húsnæðisbætur ekki greiddar. e. Ef einhver heimilismanna er eigandi að leiguíbúðinni eða á ráðandi hlut í félagi sem á viðkomandi íbúð, annaðhvort einn eða með nákomnum fjölskyldumeðlimum. f. Þegar húsnæðisbætur eru þegar greiddar vegna sama íbúðarhúsnæðis. Sjá nánar: https://husbot.is/att-thu-rett-a-husnaedisbotum/

    Í allri vorstemningunni sem litað hefur landið það sem af er árinu hefur kviknað líf í Ferðafélagi klúbbsins. Haldnir hafa verið tveir fundir þar sem stiklað hefur verið á hugmyndum um hvert skyldi halda með vorinu. Efst stendur ferð til Spánar eða nánar tiltekið Almeríu, sem mun vera sólrík. Hugmyndin er að fara í ferðina í lok maí næstkomandi. Áhugasamir hafi samband við Helenu sem fyrst.

    Ferðafélagið fer á stjá

  • 3

    Heimsókn frá Green River House í Massachusetts

    Hjónin Nicholas Fleisher og Peggy Fiddler voru í heimsókn á Íslandi um miðjan janúar. Nicholas hefur unnið í 30 ár hjá Clinical & Suport Options (CSO), sem rekur Green River House í Massachusetts. Peggy hefur einnig unnið að geðheilbrigðismálum á svæðinu. CSO er einkarekið batterí sem þiggur opinbert rekstrarfé. Þetta er í fyrsta sinn sem þau koma til Íslands og áttu ekki nógu sterk lýsingarorð til þess að lýsa ánægju sinni með veru sína á landinu. Þau skoðuðu klúbbhúsið undir styrkri leiðsögn Steinars Almarssonar. Þau voru ánægð með Klúbbinn Geysi og sögðu hann í mörgu tilliti minna sig á Green River House. „Það er alltaf einhver tilfinning sem maður finnur um leið og komið er inn í klúbbhús,“ segir Nick. „Og hún er alltaf jafn góð, jafnvel þó að áherslur geti verið misjafnar og menningararlegur bakgrunnur ólíkur. Öll erum við að vinna að sama marki, að bæta hag þeirra sem glíma við geðsjúkdóma og leita bestu leiða á hverjum stað til þess að ná þeim markmiðum.

    Peggy og Nick ásamt Helenu og Tótu

    Nick og Peggy ásamt leiðsegjandanum Steinari

    Þriðjungur þess matar sem keyptur er inn á heimili fer beint í ruslið. Matur sem sóað er hefði mögulega getað brauðfætt milljónir manna og minnkað þá hungursneyð sem steðjar að ýmis staðar í heiminum. Þar að auki hefur framleiðsla matar oft talsverð neikvæð umhverfisáhrif sem þjóna þá engum tilgangi ef maturinn er

    ekki nýttur og eykur verulega við magn úrgangs sem þarf að urða. Hér er einnig um sóun á fjármunum að ræða þar sem heimili kaupa í rauninni of mikið af mat. Því fæst töluverður samfélagslegur, umhverfislegur og fjárhagslegur ávinningur af því að minnka matarsóun. Þótt málið sé flókið og margir aðilar

    komi að því geta nokkrar einfaldar

    breytingar á venjum okkar og rekstri

    fyrirtækja haft veruleg áhrif. Á

    þessari vefsíðu er að finna

    upplýsingar og ýmis ráð fyrir

    almenning og atvinnurekendur til að

    minnka matarsóun.

    Áhugaverð vefsíða: matarsoun.is

  • 4

    Mats

    eðill b

    irtu

    r m

    eð f

    yrir

    vara u

    m b

    reyti

    ng

    ar

    Mats

    eðill fy

    rir

    febrú

    ar

    2017

    n.

    Þri

    . M

    ið.

    Fim

    . F

    ös.

    Lau

    .

    1.

    Vo

    rrú

    llu

    r

    2.

    Py

    lsu

    r í

    bra

    i

    3.

    Sv

    ína

    hn

    ak

    ki

    í ra

    spi.

    4.

    6.

    Asp

    ass

    úp

    a

    7.

    Ste

    iktu

    r fi

    sku

    r

    8.

    Sp

    ag

    he

    tti

    bo

    lon

    ese

    9.

    Hla

    ðb

    orð

    10

    .

    Ha

    mb

    org

    ara

    r o

    g

    fra

    nsk

    ar

    11

    .

    Op

    ið h

    ús

    13

    .

    Pa

    sta

    sala

    t

    14

    .

    So

    ðin

    n f

    isk

    ur

    15

    .

    Slá

    tur

    16

    .

    Hla

    ðb

    orð

    17

    .

    Kjú

    kli

    ng

    ar

    og

    fra

    nsk

    ar

    18

    .

    20

    .

    Grj

    ón

    ag

    rau

    tur

    21

    .

    Plo

    kk

    fisk

    ur

    22

    . Me

    xik

    an

    ska

    r K

    jötb

    oll

    ur

    23

    .

    Hla

    ðb

    orð

    24

    .

    Pu

    rust

    eik

    25

    .

    27

    .

    Fis

    kib

    oll

    ur

    28

    .

    Sa

    ltk

    jöt

  • 5

    Nú er ekki seinna vænna að gera sig kláran fyrir Þorrablót Klúbbsins Geysis sem haldið verður fimmtudaginn 2. febrúar 2017. Að vanda verður blótið með hefðbundnu sniði, skemmtiatriði og flutt minni karla og kvenna, auk samsöngs fjölbreyttra

    raddheima.

    Verðið er kr. 2.800,- Skráning hófst um miðjan janúar. Staðfestingargjald

    kr. 1.500 skal greiðast eigi síðar en mánudaginn 30. janúar

    2017. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Að sjálfsögðu geta félagar

    tekið með sér vini og vandamenn.

    Þorrablót Klúbbsins Geysis

    Happdrætti Spurningakeppni

    Sagnaþurlur Minni karla og

    kvenna

    Fjöldasöngur Frábær matur

    súr og nýr

  • 6

    Jól og áramót í Köben Um síðustu jól og áramót dvaldi ég í Kaupmannahöfn. Þetta átti að vera gott frí og varð það. Ég er algjörlega laus við að hafa einhverjar hefðir um hátíðarnar. Þá er mér alveg sama hvort jólin séu hvít eður ei. Ég bjó í Danmörku í þrjú ár á yngri árum og ætti þar með að þekkja Danmörku og Dani nokkuð vel, en margt hefur breyst síðan ég kom fyrst til Danmerkur fyrir rúmum fjórum áratugum, sem má reyndar segja um allan heiminn. Þar sem þessi ferð til Danmerkur var mín önnur ferð þangað á síðasta ári, áttaði ég mig á því að ég hef ekki ferðast nóg um þetta annars ekki svo stóra land og fékk reyndar á tilfinninguna að ég ætti að flytja þangað aftur eða til einhvers annars lands þar sem ég hef líka komið, en það verður að koma í ljós. Þetta frí mitt var ekki algjört frí í fullkominni leti með tærnar upp í loftið og mikil rólegheit. Hluti af fríinu mínu í Kaupmannahöfn var að hjálpa systur minni, sem þar býr, að flytja og gera nýju íbúðina sína fína fyrir jólin og færa til að búa í. Það var verið að halda á kössum og húsmunum út í bíl og fara með upp margar hæðir auk þess að setja upp ýmis rafmagnstæki auk þess að þrífa allt, eins og raunar margir gera vel og ítarlega fyrir jólin. Þetta var mjög gefandi og jólin jafnvel gleðilegri fyrir vikið. Allt jólastúss er mikil vinna, eins og að skreyta og að sjá um matinn, eitthvað sem við hjálpuðumst öll við að gera. Fyrir utan systur mína voru nefnilega foreldrar okkar líka og systursonur minn að halda jólin hátíðleg og jólin voru samstarfsverkefni okkar. Til dæmis sá ég um hangikjötið á jóladag og útvegaði möndlugjöfina, sem er stundum siður að gefa heppnum á aðfangadag. Mikið var gert um jólin, en mun minna varð úr áramótunum, enda var það óþarfi þar sem Danir eru mikið sprengjufólk um áramótin, svo mikið að Íslendingum þykir nóg um þar sem það var eins og væri stríðsorrusta í hverfinu frá því snemma um gamlárskvöldið fram á rauða nýársnótt. Ég hef upplifað þetta áður í Danmörku og er eins og Danir missi sig

    alveg í áramótagleði sinni. Raunar get ég vel sagt að þetta frí hafi verið lærdómsríkt fyrir mig þar sem ég kynntist til dæmis dönsku þjóðinni aðeins betur. Til dæmis voru þar heilu löngu umræðuþættirnir um ávörp drottningarinnar og forsætisráðherrans. Rætt var meira segja um að drottningin hafi farið með málvillur á fjórum stöðum í sjónvarpsræðu sinni á gamlárskvöldi. Konungshöllin svaraði að það væri ekki drottningu að kenna heldur ræðuskrifara hennar (sem er bara hlægilegt!). Ég sá reyndar drottninguna í ferðinni, nánar tiltekið á sýningu jólaballettsins Hnotubrjóturinn í tónleikahöll Tívólís. Drottningin var heiðursgestur sýningarinnar þar sem hún hannaði bæði búninga og leikmynd sýningarinnar. Það má segja að hún sé atorkusöm og iðin, sem má kannski skýra vinsældir hennar (sjötíu prósent Dana vill halda í konungdæmið!). Þetta var endurnærandi og einnig endurnýjandi frí. Auk þess að takast á við flutninga var farið í gönguferðir, eitthvað að versla og sinnt daglegum verkum auk rólegheitanna. Að sjálfsögðu passaði ég mig á því að borða ekki of mikið og hreyfa mig of lítið. Síðan er þetta með frí almennt, það er að ég trúi ekki á algjört frí þar sem maður þarf að halda virkni sinni og maður fer aldrei í fullkomið frí frá málum sínum. Það skýrir það að ég var mikið í fartölvunni og símanum. Síðan má ekki gleyma að ég fór í boð og veislur

    Steinar sneiðir niður hangikjötið.

    Og jólatréð í stofu stendur. Myndin til hægri á veggnum

    er eftir Ásgeir Smára og Bing og

    Gröndal jólaplattar til vinstri.

  • 7

    Klúbburinn Geysir hefur fengið nýtt RTR – starf í hendurnar sem felur í sér almenna aðstoð í eldhúsi og matsal þeirra. Þetta er 50 % staða og er vinnutíminn frá kl. 10:00 til 14:00. Extreme Iceland er ferðaþjónustu-fyrirtæki sem sérhæfir sig í vetrarferðum fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Á skrifstofunni vinna um 30 manns og að auki kemur starfsfólk af verkstæði í mat. Vinnustaður er í Skútuvogi. Ráðið verður í starfið eins fljótt og hægt er.

    Áhugasamir geta haft samband við Tótu Ósk

    eða Helenu í klúbbnum í síma 551-5166.

    hjá skyldmennum og tengdu fólki sem ég á í Kaupmannahöfn og nágrenni þar sem danskar jólahefðir voru í fyrirrúmi, sem ég lærði á þeim tíma sem ég var búsettur í Danmörku og er greinilega tengjast sífellt nánari böndum.

    Steinar Almarsson

    Afmælisveislan fyrir félaga sem eiga afmæli í febrúar

    verður haldin þriðjudaginn 28. febrúar 2017 næstkomandi kl.

    14:00

    Steinar ásmat móður sinni Önnu Björku vel jólastemmdum.

    Kynningahópurinn fer vel af stað: Næsti fundur kynningar- og markaðssetningarhóps er 2. febrúar kl. 14.00. Allir þeir sem áhuga haf á framtíðarsýn og eflingu Klúbbsins Geysis mæti með jákvæðu orkuna í farteskinu. Fleirri fundir eru svo fyrirhugaðir í framhaldinu. Fylgist með á heimasíðu klúbbsins: kgeysir.is

    Dagana 12. til 30. júní mun einn starfsmaður og einn félagi fara til Oslóar í þjálfun í hugmyndafræði klúbbhúsa. Hér er óskað eftir félaga til að taka þátt í þjálfuninni. Viðkomandi verður að geta tjáð sig á ensku og haldið uppi samræðum á ensku. Upplýsingar og skráning í Geysi, hjá Tótu Ósk og/eða hjá Benna.

    Óskað eftir félaga í Þjálfun

    RTR fréttir

    Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur verið ráðin í RTR í Háskóla Reykjavíkur. Hún hóf störf 14. nóvember 2016. Í starfinu felst að sjá um kaffistöðvar skólans. Við óskum Ragnheiði hjartanlega til hamingju með starfið.

    Ragnheiður við eina kaffivélina í HR

  • 8

    Fimmtudagur 2. febrúar Þorrablót Geysis.

    Húsið opnað kl. 18:00

    Fimmtudagur 9. febrúar Bíó. Nánar auglýst síðar.

    Laugardagur 11. febrúar

    Opið hús 11:00-15:00

    Fimmtudagur 16. febrúar Ganga. Nánar auglýst síðar.

    Fimmtudagur 23. febrúar

    Opið hús 16:00-17:00

    Félagsleg dagskrá í febrúar 2017

    Deildarfundir Fundir í deildum eru haldnir á hverjum

    degi kl. 09:15 og 13:15. Þar er farið yfir verkefni sem liggja fyrir hverju sinni.

    Æskilegt er að félagar mæti á deildarfundina. Tökum ábyrgð og ræktum

    vináttuböndin.

    Klúbburinn Geysir er opinn alla virka daga frá kl. 08:30 -

    16:00, nema föstudaga er opið frá 08:30 - 15:00.

    Húsfundir Húsfundir eru miðvikudaga kl. 14:30. Þar er rétti staðurinn fyrir félaga til að

    koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í opnum umræðum.

    Allir að mæta!

    Sjúkraliðanemar í kynningu

    Þessi föngulegi hópur sjúkraliðanema kom í kynningu í Klúbbinn Geysi um miðjan janúar. Þær hafa allar verið í verklegu námi á geðdeildum LSH í vetur. Við óskum þeim velfarnaðar í framtíðnni. Með þeim á myndinni eru Kári og Tommi félagar í Klúbbnum Geysi.

    Leynigesturinn

    Leynigesturinn í síðasta tíma mannkynssögunámskeiðsins var Illugi Jökulsson rithöfundur með meiru. Hann fræddi okkur um gang fyrri heimstyrjaldar og þátt Tyrkja í henni. Hér er hann á mynd með einum þátttakanda, Alex og Kára og Sigurþóri sem höfðu veg og vanda að því að halda námskeiðið.