64
18.-20. september 2015 37. tölublað 6. árgangur SÍÐA 22 Heimurinn gleypti mömmu mína Það verður at í bókstaflegri merkingu um helgina hjá Eysteini Sigurðarsyni, ungum leikara sem útskrifaðist í vor. Hann leikur Tómas í leikritinu At sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld, föstudagskvöld, auk þess sem hann tekur við hlutverki Tomma í Línu Langsokki á sunnudaginn. Meðan á leiklistarnáminu stóð tókst hann á við alvarleg áföll, sambandsslit og móðurmissi. Móðir hans, Anna Kristín Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur, svipti sig lífi og fannst ekki í sex vikur. Þessar vikur sem leitin stóð yfir voru alger hryllingur, að sögn Eysteins. Mamma var með stórt hjarta og það er oft þannig með svoleiðis fólk, segir Eysteinn, að heimurinn gleypir það. Móðuramma Eysteins, Lára Margrét Ragnarsdóttir, fyrrum alþingismaður, lést rúmu ári áður en móðir hans dó. Fráfall ömmu Láru hafði mikil áhrif á mömmu, segir Eysteinn, þær áttu í mjög sterku sambandi og ég veit líka að lífið hennar ömmu var ekki bara dans á rósum. VIÐTAL 28 VIÐTAL 14 DÆGURMÁL 60 Snýr aftur eftir hvíld frá leikhúsinu Þingmaður með slæðu í Teheran VIÐTAL 26 Klarínettuleikari sendir frá sér skáldsögu BÆKUR 18 Gefur Þórunn öllum ást- mönnum sínum einkunn? Ljósmynd/Hari Einelti er ógeð Leggðu þitt af mörkum! VIÐTAL 20 Dr. Gunni með plötu á fimmtugs- afmælinu Laganemi með sippuband í bílnum Bó og félagar á slóðum Elvis VIÐTAL 30 Sérverslun með Apple vörur istore.is Macbook Air 13" Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn Frá 199.999 kr. MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa Frá 264.990 kr. iStore Kringlunni Mac skólabækurnar fást í Kringlunni Úrvals þjónusta: Ef tæki keypt hjá okkur bilar lánum við samskonar tæki á meðan á viðgerð stendur.

18 09 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

News, newspaper, Iceland, Fréttatíminn

Citation preview

Page 1: 18 09 2015

18.-20. september 201537. tölublað 6. árgangur

síða 22

Heimurinn gleypti

mömmu mína

Það verður at í bókstaflegri merkingu um helgina hjá Eysteini Sigurðarsyni, ungum leikara sem útskrifaðist

í vor. Hann leikur Tómas í leikritinu At sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld, föstudagskvöld,

auk þess sem hann tekur við hlutverki Tomma í Línu Langsokki á sunnudaginn. Meðan á leiklistarnáminu

stóð tókst hann á við alvarleg áföll, sambandsslit og móðurmissi. Móðir hans, Anna Kristín Ólafsdóttir

stjórnsýslufræðingur, svipti sig lífi og fannst ekki í sex vikur. Þessar vikur sem leitin stóð yfir voru alger

hryllingur, að sögn Eysteins. Mamma var með stórt hjarta og það er oft þannig með svoleiðis fólk, segir

Eysteinn, að heimurinn gleypir það. Móðuramma Eysteins, Lára Margrét Ragnarsdóttir, fyrrum

alþingismaður, lést rúmu ári áður en móðir hans dó. Fráfall ömmu Láru hafði mikil

áhrif á mömmu, segir Eysteinn, þær áttu í mjög sterku sambandi og ég veit líka að lífið hennar ömmu var

ekki bara dans á rósum.

viðtal 28 viðtal 14dægurmál 60

Snýr aftur eftir hvíld frá

leikhúsinu

Þingmaðurmeð slæðu

í teheran

viðtal 26

Klarínettuleikari sendir frá sér

skáldsögu

bæKur 18

gefur Þórunn öllum ást-mönnum sínum einkunn?

Ljós

myn

d/H

ari

Eineltier ógeð

Leggðu þitt af mörkum!

viðtal 20

dr. gunni með plötu á fimmtugs- afmælinu

laganemi með sippuband í

bílnum

bó og félagar á

slóðum Elvis

viðtal 30

Sérverslun meðApple vörur

istore.is

Macbook Air 13"Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn

Frá 199.999 kr.

MacBook Pro Retina 13"Alvöru hraði í nettri og léttri hönnunÓtrúleg skjáskerpa

Frá 264.990 kr. iStoreKringlunni

Mac skólabækurnarfást í Kringlunni

Úrvals þjónusta:Ef tæki keypt hjá okkur bilarlánum við samskonar tæki á

meðan á viðgerð stendur.

Page 2: 18 09 2015

Vilja forritun í aðalnámskráBjört framtíð vill að forritun verði hluti af aðalnámskrá grunnskóla. Varaþingkona og nýkjörinn stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, Brynhildur S. Björnsdóttir, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þingflokks BF um að innleiða forritunar-kennslu í aðalnámskrá grunnskóla. Tillagan var lögð fram á Alþingi í gær, fimmtudag. Brynhildur sagði í ræðu sinni á Alþingi í gær, þar sem hún spurði menntamála-ráðherra út í málið, að í dag væru börn orðin ágæt í tæknilæsi en væru í raun þiggjendur hennar í stað þess að geta unnið að tæknisköpun með því að skrifa tæknina sjálf. Í svari sínu við ræðu Brynhildar lýsti menntamálaráðherra yfir ánægju sinni með tillöguna og sagði að hún gæti vel orðið að veruleika.?

Frítt í stætó á þriðjudaginnFrítt verður í strætó á höfuðborgarsvæð-inu á bíllausa daginn 22. september í tilefni Samgönguviku sem þá stendur yfir. Strætó hvetur borgarbúa til þess að nýta sér þetta góða boð og ferðast frítt um höfuð-borgarsvæðið án þess að hafa áhyggjur af bílastæðum eða bensínkostnaði. Ferðir

Strætó þennan dag verða með hefðbundnu sniði og á vef strætó og í Strætóappinu er auðvelt að finna út hvaða leiðir henta hverjum og einum best til að komast leiðar sinnar með Strætó. Samgönguvika er samevrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og kynna sér aðra samgöngu-máta til dæmis almenningssamgöngur, hjólreiðar og göngu.

Kynbundinn launamunur minnkarKynbundinn launamunur er á hraðri niðurleið hjá Reykjavíkurborg. Þetta kemur fram í greiningu sem dr. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir og Helgi Guðmundsson hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hafa unnið fyrir Reykjavíkurborg.Í greiningunni, sem er unnin upp úr launa-gögnum Reykjavíkurborgar, kemur meðal annars fram að þegar litið er á borgina sem eina heild hefur kynbundinn launa-munur farið úr 13,5% árið 2007 í 3,5% árið 2014. Sé þetta skoðað út frá málaflokkum lækkar kynbundinn launamunur úr 8,7% árið 2007 í 2,3% árið 2014.

Ekki tilefni til endurupptökuSigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur ekki tilefni til endurupptöku Al Thani-málsins svokallaða. Þetta kemur fram í umsögn hennar til endurupptökunefndar vegna beiðni Ólafs Ólafssonar, eins hinna dæmdu í málinu. Ólafur var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti. Hann taldi að forsendur í dómnum hefðu verið byggðar á misskilningi, þegar vísað var í símtal tveggja lögmanna þar sem rætt var um „Óla“. Vildi Ólafur meina að átt væri við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lög-mann, en ekki hann sjálfan.

Brynhildur S. Björnsdóttir er fyrsti flutn-ingsmaður tillögunnar.

Hannyrðir Ofnæmisviðbrögð prjónara

Prjónakonur óttast nikkel í plötulopa

f yrir skömmu póstaði Inger Rós Jónsdóttir, stofnandi Fa-cebook-síðunnar Handóðir

prjónarar, fyrirspurn á síðuna þar sem hún kvartaði yfir ofnæmisvið-brögðum við plötulopa og spurði hvort aðrar prjónakonur hefðu upp-lifað það sama. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, vandamálið er vel þekkt og nokkrar kvennanna kvörtuðu yfir að fá ekki svör um það frá Ístexi hvaða efni væru notuð í meðhöndlun lopans. Flestar þeirra fullyrtu að þær væru ekki með lopa-ofnæmi en hefðu hins vegar nikk-elofnæmi og það var einmitt sú nið-urstaða sem Inger Rós fékk þegar hún fór í ofnæmispróf.

„Það kom í ljós að ég hef ekki ofnæmi fyrir lopanum en mældist hins vegar með mikið nikkelof-næmi, sem ég vissi ekki af,“ segir Inger Rós. „Ég er búin að hringja nokkrum sinnum í Ístex til að reyna að fá að vita hvort nikkel sé notað í lituninni á lopanum, en ég fæ eng-in svör. Mér var vísað frá einum til annars en það var enginn sem gat

sagt af eða á um það hvort nikkel væri í litunum.“

„Hulda Hákonardóttir, markaðs-stjóri Ístex, segir ekkert hæft í þessum aðdróttunum. „Við fengum póst frá prjónakonu 11. ágúst, en þá var lokað hjá okkur og eftir að hafa rætt við okkar fólk og skoðað málið vel ég svaraði ég honum 9. sept-ember,“ segir Hulda. „Við fengum reyndar ekki spurninguna um hvort nikkel væri notað enda er það alveg stranglega bannað. Nikkel er notað í litun á bandi í Kína og Tyrklandi, sem ekki þurfa að hlíta reglum Evr-ópusambandsins, en við værum að brjóta lög þess ef við notuðum það. Við kaupum okkar litarefni frá aðil-um í Bretlandi, Þýskalandi og Sviss og þau eru öll undir Oeko-tex Stand-ard 100 staðli sem er mjög víðtækur í sambandi við svona efni. Þannig að sú hugmynd að það sé nikkel í okkar efnum er röng.“

Hulda segir undarlegt að þessi umræða um ofnæmisviðbrögð sé nánast eingöngu bundin við plötu-lopann því nákvæmlega sömu litar-

efnin séu notuð í alla ull hjá Ístexi. „Auðvitað veltum við því fyrir okk-ur hvað það sé sem veldur þessum ofnæmisviðbrögðum. Plötulopinn er minnst unna varan okkar og ég persónulega tel líklegra að vanda-málið sé að plötulopi „ryki“ meira en annað band þar sem hann er ekki spunninn og því bindast hárin ekki eins vel í honum.“

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

Fjölmargir meðlimir Facebook-hópsins Handóðir prjónarar hafa að undanförnu kvartað yfir ofnæmisviðbrögðum við plötulopa frá Ístexi og reynt að krefja fyrirtækið um upplýsingar um efna-meðferð hans. Ístex segir ekkert til í þessum aðdróttunum enda sé harðbannað að nota nikkel í litun.

Hulda Hákonardóttir, markaðsstjóri Ístex, segir ekkert hæft í aðdróttunum prjónakvenna.

Inger Rós Jónsdóttir, stofnandi Facebook-síðunnar Handóðir prjónarar, óttaðist að ofnæmisviðbrögð sem hún fékk við notkun plötulopa stöfuðu af nikkel í lituninni. Ekkert nikkel er notað við vinnsluna, enda er það bannað samkvæmt reglum Evrópusam-bandsins.

Benedikt fannst í sikileysku borginni Catania.

Leit ÍsLenski sjóLiðinn fundinn á sikiLey

Fannst í vörugeymslu við aðalbrautarstöðinaÍslenski sjóliðinn Benedikt Ólafsson fannst heill á húfi á Sikiley á miðvikudagskvöldið eftir að hafa verið týndur frá því aðfaranótt mánudags. Í frétt á vefsíðu ítalska blaðsins Corriere del Mezzogiorno kemur fram að hann hafi fundist í vörugeymslu nærri aðalbrautarstöðinni í Catania, en áður hafi ítalska lögreglan fundið bol og farsíma sem hann átti nærri brautarteinunum.

Ekkert hefur enn verið gefið upp um ástæðu hvarfsins en fram kemur á vefsíðu norska blaðsins Aftenposten að Benedikt sé í góðu ásigkomulagi miðað við aðstæður og fái að fara heim með fjölskyldu sinni á næstu dögum.

Benedikt er 23 ára gamall og hefur búið í Haugesund í Noregi ásamt móður sinni og systrum frá þriggja ára aldri. Hann er sjóliði á norska björgunarskipinu Siem Pilot sem síðan í júní 2014 hefur verið framlag Noregs til björgunarstarfanna á Miðjaðarhafinu.

Hvarf Benedikts var tilkynnt á mánu-dagsmorgun en þá hafði enginn séð hann síðan hálf fjögur um nóttina. Fjölskylda hans flaug til Sikileyjar strax á þriðjudag til að aðstoða við víðtæka leit að honum. Fjölskyldumeðlimir hafa ekki viljað tjá sig við fjölmiðla eftir að hann fannst og óskað eftir að fá að vera í friði. - fb

hágæða vítamín

2 fréttir Helgin 18.-20. september 2015

Page 3: 18 09 2015

Sjóvá 440 2000

sjova.is

Ef þú skrifar skilaboð undir stýri lítur þú af veginum í allt að 5 sekúndur.

Á 70 kílómetra hraða keyrir þú því blindandi næstum 100 metra meðan þú skrifar.

Page 4: 18 09 2015

28. september til 4. október

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

Hægur vindur, þurrt og víða bjart á landinu.

Höfuðborgarsvæðið: Bjart framan af, en síðan dregur upp ský.

rigning og Hvass s- og v-lands, en að mestu þurrrt na-til og þar Hlýtt.

Höfuðborgarsvæðið: rigning lengst af dagsins.

s-átt. vætusamt víða, en þurrt austantil á norðurlandi

Höfuðborgarsvæðið: rigning með köflum allan daginn.

veðrabrigði enn og aftur!eftir kærkomna stillta og bjarta síðsumar-daga s- og V-lands gerast lægðirnar nú nærgöngulli að nýju. spáð er rigningu um helgina og meira að segja talsverðu slagviðri á laugardag. Hvasst verður, einkum vestantil, veðurhæð að jafnaði

15-20 m/s þegar verst lætur um miðjan daginn. skilin sem þessu fylgja eru tvöföld og

þó stytti upp um tíma mun áfram rigna á sunnudag en vindur gengur niður. talsverð hlýindi verða hins vegar n- og na-lands og úrkomulítið í skjóli fjalla.

10

8 1113

1110

8 1314

10

10

11 1511

10

einar sveinbjörnsson

[email protected]

Fasteignaverð rýkur uppmeðalkaupverð á fermetra í 101 Reykjavík er ríflega 400 þúsund krónur. Það þýðir að fyrir 100 fermetra íbúð er algengt verð um og yfir 40 milljónir króna. Í umfjöllun morgun-blaðsins kemur fram að kaupverð á 100 fermetra íbúð í 101 hafi hækkað um átta milljónir frá því í árs-byrjun 2013.

Geir laus úr fangelsigeir gunnarsson, áður geir Þórisson, sem

hefur verið í fangelsi í greensville fangelsinu í Virginíu í sautján ár, hefur lokið afplánun sinni. geir var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 1998 fyrir alvarlega líkamsárás. enginn íslendingur hefur setið lengur í fangelsi.

Færri gróðurhús í Hveragerðigróðurhúsum hefur fækkað mikið í Hveragerði. Þegar mest var voru um

50 þúsund fermetrar af gróðurhúsum í bænum, í lok árs 2010 voru 24 þúsund fermetrar eftir og síðan hefur þeim fækkað enn meira.

Vont fólk sem vill ekki taka á móti flóttamönnum

„Ég stend við það að mér finnst eitthvað að fólki

sem vill ekki bjarga fólki úr neyð, alveg sama hver staðan er,“ segir logi Bergmann eiðsson sjónvarpsmaður. Hann sagði á umræðuþræði á eyjunni að sér fyndist fólk sem ekki vill taka á móti

flóttamönnum vera vont fólk. skemmst er frá að

segja að ummæli loga vöktu miklar umræður.

bryndís í gettu betur

Bryndís Björgvinsdóttir rithöf-undur verður dómari í gettu betur á rÚV í vetur. tekur hún

sæti margrétar erlu maack við hlið steinþórs Helga arnsteins-sonar. Björn Bragi arnarsson verður áfram spyrill. Þau Bryndís og steinþór semja spurningarnar í þáttunum.

Aukin tækifæri fyrir smærri framleiðendur í mjólkuriðnaði

neytendamál Breyttar áherslur hjá ms

ms ætlar að koma til móts við sjónarmið þess efnis að ýta undir fjölbreytta framleiðslu og nýsköpun í mjólkuriðnaði. framkvæmdastjóri örnu í Bolungarvík fagnar því að nú sé hægt að keppa á jafnréttisgrundvelli.

m S mun frá og með 1. októ-ber bjóða þeim sem vilja framleiða úr mjólk að fá

allt að 300 þúsund lítra af mjólk á ári, á sama verði og MS greiðir til bænda, en það eru tæpar 85 krónur fyrir hvern lítra sem bændur fram-leiða.

Með þessum aðgerðum, segir í tilkynningu MS, er vonast til að styrkja smærri framleiðendur og gera nýjum aðilum auðveldara með að hefja rekstur. „Jafnframt má segja að þessi jöfnun á aðstöðu stórs og lítilla aðila sé mikilvægt sann-girnismál og að MS sé að mæta samfélagslegri skyldu með hliðsjón af markaðsstöðu sinni og stærðar-hagkvæmni,“ segir enn fremur. Aðgerðirnar fela í sér rúmlega 11% lækkun frá almennu verði á ógeril-sneyddri hrámjólk og mun MS veita öðrum framleiðendum endurgjalds-lausan aðgang að því kerfi sem fyrirtækið rekur til þess að safna, gæðaprófa og miðla óunninni mjólk. Gert er ráð fyrir að árangurinn af þessum breytingum verði metinn að þremur árum liðnum og framhaldið ráðist af því hvernig til tekst.

samkeppni á jafnréttisgrund-velliMjólkurbúið Kú fagnar þessari áherslubreytingu. „Fyrir fyrirtæki

eins og okkar hefur þessi lækkun mjög mikla þýðingu og þá ekki síður að geta loks keypt hráefni til fram-leiðslu okkar á jafnréttisgrunni,“ segir í tilkynningu frá búinu. Hálf-dán Óskarsson, framkvæmdastjóri mjólkurvinnslunnar Örnu í Bol-ungarvík, er einnig kampakátur með þessar breytingar. „Þetta er alveg nýtt fyrir okkur þegar kemur að samskiptum við MS. Þeir eru greinilega að hugsa stöðuna upp á nýtt. Við vonum að þeir meini þetta allt frá innstu hjartarótum, að þeir ætli að vera liðlegri við okkur hina svo hægt sé að keppa á jafnréttis-grundvelli.“

3-4 milljónir sem sparast Mjólkurvinnslan Arna var stofnuð árið 2013. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á laktósafríum mjólk-urafurðum fyrir einstaklinga sem finna fyrir óþægindum við neyslu á venjulegum mjólkurafurðum og nota til þess mjólk sem er fram-leidd á Vestfjörðum. „Með þessari breytingu getum við keypt 300.000 lítra á 11% lægra verði, en við fram-leiðum meira en það á ársgrund-velli. Þessi lækkun mun hins vegar spara okkur þrjár til fjórar milljón-ir og það munar auðvitað um það,“ segir Hálfdán. Hingað til hefur Arna keypt lítrann á 95 krónur en

frá og með 1. október mun lítrinn kosta 85 krónur. „Við höfum ekki hækkað verð frá því við komum á markað fyrir tveimur árum, þrátt fyrir verðhækkanir frá verðlags-nefnd búvara sem tók gildi 1. ágúst síðastliðinn. Þetta léttir undir með því að standa við þá ákvörðun og vonandi verðum við með óbreytt verð áfram.“

Hálfdán segir jafnframt að greini-legt sé að nýr forstjóri vilji láta til sín taka og segir það gleðiefni. „Við bjóðum MS velkomna á 21. öldina, það er greinilegt að hugsunarhátt-urinn og viðhorfið er að breytast til hins betra.“

erla maría markúsdóttir

[email protected]

Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri mjólkurvinnslunnar örnu.

frá og með 1. október mun ms bjóða þeim sem vilja framleiða úr mjólk að fá allt að 300 þúsund lítra af mjólk á ári, á sama verði og ms greiðir til bænda, en það eru tæpar 85 krónur fyrir lítrann.

4 fréttir Helgin 18.-20. september 2015

Page 5: 18 09 2015

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Tinna TraustadóttirViðskiptavinur Landsbankans

„Það besta viðsparnað er að sjá

árangurinn“

360° ráðgjöf er þjónusta þar sem farið er yfir fjármálin þín

frá öllum hliðum, stöðuna í dag og framtíðarmarkmið.

Kynntu þér 360° ráðgjöf á landsbankinn.is/360.

Page 6: 18 09 2015

Vertu eins og heima hjá þér

GARLAND 2,5 sæta sófi. Corsica grár. Viðarfætur.Stærð: 178 x 68 x 83 cm

99.990 kr. 134.990 kr.

ROMANCE 2,5 sæta sófi. Dökkgrár. Viðarfætur. Stærð: 170 x 82 x 87 cm

139.990 kr. 179.990 kr.

KAMMA Þriggja sæta sófi með viðarfótum. Dökk-, ljósgrátt eða brúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 201 x 84 x :105 cm

89.990 kr. Afmælisverð

Reykjavík og Akureyri www.husgagnahollin.is

Húsgagnahöllin 50 áraEftir hálfrar aldar farsæla sögu kynnum við endurnýjaða og glæsilega verslun með stórauknu vöruúrvali. Við þökkum þjóðinni samfylgdina og traustið í fimm áratugi. Fagnaðu þessum tímamótum með okkur og gerðu einstök kaup.

Vertu eins ogheima hjá þér

Nýtt blað er komið í dreifingu http://www.youblisher.com/p/1212708-Baeklingur-september/

www.husgagnahollin.is 558 1100

T íu dagar eru svolítið langur tími. Svona hlutir ættu ekki að taka lengri tíma en 1-2 daga,“

segir Kristófer Már Maronsson, fram-kvæmdastjóri Stúdentaráðs.

Óánægju hefur gætt meðal náms-manna vegna afhendingu á náms-mannakortum Strætó. Í skilmálum áskilur fyrirtækið sér allt að tíu virka daga til að afhenda kort eftir að það hefur verið pantað. Á meðan námsmenn bíða eftir að fá kortið þurfa þeir að borga fargjald ætli þeir að nota Strætó, í stað þess að geta framvísað kvittun sem sannar að þeir hafi greitt fyrir kort. Ef það tekur heila tíu daga að fá kort afhent, og miðað er við tvær strætóferð-ir á dag, getur kostnaður námsmanns numið allt að átta þúsund krónum. Sjálft námsmannakortið kostar 46.700 krónur og gildir í heilt ár.

„Stúdentaráð hefur ekki fjallað um þetta og ég er að heyra af þessu sjálfur í fyrsta skipti en mér sýnist að þetta sé kerfi sem hægt sé að bæta auðveldlega. Það eru margir nemendur í Háskólan-um sem treysta á Strætó og það er ekki ódýrt að vera háskólanemi. Besta leiðin til að leysa þetta væri auðvitað að vera með þessi kort í símunum, tæknin er svo góð í dag,“ segir Kristófer Már.

Júlía Þorvaldsdóttir, sviðsstjóri

farþegaþjónustusviðs hjá Strætó, segir að almennt sé afhendingartími náms-mannakorta 2-3 dagar en á haustin, þegar flestir endurnýja kort sín, sé hann stundum lengri.

„Þetta eru þungar tvær vikur þegar allir eru að endurnýja. Þetta eru eitt-hvað um átta þúsund nemakort og eins og alltaf getur eitthvað misfarist. Við reynum að bregðast við því fljótt og vel.“

Af hverju geta námsmenn ekki bara sýnt kvittun þar til þeir fá kortin afhent?

„Það var reynt en gekk því miður ekki upp. Það skapaði úlfúð í vögnunum, það var mikið af fölsunum og vonlaust að halda utan um það.

Við hvetjum fólk til að sýna fyrir-hyggjusemi og panta kortin tímanlega. Það er hægt að panta þau með dagsetn-ingu fram í tímann þannig að fólk sé örugglega búið að fá kortin þegar þau eiga að taka gildi.“

Júlía kveðst ekki geta svarað því hve-nær strætókort verði fáanleg í ágætu appi Strætós. „Næsti fasi í appinu verða áskriftarkort og ég vona að náms-mannakortin verði þar með. En ég get ekki svarað því hvenær það verður ná-kvæmlega.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Heilbrigðismál Nýjar reglur um lækNisraNNsókN á iNNflyTjeNdum

Innflytjendur skikkaðir í HIV-prófSóttvarnalæknir hefur gefið út endur-skoðaðar verklagsreglur um læknis-rannsókn á fólki sem flyst til landsins og er þar sérstaklega tekið fram að skimað skuli fyrir HIV smiti og kyn-sjúkdómum hjá fólki sem kemur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæð-isins ef það hyggist dveljast hérlendis lengur en eitt ár.

Á vef landlæknisembættisins kemur fram að í grundvallaratriðum beinist verklagsreglurnar að því að greina ákveðna alvarlega smitsjúkdóma hjá einstaklingum sem koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins

(EES) en í þeim löndum sé tíðni alvar-legra smitsjúkdóma hærri en innan EES. Í verklagsreglunum sjálfum kemur þó fram að umsækjendur frá EES, Sviss, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi eða Ísrael þurfi ekki að gangast undir læknisrann-sókn.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki um breytingu á því hvað sé rannsakað að ræða heldur sé aðeins verið að skerpa á verklagsreglum. Hann neitar því ekki að mál HIV-smit-aða hælisleitandans sem handtekinn var í sumar hafi ýtt á að reglurnar

væru endurskoðaðar. „Það kom í ljós í sumar að það voru ákveðnir þættir sem þurfti að skerpa á eins og til dæmis það að nú verða allar rann-sóknir gerðar í sömu heim-sókninni, en áður þurfti fólk að mæta sérstaklega í blóð-prufur og á því vildi verða misbrestur. En hvað það er sem er skimað fyrir hefur ekkert breyst.“ - fb

Breyttar verklagsreglur gera ráð fyrir skimun fyrir HIV hjá innflytjendum sem koma frá löndum utan EES-svæðisins.

Þórólfur Guðnason sóttvarna-læknir segir ekki um breyting-ar á reglunum að ræða, einungis sé skerpt á ýmsum þáttum þeirra.

samgöNgur sTræTó áskilur sér 10 daga afHeNdiNgarfresT á korTum

Námsmenn óánægðir með afhendingartíma strætókortaStrætó áskilur sér tíu daga afhendingarfrest á námsmannakortum og á meðan beðið er þurfa námsmenn að borga fargjald. Það getur þýtt allt að átta þúsund króna viðbótarkostnað. Vonast til að áskriftarkort verði í boði í appi Strætó á næstunni.

Fjölmargir nemar í Háskóla Íslands treysta á þjónustu Strætó. Óánægju hefur gætt með að allt að tíu daga biðtími sé eftir námsmannakortum en á meðan þurfa námsmenn að borga hefðbundið fargjald. Strætó hvetur til fyrirhyggjusemi við pöntun á kortunum. Ljósmynd/Hari

Ef það tekur heila tíu daga að fá kort afhent, og miðað er við tvær strætó-ferðir á dag, getur kostnað-ur námsmanns numið allt að átta þúsund krónum.

6 fréttir Helgin 18.-20. september 2015

Page 7: 18 09 2015

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

5-12

50

Búum okkur undir spennandi framtíð

Arion banki og Klak Innovit þakka þátttakendum í Startup Reykjavík 2015 fyrir frábært samstarf.

Teymin tíu sem valin voru til að vera með í Startup Reykjavík í ár halda nú áfram vinnu sinni með það veganesti þekkingar og hlutafjár sem þátttakan skilar þeim. Með svona kraftmikið, duglegt og hugmyndaríkt fólk í fararbroddi er framtíðin björt og spennandi.

Gangi ykkur öllum allt í haginn!

Page 8: 18 09 2015

Þróunaframlag Svíar, norðmenn og Danir örlátir

Við erum neðarlega í hópi þjóða þegar framlög til þró-unarmála eru reiknuð sem hlutfall af þjóðartekjum.

í slendingar leggja 0,21% af þjóðartekjum til þróunarmála og eru því langt frá 0,7% við-

miði Sameinuðu þjóðanna, að því er fram kemur í Heimsljósi, vefriti um þróunarmál sem gefið er út af Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Árið 2013 komust Bretar í úrvals-flokk þjóða sem uppfylla alþjóðleg-ar skyldur um 0,7% framlög til þró-unarmála miðað við þjóðartekjur, segir í vefritinu þar sem vitnað er í fréttaskýringu breska blaðsins Guardian um framlög ríkra þjóða til þróunarmála með fyrirsögninni – Alþjóðleg þróunaraðstoð: hvaða þjóðir eru örlátastar?

„Af 29 þjóðum sem eru meðlim-ir í DAC, þróunarsamvinnunefnd OECD, voru auk Breta aðeins Norðmenn, Svíar, Danir og Lux-emborgarar sem ráðstöfuðu meira en 0,7% af þjóðartekjum til alþjóð-legrar þróunarsamvinnu á árinu 2013. Það ár hækkuðu framlög Breta um 27,8% til þróunarmála og samkvæmt nýjustu tölum frá árinu

2014 hafa Bretar bætt um betur og verja nú 0,71% af þjóðartekjum til þróunarmála.

Framlög Íslendinga eru lægst allra þjóða innan OECD, „tækni-lega“ séð, eins og það er orðað í The Guardian, eða aðeins 35 millj-ónir Bandaríkjadala, miðað við síð-asta ár eftir 3,8% niðurskurð milli ára. Við erum líka í hópi neðstu þjóða þegar framlögin eru reiknuð sem hlutfall af þjóðartekjum en á síðasta ári námu þau 0,21%. Sam-kvæmt nýframlögðu fjárlagafrum-varpi stendur ekki til að breyta þeirri prósentutölu á næsta ári,“ segir enn fremur.

„Þegar horft er til örlátustu þjóð-anna á síðasta ári sést að hæstu framlögin berast frá Bandaríkjun-um, eða 32 milljarðar Bandaríkja-dala. En þegar hins vegar horft er á hlutfall af þjóðartekjum sést að Bandaríkin eru langt frá örlátustu þjóðunum því hlutfallið er aðeins 0,19%, eða sambærilegt og hjá Portúgal og Japan, örlítið minna en framlag Íslands. Norrænar þjóðir eru hins vegar í úrvalsflokknum, Svíar örlátastir með 1,1% þjóðar-tekna til þróunarmála, eða 6,2 milljarða Bandaríkjadala. Þeir voru líka fyrstir þjóða til að uppfylla við-

mið Sameinuðu þjóðanna um 0,7% framlög af þjóðartekjum og náðu því marki árið 1974 – og hafa alla tíð síðan verið yfir viðmiðunar-markinu. Næst örlátasta þjóðin eru Lúxemborgarar sem létu 1,07% af þjóðartekjum af hendi rakna til þró-unarsamvinnu á síðasta ári, Norð-menn koma þar á eftir með 0,99% og Danir með 0,85%. Bretar voru síðan í fimmta sæti.

Utan OECD eru hins vegar þjóð-ir sem verja miklum fjármunum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu en eins og The Guardian bendir á voru Sameinuðu arabísku fursta-dæmin með hlutfallslega hæstu framlög á síðasta ári eða 1,17% af þjóðartekjum. Þeir fjármunir fara að stórum hluta til Egyptalands.

Þær þjóðir sem verja minnstu fjármagni til þróunarmála innan DAC ríkjanna eru Slóvakar með 0,08%, Tékkar, Grikkir og Slóvenar með 0,11%, Suður-Kórea með 0,13% og Spánn með 0,14%,“ segir í vefrit-inu. „Utan OECD ríkjanna,“ segir þar, „eru líka þjóðir sem sýna ná-nasarhátt eins og Ísrael með 0,07% og Lettland með 0,08%.“

Jónas Haraldsson

[email protected]

Íslendingar langt frá viðmiði SÞ

Íslendingar eru neðarlega meðal þjóða þegar framlög til þróunarmála eru reiknuð sem hlutfall af þjóðartekjum en á síðasta ári námu þau 0,21%. Mynd/Þróunarsamvinnustofnun

Samgöngur táknræn aðgerð við opnun nýS vegar

Birkipennar úr Teigsskógi til áréttingar um vegagerðNýr vegur um vegarkaflann frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði á sunnanverðum Vestfjörðum var formlega tekinn í notkun síðastlið-inn föstudag af Ólöfu Nordal innan-ríkisráðherra og Hreini Haralds-syni vegamálastjóra. Vegurinn er 16 kílómetrar að lengd og leysir af hólmi 8 kílómetrum lengri malar-veg sem lá fyrir botn Mjóafjarðar og Kjálkafjarðar. Vegurinn þverar báða firðina.

Vegamálastjóri, innanríkisráðs-herra og fleiri nefndu að þótt það væri mjög ánægjulegt að þessari vegagerð væri lokið væri enn einn kafli eftir á sunnanverðum Vest-fjörðum, um Gufudalssveit. Helst, að mati heimamanna, ætti sú leið að liggja um Teigsskóg, að því er fram kemur á síðu Vegagerðarinn-ar. „Þessu til áréttingar, að vega-gerðinni væri ekki lokið, færði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri

Vesturbyggðar, vegamálastjóra og innanríkisráðherra sinn hvorn pennann sem gerður er úr birki úr Teigsskógi. Nota á pennann við nauðsynlegar undirskriftir í því sambandi,“ sagði enn fremur.

Ólöf Nordal ræddi Vestfjarðaveg á fundi á Patreksfirði og lagði áherslu á að geta hafið vegarlagningu í gegn-um Teigsskóg. Fengi málið viðun-andi lausn væri hægt að bjóða út verkið fyrir lok næsta árs. -jh

Hjálpum Nepal

Þann 25. apríl síðastliðinn skók öflugur jarðskjálfti Nepal. Annar skjálfti reið yfir þann 12. maí. Um 10 þúsund manns létu lífið, rúmlega 20 þúsund slösuðust og milljónir fjölskyldna misstu heimili sín.

Fjallað verður um störf þeirra sjö sendifulltrúa sem fóru til Nepal á vegum Rauða krossins á Íslandi og hvernig þeim fjármunum sem söfnuðust hér á landi var ráðstafað í hjálparstarfinu.

Fimmtudaginn 24. september verður opinn fræðslufundur í húsi Rauða krossins að Efstaleiti 9, kl. 16.30-17.45.

2 x 14 cm

Allir velkomnir

Skráning á raudikrossinn.is

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA –

15–

1956

PANTAÐU Á CURVY.IS EÐA KOMDU Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9

NÝ SENDING STÆRÐIR 16-24

Fjórar sýningar að eigin vali á besta verðinu.

Áskriftarkort Borgarleikhússins

Vertu með í vetur!

Miðasala

568 8000 | borgarleikhus.is

8 fréttir Helgin 18.-20. september 2015

Page 9: 18 09 2015

Það borgar sig að fá þetta allt saman í einum pakkaNú færðu SkjáEinn hjá Símanum, Sjónvarp Símans, Netið og Endalausan heimasíma í einum pakka fyrir aðeins 12.000 kr. á mánuði. Þú færð líka Sjónvarp Símans appið, 9 erlendar stöðvar, val um SkjáKrakka eða SkjáÞætti og Spotify Premium í 6 mánuði. Hafðu samband og njóttu þess að stjórna dagskránni á SkjáEinum heima í stofu..

Þú getur meira með Símanum Hringdu núna í 800 7000 eða opnaðu Netspjall á siminn.is til að klára málið!

Nánar á siminn.is

*Lín

ugja

ld e

kki i

nnifa

lið.

Page 10: 18 09 2015

Settu bílinn þinn upp í nýjan Volkswagen og þú færð sérstakan uppfærslubónus* sem fer stighækkandi eftir tegund. Notaðu tækifærið og settu þann gamla upp í nýjan Volkswagen. Við metum hann og bætum um betur.

*Gildir til 31. 12. 2015.

Polo+80.000 kr.

Passat+150.000 kr.

Up!+65.000 kr.

Touareg+285.000 kr.

UPPFÆRSLUBÓNUSVOLKSWAGEN

Golf Variant Metan+120.000 kr.

www.volkswagen.isHEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isHöldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Bílinn þinn upp í nýjan og við bætum um betur.

Á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar í dag mun Dorthe Pedersen kynna hreyfinguna Cykling uden alder sem gjörbylt hefur útivistarmálum aldraðra í Kaupmannahöfn.

H jólum til framtíðar – veljum, blöndum og njótum er yfir-skrift ráðstefnu sem haldin

verður í Smárabíói í dag, föstudag-inn 18. september. Ráðstefnan er hluti af Evrópskri samgönguviku og fyrir henni standa Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiða-manna. Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Ís-landi, segir markmið ráðstefnunnar vera að skoða hvernig hægt sé að þróa, bæta og byggja upp aðstæður fyrir hjólafólk á Íslandi. Þetta er í fimmta sinn sem slík ráðstefna er haldin og Sesselja segir miklar breytingar hafa orðið á þessum fimm árum. „Eins og með aðra góða hluti þá vinnst allt í langhlaupi og ég held að ef við skoðum hvernig þetta var fyrir fimm árum hljótum við að sjá að afstaða til hjólreiða sem ferðamáta hefur breyst mjög mikið.“

Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Dorthe Pedersen, forvígiskona hreyfingarinnar Cykling uden al-der, sem hefur valdið straumhvörf-um í hjólaaðgengi aldraðra í Kaup-mannahöfn. „Dorthe var að vinna á velferðarsviði Kaupmannahafnar-borgar og þegar henni barst um-sókn frá manni sem langaði til að

bjóða öldruðum vini sínum upp á hjólreiðaferðir um styrk til kaupa á hjóli með sætum framan á fyrir hjólreiðaferðir með eldri borgara leist henni svo vel á hugmyndina að hún beitti sér fyrir því að keypt voru

fimm slík hjól og nú eru þau farin að skipta hundruðum,“ útskýrir Sess-elja. „Hugmyndin fékk vængi og nú eru svona hjól í notkun víða um heim og við erum búin að panta þrjú hjól til Íslands. Eitt þeirra verður í

Mörkinni, annað í Kópavogi og við erum á fullu að kynna þetta fram-tak og koma því að sem víðast. Þetta er öflugt tæki til að rjúfa einangrun aldraðra og skapa samkennd.“

Auk fyrirlesturs Dorthe Peder-

sen verður á ráðstefnunni rætt um alls kyns mál sem snerta hjólreið-ar. „Við skoðum þróun mála innan-lands og fáum frásagnir af fjölmörg-um uppbyggilegum verkefnum; öryggismál, samfélagsverkefni, þróun í sveitarfélögum og heyrum af keppnismálum hjólreiðamanna svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sess-elja. „Hjólavæðing samfélagsins er samvinnuverkefni og það er ótrú-lega mikilvægt að vel sé að henni staðið. Ráðstefnan ein og sér skiptir kannski ekki sköpum, en dropinn holar steininn og allt sem stuðlar að umræðu og skoðanaskiptum þokar okkur áleiðis í því að gera samfé-lagið betra og vistvænna fyrir okkur öll.“

Ráðstefnan verður í beinni út-sendingu á netinu og hægt er að fara inn á vefsíðuna lhm.is, smella á þar til gerðan hlekk og fylgjast með.

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

Útivist Út að Hjóla með þá öldruðu

Hjólreiðaferðir aldraðra í brennidepli

Cykling uden alder hefur valdið straumhvörfum í aðgengi aldraðra í Kaupmannahöfn að hjólreiðaferðum og nú eru þrjú slík hjól á leiðinni til landsins. Ljósmynd/Ole Kassow

Hugmyndin fékk vængi og nú eru svona hjól í notkun víða um heim og við erum búin að panta þrjú hjól til Íslands.

10 fréttir Helgin 18.-20. september 2015

Page 11: 18 09 2015

20% afslátturaf öllum

haustlaukum

Uppskerumarkaður!

Fyrirlestur um ræktun Haustlauka með Vilmundi Hansen garðyrkjufræðingiLaugardag kl 12:00 á SpírunniAðgangur ókeypis

Haustlaukarnir eru komnir!

Njótum haustsinsNjótum haustsins

20% afsláttur af púðum - kertum - kertastjökum og luktum

Njótum haustsinsNjótum haustsins

20% afslátturaf öllumstofuplöntumog pottum

20% afsláttur af púðum - kertum - kertastjökum og luktum

Callunur / Erikur

3stk 990kr

Page 12: 18 09 2015

FFagnaðarefni er að nú, haustið 2015, sjö árum eftir hrun bankakerfisins og mestu efnahagskreppu sem herjað hefur á Ís-lendinga, ríkir góðæri á ný í efnahagskerfi landsins. Það þýðir ekki að allir sem illa fóru út úr kreppunni hafi náð vopnum sín-um, margir misstu vinnu, töpuðu miklum fjármunum eða jafnvel fasteignum sínum, en óumdeilt er að viðsnúningur hefur orðið,

almennt á litið. Bati hefur átt sér stað undanfarin ár, ekki síst það sem af er þessu ári. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 1,8% á árinu 2014, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands en bráðabirgðatölur stofnunar-

innar sýna kröftugan hagvöxt á fyrri helmingi yfirstand-andi árs. Hann mælist 5,2% á tímabilinu og hefur ekki mælst meiri síðan á því fræga,

eða illræmda, ári 2007, sem gjarna er litið til þegar horft er til topps sveiflunnar fyrir hrun.

Munurinn er hins vegar að nú er hagvöxt-urinn á breiðari grunni, eins og greiningar-deild Íslandsbanka bendir á. Mikill vöxtur er í einkaneyslu og fjárfestingu sem og í út-flutningi. Hagvöxturinn er ekki fenginn að láni með sama hætti og var fyrir hrun. Bætt fjárhagsstaða heimilanna, meðal annars vegna meiri kaupmáttar, skilar aukinni einkaneyslu. Sá vöxtur, 4,4% á fyrri helm-ingi ársins, er sá mesti síðan 2006.

Aukning er líka í fjárfestingu og má rekja vöxtinn til atvinnuvegafjárfestingar. Grein-ingardeildin bendir á að með vextinum sé fjárfestingastigið í hagkerfinu að hækka en það hefur verið lágt eftir hrun. Mældist það 18% á fyrri helmingi þessa árs sem er enn aðeins undir þeim 20% sem til lengri tíma er talið eðlilegt að sé í iðnvæddu ríki og nauðsynlegt til að viðhalda hagvexti til lengri tíma litið.

Útflutningur ál- og sjávarafurða jókst á öðrum ársfjórðungi, þótt vissulega sé blika á lofti varðandi útflutning sjávarafurða í kjölfar innflutningsbanns Rússa á ís-

lenskum sjávarafurðum. Það er hins vegar ferðaþjónustan sem mestu skiptir um við-snúninginn. Uppgangurinn í greininni vegur langþyngst í þeirri jákvæðu þróun sem orðið hefur í hagkerfinu. Samanlagðar tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi námu 91,9 milljörðum króna, að því er Hagstofan greinir frá. Það er 14,9 milljörðum króna meira en í á sama tíma í fyrra og 20,6 milljörðum króna meira en á sama tíma árið 2013.

Í kjölfar nýgerðra kjarasamninga, sem fólu í sér nokkuð ríflega hækkun, kom fram ótti um að sá gamli draugur, verðbólgan, færi úr böndum eftir stöðugleikatímabil, sem ríkt hefur. Verðbólgan mælist nú 2,2% og hefur ekki verið meiri síðan í ágúst í fyrra, en mælist engu að síður enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Verð-bólguþrýstingur hefur hins vegar minnkað vegna ytri áhrifa, verðlækkunar á eldsneyti og annarri hrávöru. Innflutt verðhjöðnun gæti því vegið á móti innlendum kostnaðar-hækkunum næstu mánuði, eins og grein-ingardeild Íslandsbanka bendir á. Deildin gerir þó ráð fyrir að verðbólga fari upp fyrir verðbólgu markmið Seðlabankans þegar lengra líður á haustið.

Styrking krónunnar heldur einnig á móti verðbólgu en gengi hennar hækkaði um 0,7% á öðrum ársfjórðungi samhliða inn-flæði gjaldeyris og jákvæðs undirliggjandi viðskiptajafnaðar. Krónan hefði raunar hækkað meira ef ekki hefðu komið til inn-grip Seðlabankans með kaupum á gjald-eyri. Þar er þó um tímabundnar aðgerðir að ræða enda er bankinn að auka gjald-eyrisforða sinn og býr þannig í haginn fyrir losun hafta.

Við aðstæður sem þessar ber að hafa varann á. Ýmsir hafa bent á að sjá megi þenslumyndun í hagkerfinu þótt ástandið sé öðruvísi en var fyrir hrun. Það bera margir ábyrgð á framhaldinu og Samtök atvinnulífsins töldu að farið hefði verið fram á ystu nöf í kjarasamningunum – og enn er ósamið við mikilvægar stéttir – en það er ekki síst á valdi ríkisstjórnar og Seðlabanka að halda þenslu í skefjum.

Jákvæður viðsnúningur en varast ber þenslumyndun

Hagtölur sýna ótvírætt góðæri

Jónas [email protected]

LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR

Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jónas Haraldsson [email protected] Fréttastjóri: Hösk-uldur Daði Magnússon [email protected]. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson [email protected]. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson [email protected]. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Eineltier ógeðLeggðu þitt af mörkum!

#eineltieroged

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

1.000 kr. 3.000 kr.

5.000 kr. 8.000 kr.

Einelti rænir mörg börn og unglinga gleðinni sem þau ættu að njóta. Á allra vörum styrkir Erindi og uppbyggingu samskiptaseturs fyrir ungmenni sem glíma við einelti.

Með því að hringja í söfnunarsíma- númerin eða kaupa Á allra vörum varasettið leggur þú þessu brýna málefni lið.

Nánar um sölustaði, átakið og starfsemi Erindis á aallravorum.is, erindi.is og facebook.com/aallravorum.is

12 viðhorf Helgin 18.-20. september 2015

Page 13: 18 09 2015

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800

ORMSSON KEFLAVÍK

SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI

SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI

SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI

SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK

SÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK -EGILSSTÖÐUM

SÍMI 4712038

ORMSSON PAN-NESKAUPSSTAÐ

SÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSI

SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM

SÍMI 481 3333

TÆKNIBORGBORGARNESI SÍMI 422 2211

OMNISAKRANESI

SÍMI 433 0300

GreiðslukjörVaxtalaust

í allt að 12 mánuði

Braun rakvél195-1

Kr. 12.900,-

rafmagnstannburstar í góðu úrvali

Braun hárblásarihd710

Kr. 9.990,- Braun - OralBDisney rafmagnstannbursti

db4.510Kr. 2.290,-

Braun - OralBrafmagnstannbursti

db4.010Kr. 1.990,-

Braun - OralBrafmagnstannbursti

d16513Kr. 5.790,-

Braun - OralBtannburstahausar

4 stk í pakkaVerð frá 1.990,-

Braun hárblásarihd550

Kr. 7.990,-

Braun rakvél Sport197-1

Kr. 12.900,-

Braun rakvél5050cc

Kr. 39.900,-

Braun bartskeri bt7050

Kr. 14.900,-

Braun rakvél 320-4

Kr. 19.900,-

Braun hárskerihc3050

Kr. 7.990,-

Braun rakvél380

Kr. 26.900,-

Braun skeggsnyrtircruz-6

Kr. 13.900,-

Braun rakvélcooltec ct2sKr. 29.900,-

vatnsheldvatnsheld

vatnsheldvatnsheldvatnsheldvatnsheldvatnsheldvatnsheldvatnsheldvatnsheldvatnsheldvatnsheldvatnsheld

BRAUN HáreyðingartækiSilk-épil5 Legs&Body

Kr. 16.900,-

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum

kl. 11-15.

Fullkomin snyrting á þínu verði

Page 14: 18 09 2015

Það var aldrei á verk-efnalistanum að fara út í pólitík, hvað þá að verða alþingismaður.Ljósmyndir/Hari

Alþingi er alveg eins

og MRNýr þingmaður Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttir, settist

á þing í haust. Hún er 25 ára gömul, eiginlega ennþá fátækur námsmaður eins og hún segir, en hefur þrátt fyrir

ungan aldur bæði upplifað að ganga með höfuðslæðu dagsdaglega í Teheran og stúdera geimeftirlit í Evrópu.

Á sta Guðrún Helgadóttir er önnum kafin á þinginu en fellst á að hitta mig um

stund á kaffihúsi í miðbænum áður en hún mætir aftur á þingfund þar sem hún er á mælendaskrá. Hún kemur eins og hvirfilvindur inn á kaffihúsið, í stuttri kápu með flaks-andi hár og eins langt frá staðalí-mynd alþingismanns og hægt er að komast, og pantar sér sódavatn áður en við setjumst í sófahorn og hefjum spjallið. Að rótgrónum íslenskum sið byrjum við á yfirheyrslu um ætt-ir og uppruna.

„Ég er uppalin á Seltjarnarnesi, að mestum hluta. Pabbi minn er Helgi Njálsson, verslunarmaður sem lengi rak fataverslunina Ið-unni, og mamma mín er Ingibjörg Sara Benediktsdóttir tannlæknir. Afi minn og langafi stofnuðu Ið-unni sem pabbi tók síðan við, þann-ig að ég ólst upp við mikinn áhuga á tísku, prjónaskap og saumum og var meira að segja að hugsa um að verða klæðskeri þegar ég var sext-án ára. Mamma er frá Húsavík þar sem afi var tónlistarkennari og sú fjölskylda hefur mikinn áhuga á músík. Ég lærði á píanó þegar ég var í grunnskóla og menntaskóla og það blundar alltaf í manni að læra meira í tónlistinni. Það er alltaf mik-

ið sungið þegar móðurfjölskyldan kemur saman en hjá föðurfjölskyld-unni er áherslan á að ræða pólitík.“

Úr hijab í geimeftirlitÞannig að þú ert alin upp við það að pólitík sé daglegt umræðuefni?

„Ekki bara það, heldur mátti ég sitja og hlusta og taka þátt í um-ræðunni. Okkur systkinunum var aldrei sagt að fara út að leika þegar gestir voru og fengum að segja okk-ar álit óhindrað. Ég held að það eigi stóran þátt í því að ég er þar sem ég er í dag. Það er rosalega mikil-vægt að segja börnum aldrei að þegja af því að fullorðna fólkið sé að tala og þessar umræður mótuðu mig mikið.“

Eftir stúdentspróf frá MR hélt Ásta til Noregs, þar sem hún vann í ár en lagðist síðan í ferðalög. Kom heim og lagði stund á sagnfræði við HÍ auk þess að taka kúrs í heim-speki í háskólanum í Varsjá og læra tungumálið farsí í háskóla í Teher-an, sem hún segir hafa verið stór-kostlega upplifun. „Á ferðalaginu sem ég sagði þér frá var ég tvær vikur í Íran, sem mér fannst alveg frábært og mig langaði til að fá meiri innsýn í tungumálið og menn-inguna þar og komast að því hvern-ig þetta land virkaði. Ég skráði mig

því í mánaðarkúrs í farsí í háskólanum og bjó í Te-heran í mánuð.“

Spurð hvort ekki sé allt í rúst í Teheran hristir Ásta höfuðið. „Alls ekki, þetta er fínasta land. Það hefur náttúrulega verið beitt viðskiptaþvingunum mjög lengi og það er ýmislegt sem virkar öðruvísi en hér en það sem mér fannst merkilegast var að tala við konur sem mundu hvernig Íran var áður en yfirtakan fór fram. Það var mjög merkilegt, til dæmis að fá að vita hvað hijabið er, því allar kon-ur verða að vera með hijab, slæðu um höfuðið, en þegar allir eru með það verður það alveg merking-arlaust, bara eðlilegur hluti af lífinu. Við, erlendu nemendurnir í háskólanum, urðum auðvitað líka að vera með hijab og ég get sagt þér það að það næsta sem ég hef komist því að skilja hvers virði frelsi er var þegar maður stalst til að taka það niður og leyfa hárinu að flaksast. Að fara út með slegið hárið, í stuttbuxum og hlýrabol að skoða stjörnurnar í Íran er ábyggilega það hættulegasta sem ég hef gert í lífinu, en líka það magnaðasta.“

Eftir heimkomuna frá Íran hélt Ásta áfram nám-inu í háskólanum en fór um tíma í starfsnám til Brussel þar sem hún vann fyrir þingmann á Evr-ópuþinginu og tók meðal annars þátt í starfi við undirbúning lagasetningar um geimeftirlit í Evr-ópu. „Ég var til dæmis mikið að tala við fólkið sem vinnur og hrærist í geimiðnaðinum, það var mjög speisað. En það var líka meðal þess áhugaverðasta sem ég hef gert að reyna að skilja þessa pólitík sem er stunduð á þessum level.“

Eins og að vera komin aftur í MRÁsta segir það aldrei hafa verið á verkefnalistanum að fara út í pólitík, hvað þá verða alþingismaður. „Ég leiddist bara út í þetta, það var aldrei meining-in. Ég sat með Smára McCarthy, vini mínum, sem var að leita að fólki til að vera á lista Pírata í síðustu alþingiskosningum og hann spurði hvort ég vildi ekki vera með. Ég var á þeim tíma að vinna að rit-

Að fara út með slegið hárið, í stuttbuxum og hlýrabol að skoða stjörnurnar í Íran er ábyggilega það hættu-legasta sem ég hef gert í lífinu.

Framhald á næstu opnu

14 viðtal Helgin 18.-20. september 2015

Tækifærií september

Orkuflokkur þurrkun

SIEMENS - UppþvottavélarSN 45M209SK (hvít)SN 45M509SK (stál)

13 manna. Fimm kerfi. Hljóð: 44 dB (re 1 pW). Zeolith®-þurrkun: Skilar sérlega þurru og glitrandi leirtaui. Byggist á að láta hið náttúrulega steinefni seólít soga í sig raka og gefa frá sér hita. Barnalæsing. „aquaStop“ flæðivörn.

Tækifærisverð: 139.900 kr. (Fullt verð: 169.900 kr.)

HÆSTA EINKUNN 201

5

Page 15: 18 09 2015

BL ehfSævarhöfða 2 / 110 Reykjavík

525 8000 / www.bl.is

GE bílarReykjanesbæwww.gebilar.is420 0400

Bílasalan BílásAkranesiwww.bilas.is431 2622

Bílasala AkureyrarAkureyriwww.bilak.is461 2533

Bílaverkstæði AusturlandsEgilsstöðumwww.bva.is470 5070

IB ehf.Selfossiwww.ib.is480 8080

BL söluumboðVestmannaeyjum481 1313862 2516

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

70

92

1 /

*Miða

ð við

upp

gefn

ar tö

lur fr

amlei

ðand

a um

elds

neyti

snot

kun

í blön

duðu

m a

kstri

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

70

92

1 /

*Miða

ð við

upp

gefn

ar tö

lur fr

amlei

ðand

a um

elds

neyti

snot

kun

í blön

duðu

m a

kstri

Renault CLIOSjálfskiptur sparneytinn dísilbíll

Verð: 3.050.000 kr.CLIODísil, sjálfskiptur

Eyðsla 3,7 l/100 km*

Verð: 3.250.000 kr.CLIO SPORT TOURERDísil, sjálfskiptur

Eyðsla 3,7 l/100 km*

„ÞÚ TANKAR SJALDNARÁ RENAULT“

DÍSILBÍLARNIR FRÁ RENAULT SLÁ Í GEGN Renault var þriðji mest keypti bíllinn á Íslandi 2014.** Nýju Renault bílarnir hafa slegið í gegn með hagstæðu verði, ríkulegum búnaði og úrvali sparneytinna bensín- og dísilvéla með einstaklega hagkvæmri „Dual Clutch“ sjálfskiptingu. Komdu og reynsluaktu nýjum Renault.

**Miðað við almenna sölu til einstaklinga og fyrirtækja án bílaleiga árið 2014

Page 16: 18 09 2015

Fylgdu okkur á Facebook.facebook.com/kiamotorsisland

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.

Kia Rio bíður þín í Öskju, Krókhálsi 11. Komdu og prófaðu, við tökum vel á móti þér.

Kia Rio LX 1,1 — dísil, beinskiptur.

Verð frá 2.550.777 kr. Útborgun aðeins 10% eða 255.077 kr.*

Kia Rio er kraftmikill og sparneytinn dísilbíll sem fer með þig á vit ævintýranna. Hann er ríkulega búinn spennandi staðalbúnaði og eyðir um 3,6 l/100 km í blönduðum akstri. CO2 í útblæstri er með því minnsta sem þekkist og þess vegna má leggja honum frítt í Reykjavík, 90 mínútur í senn. 7 ára ábyrgð fylgir nýjum Kia Rio.

Bran

denb

urg

M.v. óverðtryggt lán í 84 mánuði. Afborgun 38.777 kr. Vextir 9,4 %. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,14%.

*

gerð um súfragettuna Sylviu Pank-hurst í kúrsi í HÍ sem hét Konur og stjórnmál og var alveg ofandottin yfir því hvað þessar konur þurftu að ganga langt til þess að það væri hlustað á þær. Það er svo ótrúlegt hvað við erum komnar langt á rúm-um hundrað árum. Það er ekki svo langt síðan það voru alls ekki sjálf-sögð réttindi að bjóða sig fram ver-andi kona og ekki heldur sem ungur einstaklingur. Ég er fædd 1990 og ólst upp við það að Vigdís var forseti og fullt af konum á Alþingi þannig að tilhugsunin um að vera á lista til alþingiskosninga var ekkert fárán-leg. Ég, 23 ára gömul, þurfti ekki að gera annað en segja, OK, ég er memm!“

Ásta viðurkennir að hún hafi ekki séð það fyrir sér að verða alþingis-maður í fullu starfi þótt hún hafi tekið sæti á lista Pírata en þannig hafi málin æxlast og hún takist að sjálfsögðu á við þá ábyrgð sem því fylgir. En hefur það að setjast á þing breytt miklu í lífi hennar?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Ég bý ennþá í einu herbergi eins og ég gerði þeg-ar ég var í háskólanum og á stund-um ekki fyrir inneign á símann minn eins og fátækur námsmaður. Mér líður reyndar dálítið eins og ég sé komin aftur í MR þarna í Alþingis-húsinu, enda hafði fólkið sem bjó til hefðirnar fyrir þingið auðvitað Lærða skólann að fyrirmynd. Það er hringt inn og út, þú átt þitt sæti við borð og þarft að biðja leyfis að fá að tala, þetta er allt voðalega MR-ískt.“

Flugfreyjudraktir sem ein-kennisklæðnaðurFylgifiskur þess að verða alþingis-maður er að lenda í kastljósi þjóðar-innar, verða þekkt andlit, og Ásta segist aðeins vera farin að finna fyrir því nú þegar.

„Ég virði mitt einkalíf mjög mikið og til dæmis það að vera allt í einu komin með rosalega marga vini á Facebook sem vilja fylgjast með mér finnst mér dálítið óþægilegt. Mér finnst það auðvitað rosalega gaman og þakka fyrir það, en að sama skapi finnst mér það dálítið erfitt. Ég er eiginlega hætt að segja eitthvað frá daglegu lífi mínu á Facebook, það getur endað í blöðunum, þannig að, jú, ég er strax farin að hegða mér aðeins öðruvísi. Ég er hins vegar ekki mikið úti á djamminu, þannig að ég hef ekki orðið fyrir áreiti þar, enda þarf maður að vakna fyrir allar aldir til að mæta í nefndarstörf svo það verður ekki inni í myndinni að djamma fram á rauða nætur.“

Sem dæmi um neikvæðu athygl-

ina sem þingmannsstarfinu fylgir tek ég sem dæmi þegar Davíð Oddsson tók sér það fyrir hendur fyrir skömmu að ásaka Pírata um að draga niður virðingu Alþingis með óvirðulegum klæðaburði, en Ástu finnst það nú bara fyndið. „Ég verð að fá að lýsa því yfir að ég á eina hlaupaskó en allir hinir skórnir mínir eru úr leðri, þannig að ég tek þetta ekki til mín” segir hún hlæjandi. „Við vorum reyndar að grínast með það að við ættum kannski að hringja í WOW Air og fá flugfreyjudraktir lánaðar hjá þeim sem einkennisklæðnað Pírata, þær eru næstum í réttum lit, bara að-eins of bleikar. En svona í alvöru þá eru þessi ummæli Davíðs fyrst og fremst dæmi um hversu rökþrota

hann er, getur bara farið í manninn en ekki málefnin.“

Sama staða og fyrir hrunTíminn er að hlaupa frá okkur og Ásta er farin að gjóa augum á klukk-una, enda liggur henni á að komast aftur á þingfundinn, ég skelli því á hana lokaspurningunni: Hvað er það sem þú munt helst berjast fyrir á þinginu?

„Ég er búin að vera að lesa Rann-sóknarskýrslu Alþingis og það er svo ógurlega margt sem við þurfum að takast á við ef við ætlum ekki að þurfa að lenda í öðru hruni. Ég átti erfitt með að lesa fyrstu tvö bindin því það var svo margt óeðlilegt í gangi. Þegar allt kemur til alls snýst þetta allt saman um vald og hver

hefur valdið. Mig langar mikið að sjá aukið valdajafnvægi í íslensku samfélagi og margt sem snertir það hefur með aukið aðgengi að upplýs-ingum að gera; opna nefndarfundi, sannleiksskyldu ráðherra og um það snýst frumvarp sem ég hef lagt fram en er ekki enn komið á dag-skrá þingsins. Þetta virðast vera litlir hlutir en eru í rauninni að auka vald fólksins, þannig að meira gagnsæi, meiri upplýsingaskylda er það sem mig langar helst að beita mér fyrir. Eitt af því sem situr í mér úr fyrsta bindi Rannsóknarskýrslunnar er þegar Davíð Oddsson nefndi það sem eina ástæðu hrunsins hvað framkvæmdavaldið hefði verið sterkt á þessum tíma. Núna erum við nefni-lega að sjá nákvæmlega sömu stöðu á Íslandi og þá; alveg rosalega sterkt framkvæmdavald og takmarkað sjálfstæði þingsins. Valdajafnvægið inni á þingi er þannig að meirihlut-inn ræður, punktur. Flokkurinn leggur línuna og menn kjósa yfirleitt ekki á móti flokknum sínum, hvað sem þeim finnst persónulega, þann-ig að ef ráðherra leggur fram frum-varp kemst það yfirleitt alltaf í gegn. Hversu eðlilegt er það til lengri tíma litið? Þegar frumvarpið um einka-væðingu bankanna var lagt fram fór það í gegnum þingið án nokk-urra breytinga og Alþingi hafði eftir það ekkert um það að segja hverjir kaupendurnir voru. Það virðist vera að gerast aftur með sölu á eignar-hlut ríkisins í Landsbankanum og það verður fróðlegt að sjá hvort fjár-málaráðherra kemst upp með þetta aftur. Mér finnst sagan svolítið vera að endurtaka sig og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma í veg fyrir það.“

Friðrika Benónýsdóttir

fridrika@frettatiminn

„Ég bý ennþá í einu herbergi eins og ég gerði þegar ég var í háskólanum og á stundum ekki fyrir inneign á símann minn eins og fátækur náms-maður.“ Ljósmynd/Hari

16 viðtal Helgin 18.-20. september 2015

Page 17: 18 09 2015

Vina del Mar

Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • heimsferdir.is

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur.

Hei

msf

erð

ir ás

kilja

sér

rétt

til

leið

rétt

ing

a á

slík

u. A

th. a

ð v

erð

get

ur b

reys

t án

fyrir

vara

.E

NN

EM

M /

SIA

• N

M70

62

4

borgarferð í haust

Róm19. október í 4 nætur

Hotel RoscioliFrá kr. 122.900 Netverð á mann frá kr. 122.900 m.v. 2 í herbergi.19. október í 4 nætur.

Valencia8. október í 4 nætur

Holiday InnFrá kr. 69.900 Netverð á mann frá kr. 69.900 m.v. 2 í herbergi.8. október í 4 nætur.

Sevilla6. nóvember í 3 nætur

Hotel Ribera de TrianaFrá kr. 89.900 Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 í herbergi.6. nóvember í 3 nætur.

SÉRTILBOÐ

Frá kr.

68.900

borgarferðSkelltu þér í

Barcelona23. september í 5 nætur

STÖKKTUFrá kr. 89.900 Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 í herbergi.23. september í 5 nætur.

Barcelona20. nóvember í 3 nætur

Hotel DerbyFrá kr. 99.900 Netverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 í herbergi.20. nóvember í 3 nætur.

Prag8. október í 4 nætur

Ibis MalastranaFrá kr. 68.900 Netverð á mann frá kr. 68.900 m.v. 2 í herbergi.8. október í 4 nætur.

STÖKKTU

Page 18: 18 09 2015

Skálda eigin æviRithöfundar gera í auknum mæli eigin ævi að yrkisefni og að minnsta kosti þrjár skáldævisögur þekktra höf-unda er að finna á útgáfulistum haustsins.

S káldævisaga er til þess að gera nýtt hugtak í íslenskum bók-menntum, heyrðist fyrst í kring-

um útgáfu á bókum Guðbergs Bergs-sonar, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar og Eins og steinn sem hafið fágar. Gott ef Guðbergur skáld-aði ekki þetta hugtak upp sjálfur. Slíkar bækur voru þó auðvitað skrifaðar löngu fyrr, eða dettur einhverjum í hug að bækur Þórbergs Þórðarsonar Ofvitinn og Íslenskur aðall séu eitthvað annað en skáldævisögur?

Faðir og móðir og dulmagn bernsk-unnar kom út árið 2000 og síðan hafa varla liðið jól án þess að skáldævisög-ur væru á útgáfulistum forlaganna. Er skemmst að minnast sögu Vigdísar Grímsdóttur, Dísusögu, sem út kom fyrir tveimur árum og var að því leyti sérstæð að hún var skrifuð af öðrum helmingi persónu höfundar. Ekki vakti Ósjálfrátt Auðar Jónsdóttur minni athygli, enda fá-dæma skemmtileg og vel skrifuð bók.

Jón Gnarr hefur einnig umbreytt ævi sinni í skáldskap í bókunum Indíáninn og Sjóræninginn og nú í haust kemur út þriðja bók hans í þeirri seríu, Útlag-inn, þar sem hann tekst á við unglings-árin frá 14 til 19 ára aldurs, dvöl sína á heimavistarskólanum Núpi í Dýrafirði og hlífir hvorki sjálfum sér né öðrum í lýsingum á ofbeldi og misþyrmingum. Jón hefur sjálfur sagt í viðtali að þetta sé hræðileg bók sem enginn ætti að þurfa að skrifa og að hann voni að eng-inn lesi hana, en það þarf varla að efast um að bókin sú fái lesendur, ekki síst eftir slíkar yfirlýsingar.

Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir hef-ur sent frá sér tvær bækur sem hún hefur kallað skáldættarsögur, Stúlku

með fingur og Stúlku með maga, þar sem hún sagði sögur ömmu sinnar og móður og nú er hún komin að sjálfri sér í bókinni Stúlka með höfuð sem kemur út í október. Kunnugir segja að sú bók sé þegar farin að valda titr-ingi hjá herramönnum á virðulegum aldri þar sem kvisast hefur að í bók-inni nafngreini Þórunn alla ástmenn sína framan af ævi og gefi hverjum fyrir sig einkunn. Þegar ofan á bætist hvað Þórunn er fantaflinkur höfundur með óvenjulega sýn á lífið verður að telja þá bók með þeim for-vitnilegri á útgáfu-listum haustsins.

Hallgrímur Helgason hef-ur hingað til haldið eigin líf i kirf ilega aðskildu frá bókum sín-um, svona eft-ir því sem það er hægt, en nú bregður svo við að hann sendir frá sér skáldævisögu sem nefnist Sjóveikur í München, þar sem hann setur ákveðið tímabil í lífi sínu í skáldlegan búning. Ungur myndlistarmaður einn í námi í útlandinu og síælandi í stresskasti hljómar reynd-ar ansi Hallgrímslega svo kannski hefur hann ekki ver-ið eins langt frá eigin reynslu í fyrri bókum og við höfum haldið. Verður allavega spennandi að fá nýja bók frá Hallgrími sem ekki hefur sent frá sér bók síðan Kon-an við 1000° gerði allt vit-laust árið 2011.

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

Skálda eigin ævi

Bók Jóns Gnarr nefnist útlaginn og segir frá lífi hans frá 14 til 19 ára aldurs.

Sjóveikur í München er fyrsta atlaga Hallgríms Helgasonar að skáldævi-sögunni.

Þórunn Erlu- Valdi-marsdóttir hefur snúið skáldættarsög-unni upp í skáldævi-sögu í bókinni Stúlka með höfuð.

18 bækur Helgin 18.-20. september 2015

Golfsettið ferðast frítt!

+ Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S I

CE

661

93 1

0/13

Aðild að Icelandair Golfers er innifalin fyrir korthafa Premium Icelandair American Express®

Page 19: 18 09 2015

Smáratorgi 3 · 201 Kópavogi · 550 2700

Öryggi - Ekkert mál að skila eða skiptaAugljós kostur við að versla við innlenda risavefverslunog vöruhús eins og Heimkaup.is er að ekkert mál er að skila eða skipta ef upp koma vandamál.

Hægt að greiða við afhendingu Ólíkt mörgum netverslunum býðst þér einnig að greiða með peningum eða korti við afhendingu vörunnar. Öruggara verður það ekki.

Höfuðborgarsvæðið: Pantaðu fyrir kl. 13:00 og sendingin getur verið komin til þín fyrir 16:00 samadag og strax sama kvöld ef pöntun berst fyrir kl. 17:00. Pantanir berast strax daginn eftir víðasthvar á landsbyggðinni. Allar pantanir yfir 4.000,- sendar frítt hvert á land sem er.

Frí heimsending samdægurs

Frí heimsending strax í dag og alla helgina!*

Útivist og aþreyging...

990,-2.990,- Fórnardauði

990,-2.790,- Frönsk svíta

990,-2.790,- Fyrirgefning

990,-1.990,- Glansmyndasafnararnir

990,-2.390,- Harmur englanna

990,-2.990,- Haustfórn

990,-2.590,- Ævintýraferð fólksins...

990,-3.290,-

Aðventa

990,-3.390,- Aþena, Ohio

990,-2.990,- Abraham Lincoln

990,-2.490,- Biðin eftir Robert Capa

990,-2.990,- Dewey

990,-2.790,- Djöflatindur

990,-2.990,- Endimörk náðarinnar

990,-2.390,- Út í vitann

990,-2.490,-

Leið

990,-2.690,- Mamma segir

990,-3.390,- Manneskja án hunds

990,-2.890,- Mýs og menn

990,-1.990,- Molinn minn

990,-2.790,- Undantekningin

990,-2.990,- Wayne Rooney

990,-2.990,- Myrknætti

990,-1.990,-

71%AFSLÁTTUR

71%AFSLÁTTUR

70%AFSLÁTTUR

60%AFSLÁTTUR

66%AFSLÁTTUR

50%AFSLÁTTUR

67%AFSLÁTTUR

63%AFSLÁTTUR

71%AFSLÁTTUR

66%AFSLÁTTUR

50%AFSLÁTTUR

65%AFSLÁTTUR

67%AFSLÁTTUR

67%AFSLÁTTUR

50%AFSLÁTTUR

65%AFSLÁTTUR

65%AFSLÁTTUR

50%AFSLÁTTUR

59%AFSLÁTTUR

67%AFSLÁTTUR

65%AFSLÁTTUR

70%AFSLÁTTUR

67%AFSLÁTTUR

60%AFSLÁTTUR

67%AFSLÁTTUR

65%AFSLÁTTUR 67%

AFSLÁTTUR

59%AFSLÁTTUR

59%AFSLÁTTUR

Þegar dúfurnar hurfu

990,-3.390,- Maður sem heitir Ove

990,-3.290,- Náttbál

990,-2.490,- Kuldi

990,-2.890,- Brotin egg

990,-1.990,- Flöskuskeyti frá P

990,-2.790,-

Kiljumarkaður!Yfir 150 frábærir titlar á aðeins 990,-

65%AFSLÁTTUR

Kiljumarkaður!Kiljumarkaður!Yfir 150 frábærir titlar

Kiljumarkaður!Kiljumarkaður!Kiljumarkaður!

62%AFSLÁTTUR

72%AFSLÁTTUR

990,-2.590,-

990,-3.490,-

heimkaup.is

Page 20: 18 09 2015

Ætli þetta sé ekki búið núna, ég get ekki hjakkað í þessu lengur.

Poppsagan er að fullu skrásett, alla vega í þessu formi,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni.

Gunni er að leggja lokahönd á tíu sjónvarpsþætti um poppsögu Íslands og fer fyrsti þátturinn í loftið á RÚV sunnudagskvöldið 27. september. Þættirnir kall-ast Popp- og rokksaga Íslands og verða fimm þættir sýndir nú í haust og fimm eftir áramót. Í millitíðinni verða spennuþætt-irnir Ófærð sýndir á sama tíma, svo það ætti ekki að væsa um landsmenn á sunnudagskvöldum í vetur.

Auðveldara og skemmtilegra að fjalla um fortíðinaDr. Gunni hefur skapað sér nafn sem poppsagnfræðingur þjóðar-innar enda hefur hann unnið að skrásetningu poppsögunnar síðustu fimmtán árin. Og raunar mun lengur ef skrif hans í fjöl-miðla eru talin með. Hann hefur skrifað tvær veglegar bækur, eina bók á ensku fyrir ferðamenn, haldið fyrirlestra, samið spurn-ingar í Popppunkti og nú er komið að sjónvarpsþáttunum.

„Ég er búinn að skrifa tvær bækur um poppsögu Íslands, Eru ekki allir í stuði? og Stuð vors lands. Í þeirri síðari reyndi ég að

súmmera upp allri poppsögu Ís-lands og það sama reynum við að gera í þáttunum,“ segir hann.

„Það var frekar lítið í gangi fram til 1950, ekkert nema harm-onikkukallar og stórhljómsveitir á hótelum. Upp úr 1950 verður til alvöru dægurtónlistarsena. Þetta fylgir allt sömu lögmálum og erlendis; það varð bylting þegar rokkið kom og eiginlega allt sem var á undan því varð gamaldags og hallærislegt í hugum ungs fólks. Þetta er oft miðað við 1955 eða 1956 þegar Elvis kom fram og Íslendingar voru vel með á nótunum þá. Og enn betur þegar Bítlaæðið byrjaði 1963. Svo fylgir íslenska poppið alltaf mikið stíl-um og stefnum erlendis frá.“

Hann segir að á þessari öld sé flóknara að greina stóra þræði. „Það er allt komið í einhverja kássu og voða erfitt að sjá hvað muni standa upp úr eftir fimmtíu ár. Það voru miklu skýrari línur áður fyrr.“

Vantar okkur ekki bara fjar-lægðina?

„Jú, kannski. Það er voða erfitt að fjalla um samtímann í sögu-legu ljósi. Það er bæði auðveldara og skemmtilegra að fjalla um fortíðina. Nútíminn er bara þoka sem maður sér ekki út úr ennþá. Þess vegna er miklu meiri áhersla lögð á fortíðina en samtímann í þessum sjónvarpsþáttum. Enda hefur samtíminn í poppi verið tekinn vel fyrir í þáttum á borð við Hljómskálann.“

Hylkið eldist en hugurinn alltaf jafn ferskurDr. Gunni stendur á tímamótum. Hann verður fimmtugur í næsta mánuði og fagnar áfanganum með nýrri plötu og tón-leikum. Um aðra helgi fer í loftið á RÚV ný sjónvarpsþáttaröð hans um sögu dægurtónlistar á Íslandi. Með því lýkur hann fimmtán ára vinnu við skrásetningu poppsögu okkar.

Dr. Gunni er að leggja lokahönd á tíu þátta sjónvarpsþætti um poppsögu Íslands. Hann fagnar fimmtugsafmæli sínu í næsta mánuði með útgáfu á sólóplötu. Ljósmynd/Hari

Fékk Shady til að syngja inn á plötuÞættirnir hafa verið í vinnslu í eitt og hálft ár en það var Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, sem átti hugmynd að gerð þeirra. Dr. Gunni vinnur þættina ásamt Erni Marinó, Þor-keli Harðarsyni og Haraldi Sigur-jónssyni í kvikmyndagerðinni Markeli.

„Við höfum tekið viðtöl við hátt í 200 manns. Það er dálítið ný nálg-un fyrir mig því bækurnar voru mikið byggðar á samtímaheim-ildum. Fólk segir alltaf eitthvað annað þegar það lítur til baka, þá kemur annar vinkill.“

Hver var skemmtilegasti við-mælandinn?

„Ha? Það var nú enginn skemmtilegri en annar en margir voru mjög skemmtilegir. Við lögð-um okkur kannski mest fram til að ná Shady Owens enda þurftum við að fá hana sérstaklega til lands-ins. Hún var svakalega hress. Og ég fékk hana til að syngja inn á plötuna mína!“

Hvað með myndasafn RÚV, leyndust fjársjóðir þar?

„Nei, þetta er voða mikið sem hefur birst áður en við náttúrlega reyndum að finna eitthvað sem ekki hefur verið notað. Sjónvarpið var duglegt að taka upp, verst að það var miklu af því eytt. Það þurfti að spara og nota teipin aftur og aftur. Það eru til einhverjir

Maður er nefndur-þættir í stað poppara að poppa.“

Ellimörk farin að gera vart við sigÞú ert að verða fimmtugur, 7. október, og ætlar að gefa út plötu í tilefni stórafmælisins…

„Já, það var annað hvort að láta sig hverfa og vera í útlöndum eða reyna að gera eitthvað. Ég geri þetta frekar „lo fi“; gef út tíu tommu plötu og held útgáfutón-leika í Lucky Records á afmælis-daginn. Maður er náttúrlega alltaf fastur í því að skila einhverju af sér í föstu formi og þess vegna gef ég formlega út plötu en þetta verða bara fimmtíu tölusett eintök. Það má líka segja að ég sé að loka ákveðnu ferli sem hófst fyrir þrjá-tíu árum því þetta er sama format og var á fyrstu plötunni hjá Svart-hvítum draumi árið 1985.“

Hvernig er það svo að vera að verða fimmtugur?

„Það er… óumflýjanlegt. Pabbi er að verða níræður og hann er alltaf að segja að hann sé eins og tvítugur inni í sér. Það er sama hjá mér. Hylkið eldist en hugurinn er alltaf jafn ferskur. Ég er reyndar farinn að hlusta á swing-tónlist og djass á 78 snúninga plötum þannig að það eru einhver ellimörk farin að gera vart við sig.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Ég er reyndar farinn að hlusta á swing-tónlist og djass á 78 snúninga plötum þannig að það eru einhver ellimörk farin að gera vart við sig.

20 viðtal Helgin 18.-20. september 2015

www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

Öflug fjáröflun fyrir hópinn

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

143

141

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.

Page 21: 18 09 2015
Page 22: 18 09 2015

Upphaf leiklistarferils Eysteins Sigurðar-sonar má rekja til Wisconsin í Banda-ríkjunum. „Ég bjó í

fimm ár í Wisconsin á meðan for-eldrar mínir voru í námi. Ég var sjö ára þegar ég lék í fyrsta leikritinu, reyndar bara skólaleikriti, en þá settum við upp Galdrakarlinn í Oz þar sem ég lék fuglahræðuna. Hlut-verkið hentaði mér vel, enda heila-laus grínisti. Þannig byrjaði leik-listaráhuginn líklega, mér fannst þetta allavega æðislega gaman, ég var svo opinn krakki. Ég fékk meira að segja að kynna leikritið og allt.“ Stuttu seinna flutti fjölskyldan heim og Eysteinn gekk í Hlíðaskóla þar sem leiklistaráhuginn hélt áfram að vaxa.

„Ég og vinir mínir sömdum leikrit og settum á svið í forkeppni innan skólans fyrir Skrekk, hæfi-leikakeppni grunnskólanna. Hand-ritið hefði ekki átt að verða valið undir neinum kringumstæðum, en það gekk út á það að Arnold Schwarzenegger, 50 Cent og Scoo-ter ætluðu að taka yfir heiminn. Vondi karlinn í leikritinu var svo uppblásin kynlífskind. Einhverra hluta vegna var þetta svo valið, en með smá breytingum. Í staðinn fyrir kynlífskindina kom freestyle dansatriði, sem betur fer,“ segir Ey-steinn og hlær.

Seinna, þegar Eysteinn var byrj-aður í Listaháskólanum var hann beðinn um að vera kynnir á Skrekk og hafði mjög gaman af. „Skrekkur er frábær vettvangur til að kynnast leiklistinni. Að bjóða öllum krökk-um sem vilja að koma og setja upp atriði í einu af stærstu leikhúsum landsins, er auðvitað algjör snilld. Hljóðmennirnir, ljósamennirnir og allir sem að þessu standa taka á móti krökkunum eins og fagfólki og þannig fá þau smjörþefinn af þessu. Þannig gerðist þetta hjá mér.“

Ætlaði að gerast skáld og breyta heiminumEysteinn gekk í Versló og tók þar mjög virkan þátt í félagslífinu. En þó svo að leiklistaráhuginn hafi verið mikill segist Eysteinn aldrei þorað að hafa farið með hann alla leið. „Ég ætlaði aldrei beint í leik-listarskólann. Eftir Versló flutti ég til Bandaríkjanna í eitt ár. Pabbi var þá nýfluttur þangað með stjúp-mömmu minni og litlu systkinum mínum, á okkar gömlu heima-slóðir. Ég var svo mikið að finna mig á þessum tíma og las allt sem ég komst í, þannig ég skráði mig í skapandi skrif. Ég ætlaði væntan-lega að skrifa einhverja skáldsögu og breyta heiminum, en það gerðist náttúrulega ekki. Ég fór í leikfélag-ið í skólanum og uppgötvaði þar að mig langaði frekar að nota þann miðil til að segja sögur, að fá að vera einhver karakter og einbeita

mér að honum, frekar en að skrifa einhverja skáldsögu sem er algjör fjarstæða og eitthvað sem ég á aldrei eftir að gera.“

Eysteinn fann fyrir einangrun í smábænum í Wisconsin og fór fljótt að þrá eitthvað stærra og meira. „Ég var orðinn graður í að komast eitthvert annað í leiklistarnám. Ég sótti bæði um í London og hérna heima en stefndi alltaf til London. En svo lifði ég mig svo mikið inn í prufurnar í Listaháskólanum og heillaðist af hópnum, en ég hafði séð mörg þeirra leika í Stúdenta-leikhúsinu stuttu áður. Ég fór því ekkert til London, það small allt hérna heima.“ Við tóku þrjú ár í Listaháskólanum og segir Ey-steinn að hann hafi ekki alveg vitað við hverju hann átti að búast. „Maður hafði heyrt svo margar tröllasögur af þessum skóla, sam-eiginlegir sturtuklefar milli kynja og fleira, sem er náttúrulega ekki satt,“ segir hann hlæjandi. „En það var mjög mikil nánd og það er alls ekki slæmt. Bekkjarsystkinin verða eins og systkini manns. Ég er samt ekki að segja að við höfum verið nakin allan daginn eða slíkt, sumir fóru aldrei úr fötunum. En ég fór reyndar oft úr fötunum því mér finnst það gaman. Ég var búinn að vera í skólanum í tvær vikur þegar ég reif mig úr öllum fötunum í ein-hverju verkefni.“

Heimurinn gleypti mömmuEysteinn segir að á tímanum í skól-anum hafi gengið á ýmsu. „Á með-an náminu stóð var líka margt sem gerðist í mínu persónulega lífi. Ég gekk í gegnum fyrstu sambands-litin mín, eftir að hafa átt kærustu síðan í menntaskóla. Í enda fyrsta ársins missti ég svo mömmu mína. Hún var búin að vera mjög veik á sálinni, alkóhólismi og þunglyndi hafði heltekið hana, og svo fór það þannig að hún svipti sig lífi.“ Móðir Eysteins var Anna Kristín Ólafs-dóttir stjórnsýslufræðingur. Hún starfaði hjá Umhverfisstofnun en hafði áður meðal annars starfað sem aðstoðarkona Ingibjargar Sól-rúnar Gísladóttur á borgarstjóra-árum hennar.

„Mamma var týnd á tímabili og þessar sex vikur sem leitin stóð yfir voru algjör hryllingur,“ segir Eysteinn.

„Mamma var ofboðslega dugleg og góð kona með sterka réttlætis-kennd. Hún var með stórt hjarta og það er svo oft þannig með svoleiðis fólk að heimurinn gleypir það. Ég kann því miður enga skýringu á af hverju þetta fór svona og við áttuðum okkur ekki á því hversu alvarlegt þetta var fyrr en alveg í lokin.“

Eysteinn segist hafa átt erfitt með að trúa því að þessi atburður væri að henda sína eigin fjölskyldu. „Þetta var svo skrýtið, það voru allir að koma að knúsa mig og ég

Engin ástæða að óttast það sem lífið hefur upp á að bjóða

„Það sem ég lærði kannski mest af veikindum og láti mömmu er að það getur allt gerst. Þú getur annað hvort óttast það að allt geti gerst og verið fórnarlamb í lífinu, ómeðvitað, eða fagnað því að allt getur gerst og ekki deyft þig fyrir því sem getur gerst.“ Ljósmynd/Hari

Eysteinn Sigurðarson útskrifaðist sem leikari frá Listaháskóla Íslands í vor. Hann stefndi aldrei beint í leiklistina, heldur gerði hann heiðarlega tilraun til að verða skáld sem ætlaði að breyta heiminum, en komst þó fljótlega að því að leiklistarformið ætti betur við hann, sérstaklega þar sem honum finnst gaman að klæða sig úr fötunum. Eysteinn gekk í gegnum erfiða tíma á meðan náminu stóð. Fyrir tveimur árum féll móðir Eysteins fyrir eigin hendi og segir hann að sú lífsreynsla hafi kennt sér að óttast ekki það sem getur gerst í lífinu, heldur taka því opnum örmum. Um helgina mun Eysteinn stíga á svið sem Tómas, fyrst í nútímaverkinu Ati og á sunnudag sem Tommi, besti vinur Línu Langsokks.

skildi ekki neitt. En það er oft þann-ig að maður vill ekki horfast í augu við það að einhver náinn manni er svona veikur og á svona erfitt. Eðli þynglyndis og alkóhólisma er líka þannig að viðkomandi reynir að fela það. Þetta varð mjög slæmt, mjög hratt.“

Móðuramma Eysteins, Lára Margrét Ragnarsdóttir, lést í janú-ar 2012, en hún sat meðal annars á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1991-2003. „Fráfall ömmu Láru hafði mikil áhrif á mömmu. Ég veit að þær áttu í mjög sterku sambandi og ég veit líka að lífið hennar ömmu var ekki bara dans á rósum. Amma lést frekar snögg-lega og átti mamma mjög erfitt eftir að hún dó.“

Eysteinn á tvö alsystkini, tvö hálfsystkini og þrjú stjúpsystkini og segir hann að atburður eins og þessi geti haft ótrúleg áhrif á systkinatengsl. „Við Lísa, stóra systir mín, vorum eins og hundur og köttur þegar við vorum lítil. Við

lékum okkur auðvitað saman og hún klæddi mig upp í kjóla og mál-aði mig og ég leyfði henni það því mér fannst það svo gaman. En við vorum mjög ólík og óhætt að segja að við þoldum ekki hvort annað. En þegar við lentum í þessum missi snerum við bökum saman, ég hef aldrei upplifað aðra eins samstöðu. Núna erum við bestu vinir og tölum saman á hverjum einasta degi. Hún er langbesta vinkona mín og varð það í gegnum þennan missi, “ segir Eysteinn, og dregur upp buxna-skálmina þar sem við blasir tattú á ökklanum með áletrinu: Lísa. Á hinum ökklanum er Eysteinn með upphafsstafi mömmu sinnar. „Þegar við vorum lítil söng mamma alltaf fyrir okkur lög úr Hamrahlíð-arkórnum fyrir svefninn, en hún söng með honum. Ég held mikið upp á Hvert örstutt spor og því fannst mér rökrétt að setja tattúið þarna. Nú fylgir mamma mér í hverju einasta spori.“

Hver er

Eysteinn Sigurðarson

Foreldrar: Sigurður Böðvarsson og Anna Kristín Ólafsdóttir.

Fjölskylduhagir: Einhleypur og barnlaus.

Menntun: Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands, BA frá Listaháskóla Íslands.

Leyndur hæfileiki: Ég held honum leyndum.

Uppáhalds leikari: Mickey Rourke.

Draumahlutverk: Tom Waits í ævisögu Tom Waits. Þó svo að það sé auðvitað

ekki hægt að leika hann.

?

Framhald á næstu síðu

22 viðtal Helgin 18.-20. september 2015

Page 23: 18 09 2015

HÆG UPPÁHELLING BÝR TIL GÓÐAR STUNDIR – svona gerirðu betra kaffi

Settu kaffipoka í trektina.

2 Mældu sléttfulla matskeið í pokann fyrir hvern bolla eða 6-7 g á 1,5 dl. Örlítið meira ef þú vilt hafa kaffið sterkt.

Bíddu augnablik eftir að vatnið er búið að sjóða – best er að hitastigið sé u.þ.b. 93°C. Helltu dálitlu vatni yfir kaffið, rétt til að bleyta upp í því.

4 Haltu áfram að hella vatninu smám saman þar til kaffið er tilbúið.

Rautt Merrild er miðlungsbrennt sígillt kaffi, fullkomið og bragðmikið. Miðlungs-brennsla þýðir að baunir eru ristaðar þar til þær fá ljósbrúnana lit, ljúfan og jafnan keim og notalegan ilm.

Miðlungsbrennt malað kaffi úr 100% Arabica baunum

EN

NE

MM

/ S

IA •

NM

672

54

Page 24: 18 09 2015

Vill ekki fara í gegnum lífið sem fórnarlambÞrátt fyrir erfiða vormánuði árið 2013 hélt Ey-steinn áfram að mæta í skólann. „Ég hélt að það væri þannig að maður þyrfti að eiga næga inni-stæðu, það er að lenda í nógu mörgu, til að geta leikið vel, en það er ekki þannig.“ Á þessu tímabili var Egill Heiðar Anton Pálsson að leikstýra Ey-steini í verkefni í skólanum. „Hann hjálpaði mér að vinna úr þessu. En það voru auðvitað dagar þar sem ég mætti og var algjörlega frosinn. Ekki líkamlega samt, ég gekk í gegnum allar senur og fór með línurnar mínar, en ég tók ekkert inn sem aðrir voru að segja. Ég var ekki á staðnum, haus-inn minn og hjartað voru einhvers staðar annars staðar. Að leika snýst um að vera í augnablik-inu, og það er ekki hægt að mæta í losti og dofnu ástandi og ætla að leika, komst ég að.“ Í vetur mun Eysteinn meðal annars leika í sýningunni Hver er hræddur við Virginíu Woolf sem Egill mun leikstýra. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir því að fá að vinna með honum aftur, hann er frábær kennari og ég hlakka til að mæta honum sem leik-stjóra.“

Eysteinn segir leiklistardeildina í Listahá-skólanum vera stórkostlega og hann fann fyrir miklum stuðningi eftir móðurmissinn. „Það mættu allir við jarðarför mömmu og að finna þannig stuðning var ólýsanlegt. Að jafna mig eftir þetta er eitt af stóru verkefnunum í lífinu og tekur örugglega aldrei enda. Það sem ég lærði kannski mest af þessu er að það getur allt gerst. Þú getur annað hvort óttast það að allt geti gerst og verið fórnarlamb í lífinu, ómeðvitað, eða fagnað því að allt getur gerst og ekki deyft þig fyrir því sem get-ur gerst.“ Eysteinn segir jafnframt að eftir þessa reynslu hafi hann tamið sér að taka hlutunum eins og þeir eru og einbeitt sér að því að vera góð manneskja sem vinnur vinnuna sína og er góður við fjölskyldu og vini. „En það kemur auðvitað fyrir að ég verði hræddur og efast um sjálfan mig, en það er bara hluti af lífinu.“

Fullorðnaðist í BorgarleikhúsinuEysteinn útskrifaðist sem leikari síðastliðið vor, 24 ára gamall. „Auðvitað var það ákveðið mó-ment að útskrifast sem leikari. Þetta var endir á ákveðnu tímabili en upphafið á öðru,“ en Eysteinn skrifaði undir eins árs samning við Borgarleik-

húsið áður en hann útskrifaðist. Hann segist hafa upplifað ákveðin tímamót þegar hann byrjaði í Borgarleikhúsinu. „Mér fannst ég þurfa að full-orðnast aðeins. Á meðan ég var í skólanum bjó ég í íbúð niðri í bæ með vinum mínum þar sem við tókum til svona tvisvar sinnum á ári. Núna er ég fluttur aftur í Hlíðarnar og það er aðeins meira fullorðins, nú fer ég í IKEA um helgar og vaska upp strax eftir matinn.“

Eysteinn er spenntur fyrir komandi vetri í Borgarleikhúsinu. „Hér fæ ég að vinna með fólki á hverjum degi sem veitir mér innblástur og fær mig til að vera miklu betri en ég er.“ Hans fyrsta verkefni er nútímaverkið At sem frum-sýnt verður um helgina. „Þetta er ákveðin eld-skírn því verkið er hratt og einkennist af mikilli keyrslu. Það er stígandi allan tímann og ég fer ekki af sviðinu fyrr en ljósin slokkna í lokin.“ Sögusviðið er vinnustaður þar sem þrír vinnufé-lagar berjast um tvö störf. „Þetta var valið besta nýja leikrit ársins í Bretlandi í fyrra og það ætti að segja fólki eitthvað um hvað verkið er hratt og sniðugt. Öll einbeitingin hjá okkur leikur-unum snýr að stíganda senunnar og við viljum að allir sogist inni í atburðarásina með okkur. Þetta verk höfðar til púkans sem býr innra með okkur öllum.“ Höfundurinn, Mike Bartlett, nýtir sér form nautaatsins og þaðan kemur nafn verksins. „Mín persóna er nautið og nautið gefst aldrei upp. Nautaatið hefur auðvitað verið gagnrýnt fyrir að vera grimmt og ómannúðlegt og þess vegna er svo áhugavert að setja það upp á skrifstofu, með fólki í jakkafötum.“

Forfallinn Abba aðdáandiÞessi helgi verður löng og viðburðarík hjá Ey-steini. „Ég er að frumsýna tvö verk um helgina. At í kvöld og Línu Langsokk á sunnudaginn. Ég hoppa inn í hlutverk Tomma, sem er frekar fyndið þar sem persónan mín í Ati heitir einnig Tómas. En ég mæli kannski ekki með því að yngstu Línu áhorfendurnir sjái Tomma í Ati.“ Tvö önnur verk eru á dagskránni hjá Eysteini í vetur, Hver er hræddur við Virginíu Woolf og Mamma Mia. „Ég veit ekkert hvernig Mamma Mia verður, nema að það verður algjör bomba. Ég er einn af þeim sem fílar Abba í botn, þó svo að það sé ekkert töff að segja frá því. Ég tek samt oft Youtube rúntinn og

hugsa: Djöfull er þetta gott stöff. Íslendingar eru náttúru-lega klikkaðir að halda þessar „sing along“ sýningar.“

Það skín hins vegar í gegn að Eysteinn er einna spennt-astur fyrir hlutverki sínu í Hver er hræddur við Virginíu Woolf. „Ef ég hefði getað sest niður fyrir ári og skrifað niður hvað mig langaði að gera á fyrsta árinu eftir út-skrift væri handritið akkúrat svona, þessi verk með þessum mótleikurum.“

Aðspurður um hvað muni taka við eftir árssamninginn í Borgarleikhúsinu segir Ey-steinn: „Mig langar bara að vinna í góðum verkefnum, eitthvað sem virkar og er

alvöru. Mér er alveg sama hvort það er stórt á einhverj-um alheimsmælikvarða eða ekki. Það er margt spennandi að gerast hér á Íslandi, bæði í kvikmyndagerð, leiklist og dansi. Það er mikil útrás í gangi þrátt fyrir niðurskurð í þessum málum. Ég er að leika lítið hlutverk í Ófærð hjá Balta og það verður sýnt erlendis, sem er ótrúlega spennandi. Eins og staðan er núna langar mig bara að læra, halda áfram að vaxa og sanka að mér reynslu, njóta og gera eitthvað gott, sama hvaðan hið góða kemur.“

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

Eysteinn ásamt móður sinni, Önnu Kristínu, og systur sinni Lísu, árið 1994. „Við Lísa vor-um eins og hundur og köttur þegar við vorum lítil. En þegar mamma lést snerum við bökum saman, ég hef aldrei upplifað aðra eins samstöðu. Núna erum við bestu vinir og tölum saman á hverjum einasta degi. Hún er langbesta vinkona mín.“

24 viðtal Helgin 18.-20. september 2015

Page 25: 18 09 2015

EINSTÖK FLASKA EINSTÖK VIRKNI

BIOEFFECT eru margverðlaunaðar íslenskar húðvörur sem fást á yfir 1000 útsölustöðum í 27 löndum. Í tilefni fimm ára afmælis BIOEFFECT EGF SERUM hefur verið framleidd stórglæsileg flaska í afar takmörkuðu upplagi.Einungis 2999 númeraðar flöskur fara í sölu á öllum mörkuðum BIOEFFECT og því verður takmarkað magn í boði hér á landi.

Limited Edition útgáfan af BIOEFECT EGF SERUM er hönnuð af Marianne Brandi, yfirhönnuði DAY Home og er framleidd af hinum virta franska glerframleiðanda Pochet du Courval.

Einstakt tækifæri til að eignast glæsilega flösku með einstaka virkni.

www.bioeffect.is

ÚTSÖLUSTAÐIR

Sigurboginn Lyf og heilsa - Kringlunni Duty Free Hagkaup - Kringlunni og Smáralind

Marianne Brandi

Page 26: 18 09 2015

Ungir hvítir karlmenn eru slíkur forrétt-indahópur að það er varla við-eigandi fyrir þá að bera víl sitt á torg og mun betri útrás að skrifa um það í skáld-sögu.

Sigurjón Bergþór segist vera intróvert að upplagi, það eigi hann sameiginlegt með sögumanni Hend-ingskasts. Mynd/Hari

Ærði Parísarbúa með klarínettuleikSigurjón Bergþór Daðason er ungur klarínettuleikari sem í vikunni sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu sem nefnist Hend-ingskast. Eins og títt er í fyrstu skáldsögum ungra höfunda er það ansi snúið mál fyrir söguhetjuna að finna sér farveg í lífinu en Sigurjón sjálfur hefur vitað hvað hann vildi frá því á unglingsárunum.

H endingskast er fyrsta skáld-saga Sigurjóns Bergþórs Daðasonar, en hann hef-

ur hingað til aðallega lagt stund á klarínettuleik. Í upphafi bókar hef-ur aðalpersónunni verið sagt upp sem þjóni á kaffihúsi og það liggur því beint við að byrja á því að spyrja Sigurjón – þegar hann er búinn að panta sér cappucino – hvort hann hafi einhvern tíma unnið á kaffi-húsi.

„Nei, ég hef aldrei unnið á kaffi-húsi og kom mér í smávandræði þar, ég veit ekkert um kaffi,“ segir hann hlæjandi.

Sigurjón lærði tónlist frá unga aldri og strax eftir stúdentspróf úr MR og lokapróf frá tónlistarskólan-um í Reykjavík lá leið hans til Stokk-hólms í nám í klarínettuleik. Þar var hann í tvö ár og hélt síðan til Parísar þar sem hann hélt áfram að mennta sig í tónlistinni. „Ég var snemma ákveðinn í að leggja tónlistina fyrir mig, fór út í nám og var í burtu í sex ár, kom heim árið 2011 og hef síðan verið að spila hér og þar og kenna við Skólahljómsveit Kópavogs. Hef eiginlega lifað og hrærst í heimi tónlistarinnar alla tíð.“

Ekki viðeigandi að vælaAðalpersónan í Hendingskasti er ekki eins staðfastur og höfundur-inn, hann er í mastersnámi í mann-fræði en veit í raun ekkert hvað hann vill í lífinu, það er því greini-lega ekki margt sjálfsævisögulegt í þessari sögu. „Nei, í rauninni ekki, nema auðvitað umbreytir maður þeirri reynslu sem maður hefur og yfirfærir hana yfir á aðrar persónur og aðstæður.“

Sögumaðurinn er í endalausu basli með líf sitt og hvert hann stefnir með það. Er svona óskap-lega erfitt að vera ungur karlmaður í dag? „Ja, þessari persónu finnst það allavega. Ég held reyndar að það þyki öllum erfitt að vera til en ungir hvítir karlmenn eru slíkur for-réttindahópur að það er varla við-eigandi fyrir þá að bera víl sitt á torg og mun betri útrás að skrifa um það í skáldsögu.“

Þessi spurning setur Sigurjón örlítið úr jafnvægi og hann spyr áhyggjufullur hvort mér hafi fund-ist líf persónunnar í bókinni algjör pína. Ég fullvissa hann um að svo sé ekki og spyr í staðinn hvað hafi orðið til þess að hann fór að skrifa

skáldsögu, hvort hann hafi ekki fengið næga listræna útrás í tónlistinni. „Jú, jú, og þetta var kannski ekkert sniðug hugmynd. Ég var búinn að reyna að skrifa smásögur en það gekk ekkert of vel hjá mér, eða ég var allavega ekki ánægður með þær og var eiginlega búinn að gefa það upp á bátinn að ég gæti skrifað. Eftir að ég kom heim, haustið 2011, fékk ég þá hugmynd að tengja tvær af hugmyndunum sem ég hafði verið með fyrir smásögur – unga manninn sem vinnur í lottóinu og húsið sem er málað app-elsínugult í skjóli nætur – og gera úr þessu skáldsögu. Síðan eru fjögur ár, þannig að þetta er búið að taka mjög langan tíma en ég er mjög ánægður með útkomuna.“

Spurður hvernig nokkrum detti í hug að flytja aftur heim frá París segir Sigurjón það ekki hafa verið erfiða ákvörðun. „Það lá bara beint við. Stórborgarlífið á ekki við mig og þótt það sé stórkostlegt að búa í París þá fylgir því líka mikið áreiti, allir búa mjög þröngt og gallarnir yfirgnæfa stund-um kostina. Ég var hálf feginn að koma heim eftir sex ára búsetu í stórborgum og taka upp einfaldara líf og tala tungumál sem ég kann upp á mína tíu fingur.“

Ætti að vera góður teiknariSögumaðurinn í Hendingskasti er mjög mikill intróvert og þarf að búa sér til pró-gramm til að sinna einhverju félagslífi, eig-ið þið það sameiginlegt? „Já, eiginlega. Ég á fína vini sem ég hitti oft en ég er ekki mikið félagsljón og tengi mjög vel við karakter hans að því leyti. Ég hafði bara áhyggjur af því að sagan yrði svo leiðinleg ef aðalpers-ónan sæti alltaf einn við skriftir þannig að ég ákvað að hann væri intróvert sem væri samt í fjörugum samskiptum við fólk.“

Samband aðalpersónunnar – sem er nafn-laus – við foreldra sína er líka í forgrunni í sögunni, er það dæmigert fyrir þína kyn-slóð að vera kominn upp á náð og miskunn foreldranna til að hafa þak yfir höfuðið? „Ég vona ekki, ég held að flestir vilji vera sjálf-stæðir og það eru allir að reyna að leigja sjálfir þótt það sé rosalega dýrt. Ég held heldur ekki að foreldrarnir kæri sig neitt um að hafa börnin búandi inn á sér fram til þrítugs, þótt á báða bóga séu auðvitað mjög blendnar tilfinningar í gangi. Þetta er dálítið haltu mér slepptu mér og fólk veit ekki alveg hvað það vill.“

Foreldrar Sigurjóns eru Daði Guðbjörns-son listmálari og Guðbjörg Sigurjónsdóttir, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Dementz, þannig að fyrir hann kom eiginlega ekki annað til greina en að fara út í einhverja list-

grein. Hann segir þó rithöfunda hafa verið sjaldséða gesti á heimilinu þegar hann var að alast upp, það hafi aðallega verið tón-listarfólk og myndlistarfólk í vinahópi for-eldranna, og hann hafi eiginlega ekki hug-mynd um hvaðan skriftaáráttan sé komin. „Þegar ég var lítill fannst mér að ég ætti að vera rosalega góður að teikna út af pabba, en ég var það bara ekki svo myndlistarferill kom aldrei til greina. Ég var í tónlistarskóla frá unga aldri og mamma valdi klarínett-una fyrir mig þegar ég var níu ára, ég bara hlýddi. Á menntaskólaárunum fékk ég hins vegar brennandi áhuga á klarínettuleiknum og eftir það kom ekki annað til greina en að leggja hann fyrir sig og ég fór beint út í fram-haldsnám eftir að ég kláraði hér heima.“

Ærði nágrannanaÞegar ég spyr hvort skriftirnar hafi kannski komið til sem einmanaleikaþerapía þegar Sigurjón var rúmlega tvítugur einn í ókunn-um borgum, verður hann dálítið hissa en er ekki frá því að það geti verið ein af ástæð-unum. „Það getur alveg verið. Ég man að ég tók skriftasprett einhvern tíma þegar ég hafði komið út til Parísar eftir sumarfrí langt á undan öllum félögum mínum og var einn í tvær vikur. Önnur ástæða var að í íbúðinni sem ég bjó í í París fyrstu tvö árin voru nágrannarnir, bæði fyrir ofan, neðan og við hliðina, ekkert yfir sig hrifnir þeg-ar ég var að æfa mig á klarínettuna, voru farnir að berja í veggina og setja græjurnar í botn þegar ég byrjaði. Ég hætti bara að nenna að æfa mig við þessar aðstæður, vissi að ég fengi fljótlega aðra íbúð, og fór að skrifa í staðinn. Ekkert af því sem ég skrif-aði úti endaði samt í þessari skáldsögu, það voru meira svona æfingar.“

Það hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið að ungir höfundar fái lítil tæki-færi í íslensku bókmenntaumhverfi, en Sig-urjón segist ekki geta kvartað yfir því. „Ég fékk strax ótrúlega góðar viðtökur hjá Ver-öld og þar hefur verið stutt við mig á allan hátt. Ég er bara ótrúlega ánægður að hafa fengið útgáfu og kvarta alls ekki, allavega ekki svona daginn sem bókin kemur í versl-anir. Ef það er hins vegar rétt að meðalaldur höfunda á bókmenntahátíðinni hér sé 45 ár þá þarf ég að bíða í 15 ár eftir að verða gjaldgengur þar, ef ég næ þá að verðskulda það, og það er ansi langur tími til að öðlast viðurkenningu, en vonandi verður nú ekki alveg svo langt að bíða.“

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

26 viðtal Helgin 18.-20. september 2015

Page 27: 18 09 2015

STÍGÐU SKREFIÐ!// DALE CARNEGIE FYRIR UNGT FÓLK

// 10 - 12 ÁRANámskeið hefst 8. október, kennt einu sinni í viku í átta vikur klukkan 17:00 - 20:00.

// 13 - 15 ÁRANámskeið hefst 7. október, kennt einu sinni í viku í átta vikurklukkan 17:00 - 21:00.

// 16 - 20 ÁRANámskeið hefst 8. október, kennt einu sinni í viku í átta vikurklukkan 18:00 - 22:00.

// 16 - 22 ÁRA STELPURNámskeið hefst 1. október, kennt einu sinni í viku í átta vikurklukkan 18:00 - 22:00.

// 18 - 25 ÁRANámskeið hefst 24. október, þrír laugardagar einu sinni í vikuklukkan 09:00 - 17:00.

// KYNNINGARTÍMARwww.dale.is/ungtfolk

// NÁMSKEIÐSími 555 7080 eða [email protected]

// WWW.NAESTAKYNSLOD.IS

// REYKJAVÍK, 10 - 15 ÁRASunnudaginn 20. september, Ármúla 11 (þriðja hæð)klukkan 15:00 - 15:45.

// REYKJAVÍK, 16 - 25 ÁRASunnudaginn 20. september, Ármúla 11 (þriðja hæð)klukkan 16:00 - 16:45.

// AKUREYRI, 16 - 20 ÁRAMiðvikudaginn 23. september, Greifinn (önnur hæð)klukkan 17:00 - 17:45.

// AKRANES, 16 - 20 ÁRAFimmtudaginn 24. september, Gamla kaupfélagið, Kirkjubraut 11klukkan 20:00 - 20:45.

// AKRANES, 16 - 20 ÁRA Námskeið hefst 7. október, kennt einu sinni í viku í átta vikurklukkan 18:00 - 22:00.

// AKUREYRI, 16 - 20 ÁRA Námskeið hefst 3. október, þrír laugardagar einu sinni í vikuklukkan 09:30 - 17:00.

NÁMSKEIÐ Í REYKJAVÍK

NÁMSKEIÐ Á LANDSBYGGÐINNI

SKRÁÐU ÞIGOG VERTU MEÐ OKKUR

KYNNINGARTÍMARÓKEYPIS AÐGANGUR

VILTU MEIRASJÁLFSTRAUST

EIGA AUÐVELDARA MEÐAÐ KYNNAST FÓLKI

LÍÐABETUR

VERAÞÚ?

Page 28: 18 09 2015

Ég þurfti bara smá ekki-leikhús. Ég þurfti fjarlægð frá þessu. Ég veit ekki alveg af hverju. Kannski af því að ég er smá ferköntuð og það er erfitt að lifa alltaf í listinni. Svo ég þurfti bara aðeins að gera eitt-hvað annað.

Lára Jóhanna tók á móti mér á vinnustað sínum í Þjóð-leikhúsinu þar sem hún er strax byrjuð að undir-búa næsta hlutverk sitt,

nokkrum dögum eftir frumsýningu Hróa hattar. Lára mun leika hlutverk Stellu í jólasýningu Þjóðleikhússins, Sporvagninum Girnd. Hún útskrifaðist frá Listaháskólanum árið 2010 og fékk strax samning hjá Borgarleikhúsinu.

„Ég var byrjuð að æfa í Borgarleik-húsinu fyrir útskrift,“ segir Lára. „Ég lék í leikritinu Enron sem var mitt fyrsta hlutverk í leikhúsinu og svo fékk ég hlutverk í Ofviðrinu og svo um haustið á mínu öðru ári lék ég Dórót-heu í Galdrakarlinum frá Oz. Það var stórt hlutverk og mér fannst það rosa-lega skemmtilegt,“ segir hún. „Mér fannst ég ekki alveg tilbúin þegar ég kom úr náminu og beint í vinnu í Borg-arleikhúsinu. Það er samt ekkert við skólann að sakast. Þetta var mjög yfir-þyrmandi að vera allt í einu kominn á svið með öllum þessum leikurum sem voru þarna,“ segir hún. „Ég bakkaði svolítið held ég. Við vorum búin að vera svo ótrúlega góður hópur í skól-anum. Mér fannst svo gott að leika með bekknum mínum, og þá fannst mér svolítið erfitt að fara að vinna með öðru fólki,“ segir Lára. „Við erum öll mjög misjöfn með þetta. Sumir blómstra með öllum, en ég þarf alltaf svolítinn tíma til þess að kynnast fólki. Svo mér fannst þetta erfitt.“

Fékk nóg af leikhúsinuGaldrakarlinn í Oz gekk mjög vel í Borgarleikhúsinu og veturinn eftir tók Lára sér barneignarleyfi. Snéri svo aft-ur í eina sýningu en hætti svo að leika um stund. Hún segir að þörfin fyrir leikhúslaust líf hafa verið mjög sterka. „Vorið 2013 hætti ég og fór í háskólann í sálfræði,“ segir hún. „Ég þurfti bara smá ekki-leikhús. Ég þurfti fjarlægð frá þessu. Ég veit ekki alveg af hverju,“ segir hún. „Kannski af því að ég er smá ferköntuð og það er erfitt að lifa alltaf í listinni. Svo ég þurfti bara aðeins að gera eitthvað annað. Eitthvað algerlega ótengt listinni og beita mér öðruvísi. Það tók mig alveg heilt ár að fara að sakna leiklistarinnar,“ segir Lára. „Ég var ekkert í leiklistinni í tvö ár. Svo fór ég að finna einhverja tilfinningu til þess að langa að vera með,“ segir hún. „Ég pældi í því að prófa að leikstýra. Það er stór hluti af mér sem þarf að vera að skapa eitthvað og búa hluti til, svo ég fann fyrir smá söknuði í það. Svo hringdi Selma Björnsdóttir í mig og spurði hvort ég vildi ekki koma í prufu fyrir hlutverk Maríönnu í Hróa hetti. Það kom sjálfri mér á óvart að ég skyldi hafa sagt já við því,“ segir Lára.

Það þykir ekki algengt að leikari vilji fá frí frá listinni aðeins þremur árum eftir útskrift. Lára er þó á því að það hafi verið henni mjög hollt að kíkja út fyrir veggi leiklistarinnar. „Það blund-aði alltaf í mér að mig langaði að læra eitthvað annað,“ segir hún. „Mig lang-aði það alltaf. Eftir fjögur ár í skólanum og þrjú ár á sviði þá langaði mig bara að gera eitthvað allt annað. Sjálfsgagn-rýnin getur verið mjög fyrirferðarmikil í starfi leikarans,“ segir Lára. „Kannski hafði það sitt að segja, en ekki bara. Mig langaði að fara í háskólann, og mig langaði það meira en að taka að mér næsta hlutverk. Það er engin ástæða til þess að vera í leikhúsi ef maður er ekki með brennandi áhuga. Ég nenni því allavega ekki,“ segir hún.

„Ég bjóst alveg eins við því að ég

fengi ekki séns aftur, eftir að hafa sagt skilið við leikhúsið. Ég mat það þann-ig að þannig væri það bara. Það þýðir ekki að hanga inni í einhverju nema maður ætli sér bara alla leið. Ég fór að læra sálfræði og er enn að læra hana,“ segir Lára sem er á þriðja ári í Háskóla Íslands. „Ég var búin að meta þetta í svolítinn tíma því mig langaði að læra eitthvað annað,“ segir hún. „Þetta er svo ofboðslega spennandi fag. Mér finnst það gefa af sér til samfélagsins og þetta er svo rosalega lifandi fag. Ég er heilluð af öllum þessum rannsókn-um á heilanum og hvernig er hægt að hafa áhrif á hugsun í gegnum hegðun og annað. Ég vissi samt alveg þegar ég tók að mér þetta hlutverk að þetta væri kannski ekki vinna sem hentar vel með skóla,“ segir Lára og hlær. „Það á eftir að koma í ljós. Það getur vel verið að námið frestist eitthvað en ég vil ekki hætta í því samt. Ég vil halda þessu opnu.“

Efniviðurinn í samfélaginuLára er strax á mánudeginum eftir frumsýningu byrjuð að undirbúa næsta hlutverk, sem er í jólasýningu Þjóðleikhússins, Sporvagninum Girnd. „Ég byrja að æfa á morgun,“ segir Lára og hlakkar greinilega til. „Mig lang-aði mikið í bæði þessi hlutverk og ég gat ekki sleppt þessu. Svo leiklistin er númer eitt. Núna. Þetta frí sem ég tók var ákveðin endurnæring,“ segir hún. „Það var mikil hvíld og ég fékk öðruvísi áhuga á leikhúsi. Það er allt öðruvísi að koma til baka. Það var rosalega gam-an þegar ég var nýútskrifuð og fullt af tækifærum, en ég var alltaf með ein-hverja varnagla og fannst alltaf eins og ég þyrfti að gera eitthvað annað. Bara eftir að hafa gert það og gefið mér pláss til þess að gera það finnst mér ég koma inn í leikhúsið með miklu meira öryggi og kraft. Einhver eldmóður,“ segir Lára. „Leikhúsið er mjög krefjandi og maður getur ekkert endalaust gefið af sér án þess að hlaða batteríin. Svo held ég að það sé mjög mikilvægt að horfa út fyrir veggi leikhússins. Þó svo að mað-ur öðlist gríðarlega víðsýni í leiklist-inni, en ef maður er alltaf bara að búa til leikhús og fer ekki út í samfélagið. Hver er þá efniviðurinn?,“ segir Lára.

Áttu auðvelt með að taka gagnrýni?„Já,“ segir Lára eftir smá hik. „Þetta er góð spurning. Ég held að

ég eigi ekkert rosalega erfitt með það, en ég er samt mjög sjálfsgagnrýnin,“ segir hún. „Það þvælist rosalega fyrir mér. Ég get haldið aftur af mér vegna hennar. Ég er samt rosalega þakklát þegar ég vinn með leikstjórum sem eru gagnrýnir, og ég finn traust í því,“ segir hún. „Ef einhver leikstjóri getur sagt að eitthvað sé lélegt sem ég geri þá get ég treyst því að hann sé að meina það þegar hann segir að eitthvað sé gott, sem ég geri. Mér líður vel í umhverfi þar sem gagnrýni er sjálfsögð og leyfi-leg, og eðlilegur hluti af samræðum. Ef ég hef fengið slæma gagnrýni í fjöl-miðlum þá er ég búin að gleyma því, segir hún. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort maður eigi endilega alltaf að vera að lesa gagnrýni. Hvort það sé ekki gagnlegra að þiggja gagnrýni annars-staðar en í fjölmiðlum,“ segir Lára. „En svo enda ég alltaf á að lesa hana alltaf, stenst ekki freistinguna.“

Hefði þurft 4 árSýning Þjóðleikhússins á ævintýrinu um Hróa hött er lifandi sýning. Gleði og sorg, húmor og hryllingur og allt þar á milli. Hlutverk Láru er mjög

Fékk nóg af leikhúsinu og fór í sálfræðiUm síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið uppfærslu Vesturports á sögunni um Hróa hött. Viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa og allt lítur út fyrir að sýningin verði farsæl á fjölum leikhússins í vetur. Í hlutverki Maríönnu er leikkonan Lára Jóhanna Jónsdóttir. Hún er komin aftur á svið eftir að hafa tekið sér frí frá leikhúsi. Hún tekur eitt verkefni í einu og heldur öllu opnu. Lára er að læra sálfræði og segir leikkonustarfið ekkert endilega vera það eina sem hún muni starfa við. Lára er nútímakona með mörg járn í eldinum

fyrirferðarmikið í sýningunni og er hún á sviðinu nánast allan tímann. „Ég hefði al-veg þegið fjögur ár til þess að koma mér í form fyrir þetta,“ segir Lára. „Mér finnst þetta hlutverk mjög krefjandi. Ég er að leika stelpu sem leikur líka strák og ég þarf að hlaupa á milli karaktera. Ég þarf að breyta röddinni til skiptis og læra skylmingar og margt að kljást við,“ segir hún. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt ferli og það kom líka tímabil sem ég hélt að ég mundi ekki meika þetta, en svo gekk þetta allt vel. Það er alltaf áskorun að leika í uppfærslum Vesturports. Það er mikil hreyfing og slíkt. Þetta er líka svo flott saga. Stór ástarsaga. Mikil réttlæt-iskennd og reiði og hrottaskapur og allur efniviður til þess að gera sýningu sem er stór á öllum sviðum,“ segir Lára.

Launamál skila sér ekki á sviðiðLára segir ekki mikinn tíma gefast fyrir utan vinnuna og skólann. Hún er 31 árs og á þriggja ára dóttur. Það gefst ekki mikill tími til neins annars en að sinna vinnu, skóla og dóttur, en hún vissi það þegar hún sagði já við leikhúsvinnunni. „Það er enginn tími,“ segir Lára. „Að vera í námi samhliða leik-húsinu er tilraun. Ef það gengur ekki upp að sinna skólanum þá bara gengur það ekki upp,“ segir hún. „Ég veit að ég mun hafa tíma til þess að sinna dóttur minni og ég er búin að taka að mér þessi verkefni í leik-húsinu og auðvitað er það nóg. Ég vil samt ekki missa skriðþungann sem ég hef náð í náminu. Ég vil ekki missa tengingunni við það, þó svo að ég seinki því kannski aðeins.

Ég sé fyrir mér að ég muni alltaf vera að meta hvað mig langar að gera,“ segir Lára. „Mér líður best þannig. Að taka alltaf þau skref sem eru gáfulegust hverju sinni. Ég nýt þess að gera það sem kallar á mig, og hlusta bara á það. Það hefur gengið hingað til.“

Hvernig er stemningin í Þjóðleikhúsinu þessa dagana?

„Hún er góð,“ segir Lára.„Auðvitað finnst manni skrýtið að eitt at-

vinnuleikhús sé á lægri launum, eingöngu vegna þess að það er rekið af ríkinu,“ segir hún.

„Það er engin staða fyrir Þjóðleikhúsið að vera í, að geta ekki boðið leikurunum sínum upp á samkeppnishæf laun. Maður mætir á alla fundi og tekur þátt í kjarabaráttu en svo mætir maður í vinnuna og lætur þetta ekki hafa áhrif á vinnuna. Það hjálpar engum að láta þetta eyðileggja fyrir sér ánægjuna af vinnunni, en þetta er skammarlegt. Ég hef samt enga trú á öðru en að þetta verði bara leiðrétt,“ segir hún. „Annað væri skrýtið. Ef fólk nær ekki endum saman á þessum launum þá er ekkert skrýtið að fólk fari bara að gera eitthvað annað. Það neyðist til þess, en það væri rosalega dapurt miðað við gróskuna sem er í húsinu en ég vona að þetta skemmi ekki allt það góða starf sem á sér stað hér. Það smitar allavega ekki út frá sér á sviðinu,“ segir Lára Jóhanna Jóns-dóttir leikkona.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

„Það er samt þannig að þegar leikarar fá góða gagnrýni þá lesa þeir hana, en ef hún er slæm þá kannast enginn við þá gagnrýni.“ Ljósmynd/Hari

28 viðtal Helgin 18.-20. september 2015

Page 29: 18 09 2015

Við hvetjum þig til að koma fram við aðra af virðingu. Uppruni, litaraft og trúarbrögð eiga ekki að skipta máli.

ALLIR EIGA AÐ NJÓTA MANNRÉTTINDA

Þú getur haft áhrif á samfélagið okkar. Margt smátt gerir eitt stórt og saman getum við haft veruleg áhrif.

VERTU NÆSRauði krossinn hvetur einstaklinga,

fyrirtæki, stofnanir og samtök að taka áskorun Vertu næs

Farðu inn á vertunæs.is - Taktu þáttog skoraðu á aðra að gera það sama

Page 30: 18 09 2015

Til sölu

Glæsilegt einbýli

Vel staðsett 288 m2 einbýlishús með góðri 90 m2 aukaíbúð og bílskúr, neðst Kópavogsmegin í Fossvogsdalnum.Staðsetningin er einstök með göngustíga í allar áttir en jafnframt í hjarta höfuðborgarsvæðisins.Um er að ræða fallegt fjölskylduhús með heitum potti og rúmgóðum palli. Góðar leigutekjur er hægt að hafa af aukaíbúð- inni en henni fylgir sérinngangur og sérbílastæði.

Brekkutún 13, 200 Kópavogur

Tilboð óskast Frekari upplýsingar á fasteignavef Mbl.

V ið flugum til Washington og þaðan beint til Nas-hville. Þar fórum við í Creative Workshop hljóð-verið og þar var samið lag á staðnum og blásið

til hljóðritunar,“ segir Stefán Hilmarsson um pílagríms-för félaga FITT til Bandaríkjanna. „Jakob Frímann stýrði því af sinni alkunnu röggsemi og fékk alla til að taka þátt. Lagið var svo klárað um kvöldið þar sem við Björgvin Halldórsson sungum inn á það.“

Kaleo í næsta húsi„Það sem var merkilegt, var að í næsta húsi var staðsett mikið og gott hljóðver sem nefnist Blackbird Studios. Við fréttum svo um kvöldið að hljómsveitin Kaleo sem hefði verið þar inni, svo það hefði verið skemmtilegt að hitta þá pilta.“

Að rótum rythmansRúmlega fjörutíu manna hópur félaga úr Félagi tónskálda og textahöfunda (FTT) fór á dögunum í mikla reisu til Bandaríkjanna. Ferðinni var heitið til Nashville, Memphis og New Orleans þar sem skoðuð voru hljóðver, tónleikastaðir, söfn og heimili Elvis Aaron Presley meðal annars. Margt var um þekkta einstaklinga í ferðinni og meðal þeirra sem sóttu Bandaríkin heim voru Björgvin Halldórsson, Bragi Valdimar Skúlason, Hrafn Gunnlaugsson og Guðmundur Jónsson svo einhverjir séu nefndir, sem og skipuleggjandinn sjálfur, Jakob Frímann Magnússon. Söngvarinn Stefán Hilmarsson fór í ferðina ásamt eiginkonu sinni og segir hann ferðina hafa verið ótrúlega upplifun. Bæði hvað varðar fróðleik og skemmtanagildi.

Værð í Graceland„Eftir tvo daga í Nashville tókum við flug til Memphis, sem er frekar stutt ferðalag,“ segir Stefán. „Þar var mikið span á okkur og við byrjuðum á að skoða STAX safnið, sem er Soul-minjasafn. Það var mjög skemmtilegt fyrir okkur Guðmund Jónsson sálverja að komast að rótum þeirrar tón-listar sem Sálin byrjaði að spila. Þaðan æddum við í Sun-Studios sem er eitt frægasta hljóðver rokk-sögunnar. Elvis, Johnny Cash og Jerry Lee Lewis unnu þar á meðal annarra. Þar fengum við mjög skemmtilegan túr um hljóðverið og við vorum leidd í allan sann-leika þessa sögufræga hljóðvers,“ segir Stefán. „Við fengum alveg sér ferð í Graceland. Vorum þar um kvöld þegar mesti straumurinn var búinn. Þetta var pínulítið eins og að vera í kirkju hreinlega,“ seg-ir Stefán. „Gestir voru andaktugir og einhver værð var yfir mann-skapnum.“

Hjónin Anna Björk Birgisdóttir og Stefán Hilmarsson eins og gestgjafar fyrir utan höll Elvis Presley, Graceland. Ljósmynd/SH

Jakob hljóðritar lag í Three Man Records upp-tökuklefa í eigu Jack White. Ljósmynd/SH

30 tónlist Helgin 18.-20. september 2015

Page 31: 18 09 2015

New Orleans ævintýri líkust„Þá var ferðinni heitið til New Orleans og það var sjö tíma rútuferð frá Memp-his,“ segir Stefán. „Þó er hægt að hugsa sér verri félagsskap í slíka rútu-ferð. Á leiðinni var stoppað í bæ sem heitir Clarksdale, sem er kannski ekki þekktur staður. Þar er tómlegt um að litast en við stoppuðum í úthverfi þar sem við kíktum við á blúsbarnum Ground Zero sem er í eigu Morgan Freeman ásamt borgarstjóra Clarks-dale,“ segir hann. „Sonur borgarstjór-ans er mikill Íslandsvinur og Jakob Frí-mann þekkir hann. Jakob hafði því sett upp þessa heimsókn og á móti okkur tók húsband staðarins og við spiluðum smá blús með þeim, á miðjum degi,“ segir Stefán. „Björgvin tók í munn-hörpuna og Gummi tók í gítarinn og við áttum skemmtilega stund. Svo fóru bara allir upp í rútu og haldið áfram til New Orleans, sem var ævintýri líkust,“ segir Stefán Hilmarsson.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Það var vel við hæfi að endurskapa fræga mynd sem hangir í Sun-Studios. Björgvin Halldórsson, Stefán Hilmarsson og Guðmundur Jónsson horfa yfir öxl fararstjórans, Jakobs Frímanns Magnússonar. Ljós-mynd/Jón Páll

Jakob hljóðritar lag í Three Man Records upp-tökuklefa í eigu Jack White. Ljósmynd/SH

B A R Á T T A N G E G N K R A B B A M E I N I

Fjöður sem vegur þungtKauptu Bláu fjöðrina – til stuðnings rannsóknum á bættri greiningu krabbameins.

Hægt er að leggja framlög til stuðnings erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans inn á reikning Bláa naglans; 537-14-350350.

Með kaupum á Bláu fjöðrinni leggurðu þitt af mörkum til stuðnings rannsóknum á bættri greiningu krabbameins. Afrakstur landssöfnunarinnar verður notaður til kaupa

á tækjum sem bæta greiningu krabbameins.

Mælingar á kjarnsýrum

Kjarnsýrur, bæði DNA og RNA, losna frá líffærum út í líkamsvökva. Magn kjarn­sýranna og gerð þeirra endurspeglar heilsu einstaklingsins. Vonir eru bundnar við að nota megi mælingar á kjarnsýrum í blóði og þvagi til að skima fyrir margvíslegum sjúkdómum, til sjúkdómsgreininga og til að fylgja eftir meðferð. Vonir standa til að mögulegt verði að nota þessi próf í rannsóknaskyni til að berjast gegn krabbameini. Vitað er að stökkbreytingar í erfðaefni meinsins valda sjúkdómum og þessar stökk­ breytingar eru einmitt greinanlegar í líkamsvökvum.

Blái naglinn og Landsspítalinn

Landssöfnunin Fjöður sem vegur þungt er samstarfsverkefni Bláa naglans og Erfða­ og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans til að byggja upp fullnægjandi aðstöðu til rannsókna á kjarnsýrum í líkamsvökva.

SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP

16BLSBÆKLINGURSTÚTFULLUR AF ÖLLUM HEITUSTU TÖLVU-GRÆJUNUM

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

Page 32: 18 09 2015

SÍÐAN1964

NÝIR STRAUMARÁ NÝJUM STAÐ

TEKK COMPANY OG HABITAT | Skógarlind 2, Kópavogi | Sími 564 4400

Opið mánudaga til laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 12-17

Vefverslun á www.tekk.is

VELKOMINÍ NÝJU

VERSLUNINA

Kaffiog kruðerí

ELKO

KRÓNAN

TEKK COMPANYHABITAT

SPORTSDIRECT

NÝR STAÐUR:SKógARLINd 2,

KópAVOgI

MOzAIchilla frá Ethnicraft

Verð nú165.000 kr.Áður 210.000 kr.

DrIO stækkanlegt

eikarborð 120/245 x 96 cm

Verð nú 99.000 kr.áður 145.000 kr.

Fáanlegt í eik og grábæsaðri eik

MAINEnýtt stellfrá Habitat

Verð frá 990 kr.

TEIRAeldföst mót

frá Habitat

30% afsl.Verð frá 3.360 kr.

VALENTINAstóll frá Habitat

3 litirNú 29.000 kr.

Áður 39.000 kr.

EINLIThandklæði

Baleare frá Habitat

3 fyrir 2

FjölDIOPNuNAr-

TIlBOÐAþessi – og fleiri

og fleiri…

ApERTUREloftljós frá Habitat

3 stærðir

Verð frá 7.900 kr.

Page 33: 18 09 2015

SÍÐAN1964

NÝIR STRAUMARÁ NÝJUM STAÐ

TEKK COMPANY OG HABITAT | Skógarlind 2, Kópavogi | Sími 564 4400

Opið mánudaga til laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 12-17

Vefverslun á www.tekk.is

VELKOMINÍ NÝJU

VERSLUNINA

Kaffiog kruðerí

ELKO

KRÓNAN

TEKK COMPANYHABITAT

SPORTSDIRECT

NÝR STAÐUR:SKógARLINd 2,

KópAVOgI

MOzAIchilla frá Ethnicraft

Verð nú165.000 kr.Áður 210.000 kr.

DrIO stækkanlegt

eikarborð 120/245 x 96 cm

Verð nú 99.000 kr.áður 145.000 kr.

Fáanlegt í eik og grábæsaðri eik

MAINEnýtt stellfrá Habitat

Verð frá 990 kr.

TEIRAeldföst mót

frá Habitat

30% afsl.Verð frá 3.360 kr.

VALENTINAstóll frá Habitat

3 litirNú 29.000 kr.

Áður 39.000 kr.

EINLIThandklæði

Baleare frá Habitat

3 fyrir 2

FjölDIOPNuNAr-

TIlBOÐAþessi – og fleiri

og fleiri…

NÝIR STRAUMARNÝIR STRAUMARÁ NÝJUM STAÐÁ NÝJUM STAÐ

ApERTUREloftljós frá Habitat

3 stærðir

Verð frá 7.900 kr.

Page 34: 18 09 2015

Í reykmettaðri minningu

GGömlum vinnufélögum af Dagblaðinu, sem átti sinn líftíma frá því í september 1975 fram í nóvember 1981 þegar það sameinaðist Vísi, var smalað saman í síð-ustu viku í tilefni þess að 40 ár voru liðin frá stofnun blaðsins. Þangað mætti ég og hitti gamla jaxla enda hóf ég mína blaða-mennsku á Dagblaðinu hálfu öðru ári eftir að það hóf göngu sína, á páskavakt á því herrans ári 1977. Þar voru fyrir á fleti margar stjörnur undir stjórn nafna míns Kristjánssonar ritstjóra, meðal annarra Jón Birgir Pétursson fréttastjóri, Haukur Helgason aðstoðarritstjóri, Bragi Sigurðs-son lögfræðingur og lífskúnstner, Gissur Sigurðsson sem staðið hefur fréttamanna-vaktina síðan og segir nú fréttir á Bylgj-unni, Helgi Pétursson sem þá, eins og nú, átti sér hliðarbúgrein samhliða blaða-mennskunni í Ríó-tríóinu, Ómar Valdi-marsson, Atli Steinarsson og kona hans Anna Bjarnason sem sá um neytenda-málin. Hallur Símonarson, landskunnur bridgespilari, sá um íþróttirnar og sonur hans, Hallur Hallson, var enn fremur í fréttaskrifum sem og Ásgeir Tómasson, nú fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Nokkru síðar kom Elín Albertsdóttir til starfa en hún er nú á Fréttablaðinu. Þau Ásgeir rugluðu saman reitum og eignuðust börn og buru. Ásgeir Hannes Eiríksson var auglýsingamegin, altmúlígmann sem stýrði sjóralli hraðbáta umhverfis landið á vegum blaðsins sumar eftir sumar með Jóhannesi Reykdal útlitshönnuði og fleiri góðum mönnum.

Svolítið var þetta karllægt, eins og tíðk-aðist á þessum árum, því auk Önnu var Erna V. Ingólfsdóttir í blaðamannahópun-um og með mér byrjaði Dóra Stefánsdótt-ir, sem síðar sneri sér að öðru. Ljósmynd-ararnir voru gamalreyndir, Bjarnleifur Bjarnleifsson og Sveinn Þormóðsson, auk þess sem Ragnar Th. Sigurðsson, þá bráðungur rétt eins og undirritaður, sinnti myndatökum um hríð. Eftir að Ragnar hætti fréttaatinu sneri hann sér að listrænni þáttum ljósmyndunar. Eftir hann liggja falleg verk en hann var verðskuldað útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs í síðustu viku.

Sveinn R. Eyjólfsson framkvæmda-stýrði svo heila galleríinu með skrif-stofufólki sínu, Hann hafði áður gert góða hluti á Vísi en Jónas Kristjánsson og hann stofnuðu Dagblaðið þegar súrnaði millum Jónasar og eigenda Vísis. Allt gengur lífið þó í hringi og Dagblaðið og Vísir sam-einuðust í DV haustið 1981, þar sem Ellert B. Schram ritstjóri og Hörður Einarsson framkvæmdastjóri mættu með sitt lið í eina stórkostlega sinfóníu í Síðumúlanum undir merkjum hins sameinaða blaðs, en blöðin tvö höfðu áður keppt harkalega á síðdegismarkaði. Jónas og Ellert urðu rit-stjórar og Sveinn og Hörður framkvæmda-stjórar og fór vel á með þeim fjórmenn-ingum.

Það verður að játast að ég kunni ekki mikið fyrir mér þegar ég mætti á páskavaktina á Dag-blaðinu forðum daga. Þröngt var setið á ritstjórninni þar sem menn lömdu með

hrömmunum á lífsreyndar skólaritvélar, órafknúnar. Þær þoldu ýmislegt og veitti ekki af. Eini blaðamaðurinn sem naut þeirra forréttinda að vinna á rafknúna ritvél var Anna heitin Bjarnason.

Ég kunni varla með ritvél að fara, hafði svindlað í gagnfræðaskólanum í vél-ritun og komist með einhverjum hætti í gegnum mennta- og háskóla án þess að læra á græjuna, að öðru leyti en því að ég hafði slysast til að læra rétta fingra-setningu. Mín ágæta eiginkona, sem var með vélritunina á tæru, bjargaði mér til dæmis alveg þegar kom að skilum BA-ritgerðar skömmu áður en ég hóf störf á Dagblaðinu. Á þá góðu konu gat ég hins vegar ekki stólað á nýja vinnustaðnum og varð því að taka mig taki. Það hafðist og þar nýttist blessuð fingrasetningin. Margir af hinum reyndu félögum mínum höfðu tamið sér annan hátt. Sumir notuðu aðeins vísifingur beggja handa og Haukur Helgason hafði sinn sérstaka stíl, notaði bara aðra höndina. Með hinni reykti hann.

Reykingar á stassjóninni voru kapítuli út af fyrir sig. Mér er óhætt að segja að reykt hafi verið nánast á hverju borði – og það var borð við borð. Öskubakkinn við hliðina á ritvél hvers og eins var mikil-vægasta húsgagnið. Engum datt í hug að standa upp til að reykja og því síður að fara út fyrir hússins dyr. Þetta var nokkur raun fyrir nýliðann sem aldrei hafði reykt og gat því súrnað í auga. Reykingar voru svo almennar á þessum árum að enginn gerði athugasemdir við ástandið. Þetta þótti í senn eðlilegt og sjálfsagt. Ég kom því heim á kvöldin reyktur eins og hangikjöt.

Það var skemmtilegt að vinna á Dag-blaðinu. Þar var hresst fólk og keppnis-andi enda aðeins veggur á milli keppinaut-anna tveggja í Síðumúlanum, Dagblaðsins og Vísis, Blaðsíðumúlanum sem sumir kölluðu götuna því þar voru líka Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn. Síðdegis-blöðin tvö komu út á sama tíma, upp úr há-deginu, og því auðvelt að sjá hvort þeirra átti betra daglegt „skúbb“, uppsláttinn á forsíðunni sem var svo nauðsynlegur og nýttist blaðsölubörnunum, auk Óla blaðasala, í sitt sérstaka söngl til að laða að kaupendur. Sá sölusöngur, seiðandi sem hann var, er löngu horfinn af götum bæjarins. Allt er í heiminum hverfult. Svo var líka með sögu þessara ágætu blaða, hvort heldur var í sitt hvoru lagi eða sam-einuð í DV, blaði sem átti sitt blómaskeið á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar, uns hallaði undan fæti. En blaðið lifir enn og kemur út tvisvar í viku, á sér níu líf, eins og núverandi ritstjóri þess, Eggert Skúlason, sagði á 40 ára afmælissam-kundunni. Þar voru gamlir höfðingjar heiðraðir og vel að því komnir. Dagblaðið breytti um margt íslenskri blaðamennsku, slitinn var strengur sem mátti slitna milli stjórnmálaflokka og blaða og nýjungar

teknar upp, ekki síst í neytenda-blaðamennsku.

Í reykmettaðri minningu um hið ágæta blað var eitt

eftirtektarvert þegar gamlir félagar hittust á ný, fjörutíu árum síðar. Það reykti enginn, ekki einn einasti maður.

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda

MEÐ VIRÐINGUOG KÆRLEIK Í 66 ÁR

Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is

Ert þú í söluhugleiðingum?

510 7900Þórunn Gísladóttir

Löggiltur fasteignasali.Jóhanna GustavsdóttirSölufulltrúi / BA atvinnufélagsfræði.

698 [email protected] www.fastlind.is

Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ /

Traust og góð þjónustaFrítt verðmat

TILBOÐ

Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er TengiOpið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15

49.900 kr.Verð áður 61.798 kr.

Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050www.tengi.is [email protected]

•••

••

Upphengt IDO salerni með hæglokandi setu,

Geberit kassi og spjald.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeildFréttatímans í síma 531 3310 eða á [email protected]

Fréttatímanum er dreift á heimili á

höfuðborgarsvæðinu

og Akureyri auk

lausadreifingar um land allt.

Dreifing með

Fréttatímanum á

bæklingum og fylgiblöðum

er hagkvæmur kostur.

Ert þú að huga að dreifingu?

34 viðhorf Helgin 18.-20. september 2015

Page 35: 18 09 2015

Laugavegi 15 og Kringlunni - sími 511 1900 - www.michelsen.is

Nú erum við líka í KringlunniHöfum opnað glæsilega verslun í Kringlunni.Af því tilefni eru fjölmörg glæsileg opnunar- tilboð í verslunum okkar við Laugaveg, í Kringlunni og á michelsen.is.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Allir sem versla við okkur í september fara í lukkupott. Dregið verður 3. október og tveir heppnir viðskiptavinir eignast glæsilegt Michelsen Tradition úr að eigin vali.

Opnunarleikur

FJÖLDI

GLÆSILEGRA

OPNUNAR-

TILBOÐA

Page 36: 18 09 2015

Ásta Sigurðardóttir, ráðgjafi hjá Hólf & gólf, nýrri valvörudeild í Byko. Samnefnd deild var fyrst opnuð fyrir tæpum 25 árum og með endurvakningu hennar vilja starfsmenn Byko endurskapa gömlu og góðu stemninguna sem henni fylgdi. Mynd/Hari.

Allt sem heimilið þarfnast á einum staðHólf & gólf er ný valvörudeild sem opnar í Byko Breiddinni. Í deildinni má finna sex glæsileg sýningarherbergi sem sýna fjölmarga möguleika fyrir þá sem eru í framkvæmdahugleiðingum. Í tilefni opnunarinnar verða tilboð í öllum verslunum Byko næstu vikur.

B yko opnaði fyrst deild undir nafninu Hólf & Gólf í mars 1991 í kjallara eldri versl-

unarinnar í Breiddinni þar sem nú er leigumarkaður og lagnaverslun. Nú höfum við opnað nýja og glæsi-lega valvörudeild undir sama gamla nafni í stórverslun okkar í Breidd-inni,“ segir Ásta Sigurðardóttir, ráð-gjafi hjá Byko.

Vörur sem einfalda fram-kvæmdirnarHólf & gólf opnar formlega í dag, föstudag, og af því tilefni verða tilboð í öllum verslunum Byko. „Hólf & gólf er stór og rúmgóð-ur sýningarsalur með sex upp-settum sýningarherbergjum sem gefur fólki hugmynd um mögu-leikana sem í boði eru, allt frá ódýrustu línunum og upp í þær dýrari,“ segir Ásta. Í Hólf & gólf er að finna valvörur sem er sam-heiti yfir ýmsar mikilvægar vörur sem bæði fegra heimilið og gera

að þínu. „Þar á meðal er park-ett, flísar, baðinnréttingar, inni-hurðir, hreinlætistæki, baðplötur og borðplötur. Við erum í farar-broddi hvað varðar verð, gæði og þjónustu. Við erum með mikið magn af lagervöru sem einfaldar framkvæmdir en einnig bjóðum við upp á margs konar sérpantan-ir,“ segir Ásta. Í framtíðinni munu fleiri valvörur bætast við, svo sem fataskápar og eldhúsinnréttingar.

Úrval í öllum verðflokkum„Við erum að endurvekja gömlu góðu stemninguna þar sem fólk get-ur komið og fengið allt sem þarfn-ast á einum stað.“ Meðal merkja í Hólf & gólf eru Gustavsberg, Vill-eroy & Boch, Duravit, Svedbergs, Steirer, E-Stone, Krono Original, Herholz, Damixa, Grohe og önnur gæðamerki sem hafa margsannað sig í gegnum tíðina. „Úrval okkar spannar alla verðflokka og þú finn-ur því alltaf eitthvað hjá okkur til

þess að bæta heimili þitt. Við erum bæði með mjög fallegar flísar og úrval af harðparketti og bjóðum einnig upp á sérpantanir á fallegu gólfefni. Hvort sem um er að ræða breytingar á litlu barnaherbergi eða breytingar á baðherbergi frá A-Ö er hægt að fá allt hér, í öllum verðflokkum,“ segir Ásta. Mikill metnaður er lagður í góða þjónustu í nýju deildinni. „Starfsfólk okkar sem býr yfir áralangri reynslu getur nú gert enn betur í stærri og glæsi-legri sýningarsal sem hólfaður er frá öðrum deildum í Breiddinni. Auk þess starfa hjá okkur stílistar sem veita góða ráðgjöf. Hægt er að njóta þess að skoða sýnishorn í ró og næði og velja sinn stíl við bestu aðstæður. Við hlökkum til að fá þig í heimsókn í Hólf & Gólf. Það er alltaf kaffi á könnunni og gott viðmót,“ segir Ásta.

Unnið í samstarfi við

Byko

36 heimili Helgin 18.-20. september 2015

FRÁ 11.30–14.30

HÁDEGISTRÍT

2ja rétta 2.890 kr. 3ja rétta 3.490 kr.

FORRÉTTURBLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYAHægelduð bleikja, yuzu mayo, tru�u mayo, stökkt quinoa, epli

HREFNASkarlottulauks-vinaigrette, stökkir jarðskokkar

NAUTARIF 24ra tíma hægelduð nautarif, reyktur Ísbúi, gulrætur, karsi

AÐALRÉTTURLAMBAKÓRÓNAGrillaðar lambahryggsneiðar, sveppa „Pomme Anna“

SKARKOLISjávargras, grænn aspas, blóðappelsínu- og lime beurre blance

JARÐARBERJA YUZU-SALAT Spínat, yuzu tónuð jarðaber, parmesan kex, ristuð graskersfræ, pipar- og mynturjómaostur

EFTIRRÉTTURKARAMELLU CRANKIEKaramellumousse, pistasíu-heslihnetubotn, karamellukaka SÚKKULAÐI RÓSSúkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn

ARPÍKÓSU MASCARPONE Apríkósuhlaup, karamellukrem, pralín, mascarponemousse, Sacherbotn

ÞÚ VELURÚR ÞESSUMGIRNILEGURÉTTUM

Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is

ÞÚ ÁTT SKILIÐ SMÁ TRÍT

Page 37: 18 09 2015
Page 38: 18 09 2015

38 bílar Helgin 18.-20. september 2015

Lúxusjeppi Léttari og eyðir minna en fyrirrennarinn

Ford C-MAX og Ford Grand MAX frumsýndirNýir Ford C-MAX og Ford Grand C-MAX verða frumsýndir á morg-un, laugardag, í sýningarsal Ford, Bíldshöfða 6, milli klukkan 12 og 16. Innra rými beggja bílanna er hannað með þarfir fjölskyld-unnar í huga þar sem sveigj-anleiki og notendavæn tækni eru í fyrirrúmi.

Ford C-MAX er rúmgóður 5 sæta fjölskyldubíll þar sem auðveldlega

er hægt að færa sætin til og nægt geymslupláss er fyrir allt sem fylgir

nútíma fjölskyldum. Ford Grand C-

MAX er einnig rúmgóður fjöl-skyldubíll sem er fáanlegur

5 eða 7 manna. Hann er með renni-

hurð á báðum hliðum þannig að aðgengið er sérstaklega þægilegt. Hann er náskyldur Ford C-MAX og deilir mörgum af hans eiginleikum.

A-Benzinn fær andlitslyftinguMercedes-Benz, A-línan, fær svo-litla andlitslyftingu í haust en bíllinn í núverandi gerð kom á markað árið 2012. Hann kom þá í gerbreyttri mynd frá fyrri gerðum A-Benzans og þótti fallega teikn-aður, en deila mátti um fegurð fyrri gerða bílsins. Breytingarnar eru smávægilegar, á grilli og stuðara að framan og umbúnaður púströrs að aftan. Að innan er betri upp-lausn mæla og hægt verður að fá 8 tommu upplýsingaskjá í stað 7 tommu. Þá fæst bíllinn í nýjum lit-um og með nýju efnisvali. Að innan verður A-línan því líkari CLA-lín-unni.

Hvað vélarstærðir varðar þá er A160 með 1,6 lítra vél, 102 hestafla og 180 Nm tog. A180d BlueEFFICI-ENCY, er með 109 hestafla, 1.5 lítra dísilvél. Tog hennar er 260 Nm en hún er einkar eyðslugrönn, eyðir 3,5 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, samkvæmt upplýsingum framleiðanda. A220d bíllinn, með 2.1 lítra vél, er 177 hestöfl og eykst aflið um 7 hestöfl. Þá er A250 Sport 4MATIC með 218 hestafla vél í stað 211 áður.

Flaggskip línunnar, A45 AMG, er öf lugt, eins og vænta má frá Mercedes-Benz. Sá bíll er 4.2 sekúnd-

ur í hundraðið, enda er 381 hestafl undir húddinu.

Andlitslyftingin er smávægileg enda þykir útlit A-Benzans vel heppnað. Að framan eru breytingar á grilli og stuðara.

akstri, samkvæmt upplýsingum framleiðanda. A220d bíllinn, með 2.1 lítra vél, er 177 hestöfl og eykst aflið um 7 hestöfl. Þá er A250 Sport 4MATIC með 218 hestafla vél

Flaggskip línunnar, A45 AMG, er öf lugt, eins og vænta má frá Mercedes-Benz. Sá bíll er 4.2 sekúnd-

a udi Q7 var frumsýndur hjá Heklu fyrr í þessum mán-uði. Lúxusjeppinn er 325

kílóum léttari og 26% eyðslugrennri en fyrirrennarinn, eyðir 5,7 lítrum af eldsneyti á hundraði í blönduð-um akstri, að því er fram kemur á heimasíðu Heklu. Co2 útblástur vélarinnar er 149 g/km. Dísilvélin, 3.0 TDI, er 272 hestöfl og bensín-vélin, 3.0 TFSI, er 333 hestöfl sem skila hinum nýja Audi Q7 frá 0-100 km/klst á 6,1 sekúndu (TFSI) og 6,3 sekúndum (TDI).

„Nýr Audi Q7 er gott dæmi um fagmennsku Audi í hönnun, gæðum og tækni. Í gegnum tíðina hefur Q7 reynst viðskiptavinum okkar vel og á bíllinn marga dygga aðdáendur. Einstakir aksturseiginleikar, nýtt upplýsingakerfi og framúrstefnu-legt aðstoðarkerfi ökumanns er eitt af mörgu sem má nefna í þessum

Nýr Audi Q7 hlaðinn tækninýjungum

nýja bíl. Aðstoðarkerfið leggur bílnum meðal annars í bílastæði, bakkar með kerru og keyrir bílinn í umferðaröngþveiti. Enginn annar fjöldaframleiddur bíll býður upp á fleiri aðstoðarkerfi,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Audi, á heimasíðu Heklu.

„Bíllinn er hlaðinn tækninýj-ungum og kemur meðal annars með svokölluðu „Audi virtual“

mælaborði og nýju „MMI“ kerfi sem inniheldur íslenskt leiðsögu-kerfi sem stýrt er með snertiborði í miðjustokki,“ bætir Jóhann Ingi við. „Hann er einn af fyrstu bílun-um sem bjóða upp á tengimöguleika við Google Android Auto og Apple CarPlay.“

Verð á nýjum Audi Q7 3.0 TDI er frá 11.890.000 krónum.

Jeppinn kemur meðal annars með „Audi virtual“ mæla-borði og nýju „MMI“ kerfi sem inniheldur ís-lenskt leiðsögu-kerfi sem stýrt er með snertiborði í miðjustokki.

Nýr Q7 er búinn quattro fjórhjóladrifi. Jeppinn er léttari og eyðir minna en fyrirrennarinn.

Sjónvarpsþátturinn Heilsutíminn verður sýndur á mánudagskvöldum klukkan átta á Hringbraut í vetur.

Heilsutíminn er í Fréttatímanum sem kemur út á föstudögum. Sjónvarpsþátturinn verður frumsýndur á mánudagskvöldum klukkan 20 og endursýndur nokkrum sinnum í vikunni.

Teitur Guðmundsson læknir er með fasta pistla í Heilsutímanum. Umsjónarmaður með Heilsutímanum er Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari.

Í Fréttatímanum, á netinu og í sjónvarpi

Page 39: 18 09 2015
Page 40: 18 09 2015

M ikil umræða hefur verið á undan-förnum árum um það hversu mjög mataræði, meltingin og virkni

hennar virðist hafa á heilbrigði okkar. Eitt af því sem vitað er að hafi veruleg áhrif á það hvernig við þróum með okkur sjúkdóma er svokallað bólguástand, en það er í sjálfu sér náttúrulegt viðbragð sem við þurfum til að berjast við sjúkdóma. Ónæmiskerfi okkar er öllu jöfnu svo fullkomið að það veit hvenær það á að berjast og af hvaða afli til að ráða niðurlögum árásar hverju sinni. Við þekkj-um öll einkenni eins og roða, bólgu eða hita sem líkaminn framkallar með þessari virkni sinni bæði staðbundið líkt og þegar við fáum einfalda bólu og svo almennt þegar við fáum flensuna svo dæmi séu tekin um tímabundinn vanda.

Öllu f lóknara ferli er það þegar við glímum við langvarandi bólguástand eins og gigtar-sjúkdóma, psoriasis, ristil-bólgur og ýmsa fleiri sjálfs-ónæmissjúkdóma. En svo virðist sem álag og undir-liggjandi bólga leiði líka til hjarta og æðasjúk-dóma, krabba-meina og ýmis konar lífsstíls-sjúkdóma eins og þeir eru jafnan kallaðir, en einn-ig til andlegs vanda líkt og kvíða og þung-lyndis. Margir vilja tengja þetta bólguástand við mat a r æði og samspil þess við meltingarflóru einstaklinga. Mikil rann-sóknarvinna er í gangi í tengslum við þetta og óhætt að segja að ekki séu öll kurl komin til grafar ennþá. Áherslan er á ein-staklinginn hérna þar sem við vitum að ekki eru allir með sömu þarmaflóru, né bregðast eins við mismunandi mataræði. Því er svo mikilvægt að geta metið hvern og einn í stað þess að gefa bara almennar leiðbeiningar. Vísindamenn við Gautaborg-arháskóla og víðar eru nálægt því að gefa okkur nánari svör og verður spennandi að fylgjast með.

Svokölluð flóra einstaklings er margþætt og samanstendur af á bilinu 300-1000 tegund-um baktería og er almennt stabíl hjá einstak-lingum, þó getur hún raskast við ýmislegt. Má þar nefna sýklalyfjanotkun, þyngdartap eða þyngdaraukningu einstaklinga og ekki síst mataræðið sjálft sem hefur veruleg áhrif á hver samsetning þarmaflórunnar er auk fjölda annarra atriða. Hlutverkið er margþætt og við skiljum það ekki enn fullkomlega en fyrir utan það að taka þátt í „meltingunni“, niðurbroti matar og svo útskilnaði að lokum, er hún nauðsynleg til að geta tekið upp orku-efni, vítamín og steinefni. Þarmaflóran brýtur niður óæskileg efni, ver slímhúðina og hjálpar henni, heldur niðri óæskilegum vexti annarra

baktería og virkar á ónæmiskerfið með beinum og óbeinum hætti auk áhrifa hennar á efnaskipti okkar.

Það er því auðvelt að ímynda sér tengsl við hina ýmsu sjúkdóma samhliða röskun á þarmaflóru og

mikilvægi hennar. Mjög svo flókin ferli eru til staðar í meltingunni

og snýst hún því ekki eingöngu um að geta los-að sig við það

sem innbyrt er heldur öllu held-ur hversu gagnlegt

eða skaðlegt það er sem

við borðum og drekkum hverju sinni. Í stuttu máli má segja að því minna sem matur er unninn eða v iðbættur sykri eða viðlíka,

því hollari er hann. Því minni hiti sem notað-ur var við eldun hans því betra. Borða eplið í staðinn fyrir að drekka djúsinn og fá þann-ig trefjar og pektín með, hið sama gildir um alla ávexti og grænmeti. Umræðan um kol-vetni, fitu, prótein og mismunandi matar-kúra tengdum þeim er efni í annan pistil en ljóst er að sú samsetning hefur líka áhrif, en sannarlega einstaklingsbundið. Líklega er augljósast af öllu framansögðu að ekki er hægt að gefa sömu leiðbeiningar fyrir alla og vantar okkur því sárlega að geta greint þetta betur sem vonandi tekst í náinni framtíð.

Hægðir og heilbrigði

Unnið í samstarfi við Doktor.is.

OrsakirSkortur á efninu Intrinsic Factor sem er framleitt í maganum, er algengasta orsök skorts á B12. Hlutverk efnisins er að flytja B12 úr fæðunni og inn í blóðrásina. Orsakir skorts á Intrinsic Factor eru myndun mótefna gegn þeim frumum sem framleiða efnið. Þessar frumur deyja og með tíð og tíma þróast B12 skortur og blóðleysi vegna þess sem nefnist blóðhvarf.

EinkenniFyrstu einkenni eru þreyta, ör hjartsláttur, andþyngsli og svimi. Ef blóðleysið er mjög mikið getur fólk fundið fyrir hjartakveisu, höfuðverk og verkjum í fótum við gang vegna lélegs blóðflæðis. Þar að auki eru mörg einkenni sem benda til skorts á B12, svo sem rauð, ert og jafnvel slétt tunga, minnkað bragðskyn, meltingarörðugleikar, vindgangur og breyttar hægðavenjur. Skortur á B12 kemur einnig niður á taugafrum-unum sem hefur áhrif á húðskyn og minnkar titringsskynið. Einkennin geta einnig verið andleg svo sem minnisleysi, þunglyndi og vitglöp.

BatahorfurÁn meðferðar leiðir sjúkdómurinn til dauða. Lækning fæst með því að uppræta orsökina eða bæta upp vítamínskortinn með sprautum. Með því að neyta fjölbreyttrar fæðu og fylgjast með einkennum og leita læknishjálpar verði þeirra vart er hægt að taka á B12 vítamínskorti.

Sýklalyfjanotkun ÍSlendinga

Þjáist þú af B12 vítamínskorti?Blóðleysi er af völdum skorts á rauðum blóðkornum. Hlutverk þeirra er að taka upp súrefni í lungunum og skila því til frumna líkamans. B12 er nauðsynlegt til framleiðslu rauðu. Skortur á B12 verður yfirleitt vegna þess að líkaminn getur ekki unnið B12 úr fæðunni eða vegna skorts á B12 í fæðunni. Hægt er að bæta upp skortinn með B12 sprautum annan til þriðja hvern mánuð.

OrsökSlagæðar flytja blóð mettað súrefni og næringu til vefja líkamans. Við æðakölkun þrengjast æðarnar og minna magn blóðs kemst til vefj-anna. Það leiðir til súrefnisskorts á viðkomandi svæðum.

ÁhættuþættirUm tvítugt byrjar æðakölkun að myndast og ágerist með árunum. Það sem eykur líkurnar á æðakölkun eru:

n Reykingar

n Fjölskyldusaga um æðakölkun

n Sykursýki

n Of hár blóðþrýstingur

n Offita

n Streita

n Of lítil hreyfing

n Karlmenn eru líklegri en konur að fá hjartasjúkdóma

Hjarta- og æðasjúkdómarHjarta- og æðasjúkdóma eru sjúkdómar í slagæðum líkamans. Þeir eru yfirleitt af völdum æðakölkunar. Einkenni fara eftir því hvaða æðar líkamans eiga í hlut en algengast er að þau komi frá hjarta, heila eða fótum.

Hve algengur er sjúkdómurinn?Krabbamein í ristli (og endaþarmi) er 3ja algengasta krabbameinið sem greint er hjá Íslendingum og önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina. Það greinast um 120 einstaklingar árlega með þetta krabbamein og um 50 Íslendingar deyja árlega af völdum þessa sjúk-dóms.

Er mögulegt að fyrirbyggja ristil-krabbamein?Þessari spurningu er hægt að svara játandi og ekki er deilt um það lengur. Flest þessara krabbameina hafa góðkynja forstig, sem nefnt er kirtilæxli eða ristilsepi. Um 20-25% þeirra sem eru 50 ára og eldri hafa þegar myndað þessa sepa, en ekki nema lítill hluti þeirra (4-6%) verður illkynja. Í baráttunni við þennan sjúk-dóm er mikilvægt að þekkja fyrstu einkenni hans.

Eru greiningaraðferðir flóknar og hættulegar?Þessu er hægt að svara neitandi. Megin rannsóknaraðferðirnar eru tvenns konar: leit að blóði í hægðum og ristilspeglun. Athugun á blóði í hægðum er einföld, ódýr og hættulaus rannsókn. Í nær öllum apótekum landsins er hægt að kaupa hægðaspjöld til að framkvæma þessa rannsókn. Ristilspeglun er ná-kvæmari, en flóknari og fyrirhafnar-meiri, en að sama skapi nákvæmari rannsókn til að greina þessi mein.

Hvert stefnir?Flestir eru sammála um að ekki sé lengur réttlætanlegt að hika varðandi ráðleggingar um skimun fyrir þessu krabbameini. Sem stendur er fyrst og fremst deilt um „bestu“ aðferðina en því hefur verið haldið fram að besta aðferðin sé raunverulega sú sem beitt er. Landlæknisembættið hefur gefið út leiðbeiningar um skimun fyrir ristilkrabbameini hjá einkennalausu fólki á aldrinum 50-75 ára og mælir með því að leita að blóði í hægðum árlega. Jafnframt eru leiðbeiningar fyrir þá einstaklinga sem eru í meiri áhættu að fá þennan sjúkdóm. Unnt er að nálgast þessar leiðbeiningar á vefsíðu Landlæknisembættisins (www.landlaeknir.is). Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær skipu-lögð skimun verður framkvæmd í hinum ýmsu löndum. Við Íslendingar getum tekið forystu á þessum vett-vangi vegna mikillar kunnáttu og reynslu af skimunaraðgerðum sem framkvæmdar hafa verið hér á landi í áratugi með einstökum árangri.

Forvarnir gegn ristilkrabbameiniRistilkrabbamein er lífshættulegur sjúk-dómur sem er þó oftast læknanlegur ef hann greinist nógu snemma. Þar skipta þekking og árvekni sköpum. Ítarlegar og vandaðar rannsóknir hafa nú verið gerðar með þátttöku nokkur hundruð þúsund einkennalausra einstaklinga á aldrinum 45–75 ára. Niðurstöður þessara rannsókna eru skýrar og benda eindregið til að með skipulagðri skimun fyrir ristilkrabbameini megi fækka dauðsföllum vegna þessa sjúk-dóms um 15% til 40%.

Sýklalyfjanotkun er hlutfallslega mest á fyrstu fjórum árum ævinnar en minnst á aldrinum 10-14 ára. Notkunin hjá yngstu aldurshópunum hefur þó farið minnkandi frá árinu 2011 en það

ár hófst bólusetning ungbarna gegn pneumókokkum. Notkunin eykst svo með hækkandi aldri.

Notkun sýklalyfja, mæld í fjölda ávísana miðað við 1000 íbúa á ári, utan heilbrigðisstofnana, eftir aldri:

Aldur Fjöldi

0-4 12475-9 43810-14 31215-19 61820-39 58040-64 69465+ 1004

2013

Aldur Fjöldi

0-4 12475-9 43810-14 31215-19 61820-39 58040-64 69465+ 1004

2011

Aldur Fjöldi

0-4 12475-9 43810-14 31215-19 61820-39 58040-64 69465+ 1004

2012

Aldur Fjöldi

0-4 12475-9 43810-14 31215-19 61820-39 58040-64 69465+ 1004

2014

n 0-4 n 5-9 n 10-14 n 15-19 n 20-39 n 40-64 n 65+

PISTILL

Teitur Guðmundsson læknir

40 heilsutíminn Helgin 18.-20. september 2015

Page 41: 18 09 2015

25%afsláttur af öllumNicotinell vörum

út september.

www.facebook/farmasiaapotek

08 - 20Mán. til fös.

10 - 18Lau.

13- 18Sun.

Opið:

FarmasíaSuðurveri, 105 Reykjavík.Sími 511 0200

Farmasíaer nýtt apótek í Suðurveri.

GoodThings Argan Facial Oil

Nicotinell vörumút september.08 - 20

Mán. til fös.10 - 18Lau.

13- 18Sun.

Opið:

Dirty Works20% kynningarafsláttur út september.Fágaðar og skemmtilegar vörur til þess að lífga upp á daglegt dekur.

Good Things20% kynningarafsláttur út september.Innihalda engin paraben, súlföt né genabreytt efni.Margar vörur hæfar fyrir Vegan og Vegiterian.

Super Facialist by Una Brennan

20% kynningarafsláttur út september.Una Brennan er einn virtasti snyrtifræðingur Breta. Breið lína sem sameinar náttúruleg, virk og ilmandi innihaldsefni sem stuðla að heilbrigðu útliti.

Good Things Argan Serum

Good Things Argan Day Cream

GoodThingsArgan Cleansing Oil

1.116 kr.1.395 kr.

SuperFacialistRoseMiracleMakeoverFacial Oil

1.916 kr.2.395 kr.

SuperFacialistRose Calming Creamy Cleanser1.196 kr.1.495 kr.

SuperFacialistRose Brighten & Refine Facial Scrub1.196kr.1.495 kr.

SuperFacialistRose Radiance Day Cream SPF151.756 kr.2.195 kr.

SuperFacialistRose Hydrate Peaceful Skin Night Cream

2.156 kr.2.695 kr.

1.196 kr.1.495 kr.

1.276 kr.1.495 kr.

1.516 kr.1.895 kr.

Page 42: 18 09 2015

Sambucol í forvarnarskyniSambucol má taka allt árið í for-varnarskyni til að minnka líkur á smiti og að vírusar nái að fjölgar sér. Einnig má grípa til Sambucol þegar flensan hefur náð að festa rætur. „Maður veit aldrei hvenær flensan getur náð manni, og þá er

gott að geta minnkað líkur á smiti með því að taka Sambucol dag-lega,“ segir Víðir Þór. Sambucol er fáanlegt í Apótekinu og Lyfju um allt land.

Unnið í samstarfi við

Raritet

Náttúruleg lausn og forvörn gegn kvefiNú er flensutíminn að hefjast og því er mikilvægt að huga vel að heilsunni. Sambucol er nátt-úruleg og fyrirbyggjandi lausn gegn kvefi. Sambucol getur bæði komið í veg fyrir kvef og stytt veikindatímann um allt að 50%.

S ambucol er bragðgott fæðubót-arefni fyrir alla fjölskylduna. Samkvæmt klínískum rann-

sóknum veitir Sambucol vörn gegn vírusum og hefur um árabil verið vinsæl lausn gegn kvefi og flensu. Sambucol inniheldur Black Elder-berry, eða ylliber, sem innihalda margfalt meira af andoxunaefnum en til dæmis trönuber. Nýlegar rann-sóknir sýna fram á hæfni þeirra til að koma í veg fyrir kvef og flensu og eins geta þau stytt tímann sem við erum veik um allt að helming.

Andoxunarbomba sem dregur úr flensueinkennumVíðir Þór Traustason, íþróttafræð-ingur og heilsunuddari, hefur góða reynslu af Sambucol. „Ég prófaði Sambucol þegar ég fékk heiftar-lega flensu. Sambucol virkaði strax á mig, það varð mun auðveldara að takast á við flensuna, einkennin urðu mildari og auk þess var ég kominn á ról eftir 2-3 daga. Ég hef notað þetta markvisst síðan og hef ekki fengið kvef eða flensu síðan þá, 7-9-13!“

HreyfingÉg mæli með að fólk seti hreyfingu í forgang. Það kemur fyrst og fremst andlegu hliðinni á réttan kjöl svo ekki sé minnst á hvað það lætur manni líða vel líkamlega. Það má þá frekar leyfa sér ýmislegt og njóta þess að borða án samviskubits sem sumir eru plagaðir af. Fjölbreytt hreyfing sem vekur ánægju er það sem ég kýs helst að mæla með. Ég fer í Warm-fit og vaxtamótunartíma í Hress, sund og göngutúra þegar ég vel mína hreyfingu. Ég hreyfi mig oftast fimm sinnum í viku.

MataræðiÞar er hófsemin besta vopnið. Mað-ur getur leyft sér ýmislegt ef hreyf-ingin er með í för. Ég mæli með að elda sjálfur matinn svo að hráefnið sé hollt og vel valið. Ég reyni svo að losa mig hægt og rólega við það sem gefur augaleið að er ekki að gera manni gott.

HugarfarÞað er alltaf best að ganga með gleðinni. Ég eins og allir aðrir á mína slæmu daga en með því að hugsa vel og fallega um mig og mína nánustu þá gengur alltaf allt betur. Maður verður að gefa sér tíma til að róa og hvíla hugann. Að vera í kringum þá sem að næra mann og veita manni gleði og hug-arró gerir manni gott. Haltu partí, hoppaðu út í djúpu laugina og lærðu eitthvað nýtt er einnig eitthvað sem gleður hugann. Svo er öllum hollt að

geta verið einn með sjálfum sér, ekki leiðinlegur félagsskapur það.

Markmið Markmið henta sumum en ekki öll-um. Í minni vinnu er svo margt sem getur breytt deginum þó að oftast viti ég hvað sé mest aðkallandi þá koma ný og óvænt verkefni upp á hverjum degi. Skipulag er alltaf það sem ég tek fram yfir markmið. Það er oft sem ég næ ekki mínum mark-miðum en ég reyni samt alltaf að passa upp á að gera mitt besta alla daga til þess að ég geti sofið sátt. Mæli því að gera það að markmiði að gleðja náungann reglulega því það er eitthvað sem gefur vel af sér.

Hreyfing og hófsemi lykill að vellíðanHreyfing er ómissandi hluti af lífi Lindu Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra heilsuræktarinnar Hress í Hafnarfirði. Linda hefur fylgst með stöðinni fyllast á hverju hausti í bráðum 30 ár og veit því hvað þarf að hafa í huga til að ná góðum árangri í heilsuræktinni. Hreyfing, mataræði, hugarfar og mark-mið skipta máli og hér fer Linda yfir hvernig best er að haga þessum þáttum.

Sambucol er fáanlegt í þremur mismunandi pakkningum:

n Sambucol for Kids er bragðgott nátt-úrulegt þykkni sem inniheldur svört ylliber og C-vítamín. Hentar börnum á aldrinum

3-12 ára. Þykknið er ein-staklega bragð-gott og börnin elska það.

n Sambucol Immuni Forte er sykurlaust, náttúrulegt þykkni sem

inniheldur svört ylliber og Antivirin sem kemur í veg fyrir að vírusar nái til frumnanna og fjölgi sér. Inniheldur auk þess C-vítamín og sink sem styrkja ónæmiskerfið.

n Sambucol Immune Forte – hylki: Fyrir þá sem ekki vilja mixtúru er hægt að fá Sambucol forte með C-vítamíni og sinki í hylkjum. Forðahylki eru góður kostur þar sem innihaldsefnin eru í duftformi og eru auðmeltanleg.

Víðir Þór Traustason, íþrótta-fræðingur og heilsunuddari. Mynd/hari

Linda Hilmarsdóttir

PURE safarnir frá Harboe eru 100% hreinir nýkreistir og ósíaðir safar. Þrátt fyrir að vera 100% hreinir eru safarnir líka án rotvarnarefna. Byrjaðu daginn með heilnæmum safa frá PURE.

100% HOLLUSTA

42 heilsutíminn Helgin 18.-20. september 2015

Page 43: 18 09 2015

Léttara líf með Active LiverActive Liver inniheldur náttúruleg efni sem styrkir starfsemi lifrarinnar og eykur niðurbrot fitu í lifrinni. Active Liver veitir aukna orku og er tilvalin fyrir þá sem vilja létta sig.

A ctive Liver taflan er byltingarkennd uppfinning og ólík öllum þeim megrunarvörum sem eru á mark-

aði, en hún er sérstaklega gerð til að stuðla að virkni lifrarinnar og gallsins. Það er al-veg rökrétt að það er erfitt að léttast þegar lifrin safnar fitu vegna óheilbrigðs lífsstíls. Þess vegna er dagleg notkun á Active Liver heilsutöflunum frábær fyrir þá sem vilja njóta lífsins en samt léttast. Active Liver inniheldur mjólkurþistil, ætiþistil, túrmerik, svartan pipar og kólín. Mjólkurþistill var notaður sem lækninga-jurt til forna, hann örvar efnaskipti lifrafruma og verndar lifrina gegn eituráhrifum. Ætiþis-tillinn styrkir melt-inguna og eykur niðurbrot fitu. Túr-merik hefur verið notað gegn bólg-um, magavanda-málum, liðagigt, brjóstsviða og lifrarvandamál-um í gegnum aldirnar. Svart-ur pipar eykur v i rk ni t úr -meriksins og virkar einn-ig vel gegn uppþembu, magaverk og hægða-tregðu. Kólín er eitt af B-vít-amínum sem vinn-ur með jurtunum sem finna má í Active Liver.

Aukin orka með Active LiverJóna Hjálmarsdóttir ákvað að prófa Active Liver þar sem það inniheldur aðeins nátt-úruleg efni. „Ég hef fulla trú á að náttúruefnin í vörunni hjálpi lifrinni að hreinsa sig. Ég er sjúkraliði að mennt og er meðvituð um líkams-starfsemina og veit að fitan getur safnast á lifrina, þess vegna vildi ég prófa.“ Eftir að hafa notað Active Liver í um það bil fjóra mánuði fann Jóna mun. „Ég fékk aukna orku og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd. Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera mikið á ferðinni. Ég er í góðu formi og hef trú á að Active Liver geri mér gott. Ég finn einnig mikinn mun á húðinni á mér, hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árangur-inn og mæli með Active Liver fyrir fólk sem hugsar um að halda meltingunni góðri.“

Ein heilsutafla á dag fyrir lifrinaTaflan, sem er tekin inn daglega, saman-stendur eingöngu af náttúrulegum kjarna sem stuðlar að eðlilegri starfsemi lifrar- og gallkerfisins. Það nægir að taka inn eina töflu á dag. Active Liver er ekki ætlað börnum yngri en 11 ára eða barnshafandi konum, nema í samráði við fagfólk. Active Liver er fáanlegt í öllum apótekum, heilsu-verslunum og heilsuhillum stórmarkað-anna. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Icecare, www.icecare.is

Unnið í samstarfi við

Icecare

sem ég þarf að vera mikið á ferðinni. Ég er í góðu formi og hef trú á að Active sem ég þarf að vera mikið á ferðinni. Ég er í góðu formi og hef trú á að Active sem ég þarf að vera mikið á ferðinni.

Liver geri mér gott. Ég finn einnig mikinn Ég er í góðu formi og hef trú á að Active Liver geri mér gott. Ég finn einnig mikinn Ég er í góðu formi og hef trú á að Active

mun á húðinni á mér, hún ljómar meira og mun á húðinni á mér, hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árangurmun á húðinni á mér, hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árangurmun á húðinni á mér, hún ljómar meira og

-inn og mæli með Active Liver fyrir fólk sem hugsar um að halda meltingunni góðri.“

Taflan, sem er tekin inn daglega, saman-stendur eingöngu af náttúrulegum kjarna sem stuðlar að eðlilegri starfsemi lifrar- og gallkerfisins. Það nægir að taka inn eina töflu á dag. Active Liver er ekki ætlað Sjö góðar ástæður fyrir því að taka Active Liver:

n Eykur efnaskiptin þín og fitubrennslu.

n Eykur virkni lifrarinnar og gallsins.

n Kemur í veg fyrir að sykur umbreytist og geymist sem fita í lifrinni.

n Eykur niðurbrot á fitu í þörmunum.

n Stuðlar að daglegri hreinsun líkamans.

n Bætir meltinguna.

n Inniheldur einungis nátt-úruleg jurtaþykkni.

heilsutíminn 43Helgin 18.-20. september 2015

Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.

Colonic PlusKehonpuhdistaja

www.birkiaska.is

www.birkiaska.is

Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

Birkilaufstöflur

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

Bodyflex Strong

Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk.

Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira.

Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

Evonia

www.birkiaska.is

Page 44: 18 09 2015

Helgin 18.-20. september 201544 tíska

1. Stuttbuxnadragt í fagurbláum lit og skór í stíl. 2. Hattar, slár og stórar peysur passa vel inn í haustið. 3. Útvíðar buxur er víst það sem koma skal í haust. 4. Pils í öllum stærðum og gerðum voru áberandi í götutískunni í New York í haust. 5. Glimmer og sportsokkar, hin full-komna blanda? 6. Pils frá Yves Saint Laurent og þykkbotna strigaskór fara vel saman. 7. Afslappaður en töff klæðnaður er afar hentugur þegar hlaupið er á milli tískusýninga.

Póstsendum hvert á land sem erLaugavegi 178 OPIÐ: Mán.-fös. 10-18. Laugardögum kl 10-14.S. 551-2070 & 551-3366 www. misty.is

Þú svífur á þessum!Stærðir: 36 - 41 Verð: 12.870.- / 15.870.-

SELENA haldgóður í D-G

skálum á kr. 6.880,- buxur á kr. 2.990,-

GLÆSILEGIR

Laugavegi 178 www. misty.is

Haustið og vorið mætast í New York

Tískuvikan í New York fór fram í vikunni þar sem hönnuðir kepptust við að kynna tískustrauma næsta vors. Klæðnaðurinn á áhorfendapöllunum og á götum úti er

yfirleitt aðeins afslappaðri en alveg jafn áhugaverður og flíkurnar á tískupöllunum. Götutískan er svo sannarlega fjölbreytt en þetta haustið mátti einna helst sjá víð

pils, útvíðar buxur og samstæð dress á götum New York borgar.

1 2 3

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Verð 11.900 kr.3 litir: blátt, grátt, svart.Stærð 36 - 46- rennilás neðst á skálm

Verð 15.900 kr.5 litir: gallablátt,

svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Gallabuxur

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Verð 11.900 kr.3 litir: blátt, grátt, svart.Stærð 36 - 46- rennilás neðst á skálm

Verð 15.900 kr.5 litir: gallablátt,

svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Gallabuxur

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Verð 11.900 kr.3 litir: blátt, grátt, svart.Stærð 36 - 46- rennilás neðst á skálm

Verð 15.900 kr.5 litir: gallablátt,

svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Gallabuxur

Slim fit

Stretch

Háar í mittiðVerð 12.900 kr.

5 litir

Svart: 3 síddir: 75 + 80 + 85 cm.

Grátt, sand-grátt, hvítt: 2 síddir: 75 + 80 cm.

Gallablátt: 80 cm.

Stærð: 34 - 52

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Jakki - úlpaStærðir: 40 - 56

Verð: 18.900 kr.

Page 45: 18 09 2015

Helgin 18.-20. september 2015

VERÐHRUN!Allt á að seljast!

KOMIÐ OG PRÚTTIÐ

LAGERSALAN | KAUPTÚNI 3 - GARÐABÆ | SÍMI 861 7541OPIÐ FÖSTUDAG TIL SUNNUDAG KL. 13-17

SÍÐUSTU DAGAR LAGERSÖLUNNAR FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG

80% afsláttur af allri smávöru

50-80% afsláttur af öllum húsgögnum

Gerðu kjarakaup á húsgögnumfrá Tekk Company og Habitat

Einstök safari ferð til Tanzaniu á slóðir villtra dýra, ósnortinna náttúru og fornrar menningar.

Tanzania 22. janúar – 4. febrúar

Við sjáum óviðjafnanlegt dýralíf í sínu náttúrulega umhverfi og kynnumst menningu heimamanna m.a. Masai þjóðflokknum. Ferðin er eitt ævintýri, einstök upplifun sem lætur engan ósnortin.

*Verð per mann í 2ja manna herbergi

675.900.-* 675.900.-*

588-8900Transatlantic.is

Innifalið:Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri.Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu.Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er.Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu.

588-8900Transatlantic.is

Innifalið:Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri.Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu.Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er.Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu.

588 8900 – transatlantic.is

4

6

5

7

Page 46: 18 09 2015

46 matur & vín Helgin 18.-20. september 2015

Árni og Valgeir, bruggmeistarar Borgar, hittu félaga sína frá Arizona Wilderness, þá Patrick og Jonathan, á Skúla Craft Bar á miðvikudagskvöld. Til hægri er Freyr Rúnarsson, bjórstjóri á Skúla, sem skipulagði ferð Arizona-manna hingað. Ljósmynd/Hari

Ég er sjálfur sérlega spenntur fyrir bláberjum og sérstaklega aðalbláberj-um. Það er ekki ólíklegt að þau verði notuð.

Bjór SamStarfSverkefni Borgar og arizona WilderneSS

Bruggmeistarar Borgar fengu heimsókn frá kollegum sínum í Arizona Wilderness í vikunni og eftir nokkrar vikur lítur samstarfsverkefni þeirra dagsins ljós. Bruggararnir í Arizona Wilderness voru gestir á Skúla Craft Bar og áttu hugmyndina að þessu samstarfsverkefni svo þeim leiddist örugglega ekki meðan á heimsókninni stæði.

Brugga fríhendis með gestum frá Arizona

m ér skilst að bjórstjórinn á Skúla hafi talað svo vel um okkur að þeir spurðu okkur hvort við

vildum ekki gera bjór saman. Svo þeim leiddist örugglega ekki meðan þeir væru hér á Íslandi,“ segir Árni Theodór Long, bruggeistari hjá Borg brugghúsi.

Árni og Valgeir Valgeirsson, kollegi hans, tóku á móti bruggurunum Patrick og Jonathan frá Arizona Wilderness á fimmtudagskvöld og planið var að brugga saman bjór, samvinnuverkefni Borgar og Arizona Wilderness. Þetta er annað sam-starf við erlent brugghús sem Borg ræðst í á skömmum tíma en eins og Fréttatím-inn hefur greint gerðu Árni og félagar tvo bjóra með kollegum sínum í Nørrebro Bryghus, 2-14 og 14-2.

Eins og kom fram í Fréttatímanum í síðustu viku voru þeir Arizona-menn gestir á Skúla Craft Bar í vikunni. Þar kynntu þeir tíu af sínum áhugaverðustu bjórum og spjölluðu við bjóráhugafólk. Arizona Wilderness er ekki nema tveggja ára gamalt brugghús en var valið besta nýja brugghúsið á sínu fyrsta ári af Rate-beer.com.

Þegar Fréttatíminn ræddi við Árna í byrjun vikunnar lá ekki endanlega fyrir hvers konar bjór yrði bruggaður. „Við höf-um svona hálf ákveðið að gera þetta frí-hendis. Planið var að hittast og sjá hvort ekki myndi eitthvað gott fæðast,“ sagði Árni í léttum tón.

Hann fékkst þó til að upplýsa að búið væri að taka frá brettanomyces-ger og út-koman yrði einhvers konar saison-bjór. „Þeir eru mikið fyrir að nota hráefni úr sínu umhverfi í Arizona og voru mjög áhugasamir um að sjá hvað þeir geta not-að af íslenskum hráefnum. Eitt af því sem nefnt hefur verið eru ber, fyrst það er nú berjatímabil. Ég er sjálfur sérlega spennt-ur fyrir bláberjum og sérstaklega aðalblá-berjum. Það er ekki ólíklegt að þau verði notuð.“

Ertu þá búinn að vera að tína ber fyrir þetta samstarfsverkefni?

„Nei, ég er reyndar ekki búinn að fara í berjamó þetta árið. En ég tíndi grimmt í fyrra. Það er þó ekkert sem gæti slagað í svona bruggun. Við myndum þurfa minnst 150 kíló og maður er ekkert að fara að tína það.“

Árni þekkti ekki til Arizona Wildern-ess áður en eftir að hafa lesið sér til um brugghúsið var hann spenntur að bragða á bjórum þeirra á Skúla á miðvikudags-kvöld. Hann kvaðst telja að afrakstur samstarfsins yrði seldur á bjórbar Ari-zona Wilderness í heimabænum Gilbert.

„Við munum svo væntanlega selja þetta hér eins og aðra bjóra okkar. Nema þetta verði skelfilegt, þá hendum við þessu!“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Sjónvarpsþátturinn Heilsutíminn verður sýndur á mánudagskvöldum klukkan átta á Hringbraut í vetur.

Heilsutíminn er í Fréttatímanum sem kemur út á föstudögum. Sjónvarpsþátturinn verður frumsýndur á mánudagskvöldum klukkan 20 og endursýndur nokkrum sinnum í vikunni.

Teitur Guðmundsson læknir er með fasta pistla í Heilsutímanum. Umsjónarmaður með Heilsutímanum er Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari.

Í Fréttatímanum, á netinu og í sjónvarpi

Að lifa í jafnvægiHoll fæða hjálpar okkur að skapa

stöðugleika í líkamanum og lífinu.ABT vörurnar fást í handhægum og

þægilegum umbúðum og henta vel sem morgunverður eða millimál.

Page 47: 18 09 2015
Page 48: 18 09 2015

48 matur & vín Helgin 18.-20. september 2015

Sushi SambaÞingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík

Tel. 568 6600 • sushisamba.is

MATSEÐILL KAZKóngakrabba Sunomono 1.890 kr.Kóngakrabba salat með gúrku, wacame, rauðlauk og sesamfræjum

Bleikju Sashimi með fennel 1.390 kr.Bleikju Sashimi með fennel, rauðlauk og mozzarella

Okonomiyaki 1.890 kr.Kál pönnukaka með þunnskorinni svínasíðu, rauðum engifer og bonito-flögum

Nikujaga 1.990 kr.Japansk kartöflu „stew“ með þunnskornu nauta- kjöti, gulrótum, kartöflum og Dashi-mirinseiði

Kushiage 2.290 kr.Stökk hörpuskel með svíni, lauk, aspas og misosósu

Sushi platti 4.990 kr. Laxa nigiri með „créme fresh“ Skarkola nigiri með konbusölum og shiso Túnfisk nigiri með kalamata ólífum Bleikju nigiri með límónuberki Laxa maki rúlla með basilíku og ananas Eftirréttur 1.790 kr.Græn te Tiramísu

Borðapantanir í síma 568 6600

Í tillefni JAPANSKRA DAGA heimsækir alþjóðlegi matreiðslusnillinginn og gestakokkurinn Kaz (Kazuhiro) Okochi Sushi Samba og bíður upp á bragð af Japan.

JAPANSKIRDAGAR

15.–20. september

Kazuhiro Okochi

Þingholtsstræti 5 Tel. 568 6600

Kazuhiro Okochi

Bragð af Japan

JAPÖNSK „SMAKK“ UPPLIFUNSpennandi 7 rétta smakkseðill af matseðli KAZ.7.900 kr.

Þrjár kynslóðir af kokteilumÞ egar kemur að kokteil-

um kemst enginn með tærnar þar sem Ási á

Slippbarnum hefur hælana. Ási hefur um árabil unnið á börum hér á landi og í Kaupmanna-höfn og getur bæði reitt fram sígilda kokteila sem og það nýj-

asta nýtt. Við fengum hann til að sökkva sér í sagnfræðirann-sóknir og grafa upp einn sí-gildan kokteil, nútíma útgáfu af honum og svo býr hann til eigin útgáfu af nútímaútgáfunni. Að þessu sinni er svo einn kokteill í bónus.

Don LockwoodÞetta er önnur útfærsla af Old Fashioned. Þessi útgáfa kemur frá barnum Dutch Kills í Queens en þeir komu hingað á Reykjavík Bar Summit fyrr á árinu. Þetta er ein af þeim útgáfum af þessum kokteil sem mér hefur fundist skemmti-legust. Hann er flókinn í bragði og skemmtilegur.

Don Lockwood30 ml Bourbon30 ml 10%2 döss súkkulaði bitter10 ml hlynsírópAppelsínubörkur

AðferðVið notum hlynsíróp sem sætu og Bourbon-viskí. Svo notum við skoskt, blandað viskí sem heitir Naked Grouse en 10% af því er Laphroaig sem gefur reyk keim. Hrært í „balance“. Skreytt með appelsínuberki og olían úr honum kreist út í drykkinn.

Old Fashioned Upp úr 1800 voru menn farnir að gera drykki sem samanstóðu af sykri, bitter og áfengi. Old Fashioned nafnið kom fyrst fram í bók Jerry Thomas árið 1863, Bartenders Guide: How To Mix Drinks, og þá sem gin-drykkur. Árið 1880 er svo Old Fashioned nefndur í blaðagrein með viskíi. Svo heyrist lítið af þessum drykk fyrr en upp úr 1930.

Old Fashioned60 ml Bourbon (Ég notaði Bulleit)2 döss Angostura bitter10 ml sykur síróp (1,5 sykur á móti 1 vatni)Appelsínubörkur

AðferðÍ upprunalegu uppskriftinni er sykurmoli settur í glasið og svo skvett vatni eða seltzer yfir og það látið leysast upp. Þú getur allt eins notað sykursíróp og sparað þér þær mínútur sem tekur sykurinn að leysast upp. Að mínu mati eru báðar aðferðir jafn réttar.Ég set sykursírópið fyrst í glasið, svo bitter og bourbon og blanda saman áður en ég set ís út í. Eftir að ísinn er kominn í hræri ég drykkinn í „balance“, sem sagt kæli- og vatnsblanda með því að hræra þar til hann er tilbúinn. (Þetta á við alla drykkina hér) Svo er þetta skreytt með appelsínu-berki og ég kreisti olíuna úr honum í drykkinn. Mér finnst mikilvægt að leggja appelsínubörkinn ofan á ísinn, en ekki láta hann detta ofan í drykkinn því ilmurinn á að vera fyrsta upplifun þín af drykknum.

Fat Duck SazeracÍ þessari útgáfu notum við koníak eins og í þeirri upprunalegu, en það er búið að fikta í því. Þetta er aðferð sem heitir fat washing. Þá tekurðu fljótandi fitu og setur út í áfengið. Svo kælirðu það þar til hún harðnar og síar aftur frá. Þetta breytir að einhverju leyti bæði ilm og bragði. Við notum örlítið meiri sykur og annan bitter, Aromatic Bitter, sem hefur mikinn negul og vetrarbragð. Svo setjum við vel af sítrónu til að lyfta honum upp. Þetta er hálfgerður kon-fektmoli.

Fat Duck Sazerac60 ml andafitu-vaskað koníak2 döss Aromatic bitter15 ml sykur sírópGlas húðað að innan með AbsinthSítrónubörkur

SazeracÞessi er náskyldur Old Fashioned og kemur frá New Orleans þar sem var mikið af frönskum áhrifum. Upprunalega var hann gerður með koníaki, Peychaud-bitter og Absinth en upp úr 1863 geisaði lús á vín-viðinn í Frakklandi þannig að koníak varð ófáanlegt. Þá var farið að gera hann með Rye-viskíi.

Sazerac 45 ml Knob Creek rye viskí2 döss Peychaud bitter10 ml sykur síróp (má vera minna eftir smekk, ég hef líka séð uppskrift án sykurs)Glas húðað að innan með AbsinthSítrónubörkur

AðferðÞessi er gerður í tveimur glösum sem er kannski ekki skrítið því það var varla til mikið af sérhönnuðum baráhöldum þegar fyrstu kokteil-arnir voru gerðir. Annað glasið er kælt með klaka meðan blandað er í hinu. Í upprunalegu uppskriftinni voru notaðir 15 ml af Absinth sem er alltof mikið. Ég spreyja smá Absinth í glasið, aðallega upp á ilminn. Drykkurinn er borinn fram án klaka en við notum sítrónubörk til að fríska upp á hann.

ÁSi Á SLippbArnum

Þess má geta að það eru til endalausar uppskriftir að þessum tveimur kokteilum. Allir kokteilarnir fjórir fást á Slippbarnum.

Page 49: 18 09 2015
Page 50: 18 09 2015

Sigurður skorar á útvarpsmanninn Sigga Gunnars á K100. ?

? 8 stig

7 stig

Kristín Alexíusdóttir hjúkrunarfræðingur

1. New York.

2. Marta María Jónasdóttir. 3. Þóra Arnórsdóttir. 4. Pass.

5. Múmíndal. 6. 700. 7. Skarðsheiði.

8. David Beckham.

9. Urta. 10. Pass.

11. Pass.

12. Akureyri. 13. Ítalíu. 14. Pass.

15. 1977.

1. Hong Kong.

2. Marta María. 3. Þóra Arnórsdóttir. 4. Svend.

5. Múmíndalnum. 6. 700. 7. Hafnarfjall. 8. Wayne Rooney.

9. Sulta.

10. Argentína steikhús.

11. Þorlákshöfn.

12. Pass.

13. Pass.

14. Ned Flanders. 15. 1968

Sigurður Magnús Þorbergssonsölumaður á K100

50 heilabrot Helgin 18.-20. september 2015

sudoku

sudoku fyrir lengra komna

RITBLÝLÍKA

PIRRANÚMER SÆTI

ÁLKA

FARFANÝR HERBERGI

ÓNOT-HÆFUR

FUGL

TELJA

ODDI

TÁLBEITAKLIFUN

MÁLMUR

LAND Í ASÍU

TVEIR EINS

ÞYS

AUSTUR-ÁLFA

EINSKÆR

SIGTAST

FRÁ

LYGN

ÓÐAGOT

HÖGNI

DRABB

KJAFTÁRMYNNI

DEYJAHUNGUR ÁRANSBERG-

TEGUND

MASAR

ELDHÚS-ÁHALD

ÁTT

REKALD

ALDIN

NÝJA

ÞRAUT

VIÐSKIPTI

RÓUN

Á NÝ

ARKA

HLJÓÐFÆRI

SAMTALS

FRÆKORNSÍ RÖÐ

SKOT

FROÐA

SÓÐA

HENDA

RÁNDÝRA

LÖNG

VÖXTUR

OFANFERÐ

MÓÐGA

SNÖGGUR

Í RÖÐ

STEIN-TEGUND

ÖRLÁTUR

ÍRAFÁR

STRIK

GRIND

SKRÍN

UNDAN-HALDI KROPPA

SIGTI

SKÍTUR

LÍFFÆRI

KÖLSKI

GAFL

SVIF

HLIÐ

ÆTTGÖFGI

HORFÐI

SKYLDI

HEILA

ILLGRESI

YRKJA

BEIN

SÖNG-HÓPUR

MJÖGÁN

BIK

TVEIR EINS

TVEIR EINS

UPP-HRÓPUN

KÖFNUNAR-EFNI

ÞEFJA

SLÆMASJÓSETJA

FIMM

KJÓSAIÐUR

ARÐA

ÆST

my

nd

: H

. Z

ell (

CC

By

-S

A 3

.0)

259

4 7 6 2 1

2

8 4 3

9 6 5

5 2 8

3 7 5

5 7

2 3 1 4

8 2

2 4 1

6 3 9 5

1 7

5 7 9 3

2 7 9

4 2

9 3 7 8

fellur aldrei úr gildi...

www.versdagsins.is

heimkaup.is

Smáratorgi 3 · Kópavogi · 550 2700

Nú versla Íslendingar á netinu...á Heimkaup.is!

TAX-FREE!TAX-FREE!TAX-FREE!

*Tax Free tilboð jafngildir 19.35% afslætti.

á öllum snyrtivörum!

ÓLÁN SPILA-ÞRAUT U FÁLMA

HNUSA F LABBA FYRIR RÆÐIR

FRAMANDI

SEYTLA Ó K U N N U G U RA G A ÁSAMT

SVARA S A M A N EHRÓPA Æ P EYÐIMÖRK

STRENGUR S A N D IF A N T A ÚTDEILDI

KONUNGUR G A FSÓLAR-HRINGA

UMGERÐ D SVÍKJA

ÁTT F A L S A FUGL

VEGSAMA H A N A

ÞANGAÐ TIL

ÞORPARA

LÉLEGT MÓLAG

A

F R A S I LÆÐA

NES L A U M A MIÐJA ÚT RORÐTAK

J A G A S T ATVIKASTFISKILÍNA

EFNI G I R N I RAKINÖLDRA

HEFÐAR-KONA

A M A TÓNLIST

KRAKKI J A S S SVEIGUR K R A N SDL M FISKIMIÐ

TALA B A N K IFJÖRGAST

RÓTAR-TAUGA L I F N AÍ RÖÐ

L I T A GJAMMA

VILLTUR G E L T A TÆKIFÆRI

ERFIÐA L A GA

ÓKYRRÐ

DÝRA-HLJÓÐ Ó R Ó I

BÓK-STAFUR

VAFI K Á SAMKOMA

ÞAKBRÚN Þ I N GMK U L N A EIGNIR

GARGA E I G U R VESKI EIN-SÖNGUR IDVÍNA

O R F SKARÐ

TRÉ R O F SNÍKJUDÝR

ERTA A F Æ T A SVALIAMBOÐ

R R ÚTDRÁTTUR

ÁRSTÍÐ Á G R I P DRABB

GISINN S L A R KTVEIR EINS

UTAN

NHJARTA-ÁFALL

TITRA S L A G ÞÓFI

ÖNUGUR I LHEIMS-ÁLFA

SKÚR A S Í AÁB R U M DÁÐ

ÓÐAGOT A F R E K ÓVILD

RAUS K A LSTÖNGUL-ENDI

L I M U R RIGNING Ú R K O M AFIMM-

HUNDRUÐ

HVAÐ DLÍKAMS-HLUTI

Ó Ð A R A BLAÐA L A U F A Í RÖÐ H IUNDIR-EINS

M A R SAUÐA-ÞARI S Ö L GLÓÐA R I S T AMEIÐSLI

MÁLA

PRÓFTITILL

my

nd

: Lu

c V

ia

to

ur

(c

c B

y-S

a 3

.0)

258

lausnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

krossgátan

1. Las Vegas. 2. Marta María Jónasdóttir. 3. Þóra

Arnórsdóttir. 4. Edvin. 5. Múmíndalnum. 6. 700. 7. Hafnarfjall. 8. Wayne Rooney. 9. Urta. 10. Nonnabita.

11. Blönduósi. 12. Akureyri. 13. Ítalía. 14. Ned

Flanders. 15. 1977.

1. Í hvaða borg er að finna flest hótelher-

bergi í heiminum?

2. Hver er umsjónarkona Smartlands á

Mbl.is?

3. Hver er ritstjóri Kastljóssins?

4. Hvert er millinafn Lars Lagerbäck, lands-

liðsþjálfara í knattspyrnu?

5. Í hvaða dal búa Snabbi og Mía litla?

6. Hvaða póstnúmer er á Egilsstöðum?

7. Hvað nefnist bæjarfjallið í Borgarnesi?

8. Hver er markahæsti leikmaðurinn í sögu

enska landsliðsins í knattspyrnu?

9. Hvað nefnist kvenkyns selur?

10. Hvaða veitingastað hefur Jón Guðnason

rekið í miðborg Reykjavíkur í yfir tvo

áratugi?

11. Hvar á landinu er íþróttafélagið Hvöt?

12. Hvar á landinu er söluskálinn Leirunesti?

13. Hvaða Evrópuland á landamæri að

Frakklandi, Austurríki, Sviss og

Slóveníu?

14. Hver er pabbi Rod og Todd í þáttunum

um Simpson-fjölskylduna?

15. Hvaða ár lést Elvis Presley?

Spurningakeppni kynjana

svör

Page 51: 18 09 2015

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

ORMSSON KEFLAVÍK

SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI

SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI

SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI

SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK

SÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK -EGILSSTÖÐUM

SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSSTAÐ

SÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSI

SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM

SÍMI 481 3333

TÆKNIBORGBORGARNESI SÍMI 422 2211

OMNISAKRANESI

SÍMI 433 0300

Gæði og glæsileiki

Verð: 119.900,- UE43J5505AK kr. 109.900.-

RB29FSRNDWW

Kælir - frystir178 cm skápur. 192+98 ltr.

Blásturskældur og þarf aldreiað afþýða. Hvítur eða stál.

Kr. 109.900,-

WF70F5E4P4W

7 kg Þvottavél· Kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð

· 1400 snúningar· Ecobubble

· Demantatromla· Orkunotkun A+++

Kr. 89.900,-

DV70FSE0HGW

7 kg þurrkari· Varmadæla sem sparar orku

· Barkalaus· Demantatromla

· Rakaskynjari· Orkunotkun A+++

43” Samsung SMART sjónvarp með þráðlausu interneti.

UE48JU6415 kr.189.900.-UE55JU6415 kr. 239.900.-

48” eða 55” Samsung 4K UltraHD sjónvarp með þráðlausu interneti

TILBOÐ

TILBOÐ

RB31FERNCSS

Kælir - frystir185 cm skápur. 208+98 ltr.

Blásturskældur og þarf aldrei að afþýða.

Kr. 129.900,-

UE43J5505AK kr. 99.900.-Kr. 119.900,-

Page 52: 18 09 2015

Föstudagur 18. september Laugardagur 19. september Sunnudagur

52 sjónvarp Helgin 18.-20. september 2015

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

20.05 The Money Pit Gamanmynd frá árinu 1986. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Shelley Long og Alexander Godunov.

20.00 Útsvar (2:27) Bein útsending frá spurninga-keppni sveitarfélaga. Um-sjón Sigmar Guðmunds-son og Þóra Arnórsdóttir.

RÚV16.25 Stiklur (11:21) e.16.55 Fjölskyldubönd (11:12) 17.20 Litli prinsinn (13:25)17.43 Leonardo (3:13) 18.15 Táknmálsfréttir (18:365)18.25 Bækur og staðir18.30 Öldin hennar (6:52) e.18.35 Vinur í raun (6:6) e.19.00 Fréttir og Íþróttir19.30 Veður (18:365)19.40 Haustið er komið 20.00 Útsvar (2:27) (Seltjarnarnes - Reykjanesbær) Beint21.15 Brúðarbandið (10:10)22.00 Illskan (Ondskan) Sænsk verðlaunamynd sem gerist á 6. áratug síðustu aldar. Unglings-drengur sem rekinn hefur verið úr skóla fær lokatækifæri í einkareknum skóla. Þar ríkir hins vegar skýr stéttaskipting þar sem nýneminn situr á botninum. Aðalhlutverk: Andreas Wilson, Henrik Lundström og Gustaf Skarsgård. Leikstjóri: Mikael Håfström. Ekki við hæfi ungra barna.23.50 Beginners (Byrjendur) e.01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Everybody Loves Raymond08:20 Dr. Phil09:00 The Biggest Loser (17/18:38)10:30 Pepsi MAX tónlist13:30 Cheers (8:29)13:55 Dr. Phil14:35 The Royal Family (10:10)15:00 Royal Pains (5:13)15:45 Red Band Society (5:13)16:25 The Biggest Loser (12/13:39)17:50 Dr. Phil18:30 The Tonight Show with Jimmy F.19:10 Secret Street Crew (6:6)19:55 Parks & Recreation (13:13)20:15 Playing House (10:10)20:40 Men at Work (10:10)21:00 New in Town22:40 The Tonight Show with Jimmy F.23:20 The Late Late Show w. J. Corden00:00 L&O: Special Victims Unit00:45 Hawaii Five-0 (16:25)01:30 How To Get Away With Murder02:15 Law & Order (19:22)03:05 Extant (11:13)03:50 The Tonight Show with Jimmy F.04:30 The Late Late Show w. J. Corden05:10 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:50/ 16:50 I Am13:10/ 18:15 4215:15/ 20:20 Tammy22:00/ 02:55 Closed Circuit23:35 Snakes on a Plane01:20 Baggage Claim

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:10 The Middle (12/24) 08:30 Make Me A Millionaire Inventor09:15 Bold and the Beautiful09:35 Doctors (15/175) 10:20 Mindy Project (9/22) 10:50 Hart of Dixie (2/22) 11:40 Heimsókn12:05 Hello Ladies (7/8) 12:35 Nágrannar13:00 The Pretty One 14:35 Poppsvar (3/7) 15:10 Big Time Movie16:30 Kalli kanína og félagar16:55 Community 3 (5/22)17:20 Bold and the Beautiful17:40 Nágrannar18:05 Simpson-fjölskyldan (13/22) 18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:55 Ísland í dag. 19:25 Impractical Jokers (7/13) 19:50 X Factor UK (5/34) 20:50 X Factor UK (6/34) 21:35 Into the Storm23:05 The Fisher King01:20 Trespass02:50 Colombiana04:35 Blue Ruin

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 Tottenham - Qarabag08:40 Fiorentina - Basel10:20 St. Etienne - Rosenborg12:50 Internazionale - AC Milan14:30 Tottenham - Qarabag16:10 Atletico Madrid - Barcelona17:50 Bordeaux - Liverpool19:30 La Liga Report20:00 Meistaradeild Evrópu 20:25 Evrópudeildarmörkin21:15 Hellas Verona - Torino22:55 UFC Now 201523:45 Espanyol - Real Madrid01:25 Eindhoven - Man. Utd.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:15 Leicester - Aston Villa11:55 Premier League World 2014/ 12:25 Norwich - Bournemouth14:05 Messan15:20 Sunderland - Tottenham17:00 Everton - Chelsea18:40 Ipswich - Birmingham Beint20:45 PL Match Pack 2015/201621:15 Premier League Preview21:45 Man. Utd. - Liverpool23:25 Ipswich - Birmingham01:05 Premier League Preview01:35 PL Match Pack 2015/2016

SkjárSport 17:30 Bundesliga Highlights Show18:25 Mainz - Hoffenheim20:25 Bundesliga Highlights Show21:20 Hoffenheim - Werder Bremen23:10 Mainz - Hoffenheim

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 211:05 Victorious11:30 Planet’s Got Talent (6/6) 12:00 Bold and the Beautiful13:45 Hjálparhönd (3/8) 14:15 Á uppleið (3/5) 14:45 Lýðveldið (4/6) 15:10 Grantchester (6/6) 16:00 Masterchef USA (6/20) 16:45 Íslenski listinn17:15 ET Weekend (53/53) 18:00 Sjáðu (409/450) 18:30 Fréttir og Sportpakkinn 19:10 Lottó 19:15 Modern Family (2/24) 19:40 Ævintýri Desperaux Fjöl-skyldumynd um litlu músina Despereaux sem er einstakur á sinn hátt. Despereaux vill ekki læðast með veggjum eða húka í músarholum og vill frekar lesa bækur en éta þær. Hann heldur því upp í mikið ævintýri þar sem hann hittir prinsessuna Pea. 21:10 Dawn Of The Planet Of The Apes23:20 Hit & Run01:05 The Grand Budapest Hotel02:45 A History of Violence04:20 300: Rise of an Empire06:00 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:45 St. Etienne - Rosenborg09:25 La Liga Report09:55 F1: Singapore - Æfing 3 Beint11:00 Eindhoven - Man. Utd. 12:50 F1 - Tímataka - Singapore Beint14:40 Man. City - Juventus16:25 Meistaramörkin16:55 Meistaradeild Evrópu 17:20 Wisla Plock - Veszprém18:40 AC Milan - Palermo Beint20:45 Real Madrid - Granada22:25 Flensburg - Paris St. Germain23:45 UFC Now 201500:35 F1 - Tímataka - Singapore

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:55 Ipswich - Birmingham10:35 PL Match Pack 2015/201611:05 Premier League Preview11:35 Chelsea - Arsenal Beint13:50 Swansea - Everton Beint16:00 Markasyrpa16:20 Man. City - West Ham Beint18:30 Newcastle - Watford20:10 Stoke - Leicester21:50 Bournemouth - Sunderland23:30 Aston Villa - WBA01:10 Chelsea - Arsenal

SkjárSport 13:25 Werder Bremen - Ingolstadt15:25 Mainz - Hoffenheim17:15 Bundesliga Highlights Show18:10 Werder Bremen - Ingolstadt20:00 Mainz - Hoffenheim

RÚV07.00 Morgunstundin okkar 11.05 Neytendavaktin (5:8) e. 11.35 Bækur og staðir e. 11.45 Bronsl. EM í körfubolta Beint13.45 Mótokross (5:5) 14.20 Castle in the Sky e. 15.50 Haustið er komið e. 16.05 Bækur og staðir 16.20 Táknmálsfréttir (20:365) 16.30 EM stofa 16.50 Úrslital. EM í körfubolta Beint 19.00 Fréttir og Íþróttir19.35 Veður (20:365) 19.40 Landinn (2:25) 20.10 Öldin hennar (38:52) 20.15 Poldark (2:8) 21.15 Órói Íslensk bíómynd frá 2010. Leikstjóri er Baldvin Z. Ekki við hæfi ungra barna. 22.55 Skepnur suðursins (Beasts of the Southern Wild) Sex ára stúlka þarf að sýna hvað í sér býr þegar skapstyggur pabbi hennar glímir við heilsubrest, jökulhettur bráðna svo að allt fer undir vatn og fornir úruxar fara á stjá. Leikstjóri er Benh Zeitlin og aðalhlutverk leika Quvenzhané Wallis, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna, og Dwight Henry. Ekki við hæfi ungra barna. e. 00.25 Kynlífsfræðingarnir (3:12) e. 01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:40 Dr. Phil10:40 The Late Late Show w. J. Corden13:20 Stuttgart - Schalke15:20 Franklin & Bash (1:10)16:00 The Biggest Loser (14/15:39)17:30 Top Chef (13:17)18:15 Parks & Recreation (13:13)18:35 The Office (26:27)19:00 Top Gear USA (4:16)19:50 The Odd Couple (7:13)20:15 Psych (14:16)21:00 L&O: Special Victims Unit21:45 Secrets and Lies (5:10)22:30 Hannibal (13:13)23:15 The Walking Dead (5:16)00:05 Rookie Blue (3:22)00:50 State Of Affairs (11:13)01:35 L&O: Special Victims Unit02:20 Secrets and Lies (5:10)03:05 Hannibal (13:13)03:50 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:50/ 14:55 Moulin Rouge09:55/ 17:00 Drinking Buddies11:25/ 18:30 The Mask13:10/ 20:15 Darling Companion 22:00/ 03:10 Alex Cross23:40 Red 201:35 Son Of No One

19:40 Ævintýri Desperaux Fjölskyldumynd um litlu músina Despereaux..

23:40 As Good As It Gets Bráðskemmtileg margföld verðlaunamynd með Jack Nicholson og Helen en þau hlutu Óskarsverð-launin fyrir hlutverk sín.

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.15 Dýraspítalinn (1:10) e.10.45 Kiljan - bókmenntaþáttur e.11.30 Útsvar (2:27) e.12.35 Menningin (3:30).12.55 Haustið er komið e.13.10 Viðtalið (Dr. Mads Gilbert) e.13.40 Sætt og gott e.13.55 Tónleikakvöld e.15.10 Tónleikakvöld e.16.40 Íþróttaafrek sögunnar (9:14) e.17.05 Vísindahorn Ævars17.10 Franklín og vinir hans17.33 Unnar og vinur 17.55 Táknmálsfréttir18.05 Toppstöðin (1:8) e.18.54 Lottó (4:52)19.00 Fréttir (19:365)19.25 Íþróttir (77)19.35 Veður (19:365)19.40 Saga af strák (9:20)20.05 The Money Pit Gamanmynd frá árinu 1986. Ungt par kaupir heldur betur köttinn í sekknum þegar það fjárfestir í því sem virðist glæsivilla. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Shelley Long og Alexander Godunov. Leikstjóri: Richard Benjamin.21.35 The Way Back Verðlaunaður spennutryllir. Aðalhlutverk: Jim Sturgess, Ed Harris og Colin Farrell. Leikstjóri: Peter Weir. Ekki við hæfi ungra barna.23.45 Seven Psychopaths Ekki við hæfi ungra barna. e.01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:40 Dr. Phil10:00 The Tonight Show w. Jimmy F.13:20 Werder Bremen - Ingolstadt15:20 Parks & Recreation (16:22)15:45 Playing House (10:10)16:10 Men at Work (10:10)16:30 Psych (7:16)17:15 Scorpion (13:22)18:00 Jane the Virgin (15:22)18:45 The Biggest Loser (14/15:39)20:15 The Burbs22:00 Adult World23:40 As Good As It Gets 01:55 Allegiance (8:13)02:40 CSI (2:22)03:25 The Burbs05:10 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:50/ 14:55 The Prince and Me 309:20/ 16:25 The Secret Life Of W.M.11:15/ 18:20 Semi-Pro12:45/ 19:50 He’s Just Not That Into ...22:00/ 04:35 Django Unchained00:40 Silent Hill Revelation02:45 Conviction

21:00 L&O: Special Victims Unit. Sakamálaþættir um kynferðisglæpadeild innan lögreglunnar í New York borg.

21.15 Órói Íslensk bíómynd frá 2010. Leikstjóri er Baldvin Z. Ekki við hæfi ungra barna.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

ORMSSON KEFLAVÍK

SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI

SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI

SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI

SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK

SÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK -EGILSSTÖÐUM

SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSSTAÐ

SÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSI

SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM

SÍMI 481 3333

TÆKNIBORGBORGARNESI SÍMI 422 2211

OMNISAKRANESI

SÍMI 433 0300

43” Samsung SMART sjónvarp með þráðlausu interneti

TILBOÐ

Gerð: LED. Sería: 5. Stærð: 43" - 108cm. Upplausn: 1920 x 1080. Lýsing: Direct. Myndvinnsla: HyperReal. PQI: 400. Micro Dimming Pro. Hljóð: HD Audio, 20W, Multiroom Link, Sound Connect, BT Head set. Smart Tv. Örgjörvi: Quad-Core. Móttakari: DVB-T/C, Analog, CI+(1,3). Tengimöguleikar: 3 x HDMI (ARC,CEC), 2 x USB, Component, Composite, LAN, WIFI, Headphone, Digital Audio Out (optical) Veggfesting Vesa: 200x200.

Stórt LED sjónvarp á kr. 99.900,-

Page 53: 18 09 2015

Við vanalegt stöðvaflakk okkar hjónanna eitt kvöldið sáum við blá­endann á The Bold and the Beauti­ful, sápu sem við horfðum á í æsku. Við hlógum að því að enn var þar Brooke nokkur Logan fremst í flokki – og það þrjátíu árum seinna. Þátturinn endaði á því að Brooke, í slagtogi við einhvern þann sápu­óperulegasta mann sem ég hef nokkurn tíma séð, var að rífast við aðra og yngri, konu. Brooke hélt á ungbarni og við hjónin litum hvort á annað og vorum alveg hætt að hlæja. Horfðum spennt á þessi síðustu and­artök þáttarins. Ég sá strax að það

tæki ekki nema nokkra þætti, ekki einu sinni viku, til að komast aftur inn í þetta. Hafði enda horft á þætt­ina af miklum móð á tíunda áratugn­um þegar ég sem unglingur var inni í öllum sápunum sem í boði voru. Með Nágranna á toppnum og Bold og Leiðarljósið sáluga til að fylla upp í eyðurnar. Ég var því ákveðinn í því að gefa sápuáhorfi annan séns.

Nokkrum dögum síðar við OZ f lettingar í Ipad­inum, auðvitað löngu búinn að gleyma öllu um Brooke og Ridge og það lið allt saman, sá ég að það er Bold þáttur í gangi. Ég þrýsti auðvitað umsvifa­

laust á Play­takkann en rétt þegar intróinu lauk fékk ég augnatillit frá mínum betri helmingi og spurning­una; á hvað ertu að horfa? Spurn­ingin var þó, að mínu mati, ekki lögð fram í spurnarformi, frekar eins og ásökun. Ég fipaðist auðvitað við tón­inn í frúnni og slökkti á prógramm­

inu í þann mund sem frú Logan kom á skjáinn og leit ásakandi í mynda­vélina. Ég er því enn í myrkrinu, núna rúmri viku síðar, og vil ekk­ert annað í heiminum en að vita við hvern Brooke var í störukeppni og hver á barnið – og og og…

Haraldur Jónasson4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 2 11:35 iCarly (43/45) 12:00 Nágrannar13:45 X Factor UK (5&6/34) 15:35 Besti vinur mannsins (1/5) 16:00 Margra barna mæður (5/7) 16:25 Matargleði Evu (4/9) 16:55 60 mínútur (50/53) 17:40 Eyjan (3/30)18:30 Fréttir og Sportpakkinn 19:10 Atvinnumennirnir okkar19:50 Schitt’s Creek (1/13) 20:15 Á uppleið (4/5) 20:40 Rizzoli & Isles (10/18) 21:25 The Third Eye (9/10) 22:10 X Company (5/8) 22:55 60 mínútur (51/53)23:45 Show Me A Hero (4/6) 00:45 Orange is the New Black01:40 Kill The Irishman03:25 The Mentalist (6/13) 04:10 Hostages (6/15)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:30 Roma - Barcelona09:15 Meistaramörkin09:45 Þór - KA11:30 F1 2015 - Singapore Beint14:40 Evrópudeildarmörkin15:30 Breiðablik - FH Beint18:10 Chelsea - Maccabi Tel-Aviv21:00 Pepsímörkin 201522:15 Genoa - Juventus23:55 Barcelona - Levante01:35 Atalanta - Hellas Verona

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:00 Man. City - West Ham10:40 Swansea - Everton12:20 Tottenham - Cr. Palace Beint14:50 Liverpool - Norwich Beint17:00 Chelsea - Arsenal 19:10 Euro 2016 - Markaþáttur 21:00 Pepsímörkin 201521:55 Breiðablik - FH23:45 Southampton - Man. Utd. 01:25 Liverpool - Norwich

SkjárSport 11:30 Werder Bremen - Ingolstadt13:20/ 17:25 Stuttgart - Schalke15:25 B. Dortmund - B. Leverkusen19:15 B. Dortmund - B. Leverkusen21:05 Werder Bremen - Ingolstadt

20. september

sjónvarp 53Helgin 18.-20. september 2015

Sápur Hver á barnið?

Heilaþvottasápa

LAUGAVEGI | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS

12.790 39.990 14.990

8.990FRÁ

FRÁ FRÁ FRÁ

4.980FRÁ

Þú gleymir ekki tilfinningunni

RÚMFÖT SVUNTUR

RÚMFÖT DÚNSÆNGUR

DÚNKODDAR

www.gullsmidjan.is

Page 54: 18 09 2015

„Annars eru 65 ár enginn aldur og maður er í sínu besta formi. Enda nóg fram undan,“ segir Einar Jóhannesson klarínettuleikari. Ljósmynd/Hari

Í ágúst síðastliðnum kom út plata með verkum fyrir klarínettu eftir Áskel Másson, í flutningi klarínettuleikarans Einars Jóhannessonar. Platan, sem kemur út á vegum út-gáfurisans NAXOS, er sú fyrsta sem þeir gefa út með flutningi Einars, en í annað sinn sem verk Áskels koma út undir þessu fornfræga merki. Einar segir þetta ákveðinn heiður fyrir sig og einnig merki þess í hve miklum metum verk Áskels eru um allan heim. Einar er nýhættur starfi sínu hjá Sinfóníuhljóm-sveit Íslands eftir 35 ár. Hann segir tilfinninguna hafa verið skrýtna í byrjun, en á eftir hafi fylgt ákveðinn léttir.

Þ etta er í fyrsta sinn sem ég kem fram á plötu frá NAXOS en annað sinn sem þeir

gefa út verk Áskels. Sem verður að segjast ansi góður árangur fyrir íslenskt tónskáld,“ segir Einar Jó-hannesson klarínettuleikari.

„Það segir manni að hann er í miklum metum. Fyrri diskurinn með verkum Áskels voru verk fyrir litla kammersveit en þessi diskur, sem ég spila á, snýst allur um klarínettið,“ segir Einar. „Þetta er einhverskonar tví-portrett diskur, Áskell annarsvegar og ég hins-vegar. Áskell byrjaði að skrifa fyrir mig verk rétt fyrir 1980, og þá var hann aðeins 26 ára gamall. Hann skrifaði konsert fyrir klarínett og Sinfóníuhljómsveit og sá konsert lenti á alþjóðaþingi tónskálda í París 1980, minnir mig, og það kom Áskeli á kortið. Konsertinn vakti mikla athygli. Síðan hefur hann skrifað fyrir mig af og til og ég varð svona hans klarínetturödd,“ segir Einar. „Ég samgleðst tónskáldinu innilega og þetta er fyrst og fremst skemmtilegt að þetta sé loksins komið út. Við vinnum mjög vel

saman á Íslandi, tónskáld og hljóð-færaleikarar, og maður getur átt von á því að þau leggi mann í einelti og byrji að skrifa með mann í huga. Áskell hefur skrifað mikið fyrir Evelyn Glennie slagverksleikara og Christian Lindberg básúnuleikara. Það er því heiður að hafa fengið að taka þátt í þessu,“ segir Einar.

„Það er rúmur áratugur síðan við tókum upp þetta efni, og ástæð-an fyrir því er nú bara annríki klarínettuleikarans. Ég hef verið á fullu í þessu starfi í 40 ár, bæði hjá Sinfóníunni og með kammer-sveitum og sóló, og svo hef ég verið að kenna alltaf með. Núna er ég hættur í Sinfóníuhljómsveitinni og því hefur losnað um svolítinn tíma og við gátum farið að sinna þessu. Klassíkin er nú samt tímalaus svo það lá ekkert á,“ segir Einar sem starfaði hjá Sinfóníuhljómsveit Ís-lands í 35 ár, en hætti á dögunum sökum aldurs, þó aðeins 65 ára að aldri. „Ég hef alltaf átt minn feril og nú hef ég tíma til þess að sinna honum betur og er ekki alltaf á æfingum hjá Sinfóníunni. Auðvitað var það skrýtið að hætta. Sinfónían

er eins og stór fjölskylda og maður tengist meðlimunum persónu-legum böndum,“ segir hann. „Ég er nú bara það heppinn að það er töluvert að gera hjá mér svo það var gott að fá þetta andrými til þess að sinna öðrum verkefnum,“ segir Einar. „Einnig hef ég verið kennari hjá Listaháskólanum og það er gaman að segja frá því að ég útskrifaði ungan mann fyrir nokkrum árum sem heitir Grímur Helgason og situr í mínu sæti í Sinfóníuhljómsveitinni sem annað klarínett, sem og annar nemandi minn, Arngunnur Árnadóttir, sem situr í mínu gamla sólósæti,“ segir Einar. „Þannig að ég get nú vel við unað. Ég hef rétt keflið til góðs fólks og er stoltur af því. Annars eru 65 ár enginn aldur og maður er í sínu besta formi. Enda nóg fram undan,“ segir Einar Jóhannesson klarínettuleikari.

Hljómplötuna Music For Clarinet má finna í verslunum 12 tóna og Smekkleysu.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Klassíkin er tímalaus

Auðvitað var það skrýtið að hætta. Sinfónían er eins og stór fjölskylda og maður tengist meðlimunum persónulegum böndum.

Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju2015 - 2016

KórstarfHallgrímskirkja endurvekur kórstarf sitt meðungu fólki á höfuðborgarsvæðinu, stúlkumog drengjum á aldrinum 10-13 ára.Skráning og frekari upplýsingar veitirÁsa Valgerður Sigurðardóttir kórstjóri.

[email protected] /www. hallgrims-kirkja.is/Facebook/barnaogunglingakor-

hallgrimskirkju

Kötlumót Sambands sunnlenskra karlakóra 2015 verður haldið í Reykjanesbæ þann 17. október í sjöunda sinn. Tilgangur Kötlumóts er að efla kynningu, samstarf og sönglíf meðal kórfélaga á sam-bandssvæðinu, með því að stuðla að kóramótum allra sunnlenskra karlakóra á a.m.k. fimm ára fresti.

Starf sunnlenskra karlakóra, undir merkjum Kötlu, hefur allt frá stofnun hennar verið mjög öflugt. Á Kötlumóti koma allt að 700 söng-menn saman og flytja hátíðardag-skrá við undirleik sinfóníuhljóm-

Kötlumót Samband SunnlenSKra KarlaKóra

700 söngmenn á Suðurlandi

1990 í Mosfellsbæ, 1995 á Höfn í Hornafirði og árið 2000 í Reykjavík. Kötlumótið er fram átti að fara í Hafnarfirði árið 2005 var breytt í Söngmót SÍK (Sambands íslenskra karlakóra). Mótið fór fram með þátttöku karlakóra alls staðar að af landinu auk þess sem karlakórinn Tórshavnar Manskor frá Færeyjum tók þátt sem gestakór. Síðasta Kötlumót var haldið í Hrunamanna-hreppi árið 2010, á félagssvæði Karlakórs Hreppamanna.

Kóramótin fara þannig fram að hver kór um sig heldur sína tónleika upp úr hádegi á mótsdegi. Um kvöldið koma allir kórfélagar saman í einum kór og flytja hátíðar-dagskrá við undirleik sinfóníu-hljómsveitar.

Allar nánari upplýsingar um Kötl-umótið í ár er að finna á Facebook-síðunni Kötlumót 2015. -hf

sveitar. Fyrsta Kötlumótið var haldið árið 1980 á Selfossi, síðan var mót í Keflavík árið 1985, árið GAFLARALEIKHÚSIÐ

Það er alltaf gaman í Ga�araleikhúsinu

Miðasala - 565 5900 - midi.is-ga�araleikhusid.is

BakaraofninnSunnudagur 20. september kl.13.00Sunnudagur 27. september kl.13.00 örfáirSunnudagur 4.október kl.13.00 örfáir kl 16.00 örfáirSunnudagur 11. október kl. 13.00 uppselt Frábær �ölskylduskemmtun með Gunna og FelixKonubörnFöstudagur 9. október kl. 20.00Föstudagur 16. október kl. 20.00Föstudagur 23.október kl. 20.00 Fyndin og mögnuð sýning um ungar konur

Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl.

Billy Elliot (Stóra sviðið)Fös 18/9 kl. 19:00 5.k. Fös 25/9 kl. 19:00 8.k. Sun 4/10 kl. 19:00 11.k

Sun 20/9 kl. 19:00 6.k. Sun 27/9 kl. 19:00 9.k Fös 9/10 kl. 19:00 12.k

Fim 24/9 kl. 19:00 7.k. Lau 3/10 kl. 19:00 10.k Lau 10/10 kl. 19:00 13.k

Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega

Dúkkuheimili (Stóra sviðið)Lau 19/9 kl. 20:00 3.k. Lau 26/9 kl. 20:00 5.k. Fös 2/10 kl. 20:00 6.k.

Mið 23/9 kl. 20:00 4.k. Fim 1/10 kl. 20:00 aukas. Sun 11/10 kl. 20:00 aukas.

Aðeins þessar sýningar!

At (Nýja sviðið)Fös 18/9 kl. 20:00 1.k. Fim 24/9 kl. 20:00 4.k. Lau 3/10 kl. 20:00 7.k.

Sun 20/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 5.k. Sun 4/10 kl. 20:00 8.k.

Mið 23/9 kl. 20:00 3.k. Mið 30/9 kl. 20:00 6.k.

Breskt verðlaunaverk í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur

Lína langsokkur (Stóra sviðið)Sun 20/9 kl. 13:00 1.k. Lau 10/10 kl. 13:00 4.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k.

Sun 27/9 kl. 13:00 2 k. Sun 18/10 kl. 13:00 6.k.

Sun 4/10 kl. 13:00 3.k. Sun 25/10 kl. 13:00 7.k.

Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur

Kenneth Máni (Litla sviðið)Lau 19/9 kl. 20:00 2 k. Lau 10/10 kl. 20:00 4.k. Fös 23/10 kl. 20:00 6.k.

Lau 26/9 kl. 20:00 3.k. Lau 17/10 kl. 20:00 5.k. Fös 30/10 kl. 20:00 7.k.

Kenneth Máni stelur senunni

Mávurinn (Stóra sviðið)Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k.

Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k.

Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k

Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki

Hystory (Litla sviðið)Fös 18/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 4.k.

Sun 20/9 kl. 20:00 3.k. Sun 27/9 kl. 20:00 5.k.

Aðeins þessar sýningar!

Sókrates (Litla sviðið)Fim 1/10 kl. 20:00 1.k. Fim 8/10 kl. 20:00 5.k. Fim 22/10 kl. 20:00 9.k

Fös 2/10 kl. 20:00 2 k. Fös 9/10 kl. 20:00 6.k. Lau 31/10 kl. 20:00 10.k

Lau 3/10 kl. 20:00 3.k. Sun 11/10 kl. 20:00 7.k. Þri 3/11 kl. 20:00Sun 4/10 kl. 20:00 4.k. Mið 21/10 kl. 20:00 8.k. Fim 5/11 kl. 20:00Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina

Vegbúar (Litla sviðið)Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Mið 28/10 kl. 20:00Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Fim 29/10 kl. 20:00Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Sun 1/11 kl. 20:00Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

65 20151950

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

65 20151950

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)Fös 18/9 kl. 19:30 3.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn

Lau 19/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn

Sun 20/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn

Fös 25/9 kl. 19:30 6.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn

Lau 26/9 kl. 19:30 7.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn Fös 6/11 kl. 19:30Sun 27/9 kl. 19:30 8.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn Lau 14/11 kl. 15:00Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!

Móðurharðindin (Kassinn)Fös 18/9 kl. 19:30 7.sýn Sun 27/9 kl. 19:30 11.sýn Fös 9/10 kl. 19:30 15.sýn

Lau 19/9 kl. 19:30 8.sýn Fim 1/10 kl. 19:30 12.sýn Lau 10/10 kl. 19:30 16.sýn

Fim 24/9 kl. 19:30 9.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 17.sýn

Fös 25/9 kl. 19:30 10.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 14.sýn

Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.

Heimkoman (Stóra sviðið)Lau 10/10 kl. 19:30 Frums. Sun 25/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn

Mið 14/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 29/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 10.sýn

Fim 15/10 kl. 19:30 3.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn

Fös 16/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn

Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters.

4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)Sun 20/9 kl. 18:00 4.sýn Mið 23/9 kl. 19:30 Lau 26/9 kl. 19:30

Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)Lau 10/10 kl. 13:30 Lau 17/10 kl. 13:30Lau 10/10 kl. 15:00 Lau 17/10 kl. 15:00Kuggur og félagar eru komnir aftur í Kúluna.

DAVID FARR

HARÐINDIN

54 menning Helgin 18.-20. september 2015

Page 55: 18 09 2015

99 kr.

OPIÐ ALLA HELGINA kl. 10 –19

RISALAGERSALA á Fiskislóð 39

*Birt með fyrirvara um

prentvillur. Tilboðin gilda á meðan birgðir endast.

Allt að

90% afsláttur

R i s a l age r s a l a Fo r l ags in s · F i s k i s l óð 39 · 101 Reyk j av í k · fo r l ag id@fo r l ag id . i s · Opið a l la daga k l . 1 0 –1 9

Yfir 4000 titlar frá öllum

helstu útgefendum landsins!

Gjafir fyrir öll

tækifæri!

490 kr.

990 kr.990

990 kr.1.490 kr.1.990 kr. 1.690 kr.

Stórbækur 1.990 kr. stk.

1.490 kr.

Ef keypt er fyrir 6.000 kr. eða meira fylgir gjöf

BÓKAMARKAÐUR FORLAGSINS

3.990 kr.

10 bækur í pakka

Innbundin

Page 56: 18 09 2015

HORFÐU Í GÆÐIN

5 ÁRA ÁBYRGÐ Á ÖLLUM SONY SJÓNVÖRPUM

Nýherji / Borgartúni 37Kaupangi Akureyrinetverslun.is

Nýherji / Borgartúni 37

Sjáðu stærstu myndina í snjallasta sjónvarpinu

65" – Verð: 369.990 kr.75" – Verð: 569.990 kr.

W85

800

W85

4K Ultra HD upplausn, sjáðu hvert smáatriði í nýju ljósi

43" – Verð: 199.990 kr.49" – Verð: 239.990 kr.55" – Verð: 299.990 kr.

X8

800

1000

X8

Afburðahönnun og frábær myndgæði frá meisturum Sony

43" – Verð: 149.990 kr.50" – Verð: 199.990 kr.55" – Verð: 239.990 kr

W80

1000

ROSSINI

FRUMSÝNING Í HÖRPU17. OKTÓBER 2015

MIÐASALA Í HÖRPU OG Á TIX.ISWWW.OPERA.IS

Figaro: Oddur Arnþór Jónsson Almaviva greifi: Gissur Páll Gissurarson Rosina: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir / Sigríður Ósk Kristjánsdóttir Doktor Bartolo: Bjarni Thor Kristinsson / Jóhann Smári Sævarsson Don Basilio: Kristinn Sigmundsson / Viðar Gunnarsson Fiorello: Ágúst Ólafsson Berta: Valgerður Guðnadóttir

Leikstjóri: Ágústa SkúladóttirHljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson Búningar: María Th. Ólafsdóttir Leikmynd: Steffen Aarfing Ljósahönnun: Jóhann Bjarni PálmasonKór og hljómsveit Íslensku óperunnar

V ið ætlum að sýna brot af því skemmtilegasta sem við erum að gera í sýningunni, sem var frekar erfitt val því hún er öll mjög skemmti-

leg,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzo sópran, sem syngur hlutverk Rosinu í uppfærslu Íslensku óper-unnar á Rakaranum í Sevilla sem frumsýnd verður 17. október. Þeir sem eru óþolinmóðir eftir að sjá sýn-inguna geta tekið forskot á sæluna og mætt í Hannes-arholt klukkan 17 á morgun, laugardag, en þar munu, auk Sigríðar, mæta þeir Oddur Arnþór Jónsson og Gissur Páll Gissurarson sem syngja hlutverk Rakarans og Almaviva greifa. „Við ætlum að flytja aríur, dúetta og tríó og svo ætlum við að spjalla við áheyrendur, segja þeim frá undirbúningsvinnu okkar og hvernig gengur að æfa. Einnig mun búningahönnuður sýn-ingarinnar, María Ólafsdóttir, segja frá sinni vinnu við uppfærsluna. Síðan má fólk spyrja okkur út úr ef það hefur einhverjar spurningar. Við sem sagt færum þetta stóra listform heim í stofu með kynningu, tónleikum og svo verða glæsilegar veitingar í boði.“

Rosina er fyrsta stóra hlutverk Sigríðar Óskar hjá Íslensku óperunni, en hún tók einnig þátt í uppfærslu hennar á Töfraflautunni á sínum tíma. „Ég hef mest sungið af minum óperuhlutverkum í Englandi og í Þýskalandi, enda ekki svo mörg tækifærin á Íslandi til að syngja óperuhlutverk, svo þetta er frábært,” segir hún. „Ég er flutt heim í bili, eignaðist litla stelpu fyrir einu og hálfu ári, ég fer bara í stuttar ferðir út fyrir landsteinana núna. Svo veit maður aldrei hvað er handan við hornið.“

Spurð hvernig æfingar á Rakaranum í Sevilla hafi gengið segir Sigríður Ósk þær hafa gengið mjög vel. „Þetta er búið að vera óskaplega skemmtilegt. Rossini er svo mikill grínisti og músíkin létt og leikandi og þetta er gamanópera, en þó með alvarlegum undir-tónum, þannig að það er sko mikið hlegið á æfingum. Þetta er líka svo skemmtilegur hópur og við smellum vel saman en auðvitað er mikil vinna á bak við svona

óperusýningu, við flytjum eiginlega hérna inn fram að frumsýningu.“

Leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir og þegar Sigríður er spurð hvort farnar séu nýjar leiðir í uppfærslunni, verkið til dæmis flutt til í tíma, segir hún ekki alveg einfalt að svara því. „Þetta er dálítið bland-að. Búningarnir eru undir spænskum áhfrifum í stíl tímabilsins í kringum 1950, guðdómlega fallegir, en sviðsmyndin er nútímaleg og litrík og alveg sérsniðin inn á sviðið í Eldborg. Leikmyndahönnuðurinn er mjög virtur í sínu fagi, hann var að koma frá Covent Garden og næsta stopp er La Scala. Þetta er mjög glæsileg upp-færsla í alla staði.“

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

Ópera Forskot á sælu

Rossini er svo mikill grínistiÞrír aðalsöngvararnir úr uppfærslu Íslensku óperunnar á Rakaranum í Sevilla ætla að mæta í Hannesarholt á morgun og gefa áhorfendum forsmekk að því sem koma skal.

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir syngur hlutverk Rosinu í upp-færslu Íslensku óperunnar á Rakaranum í Sevilla sem frum-sýnd verður í október. Hægt er að taka forskot á óperusæluna í Hannesarholti á morgun, laugardag.

56 menning Helgin 18.-20. september 2015

Page 57: 18 09 2015

1950

- 20

1565

ÞJÓ

ÐLE

IKH

ÚSI

Ð

Vorum að bæta við sýningum í sölu. Tryggðu þér sæti í síma 551 1200 og á leikhusid.is

TÓNLIST

– OG HLJÓMSVEIT –SALKA SÓL EYFELD

GÍSLI ÖRN GARÐARSSON OG SELMA BJÖRNSDÓTTIRLEIKSTJÓRN

DAVID FARR

EINRÓMA LOFGAGNRÝNENDA!

– DV –

„TÖFRUM HLAÐIN SKEMMTUN... FYNDIN, SPENNANDI OG RÓMANTÍSK“

– TMM.IS –

„GÆSAHÚÐ ... HVET ALLA ÞÁ SEM ÆVINTÝRUM UNNA TIL AÐ FLYKKJAST Á ÞESSA SÝNINGU“

– Kvennablaðið –

„DÝRLEG SKEMMTUN... SPENNA, OFBELDI, GRÍN OG HEITAR TILFINNINGAR“

– Kastljós –

„TEKST FULLKOMLEGA: STUÐ, GAMAN, AFÞREYING, COOL SÝNING“

– Fréttablaðið –

„STÓRSKEMMTILEG SÝNING FYRIR ÆVINTÝRAGJARNA ÁHORFENDUR“

– Morgunblaðið –

„KRAFTMIKIL, FJÖRUG OG BRÁÐ-SKEMMTILEG FJÖLSKYLDUSÝNING“

Page 58: 18 09 2015

VE

RT

Grohe | Start EdgeVnr. 15323342

8.995.-fullt verð 11.995.-

Handlaugartæki með lyftitappa.

BHD | GeorgiaVnr. 10708535

4.995.-fullt verð 7.995.-

Vegghengd handlaugStærð: 45,5 x 33,5cm

Armatura | WCVnr. 13001460/62

16.995.-fullt verð 22.995.-

Salerni með gólfstút/veggstút án salernissetu

BYKO opnar Hólf & Gólf, glæsilegan sýningarsal í Breiddinni í dag, föstudaginn 18. september. Innréttingar, hreinlætistæki, parket, flísar og margt fleira. Gæðavörur frá þekktustu framleiðendum heims. Frábær opnunartilboð alla helgina sem þú vilt alls ekki missa af!

Nánar: www.byko.is

OPNUM UM HELGINA!

Taktu mynd af rými sem þarfnast yfirhalningar, hvort sem það er baðherbergi, stofa eða eldhús. Settu myndina á Instagram og merktu: #HólfogGólf og þú gætir unnið 100.000 krónu inneign í Hólf & Gólf. Föstudaginn 16. október verður svo heppinn vinningshafi dreginn úr pottinum.

100.000.-Vinnur þú

Krono OriginalLancasterVnr. 0113498

1.295.-verð m2 fullt verð 1.795.-

Harðparket - Eik Stærð: 7 x 1285 x 192 mm

Krono Original Flaxen OakVnr. 0113483

1.595.-verð m2

fullt verð 2.495.-

Harðparket - Eik Stærð: 8 x 192 x 1285mm

CV BrillioVeggflísVnr. 18088000/05

2.995.-verð m2

fullt verð 3.995.-

Litur: Svart/Hvítt Stærð: 75 x 150mm

E-Stone | S.WoodGólfflísVnr. 17800155

3.995.-verð m2

fullt verð 5.395.-

Litur: ViðarlitaðStærð: 20 x 90cm

V&B | O´novoVnr. 13765660

29.995.-fullt verð 35.995.-

Vegghengd salernisskál ásamt setu með dempara

Grohe | TempestaVnr. 15328261

2.995.-fullt verð 3.995.-

Handúðari með 3 stillingum

SteirerCountry OakVnr. 0113722

3.595.-verð m2

fullt verð 4.195.-

Viðarparket - EikStærð: 14 x 182 x 2200mm

Öll v

erð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/eð

a m

ynda

bren

gl. V

erð

gild

a til

01.

10.2

015

Grohe | EurodiscVnr. 15332843

17.995.-fullt verð 21.995.-

Eldhústæki með hárri sveiflu

Opnunartilboð

Grohe er þýskt gæða merki sem hefur verið leiðandi í framleiðslu og hönnun blöndunartækja allt frá árinu 1817.

Nánar: www.grohe.com

Page 59: 18 09 2015

VE

RT

Grohe | Start EdgeVnr. 15323342

8.995.-fullt verð 11.995.-

Handlaugartæki með lyftitappa.

BHD | GeorgiaVnr. 10708535

4.995.-fullt verð 7.995.-

Vegghengd handlaugStærð: 45,5 x 33,5cm

Armatura | WCVnr. 13001460/62

16.995.-fullt verð 22.995.-

Salerni með gólfstút/veggstút án salernissetu

BYKO opnar Hólf & Gólf, glæsilegan sýningarsal í Breiddinni í dag, föstudaginn 18. september. Innréttingar, hreinlætistæki, parket, flísar og margt fleira. Gæðavörur frá þekktustu framleiðendum heims. Frábær opnunartilboð alla helgina sem þú vilt alls ekki missa af!

Nánar: www.byko.is

OPNUM UM HELGINA!

Taktu mynd af rými sem þarfnast yfirhalningar, hvort sem það er baðherbergi, stofa eða eldhús. Settu myndina á Instagram og merktu: #HólfogGólf og þú gætir unnið 100.000 krónu inneign í Hólf & Gólf. Föstudaginn 16. október verður svo heppinn vinningshafi dreginn úr pottinum.

100.000.-Vinnur þú

Krono OriginalLancasterVnr. 0113498

1.295.-verð m2 fullt verð 1.795.-

Harðparket - Eik Stærð: 7 x 1285 x 192 mm

Krono Original Flaxen OakVnr. 0113483

1.595.-verð m2

fullt verð 2.495.-

Harðparket - Eik Stærð: 8 x 192 x 1285mm

CV BrillioVeggflísVnr. 18088000/05

2.995.-verð m2

fullt verð 3.995.-

Litur: Svart/Hvítt Stærð: 75 x 150mm

E-Stone | S.WoodGólfflísVnr. 17800155

3.995.-verð m2

fullt verð 5.395.-

Litur: ViðarlitaðStærð: 20 x 90cm

V&B | O´novoVnr. 13765660

29.995.-fullt verð 35.995.-

Vegghengd salernisskál ásamt setu með dempara

Grohe | TempestaVnr. 15328261

2.995.-fullt verð 3.995.-

Handúðari með 3 stillingum

SteirerCountry OakVnr. 0113722

3.595.-verð m2

fullt verð 4.195.-

Viðarparket - EikStærð: 14 x 182 x 2200mm

Öll v

erð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/eð

a m

ynda

bren

gl. V

erð

gild

a til

01.

10.2

015

Grohe | EurodiscVnr. 15332843

17.995.-fullt verð 21.995.-

Eldhústæki með hárri sveiflu

Opnunartilboð

Grohe er þýskt gæða merki sem hefur verið leiðandi í framleiðslu og hönnun blöndunartækja allt frá árinu 1817.

Nánar: www.grohe.com

Page 60: 18 09 2015

Í takt við tÍmann Helga Diljá gunnarsDóttir

Alltaf með sippuband úti í bílHelga Diljá Gunnarsdóttir er 22 ára laganemi á öðru ári við Háskóla Íslands. Hún er Kópa-vogsbúi sem gekk áður í Versló og nýtur þess að stunda líkamsrækt og fara á skíði.

StaðalbúnaðurÉg tek mér tíma til að hafa mig til á morgnana

en er frekar afslöppuð samt. Ég geng bara í því sem mér líður vel í og myndi ekki segja

að ég sé með neinn ákveðinn fatastíl. Hérna heima versla ég sjálfsagt mest í Topshop en í útlöndum til dæmis í Weekday og Monki. Mér líður best í hælaskóm en veðrið leyfir það ekki alltaf. Þess vegna er ég oftast í Timber-land-skóm á veturna.

HugbúnaðurÉg hef mjög gaman af hreyfingu

og útivist. Ég æfi aðallega í World Class í Laugum, hún er stór og

þægileg og það er allt til alls þar. Ég er alltaf með sippuband og

spinning-skó úti í bíl til öryggis. Ég hef verið á skíðum síðan

ég byrjaði að labba og fer oft í skíðaferðir

með fjölskyld-unni. Svo

finnst mér

líka gaman að fara í göngutúra eða að labba Laugaveg-inn og fá mér kaffibolla einhvers staðar. Ef það er tilefni til kemur líka fyrir að ég kíki út að skemmta mér. Ég horfi ekki mikið á sjónvarpsþætti en það er þó gott að kíkja á eitthvað heilalaust áður en maður fer að sofa, eitt-hvað sem þarf ekki að fylgjast alltof mikið með.

VélbúnaðurÉg er Apple-manneskja eins og flestir. Ég nota mikið Snapchat og Instagram en Facebook nota ég voða lítið nema fyrir chattið og grúppur í vinnunni og skólanum. Ég tala aðallega við bestu vinkonur mínar í gegnum Snapchat.

AukabúnaðurPabbi er lærður kokkur þannig að ég hef takmarkaða reynslu í eldhúsinu. Uppáhaldsmaturinn minn er ít-alskur og ég elska brunch um helgar. Það er hefð heima hjá mér að hafa heitan kvöldmat þannig ég borða oftast heima en ef ég borða úti fer ég til dæmis á Fresco eða Nings. Ég var að koma frá því að heimsækja systur mína í Noregi um síðustu helgi og kannski fer ég í skíðaferð í vetur. Ég fór í mikið ferðalag fyrir tveimur árum, um Asíu og Bandaríkin og var mjög hrifin af. Ég elskaði bæði Taíland og Bandaríkin, fólk var svo vinalegt þar og allir svo almennilegir.

Ljósmynd/Hari

Kvikmyndir Woody Allen eru mörg-um hugleiknar. Kvikmyndir hans snerta marga sem hafa áhuga á hin-um margflóknu brestum mannsins og mannlegum samskiptum. Það sem einkennir einnig myndir Allen er tónlistin, sem spilar mjög stórt hlutverk í þeim öllum.

Tónlistin, sem er í miklum meiri-hluta djass frá fimmta til sjöunda áratugarins, er Woody hjartfólgin. Kvikmyndirnar eru uppfullar af músík og varla líður sú mínúta sem ekki er tónlist sem skreytir samtöl leikaranna.

Á kvikmyndahátíðinni RIFF verða tónleikarnir Kvöldstund með Woody Allen. Þar mun Jazzkvintett-

inn Bananas, leika lög úr mörgum myndum Woody Allen og leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir fer í gegn-um kvikmyndasögu leikstjórans á lifandi hátt, svo áhorfendur geti rifjað upp kynni sín af persónum og leikendum Allens. Frá Radio Days til Manhattan, og systrum Hönnu til Annie Hall munu tónar óma um Salinn í Kópavogi föstudagskvöldið 2. október. Jazzkvintettinn Bananas skipa þeir, Haukur Gröndal, saxó-fón- og klarínettuleikari, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Gunnar Gunnarsson píanóleikari, Þorgrím-ur Jónsson kontrabassaleikari og Hannes Friðbjarnarson trommu-leikari.

tónlist jazzkvintettinn Bananas Í salnum

Leika tónlist úr kvik-myndum Woody Allen

60 dægurmál Helgin 18.-20. september 2015

Page 61: 18 09 2015

Frumsýning í kvöld!

TRYGGÐU ÞÉR MIÐA

Fös 18/9 kl. 20Sun 20/9 kl. 20Mið 23/9 kl. 20Fim 24/9 kl. 20

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

UPPSELTUPPSELTUPPSELTUPPSELT

UPPSELTUPPSELTUPPSELTUPPSELT

ÖRFÁ SÆTIÖRFÁ SÆTIUPPSELT

MIÐASALA - 568 8000 - BORGARLEIKHUS.IS

Fös 25/9 kl. 20Mið 30/9 kl. 20Lau 3/10 kl. 20Sun 4/10 kl. 20

Fim 8/10 kl. 20Fös 9/10 kl. 20 Lau 10/10 kl. 20  

Page 62: 18 09 2015

Skemmtanir reykjavík Bar Summit haldin í annað Sinn í feBrúar

Halda partí í New York til að lokka barþjóna til Íslandsv ið erum bæði að fara að hitta

liðið sem var með okkur síð-ast og endurnýja kynnin en

líka að hitta stjörnur í bransanum og fá fleiri bari til að koma hingað á næsta ári,“ segir Ásgeir Már Björns-son á Slippbarnum.

Ási er einn skipuleggjenda Reykjavík Bar Summit sem haldið var í fyrsta sinn snemma á þessu ári. Þá komu hingað til lands full-trúar fjölda þekktra bara í Evrópu og Bandaríkjunum og leiddu saman hesta sína í skemmtilegri keppni. Undirbúningur stendur nú yfir fyrir

hátíðina sem haldin verður í annað sinn dagana 29. febrúar til 4. mars á næsta ári.

„Hluti af undirbúningnum er þessi ferð til New York um helgina þar sem við verðum með partí á Holiday Coctail Lounge sem er einn af tíu heitustu stöðunum þar í borg,“ segir Ási en í umræddu part-íi verður meðal annars boðið upp á íslenskt Brennivín og Reyka vodka.

Ýmsar breytingar verða gerðar á Reykjavík Bar Summit. Hátíðin verður til að mynda lengd um einn dag og erlendu gestirnir verða

gesta barþjónar á nokkrum veitinga-stöðum í tengslum við Food & fun-hátíðina. „Við viljum líka kveikja í Reykjavík og fá fleira fólk á keppn-ina sjálfa. Það fá allir sem koma að smakka á drykkjunum sem verið er að gera. Í fyrra var keppnin þannig að allir gerðu sama drykkinn en nú er hugmyndin að barþjónarnir skapi sinn eigin bar og komi með hráefni að heiman, sýni okkur eitthvað frá sínum heimaslóðum. Þetta verður því afar forvitnilegt. Ég hugsa að 60 mínútur eigi eftir að gera 70 mín-útna þátt um þetta ævintýri.“ -hdm Mikið stuð var á Reykjavík Bar Summit í Hafnarhúsinu í febrúar. Ljósmynd/Hari

„Það er ótrúlegt hvernig þetta hefur þróast og tilviljanakennt,“ segir Sunneva Weisshappel listakona.

Nýtt tónlistarparTónlistarkonan Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur hafa sést mikið saman að undan-

förnu. Salka hefur verið afar áberandi frá því hún flutti heim eftir nám í Bretlandi. Hún hefur

stjórnað þáttum á RÚV og sungið með Amaba-dama en nýjasta verkefni hennar var að

semja og flytja tónlist í Í hjarta Hróa hattar í Þjóðleikhúsinu. Arnar Freyr er

annar helmingur rapptvíeykisins Úlfur Úlfur sem gaf út frábæra plötu fyrr á árinu

og hefur notið mikilla vinsælda síðustu mánuði.

Kennarar bjórskólans í vettvangsferðMetnaður kennara Bjórskóla Ölgerðarinnar á sér engin takmörk. Kennararnir Stefán Pálsson, Sveinn Waage, Atli Þór Alberts-son og Höskuldur Sæmundsson eru allir staddir á Októberfest í Þýskalandi þar sem þeir kynna sér strauma og stefnur í nokkra daga. Ferðin er talin liður í strangri endur-menntunaráætlun kennara skólans.

Estefansson?Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson skrifaði nýverið undir samning við körfuknattleikslið Valencia á Spáni. Eitthvað hafa Spánverjarnir mis-skilið nafn íslenska víkingsins því aftan á búningi Jóns er búið að setja eftirnafnið Estefansson. Spánverjarnir hafa skilið sem svo að faðir Jóns heiti Estefan, sem

er töluvert algengara á Spáni en hið íslenska Stefánsson. Allar líkur eru þó á því að þetta verði leiðrétt og Jón Arnór verði með rétt föðurnafn á komandi leiktíð.

Fangar í sjónvarpKvikmyndasjóður gaf vilyrði í vikunni til framleiðslustyrks á nýrri íslenskri sjón-varpsþáttaröð. Þættirnir heita Fangar og fögnuðu aðstandendur þáttanna þessari ákvörðun ákaft á Facebook í gær, fimmtu-dag. Það er leikstjórinn Ragnar Bragason ásamt þeim Unni Ösp Stefánsdóttur, Nínu Dögg Filippusdóttir, Davíð Ólafssyni, Árna Filippussyni og Margréti Örnólfsdóttur sem standa að þessari seríu. Margrét sagði í færslu sinni að hópurinn hafi verið í lengsta gæsluvarðhaldi Íslandssögunnar við að búa til seríuna. „Þið fáið að sjá hana að ári í RÚV!“

myndBand Sunnevu ÁSu WeiSShappel er margt til liSta lagt

Er ekki búningahönnuður en geri samt búningaListakonan Sunneva Ása Weisshappel útskrifaðist frá Listaháskólanum árið 2013 og síðan hefur hún haft mikið að gera á öllum sviðum listarinnar. Þessa dagana undirbýr hún jóla-sýningu Borgarleikhússins á Njálu, auk þess sem hún vinnur náið með leikstjóranum Þorleifi Arnarssyni að frumsýningu í Þýskalandi á nýju ári. Hún hefur að undanförnu gert töluvert af tónlistarmyndböndum og í vikunni var nýtt myndband með hljómsveitinni Mammút frumsýnt, sem Sunneva gerði í samstarfi við Anni Ólafsdóttur sem hún vinnur mikið með.

S unneva Ása Weisshappel var í vinnuferð í Sviss þegar blaðamaður ræddi við hana.

„Ég var í Wiesbaden þar sem ég var að hitta leikarana sem ég er að fara vinna með í leikritinu Mutter Courage sem Þorleifur Arnarsson leikstýrir þar í janúar,“ segir Sunn-eva. „Svo er ég að aðstoða hann við senu sem hann er að leikstýra í Hamlet hér í Sviss. Ég er að fara að vinna nokkur verkefni með honum.“

Sunneva hefur að undanförnu gert nokkur tónlistarmynd-bönd sem vakið hafa mikla at-hygli og það nýjasta er við lagið Blood Burst með hljómsveitinni Mammút. „Ég hef alltaf verið að gera mikið af myndböndum og vídeó-list,“ segir Sunneva. „Svo á maður mikið af vinum í tónlistar-bransanum og um leið og ég var búin að gera eitt myndband, voru fleiri sem báðu mig um í kjölfar-ið,“ segir hún. „Þetta hefur bara æxlast þannig og mér finnst þetta mjög skemmtilegur list-miðill sem hefur svolítið gleymst. Þetta er líka skemmtilegt form. Maður hefur bara ákveðinn tíma og texta til þess að vinna með og þetta er góð æfing, þar sem mig

langar til að gera stuttmyndir og kvikmyndir í framtíðinni,“ segir hún.

„Ég stofnaði stúdíó, sem heitir Algera Studio, ásamt öðrum lista-mönnum eftir útskrift og þar erum við hópur sem er að gera allskyns list, framleiðum myndbönd og tónlist, höldum listasýningar, tón-leika og uppákomur. Ég gerði tvö myndbönd með Mammút og eitt með AmabAdama. Ég var svo list-rænn stjórnandi að myndbandinu við lagið Í næsta lífi með Bent og XXX Rottweilerhundum. Núna er ég að gera tvö myndbönd fyrir listakonuna Ástu Fanney Sigurðar-dóttur og gerði myndbandið And-vaka fyrir Kristínu Þorláksdóttur. Í fyrra gerði ég myndband fyrir hljómsveitina Rökkurró sem var tilnefnt til íslensku tónlistarverð-launanna og myndband sem ég gerði ásamt Katrínu Mogensen á síðasta ári fyrir Mammút var líka tilnefnt til norrænu tónlistarverð-launanna,“ segir Sunneva. „Það er ótrúlegt hvernig þetta hefur þróast og tilviljanakennt.“

Njála er jólasýning Borgarleik-hússins sem frumsýnd verður í lok árs. Þar mun Sunneva sjá um búninga sýningarinnar. „Ég fékk

hringingu í sumar og var beðin um að gera búninga fyrir þetta verk, en ég hef aldrei gert búninga og er ekki búningahönnuður,“ segir Sunneva. „Ég hef gert mikið af gjörningum og er dansari líka og ég geri alla mína búninga sjálf og það er verið að leita eftir því, að fá mig sem listamann. Ég mun bæði gera búningana og vídeó og vinn náið með Ernu Ómarsdóttur dans-höfundi, Ilmi Stefánsdóttur leik-myndahönnuði og svo Þorleifi leik-stjóra og Mikael Torfasyni, en þeir eru höfundar,“ segir hún.

„Þó svo að við eigum öll okkar hlutverk, þá erum við öll mjög frjáls í þessari sýningu. það er það sem Þorleifur gerir. Safnar öflugu listafólki saman og svo gefa bara allir sitt í sarpinn,“ segir Sunn-eva. „Um leið og ég sagði já við Njálu var ég strax komin í Hamlet í Sviss og fer svo beint eftir frum-sýninguna um jólin til Þýskalands í Mutter Courage svo það er alveg ótrúlega mikið að gera og spenn-andi tímar fram undan,“ segir listakonan Sunneva Ása Weiss-happel.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

62 dægurmál Helgin 18.-20. september 2015

Page 63: 18 09 2015

PIPAR

\TBW

A • SÍA

• 153593

1.799 KR.999 KR.

Zinger lundir, tortilla, salsasósa, iceberg, majónes, rifinn ostur og muldar Doritos-flögur

Doritos TwisterDoritos Twister, 2 Hot Wings, franskar, gos og Góu rúsínur.

Page 64: 18 09 2015

HELGARBLAÐ

Skeifan 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Hrósið...... fá Selma Björnsdóttir og aðrir aðstandendur Í hjarta Hróa hattar í Þjóð-leikhúsinu fyrir afar vel heppnaða sýningu.

netið

Of Monsters And Men farin á flakkSteingrímur Teague, píanóleikari OMAM, smellti mynd af Nönnu ásamt tveimur stúlkum í hópi sveitarinnar fyrir utan rakarastofu í Pittsburgh í vikunni. OMAM er nú farin aftur á flakk eftir að hafa hlaðið batteríin á Íslandi undanfarnar vikur.

Stjörnufans á KaffifélaginuHelgi Seljan tók mynd af leikstjórunum Baldvin Z og Benedikt Erlingssyni á Kaffi-félaginu á Skólavörðustíg. Í bakgrunninum er svo Stefán Karl sem setur sinn svip á myndina. Allir þessir menn eru fastagestir á Kaffifélaginu.

KidWits.net

Helgi 4 ára.

Mamma,

hvað ertu

aftur gömul?

Hundrað og...?‛‛

‛‛

Rains regnfatnaður

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99

Vefverslun: www.myconceptstore.is