30
- 1 -

2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 1 -

Page 2: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 2 -

Inngangur

Í lögum um leikskóla nr: 78/1994 staðfesti menntamálaráðherra að ný aðalnámskrá fyrir leikskóla skyldi taka gildi frá og með 1. júlí 1999 og um leið félli úr gildi Uppeldisáætlun sem fyrst var gefin út árið 1985 og endurútgáfa hennar frá 1993. Ný lög um leikskóla nr: 90 tóku gildi 1. júlí 2008. Í Aðalnámskránni er hverjum leikskóla gert að semja skólanámskrá er byggir á grunni Aðalnámskrárinnar en tekur jafnframt til sérkenna og starfshátta hvers leikskóla fyrir sig. Skólanámskrá leikskóla er starfsáætlun hvers leikskóla þar er gerð er grein fyrir hvernig starfinu skuli háttað og á hvaða forsendum starfið sé byggt. Í skólnámskrá leikskóla er meðal annars gerð grein fyrir markmiðum og inntaki starfsins og starfsaðferðum. Í Hlíðarenda hófst vinna við fyrstu Skólanámskrána vorið 2000. Að okkar mati er mikilvægt að allir starfsmenn leikskólans komi að vinnu við skólanámskrána og hefur námskráin verið unnin af starfsmannahópnum sameiginlega. Með því móti teljum við líklegra að við náum þeim markmiðum sem sett eru fram í skólanámskránni enda koma þau sameiginlega frá starfsmannahópnum. Gert er ráð fyrir að skólanámskráin sé endurskoðuð á þriggja ára fresti enda á leikskólastarf að vera í stöðugri þróun. Fyrsta Skólanámskrá Hlíðarenda var gefin út í apríl 2002. Var endurskoðuð 2005 án breytinga. Endurskoðuð og breytt 2008. Skólanámskrá á að vera raunsönn lýsing á starfi og starfsháttum leikskólans og þeim markmiðum sem við viljum ná einnig að gagnast bæði foreldrum og starfsfólki.

Hafnarfirði 3. nóvenber 2008 Oddfríður Steindórsdóttir

leikskólastjóri

Page 3: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 3 -

1. KAFLI

1. 1.

Innihald og tilgangur Skólanámskrá Hlíðarenda byggir á grunni Aðalnámskrár fyrir leikskóla sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu og tók gildi 1. júní 1999. Skólanámskráin gefur í stórum dráttum heildaryfirlit yfir starfsemi leikskólans og gerir leikskólastarfið sýnilegra. Hún veitir yfirsýn yfir allar forsendur í rekstri leikskólans og gerir leikskólastarfið markvissara og auðveldara. Einnig veitir hún heildarsýn yfir uppeldisstarfið og gefur starfsfólki skýrar upplýsingar um hvers er vænst af því, sem og að gera nýliðum auðveldara að komast inn í starfið. Skólanámskráin auðveldar markvisst samstarf við foreldra og aðra samstarfsaðila s.s. ýmsa ráðgjafa, grunnskóla o.fl.

1. 2.

Lög um leikskóla

Samkvæmt lögum nr: 90/2008 bera sveitarfélög meginábyrgð á rekstri leikskóla. Menntamálaráðuneytið mótar uppeldisstefnu leikskóla og sér um að fram fari mat á leikskóla-starfi. Leikskóli er ekki skyldunám og hefur því nokkra sérstöðu sem fyrsta skólastigið.

1. 3.

Aðalnámskrá Aðalnámskrá leikskóla er sett af menntamálaráðherra með sama hætti og lög og reglugerðir. Hún lýsir sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um allt leikskólastarf. Aðalnámskrá byggir á markmiðslýsingu laga um leikskóla, reglugerð um starfsemi leikskóla og uppeldisáætlun fyrir leikskóla frá 1993. Námskráin er leiðarvísir fyrir alla sem starfa við uppeldi og menntun barna í leikskólum og sveigjanlegur rammi um störf þeirra.

1. 4.

Meginmarkmið leikskólastarfs

• Í leikskólastarfi er barnið í brennidepli og starfshættir eiga að taka mið af þroska og þörfum hvers barns. Leikskólanám er samþætt nám þar sem námssvið og námsþættir fléttast inn í daglegt líf og leik barnsins.

• Leikskólauppeldi er sérstakt uppeldi og mikilvæg viðbót við uppeldi foreldra. • Leikskólanám á að efla og örva mikilvægustu þroskaþætti barnsins og örva samspil

þeirra þ.e.a.s. líkamsþroska, hreyfiþroska, tilfinningaþroska, vitsmunaþroska, málþroska, • félagsþroska, félagsvitund, fagurþroska og sköpunarhæfni, siðgæðisþroska og

siðgæðisvitund.

Page 4: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 4 -

2. KAFLI

2. 1.

Leikskólinn Leikskólinn Hlíðarendi, Úthlíð 1, Hafnarfirði var opnaður formlega 26. mars. 1998. Grunnflötur húss er 639.8 m2, rúmmál húss er 2.117.9 m3 og stærð lóðar er 4.270 m2. Leikskólinn er staðsettur í útjaðri Setbergshverfis og stutt í ósnortna náttúru. Deildir leikskólans eru fjórar, Birkilundur, Furulundur, Grenilundur og Reynilundur. Nemendur eru á aldrinum eins árs til sex ára. Dvalartími er breytilegur en í leikskólanum geta dvalist allt að 91 nemandi samtímis. Stöðugildi við leikskólann eru u.þ.b 16 fyrir utan stöðu vegna sérkennslu, tveggja starfsmanna í eldhúsi og vegna afleysinga en starfsmenn eru u.þ.b. 28, auk tveggja starfsmanna við ræstingar.

2. 2.

Starfsfólk leikskólans Leikskólastjóri er yfirmaður leikskólans og ber rekstrarlega ábyrgð vegna hans ásamt því að vera faglegur leiðtogi. Aðstoðarleikskólastjóri er aðstoðarmaður leikskólastjóra og staðgengill í fjarveru hans. Deildarstjóri í leikskóla er faglegur og rekstrarlegur leiðtogi sinnar deildar og ber ábyrgð á uppeldisstarfinu á deildinni. Leikskólakennarar vinna að uppeldi og menntun barnanna í samstarfi við deildarstjóra. Leiðbeinendur vinna að uppeldi og menntun barnanna undir leiðsögn og í samstarfi við deildarstjóra/leikskólakennara. Sérkennslustjóri er umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum og ber faglega ábyrgð á henni ásamt leikskólastjóra/deildarstjóra. Leikskólakennarar, þroskaþjálfar, kennarar eða leiðbeinendur starfa á deildum vegna sérkennslu einstakra barna í samstarfi við deildarstjóra. Yfirmaður eldhúss sér um matartilbúning og innkaup og ber ábyrgð á stjórnun, skipulagi, framkvæmd og endurmati starfsins í eldhúsi, borðstofu og þvottahúsi í samráði við leikskólastjóra. Yfirmaður eldhúss ber ábyrgð á að Games hreinlætisáætlun sé framfylgt. Aðstoðarmaður í eldhúsi er aðstoðarmaður yfirmanns eldhúss. Ræstingafólk sér um þrif. Starfsfólk er bundið þagnareiði og þær upplýsingar sem það fær um barnið og hagi þess eru trúnaðarmál. Trúnaður helst þó látið sé af störfum.

Page 5: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 5 -

2. 3.

Samsetning starfsmannahópsins

Í leikskólanum starfa 28 – 30 starfsmenn, þar af er tæplega helmingur með uppeldisfræðilega menntun auk faglærðs matreiðslumanns. Starfsmenn koma frá ýmsum stöðum á landinu og fjórir starfsmenn eru af erlendu bergi brotnir. Aldursbreidd er talsverð í starfsmannahópnum og margir starfsmenn með áralanga reynslu af leikskólastarfi. Stöðugleiki hefur ríkt í starfsmannahaldi og þar myndast góður kjarni starfsmanna sem hafa verið með frá upphafi eða í þau ár sem skólinn hefur starfað. Starfsmannahópurinn er samstilltur og þar kemur fram metnaður og áhugi í starfi.

2. 4.

Menning og hefðir leikskólans

Leikskólinn er ein heild og starfar í öllum grundvallaratriðum sem slík, þó þannig að áhugasvið og persónueinkenni viðkomandi stjórnenda/starfsmanna geti haft áhrif á hverja deild fyrir sig út frá þörfum nemendahópsins hverju sinni. Áhersla er lögð á að nýta þann mannauð sem starfsmenn leikskólans hafa upp á að bjóða þannig að hver og einn fái að njóta sín og hæfni sinnar til að auðga starfið í samræmi við starfsgrundvöll leikskólans, áhersluþætti, Aðalnámskrá, lög og reglugerðir. Starfandi eru samstarfshópar/umbótahópar þvert á deildar þar sem einn starfsmaður frá hverri deild á sæti. Þessir hópar eru: Umhverfismennt, Hreyfing- og tónlist, Myndlist, Lífsleikni og Skólahópur. Einnig er starfandi skemmtinefnd sem heldur utan um félagslega samveru fullorðna fólksins. Ýmsar hefðir hafa skapast í starfi leikskólans fyrir utan almennar hefðir varðandi stórhátíðir samfélagsins s.s. jól og páska. Má þar nefna þorrablót, hreinsunardag, sumarhátíð og skrúðgöngu fyrir sumarfrí, ýmis vinna og sérstakir áhersluþættir varðandi dag íslenskrar tungu og ferð í Byggðasafnið rétt fyrir jólin. Á hverju vori fara elstu börnin í vorferð sem er dagsferð. Tekið er tillit til ákvarðana Sameinuðu þjóðanna varðandi það málefni sem hverju ári er tileinkað og teknar ákvarðanir um það hverju sinni hvort það henti starfi leikskólans. Ýmsar hefðir hafa skapast í samstarfi við foreldrafélag leikskólans og verður þeirra getið í kafla um foreldrasamstarf.

Page 6: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 6 -

2.5

Yfirstjórn – rekstraraðili samstarfsaðilar

Rekstraraðili er Hafnarfjarðarbær. Fræðslustjóri er yfirmaður leikskóla Hafnarfjarðar. Hann hefur yfirumsjón með rekstri og faglegu starfi leikskólanna og er sviðsstjóri fræðslusviðs. Fræðslustjóri hefur aðsetur á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Fræðsluráð fer með málefni leikskóla og markar stefnu í uppbyggingu og rekstri þeirra í umboði bæjarstjórnar. Fulltrúi leikskólastjóra, foreldra og starfsmanna leikskóla sitja í nefndinni. Þróunarfulltrúi leikskóla, leikskólaráðgjafi og sérkennslufulltrúi eru starfandi innan fræðslusviðs. Innritunarfulltrúi sér um innritun barna í samráði við leikskólastjóra. Þessir samstarfsaðilar hafa aðsetur á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar sem staðsett er að Strandgötu 31. Þar eru einnig starfandi sálfræðingar og ráðgjarfar sem leikskólinn og foreldrar hafa aðgang að. Aðrir samstarfsaðilar eru m.a. aðrir leikskólar og grunnskólar í Hafnarfirði, Flensborg, Háskólar, Heilsugæslan, Félagsþjónustan, talmeinafræðingar og Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins.

Page 7: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 7 -

3. KAFLI

3. 1.

Hugmyndafræði Uppeldisleg sýn leikskólans

Í grundvallaratriðum störfum við samkvæmt Framfarastefnu sem byggir á hugmyndafræði upp-eldisfrömuðarins Johns Dewey (1859-1952) sem lagði megináherslu á að virkja athafnaþörf barnsins og vekja áhuga þess. Fleyg orð Deweys ,,learning by doing” að læra með því að framkvæma, urðu að einkunnarorðum Framfarastefnunnar. Andstætt menningarmiðlunarviðhorfum hins hefðbundna skóla leggur Framfarastefnan áherslu á að það að læra sé ekki aðeins að taka við áreitum eða fræðslu um hlutina heldur er það reynslan af því að framkvæma sem leiðir til dýpri skilnings. Samkvæmt uppeldishugmyndum Deweys á barnið sjálft að vera í brennidepli og skólinn á að miðast við þarfir þess og áhuga. Uppeldi á að stuðla að eðlilegri samvirkni milli barns, uppalanda, uppeldisumhverfis og samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi til annars. Markmið uppeldisins er að örva þessa stigbundnu þróun frá þroskastigi til þroskastigs. Sálfræðikenningar sem helst er stuðst við og tengjast Framfarastefnu ásamt ýmsum öðrum samvirknikenningum eru kenning Erik H. Erikson (1896-1989) um þróun sjálfsins og vitþroskakenning Jean Piaget (1896-1980). Piaget setti fram kenningu um hvernig vitsmunalíf allra barna virðist taka breytingum á svipuðum aldri og á hvern hátt aðferð hugsunarinnar breytist stig af stigi. Piaget líkir barninu við “lítinn vísindamann” sem þroskar með sér og kemur nýju skipulagi á hugsanir sínar með því að skoða heiminn í kringum sig og breyta skilningi sínum á honum samkvæmt því. Kenningar hans lýsa einnig þeim allsherjar breytingum sem verða í hugsun og rökfærslu eftir því sem börnin þroskast stig af stigi og hæfileiki þeirra til að skoða veröldina breytist frá táknhugsun til rökhugsunar og síðar til óhlutbundinnar hugsunar. Allar samvirknikenningar eiga það sameiginlegt að þær leggja megin áherslu á virkni barnsins og að þróunin sé árangur af samvirkni milli barnsins og uppeldisumhverfisins. Einnig er unnið samkvæmt ýmsum stefnum sem byggja hugmyndafræði sína á Framfarastefnu s.s. stefnu Caroline Pratt (1867- City and Country School) en hún hannaði einingakubba sem við vinnum mikið með, High Scope áætlunin þaðan sem hugmyndir um "Valið" koma og Bank Street áætluninni sem leggur áherslu á alhliða þroska barnsins þ.e. að allir þroskaþættir vinni saman, en ekki eigi að leggja áherslu á einn þroskaþátt á kostnað annars. Auk þess að vinna samkvæmt framangreindum stefnum og kenningum þá lítum við í auknu mæli til kenninga Birgittu Knutsdotter Olafson varðandi leikinn en hún er sænskur leikskólakennari og barnasálfræðingur sem hefur mikið rannsakað leikinn og er þekktur talsmaður þykjustuleiksins. Leikurinn er náms og þroskaleið barnsins og er hann í fyrirrúmi í öllu okkar starfi. Eins og að framan greinir þá vinnum við í grundvallaratriðum samkvæmt Framfarastefnu og í samræmi við hana er starfsgrundvöllur okkar að sá mannskilningur er hafður að leiðarljósi í uppeldisstarfinu að barnið læri í samskiptum við umhverfið og á að hafa áhrif og rétt til að móta það. Hlutverk hins fullorðna er að skapa barninu tækifæri til aukins þroska.

Lögð er sérstök áhersla á hreyfingu, umhverfismennt og lífsleikni. Að ró og friður ríki í leikskólanum og að njóta þess að vera hér og nú. Að börnin fái notið þess að vera börn og að

Page 8: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 8 -

nýta hið sérstæða náttúrulega umhverfi leikskólans. Við leggjum ríka áherslu á að börnunum sé sýnd ástúð og umhyggja, þau finni til öryggis og þeim líði vel í leikskólanum. Að það sé tekið mið af einstaklingnum og að barnið fái tækifæri til að rækta hæfileika sína á eigin forsendum. Starfið er metið reglulega og erum við opin fyrir nýjum hugmyndum en leggjum höfuðáherslu á að þróa sem allra best það starf sem við erum þegar að vinna. Síðast en ekki síst þá leggjum við áherslu á að byggja upp jákvæð samskipti við fjölskyldu barnsins.

3. 2.

Leikurinn

Á fyrstu æviárunum er leikurinn mikilvægasta náms-og þroskaleið barnsins. Sú reynsla og þekking sem barnið öðlast í gegnum leik er mikilvægur grunnur að framtíð þess. Venjan er að flokka leiki barna í fjóra flokka: Skynfæra- og hreyfileiki, sköpunar- og byggingaleiki, þykjustu- og hlutverkaleiki og regluleiki. Í leikskólanum gefst barninu tækifæri til að þroskast í samskiptum við önnur börn og öðlast félagslega hæfni í gegnum leik. Hinn sjálfsprottni og frjálsi leikur barnsins þykjustu- og hlutverkaleikurinn hefur verið nefndur “ leikur leikjanna”. Þykjustu- og hlutverkaleikurinn gegnir megin hlutverki í félagsþroska barna þar sem skilningur á sjónarmiðum annarra er grundvöllur félagslegrar hæfni. Í þikjustu- og hlutverkaleik lærir barnið að hlusta, virða sjónarmið annarra, komast að samkomulagi, aðlaga sig að hugmyndum og tillögum annarra og tjá um leið eigin hugmyndir sem er mikilvægur þáttur í góðum samskiptum. Í skynfæra- og hreyfileikjun eru börnin aðallega upptekin af því að beita líkama sínum. Leikurinn felst í hreyfingum og beitingu vöðva og skynfæra og í þeim þjálfa börnin skynfæri sín og hreyfigetu. Börnin handfjatla og kanna eðli hluta og síðan fara þau að raða hlutum og flokka þá eftir hinum ýmsu eiginleikum þeirra eins og t.d. lögun, lit og stærð. Eins og aðrir leikir breytast skynfæra-og hreyfileikir með aldri og þroska barnanna og eru þeir undirstaða undir t.d. sköpunar – og byggingaleiki og flókna hreyfileiki. Í leikskólanum er góð aðstaða til hreyfileikja bæði úti og inni og eins og fram hefur komið er hreyfing einn af áhersluþáttum leikskólans. Í sköpunar- og byggingaleikjum fær sköpunarhæfni og sköpunarþörf barnanna að njóta sín. Börnin fá tækifæri til að nota fjölbreyttan efnivið, tengja saman ólík efni og móta þau. Í sköpunar- og byggingaleikjum tjá börnin tilfinningar sínar og hugmyndaflug þeirra fær notið sín og gegna þessir leikir mikilvægu hlutverki í alhliða þroska barnsins. Sköpunar- og byggingaleikir eru í boði í valinu, vinnustundum og útiveru. Í regluleikjum verða börnin að semja sig að settum reglum, en regluleikir eru ýmsir hreyfileikir t.d. hringleikir, ýmsir eltingaleikir, feluleikir og allskonar spil. Regluleikir byrja oft ekki fyrr en börnin hafa náð talsverðum þroska en eru orðnir mjög vinsælir hjá börnum á aldrinum fimm til sex ára. Yngstu börnin leika þó regluleiki eins og einföld spil og hreyfileiki. Regluleikir eru í boði í valinu, vinnustundum, hreyfistundum og útiveru. Í leikskólanum er lögð áhersla á að börnin fái nægan tíma til frjálsra leikja. Valið er umgjörð um frjálsa leikinn og góður leikur fær að halda áfram þótt valtíma sé lokið samkvæmt dagskipulagi. Þess er þó gætt að hvert barn fái vinnustundir í hverri viku. Í útiveru gefast góð tækifæri til frjálsra leikja og þar hafa þau aðgang að fjölbreyttum efnivið sem stuðlar að fjölbreyttum og þróuðum leik.

Page 9: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 9 -

3.3.

Lífsleikni

,,Lífsleikni byggist á alhliða þroska barnsins, færni þess til samskipta, rökrænnar tjáningar og til að bera virðingu fyrir umhverfi sínu” (Aðalnámskrá ,1999, bls. 16). Lífsleikninni er ætlað að:

- Efla og stuðla að jafnvægi milli hinna ýmsu þroskaþátta barnsins þar sem siðgæðis- tilfinninga- og félagsþroski gegna lykilhlutverki.

- Byggja upp sjálfsmynd einstaklingsins. - Efla hæfileikann til að tjá hugsanir sínar og skoðanir og þar með vera við stjórnvölinn í

eigin lífi. - Efla hæfileikann til að taka ábyrgð á gerðum sínum og umhverfi. - Efla hæfileikann til að skilja og bregðast við á málefnalegan (lýðræðislegan) hátt, með

því að taka þátt í margvíslegum samskiptum og ákvörðunum. - Efla hæfileikann til að geta sett sig í spor annarra, bera virðingu fyrir sjálfum sér og

öðrum, virða reglur samfélagsins og sýna tillitsemi. - -

Lífsleiknin fléttast inn í allt okkar starf – í samverustundum, hópastarfi, frjálsum leik og daglegum samskiptum. Í lífsleikninni er unnið með dygðir og er ein dygð tekin fyrir á önn. Þegar lögð er inn ný dygð er áfam unnið með þær eldri. Dygðirnar eru samofnar okkar daglega starfi. Í upphafi hverrar annar eru sendir heim dygðavísar. Þar kemur fram útskýring á dygðinni, hvers vegna við ættum að temja okkur hana og hvernig við getum nýtt hana til góðs. Í upphafi skólagöngu fá foreldrar í hendur Foreldraboðorð og dygðavísi þeirrar dygðar sem verið er að vinna með.

3. 4.

Hreyfing

Markmið með hreyfingu er að efla hreyfiþroska, sjálfstraust og skyjun barnsins á líkama sínum. Fullnægja hreyfiþörf þess og stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan. Auka skilning á mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Hreyfing fléttast inn í allt okkar starf í samverustundum, hópastarfi og frjálsum leik. Auk þess fær hvert barn markvissa hreyfistund í sal leikskólans einu sinni í viku. Skipulagðar gönguferðir eru á öllum deildum einu sinni í viku. Öllum nenendum stendur til boða að taka þátt í morgunhlaupi daglega í garði leikskólans yfir sumartímann ef veður leyfir. Elstu nemendur leikskólans fá tíma í Íþróttahúsi Setbergsskóla hálfsmánnaðarlega yfir veturinn.

Page 10: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 10 -

3. 5.

Umhverfismennt

Eitt af markmiðum leikskólans er snyrtimennska, nýtni og góður frágangur utan húss sem innan og að efla vitund barna og fullorðinna um náttúruna og umhverfi sitt. Lögð er áhersla á að ganga vel frá fatnaði sínum og leikefni og fara vel með búnað leikskólans og gróður og njóta alls þess sem náttúra og umhverfi hafa uppá að bjóða. Einu sinni að vori er hreinsunardagur utan húss en þá hreinsa starfsfólk og nemendur lóð leikskólans. Starfsmenn nýta sér nánasta umhverfi eins mikið og hægt er til að fara með nemendur í náms-og kynnisferðir. Þar er hægt að sulla í læknum, fara út í skóg, tína ber, heimsækja hesta og kindur og svona mætti lengi telja. Nemendur hafa því gott tækifæri til að vera í tengslum við náttúrunna. Vorið 2007 var gerður matjurtagarður á lóð leikskólans þannig að nemendur geta fylgst með hringrás náttúrunnar. Starfandi er umhverfisnefnd barna sem kemur saman einu sinni í nánuði Meðal markmiða í umhverfismennt er að allir þeir sem að leikskólanum koma beri virðingu fyrir eigum sínum og annarra. Spari orku, minnki úrgang og notkun plasts. Einnig að efla færni barna til að takast á við umhverfismál.

Leiðir

Allt sorp sem til fellur innan leikskólans er flokkað. Lífrænn úrgangur fer í jarðvinnslugám til moltugerðar sem síðan er nýtt sem næring fyrir gróður á leikskólans. Endurvinna það sem hægt er og flytja annað í gáma eða Sorphreinsunarstöð.

Minnka notkun plasts eins og mögulegt er með því t.d. að endurnota ýmsar umbúðir og poka. Lögð er áhersla á að kaupa inn vistvænar vörur og í sem minnstum umbúðum. Sápuefni eru ekki notuð við ræstingar nema þar sem það þarf nauðsynlega.

Umhverfissáttmáli HlíðarendaUmhverfissáttmáli HlíðarendaUmhverfissáttmáli HlíðarendaUmhverfissáttmáli Hlíðarenda

“Við viljum auka þekkingu okkar á náttúrunni og fyrirbærum hennar. Njóta og vernda náttúruna með jákvæðum samskiptum við hana, bera virðingu fyrir lífríkinu og fá tilfinningu fyrir því að við erum hluti þess.” “Við viljum nýta það sem jörðin gefur af sér og skila til baka öllu því sem hægt er með því að flokka, endurnýta, spara orku, draga úr mengun og ganga vel um.”

Page 11: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 11 -

3. 6.

Daglegt líf í leikskóla

Dagskipulag

07:30 - 09:00 Rólegir leikir 08:15 - 09:00 Morgunverður 09:00 - 09:15 Samvera 09:15 - 11:30 Val/Vinnustund/Útivist 11:30 - 12:00 Samvera 12:00 - 12:30 Hádegisverður 12:30 - 13:15 Hvíld eldri barna 12:30 - 14:15 Hvíld yngri barna 13:15 - 14:30 Rólegir leikir/Útivist 14:30 - 15:00 Síðdegishressing 15:00 - 15:30 Samvera 15:30 - 17:00 Val/Rólegir leikir Á föstudögum er sameiginleg söngstund í sal.

Daglegt líf í leikskóla mótast af þörfum, getu og heilsu nemenda. Þær athafnir sem falla undir þennan þátt eru ekki síst mikilvægar í námi og starfi s.s. líkamleg umönnun og heilsuvernd, klæða sig úr og í, hreinlæti, borðhald, svefn og hvíld, frágangur og snyrtimennska. Á yngstu deildinni þarf að ætla lengri tíma til þessara athafna en á eldri deildum, en markmiðið er að nemendur verði sjálfstæðir og sjálfbjarga. Í daglegu lífi eins og í öllu starfi leikskólans er lögð áhersla á að örva alla þroskaþætti.

Page 12: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 12 -

Að koma og fara

Lögð er áhersla á að taka vel á móti hverju barni. Leikskólinn opnar kl. 7:30. Þá mæta fjórir starfsmenn tveir í hvorum enda hússins. Klukkan 08:00 eru mættir starfsmenn á allar deildar og fer þá hvert barn á sína deild þar sem rólegir leikir og morgunverður er í boði. Það er mikilvægt að öll börn sem eiga að borða morgunverð séu mætt í síðasta lagi kl. 8:45. Þar sem vinnustundir hefjast kl. 10:00 þá er einnig mikilvægt að börnin séu mætt fyrir þann tíma þar sem erfitt er fyrir barn að koma inn í starf sem þegar er hafið. Ekki er tekið á móti börnum á tímabilinu kl. 12:00 – 13:00. Mikilvægt er að börnin séu sótt á réttum tíma, að fyrirfram ákveðinn dvalartími sé virtur. Einnig að látið sé vita ef óviðráðanlegar ástæður valda því að ekki er hægt að sækja barnið á réttum tíma. Ef aðrir en þeir sem eru vanir að sækja barnið eiga að sækja það þá er nauðsynlegt að láta starfsfólk vita. Síðasta hluta dagsins eru börnin í rólegum leikjum og lögð er áhersla á að kveðja barnið hlýlega.

Að klæða sig í og úr Fataherbergi leikskólans er það svæði sem börn og starfsfólk koma saman í litlum hópum og gera sig tilbúin fyrir útiveru, göngu-og kynnisferðir/náttúruskoðun eða til heimferðar. Í fataherberginu myndast náið og traust samband milli barna og starfsfólks og mikilvægt alhliða uppeldisstarf fer þar fram. Þar skapast tækifæri til að örva málið, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu augna og handa, snyrtimennsku og er góð leið til að hjálpa börnunum til að hjálpa sér sjálf og vera sjálfstæð. Fataherbergi hússins eru tvö þau eru staðsett í báðum endum eru þau sameiginleg fyrir Grenilund/Furulund og Reynilund/Birkilund.

Borðhald Lögð er áhersla á að matmálstímar í leikskólanum séu notaleg stund þar sem börn og fullorðnir sitja saman til borðs. Áhersla er lögð á góða borðsiði og að allir sitji til borðs þar til máltíð er lokið. Matmálstímar og borðhald hafa mikið uppeldislegt gildi og þar gefast gjarnan tækifæri til fræðandi og skemmtilegra umræðna. Lögð er áhersla á að truflun sé sem allra minnst á meðan matmálstímar standa yfir. Börnin fá hollan og fjölbreyttan mat í leikskólanum og mikilvægt er að þau læri að smakka og meta matinn. Matseðill kemur út vikulega og er hengdur upp í fataklefa deildanna og er á heimasíðu leikskólans. Á eldri deildum skiptast börnin á að sækja matarvagninn í eldhúsið, ásamt starfsmanni, leggja á borð og aðstoða við að ganga frá. Börnin skammta sér sjálf á diskana, nota hníf og gaffal og hella sjálf í glösin sín. Á yngstu deildinni eru sömu borðsiðir og á þeim eldri en börnin þar þurfa meiri aðstoð og handleiðslu fullorðinna. Börnin matast í leikstofum hverrar deildar.

Page 13: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 13 -

Svefn og hvíld

Að hádegisverði loknum er hvíld í leikskólanum. Misjafnt er hvernig henni er háttað og fer það eftir aldri og þörfum barnanna. Á yngstu deildinni sofna börnin á dýnum í leikstofum. Á eldri deildum er börnunum skipt í hópa þar sem sumir sofna en aðrir eiga rólega stund og hlusta t.d. á slakandi tónlist, sögu, skoða bækur o.fl. Þau börn sem nota snuð fá að hafa þau í hvíldinni einnig gæludýr t.d. bangsa, dúkku og þ.h. Það fara alltaf fullorðnir með börnunum í hvíldina hvernig sem henni er háttað. Hvíldartíma er almennt lokið um klukkan 13:15 en yngstu börnin og þau börn sem þurfa lengri hvíld sofa lengur og er sá tími ákveðinn í samráði við foreldra. Svefn og hvíldartímar í leikskólanum eru nauðsynlegir til að tryggja andlega og líkamlega vellíðan barnanna.

Hreinlæti

Mikilvægur þáttur í daglegu lífi barnanna er hreinlæti. Yngstu börnin eru að læra að halda sér hreinum og þurrum og er það einstaklingsbundið hvenær þau hafa náð þroska til þess að hafa stjórn á þvagláti og hægðum. Það er því alltaf í samráði við foreldra hvenær og hvernig er staðið að því þegar barn er að hætta að nota bleiu því það er mikilvægt að þessi ferill gangi vel og jákvætt fyrir sig. Yngri börnin hafa fasta salernistíma en með auknum aldri og þroska fækkar þeim og börnin fara á salerni eftir þörfum. Yngstu börnunum er sinnt einstaklingslega, starfsfólk fylgist með hverju barni, skiptir um bleiu og heldur því þurru og hreinu. Börnunum er hjálpað til að tileinka sér almennar hreinlætisvenjur s.s. handþvott eftir salernisferðir, þrifnað eftir útiveru og fyrir og eftir máltíðar. Á salerninu skapast tækifæri til alhliða uppeldisstarfs. Tilfinningatengsl myndast, spurt og svarað þannig að orðaforði og hugtakaskilningur eykst t.d. varðandi mannslíkamann og starfsemi hans. Almennt hreinlæti í leikskólum er mjög mikilvægt ekki síst með tilliti til smithættu. Einnig að börnin þroski með sér heilbrigt viðhorf til líkama síns.

Útivist

Útivist er hluti af daglegu lífi í leikskólanum og er meginmarkmið með henni að efla andlega og líkamlega heilsu, vellíðan, styrk og þol. Auk þess sem þar gefast einnig tækifæri til margskonar náms t.d. varðandi hin ýmsu fyrirbæri náttúrunnar. Staðsetning leikskólans er þannig að stutt er í ósnortna náttúru. Farið er í göngu- og kynnisferðir þar sem börnin fá að komast í snertingu við náttúruna, rannsaka og kanna umhverfi sitt og fá tækifæri til að læra að bera virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Börnin fara reglulega með mjólkurfernur í gáma og gefst þá gott tækifæri til að vekja þau til umhugsunar um umhverfisvernd, auk hreyfingar og svo æfum við umferðarreglurnar í slíkum ferðum. Í útivistinni njóta börnin sín í frjálsum sjálfsprottnum leikjum, fá tækifæri til sköpunar, t.d. búa til úr þeim efnum sem fyrirfinnast úti s.s. sandi, snjó o.fl., einnig bjóðast tækifæri til ýmissa hópleikja. Áhersla er lögð á gönguferðir og að hreyfing utanhúss verði hluti af daglegu lífi barnanna.

Page 14: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 14 -

Samverustund Samverustund er sá þáttur dagskipulagsins þar sem barnahópur hverrar deildar kemur saman á ákveðnu afmörkuðu svæði undir handleiðslu fullorðinna. Í samverustund gefst tækifæri til að kynna börnunum þætti sem beinast að auknum þroska þeirra, s.s. hlusta, taka tillit, læra, finna sig í hóp o.fl. Í samverustund er hægt að fylgjast með samskiptamynstrinu í barnahópnum og gæta þess að jafnvægi og jafnrétti ríki í samskiptum barnanna svo að sérhver einstaklingur fái notið sín. Samverustund getur verið breytileg eftir deildum og viðfangsefnin fara eftir aldri og þroska barnanna. Á meðal þess sem fram fer í samverustund er: Lesnar/sagðar sögur, þulur, rím. Áhersla er lögð á söng og hreyfilög og ýmis tákn sem beinast að námi í eins og “Ég sjálfur” svo og ýmis hugtök s.s. staðsetningu og litum, hlusta á tónlist, skoða og nota hljóðfæri og hljóðgjafa. Á þessum vettvangi fá börnin tækifæri til að tjá sig og segja frá upplifunum sínum. Fjallað er um ýmsa þætti úr daglegu lífi s.s. veður, klæðnað, samfélagið, mismunandi samfélög og mikilvægi vináttu, hefðir og hátíðir, kyn og kynþætt o.m.fl. Þar er einnig safnast saman t.d. til að samfagna afmælisbarni einnig ef einhver er að kveðja og kynning höfð þegar ný börn eða starfsmenn byrja á deildinni.

Val

Val er umgjörð um frjálsa leikinn þar sem börnin velja sér leiksvæði sem bjóða upp á ólíka möguleika. Í leikskólanum er lögð áhersla á skapandi starf og leik barnsins. Í valinu hefur barnið möguleika á að velja frjálsan leik og skapandi starf. Valmöguleikarnir eru fjölbreyttir og skiptast á nokkur leiksvæði: Leikstofur sem hafa að geyma margvíslega hluti sem auðga hlutverkaleik barnanna, stofur þar sem börnin leika sér m.a. með púða af mörgum stærðum og gerðum, svæði þar sem fjölbreytt skapandi starf er í boði svo sem mála, teikna, leira eða perla. Einnig svæði þar sem ýmsir kubbar eru í boði s.s. einingakubbar, litlir og stórir plastkubbar. Samkvæmt dagskipulagi leikskólans er val tvisvar á dag. Ákveðinn fjöldi barna getur valið hvert svæði og skiptast börnin á að velja, það barn sem velur fyrst í dag velur síðast á morgun. Starfsfólk er á valsvæðunum með börnunum, á þeirra forsendum eftir eðli leiksins og aðstæðum. Markmiðið með vali er að: Börnin velji það sem þau vilja helst gera, þau venjist því að standa við val sitt, leiki í fámennum hópum, kynnist meðhöndlun ýmissa áhalda og eiginleikum mismunandi efniviðar. Börnin venjist því að taka tillit hvert til annars og að vinna saman.

Page 15: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 15 -

Vinnustundir Í vinnustundum er barnahóp hverrar deildar skipt upp í smærri hópa og hópstjóri leiðir þá vinnu sem þar er unnin. Börnunum er skipt í hópa eftir aldri og þroska og verkefnin og vinnan miðuð við hvern aldurshóp. Í litlum hópum er auðveldara að ná til einstaklingsins þannig að eiginleikar hans fái betur notið sín og þannig gefast betri tækifæri til að miðla til barnsins vegna nálægðar við það. Það er einnig auðveldara að læra að þekkja hvert annað og treysta hvert öðru í smærri hópum og leggja þannig grunninn að góðri vináttu og aukinni samskiptahæfni. Vinnan felst í því hverju er verið að miðla og hvaða þroskaþætti er verið að leggja áherslu á, ásamt því sem aðstæður bjóða upp á hverju sinni t.d. því sem tilheyrir landi okkar og menningu s.s. árstíðir, hátíðir, þjóðlegir siðir, venjur o.fl. Vinnustundirnar eru fjölbreyttar og meðal þess sem þar fer fram er: skapandi starf s.s. mála, teikna, klippa, líma o.fl. Ýmis konar vinna með vatn s.s. sulla, þvo þvott , uppþvottur o.fl. Leikir s.s. hlutverkaleikur með þátttöku fullorðinna, leikið með ýmis konar spil s.s. Bingó, Lúdó o.fl. Göngu- og kynnisferðir og náttúruskoðun. Vinnustundir eru tvisvar í viku, þær geta þó verið færri því ef börnin eru upptekin í góðum frjálsum leik þá brjótum við hann ekki upp til þess að hafa vinnustund. Sameiginleg söngstund er í sal leikskólans alla föstudaga.. Skipulögð hreyfistund er fyrir hvern hóp einu sinni í viku í sal leikskólans.

Tölvur

Börnin hafa aðgang að tölvum sem eru staðsettar í leikrýmum barnanna. Tölvur eru í boði í vali. Sett eru tímatakmörk fyrir notkun hvers barns í tölvu. Tölva er ekki í Birkilundi.

Page 16: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 16 -

3.7.

Námssvið leikskólaNámssvið leikskólaNámssvið leikskólaNámssvið leikskóla

Hreyfing

Markmið með hreyfingu er að efla hreyfiþroska, sjálfstraust og skynjun barnsins á líkama sínum. Fullnægja hreyfiþörf þess og stuðla að and-legri og líkamlegri vellíðan. Auka skilning á mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Leiðir Í samverustundum er m.a. lögð áhersla á eflingu hreyfiþroska t.d. í söng og hreyfileikjum, dansi, söng með táknum, hljóðfærum/slá í takt o.fl. Valið er umgjörð um frjálsan leik þar sem börnin æfa bæði fín og grófhreyfingar t.d. hlutverkaleikir, ýmsir leikir á gólfi s.s bílaleikur, leikir með lest, dýr, dúkkuhús o.fl. Einnig leikir með perlur, púsl, leir, þræða, klippa, smíða, byggja úr kubbum ásamt margs konar myndsköpun. Í vinnustundum æfa börnin fín og gróf hreyfingar með myndsköpun, t.d. klippa, líma, mála og teikna. Leikir með einingakubba, hlutverkaleikir, sull og gönguferðir þar sem gengið er á mismunandi undirlagi s.s. malbiki, möl, mosa, þúfum og í hrauni. Í fataherberginu er lögð áhersla á að börnin klæði sig sjálf úr og í og æfi þar með hreyfingar sínar. Hvíld: Slökunaræfingar/líkamsnudd. Í daglegri útiveru fá börnin tækifæri til hreyfingar í frjálsum leik s.s. hlaupa, hoppa, klifra, sippa, snú-snú, stökkva, stikla á steinum, moka, byggja úr sandi, byggja úr snjó, æfa jafnvægi, róla, renna í rennibraut, í snjónum, hjóla/hlaupahjól, taka þátt í ýmsum bolta og hópleikjum. Markviss hreyfing á útileiksvæði yfir sumartímann Fótbolti, körfubolti, þrautabrautir, hópleikir, hlaupa, sippa, snú-snú og parís. Leikir með áhöld úr sal s.s. hástökk, hringir, fallhlíf o.fl.er meðal þess sem þar fer fram. Allir nemendur fara í gönguferð einu sinni í viku. Hvert barn fer í markvissa hreyfistund í sal a.m.k. einu sinni í viku. Þar fara fram: Ýmsir hópleikir, boltaleikir og eltingaleikir s.s. stórfiskaleikur, myndastyttuleikur, boðhlaup o.fl. Hreyfi- og látbragðsleikir, blöðruleikir, leikir með veifur, fallhlíf o.fl. Þrautabrautir s.s. jafnvægisslá, hringir, trampolin, æfingar á dýnu s.s. kollhnís o.fl. æfingar með baunapoka, ganga á mismundandi undirlagi, hoppa úr mismunandi hæðum og standa á einum fæti, skríða, ganga á tám, hælum og jörkum. Stöðvabrautir og frjáls leikur. Hreyfistundum lýkur almennt með slökunaræfingum og/eða líkamsnuddi.

Page 17: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 17 -

Málrækt

Markmiðið með málrækt er að efla boðskiptahæfni barnsins. Örva málskilning og máltjáningu þannig að orðaforði og hugtaka-skilningur aukist og hugsun og hæfni til að tileinka sér nýja þekkingu þroskist. Leiðir

Lögð er áhersla á að starfsfólk vandi málfar sitt og sé góðar málfyrirmyndir, óbein málörvun fer því fram í öllu daglegu lífi í leikskólanum. Börnin hafa greiðan aðgang að barnabókum en þeim er komið þannig fyrir á öllum deildum að auðvelt er að nálgast þær. Í frjálsum leik barnanna og samskiptum eiga sér stað samræður sem örva bæði málskilning og máltjáningu. Frjáls leikur fer m.a. fram í Valinu en þar leika börnin sér einnig í skapandi starfi þar sem ýmis ný hugtök og heiti lærast. Í matmálstímum. Við borðhaldið er spjallað saman. Í samverustundum er lögð áhersla á málörvun s.s. lesa og segja sögur, hlusta á sögur og texta af snældum og hljómdiskum í bundnu og óbundnu máli. Spyrja og svara spurningum. Fjallað er um sögur, ævintýri og ljóð er snerta bókmenntaarf okkar og menningu. Þar er sungið, farið með vísur, þulur og rím. Lögð er áhersla á að börnin tjái sig og þar er góður vettvangur fyrir umræður. Í samverustund, hreyfistund og í söngstund lærast ný hugtök og heiti í gegnum söng, hreyfingu og tákn. Í vinnustundum skapast umræður um það sem verið er að vinna og þar lærast því ýmis ný hugtök og heiti. Hlutverkaleikir, sull, leikir með kubba, skapandi starf s.s. að teikna en teikningar barna eru undirstaða ritmáls og lestrarkunnáttu. Ýmis þroskandi spil, samræður og fleira örva mál og málskilning. Í fataherberginu og við hreinlætisvenjur gefast góð tækifæri til málörvunar m.a. með því að læra heiti hluta og athafna sem þar fara fram. Þar gefast einnig oft tækifæri til að spjalla við barnið einstaklingslega. Hvíld: Í hvíld eldri barnanna eru lesnar eða sagðar sögur og ævintýri. Þau hlusta einnig á sögur, frásagnir, leikrit, tónlist og fleira af hljómdiskum eða snældum. Dagleg útivera, göngu- og kynnisferðir. Þar gefast tækifæri til að spjalla saman um ýmis fyrirbæri sem á veginum verða. Börnin fara reglulega í bókasafn.

Page 18: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 18 -

Myndsköpun

Markmiðið með myndsköpun er að barnið fái tækifæri til að tjá tilfinningar sínar og reynslu í skapandi starfi og kynnist mismunandi efniviði. Einnig að efla fegurðarskyn og skapandi hugsun. Leiðir

Lögð er áhersla á að börnin hafi fjölbreyttan efnivið og verkfæri til að vinna með. Þau fái að prófa sig áfram á eigin forsendum, njóti handleiðslu og fái tækifæri til að gera tilraunir með eigin verk. Börnin er hvött til listsköpunar út frá upplifunum sínum s.s. sögum, göngu- og kynnisferðum o.fl. Í valinu stendur börnunum til boða að velja skapandi starf s.s. að móta úr leir, teikna, lita, vatnslita, klippa og líma. Í göngu og kynnisferðum er lögð áhersla á að skoða umhverfið t.d. liti í náttúrunni og ýmis fyrirbæri hennar, mismunandi form t.d. á húsum og mannvirkjum til að auðga hugmyndaheim barnanna og hvetja þau til fjölbreyttrar listsköpunar. Í fjöru- og gönguferðum safna börnin margvíslegu efni sem þau nota til listsköpunar síðar s.s. skeljum, kuðungum, steinum, laufi, lyngi, grösum, berjum og blómum. Í útivist vinna börnin með ýmis efni t.d. steina, gróður, sand, mold, snjó, kuðunga, og skeljar. Í vinnustundum vinna börnin m.a. að listsköpun. Vinnustundir fara fram bæði utan húss og innan. Í leikstofum deildanna er unnið að tilraunum sem krefjast ekki mikils rýmis s.s. teikna, lita og mála með ýmiskonar litum. Börnin klippa, líma og móta úr leir, unnið úr ýmsum efnum og saumað út. Einnig er unnið með vatn t.d. tilraunir með vatn og liti. Í listastofu er unnið með grófara efni sem krefst meira rýmis s.s. að búa til pappír, mála með þekjulitum, fingramálningu, vatnslitum o.fl. Einnig er unnið með margskonar þrykk, gifs, málað á gler o.fl. Þar fer einnig fram ýmiskonar endurvinnsla t.d. að skapa listaverk úr umbúðum og fleira.

Page 19: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 19 -

Tónlist

Markmiðið með tónlistariðkun er að efla næmni barnsins fyrir hljóðum, hreyfingu, hrynjandi, tungumáli og menningu. Efla frumkvæði og frjálsa skapandi tjáningu og túlkun á tónlist. Leiðir

Lögð er áhersla á að börnin kynnist sem flestum þáttum tónlistar, hljóðum og hljóðgjöfum og fái tækifæri til að tjá sig með söng og tónlist bæði einstaklingslega og í hóp. Einnig eru börnin hvött til að hlusta á fjölbreytta tónlist. Í samverustund er unnið á ýmsan hátt með tónlist. Börnin syngja saman í hóp og einnig einstaklingslega. Fjölbreytt tónlist og söngur með táknum og hreyfingu einnig rím, þulur, taktur og hrynjandi. Börnin meðhöndla og leika sér með margskonar hljóðfæri bæði hefðbundin og óhefðbundin. Í samverustund er dansað og hlustað á fjölbreytta tónlist. Í vinnustund eru ýmis hljóðfæri kynnt fyrir börnunum. Þar fá þau einnig að búa til ýmis óhefðbundin hljóðfæri og nota þau. Börnin fá að skapa eftir margbreytilegri tónlist t.d. mála. Í hreyfistund dansa börnin og hreyfa sig frjálst eftir tónlist og einnig er farið í hreyfi og söngleiki. Í söngstund sem er einu sinni í viku koma allar deildar saman í sal og syngja. Börnin æfa sig í að ganga í takt og dansa. Í frjálsum leik skapast aðstæður fyrir sjálfsprottinn-og spunasöng auk hefðbundins söngs. Einnig hlusta þau á fjölbreytta tónlist í leiknum. Í hvíldinni hlusta eldri börnin á slakandi tónlist. Í útivistinni nota börnin hinar ýmsu tegundir söngs í leiknum. Ganga í takt og hlusta á hin ýmsu hljóð í náttúrunni. Einu sinni á sumri er farið í skrúðgöngu.

Page 20: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 20 -

Náttúra og umhverfi

Markmiðið er að auka þekkingu barnsins á náttúrunni og fyrirbærum hennar. Að barnið njóti og verndi náttúruna með jákvæðum samskiptum við hana, beri virðingu fyrir lífríkinu og fái tilfinningu fyrir því að það er hluti þess. Leiðir Í samverustund er lögð áhersla á fræðslu um náttúruna og fyrirbæri hennar t.d. veður, árstíðir, dýralíf, náttúruvernd, eigið land og önnur lönd, sérkenni þeirra og staðsetningu. Mikið af þessari fræðslu fer fram með frásögnum, sögum, ljóðum og þulum. Börnin hafa góðan aðgang að barnabókmenntum þar sem hægt er að fræðast um náttúruna og fyrirbæri hennar. Áhersla er lögð á göngu- og kynnisferðir. Stutt er í ósnortna náttúru og læk sem rennur meðfram leikskólanum. Í göngu- og kynnisferðum gefast góð tækifæri til að fræða börnin um náttúruna og fyrirbæri hennar einnig er lögð áhersla á að ræða um mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna. Það að tína rusl úr nánasta umhverfi leikskólans og læknum er þáttur í umhverfisvernd. Börnin safna ýmsum hlutum úti í náttúrunni s.s. steinum, laufi, skordýrum sem skoðað er t.d. í víðsjá þegar heim er komið eða nýtt í skapandi starfi eða leik. Í göngu- og kynnisferðum gefast einnig tækifæri til að hlusta á hin ýmsu hljóð náttúrunnar svo og til frjálsra leikja. Í fjöruferðum fræðast börnin um fjöruna og skoða lífríki hennar, þau taka með sér kuðunga, steina, skeljar, þang og þara sem síðar er nýtt til leikja eða sköpunar. Á meðal áhersluþátta leikskólans er umhverfismennt. Einn af föstum liðum í leikskólastarfinu er pappírsgerð þar sem notaður pappír sem fellur til í leikskólanum er endurunninn. Þessi vinna fer að öllu jöfnu fram í vinnustundum þar sem einnig er unnið að listsköpun úr ýmsu verðlausu efni s.s.umbúðum. Eldri börnin skola og skila mjólkurfernum í gáma. Einu sinni á vori er hreinsunardagur í leikskólanum en þá hreinsa starfsfólk og börn lóð leikskólans.

Page 21: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 21 -

Menning og samfélag

Markmiðið er að barnið kynnist sem best því samfélagi og þeirri menningu sem það er hluti af, kynnist reglum þess, réttindum sínum og skyldum. Að auka víðsýni og virðingu barnsins gagnvart eigin samfélagi og menningu svo og gagnvart öðrum menningarsamfélögum. Leiðir

Í leikskólastarfi er nauðsynlegt að hafa reglur. Flest börn eru fljót að læra hinar ýmsu reglur leikskólans og virða þær. Reglur leikskólans snúast í grundvallaratriðum um samskipti, umgengni, borðsiði og flest það sem einkennir samskipti fólks í samfélögum manna. Þessar reglur og hæfni barnsins til að starfa með öðrum lærist m.a. í daglegu lífi í leikskólanum. Í leikskólastarfinu er lögð áhersla á mikilvægi tillitsemi, vináttu og virðingar í samskiptum fólks. Í samverustundum fer fram fræðsla m.a. um menningu okkar, tungumál, samfélag og þjóðareinkenni. Börnin læra ýmislegt um hefðir og hátíðir samfélagsins. Undirbúningur og kynning varðandi það fer að miklu leyti fram í samverustundum s.s. með frásögnum, sögum, ljóðum og tónlist sem tengjast efninu. Í þessu sambandi má nefna helgidaga þjóðkirkjunnar s.s. jól og páska, þorrablót, öskudag, sautjánda júní og dag íslenskrar tungu. Lögð er áhersla á að kynna börnunum og vekja áhuga þeirra á öðrum þjóðum og því að ekki eru öll menningarsamfélög, tungumál eða litarháttur eins. Áhersla er lögð á rétt einstaklingsins sama hver litarháttur eða uppruni hans er eða hvernig einstaklingurinn er úr garði gerður. Í göngu- og kynnisferðum skoða börnin nánasta umhverfi leikskólans og fá þannig innsýn í lífið eins og það er utan borgarmarka en í göngufæri frá leikskólanum eru hesthús, fjárhús og skógrækt. Einnig er farið í ýmsar þjónustu- og menningarstofnanir s.s. bókasafn, lögreglu- og slökkvistöð og byggðasafn. Í göngu- og kynnisferðum er ætíð lögð áhersla á umferðarreglur. Í vinnustundum fá börnin tækifæri til að skapa út frá eigin þekkingu og upplifunum varðandi samfélagið og menningu þess.

Page 22: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 22 -

3. 8.

Sérkennsla

Eitt af markmiðum leikskólastarfs er að leikskólinn sé fyrir öll börn óháð andlegu og líkamlegu atgervi, menningu eða trú. Börn læra á mismunandi hátt og hraða, hafa mismunandi reynslu, þroska og getu. Hlutverk leikskólans er að sjá til þess að öll börn fái notið sömu tækifæra og gæða innan leikskólans og að viðfangsefni séu samkvæmt getu hvers og eins. Mikilvægt er að hjálpa börnum að aðlagast hóp og að hópurinn læri að virða fjölbreytileika. Það er ávinningur allra að þurfa að taka tillit til þess að við erum ekki öll eins. Í Aðalnámskrá leikskóla stendur: “ Taka ber sérstakt tillit til barns sem á einhvern hátt er fatlað eða með tilfinningalega og /eða félagslega erfiðleika. Það þarf að njóta sérstakrar aðstoðar til að vega upp á móti þeirri hömlun sem fötlunin setur því. Gæta þarf þess að barn einangrist ekki og aðlagist vel barnahópnum og njóti eðlilegra félagslegra tengsla, styrkja ber sjálfsöryggi barnsins.” Hér er átt við börn með langvarandi fötlun og börn sem þurfa tímabundna hjálp til þess að aðlagast eða vinna úr tímabundnum erfiðleikum. Gerð er einstaklingsnámsskrá fyrir börn sem þurfa á sérkennslu að halda til þess að styðja við þá kennslu sem barnið á að fá. Í einstaklingsnámskrá eru skilgreind markmið og leiðir sem notaðar eru til þess að ná ákveðinni færni og endurmetið reglulega. Einstaklingsnámskrá er leiðarvísir sem allir sem koma að vinnu með barninu nota sér til stuðnings. Sérkennsla er aðlöguð að dagskipulagi leikskólans, unnið er í litlum hópum þar sem öll börn fá að njóta sín. Einnig fer sérkennsla fram einstaklingslega þar sem þörf er fyrir hendi.

Page 23: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 23 -

3. 9. Tengsl leikskóla og grunnskóla

Skólahópur er starfandi u.þ.b. fimm mánuði á ári. Þessi leið hefur verið valin á þeim forsendum að börnin fái að vera leikskólabörn sem lengst. Þetta þýðir ekki að börnin fái engan undirbúning fyrr en um vorið. Börnin eru í vinnustundum allan veturinn og er þar unnið að æfingum er tilheyra undirbúningi skólans t.d. hvað varðar fín- og grófhreyfingar, framsögn, rím, takt og fleira. Frá janúar til apríl kemur skólahópur saman einu sinni í viku þar sem unnið er að markvissri málörvun. Stuðst er við handbók um markvissa málörvun í leik og starfi eftir Helgu Friðfinnsdóttur, Sigrúnu Löve og Þorbjörgu Þóroddsdóttur. Þessi bók er ætluð elstu börnum leikskóla og fyrstu bekkjum grunnskóla en einnig til sérkennslu. Þetta er verkáætlun sem ætluð er til að styrkja málvitund barna og auðvelda þeim þannig lestrarnámið. Í þessari áætlun er leikurinn notaður til að ná athygli barnanna og vekja áhuga um leið og leikþörf þeirra og leikgleði er mætt. Fleiri bækur sem notaðar eru: Leggðu við hlustir og Ljáðu mér eyra. Í maí starfar skólahópur fjórum sinnum í viku og hefur aðsetur í salnum. Börnin skapa sitt eigið samfélag. Náms- og kynnisferðir eru stór þáttur í þeirri vinnu, með því kynnast börnin hinum ýmsu þáttum samfélagsins/þjóðfélagsins og vinna út frá reynslu sinni. Einnig er lögð áhersla á samræður og að börnin fái að rannsaka og uppgötva. Þau búa til hluti, skapa og setja saman auk þess sem þau fá að tjá sig á listrænan hátt. Samvinna er stór þáttur í skólahópnum, enda grundvöllurinn að því að lifa í samfélagi með öðrum. Lögð er áhersla á áhuga, virkni og reynslu barnsins þar sem leikgleðin fær að njóta sín enda besta leiðin að menntun og þroska barnsins. Starfi skólahópsins lýkur með því að börnin fara í náms- og skemmtiferð í einn dag ásamt leikskólakennurum. Skólahópur fer í þrjár heimsóknir í Setbergsskóla. Fyrsta heimsókn er að haustinu, þá er farið í skoðunarferð um skólann. Á svipuðum tíma kemur 1. bekkur í heimsókn í Hlíðarenda. Næsta heimsókn er á fyrri hluta vorannar og eru börnin í tveimur kennslustundum með nemendum fyrsta bekkjar. Síðasta heimsóknin er á seinnhluta vorannar en þá er skólahópnum boðið á skemmtun, þar sem hann er með skemmtiatriði, hjá fyrsta bekk í sal skólans. Markmið þessara heimsókna er að auðvelda barninu breytingar er verða á námi þess og skólalífi þegar það fer úr leikskóla í grunnskóla. Elstu nemendur Hlíðarenda hafa í samvinnu við Setbergskóla aðgang að Íþróttahúsi og Bókasafni skólans.

Page 24: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 24 -

4. KAFLI

4. l.

Markmið og áherslur í foreldrasamstarfi

Markmið með foreldrasamstarfi er að stuðla að góðu samstarfi milli heimilis og leikskóla. Mikilvægt er að góð samvinna og traust sé milli foreldra og starfsfólks. Gott upplýsingastreymi þarf að eiga sér stað milli þessara aðila til að samskipti verði sem ánægjulegust. Við viljum að foreldrar finni að þeir eru velkomnir í leikskóla barnsins. Leikskólinn er alltaf opinn foreldrum og þeim er velkomið að koma og fylgjast með starfi og leik, einnig að hringja og spyrjast fyrir um líðan barnsins. Áhersla er lögð á dagleg samskipti við alla foreldra. Upplýsingum til foreldra er miðlað munnlega, með skriflegum upplýsingum á hverri deild, á upplýsingatöflu, og á heimasíðu leikskólans. Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi og menntun barna sinna en leikskólastarfið er viðbót við það uppeldi.

4. 2.

Aðlögun

Að byrja í leikskóla er ný upplifun fyrir barnið og einnig foreldra þess. Allt er framandi og ókunnugt og því er mikilvægt að vel sé staðið að aðlöguninni frá upphafi. Mikilvægt er að hvert barn fái góðan tíma til aðlögunar. Það er einstaklingsbundið hversu langan tíma börn þurfa til að byggja upp traust og öryggi sem nauðsynlegt er til að barninu líði vel við þessar nýju kringumstæður. Barnið þarf að aðlagast nýju umhverfi, kynnast starfsfólki og börnum, læra að vera í hóp, hlýta reglum og fleira. Leikskólastjóri er með einkaviðtal við nýja foreldra í upphafi leikskólagöngu hvers barns þar sem starfsemi leikskólans er kynnt og það sem snýr að heildinni. Í viðtalinu fá foreldrar nauðsynlegar upplýsingar og láta í té upplýsingar um barnið, aðstæður þess og þarfir. Að því loknu tekur deildarstjóri við og kynnir starf deildarinnar og starfsfólk ásamt því að skipuleggja aðlögun viðkomandi barns. Foreldri og deildarstjóri ákveða síðan hvernig aðlögunartímanum er háttað. Fyrsta heimsókn er um það bil ein klukkustund og smá lengist þar til fullum dvalartíma er náð. Nauðsynlegt er að foreldri dvelji góða stund með barninu fyrst um sinn. Hvernig til tekst í byrjun getur haft áhrif á alla leikskólagöngu barnsins. Þegar börn flytjast á milli deilda sjá deildarstjórar viðkomandi deilda um aðlögunina. Á meðan á aðlögun stendur er mikilvægt að foreldrar kynnist öðru starfsfólki deildarinnar. Þar er lagður grunnur að samvinnu og samstarfi foreldra og starfsfólks í framtíðinni.

Page 25: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 25 -

4. 3.

Foreldrasamtöl

Vor og haust eru foreldrasamtöl þar sem foreldrum gefst kostur á einkasamtali við deildarstjóra/leikskólakennara þar sem rætt er um barnið og veru þess í leikskólanum. Foreldrar geta pantað viðtalstíma við leikskólastjóra/deildarstjóra/leikskólakennara eftir þörfum. Foreldrar eru ávallt velkomnir inn á deildir barna sinna og eru hvattir til að gefa sér tíma með börnunum í leik og starfi.

4. 4.

Opið hús þátttaka foreldra í leikskólastarfi

Opið hús er tvisvar á ári. Í desember koma foreldrar og taka þátt í undirbúningi fyrir jólin og á afmælisdegi leikskólans 26. mars er þeim boðið í afmæliskaffi.

4. 5.

Foreldrafélag Foreldrafélag er starfandi við leikskólann. Foreldrum ber ekki skylda til að vera í foreldrafélagi leikskólans. Þeir merkja við í dvalarsamningi hvort þeira verði í félaginu eða ekki. Stjórn félagsins er kjörin á aðalfundi sem haldinn er að hausti ár hvert. Fulltrúar skulu vera tveir frá hverri deild og einnig situr í stjórn fulltrúi starfsmanna sem er tengiliður milli stjórnar og leikskólans. Foreldrafélagið stendur fyrir eða tekur þátt í árvissum viðburðum s.s. fyrirlestri, opnu húsi í tengslum við dag leikskólans, grillveislu, leiksýningu og sumarhátíð.

4.6.

Foreldraráð

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annara áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytinar á leikskólastarfi. Kosning í foreldraráð á að fara fram í september og kosið er til eins árs í senn.

Page 26: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 26 -

5. KAFLI

5. 1.

Mat á leikskólastarfinu

Samkvæmt lögum um leikskóla er markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í leikskólum meðal annars að veita upplýsingar um skólastarf árangur þess og þróun og tryggja að réttindi barna séu virt. Mati á leikskólastarfi er skipt í innra og ytra mat. Með innra mati er átt við sjálfsmat leikskólans og skal það framkvæmt af starfsmönnum hans. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi leikskólans sem er þá framkvæmt af utanaðkomandi aðila t.d. á vegum Menntamálaráðuneytis eða rekstraraðila. Hér að framan hefur verið greint frá þeim markmiðum sem leikskólinn hefur sett sér og hvaða leiðir hann hyggst fara til að ná þeim. Til þess að fylgja eftir og kanna hvort leikskólinn sé að vinna að settum markmiðum fer fram árlegt mat á leikskólastarfinu. Markmiðið með matinu er að auka sýn á árangursríkar starfsaðferðir sem skila sér í betri líðan og þroska barnanna og að efla leikskólakennara í starfi. Við öflun upplýsinga fyrir matið eru notuð matstæki til dæmis viðhorfskönnun til foreldra og starfsfólks (ytra mat) og hins vegar ECERS-kvarði (innra mat). Í viðhorfskönnun er foreldrum ætlað að leggja mat á leikskólastarfið með því að svara ákveðnum spurningalista. Á fundum starfsmanna er unnið með niðurstöður könnunarinnar, fest í sessi það sem vel er gert og lagðar til breytingar á því sem betur má fara. Niðurstöður eru kynntar. Starfsmenn leikskólans svara ECERS-kvarðanum sem notaður er til að meta leikskólastarfið. ECKERS-kvarðinn er matslíkan (spurningalist) sem gefin hefur verið út á íslensku. Honum er ætlað að meta starf í leikskólum með tilliti til barnanna, umhverfis þeirra og aðbúnaðar svo og aðstöðu starfsmanna. Ekki er um að ræða mat á vinnu einstakra leikskólakennara eða þroskaferil einstakra barna, heldur er ætlunin að gefa alhliða lýsingu á þroskamöguleikum og aðbúnaði barnanna í leikskólanum. Að auki fer fram bæði formlegt og óformlegt mat á deildafundum, starfsmannafundum, skipulagsdögum, í samstarfshópum/umbótahópum og fagfundum starfsfólks.

5.2

Mat á stöðu leikskólabarna

Þau matstæki sem leikskólinn hefur til að meta þroska einstakra barna: # Íslenski þroskalistinn og Smábarnalistinn sem móðir svarar og tekur mið af alhliða þroska barnsins. # Atferlis-og athugunarlisti (AAL) sem leikskólakennari svarar og tekur mið af alhliða þroska barnsins. # Könnun Gerd Strand. # MOT-4 hreyfiþroskapróf. # Leikur og athöfn er þroskamat sem tekur á öllum þroskaþáttum barnsins. # Hljóm greiningartæki sem kannar hljóðkerfisvitund elstu barna leikskólans. # Færnisskema unnið af fagfólki leikskólans sem fyllt er út fyrir hvert barn og kynnt í foreldraviðtali. Mat á stöðu og þroska einstakra barna er alltaf gert í samráði við foreldra og þeim kynntar niðurstöður.

66

Page 27: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 27 -

6. KAFLI

6. 1.

Starfsmannastefna

Lögð er áhersla á að leikskólinn er ein heild og að unnið sé í samræmi við það. Einnig er lögð áhersla á að gera hlutina einfalda og halda stöðugleika í starfinu. Starfsmannafundir, deildafundir og fundir samstarfshópa/umbótahlópa eru einu sinni í mánuði og deildastjórafundir eru einu sinni í viku. Á fundum eru vinnubrögð samræmd og línur lagðar í leikskólastarfinu. Starfið þarf ætíð að miðast við þann barnahóp sem verið er að vinna með hverju sinni. Endur- og símenntun. Starfsmenn leikskólans er bæði fag-og ófaglærðir. Mikilvægur þáttur í árangursríku leikskólastarfi er hæft og áhugasamt starfsfólk. Til að viðhalda faglegum vinnubrögðum er starfsmönnum boðið upp á símenntun. Árlega er gerð greining á þörf fyrir símenntun og út frá henni unnin áætlun sem gildir fyrir leikskólaárið. Starfsmannasamtöl fara fram einu sinni á ári.

6. 2.

Skipulagsdagar Skipulagsdagar eru fimm á hverju leikskólaári. Þeir eru m.a. nýttir til endurmenntunar, fyrirlestra, skipulagningar og endurmats á leikskólastarfinu. Leik- og grunskólum ber að samræma skipulagsdaga eins og kostur er.

Page 28: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 28 -

7. KAFLI

Hagnýtar upplýsingar

Fatnaður Leikskólinn er vinnustaður barnanna og þarf því klæðnaður þeirra að vera í samræmi við það.

Á stórum vinnustað þar sem mikið er að gera verða stundum óhöpp og þurfa því föt barnanna að þola bletti eftir málningavinnu og annað slíkt. Börnin blotna af ýmsum ástæðum og stundum þarf að skipta um hverja einustu spjör.

Börnin þurfa alltaf að hafa með sér aukaföt. Útiklæðnaður á alltaf að vera í samræmi við veðurfar. Ef barn er ennþá með bleiu þarf að hafa bleiur meðferðis.

Þar sem safnast saman mikið magn af fatnaði er nauðsynlegt að merkja fatnað vel og greinilega svo hann komist til skila. Leikskólinn ber ekki ábyrgð á fatnaði barnanna.

Afmæli Það er föst venja þegar barn á afmæli að haldið sé upp á það á einhvern hátt. Við biðjum um að börnin komi ekki með kökur, sælgæti og þess háttar í leikskólann í tilefni af því. Í stað þess bjóðum við afmælisbörnum að undirbúa sjálf sína veislu og halda þannig afmælisveislu fyrir leikskólavini sína. Við leggjum okkur fram um að gera þennan dag eftirminnilegan í huga barnsins.

Leikskólagjöld

Leikskólagjöld eru innheimt með gíróseðlum og greiðast fyrirfram. Innifalið í leikskólagjaldinu er greiðsla fyrir þær máltíðir sem barnið fær á meðan á dvöl þess stendur. Gjalddagi er fyrsta hvers mánaðar og eindagi er tíunda sama mánaðar. Dráttarvextir eru reiknaðir á gjaldfallna skuld frá fimmtánda sama mánaðar. Við þriggja mánaða gjaldfallna skuld er dvalarrými sagt upp einhliða. Ef ekki er gengið frá greiðslu fyrir fimmtánda næsta mánaðar, þá er dvalarrými úthlutað til annarra. Systkinaafsláttur er 30% vegna annars barns og 60% vegna þriðja barns 100% vegna fjórða barns.

Uppsagnarfrestur er einn mánuður. Segja skal skriflega upp hjá leikskólastjóra á þar tilgerðum eyðublöðum, sama á við ef sótt er um breytingar á dvalartíma. Umsóknir um flutning milli leikskóla eru gerðar á heimasíður Hafnarfjarðar í gegnum íbúagátt eða á Skólaskrifstofu. Sé reglum um uppsagnarfrest ekki fylgt má krefjast greiðslu fyrir einn mánuð.

Page 29: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 29 -

Fjarvistir og veikindi Vinsamlegast látið vita þegar komið er með barnið í leikskólann og eins þegar það er sótt. Nauðsynlegt er að starfsfólk sé látið vita hver það er sem sækir barnið ef um aðra er að ræða en foreldra þess. Komi barnið ekki í leikskólann vegna veikinda eða annarra ástæðna þá vinsamlegast látið okkur vita. Innivera eftir veikindi skal vera í samráði við deildarstjóra og eftir eðli veikinda.

Slysatryggingar Í stórum barnahópum geta orðið slys eða óhöpp. Haft er samband við foreldra strax ef óhapp verður. Ef ekki næst í foreldra fer starfsfólk leikskólans með barnið á slysadeild ef með þarf. Hafnarfjarðarbær greiðir fyrstu komu barnsins á slysadeild.

Frídagar

Starfsfólk í leikskólum Hafnarfjarðar á rétt á fimm skipulagsdögum á ári og er leikskólinn lokaður þá daga. Þessir dagar eru ætlaðir til skipulagningar á leikskólastarfinu, endurmenntunar og endurmats á því starfi sem unnið hefur verið. Þessir dagar eru auglýstir með mánaðar fyrirvara. Leikskólinn er lokaður á aðfangadag og gamlársdag.

Sími: 555 1440

Netfang: hlidarendi @ hafnarfjordur.is Veffang:leikskolinn.is/hlidarendi

Page 30: 2. kafli II 2008 · 2009. 3. 30. · samfélags. Framfarastefna gerir ráð fyrir að þróun mannsins fari fram sem stöðug raðkvæm og stigbundin framvinda frá einu þroskastigi

- 30 -