41
Sogurnar sem Jesus kunni -seinna hefti Boðunarefni KFUM og KFUK haust 2008

2008-3 Fræðsluefni (haust)

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

Sogurnar sem Jesus kunni

-seinna hefti

Boðunarefni KFUM og KFUK haust 2008

Page 2: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

2

Fylgt úr hlaðiUppbygging boðunarefnisinsÞemahugmyndHefðir og venjur

Hugleiðingar

Heiti Texti 1. Rut Rut 2. Hanna 1Sam 1 3. Samúel 1Sam 3 4. Samúel smyr Sál til konungs 1Sam 9-105. Samúel bregst 1Sam 13-146. Davíð smurður til konungs 1Sam 167. Davíð þyrmir lífi Sáls 1Sam 248. Davíð og Batseba 2Sam 11.1-12.15 9. Dómur Salómons 1 Kon 3.5-28 10. Því að barn er oss fætt Jes 9.5-6

Viðauki

bls 3bls 4bls 5bls 5

Efnisyfirlit

Sögurnar sem Jesús kunni

Boðunarefni KFUK og KFUM

Útgefandi: KFUK og KFUM á Íslandi

Holtavegi 28, Reykjavík

Umsjón: Henning Emil Magnússon

Uppsetning: Rakel Tómasdóttir

Yfirlestur: Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson

bls 6bls 8bls 10bls 12bls 14bls 16bls 18bls 20bls 22bls 24

Page 3: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

3

Boðunarefnið er sett saman úr sögum af konungatímabilinu. Af konungum eru þekktastir Sál, Davíð og Salómon. Áður en Ísraelsmenn fengu konung höfðu þeir haft dómara. Meðal þeirra má nefna Debóru, Gídeon og Samson. Dómar-atímabilið var niðurlægingartímabil í sögu þjóðarinnar. Dómararnir þurftu oft að grípa inn í þegar staða þjóðarinnar var orðin alvarleg. Fólkið gleymdi að minnast glæstra sigra fortíðarinnar og halda á lofti minningu Abrahams og Móse. Það má segja að með konungatímabilinu hefjist allt til vegs og virðingar á ný. Allar sögurnar í boðunarefninu tengjast innbyrðis. Við heyrum fyrst af Rut. Sonur hennar, Óbeð, var afi Davíðs konungs. Hanna var móðir Samúels og þráði að sjá breytingu á meðal Ísraelsmanna. Hanna háði mikla bænabaráttu sem skilaði árangri í starfi sonar hennar. Samúel vígði síðan konungana Sál og Davíð. Salómon var sonur Davíðs. Boðunarefnið minnir því um margt á epíska fjölskyldusögu. Það er margt heillandi við það og margan lærdóm má draga af þessari sögu. Af Rut lærum við um fórnfýsi, trúfesti og náungakærleik, Hanna er ákveðin að koma af stað breytingum og vinnur markvisst í því með að leggja allt sem á henni hvílir í hendur Drottins. Af Samúel lærum við um mikilvægi þess að hlusta eftir orði Guðs og leita vilja hans. Við lærum einnig af sögunum sem hér eru að Guð lítur ekki á útlit manna heldur hjartalag. Guð er fús að fyrirgefa. Guð gefur visku, upphefur og auðmýkir eftir vilja sínum. Hér fara því saman atriði sem KFUM og KFUK vilja kenna í starfi sínu með börnum og eftirminnilegar og góðar frásögur. Það er óviðjafnanleg blanda.

Með ósk um góðan starfsveturHenning Emil Magnússon

Fylgt Ur hlaDi

Page 4: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

4

1. BoðskapurBoðskapur hugleiðingar er gefinn upp í einni setningu. Það er ekki að ástæðulausu. Mikilvægt er fyrir leiðtogann að íhuga vel boðskapinn og láta hann vísa sér veginn við undirbúninginn. Það er ekki hægt að leggja áherslu á of margt, það verður eingöngu til þess að ekkert sitji eftir.

2. AðkomaÞað er alltaf gott ef tekst að fanga vel athygli áheyrenda í upphafi hugleiðingar. Gott er að vísa til einhvers úr reynsluheimi barnanna og hjálpa þeim þannig að tengja við boðskapinn sem þið viljið flytja. Stundum er hægt að nota leiki eða annað efni úr hugmyndabanka sem aðkomu. Einnig er mikilvægt að huga að því hvernig hugleið- ingar tengjast innbyrðis. Hægt er að nota þemahugmynd boðunar-efnisins sem aðkomu og einnig til að rifja upp og tengja sögurnar saman.

3. Hugleiðing og skýringarLangflestar hugleiðingarnar eru þannig uppbyggðar að fyrst er atburðarrás sögunnar rekin, síðan eru ýmsar upplýsingar sem leiðtoginn getur nýtt sér við undirbúninginn en þær eiga ekki alltaf erindi í hugleiðinguna. (Þær upplýsingar eru gefnar upp undir yfirskriftinni Skýringar.) Yfirleitt er frásagan í brennidepli. Mikilvægt er að koma henni vel til skila þannig að hún lifi sem lengst með barninu. Hugið vel að undirbúningnum. Vandið orðaval. Gætið þess að útskýra þau orð sem börnin skilja ekki. Hugið vel að fjölbreytni þegar sögurnar eru sagðar. Það er hægt að nota glærur, loðmyndir, leikræna tjáningu og hlutbundna kennslu til að styrkja sögurnar. Gætið þess að hafa hugleiðingarnar sem fjölbreyttastar. Hægt væri að ákveða að byrja á loðmynda- hugleiðingu, því næst að nota glærur og á þriðja fundinum að reyna leikræna tjáningu, svo dæmi sé tekið.

4. SamantektÍ lokin skal draga saman aðalatriði hugleiðingarinnar. Munið að boðskapurinn á að móta uppbygginguna. Samantektin á ekki að koma með ný atriði, heldur minna á það sem mikilvægast er í hugleiðingunni: boðskapinn og hvernig hann getur tengst börnunum í daglegu lífi þeirra.

5. ViðaukiEfninu fylgir örlítill viðauki. Þar er að finna myndir sem tengjast þema-hugmyndinni, nótur að bænasöng og hugmyndir til að kenna minnis-vers. Mikilvægt er að huga að því hvernig þetta efni tengist hugleiðin-gunni og samverunni í heild áður en ákveðið er að nota það.

6. MinnisversGott er fyrir börnin að festa sér í minni orð úr Biblíunni. Versin eru yfirleitt stutt og einföld. Tilvalið er að rifja upp vers sem þegar hafa verið lærð áður en nýtt er kynnt til sögunnar. Það fylgir eitt min-nisvers fyrir hvern mánuð. Auk þess eru hugmyndir í viðauka um það hvernig er hægt að kenna minnisvers með skemmtilegum og einföldum leikjum.

7. HugmyndabankiYfirleitt fylgja síðan einhverjar hugmyndir á eftir hugleiðingun-ni. Sumar af þessum hugmyndum henta vel sem aðkoma að hugleiðingunni. Skoðið vel þetta efni og sjáið hvernig þið getið sem best nýtt ykkur það. Það getur skipt miklu máli hvort það fylgi hugleiðingu eða sé notað sem aðkoma. Stundum er efnið frekar miðað við annað kynið en þá má aðlaga það og breyta um kyn ef það þjónar tilgangi. Ef efnið er fjörugt þá er mikilvægt að fara ekki í það rétt fyrir hugleiðinguna þar sem reynt er að skapa helgi og andrúmsloft fyrir íhugun Guðs orðs.

8. Hugmynd að þemaEfninu fylgir hugmynd sem má nota til að tengja saman efni fundanna. Hugmyndin er svipuð og í efni vorannar, þ.e.a.s. kort sem ætti að auðvelda börnunum að setja sig inn í söguna. Þemahugmyndin er útfærð nánar á næstu síðu. 9. Leslisti fyrir leiðtogaGefnir eru upp nokkrir ritningarstaðir sem leiðtoginn er hvattur til að lesa við undirbúning hugleiðingar þar sem þurfa þykir. Ritningarstaðirnar hafa þann tilgang að varpa ljósi á hugleiðingatextann. Reynt er að gefa upp texta sem varpa ljósi á bakgrunn Ísraelsmanna, texta sem útskýra hvað skipti þá mestu máli. Hvað mótaði sjálfsmynd þjóðarinnar, stjórnun, daglegt líf og trúariðkun. Þetta gegnir svipuðum tilgangi og skýringarnar, að hjálpa leiðtoganum að átta sig betur á textunum.

10. StarfsgagnalistiGott er að hafa ólíkar leiðir í huga við miðlun frásagnanna. Efninu fylgir yfirlit yfir filmræmur (F), loðmyndir (L) og glærur (G). Það þarf að gæta þess að líta vel á efnið áður en það er notað og sjá hvernig það tengist hugleiðingarefninu. Ekki er alltaf sjálfsagt að hugleiðing boðunarefnisins og uppröðun starfsgagnanna lúti sömu röð. Leiðtoginn þarf því bera þetta tvennt saman og taka eigin ákvarðanir. Efninu fylgja líka power-point glærur fyrir nokkrar valdar sögur.

11. SöngvarTillögur að söngvum fylgja efninu. Söngvarnir eru endurteknir reglulega þannig að vonandi mótast kjarni laga sem börnin ná að tileinka sér. Varla þarf að taka fram að þessar tillögur eru ekki bindandi. Vonandi verða leiðtogar duglegir að bæta við þennan lista og velja lög eftir efni og aðstæðum. Stundum hefur verið notast við misserissöng. Gaman væri að nota Drottinn er minn hirðir í slíkum tilgangi. Sá texti tengist Davíð konungi. Aðrir söngvar eiga líka uppruna sinn í Davíðssál-mum. Einnig er lagt til að bænasöngurinn Kæri faðir, kenndu mér að biðja verði endurvakinn. Þórarinn Björnsson samdi nýtt lag við ljóð sr. Friðriks Friðrikssonar og var söngurinn notaður sem misserissöngur 1989. Nótur af laginu fylgja í viðauka.

Uppbygging boDunarefnisins

Page 5: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

5

Það getur verið afar mikilvægt að halda í hefðir og venjur. Þær veita öryggi og hjálpa börnunum að læra hvað er viðeigandi hegðun á fundum. Það gefur leiðtogum og börnum einnig tilfi nningu fyrir samfellu í starfi nu, þ.e.a.s. allir vita að hverju þeir ganga. Hefðir eins og bænasöngur, upphafsbæn, trúarjátning eða hugleiðingasöngur geta líka öll þjónað þeim tilgangi að undirbúa hugi þátttakenda undir það sem í vændum er. Auk þess veita hefðir leiðtogum bæði aðhald og hjálp við skipulagningu samverustunda. Hefðir og venjur geta einnig orðið til þess að traust foreldra og annarra sem fylgjast með starfi nu aukist. Áður en samverustund er lögð í Guðs hendur í bæn er gott að syngja bænasöng. Áður en hugleiðing hefst er gott að syngja hugleiðingarsöng, á eftir honum má kveikja á kertum og fara um leið með minnisvers. Á eftir hugleiðingu er tilvalið að fara með Faðir vor. Á sumum starfsstöðum er lokasöngur. Það er góð hefð. Það er mikilvægt að starfsfólk KFUM og KFUK sé samhent í því að skapa hefðir með því að bera virðingu fyrir þeim. Þá skilja börnin enn frekar mikilvægi þeirra. Það er mikilvægt að muna að hefðir skipta máli fyrir félög eins og okkar. Hluti af því sem er heillandi við starfi ð er að vissar hefðir halda sér og sameina foreldra og börn þegar rætt er um starf okkar.

HefDir og venjur I starfinu

Síðasta starfsvetur voru þemahugmyndir með boðunarefninu. Þær hafa sannað gildi sitt. Þær hjálpa börnunum við að tileinka sér efnið og auðvelda upprifjun á sögunum.

KortÞemahugmyndin að þessu sinni er af sama meiði og á vorönninni. Notast er við kort og myndir færðar inn á hverjum fundi. Þær hjálpa börnunum að skilja vegalengdir og sögusviðið. Kortið verður til þess að þau geri sér grein fyrir að atburðirnir hafi átt sér stað á ákveðnum tíma og rúmi. Sögurnar fá því heildarsvip og verða ekki einangraðar hvor frá annarri. KFUM og KFUK ætlar að útbúa kort sem verður dreift á starfsstöðvarnar.

Kaspían konungssonÍ sumar var sýnd kvikmynd eftir annarri af Narníubókunum. Í fyrra var stungið upp á fyrstu bókinni, Ljónið, nornin og skápurinn, sem framhaldssögu.Tilvalið væri að lesa Kaspian konungsson núna. Oft er hægt að tengja við efni hugleiðinganna og má fi nna dæmi um slíkt í hugmyndabanka boðurnarefnisins.

IPemahugmynd

Page 6: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

6

IP1Boðskapur: Guð er traustsins verður.

Aðkoma: Látið börnin undirbúa eigið ættartré. Segið síðan að í vetur ætlum við að heyra sögu af ættum sem eiga sér merkilega sögu. Fyrst heyrum við af konu einni sem lagði allt sitt traust á Guð.

Hugleiðing

1. Eitt sinn var kona sem hét Naómí. Hún hafði misst mann sinn og syni. Naómí var á leið heim til sín eftir að hafa búið í öðru landi í tíu ár. Með henni í för voru tengdadætur hennar. Þær hétu Orpa og Rut. Þegar þær voru komnar nokkuð áleiðis þá bað Naómí þær um að snúa við og fara aftur til fólks síns, þakkaði þeim allt sem þær höfðu gert fyrir hana og hvatti þær til að finna sér nýjan mann og nýtt heimili. Síðan kvaddi hún þær. En Orpu og Rut þótti vænt um Naómí og vildu ekki yfirgefa hana. Naómí útskýrði fyrir þeim að ef þær myndu ekki snúa við þá gætu þær ekki eignast nýja menn og nýtt heimili og þá yrðu þær í vandræðum og ítrekaði síðan að þær ættu að snúa aftur. Þeim þótti þetta öllum vera erfið kveðjustund. Orpa fór síðan og kvaddi Naómí með kossi. Rut var ekki haggað hún sagði: Þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð. Rut hét tengdamóður sinni ævarandi tryggð og sagði henni að það þýddi ekki að reyna að telja hana á að yfirgefa hana.

2. Þær fóru því saman frá landinu Móab til borgarinnar Betlehem i Ísrael (sýna á korti). Rut hélt út í óvissuna með teng-damóður sinni. Þær voru ekki með vinnu eða vísa tekjulind. Þær komu í byrjun bygguppskerunnar. Rut ákvað að reyna að fá að tína upp kornöx sem féllu til. Þær gætu síðan nýtt sér það til matargerðar. Rut hélt út á akurinn og byrjaði að tína. Þegar hún hafði verið að í einhvern tíma bar eiganda akursins að. Hann hét Bóas. Hann spyr kornskurðarmenn sína hver þessi stúlka sé. Þeir segja honum að hún hafi komið með Naómí frá Móab. Þeir hafa síðan sagt Bóasi frá því hversu vel Rut hafði reynst Naómí. Bóas sagði vinnumönnum sínum þá að þeir ættu að reynast Rut vel og hann sagði þeim að missa meira fyrir hana að tína! Hann bauð henni einnig að borða með þeim og bað hana að halda sig eingöngu við akurinn hans þegar hún tíndi.

3. Þegar Rut snéri aftur heim sá Naómí strax að þetta var meira en búast mátti við og spurði því hvaða góði maður hafi leyft henni að tína. Rut sagði henni að hann héti Bóas. Naómí þekkti hann þar sem hann var skyldur eiginmanni hennar sáluga. Málin þróuðust síðan þannig að Bóas og Rut fengu að eigast. Það varð til þess að staða Rutar og Naómí varð aftur góð. Þau eignuðust síðan saman dreng sem var nefndur Óbeð. Hlutskipti þeirra var nú allt annað. Rut og Naómí höfðu haldið í ferðalag og treyst því að Guð myndi sjá fyrir þeim. Hann reyndist trúr. Rut sýndi Naómí mikla trúfesti og við getum lært mikið af henni. Sagan sem við heyrðum í dag hófst í vonleysi en í lokin var hún full af von og góðum fréttum.

vi ad hvert sem u ferd angad fer eg

- RutRutarbók

IP

IP

Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. (Slm 37.5)

Page 7: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

7

Skýringar

MóabítarMóabítar voru afkomendur Lots (1Mós 19.27) og voru því fjarskyldir ættingjar Ísraelsmanna, Þeir höfðu þó ekki tekið vel á móti Ísrael-smönnum þegar þeir komu frá Egyptalandi (4Mós 21.29). Snemma á dómaratímabilinu hafði Eglón, konungur í Móab náð Ísraelsmönnum á sitt vald og látið þá þjóna sér í átján ár (Dóm 3.14).

Að týna upp kornöxRut týndi kornöxin þannig að hún og teng-damóðir hennar gátu framfleytt sér. Þetta verk þótti ekki hæfa öllum og sýnir neyð þeirra. Magnið sem Rut kom heim með hefur verið metið sem jafnvirði launa fyrir tvær vikur.

Söngvar

Drottinn Guð er styrkur minn og lofsöngur

Drottinn er minn hirðir

Fel Drottni vegu þína

Kæri faðir, kenndu mér að biðja

Fús ég, Jesús, fylgi þér

Starfsgagnalisti

FT-35 Rut

L-2 Rut

L-35 Guð ber umhyggju fyrir okkur - 2, Gt

Power Point glærur fylgja með boðunarefninu á geisladiski.

Leslisti fyrir leiðtoga

Slm 17.8 Varðveit migSlm 36.6-11 Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó Guð3Mós 23.22 Skilja afgang eftir handa fátækum5Mós 24.19-22 Aðkomumaðurinn, munaðarleysinginn og ekkjan

Hugmyndabanki

ÆttartréHægt er að láta börnin útbúa eigið ættartré og nota síðan sem aðkomu. Ræða örlítið um ættartengsl og segja síðan frá því að efni vetrarins sé ættarsaga. Farið varlega í að biðja börnin um útskýringar á ættartrjám sem þið eigið erfitt með að skilja vegna flókinna fjölskyldutengsla. Leyfið börnunum engu að síður að gera sínar útfærslur hvort sem um líffræðileg tengsl er að ræða eða ekki.

Búið til myndasögu um RutTeiknið útlínur á karton og fyllið upp í svæðin með því að klippa litaða búta. Hægt er að nota blandaða tækni. Það má teikna og einnig klippa út myndir úr blöðum. Notið hugmyndarflugið. Hægt er að skipta börnunum í hópa og úthluta þeim ákveðnum hluta sögunnar og enda síðan á því að tengja alla hlutana saman.

Page 8: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

8

2Boðskapur: Guð heyrir bænir okkar.

Aðkoma: Ræðið við börnin almennt um bæn. Eru þau vön að biðja? Segið síðan að í dag ætlum við að heyra sögu af konu sem var stöðug í bæn sinni.Minnisvers:

Hugleiðing

1. Eitt sinn fyrir langa löngu bjó kona sem hét Hanna í borg sem hét Rama. Hún var óbyrja, það þýðir að hún gat ekki átt börn. Hún var afar leið yfir því. Maðurinn hen-nar, Elkana, átti einnig aðra konu, sem hét Peninna, og með henni átti hann börn, bæði syni og dætur. Hanna var óánægð með að geta ekki átt börn. Pennina gerði henni erfiðara fyrir með því að gera lítið úr henni vegna ástands hennar.

2. Annað sem olli Hönnu áhyggjum var hvernig var komið fyrir þjóð hennar. Ísraelsmenn voru búnir að gleyma Guði þrátt fyrir að hann hefði leitt þá út úr eyðimörkinni og til fyrirheitna landsins. Þeir gerðu ekki lengur það sem var rétt heldur breyttu ranglega. Á hverju ári fór hún til borgar sem hét Síló og þar sá hún með eigin augum hversu alvarlegt ástandið var. Hún var óánægð með að horfa upp á þjóð sína í þessu ástandi.

3. Hanna var dugleg að biðja til Guðs og setti traust sitt á hann. Hún lagði bæði áhyggjuefni sín fram fyrir Guð í bæn. Hún lagði allt í hendur Guðs. Hanna hét því að ef hún myndi eignast son þá yrði hann helgaður Guði og myndi vinna í musterinu. Hann yrði þjónn Guðs. Hanna vonaðist til þess að hann myndi leiða Ísraelsmenn úr því ástandi sem þeir voru í. Hann gæti reynt að koma öllu í rétt horf aftur.

4. Guð svaraði bæn Hönnu og gaf henni son. Hún var mjög glöð því hún hafði lengi verið á bæn og lofsöng nú Drottin. Hún stóð síðan við sitt og fór með drenginn í musterið. Þar tók Elí á móti honum. Elí var prestur í musterinu og hann sá um að kenna Samúel og ala hann upp. Hanna heimsótti Samúel reglulega í musterið. Hún færði honum reglulega nýja yfirhöfn sem hún hafði útbúið handa honum. Elí blessaði Hönnu og mann hennar Elkana og bað þess að þau mættu eignast annað barn. Það varð og Hanna eignaðist þrjá syni og tvær dætur til viðbótar. Hanna var stöðug í bæninni og Guð svaraði henni og veitti henni ósk hennar.

Drottinn heyrdi ba n mina- Hanna1Sam 1

e

Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. (Slm 37.5)

Page 9: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

9

Skýringar

Hanna og MaríaÞað er margt sem þær eiga sameiginlegt. Hugsanlega þekkti María til sögunnar af Hönnu. Hlutskipti þeirra er að eiga syni sem gegna mikilvægu hlutverki. Það er gaman að lesa sögur þeirra og veita því athygli þegar þær minna hvor á aðra.

Skömm fylgdi barnleysi Peninna nýtti sér stöðu Hönnu til að gera lítið úr henni. Það var litið á börn sem blessun frá Guði og barnleysi gat ollið sambandsslitum og miklum erfi ðleikum. Á síðasta starfsári var sagt frá Elísabetu og Sakaría sem áttu Jóhannes skírara i hárri elli. Elísabet sagði að smánin hefði verið fjarlægð þegar hún eignaðist loks barn.

Söngvar

Drottinn Guð er styrkur minn og lofsöngur

Drottinn er minn hirðir

Fel Drottni vegu þína

Kæri faðir, kenndu mér að biðja

Fús ég, Jesús, fylgi þérLeslisti fyrir leiðtoga

4Mós 6.1-21 Reglur um Nasaríea5Mós 21.15-17 Ef maður á tvær konurDóm 13.4-5 Fæðing Samsonar1Sam 2.1-10 Lofsöngur HönnuLúk 1.46-55 Lofsöngur Maríu

Page 10: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

10

3Boðskapur: Guð felur börnum hlutverk og vill að þau hlusti eftir orði sínu.

Aðkoma: Ræðið við börnin hvort það sé alltaf tekið mark á þeim. Er stundum látið sem þau séu ekki jafn mikilvæg og fullorðnir. Guð lítur ekki þannig á eins og við munum fá að heyra um í sögu dagsins.Minnisvers:

Hugleiðing

1. Samúel lærði af Elí hvað hann átti að gera í musterinu. Hann hefur líklega byrjað á því að læra einföldu verkin. Elí hefur líklega sagt honum sögur af Abraham, Jósef og Móses. Þannig hefur Samúel kynnst því að staðurinn sem hann bjó í tengdist sögu Ísraelsþjóðarinnar. Elí átti syni sem hefðu átt að taka við af honum sem prestar en þeir gerðu ekki það sem var rétt, þeir sýndu musterinu og því sem heilagt var lítilsvirðingu. Þeir voru óhlýðnir.

2. Þegar Samúel var búinn að dvelja um nokkurt skeið í musterinu og læra ýmislegt um hvernig hann átti að bera sig að berst honum kall um miðja nótt. Hann er viss um að Elí sé að kalla á hann. Hann hleypur því til Elí og segir: Hér er ég, þú kallaðir á mig. En Elí svaraði: Ég kallaði ekki, farðu aftur að sofa. Samúel hlýddi því en þá endurtók sig leikurinn. Þegar þetta gerðist í þriðja sinn áttaði Elí sig og sagði við Samúel að ef þetta gerist aftur þá skaltu svara: Tala þú, Drottinn, því að þjónn þinn heyrir. Elí áttaði sig á því að Guð vildi koma skilaboðum til Samúels.

3. Þegar þetta gerðist næst fór Samúel eftir ráðleggingum Elí. Þegar hann heyrði að Guð var að kalla á hann sagði hann: Tala þú, Drottinn, því að þjónn þinn heyrir. Guð hafði valið Samúel til að taka við af Elí. Samúel átti að láta vita að synir hans ættu ekki að taka við preststarfinu í musterinu. Guð valdi Samúel, ungan dreng, til að vera framtíðarleiðtogi þjóðar sinnar. Samúel sneri þjóð sinni til hlýðni við Drottin. Hann var andlegur leiðtogi Ísraelsmanna, útnefndi og svipti konunga völdum. Móðir hans hafði beðið Guð um leiðtoga og nú var bænasvarið komið.

4. Samúel hlustaði á orð Guðs. Hann gaf gaum að því og varðveitti það í hjarta sínu. Guð var með honum í öllum hans verkum og vakti yfir honum. Guð vill fela börnum hlutverk. Samúel var líklega ekki nema tólf ára þegar Guð útvaldi hann til að leiða þjóðina. Lærum af Samúel að hlusta eftir orði Guðs og vilja. Guði er umhugað um börnin og við þurfum ekki að vera gömul til að þjóna Guði.

Tala u, Drottinn, vi ad jonn inn heyrir

-Samúel1Sam 3

IP IPIP IP

Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. (Slm 37.5)

Page 11: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

11

Skýringar

MusteriHelgidómur Gyðinga á svipaðan hátt og kirkjan er hjá okkur.

Á þessum tíma var orð Drottins sjaldgæftÞað kemur ekki á óvart að orð Drottins hafi sjaldan borist á þessum tíma. Líkt og þegar hefur verið rakið var þessi tími niðurlægingartími. Menn gleymdu Guði og voru ekki móttækilegir fyrir orði hans. Rut og Hanna voru áberandi undantekningar og þeirra hlutverk er að koma af stað uppgangstíma þar sem orð Drottins var ekki lengur sjaldgæft. Nú er mikið í vændum.

Söngvar

Drottinn Guð er styrkur minn og lofsöngur

Drottinn er minn hirðir

Fel Drottni vegu þína

Kæri faðir, kenndu mér að biðja

Frelsarinn góði

Starfsgagnalisti

Power Point glærur fylgja með boðunarefninu á geisladiski.

Leslisti fyrir leiðtoga

2Mós 25.16 Sáttmálstáknið2Mós 26.33 Örkin3Mós 24.1-4 LjósastikanSlm 84.5 Þeir sem búa í húsi þínu

Page 12: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

12

4Boðskapur: Sá sem auðmýkir sig frammi fyrir Guði verður upphafinn.

Aðkoma: Hafið þið heyrt sögur af fólki sem kemst úr fátækt til mikilla metorða? Sagan sem við heyrum í dag minnir á slíkar sögur. Við ætlum að heyra af fyrsta konungi Ísraelsmanna.

Hugleiðing

1. Þegar Samúel var orðinn gamall þurfti hann að velja sér eftirmann. Synir hans höfðu reynst slæmir stjórnendur. Núna vildi þjóðin fá konung eins og aðrar þjóðir. Þeir höfðu ekki haft konung áður. Guð sendi Samúel einn daginn þau skilaboð að hann myndi senda til hans ákveðinn mann daginn eftir sem hann ætti að smyrja til konungs.

2. Sál var ungur, glæsilegur maður. Faðir hans hét Kís. Hann sendi Sál til að leita að ösnum sem höfðu týnst. Þar sem leitin bar ekki árangur ákváðu Sál og vinnumaður sem með honum var að leita aðstoðar. Þeir höfðu gengið lengi og ákváðu að ráðfæra sig við spámanninn Samúel. Þeir voru sannfærðir um að hann gæti hjálpað þeim.

3. Þegar Sál og vinnumaðurinn nálguðust staðfesti Guð við Samúel að þetta væri maðurinn sem hann ætti að smyrja til konungs. Samúel sagði við Sál að hann ætti að snæða með honum. Hann ætti ekki að hafa áhyggjur af ösnunum því að þær væru fundnar. Samúel tilkynnti honum að hann ætti að verða konungur yfir Ísraelsþjóðinni. Þá varð Sál undrandi. Hann konungur! Það gat ekki verið. Hann hafði farið út að leita að ösnum án árangurs en þess í stað fengið tilboð um að verða konungur. Sál fannst hann ekki verðskulda þennan heiður. Ég er ekkert merkilegur, ég er af minnstu ættinni í Ísrael. Þetta getur ekki verið rétt, sagði Sál. Samúel var sannfærður um það og smurði hann til konungs.

4. Til þess að sannfæra Sál og undirbúa hann undir þetta nýja starf, sýndi Guð Sál þrjú kraftaverk. Eitt þeirra var það að Guð sendi anda sinn yfir hann, breytti hugarfari hans og gaf honum hæfileika til að hugsa viturlega. Nokkru síðar kallaði Samúel alla þjóðina saman. Hann sagði fólkinu að Sál hefði verið valinn til að vera konungur. Sál var enn ekki viss um eigið ágæti þar sem hann ákvað að fela sig. Því sóttu menn hann og þegar fólk sá hann kallaði það hástöfum: Lifi konungurinn.

5. Sagan af Sál sýnir okkur að Guð upphefur þá sem eru auðmjúkir. Við ættum að biðja Guð um að gefa okkur auðmýkt og visku. Sál var af lítilli ætt og hafði ekki hugsað um að komast til mikilla metorða. Hann var útvalinn til að vera konungur.

Sjaid ann sem Drottinnhefur valid ser.- Sál1Sam 9-10

Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. (Slm 37.5)

IP

Page 13: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

13

Skýringar

Að smyrja til konungsAð smyrja einhvern með olíu var algeng athöfn á tímum Gamla testamentisins. Konungar, prestar og spámenn voru allir smurðir til marks um að þeir væru útvaldir af Guði í ákveðin verkefni. Messías þýðir hinn smurði og hafði útvalningarblæ. Það átti við þann sem leysa átti heiminn undan syndum sínum. Kristur er gríska hugtakið fyrir Messías

Söngvar

Drottinn Guð er styrkur minn og lofsöngur

Drottinn er minn hirðir

Fel Drottni vegu þína

Kæri faðir, kenndu mér að biðja

Frelsarinn góði

Leslisti leiðtoga

1Sam 9.1-2 Lýsing á Sál1Sam 11.1-14 Sigur SálsDóm 6-8 Saga Gídeons

Page 14: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

14

5En nu skal konungdomur þinn ekki standa- Sál bregst1Sam 13-14

Boðskapur: Guð vill að við hlýðum boðum hans.

Aðkoma: Ef við erum beðin um að taka til í herberginu okkar og við búum eingöngu um rúmið en látum allt dótið liggja áfram á gólfinu og göngum ekki frá á skrifborðinu erum við þá búin að taka til? Erum við þá búin að hlýða skipuninni? Ef maður hlýðir ekki að öllu leyti þá hlýtur maður að vera óhlýðinn. Í dag heyrum við frá því hvernig Sál konungur ætlaði að hlýða Guði að hluta til en endaði með því að bregðast og vera óhlýðinn.

Hugleiðing

1. Sál var konungur í 42 ár. Sá tími var atburðaríkur. Sál hóf feril sinn í auðmýkt. Sem konungur þurfti hann að vera fyrirmynd allra Ísraelsmanna. Hann þurfti sérstaklega að sýna þeim mikilvægi þess að hlýða boðum Guðs. Eitt það fyrsta sem við heyrum af Sál er glæsilegur sigur hans í orrustu. Ísraelsmenn voru ánægðir þá. Fljótlega fór þó að halla undan fæti. Það kom í ljós að Sál var oft of bráður og tók fljótfærnislegar ákvarðanir.

2. Tveimur árum eftir að Sál varð konungur var hann að berjast við Filistea. Filistear voru óvinir Ísraelsmanna og áttu oft í útistöðum við þá. Hann setti þá undarlegar reglur sem komu syni hans Jónatan í vandræði. Í raun hefði átt að taka Jónatan af lífi en fólkið kom í veg fyrir það. Samúel var enn spámaður og framkvæmdi fórnir. Eitt sinn bað hann Sál um að bíða eftir sér með fórn sem hann átti að framkvæma. Samúel bað hann um að bíða eftir sér í sjö daga en rétt áður en Samúel kom varð Sál óþolinmóður og brenndi fórnirnar sjálfur. Það mátti hann ekki gera. Það var alvarleg yfirsjón og óhlýðni hjá Sál.

3. Sál hafði verið auðmjúkur þegar hann var útvalinn konungur. En þegar á leið var hann fljótfær og hlýddi ekki boðum Guðs. Hann tók margar rangar ákvarðanir vegna þess að hjarta hans var ekki lengur auðmjúkt. Samúel þurfti að segja honum að hann væri ekki þess verður að vera konungur lengur. Það var því þörf að finna nýjan konung og við heyrum af því síðar.

Kenn mér að gera vilja þinn,

því að þú ert Guð minn.

(Slm 143.10)

IP

Page 15: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

15

Skýringar

FilistearÞeir voru óvinir Ísraelsmanna og höfðu margvísleg áhrif á sögu þeirra. Ekki eingöngu eins og rakið var hér að framan. Davíð hlaut sína vegsemd af því að leggja Filisteann Golíat. Það var síðan í baráttu við Filistea sem Sál og sonur hans Jónatan létu lífi ð. Eftir lát þeirra var leið Davíðs greið að konungsembættinu. Það var síðan Davíð sem réðist gegn Filisteunum er þeir ráðgerðu að fanga hann. Eftir þá orrustu var vindurinn úr Filisteum.

FilisteaLand Filisteanna var við ströndina og helstu borgir þar voru Gasa, Askalon, Asdód, Ekron og Gat. Tilvalið er að benda börnunum á staðinn á kortinu þegar hugleiðingin er fl utt.

Söngvar

Drottinn Guð er styrkur minn og lofsöngur

Drottinn er minn hirðir

Fel Drottni vegu þína

Kæri faðir, kenndu mér að biðja

Enginn þarf að óttast síður

Leslisti leiðtoga

1Sam 14.47-52 Lýsing á konungdómi Sáls1Sam 15.10-35 Síðustu samskipti Sáls og Samúels

Page 16: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

16

6Madurinn ser ad ytra en Drottinn horfir a hjartad- Davíð 1Sam 16.1-13

Boðskapur: Maðurinn sér það ytra en Drottinn horfir á hjartað.

Aðkoma: Hvaða fólk er í uppáhaldi hjá okkur? Hvers veg-na? Ræðið við börnin um hvernig þau líta á aðrar man-neskjur. Guð lítur ekki á hið ytra, hann raðar ekki fólki upp eftir því í hvaða áliti það er hjá öðrum. Guði þykir vænt um alla og það getur komið á óvart hvernig hann lítur á hlutina eins og við heyrum í dag.

Hugleiðing

1. Samúel var leiður yfir því hvernig farið hafði fyrir Sál. Hann hafði bundið miklar vonir við hann en Sál hafði brugðist. Dag einn komu skilaboð til Samúels frá Guði. Guð sagði honum að fylla horn sitt af olíu því nú átti að smyrja annan til konungs. Guð sagði honum að fara til Betlehem og finna þar mann sem hét Ísaí (Rut var amma hans) og smyrja einn af sonum hans til konungs.

2. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir Samúel að smyrja annan konung án þess að Sál frétti af því Guð ráðlagði honum því að bjóða Ísaí til fórnarveislu. Samúel var spámaður og hélt athafnir. Hann fór því með kvígu til Betlehem og hélt þar fórnarathöfn og bauð Ísaí og sonum hans.

3. (Hér væri tilvalið að nota leikþáttinn úr hugmyndabankanum). Þegar Samúel sá einn sona Ísaí sem hét Elíab þá var hann sannfærður um að hann yrði glæsilegur konungur. Guð sagði þá við Samúel að hann ætti ekki að horfa á það ytra, þ.e.a.s. útlitið heldur hjartað. Synirnir voru leiddir fram fyrir Samúel en Drottinn lét Samúel vita hvort þeir væru konungsefni. Þegar sjö voru búnir að koma fram fyrir Samúel spurði hann Ísaí hvort hann ætti fleiri syni. Það vantaði þann yngsta því að hann var að gæta að kindunum.

4. Samúel lét senda eftir honum. Yngsti sonurinn kom, hann var rauðbirkinn, fagureygður og vel vaxinn. Drottinn sagði við Samúel: Stattu upp og smyrðu hann því að þetta er hann. Davíð var smurður til konungs og Guð var með honum frá þessum degi.

5. Það bjóst enginn við því að Davíð yrði smurður til konungs. Hann var látinn bíða fyrir utan. Sá ólíklegasti, sem reynt var að fela verður fyrir valinu. Guð þurfti að minna Samúel, sendiboða sinn á að hann liti á hjartað en ekki útlitið. Hann vissi að Davíð yrði góður leiðtogi. Gleymum því ekki að þessu er eins farið með okkur. Margir líta eingöngu á útlitið en það er hjartað sem skiptir öllu. Guð útvelur þá sem mönnum yfirsést.

Kenn mér að gera vilja

þinn, því að þú ert Guð

minn.

(Slm 143.10)

IP

Page 17: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

17

Hugmyndabanki

Ísaí og sjö synir hans - leikþáttur Ísaí og sjö synir hans sitja saman, án Davíðs. Samúel kemur og Ísaí tekur á móti honum. Samúel skoðar synina og segir: Þessi er a) stór, b) fallegur, c) sterkur, d) vitur, e)hugrakkur, f) fróður g) duglegur. (Bætið við orðum í kringum orð Samúels.) Lesari les 1Sam 16.7:Guð lítur ekki á það sem maðurinn lítur á. Maðurinn sér hið ytra en Drottinn horfir á hjartað.Samúel: Áttu ekki fleiri syni? Ísaí: Jú, ungan hirði.Samúel: Sendu einhvern eftir honum. Davíð kemur inn. Samúel: Þetta er hann Samúel smyr Davíð til konungs. (Úr Hirðinum september - desember 1985, með örlitlum breytingum)

Skýringar

Að smyrja til konungsSjá skýringu við hugleiðingu fjögur

Guð velur ólíklegar hetjurEins og kemur fram bæði í þessari sögu og öðrum í boðunarefninu þá velur Guð oft þá sem eru ekki hátt skrifaðir. Hann valdi aðflutta konu (Rut), börn (Samúel og Davíð) og fólk með litla ætt og metorð á bak við sig (Sál).

Leslisti leiðtoga

Rut 4.13-22 Tengsl Rutar við Davíð

Söngvar

Drottinn Guð er styrkur minn og lofsöngur

Drottinn er minn hirðir

Fel Drottni vegu þína

Kæri faðir, kenndu mér að biðja

Enginn þarf að óttast síður

Page 18: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

18

7Boðskapur: Launa illt með góðu.

Aðkoma: Hvað langar okkur að gera ef einhver gerir á okkar hlut? Viljum við hefna okkar? Í dag heyrum við hvernig Davíð bregst við ranglæti Sáls.

Hugleiðing

1. Sál hafði ekki stjórn á sér. Hann sóttist ekki lengur eftir því sem Guðs var. Hann virðist ekki hafa haft stjórn á sér. Þjónar hans lögðu það til að hann fengi einhvern til að leika á hörpu fyrir sig. Þeir voru sannfærðir um að það myndi róa hann. Sál samþykkti þá tillögu. Einhver af þjónunum þekkti til Davíðs og úr varð að hann hóf að leika á hörpuna sína fyrir Sál. Alltaf þegar Sál leið illa tók Davíð fram hörpuna og lék fyrir hann. Sál grunaði ekki að þarna fyrir framan hann væri framtíðarleiðtogi Ísraelsmanna.

2. Eftir því sem Davíð var lengur í þjónustu Sáls jukust vinsældir hans. Davíð lagði hinn risivaxna Filistea Golíat í einvígi og fólkið fagnaði honum innilega. Sál varð sjúklega öfundsjúkur í garð Davíðs. Hann lagði eitt sinn til hans með spjóti. Davíð náði að komast undan því. Ofsóknir Sáls ágerðust og þurfti Davíð að fara huldu höfði.

3. Davíð faldi sig í fjalllendi við Engedí. Sál var sagt af því. Hann lagði því af stað með þrjú þúsund manna hóp til að leita að Davíð og taka hann af lífi. Davíð faldi sig í helli. Sál gekk inn í þann helli og lagðist til hvíldar. Hann vissi ekki að Davíð var þar inni. Liðsmenn Davíðs hvöttu hann að drepa Sál þannig að hann gæti orðið konungur og rutt Sál úr vegi. Davíð gekk að Sál og var með sverð í hendi. Hann skar síðan bút úr skikkjunni hjá Sál. Menn Davíðs vildu að hann dræpi Sál en hann neitaði.

4. Þegar Sál vaknaði þá kallaði Davíð á hann. Hann sagði honum að þrátt fyrir að hann hefði getað drepið hann gerði hann það ekki. Hann sýndi honum síðan bútinn úr skikkjunni því til sönnunar. Þegar Sál sá þetta varð hann klökkur og þakkaði Davíð fyrir að þyrma lífi sínu. Hann viðurkenndi síðan að Davíð væri réttlátari en hann og ætti eftir að verða góður konungur.

Kenn mér að gera vilja

þinn, því að þú ert Guð

minn.

(Slm 143.10)

Drottinn launi er þad med godu sem u hefur gert mer i dag

IP IPIP

- Davíð þyrmir lífi Sáls1Sam 24

Page 19: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

19

Hugmyndabanki

Að flýjaÍ þennan leik þarf þó nokkuð pláss. Notið t.d. allan salinn sem fundurinn fer fram á. En gætið þess að afmarka svæðið vel áður en leikur hefst.

Fáið sjálfboðaliða til að vera hann. Allir þurfa að halda í þann sem er hann og mega eingöngu sleppa þegar hann segir lykilorðið. Sá sem er hann heldur handleggjum út frá öxlum og allir aðrir halda í handleggi hans eða í fingur. Sá sem er hann kallar upp nöfn, t.d. barna í hópnum eða úr sögum sem þau hafa heyrt en þegar hann kallar: „Sál“ verða allir að sleppa og hlaupa í burtu, ef sá sem er hann nær að klukka einhvern tekur hann við. Ef einhver sleppir of snemma situr hann hjá í eina umferð.

Hægt væri að hafa þennan leik sem skemmtiefni á fundi og vísa síðan til hans í hugleiðingu. Af hverju þurfti Davíð að flýja Sál?

(Byggt á leik nr. 28 úr Theme Games 2 eftir Lesley Pinchbeck)

Skýringar

Að launa illt með góðu Aðrar sögur koma inn á þessa hugsun. Tilvalið er að rifja lítillega upp söguna af Jósef þar sem hann launaði bræðrum sínum illt með góðu. Krafa Jesú var sú að við elskuðum óvini okkar.

Starfsgagnalisti

Power Point glærur fylgja með boðunarefninu á geisladiski.

Leslisti leiðtoga

1Sam 14.14-23 Davíð leikur á hörpuna fyrir Sál1Sam 18.1-4 Davíð og Jónatan1Sam18.6-16 Öfund Sáls í garð Davíðs1Sam 19 Aðrar ofsóknir Sál í garð Davíðs

Söngvar

Drottinn Guð er styrkur minn og lofsöngur

Drottinn er minn hirðir

Fel Drottni vegu þína

Kæri faðir, kenndu mér að biðja

Frelsarinn góði

Page 20: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

20

8Eg hef syndgad gegn Drottni- Davíð og Batseba2Sam 11.1-12.15

Boðskapur: Guð fyrirgefur syndir.

Aðkoma: Er erfitt að viðurkenna ef manni verða á mistök? Oft er það þannig að ef maður viðurkennir ekki mistök sín þá bætast fleiri við og ástandið versnar og versnar. Allir geta gert það sem er rangt og allir þurfa á fyrirgefningu Guðs að halda.

Hugleiðing

1. Davíð varð farsæll konungur. Hann var sigursæll í bardögum og ríki hans var stórt. Hann var vinsælli en allir aðrir konungar. Hann var það vinsæll að Ísraelsmenn voru alltaf að bíða eftir nýjum Davíð. Þeir vonuðu að einn dag-inn kæmi einhver sem væri jafn glæsilegur og Davíð sem gæti leitt þá og stjórnað. En allir menn geta gert það sem rangt er. Ef við gerum það sem er rangt þá er það kallað að syndga. Guð vill fyrirgefa öllum þeim sem koma fram fyrir hann í bæn og sjá eftir því illa sem þeir gera.

2. Um áramót var það siður konunga að fara í hernað. Davíð ákvað að fara ekki með en sendi annan í sinn stað að stýra hernaðinum. Davíð hélt kyrru heima fyrir. Eitt kvöldið leiddist honum aðgerðaleysið, fór fram úr fleti sínu og fór að ganga um á þaki konungshallarinnar. Þegar hann fór að svipast um sá hann fallega konu vera að baða sig. Davíð varð hrifinn af konunni og sendi strax mann til að spyrjast fyrir um hana. Konan hét Batseba og átti mann sem hét Úría. Davíð sendi eftir henni og svaf með henni.

3. Konan sendi Davíð síðan fljótlega skilaboð um að hún væri með barni. Davíð vildi ekki sjá af sér strax. Hann lét setja Úría, mann Batsebu, fremst í víglínuna í næsta bardaga og skipaði að þeir menn sem væru honum

næstir ættu að skilja hann einan eftir þannig að hann ætti við ofurafl að etja. Það var hræðilegt af Davíð að gera. Eftir að Úría hafði látist flutti Batseba í hús Davíðs, varð eiginkona hans og fæddi honum son. En það sem Davíð hafði gert var illt í augum Drottins.

4. Natan var spámaður. Guð sendi hann til Davíðs að hann mætti átta sig á því sem hann hafði gert. Natan sagði Davíð sögu af ríkum og fátækum manni. Ríki maðurinn átti fjölda sauða en tók eina lamb fátæka mannsins til að matreiða fyrir gest sinn. Þegar Davíð heyrði þessa sögu reiddist hann og sagði að maðurinn væri dauðasekur. Natan sagði: Þú ert maðurinn. Davið áttaði sig og sagði: Ég hef syndgað gegn Drottni. Nú játaði Davíð fyrir Guði að hann hafði syndgað gagnvart honum, Úría og Batsebu. Hann sá að það sem hann hafði gert var rangt.

5. Munurinn á Sál og Davíð var sá að Davíð iðraðist synda sinna. Það sem hann hafði gert var skelfilegt. Davíð sem var svo glæsilegur konungur gerði það sem var rangt í augum Guðs. Við erum öll í þessari stöðu. Við brjótum gegn Guði og öðrum mönnum í hugsunum, orðum og gjörðum. En þá getum við falið Guði allt og beðið hann um að fyrirgefa okkur syndir okkar.

Ég geymi orð þín í hjarta mínu svo að ég syndgi ekki gegn þér. (Slm 119.11)

Page 21: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

21

SöngvarDrottinn Guð er styrkur minn og

lofsöngur

Drottinn er minn hirðir

Fel Drottni vegu þína

Kæri faðir, kenndu mér að biðja

Enginn þarf að óttast síður

Fús ég, Jesús, fylgi þér

Skýringar

Lamb fátæka mannsinsÞað var ekki algengt meðal Ísraelsmanna að taka að sér lömb sem gæludýr. En ef lamb missti móður sína hefur það þurft á stuðningi að halda. Hugsanlegt er að hirðar hafi tekið að sér lömb og séð um þau. En lamb fátæka mannsins minnir á heimalninga. Þetta sýnir enn fremur andstæðurnar. Sá fátæki á eitt lítið lamb sem hann leggur sig fram um að hugsa sem best um á meðan ríki maðurinn lifir í allsnægtum.

Starfsgagnalisti

Power Point glærur fylgja með boðunarefninu á geisladiski.

Leslisti leiðtoga

Slm 51 Bæn Davíðs

Hugmyndabanki

Brotin gluggarúðaÍ ræðu sem sænski prinsinn Bernadotte hélt eitt sinn, gre-indi hann frá atviki sem henti hann í barnæsku. Þegar hann og bræður hans voru litlir, voru þeir ósköp venjulegir drengir sem léku sér með bolta, hlupu og ærsluðust. Dag einn gerðist óhapp. Bræðurnir voru í boltaleik í hallargarðinum í Stokkhólmi. Óskar bróðir hans sparkaði harkalega í boltann og boltinn skaust í aðra átt en til stóð. Andartaki síðar var ein hallarrúðan komin í mask. Umsjónarmaður hallarinnar kom samstundis út og tjáði drengjunum að nú ætlaði hann strax að finna föður þeirra, konunginn, að máli og segja honum hvers konar ribbalda hann ætti fyrir syni. Þeir hefðu brotið rándýra rúðu í höllinni. En hvað gerði Óskar prins? Jú, hann hljóp rakleitt inn á skrifstofu til föður sins. Sem konungssonur gat hann það. Hann sagði föður sínum allt af létta og hve honum þætti þetta leiðinlegt. Hann hafði ekki ætlað sér að brjóta rúðuna. Konungurinn strauk syni sínum um kollinn og sagði: „Mér þykir vænt um hve hreinskilinn þú ert og san-nur. Hafðu ekki áhyggjur af þessu. Þú mátt fara út að leika þér aftur, en gættu þess að vera ekki í boltaleik of nærri höllinni. “ Glaður í bragði hljóp Óskar aftur út til bræðra sinna. En á meðan beið umsjónarmaður hallarinnar í biðsalnum og beið eftir viðtali við konunginn. Hann þurfti að bíða drjúga stund áður en hann komst inn og gat sagt konungnum frá skammarstriki sonanna. Þegar konungurinn heyrði um brotnu rúðuna sagði hann einungis að hann væri búinn að gera það mál upp við Óskar son sinn. Í ræðu sinni kvaðst Bernadotte prins hafa dregið lærdóm af þessu atviki hvað varðaði trú sína á guð. Guð er faðir okkar og við megum kallast hans börn og sem börn Guðs megum við koma beint til okkar himneska föður með allt sem við gerum rangt. Í bæninni höfum við aðgang að náðarstóli Guðs. Við þurfum ekki að vera með neina tilgerð eða óþarfa hátíðleika.(Úr bókinni: 250 fortellinger for barn og unge. Mya halles-by tók saman. Birtist áður í Boðunarefni Landssambands KFUM og KFUK haustið 1991, Vilji Guðs og leiðsögn)

Page 22: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

22

9Faid hvorri sinn helming

- Salómonsdómur1Kon 3.5-28

Boðskapur: Guð gefur viskuna til að greina gott frá illu.

Aðkoma: Ef að við ættum okkur eina ósk, hver væri hún? Þið þekkið ef til vill sögur þar sem einhver strýkur lampa og úr lampanum kemur andi sem segist uppfylla óskir. Hvers óskar fólk sér? Í dag heyrum við af syni Davíðs og Batsebu og frá ósk hans.

Hugleiðing1. Salómon var sonur Davíðs og Batsebu og tók við konungdómi af föður sínum. Eitt sinn dreymdi hann draum. Guð birtist í draumnum og sagði: Segðu hvað þú vilt að ég gefi þér. Hvað ætli Salómon hafi valið? Hann hefði getað nefnt ýmislegt. Hann sagði að hann væri enn ungur og óreyndur og bað Guð um að aðstoða sig og gefa honum vilja til að hlýða þannig að hann gæti greint gott frá illu og stjórnað þjóðinni vel. Drottinn var ánægður með ósk hans og sagðist veita honum bæn hans.

2. Eitt af því sem konungur þurfti að gera var að skera úr málum. Eitt sinn komu tvær konur til hans með erfitt mál. Þær héldu því báðar fram að þær ættu sama barnið. (Hér væri hægt að fá einhverja til að leika konurnar og flytja samtölin). Sú fyrri útskýrði að þær búa í sama húsi og hafi báðar fætt barn með þriggja daga millibili. Sonur konunnar lést um miðja nótt og þá tók hún minn í staðinn og skildi hinn látna eftir hjá mér. Hin konan mótmælti og hélt hinu gagnstæða fram. Þetta var því erfið þraut sem Salómon þurfti að leysa en hann hafði beðið Guð um að gefa sér visku.

3. Salómon bað menn um að færa sér sverð. Þegar hann hafði fengið sverðið bað hann að barnið yrði skorið í tvennt og sagði: Fáið hvorri sinn helminginn. Hvernig ætli konurnar hafi brugðist við þessari undarlegu skipun? Konan sem átti barnið var að sjálfsögðu hrygg því móðurástin brann í brjósti hennar en hún sagði: Fáðu henni barnið sem lifir, láttu ekki deyða það. En þá sagði hin konan: Höggvið barnið í tvennt.Salómon sagði þá þjónum sínum að færa fyrri konunni barnið, því það var augljóst af kærleika hennar að hún var móðirin.

4. Þegar fólk heyrði hversu snjall Salómon hefði verið að kveða upp dóminn þá fylltist það lotningu. Fólk áttaði sig á því að Guð var með Salómon og hafði gefið honum visku til að greina á milli þess sem er rétt og rangt. Það að skera vel úr málum eða leysa farsællega úr erfiðum deilum hefur síðan verið kallað Salómonsdómur. Við getum einnig beðið Guð um að gefa okkur visku til að skera úr um hvað sé rétt og hvað rangt.

Ég geymi orð þín í hjarta

mínu svo að ég syndgi ekki

gegn þér.

(Slm 119.11)

Page 23: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

23

SöngvarDrottinn Guð er styrkur minn og

lofsöngur

Drottinn er minn hirðir

Fel Drottni vegu þína

Kæri faðir, kenndu mér að biðja

Fús ég, Jesús, fylgi þér

Frelsarinn góði

Hugmyndabanki

Orðskviðir og málshættirViska Salómons er m.a. tengd við Orðskviðina í Gamla testamentinu. Tilvalið væri að skoða Orðskviðina og tengja þá við íslenska málshætti. Það væri t.d. hægt að setja á blað íslenska málshætti öðru megin en Orðskviði Saló-mons hinum megin og láta síðan börnin tengja á milli. Annað sem hægt væri að gera væri að velja úr Orðskviði, skipta þeim á hópa og láta síðan börnin útbúa lát-bragðsleik sem túlkar merkingu þeirra á meðan hin giska.

Page 24: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

24

10Boðskapur: Guð hefur heitið því að senda okkur frelsara sem leysir okkur undan syndum okkar.

Aðkoma: Hafið þið lofað vinum ykkar einhverju? Viljið þið segja okkur hverju þið lofuðuð? Stóðuð þið við loforðið? Guð gaf okkur mönnunum loforð um það að hann myndi senda okkur frelsara.

Hugleiðing

1. Margir spámenn í Gamla testamentinu spáðu fyrir um frelsara. Hann átti að fæðast í Betlehem. Hann átti að vera af ætt Davíðs. Davíð var glæsilegur konungur líkt og við höfum heyrt um en sá sem koma átti var sá sem allir biðu eftir. Þrátt fyrir að konungarnir hafi verið glæsilegir þá var enn verið að bíða eftir honum sem höfðingjadómurinn átti að hvíla á. Þeim sem átti að frelsa heiminn.

2. Við höfum heyrt um synd Davíðs þegar hann tók Batsebu konu Úria. Sá sem koma átti í heiminn átti að vera syndlaus og deyja fyrir syndir okkar. Hann átti að vera fæddur af yngismær. Vitið þið hver þetta er? Þegar syndin kom í heiminn hafði Guð gefið mönnunum loforð um að senda þeim einhvern sem gæti leyst þá undan syndinni og frelsað þá. Loforð Guðs um frelsara rættist í Jesú. Guð er alltaf traustsins verður. Það sem Guð segir er satt og áreiðanlegt.

3. Jólahátíðin fagnar komu frelsarans. Hún er upphafið að einhverju stórkostlegu. Barnið sem kom í heiminn var sent til að lifa syndlausu lífi á meðal manna og sigra dauðann. Jesús kom í heiminn til þess að líða og þjást fyrir okkur. Okkar er að taka á móti þeim boðskap. Þau sem trúa á Jesú hafa eignast frelsara og hlutdeild í fyrirheiti Guðs.

vi ad barn er oss fa tt, sonur er oss gefinn

Ég geymi orð þín í hjarta mínu svo að ég syndgi ekki gegn þér. (Slm 119.11)

eIP

Page 25: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

25

Skýringar

Jólahugleiðing?Misjafnt er hversu lengi deildir KFUM og KFUK starfa. Huga þarf að því við flutning hugleiðingarinnar. Það er bæði hægt að tengja hana við jólaguðspjallið og eins er hægt að einblína á að Jesús var konungurinn sem beðið var eftir.

Söngvar

Drottinn Guð er styrkur minn og lofsöngur

Drottinn er minn hirðir

Fel Drottni vegu þína

Kæri faðir, kenndu mér að biðja

Fús ég, Jesús, fylgi þér

Enginn þarf að óttast síður

Leslisti fyrir leiðtoga

Jes 7.14 Sjá, yngismærMík 5.1 Spádómurinn um Betlehem1Mós 3.15 Fyrirheiti um afkvæmi1Mós 12.3 Allar ættkvíslir blessun hljóta

Page 26: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

26

Page 27: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

27

vidauki

Að kenna minnisvers Skrifið minnisversið sem á að læra upp á töflu. Látið öll börnin sitja fyrir framan töfluna og lesa minnisversið saman hátt og skýrt. Látið síðan þann sem er lengst til hægri í röðinni fá svamp til að stroka út eitt orð að eigin vali. Eftir að hafa strokað út orð þá lætur hann þann næsta í röðinni fá svampinn og sest aftast. Eftir að eitt orð hefur verið strokað út á hópurinn að fara aftur hátt og skýrt með minnisversið (einnig orðið sem strokað var út). Þá er næsta orð strokað út. Aftur er farið með minnisversið og sá þriðji í röðinni strokar út næsta orð. Að lokum verður búið að stroka öll orðin út en hópurinn ætti að kunna minnisversið. Þetta er einföld og skemmtileg leið til að gera minnisversið enn eftirminnilegra í gegnum leik. (byggt á leik 38 úr Theme Games 2 eftir Lesley Pinchbeck)

Gefið gaum að orði DrottinsFáið einn (eða fleiri) sjálfboðaliða og biðjið hann um að vinna eitthvað verk fyrir ykkur um leið og hann hlustar á þig kenna hópnum minnisversið. Verkefnið þarf að vera skýrt og krefjast athygli það gæti t.d. verið að flokka saman sokka úr stórri hrúgu af sokkum, útbúa samlokur á ákveðinn hátt, sópa drasl upp af gólfinu eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug. Hafið í huga aldur barnanna þegar þið veljið verkefnið og leggið áherslu á að það sé leyst vel af hendi.Síðan skulið þið kenna börnunum í salnum minnisvers fundarins með því að endurtaka það orð fyrir orð í nokkur skipti og láta þau hafa eftir á meðan sjálfboðaliðinn vinnur verkið sitt. Þegar sjálfboðaliðinn hefur lokið verkefninu sínu gefið honum þá gott klapp og biðið hann svo um að fara með minnisversið, honum mun þykja það mun erfiðara en börnunum sem sátu og hlustuðu. Hvers vegna? Hafið þið eitthvern tímann reynt að læra og horfa á sjónvarpið á sama tíma? Talið um mikilvægi þess að gefa gaum að orði Drottins. Gætið þess að gera ekki lítið úr barninu sem er valið. Leikurinn er ekki hugsaður til þess. Það er sniðugt að taka fleiri en einn upp þannig að þeir geti háð keppni sín á milli. (Byggt á leik 62 úr Theme Games 2 eftir Lesley Pinchbeck)

BiblíuleikurTil að hjálpa börnum að handfjatla Biblíuna. Hér er útlistuð æfing sem bæði er hægt að vinna í einrúmi eða í hóp. Skrifið nöfn bóka úr Biblíunni á litla blaðsnepla. Leggið á borð þannig að nöfnin snúi niður. Þátttakendur sitja með Biblíu við borð. Snúið við miða og lesið nafnið upphátt, t.d. 1. Samúelsbók. Um leið og þátttakandi finnur bókina stendur hann upp. Bíðið þar til allir hafa staðið upp. Þá hefst ný umferð og allir setjast með lokaða Biblíu fyrir framan sig. Byrjið einfalt. Veljið eingöngu 5-10 bækur til að byrja með. Þegar það er farið að ganga vel má bæta fleirum við. Einnig má leika með miðana á þann hátt að þeir snúi upp og þátttakendur fá það hlutverk að raða þeim í rétta röð. (Úr Vi leser Bibelen sammen eftir Marie Berg)

Page 28: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

28

Page 29: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

29

Heimildaskra

Deen, E., 1955: All the Women of the Bible. New York, Harper & Row.Fee, G.D. og Stuart, D., 2003 (3. útg.): How to Read the Bible for All Its Worth. Grand Rapids, Zondervan. Johnston, P. (Ritstj.), 2006: IVP Introduction to the Bible - Story, themes and interpretation. Nottingham, Inter-Varsity Press. McGrath, A.E., 2005: The NIV Bible Companion. London, Hodder & Stoughton.Pinchbeck, L., 2002: Theme Games 2. Bletchley,Scripture Union.Wallace, R.S., 2002: Hannah’s Prayer and It’s Answer. Edinburgh, Rutherford House.

Handbækur:Children’s Ministry Resource EditionIVP New Bible CommentaryNelson’s Complete Book of Bible Maps & Charts

Page 30: 2008-3 Fræðsluefni (haust)
Page 31: 2008-3 Fræðsluefni (haust)
Page 32: 2008-3 Fræðsluefni (haust)
Page 33: 2008-3 Fræðsluefni (haust)
Page 34: 2008-3 Fræðsluefni (haust)
Page 35: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

1 23 4

Page 36: 2008-3 Fræðsluefni (haust)
Page 37: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

5 67 8

Page 38: 2008-3 Fræðsluefni (haust)
Page 39: 2008-3 Fræðsluefni (haust)

9 10

Page 40: 2008-3 Fræðsluefni (haust)
Page 41: 2008-3 Fræðsluefni (haust)