60
FRÉTTASKÝRINGAR Í FRÉTTATÍMANUM: Á GRÆNLANDI ER FRELSI TIL AÐ VERA TIL – BARN ÞARF AÐ GANGA Í TVO LEIKSKÓLA – GJALDTAKA AF FERÐAMÖNNUM ÓKEYPIS Rekur bóndabæ í Tansaníu Aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, Anna Elísabet, á bóndabæ í Tansaníu þar sem hún rekur ferðaþjónustu og ræktar ávexti og grænmeti. Hún er heilluð af Afríku og langar nú að hjálpa konunum í þorpinu að verða sjálfstæðari. SÍÐA 26 22 Fimm drengja faðir og fyrrum pylsusali Gunnar Bragi utanríkisráðherra á fimm syni og hefur starfað sem pylsusali. Hann fékk á yngri árum að fara í tónleikaferðalög með sveitunga sínum úr Skagafirði, Geirmundi Valtýssyni. 28.—30. mars 2014 13. tölublað 5. árgangur Ræktin mín er djammið Júlíus tileinkaði líf sitt landnámshænunni. Lifir fyrir hænur 30 VIÐTAL 56 DÆGURMÁL Ásdís María er ekki með bílpróf HELGARBLAÐ Frelsi til að vera til Grænland er næsti nágranni Íslands en samt er Grænland framandi land í hugum margra Íslendinga. 20 VIÐTAL NÆRMYND HLÍÐASMÁRA 19, KÓP. | S. 585 4000 ALMERÍA PIERRE VACANCES *** Verð frá 89.499 á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð með tveimur svefnherbergjum. Verð frá 111.998 m.v. tvo fullorðna. Ferðatímabil: 1.-8. júlí NÝJAR VÖRUR KRINGLUNNI/SMÁRALIND PETE BOLUR 7990 Facebook.com/selected.island Instagram: @selectediceland Er nauðsynlegt að skjóta þá? 18 VIÐTAL Enn á ný beinast augu umheimsins að hvalveiðum hér við land sem víða eru litnar álíka hornauga og viðskipti með fílabein og aðrar afurðir dýra í útrýmingarhættu. Viðskiptahættirnir eru jafnframt sagðir draga dám af svartamarkaðsbraski eða smygli. Verndarsinnar beina í auknum mæli spjótum sínum að persónulegum hagsmunum Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals. Kristján gerir lítið úr hvalverndunarsinnum sem mótmæltu við bás HB Granda á sjávarútvegssýningu í Boston á dög- unum og segir að „þetta „anti-everything“ lið hafi stundað mótmæli um allt mögulegt í áraraðir“. FRÉTTASKÝRING KRISTJÁN LOFTSSON OG HVALVEIÐAR HANS ENN Á NÝ Í KASTLJÓSINU

28 03 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttatíminn, Frettatiminn, news, newspaper, Iceland

Citation preview

Page 1: 28 03 2014

Fré

tta

ský

rin

ga

r í

Fr

étta

tím

an

um

: Á G

ræn

lan

di e

r Fr

elsi

til

ver

a t

il –

Ba

rn þ

arF

Ga

nG

a í

tvo

lei

kskó

la –

Gja

ldta

ka a

F Fe

rða

nn

um

ókeypis

rekur bóndabæ í tansaníuaðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, anna elísabet, á bóndabæ í tansaníu þar sem hún rekur ferðaþjónustu og ræktar ávexti og grænmeti. Hún er heilluð af afríku og langar nú að hjálpa konunum í þorpinu að verða sjálfstæðari.

síða 26

22

Fimm drengja faðir og fyrrum pylsusaliGunnar Bragi utanríkisráðherra

á fimm syni og hefur starfað sem pylsusali. Hann fékk á yngri árum

að fara í tónleikaferðalög með sveitunga sínum úr skagafirði,

Geirmundi valtýssyni.

28.—30. mars 201413. tölublað 5. árgangur

ræktin mín er djammið

júlíus tileinkaði líf sitt landnámshænunni.

Lifir fyrir hænur

30Viðtal

56

Dægurmál

Ásdís maría er

ekki með bílpróf

H e l g a r b l a ð

Frelsi til að vera tilGrænland er næsti nágranni íslands en samt er Grænland framandi land í hugum margra íslendinga.

20 ViðtalnærmynD

HLÍÐASMÁRA 19, KÓP. | S. 585 4000

ALMERÍAPIERRE VACANCES ***

Verð frá 89.499á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð með tveimur svefnherbergjum. Verð frá 111.998 m.v. tvo fullorðna. Ferðatímabil: 1.-8. júlí

NÝJARVÖRUR

K R I N G L U N N I / S M Á R A L I N D

PETE BOLUR7990

Facebook.com/selected.islandInstagram: @selectediceland

Er nauðsynlegt að skjóta þá?

a í

tvo

lei

kskó

la –

Gja

ldta

ka a

FFe

rða

nn

um Fimm drengja faðir

og fyrrum pylsusaliGunnar Bragi utanríkisráðherra

á fimm syni og hefur starfað sem pylsusali. Hann fékk á yngri árum

að fara í tónleikaferðalög með sveitunga sínum úr

18 Viðtal

Enn á ný beinast augu umheimsins að hvalveiðum hér við land sem víða eru litnar álíka hornauga og viðskipti með fílabein og aðrar afurðir dýra í útrýmingarhættu. Viðskiptahættirnir eru jafnframt sagðir draga dám af svartamarkaðsbraski eða smygli. Verndarsinnar beina í auknum mæli spjótum sínum að persónulegum hagsmunum Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals. Kristján gerir lítið úr hvalverndunarsinnum sem mótmæltu við bás HB Granda á sjávarútvegssýningu í Boston á dög-unum og segir að „þetta „anti-everything“ lið hafi stundað mótmæli um allt mögulegt í áraraðir“.

Fréttaskýring kristján loFtsson og Hvalveiðar Hans enn á ný í kastljósinu

Page 2: 28 03 2014

Slökkvum ljósin á laugardagskvöldReykjavíkurborg tekur þátt í Jarðarstund eða Earth hour í þriðja sinn með því að kveikja ekki götuljósin í borginni fyrr en kl. 21.30 laugardaginn 29. mars 2014.Jarðarstund er alþjóðlegur umhverfisvið-burður sjálfboðaliðasamtakanna World Wildlife Fund sem 7.000 þúsund borgir í 150 löndum taka þátt í. Margir hafa hug-ann við hlýnun jarðar af mannavöldum og þau áhrif sem meðal annars birtast í náttúruhamförum eins og ofsaveðri.Reykjavíkurborg hvetur um leið alla sem hafa forræði yfir upplýstum byggingum í borginni til að slökkva á lýsingunni þessa klukkustund svo fólk geti notið stundarinnar betur. Vitað er að ráð-húsið í Reykjavík, Perlan í Öskjuhlíð og aðalbygging Háskóla Íslands verða ekki upplýst.

Kjörið tækifæri myndast í hverfum borgarinnar til að leggja málefninu lið og hvetur Reykjavíkurborg fjölskyldur til að taka þátt með því að ræða saman við kertaljós hvernig þær geti lagt Jörðinni lið með breyttri hegðun, til dæmis breytt-um samgönguvenjum, bættri flokkun við endurvinnslu, dregið úr umbúðum og aukið sparneytni í orkumálum. -eh

12 ný störf á AkureyriNý verslun Lindex verður opnuð á Glerártorgi á Akureyri í ágúst, sú þriðja á Íslandi. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Eikar fasteignafélags og forráðamanna Lindex. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með nærri 500 verslanir í 16 löndum. Gera má ráð fyrir að um 12 ný störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina á Akureyri.„Þetta er okkar þriðja Lindex verslun á Íslandi og við erum öll full tilhökkunar að bjóða okkar tísku- og barnafatnað nýju við-skiptavinum okkar í höfuðstað norðursins,

sjáumst í ágúst!“ segir Johan Isacsson, yfirmaður umboðsmála hjá Lindex, í til-kynningu en hinar tvær eru í Smáralind og Kringlunni þar sem aðeins er boðið upp á barnaföt. Verslunin á Glerártorgi verður 470 fer-metrar, staðsett í norðurhluta Glerártorgs og mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex. -eh

Skuldalækkun eykur neyslu segir ASÍSkuldalækkunin, sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag, eykur ráðstöfunartekjur og hreina eign heimilanna og leiðir líklega til aukinnar neyslu, segir ASÍ í nýrri hagspá.„Aðgerðinni nú er ætlað að ná til fjölda heimila sem hvorki eru í skulda- né greiðsluvanda og því má búast við að þau heimili nýti sér það svigrúm, sem aðgerðin skapar þeim, til að auka neyslu sína," segir ASÍ. Í spánni segir að framundan sé ágætur hagvöxtur, 3,2-3,5% á ári fram til 2016 en vöxturinn byggist í of miklum mæli á neyslu en ekki verðmætasköpun.

Menntun Verkfall kennara hefur staðið í tólf daga og ekkert Miðar í ViðræðuM

Meira brottfall í verkföllum á vorin„Við sáum fleiri fara frá í verkfallinu 1995

heldur en árið 2000 og þá misstum við líka mikið af starfsfólki. Margir kennarar hættu í því verkfalli,” segir Yngvi Péturs-son, rektor Menntaskólans í Reykjavík.

Verkfall framhaldsskólakennara hef-ur nú staðið í tólf daga og ekkert miðar í kjaraviðræðum kennara og ríkisins. Margir hafa áhyggjur af því að fram-haldsskólanemendur muni hverfa frá námi dragist verkfallið á langinn.

Síðasta verkfall kennara í framhalds-skólum var haustið 2000 og stóð yfir frá 7. nóvember til 7. janúar. Að sögn Yngva

voru 742 nemendur skráðir í MR þegar verkfallið hófst og 726 nemendur skiluðu sér til prófa vorið eftir. Því hafa 16 nemendur hætt í skólanum, hvort sem þeir hafa hætt námi, farið í aðra skóla eða farið til útlanda í skiptinám, en skólinn hefur ekki upplýsing-ar um það.

Árið 1995 boðuðu framhalds-skólakennarar til verkfalls 17. febrúar og stóð það í sex vikur. Í upphafi skólaárs voru innrit-aðir nemendur í MR 929 talsins en 905

nemendur luku prófi. Því hafa 24 nemendur ekki lokið árinu.

Hafa ber þó í huga að verk-fallið 2000 var haustverkfall sem stóð ekki yfir um vorpróf og hafði því minni áhrif á náms-framvindu nemenda í bekkjar-kerfi, sem gera ekki upp hverja önn, heldur hvert ár.

Yngvi Pétursson rektor seg-ir að erfitt sé að meta brottfall verkfallsins 2000 vegna þessa en minnist þess að brottfallið

hafi verið meira í vorverkföllum. -hh

Þúsundir framhaldsskólanema eru í óvissu vegna verkfalls kenn-ara. Yngvi Pétursson rektor í MR segir að fleiri nemendur hafi hætt námi árið 1995 en árið 2000, en fyrra verkfallið var að vori til. Ljósmynd/Hari

Yngvi Pétursson, rektor Menntaskól-

ans í Reykjavík.

f oreldrum átta ára stúlku brá heldur betur í brún þegar þeim barst 85.000 króna reikningur

frá Appstore. Í ljós kom að dóttir þeirra, sem hafði leikið sér í iPad fjölskyld-unnar, hafði sér óafvitandi verslað fyrir háar upphæðir í gegnum leiki á netinu. Leikirnir sem um ræðir eru Monster Legends og Pet Shop Story og eru hann-aðir þannig að reglulega býðst leik-manni sá kostur að kaupa aukahluti eins og gimsteina og demanta til að öðlast meiri krafta eða fleiri stig og komast á hærri borð.

„Það eru bara þessir tveir leikir sem haga sér svona svo ég viti,“ segir Krist-björg Richter móðir stúlkunnar. „Hér á bæ hafa ógrynni leikja verið prófaðir og aldrei hef ég lent í öðru eins. Það þarf ekki einu sinni að setja lykilorð til að kaupa hluti í þessum leikjum.“ Kristbjörg taldi sig vissa um að hafa lokað fyrir þá valmöguleika að geta verslað í gegnum leiki á netinu. „Ég prófaði þetta sjálf og komst að raun um hvað þetta er auðvelt. Það þarf ekki annað en að ýta á glans-andi demanta og þá ertu búin að versla fyrir kannski 8.000 krónur. Annars var ég aðallega að spá í því að loka fyrir

bannaðar síður og að ókunnugir gætu sett sig í samband við hana í gegnum leiki og þess háttar,“ segir Kristbjörg sem finnst svona gróðastarfsemi dansa á velsæmismörkunum. „Þetta í raun bara glæpsamlegt.“

Samkvæmt upplýsingum frá Maclandi þarf að setja inn lykilorð áður en verslað er í Appstore, en lykilorðið dugar í 15 mínútur og á þeim tíma er hægt að versla fyrir háar upphæðir því fjársjóðirnir í leikjunum kosta frá 4 dollurum upp í 56 dollara. Ansi háar upphæðir geta því horfið á skömmum tíma í leikjum á net-inu. Starfsmenn Maclands benda foreldr-um á að ef slík tilfelli komi upp sé hægt að tilkynna það til Appstore og biðja í kjölfarið um endurgreiðslu frá Apple.

Einnig bendir Macland foreldrum á að hægt er að loka fyrir viðbótarkaup í gegnum hverskyns smáforrit (öpp) með því að fara í stillingar (settings) og þaðan í almennt (general) og þaðan í takmark-anir (restrictions). Þaðan er svo hægt að loka fyrir verslun innan smáforrita (in app purchases).

Halla Harðardóttir

halla@frettatiminn

tölVuleikir stúlka keypti óVart aukahluti í tölVuleikjuM

Fengu 85 þúsund króna reikning vegna leikja á iPadGrunlausir foreldar fengu 85.000 króna reikning frá Appstore eftir að dóttir þeirra keypti óafvitandi rándýra fjársjóði í leikjunum Monster Legends og Pet Shop Story.

Það þarf ekki annað en að líta á glansandi demanta og þá ertu búin að versla fyrir kannski 8.000 krónur.

Pet Shop Story leikurinn er mjög vinsæll en þar geta börn eytt háum

upphæðum ef ekki er lokað fyrir vissa valmöguleika innan stillinga tölvunnar.

2 fréttir Helgin 28.-30. mars 2014

Page 3: 28 03 2014

Þoran D

istille

ry

Þróun og fr

amleiðsla fyrs

ta fl

okks,

einmalts viskís ti

l útfl

utnings.

ERT ÞÚMEÐ HUGMYND?Nýsköpunarverkefnið Startup Reykjavík er að fara af stað í þriðja sinn. Allir sem eru með snjalla nýsköpunarhugmynd geta sótt um. Tíu bestu hugmyndirnar verða valdar og fá aðstandendur þeirra vinnuaðstöðu, 2.000.000 kr. í hlutafé frá Arion banka og 10 vikna þjálfun hjá mentorum.

Verður þín hugmynd með í ár?

Umsóknarfrestur til 30. mars.

Skráning og nánari upplýsingar á arionbanki.is.

Page 4: 28 03 2014

LEIÐIN TIL HOLLUSTUSkyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is.

www.skyr.iswww.skyr.is

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

Léttskýjað og hægur vindur, fremur miLt.

höfuðborgarsvæðið: A-golA og sólríkt.

víðast bjartviðri eða heiðríkja og hægur vindur. hiti að deginum, en næturfrost.

höfuðborgarsvæðið: skýjAð með köflum, en þurrt.

enn nánast heiðríkt um Land aLLt. hLýtt í sóLinni, en kóLnar á nóttunni.

höfuðborgarsvæðið: sól og meiri sól. Hiti Allt Að 7 til 8 stig.

Loks sól og vorblíðaBless vetur og velkomið vor ! þó við vitum vel að vorkoman sé skrykkjótt og ekkert víst um veðráttuna næstu vikur mun tíðin um helgina minna á vorið. Hæðarsvæði verður viðloðandi

við landi og vindur hægur, en A-átt með suðurströndinni. Að heita má þurrt um land

allt og lítið um ský, víða heiðríkja. Hiti þetta 4 til 7 stig yfir hádaginn, en næturfrost og eins frost á hálendinu. frábær skíðahelgi í vændum!

5

3 35

44

2 2-1

5

6

3 11

6

einar sveinbjörnsson

[email protected]

heimildarmynd um stúlkur í „ástandinu”Alma ómarsdóttir, fréttamaður á rÚV, er að leggja lokahönd á heimildarmynd sem fjallar um íslenskar stúlkur á tímum hernámsins á íslandi, með sérstaka áherslu á aðgerðir yfirvalda gegn þeim stúlkum sem umgengust hermenn. þar sem hana skortir fjármagn til að ljúka gerð myndarinnar óskar hún eftir fjár-stuðningi í gegnum karolinafund þar sem verkefnið kallast sviptar sjálfræði/the situation girls. þeir sem heita jafn-gildi 15 evra fá niðurhal af myndinni og þakkarpóst en þeir sem heita 100 evrum fá auk þess boð í frumsýningarpartí, þakkir á kreditlista og DVD-disk með myndinni.Á síðasta ári gerði Alma heimildamynd-ina „Maður verður að vera flottur/You have to look good“ sem var sýnd á reykjavík shorts & Docs þar sem hún

hlaut góðar viðtökur og hefur verið valin til að taka þátt í Alþjóðlegri kvik-myndahátíð kvenna, Wiff, í vor. -eh

fatlaðir fá þjónustu í reykjavík vegna verkfalls Borgarráð reykjavíkur hefur ákveðið að veita sérstaka tímabundna þjónustu við fatlaða framhaldskólanemendur vegna verkfalls í framhaldsskólum.öryrkjabandalag íslands fagnar ákvörðun borgarráðs og hvetur önnur sveitarfélög til að fylgja fordæminu. fatlaðir nemendur séu sérstaklega viðkvæmir fyrir verkfallinu því margir þeirra þurfi stöðuga þjónustu og eigi lítið eða ekkert félagslegt net utan skólans.

7.700 án atvinnu í febrúar7.700 landsmenn voru án vinnu og í atvinnuleit í febrúarmánuði, að sögn Hag-stofunnar. það jafngildir 4,2% atvinnuleysi. Atvinnuleysi var 4,6% hjá körlum en 3,9% hjá konum. í febrúar voru 173.700 manns við störf á íslenskum vinnumarkaði og er atvinnuþátt-taka talin 79,1% en hlutfall starfandi 75,7% og er þá miðað við fjölda landsmanna á aldrinum 16-74 ára sem eru 229.300 talsins. 91.600 karlar en 82.100 konur eru á vinnumarkaði. Hins vegar eru 48.000 landsmenn á aldrinum 16-74 ára utan vinnumarkaðar, 19.700 karlar en 28.300 konur. í þeim hópi eru m.a. allir þeir sem eru í fullu námi. -pg

s amfélags- og hönnunar-verkefnið Edengarðar Íslands er hugmynda-

fræði sem gengur út á að Ís-land verði sjálfbært með því að nota ódýru orkuna okkar til að framleiða matvæli á borð við ávexti og grænmeti, og þróa sjálfbæran iðnað með framleiðslu á iðnaðarhampi,“ segir Pálmi Einarsson iðn-hönnuður og oddviti Pírata í Kópavogi. Hugmyndina að Edengörðum fékk Pálmi áður en hann gekk til liðs við Pírata, þegar hann heyrði fréttir af samningaviðræðum um ódýra orku vegna kísilvers á Bakka. „Við höfum allt of lengi selt orkuna okkar á heildsöluverði til erlendra fjárfesta og þrátt fyrir að störf hafi skapast í stóriðju hefur fólkið í landinu ekki grætt á þessu. Í Edengörðum gætum við ræktað okk-ar eigin matvæli í upphituðum gróður-húsum, skapað fjölda starfa og fengið matvælin sem arð,“ segir hann en upp-haflega sá hann fyrir sér að fyrsta gróð-urhúsið gæti verið reist á Bakka í stað kísilversins.

Pálmi er fyrrverandi þróunarstjóri Össurar hf, hefur hátt í 20 ára reynslu af því að hanna sínar eigin hugmyndir og koma á markað, og í dag heldur hann fyrirlestur í tengslum við Hönnunar-Mars á Grand Hótel þar sem hann kynn-ir hugmyndina að baki Edengörðum. Þá segir hann að Píratar í Kópavogi munu halda hugmyndafræðinni á lofti auk þess sem hún hafi fengi jákvæðar undirtektir hjá Pírötum í Reykjavík og Hafnarfirði.

Pálmi segir að mikill meirihluti græn-

metis og ávaxta sem selt er á Ís-landi sé innflutt, jafnvel ekki í góðu ásigkomulagi, og að útgjöld heimila til matvæla myndu lækka ef hægt væri að framleiða það allt hér í gróðurhúsum sem ganga fyrir ódýrri orku. Þá leggur hann til að Edengarðar fái bændur í lið með sér til að framleiða iðnaðar-hamp til framleiðslu á einnota vörum sem ferðamenn og land-menn nota í stórum stíl, svo sem einnnota diska, bolla og poka.

„Iðnaðarhampur er fjölhæf planta sem meðal annars má framleiða úr prótein, pappír, ethanol til brennslu á díselvélum og snyrtivörur,“ segir hann.

Hugmynd Pálma er að sveitarfélög landsins fjármagni og fjárfesti í upp-byggingunni, og segir hann að nokk-ur sveitarfélög hafi þegar sýnt verk-efninu áhuga. „Þetta er samfélagslegt verkefni og yrði framleiðslan í eigu fólksins í landinu, í eigu f jöldans. Rekstrarfyrirkomulagið yrði svipað og í því sem gengur og gerist í einka-fyrirtækjum í dag, en í þessu tilfelli gætu allir sem vildu tekið þátt í gegn um opið rekstrarfyrirkomulag á Net-inu.“ Pálmi segir Edengarða alls enga draumsýn heldur vera afar raunhæft verkefni og meira að segja væri hægt að koma þeim í gang á einu ári. „Það er fljótlegt að byggja gróðurhús og ef bændur sá hampi að vori kemur upp-skeran að hausti. Þetta þarf ekki að taka langan tíma.“

erla hlynsdóttir

[email protected]

sjálFbærni Pálmi einarsson kynnir edengarða á Hönnunarmars

Sjálfbærir Edengarðaredengarðar íslands er samfélags- og hönnunarverkefni sem miðar að því að ísland verði sjálf-bært og hér verði ræktað allt grænmeti og ávextir í upphituðum gróðurhúsum í stað þess að nýta ódýra orkuna í stóriðju. Pálmi einarsson iðnhönnuður segir verkefnið enga draumsýn og að kominn sé tími til að fólkið í landinu njóti arðs af orkunni.

Í Eden-görðum gætum við ræktað okkar eigin matvæli í upphituð-um gróður-húsum, skapað fjölda starfa og fengið mat-vælin sem arð.

Pálmi einarsson iðnhönnuður

Pálmi sér edengarða fyrir sér sem upphituð kúlulaga gróðurhús sem tengist öðrum kúlulaga byggingum þar sem meðal annar væri rannsóknarmiðstöð, íbúðir fyrir starfsfólk, ráðstefnusalir og lager. garðarnir gætu verið víðs vegar um landið. Tölvugerð mynd.

4 fréttir Helgin 28.-30. mars 2014

Page 5: 28 03 2014

Hagnaður bankans hefur allur lagst við eigið fé þar til á síðasta ári. Eigið fé er mjög hátt, eða rúmlega 241 milljarður króna. Jafn framt er lausa fjár staða bank­ans mjög sterk og mætir hann vel kröfum eftir lits aðila að því leyti. Bank inn hefur því veru legt svigrúm til arðgreiðslna.

Arðgreiðslan er í samræmi við samþykkt aðalfundar Landsbankans hf. 19. mars og nemur 70 % af hagnaði síðasta árs. Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að arður er rétt tæpir 20 milljarðar króna. Útborgunardagur var 26. mars sl.

Það er stefna Landsbankans að vera til fyrir myndar á íslensk um fjár mála mark aði. Með því að ávinna okkur traust og ánægju viðskipta vina, stunda hag kvæman en arðsaman rekstur, vera hreyfi afl í íslensku sam félagi og byggja á góðu siðferði náum við því markmiði.

Við skilum 20 milljörðum til samfélagsins

Í vikunni greiddi Landsbankinn hf. arð til eigenda sinna í annað sinn. Rekstur Landsbankans stendur traustum fótum og ber vitni hagkvæmum rekstri og hóflegri áhættu. Þetta er sérlega ánægjulegt enda er það stefna okkar að með sterkri fjárhagsstöðu geti Landsbankinn skilað samfélaginu ávinningi af starfseminni með þessum hætti.

Það er mikilvægur hluti af stefnu Landsbankans að skapa samfélagi og eigendum ávinning af starfsemi sinni.

Raunlækkun rekstrarkostnaðar á árinu 2013 var 10,1% sem skilar sér í betri kjörum til viðskiptavina.

Lægri rekstrarkostnaður

Arðgreiðslan nemur 70% af hagnaði bankans á síðasta ári. Afgangurinn, eða 30%, bætist við eigið fé bankans og styrkir því enn fjárhagslega stöðu Landsbankans.

Ráðstöfun hagnaðar

Eiginfjárhlutfall bankans er langt umfram kröfur eftirlitsstofnana sem nú er 16,7%.

Eiginfjárhlutfall umfram kröfur

26,7%

16,7%

31.12.2013

20%

Hlutfall lausafjár af innlánum er langt yfir lágmarkskröfum eftirlitsstofnana sem er 20%.

Traust fjárhagsstaða

70%30%

49,8%

31.12.2013

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Page 6: 28 03 2014

Fjölmiðlar Herdubreid.is, nýr veFmiðill á gömlum grunni, Fór í loFtið í gær

Þetta mun verða einn af þátt-unum sem ýta gengi krónunnar niður.

eFnaHagsmál Hvað þýðir aFlabrestur á loðnu Fyrir líFskjörin?

Hagvöxtur tæpu prósenti minni en ella

Fimmtán milljarðar króna tapast úr íslenska hagkerfinu vegna þess hve loðnuveiðar gengu illa þetta árið. Mikið tap en engin katastrófa, segir Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur.

H agvöxtur í ár verður tæpu prósenti minni en ella vegna þess

hve lítið veiddist af loðnu á þessari vertíð. Samdrátturinn frá síðasta ári nemur um 231.000 tonnum. Vegna þess eru útflutningsverðmæti frá Íslandi 15 milljörðum króna minni en í fyrra, segir Daði Már Kristófersson, dósent í auðlindahagfræði við Há-skóla Íslands. Samdrátturinn nemur álíka fjárhæð og allur rekstrarkostnaður Háskóla Íslands í eitt ár. „Ef hagvöxtur á að vera 3% þarf tapið að vegast upp með öðrum hætti og eitt-hvað annað þarf að koma í staðinn fyrir loðnuna.“

Það er ekki nýtt að loðnuveiði bregðist; það hafa löngum verið meiri sveiflur í veiðum á henni en öðrum tegundum sem nýttar eru hér við land. Síðast varð aflabrestur á loðnu árið 2009. Vertíðin það árið varð sú lélegasta undanfarin 30 ár. Vertíðin í ár er sú næstlélegasta á því tímabili. Hver verða áhrifin af þessum aflabresti á lífskjör fólks í landinu – annarra en sjó-manna og þeirra sem tengjast starf-seminni beint?

„Þetta hafa verið mjög ábatasamar veiðar og við getum sagt að stuðli að

þvi að rýra lífskjörin en um-fangið er nú ekki mjög mikið. Við erum ekki að tala um neina katastrófu,“ segir Daði Már. Samanborið við tekjur af þorskveiðum séu loðnu-veiðarnar ekki mjög þýðing-armiklar, „en 15 milljarðar eru miklir peningar og þetta hefur mikil áhrif.“

„Þetta mun verða einn af þáttunum sem ýta gengi krónunnar niður,“ segir Daði Már. Hann segir að gengisáhrifin verði þó ekki mikil en eins og kunnugt er myndast verð krónunnar

ekki á markaði heldur er það ákveðið af Seðlabankanum innan gjaldeyris-hafta. Þetta sé einn af fleiri þáttum sem stuðli að veikingu gengisins en aðrir þættir haldi verðinu uppi.

Það er hins vegar enginn vafi á því að aflabresturinn hefur mikil áhrif á tekjur sjómanna, verkafólks, netagerðarmanna og ýmissa iðnaðar-manna og þjónustufyrirtækja, að ógleymdum útgerðarfyrirtækjum en loðnuveiðar eru meðal ábatasömustu veiða sem hér eru stundaðar þegar vel gengur.

Pétur Gunnarsson

[email protected]

Daði Már Krist-ófersson, dósent í

auðlindahagfræði, og forseti félagsvísinda-

sviðs HÍ.

Loðnan er þýðingarmikil útflutningsafurð fyrir efna-

hagslífið. Fimmtán milljarðar tapast úr hagkerfinu í ár

vegna lélegrar loðnuvertíðar.

Spegla samfélagið í vel skrifuðum textaNýr vefmiðill leit dagsins ljós í gær-morgun, herdubreid.is, og er byggður á grunni samnefnds tímarits, sem Karl Th. Birgisson, gaf út áður fyrr.

Karl er eigandi og ritstjóri og segir í pistli sem fylgir vefnum úr hlaði að hlutverk vefmiðilsins sé að „spegla sam-tíma okkar og samfélag í vel skrifuðum texta. Hið „pólitíska“ erindi er að stuðla að eðlilegu samfélagi og þykir víst sum-um nóg færst í fang.“

Karl segir í samtali við Fréttatímann að vefurinn verði uppfærður oft á dag og ekki bara með fréttum. Hann seg-

Karl Th. Birgisson er kominn með

nýjan vefmiðil, herdubreid.is.

ist ekki ætla sér í samkeppni við Vísi og Pressuna og slíka miðla. „Efnis-tök Herðubreiðar verða allt önnur. Við erum ekki í hefðbundnum fréttaskrif-um, til þess eru nógu margir miðlar nú þegar. Við ætlum frekar að endur-spegla samfélagið og samtíma okkar, eins og Herðubreið hefur alltaf gert. Þar þykir okkur vera stórt ófyllt pláss á markaðnum. En þótt við látum aðra um gusugang og upphrópanir dags-ins þýðir það ekki að við látum okkur dægurmál ekki skipta. Þvert á móti, en Herðubreið fjallar um þau með sínum

hætti, vonandi með hæfilegum skammti af húmor líka.“

Spurður um starfsmannahald, eigend-ur og fjármögnun segir Karl: „Ritstjórn-arskrifum sinni ég einn, en þarna er stór hópur öflugra penna, um 30 manns í upphafi og fer stækkandi. Útgefandi er Nýtt land, útgáfufélag í minni eigu. Fjármögnun er engin, aðeins vinnufram-lag mitt og margra fleiri sem eru áhuga-samir um verkefnið. Við seljum auglýs-ingar á vefinn, sem vonandi verður til þess að einhvern tíma verður hægt að greiða laun.“ -pg

Veitir þérstuðning á rétta staði líkamans

[email protected] • www.betrabak.is

Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477

Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566

Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16

REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍsAfJöRðUR

Heilsudýnan

sem styður svo

vel við þig

að þér

finnst

þú

svífa

Gerðu kröfurTEMPUR® stenst þær!

þú

svífa

6 fréttir Helgin 28.-30. mars 2014

Page 7: 28 03 2014

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isUmboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

www.volkswagen.is

Evrópu- og heimsmeistariÞað er skammt stórra högga á milli hjá Volkswagen Golf þessa dagana. Ekki er langt síðan Golf var kosinn bíll ársins í Evrópu 2013 á bílasýningunni í Genf og síðan bættist við enn ein rósin í hnappagatið þegar 66 bílablaðamenn hvaðanæva að útnefndu hann bíl ársins í heiminum á bílasýningunni í New York.

Í vor eru 40 ár liðin síðan Golf kom fyrst á markað og setti ný viðmið í hönnun fjölskyldubíla. Viðtökurnar við þessari sjöundu kynslóð sýna svo ekki verður um villst að enn er Volkswagen Golf fremstur meðal jafningja.

*Golf Trendline, 1.4 TSI, beinskiptur, 122 hestöfl.

Volkswagen Golf kostar frá

3.540.000 kr.*

Nýr Golf.

Komdu við í HEKLU og reynsluaktu Volkswagen Golf

Page 8: 28 03 2014
Page 9: 28 03 2014
Page 10: 28 03 2014

GEFÐU FERMINGARBARNINU SKÖPUNARKRAFTINN

MEÐ GRÆJUNUM FRÁ OKKUR

LánaniðurfærsLa afborganir fLestra vegna niðurfeLLingar skuLda Lækka um 8.500 krónur á mánuði

Húsnæðissparnaður ríkisstjórnarinnar gagnast ekki á höfuðborgarsvæðinuSéreignalífeyrissparnaður samkvæmt nýju skuldaniðurfellingafrumvarpi ríkisstjórnarinnar nemur 1,5 milljónum á þremur árum. Sú upphæð dugir til kaupa á húsnæði að verðmæti 7,5 milljónir króna og nýtist því ekki til húsnæðiskaupa á höfuðborgarsvæðinu. Flestir fá 1,1 milljón í niðurfell-ingu - sem lækkar afborganir um 8.500 krónur á mánuði.

f rumvarp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu heimilar fólki að nýta séreignarsparnað til fast-

eignakaupa. Fram kemur að slíkur hús-næðissparnaður geti meðal annars nýst fjölskyldum í leiguhúsnæði. Húsnæðis-sparnaðurinn getur að hámarki numið 1,5 milljónum á þremur árum. Fjölskyldur eða einstaklingar sem fara þessa leið en ná ekki að safna aukalega geta því keypt sér eign að andvirði 7,5 milljóna króna samkvæmt lánareglum Íbúðalánasjóðs, þar sem hámarkslánshlutfall er 80%.

Ein eign er til sölu á höfuðborgar-svæðinu undir 8 milljónum króna og er það 33 fermetra stúdíóíbúð í Hafnar-firði. Hins vegar má fá einbýlishús víða á landsbyggðinni fyrir 7,5 milljónir króna, til að mynda á Patreksfirði, þar sem 125 fermetra, þriggja herbergja einbýlishús er til sölu á 7 milljónir.

Til þess að nýta að fullu þessa sparnaðarleið og safna 500 þúsund í séreignalífeyrissparnað árlega þurfa samanlagðar heimilistekjur að vera ríflega 700 þúsund á mánuði fyrir skatt. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að um 30 þúsund heimili muni nýta sér þessa sparnaðarleið.

Í athugasemdum með frumvarpinu, sem lagt var fyrir á Alþingi á miðviku-dag, má sjá að þrjú af hverjum fjórum heimilum fá niðurfærslu undir 1,5 milljónum króna, rúmlega 50 þúsund heimili. Komið hefur fram að meðal-talsniðurfærslan er 1,1 milljón. Ein-ungis þúsund heimili fá hæstu niður-færsluna, 3,5-4 milljónir. Þau heimili skulda yfir 30 milljónir og hafa ekki fengið neinar niðurfellingar áður.

Niðurfærsla upp á 1,1 milljón lækkar afborganir á húsnæðislánum um 8.500 krónur þegar þær hafa að fullu tekið gildi. Dæmigerð afborgun af 25 ára láni að upphæð 17 milljónir, sem er meðaltalshúsnæðisskuld fólks, lækkar úr um 118 þúsundum í um 110 þúsund krónur á mánuði.

Bent hefur verið á að 40 prósent skuldaniðurfellingarinnar, 32 millj-arðar króna, renni til heimila sem eru með 8 milljónir eða meira í árstekjur. Tæpur helmingur niðurfellingarinnar fer jafnframt til heimila þar sem ekki eru börn.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir

[email protected]

Húsnæðissparnaður sem ríkisstjórnin hefur heimilað í gegnum séreignalífeyrissparnað næstu þrjú árin dugir fyrir útborgun í 7,5 milljón króna húsnæði. Gagnast það ekki íbúum höfuðborgarsvæðisins, þar sem einungis ein eign, 30 fermetra stúdíóíbúð, er til sölu undir 8 milljónum. Ljósmynd/Getty

Fjöldi heimila Upphæð lánaniðurfærslu

5257 014253 0-0,520014 0,5-116342 1-1,59365 1,5-23891 2-2,51933 2,5-31615 3-3,51014 3,5-4

Samtals 68427 heimili

Húsnæðisskuldir Íslendinga

Nokkrar staðreyndir um höfuðstólslækkun

174 þúsund heimili voru með verð-tryggð lán á tímabilinu sem niður-

færslan tekur til. Níu af hverjum tíu þeirra heimila eiga rétt á niðurfærslu, 68.500 heimili

2Mikill meirihluti, 3 af hverjum 4 heimilum fá minna en 1,5 milljónir í

niðurfærslu

3Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er 1,1 millj. kr.

4Helmingur heimila fær niðurfærslu á bilinu 0,5–1,5 milljónir

55000 heimili eiga ekki rétt á niður-færslu

6 1000 heimili fá 3,5-4 milljónir í lækkun

Flestir skulda 15,3 milljónir í íbúðalán þótt meðalskuldin sé 17 milljónir.

Tæpur þriðjungur þeirra sem skulda húsnæðislán skulda minna en 10 millj-ónir.

67% heimila skulda undir 20 millj-ónum.

91% heimila skulda minna en 30 milljónir.

3,4% skulda meira en 40

milljónir.

Lánaniður-færslurnar

10 fréttir Helgin 28.-30. mars 2014

Page 11: 28 03 2014

VÍB – Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka mun veita upplýsingar í tengslum við útboðið sem og tæknilegar upplýsingar er varða áskriftarvefinn. Upplýsingar verða veittar í síma 440 4900 og í gegnum netfangið [email protected] milli klukkan 09.00 og 17.00 meðan á áskriftartímabili stendur.

Almennt útboð á 23% útgefinna hluta í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. („Sjóvá“) fer fram dagana 27. mars til 31. mars 2014 og stendur áskriftartímabil útboðsins frá kl. 10.00 þann 27. mars til kl. 16.00 þann 31. mars 2014.

Útboðið er opið fyrir bæði almenna fjárfesta og fagfjárfesta og skiptist í tvær tilboðsbækur, A og B. Tilboðsbækurnar eru ólíkar hvað varðar verðlagningu, stærð áskrifta og úthlutunarreglur.

Í tilboðsbók A geta fjárfestar skráð sig fyrir áskriftum að kaupverði kr. 100.000 til kr. 10.000.000. Áskriftirnar geta verið á verðbilinu kr. 10,7 til 11,9 á hlut.

Í tilboðsbók B óska seljendur eftir tilboðum frá fjárfestum sem skulu vera að lágmarki kr. 10.000.001 að kaupverði og að hámarki í 9,99% eignarhlut í félaginu. Áskriftir í tilboðsbók B geta að lágmarki verið á verðinu kr. 11,9 á hlut.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur umsjón með almennu útboði og töku á hlutum Sjóvár til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. er enn fremur söluaðili tilboðsbóka A og B. Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hf. er annar söluaðili tilboðsbókar B.

Skráning áskrifta Áskriftum skal skilað í gegnum sérstakan rafrænan áskriftarvef Íslandsbanka sem aðgengilegur verður fjárfestum á vef Íslandsbanka, www.islandsbanki.is, við upphaf útboðsins. Fjárfestar eru minntir á að kaup á hlutabréfum eru í eðli sínu áhættufjárfesting og að þátttaka í útboðinu er skuldbindandi.

Úthlutun og skerðing áskriftaKomi til þess að áskriftir sem borist hafa jafngildi fleiri hlutum en þeim sem boðnir eru til sölu í útboðinu kemur til skerðingar á áskriftum og verður úthlutun í höndum úthlutunarnefndar.

Nánari upplýsingarFjárfestar eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um Sjóvá og skilmála almenna útboðsins í lýsingu Sjóvár, dagsettri 11. mars 2014, sem aðgengileg er á vefsíðu félagsins, www.sjova.is/fjarfestar.

ALMENNU HLUTAFJÁRÚTBOÐI SJÓVÁR LÝKUR MÁNUDAGINN 31. MARS KL. 16.00

Page 12: 28 03 2014

Uppskriftir á gottimatinn.is

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

NÝTT

Prófaðu 36% sýrðan rjóma í matseldina. Á gottimatinn.is finnur þú nýjar og spennandi uppskriftir og fullt af öðrum sígildum uppskriftum.

rjóminn af sýrða rjómanum

D ómari hefur ekki heimild til þess að kveða á um það að barn skuli vera í tveimur leik-

skólum. Foreldrar sem fara með sam-eiginlega forsjá eiga að leitast við að

koma sér saman um það hvort og þá hvar sótt er um leikskóla-pláss fyrir barn. Ef foreldrar eru ósam-mála getur það foreldri sem barn á lögheimili hjá tekið ákvörðun um val á leikskóla,“ segir í áliti umboðsmanns barna sem Fréttatím-inn leitaði eftir vegna nýfallins héraðsdóms í forsjármáli þar sem í dómsorði er kveðið á fimm ára leikskólabarn skuli dveljast til jafns hjá móður og föður, sem búa í sitt hvoru sveitarfélaginu, fram að skólagöngu.

Í dómsorði segir: „Fram að upphafi skóla-göngu skal [barnið] dvelja á víxl hjá foreldr-um sínum viku og viku í senn. Eftir að grunn-

skólanám hefst skal [barnið] vera í um-gengni við stefnanda aðra hverja viku frá föstudegi til sunnudags.“ Faðir höfðaði forsjármálið árið 2012, áður en dómarar fengu heimilid til að úrskurða sameiginlega forsjá, og krafðist fullrar forsjár. Móðir gerði þá sömu kröfu.

Fram kemur í dómn-um að barnið hafði búið á höfuðborgarsvæð-inu ásamt foreldrum sínum en eftir að þeir slitu samvistir hafi móðirin flutt í sveitar-félag á landsbyggðinni. Báðir foreldrar telja hag barnsins best borgið hjá sér og lýsa því báðir að „ómögulegt“ sé að ná sáttum við hitt foreldrið. „Að [mati föður] komist ekkert annað að en viku/viku búseta og að [barnið] sæki leikskóla bæði [í sveitarfélagi föður] og [sveitarfélagi móður]. Hefur stefnda lagt til margar mismunandi til-lögur að umgengni sem miðast þó helst við að reglubundin umgengni við stefnanda fari fram um helgar þar sem hún telur viku/viku fyrir-

komulagið ekki hafa hentað barninu,“ segir ennfremur í dómnum og í niður-stöðum hans er vitnað í dómskvaddan matsmann: „Tillögur um umgengni

hefðu aðallega strandað á því að mis-munandi sjónarmið aðila væru um hvort [barnið] gæti verið á tveimur dagheimilum eða ekki.“

Leikskóli er fyrsta skólastigiðHrefna Friðriksdóttur, dósent í fjöl-skyldu- og erfðarétti við Háskóla Ís-lands sem meðal annars hefur sérhæft sig í mannréttindum barna og fjöl-skyldna, segir umgengni hafa smám saman verið að rýmkast á síðustu árum en þó sé fátítt að dómarar dæmi umgengni viku og viku þegar foreldrar deila um það. Hrefna bendir á að hún þekki ekki málavexti í þessu tiltekna máli en bendir á nokkur lykilatriði sem þykja forsenda fyrir því að það gagnist barni að vera í umgengni viku og viku. „Ein forsendan er að barnið sé ekki mjög ungt, að það sé orðið nógu gamalt til að átta sig á því hvað er á seyði og geti haldið utan um þessa tvo heima. Annað atriði er nálægð milli heimila. Það breytir miklu hvort foreldrar búa hvor í sínu sveitarfélaginu á höfuð-borgarsvæðinu eða sitt hvoru megin á landinu. Almennt er lögð áhersla á að barnið sé bara í einum skóla, hvort sem það er leikskóli eða grunnskóli.“

Hrefna vekur athygli á því að sam-kvæmt dómnum á umgengnin að breytast þegar barnið byrjar í grunn-skóla. „Ég myndi segja að þetta væri svolítið sérstök niðurstaða. Dómurum virðist finnast sjálfsagt að barnið fari á milli og sé í gæslu á tveimur stöðum en þetta snýst við þegar grunnskóli hefst. Þessi dómur er ekki að öllu leyti í samræmi við meginsjónarmið um að skapa samfellu í lífi barns og almennt eru gerðar miklir fyrirvarar um að það gagnist börnum að vera í tvenns konar skólakerfi á sama tíma. Leikskóli er auðvitað fyrsta skólastigið og hver leik-skóli mótar sína stefnu. Þarna ríður á að horfa ekki á þetta frá sjónarhóli for-eldranna sem langar að halda virkum tengslum við barn sitt heldur sjá þetta frá sjónarhóli barnsins.“

Ekki ráðlegt að dæma jafna umgengniÍ niðurstöðu dómskvadds matsmanns í þessu máli segir að hann telji hvort for-eldri um sig fært um að fara með forsjá barnsins, að báðir geti sett hagsmuni þess í fyrirrúm og séu vel hæfir til að ala það upp. „Deilur foreldranna virðast þó íþyngja [barninu] nokkuð.“ Þar segir ennfremur að „... ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu að [barnið] sæki leikskóla á tveimur stöðum, það er hjá móður sinni og föður sínum, fram til þess tíma er [barnið] hefur skóla-göngu. Ekki er hægt að dæma sam-eiginlega forsjá í máli þessu og ekki ráðlegt að mæla með jafnri umgengni [barnsins] við aðila vegna búsetu þeirra. Dómurinn telur hins vegar mikilvægt að [barninu] verði tryggð

eins ríkuleg umgengni við stefnanda og aðstæður leyfa hverju sinni.“

Í áliti umboðsmanns barna segir að þegar metið er hvort jöfn umgengni henti barni skipti samkomulag milli foreldra og búseta þeirra miklu máli. „Þegar metið er hvort jöfn umgengni henti barni skiptir samkomulag milli foreldra og búseta þeirra miklu máli. Mikilvægt er að tryggja stöðugleika og samfellu í lífi barns og kemur jöfn umgengni því helst til greina þegar foreldrar geta unnið vel saman og búa nálægt hvor öðrum. Foreldrar verða að hafa hagsmuni barns að leiðar-ljósi og ættu ekki að ætlast til þess að barn „skipti lífi sínu í tvennt“ af því það hentar foreldrum betur. Foreldrar verða að setja barnið í fyrsta sæti og sína eigin hagsmuni í annað sæti. Telur umboðsmaður barna því almennt ekki rétt að ætlast til þess að barn sé í tveimur leikskólum, enda getur það raskað námi og félagslegum tengslum barns. Þó að umboðsmaður barna telji það almennt ekki börnum fyrir bestu að vera í tveimur leikskólum geta verið undantekningar á því, til dæmis vegna tímabundinna erfiðleika í fjölskyld-unni. Á það þá einungis við ef foreldrar eru sammála um að slíkt sé til hags-bóta fyrir barnið.“

Fagfólk á leikskólum tjáð áhyggjurFréttatíminn leitaði einnig álits Sigrún-ar Júlíusdóttur, prófessors í félagsráð-gjöf við Háskóla Íslands og sérfræð-ings í samskipta- og skilnaðarmálum, og er hennar mat í takt við mat annarra fagaðila. „Hér hafa tveir sérfræðingar komið að málinu. Þeir hljóta að hafa sín faglegu rök, og það eru alltaf hliðar á

málum sem ekki koma fram í sjálfum dómnum. Ég þekki ekki nægilega til málavaxta sem skipta miklu fyrir niðurstöðu mats, m.a. um það hvernig fyrstu tengslum og samveru foreldris og barns hefur verið háttað, hvernig foreldrasamstarf var fyrstu ár barnsins og í hverju erfiðleikar og ágreiningur foreldranna raunverulega felast. Stund-um snúast þessi mál um eitthvað annað en velferð barnsins og skilning á þörf-um þess. Þetta kemur meðal annars vel fram í nýlegri íslenskri rannsókn, „Eftir skilnað. Um foreldrasamstarf og kynslóðatengsl.“ Það liggur ekki fyrir nægileg þekking um fyrirkomulag jafnrar búsetu barna hjá foreldrum eft-ir skilnað, og hvaða máli aldur barnsins skiptir þar, en fyrstu rannsóknir okkar gefa þó vissar vísbendingar. Mín fyrstu viðbrögð eru vissar efasemdir um þá niðurstöðu að barn undir skólaaldri dvelji jafnt hjá báðum, það er hafi jafna búsetu hjá báðum foreldrum, sem væntanlega í þessu máli hafa ekki for-sendur fyrir nægilega góðu foreldra-samstarfi. Sömuleiðis hef ég efasemdir um að ungt barn dvelji á tveimur leik-skólum. Fagfólk leikskólanna hefur tjáð áhyggjur af slíku fyrirkomulagi fyrir börn. Það vekur líka spurningar að breyta samvistaskipan sem búið var að festa í sessi og draga úr samvistun-um við annað foreldrið eftir að barnið hefur náð skólaaldri. Hér koma mörg álitamál við sögu og ekki hægt að setja fram rökstutt álit á þessu nema hafa nákvæmari upplýsingar um málið,“ segir Sigrún.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Þarf að ganga í tvo leikskóla

Fimm ára leikskólabarn skal dvelja viku og viku hjá hvoru foreldri - í sitthvoru sveitar-félaginu - þar til grunn-skólanám hefst, samkvæmt fjölskipuðum héraðsdómi. Faðirinn býr á höfuðborgar-svæðinu en móðirin á lands-byggðinni og þarf barnið því að sækja tvo leikskóla. Þeir fjölmörgu sérfræðingar sem Fréttatíminn leitaði til vegna dómsins eru sammála um að sjaldnast sé það hagur barns að ganga í tvo leikskóla, sér í lagi ekki ef foreldrar deila. Umboðsmaður barna segir slíkt fyrirkomulag geta raskað námi og félagslegum tengslum barnsins.

Úr leiðbeinandi áliti vegna tvöfaldrar leikskólavistar Jöfn búseta til skiptis hjá foreldrum

getur þjónað hagsmunum barnsins svo framarlega sem foreldrar hafi náið samstarf og samstöðu um að ekki verði veruleg röskun á högum barns, t.d. hvað skólagöngu varðar.

Almennt er eðlilegt að ganga út frá því að þarfir barns verði að vega þyngra en sjónarmið um jafn-rétti foreldra og sá er einnig andi íslensku barnalaganna. Rétt er því að miða við að hagsmunir barnsins liggi ávallt til grundvallar ákvörð-unum. Frekar á að ætlast til þess að foreldrar lagi sig að aðstæðum barnsins, til að tryggja því samfellu í daglegu lífi, öryggi og festu, en að barnið aðlagi sig að aðstæðum foreldranna.

Samband íslenskra sveitarfélaga, maí 2013.

Í dómnum er haft eftir dómsk-vöddum matsmanni að deilur for-eldranna virðist íþyngja barninu nokkuð. LjósmyndNordicPhotos/Getty

12 úttekt Helgin 28.-30. mars 2014

Page 13: 28 03 2014

Garðheimar • Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is

Vorið er í loftinu!

tiLbúnaR í ísLenSkA vORiðvOrsEnDinGiN kOmIn! FalLeGar oG vEðUrþoLnaR PlöntUr:» tHuJa » sYpRus » tAxUs » garðRósIr » kRyDdpLönTur » ofL

10% AfsLáttUr aF ísLenSkUm HönNunARvöruM í tIleFnI aF HönNunArMarSI

pásKalAuKarNiR» mUsCarI » tEtE» TúlípAnaR » kRókUsaR

Fjölskyldufyrirtæki í 23 ár

Page 14: 28 03 2014

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjórar: Jónas Haraldsson [email protected] og Sigríður Dögg Auðuns dóttir [email protected]. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon [email protected]. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@

frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson [email protected] . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Einn maður stundar veiðar á stórhvelum við Ís-landsstrendur: Kristján Loftsson. Það gerir hann hins vegar með stuðningi heillar þjóðar og í um-boði ríkisstjórnarinnar í krafti auðs og tengsla. Einn maður. Sem með áhugamáli sínu skaðar orðspor heillar þjóðar.

Okkur Íslendingum er líkt við þjóðir sem drepa fíla vegna ásóknar í fílabein. Myndum við samþykkja það að hér væru drepnir villtir fílar

hvort sem þeir væru í útrým-ingarhættu eða ekki?

Hvað sem okkur finnst um hvalveiðar – og ágreininginn um hvort þeir séu í útrýming-arhættu eður ei – þá erum við hluti af samfélagi þjóðanna. Hafið í kringum landið okkar blandast öðrum heimshöfum. Hvalirnir okkar synda um alla heimskringluna á langri ævi sinni – en eru drepnir hér. Hvaða rétt höfum við á því?

Hvers vegna lútum við ekki alþjóðasamningum og almannavilja? Hvers vegna gilda ekki sömu reglur um okkur Íslendinga og aðra?

Snýst þetta mál – eins og svo mörg önnur – um „rétt“ okkar Íslendinga, „þjóðarréttindi“, „sjálf-stæði“, „eigin ákvörðunarrétt“ og að láta ekki „kúga“ okkur? Hvers vegna þurfum við alltaf að vera svona þversum? Og það sérstaklega í máli sem skiptir nákvæmlega engu máli í stóra sam-henginu?

Við höfum engra hagsmuna að gæta í þessu máli. Ef Kristján Loftsson hefði ekki þann óslökkvandi áhuga á hvalveiðum sem hann virð-ist hafa, væru hér einfaldlega ekki stundaðar veiðar á stórhvelum. Enginn hefur sýnt þeim áhuga utan Kristjáns. Hér er því heil þjóð í stríði við umheiminn til að gæta þess að einn maður

geti leikið sér að því að skjóta stærstu spendýr jarðar.

Við erum reyndar ekki eina þjóðin sem stundar hvalveiðar. En hvað varðar það okkur? Mamma mín sagði stundum við mig þegar ég var lítil og ég var að afsaka mig yfir einhverju sem ég hafði gert af mér á þeim forsendum að aðrir hefðu gert það líka: „Myndir þú éta skít ef aðrir ætu skít?“ Það á svo sannarlega við í þessu tilfelli.

Við höfum engar ástæður, engar afsakanir, til að halda áfram hvalveiðum. Þó svo að við séum ekki sammála sjónarmiðum hvalfriðunarsinna getum við samt haft samúð með þeim. Við get-um sett okkur í þeirra spor. Hvalveiðar okkar Íslendinga eru algjörlega tilgangslausar – það er meginatriðið. Við höfum enga ástæðu til þess að berjast fyrir réttindum okkar (hvort sem þau eru raunveruleg eða ekki) – því enginn nema Kristján Loftsson hefur áhuga á að nýta sér þau.

Heilu herferðirnar eru í gangi víða um heim, gegn íslenskum sjávarafurðum í Bandaríkjunum, gegn heimsóknum túrista til Íslands og þar fram eftir götunum. Ekki er ljóst hversu skaðlegar þær reynist – eða hvort þær skaði okkur yfir höfuð – en víst er að gott væri að vera án þeirra. Ferðamálayfirvöld telja hvalveiðar Íslendinga skaða ímynd landsins – og fyrir það eitt ættum við að hætta þeim.

Ein stærsta útflutningsgrein okkar er túrismi. Við höfum lagt mikla fyrirhöfn í að byggja hér upp túrisma undanfarna áratugi með því að aug-lýsa að hér sé að finna samfélag sem byggir á endurnýjanlegum orkugjöfum í góðu samspili við hreina og óspjallaða náttúru. Hingað kemur fólk einmitt til að njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða. Eitt af því eru hvalirnir. Æ fleiri hafa lifibrauð af hvalaskoðunum ferðamanna – rétt eins og að fjöldi fólks lifir á því að ferja túrista á Gullfoss og Geysi.

Áhugamál Kristjáns Loftsson hefur áhrif á orðspor þjóðarinnar

Hvalveiðar eins manns

Sigríður Dögg Auðunsdó[email protected]

Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16

Roma hornsófi 2H2

Basel sófasett 3+1+1

Rín tungusófi * í völdum áklæðum

hefjast 31. mars og 1. apríl4 vikna námskeið

Ný námskeið

nám

skei

ðN

ý ná

msk

eið

Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 ReykjavíkSími 560 1010 • www.heilsuborg.is

60 ára og eldri:

Í form fyrir golfiðSérhæfð þjálfun fyrir golfaraÞri. og fim. kl. 11:10 og 12:10.

JógaÞri. og fim. kl. 12:00.

Zumba og Zumba toningDansaðu þig í form!Þri. og fim. kl. 16:30.

KvennaleikfimiGamla góða leikfimin fyrir konurMán., mið. og föst. kl. 16:30.

MorgunþrekFjölbreyttir púl tímar fyrir karla og konurMán., mið. og föst. kl. 7:45 eða 09:00

Leikfimi 60+Mán. og mið. kl. 11:00.Mán. og mið. kl. 15:00.Þri. og fim. kl. 10:00.

Zumba Gold 60+Fyrir þá sem hafa gaman af að dansa.Þri. og fim. kl. 11:00.

14 viðhorf Helgin 28.-30. mars 2014

Page 15: 28 03 2014

Nú færðu það þvegið!Samsung heimilistækin tryggja það besta

Þvottavélar af bestu gerðWF600B4BKWQ

· Tekur 6 kg. af þvotti· Vinduhraði allt að 1400 sn./mín.· Kolalaus móttor· Verð 96.900.-

WF72F5E4P4W

· Tekur 7 kg. af þvotti · Vinduhraði

allt að 1400 sn./mín.· Kolalaus mótor

· Verð 119.900.-

DV70F5E0HGW · Tekur 7 kg. af þvotti· Varma dæla· Orkunotkun A++· Verð 169.900.-

DV70F5E0HGW

· Tekur 7 kg. af þvotti· Varma dæla· Orkunotkun A++· Verð

Frábærþurrkari

DW-UG721W · 14 manna stell· 7 þvottakerfi· 3 grindur· Grind efst fyrir hnífapör· Orkunotkun A++· Hljóðlát aðeins 44db· Verð 142.900.-

... afburðauppþvottavél

Nýjar viðbætur í innréttingum í SamsungSetrinu fyrir þvottavélar, þurrkara, kæliskápa o.fl.Komið, skoðið og sannfærist. Opið laugardaga frá kl. 12-16.

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

– – – – – – – – – – – – – – – – –

SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900samsungsetrid.is

GEISLIVESTMANNAEYJUMSÍMI 481 3333

ORMSSONKEFLAVÍKSÍMI 421 1535

ORMSSONÞRISTUR-ÍSAFIRÐISÍMI 456 4751

KSSUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

ORMSSONAKUREYRISÍMI 461 5000

ORMSSONHÚSAVÍKSÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK-EGILSSTÖÐUMSÍMI 471 2038

ORMSSONPAN-NESKAUPSTAÐSÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSISÍMI 480 1160

EcoBubbleþvottavél

Sjá nánar á:samsungsetrid.is

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

UExxF6675SB

UExxF6475SB

Einu sinni var sjónvarp bara sjónvarp – svo kom Samsung

6600 LÍNAN40"= 229.900.- / 46"= 299.900.- / 55"= 399.900.-

Clear Motion Rate: 200–600 Hz · Upplausn:1920x1080p FULL HD · Skjár: Clear · Skerpa: Mega · AllShare · USB: Movie, kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist · Upptökumöguleiki á utanáliggjandi harðan disk · Netvafri · Social TV – Facebook, You Tube, Flickr, Skype ofl. · Sjónvarpsmóttakari: Digital, analog og gervihnatta · Tengingar: 4xHDMI, 3xUSB Movie, 1xScart, Komponent, Komposit, LAN, heyrnartól o.fl, o.fl.

LED · 3D · SMART TVÖrþunn og falleg. Tvenn 3D-gleraugu fylgja.

6400 LÍNAN40"= 189.900.- / 46"= 219.900.-

Page 16: 28 03 2014

Samkvæmt nýjum dómi þarf barn að ganga í tvo leikskóla, gegn vilja annars foreldris

Hagur barnsins er ofar foreldrajafnréttiÁ síðustu misserum hefur aukist

að sveitarfélög fái beiðnir frá foreldrum, sem ekki eru í sam-

vistum og búa ekki í sama sveitarfélagi en fara með sameiginlega forsjá yfir börnum sínum, um að börnin fái leik-skólavist í tveimur leikskólum samtímis. Þegar beiðnirnar koma frá sjálfum for-

eldrunum má gefa sér að þeir séu sammála um þá leið og séu tilbúnir til að vinna að því að lágmarka rask fyrir barnið og að aðstæður þeirra sjálfra séu þannig að hag barnsins sé best borgið með þessu fyrir-komulagi.

Samband íslenskra sveitar-félaga fékk formlega beiðni frá Reykjavíkurborg um að taka málið til umfjöllunar og á síðasta ári lagði sambandið fram leiðbeinandi álit vegna tvöfaldrar leikskólavistar. Í

þessu áliti er lögð áhersla á að hagur

barnsins vegi þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra, og bent á að það sé ennfremur andi íslenskra barnalaga. Þar segir ennfremur að jöfn búseta til skiptis hjá foreldrum geti „...þjónað hagsmunum barnsins svo framarlega sem foreldrar hafi náið samstarf og sam-stöðu um að ekki verði veruleg röskun á högum barns, til dæmis hvað skóla-göngu varðar.”

Í Fréttatímanum í dag er fjallað um mál barns sem þarf að ganga í tvo leik-skóla, ekki vegna þess að foreldrar kom-ust að þeirri sameiginlegri niðurstöðu að það væri best fyrir barnið, heldur af því að niðurstaða héraðsdómstóls var sú að barnið skyldi dveljast viku og viku hjá sitthvoru foreldrinu sem búa í sitthvoru sveitarfélaginu og ganga í tvo leikskóla.

Ef við skoðum þetta í stóra sam-henginu, ekki endilega bundið við þetta einstaka mál, þá má sannarlega setja spurningarmerki við að dómstólar láti ósamstíga foreldra skipta lífi barns síns

á milli tveggja heima, viku og viku. Eins og Hrefna Friðriksdóttur, dósent í fjöl-skyldu- og erfðarétti, bendir á er leik-skóli fyrsta skólastigið og hver leikskóli mótar sína eigin stefnu. Í áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga er einnig tekið fram að sterk vináttutengsl myndast almennt milli barna á aldrinum þriggja til fjögurra ára og því skipti miklu að börn geti þroskað þá hæfileika í öruggu leikskólaumhverfi með sama félagahópi, auk þess sem daglegar venjur og stöðug-leiki séu mikilvæg í lífi ungra barna.

Í því dómsmáli, sem er fjallað um í blaðinu, var kallaður til dómskvaddur matsmaður sem komst að þeirri niður-stöðu að báðir foreldrar væru hæfir og gætu vel sinnt þörfum barnsins, og að ekkert ætti að standa í vegi fyrir umgengni viku og viku. Þetta er niður-staðan þrátt fyrir að aðeins annað foreldrið telur það raunhæfan kost að barnið gangi í tvo leikskóla en hinu foreldrinu finnst það of mikið rask

fyrir barnið. Þá vekur það óneitan-lega athygli að samkvæmt dómi skal umgengnin breytast þegar grunnskóla-ganga hefst og þykir þá ekki lengur sjálfsagt að barnið dvelji viku og viku hjá hvoru foreldri, aðra vikuna á höfuð-borgarsvæðinu og hina vikuna úti á landi.

Samfélag okkar er að breytast og í auknum mæli taka foreldrar jafna ábyrgð á börnum sínum þó að þeir slíti samvistum, og samhliða því þykir sjaldnast lengur tiltökumál að barn sé viku hjá öðru foreldri og viku hjá hinu. Það sem samstíga foreldrar reyna yfir-leitt að gera til að þetta gangi betur er að halda heimili það nálægt hvort öðru að það sé ekki vandamál að barnið sé á einum leikskóla. Auðvitað er ekki alltaf hægt að koma slíku við en þá þurfa foreldrar að geta sett sjálfa sig í annað sætið og barnið í forgang. Þetta snýst aldrei um foreldrajafnrétti, þetta snýst um hag barnsins.

Hollirávaxta- og grænmetisdrykkirmeð safapressunni frá SOLIS

SOLIS SAFAPRESSANVINSÆLA

AEG TÖFRASPROTIMEÐ AUKAHLUTUM

Dásamlegt verkfærií öll alvöru eldhús

EÐAL POTTAR OG PÖNNURACTIFRY

Tryggir holla og næringaríka eldamennsku

Nýtt snilldartæki í eldhúsið

Fallegur borðbúnaðurHnífaparasett úr burstuðu stáli

FÆST Í ÁTTA LITUM

Ankarsrum® Originalmatvinnsluvélin - er lífstíðareign

TÖKUM VEL Á MÓTIVÆNTANLEGUM

BRÚÐHJÓNUMOG STOFNUM

BRÚÐARGJAFALISTAÍ ÞEIRRA NAFNI

Frábært úrval AEG heimilistækja

Jamie Oliver ÍTALSKT ESPRESSÓBeint í bollann og ilmandi ferskt

TÆRSNILLD

Hágæðastálhnífarí eldhúsið– úrval af

úrvalshnífum

Gjafakort frá Ormsson er mjög góð gjöf! LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · www.ormsson.is

V ER S L A N I R O G U M B O Ð S M E N N U M L A N D A L LT

Vikan sem Var

Þvílík lykt!Þau eru víst mjög hænd hvort að öðru og hann hefur fundið lyktina af eiganda sínum og reynir þá auðvitað að finna

hana.Jónas Guðmundsson hjá

Landsbjörgu lýsir því hvernig hundurinn Sámur fann Dorrit Moussaieff forsetafrú sem hafði verið grafin í fönn. Forsetahjónin tóku þátt í æfingu Lands-bjargar á Hólmavík.

Það er einmitt þaðÍslendingar fyllast bjartsýni á horfur í efnahagsmálum, enda rík ástæða til.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að landið sé að rísa á Facebook.

Af hverju leggurðu þá ekki inn á fólk?

Svo virðist umsóknar-ferlið vera auðveldara en að panta sér pizzu.Sigmundur Davíð Gunn-

laugsson var ánægður með skuldalækkunartillög-

urnar á Facebook-síðu sinni.

Erla Hlynsdóttirerla@

frettatiminn.is

sjónarhóll

16 viðhorf Helgin 28.-30. mars 2014

Page 17: 28 03 2014

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

14.995,-7.995,-1.895,- 995,-

Hvítur og svartur vasi. H 19 cm 2.695,-

Raidat vasi

Stóll svartur eða hvítur. Lakkað gúmmítré. Sætishæð 45 cm 14.900,- Einnig til grár og hvítur.

Asta

Ábreiða, ljós feldur. 130 x 170 cm 13.995,-

Grey fur ábreiða

Svört veggklukka. Ø82,5 cm 14.995,-

Old veggklukka

Grár kertastjaki fyrir teljós. Einnig til bleikur. H 5,5 cm 1.895,-

Thread kertastjaki

Hvítur púði með svartri uglu. 50 x 50 cm 7.995,-

Old owl púði

Skraut kanína úr við. H10 cm 1.995,-

Lui kanína

Reyktur lax, egg, graflaxsósa og salatblanda. 995,-

Laxabeygla

2.695,-14.900,-13.995,- 1.995,-

3.495,-

2.995,-

5.995,-

2.495,- 4.995,-

Svört kertalugt. Ø 20 x H 30 cm 3.495,-

Rilled lugt

Bókstafur “M” úr steypu. H 18 cm 890,-

Sementti stafurGylltur vasi. Ø 15 x H 14,5 cm 2.995,-

Flip vasi

Svört lugt. H 30 cm 3.495,-

Phoenix lugt

Púði með kaðlaprjóni. 50 x 50 cm 4.995,-

Broad púði

1.795,- 2.295,-

Bólstraður með dökkbláu bómullaráklæði og ljósbláum hnöppum. Fætur úr aski. Fæst einnig í appelsínugulu eða gráu. L 160 x D 90 cm 169.900,- Fæst í fleiri litum. Hægindastóll, dökkblár með ljósbláum hnöppum 109.900,-

Polo sófi

Nytt í verslun

Karfa natur og hvít. Ø 46 x 43 cm 5.995,-Einnig til natur og svört.

Kasia karfa

11.995,-

890,-

Blá/grá ábreiða, bómull. 130 x 170 cm11.995,-

Windfarm

4.995,-

Flip vasi

1.795,- 2.295,-

Handblásið gler. Hvítvínsglas. 1.795,- Rauðvínsglas. 2.295,-

Bubble glas

169.900,-

14.900,-

Raidat vasi

2.695,-

Page 18: 28 03 2014

Við verðum að hjálpa fólki sem glímir við fátækt, með því að hjálpa þeim að hjálpa sér sjálf. Það er ekki nóg að senda pen-inga.

Þ egar Anna Elísabet Ólafs-dóttir kom fyrst til Afríku heillaðist hún gjörsamlega

af landi og þjóð. Hún segir erfitt að útskýra með orðum hvað það sé nákvæmlega sem heillaði hana en landið segir hún vera eitt stórt ævintýri. Að koma heim til Önnu er líka ævintýri út af fyrir sig. Strax við útidyrahurðina verður maður þess var að heimilisfólkið hefur verið í Afríku. Litríkir og fagurlega skreyttir munir prýða veggina og afrískar styttur, efni og körfur grípa athyglina hvert sem litið er.

Fílar eyðilögðu uppskerunaÍ Tansaníu eiga hjónin fyrirtæki ásamt tansanískum vini sínum. Fyrirtækið var stofnað til að halda utan um rekstur bóndabæjar sem

Menntun er grundvöllur sterks samfélagsAnna Elísabet Ólafsdóttir er nýr aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst. Að mennta fólk er ein af hennar ástríðum í lífinu og menntun segir hún vera horn-stein allra samfélaga. En það er ekki bara menntun á Íslandi sem heillar hana heldur á hún á sér aðra ástríðu, framþróun í Tansaníu. Þar hefur hún auk þess að stofna leikskóla, unnið að rannsóknum á þróunar-hjálp og áhrifum stjórnunar­hátta, rekið búgarð og stofnað ferðaþjónustu meðfram því að byggja upp ræktun á makedóníuhnetum í samstarfi við bændurna á svæðinu.

þau eiga. Þar reka þau ferðaþjónustu auk þess að rækta ávexti og grænmeti. „Langstærsti hluti landsins fer undir maísræktun, en auk þess erum við með avocado, appelsínur, mango og ástar-aldin. Við vorum dálítið óheppin í fyrra því þá komu fílar inn á landið sem tróðu niður girðinguna og átu stóran hluta af bananaplöntunum okkar,“ segir Anna hlæjandi en bætir því við að það hafi nú kostað sitt þar sem ekki sé hægt að tryggja sig fyrir heimsókn fíla, en um-hverfis býlið, sem stendur rétt utan við eldgíginn Ngorongoro og á leiðinni inn í Seringeti þjóðgarðinn, er ótrúlega fjöl-breytt dýralíf.

„Ástríðuávöxturinn er minn uppá-haldsávöxtur en svo erum við líka með kaffi og makademíuhnetur. Þær eru, fyrir utan að vera ofsalega bragðgóðar og hollar, einar dýrustu hnetur í heimi. Svo ég hugsaði með mér að ef okkur tækist að rækta makademíutré þá yrði það góður kostur fyrir bændurna á svæðinu, en helmingur þeirra lifir undir fátækramörkum.“

Heilluð af TansaníuEftir fyrsta ferðalag fjölskyldunnar til Tansaníu árið 2005 var ekki aftur snú-ið. „Það er svo margt sem heillar þar. Fólkið er ofsalega fallegt og gott, allir

taka manni opnum örmum. Svo er dýralífið algjörlega einstakt. Hvergi í heiminum get-ur þú keyrt um þjóðgarð eins og Serengeti og horft t.d. á ljónin veiða zebrahesta og fíla ganga um með ungana sína. Og þetta er ekki dýragarður heldur er þetta lífið sjálft,“ segir Anna snortin og það er augljóst að hún er algjörlega heilluð af landinu. „Þetta er bara ótrúlegt. Ég hef sofið í tjaldi í Serengeti og hlustað á ljón og hýenur og apa skottast í kringum tjaldið. Ef maður heillast ekki af þessu þá veit ég nú bara ekki af hverju maður ætti að heillast,“ segir Anna og í sama mund kemur Resty færandi hendi með engiferte að tansanískum sið.

Resty er vinkona Önnu sem býr hjá fjöl-skyldunni í vetur, en hún hefur unnið á bóndabænum. „Resty sér um hluta af rekstri ferðaþjónustunnar en stefnan er að hún taki við stórum hluta vinnu Önnu þar sem Anna er önnum kafin á Íslandi eins og er. „Við Resty kynntumst fyrir mörgum árum í gegnum pabba hennar sem var að hjálpa mér við að rækta upp landið, en hann er land-búnaðarráðunautur í þorpinu okkar, Bashay. Ég hef verið með mikið af tansanískum karl-mönnum í vinnu en þegar mig svo vantaði aðstoðarmanneskju á bóndabænum þá vildi ég endilega ráða Resty. Þá var hún í skóla þar sem er kennt ýmislegt sem viðkemur ferða-þjónustu en þegar hún lauk náminu sótti hún um vinnu hjá mér.“

Resty segist sjálf vera sérstaklega hrifin af Íslandi, þrátt fyrir myrkrið og kuldann. Hún er þakklát fyrir þau tækifæri sem hún fær hér til að mennta sig, en Verslunarskólinn og Háskólinn á Bifröst hafa leyft henni að sitja tíma í íslensku, ensku, tölvum og bókhaldi auk annarrar þjálfunar. Menntunin mun nýt-ast henni í starfinu úti, en fyrir aðeins ári síðan hafði hún aldrei notað tölvu.

Hjálpum þeim að hjálpa sér sjálfÁ þeim tíma sem Anna var að stofna ferða-þjónustu í Tansaníu vann hún við rannsóknir í Afríku, meðal annars á áhrifum þróunar-hjálpar. „Þegar ég var búin með doktorinn í lýðheilsufræðum þá langaði mig að vera í einhvern tíma í Tansaníu. Svo ég réð mig til starfa starfa hjá Ifakara Health Institute. Þar var eitt af mínum aðalverkefnum að meta Opnun barnaheimilisins í Bashay sem var byggt fyrir söfnunarfé frá Íslandi.

Anna og Resty, sem nú dvelur hjá Önnu, urðu góðar vinkonur í Tansaníu. Hér eru þær að elda heima hjá Resty.

18 viðtal Helgin 28.­30. mars 2014

Page 19: 28 03 2014

FRAMTÍÐARREIKNINGURGÓÐUR STAÐUR FYRIR FERMINGARPENINGANA

Framtíðarreikningurinn ber alltaf hæstu vexti verðtryggðra sparireikninga og er laus við 18 ára aldur. Hann er skynsamlegur staður fyrir fermingarpeningana, svo þeir nýtist í framtíðinni til að láta draumana rætast. Ef 30.000 kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning bætum við 5.000 kr. við.* Hægt er að stofna Framtíðarreikning í næsta útibúi Arion banka.

*Eitt mótframlag fyrir hvert fermingarbarn

18 ÁRA 12/11 2018

LÁTTU FERMINGARPENINGINNVAXA MEÐ ÞÉR

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

1

4-0

56

6

þróunarverkefni Norðmanna, „Pay for performance“. Þetta verkefni hafði það að markmiði að bæta heil­brigðisþjónustuna með því að greiða heilbrigðisstarfsfólki á grundvelli afkasta og gæða. Mín niðurstaða, sem kemur fram í vísindagrein sem nú er í yfirlestri, var sú að erfitt sé að innleiða svona kerfi nema infra­strúktúrinn sé í lagi sem ekki er til að dreifa í þessu tilfelli. Heilbrigð­isstarfsmaður getur ekki bólusett barn ef hann hefur ekki bóluefni. Í einhverjum tilfellum var bóluefnið til en ekkert rafmagnið og þar sem bóluefni á að geyma í kæli eyðilagð­ist það og var því ónothæft. Til að ná árangri verður allur nauðsyn­legur búnaður að vera til staðar,“ segir Anna.

„Við verðum að hjálpa fólki sem glímir við fátækt, með því að hjálpa þeim að hjálpa sér sjálf. Það er ekki nóg að senda peninga. Við verðum að hjálpa þeim að auka þekkingu sína og færni til að geta staðið á eigin fótum. Það er of lítið fram­boð af skólum, og jafnvel þó það séu til skólabyggingar þá vantar vel menntaða kennara. Þess vegna verðum við að hjálpa þeim að þjálfa betur kennarana sína. En vanda­málin eru víða því jafnvel þótt við séum komin með vel þjálfaða kenn­ara þá vilja þeir oft ekki fara í þorpin að kenna, því þar stendur þeim ekki til boða hús með rafmagni og vatni. Þetta undirstrikar enn frekar mikil­vægi þess að byrja á því að byggja upp innviðina.“

Í sínum rekstri hefur Anna alltaf lagt áherslu á að vera samfélags­lega ábyrg. „Fyrsta verkefnið okk­ar var að hjálpa þorpsbúum við að dreifa hreinu vatni því það var sam­kvæmt þorpsbúum mikilvægasta verkefnið. Við lögðum fram efnis­kostnað en þau lögðu fram vinn­una. Næsta verkefnið var að stofna leikskóla. Hann var stofnaður fyrir söfnunarfé á Íslandi, meðal vina og vandamanna og með hjálp Credit­info og starfsmanna þess. Við sem­sagt byggðum skólann en rekum hann ekki, það gera þorpsbúar. Nú eru um 100 börn í leikskólanum á aldrinum 4­6 ára.“

Ríkt land með misskiptan auðSumir óttast að fara til Afríku og segir Anna geta verið nokkrar ástæður fyrir því. „Ein þeirra er neikvæður fréttaf lutningur frá svæðinu, um hungur og ófrið. En Afríka er svo stór heimsálfa og því mjög langt á milli uppreisna í t.d. Sómalíu og svo Tansaníu sem er friðsamt land. Hluti óttans er mögu­lega fáfræði, en þetta er alveg stór­kostleg álfa. Ég hef ferðast töluvert um Afríku, þar á meðal til Sierra Leone, Rúanda og Sambíu. Og þó að Tansanía sé fátækt ríki ef við rýnum í hagtölur þá er það í raun ríkt, en því mætti vera betur stjór­nað. Þarna er olía, demantar og gull en arðurinn af auðlindunum skilar sér ekki jafnt til allra. Langstærsti hluti þjóðarinnar lifir á landbúnaði,“ segir Anna og nefnir sem dæmi fjöl­skyldu Resty sem á nokkrar ekrur í kringum sitt hús þar sem þau rækta allan sinn mat, mest af maís sem er uppistaðan í mataræði Tansaníu.

Nýtt kvennasamfélagAnna er greinilega ekki búin með sitt uppbyggingarstarf innan þorpsins því hún er strax komin á flug með næsta verkefni, sem er að styðja við konurnar í þorpinu. „Mig langar að hjálpa konunum að verða sjálfstæðari, kenna þeim að gera viðskipta­ og markaðsáætlanir og að búa til sitt litla fyrirtæki og styðja við hver aðra. Ég finn fyrir miklum áhuga hjá konunum við að framkvæma og verða sjálfstæðar, en þær komast ekki svo auðveldlega út af heimilunum. Konurnar sjá um börnin, þær safna eldivið og elda en karlarnir vinna úti. Auk þess eru þær að mörgu leyti beittar órétti meðal annars vegna gamalla hefða.

Sem dæmi má taka að ef ung stúlka verður ófrísk meðan á skólagöngu stendur þá má hún ekki koma aftur í skólann, en það hefur engin áhrif á föður barnsins, jafnvel þótt hann sé líka í skólanum,“ segir Anna sem ætlar sér að vinna fyrir kon­urnar í Bashay þrátt fyrir að hafa ekki mikinn tíma í augnablikinu.

„Það er svo mikilvægt fyrir kon­ur að stofna tengslanet og ég sé fyr­ir mér að hópur kvenna héðan gæti lagt sitt af mörkum fyrir konurnar í Bashay. Tansanísku konurnar eru nú þegar búnar að stofna sitt net úti með því að setja upp félagasamtök kvenna. Þær borga í sjóð sem á að hjálpa þeim að byggja upp viðskipti eða að nýtast til kvenna sem þurfa félagslega hjálp, vegna t.d veikinda

eiginmanns sem getur ekki unnið. En peningurinn sem á að hjálpa þeim til að hefja atvinnurekstur hefur ekki virkað hingað til því þær skortir stuðning og menntun. Þar langar mig að koma inn og hjálpa,“ segir Anna full eldmóðs.

Það er nóg að gera hjá henni þessa dagana á Bifröst svo Tans­anía verður að bíða í bráð. Þau hjónin stefna þó á að fara út í haust, hitta vini sína og kíkja á rekstur­inn, fylgjast með ræktun maka­demíutrjánna og bragða á nýrri uppskerunni. Það er að segja ef fíl­arnir verða ekki búnir með hana áður.

Halla Harðardóttir

[email protected]

viðtal 19 Helgin 28.-30. mars 2014

Page 20: 28 03 2014

Þú �nnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin”

Skólavörðustíg 21a 101 Reykjavík S. 551 4050

Ný sending af sængurfatnaði tilvalið til fermingagjafa

Þ að besta við að búa á Græn-landi er frelsið – frelsið til að vera til,“ segir Ingi-

björg Gísladóttir sem nú starfar í ferðaþjónustu í Sisimiut á vestur-ströndinni. Þangað flutti hún frá Upernavik, fyrr á þessu ári, en þar

var hún flugum-sjónarmaður. Upernavik er 1200 manna bær á 72° breiddargráðu, óralangt fyrir norðan heims-skautsbaug.

„Í Upernavik er alveg sólar-laust í tvo mán-uði. Þegar sólin lét loksins sjá sig, og baðaði allt í sínum appelsínugula lit, naut ég

þeirra forréttinda að sitja í flugturn-inum efst á eyjunni með útsýni yfir flóann, firðina og dýrðina allt um kring. Starfsfólkið á flugvellinum kom upp í turninn til mín og söng „Ullumi seqernup nuivaa“ – í dag kom sólin fram. Ég söng ekki. Ég hlustaði með tár í augum og kökk í hálsi.“

Þegar Ingibjörg er beðin að lýsa Grænlendingum stendur ekki á svari. „Ef ég ætti að velja eitt lýsingarorð myndi ég velja blíðir. Grænlendingar eru blíðasta fólk sem ég hef kynnst, en á sama tíma hafa þeir í sér þá innri hörku og þrautseigju sem þarf, til að hafa gagn og gaman af tilverunni jafnt í svörtustu heimskautanóttinni, sem og í björtustu sumarvikunum. Virðingin fyrir sjálfstæði hvers einstaklings helst hér í hendur við sterka samhyggð, menn syrgja saman og gleðjast saman yfir stóru sem litlu.“

Gullnáma af Grænlendingum!Guðmundur Þorsteinsson býr í Nuuk með konu sinni, Benedikte, sem Íslendingum er að góðu kunn. Bendó, eins og hún er jafnan kölluð, var félagsmálaráðherra í grænlensku stjórninni en bjó um árabil á Íslandi með Guðmundi. Hún vann þrekvirki sem formaður Kalak, vinafélags Íslands og Græn-lands, við að efla tengsl landanna á ótal sviðum. Hún er nú ráðgjafi

Péturs Ásgeirs-sonar sendi-herra í Nuuk.

Guðmundur er þjóðkunnur á Grænlandi. Hann hefur af miklum eldmóði útbreitt hand-knattleik meðal granna okkar, sem unnið hafa frækna sigra og komust alla leið á HM. Þá rekur hann fjölsmiðju fyrir unglinga í Nuuk, þar sem fjölmörg ungmenni hafa náð að blómstra og dafna.

„Ég kom hingað, nánar til-tekið til Eqaluit á Suður-Græn-landi, snemma árið 1971. Eqaluit er bóndabær og fæðingarstaður ástæðunnar fyrir því að ég yfir-leitt kom alla leið hingað. Bendó fór með mig beint í fangið á fjöl-skyldunni – ömmu, foreldrum og 14 systkinum. Þvílík gullnáma af Grænlendingum! Hér þurfti ég ekki að grafa djúpt til að finna gull-mola og vini fyrir lífstíð. Það er gott að eiga heima í þessu fallega landi. Ég er jafn velkominn núna og fyrir rúmlega 40 árum. Og ég get horft út um gluggann, á hafið og fjöllin og eiginlega allt sem mitt íslenska hjarta getur óskað sér.“

Guðmundur, sem alltaf er kall-aður Gujo, hefur sannarlega skotið rótum á Grænlandi: „Síðan 1971 höfum við eignast litla Grænlend-inga, sem bera áfram vináttuna og kærleikann, og nú er þriðja kyn-slóðin komin í heiminn. Ævintýrið er ekki á enda og Grænland hefur upp á ótal margt að bjóða. Við höfum það gott hér á Grænlandi.“

Gjafmildi landsins á sér engin takmörkIngibjörg Björnsdóttir starfaði í þrjú og hálft ár á sjúkrahúsinu í Sisimiut, sem er næststærsti bær Grænlands með tæplega 6000 íbúa. Eiginmaður hennar Ólafur Rafnar Ólafsson var safnstjóri í bænum, og er óhætt að segja að þau hafi bæði kolfallið fyrir landi og þjóð.

Þau eru nú flutt aftur til Ís-lands en Ingibjörg hugsar með miklum hlýhug til nágranna okkar. „Grænlendingar eru afsprengi landsins sem þeir byggja – þetta

Á Grænlandi er frelsi til að vera tilGrænland er næsti nágranni Íslands, aðeins 290 kílómetrar skilja löndin að. Það er óhætt að segja að fáar þjóðir séu jafn heppnar með nágranna og við, en samt er Grænland framandi land í hugum margra Íslendinga. Fréttatíminn ræddi við fjóra Íslendinga sem þekkja af eigin raun hvernig það er að búa á Grænlandi.

hrikalega stóra og jarðlausa land. Þar sem búa ísbirnir og vaxa örlitlar orkideur. Gjaf-mildi landsins á sér fá takmörk, maturinn er um allt, laxinn í sjónum, æður-inn í vogum, hreindýr og sauðnaut á fjalli, héri í brekku, og silungur í vatni. Þetta er land óendan-leikans. Þegar ég loka augunum sé ég bláma himinsins, silfrað hafið, glannahvítan snjóinn, gulan fífilinn, víðinn græna og svarbrúnu fjöllin. Og ég heyri ærandi þögnina þegar ísinn leggur, og beljandann í vetrar-storminum. Það er eins og allt sé meira og stærra á Grænlandi – fólkið, landið og himininn.“

Ingibjörg var djúpt snortin af kynnum sínum við Grænlendinga: „Grænlendingar eru konurnar sem prjóna undurfín úlnliðsbönd og sauma í þær örsmáar perlur. Það eru konurnar sem keyra inn til fjalla á snjósleðum á vorbjörtu kvöldi og syngja óð til lífsins. Þessar konur lóga hreindýrum og verka þau og bera langar leiðir að bátnum sem siglir þeim heim. Kon-urnar sem kunna listina að gleðjast, sem rúlla sér á gólfinu, geifla sig og hlæja hátt og gera „pagga“ við meiriháttar tilefni. Það eru menn-irnir sem fara til veiða þegar vel viðrar. Sem byggja sér hús og gera sér hundasleða. Sem hrópa „aamma““ og sveifla svipum yfir hundunum þegar leggja á í leiðang-ur. Menn með vinnustórar hendur og útitekna húð. Sem taka undir í söngnum og snúast með kvenfólkið í hröðum polka.“

Ingibjörg kynntist grænlensku þjóðarsálinni ekki síst vegna vinnu

sinnar sem hjúkrunarfræðingur. „Þeir fjölmenna á sjúkrahúsið við fæðingar og andlát, syngja „Hærra, minn guð, til þín“ óendanlega hægt við andlát og gráta hátt og í hljóði. Og fólkið sem fyllir fæðingar-stofuna til að berja litlu manneskj-una augum, lykta af henni, mæla lengd hennar og samgleðjast með nýbökuðum foreldrum. Gleðin og einlægnin eru aðalsmerki Græn-lendinga.“

Stórísinn er vorboðinn ljúfiÞað vefst ekki fyrir Eddu Lyberth að svara spurningunni um hvað er best við að búa á Grænlandi: „Því er nú fljótsvarað: Að lifa með ástinni minni, honum Kay Lyberth, sem ég hitti alveg óvart á síðustu öld. Kaj sem heitir Inunnuaq á Inúíta-máli er ættaður fra Maniitsoq sem er norðan vid Nuuk, höfudstað Græn-lands. Hann bjó í Qaqortoq þegar ég kom þangað fyrst.“

Edda og Kaj búa núna í Narsaq á Suður-Grænlandi. „Hérna lifum við nánast í suðrænni sælu yfir sumartímann og hitinn getur farið upp í 30 stig inni í fjörð-unum. Það er ekki skrýtið að Eiríkur rauði hafi byggt sitt bú í Brattahlíð við Eiríksfjörð þar sem ein-stök veðursæld ríkir og gott er til búsetu. Á vetrum eru oft miklar stillur og glitrandi snjórinn endurkastar ævintýralegum litum. Vorboðinn okkar er stórísinn, sem ryður sér leið frá austurströndinni og siglir upp með strönd Suður-Grænlands. Stórísnum fylgir hamingjukennd fyrir Grænlendinga, því með honum koma selirnir. Þá er haldið til veiða, kjötið þurrkað og spikið

látið taka sig á klöpp. Maturinn er svo borðaður yfir veturinn.“

Lærði að verða glöð á GrænlandiEdda segir að Grænland sé „ævin-týri og eitt best varðveitta leyndar-mál í heiminum“. Þó beina sífellt fleiri augum að Grænlandi – og hin-um gríðarlegu auðlindum, jafnt á landi sem í hafi. „Grænland er land í þróun og þjóðin er að aðlaga sig að nýjum tímum. Ekkert í þróunar-sögunni hefur verið átakalaust, en Grænland er fyrirheitna landið sem býr yfir öllu sem heimurinn þarf á að halda: Gleði, friðsæld og atvinnutækifæri.“

Grænlendingar eru lífsglaðir og hógværir, og lítt gefnir fyrir að trana sér fram, segir Edda. „Græn-lendingar kunna að lifa í augna-blikinu, og þeir hugsa í lausnum. Það er auðvelt að hrífast af þessari þjóð, sem er svo fámenn í risastóra landinu sínu.“

Aðspurð um muninn á Grænlend-ingum og Íslendingum vitnar Edda í Jonathan heitinn Motzfeldt, fyrsta forsætisráðherra Grænlands.

„Jonathan var í opinberri heim-sókn á Íslandi og var spurður um það í fréttatíma íslenska sjónvarps-ins hvort Grænlendingar gætu lært eitthvað af Íslendingum. Jonathan hélt það nú, Grænlendingar gætu lært heilmikið af hinum duglegu nágrönnum sínum. Fréttamaðurinn var mjög ánægður með svarið, og spurði svona hálfglottandi hvort Íslendingar gætu lært eitthvað af Grænlendingum. Jonathan, með sitt fallega andlit, brosti út að eyrum og svaraði: „Íslendingar gætu lært að verða glaðari.“ Af mér er það að segja að þegar ég horfði á þennan fréttatíma á síðustu öld var ég í til-finningalegu gjaldþroti og gleðin var ekki minn fylgifiskur. Orð Jonat-hans snertu hjarta mitt og ég lærði að vera glöð hérna á Grænlandi.“

Hrafn Jökulsson

[email protected]

Grænlandsdagar í ReykjavíkGrænlandsdagar hefjast í dag, föstudaginn 28. mars kl. 16, í Melabúðinni. Þar verður boðið upp á grænlenskar matvörur, geisladiska og meira að segja handunna grænlenska sápu. Risastórar Grænlandsmyndir Ragnars Axelssonar verða til sýnis og frægasti trommu-dansari Grænlands, Anda Kuitse, leikur listir sínar. Græn-landsdagar í Melabúðinni halda áfram á morgun, laugardag, en á sunnudag klukkan 14 færir hátíðin sig í Hörpu. Þar munu fyrirtæki í ferðaþjónustu kynna Grænlandsferðir, auk þess sem Kalak, vinafélag Grænlands og Íslands, og Skák-

félagið Hrókurinn kynna starf í þágu barna og ungmenna á Grænlandi. Klukkan 15 verða tónleikar í Kaldalóni þar sem Anda Kuitse kemur fram, sem og tríóið Appisimaar frá Kulusuk. Sérstakir gestir verða Bjartmar Guðlaugsson og Pálmi Gunnarsson. Miðaverð á tón-leikana er kr. 3000 og rennur ágóðinn til starfs Kalak og Hróksins á Grænlandi.

Á mánudag kl. 13.30 verður Grænlandsskákmót haldið í Vin, Hverfisgötu 47, og eru allir hjartanlega velkomnir. Á þriðjudag kl. 15 verður svo málþing í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Ísland og Græn-

land – Samstarf vinaþjóða í norðri. Meðal þeirra sem ávarpa málþingið, sem fer fram á ensku, eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for-sætisráðherra, Brian Buus Pederson, framkvæmda-stjóri samtaka atvinnulífsins á Grænlandi, Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður,

Ingi Þór Guðmundsson, frá Flugfélagi Íslands, Heiðar Már Guðjónsson, frá Úrsus, Hrafn Jökulsson og Gunnar Karl Guðmundsson. Nánari upplýsingar um málþingið og Grænlandsdaga má finna á glis.is og á Facebook-síðunni Grænlandsdagar 28. mars til 2. apríl.

Anda Kuitse, fræg-asti trommudansari Grænlands, tekur þátt í Grænlands-dögum sem hefjast í Melabúðinni í dag. Hann kemur líka fram á tónleikum í Hörpu á sunnudag.

Guðmundur Þorsteinsson og Benedikte: Það er gott að eiga heima í þessu fallega landi.

Ingibjörg Björns-dóttir: Gleðin og einlægnin eru aðalsmerki Grænlendinga.

Edda Lyberth: Lifum í suðrænni sælu yfir sumar-tímann.

Ingibjörg Gísladóttir: Það besta við að búa á Grænlandi er frelsið.

20 viðtal Helgin 28.-30. mars 2014

Page 21: 28 03 2014

*Jafngildir 20,32% verðlækkun. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25,5% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 20,32% er alfarið á kostnað Hagkaups. Tilboðin gilda út mánudaginn 31. mars.

AFNEMUM VIRÐISAUKASKATT* AF ÖLLUM HERRAFATNAÐI

OG HERRASKÓM 27. -31. MARS.

Page 22: 28 03 2014

Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972 þegar Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu hans á Akureyri. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér.

www.odalsostar.is

ÓÐALSOSTURTIGNARLEGUR

Skagfirski ráðherrannFyrir tæpu ári varð Gunnar Bragi Sveins-son utanríkis-ráðherra. Bak-grunnur hans í pólitík er fyrir norðan en fyrir hvað stendur Gunnar Bragi? Fréttatíminn kynnti sér líf og störf þessa umtalaða manns. Á afrekaskránni er meðal annars pylsusala og tónleikaferðalög með Geirmundi Valtýssyni.

F ramganga Gunnars Braga Sveins-sonar utanríkisráðherra undan-farið í málefnum Úkraínu og

Rússlands hefur vakið athygli. Nefnt er að hann hafi sýnt ákveðni og sent skýr skilaboð um að hann ætli að stýra utan-ríkisstefnu landsins sama hvað forsetinn gerir eða segir. Slík staðfesta hefur ekki alltaf einkennt störf hans. Á flokksþingi Framsóknarflokksins árið 2009 var hann einn af aðalhöfundum ályktunar um Evr-ópusambandsviðræður en ári síðar lagði hann til að Alþingi drægi umsóknina til baka sem hann ítrekaði svo aftur á þingi í febrúar síðastliðnum.

Skapmikill en fljótur niður afturStyrkur Gunnars Braga felst í því að hann er kraftmikill, duglegur og fús að tileinka sér nýja hluti. „Hann er skap-maður, reiðist auðveldlega en er fljótur niður aftur,“ segir þingmaður úr stjórnar-liðinu. „Hann er tilfinningasamur maður en þú veist alltaf hvar þú hefur hann. Hann er hreinn og beinn sem getur kom-ið illa við suma,“ segir sá sami. Reynslu-leysi Gunnar sem utanríkisráðherra og þekkingaskortur á málaflokknum er talinn hans helsti veikleiki.

Umtöluð ferð til KænugarðsEgill Helgason skrifaði á Eyjunni að Gunnar Bragi hafi sýnt forystutilburði: „Gunnar Bragi drífur sig til Úkraínu, talar við heimamenn, sýnir þeim stuðn-ing í baráttunni fyrir lýðræði og gegn yfirgangi og spillingu.“ Ferðin var fyrst og fremst táknræn en aðrir sáu þetta sem ferð í kynningarskyni á ráðherr-anum. Hann hitti utanríkisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, mannrétt-indasamtök, fulltrúa mómælenda og þingmenn Héraðsflokksins, liðsmenn Viktors Janukovits, fráfarandi forseta landsins og orkumálaráðherrans fyrr-verandi sem var handtekinn eftir að 42 kíló af gulli og tvær milljónir bandarískra dollara fundust heima hjá honum. Málin ytra eru flókin en spyrja má hvort að Gunnar Bragi hafi rætt við þá sem mestu máli skipta.

Málar ESB dökkum litumGunnar hefur lýst því yfir að Ísland styðji þvingunaraðgerðir ESB og Bandaríkj-anna og verði með í eftirliti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Úkraínu. Hann er þó þekktur fyrir að nota öll tækifæri til að mála ESB dökkum litum. Í febrúar voru mjög umdeild ummæli

höfð eftir Gunnari: „Í kjölfar ákvörðunar úkraínskra stjórnvalda um að skrifa ekki undir viðskiptasamkomulag við ESB, brutust út mótmæli í Kænugarði sem hafa nú kostað um 100 manns lífið.“

Fljótlega sagði hann þó að ekki mætti skilja orð sín svo að hann hafi verið að kenna ESB um ástandið í Úkraínu. En

sagði samt um leið þetta: „Það er vont að hugsa til þess að ESB hafi ekki getað komið í veg fyrir ofbeldið sem þarna er að eiga sér stað.“ Og nýlega sagði hann að hér á landi væri of mikil velmegun til að landið gengi í sambandið: „ESB er í

Framhald á næstu opnu

Linda Blöndal

[email protected]

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er æskuvinur Eyjólfs Sverrissonar knatt-spyrnukappa og Björns Jóhanns Björns-

sonar blaðamanns á Morgunblaðinu. Hann er gallharður stuðningsmaður Liverpool

og hlustaði á Iron Maiden og Pink Floyd á unglingsárunum.

Ljósmynd/Hari

Það er rétt að taka það fram að ég er móðgað-ur við Rík-isútvarpið vegna þess að RÚV hefur aldrei boðið mér í einn einasta þátt í sjón-varpi frá því ég var kjör-inn á þing. Ekki einn.

22 nærmynd Helgin 28.-30. mars 2014

Page 23: 28 03 2014

Allt sem tónlist getur verið!Tónlistarhátíð Sinfóníuhljómsveitar ÍslandsÍ annarri viku apríl iðar Harpa af lífi á Tectonics. Flytjendur og tónsmiðir hvaðanæva að koma fram á fjölda tónleika og viðburða á þremur dögum með nýja og spennandi tónlist úr öllum áttum.

Á hátíðinni hljómar tónlist eftir Valgeir Sigurðsson, Ólöfu Arnalds & Skúla Sverris son, Bergrúnu Snæ-björnsdóttur, Davíð Brynjar Franzson, Maríu Huld Markan, Pál Ivan Pálsson og Ghostigital.Aðalgestur Tectonics er bandaríska tónskáldið Alvin Lucier. Fjölbreyttar tónlistarstefnur renna saman og mynda nýttog spennandi landslag.

REYKJAVÍK10. — 12. APRÍL 2014

Listrænn stjórnandi ILAN VOLKOV

Miðasala í andyri Hörpu og á sinfonia.is og harpa.is

WWW.TECTONICSFESTIVAL.COM

Page 24: 28 03 2014

Kraftaverk

Hágæða heyrnatól sem hlotið hafamargvíslegar viðurkenningar fyrir

hljómburð og hönnun.

Hægt að tengja saman þannig að 2eða fleiri geti hlustað úr sama tækinu.

Fjarstýrð símsvörun og hljóðnemifyrir „hands free“ símtöl.

Hægt að fá í mörgum litum.

Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090www. minja.is • facebook: minja

TVÆR GERÐIR:

PLATTAN kr. 10.900

HUMLAN kr. 9.700

HÁGÆÐA HÖNNUN,

HLJÓMFYLLING & GÆÐI

raun ekki í stakk búið til að taka á móti velmeg­andi ríki eins og Íslandi og eiga samninga um aðild á jafnræðisgrundvelli.“

Allt nýtt frá Apple fyrir ráðherra og aðstoðarkonurByrjendabragur var á Gunnari Braga í em­bætti. Það voru liðnir um fimm mánuðir af ráðherratíð hans þegar honum hlekktist á nafni Kasakstan í ræðu á Alþingi og hélt að landið væri hluti af Rússlandi. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyf­ingarinnar, gagnrýndi ráðherrann á vefsíðu sinni og skrifaði: „Góður utanríkisráðherra þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu á utan­ríkismálum. Til þess að það sé hægt þarf maður að þekkja heiminn og til dæmis vita hvað löndin heita.“

Gunnar er ekki með háskólapróf og hefur ekki reynslu af því að búa erlendis sem er ókostur í huga sumra þegar utanríkisráðherra er á ferð. Það þykir heldur ekki kostur á eftir­hrunsárunum að auka útgjöld ríkisfyrirtækja. Gunnar lét hins vegar ráðuneyti sitt kaupa ný Apple fjarskiptatæki fyrir um eina og hálfa milljón króna fyrir sig og aðstoðarkonur sínar tvær, líkt og Fréttatíminn greindi frá í síðustu viku.

Þó verður að nefna að ráðneytið hans fékk eins og önnur ráðuneyti á sig 5 prósent hag­ræðingakröfu. Tugir milljóna sem áður voru ætlaðir ráðuneyti hans voru einnig felldir niður á fjárlögum. Gunnar Bragi hefur núna hafið tiltekt á ráðuneyti sínu vegna þessa en hann ku hafa tekið því mjög illa að fá ekki áður áætlaðar tekjur fyrir sendiráðið í Brussel og Strassborg.

Skjótur frami á þingiGunnar Bragi var sveitarstjórnarmaður í Skagafirði áður en hann settist á þing árið 2009 fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvestur kjördæmi. Hann varð strax þingflokks­formaður og sat m.a. í utanríkismálanefnd Alþingis. Hann tók stúdentspróf frá Fjöl­brautaskóla Norðurlands Vestra á Sauðár­króki 1989 og nam atvinnulífsfélagsfræði við Háskóla Íslands árið 1995 en útskrifaðist ekki. Gunnar Bragi verður 45 ára í sumar og er fimm barna faðir. Eiginkona hans, Elva Björk Guðmundsdóttir húsmóðir, er ári yngri en hann og þau eiga saman fimm syni á aldrinum 14 til 26 ára. Tveir elstu synirnir eru stjúpsynir Gunnars og synir Elvu. Gunn­ar á tvo bræður. Elstur er Björgvin, smiður á Sauðárkróki, og sá yngsti, Atli, rekur Ís­lensku auglýsingastofuna í Reykjavík. Gunn­ar Bragi er sá eini í fjölskyldunni sem hefur lagt fyrir sig stjórnmál ef frá er talinn faðir hans Sveinn Friðvinsson bifvélavirki sem tók þátt í sveitarstjórnarmálum á Króknum fyrir Framsókn.

Á tónleikaferðalagi með GeirmundiBjörgvin segir yngri bróður sinn hafi verið „þægi­legan dreng“ og minnist þess að stundum hafi þeir tveir fengið að fara í tónleikaferðalög með Geir­mundi Valtýssyni. Æskuvinir Gunnars eru þeir Björn Jóhann Björnsson, blaðamaður á Morgun­blaðinu, og Eyjólfur Sverrisson knattspyrnumaður og eru þeir enn nánir. Eyjólfur segir Gunnar hafa tekið þátt í nánast öllum íþróttagreinum: „Hann var í öllu og bæði harður í horn að taka og fylginn sér á vellinum. Í ræðuliði í Fjölbrautarskólanum var hann fyrirferðamikill og mjög góður í að rífa kjaft. Annars vorum við dæmigerðir unglings­strákar sem hlustuðum á svona „fantamúsík“ eins og Iron Maiden og Pink Floyd,“ segir Eyjólfur. Eins og fleiri í fjölskyldunni tók Gunnar líka af krafti þátt í Leikfélagi Sauðárkróks.

Með Framsókn og Liverpool í blóðinuGunnar Bragi hefur gegnt mörgum ólíkum störf­um, m.a. fjölda trúnaðarstarfa fyrir Framsóknar­flokkinn. Sjálfur segist hann vera framsóknar­maður fyrst og fremst. Vera með Framsókn í blóðinu eins og hann orðaði það í viðtali við vef­ritið skagafjordur.com. Framsókn og Liverpool eru hluti af æðakerfinu fullyrti Gunnar Bragi árið 2006 og titlaði sig þá sem pylsusala og pólitíkus. Það ár var hann framkvæmdastjóri Ábæjar­veit­inga en sama ár sinnti hann líka a.m.k. sex trún­aðarstörfum. Hann var formaður stjórnar sveitar­félaga á Norðurlandi vestra, formaður gagnaveitu

Skagafjarðar, formaður byggðaráðs, varaforseti sveitarstjórnar Skagafjarðar ásamt fleiru.

Ætlaði í útrás með kaffihúsStarfsferillinn spannar vítt svið. Gæsla í Steinull­arverksmiðjunni, starf á verslunarsviði Kaupfélags Skagfirðinga og einnig var hann sölu­ og versl­unarstjóri hjá Skeljungi. Hann ritstýrði héraðs­fréttablaðinu Einherja og var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1997­1999 en einnig um tíma markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofu litla bróður síns. Það má því segja að Gunnar Bragi fari hratt yfir sviðið en sjálfur segist hann pirrast yfir fáu nema óstundvísi. Í dag situr hann í stjórn nýsköp­unarfyrirtækisins Umhverfið þitt SES á Sauðár­króki. Einnig reyndi hann fyrir sér árið 2007 með viðskiptahugmynd ásamt Pétri Friðjónssyni spari­sjóðsstjóra Skagafjarðar. Hugmyndin gekk út á að stofna kaffihúsakeðjuna Kaffi­Buna hér á landi og víðar á Norðurlöndum. Fátt virðist hafa ræst úr þeim áformum. Áður sat Gunnar Bragi í stjórn Fast­eignarhald ehf sem skráð er á Sauðárkróki á heimili Péturs og leigir út atvinnuhúsnæði.

Óljóst hverjir eru bandamenn Bakland Gunnars Braga er heima í Skagafirði. Fá augljós eða bein tengsl eru á milli hans og

Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra Skagfirðinga, valdamesta manns héraðsins með áralöng ítök innan Framsóknarflokksins. Þó má eitt­hvað ráða í þá staðreynd að Gunnar Bragi starfaði fyrir kaupfélagið undir stjórn Þórólfs frá 2000 til 2002. Af viðtölum Fréttatímans við alþingismenn virðist ekki ljóst í dag hverjir bandamenn Gunnars eru. Sigmundur Davíð er helst nefndur en ekki telst neitt öruggt með að t.d. Ás­mundur Einar Daðason, sem kemur úr sama kjördæmi, sé sérstakur stuðningsmaður Gunnars eins og halda mætti. Margir nýir þingmenn eru í þingflokknum og erfitt að ráða í hverjir standa með hverjum, sagði þingmaður.

Aldrei boðið í viðtöl í sjónvarpiÞótt Gunnar Bragi hafi sjálfur sagt að hann þoli ekki kvart og kvein, kveinkar hann sér undan fjölmiðlum, sér í lagi RÚV. Í byrjun mars ákvað Gunnar Bragi að synja RÚV um við­töl nema hann fengi þau birt í heild óklippt eða vera að öðrum kosti að­eins í beinum útsendingum. Þessar kröfur frá ráðherra hljómuðu fram­andi árið 2014. Hann sagði vandann vera að rétt skilaboð kæmust ekki til almennings. Á Facebooksíðu sinni velti hann þessu fyrir sér: „Hvað er til ráða? Að taka sjálfur upp viðtölin samhliða RÚV? Hví ekki.“

Í grein í Morgunblaðinu í janúar 2012 taldi hann sig hins vegar ekki fá jafn mikla athygli og aðrir stjór­nmálamenn: „Það er rétt að taka það fram að ég er móðgaður við Ríkis­útvarpið vegna þess að RÚV hefur aldrei boðið mér í einn einasta þátt í sjónvarpi frá því ég var kjörinn á þing. Ekki einn. Þó er ég fyrsti þing­maður Framsóknarflokksins í NV­kjördæmi og formaður þingflokks framsóknarmanna!“ stóð í greininni. „Stjórnmálamenn eru óskaplega hræddir við gagnrýni fjölmiðla,“ játaði hann í viðtali á Bylgjunni um svipað leyti.

Valdavíma?Áfram verður fylgst grannt með störfum Gunnars Braga. Mótmæli eru á Austurvelli og rúmlega 50 þúsund hafa skrifað á undirskriftar­lista fyrir þjóðaratkvæði um aðildar­viðræðurnar við ESB. „Fólk hefur rétt til að mótmæla en ríkisstjórnin ræður ferðinni,“ segir Gunnar. Einn þingmaður sagði í samtali við Frétta­tímann að þingmenn Framsóknar væru eins og í einhverri „valdavímu“. Næstu þrjú árin eru án efa tækifæri Gunnars Braga til sýna hvað í honum býr sem stjórnmálamaður úr Skaga­firðinum.

1. Gunnar Bragi með Eyjólfi Sverrissyni, Friðriki Steinssyni og Stefáni Héðinssyni. 2. Sverrir Björn Björnsson, Gunnar Bragi og Hólmar Ástvaldsson. 3. Guttar á Hólaveginum á Króknum, f.v. Eyjólfur Sverrisson, Björn Jóhann Björnsson og Gunnar Bragi. 4. Tvítugsafmæli Björns Jóhanns sem er fremst á myndinni. F.v. Jón Unnar Friðjónsson, Eyjólfur Sverrisson, Gunnar Bragi, Sverrir Björn Björnsson og Friðrik Steinsson.

1. Gunnar Bragi með Eyjólfi Sverrissyni, Friðriki Steinssyni og Stefáni Héðinssyni. 2. Sverrir Björn 1.

1 2

3

4

24 nærmynd Helgin 28.-30. mars 2014

Page 25: 28 03 2014

Við gerum meira fyrir þig

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Aðeinsíslenskt

kjötí kjötborði

Aðeinsíslenskt

kjötí kjötborði

Aðeinsíslenskt

kjötí kjötborði

15%afsláttur

15 %afsláttur

Öll v

erð

eru

bir

t m

eð f

yrir

vara

um

pre

ntv

illu

r og

/eð

a m

yndabre

ngl

.

388 kr./pk.

LU Bastogne kex, 260 g

329 kr./pk.

NÝTT!Lay‘s Deep Ridged,2 tegundir

398 kr./stk.

Berry bláberjadrykkur, 1 lítri

98 kr./stk.

Hátíðar-blanda, 500 ml

Helgartilboð!

16 %afsláttur

4598 kr./kg

3895 kr./kg

Ungnautafille

4598 kr./kg

3895 kr./kg

Ungnautapiparsteik

499 kr./pk.

Þykkvabæjar kartöflugratín, 600 g

599 kr./pk.

219 kr./stk.

Hleðslaíþróttadrykkur4 tegundir

Helgartilboð!18 %afsláttur

969 kr./kg

ÍM Kjúklingur

969 kr./kg

ÍM Kjúklingur

795795kr./kg

2398kr./kg

1998 kr./kg

Lambalærisneiðar

Helgartilboð!398 kr./pk.349 kr./pk.

Gæðabakstursheilkornabrauð

12 %afsláttur

599 kr./pk.

Kjörís, vanillu íspinnar,10 í pakka

695 kr./pk.

13 %afsláttur 16 %

afsláttur

Page 26: 28 03 2014

N ú þegar alþjóðlegur þrýst-ingur vegna hvalveiða hér við land er að aukast bend-

ir margt til þess að aðgerðunum sé í meira mæli en áður beint gegn Kristjáni Loftssyni, persónugerv-ingi hvalveiða Íslendinga bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi.

Búist er við því að í næstu viku muni Barack Obama, forseti Banda-ríkjanna, kynna um afstöðu sína til þess hvort beita eigi Íslendinga refsiaðgerðum vegna hvalveiða og viðskipta með hvalaafurðir. Bandaríkjastjórn telur að Íslend-inga brjóta gegn alþjóðlegum sátt-mála um viðskipti með tegundir í útrýmingarhættu. Innanríkisráð-herra Bandaríkjanna lagði beiðni um refsiaðgerðirnar á borð banda-ríkjaforseta þann 6. febrúar og lög-um samkvæmt er Obama skylt að taka ákvörðun innan 60 daga frá þeim tíma.

Sams konar staða kom upp á árinu 2011 en þá ákvað Obama að beita ekki refsiaðgerðum en leggja þess í stað áherslu á að beita Ís-lendinga fortölum eftir diplómat-ískum leiðum til þess að fá þá til að hætta hvalveiðum. Eins og kunn-ugt er hafa þær fortölur ekki borið árangur. Engan bilbug er að sjá á stuðningi íslenskra stjórnvalda við hvalveiðar eins og sést af því að í desember á síðasta ári gáfu þau út kvóta fyrir hvalveiðar næstu fimm

ára og gáfu Hval hf. leyfi til að veiða 154 langreyðar í ár. Gefið er til kynna í yfirlýsingu stjórnvalda að veiða megi sama fjölda, 154 dýr, ár hvert fram til ársins 2018.

Það verður fróðlegt að sjá hver niðurstaða Obama verður – en krafa innanríkisráðuneytisins nú er ólík þeirri sem gerð var árið 2011 að því leyti að nú er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, í fyrsta skipti persónulega tilgreindur sem ábyrgðarmaður ólöglegra veiða og sölu hvalaafurða.

Heimildir telja að í því felist ákveðin von fyrir Íslendinga um það að komast hjá víðtækum refsiaðgerðum; Bandaríkjamönn-um sé eins og friðunarsamtökum orðið ljóst að réttara sé að tala um hvalveiðar Kristjáns Loftssonar en hvalveiðar Íslendinga; þetta sé eitt fyrirtæki, sem sé bara með nokkra menn í vinnu við árstíðabundna starfsemi yfir hásumarið. Það er líka veidd hrefna hér við land á vegum eins fyrirtækis en engin alþjóðleg viðskipti eru með þær afurðir og þær eru virðast ekki vera skotspónn friðunarsinna um þessar mundir.

Kristján í skotlínunniListi yfir helstu umsvif Kristjáns er birtur á næstu opnu. Þar sést að hann er áhrifamaður í slensku við-skiptalífi og hluthafi og stjórnar-

maður í stórfyrirtækjum á borð við HB Granda og Hampiðjunni sem eiga mikilla hagsmuna að gæta í viðskiptum á alþjóðlegum vett-vangi.

Kristján leggur mikla áherslu á að halda áfram hvalveiðum á veg-um Hvals hf. en tekur með því vax-andi áhættu. Ólíklegt er að mikið sé upp úr því að hafa að veiða lang-reyðar og verka kjötið á erlenda markaði um þessar mundir. Við-skipti með hvalkjöt er nú iðulega nefnt í sömu andrá og viðskipti með aðra bannvöru, fílabein, á al-þjóðlegum vettvangi. Nýlegt dæmi um slíkt var að finna í breska dag-blaðinu Guardian. Þar var bent á að japanska stórfyrirtækið Rakuten sé hið stærsta í sölu á bæði hvala-afurðum og afurðum úr fílabeini í alþjóðlegum netviðskiptum um þessar mundir. Herferð er í gangi til þess að hvetja neytendur til að sniðganga Rakuten og dótturfyrir-tæki þess.

Í síðustu viku var sagt frá því að kanadískt stórfyrirtæki High Liner Foods hefði ákveðið að hætta að kaupa íslenskan fisk af HB Granda vegna tengsla Kristjáns Loftssonar við fyrirtækið en hann er þar stór hluthafi og stjórnarformaður. High Liner Foods er nú eigandi vöru-merkisins Icelandic Seafood, sem var áður í eigu íslenskra sölusam-taka og er eitt verðmætasta vöru-

Kristján og hvalirnirEnn á ný beinast augu umheimsins að hvalveiðum hér við land sem víðast hvar eru litnar svipuðu hornauga og viðskipti með fííabein og afurðir dýra í útrýmingarhættu. Verndarsinnar beina í auknum mæli spjótum sínum að persónulegum hagsmunum Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, sem kemur víða við í íslensku viðskiptalífi. Og Obama bandaríkjaforseti er með á borði sínu erindi frá innanríkisráðherra landsins þar sem hann er beðinn um að beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna hvalveiða. Ákvörðunar er að vænta í næstu viku.

Langreyður er á alþjóðlegum listum yfir dýr í útrýmingarhættu og viðskipti milli landa með afurðirnar eru langt frá því að vera einföld og hindrunarlaus. Það er vakað yfir hverjum einasta gámi sem Hvalur hf. reynir að koma úr landi. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

Framhald á næstu opnu

Um klukkan fimm á laugardags-morguninn hætti skipið hins vegar að senda frá sér staðsetn-ingarmerki. Það var þá komið um 100 mílur suður af Reykjanesi og sigldi á 14 hnúta hraða til suðurs. Ekkert hefur spurst til ferða skipsins síðan þá.

merkið í sögu íslensks fiskútflutnings. Í yfirlýsingu gerði HB Grandi lítið úr

áhrifum aðgerða High Liner Foods á sölumál fyrirtækisins en reyndi um leið að fjarlægja sig frá hvalveiðum Kristjáns Loftssonar. Varðandi eignarhald Krist-jáns á HB Granda sagði í yfirlýsingunni að hlutabréf félagsins gangi kaupum og sölum á markaði og útilokað sé fyrir HB Granda að hlutast til um hvernig einstakir hlut-hafar hagi sínum málum. „Við erum sam-mála stjórnvöldum í skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda en höfum ekkert með það að gera hvaða starfsemi einstakir hluthafar kjósa að stunda eða stunda ekki,“ sagði þar.

Það er enginn vafi á því að Kristján Lofts-son hefur einbeittan vilja til að stunda hval-veiðar og lætur ekki auðveldlega undan þrýsting. Það er hins vegar hægara sagt en gert fyrir hann að koma kjötinu á markað við núverandi aðstæður. Þau dæmi, sem hér fara á eftir, sýna að alþjóðleg viðskipti með hvalkjöt draga nú dám af svartamark-aðsbraski eða smygli fremur en venjuleg-um inn- og útflutningi í okkar nágranna-löndum.

Uppnám í KanadaÍ fyrra gerðu tollayfirvöld Hamborg og Rotter dam skip frá Samskipum afturreka með þrjá frystigáma með rúmlega 100 tonn af langreyðakjöti frá Íslandi á leið til Japans. Samskip lýstu því yfir í framhaldinu að skip fyrirtækisins væru hætt að flytja hvalaafurðir.

Í síðasta mánuði uppgötvaðist það svo í Vancouver í Kanada að þar í höfninni voru nokkrir gámar með hvalkjöti. Þeim hafði verið landað úr skipi frá Eimskip í Halifax. Síðan höfðu þeir verið fluttir 6.000 kíló-metra leið með lestum þvert yfir Kanada til Vancouver á vesturströndinni þaðan sem flytja átti gámana með skipi til Japans.

Málið vakti mikla athygli og umræður í Kanada en kanadísk stjórnvöld skárust ekki í leikinn og ekki er annað vitað en að kjötið hafi óhindrað haldið áfram til Japans.

26 fréttaskýring Helgin 28.-30. mars 2014

Page 27: 28 03 2014

nýttnýttnýttnýtt

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

616

62

Nú fæst Merrild í Senseo kaffipúðum

Page 28: 28 03 2014

Veitingar við öll tækifæri

veisluþjónusta

RESTAURANT- BAR

Tapas barinn

Tapas snittur, spjót og tapas í boxi. Girnilegir smá-borgarar og eftirréttir.

Kíktu á tapas.is, sendu línu á [email protected] eða hringdu í síma 551 2344.

Við hjálpum þér að gera þína veisluógleymanlega.

Hins vegar er líklegt að umræðan í Kanada hafi átt þátt í ákvörðun hins kanadíska fyrirtækis High Liner Foods í síðustu viku að binda enda á viðskipti við HB Granda meðan Kristján Loftsson tengist því fyrirtæki.

Mótmæli á sjávarútvegssýningu í BostonKannski hefur það líka haft sitt að segja að á sjáv-arútvegssýningunni sem haldin var í Boston fyrr í þessum mánuði voru hvalverndarsinnar með mótmælaaðgerðir við sýningarbás HB Granda og hvöttu fólk til að sniðganga viðskipti við fyrirtæk-

ið vegna tengsla þess við Kristján Loftsson.Nýjasti kaflinn í hvalaútflutningi Kristjáns

Loftssonar er svo enn í gangi eftir því sem best er vitað. Sú saga sýnir vel aðstöðu þeirra sem eru viðriðnir alþjóðleg viðskipti með afurðir dýra sem eru á alþjóðlegum listum yfir dýr í útrýmingar-hættu.

Þann 20. mars kom til Hafnarfjarðar frá St. Pétursborg í Rússlandi flutningaskipið Alma, sem skráð er á Kýpur og komst í fréttir hér á landi árið 2011 þegar umfangsmiklar björgunaraðgerðir þurfti til þess að bjarga því stýrislausu til hafnar

á Fáskrúðsfirði. Alma var hingað komin að þessu sinni til þess að fylla lestir sínar af frosnu hval-kjöti frá Hval hf. Því er haldið fram á vefsíðum hvalfriðunar-sinna að útgerð Alma sérhæfi sig í að umskipa farmi milli skipa úti á rúmsjó.

Létu sig hverfa af radar 100 mílur suður af landinuMeðan Alma var í Hafnarfjarðar-höfn var unnið á vöktum við að flytja meira en 2.000 tonnum af kjöti úr frystigeymslum Hvals hf. um borð í skipið.

Alma lét síðan úr höfn á föstu-dagskvöldið og sigldi út Faxaflóa. Fullyrt er að farmurinn hafi verið stærsti farmur af hvalkjöti sem farið hefur frá Íslandi áratugum saman og jafngildi magnið sölu nokkurra síðustu ára á öllum Jap-ansmarkaði.

Fyrst um sinn var hægt að fylgjast með ferð skipsins á leið til suðurs á vefsíðunni MarineT-raffic.com. Um klukkan fimm á laugardagsmorguninn hætti Alma hins vegar að senda frá sér staðsetningarmerki. Skipið var þá komið um 100 mílur suður af Reykjanesi og sigldi á 14 hnúta hraða í suðurátt.

Engin staðsetningarmerki hafa borist síðan þá. Ekki er þó talið að skipinu hafi hlekkst á eða áhöfnin sé í hættu. Líklegast er talið að áhöfnin á Alma vilji hreinlega ekki láta vita af ferðum sínum meðan þessi farmur er um borð. Þannig bera menn sig að í viðskiptum með bannvöru eins og kjötið af þeim langreyðum sem veiddar eru hér við land.

Pétur Gunnarsson

[email protected]

Þannig bera menn sig að í viðskiptum með bann-vöru eins og kjötið af þeim langreyðum sem veiddar eru hér við land.

28 fréttaskýring Helgin 28.-30. mars 2014

Page 29: 28 03 2014

Hringhellu 2221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8800 Selfoss

Malarhöfða 10110 Reykjavík

Berghólabraut 9230 Reykjanesbær

Sími 4 400 400www.steypustodin.is

4 400 4004 400 6004 400 6304 400 573

Steypustöðin óskar Hildi og Rúnu til hamingju með bekkinn Klett

Klettur er steinsteyptur útibekkur sem hentar vel í almenningsrými og einkagarða

Útibekkur sem hentar vel í almenningsrými og einkagarða

Grapevine, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð og dómnefnd sem skipuð er aðilum frá Listaháskóla Íslands, Hönnunarmiðstöð, verslunar eigendum í Reykjavík og fleirum, veitti Rúnu Thors vöruhönnuði og Hildi Steinþórsdóttur arkitekt viðurkenninguna Award of Excellence fyrir hönnun Kletts.

• Bekkur með tvær setstöður• Styrkur, ending og falleg hönnun• Klettur er til í þremur steypulitum• Hægt er að fá Klett sérmerktan sveitarfélagi• Íslensk hönnun

Runner Up

The R

eykja

vík Grapevine Design Awards

PRODUCTOF THE YEAR2013

Áhrifamaðurinn Kristján LoftssonKristján Loftsson er forstjóri Hvals hf., eina fyrirtækisins sem stundar stórhvalaveiðar hér við land. Kristján er einnig einn stærsti hluthafi Hvals hf., á persónulega í því 21,5% hlut en er ráðandi um stefnu félagsins. Hann hefur lengi verið umsvifamikill áhrifamaður í íslensku viðskiptalífi og hefur gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum.

Hvalur hf. hefur leyfi íslenskra stjórnvalda til þess að skjóta 154 lang-reyðar í ár.

Auk þess að stunda hvalveiðar er Hvalur hf. öflugt fjárfestingarfélag í gegnum 98% eignarhald sitt í fjárfestingarfyrir-tækinu Vogun.

Vogun er stærsti hluthafinn í HB Granda, stærsta sjávarútvegs-fyrirtæki landsins, og í Hampiðjunni.

Kristján var endurkjör-inn í stjórn HB Granda á aðalfundi nú í mars. Hann er stjórnarformaður fyrir-tækisins, en HB Grandi er

ásamt Samherja stærsta og öflugasta sjávarútvegs-fyritæki landsins og selur afurðir sínar beint á fjölmarga erlenda markaði, austan hafs og vestan, og er eigandi að fyrirtækjum í Japan, Nýja Sjálandi og Chile.

Kristján situr einnig í stjórn Hampiðjunnar, sem framleiðir veiðarfæri, reipi og tóg, er um-svifamikið á alþjóðlegum mörkuðum og með yfir 500 starfsmenn sem starfa á þrettán stöðum í fjórum heimsálfum. Starfsemi undir nafni Hampiðjunnar er rekin í Kanada, Litháen, Nýja Sjá-

landi og í Seattle í Banda-ríkjunum. Hampiðjan á einnig dótturfyrirtæki í Írlandi og Danmörku og í Boston í Bandaríkjunum.

Hvalur á einnig mikilla hagsmuna að gæta í upp-lýsingatæknifyrirtækinu Nýherja í gegnum eignar-haldsfyrirtækið Væntingu, sem er í eigu Hvals, og er stærsti eigandi Nýjherja.

Kristján Loftsson sat áður fyrr í stjórnum Fiskifélags Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna og hann var um skeið varaformaður Viðskiptaráðs Íslands og sat í stjórn Samtaka atvinnulífsins.

„Þú spyrð um hvað Obama muni gera vegna bréfs innanríkisráðuneytis USA byggt á Pelly Amendment. Það er um þetta að segja að Pelly ákvæðið er frá 1971 og hefur verið notað oft. Japan, Noregur og Ísland hafa endað á borði forseta USA oft og aftur í gegn um árin vegna hvalveiða sinna þegna.

Það sem er nýtt í þetta sinn er að nú er það innan-ríkisráðuneytið, sem dregur vagninn og notar CITES (Convention on International Trade in Endangered Species), en fram að þessu hefur það verið Commerce Secretary, sem hefur sent bréfið til forsetans og notað þá IWC eða alþjóða hvalveiðiráðið.

Forsetinn hefur vanalega svarað þessu þannig að ræða þurfi við viðkomandi ríki nánar um hvalveiðar. Svarið núna verður eitthvað í takt við það síðasta er Ísland átti í hlut. Flóknara er það ekki.

Ekkert uppnám og mega versla við hvern sem hentarÉg kannast ekki við neitt uppnám í Kanada vegna hvalkjötssendinga okkar um Kanada. Yfirvöld í Kan-ada lýstu því yfir að okkar flutningar uppfylltu allar kröfur þeirra.

High Liner Foods er frjálst að versla við hvern sem þeim hentar. HB Grandi hefur engar áhyggjur, þó þeir séu með einhverjar yfirlýsingar um fyrirtækið og við-skipti við það, sem hafa verið nær engin.

Þetta „anty-everything“ lið, „anty-allt“ lið hefur stundað sjávarútvegssýningar og haft í frammi mót-mæli um allt mögulegt í áraraðir, svo þetta er ekkert nýtt.

Er það frétt að skip flytji afurðir?Ef leigt er skip til að flytja afurðir frá Íslandi á er-lendan markað, að það sé nú allt í einu orðin einhver frétt, þá átta ég mig ekki á hvar þið blaðamenn margir hverjir hafið haldið ykkur.

Er við stunduðum hvalveiðar fram til 1989, komu árlega eitt eða fleiri skip til Hafnarfjarðar og tóku frystar afurðir okkar til Japan. Það geta margir Hafn-firðingar er komnir eru á miðjan aldur vitnað um.

Ég hélt það væri flestum ljóst að við stundum hval-veiðar og vinnum síðan aflann til að selja hann. Okkar aðal markaður er Japan, eins og margoft hefur komið fram, þannig að flutningar afurðanna til Japan, hljóta að vera inni í myndinni og ætti ekki að koma á óvart.“

Ekkert nýtt við aðgerðir þessa „anty-everything“ liðsVið vinnslu þessarar úttektar var reynt að ná tali af Kristjáni Loftssyni. Það tókst ekki og voru því sendar ítarlegar spurningar í tölvupósti um þau atriði sem fjallað er um í greininni. Skrifleg svör Kristjáns við spurningunum bárust skömmu áður en blaðið fór í prentun og eru birt í heild hér að neðan.

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, stjórnar-formaður HB Granda, stjórnarmaður í Hampiðjunni og fleira. Verndarsinnar reyna í sívaxandi mæli að beina spjótum sínum að þeim fyrirtækjum og hagsmunum sem tengjast Kristjáni í baráttu sinni.Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

úttekt 29 Helgin 28.-30. mars 2014

Page 30: 28 03 2014

SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900VERSLANIR OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

samsungsetrid.is

OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 10-18OG LAUGARDAGA FRÁ 12–16

NX 1000 { TIL BÆÐI SVÖRT OG HVÍT } NX 210

20.3 milljón pixlar • 20-50 mm linsa fylgir • APS-CMOS Sensor • 8 rammar á sek. • Direct Wi-Fi • I-Function linsa • Lokarahraði frá 1/4000 upp í 30 sek. • ISO 100-12800 • Notar RAW, JPEG, EXIF, DPOF og PictBridge skráarsnið • Tekur upp 1080p (30fps) myndbönd (H.264) með hljóði • Hristivörn (DIS og OIS innbyggt)Verð: 99.900 kr

SAMSUNG NX 210

20.3 milljón pixlar • 18-50 mm linsa fylgir • APS-CMOS Sensor • 8 rammar á sek. • Direct Wi-Fi • I-Function linsa • Lokarahraði frá 1/4000 upp í 30 sek. • ISO 100-12800 • Notar RAW, JPEG, EXIF, DPOF og PictBridge skráarsnið • Tekur upp 1080p (30fps) myndbönd (H.264) með hljóði • Hristivörn (DIS og OIS innbyggt)TILBOÐSVERÐ: 129.900 kr

MYNDAVÉLATILBOÐ FRÁ SAMSUNGfylgir með báðum vélunum

M itt markmið er að halda íslenska hænsnastofninum hreinum og dreifa honum sem víðast um

land, bæði í sveitir, bæi og borg. Landnáms-hænan er hluti af arfleifð okkar,“ segir Júl-íus Már Baldursson sem rekur eitt stærsta bú með íslensku landnámshænuna á Íslandi og selur egg, unga og hænsn. „Fyrstu ungar ársins koma úr eggjunum í byrjun apríl og svo koma ungar í vikunni fyrir páska,“ segir hann. Júlíus var áður með bú á Tjörn á Vatnsnesi en eftir að hann missti nánast allan sinn stofn í eldsvoða árið 2010 hóf hann rekstur í Þykkvabæ þar sem hann býr nú.

Júlíus var aðeins 18 ára þegar hann fékk sínar fyrstu landnámshænur frá dr. Stefáni Aðalsteinssyni sem upp úr 1970 fór að safna saman landnámshænsnum um allt land til að forða stofninum frá útrýmingu. „Stefán Aðal-steinsson bjargaði íslensku landnámshænunni,“ segir Júlíus. Árið 1978 fékk hann 10 hænur og tvo hana en nú telur stofninn hans 230 hænur og 35 hana, og stefnir Júlíus á að fjölga hæsnunum upp í 400. Alls er talið að íslenski land-námshænustofninn telji um tvö til þrjú þúsund hænsn.

Þegar Júlíus byrjað að rækta hænurnar var fjöldafram-leiðsla á kjúklingum vaxandi og er verksmiðjuframleiddur kjúklingur og afurðir hans nú ríkjandi á markaðnum. Sá kjúk-lingur sem er mest ræktaður á stóru búunum er af ítölsku kyni og kallast „hvíti ítalinn.“ Júlíus segir landnámshænuna vera líkari villtum fugli en ræktuðum. „Hún er grönn, ekki holdafugl, og fór halloka fyrir verksmiðjufuglunum sem verpa meira en hún. Meðal-aldur landnámshænunnar er 7-8 ár en á stóru búunum verða fuglarnir aðeins um tveggja ára þannig að það er ekki hægt að líkja þessu saman. 8-12 mán-aða landnámshæna er um 1500 grömm en í búunum er verið að slátra til sölu sex vikna fuglum sem eru þá strax orðnir 1,5 til 1,8 kíló. Landnámshænan er harðgerari og algjört hörkutól, hún þorir meiri veðra- og fóðurbreytingar en ræktaði fuglinn. Hún er með mikla sjálfsbjargarviðleitni og er ein af örfáum hænsnategundum í heiminum sem ekki er búið að rækta úr móðureðlið. Hún er góð móðir, býr til hreiður, verpir og gengur um roggin með ungahópinn sinn. Það er

Júlíus Már Baldurs-son hefur haldið landnámshænur í 35 ár og leggur mikið upp úr því að viðhalda þessum dýrmæta menn-ingararfi. Hann segir íslensku lands-námshænuna vera algjört hörkutól, hún hafi þó farið halloka þegar verk-smiðjuframleiðsla á kjúklingi og eggjum kom til sögunnar og um tíma var hún í útrýmingarhættu. Júlíus selur bæði unga og egg, og segir hann egg land-námshænu sem fær að ganga um frjáls séu með skærari rauðu og þykkari hvítu.

LandnámsHæna

í fóstur

Júlíus Már Baldursson hefur í um áratug boðið fólki að taka landnáms-

hænur í fóstur, fyrst á Tjörn í Vatnsnesi en nú

í Þykkvabæ. Mark-miðið með fóstrinu er

að styðja við ræktun ís-lenska landnámshænu-stofnsins og fá fóstur-

foreldrar egg hænunnar sinnar. Að taka hænu í fóstur í tvö ár kostar

25 þúsund krónur sem dekkar fóður og

uppihald, auk þess sem hænan gefur af sér

um 440 egg á tveimur árum, eða um 20 egg á mánuði. Hænan fellir

fiður í ágúst/september og fellur varp þá niður. Eggin er hægt að sækja

í verslanir Frú Laugu eða beint í Þykkvabæ.

Sjá Samning á

landnamShaenan.iS.

LandnámsHæna

á leigu

„Mjög margir sumarbústaðaeigendur hafa haft á orði við mig undanfarin misseri að

þá langi til að vera með hænur á lóðinni hjá

sér á meðan þeir eru í bústaðnum en vita svo ekki hvað þeir eigi að

gera við fuglana þegar hausta tekur,“ segir Júl-íus Már Baldursson sem hefur komið til móts við þessar óskir og býður

landnámshænur til leigu yfir sumartímann. Hann segir þetta mestmegnis miðalda og eldra fólk

sem jafnvel leigur nokkrar hænur. Júlíus lætur taka út aðstæður komandi leigjenda með

velferð hænsnanna í huga. Leiguverð er 1800 krónur fyrir hvern fugl á mánuði og greiðist fyrir-fram. Sumir þeirra, sem hafa aðstöðu til, festa í framhaldinu kaup á

landnámshænu í varpi sem kostar 6 þúsund

krónur.

Sjá Samning á

landnamShaenan.iS.

unun að horfa á það. Flestar tegundir gera þetta ekki lengur því kynslóð eftir kynslóð er ekki leyft að unga út, eggin eru þá tekin í bakstur eða til heimilis-nota, og búrhænurnar verpa aldrei frjóum eggjum.“

Júlíus segir það algengan misskilning að hænur verpi ekki nema hani sé annars vegar. „Hænur verpa alltaf þegar þær eru orðnar kynþroska. Búrhænurnar eru bara í búrinu sínu, og fara aldrei frjálsar út á gólf, þær hitta aldrei hana og verpa ekki frjóum eggjum,“ segir Júlíus en eggin frá honum fást í verslunum Frú Laugu. Einnig er hægt að taka hænu í fóstur og þá sækja fósturforeldrar eggin þangað. „Hvítan í eggi landnámshæn-unnar er þykkri en úr hefðbundnu eggi út úr búð og rauðan minnir á mandarínu en er fölgul úr verksmiðjuframleiddum eggjum. Bragðið af eggjum úr frjálsum fuglum er líka sterkara og fyllra. Það er auðvitað markaðurinn sem kallaði eftir því að hægt væri að fá kjúkling og egg í meira magni og fyrir minni pening og því dafnar verksmiðjuframleiðslan. Við ger-um hlutina bara á annan hátt.“ Eggin frá Þykkvabæ eru því að sama skapi dýrari enda allt ræktunarferlið annað en þegar kemur að verksmiðjubúskap.

Með auknum ferðamannastraumi um Suðurland hefur Júlíus fundið fyrir því að fólk vill heimsækja búið, skoða ræktunina og kaupa egg. Hann býður því upp á það

gegn gjaldi sem er hugsað sem styrkur til landnáms-hænunnar. „Það er besta kynningin þegar fólk sér fuglinn með eigin augum og kynnist því hvað hann er einstakur,“ segir hann.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Tileinkaði líf sitt landnámshænunni

Júlíus Már Baldursson fékk sínar fyrstu landnámshænur þegar hann var aðeins 18 ára og hefur haldið þær síðan.

Hænsnahópurinn hér er mjög litskrúðugur og eru fuglar til í má segja ótal litum á bænum og koma nýjir litir fram á hverju ári.

Vistvænn búskapurfuglarnir eru frjálsir ferða sinna í rúmgóðu húsi sem kappkostað er að sé alltaf þurrt og hreint. Fuglarnir fá jafnframt alltaf að fara út, allt árið um kring , svo framarlega sem veður leyfir. Þeir hafa frjálsan aðgang í fóður og vatn sem er sjálfvirkt og skammta sér því sjálfir hvorttveggja eftir þörfum.

30 viðtal Helgin 28.-30. mars 2014

Page 31: 28 03 2014

apríl

apríl

13apríl

Pálmasunnudagur

1420

apríl

Páskadagur

17apríl

Skírdagur

apríl

7apríl7

VERNDARI BARNA Í TÍU ÁR

Gerðu þérgrein fyrir

staðreyndum ogáhættuþáttum.

Gerðu áætlun!Hvert áttu að leita,

í hvern áttu að hringja og hvernig

áttu að bregðast við.

7 skref til verndar börnum*

7 skref til verndar börnum*

Bæklingur sem er hluti af forvarnastarfiBlátt áfram gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum.

Finna má bæklinginn á blattafram.is

apríl26

Verum upplýst- kaupum ljósið

Með því að kaupa ljósið ertu að

styrkja forvarnarstarf Blátt áfram

apríl23Afmæli Blátt áfram

Hugmyndir fyrir foreldra til að gera skemmtilega hluti með börnum sínumí apríl – Forvarnarmánuði gegnofbeldi á börnum!

Dagatal fyrir apríl

* 7 skref til verndar börnum

Verum upplýst- kaupum ljósið

Verum upplýst- kaupum ljósið

Verum upplýst

Með því að kaupa ljósið ertu að

styrkja forvarnarstarf Blátt áfram

aprílaprílaprílapríl

apríl

apríl

apríl

Þann4.apríl er ókeypis fyrirlestur á netinu fyrir foreldra kl. 20:00.

Skráning á[email protected]

Þann 24. apríl erókeypis fyrirlestur á netinu fyrirforeldra kl. 20:00.Skráning á [email protected]

Farðu innáblattafram.isog kynntu þérfræðslufyrir foreldra oghvenær er ókeypisfræðsla í boði.

Horfa á

teiknimyndina

Leyndarmálið

Horfa á Fáðu já með unglingnum

Skoðanetöryggi m

unglingnum á

saft.is

Hvað er

Kynferðisofbeldi

á börnum?

taktu þátt á

facebook.com/blattafram

Leikur!

Hvað er

Blátt áfram?

Leikur!

taktu þátt á

facebook.com/blattafram

Hvert á að hringja ef þig grunar

að barn sé beitt ofbeldi?taktu þátt á

facebook.com/blattafram

Leikur!

Lesa saman Einkastaðir og líkami minn.

Útivera

Fara í húsdýragarðinn

Borða saman

Fjöruferð

Fylgdu grunsemdum eftir, velferð

barnsins er í húfi.7 skref til verndar börnum*

Fækkaðu tækifærunum!

Fækka kringumstæðum þar sem barn er eitt með einum fullorðnum.7 skref til verndar börnum*

Fræða og ræða viðbörnin um

einkastaðina þeirra.

blattafram.is ∙ Sími 533 2929 ∙ Fákafen 9, 108 Reykajvík ∙ [email protected]

Bústaður

Einkastaðir og líkami minn.

Gera öryggisáætlun!Sjá á blattafram.is

MUNA!

Muna að!

Hvenær er best að byrja að ræða þessi mál?taktu þátt á facebook.com/blattafram

Leikur!

Lesa saman„Mínir einkastaðir“

Ræddu málin!Börn halda ofbeldinu oft leyndu. Með því aðtala opinskátt um málefnið er hægt að rjúfa þögnina.7 skref til verndar börnum*

Staðreyndir

Leikur!

Hversu mörg

börn þekkja þ

á

sem beita barnið

ofbeldi?

taktu þátt á

facebook.com/blattafram

Vertu vakandi!Merkin eru ekki alltaf augljós, en merkin eruoft til staðar en þú

þarft að komaauga á þau.

7 skref til verndar börnum*

Page 32: 28 03 2014

FermingarterturSkírnarterturÚtskriftartertur

FermingarterturSkírnarterturÚtskriftartertur

www.sveinsbakari.isSkipholti, Hólagarði og Arnarbakka.

HOME SPA HÚÐVÖRUPAKKI FYLGIR ÖLLUM BLUE LAGOON HÚÐVÖRUM

Gildir á meÐan byrGÐir endast í verslunum HaGkaupa, blue laGoon

verslun á lauGaveGi oG í HreyfinGu.

Auglýsing um sveinsprófSveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin sem hér

segir:

Í matvælagreinum í maí. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.

Í byggingagreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.

Í prentgreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.

Í bílgreinum í maí-júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.

Í hönnunar- og handverksgreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.

Í snyrtifræði í maí-júní. Umsóknarfrestur er til 1. maí.

Í málmiðngreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur til 1. maí.

Í vélvirkjun í september. Umsóknarfrestur til 1. júní.

Í hársnyrtiiðn í september. Umsóknarfrestur til 1. júlí.

Í ljósmyndun í september – október. Umsóknarfrestur til 1. júlí.

Dagsetningar prófanna verða birtar á heimasíðu okkar um leið og þær liggja fyrir.

Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsy�rlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í maí 2014.

Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum.

Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, ve�ang: www.idan.is og á skrifstofunni.

IÐAN - fræðslusetur,Skúlatúni 2, 105 Reykjavík,

sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401,netfang: [email protected]

G jaldtaka landeigenda á Geysi-ssvæðinu hefur hleypt krafti í umræðu um hvort leyfa eigi

gjaldtöku á ferðamannastöðum hér á landi og hvaða aðferð eigi þá að beita við gjaldtökuna. Málið þykir flókið og álitaefnin mörg.

Sum þeirra snúa að eignarhaldi og almannarétti – ævagamalli rétt-arreglu sem heimilar frjálsa för um land. Einnig er það staðreynd að fæstir vinsælustu ferðamannastað-irnir eru á landi sem er ekki í einka-eign heldur ýmist innan þjóðgarða eða á ríkisjörðum eða almenningum eða þjóðlendum.

Hvað varðar Geysissvæðið á ríkið sjálfa og landspildu umhverfis þá en til að skoða hverina úr návígi þarf að ganga um land sem er í sameigin ríkisins og einkaaðila. Það eru sam-eigendur ríkisins að því landi sem nú krefja ferðamenn um 600 krónur, án virðisaukaskatts, fyrir að skoða Geysi og Strokk úr návígi.

Sumir vinsælir staðir eru þó í einkaeigu. Þekkt dæmi er Kerið í Grímsnesi, þar sem landeigendur hafa um skeið innheimt aðgangseyri af ferðamönnum.

En burtséð frá eignarhaldi og að því gefnu að niðurstaðan sé gjaldtaka til að kosta uppbyggingu og viðhald nauðsynlegra mannvirkja á helstu ferðamannastöðum eru álitaefnin fjölmörg sem vinna þarf úr áður en niðurstaða fæst. Er rétt að nýta skatt-kerfið eða gefa út sérstök skírteini, sem ferðamenn kaupa og veita rétt til að skoða vinsæla staði um allt land? Á ríkið að leggja gjald á ferðaþjónustu-fyrirtækin, sem aftur velta því út í verðið hjá sér, eða er er rétt að vera með gjaldhlið og biðraðir við ferða-mannastaðina, í samræmi við aðferð-ina á Geysi? Hvaða áhrif hefur það á upplifunina af því að skoða óspillta náttúru og þekkta staði ef maður þarf að borga sig inn eins og verið væri að fara á safn, í tívolí eða dýragarð?

Hér á eftir fer samantekt á þeim leiðum sem helst hefur verið rætt um í sambandi við gjaldtöku á ferða-mannastöðum. Að miklu leyti er stuðst við skýrslu sem Árni Geirsson og Kristín Rós Jóhannesdóttir unnu fyrir Ferðamálastofu á síðasta ári.

NáttúrupassiUmræðan undanfarið hefur að miklu snúist um náttúrupassa en Ragn-heiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, hefur lýst áhuga á að fara þá leið.

Sú hugmynd byggist á því að þeir sem njóta náttúrunnar standi undir kostnaði við uppbyggingu og viðhald á ferðamannastöðum.

Nefnt hefur verið að náttúrupass-inn gæti verið önnur tveggja stoða í gjaldtökukerfi; selt væri inn á staðn-um á allra vinsælustu staðina en passinn gæti veitt aðgang að öðrum vinsælum stöðum.

Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu telja það meðal kosta þessarar leiðar að gjaldtakan hafi þá ekki bein áhrif á verðlagningu ferðaþjónustufyrir-tækja heldur beinist hún að þeim einstaklingum sem skoða staðina og valda þannig þeim átroðningi sem kallar á að ráðast þarf í við uppbygg-ingu, viðhald og rekstur.

Meðal galla er nefnt að ferða-mannastaðir eru ólíkir, meðal ann-ars varðandi eignarhald og staðhætti og erfitt getur verið að koma við skil-virkri innheimtu og eftirliti. Ekki er vitað um beina fyrirmynd að slíku kerfi erlendis.

Þá mundi það ekki standast EES-samninginn að veita Íslendingum afslætti eða selja þeim aðgang að ferðamannastöðum á öðru verði en ferðamenn frá EES ríkjum þyrftu að greiða.

Brottfarar- og komugjald Nú þegar eru lögð ýmis gjöld á flug-fargjöld en ekkert þeirra tengist fjár-mögnun ferðamannastaða.

Í skýrslunni segir að þótt slík gjaldtaka myndi vafalítið minnka eft-irspurn séu hún líklega bæði raun-hæf og einföld í notkun. Hugsanlega gæti gjaldið verið ákveðið hlutfall af verði fargjaldsins en ólíklegt er að það standist að leggja mismunandi gjald á eftir því um hve langa flug-ferð er að ræða. Líkt og varðandi náttúrupassann kemur EES-samn-ingurinn í veg fyrir að slíkt gjald yrði eingöngu tekið af erlendum ferða-mönnum.

Passi, gjald eða skattur?Það er að mörgu að hyggja varðandi gjaldtöku á vinsælum ferðamannstöðum. Fjölmargar leiðir hafa verið til skoðunar. Sumar tengjast því að innheimtur sé aðgangseyrir; sérstakur Náttúrupassi er önnur. Enn aðrar leiðir byggjast á því að ferðaþjónustufyrirtækin greiði gjald og þurfi leyfi til sinnar starfsemi. Svo er möguleiki á að nýta skattkerfið, til dæmis virðisaukaskattinn, til þess að sækja þær tekjur sem þarf til uppbyggingar og viðhalds á ferðamannastöðum

Aðgangseyrir Þeir sem heimsækja Kerið í Gríms-nesi hafa síðustu ár þurft að greiða aðgangseyri. Nýlega var farið að innheimta 600 kr. aðgangseyri, án virðisaukaskatts, af ferðamönnum á Geysissvæðið.

Annars staðar er aðgangur að náttúrusvæðum gjaldfrjáls. Einn gallinn við þessa leið þykir vera sá að hún krefst þess að komið sé upp sérstökum gjaldhliðum. Að sumum stöðum liggja margar komuleiðir og flókið yrði að koma upp og manna fjölmörg gjaldhlið, auk þess sem þeim fylgir óhagræði og biðraðir.

Gistináttagjald Gistináttagjald var lagt á í upphafi ársins 2012; 100 krónur á hverja „gistináttaeiningu“. Gagnrýnt hef-ur verið að gjaldið leggist þyngst á ódýrustu gistinguna og að sá sem gistir í tjaldi borgi jafnmikið og sá sem gistir í hótelsvítu.

Virðisaukaskattur á þjónustu tengda ferðamennskuNú er aðeins greiddur 7% virðis-aukaskattur af gistingu. Við nú-gildandi aðstæður njóta f lestir ferðaþjónustuaðilar endurgreiðslu úr vsk. kerfinu þar sem þeir greiða hærri vsk. vegna rekstrarins en nemur þeim tekjum sem 7% skatt-urinn skilar til þeirra. Vsk. á gist-ingu hér er lægri en að meðaltali í löndum ESB.

Áformað var að hækka skattinn í 25,5% en horfið var frá því. Í tíð síð-ustu ríkisstjórnar var einnig hætt við málamiðlun um að búa til sér-stakt 14% skattþrep í vsk. fyrir gisti-þjónustu. Sú hugmynd var þó ekki á þeim tíma tengd áformum um að fjármagna uppbyggingu á ferða-mannastöðum. Bent hefur verið á að mögulegt sé að ráðstafa hluta af vsk. ferðaþjónustunnar í sjóð til slíkra verkefna.

Nýsjálenska leiðinEinar Á. E. Sæmundsen, fræðslu-fulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum og landslagsarkitekt, útskýrði ný-lega nýsjálensku leiðina við gjald-töku í þjóðgörðum í blaðagrein.

Þar er grunnreglan sú að þeir sem hafa fjárhagslegan ávinning af starf-semi innan þjóðgarða og verndar-svæða þurfa að hafa samninga við

32 fréttaskýring Helgin 28.-30. mars 2014

Page 33: 28 03 2014

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39

Forlagsverð: 2.990 kr.

Passi, gjald eða skattur?

umhverfisstofnun Nýja Sjálands og borga fyrir afnot.

„Þetta kerfi á við alla notkun í viðskiptalegum tilgangi m.a. beit-arafnot, námavinnslu, skógarhögg, kvikmyndatökur yfir í ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt,“ skrifar Einar og ennfremur: „Þar sem ferðaþjón-ustan er stærsti notandi þjóðgarða borgar hún fyrir öll afnot af slíkum svæðum. Verðskráin er byggð upp fyrir mismunandi notkun og tíma-lengd og samningar geta verið fyrir einn atburð eða til fleiri ára. Ferða-skrifstofurnar fella síðan gjöldin inn í verð til ferðamanna. Hins vegar greiða skattborgarar Nýja-Sjálands og ferðamenn á eigin vegum ekki að-gangseyri að þeim svæðum sem Um-hverfisstofnun Nýja-Sjálands stýrir.“

Hann segir síðan: „Þessa nýsjá-lensku aðferð tel ég vera mjög skýra og sanngjarna að því leyti að hún gerir ráð fyrir að þeir borgi gjald sem nýta svæðin í viðskiptalegum tilgangi og af þeim sem valda aug-

ljóslega mestu álagi á svæðin. Aðr-ir greiða ekki. Á þennan hátt verða ferðamenn heldur ekki varir við gjaldtökuna þannig að upplifunin af því að heimsækja fallegar nátt-úruperlur verður ekki rofin af því að greiða aðgangseyri líkt og farið sé inn í dýragarð eða skemmtigarða.“

Bandaríkin, Kanada, ÁstralíaHjá þjóðgarðastofnun Bandaríkj-anna og Kanada, Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands og Ástralíu eru ferða-þjónustufyrirtæki starfsleyfisskyld ef þau vilja bjóða starfsemi innan þjóðgarða, segir Einar Sæmundsen. Þau þurfa að uppfylla kröfur og inn-heimt eru hjá þeim gjöld fyrir afnot ferðaþjónustunnar af svæðum í opin-berri eigu.

Ef viðskiptatækifærin snúast um að nýta takmarkaða auðlind eru þau boðin út.

Pétur Gunnarsson

[email protected]

Nú er leitað leiða til gjaldtöku af ferðamönnum vegna ágangs á ferðamannastaði.Margt er þar til umræðu en ferðamálaráðherra hefur mestan áhuga á að koma upp sérstökum ferðamannapassa sem veiti aðgang að sem flestum svæðum.

Helgin 28.-30. mars 2014

Page 34: 28 03 2014

Grauturinn hjá ömmu

ÉÉg er svo heppinn að hafa átt frábærar ömmur og ég er sérstaklega glaður með að börnin mín eiga líka frábærar ömmur. Enda eru ömmur einhver nauðsynlegasti hluturinn í þessu nútíma samfélagi þar sem allir vinna utan heimilisins. Reyndar á það líka oftar en ekki við um téðar ömmur en þær virðast alltaf geta reddað hlutunum þrátt fyrir það.

Ég á ekkert nema góðar minningar um ömmur mínar. Hvort sem það er þegar önnur þeirra mundi aldrei hvað hver okkar óknyttadrengjanna, sem vorum að prakkarast, hét og kallaði okkur því alla Gvend í hita leiksins, eða hitt, sem er enn betri minning og það er grautur að malla í stórum potti.

Ömmur sjá líka barnabörnin alltaf fyrir sér sem börn. Fyrir sléttum 25 árum, á sjálfan fermingardaginn minn, sagðist amma ætla að þvo mér fyrir ferminguna svo ég yrði nú alveg skínandi hreinn á stóra daginn! Þessa athöfn hafði ég séð um sjálfur eins og gefur að skilja í tals-verðan tíma þegar þarna var komið. Ég tók því þessari yfirlýsingu ættmóðurinn-ar með stóískri ró og fyrirvara. En sem ég var að dudda mér við þvottinn er hurð-

inni á baðher-berginu

lokið upp og

inn kemur frúin með skrúbb og tilheyr-andi. Ég reyndi að hylja það heilagasta með sápubúbblum og malda í móinn en þeirri gömlu varð ekki haggað. Nei, nú skyldi drengurinn skrúbbaður hátt og lágt. Sem svo var og gert. Hreinni hef ég ekki verið. Hvorki fyrr né síðar.

Það er gaman að sjá að hlutverk ömm-unnar hefur ekki breyst mikið milli kyn-slóða. Börnin sækja í návist þeirra og við foreldrarnir eigum ekki roð í þær. Enda ekki þeirra hlutverk að ala barnabörnin upp heldur að láta þeim líða vel. Hvort sem það er með aðeins of miklu af ís, sendingu af handprjónuðum ullarsokk-um eða hárburstum sem flækjast ekki í hársárum síðhærðum kollum. Þær sjá um sína og láta ekkert stoppa sig í því.

En mestu skiptir þó reynslan sem þær gefa af sér. Á spjalli við ömmur koma enda upp alls konar sögur. Sögur af horfnum tímum sem eru kannski ekki svo langt í fyrndinni þegar hugsað er út í það. En tímarnir hafa bara breyst svo ört hér á Fróni þessi síðastliðnu ár að það er ótrúlegt. Enn ótrúlegra er að ömmurnar og afarnir líka, gleymum þeim ekki, hafa lifað þessar breytingar. Það er svo mikil-vægt að fá þessari reynslu miðlað áfram svo komandi kynslóðir haldi ekki að maturinn komi úr vél og fötin sömuleiðis. Að taka slátur með ömmu var upplifun. Blóðug upp að öxlum tróð hún hvern keppinn á fætur öðrum svo unun var á að horfa. Þetta var manneskja sem upplifði það að Ísland var hertekið fyrir 74 árum. Að heyra sögurnar frá fyrstu hendi af því þegar herinn kom, var líka upplifun en amma var 10 ára þegar herinn mætti á svæðið. Hún mundi vel tilfinningarnar, hræðsluna og seinna gleðina yfir því að þetta voru þó réttu mennirnir.

En mestu munar um hvað ömmur eru góðar í að elda mat. Gamaldags

íslenskan mat. Einfaldur réttur eins og grjónagrautur varð einhvern-

veginn allt annar í meðförum þeirra. Jafnvel með smá

lifrapylsustúf. Sama hvað ég

reyni, og ég hef reynt mikið, þá bara get ég ekki gert grjónagraut jafn

góðan og þessar góðu konur fóru létt með. Ég

hef prófað að elda hann á ótal mismunandi vegu. Hef meira segja bakað hann! Þegar ég bar þessi vandræði mín upp við ömmu eitt sinn sagði hún að til að gera góðan graut þurfi að setja smá af sálinni út í pottinn. Hún fór svo sem ekk-ert nánar út í hvernig í ósköpunum

maður fer að því en ég er nokkuð viss um að uppskriftin af því er ekki í matreiðslubók Helgu Sigurðar. Ég hef leitað.

Teik

ning

/Har

i

HaraldurJónassonhari@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

RV

0214

TilboðVerð frá 2.588 kr.

Úti- og innimottur á tilboði– úrval af frábærum mottum í mörgum gerðum og stærðum

Rekstrarvörur- vinna með þér

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

Skoðaðu úrvalið á Bilaland.is

NÝLEGIR OGLÍTIÐ EKNIRGERÐU FRÁBÆR KAUP!

KIA SPORTAGE EX IIINýskr. 02/13, ekinn 28 þús. km. dísil, sjálfskiptur.

VERÐ kr. 5.490 þús.Rnr. 141977.

Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - [email protected]

www.bilaland.is

www.facebook.com/bilaland.is

NISSAN QASHQAI SENýskr. 05/12, ekinn 35 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.790.000Rnr. 151602.

TOYOTA YARiS SOLNýskr. 01/12, ekinn 75 þús km. dísil,sjálfskiptur.

VERÐ kr. 2.490 þús.Rnr. 142026.

KIA PICANTO EXNýskr. 11/12, ekinn 18 þús. km. bensín, sjalfskiptur.

VERÐ kr. 2.220 þús.Rnr. 281513.

NISSAN PATHFINDER SENýskr. 05/11, ekinn 82 þús. km.dísil, sjálfskiptur.

VERÐ kr. 5.990 þús.Rnr. 281074.

VW TOURAN Nýskr. 09/12, ekinn 8 þús. km.bensín, beinskiptur.

VERÐ kr. 3.690 þús.Rnr. 281536.

Tilboðsverð

4.350 þús.

Ekinn aðeins35 þús. km.

TILBOÐSBÍLL

RENAULT MEGANE SPORT T.Nýskr. 05/13, ekinn 29 þús km.dísil, sjálfskiptur.Verð áður kr. 3.390.000

TILBOÐ kr. 2.990 þús.

Rnr. 141914 Rnr. 281226

TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN!

GERÐU FRÁBÆR KAUP!

ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR

34 viðhorf Helgin 28.-30. mars 2014

Page 35: 28 03 2014

SUMARIÐ

PAKKAÍ

Vikuferð til Barcelona30. júní - 7. júlí 2014Fararstjóri: Halldór Stefánsson, klassískur gítarleikari. Gítarleikarinn Halldór hefur búið í Barcelona í mörg ár og mun í þessari vikuferð leiða gesti sína í sannleikann um þessa undur fögru borg.

Verð frá: 159.900 kr.

Verð frá: 149.900 kr.

Vikuferð til Gardavatnsins21.-28. júní 2014Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir. Fáir staðir á Ítalíu hafa notið jafnmikilla vinsælda og eitt fegursta vatn landsins, Gardavatn, þar sem náttúru fegurðin er engri lík.

Verð frá: 154.900 kr.

Vorferð eldri borgara tilBerlínar11.-15. maí 2014Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir. Lilja hefur margra ára reynslu af því að ferðast með eldri borgara og hefur sniðið þessa ferð að þeim hópi. Á þessum tíma er allt í blóma í Berlín.

Verð frá: 94.900* kr.

Menningarferð til Varsjár og Kraká1.-8. ágúst 2014Fararstjóri: Óttar Guðmundsson læknir og rit -höf undur. Í ferðinni kynnir Óttar fyrir gestum sínum sögu, menningu, listir og mannvirki þessara borga, sem hafa þolað bæði súrt og sætt og er saga þeirra oft á tíðum ótrúleg.

*Eldriborgaraafsláttur 5.000 kr.

wowtravel.is Katrínartún 12 105 Reykjavík 590 3000 [email protected]

Page 36: 28 03 2014

36 fjölskyldan Helgin 28.-30. mars 2014

Vellaunaður og lukkulegur gröfustjóri eða óhamingusamur og atvinnulaus mannfræðingur?

H vort vilt þú frekar að sonur þinn verði vellaunaður og lukkulegur gröfu-stjóri eða óhamingusamur og atvinnulaus mannfræðingur?“ Ég leyfði mér að varpa þessari spurningu fram á fjölmennum kvennafundi um

skólamál og einhverjar dugmiklar mæður supu hveljur. Það voru trúlega þær sem ætla að koma börnunum sínum í gegum framhaldsskólanám hvað sem tautar og raular því að gamla ímyndin um stúdentsmyndirnar í röðum á stofu-skenknum eða arinhillunni hjá ömmu lifir enn góðu lífi.

Gamla goðsögnin er sprellifandi; goðsögnin um stúdentsprófið sem aðgöngu-miða að háskólanámi og þar með að öruggu millistéttarlífi og jafnvel aðgengi

að hástétt síðustu aldar þegar læknar, lögfræðingar, prestar og meira að segja skólastjórar voru valdakarlarnir í samfélaginu. Hvíti kollurinn sem við trúum enn að grundvalli góð laun og framtíðaröryggi fjölskyldunnar. Blessaður bókalærdómurinn og menntaskólanámið og háskólanámið sem síðasta öld skammtaði best í askana. Hillingarnar eru slíkar að menntaskólanámsefni síðustu aldar sem upphaflega var ætlað fámennum bóknámshópum, á núna að keyra fyrir alla unglinga landsins. Þá skiptir engu hvort nafn skólans er dulbúið sem fjölbrautarskóli eða tækniskóli. Ungmenni sem velja sér félagsfræðibraut skulu klára 4-5 íslenskuáfanga og velja sér þriðja tungumálið til viðbótar ensku og dönsku. Þau skulu ljúka stærðfræðiáföngum þar sem mengi, veldi og rætur, annars stigs fleygbogar og svo föll og margliður eru meðal námsþátta. Stærðfræði-áfangar 102 og 122 eru skylda fyrir nema í háriðn og íslensku áfangar með bókmenntahugtökum blómsta í námi húsamíðanema. Ég legg ekki meira á ykkur.

Allir skulu læra öll fögSama ástandið er í hinum 10 ára grunnskóla sem er þegnskylda fyrir lítil 6 ára börn og allt upp í sextán ára unglinga. Þar skulu allir læra öll fög og námskráin gefur enn engin grið með það. Mínútur á viku í hverri grein eru skilgreindar fyrir hvert aldursstig fyrir sig. Sama magn af

stærðfræði, dönsku og íþróttum skal vera óháð áhuga og getu barna og að auki kennt inni í einu rými þar sem getustig 24 nemenda er breiðara en orð fá lýst bæði námslega og félagslega. Skóli án aðgreiningar hljómar fallega en hver er veruleikinn í heimi þar sem streita samfélagsins birtist í hegðun og líðan allflestra ungmennanna okkar og börn með mikla náms-, félags- og tilfinn-ingasérstöðu fá ekki að finna styrkinn sinn, heldur gjalda fyrir veikleikana á hverjum skóladegi. Afneitun og feluleikur með sérþarfir barna í stað hrein-skiptni og viðurkenningar á fjölbreytni.

Samúð mín liggur hjá öllum þeim börnum og unglingum sem við reynum að þrýsta í mót sem hentar þeim ekki og eru síðan kölluð „brottfall“ þegar þau velja sér önnur verkefni en bóknám. Samúð mín er líka hjá þeim sem mótið er sniðið fyrir því að þau fá ekki að njóta hæfileika sinna ótrufluð. Samúð mín er líka hjá illa launuðum kennurum sem eru með það óvinnandi verkefni að kenna og þjálfa viðfangsefni sem hluti hópsins ræður ekki við, hvað sem allar nám-skrár segja og fá svo skömm í hattinn fyrir skort á árangri. Samúð mín er hjá foreldrum sem trúa enn að þeir verði að berja á grunnskólunum fyrir að kenna ekki nóg og þrýsta svo ungmennunum sínum gegnum stúdentsprófið. Samúð mín er hjá yfirvöldum skólamála sem sitja uppi með skólakerfi sem betur þjón-ar fortíð kennaranna heldur en framtíð barnanna sjálfra sem flest hver eigi eftir að vinna störf sem við vitum ekki einu sinni hvað heita – hvað þá meira.

Viltu vinna með barninu þínu?Við breytum ekki heiminum á einum degi en við getum byrjað. Foreldrar verða að svara upphafsspurningu þessa pistils, þ.e. vil ég vinna með barninu mínu að því að finna hvar hæfileikar þess liggja og samþykkja að hvíti kollurinn sé ekki væntanlegur í myndasafn ömmu. Skólafólk verður að svara hversu langt það vill ganga til að fjölga valkostum. Skólayfirvöld verða að svara hvernig styðja má við nýsköpun í skólamálum, gefa undanþágur frá ofstýringu námskrár og samþykkja ólíka skóla. Alls konar skóla, alls konar námsleiðir og alls konar verkefni. Það er nefnilega best að breyta kerfum með aðferðum Che Guevara í frelsisstríði Kúbu; að ráðast ekki að öllu valdakerfinu á einum stað með öllum mannaflanum heldur með litlum hópum sem allra víðast og með sem allra mestri fjölbreytni.

Samúð mín liggur hjá öllum þeim börnum og ungling-um sem við reynum að þrýsta í mót sem hentar þeim ekki og eru síðan kölluð „brottfall“ þegar þau velja sér önnur verkefni en bóknám.

Goðsögnin um stúdentsprófið lifir

Margrét Pála Ólafsdóttirritstjórn@

frettatiminn.is

Heimur barna

Hallgrímskirkja er eitt helsta kennileiti Reykja-víkur. Hún stendur 75 metra há og glæsileg á Skólavorðuholtinu og dregur að sér athygli jafnt Reykvíkinga sem ferðamanna. Það eru þó aðallega ferðamenn sem heimsækja þessa hávöxnu kirkju á meðan Reykvíkingar fara þang-að aðallega til að sækja kristilega viðburði. En Hallgrímskirkja býður upp á fjölskylduskemmt-un sem oft vill fara fram

hjá heimamönnum, þrátt fyrir að vera sýni-leg úr öllum áttum. Það er nefninlega varla til það barn sem ekki hefur gaman að því að upplifa eina lengstu lyftuferð Íslands og enda svo efst uppi í turni þaðan sem sést til allra átta. Að horfa til fjalla og út á sjó og sjá öll marglitu þökin. Nýtt sjónarhorn í hversdagsleikanum hlýtur bara að vera holl og góð fjölskyldu-skemmtun. -hh

Nýtt sjónarhorn

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

METSÖLULISTI EYMUNDSSON

VIKAN 19.03.14- 25.03.14

1 2Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker

Hljóðin í nóttinni Björg Guðrún Gísladóttir

5 6

7 8

109

43

Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson

5:2 Mataræðið Michael Mosley / Mimi Spencer

Marco áhrifin Jussi Adler Olsen

HHhH Laurent Binet

Konungsmorðið Hanne-Vibeke Holst

Skrifað í stjörnurnar John Green

Verjandi Jakobs William Landay

Kroppurinn er kraftaverk Sigrún Daníelsdóttir

Page 37: 28 03 2014

AFMÆLIS-TILBOÐ

lÍs en ku

ALPARNIRs

2004 - 2014faxafen 8 • 108 reykjavik • sími 534 2727 • e-mail: [email protected] • www.alparnir.is

ÍSLENSKU ALPARNIR 10 ÁRA

Nr. 116-176

19.995

9.995

24.995

12.496

24.995

12.496Fivefingers

Kuldaúlpur

Dúnúlpur

Softshell buxur

Salomon skór

Primaloft úlpur

Krakkaúlpur

35%

afsláttur

50%

afsláttur

35%

afsláttur

14.995

Tilboð

50%

afsláttur

50%

afsláttur

50%

afsláttur

Mikið úrvalaf tilboðum,

allt að

70% afsl.

Page 38: 28 03 2014

38 bílar Helgin 28.-30. mars 2014

ReynsluakstuR Volkswagen Passat ComfoRtline

Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535

www.peugeot.is

PEUGEOT 308

Þú finnur okkur á

facebook.com/PeugeotIceland

LAUGARDAG MILLI KL. 11:00 OG 16:00

Frumsýnum bíl ársins

PEUGEOT

PEUGEOT 308

kostar frá kr. 3.360.000 Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri frá 3,6L/100kmCO2 útblástur frá 93g

V olkswagen Passat er kannski ekki alveg fyrsti bíllinn sem manni dettur í hug til að fara yfir Hellisheiði í blindhríð og

hálku – en það gerði ég nú samt. Fjölskyldan var á leið í sveitina og ég hafði fengið Passatinn yfir helgi í reynsluakstur – og ákvað því að fara á honum í ferðalag. Á heiðinni var glerhálka og blind­hríð. Ég ók framhjá allnokkrum bílum sem höfðu hafnað utanveg­ar, til að mynda tveimur jeppum. Ég flýtti mér hins vegar hægt og keyrði varlega. Ég fann varla fyrir því að bíllinn skrikaði í hálkunni enda nýtist stöðugleikastýringin til hins ítrasta í aðstæðum sem þessum. Ég var samt fegin þegar ég kom niður af heiðinni og veg­irnir voru aftur auðir. Rennifæri var austur undir Eyjafjöll og gat ég því notið akstursins það sem eftir var leiðarinnar.

Ég stillti hraðastillinn rétt yfir leyfilegan hámarkshraða, setti tónlistina í botn (börnin völdu Ásgeir Trausta sem ég spilaði úr símanum mínum í gegnum blá­tannar­tengingu sem er staðal­búnaður í Passat) og við sungum með. Í útgáfunni sem ég reynslu­ók er ný öflug bensínvél sem er mjög skemmtileg, kraftmikil en hljóðlát. Veghljóð var einnig með minnsta móti og truflaði því lítið.

Passatinn er rúmgóður að innan og fer vel um ökumann og farþega á langkeyrslu. Fram­sætin má stilla á alla mögulega

og ómögulega vegu og hækkaði ég sætið í hæstu stöðu og sá þá virkilega vel út (það skiptir máli fyrir lágvaxið fólk eins og mig). Sætin styðja vel við mann og eru þægileg.

Bílaumboðið Hekla hefur ákveðið að blátannar­tenging skuli staðalbúnaður í Passat og fjarlægð­

arskynjarar í staðinn fyrir bakk­myndavél, sem var áður, og er það í samræmi við óskir viðskiptavina, að sögn sölumanna. Fjarlægðarskynj­arar að framan og aftan nýtast mjög vel til að mynda þegar leggja þarf í þröng stæði eða bakka.

Mælaborðið er fallegt og stílhreint og allir takkar í seilingarfjarlægð. Nauðsynlegir takkar eru í stýri og er stýrikerfið fyrir símann í mæla­borðinu (ekki tölvuskjánum eins og í mörgum bílum) sem er mjög þægi­legt.

Stór og góð geymsluhólf eru á milli framsæta og í hurðum og skottið er rúmgott og tekur mikið. Við vor­um með farangur í helgarferð fyrir fjögurra manna fjölskyldu og mat­arinnkaup fyrir sjö manns (sex inn­kaupapoka) og rúmaðist það allt vel í skottinu (þeir sem vildu meira skott­pláss geta auðveldlega valið station­útgáfuna).

Tölvuskjárinn er aðgengilegur og hljóðkerfið gott. Það vakti athygli mína (litlu atriðin skipta máli) að þegar ég hafði stillt hljóðið þannig að eingöngu heyrðist í hátölurunum í aftursæti (Bessi Bjarnason var að lesa sögur fyrir börnin) hringdi sím­inn og sjálfkrafa skiptist yfir í hátal­arann mín megin þegar ég svaraði með innbyggða handfrjálsa búnað­inum. Þegar ég lagði á, hélt Bessi Bjarnason áfram að lesa – en bara í aftursætinu.

Annað sem ég var ánægð með – beltainnstungurnar í aftursætinu fóru ekki undir bílstólana og því gátu börnin spennt sig sjálf. Það er allt of algengt í bílum að ekki sé hugsað fyrir þessu (takk Volkswagen). Svo má ég ekki gleyma að nefna að það er ekki bara hiti í sessum í framsæti – líka í bakinu – ótrúlega notalegt.

Bíllinn er öruggur – eins og Volkswagen er von og vísa – og sparneytinn (eyddi rúmum 6 lítrum á 100 km á langkeyrslunni minni en á að geta farið niður í 5,3 lítra í kjöraðstæðum). Hann er búinn orkusparnaðsbúnaði sem gerir það að verkum að hann drepur á sér í kyrrstöðu, t.d. á ljósum (mengar þá einnig minna) og startast sjálfkrafa þegar fóturinn er tekinn af bremsunni. Og ég verð að minn­ast á þægindin við sjálfvirku handbremsuna.

Þetta er bíll sem ég gæti vel hugsað mér að eiga. Hann er rúmgóður og rennilegur og þægilegur í akstri jafnt innanbæjar sem á vegum úti. Börnin voru sammála: „Mamma – af hverju getum við ekki keypt þennan bíl?“ Tja... af hverju ekki?

Gott pláss fyrir barnastóla Góðir aksturseiginleikar

RúmgóðurHljóðlátur

SparneytinnKraftmikill

Gott hljóðkerfiRíkulegur staðalbúnaður (blá-tönn og fjarlægðar skynjarar)

FallegurSjálfvirk handbremsa

Frekar dýr

Helstu upplýsingar Verð frá 4.390.000 kr

Eldsneytisnotkun frá 4,3 l/100 km í blönduðum akstri

CO2 í útblæstri frá 114 g/km Í blönduðum akstriLengd: 4769 mmBreidd: 1820 mm

Fantagóður og fallegur fjölskyldubíllVolkswagen Passat er frábær fjölskyldubíll. Hann er þægilegur í langkeyrslu sem og í innanbæjarskutli, fallegur og rúmgóður.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir

[email protected]

Volkswagen Passat er glæsilegur að innan sem utan. Rauði liturinn á þessu tiltekna eintaki þótti mér einstaklega grípandi. Ljósmyndir/Hari

Page 39: 28 03 2014

Vina del Mar

Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • heimsferdir.is

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur.

Hei

msf

erð

ir ás

kilja

sér

rétt

til

leið

rétt

ing

a á

slík

u. A

th. a

ð v

erð

get

ur b

reys

t án

fyrir

vara

.E

NN

EM

M /

SIA

• N

M6

20

83

La Blanchem/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 189.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi. Netverð á mann frá kr. 226.000 m.v. 2 fullorðna í herbergi.21. júlí í 10 nætur m/bókunarafslætti.

Hotel Ekenm/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 152.100 m.v. 2 fullorðna í herbergi.11. sept í 11 nætur m/bókunarafslætti.

Xanadu Islandm/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 247.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í Courtyard svítu.Netverð á mann frá kr. 292.500 m.v. 2 fullorðna í Courtyard svítu.21. ágúst í 11 nætur m/bókunarafslætti.

Golden Beachm/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 182.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.21. ágúst í 11 nætur m/bókunarafslætti.

Bitez Gardenm/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 134.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 173.400 m.v. 2 fullorðna í herbergi.21. júlí í 10 nætur m/bókunarafslætti.

Ayaz Aqua Hotelm/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 159.400 m.v. 2 fullorðna í herbergi.1. sept í 10 nætur m/bókunarafslætti.

Club Sharkm/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 136.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 157.700 m.v. 2 fullorðna í herbergi.21. ágúst í 11 nætur m/bókunarafslætti.

Club Mavi Hotel & Suitesm/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 174.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.21. júlí í 10 nætur m/bókunarafslætti.

Vinsælasti valkosturinn!

Góður valkostur!

Stórglæsilegur valkostur!

Nýr valkostur!

Góður valkostur!

Nýr valkostur!

Góður valkostur!

Nýr valkostur!

Tyrkland

Veðrið í Bodrum

29°CJúní

33°CJúlí

34°CÁgúst

Vina del MarAllt að20.000 kr. bókunarafsláttur til 15. apríl 2014– töfrum líkast!

Page 40: 28 03 2014

40 matur & vín Helgin 28.-30. mars 2014

vín vikunnar

Frábært Merlot-vín með helgarsteikinniKalifornía er þekktasta vínfylki Bandaríkjanna en Washingtonfylki hefur vaxið ásmegin. Þar

spilar Columbia-dalurinn lykilhlutverk. Hann er á sömu breiddargráðu og Bordeaux og Búrgúndí-héruð Frakklands þar sem frægustu vín

veraldar eru framleidd. Aðstæður í Columbia-dalnum eru allar hinar ákjósanlegustu til vínrækt-ar enda eru flestar tegundir hinna hefðbundnu vínþrúgna ræktaðar þar. Merlot-vínþrúgan hefur oft fengið á baukinn fyrir að vera

flöt og óáhugaverð en það er mikill misskilningur. Hún er mikið notuð til að blanda vín, eins og í Bor-

deaux, en þegar vel tekst til stendur hún fyllilega fyrir sínu ein og sér. Þetta vín frá Columbia Crest Grand Estates er dæmi um frábært Merlot-vín. Það

er þroskað, eikað og með mjúkri fyllingu. Fullkomið með hvaða kjötmeti sem er.

Columbia Crest Grand Estates MerlotGerð: Rauðvín.

Þrúga: Merlot.

Uppruni: Bandaríkin, 2009.

Styrkleiki: 13,5%

Verð í Vínbúðunum: 2.999 kr. (750 ml)

Höskuldur Daði MagnússonTeitur Jónasson

[email protected]

Uppskrift vikunnar

Kraftmikið osso buco til að kveðja veturinnNú fer vonandi að hylla undir vorið hér á landi en þó gætum við þurft að bíða enn um sinn eftir góðu veðri, alla vega ef marka má þessa viku á höfuð-borgarsvæðinu. Á meðan enn telst vetur er um að gera að njóta þess að elda og borða kröftuga vetrarmáltíð um helgina.

Afar viðeigandi er að kveðja veturinn með osso buco sem getur mallað í ofninum á meðan þú sinnir öðrum störfum.

fyrir 610 sneiðar osso buco4 gulrætur2 laukar1 sellerístöng3 hvítlauksrif1 glas hvítvín1 msk saxað, ferskt rósmarín eða tímían (eftir smekk)3 dósir tómatarSalt og pipar

Kjötsneiðunum er velt upp úr hveiti og þær brúnaðar á pönnu í stórum potti sem má fara í ofn. Grænmetið er léttsteikt

í pönnunni og hvítvíninu og tómötunum bætt út í þar til suðan kemur upp. Þá er kjötið sett aftur út í sósuna, saltað og piprað að smekk. Eldað í ofni undir lokið við 150 gráður í 4 klst.

Borið fram með kartöflumús, risotto eða polenta ásamt gremolata

Gremolata 6 msk flöt steinselja, söxuð3 msk sítrónusafi6 hvítlauksgeirar

Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is

Mikið úrval - Vönduð vinna

legsteinar og fylgihlutir10-50% afsláttur

Steinsmiðjan Mosaik

TILBOÐSDAGAR

Prófaðu þennan krydd-

aða Delicato Shiraz með

réttinum, þetta gæti

verið skemmtileg

blanda.

Bæði er hægt að nota kálfakjöt eða ungnau-taskanka í osso buco.

Rétturinn fær að malla í ofni í um fjórar klukkustundir.

Osso Buco er borið fram með risotto eða polentu ásamt gremo-lata.Ljósmyndir/

NordicPhotos/Getty

Zorzal Gran Terroir MalbecGerð: Rauðvín.

Þrúga: Malbec.

Uppruni: Argentína, 2010.

Styrkleiki: 14,5%

Verð í Vínbúð-

unum: 2.999 kr. (750 ml)

Umsögn: Þetta argentínska vín með nafnið svakalega er tiltölulega mikið og jafnvel flókið, með smá kryddi og eik en töluverðu tanníni. Best með fitumiklu kjöti, helst grilluðu.

Alamos Cabernet SauvignonGerð: Rauðvín.

Þrúga: Cabernet Sauvignon.

Uppruni: Argentína, 2012.

Styrkleiki: 13,5%

Verð í Vínbúð-

unum: 2.199 kr. (750 ml)

Umsögn: Þó Malbec sé helsta þrúga Arg-entínumanna gera þeir líka ágætis vín úr öðrum þrúgum. Þetta vín sver sig í ætt með kröftugum Cabernet Sauvignon-vínum, þurrt en ekki með yfirgnæfandi tanníni. Gott með kjötbollum og vetrar pottréttum.

Montalto Organic Nero d'AvolaGerð: Rauðvín.

Þrúga: Nero d'Avola.

Uppruni: Ítalía, 2012.

Styrkleiki: 13%

Verð í Vínbúð-

unum: 1.850 kr. (750 ml)

Umsögn: Lífrænt ræktað rauðvín frá Sikiley. Þetta er létt-asta vínið í hópnum, ferskt og ungt. Það passar vel með mat af léttari gerðinni; fuglakjöti, svínakjöti og pasta.

Fréttatíminn mælir með

Síðumúla 30 - 108 Reykjavík - Sími 533 3500Hofsbót 4 - 600 Akureyri- Sími 462 3504

FERMINGARTILBOÐ

FERMINGARRÚMVerð frá: 92.900.-

Thermofit heilsukoddi að andvirði kr. 14.900.-fylgir hverju seldu rúmi.

Höfðagafl fylgir ekki

Page 41: 28 03 2014
Page 42: 28 03 2014

Helgin 28.-30. mars 201442 tíska

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18,

Laugardaga 10 - 14

FRÁBÆR Í ÍÞRÓTTIRNAR !

Fæst í 32-40 D,DD,E,F,FF,G,GG og 32-38 H,HH,J

á kr. 10.950,-

Ert þú búin að prófa ?

Keratin Oil sjampó og næringStyrkir náttúrulegt keratin prótín hársins. Eykur sveigjanleika og styrk hársins og minnkar

líkur á sliti, klofnum endum og skemmdum vegna burstunnar og notkunar hitatækja.

Ert þú búin að prófa ?Ert þú búin að prófa ?Ert þú búin að prófa ?Ert þú búin að prófa ?

www.gullsmidjan.is

KYNNING

Hair Volume fyrir líflegra hár

Hair Volume töflurnar næra rætur hársins og hjálpa því að viðhalda eðlilegum lit. Eftir aðgerð var hár Margrétar Viðarsdótt-ur líflaust, auk þess sem hún var með mikið hárlos. Hair Volume töflurnar hafa gert hárið mun líflegra, neglurnar sterkari og húðina betri.

M argrét Viðarsdóttir fór í aðgerð og þurfti í kjölfarið að nota lyf sem urðu til þess að hár hennar varð líflaust og rytjulegt.

„Ég var líka með töluvert hárlos vegna lyfjanna og þurfti til dæmis alltaf að tæma niður-

fallið í sturtunni eftir hvert skipti í sturtu, svo mikið var hárlosið,“ segir hún.

Frá því Margrét byrjaði að nota Hair Volume í ágúst síðastliðnum hefur hárgreiðslukonan hennar

tekið eftir því hve miklu líflegra hárið er.

„Það glansar meira og hár-vöxturinn hefur líka aukist mikið. Samt hefur annar hárvöxtur á líkamanum ekki aukist og finnst mér það mikill kostur. Ég tók líka eftir því að neglurnar eru sterkari og húðin mun betri. Það er því margvíslegur ávinn-ingur af því að taka Hair Volume töflurnar inn. Þetta eru frábærar töflur sem ég mæli hiklaust með.“

Birna Gísladóttir er sölu- og markaðs-stjóri IceCare.

Hair Volume fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða.

Frekari upplýsingar er að finna á www.icecare.is eða á www.newnordic.com.

Hair VolumeHair Volume er nýjung á markaðnum og eina varan sem inniheldur náttúrulega vaxtarvakann procyan-idin-B2 sem unnin eru úr eplum. Töflurnar næra rætur hársins með bíótini sem hvetur hárvöxt og umfang hársins og kopar sem viðheldur eðlilegum lit og hjálpar til við að koma í veg fyrir grá hár. Töflurnar innihalda líka þykkni úr hirsi, kísli og B-vítamínum.

Tíska Peysur, Prjón og káPur

Nú hafa helstu tísku-húsin sýnt það sem koma skal veturinn 2014. Í línum þeirra helstu er mikið um prjónaðar flíkur, stórar peysur og kápur sem gjarnan eru reyrðar í mittið. Þrátt fyrir að enn sé langt í næsta vetur og vorið á næsta leyti blása enn kaldir vindar á Íslandi og því ekki úr vegi að láta sig dreyma um eitt stykki notalega peysu eða kápu til að hlýja sér í fram á vor.

Nú hafa helstu tískuhúsin sýnt það sem koma skal veturinn 2014. Í línum þeirra helstu er mikið um prjónaðar flíkur, stórar peysur og kápur sem gjarnan eru reyrðar í mittið. Þrátt fyrir að enn sé langt í næsta vetur og vorið á næsta leyti blása enn kaldir vindar á

Helgin 28.-30. mars 2014

prjónaðar flíkur, stórar peysur og kápur sem gjarnan eru reyrðar í mittið. Þrátt fyrir að enn sé langt í næsta vetur og vorið á næsta leyti blása enn kaldir vindar á Íslandi og því ekki úr vegi að láta sig dreyma um eitt stykki notalega peysu eða kápu til að hlýja sér í fram á vor.

Vetur 2014Chloé

Dries Van Noten

Chloé

Creatures of the Wind

Emilio Pucci Emilio Pucci

Stella McCartneyVivienne Vestwood

Page 43: 28 03 2014

tíska 43Helgin 28.-30. mars 2014

Vertu vinur á

við elskum skó

17.990 kr.9.990 kr.

8.990 kr.

17.990 kr.

11.990 kr.

7.990 kr.22.990 kr.

19.990 kr.

19.990 kr.15.990 kr.

VELKOMIN Í SMÁRALINDSkoðið úrvalið á bata.is

9.990 kr.

Full búð af nýjum vörum

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

Gallabuxur

Verð 13.900 kr.4 litir

háar í mittiðStærð 34 - 562 skálmavíddir

Verð 6.900 kr.2 litir

Stærð 36 - 442 skálmavíddir

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

VAKANDI!VERTU

blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR

60% þolenda segja ekki frá kynferðislegu ofbeldi á þeim tíma sem það á sér stað eða fljótlega á eftir.

Helgin 28.-30. mars 2014

Creatures of the Wind

Helmut Lang

Dries Van Noten

Page 44: 28 03 2014

44 heilsa Helgin 28.-30. mars 2014

Tannheilsa Foreldrar bera ábyrgð á Tannhirðu barna

KYNNING

Foreldrar gegna lykilhlut-verki við tannhirðun auðsynlegt er að byrja að

bursta tennur barna, með hæfilegu magni flúortann-

krems, um leið og fyrsta tönnin er sýnileg. Bursta þarf tennurnar að lágmarki tvisvar á dag í tvær mín-útur í senn og nota tannkrem með mildu bragði og ráðlögðum flúor-styrk. Áhrif flúors vara lengur ef

munnurinn er ekki skolaður eftir tannburstun, það nægir að skyrpa.

Barnatennkrem með minni flúorstyrk en 1000 ppm F (1mgF/ml) ætti aldrei að nota.

Best er að velja tannbursta sem eru með þéttum, fínum og mjúkum hárum. Tannburstar fyrir börn eru með litlum haus en

með skafti sem fer vel í hendi for-eldris. Börn yngri en 10 ára þurfa aðstoð við munnhirðu og sum þurfa aðstoð með tannþráðinn eitthvað lengur.

Þar sem hliðarfletir tanna snert-ast er nauðsynlegt að hreinsa á milli með tannþræði og það á jafnt við um barna- og fullorðinstennur.

Foreldrar þurfa að kenna börnum réttu handtökin við tannburstun. Munnhirða og tannburstun leggja grunninn að góðri tann-heilsu. NordicPhotos/Getty

Tannvernd þarf að hefjast sem fyrst á lífsleiðinni og foreldrar verða að kunna réttu hand-tökin við tannburstun barna. Gott er að hafa í huga þegar tannvernd er annars vegar að munnhirða og mataræði leggja grunninn að góðri tann-heilsu auk þess sem aðgengi að tann-læknisþjónustu þarf að vera tryggt.

Birna Gísladóttir er sölu- og markaðsstjóri IceCare.

F ólk sem hefur tekið inn Zotrim jurtatöflurnar er á einu máli um að þær hafi minnkað hungurtilfinningu og sykurþörf

svo nasl á milli mála heyri sögunni til. Fólk borðar minna og léttist - maginn minnkar og bumban hverfur.

Regína Róbertsdóttir fann fljótlega aukna orku eftir að hún byrjaði að taka Zotrim auk þess sem hún hætti að narta á milli mála. „Fyrst fann ég að bjúgur sem ég hafði glímt við minnkaði og síðar losnaði ég alveg við hann. Ég hef svo miklu meiri orku

og er hressari, bæði andlega og líkamlega. Þegar ég leggst á

koddann á kvöldin sofna ég strax og þarf því ekki að nota svefnlyf eins og áður,“ segir Regína. Hún hefur misst rúmlega tíu kíló og ummálið hefur minnkað um 66.5 cm. „Mér líður svo miklu betur eftir að ég byrjaði að nota Zotrim

og mun nota það áfram.“Halldór Gunnarsson

ákvað að prufa Zotrim til að léttast. „Fyrstu dagana

fann ég engan mun á mér en tók

Hungrið hverfur og kílóin fjúka

Zotrim jurtatöflurnar hjálpa í baráttunni við aukakílóin. Þær innihalda efni sem bæði auka brennslu og minnka matarlyst.

síðan eftir því að ég var aldrei svangur á milli mála. Á fyrstu sex vikunum léttist ég um sjö kíló og er kominn niður um 2 beltastærðir. Það skemmtilegasta er að ég hef ekki breytt neinu varðandi hreyfingu en hef náð að skera burt allan óþarfa í mataræðinu. Löngun í sætindi og nart á milli mála er horfin,“ segir hann. Halldór tekur þrjár töflur nokkrum mínútum fyrir morgunmat, hádegismat og kvöldmat. „Zotrim jurtatöflur eru frábær vara sem ég mæli hiklaust með.“

Zotrim fæst í apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Frekari upplýsing-ar er að finna á www.icecare.is.

Hvað eru Zotrim jurtatöflur?Blanda þriggja jurta sem hjálpa til við að minnka matarlyst.Tvær töflur teknar inn um leið og máltíð hefst.Stærsti kosturinn er að fólk getur stjórnað hungurtilfinningu sem hjálpar til við að minnka neyslu hitaeininga.Tvö af innihaldsefnunum innihalda koffín og eru örvandi. Verkun taflanna er því tvíþætt – aukin brennsla og minni neysla.

– fyrst og fremst

– fyrst og fremstódýr!

1990kr.dósin

Verð áður 2499 kr.dósin

Macintosh, 1,25kg dós1990Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 Verð áður 2499 kr.dósinkr.dósinkr.dósinkr.dósinkr.dósinkr.dósin

Macintosh, 1,25kg dósMacintosh, 1,25kg dósMacintosh, 1,25kg dósMacintosh, 1,25kg dósMacintosh, 1,25kg dósMacintosh, 1,25kg dósMacintosh, 1,25kg dósMacintosh, 1,25kg dósMacintosh, 1,25kg dósMacintosh, 1,25kg dósMacintosh, 1,25kg dósMacintosh, 1,25kg dósMacintosh, 1,25kg dósMacintosh, 1,25kg dósMacintosh, 1,25kg dósMacintosh, 1,25kg dós

– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –

Í S L E N S K U R

GÓÐOSTUR

ÍSLENSKA

SIA

.IS

MS

A 6

5552

09/

13

Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution

AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 borgArApótek, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, [email protected]

Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því!

www.siggaogtimo.is

Verð kr 7.500,- stk

Page 45: 28 03 2014

heilsa 45Helgin 28.-30. mars 2014

Ragnheiður Garðarsdóttir hefur starfað sem leikskólakennari í 19 ár. Hún vinnur mikið á gólfinu og þarf þar af leiðandi sífellt að vera að setjast og standa upp aftur. Ragnheiður er greind með slitgigt og hefur fundið fyrir verkjum í hægri mjöðminni um árabil. "Haustið 2012 var ég í berjamó og varð svo slæm á eftir að ég þurfti að fá sprautur og sterk verkjalyf fyrir mjöðmina. Ég skánaði við það en var alltaf með seyðing og verki. Suma daga var ég þokkaleg en aðrir voru hreint helvíti á jörð. Næturnar hafa líka í gegnum árin verið mér erfiðar. Ég var með eilífan seyðing í mjöðminni og niður í tá og gat ómögulega legið á hægri hliðinni. Ég sá best hversu slæmt ástandið var á því hvað göngulagið mitt var orðið skelfilegt í myndbandi frá Flórídaferð fjölskyldunnar haustið 2011."

Öðlaðist nýtt líf "Ég hef notað NUTRILENK GOLD síðan í september 2012 með frábærum árangri, og þá meina ég árangri. Í byrjun tók ég 6 töflur á dag í 2 mánuði en í dag tek ég 3 töflur á dag. Ég hef stundað æfingar í Meta-bolic af fullum krafti síðan vorið 2013 og tek þá aðeins meira af NUTRILENK GOLD. Núna sef ég allar nætur og get beygt mig án sársauka. Ég átti mjög erfitt með að klæða mig í sokka og skó á morgnana og þurfti að fá aðstoð. Það er allt annað í dag, ég get bókstaflega allt! Ég er meira að segja farin að fara í kraftgöngur á ný.

Ykkur finnst þetta kannski vera ýkt saga … en hún er sönn. Ég öðlaðist nýtt líf með NUTRILENK GOLD."

Nutrilenk er fáanlegt í �estum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna

Skráðu þig á facebook síðuna Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni!

Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is

PR

EN

TU

N.IS

NUTRILENK

- hollráð við liðkvillum. Náttúruleg bætiefni fyrir liðina

Verkirnir hreint helvíti á jörðHvað getur Nutrilenkgert fyrir þig?

Heilbrigður liður

Við mikið álag og eftir því sem árin færast yfir getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Mjög margir finna fyrir óþægindum og verkjum þegar liðfletirnir núast saman, sérstaklega í liðamó-tum í mjöðmum , hrygg og hnjám. Þess vegna er til mikils að vinna að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.

Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beininNutrilenk Gold er frábært byggingarefni fyrir brjóskvef og getur minnkað liðverki, brak í liðum og stirðleika. Inniheldur brjósk úr fiski- og hákarlabeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir bein og brjósk enda ríkt af kondritíni, kondritín súlfati, kollageni og kalki. Hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum.

NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgum.NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjöggagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun.

Prófið sjálf - upplifið breytinguna!

Liður með slitnumbrjóskvef

Ragnheiður Garðarsdóttir

leikskólakennari

– Lifið heil

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/L

YF

682

47 0

3/14

www.lyfja.is

Fyrirþigí Lyfju

www.lyfja.is

Fyrirþigí Lyfju

www.lyfja.is

Lægra verð í LyfjuAntiac Activ

Nýtt á Íslandi! Burt með bólurnar á náttúrulegan hátt.

20%afsláttur – kynningarverðGildir út mars

www.ly

Lægra verð í LyfjuAntiac Activ

Nýtt á Íslandi! Burt með bólurnar

r – kynningarverð

Antiac Activ Nýtt á Íslandi! Burt með bólurnar

r – kynningarverð

FlúorRegluleg notkun flúors er best þekkta vörnin gegn tannskemmd-um. Flúor herðir glerunginn og „gerir við" byrjandi tannskemmd-ir á snertiflötum tanna og virkar þannig staðbundið.

Tannburstun með flúortann-kremi að styrkleika 1000-1500 ppm F, tvisvar sinnum á dag, viðheldur lágmarksflúorstyrk í munnholi og er því afar áhrifa-mikill þáttur í daglegri vörn gegn tannskemmdum.

Þar sem tannskemmdir hjá ís-lenskum börnum og unglingum eru algengar er einnig mælt með reglulegri flúorskolun tanna með 0,2% NaF munnskoli, frá 6 ára aldri. Hjá yngri börnum er mælt með aukatannburstun eftir hádegismat.

MataræðiTíð og mikil neysla á drykkjum með lágt sýrustig, aðallega gos-, íþrótta-, orku- og ávaxta-drykkjum, er talin helsta orsök glerungseyðingar. Það sem veldur glerungseyðingu eru fosfórsýra, sem er t.d. að finna í kóladrykkj-um, og sítrónusýra, sem er t.d. í ávaxtasafa, appelsíni og sumum vatnsdrykkjum. Um er að ræða mjög kröftugar sýrur sem fletta glerungnum af tönnunum þannig að ysta lag glerungsins þynnist og eyðist.

Aldrei ætti að gefa barni hreinan ávaxtasafa eða aðra sæta drykki í pela, hvorki á nóttu né degi, því að sykur skemmir tenn-urnar og sítrónusýra eyðir tann-glerungi. Í kjölfar tanntöku er æskilegt að draga úr næturgjöf-um, sérstaklega hjá börnum sem nærast á þurrmjólk með pela og gefa þeim í staðinn vatn að drekka á nóttunni.

Reglulegt tanneftirlitÞekking okkar á orsakaþáttum tannsjúkdóma er alltaf að aukast og vel upplýst getum við haldið tönnum okkar hreinum og heilum ævina á enda. Hér áður fyrr var farið til tannlæknis þegar bora þurfti skemmd úr tönn. Í dag vilj-um við að gripið sé inn í áður en tönnin skemmist, eða meðan sá möguleiki er raunhæfur að stöðva vöxt byrjandi tannskemmdar.

Það er nauðsynlegt að mæta reglulega í tanneftirlit og fyrsta heimsókn barns til tannlæknis á að vera ánægjuleg upplifun. Mælt er með skráningu barns hjá heimilistannlækni í Réttindagátt á www.sjukra.is við eins árs aldur.

Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir - Embætti landlæknis, landlaeknir.is

Hólmfríður Guðmundsdóttir tannlæknir starfar hjá embætti landlæknis.

FlúorstyrkurRáðlagður flúorstyrkur í tann-kremi og magn flúortannkrems samsvarar:• ¼afnöglinniálitlafingribarns, yngri en 3 ára (1000 ppm F)• nöglinniálitlafingribarns3-5ára (1000 ppm F)• 1cmfyrir6árabörnogeldri(1350- 1500ppmF)

Leiðbeiningar umflúorskolun• 6-9ára:5mlaf0,2%NaFmunn-skoli,einusinniíviku.• 10-16ára:10mlaf0,2%NaFmunn-skoli,einusinniíviku.

Munnskolinuerveltummunninníeinamínútuogsíðanspýtt.Besturárangurnæstefhvorkierborðaðnédrukkiðí1-2klsteftirskolunogþvíráðlagtaðskolameðflúoráðurenfariðeraðsofa.Börnyngrien10áraþurfaaðstoðforeldraviðflúorskolun.

Page 46: 28 03 2014

46 heilabrot Helgin 28.-30. mars 2014

Sudoku

Sudoku fyrir lengra komna

EINELTI LEIÐSLAEIGI

HAMINGJAENNÞÁ MÓTLÆTI ÚT

ELDHÚS-ÁHALD

ÓNN

GRÆÐA

SKARÐ

FÝLDURMÝKING

BREIÐUR FJÖRÐUR

SKOTVOPNÁTT

RÚN

ERLENDIS

MJÓLKUR-AFURÐ

SNJÓ-HRÚGA

DRYKKUR

URIN

KRÁ

ÓVILD

ÓSLITINN

SVALLA

STANDA VIÐ

ÓSTILLTUR

HRAÐ-STREYMI

STOPPAÁBEKING

Í VAFA

SUNDFÆRIILMA PJATLA

ÍSHROÐI

HLEYPA

YFIRHÖFN

ÞESS VEGNA

ESPAST

HLJÓÐNA

RÁF

ELDUNAR-ÁHALD

SAMSTÆÐA

Í RÖÐ

ERTA

RÁNDÝR

TVEIR EINS

HVOFTUR

DANS

LYKTIR

FYRST FÆDD

SKÓLI

FLUGVÉL

STAGL

FÚADÝ

ÞARFNAST

FRÆ

ÁTT

STEIN-TEGUND

TÓM

EFNI

DRULLA

SKORTUR

TÚN

ÖRVERPIHAGNAÐ

ÖRLÁTUR FRAM-KVÆMT

ÁNA

UNGUR FUGL

TRUFLA

GRAFÍSK AÐFERÐBATA

HRÍSLU-SKÓGUR

HRÆÐSLA

ÓKLEIFUR

Í VIÐBÓT

EINLEIKUR

KK NAFN

HERMA

ÞYS

HLÓÐIR

FLJÓT-FÆRNI

UTASTUR

FÆDDI

HREYFING

SKST.

KAUPA INN

MÆLI-EINING

ÞRÁ RANNSAKA

TIL DÆLINGPÍLÁRI

182

1 2

2 8

7

5 8 9 6

6 8

3 9 5

4

5 7 9 1 2

3 2 7 9

8

2 3 7 4 6

8 1 3 2

7 4 9

9 5 1

4

5 7 9 3

5 3

7

552-8222 / 867-5117HAFNARFIRÐI

KAUPUMKAUPUMKAUPUMKAUPUMKAUPUMGamlar

Teiknimyndabækur{Hljómplötur} {Postulín}

{Silfur} {Sjóminjar}{Gamla síma}…

TÖFRA-ÞULA

UM-HVERFIS F TVEIR

EINS

VERÐ-SKULDUÐ

FRESTUR M FÓTA-BÚNAÐUR SAMEINA

GUSAST

NÁLÆGT S K V E T T A S TN Æ R HOPP

GILDRA S T Ö K K EÁ FÆTI R I T KJÁNI

FESTA F L Ó NI N N A N GRÖM

BIT E R GH

MÆLI-EINING

VONDUR Ú NÝJA

TVEIR U N G ASKURÐ-BRÚN

HÁR E G G STRÍÐNI J

FJÖTRA

ÚT

UPP-VAXANDI

S

E I N I N G ÞVÆLA

EINGÖNGU R U G L SAMTÖK

HNAPPUR A AEIND

I L S I G DANS

VIÐKVÆMNI B A L L E T T ANDAFLATFÓTUR

TIGNA

Ð L A LÍÐA VEL

SÍGA U N A HANGA

HANDA L A F A VÖKNA SAA U

HREYFA

DÝRA-HLJÓÐ H R Æ R A STEIN-

TEGUND

LISTI

MEST S K R ÁTVÍHLJÓÐI

STORKUN

G R U N MERKJA

NÁÐHÚS M A R K A ÓVILD

GAULA K A LÆ LAND

YFIRSTÉTT R Í K ILEGGJA SLITLAG

GÆTA M A L B I K AS A R G A ÞREPA

Í RÖÐ P A L L ANÚMER

AÐ-RAKSTUR N RURGA

Ð FORMÓÐIR

STANDAST Á A M M A SLAGA

ANGAÐI K R U S A HAFGOLAFYRIRVAF

V A F SVARI

FLÝTIR A N S I FÓSTRA

TUNNU A L A VOPN HÍA L L A R BERJA

POKA S L ÁFISKA

STEIN-TEGUND A F L AÓSKERTAR

P L Ú S MÚTTA

FLÍK M A M M A GOGG

ÓHREINKA N E FAÐ AUKI

P TIKKA

KYRRÐ T I F A SKYNFÆRI

RÚN A U G A KOMAST N ÁHRATT

A R T INNI-LEIKUR A L Ú Ð STRITA A T A S TH

R Ó A S T SVÍKJA R I F T A BARDAGI A TSEFAST

Ö

my

nd

: m

PF

(CC

By

-SA

3.0

)

181

lauSnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

kroSSgátan

1. Nuuk. 2. 1996. 3. Cell7. 4. Sergei Lavrov. 5. Fred Phelps. 6. Stöðu ríkissaksóknara Krímskaga. 7.

Þorgarður Brák. 8. Efnavopnastofnunin, Organisation

for the Prohibition of Chemical Weapons. 9. Matteus,

Markús, Lúkas og Jóhannes. 10. Straumey. 11. Guðríður

Arnardóttir. 12. Darren Aronofsky. 13. Járn 14.

Karlmannsleggings 15. Hnísa

1. Hvað heitir höfuðborg Grænlands?

2. Hvaða ár tók Ólafur Ragnar Grímsson

við embætti forseta Íslands?

3. Hvert er listamannsnafn rappsöng-

konunnar Rögnu Kjartansdóttur?

4. Hvað heitir utanríkisráðherra Rúss-

lands?

5. Stofnandi hinnar umdeildu Westboro-

babtistakirkju í Kansas lést í vikunni.

Hvað hét hann?

6. Hvaða stöðu tók Natalia Poklonskaya

nýverið við?

7. Hvað hét fóstra Egils Skalla-Gríms-

sonar?

8. Hver hlaut friðarverðlaun Nóbels árið

2013?

9. Hvað hétu guðspjallamennirnir?

10. Á hvaða eyju stendur höfðustaður

Færeyja?

11. Hvað heitir nýkjörinn formaður Félags

framhaldsskólakennara?

12. Leikstjóri kvikmyndarinnar Noah leggur

nú lið sitt við íslenska náttúruverndar-

sinna, hver er það?

13. Hvað er talið vera algengasta frumefni

jarðar?

14. Hvað eru „meggings“?

15. Hver er minnsti hvalurinn við Ísland?

Helgi Rafn skorar á Rakel Sigurðardóttur, vinkonu eiginkonu sinnar. Kjartan Guðmundsson hefur unnið þrisvar í röð og kemst því í

úrslitakeppnina. Hann skorar á Önnu Svövu Knútsdóttur, leikkonu.

Spurningakeppni fólksins

?

Helgi Rafn Gunnarssonframkvæmdastjóri BioBús.

Svör

1. Kulusuuk.

2. 1994.

3. Pass.

4. Pass.

5. Pass.

6. Pass.

7. Pass.

8. Pass.

9. Pass.

10. Pass.

11. Guðríður Arnardóttir 12. Pass.

13. Pass.

14. Karlmannsleggings

15. Hrefna

1. Nuuk. 2. 1996. 3. Cell7. 4. Pass.

5. Pass.

6. Pass.

7. Guðrún Ósvífusdóttir

8. Obama

9. Matteus, Lúkas....

10. Suðurey

11. Guðríður Arnardóttir.

12. Darren Aronofsky. 13. Pass.

14. Karlmannsleggings. 15. Skíðishvalur.

? 2 Stig

6 StigKjartan Guðmundsson

hjá morgunútvarpi RÚV.

hönnun fyrir lífið Þýskíslensksamvinna

Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is

Page 47: 28 03 2014

+ Bókaðu núna á icelandair.is

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S I

CE

637

37 0

2/14

BÆTTU SMÁ N-AMERÍKU Í LÍF ÞITTVerð frá 33.200* kr.

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

Vertu með okkur

Superbowl á sunnudaginn á LaugardalsvelliVið þekkjum það þegar spennan er í hámarki á Laugardalsvelli. En hún er ekki síðri á Superbowl, úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum. Hvort liðið skyldi nú vinna, Seattle Seahawks eða Denver Broncos? Láttu það eftir þér að finna stemninguna í Bandaríkjunum. Láttu hrífast með á staðnum og taktu flugið með Icelandair. Þeir sem kunna að njóta lífsins eru alltaf í sigurliðinu.

Félag Íslenskra Teiknara kynnir sigurvegara FÍT verðlaunanna 2014Sýning á þeim verkum sem hlutu verðlaun og viðurkenningu fer fram í Þjóðmenningarhúsinu á HönnunarMars og er hún opin til sunnudags.

1. Ógæfa • Hönnuður: Rán Flygenring Viðskiptavinur: Forlagið • Stofa: Teiknistofa Ránar Flygenring • Aðrir: Hugleikur Dagsson, höfundur sögu og texta.

2. Bættu smá ... • Hönnuður: Dóri Andrésson, Ragnar Jónsson, Ari Magg, Marino Thorlacius, Jón Árnason og Einar Örn Sigurdórsson • Viðskipta- vinur: Icelandair • Stofa: Íslenska auglýsingastofan • Aðrir: Jón Örn Marinósson (textasmiður), Steinn Steinsson (vídeo-eftirvinnsla), Gunnar Sigmundsson og Arnar Jónsson.

3. Dianna – Every Day is Dressed Up Hönnuður: Sigríður Ása Júlíusdóttir Viðskiptavinur: Sander Marsman (ljósmyndari/HOL) • Aðrir: Sander Marsman.

4. Festa firmamerkiHönnuður: Þorleifur Gunnar Gíslason Viðskiptavinur: Festa Stofa: Jónsson & Le’macks.

5. Norður Salt firmamerki • Hönnuður: Albert Muñoz og Þorleifur Gunnar Gíslason • Viðskiptavinur: Norður Salt Stofa: Jónsson & Le’macks.

6. Aðvörun!, Lífið í hjörðinni, Aðlögu-narhæfni hreindýrsins • Hönnuður: Kristín Eva Ólafsdóttir, Pétur Valgarð Guðbergsson, Samúel H. Jónasson, Íris Auður Jónsdóttir • Viðskiptavinur: Þjóðgarðurinn í Hardangervidda Stofa: Gagarín • Aðrir: Jónmundur Gíslason (hreyfigrafík), Samúel Jónas-son (forritun), Pétur Valgarð Guðbergs-son (forritun), Heimir Hlöðversson (klipping), Nils Wiberg (hugmyndavin-na), Hringur Hafsteinsson (verk- efnastjórn) og Bríet Friðbjörnsdóttir (verkefnastjórn).

7. QuizUp leikurinn • Hönnuður: Sveinn Þorri Davíðsson • Viðskiptavinur: Plain Vanilla • Stofa: Plain Vanilla/Jónsson & Le’macks • Aðrir: Viggó Örn Jónsson, Þorsteinn Friðriksson og Haukur Pálsson.

8. The Lighthouse Project Hönnuður: Sigríður Ása Júlíusdóttir Viðskiptavinur: Amiina • Aðrir: Sólrún Sumarliðadóttir og Kjartan Sveinsson - ljósmyndir úr ferðalaginu.

9. Orka náttúrunnar • Hönnuður: Guðmundur Bernharð Flosason og Friðlaugur Jónsson • Viðskiptavinur: Orka náttúrunnar / Orkuveitan Stofa: ENNEMM.

10. HönnunarMars - kynningarefni Hönnuður: Sigurður Oddsson Viðskiptavinur: HönnunarMars Stofa: Jónsson & Le’macks.

11. Umbúðir • Hönnuður: Högni Valur Högnason og Haukur Pálsson Viðskiptavinur: Oddi • Stofa: Íslenska auglýsingastofan.

12. Norður Salt - ímynd • Hönnuður: Albert Muñoz og Þorleifur Gunnar Gíslason • Viðskiptavinur: Norður Salt Stofa: Jónsson & Le’macks.

13. Vitahverfið • Hönnuður: Sigurður Oddsson • Viðskiptavinur: Reykjavíkur-borg/Vitahverfið • Stofa: Jónsson & Le’macks.

14. Stærra Smint • Hönnuður: Örn Sig-urbergsson • Viðskiptavinur: Ölgerðin Stofa: ENNEMM.

15. Súkkulaðimjólk • Hönnuður: Alex Jónsson, Kári Sævarsson, Sigrún Gylfadóttir og Vala Sigurðardóttir Viðskiptavinur: MS • Stofa: Hvíta húsið.

16. Norður Salt kassi • Hönnuður: Albert Muñoz, Þorleifur Gunnar Gíslason og Jón Helgi Hólmgeirsson • Viðskiptavinur: Norður Salt • Stofa: Jónsson & Le’macks.

17. Bleika slaufan • Hönnuður: Hrafn Gunnarsson • Viðskiptavinur: Krabba- meinsfélagið • Stofa: Brandenburg Aðrir: Ragnar Gunnarsson (tengill) og Erla Tryggvadóttir (tengill).

18. Punch • Hönnuður: Geir Ólafsson, Jón Ingi Einarsson, Magnús Hreggviðs-son og Þorleifur Gunnar Gíslason Viðskiptavinur: Sticks and Stones Stofa: Reykjavík Design Laboratory Aðrir: Hörður Ellert Ólafsson og Tryggvi Gunnarsson.

19. Nikitaclothing.com • Hönnuður: Steinar Ingi Farestveit • Viðskiptavinur: Nikita Clothing • Stofa: Form5 • Aðrir: Ólafur Örn Nielsen (forritari), Sigurþór Einar Halldórsson (forritari) og Bene-dikt D. Valdez Stefánsson (forritari).

20. Sjónskynjun • Hönnuður: Finnbogi Þór Erlendsson • Leiðbeinendur: Har-aldur Agnar Civelek, Snæfríð Þorsteins og Þorvaldur Óttar Guðlaugsson (Dalli).

1. Almennar myndskreytingar

2. Auglýsingaherferðir 3. Bókahönnun ogbókakápur

4. Firmamerki 5. Firmamerki

6. Gagnvirk miðlun og upplýsingahönnun

7. Gagnvirk miðlun og upplýsingahönnun

8. Plötuumslög 9. Hreyfigrafík 10. Markpóstur og kynningarefni

11. Myndskreytingar fyrir auglýsingar

13. Opinn flokkur12. Mörkun

16. Umbúðahönnun

14. Stakar auglýsingar fyrir prentmiðla

15. Stakar auglýsingar fyrir vefmiðla

17. Umhverfisgrafík 18. Veggspjöld 19. Vefur 20. Nemendaflokkur

Page 48: 28 03 2014

Þáttastjórnandinn og spéfuglinn Jimmy Fallon hefur verið á blússandi siglingu frá því hann tók við stjórn The Tonight Show af Jay Leno sem hafði verið við stjórnvölinn frá árinu 1992. Jimmy fær allar frægustu stjörnurnar í þáttinn til sín og hefur einstakt lag á því að fá þær til að bregða á leik. Á dögunum fékk hann leikarann Greg Kinnear til að grýta ýmsu smálegu á borð gínuhöfuð og pylsu með öllu ofan í körfuboltakörfu og daginn eftir söng hann dúett með stórstjörnunni Billy Joel.

Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS

Splunkunýr nettryllirI ntelligence er stórbrotinn

og dramatískur nettryllir frá CBS um hátækninjósn-arann Gabriel Vaughn sem

er verðmætasta leynivopn Banda-ríkjamanna.

Gabriel er með ígrædda örflögu í heilanum sem gerir hann að fyrstu mannlegu ofurtölvunni sem er beintengd við hátækniþróað upp-lýsinganet. Þetta tækniundir gefur honum ótakmarkaðan aðgang að öllum upplýsingakerf-um veraldar sem hann notar óspart til að verja Bandaríkin fyrir óvin-um sínum. Þar sem Ga-briel er skeytingarlaus, óútreiknanlegur og óhlýðinn við yfirboð-ara sína ákveður Lilian Strand, framkvæmda-stjóri ríkisstofnunar-innar sem hefur umsjón með verkefninu, að ráða leyniþjónustufulltrúann Riley Neal honum við hlið bæði til þess að vernda hann frá utanaðkomandi hættum og

sjálfum sér.Þetta er glænýr

og ferskur þáttur með Josh Holloway í aðalhlutverki.

Josh Holloway er einna þekkt-astur fyrir að fara með hlutverk

sjarmörsins Sawyer í spennuþátt-unum Lost. Með önnur hlutverk fara Meghan Ory úr ævintýraþátt-unum Once Upon a Time og Marg Helgenberger úr CSI.

Intelligence er væntanlegt á dagskrá SkjásEins.

Verðlaunamyndin The Wolf of Wall Street kom brakandi fersk inn í SkjáBíó í vikunni. Það er Leonardo DiCaprio sem fer með aðalhlutverkið í þessari stór-kostlegu mynd sem fær 8,4 í einkunn á www.imdb.com. Myndin, sem Martin

Scorsese leikstýrir, fjallar um ótrúlegt líf fjárglæframannsins Jordan Belfort. Hann er einmitt væntanlegur til Íslands í maí þar sem hann mun flytja fyrirlestra í Háskólabíói og kynna eigin sölutækni sem hann hefur einkaleyfi á.

the Wolf of Wall Street í Skjábíó

Sigurför Jimmy Fallon

Jimmy Fallon og Greg Kinnear.

Jimmy Fallon og Billy Joel.

Sjúk

lega

fynd

nir

Svía

r! Sænsku gleðigosarnir í Solsidan hafa valdið ófáum hlátursköstum meðal áhorfenda SkjásEins en þeir snúa loks aftur miðvikudagskvöldið 9. apríl. Þetta er fjórða serían um tannlækninn Alex og atvinnulausu leikkonuna Önnu sem flytja í sænska smábæinn Saltsjöbaden. Alex er leikinn af Felix Herngren sem einnig skrifar og leikstýrir þáttunum en hann skrifaði líka og leikstýrði hinni

geysivinsælu kvikmynd um Gamlingj-ann sem skreið út um gluggan og hvarf.

Það er því nóg af hlátri og vandræðagangi í Solsidan þar sem skrautlegir karakterar leynast víða. Allt frá snobbuðum vinahjónum með merkjavöru í poka og merlot í glasi til uppáþrengjandi æskuvina sem fá gott fólk til að aðhyllast ofbeldi eftir nokk-urra mínútu samveru!

tekk company og habitatkauptún 3sími 564 4400vefverslun á www.tekk.is

opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18og sunnudaga kl. 13-18

VORspRettuR!

20%afsláttur

af öllum VöRumfimmtudag til

þRiðjudags(27/3 –1/4 2014)

48 stjörnufréttir Helgin 28.-30. mars 2014

Page 49: 28 03 2014
Page 50: 28 03 2014

Föstudagur 28. mars Laugardagur 29. mars Sunnudagur

50 sjónvarp Helgin 28.-30. mars 2014

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

16:00 The Biggest Loser - Ísland (10:11) Stærsta framleiðsla sem SkjárEinn hefur ráðist í frá upphafi.

20.05 Útsvar Kópa-vogur - Fljótsdalshérað Spurningakeppni sveitar-félaga.

RÚV15.40 Ástareldur17.20 Litli prinsinn (14:25)17.43 Hið mikla Bé (14:20)18.05 Nína Pataló (17:39)18.15 Táknmálsfréttir18.25 Eldað með Ebbu (4:8) e.19.00 Fréttir19.25 Veðurfréttir19.30 Íþróttir19.40 Njósnari (9:10)20.05 Útsvar Kópavogur - Fljóts-dalshérað21.10 Taggart: Þögul sannindi Ír-anskur innflytjandi finnst myrtur og uppá yfirborðið kemur mál fjölskyldu sem verður fyrir barðinu á kynþáttafordómum og á sér ekki sjö dagana sæla í Glasgow. Aðalhlutverk: Blythe Duff og John Michie.22.00 Allt um Steve Gamanmynd með Söndru Bullock í aðalhlut-verki. Meðal leikenda: Bradley Cooper og Thomas Haden Church. Leikstjóri er Phil Traill Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e.23.35 Milliliður Hasarmynd með kómískan undirtón, um smáglæpafjölskyldu sem endar iðulega í hlutverki milligöngu-aðila í stærri glæpum. Hlutverk sem kemur fjölskyldunni oftar en ekki í vandræði. Aðalhlutverk: Emily Bachinsky, Michelle Fish og Matt Marshall. Leikstjóri: Matt Marshall. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 08:25 Dr. Phil09:05 Pepsi MAX tónlist14:30 Dogs in the City (3:6)15:20 Svali&Svavar (12:12)16:00 The Biggest Loser - Ísland 17:00 Minute To Win It17:45 Dr. Phil18:25 The Millers (12:22)18:50 America's Funniest Home Vid.19:15 Family Guy (21:21)19:40 Got to Dance (12:20)20:30 The Voice (9 & 10 :28)22:45 The Tonight Show23:30 Friday Night Lights (11:13)00:10 After the Sunset01:50 The Good Wife (7:22)02:40 The Tonight Show04:20 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:00 & 16:30 Rumor Has It12:35 & 18:05 The 5-Year Engagement14:40 & 20:10 To Rome With Love22:00 & 04:05 Zero Dark Thirty 00:35 Red 02:05 Ironclad

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:05 Malcolm In the Middle (7/22) 08:30 Ellen (170/170) 09:10 Bold and the Beautiful09:30 Doctors (22/175) 10:15 Fairly Legal (3/13) 11:00 Celebrity Apprentice (8/11) 12:35 Nágrannar13:00 Coco Before Chanel14:50 The Glee Project (7/12) 15:35 Xiaolin Showdown16:00 Ærlslagangur Kalla kanínu16:25 Waybuloo16:45 How I Met Your Mother (1/24) 17:10 Bold and the Beautiful17:32 Nágrannar17:57 Simpson-fjölskyldan (6/21) 18:23 Veður18:30 Fréttir Stöðvar 2 og Íþróttir 18:54 Ísland í dag / 19:11 Veður 19:20 The Simpsons19:45 Spurningabomban20:35 Men in Black22:10 Bullet to the Head 23:40 The Experiment 01:15 The Escapist 02:55 44 Inch Chest04:35 World's Greatest Dad

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

12:20 Stjarnan - Keflavík14:10 Barcelona - Celta15:50 Sevilla - Real Madrid17:30 KS deildin 18:00 Samantekt og spjall 18:30 La Liga Report19:00 Njarðvík - Haukar Beint21:00 Dominos deildin - Liðið mitt21:25 Meistaradeild Evrópu 21:55 Hamburg - Fuchse Berlin23:15 Njarðvík - Haukar00:45 UFC 17104:55 Malasía - Æfing 3

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

12:15 Newcastle - Everton13:55 West Ham - Hull15:35 Tottenham - Southampton17:20 Man. Utd. - Man. City19:00 Keane and Vieira20:00 Match Pack20:30 Enska úrvalsdeildin - upphitun21:00 Football League Show 2013/1421:30 Liverpool - Sunderland23:10 Arsenal - Swansea City00:50 West Ham - Man. Utd.

SkjárSport 11:40 Bundesliga Highlights Show12:30 Dutch League - Highlights 201413:00 Hannover 96 - B. Dortmund15:00 FC Groningen - Vitesse17:00 B. Dortmund - FC Schalke 0419:00 PSV - Roda JC Kerkade21:00 Bundesliga Highlights Show21:50 Dutch League - Highlights 201422:20 Motors TV

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 206:10 Simpson-fjölskyldan (6/21) 07:00 Barnatími Stöðvar 2 11:30 Big Time Rush11:55 Bold and the Beautiful13:40 Ísland Got Talent14:25 Lífsstíll14:45 Life's Too Short (5/7) 15:20 Stóru málin 15:55 Sjálfstætt fólk (27/30) 16:30 ET Weekend (28/52) 17:15 Íslenski listinn17:45 Sjáðu18:15 Hókus Pókus (2/14) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 The Crazy Ones (13/22) 19:15 Lottó 19:20 Two and a Half Men (11/22) 19:45 Spaugstofan20:10 Robot and Frank Aðalhlut-verkin Frank Langella, Susan Sarandon og Liv Tyler.21:40 Parker23:35 Eden 00:55 Fast Five03:05 Cedar Rapids04:30 Predator06:15 Spaugstofan07:00 Barnatími Stöðvar 207:01 Waybuloo

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:45 West Ham - Hull10:25 Match Pack10:55 Arsenal - Swansea City12:35 Man. Utd. - Aston Villa Beint14:50 Crystal Palace - Chelsea Beint17:20 Arsenal - Man. City Beint19:30 Southampton - Newcastle21:10 Stoke - Hull22:50 Swansea - Norwich 00:30 WBA - Cardiff

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:50 F1 2014 - Tímataka Beint09:40 Golfing World 201410:30 Meistaradeild Evrópu 11:00 Barcelona - Celta12:40 Formula 1 2014 - Tímataka14:20 La Liga Report14:50 Espanyol - Barcelona Beint17:00 Kiel - Göppingen18:20 KS deildin18:50 A. Bilbao - A. Madrid Beint20:55 R. Madrid - R. Vallecano Beint23:00 Espanyol - Barcelona00:40 Jean Pascal vs. Lucien Bute02:50 A. Bilbao - A. Madrid

SkjárSport 06:00 Motors TV12:25 B. Dortmund - FC Schalke 0414:25 FC B. Munchen - 1899 Hoffenh.17:40 Vitesse - Heerenveen19:45 Vitesse - Heerenveen21:45 FC B. Munchen - 1899 Hoffenh.23:45 Motors TV

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.35 Minnisverð máltíð – Sara Blædel10.45 Mótorsystur e.11.00 Sunnudagsmorgunn12.10 Grínistinn (4:4) e.12.55 Heimur orðanna (2:5) e.13.55 Dagfinnur dýralæknir e.15.20 Getur skordýraát bjargað e.16.20 Mótorsystur e.16.40 Leiðin á HM í Brasilíu (4:16) e.17.10 Táknmálsfréttir17.21 Stella og Steinn (6:10)17.33 Friðþjófur forvitni (6:9)17.56 Skrípin (4:52)18.00 Stundin okkar18.25 Hvolpafjör (1:6)19.00 Fréttir19.20 Veðurfréttir19.25 Íþróttir19.40 Englar alheimsins Beint. Sagan lýsir árekstri tveggja heima, brjál-seminnar og hversdagsleikans og greinir frá lífi listamannsins Páls sem ungur að árum er orðinn illa haldinn af geðveiki og missir tökin á lífinu. Með aðalhlutverk fer Atli Rafn Sigurðarson, leikstjóri er Þorleifur Örn Arnarsson og leikgerðin er eftir Þorleif Örn og Símon Birgisson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. Dagskrárgerð Egill Eðvarðsson og Brynja Þor-geirsdóttir.22.25 Afturgöngurnar (7:8)23.15 Sunnudagsmorgunn e.00.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist12:30 Dr. Phil14:30 Once Upon a Time (12:22)15:15 7th Heaven (12:22)15:55 90210 (12:22)16:40 Parenthood (12:15)17:25 Friday Night Lights (11:13)18:05 Ice Cream Girls (1:3)18:50 The Good Wife (7:22)19:40 Judging Amy (9:23)20:25 Top Gear (3:7)21:15 Law & Order (8:22)22:00 The Walking Dead (13:16)22:45 The Biggest Loser - Ísland23:45 Elementary (12:24)00:35 Scandal (11:22)01:20 The Walking Dead (13:16)02:05 Beauty and the Beast (1:22)02:50 The Bridge (13:13)03:30 The Tonight Show04:20 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:40 The Object of My Affection19:50 In Her Shoes22:00 Magic MIke23:50 The Dark Knight Rises02:30 Brighton Rock04:20 Magic MIke

21:40 Parker Spennumynd frá 2013 með Jeremy Stat-ham og Jennifer Lopez í aðalhlutverkum.

20:45 Beauty and the Beast - NÝTT Önnur þáttaröðin um þetta sígilda ævintýri sem fært hefur verið í nýjan búning.

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.45 Landinn e.11.15 Útsvar e.12.15 Brautryðjendur e.12.45 Djöflaeyjan e.13.15 Tony Robinson í Ástralíu e.14.10 Liljur vallarins e.15.05 Þegar illskan brýst fram15.35 Skólaklíkur16.20 Frakkland - Ísland EM í hand-bolta kvenna Beint18.00 Táknmálsfréttir18.10 Violetta (1:26)18.54 Lottó19.00 Fréttir19.20 Veðurfréttir19.25 Íþróttir19.40 Hraðfréttir e.19.50 Grínistinn (4:4)20.40 Fagri Blakkur22.25 Woodstock yfirtekin Árið er 1969 og ungur maður ákveður að halda tónleika. Sannsöguleg mynd um tilkomu Woodstock hátíðarinnar. Aðalhlutverk: Demetri Martin, Henry Goodman og Edward Hibbert. Leikstjóri: Ang Lee. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.00.20 Fallin hetja e.01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist11:20 Dr. Phil12:00 Dr. Phil12:40 Got to Dance (12:20)13:30 Judging Amy (8:23)14:15 Sean Saves the World (12:18)14:40 The Voice (9 & 10:28)16:55 Svali&Svavar (12:12)17:35 The Biggest Loser - Ísland18:35 Top Chef (1:15)19:20 7th Heaven (12:22)20:00 Once Upon a Time (12:22)20:45 Beauty and the Beast - NÝTT21:25 90210 (12:22)22:15 Laws of Attraction23:45 Trophy Wife (12:22)00:10 Blue Bloods (12:22)00:55 Mad Dogs (2:2)01:45 Friday Night Lights (11:13)02:30 The Tonight Show04:10 The Borgias (4:10)04:55 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 & 15:00 27 Dresses09:50 & 16:50 The Young Victoria11:35 & 18:35 Journey 213:10 & 20:10 What to Expect When ...22:00 & 02:50 Son Of No One23:35 Staten Island00:00 & 05:50 Trouble With the Curve01:10 Killing Them Softly01:50 The Object of My Affection03:40 In Her Shoes

19:45 Ísland Got Talent Ís-lenskur sjónvarpsþáttur þar sem leitað er að hæfi-leikaríkustu einstaklingum landsins.

19.40 Englar alheimsins Bein útsending frá lokasýningu verðlaunauppsetningar Þjóðleikhússins á Englum alheimsins.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

8BLSBÆKLINGURNETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP

NR40

RISAPÁSKAEGG

HEPPINN FACEBOOK VINUR

VINNUR 3KG PÁSKAEGG

FRÁ FREYJU:)

FRÍTTSENDUM

ALLAR VÖRURTIL PÁSKA

Page 51: 28 03 2014

Ævar er frábær vísindamaður sem framkvæmir skemmtilegar tilraunir og hálfgerð töfrabrögð fyrir yngri kynslóðina í þættinum sínum á RÚV. Hann byrjaði að koma fram í Stundinni okkar en var svo vinsæll að hann fékk sinn eigin þátt sem hefur verið í sýningu síðan í janúar. Meðal þeirra fjölda tilrauna sem Ævar hefur framkvæmt og sú sem hefur vakið hvað mesta lukku á mínu heimili hingað til er að breyta ryksugu í vél sem gerir þér kleift að skríða upp veggi. En þar að auki hefur Ævar sprengt upp boltalandið í IKEA, prófað raf-knúna kappakstursbíla og borðað lirfur svo eitt-hvað sé nefnt.

Sonur minn sem er 6 ára ofurhugi og heimspek-ingur missir ekki af þætti með Ævari og hefur satt best að segja eignast í honum frábæra fyrir-

mynd. Fyrir utan að raða í mig upplýsingum um Marie Curie og Einstein þá snýst núna allt um til-raunir og oftar en ekki hef ég komið að eldhúsinu í rúst þar sem það hafði verið nýtt sem tilrauna-stofa að hætti Ævars. Hann hefur alltaf verið mik-ill pælari en nú veltir hann fyrir sér lit og tilgangi efna og hvers vegna þetta og hitt ferðast ekki jafn hratt eða bragðast ekki eins og til dæmis þetta eða til dæmis hitt. Ég verð þó að viðurkenna að stundum reyna spurningarnar á þolinmæðina þar sem ég er alls enginn vísindamaður.

Það verður mikill missir af Ævari af skjánum. Þeir sem eiga eftir að sakna hans jafn mikið og við geta þó alltaf kíkt á nokkrar tilraunir á you-tube, svona þangað til hann mætir aftur.

Halla Harðardóttir4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:21 Strumparnir07:45 Ævintýraferðin08:00 Algjör Sveppi09:35 Ben 1009:55 Tom and Jerry (chuck jones) 10:05 Victorious10:30 Nágrannar12:15 60 mínútur (25/52) 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun13:50 Spaugstofan14:15 Spurningabomban15:05 Heimsókn 15:30 The Big Bang Theory (7/24) 16:05 Um land allt16:40 Léttir sprettir17:10 Geggjaðar græjur17:30 Ísland Got Talent18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (31/50) 19:10 Steindinn okkar 19:45 Ísland Got Talent21:00 Mr. Selfridge (7/10) 21:45 Shameless (2/12) 22:40 The Following (10/15) 23:25 60 mínútur (26/52) 00:10 Mikael Torfason - mín skoðun00:55 Nashville (12/22) 01:35 The Politician's Husband (2/3) 02:35 The Americans (3/13) 03:20 American Horror Story: Asylum04:05 Mad Men (13/13) 04:55 Platoon07:00 Barnatími Stöðvar 2

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:30 F1 Malasía Beint10:30 Hamburg - Fuchse Berlin11:50 Espanyol - Barcelona13:30 Malasía16:10 Meistaradeild Evrópu 16:40 Real Madrid - Rayo Vallecano18:20 Njarðvík - Haukar19:50 Malasía22:10 Athletic Bilbao - Atletico Madrid23:50 Anzhi - AZ Alkmaar01:30 Real Madrid - Schalke

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:00 Crystal Palace - Chelsea10:40 Arsenal - Man. City12:20 Fulham - Everton Beint14:50 Liverpool - Tottenham Beint17:00 Man. Utd. - Aston Villa18:40 Fulham - Everton20:20 Liverpool - Tottenham22:00 Swansea - Norwich23:40 Stoke - Hull

SkjárSport 06:00 Motors TV12:25 AFC Ajax - FC Twente14:25 AFC Ajax - FC Twente16:25 FC B. Munchen - 1899 Hoffenh.18:25 Vitesse - Heerenveen20:25 B. Dortmund - FC Schalke 0422:25 Motors TV

30. mars

sjónvarp 51Helgin 28.-30. mars 2014

Í sjónvarpinu Ævar vÍsindamaður

Kveður, en vonandi bara í bili

EN

NE

MM

/ SÍ

A /

NM

6180

6

Ný og glæsileg Vínbúð hefur verðið opnuð í Hafnarfirði að Helluhrauni 16-18 og Vínbúðinni í Firði lokað. Í nýju búðinni er eitt mesta úrval Vínbúðanna, næg bílastæði og starfsfólkið mun taka vel á móti ykkur. Verið hjartanlega velkomin.

11-18MÁN-FIM

FÖS 11-19LAU 11-18

vinbudin.is

Velkomin í Vínbúðina Álfrúnu

Page 52: 28 03 2014

Hér rennur Sigríður Smáradóttir, ein þátttakenda gjörningsins, vasa úr leir. Leirlistakonurnar vilja vekja athygli á þeirri miklu vinnu og sögu sem liggur á bakvið muni úr leir. Mynd/Ragnar Kjartansson

Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is

mánudaginn 31. mars, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg

Júlíana Sveinsdóttir

Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.

Verkin verða sýnd í dag föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17,sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17

Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is

Listmunauppboðí Gallerí Fold

Hönnunarmars Fjögurra tíma gjörningur í Víkinni á laugardag

Leirlist er ekkert kerlingadútlTólf konur renna hálft tonn af leir undir handleiðslu Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns á laugardag í Sjóminjasafninu Víkinni. Gjörningurinn mun standa yfir í fjóra klukkutíma og tilgangurinn er að draga leirlistina fram í dagsljósið.

l eirlistafélagið verður með þrjá tengda viðburði um helgina í sambandi við Hönnunarmars. Einn þeirra er gjörningurinn „Kona, form,

sköpun“ sem er unnin af leirlistakonunum Guðnýju Hafsteinsdóttur og Unni Gröndal ásamt Ragnari Kjart-anssyni myndlistarmanni, með þátttöku félaga í Leir-listafélaginu.

„Við verðum þarna tólf konur með hálft tonn af leir og munum renna og hnoða í fjóra tíma. Þetta verður mjög sjónrænt og það má segja að Ragnar leikstýri okkur,“ segir Guðný Hafsteinsdóttir leirlistakona og einn skapari verksins. „Við fengum Ragnar Kjartans-son til liðs við okkur til að fá aðstoð við útfærslu verks-ins. Hugmyndin er að vekja athygli á faginu en okk-ur finnst fólk kannski ekki g e r a s é r grein f yr ir því hversu mikillar fag-kunnáttu leir-inn krefst og svo hitt að þetta er mikil erfiðisvinna. Leirinn er mikil glíma við efnið en leirlistafólk er gjarnan mjög tengt efninu. Gjörningur-inn snýst um ferlið og vinnuna sjálfa.“

Guðný segir listakonurnar tólf hafa fengið Ragnar til liðs við sig vegna þess hversu frábær gjörningalistamaður hann sé og ekki hafi það skemmt fyrir að Ragnar tengist leirlist fjölskyldu-böndum en afi hans og alnafni, Ragn-ar Kjartansson myndhöggvari, var brautryðjandi í íslenskri leirlist. „Afi Ragnars var leirlistamaður og hönnuður og stofnaði leirverk-stæðið Glit árið 1958 þar sem hann vann mikið og flott starf í 10 ár. Hann fékk til dæmis mikið af myndlistar-mönnum til að hanna og skreyta fyrir sig muni. Á Hönnunarsafninu er hægt að sjá töluvert af leirlist frá þessum tíma,“ segir Guðný og bætir því við að Ragnari hafi fund-ist mikilvægt að gjörningurinn snerist um að hylla fagið og hnýta í klisjuna um dútlandi leirlistarkerlingar, þvi það sé sannarlega ekk-ert dútl að vera leirlistarmaður.

„Upplifunin á að vera fallega myndræn en ekki upp í sviði, heldur verður hægt að ganga á milli og fylgjast með ferlinu í mikilli nálægð. Það verður örugglega mikil framleiðsla í gangi þar sem þær vönustu renna margar skálar á klukkutíma,“ segir Guðný.

Auk gjörningsins er sýningin „Í hljóði“ í

Hörpunni en þar mun auk þess fara fram uppboð á mununum á sýningunni. Mun-irnir á sýningaruppboðinu eru annars vegar eftir listakonurnar sem taka þátt í gjörningnum og hins vegar eftir danska

leirlistamanninn Lars Rank, en hann flytur einnig fyrirlestur í dag, föstudag, klukkan 13 á Þjóðminjasafninu.

Gjörningurinn verður á Sjóminjasafninu Víkinni á morgun, laugardag, frá klukk-an 13-17, en uppboðið og sýningin verða í Norðurbryggju í Hörpu fram til klukkan 16 á sunnudag.

Halla Harðardóttir

[email protected]

Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson leikstýrir tólf

leirlistarkonum á fjögurra tíma gjörningi á

laugardag. Mynd/NordicPhotos/

Getty

Miðasala | 568 8000 | [email protected]

Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið)Fös 28/3 kl. 20:00 aukas Sun 13/4 kl. 20:00 14.k Sun 11/5 kl. 20:00Lau 29/3 kl. 20:00 9.k Sun 27/4 kl. 20:00 15.k Fim 22/5 kl. 20:00Sun 30/3 kl. 20:00 10.k Mið 30/4 kl. 20:00 Fös 23/5 kl. 20:00Lau 5/4 kl. 20:00 aukas Lau 3/5 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00Sun 6/4 kl. 20:00 11.k Sun 4/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00Fös 11/4 kl. 20:00 12.k Fim 8/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00Lau 12/4 kl. 20:00 13.k Fös 9/5 kl. 20:00Ótvíræður sigurvegari Olivier Awards 2013. Umræður eftir sýningu lau 5. apríl

Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið)Fim 3/4 kl. 20:00 gen Mið 9/4 kl. 20:00 2.k Mið 23/4 kl. 20:00 4.k

Fös 4/4 kl. 20:00 frum Fim 10/4 kl. 20:00 3.k Fim 24/4 kl. 20:00 lokas

Þungarokksleikhús sem drífur upp í ellefu! Aðeins þessar sýningar

Óskasteinar (Hof, Akureyri)Lau 29/3 kl. 20:00 í Hofi

Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Sýnt í Hofi 29/3. Lokasýning

Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið)Fös 11/4 kl. 20:00 frums Lau 26/4 kl. 20:00 4.k Sun 4/5 kl. 20:00 aukas

Sun 13/4 kl. 20:00 2.k Fös 2/5 kl. 20:00 5.k Fim 8/5 kl. 20:00Fös 25/4 kl. 20:00 3.k Lau 3/5 kl. 20:00 6.k Fös 9/5 kl. 20:00Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012

Ferjan (Litla sviðið)Fös 28/3 kl. 20:00 3.k Fös 2/5 kl. 20:00 13.k Mið 21/5 kl. 20:00 aukas

Lau 29/3 kl. 20:00 aukas Lau 3/5 kl. 20:00 14.k Fim 22/5 kl. 20:00 26.k

Þri 1/4 kl. 20:00 4.k Sun 4/5 kl. 20:00 15.k Fös 23/5 kl. 20:00 27.k

Mið 2/4 kl. 20:00 aukas Þri 6/5 kl. 20:00 16.k Lau 24/5 kl. 20:00 aukas

Lau 5/4 kl. 20:00 5.k Mið 7/5 kl. 20:00 17.k Sun 25/5 kl. 20:00 28.k

Sun 6/4 kl. 20:00 6.k Fim 8/5 kl. 20:00 aukas Þri 27/5 kl. 20:00 29.k

Fös 11/4 kl. 20:00 7.k Fös 9/5 kl. 20:00 18.k Mið 28/5 kl. 20:00 30.k

Lau 12/4 kl. 20:00 8.k Sun 11/5 kl. 20:00 19.k Fim 29/5 kl. 20:00 31.k

Sun 13/4 kl. 20:00 aukas Mið 14/5 kl. 20:00 20.k Fös 30/5 kl. 20:00 aukas

Fös 25/4 kl. 20:00 9.k Fim 15/5 kl. 20:00 21.k Lau 31/5 kl. 20:00 32.k

Lau 26/4 kl. 20:00 10.k Fös 16/5 kl. 20:00 22.k Sun 1/6 kl. 20:00 33.k

Sun 27/4 kl. 20:00 11.k Lau 17/5 kl. 20:00 23.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k

Þri 29/4 kl. 20:00 12.k Sun 18/5 kl. 20:00 24.k Mið 4/6 kl. 20:00 35.k

Mið 30/4 kl. 20:00 aukas Þri 20/5 kl. 20:00 25.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas

Fyrsta leikrit eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar

Hamlet litli (Litla sviðið)Lau 12/4 kl. 14:00 frums Sun 27/4 kl. 14:30 3.k Sun 4/5 kl. 14:30 5.k

Sun 27/4 kl. 13:00 2.k Sun 4/5 kl. 13:00 4.k

Shakespeare fyrir alla fjölskylduna

Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)Sun 30/3 kl. 20:00Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. Aðeins þessar sýningar!

Furðulegt háttalag – HHHHH – BL, pressan.is

HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS [email protected]

leikhusid.is

Englar alheimsins (Stóra sviðið)Lau 29/3 kl. 19:30 Aukas. Sun 30/3 kl. 20:00 Lokas.

Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Síðustu sýningar!

SPAMALOT (Stóra sviðið)Fös 28/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 18.sýn Lau 12/4 kl. 19:30 25. sýn

Fim 3/4 kl. 19:30 16.sýn Fim 10/4 kl. 19:30 23. sýn Sun 13/4 kl. 19:30 26. sýn

Fös 4/4 kl. 19:30 17.sýn Fös 11/4 kl. 19:30 24. sýn

Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur!

Svanir skilja ekki (Kassinn)Fös 28/3 kl. 19:30 12.sýn Lau 12/4 kl. 19:30 aukas. Mið 7/5 kl. 19:30 23. sýn

Fim 3/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 13/4 kl. 19:30 17.sýn Fös 9/5 kl. 19:30 24. sýn

Fös 4/4 kl. 19:30 15.sýn Fös 2/5 kl. 19:30 21. sýn Lau 10/5 kl. 19:30 25. sýn

Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 3/5 kl. 19:30 22. sýn

Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins.

Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)Fös 28/3 kl. 20:00 42.sýn Fim 3/4 kl. 20:00 46.sýn Lau 5/4 kl. 22:30 50.sýn

Fös 28/3 kl. 22:30 43.sýn Fös 4/4 kl. 20:00 47.sýn Fim 10/4 kl. 20:00 51.sýn

Lau 29/3 kl. 20:00 44.sýn Fös 4/4 kl. 22:30 48.sýn Fös 11/4 kl. 20:00 52.sýn

Lau 29/3 kl. 22:30 45.sýn Lau 5/4 kl. 20:00 49.sýn Fös 11/4 kl. 22:30 53.sýn

Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!

Litli prinsinn (Kúlan)Lau 5/4 kl. 14:00 Frums. Lau 12/4 kl. 14:00 5.sýn Lau 26/4 kl. 14:00 9.sýn

Lau 5/4 kl. 16:00 2.sýn Lau 12/4 kl. 16:00 6.sýn Lau 26/4 kl. 16:00 10.sýn

Sun 6/4 kl. 14:00 3.sýn Sun 13/4 kl. 14:00 7.sýn

Sun 6/4 kl. 16:00 4.sýn Sun 13/4 kl. 16:00 8.sýn

Eitt ástsælasta bókmenntaverk liðinnar aldar.

Aladdín (Brúðuloftið)Lau 29/3 kl. 13:00 18.sýn Lau 5/4 kl. 13:00 20.sýn Lau 12/4 kl. 13:00 22.sýn

Lau 29/3 kl. 16:00 19.sýn Lau 5/4 kl. 16:00 21.sýn Lau 12/4 kl. 16:00 23.sýn

1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára.

ENGLAR ALHEIMSINS – HHHHH „Leikhús á öðru plani...fullkomin útfærsla á skáldsögunni.“ Fbl SÁS

Kemur næst út 11. apríl

52 menning Helgin 28.-30. mars 2014

Page 53: 28 03 2014

gréta sörensen

prjóntæknikennsla 100 prjónamunstur

Fræðandi rit fyrir allt prjónafólk, jafnt byrjendur sem lengra komna.

Farið er yfir öll grundvallaratriði í prjóni, allt frá fyrstu til síðustu lykkju.

Loksins, loksins! Hún er komin aftur

6.990

Page 54: 28 03 2014

Baileys-terta

sími: 588 8998

rósaterta með Frönsku hindBerja-smjörkremi

kökur og kruðeríað hætti jóa Fel

Gulrótarterta

Broskallar

TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885

[email protected] www.tveirhrafnar.is

Opnunartímar12:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga

13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi

Óli G.Jóhannsson

– In Memoriam –

13. mars - 5. apríl 2014

F ólk má eiga von á allsherjar samsýn-ingu allra listforma.

Þarna verða um 25 verk sýnd í öllum krókum og kimum og verkin eru eins ólík og þau eru mörg,“ segir Harpa Fönn Sigur-jónsdóttir, einn aðstand-enda listahópsins Vinnsl-unnar. Hópurinn stýrir opnunarhátíð Tjarnarbíós sem verður á laugardags-kvöld klukkan 19.

Guðmundur Ingi Þor-valdsson leikari var ný-

lega ráðinn framkvæmda-stjóri Tjarnarbíós. Stefna og starfsemi Tjarnarbíós hefur í kjölfarið verið skoðuð ofan í kjölinn og ýmsar breytingar hafa verið settar í gang. Stefnu-breytingunni verður fagnað á opnunarhá-tíðinni annað kvöld. Hið nýja Tjarnarbíó verður ekki bara lítið leikhús við Tjörnina, heldur lifandi vettvangur sköpunar og miðstöð allra listforma, þar sem listir eru iðkaðar í

TímamóT OpnunarháTíð Tjarnarbíós á laugardag

Brjóta niður landamæri listgreinaTjarnarbíó breytist í miðstöð allra lista í borginni og verður stefnubreytingunni fagnað með opnunarhátíð á laugardagskvöld. Listahópurinn Vinnslan stýrir opnunarhátíðinni og má finna verk í hverjum krók og kima hússins.

Um fimmtíu manns taka þátt í opnunarhátíð Tjarnarbíós á laugardagskvöld. Hluti hópsins var á fullu í undirbúningi þegar ljós-myndari Fréttatímans leit við í vikunni. Ljósmynd/Hari

hverju rými hússins. „Leiklistin hefur verið

mest áberandi í Tjarnar-bíói en við tökum því fagn-andi að opna fyrir fleiri listform,“ segir Harpa Fönn. „Við ætlum að brjóta niður landamæri listgreina og gera þetta líflegra. Við viljum breyta Tjarnarbíói í miðstöð lista í Reykjavík. Við erum ótrúlega þakklát að fá að stýra opnunarhá-tíðinni og vonumst til að eiga frekara samstarf við fólkið í húsinu.“

Listahópurinn Vinnslan er samansettur af lista-mönnum úr mismunandi greinum, sem leggja áherslu á að skapa og setja upp verk sem ganga þvert á listform. Nokkr-um sinnum á ári heldur hópurinn samsýningu og býður þá fleiri lista-mönnum að setja upp verk sín í vinnslu fyrir framan áhorfendur. Hópur-inn hefur sett upp sex vinnslur, og opnunarhátíð Tjarnarbíós verður þeirra sjöunda.

Meðal þess sem gestir á opnunarhátíðinni mega eiga von á er nýtt verk VaVaVoom theatre í samstarfi við Bedroom Community, Vinnslan sýnir stuttmyndina sína ROF, Ásdís Sif Gunnars-dóttir vídeólistamaður frumflytur efni af glæ-nýrri ljóðaplötu sinni, Steinunn Ketilsdóttir sýnir dansverk og Pétur Ben flytur nýtt efni.

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

54 menning Helgin 28.-30. mars 2014

Page 55: 28 03 2014

Tyllistóll sem hentar bæði við há og lág borð.Fylgir hreyfingum líkamans. Einfalt að stilla og færa úr stað. 4° sethalli sem gefur góða stöðu á bak og mjaðmir.

Hæðarstillanlegur frá 60-93 cm.

Fjölbreytt litaúrval.

Einnig fáanlegur með svörtum fæti.

79.750 kr.

Vertu á hreyfingu meðan þú situr

Einstakur vinnustóll sem hvetur til góðrar setstöðu og gefur þér möguleika að vera á hreyfingu og breyta um stellingar meðan þú situr. Stóllinn fylgir hreyfingum líkamans og styrkir kvið og bakvöðva. Við hreyfinguna eykst blóðflæði til brjóskþófa, liðbanda og vöðva í hrygg. Hentar fólki með bakvandamál.

Fjölbreytt litaúrval.

119.750 kr.

Opið virka daga kl. 9 -18 • og á laugardögum kl. 11 - 15 • Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • [email protected] • Sími 569 3100 • eirberg.is

Page 56: 28 03 2014

56 dægurmál Helgin 28.-30. mars 2014

Í takt við tÍmann ÁsdÍs marÍa viðarsdóttir

Álíka leiðinlegt að pissa og að borða einnÁsdís María Viðarsdóttir er tvítug söngkona sem er ættuð úr iðrum Breiðholtsins en lifir nú kóngalífi í Vesturbænum. Hún vakti athygli í Söngvakeppninni á dögunum þegar hún söng lagið Amor og má búast við að við heyrum meira frá henni á næst-unni. Ásdís elskar Berlín og er góð að elda pottrétti.

StaðalbúnaðurÉg er að vinna í Spútnik og ég kaupi eiginlega öll fötin mín þar. Allt-af þegar ég sé föt úr öðrum búðum sé ég hvað hún Þura er með putt-ann á púlsinum. Stundum kaupi ég mér reyndar föt í vintage búð-um í útlöndum og svo versla ég í búðinni Ampersand sem systir mín á í Danmörku. Ég get ekki lýst fatastíln-um mínum, í fataskápnum

er fullt af kjólum, jakkafötum og pilsum, ég get verið í öllu. Ætli

ég sé ekki svona bóhem plús?

HugbúnaðurÉg og vinkona mín erum nýkomnar með þá reglu þegar við förum út að dansa að þegar fyrsta lélega

Borgartúni 31 19.-29. mars

Allt að 70% afsláttur af nýlegum og notuðum búnaði frá Canon, Sony, Bose, Lenovo og fleiri heimsþekktum framleiðendum.

Takmarkað magn er í boði.

Opið virka daga kl. 12–18 og laugardaga kl. 11-15.

ALLT AÐ

70% AFSLÁTTUR AF

HÁGÆÐAVÖRUM

SÍÐUSTU

DAGAR

LAGERSÖLUNNAR.

ALLT Á AÐ

SELJAST.

LAGERSALA

appafengur

Ferða handbókinAppið Vegahandbók-in byggir á bókinni sjálfri sem hefur verið í stöðugri upp-færslu og endurnýjun frá fyrstu útgáfu fyrir yfir 40 árum. Appið finnur þína eigin staðsetningu og vísar þér til vegar og gefur upplýsingar um yfir 3 þúsund markverða staði víðs vegar um Ísland. Í appinu er listi yfir alla skráða þjónustuaðila sem skipta þúsundum, svo sem þá sem bjóða upp á gistingu, veiting-ar, menningu og listir, samgöngur og upplýsingamiðstöðvar.

Ef smellt er á áhugaverðan stað,

til að mynda Geysi í Haukadal, koma upp ýmsar bæði hagnýtar og sögulegar upplýs-ingar um goshverinn auk fjögurra mynda. Vitanlega fylgir líka með hversu margir kílómetrar eru frá þér og á áfangastað. Með þessu appi er tryggt að þú missir ekki af einum einasta mark-verða stað á ferð þinni

um landið. Vegahandbókin er aðgengileg á íslensku, ensku og þýsku.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

unni. Ásdís elskar Berlín og er góð að elda pottrétti.

StaðalbúnaðurÉg er að vinna í Spútnik og ég kaupi eiginlega öll fötin mín þar. Alltaf þegar ég sé föt úr öðrum búðum sé ég hvað hún Þura er með puttann á púlsinum. Stundum kaupi ég mér reyndar föt í vintage búðum í útlöndum og svo versla ég í búðinni Ampersand sem systir mín á í Danmörku. Ég get ekki lýst fatastílnum mínum, í fataskápnum

er fullt af kjólum, jakkafötum og pilsum, ég get verið í öllu. Ætli

Guðdómlegur gallajakki —

Þessi guðdómlegi guli galla-

jakki, sem lítur út eins og

sófaáklæði er mín uppáhalds-

flík. Hann er snilld. Ég keypti

hann í Mauerpark í Berlín

fyrir seinustu aurana mína þá

ferðina og sá ekki eftir því.

Ampersand spöngin — Snill-ingarnir Anna Sóley og Eva Dögg búa til þessar gull-fallegu spangir í litlu búðinni þeirra í Danmörku sem heitir Ampersand. Engar tvær eru eins og þetta er hennar mömmu sem ég fæ oft lánaða. Þær eru fallegar og vel gerðar og passa við allt.

iðarsdóttir

vakti athygli í Söngvakeppninni á dögunum þegar hún söng lagið L’artisan ilmvatnið mitt — Ég er mega lyktarperri og var lengi búin láta mig dreyma um L’artisan ilmvant í Aurum. Ég var oft búin að koma og vera óþolandi að lykta af öllu og aldrei kaupa neitt. En það breyttist um daginn. Ég baða mig í þessu á hverjum degi og fæ ekki nóg.

lagið kemur þá förum við á annan stað. Við erum oft-ast lengst á Paloma, Harlem og Dolly, það er heilaga djammþrenning-in. Ég fer aldrei í ræktina, ræktin mín er djamm-ið. Ég lít svo á að ég sé í fimm tíma Zúmba-tímum allar helgar. En ég fer oft í sund enda bý ég við hliðina á sundlaug. Mér finnst allir vera að horfa á drasl í sjónvarpinu til að sofna við. Ef ég dett inn í eitthvað þá er það alvöru þættir eins og Shameless eða True Detective, eitthvað geðveikt grípandi.

VélbúnaðurÉg á iPhone 5s og nota hann gríðar-lega mikið, fer á Insta og allt þetta dót. Ég nota hann þegar ég vil ekki tala við fólk og þegar ég er að bíða eft-ir vinum mínum og vil ekki láta líta út eins og ég sé einmana. Og þegar ég pissa. Það er nefnilega álíka leiðinlegt að pissa og að borða einn. Svo á ég líka Mac-tölvu. Ég er Mac-kona, bæði þegar kemur að tækjum og snyrtivörum.

AukabúnaðurMér finnst fáránlega gaman að elda. Ég er mjög góð að búa til chili-rétti og etníska pottrétti sem fá að malla geðveikt lengi. Ég er ekki með bíl-

próf af því ég er þrotakona þannig að ég labba bara eða fæ far. Svo á ég per sónulegan taxa sem ég get hringt í. Ég fer til Berlínar á hverju ári og ætla að flytja þangað í haust og fara í skóla. Berlín er góður vettvangur

fyrir allt sem er skemmtilegt. Uppáhaldsstaðirnir mínir eru her-bergið mitt og Flugumýri þar sem systir mömmu á heima. Á Flugumýri er jafn frábært og það hljómar illa.

SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

IF... SUN: 20.00 (16)

20. - 30. MARS 2014

Page 57: 28 03 2014
Page 58: 28 03 2014

Ómar Valdimarsson sendifulltrúi heldur fyrirlestur um heilsueflingar- og þróunar-verkefni í Malaví fimmtudaginn 3. apríl kl. 8.30–9.30 í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9.

Skráning á www.raudikrossinn.is

Allir velkomnir

Byrjað á núlli

SamfélagSmál KriStín tómaSdóttir hefur ferðaSt um landið í vetur og haldið námSKeið

Heldur sjálfsstyrkingarnámsleið fyrir tíu ára stelpur„Það kom mér mjög á óvart hversu mikil eftirspurn er eftir námskeiðum fyrir 10-12 ára stelpur. Ég reiknaði ekki með því að foreldrar væru búnir að átta sig á því að sjálfsmyndin getur verið farin að þróast í neikvæða átt á þeim tíma og eru meðvitaðir um að fyrirbyggja myndun neikvæðrar sjálfsmyndar,“ segir Kristín Tómasdóttir rithöfundur sem er að fara af stað með ný sjálfsstyrkingarnámskeið í Reykjavík fyrir stelpur en auk þess býður hún fyrsta skipti upp á námskeið fyrir foreldra.

Kristín er höfundur bókanna Stelpur, Stelpur geta allt og Stelpur frá A-Ö, auk

þess sem hún skrifaði bókina Strákar ásamt Bjarna Fritzsyni. Hún hefur haldið fyrirlestra fyrir stelpur í skólum og félagsmiðstöðvun og í vetur hefur hún ferðast um landið og boðið námskeið til sjálfsstyrkingar. Námskeiðununum er skipt eftir aldri þannig að 10-12 ára stelp-ur eru saman í hóp og 13-15 ára stelpur eru saman. „Á námskeiðinu legg ég áherslu á þrennt; að kynna hugtakið sjálfsmynd, kenna stelpunum leiðir til að þekkja sína eigin sjálfsmynd og svo leiðir til að hafa jákvæð áhrif á sjálfsmyndina,“ segir Kristín sem er með BA-próf í sál-fræði og kynjafræði. „Þetta byggir á hug-

rænni atferlismeðferð þar sem ég kenni stelpum að horfa til þess jákvæða í stað þess að einblína á það neikvæða. Stund-um er sjálfsmyndin alls ekki í tengslum við raunveruleikann og þannig getur stelpa sem er mjög góð á skíðum haft þá sjálfsmynd að hún sé léleg á skíðum.“

Næstu námskeið eru í apríl og hægt er að nálgast frekari upplýsingar um þau á Facebook-síðunni Stelpur. Þá hyggst Kristín færa út kvíarnar í sumar ásamt Bjarna Fritzsyni þegar þau ætla að halda sumarnámskeið fyrir 10-12 ára krakka, stelpur og stráka, sem kallast „Út fyrir kassann.“ -eh

Kristín Tómasdóttir segir meiri eftirspurn eftir sjálfsstyrking-arnámskeiðum fyrir 10-12 ára stelpur en 13-15 ára. Ljósmynd/Hari

Birgir Sigursson er eigandi Gallerís 002 sem er að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Í dag verður opnuð þar sýning á verkum Þórarins Blöndal myndlistarmanns. Ljósmynd/Hari

myndliSt graSrótarliStamenn Sýna í íbúð birgiS rafvirKja

Rafvirki með listagallerí í kjallaraíbúð í HafnarfirðiÍ lítilli kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði er starfrækt nokkuð öflugt gallerí. Galleríið er ekki bara gallerí heldur líka heimili eiganda þess, Birgis Sigurssonar rafvirkja og myndlistar-manns. Hann hefur frá stofnun þess árið 2010 haldið 17 sýningar í samstarfi við nokkra helstu grasrótarlistamenn Reykjavíkur.

Þ etta byrjaði bara upp úr atvinnu-leysi,“ segir Birgir Sigursson sem er rafvirki að mennt. Birgir hefur síð-

ustu ár haldið sautján myndlistarsýningar í kjallaraíbúð sinni í Hafnarfirði.

„Þá ákvað ég að láta þann gamla draum rætast að fara af alvöru út í myndlistina. Þetta hefur alltaf blundað í mér þrátt fyrir að hafa ekki lært myndlist. Ég held að myndlist sé eitt af því sem maður bara fæð-ist með, hæfileikinn er til staðar en svo þarf maður bara að ná honum einhvernvegin út. Galleríið sem slíkt, og að fá að vinna með öllum þessum góðu myndlistarmönnum sem hér hafa sýnt, hefur verið minn besti skóli,“ segir Birgir en sjálfur vinnur hann aðallega ljóslistaverk.

Hingað til hefur Birgir tæmt íbúðina sína algjörlega fyrir hverja sýningu og ekki fundist það mikið mál, enda aldrei verið mikið fyrir að sanka að sér óþarfa dóti. „Nei, nei, maður býr einn og bara frekar minimalískt. Ég setti bara allt inn í geymslu. Það felst í þessu ákveðin hreinsun sem er gott. Svo smátt og smátt hefur íbúð-in verið að breytast í sjálfstætt listaverk.“

Í þetta sinn mun þó sýningin sjálf verða samtal milli listamannanna tvegga, Þórar-ins Blöndals og Birgis, þar sem Þórarinn mun koma þrívíðum verkum og ljósmynd-um fyrir í íbúð Birgis án þess að Birgir geri á henni nokkrar tilfæringar. Íbúðin verður þannig hluti af verkinu.

„Þórarinn býr til magnaða skúlptúra um

allskonar hluti sem er eiginlega ekki hægt að lýsa með orðum,“ segir Birgir.

Það hefur ekki verið mikið mál að fá listamenn til að sýna í þessu lítt þekkta galleríi sem sumir myndu segja að væri á hjara veraldar eins og Birgir bendir á. „Ég er ótrúlega þakklátur þeim mikla stuðningi og áhuga sem allir þessir frábæru og oft vel þekktu listamenn hafa sýnt galleríinu. Ég t.d. þekkti Ragga Kjartans eða Heklu Dögg ekkert þegar ég hringdi í þau og bauð þeim að sýna. Mér finnst fólk vera sérstak-lega áhugasamt um staðsetninguna sjálfa, sem er hér „out of nowhere“ í blokkaríbúð í Hafnarfirði, rétt hjá Álverinu. Ef þú kemur hingað í strætó frá miðbænum þá tekur það lengri tíma en að fljúga til Akureyrar frá Reykjavík, en það er auðvitað hluti af upp-lifuninni,“ segir Birgir.

Sýning Þórarins Blöndal opnar í dag föstudag, klukkan 18, í Gallerí 002, Þúfu-barði 17 í Hafnafirði. Hún er sú fyrsta af átta myndlistarviðburðum á þessari fyrstu myndlistarhátið 002 Gallerís, sem stendur frá 28. mars til 1. júní. Sýningarnar eru opnar frá 18 til 21 á föstudögum og frá 14 til 17 laugardaga og sunnudaga. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir. Hægt er að fræðast frekar um dagskrá Myndlistarhátiðar 002 Galleríis á Facebook síðu 002 Galleríis.

Halla Harðardóttir

[email protected]

Ef þú kemur hingað í strætó frá mið-bænum þá tekur það lengri tíma en að fljúga til Akureyrar frá Reykja-vík en það er auð-vitað hluti af upp-lifuninni.

Reykjavík Shorts&Docs Festival verður haldin í tólfta sinn dagana 3.-9. apríl í Bíó Paradís og Stúdentakjallaranum. Að venju er áherslan á innlendar og erlendar stutt- og heimildamyndir, en auk kvikmyndasýninga verður fjöldi annarra

viðburða á hátíðinni. Í ár verða veitt áhorfendaverðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina en alls keppa ellefu myndir um verðlaunin. Nánari upplýsingar um er að finna á heimasíðu hátíðarinnar, Shorts-docsfest.com.

Helgi Seljan í ÚtsvariÞað verður enginn annar en verðlaunafrétta-maðurinn Helgi Seljan sem stendur vaktina með Þóru Arnórsdóttur í spurningaþættinum Útsvari á RÚV í kvöld, föstudagskvöld. Þar fær þessi grjótharði frétta-skýrandi tækifæri til sýna á sér nýja og lauflétta hlið í sjónvarpi en Helgi þykir afar launfyndinn. Eins og kom fram í Fréttatímanum í síðustu viku er Sigmar Guð-

mundsson, stjórnandi þáttarins, í feðraorlofi og munu hinir og þessir leysa hann af á næstunni.

Í síðustu viku hljóp Gísli Marteinn Baldursson í skarðið og nú er komið að Helga.

Reykjavík Shorts&Docs í næstu viku

58 dægurmál Helgin 28.-30. mars 2014

Page 59: 28 03 2014

255mm x 390mm

2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa

PIPAR\TBW

A

PIPAR\TBW

A

PIPAR\TBW

A

PIPAR\TBW

A • SÍA

SÍA

• 140

46

0 14

04

60

140

46

0

svooogott™ FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUMHAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆREYKJANESBÆ • SELFOSSI WWW.KFC.IS

2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa

2.190kr.

Page 60: 28 03 2014

Algjör húmoristiAldur: 28Maki: Hallgrimur SigurðssonBörn: Stella 4 ára og Stefanía 8 mánaðaForeldrar: Jóhanna Þórðardóttir og Jón Reykdal, kennarar og myndlistarmenn.Menntun: Fatahönnuður frá Listaháskóla ÍslandsStarf: HönnuðurFyrri störf: Vann í skartgripabúð með námiÁhugamál: Listir og hönnun, litir og litapælingar, matreiðsla og íslensk náttúra.Stjörnumerki: LjónStjörnuspá: Taktu þér tíma til þess að tryggja öryggi þitt og þinna sem þú frekast getur. Leggðu þig fram um að ná sáttum sem eru þér nauðsynlegar upp á framtíðina.

H lín ræðst yfirleitt ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda snillingur í

því sem hún tekur sér fyrir hendur, segir Alma Sigurðardóttir, list-greinakennari og besta vinkona Hlínar. „Hvort sem það snýr að matargerð, heimilinu eða vinnunni er alltaf fallegt í kringum Hlín, enda fagurkeri af guðs náð. Fyrir utan að vera frábær vinkona er Hlín líka algjör húmoristi sem sér alltaf skondnu hliðarnar á mál-unum.

Hlín Reykdal hefur vakið mikla athygli fyrir skartgripahönnun sína síðan hún út-skrifaðist sem fatahönnuður úr Listahá-skólanum. Hún verður með opið hús í gall-eríinu sínu við Fiskislóð 75 alla helgina í tengslum við Hönnunarmars. Þar mun hún, auk þess að sýna skartgripina, bjóða upp á litgreiningu fyrir gesti og gangandi.

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Hlín Reykdal

BakHliðin

Hrósið...fær Hafþór Júlíus Björnsson sem er í góðu formi í keppninni um sterkasta mann heims sem fer fram í Los Angeles. Hafþór sigraði í fimm greinum af sex í undanriðli en úrslitakeppnin hefst í dag, föstudag.

NÝ VERSLUN

OPNAR

Á

LAUGAVEGI 45

LAUGARDAGINN 29. MARS

Laugavegur 45 Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg

Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is