12
3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006

3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 · 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 Are you a foreign worker in or around Húsavík? The Húsavík Labor Organization represents and assists

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 · 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 Are you a foreign worker in or around Húsavík? The Húsavík Labor Organization represents and assists

3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006

Page 2: 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 · 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 Are you a foreign worker in or around Húsavík? The Húsavík Labor Organization represents and assists

2F R É T TA B R É F S T É T TA R F É L A G A N N A Í Þ I N G E Y J A R S Ý S L U M

Félagarnir Ívar Geirsson ogSigurður Sigurðsson skoða hérþurrkaðan ufsa á skúr í Gjógv íFæreyjum. Þeir tóku þátt í velheppnaðri sumarferð stéttar-félaganna til Færeyja í lok júní. ÍFréttabréfinu er að finna ferðasögusem Sigríður Guðnadóttir tóksaman. Fréttabréfið þakkar Sigríðifyrir skemmtilega samantekt.

Myndina tók Aðalsteinn ÁrniBaldursson.

ÚTGEFENDUR: Þingiðn, félag iðnaðarmanna, Starfsmannafélag Húsavíkur, Verkalýðsfélag Húsavíkur, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Verkalýðsfélag Öxarfjarðar, Verslunarmannafélag Húsavíkur.Garðarsbraut 26 • 640 Húsavík • Sími 464 6600 • Fax 464 6601 • e-mail: [email protected] • Heimasíða: www.vh.is • ÁBYRGÐARMAÐUR: Aðalsteinn Á. Baldursson

Fréttabréfið er skrifað föstudaginn 7. júlí 2006 og gefið út í 2000 eintökum.HÖNNUN OG PRENTUN: Örkin, Húsavík.

Forsíðumyndin3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006

Are you a foreign worker in oraround Húsavík? The HúsavíkLabor Organization represents andassists all those who are workingin the area. If you have anyquestions about wages, workinghours, working conditions or anyother aspect of your work you cancontact us through e-mai l :

[email protected] or [email protected] , in thephone number 464-6600 or in ouroffice at Garðarsbraut 26 inHúsavík.The Húsavík Labor Organization.Garðarbraut 26640 HúsavíkPhone: 464-6600Fax: 464-6601

Attention!

Í vetur hafa starfsmenn stéttarfélaganna farið í heimsóknir í flesta grunnskóla íÞingeyjarsýslum. Tilgangur heimsóknanna hefur verið að fræða unga fólkið um vinnu-markaðinn og hlutverk stéttarfélaga. Heimsóknirnar hafa verið afar fróðlegar og nemenduralmennt verið ánægðir með fræðsluna. Þessar myndir eru teknar af áhugasömumnemendum Borgarhólsskóla á Húsavík og Grunnskóla Skútustaðahrepps.

Verkalýðsfélag Þórshafnar eröflugt félag sem er í góðu samstarfivið Skrifstofu stéttarfélaganna áHúsavík. Við sameiningu Þórs-hafnarhrepps og Skegg ja-staðahrepps hefur félagssvæðiVerkalýðsfélags Þórshafnar veriðstækkað og nær nú yfir nýja sveitar-félagið, Langanesbyggð. Félagiðhefur óskað eftir viðræðum við Afl,starfsgreinafélag Austurlands umskiptingu félagssvæðisins þvísamkvæmt lögum ASÍ berstéttarfélögum að ná yfir alltsveitarfélagið. VerkalýðsfélagÞórshafnar varð því að breytasínum lögum og stækka félags-svæðið. Sama verður Afl, starfs-

greinafélag Austurlands að geranema félögin semji um skiptingusvæðisins. Það er von Verka-lýðsfélags Þórshafnar að gengiðverði frá skiptingunni sem fyrst ogverði í kjölfarið kynnt fyrir félags-mönnum Afls og VerkalýðsfélagsÞórshafnar í Langanesbyggð. Tilviðbótar má geta þess að íbúarSkeggjastaðahrepps fá nú í fyrstaskipti Fréttabréf stéttarfélaganna íÞingeyjarsýslum sem gefið er út 5til 6 sinnum á ári. Fréttabréfinu erætlað að miðla upplýsingum tilfélagsmanna um það helsta sem erað gerast á vegum félaganna áhverjum tíma. Heimasíða stéttar-félaganna er vh.is.

Íbúar Skeggja-staðahrepps ath.

Ungt fólk sem ræður sig tilsumarstarfa og starfar eftir kjara-samningum á rétt á orlofsuppbótenda starfi það í 12 vikur eða lengurí sumar. Slíkir starfsmenn fá hlutfallaf fullri orlofsuppbót sem er mis-munandi eftir því við hvað mennvinna. Oft gerist það að sumar-starfsmenn ákveða að hætta tíman-lega áður en skólar byrja sem leiðir

í mörgum tilfellum til þess aðviðkomandi aðilar ná ekki 12 viknavinnu og verða því af orlofsupp-bótinni. Því er rétt fyrir ungt fólk ogaðra þá sem ráða sig til sumarstarfaað hafa þetta í huga þegar þeirhætta í haust. Í einhverjum tilfellumgetur borgað sig fyrir starfsmenninaað vinna aðeins lengur og öðlastþannig rétt til orlofsuppbótar.

Mikilvægt er fyrir ungt fólk sem ræður sig til sumarstarfa að hafa í huga að það geturborgað sig að vinna lengur í sumar en það ráðgerði og öðlast þannig rétt til orlofsuppbótar.

Ungt fólk ogorlofsuppbót

Page 3: 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 · 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 Are you a foreign worker in or around Húsavík? The Húsavík Labor Organization represents and assists

3F R É T TA B R É F S T É T TA R F É L A G A N N A Í Þ I N G E Y J A R S Ý S L U M

3F R É T TA B R É F S T É T TA R F É L A G A N N A Í Þ I N G E Y J A R S Ý S L U M

Skrifstofa stéttarfélaganna hefurundanfarið fengið nokkur mál inn áborð til sín sem tengjast brotumatvinnurekenda á erlendu verka-fólki. Þessi brot hafa aukist eftir 1.maí þegar ný lög tóku gildi umfrjálsa för launafólks frá nýjumaðildarríkjum Evrópusambandsinstil Íslands. Stéttarfélögin leggja

mikið kapp á að fylgjast vel meðþeim erlendu starfsmönnum semhingað koma til starfa með það íhuga að standa vörð um þeirraréttindi. Stéttarfélögin munu ekkilíða að fyrirtæki virði ekki íslenskakjarasamninga og lög, því verðurtekið fast á þeim brotum sem uppkoma á hverjum tíma.

Brotið á erlenduverkafólki

Aðalfundur Þingiðnar, félagsiðnaðarmanna í Þingeyjarsýslumvar haldinn 8. júní. Fullgildirfélagsmenn í Þingiðn eru 96 talsins.Félagsgjöld og iðgjöld ársins námukr. 5.956.188,- sem er 24,3%hækkun frá fyrra ári. Bætur ogstyrkir úr sjúkrasjóði námu kr.25.968,- sem er veruleg lækkun frásíðasta ári. Félagið er eigandi af25% hlut í orlofsíbúð að Freyjugötu10a í Reykjavík með Verslunar-mannafélagi Húsavíkur. Þá seldifélagið hlut þess í FélagsheimiliHúsavíkur á síðasta ári eins ogönnur að i ldarfé lög Skrifstofusté t tarfé laganna. Samkvæmtsameinuðum rekstrar- og efna-hagsreikningi nam hreinn tekju-afgangur félagsins kr. 9.856.099,-og eigið fé í árslok nam kr.94.375.114,- og hefur aukist um7,2% að raungildi frá fyrra ári. Á

síðasta starfsári var félagsmönnumboðið upp á ódýrar orlofsferðir tilKróatíu. Félagið stóð fyrir ferð í apríltil Reyðarfjarðar og í Fljótsdal semtókst mjög vel. Þá niðurgreiddifélagið kostnað félagsmanna vegnastarfstengdra námskeiða sem namum 75% af námskeiðskostnaðiviðkomandi aðila. Nánast ekkertatvinnuleysi hefur verið hjá iðnaðar-mönnum á félagssvæðinu undan-farin ár. Töluvert hefur verið umverkefni á svæðinu, eins hafaverktakar verið duglegir að afla sérverkefna víða um land. Á fundinumkom fram ánægja með starfsemifélagsins. Þá var samþykkt aðstórhækka styrki úr sjúkrasjóðifélagsins og var ný reglugerðsjúkrasjós samþykkt samhljóða.Jónas Kristjánsson var endur-k jö r inn formaður fé lagsins.

Afkoma Þingiðnar góð

Þrátt fyrir góða afkomu Þingiðnar voru menn þungt hugsi þegar ársreikningar félagsinsvoru kynntir.

Aðalfundur Verslunarmanna-félags Húsavíkur var haldinn 29.maí. Félagsmenn í árslok 2005 voru171, þar af voru 127 konur og 44karlar. Félagsgjöld og iðgjöld ársinsnámu kr. 6.617.905,- sem erhækkun frá fyrra ári. Bætur ogstyrkir úr sjúkrasjóði námu kr.1.631.578,- til 64 félagsmanna,sem er 82% hækkun frá árinu áður.Samkvæmt sameinuðum rekstrar-og efnahagsreikningi nam hreinntekjuafgangur fé lagsins kr.13.096.636 og eigið fé í árslok namkr. 97.195.646,- og hefur aukist um10,71% að raungildi frá fyrra ári.Félagið er aðili að Starfsmenntunar-sjóði verslunar og skrifstofufólks.Félagsmenn fengu kr. 655.000,- ístyrk frá sjóðnum á árinu 2005.Sjóðurinn styrkir tómstundanám,starfstengt nám og ferðakostnaðfélagsmanna. Í tilefni af því að 6.september 2005 voru 40 ár liðin frástofnun félagsins var boðið til veisluþann 12. nóvember og mættu 60manns á Gamla Bauk til að fagna

þessum tímamótum. Jafnframt varöllum félagsmönnum gefin taskasem merkt var félaginu í tilefniafmælisins. Á fundinum voru sam-þykktar breytingar á úthlutunar-reglum úr sjúkrasjóði félagsins. Þærbreytingar fela m.a. í sér aðgreiðslur sjúkradagpeninga verðatekjutengdar og munu nema 80%af meðaltekjum félagsmanna í staðfastrar krónutölu áður sem mun felaí sér nokkra útgjaldaaukningu fyrirsjóðinn. Ágúst Óskarsson lét afformennsku félagsins og MarthaDís Brandt, Anna S. Jónsdóttir ogMagnea Dröfn Arnardóttir létueinnig af stjórnarstörfum. Í staðþeirra voru kjör in SnæbjörnSigurðarson sem formaður ogUnnur Guðjónsdóttir, Árný DalrósNjálsdóttir og Birgitta BjarneySvavarsdóttir í varastjórn. Aðrirstjórnarmenn eru: Brynja Pálsdóttir,Aðalbjörg Ívarsdótt ir, Hafl ið iJósteinsson og Laufey M. Einars-dóttir.

Snæbjörn formaður

Á síðasta starfsári hélt Verslunarmannafélag Húsavíkur upp á 40 ára afmæli félagsins.

Stofnfundur VerkalýðsfélagsHúsavíkur og nágrennis var haldinn6. júní 2006 í sal stéttarfélaganna.Góð mæting var á fundinn sem varlíflegur og að honum loknum voruveitingar í boði félagsins.

Á fundinum voru samþykkt nýlög og reglugerð sjúkrasjóðs semtryggir félagsmönnum mjög góðréttindi. Aðalsteinn Á. Baldursson

var kjörinn formaður nýja félagsinsog Kristbjörg Sigurðardóttir vara-formaður. Að loknum venjulegumaðalfundarstörfum spruttu miklarumræður m.a. um tillögur Samtakaatvinnulífsins um launahækkanir áalmenna vinnumarkaðnum svo ekkikomi til uppsagna í haust á gildandikjarasamningum.

Það er fjölmennt lið sem kemur að stjórnunarstörfum fyrir nýja félagið. Myndin er afstjórn og trúnaðarmannaráði Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis. Á myndina vantarTorfa Aðalsteinsson

Stofnfundur VHN

Rétt er að minna ungt fólk sér-staklega á, að það þarf að gangaformlega í Verkalýðfélag Húsavíkurog nágrennis til að teljast fullgildirfélagsmenn. Sama á við um önnur

aðildarfélög Skrifstofu stéttar-félaganna. Þeir sem verða 16 ára áalmanaksárinu eiga rétt á inngöngusem og þeir sem orðnir eru 16 ára.

Ungt fólk - innganga

Page 4: 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 · 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 Are you a foreign worker in or around Húsavík? The Húsavík Labor Organization represents and assists

4F R É T TA B R É F S T É T TA R F É L A G A N N A Í Þ I N G E Y J A R S Ý S L U M

Atvinnuhúsnæði til leigu!Stéttarfélögin auglýsa til leigu

64m2 húsnæði að Garðarsbraut26, núverandi hársnyrtistofu Jónuog Rósu. Húsnæðið hentar mjög

vel undir allskonar starfsemi.Áhugasamir hafi samband við

Aðalstein Á. Baldursson á Skrifstofustéttarfélaganna.

Hestamannafélagið Grani héltfirmakeppni 16. júní á skeiðvellifé lagsins á Húsav ík. Fjö ld ikeppenda og fyrirtækja tóku þátt ífirmakeppninni. Sigurvegari varðBjörn Guðjónsson á hestinum Spóafrá Halldórsstöðum í Reykjadal enhann keppti fyr ir Skr i fstofustéttarfélaganna. Björn reið honumí úrslitunum en Einar Víðir sýndihann í forkeppninni auk þess semhann hefur þjálfað hestinn. Þar semEinar Víðir var með tvo hesta íúrslitunum var Björn fenginn til aðsýna Spóa í úrslitunum. Gott veðurvar þegar mótið fór fram og var léttyfir mönnum. Að móti loknu komuhestamenn saman í fé lags-aðstöðunni og gerðu sér glaðandag eftir vel heppnað mót. Grana-menn voru ánægðir með mótið ogbáðu Fréttabréf stéttarfélaganna að

koma á framfæri þakklæti til allraþeirra sem komu að mótinu meðstyrkjum eða vinnu.

Fullorðinsflokkur:Björn Guð jónsson, Spó i fráHalldórsstöðum, Skrifstofa stéttar-félagannaGísli Haraldsson, Bjarklind fráHúsavík, Fiskbúð HúsavíkurHelgi Árnason, Sara frá Húsavík,TækniþingEinar Víðir Einarsson, Óratoría fráSyðr i-Sandhó lum, Norður laxBerglind Sigurðardóttir, Andakt fráHúsavík, Salka

Barnaflokkur:Egill Vignisson, Ívar frá Húsavík,MúrbúðinTelma Líf Gunnarsdóttir, Pardus,Tákn

Spói sigraði

Björn Guðjónsson sem keppti fyrir Skrifstofu stéttarfélaganna sigraði í firmakeppni Granaá hestinum Spóa frá Halldórsstöðum.

Verkalýðsfélag Húsavíkur ognágrennis gekk nýlega frá sam-komulagi við HeilbrigðisstofnunÞingeyinga um hækkun á launumstarfsmanna umfram gildandikjarasamninga. Samkomulagiðbyggir á heimild fjármálaráðherra til

að hækka laun starfsmanna ástofnunum ríkisins sem starfa eftirk jarasamningi Starfsgreina-sambands Íslands og ríkisins.Hækkunin gildir frá 1. maí 2006 ogfelur í sér fjögurra launaflokkahækkun.

VHN og HÞ gerasamkomulag

Verkalýðsfélag Húsavíkur héltaðalfund félagsins fyrir starfsárið2005 þann 24. maí. Um síðustuáramót voru 1153 félagsmennskráðir í félagið, þar af 578 karlarog 575 konur. Alls greiddu 1715einstaklingar félagsgjald til félagsinsá síðasta ári. Fjárhagsleg afkomafélagsins var mjög góð á árinu 2005og varð hagnaður af öllum sjóðumfélagsins. Alls nutu 318 félagsmennbóta frá sjúkrasjóði félagsins áárinu. Samtals námu greiðslurvegna sjúkradagpeninga, annarrasjúkrabóta og styrkja kr. 11.931.876sem er 21% hækkun frá fyrra ári.Al ls fengu 175 fé lagsmennatvinnuleysisbætur á árinu 2005 fráVinnumálastofnun. Þar af 77 karlarog 98 konur. Samtals greiðslur íatvinnuleysisbætur fyrir árið 2005voru 35.037.728,- al ls meðmó t f ram lag i í l í fey r i ss jóð37.140.232,- sem er smá lækkunmilli ára. Atvinnuástandið var

almennt gott á fé lagssvæð iVerkalýðsfélags Húsavíkur á árinu2005 og nokkuð var um að félagiðskrifaði upp á atvinnuleyfi fyrirfyrirtæki sem ekki fengu fólk tilstarfa. Atvinnuástand á félagssvæðiVerkalýðsfélags Húsavíkur var meðþví besta sem gerðist á Norðurlandiá síðasta ári. Á síðasta starfsárifengu fé lagsmenn sem sóttunámskeið greiddar 2.4 milljónir ístyrki frá félaginu. Samtals fengu111 einstaklingar greidda styrki,það er 71 kona og 40 karlar. Áfundinum var samþykkt tillaga umað sameina félagið, VerkalýðsfélagiÖxarfjarðar frá og með 6. júní 2006undir nafninu Verkalýðsfé lagHúsavíkur og nágrennis.Vegnagóðrar stöðu fé lagsins varsamþykkt að stórhækka styrki úrsjúkrasjóði til þeirra félagsmannasem eiga við veikindi að stríða. Þáverða forvarnarstyrkir einnighækkaðir.

Fréttir af aðalfundi VH

Góð mæting var á aðalfund Verkalýðsfélags Húsavíkur sem haldinn var í lok maí. Hérmá sjá þrjá heiðursmenn sem létu sig ekki vanta, þá Pétur Pétursson, Þórð Adamsson ogGunnar Jóhannesson.

Olga Gísladóttir stjórnarmaður í Verkalýðsfélagi Húsavíkur og nágrennis er hér ásamtþeim Þorvaldi og Eggerti hjá Norðurvík að skoða orlofshús félagsins í Dranghólaskógi.Til stendur að gera nokkrar breytingar á húsinu og voru þeir félagar að skoða það semþarf að laga.

Orlofsuppbót á að greiðastþegar starfsmenn fara í orlof, en þóeigi síðar en 15. ágúst. Mörgfyrirtæki og stofnanir hafa mótaðsér þá reglu að greiða hana út íbyrjun sumars, t.d. með launa-útborgun 1. júní ár hvert. Full orlofs-uppbót er kr. 22.400 á almennuverkafólki og iðnaðarmönnum, kr.16.900 hjá afgreiðslu- og skrifstofu-fólki. Hjá starfsmönnum ríkis og

sveitarfélaga er hún almennt kr.22.400. Uppbótin greiðist síðan íhlutfal l i við starfshlutfal l ogstarfstíma á orlofsárinu frá 1. maí2005 – 30. apríl 2006. Rétt er aðtaka fram að í ákveðnum tilfellumgetur starfsfólk átt rétt á hærriorlofsuppbót, það á sérstaklega viðum starfsmenn sveitarfélaga ogríkisins.

Greiða ber orlofsuppbót

Page 5: 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 · 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 Are you a foreign worker in or around Húsavík? The Húsavík Labor Organization represents and assists

5F R É T TA B R É F S T É T TA R F É L A G A N N A Í Þ I N G E Y J A R S Ý S L U M

Hátíðahöldin 1. maí voru einkarvel heppnuð og mættu um 600manns til að hlýða á ræður, söngog gamanmál á Fosshótel Húsavík.

Formaður Verkalýðsfé lagsHúsavíkur, Aðalsteinn Á. Baldurs-son, hélt setningarræðu og hátíðar-ræðuna hélt að þessu sinni ÓlafíaHelga Jónasdóttir nemi í Borgar-hólsskóla en ræðan var sett samanúr ræðum 27 nemenda úr 10. bekk

skólans og kenndi þar ýmissamálefna sem alla jafna er ekkifjallað um á 1. maí. Kynnir varAgnes Árnadóttir, nemi í Fram-haldsskólanum á Húsavík.

Einar Georg Einarsson fórmikinn í gamanmálum þar semhann fjallaði m.a. um stóriðju ogfermingar auk þess að bregða sérí líki þjóðkunnra Íslendinga við mikilhlátrasköll viðstaddra.

Tónlist spilaði stóra rullu íhátíðarhöldunum þetta árið og voruþingeyskir lagahöfundar og flytjend-ur í aðalhlutverki. Tríó reiðinnar fluttinokkur lög úr leikritinu Þrúgurreiðinnar auk þess að flytja Inter-nationalinn. Ína Valgerður Péturs-dóttir, Idol-stjarna, AðalsteinnJúlíusson, Bylgja Steingrímsdóttirog Karlakórinn Hreimur undir stjórnRóberts Faulkner fluttu nokkur lögeftir þingeyska lagahöfunda viðundirleik stórsveitar Guðna Braga.

Í ti lefni af 95 ára afmæ l iVerkalýðsfélags Húsavíkur varákveðið að gera Kristján Ásgeirs-son að heiðursfélaga en hann var ístjórn félagsins í 27 ár, lengst afsem formaður og varaformaður.Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ

Fosshótel Húsavík var þéttsetið á hátíðarhöldunum 1. maí.

flutti tölu um starf Kristjáns fyrirverkalýðshreyfinguna og lofaðihann fyrir vel unnin störf á þeimvettvangi og öðrum.

Að lokinni dagskrá buðustéttarfélögin upp á kaffiveitingar oglögðu margir hátíðargestanna þáleið sína upp í Safnahús þar semsýningu ríflega 40 alþýðulista-manna var að ljúka. Góð aðsókn

var að sýningunni og rituðu 660gestir nafn sitt í gestabók en geramá ráð fyrir að einhverjir tugir tilviðbótar hafi notið sýningarinnar.

Stéttarfélögin vilja færa öllumþeim sem lögðu hönd á plóginn viðhátíðarhöldin kærar þakkir fyrirfrábærlega unnin störf sem skiluðusér í skemmtilegum og ánægju-legum hátíðarhöldum.

Vel heppnuð hátíðarhöld 1. maí

Stéttarfélögin stóðu fyrir listsýningu í Safnahúsinu á Húsavík sem vakti mikla athygli.

Hátíðarræða Ólafíu Helgu Jónasdótturvakti mikla athygli enda samin af nemend-um 10. bekkjar Borgarhólskóla sem sjá ofthlutina í öðru ljósi en fullorðnir.

Síðustu mánuði hafa staðið yfirmiklar framkvæmdir á Illugastöðumí Fnjóskadal þar sem Verka-lýðsfélag Húsavíkur og nágrennisá orlofshús. Lokið er framkvæmd-um við tengingu hitaveitu fráReykjum í Illugastaði og hafaorlofshúsin þegar verið tengd við

veituna. Búið er að setja nýttofnakerfi í bústaðina og þá hefurveröndin við hús Verkalýðsfélagsinsverið stækkuð og komið fyrir heitumpotti. Einnig er búið að setja slitlagá vegi í orlofsbyggðinni. Öll aðstaðaá Illugastöðum er því orðin eins oghún gerist best.

Miklar framkvæmdirá Illugastöðum

Búið er að tengja hitaveitu og koma fyrir heitum potti við orlofshús VHN á Illugastöðum.

Árni Kjartansson og Halldór Heiðberg Sig fússon starfsmenn Norðurþings að störfum íÞverholtinu á Húsavík þegar unnið var við malbikun götunnar.

Page 6: 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 · 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 Are you a foreign worker in or around Húsavík? The Húsavík Labor Organization represents and assists

6F R É T TA B R É F S T É T TA R F É L A G A N N A Í Þ I N G E Y J A R S Ý S L U M

Aðalfundur VerkalýðsfélagsÞórshafnar var haldinn 19. júní áÞórshöfn. Fjölmenni var á fundinumog tókst fundurinn vel. KristínKristjánsdóttir var endurkjörin for-maður félagsins. Alls eru 135félagsmenn skráðir í félagið.Félagsgjöld og iðgjöld hækkuðumilli ára og voru skil á gjöldum góð.Heildartekjur félagsins voru 12,1milljón. Rekstrarútgjöld voru hinsvegar 8,4 milljónir. Heildareignirfélagsins í árslok voru 29 milljónir.Þá fengu félagsmenn um 2,6milljónir í styrki frá félaginu ásíðasta starfsári. Félagið var ísamstarfi við stéttarfélögin á Húsa-vík um orlofsmál og gekk sam-starfið afar vel að mati formannsVÞ. Þá stóð félagið fyrir nokkrumnámskeiðum á síðasta ári semtókust vel. Á fundinum í gær varþess einnig minnst að um þessarmundir eru 80 ár síðan félagið varstofnað. Sameiningarmál stéttar-

félaga komu einnig til umræðu áfundinum. Í lok fundar var boðið uppá kaffiveitingar.

Ný reglugerðsjúkrasjóðs samþykkt

Hraðfrystistöð Þórshafnar stóð nýlega fyrir 40 stunda fiskvinnslu námskeiði fyrirstarfsmenn. Í lok námskeiðsins afhendi formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar þátttakendumsmá gjöf frá félaginu. Á myndinni er hluti starfsmanna ásamt formanni VÞ.

Góð mæting var á aðalfund Verkalýðsfélags Þórshafnar sem haldinn var nýlega.

Kristín Kristjánsdóttir var endurkjörinformaður VÞ sem kom ekki á óvart þar semhún hefur verið mjög farsæl í starfi. Meðhenni á myndinni er barnabarnið hennarsem er án efa gott formannsefni þegaramma hættir.

SUMAROPNUNÍ sumar er Skrifstofa stéttarfélaganna opin virkadaga milli 8 og 16. Opið er í hádeginu.

Page 7: 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 · 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 Are you a foreign worker in or around Húsavík? The Húsavík Labor Organization represents and assists

7F R É T TA B R É F S T É T TA R F É L A G A N N A Í Þ I N G E Y J A R S Ý S L U M

Eftirvænting skein úr andlitumferðalanganna sem lögðu upp íævintýraferð til Færeyja fimmtu-dagsmorguninn 22. júní sl. Í hópn-um voru fjörutíu manns með bíl-stjóra. Flestir voru að fara sínafyrstu ferð til Færeyja og nokkrir ísína fyrstu utanlandsferð. Aðal-steinn Á. Baldursson, formaðurVerkalýðsfélags Húsavíkur ognágrennis stóð fyrir ferðinni ogskipulagði í samvinnu við SveinSigurbjarnarson frá Eskifirði semvar bílstjóri okkar.

Félagarnir Sveinn og Aðalsteinnstyttu okkur stundir með ýmsumfróðleik á ferðum okkar. Sveinnstuddist við skráðar heimildir, enAðalsteinn lét okkur ýmsan fróðleikí té sem hann sagði vera lauslegaþýddan. Skáldið okkar í ferðinni,Ingólfur Jónsson bóndi á Mörk íKelduhverfi, orti þessa vísu:

Með okkur er sögusveinnsem að leiðir velur.Orkuboltinn Aðalsteinnalla sauði telur.

Færeyjar eru átján talsins allarbyggðar nema ein, Litli – Dímon,sem er þeirra minnst. Íbúarnir, um49 þús., eru aflappaðir, gestrisnirog vingjarnlegir. Í höfuðstaðnumÞórshöfn eru íbúar nærri 19 þús.

Miklar andstæður eru í lands-laginu, dalir og þverhnípt fjöll, ekkiósvipað því sem er á Vestfjörðum,nema græni liturinn upp á fjalla-toppa. Nær alls staðar er byggðinnær sjó og í þyrpingum eða hverf-um og ekki var mikið um stakarbújarðir. Húsin er yfirleitt byggð úrtimbri, máluð í sterkum litum og ersvarti liturinn áberandi.

Vegakerfið er gott hjá Fær-eyingum, allir vegir malbikaðir semeru um 600-700 km (en við ókum820 km). Við fórum í gegnum mörgjarðgöng sem liggja í gegnum fjöllog tvenn sem liggja undir sjó, ensamtals eru jarðgöngin í Færeyjum90 km. Eldri gerðin af jarðgöng-unum eru ekki upplýst en þau allranýjustu eru vel lýst.

Alls staðar sem við ókum umsáum við kindur, en þær voruyfirleitt í afgirtum hólfum nálægtbyggð og það var ekki óalgeng sjónað sjá eina til tvær kindur í görðumfólks og vorum við að velta því fyrirokkur hvort þetta væri garðsláttu-vélar á fjórum fótum. Annars voruþær í vegköntum og upp um öll fjöll.Það eru um 70 þúsund fjár íeyjunum. Fyrir utan kindurnar sáumvið tvo héra á hlaupum. Það vaktiathygli okkar að það er ekkert

sláturhús í Færeyjum heldur tíðkastþar heimaslátrun við misjafnar að-stæður.

Húsagarðarnir voru afar fallegirog snyrtilegir með runnum og fjöl-ærum jurtum.

Aðalíþrótt Færeyinga er fótboltiog alls staðar eru fullkomnir fót-boltavellir með gervigrasi.

Við vorum einstaklega heppinnmeð veður og hefur það mikið aðsegja þegar eyjarnar eru skoðaðar.Færeyskt máltæki segir: „Ef þú ertóánægður með veðrið, bíddu þá ífimm mínútur“. Þetta máltæki mættilíka yfirfæra á íslenska veðráttu, enveðráttan er mjög svipuð því semvið þekkjum hér á landi, nemaveturnir eru mildari í Færeyjum.

Færeyingar eru sjálfstæð þjóðinnan danska ríkisins, með eigiðmál og fána og eru alltaf að öðlastmeira sjálfstæði.

23. júní, föstudagurÞegar við komum til Færeyja,

snemma að morgni, var að bakisautján tíma sigling með Norrænusem mönnum kom saman um aðværi afbragðs sjóskip. Við vorumkomin til Þórshafnar fyrir allar aldirog ákveðið var að fara í sund. Við

nýttum tímann til að fara í skoðunar-ferð um bæinn, ganga um bryggj-una, skoða báta og gömul hús þartil sundlaugin opnaði kl. sjö.Sundlaugin var innandyra meðstökkbrettum sem nokkrir leituðustvið að sýna listir sínar á, en meðmisjöfnum árangri. Að sundsprettiloknum settumst við inn á kaffihússem staðsett var á sundlaugar-barminum og á meðan við sötruð-um kaffi og borðuðum nýbökuðrúnnstykki gátum við virt fyrir okkursundlag fólks í gegnum gluggann

sem skildi að kaffihúsið og sund-laugina.

Sæl og mett fórum við á fornanog sögufrægan stað sem heitirKirkjuböur eða Kirkjubær á Straum-ey, 13 km frá Þórshöfn. Þar erkirkja, frá því um 1100, helguð Ólafihelga Noregskonungi og heitirÓlafskirkja og er elsta kirkjan í Fær-eyjum sem enn er notkun. Gerðarvoru breytingar á henni 1874 og viðþað missti hún hið upprunalega útlitog aftur 1966 og þá var reynt aðkoma henni í sem upprunalegastahorf. Fjórtán forláta kirkjubekkir meðfagurlegum útskornum göflum vorum.a. fjarlægðir, en þeir eru nú tilsýnis á fornminjasafninu í Þórshöfn,sem við heimsóttum síðasta daginnokkar í Færeyjum.

Á Kirkjubæ hefur sama ættin ríktí sautján ættliðið og þar býr núSverrir Paturson en langammahans, Guðný Eiríksdóttir, var ættuðfrá Reyðarfirði. Sverrir dvaldi áÍslandi í nokkur ár og nam búfræðiá Hvanneyri og vann á Akranesi.Sverrir er vinur Sveins bílstjóra ogkom hann og heilsaði upp á hópinnog sagði okkur skemmtilegar sögurfrá Íslandsárunum. Þetta var fyrstiFæreyingurinn sem við hittum, semhafði dvalið við nám og störf áÍslandi, en alls ekki sá síðasti. Í næröllum bæjum hittum við Færeyingasem höfðu starfað á Íslandi.

Það veit enginn framtíð,þó veðrið sé gott,

því vildi ég um þetta rita,því Hafdís er indæl

með hnakka svo flott,ég hef hana sem áttavita.

Eyjarnar heillaDagbók úr Færeyjaferð 2006

Guðmundur Valur, Ólafur Stefáns, Haukur Loga og Birgir Þór ræða við Sverri Patursoní Kirkjubæ sem hafði frá mörgu skemmtilegu að segja.

Hópurinn saman kominn sæll og glaður. Í baksýn má sjá náttúruundrið, risann og kerlinguna.

Page 8: 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 · 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 Are you a foreign worker in or around Húsavík? The Húsavík Labor Organization represents and assists

8F R É T TA B R É F S T É T TA R F É L A G A N N A Í Þ I N G E Y J A R S Ý S L U M

Ingólfur sat fyrir aftan HafdísiHalls í rútunni. Ef hún var ekki sestáður en hann kom í rútuna varðhann alveg áttavilltur og fann ekkisætið sitt.

Fyrstu þrjár næturnar gistum viðí litlum bæ, Runavik á Austurey,með rétt um fimm hundruð íbúa ení sveitarfélaginu búa um 2.500.Þarna er ein aðalgata með mörgumverslunum, en ekkert kaffihúsfannst þar, hversu mikið sem leitaðvar. Við dvöldum á Hótel Runavik(Sjómansheimið) , en vegnaplássleysis á hótelinu voru nokkrirsem fengu íbúðarhús til umráða,sem kallað var „dánarbúið“, en hafðiekkert með þá að gera sem þardvöldu. Þar gátum við sungið ogtrallað, en í hópnum var gott söng-fólk.

Næstu daga voru farnar skoð-unarferðir vítt og breitt um eyjarnar:Suðurey, Austurey, Borðey, Konuey,Straumey og Voga.

24. júní, laugardagurFerðin á Suðurey var ógleyman-

leg fyrir þær sakir að okkur var

óvænt boðið heim til IngeborgarVinther, fremsta verkalýðsforingjaFæreyinga sem býr í Vogum áSuðurey þó hún starfi í Þórshöfn.Það er tveggja tíma sigling meðferju á milli þessara staða. Ingeborger góð vinkona Aðalsteins formannsVH en þau þekkjast í gegnumnorrænt samstarf. Krásir vorubornar fram þar til að borðiðsvignaði undan svínakjöti, skerpu-kjöti, rækjum, lifrarpylsu, áleggi,brauði, eftirrétti, kaffi, öli og víni.Fólk fór í stríðum straumum inn íbúrið hjá Ingeborgu til að sjáskerpukjötið sem hékk þar, en þaðvoru tvö læri af veturgömlumhrútum.

Þessa helgi var Jónsmessu-hátíð á Vogum á Suðurey. Viðhorfðum á mikla róðrarkeppni semþar fór fram og ungt fólk frá flestumbæ jum tók þátt í. Róður ervinsælasta íþróttin í Færeyjum áeftir fótbolta. Á þessari hátíð opnaíbúar heimili sín upp á gátt fyrirgestum og gangandi og bjóða uppá kaffi og kökur eða einhverjahressingu.

25. júní, sunnudagurÞennan dag heimsóttum við

m.a. Norðureyjarnar eða tvær afþeim: Borðey og Konuey. Frá Leirvíktil Klaksvíkur á Borðey fórum viðum nýopnuð göng, undir sjó, enþau eru svipuð á lengd og Hval-fjarðargöngin 6 – 7 km. Jarð-vegurinn sem kom úr göngunumvar notaður til uppbyggingar lands,en land er af skornum skammti íFæreyjum og þess vegna mikilsvirði. Færeyingar vilja ekki selja landaf því að það er svo verðmætt.Klaksvík er afskaplega fallegurhafnarbær og er næst stærsti bærí Færeyjum með um 4.500 íbúa.Þar skoðuðum við merka kirkju,Christianskirkju teiknuð af PeterKoch, sem var byggð utan umrisastóra altaristöflu eftir JoakimSkovgaard og upphaflega átti aðvera í dómkirkjunni í Viborg íDanmörku.

Á Konuey fórum við í sam-nefndan bæ með 60 íbúum, ótrú-lega sjarmerandi gamall bær semstendur undir fögrum fjöllum meðhamrabeltum. Til að komast þangaðókum við í gegnum einbreið göngog þeir sem komu á móti áttu aðvíkja. Þarna á Konuey féll ég fyrirFæreyjum, fegurðin og kyrrðin varsvo mikil og nú fyrst sáum við ífjallstoppana, en fyrri dagana földuþeir sig í þoku. Fjöllin genguþverhnípt, næstum lóðrétt niður ísjó. Þarna upplifði ég græna litinnsvo sterkt sem einkennir Færeyjarog nær alveg upp á fjallstoppa.

Á Austurey voru helstu bæirskoðaðir eins og Leirvík (um 865íbúar) og Fuglafjörður (um 1500íbúar). Í Leirvík skoðuðum við gervi-grasvöll og ókum fram hjá sorp-

eyðingastöð og hausaþurrkunar-stöð sem er í eigu Samherja.TilFuglafjarðar hafa húsvískir sjómennlöngum siglt, en þar er eina loðnu-bræðslan í Færeyjum. Frá verk-smiðjunni sést enginn reykur, þarsem hann er leiddur í 1.5 km göng-um út í sundið. Vegna plássleysiser útsjónarsemi Færeyingum í blóðborin og þarna höfðu þeir búið tilfrystiskáp inn í berginu sem vaktiathygli okkar. Stefnan var tekin áGjógv eða Gjána. Byggðin dregurnafn sitt af gjá sem gengur inn ílandið frá opnu hafi. Gjáin er enginsmásmíði, löng, breið og djúp,litfögur og bakkarnir grónir. Húnhefur verið notuð sem höfn og innstí henni er bátauppsátur. Gjáin ersögð góð báthöfn en hefur sjálfsagtekki verið á færi allra að taka þarlendingu í slæmu veðri. Þarna ermikil náttúrfegurð og fagurt útsýni.Í þessu fallega sveitaþorpi, þar semDalsáin rennur í gegn um, búa um50 manns.

Til að koma okkur upp í Gjáar-garðinn, þar sem við ætluðum aðdrekka kaffi, fór Sveinn með okkurí gegnum þröngar og hlykkjóttargötur á „Drottningunni“ sinni. Þaðhefði ekki verið á færi allra aðkomast klakklaust í gegnum þessaþraut, maður átti alveg eins von áað lenda inn á miðju stofugólfinu íeinhverju húsanna. Ferðamennhorfðu undrandi á rútuna mjakast

fram og aftur og liðast i gegnumhúsaþyrpinguna og upp fjallshlíðinaað farfuglaheimilinu, þar sem beiðokkar kaffi og kökur.

Frá Gjánni var farið yfir hæstafjallveg Færeyja á Slættaratindi(882 m). Ekið var að Eiðiskolli þarsem við virtum fyrir okkur um 75 mháa klettadranga út í sjó, Risann ogKellinguna, sem horfa í átt tilÍslands. Þegar búið var að myndanáttúruundrin þá var tekið til við aðmynda hópinn góða (“Kúta-grúpp”eins og ein í hópnum vildi aðhópurinn héti í höfðuð á farar-stjóranum).

Henni var eitthvað brátt í brók,brá sér ekki úr fatinu,en í æsing konan endurtók:,“ekki fara úr gatinu!”

Sveinn bílstjóri tók að sér aðmynda hópinn og til að ná öllum ámynd stóð hann í dyrunum árútunni. Steinfríður frá Þórshöfn vildiólm, ásamt fleirum, fá mynd afhópnum og hrópaði: Bíddu, stattu ígatinu” og hljóp með myndavélinatil hans.

26. júní, mánudagurVið kvöddum Runavik og fórum

smá hring um nesið og til Tóftar (um800 íbúar) til að skoða íþrótta-mannvirkin þar, fótboltavöllinn stórasem byggður var fyrir landsleik

Kempurnar, Siggi Stýrsi og Óli Jak stilltu sérupp til myndatöku við stórt hvalbein semFæreyskur bátur fékk í trollið við strendurÍslands fyrir nokkrum árum.

Sveinn fararstjóri ræðir hér við Daníel, Hallfríði og Ingólf í Mörk um eitthvað afarspennandi málefni.

Frænkurnar, Hulda Skarphéðins fráHúsavík og Hanna Sig fúsdóttir frá Hvammií Þistilfirði léttu vel af sér í Færeyjum endatókst ferðin í alla staði mjög vel.

Hér skoða Sigríður, Hafdís, María og Kolbrún listasafn í smábæ í Færeyjum.

Page 9: 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 · 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 Are you a foreign worker in or around Húsavík? The Húsavík Labor Organization represents and assists

9F R É T TA B R É F S T É T TA R F É L A G A N N A Í Þ I N G E Y J A R S Ý S L U M

(1992) með miklum áhorfenda-pöllum. Þetta er grasvöllur einn afþremur í Færeyjum, en við hliðinaer annar völlur með gervigrasi,ásamt íþróttavelli og hlaupa-brautum. Fótboltavöllurinn var áfjárlögum Tóftar í 19 ár.

Nú sáum við Risann ogKellinguna frá öðru sjónarhorni,þegar við ókum til Tjörnuvíkur semer nyrst á Straumey. Þorpið með um70 íbúa stendur við litla vík meðsandfjöru inn í firðinum og snýrbeint í norður á móti opnu hafi, þarsem Risinn og Kellingin blasa við.Þorpið er sjarmerandi og umkringtfjöllum á þrjá vegu, ekki sést til sólarí 18 vikur á ári. Húsin standa þéttsaman og göturnar eru þröngar.Vegasamband við staðinn komstekki á fyrr en 1967. Þarna er aðfinna fornminjar frá víkingatíma-bilinu. En nútíminn var ekki langtundan. Karlmaður að hengja þvottút á snúru vakti athygli margra íhópnum, þannig að ástæða þótti tilað taka myndir af fyrirbærinu! Þessifurðufugl hafði unnið á Íslandi. Hannhætti til sjós og gerðist bóndi ogsagði að það væri gott að verabóndi í Færeyjum.

Á leið okkar til Tjörnuvíkur stöns-uðum við tvisvar, annað skiptið tilað skoða Fossá hæsta fossFæreyja og hitt skiptið stoppuðumvið til að tala við bónda sem stóðupp á torfþaki og sló með orfi og ljá.Annar bóndinn í ferðinni, Tryggvi áÞverá í Reykjahverfi, stökk tilbóndans og sýndi honum hvernigbændur gera Íslandi. Ég gat ekkiséð teljandi mun enda er égviðvaningur í þessum efnum.Bóndinn hafði unnið í Grindavík ífimm ár og sagði að á Íslandi værigott að vera. Teknar voru myndir afbændunum og voru þeir sláandilíkir!

Nú var brunað til Þórshafnar íhádegisverðarboð hjá Færeyskaverkalýðsfélaginu. Ingeborg Vinthertók á móti okkur ásamt félögumsínum. Að hætti Færeyinga svign-uðu borðin undan smurðu brauði og

öðru góðgæti. Ingeborg fór stuttlegayfir starfsemina en það kom framað hún hefur starfað að verka-lýðsmálum í 26 ár og setið á þingi.Þetta er afskaplega elskuleg konaog blátt áfram. Þarna sátum við ítvo tíma í góðu yfirlæti og nutumgestrisni frænda okkar. Aðalsteinnþakkaði fyrir móttökurnar og færðiIngeborgu og félögum gjafir.

Síðasta ferðin þennan dag, enekki sú sísta, var skoðunarferð umeyjuna Voga, þar sem flugvöllurinner. Við fórum í Gásadal sem vareinn afskekktasti staður Færeyjaþar til fyrir þremur árum en þá voruopnuð þangað lítil og þröng göng. ÍGásadal búa 7 manns. Áður engöngin opnuðu þurftu íbúar í daln-um að fara fótgangandi yfir fjallið tilað draga björg í bú, en það tók þáklukkutíma að klifra upp fjallið enhálftíma að fara niður.

Náttúrufegurðin í Gásadal ermikil og mjög sérkennilegt að komaþarna. Aðalsteinn hitti háaldraðanmann sem bauð honum inn í lítiðog þröngt hús og vildi fræða hannum staðinn. Hann sýndi honumhvar farið var yfir fjallið og sagði aðsér fyndist allt annað líf síðangöngin komu! Og enn kvað Ingólfur,að þessu sinni til bílstjórans okkar:

Sigurbjarnar sonur ersómi lands og þjóða,ferðir allar þökkum þérÞær voru afbragðs góðar.

27. júní, þriðjudagurVið skráðum okkur inn á Hótel

Færeyja í gærkveldi, en nokkrirútvaldir gistu á farfuglaheimili viðhliðina sem við kölluðum “Valhöll”.

Ég hlakkaði til að fara í til

Saksunar á Straumey um morgun-inn, því ég var búin að sjá mörgpóstkort með myndum þaðan.Saksun er afar sérkennileg lítilbyggð sem stendur þröngt á millifjalla. Þar er byggðasafnið „Dúva-garður“, bóndabær og kirkja. Þvímiður var byggðasafnið lokað. Hérvar mesti hluti myndarinnar“Barbara” tekin eftir danska kvik-myndaleikstjórann Niels Malmros.

Það var mikið sungið í ferðinni. Hér taka þær lagið, Ingólfur, Árdís, Steinfríður, María,Steingerður og Hafdís.

Það var margt forvitnilegt að sjá í ferðinni, hér virða Birgir, Steingerður, Valur og Ívarfyrir sér eitt af mörgum náttúruundrum í Færeyjum. Áhuginn er greinilega mikill.

Færeyska verkalýðshreyfingin tók vel á móti félögum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslumog bauð þeim til veglegrar veislu í höfuðstöðvum þeirra í Þórshöfn.

Ingeborg fremsti verkalýðsforingi í Færeyjum bauð formanni VHN og gestum í heimsókntil sín á Suðurey. Meðal þess sem boðið var upp á var skerpukjöt af veturgömlum hrútumsem sjá má á myndinni.

Tryggvi bóndi á Þverá fékk að grípa í slátthjá Færeyskum bónda sem var að slá þakkiðá útihúsunum sínum með orf og ljá.

Page 10: 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 · 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 Are you a foreign worker in or around Húsavík? The Húsavík Labor Organization represents and assists

10F R É T TA B R É F S T É T TA R F É L A G A N N A Í Þ I N G E Y J A R S Ý S L U M

Myndin var gerð eftir sögu færeyskar i tö fundar ins Jörgen FrantzJakobsens. Myndin hans FriðriksÞórs „Dansinn“ var líka tekinnþarna. Seinna um daginn fengumvið tækifæri að skoða Saksun afsjó. Á leiðinni heimsóttum viðNorðurlandahúsið og fengum okkurléttan hádegisverð. Þetta er hiðfallegasta hús.

Sjóferðin um Vestmannabjörginverður sennilega með eftirminni-legustu ferðunum. Við tókum bátinní bænum Vestmanna (1200 íbúar)og ferðin tók um þrjá tíma. Viðsigldum í kringum há fuglabjörg, inní holur og gjár í bjarginu. Viðnotuðum hvert tækifæri til að syngjaog prófa hinn náttúrulega hljóm-burð. Það þótti við hæfi að taka„Hamraborgina“ og var bassinnokkar í hópnum best fallinn til þess.Í einu bjarginu voru nokkrar kindurá beit og vorum við að velta fyrirokkur hvernig í ósköpunum þærkæmust þangað. Skýringin var ánæsta leiti, því eigandi bátsins,fullorðinn maður, tjáði okkur aðþeim væri komið fyrir þarna ogsýndi okkur leiðina sem gengið værimeð þær upp. Síðan væru þærsóttar í september, drepnar oglátnar hanga þar til í desember, þáétnar. Þetta væri gert sportsinsvegna og bragðsins, en beitin þarnaí bjarginu væri sérstaklega góð.

Um kvöldið borðuðum við íannað skiptið mat á Marco Polo, en

nú var þetta síðasta kvöldmáltíðinokkar. Margir fengu sér hjört aðborða og smakkaðist afbragðs vel.Haldnar voru nokkrar ræður semeinkenndust af þakklæti til þeirrafélaga, Aðalsteins og Sveins, semstóðu sig með mikilli prýði í ferðinni.Sveinn hlýtur að vera bílstjóriÍslands, því hann er svo flinkur,fróður og lipur. Aðalsteinn héltstemmningunni uppi með líflegri ogbráðskemmtilegri fararstjórn. Létsér mjög annt um ferðafélagana,enda gekk allt upp. Andinn í ferðinnieinkenndist af hlýju, gleði og þakk-læti.

Steingerður er stillt, en hvað,strax ég henni unni,en aldrei fellur óhugsaðorð af hennar munni.

Steingerður Gísladóttir, sem léká alsoddi, var borðdama Ingólfs.Hann var elsti þátttakandinn en húnyngst.

28. júní, miðvikudagurSíðasta daginn skoðuðum við

okkur um í Þórshöfn, heimsóttumforminjasafnið „Föroyja Forminnis-safn“ sem er heimsóknarinnar virðiog skoðuðum í búðir. Við lögðum afstað frá Þórshöfn klukkan 18:00 íblíðskaparveðri. Enn einu sinnifengum við að skoða náttúruundrið,Vestmannbjörgin, á leið okkar út áhaf.

Aðskotahlutur af gamalli gerð.gæðastjórar ei sviku,það var nú afrek í þessari ferðað þola mig heila viku.

Þessa vísu orti Ingólfur í lokferðar, en hann kom sífellt á óvartmeð kveðskap sínum, hæversku,húmor, sönggleði og dansfimi.

Ég var svo heppin að eiga þesskost að fara í þessa skemmtileguferð með dóttur og móður. Ég þekktiengin nöfn á farþegalistanum íupphafi ferðar, nema okkar þriggja.

Þegar ferðin var hafin fór ég að getatengt andlit við nöfnin, tengt fólksaman og farþegalistinn fór aðdansa af lífi og fjöri. Ég fór aðspyrjast fyrir og komst að því aðþarna voru m.a.: aflakóngar,garðáhugafó lk, bifvé lavirki áhjólum, bóndi sem keppti í frjálsumíþróttum á yngri árum, Danir semákváðu að setjast að á Húsavík,söngfólk, hagyrðingur, dansarar og brandarakarlar. „Engin ferð er betrien fólkið sem í henni er.“

Takk fyrir mig.Sigríður Guðnadóttir

Þorgeir, Ásgeir og Ómar Vagns hvíla sig í einni skoðunarferðinni.

Page 11: 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 · 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 Are you a foreign worker in or around Húsavík? The Húsavík Labor Organization represents and assists

11F R É T TA B R É F S T É T TA R F É L A G A N N A Í Þ I N G E Y J A R S Ý S L U M

Endurskoðun kjarasamninga ávettvangi ASÍ lauk með undirritunviðauka við núgildandi kjara-samninga þann 22. júní s.l. semtekur gildi 1. júlí n.k. Samhliða þvílagði ríkisstjórnin fram yfirlýsinguum hækkun persónuafsláttar,endurskoðun á vaxtabótakerfinu,breytingar á barnabótum, lækkuntekjuskattsprósentu og aukiðfjármagn í starfsmenntun en þæraðgerðir hafa flestar ekki áhrif fyrren um næstu áramót.

Þau atriði sem hafa bein áhrif álaunak jö r e ru 5 ,5% kaup-hækkunartrygging og 15.000 kr.hækkun á umsamda launataxta.

Hvernig virkar kauphækk-unartryggingin (5,5%)?

1. Hún tekur til allra sem hafastarfað samfel l t hjá samaatvinnurekanda frá 1. júní 2005.

2. Kauphækkunartryggingintryggir ö l lum sem hafa veriðsamfellt í starfi hjá sama atvinnu-rekanda frá 1. júní 2005 5,5%kauphækkun á tímabilinu.

3. Útfærsla á kauphækkunar-tryggingu er með eftirfarandi hætti.Launamaður sem fékk umsamdalaunahækkun 1. jan. 2006 2,5% enhefur ekki fengið aðrar hækkanir átímabilinu fær 3% hækkun 1. júlí2006 (5,5% - 2,5%). Til að finna úthvað hækkunin er mikil eru allarhækkanir á tímabilinu frá 1. júní2005 dregnar frá 5,5% og efviðkomandi hefur ekki náð 5,5%kemur mismunurinn sem launa-hækkun 1. júlí 2006 . Dæmi: Hafiviðkomandi fengið 4% hækkun átímabilinu er hækkunin 1. júlí 1,5%.

15.000 kr.kauptaxtahækkun

1. Allir lágmarkskauptaxtarStarfsgreinasambands Íslands,Sjómannasambands Íslands,Lands, ísl verslunarmanna, Sam-iðnar og SA hækka um 15.000 kr.frá 1. júlí 2006 og gildir það einnigum iðnnemataxta.

2. Laun þeirra sem eru á kaup-töxtunum hækka því um 15.000 kr.frá 1. júlí 2006.

3. Lágmarkslaun (lágmarks-tekjur fyrir fullt starf) hækka í

123.000 kr. á mánuði, frá 1. júlí2006.

4. Taxtaviðaukanum er ætlað aðdraga úr því misvægi á vinnu-markaði sem myndast hefur vegnalaunahækkana hjá hinu opinbera áundanfö r num mánuðum ogmisserum.

5. Ákvæðisvinnutaxtar skuluhækka um 7,5% frá 1.7.2006.

Taxtaviðauki og launaþróunar-trygging

• Þeir sem fá 15.000 kr. taxta-v iðauka e iga ekk i ré t t álaunaþróunartryggingu til viðbótar.

• Einungis í þeim tilfellum semyfirborganir falla niður á mótitaxtahækkun eiga menn rétt álaunaþróunartryggingunni að auki.

Yfirlýsing ríkistjórnarinnar• Skattleysismörk hækka í

90.000 kr. um næstu áramót. • Persónuafsláttur mun fram-

vegis hækka í samræmi við vísitöluneysluverðs.

• Vaxtabætur verða endur-skoðaðar í haust ef í ljós kemur aðhækkun fasteignaverðs á árinu2005 hafi leitt til marktækrarskerðingar á vaxtabótum.

• Frá næstu áramótum verðabarnabætur greiddar til 18 áraaldurs í samræmi við sjá l f-ræðisaldur.

• Ríkisstjórnin mun beita sér fyrirað tekjuskattur einstaklinga lækkium 1% stig um næstu áramót.

• Vinnumarkaðurinn verðurtreystur og unnið gegn gervi-verktöku og ólöglegri atvinnu-starfsemi.

• Grunnfjárhæð ir atvinnu-leysisbóta hækka 1. júlí 2006:

• Um 15.000 kr. umfram þaðsem þegar hafði verið ákveðið.

• Hámarksfjárhæð tekjutengdraatvinnuleysisbóta hækka í 185.400kr.

• Greiðslur til aldraðra og öryrkjaverða ákveðnar til samræmis viðsamkomulag aðila vinnumarkaðar-ins og hækkun atvinnuleysisbóta.

Þeim launþegum sem viljafræðast betur um launabreytingarn-ar 1. júlí er bent á að hafa sambandvið Skrifstofu stéttarfélaganna ísíma 464-6600.

Samkomulag ASÍ og SA- laun hækka um kr. 15.000 eða 5,5% -

Samstarf FræðslumiðstöðvarÞingeyinga og VerkalýðsfélagsHúsavíkur hefur verið með miklumágætum undanfarin misseri ogætlum við sannarlega að halda þvísamstarfi áfram þrátt fyrir að nafniðFræðslumiðstöð Þingeyinga, Fræ-Þing, heyri nú sögunni til.

FræÞing sameinaðist Þekk-ingarsetri Þingeyinga undir nafniÞekkingarsetursins í byrjun júní s.l.

Nú þegar hugað er að starf-seminni á hausti komanda þá erokkur bæði ljúft og skylt að nefnatvær námsleiðir sem mikill vilji erfyrir að koma á laggirnar. Allurundirbúningur er á frumstigi ogþætti okkur fengur í því að áhuga-samir hefðu samband við okkur.

Hér er annars vegar um aðræða 120 kennslustunda nám fyrirnýbúa, kallað Landnemaskólinn.

Námið spannar eina önn ogmun líklega verða kennt síðdegisog jafnvel einstaka helgar. Námiðer auk íslenskukennslu, tölvunám,samfélagsfræði, sjálfsstyrking ogsamskipti.

Markmiðið er að gera nýbúanaokkar færari í því að aðlagast ísl-ensku samfélagi og eiga góð sam-skipti við samstarfsfólk og vinnu-veitendur.

Áætlað er að framkvæma þessanámsleið á Húsavík nú í haust.

Hins vegar er um að ræða 104kennslustunda námsleið fyrir fólk íferðaþjónustu með áherslu álaugar, lindir og böð. Hér er um aðræða mjög yfirgripsmikla fræðslufyrir þessa atvinnugrein.

Almenn skyndihjálp, sálrænskyndihjálp, samskipti, samvinnaog meðhöndlun sára, auk fræðsluum fyrirtækin og umhverfi þeirra.Þetta og margt fleira.

Vonast er til að hægt verði aðfara af stað með þessa námsleið íMývatnssveit nú í haust, en þar semkynning er á byrjunarstigi er ekkifarið að huga að mögulegumkennslutíma.

Þó er líklegt að fyrri hluti dagshenti betur fyrir þá sem vinna viðt.d. Jarðböð in. Báðar þessarnámsleiðir eru viðurkenndar afMenntamálaráðuneytinu til stytt-ingar náms í Framhaldsskóla.Byrjendanámskeið í íslensku fyrirnýbúa er einnig áætlað á haust-önninni. Ræðst það aðallega afþörfinni fyrir slíkt nám. Þá er einnigfyrirhugað “jólablandípoka” þar semskemmtileg jólatengd námskeiðverða í boði.

Boðið upp á tvær brautir

Stéttarfélagið Samstaða í Húna-vatnssýslum bauð stjórn og trún-aðarmannaráði VerkalýðsfélagsHúsavíkur í heimsókn í byrjun júní. Eins og vænta mátti tóku heima-menn vel á móti gestunum úr Þing-eyjarsýslum og buðu þeim í skoð-unarferðir, leiki og í kvöldverð.

Meðal þess sem gert var til skemm-tunar var að fara í ratleik sem heim-ilisfólkið á Gauksmýri skipulagði. Ámyndinni má sjá fólk keppast við aðkomast fyrst í mark eftir harðakeppni enda ekkert gefið eftir.Verkalýðsfélag Húsavíkur þakkarSamstöðu fyrir frábærar móttökur.

Vel tekið á móti gestum

Hátíðarhöldin komin á diskÁhugasamir geta fengið lánaðan DVD disk eðamyndbands spólu með hátíðarhöldunum 1. maíá Skrifstofu stéttarfélaganna án endurgjalds.

Page 12: 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 · 3. tbl. 17. árgangur • Júlí 2006 Are you a foreign worker in or around Húsavík? The Húsavík Labor Organization represents and assists

12F R É T TA B R É F S T É T TA R F É L A G A N N A Í Þ I N G E Y J A R S Ý S L U M