76
Vetrarhátíð Fylgir Fréttatímanum í dag Kemur með besta bjór í heimi til landsins 30. janúar - 1. feb rúar 2015 4. tölublað 6. árgangur MATUR OG VÍN 46 VIÐTAL 18 Fegin að það sé engin herskylda á Íslandi Eggert er rokk- forstjóri sem selur bensín 20 VIÐTAL Pabbi vildi fá að deyja strax Hinsta fórnin Tólf Íslendingar eru á biðlista eftir líffæri, þar af ellefu sem bíða eftir nýra og einn sem bíður eftir hjarta. Alls hafa 320 Íslend- ingar þegið líffæri en 62 hafa gefið eftir dauða sinn. Sannkölluð vakning varð í umræðu um líffæragjafir eftir að Skarphéðinn Andri Kristjánsson, 18 ára, lést á síðasta ári og gaf líffæri sín þann 29. janúar, og hvetur fjölskylda hans til að sá dagur verði dagur líffæragjafa á Íslandi. Hrefna Guðna- dóttir gaf Guðna syni sínum hluta af lifur þegar hann var ungbarn en Guðni er nú 11 ára gamall með skorpulifur og þarf nýja lifur á næstu árum. Auður Valdimarsdóttir fékk lifur úr látnu barni þegar hún var 8 mánaða gömul og í jarðarför barnsins var sagt frá því hversu margar fjölskyldur öðluðust nýtt líf vegna líffæragjafanna. Bræðurnir Hafliði Alfreð Karlsson og Þor - steinn Karlsson létust báðir langt fyrir aldur fram á sama sólarhringnum í desember 2013. Þeir höfðu margoft rætt við fjöl- skyldu sína um líffæragjöf og vildu báðir gefa líffæri sín ef til þess kæmi. Líffæragjöf Hafliða bjargaði 6 manneskjum. 52 TÍSKA Elskar pelsa og áberandi skart 12 FRÉTTAVIÐTAL Ofur- kvenleg herra- tíska í ár SÍÐA 24 60 DÆGURMÁL

30 01 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

News, newspaper, Iceland, Fréttatíminn

Citation preview

VetrarhátíðFylgir Fréttatímanumí dag

Kemur með besta bjór í heimi til landsins

30. janúar - 1. feb rúar 20154. tölublað 6. árgangur

matur og Vín 46

Viðtal18

Fegin að það sé engin

herskylda á íslandi

Eggert er rokk-forstjóri sem selur bensín

20Viðtal

Pabbi vildi fá að deyja strax

Hinsta fórninTólf Íslendingar eru á biðlista eftir líffæri, þar af ellefu sem bíða eftir nýra og einn sem bíður eftir hjarta. Alls hafa 320 Íslend-ingar þegið líffæri en 62 hafa gefið eftir dauða sinn. Sannkölluð vakning varð í umræðu um líffæragjafir eftir að Skarphéðinn Andri Kristjánsson, 18 ára, lést á síðasta ári og gaf líffæri sín þann 29. janúar, og hvetur fjölskylda hans til að sá dagur verði dagur líffæragjafa á Íslandi. Hrefna Guðna-dóttir gaf Guðna syni sínum hluta af lifur þegar hann var ungbarn en Guðni er nú 11 ára gamall með skorpulifur og þarf nýja lifur á næstu árum.

Auður Valdimarsdóttir fékk lifur úr látnu barni þegar hún var 8 mánaða gömul og í jarðarför barnsins var sagt frá því hversu margar fjölskyldur öðluðust nýtt líf vegna líffæragjafanna.

Bræðurnir Hafliði Alfreð Karlsson og Þor-steinn Karlsson létust báðir langt fyrir aldur

fram á sama sólarhringnum í desember 2013. Þeir höfðu margoft rætt við fjöl-

skyldu sína um líffæragjöf og vildu báðir gefa líffæri sín ef til þess

kæmi. Líffæragjöf Hafliða bjargaði 6 manneskjum.

52tísKa

Elskar pelsa og áberandi skart

12FréttaViðtal

ofur-kvenleg herra-tíska í ár

ÚTSA

LA

30-5

0%

AFSL.

síða 24

60 Dægurmál

Friðrik gerður að heiðursborgaraFriðrik Ólafsson, stórmeistari í skák, var gerður að heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða, á miðvikudag. Friðrik er sjötti einstaklingurinn sem gerður er að heiðursborgara Reykjavíkur-borgar. Þeir sem hlotið hafa þessa nafnbót áður eru; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir árið 1975, Vigdís Finnbogadóttir árið 2010, Erró árið 2012 og Yoko Ono árið 2013. Friðrik er fæddur árið 1935 og varð Ís-landsmeistari í skák aðeins 17 ára gamall. Hann varð Norðurlandameistari árið eftir og stórmeistari í skák árið 1958, fyrstur íslenskra skákmanna.

43 sagt upp í LandsbankanumLandsbankinn hefur ákveðið að segja upp 43 starfsmön-num vegna breytinga á rekstri og hagræðingar. Þrjátíu starf-

smönnum var sagt upp í höfuðstöðvum bankans og þrettán í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Óvissa er um hvort afgreiðsla bankans verður áfram rekin í flugstöðinni en uppsagnirnar í höfuðstöðvunum eru meðal annars sagðar vera vegna þess að úrvinnslu á málum tengdum hruninu er lokið.

Kanínukjöt vinsæltVinsældir kanínukjöts hér á landi hafa aukist mikið að undanförnu. Fyrirtækið Kanína ehf. fyrir norðan stefnir á að slátrað verði einu sinni í mánuði framvegis. Birgit Kositzke, eigandi fyrirtækisins, segir

í samtali við Bændablaðið að verð á íslensku kanínu-

kjöti verði svipað og á nautalund. Eskja í Reykjavík hefur

umboð fyrir kanínukjötið.

Algengt að reynt sé að svindla á fólkiTæp lega 73% Íslend inga, 18 ára og eldri, hafa lent í því að reynt hafi verið að svindla á þeim eða svíkja af þeim fé. Þetta kem ur fram í nýrri könn un Capacent Gal-lup. Tæp lega 52% segja að óprúttn ir aðilar hafi haft sam band í gegn um tölvu póst, rúm 30% í gegn um síma og tæp lega fjórðung ur seg ir að sam band hafi verið haft í gegn um SMS-skilaboð.

R annsóknir erlendis gefa mis-vísandi upplýsingar, margar hverjar segja heimafæðingar

vera öruggar, og jafnvel öruggari en sjúkrahúsfæðingar, en svo eru aðrar sem gefa til kynna ákveðna hættu fyrir barnið. Þess vegna ákváðum við að rannsaka heimafæðingar,“ segir Berglind Hálfdánsdóttir, ljós-móðir og doktorsnemi. Rannsóknin tók aðeins til hraustra kvenna í lág-um áhættuhópi.

Enginn sjáanlegur munur á út-komu barnanna„Við fundum engan marktækan mun á útkomu barnanna svo það er erfitt að fullyrði um þann þátt með vissu. En við sjáum marktæk-an mun í inngripum við fæðingar-ferlið. Bæði með hríðaörvun með lyfjum og mænurótardeyfingu og við sjáum aukna tilhneigingu til al-varlegra blæðinga hjá konum sem fæða á sjúkrahúsum. Þar virðist því vera kominn í ljós skýr áhættu-þáttur fyrir þær konur sem velja að fæða á sjúkrahúsi. Þannig að ef við viljum draga úr inngripum og hættulegum blæðingum hjá kon-um eftir fæðingu, þá getur heima-fæðing verið ein af þeim leiðum sem við getum farið til þess,“ segir Berglind en næsta skref í hennar rannsóknunum mun einmitt vera að skoða hvaða þættir teljast til áhættuþátta fyrir heimafæðingu og hvaða ekki.

Fleiri ljósmæður kjósa heima-fæðingar

Hlutfall heimafæðinga á Íslandi er 2,2% og fer sífellt hækkandi. Berg-lind telur að aukin upplýsinga-öflun útskýri það að hluta til en annað sem skipti máli eru breyttar áherslur í ljósmæðranáminu.

„Fyrir aldamót fór ljósmæðra-námið í fyrsta sinn inn í Háskól-ann sem sjálfstæð fræðigrein sem er stýrt af ljósmæðrunum sjálfum, en áður fyrr var námið í höndum lækna. Þá fór að verða miklu sterk-ari hugmyndafræði ljósmæðra um eðlilega fæðingu, þær hugmyndir að fæðing eigi að vera eðlileg þar til annað kemur í ljós. Og þá fara hlutir eins og heimafæðing að eiga

meira upp á pallborðið. Þannig að það er ekki bara fjölgun á konum sem vilja eiga í heimahúsi, heldur líka á ljósmæðrum sem vilja sinna heimafæðingum.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

BaRnsBuRðuR Rannsókn ljósmóðuR og doktoRsnema

Með aukinni þekkingu verða heimafæðingar sífellt vinsælli og á Íslandi er tíðni þeirra sú hæsta á Norðurlöndunum, eða 2,2%. Rannsókn Berglindar Hálfdánsdóttur, ljósmóður og doktorsnema, um útkomu heimafæðinga á Íslandi sýnir að fæðingar á sjúkrahúsum leiða frekar til alvarlegra blæðinga hjá móður en fæðingar í heimahúsum.

Heimafæðingar ekki áhættusamari en fæð-ingar á sjúkrahúsum

Hátt hlutfall heimafæðinga í HollandiÁ Íslandi er tíðni heimafæðinga sú hæsta á Norðurlöndunum, eða 2,2% allra fæðinga, og aðeins tvö Evrópu-lönd eru með hærri heimafæðinga-tíðni, Bretland og Holland. Tíðnin er nokkrum prósentum hærri hjá Bretum en Íslendingum en Hollendingar eru með hátt í 30% tíðni. Áður en að sýklalyfin komu til sögunnar var konum ráðlagt að fæða ekki á sjúkrahúsum vegna smithættu. Allar fæðingar, hér og annarsstaðar, áttu sér alltaf stað í heimahúsum þangað til um miðja síðustu öld, þegar það varð hálfgert tískufyrirbæri að eiga á sjúkrahúsum. Allt í einu þótti mun öruggara að eiga á sjúkrahúsum og á aðeins örfáum áratugum varð það al-gjört norm. En einhverra hluta vegna varð það aldrei normið í Hollandi, þar sem heimafæðing telst til grunn-þjónustu innan heilbrigðiskerfisins en ekki jaðarþjónustu.

Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir og doktorsnemi: „Ef við viljum draga úr inngripum og hættulegum blæðingum hjá konum eftir fæðingu, þá getur heimafæðing verið ein af þeim leiðum sem við getum farið til þess.“

FjölmiðlaR FjáRhagsstaða RÚV Bætt með Útleigu

Mötuneyti RÚV fært niður í bílakjallara„Það var fyrirhugað að leigja út 1000 fermetra, en með þessum samningi er verið að leigja út 2000 fermetra sem er meira en við vonuðumst eft-ir,“ segir Hildur Harðardóttir, fram-kvæmdarstjóri hjá RÚV.

Stórum áföngum var náð í lóða- og leigumálum Ríkisútvarpsins í gær en þá voru afgreiddar þrjár samþykktir í borgarráði sem snúa að lóð og húsnæði við Efstaleiti. Í fyrsta lagi var forsögn að sam-keppnislýsingu um deiliskipulag Efstaleitis samþykkt. Samhliða því staðfesti borgarráð samkomulag

við Ríkisútvarpið um uppbyggingu lóðar. Í þriðja lagi var samþykktur leigusamningur þar sem Reykjavík-urborg tekur á leigu hluta Útvarps-hússins til fimmtán ára.

Þar stendur til að starfrækja þjónustumiðstöð Laugardals, Háa-leitis og Bústaða sem er nú til húsa í Síðumúla og eru starfsmenn 500 talsins. Reykjavíkurborg stefnir að því að hefja starfsemi í Efsta-leiti í vor.

„Þjónustumiðstöðin tekur yfir fjórðu og fimmtu hæðirnar alveg, með smá hluta af þriðju hæðinni

sem og hluta af annarri hæðinni. Þjónustumiðstöðin verður svo með sameiginlegan inngang og móttöku með RÚV,“ segir Hildur. Stefnt er að því að mötuneyti Ríkis-útvarpsins, sem áður var á fimmtu hæðinni, flytjist í núverandi bíla-kjallara, þar sem verður opnað út til suðurs og gert samkomusvæði utandyra sem nýtist öllu húsinu. „Það er ljóst að við þurfum að færa auglýsingadeildina og fjármála-deildina innar á annarri hæðinni þar sem deildirnar eru nú þegar og hafist verður handa við þessar

breytingar á næstu misserum,“ segir Hildur.

Þessar samþykktir eru stórir áfangar fyrir Ríkisútvarpið en sem kunnugt er hefur verið unnið að endurskipulagningu RÚV síðan nýir stjórnendur tóku við síðastliðið vor. Þessar aðgerðir eru fallnar til þess að bæta fjárhagsstöðu Ríkisút-varpsins. Leigusamningurinn fær-ir Ríkisútvarpinu leigutekjur upp á tæplega 60 milljónir króna á ári auk þess sem ýmis rekstrarkostnaður fasteignarinnar lækkar við þessa breytingu. -hf

Þjónustumiðstöðin tekur yfir fjórðu og fimmtu hæðirnar alveg, með smá hluta af þriðju hæðinni sem og hluta af annarri hæðinni. Ljósmynd/Hari

2 fréttir Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

– FULLT HÚS ÆVINTÝRA

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA

RISA-RISA-ÚTSALAÚTSALA

20–70% afsláttur af öllum vörum

SKOTVEIÐI

STANGVEIÐI

ÚTIVISTARFATNAÐUR

FERÐAVÖRUR

SLEÐAVÖRUR

REIÐHJÓL

SKÓR

REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 AKUREYRI • Tryggvabraut 1–3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16

KOMDU OG GERÐU GÓÐ KAUP!

ellingsen.is

OPIÐ Á SUNNUDAGINN

KL. 12–16Í REYKJAVÍK

COLUMBIA PEAKFREAK GÖNGUSKÓR Stærðir 41–47

11.990 KR. VERÐ ÁÐUR 22.690 KR.

MUCKBOOT ARCTIC SPORT KIDS 30 STÍGVÉL Stærðir 30–37

5.990 KR. VERÐ ÁÐUR 11.990 KR.

COLUMBIA POWDERBUG BARNAKULDASKÓRStærðir 32–39

5.476 KR.VERÐ ÁÐUR 13.690 KR.

DIDRIKSONS RONJA ÚLPAStærðir 36–48

14.990 KR.VERÐ ÁÐUR 24.990 KR.

50% AFSLÁTTUR

60% AFSLÁTTUR

40% AFSLÁTTUR

47% AFSLÁTTUR

Demantshringar frá 80.000 kr.

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

Minnkandi n-átt og suMs staðar él n- og a-lands.

Höfuðborgarsvæðið: Heiðríkt og dálítið frost.

kaldur og stilltur vetrardagur.

Höfuðborgarsvæðið: Bjart til að Byrja með én él síðdegis.

snjóMugga og Hæg v-átt, einkuM sv- og v-lands. bjart eystra.

Höfuðborgarsvæðið: snjódrífa með köflum og vægt frost.

frost á frónin-áttin gengur niður um helgina og horfur eru fínasta veðri á morgun laugardag um land allt. nokkð bjart verður víða eða skýjað af háskýjum og fremur stillt. frost nær tveggja stafa tölu inn til landsins. alveg kjörið veður til

að viðra sig og sína! spáð er meiri raka á sunnudag með grunnu lægðar-

dragi. snjómugga eða éljagangur víða vestantil á landinu og dregur þá jafnframt úr frosti. Hlánar næst ekki fyrr en upp úr miðri viku.

-5

-4 -4-3

-7-3

-5 -9-8

-13

-1

-4 -8-12

-4

einar sveinbjörnsson

[email protected]

vikan sem var

vill Hannes í 2-3 ára fangelsiSér­stak­ur­sak­sókn­ari­tel­ur­hæfi­legt­að­Hann­es­Smára­son verði dæmd ur í 2-3 ára fang elsi fyr ir fjár drátt í Sterl­ing­málinu.­Mál­flutn­ing­ur­í­mál­inu­var­í­Héraðsdómi reykja vík ur í vikunni.

Vill breyta spítala í hótelstofnás ehf. átti hæsta tilboðið í st. jósefsspítala, upp á 85 milljónir króna. ríkið á 85 prósent hlut í spítalanum en­Hafnarfjarðarbær­fimmtán­prósent.­tilboðið hljómar upp á 22% af fast-eignamati, að sögn viðskiptablaðsins. stofnás hyggst breyta st. jósefsspítala í 40 herbergja hótel.

15%nemenda á landsbyggðinni verja fjórum klukkustundum eða meira í notkun samskiptamiðla á netinu á hverjum degi. rúm 14% nemenda á höfuðborgarsvæðinu eyða fjórum tímum­eða­meira­í­Facebook­og­fleiri­miðla. Þetta kem ur fram í skýrsl unni ungt fólk 2014

Hafnaði í áttunda sætiSig­urður­Helga­son,­yfi­r­mat­reiðslu­meist ari grills ins á Hótel sögu, varð í átt unda sæti í loka keppni mat reiðslu-keppn inn ar Bocu se d’or sem hald in var í lyon. sigurvegarinn var frá noregi.

Sigmundur Ernir ráðinn dagskrárstjórisig mund ur ern ir rún ars son hefur verið ráðinn dag skrár stjóri á nýrri sjón-varpstöð sem heit ir Hring braut og fer í loftið um miðjan fe brú ar. um er að ræða ókeypis sjónvarps- og vefmiðil. meðal dagskrárgerðarfólks á Hring-braut verða margrét marteinsdóttir, rakel garðarsdóttir og karl ágúst Úlfsson. Þorsteinn Pálsson, margrét kristmannsdóttir og Þorgerður katrín gunnarsdóttir verða meðal pistlahöf-unda.

s aga okkar Íslendinga var mis-notuð og nánast skrumskæld í aðdraganda hrunsins á árum

útrásarinnar þegar ráðamenn og viðskiptajöfrar þóttust sjá beina tengingu á milli sjálfra sín og hug-rakkra víkinga og landkönnuða,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagn-fræðingur og einn þeirra fræði-manna sem fjalla um aðdraganda og eftirköst bankahrunsins í bókinni „Gambling Debt: Iceland’s Rise and Fall in the Global Economy“.

Guðni segir að þessi ímynd hafi verið meingölluð og hreinlega til skaða. Hann beinir einnig spjótum að sagnfræðingum og öðrum fræði-mönnum. „Við vorum kannski ekki nógu dugleg að benda á hvað þetta stóð á veikum grunni. Þjóðir vilja sögur af uppruna sínum og við stóðum okkur ekki nógu vel í að búa til valkost við þessa misnotkun á sögunni. Sagnfræðingar þurfa að leggja meiri áherslu á að skrifa, ekki bara fyrir þröngt fræðasam-félag, heldur fyrir almenning. Ef við gerum það ekki þá gera hinir það og við hefðum þurft að taka meiri þátt í samræðum líðandi stundar og sýna fólki að fullyrðingar útrásar-víkinga sem arftaka víkinga stenst ekki,“ segir hann.

Gísli Pálsson, prófessor í mann-fræði við Háskóla Íslands, er annar ritstjóra bókarinnar en hann segir að uppleggið hafi verið að fá höf-unda úr félags- og hugvísindum til að varpa ljósi á bankahrunið í víðara samhengi en áður og sýna á því nýja fleti. Meðal greinahöfunda er Vilhjálmur Árnason heimspeki-prófessor sem var í vinnuhópi um siðferði sem vann með rannsóknar-nefnd Alþingis að skýrslunni um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna en grein hans ber yfir-skriftina „Something Rotten in the State of Iceland.“ Tinna Grétars-dóttir mannfræðingur fjallar um listageirann og hvernig listamenn gengu á mála hjá auðmönnum og voru allt að því keyptir þegar leikar stóðu sem hæst.

Í tilefni af útgáfu bókarinnar efnir félags- og mannvísindadeild Há-skóla Íslands til hádegisfyrirlesturs í dag, föstudag, milli klukkan 12 og 13 í Odda þar sem nokkrir höfunda bókarinnar kynna rannsóknarnið-urstöður sínar og sitja fyrir svörum. Bókin er aðgengileg á slóðinni Upcolorado.com/book/3341

erla Hlynsdóttir

[email protected]

Hrunið BankaHrunið er skoðað í víðara samHengi í nýrri Bók

Íslandssagan mis-notuð í útrásinnisú ímynd sem ráðamenn og útrásarvíkingar sköpuðu sér með því að líkja sér við hugrakka víkinga var til skaða, segir guðni th. jóhannesson sagnfræðingur. Hann er einn þeirra fræði-manna sem fjalla um bankahrunið í bókinni „gambling debt: iceland’s rise and fall in the global Economy“.­Ritstjóri­bókarinnar­segir­að­þar­hafi­verið­lagt­upp­með­að­sýna­bankahrunið­í­víðara­samhengi með aðstoð fræðimanna úr félags- og hugvísindum.

listamað-urinn goddur tók myndina sem prýðir forsíðu bókar-innar í mótmæl-um eftir banka-hrunið fyrir utan alþingishúsið.

I c e l a n d ’ s R i s e a n d F a l l i n t h e G l o b a l E c o n o m yE . P a u l D u R R E n b E R G E R

a n d G I s l I P a l s s o n

guðni th. jóhannesson sagnfræðingur segir útrásarvíkinga hafa misnotað söguarf íslendinga í aðdraganda hrunsins.

Ljós

myn

d/H

ari

gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla íslands, er annar ritstjóri bókarinnar „gambling debt: iceland’s rise and fall in the global economy“.

4 fréttir Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Fylgdu okkur á facebook.facebook.com/kiamotorsisland

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.

Kia Rio bíður þín í Öskju, Krókhálsi 11. Komdu og prófaðu, við tökum vel á móti þér.

Nútímatækni og hönnun hafa skilað kraftmiklum gæðabíl — einum sparneytnasta dísilbíl heims. Hann eyðir um 3,6 l/100 km í blönduðum akstri og magn CO2 í útblæstri er mjög lítið. Þess vegna má leggja honum frítt í Reykjavík, 90 mínútur í senn. 7 ára ábyrgð fylgir nýjum Kia Rio sem gildir til ársins 2022.

Kia Rio LX 1,1 — dísil, beinskiptur.

Verð frá 2.550.777 kr. Eða 37.777 kr. á mánuði í 84 mánuði*

*Mánaðarleg afborgun miðast við 10% útborgun og bílalán til 84 mánaða. Bílalánstölur eru viðmiðunarverð og geta breyst án fyrirvara.

8.990FULLT VERÐ: 11.990

– fyrir lifandi heimili –

R e y k j a v í k o g A k u r e y r i

E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0

w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s

Riii i i i i isa

AFSLÁTTUR%

LOKA-

HELGINRii i i i i i isa

%LOKA-

HELGIN

ÚTSALA

70ALLT AÐ

SYLVESTER borðstofustólar.

Svartir, hvítir og gráir.Með svörtum löppum

COSMO TUNGUSÓFI

35%AFSLÁTTUR

ÚTSALA

129.993FULLT VERÐ: 199.990

Svart bundið leður á slitflötum. Stærð: 224 x 146 H:86 cmHægri- eða vinstri tunga

184.995FULLT VERÐ: 369.990

50%AFSLÁTTUR

ÚTSALA

Stærð: 220x84 H:75 cm. Vandað dökkbrúnt leður og viðarfætur

CLARK 3JA SÆTA LEÐURSÓFI

25%AFSLÁTTUR

ÚTSALA

EMPIRE La-z-boy stóll. Ljóst áklæði. B:80 D:70 H:102 cm.

49.990FULLT VERÐ: 89.990

EMPIRE49.990

44%AFSLÁTTUR

ÚTSALA

líklega besta sæti í heimi!

Tækni Íslensku vefverðlaunin veiTT Í Gamla bÍói Í daG

Endalausir möguleikar í vefhönnun„Þetta er stór dagur og mikil stemning,“ segir Rósa Stefáns-dóttir, formaður SVEF, Samtaka vefiðnaðarins, sem veita Íslensku vefverðlaunin í dag. „Flokkarnir eru 12 í ár og hafa aldrei verið jafn margir. Mest spennandi flokkur-inn er án efa „Besti íslenski vef-urinn“ sem eru mjög eftirsóknar-verð verðlaun. Einnig vekur alltaf athygli hvaða vefur er kosinn með besta útlitið og viðmótið, það eru þeir vefir sem þykja fallegastir á að líta,“ segir Rósa. Breytingarnar í vefhönnun taka hröðum breyting-

um og segir Rósa þetta vera mjög spennandi vinnuumhverfi.

„Mestu breytingarnar urðu með snjallsímunum fyrir vefhönnuði og forritara,“ segir Rósa. „Í dag fara allir á netið í símanum og því þurfa allir vefir að vera með snjallsíma-útgáfu af sínum vefjum. Það er gríðarlega hröð þróun í tækninni og á hverju ári kemur eitthvað nýtt í tísku. Í dag þykir til að mynda mjög f lott að vera með stærri myndir, stærra letur og að vefur-inn hreyfist með þínum aðgerðum eins og skrolli,“ segir Rósa. „Vef-

hönnuðir þurfa að fylgjast vel með og það er hreinlega krafist þess að þeir læri fagið upp á nýtt á nokk-urra ára fresti,“ segir hún. „Þetta er mikil ögrun og um leið mjög skemmtilegt.“

Íslensku vefverðlaunin verða veitt í Gamla bíói í dag klukkan 17. -hf

Stór dagur í dag, segir Rósa Stefáns-dóttir, formaður Samtaka vefiðnaðar-ins. Ljósmynd/Hari

Byrjað er að taka við skráningum í forprófanir á hugbúnaði sem gerir fólki kleift að fylgjast með verðlagsþróun í verslunum í rauntíma. Verkefnið kallast Strimillinn og taka notendur mynd af kassastrimlinum sínum og senda inn í gagnagrunn. Notendur geta einnig notað hugbúnaðinn til að fylgjast með eigin innkaupum og meta hvort breyta þurfi kauphegðun.

neyTendur sTrimillinn fylGisT með verðbreyTinGum Í verslunum

T aki margir þátt í verkefninu þýðir þetta að neytendur geta alltaf séð hvar lægsta verðið er á hverri vöru

og hagað verslun samkvæmt því og séð hvort þróun verðlags er sanngjörn og eðli-leg. Síðan geta menn einnig notað kerfið til að fylgjast með eigin neyslu,“ segir Hugi Þórðarson hjá hugbúnaðarhúsinu Loftfar-ið sem stendur að þróun hugbúnaðar sem gerir neytendum kleift að fylgjast með verð-lagsþróun í verslunum í rauntíma. Um tvær vikur eru liðnar síðan byrjað var að taka við skráningum í forprófanir á hugbúnað-inum og hafa nokkur hundruð manns þegar skráð sig.

Stofnendur og eigendur Loftfarsins eru þrír gamlir vinir sem ákváðu að taka höndum saman, þeir Sindri Bergmann sem sér um hönnun og þróun, og Lee Roy Tipton sem sér um hugbúnaðarþróun og ráðgjöf, ásamt Huga. Hugmyndin að baki Strimlinum kom upphaflega árið 2008 þegar verðlag hækkaði í verðbólguskoti og Hugi byrjaði að safna innkaupastriml-um. Það var hins vegar ekki fyrr en í kjöl-far breytinga á skattþrepum sem vinnan fór á fullt.

Strimillinn virkar þannig að notendur taka mynd af innkaupastrimlinum sínum og senda í tölvupósti á [email protected] en þegar er byrjað að taka við striml-um. Brátt geta notendur skráð sig inn á vef Strimilisins og fylgst með því hvar, hvað og hvenær þeir hafa verslað, og hvort þeir geta háttað innkaupum með hagstæðari hætti. Þegar til lengri tíma er litið er stefnan tekin á að búa til sérstakt app fyrir Strimilinn. Enn er nokkuð í að verkefnið verði fullunn-ið en Hugi segir að ekki hafi staðið til að kynna það alveg strax. „Þetta spurðist út og fór að vinda upp á sig. Við lítum bara á þetta sem spark í rassinn,“ segir Hugi. Þeir hafa ennfremur skráð Strimilinn í frum-kvöðlakeppnina Gulleggið en tilkynnt verð-ur í febrúar hvaða verkefni komast í úrslit. „Akkúrat núna erum við að vinna að því að þetta verði algjörlega sjálfvirkt, að þegar menn senda inn strimil þá lesist hann rétt inn í kerfið og að unnið verði úr gögnunum þannig að fólk fái gagnlegar upplýsingar um sína neyslu og verðlag,“ segir hann.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Finnur alltaf besta verðið

Aðstandendur Strimilsins og stofn-endur Loftfarsins, þeir Hugi Þórðarson, Sindri Bergmann og Lee Roy Tipton. Mynd úr einkasafni

Neytendur geta alltaf séð hvar lægsta verðið er á hverri vöru og hagað verslun samkvæmt því.

Með tilkomu Strimilsins verður mun auðveldara að fylgjast með verðlagi í verslunum og gera samanburð. Mynd/Hari

6 fréttir Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

VINNUR ÞÚ HELGARREISU?

KOMDU ÚT AÐ AKAMEÐ OPEL!

Komdu til okkar og reynsluaktu nýjum OpelReykjavíkTangarhöfða 8Sími: 590 2000

REYNSLUAKTU OPEL TIL ÞÝSKALANDS!

ReykjanesbærNjarðarbraut 9Sími: 420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Verið velkomin í reynsluakstur.

Nánari upplýsingar: opel.is • benni.isVið erum á Facebook

Komdu í Opel salinn, Tangarhöfða 8 eða Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ og reynsluaktu Opel.Þú ferð í vinningspott og átt möguleika á að vinna glæsilega borgarferð fyrir tvo til Þýskalands.

Bílabúð Benna og Lykill gera þér kleift að eignast nýjan Opel með 10% útborgun.

Í sátt og samlyndivið náttúru og menn

Reykjavíkurborg styður Reykjavíkurskákmót næstu ára og leggur einnig til hús-næði fyrir Evrópumót skák-landsliða sem haldið verður í Reykjavík 2015. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gunnar Björnsson, for-seti Skáksambands Íslands, skrifuðu undir samstarfs-samning þess efnis á þriðju-daginn.

Borgin mun styrkja EM 2015 með endurgjalds-lausum afnotum af húsnæði

Íþrótta- og sýningarhallar-innar í Laugardal. Mótið hér-lendis verður kynning fyrir Reykjavík og mun Skáksam-band Íslands kynna borgina sem best í aðdraganda móts-ins. Sérstakri samstarfs-nefnd verður komið á lagg-irnar vegna viðburðarins.

Þá styrkir Reykjavíkur-borg árleg Reykjavíkurskák-mót til ársins 2017 og nemur heildarfjárhæð stuðnings-ins tæplega 11,5 milljónum króna.

skák reykjavíkurskákmót og evrópumót skáklandsliða

Borgin styður Skáksambandið

Dagur og Gunnar semja í réttu umhverfi.

B lönduð miðborgarbyggð er fyrir-huguð á svokölluðum Kirkjusand-sreit, atvinnu- og íbúðarhúsnæði

þar sem gert er ráð fyrir um 300 nýjum íbúðum, en í gær, fimmtudag, var undir-ritaður samningur milli Íslandsbanka og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu, skipulag og skiptingu reitsins. Um er að ræða heildarskipulag fyrir lóðirnar Kirkjusand 2, þar sem höfuðstöðvar Ís-landsbanka eru í dag og Borgartún 41, sem oft er kölluð Strætólóð.

Vinna við nýtt deiliskipulag fyrir reit-inn er þegar hafin og verður það kynnt fyrir hagsmunaaðilum og almenningi á næstu vikum og mánuðum, samhliða formlegu auglýsingarferli.

„Á Kirkjusandsreit er fyrirhuguð blönduð miðborgarbyggð. Reitnum verð-

ur skipt upp í nokkrar lóðir og er bygg-ingarmagn í heild áætlað um 75 – 85 þúsund fermetrar. Um helmingur bygg-ingarmagns verður atvinnuhúsnæði, skrifstofur og þjónusta, en gert er ráð fyrir um 300 nýjum íbúðum á svæðinu. Reykjavíkurborg mun ráðstafa þremur íbúðarhúsalóðum. Allar núverandi bygg-ingar á reitnum, fyrir utan aðalskrif-stofuhúsnæði Íslandsbanka, munu víkja til að rýma fyrir uppbyggingu.

Markmið með deiliskipulagi svæðis-ins er gera mannvænt og fallegt um-hverfi í samræmi við áherslur í Aðal-skipulagi Reykjavíkur. Göturými verða hönnuð jafnt fyrir alla ferðamáta og lögð verður áhersla á fjölbreytt græn svæði, nærþjónustu og gæði byggðar. Gert er ráð fyrir almenningstorgi og listaverk-um á svæðinu. Bílageymsla verður stað-sett undir torginu og mun hún nýtast íbúum utan skrifstofutíma í bankanum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.

Íslandsbanki hyggst sameina alla höfuðstöðvastarfsemi sína á einum stað á Kirkjusandi. Til þess að það megi verða ætlar bankinn að byggja um 7.000 fermetra viðbyggingu við suðvesturenda núverandi skrifstofuhúsnæðis. Áætlað er að framkvæmdir við viðbyggingu hefjist í lok þessa árs og að þær taki um 2 ár.

Jónas Haraldsson

[email protected]

skipulag samstarf reykjavíkurBorgar og íslandsBanka

Um 300 nýjar íbúðir og at-vinnuhúsnæði á KirkjusandiAllar núverandi byggingar á Kirkjusandsreitnum, fyrir utan aðalskrifstofuhúsnæði Íslandsbanka, munu víkja til að rýma fyrir uppbyggingu.

Um helmingur byggingar-magns verður atvinnu-húsnæði, skrifstofur og þjónusta, en gert er ráð fyrir um 300 nýjum íbúðum á svæðinu.

Allar núverandi byggingar á reitnum, fyrir utan aðalskrifstofuhúsnæði Íslandsbanka, munu víkja til að rýma fyrir uppbygg-ingunni. Ljósmynd/Hari

5. febrúar kl. 9 -11 í aðalskrifstofumPóstsins, Stórhöfða 29. Á fundinum verður farið yfir hvernig hægt er að stofna netverslun með einföldum hætti, koma henni á framfæri og önnur tengd efni eins og hvernig tollamál virka og fleira. Fundurinn hentar vel einstaklingum sem hyggjast stofna netverslun og fyrirtækjum sem hafa velt fyrir sér að setja upp netverslun en ekki tekið skrefið til fulls.

Fyrirlestrar

Hvernig er hægt að stofna vefverslun með einföldum hætti? Garðar H. Eyjólfsson, smartmedia.is Hvernig á að koma vefverslunum á framfæri? Sigrún Ásta Einarsdóttir, Hvíta húsið

Hinir ýmsu afhendingarmöguleikarElvar Bjarki Helgason, Pósturinn

Útflutningur – Einfalt mál?Halla Garðarsdóttir, Pósturinn

Hvernig á að selja á Ebay? – Reynslusaga Gylfi Gylfason, Símabær

PÓSTURINN BÝÐUR ÁMORGUNVERÐARFUND UM NETVERSLUN

Skráning á [email protected]

8 fréttir Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Vor 3 21. apríl - 3. maí

Sardinía & Korsíka

Bókaðu núna á baendaferdir.isSími 570 [email protected]íðumúla 2, 108 Reykjavík

Glæsileg eyjaferð til Sardiníu og Korsíku, þar sem við ferðumst um stórbrotna náttúru með mikilli gróðursæld milli lítilla krúttlegra þorpa. Gullinn sandur, sægrænt haf og ilmur frá Macchia gróðri rammar inn ótrúlega upplifun um þessar fögru eyjar.

Verð: 298.100 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

haf og ilmur frá Macchia gróðri rammar inn ótrúlega

Spör

ehf

.

Fararstjóri: Þóra Valsteinsdóttir

Þ að versta við leigumark-aðinn er óvissan. Maður veit ekkert hvenær manni

verður næst sagt upp,“ sagði einn af viðmælendum Fréttatímans aðspurður hvernig væri að vera á leigumarkaðinum í Reykjavík í dag. „Við erum með tvö börn á leikskólaaldri sem bráðlega byrja í skóla svo það skiptir okkur miklu máli að þurfa ekki að flytja á næst-unni. Við vorum í heilt ár að finna þessa íbúð og höfum verið hér í tvö ár, en nú hefur okkur verið sagt upp leigunni og þurfum að fara út innan þriggja mánaða.“ Viðmælandinn býr í 85 fermetra, þriggja herbergja íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur með sambýlismanni og tveimur börnum. Íbúðina leigja þau á 190.000 krónur og segja það vel sloppið.

Ekki mikill munur milli hverfaÍ könnun sem Capacent gerði fyrir Reykjavíkurborg í nóvember á síðasta ári kom fram að 56% að-spurðra vildu búa í mið- og vest-urbæ Reykjavíkur og að á næstu þremur árum yrði mest eftirspurn eftir tveggja herbergja íbúðum á þessu svæði. Það er í takt við stöðuna á markaðinum í dag en langmesta eftirspurnin er eftir litlum, eins til tveggja herbergja, íbúðum á svæðinu vestan Kringlu-mýrarbrautar. Meðalverð á því svæði er samkvæmt Þjóðskrá um 115.000 krónur fyrir 40 fermetra. Meðalverð í sveitarfélögum höfuð-borgarsvæðisins fyrir þriggja her-bergja íbúð er frá 1635 krónum í Kópavogi og upp í 1990 krónur í Reykjavík, sem þýðir að það kostar að meðaltali um 170.000 að leigja

85 fermetra íbúð í vesturhluta Reykjavíkur en tæpar 140.000 krónur í Kópavogi.

„Það fer virkilega í taugarnar á mér þegar fólk spyr af hverju ég flytji ekki bara í Breiðholt,“ segir annar viðmælandi. „Það er skítt að geta ekki lengur búið þar sem maður ólst upp en auk þess er ekkert mikið ódýrara að leigja í öðrum hverfum. Það er alls-staðar dýrt að leigja. Þetta er bara ömurlegt ástand og við sjáum ekki hvernig við komumst úr því. Það er ódýrara að borga af íbúðal-ánum en leigu en við getum ekki lagt krónu í sparnað því leigan er svo há.“

Lítið af leiguíbúðum í bygginguLengi hefur legið ljóst fyrir að brýn þörf er fyrir leiguíbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Viljinn virðist vera til staðar hjá ráða-mönnum, samningar hafa verið undirritaðir en ekki hefur mörgu verið hrint í framkvæmd. Reykja-víkurborg gerir ráð fyrir byggingu 2500 til 3000 leigu- og búseturétt-aríbúða á næstu árum í samstarfi við einkaaðlila. Stærstur hluti þeirra er hugsaður fyrir náms-menn og aldraða, en þær eru enn á skipulagsstigi. Á þessu ári stefnir borgin á að byggja 1.900 íbúðir, bæði til leigu og sölu. Nú þegar hefur 16 reitum á vinsælasta svæði borgarinnar, vestan Kringlumýrar-brautar, verið úthlutað til ýmissa einkaaðila. Þar af er einn reitur fyrir fyrir búseturéttaríbúðir og einn fyrir námsmannaíbúðir. Hús-næðissamvinnufélagið Búseti er langt komið með 203 búsetu-réttaríbúðir við Smiðjuholt og

undibúningur er hafinn fyrir 60 námsmannaíbúðir sem borgin byggir í samvinnu við Valsmenn við Hlíðarenda. Í samningum borgarinnar við byggingaraðila hinna reitanna er gert ráð fyrir því að 25% íbúðanna verði til útleigu en ekki sölu.

LeigufélögFjöldi fólks á leigumarkaði hefur aukist töluvert á milli ára. Hag-stofan gerði síðast neyslurann-sókn á útgjöldum heimilanna í desember árið 2013 þar sem fram kom að á árunum 2010 til 2012 voru 43% heimila í eigin húsnæði en 27% í leiguhúsnæði. Í þessari sömu könnun er árið 1995 nefnt til samanburðar en þá voru 19% í leiguhúsnæði. Til að mæta þörfum þessa sístækkandi hóps rekur velferðarráðuneytið Leigjendaað-stoðina í samstarfi við Neytenda-samtökin. Á þeim þremur árum sem hún hefur verið starfandi hafa borist yfir 6000 erindi varðandi réttindi og skyldur í leigumálum.

Nokkrar leigumiðlanir eru nú starfræktar á höfuðborgarsvæð-inu, sem vinna að því að tryggja öruggar leiguíbúðir með trygga langtímaleigu. Má þar nefna Klett, sjálfstætt starfandi leigufélag í eigu Íbúðalánasjóðs, Almenna leigufélagið og Gamma/Leigu-félag Íslands. „Við erum á fullu að leita á þessum leigumiðlunum sem eru í boði en það er ekkert fram-boð,“ segir annar viðmælandi. „Ef eitthvað kemur inn þá fer það sam-dægurs.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Ömurlegt ástand á

leigumarkaðiLeiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 7,5%

síðastliðna 12 mánuði. Vesturbær Reykjavíkur er vinsælasta hverfið en þar kostar að meðaltali 170.000 að leigja 85

fermetra íbúð. Borgin stefnir á að byggja 1900 íbúðir á árinu í samstarfi við einkaaðila, 25% þeirra eiga að vera leiguíbúðir.

Viðmælendur Fréttatímans segja ástandið ömurlegt.

Leigumarkaðurinn

Um 27% á leigumarkaðinum 2012. Um 19% á leigumarkaði 1995.

7,5% hækkun á leiguverði síðastliðna 12 mánuði. 56% vilja búa í mið-og vesturbæ

Reykjavíkur. 140.000 krónur fyrir 85 fermetra íbúð í Kópavogi. 170.000

krónur fyrir 85 fermetra íbúð í Reykjavík. 1.900 íbúðir stefnir borgin á að byggja í

samvinnu við einkaaðila á árinu, 25% til leigu. 203 búseturéttaríbúðir í byggingu í

Smiðjuholti. 60 námsmannaíbúðir við Hlíðarenda, undirbúningur hafinn.

56% leigenda vilja búa í mið- og vesturbæ Reykjavíkur. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

10 fréttir Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

ILVA.DK

ÚTSÖLULOKENN MEIRI AFSLÁTTUR - LOKADAGUR 1. FEBRÚAR

Kökudiskur á þremur hæðum. 49 cm. 5.995 kr. Nú 1.795 kr.

Cookie-kökudiskur

Dýna í hæðarstillanlegt rafmagnsrúm. Extra stíf. Tvær 90 x 200 cm. 498 stk. 5 svæða fjölpokafjöðrun á hvern m². 40mm viscos yfirdýna og 20 cm stálfætur fylgja. Fjarstýring með snúru fylgir. 432.300 kr. Nú 237.765 kr.

Silence Classic 105

SPARAÐU50.000

Bora-sófi

139.900

SPARAÐU40.000

Carma-sófi

99.900

ÚTSÖLUMARKAÐURSÝNISHORN, SÍÐUSTU EINTÖK OG SMÁVARA - ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR

VAR ÁÐUR

25%

NÚ45%

VAR ÁÐUR

35%

NÚ45%

VAR ÁÐUR

50%

NÚ60%VAR ÁÐUR

33%

NÚ40%

Gítar, leikfang. L 44 cm. 3.995 kr. Nú 2.195 kr.

Kids-gítarGrár hægindastóll með svörtum fótum. 89.900 kr. Nú 35.900 kr.

Douglas-hægindastóll

Blár hægindastóll. 119.900 kr. Nú 69.900 kr.

Angel-hægindastóll

Sófi með fallegu gráu pólýesteráklæði og grind úr eik. L 130 cm. 109.900 kr. Nú 54.900 kr.

Infinity-sófi

Hornsófi. 2 + 3 sæti. 100% pólýester. L 313 x D 248 cm. 189.900 kr. Nú 139.900 kr.

Bora-sófi

Legubekkur + 2½ sæti. Áklæði úr pólýester og akrýl.L 253 x D 74 cm. 139.900 kr. Nú 99.900 kr.

Carma-sófi

Fótboltaspil. 145 x 118 x 90 cm. 99.900 kr. Nú 49.950 kr.

Kicker-fótboltaspil

Svart loftljós. H 36,5 cm. 22.995 kr. Nú 6.795 kr. H27 cm. 14.995 kr. Nú 4.495 kr.

Organic-loftljós

VAR ÁÐUR

50%

NÚ70%

VAR ÁÐUR

35%

NÚ50% VAR ÁÐUR

30%

NÚ50%

VAR ÁÐUR

50%

NÚ70%

Þegar lækn-irinn spurði pabba hve-nær hann myndi vilja deyja svar-aði pabbi: „Strax. Sem allra fyrst.“

Við gerum tilboð fyrir stærri þorrablótNánar á noatun.is

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Pabbi fékk að deyja

með reisnFaðir Ingridar Kulhman var einn þeirra fyrstu í heim-

inum sem fékk ósk sína um líknardauða uppfyllta á löglegan hátt. Ingrid var búsett í Hollandi með fjöl-skyldu sinni þegar faðir hennar glímdi við banvæn veikindi en Holland var fyrsta landið til að lögleiða

líknardauða. Faðir hennar var lengi sárþjáður af verkum og hafði ítrekað beðið um að fá að deyja.

Líknardauði er ekki löglegur á Íslandi en húmanista-félagið Siðmennt hélt í gær málþing um líknardauða

þar sem Ingrid var meðal frummælenda.

F aðir minn var einn af þeim fyrstu í heiminum sem fékk ósk sína um líknardauða upp-

fyllta á löglegan hátt,“ segir Ingrid Kulhman, framkvæmdastjóri Þekk-ingarmiðlunar. Faðir hennar, Ton Kuhlman, sem var hollenskur ríkis-borgari lést þann 11. apríl 2002 en lög sem heimila líknardauða tóku gildi í Hollandi 10 dögum fyrr. „Það var erfitt að horfa upp á veikindi hans versna og að vita hversu mik-ið hann þjáðist. Undir það síðasta var hann orðinn um 50 kíló, rúm-liggjandi og þurfti aðstoð við allar athafnir. Hann talaði sjálfur um að honum fannst hann ekki geta hald-ið reisn sinni og að hans heitasta ósk væri að deyja með reisn. Hann sagði oft að þetta væri ekkert líf sem hann lifði og að hann myndi ekki óska sínum versta óvini að vera í sömu stöðu,“ segir Ingrid. Hún hélt erindið „Pabbi vildi fá að deyja“ á málþingi um líknardauða sem haldið var á vegum Siðmenntar í gær, fimmtudag.

Holland var fyrsta ríki heims til að heimila læknum að binda endi á líf sjúklings. Amma Ingridar lést úr krabbameini eftir erfiða banalegu árið 1997 og í kjölfarið fylltu foreldr-ar Ingridar út svokallaða lífsskrá þar sem óskum fólks varðandi með-ferð við lífslok er komið á framfæri geti viðkomandi ekki tekið ákvörð-unina síðar vegna líkamlegra eða andlegra veikinda. „Það er mikið og langt ferli sem fer í gang þegar óskað er eftir líknardauða í Hol-landi. Sjúklingur þarf að vera hald-inn ólæknandi sjúkdómi, hann þarf að hafa gert lífsskrá og vera með óbærilega verki sem er ekki hægt

að lina. Eftir á er síðan nefnd sem fer yfir hvort rétt og eðlilega hafi verið staðið að framkvæmdinni,“ segir hún.

Veikburða og þjáðurFaðir Ingridar greindist með heila-æxli árið 1999 og voru engar horfur um bata. „Þetta byrjaði þannig að læknarnir héldu að hann væri með eyrnabólgu. Þeir fundu ekkert en verkurinn ágerðist. Hann byrjaði að lamast í andliti og eftir fjóra til fimm mánuði var andlitið orðið mjög skakkt af lömun. Það var ekki fyrr en þá sem æxlið fannst eftir að hann fór í röntgen- og sneiðmynda-tökur. Æxlið var á stærð við hálfa Mentos-rúllu og þannig staðsett að ekki var hægt að fjarlægja það en æxlið þrýsti á taugar þannig að þessu fylgdi lömun og miklir verkir. Læknar voru ráðþrota,“ segir Ing-rid.

Faðir hennar fór í fjölda með-ferða, meðal annars geislameð-ferð en æxlið minnkaði ekki heldur þvert á móti. „Ástand hans versn-aði gríðarlega næstu misserin og um páskana 2002 fékk hann háan hita. Hann var þá löngu hættur að geta borðað fasta fæðu, búinn að

léttast um 25 kíló. Geislameðferðin hafði eyðilagt barkalokuna þann-ig að hann gat ekki kyngt og undir það síðasta gat hann ekki drukkið heldur bara bleytt tunguna í vatni. Hann var samt alltaf með rænu og meðvitund, þrátt fyrir alla verkina sem sterkustu verkjalyf bitu ekki á og sagði endurtekið við okkur: „Ég get ekki meir. Ég er tilbúinn til að fara. Ég vil ekki meir.“

Sálarstríð læknisinsMiklu máli skipti að faðir hennar hafði fyllt út lífsskrá þegar hann var við betri heilsu en þó löglegt hafi verið orðið fyrir lækni að veita líknardauða þurfa læknar ekki að gera það ef það stríðir gegn sann-færingu þeirra. „Læknirinn getur alltaf neitað og auðvitað er þetta erfitt fyrir lækninn. Konan sem hafði verið heimilislæknir okkar í tvo áratugi háði sitt sálarstríð. Eftir að hún ræddi við pabba undir fjögur augu, og svo eftir að annar læknir ræddi við hann í einrúmi, var beiðni hans samþykkt. Sjúklingar þurfa að endurtaka beiðnina mörgum sinn-um og í einrúmi svo hún komi ekki fram undir þrýstingi eða hvatningu. Þegar læknirinn spurði pabba síðan hvenær hann myndi vilja deyja svar-aði hann: „Strax. Sem allra fyrst.“

Það var ekki hægt að koma þessu við en næsta dag, áður en hann fékk sprautu, spurði læknirinn aftur og pabbi sagði það sama.“

Skáluðu fyrir honumIngrid segir að kannski komi það öðrum undarlega fyrir sjónir en öll fjölskyldan hafi verið mjög sátt við þessa ákvörðun. „Hann dó með reisn, í því umhverfi sem hann vildi, á þann hátt sem hann vildi. Þetta er spurn-ing um sjálfsákvörðunarrétt yfir eig-in líkama. Þetta var skrýtinn dagur. Öll fjölskyldan var hjá honum. Hann sofnaði af fyrstu sprautunni og síðan kom lokasprautan. Þetta var falleg dánarstund og andlitið friðsælt. Við spiluðum ljúfa tónlist, uppáhalds tón-listina hans, og skáluðum svo fyrir honum eins og hann hafði beðið okk-ur að gera. Í lögum um dýravernd segir að ekki megi láta þau þjást og að þau skuli aflífa „á skjótan og sárs-aukalausan hátt“ en það sama á ekki við um fólk.“

Ingrid gerir sér grein fyrir að sitt sýnist hverjum þegar kemur að líkn-ardauða og vonast hún einfaldlega til að umræðan verði opnari um þessi mál hér á landi. „Dauðinn er tabú. Það er ekki mikið rætt um dauðann en það er mikilvægt að umræðan opn-ist. Fólk þarf ekki að vera sammála en allar skoðanir mega heyrast.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Hlynnt sjálFsákvörðunarrétti

„Í grunninn er Siðmennt hlynnt sjálfs-ákvörðunarrétti fólks og við erum þannig jákvæð fyrir því að fólk geti valið líknardauða ef svo ber undir,“ segir Jóhann Björnsson, heimspekingur og stjórnarmaður í Siðmennt – félagi siðrænna húmanista á Íslandi. „Það eru hins vegar ýmsir þættir og aðstæður í hverju tilviki sem þarf að meta því þetta er afar flókið mál og erfitt að gefa út einhverja eina línu í því,“ segir hann. Jóhann var einn frummælenda á málþingi sem bar yfirskriftina „Að deyja með reisn – líknardauði“ sem haldið var á vegum Siðmenntar á Hótel Sögu í gær. Málþingið er hluti af afmælisdag-skrá Siðmenntar í tilefni af 25 ára af-mæli félagsins í ár. „Þeir viðburðir sem

við höfum staðið fyrir snúast um mál sem snerta mjög marga og hafa heim-spekilegt inntak. Fyrst og fremst viljum við skapa umræðu um líknardauða og á málþinginu bjuggum við til vettvang til þess,“ segir hann. Á síðasta ári stóðu Landssamband eldri borgara, Öldrunarráð og Samtök fyrirtækja í öldrunarþjónustu fyrir ráðstefnu um líknardauða og líknandi meðferð. Meðal frummælenda þar var formaður samtaka eldri borgara í Hollandi, Jaap van der Spek, en þar er líknardauði hluti af heilbrigðisþjón-ustunni og lagði hann meðal annars áherslu á að skýr löggjöf er um líknar-dauða í Hollandi og ströng viðurlög við því ef ekki er farið að þeim.

Hvað er líknardauði?

Líknardauði er mannúðleg leið til að hjálpa sjúklingi með ólæknandi ban-vænan sjúkdóm að deyja að eigin ósk. Gríska hugtakið „evþanasia“ þýðir ein-faldlega „góður dauðdagi“ en enska orðið „euthanasia“ yfir líknardauða er dregið af því gríska. Við líknar-dauða hefur sjúklingur tekið afstöðu á meðan hann er með fullri rænu. Ekki er heimilt að veita líknardauða hér á landi. Algengt er að hugtakinu sé ruglað saman við líknandi meðferð sem felst í að bæta lífsgæði sjúklinga með banvæna sjúkdóma.

Hvað er líFsskrá?

Lífsskrá er gerð þegar fólk er til þess hæft og getur metið kosti sem til greina koma, verði viðkomandi svo andlega eða líkamlega skaðaður að litlar eða nær engar líkur séu taldar á bata eða á því að unnt sé að lifa innihaldsríku lífi á ný. Eyðublað fyrir lífsskrá má nálgast á vef embættis landlæknis. Ekki er heimilt að veita líknardauða hér á landi.

Ingrid Kuhlman.

Ton Kulhman, faðir Ingridar, rétt áður en honum versnaði mjög og ári áður en hann lést.

Ingrid með föður sínum í kring um 1988 þegar allt lék í lyndi. Áratug síðar greindist hann með heila-æxli og lést líknardauða árið 2002.

12 úttekt Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Heimilistækjadeild Ormsson í Lágmúla 8

Hljómtækjadeildin

Framleiðandi sem er þekktur fyrir endingu.

Þvottavélar með mörgum tækni- nýjungum

Glæsilegur sýningarsalur á 2. hæð í Lágmúla 8, þar sem flestar af vinsælustu

innréttingum HTH er uppsettar.

Á hægri hönd þegar gengið er inn, er hljómtækjadeildin sem

skartar sterkum merkjum í sjónvörpum, hljómtækjum og

leikjatölvum.

Þurrkararí ýmsum verðflokkum

Hágæða nytjalist.Tilvaldar

gjafavörur.

INNRÉTTINGAR

Flott heimilistæki í fjörugum litum. Afkastamikil gufusléttun

fyrir öll efni. Hentar vel fyrir hótel, veitingahús,

fataverslanir og að sjálfsögðu heimilið.

Þetta trausta merki á sér trygga aðdáendur sem velja hagstæð verð.

Ekki bara vinsælir pottar og pönnur heldur öflug heimilistæki í miklu úrvali.

Þvottavélin sem þjóðin þekkir.Ending, gæði og traust.

Þurrkarar í mörgum gerðum

Uppþvottavélar með lága bilanatíðni.Ending, gæði og traust.

Uppþvottavélar sem eru vel hannaðar og rúma meira.

Hugsaðu 20 ár fram í tímann og veldu Samsung.

Lágmúla 8 • Reykjavík • sími 530 2800 • ormsson.isOpið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-15.

Kraftmiklar ryksugur sem flestir þekkja.Ending, gæði og traust.

Öflugur framleiðandi úrvals

kaffivéla sem hafa fengið góð

meðmæli.

Vandaðir hnífar og fylgihlutir

Ekkert straubretti. Herðatré fylgir. Passar á bómull, silki, hör og ull.Á gallabuxur, skyrtur, kjóla, blússur, jakkaföt og pólóboli.

Bursti fjarlægir óhreinindi.Fjarlægir svitalykt og rykmaur úr húsgögnum. Má nota á sængurföt, borðdúka, gardínur, mottur, teppi og gæludýr barnanna.Dregur úr rykofnæmi.

Tekur lítið pláss. Hitnar á 1 mínútu í 150°C. Engar hrukkur við pressun.

Notað í þekktustu tískuhúsum heimins og flottustu tískuverlsunum.

Afkastamikil gufusléttun fyrir öll efni

Verð kr. 39.900.

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ormsson.is

Kaffivélin sem sýður vatnið

InternetIð þarf um 50 mIlljón hestöfl af rafmagnI tIl að ganga mIðað vIð núverandI stærð.

VirðingRéttlætiVR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 WWW.VR.IS

Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR?Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum til formanns og í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð.

Um er að ræða annars vegar einstaklingsframboð til formanns, sjö sæti í stjórn og þrjú til vara. Skrifleg meðmæli 50 félagsmanna þarf vegna einstaklingsframboðs til formanns og 15 vegna einstaklingsframboðs til stjórnar og varastjórnar.

Hins vegar er um að ræða listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð. Til að listi vegna trúnaðarráðs sem borinn er fram gegn lista uppstillinganefndar sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 300 félagsmanna sem og skriflegt samþykki frambjóðenda á listanum.

Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 6. febrúar 2015. Framboðum og framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.

Frambjóðendum er bent á heimasíðu VR www.vr.is, þar sem eyðublöð vegna framboða eru aðgengileg og ítarlegari upplýsingar birtar um framboð til stjórnar og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til [email protected].

30. janúar 2015Kjörstjórn VR

Hver hefði trúað því að við værum komin svona langt?Yfir helmingur umferðar á netinu er vegna streymis á efni og skráarskipta. Netnotkun hefur aukist um 6.500 prósent í Afríku á síðustu fimmtán árum.

Heimildir: Internetworldstats.com, Hagstofa Íslands, Youtube.com, Dailyinfographic.com o.f l.

nota um 3 mIlljarðar

netið

af rúmlega 7 mIlljörðum jarðarbúa YfIr 8,7 mIlljarðar tækja eru

tengd

vIð netIð

95,3% ÍslendInga fara á netIð á hverjum degI eða næstum daglega. mestu net- notendurnIr eru konur á aldrInum 25-54 ára en

99% þeIrra fara á netIð daglega eða þvÍ sem næst.

72 klukkutÍmum af efnI er hlaðIð Inn á Youtube á

hverrI mÍnútu

UPLOAD

Afríka EvrópaMiðaustur-lönd

Norður-Ameríka

Suður-Ameríka

Eyjaálfa Asía

netnotendur 31. desember 2000 júlí 2014

1.4 mIlljarðar netnotenda heIms eru Í asÍunetnotkun Í heImInum hefur breYst mIkIð á sÍðustu fImmtán árum. mest hefur auknIngIn orðIð Í afrÍku, eða um

6.500%

7.6 m

illjó

nir

27 m

illjó

nir

18 m

illjó

nir

320

mill

jóni

r

108

mill

jóni

r31

0 m

illjó

nir

3.3

mill

jóni

r11

2 m

illjó

nir

4.5 m

illjó

nir

298

mill

jóni

r

105 m

illjó

nir

582

mill

jóni

r

114

mill

jóni

r1.3

86.0

00 m

illjó

nir

14 úttekt Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Ford Focus er Íslendingum kunnur fyrir framúrskarandi gæði, frábæra aksturseiginleika og hagkvæmni í rekstri. Nú er kominn nýr Ford Focus sem hefur verið endurhannaður bæði að innan og utan. Fjöðrunin er jafnframt ný, staðalbúnaðurinn mikill og hann er fáanlegur með tveimur nýjum og spennandi vélum.

Komdu og prófaðu mest selda bíl í heimi

FORD FOCUS

FRÁ 3.290.000KR.

Brimborg ReykjavíkBíldshöfða 6Sími 515 7000

Brimborg AkureyriTryggvabraut 5Sími 515 7050

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16.Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16.

Viltu vita meira um Ford Focus? Nýja kynslóð Ford Focus státar af fjölmörgum tækninýjungum. Þar má nefna Torque Vectoring Control sem tryggir akstursánægju þína. Eins má nefna endurbætta Bílastæðaaðstoð (aukabúnaður) sem nú leggur bæði í stæði sem eru samhliða og þvert á akstursstefnu. Að auki er nú fáanlegt GPS leiðsögukerfi með Íslandskorti. Ford Focus er jafnframt eini bíllinn sem hefur hlotið fjögur öryggisverðlaun frá Euro NCAP. Nýi Ford Focus hlaut einnig titilinn „Besti bíllinn“ í flokki meðalstórra fjölskyldubíla eftir að hafa fengið fullt hús stiga í öryggis- og árekstraprófunum Euro NCAP. Focus er fáanlegur með Ford EcoBoost vélinni sem hefur hlotið titilinn vél ársins (International Engine of the Year) þrjú ár í röð.

Ford Focus 5 dyra/station, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,7/4,8 l/100 km. CO2 losun 108/110 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

ford.is

Þetta er án vafa fágaðasti Ford Focus bíllinn til þessa. Sérhver þáttur er hannaður til að gera akstursánægju þína enn meiri. Komdu og prófaðu mest selda bíl í heimi.

NÝR FORD FOCUS

S Spáð hefur verið hörðum kjaravetri, ekki síst í kjölfar nýgerðra samninga hins opinbera við lækna, og áður kennarasamninga, þar sem farið var út fyrir ramma sem samnings-aðilar á almennum markaði settu sér. Síðustu samningar á almenna markaðnum voru hóg-værir en skiluðu góðum árangri. Verðbólga er minni en hún hefur verið í áratugi, fór úr 4% í 1% og kaupmáttur launa jókst um 5% á nýliðnu

ári – og óvenjulegt er að þessi árangur náðist án þess að of-þensla væri í samfélaginu.

Forystu launþega annars vegar og Samtaka atvinnu-lífsins er vandi á höndum við upphaf samningalotunnar. Hið opinbera var í raun knésett,

samið var um meiri launahækk-anir en innistæða var fyrir. Það viðurkenndi fjármálaráðherra þegar samningar við lækna voru í höfn að afloknu verkfalli

sem reyndi mjög á allt samfélagið. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka at-vinnulífsins, lýsti því svo að gallinn hér á landi væri sá að sá hópur sem hefði beittasta verk-fallsvopnið hefði ávallt sigur í launaþróun.

Samningunum við lækna, þá gríðarlega mikilvægu stétt í samfélagi okkar, var lýst sem leiðréttingu launa allt frá hruni. Til slíkrar leið-réttingar horfa fleiri stéttir. Það sést til dæmis í kröfugerð samninganefndar Starfsgreina-sambands Íslands, SGS, sem lögð var fram í vikunni. Þar sagði hreint út að undanfarnar vikur og mánuði hefðu verið gerðir samningar við einstakar starfsstéttir sem hlytu almennt að vísa veginn. „Samhljómur er meðal aðildar-félaga SGS um að sú launastefna, sem hefur mótast í samfélaginu, endurspeglist í kjara-samningum SGS við Samtök atvinnulífsins.“ Engum dylst við hvaða starfsstéttir er átt.

Meginkrafa Starfsgreinasambandsins er krónutöluhækkun á laun og að lægsti taxti verði 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára. Samtök atvinnulífsins hafa metið það svo að kröfurnar geri að lágmarki ráð fyrir 50% hækkun launataxta á næstu þremur árum og að enginn grundvöllur sé fyrir endurnýjun

kjarasamninga á grundvelli kröfugerðarinnar. Í henni sé ekkert mat lagt á áhrif tugaprósenta launahækkana á verðbólgu, vexti, verðtryggð-ar skuldir heimila og fyrirtækja, kaupmátt launa og atvinnuleysi. Ljóst sé að kjarasamn-ingar í takti við kröfugerð SGS yrðu fordæmi fyrir aðra kjarasamninga og gengju yfir vinnu-markaðinn allan.

Samtök atvinnulífsins benda á að sú leið sem Starfsgreinasambandið vill fara hafi ítrekað verið reynd hér á landi með afleitum árangri. Ávinningur launafólks af tugprósenta launahækkun hafi verið lítill sem enginn því sambærileg verðbólga hafi fylgt í kjölfarið og gengisfelling krónunnar. Samtök atvinnu-lífsins sögðu raunar á dögunum að ef laun á vinnumarkaði hækkuðu jafn mikið og laun lækna næstu árin þýddi það að uppsöfnuð verðbólga yrði 27% og verðtryggð lán heimil-anna myndu hækka um 500 milljarða króna en kaupmáttur aðeins um 2%.

Af reynslu er erfitt að mæla þessu mót. Þetta höfrungahlaup, eins og þetta hefur verið kallað, þekkjum við. Að sama skapi er skiljan-legt að forystumenn almenns launafólks sætti sig illa við augljóst misgengi í kjörum og fram hefur komið að forystumenn Samtaka at-vinnulífsins hafa skilning á því að fólki finnist það ekki réttlát skipting, að einn tekjuhæsti hópurinn fái langmestu prósentuhækkunina. „Það breytir því ekki að sömu hækkanir yfir alla aðra hópa sem á eftir koma þýðir einfald-lega verri stöðu en ella. Það mun allt glatast í óðaverðbólgu,“ segir framkvæmdastjórinn.

Frammi fyrir þessari stöðu standa for-ystumenn launþega og fyrirtækja. Þeirra bíður að finna lausn á erfiðu vandamáli þar sem hið opinbera, á hnjánum að vísu, fór út fyrir ramma í samningagerð. Aðalatriðið er, í þröngri stöðu, að finna lausn sem viðheldur áframhaldandi stöðugleika, kemur í veg fyrir að verðbólga æði af stað á ný. Lítil verðbólga og jöfn kaupmáttaraukning er, þegar til lengri tíma er litið, launþegum mikilvægari en launa-hækkun að nafninu til, innistæðulaus. Vonda verðbólgukostinn verður að forðast með öllum ráðum. Afleiðingar hans eru okkur allt of kunnar.

Kjaramisgengi endurspeglast í kröfugerð

Forðast ber verðbólgukostinn

Jónas [email protected]

LóABORATORíUM LóA hjáLMTýSdóTTiR

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jónas Haraldsson [email protected] Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon [email protected]. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson [email protected]. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@

frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

TOYOTA VERSO Nýskr. 06/10, ekinn 89 þús. km. bensín, beinskiptur.

VERÐ kr. 2.380 þús.Rnr. 282289.

NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 05/11, ekinn 43 þús. km. bensín, sjálfskiptur.

VERÐ kr. 3.440 þús.Rnr. 142685.

Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - [email protected]

www.bilaland.is

www.facebook.com/bilaland.is

LAND ROVER DISCOVERY 3 S Nýskr. 06/08, ekinn 112 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 120576.

RENAULT MEGANE SP TOURER Nýskr. 06/13, ekinn 55 þús km. dísil, sjálfskiptur.

VERÐ kr. 2.990 þús.Rnr. 142531.

NISSAN PATROL SE Nýskr. 11/09, ekinn 117 þús km. dísil, sjálfskiptur.

VERÐ kr. 4.340 þús.Rnr. 142573.

HYUNDAI i30 CLASSIC WAGONNýskr. 11/13, ekinn 23 þús. km. dísil, beinskiptur.

VERÐ kr. 3.190 þús.Rnr. 120589.

HYUNDAI ix35 METAN Nýskr. 03/11, ekinn 89 þús. km.bensín (Metan), sjálfskiptur.

VERÐ kr. 3.390 þús.Rnr. 120545.

Frábært verð!

4.990 þús.

GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA

Skoðaðu úrvalið á

bilaland.is

GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA

Skoðaðu úrvalið á

bilaland.isALLT AÐ 90%

FJÁRMÖGNUN

TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN!

GERÐU FRÁBÆR KAUP!

16 viðhorf Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

SUPER BOWL PARTÝ

Allt fyrir ameríska Super Bowl

Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | S: 560-2500 | [email protected] | www.kostur.is

Opið alla daga frá klukkan 10.00 til 20.00

Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/kostur.dalvegi

kr/stk 1.975,-

Með

fyrir

vara

um

villu

r og

á m

eðan

birg

ðir e

ndas

t. At

hugi

ð að

ver

ð ge

ta b

reys

t milli

sen

ding

a. G

ildir

helg

ina

30. j

anúa

r - 1

. feb

rúar

201

5.

Gos og svaladrykkir

Risapokaraf Tortilla Chips680 gr

kr/stk 785,-

PaceSalsasósa1,07 kg

kr/stk 498,-

Tostitos ostasósa425 gr

kr/stk 398,-

Pringles snakkNokkrar tegundir169 gr

kr/stk 269,-

GatoradeNokkrar tegundir591 ml

kr/stk 289,-

Snapple te591 ml

kr/stk 498,-

Canada DryGinger Ale2 L

kr/stk 498,-

A&WRoot beer2 L

USDA ORGANIC er bandarísk lífræn gæðavottun. Sjá nánar á www.kostur.is/vottun

kr/pk 3.298,-

Mozzarella stangir eða Jalapenobelgir 1,2 kg

kr/kg 1.098,-

Grísarif í BBQ

Stjörnugrís

kr/pk 828,-

Fulleldaðir kjúklingaleggir í Buffalo og Barbecue sósu

kr/stk 1.789,-

Kettle snakkmeð salti907 gr

kr/stk 1.595,-

TortillaChips1,13 kg

kr/stk 695,-

Pepperóní pizza370 gr

kr/stk 695,-

Skinku og sveppa pizza390 gr

kr/stk 595,-

Margaríta pizza380 gr

sveppa pizza

kr/stk 795,-

4ra osta pizza400 gr

kr/stk 695,-

Margaríta pizza380 gr

kr/stk 695,-

Grænmetispizza400 gr

38STANGIR

40BELGIR

Snakk og ídýfur

Risapokaraf Lay’s snakki

1.975,-

Risapokar

1.789,-

kr/stk 155,-

Mikið úrval af amerísku gosi

2 1

FYRI

RR

SUPER BOWL SUNNUDAGUR

LAGERSALA

20 – 80% afsláttur

Yusuf Koca kom til Íslands árið 2001 til að safna peningum. Hann missti vinnuna í hruninu og ákvað í kjölfarið að feta í fótspor föður síns og hefja verslunarrekstur. Hann segir það töluvert flóknara er reka verslun hér en í Tyrkalandi. Hann rekur verslunina Istanbul Market með konu sinni, Neclu Koca, og oftar en ekki eru synir þeirra, Kaan og Ali, á hlaupum um búðina. Hjónin eru þakklát fyrir að þeir geti alist upp á þessu friðsæla landi þar sem þeir læri fjölda tungumála og munu ekki þurfa að gegna herskyldu.

B róðir pabba míns varð ást-fanginn af íslenskri konu og nú hafa þau verið gift í 25 ár.

Það var þess vegna sem mér datt í hug að koma hingað og vinna,“ segir Yusuf Koca, eigandi Istanbul Market í Ármúla, en hann hefur verið búsettur hér á landi siðan árið 2001.

„Mig langaði til að ná að safna peningum en það var ekki hægt í Tyrklandi, þar rétt náði ég að lifa af mánuðinn en aldrei safna neinu. Ég fékk fína vinnu í byggingariðnað-inum og fór svo alltaf til Tyrkalands á sumrin í frí.“

Eitt sumarið giftust þau Necla. „Við höfðum þekkst í mörg ár því feður okkar eru vinir. Við fórum að hittast og enduðum á því að giftast sumarið 2006 og mánuði síðar var ég flutt til Íslands. Það var mjög mikið áfall fyrir mig í byrjun. Mér var alltaf kalt,“ segir Necla og hlær.

Missti vinnuna í kreppunni„Ég missti vinnuna í kreppunni og sama ár fæddust tvíburarnir. Það var mjög erfitt. Sérstaklega því það er ekkert grín að eiga tvíbura, fyrsta árið er svo erfitt. Við fengum algjört sjokk í sónarnum,“ segir Yusuf og þau hlæja bæði. „Systir mín kom hingað til okkar í sex mánuði og hjálpaði okkur mikið,“ segir Necla. „Ég var að vinna í Bónus fyrstu tvö árin mín hér en hætti þegar þeir fæddust. Í dag er þetta ekkert mál, þeir hafa alltaf félagsskap af hvor öðrum og eru mjög góðir vinir. Ef annar er veikur og kemst ekki skólann þá vill hinn

vera heima.“Klukkan er að verða fimm og

það er rólegt í búðinni enda hríð fyrir utan. Við sitjum öll saman á uppstöfluðum tyrkneskum teppum sem eru til sölu í versluninni. Tví-burarnir þeirra, Kaan og Ali, vilja sýna mér allt sem þeim þykir gott að borða í búðinni. Súkkulaðihúðuð svampbolla með bananafyllingu er í algjöru uppáhaldi og þeir gefa mér eina til að smakka.

Ólst upp við verslunarrekstur„Ég var búinn að hugsa um þetta lengi og svo ákváðum við að gera þetta í ágúst 2013,“ segir Yusuf. „Og það gekk bara strax mjög vel þrátt fyrir að það sé oft flókið að reka verslun á Íslandi. Það er mjög erfitt að flytja fjölbreyttar mat-vörur til Íslands því það er mikið af tollum og erfitt að finna heildsala. Ég panta mest frá heildsölum í Dan-mörku og Þýskalandi og stundum kemur eitthvað allt annað en ég pantaði eða vitlaus fjöldi,“ segir Yusuf og bendir mér á stafla af einnota frauðplast ílátum undir mat sem hann pantaði aldrei en komu með síðustu sendingu.

„Innflutningur á mjólkur-og kjöt-vörum er mikil vinna út af öllum leyfunum. Þetta er mjög ólíkt því sem ég þekki frá Tyrkalandi. Þar koma heildsalarnir bara reglulega í heimsókn og fylla í hillurnar hjá manni ef eitthvað vantar,“ segir Yu-suf en hann ólst upp við verslunar-rekstur í verslun föður síns. Hann byrjaði ungur að hjálpa til og hafði alltaf gaman af og segist líklega

Flókið að reka verslun

á Íslandi

Hjónin Yusuf og Necla Koca reka verslunina Istanbul Market í Ármúlanum. Sonum þeirra Mehmet Kaan og Mert Ali finnst gaman að rétta foreldrunum hjálparhönd.

18 viðtal Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Það eru svo mikil forréttindi að alast hér upp. Hér er gott skólakerfi, börnin okkar læra tungu-mál og eru örugg.

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

4-24

46

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook

Vetrarríkið er þitt

Mercedes-Benz GLA sportjeppinn nýtur sín ekki síður í hálku og sköflum vetrarríkisins en á auðu og þurru malbiki. Þar kemur 4MATIC aldrifskerfið sterkt inn og skilar þér þangað sem þú ætlar. Mercedes-Benz GLA er búinn öllum nýjasta öryggis- og akstursbúnaði sem Mercedes-Benz hefur kynnt undanfarið auk þess sem öll hönnun bílsins er til fyrirmyndar.

Komdu og reynsluaktu GLA-Class og upplifðu íslenskt vetrarríki á nýjan hátt

Mercedes-Benz GLA-Class 4MATIC kemur þér þangað sem þú vilt

GLA 200 CDI, 4MATIC aldrifsbúnaður, 7 þrepa sjálfskipting, 136 hö., dráttargeta 1.800 kg.Eyðsla frá 4,9 l/100 km í blönduðum akstri.Verð frá 6.420.000 kr.

hafa endað með eigin búð vegna þess. Hann bjóst samt aldrei við að það yrði á Íslandi.

Selja allt sem þau sakna mest „Við tókum eftir því að því að eftir því sem úrvalið var meira því fleiri fóru að koma og betur fór að seljast. Svo við ákváðum að stækka þegar okkur bauðst þetta pláss hérna,“ segir Yusuf en þau opnuðu nýja rýmið í síðustu viku. „Í fyrstu voru þetta allar þær vörur sem ég saknaði alltaf mest, svartar ólífur, búlgur, feta-ostur, grísk jógúrt, þurrkaðir ávextir, krydd og tyrkneskt kaffi,“ segir Yusuf. „Og svo bætum við smátt og smátt við. Kúnnarnir okkar benda okkur líka á hvað þá langar í.“

„Flestar vörurnar hér eru frá Balkanskaganum og Tyrkalandi en matarmenning okkar er mjög lík. Mig langaði til að selja tyrkneskt sætabrauð sem kallast Baklava hér í versluninni, en það er svo flókið því það þarf þá að merkja og setja í sérstakar umbúðir,“ segir Necla sem eldar smárétti fyrir tyrkneska veitingahúsið Meze þegar hún er ekki að vinna í búðinni. Yusuf segir hana vera frábæran kokk. „Já, því þú ert svo latur í eldhúsinu,“ segir hún þá og bæði skellihlæja.

Feginn að synirnir þurfa ekki að sinna herskyldu„Við pöntuðum allar hillurnar frá Tyrklandi því það var meira en helmingi ódýrara en að kaupa þær hér,“ segir Necla. „Svo gerðum við bara allt sjálf, máluðum og settum allt upp. Yusuf getur gert flest allt og er mjög vanur því að vinna mikið.“

„Já ég er vanur því að vinna allt að tólf tímum að er svo gott að vinna inni að mér er alveg sama þó tím-arnir séu stundum margir. Þegar maður hefur unnið í útivinnu á Ís-landi þá er maður bara feginn að vera inni,“ segir hann og hlær.

„Það er svo gott að búa á Íslandi. Við söknum auðvitað stundum fjöl-skyldunnar en það er samt eiginlega bara nóg að hitta þau einu sinni á

ári,“ segir Necla og þau hlæja bæði. „Það eru svo mikil forréttindi að alast hér upp. Hér er gott skólakerfi, börnin okkar læra tungumál og eru örugg.“

„Í þorpinu mínu eru núna milljón flóttamenn frá Sýrlandi, ástandið er óöruggt og ég væri hræddur um strákana mína þar,“ segir Yusuf. „Hér er heldur enginn her og ég þakka fyrir það að synir mínir þurfi ekki að sinna herskyldu. Ég þurfti að vera í hernum í tvö ár og það var bara tómt rugl. Í byrjun hugsaði ég bara um að vera hér til að safna peningum en í dag hugsa ég ekkert um að safna. Í dag hugsa ég aðallega um að veita börnunum mínum gott líf, hér og nú,“ segir Yusuf.

Halla Harðardóttir

[email protected]

Mehmet Kaan og Mert Ali á hlaupum um búðina. Ljósmyndir/Hari

viðtal 19 Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

E ggert Benedikt Guð­mundsson, forstjóri N1, hélt í vikunni erindi á ráð­stefnu sem bar yfirskrift­

ina Árangur og ábyrg fyrirtæki: Samfélagsábyrgð hjá íslenskum fyrirtækjum. Það lá því beinast við að spyrja hann út í samfélagslega ábyrgð olíufélaga á Íslandi. „Stjórn­endur olíufélaga þurfa ekki síst að hugsa um samfélagslega ábyrgð,“ segir Eggert. „Við erum í geira sem tengist mengun, og þótt við séum ekki sjálf að menga þá seljum við eldsneyti sem á endanum mengar. Þannig að það mæðir á okkur að vega á móti. Hvernig vegur olíu­félag á móti mengunarhættu? Það er margt sem við getum gert,“ segir Eggert. „Við bjóðum upp á endur­nýjanlega orkugjafa og vorum miklir tilraunamenn þegar við byrjuðum með metan, til dæmis. Fórum þar í samstarf með Sorpu og Orkuveitunni,“ segir Eggert.

Heimahagarnir toga alltafEggert er 51 árs, menntaður raf­magnsverkfræðingur, og hefur verið forstjóri N1 í tvö og hálft ár. Áður en hann gekk til liðs við N1 hafði hann unnið hjá HB Granda en hann byrjaði sinn starfsferil 15 ára við það að dæla bensíni á bíla.

„Ég er gamall bensíntittur,“ segir Eggert. „Það var mín sumar­vinna þegar ég var 15­19 ára að dæla bensíni og ég var að telja það saman um daginn að í þessu 600 manna félagi eru 12 starfsmenn sem byrjuðu á undan mér,“ segir Eggert. „Ég er þó tiltölulega nýr í annarri umferð. Áður var ég hjá HB Granda í ein 8 ár og þar áður hjá Philips Electronics í Belgíu og Kaliforníu. Það hefur loðað við mig að fara reglulega í eitthvað nýtt umhverfi og ég tek öllum skemmti­

legum áskorunum með ánægju. Það var mjög gaman í sjávarútveg­inum hjá HB Granda, og mér finnst það heillandi atvinnugrein,“ segir Eggert.

Er ekki alger vitleysa að flytja heim frá Kaliforníu?

„Það er svolítið klikkað. Það fór mjög vel um okkur í þessi fjögur ár. Við vorum í San José í Kísil­dalnum og þar er vor allt árið. Ef maður mundi búa til skilgreiningu á því hvað maður vill hafa í borg þá mundi maður enda með þennan stað ofarlega á blaði,“ segir Eggert.

Togar samt alltaf í mann að koma í heimahagana?

„Það er nefnilega svo magnað,“ segir Eggert. „Þegar við vorum í Kaliforníu umgengumst við mikið Íslendinga og það var gegnum­gangandi umræðuefni hvenær fólk ætlaði að fara heim, alltaf. Í dag er eiginlega allur hópurinn kominn heim og við hittumst reglulega á þakkargjörðarhátíðinni og höldum hópinn. Þetta tengist oftast börnunum, það togar í fólk að ala börnin sín upp heima,“ segir Eggert. „Reyndar er dóttir mín núna flutt til Bandaríkjanna til að læra leiklist, svo þetta snýst við, segir Eggert en dóttir hans er söng­ og leikkonan Unnur Egg­erts sem hefur um árabil verið í gervi Sollu stirðu í Latabæ og tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins við miklar vinsældir. Eggert er kvæntur Jónínu Lýðsdóttur og auk Unnar eiga þau synina Jakob og Hallgrím.

Fær að troða upp með dóttur-inniEggert er mikill tónlistaráhuga­maður og þykir lunkinn gítar­leikari. Hann segir gítaráhugann hafa byrjað á unglingsárum og

Rokkstjörnu-draumurinn deyr aldreiEggert Benedikt Guðmundsson er söngelskur gítarsafnari sem stýrir stærsta olíufyrirtæki landsins, N1. Hann segir starfið mjög skemmtilegt og um leið mikla áskorun. Hann hefur fengið að gutla á gítar með dóttur sinni, söngkonunni Unni Eggerts, og segir drauminn um rokkstjörnuna aldrei deyja.

sé baktería sem ekki sé hægt að venja sig af.

„Ég hef alltaf hlustað mikið á músík,“ segir Eggert. „Ég hef þó ekki verið nógu duglegur að hlusta á nýja músík og dett alltaf í gömlu klassíkina eins og Queen, Stones, Pink Floyd og slíkt. Ég gutla á gítarinn og svo syng ég í Karlakór Reykjavíkur. Ég hef alltaf verið viðloða þetta gítargutl en aldrei af neinu viti, bara til þess að hafa gaman af.“

Það er nú stutt lína þarna á milli samt, ekki satt?

„Jú, jú, mér finnst gaman að þessu og starfsfólkið leyfir manni stundum að troða upp á samkom­um,“ segir Eggert. „Ég sagði ein­hvern tímann að ef maður ætlaði að fá að spila á böllum eða slíku þá væru tveir kostir í stöðunni. Annaðhvort að vera nógu góður til þess að fólk vilji koma að hlusta á þig, eða komast í þá aðstöðu að ráða því hverjir spila. Ég réð ekki við fyrri kostinn og því hefur seinni kosturinn nýst mér mjög vel,“ segir Eggert brosandi.

„Þegar við vorum í Bandaríkj­unum stofnuðum við hljómsveitina Flóttamenn, við Íslendingarnir. Hún hefur aldrei verið lögð niður þó við hittumst ekki oft,“ segir Eggert. „Þetta er hobbí sem maður losnar ekki við. Ég hef oft hætt að spila golf, en aldrei hætt að spila á gítar. Ég held að það sé ekki hægt,“ segir Eggert. „Rokkstjörnu­draumurinn deyr aldrei, hann sefur bara.“

„Ég hef fengið að koma fram með Unni nokkrum sinnum með kassagítarinn og það er mjög skemmtilegt,“ segir Eggert.

Finnst þér þú vera að fara langt út fyrir rammann, sem forstjóri olíufélags, að koma svona fram á sviði?

„Nei, þetta er voða þægilegt fyrir mig,“ segir Eggert. „Hún er svo sjóuð í þessu að ég þarf bara að vera fyrir aftan og gutla eitthvað á gítarinn,“ segir Eggert.

Eggert hefur einnig troðið upp með hljómsveit fyrirtækisins, sem ber heitið Heavy Metan. „Hún hef­ur að vísu verið í smá hléi undan­farið en það fer nú að koma að því að við tökum upp þráðinn,“ segir Eggert. „Það eru margir frambæri­legir hljóðfæraleikarar innanborðs hjá N1.“

Fagnar verðlækkunOlíufélögin eru oft á milli tann­anna hjá landsmönnum og margir sem líta á stjórnendur þeirra sem „vonda karlinn“ í atvinnulífinu. Eggert segir þetta þó vera að breytast, sérstaklega með aukinni samfélagslegri ábyrgð félag­anna. „Það hafa allir skoðanir á olíufélögunum, það mun aldrei breytast. Fólki finnst bensín alltaf of dýrt,“ segir Eggert. „Það hefur verið þannig alla tíð. Það kaupir enginn eldsneyti vegna áhugans á því. Fólk kaupir elds­neyti til þess að geta keyrt bíl og þarf að fara eitthvert. Við sjáum núna, þegar eldsneytisverð hefur lækkað, að það hefur jákvæð áhrif út um allt samfélagið,“ segir Egg­ert. „Við fögnum þessari þróun og finnum fyrir því að fólk áttar sig á því að við erum að reyna að skila þessum lækkunum hratt út í verðlagið. Það hefur tekið tíma að útskýra fyrir fólki hvernig elds­neytisverð er reiknað og af hverju lækkanirnar skiluðu sér ekki enn hraðar út í verðlag og slíkt, en við teljum okkur hafa staðið okkur í því, sem skilar sér í ánægðum við­skiptavinum.“

Hver er stærsta áskorun forstjóra olíufélags?

„Þetta er býsna stór spurning,“ segir Eggert. „Við rekum félag sem hefur mjög víðtækar teng­ingar um allt þjóðfélagið. Við erum að þjóna fólki í öllu því sem það tekur sér fyrir hendur. Bæði í einka­ og fyritækjageiranum. Okkar hvatningarorð eru „Höldum samfélaginu á hreyfingu.“ Til að standa við það þurfum við annars vegar að tryggja góða þjónustu og rétt vöruúrval svo að kúnnarnir séu ánægðir og hins vegar að sá að sjá til þess að starfsfólkið sé ánægt og vel þjálfað,“ segir Eggert.

3GEggert á skemmtilegt safn gítara og hljóðfæra og kaupir yfirleitt nýtt hljóðfæri í þeim löndum sem hann heimsækir. „Þetta er eitthvað sem hefur þróast,“ segir Eggert. „Ég safna yfirleitt ekki dóti í kring­um mig en tengt gítaráhuganum hef ég sankað að mér hinum ýmsu hljóðfærum. Ég keypti bouzouki á Krít og Charango í Perú. Svo var ég í Pétursborg með Karlakórnum og þar náði ég mér í balalaiku og ég hef náð að gutla á þetta allt,“ segir Eggert.

„Ég get ekki sagt að ég spili vel, en það er gaman að fikta í þessu. Ég hef lengi ætlað að kaupa uku­lele og fór tvisvar til Hawaii þegar við bjuggum í Kaliforníu en klúðr­aði því í bæði skiptin að kaupa það. Mér finnst gaman að kaupa hljóð­færin í sínum heimalöndum, svo mér sýnist ég neyðast til þess að fara aftur til Hawaii,“ segir Eggert. „Annars eru áhugamálin einnig golfið og göngurnar. Ég kalla þetta stundum G­in þrjú. Golf, göngur og gítarar,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Ég get ekki sagt að ég spili vel, en það er gaman að fikta í þessu, segir Eggert Benedikt Guð-mundsson, forstjóri N1, um gítaráhugann. Ljósmynd/Hari

20 viðtal Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

www.smyrilline.is

Stangarhyl 1 · 110 ReykjavíkSími: 570-8600 · [email protected]

Fjarðargötu 8 · 710 SeyðisfjörðurSími: 472-1111 · [email protected]

Færeyjar2 fullorðnir með fólksbílNetverð á mann frá 34.500

Danmörk2 fullorðnir með fólksbílNetverð á mann frá 74.500

10%afsláttur

Bókað á söluskrifstofu og fullgreitt fyrir 1. marsÁ ferðum fram og til baka, gildir ekki með öðrum tilboðum.

Bókaðu núna!

Taktu bílinn meðtil Færeyja og Danmerkur 2015

Gild

ir t

il 1.

feb

rúar

á m

eðan

birg

ðir

end

ast.

Yoyo Bear100% ávextir og ber

Bláber í fötu

HEIMSMEISTARANN FÆRÐU Í HAGKAUPBEEMSTER OSTAR Nýtt í Hagkaup

Nýtt í Hagkaup

KALKÚNALUNDIR2.567 kr/kgverð áður 3.422

FERSKUR KJÚKLINGUR

829 kr/kgverð áður 1.036

NAUTAFILE

3.656 kr/kgverð áður 4.875

BLÁBERJALEGINHELGARSTEIK1.944 kr/kgverð áður 2.592

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

KJÚKLINGA-LUNDIR

2.333 kr/kgverð áður 3.110

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Chili sulta, sultaður rauðlaukur og berjasulta

Bláber í fötuBláber í fötuBláber í fötu

500 gr. af bláberjum

og berjasulta

Bláber í fötuBláber í fötu

xxxxxxx

1.887 kr/kg

verð áður 2.695

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Yoyo Bear

Drekkum í okkur íslenska náttúru!Íslensku jurtadrykkirnir eru sneisafullir af íslensum jurtum, íslensku vatni og annarri hollustu.

HAGKAUPS VEISLULÆRIMEÐ FERSKUM KRYDDJURTUM

MERKIÐTRYGGIRGÆÐIN

MERKIÐTRYGGIRGÆÐIN

HVER ER ÞINN UPPÁHALDS?

500 gr. af bláberjum 500 gr. af bláberjum 500 gr. af bláberjum

HVER ER ÞINN UPPÁHALDS?

500 gr. af bláberjum 500 gr. af bláberjum 500 gr. af bláberjum

belgian chocolate

pralines & cream

coffee salted caramel

vanilla strawberries & cream

baileys cookies & cream

THE FINE CHEESE CO.Sælkerakex fyrir allar tegundir osta!Sælkerakex fyrir allar tegundir osta!Sælkerakex fyrir allar tegundir osta!

1.599 kr/pk

499 kr/stk

Nýtt í hagkaup

Nýtt í hagkaup

Himnesk lífræn krydd

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Gild

ir t

il 1.

feb

rúar

á m

eðan

birg

ðir

end

ast.

Yoyo Bear100% ávextir og ber

Bláber í fötu

HEIMSMEISTARANN FÆRÐU Í HAGKAUPBEEMSTER OSTAR

HEIMSMEISTARANN FÆRÐU Í HAGKAUPBEEMSTER OSTAR Nýtt í Hagkaup

Nýtt í Hagkaup

HEIMSMEISTARANN FÆRÐU Í HAGKAUP

KALKÚNALUNDIR2.567 kr/kgverð áður 3.422

FERSKUR KJÚKLINGUR

829 kr/kgverð áður 1.036verð áður 1.036

NAUTAFILE

3.656 kr/kgverð áður 4.875

BLÁBERJALEGINHELGARSTEIK1.944 kr/kgverð áður 2.592

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

KJÚKLINGA-LUNDIR

2.333 kr/kgverð áður 3.110

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Chili sulta, sultaður rauðlaukur og berjasulta

500 gr. af bláberjum

xxxxxxx

1.887 kr/kg

verð áður 2.695

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Drekkum í okkur íslenska náttúru!Íslensku jurtadrykkirnir eru sneisafullir af íslensum jurtum, íslensku vatni og annarri hollustu.

HAGKAUPS VEISLULÆRIMEÐ FERSKUM KRYDDJURTUM

MERKIÐTRYGGIRGÆÐIN

MERKIÐTRYGGIRGÆÐINÆÐIN

HVER ER ÞINN UPPÁHALDS?

belgian chocolate

pralines & cream

coffee salted caramel

vanilla strawberries & cream

baileys cookies & cream

THE FINE CHEESE CO.Sælkerakex fyrir allar tegundir osta!

1.599 kr/pk

499 kr/stk

Nýtt í hagkaup

Nýtt í hagkaup

Himnesk lífræn krydd

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Fyrsta líffæraígræðslanFyrsta árangursríka líffæraíg-ræðslan var framkvæmd á Peter Bent Brigham-sjúkra-húsinu í Boston árið 1954 en þá var grætt í ungan mann og var gjafinn eineggja tvíburabróðir mannsins.

Fyrsti ÍslendingurinnFyrsti Íslendingurinn gekkst undir ígræðslu nýra árið 1970 á sjúkrahúsi í London. Fyrsta nýrnaígræðslan fór svo fram á

Íslandi árið 2003, en fram að þeim tíma fóru allar nýrnaí-græðslur fram erlendis.

Hversu lengi lifa líffæri utan líkama?Það er misjafnt eftir líffærum hversu langur tími má líða frá því að líffærið er tekið úr gjaf-anum og þar til það er komið í líffæraþegann. Hjarta deyr aðeins fjórum klukkustundum eftir að það er tekið úr líkama gjafans en önnur líffæri geta

haldist lifandi í allt að sólar-hring eftir að þau eru fjarlægð úr líkama. Sumir vefir geymast í líffærabönkum í nokkur ár, til dæmis hornhimnur.

NafnleyndÓheimilt er að greina líffæra-þega frá nafni látna gjafans og aðstandendur gjafans fá ekki að vita hverjir njóta góðs af líffærum hans. Líffæra-þegi getur þó sent ættingjum gjafans þakkarbréf, en slíkt

bréf er þá sent til Sahlgrenska sjúkrahússins sem kemur því nafnlaust til viðtakenda.

ÁrangurLíffæragjafi verður að hafa sama vefjaflokkamynstur og líf-færaþegi, annars hafnar líkam-inn ígræddu líffæri. Ígrætt líffæri bætir lífsgæði og bjargar lífi til dæmis hjarta- lungna og lifrarþega. Margir lifa eðlilegu lífi með ígrætt líffæri.

62 Íslendingar hafa gefið líffæri eftir dauða sinnÍslendingar hafa verið meðlimir í sameiginlegum líffærabanka Norðurlanda, Scandiatransplant, frá árinu 1991 en þá voru sett lög hérlendis sem skilgreindu heiladauða og heimiluðu brott-nám líffæra úr látnum til ígræðslu. Síðan hafa 62 Íslendingar gefið líffæri eftir dauða sinn. Alls hafa 320 Íslendingar þegið líffæri úr bankanum en í dag eru 12 á biðlista.

12einstaklingar á biðlista á Íslandi núna. 11 bíða eftir nýra og 1 bíður eftir hjarta.

Ígræðslur alls

Nýra 233 einstaklingar

Lifur 47 einstaklingar

Lunga 17 einstaklingar

Hjarta 14 einstaklingar

Hjarta og lunga 4 einstaklingar

Bris 5 einstaklingar

62 Íslendingar

hafa gefið líffæri eftir dauða sinn.

164 lifandi

Íslendingarhafa gefið líffæri. 160 annað nýra

og 4 part úr lifur.

226 látnir og

lifandi ein-staklingar hafa gefið

líffæri

320 einstaklingar

hafa þegið líffæri

Ísland frá upphafi lÍffæragjafa 1992 Sameiginlegur líffærabanki

NorðurlandannaÍslendingar hafa verið

meðlimir í sameiginlegum líffærabanka Norðurlanda,

Scandiatransplant, frá árinu 1991. Líffærum, sem Íslendingar gefa, er útdeilt

í samvinnu við bankann, sem hefur höfðustöðvar í

Árósum.

1974líffæraígræðslur

framkvæmdar á 2014

2272 á biðlista

hjá Scandiatransplant í byrjun árs 2015

scandiatransplant

lÍffæri

HjartaHjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin, svokallaðar gáttir, taka við blóðinu úr líkam-anum. Sú hægri tekur við súrefnissnauðu blóði frá öllum vefjum líkamans og sú vinstri tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum. Blóðið rennur úr gáttunum um hjartalokur niður í neðri hjartahólfin sem heita sleglar eða hvolf. Þeir dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti fara fram en hinn vinstri til allra vefja líkamans.

LunguLungun eru tveir svamp-kenndir, loftfylltir pokar sitt hvorum megin í brjóstholinu. Hlutverk þeirra er að koma súr-efni innöndunarloftsins í blóðrásina og losa koltvíoxíð úr blóðinu.

Nýra Hver einstaklingur fæðist yfirleitt með tvö nýru, það er samt vitað að eitt nýra dugar til að sinna þeirri starfsemi sem er nauðsynleg. Nýrun hreinsa úrgangs-efni úr blóðinu og viðhalda jóna- og vökvajafn-vægi með síun og seytun, auk þess að taka þátt í að stjórna sýrustigi líkamans og hafa áhrif á blóðþrýst-ingsstjórnun og myndun rauðra blóðkorna með fram-leiðslu á rauðkornahormóni.

LifurLifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um 1,4 kg í meðal-manni. Hún gegnir hundruðum starfa og tengjast mörg þeirra efnaskiptum. Ein helstu störf lifrar eru sýruefnaskipti, fituefnaskipti, próteinefnaskipti, fjarlæging lyfja og hormóna.

BrisBriskirtillinn er bæði útkirtill og innkirtill. Útkirtilshluti brissins

eru kirtilblöðrur sem mynda brissafa og seyta honum út í brisgöng sem bera hann ofan í skeifugörnina. Meltingar-

ensím brissafans sjá um að melta allar helstu stóru fæðusameindirnar. Innkirtillinn hefur með

sykurstjórnun líkamans að gera.

Smáþarmar Smáþarmarnir taka við fæðumaukinu frá maganum og taka upp þau næringarefni sem

við fáum úr matnum þegar meltingu er lokið. Þeir eru að jafnaði um sex metra langir í

fullorðnum einstaklingi en yfirborðið þar sem upptaka næringarefna fer fram er allt að 300 fermetrar.

Augu/hornhimnurHornhimna er gegnsær

trefjahjúpur sem þekur lithimnu augans. Ytra borð hennar er þakið táru sem er þekjuvefur sem klæðir einnig auglokið að innan. Glæran brýtur ljósgeisla sem berast inn í augað og beinir þeim á réttan stað á augnbotni. Við það verður myndin skýr.

HúðHúðin er eitt stærsta líffæri líkamans, að minnsta kosti hvað

varðar yfirborð og þyngd. Í full-

orðnum manni er yfirborð

húðarinnar um 2 fer-metrar

og hún vegur um

það bil 5 kíló.

Lunga108 á biðlista6 mánaða bið

Nýra 1856 á biðlista 23 mánaða bið

Lifur111 á biðlista

7,5 mánaða bið

Hjarta104 á biðlista 5 mánaða bið

Bris27 á biðlista

Auk þess er hægt að gefa:n Beinn Hjartalokurn Æðarn Mergn Legn Andlitn Hendur

99%vilja gefa líffæri.

15.500 Íslendingar hafa tekið afstöðu til líffæragjafar á vef landlæknisembættisins. 99% þeirra vilja gefa líffæri eftir dauða sinn. 70% þeirra eru konur og 30% karlar. Einstaklingar á aldrinum 18-40 ára er stærsti hlutinn.

Viltu Verða lÍffæragjafi?

Á vefsíðunni donor.landlaeknir.is getur þú tjáð vilja þinn til líffæragjafar. Ef þú skiptir um skoðun getur þú alltaf breytt vali þínu á sama vefsvæði. Þú getur valið líffæragjöf sem nær til allra líffæra þinna, líffæragjöf sem takmarkast við ákveðin líffæri eða að heimila ekki líffæragjöf.

Brottnám og ígræðsla líffæraÞegar um er að ræða íslenskan líffæragjafa (látinn gjafi) þá kemur sérhæft teymi frá því landi sem Íslendingar eru með samning við í hvert sinn. Nú er samningur í gildi við Gautaborg í Svíþjóð og þaðan er flogið til að sækja þau líffæri sem á að gefa. Sam-hæfingateymi í Gautaborg sér síðan um að skipuleggja hvert líffærin fara. Stundum eru þau send til annarra Norðurlanda eða jafnvel til Evrópu. Eina ígræðslan sem er framkvæmd á Íslandi er nýrna- ígræðsla þegar um er að ræða lifandi gjafa. Flestar aðgerðirnar eru fram-kvæmdar á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg, en einnig á Skåne, Uppsala og í Stokkhólmi. Einhverjar aðgerðir eru framkvæmdar í Osló, Kaupmannahöfn, Ár-húsum, Óðinsvéum, Helsinki og á Íslandi.

Líffæragjöf eftir heiladauðaAndlát vegna heila-

dauða er forsenda þess að unnt sé að nýta

líffæri til ígræðslu. Þá er hægt að fjarlægja líffærin

áður en blóðrás stöðvast og þau verða fyrir skemmdum.

Algengustu orsakir heiladauða eru blæðingar eða æðastífla í

heila eða miklir höfuðáverkar sem valda óafturkræfum skemmdum á heilavef.

Lifandi gjafarLifandi líffæragjafi getur gefið annað nýra sitt, part af lifur og einnig er hægt að gefa hluta af lunga. Algengast er að gefa annað nýra sitt. Íslendingar fá nýra frá lifandi gjafa í um 70% tilvika, sem er mun hærra en í öðrum löndum. Hægt er að fram-kvæma nýrnaaðgerð á Íslandi en aðrar aðgerðir eru framkvæmdar á Norður-löndunum.

Framhald á næstu opnu

Halla Harðardóttir

[email protected]

24 úttekt Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

allan sólarhringinn: nazar.is persónuleg þjónusta: 519 2777

Nýr frábær vatnsskemmtigarður

Fyrir utan 10 000 m² sundlaugina er nú einnig nýr vatnsskemmtigarður með 13 villtum vatnsrennibrautum sem gefa kitl í magann!

Ís í stórum stíl

Hér er Allt innifalið - líka ís allan daginn, íslenskur barnaklúbbur og nóg af afþreyingu – og allt án þess að greiða aukalega!

Allt innifalið frá 145.599,- Börn undir 16 ára aldri frá 49.000,-

PEGASOS WORLD Side, Tyrkland

Pegasos World er sannkölluð fjölskylduparadís með sundlaug sem er svo stór að í miðjunni er eyja.

Kapteinn Nemo hefur nú fengið nýjan sérsaumaðan búning sem er fl ottari en nokkru sinni! Hann og áhöfn hans hafa tekið yfi r öll okkar Pegasos hótel!

NÝR OG FLOTTUR KAPTEINN NEMO

STÆRSTA SUNDLAUG MIÐJARÐARHAFSINS

PEGASOS WORLD

1 vika í skólafríinu

145.599 ,-Beint fl ug frá

Kefl avík og Akureyri (í október)

ALLT INNIFALIÐ

IS Frettnabladid 255x390.indd 1 28.01.15 13:12

LEIKFÖ GI FÆRÐU Í KRU A

UU UUU U

LEIKFÖ GI FÆRÐU Í KRU A

UU UUU U

Miniland® framleiðir spennandi, skemmtileg og fræðandi leikföng fyrir börn á öllum aldri.

/krumma.is www.krumma.is

Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700

Sveinn Óskar ásamt föður sínum, Hafliða Alfreð Karlssyni, tveimur mánuðum áður en hann lést. Mynd úr einkasafni

Bjargaði sex mannslífumBræðurnir Hafliði Alfreð Karlsson og Þorsteinn Karlsson létust báðir langt fyrir aldur fram á sama sólarhringnum í desember 2013. Þeir höfðu margoft rætt við fjölskyldu sína um líffæra-gjöf og vildu báðir gefa líffæri sín ef til þess kæmi. Líffæra-gjöf Hafliða bjargaði 6 manneskjum en ekki var hægt að nýta líffæri Þorsteins vegna þess hversu snögglega hann lést. Sonur Hafliða, Sveinn Óskar, hvetur fjölskyldur til að ræða þessi mál opinskátt.

E instaklingar með fjölskyldu og ástvini, rétt eins og við, fengu að lengja líf sitt ein-

ungis vegna þess að pabbi var góð-ur maður og við fylgdum hans hug-sjónum fram undir það síðasta,“ segir Sveinn Óskar Hafliðason sem missti föður sinn, Hafliða Alfreð Karlsson, þann 6. desember 2013. Fjölskyldan hafði margoft rætt um líffæragjafir og alltaf komist að sömu niðurstöðu. „Ef þessi aðstaða kemur upp þá vill maður að sjálf-sögðu hjálpa með líffæragjöf. Þeg-ar það kemur svo að því að kveðja einhvern sem maður elskar svona heitt, vitandi það að eina ástæðan fyrir því að hann „andar“ enn er að vélar halda honum gangandi svo einhver annar geti fengið úr honum varahluti, verður ákvörðunin mun erfiðari,“ segir hann.

Sveinn skrifaði pistil um reynslu sína þegar hann fékk þær fréttir fyrir rúmu ári að líffæragjöf föður hans hefði bjargað 6 manneskjum. Um svipað leyti skapaðist mikil um-ræða um líffæragjafir eftir að Skarp-héðinn Andri gaf líffæri sín og var Sveinn sannfærður um að það yrði vitundarvakning í þessum málum.

Faðir Sveins vaknaði upp þann 5. desember árið 2013 við símtal og fékk þá þær fregnir að Þorsteinn Karlsson, bróðir hans, hefði lent í slysi og væri alvarlega slasaður á Landspítalanum. Ekki leið á löngu þar til Þorsteinn var úrskurðaður látinn. „Systkini Steina voru öll í miklu áfalli inni í aðstandendaher-berginu þegar læknir kemur inn og spyr þessarar erfiðu spurning-ar sem kemur ávallt upp í þessum aðstæðum: „Hefði Þorsteinn viljað gefa úr sér líffæri?“ Systkinin voru ekki lengi að taka ákvörðun, hann hefði að sjálfsögðu viljað gefa úr sér líffæri. Pabbi fór þar fremstur í flokki enda maður sem lagði alla tíð áherslu á að gefa af sér og hjálpa náunganum. Steini var litli bróðir pabba og þeir voru mjög nánir, hann átti engin börn og var einstæður þegar hann lést.

Áfallið tók svo á pabba að hann hné niður á gjörgæsludeildinni. Hann hafði fengið alvarlegt heila-blóðfall,“ segir Sveinn. „Mamma reyndi að halda ró sinni en skiljan-lega gekk það ekki. Hún hafði misst mág sinn og eiginmaður hennar til 35 ára var í lífshættu. Ég var á barmi

taugaáfalls þegar ég loksins áttaði mig á því að Steini frændi, sem var mér eins og bróðir, væri dáinn og pabbi væri hugsanlega að fara sömu leið,“ segir hann.

Rúmum sólarhring síðar var pabbi hans úrskurðaður látinn eftir ítrekaðar tilraunir til að vekja hann. „Við sátum öll saman í aðstandenda-herberginu þegar læknirinn kom inn. Ég vissi strax hvert erindið var, enda höfðum við rætt þetta fram og

aftur í ljósi þess að sama umræða hafði átt sér stað sólarhring áður við fráfall Steina. Mömmu fannst ekki auðvelt að segja já, enda er það mun erfiðara þegar á hólminn er komið. Mamma sagði eina setn-ingu sem fékk mig meira að segja til að efast, ég sem trúi ekki á Guð eða Jesú eða neinn æðri mátt, ef því er að skipta: „Hvað ef Hafliði minn verður svífandi um á himnum með ekkert hjarta?“

Fjölskyldan vissi þó hver vilji Haf liða var og auðveldaði það ákvörðunina. „Ég bið ég ykkur um að ræða þessa hluti við ykkar nánustu, ímynda ykkur aðstæð-urnar og ákveða, að sama hversu erfið ákvörðunin verður, segið já, og bjargið mannslífum í leiðinni,“ segir Sveinn.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

V ið vorum virkilega heppin. Lífið hófst fyrst hjá Auði eftir að hún fékk nýja lifur,“

segir Ásdís Ásgeirsdóttir, móðir Auðar Valdimarsdóttur sem fæddist árið 2002 en fljótt varð ljóst að hún var með lifrarsjúkdóm sem myndi eyðileggja lifrina. „Það var reynt að skera hana upp 5 vikna gamla en það gekk ekki upp. Til stóð að reyna að bíða með lifrarskipti þar til hún yrði tveggja ára gömul því það væri svo erfitt að setja líffæri í svo lítið barn en síðan var ákveðið að við myndum fara fyrr á biðlista,“ segir Ásdís.

Fjölskyldan öll, báðir foreldrar Auðar og tvær systur hennar, 4 og 6 ára, flutti til Pittsburgh í Banda-

ríkjunum 1. júní 2003 þar sem Auð-ur fór á biðlista, 8 mánaða gömul. „Hún var mjög heppin og þurfti ekki að bíða nema í örfáar vikur. Þegar við fengum símtalið var heilt teymi af læknum í flugvél að sækja lifr-ina. Upphaflega voru þeir á leiðinni að sækja lifur og þarma, en þegar skipta á um hvoru tveggja þarf það að koma frá sama einstaklingnum. Þarmarnir voru hins vegar dæmdir ónýtir og þá var Auður okkar næst á listanum.“

Ásdís segir að Auður hafi verið afar veikburða, hún hafi verið orð-in grængul á litinn, nærðist ekki og varla óx. „Læknirinn lýsti þessu þannig að þetta hafi verið eins og að opna ormagryfju og hún hafi verið

grænleit að innan. Lifrin byrjaði síð-an strax að virka og aðeins þremur dögum síðar settist hún upp, nokkuð sem hún hafði aldrei áður gert. Hún byrjaði strax að taka við næringu og þetta var bókstaflega nýtt líf.“

Lifrin sem Auður fékk var úr litlu barni sem hafði látist og en fjölskylda barnsins óskaði eftir því við sjúkra-húsið að fá upplýsingar um hversu mörg börn hefðu bjargast vegna líf-færagjafanna og hversu mörg systk-ini þau ættu. „Þau vildu fá að segja frá því í jarðarförinni hversu margar fjölskyldur hefðu eignast nýtt líf.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Fékk lifur úr barniÁsdís Ásgeirsdóttir ásamt dóttur sinni Auði Valdimarsdóttur, 12 ára, sem fékk nýja lifur aðeins 8 mánaða gömul. Mynd úr einkasafni

Framhald á næstu opnu

26 úttekt Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Við gerum meira fyrir þig

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Öll v

erð

eru

bir

t m

eð f

yrir

vara

um

pre

ntv

illu

r og

/eð

a m

yndabre

ngl

.

Þorrinn er kominn í verslanir Nóatúns 99 kr./stk.Egils Pilsner, 0,5 l

119 kr./stk.Við gerum tilboð fyrir stærri þorrablót (40 manns eða fleiri) pantaðu á www.noatun.is

Þorra-Þorra-veisla

1139 kr./kg

Soðin svið

898 kr./kg

Rófustappa

1998 kr./kg

Blandaðurþorrabakki fyrir 2

419kr./stk.

Myllu lífskorn með tröllahöfrum og chiafræjum

399kr./2 stk.

Happy Day, appelsínu- og eplasafi,1 lítri

429 kr./stk.

Camembert, 150 g

Súrmeti - Nýmeti - Ljúfmeti

1711 kr./kg1369 kr./kg

Húsavíkur hangi-frampartur, sagaður að þínum óskum

Kauptu 2 stk. fyrir 399 kr.

11 ára með skorpulifur

Haldreipi mitt hvað hann bjargaði mörgum„Hugmyndin hjá okkur var að á daga-talinu sem fólk er með á borðinu eða uppi á vegg stæði hreinlega við 29. janúar að það væri dagur líffæra-gjafa og þannig væri komið tilefni á ári hverju fyrir fólk til að ræða þessi mál og taka afstöðu,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar líffæragjafa. Hann lést þann 28. janúar 2014 eftir alvarlegt bílslys og varð líffæragjafi daginn eftir. Kærastan hans, Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir, lést einnig í slysinu sem varð 12. janúar í fyrra.

„Þetta er vissulega búið að vera erfitt ár. Þegar við fengum þær fregnir að hann myndi sennilega ekki lifa þetta af létum við strax vita að hann væri líffæragjafi. Ég vil meina að það hafi verið mitt haldreipi að vita hvað hann hjálpaði mörgum,“ segir Steinunn en Skarphéðinn Andri bjargaði sex manns með líffæragjöfum. Gríðarleg umræða fór af stað í kjölfarið um mikilvægi líffæragjafa og má líkja því við sannkallaða vitundarvakningu hér á landi. Steinunn segir ástæðuna fyrir því að fjölskylda og aðstandendur Skarp-héðins Andra hafi haldið áfram að vekja athygli á mikilvægi líffæragjafa sé til þess að fólk þurfi ekki að taka ákvörðun fyrir ástvini sína þegar þeir eru að skilja við. Á dögunum birtist frétt um að maður frá Litháen hefði fundist látinn í húsi við Hverfisgötu en í fréttunum kom ennfremur fram að maðurinn væri líffæragjafi. „Ég hef aldrei séð þetta áður í frétt og mér fannst það virkilega jákvætt,“ segir hún. Fyrir velferðarnefnd Alþingis liggur tillaga sem kveður á um að 29. janúar verði eftirleiðis dagur líffæragjafa á Íslandi en nefndin hefur einnig til skoðunar hvort gera eigi ráð fyrir ætluðu samþykki vegna líffæragjafa en ekki ætlaðri neitun eins og nú er raunin.

Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra, hvetur til þess að sem flestir taki afstöðu til líf-færagjafa. Mynd úr einkasafni.

Skarphéðinn Andri Kristjánsson lést á síðasta ári og varð líffæragjafi þann 29. janúar. Mynd úr einkasafni.

H ann hefur glímt við mikil veikindi og er kominn með skorpulifur. Hann þarf því

að fá nýja lifur síðar en aðgerðin á sínum tíma skipti samt öllu,“ segir Hrefna Guðnadóttir sem gaf syni sínum hluta af sinni lifur þegar hann var ungbarn.

Hilmir Guðni Heimisson, sem alltaf er kallaður Guðni, fædd-ist árið 2003 og kom fljótt í ljós að hann var með lifrarsjúkdóminn Biliary hypoplasia sem á íslensku kallast gallgangafæð. Guðni fór á biðlista eftir nýrri lifur á sjúkra-húsi í Pittsburgh í Bandaríkjunum þá um haustið en í desember var ljóst að hann gæti ekki beðið leng-ur. „Læknarnir höfðu verið hikandi við að taka hluta af lifur úr mér því það var nýbúið að taka úr mér ann-að lungað en það varð hins vegar

raunin þegar enginn gjafi hafði fundist,“ segir hún.

Hrefna gaf syni sínum þriðjung af sinni lifur en lifrin er þannig gerð að hún stækkar aftur ef tekið er af henni. Í fyrstu var ekki annað að sjá en framhaldið myndi ganga vel hjá Guðna en svo illa vildi hins vegar til að portæðin, sem flytur blóð frá meltingarvegi til lifrar, stíflaðist hjá honum og eyðilagðist lifrin því smátt og smátt.

„Aðgerðin á sínum tíma varð auðvitað til þess að í dag eigum við þennan flotta 11 ára strák,“ segir Hrefna. Guðni fór aftur í aðgerð árið 2010 til að létta álagi á lifrina og framlengja lífsgæði hans. Þá var strax ljóst að hann þyrfti að fá nýja lifur innan nokkurra ára. „Við vitum ekki hvenær kemur að því en hann þarf að fara aftur á biðlista. Hann þarf þá að fá heila lifur úr látnum einstaklingi því hann þarf að fá portæðina líka,“ segir hún. „Að gefa líffærin er það síðasta sem maður hugsar um þegar ástvinur deyr og ég vona að sem flestir taki þessa umræðu þegar þeir eru heilir heilsu. Það bjargar lífum að gefa líf-færi.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Guðni fékk hluta úr lifur móður sinnar árið 2004.

Fjölskyldan í Pittsburgh fyrir aðgerðina; Hrefna Guðnadóttir, Heimir Þór Gíslason og börnin Gná og Guðni. Guðni er gulur vegna lifrarskemmda.

Guðni æfir fótbolta með Fjölni.

Systkinin Hekla Gná og Guðni um síðustu jól.

28 úttekt Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

- Fylgstu með okkur á Facebook

Appelsínurverð áður 278 kr./kg

sveitAbiti 26%verð áður 1.489 kr./kg

sveitAbiti 26%verð áður 1.489 kr./kg

Husk náttúrulyfverð áður xxx kr.

túlipAnArverð xxx kr.

bAi Drykkur 5 teG.verð áður 438 kr./stk.

Husk trefjArverð áður 1.248 kr.

Husk trefjAr Hylkiverð áður 3.081 kr.

rAspberry ketonsverð áður 3.115 kr.

nAtures AiD 3-in-1verð áður 4.968 kr.

nn cHili burnverð áður 3.298 kr.

biottA sAfiverð áður frá 430 kr./stk.

MAiskexverð áður 389 kr.

HeilsA lífrænAr MönDlurverð áður 1.567 kr.

MetAsys lífstílspróGrAMverð áður 5.298 kr.

cHick peAs 400G verð áður frá 276 kr.

GrAnolA coco Múslí verð áður 1.139 kr.

bArleAn´s swirl 454Gverð áður frá 3.724 kr.

bArleAn´s swirl 227Gverð áður frá 2.062 kr.

b-súperverð áður 625 kr.

Multi vitverð áður 822 kr.

c-1000verð áður 1.048 kr.

enAxin orkuMixtúrAverð áður 3.515 kr.

enAxin töflurverð áður 3.390 kr.

HnetusMjör lífrænt lítilverð áður 621 kr./stk.

HnetusMjör sykurlAust stórverð áður 749 kr./stk.

orGAnic turMericverð áður 471 kr.

slenDer sticksverð áður 936 kr.

FACEBOOK LOGO ICON for Adobe Illustrator

Husk trefjAr

nic turMericiottA sAfi

Janúar

Snertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslur

20% afslátturaf völdum tegundum

20% afslátturaf völdum tegundum

20% afslátturaf völdum tegundum

Multivit Munnspreyverð 1.998 kr.

1.254kr.

351kr.

377kr.

749kr./stk.

2.458kr.

2.373kr.

578kr.

998kr.

2.465kr.

2.492kr.

3.316kr.

311kr.

2.649kr.

658kr.

1.430kr.

1.142kr.

838kr.

498kr.

460kr./pk.

350kr./stk.

2.638kr.

frá 2.979kr.

frá 1.650kr.

HeilsA Döðlurverð áður 439 kr.

frá 344kr./stk.

frá 498kr./stk.

497kr./stk.

470kr.

533kr.

599kr./stk.

frá 221kr./stk.

frá 350kr./stk.

911kr.

AGAve ljóst HunAnGverð áður 813 kr.

HAfrAflöGur GrófArverð áður 379 kr.

MönDlurverð áður 745 kr.

MAkADeMíAHneturverð áður 783 kr.

Hörfræverð áður 372 kr.

650kr.

298kr.

596kr.

626kr.

298kr.

koko Mjólkverð áður 588 kr.

koko súkkulAðiMjólkverð áður 666 kr.

pAssAtA 700Gverð áður frá 438 kr.

yoGi teA ýMsAr Gerðirverð áður 575 kr./pk.

ecoMil Mjólk verð áður frá 622 kr.

20% afslátturaf öllum tegundum

MAGnesiuM & cAlciuMverð áður 1.788 kr.

vitAMín D-3verð áður 1.428 kr.

20% afslátturaf völdum tegundum

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

- Fylgstu með okkur á Facebook

Appelsínurverð áður 278 kr./kg

sveitAbiti 26%verð áður 1.489 kr./kg

sveitAbiti 26%verð áður 1.489 kr./kg

Husk náttúrulyfverð áður xxx kr.

túlipAnArverð xxx kr.

bAi Drykkur 5 teG.verð áður 438 kr./stk.

Husk trefjArverð áður 1.248 kr.

Husk trefjAr Hylkiverð áður 3.081 kr.

rAspberry ketonsverð áður 3.115 kr.

nAtures AiD 3-in-1verð áður 4.968 kr.

nn cHili burnverð áður 3.298 kr.

biottA sAfiverð áður frá 430 kr./stk.

MAiskexverð áður 389 kr.

HeilsA lífrænAr MönDlurverð áður 1.567 kr.

MetAsys lífstílspróGrAMverð áður 5.298 kr.

cHick peAs 400G verð áður frá 276 kr.

GrAnolA coco Múslí verð áður 1.139 kr.

bArleAn´s swirl 454Gverð áður frá 3.724 kr.

bArleAn´s swirl 227Gverð áður frá 2.062 kr.

b-súperverð áður 625 kr.

Multi vitverð áður 822 kr.

c-1000verð áður 1.048 kr.

enAxin orkuMixtúrAverð áður 3.515 kr.

enAxin töflurverð áður 3.390 kr.

HnetusMjör lífrænt lítilverð áður 621 kr./stk.

HnetusMjör sykurlAust stórverð áður 749 kr./stk.

orGAnic turMericverð áður 471 kr.

slenDer sticksverð áður 936 kr.

FACEBOOK LOGO ICON for Adobe Illustrator

Appelsínurverð áður 278 kr./kg

enAxin orkuMixtúrA

sys lífstílspróGrAM

HnetusMjör lífrænt lítil HnetusMjör sykurlAust stór

Appelsínurverð áður 278 kr./kg

Multi vitMulti vitverð áður 822 kr.verð áður 822 kr.

Appelsínurverð áður 278 kr./kg

Janúar

Snertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslur

20% afslátturaf völdum tegundum

20% afslátturaf völdum tegundum

20% afslátturaf völdum tegundum

Multivit Munnspreyverð 1.998 kr.

As 400G GrAnolA coco

1.254kr.

351kr.

377kr.

749kr./stk.

2.458kr.

2.373kr.

578kr.

998kr.

2.465kr.

2.492kr.

3.316kr.

311kr.

2.649kr.

658kr.

1.430kr.

1.142kr.

838kr.

498kr.

460kr./pk.

350kr./stk.

2.638kr.

frá 2.979kr.

frá 1.650kr.

HeilsA Döðlurverð áður 439 kr.

frá 344kr./stk.

frá 498kr./stk.

497kr./stk.

470kr.

533kr.

599kr./stk.

frá 221kr./stk.

frá 350kr./stk.

911kr.

AGAve ljóst HunAnGverð áður 813 kr.

HAfrAflöGur GrófArverð áður 379 kr.

MönDlurverð áður 745 kr.

MAkADeMíAHneturverð áður 783 kr.

Hörfræverð áður 372 kr.

650kr.

298kr.

596kr.

626kr.

298kr.

koko Mjólkverð áður 588 kr.

koko súkkulAðiMjólkverð áður 666 kr.

pAssAtA 700Gverð áður frá 438 kr.

yoGi teA ýMsAr Gerðirverð áður 575 kr./pk.

ecoMil Mjólk verð áður frá 622 kr.

20% afslátturaf öllum tegundum

MAGnesiuM & cAlciuMverð áður 1.788 kr.

vitAMín D-3verð áður 1.428 kr.

20% afslátturaf völdum tegundum

Hrútur, ljón, snákur og dreki

ÉÉg komst að því í síðasta tölublaði Frétta-tímans að ég fæddist á ári drekans, samkvæmt gamla kínverska tímatalinu. Ég hef farið í gegnum lífið án þessarar vitneskju, hélt bara að ég væri ljón, sam-kvæmt þeirri stjörnuspeki og stjörnuspám sem við sjáum í dagblöðunum. Miðað við þessar upplýsingar er ég bæði dreki og ljón. Minna má það ekki vera.

Persónuleiki drekans var skilgreindur í þessari samantekt Fréttatímans en þar sagði að hann væri sérvitur, klár, stoltur og lífsglaður. Það má bærilega við þá lýs-ingu una. Meðal frægra dreka sem taldir voru upp í blaðagreininni voru mann-réttindafrömuðurinn Martin Lúther King og bítilinn magnaði, John Lennon. Ekki ætla ég mér að líkja mér við þessa snill-inga en fyrir liggur að örlög beggja voru dapurleg. Aðrir drekar sem komust á blað lifa hins vegar góðu lífi, leikkonan kunna Reese Witherspoon og landar mínir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður, Katrín Jakobsdóttir stjórnmálaforingi og trúbadúrinn og lagahöfundurinn Bjartmar Guðlaugsson.

Í sömu grein sá ég að minn betri helm-ingur fæddist á ári snáksins, samkvæmt þessu kínverska tímatali. Þess utan veit ég að hún er fædd í hrútsmerkinu, sam-kvæmt fyrrnefndri stjörnuspeki. Hún er því snákur og hrútur í senn. Persónuleiki snáksins er ekki síðri en drekans, sam-kvæmt því sem lesa mátt í blaðinu en þar var snákurinn sagður vitur, mjúkmáll, samúðarfullur og hugsuður. Frægir snák-ar, eða þeir sem fæddust á ári snáksins, eru meðal annarra John F. Kennedy Bandaríkjafor-seti, sem hlaut dapurleg örlög ekki síður en þeir King og Lennon, en sem betur fer eru þar aðrir sprell-lifandi, söngva-skáldið Bob Dylan, knatt-spyrnu-goðið Gylfi Þór Sigurðs-son og söngdívan Björk.

Þetta kínverska tímatal á sér meira en fjögur þúsund ára sögu, sagði í Fréttatíma-greininni, en í kínverska dýrahringnum eru 12 dýr. Byggir hann á fimm frumefnum; eldi, lofti, járni, vatni og viði. Hvert dýr er sagt hafa áhrif á þann sem fæðist á ári þess, sagði enn fremur. Ekki veit ég um það hót, þótt mér beri vitaskuld að trúa því sem í Fréttatímanum stendur. Grun hef ég um að blaðamaðurinn sem frá greininni gekk hafi þýtt hana og viti lítið meira um þessa kínversku speki en undirritaður.

Sama gildir um vitneskju mína um stjörnuspeki. Sumir lesa sér stjörnuspár til gamans, hvort heldur þær eiga við dag-inn í dag, komandi viku, mánuð eða ár. Hvort einhver trúir á stjörnuspána veit ég ekki – en eflaust eru þeir til.

Samt vona ég að menn fari ekki bókstaf-lega eftir því sem í stjörnuspám stendur, það er ekki víst að allt sem þar stendur fylgi nákvæmlega réttum degi, að minnsta kosti ekki alls staðar. Minn betri helm-ingur þýddi árum saman stjörnuspár fyrir dagblað sem ég starfaði við. Þessar stjörnuspár keypti blaðið af erlendu fyrir-tæki sem jafnframt dreifði myndasögum – sem mín ágæta kona þýddi einnig. Fyrir tíð tölvualdar fór ég samviskusamlega með þýðingar hennar að heiman á vinnu-staðinn þar sem setjarar tóku við efninu og komu því sína leið í blaðið. Þar sagði

frá því hvernig dagur viðkomandi yrði og gjarnan bætt við happatölum dagsins. Líklegt er, án þess þó að ég hafi fyrir því beinar sannanir, að ýmsir hafi nýtt sér happatölurnar á lottómiða sína. Aldrei heyrði ég þó af neinum sem fékk lottó-vinning út á þær.

Þegar blaðið tók upp tölvutækni keypti frúin sér sína fyrstu tölvu og ég var reglu-lega sendur með disklinga á vinnustaðinn með stjörnuspánum og myndasöguþýð-ingunum. Allir undu sáttir við sitt, sú sem þýddi og hinir sem lásu stjörnuspárnar og myndasögurnar. Ég viðurkenni að ég fylgdist ekki náið með því hvort þýðing-arnar sem áttu við ákveðinn dag birtust akkúrat þann dag. Taldi það raunar ekki skipta neinu máli. Þetta var að mínu viti alltaf sama spáin, með mismundandi orða-flúri.

Þess vegna held ég að það hafi ekki gert mikið til þótt við hjónakornin höfum gripið til örþrifaráðs, síðustu misseri þess ágæta blaðs sem ég vann við þá – og svindlað svolítið. Það var einfaldlega þann-ig að það harðnaði á dal blaðsins fjárhags-lega og þá varð eitthvað undan að láta. Stjörnuspárnar voru fráleitt mikilvægasta efni blaðsins en það kostaði peninga að kaupa þær utanlands frá. Það er óhætt að viðurkenna þetta smásvindl núna, þegar svo langt er um liðið, en minn betri helm-ingur hélt áfram að útbúa stjörnuspárnar þótt ekkert bærist efnið frá útlandinu. Hún einfaldlega fléttaði saman áragöml-um stjörnuspám úr blaðinu – og skutlaði inn nýjum happatölum. Enginn kvartaði enda voru stjörnuspárnar ekkert síðri frá

hennar hendi en útlenda dreifing-arfyrirtækinu. Ég heyrði að

vísu ekki af neinum sem vann lottóvinning á

heimagerðu happa-tölurnar en það var

svo sem engin breyting.

Þetta gerðum við, hrúturinn og ljónið – eða snákurinn og drekinn – þegar blaðið góða átti ekki lengur fyrir að-keyptum stjörnu-spám, hrúturinn

setti þær

sam-an

eins og

ekkert hefði í skorist og ljónið flutti

disklingana á sinn stað, rétt eins og verið hafði.

Það er því ekki úr vegi að kanna, með aðstoð Gunnlaugs Guðmunds-sonar stjörnuspekings, hvernig sam-starf hrúts og ljóns er þegar kemur að svona reddingum. „Til að báðum líði vel í sambandinu þarf lífsstíll þeirra að vera líflegur og skemmtilegur. Þau þurfa spennu og nýjungar,“ segir stjörnuspek-ingurinn.

Þar birtist það svart á hvítu. Heima-gerðu stjörnuspárnar, sem komu að vísu ekki til af góðu, virðast hafa verið gerðar með þessum hætti til að skapa spennu í hjónabandi hrúts og ljóns, samkvæmt úrskurði stjörnuspekingsins. Hvort það sama á við um snák og dreka skal ósagt látið.

Hafi einhver farið á vonlaust stefnumót í framhaldi af stjörnuspá þessara löngu liðnu missera – eða tapað aurum í lottó-spili vegna uppdiktuðu happatalnanna – þá verður bara svo að vera, en það er kannski ekki of seint að biðjast velvirð-ingar!

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

32 viðhorf Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

kvikmyndir Úrval bíómynda fyrir börn í kvikmyndahÚsunum

Barnabíó um helginaUm helgina kennir ýmissa grasa í bíóhúsunum og úrvalið af barna-myndum nokkuð gott. Í Sambíó-um er hægt að skella sér á nýjustu myndina um Svamp Sveinsson, annað hvort á ensku eða talsetta. Myndirnar um Svamp Sveinsson eru fínasta skemmtun sem allir fjölskyldumeðlimir ættu að geta haft gaman af.

Margir hafa beðið spenntir eftir myndinni um Paddington, vinalega bangsann frá Perú sem fer til London í leit að nýju heim-ili. Hún er nú komin í sýningar í

Laugarásbíói og er hægt að sjá hana á ensku eða talsetta.

Í Bíó Paradís er jafnan hægt að f inna skemmtilega viðbót við oft einsleita barnabíóflóru borgarinnar. Auk þess að bjóða upp á bíóhátíð fyrir börn í mars á hverju ári þá er þar hægt að sjá evrópskar verðlaunamyndir fyrir börn. Um helgina er þar hægt að sjá myndina „Andri og Edda verða bestu vinir“, fallega mynd sem fjallar um vináttu leik-skólabarna og ævintýrin sem þau lenda í. Myndin, sem er talsett,

var tilnefnd sem besta barna-myndindin á hinum norsku Am-anda verðlaunum og sem besta barnamyndin á kvikmyndahá-tíðinni í Tallinn. Þar að auki er núna í sýningu breska fjölskyldu-myndin „Believe“, eða Fótbolta-draumar, sem fjallar um dreng í Manchester árið 1984 sem á sér þann draum að keppa á stórmóti í fótbolta. Myndin, sem er textuð, hefur fengið einróma lof gagn-rýnenda og valin besta barna-myndin á Kvikmyndahátíðinni í Zürich 2013. -hh

Um helgina er þar hægt að sjá myndina „Andri og Edda verða bestu vinir“ í Bíó Para-dís. Fallega mynd sem fjallar um vináttu leikskólabarna og ævintýrin sem þau lenda í. Myndin, sem er talsett, var tilnefnd sem besta barnamyndindin á hinum norsku Amanda verðlaunum og sem besta barnamyndin á kvikmyndahátíðinni í Tallinn.

Stuðningur til að feta sig fram til nýs lífs eftir áföllMannúðar- og mannræktarsam-tökin Höndin fá styrk úr minn-ingarsjóði Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi borgarstjóra og for-sætisráðherra.

Dagur B. Eggertsson borgar-stjóri afhenti styrk úr minning-arsjóði Gunnars Thoroddsen fyrrverandi borgarstjóra og for-sætisráðherra í Höfða í byrjun janúar. Styrkurinn var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarði Briem 29. desember 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunn-ars. Þetta er í tuttugasta og átt-unda sinn sem veitt er úr sjóðn-um og hafa styrkþegar bæði verið félagasamtök og einstaklingar.

Að þessu sinni voru það mann-úðar- og mannræktarsamtökin Höndin sem hlutu styrkinn sem nemur 350.000 krónum. Helga Hallbjörnsdóttir, formaður sam-takanna, tók við styrknum. Sam-tökin hafa verið starfrækt í níu ár, en þau voru stofnuð í nóvember árið 2005. Megintilgangur starfs-ins er að vera vettvangur fólks til sjálfstyrkingar og samhjálpar. Þeir sem leita til Handarinnar fá aðstoð og liðsinni við hverja þá raun sem viðkomandi getur átt við að etja. Þeir fá stuðning og er hjálpað við að feta sig áfram og taka fyrstu skref til nýs lífs eftir ýmis áföll. Starfsmenn Handar-innar heimsækja aldraða einstak-linga, öryrkja og sjúklinga sem eiga ekki heimangengt eða eru einmana. Spjallað er um daginn og veginn, aðstoðað við einstaka verkefni eða bara að hlusta.

Borgarstjóri sagði við afhend-ingu styrksins í Höfða að sam-tökin væru vel að styrknum kom-i n . Hönd i n ha f i unn ið þarf t verk í samfélaginu í gegnum árin og óskaði sam-tökunum vel -farnaðar í starfi.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á

[email protected]

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu

og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum

er hagkvæmur kostur.

Ert þú að huga að dreifingu?

Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015 viðhorf 33

Íslenska geitin

Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni

• Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra.• Liðamín inniheldur Hyal-Joint® sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum.• Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt.

SKJÓTARI EN SKUGGINN

www.lidamin.is

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

U pphafsmaður hreyfingar-innar er lífsnautnamaðurinn Carlo Petrini, en hann starf-

aði sem blaðamaður og matargagn-rýnandi áður en hann helgaði líf sitt Slow Food. Í blaðaviðtölum rifjar hann gjarnan upp æskuminningar úr ítölsku sveitinni og þá aðallega úr eld-húsi ömmu sinnar og mömmu. Þar komu vinir og fjölskylda saman til að elda alvöru mat úr héraðinu sem var svo setið yfir langt fram eftir degi und-ir spjalli og jafnvel gítarspili og söng. Á Ítalíu hefur hjarta menningarinnar alltaf slegið í eldhúsinu og skyndibita-menningin kom seint til landsins. Þeg-ar fyrsti McDonalds staður landsins opnaði við spænsku tröppurnar í Róm árið 1986 mætti Petrini þangað ásamt matarelskandi föruneyti og eldaði heimagert pasta við tröppurnar frægu

í mótmælaskyni. Slow Food hreyfing-in varð til upp úr þessum sama hópi fólks árið 1989 með það að markmiði að vernda ítalska matararfleifð fyrir útbreiðslu iðnaðarframleidds matar og bragðlauss skyndibita.

Endurvakning bragðlaukannaMcDonalds er ekki bara dæmi um vondan og næringarsnauðan mat að mati Petrini, heldur lifandi sönnun þess hversu firrtur nútímamaðurinn, sem hefur ekki tíma fyrir heima-gerða máltíð, er orðinn. Samtökin vilja minna fólk á hversu gott það er að borða góðan mat. Endurlífgun bragðlaukanna ætti þó ekki bara að kenna okkur að slaka á og njóta góðs matar heldur gera okkur á sama tíma meðvituð um framleiðsluaðferðir og uppruna. Á bak við hugmyndafræði

Slow Food samtökin urðu til eftir að hópur Ítala, með ástríðu fyrir matarmenningu, mótmælti opnun fyrsta McDonalds veitingahússins á Ítalíu. Hugmyndafræði samtakanna snýst ekki bara um mat og bragð heldur miðar fyrst og fremst að því að breyta heiminum með því að breyta viðhorfi fólks til matar. Í dag berjast samtökin fyrir því að góður og líffræðilega fjölbreyttur matur hverfi ekki af yfirborði jarðar vegna offramboðs af fjöldaframleiddum og genabreyttum mat.

stefna slow food

n Að bjarga tegundum og afurðum í útrýmingarhættu og vernda hefð-bundnar matreiðslu-og framleiðslu aðferðir.n Að kenna fólki að njóta góðs, hreins og sanngjarns matar. Góðum í þeim skilningi að hann sé í senn bragðgóður og næringarríkur, hreinn á þann hátt að framleiðsla hans skaði náttúru og dýr sem minnst og sanngjarn er hann ef tekið er tillit til alls fólksins sem stendur að framleiðslu hans. n Að fagna matarhefðum og mat hinna ýmsu landa með því að standa fyrir mörkuðum og ráðstefnum.n Auka meðvitund um náttúruvernd og dýravelferð.n Að tengja saman fólk sem hefur ástríðu fyrir matarmenningu.

Íslenska landnámshænan. Slow-food samtökin á Íslandi vinna nú að því að fá íslensku landnámshænuna í Bragðörkina. Auk þess er unnið að því að fá hverabrauð, laufabrauð, rúllupylsu, magál, siginn fisk og reyktan rauðmaga í verndarflokk Slow Food.

samtakanna er þannig ekki bara sú hugsun að matgæðingar geti fengið sem ljúffengastan mat heldur sú að með því að halda lífi í gömlum matar-og framleiðsluhefðum höldum við lífi í menningunni og fólkinu sem byggir afkomu sína á þessum hefðum.

Að breyta heiminum með nautnum„Að breyta heiminum með nautnum“ var frá upphafi takmark Petrini og það lítur út fyrir að samtökunum sé að takast það á sinn hátt, hægt og ró-lega. Þau horfa ekki til hraðra skyndi-lausna því samkvæmt þeim eru þær ekki til. Í dag starfa samtökin í 150 löndum og þeirra meginmarkmið er að vernda líffræðilegan fjölbreyti-leika, matarhefðir og framleiðsluað-ferðir í útrýmingarhættu, auk þess að upplýsa almenning. Þetta er gert með alþjóðlegu samstarfi, með því að styrkja litla framleiðendur og með því að halda matarhátíðir víðsvegar um heiminn þar sem fólk kemur saman til að kynnast, fræðast og örva bragð-laukana. Stærsta hátíðin er Salone del Gusto & Terra Madre sem haldin er annað hvert ár í Tórínó.

Slow Food á ÍslandiÍ ár var þema hátíðarinnar í Tórínó fjölskyldubúskapur, en árið 2014 var yfirlýst ár fjölskyldubúskapar hjá Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, og það sem kallast „Bragðörkin“. Í Bragðörk-ina er safnað saman dýra- og jurta-tegundum og afurðum víðsvegar úr heiminum sem eru í útrýminga-hættu eða þykja menningarlega verðmætar. Til að komast um borð í örkina verður afurðin að vera unnin af smáframleiðenda, vera bundin við ákveðið svæði eða land og að vera gerð eftir hugmyndafræði Slow Food. Um 2200 afurðir hafa nú kom-ist um borð og þar má finna nokkr-ar íslenskar afurðir; skyr, sólþurrk-aðan saltfisk, salt, kæstan hákarl, hjallaverkaðan harðfisk og hangi-kjöt. Þar að auki er lúra og íslenska geitin í örkinni. Dominique Plédel Jónsson er yfir samtökunum á Ís-landi og segir hún meginstarfsemi hennar snúast í kringum Bragðörk-ina. Nú síðast hafi íslenska geitin komist um borð en unnið sé að því að koma fleiru að, eins og land-námshænunni, hverabrauði, laufa-brauði, rúllupylsum, magál, signum fiski og reyktum rauðmaga.

Halla Harðardóttir

[email protected]

MatarMenning slow food saMtökin

Að breyta heiminum, hægt

Í Bragðörkinni, sem er listi yfir menningarlega mikilvægar tegund-ir og afurðir sem sumar hverjar eru í útrýmingahættu, eru sex íslenskar afurðir og tvær dýrategundir.

n Hangikjöt, á gamla mátann.n Hefðbundið skyr.n Sólþurrkaður saltfiskur.n Hjallaverkaður harðfiskur.n Kæstur hákarl.n Sjávarsalt, framleitt með jarðvarma.n Íslenska geitin, elsti stofn Evrópu. Til að viðhalda stofninum er mikilvægt að koma afurðum geitarinnar á markað.n Lúra, finnst aðeins í lóninu í Horna-firði. Hefur samkvæmt gömlum heimildum lengi verið búbót heima-manna, oft hjallaþurrkuð, en er varla veidd lengur.

að verða hægUr

1. Kauptu ferskt hráefni. Eldaðu það og borðaðu.2. Forðastu unnar matvörur. Borðaðu alvöru mat.3. Ræktaðu þinn eigin mat. Þó ekki sé nema eina kryddjurt.4. Reyndu að komast að sögunni á bak við matinn þinn.5. Kauptu úr heimabyggð og eftir árstíðum.6. Eldaðu og borðaðu með öðrum. Það eykur gleði og víðsýni.7. Taktu þátt í garðyrkju.8. Taktu í höndina á þeim sem fæðir þig. 9. Hittu fólkið sem ræktar matinn þinn.10. Lærðu að þekkja þínar matar-hefðir.

Slow-food samtökin vilja opna augu fólks fyrir því að matreiðsla snýst ekki bara um mat og uppskriftir. Hún snýst líka um bændur og landbúnað, eðlis-fræði og efnafræði, hefðir og pólitík. Með því að benda á sambandið milli alls þessa vonast samtökin til að breyta sambandi okkar við mat, fólk og um-hverfi.

Rautt eggaldin. Fyrir 100 árum var þetta mest ræktaða eggaldinið á Ítalíu en í dag rækta það aðeins 15 bændur. Slow Food berst fyirr líffræðilegum fjölbreytileika.

Carlo Petrini upphafsmaður Slow Food samtakanna.

34 matur Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16

Roma 2H2Verð frá 214.900 kr

Nevada 3+1+1Verð frá 422.900 krNNNNNNNevaddddddddda 3333333+11111111111111111+11111Verð frá 422 900 kr

Tungusófar 2+tunga Hornsófar 2H2Sófasett 3+1+1

frá 242.900kr.frá 309.900kr.frá 340.900kr.

Basel

SÓFAR

ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUMMÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI

Torino tunga 4H2Verð frá 499.900 kr

Havana 2H2Verð frá 332.900 kr

LOKADAGAR ÚTSÖLUNNAR - 10-70% AFSLÁTTUR

Roma 2HHH2222222222222222222222222Verð frá 214 900 kr

Borðstofuborð frá 47.500

Sófaborð frá 7.500

Sjónvarpsskápar frá 19.900

Fjarstýringavasar frá 2.900

Sófasett frá 209.800

Tungusófar frá 139.900

Hornsófar frá 215.010

Stakir sófar frá 90.810

Skenkar frá 77.000

Speglar frá 5.000

Skrifstofuhillur frá 9.900

Púðar frá 2.900

36 vetrarfjör Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Fagl

eg þ

jónu

sta

Göng

u- o

g hl

aupa

grei

ning

arVö

rur f

yrir

endu

rhei

mt l

íkam

ans

Fjöl

brey

� m

eðfe

rðar

úrræ

ði fa

gfól

ksAl

lt fy

rir h

laup

aran

nVa

ndað

ir vi

nnus

kór Eins

og

Fætu

r Tog

a - B

æja

rlind

4 -

201 K

ópav

ogi

Sím

i 55

77 10

0 - w

ww.

gong

ugre

inin

g.is

F jallaskíðun hefur verið að ryðja sér til rúms sem spenn-andi kostur í fjallamennsku

Íslendinga. Á Siglufirði hefur skíða-íþróttin ávallt verið fyrirferðarmik-il, en þar eru afbragðs aðstæður fyr-ir fjallaskíðafólk. Í fyrra var haldið sérstakt fjallaskíðamót á vegum Skíðafélags Siglufjarðar, Skíða-borgar, og verður leikurinn endur-tekinn í ár. „Kveikjan að mótinu var sú að hér á Siglufirði hefur átt sér stað mikil vakning á fjallaskíðun og þyrluskíðun. Okkur fannst tilvalið að halda þetta mót til að fylgja eftir áhuganum og kynna um leið fjalla-skíðin fyrir áhugasömum,“ segir

Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir, for-maður Skíðafélags Siglufjarðar.

Súpertröll á TröllaskagaMótið, sem nefnist Super Troll Ski Race, mun fara fram 2. maí og mun allur ágóði renna til barna- og ung-lingastarfs Skíðafélagsins á Siglu-firði. Aðspurð um heiti mótsins segir Brynja að þau vilji vera hluti af alþjóðlegum mótum af svip -uðum toga og því hafi enskt heiti orðið fyrir valinu. „Troll er svo vís-un í Tröllaskaga, en þar fer mótið fram. Við ákváðum svo að skella „super“ fyrir framan einfaldlega vegna þess að mörg tilkomumikil örnefni er að finna á leiðinni.“ Mót-ið hefst í Fljótum og er gengið frá Heljartröð yfir Siglufjarðarskarð

Á Siglufirði eru kjörað-stæður fyrir fjallaskíðun. Ljósmynd Skíðafélag Siglufjarðar

Stuðningur í skíðabrekkurnarMikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic.

Vandaðar vörur á góðu verði.

Komdu og skoðaðu úrvalið - við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.

FAS

TUS

_H_0

7.0

1.1

5

Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is

Hnéhlíf Bakbelti

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

5047

0 S

ÍA

Upplýsingasími 530-3000skidasvaedi.is

Opnunartímar:Helgar: kl. 10.00-17.00

Vetraropnun SkálafellsSkálafell verður opið um helgar frá og með laugardeginum 31. janúar 2015.

Skíðað frá fjallstoppi og niður að sjó

Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

ÖLL ÖKURÉTTINDIÖLL VINNUVÉLARÉTTINDI

Hafðu samband í síma: 822 45 02 eða www.meiraprof.is

býður meðal annars upp á þyrlu-skíðun. Honum leist vel á keppn-ina og í fyrstu verðlaun var þyrlu-skíðunarferð og verður sami háttur hafður á í ár,“ segir Brynja. Auk þess munu Fjallakofinn og Rauðka veita verðlaun. Á Siglufirði eru kjör-aðstæður fyrir þyrluskíðun. Flogið er með skíðafólk upp á fjallstopp og svo er skíðað niður fjöllin sem liggja alveg niður að sjó. „Frelsistil-finningin sem þessu fylgir er nánast ólýsanleg,“ segir Brynja.

Á Facebook síðu keppninnar, Super Troll Ski Race, má nálgast nánari upplýsingar um dagskrá, keppnisleiðina, gistingu, verðlaun og fleira þegar nær dregur keppnis-degi. Einnig er hægt að senda fyrir-spurnir á netföngin [email protected] og [email protected] .

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

Keppendur á Super Troll Ski Race eru á öllum aldri.

í átt að Illviðrishnjúki, og komið niður Skarðsdal að skíðaskálan-um. „Leiðin er bæði krefjandi og skemmtileg. Í fyrra var elsti kepp-andinn 69 ára gamall og því er ljóst að allir geta tekið þátt á eigin for-sendum,“ segir Brynja.

Skíðað niður að sjóKeppt verður í tveimur flokkum, karla og kvenna, og verða vegleg verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sæt-in. „Þegar við héldum keppnina í fyrsta skipti í fyrra settum við okk-ur í samband við Orra Vigfússon, sem er í forsvari fyrir ferðaskrif-stofuna Eleven Experience, en hún

38 vetrarfjör Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Kirkjulundi 17 / 210 GarðabæSími 557 4848 / www.nitro.is

Þar sem ævintýrið byrjar

VETURHÖFUM GAMAN Í

Allt fyrir sleðamanninn í Nítró

Motorfist hanskarHlýir og þægilegir hanskar

Frá kr. 8.690,-

CKX sleðajakkiVatnsheldur með

öndun og góðu fóðri

Kr. 39.512,-

CKX sleðajakkiVatnsheldar með

öndun og góðu fóðri

Kr. 39.990,-

Motorfist skórVatnsheldir og hlýir

Kr. 48.404,-

Optimate hleðslutækiFyrir sleða, hjól og bíla

Frá kr. 9.871,-

Hitamottur á handföngFyrir sleða og hjól

Kr. 8.656,-

ÍsklórurÁ flestar gerðir vélsleða

Kr. 11.847,-

CKX handahlífarFyrir sleða, og fjórhjól

Kr. 5.990,-

Ultimax reimarFyrir vélsleða og fjórhjól

Frá 13.990,-

Naglar, skífur og skrúfur

Tvöföld skífa 345,-Nagli 57 mm 493,-Nagli 54 mm 345,-Nagli 44 mm 345,-Karbítskrúfa 276,-

Skrúfa 25 mm 250 stk. 7.990,-

CKX sleðahjálmurTvöfalt gler, sólgleraugu

Kr. 39.990,- / 49.990,-

Motorfist Trophy jakkiEvent vatns- og vindheldur

Kr. 69.153,-

Motorfist Carbite buxurEvent vatns- og vindheldar

Kr. 69.153,-

EVS SV1 brynjaFlískragi, Recco sendir

Kr. 44.451,-

DG lambhúshettaÞunn og þægileg

Kr. 1.966,-

HitahandföngStiglaus hitastilling

Kr. 18.763,-

ÞumalhitariFyrir sleða og fjórhjól

Kr. 5.578,- Camoplast beltiFáanleg á flesta sleða

Frá 126.000,-

Hjól undir sleðaLétt og meðfærileg

Kr. 15.350,-

er einstök öndunarfilma sem heldur vatni og vindi úti og réttu rakastigi á líkamanum með bestu mögulegri öndun.

S kíðasvæði Ísafjarðabæjar er einstaklega fjölbreytt og hentar fyrir alla fjöl-

skylduna. Í Tungudal eru fjöl-breyttar brekkur við allra hæfi. Seljalandsdalur er tilvalinn fyr-ir gönguskíðafólk, en þar eru troðnar brautir allt að 10 km sem henta öllum.

Senn líður að vetrarfríum í skólum og verður opnunartím-inn á skíðasvæðunum lengdur af því tilefni. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi leið er farin,“ segir Gautur Ívar Halldórsson, forstöðumaður Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. Opnunartím-

inn verður lengdur frá og með 12. febrúar og mun gilda út 1. mars. Opið verð-ur tveimur tímum lengur á virkum dögum, frá klukkan 14-19 og um helgar verður opnunartíminn lengdur um eina klukkustund, en þá verður opið frá klukkan 10-16. „Yngsta skíðafólkið getur glaðst yfir því að Lata-bæjarbrekkan verður opnuð í Tungudal,“ bætur Gautur Ívar við að lokum.

Unnið í samstarfi við

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar

Skelltu þér á skíði á Ísafirði í vetrarfríinu

F oreldrar Jóns Mikaels, þau Guðný Stef-ánsdóttir og Gestur Jónsson eru mik-ið útivistarfólk. „Það var í raun bara

áhugi minn á að hafa hann með mér í öllum mínum áhugamálum. Allt frá því að Jón Mik-ael gat staðið í fæturnar hefur hann fengið að renna sér á „longboard-i“ á sumrin og feng-ið að fara með mér í fjallið á veturna,“ segir Gestur, aðspurður um þennan mikla áhuga sonarins á brettum af ýmsu tagi. Jón Mik-ael er orðinn ansi fær á brettið en Gestur og Guðný notast þó mikið við belti með böndum til að geta stjórnað hraðanum og hjálpað til þegar hann er að detta. Ljóst er að með þessu áframhaldi mun Jón Mikael eiga framtíðina fyrir sér í snjóbrettaíþróttinni.

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

Með snudduna á snjóbrettiJón Mikael Gestsson er tæplega þriggja ára töffari sem hefur stundað snjóbretti frá unga aldri, vægast sagt, en hann var einungis 20 mánaða þegar hann renndi sér í fyrsta skipti á snjóbretti.

„Fyrst þegar við fórum með hann upp í fjall var mesta sportið að draga brettið á eftir sér frekar en að renna sér á því en þegar hann fór að sjá aðra renna sér vildi hann gera eins,“ segir Gestur Jónsson, faðir Jóns Mikaels. Ljósmynd/Gestur Jónsson

Jón Mikael var aðeins 20 mánaða gamall þegar hann renndi sér fyrst á snjóbretti. Ljósmynd/Gestur Jónsson

vetrarfjör 39Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

DAGKREM SEM JAFNAR LIT OG LAGAR MISFELLUR

Iceland Winter Games & Éljagangurhafa nú sameinast undir nafni IWG

Á hátíðinni verður hægt að taka þátt í fjölbreyttri útivist,fylgjast með keppnum í mörgum vetrargreinum um allt norðurland.

kynnir:

AKUREYRI, 6.-14. MARS12.-14. MARS: AFP GULLMÓT Í FREESKI BREKKUSTÍL

& OPNA IWG SNJÓBRETTAMÓTIÐ

Brettamót SKADance and jump á RáðhústorgiFreeskiing keppni í Hlíðarfjalli IWGGönguskíðaferðirHestaferðirHópferð á vélsleðumBrettamót í Hlíðarfjalli IWGDekurdagur í Sundlaug AkureyrarMatur úr héraði – sælkeraferð um EyjafjörðMorgunskokk með Arctic RunningNorðurljósaferðir

Hraðasti maður HlíðarfjallsSnjótroðaraferðir á MúlakolluReiðmót í hestaíþróttumSnjósleðaspyrnanSnjókarlinn rís á leikhúsflötinniSnjótroðaraferðir á KaldbakÚtsýnisflug í þyrluVasaljósaganganVélsleða- og ævintýraferðirVélsleðaprjónkeppni og -sýningÞyrluskíðaferðir í Hlíðarfjalli

Sjá nánari dagskrá á www.icelandwintergames.com

#iwgice

S kíðasvæðið á Siglufirði lítur mjög vel út þennan vetur-inn eins og ávallt, en nægur

snjór er í öllum brekkum,“ segir Egill Rögnvaldsson, umsjónar-maður skíðasvæðisins í Skarðsdal. Á skvíðasvæðinu eru fjórar lyftur og tíu brekkur. Lengsta rennslis-leið er 2,5 km. „Hér á svæðinu er mjög góð aðstaða til að skíða utan-brautar, fjallahæð er yfir 500 metrar frá því að þú tekur fyrstu lyftu og ferð úr þeirri efstu og fjallahringur með bröttum skíðaleiðum er út um allt. „Einnig er til staðar hólabraut, bobbbraut, pallar og ævintýraleið fyrir þau yngstu,“ segir Egill.

Leiðin frá toppi og niður að skíða-skála á skíðasvæðinu er vel upp-lýst, alls um 2 kílómetrar. Vel hefur gengið að hafa opið í vetur en alla virka daga nema þriðjudaga er opið frá klukkan 14-19 og um helgar frá klukkan 10-16. Miðasölukerfið er þannig upp byggt að hægt er að fylla á þau vasakort sem notuð eru í Blá-fjöllum. Veitingasala er ávallt opin á sama tíma og skíðasvæðið.

„Skíðasvæðið á Sigló er að verða vinsælla og vinsælla þegar vetrafrí eru í skólum á stór Reykjarvíkur-svæðinu og hingað streymir fjöldi fólks enda hefur verið unnið mark-visst að markaðssetningu skíða-svæðisins,“ segir Egill. Gestum inn á svæðið hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum og því er farið að huga að uppbyggingu á næstu árum.

Sú ákvörðun hefur verið tekin að halda skíðasvæðinu opnu allar helgar í maí. „Það eru oft frábærar aðstæður langt fram á sumar hér í Skarðsdalnum, en á síðasta ári var

skíðað í ágúst og september í efsta hluta svæðisins og er það gamli Skarðsvegurinn sem gerir það að verkum að hægt sé að keyra að því svæði,“ segir Egill.

Nánari upplýsingar um skíða-svæðið má finna inn á vefsíðunni www.skardsdalur.is og í síma 878-3399. Á Facebook síðu skíðasvæð-isins í Skarðsdal má einnig nálgast upplýsingar um opnunartíma og við-burði.

Unnið í samstarfi við

Skíðasvæðið í Skarðsdal

Siglfirsku alparnirNægur snjór er á skíðasvæð-inu í Skarðsdal.

skardsdalur.is S:878-3399

facebook skíðasvæðið Skarðsdal

Opið alla daga nema þriðjudaga

4 lyftur 10 brekkur

40 vetrarfjör Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Sportleg ullarnærföt á alla fjölskyldunaFrábær merino

ullarnærföt sem henta í alla útivist: Göngur – hlaup – veiði – fjallgöngur – skíði –

hjólreiðar – útilegur ... og allt hitt líka.

Þótt Íslendingar kalli ekki allt ömmu sína þegar kemur að vetrarhörkum og fimbulkulda þá þurfa þeir líkt og aðrir að eiga góðan skjólfatnað. Baselayer ullarfötin frá Marathon Sportswear eru tilvalinn ullarklæðnaður fyrir fólk á öllum aldri sem stundar útivist af kappi.

F lestir þekkja það að æða út í fallegu gluggaveðri og upp-götva, rétt fyrir utan dyrnar sínar að veturinn er langt því frá að vera liðinn. Það að sólin skíni skært á fagur-

bláum himni segir iðulega lítið til um hitastigið utandyra. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur að eiga hlý undirföt, sem gera okkur kleift að sinna leik og störfum í því hrekkjótta veðurfari sem við búum við. Baselayer ullarnærfötin hafa fengið góðar viðtökur hér á landi undanfarna mánuði, enda eru þessi ullar-nærföt hönnuð með þarfir útivistarfólks í huga. Þau henta því íslensku veðurfari einstaklega vel.

Gæði og þægindi í fyrirrúmi Vefnaðurinn byggir á tveggja laga Baselayerkerfi sem inni-heldur annars vegar rafprjónað polyester og hins vegar hreina merino ull. Innra lagið er unnið þannig að efnið er gert afar mjúkt en helstu töfrar þess eru að jákvætt hlaðnar fjölliður eða katjónir í efninu flytja allan raka frá líkamanum til ytra lagsins sem inniheldur merino ull. Ullin hefur þá eiginleika að geta tekið til sín allt að 30% raka af eigin þyngd en það þýðir að sá sem klæðist fatnaðinum upplifir aldrei að fatnaðurinn sé rakur, heldur helst líkaminn alltaf þurr og hlýr. Ullarfötin virka best utandyra eða við hitastig frá -20°C til +5°.

Fatnaður á alla fjölskylduna Línan er fáanleg í stærðum M-XL2 fyrir karla og stærðum S-XL fyrir konur. Börnin fá líka pláss í þessari línu en þar er hún fáanleg fyrir aldurinn 6-14 ára. Tvær litatýpur koma fyrir hvern hóp fyrir sig þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Stækkandi fyrirtækiUllarnærfötin frá Marathon eru framleidd í verksmiðjum JBS Textile Group í Evrópu. Fyrirtækið hefur á síðustu 75 árum haslað sér völl sem einn af stærstu undirfataframleiðendum á Norðurlöndunum og hafa verið frumkvöðlar í hönnun og mark-aðsetningu nærfatnaði fyrir herra. Fyrirtækið skaut sér nýverið inn á alþjóðegan markað með samningum við fótboltakempuna Christiano Ronaldo, en CR7 nærfata- og sokklína hans hefur notið gríðarlegara vinsælda um allan heim.

Unnið í samstarfi við

Rún heildverslun

Baselayer ullarFötin eru Fáanleg á eFtirtöldum stöðum

HagkaupAfreksvörur – GlæsibæIcewear – AkureyriBjarg – AkranesiFjarðarkaup – Hafnarfirði

Jói Útherji – ReykjavíkJMJ – AkureyriHafnarbúðin – ÍsafirðiKaupfélag V-HúnvetningaKaupfélag Skagfirðinga

Nesbakki – NeskaupstaðSkóbúð Húsavíkur – HúsvíkBlossi – GrundarfirðiEfnalaug Dóru – HornafirðiEfnalaug Vopnafjarðar

Siglósport – SiglufirðiHeimahornið – StykkishólmiGrétar Þórarinsson – Vestm.eyjum

Lýðheilsu- og forvarnarverkefni Ferðafélags Íslands

P áll Guðmundsson, fram-kvæmdastjóri FÍ, segir að félagið hafi í auknum mæli

lagt áherslu á lýðheilsu og forvarn-arverkefni í starfi sínu. „Við höfum á undanförnum árum farið af stað með ýmis gönguverkefni þar sem boðið er upp á reglulegar ferðir, auk fræðslu um náttúru, sögu og örnefni, og ekki síður um búnað og öryggismál.“ Páll segir það mikið ánægjuefni að áhugi landsmanna á útivist, náttúru og gönguferðum sé sífellt að aukast. Áhuginn nær nú til breiðari aldurshóps en áður og því var ákveðið að stofna Ferðafélag barnanna fyrir nokkrum árum, sem sérhæfir sig í ferðum fyrir börn og fjölskyldur. „Sú hugmynd fékk afar góðar viðtökur og nú erum við með í undirbúningi stofnun Ferðafélags unga fólksins sem er hugsað fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára.“

Mikill fjöldi ferðamannaFerðafélag Íslands hefur verið í far-arbroddi í ferðamennsku og byggt upp skála, gönguleiðir, göngubrýr og staðið fyrir margs konar fræðslu í gegnum tíðina. „Stór þáttur í útgáfu-

starfi félagsins er útgáfa Árbókar Ferðafélagsins sem hefur komið út óslitið í 85 ár og er einstök ritröð um náttúru landsins,“ segir Páll. Auk-inn ferðamannastraumur til lands-ins hefur ekki farið framhjá félaginu. „Ísland er greinilega vinsæll staður að sækja heim og eins hefur ferðum landsmanna innanlands fjölgað. Við þurfum því að hugsa til lengri tíma og hlúa að náttúrunni og bæta aðstöðuna sem við bjóðum upp á,“ segir Páll.

Fjölbreytt fjallaverkefni á nýju áriFerðafélag Íslands heldur úti nokkr-um fjallaverkefnum sem öll eiga það sameiginlegt að ganga út á reglu-legar f jallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Verkefnin byrja í upphafi árs þegar þátttakendur fá í hendurnar fyrirfram ákveðna fjalladagskrá fyrir allt árið. „Megin-markmið allra þessara verkefna er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur,“ segir Páll.

Eitt fjall á viku er alhliða fjalla-námskeið ætlað þeim sem vilja gera útivist að lífsstíl. „Gengið er á 52 fjöll á einu ári eða að meðaltali á eitt fjall

á viku. Fjallgöngurnar eru með hent-ugri stigmögnun fyrir þá sem eru að stíga upp úr sófanum, því byrjað er á lágum fjöllum í nágrenni Reykja-víkur,“ segir Páll, en bendir þó á að fyrr en varir eru þátttakendur svo komnir upp á krefjandi fjöll eins og Skarðsheiði og Eyjafjallajökul.

Á námskeiðinu Eitt fjall á mánuði er boðið upp á tvö erfiðleikastig. Annars vegar fyrir byrjendur í fjall-göngum, þá sem vilja koma sér af stað að nýju eftir hlé sem og þá sem

vilja koma reglulegum fjallgöngum inn í dagatalið sitt. Hins vegar er boðið upp á göngur fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af fjallgöng-um þar sem ráðist er til uppgöngu á aðeins erfiðari og krefjandi fjöll.

Lýðheilsu- og forvarnarverkefnið The Biggest Winner er sérstaklega ætlað fyrir feita, flotta og frábæra sem þora, geta og vilja. Um er að ræða gönguferðir fyrir fólk í yfir-vigt þar sem boðið verður upp á ró-legar göngur, stöðuæfingar, fræðslu

og mælingar. Lögð er áhersla á að vinna með þátttakendur á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Páll segir að á síðastliðnum fimm árum hafa fleiri þúsund manns tekið þátt í þessum verkefnum, svo áhug-inn er vissulega til staðar. Nánari upplýsingar um dagskrá og verð á námskeiðum má finna á heimasíðu Ferðafélagsins, www.fi.is

Unnið í samstarfi við

Ferðafélag Íslands

Ferðafélag Íslands býður upp á fjöldann allan af gönguferðum á ýmsum erfiðleikastigum.

Lýðheilsu- og forvarnarverkefni Ferðafélags ÍslandsLýðheilsu- og forvarnarverkefni Ferðafélags ÍslandsLýðheilsu- og forvarnarverkefni

Ferðafélag Íslands hefur í áraraðir stuðlað að uppbyggingu í ferðaþjónustu og stuðlað að bættri aðstöðu fyrir ferðamenn á hálendinu og í óbyggðum. Ferðafélagið hefur einnig staðið að útgáfu fjölda bóka og korta, sem og fjölbreyttum ferðum um landið, allan ársins hring.

Þ að þarf ekki að rölta lengi eftir Strikinu til að heyra ís-lensku og sennilega er óhætt

að fullyrða að ávallt sitji að minnsta kosti tveir fulltrúar þjóðarinnar við borð í Nýhöfn. Á sama tíma heyrist okkar ástkæra ylhýra miklu sjaldnar á matsölustöðunum í Gamla stan, á Skansen eða við verslanirnar á Biblioteksgatan. Það er alla vega reynsla þess sem hér skrifar eftir að hafa búið um árabil í þessum tveim-ur borgum. Það eitt og sér er kostur í huga margra.

Benny, Vasaskipið og karde-mommubollurTölurnar sýna líka að það hallar verulega á hlut Stokkhólms þó Ice-landair fljúgi þangað allt að tvisvar á dag. Á síðasta ári voru íslenskir hótelgestir í Kaupmannahöfn til að mynda nærri fjórfalt fleiri en í Stokkhólmi. Það eru því sennilega margir hér á landi sem eiga eftir að heimsækja Vasasafnið, fá sér kardemommubollu með kaffinu, rölta milli safna og skemmtigarða á Djurgården eða sigla út í hinn rómaða skerjagarð. Einhverjir

gætu líka viljað kynna sér Söder-malm sem skríbentar Vogue segja svalasta hverfi í Evrópu, Drottn-ingholm þar sem konungshjónin halda til eða bara fá sér pylsu við Karlaplan í von um að Benny úr Abba eigi leið framhjá með hvíta hundinn sinn.

Sú sænska gefur eftirÞað eru því nægar ástæður til að gefa Stokkhólmi tækifæri og ekki skemmir fyrir að í dag fæst nærri fimmtungi meira fyrir íslensku krónurnar í Svíþjóð en í fyrra og hittifyrra. Danska króna hefur lækkað minna og samkvæmt laus-legri könnun munar stundum allt að tíund á verðinu í verslunum H&M í heimalandinu og í Danmörku þegar reiknað er yfir í íslenskar krónur. Verðskrár hótela og veitingastaða eru hins vegar á mjög svipuðu róli höfuðborgunum tveimur.

42 ferðalög Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Nægar ástæður til að heimsækja höfuðborg svíÞjóðar

Kominn tími á að rétta hlut Stokkhólms

Kristján Sigurjónsson

[email protected]

HV

ÍTA

SÍÐ

/ S

ÍA 1

5-00

82

Að lifa í jafnvægiHoll fæða hjálpar okkur að skapa

stöðugleika í líkamanum og lífinu.Ab vörurnar stuðla að lifandi jafnvægi.

Nú líka í1 lítraumbúðum

Íslenskir ferðamenn eru miklu fjölmennari í Kaupmannahöfn en Stokkhólmi. Þörfin fyrir tilbreytingu og lækkandi gengi sænsku krónunnar gæti hins vegar lokkað fleiri til „Feneyja norðursins“ á kostnað heimsóknar til gömlu höfuðborgarinnar.

Stundum er hægt að skauta við ráðhúsið í Stokkhólmi líkt og í Reykjavík.

Miðborg Stokkhólms er mjög glæsileg og sérstaklega húsin sem standa við vatnið og upp á hæðunum.

Það er nauðsynlegt að koma við í Gamla stan þegar farið er um Stokkhólm.

l yon er miðstöð matar og vín-gerðar í Frakklandi og ómót-stæðileg borg fyrir sælkera.

Það er nóg að sjá, skoða og upplifa í borginni blómlegu hvort sem það er vínsmökkun, rölt um sjarmer-andi stræti, búðaráp, heimsókn á safn eða notaleg kvöldstund í leik-húsinu.

Urmull af glæsilegum og fallega skreyttum byggingum bíða eftir listunnendum og öðrum áhugasöm-um í Lyon. Musée des Beaux - Arts de Lyon er aðalsafn borgarinnar en þar má sjá verk eftir heilan haug af frægum listamönnum, svo sem Rubens, Monet, Picasso og fleiri. Áhugafólk um kvikmyndir má alls ekki láta Institute Lumiére framhjá sér fara, en safnið geymir sögu Lu-miére bræðranna sem tóku upp fyrstu kvikmynd sögunnar.

Matargerðin í Lyon þykir á sér-lega háu stigi, jafnvel á franskan mælikvarða. Orðstírinn á sér ef til vill ekki síst rætur í þeirri staðreynd að í grenndinni eru tvö af þekktustu vínræktarhéruðum landsins, Beau-jolais í norðri og Côtes du Rhône í suðri. Fyrir þá sem hafa áhyggjur af því að passa ekki í buxurnar við heimkomu eftir heimsókn til þess-arar miklu matarborgar þá er tilval-ið að ferðast um Lyon á kanó.

Það er frábær valmöguleiki að fljúga til Lyon og keyra um Evrópu meðan á dvölinni stendur. Það eru til dæmis 470 km Parísar og 280 km til Torínó. WOW air flýgur til Lyon frá 13. júní og út ágúst, tvisvar í viku í allt sumar. Verð frá 24.999 kr.

Unnið í samstarfi við

WOW air

Ljúfa Lyon

www.fi.is

Árgjald FÍ og gjafakort FÍÁrgjald FÍ er tilvalin gjöf sem gefur aðgang að skemmtilegum félagsskap, heilbrigðri útiveru og góðri hreyfingu.

Félagsaðild í Ferðafélagi Íslands veitir aðgang að ferðum ogskálum á góðum kjörum og afslætti í fjölda útivistarverslana.

Við bjóðum einnig gjafakort FÍ fyrir dagsferðir, lengri ferðirog skíðaferðir.

Upplifðu náttúru Íslands.

rgjald FÍ er tilvalin gjöf sem gefur aðgang að skemmtilegum

skálum á góðum kjörum og afslætti í fjölda útivistarverslana.

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | [email protected] | www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út

Upplifðu náttúru Íslands

Ferðaáætlun FÍ 2015

Upplifðu náttúru ÍslandsUpplifðu náttúru Íslands

Ferðaáætlun FÍ 2015

er komin út

46 matur & vín Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

É g held að nú sé rétti tíminn til að kynna Íslendingum hvað handverksbjór (e. craft beer)

er og leyfa þeim að bragða á þeim bestu í heimi,“ segir Mikkel Borg Bjergsø, stofnandi og eigandi brugg-hússins Mikkeller í Danmörku.

Ekki hugsaður fyrir ferðamennMikkel opnar nýjan bar, Mikkeller & Friends, í Reykjavík í lok næsta mánaðar. Barinn verður á þriðju hæð að Hverfisgötu 12, fyrir ofan nafnlausa pítsustaðinn. Mikkeller & Friends er samstarfsverkefni Mikk-els, vina hans í danska brugghúsinu To Øl og rekstraraðila Kex Hostels, áðurnefnds pítsustaðar og Dills. Tuttugu bjórdælur verða á staðnum með veigum frá Mikkeller, To Øl og fleiri míkró-brugghúsum.

„Við ætlum að koma með eitthvað nýtt til Íslands. Við erum með bari í nokkrum löndum og þekkjum það vel að kynna þessa nýju menningu. Handverks-bjórmenningin er frekar ung á Íslandi en ég hef fylgst með henni frá upphafi. Fyrst voru bara bjórar eins og Lava en það hefur mikið gerst síðustu ár,“ segir Mikkel.

Heldurðu að Íslendingar séu til-búnir fyrir þetta?

„Já, algjörlega. Það eru allir til-búnir, ef þetta er vel gert er mark-aður fyrir svona bar. Fólk er forvitið og ef það kemur einu sinni, þá kem-ur það aftur.“

Ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðustu misseri og út-lit er fyrir enn meiri fjölgun. Spilar það ekki inn í?

„Nei, alls ekki. Þetta er ekki bar fyrir túrista, hann er fyrir heima-

Bjór Mikkel Borg Bjergsø spenntur fyrir opnun Mikkeller & friends í reykjavík

Íslendingar tilbúnir að drekka besta bjór í heimiDanski farandbruggarinn Mikkel Borg Bjergsø opnar bar í miðborg Reykjavíkur í næsta mánuði þar sem í boði verða 20 tegundir af besta handverksbjór heims á krana. Hann segir að bjórmenningin hér hafi þróast í rétta átt og landsmenn séu nú tilbúnir fyrir alvöru veigar. Mikkel vonast til að Björk verði fastagestur á barnum og ætlar að stofna útibú frá hlaupa-klúbbnum sínum hér á landi.

Brugga húsbjór DillDönsku farandbruggararnir í To Øl hafa bruggað nýjan húsbjór á veit-ingastaðinn Dill. Bjórinn var kynntur í vikunni. Annar eigandi To Øl, Tobias Emil Jensen, kom hingað til lands af þessu tilefni.Dill-bjórinn er af Saison-gerð og inniheldur meðal annars íslenskt birki. „Ég er ekki hrifinn af sætum bjórum, við viljum gera þurra bjóra. Þessi Dill-bjór er því þurr en með smá ávaxtakeim,“ segir Tobias.„Við notum þýska humla og birkisíróp úr íslensku birki. Bjórinn er núna aðeins tíu daga gamall en ef fólk kemur aftur á Dill eftir ár eða fimm ár verður þessi bjór ennþá frábær,“ sagði Tobias á kynningu í vikunni. „Humlarnir munu kannski dofna með tímanum en þá verður bara meira pláss fyrir birkið.“ -hdm

menn. Það er auðvitað gott að ferða-mennirnir komi líka en þetta er hugs-að fyrir heimamenn. Við opnuðum til dæmis bar í Bangkok sem er alls ekki hugsaður fyrir túrista. Ég væri vonsvikinn ef ég kæmi þar inn og þar væru bara vestrænir gestir. Mark-miðið er að kynna handverksbjór (e. craft beer) fyrir heimamönnum.“

Má búast við að þú bruggir hér á landi? Eigum við von á „íslenskum“ Mikkeller-bjór?

„Ég er ekkert farinn að plana það en ég býst við því, auðvitað. Ég mun koma oftar til Íslands en áður svo það verða tækifæri til þess. Við höfum talað um það áður að brugga á Ís-landi.“

Vill að Björk verði fastagesturMikkel er einhver þekktasti brugg-ari heims, enda hefur hann sent frá sér á milli 6-700 tegundir af bjór á að-eins níu árum. Bjórar hans eru marg-ir hverjir stórfurðulegir og hann er óhræddur við að gera tilraunir. Mikk-el tekur sjálfur ríkan þátt í undirbún-ingnum fyrir opnun Mikkeller & Fri-ends.

„Já, mér finnst mikilvægt að vera með á öllum stigum uppbyggingar-innar. Ég hef gert það með alla mína bari. Þegar við opnum bar gerum við

það með samstarfsaðila á hverjum stað. Þetta er ekki „franchise“. Við þurfum einhvern til að reka barinn, einhvern sem veit hvað Íslendingar vilja og hvernig þeir hugsa.“

Mun þessum bar svipa til annarra Mikkeller-bara?

„Barirnir eru alltaf mismunandi. Ef þú ferð inn á Brew Dog-bar þá líta þeir allir eins út en okkar gera það ekki. Þeir vísa þó allir til hvers annars. En tímarnir breytast líka. Það sem ég vildi fyrir fimm árum finnst mér ekki eins spennandi lengur.“

Talandi um hvað tíminn flýgur. Þú byrjaðir með Mikkeller fyrir níu árum. Hefðirðu getað séð fyrir þér að reka bari í Reykjavík og Bangkok þegar þú byrjaðir?

„Alls ekki. Þetta er frekar skrítið allt saman en mjög skemmtilegt. Mér finnst frábært að geta rekið bari á stöðum sem ég elska að heimsækja. Ég vel staðina eftir því. Ég setti það til dæmis sem skilyrði að Kex-strákarnir yrðu að redda því að Björk yrði fasta-gestur hjá okkur,“ segir hann og hlær.

Hleypur af sér bjórinnMikkel kom fyrst til Íslands fyrir fimm árum. „Konan mín vildi fara hingað og við féllum alveg fyrir landinu. Okkur fannst það einstak-

lega fallegt – eins og öllum.“Hann ætlar að taka fjölskylduna

með sér hingað í næsta mánuði þeg-ar Mikkeller & Friends verður opn-aður. Verður það í fyrsta sinn sem fjölskyldan fylgir honum á opnun bars utan Danmerkur. En áður en til þess kemur hefur Mikkel nóg að gera heima fyrir. „Við erum líka að undirbúa opnun bruggpöbbs í Kaupmannahöfn í mars. Þar verður bara bruggað fyrir staðinn en, já, það gæti breytt eitthvað verklaginu hjá okkur einn daginn,“ segir hann spurður um hvort hann ætli sér að fara að brugga í eigin brugghúsi – öfugt við það sem hefur verið aðals-merki hans; að leigja aðstöðu um allan heim fyrir framleiðslu sína.

Hvernig er líf bruggarans, er þetta ekki bölvaður ólifnaður?

„Jú, ég drekk auðvitað mikið því ég verð að smakka marga drykki. En ég verð hins vegar ekki oft full-ur. Vandamál mitt er hins vegar að ég elska fleira en bjór. Ég elska líka mat og vín. Ég er því dugleg-ur að hlaupa, ég verð bara að gera það. Stefnan er að stofna útibú frá hlaupaklúbbnum mínum á Íslandi.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Mikkel Borg Bjergsø stofnaði Mikkeller fyrir níu árum í Kaupmannahöfn. Síðan hefur hann bruggað á milli 6-700 tegundir af bjór og opnað bari í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, San Francisco og Bangkok. Næst á dagskrá er Reykjavík og verður Mikkeller & Friends opnaður 27. febrúar.

Tobias Emil Jensen kynnti nýja Dill-bjórinn í vikunni. Ljósmynd/Hari

Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015 matur & vín 47

Sumarbúðir fyrir unglinga 14 til 17 ára í Tarifa á Spáni.Spænska,sport og útivist 25. júni - 6. júlí 2015

Nánari upplýsingar eru að finna á www.alandalustarifa.com.Hafið samband við Örnu á [email protected] eða í síma +34 671948150.

Skráningarfrestur til 20. febrúar.

Sumarbúðir fyrir unglinga 14 til 17 ára í Tarifa á Spáni

Nánari upplýsingar eru að finna á www.alandalustarifa.com.

Hafið samband við Örnu á [email protected] eða í síma +34 671948150.

Spænska,sport og útivist 25. júni - 6. júlí 2015

Skráningarfrestur til 20. febrúar.

Hátún 6a • 105 Rvk • Sími: 552 4420 • fonix.is

Mikið úrval af heimilistækjum

Kæli og frystiskáparSpanhelluborðBlástursofnar

Uppþvottavélar

Þ essi réttur sérstaklega einfaldur og dásamlegur á bragðið. Hann er gerður sólarhring áður en bera á hann fram. Fiskurinn eldast í sýrunni af limesaf-

anum og verður við það þéttur í sér og einstaklega ferskur á bragðið. Fullkominn hollur og bragðgóður forréttur eða sem smáréttur og það án mikillar fyrirhafnar.

Lúðu-Chevise

Fyrir fjóra800 g smálúða (eða annar

hvítur fiskur)safi úr 7 límónum5-6 tómatar, skornir í

teninga2 avakadó, skorin í teninga1 rautt chillí, smátt saxað1 rauðlaukur, skorið í sneiðar1 búnt ferskt kóríander

Roðflettið fiskinn og beinhreinsið og skerið í um 3×3 cm bita. Látið fiskinn í ílát eða grunnt fat og kreistið yfir hann límónusafa. Látið plastfilmu yfir ílátið og geymið yfir nótt eða allt að sólahring í kæli. Skerið grænmetið niður og blandið saman við fiskinn um klukkustund áður en rétturinn er borinn fram. Fengið af gulurraudurgraennogsalt.is

48 heilsa Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Rekstrarvörur til fjáröflunar – safnaðu peningum með sölu á fjáröflunarvörum frá RV

FÓTB

OLT

I

BADM

INTO

N

SUN

D

HAN

DBO

LTI

KÖRF

UBO

LTI

Rekstrarvörur- vinna með þér

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • Fax: 520 6665

[email protected] • www.rv.is

RV 1113

Er æfingaferð, keppnisferð,

útskriftarferð eða önnur kostnaðarsöm verkefni framundan?

Síðustu 30 árin hafa félagar í íþróttafélögum, kórum og öðrum

félagasamtökum aflað sér fjár á einfaldan hátt með sölu á WC

pappír, eldhúsrúllum, þvottadufti og öðrum fjáröflunarvörum frá RV.

– fyrst og fremstódýr!

Grísakjöts-rísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjöts-rísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsútsalaGGGGGGrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsrísakjötsútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalarísakjötsútsalarísakjötsútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsalaútsala

999kr.kg

Verð áður 1524 kr. kgGrísakótilettur

34%afsláttur

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

Heilsa Nýjar opiNberar ráðleggiNgar um mataræði birtar

Safi telst ekki með

Aukin neysla á jurtaafurðum og minni neysla dýraafurða er meðal þess sem ráðlagt er í nýjum

opinberum ráðleggingum embættis landlæknis um mataræði. Safi úr grænmeti eða ávöxtum

telst ekki með þegar hvatt er til þess að neyta 5 skammta af ávöxtum eða grænmeti á dag.

e mbætti landlæknis gaf í vikunni út nýjar opin-berar ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna

og börn frá tveggja ára aldri. Þar er meiri áhersla en áður lögð á umhverfismál og ef ráðlegging-unum er fylgt er það jákvætt fyrir umhverfið þar sem aukin neysla á jurtaafurðum og minni neysla dýra-afurða hjálpar til við að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Að auki er mælt með að skipuleggja vel innkaup og eldamennsku og þannig má draga úr matarsóun og vernda umhverfið.

Íslenskar ráðleggingar um mataræði byggja á norrænu nær-ingarráðleggingunum. Norrænu

næringarráðleggingarnar eru endurskoðaðar á um það bil átta ára fresti. Ráðleggingarnar eru fyrst og fremst forvarnarráðleggingar ætlaðar heilbrigðu fólki með það að markmiði að efla heilsu bæði til skamms og langs tíma litið.

Í nýjum íslenskum ráðleggingum eru engar stórstígar breytingar heldur frekar breyttar áherslur. Nú er lögð rík áhersla á mataræðið í heild sinni og á mat úr jurtaríkinu sem er trefjaríkur frá náttúrunnar hendi, svo sem á grænmeti, ávextir, ber, heilkornavörur, baunir, linsur, hnetur og fræ. Meiri áhersla er á gæði fitu og kolvetna frekar en magn, það skiptir fyrst og fremst máli úr hvaða mat við fáum fituna

og kolvetnin.Einnig er mælt með að borða

feitan og magran fisk, olíur, fitu-minni mjólkurvörur og kjöt og vatn til drykkjar. Hins vegar er mælt með að takmarka neyslu á unnum matvörum sem innihalda oft mikið af mettaðri fitu, sykri eða salti. Sem dæmi má nefna gosdrykki, sælgæti, kex, kökur, snakk, skyndi-bita og unnar kjötvörur. Með þessu mataræði er talin minni hætta á flestum fæðutengdum langvinnum sjúkdómum. Ítarlega umfjöllun um ráðleggingarnar er að finna á vefnum Landlaeknir.is

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Ráðleggingarnar í hnotskurn:

1. Fjölbreytt fæði í hæfilegu magni.

2. Ávextir og mikið af grænmeti. Borða 5 skammta af grænmeti og ávöxtum á dag eða minnst 500 g samtals. Safi telst ekki með í 5 á dag. Velja gjarnan gróft grænmeti eins og t.d. rótargrænmeti, spergil-kál, hvítkál og blómkál.

3. Heilkorn minnst tvisvar á dag. Æskilegt er að velja brauð og aðrar matvörur úr heilkorni.

4. Fiskur tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Mælt er með að ein af fiskmáltíðunum sé feitur fiskur.

5. Kjöt í hófi. Velja lítið unnið, magurt kjöt. Takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 g á viku. Takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum.

6. Fituminni og hreinar mjólkurvörur. Ráðlagt er að velja sem oftast fituminni, ósykraðar eða lítið sykraðar mjólkurvörur án sætuefna. Hæfilegt magn eru 2 skammtar á dag.

7. Mýkri og hollari fita. Feitur fiskur, lýsi, jurta-olíur, hnetur, fræ og lárperur eru góðar upp-sprettur hollrar fitu.

8. Minna salt. Velja lítið unnin matvæli, enda eru mikið unnin matvæli yfirleitt saltrík og takmarka notkun á salti við matargerð.

9. Minni viðbættur sykur. Drekka lítið eða ekkert af gos- og svaladrykkjum og gæta hófs í neyslu á sælgæti, kökum, kexi og ís.

10. Taka inn D-vítamín sem fæðubótarefni, annaðhvort lýsi eða D-vítamíntöflur.

Ráðlögð er fjölbreytni í hverri máltíð, þriðjungur grænmeti eða ávextir, þriðjungur heilkorna-pasta, hýðishrísgrjón, bygg kartöflur eða gróft brauð, og þriðjungur próteinrík matvæli svo sem fiskur, kjöt, egg eða baunir. Ljósmynd/Landlaeknir.is

Ráðlagt er að borða 5 skammta af ávöxtum og grænmeti á dag eða minnst 500 grömm samtals. Safi telst ekki með í 5 á dag. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

LágmúlaLaugavegiNýbýlavegi

SmáralindSmáratorgiBorgarnesi

GrundarfirðiStykkishólmiBúðardal

PatreksfirðiÍsafirðiBlönduósi

HvammstangaSkagaströndSauðárkróki

HúsavíkÞórshöfnEgilsstöðum

SeyðisfirðiNeskaupstaðEskifirði

ReyðarfirðiHöfnLaugarási

SelfossiGrindavíkKeflavík

Flux Hefur þú skolað í dag?Munnskol fyrir alla í fjölskyldunni. Fyrirbyggjandi gegn tannskemmdum. Án alkóhóls og parabena.

20%afslátturGildir til 8. febrúarMunnskol fyrir alla í fjölskyldunni. Fyrirbyggjandi gegn tannskemmdum. Án alkóhóls og parabena.

ListerineListerine sótthreinsar og vinnur gegn bakteríum sem orsaka tannsýklu, tannholdsbólgur og andremmu.Inniheldur ekki klórhexidín. Má nota daglega.

20%afslátturGildir til 8. febrúar.

Listerine

SensodyneTannkrem og burstar í úrvali.

ÍSLE

NSK

A S

IA.I

S LY

F 72

649

01/1

5

www.lyfja.is

Brosum okkar blíðastaTannverndardagar í Lyfju 30. janúar til 8. febrúar.

CuraproxMjúkur, mýkri, mýkstur. Fleiri hár bursta betur! 20%

afslátturGildir til 8. febrúar

Curaprox 20%

GumGum Original White tannkrem, munnskol og hvíttunarefni, losar tennur við bletti án þess að skaða þær. Gum Paroex 0,12% munnskol, sótthreinsandi og öflugt gegn bakteríum, sýkingum og bólgum.

20%afslátturGildir til 8. febrúar

20%afslátturGildir til . febrúar

GumGum Original White tannkrem, munnskol og hvíttunarefni, losar tennur við bletti án þess að skaða 20%

Vinnur gegn

andremmu

50 heilsa Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

afsláttur af vítamínum til 12. feb.20%

PIPAR

\TBW

A • SÍ

A

www.apotekarinn.is- lægra verð

Vissir þú að kalk og D-vítamín eru bestu vinir? Apótekarinn mælir með neyslu D-vítamíns með kalki. D-vítamín eykur frásog á kalki í þörmum.

Betra blóðflæði betri heilsaFæst í Apótekum og heilsubúðum

Vegna stóraukinnar sölu hefur Neogenis lablækkað verðið svo um munar

lækkað verð

Nitric Oxide 1. dós superbeets = 30 flöskur af 500 ml rauðrófusafa

Rauðrófu kristall100% náttúrulegt ofurfæðiEinstök virkni og gæði - þú finnur muninn

Nán

ari u

pp

lýsi

ng

ar www.SUP

ERBE

ETS.

is

Um

boð:

vite

x eh

f

É g rifja oft upp söguna sem gamall vinur minn sagði mér fyrir mörgum árum. Hann var þá nemi í guðfræði

við Háskóla Íslands og fór nemendahópur-inn ásamt kennara að heimsækja nunn-urnar sem þá bjuggu í klaustrinu í Hafnar-firði. Nunnurnar tóku vel á móti nemunum

í sérstöku móttökuherbergi og ræddu þær við nemana í gegnum einhvers konar rimla, mjög skrautlega og fallega. Vinur minn varð forvitinn um hag nunnanna og spurði ákafur hvort það væri ekki erfitt að vera þarna inn? Ein indæl nunna hallaði sér vinalega að rimlunum og spurði á móti: „Er

„Er ekkert erfitt að vera þarna úti?“Um nunnurnar, íslensku ofurkonuna og kvíðann.

ekki erfitt að vera þarna úti?“Ég hef sagt mörgum þessa

sögu og finnst fólki ekki auð-velt að svara spurningu nunn-unnar. Við vesturlandabúar sem eigum eða ættum að eiga allt sem þarf til að lifa góðu lífi

missum oft sjónar af því sem skiptir raunverulega máli. Í amstri dagsins og baráttunni fyrir betri lífsgæðum og bættum hag getur læðst aftan að okkur sjúkdómur sem er svo lævís að maður tekur ekki eftir honum

„Íslenska ofurkonan þarf að vara sig því konur eru líklegri en karlar til að veikjast af þunglyndi og kvíða.“ Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

Þ óra Guðlaug Ásgeirsdóttir hómópati er brautryðjandi í sölu heilsuvöru. Hún

rak, ásamt eiginmanni sínum, verslunina Heilsuhornið á Akur-eyri til f jölda ára.

„Ég starfa í dag sem hómó-pati og hef í gegnum tíðina ráðlagt f jölda fólks inntöku á Solaray bæti-efnum. Þar sem ég þekki gæðin, þá get með góðri samvisku ráð-lagt öðrum Solaray.“

„Ég ráðlegg mínum skjólstæð-ingum Salmon Oil eða laxalýsi með góðum árangri. Ég tel þetta eina af bestu Omega 3 olíuna á markaðinum og mínir viðskipta-vinir eru sammála mér. Flesta vantar jú Omega 3 í líkamann! Solaray Salmon oil er unnin úr holdi villilax og uppsprettan ger-ist vart betri.“

Unnið í samstarfi við

Heilsa ehf

Heilsuvara solaray bætiefni

Ráðlegg mínum skjól-stæðingum Salmon Oil eða laxalýsi

Salmon oil:n Virkar bólgueyðandi og mýkjandi fyrir liði.n Nærir taugakerfið og bætir andlega líðan.n Veitir húðinni raka og næringu.n Stuðlar að aukinni fitubrennslu og hormónajafnvægi.

Gæði og hreinleiki er eitthvað sem

skiptir mig mjög miklu máli þegar ég vel

fæðubótarefni og matvæli.

Ég er mjög ánægð með Terranova vörurnar

því að þær eru án fylliefna, bindiefna og

annarra aukaefna.

B12 Vitamin Það er gífurlega mikilvægt að passa upp á B12 vítamínbirgðir líkamans en B12 vítamínskortur hefur margvíslegneikvæð áhrif á heilsu okkar. Það besta við B12 vítamínið frá Terranova er að það er af gerðinni methýlkóbalamín sem auðvelda upptöku líkamans á efninu.

Green Purity er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessi magnaða blanda inniheldur hreinsandi og sérlega næringarríkar jurtir sem lifrin hreinlega elskar. Það er mikilvægt að hlúa vel að þessu mikilvæga líffæri sem lifrin er og þessi jurtablanda gerir það svo sannarlega. Það besta er að maður þarf aðeins hálfa teskeið af jurtablöndunni – svo mögnuð er hún.

Easy Iron Ég er ein af þeim sem þarf reglulega að taka inn járn. Easy Iron frá Terranova inniheldur jurtir sem tryggja hármarks upptöku og nýtingu járnsins. Stóri kosturinn við Easy Iron er það fer vel í maga, ólíkt mörgum öðrum járntöflum.

Jóhanna S.Magnifood Intense Berries Þessi berjablanda er sannkölluð ofur blanda. Auk sérlega andoxunarríkra berja, þá inniheldur þessi frábæra blanda þörunga, góðgerla og meltingarensím – allt sem stuðlar að heilbrigðri og góðri húð. Ef þú ert vel nærður að innan þá sést það að utan, svo einfalt er það!

Höfundur „100 heilsuráð til langlífis“

T E R R A N O V ABÆTIEFNIN SEM VIRKA

Heilsuhúsið | Lifandi Markaður | Gló Fákafeni | Blómaval, Lyfja Smáralind | Lyfja Smáratorg | Lyfja Laugavegi | Lyfja Lágmúla | Lyfja Keflavík

Nánar á facebook - Terranova Heilsa

Terranova er ímynd hreinnar næringar og vellíðunnar. Inniheldur engin fylliefni,

bindiefni eða önnur aukaefni.Terranova bætiefnin sem virka.

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir

lýðheilsufræðingur

fyrr en að vikum, mánuðum og jafnvel árum liðnum. Þessi sjúkdómur er þunglyndi og kvíði og samkvæmt Alþjóða-heilbrigðistofnuninni er þetta einn hættulegasti sjúkdómur í heimi á eftir krabbameini og hjartasjúkdómum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni hefur sjúkdómurinn áhrif á 350 milljónir manna um allan heim og hefur stofnunin sett á lagg-irnar allsherjar prógramm til að fræða heilbrigðisstarfsfólk um þau verkfæri sem hægt að nýta gegn sjúkdómnum. Þunglyndi liggur oft í ættum og þá er gott að þekkja sögu fjölskyldunnar því það er hægt að ráðast á rót vandans. En fyrst verður að viðurkenna vandann og takast á við hann áður en að hann verður nánast óviðráðanlegur og þá þarf ekki að ræða frekar afleið-ingarnar.

Rannsóknir hafa sýnt að þriðja til fjórða hver manneskja finnur einhvern tímann á lífs-leiðinni fyrir alvarlegum ein-kennum kvíða og þunglyndis og geta ástæðurnar verið margar og misalvarlegar. Þeir þekkja það vel sem hafa lent í áföllum í lífinu, eins og til dæmis að missa ástvin, hvað það getur verið erfitt að líta tilveruna björtum augum á ný.

Íslenska ofurkonan þarf að vara sig því konur eru líklegri en karlar til að veikjast af þunglyndi og kvíða. Viðvarandi streita og álag getur kallað fram mikinn heilsufarsvanda og getur verið aðalástæða veikinda og stoðsjúk-dóma. Gigt, bakverkir, bólgur og svefnleysi geta oft verið afleið-ingar þunglyndis og kvíða. Rann-sóknir hafa einnig sýnt að helsta ástæða fjarveru frá vinnu vegna veikinda er streita , þunglyndi og kvíði sem veikir ónæmiskerfið og skerðir lífsgæði. Íslenska ofur-konan er dugleg og vill standa sig vel á öllum vígstöðvum. En stundum þarf að staldra við og gæta hugans.

Góðu fréttirnar eru þær að við erum orðin mun meðvitaðri en áður um mikilvægi geðheils-unnar og vitum að það er engin heilsa án geðheilsu. Læknar eru farnir að gefa út hreyfiseðla í stað lyfseðla og benda sjúk-lingum sínum á leiðir til að kæta huga og heilsu. Enn og aftur má benda á mikilvægi forvarna og hvað það er auðvelt að lækka verðið á rekstri heilbrigðiskerf-sins.

Helgin 30. janúar-1. febrúar 201552 tíska

Fjölbreytt herratíska haustið 2015

S íðustu daga hafa öll helstu tískuhúsin kynnt herratísk-una fyrir haust og vetur 2015

og það er óhætt að segja að nálgun hönnuðanna er jafn ólík og húsin eru mörg. Ef það er eitthvað sem einkennir tískupallana hvort sem það er í París, New York eða Lond-on, þá er það fjölbreytni. Fötin hjá Fendi eru með þeim hlýlegri, mjúk-ir tónar, skinn og leður einkennir haustlínu hússins. Að sama skapi er Calvin Klein línan mjög herraleg að vanda þar sem klæðskerasniðn-ir jakkar í gráum tónum og hlýjar kápur eru allsráðandi. Gucci fetar ekki jafn troðnar slóðir og það er óhætt að segja að herralína hússins henti öllum, jafnt konum sem körl-um. Lína Hedi Slimane fyrir Yves St. Laurant vakti mikla athygli fyrir nýju línuna sem var undir áhrifum frá sjöunda áratugnum og hinni klassísku Parísar-tísku, en þó ekki síður fyrir grindhoraðar fyrirsæt-ur sínar, sem litu ekki bara út fyrir vera þunglyndar heldur líka langt leiddar af anorexíu.

Fendi Alexander McQuenn

Gucci

Gucci

Gucci

Yves St.Laurant

FendiYves St.Laurant

Calvin Klein Calvin Klein

Yves St.Laurant

Fendi

Gucci

S: 568 3868/699-2676 matar�kn@matar�kn.is www.matar�kn.isHlíðasmára 10 · 201, Kópavogur

Stjórnar át og þyngdarvandi lí� þínu?

Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc.

02.02. 12 vikna framhaldsnámskeið sniðið að þeim sem glíma við endurtekin föll04.02. 10 vikna byrjendanámskeið (Höfuðborgarsvæðinu)20-22.02. Helgardvalarnámskeið með möguleika á 8 vikna eftirmeðferð fyrir endurkomufólk og byrjendur (Hlíðadalssetri, Ölfusi) 06-08.03. Helgardvalarnámskeið með 8 vikna eftirmeðferð fyrir byrjendur og endurkomufólk (Eiðum, Austurlandi)

Gabor sérverslunFákafeni 9 S: 553-7060

www.gabor . i s - f a cebook . com/gaborse r ve r s lun

Opið mán-fös 11-18 , lau 11-16

Útsalan enn í fullum gangi og nú er 25% afsláttur af háum stígvélum í nokkra daga

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16Laugavegi 178 l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

Verð 15.900 kr.Stærð 42 - 52.

Laugavegi 178 l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

"Kryddaðu fataskápinn”

FlíspeysaBláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Útsala með stæl 60% prósent

afsláttur og ekkert yfir 5000 kr

kápur - kjólar - bolir og margt fleira

í tileFni dAgsinS– alLa dagA

með vaNillubrAgðI með súKkulaðIsósU hneTuís Með karaMellusósU

ÍSinn Með

Gula LokinUPIPA

R\

TBWA

• SÍA • 15016

4

Kjartan er kominn í undanúrslit. ?

? 5 stig

11 stig

Guðríður Baldvinsdóttir sápugerðarkona.

1. Harpa. 2. Rio í Brasilíu. 3. 50 ferkílómetrar.

4. Barcelona.

5. Jo Nesbø. 6. Mario Balotelli.

7. Pass.

8. Nautakjöt.

9. Kristín Marja Baldursdóttir.

10. Þjóðminjasafninu. 11. Pass.

12. Brennisteinssýra. 13. 50 ára.

14. Pass.

15. 10 sinnum.

1. Gormánuður.

2. Ríó í Brasilíu. 3. Pass.

4. Real Madrid. 5. Jo Nesbø. 6. Emile Heskey. 7. Lisa „Left-eye“ Lopes. 8. Kálfakjöt.

9. Elísabet Jökulsdóttir. 10. Þjóðminjasafninu. 11. Pass.

12. Brennisteinssýra. 13. 49 ára. 14. Jens Hansson. 15. 20.

Kjartan Guðmundsson dagskrárgerðarmaður á RÚV.

54 heilabrot Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

sudoku

sudoku fyrir lengra komna

VEFENGJA BOLA GAS-TEGUND

STELL

MEÐALSKRÖLT SMÁ-

PENINGAR

TIL HLÍTAR

IÐKA

VÆTL

SKARÐ

FORTÍÐAR

FORM

FLOTTSKÓLI

SAMTÖK

FÆÐA

BÚÐAR-HILLA

SETJA RÖNDUM

GJALDMIÐILL

DRULLA

BETRUN

RAUS

BOLUR

HRISTA

ÓGNAÁRSTÍÐ

JAFNFRAMTHORFINNEITURLYF

HEIM-KYNNI

PLANTAMÁLMUR UNDIR-

OKUN

SKRIFA

STÆKKA

FUGL

UXINOTA

YNDI

LINNA

SVIKULL

ÍLÁT

LISTA-MAÐUR

VITLAUST

HENDA

VÆTA

NÝR

LAMPI

SLÁ

ÞÓFI

HARÐÆRI

SÆLA

KJAFTUR

ÓÞURFT

SETT

TVEIR EINS

STEIN-TEGUND

FELLINGA

BERJA

REKALD

ETJA

ÚTDYLGJUR HEILAN

RÉNUN

SVÖRÐ

HINN SEINNI

NÆSTUM

NUDDA

UPPTÖK

HÁTTUR

LÁÐ

NÚMER

TRJÁ-TEGUND

DJAMM

SKRANÍ RÖÐ

SÖNGRÖDD

SIÐA

TÆKI

BLÓMUNAÐUR

DUGLAUS

PÍLA

ÁTT

BÓK-STAFUR

MARRA

ÞARMAR KÚSTUNSPRÆKUR

RÍKIREIÐ-MAÐUR

KÖTTUR

KVAÐ

my

nd

: B

ar

to

sz

Cu

Ber

(C

C B

y-s

a 3

.0)

226

2 85 3

8 2 79 3 44 5 8

7 4 24 6 1

5 1 99 6 7

4 8 97 45 2 1

34 7 8

2 6 16 44 3 9 6 5

9 7

Sá sem gengur í myrkri og enga skímu sér, hann treysti á nafn Drottins og reiði sig á Guð sinn...

HREYSI MESSINGDVALDIST

TVEIR EINS V IM

GLÁP G BATNA DYS

BRENNI-STEINSKÍS

ÖLDURHÚS G L Ó P A G U L LK R Á REYNA

OF LÍTIÐ P R Ó F A ESKST. E T HANKI

HERSLI S N A G IN Ú A S T GÁLUR

TIL

POT A ÐFLÍK

Í VAFA P SMÆRRI

Í RÖÐ M I N N I SPIL

VAGGA G O S I

NUDDAST

KK GÆLU-NAFN

V

H E I T A GLUNDURRÆKTAÐ

EVRÓPU-RÍKI G R Æ T T LÍTILS-

VIRÐINGNEFNAST

Ö F L U NGOSOP

STEIN-TEGUND G Í G U R LÁNSAMUR FUGL VÚTVEGUN

F I S BOLI

ÓSKAR N A U T GARGA G U S S AÖGN

FAG

Ð N VEGA

HINDRA V I G T AREYNSLU-

LAUS

TÆTA G R Æ N NII S M I

HVERS EINASTA

MEIÐA A L L R AFESTING

YSTU MÖRK L Í M

NFYRST FÆDD

KYRRÐ E L S T TVEIR EINS

SKARÐ Í Í YFIRHÖFN

SKILABOÐ Ú L P AG R I L L AFHENDIR

GÓL G A F S T ÓLÆTI

FÓSTRA A TRIST

SÝN

J Ó N REGLA

REKALD A G I FORMÓÐIR A M M A AF-SLÖPPUN HEILARS

AAF-

HENDING

EGGJÁRN A F S A L VERA MEÐKOMAST

YFIR

IÐKA S Ö L S ASUSS

S S TÆKIFÆRI

BRUNNUR L A G KVEÐJA

SVAKA H ÆSVALL

RÍKI Í ARABÍU R A L LU

E K L A SVARTLIST

NUGGA G R A F Í K MJÖÐUR

MAKA Ö LSKORTUR

T E I K N HÆRRA

NÚMER O F A R MJAKA

SKÓLI A K AFYRIRBOÐI

SPÍRA

U R N ÞYNGDAR-EINING Ú N S A Á NÝ A F T U RT

R I D D A R A LYKT A N G A NREIÐ-MANN

STEFNA

my

nd

: d

or

is

An

to

ny

(C

C-B

y-s

A-2

.5)

225

lausnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

krossgátan

1. Harpa. 2. Í Brasilíu. 3. 85 ferkílómetrar. 4. Real

Madrid. 5. Jo Nesbø. 6. Emile Heskey. 7. Lisa „Left-eye“

Lopes. 8. Kálfaskanka. 9. Elísabet Jökulsdóttir fyrir bókina

Ástin ein taugahrúfa. Enginn dans við Ufsaklett. 10. Þjóðminjasafninu. 11. Alexis Tsipras. 12. Brennisteinssýra.

13. 49 ára. 14. Jens Hansson. 15. 19.

1. Hvaða mánuður hefst á sumardaginn fyrsta samkvæmt gömlu íslensku mánaðaheitunum?

2. Hvar verða næstu ólympíuleikar haldnir?3. Hversu stórt er flatarmál hraunsins við

Bárðarbungu orðið?4. Hinn 16 ára Norðmaður Martin Ødegaard

var eftirsóttasti táningurinn í knatt-spyrnuheiminum þar til hann samdi við stórlið í síðustu viku. Hvaða lið?

5. Hver er höfundur spennusögunnar Aftur-göngunnar sem kom út á íslensku í síðustu viku?

6. Hvort hefur Mario Balotelli eða Emile Heskey skorað fleiri mörk í ensku deild-unum á þessari leiktíð?

7. Hvaða meðlimur hljómsveitarinnar TLC lést í bílslysi árið 2002?

8. Hvaða kjöt er hefðbundið að nota í rétt-inn Osso Buco?

9. Hver hlaut Fjöruverðlaunin á dögunum í flokki fagurbókmennta?

10. Síðasti McDonalds hamborgarinn á Ís-landi var seldur fyrir sex árum. Hvar hefur hann verið í vörslu síðan?

11. Hver verður næsti forsætisráðherra Grikklands?

12. Hvaða sýra er á rafgeymum í bílum?13. Hvað er Björk Guðmundsdóttir gömul?14. Hvað heitir saxófónleikarinn í Sálinni

hans Jóns míns?15. Í hvaða skipti er Meryl Streep tilnefnd til

Óskars í ár?

Spurningakeppni fólksins

svör

Gúmmímottur

25%afsláttur

Harðparket 20-25% afsláttur (verð frá kr 1.241 pr. m2)

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð!

Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8 -18, laug. 10-16

Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8 -18

ÚTSALA SÍÐUSTU 2 DAGARGÓLFEFNI OG HREINLÆTISTÆKI

W&M PF209D sturtuhorn 90 cm

54.990

38.493

4cm SMC botn

30%

Náttúrusteins Mosaic

MIKIÐ ÚRVAL 20%afsláttur

S20 line 45 cm handlaugmargar stærðir

MIKIÐ ÚRVAL AF HANDLAUGUMDæmi:

7.790

4.67440%afsláttur

Margar gerðir sturtuhorna

Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm

11.990Bol-871 48x cm þvermál Þykkt stáls 0,8mm

7.3908.393 5.173

30%afsláttur 30%

afsláttur

Gua-543-1 vegghengdur,

1mm stál 18.673

14.938

20%afsláttur

Flísar

20-50%AFSLÁTTUR

mikið úrval

10 tegundir verð frá kr. 990

12 tegundir 40% afsláttur

33 tegundir 20-50% afslátturaðeins í dag og laugardag 31/1

Guoren 1L Hitastýrt baðtæki standard

17.685

Guoren TLY Sturtusett

47.414Guoren-BO Hitastýrt tæki með niðurstút

14.81011.108

35.561

13.26425%

Flísar!

Mikið úrval stálvaska

Föstudagur 30. janúar Laugardagur 31. janúar Sunnudagur

56 sjónvarp Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

22:55 No Country for Old Men Skemmtileg kvikmynd eftir hina óborganlegu Cohen bræður sem m.a. fékk fjóra óskara..

19:45 Spurningabomban (1/11) Logi Bergmann Eiðsson stjórnar þessum spurningaþætti.

RÚV15.20 HM 4. liða úrslit. Beint Króatía eða Pólland gegn Katar eða Þýskalandi.16.50 Reykjavíkurleikarnir17.15 Vísindahorn Ævars17.20 Rétt viðbrögð í skyndihjálp17.30 Táknmálsfréttir17.40 HM stofa18.00 HM 4.liða úrslit BeintDanmörk eða Spánn gegn Frakk-landi eða Slóveníu.19.30 Fréttir19.55 Íþróttir20.00 Veðurfréttir20.10 HM-stofa20.35 Hraðfréttir (15)21.00 Útsvar Fljótsdalshérað - Árborg Bein útsending frá spurninga-keppni sveitarfélaga. Umsjónar-menn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. 22.10 Dauðinn má bíða James Bond er fenginn til að rannsaka tengsl hryðjuverkamanns frá Norður-Kóreu og demantajöfurs sem fjármagnar þróun alþjóðlegra geimvopna. Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Halle Berry og Rosam-und Pike. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.00.20 Einræðisherrann Sacha Baron Cohen fer með hlutverk einræðisherra sem leggur líf sitt að veði til að lýðræði nái ekki fram að ganga. Svartur húmor. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. e.01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Everybody Loves Raymond08:20 Dr. Phil09:00 The Talk09:45 Pepsi MAX tónlist14:10 Cheers (11:22)14:35 The Biggest Loser - Ísland (2:11)15:45 King & Maxwell (4:10)16:30 Beauty and the Beast (8:22)17:10 Agents of S.H.I.E.L.D. (8:22)17:50 Dr. Phil18:30 The Tonight Show19:10 The Talk19:50 Generation Cryo (5:6)20:35 Pirates of the Caribbean22:55 No Country for Old Men00:55 Betrayal (12:13)01:45 Ironside (5:9)02:30 The Tonight Show03:20 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:45 & 15:50 Gandhi 12:50 & 18:55 Straight A’s 14:20 & 20:25 Last Chance Harvey22:00 & 03:45 Prisoners 00:30 Hello Ladies: The Movie01:50 Snitch

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:05 The Wonder Years (20/24) 08:30 Drop Dead Diva (8/13)09:15 Bold and the Beautiful09:35 Doctors10:15 Last Man Standing (14/18) 10:40 White Collar (16/16) 11:25 Heimsókn 11:45 Junior Masterchef Australia12:35 Nágrannar13:00 Wall Street 15:10 The Choice (5/6) 16:00 Kalli kanína og félagar16:20 Batman16:45 How I Met Your Mother17:10 Bold and the Beautiful17:32 Nágrannar17:57 Simpson-fjölskyldan18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 og Íþróttir 18:54 Ísland í dag og Veður 19:20 Simpson-fjölskyldan (12/22) 19:45 Spurningabomban (1/11) 20:30 NCIS: New Orleans (10/22) 21:15 Louie (2/13) 21:40 I, Frankenstein23:15 Tucker and Dale vs.Evil00:45 G.I.Joe Retaliation02:35 Wall Street04:40 NCIS: New Orleans (10/22) 05:25 Simpson-fjölskyldan (12/22) 05:50 Fréttir og Ísland í dag

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:00 Cambridge - Man. Utd. 12:40 Rochdale - Stoke14:20 Fjórgangur17:20 Chelsea - Liverpool 19:00 League Cup Highlights19:30 La Liga Report20:00 Slóvenía - Frakkland21:20 Króatía - Pólland22:40 World’s Strongest Man 201423:10 NBA Special - The Bad Boys00:55 La Liga Report

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:45 Football League Show 2014/1512:15 Burnley - Crystal Palace13:55 Messan15:10 Premier League World 2014/ 15:40 West Ham - Hull17:25 Tottenham - Sunderland19:10 Match Pack19:40 Bournemouth - Watford Beint21:45 Messan22:25 Enska úrvalsdeildin - upphitun22:55 Match Pack23:25 Bournemouth - Watford

SkjárSport 11:35 & 21:25 Mainz - B. München13:25 Freiburg - Hannover15:15 Hertha Berlin - Hoffenheim17:05 Wolfsburg - Köln18:55 Bundesliga Preview Show (1:17)19:25 & 23:15 Wolfsburg - B. München

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnaefni Stöðvar 2 11:35 Big Time Rush12:00 Bold and the Beautiful13:45 Ísland Got Talent (1/11) 14:45 Spurningabomban (1/11) 15:35 Sjálfstætt fólk (15/20) 16:15 Á uppleið (3/5) 16:40 ET Weekend (20/53) 17:25 Íslenski listinn17:55 Sjáðu (376/400) 18:23 Veður 18:30 Fréttir og Sportpakkinn 19:10 Lottó 19:15 Svínasúpan (3/8) 19:35 Two and a Half Men (3/22)20:00 Family Weekend21:45 The Da Vinci Code00:35 Her Dramatísk mynd með gamansömu ívafi sem gerist í náinni framtíð með Joaquin Phoenix, Amy Adams og Scarlett Johansson í aðalhlutverkum. Rit-höfundur finnur ástina á hinum ólíklegasta stað, í nýrri tegund af stýriforriti í símanum hans sem er sagt að sé hannað til að mæta öllum þörfum notandans... og það eru engar ýkjur.02:40 The Campaign04:05 The Double05:40 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:40 Aston Villa - Bournemouth11:20 Spænsku mörkin 14/15 11:50 Fjórgangur14:50 R. Madrid - R. Sociedad Beint17:00 Sheffield Utd. - Tottenham18:45 League Cup Highlights19:15 Real Madrid - Real Sociedad21:00 Man. City - Middlesbrough22:40 UFC Now 201423:30 New England Patriots02:30 UFC Countdown03:00 UFC Jones vs. Cormier Beint

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:25 Bournemouth - Watford11:05 Premier League World 2014/ 11:35 Match Pack12:05 Enska úrvalsdeildin - upphitun12:35 Hull - Newcastle Beint14:50 Liverpool - West Ham Beint17:00 Markasyrpa 17:20 Chelsea - Man. City Beint19:30 Man. Utd. - Leicester21:10 WBA - Tottenham22:50 Stoke - QPR00:30 Crystal Palace - Everton

SkjárSport 15:05 Wolfsburg - Bayern München16:55 Bundesliga Preview Show (1:17)17:25 B. Leverkusen - B. Dortmund19:25 Wolfsburg - Bayern München21:15 B. Leverkusen - B.Dortmund23:05 Wolfsburg - Bayern München

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.25 Hraðfréttir e.10.45 Söngvakeppnin 2015 (1:3) e.12.30 Sjónvarpsleikhúsið e.13.00 HM-stofa13.30 HM í handbolta karla Bronsl.14.00 Útúrdúr (1:10)15.20 Reykjavíkurleikarnir Samant.15.45 HM-stofa16.15 HM í handbolta karla Úrslit18.20 Táknmálsfréttir18.30 Stundin okkar19.00 Fréttir19.20 Íþróttir (13:104)19.35 Veðurfréttir19.40 Landinn (18)20.10 Öldin hennar (5:52)20.15 Erró í París Heimildarmynd um listamanninn Erró. Fylgst er með honum að stöfum á vinnustofu sinni við undirbúning og uppsetningu stórrar sýningar í höfuðstöðvum UNESCO síðast-liðið vor. Dagskrárgerð: Freyr Eyjólfsson og Nicos Argillet.20.45 Erfingjarnir (5:7)21.45 HM-stofa22.10 Kórónan hola (4:4) Vönduð þáttaröð byggð á leikritum Williams Shakespeare um bresku konungana Ríkharð II, Hinrik IV og Hinrik V. Ekki við hæfi ungra barna.00.25 Thorne: Hræðslupúki (1:3) Ekki við hæfi barna. e.01.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist10:35 The Talk12:05 Dr. Phil14:05 Cheers (13:22)14:25 Bachelor Pad (2:7)16:25 Hotel Hell (5:8)17:15 Svali & Svavar (3:10)17:50 The Biggest Loser - Ísland (2:11)19:00 Catfish (6:12)19:50 Solsidan (1:10)20:15 Scorpion (4:22)21:00 Law & Order (1:23)21:45 The Affair (9:10)22:35 The Walking Dead (5:16)23:25 Hawaii Five-0 (9:25)00:10 CSI (13:20)00:55 Law & Order (1:23)01:40 The Affair (9:10)02:30 The Walking Dead (5:16)03:20 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:30 & 16:05 Spanglish10:40 & 18:15 A Fish Called Wanda12:25 & 20:00 Four Weddings And A F.14:20 October Sky22:00 & 02:40 Gravity23:30 Alex Cross01:10 The Mesmerist

19.45 Söngvakeppnin 2015 (1:3) Fyrri undanúrslita-þáttur Söngvakeppninnar í beinni útsendingu.

21:45 The Da Vinci Code Tom Hanks leikur dulmáls-fræðinginn Robert Lang-don sem tekur að sér að rannsaka dularfullt morð á safnverði á Louvre

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.25 Gettu betur (1:7) e.11.30 Djöflaeyjan e.12.00 Útsvar e.13.00 Landinn e.13.30 Viðtalið e.13.50 Landakort14.00 HM í handbolta karla 7.-8.sæti15.30 Sögur af HM í knattspyrnu 201416.30 HM í handbolta karla 5.-6.sæti18.20 Táknmálsfréttir18.30 Hraðfréttir e.18.54 Lottó (23:52)19.00 Fréttir og Íþróttir19.35 Veðurfréttir19.45 Söngvakeppnin 2015 (1:3) Fyrri undanúrslitaþáttur Söngva-keppninnar í beinni útsendingu úr Háskólabíói. Tólf lög keppa um að komast í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Vínarborg í maí. 21.25 HM-stofa21.50 Listi Schindlers Stórbrotin saga þýska iðjuhöldarins Oskars Schindler sem bjargaði 1300 gyðingum úr klóm nasista. Schindler hugðist græða á hermanginu og nýtti sér ódýrt vinnuafl gyðinga úr útrýmingar-búðum nasista. Þeir sem komust á lista Schindlers voru hólpnir, hinna beið dauðinn. Aðalhlut-verk: Liam Neeson, Ben Kingsley og Ralph Fiennes. Óskars-verðlaunamynd eftir Steven Spielberg.01.00 Brettastelpan Ekki við hæfi ungra barna. e.02.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist11:30 The Talk13:45 Dr. Phil15:05 Cheers (12:22)15:30 The Bachelor (4:13)17:00 Scorpion (3:22)17:45 Survivor (15:15)18:30 Million Dollar Listing (3:9)19:15 Emily Owens M.D (8:13)20:00 Mr. Woodcock21:30 Quartet23:20 Unforgettable (2:13)00:10 The Client List (2:10)00:55 Hannibal (5:13)01:40 The Saint03:40 Mr. Woodcock

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:30 & 14:45 PRESUMED INNOCENT 09:35 & 16:50 James Dean11:10 & 18:25 The Mask12:50 The Secret Life Of Walter Mitty 20:05 The Secret Life Of Walter Mitty 22:00 & 04:45 True Lies00:20 I Give It A Year01:55 Cloud Atlas

21:00 Law & Order (1:23)Spennandi þættir um störf lögreglu og saksókn-ara í New York borg.

13.30 HM í handbolta karla Bronsleikur.16.15 HM í handbolta karla Úrslitaleikur

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Nintendo leikjatölva ársins hjá Forbes

Hægt er að lesa fréttina á mbl.is og þar er tengill á Forbes.com

Nintendo leikjatölva ársins hjá Forbes

Lágmúla 8 • Reykjavík • sími 530 2800

Það kom mörgum á óvart að þessi snotra tölva hefði haft betur en PS4, Xbox One og annarra sem tilnefndir voru. En þegar betur er að gáð gerir hún betur á flestum sviðum og ekki síst eru það leikirnir sem ekki er mögu legt að spila í neinni ann arri leikja tölvu, meðal ann ars Super Smash Bros, Mario Kart 8, Don key Kong og Tropical Freeze. Þá telur Forbes að WiiU muni skora hátt á árinu 2015 með væntanlegum leikjum. Má þar nefna Le g end of Zelda og Xenobla de Chronic les.

Á sunnudagskvöldið síðasta sat fjöl-skyldan afvelta eftir góða máltíð í sófanum. Það átti að athuga hvað sjónvarp þessa lands ætlaði að bjóða okkur upp á. Á Stöð 2 var þátturinn Ísland got talent að hefjast og þar er á ferðinni þáttur sem fólk á öllum aldri getur horft á saman. Þó var 11 ára sonurinn spenntari en aðrir. Lappirnar upp á borð og herleg-heitin hófust. Þátturinn er gerður að erlendri fyrirmynd eins og allir vita og hafa framleiðendur Stöðvar 2 greinilega lært vel því þátturinn lúkkar eins og milljón dollarar. Hraðar klippur, stórt stúdíó, fullt

af fólki, gleði og glamúr. Kynnarn-ir kynntir og gaman að sjá Selmu Björns vera komna í hópinn í stað Þórunnar Antoníu. Selma er hæfi-leikabúnt sem veit hvað hún er að tala um og talar mannamál, tæpi-tungulaust. Svo voru Jón Jónsson og Bubbi á sínum stað, ásamt Þorgerði Katrínu sem venst furðulega vel í þessu hlutverki. Allavega betur en í fyrri hlutverkum, sem er bara mín skoðun. Auddi Blö fór svo í gegnum þetta allt saman á léttum nótum, með sínum strákslega húmor og nettri kaldhæðni. Auddi kann þetta alveg og er fínn í þessu. Þá var kom-

ið að keppendum. Fyrsti keppand-inn var leigubílstjóri á besta aldri sem ætlaði að heilla þjóðina með Kris Kristoffersson slagara, basic!

Við settum okkur í stellingar og

hækkuðum í tækinu. Lagið byrjaði og svo fraus allt. Í spenningnum gleymdum við að við erum ekki með áskrift að Stöð 2.

Hannes Friðbjarnarson4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnaefni Stöðvar 2 11:35 Big Time Rush12:00 Bold and the Beautiful13:45 Ísland Got Talent (1/11) 14:45 Spurningabomban (1/11) 15:35 Sjálfstætt fólk (15/20) 16:15 Á uppleið (3/5) 16:40 ET Weekend (20/53) 17:25 Íslenski listinn17:55 Sjáðu (376/400) 18:23 Veður 18:30 Fréttir og Sportpakkinn 19:10 Lottó 19:15 Svínasúpan (3/8) 19:35 Two and a Half Men (3/22)20:00 Family Weekend21:45 The Da Vinci Code00:35 Her Dramatísk mynd með gamansömu ívafi sem gerist í náinni framtíð með Joaquin Phoenix, Amy Adams og Scarlett Johansson í aðalhlutverkum. Rit-höfundur finnur ástina á hinum ólíklegasta stað, í nýrri tegund af stýriforriti í símanum hans sem er sagt að sé hannað til að mæta öllum þörfum notandans... og það eru engar ýkjur.02:40 The Campaign04:05 The Double05:40 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:40 Aston Villa - Bournemouth11:20 Spænsku mörkin 14/15 11:50 Fjórgangur14:50 R. Madrid - R. Sociedad Beint17:00 Sheffield Utd. - Tottenham18:45 League Cup Highlights19:15 Real Madrid - Real Sociedad21:00 Man. City - Middlesbrough22:40 UFC Now 201423:30 New England Patriots02:30 UFC Countdown03:00 UFC Jones vs. Cormier Beint

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:25 Bournemouth - Watford11:05 Premier League World 2014/ 11:35 Match Pack12:05 Enska úrvalsdeildin - upphitun12:35 Hull - Newcastle Beint14:50 Liverpool - West Ham Beint17:00 Markasyrpa 17:20 Chelsea - Man. City Beint19:30 Man. Utd. - Leicester21:10 WBA - Tottenham22:50 Stoke - QPR00:30 Crystal Palace - Everton

SkjárSport 10:15 Bundesliga Preview Show (1:17)10:45 Wolfsburg - Bayern München12:35 B. Leverkusen - B. Dortmund14:25 Werder Bremen - Hertha Berlin16:25 & 20:15 Augsburg - Hoffenheim18:25 & 22:05 W. Bremen - Hertha B

1. febrúar

sjónvarp 57Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Í sjónvarpinu Íslenskur kris fraus Í tækinu

Ísland got...

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

140

243

jonogoskar.is Sími 552 4910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind

26. jan–2. feb.

Verið velkomin!

Tilboðsdagar

50–70% afsláttur af Michael Kors, Armani, Diesel, Adidas, Fossil,DKNY og Casio.

15–50% afsláttur af öðrum úrum

30–50% afsláttur af völdum skartgripum

20% afsláttur af öðrum skartgripum

15% afsláttur af trúlofunar- og giftingarhringum

26. jan–2. feb.Tilboðsdagar

50–70% afsláttur af Michael Kors, Armani, Diesel, Adidas, Fossil,DKNY og Casio.

26. jan–2. feb.Tilboðsdagar

50–70% afsláttur af Michael Kors, 50–70% afsláttur af Michael Kors, Armani, Diesel, Adidas, Fossil,

Tilboðsdagar

Verið velkomin!

Armani, Diesel, Adidas, Fossil,DKNY og Casio.Armani, Diesel, Adidas, Fossil,

15–70% afsláttur

Listamaður á söguslóðumSýning á pennateikningum eftir danska málarann Johannes Larsen, sem hann gerði á ferðum sínum um Ísland árin 1927 og 1930, verður opn-uð á morgun, laugardaginn 31. janú-ar, klukkan 15, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.

Árið 1926 stóðu rithöfundarnir Gunnar Gunnarsson og Johannes V. Jensen fyrir því að gefa út danska þýðingu Íslendingasagna í tilefni þess að árið 1930 voru eitt þúsund ár liðin frá stofnun Alþingis á Þingvöll-um. Danski listmálarann Johannes Larsen (1867-1961) var fenginn til að fara til Íslands og festa á teikniblokk

sína helstu sögustaði landsins. Hann kom tvisvar til Íslands í þessum til-gangi, 1927 og 1930 og ferðaðist á hesti, oft við erfið skilyrði.

Á þessum ferðum sínum teiknaði Johannes Larsen um þrjú hundruð tússteikningar. 188 þeirra birtust í bókunum. Á sýningunni verða um 30 teikningar sem eru í eigu afkomenda listamannsins.

Jafnhliða sýningunni kemur út bók-in Listamaður á söguslóðum eftir Vi-beke Nørgaard Nielsen. Þar rekur hún ferðir Larsen um Ísland. Í bókinni er einnig að finna 72 af myndum Johann-esar Larsen, sem birtust í Íslendinga-

sögunum. Sigurlín Sveinbjarnardóttir þýddi. Ugla gefur út.

Sýningunni lýkur 22. mars.

Knafahólar, Eyjafjallajökull og Þrí-hyrningur. Teikning frá árinu 1927 eftir Johannes Larsen.

LeikList HaLaLeikHópurinn frumsýnir tíu LitLa strandagLópa

Spenna fram á síðustu mínútu á sviðinuHalaleikhópurinn hefur verið starfandi í 23 ár innan Sjálfsbjargar og í kvöld, föstudagskvöld, frumsýnir hópurinn leikritið Tíu litlir strandaglópar eftir Agöthu Christie í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Einn leikaranna, sem jafnframt er framkvæmdastjóri sýningarinnar, er Guð-ríður Ólafsdóttir og hefur hún verið viðriðin leikhópinn frá upphafi. Hún segir spennu ríkja fyrir kvöldinu.

Þ etta hefur gengið vel og allir voða spenntir og til-hlökkunin fyrir frumsýn-

ingunni er mikil,“ segir Guðríður Ólafsdóttir frá Halaleikhópnum. Leikverkið Tíu litlir strandaglóp-ar byggði Agatha á eigin metsölu-bók sem seld hefur verið í yfir 100 milljónum eintaka. „Tíu litlir strandaglópar“ eða morð á morð ofan segir söguna af 10 einstak-lingum sem er boðið af dularfull-um hjónum í helgarferð á kletta-eyju. Gestirnir eru ekki fyrr búnir að koma sér fyrir þegar einn þeirra deyr grunsamlega. Öll eru þau strand og komast ekkert. Gestgjaf-inn, sem sést hvergi, ásakar hvert og eitt þeirra í hljóðupptöku, um að hafa sloppið undan réttvísinni vegna morðs sem þau eiga að hafa framið. „Það eru 11 leikarar í sýn-ingunni, bæði fatlaðir og ófatlaðir. Við byrjuðum æfingar í nóvember, tókum svo frí yfir jólin og í janúar höfum við æft nánast daglega,“ segir Guðríður.

Halaleikhópurinn var stofnaður árið 1992 og byrjaði sem áhuga-hópur innan Sjálfsbjargar og hef-ur Guðríður verið með frá byrjun. „Við höfum sýnt öll árin, og stund-um tvær sýningar á ári,“ segir Guðríður. „Það vinna allir saman

og allir vesenast í öllu, sem er mjög skemmtilegt. Við höfum oft reynt að gera eitthvað aðeins öðruvísi og við höfum tekið marga höfunda fyrir. Eitt árið settum við upp Fíla-manninn, þar sem allir leikararnir voru fatlaðir, nema sá sem lék aðal-hlutverkið,“ segir Guðríður. „Það vakti mikla athygli og þótti klókt hjá okkur. Í verkinu í ár hlökkum

við til að halda spennunni í áhorf-andanum fram á síðustu mínútu,“ segir Guðríður Ólafsdóttir frá Halaleikhópnum. Frumsýning er í kvöld og allar upplýsingar um næstu sýningar er að finna á Fa-cebook síðu Halaleikhópsins.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Halaleikhópurinn hefur æft stíft undanfarna mánuði og frumsýnir í kvöld Tíu litla strandaglópa eftir Agöthu Christie.

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

SNJALLÚRMest selda snjallúr í heimi er nú loksins

fáanlegt á Íslandi. Pebble úrið er með baklýstum LED 1.26” e-paper skjá,BT 4.0 og allt að 7 daga rafhlöðu :)16.900

SNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLÚRSNJALLSNJALLÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚR

HELGAR

AÐEI

NS ÞESSA HELGI

VERÐ ÁÐUR 19.9

00TILBOÐ

FYRSTIR KOMA

FYRSTIR FÁ:)

www.tolvutek.is

SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP

58 menning Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Lína langsokkur (Stóra sviðið)Lau 31/1 kl. 13:00 Lau 21/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00Sun 1/2 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00Lau 7/2 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Sun 22/3 kl. 13:00Sun 8/2 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00Lau 14/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00Sun 15/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00Táknmálstúlkuð sýning 28.febrúar kl 13

Dúkkuheimili (Stóra sviðið)Sun 1/2 kl. 20:00 Fös 6/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00Fim 5/2 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00Aðeins sýnt út febrúar

Kenneth Máni (Litla sviðið)Fös 30/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni

Öldin okkar (Nýja sviðið)Fös 30/1 kl. 20:00 Sun 1/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00Lau 31/1 kl. 17:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00Lau 31/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:005 stjörnu sýning að mati gagnrýnanda

Beint í æð (Stóra sviðið)Fös 30/1 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00Lau 31/1 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00Sprenghlægilegur farsi

Bláskjár (Litla sviðið)Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi

Ekki hætta að anda (Litla sviðið)Lau 31/1 kl. 20:00 Aukas. Mið 11/2 kl. 20:00 aukas. Mið 18/2 kl. 20:00 12.k

Sun 1/2 kl. 20:00 7.k. Fim 12/2 kl. 20:00 10.k Fim 19/2 kl. 20:00Fim 5/2 kl. 20:00 8.k. Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas.

Fös 6/2 kl. 20:00 9.k Sun 15/2 kl. 20:00 11.k

Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur

Beint í æð! – HHHH , S.J. F.bl.

leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið

Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið)Fös 30/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 7/2 kl. 19:30 18.sýn Fös 20/2 kl. 19:30 21.sýn

Lau 31/1 kl. 19:30 16.sýn Fös 13/2 kl. 19:30 19.sýn Lau 21/2 kl. 19:30 22.sýn

Fim 5/2 kl. 15:00 Aukas. Lau 14/2 kl. 19:30 20.sýn

Fös 6/2 kl. 19:30 17.sýn Fim 19/2 kl. 19:30 Aukas.

Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins.

Konan við 1000° (Kassinn)Sun 1/2 kl. 19:30 44.sýn Sun 8/2 kl. 19:30 46.sýn Sun 15/2 kl. 19:30 lokas.

Mið 4/2 kl. 19:30 45.sýn Fim 12/2 kl. 19:30 47.sýn

Athugið - síðustu sýningar. 5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun.

Karitas (Stóra sviðið)Sun 1/2 kl. 19:30 31.sýn Sun 15/2 kl. 19:30 33.sýn

Sun 8/2 kl. 19:30 32.sýn Sun 22/2 kl. 19:30 34.sýn

Athugið - síðustu sýningar. Seiðandi verk sem hlotið hefur frábærær viðtökur.

Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)Lau 14/2 kl. 13:00 Frums Lau 21/2 kl. 13:00 5.sýn Lau 28/2 kl. 13:00 9.sýn

Lau 14/2 kl. 15:00 2.sýn Lau 21/2 kl. 15:00 6.sýn Lau 28/2 kl. 15:00 10.sýn

Sun 15/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 22/2 kl. 13:00 7.sýn Sun 1/3 kl. 13:00 11.sýn

Sun 15/2 kl. 15:00 4.sýn Sun 22/2 kl. 15:00 8.sýn Sun 1/3 kl. 15:00 12.sýn

Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn!

Ofsi (Kassinn)Fös 30/1 kl. 19:30 Fös 6/2 kl. 19:30 Lau 14/2 kl. 19:30Lau 31/1 kl. 19:30 Fös 13/2 kl. 19:30Allra síðustu sýningar!

HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS [email protected]

mar

khön

nun e

hf

Tilboðin gilda 30. janúar –01. febrúar 2015Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

KjúKlingalundirfrosnar 700g

986áður 1.761 Kr/pK

-44%

Tortilla partytilvalið á föstudegi!

cf. tortillas8 stK

99áður 299 Kr/pK

-70%

KjúKlingabringur nettó

1.798áður 1.998 Kr/Kg

-10%

,Kræsingar & kostakjör

Tilboðin gilda

meðan birgðir endasT !!!

Tilboðin gilda meðan birgðir endasT !!!

Tilboðin gilda meðan birgðir endasT !!!

Í takt við tÍmann HallfrÍður Þóra tryggvadóttir

Rekur sælkeraeldhús með kærastanum

StaðalbúnaðurÉg hef rosalega mikinn áhuga á tísku og fallegum munum. Mér finnst gaman að versla erlendis og þá í litlum hönnunar-búðum ásamt Weekday & Other Stories. Hér heima er ég hrifnust af Aftur, Spútnik og Zöru. Ég er mikið fyrir hatta, áberandi skart og föt með sál. Ég er nær alltaf með skart frá Kríu og hálsmen frá Marokkó. Stíllinn minn er sambland

af töffara og fínni konu, ég get þess vegna verið í pels og leðurbuxum

við.

HugbúnaðurÉg er rosa mikið fyrir

kaffi. Mér finnst best að drekka ítalskt kaffi

heima en það er líka ótrúlega huggulegt að fara á kaffihúsið Pallett, sem er nýtt og pinkulítið, í Hafnarfirði. Svo finnst mér yndis-legt að sitja og

spjalla eða vinna á Kaffi-

brennsl-unni. Ég reyni að sjá nær

allar leik-

sýn-

ingar og horfi mikið á kvikmyndir. Um þessar mundir er ég að horfa á kóreskar kvikmyndir og óskarsmyndirnar. Ég geri ekki mikið af því að djamma, ég reyni frekar að nýta helgarnar í að hitta vinina.

VélbúnaðurÉg er með Macbook Air og iPhone og finnst mjög þægilegt að vera með tölvu-póstinn í símanum og geta farið inn á samfélagsmiðla. Ég nota Facebook og Instagram mikið, ég er ekki en þeirra sem kommenta á allt en ég set inn gull-mola úr lífi mínu. Ég er meira í mynda-deildinni og set inn landslagsmyndir, vinamyndir eða myndir frá sérstökum tilefnum.

AukabúnaðurÉg var mjög dugleg við að fara út að borða en er nú byrjuð að elda meira heima. Ég og kærastinn minn erum smám saman að færa okkur í þá átt að reka sælkeraeldhús heima. Við eldum tælenskt og ítalskt og bökum bæði brauð og kökur. Ég keyri um á Mözdu 3 sem er smábíll með sportívafi. Hann passar við mig, er bæði settlegur og töffaralegur. Ég hef gaman af að ferðast út á land og um síðustu helgi fór ég með frábæru fólki á Snæfellsnes. Þetta var leikhúsferð í storminum og við sáum leiksýninguna Mar sem fjallar um sjóslys. Þetta var æð-isleg ferð. Ég er farin að hlakka til að fá sumarið en nú er ég að skipuleggja sund-bíó sem verður laugardaginn 7. febrúar í Sundhöllinni. Þetta er hluti af Vetrarhá-tíð í Reykjavík, það er ókeypis inn og þetta mun krydda aðeins tilveruna.

Hallfríður Þóra Tryggvadóttir er 24 ára og starfar sem verkefnastjóri viðburða og kynningarmála hjá kvikmyndahá-tíðinni RIFF og dagskrárstjóri Stúd-entakjallarans. Hallfríður útskrifast úr bókmenntafræði við HÍ í næsta mánuði með lögfræði sem aukafag. Hún er dugleg að horfa á bíómyndir og fara í leikhús og nýtur þess að drekka ítalskt kaffi.

Ljós

myn

d/H

ari

myndlist sýning arcangel Í HafnarHúsinu

Stafræn tækni og list leidd samanSýningin Margt smálegt eftir banda-ríska listamanninn Cory Arcangel verður opnuð í Listasafni Reykja-víkur, Hafnarhúsi, á morgun, laug-ardaginn 31. janúar, klukkan 16 að viðstöddum listamanninum. Sýning-arstjóri er Michael Bank Christoffer-sen en sýningin er unnin í samstarfi við HEART – Herning listasafnið í Danmörku.

Cory Arcangel, fæddur 1978, hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar skapað sér nafn í listaheiminum sem frum-kvöðull sem leiðir saman stafræna tækni og list. Hann gerir teikning-ar, skúlptúra, ljósmyndir og mynd-bandsverk á stafrænu formi en hefur jafnframt vakið mikla athygli fyrir að breyta tölvuleikjum með því að hakka sig inn í tölvukóða, segir m.a. í tilkynningu Listasafnsins.

Á sýningunni eru ný verk eftir listamanninn og úrval eldri verka sem hann hefur sérstaklega endur-unnið fyrir sýninguna.

„Cory Arcangel hefur notið mik-illar velgengni og virðingar víða um heim og haldið fjölda sýninga í gall-

eríum og þekktum söfnum eins og Carnegie Museum of Art, New Mu-seum of Contemporary Art, Whitney Museum of American Art, Barbican og MoCA í Miami. Verk hans má finna í safneignum MoMA, Smithsonian og Tate. Hann er einnig á mála hjá Team galleríinu í New York, Lisson galleríi í London og Thaddaeus Ropac galleríi í París og Salzburg.“

Sýningin stendur til 12. apríl næst-komandi.

Cory Arcangel er frumkvöðull sem leiðir saman stafræna tækni og list.

Síðasta útsöluhelgin 70%

Nýjar vörur frá

KLAPPARSTÍGUR 40 · 101 REYKJAVÍK · SÍMI 571 4010

60 dægurmál Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

Loke Auriga Modular Las Vegas

Aves NikitaCatwalk Selene

Opið:Mánudag til föstudag kl.10 - 18Laugardag kl . 11 - 16Sunnudag kl. 12 - 16www.rafkaup.is

Úrval ljósa á betra verði

10-70% afsláttur ÚTSÖLULOK!

Bækur Ný Bók Jo NesBø Ber sama NafN og Bók Ágústs Þórs

Rithöfundur ósáttur við yfirgang ForlagsinsÁgúst Þór Ámundason, sjómaður og rithöfundur, sendi frá sér spennusöguna Afturgangan fyrir tveimur árum. Hann er ósáttur við að ný bók hins norska Jo Nesbø skuli gefin út undir sama nafni. Framkvæmdastjóri Forlagsins vissi ekki af bók Ágústs en segir mörg dæmi þess að bækur beri sömu heiti.

É g hefði kosið að mér hefði verið sýnd smá tillitssemi,“ segir Ágúst Þór Ámunda-

son rithöfundur.Ágúst er ósáttur við útgáfu

Forlagsins á nýjustu bók norska spennusagnahöfundarins Jo Nesbø, Afturgangan, enda gaf hann út samnefnda spennusögu fyrir rúmum tveimur árum. Bók Ágústs vakti nokkra athygli á sín-um tíma og var til að mynda til-nefnd til Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna. Það var bókaútgáfan Tindur sem gaf út.

Rithöfundurinn furðar sig á því að Forlagið, sem er stærsti bókaút-gefandi landsins, skuli á tímum upplýsingar notast við sama titil og hann gerði.

„Þetta hefði verið sérstaklega ljótt ef mín bók hefði komið út í kilju í vor,“ segir Ágúst, ósáttur. Þess má geta að bók hans er fá-anleg í vefverslun Forlagsins.

Ágúst kveðst hafa kannað réttarstöðu sína hjá Rithöfunda-sambandinu og þar hafi hann fengið þau svör að ein-hver dæmi séu þess að bæk-ur sé gefn-ar út með sama

nafni. „Ég nenni ekki að vera eitthvað leiðinlegur og fara út í að kæra. Fyrir mér er þetta bara spurning um prinsipp.“

„Mér þykir afar leitt að Ágúst sé miður sín yfir þessu en hug-myndin var alls ekki sú að stela hugmynd hans að titlinum,“ seg-ir Egill Örn Jóhannsson, fram-kvæmdastjóri Forlagsins, sem gefur út bók Nesbø.

„Það eru hins vegar mörg dæmi þess að bækur beri sömu heiti og ég hef ekki miklar áhyggjur af því að kaupendur muni rugla saman nýrri bók Jo Nesbø og lögreglu-sögu Ágústs Þórs,“ segir Egill sem kveðst sjálfur ekki hafa lesið bók Ágústs.

Í viðtali við Fréttatímann árið 2012 sagði Ágúst Þór frá tilurð glæpasögu sinnar, Afturgöngunn-ar. Bókina skrifaði hann mikið til á frívöktum úti á sjó. „Þegar mað-ur vinnur erfiðisvinnu er hugur-inn oft á fullu og það er ágætt að beisla hana með svona pælingum. Þetta eru fínar aðstæður til þess að tjasla saman atburðarás og samtölum. Oftast er maður bara með blað og penna í brjóstvas-anum og punktar niður það sem

manni dettur í hug. Ég fæ oft bestu hugmyndirnar á meðan ég stend úti á dekki og er að slægja þorsk,“ sagði Ágúst

árið 2012.

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Ágúst Þór Ámundason sendi frá sér spennusöguna Afturgangan árið 2012. Hann er ósáttur við að Forlagið gefi nú út þýdda bók eftir hinn norska Jo Nesbø með sama nafni. Ljósmynd/Hari

skemmtaNir Ási Á slippBarNum skipuleggur reykJavík Bar summit

Flottustu barþjónar í heimi keppa í Reykjavík„Þarna verða barþjónar af flottustu börum í heiminum í þessari kokteil-senu,“ segir Ásgeir Már Björnsson, barþjónn á Slippbarnum.

Ásgeir, eða Ási eins og hann er jafnan kallaður, og félagar vinna nú að skipulagningu Reykjavík Bar Sum-mit sem haldið verður 23.-26. febrúar næstkomandi í fyrsta sinn. Áætlað er að hátíðin verði árleg hér eftir.

Ási segir að hingað til lands komi barþjónar frá fjölmörgum börum í Evrópu og Ameríku til að sýna snilli sína. „Við látum þá hittast á hlutlausu svæði og búum til skemmtilega upp-

lifun fyrir þá. Þeir keppa sín á milli og það sem er óhefðbundið er að keppn-in er ekki kostuð af áfengisframleið-endum eða neinu slíku,“ segir Ási.

Það sem er líka óvenjulegt að um er að ræða barakeppni, en ekki bar-þjónakeppni. Það þýðir að barþjón-arnir eiga að reyna að koma til skila stemningunni af barnum sínum. „Þeir eiga að búa til andrúmsloft og drykki í stíl við það,“ segir Ási.

Keppnin verður opin almenningi og hægt verður að kynna sér hana og fleiri viðburði sem í boði verða á reykjavikbarsummit.com. -hdm

Ási á Slipp-barnum tekur á barþjónum af flottustu börum heims í Reykjavík í næsta mánuði. Ljósmynd/Hari

Stórval í mæjónesi

Tíu þúsund eintök af NesbøTvö ár eru síðan síðasta bók norska spennusagna-höfundarins Jo Nesbø kom út á íslensku og augljóst er að aðdáendur hans hér á landi hefur þyrst í nýja bók. Þeir voru bænheyrðir á dögunum þegar Afturgangan kom út. Eins og Fréttatíminn greindi frá í síðustu viku voru fimm þúsund eintök prentuð í fyrstu atrennu. Þau hafa selst með slíkum hraða að Forlagið, sem nýlega tók við útgáfu á bókum Jo Nesbø, hefur pantað önnur fimm þúsund eintök úr prentsmiðjunni. Þetta eru fáheyrðar tölur í bókaútgáfu á Íslandi í janúar.

Perfume Genius á AirwavesBandarísku sveitirnar Perfume Genius og Ariel Pink eru meðal þeirra sem koma fram á Iceland Airwaves tónlistarhá-tíðinni í nóvember. Tilkynnt var um fyrstu listamenn sem fram koma í gær en hátíðin fer fram dagana 4.-8. nóvember. Auk þess var tilkynnt að bresku lista menn irn ir BC Camplig ht og East India Youth troði upp. Þá heimsækir Wea ves frá Kan ada okkur sömuleiðis. GusGus kemur aftur fram eftir tveggja ára hlé auk Young Karin, Fufanu og fleiri.

Eyrún Huld Magnúsdóttir, kennari við MA og eiginkona söngvarans Magna Ásgeirs-sonar, brá á það ráð að búa til óvenjulega brauðtertu í vikunni. Til stóð að koma með köku í kveðjuhóf fyrir landafræðikennarann Jónas Helgason sem er að hætta kennslu við Menntaskólann á Akureyri, og var þemað tengt landa- og jarðfræði. Hún fékk þá hugmynd að færa málverk Stefáns frá Möðrudal, Stórvals, í brauðtertu. „Eyrún var búin að berja höfðinu við steininn í nokkra daga og fékk enga hugmynd,“ segir Magni, eiginmaður Eyrúnar. „Stórval var frændi hennar og Herðubreið hangir hér uppi á vegg svo það var ráðist í þetta verkefni. Ég hjálpaði til við að skera út fjöllin og ég þurfti að fara þrjár ferðir eftir meira brauði og mæjónesi,“ segir Magni sem segir Gunnars mæjónes vera eina mæjónesið sem virkar í brauðtertugerð. Kakan varð hin glæsilegasta og aldrei að vita nema þau hjónin ráðist í fleiri málverk þegar fram líða stundir.

– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –

Í S L E N S K U R

GÓÐOSTUR

ÍSLENSKA

SIA

.IS

MS

A 6

5552

09/

13

62 dægurmál Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

MIÐASALA Á MIÐI.IS, HARPA.IS, Í MIÐASÖLU HÖRPU OG SÍMA 528-5050.SKRÁÐU ÞIG Á PÓSLISTA SENU TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í FORSÖLU 3. FEBRÚAR

NÁNAR Á WWW.SENA.IS/GUNNI70

HARPA 29. MARS

HEIÐURSTÓNLEIKAR Í TILEFNI AF70 ÁRA AFMÆLI GUNNARS ÞÓRÐARSONAR

ÖLL ÞEKKTUSTU LÖGIN FLUTT AF LANDSLIÐI ÍSLENSKRA TÓNLISTARMANNA

HRYNSVEIT, STRENGJASVEIT, GOSPEL- OG BARNAKÓR

MIÐASALAHEFST Á

MIÐVIKUDAGKL. 10!

SÖNGVARAR

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON

EGILL ÓLAFSSON

EYÞÓR INGI

PÁLL ÓSKAR

SIGRÍÐUR THORLACIUS

STEFÁN JAKOBSSON

UNA STEF

ÞÚ OG ÉG

HELGA MÖLLER

JÓHANN HELGASON

SÉRSTAKIR GESTIR

BERGÞÓR PÁLSSON

ELMAR GILBERTSSON

ÞÓRA EINARSDÓTTIR

HLJÓMSVEITARSTJÓRI

ÞÓRIR ÚLFARSSON

KYNNIR

JÓNAS R JÓNSSON

LEIKSTJÓRI

EGILL EÐVARÐSSON

HEIÐURSGESTUR

GUNNAR ÞÓRÐARSON

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Bakhliðin

Hjartahlýr og klár kökuskreytirNafn: Elísabet GrétarsdóttirAldur: 35 ára.Maki: Jón Grétar Guðjónsson.Börn: Nikulás Hrafn 6 ára og Ólafía Gyða 4 ára.Menntun: Bsc. í alþjóðamarkaðs-fræði frá Tækniháskólanum og Msc. í markaðsfræði frá Stokkhólmsháskóla.Starf: Markaðsstjóri Arion banka, á leið að verða markaðsstjóri hjá Battlefield, EA Games.Fyrri störf: Markaðsstjóri EVE Online og sölumaður hjá Hug, hugbúnaðar-fyrirtæki.Áhugamál: Fólk, hin stafræna framtíð mannkyns, sænskar súkkulaði-trufflur og svo hef ég eytt 20 árum í að finna hinn fullkomna maskara. Stjörnumerki: Meyja.Stjörnuspá: Eitthvað það liggur í loftinu sem gerir þig óörugga. Líttu til þess sem vel hefur gengið og er þér og þínum til skemmtunar.

h ún Elísabet er bæði ótrú-lega klár og útsjónarsöm manneskja, sem hefur

ósvikinn áhuga á fólki og velferð þess,“ segir Jón Gunnar Guðjóns-son, eiginmaður Elísabetar. „Hún er mjög drífandi og sér alltaf björtu hliðarnar á hlutunum, sem gerir hana að frábærum maka og vini. Hún bakar og skreytir kökur eins og vindurinn og nostrar mjög við fjölskylduna á þann hátt,“ segir Jón Gunnar.

Elísabet Grétarsdóttir var nýverið ráðin markaðsstjóri eins stærsta og umfangs-mesta tölvuleiks í heimi, Battlefield, sem Electronic Arts, EA Games, gefur út. Elísabet, sem hefur verið forstöðumaður markaðssviðs Arion banka undanfarin misseri, hefur víðtæka reynslu og þekk-ingu á tölvuleikjaiðnaðinum en hún var þar á undan markaðsstjóri EVE Online tölvuleiksins.

Hrósið ...... fær María Guðmundsdóttir skíðakona, sem á miðvikudaginn vann sigur í alþjóðlegu svigmóti sem haldið var í Idra í Svíþjóð.

ElísabEt Grétarsdóttir

Silfurrefur

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99

Vefverslun: www.myconceptstore.is

Verð 14.900,- Mikið úrval af skinnvöru

+ icelandair.is Vertu með okkur

ÍSLENSKA

SIA

.IS

IC

E 7

2699

01/

15

Vetrarhátíð í Reykjavík hleypir ljósinu inn í myrkrið og lyftir okkur upp í mesta skammdeginu. Að sama skapi vill Icelandair leggja sitt af mörkum í skammdeginu með fallegum ljósum á ferð sinni um háloftin.

ICELANDAIR ER STOLTUR STYRKTARAÐILI VETRARHÁTÍÐAR

+ icelandair.is Vertu með okkur

ÍSLENSKA

SIA

.IS

IC

E 7

2699

01/

15

Vetrarhátíð í Reykjavík hleypir ljósinu inn í myrkrið og lyftir okkur upp í mesta skammdeginu. Að sama skapi vill Icelandair leggja sitt af mörkum í skammdeginu með fallegum ljósum á ferð sinni um háloftin.

ICELANDAIR ER STOLTUR STYRKTARAÐILI VETRARHÁTÍÐAR

vetrarhátíð 5.-8. febrúar 20154

Vetrarhátíð er hátíð ljóss og myrkurs og verður

haldin í tólfta sinn 5.-8. febrúar næstkomandi.

Á hátíðinni fær magnað myrkur að njóta sín en

hátíðin verður öll hin glæsilegasta og mun fjöldi

listamanna, safna og sundlauga taka þátt í að

skapa einstaka stemningu í borginni.

SafnanóttSafnanótt fer fram föstudagskvöldið 6. febrúar en þá munu yfir fjörutíu söfn í öllum sveitarfélögum á höfuðborgar-svæðinu opna dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 19 til miðnættis. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta sótt Safnanótt sér að kostnaðar-lausu og tekið sér far með sérstökum Safnanæturstrætó sem mun ganga á milli allra safnanna. Á Safnanótt gefst gestum tækifæri til að taka þátt í leik. Með því að svara þremur laufléttum spurningum og safna stimplum frá þremur mismunandi söfnum geta þátt-takendur unnið til veglegra verðlauna. Hægt verður að nálgast þátttökublað leiksins á öllum söfnum sem taka þátt í Safnanótt.

SundlauganóttSundlauganótt fer fram laugardags-kvöldið 7. febrúar. Frítt verður í sund frá klukkan 20 til miðnættis í völdum sundlaugum í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og er gestum boðið að koma og njóta sérstakrar stemningar í mögnuðu myrkri. Ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa, syngja eða slaka á og njóta stundarinnar. Á Ylströndinni í Nauthólsvík munu gestir getað slakað á og notið myrkursins baðaðir kyndla-ljósi. Á Sundlaugarnótt fer fram sér-stakur Sundlauganæturleikur. Hægt er að taka þátt í leiknum með því að svara laufléttri spurningu sem svar fæst við í sundlauginni sem sótt er. Þátttökublað leiksins er hægt að nálgast í öllum sundlaugunum og er skilað í þar til gerða kassa.

Edmonton CallingÍ fyrra var sú nýjung tekin upp á Vetr-arhátíð að bjóða gestaborg að taka þátt í hátíðarhöldunum. Í ár er Edmonton í Kanada gestaborg Vetrarhátíðar og munu listamenn frá borginni sameina krafta sína með íslenskum listamönnum undir nafninu Edmonton Calling. Boðið verður upp á ljóðakvöld í Ráðhúsinu og tónleika í Iðnó á opnunarkvöldi Vetrarhátíðar, fimmtudaginn 5. febrúar. Bókmenntaborgin Reykjavík býður upp á ljóðakvöld þar sem fram kemur Mary Pinkoski, ljóðahöfundur frá Edmonton, ásamt Antoni Helga Jónssyni og Elíasi Knörr. Ljóðakvöldið hefst klukkan 20.30 og fer fram í Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á tónleikunum munu tón-listarmenn frá Reykjavík og Edmonton stilla saman strengi sína og flytja tónlist hvers annars með skemmtilegri útkomu. Tónleikarnir fara fram í Iðnó og hefjast klukkan 21.30.

SnjófögnuðurSérstök snjódagskrá er nýjung á dag-skrá Vetrarhátíðar í ár. Snjóbrettapartí verður á Arnarhóli á opnunarkvöldi hátíðarinnar 5. febrúar í boði Mint Snow í samstarfi við Bláfjöll þar sem færustu snjóbrettamenn sýna listir sínar eins og þeim einum er lagið undir taktföstum skífuþeytingi plötusnúðs. Öllum er velkomið að mæta með skíði eða bretti og taka þátt. Dagskráin hefst klukkan 20 og lýkur klukkan 21.30. Sunnudaginn 8. febrúar verður fjöl-skyldudagur í Bláfjöllum. Snjó og birtu verður fagnað í Bláfjöllum á lokadegi Vetrarhátíðar. Fjölskyldustemning verður í Bláfjöllum og afsláttur veittur af skíðum og brettum í leigu ókeypis verður fyrir 15 ára og yngri auk þess sem plötusnúður mætir á svæðið þeytir skífum frá klukkan 14.00. Skíðasvæðið verður opið frá klukkan 10 til 17.

HEimSdagur barnaHeimsdagur barna verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 7. febrúar. Dagurinn hefur lengi verið órjúfanlegur hluti Vetrarhátíðar. Í ár verður sú breyt-ing á að auk listasmiðja í Gerðubergi verður dagskráin í boði á fleiri starfs-stöðum Borgarbókasafns; í Spönginni, Kringlunni og Sólheimum. Á Heims-deginum býðst börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra að kynnast öðrum menningarheimum með því að taka þátt í fjölbreyttum listasmiðjum og njóta margs konar skemmtunar. Í smiðjunum verður meðal annars hægt að hanna sinn eigin vampírubúning, gera efnafræðibrellur með dularfullum vökvum, skapa sitt eigið furðugæludýr og dulbúast með glæsilega grímu. Dag-skrá Heimsdagsins er birt á sjö tungu-málum auk íslensku og að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

ljóSliStavErkLjóslistaverk af ýmsu tagi hafa sett sterkan svip á Vetrarhátíð í gegnum tíðina. Í ár mun Marcos Zotes opna Vetrarhátíð 2015 á fimmtudagskvöldið með ljósainnsetningunni Ljósvörðu sem umbreytir Hallgrímskirkju og þekur yfirborð þessa þekkta kennileitis í kraftmikilli sjónrænni upplifun. Sama kvöld mun hinn margrómaði ljósalista-maður Jakob Kvist sýna verk sitt „Hvaða lit sem þú vilt“ á Austurvelli. Verkið samanstendur af 60 flúrlýstum túbum, raðað hlið við hlið í sexhyrndu formi. Áhrifavaldur verksins er litahjólið úr bokinni „Theory of Colours“ eftir Johann Wolfgang von Goethes.

Félagar úr Ljóstæknifélagi Íslands munu setja upp Skuggaspil í Perlunni og mun gestum gefast kostur á að leika sér við skuggann sinn í margbreytilegum litum og lögun. Gosbrunninum í Perlunni verður einnig umbreytt, en hann mun þeytast upp úr dulúðlegum kjallaranum í mettum ljóslitum. Aðalinngangur Perlunnar verður einnig með breyttu sniði. Lifandi ljós í litum og hreyfingu mun leika um bogadregið glerþak inngangsins, auk þess sem trick lampar munu gefa ákveðin form sem gestir fylgja á leið sinni inn í húsið. Dagskráin í Perlunni hefst strax á fyrsta degi Vetrarhátíðar.

Glerhjúpur Hörpu verður lýstur upp með Vetrarhátíðarverki sem Ólafur Elíasson hannaði sérstaklega fyrir Vetrarhátíð í fyrra og heitir „Holding hands with Reykjavík.“ Gestir Vetrarhátíðar geta séð þetta ljóslistaverk Ólafs Elíassonar þá daga sem hátíðin stendur yfir, en síðan verður því skipt aftur út fyrir hefðbundar ljósaraðir frá Ólafi sem eru í eigu Hörpu.

MeginViðburðir VetrarhÁtíðar

V etrarhátíð er haldin á stór Reykja-víkursvæðinu og munu öll bæjar-félög taka þátt. Stærstu viðburðir hátíðarinnar eru Sundlauganótt

og Safnanótt ásamt ljóslistaverkum sem munu lýsa upp skammdegið á ævintýra-legan hátt. Aðrir skemmtilegir viðburðir há-tíðarinnar eru Edmonton Calling tónleikar og ljóðakvöld og Heimsdagur barna. Einnig verður boðið upp á sérstaka snjódagskrá fyrir áhugafólk um vetraríþróttir.

Undirbúningur fyrir Vetrarhátíð hefur staðið yfir síðan í október og heldur starfs-fólk Höfuðborgarstofu utan um framkvæmd hátíðarinnar. „Megintilgangur Vetrarhá-tíðar er að skapa skemmtun í skammdeg-inu,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Vetrarhátíðar. Á Vetrarhátíð er unnið með myrkrið þar sem ljóslistaverk fá að njóta sín og fólki er gefinn kostur á að njóta menningar og skemmtunar á þessum dimmu og löngu vetrardögum. Vetrarhátíð

samanstendur af sex meginviðburðum og þar undir eru samanlagt yfir 200 viðburðir. „Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er fjölskyld-an, saumaklúbburinn, vinahópurinn eða annað.“

Sigríður Dögg segir sérstöðu Vetrarhá-tíðar felast í að hún fer fram í öllum sveitar-félögum höfuðborgarsvæðisins. „Markmið-ið er að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti sótt viðburði í sínu nágrenni.“ Af nógu

verður að taka á þessum dimmu vetrardög-um þar sem magnað myrkur fær að njóta sín. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu og er þar með séð til þess að allir íbúar höfuðborgarsvæðisins geti notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru yfir alla hátíðina. Hefðbundnir sem óhefðbundnir listunnendur ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að kynna sér betur dagskrána á heimasíðu Vetrarhátíðar, www.vetrarhatid.is

Magnað myrkur í bland við ljós-listaverk á Vetrarhátíð

Verk eftir Marcos Zotes

Orka náttúrunnar er aðalstuðningsaðili Vetrarhátíðar í Reykjavík 5.-8. febrúar sem leysir úr læðingi einstaka stemningu í borginni og bæjar félögunum á höfuð borgar -svæðinu. Í boði er glæsileg dagskrá þar sem magnað

myrkur fær að njóta sín og gestir eiga kost á að upplifa Reykjavík í nýju ljósi. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu. Njótum þess að vera saman í mögnuðu myrkri!

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra

landsmanna á samkeppnishæfu verði. Við viljum nýta auðlindir

af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.

ORKA NÁTTÚRUNNARBæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · [email protected]

LJÓS Í MYRKRI

VIÐ ERUM STOLTUR STYRKTARAÐILIVETRARHÁTÍÐARÍ REYKJAVÍK

#ljosimyrkri

vetrarhátíð 5.-8. febrúar 20156

Magnús Árnason og Davíð Arnar Oddgeirsson standa fyrir snjóbrettapartýi við Arnarhól á Vetrarhátíð. Ljósmynd/Hari

Listasafn Reykjavíkur býður gestum Safnanætur í opnunarpartí sýningar-innar Nýmálað 1 þann 6. febrúar.

Listasafn Reykjavíkur býður í partí á SafnanóttSafnanótt verður föstudaginn 6. febrúar en hún er hluti af Vetrarhátíð. Listasafn Reykjavíkur, sem samanstendur af Hafnarhúsinu, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni, stendur fyrir margs konar við-burðum á Safnanótt þar sem myndlist og tónlist er blandað saman á líflegan og skemmtilegan hátt.

Á Kjarvalsstöðum verður ör-námskeið í listmálun fyrir 14 ára og eldri. Yfirskrift

námskeiðsins er Varúð: Nýmálað og mun myndlistarmaðurinn Þor-valdur Jónsson leiðbeina þátttak-endum, en hann tekur þátt í sam-sýningunni Nýmálað 1 sem sett verður upp í Hafnarhúsi og á Kjar-valsstöðum í vetur. Um er að ræða svokallað örnámskeið, en það fer fram milli klukkan 19 og 21 á Safna-nótt. Varúð: Nýmálað er fyrsta ör-námskeiðið af mörgum sem verða í boði í vetur.

Kjarval á pólsku og tónleikar Tríós ReykjavíkurWiola Ujazdowska, listfræðingur frá Póllandi sem búsett er á Íslandi, stýrir leiðsögn á pólsku um sýning-arnar á Kjarvalsstöðum og segir frá sögu Listasafns Reykjavíkur. Á Kjarvalsstöðum má sjá sýningarnar Einar Hákonarson: Púls Tímans og sýninguna Ljóðrænt litaspjald, með verkum úr safneign Kjarvals. Leið-sögnin fer fram milli klukkan 21.30 og 22.30. Tríó Reykjavíkur mun svo halda kvöldtónleika innan um verk Kjarvals og hefjast þeir klukkan átta. Tríóið er skipað Guðnýju Guð-mundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Peter Máté píanóleikara.

Gleymdar langanir og tón-leikar á Ásmundarsafni Kathy Clark fjallar um verk sitt á ensku, á sýningunni A posteriori:

Hús, höggmynd. Kathy býr til inn-setningar sínar úr tilbúnum hlutum, fundnum hlutum og orðum og hún notar hluti og tákn til að sýna til-finningalegar eða sálrænar upplif-anir sem algengar eru í nútímasam-félögum. Leiðsögnin mun fara fram milli klukkan 19 og 20. Klukkan 21 hefjast svo tónleikar með Duo Harp-verk, en dúettinn var stofnaður árið 2007 af hörpuleikaranum Katie Buckley og slagverksleikaranum Frank Aarnink.

Opnunarpartí sýningarinnar Nýmálað 1Stærst i v iðburður Listasafns Reykjavíkur á Safnanótt er án efa opnun sýningarinnar Nýmálað 1. Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í málaralist víða um heim. Til að gefa yfirlit um stöðu mál-verksins á Íslandi efnir safnið til tveggja sýninga í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum þar sem verk 85 starfandi listmálara eru sýnd. Svo

víðtæk úttekt á íslensku samtíma-málverki hefur ekki verið gerð áður. Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason og Kristján Steingrímur Jónsson. Opnunin fer fram í Hafn-arhúsinu á Safnanótt milli klukkan 20 og 24. Efnt verður til heljarinn-ar veislu og mun plötusnúðurinn Crystal Karma halda uppi fjörinu frá klukkan 20.30 til miðnættis.

Berghildur Erla Bernharðsdóttir, kynningar-og markaðsstjóri Lista-safns Reykjavíkur, segir að lögð sé áhersla á að bjóða upp á skemmtilega og líflega dagskrá en auk hennar eru alls sex sýningar í gangi í Listasafni Reykjavíkur. Ungir sem aldnir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Safnanótt Vetrarhátíðar.

Unnið í samstarfi við

Listasafn Reykjavíkur

Snjórinn spilar stórt hlutverk á VetrarhátíðSérstök snjódagskrá er nýjung á dagskrá Vetrarhátíðar í ár. Snjó-brettapartý verður á Arnarhóli á opnunarkvöldi hátíðarinnar, 5. febrúar, og á lokadeginum, 8. febrúar, verður fjölskyldudagur í Bláfjöllum.

V etrarhátíð hefur hingað til lagt áherslu á listir og sund og okkur fannst vanta við-

burð sem einkennir veturinn á Ís-landi. Þá kom snjór að sjálfsögðu fyrst upp í hugann og til varð sú hug-mynd að gera einfalda brettaaðstöðu í Reykjavík,“ segir Magnús Árnason sem situr í stjórn Vetrarhátíðar og er framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu.

Snjóbrettapallur við Arnarhól Hugmyndin vatt svo upp á sig og var Davíð Arnar Oddgeirsson sem starfar hjá sprotafyrirtækinu Mint Snow fenginn til liðs við hátíðina, en hann sér meðal annars um gerð sérstaks snjóbrettapalls sem verður settur upp við Arnarhól. „Á opnun-arkvöldi Vetrarhátíðar sem fer fram 5. febrúar munu færustu snjóbretta-menn sýna listir sínar eins og þeim einum er lagið á snjóbrettapallin-um við Arnarhól undir taktföstum skífu þeytingi plötusnúðs,“ segir Magnús. Dagskráin hefst klukkan

20 og lýkur klukkan 21:30. Gest-ir Vetrarhátíðar eru hvattir til að mæta með sín eigin snjóbretti eða free style skíði og leika listir sínar. Magnús vonast til að veðurguðirn-ir muni hugsa til þeirra en ef þarf verður snjórinn einfaldlega fluttur úr Bláfjöllum. „Það þarf alltaf að vera með eitthvað varaplan á svona viðburðum.“

Fjölskyldudagur í Bláfjöllum Sunnudaginn 8. febrúar verður svo fjölskyldudagur í Bláfjöllum. „Þar munum við fagna snjónum og birtunni í sannkallaðri fjölskyldu-stemningu. Afsláttur verður veitt-ur af skíðum og brettum í leigu og ókeypis verður fyrir 15 ára og yngri,“ segir Magnús. Einnig stend-ur til að bjóða upp á alls konar tón-listaratriði í Bláfjöllum þennan dag. Skíðasvæðið verður opið frá klukk-an 10 til 17.

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

T vær sýningar standa nú yfir í Hafnarborg. Sýning-in Neisti fer fram í Sverris-

sal, en þar eru sýnd málverk og teikningar eftir Hönnu Davíðsson (1888–1966), sem bjó í Hafnarfirði og nánast allt sitt líf og lagði stund á myndlist mótaða af aðstæðum kvenna við upphaf tuttugustu aldar. Á Safnanótt mun Ólöf K. Sigurðar-dóttir, forstöðumaður Hafnarborg-ar, leiða gesti um sýninguna. Leið-sögnin hefst klukkan 20.45.

Klukkan 21.15 hefst listamanna-spjall með Heklu Dögg Jónsdótt-ur myndlistarmanni þar sem hún ræðir við gesti um þá svarthvítu veröld sem hún hefur skapað fyrir sýninguna Framköllun. Sýningin er sjálfstæður svarthvítur heimur þar sem sköpun, úrvinnsla, miðlun og viðtaka listaverks eiga sér stað í sama rými.

Áslaug Íris Friðjónsdóttir, upplýs-ingafulltrúi Hafnarborgar, segir að líta megi á listakonurnar tvær sem fulltrúa ólíkra tíma bæði hvað varðar þá hugmynda- og aðferðafræði sem einkenna vinnu listamannsins og þá stöðu sem konur taka sér í samfé-laginu og innan listheimsins. „Í ár eru auk þess liðin 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt og það er áhuga-vert að horfa á sýningarnar tvær með það í huga,“ bætir Áslaug við.

Á Safnanótt mun listfræðingur-inn Karolina Boguslawska bjóða upp á leiðsögn á pólsku um sýning-arnar tvær. Þetta er því tilvalin leið fyrir pólskumælandi listunnendur til þess að kynnast listasafninu og starfsemi þess betur. Ýmislegt annað verður í boði fyrir gesti Safn-

anætur í Hafnarborg. Hægt verður að skyggnast á bak við tjöldin, en gestum er boðið að skoða þau undur sem leynast í geymslum safnsins í fylgd starfsmanna. Í Portrettsmiðju fyrir fjölskyldur fá börn og foreldr-ar þeirra tækifæri til að leyfa sköp-unargleðinni að leika lausum hala og gera andlitsmyndir af hvor öðru.

Dagskráinni lýkur á hláturjóga með Sölva Avo Péturssyni, hlátur-jógaleiðbeinanda. Hláturjóga er blanda af hláturæfingum og jóga-öndun og hefur þann tilgang að efla og styrkja líkama og sál. „Það er því tilvalið að enda kvöldið með brosi á vör og kátum hlátri,“ segir Áslaug, en hún og aðrir starfsmenn Hafnar-borgar munu taka vel á móti gestum Safnanætur næstkomandi föstudag.

Unnið í samstarfi við

Hafnarborg

Listamannaspjall og hláturjóga í HafnarborgHafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, mun taka þátt í Safnanótt á Vetrarhátíð og verður dagskráin fjölbreytt og skemmtileg.

vetrarhátíð5.-8. febrúar 2015 7

Leið A - á 20 mín. fresti frá 19.00 - 24.00 Safn SafnKjarvalsstaðir 00 20 40 Flókagata - bílastæði við KjarvalsstaðiListasafn ASÍ, Listasafn Einars JónssonarListasafn Ásgríms Jónssonar 04 24 44 Eiríksgata við HallgrímskirkjuNorræna húsið 09 29 49 Sturlugata 5Þjóðminjasafn Íslands 11 31 51 Suðurgata við HringbrautListasafn Íslands 13 33 53 Fyrir framan FríkirkjunaLandnámssýningin 15 35 55 Túngata við horn AðalstrætisBókasafn Seltjarnarness 23 43 03 Eiðsgrandi við ÖldugrandaSögusafnið, Sjóminjasafnið 26 46 06 Grandagarður 2 - við SögusafniðAlliance Française, Borgarbókasafn, Borgarskjalasafn, Ljósmyndasafn Rvk., 29 49 09Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, Grafíksafnið, Hitt Húsið, SÍM, Myntsafn Seðlabankans Geirsgata - á götunni bak við HafnarhúsÞjóðskjalasafn Íslands 36 56 16 Laugavegur 162 - fyrir neðan safniðKjarvalsstaðir 38 58 18 Flókagata - bílastæði við Kjarvalsstaði Leið B - á 20 mín. fresti frá 19.00 - 24.00 Safn SafnKjarvalsstaðir 10 30 50 Flókagata - bílastæði við KjarvalsstaðiHéraðsskjalasafn Kóp., Náttúrufræðistofa Kóp., Bókasafn Kóp., 16 36 56Molinn, Tónlistarsafn Íslands, Gerðarsafn, Hamraborg, í stæði leiðar 1 og 2 á leið í Hfj.Bókasafn Garðabæjar, Hofsstaðir, 22 42 02 Hönnunarsafn Íslands GarðatorgBókasafnið á Álftanesi 30 50 10 Við ÁlftanesskólaGarðaholt (Krókur) 37 57 17 Við GarðaholtByggðasafn Hafnarfjarðar 44 04 24 Við Vesturgötu 8Hafnarborg, Bókasafn Hafnarfjarðar 48 08 28 FjörðurBókasafn Garðab., Hofsstaðir, 58 18 38 Hönnunarsafn Ísl. GarðatorgHéraðsskjalasafn Kóp., Náttúrufræðistofa Kóp., Bókasafn Kóp., 03 23 43 Molinn, Tónlistarsafn Ísl., Gerðarsafn Hamraborg – í stæði 28, fremst norðurKjarvalsstaðir 12 32 52 Flókagata - bílastæði við Kjarvalsstaði Leið C - á 20 mín. fresti frá 19.00 - 24.00 Safn SafnKjarvalsstaðir 20 40 00 Flókagata á bílast. Kjarvalsst.Nýlistasafnið 32 52 12 Fellaskóli v. NorðurfellMenningarmiðstöðin Gerðuberg, 34 54 14 GerðubergBókasafnið Gerðuberg Árbæjarsafn 39 59 19 Bílastæði við Árbæjarsafn Listasafn Sigurjóns Ólafssonar 49 09 29 Við Listasafn Sigurjóns Ásmundarsafn 56 16 36 Við ÁsmundarsafnKjarvalsstaðir 01 21 41 Bílastæði við Kjarvalsstaði

Leið D - ein ferð Safn Kjarvalsstaðir 20.00 Glúfrasteinn - hús skáldsins 22.00

Allir vagnar aka leiðir A-CFyrst leið A, svo B og síðan leið C. Þannig getur fólk komist á milli með sama vagni með viðkomu á Kjarvalsstöðum, miðstöð Safnastrætó.

Leiðarkerfi Safnastrætó

Frítt í strætó!

Heimsdagur barna er ómiss-andi hluti af VetrarhátíðVetrarhátíð er fjölskylduhátíð og hafa skipuleggjendur hátíðarinnar séð til þess að nóg sé af viðburðum sem börn og unglingar geta haft gagn og gaman af. Heimsdagur barna hefur lengi verið órjúfanlegur hluti Vetrarhátíðar en í ár verður sú breyting á að auk listasmiðja í Gerðubergi verður dagskráin í boði á starfsstöðum Borgarbókasafns í Spönginni, Kringlunni og Sólheimum.

Menningarhús GerðubergiBúningasmiðjaViltu bregða þér í gervi Drakúla? Sagan um Drakúla greifa í kastalanum í Transylvaníu byggir á ýmsum þjóðsögum um vampírur.

HljóðfærasmiðjaMelódískar mjólkurfernur og hljómfagrar flöskur! Við setjum saman furðuhljóð-færi úr efniviði úr eldhúsinu og töfrum fram bragðgóða tónlist með tónelskum krökkum.

SpunaleikhúsÆvintýrin búa innra með okkur. Spinnum okkar eigin leikrit og umbreytumst í riddara, ofurkonur, prinsa, drauga og snædrottningar.

Skuggamyndir með höndum Listin að skapa skuggamyndir verður leikur einn eftir Heimsdaginn. Lærðu að kalla fram skuggann af skemmtilegum dýrum með höndunum.

Menningarhús KringlunniFurðugæludýrasmiðja Hvern dreymir ekki um að eiga halakörtu, uglu, dreka, einhyrning eða marghöfða skepnu fyrir gæludýr? Í ævintýrum Harry Potters, Narníu og ótal goðsögum finnast mörg furðugæludýr og í smiðjunni verður hægt að skapa sitt eigið.

Rúnaleturssmiðja Rúnir eru fornt stafróf sem notað var fyrr á öldum og voru þær fyrst og fremst höggnar í stein eða ristar í tré. Væri ekki tilvalið að læra rúnaletur og skrifast á við vini sína með letri sem fáir skilja?

Menningarhús SólheimumMálarasmiðja Hvort sem það er Mona Lisa, landslags-mynd eða óreiða sem fer á strigann geta allir ungir listmálarar komið í listmálunar-smiðjuna og málað sitt eigið meistaraverk á striga.

Grímusmiðja Grímur hafa verið notaðar síðan í fornöld í ýmsum tilgangi en í dag berum við þær á dansleikjum eða til að dulbúast. Gerðu þína eigin grímu og breyttu þér í hvaða veru sem er.

Menningarhús SpönginniFánasmiðja Vissir þú að hvítur fáni táknar sáttarboð en náir þú fána óvinarins hefur þú sigrað! Í orrustum áður fyrr voru fánar notaðir til að fylgjast með framvindunni og til að senda skilaboð á milli herfylkinga. Búðu til þinn eigin fána með því að nota fána heimsins sem innblástur.

Sendibréfasmiðja Í smiðjunni býrðu til falleg sendibréf og sendir ástvinum nær og fjær eða bara heim til þín. Alvöru póstkassi verður á staðnum!

D æmi um listasmiðjur sem verða í boði á Heimsdegi barna, laugardaginn 7. febrúar. Allar smiðjurnar verða opnar milli klukkan 13 og 16.

vetrarhátíð 5.-8. febrúar 20158

Safnanótt6. febrúar 2015

Álftanes

Bókasafn Garðabæjar - ÁlftanesútibúBreiðamýri / aðkoma í safnið Eyvindar-staðamegin /norðan við Álftanesskóla

20:00–20:30Gælur, fælur og þvælur - Ragn-heiður Gröndal og Guðmundur PéturssonSönglög fyrir alla fjölskylduna. Ljóð eftir Þórarinn Eldjárn og lög eftir Jóhann Helgason í flutningi Ragnheiðar Gröndal og Guðmundar Péturssonar.

19:00–19:45Dægradvöl - íslensk klassík - Guð-mundur Andri ThorssonEin rómaðasta sjálfsævisaga íslenskra bókmennta. Guðmundur Andri Thorsson fjallar um bókina Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal skáld og rithöfund (1826-1907).

Garðabær

Bókasafn GarðabæjarGarðatorg 7

19:00–19:30Gælur, fælur og þvælur - Ragn-heiður Gröndal og Guðmundur PéturssonSönglög fyrir alla fjölskylduna. Ljóð eftir Þórarinn Eldjárn og lög eftir Jóhann Helgason í flutningi Ragnheiðar Gröndal og Guðmundar Péturssonar.

20:00–23:59Gleymt og geymtGamalt bréf, jólakort, eldspýta, ljós-mynd eða tannstöngull. Sýning á munum sem hafa gleymst inni í bókum safnsins í gegnum árin og fundist fyrir tilviljun síðar , stundum löngu síðar. Bryndís Björgvins-dóttir rithöfundur flytur hugleiðingu við opnun sýningarinnar kl.20:00

Hönnunarsafn ÍslandsGarðatorg 7

20:30–21:15Dægradvöl - íslensk klassík - Guð-mundur Andri ThorssonEin rómaðasta sjálfsævisaga íslenskra bókmennta. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur fjallar um bókina Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal skáld og rithöfund (1826-1907).

19:00–23:59Ný sýning: Un peu plus - Teikn-ingar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðarOpnun á nýrri sýningu Un peu plus - Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar í Hönnunarsafni Íslands.

20:00–20:30Un peu plus - Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar.Leiðsögn um Un peu plus - Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar

20:00–20:30Orðið í fötunum - leiðsögnLeiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? Áhersla verður lögð á „orðið í föt-unum“ og hvernig klæðnaður er notaður til að tjá líðan eða jafnvel pólitískar skoðanir.

22:00–22:30Un peu plus - Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar.Leiðsögn um Un peu plus - Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar

22:30–23:30Ertu tilbúin frú forseti? - leiðsögnLeiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? Áhersla verður lögð á „orðið í föt-unum“ og hvernig klæðnaður er notaður til að tjá líðan eða jafnvel pólitískar skoðanir.

Krókur á Garðaholti í GarðabæGarðavegur

19:00–23:59Opið hús í Króki á GarðaholtiKrókur er lítill bárujárnsklæddur bursta-bær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Í Króki eru varðveitt gömul hús-gögn og munir sem voru í eigu hjónanna Þorbjargar Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar.

Hafnarfjörður

Bókasafn HafnarfjarðarStrandgata 1

19:00–00:00Ratleikur um Bókasafn Hafnar-fjarðarFrábær skemmtun fyrir alla. Dregið verður úr réttum lausnum þriðjudaginn 10. febrúar 2015. Þrír heppnir hljóta vinninga í boði Góu Gló og Eymundsson.

19:00–23:59Ókeypis bækurVið gefum afskrifaðar bækur og gjafa-bækur. Margar fróðlegar og skemmtilegar bækur í leit að nýjum eigendum.

19:00–23:59Dýrahjálp ÍslandsFulltrúar frá Dýrahjálp Íslands mæta og kynna starfsemi sína. Hægt verður að skoða myndir af dýrum í heimilisleit og farsælar sögur af dýrum sem fundið hafa framtíðar-heimili fyrir tilstuðlan samtakanna.

19:00–23:59BókakaffiVið sköpum kaffihúsastemningu á fyrstu hæð Bókasafns Hafnarfjarðar í samstarfi við Súfistann sem selur veitingar. Gestir geta fengið sér drykki áfenga sem óáfenga og góðgæti yfir skemmtiatriðunum sem í boði verða á Safnanótt.

19:00–23:59Ljósálfar og dökkálfarHafnarfjörður hefur oft verið nefndur álfabærinn. Til eru álfakort þar sem álfabyggðir bæjarins eru kortlagðar. Á Safnanótt verður barna- og unglingadeild Bókasafns Hafnarfjarðar yfirtekin af ljósálfum og dökkálfum.

19:00–23:59Töfraheimur Harry PotterÍ anddyri Bókasafns Hafnarfjarðar stendur yfir sýning á ýmsum munum tengdum galdrastráknum Harry Potter. Sjón er sögu ríkari!

19:00–19:30Þýsk-íslenska tenglsanetiðÞýsk-íslenska tengslanetið verður með kynningu á starfsemi sinni. Tengslanetið er fyrir alla sem áhuga hafa á þýskri menningu og samskiptum þjóðanna. Tengslanetið er með þýskt barnastarf á laugardögum á Bókasafni Hafnarfjarðar og skipuleggur luktargöngu á Marteinsmessu í nóvember ár hvert.

19:00–23:59Veldu þér bókamerkiVið eigum stórt safn af bókamerkjum sem hafa verið í óskilum hjá okkur lengi og langar að komast á nýtt heimili. Komdu við og skoðaðu úrvalið.

19:00–19:45Harry Potter fjölþjóðlegur upplesturVið efnum til upplesturs á völdum kafla úr Harry Potter á fjölda tungumála. Íslenskum og enskum texta verður varpað á skjá svo allir geti fylgst með textanum.

19:00–23:59Úr fjarlægð – málverk eftir Ingu MajuMyndirnar sem eru hér til sýnis málaði Inga Maja á síðustu tveimur árum. Þær eru unnar með akrýllitum og er kven-mannslíkaminn og sterkir litir áberandi auk þess sem íslensk náttúra kemur við sögu í sumum myndanna.

19:30–21:00Bíó í bókasafni - Les ChoristesBókasafn Hafnarfjarðar sýnir frönsku myndina Les Choristes. Myndin fjallar um nýjan kennara í ströngum heimavistarskóla fyrir drengi. Hann breytir lífi þeirra með því að kynna þá fyrir tónlist og stofna kór við skólann. Mynd frá 2004. Leikstjóri: Chri-stophe Barratier. Á frönsku íslenskur texti.

21:00–21:30KonubörnSýnt verður brot úr leikritinu Konubörn sem frumsýnt var í Gaflaraleikhúsinu í janúar 2015. Leikritið fjallar á gaman-saman hátt um vandræðin sem fylgja því að vera hvorki barn né fullorðinn, hvorki stelpa né kona.

21:30–23:30Bíó í bókasafni - Fack ju GöhteBókasafn Hafnarfjarðar sýnir þýsku mynd-ina Fack ju Göhte. Þetta er gamanmynd sem fjallar um fyrrum fanga sem fær vinnu í skóla sem byggður var yfir gamla þýfið hans. Myndin er frá 2013. Leikstjóri: Bora Dagtekin. Þýskt tal og enskur texti.

22:00–22:30Ósk & Brynja - TónleikarÓsk og Brynja er dúett sem samanstendur af vinkonunum Þorbjörgu Ósk Eggertsdóttur og Brynju Bjarnadóttur. Þær hafa báðar verið duglegar við að semja eigin tónlist sem einkennist af rólegum folk/accoustic áhrifum og síðastliðin tvö ár hafa þær spilað víða um Evrópu en einnig hér heima.

Byggðasafn HafnarfjarðarVesturgata

19:00–23:59Ljúft og lágstemmtLjúft og lágstemmt er þema Byggðasafns Hafnarfjarðar. Þar sem Pakkhúsið er lokað vegna viðgerða býður Byggðasafnið upp á ljúfa og lágstemmda upplifun í Sívertsens-húsi og Beggubúð.

HafnarborgStrandgata 34

19:00–21:00Hver erum við? - Portrettsmiðja fyrir fjölskyldurListasmiðja í portrettgerð fyrir börn og foreldra þeirra með Sigurrósu Svövu Ólafs-dóttur myndlistarmanni.

20:00–22:00Á bak við tjöldin - Heimsókn í geymslur safnsinsGestum er boðið að skyggnast á bak við tjöldin í Hafnarborg og skoða þau undur sem leynast í geymslum safnsins í fylgd starfsmanna safnsins.

20:00–21:00Tímaflakk um 100 ár – Leiðsögn á pólsku með Karolinu BoguslawskaKarolina Boguslawska listfræðingur leiðir gesti á pólsku um sýningar Hafnarborgar.

20:45–21:15Leiðangur um sýninguna NeistiÓlöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, leiðir gesti um sýninguna Neisti í Sverrissal þar sem sýnd eru mál-verk og teikningar eftir Hönnu Davíðsson (1888-1966).

21:15–22:00Svarthvít veröld - Framköllun ListamannsspjallListamannsspjall með Heklu Dögg Jóns-dóttur myndlistarmanni þar sem hún ræðir við gesti um þá svarthvítu veröld sem hún hefur skapað fyrir sýninguna Framköllun í Hafnarborg.

21:30–22:15Hó Hó Ha Ha - Hláturjóga með SölvaHláturjóga með Sölva Avo Péturssyni hlát-urjógaleiðbeinanda og næringarþerapista. Hláturjóga er blanda af hláturæfingum og jógaöndun og hefur þann tilgang að efla og styrkja líkama og sál.

22:00–22:30Lifandi tónlist - Ljúfir tónar á GlóEndaðu Safnanótt á Gló í ljúfri stemn-ingu með lifandi tónlist í lok dagskrár Hafnarborgar

KópavoGur

Bókasafn KópavogsHamraborg 6A

19:00–22:30OrigamiErtu klaufabárður eða föndurmeistari? Það er eitthvað fyrir alla í origami-smiðju Önnu Maríu

19:00–23:30RatleikurKomdu á þeysireið um Safnahús þar sem þekking, útsjónarsemi og snerpa koma í góðar þarfir

19:30–20:00Einar einstakiEinar Einstaki töframaður leikur listir sínar í barnadeildinni á 3ju hæð safnsins.

20:00–22:00Sirrý spáSirrý spá skyggnist inn í framtíðina fyrir gesti safnanætur í Heita pottinum á annarri hæð Bókasafns Kópavogs.

21:00–21:30Einar einstakiEinar Einstaki töframaður leikur listir sínar í barnadeildinni á þriðju hæð safnsins.

21:30–22:30Vélmennin Dash og DotForvitnir fiktarar athugið! Vélmennin Dash og Dot verða ásamt vinum sínum Ollie Sphero og Makey Makey í Bókasafni Kópavogs og taka vel á móti ykkur!

22:00–23:00Í myrkri við man spjalla: Spjall um ástir Íslendinga að fornuGunnar Karlsson prófessor emeritus í sagnfræði heldur erindi um ástir í íslendinga sögunum.

20:00–21:00Ævar vísindamaðurÆvar vísindamaður er sköpunarverk Ævars Þórs Benediktssonar leikara. Tvær þáttaraðir hafa verið framleiddar um hinn vísindamanninn fróðleiksfúsa fyrir RÚV.

Héraðsskjalasafn KópavogsDigranesvegur 7

19:00–23:59Saga Kópavogs á SafnanóttOpnun sýningar um sögu Kópavogs á 60 ára afmælisári bæjarins.

Listasafn Kópavogs - GerðarsafnHamraborg 4

19:00–23:59Mysteríum - vörpunarstúdíó (vinnustofa fyrir 16+)Björk Viggósdóttir myndlistarmaður og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir fjöllistamað-ur leiða tilraunakennda vinnustofu fyrir ungt fólk (16+) þar sem unnið verður með ljós, speglanir, videovörpun og tónlist.

19:00–23:30Pop-up eldhús GerðarsafnsGerðarsafn opnar pop-up eldhús í safninu á Safnanótt og bíður upp á léttar veitingar.

19:00–22:00Stúdíó Gerðar – skapandi vinnu-smiðjurGuðrún Benónýsdóttir myndlistarmaður og listgreinakennari leiðir sjálfstæðar vinnusmiðjur fyrir ólíka aldurshópa í tengslum við fræðslu- og upplifunarsýn-inguna Stúdíó Gerðar Helgadóttir.

20:00–21:30Leiðsögn í listaverkageymslu GerðarsafnsÞað er fátítt að gestum og gangandi sé

hleypt í geymslur og bakland safnsins. Hér gefst einstakt tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin. Leiðsögn hefst á 30 mínútna fresti frá kl. 20:00 og komast tíu manns í hvern hóp. Skráning fer fram á staðnum.

Molinn ungmennahús KópavogiHábraut 2

20:00–23:59SlagbrandurViðburður þar sem ungmenni miðla menn-ingu sinni og fær útrás í formi tónlistar, myndlistar ljóðlistar og hönnun.

Náttúrufræðistofa KópavogsHamraborg 6A

19:00–23:00Stoppað upp á staðnumHvernig eru dýr stoppuð upp? Brynja Davíðsdóttir hamskeri og snillingur kynnir þetta afar vandasama handverk fyrir gestum Safnanætur.

20:00–21:00Hvað getur gerst í virkustu eld-stöðvakerfum Íslands?Bergrún Arna Óladóttir gjóskulaga-fræðingur og nýdoktor við Jarðvísinda-stofnun Háskóla Íslands heldur fyrirlestur um fjögur virkustu eldstöðvakerfi landsins. Sérstök áhersla verður á Bárðarbungu-kerfið þar sem yfirstandandi eldgos í Nornahrauni á sér stað.

Salurinn Tónlistarhús KópavogsHamraborg 6

20:00–22:00Lifandi tónlist og opinn bar í forsal Salarins á SafnanóttÁ safnanótt verða tónleikar milli klukkan 20 – 22 í forsal Salarins með píanóleikar-anum Árna Heiðari Karlssyni. Kaffihúsa-stemning í Salnum með lifandi tónlist í fallegu umhverfi.

Tónlistarsafn ÍslandsHábraut 2

10:22–12:17Dans á eftirFöstudagurinn 8. febrúar verður síðasti formlegi sýningardagurinn á sýningunni Dans á eftir.

Mosfellsbær

Gljúfrasteinn - hús skáldsinsÞingvallavegur

21:00–21:45Tónleikar Pascal Pinon á SafnanóttHljómsveitin Pascal Pinon heldur tónleika á Gljúfrasteini.

reyKjavíK

ÁrbæjarsafnKistuhylur 4

19:00–23:59Draugaganga um dimma stíga Ár-bæjarsafns og þorratónleikar með tríóinu LjómGengið um dimma stíga Árbæjarsafns með kertaluktir og sagðar draugasögur frá liðinni tíð. Inni í Lækjargötunni verða klassískir tónleikar með tríóinu Ljóm með þorraívafi. Gestir fá fróðlegt erindi um þorrann fyrir tónleika og smá smakk af bragðsterkum þorramat.

Borgarbókasafnið í GrófinniTryggvagata 15

17:00–22:30Vasaljós í myrkriÖnnur hæð bókasafnsins verður myrkvuð og gestir fá vasaljós til að rata um hill-urnar.

17:00–17:20VasaljósasögustundirSagðar verða myrkar sögur í barnadeild-inni á 2. hæð aðalsafns Borgarbókasafns

vetrarhátíð5.-8. febrúar 2015 9

17:30–17:50VasaljósasögustundirSagðar verða myrkar sögur í barnadeild-inni á 2. hæð aðalsafns Borgarbókasafns

18:00–18:20VasaljósasögustundirSagðar verða myrkar sögur í barnadeild-inni á 2. hæð aðalsafns Borgarbókasafns

20:30–22:30Ljóðaslamm BorgarbókasafnsKeppni í orðlist með frjálsri aðferð fyrir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára. Þema kvöldsins er SYKUR.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur GrófarhúsiTryggvagata 15

21:00–21:40Trausti Laufdal leikur eigin tónlistTrausti Laufdal spilar blússkotið popp/rokk í bland við dægurlaga- og sálartónlist. Trausti sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 2013. Platan, sem heitir eftir listamann-inum sjálfum, hlaut góðar viðtökur gagn-rýnenda sem og tónlistarunnenda. Trausti vinnur nú að gerð nýrrar plötu.

19:30–21:30Allt sem við týnum er á vísum staðBorgarskjalasafn Reykjavíkur sýnir kvikmyndina Magnús frá árinu 1989 með leyfi Þráins Bertelssonar. Magnús vakti mikla athygli á sínum tíma og var hluti myndarinnar tekinn upp í þáverandi skjala-geymslum safnsins.

19:00–21:00Ástin í fyrirrúmi - Gerðu Valent-ínusarkortBorgarskjalasafn býður fólki að koma og gera Valentínusarkort eins og sköpunargleð-in blæs þeim í brjóst en Valentínusardagur er 14. febrúar. Leiðbeinandi í kortagerð er Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður og safnið býður upp á föndurefni.

19:00–23:59Opið hús á Borgarskjalasafni á SafnanóttBoðið verður upp á sýningu á skjölum, að föndra eigin Valentínusarkort, tónlistarat-riði, kvikmyndasýningu og fleira.

Grafíksafn Íslands Íslensk grafík Hafnarhúsinu hafnarmeginTryggvagata 17

19:00–23:59Listamaður Grafíkvina 2015Listamaður Grafíkvina 2015 er Aðalheiður Valgeirsdóttir. Í sal verður sýning á verkum hennar og útgáfa grafíkvinamyndarinnar “Brot” kynnt.

HallgrímskirkjaEiríksgata

19:30–23:59LjósvarðaHallgrímskirkju verður umbreytt með ljósainnsetningu sem þekur yfirborð þessa þekkta kennileitis í kraftmikilli sjónrænni upplifun.

IngólfstorgAðalstræti

11:00–11:30 og 13:00–13:30NornasögustundMyrkra- og galdrasögur í sögubílnum Æringjar á Ingólfstorgi.

Landnámssýningin í AðalstrætiAðalstræti 16

19:00–23:59Hrafnagaldur og hnefataflMeðlimir Hrafnagaldurs munu flytja kyngimagnaða þjóðlagatónlist á Land-námssýningunni í Aðalstræti á Safnanótt. Hægt verður að tefla hnefatafl og fara í fleiri forna leiki. Frítt er inn á safnið og allir velkomnir.

Listasafn ASÍFreyjugata 42

19:00–19:45#KOMASVOASÍMARAÞONIÐ - VERÐLAUNAAFHENDING #KO-MASVO LJÓSMYNDA KEPPNINNARAfhend verða verðlaun fyrir sigurvegara #KOMASVO ljósmynda keppninnar við formlega athöfn á listasafni ASÍ.

20:00–20:45#KOMASVOASÍMARAÞONIÐ - UM-RÆÐUR UM #KOMASVO KEPPNINA#KOMASVO hópurinn leiðir umræður og svarar spurningum um hugmyndafræði #KOMASVO like-keppninar. Hvernig fær maður sem flest like? Er hægt að kaupa like og frá hverjum?

21:00–23:45#KOMASVOASÍMARAÞON - ÓKEYP-IS VÖNDUÐ MARAÞON VINNSLA MEÐ NOKKRUM LEYNI LEIÐURUMTeiknimaraþon leiðsagnarmaraþon videomaraþon gjörningamaraþon og leikurinn í beinni! Pylsur hamborgarar nammi og gos! Allir velkomnir hvenær sem er. Leikurinn í beinni! Leynigestir óvissuferð og margt margt fleira. Leikurinn í beinni! Vinnsla sem fáir mega missa af!

Listasafn Einars JónssonarEiríksgata 8

20:30–22:00KRAKKKBOT - BLAK MUSK - ÚT-GÁFUTÓNLEIKARRaftónlistarmaðurinn KRAKKKBOT flytur tónlist af nýlegri plötu sinni BLAK MUSK í styttugarði Listasafns Einars Jónssonar.

Listasafn ÍslandsFríkirkjuvegur 7

19:00–20:00Leiðsögn um slóðir íslenskra lista-manna í ÞingholtunumLeiðsögn fyrir nýja íslendinga um slóðir Ásgríms Jónssonar, Ásmundar Sveins-sonar og Einars Jónssonar og söfn þeirra í Þingholtunum. Stoppað við söfnin en gestir geta síðan heimsótt þau að göngu lokinni. Gangan hefst í Hannesarholti og lýkur í garði safns Einars Jónssonar.

20:00–21:00Gönguferð um slóðir íslenskra listamanna í ÞingholtunumLeiðsögn fyrir nýja Íslendinga um slóðir Ásgríms Jónssonar, Ásmundar Sveins-sonar og Einars Jónssonar og söfn þeirra

í Þingholtunum. Stoppað við söfnin en gestir geta síðan heimsótt þau að göngu lokinni. Gangan hefst í Hannesarholti og lýkur í garði safns Einars Jónssonar.

Listasafn Reykjavíkur - ÁsmundarsafnSigtún

13:00–17:00A posteriori: Hús höggmyndSamsýning átta listamanna en verk þeirra eru unnin ýmist út frá raunverulegri eða ímyndaðri byggingarlist sem endurspegla liðna tíð. Sjálft Ásmundarsafn er hluti af sýningunni bæði sem hús og höggmynd.

19:00–20:00Leiðsögn á Ensku: Kathy ClarkKathy Clark fjallar um verk sitt á sýningunni A posteriori: Hús höggmynd. Kathy býr til innsetningar sínar úr tilbúnum hlutum, fundnum hlutum og orðum og hún notar hluti og tákn til að sýna til-finningalegar eða sálrænar upplifanir sem algengar eru í nútímasamfélögum.

21:00–22:30Tónleikar Duo HarpverkTónleikar Duo Harpverk en sveitina skipa hörpuleikarinn Katie Buckley og slagverks-leikarinn Frank Aarnink.

Listasafn Reykjavíkur - HafnarhúsTryggvagata 17

10:00–17:00Cory Arcangel: Margt smálegtSýning á verkum eftir listamanninn Cory Arcangel sem hefur skapað sér nafn sem frumkvöðull í því að leiða saman stafræna tækni og list.

20:00–23:59Opnun á sýningunni Nýmálað ISýningin er yfirlit um stöðu málverksins á Íslandi en í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum verða sýnd verk 85 starfandi listmálara.Krystal Carma (Arnljótur Sigurðsson) spilar fyrir gesti frá kl. 20.30 til miðnættis.

Listasafn Reykjavíkur - KjarvalsstaðirFlókagata

10:00–17:00Einars Hákonarson: Púls tímansYfirlitsýning á verkum Einars Hákonarson-ar sem ná yfir rúmlega 50 ára feril lista-mannsins allt frá æsku- og skólaverkum og til ársins 2014.

10:00–17:00Ljóðrænt litaspjald úr safneign KjarvalsSýning á verkum úr safneign Kjarvals en hann skildi eftir sig mikið lífsverk sem verður að teljast einn af mikilvægari þáttum menningararfs íslensku þjóðar-innar.

19:00–21:00Varúð: Nýmálað!Námskeið í listmálun fyrir 14 ára og eldri í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum. Leiðbeinandi er Myndlistarmaðurinn Þorvaldur Jónsson.

20:00–21:00Tónleikar Tríós ReykjavíkurKvöldtónleikar Tríó Reykjavíkur innan um verk Kjarvals.

21:30–22:30Leiðsögn á pólsku um sýningarnar á KjarvalsstöðumWiola Ujazdowska listfræðingur frá Póllandi, sem búsett er á Íslandi, stýrir leiðsögn á pólsku um sýningarnar á Kjar-valsstöðum og segir frá sögu Listasafns Reykjavíkur.

Listasafn Sigurjóns ÓlafssonarLaugarnestangi

20:00–20:30Johannes Larsen sýning í Listasafni Sigurjóns ÓlafssonarLeiðsögn Vibeke Nørgaard Nielsen um sýningu á verkum danska listmálarans Johannes Larsen. Johannes Larsen kom tvisvar til Íslands í þeim tilgangi að veita dönskum lesendum innsýn í atburðasvið Íslendingasagna. Vibeke Nørgaard Nielsen er sýningastjóri sýningarinnar og mikill Íslandsvinur.

21:30–22:00Johannes Larsen sýning í Listasafni Sigurjóns ÓlafssonarLeiðsögn Vibeke Nørgaard Nielsen um sýningu á verkum danska listmálarans Johannes Larsen. Johannes Larsen kom tvisvar til Íslands í þeim tilgangi að veita dönskum lesendum innsýn í atburðasvið Íslendingasagna. Vibeke Nørgaard Nielsen er sýningastjóri sýningarinnar og mikill íslandsvinur.

Ljósmyndasafn ReykjavíkurTryggvagata 15

19:00–23:59Rockabilly með Smutty Smiff og leiðsögn með Braga Þór Jósefssyni ljósmyndaraBragi Þór Jósefsson leiðir fólk um sýningu sína Varnarliðið og segir frá myndunum sem teknar voru af yfirgefnu svæði varnar-liðsins í Keflavík. Í kjölfarið mun Smutty Smiff spila fyrir okkur rockabilly tónlist og dansarar taka sveiflu. Reimið því á ykkur dansskóna og sveiflið ykkur með!

Myntsafn Seðlabanka og Þjóð-minjasafns, Seðlabanki ÍslandsKalkofnsvegur

19:00–23:59Seðlar og mynt, nóbelsverðlaun og höggmyndir, kvikmyndasýning og tónlist.Fróðleg og skemmtileg kvöldstund fyrir alla. Leiðsögn um myntsafnið, högg-myndagarður opinn, getraun, tónlist og gaman.

Norræna húsiðSturlugata

12:00–23:00700IS Myndbreyting700IS Hreindýraland er nú haldið í tíunda og síðasta skiptið. 700IS Hreindýraland hefur frá upphafi gefið listamönnum það rými sem þarf til að prófa sig áfram og gera tilraunir.Á Safnanótt lifnar sýningin við listamenn spjalla við gesti og gangandi og segja frá verkum sýnum.

NýlistasafniðVölvufell 21

20:00–21:00HópsýningÖrn Alexander Ámundason verður með leiðsögn um sýninguna Hópsýning milli kl 20:00 og 21:00. Þetta er jafnframt lokadagur sýningarinnar.

Safn Ásgríms JónssonarBergstaðastræti 74

20:30–21:00Safnanótt í safni Ásgríms Jóns-sonarRakel Pétursdóttir verður með leiðsögn um sýningu safnsins. Heitt á könnunni.

Sjóminjasafnið íReykjavíkGrandagarður 1

19:00–23:59Safnanótt - Tónleikar í varðskipinu Óðni og sjóræningjarTónleikar með Cryptochrome Sometime og Hljómsveitt í varðskipinu Óðni. Inni á safni verður sjóræningjadagskrá með ratleik og föndri fyrir fjölskylduna og starfsmenn allir uppáklæddir sem sjóræningjar.

SögusafniðGrandagarður 2

17:00–23:59VÍGALEGIR VÍKINGARÓútreiknanlegir víkingar frá víkingafélag-inu Rimmugýgi heimsækja Sögusafnið á safnanótt þar sem þeir munu sýna vopn sín og fatnað. Þeir munu spjalla við gesti og gangandi og skemmta eins og þeim er einum lagið.

Verkstæði Íslensk Grafík Hafnar-húsinu hafnarmeginTryggvagata 17

20:00–21:00NEONderthals-grafíkÁ verkstæði félagsins verður NEONdert-hals-grafík framin í anda magnaðs myrkurs með hjálp Safnanæturgesta.

Þjóðminjasafn ÍslandsSuðurgata 41

19:00–19:40Draugagangur á Þjóðminjasafninu – Stranglega bannað fullorðnumLeiðsögn um íslenska drauga sérstaklega ætluð börnum.

20:00–20:30Óvænt uppákomaÓvænt uppákoma í grunnsýningu Þjóð-minjasafns Íslands. Látið ykkur ekki vanta!

21:00–22:30HúsiðKvikmyndasýning í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Sýnd verður kvikmyndin Húsið.

23:00–23:40Draugagangur á Þjóðminjasafninu – Ekki fyrir viðkvæmaDraugaleiðsögn um sýningarsali Þjóð-minjasafnsins fyrir þá sem þora.

Þjóðskjalasafn ÍslandsLaugavegur 162

19:00–23:59SkjalasýningSýnishorn skjala sem tengjast viðfangsefni kvöldsins.

19:00–23:59Öl er innri maðurÍ ár eru 100 ár liðin frá því að áfengisbann tók gildi á Íslandi og 80 ár frá því var aflétt að mestu. Dagskrá Þjóðskjalasafns Íslands er helguð þessum tímamótum.

vetrarhátíð 5.-8. febrúar 201510

Sundlauganótt7. febrúar 2015

Garðabær

ÁlftaneslaugBreiðamýri

18:30-19:30ÖldudiskóSundlaugardiskó í útilauginni þar sem allir komast í gott stuð. Öldulaugin verður sett af stað.

19:30-20:00Aqua Zumba – sundlaugarpartýSkemmtilegur zumbatími í sundlauginni. Hressileg dansspor og líkamsrækt í vatni fyrir alla aldurshópa. Aqua Zumba öðru nafni Zumba sundlaugarpartý gefur hressilegri líkamsþjálfum nýja merkingu. Gusugangur, teygjur, snúningar, hróp, flaut, hlátur og köll fylgja oft Aqua Zumba tímum.

20:00-20:30Rebekka Sif Stefánsdóttir og hljómsveitUngir og efnilegir Garðbæingar halda stutta og skemmtilega tónleika við sundlaugarbakkann. Hljómsveitina skipa þau Rebekka Sif Stefánsdóttir söngkona, Aron Andri Magnússon á rafgítar, Sindri Snær Thorlacius á rafgítar og Helgi Þor-leiksson á trommur.

20:30-21:30Fljótandi slökunarstundKomum saman og svífum um í leikandi léttu þyngdarleysi umvafin töframætti vatnsins í Álftaneslaug á Sundlauganótt. Slökunarstundin fer fram í hlýrri og nota-legri innilauginni.

Hafnarfjörður

ÁsvallalaugÁsvellir 2

18:00-23:30Sundlaugarnótt í ÁsvallalaugOpið kl. 18.00 - 23.30. Frír aðgangseyrir.

KópavoGur

Sundlaug KópavogsBorgarholtsbraut 17 200 Kópavogi

20:30-20:50Töfrabrögð fyrir alla fjölskyldunaEinar einstaki sýnir töfrabrögð. Einar einstaki er með allra yngstu töframönnum landsins en hefur þó langa reynslu að baki. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Klárlega sýning sem enginn má missa af! Aðgangur ókeypis

21:30-22:10Björn Thoroddsen gítarleikariBjörn Thoroddsen gítarleikari leikur nokkur vinsæl lög. Ókeypis aðgangur.

22:30-23:10KK er með ‘ettaTónlistarmaðurinn KK leikur og syngur af sinni alkunnu snilld í Sundlaug Kópavogs. Ókeypis aðgangur.

Mosfellsbær

LágafellslaugLækjarhlíð 1a

19:00-22:30Sundlauganótt í LágafellslaugÞað verður fjör í Lágafellslaug Mosfellsbæ á sundlauganótt

reyKjavíK

ÁrbæjarlaugFylkisvegur 9

18:00-00:00Sundlauganótt í ÁrbæjarlaugSundlauganótt í Árbæjarlaug. Létt stemmning fyrir alla fjölskylduna eða þá sem mega, vilja og geta vakað lengi. Kyndlar og tónlist á útisvæði, kynning á sundfloti í innilaug og kannski sjáum við norðurljós. Aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir.

BreiðholtslaugAusturberg 111 Reykjavík

18:00-23:59Sundlauganótt í BreiðholtslaugNotaleg stemmning, slökun og afslappað andrúmsloft fyrir alla fjölskylduna. Sam-flot kl. 20:00-21:00 og eitthvað óvænt. Frítt inn frá kl. 18:00.

GrafarvogslaugDalhús 2 112 Reykjavík

18:00-23:59Sundlauganótt í GrafarvogslaugÞað verður notaleg stemmning í Grafar-vogslaug þar sem fjölskyldur og vinir geta komið saman. Leikjabraut, rennibraut og leiktæki. Kyndlar og kósíheit við potta. Frítt frá kl. 18:00. Allir velkomnir!

LaugardalslaugSundlaugarvegur 30 108 Reykjavík

18:00-23:59Sundlauganótt í LaugardalslaugGagn og gaman fyrir alla fjölskylduna kl 16 - 20 í bland við notalega stemningu kl 20 - 24

Sundhöll ReykjavíkurBarónsstígur 11a 105 Reykjavík

18:00-23:59Sundlauganótt í Sundhöll ReykjavíkurNotalegheit í Sundhöll Reykjavíkur til mið-nættis. Bíó klukkan 20 og slökun í heitu pottunum.

VesturbæjarlaugHofsvallagata 107 Reykjavík

18:00-23:59Sundlauganótt í VesturbæjarlaugOpið til miðnættis og frítt inn!

seltjarnarnes

Sundlaug SeltjarnarnessSuðurströnd 170 Seltjarnarnesi

20:00-23:00Baðaðu þig í menninguHvað er ljúfara en kvöldstund í sundi? Jú kvöldstund í sundi með ljósin slökkt upplestur úr bókum, stjörnuskoðun og tónlistaratriði!

Borgarbókasafn - Menningarhús Kringlunni

13:00-16:00Heimsdagur barna 2015 - Kringl-unniÞað er gaman að skapa sitt eigið furðu-gæludýr með innblæstri úr Harry Potter, Narníu og ótal goðsögum. Svo er líka gaman að kunna rúnastafróf og geta skrifast á við vini sína með letri sem fáir skilja.

Borgarbókasafn - Menningarhús Sólheimum

13:00-16:00Heimsdagur barna 2015 - Sól-heimumÞað er gaman að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín í listmálunarsmiðjunni og geta svo breytt sér í hvaða veru sem er í grímusmiðjunni.

Borgarbókasafn - Menningarhús Spönginni

13:00-16:00Heimsdagur barna 2015 - Spöng-inniÞað er gaman að búa til sinn eigin fána með því að nota fána heimsins sem innblástur eða útbúa falleg sendibréf og senda ástvinum nær og fjær.

Menningarmiðstöðin Gerðuberg

13:00-16:00Heimsdagur barna 2015 - Gerðu-bergiÞað er gaman að hanna sinn eigin vampírubúning, gera efnafræðibrellur með dularfullum vökvum, skapa sitt eigið furðugæludýr og dulbúast með glæsilega grímu.

19:45–20:15Vasaljósaferð í skjalageymslurVasaljósaferð í skjalageymslur Þjóð-skjalasafns og stutt kynning á starfsemi safnsins.

20:30–20:45Öl í öndverðuBrynja Björk Birgisdóttir sviðsstjóri fjallar um bjór á fyrri öldum.

21:20–21:50Þeir segja að ég verði slæmur af bjór!Sverrir Jakobsson sagnfræðingur fjallar um afstöðu til bjórsins á bannárunum 1935 til 1989 meðal stjórnmálamanna og almennings.

22:00–22:30Öl í aldarfjórðungStefán Pálsson sagnfræðingur bregður ljósi á bjórlandnám Íslands 1989 til dagsins í dag.

23:00–23:30Vasaljósaferð í skjalageymslurVasaljósaferð í skjalageymslur Þjóð-skjalasafns og stutt kynning á starfsemi safnsins.

20:50–21:10Bruggað í skjóli bannsUnnar R. Ingvarsson skjalavörður fjallar um brugg og áfengissmygl á bannárunum 1915-1935.

seltjarnarnes

Bókasafn Seltjarnarness, EiðistorgEiðistorg 11

19:00–23:59Safnanótt í Bókasafni Seltjarnar-nessFjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Nýr sýningasalur vígður. Lóa Hlín myndlistar-kona opnar myndlistarsýningu. Smiðja með listamanni. Diskódans og kennsla með Olgu Dobrorodnaya. Söngnemendur Tónlistarskóla Seltjarnaness syngja lög úr söngleiknum Grease.

Heimsdagur barna 7. febrúar 2015

Ljóslistaverk5.—8. febrúar 2015

05. febrúar

HallgrímskirkjaEiríksgata 101 Reykjavík

19:30-20:00Opnun Vetrarhátíðar 2015Marcos Zotes opnar Vetrarhátíð 2015 með ljósainnsetningunni Ljósvörðu sem um-breytir Hallgrímskirkju og þekur yfirborð þessa þekkta kennileitis í kraftmikilli sjón-rænni upplifun.

AusturvöllurAusturvöllur 101 Reykjavík

19:30-23:59Any Colour You LikeVerkið „Any Colour You Like“ eftir Jakob Kvist endurspeglar allar þær ákvarðanir sem við tökum og breytingar sem við upp-lifum í okkar daglega lífi. Breytingarnar kunna að virðast ósýnilegar frá degi til dags en þegar heildar samhengi þeirra er skoðað koma afleiðingar gjörða okkar í ljós.

Aðalinngangur PerlunnarVarmahlíð 105 Reykjavík

20:00-22:30LjósagangurFélagar í Ljóstæknifélagi Íslands leika sér með aðalinngang Perlunnar á Vetrarhátíð og gefa tóninn fyrir það sem bíður innan-dyra. Lifandi ljós í litum og hreyfingu leikur um bogadregið glerþak inngangsins. Trick lampar gefa ákveðin form sem gestir fylgja á leið sinni inn í húsið.

PerlanVarmahlíð 105 Reykjavík

20:00-22:30Annað EgóSkuggaspil er alltaf skemmtilegt. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að leika sér með jafn stóra veggfleti og finnast í Perlunni. Félagar í LFÍ gefa gestum tæki-færi á að leika sér við skuggann sinn marg-reytilegan í lit og lögun.

PerlanVarmahlíð 105 Reykjavík

20:00-22:30Ljósgos í litumGosbrunnurinn á jarðhæð gýs á 5 mínútna fresti marga metra á milli hæða. Félagar í Ljóstæknifélagi Íslands ætla að gefa gosinu annan blæ þar sem það þeytist upp úr dulúðlegum kjallaranum í mettum ljóslitum. Svona hefur þú aldrei séð gos-brunninn áður!

Veitingahúsið NauthóllNauthólsvegur 106 101 Reykjavík

20:00-23:30Lýsing til heilsubótar - InnsetningÝmis nútímavandamál má rekja til inniveru og langtíma setu. Þórbergur Þórðarson rit-höfundur nýtti sér hugmyndafræði Mullers æfinga til sjalfstyrkingar sem hann gjarnan stundaði úti helst berrassaður!

Harpa

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

20:00-23:59Holding hands with ReykjavíkGlerhjúpur Hörpu verður lýstur upp með Vetrarhátíðarverki sem Ólafur Elíasson hannaði sérstaklega fyrir Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar 2014.

06. febrúar

Norræna húsið Sturlugötu 5 101 Reykjavík

12:00-17:00Söngur ljóssinsÍ þessu verki eftir Kristján Leósson, Frímann Kjerúlf, Curver Thoroddsen og Carlos Mendoza er ljósi sem ferðast hefur gegnum ljósleiðara frá Vogum á Vatnsleysuströnd upp í símstöðina í Breiðholti umbreytt í hljóð með sérstakri tækni. Hljóðin eru því sköpuð af landinu sjálfu og eiga upptök sín úr iðrum jarðar.

Aðalinngangur PerlunnarVarmahlíð 105 Reykjavík

18:30-22:30LjósagangurFélagar í Ljóstæknifélagi Íslands leika sér með aðalinngang Perlunnar á Vetrarhátíð og gefa tóninn fyrir það sem bíður innan-dyra. Lifandi ljós í litum og hreyfingu leikur um bogadregið glerþak inngangsins. Trick lampar gefa ákveðin form sem gestir fylgja á leið sinni inn í húsið.

PerlanVarmahlíð 105 Reykjavík

18:30-22:30Annað EgóSkuggaspil er alltaf skemmtilegt. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að leika sér með jafn stóra veggfleti og finnast í Perlunni. Félagar í LFÍ gefa gestum tækifæri á að leika sér við skuggann sinn margreytilegan í lit og lögun.

PerlanVarmahlíð 105 Reykjavík

18:30-22:30Ljósgos í litumGosbrunnurinn á jarðhæð gýs á 5 mínútna fresti marga metra á milli hæða. Félagar í Ljóstæknifélagi Íslands ætla að gefa gosinu annan blæ þar sem það þeytist upp úr dulúðlegum kjallaranum í mettum ljóslitum. Svona hefur þú aldrei séð gos-brunninn áður!

Veitingahúsið NauthóllNauthólsvegur 106 101 Reykjavík

18:30-23:30Lýsing til heilsubótar - InnsetningÝmis nútímavandamál má rekja til inniveru og langtíma setu. Þórbergur Þórðarson rit-höfundur nýtti sér hugmyndafræði Mullers æfinga til sjalfstyrkingar sem hann gjarnan stundaði úti, helst berrassaður!

Norræna húsið Sturlugötu 5 101 Reykjavík

19:00-23:59Söngur ljóssinsÍ þessu verki eftir Kristján Leósson, Frímann Kjerúlf, Curver Thoroddsen og Carlos Mendoza er ljósi sem ferðast hefur gegnum ljósleiðara frá Vogum á Vatnsleysuströnd upp í símstöðina í Breiðholti umbreytt í hljóð með sérstakri

tækni. Hljóðin eru því sköpuð af landinu sjálfu og eiga upptök sín úr iðrum jarðar.

AusturvöllurAusturvöllur 101 Reykjavík

19:30-23:59Any Colour You LikeVerkið “Any Colour You Like“ eftir Jakob Kvist endurspeglar allar þær ákvarðanir sem við tökum og breytingar sem við upp-lifum í okkar daglega lífi. Breytingarnar kunna að virðast ósýnilegar frá degi til dags en þegar heildar samhengi þeirra er skoðað koma afleiðingar gjörða okkar í ljós.

07. febrúar

Norræna húsið Sturlugötu 5 101 Reykjavík

12:00-17:00Söngur ljóssinsÍ þessu verki eftir Kristján Leósson, Frímann Kjerúlf, Curver Thoroddsen og Carlos Mendoza er ljósi sem ferðast hefur gegnum ljósleiðara frá Vogum á Vatnsleysuströnd upp í símstöðina í Breiðholti umbreytt í hljóð með sérstakri tækni. Hljóðin eru því sköpuð af landinu sjálfu og eiga upptök sín úr iðrum jarðar.

PerlanVarmahlíð 105 Reykjavík

18:00-23:30Íslensku lýsingarverðlauninÍslensku lýsingarverðlaunin verða afhent í fyrsta skipti við hátíðlega athöfn í Perlunni þann 7. febrúar kl. 18:00. Verðlaunin eru heiðursverðlaun og ætla að vekja athygli á framúskarandi lýsingarhönnun í hinu byggða umhverfi.

Aðalinngangur PerlunnarVarmahlíð 105 Reykjavík

18:30-22:30LjósagangurFélagar í Ljóstæknifélagi Íslands leika sér með aðalinngang Perlunnar á Vetrarhátíð og gefa tóninn fyrir það sem bíður innan-dyra. Lifandi ljós í litum og hreyfingu leikur um bogadregið glerþak inngangsins. Trick lampar gefa ákveðin form sem gestir fylgja á leið sinni inn í húsið.

PerlanVarmahlíð 105 Reykjavík

18:30-22:30Iceland AuroraÍ tóma tankinum í Perlunni mun Ljós-tæknifélag Íslands sýna í fyrsta skipti í fullri lengd kvikmyndina Iceland Aurora.

Það er óhætt að fullyrða að þessi mynd er magnað sjónarspil ! Myndin tók þrjú ár í vinnslu og er gefin út af hönnunarstofunni Borgarmynd. S. Guðjohnsen ehf styrkir sýninguna.

PerlanVarmahlíð 105 Reykjavík

18:30-22:30Annað EgóSkuggaspil er alltaf skemmtilegt. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að leika sér með jafn stóra veggfleti og finnast í Perlunni. Félagar í LFÍ gefa gestum tækifæri á að leika sér við skuggann sinn margreytilegan í lit og lögun.

PerlanVarmahlíð 105 Reykjavík

18:30-22:30Ljósgos í litumGosbrunnurinn á jarðhæð gýs á 5 mínútna fresti marga metra á milli hæða. Félagar í Ljóstæknifélagi Íslands ætla að gefa gosinu annan blæ þar sem það þeytist upp úr dulúðlegum kjallaranum í mettum ljóslitum. Svona hefur þú aldrei séð gos-brunninn áður !

Veitingahúsið NauthóllNauthólsvegur 106 101 Reykjavík

18:30-23:30Lýsing til heilsubótar - InnsetningÞórbergur Þórðarson rithöfundur nýtti sér hugmyndafræði Mullers æfinga til sjálfstyrkingar sem hann gjarnan stundaði úti helst berrassaður! Stórskemmtileg ljósainnsetning verður á Nauthól þar sem lagt er út af þessu þema.

AusturvöllurAusturvöllur 101 Reykjavík

19:30-23:59Any Colour You LikeVerkið “Any Colour You Like“ eftir Jakob Kvist endurspeglar allar þær ákvarðanir sem við tökum og breytingar sem við upp-lifum í okkar daglega lífi. Breytingarnar kunna að virðast ósýnilegar frá degi til dags en þegar heildar samhengi þeirra er skoðað koma afleiðingar gjörða okkar í ljós.

HallgrímskirkjaEiríksgata 101 Reykjavík

19:30-23:59LjósvarðaHallgrímskirkju verður umbreytt með ljósainnsetningu sem tekur yfir yfirborð þessa þekkta kennileitis í kraftmikilli sjón-rænni upplifun.

08. febrúar

Norræna húsið Sturlugötu 5 101 Reykjavík

12:00-17:00Söngur ljóssinsÍ þessu verki eftir Kristján Leósson, Frímann Kjerúlf, Curver Thoroddsen og Carlos Mendoza er ljósi sem ferðast hefur gegnum ljósleiðara frá Vogum á Vatnsleysuströnd upp í símstöðina í Breiðholti umbreytt í hljóð með sér-stakri tækni. Hljóðin eru því sköpuð af landinu sjálfu og eiga upptök sín úr iðrum jarðar.

Aðalinngangur PerlunnarVarmahlíð 105 Reykjavík

18:30-22:30LjósagangurFélagar í Ljóstæknifélagi Íslands leika sér með aðalinngang Perlunnar á Vetrarhátíð og gefa tóninn fyrir það sem bíður innan-dyra. Lifandi ljós í litum og hreyfingu leikur um bogadregið glerþak inngangsins. Trick lampar gefa ákveðin form sem gestir fylgja á leið sinni inn í húsið.

PerlanVarmahlíð 105 Reykjavík

18:30-22:30Annað EgóSkuggaspil er alltaf skemmtilegt. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að leika sér með jafn stóra veggfleti og finnast í Perlunni. Félagar í LFÍ gefa gestum tækifæri á að leika sér við skuggann sinn margreytilegan í lit og lögun.

PerlanVarmahlíð 105 Reykjavík

18:30-22:30Ljósgos í litumGosbrunnurinn á jarðhæð gýs á 5 mínútna fresti marga metra á milli hæða. Félagar í Ljóstæknifélagi Íslands ætla að gefa gosinu annan blæ þar sem það þeytist upp úr dulúðlegum kjallaranum í mettum ljóslitum. Svona hefur þú aldrei séð gos-brunninn áður !

Veitingahúsið NauthóllNauthólsvegur 106 101 Reykjavík

18:30-23:30Lýsing til heilsubótar - InnsetningÝmis nútímavandamál má rekja til inniveru og langtíma setu. Þórbergur Þórðarson rit-höfundur nýtti sér hugmyndafræði Mullers æfinga til sjalfstyrkingar sem hann gjarnan stundaði úti helst berrassaður!

AusturvöllurAusturvöllur 101 Reykjavík

19:30-23:59Any Colour You LikeVerkið “Any Colour You Like“ eftir Jakob Kvist endurspeglar allar þær ákvarðanir sem við tökum og breytingar sem við upp-lifum í okkar daglega lífi. Breytingarnar kunna að virðast ósýnilegar frá degi til dags en þegar heildar samhengi þeirra er skoðað koma afleiðingar gjörða okkar í ljós.

HallgrímskirkjaEiríksgata 101 Reykjavík

19:30-23:59LjósvarðaHallgrímskirkju verður umbreytt með ljósainnsetningu sem tekur yfir yfirborð þessa þekkta kennileitis í kraftmikilli sjón-rænni upplifun.

vetrarhátíð5.-8. febrúar 2015 11

Gestaborg6. febrúar 2015

05. febrúar Iðnó

21:00-22:00Hlýir straumarRafmagnað andrúmsloft verður á opn-unarkvöldinu þar sem tónlistarmenn frá Reykjavík og gestaborg Vetrarhá-tíðar, Edmonton í Kanada, stilla saman strengi sína og flytja tónlist hvers annars með skemmtilegri útkomu.

05. febrúar Ráðhús Reykja-víkur

20:30-21:30Ljósið læðist inn - Skáldlegt stefnumót við EdmontonReykjavík Bókmenntaborg stendur fyrir ljóðakvöldi á opnunarkvöldi Vetr-arhátíðar með borgarskáldi Edmonton Mary Pinkoski og reykvísku skáldunum Antoni Helga Jónssyni og Elíasi Knörr. DJ flugvél og geimskip skemmtir einnig gestum.

05. febrúar Arnarhóll

20:00–21:30Snjóbrettapartý á ArnarhóliSnjóbrettapartý verður á Arnarhóli á opnunarkvöldi hátíðarinnar 5. febrúar í boði MintSnow í samstarfi við Blafjöll þar sem færustu snjóbrettamenn sýna listir sínar eins og þeim einum er lagið undir taktföstum skífu þeytingi plötusnúðs. Öllum er velkomið að mæta með skíði eða bretti og taka þátt.

08. febrúar Bláfjöll

10:00–17:00Fjölskyldudagur í BláfjöllumVið fögnum snjó og birtu í Blafjöllum sunnudaginn 8. febrúar á lokadegi Vetrarhátíðar. Fjölskyldustemning verður í Blafjöllum og afslattur veittur af skíðum og brettum í leigu ókeypis verður fyrir 15 ára og yngri auk þess sem plötusnúður mætir á svæðið þeytir skífum frá kl 14:00.

Snjófögnuður5. og 8. febrúar 2015

Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 H E I L S U R Ú M

AFSLÁTTUR!

ÚTSALA ÚTSALAÚTSALAREKKJUNNAR

AFSLÁTTUR!

REKKJUNNAR30-70%

50%AFSLÁTTUR!

40%AFSLÁTTUR!

ROYAL M3 (180x200 cm)

FULLT VERÐ 181.139 kr.ÚTSÖLUVERÐ108.683 kr.

40%AFSLÁTTUR!

AR

GH

!!! 2

6011

5 #5

QUEEN SIZE

HEILSURÚM - ALLT AÐ

50% AFSLÁTTURAFSLÁTTARVERÐ FRÁ

98.173 Kr.

AFSLÁTTUR!ÖLL RÚMFÖT Á

30%AFSLÆTTI!

Millistíf vönduð dýna með 5 svæðaskipt pokagormakerfi,

6cm bólstruðum topp og steyptum köntum. Klæddur

rúmbotn og fætur fylgja með.

Millistífar/stífar tvískiptar vandaðar dýnur með 5-svæðaskipt pokagormakerfi og þrýstijöfnunarsvampi í efsta laginu. Klæddur rúmbotn og fætur fylgja með.

Millistíf vönduð heilsudýna með tvöföldu pokagormakerfi, fimm svæðaskipt sem gefur réttan stuðning til að ná hámarks hvíld. Royal Alexa sameinar aðlögun þrýsti jöfnunarefnis og tvöföldu pokagormakerfis. Efstalagið er einnig með steyptum hliðarköntum sem gefur aukinn svefnflöt og mun sterkari hliðar.

5 svæðaskipt pokagormakerfi,

rúmbotn og fætur fylgja með.

ROYAL - ALEXAQueen Size rúm (153x203 cm)

FULLT VERÐ 334.552 kr.

ÚTSÖLUVERÐ

167.275 kr.

ROYAL - CORINNAQueen Size (153x203 cm)FULLT VERÐ 163.620 kr.

ÚTSÖLUVERÐ98.173 kr.