24
Hagsmunaaðilar telja að sér þrengt Tæknivætt bleikjueldi n Náttúra fiskeldi ræktar sjóbleikju í tólf kerum úti undir beru lofti og stefnir að því að senda frá sér um eitt tonn af flökuðum brein- hreinsuðum fiski á dag á Bandaríkjamarkað. Jákvæð áhrif kræklingaræktunar n Miklir möguleikar eru taldir liggja í sameldi kræklings og sjókvíaeldis en í því hjálpar kræklingurinn við að minnka botnfall og stemmir stigu við myndun þörunga. Af þeim rúmlega 1.000 störfum sem eru í sjávarlíftækni má áætla að 700-800 þeirra séu á höfuðborgarsvæðinu. Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum. Breytingar á Helgu Maríu n Nú standa yfir miklar breytingar á frystitogaranum Helgu Maríu AK-16, sem er í eigu HB Granda en breyta á skipinu í ísfisk- togara. Norrænt samstarf n Nýtt norrænt nám um virðis- keðju eldis og sjávarafurða, AQFood, er samstarf HÍ og fimm norrænna háskóla. Hluti námsins byggir á fjarnámi. Markmið nýs deiliskipulags, fjölbreytt höfn með félagslegri blöndun 8 18 20 6 4 ágúst 2013 » 6. tbl. » 14. árg. ÞJÓNUSTUMIÐILL SJÁVARÚTVEGSINS n Lagt hefur verið til að Mýrargata og Geirsgata verði þrengdar og íbúðir byggðar við hlið Slippsins. Hagsmunaaðilar á svæðinu eru missáttir við breyt- ingarnar en borgaryfirvöld segja þetta mikla bót. 14

6. tbl. Útvegsblaðið 2013

  • Upload
    goggur

  • View
    261

  • Download
    1

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

Hagsmunaaðilar telja að sér þrengt

Tæknivætt bleikjueldin Náttúra fiskeldi ræktar sjóbleikju í tólf kerum úti undir beru lofti og stefnir að því að senda frá sér um eitt tonn af flökuðum brein-hreinsuðum fiski á dag á Bandaríkjamarkað.

Jákvæð áhrif kræklingaræktunarn Miklir möguleikar eru taldir liggja í sameldi kræklings og sjókvíaeldis en í því hjálpar

kræklingurinn við að minnka botnfall og stemmir stigu við myndun þörunga.

Af þeim rúmlega 1.000 störfum sem eru í sjávarlíftækni má áætla að 700-800 þeirra séu á höfuðborgarsvæðinu.

Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum.

Breytingar á Helgu Maríun Nú standa yfir miklar breytingar á frystitogaranum Helgu Maríu AK-16, sem er í eigu HB Granda en breyta á skipinu í ísfisk- togara.

Norrænt samstarfn Nýtt norrænt nám um virðis-keðju eldis og sjávarafurða, AQFood, er samstarf HÍ og fimm norrænna háskóla. Hluti námsins byggir á fjarnámi.

Markmið nýs deiliskipulags, fjölbreytt höfn með félagslegri blöndun

8

18 20

6

4

á g ú s t 2 0 1 3 » 6 . t b l . » 1 4 . á r g .

Þjónustumiðill sjávarútvegsins

n Lagt hefur verið til að Mýrargata og Geirsgata verði þrengdar og íbúðir byggðar við hlið Slippsins. Hagsmunaaðilar á svæðinu eru missáttir við breyt-ingarnar en borgaryfirvöld segja þetta mikla bót.

14

Page 2: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

2 ú t v e g s b l a ð i ð á g ú s t 2 0 1 3

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

Allar gerðir bindivélaStrekkifilmur, plast- og stálbönd

www.isfell.is

útgefandi: Goggur ehf., Grandagarði 16 101 Reykjavík. sími: 445 9000. útgáfustjóri: Sædís Eva Birgisdóttir. ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir vefsíður: utvegsbladid.is / goggur.is. tölvupóstur: [email protected]. Prentun: Landsprent. ISNN 2298-2884

Staðan í afla einStakra tegunda innan kvótanS:

Þorskurn Aflamark: 162.541n Afli t/ aflamarks: 147.970

ufsin Aflamark: 42.847n Afli t/ aflamarks: 36.339

Ýsan Aflamark: 30.894n Afli t/ aflamarks: 28.708

Karfin Aflamark: 45.183n Afli t/ aflamarks: 40.137

91% 84.8%92.9% 88.8%

9% 15.2%7.1% 11.2%

Útvegsblaðið hefur kann-að, meðal fólks í sjávar-útvegi, hversu margir nota spjaldtölvur og far-

síma. Nánast undantekningalaust notar fólk annað eða hvorutveggja daglega. Spjaldtölvur og farsímar eru notaðar til að lesa blöð, vafra um netið og til að skoða heimasíður.

Þessar staðreyndir renna stoðum undir það sem við höf-um fundið, þar sem lestur okkar blaða á netinu eykst sífellt. Um árabil hafa öll okkar blöð verið aðgengileg á netinu, sem er eðli-leg þróun þegar litið er til þess sem er að gerast hér á landi og reyndar um mest allan heim segir Hildur Sif Kristborgardóttir, fram-kvæmdarstjóri Goggs.

Áhersla á rafræna útgáfu,,Í ljósi þess höfum við ákveðið að breyta til. Frá og með næsta tölu-blaði breytum við til. Í stað þess að prenta Útvegsblaðið á dag-blaðapappír ætlum við að gera tvennt. Prenta blaðið í tímarita-formi og senda það til þeirra sem þess óska og svo hafa það enn sýnilegra og aðgengilegra á net-inu,“segir Hildur Sif.

Blaðið verður prentað á vand-aðan pappír, hefur lengri líftíma

og er rafræn útgáfa aðgengileg alltaf á netinu.

Stærstu blöð Goggs koma út að vori og í desember. Ekki er ætl-unin að gera breytingar á þess-um tveim blöðum. Þau verða prentuð á sama hátt og verið hefur, fara í sömu dreifingu og hingað til og þau verða aðgengi-leg á netinu.

Goggur hefur reynslu af raf-rænni útgáfu, enda skiptir hún fyrirtækið sífellt meira máli. Lest-urinn eykst stöðugt og nú er Út-vegsblaðið lesið víða um heim; í Færeyjum, Noregi, Kanada, Namibíu, Spáni, Rússlandi og svona mætti lengi telja.

Það er mjög ákveðin þróun í gangi á netinu og við teljum, sam-kvæmt rannsóknum sem hafa ver-ið gerðar á Norðurlöndunum og Bandaríkjunum, að lestur hefð-bundinna blaða minnkar og raf-ræn blöð sækja sífellt í sig veðrið.

Við sjáum líka hversu hröð þessi þróun er með blað sem við gefum út á ensku sem heitir Ice-landic Fishing Industry Magazine

eða IFIM en það er t.d aðgengilegt á www.ifim.is og er það prentað aðeins fyrir þá sem vilja kaupa áskrift. Það blað er enska útgáfan af Útvegsblaðinu og höfum við fengið mjög góðan lestur á net-inu, fyrirspurnir um skráningar á póstlista og fleira.

Að sögn Hildar eru fleiri breyt-ingar að vænta hjá Goggi þar sem ætlunin eru að bæta við þjónustuna við fyrirtæki í sjáv-arútvegi. ,,Við erum að stækka við okkur og verður Goggur með markaðs- og kynningarstofu. Þá er hægt að leita til okkar varðandi þjónustu við hönnun á auglýsing-um, kynningarefni, bæklingum, básum, heimasíðum, ímynd, lógó og aðstoð við samfélagsmiðla og fleira. Hjá Goggi vinnur reynslu-mikið starfsfólk í skrifum, hönn-un, prenti, og heimasíðugerð.

Hægt er að senda okkur póst á [email protected] eða hringja í síma 445-9000 ef þú hefur áhuga að fá Útvegsblaðið sent rafrænt til þín frítt eða kaupa áskrift á tíma-ritsformi.

Til móts við framtíðina

Hægt er að senda okkur póst á [email protected] eða hringja í síma 445-9000 ef þú hefur áhuga að fá Útvegsblaðið sent rafrænt til þín frítt eða kaupa áskrift á tímaritsformi.

Sigrún Erna Geirsdóttir

Útvegsblaðið tekur breytingum

Það er mjög ákveðin þróun í gangi á netinu og við teljum, samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar á Norðurlöndunum og Bandaríkjunum, að lestur hefðbundinna blaða minnkar og rafræn blöð sækja sífellt í sig veðrið.

Page 3: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

TromsöNoregur

ÁrósarDanmörk

ImminghamEngland

BergenNoregur

MaaloyNoregur

ÁlasundNoregur

HammerfestNoregur

Båts�ordNoregur

MurmanskRússland

KirkenesNoregur

StavangerNoregur

HamborgÞýskaland

ROTTERDAMHolland

VelsenHolland

GrimsbyEngland

NuukGrænland

ArgentiaNýfundnaland

HalifaxNova Scotia

PortlandMaine, Bandaríkin

St. AnthonyNýfundnaland

BostonMA, Bandaríkin

SortlandNoregur

HelsingjaborgSvíþjóð

SwinoujsciePólland

FredrikstadNoregur

KlakksvíkFæreyjar

ÞÓRSHÖFNFæreyjar

Norð�örðurÍsland

HúsavíkÍsland

AberdeenSkotland

Reyðar�örðurÍsland

VágurFæreyjar

VestmannaeyjarÍsland

REYKJAVÍKÍsland

SauðárkrókurÍsland

AkureyriÍsland

Grundar�örðurÍsland

Ísa�örðurÍsland

BíldudalurÍslandGrundartangi

Ísland

nýtt leiðakerfi eimskips– með strandsiglingum við Ísland í beinni tengingu við Evrópu

Vikulegar strandsiglingar með beinni tengingu við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu.

Siglt með ferskan fisk vikulega frá Íslandi og Færeyjum

Aukin þjónusta við olíuiðnaðinn með siglingum til og frá Skotlandi

Tíðari ferðir og styttri siglingartími til og frá Bandaríkjunum.

Ný höfn í Bandaríkjunum, Portland, Maine

Möguleg viðkoma á Ísafirði og Akureyri á leiðinni frá Noregi

Ný viðkoma í Vágur í Færeyjum og Hamborg í Þýskalandi

Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

brún leiðRússland, Noregur, Holland, England, Skotland, Noregur

mögulegar norðurheimskauts leiðir

möguleg viðkoma / árstíðabundnar siglingar

græn leiðNoregur, Ísland, Nýfundnaland, Nova Scotia, Bandaríkin, Nýfundnaland, Ísland

blá leiðÍsland, Færeyjar, Holland, Pólland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Færeyjar, Ísland

rauð leiðÍsland, Færeyjar, Skotland, Holland, Ísland

viðkomur

tengihöfn

stórtengihöfn

gul leiðÍsland, Færeyjar, England, Holland, Þýskaland, England, Ísland

Page 4: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

4 ú t v e g s b l a ð i ð á g ú s t 2 0 1 3

Sjór sækir hart að Kolbeinseyn Kolbeinsey, nyrsti punktur Íslands, er nú orðin tvískipt og hefur látið mjög undan ágangi sjávar, hafíss og veðra. Áhöfn varðskipsins Þórs fór nýverið í land og mældu eyjuna. Vestari hluti Kolbeinseyjar er nú 28,4m x 12,4m og hæsti punkturinn 3,8m. Austari hluti hennar er 21,6m x 14,6m. Skarðið milli eyjahlutanna er 4,1 m að breidd. Miðað var við Kol-beinsey þegar fiskveiðilög-sagan var færð út í 200 mílur og mörkuð var miðlína milli Grænlands og Íslands og hefur hún því mikið sögulegt gildi. Hafa varðskip og flug-vélar Landhelgisgæslunnar fylgst með þróun hennar gegnum tíðina.

Velta tækni-fyrirtækja í sjávarútvegi vex um 13%n Velta tæknifyrirtækja tengdum sjávarútvegi jókst árið 2012 um 13% frá árinu undan og nam veltan tæpum 66 milljörðum. Gert hafði verið ráð fyrir 5-10% vexti.Tæknifyrirtækin hanna, þróa og framleiða veiðarfæri, kör, umbúðir, vélbúnað eða hugbúað fyrir sjávarútveg og selja vörurnar undir eigin nafni og eru þetta um 70 fyr-irtæki. Á þessu sama tímabili varð lítill vöxtur í fiskveiðum og fiskeldi. Hefur vöxtur tæknifyrirtækjanna líka verið meiri en í þjóðarfram-leiðslu og fiskvinnslu. Kemur þetta fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenska sjávarklasans.

Nýtt mastersnám um virðiskeðju sjávar- og eldisafurða

Norrænt samstarfs-verkefni fimm háskóla

Nýtt, norrænt meistara-nám, AQFood, hefur nýlega verið innleitt við Háskóla Íslands en

námið er samstarfsverkefni fimm norrænna háskóla og munu nem-endur útskrifast með meistara-gráður frá tveimur þeirra. Náminu er ætlað að veita nemendum inn-sýn í virðisstjórnun í sjávarútvegi.

Undirbúningur að náminu var styrktur af Norrænu ráðherra-nefndinn, en Norræna nýsköp-unarmiðstöðin hefur síðan styrkt frekari þróun í tengslum við verk-efnið InTerAct. Markmiðið er að efla samstarf háskóla við fyrir-tæki á sviði sjávartengdrar starf-semi og bæta ímynd sjávarútvegs sem spennandi starfsvettvangur fyrir ungt menntað fólk. Heildar-fjöldi nemenda í haust verður milli fimm og tíu og eru í hópnum tveir

Íslendingar. Forkrafan er að nem-endur hafi BS gráðu í verkfræði eða raunvísindum þar sem námið byggir á þeim grunni. Nemendur munu dvelja eitt ár í senn við mis-munandi skóla og útskrifast með meistaragráðu frá þeim. Í boði eru þrjár námsleiðir: Frumfram-leiðsla, veiðar og eldi sem fer fram hjá UMB í Noregi fyrsta árið, Nátt-úrulegar auðlindir sem fer fram hjá NTNU í Noregi fyrsta árið og Iðnað-arframleiðsla sem fer fram hjá DTU í Danmörku fyrsta árið. Seinna árið er svo sérhæfing hjá HÍ samkvæmt skilgreindum námsleiðum sem boðið er uppá í iðnaðarverkfræði, líffræði, efnafræði /lífefnafræði og matvælafræði.

Hérlendis er AQFood vistað hjá Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ og er áhersla lögð á umhverfis- og auð-lindafræði og tengingu við mat-vælafræði. Er þetta gert til að efla þverfræðilegan grunn virðiskeðj-

unnar og tryggja öryggi og gæði eldis- og sjávarafurða.

Mikil áhersla verður lögð á að nemendur vinni í nánum tengslum við fyrirtæki í sjávarútvegi og að verkefnin beinist að vandamálum sem upp koma í virðiskeðju sjávar-afurða. Þá sé tenging á milli þeirra og verkefnamiðlunar Sjávarklasans. Dr. Guðrún Ólafsdóttir, umsjónar-maður námsins, segir að þegar séu góð tengsl milli kennara hjá HÍ og helstu tækni-, framleiðslu og þjón-ustu fyrirtækja í greininni og þeirri góðu samvinnu verði haldið áfram þarna. Guðrún segir mikla þörf fyrir að bæta menntun á öllum sviðum og gildi það fyrir Norðurlöndin öll.

,,Í verkefninu er verið að nýta þá þekkingu sem er þegar til staðar í hverju landi og þarna fáum við samstarf milli skóla, landa á milli, svo þessi þekking nýtist enn betur. Það er svo framtíðardraumurinn að skólakerfið í heild vinni betur sam-an en það gerir núna,“ segir Guðrún.

Gunnar Stefánsson, prófessor í iðnaðarverkfræði og Guðrún Ólafsdóttir, verkefnistjóri AQFood námsins.

www.polardoors.com

Júpíter hw Júpíter t5 Herkúles t4 Neptúnus t4 Merkúr t4 Júpíter t4

Hlerar til allra togveiða

Sigrún Erna Geirsdóttir

Hjallahraun 2220 Hafnarfjörðurs. 562 3833www.Asaa.is - [email protected]

Bjóðum gott úrval afvökvakrönum fráTMP hydraulic A/S.www.tmphydraulik.dk

TMP báta og hafnarkranar

Page 5: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

Nýtt mastersnám um virðiskeðju sjávar- og eldisafurða

FLEF I S H P R O C E S S I N G M A C H I N E RY

Page 6: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

Helgu Maríu breytt í ísfisktogara Umfangsmiklar breytingar á togaranum Helgu Maríu

Nú standa yfir miklar breytingar á frystitog-aranum Helgu Maríu AK-16, sem er í eigu HB

Granda en breyta á skipinu í ísfisk-togara. Breytingar er gerðar í Al-kor skipasmíðastöðinni Gdansk í Póllandi en þangað kom skipið 29. júní sl. Breytingarnar ganga sam-kvæmt áætlun og er vonast til að skipið komist aftur til veiða um miðjan nóvember. Helga María var smíðuð í Noregi árið 1988 en komst í eigu HB á Akranesi forvera HB Granda árið 1999.

Loftur Bjarni Gíslason útgerð-arstjóri hjá HB Granda segir að helstu breytingar séu að sjálf-sögðu þær að breyta frystilestinni fyrir ísfisk auk þess sem frysti-vélar og annar búnaður tengdur frystingunni verði fjarlægður. „Í staðinn verður sett stálgólf í nýju ísfisklestina, sem hentar betur en steypta gólfið sem fyrir var. Lestin verður síðan klædd og einangruð. Þá er nú þegar búið að fjarlægja allan búnað af vinnsludekki og verður það klætt upp á nýtt. Fyrir utan hina eiginlegu breytingu úr

frystitogara í ísfisktogara verður tækifærið notað til að sinna nauð-synlegri viðhaldsvinnu og eins verður skipið sandblásið og málað. Nýr vinnslubúnaður frá 3X Techo-logy verður svo settur um borð hér heima.“

HB Grandi hefur, auk breyting-anna á Helgu Maríu lagt frysti-

togaranum Venusi og kom hann úr sínum síðast túr í byrjun júní. Loftur segir þetta gert vegna betri afkomu landvinnslunnar nú orð-ið og skerðingar á aflheimildum.

„Það verða því gerðir út hjá okkur þrír frystitogarar á næsta fisk-veiðiári í stað fimm og fjórir ísfisk-togarar í stað þriggja.“ Loftur segir

það mat stjórnenda HB Granda að meiri verðmætasköpun muni áfram felast í því að vinna aflann í landi frekar en frysta hann á sjó, meðal annars vegna aukinnar eft-irspurnar erlendis eftir ferskum sjávarafurðum.

Mun færri eru í áhöfn ísfisk-skipa en frystitogara og segir

Loftur flestir skipverjar af Helgu Maríu hafi fengið pláss á öðrum skipum fyrirtækisins. „Þetta er jafnframt hluti af heildarend-urskoðun sem nú stendur yfir á starfsmannahaldi á skipum félagsins,“ segir hann. „Vinnslu-dekkið í Helgu Maríu verður mjög fullkomið og meðhöndlun hráefn-isins eins góð og hægt er með til-liti til falls á fiski og kælingu sem eykur bæði gæði og lengir hillu líftíma á ferskum fiski hjá neyt-anda.“ Loftur segir alla lifur og öll hrogn sem tilfalli á ísfiskskip-unum vera hirt og hausarnir sem falli til séu nýttir í landi. Á frysti-togurunum eru hrogn, þorskhaus-ar, karfahausar, grálúðuhausar og grálúðusporðar hirt og einnig lítils háttar af ufsahausum. Loftur segir að með þessum breytingum á útgerðarháttum standi vonir til að verðmæti þess sem aflað er af skipum félagsins muni aukast. Þá má geta þess að fyrir dyrum stendur sameining HB Granda og Laugafisks, sem hefur undanfar-in ár verið með þurrkun á þorsk-hausum á Akranesi, einmitt í einu af þeim húsum sem áður tilheyrðu HB Granda.

Sigrún Erna Geirsdóttir

6 ú t v E G S B L a ð I ð á g ú s t 2 0 1 3

Helga María var smíðuð í Noregi árið 1988 en komst í eigu HB á Akranesi forvera HB Granda árið 1999.

Meira í leiðinni440 1000 | WWW.N1.IS

ÖFLUGT SAMSTARF Í SJÁVARÚTVEGI Árangur í sjávarútvegi byggir á traustuog kraftmiklu samstarfi allra þátttakenda.Gæðavörur og traust þjónusta reyndrasérfræðinga eru okkar framlag svo þúnáir enn betri árangri!

N1 BÝÐUR ÞÉR

• Eldsneyti á skip og báta

• Smurolíu og feiti

• Vinnufatnað

• Útgerðarvörur

• Öryggistæki

• Rekstrarvörur

• Verkfæri

• Efnavörur

Page 7: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávalt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem þau þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár.

Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.

Page 8: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

8 ú t v E G S B L a ð I ð á g ú s t 2 0 1 3

Sjávarklasinn á Íslandi hefur eflst töluvert á undanförnum árum en honum tilheyrir bæði

hefðbundinn sjávarútvegur og ýmis stuðningsþjónusta. Stærsti hluti þeirrar þjónustu er í Reykja-vík sem og flest þekkingarstörf tengd sjávarklasanum.

Þegar rætt er um sjávar-klasann á Ís-landi er bæði átt við hefð-bundnar veiðar og vinnslu, en að auki ýmis konar stuðn-ingsþjónustu og hliðar-

greinar á borð við fiskeldi, sjávar-tækni, veiðafæragerð, flutninga, stjórnsýslu og sjávarlíftækni. Nýjar athuganir Íslenska sjávar-klasans á efnahagsáhrifum sjávarklasans á Íslandi benda til þess að áhrif hans hafi aukist milli ára, frá því að leggja til um 27% af landsframleiðslu árið 2011 í að vera 28% árið 2012. Að sama skapi má áætla að hann skapi á bilinu 25 til 35 þúsund störf víðs vegar um landið.

Sjávarklasinn kortlagður,,Við höfum unnið að því frá stofnun Íslenska sjávarklasans að kortleggja sjávarklasann á Íslandi og efnahagsleg umsvif hans,“ segir Haukur Már Gestsson, hag-fræðingur hjá Íslenska sjávarklas-anum. Hann bætir við: ,,Þannig höfum við áttað okkur betur og betur á því hvar tækifærin liggja, en það er einkum í auknu sam-starfi mismunandi aðila.“

Haukur segir hlutfallslega stærstan hluta þessarar afleiddu starfsemi eiga sér stað á höfuð-

borgarsvæðinu. Í borginni hafi um-svif sjávarútvegs haldist nokkuð stöðug ef horft er á undangenginn áratug, aflaheimildir reykvískra útgerða verið nokkuð stöðugar og það sama gildi um landaðan afla í höfnum höfuðborgarsvæðisins. Auk útgerða og fiskvinnsla þrífist þar hafnir,fiskmarkaður, veiða-færagerðir, fjölmörg tækni- og líftækni fyrirtæki, flutningafyrir-tæki, sölu- og markaðsfyrirtæki og haftengd ferðaþjónusta, auk haftengdrar stjórnsýslu og ýmis konar félagasamtaka. ,,Þó nokkrar þessara afleiddu greina hafa ein-kennst af verulegum vexti undan-farið sem hefur að talsverðu leiti átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann.

Mikil sókn sjávartæknifyrirtækjaHaukur segir sjávartækni vera þann anga sjávarklasans sem hefur vaxið hvað mest undan-farin ár. Honum tilheyra u.þ.b. 70 fyrirtæki sem framleiða og selja vörur undir eigin vörumerki. Afurðir tæknifyrirtækjanna eru t.a.m. veiðarfæri, vinnslutæki, umbúðir, kælikerfi, upplýsinga-kerfi og ýmis annar vél- og hug-búnaður. Marel, sem staðsett er í Garðabæ, er stærsta fyrirtækið í þessum flokki en að auki megi nefna kröftug fyrirtæki á höfuð-borgarsvæðinu á borð við Hamp-iðjuna í Skarfagörðum, Trackwell á Laugavegi, Naust Marine í

Hafnarfirði, Vaka í Kópavogi og Marorku í Borgartúni. „Ef við horfum á allan sjávarklasann á Íslandi er ljóst að flest þekk-ingarstarfanna eru staðsett í og við höfuðborgina. Þar með er þó ekki sagt að sjávarklasinn sé endilega borgarbarn, þvert á móti. Raunar hefur þróunin verið á þá vegu að á meðan ýmis þekkingar- og tæknistörf hafa þrifist vel í ys og þys borgarinnar þá hefur framleiðsla sem krefst nálægðar við hráefni vaxið mikið á landsbyggðinni, þar á meðal ýmis störf í líftækni,“ segir Haukur Már. Af þeim rúmlega 1.000 störfum í sjávarlíftækni megi áætla að 700-800 þeirra fari fram á höfuðborgarsvæðinu en þegar horft sé á framleiðslu úr aukaafurðum og líftækni snúist þetta hlutfall við. „Þetta segir okkur hversu umfangsmikilll sjávarútvegur er í Reykjavík þegar tekið hefur verið tillit til afleiddrar starfsemi, þvert á það sem margir telja,“ segir hann.

Umfangið meira en margir teljaLíklega er ferðaþjónusta sú útflutningsgrein sem kemst næst sjávarútvegi í umfangi á svæðinu, en nú þegar eru þessar tvær atvinnugreinar farnar að stangast nokkuð á við hvor aðra. Skýrasta dæmið eru deilur hval-veiðimanna og hvalaskoðunar-fyrirtækja í sumar. Þjóðirnar í kringum okkur hafa lengi glímt við deilur milli þessara atvinnu-greina sem er auðvitað einskært lúxusvandamál í stóra sam-henginu, segir Haukur. Líklega hafi greinarnar meiri jákvæð áhrif hvor á aðra en neikvæð þegar uppi sé staðið. ,,Við sjáum að minnsta kosti fleiri tækifæri en ógnanir í því að tengja saman þessar greinar á sama hátt og með aðrar greinar sjávarklasans,“ segir Haukur Már að lokum.

SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA

Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000

Átt þú rétt á styrk?Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins:• starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir • meirapróf • kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika

Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt.

Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Silver River lestaði makríl og loðnu til Rússlands og Litháenn Norska frystiskipið Star River lestaði fyrir stuttu makríl og loðnu úr nýrri frystigeymslu HB Granda á Grandagarði í Reykjavík. Einar Vignir Einarsson skipstjóri á skipinu segir skipið hafa lestað fyrst í Grundarfirði þar, sem bæði var tekinn frosinn makríll og loðna. Síðan hafi þessi lestun verið hjá HB Granda en að lokum hafi skipið verið fyllt af loðnu og makríl í Ísheimum í Sundahöfn. „Þetta var loðna og makríll frá ýmsum frystiskipum sem við tókum þar,“ sagði Einar Vignir Einarson skipstjóri þegar Útvegsblaðið hafði samband við hann um borð í skipinu sem var þá á leið með farminn til Klaipeda í Litháen og St. Pétursborgar í Rússlandi.

Kröftugur sjávarklasi Mikið af tækifærum í auknu samstarfi ólíkra aðila

Sigrún Erna Geirsdóttir

Haukur Már Gestsson.

Ef við horfum á allan sjávarklasann á Íslandi er ljóst að flest þekkingarstarfanna eru staðsett í og við höfuðborgina.

Nýtt nám í sjávartengdri nýsköpunn Háskólasetur Vestfjarða mun í byrjun næsta árs bjóða upp á nýtt meistaranám, sjávartengda nýsköpun, í samvinnu við Háskólann á Akur-eyri og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Námið verður einstaklingsmiðað og mun nýsköpunarverkefni skipa helming námsins.

,,Við viljum sjá fólk úr ölllum greinum sækja um, bæði þá sem hafa stundað nám tengt sjávarútvegi en líka fólk úr ferðamannaiðnaði, skapandi greinum og fleira,“ segir Peter Weiss, forstöðumaður hjá Háskólasetri Vestfjarða. Markmiðin með náminu eru nokkur, t.d að kenna nemendum sjálfstæð vinnubrögð og verkefna-stjórnun, að stofna og reka lítið fyrirtæki og síðast en ekki síst að fullþróa nýsköpunarverkefni í sjávarútvegi. Þá sé það sömuleiðis markmið að efla atvinnulíf Vestfjarða. Spurður um hugmyndina að náminu sagði Peter vera þá að árlega væri góður hópur fólks í meistaranámi í haf- og strandveiðastjórnun hjá setrinu og væru að skila mjög góðum meistaraverkefnum. Þessir nemendur finndu hins vegar oft ekki atvinnu á Vestfjörðum og þetta væri liður í því að reyna að bæta úr því. ,, Hugmyndirnir vantar ekki heldur úrræðin til þess að vinna úr þeim. Við viljum halda þessum nemendum hér og með þessu námi erum við að hjálpa þeim að skapa sín eigin störf, byggð á þeirra eigin hugmyndum, eða starfa innan annars fyrirtæks við þróun þeirra,“ segir hann.

Page 9: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

hvert er þitt hlutverk?

Gold Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyrisími: 545 3200 » [email protected] » www.wise.is

- snjallar lausnir

Wise sérhæ�r sig í viðskiptalausnum, sem einfalda þér þitt hlutverk.

Wise - snjallar lausnir

Mikið af tækifærum í auknu samstarfi ólíkra aðila

Page 10: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

Þetta snýst bara um það hve mikið má veiða hverju sinni og hve mikið er eftir af kvóta,“

sagði Þórður Magnússon, skip-stjóri á frystitogaranum Höfr-ungi þriðja, sem HB Grandi gerir út. Áður en Þórður fór í sumarfrí var hann og áhöfnin á makríl-veiðum. Hann segir frystigeymsl-una „Ísbjörninn,“ á Grandagarði muna gífurlega miklu um með-ferð hráefnis af frystitogurum.

„Fyrst Jón Gnarr kom ekki með ís-björninn til Reykjavíkur þá færði HB Grandi honum hann,“ segir Þórður. Hann segir mikinn mun á afgreiðslutíma skipa í höfninni.

„Áður var verið að landa um þús-und kössum á klukktíma en núna er landað 1.500 til 1.600 kössum á klukkutímann. Fiskurinn fer beint úr frystinum hjá okkur með lyftara yfir bryggjuna í frost hjá Ísbirninum. Þetta er auðvitað miklu betri meðferð því áður stóð fiskurinn kannski á bryggjunni í nokkra klukkutíma í sólskini og hita en nú þarf ekki einu sinni að taka frystigámana af bílunum. Þeir bakka bara að Ísbirninum og fiskurinn fer beint í gámana. Þetta er allt við skipshlið.“ Mak-rílinn veiddu þeir á Höfrungi þriðja aðallega vestur af landinu, í Jökuldjúpinu og þar vestur af.

„Við höfum reynt að halda okkur svolítið langt frá Breiðafirðinum til að fá ekki síldina með. Eftir því sem maður kemur lengra út er minna af síld, alveg að græn-lensku lögsögunni. Þetta er tals-vert öðruvísi en síðustu ár því þá hélt síldin sig meira inni á Breiða-firðinum. Nú er síld úti fyrir öllu Vesturlandi og alveg suður í

Skerjadýpi. Ég held að við séum í rosalega góðum málum með síldina.“ Þórður segir það alltaf notalega tilfinningu þegar fiski-stofn sé dreifður. „Þá veit maður að nóg er af fiski.“

Við kunnum ekki að lifa í sátt í borgarsamfélagiUm löndunarbann Evrópusam-bandsins á Færeyinga segir Þórð-ur brosandi að þeir séu víða að þvælast fyrir þessir kratar. „Ég get tekið undir að nóg sé af makríl hér við land. Það er segin saga að ef maður kastar flottrolli í sjó hérna vestur af landinu að þá fær mað-ur eitt til tvö tonn á togtímann. Maður þorir þessu bara ekki núna af þvi að það er svo mikið af síld alls staðar. Það er nánast sama hvar er kastað. Ég veit ekki hve margar milljónir tonna þetta eru ef við segjum að eitthvað ákveðið mikið sé á hvern fermetra alla leið að Grænlandi. Það er svo óheyri-legt að ég þori ekki að nefna það.“ Þórður segir að sér sé alveg sama hvað hver segi um veiðitakmark-anir. „Við verðum alltaf að vera réttu megin við mörkin. Allir vita hvernig við fórum út úr peninga-stefnunni á sínum tíma. Við meg-um ekki stúta fiskistofnunum með einhverju bulli. Þá fyrst er hægt að segja að við getum ekki stjórnað okkur sjálf. Við kunnum ekki að lifa í sátt við hvert annað

10 K a u p H a L L a R B L a ð I ð m a í 2 0 1 3

Þórður Magnússon, skipstjóri á frystitogaranum Höfrungi þriðja

Verðum að vera réttu megin

ByrjUM oF SNEMMA Að VEiðA GUlllAxiNNAf þeim hefðbundna veiðiskap sem frystiskipin stunda, segir Þórður að þyngst sé að ná grálúð-unni. „Hún er á svo takmörkuðum blettum. Þetta eru viðkvæm svæði og um leið og margir eru farnir að toga í einu dettur aflinn niður. Þetta ræðst af áganginum eins og með allar veiðar.“ Þórður segir fiskistofna við Ísland meira eða minna frið-aða. „Við sjáum bara að fyrir 20 árum voru þrisvar sinnum fleiri togarar við veiðar. Ef maður fer á ákveðin svæði, sem vitað er að lítið hefur verið veitt á, þá síast inn á þetta fiskur. Af því að þessi veiðisvæði eru meira eða minna friðuð. Nú er verið að taka sama afla upp á miklu færri skipum með mun hagkvæmari hætti en gert var vegna þessarar friðunar. Fiskistofnanir hér eru í mjög góðu standi. Það eru ekki allir sjómenn sammála mér um það að friðunin hafi þetta mikið að segja en við getum bara tekið laxveiðiá til samanburðar ef alltaf er andskotast í sama hylnum þá endar það með því að ekkert fæst þar.“ Djúpkarfann segir Þórður að þeir sæki ekki út á Reykjaneshrygg. „Við höfum

helst haldið okkur á „Hampiðjutorginu,“ djúpt út af Vestfjörðum og út af Vesturlandi. Djúpkarfann höfum við verið að veiða til helminga við gull-laxinn, hafa þetta fiftí fiftí. Hann heldur sig á djúp-slóðinni eins og karfinn. Gallinn er bara sá að það er nýtt kvótaár á honum fyrsta september en þá er hann smár. Ég vil að engum verði hleypt í gull-laxinn fyrr en í desember. Peningalega væri það miklu skynsamlegra fyrir þjóðfélagið og útgerðina að veiða hann þá og fram í apríl. Þá fæst stærsti og verðmætasti gulllaxinn. Hann er ekki í kvóta og það eru því ólympískar veiðar á honum og allir andskotast á honum strax í september. Svo veit maður ekkert hvað gerist þegar hann kemur í trollið fyrst á haustin og er svo smár að hann fer út um pokana. Lifir hann eða lifir hann ekki? Þetta veit maður ekki. Svo virðist stærri gulllaxinn koma þegar líður á haustið. Ef það væri kvóti á þessu, t.d. í hlutfalli við djúpakarfann, þá væru menn ekki að byrja svona snemma að veiða gulllax og veiða hann þegar hann er stærstur.“

eins og fólk þekkir sem býr í borg-arumhverfi útlanda. Ef við ríf-umst ekki við einhverja aðra þjóð þá rífumst við innbyrðis. Sveita-menn rífast út af hornstaurunum á girðingunum, heilu stigagang-arnir í Reykjavík loga í einhverj-um illdeilum. Í sjávarútveginum er þetta sama. Trillukarlarnir ríf-ast út í stórútgerðina, LÍÚ rífst út af smábátunum, hvalaskoðunar-fólk út af hvalveiðunum. Það eru allir að rífast út í hvern annan. Ég skil ekki hvað það truflar hvala-skoðun þótt hvalbátarnir sigli hér í gegnum Faxaflóann með hval á

síðunni sem þeir veiða 150 sjómíl-ur úti í hafi. Ég skil bara ekki svona lagað. Fólk verður bara að átta sig á því að það eru alltaf breytingar í hafinu frá ári til árs. Stundum eru smáhveli hér uppi í fjörum og stundum ekki. Þetta er bara sama og mannfólkið gerir. Það leitar þangað sem það hefur það best. Af hverju ætli allt þetta fólk hafi flutt á suðvesturhornið síðustu áratugi? Það er bara vegna þess að þar líður því vel. Hér er milt veður allan ársins hring, hér er fólkið og nóg að bíta og brenna. Við snúum þessu ekkert við, hvort sem við

aukum kvóta á Vestfjörðum eða ekki. Auðvitað voru það fyrst og fremst peningasjónarmið sem réðu því að kvótinn fór þaðan,“ segir Þórður og honum er mikið niðri fyrir.

Þurfum að breyta hugsanaganginumÞórður segir að við verðum að láta af þessum hugsanagangi. Öll þessi heift og læti út í allt og alla ganga ekki ef við ætlum að lifa af í þessu landi. Hér virðist eng-inn geta lifað í sátt og samlyndi við nokkurn annan. „Fólkinu fjölgar ekkert á Vestfjörðum þótt kvótinn verði aukinn þar,“ segir Þórður Magnússon skipstjóri á frystitogaranum Höfrungi þriðja, garðyrkjubóndi í frístundum og KR-ingur.

Við snúum þessu ekkert við, hvort sem við aukum kvóta á Vestfjörðum eða ekki. Auðvitað voru það fyrst og fremst peningasjónarmið sem réðu því að kvótinn fór þaðan.

Haraldur Bjarnason

Höfrungur iii AK 250

Þórður Magnússon við sumar-hús sitt með Borgarfjörðinn, Melabakkana, Hafnarfjallið og Skarðsheiðina í baksýn.

Page 11: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

Samherji er stoltur af því að vera aðalstyrktaraðiliFiskidagsins mikla á Dalvík frá upphafi.

ÞÖKKUM DALVÍKINGUMFYRIR ÞEIRRA FRAMTAK

SAMVINNA OG GLEÐI GERIR FISKIDAGINN EINSTAKAN

Page 12: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

12 ú t v E G S B L a ð I ð á g ú s t 2 0 1 3

Hin ólíku störf sjávarútvegsinsStörf í sjávarútvegi eru eins fjölbreytt og þau eru mörg enda hefur hann leitt af sér ýmsar hliðargreinar og þjónustu. Útvegsblaðið ákvað að líta inn á nokkra vinnustaði sem allir tengjast útveginum á einn eða annan hátt og urðu Hleragerðin, Hampiðjan og Hafrannsóknastofnun fyrir valinu enda um býsna ólíka staði að ræða.

Starfsmaður Hampiðjunnar leysir úr smá flækju.

Feiknarstór troll eru dregin inn til yfirhalningar.

Net í viðgerð.

Hlerar í viðgerð Hlerar geta verið af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá 2 m2 upp í 15 m2.

HAMPiðJAN

HLERAGERðiN

Page 13: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

Þrátt fyrir að fækkað hafi í hópi þeirra sem vinna við fiskvinnslu í kjölfar auk-innar vélvæðingar hefur

slysatíðni í greininni hækkað á undanförnum árum. Af þessum sökum stendur nú yfir átak af hálfu Vinnueftirlitsins sem miðar að því að fræða stjórnendur og starfsfólk og efla innra starf og eftirlit fyrirtækjanna.

Slysum ætti að hafa fækkaðHelgi Haraldsson, deildarstjóri tæknideildar hjá Vinnueftirlitinu, segir að þegar tekið sé tillit til fækkunar starfsfólks í atvinnu-greininni væri vissulega eðlilegra ef slysum hefði fækkað um leið. Um öfuga þróun sé hins vegar að ræða og því hafi verið ákveðið að hefja sérstakt átak til þess að snúa þessu við. Fundað hafi verið með fulltrúum Samtaka fiskvinnslu-stöðva og Starfsgreinasambands-ins og farið yfir stöðuna. Allir hafi verið sammála um mikilvægi þess að bæta þyrfti úr þessu. Í kjölfarið var sent erindi til 200 fyrirtækja og byrjað að fara í eftirlitsheim-sóknir og munu þær ná fram á haustið. Flest slys í fiskvinnslu verða við framleiðslulínur, á ferð um vinnusvæði og við viðhalds-vinnu og hafa eftirlitsmenn þetta

og fleira í huga við skoðun sína á vinnustöðunum.

Í allra þágu að bæta stöðunaGerður var gátlisti varðandi þessa áhættuþætti og fleira, og geta fyr-irtækin nálgast hann á heimasíðu stofnunarinnar. ,,Það er fyrst og fremst fyrirtækin sjálf sem geta breytt hlutunum. Það verður að koma upp öflugu innra starfi og koma öryggis-og eftirlitsmálum í gott horf og það er undir þeim sjálfum komið,“ segir Helgi. Hann segir að atvinnurekendur séu mjög ánægðir með átakið enda sé það í allra þágu að fækka slysum í greininni. Allir vilji gott vinnu-umhverfi, menn vilji laða til sín gott starfsfólk og þá sé mikilvægt að ímyndin sé góð. Slys séu líka kostnaðarsöm; bæði fyrir fyrir-tækin og heilbrigðiskerfið.

Sérsniðin námskeiðUngt fólk er áberandi í hópi þeirra sem slasast. Helgi segir að skýr-ingin geti legið í því að það sé nýtt á vinnumarkaði og skorti bæði reynslu og þekkingu. Nú sé verið að leggja á það ríka áherslu að fiskvinnslurnar fræði þennan hóp betur en gert hefur verið. Tungu-málaerfiðleikar geta einnig verið orsakavaldur en stór hluti fisk-

vinnslufólks er af erlendum upp-runa. Þetta þurfi fyrirtækin að hafa í huga og haga fræðslu eftir því svo fræðsla skili sér til allra.

Með haustinu mun Vinnueftir-litið sjá um námskeið sem verða sérsniðin fyrir fiskvinnslurnar. Á námskeiðunum verður farið í öryggismenningu, fjallað um vinnuslys, hávaða, hita og kulda o.fl. ,,Það er líka mjög mikilvægt að bjóða upp á fræðslu sem hentar öllum og fyrirtækin eru svo mis-jöfn að gerð. Námskeiðin eru því misjöfn eftir því hvort þau eru fyrir stjórnendur eða almennt starfsfólk, lítið fyrirtæki eða stórt,“ segir Helgi.

Þurfum að gera beturHann segir bjartsýnn á það muni takast að koma öryggismálum starfsfólks í gott horf þar sem vinnslurnar séu vanar því að vinna eftir gæðakerfum. ,,Við viljum sjá þann árangur að fyrirtækin efli sitt innra starf sem gerist bæði með því að þau efli þekkingu stjórnenda og starfsfólks og með því að gera eða uppfæra áhættumat. Þegar þetta gerist mun slysum fækka því það er ekki ásættanlegt að við séum með þetta mörg vinnuslys á ári í þess-ari atvinnugrein. Við stöndum þar framarlega á ýmsum sviðum og nú þarf að gera betur á þessu sviði.“

Of mikið um vinnuslys í fiskvinnslu

Vinnueftirlitið með átak til fækkunar slysum

13 ú t v E G S B L a ð I ð á g ú s t 2 0 1 3

,,Það er fyrst og fremst fyrirtækin sjálf sem geta breytt hlutunum. Það verður að koma upp öflugu innra starfi og koma öryggis-og eftirlitsmálum í gott horf og það er undir þeim sjálfum komið.“

Makríll tilbúinn til vigtunar, lengdarmælingar og ýmissar sýnatöku

Hafrannsóknastofnun hefur í gegnum árin safnað kvörnum úr fjölmörgum fisk-tegundum. Kvarnir einstakra tegunda eru mismunandi að útliti og lögun og það má m.a. nýta í sambandi við fæðurannsóknir.

Þorskvörnum er raðað á sérstaka bakka, þær síðan steyptar í plastefni og loks sneiddar áður en þær eru aldursgreindar.

Makríll aldursgreindur í smásjá með því að telja árhringi í kvörnum.

HAfRANNSóKNAStofNuN

Page 14: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

14 ú t v e g s b l a ð i ð á g ú s t 2 0 1 3

N

14,3

14,4

15,7

14,3

14,5

9,8

9,8

9,8

12,2

12

1,9

2

R

R

R

R

R

N=3,3

Z

Slippurinn

Ægisgarð

ur

N=1,3

N=3,2

N=5,6

N=3,2

N=3,3

GK: 4.80

GK: 4.80

GK: 4.67

Danielsslippur

5587

1

1

6

8

15

11 9

5

14

13,9

18

8

12 göngugata

hótel

Mýrargata

Nýlendugata

íbúðir40

0030

0030

0040

00

15,8

K:4.70

íbúðir

íbúðir íbúðir íbúðir íbúðir

20

arkitektar ehf.

JL, KÁHANNAÐ:DAGS.:

KVARÐI:

TEIKNAÐ:YFIRF.:

VERKKAUPI:SKIPULAGS- OG BYGGINGASVIÐREYKJAVÍKURBORGARKT: 590182-1259

BREYTT SKIPULAG FYRIR VESTURBUGT ÁFANGI 1 1:1000

TÖLULEGAR UPPLÝSINGAR

KENNISNIÐ NORÐUR-SUÐUR 1:1000

KENNISNIÐ AUSTUR-VESTUR 1:1000

AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR2001-2024

LYKLAR

Deiliskipulagi þessu fylgir greinargerð og skilmálar dags. -05-10.

Mæliblöð sýna lóðamörk, nákvæmar stærðir lóða, byggingarreiti,innkeyrslur inn á lóðir og kvaðir ef einhverjar eru.

Mörk skipulagssvæða

Opin svæði til sérstakra notaO

Lóðamörk

Stærð lóðar í fermetrum

Nýtingarhlutfall lóðar með bílgeymslu

000 m²

N=

Bindandi byggingarlína

Óbundin byggingarlína

Núverandi byggingar

Byggingarreitur, hámark

Nb

Nýb

Göngu- og hjólreiðastígur

Fjöldi hæða í húsi2h

SpennistöðZ

Verndað byggðamynsturVb

Hámarks byggingarmagn000 m²

Bílgeymsla undir garðiInngarð/bílg

innakstur í bílgeymslur (staðsetn. ekki bundin)

Tré í göturými, fjöldi trjáa leiðbeinandi

sund Kvöð um 6m bil milli húsa

Gólfkóti neðstu aðgangshæðarGK:

Ný byggð við Slipp og hafnargötur þrengdar

Deilt um ágæti breytinga á hafnarsvæði

Nýlega var auglýst tillaga að breytingu á deili-skipulagi Vesturbugtar sem afmarkast af Ána-

naustum í vestri og að Slippnum í austri og er t.d gert ráð fyrir 257 íbúðum á svæðinu, auk atvinnu-húsnæðis, í blöndu af fjölbýlis-húsum og raðhúsum. Sömuleiðis stendur til að þrengja Mýrargötu og Geirsgötu. Ekki eru allir á einu máli um ágæti tillögunnar.

Tillögurnar mikil vonbrigðiHörður Gunnarsson, forstjóri Olíu-dreifingar sem hefur höfuðstöðvar sínar á Hólmaslóð segir tillögur að breytingum á Mýrargötu og Geirs-götu vissulega ekki horfa vel við fyrirtækinu. Fjöldi olíuflutninga-bíla fer um götuna daglega.

,,Í raun og veru er ekki hægt að fara Hringbrautina í stað-inn, það væri bæði gegn okkar markmiðum og öryggismálum og gegn vilja slökkviliðs. Við þá götu eru bæði fjöldi bygginga

og hringtorg svo með tilliti til öryggis er hún ekki ásættanleg. Mýrargatan er okkar aksturs-leið, það er styst að fara hana og mesta öryggið í því fólgið,“ segir Hörður. Ef gatan verður þrengd mun umferðin ganga hægar fyrir sig og líklegt að önnur umferð færi sig eitthvað upp á Hring-braut, að mati Harðar.

Sem hagsmunaaðili á svæðinu kom fulltrúi Olíudreifingar sjón-armiðum fyrirtækisins á framfæri þegar Reykjavíkurborg hóf vinnu við nýtt skipulag svæðisins. Hörð-ur segir að þeir hafi síðan ekki heyrt meira frá borginni, nýjustu upplýsingar um tillögurnar hafi þeir séð í fjölmiðlum.

,,Við erum búnir að hafa sam-band við þá og óska eftir fundi, við viljum fá að vita af hverju okk-ar tillögur hafi ekki verið teknar til greina,“ segir Hörður. Hann segir að þeir hafi vonast til þess að breytingar á Mýrargötunni yrði til framfara fyrir starfsemina en

því miður líti það ekki þannig út í dag. ,,Ef þetta verður samþykkt væri það mjög bagalegt fyrir okk-ur, það er alveg ljóst.“

Þrengingar munu vera til batnaðarHjálmar Sveinsson, varaformað-ur skipulagsráðs Reykjavíkur og formaður Faxaflóahafna neitar því að þrenging Mýrargötunnar eigi eftir að hindra umferð til og frá höfninni, verið sé að tala um litla þrengingu vegna breikkunar á gangstétt sitt hvoru megin. Það sé þó rétt að Geirsgata, sem liggur milli hennar og Kalkofnsvegar,

verði talsvert þrengd. ,,Í þessu sambandi er rétt að minnast á að höfnin veitti HB Granda nýver-ið leyfi fyrir kæligeymslum við Norðurgarðinn. Þetta mun hafa þau áhrif að þeir flytja fisk beint frá Norðurgarðinum og þetta mun minnka gámaumferðina tals-vert. Það er heldur ekki útlit fyrir að umferð olíubíla muni aukast og hún er að auki utan aðalum-ferðartíma.“ Breytingarnar á göt-unum tveimur muni líka hafa þau áhrif að þungaflutningabílar muni keyra hægar, sem sé mjög jákvætt, nokkuð sé um það að þeir keyri of hratt. Skipulagsráð og umferðarverkfræðingar hafi því komist að þeirri niðurstöðu að þessar breytingar á götunum væru til batnaðar.

Vangaveltur hafa verið uppi um að umferð muni flytjast að einhverju leyti á Hringbraut en Hjálmar telur það ósennilegt. Það sé eðli umferðar að finna leiðir sem séu þægilegar og akstur um

Mýrargötu og Geirsgötu séu áfram betri kostur en Hringbrautin. Það liggi líka fyrir að Geirsgatan geti afgreitt 30% meiri umferð en hún gerir í dag, án umferðarteppu. Gatan hafi í upphafi verið hönnuð fyrir meiri umferð en fer um hana í dag. ,,Svo er líka staðreynd að göt-ur þar sem umferðarhraði er lágur eru afkastameiri en götur með hærri umferðarhraða, nokkuð sem kemur mörgum á óvart. Þetta kemur til vegna þess að á götum með hærri hámarkshraða eru t.d umferðarljós eða hraðahindranir og því er umferðin þar skrykkjótt-ari en umferð á götu með lágum hámarkshraða. Þær afkasta þess vegna meiru,“ segir Hjálmar.

Skilmálar vegna hávaða Bent hefur verið á að hávaði frá Slippnum geti valdið íbúum ónæði og þeir eigi eftir að kvarta vegna þessa. Hjálmar segir hins vegar að þetta muni ekki verða vandamál og nefnir að Hótel Mar-

Það er fullt af fólki sem er tilbúið til að taka á sig norðanrokið til þess að búa við sjóinn.

Page 15: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

15 ú t v E G S B L a ð I ð á g ú s t 2 0 1 3

ina sé nánast ofan í Slippnum og það hafi gengið einstaklega vel hjá hótelinu. Í upphafi hafi fjárfestum verið gert alveg skýrt að það yrði ekki hlustað á kvartanir vegna málningar og hávaða. Slippurinn hafi verið frumbýlingur á svæðinu og taka þyrfti tillit til þess. Raunin hafi enda orðið að ekkert sé um kvartanir, fólki finnist spenn-andi að búa á grófu iðnaðarsvæði.

,,Hvað nýju íbúðarbyggingarnar ræðir þá verður ákvæði í samn-ingunum varðandi hávaða frá svæðinu. Þeir sem þarna kaupa og byggja vita að hverju þeir ganga, að þetta er virkt iðnaðar-svæði, og að það verði ekki hlust-að á umkvartanir vegna hávaða eða málningar,“ segir Hjálmar.

Þeir sem þarna vilji búa sæki í svona umhverfi og sætti sig við það sem því fylgir.

Mikil eftirvænting vegna nýrra íbúðaEins og flestir vita er veðrið kring-um höfnina ekki með því blíðasta en Hjálmar telur að það muni ekki hafa áhrif á áhuga fólks á að búa þar og telur að íbúðirnar verði mjög eftirsóttar. Veðurfræð-ingur hafi að auki gert skýrslu um veðurfarið á svæðinu og niður-staðan sé sú að í harðri norða-nátt sé nokk sama hvort maður sé staddur á Seltjarnarnesi eða við höfnina, það sé alls staðar hart veður. Suðvestanátt sé hins vegar annan til þriðja hvern dag

og það sé vissulega hvimleitt. Til að vinna gegn henni verði fyrir-komuleg húsanna hins vegar þannig að það skapist skjól fyrir þeirri átt og þarna verði líka lít-il torg þar sem skjól verði fyrir norðanáttinni. ,,Það er nú þegar búið víða á svæðinu og það eru blokkir á grandanum við norður-ströndina. Það er fullt af fólki sem er tilbúið til að taka á sig norðan-rokið til þess að búa við sjóinn.“ Hann segir borgaryfirvöld hafa orðið vör við mikla eftirvæntingu vegna nýja íbúðarsvæðisins og mikinn áhuga.

Mikilvægt að svæði séu blönduðHjálmar var spurður að því hvort hann óttaðist ekki að íbúða-byggðin myndi raska atvinnu-starfsemi á svæðinu? ,,Nei, við settum þessa skilmála inn í samninga um byggingarnar ein-mitt til þess að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því. Fólk samþykkir að þetta sé atvinnusvæði og að það hafi takmarkaðan rétt á að kvarta.“ Verkefnið og vandinn liggi í að gera þetta að hafnar-svæði með margvíslegu lífi, hvort

sem það sé slippur, útgerð, veit-ingastarfsemi eða íbúðarbyggð. Margar gamlar hafnir sem gangi í endurnýjun lífdaga þróist ann-að hvort í að verða lúxusíbúðar-svæði eða ferðamannasvæði en hér sé möguleikinn á að gera þetta að fjölbreyttri höfn, með mikla félagslega blöndun. Hjálmar seg-ir það almennt álit sérfræðinga að blöndun sé góð í borgarskipu-lagi. Á nýlegu þingi bandarískra skipulagsfræðinga hafi það t.d verið rauður þráður að hverfa frá flokkuðu borgarskipulagi þar sem þjónustuhverfi, íbúðarhverfi og atvinnuhverfi sé haldið aðskilum, það sé mikill galli. Fólk þurfi að vera á ferðinni um alla borg þar sem slíkt skipulag sé við lýði, öf-ugt við gömlu klassísku borgirnar þar sem hverfin eru sjálfbær og allt sé að finna á sama svæðinu.

Minnkum mengun með hægari umferðÞegar byggt er upp íbúðarhús-næði við götu með mikilli umferð þungavinnubíla vekur það óneit-anlega upp spurningar varðandi mengun og umferðaröryggi. Tel-

ur Hjálmar að nægilegt tillit hafi verið tekið til þessara þátta? ,,Já, hiklaust. HB Grandi mun minnka sína umferð talsvert og við erum mjög ánægðir með það. Þegar við náum svo að hægja á umferðinni minnkum við um leið mengunina sem er því meiri sem umferðin er hraðari, þá er bæði meira svifryk og sót úr bílum.“ Þá segir hann að með því að hægja á umferðinni í götunni sé öryggi gangandi veg-farenda aukið verulega. Banaslys-um hafi fækkað mjög í Reykjavík og slysum á fótgangandi vegfar-endum líka og þetta megi rekja til þess að tekist hafi að hægja á um-ferð í borginni.

Hjálmar segir að lokum að borginni sé umhugað um að búa vel að höfninni. Reykjavíkurhöfn væri ein besta og stærsta sjávar-útvegshöfn landsins og borgin hefði metnað til þess að halda þeim sessi. Útvegurinn væri afar mikilvægur efnahag borgarinnar og ný skýrsla hefði t.d sýnt fram á að vægi hans væri um 20%. Reyk-víkingar væru stoltir af sinni höfn og myndu hafa ástæðu til að vera það áfram.

Hjálmar Sveinsson. Hörður Gunnarsson.

Í raun og veru er ekki hægt að fara Hringbrautina í staðinn, það væri bæði gegn okkar markmiðum og öryggismálum og gegn vilja slökkviliðs. Við þá götu eru bæði fjöldi bygginga og hringtorg svo með tilliti til öryggis er hún ekki ásættanleg. Mýrargatan er okkar akstursleið, það er styst að fara hana og mesta öryggið í því fólgið.

Page 16: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

16 ú t v E G S B L a ð I ð á g ú s t 2 0 1 3

Viðfangsefni auðlinda-hagfræði eru vandamál sem upp koma þegar ráð-stafa skal takmörkuðum

náttúruauðlindum og hvernig skynsamlegast sé að nýta þær.

,,Sjávarútvegurinn er lifandi og endurnýjanleg auðlind og það sem við auðlindahagfræðingar skoð-um er t.d hvernig megi nýta þessa auðlind með sjálfbærum hætti um um ókomna tíð til hagsbóta fyrir samfélagið,“ segir Daði Már Krist-ófersson hagfræðingur, nýráðinn forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands en hann hefur sérhæft sig í auðlindahagfræði. Sjálfbær nýting endurnýjanlegra auðlinda sé einn af þeim forsendum auðlindahag-fræðin gengur út á.

Pólitísk sjónarmið vega of þungtÞegar Daði er spurður hvort nægi-legt tillit sé tekið til sérfræðisjónar-miða á borð við auðlindahagfræði við stjórnun fiskveiða svarar hann að freistandi sé að segja nei. Hins vegar sé ekki hægt að neita því að Ís-lendingar hafi verið duglegri við það en margar aðrar þjóðir. ,,En vissu-lega ættu stjórnvöld að taka meira tillit til sérfræðinga í t.d auðlinda-hagfræði og vistfræði hafsins þeg-ar unnið er að stjórnun fiskveiða.“ Mikilvægt sé að viðhafa hlutlaust, vísindalegt sjónarmið þegar það er ákveðið hversu mikið má veiða úr auðlindinni. Mörg skref hafi verið tekin í þá átt, nú séu t.d við lýði afla-reglur fyrir þorsk, loðnu, ufsa og ýsu og fleiri séu í smíðum sem sé skyn-samleg þróun. ,,Auðvitað er alltaf hægt að deila um gæði reglnanna en þarna er um að ræða rétta hug-myndafræði. Ástand stofnanna og ástand hafsins er á þennan hátt lykilatriði þegar umfang veiða er ákveðið en ekki pólitík,“ segir Daði.

Hins vegar sé það þó þannig að póli-tísk sjónarmið vegi enn of þungt og margt í okkar löggjöf stuðli ekki að sem hagkvæmastri nýtingu auð-lindarinnar. ,,Skiljanlega þarf að taka tillit til annarra sjónarmiða, eins og t.d byggðar, en það er vara-samt að blanda saman atvinnu-stefnu eða öðrum pólitískum mark-miðum við löggjöf sjávarútvegsins.“

Kostnaður við byggðastefnuna falinnDaði segir að þegar að byggða-stefnu sé blandað á þennan hátt við fiskveiðistjórnun sé kostnaður við byggðastefnuna falinn. ,,Þegar þetta er gert veistu ekki hvað t.d. byggðamarkmiðin kosta eða hvort árangurinn réttlæti kostnaðinn. Í

ofanálag getur þetta leitt til niður-stöðu sem ekki er í takti við það sem stefnt var að í upphafi.“ Hægt væri að nýta auðlindir sjávar með hag-kvæmari hætti en nú er gert og þar með fari arður forgörðum sem hægt væri að nýta til að fjármagna ýmsar aðrar aðgerðir af hálfu ríkisins. Daði segir brýnt að samfélagið taki af-stöðu til mikilvægis byggðastefnu í samhengi við fiskveiðistjórnun. Það sé fín lína milli þess að standa vörð um byggð annars vegar og þess að hefta eðlilega þróun atvinnulífs hins vegar. ,,Það hlýtur að þurfa að rétt-læta það vandlega þegar frelsi í einni atvinnugrein er takmarkað.“ Ekki þurfi annað en að horfa til Evrópu til að sjá afleiðingar þess þegar byggða-stefna ræður ferðinni við stjórnun

fiskveiða. Þar sé þessi atvinnugrein óarðbær og háð styrkjum, rétt eins og landbúnaðurinn hérlendis. ,,Þeg-ar atvinnugreinar eru þvingaðar til þess að haga rekstri sínum í takt við pólitísk sjónarmið fer arðsemin versnandi. Þessi kokteill byggða-stefnu og fiskveiðistjórnunar er ekki heppilegur að mínu mati, sérstak-lega ekki fyrir okkur Íslendinga sem höfum á brattan er að sækja í flest-um atvinnugreinum sem ekki tengj-ast náttúruauðlindum. Við þurfum að velta því vandlega fyrir okkur hvort þessi blanda skili okkur bestri nýtingu á auðlindinni.“

Nauðsynlegt að kerfið sé stöðugtSennilega vita flestir af þeirri gjá sem hefur myndast milli hags-

munaaðila í sjávarútvegi og al-mennings hvað varðar fiskveiði-stjórnunarkerfið, og ekki síst fiskveiðigjaldið, og segir Daði það vera mjög óheppilegt. Nauðsyn-legt sé að vinna að meiri sátt og fá stöðugt kerfi. Ef greinin búi ekki við stöðugleika dragi það úr hvata fyrir skynsamlegum fjárfestingum, langtímaverkefnum og þar með vexti. ,,Ef óvissa ríkir um það hvort menn fá kvóta eða ekki dregur það úr áhuga á öllum langtímaverkefn-um, eins og t.d rannsóknum, vöru-þróun og markaðsstarfi.“

Daði segir hins vegar eðlilegt að sjávarútvegurinn greiði fyrir að-gang að auðlindinni, hann skapi jú umtalsverð verðmæti fyrir greinina. ,,Það þýðir ekki að mér þyki núverandi gjald skynsamlegt, það hefði verið heppilegra að leita að markaðslausn varðandi gjald-töku. Útgerðin má hins vegar ekki heyra á það minnst.“ Aftur á móti verði að skoða gjaldtökuna í sam-hengi við ýmsa hluti, t.d leigutíma kvótans. Því lengri sem leigu-tíminn sé því hærra megi gjaldið vera. Þetta hafi hins vegar steytt á mörgum skerjum. ,,Ég tel fyrn-ingarleið skynsamlegri en núver-andi fyrirkomulag enda hefur hún marga kosti. Menn verða samt að átta sig á því að þegar breyta á svo gömlu kerfi eins og kvótakerfið er þá þarf að gera það varfærnislega, ekki síst með tilliti til þess að mörg sjávarútvegsfyrirtækjanna eru nýbúin að ganga gegnum hagræð-ingarferli og hafa verið í nokkrum ólgusjó,“ segir Daði að lokum.

Viðsjárverður kokteill Ástand hafs og stofna lykilatriði við ákvörðun kvóta

Sigrún Erna Geirsdóttir

,Þegar atvinnugreinar eru þvingaðar til þess að haga rekstri sínum í takt við pólitísk sjónarmið fer arðsemin versnandi. Þessi kokteill byggðastefnu og fiskveiðistjórnunar er ekki heppilegur að mínu mati, sérstaklega ekki fyrir okkur Íslendinga sem höfum á brattan er að sækja í flestum atvinnugreinum sem ekki tengjast náttúruauðlindum,“ segir Daði Már Kristófersson.

Ef óvissa ríkir um það hvort menn fá kvóta eða ekki dregur það úr áhuga á öllum langtímaverkefnum.

Meira í leiðinni440 1000 | WWW.N1.IS

ÞÚ FÆRÐ MOBIL GÆÐAOLÍU HJÁ N1

Page 17: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

17 ú t v E G S B L a ð I ð á g ú s t 2 0 1 3

Fjölbreytni á Grandanum

Café RetRo er einn af matstöðunum sem staðsettir eru á Grandanum og opnaði staðurinn dyr sínar í byrjun júlí. Magnús Magnússon, annar eigendanna, segir það hafa staðið lengi til að flytja á Grandann og nú hafi sá draumur ræst. ,,Það er líf og fjör á Grandanum þótt hér mættu vera fleiri trillur!“ Café Retro býður upp á ítalskt kaffi sem þau flytja inn sjálf, súpur, smurbrauð og kaffi-meðlæti sem er bakað á staðnum.

SjóminjaSafnið Víkin var opnað á Hátíð hafsins árið 2005. Eiríkur P. Jörundsson, forstöðumaður safnsins, segir það alltaf hafa verið ætlunin að hafa safnið við höfnina þar sem sjórinn er umfjöllunarefni safnsins.

,,Þegar við komum hingað var þetta hálfniðurnítt svæði en nú er þetta mjög heitt svæði. Hér er mikil nálægð við söguna og svo er bara nálægðin við sjóinn og höfnina svo skemmtileg. Það hefur líka tekist vel að gera við gömlu húsin og nú er alls kyns starfsemi í þessu gamla umhverfi, sem er alltaf heillandi.“ Á safninu er föst sýning um þróun fiskveiða frá árabátum til togara og sömuleiðis um borð í gamla varðskipinu Óðni. Á safninu er einnig að finna kaffi-hús sem býður upp á súpur, fiskrétti og fleira.

íSbúðin ValdíS opnaði dyr sínar í júní og er strax orð-in ein þekktasta ísbúð landsins. Gylfi Þór Valdimars-son, eigandi Valdísar, segir bæði heppilegt húsnæði og umhverfi hafa ráðið því að Grandinn varð fyrir val-inu. ,,Eins og í öllum borgum heims er höfnin að verða skemmtilegur staður og er öll að byggjast upp. Hér er stemningin frábær í góðu veðri þegar fólk röltir hér um og virðir fyrir sér bátana og hafnarlífið.“ Valdís sérhæfir sig í ísgerð og býr allan ís til á staðnum frá grunni. Gylfi sem lærði ísgerð erlendis segir þetta vera ítalskan ís með íslensku tvisti; gelato með dóti í, borinn fram í vöfflumóti sem hann bakar á staðnum.

Salon ReykjaVik hefur verið á Grandanum frá árinu 2006, eða áður en Grandinn komst í tísku segir Arnar Tómasson, eigandi stofunnar. Tómas segir að það sem sé svo heillandi við Grandann sé hversu hrár hann er.

,,Hér hefur þróunin verið passleg en ég hef reyndar áhyggjur af því núna að svæðið verði of skipulagt og við missum hráleikann sem er svo skemmti-legur.“ Arnar segir að það sé gaman að sjá hve mikið af ferðamönnum koma á Grandann og eins að Reykvíkingar séu búnir að uppgötva þetta svæði. Hárgreiðslustofan býður bæði upp á dömu- og herraklippingar og ýmsar hárvörur, margar hverjar lífrænar.

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Stjórn og gæslubúnaðurtil notkunar á sjó og landi

Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórn-

og gæslubúnaði og byggir því á mikilli reynslu í þróun og

framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum,

hita-og þrýstistillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum,

spólulokum og fl.

auRoRa ReykjaVik noRtheRn lightS CenteR opnaði fyrir gestum í júní . Grétar Jóns-son, annar eiganda norðurljósasetursins, segir það vera mikla trú á svæðinu sem hafi ráðið ferðinni við staðarvalið. ,,Ferðamenn eru að koma hingað í auknum mæli enda er margt spennandi á Grandanum,t.d Sjóminjasafnið, galleríin í verbúðunum og hvalaskoð-unarbátarnir.“ Aurora Reykjavik býður upp á sýningu um norðurljósin og segir frá þeim í víðum skilningi; hvernig þau verða til, sögur sem þeim tengjast o.fl. Hjá Auroru er líka minjagripaverslun og boðið er upp á kennslu í ljósmyndun á norðurljósunum.

Page 18: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

18 ú t v E G S B L a ð I ð á g ú s t 2 0 1 3

Auðvitað hlýtur það að teljast eðlilegt að við götu sem heitir Lax-abraut sé stundað fisk-

eldi. Í Þorlákshöfn er þetta þannig þótt ekki sé það laxeldi, sem stund-að er við Laxabraut. Þar er fisk-eldisfyrirtækið Náttúra fiskeldi til húsa en Náttúra ræktar sjóbleikju í stórum kerum úti undir beru lofti. Í tólf kerum, sem hvert um sig tek-ur 500 rúmmetra af vatni, eða öllu heldur sjó, því sjór er að tveimur þriðju notaður við eldið, er ræktuð bleikja til útflutnings. Náttúra fisk-eldi var stofnað árið 2012 og tók þá við rótgróinni fiskeldistöð í Þor-lákshöfn sem hafði hætt starfsemi tuttugu árum áður eftir að hafa lent

í hremmingum eins og margar aðr-ar íslenskar fiskeldisstöðvar. Fram-kvæmdastjóri Náttúru fiskeldis er Sturla Geirsson en stöðvarstjóri í Þorlákshöfn er Ingólfur Arnarson, sem hóf þar störf í byrjun síðasta árs, en Sturla tók við framkvæmda-stjórastarfinu síðasta haust.

Tæknivædd fiskeldisstöð„Hér vinna um tíu manns að jafnaði. Þrír eru útivinnandi við kerin en síðan eru sjö til átta manns í vinnsl-unni innandyra en þar þurfum við örugglega að bæta við fljótlega. Framleiðslan fer nánast öll með flugi á Bandaríkjamarkað en við stefnum að því að senda frá okkur um eitt tonn af flökuðum bein-hreinsuðum fiski á dag. Nýtingin er nálægt 60% þannig að við vinnum daglega úr tæpum tveimur tonnum

á dag,“ segir Ingólfur þegar hann er spurður um stöðina. Sjórinn og vatnið til bleikjueldisins er sótt í borholur við stöðina. Sturla fram-kvæmdastjóri segir hæg heima-tökin þar því stöðin er á sjávar-bakkanum. „Við þurfum að bora aðeins dýpri holur eftir sjónum en eftir vatninu, þetta eru 60-70 metra djúpar holur. Þessi fiskeldisstöð er mjög tæknivædd og við teljum okkur a.m.k. trú um að tæknilegra geti þetta ekki orðið betra.“ Ingólf-ur segir að slátrun hefjist tæplega einu ári eftir að 60 gramma seiðin komi í stöðina. „Þá er fiskurinn orðinn um eitt til eitt og hálft kíló. Seiðin koma frá Stofnfiski en við kaupum einnig hrogn frá Hólum.“ Athygli vekur hve beikjuflökin líta vel út, eru rauð og stór. „Þessi fiskur er orðinn eins árs gamall og

aðeins rúmlega það,“ segir Ingólf-ur. Enginn hiti er notaður við eldið.

„Það er eingöngu sjórinn sem í ker-unum er sem gerir þetta að verkum. Þessi bleikja er í eðli sínu sjóbleikja þannig að þessi skilyrði henta henni vel ásamt hinni annáluðu blíðu sem alltaf er hér í Þorláks-höfn.“

Ætla að framleiða 1.100-1.200 tonn á áriSturla segir fiskinn á misjöfnum aldri og misstórann. „Við erum með ellefu ker í gangi núna og svo dælum við fiskinum milli kera eftir því sem hann stækkar. Þá fer hann eftir rörum sem liggja hér milli keranna. Stofnfiskur elur seiðin upp í um sextíu gramma stærð en við erum ekki með neitt seiðaeldi. Hér erum við í raun með tvo stofna

af bleikju og höldum þeim alveg aðskildum. Flökin fara öll utan fersk með flugi frá Keflavík en við stefnum líka á frystingu. Við erum ekki með frystigetu hér en erum með samning við fyrirtæki hér í Þorlákshöfn um frystingu,“ segir Sturla. Hann segir framleiðsluget-una núna vera um 500-600 tonn á ársgrundvelli en stefnt sé að stæk-un. „Hér er allt tilbúið fyrir þrjú ker til viðbótar núna en við erum í þessu fræga umsóknarferli sem maður veit ekki hve langan tíma tekur, en við erum komnir talsvert áleiðis með umsókn um stækkun upp í tólf hundruð tonna fram-leiðslu á ári.“

Með tólf borholur á lóðinniNúverandi eigendur, Ársæll Hreið-arsson fjárfestir og Fisk Seafood eiga

Náttúra fiskeldi í Þorlákshöfn

Eitt tonn af bleikjuflökum á dag til útflutnings

Framleiðslan fer nánast öll með flugi á Bandaríkjamarkað en við stefnum að því að senda frá okkur um eitt tonn af flökuðum beinhreinsuðum fiski á dag. Nýtingin er nálægt 60% þannig að við vinnum daglega úr tæpum tveimur tonnum á dag.

1

2

3

5

4

1 Þessar bleikjur eru komnar í sláturstærð og voru mjög forvitnar þegar strokið var af kýrauginu inn í kerið. Þær hafa kannski vænst ein-hvers því þær eru sveltar síðustu dagana fyrir slátrun.

2 Tólf fiskeldisker eru hjá Náttúru fiskeldi í Þorlákshöfn.

3 Ein af borholunum á sjávarbakk-anum við stöðina.

4 Bleikjuflökin í vinnslunni eru rauð og falleg.

5 Hluti starfsmanna í vinnslunni í Þorlákshöfn.

Haraldur Bjarnason

Page 19: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

19 ú t v E G S B L a ð I ð á g ú s t 2 0 1 3

ÖRYGGISVÖRUR, EFNAVÖRUROG SMUREFNI FULL BÚÐ AF ÖRYGGIS- OG REKSTRARVÖRUM

FYRIR ÚTGERÐINA OG SJÓMANNINN.KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!

Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

fyritækið að jöfnu. „Fyrstu seiðin komu hingað seint í maí í fyrra. Við reynum að vinna þetta eins um-hverfisvænt og hægt en við erum að slátra elsta fiskinum núna og hann má ekki verða stærri því úr þessu fer hann að verða kynþroska. Seið-in fara í ferskvatn í fyrstu en síðan yfir í sjó og hitastigið á vatninu hér er mjög gott. Í sumar hefur það verið um átta gráður og á veturna fer þetta niður um eina gráðu. Þetta hitastig hentar mjög vel til fiskeldis. Fóðrið kemur frá Fóðurblöndunni og hafa menn smám saman verið að færa sig yfir í hærra hlutfall af repjuolíu í stað fiskiolíu við framleiðsluna. Einvörðungu eru notuð náttúruleg litarefni í fóðrið, og síðan er fiskur-inn sveltur í nokkra daga fyrir slátr-un til að tæma magann og losna við óæskilega fitu. Litur fisksins dofnar ef hann nær að verða kynþroska þannig að við reynum að slátra hon-um fyrir þann tíma. Þetta er hring-rás vatns og sjávar sem skilar sér allt út í nátttúruna aftur.“ Sturla gengur að húsi á sjávarbakkanum. „Þetta hús er í raun stór vatnsgeymir og hingað dælum við vatni og sjó en hér fer blöndunin fram. Við erum með 12 borholur hérna á lóðinni og þetta er því eins tært og hægt er,“

segir Sturla. Ofan á kerunum eru tæki sem kölluð eru loftarar. Þau taka upp efni af botni vatnsins sem orðið er mettað af koltvísýringi. „Því er blásið í gegnum plastkuppa og þar fyllist það af súrefni aftur og við getum notað það áfram. Þannig end-urvinnum við vatnið og notum því mun minna af vatni en við þyrftum annars.“ Sturla segir fóðurstuðul stöðvarinnar mjög góðan. „Við not-um rúmlega eitt tonn af fóðri á hvert tonn sem við ölum þannig að þetta er nokkurn veginn jafnt.“ Hann seg-ir kaupendur hafa komið að skoða en fiskurinn sé bæði seldur beint og í gegnum milliði ytra. „Við höfum t.d. selt í gegnum Sæmark, Menju og

fleiri. Bleikjan er sérstök á þessum ferksfiskmarkaði. Heimsmarkaður-inn fyrir hana er ekki mjög stór og við Íslendingar erum langstærstir á þeim markaði. Samherji er svo langstærstur hér innalands. Ætli heimsmarkaður fyrir bleikju sé ekki svona um sjö þúsund tonn.“ Fóður-kerfið hjá Náttúru fiskirækt er alveg sjálvirkt og fóðrinu er blásið í takti við fóðurþörf bleikjunnar. Stýring á öllu er svo í tveimur tölvum inn í húsi.

Stöðin er byggð á gömlum grunniSturla segir verð fyrir afurðir vera misjafnt en stefnan sé að halda uppi markaðsverðinu. Lífræn

vottun er ekki komin á stöðina en Sturla segist ekki vita til þess að fiskeldisstöðvar séu með slíka vott-un. „Okkur vantar ekki mikið upp á að geta fengið slíka vottun og það verður örugglega skoðað frekar.“ Fiskeldisstöðin í Þorlákshöfn er yfir 20 ára gömul þótt tæknibúnað-ur þar sé allur nýr. „Upphaflega hét þetta Smárastöðin en ég þekki þá sögu ekki nógu vel til að geta sagt hana,“ segir hann. „Eldið sjálft stóð hér ónotað í mörg ár. Í grunn-inn er þetta mjög góð hönnun en við erum búnir að eyða miklum fjármunum í að gera allt upp. Kerin voru hér til staðar en allt í kringum þau er nýtt. Fiskurinn fer héðan

kældur í frauðkössum í flugið en við afgreiðum ekkert héðan í neyt-endaumbúðum heldur er þetta selt undir þekktum merkjum ytra. Það fer smávegis á innanlandsmarkað, það er ekki stórt, einhver hundruð kílóa á viku bara. Til dæmis hefur fiskbúðin Hafið verið að taka tals-vert frá okkur.“ Ingólfur Arnarson stöðvarstjóri er menntaður í fisk-eldisfræðum frá Háskólanum á Hólum og hóf, sem fyrr segir, störf hjá Náttúru fiskeldi í byrjun síð-asta árs. Hrogn koma einmitt til stöðvarinnar frá Hólum en seiði frá Stofnfiski og Sturla segir þetta vera að þróast. „Þetta er nokkurs konar

„beint frá býli“ hjá okkur,“ segir hann en Ingólfur bætir við. „Ég er á heimavelli í þess konar framleiðslu því ég er líka búfræðingur en þetta og fiskeldisfræðin voru sam-tvinnuð í skólanum þá. Stór vara-rafstöð er við fikeldisstöðina, sem fer sjálfkrafa í gang ef rafmagns-truflanir verða. Ingólfur segir þá búa vel að vera í Þorlákshöfn því þar sé mikið af iðnaðarmönnum og tæknimönnum sem hægt sé að leita til. „Þetta er auðvitað eins og í öðrum fiskvinnslubæjum það þurfa að vera til tæknimenn sem geta brugðist við öllu sem upp kemur,“ sagði Sturla Geirsson

,framkvæmdastjóri Náttúru fisk-eldis í Þorlákshöfn.

ingólfur Arnarson stöðvarstjóri og Sturla

Geirsson framkvæmdastjóri.

Page 20: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

20 ú t v e g s b l a ð i ð á g ú s t 2 0 1 3

Með auknu fiskeldi skapast betri skilyrði fyrir kræklingarækt. Meginhluti niður-

brots frá fiskeldi fer í gegnum tálknin og fer uppleyst út í sjóinn í kring. Þetta auki köfnunarefni og í kjölfarið eykst þörungagróður í kringum eldið. Kræklingurinn étur svo þörunginn sem annars myndi sökkva til botns og þyrfti súrefni til þess að brotna niður, súrefni sem laxeldið fyrir ofan þarf jú á að halda. Ef kræklingur er til staðar hjálpar hann eldinu þar sem hann fjarlægir lífrænu efnin í sjónum í kringum fiskeldið. Þannig að kræklingurinn og fisk-eldið hjálpar hvort öðru.

Atvinnuþróunarsjóður Vest-fjarða er einn þeirra aðila sem hefur komið að þróun kræklingarræktar-verkefnanna. ,,Það segir sig sjálft að ef botnfallið berst í nærliggjandi línur þá nýtist það sem fóður fyrir kræklinginn þótt það geti auðvi-tað verið nokkuð flókið að stýra því nákvæmlega,“ segir Neil Shiran K. Þórisson, framkvæmdastjóri hjá Atvest. Hver fjarlægðin milli kvínna og kræklingaeldisins þarf nákvæmlega að vera þurfi svo að finna út með prófunum. Þetta sé vert að skoða vel þar sem vaxta-möguleikarnir séu talsverðir. Hef-ur Hafró verið samstarfsaðili að undirbúningi verkefnanna með mælingum á súrefni, hitastigi og fl.

Flutningar eru vandamálShiran segir að nú séu í vinnslu ýmis verkefni sem snúa að mörkuð-um fyrir krækling og þá sérstaklega

ákveðnum mörkuðum. Þessi fylgi sýnatökur og vottunarferli. ,,Ég get nefnt sem dæmi að fyrir nokkrum mánuðum sendum við sýni til Hol-lands og þeir skoðuðu vandlega allar lífverur á línunum sem fóru yfir 10 mm. Við þurftum þá að loka sýnið af meðan það var enn í hafinu og taka með sjóinn. Síðan var skel-in send út óhreinsuð og þetta var frískað upp þar, þannig að þetta var alveg lokað kerfi. Þetta urðum við að gera svo þeir gætu rannsakað bæði dýrin og sjóinn sjálfir, vegna þess að við höfum ekki enn vottun,“ segir Shiran. Nú sé verið að vinna í þessum málum með Náttúru-stofu Vestfjarða. Hollendingarnir voru mjög ánægðir með sýnin sem þeir fengu og hafa sýnt áhuga á að koma og skoða aðstæður og jafnvel fjárfesta en þetta er allt á byrjunar-stigi ennþá. ,,Eitt af því sem kom í ljós þegar sýnið var sent út var að holdfyllingin er mjög góð en vanda-málið var að þeir voru að fá þetta óhreinsað og það var einhver dauði á leiðinni. Flutningur á sjó tekur of langan tíma þegar þetta er flutt svona óhreinsað og þetta ber sig ekki flugleiðina. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða líka.“

Erfiðar markaðsaðstæðurShiran segir markaðsaðstæður þó vera erfiðar, kræklingur sé ekki verðlagður nógu hátt miðað við fyrirhöfnina við að rækta hann og því þurfi að spá vel í hvað markað-ir henti. Sameldi af þessu tagi væri áhugavert að skoða betur að hans mati og spennandi verður að sjá hvort einhverjir fara út í það, þetta sé flott framtíðarsýn. Best sé hins vegar að fara varlega af stað. Nauð-synlegt sé að finna bestu markaðs-silluna og skoða framlegð út frá því þar sem erfitt sé að keppa við hefðbundna kræklingaframleið-endur. Ef bornar eru saman að-stæður hér og í Chile sem eru mjög stórir á markaði með kræklingi, þá er hægt að rækta krækling þar á 12 mánuðum en hérlendis eru þetta 24-28 mánuðir svo hvað magn varðar hafa þeir mikið forskot. Þeir gera líka út á það sama og við; hreinan sjó. Verðin á Evrópumark-

aði hafi verið undir 1 evru á kíló af kræklingi sem sé heldur lágt fyrir okkar aðstæður. Það þyrfti t.d að skoða Bandaríkjamarkað betur.

Kallar á langtímaskipulagBúið er að stofna fyrirtæki, Ís-lenskur kræklingur, sem er í eigu átta aðila og fram-tíðarhugsunin er sú að þetta verði samlag ræktenda á Vestfjörð-um. Samlagið sjái um markaðssetn-ingu og sölu og margir rækt-endur myndi því eitt sterkt fyrirtæki. Er þessi hug-mynd komin frá Skotlandi þar sem svipað fyrir-komulag hefur gef-ið góða raun. Þar mynda tuttugu rækt-endur samlag og rækta um 4000 tonn sem þeir leggja inn og fá lágmarksgjald, svo er arður greidd-ur út seinna. Allir eru hluthafar og hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta. ,,Við bindum auðvitað vonir við að þetta geti orðið að mikil-vægri atvinnugrein á svæðinu en það kallar auðvitað á langtímaplön, að grunnþættir séu í lagi, reglu-legar sýnatökur, eiturþörungamæl-ingar og vöktun,“ segir Shiran.

Flutningamál eru einna stærsti þröskuldurinn í vegi fyrir ræktun, kræklingurinn er of ódýr vara til að flug borgi sig og flutningstím-inn með skipi frá Vestfjörðum er of langur fyrir ferska skel. ,,Það væri þá bara ef það væri ráðist í að pakka kræklingnum hérna og framleiðslan væri orðin meira virðisaukandi. Þetta verður allt að skoða vandlega,“ segir hann. Einnig verði að taka tillit til um-hverfisaðstæðna, firðirnir þoli jú bara ákveðið magn eldis. Allar þessar hugmyndir kalli á lang-tímaskipulagshugsun.

Erfiðleikar í ræktunTalsverður áhugi á kræklingarækt hefur verið á svæðinu undan 7-8

ár, segir Jón Örn Pálsson, svæðis-stjóri hjá Fjarðalaxi, sem hefur unnið mikla rannsóknarvinnu á Vestfjörðum vegna skelfiskrækt-unar. Á Drangsnesi í Steingríms-firði hafa menn náð fótum undir sig í kræklingaræktun. Upphaf-lega fór fjögur fyrirtæki af stað en þrjú eru enn að bíta úr nálinni með að hafa lent í tjóni af völdum æðarkollu, segir. ,,Æðarkollan er svo grimm á línurnar og það þarf að þróa einhverja leið til að halda henni fjarri. Núna verður að sökkva þessu öllu og ræktin verð-ur bæði erfiðari og dýrar,“ segir hann. Til þessa hafa menn reynt nokkrar leiðir, svo sem að setja tilbúinn örn sem blakar vængj-unum á bauju og hljóðfælur með byssuskotshljóði og notað þetta hvort með öðru.

Sérstaða á markaðiÁrið 2011 voru seld erlendis 30 tonn af kræklingi af Vestfjörðum en ekkert síðan þar sem eftir-spurnin er svo mikil á innanlands-markaði að það hefur ekki verið hægt. Jón segir hins vegar að þeg-

Góð áhrif sameldis Miklir möguleikar í kræklingaeldi

Einn af þekktari umhverfisáhrifum sjókvíaeldis er botnfallið sem kemur úr kvínni og hefur það verið vel skoðað hérlendis. Eitt af þeim atriðum sem hefur verið prófað til að stemma stigu við botnfalli og myndun þörunga í kringum kvína er kræklingarækt.

Sigrún Erna Geirsdóttir

Neil Shiran K. Þórisson.

Eitt af því sem kom í ljós þegar sýnið var sent út var að holdfyllingin er mjög góð en vandamálið var að þeir voru að fá þetta óhreinsað og það var einhver dauði á leiðinni. Flutningur á sjó tekur of langan tíma þegar þetta er flutt svona óhreinsað og þetta ber sig ekki flugleiðina. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða líka.

Hvalur

Page 21: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

21 ú t v E G S B L a ð I ð á g ú s t 2 0 1 3

Stangarhyl 6 | 110 Reykjavík | Sími 587 1300 | Fax 587 1301 | optimar@optimar. is | www.optimar. is

Mjög mikilvægt er að kæla a�ann hratt fyrstu klukkustundirnar eftir veiði, það lengir geymsluþol verulega. Notkun ísþykknis frá Optimar Ísland er góð aðferð til að ná fram hámarks kælihraða því �otmikið og fínkristallað ísþykknið umlykur allt hráefnið og orkuy�rfærslan er því gríðarlega hröð. Þessi hraða orkuy�rfærsla hamlar bakteríu- og örveruvexti og hámarks gæði a�ans eru tryggð.

Hröð niðurkæling er það sem Optim-Ice® ísþykknið snýst um.

Tryggir gæðin alla leið!

16

14

12

10

8

6

4

2

0

-20 1 2 3 4 5 6

Tími (klst)

Hita

stig

(°C

)

Hefðbundinn ís

Ísþykkni

NIÐURKÆLING Á ÝSU

Heimild: Sea�sh Scotland

ar þetta hafi verið selt til Hollands hafi það verið haft á orði að sjaldan hafi þeir séð aðra eins holdfyllingu. Þá þótti kræklingurinn einkar bragðmikill og tengist þetta því að hér er kalt í sjónum og fæðan fyrir kræklinginn er náttúruleg. ,,Þegar svo er ekki þarf skelin að lifa og þá brennur hún upp og þá sérstak-lega þegar hátt hitastig er í sjónum,

þá brennur hún enn hraðar,“ segir Jón. Holdfyll-

ing erlendis sé því mjög lítil en

skel-in stór.

S t e i n e f n i n í sjónum valdi

því. ,,Í Belgíu t.d eru mjög stórar skeljar en svo

er fiskurinn sjálfur bara á stærð við baun,“ segir hann. Það séu því gríðarlega miklar og góðar nátt-úrulegar aðstæður fyrir þá sem ná fótunum undir sig. Aðstæðurnar

skapi mikla sérstöðu fyrir íslenska skelfiskinn fyrir utan að meng-unarstig sé mun lægra í sjó hér við land en í Evrópu. Þungmálmar og eiturefni eins og PCB séu hér nán-ast í núlli. Þetta þurfi allt að skoð-ast betur en fjármögnun hefur ver-ið erfiður þröskuldur að fara yfir.

Byrjunarkostnaður upp á 50 milljónir

,,Það tekur alveg 3-5 ár að ná undir sig fótunum og það kostar svona 50 milljónir að komast upp í 200 tonna framleiðslu, sem er meira en flestir

ráða við. Kostir kræklingaræktar eru hins vegar margir að mati Jóns og myndi hún hafa víðtæk

þjóðhagsleg áhrif ef marka má reynsluna annars staðar, t.d í Kan-ada, en þar hefur hún skapað fjölda nýrra starfa. Hið opinbera hefur ekki séð sér fært að styðja fjárhags-lega við uppbyggingu greinarinnar en búið er að bæta úr vöntun á reglu-gerð um skelfiskrækt en lengi hafði verið kallað eftir slíku. Hún hafi þó farið aðeins úr böndunum. ,,Nú er hins vegar komið mikið reglugerð-arfargan sem fylgir mikill kostnað-ur, það eru svo mörg startleyfisgjöld. Kræklingaræktin var flokkuð sem

mengandi iðnaður sem hann er ekki enda er verið að bakka aðeins með það,“ segir Jón. Góð skýrsla hafi ver-ið unnin af Einari K. Guðfinnssyni árið 2008 og faghópur var skipaður um kræklingarækt. Því hafi hins vegar lítið verið fylgt eftir.

Gluggi fyrir ÍslendingaJón segir það vera samkeppnis-styrk fyrir okkur að við séum með kaldan sjó og því hrygni kræk-lingurinn síðar á Íslandi en í Evr-ópu því þegar fiskurinn hrygnir er hann ekki söluvara. Það myndist því gluggi á vorin sem Íslendingar geti selt inn í þegar við höfum mik-ið magn til sölu, eins og hafi verið tilvikið árið 2011. Í Hollandi gátu menn framlengt vinnslutímabilið hjá sér um heila viku með hráefni frá Íslandi. Hráefnið héðan sé verðmætara en hjá öðrum og því bætum við upp lengri vaxtartíma skelfisks hér með þessari sérstöðu. Jón segir að það sé nauðsynlegt að ljúka vottunarferli skelfisks hér við land, líkt og gert var við laxinn. Þar séum við heldur ekki eins sam-keppnishæf og aðrir en við fáum t.d um 30% hærra verð út af umhverf-isvottun. Það sama mætti gera með

skelfiskinn, það sé bara vinna sem þurfi að fara út í. ,,Skelrækt er eitt-hvað sem við þurfum að þróa og það er alveg verkefni fyrir næstu 10, 20 ár. En hún á klárlega eftir að aukast mikið. Hér er lítil mengun og fiskurinn vex hægar en við get-um líka klakið út tegundum, sett í körfur og sett þær á botninn. Við erum með stór hafsvæði sem engin nýting er á, eins og við Breiðafjörð, þar sem hægt væri að vera með botnrækt, t.d á ostrum og stórum hörpudisktegundum.“ Jón segir að menn þurfi bara að taka sinn tíma í þetta, líkt og skógarbændur sem bíða í 30 ár eftir að fá tekjur af skóg-unum. Það eigi vel að vera hægt að bíða í fimm ár eftir dýrum skel-fiski. Í Skotlandi séu bændur með sjávarjarðir bara með bryggju og pramma sem sigli út í sandfjöruna. Svo noti menn dráttarvélina til að koma honum á land, rækti þarna kannski 20 tonn og hafi það gríð-arlega gott. Hér séu sjávarjarðir út um allt og alls staðar hægt að kom-ast með stálpramma upp í fjöru og komast að með dráttarvél. ,,Það er í raun bara hugsunarvilla að við skulum ekki vera komin lengra í þessu,“ segir Jón.

Það tekur alveg 3-5 ár að ná undir sig fótunum og það kostar svona 50 milljónir að komast upp í 200 tonna framleiðslu, sem er meira en flestir ráða við. Kostir kræklingaræktar eru hins vegar margir að mati jóns og myndi hún hafa víðtæk þjóðhagsleg áhrif ef marka má reynsluna annars staðar, t.d í Kanada, en þar hefur hún skapað fjölda nýrra starfa.

Page 22: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

22 ú t v e g s b l a ð i ð á g ú s t 2 0 1 3

Stærstu frystigeymslur landsins eru í Neskaupstað

Um 90 þúsund tonn fóru um geymslurnar árið 2012Árið 2000 reisti Síldar-

vinnslan hf. stóra frysti- og kæligeymslu á athafnasvæði sínu við

höfnina í Neskaupstað. Byggingin var 4000 fermetrar að stærð og var henni skipt upp í þrjár einingar. Tvær eininganna voru gerðar fyrir frystar afurðir en sú þriðja fyrir geymslu á kældum eða frystum af-urðum. Í byggingunni var unnt að geyma um 7 þúsund tonn af fryst-um afurðum og var húsið stærsta hús sinnar tegundar á landinu.

Ýmsir urðu til þess að gagnrýna þessa fjárfestingu Síldarvinnslunn-ar og töldu að óþarfi væri að hafa svo mikið geymslurými fyrir frystar af-urðir. Forsvarsmenn fyrirtækisins færðu hins vegar skýr rök fyrir fjár-festingunni. Fyrirtækið hefði tekið í notkun nýtt og afkastamikið fisk-iðjuver árið 1997 og væri mikilvægt að hafa nægt rými fyrir afurðir þess. Eins væri gert ráð fyrir að vinnslu-skip sem frystu aflann um borð gætu landað honum til geymslu í húsinu. Lögð var áhersla á að stundum gætu markaðsaðstæður verið þannig að brýnt væri að geta frestað sölu og geymt framleiðsluna í einhvern tíma og af þeirri ástæðu væri mikilvægt að koma upp rúm-góðri frystigeymslu. Eins væri mik-ilvægt að hafa geymslur vegna þess að sumir kaupendur vildu frekar

fá framleiðsluna afhenta í smærri skömmtum en áður og því þyrfti framleiðandinn að geta geymt vör-una í ríkari mæli.

Nýja frystigeymslan var fljót að sanna gildi sitt. Framleiðsla á fryst-um afurðum jókst ár frá ári í fisk-iðjuveri Síldarvinnslunnar og með sívaxandi frystingu á uppsjávar-fiski úti á sjó varð eftirspurnin eftir rými í húsinu sífellt meiri. Haustið 2005 töldu forsvarsmenn Síldar-vinnslunnar að tími væri kominn til að reisa nýja frystigeymslu til viðbótar við þá sem fyrir var. Fram-kvæmdir við byggingu hennar hóf-ust í októbermánuði það ár og var húsið tekið í notkun á loðnuvertíð-inni 2006. Þessi nýja bygging var áföst eldri geymslunni og er mun stærri en hún eða um 7000 fermetr-ar. Húsið skyldi rúma á bilinu 13-14 þúsund tonn af frystum afurðum og samtals var því auðveldlega unnt að geyma yfir 20 þúsund tonn af afurð-um í frystigeymslunum tveimur.

Tilkoma frystigeymslanna gerði Síldarvinnslunni kleift að bjóða upp á þjónustu sem önnur sjáv-

arútvegsfyrirtæki gátu ekki veitt í sama mæli. Þessi þjónusta hefur þýtt mjög aukin viðskipti skipa sem frysta uppsjávarfisk um borð og hefur umferð slíkra skipa um höfnina í Neskaupstað farið vax-andi. Jafnframt hefur aukin fram-leiðsla fiskiðjuversins þýtt að frysti-geymslurnar hafa sífellt nýst betur og möguleikar á geymslu afurða í þeim komið sér vel í samskiptum við erlenda kaupendur.

Á síðustu árum hefur magn af-urða sem farið hefur um frysti-geymslurnar í Neskaupstað farið vaxandi ár frá ári. Árið 2008 voru það 47 þúsund tonn, árið 2009 um 50 þúsund tonn, árið 2010 um 68 þúsund tonn, árið 2011 um 77 þús-und tonn og á síðasta ári um 90 þús-und tonn. Þetta mikla geymslurými þýðir að oft eru miklar annir við landanir og útskipanir á frystum af-urðum í höfninni og á álagstímum bíða gjarnan skip í röðum eftir því að fá afgreiðslu.

Heimir Ásgeirsson hefur verið yfirverkstjóri í frystigeymslunum frá upphafi og stýrt þeirri starfsemi

sem þar fer fram ásamt því að hafa umsjón með löndun og útskipun á frystum afurðum. Heimir leggur áherslu á að starfsemin hafi farið vaxandi frá upphafi. Til að byrja með var hann eini starfsmaðurinn en nú eru starfsmennirnir í frysti-geymslunum þrír til fimm. Heimir segir að afköst fiskiðjuvers Síldar-vinnslunnar hafi aukist og eins berist meiri afli að landi frá vinnslu-skipum sem frysta aflann um borð. Í upphafi voru vinnsluskipin fleiri en síðar varð en nú eru skipin stærri og farmarnir í samræmi við það. Gott dæmi er Kristina, stærsta fiskiskip í eigu Íslendinga, sem getur komið með 2.200 tonn af frystum afurðum að landi úr einni veiðiferð. Þó unnt sé að taka á móti 20.000 tonnum af frystum fiski til geymslu í frysti-geymslunum hefur stundum verið þörf á meira rými að sögn Heimis. Fyrir hefur komið að geymslurnar hafi verið yfirfullar. Þá hafa oft mik-il þrengsli skapast í höfninni í Nes-kaupstað vegna umferðar vinnslu-skipa og flutningaskipa sem koma og taka frystar afurðir. Nú stendur það hins vegar til bóta því fram-kvæmdir eru hafnar við stækkun hafnarinnar og gjörbreytast þá allar aðstæður til hins betra.

Heimir segir að 90% af þeim fiski sem fari um frystigeymslurnar sé uppsjávarfiskur. Afurðirnar fari helst til Austur-Evrópu og þá eink-um til Rússlands, Hvíta-Rússlands, Úkraínu og Póllands. Þá er Afríku-markaður mjög vaxandi. Loðnuaf-urðir fara einnig í töluverðum mæli til Japans og makríll fer reyndar einnig þangað í nokkrum mæli.

Langmest af afurðunum úr frystigeymslunum er flutt á brott með skipum sem koma til Neskaup-staðar en eins setja starfsmennirnir afurðir í gáma sem ekið er með til Reyðarfjarðar eða Seyðisfjarðar þar sem þeir fara um borð í skip. Að undanförnu hafa um 1000 gámar verið fluttir landleiðis til Reyðar-fjarðar og Seyðisfjarðar eða um 20 gámar á viku. Og flutningabíl-arnir þurfa að aka yfir Oddsskarð með gámana og í gegnum Odd-skarðsgöng. Skarðið er í yfir 600 metra hæð og göngin eru einbreið með blindhæð. Til þess að komast í gegnum göngin með gámana þurfa bílarnir að nota sérbúna vagna. Nú horfir þetta til betri vegar því fram-kvæmdir við Norðfjarðargöng eru að hefjast og ekki fer á milli mála að þar er um að ræða gífurlega þarft mannvirki.

Framleiðsla á frystum afurðum jókst ár frá ári í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar og með sívaxandi frystingu á uppsjávarfiski úti á sjó varð eftirspurnin eftir rými í húsinu sífellt meiri.

löndun á frystum makríl úr Barða NK.  LJÓSM. ÞORGEiR BALDURSSON

Útskipun á frystum afurðum úr frystigeymslum Síldarvinnslunnar.  LJÓSM. ÞÓRHiLDUR EiR SiGURGEiRSDÓTTiR

Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar lengst til vinstri og þá frystigeymslurn-ar sem rúmar yfir 20.000 tonn af frystum afurðum.   LJÓSM. ÞÓRHiLDUR EiR

Heimir Ásgeirsson, yfirverkstjóri

frystigeymslanna, horfir upp stæður af

frosnum afurðum.  LJÓSM. BiRGiR ÍSLEiFUR

Page 23: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013

Umbúðir sem auka aflaverðmæti

Oddi hefur gegnum tíðina unnið með íslenskum fyrirtækjum í fiskvinnslu og útgerð að því að þróa lausnir sem svara gæðakröfum viðskiptavina um allan heim. Við fram­leiðum umbúðir sem ná utan um alla framleiðslu og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja.

Afurðir þínar eru í öruggum höndum hjá Odda.

UmhverfisvottUð prentsmiðja

Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. höfðabakka 3-7, 110 reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

Umbúðir og prentun

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S O

DD

632

78 0

7/13

Page 24: 6. tbl. Útvegsblaðið 2013