74
AÐALNÁMSKRÁ TÓNLISTARSKÓLA ALMENNUR HLUTI 2000 AÐALNÁMSKRÁ TÓNLISTARSKÓLA - ALMENNUR HLUTI Menntamálaráðuneytið

Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

  • Upload
    others

  • View
    6

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

AÐALNÁMSKRÁ TÓNLISTARSKÓLAALMENNUR HLUTI

2000

AL

MS

KR

Á T

ÓN

LIS

TAR

SK

ÓL

A- A

LM

EN

NU

R H

LU

TI

Menntamálaráðuneytið

KÁPA/ALME.HL./TÓNL 6.3.2001 10:41 Page 1

Page 2: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

Til foreldra/forráðamanna nemenda ítónlistarskólum

- Mikilvægt er að nemendur búi við jákvætt viðhorf tiltónlistarnámsins, að foreldrar/forráðamenn sýni náminu áhugaog að þeir fylgist með framvindu þess.

- Hljóðfæranám byggist að miklu leyti á daglegri og reglubundinniþjálfun og er því að verulegu leyti heimanám. Án markvissraæfinga verður árangur rýr.

- Nauðsynlegt er að nemendur geti æft sig þar sem þeir verða fyrirsem minnstri truflun og hafa ekki á tilfinningunni að þeir trufliaðra.

- Ungum nemendum þarf að hjálpa við að skipuleggjaæfingatímann.

- Árangursríkara er að ungir nemendur æfi sig oftar og skemur ísenn en sjaldnar og lengur.

- Tónlistarnám þarf að vera ánægjulegt og ánægjan felst ekki síst ístolti nemandans yfir eigin framförum og aukinni færni.

- Eðlilegt er að áhugi nemenda sé ekki alltaf samur og jafn. Ef nemandi sýnir merki um uppgjöf er mikilvægt að kennari ogforeldrar/forráðamenn leiti orsaka og lausna. Stundum er nóg aðskipta um viðfangsefni til að áhuginn glæðist á ný.

- Hlustun er afar mikilvægur þáttur í öllu tónlistarnámi. Með þvíað hlusta á vel flutta tónlist fá nemendur nauðsynlegarfyrirmyndir. Foreldrar/forráðamenn geta lagt sitt af mörkummeð því að hvetja nemendur til að hlusta á fjölbreytta tónlist viðmargs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleikaþegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan.

Auglýsing um gildistöku aðalnámskrár tónlistarskóla

1. gr.

Með vísan til 1. og 12. gr. laga nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla,með áorðnum breytingum, hefur menntamálaráðherra staðfest nýja aðalnámskrátónlistarskóla sem tekur gildi frá og með 1. júní 2000. Aðalnámskráin kemur tilframkvæmda í tónlistarskólum frá og með skólaárinu 2000-2001 eftir því sem við verðurkomið og skal að fullu vera komin til framkvæmda eigi síðar en að þremur árum liðnumfrá gildistöku. Jafnframt falla úr gildi eldri námskrár í tónlistargreinum.

2. gr.

Aðalnámskrá tónlistarskóla er gefin út í tíu heftum og skiptist í almennan hlutaaðalnámskrár og níu sérstaka greinahluta.

Í almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er meðal annars gerð grein fyrir hlutverkiog meginmarkmiðum tónlistarskóla, skipan tónlistarnáms, greinanámskrám, ogskólanámskrám, fjallað um kennslu og kennsluhætti, þætti í hljóðfæra- og tónfræðanámi,námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi. Í bókarlok erumfjöllun um námsumhverfi og mat á skólastarfi. Almennur hluti aðalnámskrártónlistarskóla er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.

Í greinahlutum aðalnámskrár tónlistarskóla, sem gefnir eru út í níu heftum, er fjallað ummarkmið, inntak og skipulag náms á tilteknum námssviðum. Jafnframt er gerð grein fyrirprófum og gefnar ábendingar um viðfangsefni. Heftin bera þessi heiti:

ÁsláttarhljóðfæriEinsöngurGítar og harpaHljómborðshljóðfæriMálmblásturshljóðfæriRytmísk tónlistStrokhljóðfæriTónfræðagreinarTréblásturshljóðfæri

Heftin eru gefin út af menntamálaráðuneytinu á árinu 2000 og dreift jafnóðum til tónlistarskóla.

Menntamálaráðuneytinu 31. maí 2000

Björn Bjarnason

Guðríður Sigurðardóttir

KÁPA/ALME.HL./TÓNL 6.3.2001 10:41 Page 2

Page 3: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

AÐALNÁMSKRÁ TÓNLISTARSKÓLAALMENNUR HLUTI

2000

Menntamálaráðuneytið

Page 4: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

Menntamálaráðuneytið : námskrár 24

Júní 2000

Útgefandi: MenntamálaráðuneytiðSölvhólsgötu 4150 ReykjavíkSími: 560 9500Bréfasími: 562 3068Netfang: [email protected]: www.mrn.stjr.is

Hönnun og umbrot: XYZETA / SÍALjósmyndun: Kristján MaackMyndskreytingar: XYZETA / SÍAPrentun: Oddi hf.

© 2000 Menntamálaráðuneytið

ISBN 9979-882-46-8

Page 5: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

3

Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7

Forsendur aðalnámskrár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11

Hlutverk aðalnámskrár

Efni almenns hluta aðalnámskrár

Hlutverk og meginmarkmið tónlistarskóla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13

Hlutverk tónlistarskóla

Meginmarkmið tónlistarskóla

Uppeldisleg markmið

Leikni- og skilningsmarkmið

Samfélagsleg markmið

Skipan tónlistarnáms . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17

Áfangar og próf

Greinanámskrár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19

Uppbygging greinanámskráa

Hljóðfæraleikur

Tónfræðagreinar

Rytmísk tónlist

Skólanámskrár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21

Grundvöllur og hlutverk skólanámskráa

Uppbygging skólanámskráa

Kennsla og kennsluhættir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23

Þættir í hljóðfæra- og tónfræðanámi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25

Hljóðfæranám

Tónverk

Æfingar

Tónstigar og hljómar

Utanbókarnám

Óundirbúinn nótnalestur

Skapandi starf

Leikur eftir eyra

Heildarsvipur

Tónfræðanám

Tengsl tónfræða- og hljóðfæranáms

3

EFNISYFIRLITEFNISYFIRLIT

Page 6: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

4

Samleikur og samsöngur

Námsmat og próf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30

Almennt um námsmat

Áfangapróf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33

Skipulag og tilgangur

Samræming mats og prófdæming

Einkunnagjöf og lágmarkseinkunn

Prófskírteini

Lengd prófa

Almennar prófreglur - hljóðfæra- og tónfræðapróf

Prófreglur - hljóðfærapróf

Grunnpróf tónlistarskóla

Hljóðfærapróf

Tónfræðapróf

Miðpróf tónlistarskóla

Hljóðfærapróf

Tónfræðapróf

Framhaldspróf tónlistarskóla

Hljóðfærapróf

Tónfræðapróf

Tónleikar

Námslok

Skýringar við einstaka prófþætti á áfangaprófum

Stigspróf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45

Skipulag

Prófdæming og einkunnagjöf

Réttindi, skyldur, meðferð mála og upplýsinga . . . . . . . . . . . . . . . 47

Skólasókn

Meðferð gagna

Upplýsingaskylda gagnvart foreldrum/forráðamönnum

Meðferð mála

Samskipti nemenda og starfsfólks skóla

Brottvikning úr skóla

4

Page 7: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

5

Tengsl heimila og skóla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49

Upplýsingamiðlun

Foreldrafélög

Samvinna í skólastarfi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51

Samstarf tónlistarskóla og leikskóla

Samstarf tónlistarskóla og grunnskóla

Samstarf tónlistarskóla og framhaldsskóla

Tónlistarkjörsvið á listnámsbraut framhaldsskóla

Tónlistarnám á bóknámsbrautum framhaldsskóla

Samstarf við aðra tónlistarskóla

Samstarf við aðra aðila

Námsumhverfi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57

Húsnæði

Búnaður

Mat á skólastarfi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 59

Sjálfsmat

Viðmið fyrir sjálfsmat

Ytra mat

Viðaukar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63

Nýbreytni í námsframboði

Fyrirlestraraðir, námskeið og tónleikakynningar

Samleikur fyrir áhugafólk

Kynningarnámskeið í hljóðfæraleik

Hljóðfæranám í smáhópum

Að skapa eigin tónlist

Skapandi starf í tónlistarnámi

Um húsnæði og búnað

Húsakostur

Hljóðfæri, tækjakostur og kennslugögn

5

Page 8: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

66

Page 9: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

7

Öldum saman hefur tónlist, drottning listanna, verið ríkurþáttur í lífi og starfi manna, gleði og sorgum. Tónlistin eróaðskiljanlegur hluti af menningararfi þjóða.

Gildi tónlistarnáms er margþætt. Markvisst tónlistarupp-eldi miðar að auknum þroska einstaklinga, þjálfar huga ogeflir tjáningarhæfni nemenda. Auk þess veitir gott tónlistar-nám lífsfyllingu og hefur víðtækt félagslegt gildi.

Tónlistarskólar gegna lykilhlutverki við miðlun tónlistar-þekkingar og þróun tónlistarlífs. Skólarnir þjóna breiðumhópi tónlistaráhugafólks á ýmsum aldri, jafnt þeim semstunda námið sér til ánægju og þeim sem hyggjast leggjatónlistina fyrir sig. Mikilvægt er að tónlistarnám vekiánægju og örvi nemendur til að iðka tónlist og njóta hennar.

Andrúmsloft og samfélag innan veggja tónlistarskóla, þarsem allt snýst um tónlist og tónlistariðkun, er einstakt. Ein-dregið er mælt með því að nemendum gefist kostur áskólastarfi í slíku umhverfi, einkum þegar áleiðis miðar ínáminu, sé þess nokkur kostur.

7

INNGANGUR INNGANGUR

Page 10: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

8

Undirbúningur aðalnámskrár tónlistarskóla hófst árið1992. Í júní það ár skipaði menntamálaráðherra fimmmanna starfshóp til að semja fyrstu drög að texta náms-krárinnar. Starfshópurinn lauk störfum í maí 1993 og skil-aði handriti sem gefið var út skömmu síðar. Námskrár-drögin voru send öllum tónlistarskólum, ýmsum stofnun-um, félögum og einstaklingum til umsagnar. Í febrúar 1994var skipuð þriggja manna ritstjórn auk ritara til að vinna úrumsögnum og endurskoða texta námskrárinnar. Ritstjórnlauk störfum í febrúar 1995 og skilaði endurskoðuðu hand-riti. Aðalnámskráin var gefin út í bráðabirgðaútgáfu í mars1996 og send á ný til umsagnar.

Undirbúningur námskrárgerðar í einstökum tónlistar-greinum samkvæmt aðalnámskrá hófst í ársbyrjun 1996með samningu námskrár í tónfræðum fyrir grunn- og mið-nám og var hún gefin út í bráðbirgðaútgáfu vorið 1998.Haustið 1996 hófst vinna við námskrárgerð í hljóðfæra-greinum. Jafnframt var skipuð tveggja manna ritstjórn tilað hafa umsjón með námskrárgerðinni og einstökum verk-efnum, ekki síst samræmingu milli námsgreina.

8

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

Page 11: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

9

Í aðalnámskrá tónlistarskóla er sett fram heildarstefna tilnæstu framtíðar um nám og kennslu í tónlistarskólum.Meðal helstu áhersluatriða og breytinga má nefna eftirtal-in atriði:

- Hlutverk og markmið tónlistarskóla eru skilgreind.- Nám í tónlistarskólum skiptist í þrjá megináfanga:

grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Dregið er úrvægi stigskiptingar.

- Lögð er áhersla á sjálfstæði skóla og sveigjanlegt skóla-starf, hvatt er til skólanámskrárgerðar og sjálfsmatsskóla.

- Sett eru fram markmið fyrir hvern áfanga allra náms-greina.

- Skilgreindar eru kröfur við lok námsáfanga. Settar erureglur og viðmið um áfangapróf.

- Lögð er áhersla á skapandi starf í hljóðfæra- og tón-fræðanámi.

Um 80 tónlistarkennarar og aðrir sérfræðingar hafa unnið aðþessu verki og eru þeim við verklok færðar einlægar þakkir.

Nýrri aðalnámskrá tónlistarskóla er fylgt úr hlaði með óskum að hún megi reynast vel við nám og störf í tónlistar-skólum landsins.

9

Inngangur

BjörnBjarnasonMenntamálaráðherra

Page 12: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

1010

Page 13: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

11

Aðalnámskrá tónlistarskóla er gefin út í samræmi viðákvæði 3. töluliðar 1. greinar laga um fjárhagslegan stuðn-ing við tónlistarskóla, nr. 75/1985, með síðari breytingum.Þar er meðal annars kveðið á um að tónlistarskólar skulikenna eftir námskrá sem gefin er út af menntamálaráðu-neytinu. Aðalnámskráin skiptist annars vegar í almennanhluta og hins vegar í greinanámskrár fyrir einstök hljóð-færi og námsgreinar í tónlistarskólum.

Hlutverk aðalnámskrárAðalnámskrá lýsir meginmarkmiðum náms í tónlistarskól-um allt að háskólastigi. Hlutverk aðalnámskrár er einkumað samræma helstu þætti tónlistarnáms, bæði milli skólaog innan einstakra skóla.

Lögð er áhersla á sjálfstæði skóla. Í því skyni eru í aðal-námskrá tilmæli um að starfssvið tónlistarskóla skuli skil-greint í skólanámskrá þar sem fram komi markmið námsog fyrirkomulag skólastarfs í viðkomandi skóla. Við gerðskólanámskrár skal taka mið af stefnumörkun aðalnám-skrár tónlistarskóla ásamt því að setja fram sérhæfð ogstaðbundin markmið einstakra skóla.

Hlutverk aðalnámskrár tónlistarskóla er jafnframt aðstuðla að víðsýni og sveigjanleika í kennsluháttum, svo ogað hvetja til faglegrar og gagnrýninnar umræðu meðal tón-listarkennara um markmið og leiðir í kennslu. Námskránnier ætlað að hafa áhrif á námsframboð, kennslufyrirkomu-lag og námsmat í tónlistarskólum.

11

FORSENDUR AÐALNÁMSKRÁRFORSENDUR AÐALNÁMSKRÁR

Page 14: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

12

Aðalnámskrá tónlistarskóla er enn fremur til upplýsingar,m.a. fyrir foreldra/forráðamenn, sveitarstjórnir og aðrarskólastofnanir. Auk þess er fyrirsjáanlegt að aðalnámskrámuni leiða til breytinga á starfsmenntun tónlistarkennara.

Efni almenns hluta aðalnámskrárÍ stórum dráttum má skipta efni almenna hlutans í þrennt.Í upphafi er gerð grein fyrir hlutverki og meginmarkmið-um tónlistarskóla, skipulagi tónlistarnáms, greinanám-skrám, skólanámskrám og þáttum í hljóðfæra-1 og tón-fræðanámi.2 Því næst er fjallað um námsmat, áfangaprófsem tekin eru við lok grunnnáms, miðnáms og framhalds-náms3 og stigspróf sem taka má við lok I., II., IV. og VI.stigs. Loks er umfjöllun um réttindi og skyldur, meðferðmála og upplýsinga, tengsl heimila og skóla, samvinnu ískólastarfi, námsumhverfi og mat á skólastarfi. Aftan viðtexta aðalnámskrár eru viðaukar til leiðbeiningar um ýmsaþætti tónlistarnáms og aðstöðu í tónlistarskólum.

121 Í aðalnámskrá er orðið hljóðfæranám notað bæði um nám í hljóðfæraleik og söng. Þar sem talað er um

að nemendur leiki (á hljóðfæri) er einnig átt við söng einsöngsnemenda.

2 Fleirtöluorðin tónfræði og tónfræðagreinar eru notuð sem samheiti yfir ýmsar greinar, svo sem tónfræði,

hljómfræði, tónheyrn, tónlistarsögu, formfræði og kontrapunkt.

3 Þrír megináfangar náms í tónlistarskólum, sjá nánar bls. 17-18.

Page 15: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

13

Hlutverk og meginmarkmið tónlistarskóla er að efla hæfni,þekkingu og þroska nemenda, sem og að stuðla að öflugutónlistarlífi í landinu. Í skólastarfi tónlistarskóla ber að takatillit til margbreytilegra áhugasviða nemenda, getu þeirraog þroska þannig að skólarnir þjóni öllum þeim sem sækj-ast eftir tónlistarnámi. Kennsluaðferðir og viðfangsefniskulu vera fjölbreytt og sveigjanleg.

Hlutverk tónlistarskólaHlutverk tónlistarskóla er að

stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina ogskapa tónlist og til að hlusta á tónlist og njóta hennar,m.a. með því að þjálfa tóneyra þeirra og einbeitingu, veitaþeim fræðslu og auka færni á sviði hljóðfæraleiks, söngs ogtónfræðagreina

búa nemendur undir að geta iðkað tónlist upp á eiginspýtur, m.a. með því að veita undirstöðuþekkingu, eflasjálfsaga og sjálfstæð vinnubrögð nemenda, jafnframt þvíað örva þá til að leika tónlist og syngja, bæði eina og meðöðrum

búa nemendur undir nám í tónlist og skyldum greinumá háskólastigi, m.a. með því að veita þeim góða tæknilegatilsögn í hljóðfæraleik og söng, markvissa þjálfun í tón-fræðagreinum og tækifæri til að koma fram

stuðla að auknu tónlistarlífi, m.a. með því að hvetja tilvirkni nemenda og kennara í almennu tónlistarlífi, með sam-vinnu við aðrar mennta- og menningarstofnanir og samstarfivið listamenn

13

HLUTVERK OG MEGIN-MARKMIÐ TÓNLISTARSKÓLAHLUTVERK OG MEGIN-MARKMIÐ TÓNLISTARSKÓLA

Page 16: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

14

Meginmarkmið tónlistarskólaMeginmarkmið skiptast í þrjá flokka: uppeldisleg mark-mið, leikni- og skilningsmarkmið og samfélagsleg mark-mið.

Uppeldisleg markmið stuðla að auknum tilfinninga-þroska nemenda, listrænum þroska, mótun viðhorfa, sam-vinnu og ögun.

Leikni- og skilningsmarkmið stuðla einkum að aukinnifærni og þekkingu nemenda.

Samfélagsleg markmið stuðla að þátttöku í fjölbreyttrimennta- og menningarstarfsemi.

Uppeldisleg markmiðNemendur öðlist lifandi áhuga á tónlist og tónlistariðkun

með því að

- syngja og leika á hljóðfæri

- hlusta á fjölbreytta tónlist við margs konar aðstæður

- skapa eigin tónlist

- taka þátt í samleik og samsöng

- koma fram á tónleikum

Nemendur læri að njóta tónlistar og upplifa hana sem

- hlustendur

- þátttakendur

Námið efli sjálfsmynd nemenda, m.a. með því að þeir

- læri að sýna getu sína í verki

- læri að meta frammistöðu sína og framfarir

- taki þátt í skapandi starfi, jafnt í hópstarfi sem einstak-

lingsvinnu

Námið efli einbeitingarhæfni nemenda og stuðli að

- vandvirkni

- öguðum vinnubrögðum14

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

Áhugi og

iðkun

Að njóta og

upplifa

Efling sjálfs-

myndar

Einbeiting,

vandvirkni,

ögun

Page 17: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

15

Námið miði að því að efla hæfni nemenda til

- samvinnu í starfi undir stjórn kennara

- samvinnu í hópstarfi

- að leiða hópstarf

Leikni- og skilningsmarkmiðNemendur

- læri og æfist í að leika tónlist eftir nótum, jafnt undirbú-

ið sem óundirbúið

- æfist í að leika og syngja eftir heyrn og minni

Nemendur

- læri að heyra og skilja frum- og túlkunarþætti tónlistar 4

- öðlist þekkingu, geti greint og gert grein fyrir ólíkum

tónlistarstefnum, stíltegundum og tímabilum

Nemendur

- læri og þjálfist í að setja fram eigin tónhugmyndir, bæði

skriflega og leiknar af fingrum fram

- læri og þjálfist í að setja saman hefðbundnar eða

óhefðbundnar tónsmíðar

- læri og þjálfist í að spinna út frá gefnu upphafi, hljóm-

ferli eða eftir öðrum aðferðum

Nemendur

- þjálfist í að túlka tónlist með tilliti til aldurs og stíls tón-

verka

- læri að flytja og túlka tónlist með tilliti til greiningar á

viðkomandi verkum

- þjálfist í að flytja tónverk með tilliti til tilfinningalegs inni-

halds þeirra

Nemendur

- læri að beita fagorðum yfir formhugtök, frum- og túlk-

unarþætti og stílbrigði tónlistar

- þjálfist í að tjá sig um tilfinningaáhrif tónlistar

- læri að tjá sig um hlutverk tónlistar og áhrifamátt hennar15

Hlutverk og meginmarkmið tónlistarskóla – Meginmarkmið tónlistarskóla

Samvinna

Sjálfstæð

vinnubrögð

Hlustun og

skilningur

Sköpun eigin

tónlistar

Túlkun

tónlistar og

flutningur

Einkenni og

áhrif tónlistar

4 Frum- og túlkunarþættir tónlistar eru hrynur, laglína, tónblær, styrkur, hraði, form, hljómrænt inntak

og hendingamótun.

Page 18: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

16

Nemendur

- þjálfist í að skynja mismunandi gæði og einkenni flutn-

ings og túlkunar, geti tjáð sig um hvort tveggja og metið

af þekkingu og tilfinningu fyrir stíl

- læri að rökstyðja mat sitt með tilvísunum í frum- og

túlkunarþætti tónlistar

- öðlist þekkingu og þjálfun í að meta ólíkar stíltegundir

tónlistar án fordóma

Samfélagsleg markmiðMennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er að

- veita öllum, sem þess æskja, færi á að kynnast tónlist-

arnámi af eigin raun

- skapa nemendum tækifæri til tónlistarflutnings, jafnt

innan skóla sem utan

- stuðla að aukinni þátttöku áhugafólks í tónlistarlífi

- stuðla að góðri fagmenntun tónlistarmanna og tónlist-

arkennara

- stuðla að góðum undirbúningi undir margvísleg tónlist-

arstörf

- efla tónlistarlíf í samfélaginu

- efla íslenska tónmenningu og beita sér fyrir varðveislu

tónlistararfs þjóðarinnar

16

Mat á flutn-

ingi og túlkun

Valkostur

allra

Tónlistar-

flutningur

Áhugi

Fagmenntun

Tónlistarstörf

Tónlistarlíf

Íslensk tón-

menning

Page 19: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

17

Nám í tónlistarskólum skiptist í þrjá megináfanga: grunn-nám, miðnám og framhaldsnám. Til grunnnáms telst einnigfornám, þ.e. samþætt byrjendanám, sniðið að aldri ogþroska ungra barna. Þessi áfangaskipting er óháð upp-byggingu almenna skólakerfisins. Engu að síður má finnaþar nokkra samsvörun. Þannig samsvarar grunnnámu.þ.b. neðri bekkjum grunnskóla, miðnám efri bekkjum ogframhaldsnám svarar til náms á framhaldsskólastigi, þ.e.að háskólastigi. Slík viðmiðun er þó engan veginn einhlítþar sem nemendur hefja tónlistarnám á ýmsum aldri ognámshraði getur verið mismunandi. Lok náms í tónlistar-skólum er því ekki unnt að binda við tiltekinn aldur. Lengdnámsáfanga miðast m.a. við kennslustundafjölda sam-kvæmt 1. grein laga um fjárhagslegan stuðning við tónlist-arskóla, nr. 75/1985, með síðari breytingum, sbr. einnigábendingar í viðauka á bls. 63-65.

Áfangar og prófHverjum megináfanga lýkur með áfangaprófum, þ.e.grunnprófi, miðprófi og framhaldsprófi, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Jafnframter heimilt að skipta námsferlinu í smærri áfanga eða stig.

17

SKIPAN TÓNLISTARNÁMSSKIPAN TÓNLISTARNÁMS

Háskólanám

Framhaldspróf

Framhaldsnám (VI.-VII. stig)

Miðpróf

Miðnám (IV.-V. stig)

Grunnpróf

Grunnnám (I.-III. stig)

Page 20: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

18

Áfangaprófum er ætlað að tryggja ákveðnar lágmarkskröf-ur í námi, festu og aðhald. Ljúka þarf báðum hlutum hversáfangaprófs áður en heimilt er að þreyta það næsta. Til aðljúka framhaldsprófi þarf nemandi auk þess að halda sjálf-stæða tónleika.

Námstími innan hvers áfanga getur verið breytilegur ogræðst hann meðal annars af aldri, þroska, ástundun ogframförum. Miðað er við að flestir nemendur, sem hefjahljóðfæranám 8–9 ára, ljúki grunnnámi á þremur árum.Gera má ráð fyrir að eldri nemendur geti farið hraðar yfir.Í mið- og framhaldsnámi eykst umfang námsins og sá tími,sem tekur að ljúka áföngunum, lengist að jafnaði. Lokframhaldsnáms miðast við að nemendur séu undir þaðbúnir að takast á við tónlistarnám á háskólastigi.

Tónlistarskólum er heimilt að skipta áföngunum niður ístig þannig að grunnnám nái yfir fornám og I.–III. stig, mið-nám IV.–V. stig og framhaldsnám VI.–VII. stig. Skólum er ísjálfsvald sett hvort nemendur þeirra taka stigspróf á milliáfangaprófa en áfangapróf skulu hins vegar koma í staðstigsprófa við lok viðkomandi áfanga, sjá nánar á bls. 45.

Samsetning, framkvæmd og prófdæming stigsprófa er al-farið ákvörðun og á ábyrgð þeirra skóla sem kjósa að haldaþau enda er ekki fjallað um stig og stigspróf í greinanám-skrám. Séu tekin stigspróf má gera ráð fyrir að nemendur ígrunnnámi ljúki um það bil einu stigi á ári en þegar ofardragi lengist námstíminn á milli stiga.

18

Page 21: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

19

Greinanámskrár tónlistarskóla eru vegvísir fyrir nemend-ur og kennara. Námskránum er ætlað að tryggja fjölbreytnien jafnframt að stuðla að samræmingu þeirra námsþáttasem aðalnámskrá tekur til, bæði innan einstakra skóla og ámilli skóla.

Uppbygging greinanámskráaGreinanámskrár miðast við þá skipan tónlistarnáms semgerð var grein fyrir á bls. 17-18. Greinanámskrár í hljóð-færaleik eru gefnar út í sjö heftum eftir hljóðfærafjölskyld-um auk námskrár fyrir tónfræðagreinar og námskrár írytmískri tónlist.

HljóðfæraleikurÍ námskrám fyrir einstök hljóðfæri er gerð grein fyrir helstumarkmiðum og námskröfum í hverjum námsáfanga. Ínámskránum eru einnig listar með viðfangsefnum í grunn-námi, miðnámi og framhaldsnámi. Þessum listum erhvorki ætlað að vera tæmandi né bindandi, heldur eigaþeir að vera til viðmiðunar fyrir nemendur og kennara.Notkun námsefnislista stuðlar að samræmingu náms enþeir geta einnig nýst vel við að auka fjölbreytni í skóla-starfi. Þá getur samanburður við slíka lista auðveldaðflokkun annars námsefnis.

Í greinanámskrám eru birt dæmi um prófverkefni ááfangaprófum. Dæmin eru valin úr þekktum tónbók-menntum hljóðfæranna og er þeim ætlað að skilgreinaþyngdarstig viðkomandi prófa.

Í hverri greinanámskrá eru birtir listar með samleiksefni.Auk þess er í lok hverrar námskrár skrá yfir gagnlegarbækur varðandi hljóðfærið.

19

GREINANÁMSKRÁRGREINANÁMSKRÁR

Page 22: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

20

TónfræðagreinarÍ námskrá í tónfræðagreinum eru skilgreind markmið, inn-tak náms og námskröfur í grunnnámi, miðnámi og fram-haldsnámi. Gerð er grein fyrir samþættingu tónfræða-greina, tengslum þeirra við hljóðfæranám og aðgreiningu íeinstakar greinar þegar líður á námsferilinn. Einnig eru ínámskránni ákvæði um skipulag og uppbyggingu námsins,auk umfjöllunar um námsmat og próf.

Rytmísk tónlistRytmísk tónlist er samheiti yfir djass, rokk og aðrar stílteg-undir af afrísk-amerískum uppruna. Nám í rytmískri tón-list hefur nokkra sérstöðu innan tónlistarskóla, einkumvegna þess að um sérhæft nám er að ræða í hljóðfæraleik,tónfræðagreinum og samleik. Uppbygging námsins er þósvipuð öðru hljóðfæranámi og námskröfur sambærilegaren viðfangsefni eru að verulegu leyti frábrugðin þeim semfengist er við í öðru tónlistarnámi.

Í greinanámskrá í rytmískri tónlist er m. a. umfjöllun umundirstöðuþekkingu og færni nemenda, markmið ognámsmat. Í námskránni er einnig fjallað um þá þætti hljóð-færanáms sem sameiginlegir eru fyrir öll hljóðfæri innannámsbrautar í rytmískri tónlist, svo sem tónstiga og verk,en að öðru leyti skulu greinanámskrár í hljóðfæraleik fyrirviðkomandi hljóðfæri hafðar til hliðsjónar við kennslu.

Í námskrá í rytmískri tónlist er enn fremur sérstök umfjöll-un um tónfræðagreinar og samspil í rytmísku námi auk sér-stakra kafla um nám á rafgítar, bassa, hljómborð og í söng.Í þessum köflum er m.a. að finna útfærslur á sameiginleg-um námskröfum, einkum varðandi tónstiga og hljóma.Fjallað er um nám á trommusett í slagverksnámskrá.20

Page 23: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

21

Mikilvægt er að allir tónlistarskólar skilgreini starfssvið sittog markmið í skólanámskrám og kynni þær fyrir nemend-um og foreldrum/forráðamönnum þeirra.

Grundvöllur og hlutverk skólanámskráaHlutverk skólanámskrár er að stuðla að árangursríku skóla-starfi með því að veita upplýsingar og yfirsýn, auðveldaendurmat áætlana og tryggja sem farsælast tónlistarupp-eldi.

Við gerð skólanámskráa er tónlistarskólum ætlað að takamið af stefnumörkun og markmiðum aðalnámskrár tón-listarskóla, ásamt því að sinna staðbundnum og sérhæfð-um markmiðum. Skólanámskrár verða því að taka mið afaðstæðum á hverjum stað og hafa skólastjórnendur ogkennarar þannig nokkurt svigrúm í skólastarfinu.

Hlutverk og meginmarkmið tónlistarskóla eru skilgreind ábls. 13-16. Leiðir að markmiðunum geta verið margar ogkennsluaðferðir fjölbreytilegar. Það er því hlutverk skóla-stjórnenda og kennara, gjarnan í samráði við foreldra/for-ráðamenn og nemendur, að ákvarða hverjum þessaramarkmiða unnt sé að ná og hvaða leiðir verði valdar.

Í greinanámskrám eru skilgreind markmið og lýst lág-markskröfum sem gerðar eru til nemenda við lok grunn-náms, miðnáms og framhaldsnáms. Í skólanámskrá skalkoma fram hvernig skólinn hyggst skipuleggja nám ogkennslu til að tryggja að nemendur standist þessar kröfur.

21

SKÓLANÁMSKRÁRSKÓLANÁMSKRÁR

Page 24: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

22

Uppbygging skólanámskráaSkólanámskrá er í senn starfsáætlun viðkomandi skóla,upplýsingarit og lýsing á því sem gera á í skólanum. Skóla-námskrá byggist á aðalnámskrá tónlistarskóla og skal jafn-framt vera útfærsla á henni miðað við aðstæður og sér-kenni hvers skóla.

Helstu efnisflokkar skólanámskrár skulu vera þessir:

Yfirlit yfir námsframboð skólans, þar með talið nám semeinstakir tónlistarskólar kunna að bjóða fram umfram þaðsem krafist er samkvæmt aðalnámskrá.

Markmið og inntak, annars vegar nánari útfærsla á mark-miðum aðalnámskrár og aðlögun að aðstæðum, hins veg-ar staðbundin markmið og útfærsla á þeim.

Skipulag og kennsluhættir, svo sem upplýsingar umstarfsáætlanir, kennara og kennslugreinar, stjórn skólans,starfstíma, tónleikahald og próf.

Námsmat, útskýringar á hvers konar námsmat er notað,hvers konar vitnisburður er gefinn og á hvaða grunni hannbyggist.

Aðrar upplýsingar, svo sem um aðbúnað og aðstöðu ískólanum, skrifstofutíma, samskipti við heimili, samvinnuí skólastarfi, sérstök viðfangsefni og skólareglur.

Skólanámskrár þarf að endurskoða reglulega. Fari slíkendurskoðun ekki fram árlega má benda á að nota smárittil að koma á framfæri breytilegum árvissum upplýsing-um, t.d. um starfstíma skólans, tónleika og próf.22

Page 25: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

23

Kennsla beinist að því að hjálpa nemendum að öðlastþekkingu og skilning, að móta sér skoðanir og viðhorf ogná leikni á tilteknum sviðum. Kennsla miðar að því aðnemendur nái þeim markmiðum sem að er stefnt.

Í skólastarfi á að ríkja fjölbreytni í vinnubrögðum ogkennsluaðferðum. Kennarar bera faglega ábyrgð á því aðvelja heppilegustu og árangursríkustu leiðirnar til að námarkmiðum aðalnámskrár og skólanámskrár. Við val ákennsluaðferðum og vinnubrögðum verður að taka tillit tilmarkmiða sem stefnt er að, aldurs, þroska og getu nem-enda sem í hlut eiga hverju sinni og eðlis viðfangsefnisins.Vönduð kennsla, sem lagar sig að markmiðum og nem-endum, eykur líkur á árangri.

Kennsluaðferðir og vinnubrögð í skólum verða að þjónaþeim markmiðum sem stefnt er að hverju sinni. Markmiðtónlistarskóla eru margvísleg, allt frá markmiðum, semvarða afmarkaða þætti kunnáttu, leikni og viðhorfa, tillangtímamarkmiða. Val á kennsluaðferðum og skipulagskólastarfs verður að miðast við að nemendur fái sem besttækifæri til náms og þroska. Kennslan verður að taka miðaf þörfum og reynslu einstakra nemenda og efla með þeimnámfýsi og vinnugleði. Kennsluaðferðir mega ekki mis-muna nemendum eftir kynferði, búsetu, uppruna, litar-hætti, fötlun, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.

23

KENNSLA OGKENNSLUHÆTTIRKENNSLA OGKENNSLUHÆTTIR

Page 26: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

24

Fagleg þekking tónlistarkennara, bæði í hljóðfæra- og tón-fræðagreinum, er afar þýðingarmikil sem og hæfni þeirratil að velja kennsluaðferðir og áhugaverð viðfangsefni tilnotkunar í skólanum og til heimanáms. Þetta getur ráðiðmiklu um hvernig til tekst við að vekja og viðhalda áhuganemenda á tónlistarnámi. Einnig getur samskiptahæfni ogviðmót kennarans haft úrslitaáhrif á áhuga og framfarirnemandans. Tónlistarnám er valfrjálst nám og hvatning ernemendum mikilvæg, bæði frá kennurum og foreldrum/forráðamönnum. Síðast en ekki síst geta þessir aðilar haftmótandi áhrif á viðhorf nemenda til námsins, skólans ogtónlistar almennt.

24

Page 27: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

25

Meginviðfangsefni tónlistarskóla er nám og kennsla íhljóðfæraleik, einsöng og tónfræðum. Í aðalnámskrá tón-listarskóla er kveðið á um að við lok tiltekinna námsáfangaþurfi nemendur að uppfylla ákveðnar samræmdar kröfurum hæfni í þessum greinum. Jafnframt er lögð áhersla áfjölbreytni í starfi tónlistarskóla og að tekið sé tillit til marg-breytilegra áhugasviða nemenda, getu þeirra og þroska.

HljóðfæranámÍ hljóðfærakennslu skal lögð áhersla á fjölbreytni þar semtekið er tillit til væntinga og þarfa nemenda. Nauðsynlegter að nemendur fái tækifæri til að tjá sig á margvísleganhátt. Þátttaka í samleik og samsöng er mjög lærdómsrík oggæta þarf þess að sem flestum nemendum gefist kostur áslíku starfi. Einnig er reglulegur flutningur tónlistar á tón-leikum mikilvæg reynsla fyrir nemendur.

Þættir í hljóðfæranámi eru margbreytilegir og verkefnavalmismunandi eftir hljóðfærum. Þá eru tónbókmenntir ein-stakra hljóðfæra og kennsluefni breytilegt að eðli og um-fangi. Eigi að síður má skipta öllu hljóðfæranámi í sam-svarandi þætti og verður hér á eftir farið nokkrum orðumum þá helstu.

TónverkKennarar velja verkefni í hljóðfæranámi í samráði við nem-endur. Þess skal gæta að viðfangsefni séu fjölbreytt og nem-endur kynnist ýmsum stíltegundum tónlistar. Auk margskonar verkefna sem nemendur æfa til fulls er æskilegt aðþeir kynnist fleiri tónverkum innan hvers áfanga. Mikil-vægt er að yfirferð verkefna í hverjum námsáfanga sé við-unandi áður en hugað er að áfangaprófi.

25

ÞÆTTIR Í HLJÓÐFÆRA-OG TÓNFRÆÐANÁMIÞÆTTIR Í HLJÓÐFÆRA-OG TÓNFRÆÐANÁMI

Page 28: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

26

ÆfingarGóðar æfingar (etýður) stuðla að markvissri uppbygginguhljóðfæratækni en taka auk þess á túlkunaratriðum, svosem hendingamótun, styrk og blæbrigðum. Velja skal hæfi-lega krefjandi æfingar miðað við getu nemandans.

Tónstigar og hljómarFjölmörg atriði þjálfast með markvissri æfingu tónstiga,t.d. tækni, tónmyndun, inntónun og tónsvið.

Í greinanámskrám í hljóðfæraleik eru tilgreindir þeir tón-stigar og hljómar sem nemendur skulu tileinka sér í hverj-um áfanga námsins á viðkomandi hljóðfæri. Einnig eru þarákvæði um hraða og leikmáta tónstiga og hljóma.

UtanbókarnámMeð því að læra tónlist utanbókar kynnast nemendur við-fangsefnum sínum á nýjan hátt. Nemendur skulu þjálfastjafnt og þétt í að leika verkefni utanbókar og njóta til þessleiðsagnar kennara. Mælt er með því að nemendur læritónstiga utanbókar frá upphafi náms.

Óundirbúinn nótnalesturMarkviss þjálfun í nótnalestri er mikilvægt grundvallar-atriði í tónlistarnámi, m.a. til að nemendur geti greiðlegatileinkað sér tónlist og tekið þátt í samspili. Mikilvægt er aðnemendur læri að góður nótnalestur felur einnig í sérskilning og túlkun ýmissa leiðbeinandi orða og tákna.

Æfa skal óundirbúinn nótnalestur reglubundið í kennslu-stundum og heimanámi. Til þess skal velja efni eftir getuhvers og eins. Miða má við verkefni sambærileg þeim semnemendur hafa fengist við í hljóðfæranámi einu til þremurárum áður. Á sama hátt skal þjálfa nemendur í tónflutningief kröfur þar að lútandi eru gerðar í viðkomandi greina-námskrá.26

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

Page 29: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

27

Skapandi starfAllir nemendur í hljóðfæranámi skulu fá tækifæri og örv-un til ýmiss konar tónsköpunar sér til ánægju og aukinsþroska. Sérstök áhersla er lögð á að allir nemendur í grunn-námi taki virkan þátt í skapandi starfi.

Í mið- og framhaldsnámi velja nemendur hvort og hve mik-ið þeir sinna þessum þætti. Til að þetta sé hægt þarf að bjóðaáhugasömum nemendum sérstakar kennslustundir og sam-leik þar sem á ýmsan hátt er unnið með tónsköpun ogspuna, einkum þegar áleiðis miðar í tónlistarnáminu. Sam-þætt nám, þ.e. að flétta saman fræðilega kennslu og samleik,getur einnig verið æskilegur kostur í skapandi starfi.

Skapandi starf í hljóðfæranámi getur m.a. falist í eigin tón-smíðum og flutningi þeirra, spuna út frá gefnu upphafi,svo sem laglínuhendingu, eða snarstefjun við gefið hljóm-ferli eða lag. Starf af þessu tagi þroskar hug og hönd, eyk-ur skilning á innri gerð tónlistar og býður auk þess upp áfjölbreytilega notkun efnis sem nemendur hafa þegar lært,svo sem tónstiga og hljóma.

Tölvur og fleiri tækninýjungar síðustu áratuga gegna vax-andi hlutverki í tónsköpun samtímans. Rétt er að nemend-ur tónlistarskóla eigi þess kost að kynnast tölvutækni íþessum tilgangi og nýta sér hana, meðal annars við eigintónsköpun. Nánar er fjallað um skapandi starf í viðauka ábls. 67-68.

Leikur eftir eyraFátt þroskar tóneyra meira en að leika eftir eyra. Mikilvægter að nemendur fái örvun og leiðbeiningu í að leika lög áþennan hátt, t.d. þekkt lög eftir minni eða lög lærð af hljóð-ritunum. Þessi þáttur námsins miðar meðal annars að þvíað nemendur verði hæfari til sjálfstæðrar tónlistariðkunarog að þeir geti leikið undirbúningslítið við ýmsar aðstæður. 27

Þættir í hljóðfæra- og tónfræðanámi – Hljóðfæranám

Page 30: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

28

HeildarsvipurHluti tónlistarnáms felst í því að læra að flytja tónlist á ör-uggan og sannfærandi máta, undirbúa og setja saman efn-isskrá. Jafnframt er nauðsynlegt að leiðbeina nemendumum örugga og viðeigandi framkomu, ekki síst á tónleikumog prófum. Þjálfa þarf nemendur reglulega í öllum þessumatriðum. Markviss kennsla á þessu sviði nýtist öllum nem-endum síðar, hvort sem þeir verða tónlistarmenn eða haslasér völl á öðrum sviðum.

TónfræðanámÍ aðalnámskrá eru fleirtöluorðin tónfræði og tónfræða-greinar notuð sem samheiti fyrir ýmsar greinar, svo semtónfræði, hljómfræði, tónheyrn, tónlistarsögu, formfræðiog kontrapunkt. Tölvunám tengt tónlist telst einnig til tón-fræðanáms, hvort heldur tölvan er notuð til tónsköpunar,nótnaritunar, sem tóngjafi eða upptökutæki. Um tölvur ítónfræðanámi er nánar fjallað í tónfræðanámskrá.

Í samþættu tónfræðanámi fléttast þessar greinar meðýmsum hætti saman við margvíslega virkniþætti, svo semhljóðfæraleik, söng, hreyfingu, lestur, ritun, hlustun, grein-ingu og sköpun. Nauðsynlegt er að tónfræðanám tengisttónlist af ýmsu tagi við hæfi hvers aldurshóps, ekki sístþeirri tónlist sem nemendur fást við í hljóðfæranámi eðakynnast með öðrum hætti. Enn fremur er æskilegt að takamið af tónlistarlífi á hverjum stað og hverjum tíma.

Tónfræðanám fer að jafnaði fram samhliða hljóðfæranámi.Gert er ráð fyrir samþættri kennslu tónfræðagreina ígrunn- og miðnámi en í framhaldsnámi hafa skólar frjálsarhendur um hvort tónfræðagreinar eru kenndar samþættareða aðskildar. Um inntak og námsþætti er nánar fjallað ítónfræðanámskrá.

28

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

Page 31: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

29

Nauðsynlegt er að nemendur í rytmísku námi stundi sér-hæft nám í tónfræðagreinum. Inntak og námsþættir tón-fræða í rytmísku námi eru skilgreindir í námskrá í rytm-ískri tónlist.

Tengsl tónfræða- og hljóðfæranámsNauðsynlegt er að góð tengsl séu á milli tónfræða- oghljóðfæranáms þannig að námið verði heildstætt og nýtistnemendum sem best. Gert er ráð fyrir að tónfræðanám farialla jafna fram í hóptímum. Jafnframt á tónfræðanám aðvera samofið allri hljóðfærakennslu og í nánum tengslumvið þau viðfangsefni sem fengist er við í hljóðfæranáminuhverju sinni. Einnig er sjálfsagt að nýta hljóðfæri nemendaí tónfræðakennslunni. Mikilvægt er að skipulag og mark-viss samvinna kennara tryggi skilning nemenda á tengsl-um hljóðfæraleiks og tónfræðagreina.

Samleikur og samsöngurSamleikur og samsöngur er veigamikill hluti tónlistarnámsog mikilsverður vettvangur til að þjálfa nemendur ennfrekar, víkka sjóndeildarhring, þroska tónlistarsmekk ogauka þekkingu nemenda á fjölbreytilegum tónbókmennt-um umfram það sem unnt er í annarri kennslu innan skól-ans. Samleikur og samsöngur hefur ótvírætt félagslegtgildi, eflir samkennd og tillitssemi, þroskar eiginleika tilsamskipta og samstarfs, jafnframt því að styrkja ábyrgðar-tilfinningu og sjálfsvitund. Tónlistariðkun í hópstarfi ogánægja af slíku samstarfi er jafnframt hvatning fyrir hvernog einn til framfara í tónlistarnáminu.

Mikilvægt er að nemendum gefist kostur á þátttöku í fjöl-breyttum samleik og samsöng, bæði í minni og stærri hóp-um, svo sem kammerhópum af ýmsum stærðum, hljóm-sveitum, stórsveitum, kórum, popp-, rokk- og djasshljóm-sveitum.

29

Þættir í hljóðfæra- og tónfræðanámi – Tónfræðanám

Page 32: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

30

Í næstu þremur köflum er fjallað um námsmat í tónlistar-skólum. Í þessum kafla eru almennar ábendingar umnámsmat. Í næsta kafla er gerð grein fyrir áfangaprófum ítónlistargreinum og í þar næsta er fjallað um stigspróf semtónlistarskólar hafa frjálsar hendur um að leggja fyrir nem-endur.

Námsmat er öll viðleitni til að afla sem öruggastrar vit-neskju um árangur skólastarfs og hvernig nemendum hef-ur tekist að ná settum markmiðum. Megintilgangur náms-mats er að bæta nám og kennslu. Í því felst ekki síst að aflaupplýsinga sem hjálpa nemendum við námið, örva þá oghvetja.

Námsmat á meðal annars að veita nemendum, foreldr-um/forráðamönnum þeirra og kennurum upplýsingar umnámsgengi nemenda, einkum frammistöðu, framfarir,ástundun og sókn að settum markmiðum. Þá þarf náms-mat að gefa vísbendingar um það hvort námsmarkmið hafiverið raunhæf og kennsluaðferðir við hæfi. Enn fremur ermikilvægt að af námsmati sé unnt að draga ályktanir umþað hvort skólastarfið sé í samræmi við námskrár og yfirlýstmarkmið skólans.

Almennt um námsmatMikilvægt er að mat á árangri kennslu og framvindu námssé fastur liður í skólastarfi. Með því að meta stöðu nem-enda í upphafi námstímabils má meðal annars fá gagnleg-ar upplýsingar sem auðvelda skipulag kennslu og stuðlaað markvissu námi.

Mat á námi verður að vera óhlutdrægt, heiðarlegt og sann-gjarnt. Reglulega þarf að meta alla þætti námsins, svo sem

30

NÁMSMAT OG PRÓFNÁMSMAT OG PRÓF

Page 33: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

31

áhuga, virkni, skilning, þekkingu og leikni, í samræmi viðvægi þeirra í náminu. Markmið tónlistarnáms eru margvís-leg og hægt að fara ýmsar leiðir til að ná þeim. Því er nauð-synlegt að matsaðferðir séu fjölbreytilegar og í samræmivið eðli settra markmiða.

Skólastjóri og kennarar bera ábyrgð á námsmati innanhvers skóla, bæði einstökum þáttum þess og þeim aðferð-um sem beitt er.

Suma námsþætti hentar að meta með prófum. Niðurstöð-ur prófa veita upplýsingar um það hvernig nemendumhefur tekist að leysa tiltekin viðfangsefni á ákveðnum tímasamkvæmt markmiðum og skilgreindum kröfum nám-skrár. Annars konar aðferðir kunna að henta betur þegarmeta þarf aðra þætti námsins. Til að veita upplýsingar umlangtímaframfarir getur verið heppilegt að nota umsagnireða dagbók um námsframvindu nemenda. Vel hentar einnigað nota gátlista,5 umsagnir og aðrar huglægar aðferðirþegar meta á skapandi vinnu nemenda, þátttöku í samleikog samsöng, framkomu á tónleikum, yfirferð viðfangsefnaog fjölbreytni í verkefnavali. Við námsmat má jafnframtbeita ýmiss konar tækjabúnaði. Til dæmis má nefna hljóð-og myndupptökur sem gagnlegar eru við margs konarnámsmat. Þær má meðal annars nota til að safnaupplýsingum um virkni og samvinnu nemenda, leikniþeirra, skilning og afrakstur skapandi starfs. Upptökurgeta auk þess nýst vel við sjálfsmat nemenda. Um meðferðþess efnis, sem þannig er safnað, gilda sömu reglur og umönnur námsmatsgögn, þar á meðal þau lög er á hverjumtíma gilda um persónuvernd og meðferð persónuupp-lýsinga og þær reglur sem settar eru með stoð í þeimlögum. 31

Námsmat og próf – Allmennt um námsmat

5 Atriðalisti þar sem skráð er hvort nemandi hafi náð tökum á tilteknum þáttum í náminu. Á gátlista með

matskvarða skráir kennari mat sitt á ákveðnum eiginleikum út frá fyrir fram gefnum viðmiðunum.

Page 34: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

32

Formlegt mat á námsárangri fer fram með prófum. Annarsvegar eru áfangapróf og lúta þau ákveðnum reglum, sjánánar bls. 33-44. Hins vegar eru próf sem skólar hafa frjálsarhendur um, svo sem stigspróf, sjá nánar bls. 45-46, könn-unarpróf og vorpróf.

Sjálfsmat nemenda, sem byggist á gagnrýninni hlustun ogþekkingu, er nauðsynlegur hluti af vinnuferli í öllu tónlistar-námi. Einnig geta samræður milli nemenda og kennara umeinstök verkefni eða námið í heild flokkast undir námsmat.

Starfsmönnum tónlistarskóla ber að gera nemendum ogforeldrum/forráðamönnum vandlega grein fyrir því matisem fram fer í skólanum eigi sjaldnar en árlega.

Óski nemandi eða foreldri/forráðamaður eftir skriflegriumsögn um stöðu nemanda í námi er tónlistarskólumskylt að verða við slíkri beiðni.

Umsagnir og annan vitnisburð6 þarf að setja fram á skýranog ótvíræðan hátt þannig að ekki fari á milli mála við hvaðer átt. Ef vitnisburður er gefinn með tölum er nauðsynlegtað útskýra hvað þær merkja og hvernig þær eru fengnar.Sama á við ef notaðir eru bókstafir.

Skólum er frjálst að ákveða með hvaða hætti niðurstöðurnámsmats eru birtar nemendum og foreldrum/forráða-mönnum þeirra. Æskilegt er að samræma framsetninguvitnisburðar innan hvers skóla.

Flytjist nemandi milli skóla er það á ábyrgð viðtökuskólaað meta stöðu hans í námi. Þetta á við um nemendur semekki hafa lokið áfangaprófi eða eru staddir milli áfanga-prófa í námi sínu.

32

6 Átt er við einkunn í víðasta skilningi, t.d. í formi talna, bókstafa eða orða.

Page 35: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

33

Við lok grunnnáms, miðnáms og framhaldsnáms skulunemendur þreyta áfangapróf, annars vegar í hljóðfæraleikog hins vegar í tónfræðagreinum. Ekki er nauðsynlegt aðnemendur ljúki báðum hlutum áfangaprófs á sama ári ennemandi getur ekki þreytt miðpróf fyrr en grunnprófi er aðfullu lokið. Sömuleiðis þarf að ljúka báðum hlutum mið-prófs áður en framhaldspróf er tekið. Til að ljúka fram-haldsprófi þarf nemandi að halda sjálfstæða tónleika innaneða utan skólans, auk þess að standast próf í hljóðfæraleikog tónfræðagreinum.

Skipulag og tilgangurTilgangur áfangaprófa er fjölþættur. Prófunum er ætlað aðskera úr um hvort og að hve miklu leyti nemendur upp-fylla ákveðnar samræmdar kröfur um hæfni. Þeim er einnigætlað að afla upplýsinga um nám og kennslu á vissumsviðum innan tónlistarskóla, meta frammistöðu nemenda ísamræmi við markmið og kröfur aðalnámskrár og geranemendum grein fyrir eigin frammistöðu í hverjum próf-þætti. Enn fremur eru prófin lokapróf úr viðkomandiáfanga innan tónlistarskólans.

Áfangapróf í hljóðfæraleik geta farið fram hvenær sem erskólaársins. Gert er ráð fyrir að nemendur þreyti próf þarsem þeir stunda nám en skólum er þó heimilt að sameinastum prófstað eða prófstaði sé það hagkvæmara.

Samræming mats og prófdæmingTil að tryggja samræmi, hlutlaust mat og þar með semáreiðanlegastar niðurstöður á áfangaprófum í hljóðfæraleikskulu utanaðkomandi prófdómarar dæma prófin.7 Miðaðer við að á grunnprófi geti sami prófdómari dæmt próf á öllhljóðfæri. Á miðprófi dæma prófdómarar einungis próf

33

ÁFANGAPRÓFÁFANGAPRÓF

7 Frekari útfærsla á samræmingu mats og prófdæmingu er í höndum nefndar á vegum tónlistarskóla,

rekstraraðila þeirra og menntamálaráðuneytis.

Page 36: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

34

innan síns hljóðfæraflokks. Gert er ráð fyrir eftirfarandiflokkun hljóðfæra: a) Tréblásturshljóðfæri, b) málmblást-urshljóðfæri, c) strokhljóðfæri, d) hljómborðshljóðfæri,þ.m.t. harmonika, e) rytmísk hljóðfæri, þ.e. öll hljóðfærisem kennt er á í rytmísku námi, þ.m.t. rafgítar, bassi,hljómborð og söngur, f) gítar, g) harpa, h) einsöngur, i)ásláttarhljóðfæri. Prófdómarar á framhaldsprófi skulu hinsvegar vera sérfræðingar á viðkomandi hljóðfæri.

Einkunnagjöf og lágmarkseinkunnÁ áfangaprófum í hljóðfæraleik skal bæði gefa skriflegarumsagnir um hvern prófþátt og einkunn í tölustöfum (ein-ingum).8 Frammistaða nemanda í sérhverjum prófþætti ermetin til eininga allt að tilgreindu hámarki. Samanlagðurhámarkseiningafjöldi allra prófþátta á hverju prófi er 100einingar og skal gefið í heilum einingum. Einkunn erreiknuð á þann hátt að deilt er í heildareiningafjölda með10. Nota skal hundrað eininga kvarða og tilgreina einkunnmeð tölunum 1 til 10 og einum aukastaf, t.d. gefa 79 ein-ingar einkunnina 7,9. Gerð er grein fyrir vægi prófþátta íumfjöllun um einstök áfangapróf á bls. 37-42. Til að stand-ast áfangapróf þarf nemandi að ná samtals 60 einingum íhljóðfæraleik, sem samsvarar lágmarkseinkunn 6,0, ogjafnframt að hljóta sömu lágmarkseinkunn í tónfræða-greinum. Sjá nánar á bls. 37-41.

PrófskírteiniPrófskírteini, sem notuð eru á áfangaprófum, eru tvennskonar. Annars vegar eru vitnisburðarblöð þar sem framkoma einkunnir og umsagnir fyrir viðkomandi prófhlutaog hins vegar áfangaprófsskírteini án einkunna og um-sagna. Vitnisburðarblöð skulu afhent nemanda að loknumhverjum prófhluta. Áfangaprófsskírteini eru afhent þegarnemandi hefur lokið áfangaprófi að öllu leyti.

34

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

8 Í tónlistarskólum er hugtakið einingar notað við mat á frammistöðu nemenda og útreikninga einkunna

á hljóðfæraprófum.

Page 37: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

35

Lengd prófaTil að tryggja að próftími fari ekki fram úr hófi eru settviðmið um hámarkslengd áfangaprófa. Miða skal við aðheildarpróftími á grunnprófi í hljóðfæraleik fari ekki framyfir 30 mínútur, próftími á miðprófi ekki fram yfir 45 mín-útur og framhaldspróf taki ekki lengri tíma en eina klukku-stund. Í öllum tilfellum er átt við heildarpróftíma og gertráð fyrir að allir prófþættir, þar með talinn flutningur tón-stiga og hljóma, valþáttur og óundirbúinn nótnalestur,ásamt eðlilegum hvíldartíma milli prófþátta, rúmist innangefinna tímamarka.

Almennar prófreglur - hljóðfæra- og tónfræðapróf

1. Kennarar bera faglega ábyrgð á undirbúningi nem-

enda og á því að meta hvenær þeir eru tilbúnir til að

þreyta áfangapróf í hljóðfæraleik og tónfræðum.

2. Það ræðst eingöngu af heildareinkunn allra prófþátta í

hljóðfæraleik og tónfræðum hvort nemandi stenst próf

eða ekki. Til að standast áfangapróf þarf nemandi að

ná samtals 60 einingum í hljóðfæraleik, sem samsvar-

ar lágmarkseinkunn 6,0, og jafnframt að hljóta sömu

lágmarkseinkunn í tónfræðagreinum.9

3. Kennurum ber að útskýra fyrir nemendum og foreldr-

um/forráðamönnum hvað niðurstöður hljóðfæra- og

tónfræðaprófa merkja.

4. Komi til ágreinings um einkunnagjöf eiga nemandi og

foreldri/forráðamaður rétt á að fá ítarlegar útskýringar

á forsendum og niðurstöðum mats, bæði í hljóðfæra-

og tónfræðaprófum.

35

Áfangapróf – Lengd prófa

9 Til að standast framhaldspróf í tónfræðagreinum þarf lágmarkseinkunnina 6,0 í hverri grein, sjá nánar

í námskrá tónfræðagreina.

Page 38: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

36

Prófreglur - hljóðfærapróf1. Við val prófverkefna skal kennari gæta þess að lengd

prófsins sé í samræmi við tímamörk aðalnámskrár. Mið-

að er við að prófverkefni séu leikin til enda.

2. Kennari skal gæta þess að þyngd prófverkefna sé í

samræmi við kröfur námskrár.

3. Fylgja skal fyrirmælum námskrár um fjölda, inntak og

umfang prófþátta. Þannig getur t.d. eitt langt verk ekki

komið í stað tveggja styttri og einstakir kaflar sama tón-

verks ekki talist aðskildir prófþættir.

4. Fylgja skal fyrirmælum námskrár varðandi tónstiga og

hljóma sem undirbúnir skulu fyrir hvert áfangapróf. Á

prófi velur prófdómari hvaða tónstigar og hljómar eru

leiknir.

5. Nemandi ræður röð prófverkefna.

6. Áfangapróf skulu einungis dæmd af utanaðkomandi

prófdómurum.

7. Gæta skal þess að sami prófdómari dæmi ekki mörg ár

í röð í sama skóla.

8. Kennari skal leggja verkefnalista prófsins fyrir prófdóm-

ara fyrir upphaf prófs. Próf fer því aðeins fram að verk-

efni uppfylli kröfur viðeigandi námskrár samkvæmt mati

og staðfestingu prófdómara.

9. Prófdómari er ábyrgur fyrir því að nemandi fái hæfilegt

prófverkefni í óundirbúnum nótnalestri.

10. Kennara er heimilt að vera viðstaddur áfangapróf, enda

hafi hann ekki áhrif á niðurstöður prófdómara.

11. Prófdómari dæmir frammistöðu nemandans á prófi án

tillits til hugsanlegra skýringa eða athugasemda.

12. Prófdómara ber að gera nemendum grein fyrir mati sínu

á hverjum þætti prófsins með skriflegri umsögn og töl-

um, bæði hvað vel var gert og hvað betur hefði mátt

fara.

13. Prófdómari skal vera viðstaddur framhaldsprófstónleika

og gefa skriflega umsögn um frammistöðu nemandans.

Sé þess nokkur kostur skal það vera sami prófdómari og

dæmdi framhaldspróf viðkomandi nemanda.36

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

Page 39: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

37

Nánari prófreglur um tónfræðapróf er að finna í tónfræða-námskrá.

Grunnpróf tónlistarskólaGrunnpróf tónlistarskóla er tvíþætt: hljóðfærapróf og tón-fræðapróf. Til að standast prófið þarf 60 einingar af 100mögulegum í hljóðfæraleik, þ.e. lágmarkseinkunn er 6,0.Sömu lágmarkseinkunn þarf í tónfræðagreinum. Ekki erugerðar kröfur um lágmarksárangur í einstökum prófþátt-um. Ekki þarf að ljúka báðum þáttum prófsins á sama árinu.

HljóðfæraprófMiða skal við að heildarpróftími á grunnprófi í hljóðfæra-leik fari ekki fram yfir 30 mínútur. Á prófinu skal nemandiað minnsta kosti flytja eitt verk utanbókar samkvæmt próf-þætti 1 eða æfingu samkvæmt prófþætti 2.

Prófþættir eru þessir:1. Þrjú ólík verk (15 einingar hvert) í samræmi við kröfur

greinanámskrár.2. Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanám-

skrár.3. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröf-

ur greinanámskrár.4. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna við-

fangsefna:a) Spinni einradda út frá gefnu upphafi, hljómferli eða

lagi, með eða án undirleiks.b) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.c) Hljómsetji stutta laglínu óundirbúið.d) Leiki stutt alþýðulag eða þjóðlag sem lært hefur

verið eftir eyra. Söngnemendur skulu flytja lagið undirleikslaust.

5. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).6. Heildarsvipur (5 einingar).

37

Áfangapróf – Prófreglur - hljóðfærapróf

Page 40: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

38

Próf í einsöng, slagverksleik og rytmísku námi falla ekkialgjörlega að þessum prófþáttum. Nánar er gerð grein fyrirútfærslu prófþátta í þessum greinum í viðkomandi greina-námskrám.

TónfræðaprófPrófkröfur á grunnprófi í tónfræðagreinum miðast viðþekkingu og færni nemenda við lok grunnnáms.

Í tónfræðanámskrá er gerð nánari grein fyrir einstökumprófþáttum, inntaki þeirra og framkvæmd prófsins.

Miðpróf tónlistarskólaTil að geta þreytt miðpróf tónlistarskóla þarf nemandi áð-ur að hafa lokið grunnprófi að fullu. Miðprófið er tvíþætt:hljóðfærapróf og tónfræðapróf. Til að standast prófið þarf60 einingar af 100 mögulegum í hljóðfæraleik, þ.e. lág-markseinkunn er 6,0. Sömu lágmarkseinkunn þarf í tón-fræðagreinum. Ekki eru gerðar kröfur um lágmarksárang-ur í einstökum prófþáttum. Ekki þarf að ljúka báðum þátt-um prófsins á sama árinu.

HljóðfæraprófMiða skal við að heildarpróftími á miðprófi í hljóðfæraleikfari ekki fram yfir 45 mínútur. Á prófinu skal nemandi aðminnsta kosti flytja eitt verk utanbókar samkvæmt próf-þætti 1 eða æfingu samkvæmt prófþætti 2.

Prófþættir eru þessir:1. Þrjú ólík verk (15 einingar hvert) í samræmi við kröfur

greinanámskrár.2. Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanám-

skrár.3. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröf-

ur greinanámskrár.4. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna við-

fangsefna:38

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

Page 41: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

39

a) Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.

b) Spinni einradda út frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi með eða án undirleiks.

c) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.d) Hljómsetji stutta laglínu óundirbúið.

5. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).6. Heildarsvipur (5 einingar).

Próf í einsöng, slagverksleik og rytmísku námi falla ekkialgjörlega að þessum prófþáttum. Nánar er gerð grein fyrirútfærslu prófþátta í þessum greinum í viðkomandi greina-námskrám.

TónfræðaprófPrófkröfur á miðprófi í tónfræðagreinum miðast við þekk-ingu og færni nemenda við lok miðnáms.

Í tónfræðanámskrá er gerð nánari grein fyrir einstökumprófþáttum, inntaki þeirra og framkvæmd prófsins.

Framhaldspróf tónlistarskólaFramhaldspróf er lokapróf á námsferli í tónlistarskóla. Tilað geta þreytt prófið þarf nemandi áður að hafa lokið mið-prófi að fullu.

Framhaldspróf tónlistarskóla er þríþætt: hljóðfærapróf,tónfræðapróf og tónleikar. Til að standast prófið þarf 60einingar af 100 mögulegum í hljóðfæraleik, þ.e. lágmarks-einkunn er 6,0. Sömu lágmarkseinkunn þarf í tónfræða-greinum. Ekki þarf að ljúka öllum þáttum prófsins á samaárinu en útskrift fer ekki fram fyrr en þeim er öllum lokið.Í vissum greinanámskrám er gert ráð fyrir að nemendurljúki tilteknum námsáföngum á aukahljóðfæri áður enframhaldsprófi er lokið á aðalhljóðfæri.

39

Áfangapróf – Miðpróf tónlistarskóla

Page 42: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

40

Próf í hljóðfæraleik miðast annaðhvort við prófgerð I –hljómsveitarhljóðfæri eða prófgerð II – önnur hljóðfæri.Próf í einsöng, slagverksleik og rytmísku námi falla þóekki algjörlega að þessum prófgerðum. Nánar er gerðgrein fyrir útfærslu prófþátta í þessum greinum í viðkom-andi greinanámskrám.

HljóðfæraprófMiða skal við að heildarpróftími á framhaldsprófi í hljóð-færaleik fari ekki fram yfir 60 mínútur. Á prófinu skal nem-andi að minnsta kosti flytja eitt verk utanbókar samkvæmtprófþætti 1 eða æfingu samkvæmt prófþætti 2.

Prófgerð I – hljómsveitarhljóðfæri

Prófþættir eru þessir:1. Þrjú ólík verk (12 einingar hvert) í samræmi við kröfur

greinanámskrár.2. Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanám-

skrár.3. Útdrættir úr hljómsveitarverkum (12 einingar) í sam-

ræmi við kröfur greinanámskrár.4. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröf-

ur greinanámskrár.5. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna við-

fangsefna:a) Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og

önnur framhaldsprófsverkefni.b) Leiki samleiksverk þar sem hann gegnir veigamiklu

hlutverki.c) Leiki tónverk á annað hljóðfæri úr sömu fjölskyldu

og aðalhljóðfæri ef kostur er gefinn á slíku í viðeig-andi greinanámskrá.

6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).7. Heildarsvipur (5 einingar).

40

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

Page 43: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

41

Prófgerð II – önnur hljóðfæri

Prófþættir eru þessir:1. Þrjú ólík verk (15 einingar hvert) í samræmi við kröfur

greinanámskrár.2. Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanám-

skrár.3. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröf-

ur greinanámskrár.4. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna við-

fangsefna:a) Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og

önnur framhaldsprófsverkefni.b) Leiki samleiksverk þar sem hann gegnir veigamiklu

hlutverki.c) Leiki tónverk á annað hljóðfæri úr sömu fjölskyldu

og aðalhljóðfæri ef kostur er gefinn á slíku í viðeig-andi greinanámskrá.

5. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).6. Heildarsvipur (5 einingar).

TónfræðaprófÍ tónfræðanámskrá er gerð grein fyrir þeim lágmarkskröf-um sem nemendur þurfa að uppfylla til að ljúka fram-haldsprófi í tónfræðagreinum. Einnig er gerð grein fyrireinstökum prófþáttum, inntaki þeirra, framkvæmd prófaog lágmarkseinkunn. Á framhaldsprófi skal gefið fyrirpróf í einstökum tónfræðagreinum. Til að standast prófþarf lágmarkseinkunnina 6,0 í hverri grein.

TónleikarAð loknu framhaldsprófi í hljóðfæraleik skal nemandi leika30–60 mínútna langa efnisskrá á tónleikum innan eða utanskólans. Fyrir frammistöðu á tónleikunum er gefin umsögnen ekki einkunn. Ekki er nauðsynlegt að halda tónleikana ásama skólaári og hljóðfæraprófið fer fram. Séu prófið ogtónleikarnir haldnir á sama skólaári er heimilt að nota alla

41

Áfangapróf – Framhaldspróf tónlistarskóla

Page 44: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

42

efnisskrá prófsins á tónleikunum. Fari tónleikar fram síðarskal að minnsta kosti helmingur efnisskrárinnar end-urnýjaður. Gæta þarf þess að efnisskrá sé fjölbreytt og velsaman sett.

NámslokTil að ljúka framhaldsprófi tónlistarskóla þurfa nemendurað standast próf í hljóðfæraleik og tónfræðagreinum sam-kvæmt námskrám, jafnframt því að ljúka tónleikaþættiframhaldsprófsins.

Skýringar við einstaka prófþætti á áfangaprófumHér á eftir fara stuttar skýringar á prófþáttum á áfangapróf-um sem hafa ber til hliðsjónar þegar áfangapróf er undirbúið.

Tónverk og æfingarVelja skal verkefni á áfangaprófum með hliðsjón af viðeig-andi greinanámskrá. Gæta skal þess að verkefnaval sé fjöl-breytt og að nemendur leiki verk frá mismunandi tímabilum.

Tónstigar og hljómarÍ greinanámskrám er að finna ákvæði um hvaða tónstiga oghljóma nemendur skulu undirbúa fyrir hvert áfangapróf.Enn fremur eru í greinanámskrám fyrirmæli um tónsvið,hraða og annan leikmáta. Á prófi velur prófdómari hvaðatónstigar og hljómar eru leiknir. Prófkröfur varðandi leiktónstiga og hljóma eru ekki fyllilega samræmdar á millihljóðfæraflokka, enda eðli og hefðir hljóðfæranna ólíkar.

Útdrættir úr hljómsveitarverkumGeri greinanámskrá ráð fyrir að nemendur þjálfist í leik út-drátta úr hljómsveitarverkum skal prófa sérstaklega í þeimnámsþætti á framhaldsprófi og miðaðst prófið þá við próf-gerð I. Um er að ræða útdrætti úr hljómsveitarverkum þarsem viðkomandi hljóðfæri gegnir veigamiklu hlutverki.Undirbúa skal a.m.k. staði úr þremur tónverkum. Próf-dómari velur hvað leikið er á prófinu.

42

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

Page 45: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

43

Val – grunnprófÁ grunnprófi er nemanda gefinn kostur á að velja eitt eftir-talinna viðfangsefna:a) Nemandi spinni út frá gefnu upphafi, einföldu hljóm-

ferli eða lagi. Nemandi getur valið hvort hann spinnurmeð eða án undirleiks og er miðað við að hann hafi hafttækifæri til að undirbúa þennan prófþátt.

b) Nemandi flytji frumsamið verk eða eigin útsetningu.Þess er ekki krafist að nemandinn hafi skráð verkið.Heimilt er að leika frumsamið samleiksverk, að því til-skildu að höfundur gegni þar lykilhlutverki.

c) Nemandi hljómsetji stutta laglínu. Þetta á við um þánemendur sem geta leikið hljóma á hljóðfæri sín.

d) Nemandi leiki stutt alþýðulag eða þjóðlag sem hannhefur lært eftir eyra. Miðað er við að tónsvið lagsins séí samræmi við getu nemanda og námsstig og að lagið séflutt einradda, með eða án undirleiks. Söngnemendumer þó skylt að flytja lagið án undirleiks.

Val – miðprófÁ miðprófi er nemanda gefinn kostur á að velja eitt eftir-talinna viðfangsefna:a) Nemandi leiki tónverk að eigin vali. Tónverkið skal

vera af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverk-efni. Þessi valþáttur er þannig sambærilegur einstökumliðum í prófþætti 1 og gefur möguleika á að nemandisýni enn aukna stílræna breidd í tónlistarflutningi.

b) Nemandi spinni út frá gefnu upphafi, einföldu hljóm-ferli eða lagi. Nemandi getur valið hvort hann spinnurmeð eða án undirleiks og er miðað við að hann hafi hafttækifæri til að undirbúa þennan prófþátt.

c) Nemandi flytji frumsamið verk eða eigin útsetningu.Þess er ekki krafist að nemandinn hafi skráð verkið.Heimilt er að leika frumsamið samleiksverk, að því til-skildu að höfundur gegni þar lykilhlutverki.

d) Nemandi hljómsetji stutta laglínu. Þetta á við um þánemendur sem geta leikið hljóma á hljóðfæri sín.

43

Áfangapróf – Skýringar við einstaka prófþætti á áfangaprófum

Page 46: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

44

Val – framhaldsprófÁ framhaldsprófi er nemanda gefinn kostur á að velja á eitteftirtalinna viðfangsefna:a) Nemandi leiki tónverk að eigin vali af sambærilegri

þyngd og önnur framhaldsprófsverkefni. Þessi valþátt-ur gefur möguleika á að nemandi sýni enn aukna stíl-ræna breidd í tónlistarflutningi.

b) Nemandi leiki samleiksverk þar sem próftaki gegnirlykilhlutverki. Miðað er við að samleiksverkið sé afsambærilegri þyngd og önnur framhaldsprófsverkefni.

c) Nemandi leiki tónverk á annað hljóðfæri úr sömu hljóð-færafjölskyldu og aðalhljóðfæri ef kostur er gefinn áslíku í viðeigandi greinanámskrá.

Óundirbúinn nótnalesturÁ áfangaprófi fær nemandi eina mínútu til að líta yfir lestr-ardæmið í hljóði og skal síðan flytja verkefnið einu sinni.Geri greinanámskrá viðkomandi hljóðfæris ráð fyrir tón-flutningi á viðkomandi áfangaprófi skal hann prófaðurundir þessum lið og gildir þá helming af vægi prófþáttar-ins (5 einingar af 10). Ef tónflutningur er prófaður fær nem-andi sérstakt tónflutningsdæmi sem leika skal einu sinnieftir einnar mínútu undirbúningstíma í hljóði. Prófverkefnií óundirbúnum nótnalestri skulu vera stutt og í samræmivið markmið í viðeigandi greinanámskrám.

HeildarsvipurÁ áfangaprófum er gefin sérstök einkunn fyrir framkomu,listræna túlkun, öryggi og yfirbragð prófsins.

44

Page 47: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

45

Tónlistarskólum er í sjálfsvald sett hvort námi innan áfangaer skipt niður í stig. Jafnframt hafa skólar frjálsar hendurum önnur próf en áfangapróf. Fyrir þá skóla sem kjósa aðhalda stigspróf á milli áfangaprófa fara hér á eftir nokkrarábendingar.

SkipulagÍ greinanámskrám eru skilgreind markmið og gerð greinfyrir námskröfum við lok grunnnáms, miðnáms og fram-haldsnáms.Tónlistarskólar geta skilgreint markmið ognámskröfur fyrir einstök stig innan áfanganna en gætaþarf samræmis við þær námskröfur og markmið sem nem-endur þurfa að hafa náð við lok viðkomandi áfanga.Þannig er tónlistarskólum heimilt að skipta grunnnámi íþrjú stig, miðnámi í tvö stig og framhaldsnámi í tvö stig,alls sjö stig.

Skólum er heimilt að halda stigspróf á milli áfangaprófa,þ.e. við lok I., II., IV. og VI. stigs, en grunnpróf kemur í staðIII. stigs, miðpróf í stað V. stigs og náminu lýkur með fram-haldsprófi sem kemur í stað VII. stigs. Ef tekin eru stigs-próf í hljóðfæraleik er mælt með því að prófin séu með líkusniði og áfangapróf, einkum hvað varðar fjölda og vægiprófþátta. Þannig miðist I. og II. stigs próf við grunnpróf,IV. stigs próf við miðpróf og VI. stigs prófið við framhalds-próf. Verkefnaval og þyngdarstig stigsprófa er alfarið áábyrgð hvers skóla.

Ef tekin eru stigspróf í tónfræðagreinum er mælt með sam-bærilegri tilhögun og á áfangaprófum, þ.e. að prófa í sömunámsþáttum og hafa hliðsjón af greinanámskrá í tónfræð-um. 45

STIGSPRÓFSTIGSPRÓF

Page 48: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

46

Prófdæming og einkunnagjöfHver skóli ber ábyrgð á prófdæmingu stigsprófa. Þótt ekkiséu gerðar sömu kröfur til prófdómara sem dæma stigs-próf og prófdómara á áfangaprófum er mikilvægt aðvanda til prófdæmingar.

Setji skólar reglur um einkunnagjöf og lágmarkseinkunn ástigsprófum er mælt með að hafa þær sambærilegar þvísem gildir um áfangapróf.

Mikilvægt er að nemendur fái ætíð skriflega umsögn umframmistöðu sína á stigsprófum í hljóðfæraleik.

46

Page 49: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

47

SkólasóknNemendur skulu sækja allar kennslustundir og komastundvíslega til kennslu. Í skólanámskrá skal gerð greinfyrir þeim reglum sem gilda um frávik frá skólasókn. Þarskal meðal annars koma fram hvernig brugðist er við veik-indum nemenda og öðrum óhjákvæmilegum forföllum.Sömuleiðis skal gerð grein fyrir viðurlögum við brotum áreglum um skólasókn.

Meðferð gagnaGögn í vörslu skóla, sem hafa að geyma persónulegarupplýsingar um nemendur, skal farið með í samræmi viðákvæði laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð per-sónuupplýsinga, og ákvæði upplýsingalaga, nr. 59/1996,eftir því sem við á. Vakin er sérstök athygli á því að starfs-fólk í tónlistarskóla er bundið trúnaði og óheimilt er aðveita persónulegar upplýsingar um nemanda úr skóla-skrám án samþykkis þess sem í hlut á og foreldra/forráða-manna ef um er að ræða nemanda yngri en 18 ára.

Upplýsingaskylda gagnvart foreldrum/forráðamönnum

Óski foreldrar/forráðamenn nemanda, sem er yngri en 18ára, eftir upplýsingum frá tónlistarskóla um námsfram-vindu, skólasókn eða annað sem tengist barni þeirra sér-staklega þá ber skólastjórnendum að veita þær upp-lýsingar.

47

RÉTTINDI, SKYLDUR,MEÐFERÐ MÁLA OGUPPLÝSINGA

RÉTTINDI, SKYLDUR,MEÐFERÐ MÁLA OGUPPLÝSINGA

Page 50: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

48

Þegar nemandi hefur náð sjálfræðisaldri er einungis heim-ilt að veita honum sjálfum, eða þeim sem nemandinn veitirskriflegt umboð, persónulegar upplýsingar úr gagnasafniskólans.

Meðferð málaLeitast skal við að leysa ágreiningsmál innan skóla. Mikil-vægt er að skrá feril máls og halda gögnum til haga þegarágreiningur kemur upp innan skólans eða þegar um brot áskólareglum er að ræða. Æskilegt er að skólastjórnendurtónlistarskóla setji reglur um hvernig bregðast skal viðágreiningi, meðal annars um niðurstöður námsmats ogprófa. Við meðferð mála skal sérstaklega gæta ákvæða laganr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupp-lýsinga, og upplýsingalaga, nr. 50/1996.

Samskipti nemenda og starfsfólks skólaTelji nemandi eða forráðamenn hans, sé nemandinn yngrien 18 ára, að brotið hafi verið á rétti nemandans, sbr. skóla-reglur, þannig að ástæða sé til að bera fram kvörtun skuluþeir snúa sér til viðkomandi kennara. Takist ekki að leysamálið tekur skólastjóri það til umfjöllunar og ákvarðar umviðbrögð.

Brottvikning úr skólaÁður en nemanda er vikið úr skóla skal hann hafa fengiðskriflega viðvörun frá skólastjóra. Endanleg brottvikningúr skóla er á ábyrgð skólastjóra.

48

Page 51: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

49

Þrír hópar mynda skólasamfélagið í hverjum skóla, þ.e.nemendur, starfsfólk skólans og foreldrar/forráðamenn.Mikilvægt er að allir vinni vel saman að mótun þessa sam-félags og þeirra umgengnishátta sem eiga að einkennasamskipti innan skólans og utan.

Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefniheimila og skóla. Samstarfið þarf að byggjast á samábyrgð,gagnkvæmri upplýsingamiðlun, virðingu og trausti. Lokser mikilvægt að traust samstarf sé milli heimila og skólaum skólastarfið í heild. Gert er ráð fyrir að foreldrar getitekið þátt í að koma markmiðum skólastarfs í framkvæmdí samstarfi við skólann.

UpplýsingamiðlunGott samstarf heimilis og tónlistarskóla er afar þýðingar-mikið, ekki síst með tilliti til þess að tónlistarnám er aðmiklu leyti sjálfsnám sem fram fer á heimilum nemenda.Mikilvægt er því að koma á og viðhalda traustu sambandimilli skóla og heimila.

Gagnkvæm og virk upplýsingagjöf milli foreldra/forráða-manna og starfsfólks skóla stuðlar að trausti milli aðila.Með auknum kynnum foreldra/forráðamanna af daglegustarfi í tónlistarskólanum og skipulegri samvinnu umskólastarfið, t.d. í tengslum við heimanám, aukast líkur ávellíðan nemenda og góðum árangri. Mikilvægt er að for-eldrar fylgist vel með skólagöngu barna sinna, líðan þeirraí skóla, námsárangri og framförum. Brýnt er að skólar gefireglulega skýrar og góðar upplýsingar um skólastarfiðsem og um starfsáætlanir skólans. Þetta má gera meðýmsum hætti, svo sem með bréfum, heimsóknum for-eldra/forráðamanna nemenda í skólann, foreldraviðtölum,

49

TENGSL HEIMILA OG SKÓLATENGSL HEIMILA OG SKÓLA

Page 52: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

50

kynningarfundum, í skólanámskrá og á vefsíðu skólans,allt eftir aðstæðum á hverjum stað.

ForeldrafélögVel rekin og virk foreldrafélög við hvern tónlistarskóla erutvímælalaust af hinu góða. Foreldrafélög geta jafnframtveitt skólum og skólayfirvöldum virkt og uppbyggjandiaðhald og lagt fram raunhæfar tillögur til umbóta.

Foreldra- og styrktarfélög hafa víða verið stofnuð og reynsttónlistarskólum og einstökum hópum innan þeirra mikils-verð stoð.

50

Page 53: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

51

Samvinna er lykilatriði í öllu skólastarfi, órjúfanleg fránámi og kennslu. Fjölþætt samvinna er fastur liður í innrastarfi skóla en margvíslegt samstarf á sér jafnframt stað viðaðila utan veggja skólans. Samvinna getur aukið fjöl-breytni í skólastarfinu, auðgað samfélagið og verið skólun-um og samstarfsaðilum þeirra giftudrjúg.

Samstarf tónlistarskóla og leikskólaSamvinna tónlistarskóla og leikskóla getur verið báðum að-ilum styrkur í starfi. Samstarfið má skipuleggja með ýmsumóti eftir aðstæðum hverju sinni. Nefna má heimsóknirleikskólabarna í tónlistarskóla og tónlistarnema í leikskóla,tónlistarflutning ýmiss konar og samvinnu um reglulegttónlistaruppeldi leikskólabarna. Við upphaf náms ungrabarna í tónlistarskólum er æskilegt að taka tillit til þeirrartónlistarreynslu sem nemendur hafa úr leikskóla.

Samstarf tónlistarskóla og grunnskólaÍ grunnskólum fer fram skyldunám sem er skilgreint í að-alnámskrá grunnskóla. Meðal námsgreina grunnskólans ertónmennt sem er skyldunámsgrein í 1.-8. bekk en ein afvalgreinum í 9. og 10. bekk. Í tónlistarskólum fer hins veg-ar fram valfrjálst nám í tónlistargreinum. Meirihluti nem-enda í tónlistarskólum er á grunnskólaaldri.

Tengsl og samstarf milli tónlistarskóla og grunnskóla erutvenns konar, annars vegar fagleg og hins vegar skipulags-leg.

Meðal faglegra tengsla má einkum nefna sameiginlegmarkmið. Sum þeirra eru almenns eðlis á sviði uppeldis,svo sem að fræða, miðla þekkingu og stuðla að alhliðaþroska nemenda, ekki síst tilfinninga- og félagsþroska.

51

SAMVINNA Í SKÓLASTARFISAMVINNA Í SKÓLASTARFI

Page 54: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

52

Önnur sameiginleg markmið lúta að námi og kennslu, ekkisíst að veita nemendum tækifæri til að iðka tónlist, njótahennar og fást við skapandi starf. Leiðir skólanna að mark-miðum eru hins vegar með nokkuð mismunandi hætti ogkemur það fram í innra starfi þeirra. Í grunnskólum eruleiðir miðaðar við það sem hæft getur öllum nemendum,áhuga þeirra, smekk og þroska. Þar er tónmennt hluti afstórri heild allra námsgreina skyldunáms. Í tónlistarskól-um eru hins vegar farnar sérhæfðari leiðir, miðaðar viðþarfir nemenda skólans. Þar fer fram nám í einni listgreinsem í skólastarfinu skiptist í ýmsar námsgreinar hljóðfæra-leiks, söngs og tónfræða.

Skipulagsleg tengsl og samstarf koma fram í skólastarfinusjálfu. Skilyrði til samstarfs eru þó breytileg eftir aðstæð-um, meðal annars eftir stærð skóla og hvort þeir starfa íþéttbýli eða strjálbýli. Nálægð tónlistarskóla og grunn-skóla er misjöfn, í sumum tilvikum starfa þeir jafnvel ísömu húsakynnum. Jafnframt er leið nemenda í skólanamisjafnlega löng. Vegna einsetningar og lengingar skóla-dags í grunnskólum er vaxandi þörf fyrir að tónlistarskól-ar og grunnskólar komi til móts við nemendur og foreldraí því hagsmunamáli að hafa tónlistarnám, einkum yngstunemendanna, á venjulegum skólatíma og innan viðkom-andi skólahverfis. Þetta þýðir jafnframt vaxandi þörf ásamvinnu tónlistarskóla og grunnskóla. Af þessum ástæð-um er leitað leiða til að samhæfa skólatímann og þar meðstundaskrárgerð, jafnframt því að koma á ýmiss konarsamnýtingu í skipulagi og framkvæmd skólastarfs. Í þvísambandi er mikilsvert að milli skólanna, stjórnenda þeirraog skólayfirvalda ríki samstarfsvilji. Þetta er forsenda fyrirþví að tónlistarskólar og grunnskólar nái árangri í sam-starfi sín á milli og hafi stuðning hvorir af öðrum.

Skipulag samstarfs tónlistarskóla og grunnskóla getur ver-ið með ýmsum hætti og verður augljóslega breytilegt eftiraðstæðum hverju sinni. Skólarnir geta sameinast um að

52

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

Page 55: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

53

standa að einstökum verkefnum, svo sem listkynningum,hátíðum, leikritum, söngleikjum og þemaverkefnum.Einnig getur verið um að ræða gagnkvæmar heimsóknir,hljóðfærakynningar í grunnskólum, sameiginlegan kór eðahljómsveit, samnýtingu húsnæðis, tækjakosts og skóla-aksturs eða jafnvel samkennslu nemenda. Vettvangur fyrirafrakstur af samstarfi skólanna er einkum tónleikar og aðr-ir menningarviðburðir þar sem nemendur skólanna leggjasitt að mörkum með flutningi tónlistar af ýmsu tagi.

Fari kennsla á vegum tónlistarskóla fram innan grunn-skóla og í húsnæði hans þarf samvinna að vera markvissog vel skipulögð. Mikilvægt er að tónlistarkennslan örvi ogstyrki lögbundið skyldunám í tónmennt jafnframt því aðefla tónlistarlíf skólans og byggðarlagsins. Gæta þarf þessað kennsla, allur aðbúnaður, kennsluaðstaða, hljóðfæri ogtækjakostur sé í samræmi við aðalnámskrá tónlistarskóla.Þá er og mikilvægt að næði sé til kennslunnar og hljóðein-angrun góð.

Rétt er að vekja athygli á að nemendur 9. og 10. bekkjargeta óskað eftir að fá tónlistarnám metið sem valgrein ígrunnskóla. Jafnframt skal bent á að óheimilt er að takanemendur út úr kennslustundum í lögbundnu skyldunámitil að stunda annað nám utan aðalnámskrár grunnskóla,nema fyrir liggi skriflegt samþykki foreldra/forráðamannaog að nemendum verði bætt upp sú kennsla sem þeir faraá mis við af þessum ástæðum.

Samstarf tónlistarskóla og framhaldsskólaEins og fram kemur í markmiðskafla aðalnámskrár er lögðáhersla á að tónlistarskólar þjóni öllum þeim sem sækjasteftir tónlistarnámi. Þannig ættu nemendur á framhalds-skólaaldri að eiga þess kost að kynnast tónlist og tónlistar-iðkun í tónlistarskólum landsins engu síður en yngri nem-endur. Hvatt er til þess að tónlistarskólar komi til móts viðþroska, þarfir og óskir þessa aldurshóps með fjölbreyttu og

53

Samvinna í skólastarfi – Samstarf tónlistarskóla og grunnskóla

Page 56: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

54

vönduðu námsframboði, hvort heldur um er að ræða byrj-endur eða lengra komna nemendur.

Tónlistarkjörsvið á listnámsbraut framhaldsskólaSamkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla geta framhalds-skólar boðið upp á 105 eininga nám á listnámsbraut. Þar afer kjörsvið í viðkomandi listgrein 45 einingar. Listnáms-braut er skipulögð sem þriggja ára námsbraut.

Tvær leiðir eru til að ljúka tónlistarkjörsviði listnámsbrautar.Í báðum tilfellum þarf að ljúka framhaldsprófi í tónfræða-greinum samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. Nemandi,sem leikur á eitt aðalhljóðfæri, skal ljúka framhaldsprófi aðfullu, samkvæmt viðeigandi greinanámskrá. Athygli ervakin á að samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla þarfnemandi sem lýkur framhaldsprófi að halda sjálfstæðatónleika sem hluta prófsins. Nemendur, sem leika á tvöhljóðfæri, geta lokið tónlistarkjörsviði listnámsbrautar hafiþeir lokið miðprófi á bæði hljóðfærin. Námið jafngildir 45einingum hvor leiðin sem farin er.

Fyrri leiðin er einkum ætluð nemendum sem stefna að þvíað gera hljóðfæraleik eða söng að aðalstarfi. Síðari leiðin erhins vegar hugsuð fyrir nemendur sem stefna á tónlistar-tengd störf, önnur en hljóðfæraleik. Gera má ráð fyrir að ívissum tilvikum þurfi tónlistarnemar eina til tvær annir tilviðbótar til að ljúka tónlistarkjörsviði, umfram þau þrjú ársem aðalnámskrá framhaldsskóla gerir ráð fyrir.

Ákvæði um inntökuskilyrði á listnámsbraut er að finna íaðalnámskrá framhaldsskóla. Hér er hins vegar mælt meðþví að nemendur hafi a.m.k. lokið miðprófi tónlistarskóla ítónfræðagreinum og séu komnir vel áleiðis í hljóðfæra-námi þannig að ætla megi að þeir geti lokið prófum á til-settum tíma.

54

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

Page 57: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

55

Afar mikilvægt er að framhaldsskólar, sem bjóða upp átónlistarkjörsvið listnámsbrautar eða tónlist sem valgrein,eigi greið og góð samskipti við þá tónlistarskóla sem hluteiga að máli hverju sinni.

Tónlistarnám á bóknámsbrautum framhaldsskólaSamkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla má meta starfs-nám og viðurkennt listnám á framhaldsskólastigi til kjör-sviðs á bóknámsbrautum. Slíkt nám getur komið í stað alltað 12 eininga á kjörsviði auk þess sem nemandi getur nýttfrjálst valnám í sama tilgangi. Nemandi getur því fengiðallt að 24 einingar metnar á þennan hátt sem hluta af námitil stúdentsprófs.

Menntamálaráðuneyti gefur síðar út reglur um mat á tón-listarnámi sem viðurkennt er inn á bóknámsbrautir fram-haldsskóla.

Samstarf við aðra tónlistarskólaSamvinna tónlistarskóla getur verið margvísleg og fermeðal annars eftir staðsetningu skólanna, eðli þeirra ogáherslum í starfi. Samstarf af þessu tagi eykur fjölbreytniog möguleika í skólastarfi og hefur gjarnan hagræðingu íför með sér. Það sama gildir um samstarf tónlistarskóla ogsamstarf þeirra við aðra aðila, skýr markmið og góð skipu-lagning eru lykilatriði. Sem dæmi um samstarfsverkefnimá nefna hljómsveitarstarf, námskeiðahald, gagnkvæmarheimsóknir, tónleika, hátíðir, kennararáðningar og próf-dæmingu. Enn fremur má nefna nemenda- og kennara-skipti. Stjórnendur og starfsmenn tónlistarskóla eru hvatt-ir til að hafa vakandi auga fyrir möguleikum á þessumsviðum.

55

Samvinna í skólastarfi – Samstarf tónlistarskóla og framhaldsskóla

Page 58: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

56

Samstarf við aðra aðilaEins og áður hefur komið fram gegna tónlistarskólar fjöl-breyttu mennta- og menningarhlutverki. Til að ná settummarkmiðum er nauðsynlegt að tónlistarskólarnir hafi sam-vinnu við ýmsar mennta- og menningarstofnanir. Sam-starfsmöguleikar eru margvíslegir og breytilegir eftir stað-háttum. Samstarfið getur bæði beinst að einstökum af-mörkuðum verkefnum eða verið fjölþættara og náð yfirlengri tímabil. Samstarfsaðilar geta til dæmis verið aðrirlistaskólar, söfn, kirkjur, sjúkrastofnanir, félagsstarf aldr-aðra og ýmis félagasamtök, svo sem íþróttafélög og leikfé-lög. Þá kann ýmiss konar samvinna við listamenn að verabáðum aðilum giftudrjúg. Að auki er hvatt til samstarfs viðerlenda aðila eftir því sem aðstæður leyfa.

56

Page 59: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

57

Aðbúnaður og umhverfi í tónlistarskólum getur haft mikiláhrif á námsárangur nemenda sem og á viðhorf og líðanallra sem í skólunum starfa. Húsnæðisþörf skóla fer aðmiklu leyti eftir nemendafjölda og námsframboði á hverj-um stað. Þó er ákveðin lágmarksaðstaða mikilvæg í öllumtónlistarskólum sem uppfylla eiga kröfur aðalnámskrár.Nemendafjöldi og námsframboð ákvarðar einnig aðnokkru leyti þörfina fyrir tækjakost og hljóðfæraeign.Ákveðinn lágmarkskjarni hljóðfæra og kennslutækja er þómikilvægur eigi skóli að geta haldið uppi þeirri kennslusem aðalnámskrá gerir kröfu um.

Hér á eftir verður farið nokkrum orðum um húsnæði ogbúnað tónlistarskóla.

HúsnæðiHentugt og gott húsnæði getur skipt sköpum í starfsemitónlistarskóla. Því er mikilvægt að búið sé eins vel aðhverjum tónlistarskóla og kostur er. Í viðauka á bls. 68-72er umfjöllun um húsnæði og búnað tónlistarskóla, settfram til leiðbeiningar. Ljóst er að ábendingar þær sem þareru gefnar eiga misvel við um einstaka tónlistarskóla ogræður þar miklu stærð og verksvið skóla.

Gera má ráð fyrir að kennslurými í tónlistarskólum sé íýmsum tilfellum nýtt fyrir margs konar kennslu, t.d. aðtónleikar, tónfræðakennsla og samleikur fari fram í sal, oger þá nauðsynlegt að taka mið af þeirri fjölþættu kennsluvið hönnun húsnæðisins. Þegar ekki er um sérhannað hús-næði til tónlistarkennslu að ræða er mikilvægt að laga að-stöðuna að þörfum tónlistarskóla.

57

NÁMSUMHVERFINÁMSUMHVERFI

Page 60: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

58

Í vissum tilfellum getur verið hagkvæmt að nýta húsa-kynni grunnskóla eða annað heppilegt húsnæði til kennsluá vegum tónlistarskóla, að því tilskildu að aðstaðan sé ísamræmi við aðalnámskrá tónlistarskóla.

BúnaðurMikilvægt er að tónlistarskólar búi yfir góðum hljóðfæra-og tækjakosti. Æskilegt er að hljómflutningstæki séu íhverri kennslustofu. Notkun tölva í tónlist býður upp á sí-vaxandi möguleika, ekki síst í kennslu. Tónlistarskólar eruhvattir til þess að fylgjast vel með á þessu sviði og bjóðanemendum og kennurum greiðan aðgang að tölvum meðtónlistarforritum. Myndbandstæki, skjár og upptökuvéleru einnig gagnleg kennslutæki.

Húsgögn þurfa að vera af hentugri stærð fyrir nemendurog taka mið af réttum vinnustellingum. Mikilvægt er aðhuga reglulega að viðhaldi og endurnýjun hljóðfæra skól-ans, tækja og húsgagna.

Í viðauka á bls. 70-72 er að finna nánari lýsingu á æskileg-um hljóðfæra- og tækjakosti tónlistarskóla.

58

Page 61: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

59

Mat á skólastarfi skiptist í innra og ytra mat. Með innramati er átt við sjálfsmat skóla, unnið af starfsmönnumhans. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi skóla semunnin er af utanaðkomandi aðila.

Samkvæmt 12. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tón-listarskóla, nr. 75/1985, með síðari breytingum, skalmenntamálaráðuneytið hafa með höndum faglega umsjónog eftirlit með tónlistarkennslu. Í þessu felst meðal annarsfaglegt mat og öflun upplýsinga um starfsemi tónlistar-skóla, t.d. með sérstökum úttektum. Jafnframt er hvatt tilþess að í tónlistarskólum fari fram innra mat á skólastarfimeð sambærilegum hætti og í almennum skólum.

Mikilvægt er að meta fleiri þætti skólastarfs en framfarirog árangur nemenda. Kennarar þurfa að meta störf sín ogendurskoða í samræmi við niðurstöðurnar. Einnig er nauð-synlegt að meta reglulega aðstöðu, gögn, skólanámskrá ogstarfshætti innan skólans. Jafnt og þétt þarf að meta sam-skipti og tengsl við foreldra/forráðamenn, stofnanir ogaðra aðila, ekki síður en innan starfsliðs skólans. Síðast enekki síst er mikilvægt að reglulega sé metið hvernig tekisthefur að ná samfélagslegum markmiðum aðalnámskrársem og staðbundnum markmiðum.

Þá er mikilvægt að nemendur og foreldrar/forráðamennþeirra leggi mat á skólastarfið, til dæmis með viðtölum eðaviðhorfskönnunum.

59

MAT Á SKÓLASTARFIMAT Á SKÓLASTARFI

Page 62: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

60

SjálfsmatSjálfsmat er leið til þess að vinna kerfisbundið að gæðumog umbótum í skólastarfi. Þá er sjálfsmat einnig leið til þessað miðla þekkingu og upplýsingum um skólastarf. Meðsjálfsmati fer fram víðtæk gagnaöflun sem veitir upplýsing-ar um að hve miklu leyti árangur skólastarfsins er í sam-ræmi við markmið. Megintilgangur sjálfsmats er að gerastarfsfólki skóla auðveldara að vinna að framgangi mark-miða skólans, meta hvort þeim hafi verið náð, endurskoðaþau og stuðla að umbótum. Í sjálfsmati kemur fram stefnaog markmið skóla, skilgreining á leiðum til þess að náþeim, greining á sterkum og veikum hliðum skólastarfs ogáætlun um úrbætur.

Viðmið fyrir sjálfsmatFari vinna við sjálfsmat fram í tónlistarskólum telurmenntamálaráðuneytið eftirtalin viðmið mikilvæg.

Sjálfsmatið sé:Formlegt. Matið skal byggt á kerfisbundnum aðferðum.Gera þarf grein fyrir hvernig er staðið að verkinu og hverj-ir vinna það.

Altækt. Matið nái til allra helstu þátta skólastarfsins, þ.e.markmiða, stjórnunar, samskipta, náms, kennslu, náms-mats, nemenda, starfsfólks, aðbúnaðar og ytri tengsla.

Áreiðanlegt. Matið þarf að byggjast á traustum gögnum fráskólanum, svo sem viðhorfskönnunum, t.d. meðal nem-enda, starfsfólks, foreldra og almennings.

Samstarfsmiðað. Allt starfsfólk þarf að koma að vinnu viðmatið. Við skipulagningu og undirbúning þarf að kynnaumfang verkefnisins og sátt þarf að ríkja um framkvæmdþess. Verkaskipting, stjórnun og ábyrgð þarf að vera skýr.Huga þarf að þátttöku nemenda, foreldra og annarra hags-munaaðila í sjálfsmatinu.

60

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

Page 63: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

61

Umbótamiðað. Í kjölfar mats þarf að gera áætlun um um-bætur og þróun á starfinu. Einnig þarf að benda á hvernigmarkmiðum umbótaáætlunarinnar verði náð og skilgreinaþarf hvernig megi meta árangur.

Stofnana- og einstaklingsmiðað. Matið þarf að beinast bæðiað skólanum sjálfum og þeim sem þar starfa.

Lýsandi. Taka þarf saman hnitmiðaða lýsingu á starfsemiskólans. Gæta skal þess að lýsingin hafi tengsl við mark-miðssetningu.

Greinandi. Greina þarf styrkleika og veikleika í einstökumþáttum skólastarfsins.

Opinbert. Ákveða þarf hverjir eiga að hafa aðgang að til-teknum þáttum sjálfsmatsins. Hér þarf að tryggja að hald-in séu í heiðri ákvæði gildandi laga, m.a. um meðferð per-sónuupplýsinga.

Ytra matMegintilgangur ytra mats á skólum er að fá heildarmyndaf skólastarfinu eða einstökum þáttum þess eins og það erá hverjum tíma. Sjónum er beint að ýmsum þáttum í innrastarfi skóla, svo sem stjórnun, kennslu, þróunarstarfi, sam-starfi og samskiptum í skólanum, námsárangri og tengsl-um skólans við samfélagið.

61

Mat á skólastarfi – Viðmið fyrir sjálfsmat

Page 64: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

6262

Page 65: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

63

Það sem hér fer á eftir telst ekki til aðalnámskrár tónlistar-skóla en er sett fram til leiðbeiningar. Efni viðauka er eftir-farandi:

Nýbreytni í námsframboðiAð skapa eigin tónlistUm húsnæði og búnað tónlistarskóla

Nýbreytni í námsframboði

Hlutverk tónlistarskóla er að sinna nemendum á öllumaldri, jafnt börnum sem fullorðnum. Æskilegt er að skól-arnir láti ekki við það sitja að taka við þeim nemendumsem til þeirra leita heldur ættu skólarnir að kynna starf-semi sína með markvissum hætti. Sérstaklega er hvatt tilað tónlistarnám sé kynnt fyrir grunnskólanemendum.

Hér á eftir fara nokkrar hugmyndir um námsframboð utanvenjulegs náms í tónlistarskólum. Hugmyndum umnýbreytni í námsframboði er einkum ætlað að vera hvatiað fjölbreytilegu starfi í íslenskum tónlistarskólum.

Fyrirlestraraðir, námskeið og tónleikakynningarMöguleikar skóla til að bjóða fram ýmiss konar fyrirlestrarað-ir, námskeið eða tónlistarkynningar fyrir almenning erumargvíslegir. Slík kennsla getur ýmist verið fastur liður í starfiskóla eða tímabundin. Hugsanlega mætti efna til slíks í sam-starfi við aðra aðila. Leiðbeinendur gætu ýmist verið kennar-ar skólans eða aðrir. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna fyr-irlestra um mismunandi gerðir tónlistar eða afmörkuð sviðinnan tónlistarsögunnar, námskeið í sögulegum og þjóðleg-um dönsum, tónlist frá ýmsum menningarsvæðum, alþýðu-lög sungin og leikin, notkun tölva í tónlist, líkamsbeitingu,

63

VIÐAUKARVIÐAUKAR

Page 66: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

64

tónlist og hreyfingu, hlustun og ágrip af tónlistarsögu, hljóð-færasmíði og námskeið fyrir unglingahljómsveitir.

Samleikur fyrir áhugafólkTónlistarskólar geta skipulagt hljómsveitarstarf fyrir þásem einhverja kunnáttu hafa í hljóðfæraleik og áhuga hafaá samleik enda þótt þeir stundi ekki allir hljóðfæranámsamhliða. Þetta gæti til dæmis hentað fullorðnum og ung-mennum sem vilja viðhalda og nýta kunnáttu sína í áhuga-starfi. Koma mætti á fót hljómsveitum, kórum, lúðrasveit-um og samspilshópum af ýmsum stærðum.

Hljómsveitarstarf af þessu tagi getur hentað vel sem sam-starfsverkefni tónlistarskóla og annarra aðila.

Kynningarnámskeið í hljóðfæraleikSkipuleggja mætti stutt kynningarnámskeið í hljóðfæraleikþar sem kennt væri í smáhópum á tiltekin hljóðfæri. Mark-mið þess konar námskeiða gæti verið að veita nemenduminnsýn í hljóðfæranám, auka áhuga þeirra á slíku námi oggera þá hæfari til að meta hvort frekara tónlistarnám eðatiltekið hljóðfæri henti þeim.

Hljóðfæranám í smáhópumVið skipulagningu hljóðfærakennslu er nauðsynlegt aðhafa þarfir nemenda að leiðarljósi. Alla jafna gefur einstak-lingskennsla bestan árangur en í vissum tilfellum getur þóverið hagkvæmt og árangursríkt að kenna í smáhópum,einkum þegar byrjendur í hljóðfæranámi eiga í hlut.

64

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

Page 67: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

65

Enda þótt einkakennsla sé ríkjandi form hljóðfærakennsluí tónlistarskólum hér á landi gætu einstakir skólar kosið aðreyna annars konar kennslufyrirkomulag. Ætla má að námí smáhópum geti reynst vel í byrjendakennslu ef vandað ertil kennslunnar. Við skipulagningu slíkrar kennslu verðurað taka tillit til aldurs og þroska nemenda, nota hentugtkennsluefni og viðeigandi kennsluaðferðir. Æskilegt er aðjafnframt sé gert ráð fyrir að mismunandi námsgeta getikallað á endurröðun nemenda í hópa.

Ef kennt er í smáhópum verður að gera ráð fyrir lengrikennslustundum en að jafnaði eru í einkakennslu. Stærðhópa getur verið mismunandi eftir hljóðfærum en æskilegter að ekki séu fleiri en fjórir nemendur í hverjun hópi.Skipuleggja má kennsluna sem einkakennslu og smáhópa-kennslu á víxl eða að nemendur stundi alfarið nám í smá-hópum.

Enda þótt hljóðfæranám í smáhópum hafi ýmsa kosti íkennslu byrjenda býður slíkt kennsluform hvorki upp áalla kosti einkakennslu né getur leyst hana af hólmi.

65

Viðaukar – Nýbreytni í námsframboði

Page 68: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

66

Að skapa eigin tónlist

Markvisst, skapandi starf þjálfar tóneyra, eykur víðsýni ogskilning á tónlist, auk þess sem það eflir frumkvæði, sköp-unargáfu og sjálfstraust nemenda. Í aðalnámskrá tónlistar-skóla er kveðið á um að allir nemendur í grunnnámi skulifá örvun og tækifæri til ýmiss konar tónsköpunar sér tilánægju og aukins þroska. Lengra komnir nemendur ættueinnig að eiga þess kost að stunda skapandi starf. Fjölþætt,skapandi starf ætti að vera veigamikill þáttur í náminu,jafnt í hljóðfæranámi og tónfræðum.

Til að sem bestur árangur náist er mikilvægt að sinna skap-andi starfi jafnt og þétt. Kennarar eru hvattir til að hljóðritasem mest af þessari vinnu nemenda, leyfa þeim að hlusta,gagnrýna og endurbæta. Enn fremur er hvatt til þess aðnemendur æfist í að skrá eigin verk. Sjálfsagt er að nem-endur kynnist tölvunotkun, meðal annars til tónsmíða ognótnaskráningar. Sjá nánar í tónfræðanámskrá.

Skapandi starf í tónlistarnámiHér á eftir fara nokkrar hugmyndir um leiðir til að fléttaskapandi starf á margvíslegan hátt inn í tónlistarnám.Hljóðfæra- og tónfræðakennarar geta nýtt stakar hug-myndir eða tvinnað saman fleiri en eina eftir hentugleikum.

Skapandi starf í tónlistarskólum getur verið mjög fjöl-breytt. Nemendur geta unnið einir eða í smáhópum og erhvatt til þess að notuð séu bæði skólahljóðfæri og hljóðfærinemenda eftir því sem aðstæður leyfa.

Hægt er að auka skilning nemenda á eðli hendinga meðþví t.d. að kennari og nemandi skiptist á um að spinnaupphaf og niðurlag hendinga. Nemandi getur í kjölfar þessspunnið heilar hendingar sem hafa upphaf og endi í hefð-bundnum skilningi, ýmist einradda eða gerðar með stuðn-ingi einfaldra hljóma eða endurtekins bassa.

66

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

Page 69: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

67

Nemendur geta botnað hrynstef sem kennari eða aðrirnemendur byrja á og samið hrynstef, frjálst eða með til-teknum nótnagildum. Þetta má gera skriflega eða beint áhljóðfæri nemenda eða skólahljóðfæri.

Tónsmíðar nemenda bjóða upp á fjölmarga möguleika.Semja má laglínur, frjálst eða samkvæmt fyrirmælum, t.d.varðandi tóna, umfang eða hryn. Laglínurnar má ýmistleika af fingrum fram eða skrá. Lítil lög má semja frjálst eðaeftir fyrirmælum, t.d. í tiltekinni formgerð, með tilteknuhrynmynstri eða í ákveðinni takttegund. Semja má laglín-ur við ljóð, semja eða spinna tónlist sem lýsir sögu, hug-blæ, stemningu eða hugarástandi. Enn fremur má semjaeða spinna tónlist sem lýsir náttúrufyrirbærum, svo semstormi, regni, þoku eða sólskini. Einnig geta nemendurtúlkað myndverk í tónum.

Semja má ýmiss konar undirspil, svo sem hryn- eða lag-línuþrástef. Einnig geta nemendur samið hljómrænt undir-spil. Undirspil má bæði semja við eigin laglínur, laglínurannarra eða þekkt lög.

Samleikur nemanda og kennara eða nokkurra nemenda,þar sem byggt er á ákveðnum hljómi eða hljómum, tónstig-um, stefjum eða hryn, er kennsluform sem býður upp áýmsa kosti.

67

Viðaukar – Skapa eigin tónlist

Page 70: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

68

Um húsnæði og búnað tónlistarskóla

Hér á eftir er að finna ábendingar um húsnæði, hljóðfæra-eign og tækjakost tónlistarskóla. Fastur húsbúnaður, þ.e.borð, stólar og ýmis smærri áhöld, svo sem taktmælar,nótnapúlt og fótskemlar, er þó ótalinn. Sjá einnig kafla umnámsumhverfi á bls. 57-58.

HúsakosturVið hönnun og val á húsnæði fyrir tónlistarkennslu þarf aðhuga sérstaklega að hljómburði, hljóðeinangrun, loftræst-ingu og lýsingu. Einnig þarf ætíð að gera ráð fyrir greiðuaðgengi fatlaðra.

Hljóðfærakennslustofur þurfa að vera nægilega stórar tilþess að þar megi, auk hljóðfærakennslu, koma fyrir sam-leik lítilla hópa. Heppilegt er að einhverjar hljóðfæra-kennslustofur geti nýst fyrir stærri samleikshópa. Aðminnsta kosti eina hljóðfærakennslustofu þarf fyrir hverja25 nemendur.

Hópkennslustofur þurfa að rúma 10–20 nemendur, hljóð-færi, þ.m.t. flygil eða píanó, húsgögn, kennslugögn ogtæki. Einnig verður að gera ráð fyrir rými fyrir ýmis minnihljóðfæri, tónlistarflutning og hreyfingu nemenda. Aðminnsta kosti eina hópkennslustofu þarf í hverjum tónlist-arskóla. Miða má við að eina slíka stofu þurfi að jafnaðifyrir hverja 140 nemendur.

Salur fyrir tónleika, tónfundi, samæfingar nemenda ogkennslu er nauðsynlegur í öllum tónlistarskólum. Salurinnþarf að hafa góðan hljómburð, loftræstingu, stillanlegalýsingu og rúma lofthæð. Þar sem byggðir eru nýir tónlist-arskólar er tilvalið að salur sé svo vel úr garði gerður aðhann geti jafnframt þjónað sem einn af tónleikasölumsveitarfélagsins.68

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

Page 71: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

69

Samspilsstofa þarf að vera rúmgóð og vel hljóðeinangruð.Ef nota á stofuna fyrir ýmiss konar samspil er æskilegt aðgera ráð fyrir að unnt sé að breyta hljómburði eftir þörfumhverju sinni, t.d. með færanlegum tjöldum, flekum eða gólf-mottum. Ef nota á stofuna fyrir rytmíska tónlist þarf hún aðrúma trommusett og önnur samleikshljóðfæri ásamt mögn-urum, hljóðkerfi og hljómflutningstækjum, auk flygils.

Slagverksstofa þarf að vera sérstaklega vel hljóðeinangruðog geta rúmað mörg og stór slagverkshljóðfæri. Mikilvægter að góð hljóðfærageymsla fyrir slagverkshljóðfæri sé ítengslum við stofuna. Heppilegt getur verið að slagverks-stofa og salur séu á sömu hæð þannig að auðveldlega megiflytja ásláttarhljóðfæri til nota í hljómsveitarstarfi og á tón-leikum. Æskilegt er að gera ráð fyrir greiðu aðgengi aðslagverksstofu þannig að auðvelt sé að flytja hljóðfæri,þurfi að nota þau utan skólans.

Fjölnota stofa gefur ýmsa möguleika þó að alla jafna séæskilegt að hafa kennslustofur sem sérhæfðastar. Þannig ert.d. hægt að nýta sama rýmið fyrir tvær eða fleiri kennslu-greinar. Ef um slíka samnýtingu er að ræða er mikilvægt aðstofan sé rúmgóð, húsgögnum og búnaði haganlega fyrirkomið og tekið tillit til þarfa allra sem stofuna nota.

Setustofa fyrir nemendur þarf að vera í öllum tónlistar-skólum. Stærð hennar fer eftir aðstæðum á hverjum stað envíða má gera ráð fyrir að foreldrar/forráðamenn nemendanýti einnig setustofuna.

Skólasafn er nauðsynlegt í öllum tónlistarskólum. Húsnæðisafnsins þarf að vera nægilega rúmgott til að þar megi komafyrir nótum skólans, hljóðritasafni, bókum um tónlist og tón-listarkennslu, uppflettiritum, tímaritum o.fl. Einnig þarf aðgera ráð fyrir aðstöðu nemenda til lestrar, hlustunar og ann-arrar vinnu. Hentugt getur verið að koma skólasafni fyrir ítengslum við skrifstofu þannig að starfskraftar nýtist sem best.

69

Viðaukar – Um húsnæði og búnað tónlistarskóla

Page 72: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

70

Hljóðver sem kennsluaðstaða, upptökuaðstaða og gagna-smiðja ætti að vera í sem flestum skólum. Heppilegt geturverið að koma hljóðveri fyrir í tengslum við sal skólansþannig að nýta megi aðstöðuna til að taka upp tónleika.

Æfingaherbergi fyrir nemendur eru æskileg í öllum skól-um, einkum þó þar sem lengra komnir nemendur stundanám. Kennslustofur má nýta í þessum tilgangi á meðanengin kennsla fer þar fram. Í skólum þar sem kennt er á fá-gæt hljóðfæri, svo sem orgel, sembal og slagverk, þarf aðvera hægt að bjóða nemendum upp á fullnægjandi æfinga-aðstöðu.

Skrifstofa þarf að rúma allan venjulegan skrifstofubúnað,vera á heppilegum stað og með greiðu aðgengi. Séraðstöðuþarf fyrir skólastjóra og yfirkennara.

Kennarastofa þarf að vera með góðri loftræstingu, hljóðein-angrun og eldhúsaðstöðu. Stærð kennarastofu þarf að takamið af fjölda kennara við skólann.

Vinnuaðstaða kennara er nauðsynleg í öllum tónlistarskól-um. Þar þarf að gera ráð fyrir skrifborðum, tölvubúnaði,ljósritunaraðstöðu og aðstöðu til kennslugagnagerðar.

Snyrtiaðstaða þarf að vera bæði fyrir nemendur og kennara.

Geymslur þurfa að vera rúmgóðar og vel staðsettar. Meðalannars getur reynst heppilegt að hafa geymslurými ítengslum við sal.

Hljóðfæri, tækjakostur og kennslugögnHér á eftir er að finna ábendingar um allan helsta búnaðsem æskilegur er í tónlistarskólum þótt upptalning afþessu tagi verði aldrei tæmandi.

70

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti

Page 73: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

71

Láns- og leiguhljóðfæriMælt er með því að tónlistarskólar eigi ýmis blásturshljóð-færi og strengjahljóðfæri í barnastærðum og leigi eða láninemendum, einkum byrjendum í hljóðfæranámi. Sama ávið ef kennt er á mjög dýr eða fágæt hljóðfæri, t.d. fagotteða túbu. Einnig er æskilegt að skólar eigi hljóðfæri semþörf er á vegna samspils, svo sem óalgengar stærðir afblokkflautum, klarínettum og saxófónum. Ef boðið er uppá kennslu á stór og þung hljóðfæri, svo sem hörpu, kontr-abassa, túbu og slagverkshljóðfæri, þurfa þau að vera íeigu skólans.

HljóðfærakennslustofurÆskilegt er að flyglar séu í píanókennslustofum en píanóeða flyglar í öðrum stofum. Stillanlegir píanóbekkir þurfaað fylgja öllum flyglum og píanóum. Einnig þarf að geraráð fyrir viðeigandi húsgögnum og búnaði fyrir aðra hljóð-færakennslu. Æskilegt er að tafla með nótnastrengjum ogspeglar í líkamsstærð séu í hljóðfærakennslustofum.

HópkennslustofurÍ hópkennslustofum þurfa að vera eftirtalin hljóðfæri ogkennslutæki, auk ýmissa kennslugagna: Flygill eða píanó,skólahljóðfæri (t.d. Orff-hljóðfæri), hljómflutningstæki,hljóðnemar, tafla með nótnastrengjum, tölva með tónlistar-forritum, skjávarpi, myndvarpi og tjald. Auk þess er æskilegtað skólinn eigi myndbandstæki með skjá, gjarnan færanlegt.

SalurÍ sal er nauðsynlegt að hafa flygil. Æskilegt er að hljóðkerfiog hljóðupptökubúnaður sé fyrir hendi í salnum eða ítengslum við hann.

SamspilsstofaÍ samspilsstofu þarf að hafa flygil. Fari fram kennsla írytmískri tónlist þarf einnig trommusett, gítarmagnara,bassamagnara, hljómborð og hljóðkerfi.

71

Viðaukar – Um húsnæði og búnað tónlistarskóla

Page 74: Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hlutitonrang.is/wp-content/uploads/2017/01/namskratonlist1-3.pdf · námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi

72

SlagverksstofaLágmarksbúnaður til kennslu á fyrstu námsstigum í slag-verksleik er sneriltromma, bassatromma, málmgjöll, þrí-horn og klukkuspil, þ.e. þau hljóðfæri sem að jafnaði erunotuð í lúðrasveitum. Einnig er æskilegt að trommusett séfyrir hendi þar sem slagverkskennsla fer fram. Alhliðakennsla á slagverk gerir hins vegar mun meiri kröfur umhljóðfæraeign. Nánar er gerð grein fyrir hljóðfæraþörf vegnaþeirrar kennslu í greinanámskrá fyrir ásláttarhljóðfæri.

SkólasafnMikilvægt er að skólar búi yfir góðum nótna- og bókakosti,eigi hljóðrit með fjölbreyttri tónlist og að nemendur ogkennarar hafi aðstöðu til að nýta sér safnkostinn sem best.Einnig er mikilvægt að hlustunaraðstaða sé á skólasafninuþannig að nýta megi safnið í námi og kennslu. Þá þurfanemendur að eiga þess kost að hlusta þar á tónlist sér tilánægju í frístundum. Æskilegt er að á skólasafninu séu net-tengdar tölvur með tónlistarforritum og kennsluefni fyrirnemendur. Ennfremur er æskilegt að á safninu sé tónlistar-efni á myndböndum og aðstaða fyrir nemendur til að nýtasér það. Gera verður ráð fyrir reglulegum innkaupum nýrrasafngagna.

HljóðverÍ skólastarfi nýtist hljóðver á margvíslegan hátt. Hægt er aðtaka upp tónleika, búa til kennsluefni og nota hljóðverið tilkennslu, svo sem í tónsköpun eða til að kenna nemendumhljóðupptökur og vinnslu. Í hljóðver þarf eftirfarandi lág-marksbúnað: fjölrása upptökutæki, hljóðblöndunartæki,magnara, hátalara, hljóðnema, hljóðgervla og ýmis jaðar-tæki.

72

Aðalnámskrá tónlistarskóla – Almennur hluti