59
BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður Harpa Rut Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Sigurður Jóhannesson Hagfræðideild Október 2014

BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

  • Upload
    others

  • View
    9

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

     

 

 

 

 

 

BA ritgerð í hagfræði

 

Vanskil íslenskra heimila

Evrópskur samanburður  

 

 

Harpa Rut Sigurjónsdóttir  

 

 

 

Leiðbeinandi: Sigurður Jóhannesson

Hagfræðideild

Október 2014

 

Page 2: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

Vanskil  íslenskra  heimila  Evrópskur  samanburður  

 

 

 

 

Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lokaverkefni  til  BA-­‐gráðu  í  hagfræði  

Leiðbeinandi:  Sigurður  Jóhannesson  

 

Hagfræðideild  

Félagsvísindasvið  Háskóla  Íslands  

Október  2014

Page 3: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

3  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vanskil  íslenskra  heimila  

 

Ritgerð  þessi  er  12  eininga  lokaverkefni  til  BA  prófs  við  Hagfræðideild,  

Félagsvísindasvið  Háskóla  Íslands.  

 

©  2014  Harpa  Rut  Sigurjónsdóttir  

Ritgerðina  má  ekki  afrita  nema  með  leyfi  höfundar.  

 

Prentun:  Háskólaprent  

Reykjavík,  2014  

Page 4: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

4  

Formáli  

Ritgerð   þessi   er   12   eininga   (ECTS)   lokaverkefni   í   B.A.   námi   við   Hagfræðideild   Háskóla  

Íslands.   Leiðbeinandi   verkefnisins   var   dr.   Sigurður   Jóhannesson,   sérfræðingur   við  

Hagfræðistofnun  Háskóla  Íslands.  Vil  ég  þakka  honum  innilega  fyrir  góða  leiðsögn,  lipur  

samskipti   og   áhugasemi   við   vinnslu   verkefnisins.   Umsjónarmaður   ritgerðarinnar   við  

Hagfræðideild  Háskóla   Íslands   var   dr.   Þórólfur  Matthíasson.   Ég   vil   þakka   þeim   aðilum  

sem  komu  að  gerð  verkefnisins  með  einum  eða  öðrum  hætti.  Sérstakar  þakkir  fær  Anna  

Agnarsdóttir  og  Gestur  Hrannar  Hilmarsson  fyrir  yfirlestur  og  gagnlegar  ábendingar.  

 

Page 5: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

5  

Útdráttur  

Hraðvaxta  skuldasöfnun  íslenskra  heimila  frá  aldamótum  má  rekja  meðal  annars  til  þess  

að   vextir   og   vaxtaálag   náðu   sögulegu   lágmarki   á   alþjóðlegum   fjármagnsmörkuðum.  

Hafði  það  ótvíræð  áhrif  á  efnahagsreikning  heimila  sem  urðu  stærri  og  því  viðkvæmari  

fyrir  áföllum  en  áður.  Í  þessari  ritgerð  er  hugtakið  'vanskil'  afmarkað  og  greint  frá  helstu  

ástæðum  og  áhrifum  hagsveiflna  á  umfang  vandans.  Einnig  er  vægi  aðgerða  stjórnvalda  

við   greiðsluerfiðleikum   heimila   skýrt   ásamt   ólíkum   útfærslum   aðgerða   milli   landa.  

Vanskil  á  húsnæðislánum/-­‐leigu   íslenskra  heimila  á  árunum  2004-­‐2012  eru  greind  eftir  

einkennum   heimilsins   þ.e.   heimilisgerð,   aldri   íbúa   og   ráðstöfunartekjum   þeirra.   Þá  

virðast  vanskil  í  raun  ekki  meiri  árið  2012  samanborið  við  árið  2004.  Árin  2006-­‐2008  eru  

því   í   frávik   frá  miklum   vanskilum   íslenskra   heimila.   Umfang   vandans   er  mjög  mikill   á  

Íslandi  á  evrópskan  mælikvarða.  Aukinheldur  kemst  Ísland  oftast  allra  Evrópulanda  inná  

lista  yfir  þau  þrjú  lönd  sem  hafa  mestu  vanskil  hvert  ár  fyrir  sig  á  tímabilinu.  Þó  virðast  

áhrif  fjármálakreppu  á  vanskil  ekki  þau  mestu  og  hafa  vanskil  hækkað  hlutfallslega  meira  

í  nokkrum  öðrum  Evrópulöndum.  Niðurstaðan  er  að  helstu  þættir  sem  hafa  þar  áhrif  eru  

þónokkrir.  Stór  hluti  útistandandi  húsnæðislána  eru  verðtryggð   jafnafborgunarlán  með  

föstum  vöxtum  til  allt  að  40  ára.  Því   lánaformi  fylgir  minna  svigrúm  til  að  lengja  lán  og  

stýrivaxtabreytingar  hafa  vart  áhrif  á  greiðslubyrði.  Hraðvaxta  skuldaaukning  á  örfáum  

árum   og   reynsluleysi   af   hárri   skuldsetningu   valda   frekari   greiðsluerfiðleikum   og  meiri  

tíma  við  úrlausn  mála.  Atvinnuleysi  á  Íslandi  hefur  alla  jafna  verið  lítið  en  aukning  þess  

eftir  efnahagshrunið  útskýrir  að  vissu  leyti  þá  aukningu  sem  varð  á  vanskilum.  Hækkun  

höfuðstóls  verðtryggðra   lána  á   sama   tíma  og  gríðarleg   lækkun  verður  á   fasteignaverði  

bendir  til  neikvæðs  eiginfjár  heimila.  Mörg  heimili  glíma  því  við  neikvæða  eiginfjárstöðu  

ásamt   greiðsluerfiðleikum   og   vanskil   þeirra   því   óumflýjanleg.   Þá   er   líka   ljóst   að  

gloppóttur  leigumarkaður  veldur  óþarfa  áhættutöku  sem  veldur  frekari  vanskilum  

Page 6: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

6  

Efnisyfirlit  

Formáli  ....................................................................................................................  4  Útdráttur  .................................................................................................................  5  1   Inngangur  .........................................................................................................  10  2   Vanskil  .............................................................................................................  11  

2.1   Skilgreining  hugtaksins  ...................................................................................  11  2.2   Ástæður  vanskila  ............................................................................................  11  2.3   Hagsveiflur  og  vanskil  .....................................................................................  12  2.4   Aðgerðir  stjórnvalda  .......................................................................................  13  

2.4.1   Útfærsla  og  reynsla  af  aðgerðum  stjórnvalda  .....................................  14  

3   Vanskil  á  Íslandi  ................................................................................................  17  

3.1   Vanskil  eftir  heimilisgerð  ................................................................................  19  3.1.1   Heimilishald  án  barna  ..........................................................................  20  3.1.2   Heimilishald  með  börnum  ...................................................................  21  

3.2   Vanskil  eftir  tekjum  ........................................................................................  21  3.3   Vanskil  eftir  aldri  ............................................................................................  22  

4   Vanskil  í  Evrópu  ................................................................................................  24  

4.1   Hæsta  hlutfall  vanskila  í  Evrópu  .....................................................................  26  4.2   Lægsta  hlutfall  vanskila  í  Evrópu  ....................................................................  27  4.3   Norðurlöndin  ..................................................................................................  28  

5   Hvað  veldur  mismiklum  vanskilum  Evrópulanda?  .............................................  30  

5.1   Skuldsetning  evrópskra  heimila  ......................................................................  30  5.1.1   Ólík  lánaform  húsnæðislána  ................................................................  32  5.1.2   Hraðvaxta  skuldasöfnun  ......................................................................  34  5.1.3   Reynsluleysi  af  hárri  skuldsetningu  .....................................................  36  5.1.4   Hlutfall  húsnæðiskostnaðar  af  ráðstöfunartekjum  .............................  37  5.1.5   Fábreytt  búsetuúrræði  ........................................................................  39  

5.2   Aukning  atvinnuleysis  .....................................................................................  41  5.2.1   Erfiðleikar  að  ná  endum  saman  ...........................................................  42  

5.3   Eiginfjárstaða  ..................................................................................................  44  5.3.1   Neikvæð  eiginfjárstaða  og  vanskil  .......................................................  44  5.3.2   Lánaform  og  veðsetning  í  húsnæðisbólu  ............................................  46  5.3.3   Þróun  eignaverðs  ................................................................................  48  5.3.4   Neikvæð  eiginfjárstaða  eftir  efnahagshrunið  ......................................  49  

6   Samantekt  ........................................................................................................  53  Heimildaskrá  .........................................................................................................  55  

Page 7: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

7  

Myndaskrá  

Mynd  1:  Vanskil  á  húsnæðislánum/-­‐leigu  og  öðrum  lánum  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands.  ..................................................................................................  18  

Mynd  2:  Vanskil  íslenskra  heimila  eftir  heimilisgerð  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  ..................................................................................................................  19  

Mynd  3:  Vanskil  íslenskra  heimila  án  barna  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  ........  20  

Mynd  4:  Vanskil  íslenskra  heimila  með  börn  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  ..................................................................................................................  21  

Mynd  5:  Vanskil  íslenskra  heimila  eftir  ráðstöfunartekjum  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  ...................................................................................................  22  

Mynd  6:  Vanskil  íslenskra  heimila  eftir  aldri  íbúa  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  ..................................................................................................................  22  

Mynd  7:  Vanskil  húsnæðisláns/-­‐leigu  í  Evrópu  2012.  Gögn  frá  Eurostat  .........................  25  

Mynd  8:  Vanskil  Evrópulanda  með  hæsta  hlutfallið  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  ........  27  

Mynd  9:  Vanskil  Evrópulanda  með  lagsta  hlutfallið  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat.  ........  28  

Mynd  10:  Vanskil  Norðurlandanna  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  ..................................  29  

Mynd  11:  Fjárhagslegar  skuldbindingar  evrópskra  heimila  sem  hlutfall  af  VLF  2012.  Gögn  frá  Eurostat  .......................................................................................  31  

Mynd  12:  Samband  skuldsetningar  og  vanskila  Evrópulanda  2012.  Gögn  frá  Eurostat  ................................................................................................................  32  

Mynd  13:  Skuldir  íslenskra  heimila  eftir  lánaformi  2004-­‐2012.  Heimild:  Fjármálatíðini  2/2013  og  eigin  útreikningar  .........................................................  32  

Mynd  14:  Samband  húsnæðiskostnaðar  og  vanskila  á  Íslandi,  Grikklandi  og  Danmörku  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  ............................................................  37  

Mynd  15:  Hlutfall  húsnæðiskostnaðar  af  ráðstöfunartekjum  evrópskra  heimila  2012.  Gögn  frá  Eurostat  .......................................................................................  38  

Mynd  16:  Breyting  á  leiguverði  skv.  samræmdri  neysluverðsvísitölu  (2005=100).  Gögn  frá  Eurostat  .................................................................................................  41  

Mynd  17:  Samband  vanskila  og  atvinnuleysis  á  Íslandi  og  Grikklandi  2004-­‐2012.  Gögn  frá  The  World  Bank  og  Eurostat  .................................................................  42  

Page 8: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

8  

Mynd  18:  Samband  atvinnuleysis  og  erfiðis  að  ná  endum  saman  í  Evrópu  árið  2012.  Gögn  frá  Eurorstat  og  The  World  Bank  ......................................................  43  

Mynd  19:  Heimili  sem  eiga  erfitt  með  að  ná  endum  saman  í  Evrópu  2012.  Gögn  frá  Eurostat  ..........................................................................................................  43  

Mynd  20:  Eigið  fé  í  fasteign  og  vanskil  á  Íslandi  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  ..................................................................................................................  45  

Mynd  21:  Eigið  fé  í  fasteign  og  vanskil  aldurshópsins  30  -­‐  39  ára.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  ...................................................................................................  46  

Mynd  22:  Verðbólga  og  nafngengi  íslensku  krónunnar  frá  aldamótum.  Gögn  frá  Seðlabanka  Íslands  ...............................................................................................  47  

Mynd  23:  Samræmd  neysluverðsvísitala  fyrir  allar  neysluvörur  2000-­‐2014.  Gögn  frá  Eurostat  ..........................................................................................................  48  

Mynd  24:  Raunverð  húsnæðis  á  Íslandi  frá  2001  (2002  =  100).  Gögn  frá  Þjóðskrá  Íslands  ..................................................................................................................  48  

Mynd  25:  Árleg  breyting  eignaverðs  á  Íslandi,  Danmörku  og  Grikklandi.  Gögn  frá  Global  Property  Guide  ..........................................................................................  49  

Mynd  26:  Fjöldi  íslenskra  heimila  með  neikvætt  eigið  fé  og  meðaltal  upphæðar  frá  aldamótum.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  ..........................................................  50  

 

   

Page 9: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

9  

Töfluskrá  

Tafla  1:  Fjöldi  heimila  á  Íslandi  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  ............................  17  

Tafla  2:  Hlutfall  vanskila  á  Íslandi  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  og  Hagstofu  Íslands  ..................................................................................................................  24  

Tafla  3:  Þróun  vanskila  í  Evrópu  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  .......................................  26  

Tafla  4:  Hæsta  hlutfall  vanskila  í  Evrópu  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  ..........................  27  

Tafla  5:  Lægsta  hlutfall  vanskila  í  Evrópu  2004-­‐2012  .......................................................  27  

Tafla  6:  Skuldir  danskra,  grískra  og  íslenskra  heimila  sem  hlutfall  af  VLF  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  .......................................................................................  35  

Tafla  7:  Hlutfall  sem  telja  þunga  byrði  stafa  af  endurgreiðslu  lána.  Gögn  frá  Eurostat  ................................................................................................................  35  

Tafla  8:  Hlutfall  íbúa  er  telja  húsnæðiskostnað  verulega  íþyngjandi  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  .................................................................................................  39  

Tafla  9:  Búseta  eftir  eignaformi  á  Íslandi  2004-­‐2013.  Gögn  frá  Eurostat  .........................  39  

Tafla  10:  Búseta  eftir  eignaformi  á  Íslandi,  Grikklandi  og  Danmörku  2012.  Gögn  frá  Eurostat  ..........................................................................................................  40  

Tafla  11:  Atvinnuleysi  á  Íslandi,  Grikklandi  og  Danmörku  frá  aldamótum.  Gögn  frá  The  World  Bank  ....................................................................................................  42  

Tafla  12:  Hlutfall  heimila  sem  eiga  erfitt  með  að  ná  endum  saman  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  .................................................................................................  44  

 

 

 

 

Page 10: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

10  

1  Inngangur    

Skuldir  hafa  allra  jafna  aukist  á  alþjóðavísu  síðustu  áratugi.  Þá  staðreynd  má  rekja  meðal  

annars   til   þess   að   vextir   og   vaxtaálag   náðu   sögulegu   lágmarki   á   alþjóðlegum  

fjármagnsmörkuðum.   Í   kjölfarið   auðveldaði   það   aðgengi   að   lánsfjármagni   við   minni  

útlánaskilyrði   fjármagnsstofnana.   Hafði   það   ótvíræð   áhrif   á   aukna   skuldstetningu  

íslenskra  heimila.  Þegar   skuldir  heimila  vaxa  verða  efnahagsreikningar  þeirra   stærri  og  

því  viðkvæmari  fyrir  áfalli  en  ella.  Því  hafa  breytingar  á  ráðstöfunartekjum,  vaxtakjörum  

og   eignaverði   mun   meiri   áhrif   á   fjárhag   heimlianna   en   áður.   Fjárhagslegir   erfiðleikar  

síðustu   ára   benda   því   til   þess   að   stærra   hlutfall   heimila   lendir   í   erfiðleikum   við  

endurgreiðslu   fjárhagslegra   skuldbindinga  og   lenda   í   kjölfarið   í   vanskilum.  Mikið  hefur  

verið   rætt   og   ritað   um   skuldir   heimilanna   hérlendis   og   erlendis,   þó   sérstaklega   eftir  

efnahagshrunið   árið   2008.   Minna   hefur   þó   verið   fjallað   um   vanskil   samfara  

skuldsetningu  og  hvort  þau  hafa  aukist.  

Í  þessari  ritgerð  er  greint  frá  helstu  ástæðum  vanskila  á  húsnæðisláni/-­‐leigu,  hugtakið  

afmarkað  og  greint   frá  áhrifum  hagsveiflna  á  umfang  vandans.  Einnig  er  vægi  aðgerða  

stjórnvalda  við  greiðsluerfiðleikum  heimila  skýrt  ásamt  ólíkum  útfærslum  aðgerða  milli  

landa.  Umfang  vanskila  íslenskra  heimila  á  árunum  2004-­‐2012  er  greint  eftir  einkennum  

heimilsins   þ.e.   heimilisgerð,   aldri   íbúa   og   ráðstöfunartekjum   þeirra.   Þá   býður  

Lífskjararannsókn   Evrópusambandsins   uppá   möguleika   til   samanburðar   á   vanskilum  

ólíkra   landa  þar  sem  Ísland  er  sett   í  evrópskan  samanburð.  Að   lokum  er  umfjöllun  um  

hvað   gæti   valdið   mismiklum   vanskilum   í   ólíkum   löndum   svo   sem   ólík   lánaform  

húsnæðislána,   hraðvaxta   skuldaaukning,   skortur   á   búsetuúrræðum   og   þróun  

eignaverðs.  

Ritgerðinni  er  ætlað  að  svara  eftirfarandi  rannsóknarspurningum:  Er  hlutfall  vanskila  

hátt   á   Íslandi   á  evrópskan  mælikvarða?  Hefur  efnahagshrunið  haustið  2008  haft  meiri  

áhrif   á   hlutfall   vanskila   hér   á   landi  miðað   við   evrópskan   veruleika?   Að   hvaða   leyti   er  

vanskilavandinn  ólíkur  hér  og  í  öðrum  löndum  Evrópu?  

Page 11: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

11  

2 Vanskil  

Þegar   fjárhagslegar   skuldbindingar   eru   gerðar,   er   alltaf   sá  möguleiki   fyrir   hendi   að   til  

vanskila  komi.  Vanskil  teljast  hafa  orðið  þegar  lántaki  stendur  ekki  við  þau  ákvæði  sem  

samið  var  um  á  milli  hans  og  lánveitanda.  Vanskil  hafa  samt  sem  áður  ekki  fengið  neina  

algilda  skilgreiningu  þrátt  fyrir  mikla  notkun  hugtaksins.  Þó  er  jafnan  talið  að  ef  ekki  hefi  

verið   staðið   í   skilum  á  greiðslu   vaxta  og  höfuðstóls   í  meira  en  90  daga  þá   teljist   lánið  

vera  í  vanskilum.    

2.1 Skilgreining  hugtaksins  Basel  nefnd  var  stofnuð  af  seðlabönkum  tíu  stórra  iðnríkja  með  það  að  leiðarljósi  að  efla  

eftirlit   á   fjármálamarkaði   í   kjölfar   mikilla   áfalla   á   þeim   vettvangi.   Stóru  

fjármálafyrirtækin  hér  á   landi  miða  við   tilmæli   sem  gefin  eru  út   af   áðurgreindri  nefnd  

sem   bera   heitið   Basel   II.   Þessi   tilmæli   voru   gefin   út   í   júní   2006   og   segja   að   lán   sé   í  

vanskilum  ef:  

! Fjármálafyrirtæki   telur   ólíklegt   að   lánþegi   greiði   skuldinbindingar   sínar   að  fullu   við   fjármálafyrirtækið,   móðurfyriræki   eða   dótturfyrirtæki   þess   án  aðgerða  fjármálafyrirtækisins.  

! Meiri   en   90   daga   vanskil   hafa   myndast   hjá   lánþega   á   skuldbindingum   sem  skipta  máli  fyrir  fjármálafyrirtækið,  móðurfélagið  eða  dótturfélagi.  

Vanskil   geta   því   stafað   annars   vegar   af   því   að   ólíklegt   þyki   að   lántaki  muni   greiða  

lánið  að  fullu  og  hins  vegar  að  meira  en  90  dagar  séu  frá  gjalddaga  lánsins.  Hins  vegar  

getur  það  líka  talist  til  vanskila  ef  lántaki  stendur  ekki  við  önnur  ákvæði  er  samið  var  um  

við   lántöku  og   t.d.   lánakjör  hans  hvíla  á.  Það  á  hins  vegar   frekar  við  um   fyrirtæki,  þar  

sem  lánveitandi  gæti  farið  fram  á  ákveðnar  forsendur  í  ársreikningi  svo  sem  útreikning  

ýmissra   kennitalna,   til   að   halda   tilteknum   kjörum.   (The   European   Parliament   and   the  

European  Union,  2006)  

2.2 Ástæður  vanskila  Vanskil   virðast   vera   vandi   þótt   gengið   sé   út   frá   því   að   lán   séu   tekin   á   forsendum  

greiðslumats,   þar   sem   lánveitandi   metur   greiðsluhæfi   lántakenda   útfrá  

Page 12: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

12  

ráðstöfunartekjum,   núverandi   útgjöldum,   eigna-­‐   og   skuldastöðu   sem   byggja   á  

opinberum   neysluviðmiðum.   Þegar   lán   er   veitt   eftir   þessum   ákveðnu   stöðlum   ættu  

ráðstöfunartekjur  heimilis  að  standa  undir  greiðslubyrði  allra  skuldsetninga  og  útgjalda.  

Sú  forsenda  getur  hins  vegar  brugðist  þar  sem.  Margt  getur  leitt  til  þess  að  lántaki  fari  í  

vanskil   en  þar  má  helst  nefna  neikvætt  eigið   fé,   atvinnustöðu  og   lausafjárstöðu.  Þrátt  

fyrir   margar   rannsóknir   á   vægi   þáttanna   og   áhrifa   þeirra   á   vanskil   virðist   ekkert  

endanlegt  svar  liggja  fyrir.    

Vanskil   lántaka   vegna   neikvæðrar   eiginfjárstöðu   er   stefnumarkandi   ákvörðun   hans  

um  að  standa  ekki  við  lánasamning.  Vanskil  vegna  atvinnumissis  eða  skorts  á  lausafé  er  

hins   vegar   ástæða   sem   endurspeglar   einfaldlega   vangetu   skuldara   til   að   standa   við  

lánasamning   frekar   en   sjálfstæð   ákvörðun   hans.   Lántaki   sem   hefur   bæði   neikvæða  

eiginfjárstöðu  og  veika  lausafjárstöðu  er  í  raun  fastur  og  á  erfitt  með  að  sporna  við  því  

að   lenda   í   vanskilum.   Lántaki   getur   þannig   ekki   selt   eign   sína   til   að   losa   um   fé,  

endurskipuleggja   skuldir   sínar   og   styrkja   lausafjárstöðu   sína.   (Gerardi,   Herkenhoff,  

Ohanin  og  Willen,  2013)  

2.3 Hagsveiflur  og  vanskil  Vanskil  virðast  að  vissu  marki  fylgja  hagsveiflu  og  stöðu  hagkerfisins.  Hagkerfi  sveiflast  í  

svokölluðum   hagsveiflum   eftir   hagvexti   landsins.   Hagkerfið   virðist   fylgja   þessum  

sveiflum   óreglulega   og   eru   því   ekki   fyrirsjáanlegar.   Flestar   þjóðhagsstærðir   virðast  

sveiflast   í   takt   þar   sem   landframleiðsla  minnkar   um   leið   og   fjárfesting   og   atvinnuleysi  

eykst.  Atvinnuleysi  verður  því  yfirleitt  mikið  í  niðursveiflu  en  dvínar  svo  smátt  og  smátt  

þegar   niðursveiflu   lýkur.   Vegna   aukins   atvinnuleysis   eru   meiri   líkur   á   því   að  

ráðstöfunartekjur   lántaka  minnki   og   vanskil   aukist.   Við   niðursveiflu   getur   því   umfang  

vanskila  orðið  vandi,  þar  sem  greiðsluerfiðleikar  aukast,  kaupmáttur   launa  minnkar  en  

þó   ekki   endilega   raungildi   skulda.   En   vanskil   vegna   veikinda   lántaka   eða   annarra  

persónulegra  áfalla  alltaf  til  staðar.  

Hagsveiflunni  fylgja  oft  verðbreytingar  á  fasteignamarkaði  þar  sem  eignaverð  hækkar  

í   uppsveiflu   en   snýst   við   niðursveiflu.   Mikil   lækkun   á   eignaverði   veldur   verri  

eiginfjárstöðu  heimila  sem  getur  jafnvel  orðið  neikvæð.    

Með  hagfræðilegum  rannsóknum  hefur  einnig  verið  bent  á  að  skuldastaða  heimila   í  

landinu   hefur   marktæk   áhrif   á   það   hversu   djúp   niðursveifla   verður   í   hagkerfinu.   Þau  

Page 13: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

13  

hagkerfi  sem  einkennast  af  mikilli  skuldsetningu  heimila  á  árunum  fyrir  niðursveiflu  eru  

mun  lengur  að  komast  úr  henni  og  dregur  mun  meira  úr  landsframleiðslu  þeirra  en  ella.  

Mikil   skuldsetning   getur   þannig   valdið   hærra   hlutfalli   vanskila   í   formi   meira  

atvinnuleysis,  lægri  ráðstöfunartekjum  og  almennri  óvissu  um  framtíðina.  Gjaldeyris-­‐  og  

efnahagskreppur   sem   einkennt   hafa   flest   lönd   heimsins   síðustu   ár   hafa   til   að  mynda  

valdið  lækkun  eignaverðs,  auknu  atvinnuleysi  og  veikari  lausafjárstöðu.  Má  því  álykta  að  

fjöldi   þeirra   heimila   sem   eiga   í   greiðsluerfiðleikum   hafi   aukist   gríðarlega   og   vanskil   í  

kjölfarið.  (International  Monetary  Fund,  2012)  

2.4 Aðgerðir  stjórnvalda  Í   kjölfar   efnahagskreppu   og   aukinna   vanskila   hafa   rannsóknir   sýnt   mikilvægi   aðgerða  

hins  opinbera   til   aðstoðar   við   endurskipulagningu   skulda  heimila.  Án   aðgerða  er   hætt  

við   að   niðursveifla   vari   lengur   vegna   aukinna   greiðsluerfiðleika   og   gjaldþrota   heimila  

sem   í   kjölfarið   draga   úr   einkaneyslu.   Þess   utan   er   ólíklegt   að   dómstólar   beri   umfang  

gjaldþrota   við   þessar   aðstæður.   Vítahringur   skapast   þar   sem  minni   einkaneysla   hefur  

slæm   áhrif   á   fyrirtæki   og   framleiðslu   þeirra   er   veldur   auknu   atvinnuleysi.   Þessi  

vítahringur  kemur  í  veg  fyrir  uppsveiflu  á  ný  vegna  efnahagsvandræða.  

Aðgerðum   stjórnvalda   fylgir   þó   ávallt   þjóðfélagslegur   kostnaður   með   einhverjum  

hætti.   Þeim   þarf   því   að   fylgja   mikil   skilvirkni   með   sem   minnstum   þjóðhagslegum  

kostnaði,   sem  ber   að  dreifa   á  milli   allra   þegna  hagkerfisins   til   að  halda   samfélagslegri  

sátt  og  koma  í  veg  fyrir  of  mikla  byrði  ákveðins  hóps.  (Þorvarður  Tjörvi  Ólafsson,  2009)  

(Hagfræðistofnun  Háskóla  Íslands,  2011)  

Fyrstu  skref  hins  opinbera  eftir  efnahagskreppu  til  þess  að  hjálpa  heimilum  er  yfirleitt  

innistæðutrygging   í   fjármálafyrirækjum.   Í   kjölfar   áhrifa   á   hagkerfið   eru   oft   skilyrði  

atvinnuleysisbóta  rýmkuð  og  greiðslufrestur  veittur  á  lánum.  Þá  er  nauðsynlegt  að  hefja  

gagnaöflun   sem   fyrst   svo   hægt   sé   að   gera   grein   fyrir   fjölda   heimila   í   vandræðum   og  

umfangi   vandans.   Þótt   þjóðhagslegur   kostnaður   aukist   almennt  með   aðgerðarleysi   er  

nauðsynlegt  að  bíða  þar  til  að  ákveðnum  stöðuleika  hefur  verið  náð  í  þjóðfélaginu  á  ný  

ásamt  vitund  fjármálafyrirtækja  um  svigrúm  sitt  til  aukinna  afskrifta.  Hvort  eða  hvernig  

aðgerðir  hið  opinbera  kýs  að  veita  fer  eftir  t.d.  samsetningu  og  umfangi  skuldavandans  

ásamt   fjárhagsstöðu   hins   opinbera   og   horfum   í   ríkisfjármálum.   Þá   heftir   slæm  

fjárhagsstaða   ríkissjóðs   framkvæmd   allra   þeirra   aðgera   sem   ráðlegt   er,   þar   sem   velja  

Page 14: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

14  

þarf   skilvirkustu   leiðina.   (Þorvarður   Tjörvi   Ólafsson,   2009)   (Hagfræðistofnun   Háskóla  

Íslands,  2011)  

Flest   lönd   hafa   farið   í   almennar   aðgerðir   svo   sem   lækkun   á   stýrivöxtum   og  

atvinnuskapandi   verkefni.   Stýrivaxtalækkanir   hafa   létt   greiðslubyrði   heimila   sem   hafa  

lán   með   breytilegum   vöxtum,   föstum   til   ákveðins   tíma   eða   geta   nýtt   sér  

endurfjármögnun   á   betri   kjörum.   Þá   hefur   fjárhagsleg   aðstoð   hins   opinbera   til  

fjármálafyrirtækja  komið   í   veg   fyrir  þrot  þeirra  með  afleiðingum  sem  snert   geta   flesta  

hópa  þjóðfélagsins.  Almennar  aðgerðir  afmarkast  af  ekki  þeim  heimilum  sem  þurfa  mest  

á  þeim  að  halda  og   standa  öllum   til   boða.  Þær  er  því  óskilvirkar  og  dýrar   að  ákveðnu  

leyti  en  hægt  er  að  grípa  til  þeirra  skjótt  og  styðja  við  endurreisn  efnahagslífsins.  Áhrif  

almennra  aðgerða  geta  einnig  leitt  til  aukinnar  freistni  almennings  að  taka  ukna  áhættu  í  

framtíðinni  þar  sem  aðstoð  stjórnvalda  er  talin  líkleg  ef  vandi  skapast.  Almenn  aðgerð  á  

Íslandi   eftir   hrun   sem   ekki   var   markviss   var   t.d   hækkun   vaxtabóta.   Þar   hækkuðu  

vaxtabætur  einungis  eftir  ráðstöfunartekjum  en  ekki  eftir  eignastöðu.  (Þorvarður  Tjörvi  

Ólafsson,  2009)  (Hagfræðistofnun  Háskóla  Íslands,  2011)  

Sértækum  aðgerðum  er  ætlað  að  ná  til  ákveðins  hóps.  Þá  er  aðstoð  stjórnvalda  t.d.  

skorðuð  við  ákveðnar   ráðstöfunartekjur,   hlutfall   ráðstöfunartekna   í   greiðslubyrði   lána,  

upphæð   skuldar   eða   eiginfjárstöðu   heimila   svo   hún   skili   sér   markvisst   á   réttan   stað.  

Umboðsmaður   skuldara   er   dæmi   um   sértæka   lausn   íslenska   ríkisvaldsins   eftir  

efnahagshrun   sem   hjálpar   heimilum   í   greiðsluerfiðleikum   að   semja   við   lánardrottna  

sína,   jafnvel   alla   í   einu.   Sú   aðgerð   felur   í   sér   lagabreytingu   sem   hvetur   aðila  

lánasamninga   að   semja   um   greiðslur   lána.   Það   er   ávinningur   fyrir   lánveitanda   af   að  

semja   sem   má   rekja   til   mikils   kostnaðar   af   óvirkum   lánum   ásamt   tímasparnaði   og  

neikvæðra   áhrifa   sem   felast   í   uppboðum   fasteigna  og   gjaldþrotameðferð  einstaklinga.  

Of  mikil  skuldabyrði  er  því  ekki  einungis  slæm  fyrir  heimilin  heldur  einnig  lánveitandann.  

(Hagfræðistofnun  Háskóla  Íslands,  2011)  

2.4.1 Útfærsla  og  reynsla  af  aðgerðum  stjórnvalda  

Þær   aðgerðir   sem   stjórnvöld   virðast   hafa   áður   beitt   beitt   til   þes   að   aðstoða   heimilin  

fjárhagslega   eru   sértækar.   Sérkenni   skuldakreppunnar   nú   á   dögum   er   hversu   hátt  

hlutfall   skuldir  heimilanna  eru  nú,  vógu  fyrirtækjaskuldir  mun  meira  af  heildarskuldum  

einkageirans.   Aðgerðir   sem   eru   helst   til   þess   fallnar   að   hjálpa   heimilunum  er   að   gera  

Page 15: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

15  

þeim  kleift  að  búa  í  núverandi  eign.  Þá  fylgir  því  almennt  meiri  þjóðhagslegur  kostnaður  

að   finna   nýtt   húsnæði.   Það   hefur   einnig   þau   áhrif   á   fasteignamarkaðinn   að   framboð  

eykst   minna   en   ella   og   spornar   gegn   frekari   lækkun   eignaverðs.   Þá   þykir   það   einnig  

sanngjarnt   að   veita   heimilum  aðstoð   í   kjölfar   endurreisnar   fjármálakerfisins.   (Scanlon,  

Lunden  og  Whitehead,  2010)  

Sértækar  aðgerðir  stjórnvalda  á  Íslandi  eftir  efnahagshrun  voru  helst  eftirfarandi:    

! Greiðslujöfnun   verðtryggðra   lána,   sem   í   raun   lækkar   greiðslubyrði   í   nútið.  Upphæðin   sem   frestast   og   má   bæta   aftan   á   lánið   að   hámarki   í   3   ár,  eftirstöðvar  eftir  þann  tíma  eru  afskrifaðar.  (Umboðsmaður  skuldara,  e.d.)  

! Sértækri  skuldaaðlögun  var  markvisst  beint  að  þeim  heimilum  sem  ekki  ráða  við  greiðslubyrði  lána  sinna  og  líklegt  er  að  sú  staða  haldist  óbreytt.  Regluverk  um  Umboðsmann   skuldara   var   stofnað   til   að   sjá  um  þessa   framkvæmd.  Þar  fær  lántaki  að  nota  þann  hluta  ráðstöfunartekna  sem  talinn  er  nauðsynlegur  til  framfærslu  og  umfram  innkoma  gengur  uppí  vanskil  lána.  Ekki  má  stofna  til  nýrra   skulda   á   meðan   á   ferli   þessu   stendur   og   réttur   kröfuhafa   lítill   sem  enginn.   Hér   skapast   tækifæri   til   að   semja   við   alla   lánveitendur   í  einu.(Umboðsmaður  skuldara,  e.d.)  

! 110%   leiðin,   þar   sem   áhvílandi   húsnæðislán   voru   færð   niður   í   110%   af  markaðsvirði   fasteignarinnar.   Aðgerðin   var   ákv.   skilyrðum.   Þar  má   nefna   að  sýna  þurfti  fram  á  hátt  hlutfall  ráðstöfunartekna  í  greiðslubyrði  af  láni.  Einnig  var  ákveðið  þak  á  upphæð  afskrifta.  (Umboðsmaður  skuldara,  e.d.)  

! Lántakar  hjá  Íbúðalánasjóði  gátu  annars  vegar  sótt  um  frest  á  afborgunum  til  allt  að  3  ára  og  hins  vegar  bætt  vanskilum  á  höfuðstól  lán  og  lengt  lánstímann  til   70   ára.   Þetta   gaf   ákveðið   fordæmi   og   fjármálafyrirtækin   voru  með   sínar  útgáfur  af  sambærilegum  lausnum,  enda  ríkið  stærsti  eignaraðili  rétt  eins  og  Íbúðalánasjóðs.  (Scanlon,  Lunden  og  Whitehead,  2010)  

! Lagt  var  bann  á  kröfuhafa  til  nauðungarsölu  eða  sambærilegra  aðgerða  vegna  vanskila  til  ákveðins  tíma.  (Scanlon,  Lunden  og  Whitehead,  2010)  

Dæmi  um  róttækar  aðgerðir  annarra  landa  við  erfiðleikum  síðustu  ára  

! Í   þeim   löndum   sem   stjórnvöld   aðstoðuðu   var   algengast   að   hjálpa   þeim  heimilum   sem   greiðslubyrði   lána   fór   umfram   50%   af   ráðstöfunartekjum.   Þá  var  höfuðstóll  lánsins  lækkaður  til  að  ná  lægri  greiðslubyrði  og  sú  upphæð  sett  í   svokallað   biðlán.   Lántaki   þurfti   að   hefja   greiðslu   af   biðláni   þegar  fjárhagsstaða  batnaði.  Þetta  varð  til  þess  að  eignir  fjármálafyrirtækja  rýrnuðu  ekki  við  afskrift.  (Scanlon,  Lunden  og  Whitehead,  2010)  

! Ríkið  kom  til  aðstoðar  lántökum  sem  lentu  í  atvinnuleysi  og  aðstoðaði  við  að  greiða  mánaðarlega  afborgun  lána  þeirra.  Í  Bretlandi  var  þetta  raunin  og  voru  skilyrðin   rýmkuð   þar   svo   íbúðareigendur   gætu   sótt   um.   Þegar   lántaki   hóf  vinnu  á  nýjan  leik  féll  ákvæðið  úr  gildi  og  hann  sá  um  mánaðarlegar  greiðslur  upp  frá  því.  Lántaki  þarf  því  ekki  að  greiða  þetta  til  baka  þar  sem  um  styrk  var  að   ræða.   Þetta   var   kostnaðarsamt   fyrir   ríkissjóð   og   ekki   var   hægt   að   hjálpa  

Page 16: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

16  

eins   mörgum   og   upphaflega   var   lagt   upp   með.   Það   takmarkaðist   við   barn,  eldri  borgara  eða  öryrkja  heimilinu.  (Scanlon,  Lunden  og  Whitehead,  2010)  

! Í  Portúgal  gátu  lántakar  sem  voru  atvinnulausir  í  meira  en  3  mánaða  fengið  að  greiða  einungis  50%  af  mánaðarlegri  greiðslubyrði   lána  (þó  mest   lækkuð  um  500  €  á  mánuði)  til  allt  að  tveggja  ára.  Mismunurinn  þar  á  var  settur  í  nýtt  og  mun   hagstæðara   lán   sem   þarf   að   greiða   á   líftíma   húsnæðisláns.   (Scanlon,  Lunden  og  Whitehead,  2010)  

! Í  Portúgal  og  Bretlandi  keypti  ríkið  eign  af  lántökum  en  leigði  hana  til  fyrrum  eigenda  til  að  styrkja  lausafjárstöðu  þeirra.  Síðan  hafa  þeir  endurkauparétt  á  henni   til   baka.   Í   Bretlandi   var   einnig   skuldurum   skylt   að   sækja   fræðslu   um  fjármálalæsi  til  forvarnar.  (Scanlon,  Lunden  og  Whitehead,  2010)  

! Í   Bandaríkjunum   var   boðið   uppá   endurfjármögnun   þrátt   fyrir   að   veðhlutfall  væri   umfram  80%  af  markaðsverði   eignar.  Nýju   lánin   voru   til   lengri   tíma  og  hagstæðara  vaxtakjörum.  (Scanlon,  Lunden  og  Whitehead,  2010)  

Þær  aðgerðir  sem  fela  í  sér  frestun  lána  hafa  slæm  áhrif  á  efnahagsreikning  heimila,  

sem   voru   fyrir   með   neikvæðan   efnahagsreikning   vegn   lækkun   fasteignaverðs.   Heimili  

voru   það   skuldsett   að   þau   báru   ekki   fleiri   lán.   Þá   deildu   lántakar   einnig   um   sanngirni  

þessara   aðgerða.   Heimili   sem   fórnuðu  miklu   til   þess   að   greiða   af   lánum   sínum   fengu  

ekkert   meðan   önnur   voru   verðlaunuð   með   afskriftum   lána.   Þessar   aðgerðir   hafa   þá  

einnig  mikil  áhrif  á  freistnivandann  eins  og  áður  hefur  komið  fram.  Þær  virðast  þó  allar  

eiga   það   sameiginlegt   að   áhrif   þeirra   koma   seint   fram.   Þó   má   álykta   sem   svo   að  

aðgerðirnar  hafi  spornað  við  frekari  vanskilum  en  ella.  (Scanlon,  Lunden  og  Whitehead,  

2010)  

Page 17: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

17  

3 Vanskil  á  Íslandi  

Hagstofan  hefur  aflað  gagna  yfir  vanskil  íslenskra  heimila  frá  árinu  2004  til  ársins  2012.  

Tölurnar   sýna  niðurstöður  úr   sjálfsmatspurningum  um  eigin   fjárhag,  hvort   viðkomandi  

hafi   lent   í   vanskilum   á   einhverjum   tímapunkti   þessara   tilteknu   ára.   Þessi   rannsókn   er  

hluti   af   Lífskjararannsókn   Evrópusambandins   (EU-­‐SILC).   Rannsóknin   á   að   afla  

sambærilegra   gagna   millli   landa   Evrópusambandsins   um   tekjudreifingu   og   félagslega  

stöðu  en  ná  einnig  til  Noregs  og  Íslands.  Þau  lönd  sem  bæst  hafa  við  í  Evrópusambandið  

frá  byrjun  rannsóknarinnar  hafa  fverið  tekin  með  í  rannsóknina  einnig.  (Eurostat,  2007)  

Tafla  1:  Fjöldi  heimila  á  Íslandi  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  

 

Samkvæmt   Lífskjarakararannsókn   Hagstofu   Íslands   árið   2012   var   fjöldi   heimila   á  

Íslandi  þá  123.900.  Á  töflu  1  má  sjá  breytingu  á  fjölda  heimila  á  Íslandi  á  því  tímabili  sem  

skoðað  er.  Á  árunum  2004-­‐2009  fjölgaði  heimilum  úr  111.200  í  126.100  eða  um  13,4%.  

Árið  2009  náði  fjöldi  heimila  hámarki,  alls  126.100  heimili.  Heimilum  fækkaði  aftur  eftir  

efnahagshrunið  2008  en  árið  2012  virðist  þeim  fjölga  á  ný.  Fjöldi  heimila  hefur  samt  sem  

áður  ekki  náð  sömu  tölu  og  árið  2009.  Meðalfjöldi  einstaklinga  á  heimili  árið  2012  var  

2,4   og   hefur   verið   sá   sami   síðan   árið   2009.   Á   árunum   2004-­‐2008   var   meðalfjöldi  

einstakling  á  heimili   2,5.  Aldursskipting  á  heimilum   landsins  hefur  haldist   sú   sama  yfir  

tímabilið.  Meðalfjöldi  einstaklinga  á  aldrinum  16  ára  og  eldri  er  1,9  og  á  aldrinum  15  ára  

og  yngri  0,6  íbúar.  (Hagstofa  Íslands,  e.d.  a)  

 

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012Fjöldi  heimila

111.200 112.900 114.300 117.900 121.900 126.100 124.600 122.900 123.900

Page 18: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

18  

 

Mynd  1:  Vanskil  á  húsnæðislánum/-­‐leigu  og  öðrum  lánum  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands.  

Á  mynd  1  má  sjá  hlutfall  þeirra  heimila  sem  hafa  lent  í  vanskilum  á  tímabilinu  2004-­‐

2012  útfrá  lánagerð.  Þessi  gögn  eiga  ekki  einungis  við  þá  sem  eru  með  húsnæðislán  eða  

borga  húsaleigu,  heldur  alla   sem  spurðir   voru  og  eiga   jafnvel  eign   sína   skuldlausa  eða  

búa  endurgjaldslaust.  Vanskil  gætu  því  verið  meiri  en  hér  kemur  fram.  Almennt  má  sjá  

að  vanskil  hafa  verið  meiri  á  öðrum  lánum  en  húsnæðislánum/-­‐leigu,  sem  má  skýra  með  

mikilvægi   þess   að   hafa   búsetu   og   vegna   þess   greiðslur   í   forgangi.   Þó   hefur   dregið   úr  

vanskilum  annarra   lána   síðan  þau  náðu  hámarki   árið   2010,   16.300  heimili   eða   13,1%.  

Það  má  t.d.  skýra  með  afskriftum  stórum  hluta  bifreiðalána  við  úrskurð  Hæstaréttar  um  

ólögmætingu   gengistryggðra   lána   (þó   háð   skilyrðum).   Vanskil   húsnæðislána/leigu  

virðast  samt  sem  áður  ekki  fara  minnkandi  eftir  árið  2010  þegar  þau  náðu  hámarki,  þrátt  

fyrir  að  botni  niðursveiflunnar  hafi  verið  náð  um  mitt  árið  2010  og  atvinnuleysi  minnkað  

í   kjölfarið.   Vanskil   á   húsnæðislánum/-­‐leigu   eru   mest   árið   2012   hjá   10,1%   heimila   á  

landinu   en   það   eru   12.100   heimilum.   Til   samanburðar   þá   var   þetta   hlutfall   9,4%   eða  

10.400   heimili   árið   2004.   Minni   vanskil   árin   2006-­‐2008   má   rekja   til   einkavæðingar  

bankanna   árið   2003   sem   hófu   svo   að   lána   til   íbúðakaupa   síðsumars   2004.   Eftir   þann  

tíma  hófst  samkeppni  á  þeim  markaði  þar  sem  Íbúalánasjóður  hafði  einokun  áður.  Aukin  

samkeppni   bauð   uppá   betri   kjör   fyrir   lántakendur.   Fjármálafyrirtæki   fengu   leyfi   til   að  

lengja  útlán  sín  til  40  ára  og  frekari  veðsetningu  eigna.  Einnig  höfðu  þau  gott  aðgengi  að  

erlendum   lánsfjármörkuðum   eftir   inngöngu   í   Evrópska   efnahagssambandið   (EES)   sem  

skilaði   sér   í   lægri   útlánavöxtum   til   lántaka.   Þá   hefur   gott   aðgengi   að   lánum,   aukinn  

möguleiki  á  veðsetningu  og  hækkandi  eignaverð  auðveldað  heimilum  að  fjármagna  eða  

0%  

2%  

4%  

6%  

8%  

10%  

12%  

14%  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

Vanskil  (%  af  h

eimilu

m)  

Vanskil  húsnæðislána  eða  leigu  

Vanskil  annarra  lána  

Page 19: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

19  

semja  um  vanskil  sín.  Mánaðarleg  greiðslubyrði  heimila   lækkaði  því  almennt  á  þessum  

árum  ásamt  hækkun  á  launavísitölu  og  auknum  kaupmætti  launa.  (Vilhjálmur  Bjarnason,  

2010)    

Umfang   vanskila   íslenskra   heimila   er   því   í   raun   ekki   miklu   stærra   árið   2012  

samanborið  við  árið  2004,  þá   sérstaklega  ef   tekið  er   tillit   til  þess  að  heimilin  eru  mun  

skuldugri   í   dag.   Árin   2006-­‐2008   eru   því   í   raun   frávik   frá   miklum   vanskilum   íslenskra  

heimila.   Sértækar   aðgerðir   íslenskra   stjórnvalda   við   skuldavanda   heimilanna   eftir  

efnahagshrun   hafa   ekki   fækkað   vanskilum   en   virðast   a.m.k.   hafa   hindrað   enn   frekari  

fjölgun  þeirra  

3.1 Vanskil  eftir  heimilisgerð  Vanskil  húsnæðislána/leigu  eftir  heimilisgerð  eru  mismikil  eftir  því  hvort  um  er  að  ræða  

heimili   með   eða   án   barna.   Í   skilgreiningu   Hagstofu   Íslands   er   barn   skilgreint   sem  

einstaklingur  á  heimili  undir  18  ára  aldri.  Einnig  eru  þeir  taldir  til  barna  sem  eru  18  -­‐  24  

ára  og  eru  án  atvinnu  og  búa  að  minnsta  kosti  hjá  öðru  foreldri  sínu.  Aðrir  aðilar  teljast  

sem  fullorðnir  einstaklingar.  (Hagstofa  Íslands,  2013)  

 

Mynd  2:  Vanskil  íslenskra  heimila  eftir  heimilisgerð  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  

Í  öllum  tilvikum  eru  minni  vanskil  á  barnlausu  heimili  sbr.  mynd  2,  sem  kemur  í  raun  

ekki   á   óvart   þar   sem   tekjur   dreifast   á   fleiri   aðila   ásamt   auknum   útgjöld.   Þessi   gögn  

benda  til  þess  að  vanskil  verði  vegna  greiðsluerfiðleika,  þar  sem  ráðstöfunartekjur  nægja  

ekki  þegar  þær  deilast  niður  á  fleiri  aðila.  Mestu  munar  árið  2010,  en  vanskil  á  heimilum  

með  börn  eru  þar  rétt  tæp  tvöfalt  hlutfall  vanskila  barnlausra  heimila.  Minnsti  munurinn  

0%  

2%  

4%  

6%  

8%  

10%  

12%  

14%  

16%  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

Vanskil  (%  af  h

eimilu

m)  

Mismunur  

Heimili  án  barna  

Heimili  með  börn  

Page 20: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

20  

er  hins  vegar  1,2%  árið  2008.  Þau  heimili  sem  eru  með  börn  eru  allra  jafnan  á  aldrinum  

30   –   50   ára,   en   það   er   sá   hópur   sem   er  mest   skuldsettur   og  mætti   búast   við   frekari  

vanskilum.   Meirihluti   yngri   aldurshópsins   er   barnlaus   og   minna   skuldsettur.   Eldri  

aldurshópar  eru  líklega  búnir  að  koma  börnum  sínum  upp  og  hafa  hærri   laun  og  minni  

skuldsetningu.  (Hagstofa  Íslands,  e.d.  b)  

3.1.1 Heimilishald  án  barna  

 

Mynd  3:  Vanskil  íslenskra  heimila  án  barna  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  

Á  mynd  3  má  sjá   tölur   yfir   vanskil   húsnæðislána/leigu  eftir   heimilum  sem  eiga  það  

sameiginlegt  að  vera  barnlaus.  Það  sem  helst  kemur  á  óvart  eru  mikil   vanskil  þar   sem  

karlmaður  býr  einn.  Mjög  miklu  munar  á  hlutfalli  vanskila  þar  sem  einn  karl  býr  annars  

vegar   eða   þar   sem   ein   kona   býr   hinsvegar,   það  munar  mest   8,7%   árið   2009.   Virðast  

konur  sem  búa  einar  því  ólíklegar  til  að  lenda  í  vanskilum.  Ástæðuna  má  rekja  til  algengs  

meðlagskostnaðar  einstæðra  karla,  þar  sem  barnið  hefur  lögheimili  hjá  hinu  foreldrinu.  

Jafnvel  geta  samfélagslegar  ástæður  eins  og  kynlægur  munur  á  viðhorfi  til  vanskila  legið  

að  baki,  enda  er  um  sjálfsmat  að  ræða.  Sú  heimilisgerð  þar  sem  fleiri  en  einn  fullorðinn  

án  barna  búa  virðist  hafa  þá  sérstöðu  að  dregið  hefur  verið  úr  vanskilum  frá  árinu  2004  

til  ársins  2012.  

0%  

2%  

4%  

6%  

8%  

10%  

12%  

14%  

16%  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

Vanskil  (%  af  h

eimilu

m)  

Einn  á  heimili,  kona  

Einn  á  heimili,  karl  

Fleiri  en  einn  án  barna  

Page 21: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

21  

3.1.2 Heimilishald  með  börnum  

 

Mynd  4:  Vanskil  íslenskra  heimila  með  börn  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  

Heimilishald  með  börnum  má   sjá   á  mynd  4  kemur   í   raun  ekki   á  óvart.   Einn   fullorðinn  

með   að   minnsta   kosti   eitt   barn   (þ.e.   einstæðir   foreldrar)   lendir   helst   í   vanskilum.  

Minnstu   vanskilin   virðast   vera   almennt   í   heimilisgerð   með   tveim   fullorðnum   og   einu  

barni,  þar  sem  fyrirvinnur  eru  tvær  og  sjá  fyrir  einu  barni.  

3.2 Vanskil  eftir  tekjum  Þegar  skipt  er  heimilum  í  hópa  eftir  ráðstöfunartekjum  þá  er  tekið  tillit  til  ýmissa  atriða  

áður.  Ráðstöfunartekjur  eru   tekjur  heimilisins  að   frádregnum  skatta-­‐  og  vaxtagjöldum,  

til  að  mæta  útgjöldum  heimilisins.  Tekið  er  tillit  til  heimilisstærðar  og  þeirrar  hagkvæmni  

sem   fylgir   rekstri   heimilis   þegar   fleiri   búa   undir   sama   þaki.   Einnig   er   gert   ráð   fyrir   að  

lægri  útgjöld  fylgi  börnum  en  fullorðnum.  

Notaður  er  kvarði   frá  Evrópusambandinu  til  að  reikna  út  ráðstöfunartekjur  heimilis.  

Tökum   dæmi   þar   sem   ráðstöfunartekjur   hjóna   eru   alls   600.000   kr.   Segjum   að   sú  

fjölskylda   séu   tveir   fullorðnir   og   tvö   börn   undir   14   ára.   Þá   fær   fyrsti   fullorðni   aðilinn  

vogina  1,  annar  fullorðinn  vogina  0,5  og  svo  börnin  0,3.  Fjölskyldan  hefur  því  (600  /  (1  +  

0,5   +   0,3   +   0,3)   =   600   /   2,1   =   285þús   krónur   í   ráðstöfunartekjur   á   neyslueiningu.  

(Hagstofa  Íslands,  2013)  

0%  

5%  

10%  

15%  

20%  

25%  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

Vanskil  (%  af  h

eimilu

m)   Einn  fullorðinn  með  barn  

eða  börn  

Tveir  fullorðnir,  eiw  barn  

Tveir  fullorðnir,  tvö  börn  

Tveir  fullorðnir,  fleiri  börn  

Page 22: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

22  

 

Mynd  5:  Vanskil  íslenskra  heimila  eftir  ráðstöfunartekjum  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  

Mynd  5  sýnir  þær  niðurstöður  sem  við  mátti  búast.  Með  minnstu  vanskilin  eru  þeir  

sem  eru  í  efsta  hóp  ráðstöfunartekna  á  neyslueiningu.  Mestu  vanskilin  eru  hjá  þeim  sem  

eru  í  neðsta  hópi  ráðstöfunartekna.  Það  bregður  þó  útaf  þeirri  reglu  þar  sem  hinir  þrír  

tekjufimmtungarnir  virðast  svo  dreifast  með  mismunandi  hætti  þar  á  milli.  Þau  heimili  

sem  hafa  hæstu  tekjurnar  bera  þess  merki  að  vanskil  hafa  minnkað  frá  árinu  2004.  Þá  er  

hætta   á   að   almennar   skuldaaðgerðir   stjórnvalda   hafi   síður   náð   til   tekjulágra   heimila,  

sem  þurfa  jafnvel  frekar  á  aðstoðinni  að  halda.    

3.3 Vanskil  eftir  aldri  

 

Mynd  6:  Vanskil  íslenskra  heimila  eftir  aldri  íbúa  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  

0%  

2%  

4%  

6%  

8%  

10%  

12%  

14%  

16%  

18%  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

Vanskil  (%  af  h

eimilu

m)  

0%-­‐20%  

20%-­‐40%  

40%-­‐60%  

60%-­‐80%  

80%-­‐100%  

0%  

2%  

4%  

6%  

8%  

10%  

12%  

14%  

16%  

18%  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

Vanskil  (%  af  h

eimilu

m)  

Yngri  en  30  ára  

30  zl  39  ára  

40  zl  49  ára  

50  zl  59  ára  

60  zl  69  ára  

70  ára  og  eldri  

Page 23: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

23  

Mynd   6   sýnir   að   almennt   með   hærri   meðalaldri   dvína   líkur   á   vanskilum  

húsnæðislána/leigu.   Vanskil   í   hópi   yngri   en   30   ára   hafa   aukist  mest,   eða   úr   9,9%   árið  

2004  upp  í  14%  árið  2012.  Hæsta  gildi  töflunnar  er  16,7%  og  tilheyrir  aldurshópnum  30  -­‐  

39  ára,   sem  virðist   eiga   í  mestu  erfiðleikum  með  að  borga  af   sínum  húsnæðislánum/-­‐

leigu  enda  barnaheimili  að  meirihluta.  Elsti  aldursflokkurinn  sýnir  ekki  góða  þróun,  árin  

2004  og  2005  voru  vanskil  engin  en  árið  2012  náðu  þau  hámarki  og  höfðu  1,3%   lent   í  

vanskilum.  Allir  aldurshópar  eru  í  svipaðri  stöðu  eða  verri  árið  2012  samanborið  við  árið  

2004.   Vanskil   eru   mest   á   heimili   þar   sem   börn   búa,   heimili   þar   sem   meðalaldur  

fullorðinna  er  30  -­‐  39  ára  og  heimili  með  lægstu  ráðstöfunartekjur.  Það  er  ljóst  að  heimili  

samsett  þessum  þremur  eiginleikum  er  líklega  í  vanda.  Þá  virðast  áhrif  efnahagshrunsins  

á  vanskil  ávallt  vera  hlutfallslega  mest  hjá  þeim  hópi  þar  sem  vandinn  er  minnstur.  Hér  

getum   við   þó   séð   fylgni   vanskila   við   fjárhagsstöðu   heimilis,   þar   sem   aukning   vanskila  

virðist  fylgja  lækkun  ráðstöfunartekna.  

 

Page 24: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

24  

4 Vanskil  í  Evrópu  

Töluleg  gögn  Hagstofu  Íslands  um  fjárhagsvanda  heimilanna  í  áðurgreindum  gögnum  er  

liður   af   Lífskjararannsókn   Evrópusambandsins   (EU   statistic   on   Income   and   Living  

Conditions).  Það  gefur  kost  á  að  bera  stöðu  íslenskra  heimila  saman  við  heimili  annarra  

Evrópulanda.  Hins  vegar  eiga  tölur  Eurostat  við  hlutfall  íbúa  en  tölur  Hagstofu  Íslands  við  

hlutfall  heimila  sem  prósentu  af  heild.  Tölur  hér  um  Ísland  eru  því  ekki  þær  sömu  og   í  

kaflanum  á  undan  og  má  sjá  samanburð  á  mismunandi  viðmiðum  í  töflu  2.    

Tafla  2:  Hlutfall  vanskila  á  Íslandi  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  og  Hagstofu  Íslands  

 

Nýjustu   gögn   frá   Eurostat   um   hlutfall   vanskila   húsnæðislána/-­‐leigu   á   íbúa   í   Evrópu  

eru   frá  árinu  2012,  þó  má  þar   finna  gögn  ársins  2013   frá  örfáum   löndum.  Vanskil   eru  

mismikil   í   ólíkum   Evrópulöndum   og   virðast   ekki   fylgja   auðkennum   landanna,   þ.e.  

staðsetningu   í   Evrópu,  menningu   þeirra   eða   lífskjörum.   Velferðaríki   á   borð   við   Ísland,  

Finnland  og  Noreg  eru  hér  mun  ofar  á   lista  en  Rúmenía,  Bulgaría  og  Króatía  þrátt  fyrir  

mun  minni  hagvöxt  á  íbúa.  (The  World  Bank,  e.d.  a)  

Hlutfall   íbúa  sem   lent  hafa   í   vanskilum  með  húsnæðislán/-­‐leigu  á   Íslandi   síðustu  12  

mánuði   er  mjög  hátt   á   evrópskan  mælikvarða,   sbr.  mynd  7.   Ísland   er   hér   næst   efst   á  

lista,  þar  sem  hlutfall  vanskila  á  íbúa  er  10,7%.  Grikkland  trónir  á  toppnum  með  12,9%.  

Hlutfallið  er   lægst  hjá  íbúum  í  Litháen,  einungis  0,6%.  Þar  í   landi  ásamt  Rúmeníu  hefur  

hlutfallið  ekki  náð  uppí  1%  af  íbúum.  Munur  á  lægsta  og  hæsta  gildi  landa  í  Evrópu  er  því  

gífurlegur  eða  sem  samsvarar  12,3%.  (Eurostat,  e.d.  a)  

  2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012Hlutfall  vanskila  á  íbúa 11% 9,4% 6,3% 6% 5,5% 7,5% 11,2% 10,9% 10,7%Hlutfall  vanskila  á  heimili 9,4% 8% 5,7% 5,8% 5,5% 7,1% 10% 10,1% 10,1%

Page 25: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

25  

 

Mynd  7:  Vanskil  húsnæðisláns/-­‐leigu  í  Evrópu  2012.  Gögn  frá  Eurostat  

Þegar   skoðuð   er   þróun   hlutfallsins   í   ýmsum   Evrópulöndum   árin   2004-­‐2012  má   sjá  

mismunandi   þróun   sbr.   töflu   3.  Vanskil   í   Austurríki   jukust   gífurlega   yfir   tímabilið   eða  

tæplega  fjórfölduðust.  Þar  má  einnig  nefna  Ungverjaland,  Spán  og  Írland.  Þó  eru  nokkur  

lönd   sem   eiga   það   sameiginlegt   að   vanskilum   hefur   fækkað   yfir   tímabilið.   Í   Svíþjóð  

virðist  hafa  dregið  úr  vanskilum  um  rétt  rúmlega  helming.  Það  á  einnig  við  um  Frakkland  

og   Tékkland.   Ísland,   Grikkland   og   Kýpur   hafa   mikil   vanskil   og   eru   þau   sambærileg   í  

byrjun  og  lok  tímabilsins  að  undantekinni  lækkun  um  mitt  tímabilið.    

Ef  þróun  vanskila  er  skoðuð  frá  árinu  2008  til  ársins  2012  má  hins  vegar  sjá  almenna  

fjölgun   í   Evrópu.   Þá  hafa   vanskil   íbúa   í  Danmörku  og  Póllandi   aukist  mest   og   tæplega  

þrefaldast,   en   haldast   þó   lág   á   evrópskan   mælikvarða.   Þar   á   eftir   hefur   hlutfallið  

rúmlega  tvöfaldast  hjá  íbúum  Eistlands,  Grikklands  og  Kýpur,  en  vanskilin  í  Eistlandi  eru  

þó   enn   tiltöulega   lág.   Vanskil   á   Íslandi   hafa   tæplega   tvöfaldast   frá   efnahagshruni   árið  

2008.   Því   eru   einungis   fimm   lönd   í   Evrópu   sem   hafa   orðið   fyrir   meiri   áhrifum  

fjármálakreppu  á  vanskil.  Það  er  því   ljóst  að  áhrif  efnahagshrunsins  á  vanskil   íslenskra  

heimila  hafa  verið  heldur  mikil  á  evrópskan  mælikvarða.  

0%  

2%  

4%  

6%  

8%  

10%  

12%  

14%  

Grikkland  

Ísland

 Írland  

Kýpu

r  Ungverja

land

 Frakkland  

Spánn  

Portúgal  

Lewland

 Finn

land

 Íta

lía  

Austurrík

i  Slóvakía  

Noregur  

Belgía  

Slóven

ía  

Tékkland

 Bretland

 Ho

lland

 Da

nmörk  

Svíþjóð  

Eistland

 Sviss  

Malta  

Þýskaland  

Búlgaría  

Pólland

 Lúxembo

rg  

Króa|a

 Rú

men

ía  

Litháen  

Vanskil  (%  af  íbú

um)  

Page 26: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

26  

Tafla  3:  Þróun  vanskila  í  Evrópu  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  

 

4.1 Hæsta  hlutfall  vanskila  í  Evrópu  Þegar  tekið  er  saman  hvaða  þrjú  lönd  hafa  hæsta  hlutfall  íbúa  sem  lent  hafa  í  vanskilum  

yfir   tímabilið  2004-­‐2012  má  sjá  sögulega  há  vanskil  á   Íslandi.  Tafla  4  sýnir  að   Ísland  er  

eina   landið   sem   kemst   inná   lista   öll   árin   síðan   Lífskjararannsókn   Evrópusambandsins  

hófst  árið  2004.  Því  er  ljóst  að  Ísland  stendur  ekki  í  sterkri  stöðu  hvað  varðar  vanskil  og  

óskandi   að  hlutfallið   væri   lægra.  Á  eftir   Íslandi   kemur  Grikkland   sem  er   á   listanum  öll  

árin  að  undanskildu  2006.  (Eurostat,  e.d.  a)  

Land 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012Grikkland 9,7% 6,6% 4,5% 7,4% 5,5% 8,6% 10,2% 11% 12,9%Ísland 11% 9,4% 6,3% 6% 5,5% 7,5% 11,2% 10,9% 10,7%Írland 4,8% 5% 4,3% 4,9% 5,6% 6,5% 8,1% 11,6% 9,5%Kýpur 7,9% 7,9% 6,1% 3,4% 4,2% 5,6% 6,3% 7,3%Ungverjal. 2,8% 2,2% 3,5% 3,8% 3,9% 5,6% 6,4% 6,7%Frakkland 7% 6,2% 5,7% 5,8% 5,8% 6,7% 6,1% 5,6% 5,8%Spánn 3,8% 3,2% 2,9% 3,5% 4,5% 6,6% 6,4% 4,6% 5,7%Finnland 4,7% 4,3% 4,7% 3,8% 4,4% 4,3% 4,7% 4,8% 4,8%Portúgal 3,5% 3% 2,5% 3,1% 2,8% 5% 4,8% 5,7% 4,8%Lettland 5,5% 3,5% 2,4% 3,2% 4,7% 5,8% 6,7% 4,8%Ítalía 3,8% 3,4% 3,5% 3,8% 4,3% 2,9% 4,2% 5,1% 4,6%Austurríki 1,6% 1,3% 1,5% 2,2% 4,1% 3,8% 3,9% 3,9% 4,3%Noregur 6,7% 5,9% 5,8% 5,2% 5% 5% 4,8% 5,1% 4,1%Slóvakía 4,2% 5,4% 3,5% 3% 6,9% 6,8% 4,6% 4,1%EU  -­‐  27 3,6% 3,3% 3,4% 3,3% 3,6% 4% 4,1% 4%Belíga 3,7% 3% 2,9% 2,6% 3,3% 2,6% 3,4% 3,9% 3,9%Slóvenía 2,7% 1,6% 2,3% 2,7% 2,4% 2,4% 3,4% 3,6%Tékkland 6,3% 4,6% 3,6% 2,3% 3,4% 3,5% 3,8% 3,5%Holland 3,8% 2,8% 2,8% 2,4% 2,7% 3,1% 3% 3,4%Bretland 4,8% 4,3% 4,7% 3,7% 2,1% 4,8% 4,9% 3,4%Danmörk 2,4% 3,1% 1,8% 1,8% 1,1% 2,1% 2,7% 2,5% 3,1%Svíþjóð 6% 5,1% 3,8% 2,4% 1,7% 2,5% 2,3% 2,2% 2,9%Eistland 2,1% 1,4% 0,8% 1,1% 1,1% 2% 2,7% 2,3% 2,7%Malta 1,3% 1,4% 1,2% 1,5% 1% 1,1% 1,7% 2,3%Sviss 4,2% 2,7% 3,3% 2,7% 2,4% 2,3%Þýskaland 2,4% 2,6% 2,2% 2,3% 2,5% 2% 2,4% 2%Búlgaría 2,6% 2,6% 2,9% 1,5% 4,1% 1,7% 1,4% 1,8%Pólland 2,3% 1,9% 1,2% 0,6% 0,9% 1% 1,5% 1,7%Lúxemborg 2,5% 2,2% 1,2% 1,4% 1,1% 2% 1,4% 1,7% 1,5%Króatía 1,7% 1,5% 1,3%Rúmenía 0,4% 0,6% 0,7% 0,6% 0,6% 0,7%Litháen 1,4% 0,6% 1,1% 0,5% 1,5% 1,3% 1,6% 0,6%

Page 27: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

27  

Tafla  4:  Hæsta  hlutfall  vanskila  í  Evrópu  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  

 

Þau   lönd  sem  komast  oftast  á   lista  virðast  þó  ekki   fylgja  sama  mynstri,   sjá  mynd  8.  

Ísland,  Grikkland  og  Kýpur  eiga  það  sameiginlegt  að  mikil  vanskil  eru  í  byrjun  tímabilsins  

sem  dregur   svo  úr   en  nær  hæðum  aftur   í   lokin.  Á   Írlandi   hafa   vanskil   ekki   verið  mikil  

áður   en   hafa   aukist   jafnt   og   þétt.   Frakkland   virðist   halda   svipuðu   hlutfalli   öll   árin,   en  

verður  hæst  árið  2008,  þegar  vanskil  Grikklands  og  Íslands  náðu  lægðum.    

 

Mynd  8:  Vanskil  Evrópulanda  með  hæsta  hlutfallið  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  

4.2 Lægsta  hlutfall  vanskila  í  Evrópu  Þegar  tekið  er  saman  hvaða  lönd  hafa  lægsta  hlutfall  íbúa  sem  lent  hafa  í  vanskilum  yfir  

tímabilið   má   sjá   að   þau   eru   flest   staðsett   í   austurhluta   Evrópu,   sjá   töflu   5.   Rúmenía  

hefur  hér  sögulega  lág  vanskil  og  vermir  efsta  sætið  oftast  þrátt  fyrir  að  gögn  berist  fyrst  

árið  2007.  (Eurostat,  e.d.  a)  

Tafla  5:  Lægsta  hlutfall  vanskila  í  Evrópu  2004-­‐2012  

 

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012

1.sæti Ísland Ísland Tyrkland Grikkland Frakkland Grikkland Ísland Írland Grikkland

2.sæti Grikkland Kýpur Kýpur Kýpur Írland Ísland Grikkland Grikkland Ísland

3.sæti Frakkland Grikkland Ísland Ísland Ísland Slóvaíka Slóvakía Ísland Írland

0%  

2%  

4%  

6%  

8%  

10%  

12%  

14%  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

Vanskil  (%  af  íbú

um)  

Írland  

Grikkland  

Ísland  

Frakkland  

Kýpur  

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012

1.sæti Austurríki Austurríki Litháen Rúmenía Litháen Rúmenía Rúmenía Rúmenía Litháen

2.sæti Eistland Malta Eistland Litháen/  Eistland

Rúmenía/  Pólland

Pólland Pólland Búlgaría Rúmenía

3.sæti Tékkland Lithén Lúxemborg Pólland Lúxemborg Malta Malta Króatía Króatía

Page 28: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

28  

Breytingar   á   vanskilum   yfir   tímabilið   virðast   vera  mjög   ólíkar   á  milli   landanna   hins  

vegar,   sjá   mynd   9.   Í   Rúmeníu   virðist   hlufallið   haldast   lágt   og   litlar   sveiflur   sýnilegar.  

Eistland,   Austurríki   og   Malta   eiga   það   sameiginlegt   að   vanskil   voru   lítil   árið   2004   en  

aukast  með  árunum.   Í   Litháen  eru  miklar   sveiflur  og  minnstu  vanskil  þeirra  árið  2012.  

Pólland  nær  lágmarki  árið  2008,  sem  hefur  þó  gengið  til  baka.    

 

Mynd  9:  Vanskil  Evrópulanda  með  lagsta  hlutfallið  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat.  

4.3 Norðurlöndin  Vanskil   eru  mun   lægri   í   Norðurlöndunum,   löndum   sem   við   viljum   yfirleitt  miða   okkur  

við.  Vanskil  í  Finnlandi  eru  næst  okkur,  þar  sem  hlutflall  íbúa  sem  lent  hafa  í  vanskilum  

er  4,8%.  Það  er  töluvert  lægra  hlutfall  en  á  Íslandi,  en  það  munar  5,9%.  Það  Norðurland  

þar  sem  einstaklingar  hafa  lægsta  hlutfall  vanskila  er  Svíþjóð  en  þar  nær  hlutfallið  2,9%  .  

(Eurostat,  e.d.  a)  

0%  

0.5%  

1%  

1.5%  

2%  

2.5%  

3%  

3.5%  

4%  

4.5%  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

Vanskil  (%  af  íbú

um)   Eistland  

Litháen  

Rómanía  

Malta  

Pólland  

Austurríki  

Page 29: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

29  

 

Mynd  10:  Vanskil  Norðurlandanna  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  

Mynd   10   sýnir   hvernig   vanskilahlutfall   hefur   breyst   á   Norðurlöndunum   árin   2004-­‐

2012.  Vanskil  hafa  verið   lág   í  Danmörku  þrátt   fyrir  sveiflur  efnahagslífsins  og   lækkun  á  

fasteignaverði.  Í  Svíþjóð  hefur  hlutfallið  almennt  lækkað  og  nær  Danmörku  síðustu  árin.  

Vanskil   í   Finnlandi  og  Noregi   virðast   stöðug   í  um  5%.   Ísland  er  ólíkt  bæði  hvað  varðar  

mikil  vanskil  og  djúpa  niðursveiflu  yfir  tímabilið.  Meðaltal  íbúa  Evrópusambandsins  með  

vanskil  má  svo  einnig  sjá  til  samanburðar,  en  litlar  sveiflur  hafa  verið  þar  yfir  tímabilið.  

(EU-­‐27  stendur  hér  fyrir  meðaltal  allra  landa  Evrópusambandins  án  Króatíu,  sem  gekk  í  

sambandið  1.  júlí  2013  og  var  þar  28.ríkið).  (One  Europe,  2013)    

Áhrif   fjármálakreppunnar  á  vanskil  húsnæðislána/-­‐leigu  á   Íslandi  virðast  þónokkur  á  

evrópskan   mælikvarða,   sé   miðað   við   upphaf   og   eftirmála   efnahagskreppunnar.   Áhrif  

virðast   þó   hlutfallslega  meiri   í   nokkrum  öðrum  Evrópulöndum.   Þó   er   umfang   vanskila  

þeirra   landa  heldur  minna  en  raunin  er  á   Íslandi.   Ísland  er  þó   í  þeim  aðstæðum,  að  ef  

litið  er  á  upphaf  og  lok  tímabilsins  2004-­‐2012  virðast  efnahagslegu  skakkaföllin  hafa  haft  

lítil   áhrif   á   vanskil,   enda   voru   þau   alltaf   framúrskarandi   mikil.   Sértækar   aðgerðir  

íslenskra   stjórnvalda   við   skuldavanda   heimilanna   eftir   efnahagshrun   hafa   ekki   fækkað  

vanskilum  en  virðast  a.m.k.  hafa  hindrað  enn  frekari  fjölgun  þeirra.  

0%  

2%  

4%  

6%  

8%  

10%  

12%  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

Vanskil  (%  af  íbú

um)   Danmörk  

Finnland  

Svíþjóð  

Noregur  

Ísland  

EU-­‐27  

Page 30: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

30  

5 Hvað  veldur  mismiklum  vanskilum  Evrópulanda?  

Ástæður  vanskila  komu  fram  í  byrjun  ritgerðar  og  má  helst  rekja  til  skorts  á  greiðslugetu  

og/eða  skorts  á  greiðsluvilja,  þar  sem  neikvæð  eiginfjárstaða  hefur  skapast.  Ýmis  gögn  

fyrir   Ísland  eru  hér  skoðuð  til  að  finna  skýringar  á  miklum  vanskilum  íslenskra  heimila.  

Ísland   er   hér   í   evrópskum   samanburði,   þó   helst   við   dönsk   og   grísk   heimili.   Ástæða  

samanburðar  við  þessi  lönd  er  tvíþætt.  

! Danmörk   er   ekki  mjög   frábrugðið   Íslandi   hvað   varðar  menningu,   velferð   og  mikla  skuldsetningu  heimila.  Grikkland  á  það  sameiginlegt  með  Íslandi  að  stór  hluti  heimila  hefur  lent  í  vanskilum  ásamt  miklum  áhrifum  efnahagskreppu  á  land  og  þjóð  

! Í   Lífskjarakönnun   Evrópusambandins   fer   mestur   hluti   ráðstöfunartekna  danskra   og   grískra   heimila   í   húsnæðiskostnað.   Þó   virðist   það   hafa   gjörólík  áhrif  á  greiðslugetu  þeirra  

5.1 Skuldsetning  evrópskra  heimila  Skuldir   heimila   hafa   aukist   almennt   á   alþjóðavísu   síðustu   áratugi.   Töluleg   gögn   yfir  

fjárhagslegar   skuldbindingar   evrópskra   heimila   árið   2012   má   sjá   á   mynd   11.  

Skuldsetning  er  hér  sýnd  sem  hlutfall  af  vergri  landsframleiðslu  hvers  lands.  Hér  má  sjá  

heldur  mikla  skuldsetningu  íslenskra  heimila  í  evrópskum  samanburði.  Ísland  er  þó  ekki  

meðal  þeirra  landa  sem  hlutfallið  fer  umfram  100%.  Kýpur  hefur  mestu  skuldsetninguna  

þar  sem  hlufallið  er  160,1%  (Eurostat,  e.d.  b)  

Page 31: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

31  

 

Mynd  11:  Fjárhagslegar  skuldbindingar  evrópskra  heimila  sem  hlutfall  af  VLF  2012.  Gögn  frá  Eurostat  

Til  að  varpa  ljósi  á  hvað  gæti  mögulega  valdið  mikilli  skuldsetningu  má  hér  nefna  tvo  

þætti  sem  íslensk  heimili  eiga  sameiginlegt  með  öðrum  skuldsettum  heimilum.  

! Ísland  á  það  sameiginlegt  með  Danmörku  og  Hollandi  að  vera  mikið  skuldsett  og  búa  við   sterkt   lífeyriskerfi.  Það  sem  einkennir   sterkt   lífeyriskerfi  er   traust  framtíðartekjustreymi.   Það   gæti   þá   jafnvel   haft   þau   áhrif   að   einstaklingar  leggja  ekki  eins  hart  að  sér  til  að  eiga  skuldlausa  eign  við  starfslok  og  leyfa  sér  meiri  skuldsetningu  en  ella.  (Arnór  Sighvatsson  o.fl.,  2004)  

! Ísland   á   það   sameiginlegt  með   Kýpur   og   Írlandi   að   vera  mikið   skuldsett   og  hafa   yngstu   íbúa   í   Evrópu.  Hlutfall   íbúa  undir   50   ára   aldri   nema  um  69%  af  mannfjölda   þessara   landa.   Hærri   skuldir   fylgja   almennt   yngri   þjóð   sbr.  ævitekjukenningu   (e.   life   cycle-­‐permanent   income   theory)  Modigliani   (1986)  og   Friedman   (1957).   Sú   kenning   kveður   á   um  að  einstaklingar   leitast   við   að  jafna  neyslu  yfir  æviskeið  sitt.  Með  því  er  átt  við  að  tekið  er  lán  þegar  tekjur  eru   lágar   til   þess   að   fjármagna   neyslu.   Þegar   tekjur   aukast   hefst   svo  uppgreiðsla   lána.   Að   jafnaði   er   ferill   ævitekna   upphallandi,   þar   sem   tekjur  aukast  með  aldri  og  reynslu  einstaklinga.  Einstaklingar  taka  því  lán  við  upphaf  starfsaldurs  en  með  tímanum  dregur  úr  skuldum  og  eignir  aukast.  Gengið  er  svo  á  eignirnar  eftir  að  einstaklingar  hætta  á  vinnumarkaði.  (Eurostat,  e.d.  c)  

Þegar   skuldsetningu  og  vanskilum  Evrópulanda  árið  2012  er   varpað   fram   í  deplariti  

má  sjá  jákvæða  fylgni  þar  á  milli.  Fylgnin  er  þó  minni  en  við  mætti  búast  og  því  ljóst  að  

með   aukinni   skuldsetningu   fylgja   ekki   alltaf  meiri   vanskil,   t.d.   hvað   varðar  Danmörku.  

Ísland   er   hér   merkt   rautt.   Umfang   skuldsetningar   heimilis   virðist   því   ekki   endilega  

útskýra  hátt  hlutfall   vanskila,  og  hljóta  því  aðrir  þættir  að  hafa  áhrif.   (Eurostat  e.d.  a),  

Eurostat  (e.d.  b)  

0%  20%  40%  60%  80%  100%  120%  140%  160%  

Kýpu

r  Da

nmörk  

Holland

 Sviss  

Írland  

Portúgal  

Bretland

 Ísland

 Noregur  

Svíþjóð  

Spánn  

Malta  

EU  -­‐  27  

Grikkland  

Finn

land

 Frakkland  

Ítalía  

Þýskaland  

Belgía  

Lúxembo

rg  

Austurrík

i  Eistland

 Króa|a

 Tékkland

 Pó

lland

 Ungverja

land

 Slóven

ía  

Slóvakía  

Búlgaría  

Litháen  

Rúmen

ía  

Lewland

 

Lán   Aðrar  ~árhagslegar  skuldbindingar  

Page 32: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

32  

 

Mynd  12:  Samband  skuldsetningar  og  vanskila  Evrópulanda  2012.  Gögn  frá  Eurostat  

5.1.1 Ólík  lánaform  húsnæðislána  

Ólík   lánaform   og   lánskjör   húsnæðislána   skipta   höfuðmáli   í   greiðslubyrði,   það   er  

skipulag  á  endurgreiðslu  lána  til  lánveitenda.  Lán  geta  verið  verðtryggð  eða  óverðtryggð,  

með  fasta  vexti  sem  og  breytilega  vexti  með  jafngreiðslum  eða  jöfnum  afborgunum.  Þá  

skipta  einnig  máli  vaxtakjör  og  tímalengd  lána.    

 

Mynd  13:  Skuldir  íslenskra  heimila  eftir  lánaformi  2004-­‐2012.  Heimild:  Fjármálatíðini  2/2013  og  eigin  útreikningar  

 Á  mynd  13  má   sjá   yfirgnæfandi   stóran  hluta  útistandandi   lána   til   íslenskra  heimila  

með   verðtryggingu.   Þó   hefur   vægi   þeirra   heldur   minnkað   frá   árinu   2004.   Hlutfall  

verðtryggða  lána  fór  niður  í  lægsta  gildi  árið  2008,  en  á  þeim  tíma  voru  gengistryggð  lán  

algeng   fjármögnun,   allt   fram   að   efnahagshruninu   2008.   Eftirstöðvar   þeirra   lána  

0%  

2%  

4%  

6%  

8%  

10%  

12%  

14%  

0%   20%   40%   60%   80%   100%   120%   140%   160%   180%  

Vanskil  (%  af  íbú

um)  

Skuldir  sem  hluaall  af  VLF  

0%  10%  20%  30%  40%  50%  60%  70%  80%  90%  100%  

2004   2005   2006   2007   2008   2009   2010   2011   2012  

Eignaleigusamningar  

Yfirdráwarlán  

Óverðtryggð  lán  

Gengisbundin  lán  

Verðtryggð  lán  

Page 33: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

33  

hækkuðu  í  takt  við  gríðarlegt  fall  raungengis  íslensku  krónunnar.  Miklar  deilur  urðu  milli  

lántakenda  og   lánveitenda  við  þessar  miklu  hækkanir  gengistryggðra   lána.  Hæstiréttur  

dæmdi   það   lánsform   ólögmætt   þann   16.   júní   2010,   þó   háð   ákveðnum   klausum   í  

lánasamningi.  Það   útskýrir   hvernig   hlutfall   gengistryggðra   lána   hefur   nánast   horfið   úr  

skuldum  síðan  árið  2010.  Hlutfall  gengistryggðra  lána  náði  hámarki  árið  2008,  þau  voru  

16,2%  af  útlánum  heimilanna  og  hefur  þeim  því  fækkað  hratt  þar  sem  hlutfall  þeirra  árið  

2012  nam  2,5%.  Má  því  álykta  sem  svo  að  heimili  sem  tóku  gengistryggð  húsnæðislán  á  

sínum  tíma  eru  ekki  með  mikil  vanskil  en  voru  það  áður  fyrir  dóm.  Eftir  efnahagshrunið  

bauðst   sá   nýi   valkostur   að   fjármagna   íbúðarkaup  með   óverðtryggðum   lánum.   Sú   leið  

hefur   notið   vinsælda   og   skýrir   það   hvers   vegna   hlutfall   þeirra   eykst   hratt   en   hlutfall  

verðtryggðra   lána   stendur   í   stað.   Óverðtryggðir   vextir   eru   þó   hærri   hérlendis   en   í  

flestum  öðrum  Evrópulöndum.  Óverðtryggð  lán  eru  einnig  með  breytilegum  vöxtum  eða  

fasta  til  5  ára  að  hámarki,  en  verðtryggðu  lánin  hafa  á  umliðnum  árum  verið  veitt  með  

föstum   vöxtum   út   lánstímann.   Aðrar   tegundir   lánaforma   eru   yfirdráttarlán   og  

eignaleigusamningar.  (Sigríður  Benediktsdóttir  o.fl.,  2013)  (Brynjar  Gauti,  2010)  

Mikill  munur   er   á   húsnæðislánamörkuðum   ólíkra   landa,   sem   hafa   oft   slípast   til   og  

þróast  eftir  hefðum  og  venjum  hvers   lands   fyrir   sig   ásamt   starfsemi   fjármálamarkaða.  

Þannig   er   sem   dæmi   verðtrygging   ráðandi   á   íslenskum   húsnæðismarkaði,   en   hún   var  

tekin   upp   með   Ólafslögum   árið   1979   í   kjölfar   mikilla   verðbólguára.   Á   Íslandi   hefur  

verðbólga  verið  sögulega  há   í  evrópskum  samanburði  og  því  nafnvextir  hærri.  Þó  hafa  

raunvextir   einnig   verið   hærri,   sem   má   skýra   með   innlendum   aðstæðum.   Því   hafa  

vaxtakjör   íslenskra   heimila   verið   óhagstæðari   en   í   mörgum   öðrum   Evrópulöndum   og  

eykur  það  almennt  á  greiðslubyrðina.  Greiðslubyrði  verðtryggðra  lána  dreifist  jafnar  yfir  

lánstímann,  m.t.t.  þess  að  afborganir  aukast  samhliða  hækkun  launa.  Lítil  greiðslubyrði  í  

upphafi   eru   í   sjálfu   sér   eins   konar   vaxtagreiðslur.   Vegna   lægri   greiðslubyrði   í   upphafi  

lánstímans   er   aukin   hætta   á   skuldsetningu   umfram   greiðslugetu.   (Ásgeir   Jónsson,  

Sigurður  Jóhannesson  og  Valdimar  Ármann,  2012)  

Tæplega   fjórðungur   útistandandi   húsnæðislána   í   Danmörku   árið   2012   hafði   fasta  

vexti  út  lánstímann,  þó  er  ekki  uppgreiðslugjald  á  þeim  eins  og  hér.  Önnur  lán  voru  með  

breytilegum   vöxtum   eða   föstum   til   ákveðins   tíma,   þó   að   hámarki   í   10   ár.   Í   lok   þriðja  

ársfjórðungs  árið  2012  voru  um  56%  útistandandi  húsnæðislána  með  ákvæði  um  frestun  

Page 34: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

34  

á  afborgun  höfuðstóls.  Þá  tegund  húsnæðislána  var  byrjað  að  bjóða  uppá  árið  2003,  þar  

sem  einungis  eru  greiddir  vextir  fyrstu  árin,  þó  að  hámarki  til  10  ára.  Eftir  þann  tíma  þarf  

að   greiða   allan   höfuðstólinn   niður   á   20   árum.   Það   má   líkja   þessu   að   vissu   leyti   við  

verðtryggða   lánaformið,   þar   sem  greiðslubyrði   er  minni   fyrstu   árin   en   eykst   þegar   frá  

líður.   Höfuðstóll   lánsins   hækkar   þó   ekki   að   nafnverði   líkt   og   verðtryggðu   lánin.  

(European  Mortgage  Federation,  2013)  (Danske  Bank,  2012)  

Útistandandi   húsnæðislán   í   Grikklandi   eru   einnig   óverðtryggð   með   breytilegum  

vöxtum   þar   sem   vextir   eru   fastir   í   1   ár   að   hámarki.   (European  Mortgage   Federation,  

2013)  

Vegna   verðtryggða   og   fastvaxta   lánaformsins   á   Íslandi   hafa   almennar   aðgerðir  

stjórnvalda  líkt  og  stýrivaxtabreytingar  síður  áhrif.  Löng  leið  er  frá  7  daga  stýrivöxtum  út  

á   enda   vaxtarófsins   þar   sem   fastir   nafnvextir   eru   til   allt   að   40   ára   og   ljóst   að  miklar  

breytingar   duga   vart   til.   Því   hafa   stýrivaxtabreytingar   frekar   leitt   til   lækkunar   á  

greiðslubyrði   lántakenda   í   samanburðarlöndum   en   hér.   Þá   má   einnig   álykta   að   með  

verðtryggðum  janfgreiðslulánum  til  40  ára  fylgi  minna  svigrúm  til  að  leysa  vandann.  Með  

því   er   átt   við   að   erfitt   er   að   lækka  mánaðarlega   greiðslubyrði   eða   bæta   vanskilum   á  

höfuðstólinn  með  því  að  lengja  lánið.  Hvati   lántakenda  í  greiðsluerfiðleikum  sem  miklu  

þurfa  að  fórna  til  að  standa  straum  af  afborgunum  dvínar  þar  sem  höfðustóll  hækkar  og  

árangur   erfiðisins   er   hvergi   sjáanlegur.   Það   veldur   sjálfsagt   frekari   vanskilum   en   ella.  

(Ásgeir  Jónsson,  Sigurður  Jóhannesson  og  Valdimar  Ármann,  2012)  

5.1.2 Hraðvaxta  skuldasöfnun  

Aukin  skuldasöfnun   íslenskra  heimila   frá  árunum  2004  til  2012  er  bersýnileg  á   töflu  6.  

Skuldasöfnun  var  hröð   fyrir  efnahagshrunið  og  mesti  vöxtur  milli  ára  mældist   rúmlega  

6%.  Ísland  er  þó  ólíkt  flestum  öðrum  Evrópulöndum  þar  sem  skuldir  hafa  dregist  saman  

aftur.   Það   er   helst   vegna   samþykktar   á   aðgerðum   við   skuldavanda   heimilanna   eftir  

efnahagshrun.   Vegna   110%   leiðarinnar   og   fyrrgreinds   dóms   Hæstaréttar   yfir  

gengistryggðum   lánum  hafa   skuldir   íslenskra  heimila  verið  niðurfærðar  um  244  ma.kr.  

en   slík   niðurfærsla   samsvarar   14%   af   VLF   ársins   2012.   Ásamt   því   hefur   andvirði  

uppgreiðslna   lána   og   afborgana   verið   hærri   en   nýrra   lána   síðastliðin   ár.   Skuldasöfnun  

íslenskra   heimila   var   þó   ekki   sú   mesta   yfir   tímabilið.   Skuldir   grískra   heimila   tæplega  

tvöfölduðust   yfir   tímabilið   þar   sem   mesti   vöxtur   var   rúmlega   20%   milli   ára.   Þó   er  

Page 35: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

35  

skuldsetning  þar  heldur  minni.   Skuldsetning   íslenskra  heimila  er  ekki  heldur   sú  mesta.  

Mesta  skuldsetning  íslenskra  heimila  jafngildir  lægstu  skuldsetningu  danskra  heimila  yfir  

tímabilið.  (Sigríður  Benediksdóttir  o.fl,  2013)  (Greiningardeild  Arion  Banka,  2013)  

Tafla  6:  Skuldir  danskra,  grískra  og  íslenskra  heimila  sem  hlutfall  af  VLF  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  

 

Sérstaða   danskra   heimila   er   sögulega   mikil   skuldsetning   þeirra.   Þar   hafa   skuldir  

safnast   jafnt   og   þétt   yfir   lengri   tíma   ólíkt   samanburðarlöndum.   Þegar   skuldir   aukast  

mikið  á  skömmum  tíma  bendir  það  til  óvarkárni  við   lánveitingar.  Með  því  er  átt  við  að  

heimili  fær  lán  sem  hefur  jafnvel  ekki  burði  til  þess,  hvorki  nú  eða  áður.  Í  því  samhengi  

má  sýna  hvernig  hærra  hlutfall  heildarskulda   í  Danmörku  tilheyrir  tekjuhærri  heimilum  

en  hér  á  landi  árið  2010.  (Eurostat,  e.d.  b)  

! Nánast   70%   heildarskulda   hvíldu   á   30%   tekjuhæstu   heimilanna,   en  sambærilegt  úrtak  á  Íslandi  bar  um  59%  (Hagstofa,  e.d.  b)  (Callesen  og  Hanse,  2012)  

! Tekjulægri   helmingur   heimila   bar   14%   af   heildarskuldum   í   Danmörku,   en  sambærilegt   úrtak   á   Íslandi   bar   20%   (Hagstofa,   e.d.   b)   (Callesen   og   Hanse,  2012)  

Frá  árinu  2010  hefur  hlutfall  tekjuhærri  íslenskra  heimila  af  heildarskuldum  minnkað  

enn  frekar  og  hlutfall  þeirra  tekjulægri  aukist  á  móti.  Af  þessu  má  draga  þær  ályktanir  að  

í  Danmörku  tilheyra  skuldir  frekar  þeim  sem  ráða  við  greiðslubyrðina  og  lenda  því  síður  í  

vanskilum.   Skuldaaukning   grískra   heimila   ber  með   sér   vísbendingar   um   sambærilegan  

vanda.  Afleiðingar  þessa  eru  greinilegar  þegar  hlutfall  þeirra  sem  telja  þunga  byrði  stafa  

af  endurgreiðslu  lána  er  kannað,  sjá  töflu  7.  (Eurostat,  e.d.  h)  (Hagstofa,  e.d.  b)  

Tafla  7:  Hlutfall  sem  telja  þunga  byrði  stafa  af  endurgreiðslu  lána.  Gögn  frá  Eurostat  

 

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012Danmörk 120,6 125,7 131,8 140,2 143,0 156,4 150,1 150,6 149,0Br.  milli  ára 4,87% 4,23% 4,85% 6,37% 2,00% 9,37% -­‐4,03% 0,33% -­‐1,06%Ísland 97,1 108,7 115,9 121,0 102,0 107,9 103,7 97,5 98,6Br.  milli  ára 0,83% 11,95% 6,62% 4,40% -­‐15,70% 5,78% -­‐3,89% -­‐5,98% 1,13%Grikkland 35,9 43,2 48,3 53,7 57,0 59,1 68,2 72,1 70,7Br.  milli  ára 14,70% 20,33% 11,81% 11,18% 6,15% 3,68% 15,40% 5,72% -­‐1,94%

  2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012Danmörk 26,8 26,3 29 29,3 31,5 38,4 37,5 38,8 45,2Ísland 71,9 73 75,9 79,9 61,4 83,1 84,4 79,1 76,2Grikkland 86,9 87,3 90,6 90,5 90,5 90,8 89 83,6 94,3

Page 36: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

36  

Árið  2012  töldu  76,2%  íslenskra  heimila  þunga  byrði  stafa  af  endurgreiðslu  lána.  Þeim  

fækkaði   þó   um  mitt   tímabil   samhliða  minnkandi   vanskilum.   Vandinn   virðist  mestur   á  

Grikklandi   þar   sem   nánast   öll   heimili   segjast   bera   þunga   byrði   eða   94,3%.   Vandinn  

virðist   minnstur   í   Danmörku.   Það   virðist   styrkja   fyrri   ályktun,   þ.e.a.s.   að   háar   skuldir  

fylgja  tekjuháum  heimilum.  (Eurostat,  e.d.  h)  

Meiri   vanskil   heimila   á   Grikklandi   og   Íslandi   eftir   fjármálakreppu,   miðað   við  

Danmörku,   virðist   því   mega   rekja   til   frekari   skorts   á   fé   til   að   standa   straum   af  

fjárhagslegum   skuldbindingum.   Þetta   orsakaðist   þannig   af   mikilli   skuldsetningu   fyrir  

efnahagshrunið.   Við   þessar   aðstæður   skapast   jafnvel   þörf   til   að   sleppa   afborgunum  

einhverra  lána  til  að  sjá  fyrir  grunnframfærslu  heimilisins.  

5.1.3 Reynsluleysi  af  hárri  skuldsetningu  

Húsnæðislánakerfið  í  Danmörku  var  stofnað  í  lok  18.  aldar,  og  hefur  það  því  staðið  af  sér  

alls   kyns   áföll   og   býr   yfir   alda   gamalli   reynslu.   Flest   danskra   húsnæðislána   eru   í   eigu  

sérhæfðra   húsnæðislánafyrirtækja   sem   stunda   enga   aðra   starfsemi   en   umsýslu   með  

húsnæðislán  og  fjármögnun  þeirra.  Þá  hefur  vanabundið  há  skuldsetning  heimila  einnig  

skapað   reynslu   af   því   hvernig   best   er   að   leysa   þau   vandamál   sem   geta   fylgt   henni.   Í  

kjölfarið  stytta  fordæmin  þann  tíma  sem  tekur  að   leysa  vandann.   Í  því  samhengi  hefur  

verið  bent  á  það  hversu  auðvelt  er   fyrir   lántakendur  að  endurfjármagna  og/eða  semja  

um  vanskil.  Að  jafnaði  voru  meiri  vanskil  í  Danmörku  fyrir  aldamót  en  nú  á  dögum.  Það  

má   að   vissu   leyti   skýra   með   sögulega   lágum   vöxtum,   minna   atvinnuleysi   og   þeim  

möguleika  að  greiða  einungis  vexti  fyrstu  10  ár  lánstímans.  Þá  hefur  skilvirk  löggjöf  um  

nauðungarsölu  eigna  líka  haft  áhrif.  Aðeins  getur  liðið  hálft  ár  frá  vanskilum  lántakenda  

þar   til  eign  þeirra  er   seld  á  nauðungaruppboði.   Lántakendum  er  einnig  skylt  að  greiða  

það  sem  upp  á  vantar  ef  eignin  stendur  ekki  undir  eftirstöðvum  láns.  Aukin  áhersla  er  

því  á   forgangi  afborgana  húsnæðisláns  á  dönskum  heimilum.   (Alþýðusamband   Íslands,  

e.d.)  (International  Monetary  Fund,  2007)  

Á   Íslandi   var   t.a.m.   sett   löggjöf   seint   árið   2009   um   bann   til   ákveðins   tíma   við  

nauðungarsölu   á   fasteignum,   þó  með  það   að   leiðarljósi   að   heimili   gætu   fyrst   nýtt   sér  

önnur  möguleg  úrræði.  Þessar  aðgerðir  hafa  ekki  orðið  til  þess  að  vanskil  minnki  og  að  

vissu   leyti   fresta   vandanum.   Þessi   aðgerð   var   þó   vegna   sérstakra   aðstæðna   sem  

sköpuðust  hjá  heimilum  landsins  eftir  efnahagshrunið.  Ef  löggjöf  og  reglugerð  líkt  þeirri  

Page 37: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

37  

íslensku  er  beitt  til  lengri  tíma  þá  dregur  það  úr  hvata  lántakenda  og  lánveitenda  til  þess  

að   semja   um   greiðslur.   Það   getur   valdið  meiri   kostnaði   fyrir   báða   aðila   þegar   upp   er  

staðið.  Ekki  var  dregið  úr  skilvirkri   löggjöf  um  nauðungarsölu  í  Danmörku  eftir  2008  og  

hefur  uppboðnum  eignum  fjölgað  síðustu  ár.  Það  veldur  því  að  vanskil  danskra  heimila  

eru  minni  en  ef  sambærilegri  löggjöf  og  á  Íslandi  hefði  verið  beitt  þar.  (Realkredit,  e.d.)  

(International  Monetary  Fund,  2007)  

5.1.4 Hlutfall  húsnæðiskostnaðar  af  ráðstöfunartekjum  

Áhugavert   er   að   kanna   hvort   það   valdi   meiri   vanskilum   þegar   húsnæðiskostnaður  

nær  háu  hlutfalli  af  ráðstöfunartekjum  heimilisins.  Með  húsnæðiskostnaði  er  hér  átt  við  

greiðslubyrði  af  húsnæðislánum/-­‐leigu  og  tilfallandi  kostnaði,  svo  sem  rafmagni  og  hita.  

Ráðstöfunartekjur  eru  samanlagðar  tekjur  heimilsins  eftir  skattgreiðslu.  Þó  koma  gögnin  

einnig   frá   þeim   sem   skulda   ekki   húsnæði   sitt   eða   búa   í   þeim   endurgjaldslaust.   Þegar  

umfangi  húsnæðiskostnaðar  og  vanskilum  þessara  þriggja  landa  fyrir  árin  2004–2012  er  

varpað   fram   í   deplariti   má   sjá   mikla   fylgni,   sbr.   mynd   14.   Auknu   hlutfalli  

húsnæðiskostnaðar  af  ráðstöfunartekjum  fylgja  því  allra  jafna  meiri  vanskil.  Það  þýðir  að  

aukning  húsnæðiskostnaðar  innan  hvers  lands  fyrir  sig  veldur  meiri  vanskilum.  (Eurostat,  

e.d.  d)    

 

Mynd  14:  Samband  húsnæðiskostnaðar  og  vanskila  á  Íslandi,  Grikklandi  og  Danmörku  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  

Hlutfall   húsnæðiskostnaðar   af   ráðstöfunartekjum   hjá   ýmsum   Evrópulöndum   árið  

2012   má   sjá   á   mynd   15.   Gögnin   sýna   að   Ísland   er   ekki   í   efstu   sætum   hvað   varðar  

0%  

2%  

4%  

6%  

8%  

10%  

12%  

14%  

0%   5%   10%   15%   20%   25%   30%   35%   40%   45%   50%  

Vanskil  (%  af  íbú

um)  

Hluaall  húsnæðiskostnaðar  af  ráðstöfunartekjum  

Page 38: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

38  

húsnæðiskostnað  heimila  en  hlutfallið   var  23,8%  á   Íslandi  árið  2012.   Ísland  er  þó   fyrir  

ofan  meðaltal  Evrópusambandsins  sem  er  22,2%.  Verðtryggð  lán  íslenskra  heimila  gæti  

verið  ein  ástæða  lægra  hlutfalli  ráðstöfunartekna  í  húsnæðiskostnað  en  ella.  Ein  ástæða  

þess   að   hlutfall   ráðstöfunartekna   í   húsnæðiskostnaði   er   lægri   en   ella   gætu   verið  

verðtryggð   lán   íslenskra   heimila   og,   sem   fyrr   segir,   jafnari   dreifing   endurgreiðslu   yfir  

lánstímann   en   ef   um  óverðtryggð   lán   væri   að   ræða,  m.t.t.   hækkandi   tekna.   Frá   árinu  

2004-­‐2012  fór  hlutfallið  hjá  íslenskum  heimilum  hæst  í  26%  árið  2006.  Oft  er  talað  um  

að  húsnæðiskostnaður  skuli  ekki  að  fara  umfram  30%  af  ráðstöfunartekjum,  því  umfram  

það  skapist  hætta  á  greiðsluerfiðleikum.  Húsnæðiskostnaður  uppá  23,8%  segir  okkur  þó  

að   margir   á   Íslandi   séu   fyrir   ofan   það   viðmið.   Grikkland   hefur   hér   afgerandi   hæsta  

hlutfallið,   þar   sem  að  meðaltalið   er   37%  af   ráðstöfunartekjum  heimila.   Þá  hefur  þessi  

kostnaður  aukist  mest  á  Grikklandi  en  lægstur  var  hann  27,3%  yfir  tímabilið.  Þá  kemur  á  

óvart  hversu  hátt  hlutfall   ráðstöfunartekna  danskra  heimila   fer   í   húsnæðiskostnað,  en  

þar   er  meðaltalið   30,3%.   Það   virðist   þó   ekki   valda   erfiðleikum  hjá   dönskum  heimilum  

þar  sem  vanskil  eru  minni.  (Schwarts  og  Willson,  e.d.)  

 

Mynd  15:  Hlutfall  húsnæðiskostnaðar  af  ráðstöfunartekjum  evrópskra  heimila  2012.  Gögn  frá  Eurostat  

Tafla  8  staðfestir  að  hátt  hlutfall  útgjalda  danskra  heimila   í  húsnæðiskostnað  virðist  

ekki  valda  heimilum   jafn  miklum  erfiðleikum  og   í   samanburðarlöndum.  Frá  árinu  2004  

hefur  hlutfallið  farið  minnst  í  28,2%.  Árið  2012  voru  29,3%  íslenskra  heimila  sem  sögðu  

það  verulega  íþyngjandi  að  greiða  húsnæðiskostnað.  Hjá  íslenskum  heimilum  má  glöggt  

0%  

5%  

10%  

15%  

20%  

25%  

30%  

35%  

40%  

Grikkland  

Danm

örk  

Holland

 Þýskaland  

Rómanía  

Ungverja

land

 Sviss  

Búlgaría  

Ísland

 Tékkland

 Pó

lland

 EU

 27  

Svíþjóð  

Belgía  

Spánn  

Lewland

 Noregur  

Litháen  

Slóvakía  

Bretland

 Eistland

 Írland  

Austurrík

i  Króa|a

 Po

rtúgal  

Frakkland  

Finn

land

 Íta

lía  

Slóven

ía  

Lúxembo

rg  

Hlua

all  húsnæ

ðiskostn.  af  ráð

saöu

nart.  

Page 39: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

39  

sjá  áhrif  efnahagshrunsins  á  hlutfallið  sem  hefur  aukist  meira  en  í  samanburðarlöndum  

sem  mest  tvöfaldaðist  milli  ára.  Grikkland  hefur  hæsta  hlutfallið  sem  kemur  ekki  á  óvart  

samanborið  við  mynd  15.    

Tafla  8:  Hlutfall  íbúa  er  telja  húsnæðiskostnað  verulega  íþyngjandi  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  

 

Hlutfall  ráðstöfunartekna  í  íslenskum  húsnæðiskostnaði  virðist  ekki  vera  eini  ráðandi  

áhrifaþátturinn  í  vanskilavandanum,  sé  litið  til  sambærilegra  hlutfalla  í  Danmörku  annars  

vegar   og   Grikklandi   hins   vegar,   enda   löndin   í   afar   misjöfnum   aðstæðum.  

Húsnæðiskostnaður   virðist   þannig   hafa  mismikil   áhrif   á   fjölgun   vanskila   í   hverju   landi  

fyrir  sig,  og  þannig  hljóta  aðrir  þættir  að  hafa  teljandi  áhrif.    

5.1.5 Fábreytt  búsetuúrræði  

Húsnæði  Íslendinga  er  að  stærstum  hluta  í  einkaeign.  Á  Íslandi  er  þetta  hlutfall  með  því  

mesta   sem   gerist   innan   OECD   landanna.   Því   má   álykta   að   mun   fjölbreyttari  

búsetuúrræði   bjóðist   í   öðrum   löndum.   Hátt   hlutfall   eigin   eignar   á   Íslandi  má   rekja   til  

þess   að   hið   opinbera   veitti   lengi   vel   almennt   meiri   stuðning   til   einkaeignar   í   formi  

vaxtabóta   og   skattaafslátta   en   til   leiguíbúða.   Íslenskur   leigumarkaður   er   því   ítill   og  

vanþróaður.   Í   byrjun   20.   aldar   bjó   helmingur   íslenskra   þegna   í   leiguíbúðum,   en   það  

hlutfall  lækkaði  er  leið  á  öldina.  Eftir  efnahagshrun  hefur  leigumarkaður  stækkað  örlítið  

og   má   það   helst   rekja   til   óvissu   í   húsnæðisverði   ásamt   minna   aðgengi   að   lánsfé.  

(Hagfræðistofnun  Háskóla  Íslands,  2011)  (Eurostat,  e.d.  i)  

Tafla  9:  Búseta  eftir  eignaformi  á  Íslandi  2004-­‐2013.  Gögn  frá  Eurostat  

 

Tafla  9  sýnir  að  hlutfall  þeirra  sem  búa  í  eigin  eign  fer  hæst  í  85,4%  árið  2007,  sem  má  

að   vissu   leyti   rekja   til   áðurnefndar   samkeppni   á   íbúðalánamarkaði   með   auðveldari  

fjármögnun  til  fasteignakaupa.  Hér  má  einnig  sjá  áðurnefnda  stækkun  leigumarkaðs  eftir  

  2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012Grikkland 20,2 23,7 27,0 28,4 30,7 30,3 32,5 35,3 43,3Br.  Milli  ára 17,33% 13,92% 5,19% 8,10% -­‐1,30% 7,26% 8,62% 22,66%Ísland 12,7 10,8 9,8 9,7 11,5 15,2 31,9 33,9 29,3Br.  Milli  ára -­‐14,96% -­‐9,26% -­‐1,02% 18,56% 32,17% 109,87% 6,27% -­‐13,57%Danmörk 5,9 6,3 5,9 5,8 7,4 8,1 7,4 8,5 9,3Br.  Milli  ára 6,78% -­‐6,35% -­‐1,69% 27,59% 9,46% -­‐8,64% 14,86% 9,41%

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013Eigandi 85,2% 86,8% 86,2% 86,4% 85,8% 84,2% 81,3% 77,8% 77,3% 77,5%Leiga á markaðsverði 6,7% 6,1% 6,7% 5,8% 6,8% 7,8% 10,4% 11% 13% 12,1%Leiga á afslætti 8% 7,1% 7,1% 7,9% 7,4% 8% 8,3% 11,1% 9,7% 10,4%

Page 40: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

40  

efnahagshrun.   Þá   er   sérstakt   að   leigjendur   skiptast   nokkuð   jafnt   á   milli   leigu   á  

markaðsverði  og  leigu  á  afslætti.  Leigumarkaður  á  Íslandi  er  að  meirihluta  leigjendur  hjá  

opinberum   stofnunum,   félagasamtökum   eða   jafnvel   skyldmennum   sem   veldur   því   að  

stór  hluti  hans  er  ekki  rekinn  skv.  markaðsforsendum.  Langir  biðlistar  einkenna  aðgang  

að  leigu  þar  sem  mikil  óvissa  ríkir  um  hvort  eða  hvenær  hægt  er  að  fá  íbúð.  Þá  er  leiga  

hjá   skyldfólki   tilviljunarkennd  og   ekki   langtíma  búsetuúrræði.   Leiga   á  markaðsverði   er  

sjaldan  hjá  leigufélagi  heldur  frekar  leiga  af  einkaaðilum  til  takmarkaðs  tíma.  (Eurostat,  

e.d.  i)  

Tafla  10:  Búseta  eftir  eignaformi  á  Íslandi,  Grikklandi  og  Danmörku  2012.  Gögn  frá  Eurostat  

 

Danmörk   virðist   hafa   fjölbreyttari   búsetuúrræði   en   bæði   Ísland   og   Grikkland   skv.  

töflu   10.  Hlutfall   þeirra   sem   búa   í   eigin   eign   nemur   einungis   64,3%   í   Danmörku   árið  

2012.   Þá   er   Danmörk   ólík   að   því   leyti   að   leigumarkaðurinn   er   nánast   allur   á  

markaðsverði,   sem  bendir   til   að   leigjendur   leigi   af   skipulögðum   leigufélögum  þar   sem  

leigt  er  til  lengri  tíma.  Þá  má  sjá  hæsta  hlutfall  leigjenda  á  Íslandi  sem  leigja  á  afslætti  og  

er   rúmlega   40%   af   leigumarkaðnum.   Sama   úrtak   er   um   fjórðungur   á   grískum  

leigumarkaði.  Þá  er  svipað  hlutfall  fjölskyldna  í  eigin  eign  hér  á  landi  og  á  Grikklandi.  Þó  

er   sérstaða   Grikklands   sú   að   um   80%   heimila   þeirra   eru   skuldlaus   en   það   hlutfall   er  

tæplega  20%  í  hinum  löndunum.  Það  skýrir  minni  skuldsetningu  grískra  heimila  en  sýnir  

enn  fremur  hvað  þeir  sem  skulda  á  annað  borð  skulda  í  raun  mikið.  

Það   að   leigumarkaðir   eru   af   ólíkum   toga   má   glögglega   sjá   þegar   skoðuð   er   árleg  

breyting  á  leiguverði  í  þessum  löndum,  sbr.  mynd  16.  Leiguverð  í  Danmörku  virðist  mjög  

stöðugt  samanborið  við  miklar  sveiflur  og  hækkanir  á  Íslandi.  Fram  til  ársins  2010  virðist  

  Eigandi Eigandi  skuldlaus

Leigjandi  á  markaðsverð

Leigjandi  á  afslætti

Danmörk 51,8% 12,5% 35,4% 0,3%

Ísland 62,7% 14,6% 13% 9,7%

Grikkland 15,2% 60,7% 18,2% 5,9%

Danmörk 80,6% 19,4% 99,2% 0,8%

Ísland 81,1% 18,9% 57,3% 42,7%

Grikkland 20,0% 80,0% 75,5% 24,5%

Hlutfall  af  eigendum Hlutfall  af  leigjendum

Page 41: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

41  

leiguverð   á   Grikklandi   hafa   verið   nokkuð   stöðugt,   þó  með   ögn  meiri   hækkunum   en   í  

Danmörku,  en  hafa  tekið  dýfu  síðan  þá.  (Eurostat,  e.d.  j)  

 

Mynd  16:  Breyting  á  leiguverði  skv.  samræmdri  neysluverðsvísitölu  (2005=100).  Gögn  frá  Eurostat  

Því   er   ljóst   að   búsetuúrræði   á   Íslandi   eru   fábreytt   og   aðgangur   að   leiguhúsnæði  

takmarkaður,   auk   þess   sem   erfitt   er   að   höndla   óvissu   um   leigutíma   og   skyndilegar  

breytingar  á   leiguverði.  Því  virðast   íbúðarkaup  eina   leiðin  til  að  halda  öruggu  húsnæði.  

Íslensk   heimili   fara   þess   vegna   í   áhættumeiri   fjárfestingar   til   íbúðakaupa   en   ella  með  

auknum  líkum  á  vanskilum.  

5.2 Aukning  atvinnuleysis  Meiri  vanskil  á  Íslandi  og  Grikklandi  eftir  efnahagshrunið  má  aukinheldur  rökstyðja  með  

hlutfallslega  meiri   aukningu   á   atvinnuleysi.   Líkt   og   kom   fram   í   byrjun   ritgerðar   aukast  

vanskil   allra   jafna  með   auknu   atvinnuleysi.   Því   til   hliðsjónar  má   sjá  mynd   17  þar   sem  

vanskilum   og   atvinnuleysi   fyrir   Ísland   og   Grikkland   árin   2004-­‐2012   er   varpað   upp   í  

deplariti.  (The  World  Bank,  e.d.  b)  (Eurostat,  e.d.  a)  

-­‐10%  

-­‐5%  

0%  

5%  

10%  

15%  

20%  

25%  

30%  

2000  

2001  

2002  

2003  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

2013  

2014  

Árleg  breyin

g  á  leiguverði  

Danmörk   Grikkland   Ísland  

Page 42: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

42  

 

Mynd   17:   Samband   vanskila   og   atvinnuleysis   á   Íslandi   og  Grikklandi   2004-­‐2012.   Gögn   frá   The  World  Bank  og  Eurostat  

Því  er  gengið  útfrá  því  að  aukning  atvinnuleysis  hafi  bein  áhrif  á  aukningu  vanskila.  

Samanburð  meðaltals  atvinnuleysis  frá  aldamótum  fram  að  hruni  við  atvinnuleysistölur  

árið  2012  má  sjá  á  töflu  11.    

Tafla  11:  Atvinnuleysi  á  Íslandi,  Grikklandi  og  Danmörku  frá  aldamótum.  Gögn  frá  The  World  Bank  

 

Vanskil   á   Íslandi   og   Grikklandi   má   því   líka   tengja   við   eðlilega   orsök   niðursveiflu.  

Skyndileg  lækkun  á  ráðstöfunartekjum  fleiri   lántakenda  veldur  frekari  áhrifum  og  meiri  

vanda.  

5.2.1 Erfiðleikar  að  ná  endum  saman  

Sama  munstur  má  sjá  þegar  skoðuð  eru  áhrif  atvinnuleysis  á  hlutfall  heimila  sem  eiga  í  

erfiðleikum  með   að   ná   endum   saman.   Þá   hlýtur   afleiðing   aukinna   erfiðleika   að   valda  

meiri   vanskilum.   Þegar   atvinnuleysi   og   erfiðleikum   þess   að   ná   endum   saman   hjá  

Evrópulöndum  árið  2012  er  varpað   fram   í  deplariti  má  sjá  mikla   fylgni  þar  á  milli,   sbr.  

mynd  18.  Því  er  ljóst  að  með  auknu  atvinnuleysi  eykst  hlutfall  þeirra  heimila  sem  eiga  í  

erfiðleikum  með  að  ná  endum  saman.  Ísland  er  hér  merkt  rautt.  

0%  

2%  

4%  

6%  

8%  

10%  

12%  

14%  

16%  

0%   5%   10%   15%   20%   25%   30%  

Hlua

all  van

skila  

Atvinnuleysi  (%  af  vinnuafli)  

 Meðal  atvinnuleysis  

fyrir  hrun Atvinnuleysi  árið  2012 AukningDanmörk 4,5% 7,5% 66,7%Grikkland 9,6% 24,2% 152,1%Ísland 2,8% 6% 114,3%

Page 43: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

43  

 

Mynd  18:  Samband  atvinnuleysis  og  erfiðis  að  ná  endum  saman  í  Evrópu  árið  2012.  Gögn  frá  Eurorstat  og  The  World  Bank    

Mynd  19  sýnir  fremur  lágt  hlutfall  íslenskra  heimila  er  segja  það  erfitt  á  einhvern  hátt  

að  ná  endum  saman  í  evrópskum  samanburði.  Athyglisvert  er  að  sjá   Ísland  fyrir  neðan  

meðaltal  Evrópusambandsins  (EU  27).  Gríðarlega  hátt  hlutfall  í  Grikklandi  rökstyður  enn  

fremur  mikil  vanskil  þar  í  landi.  Líklegt  er  að  lægra  verðlag  á  neysluþáttum  í  Danmörku  

hafi  hér  áhrif  en  skv.  PPP  jafngildisvirði  er  þar  almennt  hagstæðara  að  kaupa  matvöru  og  

óáfenga   drykki   en   í   samanburðarlöndum   sem   yfirleitt   er   stór   útgjaldaliður   í   rekstri  

heimilisins.  (Eurostat,  e.d.  g)  

 

Mynd  19:  Heimili  sem  eiga  erfitt  með  að  ná  endum  saman  í  Evrópu  2012.  Gögn  frá  Eurostat  

Almennt  hefur  hlutfallið  aukist   frá  árinu  2004,  þó  mest   frá  efnahagshruni   sjá   töflu  12.  

Áhugavert  er  að  Ísland  sker  sig  úr  hvað  þetta  varðar  og  er  svipað  árið  2004  og  2012  sem  

0%  

20%  

40%  

60%  

80%  

100%  

120%  

0%   5%   10%   15%   20%   25%   30%  

Erfið

laikr  a

ð  ná

 end

um  sa

man

 

Atvinnuleysi  (%  af  vinnuafli)  

0%  

20%  

40%  

60%  

80%  

100%  

Búlgaría  

Grikkland  

Ungverja

land

 Króa|a

 Litháen  

Rómanía  

Lewland

 Kýpu

r  Íta

lía  

Slóvakía  

Portúgal  

Pólland

 Írland  

Malta  

Tékkland

 Eistland

 Slóven

ía  

Spánn  

Frakkland  

EU  27  

Ísland

 Bretland

 Be

lgía  

Austurrík

i  Sviss  

Danm

örk  

Lúxembo

rg  

Holland

 Finn

land

 Þýskaland  

Svíþjóð  

Noregur  

Hlua

all  heimila  

Í  miklum  erfiðleikum   Í  erfiðleikum   í  einhverjum  erfiðleikum  

Page 44: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

44  

nemur   helming   af   heimilum   landsins,   þó   hefur   það   aukist   gríðarlega   frá  

efnahagshruninu.  Hlutfallið  eykst  þó  mest  í  Danmörku  um  tæplega  helming.  

Tafla  12:  Hlutfall  heimila  sem  eiga  erfitt  með  að  ná  endum  saman  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Eurostat  

 

5.3 Eiginfjárstaða  Hlutfall  húsnæðislána  af  heildarskuldum  heimila  er  allra   jafnan  hátt  og  húsnæði  oftast  

stærsta  fjárfesting  fólks.  Til  þess  að  hafa  möguleika  á  að  fjárfesta  í  húsnæði  þarf  verðið  

að   vera   viðráðanlegt   og   aðgengi   að   láni   í   boði.   Uppsveifla   flestra   evrópskra   hagkerfa  

eftir   aldamót   og   aukinn   aðgangur   að   lánsfjármagni   olli  mikilli   aukningu   á   eftirspurn   á  

húsnæðismarkaði.   Hafði   þetta  mikil   áhrif   á   eignaverð   þar   sem   verð   hækkaði   almennt  

mun   hraðar   en   aukinn   kaupmáttur   og   verðbólga   sem   gefur   vísbendingu   um  óeðlilega  

þróun.  Með  hærra  fasteignaverði  fylgir  sterkari  eiginfjárstaða  fólks,  svo  framarlega  sem  

áhvílandi  lán  hækka  ekki  samstundis.  Sterkari  eiginfjárstaða  býður  uppá  frekari  lántöku,  

bæði   til   kaupa   á   nýrri,   jafnvel   dýrari   eign   eða   viðbótarláni   til   neyslu   eða   annarra  

fjárfestinga.   Hátt   fasteignaverð   er   því   ein   af   ástæðum   mikillar   skuldaaukningar   eftir  

aldamót.  Eftir  efnahagshrunið  2008  gjörbreyttust  aðstæður  á  fasteignamarkaði,  þar  sem  

bæði   breyting   varð   á   framboði   og   eftirspurn   með   tilheyrandi   falli   á   fasteignaverði.  

Uppsveifla  flestra  Evrópuríkja  sást  einnig  í  auknu  framboði  á  húsnæði  og  byggingakranar  

blöstu  hvarvetna  við.  Fjölgun  nýbygginga  var  langt  umfram  fólksfjölgun  þegar  mest  var  

innan  OECD   landanna.   Það   leiddi   til  meiri   lækkunar   fasteignaverðs   í   formi   enn   frekari  

offramboðs  húsnæðis.  Mikið  fall  á  fasteignaverði  eftir  mikla  skuldsetningu  eigna  bendir  

til   þess   að   eiginfjárstaða   versnar   og   verður   jafnvel   neikvæð   -­‐   verð   fasteignarinnar   er  

orðið  lægra  en  eftirstöðvar  áhvílandi  láns.  (Hagfræðistofnun  Háskóla  Íslands,  2011)  

5.3.1 Neikvæð  eiginfjárstaða  og  vanskil  

Samanlagt  eigið  fé  í  fasteign  einstaklinga  og  vanskil  má  sjá  á  mynd  20.  Þar  virðist  fylgni  

vera  á  milli,  þar  sem  allra  jafna  minnka  vanskil  þegar  eiginfjárstaða  einstaklinga  styrkist.    

Page 45: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

45  

 

Mynd  20:  Eigið  fé  í  fasteign  og  vanskil  á  Íslandi  2004-­‐2012.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands    

Vanskil  myndast  þá  helst  vegna  lántakenda  sem  hafa  neikvæða  eiginfjárstöðu  og  eiga  

þar   að   auki   í   greiðsluerfiðleikum.   Neikvæð   eiginfjárstaða   til   lengri   tíma   getur   þó   líka  

skert   greiðsluvilja   fólks.   Vanskil   myndast   þá   vegna   stefnumarkandi   ákvörðunar  

lántakenda  að  greiða  ekki  af  láni  sínu  þrátt  fyrir  að  greiðslugeta  sé  til  staðar.  Fylgni  milli  

eiginfjár   og   vanskila   virðist   vera   hjá   öllum   heimilisgerðum,   en   þó   mest   hjá  

aldurshópnum   30   -­‐   39   ára.   Áður   kom   fram   að   vanskil   eru   m.a.   mest   á   heimili   með  

börnum  og  heimili  þar  sem  meðalaldur  fullorðinna  tilheyrir  aldurshópnum  30  -­‐  39  ára.  

Gengið  var  útfrá  krosstengslum  þar  á  milli  þar  sem  heimili  með  börn  eru  allra  jafnan  á  

aldrinum  30  –  50  ára.  Eigið   fé   í   fasteign  aldurshópsins  30   -­‐  39   rýrnaði  hvað  mest  eftir  

efnahagshrunið.  Því  má  álykta  að  hópurinn  hafi  allra   jafna  nýtt  sér  frekari  veðsetningu  

en   aðrir   aldurshópar.   Gengið   var   útfrá   meiri   vanskilum   þar   sem   tekjur   sjá   fyrir   fleiri  

aðilum  á  heimili.  Þessi  aldurshópur  er  því  líklegri  til  greiðsluerfiðleika  en  aðrir.  Mynd  21  

sýnir  fylgni  milli  eiginfjár  í  fasteign  og  vanskil  þessa  aldurshóps.  

0%  

2%  

4%  

6%  

8%  

10%  

12%  

800,000  900,000  

1,000,000  1,100,000  1,200,000  1,300,000  1,400,000  1,500,000  1,600,000  1,700,000  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

Vanskil  (%  af  h

eimilu

m)  

 

Milljónir  ísl.  króna

 

Eigið  fé  í  fasteign   Vanskil  húsnæðislána/leigu  

Page 46: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

46  

 

Mynd  21:  Eigið  fé  í  fasteign  og  vanskil  aldurshópsins  30  -­‐  39  ára.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  

5.3.2 Lánaform  og  veðsetning  í  húsnæðisbólu  

Lækkun  á  fasteignaverði  hafði  miklar  afleiðingar  í  för  með  sér  í  flestum  löndum  Evrópu  

þar  sem  hærra  fasteignaverð  bauð  uppá  frekari  skuldsetningu.  Þó  hljóta  vanskil  að  vera  

helst  þar  sem  mikil  veðsetning  var  leyfileg  og  fasteignaverð  lækkaði  mest.  Á  Íslandi  var  

leyfilegt   að   veðsetja   eign   til   hámarks   70%   frá   stofnun   húsbréfakerfisins   (nú  

Íbúðalánasjóður)   árið   1989   þar   til   ársins   2004.   Við   fyrrnefnda   samkeppni   á  

fjármálamarkaði   heimiluðu   stjórnvöld   Íbúðalánasjóði   að   lána   allt   að   90%   af   andvirði  

fasteignarinnar.   Viðskiptabankarnir   svöruðu   því   með   hækkun   veðhlutfalls   í   100%   af  

andvirði   eignar   haustið   2004.   Árið   2005   náði   fjöldi   kaupsamninga   á   íbúðarhúsnæði  

hámarki   og   nam   13.415,   því   er   ljóst   að   þómörg   heimili   hafi   notfært   sér   100%  

fjármögnun.  Þessi  háu  veðhlutföll   héldust  ekki   fram  að  efnahagshruninu  og   lækkuðu   í  

áföngum  niður  í  80%  á  árunum  2006  og  2007.  Þá  virðist  100%  veðsetning  fasteigna  líka  

hafa   tíðkast   á   Grikklandi.   Veðsetning   umfram   80%   í   Danmörku   virðist   ekki   hafa   verið  

algeng.  Því  var  allra  jafna  meiri  skuldsetning  á  Íslandi  og  Grikkland  og  meiri  líkur  á  vanda  

vegna  neikvæðrar  eiginfjárstöðu.   (Hess  og  Holzhausen,  2008)   (European  Central  Bank,  

2009)  (Yngvi  Örn  Krinstinsson,  e.d.)  (Þjóðskrá  Íslands,  e.d.)  

Áðurnefndur   munur   á   lánaformum   skiptir   líka   máli,   þar   sem   aukin   hætta   fylgir  

íslenskum   heimilum   vegna   umfangs   verðtryggðra   og   gengistryggðra   lána   fyrir   hrun.  

Eftirstöðvar  þeirra  lána  hækkuðu  vegna  mikils  verðbólguskots  og  gríðarlegrar  hækkunar  

á  nafngengi  íslensku  krónunnar  sbr.  mynd  22.    

0%  

2%  

4%  

6%  

8%  

10%  

12%  

14%  

16%  

18%  

-­‐20,000  

0  

20,000  

40,000  

60,000  

80,000  

100,000  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

Vanskil  (%  á  heimili)  

Milljónir  ísl.  króna

 

30  -­‐  34  ára  

35  -­‐  39  ára  

Vanskil  

Page 47: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

47  

 

Mynd  22:  Verðbólga  og  nafngengi  íslensku  krónunnar  frá  aldamótum.  Gögn  frá  Seðlabanka  Íslands  

Hækkun   eftirstöðva   lána   í   takt   við   breytingu   á   neysluverði   vísitölu   er   séríslenskt  

fyrirbrigði  og  þurfa  heimili   í  Danmörku  og  Grikklandi  ekki  að  hafa  áhyggjur  af  því.  Hins  

vegar   hefur   aukin   verðbólga   áhrif   á   nafnvexti,   þ.e.   nafnvextir   =   raunvextir   +   vænt  

verðbólga  +  verðbólguálag  af  óverðtryggðum  lánum.  Í  Danmörku  og  Grikklandi  eru  helst  

breytilegir  vextir  á  húsnæðislánum  svo  mánaðarleg  greiðslubyrði  er  háðari  verðbólgu  en  

verðtryggðu  lánin  á  Íslandi.    

Samræmd   neysluverðsvísitala   allra   neysluvara   gefur   möguleika   á   að   bera   saman  

verðbólgu  í  mismunandi  löndum,  sbr.  mynd  23.  Mánaðarlegar  breytingar  þeirrar  vísitölu  

frá   aldamótum   sýna   að   verðbólga   hefur   verið  mun  meiri   vandi   hér   á   landi   en   annars  

staðar.   Nafnvextir   hljóta   því   að   vera   hærri   hérlendis   þar   sem   verðbólguvæntingar  

íslenskra   heimila   eru   mun   hærri   í   ljósi   sögunnar.   Eftir   efnahagshrunið   2008   jókst  

verðbólgan   mun   meira   hérlendis   og   til   samanburðar   má   sjá   hve   stöðug   hún   er   í  

samanburðarlöndum.  Sveiflur  nafngengis   íslensku  krónunnar  hafa  þá  haft  mikil   áhrif   á  

verðlag   á   árum   áður.   Gengistryggð   lán   voru   ekki   í   Danmörku   og   Grikklandi   í  

fjármögnunarskyni   fyrir   heimili.   Gjaldmiðlar   þeirra   eru   einnig   mun   stöðugri,   þar   sem  

evran  er  notuð  í  Grikklandi  og  danska  krónan  að  vissu  leyti  bundin  við  evruna.  (Eurostat,  

e.d.  k)  (Europa,e.d.)  

0%  2%  4%  6%  8%  10%  12%  14%  16%  18%  20%  

100  

120  

140  

160  

180  

200  

220  

240  

260  

2000  

2001  

2002  

2003  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

2013  

12  m

ánað

a  breyin

g  vísit.  ne

ysluv.  

Nafngen

gi  

Nafngengi  íslensku  krónunnar  v.ás   Verðbólga  h.ás  

Page 48: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

48  

 

Mynd  23:  Samræmd  neysluverðsvísitala  fyrir  allar  neysluvörur  2000-­‐2014.  Gögn  frá  Eurostat  

5.3.3 Þróun  eignaverðs  

Mynd  24  sýnir  hvernig  raunverð  á  húsnæði  breyttist  frá  árinu  2001-­‐2014  á  landinu  öllu.  

Eignaverð  á  Íslandi  tók  gífurlegum  breytingum  í  kjölfar  aukinnar  samkeppni  um  lánsfé  á  

húsnæðislánamarkaði.  Verðið  náði  hámarki   í  ársbyrjun  2008  en  féll  síðan  um  33,65%  á  

rétt   rúmlega  2  ára   tímabili.  Það  er   ljóst  að   lántakendur   sem   fjárfestu   í   íbúð  á  árunum  

2005-­‐2009   greiddu   mun   hærra   verð   en   markaðsverð   stendur   í   dag.   Ef   sami   hópur  

lántakenda  hafa  einnig  nýtt  sér  leyfi  til  aukinnar  veðsetningar  má  telja  miklar  líkur  á  að  

þeir  séu  nú  með  neikvæða  eiginfjárstöðu.  

 

Mynd  24:  Raunverð  húsnæðis  á  Íslandi  frá  2001  (2002  =  100).  Gögn  frá  Þjóðskrá  Íslands  

Þegar  árleg  breyting  á  eignaverði  er  skoðuð  á  Íslandi,  Danmörku  og  Grikklandi  má  sjá  

mikla   lækkun   á   öllum   fasteignamörkuðum.   Minni   hækkun   eignaverðs   má   þó   sjá   á  

-­‐5%  

0%  

5%  

10%  

15%  

20%  

25%  

2000  

2001  

2002  

2003  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

2013  

2014  

12  m

ánað

a  breyin

g  

Danmörk   Grikkland   Ísland  

100  

110  

120  

130  

140  

150  

160  

170  

180  

2001  

2002  

2003  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

2013  

Page 49: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

49  

Grikklandi   en   í   hinum   löndunum.   Danmörk   og   Ísland   eiga   það   sameiginlegt   að   mikil  

hækkun   varð   á   fastaeignaverði   á   uppgangsárum   en   síðan   mikil   lækkun   í   kjölfar  

fjármálakreppu.  Sérstaða  Íslands  liggur  í  miklum  verðsveiflum  og  frá  því  að  botni  var  náð  

2009  hefur  fasteignaverð  verið  á  uppleið.  Má  gera  ráð  fyrir  því  að  eiginfjárstaða  heimila  

þessara  landa  hafi  versnað  og  neikvæð  eiginfjárstaða  orðið  meiri  vandi  en  áður.  Vandinn  

sýnist  mestur   á   Íslandi   sbr.  mynd   25   (Global   Property   Guide,   e.d.   a)   (Global   Property  

Guide,  e.d.  b)  (Global  Property  Guide,  e.d.  c)  

 

Mynd  25:  Árleg  breyting  eignaverðs  á  Íslandi,  Danmörku  og  Grikklandi.  Gögn  frá  Global  Property  Guide    

! Verðtryggða   lánaformið   gerði   það   að   verkum   að   eftirstöðvar   áhvílandi  húsnæðislána  hækkuðu  mikið  

! Mesta   sveiflan   var   hérlendis   af   þessum   löndum,   þar   sem   fasteignaverð  hækkar  mest  um  30%  milli  ára  og  lækkar  mest  um  20%  milli  ára  

! Meira  veðhlutfall   var  mögulegt   fyrir  hrun  hjá  Grikklandi  og   Íslandi  en   líkt  og  áður  segir  hækkaði  eignaverð  mun  meira  hérlendis  með  möguleika  á   frekari  skuldsetningu  

! Veðsetning   í  Danmörku   var  minni   en  á   Íslandi   fyrir   hrun  og   sveiflunnar  ekki  jafn  miklar  

5.3.4 Neikvæð  eiginfjárstaða  eftir  efnahagshrunið  

Í  kjölfar  ofangreindra  atburða  er  ljóst  að  heimilum  með  neikvæða  eiginfjárstöðu  fjölgaði  

mikið   eftir   efnahagshrunið   2008.  Neikvæð   eiginfjárstaða   ein   og   sér   er   hins   vegar   ekki  

alltaf   vandamál.  Greiðslugeta   lántakenda   getur   verið   til   staðar   þó   að   eftirstöðvar   láns  

séu   hærra   en   markaðsverð   eignar.   Oft   er   um   tímabundið   ástand   að   ræða   þar   sem  

eignaverð  hækkar  á  nýjan  leik.  Þá  er  líka  eðlilegt  að  eiginfjárstaða  fólks  sé  misjöfn  eftir  

æviskeiðum.   Lántakar   sem   hafa   neikvæða   eiginfjárstöðu   og   eiga   þar   að   auki   í  

greiðsluerfiðleikum  eru  verst   settir.  Þá  er  ekki  möguleiki  á  að  endurskipuleggja   skuldir  

með  því  að  t.d.  fjárfesta  í  ódýrari  eign  þar  sem  skuldari  ræður  við  greiðslubyrðina.  Þetta  

Page 50: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

50  

eru   þeir   skuldarar   sem   helst   þurfa   á   aðstoð   að   halda.   Því   ætti   markvisst   að   beina  

sértækum  aðgerðum  stjórnvalda  til  þeirra  ef  ætlunin  er  á  annað  borð  að  aðstoða  heimili  

í  fjárhagserfiðleikum.    

 

Mynd  26:  Fjöldi   íslenskra  heimila  með  neikvætt  eigið   fé  og  meðaltal  upphæðar   frá  aldamótum.  Gögn  frá  Hagstofu  Íslands  

Mynd   26   sýnir   hvernig   fjöldi   íslenskra   heimila   með   neikvæða   eiginfjárstöðu   (v.ás)  

rúmlega   þrefaldaðist   á   þriggja   ára   tímabili.   Árið   2007   nam   fjöldinn   7.573   en   sú   tala  

hækkaði   í   25.270   árið   2010.   Samhliða   þessu   jókst   hratt   meðaltal   neikvæðrar  

eiginfjárstöðu   og   rúmlega   tvöfaldaðist   frá   árinu   2007   til   ársins   2010.   Meðalupphæð  

neikvæðs  eiginfjár  hefur  þó  tekið  að  lækka  frá  árinu  2010.  Þá  minnkun  má  helst  rekja  til  

fyrrnefndra  aðgerða  stjórnvalda.  Má  því  sjá  að  fjöldi  heimila  með  neikvætt  eigið  fé  hefur  

tæplega   tvöfaldast   frá   aldamótum   til   ársins   2012   og   nemur   15%   heimila   landsins.  

(Hagstofa  Íslands,  e.d.  b)  

Kaupsamningar   á   fjölbýli   og   sérbýli   árin   2005   –   2008   þegar   markaðsverð   var   allra  

jafna  hærra  en  nú  á  dögum  nam  41.672.  Sé  gengið  út  frá  því  að  ekkert  heimili  hafi  keypt  

húsnæði  oftar  en  einu   sinni  á   tímabilinu,   samsvarar  það  því   að  30%  heimila  eiga   íbúð  

sem   keypt   var   á   hærra   verði   en   markaðsverð   segir   til   um   í   dag.   (Þjóðaskrá,   e.d.)  

(Hagstofa  Íslands,  e.d.  a)  

Árið  2010  gerði  Seðlabanki  Ísland  greiningu  á  stöðu  íslenskra  heimila  þar  sem  kannað  

var   hversu   mörg   heimili   eru   í   raunverulegum   erfiðleikum.   Þar   kom   fram   að   um   23%  

-­‐7,000,000  

-­‐6,000,000  

-­‐5,000,000  

-­‐4,000,000  

-­‐3,000,000  

-­‐2,000,000  

-­‐1,000,000  

0  

0  

5,000  

10,000  

15,000  

20,000  

25,000  

30,000  2000  

2001  

2002  

2003  

2004  

2005  

2006  

2007  

2008  

2009  

2010  

2011  

2012  

Fjöldi  ~ölskyldna  vás   Meðaltal  upphæðar  hás  

Page 51: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

51  

væru   í   vanda,   en   þess   má   geta   að   rúmlega   30%   þeirra   voru   einnig   með   neikvæða  

eiginfjárstöðu.  Því  er  ljóst  að  þau  heimili  á  Íslandi  sem  eru  í  greiðsluerfiðleikum  og  með  

neikvæða  eiginfjárstöðu  eru  7%.  Þau  hljóta  að  vera   í   vanskilum  og   fá  úrræði   í   boði   til  

hjálpar.  (Karen  Á  Vignisdóttir  og  Þorvarður  Tjörvi  Ólafsson,  2010)  

Í   upphafi   1.   ársfjórðungs   2010   höfðu   tæplega   160.000   (rúmlega   6%)   dönsk   heimili  

keypt   fasteign   sína   á   10-­‐30%   hærra   verði   en   markaðsverð   sagði   til   um   á   þeim   tíma.  

Mesti   hluti   þessara   heimila   á   fasteign   sem   hefur   lækkað   um   10-­‐20%   og   ekki   er  

vísbending   um   neikvæða   eiginfjárstöðu   þar.   Þó   eru   þónokkrar   fasteignir   þar   sem  

eignaverð   hefur   fallið   um   20-­‐30%.   Eigendur   þessara   fasteigna   gætu   verið   í   neikvæðri  

eiginfjárstöðu  ef  leyfileg  veðsetning  var  fullnýtt.  Þá  er  algjör  undantekning  ef  fasteignir  

hafa   lækkað   í   verði   umfram  30%.   Fasteignaverð   í   Danmörku  hefur   hækkað   frá   útgáfu  

þessara  talna  og  því  ljóst  að  vandinn  er  minni  nú  á  dögum.  Þau  heimili  sem  eru  í  vanda  í  

Danmörku  með  neikvæða  eiginfjárstöðu  og  greiðsluerfiðleika  voru  um  2000  árið  2011  

sem   er   innan   við   0,1%.   Líkt   og   áður   kom   fram   eru   um   56%   af   útistandandi  

húsnæðislánum   í   Danmörku   vaxtagreiðslulán   og   lántakendur   þeirra   í   mestri   hættu   á  

neikvæðri   eiginfjárstöðu   þar   sem   höfuðstóll   er   óbreyttur.   Þá   aukast   líklega  

greiðsluerfiðleikar   hjá   lántakendum  þessara   lána  þegar   endurgreiðsla   höfuðstóls   hefst  

og  greiðslubyrði  þyngist.  Seðlabankinn  í  Danmörku  áætlaði  árið  2012  að  10%  lántakenda  

vaxtagreiðslulána  yrðu   í  greiðsluerfiðleikum  við  meiri  greiðslubyrði.   Lánin  voru  veitt   til  

fjármögnunar  á  fasteignum  fyrst  árið  2003  svo  nú  þegar  hafa  örfáir  hafið  endurgreiðslu  

höfuðstóls   sbr.  10  ára  vaxtagreiðslutímabil.   Seðlabankinn  áætlaði  að   í   versta   falli   yrðu  

alls   4.750   (0,2%)   heimili   í   greiðsluerfiðleikum   og  með   neikvæða   eiginfjárstöðu   ef   fara  

ætti   að   greiða   af   höfuðstóli   allra   vaxtagreiðslulána.   (Danmarks   National   Bank,   2011)  

(Statistics  Denmark,  e.d.)  (Danske  Bank,  2012)  

Þar  sem  meiri  hluti  eigenda  fasteigna  í  Grikklandi  er  skuldlaus  er  þessi  vandi  ekki  jafn  

mikill   þar.   Því   er   ekki   hægt   að   rekja  mikil   vanskil   þar   í   landi   til   heimila   sem   föst   eru   í  

vanskilum   vegna   neikvæðrar   eiginfjárstöðu   auk   greiðsluerfiðleika.   Þá   hlýtur  meirihluti  

vanskila   grískra   heimila   að   vera   vegna   greiðsluvanda   á   húsnæðislánum/-­‐leigu   sinni  

vegna  lækkunar  á  ráðstöfunartekjum  á  einn  eða  annan  hátt,  sbr.  áðurnefnda  aukningu  

atvinnuleysis.    

Page 52: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

52  

Því  er  mun  stærri  hluti  íslenskra  heimila  í  þessari  erfiðu  stöðu  þar  sem  öll  úrræði  eru  

fullnýtt  og  vanskil  óhjákvæmileg.  Lagt  var  fyrir  Alþingi  á  síðasta  kjörtímabili  frumvarp  að  

lögum   sem   eflaust   hefðu   komið   þessum   hópi   til   hjálpar,   nefnt   Lyklafrumvarpið.   Það  

hindrar  kröfuhöfum  fasteignaveðlána  að  ganga  á  aðrar  eignir  en  fasteignina  sjálfa.  Með  

því  hafa  heimili   í  þessum  vanda  þann  valkost  að  skila  fasteign  sinni  til  kröfuhafa  vegna  

greiðsluerfiðleika.  Aukinheldur  þurfa  lántakendur  ekki  að  greiða  það  sem  uppá  vantar  ef  

fasteignin   stendur   ekki   undir   lánum   sem   hvílir   á   henni.   Fordæmi   þessara   aðgerða   er  

fyrirkomulag  á  húsnæðismarkaði  í  Bandaríkjunum.  Áhrif  til  lengri  tíma  áttu  að  stuðla  að  

meiri  varkárni  við  lánveitingar,  taka  mið  af  greiðslugetu  lántakenda  og  verðmæti  hinnar  

veðsettu  eignar.  Þessi  lagabreyting  hefur  ekki  fengið  samþykki  á  Alþingi.  Það  verður  því  

ekki  minnkun  á  vanskilum  þessa  hóps  fyrr  en  fasteignaverð  hækkar  og  möguleiki  skapast  

til  endurskipulagningar  á  skuldum.  (Þingskjal  23,  2012-­‐2013)  (Helgi  Hjörvar,  2014)  

 

 

Page 53: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

53  

6 Samantekt  

Niðurstöður   ritgerðarinnar   leiða   í   ljós   að   hlutfall   vanskila   á   Íslandi   er   ótvírætt   hátt   á  

evrópskan  mælikvarða.  Aukinheldur  kemst  Ísland  oftast  allra  Evrópulanda  inná  lista  yfir  

þau  þrjú   lönd  sem  hafa  mestu  vanskil  hvers  árs   fyrir   sig  á   tímabilinu  2004-­‐2012.  Þrátt  

fyrir   frávik   eins   og   uppsveifluna   í   íslenskum   efnahag   á   árunum   2006-­‐2008   þar   sem  

vanskilum   fækkaði   um   tæplega   helming   voru   þau   enn  mikil   á   evrópskan  mælikvarða.    

Áhrif   fjármálakreppunnar   á   vanskil   húsnæðislána/-­‐leigu   á   Íslandi   virðast   þónokkur   á  

evrópskan  mælikvarða,  sé  miðað  við  upphaf  og  eftirmála  efnahagskreppunnar.  Ísland  er  

þó  í  þeim  aðstæðum,  ásamt  Grikklandi,  að  ef   litið  er  á  upphaf  og  lok  tímabilsins  2004-­‐

2012  virðast  efnahagslegu  skakkaföllin  hafa  haft  lítil  áhrif  á  vanskil,  enda  voru  þau  alltaf  

framúrskarandi   mikil.   Sértækar   aðgerðir   íslenskra   stjórnvalda   við   skuldavanda  

heimilanna   eftir   efnahagshrun   hafa   ekki   fækkað   vanskilum   en   virðast   a.m.k.   hafa  

hindrað   enn   frekari   fjölgun   þeirra.   Vanskilavandinn   er   frábrugðinn   á   Íslandi   þar   sem  

húsnæðislán   eru   í   miklum   meirihluta   verðtryggð   og   veitt   til   allt   að   40   ára   á   föstum  

vöxtum.  Þeim  lánum  fylgir  minna  svigrúm  til  auðveldari  lausna  vegna  vanskila.  Með  því  

er   átt   við   að   erfitt   er   að   lækka   mánaðarlega   greiðslubyrði   eða   bæta   vanskilum   á  

höfuðstól  með  því  að   lengja   lánið.  Mikil   lækkun  stýrivaxta  hefur  síður  áhrif  á   íslenskan  

húsnæðismarkað  vegna  lánaformsins  og  hefur  ekki  skilað  sér  til  heimila  í  formi  lækkunar  

á   mánaðarlegri   greiðslubyrði.   Afleiðingar   hraðvaxta   skuldaaukningar   og   óvarkárni   við  

lánveitingar  valda  frekari  vanskilum  vegna  skuldsetninga  sem  ekki  var  grundvöllur  fyrir.  

Vegna  reynsluleysis  íslenskra  fjármálafyrirtækja  af  hárri  skuldsetningu  heimila  hafa  þau  

ekki   fordæmi   til   að   styðjast   við,   líkt   og   t.d.   í   Danmörku,   og   tekur   því   leitin   að   lausn  

vandans   lengri   tíma.   Meðaltal   hlutfalls   húsnæðiskostnaðar   af   ráðstöfunartekjum   var  

23,8%  árið   2012  og   staðfestir   að  mörg   heimili   séu  þar   fyrir   ofan  með   frekari   hættu   á  

greiðsluerfiðleikum.  Afleiðingar  allt  að  100%  fjármögnunar  fasteigna  með  verðtryggðum  

lánum  eru  til  staðar  og  fleiri  heimili  á  Íslandi  föst  í  vanskilavanda  -­‐  í  greiðsluerfiðleikum  

og  með  neikvæða  eiginfjárstöðu.  Það  veldur  því  að  engin  leið  virðist  greið  til  að  komast  

frá   vandanum   og   öll   úrræði   fullnýtt.   Þó   má   ekki   draga   úr   ábyrgð   lántakenda   sem  

mögulega   hefðu   átt   að   sýna   frekari   varkárni,   en   líklega   er   hluti   heimila   sem   þannig  

Page 54: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

54  

skuldsettu   sig   síður.   Þá   er   einnig   ljóst   að   gloppóttur   leigumarkaður   veldur   óþarfa  

áhættutöku   og   mikil   þörf   er   á   rótgrónum   leigufélögum   sem   bjóða   langtíma  

búsetuúrræði  á  viðráðanlegu  verði.  Hefði  það   í   för  með  sér   stöðugari   leiguverð  ásamt  

dvínandi   áhættutöku   lántakenda.   Heimili   landsins   eru  mikilvægur   hlekkur   í   heilbrigðu  

hagkerfi  og  mikilvægt  að  þar  sé  allt  með  feldu.  Það  má  sjá  að  núverandi  fyrirkomulag  á  

húsnæðismarkaði  er  ekki  skilvirkt  og  vanskil  allra  jafna  mjög  mikil.  Skammtíma  úrræði  til  

að   fyrirbyggja   vanskil   í   framtíð   íslenskra   heimila   væru   því   að   stytta   lánstíma  

verðtryggðra  lána  ásamt  meiri  áherslu  á  jafnar  afborganir.  Þar  sem  verðtryggð  lán  bjóða  

uppá  meiri  skuldsetningu  vegna  lægri  greiðslubyrði  í  upphafi  er  mikilvægt  að  gera  grein  

fyrir   forsendum   þess   og   þeirri   áhættu   sem   henni   fylgir   við   lántöku.   Þá   væri   rétt   að  

útfæra   greiðslumat  með   hliðsjón   af   þeim   fjármagnskostnaði   sem   verðtrygging   veldur,  

ekki   einungis   nafnvöxtunum.   Það   kæmi   í   veg   fyrir   of   mikla   skuldsetningu   heimila,  

hindraði   heimilin   í   að   elta   húsnæðisbólur   og   endurgreiðsluhraði   lánsins   yrði   meiri.  

Þannig   skapaðist   svigrúm   til   að   semja   um   vanskil   við   óvænt   áföll   lántakenda   ásamt  

sterkari  eiginfjárstöðu.  Þá  ætti  einnig  að  auka  vægi  breytilegra  vaxta,  sem  gerði  það  að  

verkum   að   auðveldara   væri   fyrir   seðlabankann   að   hafa   áhrif   á   heimilin   með  

stýrirvaxtabreytingum  sínum.  

Page 55: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

55  

Heimildaskrá  

Alþýðusamband  Íslands.  (e.d.).  Nýtt  húsnæðislánakerfi  að  danskri  fyrirmynd.  Sótt  10.  september  2014  af:  http://www.asi.is/media/2252/N_tt_h_sn__isl_nakerfi____slandi_-­‐_loka.pdf  

Arnór  Sighvatsson,  Ingimundur  Friðriksson,  Sveinn  E.  Sigurðsson,  Tómas  Örn  Kristinsson,  Tryggvi  Pálsson,  Rannveig  Sigurðardóttir  o.fl.  (2004,  september)  Rammagrein  1:  Skuldir  heimilanna  í  alþjóðlegum  samanburði.  Peningamál;  Ársfjórðungsrit  Seðlabanka  Íslands  (2004/3),  (37-­‐38).  Sótt  18.  apríl  2014  af:  http://sedlabanki.is/uploads/files/PM043.pdf  

Ásgeir  Jónsson,  Sigurður  Jóhannesson  og  Valdimar  Ármann.  (2012,  september).  Nauðsyn  eða  val?  -­‐  Verðtrygging,  vextir  og  verðbólga.  Reykjavík:  Pixel  Prentþjónusta  

Brynjar  Gauti.  (2010,  júní).  Gengistrygging  dæmd  óheimil  í  Hæstarétti.  Vísir.  sótt  15  apríl  2014  af:  http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/06/16/gengistryggingin_daemd_oheimil/  

Callesen,  P.,  Hansen,  N.,  L.  (ritstjórar).  (2012,  júní).  The  Wealth  and  Debt  of  Danish  Families.  Monetary  Review  2nd  Quarter  Part  2.  Kaupmannahöfn:  Danmarks  Nationalbank.  sótt  7.  september  2014  af:  http://www.nationalbanken.dk/en/publications/Documents/2012/07/mon_2qtr_2012_part2_web.pdf  

Danmarks  National  Bank.  (2011).  Financial  Stability  2011;  The  Households.  Sótt  12.  september  2014  af:  http://www.oecd.org/std/na/48835356.pdf  

Danske  Bank.  (2012,  desember).  Weekly  Credit  update.  Sótt  11.  september  2014  af:  http://www.danskebank.com/en-­‐uk/ci/Products-­‐Services/Markets/Research/Documents/WeeklyCreditUpdate_141212.pdf  

Europa.  (e.d.).  Convergence  in  the  European  Union  in  1997.  Sótt  14.  september  2014  af:  http://europa.eu/legislation_summaries/economic_and_monetary_affairs/introducing_euro_practical_aspects/l25034_en.htm  

European  Central  Bank.  (2009,  mars).  Characteristics  of  loans  for  house  purchse.  Í  Housing  finance  in  the  euro  area.  (3.kafli).  Sótt  11.  september  2014  af:  http://www.ecb.europa.eu/pub/pdf/other/housingfinanceeuroarea0309en.pdf  

Page 56: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

56  

European  Mortgage  Federation.  (2013,  nóvember).  EMF  Hypostat  2013.  Sótt  11.  september  2014  af:  http://hb.betterregulation.com/external/Hypostat%202013%20-­‐%20A%20review%20of%20Europes%20mortgage%20and%20housing%20markets.pdf  

Eurostat.  (2007).  Comperative  EU  statistics  on  Income  and  Living  Condition:  Issues  and  Challenges.  Sótt  10.  apríl  2014  af  http://epp.eurostat.ec.europa.eu/cache/ITY_OFFPUB/KS-­‐RA-­‐07-­‐007/EN/KS-­‐RA-­‐07-­‐007-­‐EN.PDF  

Eurostat.  (e.d.  a)  Vanskil  á  húsnæðisláni  eða  húsnæðisleigu.  Sótt  4.  septebmer  2014  af:  http://appsso.eurostat.ec.europa.eu/nui/show.do?dataset=ilc_mdes06&lang=en  

Eurostat.  (e.d.  b)  Fjárhagslegur  efnahagsreikningur.  Sótt  6.  september  2014  af:  http://epp.eurostat.ec.europa.eu/portal/page/portal/statistics/search_database?_piref458_1209540_458_211810_211810.node_code=nasa_f_bs  

Eurostat.  (e.d.  c).  Dreifing  íbúa  eftir  kyni  og  aldri.  Sótt  18.  apríl  2014  af:  http://appsso.eurostat.ec.europa.eu/nui/show.do?dataset=ilc_lvps01&lang=en  

Eurostat.  (e.d.  d)  Hlutfall  húsnæðiskostnað  af  ráðstöfunartekjum  heimilis.  Sótt  28.  ágúst  2014  af:  http://appsso.eurostat.ec.europa.eu/nui/show.do?dataset=ilc_mded01&lang=en  

Eurostat.  (e.d.  e)  Fjárhagslega  íþyngjandi  húsnæðiskostnaður.  Sótt  28.  ágúst  2014  af:  http://appsso.eurostat.ec.europa.eu/nui/show.do?dataset=ilc_mded04&lang=en  

Eurostat.  (e.d.  f).  Erfiðleikar  að  ná  endum  saman.  Sótt  28.  ágúst  2014  af:  http://appsso.eurostat.ec.europa.eu/nui/show.do?dataset=ilc_mdes09&lang=en  

Eurosotat.  (e.  d.  g).  Kaupmáttur  PPP,  neysluverðsvísitala  og  raun  útgjöld  á  íbúa.  Sótt  5.  september  2014  af:  http://appsso.eurostat.ec.europa.eu/nui/submitViewTableAction.do  

Eurostat.  (e.d.  h).  Fjárhagslega  þung  byrði  af  endurgreiðslu  lána.  Sótt  5.  september  2014  af:  http://appsso.eurostat.ec.europa.eu/nui/show.do?dataset=ilc_mded05&lang=en  

Eurostat.  (e.d.  i).  Skipting  íbúa  eftir  eignarhaldi  húnsæðis.  Sótt  5.  september  2014  af:  http://data.is/1tW0S5Q  

Page 57: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

57  

Eurostat.  (e.d.  j).  Samræmd  neysluverðsvísitala,  mánaðarleg  gögn,  afmörkum  við  leiguverð.  Sótt  12.september  2014  af:  http://appsso.eurostat.ec.europa.eu/nui/show.do?dataset=prc_hicp_manr&lang=en  

Eurostat.  (e.d.  k).  Neysluverðsvísitala  allar  vörur,  mánaðarleg  gögn.  Sótt  11.  september  2014  af:  http://data.is/1tW881J  

Gerardi,  K.,  Herkenhoff,  K.  F.,  Ohanian,  L.  E.,  Willen,  P.  S.  (2013,  ágúst).  Unemployment,  Negative  Equity,  and  Strategic  Default.  Federal  Reserve  Bank  of  Atlanta.  Sótt  6.  september  2014  af  http://www.urban.org/events/upload/Gerardi-­‐Kerkenhoff-­‐Ohanian-­‐Willen-­‐Strategic-­‐Default.pdf  

Global  Property  Guide.  (e.d.  a).  Breyting  húsnæðisverð  Á  Íslandi.  Sótt  12.  september  2014  af:  http://www.globalpropertyguide.com/real-­‐estate-­‐house-­‐prices/I  

Global  Property  Guide.  (e.d.  b).  Breyting  húsnæðisverð  Í  Danmörku.  Sótt  12.  september  2014  af:  http://www.globalpropertyguide.com/real-­‐estate-­‐house-­‐prices/D  

Global  Property  Guide.  (e.d.  c).  Breyting  húsnæðisverð  Á  Grikklandi.  Sótt  12.  september  2014  af:  http://www.globalpropertyguide.com/real-­‐estate-­‐house-­‐prices/G  

Greiningardeild  Arion  Banka.  (2013,  júlí).  Eigið  fé  í  húsnæði  -­‐  staðsetning  skiptir  sköpum.  Sótt  15.  september  2014  af:  https://www.arionbanki.is/library/Skrar/Greiningar/onnur-­‐efnahagsmal/110713_Eigið%20fé%20%C3%AD%20húsnæði.pdf  

Hagfræðistofnun  Háskóla  Íslands  (2011,  júlí).  Þróun  á  húsnæðismarkaði  og  samanburður  við  önnur  lönd.  Sótt  10.  september  af:  http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7306  

Hagstofa  Íslands.  (2013,  apríl).  Laun,  tekjur  og  vinnumarkaður:  Fjárhagsstaða  heimilanna  2012.  Hagtíðindi,  2013:3.  Steinn  Kári  Steinsson  og  Lárus  Blöndal.  sótt  14.  apríl  2014  af:  https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=14985  

Hagstofa  Íslands.  (e.d.  a).  Fjárhagsstaða  Heimilanna.  Sótt  11.  apríl  2014  af:  http://hagstofa.is/pages/2495  

Hagstofa  Íslands.  (e.d.  b).  Skuldir  og  eignir  einstaklinga.  Sótt  14.  apríl  2014  af:  http://hagstofa.is/pages/2979  

Helgi  Hjörvar.  (2014,  mars).  Athugasemdir  við  störf  þingsins.  Alþingistíðindi  B-­‐deild.  Sótt  14.  september  2014  af:  http://www.althingi.is/altext/raeda/143/rad20140325T134856.html  

Page 58: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

58  

Hess,  A.,  Holzhausen,  A.  (2008,  janúar).  The  structure  of  European  mortgage  markets.  Sótt  11.  september  2014  af:  https://www.allianz.com/v_1339498777000/media/current/en/images/wp_europaeische_hypothekenmaerkte_eng.pdf  

International  Monetary  Fund.  (2007).  Denmark:  Financial  Sector  Assessment  Program  -­‐  Tecnhincal  Note-­‐  The  Danish  Mortgage  Market  -­‐  A  Comparative  Analysis.  Sótt  10.  september  2014  af:  http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2007/cr07123.pdf  

International  Monetary  Fund.  (2012,  apríl).  Dealing  with  household  debt.  Í  World  Economic  Outlook,  Growth  Resuming,  Dangers  Remain  (3.kafli).  Sótt  14.  apríl  2014  af:  http://www.imf.org/external/pubs/ft/weo/2012/01/pdf/text.pdf  

Karen  Á  Vignisdóttir  og  Þorvarður  Tjörvi  Ólafsson.  (2010,  apríl).  Hvernig  hefur  staða  heimilia  breyst  á  undanförnum  misserum  og  hverju  fá  aðgerðir  í  þágu  heimila  áorkað?.  Seðlabanki  Íslands.  Sótt  12.  september  2014  af:  http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7806  

One  Europe.  (2013,  júlí)  From  EU-­‐27  to  EU-­‐28.  Sótt  6.  september  2014  af:  http://one-­‐europe.info/from-­‐eu-­‐27-­‐to-­‐eu-­‐28  

Realkreditradet.  (e.d.).  Nauðungasala  heimila.  Sótt  10.  september  2014  af:  http://www.realkreditraadet.dk/Statistics/Forced_sales_of_homes.aspx  

Scanlon,  S.,  Lunde,  J.,  Whitehead,  C.  (2010).  LSE  Research  Online.  Responding  to  the  housing  and  financial  crises:  mortgage  lending,  mortgage  products  and  government  policies.  doi:  10.1080/14616718.2011.548585    

Schwarts,  M.,  Wilson,E.  (e.d.).  Who  can  afford  to  live  in  a  home?  Frá  US  Cansus  Bureau.  Sótt  16.  september  2014  af:  http://www.census.gov/housing/census/publications/who-­‐can-­‐afford.pdf  

Sigríður  Benediktsdóttir,  Gerður  Ísberg,  Guðmundur  Kr.  Tómasson,  Guðríður  Lilja  Sigurðardóttir,  Harpa  Jónsdóttir,  Jónas  Þórðarsson  o.fl.  (ritstjórar).  (2013,  október).  Heimili.  Fjármálastöðugleiki  2013/2  (bls.  19  -­‐  21).  Reykjavík,  Seðlabanki  Íslands    

Statistics  Denmark.  (e.d.).  Heimili,  fjöldskyldur  og  börn  -­‐  töluleg  gögn.  Sótt  12.  september  2014  af:  http://www.dst.dk/en/Statistik/emner/husstande-­‐familier-­‐boern.aspx  

The  European  Parliament  and  the  Council  of  the  European  Union.  (30.  júní  2006).  Directive  2006/48/EC  of  the  European  Parliament  and  the  Council.  Official  Journal  of  the  European  Union.  Sótt  11.  apríl  2014  

Page 59: BA ritgerð í hagfræði Vanskil íslenskra heimila Rut Sigurjónsdóttir.pdf · BA ritgerð í hagfræði ! Vanskil íslenskra heimila Evrópskur samanburður !!! Harpa Rut Sigurjónsdóttir

 

59  

The  World  Bank.  (e.d.  a)  Verg  landsframleiðsla  á  hvern  íbúa  (PPP  jafngildisvirði).  Sótt  6.  september  2014  af:  http://databank.worldbank.org/data/views/reports/tableview.aspx  

The  World  Bank.  (e.d.  b)  Atvinnuleysi  (%  af  heildar  vinnuafli).  Sótt  10.  september  2014  af:  http://databank.worldbank.org/data/views/reports/tableview.aspx    

Umboðsmaður  Skuldara.  (e.d.).  Finnum  lausnina  saman  -­‐  engin  tvö  mál  eru  eins.  Sótt  10.  september  2014  af:  http://www.ums.is/media/umbodsmadur-­‐skuldara/UMS_baeklingur_Net.pdf  

Vilhjálmur  Bjarnason.  (2010).  Íbúalánasjóður  og  áhættustýring.  Þjóðarspegilinn  2010.  Ingjaldur  Hannibalsson  (ritstjóri).  Sótt  13.  apríl  2014  af:  http://skemman.is/stream/get/1946/6752/18556/3/222-­‐234_Vilhjalmur_Bjarnason_VIDbok.pdf  

Yngvi  Örn  Kristinsson.  (e.d.).  Veðsetning  íbúðarhúsnæðis  og  skuldir  heimila.  Samtök  fjármála  fyrirtækja.  Sótt  15.  september  2014  af:  http://sff.is/pistlar/vedsetning-­‐ibudarhusnaedis-­‐og-­‐skuldir-­‐heimila  

Þingskjal  23.  (2012-­‐2013).  Frumvarp  til  laga  um  breytingu  á  lögum  um  samningsveð,  nr.  75/1997,  með  síðari  breytingum.  Alþingistíðindi  A-­‐deild.  Sótt  14.  september  2014  af:  http://www.althingi.is/altext/141/s/pdf/0023.pdf  

Þjóðskrá  Íslands.  (e.d.).  Fjöldi  kaupsamninga  og  velta  eftir  árum  frá  árinu  2001  til  og  með  2013.  Tafla  2.1.  Sótt  15.  september  2014  af:  http://www.skra.is/markadurinn/talnaefni/  

Þorvarður  Tjörvi  Ólafsson  (2009,  september).  Endurskipulagning  skulda  heimila  og  fyrirtækja  í  kjölfar  kerfislægrar  fjármálakreppu.  Seðlabanki  Íslands.  Sótt  10.  september  2014  af:  http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7306