4
Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2015 Bráðabirgðatölur

Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2015 - Bráðabirgðatölur

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið saman bráðabirgðatölur um fjölda helstu brota árið 2015. Hafa ber þann fyrirvara á þessum upplýsingum að tölur fyrir árið 2015 eiga enn eftir að breytast. Þessar upplýsingar gefa þó innsýn í það hvert stefnir. Samkvæmt bráðabirgðatölum LRH þá kemur árið ágætlega út hvað afbrot varðar þó vart verði aukningar auðgunarbrota miðað við fyrri ár. Þá fjölgar tilkynningum vegna líkamsárása milli ára en það skýrist einkum af breyttu verklagi lögreglu í heimilisofbeldismálum og fjölgun tilkynninga í kjölfarið. Flest hegningarlagabrot voru skráð á fyrsta degi ársins og síðan þann 23. ágúst og 1. maí, eða um og yfir 50 brot hvern þessarra daga. Lögregla og tollur lögðu hald á meira magn fíkniefna í ár en fyrri ár. Aukningin var mest í haldlagningu á amfetamíni og kókaíni.

Citation preview

Page 1: Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2015 - Bráðabirgðatölur

Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2015

Bráðabirgðatölur

Page 2: Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2015 - Bráðabirgðatölur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Upplýsinga- og áætlanadeild

2

Hér eru skoðaðar upplýsingar um afbrot og

verkefni hjá LRH árið 2015 borið saman við fyrri

ár. Um er að ræða bráðabirgðatölur en þær

ættu þó að gefa innsýn í hver staðan verður

þegar árið verður gert upp. Fjallað er um öll

skráð brot sem fengu framgöngu.

Afbrot á höfuðborgarsvæðinu árið 2015

Helstu niðurstöður

Þegar sérrefsilagabrot eru skoðuð sér-

staklega kemur í ljós að fíkniefnabrotum

hefur fækkað um tæplega fjórðung

miðað við árið 2014.

Hafa ber í huga að þessar tölur ná

einungis til þeirra mála sem

lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu

stofnar til. Auk þessara mála kemur fíkni-

efnadeild LRH að rannsókn fjölda annarra

fíkniefnabrota sem koma upp víða um

landið.

Lögregla og tollgæsla lögðu hald á um

sjöfalt meira magn amfetamíns árið 2015

en árið á undan eða um 23 kíló. Þá var

lagt hald á um 45 kíló af maríjúana eða

nokkru minna en árið á undan. Lagt var

hald á töluvert meira magn af kókaíni

árið 2015 miðað við síðastliðin ár, eða

um fimm og hálft kíló.

Af umferðarlagabrotum má nefna að-

málum vegna aksturs undir áhrifum

ávana- og fíkniefna hefur fækkaði um

rúmlega 20 prósent miðað við árið 2014.

Einnig fækkaði ölvunarakstursbrotum á

árinu, um tæplega 22 prósent. Hins vegar

fjölgaði ökuhraðabrotum verulega. Hafa

ber í huga að fjöldi þessara brota

markast að einhverju leyti af frum-

kvæðisverkefnum lögreglu.

Umferðarslysum fjölgaði lítillega á milli

ára. Telja þau 429 eða rúmlega átta slys á

viku að meðaltali. Flest slysin áttu sér

stað í september (14) en fæst í apríl (4).

Við lok árs 2015 höfðu 8.923 hegningar-

lagabrot verið skráð hjá lögreglunni á

höfuðborgarsvæðinu.

Eru það 14 prósent fleiri brot miðað við

árið 2014.

Umferðarlagabrotum fjölgaði um fjögur

prósent árið 2015 frá árinu á undan.

Árið 2015 fækkaði sérrefsilagabrotum

um 14 prósent frá árinu 2014.

Þegar hegningarlagabrot eru skoðuð sér-

staklega kemur fram að rúmlega 24 brot

voru skráð hvern dag árið 2015. Þar af

voru flest hegningarlagabrot skráð þann

1. janúar (53 brot), 23. ágúst og 1. maí

(50 brot).

Auðgunarbrot voru um 12 prósent fleiri

árið 2015 miðað við árið 2014. Voru til-

kynningarnar svipað margar og árið

2012.

Innbrotum fjölgaði um 22 prósent árið

2015 frá árinu á undan, eða um 164 brot.

Að meðaltali var tilkynnt um tæplega

þrjú innbrot á dag á árinu samanborið við

rúmlega tvö árið 2013 og átta á dag árið

2009.

Ofbeldisbrotum fjölgaði umtalsvert árið

2015 borið saman við árið 2014 eða um

rúmlega þriðjung.

Þar af fjölgar minniháttar líkamsárásum

(217. gr.) hlutfallslega mest, um 45 pró-

sent.

Við upphaf árs 2015 tók í gildi nýtt verk-

lag í heimilisofbeldismálum sem leiddi til

mikillar fjölgunar heimilisofbeldismála og

skýrir að hluta þessa fjölgun minniháttar

líkamsárása.

Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota stendur

nánast í stað á milli ára. Tilkynnt var um

239 brot árið 2015 en 238 árið 2014.

Page 3: Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2015 - Bráðabirgðatölur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Upplýsinga- og áætlanadeild

3

Afbrot í umdæmi LRH

0

5.000

10.000

15.000

20.000

25.000

30.000

35.000

2010 2011 2012 2013 2014 2015

Hegningarlagabrot 10.929 8.930 8.368 8.110 7.822 8.923

Umferðarlagabrot 27.306 22.694 25.117 19.886 19.958 20.844

Sérrefsilagabrot 2.274 2.263 2.905 2.977 3.405 2.933

Fjö

ldi

Mynd 1. Fjöldi hegningarlagabrota, sérrefsilagabrota og umferðarlagabrota árin 2010 til 2015

Hegningarlagabrot

Tafla 1. Fjöldi helstu hegningarlagabrota árin 2010 til 2015 (ath. tölur fyrir árið 2015 eru bráðabirgðatölur)

2010 2011 2012 2013 2014 2015

Auðgunarbrot 6.780 5.430 4.989 4.751 4.501 5.057

Þjófnaður 4.003 3.311 3.317 3.316 3.119 3.449

Innbrot 2.174 1.463 1.012 851 881 1.073

Rán 33 38 45 47 46 46

Hilming 106 101 111 77 50 60

Gripdeild 55 58 52 42 39 55

Fjársvik 307 326 334 315 276 283

Fjárdráttur 52 91 71 70 48 37

Auðgunarbrot, annað 50 42 47 33 42 54

Kynferðisbrot 200 220 236 416 238 239

Nauðgun 66 81 84 114 71 116

Kynferðisbrot gegn börnum 37 60 64 113 85 46

Klám/barnaklám 13 17 17 21 11 19

Vændi 37 9 22 98 9 4

Kynferðisbrot, annað 47 53 49 70 62 54

Manndráp og líkamsmeiðingar 839 679 757 781 880 1.181

Líkamsárás, minniháttar 704 538 584 630 689 996

Líkamsárás, meiriháttar/stórfelld 106 110 133 124 152 156

Líkamsárás, annað 29 31 40 27 39 29

Eignaspjöll og nytjastuldur 2.277 1.850 1.530 1.372 1.551 1.667

Minniháttar skemmdarverk 1.902 1.513 1.278 1.174 1.238 1.274

þar af rúðubrot 774 560 500 402 423 472

þar af veggjakrot 102 99 47 76 56 54

Meiriháttar skemmdarverk 31 23 22 25 29 37

Nytjastuldur vélknúinna farartækja 344 314 230 173 284 356

Page 4: Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2015 - Bráðabirgðatölur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Upplýsinga- og áætlanadeild

4

Sérrefsilagabrot

Tafla 2. Fjöldi fíkniefnabrota árin 2010 til 2015 (ath. tölur fyrir árið 2015 eru bráðabirgðatölur)

2010 2011 2012 2013 2014 2015

Fíkniefni 1.028 1.183 1.325 1.514 1.737 1.335

Flutningur fíkniefna milli landa 78 55 68 147 217 157

Framleiðsla fíkniefna 215 207 176 140 97 72

Sala og dreifing fíkniefna 78 104 115 177 201 135

Varsla og meðferð ávana og fíkniefna 585 729 892 1.026 1.205 950

Ýmis fíkniefnabrot 63 88 74 24 17 21

þar af stórfelld fíkniefnabrot 39 39 31 40 37 37

2010 2011 2012 2013 2014 2015

Hass (g) 13.626 1.377 546 173 357 1.302

Marijúana (g) 25.245 27.856 19.743 30.786 56.662 43.077

Tóbaksblandað (g) 252 184 214 316 264 234

Amfetamín (g) 7.974 30.897 10.736 28.145 3.438 22.333

Metamfetamín (g) 11 17 0 81 68 13

Ecstasy (g) 125 236 894 101 144 3.500

Ecstasy (stk) 15.084 47.842 1.073 573 1.321 3.775

Kókaín (g) 4.116 1.929 4.279 830 980 5.620

Heróín (g) 0,0 0,0 0,0 0,9 0,0 0,4

LSD (stk) 503 4.488 14 115 2.761 632

Tafla 3. Magn fíkniefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og tollur haldlögðu á árunum 2010 til 2015 (ath. tölur fyrir árið 2015 eru bráðabirgðatölur)