8
1 ISSN 1670-6811 24. árg. 3. tbl. 2015. Útgefandi: Ásatrúarfélagi›, Sí›umúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrg›arma›ur: Bergrós Kjartansdóttir — [email protected] Umbrot: Egill Baldursson Prentun: Prentmet ehf. Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2015 Allsherjarþing verður haldið laugardaginn 31. október í sal félagsins að Síðumúla 15 og hefst það klukkan 14:00 Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Skýrsla lögréttu 2. Reikningar 3. Kosning fulltrúa í lögréttu 4. Kosning skoðunarmanna reikninga 5. Ávarp allsherjargoða 6. Staða hofbyggingar 7. Önnur mál Félagsmenn eru velkomir meðan húsrúm leyfir. Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 1

Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2015Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 5 6 Um fylgjur Oftar en ekki þykir mér gleymast í umræðunni um heiðinn

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2015Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 5 6 Um fylgjur Oftar en ekki þykir mér gleymast í umræðunni um heiðinn

1

ISSN

167

0-68

11

24. árg. 3. tbl. 2015. Útgefandi: Ásatrúarfélagi›, Sí›umúla 15, 108 Reykjavík

Ritstjóri og ábyrg›arma›ur: Bergrós Kjartansdóttir — [email protected]

Umbrot: Egill Baldursson Prentun: Prentmet ehf.

AllsherjarþingÁsatrúarfélagsins 2015

Allsherjarþing verður haldið laugardaginn 31. október í salfélagsins að Síðumúla 15 og hefst það klukkan 14:00

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

1. Skýrsla lögréttu2. Reikningar 3. Kosning fulltrúa í lögréttu4. Kosning skoðunarmanna reikninga5. Ávarp allsherjargoða6. Staða hofbyggingar7. Önnur mál

Félagsmenn eru velkomir meðan húsrúm leyfir.

Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 1

Page 2: Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2015Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 5 6 Um fylgjur Oftar en ekki þykir mér gleymast í umræðunni um heiðinn

2

Haustblót fyrsta vetrardag 24. október 2015Tími uppskeru- og vetrarundirbúnings er hafinn. Dagur styttist og núleitum við inn á við og sækjum birtu og yl með því að hittast íSíðumúla 15 og verma sálir okkar fyrir veturinn.

• Haustveisla að hætti Soho• Hugleikur Dagson skemmtir við borðhald • Kári og Sigurboði flytja okkur Baldursdrauma

Húsið verður opnað kl. 19:30 og blótið hefst kl. 20:00, blóttollur er 3.500 krónur ogmá greiða hann á skrifstofunni í Síðumúla á skrifstofutíma eða inn á reikning félags-ins (0101-26-011444, kt. 680374-0159) fyrir fimmtudaginn 22. október.

MUNIÐ ALLSHERJARÞING LAUGARDAGINN 31. OKTÓBER

Ung goð á BarnagamnifélagsinsBörnin sem sækja Barnagaman í Síðu -múla 15 á sunnudögum eiga von áskemmti legum glaðningi. Jóhann Waage,einn pabbinn sem stendur að Barna -gamninu, hefur hannað glaðlega og lit-skrúðuga boli sem hann kallar ‘Ung goð’og allir krakkar sem sækja Barna gam an iðfá bol að gjöf frá félaginu. Á bolnum ermynd af Freyju með valshaminn ogannan köttinn sinn og Þór með hamar-inn Mjölni. Bolirnir eru framleiddir ífjórum barnastærðum.Barnagaman hefur nú verið starf-

rækt í um það bil þrjá mánuði. Hitannog þungann af starfinu bera hjóninSvan dís Elísa og Jóhann, ásamt FjóluElvan og eiga þessir þremenningar sér-stakann heiður skilinn fyrir framlag sitt.

Krakkarnir sem sækja Barnagaman á sunnudög-um fá bol að gjöf með mynd af Freyju og Þór.

Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 2

Page 3: Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2015Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 5 6 Um fylgjur Oftar en ekki þykir mér gleymast í umræðunni um heiðinn

Mikil vinna er lögð í starfið og í hvert skipti er eitt-hvert meginþema svo sem leikir og spil, leir, og stund -um bíó.Barnagaman er starfrækt alla sunnudaga milli kl.

13:00 og 16:00.Dagskráin er auglýst á Facebook-síðunum tveim;

Ásatrúarfélagið og Barnagaman Ásatrúarfélagsins.

Dagskrá næstu sunnudaga:

18. október: Göngutúr og leiksvæðið á Klambra -túni skoðað.

25. október: Perlur. 1. nóvember: Lestur og leir. 8. nóvember: Lestur og videó.

3

Ólafur Leó, 5 ára, teiknaði þessafínu mynd af Miðgarðsorminumað stela Mjölni, hamri Þórs.

Fornir fundir í litFyrsta einkasýning Elaine Ní Cuana á Íslandi í salÁsatrúarfélagsins.Laugardaginn 17. október opnar Elaine Ní Cuana

sýningu á akrýlverkum á striga í sal Ásatrúarfélagsinsvið Síðumúla. Sýningin er opin á skrifstofutíma eðaalla virka daga frá kl. 13:30 til 16:00 og á opnu húsialla laugardaga frá kl 14:00 til 16:00. Sýningin ersölusýning og stendur út nóvember.Elaine er írsk og gengur undir listamannsnafn-

inu Sgraffito, en margir ásatrúarmenn þekkja hanabetur sem einn af tónlistarmönnunum í Hrafna galdrisem hefur oft skemmt okkur á blótum.Elaine kynntist fornleifafræði ellefu ára gömul.

Hugur hennar heillaðist af listaverkum fyrri kyn -slóða sem þá voru þó aðeins vísindaverkefni í henn -

ar augum, sneydd lífi, litum, og tengingu við fólkið sem skóp þau.Hún lagði upphaflega stund á landslagsmyndir en áhugi hennar á fornri list nor-

rænna manna jókst stöðugt og ekki hvað síst áttu listaverkin í Gaukstaða- ogAsebergskipunum þátt í því að hún söðlaði um í listsköpun sinni. Elaine hóf að lesaí söguna og táknin í þessum fornu myndverkum, glæða þau lífi og lit á ný og greiðaþeim leiðina til nútímamannsins.Verk Elaine eru skemmtileg endurlífgun fornrar norrænnar myndlistar og allir

eru velkomnir að koma og njóta í salnum okkar.

Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 3

Page 4: Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2015Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 5 6 Um fylgjur Oftar en ekki þykir mér gleymast í umræðunni um heiðinn

4

Barnabolirnir eru í fjórum stærðum og eru til sölu á skrifstofunni og kosta 2.800krónur og rennur andvirðið í hofsjóðinn. Bolirnir eru fyrirtaks afmælis- eða jólagjöfhanda börnum og um leið er hægt að styrkja hofbygginguna.

Myndina af Freyju og Þór hannaði Jóhann Waage.

Siðfræðsla síðasta laugardag hvers mánaðarFræðsla, sem ætluð er þeim sem hyggja á siðmálaathöfn, er hafin í Síðumúla 15. Enner hægt að skrá sig í fræðsluna með því að hafa samband við skrifstofuna. Siðmálaathafnir og siðfræðslan hafa eingöngu verið auglýstar á miðlum félagsins

og þess vegna er óhætt að segja að enginn þrýstingur sé frá samfélaginu að taka sið -málum eða sækja fræðsluna. Það er því sérstaklega ánægjulegt að áhuginn og þátt-takan skuli aukast ár frá ári.Siðfræðslan snýst um að kynna helstu gildi ásatrúar og heiðni og fræðslan fer að

mestu fram í spjallformi. Rætt er um goðin og hvað þau standa fyrir og velt fyrir sérheilræðum Hávamála sem eru einhver merkasti bókmenntalegi og siðræni arfur semnokkur þjóð hefur hlotið í vöggugjöf.

Bolir til styrktar hofsjóði

Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 4

Page 5: Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2015Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 5 6 Um fylgjur Oftar en ekki þykir mér gleymast í umræðunni um heiðinn

5

Við veltum fyrir okkur heiðinni lífssýn, þ.e.a.s. virðingu fyrir náttúrunni, mann -legum samskiptum, ábyrgð og drengskap ásamt ýmsum siðfræðilegum og heimspeki-legum álitamálum sem allir rekast á í lífinu.Þeir sem taka siðmálum þurfa ekki að standa skil á kennisetningum eða fara með

trúarjátningar. Þeir þurfa hins vegar að þekkja heiðinn sið til að geta gert upp við sighvort þeir treysta sér til að opinbera fyrir sér og öðrum að þeir vilji hafa heiðinn siðað leiðarljósi í lífinu.Siðfræðslan fer fram í Síðumúla 15, síðasta laugardag í hverjum mánuði og hefst

klukkan 12:00.

Handverkskvöld á þriðjudögum í veturGleðiefni er frá því að segja að í húsakynnum Ásatrúarfélagsins verða haldin hand-verkskvöld í allan vetur á þriðjudögum kl. 20:00. Fyrsta handverkskvöldið verður 20.október og ætlar Marianne Guckelsberger tóvinnukona að vera á staðnum og veitaráðgjöf varðandi spuna á íslenskri ull, jurtalitun á bandi o.fl. Einnig verður hægt aðkaupa af henni ull eða jurtalitað band ef einhver ætlar að spinna eða vefa. Mariannemun eflaust verða með okkur fleiri þriðjudagskvöld í vetur. Handverkskvöldin eru hugsuð fyrir alla þá sem hafa áhuga á handverki og geta

þeir komið með þá handavinnu með sér sem verið er að vinna þá stundina. Hvortsem það er að sauma, tálga, kríla, vinna með leður, horn og bein eða skartgripagerðýmiskonar, spinna, perla, prjóna, hekla — bara hvað sem er. Síðast en ekki síst eralltaf ástæða til að hitta aðra, gleðjast, spjalla og vinna saman, miðla þekkingu oghafa gagn og gaman af. Í bígerð er að fá svo fleira fólk sem hefur sérþekkingu á ýmsu handverki til að

koma og miðla af reynslu sinni. Allar ábendingar varðandi það eru vel þegnar.Það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur og meðlæti á boðstólum. Allir hjartan-

lega velkomnir.

Haustblót í Ásheimi í SkagafirðiHaldið verður haustblót í Ásheimi í Skagafirði þann 16. október kl. 20:00og er það með sama sniði og venjulega.

• Heitt grill verður á staðnum, kalt gos og tilheyrandi borðbúnaðuren það sem fólk vill setja á grillið skal það hafa með sér.

• Allir velkomnir og mætum sem flest.

Kveðja, Árni Hegranesgoði

Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 5

Page 6: Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2015Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 5 6 Um fylgjur Oftar en ekki þykir mér gleymast í umræðunni um heiðinn

6

Um fylgjurOftar en ekki þykir mér gleymast í umræðunni um heiðinn sið allskyns furðuverurog hugtök sem skipa veigamikinn sess í heiðnum heimsmyndum. Margt af þessu erþó enn ljóslifandi fyrir Íslendingum líkt og feigð, að storka örlögum, draumar, nafna-vitjun þar sem móðir dreymir að manneskja komi í draum hennar og vitji nafnsviðkomandi barns og þykir það óráð að fara ekki eftir því. Af verum er þá einnig að nefna fylgjur, dísir, dverga, álfa, landvætti og þar fram

eftir götunum. Víða í Íslendingasögunum er talað um fylgjur sem áttu að hafa fylgt fólki frá

blautu barnsbeini. Oftast nær koma fylgjurnar fram sem dýr í draumum fólks líkt ognaut, geitur, birnir, úlfar, ernir, og til dæmis einu sinni hestur, en mögulega eru þettaleifar af svokölluðum totenisma síðan úr steinöld þar sem fólk skipti um ham og gatverið í dýralíki og „varð“ þannig dýrið. Hver og einn hefur átt sína fylgju, sem oftaren ekki var eitthvað af þessum dýrum. Oftast nær eru fylgjurnar sagðar „rammarmjög“ og harðgerðar og eiga þær það sameiginlegt að vera baráttudýr en hvergi komafram fylgjur sem eru krúttlegir kettir, kindur eða mýs. Ef fylgjur hafa barist í draumumfólks og tapað eða eru veiklulegar táknar það feigð eigandans.Úr Njálssögu ,,Hvað sérð þú þess er þér þykir með undarlegu móti vera,“ segir Njáll.,,Mér þykir hafurinn liggja hér í dælinni og er alblóðugur allur.“ …,,þú munt vera maður feigur,“ segir Njáll, ,,og munt þú séð hafa fylgju þína og ver

þú var um þig.“,,Ekki mun mér það duga, “ segir Þórður. En á öðrum stöðum er einnig hægt að sjá fylgjur yfirgefa sinn fylgdarmann ef hann

er feigur en fylgjur eru snöggar að yfirgefa feigt fólk líkt og rottur sökkvandi skip. Síðar breytast hugmyndir Íslendinga um fylgjur og verður æ minna af þeim dýr

en mun fleiri mannafylgjur og ættarfylgjur, og ráða þar líklegast kristnar hugmyndirmanna um að maðurinn hafi komið á undan dýrum, og þykir ósmekklegt að hafadýrafylgjur, enda hafa menn eflaust blandað þessu við hugmyndir um verndarengla.Hins vegar hafa fornar hugmyndir manna verið andstæðar, menn talið sig vera hlutaaf dýraflórunni og/eða að við höfum komið á eftir dýrunum enda báru menn ómældavirðingu fyrir kröftum og eiginleikum dýra.

Kári Pálsson

Veturnáttablót Hornfirðingaverður fyrsta vetrardag, laugardaginn 24. október við Sílavík oghefst kl. 17:00.Blótið er helgað Frigg, uppskeru haustsins og öllum þeim lifandi verum semhverfa til hinnar eilífu hringrásar.

Kveðja, Sigurður Mar Svínfellingagoði

Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 6

Page 7: Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2015Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 5 6 Um fylgjur Oftar en ekki þykir mér gleymast í umræðunni um heiðinn

7

Landvættablót fullveldisdaginn 1. desemberLandvættablót verða haldin þriðjudaginn 1. desember í öllum landsfjórðungum aukþess sem blót verður á Þingvöllum á sama tíma. Öll hefjast blótin stundvíslega kl. 18:00 nema á Austurlandi sem hefst kl. 20:00.

• Bergrisinn verður blótaður á Flösinni við Garðskagavita.• Griðungurinn verður blótaður í Einkunnum við Borgarnes.• Örninn verður blótaður á Hamarkotstúni á Akureyri. • Drekinn verður blótaður við Ferjusteina við norðurenda Lagarfljótsbrúar,bíla stæði við Bókakaffi.

• Sameiningarblót verður á Þingvöllum.

Vonumst til að sjá sem flesta á þessum þýðingarmiklu og sérstöku blótum.

Sundurlausar hugleiðingar úti um hvippinn og hvappinnÞað er ef til vill verið að bera í bakkafullan lækinn að rita enn eina hugleiðingu umhofið þegar meira en eitt ár er í að við sjáum fyrir endann á byggingarferlinu.En því er ekki að leyna að áhugi innanlands og erlendis frá fer stigvaxandi og er

langtum meiri en nokkur hafði vænst.Það líður ekki sú vika að ekki sé umfjöllun í heimspressunni og það er merkjanleg

fjölgun á ferðalöngum sem hafa samband og vilja fræðast um stöðu byggingarfram-kvæmda.Það er ennfremur ánægjulegt að fjölmargir hafa haft samband og boðið fram

starfskrafta sína þegar og ef þeir nýtast. Og þá eru ekki taldir með þeir sem sjáviðskiptatækifæri í þessu og bjóða upp á ráðgjöf og samstarf.Í kjölfar heiftarlegra athugasemda um félagið, starfsemi þess og hofbygginguna á

erlendum netsíðum, kom holskefla stuðningsyfirlýsinga frá einstaklingum og hópumsem þaggaði niður í þessum hjáróma röddum sjálfsupphafningar og haturs og núorðiðkvaka þessir óánægjupostular helst undir hlægilegum titlum og illa stafsettum dul -nefnum á dökka vefnum, sér og fræðimönnum á sviði sérkennilegra nýtrúarhreyfingatil yndis og upplýsingar. Heilbrigð afstaða okkar gegn fordómum og kynþáttahyggju hefur reynst hin besta

sía og núorðið er nokkuð skýrt hvar við höfum okkar fólk.Nú sem áður hvetjum við fólk til að leggja orð í belg. Margar góðar hugmyndir

hafa borist okkur og munu örugglega berast á næstu misserum.Ég hvet fólk eindregið til að fylgjast með starfseminni og framkvæmdum á heima -

síðunni og Facebook-síðunni því við munum leggja áherslu á aukna upplýsingagjöfog miðlun.

Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði

Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 7

Page 8: Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2015Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 5 6 Um fylgjur Oftar en ekki þykir mér gleymast í umræðunni um heiðinn

8

Frá lögsögumanniHeil og sæl!Viðburðaríkt starf hefst aftur með haustinu. Leshópurinn hefur hafið göngu sína ámiðvikudögum kl. 20:00, þar sem Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði fer yfir valinEddukvæði. Opið hús er á laugardögum frá kl 14:00 til 16:00. Barnagaman Ásatrúar -félagsins er einnig í fullum gangi á sunnudögum. Spennandi verður jafnframt aðfylgj ast með handverkskvöldum sem hefjast 20. október.Margir hafa spurt mig hvernig hofið muni líta út og vil ég benda þeim á að teikn-

ingar hofsins eru komnar á netið.Hægt er að skoða teikningar Magnúsar Jenssonar arkitekts á heimasíðu hans,

http://magnus.jensson.is/ — smellt á Verk/projects og svo á Hof Ásatrúarfélagsins íÖskjuhlíð. Þegar þangað er komið er hægt að skoða staðsetningu, teikningar ogmyndir af sólarljósi inni í hofinu við mismunandi árstíðir. Ég hvet félagsmenn til aðskoða teikningarnar enda verður þetta stórmerkileg bygging á Íslandi og mikill áfangií sögu félagsins. Samningur var gerður við Jökulfell ehf. um fleygun á góðum kjörum og er verkið

hafið. Jökulfell mun fleyga og sprengja samtímis bæði fyrir helgidómnum sem rísfyrst, og safnaðarheimilinu sem byggt verður í öðrum áfanga, og sjá þeir að sjálfsögðuum að öllum öryggiskröfum verði fylgt meðan á framkvæmdum stendur. Samkvæmtleiðréttingum á klapparmælingu breytist dýpt hofsins eilítið og verður gólfið í 16,8metra hæð yfir sjávarmáli, klöppin sjálf verður hæst 3,27 metrar og rúmlega þriggjametra hár klapparveggur verður inni í hofinu á um 21 metra bili.Framkvæmdarsvæðið er að sjálfsögðu girt af og vinnuvélar og malarar á svæðinu,

en reynt verður að nýta grjótið sem mest á staðnum. Minnir það mig nokkuð áGróttasöng þegar tvær jötnameyjar sem sagðar eru framvísar og máttkar mala úrgrjóti auðæfi sem hofið okkar á svo sannarlega eftir að vera fyrir land og þjóð.

Veltum grjótiof garð risasvo að fold fyrirfór skjálfandisvo slöngðum viðsnúðga steini,höfga halli,að halir tóku.

Kári Pálsson

Vor siður 3. tbl. 2015.qxp_Vor sidur 2006 3.10.2015 14:55 Page 8