8
Akraneskaupstaðar 2014 Atvinnumálastefna

Atvinnumálastefna Akraneskaupstaðar

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Akraneskaupstaðar2014

Atvinnumálastefna

Ávarp bæjarstjóra

Atvinnumálastefna Akraneskaupstaðar lítur nú dagsins ljós en það eru fulltrúar í starfshópi atvinnu- og ferðamála bæjarins sem hafa leitt mótun stefnunnar í samráði við íbúa, fyrirtækja- eigendur og aðra hagsmunaaðila. Stefnan sýnir áherslur Akraneskaupstaðar þegar kemur að atvinnulífinu en einnig eru sett fram verkefni sem ýmist er á ábyrgð bæjarstjórnar, fagráða eða bæjarstjóra fyrir hönd stjórnsýslunnar að framfylgja. Öflugt atvinnulíf er forsenda búsetu og lífsgæða á Akranesi og það skiptir miklu máli að bæjar-yfirvöld hafi skýra sýn í þeim efnum. Í dag eru yfir fjögur hundruð fyrirtæki starfandi á Akranesi og það hlýtur að vera keppikefli okkar allra að þau fyrirtæki sem eru þegar í rekstri nái sem bestum árangri og að umhverfið sé ennfremur hvetjandi fyrir nýja aðila til að hasla sér völl í fyrirtækjarekstri á Akranesi. Í könnun sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa gert á meðal atvinnurekenda í bænum kemur fram að þeir telji að gott starfsfólk sé lykill að árangri fyrirtækjanna. Það er mikilvægt veganesti að hafa í kynningum á Akranesi sem vænlegum kosti fyrir ný fyrirtæki því mannauðurinn er uppistaðan í góðum rekstri. Fyrir hönd Akraneskaupstaðar vil ég þakka starfshópi um atvinnu- og ferðamál fyrir ötula vinnu við gerð stefnunnar og óska okkur öllum til hamingju með afraksturinn.

Regína ÁsvaldsdóttirBæjarstjóri

1

Það er mér mikil ánægja að kynna hér atvinnumálastefnu Akraneskaupstaðar, sérstaklega þar sem hún er að mestu leyti unnin í samvinnu við bæjarbúa og atvinnulífið í bænum. Starfshópur um atvinnu- og ferðamál sá um að halda utan um þessa vinnu og taka saman þau gögn sem féllu til m.a. eftir fjölmennan atvinnumálafund í árslok 2013. Ásamt þeim gögnum var haft til hliðsjónar það efni sem er afrakstur vinnu sem unnin var á stórum íbúafundi sem haldinn var varðandi Sementsreitinnog niðurstöður úr fyrirtækjakönnun sem SSV gerði hjá fyrirtækjum á Akranesi. Við teljum okkur hafa náð að fanga nokkuð vel hugmyndir og skoðanir íbúa og fyrirtækja hér á Skaganum við vinnslu þessarar stefnumótunar. Starfshópinn skipa ásamt undirritaðri sem er formaður, þau Guðni Tryggvason, Helga Rún Guðmundsdóttir, Hörður Svavarsson, Katla Ketilsdóttir, Ólafur Adolfsson og Sævar Freyr Þráinsson. Styrkleikar Akraness eru margir. Innri gerð bæjarins er sterk, við erum með góða leik- grunn- og framhaldsskóla og búum við góðar almenningssamgöngur, auk þess sem við erum með góða heilsugæslu og sjúkrahús á staðnum. Bærinn er ákjósanlegt svæði fyrir fyrirtæki með nægu lóðaframboði og umfram allt traustu vinnuafli. Við teljum hlutverk Akraneskaupstaðar ekki vera það að segja fyrirtækjum bæjarins fyrir verkum. Hlutverk hans er fyrst og fremst að sjá til þess að hér sé frjór jarðvegur fyrir atvinnulífið, þannig að núverandi fyrirtæki geti blómstrað, jafnframt því sem það sé eftirsóknarvert fyrir ný fyrirtæki að hefja hér rekstur og að frumkvöðlar fái að njóta sín. Meginmarkmið stefnunnar er fyrst og fremst að skapa ný störf og hlúa að þeim sem fyrir eru snúa vörn í sókn og marka okkur stefnu til framtíðar. Við hlökkum til að vinna að áframhaldandi upp-byggingu atvinnulífsins á Akranesi í samvinnu við ykkur kæru bæjarbúar, í átt að þeirri framtíðarsýn sem við saman setjum okkur með þessari atvinnumálastefnu bæjarins.

Ávarp formanns starfshóps um atvinnu- og ferðamál

Ingibjörg Valdimarsdóttir,formaður starfshóps um atvinnu- og ferðamál

2

Við viljum fjölbreytt atvinnulíf, fjölgun starfaog nýsköpun, þannig að næg atvinnutækifæri verði fyrir alla.

Framtíðarsýn

3

Jafnrétti - Stuðla að jafnrétti í

atvinnulífinu og vinna gegn mismunun

Metnaður - Vera leiðandi, viðhalda

núverandi grósku og finna stöðugt ný

tækifæri

Jákvæðni - Vera jákvæð og stolt af

bænum okkar og sjá tækifæri til

uppbyggingar í framtíðinni

Samvinna - Tengja saman

einstaklinga, hópa, atvinnulíf og

sveitarfélög

Nýsköpun - Hvetja einstaklinga, hópa,

núverandi- og ný fyrirtæki til

nýsköpunar

Leiðarljós

4

Hlutverk og markmið Akraneskaupstaðar

Stuðla að frjóum jarðvegi fyrir atvinnulíf

Sjá til þess að uppbygging atvinnulífs verði ávallt í brennidepli

Hvetja til samvinnu einstaklinga, hópa og fyrirtækja við

uppbyggingu atvinnumála.

Góð og gagnsæ stjórnsýsla til fyrirmyndar

Hvatning til nýsköpunar í atvinnulífi

Byggja upp og styrkja sjávartengda starfsemi

Auka vægi ferðaþjónustu

Efla verslun og þjónustu

Upphefja listir og menningu sem atvinnugrein

Auðvelda þjónustuferla og vera samkeppnishæf í atvinnusköpun

Styðja við sí- og endurmenntun

5

Viðhalda sterkum innviðum í fjölskylduvænu samfélagi Fjölskylduvænt samfélag

Öflug samfélags- og heilbrigðisþjónusta

Stuðla að jafnrétti í atvinnulífinu

Styrkja ímynd bæjarins Gera Akranes sýnilegra gagnvart ferðamönnum

Efla stolt bæjarbúa af bænum

Laða fólk til bæjarsins

Tryggja góðar samgöngur, fjarskipti, vatn og orku Öflugar samgöngur til og frá Akranesi

Bæjarfélagið sé ávallt í fremstu röð þegar kemur að fjarskiptum

Nægur aðgangur að vatni og orku

6

Myndvinnsla, umbrot og hönnun: Unnur Jónsdóttir

Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason og Jónas Ottósson.

Myndir í eigu Akraneskaupstaðar

Atvinnumálastefna Akraneskaupstaðar var samþykkt

í bæjarstjórn Akraness 27. maí 2014

Bæklingur þessi um atvinnumálastefnu

Akraneskaupstaðar er gefinn út í

maí 2015 // Vefútgáfa á akranes.is