12
1 Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar VERKEFNAÁÆTLUN 2013-2014

Velferðarstefna Akraneskaupstaðar, verkefnaáætlun 2013-2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Velferðarstefna Akraneskaupstaðar, verkefnaáætlun 2013-2014

1 Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar

VERKEFNAÁÆTLUN

2013-2014

Page 2: Velferðarstefna Akraneskaupstaðar, verkefnaáætlun 2013-2014

2 Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar

Velferðarstefna Akraneskaupstaðar 0-18 ára - verkefnaáætlun

Velferðarstefnan tekur fyrst og fremst til barna frá fæðingu að 18 ára aldri, forráðamanna

þeirra og allra sem vinna að bættri lýðheilsu barna á Akranesi.

Í velferðarstefnunni er greint frá hlutverki og markmiðum hennar. Skilgreindar eru almennar

og sértækar forvarnir og lögð fram þau grunngildi sem hagsmunaaðilar eru sammála um að

unnið sé með í starfi með börnum og ungmennum 0-18 ára á Akranesi.

Með framtíðarsýninni er dregin upp mynd af því hvernig hagsmunaaðilar sjá fyrir sér að starf

með börnum og ungmennum skuli líta út í nánustu framtíð. Stefnan er síðan mótuð og er hún

leiðarvísir um hvernig framtíðarsýninni verði náð. Áherslur í forvörnum þurfa eðli málsins

samkvæmt að vera breytilegar eftir aldursskeiðum. Því er aldursskeiðinu frá fæðingu til átján

ára aldurs skipt í fimm aldursstig. Að lokum eru sett fram hvatningarorð um mikilvægi

samveru barna og foreldra.

Með velferðarstefnunni fylgir verkefnaáætlun sem greinir frá þeim fjölmörgu

verkefnum sem unnin eru í störfum með börnum og ungmennum og eru í takt við þá

framtíðarsýn sem birtist í stefnunni. Verkefnin í áætluninni eru engan vegin tæmandi

og sum þeirra eru viðvarandi frá einu ári til annars. Verkefnaáætlunin verður

endurskoðuð árlega þar sem ný verkefni bætast við og staða annarra metin.

Á Akranesi hafa áherslur og verkefni í velferðarmálum m.a verið byggð á niðurstöðum

rannsókna frá Rannsókn og Greiningu, og öðrum áreiðanlegum rannsóknum og könnunum.

Markmið rannsókna á börnum og ungmennum á landsvísu er að bera saman stöðu eftir

landsvæðum, tengja saman þætti varðandi andlega og líkamlega líðan og lífsstíl þeirra,

námsárangur og vímuefnaneyslu svo eitthvað sé nefnt. Slíkar rannsóknir eða kannanir gefa

vísbendingar um stöðu forvarnarmála frá einum tíma til annars, hvernig eigi að forgangsraða

og upplýsa hvar skórinn kreppir. Þannig verður reynt að tryggja að áherslur og aðgerðir í

forvarnarmálum í sveitarfélaginu verði markvissar og skili árangri.

Page 3: Velferðarstefna Akraneskaupstaðar, verkefnaáætlun 2013-2014

3 Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar

Almennar forvarnir - Sértækar forvarnir

Almennar forvarnir

Almennar forvarnir taka til allra barna og ungmenna í sveitarfélaginu og fjölskyldna

þeirra. Þær miða að því skapa fjölskylduvænt umhverfi og búa börn og ungmenni sem

best undir lífið, m.a. með því að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og vímuefnalausri

æsku og styrkja sjálfs- mynd og siðferðisvitund barna og ung- menna.

Sértækar forvarnir

Sértækar forvarnir eru tímabundnar að- gerðir í forvarnarmálum. Þær byggjast á

niðurstöðum rannsókna/kannana eða vitneskju og þekkingu þeirra fjölmörgu einstaklinga,

stofnana eða félaga sem koma að forvarnarmálum í sveitarfélaginu.

Sértækar forvarnir beinast yfirleitt að tilteknum hópum barna og ungmenna og fjölskyldum

þeirra og miða að því að veita fræðslu og ráðgjöf eða koma upp

nýjum meðferðarúrræðum vegna tiltekinna áhættuþátta í umhverfinu. Þar er m.a. átt við

offitu, neyslu vímuefna, einelti, andfélagslega hegðun, brottfall úr skóla, tómstundum og

íþróttum.

Sem dæmi um aðgerðir á sviði sértækra forvarna má nefna átaksverkefni í skólum um hollt

mataræði, foreldrarölt, eftirlit með sölu tóbaks, ábendingar til foreldra varðandi eftirlitslaus

samkvæmi og ýmis námskeið og fræðslu.

Page 4: Velferðarstefna Akraneskaupstaðar, verkefnaáætlun 2013-2014

4 Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar

VERKEFNAÁÆTLUN

Uppeldi hefst við fæðingu og ábyrgð þess er í höndum foreldra að 18 ára aldri. Uppeldi er margslungið og flókið ferli þar sem foreldrar

gegna lykilhlutverki. Uppeldi fyrstu áranna felst m.a. í að kenna barni æskilega hegðun og samskipti og að veita því markvissa örvun og

þjálfa færni á ólíkum þroskasviðum. Áhersla er lögð á stuðning við fjölskylduna með fræðslu og ráðgjöf og þannig stuðlað að því að

börnunum sé búin bestu mögulegu uppeldisskilyrði á hverjum tíma.

Með samvinnu og samábyrgð viljum við búa börnum bestu uppeldisskilyrði og stuðla þannig að heilbrigði og hamingju með því að:

Leita sífellt leiða til að efla og fræða alla þá er koma að uppeldi barna.

Í frumbernsku er mikilvægt að stuðla að öryggi barna og styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu og leggja þannig grunn að heilbrigðum

lífsháttum.

Almennar aðgerðir 0-2 ára Ábyrgð Samstarfsaðilar Árangursmat Tímasetning

Ungbarnaeftirlit

Eftirlit og ráðgjöf til foreldra um næringu,

tilfinningatengsl, umönnun, aga, slysavarnir

og hlutverk og ábyrgð uppalenda.

Heilsugæsla /Ungbarnavernd Fjölskyldusvið Fjöldi heimsókna Viðvarandi verkefni

Fræðsla um barnavernd og

tilkynningarskyldu barnaverndarlaga.

Markhópur: Dagforeldrar

Félagsþjónusta Félagsþjónustan og dagforeldrar Vitundarvakning meðal

dagforeldra Haust 2014

Page 5: Velferðarstefna Akraneskaupstaðar, verkefnaáætlun 2013-2014

5 Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar

VERKEFNAÁÆTLUN

Leikskólaárin eru mótunarár í uppvexti barna. Þetta aldursbil einkennist af miklu lærdóms- og þroskaferli á öllum sviðum. Samhliða

hvatningu og umhyggju þarf barnið festu og aðhald. Leikskólinn er kjörinn upplýsingabanki um uppeldi þar sem fagfólk getur leiðbeint

foreldrum og veitt uppeldisráðgjöf.

Með samvinnu og samábyrgð viljum við búa börnum bestu uppeldisskilyrði og stuðla þannig að heilbrigði og hamingju með því að :

Leita sífellt leiða til að efla og fræða alla þá er koma að uppeldi barna.

Skipulag íþrótta- og tómstundastarfs taki mið af þroska, persónugerð, hæfileikum, getu og áhugasviði hvers og eins

Almennar aðgerðir 2-6 ára Ábyrgð Samstarfsaðilar Árangursmat Tímasetning

Stuðningur við foreldra í

uppeldishlutverkinu. Fræðsla og ráðgjöf til

foreldra um þroska barna, þjónustu

leikskóla og samvinnu skóla og heimilis.

Markhópur: foreldrar

Leikskólastjórar

Starfsfólk leikskóla /foreldrar

.Viðhorfskönnun meðal

foreldra

Foreldraviðtöl

Viðvarandi verkefni

Umferð og öryggi.

Markhópur: Börn og foreldrar

Leikskólastjórar

Lögregla, Grundaskóli

móðurskóli í umferðafræðslu

Í samráði við starfsáætlun

skóla. Viðvarandi verkefni

Fræðsla um barnavernd

og tilkynningarskyldu

barnaverndarlaga.

Markhópur: Starfsfólk leikskóla

Fjölskyldusvið Félagsþjónusta/Leikskólastjórar Vitundavakning um skyldur

starfsfólks skóla Haust 2014

Samræmd móttaka nýbúa á leikskóla

Markhópur: Nýbúar Fjölskyldusvið Leikskólastjórar

Viðhorfskönnun meðal

foreldra

Foreldraviðtöl

Viðvarandi verkefni

Brúum Bilið: Samstarfsverkefni leik- og

grunnskóla sem stuðla á að öryggi og

vellíðan barna þegar þau flytjast á milli

skólastiga

Fjölskyldusvið Starfsfólk leik- og grunnskóla Matsfundur að vori Viðvarandi verkefni

Page 6: Velferðarstefna Akraneskaupstaðar, verkefnaáætlun 2013-2014

6 Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar

VERKEFNAÁÆTLUN

Upphaf grunnskólagöngu eru mikil tímamót í lífi hvers barns. Mikilvægt er að vel takist til frá upphafi og börnum séu búnar sem bestar

aðstæður til náms og þroska innan skólakerfisins. Á þessu aldursskeiði er mikilvægt að sinna tómstundum barna, hvetja þau til að sinna

námi sínu og sýna hugðarefnum þeirra áhuga. Það skiptir miklu að allir sem með einum eða öðrum hætti koma að uppeldi barna á

þessum aldri, hvort sem það er innan fjölskyldunnar, í skólakerfinu eða í íþrótta- og tómstundastarfi, vinni sameiginlega að því að leggja

grunn að heilsteyptri sjálfsmynd og sjálfsvirðingu barna.

Með samvinnu og samábyrgð viljum við búa börnum bestu uppeldisskilyrði og stuðla þannig að heilbrigði og hamingju með því að :

Leita sífellt leiða til að efla og fræða alla þá er koma að uppeldi barna og ungmenna.

Skipulag íþrótta - og tómstundastarfs taki mið af þroska, persónugerð, hæfileikum, getu og áhugasviði hvers og eins.

Stuðla að því að börn og ungmenni fái viðeigandi fræðslu þannig að þau tileinki sér jákvætt viðhorf til heilbrigðra lífshátta.

Almennar aðgerðir 6-12 ára Ábyrgð Samstarfsaðilar Árangursmat Tímasetning

Námskeið og fræðslufundir um samskipti

foreldra og barna, samstarf heimilis og skóla

Markhópur: Foreldrar

Skólastjórar, Foreldrar, starfsfólk skóla,

sérfræðiþjónusta Fjöldi for.funda. Haust 2015

Umferð/ öryggi

Markhópur: Nemendur í 1.-7.bekk Skólastjórar

Lögregla/Umferðafræðsla

Grundaskóla/foreldrar

Í samráði við starfsáætlun

skóla Viðvarandi verkefni

Markviss fræðsla gegn óhóflegri og/eða

óskynsamlegri notkun net- og myndmiðla.

Markhópar: Nemendur og foreldrar

Skólastjórar

Verkefnisstjóri æskulýðs og

forvarnamála, Lögregla,

Skagaforeldrar

Fjöldi fræðsluerinda,

Niðurstöður rannsókna Viðvarandi verkefni

Markviss fræðsla gegn einelti..

Markhópur: nemendur, foreldrar og

starfsfólk skóla

Skólastjórar, námsráðgjafar Starfsfólk skóla,

Skagaforeldrar,foreldrar, Þorpið

Mat úr íðankönnunum .

Niðurstöður rannsókna Viðvarandi verkefni

Rannsókn:Líðan barna, í 5. til 7. bekk,

hagir og líðan Rannsókn og greining Skólastjórar Niðurstöður rannsókna 2013/2015

Fræðsla um barnavernd og

tilkynningarskyldu barnaverndarlaga

Markhópur:

Fjölskyldusvið Skólastjórar, Þorpið

Íþrótta og tómstundafélög

Vitundavakning um skyldur

starfsfólks skóla, íþrótta-og

tómstundafélaga

September 2014

Page 7: Velferðarstefna Akraneskaupstaðar, verkefnaáætlun 2013-2014

7 Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar

Starfsmenn grunnskóla

og íþrótta- og tómstundafélaga

6H heilsunnar*

Markhópur: Nemendur Skólaheilsugæsla Umsjónarkennarar

Heilsufarsmælingar

skólahjúkrunarfræðings. Viðvarandi verkefni

Fræðsla, ráðgjöf og aðgerðir

gegn reykingum, nef- og

munntóbaksnotkun

Markhópur: Nemendur 7.bekkjar

Verkefnisstjóri æskulýðs og

forvarnamála

Verkefnistjóri æskulýðs og

forvarna, skólaheilsugæsla,

námsráðgjafar,

Niðurstöður rannsókna 2013-2015

*6H heilsunnar sem er samstarfsverkefni skólaheilsugæslunnar og embætti landlæknis (áður Lýðheilsustöðvar).

Page 8: Velferðarstefna Akraneskaupstaðar, verkefnaáætlun 2013-2014

8 Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar

VERKEFNAÁÆTLUN

Unglingsárin geta verið umbrotatími í lífi barna. Þá koma í ljós fyrstu merki um að þau séu að verða fullorðin. Ungmenni á þessum aldri

huga mjög að eigin sjálfsmynd. Sú leit hefur stundum í för með sér löngun til að losna undan boðum og bönnum. Á þessu aldursskeiði er

hins vegar mikilvægt að foreldrar láti ungmennið ekki afskiptalaust heldur þvert á móti haldi áfram uppi festu í uppeldinu auk þess að

njóta samverustunda við fjölskylduna. Flest ungmenni fara í gegnum þessi ár án erfiðleika. Þeim sem tekst það ekki þarf strax að koma

til aðstoðar. Líkur eru á að börn sem hafa fengið gott uppeldi og aðhald fram að unglingsárum sætti sig betur við jákvæðan aga og festu

frá foreldrum á þessum árum

Með samvinnu og samábyrgð viljum við búa börnum bestu uppeldisskilyrði og stuðla þannig að heilbrigði og hamingju með því að:

Leita sífellt leiða til að efla og fræða alla þá er koma að uppeldi barna og ungmenna í uppeldishlutverkinu

Skipulag íþrótta- og tómstundastarfs taki mið af þroska, persónugerð, hæfileikum, getu og áhugasviði hvers og eins.

Stuðla að því að börn og ungmenni fái viðeigandi fræðslu þannig að þau tileinki sér jákvætt viðhorf til heilbrigðra lífshátta.

Almennar aðgerðir 6-12 ára Ábyrgð Samstarfsaðilar Árangursmat Tímasetning

Fræðsla um barnavernd og

tilkynningarskyldu barnaverndarlaga til

starfsmanna grunnskóla.

Markhópur: Starfsfólk grunnskóla

Fjölskyldusvið Skólastjórar,félagsþjónustu Vitundavakning um skyldur

starfsfólks skóla Viðvarandi verkefni

Kynlífsfræðsla, fræðsla um

öruggt kynlíf og ótímabærar

þunganir

Markhópur:Nemendur og foreldrar

Skólaheilsugæsla.

Þorpið

Umsjónar – eða lífsleiknikennarar

Skagaforeldrar

Þorpið.

Upplýsingar frá

skólaheilsugæslu. Viðvarandi verkefni

Markviss fræðsla gegn einelti..

Markhópur: nemendur, foreldrar og

starfsfólk skóla

Skólastjórar Námsráðgjafar, sérfræðiþjónusta Niðurstöður

rannsókna.Líkankannanir Viðvarandi verkefni

Jafningjafræðsla um skaðsemi

áfengis- og vímuefnanotkunar

Markhópur: Nemendur

Verkefnisstjóri æskulýðs og

forvarnamála

Þorpið, félagsþjónusta,

Skagaforeldrar

Niðurstöður rannsókna Viðvarandi verkefni

Page 9: Velferðarstefna Akraneskaupstaðar, verkefnaáætlun 2013-2014

9 Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar

Áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna,

einkenni

og afleiðingar. Afbrot

Markhópur: foreldrar og kennara

Þorpið, Brúin* Deildarstjórar Niðurstöður rannsókna Viðvarandi verkefni

Rannsóknir: Vímuefnaneysla í 8. til 10.

bekk

Lífshættir ungs fólks í 8-10, hagir og líðan +

vímuefni

Rannsókn og greining Skólastjórar Niðurstöður rannsókna Vor 2015

Vor 2014

6H heilsunnar*

Markhópur: Nemendur Skólaheilsugæsla Umsjónarkennarar

Heilsufarsmælingar

skólahjúkrunarfræðings. Viðvarandi verkefni

*Brúin er formlegur samráðs- og og samstarfsvettvangur starfsmanna og stofnana sem koma að ýmsum málum sem tengjast unglingum í sveitarfélaginu.

*6H heilsunnar sem er samstarfsverkefni skólaheilsugæslunnar og embætti landlæknis (áður Lýðheilsustöðvar).

Page 10: Velferðarstefna Akraneskaupstaðar, verkefnaáætlun 2013-2014

10 Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar

VERKEFNAÁÆTLUN

Þegar komið er á framhaldsskólaaldurinn eru ný og spennandi verkefni framundan og ungmennin þarfnast áframhaldandi handleiðslu

foreldra. Þó er nauðsynlegt að leyfa þeim að þroskast og axla ábyrgð í samræmi við aldur sinn án þess þó að sleppa alveg af þeim

hendinni . Á þessum tímamótum, sem fela í sér miklar breytingar á lífi ungmenna er nauðsynlegt að foreldrar haldi áfram að leiðbeina,

ræða málin og setja skýr mörk. Foreldrar þurfa að fylgjast með námi barna sinna, vera til staðar, sýna umhyggju og taka markvisst á

erfiðleikum sem kunna að koma upp.

Með samvinnu og samábyrgð viljum við búa börnum bestu uppeldisskilyrði og stuðla þannig að heilbrigði og hamingju með því að:

Leita sífellt leiða til að efla og fræða alla þá er koma að uppeldi barna og ungmenna í uppeldishlutverkinu

Skipulag íþrótta- og tómstundastarfs taki mið af þroska, persónugerð, hæfileikum, getu og áhugasviði hvers og eins.

Stuðla að því að börn og ungmenni fái viðeigandi fræðslu þannig að þau tileinki sér jákvætt viðhorf til heilbrigðra lífshátta.

Almennar aðgerðir 6-12 ára Ábyrgð Samstarfsaðilar Árangursmat Tímasetning

Fræðsla til starfsmanna

um barnavernd og

tilkynningarskyldu

barnaverndarlaga.

Markhópur: Starfsfólk framhaldsskóla

Fjölskyldusvið Skólameistari FVA,

námsráðgjafar FVA

Vitundavakning um skyldur

starfsfólks skóla Haust 2014

Aðgerðir til að koma í veg

fyrir aðgengi ungmenna

undir lögaldri að vínveitingahúsum, áfengi

og tóbaki.

Lögregla

Verkefnisstjóri æskulýðs og

forvarnamála

Brúin forvarnarhópur

Veitingahúsaeigendur

Niðurstöður rannsókna,

skráning lögreglu,

tilkynningar til barnaverndar.

Fjöldi verslana sem selja

börnum tóbak

Viðvarandi

verkefnið

Jafningjafræðsla um

skaðsemi áfengis, tóbaks

og vímuefna.

Deildarstjóri æskulýðs og

forvarnarmála

Ungmennahúsið Hvíta hús,

NFFA, FVA , Foreldrafélag FVA

Skagaforeldrar

Niðurstöður rannsókna Viðvarandi

verkefnið

„Ábyrgð foreldra til 18 ára aldurs“

Markhópur: Foreldrar

Verkefnis og deildarstjóri

æskulýðs og forvarnarmála, Skagaforeldrar, Brúin

Page 11: Velferðarstefna Akraneskaupstaðar, verkefnaáætlun 2013-2014

11 Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar

Foreldraráð FVA

Rannsókn: Hagir og líðan + vímuefni Rannsókn og greining Skólameistari Niðurstöður rannsókna Haust 2013

Markviss fræðsla gegn einelti..

Markhópur: nemendur, foreldrar og

starfsfólk skóla

Skólameistari Námsráðgjafar, sérfræðiþjónusta Niðurstöður rannsókna Viðvarandi verkefni

Page 12: Velferðarstefna Akraneskaupstaðar, verkefnaáætlun 2013-2014

12 Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn, eins og hann er oft kallaður, var samþykktur á allsherjarþingi

Sameinuðu þjóðanna 20. nóvember 1989. Hann var undirritaður fyrir Íslands hönd þann 26. janúar 1990, Alþingi heimilaði ríkisstjórn að

fullgilda hann með ályktun 13. maí 1992 og öðlaðist hann gildi að því er Ísland varðar hinn 27. nóvember 1992. Barnasáttmálinn var lögfestur

á Íslandi 20. febrúar 2013. Í tilefni að lögfestingu sáttmálans eru birtar hér fjórar grundvallareglur hans. Barnasáttmálinn felur í sér

ýmis mikilvæg réttindi barna og í grófum dráttum má skipta réttindum barna í þrjá flokka; vernd, umönnun og þátttöku.

Grundvallareglurnar fjórar

Þó að öll réttindi Barnasáttmálans séu mikilvæg er almennt gengið út frá því að fjögur ákvæði feli í sér svokallaðar grundvallarreglur, sem tengja

saman ólík ákvæði hans.. Grundvallarreglurnar fjórar ganga sem rauður þráður í gegnum allan sáttmálann og er því sérstaklega mikilvægt að hafa

þær í huga þegar önnur ákvæði hans eru túlkuð, ekki síst ef ákvæði sáttmálans vegast á.

2. grein Jafnræði – bann við mismunun

Öll börn skulu njóta réttinda Barnasáttmálans án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar,

félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra.

3. grein Það sem barninu er fyrir bestu

Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum

þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir og þjónusta sem annast börn uppfylli reglur sem

stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna og yfirumsjón.

6. grein Réttur til lífs og þroska

Sérhvert barn á meðfæddan rétt til lífs og skulu aðildarríkin tryggja að það megi lifa og þroskast.

12. grein Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif

Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra

og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.