27
1 Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018 Embætti landlæknis ber lögum samkvæmt að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu. Hluti af þessu eftirlitshlutverki er að fylgjast með stöðu á biðlistum eftir völdum skurðaðgerðum. Kallað er eftir upplýsingum frá ákveðnum aðgerðastöðum um stöðu á biðlistum eftir völdum aðgerðum þrisvar á ári. Greinargerðin miðast við stöðu á biðlistum í febrúar 2018. Þá er einnig tiltekinn fjöldi framkvæmdra aðgerða á árinu 2017. Viðmiðunarmörk Embættis landlæknis um ásættanlegan biðtíma eftir aðgerð eru 90 dagar eða 3 mánuðir. Víða erlendis er miðað við að 80% komist í aðgerð innan þess tíma og notast embættið jafnframt við þau viðmið í þessari úttekt. Nú eru liðin um tvö ár frá því farið var af stað í þriggja ára átak gegn biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum, hjartaþræðingum og augasteinsaðgerðum með það fyrir augum að stytta bið, en bið hafði verið langt umfram tilgreind viðmiðunarmörk. Biðlistar eftir skurðaðgerð á augasteini og liðskiptaaðgerð hafa styst, þótt enn sé töluvert langt í land með að bið verði ásættanleg (mynd A). Gríðarlegur viðsnúningur hefur orðið í bið eftir skurðaðgerð á augasteini á Landspítala. Af þeim sem biðu eftir aðgerð þar í febrúar höfðu einungis 9% beðið lengur en 3 mánuði, en hlutfallið var 84% fyrir tveimur árum. Ekki hefur orðið viðlíka breyting á öðrum aðgerðastöðum, en á heildina litið hefur nú verið beðið eftir 38% aðgerða lengur en 3 mánuði (sjá nánar í kafla 1). Biðtími eftir hjarta- og/eða kransæðamyndatöku er nú vel innan ásættanlegra marka, af þeim sem voru á biðlista í febrúar höfðu 7% beðið lengur en 3 mánuði. Bið eftir liðskiptum er áfram löng og talsvert fjarri viðmiðum um ásættanlegan biðtíma, en hefur þokast hægt í rétta átt. Af einstaklingum sem voru á biðlista eftir liðskiptaaðgerð á hné á þeim stöðum sem taka þátt í biðlistaátakinu höfðu 66% beðið lengur en 3 mánuði nú í febrúar en hlutfallið var 74% fyrir ári. Af þeim sem biðu eftir liðskiptum á mjöðm höfðu 62% beðið lengur en 3 mánuði samanborið við 69% fyrir ári. Það er mikilvægt að halda áfram að vinna að styttingu biðlista, enda bíða margir lengi eftir að komast í liðskiptaaðgerð.

Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

1

Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018

Embætti landlæknis ber lögum samkvæmt að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu. Hluti af

þessu eftirlitshlutverki er að fylgjast með stöðu á biðlistum eftir völdum skurðaðgerðum.

Kallað er eftir upplýsingum frá ákveðnum aðgerðastöðum um stöðu á biðlistum eftir völdum

aðgerðum þrisvar á ári. Greinargerðin miðast við stöðu á biðlistum í febrúar 2018. Þá er

einnig tiltekinn fjöldi framkvæmdra aðgerða á árinu 2017. Viðmiðunarmörk Embættis

landlæknis um ásættanlegan biðtíma eftir aðgerð eru 90 dagar eða 3 mánuðir. Víða erlendis

er miðað við að 80% komist í aðgerð innan þess tíma og notast embættið jafnframt við þau

viðmið í þessari úttekt.

Nú eru liðin um tvö ár frá því farið var af stað í þriggja ára átak gegn biðlistum eftir

liðskiptaaðgerðum, hjartaþræðingum og augasteinsaðgerðum með það fyrir augum að stytta

bið, en bið hafði verið langt umfram tilgreind viðmiðunarmörk. Biðlistar eftir skurðaðgerð á

augasteini og liðskiptaaðgerð hafa styst, þótt enn sé töluvert langt í land með að bið verði

ásættanleg (mynd A). Gríðarlegur viðsnúningur hefur orðið í bið eftir skurðaðgerð á

augasteini á Landspítala. Af þeim sem biðu eftir aðgerð þar í febrúar höfðu einungis 9%

beðið lengur en 3 mánuði, en hlutfallið var 84% fyrir tveimur árum. Ekki hefur orðið viðlíka

breyting á öðrum aðgerðastöðum, en á heildina litið hefur nú verið beðið eftir 38% aðgerða

lengur en 3 mánuði (sjá nánar í kafla 1). Biðtími eftir hjarta- og/eða kransæðamyndatöku er

nú vel innan ásættanlegra marka, af þeim sem voru á biðlista í febrúar höfðu 7% beðið

lengur en 3 mánuði. Bið eftir liðskiptum er áfram löng og talsvert fjarri viðmiðum um

ásættanlegan biðtíma, en hefur þokast hægt í rétta átt. Af einstaklingum sem voru á biðlista

eftir liðskiptaaðgerð á hné á þeim stöðum sem taka þátt í biðlistaátakinu höfðu 66% beðið

lengur en 3 mánuði nú í febrúar en hlutfallið var 74% fyrir ári. Af þeim sem biðu eftir

liðskiptum á mjöðm höfðu 62% beðið lengur en 3 mánuði samanborið við 69% fyrir ári. Það

er mikilvægt að halda áfram að vinna að styttingu biðlista, enda bíða margir lengi eftir að

komast í liðskiptaaðgerð.

Page 2: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

2

Mynd A. Aðgerðirnar sem eru tilgreindar á myndinni eru hluti af biðlistaátakinu. Myndin sýnir hlutfall aðgerða sem

hafði verið beðið eftir skemur en í 3 mánuði á þeim aðgerðastöðum sem taka þátt í biðlistaátakinu. Punktalínan

sýnir viðmiðunarmörk um að 80% eigi að komast í aðgerð innan þriggja mánaða.

Mynd B er sams konar og mynd A, en sýnir biðlista eftir öðrum aðgerðum en þeim sem

biðlistaátakið náði upphaflega til. Velferðarráðuneytið veitti auknu fjármagni, sem kom til

framkvæmda í mars 2017, í valdar aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna (einkum vegna

legsigs og þvagleka) og brottnám legs. Hærra hlutfall kvenna hefur nú verið á biðlista skemur

en 3 mánuði en fyrir ári, þótt enn sé langt í viðmiðið um 80%. Á heildina litið er ekki að sjá að

biðlistar eftir öðrum aðgerðum hafi lengst vegna biðlistaátaksins.

Mynd B. Myndin sýnir hlutfall fólks sem var á biðlista eftir völdum aðgerðum og hafði verið á biðlistanum skemur

en 3 mánuði. Punktalínan sýnir viðmiðunarmörk um að 80% eigi að komast í aðgerð innan þriggja mánaða. Fyrir

utan valdar aðgerðir á grindaholslíffærum kvenna og brottnám legs eru aðgerðirnar sem eru tilgreindar á myndinni

ekki hluti af biðlistaátaki.

16%

49%

20% 23%

15%

91%

13%

22%27%

82%

26%31%

62%

93%

34%38%

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

Skurðaðgerð á augasteini Hjarta- og/eðakransæðamyndataka

Liðskiptaaðgerð á hné Liðskiptaaðgerð á mjöðm

Hlutfall aðgerða sem hafði verið beðið eftir skemur en í 3 mánuði

feb.15 feb.16 feb.17 feb.18

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

Valdar aðgerðir ágrindarholslíffærum

kvenna

Brottnám legs Aðgerð tilbrjóstaminnkunar

Gallsteinaaðgerð Aðgerð áhjartalokum

Úrnám brjósts Endurgerð brjósts Brottnám hvekks umþvagrás

Hlutfall fólks á biðlista sem hafði beðið skemur en 3 mánuði

feb.15 feb.16 feb.17 feb.18

Page 3: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

3

Mikilvægt er að hafa í huga að í umfjöllun um bið er miðað við hve lengi fólk hefur beðið frá

því það fór á biðlista. Þannig er tími sem fólk beið eftir að komast að hjá skurðlækni á

aðgerðarstað, sem metur hvort ástæða sé til að gera aðgerð, ekki talinn með í biðtíma. Bið

eftir tíma getur hlaupið á mánuðum en ásættanleg bið eftir skoðun hjá sérfræðingi er 30

dagar samkvæmt viðmiðum Embættis landlæknis.

Upphaflega var gert ráð fyrir að biðlistaátakið yrði til þriggja ára. Nú eru um tvö ár liðin og

hefur það skilað umtalsverðum árangri í þeim aðgerðaflokkum sem það nær til. Brýnt er að

halda til streitu átakinu í þrjú ár og halda áfram svipuðum fjölda aðgerða ef biðlistar eiga ekki

að lengjast að nýju.

Embætti landlæknis mun halda áfram að fylgjast með biðlistaátakinu.

Leifur Bárðarson sviðsstjóri sviðs eftirlits og gæða

Laura Sch. Thorsteinsson staðgengill sviðsstjóra sviðs eftirlits og gæða

Agnes Gísladóttir verkefnisstjóri á heilbrigðisupplýsingasviði

Page 4: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

4

1. Skurðaðgerð á augasteini

Í umfjöllun um skurðaðgerðir á augasteinum er átt við fjölda aðgerða, ekki einstaklinga.

Einstaklingur sem bíður eftir aðgerð á báðum augasteinum er því tvisvar á biðlista.

Mynd 1.1. Fjöldi framkvæmdra aðgerða

Árið 2013 voru gerðar 1.819 skurðaðgerðir á augasteinum en 2017 voru þær 4.713, sem jafngildir

aukningu um 159%.

Mynd 1.2. Heildarfjöldi á biðlista. Biðlistaátakið hófst í mars 2016, Lasersjón varð hluti af átakinu í maí 2017.

Nú eru 1.085 á biðlista eftir skurðaðgerð á augasteini. Biðlistar hafa styst umtalsvert á

síðustu misserum. Flestir biðu í júní 2016, eða 4.619, en fjöldinn var kominn niður í 1.696 í

febrúar 2018. Í samanburði við fyrri ár er vert að geta þess að Lasersjón var ekki hluti af

934

196303 386

779

180

450 384

932

206400 364

2435

297

1412

430

2665

302

846 900

0

500

1000

1500

2000

2500

3000

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri Sjónlag LaserSjón

Skurðaðgerð á augasteini: Framkvæmdar aðgerðir

2013 2014 1.2.2015 - 31.1.2016 1.2.2016 - 31.1.2017 2017

0

500

1000

1500

2000

2500

3000

febrúar2015

júní2015

október2015

febrúar2016

júní2016

október2016

febrúar2017

júní2017

október2017

febrúar2018

Heildarfjöldi á biðlista

Landspítali

Sjúkrahúsið áAkureyri

Sjónlag

LaserSjón

Page 5: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

5

biðlistaátakinu framan af og var biðlisti þar ekki talinn með í allri umfjöllun í fyrri

greinargerðum. Í tölum frá Lasersjón fyrir febrúar 2018 er búið að taka út 231 einstakling

sem fékk boð um aðgerð en vildi bíða lengur.

Mynd 1.3. Hlutfall aðgerða sem hafði verið beðið eftir lengur en 3 mánuði á Landspítala eða Sjúkrahúsinu á Akureyri

Ef horft er á biðlista á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri má sjá að þróun biðtíma sem er

lengri en 3 mánuðir hefur verið mjög ólík. Á Landspítala hefur hlutfallið lækkað jafnt og þétt

frá febrúar 2016 og er nú komið í 9%. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var miðgildi

biðtíma þeirra sem fóru í aðgerð á árinu 2017 23 vikur, en 15 vikur hjá þeim sem fóru í

aðgerð á síðustu 6 mánuðum. Ekki hefur orðið viðlíka viðsnúningur á Sjúkrahúsinu á

Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá

sjúkrahúsinu.

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

feb 2015 jún 2015 okt 2015 feb 2016 jún 2016 okt 2016 feb 2017 jún 2017 okt 2017 feb 2018

Hlutfall aðgerða sem hafði verið beðið lengur en 3 mánuði

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri

Page 6: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

6

2. Hjarta- og/eða kransæðamyndataka (kransæðavíkkanir meðtaldar)

Mynd 2.1. Fjöldi aðgerða á Landspítala

Á árinu 2017 voru gerðar 1937 aðgerðir, ríflega 10% fleiri en á tímabilinu 1.2.2016-31.1.2017.

Mynd 2.2. Súlurnar sýna heildarfjölda á biðlista en línan sýnir hve hátt hlutfall fólks hafði beðið lengur en 3 mánuði (hægri y-

ás).

Í febrúar 2018 voru 72 karlar og 29 konur á biðlista eftir hjarta- og/eða kransæðamyndatöku.

Það eru örlítið færri en biðu fyrir tveimur árum, þegar biðlistaátakinu var hleypt af

stokkunum. Hlutfall fólks sem hafði beðið lengur en 3 mánuði hefur verið talsvert breytilegt

milli tímapunkta. Nú er hlutfallið einungis 7%, sem er mikil breyting frá síðustu innköllun

þegar 41% hafði beðið lengur en viðmiðunarmörkin segja til um.

1695 1709 1729 17511937

0

500

1000

1500

2000

2500

2013 2014 1.2.2015 -31.1.2016

1.2.2016 -31.1.2017

2017

Fjöldi aðgerða

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

0

50

100

150

200

250

febrúar2015

júní2015

október2015

febrúar2016

júní2016

október2016

febrúar2017

júní2017

október2017

febrúar2018

Heildarfjöldi á biðlista og hlutfall fólks sem hafði beðið lengur en 3 mánuði

Page 7: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

7

3. Liðskiptaaðgerðir

Hné

Mynd 3.1. Fjöldi aðgerða

Á árinu 2017 voru gerðar 777 aðgerðir á þeim aðgerðastöðum sem mynd 3.1. sýnir.

Á eftirfarandi myndum er fjallað um biðlista á þeim þremur aðgerðastöðum sem taka þátt í

biðlistaátakinu, þ.e. Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands,

Akranesi.

Mynd 3.2. Heildarfjöldi á biðlista

Í febrúar 2018 voru 709 á biðlista eftir gervilið í hné, 340 karlar og 369 konur. Tveimur árum

fyrr voru 867 á biðlista, þar af 568 á Landspítala. Nú bíða 440 á Landspítala, eða 22,5% færri.

279

80 62

266

8747

210

7148

491

178

90

470

188

86

33

0

100

200

300

400

500

600

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri HeilbrigðisstofnunVesturlands, Akranesi

Klíníkin, Ármúla

Liðskiptaaðgerð á hné: Framkvæmdar aðgerðir

2013 2014 1.2.2015 - 31.1.2016 1.2.2016 - 31.1.2017 2017

0

100

200

300

400

500

600

júní2014

október2014

febrúar2015

júní2015

október2015

febrúar2016

júní2016

október2016

febrúar2017

júní2017

október2017

febrúar2018

Liðskiptaaðgerð á hné:Heildarfjöldi á biðlista

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi

Page 8: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

8

Á Sjúkrahúsinu á Akureyri biðu 113 núna en 125 fyrir tveimur árum og á Heilbrigðisstofnun

Vesturlands biðu 156 nú í febrúar en 174 árið 2016 (mynd 3.2).

Af þessum 709 hafa 465 beðið lengur en 3 mánuði, eða 66% (mynd 3.3). Af þeim sem bíða á

Landspítala hafa 285 eða 65% beðið svo lengi, á Sjúkrahúsinu á Akureyri eru það 59 eða 52%

og 121 eða 78% á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi.

Mynd 3.3. Fjöldi fólks sem hafði beðið lengur en 3 mánuði eftir liðskiptum á hné

Mynd 3.4. Hlutfall fólks sem hafði beðið í 0-3 mánuði, 3-6 mánuði, 6-9 mánuði, 9-12 mánuði eða lengur en 12 mánuði

Þegar bið er greind frekar má sjá að fækkað hefur mest í hópi þeirra sem höfðu

beðið lengur en 12 mánuði eftir liðskiptum á hné. Á tveimur árum lækkaði hlutfall fólks sem

hafði beðið 12 mánuði eða lengur úr 43% í 11%. Ef skoðað er hlutfall fólks sem hafði beðið 0-

6 mánuði eftir aðgerð má sjá að í febrúar 2016 var það 31% en 62% í febrúar 2018. Miðgildi

biðtíma á Landspítala var 58 vikur hjá þeim sem fóru í aðgerð á tímabilinu 1.2.2016-

31.1.2017 en 36 vikur hjá þeim sem fóru í aðgerð árið 2017. Ekki bárust upplýsingar um

0

100

200

300

400

500

600

júní2014

október2014

febrúar2015

júní2015

október2015

febrúar2016

júní2016

október2016

febrúar2017

júní2017

október2017

febrúar2018

Liðskiptaaðgerð á hné:Fjöldi sem hafði beðið lengur en 3 mánuði

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

febrúar 2016 júní 2016 október 2016 febrúar 2017 júní 2017 október 2017 febrúar 2018

Liðskiptaaðgerð á hné

0-3 3-6 6-9 9-12 >12

Page 9: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

9

miðgildi biðtíma á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Á Heilbrigðisstofnun Vesturlands var miðgildið 66

vikur hjá þeim sem fóru í aðgerð á tímabilinu 1.2.2016-31.1.2017 en 64 vikur árið 2017.

Breytingin er því töluverð á Landspítala þótt enn sé langt í land með að viðmiðunarmörk um

að 80% komist í aðgerð innan þriggja mánaða náist.

Mynd 3.10. Heildarfjöldi á biðlista (súlur) og fjöldi framkvæmdra aðgerða (lína) á undangengnu 12 mánaða tímabili (þannig er

miðað við fjölda aðgerða á tímabilinu 1.2.2015-31.1.2016 þar sem heildarfjöldi á biðlista í febrúar 2016 er sýndur. Fyrir febrúar

2018 er miðað við aðgerðir frá 1.1.2017-31.12.2017).

Frá 1.2.2015-31.1.2016 voru gerðar 329 aðgerðir en frá 1.2.2016-31.1.2017 voru þær 759.

Þannig fjölgaði aðgerðum um 130%. Ef horft er á tölur frá febrúar 2016 til febrúar 2017 má

sjá að á tímabili þar sem aðgerðir voru 759 fór heildarfjöldi á biðlista úr 867 í 738. Það

fækkaði því einungis um 15% á biðlistanum, sem bendir til að nýjar beiðnir hafi verið margar.

Litlar breytingar urðu á heildarfjölda á biðlista frá febrúar 2017 til febrúar 2018 og fjöldi

aðgerða var svipaður.

0

100

200

300

400

500

600

700

800

900

1000

febrúar 2016 febrúar 2017 febrúar 2018

Liðskiptaaðgerð á hné

Page 10: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

10

Mjöðm

Mynd 3.6. Fjöldi aðgerða

Á árinu 2017 voru gerðar 802 aðgerðir á þeim aðgerðastöðum sem mynd 3.5 sýnir. Þar af

voru 186 bráðaaðgerðir (23%).

Á eftirfarandi myndum er fjallað um biðlista á þeim þremur aðgerðastöðum sem taka þátt í

biðlistaátakinu, þ.e. Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands,

Akranesi.

Mynd 3.7. Heildarfjöldi á biðlista

407

129

59

409

110

55

348

8655

528

183

72

513

176

84

29

0

100

200

300

400

500

600

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri HeilbrigðisstofnunVesturlands, Akranesi

Klíníkin, Ármúla

Liðskiptaaðgerð á mjöðm: Framkvæmdar aðgerðir

2013 2014 1.2.2015 - 31.1.2016 1.2.2016 - 31.1.2017 2017

0

50

100

150

200

250

300

350

júní2014

október2014

febrúar2015

júní2015

október2015

febrúar2016

júní2016

október2016

febrúar2017

júní2017

október2017

febrúar2018

Liðskiptaaðgerð á mjöðm:Heildarfjöldi á biðlista

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi

Page 11: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

11

Í febrúar 2018 voru 385 á biðlista eftir gervilið í mjöðm á tilgreindum aðgerðastöðum, 165

karlar og 220 konur. Fyrir tveimur árum, um það leyti sem biðlistaátakið hófst, voru 548 á

biðlista. Það hefur því fækkað um 30% á biðlistum (mynd 3.7).

Af þessum 385 höfðu 239 beðið lengur en 3 mánuði, eða 62%. Af þeim sem biðu á

Landspítala höfðu 126 eða 59% beðið svo lengi, á Sjúkrahúsinu á Akureyri voru það 39

einstaklingar eða 46% en 74 eða 86% þeirra sem biðu á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,

Akranesi (mynd 3.8).

Mynd 3.8. Fjöldi fólks sem hafði verið lengur en 3 mánuði á biðlista

Mynd 3.9. Hlutfall fólks sem hafði verið á biðlista í 0-3 mánuði, 3-6 mánuði, 6-9 mánuði, 9-12 mánuði eða lengur en 12

mánuði

Þegar bið er greind frekar má sjá að fækkað hefur í hópi þeirra sem höfðu beðið lengur en 12

mánuði eftir liðskiptum á mjöðm. Á tveimur árum lækkaði hlutfall fólks sem hafði beðið 12

mánuði eða lengur úr 31% í 13%. Þeir sem höfðu beðið 0-6 mánuði voru um 40% í febrúar

0

50

100

150

200

250

300

júní 2014 október2014

febrúar2015

júní 2015 október2015

febrúar2016

júní 2016 október2016

febrúar2017

júní 2017 október2017

febrúar2018

Liðskiptaaðgerð á mjöðm:Fjöldi sem hafði beðið lengur en 3 mánuði

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi

0%

20%

40%

60%

80%

100%

febrúar 2016 júní 2016 október 2016 febrúar 2017 júní 2017 október 2017 febrúar 2018

Liðskiptaaðgerð á mjöðm

0-3 3-6 6-9 9-12 >12

Page 12: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

12

2016 en 60% nú. Þróun er því jákvæð á heildina litið, en litlar breytingar hafa orðið á milli

tveggja síðustu tímapunktanna. Enn er talsvert langt í land með að viðmiðunarmörk um að

80% komist í aðgerð innan þriggja mánaða náist. Miðgildi biðtíma hjá þeim sem fóru í aðgerð

á tímabilinu 1.2.2016-31.1.2017 var 33 vikur á Landspítala (LSH) og 50 vikur á

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) en 26 vikur (LSH) og 61 vika (HVE) hjá þeim sem fóru í

aðgerð 2017.

Rétt er að ítreka það sem nefnt var í inngangi að þessi biðtími miðast við tímapunktinn þegar

skurðlæknir á viðkomandi sjúkrahúsi setur einstakling á biðlista eftir aðgerð. Bið eftir tíma

hjá lækninum er ekki talin með og getur verið langt umfram þá 30 daga sem miðað er við að

ásættanlegt sé að bíða.

Mynd 3.10. Heildarfjöldi á biðlista (súlur) og fjöldi framkvæmdra aðgerða (lína) á undangengnu 12 mánaða tímabili (þannig

er miðað við fjölda aðgerða á tímabilinu 1.2.2015-31.1.2016 þar sem heildarfjöldi á biðlista í febrúar 2016 er sýndur. Fyrir

febrúar 2018 er miðað við aðgerðir frá 1.1.2017-31.12.2017).

Mynd 3.10 sýnir heildarfjölda á biðlista á þremur tímapunktum og fjölda framkvæmdra

aðgerða á undangengnum 12 mánuðum. Frá 1.2.2015-31.1.2016 voru gerðar 489 aðgerðir

en ári síðar voru þær 783. Þannig fjölgaði aðgerðum um 60% á milli fyrstu tveggja

tímapunktanna. Á sama tíma og aðgerðir voru 783 fór heildarfjöldi á biðlista úr 548 í 471.

Það fækkaði því einungis um 14% á biðlistanum, svo nýjar beiðnir virðast hafa verið margar.

0

100

200

300

400

500

600

700

800

900

febrúar 2016 febrúar 2017 febrúar 2018

Liðskiptaaðgerð á mjöðm

Page 13: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

13

4.Valdar aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna

Auknu fjármagni, sem kom til framkvæmda í mars 2017, var veitt í valdar aðgerðir á

grindarholslíffærum kvenna og brottnám legs, til að stytta biðlista.

Mynd 4.1. Fjöldi aðgerða

Á árinu 2017 voru gerðar 444 aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna á þeim aðgerðastöðum

sem sýndir eru á mynd 5.1. Þetta eru einkum aðgerðir vegna þvagleka og legsigs

(aðgerðaflokkar KDSG, LESF og LESG samkvæmt NSCP flokkun). Árið 2013 voru aðgerðirnar

595 (þar af 4 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem skýrir hvers vegna fjöldinn stemmir ekki ef

tölurnar á grafinu eru lagðar saman). Aðgerðafjöldi var því um fjórðungi minni á árinu 2017

en 2013. Frá 1.2.2016 til 31.1.2017 voru gerðar 514 aðgerðir en á árinu 2017 voru þær 444

eins og áður sagði. Á heildina litið fækkaði aðgerðum því um 14% á milli þessara tímabila, en

á Landspítala fjölgaði aðgerðum um 18%.

Mynd 4.2. Heildarfjöldi kvenna á biðlista

Í febrúar 2015 voru 327 konur á biðlista en nú bíða 207 konur eftir aðgerð í þessum flokki.

305

111

175198

89

184158

85

164197

119

196233

86125

0

50

100

150

200

250

300

350

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri HeilbrigðisstofnunVesturlands, Akranesi

Valdar aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna: Framkvæmdar aðgerðir

2013 2014 1.2.2015 - 31.1.2016 1.2.2016 - 31.1.2017 2017

0

50

100

150

200

250

300

febrúar2015

júní 2015 október2015

febrúar2016

júní 2016 október2016

febrúar2017

júní 2017 október2017

febrúar2018

Valdar aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna: Heildarfjöldi á biðlista

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi

Page 14: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

14

Mynd 4.3. Hlutfall kvenna sem hafði beðið lengur en 3 mánuði

Á fyrri hluta tímabilsins sem tilgreint er á mynd 4.3 höfðu um og yfir 3 af hverjum 4 konum

sem voru á biðlista beðið lengur en 3 mánuði. Nú hafa 62% beðið svo lengi; 55% þeirra sem

eru á biðlista á Landspítala og 72% þeirra sem bíða á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða

Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Miðgildi biðtíma þeirra sem fóru í aðgerð á Landspítala árið

2017 var 25 vikur en 12 vikur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, öllu styttri en hjá þeim sem

fóru í aðgerð frá 1.2.2016-31.1.2017, þá var miðgildið 35 vikur á Landspítala og 20 vikur á

HVE.

Mynd 4.4. Hlutfall kvenna sem hafði verið á biðlista í 0-3 mánuði, 3-6 mánuði, 6-9 mánuði, 9-12 mánuði eða lengur en í 12

mánuði

Biðlistar hafa styst á undanförnum tveimur árum. Í febrúar 2016 höfðu 40% kvenna verið

lengur en 12 mánuði á biðlista en nú er hlutfallið 18%. Ef skoðuð er bið í 0-6 mánuði hefur

hlutfallið farið úr 41% í 62%. Þrátt fyrir jákvæðar breytingar eru biðlistar eftir völdum

aðgerðum á grindarholslíffærum kvenna langt frá ásættanlegum mörkum.

0%

20%

40%

60%

80%

100%

feb 2015 jún 2015 okt 2015 feb 2016 jún 2016 okt 2016 feb 2017 jún 2017 okt 2017 feb 2018

Valdar aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna: Hlutfall kvenna sem hafði beðið lengur en 3 mánuði

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi

0%

20%

40%

60%

80%

100%

febrúar 2016 júní 2016 október 2016 febrúar 2017 júní 2017 október 2017 febrúar 2018

Valdar aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna

0-3 3-6 6-9 9-12 >12

Page 15: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

15

5. Brottnám legs

Mynd 5.1. Fjöldi aðgerða

Alls voru gerðar 422 aðgerðir á árinu 2017. Árið 2013 voru aðgerðirnar 364 og frá 1.2.2016-

31.1.2017 voru þær 399. Aðgerðarkóðum sem liggja að baki þessum flokki var breytt í

innköllun í febrúar 2018 og því ber að gera samanburð við fyrri ár með fyrirvara. Kóða má sjá

í töfluyfirliti sem finna má hér.

Mynd 5.2. Heildarfjöldi á biðlista

Í febrúar 2018 biðu 115 konur eftir brottnámi legs. Það eru 35% færri en biðu í febrúar 2015

ef tilgreindir aðgerðastaðir eru skoðaðir. Í febrúar 2017 biðu 195 konur, svo fækkun á síðasta

ári nam um 40% (mynd 5.2).

210

5896

185

5795

202

58

104

230

65

104

253

59

110

0

50

100

150

200

250

300

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri HeilbrigðisstofnunVesturlands, Akranesi

Brottnám legs: Framkvæmdar aðgerðir

2013 2014 1.2.2015 - 31.1.2016 1.2.2016 - 31.1.2017 2017

0

50

100

150

febrúar2015

júní 2015 október2015

febrúar2016

júní 2016 október2016

febrúar2017

júní 2017 október2017

febrúar2018

Brottnám legs: Heildarfjöldi á biðlista

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi

Page 16: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

16

Mynd 5.3. Hlutfall kvenna sem hafði beðið í 0-3 mánuði, 3-6 mánuði, 6-9 mánuði, 9-12 mánuði eða lengur en í 12 mánuði

Nú í febrúar höfðu 50% kvenna sem biðu eftir brottnámi legs beðið skemur en 3 mánuði.

Hlutfall sem hafði beðið lengur en 3 mánuði var talsvert breytilegt á milli stofnana. Á

Landspítala var það 60%, á Sjúkrahúsinu á Akureyri 56% en 35% á Heilbrigðisstofnun

Vesturlands, Akranesi. Sextán konur (14%) höfðu beðið lengur en 12 mánuði, af þeim biðu 8

eftir aðgerð á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Miðgildi biðtíma hjá þeim sem fóru í aðgerð á

árinu 2017 var 11 vikur á Landspítala og 14 vikur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Samsvarandi tölur voru 8 vikur og 20 vikur hjá konum sem fóru í aðgerð frá 1.2.2016 til

31.1.2017.

0%

20%

40%

60%

80%

100%

febrúar 2016 júní 2016 október 2016 febrúar 2017 júní 2017 október 2017 febrúar 2018

Brottnám legs

0-3 3-6 6-9 9-12 >12

Page 17: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

17

Aðgerðir sem ekki eru hluti af biðlistaátakinu

6. Aðgerð til brjóstaminnkunar

Mynd 6.1. Fjöldi aðgerða

Á árinu 2017 voru gerðar 62 aðgerðir til brjóstaminnkunar á þeim aðgerðastöðum sem sýndir

eru á mynd 4.1. Fjöldi aðgerða frá 2013 hefur verið á bilinu 45-69 á ári.

Mynd 6.2. Fjöldi sem hafði beðið lengur en 3 mánuði

Fjölgað hefur jafnt og þétt í hópi þeirra sem hafa verið á biðlista eftir aðgerð til

brjóstaminnkunar lengur en 3 mánuði á undanförnum árum. Í febrúar 2015 biðu 49 á

Landspítala eða Sjúkrahúsinu á Akureyri en nú bíða 83. Það jafngildir aukningu um 69% á

þremur árum. Ekki er fjallað um biðlista eftir aðgerðum sem gerðar eru á Heilbrigðisstofnun

Vesturlands. Stofnunin er með samning við skurðlækni sem gerir aðgerðir þar, en stofnunin

41

11

6

36

9

43

3 4

46

1013

40

4

18

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

50

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri HeilbrigðisstofnunVesturlands, Akranesi

Aðgerð til brjóstaminnkunar: Framkvæmdar aðgerðir

2013 2014 1.2.2015 - 31.1.2016 1.2.2016 - 31.1.2017 2017

0

10

20

30

40

50

60

feb 2015 jún 2015 okt 2015 feb 2016 jún 2016 okt 2016 feb 2017 jún 2017 okt 2017 feb 2018

Aðgerðir til brjóstaminnkunar:Fjöldi sem hafði beðið lengur en í 3 mánuði

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri

Page 18: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

18

hefur ekki upplýsingar um biðlistatölur þar sem viðkomandi skurðlæknir heldur utan um

þær.

Mynd 6.3. Hlutfall þeirra sem hafði verið á biðlista í 0-3 mánuði, 3-6 mánuði, 6-9 mánuði, 9-12 mánuði eða lengur en 12

mánuði eftir aðgerð á Landspítala eða Sjúkrahúsinu á Akureyri

Fjórar af hverjum 10 konum sem biðu eftir aðgerð til brjóstaminnkunar nú í febrúar höfðu

beðið lengur en 12 mánuði. Það hlutfall hefur verið mjög hátt og aldrei farið niður fyrir

þriðjung á síðustu tveimur árum. Ljóst er að bið eftir aðgerð til brjóstaminnkunar á

Landspítala eða Sjúkrahúsinu á Akureyri er fjarri því að vera ásættanleg. Svo virðist sem

ástandið fari þó batnandi, en samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var miðgildi biðtíma 44

vikur hjá þeim sem fóru í aðgerð á árinu 2017 en 23 vikur hjá þeim sem fóru í aðgerð á

síðustu 6 mánuðum.

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

febrúar 2016 júní 2016 október 2016 febrúar 2017 júní 2017 október 2017 febrúar 2018

Aðgerð til brjóstaminnkunar

0-3 3-6 6-9 9-12 >12

Page 19: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

19

7. Gallsteinaaðgerð

Mynd 7.1. Fjöldi aðgerða

Gerðar voru 843 gallsteinaaðgerðir á árinu 2017. Árið 2013 voru þær 708 þannig að

aðgerðum hefur fjölgað um 19% síðan þá en um 8% frá síðasta tímabili.

Mynd 7.2. Heildarfjöldi á biðlista

Nú eru 125 einstaklingar á biðlista eftir gallsteinaaðgerð en voru 209 í febrúar 2015. Það hefur

því fækkað um 40% á biðlistum í heild á þeim aðgerðastöðum sem sýndir eru á mynd 7.2.

502

88118

507

77108

590

69125

596

69119

629

94120

0

100

200

300

400

500

600

700

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri HeilbrigðisstofnunVesturlands, Akranesi

Gallsteinaaðgerð: Framkvæmdar aðgerðir

2013 2014 1.2.2015 - 31.1.2016 1.2.2016 - 31.1.2017 2017

0

50

100

150

200

febrúar2015

júní 2015 október2015

febrúar2016

júní 2016 október2016

febrúar2017

júní 2017 október2017

febrúar2018

Gallsteinaaðgerð: Heildarfjöldi á biðlista

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi

Page 20: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

20

Mynd 7.3. Hlutfall fólks sem hafði beðið lengur en 3 mánuði

Í febrúar 2018 höfðu 18% þeirra sem biðu eftir gallsteinaaðgerð beðið lengur en 3 mánuði,

hlutfallið var 9% á Landspítala, 43% á Sjúkrahúsinu á Akureyri og 0% á Heilbrigðisstofnun

Vesturlands, Akranesi. Í febrúar 2015 var hlutfallið 40% á heildina litið. Bið eftir

gallsteinaaðgerð virðist því vera innan ásættanlegra marka.

0%

20%

40%

60%

80%

100%

feb 2015 jún 2015 okt 2015 feb 2016 jún 2016 okt 2016 feb 2017 jún 2017 okt 2017 feb 2018

Gallsteinaaðgerð:Hlutfall fólks sem hafði beðið lengur en 3 mánuði

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi

Page 21: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

21

8. Aðgerð á hjartalokum

Mynd 8.1. Fjöldi aðgerða

Árið 2017 voru gerðar 96 aðgerðir á hjartalokum. Nú í febrúar voru 38 á biðlista, 22 karlar og

16 konur, töluvert fleiri en verið hafa. Í október 2017 var 21 á biðlista, svo fjölgað hefur um

80% á biðlistanum. Hlutfall fólks sem hefur beðið lengur en 3 mánuði hefur ekki hækkað upp

á síðkastið, en það er óásættanlegt að 18 einstaklingar af 38, eða 47%, hafi beðið lengur en

sem nemur viðmiðunarmörkunum. Miðgildi biðtíma þeirra sem fóru í aðgerð á árinu 2017

var 7 vikur en var 9 vikur hjá þeim sem fóru í aðgerð frá 1.2.2015 til 31.1.2016 og 6 vikur hjá

þeim sem fóru í aðgerð 1.2.2016 – 31.1.2017.

Mynd 8.2. Súlurnar sýna heildarfjölda á biðlista en línan sýnir hve hátt hlutfall fólks sem beið hafði beðið lengur en 3 mánuði

(hægri y-ás).

72

111

96

0

20

40

60

80

100

120

1.2.2015 - 31.1.2016 1.2.2016 - 31.1.2017 2017

Aðgerð á hjartalokum

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

0

5

10

15

20

25

30

35

40

febrúar2015

júní2015

október2015

febrúar2016

júní2016

október2016

febrúar2017

júní2017

október2017

febrúar2018

Aðgerð á hjartalokum

Page 22: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

22

9. Brjóstnám

Mynd 9.1. Brjóstnám, fjöldi aðgerða

Meginþorri brjóstnámsaðgerða er gerður á Landspítala. Þar hefur aðgerðum fjölgað um u.þ.b.

helming síðan 2013 (mynd 9.1). Í febrúar 2018 voru 17 konur á biðlista eftir aðgerð þar, 35% þeirra

höfðu beðið lengur en 3 mánuði (mynd 9.2). Miðgildi biðtíma kvenna sem fóru í aðgerð á Landspítala

á árinu 2017 var 3 vikur.

Mynd 9.2. Súlurnar sýna heildarfjölda á biðlista á Landspítala en línan sýnir hve hátt hlutfall kvenna sem beið hafði beðið

lengur en 3 mánuði (hægri y-ás).

Þar að auki biðu 10 konur eftir úrnámi brjósts að hluta, allar á Landspítala. Ein hafði beðið lengur en 3

mánuði. Gerðar voru 97 slíkar aðgerðir á Landspítala á síðasta ári, 15 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og ein

á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi.

100

12 0

117

5 0

138

8 2

145

8 0

149

9 00

20

40

60

80

100

120

140

160

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri HeilbrigðisstofnunVesturlands, Akranesi

Brjóstnám: Framkvæmdar aðgerðir

2013 2014 1.2.2015 - 31.1.2016 1.2.2016 - 31.1.2017 2017

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

0

5

10

15

20

25

30

febrúar2015

júní2015

október2015

febrúar2016

júní2016

október2016

febrúar2017

júní2017

október2017

febrúar2018

Brjóstnám

Page 23: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

23

10. Endurgerð brjósts

Mynd 10.1. Fjöldi aðgerða

Aðgerðir voru 56 á Landspítala árið 2017, töluvert fleiri en fyrri ár. Heildarfjöldi á biðlista

hefur farið vaxandi frá febrúar 2015, nú í febrúar biðu 53 konur. Hlutfall kvenna sem hafði

beðið lengur en 3 mánuði var 84% í október 2017 en var 55% nú í febrúar (mynd 10.2). Þá

höfðu 22 konur (42%) beðið lengur en 6 mánuði og 8 (15%) beðið lengur en 12 mánuði. Bið

eftir endurgerð brjósts er því fjarri ásættanlegum viðmiðum.

Mynd 10.2. Súlurnar sýna heildarfjölda á biðlista á Landspítala en línan sýnir hve hátt hlutfall kvenna hafði beðið lengur en 3

mánuði (hægri y-ás).

19

34

23

37

56

0

10

20

30

40

50

60

Landspítali

Endurgerð brjósts: Framkvæmdar aðgerðir

2013 2014 1.2.2015 - 31.1.2016 1.2.2016 - 31.1.2017 2017

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

0

10

20

30

40

50

60

febrúar2015

júní2015

október2015

febrúar2016

júní2016

október2016

febrúar2017

júní2017

október2017

febrúar2018

Endurgerð brjósts

Page 24: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

24

11. Brottnám hvekks um þvagrás

Mynd 11.1. Fjöldi aðgerða

Gerðar voru 119 aðgerðir á árinu 2017 á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og

Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi. Ef horft er á Landspítala sérstaklega má sjá að færri

aðgerðir hafa ekki verið gerðar á tímabilinu (mynd 11.1). Í febrúar 2018 voru 56 karlar á

biðlista eftir brottnámi hvekks um þvagrás. Af þeim höfðu 26 (46%) beðið lengur en 3

mánuði, 23 á Landspítala (49%) og 3 (38%) á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Sex höfðu beðið lengur

en 6 mánuði (11%). Bið eftir brottnámi hvekks um þvagrás er því ekki ásættanleg.

Mynd 11.2. Súlurnar sýna heildarfjölda á biðlista á Landspítala en línan sýnir hve hátt hlutfall karla hafði beðið lengur en 3

mánuði (hægri y-ás).

122

27

103

39

102

27

122

25

7

83

33

3

0

20

40

60

80

100

120

140

Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri HeilbrigðisstofnunVesturlands, Akranesi

Brottnám hvekks um þvagrás (TURP): Framkvæmdar aðgerðir

2013 2014 1.2.2015 - 31.1.2016 1.2.2016 - 31.1.2017 2017

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

febrúar2015

júní2015

október2015

febrúar2016

júní2016

október2016

febrúar2017

júní2017

október2017

febrúar2018

Brottnám hvekks um þvagrás (TURP)

Page 25: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

25

12. Skurðaðgerð á maga vegna offitu

Mynd 12.1. Fjöldi aðgerða

Árið 2017 voru gerðar 396 skurðaðgerðir á maga vegna offitu á Landspítala, hjá Klíníkinni og Gravitas.

Embættið kallar nú í fyrsta skipti eftir upplýsingum frá þeim síðastnefndu. Þrjár af hverjum fjórum

aðgerðum voru gerðar af Gravitas, eða 296. Þá voru 58 gerðar á Klíníkinni, Ármúla (mynd 12.1).

Mynd 12.2. Heildarfjöldi á biðlista

Í febrúar 2018 voru 118 á biðlista eftir slíkri aðgerð (mynd 12.2), 63 biðu eftir aðgerð á Landspítala,

23 hjá Klíníkinni og 32 hjá Gravitas. Enginn hafði beðið lengur en 3 mánuði. Með biðtíma er átt við

þann tíma sem fólk hefur beðið síðan það fór á biðlista eftir aðgerð en fólk getur þurft að gangast

undir talsverðan undirbúning áður en það kemst á biðlista. Á Landspítala er til að mynda ekki tekið

við beiðni um aðgerð fyrr en einstaklingur hefur hafið offitumeðferð á Reykjalundi. Meðferðin er

heildræn og felur í sér lífstíls- og atferlismeðferð og fræðslu um aðgerðina. Haustið 2017 voru 160

einstaklingar á biðlista eftir að komast í slíka meðferð á Reykjalundi og biðtími þeirra sem höfðu

fengið meðferð á undangengnum 12 mánuðum var um 10 mánuðir að meðaltali.

33314

129

10

5340

0

42

0

58

296

0

50

100

150

200

250

300

350

Landspítali HeilbrigðisstofnunVesturlands, Akranesi

Klíníkin, Ármúla Gravitas

Skurðaðgerð á maga vegna offitu: Framkvæmdar aðgerðir

2013 2014 1.2.2015 - 31.1.2016 1.2.2016 - 31.1.2017 2017

0

20

40

60

80

100

120

febrúar2015

júní2015

október2015

febrúar2016

júní2016

október2016

febrúar2017

júní2017

október2017

febrúar2018

Skurðaðgerð á maga vegna offitu: Heildarfjöldi á biðlista

Page 26: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

26

Mynd 12.3. Fjöldi á biðlista eftir aðgerð á Landspítala

Eins og sjá má á mynd 12.3 hefur mikil breyting orðið á biðlista á Landspítala. Samkvæmt

upplýsingum frá spítalanum er það vegna vanskráningar í rafrænt kerfi til þessa. Nú bíða 63 en

skráningu á biðlista var ábótavant áður.

0

20

40

60

80

febrúar2015

júní 2015 október2015

febrúar2016

júní 2016 október2016

febrúar2017

júní 2017 október2017

febrúar2018

Skurðaðgerð á maga vegna offitu: Heildarfjöldi á biðlista á Landspítala

Page 27: Biðlistar eftir völdum aðgerðum í febrúar 2018°listar... · Akureyri, þar sem 92% hafa nú beðið lengur en 3 mánuði. Ekki bárust skýringar á því frá sjúkrahúsinu

27

Samantekt á öðrum aðgerðum Þrír karlar bíða eftir kransæðaaðgerð, enginn hefur beðið lengur en 3 mánuði.

Sjö karlar bíða eftir aðgerð á blöðruhálskirtli, 1 hefur beðið lengur en 3 mánuði.

Gerðar voru 48 aðgerðir vegna vélindabakflæðis og þindarslits á árinu 2017. Í febrúar 2018 voru

40 á biðlista eftir slíkri aðgerð, 26 (65%) höfðu beðið lengur en 3 mánuði.