29
Bókasafn Hafnarfjarðar Ársskýrsla 2014 92. starfsár 2014 Strandgötu 1 sími 585 5690, myndsendir 585 5689, [email protected] http://www. bokasafnhafnarfjardar.is

Bókasafn Hafnarfjarð[email protected] (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, [email protected] (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

Bókasafn Hafnarfjarðar

Ársskýrsla 2014

92. starfsár 2014

Strandgötu 1

sími 585 5690, myndsendir 585 5689,

[email protected]

http://www. bokasafnhafnarfjardar.is

Page 2: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

2

Bókasafn Hafnarfjarðar er upplýsinga- og menningarstofnun sem starfar samkvæmt gildandi lögum um almenningsbókasöfn, yfirlýsingu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (Unesco) um almenningsbókasöfn og menningarstefnu Hafnarfjarðarbæjar. Bókasafn Hafnarfjarðar er rekið af Hafnarfjarðarbæ. Markmið þess er að vera íbúum bæjarins miðstöð upplýsinga, menntunar, menningar og afþreyingar með því að bjóða upp á aðgengi og útlán á fjölbreyttu úrvali bóka og annarra miðlunargagna s.s. hljómdiska, mynddiska og stafrænna upplýsinga. Auk þess er lögð áhersla á barnastarf, þ. á. m. sögustundir, safnkynningar, þjónustu við leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar, skipulagða menningarstarfsemi fyrir almenning og góða aðstöðu til náms og margt fleira.

Að vetri: frá 1. september til 31. maí: mánudaga til föstudaga kl. 10:00-19:00, laugardaga kl. 11:00-15:00. Að sumri: frá 1. júní til 31. ágúst: mánudaga til föstudaga kl. 10:00-19:00, lokað á laugardögum. Upplýsingar um afgreiðslutíma og annað er sem fyrr í síma 585 5690 á afgreiðslutíma safnsins og á heimasíðu Bókasafns Hafnarfjarðar: http://www.bokasafnhafnarfjardar.is

Tölvukerfið Gegnir var tekið í notkun í Bókasafni Hafnarfjarðar 9. ágúst 2004 en Bókveri, fyrsta bókasafnstölvukerfi bókasafnsins sem var tekið í notkun haustið 1987, er haldið vakandi og er aðallega notað á tónlistardeildinni. Bókver er þó nokkuð notað í upplýsingaþjónustu safnsins vegna þess hve safngögnin í því kerfi eru vel efnistekin miðað við Gegni. Haustið 2007 var einnig farið að nota Gegni til útlána á tónlistardeildinni samhliða Bókveri. Sjálfsafgreiðsluvél var innleidd árið 2007 og endurnýjuð haustið 2013.

Þjónusta, hlutverk og meginmarkmið

Afgreiðslutími

Tölvukerfi bókasafnsins

Page 3: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

3

Á safninu voru 20 starfsmenn í 14,20 stöðugildum bókavarða og bókasafns- og upplýsingafræðinga. Tveir létu af störfum árinu. Hér á eftir fer listi yfir starfsmenn Bókasafns Hafnarfjarðar árið 2013 ásamt netfangi, starfshlutfall er í sviga:

1. Aðalbjörg Sigþórsdóttir bókasafnstæknir, [email protected] (40) 2. Anna Sigríður Einarsdóttir forstöðumaður, [email protected] (100) 3. Árný Sveina Þórólfsdóttir, deildarstjóri flokkunar og skráningar,

[email protected] (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu,

[email protected] (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir bókavörður, [email protected] (50) 6. Brigitte Bjarnason bókavörður, [email protected] (50) 7. Edda Hrund Svanhildardóttir, deildarstjóri upplýsingaþjónustu og viðburðastjóri,

[email protected] (100) 8. Edyta Agnieszka Janikula bókavörður, [email protected] (50) 9. Guðbjörg Lilja Oliversdóttir bókavörður, [email protected]

(100) 10. Gunnhildur Ægisdóttir bókavörður, [email protected] (100) 11. Hrönn Hafþórsdóttir, deildarstjóri upplýsingaþjónustu og umsjón með bókhaldi,

[email protected] (100), lét af störfum í febrúar 2014. 12. Ingibjörg Óskarsdóttir, deildarstjóri barnadeildar, [email protected]

(75) 13. Katrín Bjarnadóttir bókavörður, [email protected] (100) 14. Linda Rós Arnarsdóttir, deildarstjóri tölvu- og tæknimála, [email protected]

(100) 15. Sigrún Sigurjónsdóttir bókavörður, [email protected] (75) 16. Súsanna Sigríður Flygenring, bókasafns- og upplýsingafræðingur,

[email protected] (60) 17. Svanur Már Snorrason, bókavörður, [email protected] (100) 18. Valdemar Pálsson, deildarstjóri tónlistardeildar, [email protected]

(100) 19. Þóra Kristín Flygenring, bókavörður (50-100) til júlí 2014.

20. Þórdís Arnardóttir, deildarstjóri tímarita. [email protected] (40) Í sumarafleysingum og aukavinnu að vetri voru:

21. Arna Bergrún Garðarsdóttir, nemi við Háskóla Íslands. Hluta af árinu. 22. Arney Eva Gunnlaugsdóttir, nemi við Háskóla Íslands. 23. Emilía Aradóttir, nemi við Kvennaskólann í Reykjavík. 24. Elías Már Pétursson, nemi við Iðnskólann í Hafnarfirði. 25. Ísak Henningsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. 26. Magnús Þór Reinersson, nemi við Flensborgarskóla. 27. Pétur Lúðvík Marteinsson, nemi við Flensborgarskóla. 28. Viktor Aron Bragason, nemi við Háskóla Íslands.

Í atvinnuátaksvinnu voru: Guðbjörg Rós Jónsdóttir og Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir Verktakafyrirtækið ISS sá um ræstingu.

Starfsfólk Bókasafns Hafnarfjarðar á árinu

Page 4: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

4

Menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, Marín Hrafnsdóttir, fer með menningar- og ferðamál Hafnarfjarðarbæjar og er hún næsti yfirmaður forstöðumanns Bókasafns Hafnarfjarðar. Menningar- og ferðamálanefnd fer með málefni Bókasafns Hafnarfjarðar. Eitt meginhlutverk þess er að sjá safninu fyrir viðeigandi húsnæði og tryggja því fjárveitingar til starfsmannahalds og annars reksturs. Menningar- og ferðamálanefnd: Aðalmenn: Unnur Lára Bryde, Helga Björg Arnardóttir og Jón Grétar Þórsson. Varamenn: Kristín María Thoroddsen, Sóley Elíasdóttir og Óskar Steinn Ómarsson.

Bæjarsjóður keypti húsnæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar að Strandgötu 1 sem var byggt 1961. Var húsið allt endurgert með tilliti til nýrrar starfsemi í húsinu og var bókasafnið flutt í apríl 2002 í nýja húsnæðið. Strandgata 1 er þriggja hæða hús auk niðurgrafins kjallara. Hafnarfjarðarbær keypti einnig áfast hús að Austurgötu 4 og fékk Bókasafn Hafnarfjarðar jarðhæðina til notkunar stuttu eftir opnun. Við það bættust um 70 m2 við bókasafnið. Húsnæði bókasafnsins er nú um 1.551 fermetri og 4.424 rúmmetrar. Árið 2008 var efnt til samkeppni um viðbyggingu við bókasafnið og hlaut Arkitektur.is fyrstu verðlaun.

Rekstargjöld 2014 með nýtingu tekna var kr. 139.711.737,-

Áætlað rekstarfé 2014: 138.108.871

Tekjur bókasafnsins kr. - 12.369.303

Ýmsir styrkir kr. - 399.865

Framlag úr sveitarsjóði kr. - 123.920.073

- 136.689.241

Rekstrarafgangur 2014 kr. 1.419.630

Aukaútgjöld ófyrirséð:

Vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar 2008

Verkfræði og arkitektaþjónusta kr. 3.022.496

Umfram kostnaður 2014 vegna 2008 kr. 1.602.866

Rekstrarútgjöld alls 2014: 139.711.737

Menningar- og ferðamálafulltrúi – menningar- og ferðamálanefnd

Húsnæðismál

Rekstur safnsins og fjárveitingar

Page 5: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

5

Margir velunnarar bókasafnsins gáfu bókasafninu bóka- og tímaritagjafir á árinu og eru þeim hér færðar bestu þakkir. Safnkostur sem er skráður í Gegni var 136.074 eintök. Hluti af tónlistarefni er enn sem komið er einungis skráður í Bókveri. Elsta skráða bókin er útgefin 1739. Lánaðar eru út bækur, tímarit, myndbönd, mynddiskar, hljóm- og geislaplötur, nótur, tungumálanámskeið, snældur, hljóðbækur og tölvudiskar. Safnkostur í árslok 2014 var 136.074 gögn sem skráð voru í Gegni. Nýskráningar í Gegni árið 2014 voru 10.269. Þessi safnkostur var ýmist keyptur, gefinn, eða tónlistarefni sem var skráð í Bókveri en ekki í Gegni. Afskrifuð (skemmd, glötuð) voru 6.412 gögn bæði úr Gegni og Bókveri. Af safnkostinum í Gegni eru bækur, blöð og tímarit. 112.031 talsins og annað efni 23.551. Nokkur þúsund safngögn er enn óskráð í Gegni en það eru aðallega hljómplötur, og nótur sem eru skráðar í Bókveri. Keyptar voru flestar nýútgefnar íslenskar bækur. Einnig voru keyptar erlendar bækur, aðallega á ensku, þýsku, Norðurlandamálum og pólsku sem og mynddiskar, geislaplötur, nótur, tungumálanámskeið o.fl. Útlán úr Gegni og Bókveri voru 238.822 safngögn Bókasafnið lánar út bækur, blöð, tímarit, hljóðbækur, hljóm- og geislaplötur, mynddiska o.fl. Útlán urðu samtals 238.822 safngögn (250.467 árið áður) eða 11.645 gögnum færri en árið áður. Innanhússlán og ljósritaðar greinar voru 56.787. Auk útlána úr Gegni og Bókveri voru 55.768 blöð og tímarit lánuð í setustofu og öðrum deildum bókasafnsins. Auk þess voru ljósritaðar greinar 1.019. Talin notkun safngagna var samtals 295.609. Bæklingar prentaðir fyrir viðskiptavini samtals 580. Stafræn þjónusta Bókasafns Hafnarfjarðar, áætlun: Bókasafn Hafnarfjarðar tekur þátt í að greiða fyrir aðgang landsmanna að stafrænum gagna– og greinasöfnum um vefinn hvar.is. 1. des. 2014 voru Íslendingar 328.910 og Hafnfirðingar 27.818 eða tæplega 8,4 % þjóðarinnar. Á hvar.is sóttu landsmenn alls 3.015.105 greinar eða gagnasöfn í fullri lengd. Þar af var hlutfall íbúa Hafnarfjarðar áætlað 253.268 greinar. Samkvæmt ofangreindu má því ætla að stafræn notkun Hafnfirðinga á hvar.is árið 2014 (þ.e. tímaritsgreinar og greinar í gagnasöfnum sem sóttar voru í fullri lengd) hafi verið 253.268 fyrir m.a. fyrir tilstuðlan Bókasafns Hafnarfjarðar.

Safnkostur

Útlán og stafræn þjónusta

Gjafir til Bókasafns Hafnarfjarðar

Page 6: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

6

Heildarnotkun á safnkosti Bókasafns Hafnarfjarðar var árið 2014

Skráð útlán úr Gegni og Bókveri 238.822

Talin útlán í setustofu og á safni 55.768

Ljósritaðar greinar 1.019

Sóttar greinar eða gagnasöfn í fullri lengd á hvar.is og Mbl.is. sem er greitt af fjárlögum bókasafna á Íslandi m. a. Bókasafni Hafnarfjarðar 253.269

Samtals notkun: 548.878

Útlán 2001 – 2014

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

300.000

350.000

2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

Chart Title

Samanburður á notkun safnkosts milli ára (öðrum en rafrænum)

Page 7: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

7

Í útlánasal er ein sjálfsafgreiðsluvél sem var keypt í september 2013.

hvar.is er vefur landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Aðgangurinn er opinn og endurgjaldslaus hjá notendum á Íslandi sem eru tengdir íslenskum netveitum þar sem hið opinbera, bókasöfn (þar á meðal Bókasafn Hafnarfjarðar), stofnanir og fyrirtæki greiða fyrir áskriftirnar.

Leiðbeiningar um hvernig eigi að leita í gagnasöfnunum, hvernig finna eigi tímarit og sjá hvaða árgangar eru aðgengilegir í hverju þeirra er að finna á hvar.is.

Hver notandi hefur aðgang að heildartexta greina rúmlega 20.000 erlendra vísinda- og fræðatímarita auk gagnasafna og alfræðirita á borð við Encyclopedia Britannica. Líta má þannig á að þetta efni sé allt viðbót við það sem hvert bókasafn í landinu hefur. Notandi er ekki bundinn við stað eða stund. Vel yfir milljón greinar voru sóttar í þetta efni á síðast ári og ætla má að hlutur Hafnfirðinga hafi verið rúmlega 8,4%.

Jafnræðissjónarmið: Allir í landinu eru jafnsettir með aðgang að þessum gögnum.

Útlán eftir efnistegnund

Bækur fyrir fullorðna

Barnabækur

Tímarit

Mynddiskar

Tónlist

Hljóðbækur

hvar.is

Sjálfsafgreiðsluvél

Samanburður á notkun á safnkosti eftir efnistegund árið 2014

Page 8: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

8

Skráðir viðskiptavinir bókasafnsins eru u.þ.b. 10.800. Mjög algengt er að hjón noti sama skírteinið og jafnvel heilu fjölskyldurnar og telst það þá einn notandi. Samkvæmt rafrænni talningu má áætla að um 182.389 viðskiptavinir hafi komið á bókasafnið á árinu 2014. Þjónusta við eldri borgara Heimsendingarþjónusta er fyrir aldraða og öryrkja sem ekki eiga heimangengt. Nokkrir bókaverðir sjá um þessa þjónustu. Elsti viðskiptavinurinn sem bókasafnið hefur þjónað fékk heimsendingar til ársins 2011 en þá var hún 105 ára. Hún kom síðast á bókasafnið í apríl 2008 þá 102 ára gömul. Hún fékk heimsendingu bóka mánaðarlega til ársloka 2010. Eftir það tók barnabarn hennar bækur fyrir hana til aprílloka 2011. Þessum gögnum fjölgar jafnt og þétt. Nýsigögn er samheiti yfir þá miðla sem krefjast tækni- og tækjabúnaðar til notkunar, s.s. mynddiskar, hljóðbækur og tölvudiskar. Bókasafn Hafnarfjarðar var með fyrstu söfnum á landinu til að lána út myndbönd (í maí árið 1985) og hefur æ síðan leitast við að bjóða upp á úrval af efni á því formi sem í notkun er hverju sinni. Aðföng þessa efnis eru nokkru flóknari en aðföng bóka og meðferð þeirra krefst meiri varkárni. Bókasafnið kaupir nokkuð af þessu efni enda er það í samræmi við lög um almenningsbókasöfn og í samræmi við upplýsingastefnu stjórnvalda. Í vali efnis er lögð áhersla á vandað, menningarlegt og fræðandi efni fyrir fjölskyldufólk. Leitast er við að hafa fjölbreytni að leiðarljósi hvað varðar efnistök, tungumál og menningarsvæði. Val nýsigagna fer fram meðal starfsfólks og þau eru keypt frá framleiðendum og/eða dreifingaraðilum hér á landi og einnig í netverslunum s.s. Amazon. Frágangur á nýsigögnum felst í flokkun og skráningu, álímingu merkinga, strikamerkja og aðfanganúmera. Einnig er nokkuð um að gera þurfi við, hreinsa og endurbæta nýsigögn, kaupa nýjar umbúðir og fleira.

Búið er að skrá allt eldra efni safnsins í Gegni, að undanskildum hluta tónlistardeildar og litlum hluta átthagadeildar. Varðandi stöðu tónlistarskráningar vísast í ársskýrslu tónlistardeildar. Fjórir bókasafnsfræðingar eru með skráningarheimild í Gegni: Árný Þórólfsdóttir, Áslaug Þorfinnsdóttir, Súsanna Flygenring og Valdemar Pálsson. Árný og

Safngestir

Flokkun og skráning

Nýsigögn

Page 9: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

9

Áslaug sjá um skráningu á nýju efni en Valdemar og Súsanna sjá um skráningu tónlistarefnis. Árný sér um nýskráningu efnis fyrir grunn- og leikskóla Hafnarfjarðar. Byrjað var að skrá safnkost leikskólans Norðurbergs á árinu. Norðurberg er áttundi hafnfirski leikskólinn sem er skráður í Gegni en enn eru 6 leikskólar með óskráðan safnkost.

Árný Sveina Þórólfsdóttir, deildarstjóri flokkunar og skráningar

Útleiga á myndefni skapar tekjur fyrir safnið en þó er samdráttur í útlánum vegna stafræns framboðs á kvikmyndum. Gjaldtöku er stillt í hóf og það skilar sér í auknum útlánum. Líkt og undanfarin ár var keypt inn úrval af fræðsluefni, barna- og fjölskylduefni, íslenskum myndum, erlendum verðlaunamyndum og vinsælu erlendu efni. Nokkuð mikið er um að mynddiskar skemmist við útlán, sérstaklega barnaefni, og þá hefur safnið oftast getað keypt uppbótareintök á lægra verði af forlögunum. Talsvert var pantað frá Amazon netversluninni því að lánþegar verða sífellt meðvitaðri um virkni innkaupatillagna og biðja um erlent myndefni sem ekki hefur verið gefið út hér á landi. Sérstaklega lánast sjónvarpsseríur vel út. Tekin var ákvörðun um að afskrifa megnið af myndböndum þar sem útlán á því efnisformi hafa algjörlega dottið niður. Enn er þó varðveitt efni á myndböndum í átthagadeild og í Gaflarahorni.

Árný Sveina Þórólfsdóttir, deildarstjóri mynddeildar

Árlega berast bókasafninu gjafir frá velunnurum safnsins og eru þeim hér með færðar bestu þakkir.

Árið 2014 bárust eftirfarandi gögn til safnsins:

Bækur 3.703 DVD 84 Hljóðbækur 1 Geisladiskar, tónlist 125 Tímarit 425 Vínylplötur 91 --------------------------------------------------------------------------

Samtals: 4.429 eintök.

Bókasafnið notar þessar gjafabækur og annað efni til að endurnýja safnkostinn og einnig bætast við titlar sem safnið hefur ekki átt fyrir. 2014 gjafabækur í grunnskóla Hluti af þessu efni er síðan sent til grunn- og framhaldsskóla Hafnarfjarðar. Í ár fékk Ítalska félagið á Íslandi hjá okkur gjafabækur á ítölsku. Flensborgarskóli 21 bók Fjölskylduþjónustan 8 bækur Ítalska félagið á Íslandi 30 bækur Samtals 59 bækur Það efni sem eftir er seljum við síðan á vægu verði til safngesta.

Þórdís Arnardóttir, deildarstjóri tímaritahalds

Gjafir og afskriftir

Mynddeild

Page 10: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

10

Á árinu 2014 voru alls lánuð út 22.966 tímarit, fréttabréf og árbækur.

Daglega koma margir safngestir á bókasafnið til að lesa blöð sem aðeins eru til afnota á safninu, svo sem dagblöð, bæjarblöð og allra nýjustu tímaritin. Þessi útlán urðu samtals 55.768 Samtals notkun á tímaritakosti var 78.734. Afskrifuð voru 1.367 tímarit á árinu. Eldri eintök tímarita eru geymd niðri í Fjöru og lánuð út. Dagblöð, bæjarblaðið og allra nýjustu tímaritin eru ekki til útláns.

Um þessar mundir eru 80 tímarit (titlar) á íslensku í áskrift. Af þeim eru talin fréttabréf sem flest berast frítt og sum hver koma ekki reglulega ásamt einstaka ókeypis tímaritum.

Dagblöð: Morgunblaðið, DV. Fréttablaðið og Fréttatíminn, vikublaðið Viðskiptablaðið ásamt Fiskifréttum og bæjarblaðinu Fjarðarpóstinum.

Af öðrum tungumálum eru: 43 tímarit í áskrift á ensku, 9 tímarit á dönsku, 3 tímarit á þýsku, 4 tímarit á norsku og 1 tímarit er á frönsku.

Þórdís Arnardóttir, deildarstjóri tímaritahalds

Húsnæði og búnaður Vel er búið að tónlistardeildinni hvað varðar húsnæði. Staðsetningin í húsinu er ákjósanleg og umhverfið vistlegt og hefur nægt rými fyrir vaxandi safnkost, enn sem komið er a.m.k. Helsta vandamálið er nú skortur á hillum. Þjónusta Við lifum í ört breytilegum heimi. Augljóst er að hlutur stafrænnar, samþjappaðrar dægur- og rokktónlistar fer stækkandi á heimsmarkaði og neyslumynstur þess lánþegahóps (yngstu kynslóðarinnar), sem helst hefur áhuga á vinsældalistatónlist, hefur breyst síðustu ár. Tónlistar af þessu tagi er því aðallega neytt á stafrænan hátt (Spotify, Youtube, tölvur, „streaming“, Mp3, iPod o.s.frv.) og er hún þá sótt af internetinu. Geisladiskurinn skipar æ minni sess hjá þessum hópi lánþega, sem í mörgum tilfellum hefur aldrei kynnst „alvöru“ hljómtækjum. Þessi þróun er að mörgu leyti sorgleg en sem betur fer heldur geisladiskurinn velli í öðrum tegundum tónlistar (í sk. “indie”-tónlist (rokk, popp), klassískri tónlist, heimstónlist og jazzi). Nýjustu upplýsingar herma að salan hafi aukist á geislaplötum með þessari tónlist undanfarna mánuði.

Blöð, tímarit, árbækur og fréttabréf

Tónlistardeild

Page 11: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

11

Tónlistardeildin er stærsta safn sinnar tegundar hér á landi og eiga unnendur fagurtónlistar í fá önnur hús að venda með áhugamál sitt. Hljómplatan (LP) virðist njóta sívaxandi vinsælda um þessar mundir. Mikið nýtt efni er gefið út á vínilplötum og hafnar eru endurútgáfur á eldra efni á þessu formi. Margir, og ekki síst unga kynslóðin, fagna þessari þróun, þessu afturhvarfi til „gömlu, góðu daganna“. Tónlistardeildin gerir hljómplötunni hátt undir höfði nú sem endranær. Gjafir Tónlistardeildin fékk allmarga geisladiska að gjöf á árinu 2014. Gott er að finna þann hlýhug sem slíkar gjafir bera með sér. Gegnir Allt nýtt tónlistarefni er nú skráð í Gegni. Nú sér fyrir endann á flutningi á gögnum úr Bókveri í Gegni. Safnkostur og nýskráningar Haldið var áfram að bæta safnkost tónlistardeildarinnar markvisst, fylla upp í “göt” bæði hvað varðar nýja og gamla tónlist, því lengi má gott bæta. Allar tegundir tónlistar má finna í nýskráningum ársins. Nýskráningar í Gegni voru 1.788 á árinu 2014. Enn bíður nokkur fjöldi titla nýskráningar. Í desember 2014 voru skráðir geisladiskar Gegni á tónlistardeildinni 13.635 og hljómplötur 3.247. Nokkuð bættist einnig við úrvalið af mynddiskum, nótum og tónlistarbókum á árinu 2014. Brýnt er að endurnýja safn tónlistarfræðibóka og nótna enda er það að mörgu leyti orðið úrelt. Sérstök fjárveiting er nauðsynleg til þessa málaflokks.

Valdemar Pálsson, deildarstjóri Friðriksdeildar

Barnadeildin er vinsæl. Foreldrar eru duglegir að koma með börnin seinni part dags þegar vinnu og leikskóla lýkur, kíkja í blöðin, skila bókum og sækja nýjar eða setjast niður og lesa fyrir þau. Leikskólaheimsóknir eru tíðar og ánægjulegt að sjá hvað starfsfólk leikskólanna er duglegt að koma með hópa á bókasafnið. Mikill fjöldi barna kemur og umgengni á deildinni er góð. Mottó barnadeildarinnar er að það læri börn sem fyrir þeim er haft! Umgengni á barnadeildinni hefur verið til fyrirmyndar eins og hin árin og mikið af heimsóknum barna sem njóta þess að vera hér við blaða- og bókalestur, kíkja í tölvur eða bara hitta vini sína!

Sögustundir, kynningar og upplestur

Barna- og unglingadeild

Page 12: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

12

Árið 2014 komu alls 3.346 börn og fullorðnir í sögustundir, upplestur, kynningar og á aðra viðburði á barnadeildinni. Sögustundir 1.127 börn komu í 73 sögustundir (1.022 börn í 69 sögustundir 2013) er það fjölgun um 105 börn frá árinu 2013. Sögustundir eru alltaf á miðvikudagsmorgnum. Auk þess bjóðum við leikskólahópum sem koma á safnið aðra daga upp á sögustund og hefur það mælst vel fyrir. Við bjóðum elstu börnum leikskólans upp á kynningu þar sem farið er yfir meðferð bóka og helstu reglur okkar kynntar sem auðvelt er að tileinka sér, sérstaklega eftir að upplýst hefur verið hverjir eiga bókasafnið! Kynningar Á haustin er sent bréf til allra grunnskóla í Hafnarfirði þar sem 4. bekkingum er boðið upp á kynningu á bókasafninu og einnig að aðrir árgangar séu velkomnir. Í kynningunni er m.a. farið yfir tegund safngagna, merkingar þeirra, lánþegaskírteini og helstu reglur bókasafnsins. 398 grunnskólabörn komu í 15 kynningar sem er fjölgun frá 2013. Við bjóðum elstu börnum leikskólans upp á kynningu þar sem farið er yfir meðferð bóka og helstu reglur okkar kynntar sem auðvelt er að tileinka sér. 100 leikskólabörn komu í 6 kynningar.

Ýmsir auglýstir viðburðir voru á barnadeildinni og voru settar upp sérstakar sýningar varðandi viðburðina.

Tveir upplestrar voru á barnadeildinni fyrir jólin. Fyrri upplesturinn var 25. nóvember og var fyrir yngri börnin. Mættu 40 börn og 25 fullorðnir. Sigríður Arnardóttir las úr bók sinni ,,Tröllastrákurinn eignast vini” og Áslaug Jónsdóttir las úr bók sinni ,,Skrímslakisi”. Seinni upplesturinn var 4. desember og var fyrir eldri börnin. Mætt voru 40 börn. Sigrún Eldjárn og las úr bók sinni ,,Draugagangur á Skuggaskeri” og Gunnar Helgason las úr bók sinni ,,Gulaspjaldið í Gautaborg”. Anna María kom í desember og kenndi gestum og gangandi að búa til oregami jólaskraut.

Safnanótt var haldin á Bókasafni Hafnarfjarðar þann 7. febrúar árið 2014. Bar hún yfirskriftina ,,Magnað myrkur”. Á barna- og unglingadeild voru dregnar fram bækur um drauga og myrkur og þær auglýstar. Góð þátttaka var hjá börnum í ratleik og vegleg verðlaun frá Pennanum og Ísbúð Vesturbæjar. Í tilefni af safnanótt tóku börn frá leikskólanum Vesturkoti að sér að skreyta barnadeildina. Þau bjuggu til köngulær sem við hengdum í gluggana og teiknuðu þau líka myndir af köngulóm sem hengdar voru upp. Einnig var útbúin myrkvuð köngulóarkompa með köngulóarvefjum og köngulóm sem börnin gátu skoðað í skini vasaljósa.

Í tilefni af alþjóðlega barnabókadeginum sem haldinn er hátíðlegur á afmælisdegi H.C. Andersen 2. apríl settum við fram bækur eftir hann og skreyttum með myndum úr ævintýrum skáldsins.

Í tilefni af bókasafnsdeginum 8. september valdi starfsfólk bókasafna uppáhalds sögupersónurnar sínar. Bókunum með þeim var stillt út.

Alþjóðlegi sjóræningjadagurinn var 19. september og voru bækur um efnið dregnar fram.

Viðburðir á barnadeild

Page 13: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

13

Kosning á vinsælustu barnabókinni 2014 fór fram í byrjun sumars 2014. Hlaut Gunnar Helgason flest atkvæði fyrir bókina sína ,,Rangstæður í Reykjavík”. Einnig hlaut Guðni Kolbeinsson verðlaun fyrir þýðingu sína á ,,Amma glæpon” eftir David Walliams. 216 börn tóku þátt í kosningunni hér á safninu og voru 3 heppnir þátttakendur dregnir út og hlutu bók í verðlaun.

Andri Snær Magnason hlaut Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2014 fyrir bókina ,,Tímakistan”.

Guðni Líndal Benediktsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2014 fyrir bók sína ,,Leitin að Blóðey”.

Dimmalimm verðlaunin 2014. Lani Yamamoto hlaut Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin 2014 fyrir myndlýsingar í bókinni ,,Stína stórasæng” og er Lani Yamamoto bæði höfundur texta og mynda.

Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur 2014. Andri Snær Magnason hlaut verðlaunin fyrir bók sína ,,Tímakistan” og Þórarinn Eldjárn hlaut verðlaun fyrir þýðingu sína á ,,Veiða vind” eftir Rakel Helmsdal, Janus á Húsagarði og Kára Bæk.

16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu. Settum við upplýsingar fram um tilurð dagsins og ljóð eftir Jónas Hallgrímsson lágu frammi.

Norræna bókasafnsvikan var einnig þá viku og var þemað „tröll á Norðurlöndum“ og var bókin ,,Skrímslaerjur” lesin á barnadeildinni.

Í tilefni af Björtum dögum var safnið opið á sumardaginn fyrsta. Töframaðurinn Einar einstaki sýndi listir sínar tvívegis. Kl. 13:00 mættu 140 manns og kl 14.45 mættu 169 manns. Einnig var boðið upp á oregami-föndur og mættu 25 börn og fullorðnir. Leikskólinn Tjarnarás var með fjölbreytta og skemmtilega sýningu á barnadeild sem við fengum notið áfram.

Brúðubíllinn var í boði bókasafnsins með sýninguna ,,Ys og þys” þann 2. júní, á planinu fyrir framan safnið. Auk þess að auglýsa vel brúðubílinn á safninu sendum við auglýsingu í alla leikskóla bæjarins og buðum þeim í leikhús. Lokuðum við planinu fyrir allri umferð og gátu þá börn og fullorðnir komið sér vel fyrir og notið frábærrar sýningar Helgu Steffensen. Þarna mætti svipaður fjöldi og árið áður, um 700 manns, börn og fullorðnir þrátt fyrir nokkra rigningardropa sem enginn tók eftir, enda brúðubíllinn mættur!

Sumarlestur Sett var upp sýning á bókamerkjum sem gleymst hafa í bókum á barnadeild. Bókamerkin skreyttu veggi barnadeildarinnar og voru skemmtilegt innlegg við upphaf sumarlesturs. Sumarlesturinn var með hefðbundnu sniði, byrjaði 1. júní og stóð til 15. ágúst. Þetta er þrettánda sumarið sem við erum með sumarlestur. Framkvæmdin hefur verið með svipuðu sniði og áður, börnin fylla út þátttökuseðil, foreldrar kvitta fyrir og við stimplum þegar bók er skilað. Það voru 162 börn sem skiluðu þátttökuseðli (214 börn árið 2013) en um 1000 bæklingar fóru út. Einnig sendum við bæklinginn í skólana þannig að fleiri bæklingar eru í umferð en frá okkur. Stelpurnar voru fleiri, þær voru 107 (144 árið 2013) og strákarnir 55 (70 árið 2013). Strákarnir eru duglegir að taka þátttökuseðil og hafa sótt bókasafnið vel í sumar ekki síður en stelpurnar, þeir taka ekki síður bækling til að fylla út en sinna trúlega ekki eins vel að sækja verðlaunin. Einnig voru prentuð út bókamerki fyrir krakkana. Öll börn fá

Page 14: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

14

verðlaun og viðurkenningarskjal að lestri loknum. Verðlaunin í ár voru tússlitir í lítilli buddu með klemmu sem handhægt er að taka með sér og festa við hvaðeina. Buddan var merkt Bókasafni Hafnarfjarðar. Heimsóknum fullorðinna á safnið fjölgar heilmikið í tengslum við sumarlesturinn þar sem foreldrar koma mikið með börnunum að ná í bækur og eru mjög ánægð. Það er í boði að taka Myndasögusyrpur í bland við bækur, einnig gátu lesblind börn tekið hljóðbækur og fengið stimpil í bæklinginn. En megintilgangur sumarlestursins, auk þess að bæta lestrarkunnáttu hjá börnunum, er að öll börn læri að nota bókasafnið og njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Það er ánægjulegt að sjá að þegar skólarnir eru með frídaga þá koma mörg börn á safnið. Bangsadagurinn Bangsadagurinn 27. október bar upp á mánudag. Bangsabækur voru settar í sér kassa og börn sem heimsóttu safnið gátu fengið ljósritaðar bangsamyndir og litað á safninu eða tekið þær með sér heim. Bangsar sem barnadeildin á voru teknir fram og dreift um deildina. Í sögustundum þessa vikuna í október voru lesnar bangsasögur í tilefni dagsins. Einnig hengdum við upp bangsa-myndaþraut sem tvær 11 ára stúlkur tóku að sér að búa til í tilefni af bangsadeginum. Börnin fundu síðan út hvaða myndir pössuðu saman. Þýska barnastarfið Hollvinafélag Þýska bókasafnsins hefur staðið fyrir barnastarfi í fjölnotasal safnsins á laugardögum. Haustið 2009 tók Das deutsch-isländische Netzwerk við starfinu. 57 börn sóttu námskeiðin á vor- og haustönn. Börnunum er skipt upp í þrjá hópa eftir aldri. Kennslustundirnar voru samtals 69. Aðstaðan á barnadeildinni og þýski safnkosturinn er vel nýttur í tengslum við barnastarfið, bæði af börnum og foreldrum þeirra. Í nóvember hélt foreldrafélagið dag heilags Martins hátíðlegan. Mættu þau á bókasafnið með heimatilbúnar luktir og gengu góðan hring um bæinn og spiluðu og sungu. Þegar því var lokið komu þau á bókasafnið og drukku kakó og borðuðu heimabakað þýskt brauð sem þau höfðu meðferðis. Þarna voru 200 manns og mjög góð stemming. Pólska barnastarfið Margir Pólverjar eru búsettir i Hafnarfirði og hefur því pólskur bókakostur verið aukinn. Pólverjar nýta orðið heilmikið safnið og hefur verið ráðinn pólskur starfsmaður sem er íslenskumælandi. Hefur hún tekið að sér sögustundir fyrir pólsk börn og er góður tengiliður fyrir pólska lánþega. Fyrsta sögustundin á pólsku var 16. apríl 2013. Alls komu 207 börn auk foreldra í 25 sögustundir á árinu 2014.

Húsbúnaður og útlit Barnadeildin var fallega skreytt með prjónaskap. Ungir jafnt sem aldnir lögðu hönd á plóginn og má sjá árangurinn á stigahandriðinu upp í barnadeild auk þess sem ormurinn Bóbó hangir í glugganum sem snýr út að Reykjavíkurvegi. Tölvurnar eru nokkuð vinsælar og ekki síst strákarnir sem nýta þær en það eru tímamörk á notkuninni og virðast þeir skreppa í tölvuna og fara síðan að kíkja í blöð og bækur. Nýr sófi var keyptur fyrir barnadeild ásamt borðum og er það liður í væntanlegum breytingum á barnadeild.

Ingibjörg Óskarsdóttir, deildarstjóri barna- og unglingadeildar.

Page 15: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

15

Fjöldi tölva Við upphaf árs 2014 voru í húsinu samtals 34 tölvur. Nú eru í húsinu:

19 tölvur (7 borðtölvur á afgreiðslusvæðum, 11 starfsmannatölvur og 1 fartölva) 1 sjálfsafgreiðsluvél 3 leikjatölvur í barnadeild 6 tölvur í netkaffi 1 tölva sem heldur utan um netkaffið 1 tölva sem heldur utan um eftirlitsvélar 1 tölva sem heldur utan um upplýsingaskjá 4 uppflettitölvur fyrir viðskiptavini

Samtals í árslok 2014: 35 tölvur + ein sjálfsafgreiðsluvél = 36 tölvur í allt.

Í mars var byrjað að skipta út afgreiðslutölvum bókasafnsins. Um miðjan apríl voru komnar 6 nýjar tölvur: 3 í afgreiðslu, 1 á tónlistardeild og 2 í upplýsingaþjónustu. Í tengslum við þetta fengum við þrjá wide screen tölvuskjái, tveir voru settir í afgreiðsluna og einn fór til starfsmanns. Minni skjáirnir voru settir við uppflettitölvurnar. Nú eru því komnar 10 nýjar tölvur (þar af 6 afgreiðslutölvur og 4 starfsmannatölvur). Tölvur annarra starfsmanna (8 stk.) og afgreiðslutölva á barnadeild eru komnar á síðasta snúning og keyra að auki á Windows XP stýrikerfnu en Microsoft hætti stuðningi við það kerfi í upphafi árs. Netkaffi Í netveri á 2. hæð eru 6 tölvur sem komu nýjar 2012. Kerfið sem heldur utan um sölu í netverið heitir CyberCafe Pro. Seldir voru 2.039 hálftímar (1.020 klukkutímar) í netverið. Sem gerir um það bil 19,6 klst. notkun á viku. Sem er 35% aukning frá fyrra ári! Hver hálftími er seldur 125 kr. Útprent úr netkaffi / ljósritun (30 kr. pr. A4-blað). Ljósritunarvélar, prentarar Á þriðju hæð er litljósritunarvél sem kom til safnsins í maí 2008. Hún nýtist einnig sem litaprentari fyrir starfsfólk og hefur reynst vel í bæklingagerð. Vélin er í eigu Nýherja en bókasafnið er í svokölluðum rent-a-prent samningi hjá þeim. Á annarri hæð var ljósritunarvél sem komin var til ára sinna og starfaði með herkjum. Í október var gerður samningur við Nýherja um að fá aðra rent-a-prent vél frá þeim. Nú er því komin ný ljósritunarvél á 2. hæð. Vélin er svarthvít og nýtist sem ljósritunarvél fyrir viðskiptavini og starfsfólk sem og prentari fyrir starfsfólk. Nú eru þessar vélar einu prentararnir fyrir starfsfólk í húsinu, búið er að útrýma litlu prenturunum, utan prentara sem tengdur er við netkaffið. Bókasafnskerfi Aðalbókasafnskerfi safnsins er Gegnir (Aleph 500, útgáfa 22). Bókasafn Hafnarfjarðar hefur verið nefnt sem forgöngusafn í útlánaþætti Gegnis. Starfsmenn safnsins taka því virkan þátt í öllu samstarfi sem snýr að Gegni undir leiðsögn Landskerfis bókasafna, með áherslu á útlánaþáttinn. Samstarf var við Landskerfi um prófanir á útgáfu 22 af Gegni fyrir uppfærslu. Bókasafnskerfið Gegnir var uppfært 19.–23. maí úr útgáfu 20. í útgáfu 22. Uppfærslan gekk fremur illa og hefur bókasafnskerfið verið í hálfgerðum hægagangi allt frá því. Í lok árs 2014 voru gerðar breytingar sem virðast aðeins hafa lagað

Tölvu- og tæknideild

Page 16: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

16

vandamálið. Bókasafn Hafnarfjarðar hefur aðstoðað Landskerfi við að prófa kerfið og senda skýrslur um vandann. Millisafnalánaþáttur í Gegni var tekinn í notkun 2013. Árið 2014 fóru alls 128 gögn í útlán í gegnum millisafnalánaþáttinn. Starfsmenn hafa tekið þátt í samstarfi og prófun á millisafnalánaþættinum. Gamla bókasafnskerfið, Bókver, er enn í nokkurri notkun á tónlistardeild en útlán á tónlistardeild fara orðið aðallega í gegnum Gegni. Bókver nýtist einnig starfsmönnum í upplýsingaþjónustu safnsins á 2. hæð, þar sem efnisorðaskrá Gegnis er enn að byggjast upp og í henni eru oft gloppur. Barnadeild Tölvur í barnadeild eru mikið notaðar af ungum viðskiptavinum. Á barnadeildinni eru 3 nýjar tölvur (frá 2012). Vélarnar eru tengdar sama forriti og netverið (CyberCafePro), og eru leikirnir látnir keyra undir því forriti. Þráðlaust net Sendar fyrir þráðlaust net eru á tveimur stöðum í húsinu, annars vegar á lesstofu og hins vegar í fjölnotasal. Mikil ánægja er meðal viðskiptavina með þráðlausa netið. Hins vegar er æ oftar spurt um fleiri tengipunkta í húsið. Tölvudeild var að leita að heildstæðum þráðlausum kerfum fyrir stofnanir bæjarins. Leik- og grunnskólar bæjarins eru komnir með þráðlaust net eða komnir í ferli og bókasafnið fylgir á eftir þeim. Sjálfsafgreiðsluvél Ný sjálfsafgreiðsluvél (LibMAster Baby frá P. V. Supa) var tekin í notkun í september 2013. Nú er reynsla komin á vélina og hefur hún staðist væntingar.

Alls útlán 2014 (fjöldi gagna) Alls útlánaafgreiðslur 2014

13.521 3.553

Alls skil 2014 (fjöldi gagna) Alls skilaafgreiðslur 2014

15.606 4.063

Sjóðsvél og sölukerfi Ný sjóðsvél var keypt inn frá PMT í byrjun febrúar 2013. Upphaflega stóð til að vélarnar yrðu tvær og að hægt yrði að færa uppgjörið rafrænt yfir í tölvur. Það reyndist ekki tæknilega mögulegt og lokaniðurstaða var hefðbundin sjóðsvél með kvittanarúllum. Lesbretti Í desember 2013 voru 5 BeBook Pure lesbretti keypt. Í mars 2014 voru tvö lesbretti tilbúin til útláns (hvort bretti um sig lánað út eins og um venjulegt safngagn væri að ræða, útlán ókeypis): bækur frá Project Gutenberg, Rafbókavefnum og Eymundsson. Tvö lesbretti eru til staðar á safninu, eitt fest með þjófavarnarsnúru í setustofu og eitt á barna- og unglingadeild: bækur frá Project Gutenberg, Rafbókavefnum og Emmu. Lesbrettin tvö sem hafa verið til útláns hafa fengið mjög góðar viðtökur. Þau hafa verið í stöðugu útláni frá upphafi. Búin að fara 11 og 12 sinnum í útlán, seinni part árs var biðlisti eftir lesbrettunum. Stefnt er að því í byrjun árs 2015 að aðeins eitt lesbretti verði til staðar á safninu í setustofu en hin fjögur fari í hefðbundin útlán. Vefsíða, Innranet og samskiptamiðlar Innranet og vefsíða bókasafnsins eru í stöðugri þróun, sem og aðkoma bókasafnsins á samskiptavefjunum Facebook og Twitter.

Page 17: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

17

Innranetið er vistað hjá Google (Google Sites) og er varið með lykilorðum. Þetta gerir starfsmönnum kleift að nota innranetið úr hvaða tölvu sem er. Árið 2013 var ný vefsíða bókasafnsins tekin formlega í notkun. Öll umsýsla er til muna betri en á gömlu síðunni. Facebook-síða bókasafnsins hefur reynst vel. Efni sem er sett á Facebook síðuna fer einnig sjálfkrafa inn á Twitter-síðu bókasafnsins og einnig er gluggi á heimasíðu safnsins sem birtir nýjasta efnið sem fer á Facebook. Bókasafnið hefur fengið hrós fyrir þátttöku sína á þessum samskiptavefjum. Við höfum haldið áfram skráningu á enskum kiljum, ýmsum handavinnubókum og ferðahandbókum á samskiptavefinn LibraryThing og birtum reglulega á Facebook. Ýmislegt Upplýsingaskjár í afgreiðslunni var tekinn í notkun árið 2013. Þar eru birtar helstu fréttir safnsins sem og safnkostur auglýstur á myndrænan hátt. Árásarhnappar voru teknir í notkun í júní. Þeir eru staðsettir í afgreiðslu 1. hæðar, barnadeild, tónlistardeild og upplýsingaþjónustu. Hljóðkerfi (hátalari, míkrófónn og standur) var keypt af HljóðX í nóvember. Búið að nýtast mjög vel í öllum viðburðum strax frá upphafi. Til mikilla bóta. Ný A3-plöstunarvél var keypt í nóvember. Í lok árs var nýr Zebra límmiðaprentari keyptur.

Linda Rós Arnarsdóttir deildarstjóri tölvu- og tæknimála

Upplýsingaþjónusta Bókasafns Hafnarfjarðar er staðsett á 2. hæð ásamt aðal útlánasal. Þar er einnig símaþjónusta fyrir allt safnið, fyrirspurnir sem berast í tölvupósti afgreiddar, eftirlit með öryggismyndavélum, ljósritunarþjónusta og afgreidd millisafnalán. Einnig er netver fyrir viðskiptavini staðsett á annarri hæð og þar fer öll þjónusta í sambandi við það fram. (Kóðar seldir og útprent talin og afgreidd). Leitast er við að hafa ávallt 2 starfsmenn á vakt, bókasafns- og upplýsingafræðing ásamt bókaverði en vegna færra starfsfólks hefur oft verið erfitt að koma því við. Á morgnana er oft bara einn á vakt. Vegna plássleysis og þrengsla í útlánasal var farið í að breyta og bæta við hillum og var það vinna sem átti sér stað meira og minna allt árið.

Upplýsingaþjónusta

Page 18: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

18

Daglega koma inn biluð gögn sem þarf að yfirfara og meta hvað þarf að gera við og hvað verður að afskrifa. Hluti af vinnuskyldu bókavarða er að sjá um viðhald og viðgerðir á safnkosti safnsins. Bókavörður sem hefur yfirumsjón með viðgerðum fer yfir þessi gögn og ákveður hvað á að gera við en sendir í afskriftir það sem ekki er hægt eða ekki borgar sig að gera við. Lögð er áhersla á að hafa gögn safnsins í góðu lagi og vel útlítandi svo stöðugt þarf að hafa vakandi auga með gögnum sem koma úr láni og yfirfara safnkostinn. Ótaldar eru bækur sem gert er við á dag en þær eru margar. Þær bækur væru ónýtar safninu ef ekki væri gert við þær. Þar getur verið um að ræða bækur sem eru ófáanlegar og ómetanlegar. Einnig er gert við tímarit og fleiri gögn sem bila í útlánum. Bókaverðir gera vasa í tímarit sem fylgja laus kort eða snið. Einnig gera þeir vasa í bækur og blöð sem geisladiskar fylgja svo þessir hlutar gagna tapist ekki í útlánum. Lesstofan er mjög vinsæl af skólanemum og grúskurum. Hún var opin frá kl. 09:00- 19.00 virka daga. Lesstofan á þriðju hæð var færð milli herbergja árið 2011 og borðum fækkað niður í 10 en auk þess eru 4 borð í enskudeildinni við hliðina á lesstofu og 18 lesrými í fjölnotasal. Boðið upp á kaffi á 1. hæðinni fyrri hluta dagsins. Á próftímum komast færri að en vilja þrátt fyrir að aukaborð séu dregin fram í dagsljósið. Nemendur, sem eru 16 ára og eldri og hafa notað lesstofu og bókasafn við góðan orðstír í nokkur ár, geta fengið lánaðan lykil að fjölnotasal í kjallara og lesið þar þegar bókasafnið er lokað. Engar tölur eru til um lánþega á lesstofu enda hefur ekki verið hægt að hafa starfsmann til eftirlits á lesstofu. Handbækur fyrir lesstofugesti eru geymdar á lesstofunni. Árið 2014 voru 10 lesbásar og lampar keyptir á lesstofuna í stað gömlu borðanna.

Fjölnotasalur Bókasafns Hafnarfjarðar er mikið notaður. Á próftímum er hann fullsetinn. Að jafnaði eru þar sæti fyrir átján nemendur en á próftímum er bætt við borðum. Þeir viðskiptavinir safnsins sem lengi hafa nýtt sér þjónustu bókasafnsins og bókaverðir treysta fá lykil að fjölnotasal og geta lesið þar þegar bókasafnið er lokað, jafnt að degi sem nóttu, en tuttugu og tveir lyklar eru lánaðir á hverju námstímabili. Salurinn hefur einnig verið notaður fyrir kennslu, klúbbastarfsemi, fyrirlestra, fundi, skóla- og leikskólaheimsóknir. Þýska barnastarfið fer fram í fjölnotasal á laugardögum á milli kl. 11:00 og 15:00 yfir vetrarmánuðina. Árið 2014 voru þar 69 kennslustundir. Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar nýtti sér einnig salinn fyrir 19 námskeið. Pólskar sögustundir voru það 11 sinnum. Auk þess voru sex fundir eða móttökur í salnum. Í maí og desember er salurinn eingöngu nýttur fyrir nemendur og fellur þá niður önnur starfsemi á meðan.

Lesstofa

Fjölnotasalurinn og notkun hans

Bókband og viðgerðir

Page 19: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

19

Lestrarfélagið Framför (Bókmenntaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar) Lestrarfélagið var stofnað haustið 2005 og eru fundir annan miðvikudag í mánuði yfir vetrarmánuðina (aðeins einn fundur var haldinn árið 2011). Hjalti Snær Ægisson doktorsnemi í bókmenntum stýrir bókmenntaklúbbnum. Bókmenntaklúbbnum var gefið nafnið Lestrarfélagið Framför en á árunum 1907 til 1917 starfaði Lestrarfélagið Framför í Hafnarfirði og valdi Hjalti Snær því bókmenntaklúbbnum það nafn. Árið 2014 voru átta fundir og samtals 85 þátttakendur. Hafnarfjarðardeild er staðsett í geymslurými í kjallara. Safnað er hafnfirskum bæjarblöðum og ýmis konar útgefnu efni sem tengist Hafnarfirði á einhvern hátt, s.s. ævisögum Hafnfirðinga, afmælisritum félagasamtaka o.þ.h. Myndir sem tengjast Hafnarfirði eru sendar Byggðasafni Hafnarfjarðar. Efni í Hafnarfjarðardeild er enn að hluta til óskráð í Gegni. Á annarri hæðinni er Gaflarahorn með bókum sem tengjast Hafnarfirði og Hafnfirðingum.

Bókasafn Hafnarfjarðar greiðir fyrir rekstur Gegnis í leik- og grunnskólum bæjarins sem og á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og Hafnarborg. Bókasafn Hafnarfjarðar veitir leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar þjónustu og tekur á móti grunnskólahópum, sjá „barna- og unglingadeild.

Tveimur dögum fyrir síðasta skiladag eru sendar úr viðvaranir í tölvupósti til viðskiptavina og tíu dögum frá síðasta skiladegi eru sendar út tilkynningar vegna vanskila ýmist sem bréf eða tölvupóstur. Alls eru sendar út tvær vanskilatilkynningar til óskilvísra lánþega en sú þriðja er hringd út. Vorið 2005 hófst formlega samstarf fjögurra nágrannasveitarfélaga þ.e. Álftaness, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Kópavogs. (nú þriggja eftir að Álftanes sameinaðist Garðabæ). Samstarfið gekk mjög vel á árinu en í því felst m.a. að viðskiptavinir safnanna geta fengið að láni safngögn hjá öllum samstarfssöfnum en greiða einungis árgjald í sínu sveitarfélagi. Þessi starfsemi hefur mælst vel fyrir og nær hún til um 60 þúsund íbúa. Útlán milli sveitarfélaganna aukast svo og gagnkvæm kynni starfsmanna bókasafnanna. Forstöðumenn safnanna hittast til skrafs og ráðagerða. Á árinu voru haldnir sameiginlegir fræðslufundir fyrir starfsmenn safnanna.

Hafnarfjarðardeild - Átthagadeild

Þjónusta við grunn- og leikskóla Hafnarfjarðar

Samstarf fjögurra nágrannabókasafna

Bókmenntaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar

Innheimta vanskila

Page 20: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

20

Bókasafn Hafnarfjarðar

Stöðugildi fyrir Skjalasafn Hafnarfjarðar á eldri skjölum hefur enn ekki verið veitt. Ekkert fast stöðugildi hefur fengist fyrir skjalavörð til að sinna eldri skjölum bæjarins né hefur fengist viðunandi geymslurými fyrir öll eldri skjölin. Tvær kennslustofur í Engidalsskóla eru notaðar undir skjalageymslur. Því má segja að málefni eldri skjala bæjarins séu enn í hinum mesta ólestri og satt best að segja veit enginn hvort eða hvar sum skjölin eru geymd eða um ástand sumra þeirra skjala sem vitað er um. Fyrirhugað var að leysa úr húsnæðisvanda Héraðsskjalasafns Hafnarfjarðar á næstu árum í tengslum við viðbyggingu Bókasafns Hafnarfjarðar en á meðan þurfa þeir sem nota gömlu skjölin sem eru í kjallara bókasafnsins að skoða þau inni á skrifstofu forstöðumanns bókasafnsins vegna aðstöðuleysis.

Safnanótt á Bókasafni Hafnarfjarðar,

föstudaginn 7. febrúar 2014 Opið til miðnættis!

Skjalasafn Hafnarfjarðar

Viðburðir og sýningar

19:00 - 24:00 Arfur aldanna - bátasmíði til forna - horfin verkþekking Yfirlitssýning yfir verk Hjalta Hafþórssonar (tile.is) en hann hefur undanfarin ár unnið að smíði miðaldabáta. Má þar nefna „Vatnsdalsbátinn.“

19.00 - 24.00 Projekt Polska Ljósmyndasýning - Anna Domanska

frá KSA (lista- og tískuhönnunar-skóli) og Krzysztof Solarewicz frá

OPT (nýsköpunarmiðstöð). Bókmenntasýning frá Ha!art

Corporation (sjálfstæður bókaútgefandi)

19:00 - 24:00 Köngulóakompan Börn frá leikskólanum Vesturkoti bjuggu til köngulær og verða þær í sérstaklega útbúinni myrkri köngulóarkompu á barnadeild.

19.00 - 24.00 Ratleikur um bókasafnið Allir þátttakendur fá glaðning. Dregið verður úr réttum lausnum 11.02.14 og fá 3 þátttakendur sérstök verðlaun.

Page 21: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

21

Sýningar í glerskápnum árið 2014. Í janúar var sýning á servíettum systranna Ingibjargar og Svanhildar Óskarsdætra. Í febrúar var sýningin „Love is in the air“, Valentínusardagssýning. Í mars var sýning á íslenskum mánaðarglösum Sigríðar Þórðardóttur. Í apríl var sýning á origami. Í maí var sýningin „Staksteinar við fjöruborðið“, hafnfirsk ljóðskáld. Í september var sýningin „Dulheimar í bókmenntum.“ Í október var sýningin „Bangsar“ í eigu starfsfólks og fjölskyldna. Í nóvember var sýningin „Tröll“ í tilefni Norrænu bókasafnavikunnar. Í desember var sýningin „Jólasveinar úr postulíni og tré“ í eigu Katrínar frá Hvestu. Bóka- og safngagnaútstillingar á safni voru: Bókaútstillingar á þriðju hæð. Bókaútstillingar á veggstæðum á stigapalli annarrar hæðar. Bókaútstillingar á hvítum standi á annarri hæð merktur „Bókaverðir mæla með“. Bókaútstillingar á stöndum í setustofu. 19. mars var fræðsluerindið „ Mannlíf í skjóli trjáa“ sem Kristinn H. Þorsteinsson fræðslu- og verkefnastjóri Garðyrkjufélags Íslands flutti. Á Björtum dögum í Hafnarfirði 24. apríl kom töframaðurinn Einar einstaki kl. 13:00 og 14:00 og sýndi töfrabrögð og Anna María kenndi origami-föndur kl. 14:45. 10. nóvember var Norræna bókasafnavikan og þema ársins: Tröll á Norðurlöndum. Kl. 10:30 var upplestur fyrir yngstu börnin. Kl. 17:30 var upplestur fyrir eldri börn og kl. 18:00 var upplestur fyrir fullorðna. 16. nóvember var Dagur íslenskrar tungu í minningu Jónasar Hallgrímssonar. Verkum eftir hann var stillt upp á vegginn á annarri hæð. Í desember var bréfamaraþon Amnesty International. Fólk frá Amnesty kom á bókasafnið og hvatti fólk til að skrifa bréf og mótmæla mannréttindabrotum.

19:00 - 24:00 Við gefum bækur Bókasafnið gefur afskrifaðar bækur og gjafabækur.

19:00 - 19:30 Töframaðurinn Einar einstaki sýnir listir sínar fyrir gesti og gangandi.

20:15 - 21:15 Unglingurinn - Gaflaraleikhúsið Gaflaraleikhúsið sýnir hluta úr leikritinu Unglingurinn. Hlutverkin eru í höndum þeirra Arnórs Björnssonar og Óla Gunnars Gunnarssonar.

22:00 - 23:00 Dægurlög í sparibúningi Bræðurnir Arnar Dór og Helgi Már Hannessynir taka lagið og um að gera að mæta og hlusta á þá!

Page 22: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

22

Starfsmenn Bókasafns Hafnarfjarðar sóttu fjölmörg námskeið og fræðslufundi árið 2014 jafnframt því að þeir sitja í fjölmörgum ráðum og nefndum sem tengjast starfi þeirra. Sjá nánar símenntun - starfsþróun starfsmanna Bókasafns Hafnarfjarðar fyrir árið 2014 en þar kemur fram að starfsmenn Bókasafns Hafnarfjarðar notuðu samtals 1.718 klukkutíma eða að meðaltali um 90,42 klst. á hvert stöðugildi í starfsþróun. Starfsmenn öfluðu sér styrkja úr

Námskeið, ráðstefnur, fundir, erindi, ferðir og heimsóknir

Page 23: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

23

ýmsum sjóðum s.s. starfsmenntunarsjóðum starfsmannafélaga, auk þess sem þeir fjármögnuðu sjálfir. Of langt mál yrði að telja upp þann fjölda námskeiða og þátttöku starfsmanna í símenntun á árinu 2014 og því verður aðeins minnst á örfá dæmi.

Starfsmenn sóttu morgunkorn Upplýsingar og nokkrar ráðstefnur á þeirra vegum.

Á árinu fóru deildarstjórar safnsins á nokkur námskeið á vegum skráningarráðs Landskerfa bókasafna.

Deildarstjóri barna- og unglingadeildar sótti ráðstefnu um barna- og unglingabókmenntir í Menningarmiðstöð Gerðubergs.

Í maí sótti forstöðumaður vorfund forstöðumanna. Nokkur ný almenningsbókasöfn voru heimsótt og menningarmiðstöðvar.

4. apríl 2006 var undirrituð samstarfsyfirlýsing Hollvinafélags Goethe-Zentrum og Hafnarfjarðarbæjar um Þýska bókasafnið sem innihélt alls um 6.500 titla. Þýska bókasafnið á sér nokkra sögu, en safnið var stofnað árið 1956 sem Deutsche Lektoratsbücherei. Á árunum 1983 til 1998 var safnið hluti af Goethe-stofnun (Goethe-Institut, Reykjavík). Þegar þeirri stofnun var lokað var stofnað Hollvinafélag Goethe-Zentrum sem starfrækti bókasafnið. Eins og áður segir tók Bókasafn Hafnarfjarðar við öllum safnkosti Þýska bókasafnsins sem búið er að skrá í Gegni en það þurfti að frumskrá nær öll safngögnin. Þýsku safngögnunum er hægt að fletta upp á www.gegnir.is, samskrá íslenskra bókasafna. Það eru ekki einungis Hafnfirðingar sem geta nýtt sér þýska bókasafnið. Íbúar annarra byggðalaga eiga þess einnig kost, í samvinnu við sín bókasöfn, að fá þýskt efni lánað til einkanota sem og fyrir þýskunám og -kennslu. Þýskukennarar og –nemendur hafa aðgang að góðum kosti þýskra kennslubóka, auk hljóðbóka og léttlestrarbóka, til notkunar við námið. Barna- og unglingadeildin býður upp á úrval safngagna fyrir börn og unglinga. Hafnarfjarðarbær á sér sterkar sögulegar rætur og tengsl við Þýskaland. Í Hafnarfirði var höfuðstaður verslunar á Íslandi á miðöldum þar sem þýskir Hansakaupmenn byggðu upp blómlega verslun og menningu. Hollvinafélagið ákvað að taka boði Hafnarfjarðarbæjar um að hýsa Þýska bókasafnið af eftirfarandi ástæðum:

Þýska safnkostinum

verður haldið saman.

Hafnarfjarðarbær hefur í hyggju að byggja glæsilega við Bókasafn Hafnarfjarðar og mun verða sérstök þýsk deild í safninu.

Hafnarfjarðarbær er eina íslenska sveitafélagið sem á sér þýskan vinabæ sem er Cuxhaven.

Hafnarfjörður er formlegur Hansabær og þannig eru tengsl Hafnarfjarðar sterk við þýska mál- og menningarsvæðið.

Bókasafnið í Hafnarfirði leggur sig fram um að gera þýsku og þýska menningu

aðgengilega fyrir sem allra flesta. Haustið 2006 hófust tungumálanámskeið Hollvinafélags Þýska bókasafnsins í fjölnotasal bókasafnsins fyrir börn á aldrinum 6 - 12 ára. Undanfarin þrjú ár hefur Þýsk-íslenska tengslanetið, í samstarfi við bókasafnið, skipulagt og staðið að þýskukennslu fyrir börnin, sem og hinni árlegu St. Martinsgöngu. Námskeiðin eru ætluð fyrir u.þ.b. 4 – 12 ára börn sem tala nú þegar þýsku. Oftast vegna þess að þau eiga þýska foreldra eða hafa búið í þýskumælandi

Þýska bókasafnið

Page 24: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

24

löndum. Börnunum er skipt í 3 hópa eftir aldri og getu. Kennarar, sem deila með sér kennslunni heita Katharina Gross og Birgit Fork. Hver kennslustund er 45 mínútur og kennt er í Bókasafninu í Hafnarfirði. Á vor- og haustönn voru þrjú námskeið hvern laugardag. Á árinu voru haldin 69 námskeið. Öll börn á ofangreindum aldri eru velkomin á námskeiðið í Bókasafni Hafnarfjarðar ásamt foreldrum sínum sem geta þá kíkt í nýjustu þýsku blöðin og/eða bækur á meðan börnin eru á námskeiðinu. Bókavörður, sem er af þýsku bergi brotinn, starfar á bókasafninu. Vegna plássleysis þurfti að dreifa safnkostinum á bókasafninu. Á þriðju hæð eru þýskar bókmenntir og fræðsluefni. Eldri safnkostur og námsefni er í kjallarageymslum, DVD mynddiskar eru með öðrum mynddiskum bókasafnsins á jarðhæð og barnabækur eru í barnadeild. Styrkir og gjafir.

Lítið við á Þýska bókasafninu í Hafnarfirði eða heimsækið okkur á www.facebook.com/deutschebibliothek.

2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

Janúar 14.329 15.333 16.121 17.550 13.408 13.408 15.002

Febrúar 13.629 15.179 18.256 17.199 17.486 17.486 16.981

Mars 13.320 15.042 20.419 16.168 17.836 14.502 17.744

Apríl 13.598 15.377 15.847 16.723 14.463 14.583 16.431

Maí 13.487 15.804 15.456 16.713 14.944 13.612 14.114

Júní 13.323 15.648 16.266 15.174 17.193 11.816 13.009

Júlí 13.198 17.023 19.703 16.773 18.322 17.134 16.510

Ágúst 13.283 20.370 15.343 18.205 15.314 15.207 13.706

September 13.547 19.743 17.118 16.765 14.979 14.613 15.512

Október 17.405 19.465 17.502 18.597 19.494 15.405 15.354

Nóvember 18.060 19.296 19.962 16.987 18.372 15.399 15.582

Desember 17.005 18.596 17.710 14.412 15.447 14.953 12.445

174.184 206.876 209.703 201.266 197.258 178.118 182.390

Viðauki: tölfræði og ársreikningar

Tafla 1. Gestafjöldi eftir mánuðum samkvæmt rafrænni talningu

Page 25: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

25

Mánuðir 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

Janúar 16.975 17.732 20.784 20.614 22.675 20.693 22.741 19.751

Febrúar 16.654 17.188 20.622 21.523 22.504 22.499 21.077 20.089

Mars 18.929 18.007 22.760 26.337 24.967 24.171 20.506 20.593

Apríl 16.802 17.712 22.046 20.525 23.625 20.749 20.648 19.811

Maí 15.143 15.830 19.394 19.781 20.445 19.456 18.901 17.490

Júní 15.609 17.152 21.403 21.808 22.094 21.685 19.282 19.010

Júlí 18.559 22.108 26.006 26.567 25.213 25.054 24.734 23.433

Ágúst 18.860 18.638 22.560 23.021 23.935 24.761 21.460 18.941

September 16.445 19.205 23.068 22.432 24.789 20.000 19.757 20.803

Október 19.469 21.172 25.495 22.884 23.288 23.953 21.596 21.295

Nóvember 13.893 20.355 23.641 23.663 21.438 22.691 20.557 19.683

Desember 18.011 18.885 20.298 21.407 19.265 17.833 18.825 17.923 Tölvukerið

Bókver 383

Allt árið: 205.349 223.984 268.077 270.562 274.238 263.545 250.467 238.822

Setustofa 51.024 44.612 56.583 42.318 43.884 52.332 56.216 55.768

Ljósrit 2.772 2.772 3.613 2.556 2.201 1.659 1.560 1.560

Í skóla 3.911 3.192 3.307 5.381 í Gegni í Gegni í Gegni í Gegni

Samtals 263.056 274.560 331.580 320.817 320.323 317.536 308.243 296.150

Efnistegund: 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

Bækur, fullorðnir 123.373 134.419 158.108 161.698 165.070 156.896 156.366 146.583

Bækur, börn og unglingar 31.119 35.331 38.692 34.548 34.107 32.565 28.929 28.355

Spil 3 8 7 0 0 0 0

Tónlist, plötur og geisladiskar 9.911 9.531 13.214 16.102 17.200 15.307 13.040 11.521

Hljóðbækur 4.382 5.077 5.532 5.662 5.192 5.707 4.131 5.836

Tölvugögn 161 285 268 269 260 216 126 122

DVD mynddiskar 12.152 13.788 21.599 22.545 23.777 24.154 20.835 22.703

Tæki 46 66 65 0 49 47 64 78

Tímarit 74.780 67.734 87.631 73.602 70.862 79.740 83.400 80.294

Tungumálanámskeið

413 388 396 340 274 173 157 147

Kort 110 80 81 140 89 66 66 94

Nótur 166 134 171 203 146 201 55 111

Myndbönd 6.440 7.719 5.816 5.708 3.297 2.464 1.074 306

Samtals: 263.056 274.560 331.580 320.817 320.323 317.536 308.243 296.150

Tafla 3. Útlán og notkun safnkosts eftir efnistegund

Tafla 2. Heildarútlán eftir mánuðum úr Gegni, Bókveri auk útlána á safni, ljósrit og sala

Page 26: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

26

Lánþegategundir: 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

Óskilgreint 2.859 3.653 5.021 5.973 4.528 2.782 2.352 1.901

Bókasöfn 642 606 416 500 3.919 4.685 6.092 3.684

Fyrirtæki 107 120 51 1 133 250 62 45

Kennarar 3 9 4 142 374 460 578 533

Karlmenn 74.709 73.567 92.319 87.930 74.983 83.896 57.965 58.243

Konur 181.963 193.855 230.374 223.109 233.370 221.979 179.172 171.284

Leikskólar 1.964 1.907 2.343 2.203 2.085 2.092 2.218 2.358

Skólar 663 742 884 732 745 1.163 1.434 1.827

Stofnanir 146 101 168 227 186 229 211 330

Setustofa, blöð, tímarit 0 0 0 0 0 0 57.776 55.768

Bókver 0 0 0 0 0 383 177

Samtals: 263.056 274.560 331.580 320.817 320.323 317.536 308.243 296.150

Tegund skírteina 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

1 (18-66 ára) 164.632 171.387 206.577 201.996 217.618 214.281 208.373 196.710

2 (13-17 ára) 8.526 9.541 10.642 8.970 8.236 8.953 7.251 5.880

3 (0-12 ára) 29.324 33.203 37.111 34.618 32.645 31.156 26.997 27.894

4 (frítt - öryrkjar-

ellilífeyrisþegar) 47.489 47.137 60.831 58.794 44.081 44.790 45.484 48.471

5 (starfsmenn) 8.767 9.203 11.211 10.791 9.226 8.557 8.846 7.855

6 (heimsending) 1.384 875 1.061 746 503 478 329 361

7 (frítt - stofnanir og

fyrirtæki bæjarins) 132 400 739 1.932 5.124 6.144 6.876 4.122

8 (aðrar stofnanir og

fyrirtæki) 2.748 2.652 3.248 2.822 2.772 2.930 3.791 4.594

20 (nemi 1.-3. bekk) 0 0 2 12 14 11 22 0

21 (nemi 4.-7. bekk) 8 0 9 0 0 61 0 0

22 (nemi 8.-10. bekk) 0 138 78 0 0 32 0 0

23 (kennarar) 46 12 71 114 42 77 15 0

24 (starfsfólk grunnskóla) 0

32 (nemendur í

framhaldsskóla) 30 12

80 (millisafnalán

innanlands) 229 248

Annað 0 12 0 22 62 66 0 3

Samtals: 263.056 274.560 331.580 320.817 320.323 317.536 308.243 296.150

Tafla 4. Útlán eftir lánþegategund

Tafla 5. Fjöldi útlána í Gengi eftir skírteinistegund

Page 27: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

27

Efnistegundir: 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Bækur 5.759 6.509 6.772 6.748 7.080 5.911

Handrit 6 1 0 0 0 0

Hljóðbækur - geisladiskar 138 236 156 161 70 70

Hljóðbækur - snældur 2 6 1 1 0 0

Tímarit 2.038 5.130 1.741 1.482 1.776 1.694

Tímarit - innbundin 35 701 81 0 0 2

Gagnasett - tungumál 1 0 0 0 12 0

Ljósmyndir, kort o.fl. 11 19 9 5 8 9

DVD 478 582 646 592 593 668

Myndbönd 24 12 52 30 9 2

Nótur 33 22 16 21 72 306

Geisladiskar - Tónlist 1.549 2.213 2.130 1.584 565 631

Hljómplötur 105 4 155 389 1.371 851

Snældur - tónlist-börn 8 4 2 0 0 0

Samtals: 10.187 15.439 11.761 11.013 11.556 10.144

Efnistegundir: 2010 2011 2012 2013 2014 Bækur 80.356 84.554 87.659 91.051 93.502

Handrit 7 7 7 7 7

Hljóðbækur - geisladiskar 977 1.113 1.258 1.063 1.118

Hljóðbækur - snældur 303 285 284 236 160

Tímarit 16.325 16.802 17.027 16.447 16.844

Tímarit - innbundin 804 889 889 889 891

Gagnasett - tungumál 131 124 114 112 111

Nótur 381 396 416 490 794

Spil 1 1 1 1 1

Kort 152 159 158 153 159

Tölvugögn 93 88 77 80 80

Tæki 27 28 26 26 28

Ljósmyndir 3 3 3 3 3

DVD mynddiskar 2.382 3.011 3.526 4.030 4.642

Myndbönd 1.786 1.788 1.610 1.251 228

Geisladiskar - Tónlist -CD 8.878 10.967 12.490 13.032 13.635

Hljómplötur - LPREC 499 654 1.041 2.396 3.247

Snældur - tónlist-börn - AUDIO 266 237 222 168 132

113.371 121.106 126.808 131.435 135.582

Tónlist, nótur o.fl. óskráð í Gegni, áætlun: 12.040 10.196 6.206 4.777 3.619

Samtals: 125.411 131.302 133.014 136.212 139.201

Tafla 6. Heildar eintakafjöldi

Tafla 8. Nýskráð eintök eftir efnistegund 2009 til 2014

Page 28: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

28

Útgáfuár Titlafjöldi Eintakafjöldi

2014 74.195 136.074

2013 71.288 131.805

2012 67.242 126.808

2011 63.169 121.106

2010 58.037 113.371

2009 53.668 103.283

2008 49.988 96.312

2007 46.882 89.627

2006 45.227 81.839

2009 2010 2011 2012 2013 2014

Janúar 1.299.573 1.332.035 1.505.623 1.426.085 1.107.868 1.252.130

Febrúar 1.160.313 1.384.873 1.449.056 1.357.302 1.219.602 1.062.534

Mars 1.212.235 1.617.757 1.228.297 1.389.763 1.110.667 984.963

Apríl 1.212.912 1.132.014 1.412.476 1.158.845 1.184.547 956.790

Maí 1.055.851 1.048.410 1.207.730 1.047.332 1.024.167 841.524

Júní 1.035.817 1.162.854 1.245.795 1.129.923 1.017.153 915.782

Júlí 1.304.049 1.439.531 1.412.585 1.229.837 1.395.193 1.138.312

Ágúst 1.366.360 1.394.267 1.291.569 1.160.181 1.129.579 905.556

September 1.454.425 1.394.243 1.381.297 1.050.247 1.232.270 1.196.202

Október 1.618.446 1.470.428 1.384.742 1.378.404 1.308.994 1.093.748

Nóvember 1.328.941 1.549.747 1.229.581 1.238.592 1.133.139 1.082.160

Desember 1.359.137 1.535.679 1.192.950 943.179 942.170 911.967

Samtals: 15.408.059 16.461.838 15.941.701 14.509.690 13.805.349 12.341.668

Tafla 9. Eintaka og titlafjöldi í Gegni eftir útgáfuári s.l. 9. ár

Tafla 10. Heildartekjur eftir mánuðum

Page 29: Bókasafn Hafnarfjarðar...arnys@hafnarfjordur.is (100) 4. Áslaug Þorfinnsdóttir, deildarstjóri aðfanga- og afgreiðslu, aslaug@hafnarfjordur.is (90) 5. Ástríður Sveinsdóttir

29

Efnisyfirlit Þjónusta, hlutverk og megin markmið .................................................................... 2 Afgreiðslutími ........................................................................................................ 2 Tölvukerfi bókasafnsins ......................................................................................... 2 Starfsfólk Bókasafns Hafnarfjarðar á árinu ........................................................... 3 Menningar- og ferðamálafulltrúi – menningarmálanefnd ........................................ 4 Húsnæðismál ....................................................................................................... 4 Rekstur safnsins og fjárveitingar ............................................................................ 4 Gjafir ..................................................................................................................... 5 Safnkostur ............................................................................................................. 5 Útlán og stafræn þjónusta ..................................................................................... 5 Samanburður á notkun safnkosts milli ára ............................................................. 6 Samanburður á útlánum milli ára og mánaða ........................................................ 7 Samanburður á notkun safnkosts eftir efnistegund árið 2014 ................................ 7 Sjálfsafgreiðsluvél ................................................................................................. ..7 hvar.is ................................................................................................................... 7 Safngestir .............................................................................................................. ..8 Nýsigögn ............................................................................................................... ..8 Flokkun og skráning ............................................................................................. ..8 Mynddeild12 .......................................................................................................... . 9 Afskriftir og gjafir.................................................................................................... ..9 Blöð, tímarit, árbækur og fréttabréf ........................................................................ 10 Tónlistardeild ........................................................................................................ 10 Barna- og unglingadeild ......................................................................................... 11 Viðburðir í barnadeild …………………………………………………………………… 12 Tölvu- og tæknideild .............................................................................................. 15 Upplýsingaþjónusta ............................................................................................... 17 Bókband og viðgerðir ............................................................................................ 18 Lesstofa ................................................................................................................ 18 Fjölnotasalurinn og notkun hans ............................................................................ 18 Bókmenntaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar ......................................................... 19 Hafnarfjarðardeild – Átthagadeild .......................................................................... 19 Þjónusta við grunn- og leikskóla Hafnarfjarðar ...................................................... 19 Innheimta vanskila ................................................................................................. 19 Samstarf fjögurra nágrannabókasafna ................................................................... 19 Skjalasafn Hafnarfjarðar ........................................................................................ 20 Viðburðir og sýningar ............................................................................................ 20 Námskeið, ráðstefnur, fundir, erindi, ferðir og heimsóknir ...................................... 22 Þýska bókasafnið .................................................................................................. 23 Viðauki: tölfræði og ársreikningar .......................................................................... 24

Hafnarfirði, maí. 2013

Anna Sigríður Einarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar

Efnisyfirlit