40
38 11. tölublað 2011 O Fimmtudagur 9. júní O Blað nr. 350 O Upplag 23.000 8 Vel á þriðja hundrað lömb drápust á sauðburði á Leiðólfsstöðum í Dölum á sauðburði. Ástæðan er sú að svæsin camphylobactersýking kom upp í ánum á bænum. Ljóst er að tjónið er gríðarmikið og mun hlaupa á milljónum króna. „Ég er ekki búinn að taka saman að fullu hversu mörg lömb drápust en það voru um 110 kindur sem létu hjá mér,“ segir Bjarni Hermannsson bóndi á Leiðólfsstöðum. Í vetur voru um 600 kindur á fóðrum hjá Bjarna og því ljóst að tjónið er gríðarlegt. Bróðir Bjarna, Unnsteinn heldur um 30 kindur og þar var ástandið enn verra því helmingur lambanna drapst hjá Unnsteini. „Ef það hefði komið upp hjá mér hefði ástandi verið aga- legt. Ég markaði og sleppti um 680 lömbum út en ég hefði fengið 900 til 1000 lömb ef þetta hefði ekki komið upp á,“ segir Bjarni. Tjón upp á tvær til þrjár milljónir Ekki tókst að finna uppruna sýking- arinnar en hins vegar byggja kindur upp mótefni gegn sýkingu af þessu tagi sem á að endast næstu ár. Ekkert er hægt að gera til að bregðast við sýkingu af þessu tagi. Helst er að draga úr samgangi milli fjárins og jafnvel að hleypa því út. Hins vegar var veðurfar með þeim hætti að sú leið var ekki fær. Bjarni segist telja að tapið sé á bilinu tvær til þrjár milljónir króna. „Það liggur einhvers staðar þar á milli trúi ég. Það er mikið tjón fyrir sauðfjárbú sem ekki veltir stórum fjárhæðum.“ Eina leiðin til að sækja bætur fyrir tjón af þessu tagi er að sækja um til bjargráðasjóðs. Bjarni segist vonast til þess að fá tjónið bætt úr sjóðnum, í það minnsta að hluta. Erfitt að bregðast við Hjalti Viðarsson héraðsdýralæknir í Dölum segir að reglulega komi upp sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum. Það er erfitt að verja sig fyrir þessu að fullu. Mikilvægast er þó að drykkjarvatn sé ómengað. Þegar svona gerist er mikilvægt að takmarka samgang við önnur fjárhús að sem allra mestu leyti. Það er líka lítið sem hægt er að gera við þessu, skásta leiðin er sú að hleypa fénu út til að dreifa smitálaginu en það var hins vegar ekki í boði í þessu tilfelli sökum tíðarfars. /fr Á þriðja hundrað lömb drápust á Leiðólfsstöðum í Dölum: Stórfellt lambalát vegna camphylobacter sýkingar – Tjónið á bilinu tvær til þrjár milljónir króna Mikið tjón varð í bruna að bænum Laxholti í Borgarbyggð að kvöldi 30. maí síðastliðins. Þá brunnu hlaða og áfast fjárhús nálega til grunna. Sex fullorðnir hrútar drápust í eldinum og eitthvað af hænum en öðrum bústofni tókst að bjarga út úr húsunum. Kristján Finnson bóndi segir að um mikið tjón sé að ræða. „Ég var hér uppi á túni að klára að bera á þegar ég varð eldsins var. Þegar ég kom að þá var mikill eldur í húsunum en konan mín, dóttir og nágranni okkar hér af næsta bæ voru þá búin bjarga út þeim skepnum sem bjargað varð. Það voru um þrjátíu kindur með lömbum inni, þrjú tryppi, sex fullorðnir hrútar og þrír veturgamlir hrútar. Gömlu hrútarnir drápust í eldinum en mér sýnist nú að hinum skepnunum hafi ekki orðið meint af.“ Í hlöðunni voru geymd tæki og tól, meðal annars þrjú fjórhjól og dráttarvél. Kristján segir að allar líkur séu á að eldurinn hafi komið upp í einhverju þessara tækja. „Það var ekkert rafmagn í hlöðunni og þar kom eldurinn áreiðanlega upp þannig að mér sýnist allt benda til þess að eldurinn hafi komið upp í einhverju tækjanna.“ Framhaldið óráðið Kristján segir að hann eigi ekki von á að hann byggi upp að nýju, í það minnst ekki í sama stíl og var. Síðasta vetur voru um 160 kindur á fóðrum og Kristján segir alls óvíst hvað hann geri í haust þegar fé kemur af fjalli. „Þetta fer nú eftir hvað kemur út úr tryggingunum. Ég tel mig hafa verið ágætlega tryggðan en maður veit aldrei. Það væri hugsanlegt að setja upp einhverja fjölnota skemmu hérna en þetta er allt óráðið.“ /fr Fjárhús og hlaða í Laxholti brunnu til grunna: Bóndi óviss um framhaldið Slökkviliðsmenn á brunastað í Laxholti. Mynd / Skessuhorn Gísli Jóhannsson, eigandi garðyrkjustöðvarinnar Dalsgarðs ehf. í Mosfellsdal og formaður Félags blómabænda segir mikla möguleika geta falist í berjaræktun hérlendis. Mynd / HKr. Gísli Jóhannsson, eigandi garð- yrkjustöðvarinnar Dalsgarðs ehf. í Mosfellsdal, er að hefja fram- leiðslu á jarðarberjum. Hann segist hafa notið þar góðrar leiðsagnar „guðfeðra“ jarðarberja- ræktarinnar hérlendis, hjónanna Eiríks Ágústssonar og Olgu Lindar Guðmundsdóttur í Garðyrkjustöðinni Silfurtúni á Flúðum. Þau leggja þús- undir fermetra undir jarðarberjarækt- ina. Hann segir að MATÍS hafi einnig unnið frábært starf við að aðstoða menn við slíka framleiðslu. „Við erum nokkrir framleiðendur að fara af stað í jarðarberjaræktinni enda mikill áhugi fyrir íslenskum jarðarberjum á markaðnum.“ Gísli segir það ekki verra í ljósi E-coli umræðu úti í Evrópu að geta flaggað þeim slagorðum íslenskra garðyrkju- manna; „Við vitum hvaðan það kemur“. „Það þarf bara að rýna í þessi tækifæri og reyna að ná tökum á ræktuninni. Þetta er að byrja að blómstra hjá mér. Við byrjum að tína berin undir lok júní og þá fer fyrsta uppskeran á markað." /HKr. - Sjá einnig viðtal á bls. 24 Jarðarber úr Mosfellsdal á markað í júnílok Kartöflubændur á Suðurlandi hafa orðið fyrir all nokkru tjóni í næturfrostum síðustu daga. Í Þykkvabæ hafa grös sem komin voru upp skemmst en næturfrost hefur verið þrjár nætur síðustu viku. Búast má við því að kartöflur verði eitthvað seinna á ferðinni í verslanir í ár en síðasta ár. Um er að ræða kartöflugrös undir dúk en þar sem ekki var breytt yfir eru grös ekki farin að koma upp og kuldinn hefur því ekki áhrif þar. Ármann Ólafsson kartöflubóndi í Vesturholtum II segir að stór sjái á grösum hjá sér. „Það var frost hér síðustu tvær nætur [aðfaranætur þriðjudags og miðvikudags innsk. blms.] og líka á aðfararnótt föstudags. Það sem var komið upp undir plastinu og var að koma upp er allt sviðið. Ég held nú að plönturnar geti náð sér á strik ef tíð batnar en þetta seinkar verulega fyrir okkur.“ Gæti seinkað uppskeru um hálfan mánuð Ármann segist telja að þetta frosttjón muni seinka sprettu um alla vega hálfan mánuð. Í fyrra sumar komu kartöflur frá Ármanni fyrst í versl- anir um miðjan júlí. „Eins og þetta lítur út núna tel ég líklegt að það gerist ekki fyrr en um mánaðamótinu júlí-ágúst. Auk frostsins hefur verið kuldatíð og þess vegna er þetta seinna á ferðinni.“ Kristján Gestsson í Forsæti IV í Flóahrepp segir svipaða sögu og Ármann. Þar voru grös einnig komin vel af stað undir plasti en hafa látið verulega á sjá í frostinu. „Það sem er að koma upp frýs jafnóðum. Þetta er ekki ónýtt en þetta seinkar uppskerunni. Ég á von á að þetta gæti seinkað uppskeru um að minnsta kosti viku en ef það frýs áfram þá vindur þetta bara upp á sig.“ /fr. Kartöflugrös fallin á Suðurlandi Sumt fé enn staurblint og öskufok af afréttum til ama 14 Telur bændamarkaði mjög raunhæfa á Íslandi Neðri - Hundadalur – Ítrekað næturfrost mun seinka uppskeru kartöflubænda

Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

38

11. tölublað 2011 Fimmtudagur 9. júní Blað nr. 350 Upplag 23.000

8

Vel á þriðja hundrað lömb drápust á sauðburði á Leiðólfsstöðum í Dölum á sauðburði. Ástæðan er sú að svæsin camphylobactersýking kom upp í ánum á bænum. Ljóst er að tjónið er gríðarmikið og mun hlaupa á milljónum króna.

„Ég er ekki búinn að taka saman að fullu hversu mörg lömb drápust en það voru um 110 kindur sem létu hjá mér,“ segir Bjarni Hermannsson bóndi á Leiðólfsstöðum. Í vetur voru um 600 kindur á fóðrum hjá Bjarna og því ljóst að tjónið er gríðarlegt. Bróðir Bjarna, Unnsteinn heldur um 30 kindur og þar var ástandið enn verra því helmingur lambanna drapst hjá Unnsteini. „Ef það hefði komið upp hjá mér hefði ástandi verið aga-legt. Ég markaði og sleppti um 680 lömbum út en ég hefði fengið 900 til

1000 lömb ef þetta hefði ekki komið upp á,“ segir Bjarni.

Tjón upp á tvær til þrjár milljónirEkki tókst að finna uppruna sýking-arinnar en hins vegar byggja kindur upp mótefni gegn sýkingu af þessu tagi sem á að endast næstu ár. Ekkert er hægt að gera til að bregðast við sýkingu af þessu tagi. Helst er að draga úr samgangi milli fjárins og jafnvel að hleypa því út. Hins vegar var veðurfar með þeim hætti að sú leið var ekki fær.

Bjarni segist telja að tapið sé á bilinu tvær til þrjár milljónir króna. „Það liggur einhvers staðar þar á milli trúi ég. Það er mikið tjón fyrir sauðfjárbú sem ekki veltir stórum fjárhæðum.“ Eina leiðin til að sækja bætur fyrir tjón af þessu tagi er að

sækja um til bjargráðasjóðs. Bjarni segist vonast til þess að fá tjónið bætt úr sjóðnum, í það minnsta að hluta.

Erfitt að bregðast viðHjalti Viðarsson héraðsdýralæknir í Dölum segir að reglulega komi upp sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum. Það er erfitt að verja sig fyrir þessu að fullu. Mikilvægast er þó að drykkjarvatn sé ómengað. Þegar svona gerist er mikilvægt að takmarka samgang við önnur fjárhús að sem allra mestu leyti. Það er líka lítið sem hægt er að gera við þessu, skásta leiðin er sú að hleypa fénu út til að dreifa smitálaginu en það var hins vegar ekki í boði í þessu tilfelli sökum tíðarfars. /fr

Á þriðja hundrað lömb drápust á Leiðólfsstöðum í Dölum:

Stórfellt lambalát vegna camphylobacter sýkingar– Tjónið á bilinu tvær til þrjár milljónir króna Mikið tjón varð í bruna að bænum

Laxholti í Borgarbyggð að kvöldi 30. maí síðastliðins. Þá brunnu hlaða og áfast fjárhús nálega til grunna. Sex fullorðnir hrútar drápust í eldinum og eitthvað af hænum en öðrum bústofni tókst að bjarga út úr húsunum.

Kristján Finnson bóndi segir að um mikið tjón sé að ræða. „Ég var hér uppi á túni að klára að bera á þegar ég varð eldsins var. Þegar ég kom að þá var mikill eldur í húsunum en konan mín, dóttir og nágranni okkar hér af næsta bæ voru þá búin bjarga út þeim skepnum sem bjargað varð. Það voru um þrjátíu kindur með lömbum inni, þrjú tryppi, sex fullorðnir hrútar og þrír veturgamlir hrútar. Gömlu hrútarnir drápust í eldinum en mér sýnist nú að hinum skepnunum hafi ekki orðið meint af.“

Í hlöðunni voru geymd tæki og

tól, meðal annars þrjú fjórhjól og dráttarvél. Kristján segir að allar líkur séu á að eldurinn hafi komið upp í einhverju þessara tækja. „Það var ekkert rafmagn í hlöðunni og þar kom eldurinn áreiðanlega upp þannig að mér sýnist allt benda til þess að eldurinn hafi komið upp í einhverju tækjanna.“

Framhaldið óráðiðKristján segir að hann eigi ekki von á að hann byggi upp að nýju, í það minnst ekki í sama stíl og var. Síðasta vetur voru um 160 kindur á fóðrum og Kristján segir alls óvíst hvað hann geri í haust þegar fé kemur af fjalli. „Þetta fer nú eftir hvað kemur út úr tryggingunum. Ég tel mig hafa verið ágætlega tryggðan en maður veit aldrei. Það væri hugsanlegt að setja upp einhverja fjölnota skemmu hérna en þetta er allt óráðið.“ /fr

Fjárhús og hlaða í Laxholti brunnu til grunna:

Bóndi óviss um framhaldið

Slökkviliðsmenn á brunastað í Laxholti. Mynd / Skessuhorn

Gísli Jóhannsson, eigandi garðyrkjustöðvarinnar Dalsgarðs ehf. í Mosfellsdal og formaður Félags blómabænda segir mikla möguleika geta falist í berjaræktun hérlendis. Mynd / HKr.

Gísli Jóhannsson, eigandi garð-yrkjustöðvarinnar Dalsgarðs ehf. í Mosfellsdal, er að hefja fram-leiðslu á jarðarberjum.

Hann segist hafa notið þar góðrar leiðsagnar „guðfeðra“ jarðarberja-ræktarinnar hérlendis, hjónanna Eiríks Ágústssonar og Olgu Lindar Guðmundsdóttur í Garðyrkjustöðinni Silfurtúni á Flúðum. Þau leggja þús-

undir fermetra undir jarðarberjarækt-ina. Hann segir að MATÍS hafi einnig unnið frábært starf við að aðstoða menn við slíka framleiðslu.

„Við erum nokkrir framleiðendur að fara af stað í jarðarberjaræktinni enda mikill áhugi fyrir íslenskum jarðarberjum á markaðnum.“ Gísli segir það ekki verra í ljósi E-coli umræðu úti í Evrópu að geta flaggað

þeim slagorðum íslenskra garðyrkju-manna; „Við vitum hvaðan það kemur“.

„Það þarf bara að rýna í þessi tækifæri og reyna að ná tökum á ræktuninni. Þetta er að byrja að blómstra hjá mér. Við byrjum að tína berin undir lok júní og þá fer fyrsta uppskeran á markað." /HKr. - Sjá einnig viðtal á bls. 24

Jarðarber úr Mosfellsdal á markað í júnílok

Kartöflubændur á Suðurlandi hafa orðið fyrir all nokkru tjóni í næturfrostum síðustu daga. Í Þykkvabæ hafa grös sem komin voru upp skemmst en næturfrost hefur verið þrjár nætur síðustu viku. Búast má við því að kartöflur verði eitthvað seinna á ferðinni í verslanir í ár en síðasta ár.

Um er að ræða kartöflugrös undir dúk en þar sem ekki var breytt yfir eru grös ekki farin að koma upp og kuldinn hefur því ekki áhrif þar. Ármann Ólafsson kartöflubóndi í Vesturholtum II segir að stór sjái á grösum hjá sér.

„Það var frost hér síðustu tvær nætur [aðfaranætur þriðjudags og miðvikudags innsk. blms.] og líka á aðfararnótt föstudags. Það sem var komið upp undir plastinu og var að koma upp er allt sviðið.

Ég held nú að plönturnar geti náð sér á strik ef tíð batnar en þetta seinkar verulega fyrir okkur.“

Gæti seinkað uppskeruum hálfan mánuð

Ármann segist telja að þetta frosttjón muni seinka sprettu um alla vega hálfan mánuð. Í fyrra sumar komu kartöflur frá Ármanni fyrst í versl-anir um miðjan júlí. „Eins og þetta lítur út núna tel ég líklegt að það gerist ekki fyrr en um mánaðamótinu júlí-ágúst. Auk frostsins hefur verið kuldatíð og þess vegna er þetta seinna á ferðinni.“

Kristján Gestsson í Forsæti IV í Flóahrepp segir svipaða sögu og Ármann. Þar voru grös einnig komin vel af stað undir plasti en hafa látið verulega á sjá í frostinu.

„Það sem er að koma upp frýs jafnóðum. Þetta er ekki ónýtt en þetta seinkar uppskerunni. Ég á von á að þetta gæti seinkað uppskeru um að minnsta kosti viku en ef það frýs áfram þá vindur þetta bara upp á sig.“ /fr.

Kartöflugrös fallin á Suðurlandi

Sumt fé enn staurblint og öskufok af afréttum til ama

14Telur bændamarkaði mjög raunhæfa á Íslandi

Neðri - Hundadalur

– Ítrekað næturfrost mun seinka uppskeru kartöflubænda

Page 2: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

2 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Fréttir

Aðkoma Bjargráðasjóðs að tjóni bænda vegna gossins í Grímsvötnum mun verða með sama hætti og vegna gossins í Eyjafjallajökli á síðasta ári. Þetta hefur verið ákveðið í stjórnkerf-inu. Til stendur að ríkisstjórnin staðfesti málið á fundi sínum á morgun.

Á síðasta ári voru settar sérstakar reglur um aðstoð Bjargráðasjóðs vegna tjóns af völdum eldgossins í Eyjafjallajökli. Sambærilegar reglur verða settar um aðstoð sjóðsins vegna gossins í Grímsvötnum sam-kvæmt heimildum Bændablaðsins. Sjóðurinn hafi skýrar skyldur og tryggt verði að hann geti framfylgt þeim. Sömuleiðis verði tryggt að Landgræðsla Íslands geti uppfyllt sín verkefni á svæðinu með sáningu og uppgræðslu.

Ráðunautar Búnaðarsambands Suðurlands vinna nú að því að safna gögnum og meta tjón á svæðinu. Starfsmenn Bjargráðasjóðs munu síðan vinna áætlun um fjárþörf vegna bóta út frá þeim upplýsingum þegar þær liggja fyrir. /fr

Ný starfmaður hefur hafið störf á upplýsingatæknisviði Bændasamtaka Íslands. Gilles Tasse, forritari og landbúnað-arverkfræðingur frá Purpan Háskolan í Toulouse.

Gilles er frá Brittany í Frakklandi en kom til Íslands árið 2000 og vann sem forritari fyrir nýtt landupplýs-ingakerfi fyrir Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri 2000 til 2002. Önnur störf Gilles eru m.a. rann-sóknarverkefni við að greina áhrif af CAP á Kent í Bretlandi fyrir Háskólann í Kingston árið 1998, gerð landupplýsingakerfið fyrir Hleinar ehf. á árinu 2003-2007, vef- og landupplýsingakerfi fyrir IFREMER (French Research Institute for Exploration of the Sea) í Frakklandi 2007-2008 og sem verkefnissstjóri hugbúnaðarverkefni fyrir landupplýsingar á vefnum fyrir ALYOTECH í Frakklandi 2008-2010. Þá má geta þess að Gilles leikstýrði og var kvikmyndatöku-maður fyrir heimildamyndina ,,Í safni með Síðumönnum" sem kom út í ágúst 2010.

Bændasamtök Íslands:

Nýr starfsmaður upplýsingatæknisviðs

Gilles Tasse.

„Oft hafa komið hér andstyggi-legir slyddubyljir að vorlagi, en við höfum aldrei upplifað neitt í líkingu við það sem á hefur gengið síðustu vikur,“ segir Helga Guðmundsdóttir bóndi í Gilsárteigi II í Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði

Segja má að hreinræktað vetrar-veður hafi geysað á svæðinu þegar leið á maí mánuð og lá snjór yfir öllu þannig að ekki sá í dökkan díl allt fram undir lok mánaðarins. Algjörlega hagalaust var í um það bil hálfan mánuð, ær voru nánast allar bornar og var bændum því nauð-ugur sá kostur einn að hýsa allt fé inni með tilheyrandi óþægindum og vinnuálagi.

Um 30% túna kalin„Þetta hefur verið afskaplega erfiður tími og mikið álag,“ segir Helga, eftir kaflaskiptan vetur hljóp í mikil svell í janúar, febrúar og mars og lá fram í apríl, sem þó var bæði mildur og sólríkur, var ljóst að tún bænda, bæði í Gilsárteigi og víðar á svæðinu voru mikið og illa kalin.

Vorhretið sem svo skall yfir upp úr miðjum maí stóð lengur en menn eiga að venjast og var mun harðara en mörg ár þar á undan. Helga segir að eiginmaður sinni, Sigurbjörn Snæþórsson hafi búið á Gilsárteigi í 36 ár og veðurminni hans sé með besta móti, líkt og almennt gildi um bændur sem eigi afkomu sína undir veðurfari.

„Í hans minni hefur ekki fallið jafnmikill snjór hér um slóðir svona seint í maí og núna,“ segir Helga. „Við erum í sjálfu sér ekki óvön því að fá yfir okkur hret að vori, en þetta er mun harðara og lengra en menn eiga að venjast.“

Um 30% túna í Gilsárteigi eru kalin að sögn Helgu og var það fyrst um liðna helgi sem hægt var að huga markvisst að jarðvinnslu í því sam-bandi, „það er um þremur vikum seinna en helst hefði þurft að vera, þetta veðurfar hefur sett sitt strik í búskapinn,“ segir hún. Hún segir að ástandið hvað kal varðar sé svipað á nokkrum bæjum í kring.

Snjókoma seinkar vorverkumHelga segir að komið hafi tvær verulega slæmar gusur, með mikilli snjókomu, hin fyrr í kringum 20. maí og sú síðari 23. maí, báðar hafi staðið yfir í nokkra daga, snjó kyngdi niður og var jörð alhvít. „Þessi snjókoma seinkaði öllum vorverkum,“ segir hún en nú í vikunni var enn snjór yfir túnum við bæinn. Afleggjarinn upp að bænum varð ófær 24. maí og þann dag varð að fresta skólahaldi í Brúarárskóla svo dæmi sé tekið um veðurhaminn.

Í Gilsárteigi er stundaður bland-aður búskapur með kýr og kindur, en fé er um 250 talsins. „Við höfum þurft að hýsa allt fé um langan tíma og það er alveg ferlegt. Lömbin stækka, sum orðin um mánaðar-gömul, stór og spræk og þurfa sitt pláss. Þetta er langt í frá auðvelt, svo löng innistaða er mjög erfið, þetta er mikið vinnuálag og kostar auðvitað sitt,“ segir Helga, en gefa hefur þurft öll fé inni um langan tíma. Hún segir að sem betur fer hafi heyfengur á liðnu sumri verið góður og birgðir nægar, „en það gengur hratt á stabb-ann.“

Lömb sprautuð með seleni eftir langa innistöðu

Hætta er á að lömb fái svonefnt stíuskjögur eftir svo langa innistöðu og segir Helga að því verði þau lömb sem ekki hafi verið sett út fyrir hret sprautuð með seleni sem á að koma í veg fyrir það. „Það kostar auð-vitað líka meiri vinnu,“ segir hún og bætir við að hún hafi velt fyrir sér hvort hægt væri að koma á móts við bændur sem hið kalda vor hafi leikið grátt og gefa þeim kost á að komast í frí. Það yrði gert með því að liðka til þannig að þeir gætu keypt sér afleysingar á búin. „Bændur hér eru orðnir mjög þreyttir, eftir langan tíma með sólarhringsvöktum á sauðburði hafi bæst við vöktun í innistöðu við æ erfiðari aðstæður. Þessar erfiðu aðstæður hafa valdið mönnum áhyggjum og þær auka á álagið, þannig að bændum veitti ekki af að komast örlítið frá og endurnýja kraftana,“ segir Helga. /MÞÞ.

Óvenjukalt og erfitt vor ofan á mikil svellalög- Gríðarlegt vinnuálag á bændum og aukinn kostnaður

Kindur reknar heim með lömbin sín í hríðarbyl í maí. /Mynd Krista Jónsdóttir.

Kafsnjór eftir seinni bylinn 23. maí. Þarna rétt grillir í útihúsin.

Horft heim að íbúðarhúsinu Gilsárteigi II.

Í drögum að rýniskýrslu Evrópusambandsins (ESB) um landbúnað og dreifbýlisþróun vegna samningaviðræðna Íslands og sambandsins kemur fram að fulltrúar Íslands hafi viðurkennt réttarreglur ESB í landbúnaðar-málum. Þær muni því liggja til grundvallar frekari viðræðum. Því má ljóst vera að litlar líkur eru á því að Íslandi takist á fá varanlegar undanþágur varðandi landbúnaðarmál í samningavið-ræðunum, svo sem áframhald-andi tollvernd.

Búnaðarþing 2011 samþykkti ályktun þar sem afstaða samtak-anna til aðildarviðræðnanna er sett fram. Í henni eru dregnar varnar-línur sem varða þau meginatriði sem Bændasamtökin telja að verði að ná fram við aðildarviðræður. Sömuleiðis felur ályktun Alþingis frá 16. júlí 2009 um umsókn að ESB í sér að ná verði verulegum og varnalegum undanþágum í land-búnaðarmálum.

Ráðherra styður varnarlínur BÍBændasamtökin hafa af þessu til-efni sent bréf til Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-herra þar sem þess er farið á leit að hann svari því hvernig staðið verði

að samningum við ESB í landbún-aðarmálum í ljósi ofangreinds. Formlegt svar hefur ekki borist samtökunum en ráðherra svaraði hins vegar Bændablaðinu þegar það grennslaðist fyrir um málið. Í svari Jóns kemur fram að hann hafi kynnt afstöðu Bændasamtakanna fyrir ríkisstjórn og jafnframt lýst stuðningi við sínum við þá afstöðu.

Ekki breytt um skoðunJón segir að engin breyting hafi orðið á sinni skoðun.

„Sú afstaða mín byggir meðal annars á þeim sjónarmiðum sem koma fram í meirihlutaáliti utan-ríkismálanefndar. Ef ESB býður Íslandi að samningaborði án skil-yrða um aðlögun þá hlýtur samn-inganefndin að leggja fram sína

samningsafstöðu og þegar hún er sett fram reynir á varnarlínur Bændasamtakanna.

Telji samninganefnd Íslands við ESB aftur á móti að gefa þurfi eftir tollvernd eða aðra lykilþætti í stuðningi við landbúnaðinn, að kröfum ESB, er henni væntanlega skylt að leita eftir umboði til þeirrar málafylgju hjá Alþingi.“ /fr

ESB-samningar fari aftur fyrir Alþingi- Leita þarf umboðs Alþingis til að gefa eftir lykilþætti eins og tollvernd í samningum um landbúnaðarmál

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist ekki hafa kvikað frá fyrri afstöðu til ESB.

Sami háttur á og í Eyjafjalla-jökulsgosinu

Bjargráðasjóður:

Page 3: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

3Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

www.heimavik.is

Kuldakast seinkaði út-plöntunÞröstur Jónsson, garðyrkjubóndi á Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum, segir að kuldakastið í vor hafi sett strik í reikninginn hjá sér varðandi útplöntun á fyrstu kál-plöntunum. Þær séu nú um viku seinna á ferðinni en í venjulegu árferði.

„Ég er aðallega með hvítkál, en einnig kína-, blóm-, rauð- og spergil-kál – og eingöngu í útiræktun. Við stefnum á að setja um 120-150 tonn af hvítkáli inn á kæli til geymslu. Þar fyrir utan er það magn sem fer á sumarmarkaðinn, um 10-15 tonn,“ segir Þröstur. Hann segir að skortur á hvítkáli á sínum tíma hafi ráðið því að sú tegund varð fyrir valinu hjá þeim sem aðaltegund. „Það var tækifæri í hvítkálinu árið 1998,“ segir Þröstur og bætir því við að það hafi svo leitt til þes að í dag séu þau annar af tveimur stærstu hvítkáls-framleiðendum landsins.

Þröstur segir von á fyrstu upp-skeru hvítkáls upp úr miðjum júlí inn á markað. Kínakálið kemur hins vegar fyrst, eða um mánaðamótin júní-júlí.

/smh

Hvítkálinu plantað út þann 1. júní sl. Mynd | Sigurður Sigmundsson

Page 4: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

4 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Fréttir

Umhverfisráðherra vill takmarka eggjatöku og hlunnindaveiðar á svartfugli:

Algjörlega út í hött, segir einn reyndasti eggjatökumaður landsinsTilmæli umhverfisráðherra um að takmarka eggjatöku og hlunninda-veiðar á svartfugli í sumar vekja furðu þeirra sem gerst þekkja til og telja þetta til marks um hvað embættismenn eru komnir mikið úr tengslum við veruleikann.

Svandís Svavarsdóttir umhverf-isráðherra beinir þeim tilmælum til landeigenda og handhafa hlunninda-korta að eggjataka og hlunnindaveiðar á svartfugli í sumar verði takmark-aðar eða felldar niður á þessu ári vegna lélegs ástands fuglastofnanna og fæðubrests undanfarin ár. Frekari aðgerðir verða skoðaðar í kjölfarið í samráði við vísindamenn, stofnanir og hagsmunaaðila til þess að tryggja betri viðgang sjófuglastofna og sjálfbærar veiðar á þeim.

Þá hefur umhverfisráðherra ákveð-ið, í kjölfar ábendingar frá Fuglavernd og á grundvelli upplýsinga um lélegt ástand margra sjófuglastofna, að skoða hvort ástæða sé til þess að takmarka veiðitíma á lunda og fleiri tegundum svartfugla á vorin.

Algjörlega út í höttTryggvi Guðmundsson lögmaður á Ísafirði, sem um áratugaskeið stundaði eggjatöku á Hornströndum líkt og forfeður hans, er afar undrandi yfir þessum tilmælum. Sem og synjun Umhverfisstofnunar á ósk Dana um að fá send 12 svartfuglsegg til að klekja út í dýragarði þar í landi. „Maður spyr bara, hvaða tengingu hefur þetta fólk við raunveruleikann. Þetta er algjör-lega út í hött.“

Tryggvi segir að svartfugl verpi aftur eftir 14 daga þó egg séu tekin úr hreiðrum. Auk þess sé svartfuglinn sennilega stærsti fuglastofn landsins. Bara í björgunum á Vestfjörðum séu líklega að lágmarki 5 til 6 milljónir fugla.

Komust ekki í björginÍ samtali við héraðsfréttablaðið BB á Ísafirði fyrir skömmu greindi Tryggvi frá því að hann hafi reynt að komast í fuglabjörgin síðustu helgina í maí ásamt Einari Val Kristjánssyni, for-stjóra Gunnvarar hf., sem líka er marg-reyndur eggjatökumaður í björgunum fyrir vestan. Eru þeir félagar t.d. í Hælavíkurbjargi og Hornbjargi.

„Tíðin hefur leikið okkur grátt þetta vorið. Norðaustanáttin hefur verið ríkjandi allan maí og þá er hvergi hægt

að lenda bát undir björgunum,“ segir Tryggvi í BB. „Ég fór norður eftir með Einari Val um síðustu helgi til að freista þess að komast í björgin en við urðum frá að hverfa vegna þess að þar var haugasjór og hvergi lendandi. Nú er eiginlega of langt liðið á sum-arið þannig að það er útséð um eggja-tökuna þetta vorið. Þetta hefur verið það slæmt að ég hitti Arnór Stígsson, sem ólst upp á Horni, og hann sagði að tíðin hefði ekki verið leiðinlegri síðan 1943. Þetta er allavega í fyrsta skipti í nokkra áratugi sem ég hef ekki komist í björgin.“

Hann segir einnig í samtalinu að varpið byrji í kringum 20. maí og fyrst verpi fuglinn í skútum og þræðingum neðarlega í bjarginu. Viku seinna geti menn sótt ný egg uppi við brúnina.

„Eftir rúmlega viku er svo allt orðið ungað og það er ekki fyrir nema allra hörðustu Hornstrendinga að borða eggin stórstropuð.“

Eggjataka hefur snarminnkaðÞá segir Tryggvi að eggjatakan hafi farið hratt minnkandi á undanförnum árum. „Núna í seinni tíð tökum við ekki nema upp undir þúsund egg, sem er rétt nóg fyrir mann sjálfan auk vina og ættingja. Þetta er eiginlega deyjandi atvinnugrein og þeir eru ekki margir sem stunda þetta í dag. Björgin eru

engu að síður almenningur og öllum er frjálst að sækja þangað egg. Aðstaðan er hins vegar nokkuð hrikaleg og því ekki mikið framboð af mannskap í verkið. Áður fyrr var þetta stóriðnaður, fjöldi fólks kom saman og árlega voru tekin allt upp í 70 þúsund egg,“ segir Tryggvi. „Engu að síður sá ekki högg á vatni enda milljónir fugla sem verpa í bjarginu.“

Frekari aðgerðir í skoðunHann segir í samtali við Bændablaðið að áhyggjur af lundavarpinu séu fyrst og fremst fyrir sunnan, í Vestmannaeyjum og þar um kring. Segist hann ekki hafa heyrt af því að lundi við Ísafjarðardjúp sé sérlega illa haldinn. Í tilkynningu umhverfisráð-herra er aftur á móti klykkt út með þessum orðum:

„Frekari aðgerðir til verndunar stofnum svartfugla eru í skoðun, s.s. að setja reglur um hlunnindaveiði og nýtingu að sumarlagi, stækka verndar-svæði í kringum fuglabjörg og heimila ekki söfnun eggja til dýragarða. Einnig verður skoðað hvort ástæða sé til þess að takmarka veiðitíma annarra tegunda sjófugla, en heimilt er nú að veiða fýl, dílaskarf, hettumáf, hvítmáf, ritu og toppskarf frá 1. september til 15. mars.“ /HKr.

Búið er endurnýja sumarhús Bændasamtaka Íslands á Hólum. Enn eru lausar vikur í ágúst og ein í júní. Þarna er aðstöða öll eins og best verður á kosið. Ekki er þó heitur pottur en góðsund-laug er á staðnum. Þeim félags-

mönnum Bændasamtaka Íslands sem rétt eiga á að nýta húsin er bent á að hafa samband við Halldóru Ólafsdóttur ritara hjá Bændasamtökum Íslands í síma 563-0360 eða senda tölvupóst á netfangið [email protected]

Búið að endurnýja sumarhús á Hólum

Svandís Svavarsdóttir umhverf-isráðherra hefur beint þeim til-mælum til landeigenda og hand-hafa hlunnindakorta að takmarka eða fella niður eggjatöku og hlunn-indaveiðar í sumar vegna lélegs ástands fuglastofnanna og fæðu-brests undanfarin ár.

„Vísindamenn hafa um nokk-urt skeið haft áhyggjur af fækkun í nokkrum stofnum sjófugla og við-komubresti hjá þeim. Upplýsingar um þróun og stöðu sjófugla voru teknar saman á nýlegri mál-stofu umhverfisráðuneytisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þar kom fram að veruleg fækkun hefur verið í nokkrum stofnum og segja má

að hrun hafi verið í lundastofninum. Lélegur varpárangur hefur verið hjá lunda, sérstaklega á sunnanverðu landinu, sl. 4-5 ár og í fyrra varð algjör viðkomubrestur í lundavarpi á Suðurlandi. Stuttnefju hefur fækkað um allt land og álku og langvíu um sunnan- og vestanvert landið, en stofnar þeirra hafa haldist nokkuð í horfinu um norðanvert landið.

Þótt eggjataka og veiði teljist ekki helsti áhrifavaldur breytinganna eru þetta þeir þættir sem hægt er að hafa áhrif á til þess að styrkja stofnana og draga úr álagi á fuglinn, einkum á varptíma."

Þetta kemur m.a. fram á vef ráðu-neytisins.

Eggjataka og hlunnindaveiðar verði takmarkaðar í sumar

Bændur styrktir til aðlögunar að lífrænum landbúnaði

Umtalsverð markaðstækifæri – að mati framkvæmdastjóra SAH Afurða á BlönduósiÍ fyrsta sinn eru nú auglýstir styrkir lausir til umsóknar til alhliða aðlögunar að lífrænum búskap. Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa gefið út verklagsreglur um þessi framlög og þar kemur fram að markmiðið með aðlög-unarstuðningnum sé að auka framleiðslu vottaðra lífrænna landbúnaðarafurða, stuðla að sjálfbærri þróun og efla byggð í sveitum. Verklagsreglurnar eru gerðar samkvæmt samkomulagi á milli BÍ og sjávarútvegs- og land-búnaðarráðuneytisins. Félagssvið BÍ annast alla umsýslu varðandi stuðninginn, en fjármunirnir til verkefnisins, sem koma úr ríkis-sjóði, eru háðir fyrirvara um heim-ildir í fjárlögum.

Ólafur R. Dýrmundsson, lands-ráðunautur í lífrænum búskap hjá BÍ, veitir allar upplýsingar um aðlög-unarstuðninginn og annað varðandi lífræna búskaparhætti. Hann myndir auk þess fagteymi með fulltrúum úr öllum búnaðarsamböndunum

til þess að unnt verði að efla leið-beiningar á þessu sviði á komandi árum. Hann segir að þeir bændur, sem nú geri áætlun um aðlögun og skrifi undir samning við vottunar-stofu, eigi þess kost að fá þennan stuðning á þessu ári – til allt að fimm ára. Heildarfjárhæð til fyrstu úthlutunar á þessu ári er nokkuð á annan tug miljóna króna en vonast er eftir að hún hækki á næstu árum ef áhugi á lífrænum búskap glæðist. Einkum hefur verið miðað við slíkt stuðningsgreiðslukerfi í Noregi. Með þessum stuðningi er áformað að auðvelda bændum aðlögun að lífrænum búskaparháttum því að þeir verða fyrir ýmsum aukalegum kostnaði,einkum fyrstu árin,miðað við hefðbundinn búskap. Erfiðasti þröskuldurinn er ræktun og fóður-öflun án notkunar tilbúins áburðar og er mjög breytilegt eftir búum hverjir möguleikarnir eru.“

Ísland verði ekki eftirbátur Ólafur segir að nú þegar hafi all

margir bændur leitað upplýsinga um þessa styrki, en ennþá hafi fáar form-legar umsóknir borist. „Ég reikna með að skriður fari að komast á málið því í þessum styrkjum felast sóknarfæri, enda vantar íslenskar lífrænt vottaðar vörur af öllu tagi á búvörumarkaðinn. Samtök lífrænna neytenda, sem stofnuð voru í mars sl., eru m.a. að leggja að stjórnvöld-um að gefa þessum sjálfbæru fram-leiðsluháttum meiri gaum þannig að Ísland verði ekki eftirbátur annarra Evrópuþjóða á þessu sviði. Auk leiðbeininga þarf að stórauka rann-sóknir og kennslu um þessi efni. Nú er áætlað að lífrænt vottaðar vörur nemi um 2% af búvörumarkaði hérlendis, þar af er um helmingur innfluttur. Markaðurinn er nú aftur í vexti eftir þá stöðnun sem varð árið 2008. Þá eru útflutningsmöguleikar í sumum greinum sem vert er að nýta eftir því sem tök eru á.“

Tækifæri fyrir lífrænt lambakjötSigurður Jóhannesson er fram-

kvæmdastjóri SAH Afurða á Blöndósi, sem hefur lífræna vottun til slátrunar, og formaður stjórnar Landssamtaka sláturleyfishafa. Síðasta sumar sat hann með Ólafi í nefnd á vegum sjávarútvegs- og land-búnaðarráðherra sem vann að úttekt á stöðu lífræns landbúnaðar hér á landi - sem er svo undirstaða verklags-reglna um þessa aðlögunarstyrki. Hann segir ljóst vera að umtalsverð markaðstækifæri séu fyrir lífrænt lambakjöt; bæði á Íslandi og erlendis. „SAH hefur undanfarin tvö ár selt líf-rænt lambakjöt á innanlandsmarkaði og greitt bændum 20% hærra verð fyrir það kjöt en annað lambakjöt. Það er umfram eftirspurn eftir þessu

kjöti og ljóst að heima má margfalda framleiðslu þess og hægt að selja það á a.m.k. 20% hærra verði en annað lambakjöt.“

Í verklagsreglunum kemur fram að nægi árlegt framlag ekki til úthlut-unar skulu greiðslur skerðast hlut-fallslega jafnt hjá þeim umsækjend-um sem fara yfir 600.000 kr. Verði heildarfjárhæð umsókna þá enn umfram þá fjárhæð sem er til ráð-stöfunar, skerðast allar styrkveitingar jafnt. Umsóknarfrestur um styrkina er til 1. júlí nk. en nánari upplýs-ingar um nýju verklagsreglurnar er að finna á vef BÍ, á slóðinni http://bondi.is/pages/23/newsid/1312.

/smh

„Lífrænar kindur“ á Miðhrauni 2 á Snæfellsnesi. Mynd | smh.

Tvær ær á bænum Kiðafelli í Kjós hafa greinst með misslit í tönnum sem gæti verið vegna flúormeng-unar þó aðrir áhrifaþættir séu einnig mögulegir. Hinum megin við fjörðinn er álverksmiðja Norðuráls en bóndann á bænum grunar að ástæðurnar megi rekja til umhverfisslyss í verksmiðjunni síðsumars árið 2006 þegar magn flúors fór langt yfir æskileg mörk um 20 klukkustunda skeið.

Þorsteinn Ólafsson dýralæknir hjá Matvælastofnun staðfesti við Bændablaðið að við skoðun á ánum hefði greinst tannslit sem gæti bent til flúormengunar á svæðinu. „Að svo komnu máli er erfitt að full-yrða um orsakatengslin en það þarf að gera mælingar og rannsóknir á beinum til þess að slá þessu föstu,“ sagði Þorsteinn.

Sigurbjörn Hjaltason bóndi á Kiðafelli segir að ærnar sem um ræðir séu fæddar árið 2006 en einkennin sem féð er með séu mis-vöxtur í tönnum, tannslit og bólgur í tannholdi. Féð þrífst illa því það getur ekki fóðrast eins og eðlilegt er. Hann sagði að nú yrðu kindur rann-sakaðar á bænum til þess að ganga úr skugga hvort fleiri séu haldnar sama kvilla. „Þetta virðist við fyrstu sýn vera einangrað við 2006 árganginn og orsakanna gæti verið að leita í því þegar magn flúors í andrúms-lofti fór langt yfir leyfileg mörk árið 2006 vegna bilunar í tækjabúnaði hjá Norðuráli. Það mátti búast við þessu því mælingar sem gerðar hafa verið á flúormagni hafa sýnt að styrkur flúors í beinum er að jafnaði í full-orðnu fé yfir þeim mörkum sem geta valdið tannskemmdum,“ sagði Sigurbjörn sem þó telur ekki stór-kostlega hættu á ferðinni fyrir búfé

á svæðinu ef ekkert færi úrskeiðis í verksmiðjunni og vel væri staðið að mengunarvörnum.

Hjá Norðuráli vildu menn ekki tjá sig um þetta tiltekna mál því þeir hefðu ekki heyrt af tilvikinu á Kiðafelli. Ágúst Hafberg, fram-væmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli, sagði að í samræmi við starfsleyfi framkvæmir fyrirtækið ýmsar mælingar og sýna-tökur vegna umhverfismála. Meðal annars sé fylgst með flúormagni í andrúmslofti og gerðar beinamæl-ingar á sauðfé eftir að því er slátrað. Ef grunsemdir vöknuðu um mengun þá væri þeim fylgt eftir með rann-sóknum og gripið til viðeigandi aðgerða ef svo bæri undir. /TB

Ær greinast meðtannslit í Hvalfirði- bónda grunar að flúormengun sé um að kenna

Page 5: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

5Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Mikið úrval af hitakútum, margar stærðir og gerðir.

Vnr. 29600012

HitakúturSTYLEBOILER hitakútur, 100 l, 1,2kW, standandi.

Hitakútar fyrirneysluvatn!

Líttu við í næstu BYKO verslun!

39.900

49.900

24.900

50 l, 1,2kW

100 l, 1,2kW

15 l, 1,2kW

33

Vnr. 29600010

HitakúturSTYLEBOILER hitakútur, 50 l, 1,2kW, standandi.

Vnr. 29600007

HitakúturSTYLEBOILER hitakútur, 15 l, 1,2kW, undir vask.

Bændur og búaliðFramleiðum hágæða einangrunargler sem sparar orku.Sendum hvert á land sem er - stuttur afhendingartími.

Glerskálinn - Smiðjuvegi 42 - Kópavogi - Sími 557 5580

1966 - 2011

45ÁRA

Íslensk framleiðsla í 45 ár.

Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í þeim stærðum og gerðum sem henta þér.

Næsta Bændablað kemur út fimmtudaginn 23. júní

BS nám í náttúrufræði

og skógfræði/landgræðsluÁkveðið hefur verið að

framlengja umsóknarfrest um BS nám í náttúrufræði

annars vegar og skógfræði/landgræðslu hins vegar.

Nánari upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu

Landbúnaðarháskóla Íslands.www.lbhi.is

Umsóknarfrestur er til 15. júní

Vestfirðir heilla

Til sölu Gott verðVinnustaður og heimili

Er þetta tækifærið sem þú hefur beðið eftir ?

Gistiheimili ? + íbúð, í sömu byggingunni

Ath. ferðamönnum fjölgar verulega ár hvert, mikil

vöntun er á gistirými yfir sumartímann.

Upplýsingar í síma 772 2256

[email protected]

Page 6: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

6 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Málgagn bænda og landsbyggðar

LOKAORÐIN

Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.

Árgangurinn kostar kr. 6.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.100.Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.

Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) [email protected] – Sími: 563 0332 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir [email protected]

Margrét Þ. Þórsdóttir [email protected] – Freyr Rögnvaldsson [email protected] – Sigurður M. Harðarson [email protected]ýsingastjóri: Eiríkur Helgason [email protected] – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf.

Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er [email protected] Netfang auglýsinga er [email protected] Vefsíða blaðsins er www.bbl.isPrentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621

Okkur bregður við þetta kalda vor, vorum orðin góðu vön. Undanfarin ár hafa bændur og aðrir landsmenn fengið góð og hlý vor. Frá fyrstu dögum maí, sem voru góðir, hefur verið kuldatíð. Kuldakastið er sagt vera eðlilegt skammtímafrávik frá stöðugt hækkandi hita-stigi. En umræða um hlýnun jarðar er fjarlæg þegar bjarga þarf lambfé inn úr snjókomu og kartöflugrös falla í júnímánuði. Einhver sagði að fundi um hlýnun jarðar væri frestað vegna veðurs! Samt er það svo að búskaparhættir íslenskra bænda hafa breyst verulega á undan-förnum árum sem að hluta má rekja til breytts veðurfars. Sauðburði hefur verið flýtt, bændur rækta fjölmargar nýjar nytjaplöntur og aukin grasspretta gerir mögulegt að komast af með minni tún.

Landið grærÍ kjölfar hagstæðara veðursfars og sannarlega fleiri þátta, eins og landgræðslustarfs og betra skipulags á nýtingu lands, er nú staðfest að gróður á Íslandi er í mikilli framför. Þessi tíðindi eru mjög mikilvæg. Af mörgu því sem borið hefur verið á bændur hefur umræðan um landeyðingu verið þeim þung. Líkt og mörgu öðru sem kemur upp í umræðu um landbúnað á Íslandi er ekki alltaf fyrir að fara mikilli nákvæmni. Þungar ásakanir á bændastéttina vegna landeyðingar af völdum búfjárbeitar hafa oftar en ekki verið settar fram og bændur gerðir að tákni landeyðingar.

Vitanlega má viðurkenna að í ákveðnum til-fellum hefur verið um ofbeit að ræða. Það er hins vegar langt í frá að búfjárbeit sé sá skaðvaldur sem má ætla af orðum margra sem gengið hafa fram sem sérstakir verndarar og sérfræðingar í landverndarmálum.

Bændur hafa leikið eitt af lykilhlutverkum í að snúa vörn í sókn í endurheimt landgæða. Hlýnandi veðurfar er þar sterkur áhrifavaldur. En þeir bændur og allir landsmenn, sem nú upp-lifa eyðileggingu eldgosa á gróðri, skilja að á

skömmum tíma geta ógnarkraftar náttúrunnar unnið mikinn skaða.

Vatnið er verðmæti framtíðarinnarEin af mikilvægustu auðlindum lands okkar er vatnið. Gnótt og gæði vatnslinda eru vafalaust dýr-ustu gersemar framtíðarinnar. Í dag eru fjölmörg ríki sem ekki hafa aðgang að vatni og þeim fjölgar hratt. Ábyrgð okkar bænda sem landeigenda að vernda og verja slíkar auðlindir er sannarlega rík. En það eru fleiri sem verða að koma að því. Líkt og með gróðurinn er ekkert sjálfgefið í þeim efnum. Við eigum vafalaust eftir að upplifa sterka umræðu um réttindi og skyldur bænda í vatns-málum á komandi misserum og árum.

Í Speglinum í Ríkisútvarpinu þann 30. maí sl. var viðtal við Guðmund Pál Ólafsson líffræðing um vatn og vatnsvernd, votlendi og endurheimt þess. Líffræðingurinn gumaði af því að hafa kynnt sér vatnsmál víða um heim og taldi sig geta talað af mikilli þekkingu um viðfangsefnið. Samt var það svo að þegar umræðan snéri að íslenskum bændum hélt líffræðingurinn því fram að íslenskir bændur væru óvinir votlendis, héldu áfram að ræsa það fram með opinberum fram-

lögum. Undirritaður óskaði þegar eftir því við umsjónarmann fréttaþáttarins að ummælin yrðu leiðrétt, því framræsla á vegum bænda undanfarna áratugi hefur verið óveruleg. Hvað þá að opinber framlög komi þar við sögu. Þó líffræðingurinn hafi kynnt sér vatnsbúskap víða um heim kom strax í ljós að hann hafði nú ekki kynnt sér þau mál neitt sérstaklega vel hér heima. Að þessu dæmi röktu er enn krafist málefnalegrar umræðu um bændur og málefni þeirra hjá fjölmiðlum.

Eitraður maturHeimsbyggðin hefur fylgst með alvarlegum afleiðingum þess að upp kom E. coli mengun í mat í Þýskalandi. Af allri þeirri umræðu má sjá hvernig hægt er að rústa afkomu einstakra bænda á skömmum tíma með ábyrgðarlausum og röngum upplýsingum sem gefnar eru. Það hafa grænmetisframleiðendur á Spáni fengið að reyna. Í málinu afhjúpast að þrátt fyrir umfangsmikið regluverk, ótal möguleika til að hafa eftirlit með framleiðslu og ferli matvæla, gengur illa að greina uppruna. Málið er grafalvarlegt og ætti öllum að vera umhugsunarefni um gæði matar, uppruna hans og meðhöndlun alla. /HB

Kuldatíð

Er E. coli 0104 afleiðing verksmiðjubúskapar?

LEIÐARINN

Fregnir af dauðsföllum af völdum saurgerla í Þýskalandi hafa vakið athygli að undanförnu. Þar er um að ræða ofurgerla sem ekki hefur heyrst nikið af áður í fjölmiðlum og eru þeir nefndir E. coli 0104.

Fyrst í stað var agúrkum frá tveim framleiðendum á Spáni kennt um með tilheyrandi skaða fyrir viðkom-andi garðyrkjubændur. Fljótlega fóru þó böndin að berast að Þjóðverjum sjálfum þó enn hafi ekkert verið stað-fest um upprunann.

Í Bretlandi og Hollandi hefur mikið verið rætt um þessi mál og sýnist sitt hverjum. Samkvæmt heim-ildum blaðsins í Hollandi hefur þar verið bent á að nú séu menn í bók-staflegum skilningi að súpa seyðið af afleiðingum verksmiðjubúskapar. Þar hafa heyrst fullyrðingar um að E. coli 0104 hafi orðið til vegna þess að coligerlar, sem lifa í þörmum dýra, hafi þróað með sér ónæmi. Er það sagt vegna ofnotkunar fúkkalyfja sem beitt er til að halda dýrum heil-brigðum í verksmiðjubúunum. Skítur frá búunum hefur síðan verið nýttur sem áburður og til að bæta gróður-mold, ekki síst fyrir lífræna. Engin staðfesting hefur fengist á þessu en um þetta var einnig fjallað í breskum sjónvarpsstöðvum á dögunum.

Umræðan í Hollandi, þar sem verksmiðjubúskapur er einnig veru-legur, hefur í kjölfarið snúist um að nú verði að snúa við blaðinu. Hverfa verði frá þeirri stefnu verksmið-jubúskapar sem drifin hefur verið áfram innan Evrópusambandsins. Þar hefur þróunarstefna ESB verið rekin undir heitinu Common Agricultural Policy (CAP) síðan 1992. Er það eitt elsta stefnumót-unarplagg Evrópusambandsins. Stefnan sem átti að bjarga landbún-aðarkerfi álfunnar hefur þó reynst samkvæmt úttekt ESB sjálfs skapa mikil umhverfisvandamál.

Þá er umræðan einnig á þann veg að dagar ódýrra landbúnaðarafurða sé liðinn. Héðan í frá verði land-búnaður ekki rekinn, - nema á for-sendum náttúrunnar. Það þýði ein-faldlega minni magnframleiðslu og hærra verð.

Það kann því að hljóma kald-hæðnislega að íslenskur landbún-aður, sem margir hafa hugsað þegj-andi þörfina, kunni að hafa eignast nýjan bandamann af óvæntum toga. Allavega virðist þýski ofur-saurger-illinn vera að opna augu Íslendinga og annarra fyrir því að fæðuöryggi er ekki hugtak sem lengur er verjandi að hafa í flimtingum. /HKr

Skoðunarferð sauðfjárbænda í RangárvallasýsluFélag sauðfjárbænda í Rangár-vallasýslu hóaði saman liði sem lagði land undir fót fyrir nokkru. Vildi félagið koma á framfæri þakklæti til þeirra sem lögðu þeim lið í ferðinni með því að birta ferðasöguna í stuttu máli í Bændablaðinu.

Dagana 1. - 2. apríl var farið í ferð í Vestur-Húnavatnssýslu og Borgarfjörð á vegum Félags sauðfjár-bænda í Rangárvallasýslu. Lagt var afstað frá Hvolsvelli kl. 9 að morgni og ekið norður á Hvammstanga, þar var skoðað sláturhúsið undir leið-sögn Magnúsar framkvæmdastjóra og snæddur hádegisverður í boði sláturhússins.

Gullni hringurinn á VatnsnesiNæst lá leið okkar um Vatnsnesið eða gullna hringinn, eins og þeir kalla það fyrir norðan. Með okkur í för um Vatnsnesið var Heimir Ágústsson fyrrum bóndi á Sauðadalsá. Farið var á fjóra bæi á Vatnsnesinu; Sauðadalsá, Sauðá, Böðvarshóla og

Vatnshóla. Við þökkum Heimi og bændum á bæjunum fyrir höfðing-legar móttökur.

Eftir þetta var farið í náttstað að Reykjaskóla í Hrútafirði og borð-uðum við þar kvöldmáltíð. Eftir morgunmat í Reykjaskóla lá för okkar að Mýrum 2, þar voru eins og á hinum bæjunum þvílíkar móttökur að menn höfðu á orði að þeir væru mættir í fermingarveislu.

Síðan lá leið okkar suður í Borgarfjörð, þar var komið við á Hesti og skoðað Búvélasafnið á Hvanneyri undir góðri leiðsögn Guðmundar Hallgrímssonar. Þá lá leið okkar til baka heim í Rangárvallasýslu.

Eftirtöldum viljum við þakka stuðning við ferðina; Arion banka, Landsbankanum, Vélfangi, N1, Shell, Verði, Sláturfélagi Suðurlands, Fóðurblöndunni, Húsasmiðjunni, Vélsmiðjunni Magna, Búaðföngum og TM tryggingamiðstöð.

Félag sauðfjárbændaí Rangárvallasýslu

Page 7: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

7Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Á þessu erfiða vori öllum bændum, hafa ýmis vorverk dregist úr hömlu. Víða er kal

í túnum, og bændur margir þurfa því sáningar með venju fremur. Í síðasta þætti var ögn fjallað um sáðstörf þáttarstjórnanda, við lítinn átrúnað Einars Kolbeinssonar í Bólstaðarhlíð. Ekki náðist að birta allt það sem milli okkar fór í síma-vísum, og til að ljúka þeirri syrpu birti ég svar mitt við ávirðingum Einars um einkalíf mitt:

Ekki reynist alltaf nógað eiga gnótt af fræjum,því misjafnlega er mild og frjómoldin eftir bæjum.

Einar gerði sér nú ljóst, að of langt var gengið, og er nú næstum nær-gætinn:

Kjörin okkar eru hörð,algilt lögmál bilar,því fleiri munu sá í svörðsem að engu skilar.

Sendi ég þá Einari sáttavísu sáð-mannsins:

Finnst mér skýra föðurlagfrjósemin ef dvínar,að séu að nálgast söludagsáðvörurnar mínar.

Þar sem Einar er þokkalega mennt-aður í viðskiptafræðum, áttaði hann sig fljótt á minnkandi frjósemi:

Tækin sem að vinna völlvonbrigðunum ullu.Bókhaldslega enda öllafskrifuð að fullu.

Einhverrar undirliggjandi öfundar virtist þó gæta hjá Einari yfir sinnu minni til sáningar:

Ekki við mér grænkan gínþó grobbinn Árni segi,að hann vel um sáðlönd sínsinni á hverjum degi.

Einari til liðléttis og skemmtunar sinntum við hjónin sauðburði í Bólstaðarhlíð í nokkra daga kring-um miðjan maí. Burður var þá vel kominn af stað í Bólstaðarhlíð, en brá svo við að engin ærin bar fyrstu klukkustundirnar eftir komu okkar. Einar vissi skýringu á því:

Ærnar þiggja aðstoð manns,sem um er jú að gera,en er þær sáu hendur hanshættu þær við að bera.

Þessa sauðburðardaga okkar í Bólstaðarhlíð gekk eitt harð-asta vorhret yfir Norður- og Austurland. Í sömu tið hófst eldgos í Grímsvötnum með öskufalli yfir byggð sunnan jökla. Undir þessari harðneskju náttúruaflanna orti Einar bara snotra hringhendu:

Stríða mönnum öflin öll,alla að sönnu furðar.Aska og fönn úr himnahöllhrynja í önnum burðar.

Meðan á dvöl okkar hjóna stóð í Bólstaðarhlíð, gerðum við stutta heimsókn til hins aldna bónda Jóns Haraldssonar í Gautsdal í Laxárdal. Jón fæddist í Hlíð á Vatnsnesi 11. janúar 1924, og er því 87 ára gamall, og enn við búskap í Gautsdal. Laxárdalur, sem fóstrað hefur marga af bestu hagyrðingum okkar, léði og Jóni ágætt vald á vísnagerð. Á 80 ára afmæli sínu orti Jón þessa vísu:

Áttatíu árin löngeru nú að baki.Elli kerling eiturströngógnar heldur taki.

Umsjón: Árni Jó[email protected]

Í umræðunni

MÆLT AF

MUNNI FRAM

Margrét Brá Jónasdóttir og Friðrik Ágúst Egilsson, nemendur í 7. bekk í Svalbarðsskóla í Þistilfirði, unnu til verðlauna í hugmynda-samkeppni sem haldin var á landsvísu. Samkeppnin var á vegum Vina landsbyggðarinnar í Reykjavík og nágrenni og voru verðlaunin afhent í Norræna húsinu 30. maí sl. Fengu þau Margrét og Friðrik verðlaun fyrir hugmynd um nýja afþreyingu í sveit.

Daníel Hansen, skólastjóri Svalbarðsskóla, sendi Bændablaðinu ritgerð nemendanna um verðlaunahugmyndina, en sjálf kynntu þau verkefnið með myndrænum hætti við verðlaunaafhendinguna í Norræna húsinu 30. maí.

Á verðlaunaskjali þeirra stendur: 1. verðlaun fyrir verkefnið Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir, hópverkefni vorið 2011, hljóta Margrét Brá Jónasdóttir og Friðrik Ágúst Egilsson, nemendur í 7. bekk Svalbarðsskóla í Þistilfirði, fyrir útfærslu á hugmynd og verkefni þeirra sem gengur útá að upplifa kyrrðina - náttúruna - myrkrið - sólina og sjálfan sig, í heimabyggð þeirra Þistilfirði. Hugmyndin er að byggja 18. aldar býli uppi á heiði. Boðið verði upp á viku dvöl við frumstæðar aðstæður, þar sem meðal annars yrði lögð áhersla á „að hlusta á þögnina“.

Í áliti dómnefndar segir: Hugmyndin er frábær, útfærslan er skýr og raunhæf. Þýðing og notagildi bæði fyrir gesti og heimafólk. Gefur fyrirheit um framtíðar fyrirtæki fyrir Svalbarðshrepp, byggt á einstökum styrkleika sveitarinnar, ósnortinni náttúru, víðerni, kyrrð og friðsæld. Friðrik Ágúst Egilsson og Margrét Brá Jónsdóttir.

Verðlaunahugmynd um 18. aldar býli uppi á heiði

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfest um BS nám í nátt-úrufræði annars vegar og skóg-fræði/landgræðslu hins vegar. LbhÍ hefur lítið gert í að auglýsa námið en þegar upp er staðið kemur í ljós að við getum fjölgað nemendum í þessum greinum.

Björn Þorsteinsson, aðstoðar-rektor kennslumála, sagði að af þessum ástæðum hefði verið ákveðið að framlengja umsóknar-frest í náttúrufræði, skógrækt og landgræðslu. Ástæða er til að vekja

athygli á sérstökum áherslum innan náttúrufræðanna sem eru í boði þ.e. í þjóðgörðum og verndarsvæðum, náttúru og sögu og náttúrunýtingu. "Mér finnst afar ánægjulegt að geta gefið fleirum tækifæri til að koma í Landbúnaðarháskóla Íslands til að nema þessar greinar. Þegar horft er til framtíðar er nokkuð víst að starfsmöguleikar eru umtalsverðir í þessum greinum. Það skiptir máli þegar ungt fólk er að velja sér fram-tíðarnám," sagði Björn Þorsteinsson.

Náttúrufræði og Skógfræði/landgræðsla:

Umsóknarfestur framlengdur til 15. júní

„Þetta vor er búið að vera sér-staklega óvenjulegt. Það hefur verið mjög slæmt fyrir æðarrækt-ina sem fór þó einstaklega vel af stað. Við munum varla eftir því að varpið hafi byrjað svona vel,“ segir Guðrún Björk Pétursdóttir sem hefur í mörg ár verið ásamt bróður sínum með æðarvarp á Hraunum í Fljótum í Skagafirði.

Opnar gallerý á Hraunum í dagHún er vel kunnug á þessum slóðum enda fædd þar og alin upp en býr einungis á svæðinu á sumrin í dag. Guðrún og eiginmaður hennar Friðrik Gylfi Traustason voru kúabændur á Gásum við Eyjafjörð í 31 ár áður en þau fluttum til Akureyrar.

Æðarvarpið á Hraunum er nokkuð stórt og telur að jafnaði um 3.000 fugla sem gefa af sér um 60 kíló-grömm af dún í góðu ári. Guðrún þurrkar og þvær allan sinn dún og er farin að framleiða úr honum full-unnar flíkur sem eiga sér engan líka á heimsvísu. Þessar vörur er nú hægt að skoða og kaupa í Hrauna Æðardúnn galleríi sem opnar í dag 9. júní.

Mörg egg í hreiðrum en svofór að snjóa

„Síðast í apríl sáum við fyrstu hreiðin og þegar kollan byrjaði að verpa virtist hún vera mjög vel á sig komin. Hún verpti mörgum eggjum og var þetta komið mjög vel á veg um miðjan maí þegar fór að kólna. Þá var varpið nær fullsetið og ákaflega blómlegt.

Þá kom hríð í marga daga. Það var uppundir viku sem gekk á með

bleytuhríð meira og minna og koll-urnar fóru víða í kaf. Þær sátu á fyrst í stað en virðast þola illa svona langan tíma í snjó.

Víða voru aðeins hausarnir upp úr og þá kom vargfuglinn og við vissum að hann var að kroppa í kollur sem, voru aðeins með hausinn upp úr snjónum. Þær fengu því ekki frið. Síðan fóru þær að fara af hreiðunum og mávagerið var þarna í veislu.

Þegar hreiðrin komu upp úr snjón-um fórum við af stað og tókum allan þann dún sem við sáum þó hann væri rennandi blautur.“

Einkennileg hegðun fuglsinsNú hef ég ekki þekkingu á hvernig kollan hagar sér við svona aðstæður. Hvort hún bíður eitthvað með að verpa eða hvort hún verpir aftur. Það virðist þó vera að svolítið um að hún sé að byrja að verpa núna. Vonandi getum við eitthvað lært af þessu og ég vona að það séu einhverjir að rannsaka hegðun æðarfuglsins við

svoan aðstæður. Síðan höfum við verið að sjá

flokka af æðarfugli upp um öll tún og á stöðum þar sem hann hefur aldrei verið áður. Það er eins og hann viti ekki hvort hún er að koma eða fara. Fuglarnir sitja mikið við manna-bústaði og hópast saman meðfram vatninu. Sennilega eru það fuglar sem misst hafa hreiðrin sín og byrja ekki aftur að verpa. Þeir eru samt ekki tilbúnir til að fara.

Þar sem kollan tolldi á hreiðrum og yfirgaf þau ekki hafa aftur á móti komið ungar úr mjög mörgum eggj-um . Við vorum því afar ánægð að sjá svo marga unga koma úr þessum hreiðrum. Það er hreint ótrúlegt að fylgjast með hvað kollan er seig þó það hafi snjóað yfir hana.“

Guðrún segir að kuldi á vorin virðist ekki hafa mikil áhrif á kollu-varpið svo framalega sem ekki kemur mikill snjór. Jafnvel rigningar hafi lítið að segja. Það sem verður þó að gera ef kollan fer af hreiðrum er að

ganga á varpið og taka öll egg sem orðin eru köld svo þau blasi ekki við vargfuglinum.

Hún segir forvitnilegt hvað kemur út úr dúntekjunni í ár og hvernig takist til með þurrkun og vinnslu á þeim dún sem tekin var úr blautum hreiðrum.

Víða dapurt yfir æðaræktinniGuðbjörg H. Jóhannesdóttir, atvinnu-ráðgjafi í æðarrækt, segir að æðar-varp hafi yfirleitt farið mjög seint af stað í ár. Yfirleitt setjist fuglinn upp á land strax í byrjun maí, en bændur víðast hvar tali nú um að varp fari seint af stað. Varpið sé allt upp í tveimur vikum síðar á ferðinni en venjulega.

Það var helst á NA-landi sem varp hófst snemma eða í byrjun maí. Mörg vörp þar hafa þó misfarist vegna langvarandi snjókomu og kulda sem dundi yfir eftir nokkra góða vordaga. /HKr.

Æðarfuglinn hefur átt erfiða daga í varpinu í snjó og kuldatíð:

„Sérstaklega óvenjulegt vor“ - segir Guðrún Björk Pétursdóttir æðarbóndi á Hraunum í Fljótum

Ástandið í æðarvarpi hefur víða verið dapurt norðanlands og vestan í vor. Þessar myndir voru tekar í Tannanesi í Mynd Þorsteinn Ingimundarson.

Page 8: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

8 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

FréttirFréttir

Ragnheiður Hlín Símonardóttir bóndi og sjúkraliði býr ásamt Birni Helga Snorrasyni, bónda og húsasmíðameistara, að Kálfafelli í Fljótshverfi. Sá bær er einn þeirra sem verst urðu úti í öskufallinu vegna eldgossins í Grímsvötnum. Þrátt fyrir að útlitið hafi um tíma verið dökkt segir Ragnheiður að örvæntingin hafi aldrei náð á þeim tökum. Hún segir upplifunina þó hafa verið skelfilega en nokkur bjartsýni hafi kviknað þegar gosinu lauk. Þegar blaðamaður hringdi í Ragnheiði á sunnudags-kvöldið hafði sú bjartsýni heldur dofnað enda skaðinn á dýrum og gróðri af völdum öskufallsins far-inn að koma betur í ljós. Margt fé er enn staurblint og viðbúið að við-varandi öskufok verði á svæðinu í hvert sinn sem hvessir í sumar.

Búið að keyra burt 14 trukkaförmum af ösku

„Það er búið að þrífa hér gríðarlegt magn af ösku og enn er verið að. Hann er búinn að vera að skafa hér í kringum bæinn hann Helgi Kjartansson á Fossi. Það er búið að hreinsa hér úr garðinum og í kring-um húsin. Ætli það sé ekki búið að keyra hér í burtu um 14 „trailerum“ af ösku.“

Ragnheiður segir ljóst að mikið sé af ösku á afrétti. Þau beiti fénu á Kálfafellsheiði, sem er dökk af ösku.

„Þaðan er að fjúka á okkur og það veldur okkur vandræðum að koma fénu ekki inn í heiði til beitar."

Ljóst er að þessi aska muna fjúka yfir byggðina um ófyrirséðan tíma.

„Það var mikið öskufok nú í dag. Á milli klukkan sex og sjö dimmdi svakalega hér við bæinn og þá sá ég ekki niður á veg í nokkrar mínútur.“

Ragnheiður segir hundleiðinlegt að vera útivið af þessum sökum og fólk geri vart annað en að bryðja sand við útistörfin.

„Mér finnst því svolítið hafa dregið úr bjartsýninni sem skapaðist strax eftir gosið.“

Rokið bjargaði mikluÞegar blaðamenn Bændablaðsins heimsóttu þau hjón fimmtudaginn 26. maí var allur kraftur búinn úr gosinu og ekkert öskufall lengur. Þá hafði mikið hvassviðri dagana áður náð að feykja stærstum hluta öskunnar á sjó út. Voru þau hjón sammála um að rokið hefði bjargað miklu. Eigi að síður var talsvert öskulag á túnum þó grasið næði að teygja sig upp úr því.

„Ráðunautarnir segja að túnin séu slæm hér í Fljótshverfinu og það sé sýnu verst af öllum svæðum sem orðið hafa fyrir öskufalli. Það horfir því ekki sérlega vel með heyskap hér í sumar. Þeir segja okkur þó að askan muni ekki ná að kæfa túnin og að grasið muni spretta.“ Ragnheiður sagðist á þeim tímapunkti ekki finna neina uppgjöf í sveitinni þrátt fyrir þetta áfall. „Maður hefur þó varla haft tíma til að átta sig á hlutunum.“

Svakaleg upplifunUm upplifunina af gosinu sagði Ragnheiður:

„Við sóttum kvígur og hross við fyrsta mögulega tækifæri sem gafst, en það var ekki fyrr en síðla mánudags að við gátum komið þeim að opnu húsi svo skepnurnar hefðu

eitthvert afdrep ef slæmt væri. Einnig var allt sauðfé úti.

Þetta var hreint út sagt ógeðslegt og svakalegt. Það var lang verst á sunnudagsmorgninum eftir að gosið byrjaði [22. maí]. Þá fórum við út í fjós og skyggnið var orðið mjög lélegt vegna öskufalls. Við erum með 36 mjólkurkýr sem þurfti að sinna, nautaeldi, nokkur hross og kindur fyrir heimilið. Þegar við ætluðum til

baka sáum við ekki handa okkar skil. Við settum bara á okkur stefnuna á húsið og hittum á girðinguna. Við þreifuðum okkur svo meðfram henni. Það var svo ekki fyrr en við vorum að verða komin að útihurðinni að við sáum glitta í útiljósið.“

Börnin tóku þessu bara velÞað er því ljóst að skyggnið hefur nánast ekki verið neitt og til marks

um það nefnir hún að í garðinum rétt fyrir utan stofugluggann er fánastöng sem sást alls ekki fyrir öskukófinu. Hjónin eiga fjögur börn, sem voru heima þegar ósköpin dundu yfir.

„Þau tóku þessu bara vel og þetta virðist ekki hafa bitið neitt á þau.“

Kálfarnir þögðu„Það var svolítið skrítið að koma út í fjós á meðan ósköpin dundu

yfir. Venjulega þegar við komum út í fjós á morgnana taka kálfarnir á móti okkur með bauli, þar sem þeir vilja fá kjarnfóðrið sitt eins og venjan er. Þennan morgunn var hinsvegar algjör dauðaþögn í fjósinu og heyrð-ist ekki múkk, hvorki frá kálfunum né kúnum.“

Dýralæknirinn lét vita af gosinuGunnar dýralæknir hringdi í okkur á

Askan úr Grímsvatnagossinu enn til vandræða í Fljótshverfi:

Sumt fé enn staurblint og öskufok af afréttum til mikils ama - Búið er að hreinsa upp um 14 trukkafarma af ösku í kringum bæjarhúsin á Kálfafelli

Ragnheiður Hlín Símonardóttir bóndi og sjúkraliði á Kálfafelli ásamt eiginmanninum, Birni Helga Snorrasyni bónda og húsasmíðameistara. Myndir / HKr.

Þessar mynd sýnir vel öskuna á túnum hjónanna á Kálfafelli sem eru uppi í heiðinni (á Háubrún) rétt ofan við bæjarhúsin.

Page 9: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

9Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

laugardagskvöldinu þegar byrjaði að gjósa. Nágranni okkar á Maríubakka, sem er sjúkraflutningamaður, hringdi einnig í Bjössa á sunnudagsmorgn-inum til að vita hvort allt væri í sóma hjá okkur. Þá hafa fjölmargir lagt leið sína hingað og veitt okkur ómetanlega aðstoð.

Við viljum koma á framfæri þakk-læti til allra þeirra sem lögðu okkur mikið og gott lið við hreinsunar-starfið. Þar má t.d. nefna Slökkvilið Suðurnesja, fjölmarga björgunar-sveitarmenn og sjálfboðaliða sem hjálpuðu okkur við þrif og hreinsun á húsum og öskumokstur úr garð-inum,“ sagði Ragnheiður.

Daprara hljóð en reyntað krafla í bakkann

Eins og áður sagði er heldur daprara hljóð í fólki í dag eftir að menn hafa náð að átta sig betur á stöðunni.

„Við heyjum ekki í kýrnar hér í sumar. Við ætlum að kaupa öskufrítt hey fyrir kýrnar, annað hvort héðan úr nágrenninu eða úr Öræfunum. Þangað getum við fengið að sækja hey og eins í Gunnarsholt. Við von-umst þó til að geta slegið túnin í sumar til að nota í nautgripi og sauðfé. Þá plægðum við tæpa 12 hektara sem við sáum í grænfóðri, rýgresi og fóðurkáli, sem hægt er að nýta fyrir kýrnar. Maður er því að reyna að krafla í bakkann.“

Margar kindur enn staurblindarHvað með vanhöld á skepnum vegna öskunnar?

„Við erum með fátt fé og það eru ekki mikil vanhöld nema að augn-

skaðar á kindunum ganga mjög hægt til baka. Ég sé ekki alveg að það lagist á þeim öllum. Margar eru staurblindar ennþá og þykk himna yfir augunum á þeim sumum. Þær ganga bara á girðingar og kindurnar sem verst eru staddar halda sig mikið heima við bæ. Þær nærast samt og mjólka lömbunum en það er brjál-æðisleg vinna við þetta. Stefán Björnsson í næsta húsi er t.d. iðinn að færa þeim tuggu.“

Furðu bjart yfir fólkiÞrátt fyrir allt segir Ragnheiður furðu bjart yfir fólki þó væntingar hafi vissulega dvínað um að erfiðleik-arnir gengju hratt yfir. Nú er liðinn hálfur mánuður frá gosi og fé ekki enn farið að ná sér af blindunni. Þá er yfirvofandi áframhaldandi öskufok af afréttum og endalaus kuldatíð sem seint virðist ætla að linna. /HKr.

ÞAKBLÁSARAR SEM TRYGGJA GOTT SVEITALOFT – INNI

HÚSTÆKNISVIÐ

Hústæknisvið

Hátækni er að

Vatnagörðum 20

Hústæknisvið Hátækni er leiðandi í ráðgjöf og sölu á hita-, loftræsi- og stýribúnaði

fyrir verktaka og fyrirtæki. Hústæknisvið býður loftræsibúnað frá Fläktwoods og

Honeywell og annan hágæðabúnað frá þekktum framleiðendum. Mörg af stærstu

fyrirtækjum landsins eru með búnað frá Hústæknisviði Hátækni.

HúsHátVatnag

Hústæknis

fyrir verkta

Honeywel

fyrirtækjum

Vatnagarðar

Sæbraut

La

ng

ho

ltsv

eg

ur

Sundabakki

Sægarðar

Holta-garðar

Úrval þakblásara fyrir hesthús, fjárhús, vélahús, skemmur o.fl.

STEF þakblásarar frá Fläktwoods Einstaklega

hljóðlátir þakblásarar

framleiddir í Finnlandi. Auðvelt

að hreinsa og viðhalda. Afkasta

allt að 18.000 m3/klst. Hægt

að fá eins og þriggja fasa.

Tíðni- og hraðabreytar . Margar gerðir og stærðir

á lager. TEM hraðarofar frá RUCK og Invertek

tíðnibreytar.

KIV útloftunarventlar fyrir t.d. íbúðarhús og

útihús, með og án flugnanets. Eigum fyrirliggjandi

mikið úrval af útloftunarventlum eins og KIV.

ftunarveð og án flugnanets. Eigum fyrirliggjandi

al af útloftunarventlum eins og KIV.g

ventlar fyrir t.d. íbúðarhús og

n flugnanets Eigum fyrirliggjandi

Ruck DVA þakblásarar Ódýrir

álþakblásarar á lömum sem einfaldar

þrif og viðhald. Til í 11

stærðum. Afkasta allt

að 8.000 m3/klst.

stæknisvið

tækni er að

tnagörðum 20

Ruck DVA þakblásarar Ódýrir

álþakblásarar á lömum sem einfal

þrif og viðhald. Til í 11

stærðum. Afkasta allt

að 8.000 m3/kls

Vatnagörðum 20

522 3055

Opið:Mán.–fim.: 9–17Fös.: 9–16

STFläk

hljóðlá

framle

að hrei

allt að

að fá e

Eigum einnig mikið

úrval af stokkablásurum frá RUCK , bæði hefðbundna

stokkblásara og blásara í hljóðeinangr-

uðum kössum. Hægt að fá hraðarofa, síubox

og annan aukabúnað.

PIPA

R\

TBW

A

Ragnheiður Hlín segir upplifunina af öskufallinu, þegar það var sem mest, hafa verið skelfilega.

Töluverð aska er í skurðum.

Öskuskaflar utan í börðum á túninu á Háubrún.

Page 10: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

10 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Sigurður Gunnarsson, bóndi á Hnappavöllum í Öræfum (þar sem búið er á þrem bæjum), var að aðstoða bændur í Fljótshverfi þegar blaðamenn Bændablaðsins bar að garði í fyrri viku. Hann segir öskuvandamál í Öræfunum hverf-andi í samanburði við það sem er í Fljótshverfinu. „Ég held að þar hafi ekki nokkur maður áhyggjur af heyskap í sumar.

Þar er bara ryk í grasi og ég vona að það verði ekki til ama í sumar.

Yfirleitt rignir það mikið hjá okkur í austanáttinni að við þurfum sjaldnast að kvarta undan skorti á vætu.

FréttirFréttir

Best væri að fé yrði ekki hleypt á afrétti Skaftfellinga í sumar að mati Gústavs Magnúsar Ásbjörnssonar héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkis-ins á Suðurlandi. Ástand þeirra er afar dapurt vegna ösku frá Grímsvatnagosinu og sömu sögu má segja um heimalönd á ákveðn-um svæðum.

Að sögn Gústavs er um að ræða afréttarlönd upp af Kirkjubæjarklaustri. „Þetta eru Landbrotsafréttur, Miðafréttur og Austur-Síðuafréttur. Svo eru þrjár heiðar þarna sem eru heimalönd og ástandið þar er svipað, Núpahraun, Seljalandsheiði og Kálfafellsheiði.“

Ástandið víða slæmtGústav hefur farið um svæðið allt og segir að ástandið sé víða slæmt. „Það er ansi mikil aska og það verður minna hægt að nýta svæðið í ár heldur en venjulega. Það væri best að sleppa því að fara með fé

á þessa afrétti en auðvitað verður féð einhvers staðar að vera.“ Gústav bendir á reynsluna frá því í fyrra. „Það var í raun nægur gróður á svæðinu en þegar var um öskufok að ræða hraktist féið bara undan því og hafði það kannski ekki allt of gott. Það má gera ráð fyrir svipuðu ástandi í ár ef fé verður sett á afréttinn og það mun væntanlega koma niður á afurðum þá.“

Gústav segir að ýmislegt geti haft áhrif á framvindu mála á svæðinu. „Það hefur auðvitað verið mjög kalt og það hjálpar ekki gróðrinum. Góðu fréttirnar eru þær að í dag [þriðjudag] og í gær hefur mikið magn ösku fokið á haf út. Á sama tíma er hins vegar hefðbundið sandfok í gangi sem að særir gróðursvörðinn þannig að þetta er svona tvíbent sverð. Það væri auðvitað til mikilla bóta ef við fengjum verulega góða úrkomu, bæði til að hjálpa gróðrinum og til að binda öskuna.“ /fr

Best ef fé færi ekki á afrétt

Kindur að næla sér í tuggu á gossvæðinu undir Kálfafellsheiði. Mynd / HKr.

Ekki áhyggjur af ösku í Öræfum

Sigurður Gunnarsson, bóndi á Hnappavöllum í Öræfum. Mynd / HKr.

Fjöldi manna hefur aðstoðað íbúa á gossvæðinu við að hreinsunarstörf. Mynd / TB

Jarðvísindamenn sögðu Gríms-vatnagosið formlega lokið 30. maí og í kjölfarið afléttu Almannavarnir viðbúnaðarstigi vegna hamfaranna. Eftir gosið tók við hreinsunarstarf hjá íbúum á svæðinu, fjölda hjálparsveitar-manna og annarra sjálfboðaliða sem spúluðu byggingar og þrifu innandyra. Í Fljótshverfi hefur verið unnið að hreinsun úti við þar sem þess reynist þörf. Ráðunautar og dýralæknar hafa heimsótt bæi og rætt við bændur sem flestir hverjir bera sig vel þrátt fyrir óvenjulegar og á tíðum erfiðar aðstæður. Ljóst þykir að askan verður bændum og búpeningi til ama um nokkurt skeið, bæði hvað varðar gæði heyja og öskufok sem er afar hvimleitt.

Bændur ættu að forþurrka hey eins og hægt er

Unnsteinn Snorri Snorrason, bútækni-ráðunautur hjá Bændasamtökunum, fór um öskusvæðið í síðustu viku ásamt fleiri ráðunautum og ræddi við bændur um afleiðingar gossins. Hann sagði að heilt yfir væri ástandið bæri-legt og betra en hann hafði gert sér í hugarlund. „Þegar litið er til reynsl-unnar af Eyjafjallajökulsgosinu þá tel ég að heyskapur á svæðinu muni ganga ágætlega fyrir sig þó vissulega verði heyið öskumengað af sumum svæðum. Við teljum að bændur ættu að einbeita sér að því að forþurrka heyið vel og gæta að því að stilla sláttuvélar aðeins fjær en vaninn er. Sama er að segja um stillingar á snúnings- og rakstrarvélum. Þeir bændur sem ekki ætla að forþurrka þurfa að huga vel að gerjunarhæfni fóðursins og þá jafnvel notkun á sýrandi íblöndunarefni. Reynslan úr Eyjafjallagosinu sýndi okkur að áhrif ösku á vélarnar eru þónokkur, t.d. slitna hnífar margfalt hraðar þegar öskumengun er í sverðinum,“ sagði Unnsteinn. Hann taldi jafnframt að menn ættu að flýta sér hægt í endur-ræktun, skaðinn væri e.t.v. ekki eins mikill og liti út fyrir í fyrstu.

Kornræktin skaddaðist ekkivið öskufallið

Jónatan Hermannsson jarðræktar-fræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Kristján B. Jónsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands fóru um öskusvæðið síðasta dag maímánaðar til þess að meta ástand kornakra eftir öskufallið. Fóru þeir félagar á 17 bæi og nánast í hvern einasta kornakur í sýslunni að eigin sögn. Fram kom í pistli sem Jónatan ritaði á Netið eftir heimsókn-

ina að ástandið reyndist mun betra en menn höfðu talið. „Akrar voru eðlilega misjafnir en í heildina leit kornið prýðilega út. Sáð hafði verið í akra á bilinu 30. apríl – 18. maí. Sumt kornið var því ekki komið upp þegar öskubylur geisaði og hafði því ekkert af honum að segja. En af korninu sem farið var að spretta hafði öskufok sorfið blöðin svo þau visnuðu. Við það gulnuðu akrar um hríð. Hvergi sást þó að askan hefði skemmt vaxtarsprota og ný blöð koma nú fram á eðlilegan hátt. Kornið er nú í sprettu og guli blærinn er að hverfa af ökrunum. Ætla má þó að askan hafi tafið sprettu eitt-hvað í þeim ökrum þar sem fyrst var sáð. Beinar skemmdir eru hins vegar ekki miklar,“ sagði Jónatan Hermannsson í stuttum pistli á vef LbhÍ eftir heimsóknina.

Fé á batavegiGunnar Þorkelsson héraðsdýralæknir á Kirkjubæjarklaustri sagði í sam-tali við Bændablaðið að það sem mest skæri í augun, ef svo mætti að orði komast, væri blindan sem lagðist aðallega á fullorðið fé. „Hún er hins vegar að ganga til baka og féð virðist vera að ná sér af þessu. Það var helst fullorðið fé sem varð blint en lambféð þoldi öskufjúkið betur. Féð er á batavegi og kindur að fá sjónina á ný. Vonandi verður þetta því ekki viðvarandi vandamál,“ sagði Gunnar. Hann sagði að það sem ylli áhyggjum væri hvernig fóðrið kæmi til með að verkast hjá bændum en öskumengað hey getur valdið auknu tannsliti í búpeningi. Varðandi öskuf-júkið þá sagði Gunnar það pirrandi bæði fyrir menn og skepnur. „Við höldum að það hafi hins vegar ekki teljandi áhrif á öndunarfæri búfjár en í lungum sem voru krufin af Eyjafjallasvæðinu í fyrra kom ekkert óeðlilegt í ljós.“

Áhrifin á lífríkið margvíslegStarfsmenn Veiðimálastofnunar fóru í vettvangsferð á gosslóðir og gerðu ýmsar mælingar við goslok. Ekki hafa fengist spurnir af dauðum fiski í ám eða vötnum á svæðinu ef frá er talið tjón hjá fiskeldisbændum sem var minna en á horfðist. Ein ástæða fyrir því að ekki hefur verið vart við fiskidauða er talin sú að sjóbirtingur, hrygningar- og geldfiskur sé genginn til sjávar. Þótt fyrstu niðurstöður Veiðimálastofnunar bendi til þess að gosaskan hafi ekki haft teljandi áhrif á fiska í ám í Skaftárhreppi kunna enn að koma fram skaðleg áhrif þegar aska skolast í árnar, segir í skýrslu starfsmanna sem birt

er á vefnum. Kviðpokaseiði, sem eru viðkvæm, eru nú í mölinni og kunna þau að hafa skaðast. Frekari rannsóknir munu væntanlega gefa betri mynd af hver áhrif öskufalls frá Grímsvötnum hefur haft á fiska í ám í Skaftárhreppi.

Gróður mun standast áfallið ef tíðarfar verður hagstætt

Erling Ólafsson skordýrafræð-ingur og Sigurður H. Magnússon gróðurvistarfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands ferð-uðust um svæðið um mánaðamótin í þeim tilgangi að huga að gróðri, smádýra- og fuglalífi. Þeir mátu það svo að þrátt fyrir verulegt öskufall mætti ætla að gróður muni víðast hvar á láglendi standast áfallið en það fari þó mjög eftir tíðarfari á komandi vikum. Neikvæð áhrif á smádýr geta orðið veruleg, einkum á jarðvegsdýr af ýmsu tagi og smádýr sem byggja afkomu sína á víði og birkilaufum. „Lítið varð vart við varpatferli fugla, söng eða önnur merki um gott gengi þeirra. Það skal þó haft í huga að kalt var í veðri, mest um 6°C, og kann það að hafa ráðið miklu um það hve fuglalíf var dauft,“ segir í samantekt Erlings og Sigurðar sem birt er á vef Náttúrufræðistofnunar.

Þjónustumiðstöð á Klaustri

Þjónustumiðstöð fyrir íbúa í Skaftárhreppi hefur verið opnuð í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri. Hún verður opin frá klukkan 10-13. Meginverkefni þjónustumiðstöðvarinnar er að sinna eftirmálum eldgossins í Grímsvötnum, sem snúa að íbúum, sveitarfélögum og uppbyggingar-starfi. /TB

Skaftfellingar að ná vopnum sínum eftir Grímsvatnagosið:

Askan gerir bændum í Skaftárhreppi erfitt fyrir

Page 11: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

11Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Dalvegi 6-8201 KópavogurSími 535 [email protected]

HeyvinnuvélarVélar í hæsta gæðaflokki á

lágmarks verði

Vélar til afgreiðslu af lager í júní

Múgavélar

Diskasláttur-vélar

Heyþyrlur

H2

nn

un

, h2h

.is

Glitnir frá EikarbrekkuIS2006101027 Ae.8.32

F. Álfasteinn frá Selfossi Ae.8.54

M. Brá frá Auðsholtshjáleigu Ae.8.29

Stórættaður, litfagur stóð-hestur með jafnar og góðar gangtegundir og gott geðs-lag.

Glitnir tekur á móti hryssum á Skeiðvöllum eftir LM.

Verð 108.000 með öllu

Upplýsingar í símum:

4876572 - 8966890 og 8626572

E-mail: [email protected]

AKURShús

- vi› allra

hæfi -

DekkjainnflutningurViltu spara

Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði.Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja 31" 33" 35" 38" á lager 10% aukaafsláttur.

Verðdæmi:Traktorsdekk 540/65 R30 kr.170.000 m/vskVagnadekk 600/50 -22,5 kr.135.000 m/vskFólksbíladekk 215/65 R16 kr.18.000 m/vskVerð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land.

Jason ehfHafnarstræti 88

Akureyri

Vinsamlegast hafið samband viðÁrmann Sverrisson 896-8462 - e-mail [email protected]

Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124

Page 12: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

12 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Fréttir

Halldór Halldórsson ferðaþjónustubóndi og leiðsögumaður hjá Ögri ehf. í kajak sínum á Ísafjarðardjúpi.

Fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði orðinn ferðaþjónustubóndi við Ísafjarðardjúp:

Nýtt ferðaþjónustufyrirtæki stofnað í ÖgriHalldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er orðinn ferðaþjónustubóndi í Ögri við Ísafjarðardjúp. Utan um starfsemina hefur Halldór stofnað stofnað ásamt sex systkinum sínum og móður þeirra ferðaþjónustu-fyrirtæki Ögur ehf.

„Það eru aðeins farnar að berast bókanir en við leggjum upp með fimm staðlaðar gönguferðir og fimm staðlaðar kajakferðir. Þá hefur borist töluvert af fyrirspurninum í sérferðir sem við lögum að óskum hvers og eins. Ég fékk m.a. tölvupóst

á dögunum þar sem móðir spurðist fyrir um kajakferðir fyrir börn. Ég sagði henni að við værum með mjög strangar öryggisreglur. Til að mæta hennar óskum settum við upp ferð fyrir börnin hennar í kajak hérna í fjöruborðinu í Ögri.“

Lagað að óskum hvers og eins„Við höfum líka fengið fyrirspurn um að róa yfir Djúp og ganga á Drangajökul og við reynum auðvi-tað að sinna slíku. Ef einhver vill fara í hálfsmánaðarferð í Jökulfirði þá gerum við það líka. Við reynum því að vera eins sveigjanleg og

kostur er. Við eru með kajakkerru sem tekur níu kajaka og getum farið með hana hvert sem er. Þá erum við líka með Zodiak gúmmíbát. Það hefur komið fyrirspurn um stuttar kajakferðir um Snæfjallaströnd. Við myndum væntanlega gera það með því að draga kajakana yfir Djúpið á Zodiaknum og róa síðan í kringum Æðey eða annað sem fólk vill fara,“ segir Halldór.

Á slóðum Spánverjavíga og Fóstbræðrasögu

Ögur ehf. býður annars upp á leiðsögn í skipulögðum göngu- og kajakferð-

um um söguslóðir Ísafjarðardjúps. Farið er um slóðir Fóstbræðrasögu, Spánverjavíga, byggðasagan sögð og róið innan um seli og lunda.

Í sumar verður leiðsögnin helsta hlutverk Ögur ehf. en stefnumótun fyrirtækisins gerir ráð fyrir því að bæta jafnt og þétt við þjónustuna.

Halldór ferðaþjónustubóndi er sjálfur með leiðsögn í kajak og gönguferðum. Guðmundur Halldórsson er einnig með leiðsögn í bæði göngu- og kajakferðum og líka Steinunn Einarsdóttir. Þá er Leifur Halldórsson með leiðsögn í göngu-ferðum sem og Hafliði Halldórsson,

Harpa Halldórsdóttir og Halla María Halldórsdóttir. Hnífsdælingurinn Þórólfur Sveinn Sveinsson er líka með leiðsögn í gönguferðum og Halldór Sveinbjörnsson, prentari og kajakmaður á Ísafirði er svo ráðgjafi og öryggisfulltrúi fyrirtækisins.

Á heimasíðu Ögur ehf. www.ogurtravel.com er hægt að bóka sig í 10 staðlaðar ferðir og senda inn fyrirspurn eða beiðni um sérferðir. Frekari upplýsingar er svo hægt að finna á heimasíðunni www.ogurtra-vel.com í netfangi [email protected] eða í síma 857-1840. /HKr.

Á bænum Geirlandi á Síðu, rétt rúma 3 km austur af Kirkjubæjarklaustri, búa hjón-in Erla F. Ívarsdóttir og Gísli Kjartansson. Þau hafa rekið ferðaþjónustu frá árinu 1986 og eru félagar í Ferðaþjónustu bænda. Einnig eru þau með nokkur hross og sauðfjárbúskap sem þó fer minnkandi að sögn húsbóndans. Erla og Gísli standa í stórræðum þessa dagana en það vakti athygli að í sömu viku og Grímsvatnagosinu lauk reistu þau 12 herbergja og rúmlega 400 fermetra viðbyggingu við eldra húsnæði á staðnum.

„Við erum að stækka við okkur og bæta við 24 rúmum hér á Geirlandi. Herbergin eru tveggja manna og eru öll með baði,“ sagði Erla en með stækkuninni geta tæplega 90 manns þegið gistingu á bænum. Það voru SG-hús á Selfossi sem byggðu húsið en það var flutt í fernu lagi á stórum flutningabílum austur á Síðu. Byrjað var á því að steypa sökkla og plötu í maí svo hlutirnir hafa gengið hratt fyrir sig. Gosið tafði afhendingu hússins um nokkra daga en áætlað er að hleypa gestum inn 20. júní. „Það er eins gott að það takist að klára í tæka tíð því við erum búin að bóka gistingu í nýja húsinu í allt sumar!“ segir Erla.

Fleiri hugsa sér að bætavið gistirými

Erla segir að ferðaþjónustuaðilar í

Skaftárhreppi hafi átt gott samstarf á liðnum árum við uppbyggingu og það sé að skila sér. Á fleiri bæjum hugsi bændur til þess að stækka við sig en t.d. sé Hótel Laki að bæta við herbergjum þessa dagana. Auk þess er gistiframboð á Kirkjubæjarklaustri að aukast eftir að gamla sláturhús-inu var breytt í gisti- og veitingaað-stöðu. „Við sjáum fyrir okkur mikla aukningu í framtíðinni,“ segir Erla en mesti annatíminn er sem fyrr í júní og út september. „Ítalir koma seint í ágúst en þess utan er fólk frá öllum heimshornum sem heimsækir okkur.“ Aðspurð segir hún að afþreying og þjónustuframboð hafi aukist á síðustu árum á svæðinu sem sé mjög til bóta. „Við bjóðum nú upp á jeppaferðir með farþega upp að Langasjó og í hellaskoðun,“ segir Erla.

Tækifæri í vetrarferðamennskuAlls eru 12-14 manns í fullri vinnu á Geirlandi yfir sumartímann en að sögn Erlu skiptir ferðaþjónustan verulegu máli fyrir atvinnu á svæð-inu. „Það hefur verið unnið skipulega

að uppbyggingu Skaftárhrepps sem áfangastaðar ferðamanna. Hér var stofnaður svokallaður klasi sem við höfum kallað „Friður og frumkraft-ar“. Þar er lögð áhersla á sérstöðu svæðisins sem felst m.a. í sögu eld-gosa, kyrrðinni, góðu lofti og nábýli við jöklana. Við viljum auðvitað fá fleiri vetrargesti enda eru hér næg tækifæri í útivist.“ Aðspurð hvernig ferðaþjónustan og hefðbundinn landbúnaður spili saman segir hún að ferðamaðurinn meti mikils að sjá skepnur og líf í sveitinni. „Hér hjá okkur fá hrossin í girðingunni mikla athygli ferðamanna að ég tali nú ekki um lömbin á vorin sem hlaupa hér um túnin,“ segir Erla F. Ívarsdóttir ferðaþjónustubóndi á Geirlandi. / TB

Ferðaþjónustubændur á Síðunni láta ekki deigan síga þrátt fyrir ónæði af eldgosi í Grímsvötnum:

Nýbygging með 12 herbergjum og nær allt uppbókað í sumar

Gísli Kjartansson og Erla F. Ívarsdóttir ferðaþjónustubændur á Geirlandi. Þau eru bjartsýn fyrir hönd ferðaþjónustunnar í Skaftárhreppi þrátt fyrir öskuna sem lagði yfir í Grímsvatnagosinu. Mynd / HKr.

Horft yfir húsin á Geirlandi en á bakvið er bærinn Mörk þar sem stundaður er sauðfjárbúskapur. Nokkur aska settist í túnin en ummerki gossins eru þó ótrúlega lítil. Mynd / TBNýja húsið komið á sinn stað.

Húsið var smíðað á Selfossi af SG-húsum og flutt í fjórum pörtum austur á Síðu. Sökklar voru steyptir í maí.

Page 13: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

13Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Næsta Bændablað kemur út 23. júní

www.buvis.isV e r i ð v e l k o m i n á v e f s í ð u o k k a r

Rani plast fyrirrúllur, útistæðurog f latgryfjur

Smurolíur • Glussi, Koppafeiti • Keðjuolía

• Vinnslubreidd 7,6 metrar

SAMASZ RAKSTRARVÉLAR

• Fáanlegar í ýmsumstærðum og gerðum.

• Verð frá kr. 239.900,- án vsk.

SAMASZ SLÁTTUVÉLAR

Erum að keyra út rúlluplasti, netiog garni

Pantið tímanlega

SAMASZ HEYÞYRLUR

• Vinnslubreidd 5,3 metrar.

bm

vall

a.is

SmellinnHesthús

Einingahúsin henta einnig vel fyriríbúðarhús, gistiheimili, frístundahús, vélageymslur og fleira.

Einar Ólafsson verðlaunaarkitekt hefur fjölbreytta reynslu af hönnun einingahúsa.

Frábær byggingakostur„Forsteyptar einingar gefa frelsi í hönnun og ég get verið viss um gæði steypunnar. Þess vegna vel ég forsteyptar einingar í margar af bygging unum sem ég hanna.“

BM Vallá ehf.

Bíldshöfða 7

110 Reykjavík

Sími: 412 5050

Fax: 412 5001

[email protected]

Helstu kostir SMELLINN eininga:· Styttri byggingartími

· Steypt við bestu aðstæður

· Yfirborð frágengið

· Gott einangrunargildi

· Minni fjármagnskostnaður

Smellinn forsteyptar einingalausnir frá BM Vallá eru traustur og fljótlegur kostur fyrir fólk í framkvæmdahug. Húsin eru steypt við bestu mögulegu aðstæður, reist og tilbúin á styttri tíma sem lækkar fjármagnskostnað.

PIPAR\TBW

A · SÍA

· 111557

Page 14: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

14 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Ingi Hafliði Guðjónsson er lærður matreiðslumaður sem ákvað að fara í fjarnám á stjórnunarbraut við Háskólann á Akureyri haustið 2007. Hann er að útskrifast á laugardaginn, þann 11. júní, og er lokapunkturinn í náminu ritgerð sem ber titilinn „Heimavinnsla bænda og íslenskir bændamark-aðir – Draumsýn eða raunveru-legur möguleiki?“

Byggt á sérstöðu landshlutannaIngi sér fyrir sér að í bæjum víða um land geti þróast bændamarkaðir sem verði mikil samfélagsleg lyfti-stöng, aðdráttarafl ferðamanna sem auðgi um leið menningu staðanna. Hugsanlegir bændamarkaðir verða, að mati Inga, að vera staðsettir í skynsamlegri fjarlægð frá býlum og nærri helstu áningarstöðum ferða-manna allt í kringum landið. Þessir markaðir byggi á sérstöðu hvers bónda sem leggi um leið áherslu á staðbundnar framleiðsluaðferðir og hefðir. Þannig geti bændur fengið tækifæri til að stórauka hlutdeild sína í þeim virðisauka sem skapast við vinnslu á kjöti.

Ingi leggur þó áherslu á að slík staðbundin framleiðsla geti aldrei verið stóriðnaður en samt hæglega þrifist við hlið matvælaiðnaðarins og skapað bændum stórauknar tekjur af vörum úr hráefni sem þeir eru sjálfir að framleiða.

Hann vill tengja þetta við þá starfsemi sem þegar er komin af stað undir heitinu Beint frá býli. Sér hann fyrir sér að þau regnhlífarsam-tök gætu haldið utan um starfsemi bændamarkaðanna líkt og FARMA í Bretlandi.

Ávinningur fyrir alla„Það yrði líka hiklaust mikill ávinn-ingur fyrir minni sveitarfélög úti á landi að ýta undir slíka starfsemi. Þetta kostar auðvitað mikla vinnu fyrir bændur, en kostar það ekki alltaf peninga að búa til peninga? Nú, ef einhverjir bændur segjast ekki hafa tíma til að gera þetta, þá er það þeirra val. Þetta er bara spurning um hvað menn vilja leggja á sig til að skapa sér auknar tekjur, það gerir það eng-inn fyrir þá. Þannig er það í öllum greinum.“

Geta ríflega tvöfaldað afurðaverðið

Í ritgerð Inga kemur fram að bara við að taka til sín skrokkana og hluta þá niður eftir kúnstarinnar reglum geti bændur ríflega tvöfaldað afurðaverð-ið. Samt miðar Ingi þar við frekar lélega nýtingu. Í stað þess að bóndinn sé að fá um 170 þúsund (meðalverð) fyrir innlögn á 500 kílóum (c.a. 30 lömbum) af dilkakjöti til sláturleyfis-hafa, geti hann með eigin sundur-hlutun á skrokkunum og sölu verið að fá um 440 þúsund út úr sama lambafjölda. Þessi tala gæti hæglega verið hærri ef lambafile og slíkir hlutar væru verðlagðir samkvæmt því sem þekkist í verslunum. Vinnsla

bænda á ærkjöti skilaði síðan mun meiri virðisauka. Segir Ingi ærkjöt einmitt stöðugt vera að sækja í sig veðrið í vinsældum.

Áætlaður heildarkostnaður við uppsetningu heimavinnslu gæti verið, samkvæmt ritgerð Inga, á bilinu 4-6 milljónir króna. Slík fjár-festing ætti því að geta borgað sig upp með þokkalegri nýtingu á til-tölulega skömmum tíma.

Sláturleyfishafar hafa reyndar verið að vakna upp við þennan möguleika og munu sumir hverjir farnir að bjóða bændum til leigu aðstöðu til úrvinnslu á eigin kjöti.

Af hverju ekki?Ingi segist hafa gert þessi mál að viðfangsefni í sinni ritgerð vegna áhuga á þessum málum sem kviknaði strax 1994. Eftir að hann lauk námi sem matreiðslumaður fór hann að starfa í sínu fagi á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit, sem er mikið land-búnaðarhérað.

„Fljótlega fór ég að spyrja sjálfan mig; af hverju get ég ekki farið til hans Kára í Garði eða Hjörleifs á Grænavatni og keypt kjöt af þeim beint? Ég vissi þá í gegnum koll-ega mína sem störfuðu erlendis að þar var reglan að vinnudagurinn hófst klukkan sex með því að fara á bændamarkaði til að kaupa inn kjöt, ávexti og grænmeti sem nota átti yfir daginn. Ég hef því mikið brotið heilann yfir af hverju þetta hafi ekki þróast í sama mæli hérlendis.

Það má þó segja að síðan hefur þetta aðeins verið að fara af stað, eins og „Matur úr ríki Vatnajökuls“. Þeir eru einna lengst komnir í þessa átt og frábært að sjá hvað þar er að gerast. Ég vil samt ganga mun lengra. Ég, og þess vegna hver sem er, vil að hægt sé að fara á markað, sem gæti þessvegna verið útimarkaður, til að versla beint við bónda. Þar gæti ég sem fagmaður valið mitt kjöt eða aðra vöru og gengið að gæðunum og séreinkennum vísum í stað þess að þessu sé öllu safnað saman í eitthvert meðalmennskudæmi.“

Getur aukið skilning neytenda á störfum bænda

„Bóndinn er í dag ekkert að fá fyrir alla þá gríðarlegu vinnu sem hann leggur af mörkum í sinni ræktun. Þetta fer nánast allt í milliliði. Því miður er þetta raunin og ég þekki það vel eftir að hafa starfað sem sölumaður í kjötvinnslu. Þar sá ég þetta svart á hvítu og talaði mikið um það og varð ekki mjög vinsæll fyrir vikið. Þegar við borgarbúarnir skömmumst síðan yfir verðhækk-unum á landbúnaðarafurðum eru það venjulega bændur sem eru skamm-aðir þó að þeir fái lang minnst í sinn hlut og oftast ekkert. Ég tók þátt í þessum skömmum út í bændur hér áður fyrr, áður en ég fór að sjá þetta með eigin augum. Með því að setja á fót bændamarkaði ætti því um leið að aukast skilningur milli neytenda og þeirra sem framleiða vöruna.“

Nokkur skref í áttinaHér á landi hafa nokkur skref í þessa átt verið stigin, þó Ingi vilji sjá mun kröftugri þróun. Í ritgerð hans kemur fram að starfræktir hafa verið matvælaklasar víða um land um nokkurra ára skeið. Hafa þeir haft að markmiði að efla og þróa svæðisbundna matargerð með grunnhugmyndina „matur úr hér-aði“ að leiðarljósi. Klasarnir eru átta talsins: Matur úr héraði Vesturlands, Matarklasi Suðurlands, Matur úr ríki Vatnajökuls, Austfirskar krásir, Þingeyska Matarbúrið, Matur úr Eyjafirði, Matarkistan Skagafjörður og Veisla að vestan.

Byggt á því sértæka„Innan klasanna eru þeir aðilar sem koma á einn eða annan hátt nálægt framleiðslu og framreiðslu innan viðkomandi héraðs. Markmiðið er að skilgreina svæðisbundna sér-stöðu í matvælaframleiðslu, bæði varðandi vinnsluaðferðir og annað sem þykir einkenna hvert hérað fyrir sig. Markmið klasanna er einnig að byggja upp samstarf á milli fyrir-tækja og einstaklinga á svæðinu til þess að efla vitund þeirra um eigin sérstöðu og byggja þannig upp sterk-an kjarna aðila innan svæðisins sem hafa sama markmið að leiðarljósi, þó að samkeppni ríki á milli þeirra. Hugsunin er sú að laða að ferðamenn, bæði innlenda og erlenda, sem sjá sér hag í því að kaupa þær sértæku og svæðisbundnu vörur sem í boði eru. Eitt af markmiðunum er að auka virði framleiðslunnar í héraðinu og skapa vöxt í verslun og þjónustu sem síðan getur leitt af sér hærra og fjöl-

breyttara atvinnustig,“ segir Ingi í ritgerð sinni.

„Auk klasanna eru regnhlífar-samtökin Beint frá býli, sem stofnuð voru árið 2008. Þau hafa sinnt sam-bærilegri starfsemi fyrir sína félags-menn og klasaverkefnin. Markmiðið er að efla heimavinnslu hjá bændum og standa vörð um hagsmuni þeirra bænda sem hana stunda.“

Beint frá býli gæti leitt verkefniðÍ samantekt í inngangi að ritgerðinni segir Ingi einnig: „Þessi ritgerð fjallar um möguleika sem eru fyrir hendi til að þróa og koma á fót bændamörkuðum hér á Íslandi eins og tíðkast víða erlendis. Hugmyndin er fengin frá bresku sam-tökunum FARMA sem eru regnhlíf-arsamtök beinsöluaðila í Bretlandi og

hafa átt einna stærstan þátt í því að koma slíku á fót þar á undanförnum 30 árum.

Íslensku samtökin Beint frá býli hafa það að markmiði að auka heima-vinnslu og beinsölu bænda. Ætlunin með þessari ritgerð er að skoða hvernig Beint frá býli gæti komið að því að koma á fót slíkum mörk-uðum hérlendis. Ritgerðinni er ætlað að sýna fram á þann virðisauka sem bændur fá við að vinna sínar afurðir sjálfir og selja á bændamörkuðum. Skoðaðir verða útreikningar því til stuðnings, sem sýna fram á þann virðisauka sem neytendur munu fá með lægra verði og meiri gæðum. Beint frá býli hefur það markmið að meginstefna hvers framleiðanda sé að bjóða upp á mat úr héraði. Bændamörkuðunum er ætlað að vera

Ingi Hafliði Guðjónsson skoðaði hagkvæmni bændamarkaða í lokaritgerð sinni við HA:

Telur bændamarkaði mjög raunhæfa á Íslandi- muni auðga mannlíf, draga að sér ferðamenn og geta stóraukið virðisauka til bænda

Ingi Hafliði Guðjónsson segir að í stað þess að bóndinn sé að fá um 170 þúsund (meðalverð) fyrir innlögn á 500 kílóum (c.a. 30 lömbum) af dilkakjöti til sláturleyfishafa, geti hann með eigin sundurhlutun á skrokkunum og sölu verið að fá um 440 þúsund út úr sama lambafjölda. Mynd / HKr.

Bændamarkaður í Skotlandi, einn af mörkuðum undir hatti bresku regn-hlífarsamtakanna FARMA.

Verslað beint við bónda á Breskum FARMA markaði.

Page 15: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

15Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Smádekk - Grasmunstur Stærð

DEKK

Útsölustaðir Útsölustaðir Útsölustaðir

SÍMI 440 1120WWW.N1.ISN1 er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á sviði bílatengdrar starfsemi fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Dráttarvéladekk - Radial Stærð

Dráttarvéladekk - Nylon Stærð

Kambdekk - 3RIB Stærð

Verð frá m/vsk

Vagnadekk Stærð

Fínmunstruð dekk Stærð

Dráttavéla framdekk Stærð

Verð geta breyst án fyrirvara

Verð frá m/vsk

Verð frá m/vsk

Verð frá m/vsk

Verð frá m/vsk

Tjaldvagna og fellihýsa dekk Stærð Verð frá m/vsk

Verð frá m/vsk

Verð frá m/vsk

Vesturland/Vestfirðir N1 Akranesi 431-1379Bílabær Borgarnesi 437-1300 Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi 437-1192KM. Þjónustan Búardal 434-1611G. Hansen Dekkjaþ. Snæfellsb. 436-1111KB Bílaverkstæði Grundarfirði 438-6933Dekk og smur Stykkishólmi 438-1385Vélaverkst. Sveins Borðeyri 451-1145Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 456-3501Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði 456-3033Græðir sf. Varmadal, Flateyri 456-7652 Suðurland

Bifreiðav. Gunnars Klaustri 487-4630Framrás Vík 487-1330Gunnar Vilmundar Laugarvatni 486-1250Vélaverkstæðið Iðu 486-8840Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi 482-2151Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði 483-4299Bílaþjónustan Hellu 487-5353Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási ,Hellu 487-5906Hvolsdekk Hvolsvelli 487-8005

Austurland Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík 475-6616Vélsmiðja Hornafjarðar 478-1340Bíley Reyðarfirði 474-1453Réttingav. Sveins Neskaupsstað 477-1169Bifreiðav. Sigursteins Breiðd.vík 475-6616

Höfuðborgarsvæðið N1 Mosfellsbæ 440 1378N1 Réttarhálsi 440 1326N1 Fellsmúla 440 1322N1 Reykjavíkurvegi 440 1374N1 Ægissíðu 440 1320N1 Bíldshöfða 440 1318

Norðurland Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammst. 451-2514Kjalfell Blönduósi 452-4545Bílaverkstæði Óla Blönduósi 452-2887Vélav. Skagastrandar Skagaströnd 452-2689Pardus Hofsósi 453-7380Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki 453-6474Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki 455-4570B.H.S. Árskógsströnd 466-1810Bílaþjónustan Húsavík 464-1122

SuðurnesN1 Vesturbraut 552 Vallarheiði 440 1372

320/70 R 24 82.900320/85 R 24 99.000360/70 R 24 125.900380/70 R 24 116.900420/70 R 24 143.900480/65 R 24 154.900340/85 R 28 109.900420/85 R 28 110.900440/65 R 28 161.900480/65 R 28 174.900540/65 R 28 199.900420/85 R 30 164.900480/70 R 30 154.000420/85 R 34 178.900460/85 R 34 179.900480/70 R 34 189.900480/70 R 38 209.000520/70 R 38 229.900540/65 R 38 252.500600/65 R 38 383.000

8.3 - 24 46.9009.5 - 24 46.90011.2 - 24 56.90012.4 - 24 59.40014.9 - 24 70.90016.9 - 24 69.00016.9 - 26 90.90011.2 - 28 58.90012.4 - 28 65.50013.6 - 28 68.90014.9 - 28 79.90016.9 - 28 99.90016.9 - 30 114.90016.9 - 34 134.90018.4 - 34 143.00013.6 - 36 69.900 4.00 - 16 12.9004.50 - 16 12.9006.00 - 16 17.5006.50 - 16 18.3007.50 - 16 20.9009.00 - 16 29.0001000 - 16 39.9001100 - 16 56.9004.00 - 19 16.9007.50 - 20 21.900

7.50 - 10 28.50010.0/80 - 12 22.50010.0/75 - 15.3 29.90011.5/80 - 15.3 42.90012.5/80 - 15.3 46.900400/60 - 15.5 52.90015.0/55 - 17 52.50019.0/45 - 17 73.500500/50 - 17 89.900500/60 - 22.5 149.900550/60 - 22.5 139.000600/40 - 22.5 169.900600/50 - 22.5 189.000

13x5.00 - 6 5.70015x6.00 - 6 7.60016x6.50 - 8 8.70018x6.50 - 8 8.50018x8.50 - 8 13.90020x8.00 - 8 15.90020x10.00 - 8 16.80020x8.00 - 10 13.50020x10.00 - 10 18.50023x8.50 - 12 19.90023x10.50 - 12 29.10024x13.00 - 12 30.90024x8.50 - 12 21.70026x12.00 - 12 39.900 3.00 - 4 3.4904.00 - 4 4.2903.50 - 6 6.5004.00 - 8 8.400 3.00 - 4 2.3904.00 - 4 2.9903.50 - 6 4.3004.00 - 6 3.30015x6.00 - 6 5.9003.50 - 8 3.3904.80/4.00 - 8 2.90016x6.50 - 8 8.60018x8.50 - 8 10.900

5.00 - 8 12.50016.5x6.50 - 8 14.90018.5x8.50 - 8 12.90020.5x8.00 - 10 23.90020.5x10.00 - 10 26.900145/80 R 10 10.500195/55 R 10 31.900145/80 R 12 10.900155/70 R 12 23.900155/80 R 12 14.900185/60 R 12 30.900155/80 R 13 17.900175/80 R 13 23.900195/50 R 13 34.900

vettvangur fyrir bændur og búalið til að markaðssetja sína svæðisbundnu vöru með þeim sérkennum sem henni fylgja.

Ætlunin er að sýna fram á hvernig best verði staðið að því að starfrækja bændamarkaði víðs vegar um Ísland í samvinnu við Beint frá býli, sem yrði þá um leið hagsmunasamtök þeirra sem að slíkum mörkuðum koma. Beint frá býli gæti orðið samnefnari í samskiptum við hið opinbera og þá aðila sem skipta þurfa við bændur vegna nýrra atvinnuhátta heima á bæjum. Tækifærin eru fyrir hendi og íslenskir bændur þurfa að grípa þau sjálfum sér og sínu héraði til framdráttar.

Lykilorð: Bændamarkaðir, Beint frá býli, virðisauki, svæðisbundinn matur, bein sala.“

Góð reynsla BretaIngi bendir á reynslu Breta af svona starfsemi, þar sem matvælamarkað-urinn var að velta 150 milljörðum punda á árinu 2010. Af þeirri veltu nam sala bænda á heimamörkuðum um 2 milljörðum punda. Þar í landi eru samtökin FARMA með langa reynslu af skipulagningu og aðkomu að starfsemi bændamarkaða. Þau koma fram sem hagsmunasamtök heimavinnsluaðila án þess að starf-rækja markaðina sem slíka. Hafa markaðarnir gengið mjög vel allan þann tíma sem þeir hafa verið starf-ræktir og hafa verið mikil og góð búbót fyrir þá aðila sem selja sjálfir á markaði.

FARMA starfrækir ekki mark-aðina sem slíka, heldur er það í höndum heimamanna í héraði, hvort sem það eru bændurnir sjálfir eða bæjarfélögin innan héraðsins. Ekki er mikið starfsmannahald hjá sam-tökunum og eru einungis fjórir starfs-menn í fullu starfi hjá þeim. Hefur meginverkefni þeirra verið að veita upplýsingar og fræðslu til félags-

manna um hvernig skuli bera sig að við vinnslu, sölu og markaðsmál.

Reynsla FARMA í Bretlandi er sú að stórmarkaðirnir eru ráðandi í verðmyndun á matvöru en bændur þar hafa verið í kringum 10-15% ódýrari í árstíðabundnum matvælum en stórmarkaðir, þó að gæði vörunnar á bændamörkuðunum séu allt önnur og meiri en boðið er upp á í stór-mörkuðum. FARMA hefur ráðlagt félagsmönnum sínum að halda sínu verði í +/-10% frá verði í stórmörk-uðum, þrátt fyrir miklu meiri gæði og minna meðhöndluð matvæli.

Hrein viðbót og aukin fjölbreytni á markaði

„Það getur hver og einn bóndi hæg-lega verið með þessa vinnslu heima hjá sér vegna þess að þetta verður aldrei og á ekki að vera magnfram-leiðsla. Kjötvinnslurnar geta séð um magnframleiðsluna áfram eins og hingað til. Ég tel að bændamarkaðir geti því verið hrein viðbót.

Að mínu mati eiga viðkomandi heimavinnsluaðilar að stíla upp á

það sértæka og séreinkenni sem þeir hafa alist upp við. Reykt hangikjöt hefur mismunandi eiginleika eftir því hvar það er reykt og hver reykir það. Það er þessi blæbrigðamunur sem er mjög mikils virði. Við erum t.d. að flytja inn parmaskinku frá Ítalíu sem menn eru að slefa yfir en erum um leið með frábært hráefni hér heima. Hangikjöt sem búið er að tvíreykja og skera þunnt er alls ekki síðra. Svínabændur mættu vel hugsa sér til hreyfings í þessu líka. Þetta er bara ein hugmynd af mörgum og menn geta byrjað mjög smátt.

Menn eiga að leita að því sértæka og sérstæða fyrir hvert svæði fyrir sig. Eftir því er fólk að sækjast. Það er þessi „local food“ -hugsun sem þarf að vera til staðar. Hver eru sérkenni viðkomandi svæðis, og svo auðvitað þurfa bændur að fara að tileinka sér svolítið harða markaðs-hugsun, sem hefur ekki þrifist í því kerfi sem er við lýði. Menn hafa sætt sig við þetta en það er mál að linni,“ segir Ingi Hafliði Guðjónsson. /HKr.

Page 16: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

16 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Arnarnesvogur - Markaðstorg sveita og sjávarútvegs á Íslandi er hugmynd sem Gísli Holgersson kaupmaður með meiru hefur verið að reyna að koma á framfæri allar götur síðan um 1990. Hugmyndin er að í Arnarnesvoginum í Garðabæ rísi lifandi kynningarþorp fyrir íslenskan landbúnað og sjávarútveg með stand-andi markaði á afurðum sveita og sjávarútvegs fyrir gesti og gangandi.

Hefur Gísli kynnt þessa hug-mynd fyrir yfirvöldum í Garðabæ, formönnum Bændasamtaka Íslands og Landssambandi íslenskra útvegs-manna. Á liðnum árum hefur málið einnig verið kynnt fyrir ráðherrum og ýmsum hagsmunaaðilum sem það gæti varðað. Segir hann að hug-myndinni hafi allsstaðar verið vel tekið þó að í góðærinu hafi menn lítt haft tíma til að sinna slíku. Nú virðist hugmyndinni loks vera að vaxa fiskur um hrygg og tók atvinnu- og tækniþróunarnefnd Garðabæjar málið m.a. á dagskrá 11. maí. Þarna er um 10 hektara svæði að ræða.

Amerísk fyrirmyndHugmyndin kviknaði þegar Gísli

var við störf í Bandaríkjunum en þar rakst hann á slík markaðsþorp, sem hafa verið mikil lyftistöng í viðkom-andi sveitarfélögum og aðdráttarafl ferðamanna. Árið 1996 fékk Gísli nágranna sinn, Árna Elfar tónlistar-mann og málara, til að teikna upp hugmyndina um „gamla bæinn eða

þorpið í Arnarnesvoginum“. Málaði Árni síðan myndina á striga sem Gísli keypti í Seglagerðinni Ægi.

Bændur og útgerðarmenn snúi bökum saman

„Þarna var draumur um að snúa saman bökum með bændum og útgerðarmönnum. Þarna á að rísa þorp í gömlum stíl, með höfn og bryggjuaðstöðu, sölubúðum, básum, veitingasölu, markaði og að sjálfsögðu gömlum bóndabæ. Grjót og torf yrði látið ráða miklu í útliti bæjarins. Þarna verður líka að vera íslensk, vígð kirkja sem nota mætti við ýmsar athafnir. Þetta svæði hentar líka mjög vel í ægifögrum Arnarnesvoginum og er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.“

Hugmynd Gísla gengur út á að byggingar á svæðinu verði leigðar út til margvíslegrar starfsemi og þannig verði verkefninu fundinn fastur tekjustofn. Bærinn ætti þannig, að mati Gísla, að geta orðið sjálfbær rekstrareining.

Bændur og útvegsmenn myndu að öðru leyti kosta rekstur bæjarins, sem yrði um leið markaðsmiðstöð (e. Marketing Center) fyrir bæði Íslendinga sem erlenda gesti.

„Þarna mætti kynna alla fram-leiðslu bænda á einum stað, sem og framleiðsluvörur sjávarútvegsins. Þarna gætu Íslendingar kynnt þær hollustuvörur sem eru lykillinn að langlífi Íslendinga. Allt útlit og

afurðir þessa sjávarþorps undir-striki einnig ómengað umhverfi og hollustu. Verslunarmenn, handverks-menn, listamenn, ferðaþjónusta, mat-reiðslu- og veitingamenn myndu leika þarna stórt hlutverk.“ Höfnin

í Arnarnesvoginum á líka að leika stórt hlutverk og þar sér Gísli fyrir sér að sé hægt að gera út ferðaþjónustu á litlum bátum, eins og ævintýra-ferðir í Gálgann og til Bessastaða. Eins yrði hægt að sigla með fólk á

milli Nauthólsvíkur og Markaðstorgs sveitanna og sjávarútvegs, sam-kvæmt þessum skemmtilegu hug-myndum Gísla. /HKr

Arnarnesvogur verði „Markaðstorg sveita og sjávarútvegs á Íslandi“

Gísli Holgersson á því svæði við Arnarnesvoginn í Garðabæ þar sem hann hugsar sér að rísi Markaðstorg sveita og sjávarútvegs. Mynd /HKr.

Hugmynd sem listamaðurinn Árni Elfar málaði eftir forsögn Gísla á striga.

Hugmynd um að bændur og útgerðarmenn sameinist um sérstakt markaðskynningarþorp:

Page 17: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

17Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Hjá okkur færðu betri verðVarahlutir og rekstrarvörur í:

• New Holland dráttarvélar og heyvinnutæki• Case IH dráttarvélar og heyvinnutæki• Komatsu vinnuvélar• Zetor dráttarvélar• Fella Heyvinnutæki• Alö Quicke ámoksturstæki• Kongskilde jarðvinnutæki• Weidemann smávélar• Överum plóga• Howard jarðtætara og rótherfi

• Nordsten sáðvélar

Útvegum varahluti í allar gerðir véla og tækja

Dalvegi 6-8201 KópavogurSími 535 [email protected]

Umferðin í maí 2011 á 16 völdum talningarstöðum á Hringvegi var 10 prósentum minni en í sama mánuði í fyrra. Frá áramótum nemur samdrátturinn tæpum 9 prósentum. Þetta er gífurlega mikill samdráttur í sögulegu sam-hengi, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Umferðin dregst mest saman á Suðurlandi en minnst í grennd við höfuðborgina. Miðað við spá Vegagerðarinnar stefnir í samdrátt á árinu sem nemur 8-9 prósentum. Það er metsamdráttur síðan 1975 og þrisvar sinnum meiri en hann hefur orðið mestur áður.

Milli maímánaða 2010 og 2011 dróst umferðin (fjöldi bíla) saman um

10% en aksturinn (fjöldi ekinna km) um 13,5%.

Mest dregst umferðin saman á Suðurlandi eða tæplega 20% milli maímánaða, en minnst á Hringvegi í grennd við og um höfuðborgar-svæðið, eða 4,5%. Reiknað frá ára-mótum dregst umferðin mest saman á Suðurlandi. um 18%, en minnst á Hringvegi í grennd við og um höfuð-borgarsvæðið, eða 6,2%. Samdráttur er á öllum mælistöðum milli maí-mánaða 2010 og 2011, mestur um Öxnadal eða 23,6% en næst mestur um Hellisheiði, eða rúmlega 22%. Minnst dregst umferð saman á Hringvegi um Úlfarsfell eða 0,6%.

Hvað varðar horfur fyrir árið 2011 segir á vef Vegagerðarinnar að verði

umferð með svipuðum hætti og und-anfarin ár megi gera ráð fyrir rúmlega 9% samdrætti í akstri og 7,7% sam-drætti í umferð, sé mið tekið af fyrstu 5 mánuðum þessa árs.

Ástæða þess að munur er á akstri og umferð gæti verið sá að umferðin dragist meira saman úti á þjóðvegum en inni í og í grennd við þéttbýli. Ljóst er að gangi þessi mikli samdráttur eftir nú í ár verður um met samdrátt að ræða frá árinu 1975. Fram til ársins 2008 taldist það til tíðinda ef akstur dróst saman milli ára. Milli áranna 1975 og 2008 hafði það einungis gerst fjórum sinnum, en eftir hrun þykir varla fréttnæmt þó umferð dragist saman.

Mikill samdráttur í umferð á Hringvegi

Page 18: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

18 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

„Mér þóttu þetta góðir þættir og hafði lengi velt fyrir mér hvort grundvöllur væri fyrir að gefa þá út á bók,“ segir Hermann R. Herbertsson bóndi á Sigríðarstöðum, sem hafði frum-kvæði að útgáfu Fnjóskdælasögu fyrir síðustu jól. Í bókinni eru 60 sögugreinar Sigurðar Bjarnasonar, sem ná aftur til ársins 1623 og fram til ársins 1850 og segja frá lífi og starfi alþýðufólks í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu á þeim tíma. Þá eru í bókinni heimildaskrá, myndaskrá, nafnaskrár úr sögu-greinum og nafnaskrár við myndir úr Fnjóskadal auk nafna styrktar-manna, en alls er bókin 316 síður.

Auk Hermanns voru í ritstjórn þeir Jón Aðalsteinn Hermannsson og Sigurður Jósefsson, en hann er barnabarn Sigurðar Bjarnasonar, þess er ritaði þættina. Þættirnir birtust í Nýjum kvöldvökum sem fram-haldssaga á árunum 1932 til 1933. Sigurður var frá Snæbjarnarstöðum í Fnjóskadal, hann bjó þar lengst af en flutti svo að Grund í Eyjafirði, en þar lést hann árið 1951.

Bókin var tilnefnd til menn-ingarverðlauna DV í flokki fræði-rita fyrr á þessu ári og var Sigurði líkt við alþýðlega fræðaþuli á borð við þá sem björguðu stórum hluta íslenskrar þjóðmenningar og arf-leifðar frá gleymsku. Í rökstuðningi dómnefndar er nefnt að ritstjórarnir haldi rödd og ástríðu íslenskrar alþýðufræðimennsku á lofti, en framtakið varðandi útgáfuna hafi alfarið verið í höndum áhuga-fræðimanna og grúskara, sem hafi tileinkað sér margt af aðferðum og yfirbragði atvinnufræðimennsku án þess að glata rödd safnarans og áhugamannsins.

Hermann segir að hann hafi lengi gengið með hugmyndina í kollinum áður en látið var til skarar skríða. Haustið 2008 rak hann augun í auglýsingu frá sveitarfélaginu Þingeyjarsveit, þar sem vakin var athygli á styrkjum til menningar-starfa. „Ég ákvað að slá til og sækja um styrk þó svo að ég hefði á þeim tíma ekki annað en hugmyndina, enga fjárhagsáætlun eða neitt slíkt,“ segir Hermann, en hann hlaut 25 þúsund krónur í styrk og gat þar með hafið vinnu við verkefnið.

Jón Aðalsteinn, sem með honum

er í ritstjórn, hitti hann á þorrablóti í Bárðardal og viðraði fyrirhugaða útgáfu við hann. „Hann var strax til í að aðstoða við þetta og síðar komumst við að því að Sigurður Jósefsson, barnabarn Sigurðar Bjarnasonar, ætti í sínum fórum gamla handrit afa síns og eftir að við komust yfir það hófumst við handa við að slá texta upp úr því inn í tölvu,“ segir Hermann. Síðar feng-ust fleiri styrkir vegna útgáfunnar, en að öllu leyti var unnið við hana í sjálfboðavinnu.

Bókin er gefin út af Vörslu útgáfu ehf. sem er í eigu Jóns Aðalsteins, en hann vann velflestar skýringar-greinar og valdi viðbótarefni við

fjórar sögugreinar, sem eru í öðrum kafla bókarinnar. Þar má nefna grein Björns í Lundi um „Geitfé“, sem hann skrifaði 1830 og birtist í tímaritinu Ármann á Alþingi, en sú grein ætti að vekja sérstaka forvitni fólks sem stundar geitfjárbúskap.

Áhugaverðir þættir en óaðgengilegir

„Mér fannst þessir þættir afar áhuga-verðir, en þeir voru óaðgengilegir og fæstir vissu af tilurð þeirra. Margt yngra fólk hafði til að mynda ekki hugmynd um að þeir væru yfirhöfuð til. Mér þótti upplagt að kynna þessa þætti fyrir yngra fólki og gefa því færi á að kynnast þessum frásögnum

sem eru um líf og störf bændafólks fyrri tíðar,“ segir Hermann.

Í þáttum Sigurðar er fjallað um ýmsa atburði sem upp komu og fréttnæmir þóttu, slys og áföll margs konar, daglegt líf fólks í Fnjóskadal, störfum þess og búskap, en þar er einnig að finna þátt um móðuharðindin og hvernig þau léku alþýðu manna. Í bókinni eru um 140 myndir, en Hermann segir að mikil leit hafi verið gerð að myndum af öllum gömlu torfbæjunum sem eitt sinn voru í Fnjóskadal. Þá eru þar og myndir af fólki að störfum. Hópmyndir í bókinni eru teknar af Jónatan Davíðssyni um 1927 af fólki í Fnjóskadal, og margar myndir eru

úr safni Hans Kuhn frá sama tímabili.„Bókin hefur fengið ágætar

viðtökur og það er mjög ánægju-legt, en við höfum ekki haft tök á að auglýsa hana mikið og því margir sem vita ekki af tilvist hennar,“ segir Hermann,en bókin er fáanleg í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík, Sparisjóði Suður-Þingeyinga, Búgarði á Akureyri, Skagfirðingabúð, Ferðamannaversluninni við Goðafoss, Þjónustumiðstöðinni Illugastöðum, M/M Laugavegi 18 (Iðu), Bóksölu stúdenta, hjá Eymundsson í Reykjavík og á Akureyri og hjá útgefanda. /MÞÞ

Hermann R. Herbertsson, bóndi á Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði, hafði frumkvæði að útgáfu Fnjóskdælasögu:

„Vildi gefa yngra fólki færi á að kynnastlífi og starfi bændafólks á fyrri tíð“

Hermann R. Herbertsson bóndi á Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði með Fnjóskdælasögu, sem út kom fyrir síðustu jól og byggir á þáttum Sigurðar

Fnjóskadal fyrr á tíð.

Á föstudag í síðustu viku, 3. júní, voru brautskráðir 62 nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Þess má geta að brautskráð var af fjórum námsstigum, búfræði (24), BS-námi (32), meistaragráðu (5) og einn með doktorsgráðu.

Í fyrsta skipti voru útskrifaðir nemendur af meistraranámsbraut í skipulagsfræði. Meistaranámsbrautin hefur hlotið viðurkenningu Skipulagsfræðingafélags Íslands.

Brautskráningin fór fram í Reykholtskirkju að viðstöddu fjöl-menni.

Ágúst Sigurðsson, rektor, sagði í ræðu sinni að það væri einkum þrennt úr starfsemi skólans sem hann vildi nefna.

Fyrsta doktorsvörnin„Á liðnu skólaári fór fram fyrsta dokt-orsvörnin frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta má telja mikinn áfanga í þróun skólans. Rannsóknamiðað framhaldsnám er nýjung í starfsemi skólans og einungis fáein ár frá því að Meistaranám var innleitt í náms-

framboðið og útskrifaðist fyrsti meistaraneminn á fyrsta starfsári LbhÍ eða árið 2005. Raunar er það þannig að framhaldsnám af þessu tagi er ungt í sögu háskólastarfs á Íslands en mikið hefur breyst í þessum efnum nú síðustu árin,“ sagði Ágúst.

Ágúst minnti á að mikil úttekt var gerð á íslenska háskólakerfinu fyrir um 4 árum síðan. „Í því ferli fékk m.a. LbhÍ viðurkenningu á sínum fræðasviðum sem eru annars vegar Auðlinda- og búvísindi og hins vegar Náttúruvísindi. Samhliða þessu sótti LbhÍ um leyfi til þess að bjóða fram doktorsnám á sínum sviðum. Þetta leyfi fékkst að undangenginni nákvæmri úttekt á starfsemi skólans.

Hugmyndir okkar um doktorsnám hafa verið þær að hafa á hverjum tíma einungis 5 - 8 nema og miða einvörðungu við þau svið þar sem við teljum okkur hafa hvað sterkastan fræðilegan grunn.

Þarna rétt eins og í öllu öðru starfi skólans eru það gæði sem skipta mestu máli. Velja inn þá nemendur sem líklegir eru til þess að standast

kröfurnar og hlú að þeim sem best við getum. Fyrsta doktorsvörnin fór

síðan fram í nóvember síðastliðnum er Elsa Albertsdóttir varði ritgerð

sína á sviði búfjárerfðafræði og stóðst hinar alþjóðlegu kröfur með láði.“

62 brautskráðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Útskriftarhópurinn í landbúnaðarháskóla Íslands. Mynd / ÁÞ

- Í fyrsta skipti voru útskrifaðir nemendur af meistraranámsbraut í skipulagsfræði

Page 19: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

Viðburðir og hátíðir sumarsinsBlaðauki 9. júní 2011

Frábært að það skuli vera til blómabær

Yfirlit yfir viðburði sumarsins

22

Forvitnileg saga vélvæðingar í íslenskum landbúnaði sýnd

í safninu á Hvanneyri

Opið daglega í júní, júlí og ágúst frá klukkan 12 til 17

Upplýsingar í síma 844-7740

Borum eftir heitu og köldu vatni ásamt öðrum borverkum um allt land. Liprir og sanngjarnir í samvinnu og samningum. Hagstætt verð.

Bændur - sumarhúsaeigendur

Upplýsingar gefur Júlíus Guðnason í síma 864-3313.

Bleikjuseiði til söluFjallableikja ehf.

að Hallkelshólumí Grímsnesi hefur til sölu bleikjuseiði.

Upplýsingar: Jónas 862-4685 og Guðmundur 8939-777 eða [email protected]

Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ er nú haldin í þriðja sinn dagana 23. til 26. júní. Fyrri sýningar hafa notið mikillar velgengni, að sögn Ástu Camillu Gylfadóttur, umhverfisráðgjafa Hveragerðisbæjar. Tugir þúsunda gesta á öllum aldri sóttu þær heim í góðu veðri til að njóta fjölbreyttrar sýningar græna geirans. Eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna verða blóm þar í öndvegi en blóma-bændur munu leggja drjúgan skerf til hátíðarinnar. Sýningarsvæðið er í alfaraleið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborginni.

Fjölmargir þátttakendurÞeir aðilar sem koma að þessari metn-aðarfullu sýningu eru Hveragerðisbær, Samband Garðyrkjubænda (þar með Félag garðplöntuframleið-enda, Félag blómaframleiðenda og Félag grænmetisframleiðenda) og Landbúnaðarháskóli Íslands. Enn fremur koma Félag skrúðgarðyrkju-meistara, Félag íslenskra lands-lagsarkitekta, Félag blómaskreyta og Garðyrkjufélag Íslands að sýningunni ásamt fyrirtækjunum Grænum mark-aði ehf., Samasem ehf. og Sölufélagi garðyrkjumanna.

Sýna framfarir í garðræktMarkmið sýningarinnar eru að skapa

vettvang til að sýna framfarir í garð-rækt og efla ræktunarmenningu á landsvísu og fjölbreytni hugmynda í garðrækt. Að veita sýningargestum tækifæri til skemmtilegrar og fræð-andi upplifunar. Að efla samvinnu og metnað fagaðila innan græna garð-yrkjugeirans og styrkja samkeppnis-

stöðu hans. Að efla viðskipti innan græna geirans - kynna vörur og þjón-ustu þátttakenda.

Skógurinn í öndvegiÞema hátíðarinnar að þessu sinni verður „Skógurinn“, en það var m.a. valið vegna þess að í ár er Ár skóga hjá

Sameinuðu þjóðunum. Félag blóma-skreyta mun sjá um að skreyta sýning-arsvæðið og munu skreytingar ársins bera skógarkeim. Sérlegur gestur sýningarinnar í ár er Skógræktarfélag Íslands og mun félagið koma að sýn-ingunni með margvíslegum hætti.

Reisa miðsumarstöng að norrænum sið

Sýningin verður sett fimmtudaginn 23. júní kl. 17 í Skrúðgarðinum á Fossflöt, þar sem reist verður mið-sumarstöng að norrænum sið og dansað og sungið. Allt sýningarsvæðið verður opið gestum og gangandi föstu-dag til sunnudags milli kl. 12 og 18. Fjölbreyttir viðburðir verða í boði alla dagana og allir ættu að geta fundið sér eitthvað til skemmtunar. Lifandi tónlist, ljóðablómastaurar, svalagarðar, tískusýning blómanna, blómasýning í íþróttahúsi, ör-fyrirlestrar, leitin að hæsta tré í Hveragerði og svo mætti lengi telja.

Ýmsar samkeppnir eru í gangi, m.a. graskarlasamkeppni og sam-keppni um blómaköku ársins, þar sem rabarbarinn er í aðalhlutverki. Félag íslenskra landslagsarkitekta stóð fyrir innanfélagssamkeppni um hönnun á smágarði við Reykjamörk 11, sem er gömul einkalóð. Íbúðarhúsið sem stóð á lóðinni fór illa í jarðskjálftanum árið 2008 og var það nýlega fjar-lægt. Garðurinn er gróinn og talsvert af stórum trjám og runnum, t.d. eru birkitrjágöng meðfram vestari jaðr-inum og nokkur eintök af stórum og myndarlegum heggum. Félagsmenn áttu að hanna smágarð með eldri borgara í huga, varðveita sem mest af gróðri og að koma með lausn sem væri ekki of kostnaðarsöm.

Vinningstillaga Svanhildar Gunn-laugs dóttur landslagsarkitekts upp-fyllti þessi skilyrði, skemmtileg úrlausn sem er einföld en um leið rammar hún garðinn betur inn og gerir hann að þægilegum áningar-stað í gönguferðum eldri borgara um Hveragerði. Garðurinn verður ekki fjarlægður í lok garðyrkjusýningar heldur mun standa, gestum og gang-andi til yndisauka á meðan lóðinni er ekki úthlutað til annarrar notkunar. Félag skrúðgarðyrkjumeistara mun sjá um að framkvæma verðlaunatil-löguna.

Blómaskreytar og Félag blóma-framleiðenda er stór hluti af Blóm í bæ. Skreytingar síðustu sýninga hafa slegið í gegn og vakið mikla eftirtekt, verið öllum til ánægju og vakið kátínu. Ásta Camilla segir gaman að segja frá því að sýningin sé farin að spyrjast út fyrir landsteinana, þannig að í ár munu 6 norrænir blómaskreytar koma og vinna við sýninguna.

Hátíðin Blóm í bæ í Hveragerði– verður haldin dagana 23.-26. júní

Svipmyndir frá hátíðinni á síðasta ári. Myndir | smh

Það var fyrir 2 árum sem tvær konur úr hreppnum tóku sig saman og ákváðu að stofna bændamarkað á Flúðum. Þær höfðu samband við bændur í Hrunamannahreppi og fengu þá til liðs við sig ásamt hand-verksfólki.

„Úr varð þessi vinsæli markaður sem var mjög vel sóttur þetta sumar. Í fyrra tók svo annar aðili við og bætti í flóruna brauði og kökum – ásamt því sem áður var sem var kjöt, grænmeti og handverk af ýmsu tagi,“ segir Ásdís Bjarnadóttir sem var annar stofnenda markaðarins. „Í ár erum við mæðgur með reksturinn á þessum markaði, en við höfum komið með kartöflur og lax á markaðinn hin tvö árin. Núna hefur markaðurinn fært sig um set í annað húsnæði og er í íþróttahúsinu á Flúðum. Það sem er til sölu hjá okkur er brakandi ferskt grænmeti frá bændum sveitarinnar og ýmsar kjötvörur t.d. nautakjöt, lax, svínakjöt og lambakjöt. Þá verður nýbakað brauð og bakkelsi á boðstólnum og einnig er ýmislegt handverk hjá okkur t.d. prjónavörur, glervörur, leðurvörur, málaðir steinar og skartgripir.

Svo er nýjung hjá okkur brjóst-sykur frá Svandísi sem framleiddur er í matarsmiðjunni á Flúðum og nýmalað byggmjöl, rúgmjöl og heilhveiti frá Ískorni sem er héðan úr hreppnum. Meirihluti þeirra sem sækja markaðinn er Íslendingar en það eru alltaf einhverjir erlendir ferðamenn sem kíkja við. Það hafa verið mjög jákvæð viðbrögð við þessum markaði þessi ár sem hann hefur verið haldinn og búumst við við að viðtökurnar í ár verði góðar.“

Frá opnun Bændamarkaðarins á Flúðum þann 4. júní sl. Það eru Ásdís Bjarnadóttir og dætur hennar sem standa fyrir honum í handavinnu-stofu Flúðaskóla í Íþróttahúsinu. F v. Bjarney Vignisdóttir, Ásdís og Harpa Vignisdóttir. Mynd | Sigurður Sigmundsson

Bændamarkaður á Flúðum

23Sail Húsavík

24

Page 20: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

Bændablaðið á netinu... www.bbl.is

20 - Ýmsir viðburðir sumarsins BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 9. JÚNÍ 2011

Samnorræna strandmenningarhá-tíðin Sail Húsavík verður haldin dagana 16. til 24. júlí. Rennur þessi hátíð saman við Mærudaga á Húsavík sem einnig lýkur 24. júlí. Búist er við um 40 erlendum skút-um á hátíðina en verndari hennar er þýski rithöfundurinn og siglinga-kappinn Arved Fuchs.

Meðal skipa sem staðfest er að komi er kútterinn Carmelan sem sagð-ur er algjör gullmoli og var byggður í Frederikshavn í Danmörku árið 1927. Stórmastrið er tæplega 25 metra hátt og seglaflötur 262 fermetrar. Vilborg Arna Gissurardóttir, talsmaður hátíð-arinnar, segir að Húsavík sé fyrsti staðurinn þar sem hátíðin er haldin. Síðan verða haldnar sambærilegar hátíðir í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Færeyjum. Hún segir að skipum og bátum sem koma á hátíðina verði skipt í fjóra flokka. Sá fyrsti er segl-skip úr tré, en ein átta slík skip verða á hátíðinni. Þá verða þarna líka hefð-bundnir íslenskir fiskibátar (eikarbát-ar) og nýrri tegundir seglabáta. Síðan koma minni súðbyrðingar. „Þá kemur eitt farþegaskip siglandi frá Noregi, sem er gamalt og tignarlegt og heitir MS Sjökurs. Siglingasamband Íslands verður síðan með siglingabúðir á Sail Húsavík. Þar verða krakkar að æfa sig að læra að sigla á um 50 litlum bátum.“

Byggt á vináttuSail Húsavík er ekki keppni heldur ferðalag, byggt á vináttu og löngun til að uppgötva eitthvað nýtt, eins og segir á vefsíðu hátíðarinnar sailhusa-vik.is. Að baki þessari hátíð standa grasrótarsamtök á Norðurlöndunum í samvinnu við heimamenn, ein-staklinga, stofnanir og fræðimenn. Megnið af siglingunni er í fylgd stærri skipa og siglt verður sömu leið og fyrstu landnemar Íslands sigldu, þeirra á meðal Svíinn Garðar Svavarsson árið 870. Sail Húsavík er óður til hafs-ins, báta og strandmenningar og búist er við þúsundum þátttakenda á sjó og landi. Hátíðin verður að þessu sinni haldin á Húsavík en Danmörk tekur við keflinu á næsta ári. Ráðgert er að þarna verði málþing, fyrirlestrar, margs konar námskeið og sýningar. Að auki verður markaðstorg alla daga þar sem hægt er að kaupa bæði mat og norrænt handverk.

Upphaf á víðtæku norrænu samstarfi

Strandmenningarhátíðin Sail Húsavík 2011 er upphaf á víðtæku norrænu samstarfi sem nær til fjöl-margra einstaklinga, félagasamtaka og stofnana. Með samstarfinu verða einstaklingar í grasrótinni virkjaðir, jafnt og hæfasta fagfólk innan stofn-ana á sviði umhverfismála, fornleifa-verndar, matarmenningar, tónlistar, dans og handverks við strönd og haf.

Tilgangur hátíðarinnar er að vera vettvangur leikra og lærðra til að hittast, fræðast, miðla, læra og mynda tengsl. Ætlunin er að styðja uppbyggingu og menningu á strand-svæðum og koma henni á framfæri við almenning til þess að opna augu fólks fyrir mikilvægi hluta á borð við vistkerfi jarðar og ógnir sem að því steðja og styðja þannig við áherslur í norrænum umhverfismálum og strandmenningu.

Fjölbreytt dagskráÁ dagskrá Sail Húsavík verða fyrir-lestrar, málþing og ráðstefnur alla daga. Þeir verða í umsjá heimamanna og í samvinnu við hæfustu fræðimenn og stofnanir landsins. Meðal þess sem heimamenn ætla að bjóða upp á er listasýning Myndlistarklúbbs Húsavíkur, ljósmyndasýning Hafþórs og Péturs, handverkssýning frá Þingeysku og þjóðlegu, Matur úr héraði frá Þingeyska matarbúrinu,

listasýning ungra listamanna, Menningarmiðstöðin vinnur að þýðingu efnis fyrir nýja sýningu og nágrannarnir hjá Hollvinum Húna ætla að bjóða upp á spennandi dag-skrá um borð í Húna II. Skipið er 130 tonna eikarbátur og smíðaður í skipasmíðastöð KEA árið 1963. Í dag er báturinn í eigu Iðnaðarsafnsins á Akureyri en Hollvinir Húna sjá um reksturinn.

„Það munu öll Norðurlöndin koma með einhverskonar sýningar með sér,“ segir Vilborg. „Þá verður þarna sett upp naust þar sem fólk getur kynnst

bátasmíði. Við verðum með þjóðdansa og síðan mjög skemmtilegan viðburð sem heitir Óskalög sjómanna. Þar er um lifandi útvarpsþátt að ræða, þar sem hljómsveitin Stulli og gómar frá Siglufirði treður upp. Við endum þetta svo á að halda stórtónleika með Mærudögum.“ Vilborg segir að gert sé ráð fyrir frábæru veðri á Húsavík þessa daga, líkt og á Mærudögum í fyrra. „Allavega verður sól í hjarta.“ /HKr.

Sail Húsavík rennur saman við Mærudaga í júlí

ÆðarbændurStórhækkað skilaverð á æðardúnFramtíðin er björt í sölumálum fyrir komandi vertíð

Kaupum allan 1. flokks hreinsaðan dún í júní frá fyrra ári á hæsta verði.

Hvetjum bændur, sem hafa hug á að senda til hreins-unar og sölu fyrir 2011 að hafa samband hið fyrsta svo unnt sé að kortleggja sölumál og magn. Þeir sem óska eftir að óhreinsaður dúnn verði sóttur í júlí nk. hafi samband sem fyrst svo unnt sé að sameina svæðin.

Stefnt er að einni ferð í alla landshluta i söfnun á dún nk. sumar.

Nánari upplýsingar í síma 893-6745 Hilmar eða 893-3460 Þórunn eða á netfangið [email protected]

TOP N+ ... betra gler

Glerverksmiðjan Samverk ehfEyjasandi 2, 850 Hella

Gasfyllt gler, aukin einangrun.

Verndari hátíðarinnar, Arved Fuchs, fæddist í Þýskalandi árið 1953. Hann er vel þekktur fyrir ritstörf, rannsóknir og siglingar um heimsins höf. Á ferðum sínum hefur hann nokkrum sinnum haft viðdvöl á Húsavík og m.a. rekið þar náttúruskóla sem styrktur er af Sameinuðu þjóðunum.

Arved Fuchs er mikill ævintýramaður og vann sér það m.a. til frægðar árið 1989 að vera fyrstur til að komast þvert yfir Suðurpólinn á skíðum með aðstoð dragsegls (e. parasail) ásamt fjallaklifraranum Reinhold Messer. Nutu þeir engrar aðstoðar vélknúinna faratækja né hundasleða í leiðangrinum.

Reyndi að sigla umhverfis NorðurpólinnFuchs hefur farið í margvíslega leiðangra og þá oftar en ekki á sjó. Hann gerði m.a. mislukkaða tilraun til að sigla skútunni Dagmar Aaen alla leið í kringum Norðurpólinn á árunum 1991 til 1994. Þrátt fyrir að ljúka stórum hluta hringsins tókst honum aldrei að komast austar en að Prawda-eyju í Rússlandi árið 1992 og komst því ekki að Beringssundi norðausturleiðina við strendur Síberíu. Hann sneri því við og fór suður um Ísland, Grænland, Kanada og fyrir norðan Alaska í gegnum Beringssund á árunum 1992 til 1993. Hann reyndi síðan að klára hringinn norðausturleiðina 1994 með því að sigla inn Beringssund og með austasta hluta Rússlands en komst aldrei nema skamma leið vegna íss.

Dagmar Aaen er um 18 metrar á lengd og 4,8 metrar á breidd og var upphaflega byggð sem fiskibátur í Esbjerg í Danmörku árið 1931. Arved Fuchs hefur einnig skrifað nokkrar bækur, m.a. In Shackeltin’s Wake, Martin Sokolinsky og Dobbs Ferry.

Frægur kappi

Kort af leið Dagmar Aaen í tilraun til að sigla í kringum Norðurpólinn.

Skútan Haukur frá Húsavík undir fullum seglum við hliðina á Dagmar Aaen, skipi Arved Fuchs.

Kútterinn Carmelan kemur á Sail Húsavík.

Fjöldi erlendra siglingakappa setur stefnuna á Húsavík

Þjóðverjinn Arved Fuchs er verndari strandmenningar-

hátíðarinnar Sail Húsavík.

Lokað í júlíVegna lokana í júlí eru bændur minntir á að panta naut-gripamerki tímanlega.

Hægt er að panta bráðabirgðamerki í nautgripi.

Furuvöllum 1, 600 Akureyri.Sími 461-4606, Fax 461 2995Netfang [email protected]ími: Mánudaga – föstudaga, kl. 08.00-16.00

Page 21: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 9. JÚNÍ 2011 Ýmsir viðburðir sumarsins - 21

Á vegum Þekkingarnets Þingeyinga verður í sumar unnið að menningar- og ferðamála-tengdu verkefni sem felst í því að safna heimildum, upplýsingum, ljósmyndum og fleiru er varðar hús á Þórshöfn á Langanesi í því skyni að miðla sögu þeirra bæði til heimamanna og ferðalanga. Síðar er svo ætlunin að setja upp skilti við sögufræg hús og miðla sögunni.

„Þetta verkefni er rétt um það bil að fara í gang,“ segir Sunna Björk Ragnarsdóttir háskólanemi, sem í sumar mun vinna við heimildasöfnun í tengslum við verkefnið. „Ég mun safna myndum og upplýsingum um byggingar og mannlíf á Þórshöfn,“ segir hún. Leitað verður til heima-manna í tengslum við söfnun ljós-mynda af mannlífi, byggingum og öðru sem tengist Þórshöfn, en síðar gætu þær prýtt skilti sem komið verður fyrir í bænum. Bæði verður um að ræða hús sem enn standa og eins þau sem hafa verið rifin í tímans rás.

Leita gamalla ljósmyndaByggt er á hugmynd Helga Mars Árnasonar og Sóleyjar Indriðadóttur um Söguslóð á Þórshöfn, sem þau kynntu fyrir atvinnu-, menningar- og ferðamálanefnd Langanesbyggðar.

Farið er út í verkefnið á þeim for-sendum að hægt verði seinna meir að vinna úr þessum upplýsingum skilti þar sem saga viðkomandi húsa er sýnd í máli og myndum. Þessum skiltum verður síðan komið fyrir í þorpinu, á þeim stað sem ljós-myndarinn stóð þegar hann festi viðkomandi hús á filmu.

Þetta er annað sumarið í röð sem Sunna starfar fyrir Þekkingarnetið. Í fyrrasumar vann hún við að safna

saman þjóðsögum og öðrum sögum úr Þistilfirði, en fyrir síðustu jól var gefin úr kiljan Þistlar – sögur og munnmæli úr Þistilfirði.

„Að mínu mati á Þekkingarnetið hrós skilið, bæði fyrir að ýta undir og aðstoða mörg menningar-, nýsköp-unar- og atvinnutengd verkefni, sem og að gefa háskólanemum af svæð-inu möguleika á að koma heim yfir sumartímann með því að bjóða upp á áhugaverð og skemmtileg sumar-störf,“ segir Sunna.

Elsta húsið sem enn stendur byggt árið 1902

Þórshöfn hefur verið löggiltur verslunarstaður frá árinu 1846 og

fyrsta skráða búsetan á staðnum er frá árunum 1881 til 1882. „Þetta er mikil og löng saga sem mikilvægt er að skrásetja og varðveita fyrir komandi kynslóðir,“ segir Sunna. Afrakstur verkefnisins er hugsaður sem afþreying fyrir ferðamenn, en fram til þessa hefur skort á menn-ingartengda afþreyingu fyrir ferða-menn innan þorpsins.

Elsta húsið sem enn stendur í þorpinu er Sandvík og var byggt árið 1902 af Friðriki beyki Stefánssyni. Þá segir Sunna að á Þórshöfn sé mikill fjöldi merkilegra húsa, en m.a. hafi hús verið flutt þangað frá Skálum og frá Heiðarhöfn á Langanesi, „á þeim tíma þegar

hvorki voru góðir vegir til staðar né vélakostur upp á marga fiska fyrir þessa flutninga,“ segir hún.

Þegar heimildaöflun lýkur er ætlunin að útbúa gönguleið um bæinn þar sem fólki gefst kostur á að fræðast um sögu staðarins með því að þræða leið á milli skilta sem komið verður fyrir í þorpinu. Jafnframt gefst fólki kostur á að skoða bæinn og mannlíf Þórshafnar á þessari göngu.

„Eins má hugsa sér að útbúa bækl-ing eða stórt skilti miðsvæðis, sem myndi veita yfirsýn og uppástungur um gönguleið á milli skiltanna og um bæinn,“ segir Sunna. /MÞÞ

Unnið að verkefni um Söguslóð á Þórshöfn:

Löng og merkileg saga sem mikilvægt er að varðveita

Sunna Björk. Ragnarsdóttir.Mynd | Berglind Sigurðardóttir

Sandvík, elsta húsið á Þórshöfn sem enn stendur, byggt árið 1902. Nú er

Mynd | Sunna Björk Ragnarsdóttir

Bjartar nætur – FjöruhlaðborðiðSumarhátíðin Bjartar nætur á Vatnsnesi verður að þessu sinni haldin 25. júní, en hún var fyrst haldin fyrir 17 árum. Frá byrj-un hefur þessi hátíð verið vegleg matar- og menningarveisla, þar sem Húsfreyjurnar leitast við að halda gamalli matarhefð á lofti. Á Fjöruhlaðborðinu í Hamarsbúð á Vatnsnesi er því boðið upp á margar gerðir af mat, sem almennt ekki eru á borð bornar, ásamt nýrri og hefðbundnari tegundum.

Á staðnum verður stórtjald með hljóðfæraleik, fjöldasöng og vin-sælu bögglauppboði. Matseðilinn verður birtur á www.nordanatt.is í tæka tíð. Ekki er hægt að panta en hópar sem hafa hug á að taka þátt í fjörinu eru beðnir að láta vita fyrir-fram síma 898 5154 eða á [email protected].

Í tengslum við Fjöruhlaðborðið er farið í gönguferð, frá Illugastöðum, um Brandafell og niður í Hamarsbúð. Ferðin endar við Fjöruhlaðborðið. Nánar á www.nordanatt.is í tæka tíð.

����������� ��������������������������������������������������� �!����"��#�����$$$%&�����%��

����������� ������������

���������

������������

���������

����������������������

'���(��(�����)�����������������������**����������������+��,��*������������� -����(��. ���+�/��������� 0������&�*����1����0�+�(%

��������������������������������������������� �������������� ���������������������������������������������� ��������� ���������������������

Page 22: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

22 - Ýmsir viðburðir sumarsins BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 9. JÚNÍ 2011

Ýmsir viðburðir og hátíðir sumarsins á landsbyggðinni

Bæjarfélag Heiti hátíðar Hvenær

Reykjanes

Garður Sólseturshátíðin. 23. - 26. júní

Vogar Fjöldskyldudagurinn í Vogum. 13. ágúst

Sandgerði Sandgerðisdagar. 26. - 28. ágúst

ReykjanesbærLjósanótt - Menningar- og fjöldskylduhátíð Reykjanesbæjar.

1. - 4. september

Vesturland

Búðardalur Krosshólaganga. júní

Borgarbyggð Hátíðarhöld í Borgarnesi. 17. júní

Búðardalur Hátíðarhöld. 17. júní

AkraneskaupstaðurNorðurálsmótið á Akranesi er knattspyrnumót fyrir kraftmikla stráka í 7. flokki.

17.-19. júní

Borgarbyggð

Brákarhátíð í Borgarnesi - Barna- og fjölskylduhátíð sem er helguð Þorgerði Brák sem er fyrsta hetja Íslendingasagna. Sjá nánar á www.brakarhatid.is.

25. júní

Ólafsvík

Bæjarhátíðin Ólafsvíkurvaka. Ólafsvík er skipt upp í hverfi eftir litum og er skemmtileg keppni á milli hverfa um bestu skreytingarnar.

1.-3. júlí

Akraneskaupstaður Írskir dagar. 1.-3. júlí

Búðardalur Ólafsdalshátíð. 7. ágúst

Vestfirðir

Hrafnseyri ArnarfirðiÞjóðhátíðarsamkoma. Sjá nánar á www.hrafnseyri.is.

17. júní

Flateyri/ÖnundarfjörðurVíðavangshlaup. Árlegt hlaup haldið í Önundarfirði. Nánar í síma 450-8060.

17. júní

Bolungarvík Hátíðarhöld. 17. júní

ÍsafjörðurVið Djúpið. Tónlistarhátíð og masterclassar. Sjá nánar á www.viddjupid.is.

21.-26. júní

Reykhólahreppur

Gengið um sveitir. Útivistarhelgi í Reykhólahreppi þar sem boðið verður upp á gönguferðir með leiðsögn og hjóladag á sunnudeginum.

23.-26. júní

Hólmavík Hamingjudagar. 1.-3. júlí

Bolungarvík Markaðshelgin. 1.-3. júlí

ÞingeyriDýrafjarðardagar. Hátíð með víkingablæ. Nánar í síma 450-8060

1.-3. júlí

Reykhólahreppur Bátadagar. 2.-3. júlí

SuðureyriSæluhelgin. Hátíð fyrir alla fjölskylduna. Sjá nánar á www.sudureyri.is.

7.-10. júlí

Þingeyri/Dýrafjörður

Félagsmót Storms. Gæðingakeppni, kappreiðar og hinn sívinsæli útreiðartúr. Nánar í síma 896-8245.

15.-16. júlí

Ísafjörður/Bolungarvík/Dýrafjörður

Hlaupahátíð í Ísafjarðarbæ. Óshlíðarhlaupið, Vesturgatan, skemmtiskokk og Svalvogahjólreiðar. Sjá nánar á oshlid.hsv.is og www.vesturgata.net.

15.-17. júlí

Drangsnes

Bryggjuhátíðin Drangsnesi - Þetta er fjölskylduhátíð sem haldin hefur verið árlega síðan 1996.

16. júlí

Tálknafjörður Bæjarhátíðin Tálknafjör. 22.-24. júlí

Tungudalur ÍsafirðiMýrarboltinn. Evrópumótið í Mýrarfótbolta. Sjá nánar á www.myrarbolti.com.

29.-31. júlí

Holtsfjara Önundarfirði

Sandkastalakeppni. Kynslóðirnar koma saman með fötur, skóflur og góða skapið. Nánar í síma 450-8060.

30. júlí

Hesteyri/JökulfirðirKjötsúpuferð. Árviss ferð, farið frá Ísafirði. Sjá nánar á www.vesturferdir.is.

30. júlí

ÍsafjörðurAct alone. Leiklistarhátíð, einleikir. Sjá nánar á www.actalone.net.

12.-14. ágúst

Ísafjörður/Bolungarvík

Þríþraut. Þríþrautarmót Vasa2000 - Heilsubæjarins Bolungarvíkur. Þrautin er þannig: 700 m sund, hjólaðir 17 km, 7 km hlaup. Nánar í síma 897-6753 og 862-3291.

3. september

Norðurland vestra

SkagafjörðurÞjóðhátíðardagskrá á Sauðárkróki.

17. júní

Blönduós Smábæjarleikar á Blönduósi. 17.-19. júní

Skagafjörður Jónsmessuhátíð á Hofsósi. 17.-19. júní

Húnaþing vestraBjartar nætur - fjöruhlaðborð í Hamarsbúð á Vatnsnesi.

18. júní

Sveitarfélagið Skagaströnd

Opið hús hjá Nesi listamið-stöð. Þá kynna listamenn hvers mánaður sjálfa sig og afrakstur starfa sinna á Skagaströnd.

23. júní

SkagafjörðurBarokkhátíð Hólum í Hjaltadal.

23.-26. júní

SkagafjörðurLandsbankamót Tindastóls á Sauðárkróki.

24.-26. júní

Skagafjörður Lummudagar í Skagafirði. 24.-26. júní

Sveitarfélagið Skagaströnd

Golfmótið Norðvesturþrennan. Mótið er hluti af þriggja móta keppni. Keppt er auk þess á golfvell-inum á Blönduósi og golfvelli Sauðárkróks.

25. júní

SkagafjörðurLandsmót hestamanna Vindheimamelum.

26. júní - 3. júlí

Sveitarfélagið SkagaströndGönguferðir á Spákonufell undir leiðsögn Spákonuarfs .

2. júlí

Skagafjörður Safnadagurinn. 10. júlí

Blönduós Húnavaka. 15.-17. júlí

Húnaþing vestra

Eldur í Húnaþingi. Unglistarhátíð á Hvammstanga og í Borgarvirki. www.eldur.hunathing.is.

20.-24. júlí

SkagafjörðurSkagafjarðarrall, Bílaklúbbur Skagafjarðar.

22.-24. júlí

Sveitarfélagið Skagaströnd

Opið hús hjá Nesi listamið-stöð. Þá kynna listamenn hvers mánaður sjálfa sig og afrakstur starfa sinna á Skagaströnd.

28. júlí

Skagafjörður Króksmót á Sauðárkróki. 5-7. ágúst

Skagafjörður Gæran Sauðárkróki. 12-13. ágúst

Sveitarfélagið Skagaströnd

Kántrýhátíð á Skagaströnd. Þá skemmta Skagstrendingar sér og bjóða þeim að koma sem vilja.

12. -14. ágúst

Skagafjörður Hólahátíð, Hólum í Hjaltadal. 12-14. ágúst

Sveitarfélagið SkagaströndGönguferðir á Spákonufell undir leiðsögn Spákonuarfs.

13. ágúst

SkagafjörðurLandbúnaðarsýning-Sveitasæla Reiðhöllinni Svaðastöðum.

20. ágúst

SkagafjörðurSögudagur á Sturlungaslóð Varmahlíð.

20-21. ágúst

Sveitarfélagið Skagaströnd

Opið hús hjá Nesi listamið-stöð Þá kynna listamenn hvers mánaðar sjálfa sig og afrakstur starfa sinna í Skagaströnd.

25. ágúst

SkagafjörðurRíkíní tónlistarhátíð á Hólum í Hjaltadal.

26-28. ágúst

Skagafjörður Laufskálarétt. 24. september

Norðurland eystra

AkureyriHátíðarhöld á þjóðhátíðar-daginn 17. júní.

17. júní

Akureyri Bíladagar. 17.-19. júní

Akureyri Sólstöðuhátíð í Grímsey. 17-19. júní

AkureyriListasumar sett í Listagilinu, stendur fram til 31. ágúst.

19. júní

AkureyriVitið þér enn eða hvað? – samtal um rætur, ráðstefna í Hofi og víða um bæinn.

19-21. júní

AkueyriAldursflokkameistaramót Íslands Sundlaug Akureyrar.

23-26. júní

Akureyri Artic Open. 23-25. júní

Akureyri Flugdagar. 24-26. júní

HúsavíkJónsvaka, listahátíð á Jónsmessunótt á Húsavík.

24-26.júní

Akureyri N1 mótið, KA. 29. júní-1. júlí

Akureyri Pollamót Þórs. 1-2. júlí

Ólafsfjörður Blúshátíð í Ólafsfirði. 1.-2. júlí

AkureyriSumartónleikar í Akureyrarkirkju (alla sunnu-daga í júlí).

3. júlí

Hólar Þar verður haldin barokkhátíð dagana 23.-26. júní.

Eyjafjörðurinn verður sneisafullur af sumarhátíðum.

Sjóbúð við Bolungarvík

Sandgerðisdagar verða 26.-28. ágúst

Ólafsdalshátíðin verður haldin 7. ágúst.

Page 23: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 9. JÚNÍ 2011 Ýmsir viðburðir sumarsins - 23

Heimild: Símaskráin 2011

AkureyriGönguvika á Akureyri og nágrenni.

4-9. júlí

Siglufjörður Þjóðlagahátíð á Siglufirði. 6.-10. júlí

Akureyri Glerárdalshringurinn. 9. júlí

Akureyri Hjóladagar 2011. 14-17 júlí

Ólafsfjörður Nikulásarmót í Ólafsfirði. 15.-17. júlí

Hörgárbyggð Miðaldadagar á Gásum. 16-19. júlí

HúsavíkSail Húsavík 2011. Norræn strandmenningarhátíð á Húsavík.

16-23. júlí

HúsavíkMærudagar. Bæjarhátíð með Húsvískum skemmtiatriðum.

21.-24. júlí

AkureyriEin með öllu. Verslunarmannahelgin.

29-31. júlí

Siglufjörður Síldarævintýri á Siglufirði.29. júlí-1. ágúst

Siglufjörður Pæjumót á Siglufirði. 5.-7. ágúst

Dalvík

Fiskidagurinn mikli - Fiskur, vinalegheit, fiskisúpukvöldið, öllum boðið. Allt frítt á hátíðarsvæðinu.

5.-7. ágúst

EyjafjarðarsveitUppskeru- og handverkshá-tíðin í Eyjafjarðarsveit (Haldin í og við Hrafnagilsskóla).

5-8. ágúst

Grýtubakkahreppur Grenivíkurgleði. 12-13. ágúst

Ólafsfjörður Berjadagar í Ólafsfirði. 12.-14. ágúst

AkureyriAkureyrarvaka, bæjarhátíð Akureyrarbæjar.

26-27 ágúst

Austurland

SeyðisfjörðurKarlinn í tunglinu – menn-ingardagur barna. Listasmiðja fyrir börn, frítt inn.

11. júní

EgilsstaðirVegareiði. Rokkhátíð ungs fólks í Bragganum við Sláturhúsið á Egilsstöðum.

11. júní

Langanesbyggð

Gestabókarganga á Sandfell í Öxarfirði (tveir skór). Lagt er upp frá gamla Öxarfjarðarheiðarveginum skammt fyrir ofan Sandfellshaga.

13. júní

FjarðabyggðÞjóðhátíðardagskrá á 17. júní verður á Reyðarfirði.

17. júní

EgilsstaðirFjölskylduhátíð í tilefni þjóðhátíðardagsins haldin í Tjarnargarðinum Egilsstöðum.

17. júní

EgilsstaðirJEA Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi.

23.- 26. júní

FjarðabyggðGönguvikan Á fætur  í Fjarðabyggð.

18.- 25. júní

Langanesbyggð

Langanes - Fontur (tveir skór). Ganga um friðsæla byggð sem var og eyðiþorp með mikla sögu, um lífleg fuglabjörg og út á ysta odda Langaness.

20. -23. júní

Langanesbyggð

Sólstöðuganga á Öxarnúp í Öxarfirði (einn skór). Lagt er af stað síðla kvölds og gengið inn í bjarta sumarnóttina. Brottför auglýst síðar.

24. júní

Höfn Humarhátíð. Fjölskylduhátíð 1.-3. júlí

Fjarðabyggð

Hernámsdagurinn á Reyðarfirði. Hernámsins á Reyðarfirði og þeirrar miklu sögu sem staðurinn hefur að geyma er minnst, með göngu, viðburðum í stríðsárasafninu og fleira.

1. júlí

FjarðabyggðEistnaflug – Rokkfestival í Egilsbúð Norðfirði.  Sjá nánar www.eistnaflug.is.

7. -9. júlí

Egilsstaðir Sumarhátíð UÍA 8. - 10. júlí

Seyðisfjörður

LungA- LungA er alþjóðleg, margverðlaunuð listahátíð sem samanstendur af listasmiðjum og fjölbreyttum viðburðum fyrir ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára í eina viku um miðjan júlí ár hvert.

10. -17. júlí

Seyðisfjörður

Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan – Atvinnutónlistarmenn koma fram á miðvikudagskvöldum í Seyðisfjarðarkirkju.

júlí og ágúst

Langanesbyggð

Gunnólfsvíkurfjall í Bakkafirði. Gunnólfsvíkurfjall er 719 m hátt, rís þverhnípt úr sjó og af því er stórkostlegt útsýni. Farið frá afleggjaranum kl. 16:00.

15. júlí

Langanesbyggð

Kátir dagar í Langanesbyggð og nágrenni 12. – 17. júlí. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna og kraumandi kæti á svæðinu. Nánar á www.langanesbyggd.is

12. - 17. júlí

LanganesbyggðTríó Vadim Fyodorov heldur tónleika á Eyrinni á Þórshöfn.

12. júlí

LanganesbyggðÁ Þjóðhátíðardaginn 17. júní er alltaf eitthvað um að vera á Þórshöfn og Bakkafirði.

17. júlí

FjarðabyggðFranskir dagar á Fáskrúðsfirði. Menningarhátíð með frönsku ívafi.

28. -31. júlí

FjarðabyggðNeistaflug 2011. Fjölskylduhátíð á Norðfirði.

29. -1. ágúst

Seyðisfjörður

Á árlegri Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins er lögð áhersla á þjóðlegt hand- og listverk í bland við Norsk/Íslenskan mat og tónlist frá 1800 til dagsins í dag. Frekari upplýsingar á www.tekmus.is

22. -24. júlí

EgilsstaðirUnglingalandsmót UMFÍ um Verslunarmannahelgina.

29. júlí -1. ágúst

EgilsstaðirOrmsteiti 10 daga Bæjarhátíð á Fljótsdalshéraði.

12. - 21. ágúst

Seyðisfjörður

Hverfahátíð, dans, leikir, grill og skemmtun fyrir alla fjöl-skylduna. Grannar og vinir hittast í þremur hverfum bæjarins.

13. ágúst

Langanesbyggð

Sléttugangan (tveir skór). Gengið er frá Raufarhöfn yfir Melrakkasléttu og komið niður í nágrenni Kópaskers. Farið frá Hótel Norðurljósum kl. 9:00.

13. ágúst

Langanesbyggð

Jökulsárgljúfur að austan (einn skór). Gengið frá Vestaralandi í Öxarfirði upp með Jökulsá, að Gloppu. Mæting við Vestaraland kl. 13:00.

3. september

Höfn

Í formi er fjölgreina íþrótta-mót fyrir 30 ára og eldri þar sem léttleikinn ræður ríkjum og endar með skemmtulegu lokahófi.

9. - 10. sept

Suðurland

Grímsnes- og Grafningshreppur

Opinn dagur í Grímsnesi og Grafningi laugardaginn 11. júní.

11. júní

Rangárþing

Blúshátið Rangárþings. Tónlistarhátið haldin á Hellu, Hvolsvelli og víðsvegar um Rangárþing.

10. -12. júní

Selfoss

Kótelettan Bæjar-, fjöl-skyldu- og tónlistarhátíð sem haldin er af EB kerfum. Nánari upplýsingar eru á www.kotelettan.is.

10. - 12. júní

Vestmannaeyjar Pæjumót TM í knattspyrnu. 9. - 11. júní

Hveragerði

Heilsuþristurinn í júní – hreyfing, heilsa og hamingja. að bæta heilsu og vellíðan. Nánar um alla viðburði á www.hveragerdi.is.

júní

Hveragerði

17. júní Þjóðhátíðardagur okkar haldinn hátíðlegur með dagskrá allan daginn. Nánar um alla viðburði á www.hveragerdi.is .

17. júní

Árborg

17. júní í Árborg 2011 Hinn árlegi 17. júní er haldinn hátíðlegur í Árborg. Nánari upplýsingar eru á http://www.arborg.is/, http://www.stokkseyri.is/ og http://www.eyrarbakki.is/.

17. júní

HveragerðiBlóm í bæ - Garðyrkju- og blómasýningin. Nánar um alla viðburði á www.hveragerdi.is.

24. -26. júní

SkaftárhreppurJónsmessuganga Ferðamálafélags Skaftárhrepps.

24. júní

Selfoss

Sumar á Selfossi. Allar upplýs-ingar um dagskrá hátíðanna verða á http://www.fornbill.is og http://www.arborg.is/.

24. - 26. júní

Eyrarbakki

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka. Nánari upp-lýsingar eru á http://www.arborg.is/ og http://www.eyrarbakki.is/.

25. júní

Grímsnes- og Grafningshreppur

Brú til Borgar, sumarhátíð Hollvina Grímsness verður haldin að Borg.

24. - 26. júní

VestmannaeyjarPeyja - Shellmót í knattspyrnu.

23. - 26. júní

Bláskógabyggð

Sumartónleikar í Skálholti allar helgar í júlí og fyrstu helgina í ágúst  www.skalholt.is.

júlí

VestmannaeyjarGoslokahátíð – Volcano open golfmót

1. - 3. júlí

EyrarbakkiSafnadagurinn, Íslenski safna-dagurinn haldinn hátíðlegur á Eyrarbakkasöfnunum.

10. júlí

Hrunamannahreppur Bylgjulestin á Flúðum 16. júlí

Stokkseyri

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri. Nánari upplýsingar um hátíðina eru á http://www.arborg.is/ og http://www.stokkseyri.is/.

15. - 17. júlí

Hveragerði

Ólympísk þríþraut – sam-starf Hveragerðisbæjar og Skokkhóps Hamars. Vegalengdirnar eru 1500 m sund í Sundlauginni Laugaskarði, 40 km á hjóli til Þorlákshafnar og til baka og 10 km hlaup í Hveragerði. Nánar um alla viðburði á www.hveragerdi.is.

23. júlí

Vestmannaeyjar Þjóðhátið í Eyjum.29. júlí - 1. ágúst

Hrunamannahreppur

Verslunarmannahelgin á Flúðum. Traktorstorfæra laug-ardag og Furðubátakeppni sunnudag.

30. - 31. júlí

Stokkseyri

Fjölskyldudagar á Stokkseyri. Nánari upplýsingar eru á http://www.stokkseyri.is/ og hægt er að senda fyrirspurnir á [email protected].

28. júlí 1. ágúst

Hella

Landsmót harmonikuunn-enda. Tónleikar - dansleikir - hljómsveitir - einleikarar (innlendir og erlendir).

30. júní - 3. júlí

FlúðirTraktorstorfæra og furðubáta-keppni á Flúðum.

30. júlí - 31. júlí

SelfossMeistaradeild Olís á Selfossi. Mótið er ætlað fyrir stráka í 5. flokki.

5. - 7. ágúst

Grímsnes- og Grafningshreppur

Grímsævintýri á Borg. Annan laugardag í ágúst er haldin skemmtun á Borg í Grímsnesi, sem nú ber yfirskriftina Grímsævintýri.

6. ágúst

Rangárþing ytra Töðugjöld. 12. ágúst

Eyrarbakki

Aldamótahátíð á Eyrarbakka. Allar nánari upplýsingar um hátíðina verða á heimasíðu okkar www.arborg.is og/ eða á www.eyrarbakki.is.

13. - 14. ágúst

HveragerðiBæjarhátíðin Blómstrandi dagar - Nánar um alla við-burði á www.hveragerdi.is.

11. - 14. ágúst

Hvolsvelli Hausthátíðin á Hvolsvelli 2. sept

Árborg

Brúarhlaup. Hlaupið er haldið af frjálsíþróttadeild Umfs Selfoss og er hægt að nálgast allar frekari upplýsingar á http://www.umfs.is/.

3. sept

Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skaftholtsréttir. 9. sept

Hrunamannahreppur Réttir. 9. sept

Skeiða- og Gnúpverjahreppur Reykjaréttir. 10. sept

Bláskógabyggð Réttir. 10. sept

Hrunamannahreppur Uppskeruhátíðin á Flúðum. 17. sept

Egilsstaðir Margvíslegir viðburðir verða í sveitafélaginu í sumar.

Hátíðin Blóm í bæ verður haldin 24.-26. júní.

Page 24: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

Gísli Jóhannsson, formaður Félags blómabænda, rekur garðyrkju-stöðina Dalsgarð ehf. í Mosfellsdal. Hann segir að hátíðin Blóm í bæ, sem haldin verður í Hveragerði nú í júní, sé mjög góður vettvangur fyrir blómabændur til að kynna sína framleiðslu.

„Þetta er eina raunverulega blóma-sýningin sem haldin er á landinu. Að henni koma Félag blómabænda, garðplöntuframleiðendur, heild-sölurnar, skrúðgarðyrkjumeistarar, landslagsarkitektar og fjöldi annarra. Þarna er mikil sjálfboðavinna í gangi og við reynum að skreyta eins vel og hægt er.

Þó ekki sé mikil garðyrkja eftir í Hveragerði þá á staðurinn þann sess að vera kallaður blómabær. Það er frábært að það skuli vera einhver bær á Íslandi sem er blómabær.“

Bændamarkaðir af hinu góðaGísli telur reyndar að bændamark-aðir eins og tíðkast erlendis ættu að geta haslað sér völl á Íslandi. Slíkur markaður herfur verið að þróast í Mosfellsdal. Byrjaði Gísli á því dæmi fyrir tíu árum ásamt bróður sínum og fleirum. Segir hann að smám saman hafi fleiri komið inn í þetta og með því að einskorða markaðinn við nokkra klukkutíma á laugardögum hafi tekist að mynda góða stemmingu í kringum hann. „Besta stemmingin skapast þegar nokkrir framleiðendur koma saman með ólíkar framleiðsluvörur. Þetta snýst líka um að þarna skapist staðir þar sem fólk hittist til að spjalla og geti keypt nýjar vörur milliliðalaust af bændum. Þetta á að vera skemmti-legt því fólk er ekki síður að leita að afþreyingu. Við höfum yfirleitt byrjað fyrst í júlí.“

Barátta við sölusamdrátt og hækkandi rekstrarkostnað

Hvernig gengur innlend framleiðsla á blómum í samkeppni við innflutn-ing?

„Ég held að það gangi ágætlega en það sem er fyrst og fremst að há okkur í dag er minnkandi kaupmáttur og samdráttur í sölu á blómum. Sérstaklega frá því síðastliðið haust. Þá eru aðföng orðin skelfilega dýr í því gengisumhverfi krónunnar sem er núna. Ekki má gleyma rafmagn-inu, sem hefur hækkað verulega.“

Gísli segir að það hafi ekki náðst í gegn að skilgreina gróðurhúsa-ræktendur sem stórnotendur, sem njóti raforkuverðs samkvæmt því. Ástæðan sé hversu dreifð gróður-húsafyrirtækin eru, þannig að erfitt sé að komast hjá miklum kostnaði vegna dreifingar. Því hafi ekki komið til greina að gróðurhúsarekstur fái raforku á verði sem ein heild.

„Eitthvað er raforkan þó niður-

greidd en þá hækka menn bara verðið á dreifingunni á móti sem nemur niðurgreiðslunni. Þetta er þrátt fyrir allan þann velvilja sem er í garð garðyrkjunnar í landinu á meðal almennings. Stjórnmálamenn eru líka duglegir við að hampa garðyrkj-unni fyrir kosningar. Þá lýsa þeir því fjálglega að þarna sé framtíðin. Eftir kosningar er það bara alltaf þannig að ekkert verður úr loforðunum og þessir menn sjást ekki hjá okkur. Samt er verið að framleiða frábæra vöru í grænmetisræktuninni á Íslandi og einnig í blómunum.“

Kjarklausir stjórnmálamennEr það ekki bara spurning um póli-tískt þor að gera þær breytingar á raforkusölunni að garðyrkjan njóti betri kjara en nú er?

„Jú, þetta er auðvitað bara spurn-ing um pólitíska ákvarðanatöku. Það hefur þó enginn haft kjark til þess enn að taka þetta skref. Þetta er sér-kennilegt ef menn hugsa um hversu mikið þetta sama fólk hampar þessari grein og sýnir henni mikinn velvilja fyrir kosningar. Svo er aldrei hægt að gera neitt þegar á hólminn er komið. Þá vísa stjórnmálamennirnir þessu bara yfir á raforkufyrirtækin og skýla sér á bak við þau.“

Raforkukostnaður stór pósturHvað er rafmagn stór hluti af rekstr-arkostnaði gróðurhúsa?

„Það getur verið mjög misjafnt. Trúlega frá 15% upp í 40%. Þegar þetta er svo stór hluti af veltu verða allir aðrir þættir að vera í mjög góðu lagi svo einhver framlegð fáist út úr þessu. Auðvitað er svo allur gangur á því hvernig mönnum tekst að ná þessu saman.

Í vetur var ég í fyrsta skiptið í þeirri stöðu að þurfa að draga úr lýsingu vegna kostnaðar. Það var bara ekki um neitt annað að ræða. Ég var að hugsa um að hætta alfarið að lýsa og fara bara í gamla farið. Þá væri maður bara að nýta dagsbirtuna á vorin, sumrin og fram á haustið.

Það má svo sem segja að það hafi aldrei verið mikill hagnaður af því að vera með ræktun undir ljósum í mesta skammdeginu í desember og janúar. Það sem maður hefur fyrst og fremst verið að horfa á er að halda plöntunum í formi og að halda sér inni á markaðnum allt árið. Þannig brúar maður ákveðið bil og heldur uppi veltu þó maður sé alveg sáttur við að reka þetta bara á pari yfir háveturinn. Í vetur var staðan þó sú vegna minni sölu, hærra verðs á aðföngum og hærra raforkuverðs að ég held að það hafi allir verið að

reka þetta með bullandi tapi. Slíkt gengur ekki lengi og menn voru því neyddir til að draga saman seglin.“

Blússandi bjart framundan!Hvernig metur þú þá horfurnar?

„Þær eru bara bjartar,“ segir Gísli og hlær. „Ef þær væru ekki bjartar gæti maður bara gleymt þessu. Þær eru blússandi bjartar og maður verður bara að trúa því.“

Sparnaðurinn virkaði öfugt„Í kreppunni fór maður svolítið í kreppu sjálfur. Strax 2008 fór ég að kaupa ódýrari perur frá Kína og blanda áburðinn sjálfur eins og ég gerði hér áður. Þetta voru ósjálfráð viðbrögð við ástandinu og maður ætl-aði að vera á undan niðursveiflunni og vera byrjaður að spara á fullu áður en maður yrði blankur.

Allt var þetta með skelfilegum árangri. Í stað þess að græða á sparn-aðinum varð niðurstaðan sú að ég tapaði miklu meira á þessu, vegna lélegri framleiðslu, heldur en sparn-aðinum nam. Þarna var ég að spara eyririnn og kasta krónunni. Ég fór því að snúa aftur yfir í dýrari aðföng í vor til að ná upp framleiðslunni á ný.

Varðandi tilraun til að spara raf-orku lenti ég í skelfilegum hlutum, því þessir þættir verða að vera í lagi. Ef lamparnir eða perurnar eru ekki í lagi þá er maður bara að fá verri birtu en samt að nota jafn mikið rafmagn. Sama gildir með áburðinn. Ég hugsa því að ég hefði verið miklu betur staddur með því að nota áfram dýra áburðinn og dýru perurnar, sem gekk vel upp fyrir kreppuna. Í stað þess fór ég að prófa mig áfram með eitthvað nýtt sem ekki gekk upp.“

Gamlir lampar dýrir í rekstriSem dæmi um mikilvægi þess að lamparnir séu í lagi nefnir Gísli að þeir hafi bara ákveðinn líftíma. Þegar þeir séu farnir að gefa sig náist stöðugt minni árangur af lýsingunni úr sama raforkumagni. Hann segist mæla alla lampana hjá sér á haustin og hafa t.d. áttað sig á því að í sumum tilfellum var alltaf verið að skipta um perur í sömu lömpunum. Þá áttaði

hann sig á því að það voru ekki per-urnar sem voru vandamálið, heldur gömlu lamparnir, sem sumir voru orðnir 25 ára gamlir.

Fjármagnskerfið vandamálGísli segir að í garðyrkjunni í Evrópu, t.d. í Hollandi og Finnlandi, séu menn að fá lán á lágum vöxtum til 20 ára. Það sé jafnframt afskriftar-tími stöðvanna. Ef stöðvarnar séu þá álitnar úreltar og gamaldags rífi menn þær bara og byggi nýjar. Lampar eru afskrifaðir á tíu árum.

„Hér eru menn enn að velkjast með lán á lömpunum eftir 25 ár og lánsupphæðin enn jafn há og þegar lamparnir voru keyptir. Sama er með gróðurhúsin. Þar erum við að með lán til 40 ára og þá eru gróður-húsin fyrir löngu orðin ónýt. Þetta er okkar stærsti vandi, hvernig lána- og vaxtamálunum er háttað hjá okkur. Allt er þetta svo með verðtrygg-ingu sem er bara skelfileg. Það má eiginlega segja að léleg stjórn hér-lendis á fjármagnsmarkaðnum hér séu einu rökin fyrir því að fara inn í Evrópusambandið. Að öðru leyti er það mjög óspennandi.“

Markaðurinn krefst nýjungaSegir Gísli að allir blómabændur séu á einn eða annan hátt háðir inn-flutningi. Mjög sé þó mismunandi hversu stór hluti ræktunarinnar fer fram hér heima.

„Við flytjum inn bæði fræ og lauka og þeir sem eru með sumar-blóm flytja inn fræ, græðlinga og jafnvel smáplöntur sem þeir ala áfram. Blómabændur eru svo stöðugt að reyna að koma með á markað ný afbrigði. Við erum að flytja inn nýjar tegundir af rósum og túlípanalauk og þeir sem eru í sölu á afskornum blómum eru stöðugt að leita að einhverju nýju og spennandi. Markaðurinn krefst þess að hafa fjöl-breytt úrval og fólk vill sjá eitthvað nýtt. Það gefur okkur líka best í aðra hönd ef við komum með eitthvað nýtt sem hittir í mark.

Undanfarin tvö ár hafa menn þó hægt aðeins á sér í nýbreytninni,“ segir Gísli Jóhannsson. /HKr.

Félag blómabænda virkur þáttakandi í hátíðinni Blómum í bæ í Hveragerði 23. - 26. júní:

„Frábært að það skuli vera einhver bær á Íslandi sem er blómabær“

Gísli Jóhannsson, formaður Félags blómabænda, segir blússandi bjart framundan þrátt fyrir margvíslega erfiðleika í kjölfar kreppunnar. Mynd / HKr.

Hjá Dalsgarði var starfsfólk að huga að nýjum jarðaberjaplöntum sem lofa góðu.

24 - Ýmsir viðburðir sumarsins BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 9. JÚNÍ 2011

Page 25: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

25Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Stefnumóti við Stjórnlagaráð

Eins og fram kom i grein í síðasta tölu-blaði stendur Framfarafélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir opnum fundi í Valaskjálf á Egilsstöðum, þriðjudaginn 14. júní kl. 17-22:30 undir yfirskriftinni „Stefnumót við Stjórnlagaráð - Landsbyggðin og stjórnsýslan."

Markmið fundarins er að ræða stjórnarskrárbreytingar, einkum frá sjónarhóli landsbyggðar að því er segir í fréttatilkynningu.

Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs mun flytja fram-

s ö h u e r i n d i sem ber heitið: , , Ve r k e f n i Stjórnlagaráðs og sveitarfé-lögin” Þá mun Ari Teitsson, varaformaður flytja erindi sem heitir: „ T e n g s l lýðræðis og stjórnunar í

ljósi nálægðarreglu.“Einnig mun Vilhjálmur

Þorsteinsson, varaformaður mál-efnahóps um stjórnskipunarmál flytja erindi um bætta stjórnskipan, lýðræði og valddreifingu. "

Eftir kaffihlé mun Smári Geirsson, fræðimaður, Neskaupsstað flytja erindi sem hann nefnir : ,,Fjórðungsþing Austfirðinga og til-lögur um fylkjaskipan”. Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði flytur erindi undir yfirskriftinni:"Að breyta stjórnar-skrá" Stefanía Kristinsdóttir, fram-kvæmdastjóri Þekkingarnets Aus tu r lands verður með erindi sem hú nefnir „Sjálfbærni og lýðræði í þekk-ingarsamfélag-inu“

Að loknum f ramsöguer-indum verða umræður og síðan pallborðsumræður.

Salvör Nordal.

Ari Teitsson.

Vilhjálmur Þorsteinsson.

Um 250 tonn af lífrænum úrgangi

Frá því Molta í Eyjafjarðarsveit byrjaði að taka á móti lífrænum úrgangi í október á liðnu ári hafa safnast yfir 250 tonn af flokkuðum heimilisúrgangi frá Akureyringum. Í nýliðnum apríl-mánuði bárust ríflega 72 tonn til vinnslu hjá Moltu, en það jafn-gildir því að hver bæjarbúi hafi skilað um 4 kílóum, sem þykir góður árangur.

Innleiðing söfnunar- og flokkun-arkerfis fyrir lífrænan úrgang hófst á Akureyri í október, en úrgangurinn er fluttur til Moltu á Þveráreyrum og getur svo hæglega endað sem gróðurmold eða jarðvegsbætir í blómabeðum, trjálundum og gras-flötum bæjarbúa.

Magn flokkaðs úrgangs hefur aukist jafnt og þétt síðan flokkunin hófst og hefur Molta nú þegar tekið á móti 250 tonnum af flokkuðum heimilisúrgangi frá Akureyringum. Í apríl bárust 72.240 kg til vinnslu hjá Moltu en það jafngildir um 4 kg á íbúa, sem er mjög góður árangur.

Flokkun úrgangsins er til fyrir-myndar og er hann nánast undan-tekningarlaust í jarðgeranlegnum pokum, „biobags“, sem bæjarfélagið leggur íbúum til.

Molta í Eyjafjarðarsveit:

- Aðalteikningar

– Burðarvirki

– Lagnir

– Deiliskipulög

Bændur og aðrir

landsmenn, við

bjóðum alla

þjónustu

varðandi hönnun

og mælingar

- Landmælingar - GPS/alstöð

- Útsetningar - GPS/alstöð

- Veghönnun

- Kortagerð

Austurvegi 69 - 800 Selfoss [email protected] - sími 480-4900 [email protected] - sími 480-4903

Page 26: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

26 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Hér á Íslandi, eins og í sumum öðrum löndum, er gerð krafa um það að kýrnar fari út á sumrin. Þessi krafa var sett í reglugerð um aðbúnað nautgripa fyrir hartnær 10 árum, þegar lang-stærsti hluti kúnna hér á landi bjó við það að vera bundinn á bása. Þá var því miður þekkt sú staðreynd erlendis, að til væru kýr sem allt sitt líf væru bundnar á bása, sem er nokkuð sem eng-inn ætti að sætta sig við. Síðan þá hefur aðbúnaður kúa á Íslandi stórlega breyst í kjölfar mikillar fjölgunar legubásafjósa á lands-vísu og þegar mjólkurkýr eru á beit eða hafa aðgengi að útisvæði, er hinsvegar ekki sjálfgefið að þeim líði mikið betur þar en inni í lausagöngufjósinu. Þetta skýr-ist af ríkum þörfum mjólkurkúa fyrir að aðbúnaður og umhverfi þeirra sé gott, en lausagöngufjós eru einmitt hönnuð til þess að mæta sérstaklega þessum þörfum kúnna.

Góður aðbúnaður í legubásafjósum

Frá árinu 1997, þegar 3,5% kúnna voru í lausagöngufjósum til þessa árs, þegar rúmlega 50% þeirra eru í lausagöngu, hefur aðbúnaður mjólkurkúnna lagast mikið. Enn er þó staðan hér á landi þannig að rétt tæpur helmingur kúnna er í básafjósum á veturna og þær því vafalítið fegnari að komast í frjáls-legra umhverfi en hinar sem eru í lausagöngu. Legubásafjós dagsins í dag byggja á áratuga reynslu og rannsóknum á aðbúnaði mjólkurkúa og er hönnun þeirra núorðið svo stöðluð að útfærslur eru oftar en ekki farnar að snúast um hliðrun á einhverjum sentímetrum hér og þar. Þannig geta kýrnar valið um að liggja í réttum halla, á þurru og mjúku undirlagi, þar sem jafnvel er búið að bera undir þær með sótt-hreinsandi efnum í til þess að verja þær árásum frá umhverfisbakt-eríum. Aðgengi að vatni er jafnan afar gott, loftið eins og best verður á kosið, kúaburstar aðgengilegir þegar kúnum hentar og fyrir þeim liggur oftar en ekki gæða gróffóður allan daginn. Í nýjustu fjósunum má jafnframt sjá gúmmí á gólfum, svo kýrnar þurfi hvergi að ganga eða standa á hörðu undirlagi. Framangreind atriði eða öllu heldur hönnun þeirra byggir á niðurstöðum umfangsmikilla húsvistarrannsókna og sk. valrannsókna mjólkurkúa, sem hafa leitt til þeirrar fjósgerðar sem algengust er í dag.

Útivist er mikilvægÞað á að sjálfsögðu að gera mjólk-urkúm mögulegt að fara út á sumrin og bíta eftir því sem kostur er. Að fjölmörgu er þó að huga varðandi útivist mjólkurkúa og þekkja lík-lega flestir kúabændur ýmis vand-kvæði sem geta komið upp þegar kýrnar eru úti s.s. hækkun frumut-ölu (hækkar á landsvísu um u.þ.b. 15% að jafnaði), sólbruna júgurs, fóðrunartruflanir og lækkun á nyt. Áðurnefndir þættir hafa einfaldlega rekið marga kúabændur erlendis til þess að hætta að setja kýrnar út, enda mun auðveldara að stjórna mjólkurframleiðslunni þegar öllum þáttum framleiðslunnar er stýrt í lausagöngufjósi. Það er hinsvegar mögulegt að stjórna framleiðslunni all vel þegar kýrnar eru á beit og einnig að útbúa útisvæði kúnna þannig að aðbúnaður þeirra verði góður.

Tryggið þeim gnótt vatnsVatnsþörf mjólkurkúa, sér í lagi kúa í hárri nyt, er afar mikil og kýrnar ættu alltaf að geta komist í vatn án þess að þurfa að ganga of langt. Rannsóknir hafa sýnt að kýr sleppa því frekar að drekka vatn ef þær þurfa að ganga langt eftir vatni og leiðir það ekki til annars en minni afurða. Meira að segja innan fjóss hafa rannsóknir sýnt að sé lengra en 50 metrar í drykkjarker þá drekka kýrnar minna magn af vatni! Auðvitað er ekki gerlegt að hafa alltaf svo stutt í vatn, en hafa þarf þó ávallt hugfast að stutt sé í gott og hreint drykkjarvatn og sé þess ekki kostur frá náttúrunnar hendi er afar auðvelt að koma með vatnið til kúnna á beitinni. Þannig má t.d. útbúa drykkjarker með flotventli og t.d. slöngutengi en slíkt ker er þá hægt að færa á milli beitarhólfa með einföldum hætti og tengja vatns-slöngu. Þessi aðferð hefur gefist mörgum kúabændum vel, en auð-vitað eru til fjölmargar aðrar jafn-gildar aðferðir.

Skjólgott svæðiHér á landi er innistaðan löng og kýrnar því með hárafar sem passar við það loftslag sem oftast er inni í fjósum, þ.e. logn og tiltölulega þurrt loft. Þegar út er komið þurfa kýrnar að venjast útiloftinu og er jafnan ráðlegt að það sé gert í áföngum, þ.e. ekki of skörpum dagslotum í upphafi. Ennfremur hafa rannsóknir sýnt að kýr vilja mjög gjarnan vera þar sem vindur er takmarkaður og úrkomulaust, sérstaklega þegar þessir tveir þættir fara saman.

Full ástæða er til þess að hvetja kúabændur til þess að skipuleggja útisvæði kúnna þannig að þær hafi möguleika á að velja sér skjól sé þess nokkur kostur. Sé það ekki mögulegt frá náttúrunnar hendi er ein leið að þær hafi möguleika á að fara inn í fjós þegar og ef veðrið angrar þær.

Þurrt legusvæðiÞó svo að kýr, í valrannsóknum, velji að liggja í halla á þurru undir-lagi er ekki alltaf hægt að koma til móts við þessar þarfir kúa þegar þær eru úti. Hinsvegar er sjálfsagt að hugsa fyrir góðum legusvæðum sem að jafnaði haldast þurr og gjarnan í halla, sé það hægt. En undirlagið skiptir ekki bara máli þegar kýrnar liggja, líka þegar þær ganga um. Oftar en ekki myndast troðningar til og frá fjósum og til þess að slíkir vaðist ekki upp er gott að bera ofan í þá. Sé það gert skal það gert með fínkorna grús svo það verði kúnum auðveldara að ganga um. Engum þarf að koma á óvart að kýr eru klunnalegar í hreyfingum og ekki beint „hannaðar“ frá náttúrunnar hendi til þess að víkja sér fimlega framhjá ójöfnum í undirlaginu s.s. grjóthnullungum, en slíkar ójöfnur geta hæglega valdið kúm ónotum. Klaufir kúa eru sérlega viðkvæmar og svo virðist sem kýr skynji verki frá klaufum sem mjög sára. Því ætti alltaf að passa vel upp á undirlagið á gönguleiðum kúa, bæði innan sem utan fjóss.

Verjið þær fyrir sólinniÍ byrjun sumars eru kýrnar sérlega viðkvæmar fyrir geislum sólarinnar, sérlega þær sem eru ljósar á júgri og spenum. Sár og fleiður af völdum sólbruna valda kúm sársauka og geta hæglega leitt til frumutölu-vandamála og um að gera að forða slíku tjóni með því að bera smyrsl á kýr eftir mjaltir. Mikilvægt er þó að minna á smitgát við notkun á smyrslum.

Þó svo að hér hafi einungis verið tæpt á helstu umhverfisþáttum varð-andi aðbúnað mjólkurkúa á beit og/eða í útivist eru vafalítið fleiri atriði sem tína mætti til, svo ekki sé talað um þarfir annarra nautgripa sem eru úti. Mestu skiptir að hlúa sem kostur er að gripunum, hvort sem þeir eru inni eða úti og sé slíkt gert munu þeir vissulega launa það.

Snorri SigurðssonAuðlindadeild

Landbúnaðarháskóla Íslands

Aðbúnaður og umhverfi mjólkurkúa á beit

Umsókn um heimild til sölu á erfðabreyttum maís í Noregi hefur beðið afgreiðslu hjá umhverfisráð-herra Noregs, Erik Solheim, í tæp þrjú ár. Að áliti 15 norskra félaga-samtaka er kominn tími til að hafna umsókninni. Samtökin hafa nú hafið sameiginlega undir-skriftasöfnun því til stuðnings.

Staðan er nú sú að í Noregi er bönnuð sala á hvers kyns erfðabreyttum matvælum og fóðri. Hins vegar mælti Umhverf iss tofnun Noregs, Direktoratet for naturforvaltning (DN), nýlega með því að viðskipti með tvo stofna af erfðabreyttum maís frá fyrirtækjunum Monsanto og Bayer Cropscience yrðu leyfð. Umsóknirnar voru sendar Erik Solheim, umhverfis- og þróunarmálaráð-herra.

„Það er löngu kominn tími til að hafna þessum umsóknum,“ segir í yfirlýsingu sem Samtök gegn erfða-breyttum mat (Nettverk for GMO-fri mat) standa að. Í samtökunum eru 15 félagasamtök, m.a. samtök bænda og umhverfis- og þróunarsamtök. Áskorunina er að finna á vefsíðunni www.opprop.no, þar sem einnig er unnt að undirrita hana.

Bönnuð jurtavarnarefniErfðabreytti maísinn er ólíkur öðrum maísstofnum að því leyti

að hann þolir jurtavarnarefnið glu-fosfat ammonium, sem er bannað að nota í Noregi. Líftækniráðið í Noregi (Bioteknologinemda) brást hart við þegar umhverfisstofnunin leyfði notkun þess. Ráðið telur

það siðferðilega varhuga-vert að leyfa notkun

á efni sem yfirvöld í Evrópu telja brýnt að banna, þar sem í ljós hefur komið að það skaðar heilsu

landbúnaðarverka-manna annars staðar í heiminum, segir í

bréfi líftækniráðsins til umhverfisráðuneytis-

ins. Leyfið gæti opnað smugu inn í norska lög-

gjöf og í framhaldinu yrði opnað fyrir innflutn-

ing annarra erfðabreyttra afurða, bæði sem söluvöru og

til ræktunar í Noregi. Þar með yrði til leið fyrir þær til að dreifa sér í náttúrunni og jafnvel æxlast við aðrar tegundir jurta.

Samtök samvinnufyrirtækja innan landbúnaðarins í Noregi hafa lýst eindregnum stuðningi sínum við þessar aðgerðir. Framkvæmdastjóri þeirra, Ole-Jakob Ingiborgrud, segir samtökin ekki nota erfðabreyttar afurðir við matvælaframleiðslu sína. „Við teljum að ráðherra eigi ekki að leyfa ræktun á erfðabreyttum maísaf-brigðum í Noregi,“ segir hann.

Heimild: Bondebladet, 19. maí 2011

Undirskriftasöfnun gegn ræktun á erfða-breyttum maís í Noregi

þvert a

efí bþhþa

lanmaní he

bréfi umhv

ins. Lesmugu

lega stuðn í Nors kyælu

mæltunet g

gjöf ogði opna

g annarrða, bæði

ar heim,

r ðu rna

mitökin hafa

ktun

undir-nings.

oregi kyns um lti

n t

ar

vert aá e

í

bu

is

gjyrð

ingafurð

-leika á að velja sér skjól sé þess nokkur kostur.

Utan úr heimi

Ísland er á topp 10 lista samtak-anna Great Hotels of the World yfir staði sem spáð er mestum vinsældum á árinu 2011 og á næstu árum sem áfangastaðir fyrir ráðstefnur og hvataferðir. Eftir nokkurn samdrátt í þessum geira í kjölfar efnahagshrunsins er gert ráð fyrir góðum vexti á næstu árum.

Ísland er sagt búa yfir óvið-jafnanlegum kostum fyrir hvata-ferðir og ráðstefnur. Hér sé fyrsta flokks fundaraðstaða og þegar við bætast heitar laugar, eldfjöll, jöklar, gljúfur, jeppaferðir um hálendið, hundasleðaferðir og rík menning þá

sé Ísland á heimsmælikvarða.Great Hotels of the World eru

samtök sjálfstæðra lúxushótela og því ánægjulegt fyrir Ísland að fá slíka útnefningu. Topp 10 listinn er annars þannig:

1. Svartfjallaland2. Króatía3. Suður-Afríka4. Indland5. Portúgal (Lissabon)6. Tyrkland7. Grísku eyjarnar8. Ísland9. Sardinía10. Suður-Kórea (Seoul)

Great Hotels of the World, samtök sjálfstæðra lúxushótela:

Ísland á meðal 10 bestu hvataferða- og ráðstefnu-landa í heiminum

Page 27: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

27Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra opnaði formlega fyrsta áfangann af Þjórsárstofu í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi föstudaginn 27. maí að viðstöddu fjölmenni. Markmið stofunnar er að miðla fróð-

leik og upplýsingum um náttúruna, fólkið og söguna og þá þjónustu, sem er að finna á Þjórsársvæðinu, með Þjórsá sjálfa sem meginþema.

Sýningarhönnun var í höndum Björns G. Björnssonar, Ari Trausti

Guðmundsson sá um texta og heim-ildarmynd og Basalt arkitektar sáu um endurgerð á Árnesi, svo ein-hverjir séu nefndir. / MHH

Þjórsárstofa hefur verið opnuð ferðamönnum

Bændablaðið á netinu... www.bbl.is

Frá opnun Þjórsárstofu föstudaginn 27. maí. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra klippir hér á borðann með aðstoð Gunnars Marteinssonar, oddvita. Mynd / MHH.

Page 28: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

28 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Það hefur verið skilyrðislaus krafa Landssambands kúabænda frá falli bankanna haustið 2008 að öll þau bú sem voru rekstrarhæf fyrir hrunið, yrðu það áfram og leiðréttur yrði sá forsendubrestur sem þarna varð. Tæplega verður þó sagt að greiðlega hafi gengið við úrlausn þessara mála á þeim rúmlega tveimur og hálfa ári sem liðið er frá hruninu.

Segja má að í grófum dráttum sé hægt að flokka þann vanda sem skuldugir bændur hafa staðið frammi fyrir eftir hrunið í tvennt. Annarsvegar þá sem þurft hafa á sértækri skuldaaðlögun að halda, en miklir kraftar hafa farið í úrvinnslu mála þess hóps síðustu misseri, með mis miklum árangri þó. Einna lengst eru þessi mál komin hjá Arion banka, sem segja má að hafi haft frumkvæði hvað þetta varðar. En af þeim 64 kúabúum í viðskiptum við bankann, sem greind hafa verið í rekstrarvanda, hefur góður helmingur lokið sértækri skuldaaðlögun. Í flestum tilfellum

virðist að með þessum úrlausnum hafi tekist að tryggja rekstrarhæfi þessara búa, þó fyrir liggi áhyggjur um að í einhverjum tilfellum sé einungis um stundarfrið að ræða uns biðlánin falla í eindaga. Hinsvegar eru það svo þeir bændur sem haldið hafa rekstrarhæfi búa sinna og staðið í skilum með afborganir lána, en sitja uppi með brogaðan efnahagsreikning vegna útblásins höfuðstóls lána sinna. Þessum aðilum hefur flestum staðið til boða einhverskonar greiðslujöfnun, sem vissulega hefur gert stöðuna bærilegri til skemmri tíma. Það á hinsvegar við um báða þessa hópa að ekki hefur verið unnið út frá því að leiðrétta forsendubrestinn sem varð við bankahrunið, heldur einungis að gera vonda stöðu lífvænlegri.

Nýlega fóru af stað endurútreikn-ingar á gengistryggðum lánum bænda sem eru í viðskiptum við Landsbanka Íslands. Grundvöllur þeirra byggir á lögum nr. 151/2010 sem kveða á um endurútreikning erlendra lána til ein-staklinga, heimila og fyrirtækja sem

samþykkt voru á Alþingi 22. desemb-er síðastliðinn. Hjá sumum fjármála-fyrirtækjum, t.d. Landsbankanum, falla bændur, sem eru með rekstur og íbúðarhúsnæði á eigin kennitölu, í þann flokk sem lögin ná til. Bændum sem komið hafa rekstri sínum fyrir í einkahlutafélögum hefur hinsvegar ekki boðist þessi úrlausn enn sem komið er.

Landssamband kúabænda veit dæmi þess að höfuðstóll erlendra lána hjá Landsbankanum hafi lækkað allt að 55% í kjölfar endurútreikninga, allt eftir aldri og stöðu lánanna. Slíkir endurútreikningar hefðu augljóslega mikil jákvæð áhrif á efnahagsreikn-inga búanna, ekki síst hjá þeim búum sem hafa farið í gegnum sértæka skuldaaðlögun og eru með biðlán á gjalddaga innan þriggja ára. Svo virð-ist sem þessi leið við endurútreikning gengistryggðra lána sé sú sem næst hefur komist því að leiðrétta þann for-sendubrest sem varð við bankahrunið. Það eru því mikil vonbrigði að ekki skuli allar lánastofnanir sjá ástæðu til að ganga sjálfviljugar þessa sömu braut. Ólíðandi er að ekki sé unnið á samræmdan hátt að þessum málum meðal fjármálafyrirtækja.

Þá tók stjórn Landsbankans nýverið þá ákvörðun að endurgreiða skilvísum viðskiptavinum bankans 20% af greiddum vöxtum á tímabilinu 31. desember 2008 til 30. apríl 2011, eins og fram kom í tilkynningu á heimasíðu bankans þann 26. maí s.l. Að mati Landssambands kúabænda er sú aðgerð Landsbankans einnig mikilvægt skref í þá átt að leiðrétta þann forsendubrest fjárskuldbindinga sem til varð í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins árið 2008, ekki síst hjá þeim aðilum sem skulda í íslenskum krónum, sem að öðru leyti hafa hingað til setið óbættir hjá garði. Hér er eindregið skorað á aðrar fjármála-stofnanir að grípa til viðlíka aðgerða gagnvart viðskiptamönnum sínum nú þegar, enda grundvallarkrafa að allir landsmenn sitji við sama borð í þessum efnum.

Reyndar er umhugsunar efni hverju það sæti að einungis einn við-skiptabanki skuli ganga svo ákveðið fram í leiðréttingu á stöðu viðskipta-manna sinna. Það að um er að ræða ríkisbanka getur ekki talist nein afsök-un í þessu efni. Sem dæmi er forsaga tveggja helstu viðskiptabanka bænda, Arion banka og Landsbankans, næsta lík. Forverar þeirra, Búnaðarbankinn og Landsbankinn gamli, báðir ríkis-bankar, voru einkavæddir á svipuðum tíma, báðir flugu hátt á útrásartím-anum og brotlentu með svipuðum bravör með fárra klukkustunda millibili. Báðir voru endurreistir af íslenska ríkinu, endurfjármagnaðir og sendir út í lífið að nýju með halaklippt lánasafn gömlu þrotabúanna. Eini munurinn er sá að Arion banki var afhentur kröfuhöfum gamla þrota-búsins, en Landsbankinn er rekinn á ábyrgð skattgreiðenda. Um ekkert af þessu höfðu viðskiptamenn eða skuldarar bankanna neitt að segja, eða gátu með neinu móti séð fyrir. Ráðstöfun hinna nýju banka var á ábyrgð íslenskra stjórnvalda og skal því ekki trúað, að óreyndu, að með þeim aðgerðum hafi verið stefnt að ójöfnuði meðal lánþega.

Líf og starf

Síðastliðið haust voru gerðar þær breytingar á skipulagi kynbótastarfsins að svokallaður ræktunarhópur í nautgriparækt var lagður af og verkefni hans, er snéru að kynbótastarfinu, voru flutt aftur til fagráðs í nautgriparækt. Fyrsta júní síðastliðinn var haldinn fundur í fagráði í nautgriparækt en á dagskrá fundarins var meðal annars að fara yfir niðurstöður afkvæmadóms nautaárgangs 2005 og velja út frá honum naut til framhaldsnotkunar. Líkt og áður hefur verið nefnt hér, lá fyrir að ekki yrði hægt að leggja endanlegan dóm á öll naut í þessum árgangi þar sem ekki höfðu náðst inn upplýsingar um nægjanlegan fjölda dætra fyrir öll nautin. Niðurstaða fagráðs-ins var því að fresta endanlegum dómi á 18 af 31 nauti sem fædd eru 2005 af þessum orsökum. Nánar verður fjallað um nauta-valið, ný naut á stöð og nýja nautsfeður síðar, en það sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni í þessum pistli mínum er ástæða þessarar seinkunar og afleiðing-arnar fyrir ræktunarstarfið í heild sinni.

Gögn úr skýrsluhaldi naut-griparæktarinnar leiða í ljós að þrátt fyrir mikla umræðu og áróður gegn heimanautanotkun hefur lítið þokast í rétta átt á síðastliðnum 4 árum. Haustið 2007 þegar undir-rituð tók við starfi landsráðunautar í nautgriparækt ásamt Magnúsi B. Jónssyni kom í ljós að um þriðjungur allra ásettra kvígna var undan skráðu heimanauti eða var skráður af óþekktu faðerni (faðir 99-999). Gerð hefur verið árleg úttekt síðan þá og skemmst er frá því að segja að árið 2010 voru settar á 10.521 kvíga og af þeim voru 7.533 tilkomnar úr sæð-ingum, 2421 voru undan skráðu heimanauti, 557 var skráðar með óþekktan föður og 10 kvígur voru skráðar undan holdanautum. Eina merkjanlega breytingin frá árinu 2007 er að kálfar sem ekki eru tilkomnir með sæðingum eru

nú í auknum mæli skráðir undan ákveðnum heimanautum í stað þess að faðerni þeirra sé skráð óþekkt (99-999). Staðreyndin er því sú að ennþá nýtist um þriðj-ungur allra ásettra kvígna á hverju ári ekki sem skyldi inn í hinu sam-eiginlega ræktunarstarf.

Til viðbótar við þetta kemur í ljós að nokkur fjöldi búa stendur algerlega utan skýrsluhalds eða um 11% mjólkurframleiðenda. Þó þessi bú séu að meðaltali heldur minni en bú innan skýrsluhalds er hér um að ræða rúmlega 2.200 árskýr eða tæplega 9% af þeim árskúafjölda er stendur að baki mjólkurframleiðslu á Íslandi. Ef við miðum við það að notkun á óreyndum nautum sé helmingur á móti reyndum nautum og ef gert er ráð fyrir eðlilegum afföllum frá ásetningi til fyrsta burðar, gætu þetta verið um 1700 kvígur til viðbótar í afkvæmaprófanir á hverju ári. Þessi hópur myndi tvímælalaust nýtast til að flýta fyrir niðurstöðum afkvæmadóms auk þess sem hægt væri að prófa fleiri naut en nú er mögulegt. Nú er ljóst að ekki er hægt að ætlast til að ná fullum heimtum á öllum vígstöðvum, en það er engin spurning að hér eru tækifæri til að ná auknum slagkrafti í kynbóta-starfið með því að auka þátttöku í skýrsluhaldinu og útrýma notkun heimanauta.

Á áðurnefndum fagráðs-fundi í nautgriparækt fór Ágúst Sigurðsson yfir helstu niður-stöður úttektar á kynbótastarf-inu sem hann hefur unnið ásamt Jóni Viðari Jónmundssyni, fjalla þeir meðal annars um árangur kynbótastarfsins síðastliðna áratugi. Margt kom þar fram af áhugaverðum upplýsingum en í ljósi þess sem hér kemur fram að ofan hef ég fengið góðfúslegt leyfi Ágústar til að vitna í óbirtar niðurstöður þeirra félaga þar sem skaðsemi heimanautanotkunar-innar fyrir ræktunarstarfið kemur glögglega fram. Í stuttu máli má segja að sú gríðarlega mikla notk-un heimanauta sem tíðkast hefur á

íslenskum kúabúum, hafi leitt til þess að raunverulegar erfða-framfarir í stofninum síðastliðinn áratug nemi aðeins um 2/3 af þeim framförum sem mögulegar hefðu verið við fulla þátttöku bænda í ræktunarstarfinu. Það er því ljóst að hér er um beint fjárhagslegt tjón að ræða því erfðaframfarir sem skila sér í auknum afurðum og almennt betri gripum er auð-velt að umreikna í krónur og aura.

Við sem berum ábyrgð á fram-gangi ræktunarstarfsins munum þó ekki láta deigan síga, þó vissu-lega hefðum við viljað sjá meiri árangur af tilraunum okkar síðustu fjögur árin til að efla ræktunarstarf í íslenskri nautgriparækt. Fagráð í nautgriparækt fór gaumgæfilega yfir þessi mál á síðasta fundi og þar voru menn sammála um að grípa þurfi til ennþá markvissari aðgerða til að snúa af þessari braut. Það er ljóst út frá því sem fram kemur hér að ofan að mun meira getur áunnist á skemmri tíma með því að draga úr heimanautanotkuninni og efla almennt þátttöku í skýrsluhaldinu og rækturnarstarfinu en með því til dæmis að breyta áherslum og vægi einstakra eiginleika í kynbótaein-kunninni, líkt og rætt hefur verið um á síðastliðnum misserum.

Niðurstöður þeirra Ágústar og Jóns Viðars sýna að mikill árangur hefur náðst með kyn-bótastarfi í nautgriparækt og þá sérstaklega með tilkomu BLUP-kynbótaeinkunnar sem tekin var upp árið 1993. Niðurstöður þeirra sýna einnig að miklir möguleikar eru á að gera betur og í raun má segja að við höfum ekki notfært okkur kerfið sem skyldi til að ná hámarksframförum. Hér þarf að koma til samstillt átak ráðunauta og kúabænda til að við fullnýtum þá möguleika sem við höfum á að bæta framleiðslugripina okkar.

Að efla kynbótastarfiðFjóstíran

Af lánamálum á vori

Nú í sauðburðarlok fer hugurinn ósjálfrátt að leita að næsta við-fangsefni til að hlakka til. Það fyrsta sem kemur uppí hugann er fjallferð (göngur) og réttir. Í fram-haldi af þeirri tilhlökkun fór ég að velta fyrir mér þessum hlutum í víðara samhengi, s.s. menningar-legu gildi og samfélagslegu mikil-vægi hluta eins og fjallferða og rétta.

Rétt eftir áramótin (og stundum fyrr) byrjar umræðan um það hvort fólk ætli ekki örugglega til fjalls næsta haust. Frá því að ég var lítill var stefnan alltaf sett á að komast til fjalls um leið og aldurinn leyfði. Viku fjarvera frá skóla á öllum skólastigum (grunn-, framhalds- og háskóla) hefur hingað til ekki verið nægilega stór hindrun til að koma í veg fyrir að ég færi til fjalls, og í raun hef ég alltaf lært það mikið á þessum ferðum að það hefur bætt upp fjarveruna úr skóla og rúmlega það, en það er önnur saga. Í nokkurn tíma lá fyrir að ég stefndi á að fara erlendis í nám og get ég játað að það sem ég kveið mest varðandi dvölina á erlendri grundu var að komast ekki til fjalls um haustið. Það var síðan erfitt að líta á dagatalið og klukkuna og vita nákvæmlega af hverju ég var að missa á hverjum degi í tæpa viku. Þessar tilfinningar gagnvart fjallferðum er mjög almennar í mínu heimahéraði, í framhaldi af því má svo velta fyrir sér hversu mikilvægar fjallferðirnar eru einstaklingum og þar af leiðandi samfélaginu.

Í minni heimasveit, Gnúpverjahrepp hinum forna (og lík-lega öllum uppsveitum Árnessýslu), er stærsti menningarviðburður og samfélagslega mikilvægasti dagur ársins án efa réttardagurinn. Nánast allir íbúar sveitarinnar, stórir sem smáir, ungir sem aldnir mæta í réttir. Brottfluttir íbúar, vinir og ættingjar, vinir vina og ættingja fjölmenna í sveitina til að upplifa réttardaginn með íbúunum. Mikilvægi viðburðar þar sem nær allir íbúar sveitar-félagsins koma saman á einn stað og gleðjast er erfitt að mæla en má fullyrða að það sé gífurlegt.

Ef við horfum svo frá sjónarhorni landbúnaðarins í heild er mikilvægið ekki minna, því hjá sumum þeirra sem koma í réttirnar er þetta eina beina tengingin við landbúnaðinn og bændur. Er ég þess fullviss að þessir einstaklingar líta landbúnað-inn jákvæðari augum en þeir sem enga tengingu hafa. Þessi tenging á milli hins almenna íbúa landsins og landbúnaðarins hefur verið að rofna undanfarin ár og er mikil-vægt að sporna gegn þeirri þróun. Réttardagurinn sem slíkur er ekki stór viðburður í öllum sveitum en þar eru þá jafnvel aðrir viðburðir sem gefa fólki tækifæri til að tengj-ast bændum og landbúnaðinum. Um þessa atburði verðum við að standa vörð og reyna að fjölga tækifærum fyrir fólk til að upplifa landbúnaðinn í návígi. Því til lengri tíma litið er framtíð íslensks land-búnaðar best borgið í sátt og sam-vinnu við íslensku þjóðina. Þeirri sátt er auðveldast að ná með sterku sambandi milli landbúnaðarins og hins almenna íbúa landsins.

Það má því færa fyrir því rök að mikilvægi fjallferða og rétta í mínu heimasveitarfélagi sé töluvert mikið meira en eingöngu að ná í fé á afrétt og koma því til síns heima, hvort sem horft er frá sjónarhorni einstaklinga, sveitarfélagsins eða landbúnaðarins í heild.

Kaupmannahöfn, 3. júní.

Raddir ungra bænda

Hugleiðing um fjallferð og réttir

a bæ d

Einar Kári Magnússon Meistaranemi við LbhÍ

Ráðunautur í nautgriparækt

Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir

Raddir kúabænda - af naut.is

Sigurður Loftsson Formaður Landssamband kúabænda

Page 29: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

29Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

INNRÉTTINGARGlæsilegar innréttingar í hæsta gæðaflokki

www.friform.is

SENDU OKKUR MÁLIN

ARKITEKTÞJÓNUSTA:

ELDHÚS ÞVOTTAHÚS BAÐ FATASKÁPAR

RAFTÆKI AFSLÁTTUR20%

AFSLÁTTUR20%

50% AFSLÁTTUR AF FLUTNINGI ÚT Á LAND

20% AFSLÁTTUROG 10% AÐ AUKI SÉ GREITT Í EINU LAGI VIÐ PÖNTUN

AT

AR

NA

Nú eru allarryksugur frá Siemens og Bosch átilboðsverði.

Líttu inn og gerðu góð kaup!

Umboðsmennum land allt.

JÚGURHALDARAR

Vélaval-Varmahlíð hf. sími: 453-8888

Næsta Bændablað kemur út fimmtudaginn 23. júní

Page 30: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

30 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Á markaði

Bændasamtök Íslands hafa á undanförnum misserum unnið margvíslegt starf vegna umsókn-ar Íslands um aðild að ESB. Því miður hefur nokkuð borið á að rangt sé farið með í þessu efni. Meðal annars var því haldið fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um útvistun opinberra verkefna til Bændasamtaka Íslands að samtökin hefðu hafnað beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytisins um að starfsmenn samtakanna veittu sérfræðiað-stoð um landbúnaðarmál vegna aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu.

Rangt með fariðSá sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytið ástæðu til að senda sér-staklega út fréttatilkynningu þar sem orðrétt segir:

Hér er rangt með farið. Bændasamtök Íslands höfnuðu ekki beiðni ráðuneytisins um upp-lýsingar eða sérfræðiaðstoð; þvert á móti undirbjuggu sérfræðingar samtakanna öll þau svör við spurn-ingum framkvæmdastjórnar ESB sem óskað var eftir, bæði síðastliðið haust og eins haustið 2009 þegar annar spurningalisti var á ferðinni. Hins vegar höfnuðu Bændasamtökin því að sérfræðingar þeirra tækju þátt í svokölluðum rýnifundum í Bru,ssel eins og óskað hafði verið eftir.

Full ástæða er því til að fara betur yfir á opinberum vettvangi hvaða störf samtökin hafa innt af hendi í þessu sambandi.

Haustið 2009 skipaði utanríkisráð-herra tíu samningahópa sem fjalla um afmörkuð efnissvið og einstaka kafla samningaviðræðanna við ESB, og til að starfa með samninganefnd-inni. Bændasamtökum Íslands var boðið að tilnefna fulltrúa í þrjá samningahópa.

Bændasamtök Íslands eiga þrjá full-trúa í samningahópi um landbúnað, þau eru: Baldur Helgi Benjamínsson, Erna Bjarnadóttir og Sigurbjartur Pálsson. Haldnir hafa verið 13 fundir í samningahópnum og var síðast haldinn fundur 21. febrúar sl. Á þeim fundi var þeim sem taka þátt í starfi hópsins boðið að skipta sér í þrjá undirhópa til að fjalla um mótun samningsmarkmiða, sem síðan yrðu send aðalsamninganefnd

til meðferðar. Tveir hópar af þessum þremur hafa síðan komið saman til fundar, annar einu sinni og hinn þrisvar. Síðast var haldinn fundur í undirhópi þann 5. maí sl. Fulltrúar BÍ hafa sótt alla fundi í samninga-hópnum og undirhópnum og tekið virkan þátt í umræðum og starfi hópsins. Fulltrúar BÍ sátu einnig, í gegnum fjarfundarbúnað, svo kallaða rýnifundi sem haldnir voru með ESB um landbúnað. Fyrri fundurinn var haldinn dagana 30. nóvember til 3. desember 2010 og sá síðari 24.–27. janúar sl.

Þrír starfsmenn BÍ og Lands-samtaka sauðfjárbænda unnu einnig við að fara yfir reglugerðir og til-skipanir ESB um landbúnað sem falla undir 11. kafla. Alls var um að ræða 25 reglugerðir upp á hundruð blaðsíðna, skriflegri greinargerð var skilað um hverja þeirra. Einnig mættu þessir starfsmenn á fundi samningahóps um landbúnað til að kynna vinnu sína og tóku þátt í samráðsfundum starfsmanna stjórn-arráðsins, sem unnu að greiningu annarra reglugerða um landbúnað.

Fulltrúi BÍ í hópnum er Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Sigurður hefur sótt 13 fundi af 15 í hópnum. Einnig flutti hann fyrir-lestur um byggðastefnu Finnlands á fundi samningahóps um byggðamál í ágúst 2010 og sótti 2ja daga ráð-stefnu um byggðamál í Salnum í Kópavogi fyrr á því ári. Hann hefur einnig sótt tvær aðrar ráðstefnur um efnið sem samningahópurinn hefur skipulagt og setið rýnifund í gegnum fjarfundarbúnað. Þessu hefur einnig fylgt margvísleg gagnayfirferð.

Í þessum samningahópi er fjallað um dýra- og plöntuheilbrigði og mat-vælaöryggi. Fulltrúi BÍ í hópnum er Ólafur R. Dýrmundsson en auk þess hefur Erna Bjarnadóttir sótt fundi sem tengiliður við samningahóp um landbúnað. Ólafur hefur setið á annan tug funda og afgreitt fjölda beiðna um upplýsingar sem varða starf hópsins. Þar við bætast mál-þing og lestur ýmissa gagna á skrif-stofu. Starfsmenn BÍ fylgdust með rýnifundum með ESB um dýra- og plöntuheilbrigði og matvælaöryggi í gegnum fjarfundarbúnað í utan-ríkisráðuneytinu. Fyrri fundurinn var haldinn 14.–15. febrúar sl. og sá síðari 28.–31. mars.

Haustið 2009 sendi ESB umfangs-mikla spurningalista til íslenskra stjórnvalda til að byggja síðan á skýrslu sína um umsókn Íslands um aðild að ESB. Bændasamtökin lögðu fram u.þ.b. 250 vinnustundir við að svara þeim hluta spurning-anna sem beint var til þeirra og lutu einkum að margvíslegum þáttum varðandi framkvæmd búvörulaga og búnaðarlagasamnings.

Fjölmargar sendinefndir og sér-fræðingar hafa komið hingað til lands undanfarin tvö ár til að kynna sér ýmsa þætti í landbúnaðarstefn-unni hér á landi. Nokkrir hópar hafa sótt Bændasamtökin heim til að fræðast um þátt þeirra í framkvæmd og mótun landbúnaðarstefnunnar. Einnig hafa Bændasamtökin tekið á móti fjölmörgum öðrum gestum, bæði þingmönnum frá einstökum aðildarlöndum, blaðamönnum og fleirum sem sótt hafa landið heim vegna ESB-umsóknar. Slíkar heim-sóknir hafa bæði verið af pólitískum toga, þ.e. gestirnir hafa viljað kynna sér sjónarmið BÍ en einnig hefur verið beinlínis um miðlun upplýs-inga um landbúnað og landbúnaðar-stefnuna að ræða.

Starfsmenn BÍ hafa einnig sótt fjölda funda í sjávarútvegs- og land-búnaðarráðuneytinu og utanríkis-ráðuneytinu með sérfræðingum á vegum ESB. Þarna hafa verið fjöl-þætt verkefni til umfjöllunar s.s. hagtölur, búreikningar, stuðningur við bændur og landbúnað, markaðs-mál o.fl. Flestir þessara funda voru haustið 2009 og á fyrri hluta ársins 2010.

Um árabil hafa Bændasamtökin kynnt sér málefni ESB, einkum

sameiginlegu landbúnaðarstefnuna, CAP. Samtökin áttu fulltrúa í nefnd sem skilaði skýrslu til þáverandi utanríkisráðherra haustið 2003 um íslenskan landbúnað í alþjóðlegu umhverfi, þar sem mikil áhersla var á möguleg áhrif ESB-aðildar. Mikil áhersla var þar á að skoða hvernig búið er um landbúnað í Norður-Finnlandi. Síðan þá hefur reglulega verið fjallað um þróun landbún-aðarstefnu ESB á vettvangi BÍ, t.d. í Bændablaðinu og sérfræðingar BÍ hafa flutt fjölda erinda um CAP og íslenskan landbúnað fyrir ekki aðeins bændur heldur víða annarsstaðar, s.s. í háskólum og hjá stjórnmálaflokkum. Einnig hefur margvíslegu efni verið miðlað til bænda og trúnaðarmanna í félagskerfi þeirra.

Af því sem að ofan greinir má ráða að Bændasamtökin hafa lagt mikla vinnu í að kynna sér landbúnaðar-stefnu ESB, sinna lögbundnu hlut-verki sínu um miðlun upplýsinga og ráðgjöf til stjórnvalda og taka þátt í starfi samningahópa utanríkisráðu-neytisins. Það er því fjarri sanni að samtökin hafi ekki sinnt skyldu sinni á þessum sviðum, um það vitna tölvupóstar og bréf til stjórnvalda, fundargerðir samningahópa o.s.frv. Slík gagnrýni er því ómálefnaleg og greinilega ætluð til að draga úr trúverðugleika Bændasamtakanna. Mikil vinna hefur einnig verið lögð í að afla upplýsinga um CAP til að undirbyggja afstöðu og málflutning BÍ. Á búnaðarþingi 2011 var t.d. kynnt í handriti rit Stefáns Más Stefánssonar um Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, sem unnið er fyrir Bændasamtökin. BÍ hafa því lagt fram mikla og faglega vinnu í tengslum við aðildarumsóknina og svo mun áfram verða. Málflutningur samtakanna gegn aðild hefur ekki verið hrakinn og þeir sem ekki eru sammála þeim sjónarmiðum verða að svara þeim með rökum, en ekki söguburði. /EB

Erna Bjarnadóttir

hagfræðingur Bændasamtaka Í[email protected]

ESB-málefni

Störf Bændasamtaka Íslands við ýmis verkefni tengd ESB-umsókn

Innflutt kjötTímabil janúar - apríl 2011 2010

Alifuglakjöt 213.785 98.855

Nautakjöt 49.554 27.604

Svínakjöt 113.308 14.207

Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 13.911 9.422

Samtals 390.558 150.088

Nautabændur fá meiraVerð til bænda á nautakjöti hefur tekið nokkrum breytingum undan-farna mánuði. Dæmi eru um allt að 6% hækkun til bænda um síðustu mánaðamót. Á vef Landssambands kúabænda er fylgst með verðþróun á kjöti og verðlistar sláturleyfishafanna birtir á einum stað. Síðasta mánudag voru verðlistarnir uppfærðir og þá kom í ljós að Sláturhúsið Hellu og Sláturfélag Suðurlands bjóða á bilinu 4-5% betri kjör en aðrir sláturleyfis-hafar. Í verðlíkani LK er tekið tillit til flokkunar og meðalþunga slátur-gripa á tímabilinu 1. maí 2010 til 30. apríl 2011. Sem dæmi þá borgar SS nú 625 kr/kg á UN úrval A, 575 kr/kg á UN1 A og 500 kr/kg á K1 A. Flutningskostnaður og heimtaka er óbreytt en hjá SS gildir hækkunin afturvirkt frá 30. maí sl.

Í dag, 9. júní, verður haldin upp-skeruhátíð á vegum Vaxtar-sprotaverkefnisins á Suðurlandi. Hátíðin verður haldin á Hótel Heklu og hefst kl. 14:30. Frá því að Vaxtarsprotaverkefnið hóf göngu sína hafa 180 manns lokið nám-skeiðum á vegum verkefnisins, að þátttakendum á Suðurlandi með-töldum. Þessir aðilar hafa unnið að 145 verkefnum alls, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá verkefnisstjóra hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Vaxtarsprotar er stuðningsverkefni sem hefur það að markmiði að hvetja og styðja við fjölbreytta atvinnusköpun í sveitum landsins. Verkefnið, sem er á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbún-aðarins, hóf göngu sína á árinu 2007, en hefur síðan komið til framkvæmdar víða um land.

Framkvæmd verkefnisins á Suðurlandi var unnin í samvinnu við Búnaðarsamband Suðurlands og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Þátttakendum í verkefninu hefur staðið til boða margvíslegur stuðn-ingur svo sem námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja og einstaklings-bundin leiðsögn, auk þess sem ýmsir styrkjamöguleikar hafa verið kynntir.

Þátttakendurnir sem nú ljúka nám-skeiði eru 16 talsins og unnu að 14 verkefnum. Sjö verkefni níu þátttak-enda eru tilbúin til kynningar opinber-lega á þessu stigi, þau eru:

Guðrún Pálína Haraldsdóttir Kvistum, Ölfusi. Pálína framleiðir hestatengda gjafa- og nytjavöru, til dæmis ábreiður á hesta úr íslenskri ull sérmerktar hesti, ræktunarbúi og/eða eiganda, peysur, húfur, vettlinga og

fleira merkt með nafni og ræktunarbúi. Íslenska ullin hentar vel í ábreiður því að ullin heldur hita á hestunum en hleypir raka út.

Herdís Friðriksdóttir Daltúni, Bláskógabyggð. Betula Travels er lítil ferðaskrifstofa sem býður upp á fræðsluferðir fyrir bandaríska háskólanema sem leggja stund á nátt-úrufræðitengd fög. Fyrirtækið sérhæfir sig í sérsniðnum fræðslu- og skemmti-ferðum þar sem náttúra Íslands er í forgrunni.

Vilborg Ástráðsdóttir Skarði og Eygló Jósephsdóttir Öxl, Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru með vefversl-unina www.hialin.is, sem er með lága álagningu og veitir lista- og handverks-fólki tækifæri á að skapa sér tekjur af list sinni. Verslunin gerir kröfur um fallegt handbragð og að varan sé eigin hugarsmíð þess sem selur.

Gauti Gunnarsson og Guðbjörg

Jónsdóttir Læk, Flóahreppi eru með framleiðslu og sölu hreinna afurða úr héraði sem verkefni, undir merkinu Búbót. Verslunin er staðsett í Gömlu-Þingborg í Flóahreppi.

Maríanna Bergsteinsdóttir Dalbrún, Bláskógabyggð, er með verkefni sem kallað er Náttúruspil dýralæknisins. Maríanna er dýralæknir og hannar fróðleg og skemmtileg spil um íslensk dýr og íslenska náttúru. Spilastokkurinn er fjögur spil í einu og honum fylgir vasabók með helstu upplýsingum um þau dýr sem eru í hverju spili. Fróðleikur og skemmtun sem getur fylgt manni hvert sem er. Fyrsti spilastokkurinn kemur á markað í haust.

Kristbjörg Hilmarsdóttir Þykkvabæjarklaustri II, Skaftárhreppi er með verkefnið „Út í auðnina“. Um er að ræða fjölskylduvæna ferðaþjónustu í einstöku umhverfi innan jarðvangsins Katla Geopark, sem ábúendur á Þykkvabæjarklaustri 2 í Álftaveri, Skaftárhreppi reka. Í fróðlegum gönguferðum með leið-

sögn gefst kostur á að kynnast land-inu og lífinu á svæðinu fyrr og nú. Innsýn í söguna má enn dýpka með því að fylgjast með uppbyggingu Brynkabragga, sýningar um reka- og fjörunytjar. Gistingin í ,,farfuglastíl‘‘ er í Nonna- og Brynju húsi, stóru íbúðarhúsi með fullbúnu eldhúsi og fleiri þægindum.

Heiða Björg Scheving Hvassafelli, Rangárþingi er með Gamla fjósið. Í byrjun júlí verður Gamla fjósið, veit-ingastaður og markaður opnaður að Steinum undir Eyjafjöllum. Þar er um að ræða gamalt fjós sem breytt hefur verið í veitingastað. Boðið verður uppá súpur og grillpinna í hádegi, kaffi og kökur og brauð um miðjan daginn og sérvalda rétti á kvöldin. Áhersla verður lögð á að vera með hráefni úr heimabyggð, einkum nautakjöt sem framleitt er á bænum. Á markaðnum verða seldar handverksvörur og nautakjöt beint frá bónda. Gamla fjósið mun fyrst um sinn vera opið yfir sumartímann og einstaka helgar.

16 Vaxtarsprotar bætast í hópinn

Talsvert meiri innflutningur hefur verið á kjöti það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra. Þannig er búið að flytja inn tæplega áttafalt það magn af svínakjöti sem flutt var innfyrstu fjóra mánuði ársins 2010. Einnig rösklega tvisvar sinnum meira magn af alifuglakjöti og tæplega tvöfalt magn af nautakjöti. Mest nautakjöti kemur frá Þýskalandi, Danmörku og Litháen. Svínakjöt kemur frá þess-um þremur löndum auk Hollands. Mestur hluti innflutts alifuglakjöts kemur frá Danmörku, Þýskalandi og Bretlandi. /EB

Innflutningur á kjöti

Page 31: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

31Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Árið 2007 hófst samstarf Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands um tilraunir sem tengjast framleiðslu á kartöflum í neytendaumbúð-um. Tilraunir hafa verið gerðar hvert ár síðan, að undanteknu árinu 2009. Talið var að með því að auka framboð á kartöflum í neytendaumbúðum mætti bæta nýtingu kartöfluuppskerunnar og auka verðmæti hennar. Samband garðyrkjubænda hefur styrkt verkefnið öll árin.

Fyrst í stað var eingöngu hugað að svokölluðum forsoðnum kartöflum. Til forsoðningar eru valdar fremur smáar kartöflur, jafnar að stærð. Þær eru skrældar hráar og settar í lofttæmda og loftþétta plastpoka. Í pokunum eru þær soðnar og í sömu pokum boðnar til sölu. Þessi meðferð gerir miklar kröfur til hráefnis:

Í fyrsta lagi þurfa kartöflur að vera margar af svipaðri stærð undir hverju grasi, í öðru lagi þurfa þær að vera sem þurrefnisríkastar, í þriðja lagi reglulegar í laginu með grunn augu fyrir skrælingu í vélum, í fjórða lagi með litla ensímvirkni svo að ekki myndist brúnn vökvi í umbúðum og í fimmta lagi og ekki síst bragðgóðar. Svo er að sjálfsögðu alltaf stefnt að sem mestri uppskeru.

Yfirburðir Belana og AnnabelleFyrstu tvö árin voru borin saman 17 kartöfluyrki í ræktunartilraunum á Tilraunastöðinni á Korpu auk tilraun-ar í Akurnesi í Hornafirði. Auk þess voru reynd ýmis tilbrigði við ræktun, svo sem mismunandi upptökutími og mismunandi áburður. Uppskera var mæld á Korpu, einnig þurrefni, sterkja og dreifing í stærðarflokka. Mat á eiginleikum í skrælingu, bragð-

prófanir og framleiðslutilraunir voru gerðar hjá Matís.

Niðurstöður urðu þær að tvö yrki af þeim 17 þóttu bera af. Þau bera nöfnin Belana og Annabelle.

Framhaldsrannsóknir 2010Framhald rannsóknarinnar var skipu-lagt 2010 og var þá lögð meiri áhersla á neysluþáttinn en verið hafði fyrr. Kartöflurnar voru ræktaðar á Korpu og uppskera mæld eins og áður. Árið 2010 voru ræktuð yrkin Premier, Gullauga, Belana og Annabelle. Vinnslu- og neytendaprófanir voru hjá Matís. Annabelle hefur komið mjög vel út, bæði hvað varðar upp-skeru, stærðarsamsetningu og geðjun. Sér í lagi líkar yngri aldurshópum bragðið vel. Gullauga reynist einnig ágætlega og eru eldri neytendur enn hrifnir af því.

Niðurstöður rannsókna 2007–2010 hafa verið birtar í þremur skýrslum. Þær eru allar aðgengi-legar á vefnum gegnum heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands.

Tilraunum haldið áfram í vorNú í vor var ákveðið að halda áfram með Gullauga og Annabelle og bera saman við þau yrki sem unnið er með hérlendis, það er Salome og Milva. Þessi 4 yrki hafa nú verið sett niður í tilraunareiti á Korpu. Áætlað er að um helmingur uppskeru fari í vinnslu- og bragðprófun hjá Matís strax eftir upptöku í haust, en hinn helmingurinn fari í geymslu fram yfir áramót og þá unninn og reyndur á sama hátt.

Í nágrannalöndunum eykst sala á kartöflum í neytendaumbúðum og komið er til móts við neytendur með fjölbreyttri framleiðslu eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Góðar líkur eru á því að aukið framboð af þessu tagi hérlendis muni auka kartöfluneyslu þjóðarinnar og tryggja betur en nú viðunandi verð til kartöflubænda.

Höfundar: Jónatan Hermannsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir

Tilraunir Landbúnaðarháskóla Íslands og Matís 2007–2011 á forsoðnum kartöflum:

Tegundirnar Belana og Annabelle bera af- Gullauga reynist einnig ágætlega og eru eldri neytendur enn hrifnir af því

Mynd/Valur N. Gunnlaugsson.

ÞÓR HF | Reykjavík : K rók hálsi 16 | S ími: 568-1500 | Akureyri : Lónsbak k a | Sími 461-1070 | www.thor. is

ÞÓR HFREYKJAVÍK - AKUREYRI

KRONE CF 155 XC rúllusamstæðanÞór hf. frumsýnir á Íslandi COMPRIMA CF 155 XC, fyrstu lauskjarna rúllubindivélina með breytilegri baggastærð. Vélin sem sameinar kosti fastkjarnavéla og einfaldleika lauskjarnavéla á ódýran hátt.Breytileg baggastærð á einfaldan hátt. Baggastærðir frá 125 cm upp í 150 cm.Gúmmíbelti í stað keðjunnar á baggahólfinu – minni hávaði.Einföld uppbygging – minni stofnkostnaður - ódýrt viðhald.Lítil aflþörf, eingöngu 70 hestöfl.

COMPRIMA CF 155 XC

Lauskjarna rúlluvél.Rúllustærðir frá 1,25 – 1,50 m.Netbindibúnaður2,15 m Easy-Flow sópvinda. Mötunarvals með 17 hnífa skurðarbúnaðiDrop floor stíflulosunarbúnaðurGúmmíbelti í stað keðja, minni hávaðiSjálfvirk smurning á keðjum.Miðlægir smurstútar á legum.Flotdekk (500/50-17 10PR)Pakkar bæði með 75 cm plasti og 50 cm plasti.Einföld stjórntölva með góðum skjá.

Erum einnig að fá í hús eftirfarandi vélar úr nýju COMPRIMA línunni af rúlluvélum frá KRONE:COMPRIMA CV 150 XC - Fastkjarna rúlluvélasamstæða með breytilegri baggastærð 90 cm -150 cm COMPRIMA V150 XC - Fastkjarna rúlluvél með breytilegri baggastærð 90 cm - 150 cm Hjá okkur er sýning á landbúnaðartækum

innan dyra allt árið um kring!

COMPRIMA CF 155 XC verður til sýnis að Krókhálsi 16, Reykjavík næstu daga.

����������� ��������������������������������������������������� �!����"��#�����$$$%&�����%��

��������� � � � � � � � � �

���������� ����

����� ���!�"������

#���� ������������$

�������� ��������

��

������������ ������������������������

���������%�����

���������!�&"''�����

��������

2-�������(��.� ���+�/����.��-+&������� 0������&�*����1����0�+�(%

2��(�����3��*���(����������++������(��.��.������,,4������%

Bændablaðið á netinu...

www.bbl.is

Page 32: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

32 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Tól og tækni

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum sem lesa þessa pistla mína að hátt eldsneytis-verð hefur verið mér hugleikið að undanförnu. Það er mér því mikið ánægjuefni að geta sagt frá því að verð á olíu og bensíni hefur lækkað um 10 krónur frá síðasta Bændablaði.

Í síðustu viku hélt Atlantsolía spa-raksturskeppni þar sem um 25 bílar tóku þátt. Sigurvegarinn var Toyota Yaris, bíllinn sem ég prufukeyrði í 7. tölublaði með eyðslu upp á 2,63 á hundraðið, en á þeim bíl var ég að eyða 5,6 lítrum af dísel í blönd-uðum akstri. Í öðru til þriðja sæti, ásamt Peugeot 207, var VW Golf Trendline Blue Motion með 2,84 á hundraðið (nánar er hægt að lesa um þessa sparaksturskeppni á vefnum www.atlantsolia.is).

Golf Trendline Blue MotionÉg fékk að prófa þennan VW Golf Trendline Blue Motion hjá Heklu í síðustu viku. Það er ekki meiningin með skrifunum hér að neðan að bera þessa tvo bíla saman (Golf og Yaris), enda er að mínu mati ekki hægt að segja að þeir falli í sama flokk, þar sem Toyota Yaris er með minni vél, léttari og að bera saman japanskan bíl og þýskan hefur mér alltaf þótt ósanngjarn samanburður.

5,3 á hundraðiðHringurinn sem ég tók á VW var ekki stór (um 50-60 km), en í honum var bæði slitlagsakstur og malarakstur. Að loknum akstri var ég nokkuð ánægður með eigin árangur því ég var að eyða 5,3 lítrum að meðaltali á hundraðið í blönduðum akstri (þess ber að geta að ég er ekki alltaf að hugsa um sparakstur þear ég prófa bíla og tæki og oftar en ekki blundar í mér spyrnuglaður unglingur).

Uppgefin meðaleyðsla 3,8 lítrarBíllinn er með 1,6 TDI díselvél sem skilar 105 hestöflum og er bein-skiptur með 5 gíra kassa. Uppgefin eyðsla frá söluaðila er í blönduðum akstri 3,8 lítrar á hundraðið.

Sennilega hljóðlátasti díselbíllinnÞað fyrsta sem ég tók eftir var hljóðlát díselvélin, en þessi bíll er sennilega hljóðlátasti díselbíll sem ég hef ekið.

Pláss inni í bílnum er mjög gott, sæti þægileg og allt útsýni gott út úr bílnum.

Yfirsýn á stjórntæki og mælaborð er gott og er þægilegt að ná til allra stjórntækja.

Í speglunum utan á bílnum eru lítil

stefnuljós sem sjást vel úr ökumanns-sætinu, þetta er þægilegt og ætti að mínu mati að vera skylduútbúnaður á öllum bílum. Farangursrými er í meðallagi stórt.

Stöðugur á mölinniÁ möl er bíllinn stöðugur og virkar fjöðrunin vel því að á mjög holóttum malarvegi tók fjöðrunin holurnar svo nett að halda hefði mátt að holurnar væru aðeins þriðjungur af því sem þær í raun voru (einhvern tímann hefði ég notað orðið „rásfastur“ við alla þessa setningu, að bíllinn væri „rásfastur“ á möl, en mér var bent á að orðið „rásfastur“ væri ekki til í íslensku og ofnotað af bílaprófunar-mönnum).

Malarvegahljóð er nánast ekki neitt inni í bílnum enda er hann mjög vel hljóðeinangraður og heyrast mjög lítil umhverfishljóð inn í bílinn.

Jákvætt:Kraftmikill, hljóðlátur, rúmgóður, sparneytinn, góð sæti.

Neikvætt:Mætti vera með sex gíra kassa, hitara í sæti og bakkskynjara, en að mínu mati gallalaus bíll.

Vélaprófanir

[email protected]

Hjörtur L. Jónssonson

Verð: 3.390.000 kr.

Lengd: 4,199 mm

Breidd: 1,779 mm

Hæð 1,480 mm

Hestöfl: 105

Vél: 1598cc disel

Þyngd 1.314 kg

Helstu mál Trendline Blue Motion:

Finnland var fyrsta ríkið til að lögfesta réttindi um 5,3 milljóna íbúa landsins um viðunandi netsambands. Lögin sögðu að frá 1. júlí 2010 skyldu allir íbúar Finnlands eiga rétt á 1 Mb/s netsam-bandi. Fjarskiptafyrirtækjum í Finnlandi ber skylda til að bjóða öllum viðskiptavinum sínum netsamband sem nær a.m.k. fyrrgreindum hraða.

Stjórnvöld í Finnlandi sam-þykktu stefnumótun í fjar-skiptamálum í desember 2008 sem hafði tvö markmið; 1 Mb/s lágmarksnettengingu allra íbúa 2010 eins og áður segir og 100 Mb/s nettengingu árið 2015. Fjarskiptafyrirtækjum bar að uppfylla skilyrði laganna án fjárstuðnings frá finnska ríkinu og skyldu nettengingar bjóðast íbúum á viðráðanlegu verði.

Fjarskiptafyrirtæki höfðu val um hvaða fjarskiptatækni skyldi notuð.

Í fréttatilkynningu frá októ-ber 2010 á heimasíðu finnska stjórnarráðsins er haft eftir Suvi Lindén, þáverandi fjarskipta-ráðherra Finnlands, að nýlegar rannsóknir sýni að stjórnvöld í Finnlandi hafi veðjað á réttan hest í fjarskiptamálum.

,,Finnska fjarskiptakerfið sé með því besta sem gerist þegar kemur að gæðum og hraða og það geri landið tilbúið fyrir tækifæri morgundagsins“

. Rannsóknir sýni jafnframt að enn sé rými fyrir endurbætur. Ennþá sé of mikill munur á netgæðum í þétt- og dreifbýli. Lögin gera kröfu til að allir eigi kost á öflugu netsambandi á við-ráðanlegu verði.

Að sögn ráðherrans náðist nýlega samkomulag milli fjar-skiptafyrirtækja um eitt verð á 1 Mb/s netsambandi og áfram verði lögð áhersla á gæði fjarskipta.

,,Næsta skref, þ.e. 100 Mb/s árið 2015, byggir á ljós-leiðaratengingum, og einnig að bæta gæði sambanda“, er haft eftir Suvi Lindén, þáverandi fjarskiptaráðherra Finnlands. Í ræðu sem Suvi Lindén hélt á Upplýsingatæknideginum 14. apríl 2010 kom fram að þakka mætti auðveldari gagnaflutn-ingum að fleiri atvinnutækifæri væru í boði í dreifbýli.

Þróun íslenska fjarskiptamarkaðarins

2008-2010Um 17% samdráttur hefur orðið í símanotkun fólks á fastanetinu (e. fixed network) í mínútum á árunum 2008 til 2010. Sjá mynd. Þetta kemur fram í töl-fræðiskýrslu PFS um fjarskipta-

markaðinn frá 2008 til loka árs 2010, sem PFS birti á heimasíðu sinni 31. maí sl.

Markaðshlutdeild fyrir-tækja skipt eftir símtölum innanlands hefur haldist nokkuð stöðug á árinum 2008 til 2010. Markaðshlutdeild Símans hefur gefið eftir en hún var 69,5% árið 2008 en var komin í 62,5% við lok síðasta árs. Vodafone var með 26,2% (2008) og 28,2% (2010). Markaðshlutdeild Tals fór úr 4,2% árið 2008 í 9,1% á síðasta ári.

Hei ldarf jöldi GSM/UMTS(3G) áskrifta fjölgaði á þessum árum um tæplega 16%. Síminn var með stærstu markaðs-hlutdeildina við lok árs 2010, eða 41,8%. Það er um 10% minni markaðshlutdeild en árið 2008. Nova hefur mjög sótt í sig veðrið á GSM markaðnum en markaðs-hlutdeild fyrirtækisins árið 2008 hefur vaxið úr 8,2% árið 2008 í 22% í lok árs 2010.

Smáskilaboðum fjölgaði sam-kvæmt skýrslu PFS um 20% á tímabilinu 2008 til 2010. Athygli vekur sú mikla fjölgun sem varð í smáskilaboðum hjá viðskipta-vinum Nova. Markaðshlutdeild Nova í smáskilaboðum var 8,9% árið 2008 en var komin í 49,9% árið 2010.

Í næsta Bændablaði mun ég fjalla um tölfræðiúttekt PFS á Internetmarkaðnum.

WorldFengur vinsæll 8 þúsund virkir áskrifendur

frá áramótumÍ maí 2011 sóttu 5.922 einstakir áskrifendur upplýsingar í upp-runaættbókina, WorldFeng (WF) (www.worldfengur.com), sem er heimsóknarmet í einum mánuði. Til samanburðar má nefna að 5.213 heimsóttu WF í maí í fyrra.

Alls 8.000 virkir áskrifendur hafa notað áskrift sína frá áramót-um til 5.6.2011 miðað við 7.028 í fyrra, en þetta er um 14% fjölgun frá fyrra ári. Kynbótasýningar og íþróttakeppnir standa yfir víða um heim og skiptir máli að fylgj-ast vel með nýjustu dómum. Allar kynbótasýningar eru skráðar ,,í beinni" í WF en dómar í íþrótta- og gæðingakeppnum eru lesnar inn þegar móti lýkur.

Upplýsingatækniog fjarskipti

100 Mb/s netsam-band fyrir alla Finna árið 2015

Jón Baldur Lorange

sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Bændasamtaka Í[email protected]

Upplýsingatækni

VW Golf Trendline Blue Motion:

Kraftmikill, hljóðlátur, rúmgóður og sparneytinn

Farangursrýmið er mjög rúmgott.

Yst á speglinum er lítill depill sem sýnir að stefnuljósið er á.

Page 33: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

33Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Lesendabásinn

Skógrækt getur orðið öllum bændum mikil lyftistöngAllir bændur eru áhugasamir um að auka gæði lands síns og verðmæti. Víða er óræktað land fremur verðlítið, jafnvel allt að því verðlaust. Má þar nefna úthaga, beitarlönd og einkum fjallshlíðar. En hvernig væri að auka verðmæti landsins verulega?

Þegar ekið er framhjá Úlfarsfelli í Mosfellsbæ má sjá vöxtulegan skóg sem við Mosfellingar nefnum skóginn okkar í Hamrahlíð eða Hamrahlíðarskóg. Þarna var hafin skógrækt fyrir rúmri hálfri öld eða vorið 1957. Landgæðin voru þá ekki mikil, þarna var gamalt nauðbeitt beitiland og úthagi sem einkum nýttist sauðfé. Mikil grjóturð var þarna fyrir og jarðvegur víðast hvar mjög grunnur. Ekki var fyrirsjáanlegt að þetta land nýttist öðru vísi en til skógræktar. Nú er þarna að vaxa mjög fallegur skógur sem nýtist einkum til útivistar. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar hefur undanfarin ár haft megintekjur sínar af jólatrjáa-sölu í skóginum fyrir hver jól.

Líklegt má telja að við getum ræktað skóg nokkuð víða um Ísland. Við eigum að leggja áherslu á að velja land til skógræktar sem ekki er líklegt að sé eftirsóknarvert til annarra nytja. Þannig eigum við ekki endilega að rækta skóg á frjósömu flatlendi þar sem við gætum stundað verðmæta akuryrkju eins og kornrækt. Skjól af skógar-lundum og skjólbeltum stuðlar að aukinni og betri uppskeru. Klemens Kristjánsson (1895-1977) tilrauna-stjóri kornræktar á Sámsstöðum kannaði þetta nokkuð ítarlega. Hann ritaði nokkrar greinar um árangur tilrauna sinna m.a. í Ársrit Skógræktarfélags Íslands, 1955 og 1976. Þar kemur fram, að unnt er ná mun betri árangri í kornrækt með skjólskógi en ella. Skógarskjólið brýtur niður vindinn og eykur þannig vöxt og þroska kornsins sem stuðlar að betri nýtingu akursins.

Fjallshlíðar okkar eru mjög heppilegar og góðar til að koma upp beitiskógi og nytjaskógi eink-um neðri hluti þeirra. Þar má planta greni, víði og ösp í fjallsræturnar þar sem jarðvegur er þykkari en furu og birki og jafnvel lerki, þó ekki nálægt ströndinni, ofar þar sem landkostir eru rýrari. En ungskóg þarf að friða alveg fyrir búsmala fyrsta áratuginn og byrja að beita hann þegar líður að fyrstu grisjun eða gisjun eins og byrj-að er að tala um meðal skógræktenda. Kostnaður við skógrækt þarf ekki að vera mikill, sérstaklega ef landið hefur þegar verið friðað. Þar reynir mest á hvort keyptar eru ungplöntur frá gróðrarstöð sem reikna má að kosti nálægt 75-100 krónur stykkið eftir tegundum og mögulegum afsláttum. Oft má safna fræi og sá sjálfur til plantna en það er töluverð vinna og krefst nokkurrar þekkingar og góðrar aðstöðu.

Fjallshlíð hefur einnig þann kost að skógræktin er felld að landslaginu en eins og kunnugt er bera margir fyrir sig að skógrækt spilli útsýninu, rétt eins og verið sé að rækta skóg á síðasta góða útsýnisstaðnum! Fáir minnast á rafmagnslínurnar sem liggja víða en þær spilla að mínu viti mun meir landslaginu og víðsýninu en skógurinn.

Nytjar skógarins geta orðið umtalsverðar. Búfé sem gengur í

beitiskógi er vel nært af gróðri skóg-arbotnsins auk þess sem skógurinn veitir því mikilvægt skjól. Mætti reikna með að dilkar verði þyngri og kýrnar afurðameiri þar sem skjólsins nýtur.

Ýmsir stjórnmálamenn eins og Jónas frá Hriflu hvöttu til skógræktar á sínum tíma. Hann lagði fram nokkr-ar tillögur í þá átt eins og að hvetja til skógræktar á kirkjujörðum þar sem prestar myndu sýna öðrum gott for-dæmi. Má t.d. nefna Hvamm í Dölum en því miður var þessu þingmáli ekki nógu vel tekið og það fórst fyrir.

Þá er líklegt að skógivaxnar fjallshlíðar geti orðið bændum ný tekjulind ekki aðeins vegna meiri og betri afurða búfjár heldur einnig í verðmætara og eftirsóknarverðara landi. Í stað þess að fjallshlíð er í dag lítils virði verður hún sífellt verðmeiri með vaxandi trjágróðri. Vel raunhæft er að spildur í slíkum fjallshlíðum geti gengið kaupum og sölum, orðið mörgum til yndisauka og meiri þátttöku í að rækta garðinn sinn. Sumir fasteignasalar hafa komið auga á þennan möguleika og þarna er e.t.v. kominn sá vaxtarbroddur sem íslenskir bændur þyrftu á að halda í dag til að bæta hag sinn. Má benda á að þéttbýlisfólk í Evrópu einkum Þýskalandi á yfir 100.000 frístunda-hús og landreiti á Norðurlöndunum, einkum Danmörku en einnig Noregi, Finnlandi og í Svíþjóð. Í dag eru frístundahús á Íslandi um 11.000 að tölu, nánast öll í eigu íslenskra aðila, einstaklinga, stéttarfélaga og lánastofnana.

Bændur ættu endilega að kynna sér þennan möguleika betur. Sjálfur hefi eg verið áhugamaður um skóg-rækt og tel mig vera frístundaskógar-bónda með um 7 hektara land í 2 spildum í sitthvoru sveitarfélaginu. Hef verið þátttakandi í Grænni skóg-um sem er námskeið á Hvanneyri og að Reykjum í Hveragerði (gamla Garðyrkjuskólanum). Þá er sjálfs-nám einnig mjög gott en fræðslu má m.a. finna ríkulega í útgáfuritum Skógræktarfélags Íslands sem var stofnað 1930 og er n.k. regnhlífar-samtök allra skógræktarfélaga lands-ins, rúmlega 60 að tölu. Er þá komið að dálítlum „áróðri“:

Fyrir árgjaldið kr. 5.400 fæst Skógræktarritið sent en það kemur tvisvar á ári en auk þess „Laufblaðið“ sem er frétta-blað Skógræktarfélaganna og „Frækornið“ sem er dálítið fræðslu-rit, fjórblöðungur í stærðinni A5. Í hverju Frækorni er mjög gagnleg fræðsla um sitthvað tengt ræktun trjáa og runna, réttar aðferðir kynntar með myndum til að ná sem bestum árangri. Með hverju útsendu Skógræktarriti er sendur gíróseðill fyrir hálfu árgjaldinu en unnt er að greiða árgjaldið með kreditkorti.

Skógrækt getur orðið öllum bændum mikil lyftistöng til aukinnar hagsældar, auk þess ótæmandi yndis-auka meðal yngri og eldri sem vax-andi trjágróður gefur okkur öllum.

Guðjón JenssonMosfellsbæ.

Guðjón Jensson.

Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum.

Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum

stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi.

Vagnar & þjónusta ehfTunguháls 10, 110 Reykjavík

Sími: 567-3440, Fax: 587-9192

BÍLSKÚRA- OG IÐNAÐARHURÐIR

Frá skógarhöggi að Stálpastöðum í Skorradal. Verður þetta e.t.v. framtíðarsýn á mörgum íslenskum jörðum upp úr miðri öldinni?

Page 34: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

34 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Sigursteinn Hjartarson er 8. liður í beinan karllegg sem býr á jörð-inni Neðri-Hundadal í Miðdölum, sem hefur verið í eigu sömu ættar frá 1783. Sigursteinn og María G. Líndal hófu þar fyrst búskap árið 1980 á móti foreldrum Sigursteins þeim Hirti Einarsyni og Lilju Sveinsdóttur. Voru þau til að byrja með með blandað bú þar til ríkis-valdið setti búmark á framleiðsluna, þá var sjálfhætt með kýrnar þar sem kvóta var úthlutað fyrir 1 kú eða 7.130 lítra á ársgrundvelli. Farið var þá alfarið út í sauðfjárbúskap. Dóttir þeirra Sigurdís á svo núorðiðhluta af bústofninum og stefnir á búskap.

Býli? Neðri-Hundadalur 1 og 2.

Staðsett í sveit? Miðdölum, Dalasýslu.

Ábúendur? Sigursteinn Hjartarson og María G. Líndal.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Hjónin eiga tvö uppkomin börn, Guðmund og Sigurdísi. Guðmundur á 3 börn með sambýliskonu sinni Ingibjörgu og búa þau í Búðardal. Sigurdís á eina dóttur með sambýlis-manni sínum Jens og hann á svo son fyrir. Dýr á bænum, fyrir utan sauðféð og hross, eru 3 fjárhundar, Garmur, Móna og Glanni, 3 hvolpar úr goti Mónu og Glanna, ásamt og 3 smá-hundum þeim Tý, Orku og Meyju.

Stærð jarðar? U.þ.b. 1.600 ha (mælt á jörð.is án hæðarleiðrétt-ingar), þar af 60 ha ræktun.

Tegund býlis? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? U.þ.b. 600 fjár, fjórir hestar, tvö tryppi, 20 íslenskar hænur og áðurnefndirhundar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Venjubundinn vinnudagur fer eftir árstíðum. Hefðbundinn dagur er eiginlega ekki til.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu störfin eru flest öll störf nema þrif á fjár-húsum eftir sauðburð sem er það leiðinlegasta.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Svipaðan, væntanlega kemur dóttir okkar meira inn í búskapinn.

Hvaða skoðun hafið þið á félags-málum bænda? Þung í vöfum, en þeir sem nenna að standa í þeim eiga þakkir skildar.

Hvernig mun íslenskum land-búnaði vegna í framtíðinni? Vel utan ESB og hafi bændur þor til að krefjast löngu tímabærraafurðaverðshækkanna, sérstaklega sauðfjárbændur, er von til að land-búnaður dafni. Maður er haldinn sauðþrárri von um bætta tíð og blóm í haga fyrir þessa búgrein.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í lömbum á fæti til slátrunar, unnu lambakjöti, ullarvörum og vörum úr gærum, unnum mjólkurvörum, öllu á grundvelli hreinleika og sérstöðu.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Sveitamjólk, ostur, smjör og rjómi.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lamba-kindakjöt í ýmsum myndum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við hófum rúlluheyskap 1987 og byrjuðum

2 96 7

3 8 5

1 86 1 4 5 7

6 9

4 8 78 1

3 4

4 7 6 5 99 4 1

3 6

89 2 4

5

3 88 5

7 4 2 1 5

7 14 8

1 2

7 2 6 38 1

7 8

2 7 53 6

4 6 5 7

SudokuGaldurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.

Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli.

Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

Líf og lyst

BÆRINN OKKAR

Heilsunammi af bestu gerðEkki þarf allt góðgæti að vera óhollt og það er tilvalið yfir sumartímann að eiga hollustu-nammi í ísskápnum til að narta í. Þá eru kókoskúlur alltaf vin-sælar hjá öllum aldurshópum og heilsubitarnir sem hér er gefin uppskrift að eru hrikalega góðir og einfaldir í lögun.

Kókoskúlur

150 g döðlur (rétt rúmlega bolli)150 g gráfíkjur30 g þurrkaðar bananasneiðar (má sleppa)½ bolli möndluflögur2 msk. möndlusmjör½ - 1 bolli kókosmjöl4 msk. kakó1 tsk. vanilludropar1 tsk. kanill2 msk. hunang70% súkkulaði (til að dýfa kúlunum í)

Aðferð:Setjið döðlur og gráfíkjur í mat-vinnsluvél og maukið smátt. Bætið

afgangnum af hráefnunum út í nema hunangi og vinnið vel saman. Bætið hunangi við í lokin, bíðið örlitla stund og mótið kúlur. Kælið í nokkrar klukkustundir. Bræðið 70% súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfið kúlunum í og rúllið þeim jafnvel upp úr kókosmjöli.

Heilsubitar

1 ½ bolli kókosmjöl1 ½ bolli kasjúhnetur½ tsk. salt½ bolli döðlur

Aðferð:Setjið allt innihaldið í matvinnslu-vél og maukið saman. Setjið í form og kælið og skerið í hæfilega stóra og góða nammibita! /ehg

MATARKRÓKURINN

1

6

Neðri-Hundadalur

Page 35: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

35Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

YFIRHEYRSLA

Nú eru útskriftarveislur og síðustu fermingarveislurnar um hverja helgi. Brúðkaupin taka síðan við og gaman að geta skreytt veislu-borðin með einhverju sérstöku, handgerðu og fallegu. Þessar hekluðu rósir geta verið servíett-uhringir og það er líka hægt að skreyta glös á fæti með þeim.

Efni: Efni í þessum rósum er Lyppa frá garn.is, litur bleikur nr. 3 og lilla nr. 15. Garnið er heklað tvöfalt en það má hafa það einfalt, þá er rósin bara minni. Frapan garnið sem heklað er sem rönd yst á fjólu-bláu rósinni er nr. 70924. En hvíta garnið sem heklað er sem rönd yst á bleiku rósinni er hvítt mohair frá garn.is.

Heklunál nr. 3 eða 4.

ll = loftlykkja

kl = keðjulykkja

fl = fastalykkja

st = stuðull

Hekluð rós:

Sláið upp 4 ll og tengið í hring.

1. Umf. *1 fl um hringinn 3ll * endur-takið *-* alls þrisvar sinnum, endið með 1 kl í fyrstu fl = 3 bogar.

2. Heklið nú í hvern boga: 1 kl, 5 stuðlar og 1 kl = 3 blöð. Snúið við og heklið næstu umferð frá röngunni.

3. 1 ll, heklið 1 fl utan um fyrstu fl frá fyrstu umferð, 4 ll, 1 fl neðst á miðju fyrsta blaðinu frá 2 umferð * síðan 4 ll , 1 fl utan um næstu fl frá 1 umferð síðan 4 ll, heklið 1 fl neðst á miðju næsta blaði frá 2 umferð*, endurtakið *-* þar til alls

er komnir 5 ll bogar. Endið með 4 ll og 1 kl í fyrsti fl frá byrjun. Alls 6 bogar. Snúið við og heklið næstu umferð frá réttu.

4. Heklið nú í hvern boga þannig: 1 kl, 6 stuðlar, 1 kl = 6 blöð. Snúið við og heklið næstu umferð frá röngu.

5. 1 ll, heklið 1 fl utan um fyrstu fl frá 3 umferð, 5 ll, * heklið 1 fl neðst kringum næstu fl frá 3 umferð, 5 ll*. Endurtakið *-* þar til alls eru komnir 5 ll bogar. Endið með 5 ll og 1 kl í fyrstu fl frá byrjun. Alls

6 ll bogar. Snúið við og heklið næstu umferð frá réttu.

6. Heklið nú í hvern ll boga: 1 kl, 6 st og 1 kl alls 6 blöð.

Klippið frá og skiptið um lit. Heklið með annaðhvort hvítu mohair eða Frapan fl allan hringinn kringum síðustu rósablöðin.

Gangið frá endum. Þræðið nú fallegan silki-borða gegnum rósina að aftan og bindið utan um glasið eða servíettuna. Jafnvel gæti hver gestur fengið sinn lit.

Heklaðar rósir á veisluborðið

Óskar Arnarsson er Sandgerðisbúi sem er alveg að verða 12 ára gamall og mikill knattspyrnuunnandi en hann ætlar einmitt að eyða sumrinu við þá iðkun. Nafn: Óskar Arnarsson.Aldur: 11 að verða 12.Stjörnumerki: Vog.Búseta: Sandgerði.Skóli: Grunnskólinn í Sandgerði.Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir.Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Hundur og hamstur.Uppáhaldsmatur: Hamborgari.Uppáhalds hljómsveit: The Lonely Island.Uppáhaldskvikmynd: Hangover 1 og 2.Fyrsta minningin þín? Þegar ég fór í Húsdýragarðinn og vildi ekki setja snudduna mína á „snuddutréð“.Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Já, fótbolta.Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að vera á Facebook.Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Tannlæknir.Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Gera dyraatHvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Meiða mig.

Ætlar þú að gera eitthvað sér-stakt í sumar? Spila fótbolta,

fótbolta og aftur fótbolta. /ehg

Neitaði að setja snuðið á „snuddutréð“

PRJÓNAHORNIÐ

-

Góð verð - Persónuleg þjónusta

Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 [email protected]

Varahlutir - Viðgerðir

Vélavit útvegar varahluti í allar gerðir traktora td. New Holland, CASE, John Deere, Fiat, Zetor,

McCormik, Deutz, Landini, Valtra o.fl.

Hafið samband og látið okkur aðstoða við að útvega réttu varahlutina

! Ford og New Holland síur á lager !

Auður frá Lundum IS2002136409Hrossaræktarfélagið Fengur verður með stóðhestinn

Auð frá Lundum til afnota í Ásahreppi í sumar.Hesturinn er væntanlegur 15.júní

Verð 150000 m /vsk, innifalið girðingargjald og ein sónarskoðun. Áhugasamir um not af hestinum hafi

samband við Jakob í síma 8656356 eða

Gústav í síma 6601773Stjórn Fengs

Bændur, sveitarfélög,sumarhúsaeigendurBorum fyrir heitu og köldu vatni. Áratuga reynsla.

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehfSími 480 8500 - www.raekto.is

Page 36: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

36 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Fjarskiptaáætlun stjórnvalda um nettengingar landsmanna átti að brúa bilið á milli þeirra sem búa í og við þéttbýli og hinna sem búa við lakari nettengingar. Jafnframt átti að bæta farsíma-samband vítt og breitt um landið með öryggi landsmanna í huga.

Samið var við Símann um að framkvæma þessar tengingar og koma upp netsambandi á þeim stöðum sem voru innan vissra marka. Átti þá að setja upp 3G-netsamband þar sem það væri hægt og svo gervihnattardisk þar sem 3G-kerfið gekk ekki.

Eyjafjarðarsveit er ekki langt frá höfuðstað Norðurlands, þ.e. hún er næsta sveitarfélag sunnan Akureyrarkaupstaðar. Í þessu sveitarfélagi eru 8 bæir í innan við 50 km fjarlægð frá Akureyri sem ekki gátu tengst í gegnum símalínu og tekið inn ADSL. Á 6 þeirra voru sett 3G- loftnet og af því fékkst sæmilegt netsam-band. Á þá tvo bæi sem ekki voru í 3G-sambandi voru settir gervi-hnattardiskar.

Nú þurfa bændur á góðu net-sambandi að halda, þar sem allt búfjárbókhald en orðið netfært og aðrar netaðgerðir framkvæmdar, svo sem bankaviðskipti, stað-greiðslu- og virðisaukaskattskil, framtalsskil o.fl., jafnvel fjar-nám. Þann 1. mars s.l. voru skil á virðisaukaskatti fyrir seinni hluta árs 2010. En einmitt þá var netið ýmist úti eða þá svo lélegt að það tók óratíma að vekja upp nýjar síður. Ferlið tók u.þ.b. 15 mínútur hjá okkur, að vekja upp innskráningarsíðu heimabankans, borga virðisaukaskattinn og skrá sig út aftur, enda sýndu hraðapróf Símans 10,8 Kb/s upp í 120,1 Kb/s. Sendum við Símanum bréf með hraðamælingum og upplýs-ingum um netsambandið þennan dag, dagsett 4. mars 2011.

Hér á bæ var netsamband í gegnum símalínuna og vorum við með svokallað ISDN. Reiknaðist sú notkun eins og um símtal væri að ræða og var mjög dýr kostur, var því verið sem minnst inni á netinu og þá helst á kvöldin. Þessi tenging var nokkuð örugg en sein-virk og hafði þann ókost í för með sér að ef rafmagn fór af urðum við símasambandslaus og ekki er neinu farsímasambandi hér fyrir að fara. Reyndar var nú nýlega settur upp diskur hérna fremra, þannig að farsímasamband skánaði til muna, en enn erum við utan þess svæðis og verðum sennilega áfram.

Þegar farið var í þetta fjar-skiptaverkefni biðum við spennt

eftir því að losna við þetta ISDN og fá eitthvað betra í staðinn. Ekki gekk að koma 3G til okkar, þannig að gervihnattardiskur var settur upp og netsambandi í gegnum hann beintengt í tölvur (snúrur, hægt að hafa þráðlaust líka). Nú þurfum við ekki að eyða kvöld-unum í það að fara á netið og vinna þar þau verkefni sem þarf að vinna, en tengingin er langt í frá örugg og oft á tíðum mjög hægvirk.

Þar sem þeir bæir á landinu sem þurfa gervihnattartengingu hafa bara lítinn hluta gervitunglsins til notkunar, þá dettur sambandið oft út ef álag er, eins eru erfiðleikar í sambandi við tímann sem það tekur að senda frá a–b og til baka frá b–a. Það á sérstaklega við um skráningu á Fjarvis.is, þar slitnar iðulega tengingin áður en upp-lýsingar fyrir næstu skráningu komast til baka. Ekki er hægt að skoða myndbönd með góðu móti; keyrslan fer iðulega fram úr niður-halinu og myndbandið frýs í ein-hvern tíma, t.d. á rúv.is.

Þegar þessu verkefni verður lokið situr maður uppi með þá tengingu sem sett var upp til lengri tíma, sennilega í einhverja tugi ára. Kostnaður við gervi-hnattartengingu er miklu meiri en við aðrar nettengingar, hver skyldi kostnaðurinn vera á mán-uði (leiga fyrir aðgang að tungli) og hvenær ætli hann lendi allur á notandanum? Ætli notendur 3G og gervihnattartengingarinnar komi til með að borga sama áskriftargjald á mánuði, í framtíðinni, fyrir sams-konar notendapakka og þeir sem eru með ADSL?

En að vera í u.þ.b. 45 km fjar-lægð frá Akureyri og hafa hvorki tök á því að fá ADSL né farsíma-samband, það er heldur bágborið. Það er ósk okkar að fá að sitja við sama borð og aðrir landsmenn hvað net- og farsímasambandi viðkemur.

Árni Sigurlaugssonog Guðrún JónsdóttirVillingadal, Eyjafjarðarsveit

Lesendabásinn

Fjarskiptaáætlun stjórnvalda

Hinn 26. maí sl. birti Bændablaðið ítarlega umfjöllun um könnun sem var gerð á vegum DG SANCO um færni, viðhorf og kunnáttu neytenda á EES-svæðinu. Mestur hluti þess-arar umfjöllunar, eða 69 línur alls, er raunar tekinn beint og orðrétt uppúr grein eftir undirritaða, sem birtist á vefslóðunum www.ena.is og www.ns.is hinn 18. apríl 2011, án þess að nokkurra heimilda sé getið.

Ekki eru því efni til að gera athugasemdir við þá kafla greinar-innar eða hugsanlegar rangfærslur Bændablaðsins, þó vissulega sé undarlegt að geta hvergi heimilda. Einn undirkafla greinarinnar sem ber yfirskriftina „Íslendingar ginnkeyptir fyrir afsláttarbrellum“ er hins vegar frumsmíð blaðamanns Bændablaðsins og er hann fullur af rangfærslum, sem hér með eru leiðréttar.

Í kaflanum eru raktar þrjár spurn-ingar sem þátttakendur í könnuninni fengu og gekk spurning 1 út á að greina hvort væri betra tilboð á flat-skjássjónvörpum í verslun A eða B. Í grein Bændablaðsins er ranglega sagt að einungis 8% Íslendinga hafi svarað þessari spurningu rétt. Hið rétta er að 94% Íslendinga svöruðu þessari spurningu rétt en Evrópumeðaltalið var 81%, en ekki 15% eins og rangsagt er í áðurnefndri grein. Því verður ekki tekið undir það sem segir í greininni að „Íslendingar virðast láta blekkjast eða eru lítt meðvitaðir um blekkingaleik í gylliboðum...“.

Í spurningu 2 er svo spurt um hvaða innlánsvextir séu hagstæðastir og eru

gefnir fjórir svarmöguleikar. Þar er enn rangsagt í grein blaðsins að einungis 26% Íslendinganna svari rétt. Þvert á móti svara 89% Íslendinga rétt, og er það nokkuð yfir Evrópumeðaltali (sem er enn ranglega sagt í blaðinu að sé 34%) en var 80%.

Þá er fjallað um þriðju spurning-una en þar er spurt hve mikið þurfi að greiða í ársvexti af tiltekinni láns-upphæð. Í greininni er ranglega sagt að 64% Íslendinga hafi svarað spurn-ingunni rétt og jafnframt látið að því liggja að það sé nú fremur glópalán en nokkuð annað hversu margir svör-uðu þó rétt. Hið rétta er hins vegar að 69% Íslendinga svöruðu þessari spurningu rétt og var það talsvert yfir Evrópumeðaltali (sem var 56% en ekki 45% eins og rangsagt er í greininni). Til að geta nú heimilda þá er allar ofangreindar tölulegar upplýsingar að finna í ítarlegri skýrslu um könnunina, á bls. 27-35 en slóðina á skýrsluna má nálgast af www.ena.is, vefsíðu Evrópsku neytendaaðstoðarinnar á Íslandi.

Hvar hefur blaðamaður þá rekist á þessar tölur? Þ.e. 64%, 26% og 8%? Jú, í lítilli skýrslu sem fylgdi könn-uninni og fjallaði sérstaklega um svör íslensku þátttakendanna kom fram að 64% Íslendinga hefðu svarað öllum ofangreindum spurningum rétt, 26% hefðu svarað tveimur þeirra rétt og einungis 8% aðeins einni spurningu rétt. Þessar tölur hefur blaðamaður greinilega misskilið á einhvern hátt.

Að lokum vill undirrituð bjóða þeim blaðamönnum Bændablaðsins

sem hyggjast vinna fréttir uppúr greinum eftir hana vinsamlegast að hafa samband þurfi þeir frekari upp-lýsingar. Slíkt ætti að koma í veg fyrir frekari rangfærslur sem þessar, en vissulega er jákvætt að blaðið láti sig neytendamál svo miklu varða að það verji heilli síðu í umfjöllun um ofangreinda könnun.

Hildigunnur Hafsteinsdóttir,lögfræðingur Neytendasamtakanna.

Athugasemd blaðsinsÍ umræddri grein er fjallað um ESB (DG SANCO) í dymbilviku um niður-stöður viðamikillar könnunar um kunnáttu, færni og viðhorf neytenda í viðskiptum. Yfirskrift greinar blaðsins var: „Íslenskir neytendur slakastir Norðurlandabúa í þekkingu er varðar neytendamál“. Því miður fór óyfir-farin og ófullgerð útgáfa greinarinnar inn á síðu við lokavinnslu á blaðinu. Þar misfórust nokkrar tölur sem ekki áttu að fara inn þó megin inntak greinarinnar stæði. Eins var í þessari útgáfu ekki getið annarra heimilda en http://ec.europa.eu/consumers/consumer_empowerment/docs/report_eurobarometer_342_en.pdf og http://ec.europa.eu/public_opinion/archives/ebs/ebs_342_fact_is_en.pdf - Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Annars vantaði í greinina athyglis-verðar upplýsingar úr lokaútgáfunni eins og um þekkingu þjóða á neytenda-rétti, þekkingu á vörumerkingum, ólíka svörun stétta, aldurshópa og fleira.

Athugasemd vegna greinar sem birtist í Bændablaðinu 26. maí sl. undir yfirskriftinni: „Íslenskir neytendur slakastir Norðurlandabúa í þekkingu er varðar neytendamál“

Um útivist og ímyndarmálÍ grein Baldurs Helga Benjamínssonar „Útivist og ímyndarmál“, sem birtist í Bændablaðinu 26. maí s.l., telur hann það bæti ímynd landbún-aðarins að leyfa þéttbýlisfólki að horfa á kýr fara af húsi eftir að hafa verið bundnar á bás vetrar-langt. Látbragð þeirra segir þó þá sögu sem allir ættu að þekkja, að langvarandi binding kúnna á bás er ekki það besta fyrir líðan þeirra og heilsufar. Raunhæfur skilningur á þessu atriði gæti því skaðað ímyndina í stað þess að bæta hana.

Það er svo annað mál að vissu-lega er ástæðulaust að banna notkun básafjósa ef hirðing kúnna er í lagi; drykkjarvatn hreint, gott fóður, góð loftræsting, mottur í básum og klauf-hirðing í lagi o.s.frv. ...

Hitt er að öfgaháð dýraverndar-fólk fer mikinn þessa dagana og spurning hvenær það ræðst gegn básafjósum, e.t.v. gæti það orðið fyrr en margir ætla.

Undirritaður bjó lengi með kýr sem voru bundnar á bás allt að níu mánuði á ári og þekkir í dag muninn á þeim búháttum og því að hafa kýr í lausagöngu, með tækifæri til eðlilegrar hreyfingar allt árið. Reynslan er sú að það er í heildina miklu betra fyrir kýrnar að vera í lausagöngu inni allt árið en að standa á bás í 8-9 mánuði, þó að þær njóti útivistar annan tíma árs í misjöfnu veðurfari. Lagasetningar sem snúa að dýravernd verða að fara að taka mið af þeirri staðreynd.

Í því lausgöngufjósi sem ég þekki best til eru stórar dyr oft hafðar opnar en einn planki í um 70 sm hæð látinn loka útleið. Fyrir stuttu losnaði um þennan planka þegar enginn var við (lausleg binding hafði hosast út af endum hans) og um 30 kýr höfðu rölt út og nokkrar stóðu kyrrar innan við dyrnar þegar að var komið. Þær kýr sem út höfðu farið sýndu engin gleðilæti, tóku engin loftköst með sperrta hala, sem þær gera þó stundum

innan dyra, en forvitnin var til staðar. Fáir hefðu því haft sérstaka ánægju af að sjá þeirra frelsisaukningu. Fyrir mér var það hinsvegar ánægjuefni að fá staðfest að lausgangan gefur þeim daglega nauðsynlegt frelsi.

Flestir bændur þekkja vandamál við útivist kúnna auk veðurfarsbreyt-inga, t. d. verri nýtingar á fóðri og sól-bruna á spenum og jafnvel júgri, ásamt oft aukinni vinnu, jafnvel þar sem básafjós eru og/eða færri kýr. Eftir því sem kýr eru fleiri er vaxandi nauðsyn á stöðugum þrifum á nærumhverfi fjóss-ins, einkum í vætutíð, og jarðvegur veðst upp. Því miður virðast hvorki alltaf né allsstaðar tækifæri til þeirra þrifa og útkoman samkvæmt því.

Nokkuð má af því læra að kýr mjólka að meðaltali mjög misjafnt eftir burðarmánuðum. Þar er aug-ljóst að fóðurbreytingar og röskun á daglegu ferli kúnna, einkum á haustin og í byrjun útivistar, hamla hvað mest hámarksafurðum þeirra kúa (samkvæmt meðaltalinu) sem bera nálægt eða á þessum viðkvæmu tímum. Ég tel að staðfesta megi orsök þessa afurðataps með því að fræði-

menn skoði hvort þessi sveifla eftir burðarmánuðum kemur fram þar sem kýr eru, og hafa verið, hafðar inni í lausagöngu.

Það gleður vissulega augu, ekki síst bænda, að sjá hreinlegar og vel haldnar kýr á grænu og grösugu túni, en er það verð mjólkurinnar sem bændur fá í dag allstaðar nægjanlegt til að borga tilheyrandi og marghátt-aðan fórnarkostnað?

Hefur nokkur hinna hálærðu manna sem heimta umrædda útivist, og styðja núverandi lagasetningu þar um, reiknað hvað hún kostar fyrir þá sem eru með lausgöngufjós? T.d. að þurfa að hólfa mjólkandi kýr sér með aðgengi að mjaltaaðstöðu, geldkýr sér eða með kvígum og nautkálfa helst í þriðja eða fjórða hólfinu?

Hafa þeir reiknað hvað lagasetn-ingin kostar í afurðatapi, girðingum og auknu vinnuálagi?

Hafa þeir kynnt sér hversu aðstaða bænda er misjöfn til að fullnægja útivistarákvæðinu? Bætir það ímynd mjólkurframleiðslunnar að tönnlast sífellt á því að einhverjir mjólkur-framleiðendur láti ekki umrædda gripi út í lögbundnar átta vikur á ári, vegna þess að þeir telja sig skaðast af því á margan hátt og kýrnar sjálfar hafi þar ekki ávinning af? Jafnframt er ekkert samræmi í lagasetningu sem snýst um ímyndaða eða raun-verulega ímynd almennings. Í stað þess ættu lagasetning og reglugerð að taka samræmt á þáttum sem snúa að eðlilegri og raunhæfri dýravernd.

Baldur Helgi undirstrikar í grein sinni að lagabókstafurinn snýst ekki um neinskonar dýravernd, heldur er hann kominn til af því að „úti-vistarumræðan [...] snýst um ímynd framleiðslunnar“. Að lokum legg ég til að greinarhöfundur reyni fram-vegis að vera í forsvari fyrir alla mjólkurframleiðendur og vandi því málflutning sinn betur.

Birkir Friðbertsson,bóndi í Birkihlíð í Súgandafirði.

Birkir Friðbertsson.

Ferro Zink hf. l www.ferrozink.is l [email protected] Árstíg 6 l 600 Akureyri l sími 460 1500

sími 533 5700

GIRÐINGAEFNIHAGSTÆTT VERÐ- Net- Gaddavír- Kengir

Einnig: - Plastborð í hesthús - Hestagerði - Fjárhúsamottur- Rekstrarvörur fyrir iðnaðarmenn og bændur

Page 37: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

37Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is

Verð: Textaauglýsing kr. 1.500 m. vsk (innan við 140 slög) og kr. 4.500 texti + mynd.

Skilafrestur: Fyrir kl. 16:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu.

Sími: 563 0300 | Netfang: [email protected] | Veffang: www.bbl.is

Smáauglýsingar

Hringgerði. Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf. s. 894-5111 www.brimco.is

Hliðgrindur. Hliðgrindur stækkanlegar allt að 1 mtr. Upplagðar líka í gripa-húsin. Brimco ehf. s. 894-5111 www.brimco.is

2ja öxla kerrur. Íslensk smíði. Breidd frá 1,50-2,10 m, lengd 3,00-4,20m. Burðargeta allt að 3.500 kg. Verð frá kr. 459.000. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. www.brimco.is, sími 894-5111. Opið 13.00-16.30.

Seljum vara- og aukahluti í flestar gerðir af kerrum. Sendum um land allt. Brimco ehf. sími 894-5111, www.brimco.is, opið frá kl.13.00-16:30.

Cemtec sænskar skeifur með upp-slætti. Frábært lag fyrir íslenska hestinn. Verðið óbreytt eða parið aðeins kr. 890. Afsláttur ef keypt er í magni. Sendum um land allt. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mosf. S: 894-5111. Opið kl. 13.00-16.30. www.brimco.is

Varahlutir og Mótorar. MHG Verslun ehf., Akralind 4 Uppl. í síma 544-4656

Weckman flatvagnar. Verð kr. 1.890.000,- með vsk. H. Hauksson ehf., sími 588-1130.

Belarus 952-3. Verð 3.190.000.- án vsk. f. bændur. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c. 201 Kópavogur. S: 568-6411. Nánari uppl. á www.rafvorur.is

Weckman sturtuvagnar 5,0 - 17 tonna. 12 tonn. Verð kr. 1.690.000.- með vsk. H. Hauksson ehf., Sími 588-1130.

Hulco ,,Verktakakerrur. Lengd 5 og 6 m. H. Hauksson ehf., sími 588-1130.

Eigum til flagjafnaragrind á AVANT liðlétting. Einnig jarðvegstætara, rotor fyrir staurabora, staurabora, tinda-greip o.fl. Vélaborg-Landbúnaður. Sími: 414-0000 / www.vbl.is

Major ruddasláttuvél. V.br. 2.3 m. Með hliðarfærslu. Tengjanleg að framan eða aftan á dráttarvél. Aflþ. 70 hö. Hentar vel við slátt á grófu yfirborði s.s. vegaöxlum. Tilboðsverð kr. 880.000 + vsk. Vélaborg-Landbúnaður. Sími: 414-0000 / www.vbl.is

Til sölu John Deere 220C „Green“ sláttuvél. Vélaborg. Sími: 414-8600 / www.velaborg.is

Belarus 1221-3. Verð 3.995.000.- + vsk. f. bændur. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c. 201 Kópavogur. S: 568-6411. Nánari uppl. á www.rafvorur.is

Kerrur í ýmsum stærðum. Kerrur frá 1,5 - 3,0 m að lengd, breidd 1,25-1,50 m, með eða án yfirbreiðslu. Heildarburðargeta 750 kg. 13“ dekk. Eigum einnig kerrur fyrir fjórhjól og margt fleira. Brimco ehf. Sími 894-5111, www.brimco.is

Eigum kefli í Kverneland rúllugreipar á viðráðanlegu verði. Passa í eldri greipar líka með breytisetti. Vélfang ehf. Sími 580-8200.

Seljaland í Hörðudal er tilvalinn áningastaður þar sem boðið er upp á gistingu og veitingar fyrir litla hópa, svefnpokapláss eða uppábúin rúm. Einnig er hægt að fá nátthaga fyrir hesta. Þarf að bóka fyrirfram. Nánari upplýsingar á www.seljaland.is, [email protected] eða í síma 894-2194.

Gasísskápur til sölu í sumarhús eða ferðabíl. Frystihólf, nýlegur. Electr. RM 4400 4401- gas og eða rafmagn 230 V og 12 V. Mál: Hæð: 80,5 cm - breidd: 52,5 cm - dýpt: með hurð 53,3 cm. Rúmmál kælir, nettó: 92 lítrar, frystir: 12 lítrar, þyngd, 28 kg. Sími: 892-4913.

Til sölu Sportsman 800, 6x6, árg. 2009 (nýja hjólið). Ekið 1.240 km, spil, 26" Bighorn dekk, hiti í handföngum o.fl. Verð kr. 1.990.000. Nánari uppl í [email protected] eða 461-1500. Polaris umboðið á Norðurlandi. Fleiri tæki á skrá - cobolt.is

Til sölu Sportsman 800, árg. 2006 (torfæruskráð). Ekið 2.500 km, spil, stuðarar, rúða, farangurskassi o.fl. Verð kr. 1.290.000. Nánari uppl. í [email protected] eða 461-1500. Polaris umboðið á Norðurlandi. Fleiri tæki á skrá - cobolt.is

Til sölu Chevrolet Silverado pickup, 4x4, hd, 2500 dísel, 6 gíra sjálfskiptur, duramax, árg. 2007, ekinn 13 þ. km. Topplúga, rafmagn í öllu, dráttarkrók-ur o.fl. Einn með öllu. Verð kr. 7,5 m. Uppl. í síma 897-3351.

Vörubílspallar til sölu. Sturtupallur 460 cm X 243 cm. 90 cm álskjólborð. Verðh. kr. 500 þús. Fastur pallur sem mynd er af. Seglyfirbreiðsla fylgir. 460 cm x 232 cm. Verðh. kr. 300 þús. Vilbergur, sími 892-1921 og netfang [email protected]

��������� ������������������� ��������������������

MAÍTILBOÐ

HITAKÚTARRYÐFRÍIR

Fylgihlutir fyrir MultiOne. Mikið úrval fylgihluta fyrir MultiOne fjölnotavélar.www.orkuver.is.

Nýr Multione. Multione S620. Til afgreiðslu strax. Tilvalin vél fyrir bændur. Lyftigeta 750 kg. Lyftihæð 2,8 m, breidd 98 cm, hæð 192 cm. Öflug vél á góðu verði.

Toyota notaðir rafmagns-lyftarar. Úrval notaðra Toyota rafmagnslyftara. Lyftigeta 1-2,5 tonn. Gámagengir. Gott verð.

Orkel kerrurnar sem eru brotnar saman eftir notkun

Eigum tvær notaðar GOLDONI 95 hö 4x4 með frambúnaði. Til afgreiðslu strax. Mjög vel útbúnar vélar á góðu verði.www.orkuver.is

Síur í dráttarvélar

WWW.VELAVAL.IS

Vélaval-Varmahlíð hf. sími: 453-8888

Tindar, diskar og Tindahjól í Vicon

Sprintmaster

WWW.VELAVAL.ISVélaval-Varmahlíð hf.

sími: 453-8888

Page 38: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

38 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Tilboð á gistingu í júní. Gisting á góðu verði hjá Bændagistingunni og Sveitasetrinu á Hofsstöðum í Skagafirð í júní. Uppl. í síma 896-9414 / 898-6665 eða á [email protected] - www.hofsstadir.is

Til sölu ný eftirlitsmyndavél. Færanleg vel byggð 2G vél með hreyfi- og hita-skynjara til notk. innandyra. 12 tíma rafhlaða og keyrir á 5V spennu. Verð kr. 34.900-. Uppl. síma 849-7225.

Höfum til sölu sáðpípur á mjög góðu verði. Henta m.a. fyrir Fiona sáð-vélar. Góð vara! Vélfang ehf. Sími 580-8200.

Til sölu. Hæringsstaðir í Svarfaðardal. Íbúðarhús á tveimur hæðum, stærð samtals 203 fm ásamt 299 fm úti-húsum. Stærð lóðar er 8.530 fm. Verð kr. 21 milljón. Nánari upplýsingar veitir Hermann R. Jónsson í síma 462-1878.

Til sölu 81 fm hús (ekki gámar) með 5 herb, WC, sturtu, holi og anddyri. Tilvalið í bændagistingu, sumarhús, veiðihús, o.fl. Auðveldur flutningur. Tilboð óskast . Fleiri myndir og uppl. í síma 897-8975 eða [email protected]

Sturtupallur. Til sölu notaður sturtu-pallur fyrir ameríska pallbíla. Uppl. í síma 893-2309 eða á [email protected]

Er rafhlaðan dauð? Endurnýjum alla rafhlöðupakka fyrir borvélar, ryksugur, fjarstýringar o.fl. Einnig nýjar borvéla- og ryksugurafhlöður. Slökkvitæki og annar eldvarnabúnaður. www.fyrir-alla.is, gsm 899-1549 eftir kl. 17 og um helgar.

Til sölu gott 40 fm hús (3,4 x 12 metr-ar) á stálbitum, auðvelt til flutnings. Álklætt að utan með þremur stórum gluggum og tveimur minni. Bárujárn með mæni á þaki. Innan er gólf dúk-lagt og málaðir veggir. Rafmagnstafla, ljós og rafmagnsofnar. Verð kr. 3 millj-ónir. Uppl. í síma 893-0086, Gunnar og netfangið [email protected]

Til sölu 400cc fjórhjól. Eigum eitt nýtt á gamla verðinu. Er með krómfelgum, 5 gíra, driflæsing, spil, rafstart, diska-bremsur. Verð kr. 740.000. Erum með varahlutaþjónustu. Uppl í síma 897-2101 eða www.bmvehf.is

Lóð í Grímsnesi er græn og góð fjárfesting!Sumarhúsalóðir á frábærum

gróðurreiti í Grímsnesi eru til sölu. Verð aðeins kr. 375,- pr.m2

Sölumaður á svæðinu um helgar.

Lóð í Grímsnesi er græn og góð fjárfesting! Sumarhúsalóðir á frá-bærum gróðurreiti í Grímsnesi eru til sölu. Verð aðeins kr. 375,- pr. m2 Sölumaður á svæðinu um helgar. Sími: 896 0587, www.kerhraun.is

Vagnasmiðja auglýsir. Eigum á lager krókheysisgrindur með eða án hjóla á góðu verði. Vagnasmiðjan. Eldshöfða 21, Reykjavík. Sími 898-4500.

Til sölu Camper Shadow Crusier 8 feta með öllu. Mjög vel með farinn og reyklaus. Verð kr. 1.000.000. Fleiri myndir til ef óskað er. Uppl. í síma 894-5974, 453-5826 og [email protected]

Úrval af girðingarefni til sölu. Hér er um góða vöru að ræða á góðu verði. ÍsBú, Síðumúla 31, 108 Reykjavík, sími 562-9018, [email protected], www.isbutrade.com. Umboðssali fyrir austan: Austurvegur 20, Reyðarfjörður, sími 474-1123.

Til afgreiðslu strax: Reck mykju-hrærur með 50-55- 60-65 cm turbo skrúfuspaða fyrir 60-200 hö. Traktor, pto, 540-1000. Lágmarkar eldneyt-iseyðslu í hræringu. Uppl. í s. 587-6065 og 892-0016.

Til afgreiðslu á hagstæðu verði: Maschio hnífatætarar 235-250- 280 cm með tvöföldum hnífafestingum og dempara á loki, pto. 540 og 1000, pinnatætarar 300 cm. Uppl. í s:587-6065 og 892-0016.

Er með til sölu mjög gott eintak af Honda 420 fjórhjóli. Hjólið er mjög vel með farið, alltaf verið geymt inni í bílskúr og smurt á réttum tíma. Fjórhjóladrifið. en það er hægt að taka það úr fjórhjóladrifinu. Mjög sprækt og skemmtilegt hjól. Sími 898-6157.

Til sölu 30 kW ljósavél, árg. ́ 06, notuð í u.þ.b. 20 t í hljóðeinagruðum kassa, MMC mótor, klár í notkun. Verð kr. 1.200.000. Er eins og ný. Uppl. í síma 894-7137.

Til sölu Fella SM 300 FZ fram-sláttuvél með knosara, Innigeimd og gott útlit. Uppl. í síma 898-3100 eða Vélfang 580-8200.

Til sölu Ford Focus station, árg. ´99, ek. 172 þ. Beinsk, krókur, nýlegar álfelgur, dekk, bremsur o.fl. Afar gott eintak. Verð kr. 490 þ. Sími 820-2506.

Til sölu Toyota Hiace, árg. ´04, 9 manna, ekin 87.000 km. Sjálfskipt, afturdrifin. Sólúga og dráttarkrókur. Mjög fallegur bíll. Verð kr. 2.500.000. Sími 861-2327.

Dekk fyrir heyvinnuvélar, bæði stök og á felgum. Gott verð. Vélaborg-Landbúnaður Sími 414-0000, www.vbl.is

Krone 7.70, 6x7 til sölu, árg 2002. Góð vél á góðu verði. Vélaborg-Landbúnaður. Sími 414-0000, www.vbl.is

Til sölu: Afrúllarar 1. og 3. fasa. Haughrærur 6,6 og 7,6 metra. Búvís ehf. Sími 465-1332.

Til sölu. Ávinnsluherfi 4 og 6 og 8 metra. Búvís ehf. Sími 465-1332.

Samaxz Sláttuvélar Z 135 Verð kr. 239.900.- fyrir utan vsk. Búvís ehf. Simi: 465 1332

Fella 540, 4x7, til sölu, árg. 2009. Nánast ónotuð vél á góðu verði. Vélaborg-Landbúnaður. Sími 414-0000, www.vbl.is

Vorum að fá í hús vandaðar járninga-svuntur. 15.990 kr. m. vsk. Frí heims-ending á öllum járningavörum. Mikið úrval! Ísbú búrekstrarvörur www.isbu.is – [email protected] Sími 571-3300.

Kanínubúr á tilboði aðeins 11.940 kr. Stóra kanínubúrið væntanlegt í næstu viku. Ísbú búrekstrarvörur www.isbu.is – [email protected]. Sími 571-3300.

Til sölu GMC Duramax, 2500 dísel, árg. 2002, ekinn aðeins 97.000 km með Camper Shodow Crusier 710, árg. ´98. Skel á pall fylgir. Mjög góður bíll til dráttar og ferðalaga (á Landsmótið). Verð aðeins kr. 3,1 milljón. Uppl. í síma 894-5857.

Vinnubúðir til sölu. Staðsettar í nágrenni Rvk. Uppl. í síma 892-0290

Óskum eftir vinnuvélum og landbúnaðartækjum á skrá. Opnum fljótlega og erum nú þegar með fyrirspurnir erlendis frá.

Sendið skráningar á [email protected] s: 577 4777

Til sölu

Íslensk framleiðsla úr endurunnu plasti: Rafgirðingastaurar, reiðvellir, hófbotnar. Durinn ehf. Sími 483-4508.

Til sölu 2 Krone AM-243 sláttuvélar, árg. ́ 99 og ́ 03. Einnig tvær heyþyrlur lyftutengdar. 1 stk. Deck, 600/50, 22,5” vagndekk, 4 stk. 15" álfelgur undir Corollu. Toyota Avensis, árg. 2005. Uppl. í síma 898-8357.

Hundruð hljóðbóka fyrir heimilið. Nýttu tölvuna, iPod eða geisladisk. Hlusta við vinnuna, t.d. á dráttarvél-inni eða til að hvílast. Íslenskt efni í fyrirrúmi, aðeins 990 kr. á mánuði. Skoðaðu vefinn hlusta.is. Sími 551-6480.

Ódýr dekk fyrir alla. Kíkið á dekk-verk.is til að sjá verð á dekkjum eða hringið í okkur í síma 578-7474. Kveðja Gummi og Gunni í Dekkverk.

Bleikjuseiði til sölu. Fjallableikja ehf. að Hallkelshólum í Grímsnesi hefur til sölu bleikjuseiði. Uppl. veitir Jónas í síma 862-4685 og Guðmundur í síma 893-9777 eða á netfanginu [email protected]

Silunganet, eigum mikið úrval af netum, sökk- og flotnet. Ála- og bleikjugildrur. Heimavík, sími 892-8655, www.heimavik.is

Til sölu 33" gangur (33x12,5 R17) af lítið slitnum dekkjum. Verð kr. 80.000. Uppl. í síma 848-1860.

Tilboð. Eigum til afgreiðslu góðan þanvír frá Lacme. Lipur og meðfæri-legur. 625 m á rúllu. Tilboðsverð kr. 7.890 m. vsk. Vélaborg-Landbúnaður. Sími 414-0000, www.vbl.is

Eigum til mjög gott úrval af rúðum í flestar gerðir dráttar- og vinnu-véla. Hagstætt verð. Vélaborg-Landbúnaður. Sími 414-0000, www.vbl.is

Eigum til vörur og varahluti í flest-ar gerðir dráttarvéla. T.d. Zetor, Ford, New Holland, Fiat, Case IH, Steyr og David Brown. Vélaborg-Landbúnaður. Sími: Reykjavík 414-0000, Akureyri 464-8600, www.vbl.is

Til sölu Polaris Sportsman 800 fjór-hjól, árg. ´07. Ekið 1.130 km. Spil og hiti í handföngum. Áhvílandi kr. 730.000. Verð: Yfirtaka á láni og kr. 600.000. Uppl. í síma 894-0103.

Ofnar til sölu. 4 stk. 70 x 70 cm þrefaldir ofnar og 1 stk 70 x 150 cm tvöfaldur ofn. Allir íslensk smíði frá Ofnasmiðjunni. Ný-niðurteknir, verð kr.10.000 stk. Uppl. í síma 463-1194, Benedikt.

Til sölu Case 580G, árg. ´84. Verð: Tilboð. Uppl. í síma 897-9743 eða 564-9152.

Til sölu gamalt hjólhýsi. Grindin er upplögð í hestakerru. Staðsett í Þjórsárdal. Uppl. gefur Geiri í síma 863-2640.

Til sölu Toyota Hilux Double Cab, 2,4 dísil, árg. 1993, 38” dekk, ekinn 125.000 km. Mjög gott eintak. Uppl. í síma 862-0442, Sigurþór.

Til sölu Gallagher Power Plus B1600 12V spennir. Hleðsluorka 16 joule. Annar allt að 30 km fjölvíragirðingu. Notaður í 3 sumur. Sími 863-1673.

IMT Deluxe 549. Til sölu IMT ´86 notuð 2.500 vst. Ný máluð, lítur mjög vel út og er góð vél. Er á Norðausturlandi. Skoða skipti á öllu. Verðhugmynd kr. 500.000. Get sent myndir í tölvupósti. Uppl. 868-0241.

Til sölu 35" Nissan Navara, árg. ́ 03. Nokkuð endurnýjaður en sjúskaður pallbíll á góðum 35" dekkjum. Árs gömul kúpling og afturdrif. Verð kr. 750.000. Sími 822-8400, [email protected]

Til sölu Jeep Grand Cherokee Limited, árg. ́ 95, ekinn 178 þús. km. Bensín 5,3 vél, sjálfskiptur, leður í sætum. Hraðastillir (Cruse). Verð aðeins kr. 250 þús. Uppl. í síma 848-2321.

Landnámshænur. Til sölu, ársgamlar í varpi. Verð kr. 3.500 stk. Eru í nágrenni Reykjavíkur. Guðni, sími 618-4234.

Til sölu öflugur rúlluvagn, 250 x 680 cm álplötu í botni. Vagni geta fylgt 67 cm há skjólborð. 4 stk. I-bitar, hæð 41 cm og 8 m langir. 2 stk. gröfudekk 18,4x26, 2stk. vagnadekk 13,0x65x18. Nissan Navara, 4 dyra, árg. ́ 09. Ekinn 29.000 km. Sími 894-4890.

BændablaðiðSmáauglýsingar.

5630300

Page 39: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

39Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011

Til sölu 4 stk. 175X70X13 negld dekk á felgum, óslitin 4 stk. 165x80x13, góð 4 stk. 255x70x16 ónotuð undan MMC Sport eða Toyota. Uppl. í síma 777-2220.

Traktorsgrafa til sölu. Grafa af gerð-inni Kays 580G, árg. ́ 84. Er gangfær en þarfnast lagfæringa. Önnur grafa af sömu gerð fylgir í varahluti. Hafið samband í síma 847-8182.

Til sölu Bose 701 stofuhátalarar. Mjög hljómmiklir og öflugir. Harman-Kardon magnari fylgir með. Verð kr. 100.000. Sími 772-7722.

Til sölu Kawasaki Brute Force 2011, fjórhjól, 4x4. Kawasaki 750cc, nýtt hjól (notað í 10 vinnustundir). Auka dekkjagangur, Big Horn á álfelgum, taska + ný kerra. Ásett verð kr. 2.400.000 en góður staðgreiðsluaf-sláttur. Sími 863-8404.

Til sölu Niemeyer sláttuvél, vinnslubr. 2,60 m. Einnig Muller 1.200 ltr. mjólk-urtankur meðþvottavél og lausri kæli-vél. Á sama stað óskast jarðýta, 8-10 tonn. Uppl. í síma 862-6852.

Til sölu kvígur, burðartími júní -ágúst. Einnig nokkrar ársgamlar kvígur. Ungfolar, 1 og 2 vetra. Á sama stað óskast hús á Case XL. Uppl. í síma 659-8811.

Til afgreiðslu: Sláttuvélar, heytætlur 7,2 m, 9 hjóla rakstrarvélar 6m, fla-gjöfnur, áburðardreifarar 800 ltr., slóðar, Gaspardo sáðvél 300 cm. Uppl. í síma 587-6065 og 892-0016.

Til sölu plast vatnstankur 6.000 ltr. með mannopi. Sem nýr. Einnig gömul hestarakstrarvél, u.þ.b. árg. ´24, í góðu lagi. Uppl. í síma 557-2537 eða 892-2070.

Til sölu Zetor 7218 vel nothæfur á nýjum afturdekkjum. Einnig Fella heyþyrla í góðu standi og bráðgóður dísel lyftari. Uppl. í síma 899-6694.

Til sölu Lada Niva árg. ´04. Ekinn 27.767 km. Tilboð óskast. Uppl. í síma 844-1091.

Ódýrir sumarsokkar. Þetta er tæki-færið til að fylla sokkaskúffuna fyrir lítinn pening! 20 pör 2.990 kr. 40 pör 5.490. kr. Leitið tilboða fyrir meira magn. Svartir, gráir, hvítir og bland-aðir litir. Stærðir 38-46. Upplýsingar í síma 861-3144, Ingimundur.

Til sölu skotbyrgi í jarðlitum. Tilvalið fyrir gæsaskyttur og aðrar skyttur. Steyr, 4x4, árg. ´87 með tvívirkum tækjum. Flottur. Tilboð óskast. 28 tonna JCB beltagrafa. Góð en hús lélegt. Tilboð óskast. Lítil hestakerra, gömul en góð. Harmonikka, 80 bassa. Verð kr. 60.000 og gaseldavél með vatnstanki og vaski. Uppl. í síma 865-6560.

Til sölu Dodge Ram 2500 árg. ´01. Beinskiptur, dísel. Ný dekk, góður bíll. Verð kr. 2.300.000. Er á Norðurlandi. Uppl. í síma 893-6921.

Til sölu 20 feta íbúðagámur með WC og eldhúsinnréttingu til sölu. Einnig stór panna, djúpsteikingarpottar, pylsupottur o.fl. Uppl. í síma 899-7500.

Fjórir Border Collie hvolpar til sölu. Undan góðum smalahundum. Hyundai Starex, árg. ´99 og plast-bátur. Uppl. í síma 895-2225.

Eigum til kælivélar á mjólkurtanka og önnur kælikerfi, bæði með loftkældum og vatnskældum þétti. Kælivél stök verð kr. 63.000 + vsk. Kælivél loft-kæld verð kr. 250.000 + vsk. Kælivél vatnskæld verð kr. 200.000 + vsk. Vélaborg-Landbúnaður. Sími: 414-0000, www.vbl.is

Til sölu Finnlaugs kartöfluflokkunar-vél. Uppl. í síma 898-6180.

Til sölu Liebherr byggingakrani, árg. ´92, 28 K. Uppl. í síma 867-7139.

Öflugur Kubota sláttutraktor til sölu. 4x4, dísel, vökvastýri, árg. ´07. Notaður 320 vst. Verð kr. 1.600.000. Nýr kostar kr. 2.600.000. Uppl. í síma 894-0058.

Til sölu flotdekk undir JCB traktors-gröfu, 600/60 30,5 og 550/50 22,5. Uppl. í síma 868-9471.

Plastrimlagólf! Eigum á lager plast-prófíl í vinsælu sauðfjárplastrimla-gólfin. Allar nánari upplýsingar í síma 571-3300. Ísbú búrekstrarvörur, www.isbu.is, [email protected]

Hænsnanet á aðeins kr. 9.990 rúllan. 50 m löng, 1 m breið. Allar nánari upplýsingar í síma 571-3300. Ísbú búrekstrarvörur, www.isbu.is, [email protected]

Til sölu þrjár léttar hillusamstæður úr stáli. Einnig þvottavél og þurrkari. Uppl. í síma 846-5794.

Til sölu Claas rúllusamstæða, árg. ´08. Springmaster rakstrarvél og 3 m valti. Uppl. í síma 894-3367.

Til sölu Ford Explorer XLT, árg.´92. Aukabúnaður: Leður, filmuð glerlúga, rafmagn í sætum, filmaðar rúður í aft-urhurðum og afturúr og cruise control. Skoðun: Er nýkominn með ´12 miða án athugasemda. Litur: Rauður, vel upplitaður. Dekk: Minnir að það séu 30'' nagladekk undir honum en fylgja 31'' ágæt sumardekk, undir eru 15'' krómfelgur og passa sumar- og vetr-ardekkin á þær. Gallar: Skemmt aftur-bretti, rafmagn í sætum eitthvað að klikka, miðstöðin virkar bara á hæstu stillingu (þarf að skipta um mótstöð-una, get lagað fyrir sölu). Endalaust þægilegt að keyra þetta og hefur hann ekkert klikkað hjá mér. Ásett verð kr. 230.000 skoða öll tilboð og skipti. Uppl. í síma 865-3815, Páll.

Til sölu Baader 47 roðflettivél í góðu ásigkomulagi. Uppl. í síma 893-1803, Steinar.

Til sölu fjórhjól Jianshe 400, árg. 2007, 4x4, nýr mótor. Næsta skoðun 2012. Götuskráð. Verð kr. 475.000 Uppl. í síma 820-7211.

Þak- og veggjastál 0,5 mm galv. kr. 1.450 m2 0,6 mm galv. kr. 1.750 m2 0,45 mm litað kr. 1.480 m2 0,5 mm litað kr. 1.800 m2 Stallað / litað kr. 2.400 m2 H. Hauksson ehf., Sími 588-1130.

Timbur 28 x 70 mm kr. 175 lm 25 x 150 mm kr. 240 lm 32 x 100 mm kr. 250 lm 50 x 150 mm kr. 530 lm 50 x 175 mm kr. 618 lm H. Hauksson ehf. Sími 588-1130.

Girðingaefni. Túnnet, gaddavír, þanvír, lykkjur, staurar. H. Hauksson ehf. Sími 588-1130.

Þanvír. Verð kr. 7.900 rl. með vsk. H. Hauksson ehf. Sími 588-1130

Óska eftir

Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega íslensk-ar. Vantar 45 snúninga íslenskar. Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma 822-3710 eða á [email protected]

Óska eftir CB Hondu, stærð og ástand skiptir ekki máli. SS 50 slátur kæmi sér líka vel. Ólafur 849-3166.

Óska efir að kaupa notaða plötusög. Uppl. í síma 893-3070.

Óska eftir að kaupa farsgerðavél fyrir kjöt og fisk, má vera 3ja fasa. Uppl. í síma 899-3552 eða sendið póst á [email protected]

Antik: Óska eftir að kaupa framfelgur (dekkjastærð 10,5 x20) á Case 580 F traktorsgröfu, árg. 1981. Uppl. í síma 860-6832 og [email protected]

Er að leita mér að gömlum Toyota Hilux, 4Runner eða Land Cruiser. Þá aðallega til niðurrifs eða uppgerðar. Skoða allt. Uppl. 847-1153.

Óska eftir stutuvagni í skiptum fyrir Yamaha V-Max 700cc, árg. ´98. Bakkgír og rafstart. Get sent myndir. Uppl. í síma 696-9574 eða [email protected]

Óska eftir að kaupa snekkjudælu í 4.000 lítra Vélboða haugsugu. Uppl. í síma 456-6250.

Óska eftir að kaupa Yamaha Viking II vélsleða. Þarf að vera í góðu standi. Uppl. gefur Karl í síma 861-1994.

Óska eftir gamalli Marna dísel bátavél til niðurrifs. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur í síma 696-8795.

Óska eftir að kaupa varahluti í Polaris Trail Boss 500 fjórhjól, árg. ́ 87. Uppl. í síma 856-5798.

Mig vantar allt í Cortinu, helst ókeypis eða ódýrt. Endilega sláið á þráðinn í síma 849-4072, Ingólfur.

Óska eftir 2,8 lítra Iveco vél eða bíl til nðurrifs með vél í lagi. Sími 892-3126.

Óska eftir dráttarvélardekki að aftan hægra megin, stærð 480/70 R 34. Uppl. í síma 869-4785, Reynir.

Benz vörubíll. Óska eftir að kaupa framhjóladrifinn kúluBenz vörubíl. Annað kemur til greina. Uppl. í síma 896-3420.

Hurðir - Stál. Óska eftir 5 stk. stál-hurðum nýjum eða notuðum. Staðgreiðsla. Uppl. í síma 896-3420 og 868-6345.

Óska eftir að kaupa bækur eftir Evu Hjálmarsdóttur frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Þær eru: Hvítir vængir. Það er gaman að lifa. Á dularvegum. Margt er smátt í vett-ling manns. Paradís bernsku minnar. Einnig vantar mig Kommisarinn eftir Sven Hazel. Upplýsingar í síma 893-7704, Smári.

Óska eftir að kaupa Zip Roto 255D sláttuvél eða sambærilega vél til niðurrifs eða viðgerðar. Uppl. í síma 434-7729.

Óska eftir að kaupa Ford 4610 eða 5610, árg. ´82 eða ´83. Uppl. í síma 867-7776.

Atvinna

Aðstoð á sveitabæ/ferðaþjónustu. Fjölskyldu á sveitabæ á Suðurlandi vantar aðstoð við vinnu á tjaldsvæði, heimilisstörf og barnagæslu í sumar. Bílpróf nauðsynlegt. Upplýsingar sendist á [email protected] eða í síma 893-8889.

14 ára strákur óskar eftir vinnu í sveit í sumar. Er sterkur, mjög duglegur og fljótur að læra. Uppl. í síma 824-1831 (Ólafur) eða 860-5158 (Siggi).

Mjög duglegur 32 gamall franskur karlmaður (talar ensku og frönsku) óskar eftir starfi á bóndabæ á Suðurlandi (Hvolsvöllur/Vík). Vanur að vinna úti og sinna trésmíðum. Vinsamlegast hafið samband ef þið hafið áhuga í síma 823-9105 eða í netfangið [email protected].

Ráðskona. 33 ára kona óskar ráðskonustöðu úti á landi, helst á Norðurlandi. Uppl. í síma 775-4878. Steinunn.

14 ára unglingsstúlka óskar eftir að komast í sveit í sumar. Uppl. í síma 849-1833.

Óska að ráða ungan reglusaman mann til vinnu á kúabú í Borgarfirði í sumar. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af vinnu á kúabúi. Uppl. í síma 893-0218.

21 árs norsk kona óskar eftir að vinna á íslensku hrossabýli í sumar. Hefur 8 ára reynslu af íslenska hestinum og hefur starfað við hirðingu auk kennslu fyrir byrjendur. Óskar eftir að komast á býli þar sem hún getur þróað hæfni sína og lært af öðrum. Laus eftir Landsmót. Uppl. í netfangið [email protected] og í síma 00-474-702-8053. Lene Holmen.

Gefins

Ísvél af gerðinni Carpigiani fæst gefins, stærð 59 x 51 að breidd x 71 á hæð. Flutningur og auglýsing séu greidd. Var notuð í lítilli sjoppu til skamms tíma. Uppl. í síma 849-8902.

Gisting

Heilsárshús til leigu. Sumarhús í Eyjafjarðarsveit um 25 km frá Akureyri. Heitur pottur, rúm fyrir 8 manns. Viku- og helgarleiga. Allar nánari uppl. í síma 895-1355, Jóhannes.

Hestar

Hagabeit. Tek ungfola í hagabeit á Suðurlandi. Uppl. í síma 482-1019.

Leiga

Óska eftir að taka á leigu spildu fyrir hrossabeit á Suðurlandi. Uppl. í síma 662-1661 eða 662-0661 eða á net-faginu [email protected]

Sumarhús

Rotþrær - Vatnsgeymar. Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir - réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300 til 50.000 ltr. lindarbrunnar. Sjá á borgarplast.is. Borgarplast, Mosfellsbæ. Uppl. í síma 561-2211.

Þjónusta

Tveir vanir girðingamenn óska eftir verkefnum næsta vor og sumar. Uppl. í síma 898-4344.

Götusópun – stíflulosun. Fyrirtæki, húsfélög. Nú er rétti tíminn til láta sópa bílaplön og stéttar. Erum líka með stíflulosun, holræsabíl, haug-sugu, röramyndavél og bjóðum lagnavinnu. Löng reynsla. Verkval ehf. Símar 461-1172 eða 892-3762, [email protected]

Veiði

Veiðileyfi í Hörðudalsá. Hörðudalsá er tveggja til þriggja stanga fjölskyldu-væn lax- og silungsveiðiá. Veiðileyfi seld í Seljalandi. Nánari upplýsingar á www.seljaland.is [email protected] eða í síma 894-2194.

Óska eftir að taka land á leigu til rjúpnaveiða núna í haust. Öruggri greiðslu heitið fyrir tímabilið. Helst á Vesturlandi. Uppl. í síma 899-0032.

Öflugir High Tech rafgeymar fyrir jeppa.

Er bíllinn tilbúinn fyrir ferðalagið?

DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS

· Tekur heitt vatn > sparneytin· Stórt op > auðvelt að hlaða· Þvotta og orkuklassi A· Engin kol í mótor

12 kgÞvottavél

Amerískgæðavara

BændablaðiðSmáauglýsingar.

5630300

Heilsumeistaraskólinn býður uppá þriggja ára nám í nátt-úrulækningum. Námið er kennt sem lotunám og fjarnám; kennsla fer að jafnaði þannig fram að kenndir eru fjórir dagar í kringum helgi annan hvern mánuð í þrjú ár að því er segir í tilkynningu frá skól-anum.

Skólinn mun vera með kynn-ingarfundi á Akureyri, Borgarnesi og Selfossi í apríl og maí.

Einnig verða kynningar og opin námskeið í Reykjavík en grasalæknirinn Brigitte Mars, sem kennir við skólann, býður upp á stutt námskeið í byrjun júní.

Heilsumeistaraskólinn mun líka bjóða upp á opið námskeið svipað og það sem nemendur fá í lokalotu skólans og kallast „Retreat” eða endurnýjunarvika á Sólheimum, nú í fyrst sinn íð

boði fyrir almenning 20.-27. júní. Námi Heilsumeistaraskólans má skipta niður í 3 meginsvið:

1. Alþýðu-náttúrulækningar,

þar á meðal er næring og lækningarfæði, sjálfs-rækt og heilsusamlegur lífsstíll.

2. Alþýðu-grasalækningar en þar er meðal annars er kennd tínsla og notkun jurta og jurtaefna og fleira

3. Augnfræðin. Nemendur og læra að nota bæði lit-himnu- og hvítugreining til að greina heilsu og koma auga á veikleika og styrkleika líkamans.

Nánari upplýsingar veitir Lilja Oddsdóttir skólastjóri. Sími 848-9585 - www.heilsumeistaraskolinn.com.

Heilsumeistaraskólinn – Græðandi námKynningarfundi á Akureyri, Borgarnesi og Selfossi í apríl og maí

Page 40: Blað nr. 350 Kartöflugrös fallin á Suðurlandi · sýkingar af þessu tagi, mismunandi skæðar. „Þessi baktería er auðvitað til víða í umhverfinu, til að mynda í fuglum

11. tölublað 2011 Fimmtudagur 9. júní

Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út24. júní

xxxx

xxxx

xxxx

M: Von frá Laugarvatni M:Vissa frá Efstadal 2

F: Hróður frá Refsstöðum Upplýsingar gefur Snæbjörn Sigurðsson F: Glampi frá Vatnsleysu

MM: Krás frá Laugarvatni MM:Von frá Laugarvatni

Aðaleinkunn: 8.20 eða [email protected] Aðale:8.10

M: Von frá Laugarvatni II M: Vissa Frá Efsta Dal II

F: Krákur frá Blesastöðu 1a F: Krákur frá Blesastöðum 1a Verður í Meiri Tungu í Rángarvallars

MM: Krás frá Laugarvatni MM: Von frá Laugarvatni

Kynbótamat: 115 Kynbótamat:118

Lynghálsi 3 Reykjavík / Lónsbakka Akureyri / sími: 540 1100

NýttKjarnfóður

með 16% eða 20% próteini.

Kostnyt er:Kjarnfóður sem hentar vel á seinni hluta mjaltaskeiðs. Kjarnfóður sem hefur gott jafnvægi steinefna, snefilefna og vítamína.Kjarnfóður sem hentar vel með prótein - og orkuríku gróffóðri.Kjarnfóður á góðu verði.

Kostnyt er haghvæmur kostur