20
Bláfáni 2013 - Langisandur á Akranesi Umhverfisfræðsluverkefni

Bláfáni 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bláfáni 2013 - Langisandur umhverfisfræðsluverkefni

Citation preview

Page 1: Bláfáni 2013

Bláfáni 2013 - Langisandur á Akranesi

Umhverfisfræðsluverkefni

Page 2: Bláfáni 2013

Upplýsingar um umhverfisfræðsluverkefni fyrir Langsand á Akranesi

Í þessari samantekt er gert grein fyrir þeim umhverfisfræðsluverkefnum sem unnin voru fyrir

Bláfánatímabilið 2013. Má segja að þetta hafi verið ágætis byrjun og margt má læra af fyrsta

tímabilinu. Það jákvæða við þessi verkefni er að þau hafi vakið enn meiri áhuga hjá

stofnunum og einstaklingum að taka þátt í verkefnum fyrir 2014 og erum við komin með fleiri

en 5 verkefni fyrir næsta tímabil. Það sem hægt er að læra af síðasta tímabili er að gera

verkefnin sýnilegri á/við Langasand og gera þau aðgengileg á heimasíðu Akraneskaupstaðar,

ný heimsíða er í vinnslu og verður Bláfáninn með sinn sess þar. Að auki þarf að vinna

verkefnin fyrr til að tryggja að þau verði tilbúin fyrir Bláfánatímabilið sérstaklega þau

verkefni sem eru unnin af skóla-og leikskólabörnum þar sem þessar stofnanir fara í frí yfir

sumartímann.

Þau verkefni sem voru unnin fyrir Bláfánatímabilið 2013 voru efitirfarandi, því miður hafðist

ekki að setja upp fræðsluskiltið en mun það verða gert í sumar 2014.

Vorhreinsun 6. Bekkjar - Grundaskóli og Brekkubæjarskóli

Fræðsluskilti - Lífríki Langasands

Þorpið

Flóðatafla

Akrasel

Page 3: Bláfáni 2013

1. Vorhreinsun 6. bekkjar á Langasandi 26. apríl 2013

Í tilefni af „Degi umhverfis“ sem var 25. apríl 2013 fóru börn í 6. bekk beggja grunnskólanna

sem eru á Akranesi (Grundskóli og Brekkubæjarskóli) á Langasand og týndu rusl meðfram

göngustíg, í grjótgarðinum og á sandinum sjálfum. Markmið verkefnisins var að hreinsa

strandlengjuna og vekja athygli á því til hve mikilvægt er að hugsa vel um umhverfið og halda

því hreinu, Langasand og önnur náttúru-og útivistarsvæði. Og að það sé á allra ábyrgð að

passa upp á umhverfið. Krakkarnir týndu um 200 kg. af rusli og voru mjög áhugasöm um

verkefnið. Brekkubæjarskóli er Grænfánaskóli.

Í kjölfarið kom umfjöllun um verkefnið í Skessuhorni, sem er fréttablað á Vestulandi.

Page 4: Bláfáni 2013

1. Vorhreinsun 6. bekkjar á Langasandi 26. apríl 2013

Verkefnisstjóri var Íris Reynisdóttir, garðyrkjustjóri Akraneskaupstaðar

Page 5: Bláfáni 2013

2. Fræðsluskilti um lífríki Langasands

Hönnun og uppsetning á fræðsluskilti við göngustíg, sem er meðfram Langasandi. Myndir

eftir Jón Baldur Hlíðberg sem teiknar lífverur af mikilli snilld.

Markmiðið er að fræða almenning um lífríkið sem á Langasandi, sýna hve mikið líf er á

sandinum ef vel er að gáð. Mikilvægi þess að fólk sé meðvitað um hvaða lífverur hafa

„búsetu“ á sandinum og þetta sé ein samhangandi heild (vistkerfi), mikilvægi þess að vernda

svæðið til að raska ekki því viðkvæma kerfi. Hefur mikið fræðslugildi fyrir unga sem aldna.

Ekki náðist að setja skiltið upp árið 2013, en hönnun á því er tilbúin og mun það verða sett

upp árið 2014 í staðin.

Verkefnisstjóri er Íris Reynisdóttir, garðyrkjustjóri Akraneskaupstaðar

Page 6: Bláfáni 2013

3. Flóðatafla

Flóðatafla var í upplýsingaboxi við upplýsingaskilti á Langasandi. Taflan var birt með leyfi

Landhelgisgæslunnar og Sjómælinga Íslands þar sem þeir gefa hana út.

Markmið þessa verkefni var að upplýsa notendur Langasands um hvenær flóð og fjara er á

Langasandi með einföldum hætti.

Page 7: Bláfáni 2013

4. Ströndin okkar Langisandur Akrasel

Verkefni leikskólans Akrasels, tókst það mjög vel og mun Akrasel vera aftur með

verkefni á næsta tímabili. Einnig var verkefnið þeirra hluti að sýningu í verslunarmiðstöð sem

var haldin á Akaranesi, þar sem gestir og gangandi gátu séð hvað börnin höfðu verið að vinna

að. Verkefnastjóri var Valborg Jónsdóttir leikskólakennari á Akraseli. Akrasel er Grænfána

leikskóli.

Page 8: Bláfáni 2013
Page 9: Bláfáni 2013
Page 10: Bláfáni 2013
Page 11: Bláfáni 2013
Page 12: Bláfáni 2013
Page 13: Bláfáni 2013
Page 14: Bláfáni 2013

5. Gaman-saman á Langasandi: útivist og leikir - Þorpið

Það voru markmið verkefnisins að kynna Langasand sem spennandi stað til útiveru fyrir

börn, ungmenni, fjölskyldur og aðra. Einnig að hjálpa gestum Langasands að koma áuga á alla

þá fjölmörgu möguleika sem ströndin hefur upp á að bjóða. Þar að auki var stefnt að því að

kenna börnum og ungmennum að nýta sér Langasand /ströndina allt árið um kring í leik og

starfi. Að efla umhverfisvitund þeirra í gegnum leik með náttúruleg efni og opin efnivið * og

auka þannig tilfinningu þeirra fyrir lífríkinu við hafið og virðingu gagnvart náttúrunni.

Mef framkvædm verkefnisns höfðum við það að markmiði að börnin taki virkan þátt í því að

kynna sér og uppgötva möguleika Langasands og koma þeim upplýsingum á framfæri.

Markhópur verkefnisins voru börn og ungmenni í heimabyggð og annars staðar frá, t.d fyrir

þau sem koma á Akranes sem gestir** (sjá viðauka í F).

Við framkvæmd verkefnisins var markhopurinn börn á aldrinum 10 til 13 ára.

Með verkefninu vildum við miðla þann boðskap að ströndin getur verið útivistarsvæði allt

árið um kring. Að kenna ungu fólki að nýta sér náttúruna til leikja og skemmtunar og um leið

bera virðingu fyrir þeirri auðlind sem náttúran er.

Framkvæmd verkefnisins:

Verkefnið fór fram á mánuðum febrúar til júlí. Hópur af börnun hittist reglulega í ramma

Gaman-saman verkefnisins í Þorpinu. Frá febrúar til maí hittist hópurinn einu sinnu í viku

eftir skóla. Hópurinn var svokallaður „Útivistarhópur“ og var Langasandsverkefnið eitt af því

sem hópurinn tók sér fyrir hendur. Í júní hittist hópurinn oftar í viku í Þorpinu innan

sumarstarf Gaman-saman.

Farið var í ýmis verkefni og rannsóknarvinnu á ströndinni. Börnin komu með með hugmyndur

að því sem hægt er að gera á Langasandi, svo fór hópurinn og prófaði hugmyndirnar, teknar

voru myndir og skrifuð stutt skýrsla.

Myndirnar og skýrslan voru svo notuð til að hanna leikja- og fræðslubanka sem er enn í

vinnslu.

Stefnt er að því að verkefnið haldi áfram vor og sunar 2014.

Þá muna þátttakendur kynna sér það efni sem komið er í leikja- og fræðslubankann sem var

búinn til af Gaman-saman hópnum vor og sumarið 2013. Þeirra verkefni verður að prófa

verkefnin og hugmyndirnar og jafnvel bæta við. Einnig munu þeir yfirfara fræsðlubankann og

gera hann aðgengilegan á neti og í útgefnu formi í þartilgerðum kassa á við upplýsingaskiltinu

á Langasandi.

Page 15: Bláfáni 2013

Hér eru dæmi af því sem var gert vor og sumar 2013

List á sandinum: finna „náttúruleg listaverk“, eins og þau koma fyrir, og taka mynd (mars)

Sandkastalagerð (apríl)

Page 16: Bláfáni 2013

Hægt að finna efnivið víðar á ströndinni.

Skoða lífríkið (júní) – í „klettunum“

Page 17: Bláfáni 2013

Safna skeljum

Page 18: Bláfáni 2013

Leikir í sandinum

París og mylla

Skoða steina og drullumalla

Hlaupa í öldunum og vaða

Page 19: Bláfáni 2013

Fjársjóðsleit

Mála steina og reikna í sandinn

Viðauki/dæmi/o.s.fv.

Útikennsla og /eða annað óformlegt nám sem fram fer utandyra hefur fyrst og fremst verið

sniðið að skóglendi, fjallamennsku og þess háttar. Við eigum þessa stóru og stórkostlegu

strönd, vannýtt auðlind. Við viljum gæða ströndina meira lífi, sérstaklega yfir veturinn.

*Opinn efniviður Með opnum efnivið er átt við leikefni sem ekki felur í sér fyrirfram

gefnar lausnir heldur höfðar til sköpunarkrafts og leikgleði sem heldur öllum möguleikum

opnum.

**Vitað er um marga skólahópa, leikjanámskeið ofl sem koma á Langasandinn yfir

sumartímann. Sumir lenda ,,óvart“ á Langasandinum og þá gæti verið að gaman að grípa í

leiki sem ekki eru háðir ýmsum áhöldum. Það er fleira hægt að gera á ströndinni en liggja

í sólbaði eða moka með fötu og skóflu.

Verkefnisstjóri var Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, þroskaþjálfi og umsjónarmaður

frístundaklúbbsins í Þorpinu

Page 20: Bláfáni 2013